YERMA_LEIKSRKA_ISSUU

Page 1


Aukaleikarar:

Ebba Dís Arnarsdóttir og Margrét Ásta Arnarsdóttir.

Ungbörn í sýningunni:

Bergrós Matthíasdóttir, Emma Ragnheiður

Sigríðardóttir Devaney, Ingibjörg Unnur Beck Snorradóttir.

Forráðafólk og umsjónaraðilar ungbarna: Andrea Björk Karelsdóttir, Brynhildur Karlsdóttir, Emil Adrian Devaney, Matthías Tryggvi Haraldsson, Sigríður Sól Þórarinsdóttir, Snorri Beck Magnússon.

Þakkir

Guðrun & Guðrun.

Kúnstpásu er þakkað sérstaklega fyrir samstarf við sýninguna.

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Hönnun og uppsetning: Jorri.

Ljósmyndir: Jorri. Mynd af Simon Stone: Reinhard Maximilian Werner. Prentun: Prentmet Oddi.

Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarlengd er um tvær og hálf klukkustund. Eitt hlé.

6. sýning: Umræður eftir sýningu.

7. sýning: Textun á ensku og íslensku.

Þjóðleikhúsið

76. leikár, 2024–2025.

Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember 2024. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

Yerma

eftir Simon Stone

Byggt á leikriti Federico García Lorca

Þýðing: Júlía Margrét Einarsdóttir

Þjóðleikhúsið 2024 - 2025

Leikarar

Hún

Nína Dögg Filippusdóttir

Viktor Guðjón Davíð Karlsson

Helena Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Jón

Björn Thors

María Ilmur Kristjánsdóttir

Dídí

Vala Kristín Eiríksdóttir

Hljóðfæraleikarar

Trommur, slagverk og píanó

Gulli Briem

Bassi og baritóngítar

Valdimar Olgeirsson

Trompet og flugelhorn

Snorri Sigurðarson

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn

Gísli Örn Garðarsson

Leikmynd

Börkur Jónsson

Tónlist og tónlistarstjórn

Gulli Briem

Búningar

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Lýsing

Garðar Borgþórsson

Myndbandshönnun

Ásta Jónína Arnardóttir

Hljóðhönnun

Brett Smith

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir

Framleiðslustjórn

Máni Huginsson

Starfsnemi (LHÍ)

Hafsteinn Níelsson

Ljósakeyrsla

Cristina Agueda Ýmir Ólafsson

Hljóðmaður á sviði

Bragi Fannar F. Berglindarson

Leikgervadeild

Ingibjörg G. Huldarsdóttir - yfirumsjón

Áshildur María Guðbrandsdóttir

Hildur Ingadóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Búningadeild

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir - yfirumsjón

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Berglind Einarsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Leikmyndagerð

Atli Hilmar Skúlason – teymisstjórn og smíði

Hildur Evlalía Unnarsdóttir – teymisstjórn og smíði

Ásta S. Jónsdóttir - leikmunir, yfirumsjón

Mathilde Anne Morant - leikmunir

Valur Hreggviðsson - leikmunir

Alexander Hugo Gunnarsson - smiður

Arturs Zorģis - smiður

Michael John Bown - smiður

Leiksviðsdeild

Ásdís Þórhallsdóttir - leiksviðsstjóri

Alexander John George Hatfield –yfirumsjón og sýningarkeyrsla

Siobhán Antoinette Henry – yfirumsjón og sýningarkeyrsla

Raimon Comas – sýningarkeyrsla

Aida Gliaudelyte - leikmunavarsla á sýningum

Þórunn Kolbeinsdóttir - sviðsdeild

Eglé Sipaviciute - sviðsdeild

Simon Stone

Ástralski leikstjórinn, leikskáldið og leikarinn Simon Stone (f. 1984) er meðal þekktustu leikhúslistamanna samtímans. Hann er einkum kunnur fyrir sviðsetningar sínar á eigin leikgerðum af sígildum leikverkum, en hann endurskrifar í raun verkin og færir atburðarásina til samtímans. Stone hefur sett upp rómaðar sýningar í virtum leikhúsum og óperuhúsum víða um heim, en meðal þekktustu sýninga hans eru Villiöndin (2011) hjá Belvoir

St Theatre í Sydney, Medea (2014) og Ibsen House (2017) hjá Internationaal Theater Amsterdam, Englar í Ameríku (2015) og John Gabriel Borkman (2016) hjá Theater Basel, Yerma (2016) í Young Vic í London og Lucia di Lammermoor (2022) hjá Metropolitan óperunni í New York.

Stone hóf feril sinn með leikhópnum The Hayloft Project í Ástralíu árið 2007, en hópurinn vakti ekki síst athygli fyrir sýningar byggðar á leikverkum eftir Tsjekhov, Seneca, Wedekind og Ibsen. Stone var ráðinn leikstjóri við Belvoir

St Theatre í Sydney árið 2011 og leikgerð hans af Villiöndinni eftir Ibsen hlaut Sydney- og Helpmann-leiklistarverðlaunin og var boðið á leiklistarhátíðir í Evrópu, m.a. Ibsenhátíðina í Osló, Wiener Festwochen og Holland Festival, og sýnd í Barbican í London. Meðal annarra sviðsetninga Stones í Ástralíu er Baal eftir Brecht hjá Sydney Theatre Company.

Fyrsta uppfærsla Stones í hinum þýskumælandi heimi var ný gerð af Óresteiu Æskílosar í Theater Oberhausen árið 2014. Sama ár var Thyestes, sýning Stones byggð á verki Seneca, sýnd á Theater der Welt-hátíðinni, Holland Festival og hjá Théâtre des Amandiers í Nanterre. Stone var ráðinn leikstjóri við Theater Basel á árunum 2015-2017. Hann hlaut þýsku Nestroy-leiklistarverðlaunin fyrir leikstjórn á leikgerð sinni af John Gabriel Borkman eftir Ibsen, en sýningin var jafnframt kosin besta sýning ársins af gagnrýnendum í tímaritinu Theater heute og var boðið á Berliner Theatertreffen-hátíðina. Uppsetning hans á Englum í Ameríku eftir Kushner í Basel hlaut Nestroy-leiklistarverðlaunin. Hann setti einnig upp leikgerð sína af Þremur systrum eftir Tsjekhov í Basel, en sýningunni var boðið á Berliner Theatertreffen og Stone hlaut verðlaun tímaritsins Theater heute fyrir leikrit ársins. Hann setti upp verk sitt Hotel Strindberg, byggt á verkum eftir leikskáldið Strindberg, á vegum Theater Basel og Burgtheater í Vínarborg, en sýningin hlaut tvenn Nestroy-leiklistarverðlaun. Meðal annarra uppsetninga Stones í hinum þýskumælandi heimi eru Eine griechische Trilogie hjá Berliner Ensemble, Pétur Gautur hjá Deutsches Schauspielhaus í Hamborg og Medea í Burgtheater í Vínarborg.

Yerma, sem byggt er á leikriti Lorca og Þjóðleikhúsið sýnir nú, er fyrsta verkið sem Stone leikstýrði í Bretlandi en það var sett upp í Young Vic í London árið 2016 með Billie Piper í aðalhlutverki. Sýningunni var afar vel tekið og þegar hún var enduruppsett árið 2017 hlaut hún Laurence Olivier verðlaunin. Hún var einnig sýnd í New York árið 2018. Stone leikstýrði nýrri gerð af Fedru eftir Seneca hjá Breska þjóðleikhúsinu.

Simon Stone hefur leikstýrt nokkrum sýningum hjá Internationaal Theater Amsterdam (áður Toneelgroep Amsterdam) frá árinu 2014, Medeu sem var byggð á verki Evripídesar og var síðar enduruppsett í New York, í Barbican í London og í Odéonleikhúsinu í París, Husbands and Wives eftir Woody Allen, Ibsenhuis sem var byggð á nokkrum af leikritum Ibsens og Flight 49 sem byggð var á verki Hermans Heijerman. Hann setti upp Þríleik hefndarinnar í Odéonleikhúsinu í París, leikrit byggt á verkum eftir Ford, Middleton, Shakespeare og Lope de Vega.

Fyrsta óperuuppfærsla Stones var Die tote Stadt eftir Korngold í Theater Basel. Hann leikstýrði meðal annars óperunum Lé eftir Reimann og Medeu eftir Cherubini á Salzburgarhátíðinni, Lucia di Lammermoor eftir Donizetti hjá Metropolitan óperunni í New York, La traviata eftir Verdi í Parísaróperunni, Wozzeck hjá Vínaróperunni og Mefistofele eftir Boito hjá Teatro dell’Opera di Roma.

Árið 2015 gerði Stone kvikmyndina Dótturina, sem var byggð á Villiöndinni eftir Ibsen og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Önnur kvikmynd hans, The Dig, var frumsýnd hjá Netflix árið 2021 og var tilnefnd til fimm BAFTA-verðlauna.

Yerma gengur aftur

Rætur Yermu liggja í spænskri mold, þ.e. í verki Federico García Lorca (1898-1936) sem frumsýnt var í Madrid fyrir 90 árum eða árið 1934. Þetta var annað verk hans í því sem seinna hefur verið kallaður þríleikur, þ.e. Blóðbrúðkaup (Bodas de sangre) sem var frumsýnt 1933 og svo Hús Bernörðu Alba (La casa de Bernarda Alba) sem var frumsýnt nokkuð eftir lát Lorca eða 1945 og þá í Buenos Aires, því Franco-stjórnin hafði bannað öll hans verk á Spáni. Þessi verk hafa öll verið sýnd hér á landi og sum oftar en einu sinni.*1

Lorca tilheyrði kynslóð höfunda og listamanna sem kennd er við 1927, kynslóð sem blómstraði með auknu frjálslyndi í aðdraganda annars lýðveldisins á Spáni (1931-1936/9), í Madrid þar sem vindar framúrstefnu og tilraunamennsku blésu hressilega, þótt vissulega hafi þeir vindar ekki endilega náð til alls landsins. Lorca var frá Andalúsíu og heillaðist snemma af alþýðumenningu héraðsins sem var þó nokkuð mótuð af Roma-fólki og arabískri arfleifð. Hann átti mikinn þátt í því ásamt tónskáldinu Manuel de Falla að auka hróður flamenco eða cante jondo og svo ferðaðist hann um landið ásamt félögum sínum með ferðaleikhúsinu La Barraca en þar var einmitt ætlunin að færa alþýðunni leikhúsið heim, rjúfa þá hefð sem hafði myndast að leikhús væri einungis fyrir elítuna.

Konur eru í forgrunni í þessum þremur helstu leikverkum Lorca, hlutskipti þeirra og aðstæður í íhaldssömu, kaþólsku hefðarveldi þar sem hlutverk þeirra er fyrirfram skilgreint og valdi þeirra settar þröngar skorður, þ.e. þær áttu allt undir karlmönnunum sem stóðu þeim næst, föður eða eiginmanni. Með öðru lýðveldinu urðu þó umtalsverðar breytingar gerðar á lagaumhverfi kvenna, til dæmis með réttinum til skilnaðar og fleiri umbótum. Þessum réttindum héldu þær þó ekki lengi því eftir borgarastyrjöldina (1936-1939) færði Franco allt til fyrra horfs og enn á ný skyldu þær verða ‚englar heimilisins‘ og hlýða skilyrðum hefðarveldis og kirkju.

Í þessu samhengi verður Yerma til. Yerma er ekki kvenmannsnafn á spænsku heldur merkir ófrjór jarðvegur og gefur því til kynna viðfangsefni verksins. Yerma er gift kona í litlu spænsku þorpi sem bíður þess óþreyjufull að eignast barn. Allt kemur fyrir ekki og á þeim u.þ.b. fjórum árum sem verkið spannar duga engin heimilisráð, bænir eða særingar til þess að uppfylla þá ósk hennar. Konurnar í þorpinu leggja til ýmis ráð og leiðir til að bæta úr þessu. Gefið er í skyn að Juan, eiginmaður hennar, sé sá sem geti ekki eignast börn og því ætti hún að fá sér elskhuga sem gæti bjargað málum, en Yerma þvertekur fyrir slíkt, enda heiður fjölskyldunnar að veði í hennar huga. Heiður er einmitt eitt af gegnumgangandi þemum í verkum Lorca. Þau sýna oft á tíðum að hugmyndin um heiður sé eyðandi afl sem ógni lífi og limum þeirra sem um véla eins og við þekkjum vel úr menningarsögunni, hvort sem það er úr Íslendingasögum eða Shakespeare. Juan telur þó að Yerma sé alls ekki að virða heiður fjölskyldunnar með flandri sínu um þorpið í leit að lausn og vill binda hana enn fastar við heimilið, sem henni finnst þó vera eins og gröf úr því engin eru börnin.

Spænska þorpið er hið fullkomna sögusvið, auk þess sem það hefur sérstaka stöðu í (menningar)sögu Spánar. Í því þrífst hið hefðbundna bændasamfélag, hinn ‚sanni‘ Spánn; þar eru allir með nefið niðri í hvers manns koppi, valdið er skýrt, hefðin klár og félagslega taumhaldið þétt.

Eins og fyrr segir var Lorca mjög upptekinn af möguleikum leikhússins og leit til leikhúshefðarinnar í sínum skrifum allt frá fornklassík til brúðuleikhúss. Í verki hans gætir þessara áhrifa, hann notar til dæmis þvottakonurnar sem eins konar grískan kór sem tjáir viðhorf þorpsins til Yermu og þá er textinn oft á mörkum ljóðs og prósa, en Lorca var auðvitað líka, og kannski einkum og sér í lagi, ljóðskáld.

Leikskáldið og leikstjórinn Simon Stone (f. 1984) í sinni meðferð á leikriti Lorca tekur það úr þessu samhengi sem við fyrstu sýn virðist vera meginstoðir þess; þorpið hefur breyst í borg, félagslega taumhaldið er gjörólíkt og hefðarveldið

í upplausn (þótt við virðumst eiga ákaflega erfitt með að sleppa úr klóm þess, það rís alltaf aftur upp eins og fuglinn Fönix tilbúið til að færa okkur aftur í sína fjötra, samanber Trump og aðra talíbana þessa heims).

Farinn er líka kórinn, ljóðið, heiður fjölskyldunnar (og þó), verkið (og Yerma) hefur verið berstrípað og spurt er hvað sjáum við þá?

Þessi aðferð hefur dugað Stone vel í uppsetningum sínum á eldri verkum, að fletta ofan af þeim lögum af hefð, umhverfi, túlkunarsögu og viðtökum sem myndast hafa í lífi verksins og færa til samtímans svo áhorfendur þurfa að endurhugsa merkingu verksins og erindi. Aðalpersóna verksins (Y) er nútímakona á framabraut (til að notast við klisjurnar), gift bisnessmanninum Jóni, barneignir hafa ekki verið á dagskrá til þessa, en nú hefur eitthvað breyst, einhver löngun vaknað hjá henni, sem tekur hana sterkum tökum.

Við lifum á stundum í þeirri villutrú að búið sé að leysa úr öllum helstu málum á okkar tímum. Að tæknin, nútíma vísindi, frjálslyndi, aukin mannréttindi, svokallaðar framfarir, hafi leyst okkur undan öllum vanda fortíðar. (Vissulega höfum við staðið okkur vel í að finna upp ný vandamál eins og augljóst er þegar við horfum á jörðina brenna, en engu að síður er þetta hugsun sem er kunnugleg frá okkar tímum.) Ófrjósemi? Ekkert mál, tæknifrjóvgun bjargar málunum. En öll þekkjum við dæmi um hið gagnstæða, tæknifrjóvgun verður þá alls ekki lausnin, heldur ný tegund af helsi til að binda konur með. Líkami konunnar breytist í vígvöll og sálarlífið fylgir með og allt tal um frelsi frá hefðarhugsun og kynhlutverkum leysist upp.

Eins og fyrr segir eru konur oft í forgrunni í verkum Lorca. Hann stóð á mörkum nútímavæðingar og hefðarveldis, frjálslyndis nýrra tíma og þröngsýni kirkjunnar. Hann var hinsegin á tímum þar sem örlítil frjálsræðisglufa hafði myndast sem lokaðist aftur hratt. Hann laut í lægra haldi fyrir öflum sem vildu koma böndum á frjálsa hugsun og kveða niður kröfur um mannréttindi, var drepinn fyrir líferni sitt og skoðanir. Hann skrifaði um konur, veitti þeim athygli, stöðu þeirra innan stofnunar hjónabandsins, innan hefðarveldisins, innan þröngsýni valdakerfisins. Í ljósi þessa má vera ljóst að það er enn full ástæða til að veita verkum hans athygli, spyrja þau spurninga, endurvekja, endurskrifa og hugsa þannig uppá nýtt um vanda fortíðar –og okkar tíma.

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Yerma eftir Lorca var gefin út í tvímálaútgáfu í þýðingu Karls Guðmundssonar og Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, sem einnig ritar inngang, af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Þá hefur stofnunin einnig gefið út tvímálaútgáfu af ljóðum Lorca, Gustur úr djúpi nætur: Ljóðasaga Lorca á Íslandi, með formála eftir Hólmfríði Garðarsdóttur.

1. Uppsetningar á leikritum Lorca á Íslandi. Yerma: Þjóðleikhúsið 1987.

Hús Bernhörðu Alba/Heimili Vernhörðu Alba: LR 2013 og 1966, Þjóðleikhúsið 1989, LA 1989. Blóðbrullaup: Þjóðleikhúsið 1993 og 1959.

útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2001 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hér hefur hún m.a. farið með burðarhlutverk í Ex, Jólaboðinu, Óþelló, Tímaþjófnum, Sporvagninum Girnd og Fjalla-Eyvindi, og í Borgarleikhúsinu í Fólk, staðir og hlutir og Fjölskyldunni. Hún var einn framleiðenda, höfunda og leikara í sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni og Föngum og fer með titilhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Vigdísi. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar og hlaut Grímuna fyrir Ex og Fólk, staðir og hlutir og Edduna fyrir Verbúð, Villibráð, Brim og Hjartastein.

Atómstöðin. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og heimildaverkið Flóð. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Svar við bréfi Helgu og Fangavaktina og hefur hlotið þrjár tilnefningar að auki.

sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt í leikhúsi og sjónvarpi. Hann leikur í Frosti og Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék hér nýlega í Verkinu, Hvað sem þið viljið, Jólaboðinu og Nashyrningunum. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar 2005, Borgarleikhúsið 2008 og Þjóðleikhúsið 2015. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann, í samvinnu við Birgittu Haukdal, Láru og Ljónsa og leikstýrði sýningunni. Hann leikstýrði og samdi Slá í gegn, samdi Fjarskaland og leikstýrði Útsendingu. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Lof mér að falla og Algjör Sveppi (1-4), sjónvarpsþáttunum Verbúðinni og í væntanlegu sjónvarpsþáttaröðunum Vigdísi, Dönsku konunni og Reykjavík Fusion. Hann hlaut Edduna fyrir barnaefni ársins 2014 og var tilnefndur fyrir Verbúðina. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Frost, Loddarann, Húsið og Jónsmessunæturdraum.

Hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsþátta og kvikmynda og samið leikið efni fyrir sjónvarp og leikhús. Hún leikur í Eltum veðrið og Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér m.a. í Ekki málið, Sjö ævintýrum um skömm, Nashyrningunum, Kópavogskróniku þar sem hún var annar af höfundum leikgerðar, Englinum, Einræðisherranum, Íslandsklukkunni, Gerplu, Ívanov og Heddu Gabler. Hún lék m.a. í Línu langsokk og Fólkinu í kjallaranum hjá LR, í kvikmyndinni Fúsa og sjónvarpsþáttunum Systraböndum, Ástríði, Ófærð og Stelpunum. Hún hlaut Grímuna fyrir Ívanov og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Kópavogskróniku, Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Íslandsklukkuna. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Stelpurnar.

ræðisherrann, Lé konung, Utan gátta, Taktu lagið, Lóa! og Sjálfstætt fólk. Hún lék m.a. í

Litlu hryllingsbúðinni hjá LA og Hannesi og Smára í Borgarleikhúsinu. Meðal kvikmynda og sjónvarpsþátta sem hún hefur leikið í eru True Detective, Brúðguminn og Perlur og svín. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann.

leiksýningarinnar Laddi. Vala hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Matthildi og hún er einn framleiðenda, handritshöfunda og leikara í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk.

Musicians Institute í Los Angeles. Hann hefur gefið út nokkur verk, m.a. plötuna Liberté með ambient, rafmagns-, hljómsveitartónverkum með m.a. Vusi Mahlasela, Morten Harket og Simon Hale. Gulli hefur fimm sinnum hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem trommuleikari ársins. Hann hefur leikið inn á fjórar plötur með ungversku heimshljómsveitinni Djabe ásamt m.a. Steve Hackett. Gulli hefur komið fram á fjölda tónleika á Íslandi og víðs vegar um heiminn, m.a. með Djabe, Bubba Morthens og Gunnari Þórðarsyni. Hann vann með Madonnu að tveimur verkefnum.

Snorri Sigurðarson

lauk burtfararprófi í jazztrompetleik frá Tónlistarskóla FÍH 1998 og BA-prófi í jazztrompetleik frá Conservatorium Van Amsterdam 2002. Hann hefur verið virkur þátttakandi í djasslífi landsins og er meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur sem hann hefur einnig samið fyrir og stjórnað. Snorri hefur spilað með og hljóðritað fyrir fjölda listamanna og hljómsveita. Má þar nefna Sigur Rós, Pussy Riot, Ragnar Kjartansson og GusGus. Snorri hefur verið hljóðfæraleikari í nokkrum leiksýningum, nú síðast í Frosti og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.

Valdimar Olgeirsson

lauk burtfararprófi af jazzbraut Tónlistarskóla FÍH árið 2013. Vorið 2017 útskrifaðist hann með BMus frá Conservatorium van Amsterdam þar sem hann stundaði nám í rafbassa- og kontrabassaleik. Valdimar hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðustu ár, komið víða við og leikið inn á fjölmargar upptökur.

Gísli Örn Garðarsson

útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru Frost, Jólaboðið, Ellý, Fólk, staðir og hlutir, Ofviðrið, Óþelló, Í hjarta Hróa hattar, Hamskiptin, Faust, Woyzeck og Rómeó og Júlía. Gísli lék síðast í Þjóðleikhúsinu í Ex. Hann hefur tvívegis hlotið Edduverðlaunin sem leikari og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, auk þess sem hann er einn af leikurum, handritshöfundum og framleiðendum þáttanna. Hann leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum Exit.

Júlía Margrét Einarsdóttir

lauk BA prófi í heimspeki og MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í handritagerð frá New York Film Academy. Júlía hefur sent frá sér tvær skáldsögur, Guð leitar að Salóme og Drottningin á Júpíter – Absúrdleikhús Lilla Löve. Hún flutti nýlega fyrrnefndu skáldsöguna í eigin leikgerð á Sögulofti Landnámssetursins en þar hafði hún áður flutt Skálmöld ásamt Einari Kárasyni. Júlía Margrét hefur einnig sent frá sér smásögur, ljóðabókina Jarðarberjatungl og örnóvelluna Grandagallerí – skýin á milli okkar. Samhliða skrifum starfar Júlía við dagskrárgerð í útvarpi.

Börkur Jónsson

útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ og hlaut MA-gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki. Hann hefur haldið myndlistarsýningar og starfað við kvikmyndir, auglýsingagerð og leikhús, og unnið meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Vesturport, Borgarleikhúsið, The English National Opera, Residenztheater München, Royal Shakespeare Company, Schauspiel Hannover og Globeleikhúsið. Hann hlaut Grímuna fyrir Sjö ævintýri um skömm, Fagnað, Woyzeck, Hamskiptin og Fjölskylduna. Hann var tilnefndur til Evening Standard-leiklistarverðlaunanna og hefur hlotið Reumert-verðlaunin, Dora Mava-, Elliot Norton- og Broadway World-verðlaunin. Hann gerði síðast hér í Þjóðleikhúsinu leikmynd fyrir Frost, Nashyrningana, Jólaboðið og Sjö ævintýri um skömm.

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

útskrifaðist sem klæðskeri frá LaSalle College International Vancouver árið 2014 lauk BFA-prófi í búningahönnun frá Concordia University í Montréal í Kanada árið 2020. Hún hefur hannað búninga fyrir sýningar í Montréal, og í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hún starfar jafnframt sem klæðskeri í búningadeild Þjóðleikhússins. Hún hannaði búninga fyrir Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Garðar Borgþórsson

er deildarstjóri í ljósadeild Þjóðleikhússins. Hann hefur hannað lýsingu, séð um hljóðhönnun og samið tónlist fyrir fjölda sýninga, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu. Garðar hefur einnig unnið ýmsa tæknivinnu og séð um tæknikeyrslu fyrir tugi sýninga.

Ásta Jónína Arnardóttir

stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Taktu flugið, beibí! og Storm og myndband fyrir Eltum veðrið. Hún hannaði hér lýsingu og myndband fyrir Ást Fedru, lýsingu fyrir Eddu, Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Frost, Múttu Courage, Orð gegn orði, Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Ást Fedru.

Brett Smith er tónskáld, hljóðhönnuður og þverfaglegur listamaður frá Perth í Ástralíu. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Hann hannaði m.a. hljóðmynd fyrir Frost og Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu. Hann stundaði nám í jazztónlist við West Australian Academy of Performing Arts og lauk MFA gráðu í sviðslistum við Listaháskóla Íslands árið 2020. Brett hefur starfað við listsköpun víða um heim, og komið fram á hátíðum á borð við Edinburgh Fringe Festival, Montpellier Dance Festival, Montreux Jazz Festival og Sydney International Arts Festival. Hann hefur m.a. unnið með Australian Theatre for Young People og Black Swan State Theatre Company. Brett hefur hlotið fjölda styrkja og verðlauna fyrir verk sín og var tilnefndur til Performing Arts Western Australia Awards fyrir hljóðhönnun.

Starfsfólk Þjóðleikhússins

umsjón minni sviða umsjón minni sviða

Alexander John George Hatfield

launafulltrúi

ræsting

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

varaformaður

Þjóðleikhúsið

Miðasölusími: 551 1200

Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.