Sérstakar þakkir fær fyrirtækið Víkurverk og starfsfólk þess fyrir lánið á hjólhýsinu og ýmsum munum, mikla hjálpsemi og frábæran stuðning. Einnig fá Sigríður Birna Bragadóttir og fjölskylda sérstakar þakkir fyrir lánið á appelsínugula húsbílnum. Dóru miðasölustjóra er þakkað fyrir sósuuppskriftina. Ólafur Ásgeirsson fær einnig þakkir fyrir aðstoð á lokametrunum.
Leikskrá
Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri og fleiri. Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.
Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.
Sýningarlengd er rúmar 2 klst. Eitt hlé. 6. sýning: Umræður eftir sýningu.
Þjóðleikhúsið
76. leikár, 2024–2025.
Frumsýning á Stóra sviðinu 4. október 2024. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
Jón Stefán Sigurðsson - sýningarkeyrsla, leikmunavarsla
Alexander John George Hatfield - sýningarkeyrsla, leikmunavarsla
Sigurður Hólm Lárusson - sýningarkeyrsla, leikmunavarsla
Siobhán Antoinette Henry - sviðsdeild
Raimon Comas - sviðsdeild
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tóku þátt í að móta verkið í upphafi vinnuferlisins.
Tónlistin í sýningunni er eftir Sváfni Sigurðarson (sjá nánar lista yfir lögin í sýningunni), en einnig eru leikin og sungin brot úr lögum úr ýmsum áttum, m.a. Villi og Lúlla (Gunnar Þórðarson, Toby Herman), I Will Always Love You (Dolly Parton), Lady Magnolia (Piero Umiliani), Þriggja daga vakt (Birgir Þórarinsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Högni Egilsson, Stefán Hjörleifsson, Stephan Stephensen, Tobias Lützenkirchen), Ég lifi í voninni (Jóhann G. Jóhannsson), Africa (David Paich, Jeff Porcaro) , I´m Coming Out (Bernard Edwards, Nile Rodgers), Waterloo Sunset (Ray Davies), Árstíðirnar, Sumar, (Antonio Vivaldi), Ég fer í fríið (S. Cutugno, Iðunn Steinsdóttir).
Góð ráð
fyrir útileguna
Nýtt – nýtt – nýtt
- Vera með pizzastein á grillið og gera pizzur úti í guðsgrænni náttúrunni.
Ómissandi
- Sviðasulta
- Ullarnærföt
- Flatkökur með hangikjöti
- Snickers
Holulæri að hætti Rögnu
Tól og tæki
- Skófla
- Kol
- Grillvökvi
- Kjöthitamælir
- Álpappír
- Rauðvínsflaska (bara fyrir þig til að hafa á kjentinum, það á að vera gaman að gera holulæri)
Uppskrift
- Lambalæri
- 4-5 litlir hvítlauksgeirar (sirka)
- Salt og pipar (nóg af því)
- Kryddblanda að eigin vali (til dæmis blandan hennar Þórgunnar)
- Villt íslenskt blóðberg (tvær lúkur sirka)
Aðferð
- Stingið lítil göt í lærið með hnífsoddi og troðið hvítlauksgeirunum inn í götin (mikilvægt að fylgja innsæinu í þessum hluta ferlisins).
Troðið líka blóðbergi inn í götin. Kryddið lærið með salti, pipar og kryddblöndu og vefjið restinni af blóðberginu utan um það. Pakkið lærinu vel og vandlega inn í þrjú lög af álpappír, passið að það leki ekki.
- Grafið 40-50 sm djúpa holu. Setið steina í botninn á holunni og breiðið álpappírsræmu yfir. Sturtið hæfilegu magni af kolum í hrauk ofan á álpappírinn og kveikið í kolunum á nokkrum stöðum svo að kolin brenni jafnt.
- Setjið lærið ofan á kolinn og lokið holunni vel en þó þannig að það sé smá op svo að glóðin slokkni ekki. ATH MJÖG MIKILVÆGT AÐ MERKJA VEL STAÐINN ÞAR SEM ÞÚ GREFUR HOLUNA SVO AÐ LÆRIÐ FINNIST ALVEG ÖRUGGLEGA AFTUR!!
- Leyfið lærinu að eldast í holunni í um það bil 40 mínútur á hvorri hlið. Notið ofnhanska eða þykkan vettling til að snúa því við.
- Lærið er tilbúið þegar það hefur náð 52-62 gráðu kjarnhita.
Lögin í sýningunni
Eltum veðrið
Lag: Sváfnir Sigurðarson. Texti: Sváfnir Sigurðarson og leikhópurinn.
- Gerið alltaf yoga berfætt undir berum himni og leyfið sólinni að skína beint á spöngina
- Setjast allsber á mosa
Borða
- Orkuríkt lífrænt fæði
- Fjallagrös og ber (forðist sveppi nema ferðin sé til þess gerð)
- Steina sem afjóna vatn
Töfrakryddblanda Þórgunnar
Fæst á leikhúsbarnum!
Best í allt! Fyrstur kemur, fyrstur kemur!
Dórusósan allra besta
Best heit, ágæt volg, skítsæmileg köld!
Góð með fugla- og lambakjöti.
- 1 gráðaostur
- 300 ml rjómi
- slatti af ferskum bláberjum
- skvetta af sykri
Bræðið gráðaostinn í rjómanum, bætið við bláberjum og sykri eftir smekk og gleymið ekki ást og umhyggju!
Tékklisti hjólhýsafólksins
Stefán leggur áherslu á að það sé mikilvægt að vera vel undirbúinn og með góðan tékklista þegar lagt er af stað í ferðalagið í hjólhýsinu.
- Passa að það sé nóg gas.
- Að allt virki eftir vetrargeymslu, vatn, hitakerfi, gluggar og skápar og allar festingar í lagi.
- Eiga niðurbrjótanlegan klósettpappír.
- Bláa efnið.
- Bleika efnið.
- Grillið.
- Öll áhöld.
- Borðbúnaður.
- Innkaupalisti.
Hinn týpíski pökkunarlisti fyrir íslenska sumarútilegu
- Sandalar
- Strigaskór
- Gönguskór
- Kuldaskór
- Stígvél
- Stuttbuxur
- Síðbuxur
- Íþróttabuxur
- Ullarnærföt
- Þunnir sokkar
- Þykkir sokkar
- Stuttermabolir
- Síðermabolir
- Ullarbolir
- Þunnar peysur
- Þykkar peysur
- Ullarpeysur
- Flíspeysur
- Léttur jakki
- Aðeins þykkari jakki
- Mjög þykk vetrarúlpa
- Regnjakki
- Kuldagallar
- Pollagallar
- Sundföt
- Grillið
- Pizzaofninn
- Muurikkapannan
- Kaffivél
- Kaffi
- Spaðar
- Tangir
- Hnífar og bretti
- Rafmagnssnúrur
- Kubbur
- Spil
- Teppi
- Fortjaldið
- Stólar
- Borð
- Dúkur í fortjaldið
- Borðdúkur
- Hitari fyrir fortjaldið
- Allur matur og drykkir
- Og svo auðvitað Góða skapið, því það á að vera gaman í útilegu.
Þegar allt þetta er komið, slengja tengdamömmuboxinu á toppinn á bílnum og húkka hýsið við bílinn. Tengja, ganga tvo hringi og sjá hvort öll ljós séu kveikt, stefnuljós og bremsuljós virki, allir gluggar og lúgur lokaðar, nefhjólið vel fest í efstu stöðu. Bremsan ekki á. Auka hliðarspeglar. Allir í beltin og þá er ekkert annað að gera en að segja „Góða ferð“!
Hildur Vala Baldursdóttir hefur ferðast um hálendið í hestaferðum frá því áður en hún fór að ganga. Sem barn ferðaðist hún líka í kringum landið í tjaldvagni, en einhvern veginn endaði fjölskyldan alltaf í Atlavík, því þar var alltaf besta veðrið! Þá var borðaður grillaður banani með súkkulaði og rjóma, og spilaður Marías. Þegar Hildur Vala er komin út í náttúruna, virðast skór og sokkar bókstaflega renna af fótunum á henni. Hildur Vala útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2019 og hefur leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur líka leikið í ýmsum sjónvarpsþáttaröðum.
Hún leikur í Stormi og Elsu í Frosti hér í vetur.
Sigurður Sigurjónsson hefur stundað útilegur frá barnsaldri, enda var hann í skátunum árum saman. Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið, og gist í allt frá botnlausu tjaldi til hjólhýsis. Síðustu ár hefur hann ferðast um landið með hjólhýsi, en stefnan hefur verið sett á húsbíl. Sigurður lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og hefur farið með fjöldamörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og víðar, leikstýrt leiksýningum og leikið í fjölmörgum kvikmyndum og í sjónvarpi. Hann leikur í Heim hér í vetur.
Hilmar Guðjónsson fór hringinn í kringum landið í tjaldvagni í sumar í fyrsta skipti. Hann stefnir á fleiri hringi. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010 og hefur leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, fengist við leikstjórn og leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann leikur hér í Heim í vetur.
Þröstur Leó Gunnarsson ákvað eitt sinn að fara í útilegu til Þingvalla með alla fjölskylduna, eiginkonu og sjö börn. Það var ekki fyrr hann renndi augum yfir allan hópinn ferðbúinn, með töskur, svefnpoka og tjald, og skotraði augum að litla Nissan Micra bílnum sínum, að hann áttaði sig á því að hann þyrfti að fara tvær ferðir með mannskapinn! Annars þarf Þröstur ekkert að fara í útilegu, vegna þess að hann býr á fallegasta stað í heimi, Bíldudal. Þröstur Leó lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í fjölda kvikmynda. Hann leikur í Jólaboðinu hér í vetur.
Hallgrímur Ólafsson er ekki þessi útilegu-týpa enda er löngu búið að finna upp hótelherbergið. En hann hefur þó farið í þær nokkrar og ein stendur sérstaklega upp úr. Í skítakulda á tjaldsvæði á Sauðárkróki kom í ljós að Hallgrímur hafði einungis tekið fötin sín með í ferðalagið en gleymt fötum annarra fjölskyldumeðlima. Meðfylgjandi mynd af honum er tekin það kvöld. Hann hefur ekki farið í útilegu síðan og enn ekki fengið að bera aftur ábyrgð á farangri fjölskyldunnar. Hallgrímur útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ
2007 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA, auk verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi. Í vetur leikur hann hér í Stormi, Jólaboðinu og Frosti.
Gói hefur ferðast um landið þvert og endilangt, hring eftir hring, í tjaldi, tjaldvagni, fellihýsi og húsbíl - en síðustu árin í sínu Adriahjólhýsi, því fyrir honum er útilega ekki hobbý heldur fagmennska. Uppáhaldsstaður fjölskyldunnar er Vestfirðir, og þá sérstaklega Bíldudalur, en þangað fer hún á hverju sumri. Guðjón Davíð Karlsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt í leikhúsi og sjónvarpi. Hann leikur í Yermu og Ólaf í Frosti hér í vetur.
Eygló Hilmarsdóttir er þriggja dætra móðir og sérfræðingur í að ferðast um landið með tvíbura. Hún keypti rándýrt fjölskyldutjald þegar tvíburarnir voru nýfæddir og hefur síðan farið að minnsta kosti einn hring í kringum landið með alla fjölskylduna ár hvert. Hún kemur alltaf heim úr þessum ferðum í massívri foreldrakulnun en þó hreykin af því að hafa náð að skapa æskuminningar fyrir börnin. Eygló útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2018 og hefur síðan starfað sem leikkona og höfundur í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og með leikhópnum Kanarí. Hún leikur hér í Frosti og Sundi í vetur. Hún er í MA námi í ritlist við Háskóla Íslands.
Ilmur Kristjánsdóttir hefur aldrei sofið í hjólhýsi en oft í kúlutjaldi. Hún elskar að ganga á fjöll og hefur ferðast fótgangandi víða um Ísland, mest að sumri til en nýlega keypti hún sér jöklapoka sem var mjög dýr svo hún neyðist til að fara í fleiri vetrarferðir. Hún á mjög erfitt með að muna nöfn á fjöllum og fjörðum og er sjaldan kunnug staðháttum. Hún hefur mest gist með sjö öðrum í tjaldi, það var í Þjórsárverum í hávaðaroki og hún svaf eins og steinn. Besta lykt sem hún finnur er blanda af blóðbergi og blautum mosa með „dash“ af köldu lofti og léttum lækjarnið. Hún vill brýna fyrir fólki sem fer á fjöll að taka alltaf allt rusl með sér heim - líka skeinipappír! Ilmur útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsþátta og kvikmynda og samið leikið efni fyrir sjónvarp og leikhús. Hún leikur í Yermu og Jólaboðinu hér í vetur.
Kjartan Darri Kristjánsson er enginn
nýliði þegar kemur að útilegum! Mikilvægast finnst honum samt að vera með nógu mikið af tækjum, eins og t.d. ljósum og hátölurum og ekki má gleyma skjávarpa og hljóðnemum ef einhvern skyldi allt í einu langa að fara í karíókí! Það á jú að vera gaman í útilegum. Kjartan
Darri útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2015 og hefur leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu og víðar. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hjá sjálfstæðum leikhópum sem leikari og vídeó-, hljóð- og ljósahönnuður. Hann leikur í Stormi, Sundi, Frosti og Láru og Ljónsa í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Sváfnir Sigurðarson er meiri bústaðakall en tjaldútilegukall, og það besta sem hann veit er að hafa börnin og barnabörnin í bústaðnum og grilla eitthvað girnilegt ofan í allan mannskapinn. Sváfnir svaf síðast í tjaldi fyrir meira en áratug og hyggst ekki reyna það aftur. Að sofna í mínus tveimur gráðum en vakna í andnauð í regnskógarloftslagi er ekki góð skemmtun að hans mati. Sváfnir starfar sem markaðsfulltrúi Þjóðleikhússins, en er jafnframt starfandi tónlistarmaður og hefur sent frá sér sína eigin tónlist.
Ilmur Stefánsdóttir elskar að ferðast um landið vítt og breitt með sinni sex manna sígaunafjölskyldu. Tjaldferðirnar hafa verið skrautlegar þar sem stórfjölskylda þarfnast mikils búnaðar, en gjarnan gleymist sitthvað heima eða bilar, svo sem gönguskórnir á börnin, pumpan fyrir tjalddýnurnar eða sjálft lambalærið á grillið. Þá er gott að eiga úrræðagóð og hjálpsöm börn. Ilmur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, lagt stund á gjörningalist og hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda leiksýninga, auk þess sem hún hefur fengist við leikstjórn. Hún leikstýrir og gerir leikmynd fyrir Taktu flugið, beibí og gerir leikmynd fyrir Storm hér í vetur.
Jóhann Bjarni Pálmason á góðar
æskuminningar um fjölskylduferðir með tjaldið. Rykið á malarvegunum var til trafala en á áfangastað var gott að sulla í ánni og fara svo í sund. Honum finnst gaman að skreppa upp á heiði til að veiða og „týnast“ einn á heiðinni. Allra best finnst honum að skreppa upp á hálendið, helst norðan Vatnajökuls, með tjaldvagninn og dvelja á hinum stórkostlegu sandauðnum. Jóhann Bjarni nam ljósahönnun við Central School of Speech and Drama í London og hefur hannað lýsingu fyrir fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni, Íslenska dansflokknum og leikhópum.
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
hefur aldrei kunnað að klæða sig mátulega fyrir útilegunætur í svefnpoka, þrátt fyrir að vera búningahönnuður. Hún hríðskelfur af kulda þar til hún sofnar og vaknar síðan rennandi sveitt að morgni. Meðfylgjandi mynd er tekin án aðstoðar vindvéla Þjóðleikhússins í einhverri tilraun Sunnu til að elta veðrið um Ísland. Sunna útskrifaðist sem klæðskeri árið 2014 og búningahönnuður árið 2020 í Kanada. Hún hefur hannað búninga fyrir sýningar í Montréal, og í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hún starfar jafnframt sem klæðskeri í búningadeild Þjóðleikhússins og hannar búninga fyrir Yermu í vetur.
Aron Þór Arnarsson fer mjög sjaldan út fyrir höfuðborgarsvæðið en elskar að fara í útilegur á tjaldstæðinu í Laugardalnum í glæsihýsinu sínu, sem er með eins rúm, sófa, sjónvarp og eldavél og hann er með í íbúðinni sinni í miðbænum. Aron starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir fjölda leiksýninga hér. Hann hefur einnig unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi.
Ásta Jónína
Arnardóttir hefur mikinn farangur með sér í útilegur. Mjög mikinn. Því ekki má vanta fatnað fyrir öll tilefni, myndbandsupptökuvél og allskyns græjur, svo eitthvað sé talið. Það er bara svo slakandi að vanta ekki neitt og ef einhvern vantar eitthvað, þá er hún með auka. Henni finnst ekkert betra en að gleyma sér við að tína falleg blóm í íslenskri náttúru og hafa ekki gleymt neinu heima. Ásta stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands og hefur starfað sem Ijósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu og víðar. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu.
Vörn Svandísar
gegn lúsmýi
- Lavenderolía á tærnar
- Tea tree olía á naflann
- Lemon grass olía á bak við eyrun
- Og hugsa fallega til þessara smáu vina okkar sem eiga líka rétt á að vera hér.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar
Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi
Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála
Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, fræðsluteymi
Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Hallgrímur Ólafsson
Hildur Vala Baldursdóttir
Hilmar Guðjónsson
Ilmur Kristjánsdóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Sigurbjartur Sturla Atlason
Sigurður Sigurjónsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, í leyfi
Þröstur Leó Gunnarsson
Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir
Elísa Sif Hermannsdóttir
María Dís Cilia
Máni Huginsson, framleiðslustjórn
Hljóð
Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri
Aron Þór Arnarsson
Þóroddur Ingvarsson
Brett Smith
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Hildur Ingadóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.
Garðar Borgþórsson, deildarstjóri
Ásta Jónína Arnardóttir
Haraldur Leví Jónsson
Jóhann Bjarni Pálmason
Ýmir Ólafsson
Leikmynda- og leikmunaframleiðsla
Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri
Arturs Zorģis
Ásta Sigríður Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Michael John Bown, yfirsmiður
Valur Hreggviðsson
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka
Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Halla Eide Kristínardóttir
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið
Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri
Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða
Siobhán Antoinette Henry, umsjón minni sviða
Alexander John George Hatfield
Eglé Sipaviciute
Jón Stefán Sigurðsson
Raimon Comas
Sigurður Hólm
Bókhald og laun
Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari
Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús
Marian Chmelar, matreiðslumaður
Ina Selevska, aðstoðarmaður
Umsjón fasteigna
Sveinbjörn Helgason, húsvörður
Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting
Margarita Albina, ræsting
Hafliði Hafliðason, bakdyravörður
Björn Jónsson, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð
Halldór Guðmundsson, formaður
Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður
Karítas Ríkharðsdóttir
Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson
María Ellingsen
Lífið er skrítið
Lag: Sváfnir Sigurðarson
Texti: Sváfnir Sigurðarson og Hallgrímur Ólafsson (capo á 4. bandi)
C F C
Lífið er skrítið það er sýnt og sannað
C F Em G en á endanum finnum við kannski hvert annað
C F Am ástin er funheitur eltingaleikur
F C G C C7
og það finnst gjarnan eldur þar sem upp stígur reykur
F C G
Finndu einhvern sem er
F C G
til í allt ruglið með þér
Am Am/G D/F# F einhvern sem skilur og einhvern sem sér