Um tónlistina: Tónlistin í sýningunni er eftir Sölku Valsdóttur, en einnig eru flutt brot úr nokkrum öðrum lögum, Þar sem allt grær/Somewhere That’s Green og Snögglega Baldur/Suddenly Seymour (Alan Menken) úr Litlu hryllingsbúðinni, Önnur sjónarmið (Hilmar Oddson), Í Rökkurró/ Manstu ekki vinur (Al Nevins, Morty Nevins, Artie Dunn, Buck Ram, Jón Sigurðsson) og Ice Ice Baby (Robert Van Winkle, Mario Johnson, Brian May, David Bowie, Freddie Mercury, John Deacon, Roger Taylor). Öll lögin fyrir utan Ice Ice Baby hafa verið flutt af Eddu Heiðrúnu Backman á íslensku leiksviði. Í einu af tónlistaratriðunum í sýningunni er vísað í lag Hins íslenska þursaflokks Vill einhver elska? eftir Egil Ólafsson. Hljóðfæraleikarar á upptökum eru Indriði Arnar Ingólfsson (gítar), Magnús Jóhann Ragnarsson (píanó), Salka Valsdóttir (bassi, gítar og rafhljóðfæri) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur).
Leikskrá
Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Hönnun og uppsetning: Jorri.
Ljósmyndir: Jorri og fleiri.
Prentun: Prentmet Oddi.
Útgefandi: Þjóðleikhúsið.
Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.
Sýningarlengd er um 1 klst. og 20 mínútur. Ekkert hlé. 6. sýning: Umræður eftir sýningu.
Þjóðleikhúsið
76. leikár, 2024–2025. Frumsýning í Kassanum 12. september 2024. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
Taktu flugið, beibí!
eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur -
Þjóðleikhúsið 2024 - 2025
Leikarar
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Listrænir stjórnendur
Leikstjórn og leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Búningar
Filippía I. Elísdóttir
Sviðshreyfingar
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Tónlist
Salka Valsdóttir
Lýsing
Ásta Jónína Arnardóttir
Hljóðhönnun
Brett Smith
Salka Valsdóttir
Aðrir aðstandendur
Sýningarstjórn og umsjón
Guðmundur Erlingsson
Aðstoð við sýningarumsjón
Siobhán Antoinette Henry
Aðstoðarmaður leikstjóra
Almar Blær Sigurjónsson
Tæknistjórn á sýningum
Brett Smith
Davíð Þrastarson
Leikgervadeild
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir – yfirumsjón
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Hildur Ingadóttir
Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Búningadeild
Berglind Einarsdóttir – yfirumsjón
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Leikmynda- og leikmunagerð
Atli Hilmar Skúlason – teymisstjóri
Arturs Zorģis – smiður
Michael John Bown – smiður
Valur Hreggviðsson – yfirumsjón leikmuna
NPA aðstoðarfólk Kolbrúnar Daggar Kristjánsd.
Alexandra Maria Royce
Lúcía Sigrún Ólafsdóttir
Natalía Björnsdóttir Bender
Rut Karlsdóttir
Sannija Brunovska
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir útskrifaðist með BA-próf í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2021 og MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands árið 2024. Áður hafði hún lokið BA-prófi í þroskaþjálfafræði árið 2011 og stundað nám í fötlunarfræðum.
Kolbrún er fædd árið 1972, ólst upp í Hafnarfirði og dreymdi um að verða leikkona. Á unglingsárum greindist hún með vöðvasjúkdóm og fór fljótlega að rekast á ýmsar hindranir í samfélaginu. Kolbrún og margt fatlað fólk af hennar kynslóð flosnaði upp úr námi sökum lélegs aðgengis og jaðarsetningar. Hún fór fljótt að tjá sig í ljóðum og spinna sögur – listin varð að haldreipi hennar og vopni og með henni fann hún leið til að setja fram ádeilu og varpa ljósi á það sem mótar og viðheldur fötlun. Kolbrún var áhugaleikkona og lét ljós sitt skína með Halaleikhópnum um árabil, tók þátt í uppistandi og hefur framið gjörninga í anda fötlunarlistar. Hún hefur tekið virkan þátt í hagsmuna- og mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, en fundið sig best í því að vinna með öðrum í gegnum listsköpun til að hreyfa við fólki.
Viðtal við
Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur
Lífið er brandari
Matthías Tryggvi Haraldsson tók viðtalið
Það er ekki oft sem við sjáum leikskáld á sviðinu í sínu eigin leikriti en það er sannarlega tilfellið þegar Taktu flugið, beibí! fer á fjalirnar. Höfundurinn er jafnvel enn nær áhorfandanum þegar við skynjum það og skiljum að sagan er persónuleg og sönn í öllum meginatriðum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir var nýbúin á æfingu eitt mánudagssíðdegið þegar starfsmaður Þjóðleikhússins náði tali af henni í fordyri Kassans.
Maður er alltaf að skapa sjálfa sig „Ég myndi segja að þetta væri sjálfsævisögulegt skáldverk, eða sannsaga,“ segir Kolbrún. „Verkið er byggt á minningum mínum og reynslu, séð út frá mínum sjónarhóli.“
Kolbrún segir að óneitanlega sjáist ekki í allan sannleikann frá einum sjónarhóli þegar fleiri komi við sögu og nefnir móður sína, aðra ættingja og vini, tíðarandann og samfélagið allt. „Mörk sannleika og skáldskapar verða óljós og maður er hvort eð er alltaf að skapa sjálfa sig.“
Hafði ekki fyrirmyndir á sviði
Kolbrúnu finnst ekki sjálfgefið að vera komin á svið í Þjóðleikhúsinu, langt í frá. „Það hefði líklega ekki gerst á þeim tímum sem við sjáum sviðsetta í verkinu. Maður hafði engar fyrirmyndir af fötluðu fólki eða fólki með skerðingu á sviði sem leikarar,“ segir hún.
Kolbrún bendir á að það sé ekki síður sjaldgæft fyrir fatlaða konu að fara á sviðið sem atvinnumanneskja, með menntun og þekkingu á tungumáli leikhússins bak við sig, en hún hefur nýlega lokið BA-prófi í sviðslistum frá LHÍ og MA-gráðu í ritlist frá HÍ. Áður hefur Kolbrún stigið á svið með Halaleikhópnum sem starfar í Sjálfsbjargarhúsinu.
Að taka flugið er að skapa
Taktu flugið, beibí! gæti þótt grípandi titill og í huga sumra verða hugrenningatengsl við söngleikinn Mary Poppins, sem leikhúsunnandinn Kolbrún þekkir vel. „Að taka flugið þýðir að spinna og skapa og vera í flæði. Sem barn lék ég mér mikið úti í hrauni. Það var minn leikvöllur. Ég var mikið í loftinu,“ útskýrir Kolbrún. „Það þýðir líka að fara út í óvissuna og láta sig gossa, og að treysta á sjálfa sig.“
Það glittir í kímni þegar höfundurinn útskýrir síðasta orð titilsins. „Svo er mikilvægt að taka flugið beibí vegna þess að það er meira töff.“
Vesen að sviðsetja verk í faraldri Hugmyndin að Taktu flugið, beibí! kviknaði í góðu flæði þegar Kolbrún stundaði nám á sviðshöfundabraut við LHÍ. „Ég var í Listaháskólanum í miðjum heimsfaraldri og ég ákvað að lokaverkefni mitt yrði að skrifa leikhandrit í stað þess að leikstýra eða sviðsetja verk, vegna þess að það hefði orðið svo mikið vesen með allar þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Hugmyndin
var alltaf að gera ljóðrænt og brotakennt verk byggt á minni reynslu,“ rifjar hún upp.
„Skólahlaupið sem ég tók þátt í í Engidalsskóla í Hafnarfirði kom strax til mín sem rammi utan um minningarnar,“ segir Kolbrún um skrifin. „Sápukúlurnar komu líka snemma, ég spegla mig í þeim og þær taka flugið. Og springa.“
Gekkst upp í því að vera hálfgerð mús
Kvenleiki og birtingarmyndir kvenna koma við sögu í verkinu.
Við finnum fyrir kröfu samfélagsins um að kona eigi að vera mjó, kvenleg og sexí og fréttum líka að konur reykja konusígarettur.
„Þessar hugmyndir geta vissulega verið flóknar að eiga við þegar kona kljáist við vöðvasjúkdóm,“ segir Kolbrún. „Já, þangað til að maður fattar að lífið er brandari.“
„Ég gekkst upp í því að vera sæt og góð, hálfgerð mús, en þegar ég greindist þá „afhjúpaðist“ ég,“ útskýrir Kolbrún. „Þegar skerðingin varð sýnileg varð ég „skrýtin“ í augum umhverfisins, strákar urðu hikandi og ég fór að fela mig. Á tímabili þorði ég ekki að koma út úr skápnum með þetta og segja: Ég er hreyfihömluð kona.“
Kolbrún slær botn í þessa hugleiðingu með kaldhæðnum rómi: „Líkamleg fötlun er svo oft álitin andstæða fegurðar og heilbrigðis.“ Á milli orðanna hljómar spurningin: „Hvað svo sem það þýðir?“
Við erum öll að takast á við eitthvað
Skerðing Kolbrúnar ágerðist hægt eftir að hún fékk greiningu, sem er ekki tilfellið hjá öllum. „Ég var ekki allt í einu komin í hjólastól. Ég gat áfram nýtt mér það hvað ég var sæt, jafnvel þótt ég væri komin með greiningu,“ segir Kolbrún. „Svo fer maður að spyrja sig: Ókei, ég get ekki lengur hlaupið, ég get ekki lengur gengið, ég verð ekki alltaf ung og sæt. Hef ég þá ekkert fram að færa?“ „Þetta er spurning sem leitar á okkur öll á endanum en fólk með skerðingu þarf að horfast í augu við hana fyrr en aðrir,“ segir Kolbrún. „Svo fattar maður að lífið er brandari og þá er þetta ekki svona alvarlegt. Kannski er lífið líka áfall frá vöggu til grafar. Við erum öll að takast á við eitthvað.“
Læknar voru hálfgerðir guðir
Á einum tímapunkti í verkinu fær undralyfið Prednisólón söngnúmer sem leikhópurinn kallar „steralagið“ sín á milli. Það er eitt af því sem ekki var í upprunalegu handriti, segir Kolbrún. Ýmis augnablik í verkinu vekja spurningar um samband sögupersónunnar við lækningamátt sérfræðinganna og kerfið sem á að hjálpa henni.
„Ég var sextán ára þegar ég fór í rannsókn á Grensásdeild og á þeim tíma voru læknar hálfgerðir guðir,“ segir Kolbrún. „Í mörg ár fékk ég enga nákvæma greiningu og rataði ekki í ákveðið box. Kerfið vissi ekki alveg hvert það ætti að setja mig og það mismunar jafnvel fólki eftir tegund skerðinga.“
Flest fáum við skýr fyrirmæli í lífinu Á einum tímapunkti var Kolbrúnu meira að segja ráðlagt að stofna ný samtök til að fá þá þjónustu sem hún þurfti. „Það hefði þá verið Félag ógreindra og ég hefði þurft að vera ein í félaginu, formaður og ritari. Ég var sett í það hlutverk að banka sjálf á dyrnar.“
Það geta verið forréttindi fyrir hvern sem er að þekkja sitt box, hvort sem við erum fötluð eða ekki. „Flest fáum við skýr fyrirmæli í lífinu. Kerfin leiða okkur áfram eins og rúllustigi. Fólk fer í menntó og út í atvinnulífið og svo framvegis. Ég fékk bara örorkulífeyri og datt úr þessum rúllustiga.“
Barátta gegn skömm
Áhorfendur fá að lesa að þetta sé verk um baráttu og sigra áður en þeir stíga inn í leikhúsið. Baráttan er persónuleg fyrir Kolbrúnu en hún á sér líka víðari skírskotun. „Mér finnst þetta snúast um mína baráttu við að fatta að það er ekkert að mér, það er samfélagið sem gerir mig fatlaða. Þegar ég fatta þetta hætti ég að vera mús og breytist í dreka.“
Það er kannski ákveðinn sigur að fatta þetta, segir Kolbrún, en hún tekur skýrt fram að sigurinn í verkinu er túlkunaratriði fyrir hverjum og einum. „Hjá mér kviknaði svo sterk réttlætiskennd. Ég fattaði að ég væri áræðin og vogaði mér að standa í mótmælum og baráttu.“
Fatlað fólk getur flest speglað sig í þessari baráttu en þetta er líka baráttan gegn skömm í sinni víðustu mynd, segir Kolbrún.
„Mín kynslóð er alltaf að skila einhverri skömm.“
Sá fyrir sér síhlaupandi Nínu Dögg
Ýmsum aðferðum er beitt í sviðsetningu verksins og þar hefur leikstjórinn Ilmur Stefánsdóttir auðvitað sterka rödd. Dansi, tónlist, táknum og ljóðrænu er skeytt saman og stundum á óvæntan hátt. „Sviðsetning leikrits verður aldrei nákvæmlega eins og höfundur sér hana í kollinum á sér á meðan hann skrifar,“ segir Kolbrún og lýsir yfir ánægju með handtök leikstjórans.
„Kannski sá ég fyrir mér að Nína Dögg væri síhlaupandi á sviðinu í gegnum allt verkið og að ófötluð leikkona myndi leika mig að basla við að standa upp og haltra upp tröppur,“ segir Kolbrún.
„Svo vissi ég ekki endilega að ég myndi sjálf leika í þessu. Þetta er skemmtilegt en líka mikil áskorun að leika allt þetta fólk á sviðinu.“
Eins og Edith Piaf, sér ekki eftir neinu
Það er örlagaþrunginn strengur í leikritinu sem snýst um spurninguna: „Hvað ef?“ En Kolbrún segist ekki velta sér upp úr slíkum spurningum dagsdaglega. „Nei. Ég er eins og Edith Piaf, ég sé ekki eftir neinu, je ne regrette rien,“ segir hún án þess að blikka auga. „Það er frábært að vera miðaldra, horfa um öxl og vera sátt. Ég hefði auðvitað viljað sækja um í leiklist þegar ég var tvítug og myndi ekki hika við það ef ég væri tvítug í dag, en á þeim tíma hvarflaði það ekki að mér. Af því dyrnar voru harðlæstar.“
Tölvuteikning af húsinu eftir breytingar
Endurbætt aðstaða í Kassanum
og á Litla sviðinu
Frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 hefur á ólíkum tímabilum verið unnið að endurbótum á húsnæði þess til að mæta breyttum væntingum og þörfum gesta og starfsmanna. Að undanförnu hafa talsverðar umbætur verið gerðar á aðstöðu gesta í aðalbyggingunni, aðgengi hefur verið bætt með lyftum og römpum, og veitingaþjónusta hefur verið efld. Ljósabúnaður hefur verið endurnýjaður á Stóra sviði leikhússins og Þjóðleikhúskjallarinn gekk í endurnýjun lífdaga árið 2020. Nú stendur yfir endurnýjun á flugturni aðalsviðsins en flugkerfið, sem notað er til að stýra ljósa- og sviðsrám, er upprunalegt eða frá byggingarárum leikhússins á fimmta áratug síðustu aldar. Vonast er til að í náinni framtíð verði ráðist í byggingu nýs Svarts kassa við hlið Þjóðleikhússins en síðustu þrjá áratugi hefur verið rætt um að leikhúsið þurfi á því að halda að hafa svið sem rúmi um 250-300 manns í sæti. Í greinargerð með frumvarpi um Þjóðaróperu er bent á þessa þörf.
Hús Jóns Þorsteinssonar - Kassinn og Litla sviðið
Sýningarhald Þjóðleikhússins hefur farið fram í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu um áratugaskeið. Húsið var reist árið 1934 og notað sem íþróttahús í tæpa fjóra áratugi. Leiksviðið í kjallara hússins, Litla sviðið, var opnað árið 1986 og Kassinn, leiksviðið á miðhæðinni, árið 2006. Þá tók Kassinn við af Smíðaverkstæðinu sem næststærsta leiksvið leikhússins. Árið 2022 var ráðist í gagngerar umbætur á forsalnum fyrir Kassann, en hönnunin vísar í sögu hússins sem íþróttahúss. Hönnuðir voru Hálfdán Petersen og Þórður Orri Pétursson, en verkinu var stýrt af FSRE í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Endurbættur forsalur eftir breytingar 2022
aðgengi að Kassanum. Hann er þó bara fyrsta skrefið í langþráðum framkvæmdum sem nú eru að hefjast. Ný viðbygging mun stórbæta aðgengi allra að húsi Jóns Þorsteinssonar með nýjum inngangi á vesturhlið hússins. Samhliða því verður sett upp lyfta innandyra sem bætir aðgengi að neðri hæð, þar sem Litla sviðið er, og einnig að efri hæð þar sem aðstaða listamanna og annarra starfsmanna er. Jafnframt verður ráðist í umbætur á efri og neðri hæð hússins sem miða að því að gera aðstöðuna fallegri og aðgengilegri. Útlit verður í samræmi við forsal Kassans.
Framkvæmdin
Umsjón framkvæmda: FSRE, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir. Arkitektar: Andrúm arkitektar. Innanhúshönnun og lýsing: Þórður Orri Pétursson og Hálfdán Petersen. Verkefnið er unnið í nánu og góðu samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið.
Við biðjumst velvirðingar á raski sem framkvæmdin kann að valda.
Áætlað er að umbótum á húsi Jóns Þorsteinssonar ljúki í árslok 2025, en sýningarhald mun hefjast í húsinu eftir breytingar í upphafi leikárs 2025-2026.
FSRE / Þjóðleikhúsið / Andrúm arkitektar
Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Storm og myndband fyrir Eltum veðrið. Hún hannaði hér lýsingu og myndband fyrir Ást Fedru, lýsingu fyrir Eddu, Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Frost, Múttu Courage, Orð gegn orði, Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Ást Fedru.
Brett Smith er tónskáld, hljóðhönnuður og þverfaglegur listamaður frá Perth í Ástralíu. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Hann hannaði m.a. hljóðmynd fyrir Frost og Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu, og mun hanna hljóðmynd fyrir Yermu. Brett stundaði nám í jazztónlist við West Australian Academy of Performing Arts og lauk MFA gráðu í sviðslistum við Listaháskóla Íslands árið 2020. Brett hefur starfað við listsköpun víða um heim, og komið fram á hátíðum á borð við Edinburgh Fringe Festival, Montpellier Dance Festival, Montreux Jazz Festival og Sydney International Arts Festival. Hann hefur m.a. unnið með Australian Theatre for Young People og Black Swan State Theatre Company. Brett hefur hlotið fjölda styrkja og verðlauna fyrir verk sín og var tilnefndur til Performing Arts Western Australia Awards fyrir hljóðhönnun.
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, danshöfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi og víðar. Hann leikur í Frosti í vetur. Hann lék hér í Eddu, Múttu Courage, Íslandsklukkunni, Sem á himni, Rómeó og Júlíu, Ég get, Kardemommubænum og Slá í gegn. Hann sá um sviðshreyfingar í Eddu og Ást Fedru, og var annar danshöfunda í Rómeó og Júlíu. Hann nam danslist við ENA og ISA á Kúbu og hefur dansað í fjölda verkefna, meðal annars hjá ÍD, Danza Espiral, Borgarleikhúsinu og Íslensku óperunni. Hann kennir við Klassíska listdansskólann og hefur m.a. kennt við Salsa Iceland. Hann var tilnefndur sem leikari og dansari fyrir Óður og Flexa á Sögum og Grímunni. Hann hlaut Grímuna sem annar höfunda sviðshreyfinga í Rómeó og Júlíu.
Filippía I. Elísdóttir hefur starfað við á annað hundrað sýninga sem búninga- og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga- og sviðsmyndahönnuður hefur hún unnið við leiksýningar, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis, og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Í vetur gerir hún hér leikmynd og búninga fyrir Heim. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Ást Fedru, Mútta Courage, Saknaðarilmur, Aspas, Sem á himni, Vertu úlfur, Framúrskarandi vinkona, Nashyrningarnir, Súper og Húsið. Hún hlaut Grímuna fyrir Ást Fedru, Ríkharð III, Töfraflautuna, Ofviðrið, Sweeney Todd, Virkjunina, Woyzeck, Engla alheimsins og Dúkkuheimili. Hún hlaut Stefaníustjakann árið 2010 og Fálkaorðuna árið 2016.
Ilmur Stefánsdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins. Hún gerir leikmynd fyrir Eltum veðrið og Storm hér í vetur. Hún gerði m.a. leikmynd hér fyrir Múttu Courage, Sem á himni, Draumaþjófinn, Framúrskarandi vinkonu og Rómeó og Júlíu. Hún er einn stofnenda CommonNonsense. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndlist og störf í leikhúsi, m.a. Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð lll, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun.
Salka Valsdóttir starfar við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu. Hún sá hér um tónlistarstjórn í Eddu, og ásamt öðrum um tónlist og hljóðhönnun. Hún tók hér þátt í Rómeó og Júlíu sem einn af höfundum tónlistar, tónlistarstjóri og tónlistarmaður. Hún hannaði hljóðmynd fyrir Svartþröst, sá um tónlist og hljóðmynd fyrir Fyrrverandi og kom að skrifum og sá um tónlist í sýningu Reykjavíkurdætra í Borgarleikhúsinu. Hún sá um tónlist og hljóðmynd í The Last Kvöldmáltíð í Tjarnarbíói. Salka hefur unnið með Reykjavíkurdætrum sem rappari, taktsmiður, upptökustjóri og hljóðmaður, en hljómsveitin hefur spilað víða um heim og hlotið MME verðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún starfar með hljómsveitinni CYBER sem hefur hlotið Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin. Hún hefur unnið við hljóðblöndun og upptökustjórn í Berlín og hannað hljóðmynd við leiksýningar í Volksbühne. Salka hlaut Grímuna fyrir hljóðmynd í Rómeó og Júlíu.
Þuríður Blær Jóhannsdóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2015. Hún leikur í Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér í Draumaþjófnum, Eddu og Ást Fedru. Hún var fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá útskrift, þar til hún gekk til liðs við Þjóðleikhúsið. Meðal hlutverka Blævar í Borgarleikhúsinu eru Nína í Mávinum, titilhlutverkið í Sölku Völku og strákurinn í Himnaríki og helvíti. Blær hefur einnig farið með burðarhlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, m.a. Villibráð, Ráðherranum, Flateyjargátunni, Svaninum og Heima er best. Hún kemur reglulega fram með rapphljómsveit sinni Reykjavíkurdætrum. Blær var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Himnaríki og helvíti og Helgi Þór rofnar.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar
Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi
Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála
Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, fræðsluteymi
Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Hallgrímur Ólafsson
Hildur Vala Baldursdóttir
Hilmar Guðjónsson
Ilmur Kristjánsdóttir
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Sigurbjartur Sturla Atlason
Sigurður Sigurjónsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þröstur Leó Gunnarsson
Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir
Elísa Sif Hermannsdóttir
María Dís Cilia
Máni Huginsson, framleiðslustjórn
Hljóð
Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri
Aron Þór Arnarsson
Þóroddur Ingvarsson
Brett Smith
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Hildur Ingadóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.
Garðar Borgþórsson, deildarstjóri
Ásta Jónína Arnardóttir
Haraldur Leví Jónsson
Jóhann Bjarni Pálmason
Ýmir Ólafsson
Leikmynda- og leikmunaframleiðsla
Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri
Arturs Zorģis
Ásta Sigríður Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Michael John Bown, yfirsmiður
Valur Hreggviðsson
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka
Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Halla Eide Kristínardóttir
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið
Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri
Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða
Alexander John George Hatfield
Eglé Sipaviciute
Jón Stefán Sigurðsson
Raimon Comas
Sigurður Hólm
Siobhán Antoinette Henry
Bókhald og laun
Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari
Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús
Marian Chmelar, matreiðslumaður
Ina Selevska, aðstoðarmaður
Umsjón fasteigna
Sveinbjörn Helgason, húsvörður
Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting
Margarita Albina, ræsting
Hafliði Hafliðason, bakdyravörður
Björn Jónsson, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.