Allir
synir mínir
eftir Arthur Miller Leikstjórn Stefán Baldursson Leikmynd Gretar Reynisson
Búningar Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Tónlist Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing Lárus Björnsson Þýðing Hrafnhildur Hagalín Sýningarstjóri: María Dís Cilia Aðstoðarmaður leikstjóra: Nanna Kristín Magnúsdóttir Leikmunir, yfirumsjón: Ásta Sigríður Jónsdóttir Leikgervi og hárkollugerð, yfirumsjón: Árdís Bjarnþórsdóttir Hárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir og Þóra G. Benediktsdóttir Búningar, yfirumsjón: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hljóðstjórn: Kristinn Gauti Einarsson Stóra sviðið, yfirumsjón: Einar Hermann Einarsson og Þórey Selma Sverrisdóttir Leikmyndarsmíði og málun: Verkstæðið ehf. Þjóðleikhúsið 2010-2011, 62. leikár, 17. viðfangsefni. Frumsýning á Stóra sviðinu 4. mars 2011
Persónur og leikendur Joe Keller Jóhann Sigurðarson Kate Keller Guðrún Snæfríður Gísladóttir Chris Keller Björn Thors Ann Deever Arnbjörg Hlíf Valsdóttir George Deever Atli Rafn Sigurðarson Jim Bayliss, læknir Baldur Trausti Hreinsson Sue Bayliss Edda Arnljótsdóttir Frank Lubey Hannes Óli Ágústsson Lydia Lubey Vigdís Hrefna Pálsdóttir Bert Hringur Ingvarsson / Grettir Valsson
Arthur Miller
Arthur Miller (1915-2005) er eitt virtasta og vinsælasta leikskáld Bandaríkjanna á 20. öld. Hann er þekktur fyrir að ná að sameina í verkum sínum beitta samfélagsádeilu og áhrifamiklar lýsingar á samskiptum fólks og innra lífi. Miller fæddist inn í vel stæða gyðingafjölskyldu í New York en fjölskyldan fór afar illa út úr kreppunni miklu, og aðstæður hennar gerbreyttust þegar hann var á unglingsaldri. Heimskreppan, aðdrag-andi hennar og afleiðingar, átti eftir að hafa mikil áhrif á Miller og verk hans. Líkt og margir kynntist hann því af eigin raun hvernig lífið gat breyst í einu vetfangi, og þessar sviptingar vöktu hjá honum djúpstæðar efasemdir um þau gildi sem mótuðu bandarískt samfélag. Miller gegndi ýmsum störfum þar til hann hóf nám við Michiganháskóla, fyrst í blaðamennsku og svo í enskum bókmenntum. Á háskólaárunum byrjaði hann að skrifa leikrit og hlaut fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Hann vakti þó fyrst verulega athygli sem rithöfundur með skáldsögunni Focus, sem kom út árið 1945, og lýsir meðal annars gyðingahatri í Bandaríkjunum. Fyrsta leikrit Millers sem sló í gegn var Allir synir mínir, sem var frumsýnt árið 1947, en í kjölfarið fylgdi Sölumaður deyr (1949), eitt frægasta leikverk tuttugustu aldarinnar. Í því verki varpar höfundurinn fram spurningum um ameríska drauminn og áhrif kapítalismans á einstaklinga og samfélag. Leikritið Í Deiglunni, sem var frumsýnt árið 1953, var byggt á galdraofsóknum í Salem í Massachusetts árið 1692, en vísaði jafnframt til samtímaatburða og herferðar óamerísku nefndarinnar á hendur meintum kommúnistum. Þegar Miller var kallaður fyrir nefndina árið 1956 neitaði hann að gefa upp nöfn fólks sem bendla
mætti við starfsemi kommúnista í landinu. Hann var dæmdur fyrir óvirðingu við störf nefndarinnar, en áfrýjaði dómnum og vann málið. Miller var afar ósáttur við félaga sína sem ljóstruðu upp um aðra frammi fyrir nefndinni, en svik og uppljóstranir eru þemu sem koma víða fyrir í verkum hans. Meðal annarra frægra leikrita Millers eru Horft af brúnni (1955), Eftir syndafallið (1964) og Gjaldið (1968). Meðal frægustu verka frá síðustu árum er Glerbrot (1994), þar sem helförin gegn gyðingum er bakgrunnur atburða. Miller skrifaði kvikmyndahandritið The Misfits (1961), fyrir þáverandi eiginkonu sína Marilyn Monroe, en þau voru gift frá 1956 til 1961. Sjálfsævisaga Millers, Timebends, kom út árið 1987. Miller tók þátt í mannréttindabaráttu af ýmsu tagi bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi, og beitti sér meðal annars í þágu tjáningarfrelsis og studdi rithöfunda sem sættu pólitískum ofsóknum. Verk Arthurs Millers einkennast af miklu valdi höfundarins á persónusköpun og áhrifamiklum lýsingum hans á nánum samskiptum innan fjölskyldu. Meðal þeirra viðfangsefna sem eru hvað mest áberandi eru spurningar um sekt og sakleysi, um rétt og rangt, siðferðisþrek og ábyrgð einstaklingsins gagnvart sjálfum sér og samfélaginu.
Allir synir mínir Allir synir mínir, sem var frumflutt árið 1947, er leikritið sem gerði Arthur Miller heimsfrægan, hið fyrsta í röð hinna rómuðu stórvirkja leikskáldsins. Arthur Miller var að nálgast þrítugt þegar hann byrjaði að skrifa Allir synir mínir. Hann hafði þá samið nokkur útvarpsleikrit og styttri verk, en fyrsta sviðsetta verk hans í atvinnuleikhúsi hafði ekki öðlast vinsældir og var nýlega horfið af fjölunum eftir nokkrar sýningar. Þó að hann hefði hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir leikrit sín þótti honum velgengnin láta á sér standa. Hann einsetti sér að slá í gegn með þessu nýja leikriti – ef það tækist ekki ætlaði hann að leggja leikritaskrif á hilluna. Fram að þessu hafði Miller gjarnan skrifað leikrit sín á nokkrum mánuðum, en hann varði tveimur og hálfu ári í að skrifa Allir synir mínir. Ætlunarverk hans var að semja leikrit þar sem hann gæti „staðið við hvert augnablik”. Hugmyndin að leikritinu kviknaði í samtali Millers við tengdamóður sína, sem sagði honum frá atviki sem hafði átt sér stað í Ohio. Þá hafði dóttir ljóstrað upp um föður sinn, en sá hafði selt hernum gallaða vélarhluta. Miller var undir sterkum áhrifum frá leikskáldinu Henrik Ibsen þegar hann skrifaði Allir synir mínir, einkum varðandi það hvernig fortíðin hefur áhrif á atburði verksins og hvernig gamlar syndir leita menn uppi og koma þeim í koll.
Miller vildi með þessu leikriti ná til breiðs áhorfendahóps, skrifa um venjulegt fólk þannig að það gæti snert allan almenning. Ætlun hans var að skrifa þannig að “fólk með heilbrigða dómgreind myndi geta villst á leikritinu mínu og lífinu sjálfu”. Hinn þekkti leikstjóri Elia Kazan setti verkið upp á Brodway í janúar árið 1947. Sýningin hlaut frábærar viðtökur, þó að sumir sökuðu Miller um að hafa skrifað “óamerískt” verk, sem væri árás á kapítalismann og áróður í anda kommúnista. Verkið hlaut New York Drama Critics’ Circle Award og var fljótlega sett á verkefnaskrá leikhúsa víða um Evrópu. Leikfélag Reykjavíkur sýndi Allir synir mínir árið 1958 í leikstjórn Gísla Halldórssonar. Brynjólfur Jóhannesson og Helga Valtýsdóttir voru í hlutverkum Kellerhjónanna. Þjóðleikhúsið sýndi leikritið árið 1993 í leikstjórn Þórs Tulinius og í hlutverkum Kellerhjónanna voru Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld. Allir synir mínir er reglulega sett upp víða um heim og má nefna vinsælar sýningar á Broadway og West End á síðustu árum. Þær spurningar sem Miller tekst á við í Allir synir mínir, meðal annars um samfélagslega ábyrgð og nauðsyn þess að fólk horfist í augu við afleiðingar gerða sinna, eiga við á öllum tímum.
. © Nordiska ApS
Arthur Miller 1950 1953 1955 1956
1915 1929 1933 1934 1936 1937 1938
1940 1944
1945 1947
1949
Fæðist 17. október í Harlem í New York inn í vel stæða gyðingafjölskyldu. Kreppan kippir fótunum undan fjölskyldunni fjárhagslega, hún flytur til Brooklyn. Lýkur framhaldsskólanámi og fer að vinna á bílapartasölu. Hefur nám í blaðamennsku við University of Michigan. Hlýtur Hopwood leikritunarverðlaunin. Hefur nám í enskum bókmenntum. Hlýtur Hopwood verðlaunin að nýju og Theatre Guild’s New Plays Award. Lýkur B.A. prófi í enskum bókmenntum. Gengur til liðs við Federal Theater í New York, en leikhúsinu er lokað stuttu síðar. Semur á næstu árum nokkur stutt leikrit, meðal annars útvarpsleikrit. Kvænist Mary Slattery. Dóttirin Jane fæðist. Sendir frá sér bókina Situation Normal, eftir að hafa ferðast á milli herbúða vegna rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndahandritið að The Story of GI Joe. Frumsýning á The Man Who Had All The Luck á Broadway. Miller hlýtur Theater Guild National Award en sýningin fellur. Skáldsagan Focus kemur út og vekur athygli. Sonurinn Robert fæðist. All My Sons (Allir synir mínir) frumsýnt á Broadway, hlýtur New York Drama Critics’ Circle Award. Death of a Salesman (Sölumaður deyr) frumsýnt, hlýtur Pulitzer verðlaunin, New York Drama Critics’ Circle Award og ýmis önnur verðlaun.
1959 1961 1962 1963 1964 1965 1967 1968 1969 1977 1980 1983 1985 1987 1991 1993 1994 1998 2002 2004 2005
Frumsýning á An Enemy of the People (Þjóðníðingi/ Fjandmanni fólksins), leikgerð byggðri á verki Ibsens. Frumsýning á The Crucible (Í deiglunni), en verkið hlýtur Tony verðlaunin. A View From the Bridge (Horft af brúnni) og A Memory of Two Mondays frumsýnd saman. Kvænist Marilyn Monroe. Kallaður fyrir óamerísku nefndina. Lengri gerð af A View From the Bridge frum sýnd í London. Hlýtur leikritunarverðlaun National Institute of Arts and Letters. Skilur við Marilyn Monroe. Kvikmyndin Misfits frumsýnd. Kvænist austurríska ljósmyndaranum Inge Morath. Dóttirin Rebecca fæðist. Frumsýning á After the Fall (Eftir syndafallið) og Incident at Vichy. Kosinn forseti alþjóðlega rithöfundaklúbbsins PEN. Sonurinn Daniel fæðist. Frumsýning á The Price (Gjaldinu) á Broadway. Bókin In Russia kemur út, með ljósmyndum eftir Inge Morath. The Archbishop’s Ceiling frumsýnt í Washington. The American Clock frumsýnt í Suður-Karólínu og New York. Leikstýrir Death of a Salesman í Peking. Two-Way Mirror sýnt í London. Sjálfsævisaga Millers, Timebends: A Life, kemur út. The Ride Down Mt. Morgan frumsýnt í London. The Last Yankee frumsýnt í London og New York. Broken Glass (Glerbrot) frumsýnt í London og New York, hlýtur Olivier verðlaunin sem besta leikrit ársins. Mr. Peter’s Connections frumsýnt Off-Broadway. Inge Morath deyr. Resurrection Blues frumsýnt í Minneapolis. Finishing the Picture frumsýnt í Chicago. Miller deyr á heimili sínu í Connecticut.
Arthur Miller hefur orðið „Í öllum leikritum mínum og bókum reyni ég að taka dramatískar aðstæður úr lífinu, sem fela í sér raunverulegar spurningar um rétt og rangt. Síðan dreg ég fram siðferðisvandann, jafnvel af heift og við eins raunsæislegar aðstæður og ég get fundið, og reyni að benda á raunverulega leið út úr honum, þó sú leið kunni að reynast grýtt. Ég kem ekki auga á hvernig hægt er að skrifa nokkuð almennilegt án þess að leggja spurninguna um rétt eða rangt til grundvallar.“ „Ég fyllist sífellt lotningu gagnvart því sem einn einstaklingur er, vegna þess að í honum eru fólgnir endalausir möguleikar til að gera gott og til að gera illt, vegna þess að hann er óútreiknanlegur, og vegna þess að hann hefur hæfileika til að svíkja hvað sem er og sýna óendalega grimmd, en jafnframt býr hann yfir óendanlegri fórnfýsi og getur fórnað hverju sem er.” „Ef við trúum því ekki að maðurinn geti valið og ef hann vill ekki bera ábyrgð á vali sínu, getum við ekki treyst samvisku okkar til að mótmæla einu eða neinu. Um þetta hef ég lengi verið að skrifa.” “Þetta leikrit situr um varnarmúrinn sem fær menn til að ímynda sér að heimurinn fyrir utan sé þeim óviðkomandi ... Hinn samfélagslegi þáttur verksins snýst ekki um þá staðreynd að það fjalli um það glæpsamlega athæfi að selja þjóð í stríði gallaða vöru – slíkt gæti hæglega legið til grundvallar í spennusögu sem væri samfélagslegri leikritun óviðkomandi. Þetta snýst um það álit, að glæpurinn sé sprottinn af ákveðinni afstöðu einstaklings til samfélagsins og að hann sé innrættur vissri lífsskoðun sem – ef hún yrði ríkjandi – gæti komið okkur öllum í frumskóginn, sama hversu há og reisuleg húsin okkar væru.”
„Það er ekki framinn glæpur í leikritinu vegna þess að hann hefur þegar verið framinn. Hvorki Chris Keller né faðir hans geta bætt fyrir glæpinn vegna þess að tjónið verður aldrei bætt. Eini háskinn í verkinu er samviska Joe Keller, ef hún vaknar til vitundar um ódæðið; og samviska sonar hans frammi fyrir því sem hann uppgötvar um föður sinn. Segja má að vandi minn hafi verið fólginn í því að gera siðferði áþreifanlegt, en þó held ég að réttara væri að segja að bygging leikritsins sé hugsuð til þess að leiða einn mann beint að afleiðingum gerða sinna.” “Vandi Joe Keller er ekki fólginn í því að hann geti ekki greint rétt frá röngu, heldur að í hjarta sínu getur hann ekki viðurkennt, að hann hafi persónulega nokkur raunveruleg tengsl við sinn heim eða sitt samfélag. Hann er ekki þátttakandi í samfélaginu heldur lögformlegur hluthafi þess, ef svo má segja, og það er ekki hægt að lögsækja hluthafa fyrirtækis persónulega.” Þýðing á tilvitnunum í Arthur Miller: Árni Ibsen.
Stefán Baldursson á að baki yfir áttatíu leikstjórnarverkefni á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann var leikhússtjóri LR 1980-87, þjóðleikhússtjóri 1991-2005 og hefur verið óperustjóri Íslensku óperunnar frá 2007. Meðal nýlegra leikstjórnarverkefna hans eru Rigoletto í Íslensku óperunni, Killer Joe hjá Skámána, Amadeus hjá LR og Dínamít í Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leikstjórn á Veislunni og Killer Joe. Gretar Reynisson hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga hér heima og erlendis. Hann hefur gert um sextíu leikmyndir, meðal annars fyrir Ljós heimsins, Lé konung, Draumleik og Ófögru veröld hjá LR og Þetta er allt að koma, Pétur Gaut, Ívanov, Utan gátta og Gerplu í Þjóðleikhúsinu. Hann hlaut Grímuna fyrir Þetta er allt að koma, Draumleik, Ófögru veröld og Utan gátta og var tilnefndur fyrir Halta Billa, Græna landið, Pétur Gaut, Ívanov og Gerplu. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hefur gert búninga og leikmyndir fyrir um fimmtíu leik- og óperusýningar, tekið þátt í listsýningum og hannað sögulegar fastaog farandsýningar. Meðal nýlegra verkefna hennar eru Sorgin klæðir Elektru, Vegurinn brennur og Dínamít í Þjóðleikhúsinu og Cavalleria Rusticana, Pagliacci og Rigoletto í Íslensku óperunni. Hún hannaði landnámssýninguna í Reykjavík 871+-2. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikmynd og búninga í Veislunni.
Gísli Galdur Þorgeirsson hefur starfað á mörgum sviðum tónlistar, leikið með ýmsum hljómsveitum og unnið sem plötusnúður víða um heim. Hann hefur unnið við gerð tónlistar og hljóðmynda fyrir leikverk, gjörninga og videóverk. Hann vann tónlist og hljóðmynd fyrir Gerplu og Kandíland hér í Þjóðleikhúsinu og Húmanimal í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hann hlaut Grímuna fyrir hljóðmynd ársins í Húmanimal og var tilnefndur fyrir tónlist og hljóðmynd ársins í Gerplu.
Jóhann Sigurðarson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1981 og hefur leikið fjölda burðarhlutverka á sviði og í kvikmyndum, meðal annars í Önnu Kareninu, Abel Snorko býr einn, Vesalingunum, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu í Þjóðleikhúsinu og Gosa, Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni og Fólkinu í kjallaranum hjá LR. Meðal nýlegra kvikmynda eru Rokland og Sumarlandið. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Svarta mjólk og Gretti, og til Edduverðlaunanna fyrir Brúðgumann.
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ 2002. Hún lék meðal annars í Ríkarði þriðja, Vegurinn brennur, Sorgin klæðir Elektru, Svartri mjólk, Dýrunum í Hálsaskógi, Frelsi, Ern eftir aldri og Klaufum og kóngsdætrum hér í Þjóðleikhúsinu, Ófelíu í Hamlet hjá Leikfélagi Akureyrar og Sól og Mána, Ronju Ræningjadóttur og Gretti í Borgarleikhúsinu. Hún lék í kvikmyndinni Sumarlandið. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Frelsi, Svarta mjólk og Gretti.
Lárus Björnsson hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu haustið 2006 eftir tuttugu ára starf hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og Borgarleikhúsi. Lárus hefur lýst á þriðja hundrað leiksýninga fyrir ólíka aðila á Íslandi og í Færeyjum. Lárus hefur verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir lýsingu í Íslandsklukkunni, Gerplu, Í Óðamansgarði, Engisprettum, Woyzeck, Bakkynjum, Draumleik, Híbýlum vindanna, Chicago, Stingray og Kryddlegnum hjörtum.
Guðrún Snæfríður Gísladóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Hún hefur farið með fjölda burðarhlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og LR, en meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Íslandsklukkan, Brennuvargarnir, Þrettándakvöld, Engisprettur og Pétur Gautur. Hún lék meðal annars í Fórninni eftir Tarkovskí. Guðrún hlaut Grímuna fyrir Mýrarljós, var tilnefnd fyrir Vegurinn brennur og Þrettándakvöld og hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Agnes barn guðs.
Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Vesturporti, leikhópum og í kvikmyndum. Nýleg verkefni hér eru Lér konungur og Gerpla. Hann leikstýrði Brák hjá Landnámssetrinu og Frida... viva la vida í Þjóðleikhúsinu. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mýrinni og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og Eilífa óhamingju.
Hrafnhildur Hagalín er höfundur fjögurra verka fyrir svið, Ég er meistarinn og leikgerðar á Sölku Völku sem LR sýndi og Hægan, Elektra og Norður sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur skrifað fyrir útvarp og sjónvarp, þýtt leikrit og samið texta við danssýningarnar Systur og Bræður. Hún er annar stofnenda netleikhússins Herbergi 408. Hún hlaut Menningarverðlaun DV og Leikskáldaverðlaun Norðurlanda fyrir Ég er meistarinn og Grímuna fyrir útvarpsverkið Einfarar.
Björn Thors útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2003 og hefur leikið í ýmsum leikhúsum, meðal annars í Volksbühne í Berlín, Burgtheater í Vín, Lyric Hammersmith, Borgarleikhúsinu og í Þjóðleikhúsinu. Meðal nýlegra verkefna hans eru Íslandsklukkan og Gerpla í Þjóðleikhúsinu og Hamskiptin með Vesturporti. Björn hlaut Grímuna fyrir Græna landið, Vestrið eina og Íslandsklukkuna. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Fangavaktinni.
Baldur Trausti Hreinsson hefur leikið í fjölmörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, LR, leikhópum og í kvikmyndum. Meðal nýjustu verkefna hans hér eru Lér konungur, Sögustund, Oliver, Frida… viva la vida, Kardemommubærinn, Sumarljós, Macbeth, Vígaguðinn og Konan áður. Baldur lék meðal annars í Bláa herberginu og Djöflunum í Borgarleikhúsinu. Hann fór með aðalhlutverk í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi.
Edda Arnljótsdóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í tuttugu ár, en meðal verkefna hér eru Pétur Gautur (1991 og 1996), Þrjár systur, Kirsuberjagarðurinn, Mávurinn, Herjólfur er hættur að elska, Sjálfstætt fólk, Fagnaður og Brennuvargarnir. Hún leikur nú í Íslandsklukkunni og Ballinu á Bessastöðum. Einnig lék hún í Yfirvofandi. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Þetta er allt að koma, Mýrarljós og Pétur Gaut. Hannes Óli Ágústsson útskrifaðist með B.F.A. gráðu frá leikarabraut leiklistardeildar LHÍ vorið 2009. Hann hefur meðal annars leikið með Áhugaleikhúsi atvinnumanna, í Rándýr á artFart, Shake Me hjá Hreyfiþróunarsamsteypunni, Munaðarlaus í Norræna húsinu, 2 fátækir pólskumælandi Rúmenar hjá Fátæka leikhúsinu, Bubba kóngi hjá Vér morðingjar, í Bjarnfreðarson og sjónvarpsþáttum. Fyrsta verkefni hans í Þjóðleikhúsinu eftir útskrift var Lér konungur. Vigdís Hrefna Pálsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2002 og lauk mastersprófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Meðal nýlegra verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Lér konungur, Hænuungarnir, Oliver, Sædýrasafnið, Sumarljós og Macbeth. Hún lék einnig meðal annars í Litlu hryllingsbúðinni hjá LA, í Grettissögu og Höllu og Kára í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Riddurum hringborðsins hjá Kvenfélaginu Garpi.
Hringur Ingvarsson
Grettir Valsson
BAKHJARL ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Sýningin tekur tæpa þrjá tíma, eitt hlé. Verkið heitir á frummálinu: All My Sons. Sýningarréttur: Nordiska Aps. Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Útlit: Arnar Geir Ómarsson. Ljósmyndir: Eddi. Prentun: Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Miðasölusími: 551 1200. Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is. Netfang Þjóðleikhússins: leikhusid@leikhusid.is. www.leikhusid.is