The Thought of Drawing
17.6.—1.10.2023
Kjarvalsteikningar úr listaverkasafni Ingibjargar
Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar
Drawings by Kjarval from the art collection of Ingibjörg
Guðmundsdóttir and Þorvaldur Guðmundsson
Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar
Guðmundssonar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka á sýningunni – sem spannar allan feril listamannsins og helstu viðfangsefni hans, mannamyndir, landslags- og náttúrutengd verk og fantasíur – var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd eru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmis konar undirlag.
Teikningin er samofin öllu höfundarverki Kjarvals og er raunar miðlæg í tjáningu hans og þeirri skapandi hugsun og könnun á veruleika og hugarheimum sem í henni er fólgin. Kjarval var með eindæmum drátthagur og gerði sér snemma grein fyrir mikilvægi teikningarinnar og nánum tengslum hennar við skynjun, sköpunarferlið og hið innra líf. Hann var óþreytandi við tilraunir með ólík efni og aðferðir. Fyrir honum var teikningin síkvik leið til að nema og tjá umhverfið, knýja fram ný form og hugmyndir, fanga streymi minninga og hugarflugs og til að vinna úr áhrifum frá ólíkum liststefnum. Í teikningunni hugsar Kjarval upphátt.
Í verki frá 1944 sem nefnist Hugsun um teikninguna hefur Kjarval skrifað í neðra vinstra horn myndarinnar: „Í teikningunni er hugsun um teikninguna hvort rjett eða rangt sje teiknað“. Á myndinni, sem einkennist af flæðandi línuspili, sjást mannverur í óræðu landslagi. Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur hefur bent á að vangaveltur Kjarvals tengist hugmyndum um það hlutverk listamanna að beita innsæi sínu til að túlka veruleikann, fremur en að líkja eftir honum, og varpa þannig ljósi á það sem öðrum er hulið. Eða eins og breski fagurfræðingurinn John Ruskin orðaði það: „Sumir sjá aðeins það sem er til, aðrir sjá það sem ekki er til eða virðist ekki vera til. Ef sumir sjá þetta sem ekki virðist vera til í raun og veru, er rétt af þeim að teikna það.“ Sjálfur sagði Kjarval í blaðaviðtali snemma árs 1945: Heyrðu! Þú mátt segja frá mér, að þó að fólki finnist kannske að myndir mínar séu hugmyndir, þá er það öðru nær en svo sé. Ef satt skal segja, þá er það svo ótrúlegt sem maður sér í landslaginu á stundum. Hverjum myndakomponista myndi reynast það mjög erfitt að sanna sér, að hann væri fremur að gera réttara út frá hugmynd sinni, heldur en það sem hann skapaði eftir sjón sinni á landslaginu –og reyndi að eftirlíkja því. Sjón er alltaf sögu ríkari –og hún verður alltaf merkilegri en það sem listamaðurinn gæti hugsað sér. Ef eitthvað er rétt eða rangt í því að búa til myndir, þá væri ég engu nær undir vissum kringumstæðum, hvort ég ætti að teikna það sem ég sé með mínum veraldlegu augum, eða eitthvað sem mér dytti í hug um leið og ég sæi.
Að baki næmri og síkvikri teikningunni í verkum Kjarvals –allt frá pennakroti á pappírssnifsi til fágaðrar línuteikningar
í olíumálverki – býr frjór samsláttur sjónar og hugsunar þessa einstæða listamanns.
Sýning þessi er liður í skráningu á listaverkasafni
Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem afhent hefur verið Listasafni Íslands til framtíðarvörslu.
Unnið er að því að koma verkunum á stafrænt form í gagnagrunni sem verður almenningi aðgengilegur.
The art collection of Ingibjörg Guðmundsdóttir and Þorvaldur Guðmundsson includes about 300 drawings on paper by Jóhannes S. Kjarval. The selection of works for the exhibition, which spans the artist’s entire career and his principal subjects – portrait, landscape and nature themes, and fantasies – was guided by the principle of diversity in material and technique. On display are works of art made with pencil, ink, charcoal, wax crayons, watercolour and oils, on a range of support materials. Drawing is integral to Kjarval’s entire oeuvre, and is in fact central to his expression, and to his creative thinking and exploration of reality and imagination that it entails. Kjarval was an extraordinarily gifted draughtsman, and at an early age he realised the importance of drawing and its close relationship with perception, the creative process, and inner life. He was indefatigable in his experiments with different materials and methods. Drawing was for him a dynamic way to grasp and express his surroundings, impel new forms and ideas, capture the stream of memories and imagination, and to work through the influence of different artistic trends. In his drawings Kjarval was thinking out loud.
In a work from 1944, Hugsun um teikninguna (The Thought of Drawing), Kjarval has written in the lower left corner: “In drawing, the thought of drawing is whether it is drawn rightly or wrongly.” In the picture, which is characterised by flowing lines, two human figures are seen in an enigmatic landscape. Art historian Æsa Sigurjónsdóttir has pointed out that Kjarval’s reflections relate to ideas about the artist’s role of applying intuition in order to interpret reality, rather than simply imitating it, thus illuminating that which is invisible to others. As British aestheticist John Ruskin wrote: “… some people see only things that exist, and others see things that do not exist, or do not exist apparently. And if they really see these non-apparent things, they are quite right to draw them.” And Kjarval said in a press interview in 1945:
Look! You can say, from me, that while people may think my pictures are ideas, that is absolutely not the case. To tell the truth, it is so incredible what one sometimes sees in the landscape. It would be very hard for any composer of pictures to convince himself that he was trying to do the right thing based on his own idea, rather than working with his vision of the landscape – and seeking to imitate it. Seeing is always more vital than any narrative construct – and it is always more remarkable than what the artist could imagine. If there is something right or wrong in making pictures, I would have no idea, in certain circumstances, whether I should draw what I see with my worldly eyes, or something that came to my mind as I saw.
Behind the perceptive and dynamic drawing in Kjarval’s art –from scraps of paper scribbled in ink to his refined line drawing in oil paintings – lies a fruitful coalescence of the vision and thinking of this unique artist.
This exhibition is part of the process of registration of the art collection of Ingibjörg Guðmundsdóttir and Þorvaldur Guðmundsson, which has been placed in the permanent keeping of the National Gallery of Iceland. Work is in progress to place the works in digital form on a database which will be accessible to the public.
Mynd á forsíðu / Photo: Jóhannes S. Kjarval (1885–1972)
Hugsun um teikninguna / The Thought of Drawing, 1944
Túsk á pappír / Tusch on paper
Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland
Listaverkasjóður Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar
Guðmundsdóttur, LÍ-ÞGIG 71
Sýningarstjóri
Curator
Anna Jóhannsdóttir
Verkefnastjóri sýningar
Exhibition Project Manager
Vigdís Rún Jónsdóttir
Textar Texts
Anna Jóhannsdóttir
Markaðsmál Marketing
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme
Ragnheiður Vignisdóttir
Umsjón tæknimála og ljósmyndum Technical Supervision, Photography and Recordings
Sigurður Gunnarsson
Forvarsla Conservation
Steinunn Harðardóttir
Uppsetning Installation
Indriði Ingólfsson
Ísleifur Kristinsson
Steinunn Harðardóttir
Teitur Emil Vähäpassi