Birgir Snæbjörn Birgisson
Í hálfum hljóðum Careless Whispers 26.2.— 19.6.2022
Í hálfum hljóðum
Birgir Snæbjörn Birgisson
Sýningin Í hálfum hljóðum samanstendur af verkum sem myndlistarmaðurinn Birgir Snæbjörn Birgisson hefur unnið á undanförnum árum, 2015–2022. Í þessum verkum tekst listamaðurinn á við miðlæg pólitísk, samfélagsleg og söguleg málefni í daglegu lífi okkar, með pensilinn að vopni.
tengist Samherjahneykslinu. Maður verður undireins meðvitaður um þessi gríðarstóru skip, vandamálin sem fyrirtækið hefur valdið þarna suður í Afríku, einskæran groddaskapinn að verki þar sem þúsundir tonna af stáli eru á ferð, og á sama augnabliki stendur maður frammi fyrir listaverki, olíu á pappír, sem gert er með örléttri snertingu litarins, hikandi hreyfingu fram og til baka. Maður áttar sig á því hvernig hvert og eitt þessara málverka er hér um bil að verða að einhverjum stað, vettvangi sem gefur og tekur, ýtir og togar – listaverki sem er einstætt í mætti sínum og heilindum. Hjá Birgi snýst verkið alltaf um listina, list þess sem er næstum því.
Hér er sem sagt um að ræða – bæði í margvís legum stærri verkaröðum, svo sem Von og Réttlæti og í stökum verkum eins og myndinni Schadenfreude sem byggir á texta – málverk sem eru pólitísk eins og þegar dregnar eru línur milli punkta á sviðum hins persónulega og hins pólitíska, þetta eru málverk sem sýna persónu lega vegferð, og þetta eru málverk sem eru staðbundin og fastmótuð en raungera fortíðina, nútíðina og sjóndeildarhringa framtíðarinnar. Það er hér sem við getum staðsett hugboðið og komið auga á tilfinningarótið þar sem málverk Birgis Snæbjörns Birgissonar ná á sinn fínlega hátt sláandi tengingu við helstu þungavigtarmálefni samtímans. Þessi verk eru gerð af snilldarlegum léttleika, rétt eins og liturinn sé í þann veginn að dofna alveg, hverfa, en þó öðlast þau skriðþunga eftir því sem maður kemur nær þeim, og því lengur sem maður dvelur í návist þeirra. Óhætt er að fullyrða að hér tvinnast innihald og form saman, bjóða hvort öðru birginn og stangast á svo úr verður eitthvað alveg einstakt, eitthvað óvænt, enn ekki fyrirséð.Ennfremur er það hér sem málverkið og pólitísk, samfélagsleg og söguleg málefni mætast, bæði í blíðuhótum og þrætum. Þetta er óþyrmilega augljóst í verkaröð sem
Þegar öllu er á botninn hvolft sjáum við hér málverk sem virðast hafa sakleysislegt yfirbragð en vinna á og ná að tefla saman meintum andstæðum, sameina fegurð og hrottaskap, og hrista upp í okkur og ögra en jafnframt næra okkur, ja, kannski ekki á visku en aðferðum til að vera og eiga okkur tilvist í veröldinni, bæði ein með sjálfum okkur og saman – með öllum þeim átökum og andstæðum sem tilheyra, en einnig ánægjuefnum og ítarlegum frásögnum. Og já, eitt enn, spurningin sem öllu máli skiptir: Af hverju Í hálfum hljóðum? Ja, það er í þeim sem hlutirnir gerast, það eru þau sem eru greypt í kjarna þess órofna samhengis sem sést í málverkum Birgis Snæbjörns Birgissonar: það eru litlu, næstum hljóðlausu bendingarnar sem kveikja gífurleg hughrif og skapa sterka nærveru.
Careless Whispers
26.2—19.6.2022
Careless Whispers exhibition brings together the works by the artist Birgir Snæbjörn Birgisson done during the period of 2015–2022. These art works address the central political, social and historical issues in our daily lives in and through the medium of painting.
they have caused down south, their sheer brutality in action with the thousands of tons of steel on the move, and simultaneously, you get access to the work of art, oil on paper, made with the softest touch of color, guided by a hesitant move to and forth. You recognize how each individual painting is about to become a place, a site of give and take, push and pull – a work of art in its unique intensity and integrity. With Birgir, it is always about the art, the art of the almost.
This is then – both in various larger series of works such as Hope or Justice and in individual works such as the text based image Schadenfreude – painting as political as in connecting the dots between private and public, it is painting as a personal ongoing journey, and it is painting as a situated and embedded practice that actualizes its past, present and the future horizons. This is where we locate, where we find the notion, the emotions in motion where the works by Birgir Snæbjörn Birgisson achieve a striking combination with the slightest of touch connected to the very heavy duty themes and matters. These works are done with such a clever lightness, as if the color is about to fade away, to disappear, but which nevertheless gains momentum the closer you get, and the longer you stay with them. For sure, this is where content and form merge, confront and collide and produce something particular, something unexpected, not yet anticipated. What’s more, this is where painting and political, social and historical issues meet, caress and spar each other. Most acutely, this is evident in the series connected to the scandal with the fishing company Samherji. You immediately gain awareness of these enormous ships, the trouble
All in all, we witness painting as an act that is seemingly innocent but that develops, gains an edge to attract and bring together supposedly oppositions, to combine beauty and brutalism, and to shake the tree but also to feed the tree of, well, not knowledge but how to be and exist in the world, both alone and together – in all its inherent conflicts and contradictions, but also pleasures and in-depth narratives. And yes, one more thing, the ultimate question: Why Careful Whispers? Well, it is where it is at, it is what it is embedded into the core continuity of the acts of painting by Birgir Snæbjörn Birgisson: it is the small, almost silent gestures that create and generate an enormous effect and presence.
Sýningarstjóri Curator Mika Hannula Verkefnastjóri sýningar Exhibition Project Manager Vigdís Rún Jónsdóttir Texti Texts Mika Hannula Þýðing Translation Uggi Jónsson Arnar Matthíasson Markaðsmál Marketing Guðrún Jóna Halldórsdóttir Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme Ragnheiður Vignisdóttir Umsjón tæknimála og ljósmyndum Technical Supervision, Photography and Recordings Sigurður Gunnarsson Uppsetning Installation Helgi Már Kristinsson Magnús Helgason Ísleifur Kristinsson Birgir Snæbjörn Birgisson Mika Hannula
Listasafn Íslands Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík
Mynd á forsíðu:
Trú / Faith, 2020 (hluti úr verkaröð / detail) Málverk / Painting Einkaeign / Private Collection