Skartgripir Dieters Roth / Jewellery by Dieter Roth

Page 1

Dieter Roth

Skartgripir Dieters Roth Jewellery by Dieter Roth


Dieter Roth

Skartgripir Dieters Roth

Dieter Roth (1930–1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frum­ kvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvik­mynda­ gerðar­maður og listmálari, en hann var jafn­ framt þekktur fyrir hönnun sína og ný­sköpun í skartgripagerð, breytilega skartgripi, gripi sem hægt er að setja saman á mis­munandi vegu með skiptanlegum topp­stykkjum. Hlutirnir sem Dieter notaði voru eins konar „ready-made“, skrúfur, boltar og aðrir mekanískir hlutir sem hann breytti. Hann bjó til svokallaða „ruslskartgripi“, armbönd, nælur, hringi o.fl. Við þessa smíði nýtti Dieter sér líka litla silfurbúta sem gengið höfðu af við skartgripagerðina. Meðal uppáhaldshluta hans voru boltar, silfurbitar, soðnir saman í litlar kúlur, sem svo var hægt að hengja á keðjur, eins og pendúl. Margir af þessum hringum voru gerðir úr ónýtum vara­ hlutum úr klukkuverkum sem voru brædd saman. Dieter sýndi og sannaði að hægt var að beita sömu aðferðafræði í skart­gripagerð og í myndlistinni, þ.e. hægt væri að nýta ýmiss konar efni sem álitið hefði verið rusl eða úrgangur og umbreyta því í listaverk eða skartgrip.

Langenbacher fullyrti að á þessum tíma hefðu ekki fengist neinir skartgripir sem bjuggu yfir stílhreinni, ferskri hönnun og voru jafnframt á viðráðanlegu verði. Dieter formaði úr víralengju fallega hringi sem voru spírallaga, í antíkstíl og gerðir af mikilli nákvæmni. Þetta voru breytan­ legir hringir og útlitinu breytt með því að skipta um glerkúlu eða spenna hringinn upp og færa glerkúluna til svo lögunin á hringnum breyttist.

Árið 1958 kynntist Dieter Roth svissneska gull­smiðnum Hans Langenbacher á leið sinni til Reykjavíkur og í kjölfarið hófu þeir samstarf. Dieter fluttist til Íslands 1957 ásamt konu sinni Sigríði Björnsdóttur og hóf fljótlega að reyna fyrir sér sem hönnuður. Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans heima á eldhúsborðinu og brátt bauðst þeim betri aðstaða á verkstæði Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 2.

Leiðir Dieters og Langenbachers skildu þegar sá síðarnefndi flutti heim til Sviss árið 1961. Nokkrum árum síðar eða árið 1967 rákust þeir félagar hvor á annan í Luzern í Sviss og ákváðu að endurvekja samstarfið sem hófst með bréfaskriftum á milli Íslands og Sviss (sjá í sýningarborði). Í þessum bréfum er að finna skissur Dieters að skartgripum sem Langenbacher svaraði á móti með athuga­ semdum. Afrakstur þessara bréfaskrifta varð samsýning á skartgripum þeirra árið 1971 og önnur árið 1975. Allt voru þetta seríur af breytan­legum hringum, sem sýnir frekari þróun á hönnun skartgripa Dieters. Skartgripir hans flokkast undir að vera módelskartgripir enda engir tveir eins – þeir eru á mörkum hönnunar og skúlptúrgerðar. Hann gerði ekki alltaf skissur að verkum sínum heldur vann hugmyndir sínar beint í efniviðinn og mótaði hvern hlut í höndunum. Þessi einstöku verk endurspegla formheim og áhuga Dieters á því að gera tilraunir með ýmis efni og óvenju­ legar aðferðir við smíðina.

Vigdís Rún Jónsdóttir


Jewellery by Dieter Roth

5.6.2022 — 22.1.2023

Dieter Roth (1930–1998) was a pioneer who respected no boundaries: a thinker, trailblazer, poet, musician, filmmaker and painter. But he was also known for his design and his innovative approach to jewellery-making: jewellery that could be changed, reconfigured, with inter­ change­able parts. Roth’s components were “ready-mades” or found objects – screws, bolts and other mechanical parts, which he adapted. He made “trash jewellery” such as bracelets, brooches, rings, etc. Roth also made use of scraps of silver waste from jewellery-making. Some of his favourite objects were small spheres made by welding together silver scraps, which could be hung on a chain like a pendu­ lum. Many of his rings were made by welding together damaged clockwork parts. Dieter Roth proved that the same methodology could be applied in jewellery-making as in visual art: it was possible to utilise a range of materials which had been regarded as trash or waste, and transform them into a work of art or a piece of jewellery.

that time which embodied fresh, clean design at an affordable price. Roth made beautiful spiral filigree rings in antique style, made with great precision. The rings were adaptable: the character of the ring could be altered by exchanging the glass sphere, or opening up the ring to a different shape, with the glass sphere in another place.

In 1958 Dieter Roth made the acquaintance of Swiss goldsmith Hans Langenbacher on his way to Iceland, and the two started to collaborate. Roth had moved to Iceland in 1957 with his wife, artist Sigríður Björnsdóttir, and started to work in design. The first pieces of jewellery designed by Roth were made in collaboration with his wife at the kitchen table in their home; but before long they were offered better facilities in the atelier of goldsmith Halldór Sigurðsson at Skóla­vörðustígur 2 in Reykjavík. According to Langenbacher, no jewellery was available at

The collaboration between Roth and Langenbacher came to an end when the latter returned to Switzerland in 1961. Some years later, in 1967, they met by chance in Lucerne, Switzerland, and decided to resume working together. They corresponded between Iceland and Switzerland (see display table). The letters include Roth’s sketches of jewellery, to which Langenbacher replies with his comments. The relationship led to a joint exhibition of their jewellery in 1971, and another in 1975. The exhibits were all series of adaptable rings, displaying further development of Roth’s jewellery design. The rings are all “model” pieces, i.e. no two are alike. They exist on the boundary of design and sculpture. Roth did not always make sketches, often working directly with the material to shape the object in his hands. These unique works reflect Roth’s formal world, and his interest in experimenting with a range of materials and unconventional methods in his work.

Vigdís Rún Jónsdóttir


Mynd á forsíðu / Photo: Hattahringar / Hat rings 1971, (hluti úr verkaröð / part of a serie) Silfur og gull / Silver and gold © Dieter Roth Estate, courtesy of Dieter Roth Foundation, Hamburg and Hauser & Wirth

Sýningarstjóri Curator Björn Roth Verkefnastjóri sýningar Exhibition Project Manager Vigdís Rún Jónsdóttir Sýningarhönnuður Exhibition Project Manager Helgi Már Kristinsson Ráðgjafi Consultant Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur Textar Texts Vigdís Rún Jónsdóttir Björn Roth Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur Þýðing Translation Anna Yates Markaðsmál Marketing Guðrún Jóna Halldórsdóttir Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme Ragnheiður Vignisdóttir Umsjón tæknimála og ljósmyndum Technical Supervision Photography and Recordings Sigurður Gunnarsson Uppsetning Installation Helgi Már Kristinsson Björn Roth Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur Ísleifur Kristinsson Stofnunum og einstaklingum sem eiga verk á sýningunni er sérstaklega þakkað fyrir liðsinnið. Institutions and private owners of works receive special thanks for their contribution.

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.