Einkasafnið / The Private Collection

Page 1

Einkasafnið

The Private Collection

4.3.—7.5.2023

Lifandi skráning og sýning á völdum verkum úr safni Ingibjargar Guðmundsdóttur og

Þorvaldar Guðmundssonar

Live registration and exhibition of selected works from the collection of Ingibjörg Guðmundsdóttir and Þorvaldur Guðmundsson

Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til framtíðarvörslu. Safnið, sem samanstendur meðal annars af málverkum, teikningum, grafíkverkum, höggmyndum og lágmyndum, er með stærstu einkasöfnum hér á landi og telur um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Þar af eru um 400 verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem var mikill vinur þeirra hjóna. Safnið verður skráð sem sérsafn í Listasafni Íslands og verkunum komið á stafrænt form í gagnagrunni sem er almenningi aðgengilegur, en með því eykst einnig aðgangur að verkunum í tengslum við sýningar og útgáfu. Í sal 3 hefur verið sett upp verkstæði og sýning þar sem safngestum gefst kostur á að fylgjast með vinnu skráningarteymis safnsins. Samfara því er í sal 4 haldin sýning á völdum verkum úr listaverkasafninu þar sem sjónum er beint að dýrum, stórum sem smáum, í íslenskri náttúru.

Að ýmsu þarf að hyggja þegar einkasafn er fært inn í opinbert safn. Ástríðusöfnun, sem mótast af áhugasviði, viðhorfum og aðstæðum einstaklinga, lýtur öðrum lögmálum og gildismati en innkaup og söfnun í opinberum listasöfnum. Safn Ingibjargar og Þorvaldar skartar mörgum perlum íslenskrar listasögu eftir drjúgan hluta þeirra myndlistarmanna sem störfuðu á fyrstu áratugum síðustu aldar sem og yngri listamenn af kynslóðunum sem voru samtíða þeim hjónum. Eins og sýningin endurspeglar, er um fjölbreytt safn margra úrvalsverka að ræða en þar er einnig að finna verk eftir listamenn sem ekki eru í hópi þeirra sem þekktastir hafa orðið; verk sem sjást ekki oft og hafa ekki komist í eigu opinberra safna. Auk þess eru sýnd dæmi um verk og muni sem teljast ekki til listaverka en eru engu að síður þáttur í söfnunarástríðunni, eins og grísastytturnar sem svínabóndinn Þorvaldur safnaði um langt skeið.

Ingibjörg og Þorvaldur vildu að sem flestir

gætu notið listaverkanna – á heimili þeirra jafnt sem vinnustöðum á þeirra vegum, en þar ber hæst listaverkin á Hótel Holti þar sem sameinaðist áhugi hjónanna á hótelrekstri og myndlist. Á kaffistofu safnsins má hlýða á viðtal við Geirlaugu dóttur þeirra þar sem hún segir frá listaverkunum á jarðhæð hótelsins en þau eru glæsilegur þverskurður íslenskrar nútímalistar frá fyrri hluta 20. aldar og hafa glatt listunnendur í meira en hálfa öld. Má segja að þar hafi löngum skarast einkasafnið og hið „opinbera“ listasafn, og í því býr jafnframt sá andi samfélagskenndar og hugsjónar sem einkenndi kynslóðir stórhuga athafnaskálda, eins og þau hafa verið nefnd, er settu mark sitt á íslenskt þjóðfélag á miklum umbyltingartímum fyrir og um miðbik síðustu aldar.

Á lýðveldisárinu 1944 stofnaði Þorvaldur verslunina Síld og fisk við Bergstaðastræti þar sem þau Ingibjörg reistu síðar Hótel Holt. Þorvaldur var með umsvifamestu athafnamönnum þjóðarinnar og frumkvöðull á sviði matvælaiðnaðar, og má þar nefna niðursuðu sjávarfangs. Í safni þeirra hjóna er talsvert af listaverkum sem tengjast sjávarútvegi og sjómennsku, hafinu, fiskverkun og hafnarlífi. Þar á meðal eru verk eftir Ásmund Sveinsson, Eirík Smith, Gunnlaug Blöndal, Jóhannes S. Kjarval og Kristínu Jónsdóttur, auk nokkurra verka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni og Mikines. Mörg verkanna bera þannig vitni um áhuga, jafnt listamannanna sem safnaranna, á störfum fólks í þessari atvinnugrein og daglegu umhverfi þess. Verk þessi eru til sýnis í sal 3 þar sem vinna við skrásetningu safnsins fer fram í eystri enda salarins.

Einkasafnið
Anna Jóhannsdóttir

At the beginning of 2022, the art collection of Ingibjörg Guðmundsdóttir and entrepreneur Þorvaldur Guðmundsson was placed in the permanent keeping of the National Gallery of Iceland. The collection, which includes paintings, drawings, prints, sculptures, reliefs etc., is one of Iceland’s largest private collections. It comprises about 1400 works by many of Iceland’s leading artists, among them about 400 by Jóhannes S. Kjarval, who was a close friend of the couple. The collection will be registered as part of the National Gallery collection, and the works of art will be digitised on a publicly-accessible database, which will also improve access to them in the context of exhibitions and publications. A workshop and live exhibition has been installed in Gallery 3 on the upper floor of the National Gallery, where visitors can observe the work of the registration team. At the same time a selection of works from the collection are displayed in Gallery 4, with the focus on animals, large and small, in Icelandic nature.

Various factors require consideration when a private collection is subsumed into a public museum collection. Passionate art collecting by a private individual, reflecting their interests, attitudes and circumstances, is subject to other rules and values than acquisitions by a public art museum. Ingibjörg’s and Þorvaldur’s collection boasts many treasures of Icelandic art history, by a large number of the artists who were active in the early decades of the 20th century, as well as younger artists of generations contemporary with the couple. As is manifested in the exhibition, the collection spans a diverse range of outstanding works of art; it also includes pieces by artists who are not among the best-known of their time – works which are rarely seen, and have not been acquired by public collections. In addition the exhibition includes works and objects which are not considered artworks, but nonetheless played a part in the passion for collecting, such as figurines of pigs which

were collected for many years by the pigfarmer Þorvaldur.

Ingibjörg and Þorvaldur felt that as many people as possible should have the opportunity to enjoy the art they collected – in their home as well as in their workplaces, most noticeably at Hotel Holt, where the couple combined their interest in the hotel business and in art. In the National Gallery café visitors can watch an interview with Geirlaug, daughter of Ingibjörg and Þorvaldur, who talks about the works of art on the ground floor of the hotel that provide a splendid cross-section of modern Icelandic art from the first half of the 20th century, and for more than half a century have been delighting art-lovers who visit the hotel. In the context of the hotel, private collection and “public” exhibition have overlapped; the story of the couple’s art collecting incorporates and highlights the spirit of social responsibility and idealism that characterised generations of ambitious entrepreneurs who made their mark on Icelandic society in tumultuous times before and around the middle of the last century.

In 1944, the year of the foundation of the modern Republic of Iceland, Þorvaldur Guðmundsson opened a shop, Síld og fiskur (literally Herring and Fish) on Bergstaðastræti in Reykjavík, where the couple would later build Hotel Holt. Þorvaldur was one of Iceland’s largest-scale entrepreneurs, and a pioneer in the field of food processing, including e.g. fish-canning. The couple’s collection includes a considerable number of works that relate to the fisheries, seamanship, the ocean, fish processing and life on the docks. Among them are pieces by Ásmundur Sveinsson, Eiríkur Smith, Gunnlaugur Blöndal, Jóhannes S. Kjarval and Kristín Jónsdóttir, and several works by Faroese artists Ingálv av Reyni and Mikines. Many of the works thus testify to the collectors’ and artists’ interest in people employed in this line of work and their daily surroundings. These works are on display in Gallery 3, where registration of the collection is being carried out at the eastern end of the space.

The Private Collection
4.3.—7.5.2023
Einkasafnið

Þórarinn B. Þorláksson (1867–1924)

Uppstilling með eplum og vasa / Still Life with Apples and a Vase, 1924

Olía á striga / Oil on canvas

Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland

Listaverkasjóður Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, ÞGIG 30358

The Private Collection 4.3.—7.5.2023

Í safni Ingibjargar og Þorvaldar er að finna nokkurn fjölda verka þar sem dýr eru áberandi viðfangsefni. Þorvaldur var brautryðjandi nútímalegrar svínaræktunar hér á landi en árið 1954 hóf hann rekstur eins stærsta og fullkomnasta svínabús landsins á Minni­Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Í safninu bregður svínum fyrir

í ýmsum myndum ásamt hestum, kúm og hænum

í verkum sem skírskota til sveitasamfélagsins þar sem húsdýrin leika stórt hlutverk

í sambýli manns og náttúru. Meðal höfunda slíkra verka eru Ásgrímur Jónsson, Halldór Pétursson, Jón Stefánsson, Louisa Matthíasdóttir, Ragnar

Kjartansson (eldri), Sigurlaug Jónasdóttir og

Sveinn Þórarinsson. Einnig eru sýnd dæmi um sveitalífsmyndir eftir erlenda myndhöfunda, verk sem hjónin eignuðust á ferðalögum sínum erlendis. Fuglum bregður fyrir í verkum eftir

Höskuld Björnsson, Ísleif Konráðsson og Þórarin B. Þorláksson, svo dæmi séu nefnd, að ógleymdum fuglum Kjarvals – en í verkum hans hafa dýrin gjarnan skáldlega merkingu. Fiskar og villt spendýr eins og hvalir, selir og hreindýr eru viðfangsefni í verkum eftir Finn Jónsson, Guðmund frá Miðdal, Jón Engilberts og í mögnuðu verki Gunnlaugs Scheving af þorski á mörkum menningar og villtrar náttúru.

Löng hefð er fyrir myndrænni framsetningu dýra í listasögunni. Í verkum á sýningunni má sjá táknrænar birtingarmyndir samspils mannverunnar og dýraríkisins. Í listum og menningu hefur að undanförnu gætt vaxandi áhuga á að gaumgæfa samband mannfólks og dýra, meðal annars í ljósi þess að maðurinn er dýrategund og í tengslum við endurmat á stöðu hans í náttúrunni á tímum loftslagsbreytinga í kjölfar iðnvæðingar og hnattrænnar hlýnunar. Í slíku endurmati hefur gjarnan verið lögð áhersla á sjónarhorn náttúrunnar, þar á meðal dýra. Málverk, sem í fyrstu virðist fyrst og fremst vera landslagsmynd er sýnir þekktan stað á landinu, þar sem sjást fáein dýr, má einnig túlka sem lýsingu á umhverfi og heimkynnum dýra. Og þá vakna vangaveltur um það hvernig heimkynnum þeirra hafi reitt af. Að sama skapi geta verk, sem bera vitni sterkum tengslum manns og náttúru hér á landi, minnt á það hvernig slík tengsl hafa rofnað. Þannig getur listræn framsetning á dýrum veitt innsýn í þá menningarbundnu þætti sem móta skilning á dýrum.

Einkasafnið

Ingibjörg’s and Þorvaldur’s collection includes a number of works in which animals are prominent. Þorvaldur was a pioneer of modern pig-farming in Iceland: in 1954 he established one of Iceland’s largest and most sophisticated pig farms at Minni-Vatnsleysa in the southwest. Pigs make an appearance in various works in the collection, along with horses, cows and hens, in works that evoke the old rural society in which domestic animals play a major role in the relationship between humans and nature. These works are by such artists as Ásgrímur Jónsson, Halldór

Pétursson, Jón Stefánsson, Louisa Matthíasdóttir, Ragnar Kjartansson (the elder), Sigurlaug

Jónasdóttir and Sveinn Þórarinsson. Also on display are scenes of rural life by foreign artists, acquired by the couple on their travels abroad. Birds appear in works by Höskuldur Björnsson, Ísleifur Konráðsson and Þórarinn B. Þorláksson, for example – not forgetting Kjarval’s bird pictures; in Kjarval’s art animals often have a poetic significance. Fish and wild mammals such as whales, seal and reindeer are the subjects of works by Finnur Jónsson, Guðmundur of Miðdalur and Jón Engilberts, as well as a spectacular work by Gunnlaugur Scheving of a codfish on the borders separating civilisation and wild nature.

In art history there is a long tradition of visual presentation of animals. The works in the exhibition display symbolic manifestations of the interaction between humanity and the animal kingdom. With recent developments in art and culture, growing interest has been manifested in examining the relationship between humans and animals, inter alia in light of the fact that the human is an animal species, and in the context of re-evaluation of humanity’s place in nature at a time of climate change arising from industrialisation and global warming. In such re-evaluation the emphasis has often been on the perspective of nature, including animals. A painting which at first sight appears to be primarily a landscape depicting a well-known site in Iceland, in which a few animals feature, may also be viewed as a portrayal of the environment and home territory of animal species. And that raises the question of what may have happened to their home territories. By the same token, works that testify to the strong bond between humanity and nature in Iceland may remind us how that bond has been broken. Thus artistic presentation of animals may provide insight into the cultural factors that inform our understanding of animals.

4.3.—7.5.2023 The Private Collection

Sýningarstjóri

Curator

Anna Jóhannsdóttir

Verkefnastjóri sýningar

Exhibition Project Manager

Vigdís Rún Jónsdóttir

Textar

Texts

Anna Jóhannsdóttir

Markaðsmál

Marketing

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá

Events and Educational Programme

Ragnheiður Vignisdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndum

Technical Supervision, Photography and Recordings

Sigurður Gunnarsson

Forvarsla

Conservation

Steinunn Harðardóttir

Uppsetning

Installation

Magnús Helgason

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Ísleifur Kristinsson

Steinunn Harðardóttir

Mynd á forsíðu / Photo:

Gunnlaugur Scheving (1904–1972)

Þorskur / Cod, án ártals, year unknown

Olía á striga / Oil on canvas

Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland

Listaverkasjóður Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, ÞGIG 30354

Listamenn

Artists

Ásgrímur Jónsson

Ásmundur Sveinsson

C.M. Tegner

E. Helgason

Eggert Guðmundsson

Einar G. Baldvinsson

Eiríkur Smith

Finnur Jónsson

Gísli Jónsson

Guðmundur Karl Ásbjörnsson

Guðmundur Einarsson frá Miðdal

Gunnlaugur Blöndal

Gunnlaugur Scheving

Halldór Pétursson

Hans Lynge

Höskuldur Björnsson

Ingálvur av Reyni

Jóhann Briem

Jóhannes S. Kjarval

Jóhannes Geir Jónsson

Jón Gunnar Árnason

Jón Benediktsson

Jón Engilberts

Jón Gunnarsson

Jón Stefánsson

Kjartan Guðjónsson

Kristín Jónsdóttir

Louisa Matthíasdóttir

Magnús Jónsson

Muggur – Guðmundur Thorsteinsson

Nína Tryggvadóttir

Ragnar Kjartansson (eldri)

Sámal Joensen-Mikines

Sigurlaug Jónasdóttir

Sveinn Þórarinsson

Tryggvi Ólafsson

Veturliði Gunnarsson

Walter Bengtsson

Þorvaldur Skúlason

Þórarinn B. Þorláksson

Örlygur Sigurðsson & Ýmsir óþekktir höfundar

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.