Gluggi í Reykjavík A Window in Reykjavík
Hús Ásgríms Jónssonar Home of an Artist
Gluggi í Reykjavík
Hús Ásgríms Jónssonar
Sýningin Gluggi í Reykjavík samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi lista mannsins í Reykjavík. Verkin eru úr safneign Listasafns Íslands en Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín ásamt þessu húsi.
Útsýnið úr glugganum í Vinaminni þar sem hann bjó fyrst eftir heimkomuna varð honum tamt mótív þar sem Reykjavíkurhöfn og Esjan blasa við. Einnig varð útsýnið til suðurs úr þakglugga vinnustofunnar hér í þessu húsi honum að innblæstri síðar. Vatnslitirnir eru þá viðeigandi þar sem hann fangar birtuna yfir Skerjafirðinum og húsin við Laufásveginn. Ævistarf Ásgríms, list hans, spannar langt tímabil í sögu þjóðarinnar, tíma þegar sveitasamfélagið byrjar að leysast upp og Reykjavík að breytast úr bæ í borg. Mörg málverka Ásgríms frá Reykjavík sem máluð eru á fyrri hluta 20. aldar sýna friðsaman smábæ þar sem húsin kúra við ysta sæ en þau lýsa einnig athafnalífi, svo sem mönnum að vinna við gatnagerð í borgarsamfélagi í mótun. Borið saman við Reykjavík í dag sjáum við að lágreist hús, hænsnakofar og hesthús hafa vikið fyrir uppbyggingu borgarinnar í takt við breytta lifnaðarhætti og nýja samgöngumáta. Sjónar horn listamannsins þar sem horft er út um gluggann er algengt viðfangsefni í listasögunni. Nándin við listamanninn er mikil í þessum verkum og hér í húsinu má út um glugga sjá sama sjónarhornið og Ásgrímur festi á striga og pappír. Sérstæð litbrigði húsanna í bænum njóta sín og þrátt fyrir breytta tíma eimir enn eftir af þeirri Reykjavík sem Ásgrímur þekkti svo vel og í verkum hans má sjá mörg þekkt kennileiti borgarinnar í dag, svo sem Tjörnina, Fríkirkjuna, Þingholtin og Grjótaþorpið í Reykjavík.
Ásgrímur Jónsson (1876–1958) er einn af braut ryðjendum íslenskrar listasögu og varð fyrstur íslenskra málara til að gera listina að aðalstarfi sínu. Hann fæddist í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1900–1903. Að námi loknu dvaldi hann um skeið í Danmörku og ferðaðist suður á bóginn, meðal annars dvaldi hann eitt ár á Ítalíu og staldraði einnig við í Þýskalandi. Ferðalögin veittu honum innblástur þar sem honum gafst færi á að sjá verk frönsku impressjónistanna sem höfðu mótandi áhrif á listsköpun hans síðar meir. Íslensk náttúra var meginviðfangsefni Ásgríms auk þess sem hann var frumkvöðull í túlkun íslenskra þjóðsagna og ævintýra. Ásgrímur sneri aftur til Íslands árið 1909, 33 ára að aldri, og bjó í Reykjavík. Fyrst í Vinaminni í Grjótaþorpinu en árið 1928 reistu þeir Ásgrímur og Jón Stefánsson listmálari sér parhús hér við Bergstaðastræti 74 eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar arkitekts. Ásgrímur hafði þann háttinn á að ferðast um landið á sumrin með trönurnar og halda síðan sýningu um páskana en fjölmargar myndir frá Reykjavík og nágrenni bera því vitni að honum var einnig hugað um sitt nánasta umhverfi.
A Window in Reykjavík
Home of an Artist
The exhibition A Window in Reykjavík comprises a selection of works by Ásgrímur Jónsson, whose common factor is that they relate to the artist’s surroundings in Reykjavík. The works form part of the collection of the National Gallery of Iceland; Ásgrímur Jónsson bequeathed to the Icelandic nation all his works of art, along with this house that was his home and studio.
The view from the window of Vinaminni, where he first lived on his return to Iceland, became a favourite motif for him, with its vista of Reykjavík Harbour and Mt. Esja across the bay. The view to the south from the skylight of his studio here at Bergstaðastræti would later also inspire him. Watercolour was an appropriate medium for capturing the quality of the light over the waters of Skerjafjörður and the houses on Laufásvegur. Ásgrímur’s life and oeuvre span a long period of Iceland’s history – a time when the old rural society was starting to decline and Reykjavík was growing from a town into a city. Many of Ásgrímur’s paintings from Reykjavík, painted in the first half of the 20th century, depict a peaceful little town where houses cluster along the ocean shore; yet they also show economic activity, such as workmen building roads as the new urban society evolves. If we compare his images to the Reykjavík of today, we see that low-roofed houses, henhouses and stables have given way to a modern cityscape, reflect ing changed lifestyles and forms of transport. The artist’s viewpoint through a window is a common artistic theme. In such works one senses a closeness to the artist, and in Ásgrímur’s home the visitor can look out of the window to see the same viewpoint as Ásgrímur captured on canvas and paper. Reykjavík houses are painted in a charming palette of colours, and despite the changes that have taken place traces remain of the Reykjavík that Ásgrímur knew so well – and in his works we recognise many landmarks of today’s Reykjavík, such as the Lake, the Free Church, and the old- established districts of Þingholt and Grjótaþorp.
Ásgrímur Jónsson (1876–1958) is one of the pioneers in the history of Icelandic art; he was the first Icelandic painter to make a career in art. Born on the farm of Suðurkot in Rútsstaða hverfi, south Iceland, he studied at the Royal Danish Academy of Fine Arts 1900–03. After graduation he remained in Denmark for a time and travelled to more southerly regions; he stayed for a year in Italy, for instance, and also spent time in Germany. His travels were a source of inspiration for him, as he had the opportunity to see the works of the French Impressionists which would be a major influence on his art. The main focus of Ásgrímur’s art was Icelandic nature, and he was also a pioneer in the visual interpretation of Icelandic folk and fairy tales. Initially he lived in a house named Vinaminni in Grjótaþorp in the centre of the town, and in 1928 he and another artist, Jón Stefánsson, built themselves semi-detached homes here at Bergstaðastræti 74, designed by architect Sigurður Guðmundsson. Ásgrímur spent his summers travelling around the country with his easel, then exhibited his work the following Easter. But his many pictures of Reykjavík and its environs demonstrate that he was also interested in his home surroundings.
Mynd á forsíðu / Photo: Útsýni úr glugga listamannsins / A View from the Artist‘s Window, 1943 Ásgrímur Jónsson (1876–1958) Olíumálverk / Oil painting LÍÁJ 92
Sýningarstjórar / Curators: Guðrún Jóna Halldórsdóttir Ragnheiður Vignisdóttir Texti / Text: María Margrét Jóhannsdóttir Rakel Pétursdóttir Þýðing / Translation: Anna Yates Forvarsla / Conservation: Ólafur Ingi Jónsson Uppsetning / Installation: Ísleifur Kristinsson Upphaf sýningar / Exhibition opening janúar 2022 / January 2022
Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík