Ekkert er víst nema að allt breytist / The Only Constant is Change. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Page 1

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Ekkert er víst nema að allt breytist The Only Constant is Change


Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Ekkert er víst nema að allt breytist

Innsetninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð Ingunnar Fjólu til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa. Í verkum sínum hefur hún mótað hugmyndakerfi og myndmál sem sækir innblástur í ólík þekkingar­ kerfi; hvort sem þau eru tæknileg eða tilvistarleg, útópísk, stærðfræðileg eða heimspekileg, þá greinir Ingunn sammannlega þræði þeirra og nýtir í verk sín. Innsetningin sameinar marg­ þættan hugmyndaheim hennar sem myndar vistfræðilega opið kerfi verksins. Í salnum má sjá kunnuga litapallettu; rauða, græna og gula litatóna á veggjunum sem leiða hugann að litum hefðbundinna umferðarljósa. Þessir sömu litir eru einnig mikilvægir í siglinga­ fræðum og mynda grunninn í merkjakerfi siglingaljósa og vita. Þannig beinir Ingunn athyglinni að þeim merkjakerfum sem maðurinn hefur þróað. Bæði hljóðheimur verksins og nákvæmlega útreiknuð uppsetningin á römmunum fylgja ákveðnu talnakerfi sem myndar tiltekna hrynjandi í verkinu. Hljóðheimur verksins myndast út frá síbylju mótora og reglulegum slætti mótorknúinna hamra á píanóstrengi sem slá með misjöfnu millibili yfir daginn. Niðandi hljóðvist verksins breytist því eftir því hvenær á daginn sýningin er sótt. Loks eru það ljósin sem mynda sólarupprás og sólsetur eða manngert sólkerfi rýmisins sem segja má að myndi öllu mýkra stef í verkinu. En þrátt fyrir vísbendingar um innblástur Ingunnar er erfitt að tengja innsetninguna aðeins við siglingafræði, talnafræði eða neitt

annað tiltekið þekkingarkerfi ef út í það er farið. Með því að vísa í ólík kerfi myndar verkið vettvang til að bera saman og skoða sameigin­ lega fleti þeirra í víðu samhengi. Þannig skapar Ingunn samtal á milli siglingafræða og talna­ fræði; á milli hugrenninga áhorfandans og eigin hugarheims; á milli hugmynda um persónu­ legt frelsi og miðstýringu verksins. Viðvera, skynjun og þátttaka áhorfandans gegnir almennt veigamiklu hlutverki í verkum Ingunnar. ­Innsetningin stýrist af mismunandi þáttum, annars vegar innbyggðu kerfi verksins og hins vegar gagnvirkni áhorfandans og því óljóst hver aflvaki verksins er hverju sinni. Áhorfandanum getur virst sem hann hafi áhrif á framvindu verksins en í raun eru áhrif hans takmörkuð og jafnvel tilviljunarkennd. Í sýningarsalnum skarast þeir ólíku miðlar sem Ingunn vinnur með og mynda saman opið kerfi sem áhorfandanum er boðið að heim­sækja. Lögmál þessa heims eru óljós, myndmál kunnuglegt og skynhrifin áleitin. Í samfélagslegu samhengi vísar innsetningin í þau tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfi sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og heiminum í heild. Í tilvistar­ legu samhengi veltir verkið upp spurningum um hvert sjálfstæði, áhrifamáttur og forráð ein­staklingsins eða áhorfandans raunverulega sé. Í vestrænu samfélagi er talið að við búum við einstaklingsfrelsi, en auðvitað er ekkert víst nema að allt breytist.

Karina Hanney Marrero

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA-gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA-gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.


The Only Constant is Change

28.5.—2.10. 2022

The Only Constant is Change is a materialized reflection, a celebratory nod even, towards the systematic thinking which has been Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir’s modus operandi throughout the years. Ingunn has developed and worked in alignment with personalized systematic processes; whether technological or existential, mathematical or philosophical, her art is influenced by these diverse networks of know­ ledge. The current installation combines these systematic processes, jointly forming a new ecologically open system. In the exhibition hall hues of red, green and yellow on the walls make associations with the colors of common traffic lights. These same colors are also used for navigation systems, in lighthouses, harbours and marinas. The overlap between two or more systems is typical of her work. Additionally, Ingunn often applies number patterns in her work, but both the soundscape and the calculated installment of frames follow a preset number pattern. The soundscape is formed by the continuous sound of humming motors, along with percussion hammers on tremble stings striking at various times during the day. Thus the density of the white noise fluctu­ ates according to when the installation is visited. Lastly, the lighting stages a sunrise and sunset within the exhibition space, a machine made solar system if you will. Despite knowing Ingunn’s points of influence it is difficult to bridge the installation’s reference points solely to navigation systems, number theory or any other one epistemological system

for that matter. The installation is mapped out to establish an epistemological connection; between navigation systems and number patterns, between the artist’s interpretation and the visitor’s, between ideas of freedom and the installation’s steering properties. The presence and experience of the visitor is an important part of Ingunn’s work. The multifaceted installation conforms to its own internal operating system on the one hand and the presence and interactivity of the visitor on the other, disguising the starting point of motion. Perhaps the visitor has the impression of being in control, but in reality his impact is limited and even arbitrary. Ingunn’s installation bears an element of familiarity as the artist revisits and combines components from former works introducing a system open for visitation. The inner laws of this world are unclear, systematic symbolism familiar and optical effects profound. Within the societal context the installation refers to the technical and epistemological systems that dominate, discreetly or obvious, peoples, places and the world at large. On a more existential level it puts into question independence and the influence and agency of the individual. Individual freedom is recognized in western society, but ultimately the only thing we can be certain of is that the only constant is change.

Karina Hanney Marrero

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (b. 1976) graduated with a MA degree in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2017 and a BA degree in Fine Art from the same institution in 2007. She also holds a BA degree in Art History from the University of Aarhus, received in 2002. Ingunn works mainly in painting, weaving and installation. In her work, Ingunn has an inclination to extend the field of abstract painting into an open system, where the work is animated by the viewer and the space through direct participation.


Mynd á forsíðu / Photo: Ekkert er víst nema að allt breytist / The Only Constant is Change, 2022 Hluti úr innsetningu / Part of installation © Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Verkefnastjóri sýningar Exhibition Project Manager Vigdís Rún Jónsdóttir Textar Texts Karina Hanney Marrero Þýðing Translation Karina Hanney Marrero Markaðs- og kynningarmál Marketing and Promotion Guðrún Jóna Halldórsdóttir Umsjón með fræðslu og viðburðum Education and Events Organiser Ragnheiður Vignisdóttir Uppsetning Installation Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Helgi Már Kristinsson Magnús Ásgeirsson Magnús Helgason Exton

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.