Liðamót / Ode to Join. Margrét H. Blöndal

Page 1

Margrét H. Blöndal

Liðamót Ode to Join


Margrét H. Blöndal

Liðamót

Liðir mætast, liðin mætast. En afstaðan verður að vera rétt, ef ekki er miðað akkúrat rétt hrekkur ekkert í lið og engin hreyfing er möguleg, bara staurar sem stingast út í loftið. Verkin hennar Margrétar byggjast öll á því að kunna að miða. Efnissjóðir sem hún sankar að sér, árvökul og rænulaus, héðan og þaðan úr heimsins skotum, fylla örvamælinn hennar. Úr honum dregur hún þræði, gúmmí, silki, teygjur, spýtur og sprek og útbýr örvarnar; listaverkin. Stillir sér upp í tómu sýningarrýminu, andar djúpt, miðar og skýtur þeim beint í ósýnileg mörk. Og það er þá, þegar þau eru öll komin í samband, sem allt fer á hreyfingu, leikurinn, lífið, óðurinn til gleðinnar. Komin saman, komum saman. Sagði einhver ættarmót? Hér eru a.m.k. allir af góðri ástæðu. Margrét er í grunninn skúlptúristi. Hún byggir á grunni myndlistar sem frá upphafi hefur tekist á við þrautir eins og hreyfingu, þyngd, rúmtak, stellingar, hvernig líkamar styðja sig við eitthvað eða standa. Mikilvægi þessara þátta er jafnt, hvort sem um ræðir marmara­ styttu af goðsagna­veru eða vandlega sam­ setningu forgengilegra efna úr fórum Margrétar. Í teikningum sínum fer Margrét einnig sína sérstöku leið að sígildu viðfangsefni. Olía og litaduft eru meginuppistaðan í olíulitum, erki­týpískasta efnivið listamannsins, en Margrét notar þessi efni óblönduð; olía og litaduft á pappír. Fer bakdyramegin að málverkinu og kemur varlega aftan að því.

Klassískar höggmyndir voru jafnan gerðar til að endast um aldur og ævi, standa til eilífðar. Þótt verk Margrétar takist á við mörg sömu grunnstef og listaverk fyrri alda gerðu, er mikilvægur þáttur í verkum hennar að þau eru einmitt unnin í efni sem ekki er meitlað í stein, heldur eru hluti af hreyfingunni sem við erum á. Lífið er stutt og við erum öll á hreyfingu. Að okkur læðist beygur, voveiflegir atburðir gerast og líða hjá, himintunglin snúast. Í þessum hreyfingum liggur áhugi Margrétar, en ekki því að setja mark á söguna, sem aldrei eyðist.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir

Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík þar sem hún býr og starfar. Margrét útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Árið 1997 lauk hún MFA-gráðu frá Mason Gross School of Arts, Rutgers University í New Jersey í Bandaríkjunum. Margrét á langan feril að baki og hefur sýnt víða bæði heima og erlendis síðan 1994.


Ode to Join

28.5.—2.10. 2022

Join in an ode, the meeting of joints. But the positioning has to be right. If not accurately aimed they dislocate, movement proves impossible and we‘re left with rods sticking out into the air. Margrét‘s works are all based on knowing how to aim. Treasures of materials that she sources, - vigilant and lackadaisical - from the corners of the world, fill her quiver. From it she pulls threads, rubber, silk, elastic, sticks and batons and prepares the arrows; the art works. She positions herself in the empty exhibition space, breaths deeply, aims and shoots straight into invisible targets. And it is then, when they have all made contact that everything starts moving. Joint, let‘s join in joy. At the core, Margrét is a sculptor. She stands on the ground of art that has since antiquity tackled subjects like weight, movement, space, positions, how bodies are supported or stand. The importance of these factors is equal, be it in a mythical marble statue or a meticulous composition of perishable materials by Margrét. In her drawings Margrét also paves her own way to a classical subject. Oil and pigment are the main components of oil paints, the most archetypical material of artists, but Margrét uses them unmixed; oil and pigment on paper. She approaches painting from the backdoor, taking it by cautious surprise. Classical sculpture was made to last through eternity. While many of Margrét‘s works deal with

the same basic elements as art from antiquity did, an important factor in her works is that the they are in fact carved out of pretty much anything other than stone, they are a part of the movement we‘re all on. Life is short and every­ thing is constantly in motion. Fear creeps in on us, catastrophies happen and pass, the planets revolve. It is in these movements that Margrét‘s interests lay, rather than putting a mark on history that never perishes.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir

Margrét H. Blöndal was born in 1970 in Reykjavík, where she lives and works. She graduated in 1993 from the multimedia department of the Icelandic College of Arts and Crafts (precursor of the Iceland University of the Arts). In 1997 she completed her MFA degree from Mason Gross School of Arts, Rutgers University in New Jersey, USA. During her long career Margrét has exhibited widely in Iceland and internationally since 1994.


Mynd á forsíðu / Photo: Liðamót / Ode to Join, 2022 Olía og litaduft / Oil and colour powder © Margrét H. Blöndal

Verkefnastjóri sýningar Exhibition Project Manager Vigdís Rún Jónsdóttir Ráðgjafi Consultant Ásmundur Hrafn Sturluson Textar Texts Ingibjörg Sigurjónsdóttir Þýðing Translation Ingibjörg Sigurjónsdóttir Anna Yates Markaðs- og kynningarmál Marketing and Promotion Guðrún Jóna Halldórsdóttir Umsjón með fræðslu og viðburðum Education and Events Organiser Ragnheiður Vignisdóttir Uppsetning Installation Margrét Blöndal Nikulás Stefán Nikulásson

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.