Hafið / The Ocean

Page 1

Hafið The Ocean

Safnahúsið The House of Collections


Hafið

Safnahúsið

Heimshöfin hafa víðtæk áhrif á líf okkar á jörðinni. Þau eru öll tengd og þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar. Hafið knýr hnattræn kerfi sem gera jörðina vistvæna fyrir mannkynið. Hafið er í lykilhlutverki hvað varðar vatns­bú­ skapinn á jörðinni því það tekur þátt í hringrás vatns. Vatnið gufar upp frá sjó við hita og berst inn yfir land þar sem það þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjókoma. Þaðan streymir það aftur til sjávar.

því eru áhrifin á þau gríðarleg. Kóralrif eru undir­staða heilu vistkerfanna og eru búsvæði fyrir fjölda tegunda. Hnignun þeirra stefnir því lífbreytileika heimshafanna í mikla hættu.

Með aukinni mengun af mannavöldum hefur magn koltvísýrings í andrúmsloftinu aukist. Það veldur aukinni kolefnisbindingu í sjó með þeim afleiðingum að höfin súrna. Breytingar á einum stað á jörðinni hafa áhrif annars staðar. Mengun veldur því að lofthjúpurinn hitnar. Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru víðtæk, allt frá súrnun sjávar og breyttum straumum til taps á líffræðilegum fjölbreytileika sjávar og breyttra göngumynstra fiska. Jafnvægi í lífríki hafsins er mikilvægt. Allt lífríkið er mikilvægt, jafnt smæstu örverur sem stærstu dýr jarðarinnar. Sameinuðu þjóðirnar gerðu verndun lífs í vatni að 14. heimsmarkmiðinu um sjálfbæra þróun. Það felur í sér að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Þó svo að þetta markmið hafi verið sett fram árið 2015, þá hefur strandsvæðum haldið áfram að hnigna vegna mengunar. Vistkerfunum í hafinu hefur líka hrakað vegna súrnunar sjávar sem hefur leitt til þess að dregið hefur úr líffræðilegri fjölbreytni. Þetta veldur því að það er minna kalk í sjónum þannig að lífverur sem binda kalk, svo sem skeldýr, kóralar og kalkþörungar, eiga erfiðara með að mynda stoðgrindur. Kóralrif þurfa mikið magn kalks til að viðhalda sér og

Með aukinni þekkingu á heiminum lærum við hvernig allt í náttúrunni tengist. Þekkingin gerir einstaklingum kleift að uppgötva eigin hlutdeild í náttúrunni og samfélaginu sem er forsenda þess að viðkomandi geti tengt á milli atburðarása og séð viðburði í samhengi. Hafið hefur veitt mörgum listamönnum inn­ blástur til listsköpunar. Verkin benda okkur á ýmsa þætti sem vert er að skoða í samhengi við hafið og hvernig samband manna við hafið hefur breyst. Það er mikilvægt að muna að við erum hluti af náttúrunni og því er mikilvægt að gleyma ekki að jörðin er lokað kerfi með margar flóknar hringrásir. Náttúran byggir á viðkvæmu jafnvægi, raskist það t.d. með hlýnun jarðar getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf á jörðinni. Skilningur og þekking eru forsenda þess að geta tekið þátt í að vinna gegn ugg­ væn­legum afleiðingum af ósjálfbærri hegðun mannsins sem hefur neikvæðar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir. Forsendur breytinga eru þátttaka allra, samvinna og virðing fyrir stað og stund.


The Ocean

The House of Collections

The oceans are a major influence upon our lives here on earth. All the oceans are connected, and they cover more than 70% of the earth’s surface. The ocean propels global systems which make our planet habitable for humans. It plays a crucial role in the availability of water on earth, as it takes part in the circulation of water: water evaporates from the sea in warm condi­tions, and the vapour is carried over land where it condenses and falls as rain or snow, to flow back to the ocean again.

as crustaceans, corals and calcareous algae, have more difficulty in forming their exo­skele­ tons. A coral reef requires large quan­ti­ties of calcium in order to keep regenera­ting, so the impact on them is huge. Coral reefs are the foundation of whole ecosystems, and provide a habitat to a vast number of species. The decline of reefs thus entails a massive threat to biodiversity in the oceans.

With rising pollution from human activity, levels of carbon dioxide in the atmosphere have risen. This leads to greater carbon uptake in the seas, which makes the oceans more acidic. Changes in one part of the world have an influence else­where. Pollution leads to heating in the atmosphere. Climate change has widespread impact on the oceans, from acidification and changing ocean currents to loss of biological diversity in the seas, and changes in patterns of fish migration. Stability is important in the biosphere of the oceans. Every life form is important, from the tiniest microorganisms to the largest creatures on earth. The United Nations have made Conservation of Life below Water their 14th Sustainable Development Goal: to conserve and sustainably use the oceans, seas and marine resources for sustainable development. Although this goal was put forward in 2015, coastal regions have continued to decline due to pollution. Ocean ecosystems have also deteriorated as a result of acidification, leading to loss of biodiversity. As a consequence there is less calcium in the seas, so organisms that absorb calcium, such

With increased knowledge of our world, we learn how everything in nature is connected. That knowledge enables the individual to under­stand their own role in nature and society, which is a necessary step towards their making connec­ tions between phenomena, and seeing events in context. The ocean has been an inspiration for many artists. Their works draw our attention to various issues which are worth examining in the context of the ocean and how humanity’s relationship with the seas has changed. It is important to remember that we are part of nature, and so we must not forget that the earth is a closed system, with many complex circuits. Nature functions on the basis of a delicate balance: if that is disrupted, for instance by global warming, the consequences may be dire for life on earth. Understanding and knowledge are the necessary basis for taking part in efforts to counteract the terrifying consequences of humanity’s unsustainable conduct, which has negative impacts for the coming generations. Change can only be achieved through parti­ci­ pa­tion by all in collaboration, with respect for time and place.


Listamenn Artists Birgir Andrésson Birgir Snæbjörn Birgisson Björg Þorsteinsdóttir Edvard Munch Finnur Arnar Arnarson Finnur Jónsson Gjörningaklúbburinn Guðmundur Benediktsson Gunnlaugur Blöndal Gunnlaugur Scheving Halldór Ásgeirsson Helgi Þorgils Friðjónsson Hildur Hákonardóttir Hólmfríður Árnadóttir Hrafnkell Sigurðsson Hreinn Friðfinnsson Jóhannes Kjarval Jón Stefánsson Júlíana Sveinsdóttir Karl Kerúlf Einarsson Dunganon Kristinn G. Harðarson Kristín Jónsdóttir Magnús Sigurðarson Sindri Leifsson Valtýr Pétursson

Sýningarhöfundur Chief Curator Ásthildur Jónsdóttir Sýningarteymi Curatorian team Ásthildur Jónsdóttir Dagný Heiðdal Guðrún Jóna Halldórsdóttir Ragnheiður Vignisdóttir Harpa Þórsdóttir Verkefnisstjóri Project management Ásthildur Jónsdóttir Sýningarhönnuður Exhibition designer Axel Hallkell Jóhannesson Markaðs- og kynningarmál Marketing and promotion Guðrún Jóna Halldórsdóttir Umsjón með fræðslu og viðburðum Education and events organiser Ragnheiður Vignisdóttir Uppsetning Installation Dagný Heiðdal Gylfi Freeland Sigurðsson Indriði Arna Ingólfsson Annahita Asgari Forvarsla Conservation Ólafur Ingi Jónsson Ljósmyndun og tæknimál Photography and Technical Supervision Sigurður Gunnarsson Ljósahönnun Light design Hildiberg Margmiðlun Multimedia Gagarín

Mynd á forsíðu / Photo: Fiskar sjávar, 1995 Helgi Þorgils Friðjónsson (1953–) LÍ-6100

Samstarfsaðilar Collaborative partners Hafrannsóknarstofnun Landvernd Umhverfisstofnun Veðurstofa Ísland Vísindasmiðjan Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.