Zanele Muholi

Page 1

Zanele Muholi IS

15.10.2022— 12.2.2023


Zanele Muholi Á sýningunni má sjá yfir hundrað ljós­ myndir auk video­verka eftir suður-afríska aktívistann og sam­tíma­ljósmyndarann Zanele Muholi, sem kýs að nota fornafnið hán, en verk háns gefa innsýn í líf svarts fólks sem tilheyrir hinsegin samfélaginu í Suður-Afríku og víðar. Þá varpa myndir háns ljósi á og leitast við að fræða áhorfendur um það misrétti sem þessir hópar verða fyrir samtímis því að skapa jákvæðar birtingar­myndir fyrir hópa sem er síður fjallað um eða fjallað er um á villandi hátt. Muholi beinir linsunni einnig að sjálfu sér er hán býr til sjálfsmyndir sem takast á við hugmyndir um kynþátt, sögu og sýnileika. Á tíunda áratug síðustu aldar gekk Suður-Afríka í gegnum miklar samfélags­ legar og pólitískar breytingar. Þá var aðskilnaðarstefnan opinberlega afnumin árið 1994. Um var að ræða samfélagsgerð og stjórnarfar sem réðist af kynþátta­ bundinni mis­munun og minnihlutastjórn hvíta mannsins. Hver sá sem taldist ekki hvítur var markvisst undir­okaður af þá­verandi stjórn. Aðskilnaðarstefnan hélt þannig til streitu þeirri mismunun sem átti upptök sín í tíð hinna hollensku og bresku nýlenduvelda síðla á 19. öld. Aðskilnaðar­stefna stjórnvalda viðhélt einnig misrétti og mismunun á grundvelli kyns og kyn­­­verundar. Þrátt fyrir að stjórnar­skrá hins suður-afríska lýðveldis, sem tekin var í gildi árið 1996, hafi verið sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum til þess að banna mis­munun á grundvelli kynhneigðar með lögum er hinsegin samfélagið þar í landi hins vegar enn skot­spónn rótgróinna fordóma, haturs­ glæpa og ofbeldis.

2

15.10.2022—12.2.2023 Somnyama Ngonyama (2012–), er eitt af lykilverkum Muholi og yfirstandandi sería háns, þar sem hán beinir linsunni að sjálfu sér til þess að skoða þá pólitík sem felst í hugmyndum um kynþátt og spurningum um sýnileika. Sjálfsmyndirnar hefur hán tekið um allan heim. Þær eru gerðar með því að nota efni og hluti sem Muholi finnur í umhverfi sínu. Á sumum myndanna lítur hán undan augnaráði áhorfandans. Annars vegar horfir hán beint í mynda­ vélina, líkt og til þess að spyrja hvaða merkingu það hafi fyrir svartan eintakling að stara á móti. Þegar myndirnar eru sýndar saman stígur áhorfandinn inn í vef augn­skota. Muholi eykur and­stæður svarts og hvíts í myndunum í seríunni sem verður jafnframt til þess að gera húðlit háns dekkri. Faces and Phases, sem Muholi hóf vinnu við árið 2006, er sería sem telur nú yfir 500 verk. Serían er fjöldaportrett sem hyllir og heldur á lofti nafni þátttakenda sem heimild um líf svartra sam­k yn­hneigðra kvenna, trans fólks og kynsegin einstaklin­ ga. Þá eru mörg portrettanna í seríunni afrakstur langvinns samstarfs og góðs sambands. Muholi á það þannig til að taka mynd af sama einstaklingnum aftur og aftur yfir lengra tímabil. Faces vísar því til þess sem situr fyrir á ljósmyndinni. Phases táknar hins vegar hið persónu­lega ferða­­lag sem þátt­takendur eiga að baki, er þau fikra sig áfram á þessari leið og átta sig sífellt betur á eigin kynvitund, skref af skrefi. Á sama tíma bera myndirnar merki um breytingar á lífi og högum þátttaken­ da, um það að eldast, leita sér frekari menntunar og afla sér reynslu eða jafnvel að ganga í hjónaband. Bilið á milli mynda

gefur svo ýmist til kynna að tiltekinn einstaklingur sé ekki lengur hluti af verk­efninu eða að til standi að taka ljósmynd sem muni loks fylla upp í eyðuna. Only Half the Picture (2002–2006) er fyrsta sería háns og fjallar um þolendur haturs­ glæpa í byggðum Suður-Afríku. Á tímum aðskilnaðar­stefnunnar voru stofnaðir sérstakir byggðarkjarnar fyrir fólk sem hafði verið fjarlægt af þeim svæðum sem einungis voru ætluð hvítum. Being (2006–) serían saman­stendur af portrettum sem fanga nándina sem ríkir í ástarsambandi á milli tveggja einstak­ linga, eða augnablik úr hinu daglega lífi. Muholi tekst á við þann misskilning að hinsegin tilvera sé „óafrísk“ en slík ósann­ indi eru að hluta sprottin af þeirri trú að samkyn­hneigð hafi fyrst borist til Afríku á nýlendu­tímanum. Sérhvert par er sýnt í skjóli þess staðar þar sem þau geta verið örugg. Serían vindur þannig ofan af og veitir mótvægi við sjónarhorn hins hvíta feðra­veldis, auk þess að hafna stöðluðum og neikvæðum ímyndum gagn­k yn­hneigð­ ar­­hyggjunnar sem gegnsýrir og litar við­horf fólks á öllum sviðum samfélagsins. Sömuleiðis verða til sýnis ljós­mynda­ portrett af trans konum, samkyn­hneigðum karlmönnum og kynsegin fólks sem mynduð voru á almannavettvangi. Þá er það snar þáttur af myndlista­r­aktívisma Muholi að ljósmynda svarta hinsegin einstaklinga á almannafæri. ­Margir staðanna þar sem myndirnar eru teknar eru jafnframt þýðingarmiklir í tengslum við sögu Suður-Afríku, svo sem Constitu­ tional Hill, þar sem hinn suður-afríski stjórnar­skrár­réttur hefur setu en hæðin

3

er sögu­legur staður með tilliti til veg­ferðar og framþróunar landsins í átt að lýð­ræðis­stjórn. Samstaða er einnig mikilvægur þráður í verkum Muholi. Þannig eru margir samstarfsaðilar háns jafnframt hluti af samvinnuhópnum Inkanyiso, sem þýðir „ljós“ á súlúsku sem er móðurmál Muholi og eitt af ellefu opinberum tungumálum Suður-Afríku. Yfirlýst markmið Inkanyiso er að „stuðla að fræðslu, búa til og deila þekkingu til margs konar hópa en sér í lagi til þeirra sem eiga undir högg að sækja eða eru sýnd í ófögru ljósi af helstu fjölmiðlum“. Því er slagorð hópsins: „Hinsegin aktívismi = hinsegin miðlun.“ Brave Beauties (2014–) má telja til lykil­verka Muholi en þar er sjónum beint að trans konum og kynsegin fólki en serían saman­stendur af portrettum af fólki sem skil­greinir kyn sitt utan viðtekinnar tví­hyggju kynjakerfisins. Mörg þeirra taka sömuleiðis virkan þátt í hinsegin fegurðar­ samkeppnum en slíkar samkeppnir eru vettvangur þar sem þau sem tilheyra sam­félagi svarts hinsegin fólks í Suður-Afríku finna kraft sinn til að andæfa ríkjandi gildum á eigin forsendum. Þetta rými gefur þátttakendum því færi á að átta sig á og tjá eigin sjálf og hugmyndir um fegurð utan hins staðlaða ramma gagn­kyn­hneigðar- og kynjatvíhyggjunnar sem og hins hvíta valdakerfis. Líkt og á við um öll verk Muholi fer vinnan við portrettin fram á grundvelli samskipta og samvinnu. Muholi og þátt­takendur ákveða tökustað, klæða­­burð og líkamsstöðu í sam­einingu, með áherslu á að myndirnar séu vald­eflandi jafnt fyrir þátttakendur og ­áhorf­endur.


Framhlið: Qiniso, The Sails, Durban, 2019, (hluti úr verkaröðinni Somnyama Ngonyama) Ljósmynd, gelatín silfurprent á pappír © Zanele Muholi

Sýningarstjórar Yasufumi Nakamori yfirsýningarstjóri frá Tate Modern, Harpa Þórsdóttir safnstjóri, Vigdís Rún Jónsdóttir sýningarstjóri hjá Listasafni Íslands Verkefnastjóri sýningar Vigdís Rún Jónsdóttir Sýningarhönnuður Helgi Már Kristinsson Textar Tate Modern Þýðing Hólmar Hólm Markaðsmál Guðrún Jóna Halldórsdóttir Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Ragnheiður Vignisdóttir Umsjón tæknimála og ljósmyndum Sigurður Gunnarsson

Sýningin er á vegum Tate Modern í samvinnu við Listasafn Íslands, Bildemuseet við Umeå háskóla og Kunstforeningen GL Strand, Kaupmannahöfn.

Uppsetning Helgi Már Kristinsson Magnús Helgason Ísleifur Kristinsson Gylfi Sigurðsson Indriði Ingólfsson

www.listasafn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.