05 kdl 2012 highlights en is ohn

Page 1

Lykiltölur um tungumálakennslu í evrópskum skólum 2012 Lykiltölur um tungumálakennslu í evrópskum skólum 2012 veitir heildaryfirsýn yfir aðferðir við tungumálakennslu í 32 Evrópulöndum. Í skýrslunni er að finna tölfræðigögn með eigindlegum upplýsingum sem lýsa samhengi og skipulagi tungumálakennslu, aldri nemenda sem og grunnog framhaldsmenntun kennara í erlendum tungumálum. Auk þess sem gefin er mynd af núverandi stöðu er að finna nokkrar tímaraðir í skýrslunni sem eru gagnlegar til að greina stefnu í tungumálakennslu síðustu ára og áratuga. Vísarnir 61 í skýrslunni eru aðallega unnir upp úr fjórum mismunandi heimildum: Eurydice, Eurostat, evrópsku könnuninni um tungumálakunnáttu (ESLC) og alþjóðlegu OECD PISA 2009 könnuninni. Með því að nýta efni úr öllum þessum heimildum veitir Lykiltölur um tungumálakennslu ýtarlegar upplýsingar sem nýta má til að auka gæði kennslu og bæta tungumálakunnáttu í Evrópu. Að efla tungumálakennslu er ekki einungis eitt helsta markmiðið í skipulagsáætluninni fyrir menntun og þjálfun (ET 2020) heldur er aukin tungumálakennsla einnig leið til að auðvelda íbúum Evrópusambandsins að fara á milli landa eins og lögð er áhersla á í allsherjaráætlun Evrópusambandsins – 'Evrópa 2020'. Lykiltölur um tungumálakennslu í skólum í Evrópu 2012 er sameiginleg Eurydice/Eurostat útgáfa og hefur verið unnin í náinni samvinnu við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Tilvísanir í ártöl og umfjöllun landa í skýrslunni fara eftir uppruna gagnanna. Gögn Eurydice innihalda upplýsingar um öll lönd Evrópusambandsins, Evrópska efnahagssvæðisins, Króatíu og Tyrkland og eru frá 2010/11. Vísar Eurydice veita aðallega innsýn inn í menntastefnur og ráðleggingar í Evrópulöndum sem hafa áhrif á kennslu erlendra tungumála. Vísar lykiltalnanna, sem eru úr ESCL 2011 könnuninni, byggja á gögnum úr 15 menntakerfum. Í Eurostat eru sömu lönd tekin fyrir og í Eurydice en gögnin eru frá 2009/10. Í þessum bæklingi er að finna yfirlit yfir helstu lykilniðurstöður skýrslunnar.

Hvað er Eurydice Eurydice-netið veitir upplýsingar og greiningar um evrópska menntakerfið og menntastefnur. Nú árið 2011 samanstendur það af 38 landsskrifstofum sem staðsettar eru í 34 löndum og eru hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins (Evrópusambandslönd, EFTA-lönd, Króatía, Serbía og Tyrkland). En henni er stýrt og hún samræmd af ESB framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

1


NEMENDUR BYRJA SÍFELLT FYRR AÐ LÆRA ERLEND TUNGUMÁL Í Evrópu eru nemendur yfirleitt á aldrinum 6 til 9 ára þegar þeir byrja að læra erlent tungumál. Í Belgíu (á þýskumælandi málsvæði) byrja nemendur jafnvel enn fyrr, eða á leikskólastigi frá og með 3ja ára aldri. Vissulega hafa mörg lönd innleitt umbætur á liðnum árum sem hafa leitt til þess að erlent tungumálanám hefst fyrr.

Frá 2004/05 til 2009/10 hefur hlutfall grunnskólanema sem ekki læra erlent tungumál lækkað úr 32,5% í 21,8%. Vert er að geta þess að þótt nemendur séu yngri þegar þeir byrja að læra erlent tungumál hefur kennslutíminn ekki aukist neitt verulega. Í raun og veru er tíminn sem fer í kennslu erlendra tungumála frekar lítill í samanburði við önnur fög.

Byrjunaraldur fyrir fyrsta og annað erlenda tungumál sem skyldufag fyrir alla nemendur í leikskóla, grunnskóla og/eða bóknámi í framhaldsskóla, 2010/11 Fyrsta erlent tungumál sem skyldufag

Kennsla hafin

Hafin að hluta

Byrjunaraldur

Mismunandi byrjunaraldur

Annað erlent tungumál sem skyldufag

Engin erlend tungumál sem skylda

Heimild: Eurydice.

FLEIRI NEMENDUR LÆRA TVÖ ERLEND TUNGUMÁL Í flestum Evrópulöndum eru tvö erlend tungumál skyldunámsgrein í að minnsta kosti eitt ár fyrir alla nemendur í skyldunámi. Árin 2009/10 lærðu að meðaltali 60,8% nemenda á unglingastigi í Evrópu tvö eða fleiri erlend tungumál. Þetta er 14,1% aukning frá árunum 2004/05.

2

Í flestum löndum er nokkur munur á hlutfalli þeirra nemenda á framhaldsskólastigi sem læra tvö eða fleiri erlend tungumál í bóknámi (59,4%) og í undirbúnings-/verknámi (39,4%).


ENSKA ER ALGENGASTA ERLENDA TUNGUMÁLIÐ Í EVRÓPU. Enska er langalgengasta erlenda tungumálið sem kennt er strax í grunnskóla í nær öllum löndum. Frá 2004/05 hefur tilhneigingin verið sú að hlutfall þeirra nemenda sem læra ensku hefur aukist á öllum skólastigum. Árin 2009/10 lærðu að meðaltali 73% grunnskólanema í ESB ensku.

Á unglingastigi og í bóknámi á framhaldsskólastigi fór hlutfallið yfir 90%. Í undirbúningsnámi og í verknámi á framhaldsskólastigi náði talan 74,9%. Enska er lögboðið erlent tungumál í 14 löndum eða héruðum innan landa.

Tilgreind erlend tungumál sem eru lögboðin af menntamálayfirvöldum (á einhverjum tímapunkti á skólaskyldualdri), 1992/93, 2002/03, 2006/07, 2010/11 BE fr BE de BE nl BG 2010/11

CZ

 

DK

DE

EE

IE

EL

ES

FR

IT

CY

LV

LT

LU

 



2006/07



 



2002/03





1992/93



HU





 UK-ENG/ UK-

MT

NL

2010/11

fi/sæ

 da  

2006/07

fi/sæ

 da

2002/03

fi/sæ

 da

1992/93

fi/sæ

Enska

AT

PL

PT

Franska

RO

SI

SK

Þýska

FI

SE WLS/NIR SCT

Engin erlend tungumál sem skylda

IS

LI

da 

NO

HR

TR

Engin ákveðin lögboðin tungumál

fi = finnska ; sæ = sænska; da = danska Heimild: Eurydice.

Í flestum löndum er annað hvort þýska eða franska algengasta erlenda málið sem kennt er á eftir ensku. Spænska er í þriðja eða fjórða sæti sem algengasta erlenda tungumál sem kennt er í talsvert mörgum löndum og þá einkum á framhaldsskólastigi.

Sama gildir um ítölsku en í færri löndum. Rússneska er annað algengasta erlenda tungumálið sem kennt er í Lettlandi og Litháen þar sem búa heilu samfélögin af rússneskumælandi fólki. Sama gildir um Búlgaríu á unglingastigi.

3


Hlutfall allra grunnskólanema sem læra ensku, frönsku og/eða þýsku. Lönd þar sem flestir læra eitt þessara tungumála, 2009/10 Enska

Franska

Tungumál sem flestir læra

Þýska

Önnur tungumál

: = engar upplýsingar til; - = á ekki við Heimild: Eurostat, UOE.

MJÖG FÁIR NEMENDUR LÆRA ÖNNUR TUNGUMÁL EN ENSKU, FRÖNSKU, SPÆNSKU, ÞÝSKU EÐA RÚSSNESKU

Árin 2009/10 var hlutfall nemenda sem lærðu önnur tungumál en ensku, frönsku, spænsku, þýsku eða rússnesku undir 5% í flestum löndum og í talsvert mörgum löndum var hlutfallið lægra en 1%.

4

Löndin með hæsta hlutfall nemenda sem lærðu annað tungumál en þessi fimm aðaltungumál eru þau lönd þar sem eitthvað annað tungumál er lögboðið. Þar á meðal er sænska eða finnska í Finnlandi og danska á Íslandi.


Erlend tungumál önnur en þýska, enska, spænska, franska og rússneska sem nemar á unglinga/framhaldsskólastigi læra, sem hlutfall af öllum tungumálum á þessu skólastigi, 2009/10

Unglingastig

Bóknám á Undirbúnings- og verknám á framhaldsskólastigi framhaldsskólastigi : = engar upplýsingar til; - = á ekki við

Heimild: Eurostat, UOE.

SKILNINGUR NEMENDA Á NOTAGILDI TUNGUMÁLS EYKUR ÁHUGANN Á AÐ LÆRA OG ENSKA ER TALIN HAFA MESTA NOTAGILDIÐ

Skilningur nemenda á notagildi tungumálsins sem þeir læra getur vissulega aukið áhuga þeirra. Í löndunum 15 sem taka þátt í evrópsku könnuninni um tungumálakunnáttu (ESLC) er hlutfall nemenda sem telur það nytsamlegt að læra ensku vegna framhaldsmenntunar, vinnu eða til að fá gott starf, að meðaltali hærra en hlutfall þeirra sem telur það koma sér vel að læra ensku fyrir persónulegar þarfir. Þetta hlutfall er mun lægra þegar um önnur tungumál er að ræða.

Fyrir utan það að átta sig á gagnsemi tungumálsins getur það einnig aukið áhugann á að læra erlend tungumál að undirbúa skoðunarferðir eða skemmtiferðir sem tengjast tungumálanámi. Að meðaltali segjast aðeins 28,1% nemenda í löndunum eða héruðunum 15 sem taka þátt í ESLC könnuninni að þeir hafi farið í slíkar ferðir síðustu þrjú árin. Hæsta hlutfallið er í Belgíu (frönskumælandi héraði) og í Hollandi (38,5%) og það lægsta er í Svíþjóð (13,2%).

VIÐMIÐIÐ Í KENNSLU ERLENDRA TUNGUMÁLA ER AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á SAMSKIPTAFÆRNI – SAMT ER ÞAÐ SJALDGÆFT AÐ BÆÐI KENNARAR OG NEMENDUR NOTI MARKMÁLIÐ Í KENNSLUSTOFUNNI.

Í námsskrám fjölmargra landa eða héraða er mælt með því að kennarar leggi meiri áherslu á hlustun og munnlega færni þegar þeir byrja að kenna ungum nemendum erlend tungumál. Þó er það svo að við lok skyldunáms er lögð jöfn áhersla á færniþættina fjóra (hlustun, tal, lestur og ritun) í nærri öllum námsskrám.

Þrátt fyrir þau rök að kunnátta nemenda í erlendum tungumálum aukist eftir því sem þeir heyri erlenda tungumálið oftar er það þó þannig í nærri öllum löndunum eða héruðunum sem taka þátt í ESLC könnuninni að kennarar nota ‚yfirleitt‘ ekki markmálið í kennslustofunni. Samt nota þeir það stundum eða oft í vissum tilvikum.

5


Tíðni þess hve oft kennarar og nemendur nota erlenda tungumálið í kennslustofunni, 2010/11 Alltaf

Yfirleitt

Stundum

Mjög sjaldan

Aldrei

Kennarar

Nemendur

Heimild: ESLC 2011.

EVRÓPSKI VIÐMIÐUNARRAMMINN (CEFR) ER AÐ VERÐA AÐALVERKFÆRIÐ TIL AÐ ÁKVARÐA GETUÞREP NEMENDA

Í meirihluta Evrópulanda eru opinberar viðmiðunarreglur fyrir tungumálakennslu sem ákvarða lágmarks árangursþrep fyrir fyrsta og annað erlenda tungumálið. Þessi þrep samsvara færniþrepunum sex sem skilgreind eru í evrópska viðmiðunarrammanum (CEFR) sem gefin var út af Evrópuráðinu 2001.

CEFR skilgreinir sex færniþrep (A1, A2, B1, B2, C1, C2) þar sem A á við nemanda með grunnþekkingu, B á við sjálfstæðan nemanda og C til nemandans sem hefur náð reiprennandi færni. Við lok almennrar skólaskyldu skilgreina opinberar viðmiðunarreglur í flestum löndum lágmarksþrepið milli A2 og B1 fyrir fyrsta erlenda tungumálið og milli A1 og B1 fyrir annað erlenda tungumálið.

Ráðleggingar um notkun viðmiðunarrammans til að skilgreina lágmarks árangursþrep fyrir lok almennrar skólaskyldu eða unglingastigs og fyrir lok bóknáms á framhaldsskólastigi, 2010/11

Framhaldsskólastig

Reglugerðir eða ráðleggingar um notkun viðmiðunarrammans til að skilgreina lágmarks árangursþrep Engar reglugerðir eða ráðleggingar

6

Heimild: Eurydice.


Viðbúið lágmarks árangursþrep samkvæmt viðmiðunarrammanum fyrir fyrsta og annað erlenda tungumálið, 2010/11 Lok almennrar skólaskyldu eða unglingastigs

Grunnþekking

Reiprennandi færni

Fyrsta erlenda tungumáið

Lok framhaldsskóla

Grunnþekking

Reiprennandi færni

Annað erlenda tungumálið

Heimild: Eurydice.

SKÓLASTJÓRNENDUR SEGJAST EIGA ERFITT MEÐ AÐ FINNA FORFALLAKENNARA Í TUNGUMÁLAKENNSLU

Í löndunum sem taka þátt í ESLC könnuninni eru að meðaltali um 25% nemenda í skóla þar sem skólastjórnendur segjast eiga erfitt með að finna forfallakennara í tungumálakennslu.

Í þessu meðaltali sést þó ekki hinn mikli munur á milli landa. Alvarlegast er ástandið í Belgíu (frönskumælandi hlutanum) þar sem 84,6% nemenda eru í skóla þar sem skólastjórnendur segjast eiga erfitt með að útvega forfallakennara.

7


Hlutfall nemenda sem eru í skóla þar sem skólastjórnendur segjast eiga erfitt með að finna forfallakennara vegna leyfis eða veikinda kennara sem kenna erlendu málin sem voru í könnuninni undanfarin fimm ár, 2010/11.

Heimild: ESLC 2011.

FÁ LÖND SETJA ÞAÐ SEM SKILYRÐI AÐ VERÐANDI KENNARAR DVELJI Í LANDI ÞAR SEM MARKMÁLIÐ ER TALAÐ TIL AÐ ÆFA SIG. Aðeins í fáum löndum eru opinberar reglugerðir sem mæla með því að verðandi tungumálakennarar þjálfi sig með því að dvelja í landinu, þar sem tungumálið sem þeir kenna er talað. Að meðaltali segjast 53,8% tungumálakennara sem taka þátt í ESLC könnuninni að þeir hafi dvalið lengur en einn

mánuð í landinu þar sem tungumálið sem þeir kenna er talað til að læra eða fara á námskeið. Í þessu meðaltali sést þó ekki hinn mikli munur milli landa: 79,7% spænskra kennara hafa dvalið erlendis en í Eistlandi er hlutfallið aðeins 11%.

Ráðleggingar um innihald kennaramenntunar og æfingartími í landi markmálsins, 2010/11

Ráðleggingar eru til um innihald kennaramenntunar fyrir verðandi kennara í erlendum málum Í ráðleggingunum er gert ráð fyrir að dvalið sé í landi markmálsins

>>>

Kennaramenntun fer fram erlendis Engar ráðleggingar

Heimild: Eurydice.

* * * 8


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.