07 citizenship education in europe highlights en is ohn

Page 1

Þegnskaparmenntun í Evrópu Í þessari skýrslu vísar hugtakið þegnskaparmenntun (e. citizenship education) til þeirrar menntunar í skóla sem undirbýr nemendur fyrir að verða virkir þjóðfélagsþegnar. En það felst í því að miðla nemendum réttri þekkingu, færni og viðhorfum til þess að þeir geti stuðlað að þróun og velmegun í því samfélagi sem þeir búa í. Skilgreiningin nær ekki aðeins yfir kennslu og nám í kennslustofunni heldur einnig gagnlega reynslu sem hægt er að öðlast í skólastarfi og samfélagsstarfi. Undanfarin ár hefur aukin pólitísk áhersla verið lögð á að hvetja þegnana, einkum ungt fólk til að taka þátt í félags- og stjórnmálalífi bæði sameiginlega í Evrópu og í einstökum löndum álfunnar. Félagsleg og borgaraleg hæfni er til dæmis hluti af átta lykilhæfniþáttunum fyrir menntaáætlunina sem Evrópuráðið og Evrópuþingið lögðu fram árið 2006. Í Evrópu hefur eitt helsta viðfangsefnið verið kynning á samfélagslegum skyldum og réttindum eins og það er skilgreint í Skipulagsáætlun um evrópska samvinnu um menntun og þjálfun (ET 2020). Vegna þess að litið er á menntun sem helstu leiðina til að kynna samfélagslegar skyldur og réttindi er leitast við í Eurydice skýrslunni frá 2012 um þegnskaparmenntun í Evrópu að lýsa því hvernig stefnumótun og aðgerðir um menntun í samfélagsfræði hafa þróast síðustu árin í Evrópulöndum. Í þessum tilgangi veitir skýrslan yfirlit yfir stöðu mála í fimm málaflokkum: 1) Stefnu og skipulagningu námsskrár; 2) þátttöku nemenda og foreldra í skólastarfi; 3) skólamenningu og þátttöku nemenda í samfélaginu; 4) námsmati; og 5) stuðningi fyrir kennara og skólastjórnendur. Skýrslan veitir upplýsingar um 31 af löndunum í Eurydice upplýsinganetinu (ESB löndin, Ísland, Noregur, Króatía og Tyrkland) og beinir athyglinni að sýnilegum árangri frá síðustu Eurydice könnun um efnið frá árinu 2005. Einnig hafa allar stjórnmálaumbætur sem ráðgerðar eru á næstu árum einnig verið teknar til greina þar sem við á. Heimildir eru frá 2010/11. Rannsóknina í heild sinni 'Þegnskaparmenntun í Evrópu' er hægt að nálgast á ensku á Eurydice-heimasíðunni http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice/thematic_studies_en.php Prentuð eintök af skýrslunni er hægt að nálgast með því að senda beiðni á: eacea-eurydice@ec.europa.eu Tengiliður Wim Vansteenkiste, Upplýsingar og útgáfa: +32 2 299 50 58 Isabelle De Coster, samræming texta: +32 2 299 50 58

Hvað er Eurydice Eurydice upplýsinganetið veitir upplýsingar og greiningar um evrópska menntakerfið og menntastefnur. Nú árið 2011 samanstendur það af 37 landsskrifstofum sem staðsettar eru í 33 löndum og eru hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins (Evrópusambandslönd, EFTA-lönd, Króatía og Tyrkland). En henni er stýrt og hún samræmd af ESB framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar sem sér um sínar útgáfur og gagnabanka.


ÞEGNSKAPARMENNTUN ER TIL STAÐAR Í ÖLLUM MENNTAKERFUM OG Á ÖLLUM SKÓLASTIGUM Á síðustu árum hefur þegnskaparmenntun greinilega fengið aukið vægi í námsskrám í Evrópu. Vissulega leggja öll löndin í leiðbeinandi gögnum sínum áherslu á mikilvægi þess að nemendur efli félagslega og borgaralega færni sína á öllum skólastigum. En löndin eru mjög frábrugðin í því hvernig þau nálgast kennslu í þegnskaparmenntun. Í heildina er um þrjár aðferðir að ræða sem oft eru notaðar saman. 1)

Þegnskaparmenntun er sjálfstætt fag: Í 20 menntakerfum (þremur fleiri en í rannsókninni 2005) er þegnskaparmenntun sjálfstætt skyldufag sem stundum hefst á yngra stigi en þó oftar á unglingastigi. Það er mikill munur á því hve lengi þetta fag er kennt, allt frá einu ári í Búlgaríu og Tyrklandi til 12 ára í Frakklandi.

Ákvæði um sjálfstætt skyldufag sem leggur áherslu á atriði í þegnskaparmenntun, samkvæmt aðalnámsskrá (grunnskóla- og unglingastig), 2010/11

Sjálfstætt fag á grunnskólastigi Sjálfstætt fag á unglingastigi Ekki sem sjálfstætt fag hvorki á grunnskóla- né unglingastigi Engin gögn til

Heimild: Eurydice.

2) Samþætting þegnskaparmenntunar inn í önnur fög/aðra námsskrárhluta: Hvort sem þegnskaparnám er kennt sem sjálfstætt fag eða ekki er það fellt inn í námsskrár annarra faga í flestum löndum. Þessi samþætting getur til dæmis tengst ákveðnum fögum sem ákveðið er á einhverju skólastigi (eins og gert er í Tékklandi). Fögin sem fást við þegnskaparmenntun eru aðallega félagsfræði, saga, landafræði, tungumál og nám í siðfræði/trúarbrögðum. 3) Þegnskaparmenntun sem þverfaglegt nám í námsskrá: Þessi leið er til ásamt einni af fyrrnefndu leiðinni í öllum löndum. Þegar þegnskaparmenntun er þverfagleg verða allir kennarar að taka þátt í að kenna fagið og það sem því tengist eins og skilgreint er í aðalnámsskrá.

Í EVRÓPULÖNDUNUM ER SAMEIGINLEGUR SKILNINGUR Á BÆÐI INNIHALDI OG MARKMIÐI MEÐ ÞEGNSKAPARMENNTUN í allri Evrópu eru fjögur aðalmarkmið greinanleg í námsskrám um þegnskaparmenntun: 1) að öðlast stjórnmálalæsi, 2) að þróa gagnrýna hugsun og rökvísi, 3) og viðhorf og gildi; og 4) að örva virka þátttöku í skólanum og/eða í samfélaginu. Helstu þemu sem komið er inn á í þessari kennslu um alla Evrópu tengjast þekkingu og skilningi á félagslega-/stjórnmálakerfi landsins, mannréttindum og lýðræðisgildum eins og réttlæti og dómstólum. En í þegnskaparmenntun er ekki aðeins lögð áhersla á það sem tengist viðkomandi þjóð. Mikil áhersla er lögð á evrópsk og alþjóðleg atriði.


STARFSNÁM VERÐUR FORSENDA ÞEGNSKAPARMENNTUNAR Að miðla nauðsynlegri þekkingu á þegnskaparmenntun er nauðsynleg undirstaða en eðli fagsins kallar á námsmarkmið sem best væri að ná fram með starfsnámi í stað hefðbundinna kennsluaðferða. Í þessum tilgangi hafa öll löndin innleitt einhvers konar miðstýrðar reglugerðir til að hvetja nemendur til að taka þátt í stjórn skólans og veita þeim þannig tækifæri til að hafa eitthvað að segja um málefni skólans. Slík þátttaka getur verið allt frá því að kjósa bekkjarfulltrúa til þess að stofna nemendaráð og/eða að velja fulltrúa nemenda í stjórn skólans. Þótt það hafi ekki verið fullkannað sýna rannsóknir að miðstýrðar reglugerðir geti haft mikil áhrif til að stuðla að raunverulegu lýðræði í skólum, eins og að auka þátttöku í kosningu á bekkjarfulltrúum eða í nemendaráð.

Reglugerðir og opinberar ráðleggingar um nemendafulltrúa í stjórn skólans (grunnskóli og framhaldsskóli), 2010/11

Öll skólastig

Unglingastig

Framhaldsskólastig Sjálfsvald skólans/ engar miðstýrðar reglugerðir Engin gögn til

Heimild: Eurydice.

Annað stefnumótandi frumkvæði leggur áherslu á hagnýt viðfangsefni, eins og verkefni á landsvísu sem efla þegnskapartengd gildi og viðhorf utan skólans. Í Lettlandi er til dæmis eitt verkefni sem miðar að því að hvetja nemendur af ólíku þjóðerni og með mismunandi félagslegan bakgrunn til að taka þátt í sameiginlegum samfélagslegum athöfnum. Í meira en helmingi þátttökuþjóðanna hefur að minnsta kosti einu slíku verkefni verið hrundið í framkvæmd frá 2007. En ójöfn dreifing á þátttökumöguleikum fyrir nemendur í samfélagslegum athöfnum, eins og kemur fram í Alþjóðlegu rannsókninni á þegnskaparmenntun (ICCS – http://iccs.acer.edu.au/), bendir til þess að endurvekja verður frumkvæði í þessum efnum.

ERFITT ER AÐ META NÁM OG SJÁ ÁRANGUR ÞEGNSKAPARNÁMS Í meirihluta þeirra tilvika þar sem þegnskaparmenntun er sjálfstætt fag er tekið mið af einkunnum til að meta hvort nemandi hafi náð upp á næsta menntunarstig. En þar sem þegnskaparnám felst aðallega í athafnanámi kom í ljós í rannsókninni 2005 að það er mjög vandasamt að þróa viðeigandi námsmatsaðferðir sem taka tillit til annarra þátta en fræðilegrar þekkingar. Í nýjustu rannsókninni kemur í ljós að í þriðjungi landanna er þátttaka nemenda í skóla- eða samfélagsstarfi metin sem hluti af einkunn. Til dæmis með því að meta virka þátttöku á skólaskírteini. Þannig þurfa til að mynda nemendur í Hollandi að sinna 30 stundum í samfélagsþjónustu til að ljúka framhaldsskólaprófi.


Miðstýrðar leiðbeiningar til að meta virka þátttöku nemenda í skóla- eða samfélagsstarfi (framhaldsskólamenntun), 2010/11

Miðstýrðar leiðbeiningar til að meta virka þáttöku nemenda Engar miðstýrðar leiðbeiningar til að meta virka þáttöku nemenda Engin gögn til

Heimild: Eurydice.

Þegnskaparmenntun er ekki aðeins nýtt til að meta hæfni nemenda heldur er hún einnig notuð í síauknum mæli til að meta skólann eða menntakerfið í heild sinni. Í 19 löndum eru ákvæði sem kveða á um þegnskapartengd atriði í reglugerðum og/eða leiðbeiningum um ytra mat á skólastarfi og í 17 löndum um innra mat á skólastarfi. Þetta mat tekur mið af skólamenningu, skólastjórn, tengslum við hið stærra samfélag og kennslu og námi. Það er orðið algengt í Evrópu að taka einnig mið af þegnskaparmenntun til að meta allt menntakerfið. Síðustu tíu árin hafa um það bil tveir þriðju hlutar landanna gert athuganir á menntakerfinu (með rannsóknum, verkefnum, könnunum o.s.frv.) sem beindust að kennslu og námi í borgararéttindum.

EFLA ÞARF UNDIRBÚNING KENNARA OG SKÓLASTJÓRNENDA SVO ÞEIR GETI ORÐIÐ HÆFIR LEIÐBEINENDUR Í ÞEGNSKAPARMENNTUN Í Evrópu þarf að bæta þekkingu og færni kennara í kennslu samfélagsfræði. Þegnskaparmenntun er hluti af menntun fyrir framhaldsskólakennara sem munu kenna fög eins og sögu og landafræði. En aðeins í einu landi (Bretlandi) er boðið upp á sérkennaramenntun fyrir verðandi kennara í þegnskaparmenntun. Þótt námsskrá um þegnskaparmenntun hafi verið endurskoðuð í nokkrum löndum á síðustu árum hafa þessar endurbætur sjaldan verið innleiddar í kennaramenntun eða endurmenntun kennara. En hið jákvæða er að í flestum Evrópulöndum er boðið upp á endurmenntun sem leggur áherslu á þegnskaparmenntun. Þar að auki hefur verið boðið upp á ýmsa aðstoð víða í Evrópu, eins og opinberar vefsíður, handbækur eða kennsluleiðbeiningar. Fyrir utan kennarana eru skólastjórnendur mjög mikilvægir í kennslu þegnskaparmenntunar. Til dæmis með því að efla skólamenningu eða hvetja nemendur til að taka þátt í samstarfi í (skóla) samfélaginu. Í nær helmingi Evrópulandanna er boðið upp á sérstaka þjálfun fyrir skólastjórnendur sem stundum tengist aðeins málefnum þegnskaparmenntunar (eins og nám í mannréttindum). Í flestum löndum þar sem boðið er upp á endurmenntun fyrir skólastjórnendur er komið inn á þegnskaparmenntun eins og skólamenningu. Frekari rannsóknir á þessu sviði eru þó nauðsynlegar til að sem heildstæðust mynd fáist af stöðunni í dag.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.