Nútímavæðing æðri menntunar á háskólastigi í Evrópu 2011: Fjármögnun og félagslega hliðin Í þessari skýrslu er litið nánar á hina félagslegu hlið menntunar á háskólastigi - mál sem hefur fengið meiri athygli í umræðum um stefnumótun í Evrópu og á landsvísu síðustu árin. Félagslega hliðin snýst um að auka aðgang að menntun á háskólastigi fyrir eins stóran hluta þjóðarinnar og mögulegt er. Þessi skýrsla vísar í heimildir sem eru frá 2009/10 og nær yfir 31 land (öll aðildarríki ESB auk Íslands, Liechtenstein, Noregs og Tyrklands).
AÐ AUKA ÞÁTTTÖKU ER AÐALVERKEFNI FÉLAGSLEGU HLIÐARINNAR Ein helsta breytingin á menntun á háskólastigi í Evrópu síðustu áratugina hefur verið sífelld aukning nemenda en þeim hefur fjölgað að meðaltali um 25%. Þessi stórfellda aukning er alheimsfyrirbrigði og tengist breytingu samfélagsins í þekkingarsamfélag og skapar nýjar áskoranir fyrir Evrópu. Þrátt fyrir að nemendum fjölgi þarf það ekki endilega að þýða að menntun á háskólastigi sé orðin viðteknari í þjóðfélaginu. Ráðherrar æðri menntamála hafa lagt áherslu á að „nemendur sem innritast, stunda nám og
ljúka menntun á háskólastigi á öllum stigum ættu að endurspegla fjölbreytileika íbúanna“ sem þýðir að „nemendur [ættu að] geta lokið námi sínu án félagslegra og efnahagslegra hindrana.“ (London Communiqué 2007, bls. 5). Í samræmi við yfirlýsingar Evrópulandanna hafa nær öll löndin lýst því yfir að það sé aðalstefnumál að fjölga nemendum og auka breiddina í nemendahópnum hvað varðar menntun á háskólastigi. Engu að síður er þetta aðeins eitt af mörgum forgangsatriðum og það eru fáar vísbendingar um að lönd tengi umræður um mál eins og gæði og yfirburði við félagslegu hliðina.
Hvað er Eurydice Eurydice upplýsinganetið veitir upplýsingar og greiningar um evrópska skólakerfið og menntastefnur. Nú árið 2011 samanstendur það af 37 landsskrifstofum sem staðsettar eru í 33 löndum og eru hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins (Evrópusambandslönd, EFTA-lönd, Króatía og Tyrkland). En henni er stýrt og hún samræmd af ESB framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
TVÆR MEGINAÐFERÐIR TIL AÐ AUKA ÞÁTTTÖKU Það er talsverður munur á nálgun Evrópulandanna hvað varðar aukna þátttöku í menntun á háskólastigi. Á meðan leitað er leiða í sumum löndum sem miða að aukinni þátttöku hjá þeim hópum sem lítið hafa sótt í þá menntun, þá reyna önnur lönd að efla almenna þátttöku og vona þannig að það leiði til aukningar hjá þeim sem standa félagslega verr að vígi. Einnig er til þriðja leiðin þar sem almennum og sértækum aðferðum er beitt samtímis.
Í rúmlega helmingi Eurydice landanna eru til sérleiðir til menntunar á háskólastigi en í fimmtán löndum eru engar sérleiðir leyfðar í þá áttina. Eins og sést á kortinu er greinileg landafræðileg skipting á milli þessara landa þar sem sérleiðir eru hluti af vestur-Evrópska háskólakerfinu. Hjá þó nokkrum háskólum sem leyfa engar sérleiðir til háskólamenntunar vantar enn fremur reglugerðir um viðurkenningu og mat á óformlegu námi.
Sérleiðir til æðri menntunar fyrir óhefðbundna umsækjendur, 2009/10
Sérleið er til Engin sérleið er til
Heimild: Eurydice.
ENN Á EFTIR AÐ ÞRÓA BETUR EFTIRLITSKERFI Þótt í sumum löndum séu til viðmið eða markmið fyrir þátttöku þeirra sem lítið hafa sótt í menntun á háskólastigi er sú þróun ekki komin langt áleiðis. Erfitt er að mæla árangur aðferða sem hafa það að markmiði að auka þátttöku fyrir alla Evrópu, þar sem löndin beita ekki aðeins mismunandi aðferðum heldur beina þau líka sjónum að mismunandi þáttum hvað varðar nemendahópana. Þar af leiðandi er erfitt að sýna samanburð á því
hvernig hópum sem lítið hafa sótt í menntun á háskólastigi vegnar í mismunandi háskólakerfum um alla Evrópu. Aðeins fimm lönd hafa sýnt opinberar tölur um fjölda útskrifaðra nemenda. Þetta bendir til þess að í mörgum löndum sé hvorki litið á hlutfall útskrifaðra sem málefni samfélagsins né eitthvað sem menntastofnanir ættu að vera ábyrgar fyrir.
FJÁRFRAMLÖG TIL HÁSKÓLASTOFNANA STYÐJA EKKI BEINLÍNIS VIÐ ÞÁ SEM STANDA HÖLLUM FÆTI? FÉLAGSLEGAR HLIÐAR Það er erfitt að finna skýr dæmi um að fjárframlög til háskólastofnana geri ráð fyrir stuðningi og hvatningu til aukinnar þátttöku. Þess í stað er byggt á hefðbundnum leiðum (eins og fjölda
starfsmanna og stúdenta) eða sjónum beint að öðrum atriðum eins og gæðum rannsókna. Aukin þátttaka í háskólanámi er oft fjármögnuð með öðrum leiðum.
SKÓLAGJÖLD OG STYRKIR HAFA MIKIL ÁHRIF Á FRAMMISTÖÐU MENNTASTOFNANA Á HÁSKÓLASTIGI Einn helsti þátturinn í frammistöðu menntastofnana á háskólastigi er á hvern hátt hverju landi tekst til við að bjóða öllum jafnan aðgang að fjölbreyttri og góðri menntun sem gerir nemendum kleift að þroska sig og nýta möguleika sína. Þótt skólagjöld geti verið meiri hindrun fyrir þá efnaminni og þá sem minna mega sín í samfélaginu en þá sem eru efnameiri og í betri stöðu, þá geta styrkir orðið til að jafna það bil. Því er jafnvægið milli skólagjalda og styrkja og hvernig fjármunum er varið á sem árangursríkastan máta afar mikilvæg atriði þegar kemur að stefnumótun menntunar á háskólastigi. Í raun er staðan í Evrópu allt frá því að engir nemendur greiða skólagjöld og allir njóta stuðnings til þess að allir nemendur greiða
skólagjöld og mjög fáir njóta stuðnings. Skólagjöld geta líka verið mjög lág og einungis sett til málamynda, eða þá stór þáttur í útgjöldum nemenda. Fjölbreytnin í kerfum skólagjalda og styrkja er sláandi og ef til vill er ekki tekið nægilega mikið mark á því. Þessi fjölbreytni hefur mikil áhrif á frammistöðu stofnana á háskólastigi. Í meirihluta landanna þurfa nemendur að greiða skólagjöld en ýmis viðmið eru notuð til að ákvarða hvaða nemendur borga og/eða hve mikið þeir þurfa að borga. Slík viðmið fara oftast eftir námsforminu, námsgreininni eða sviði sem valið er en þau geta líka farið eftir fjölda stúdenta eða þá að þau taka mið af hvoru tveggja.
HLUTFALL NEMENDA Í FYRSTA OG ÖÐRU HÁSKÓLANÁMI SEM GREIÐA SKÓLAGJÖLD OG ÞIGGJA STYRKI, 2009/10 Meirihluti þiggur STYRKI Minnihluti greiðir SKÓLAGJ ÖLD
DK, MT, FI, SE, UK-SCT, LI, NO
CY, NL, SK, UK-EWNI
DE, EL, LT, HU, AT
BE, BG, CZ, EE, IE, ES, FR, IT, LV, PL, RO, SI, IS, TR
Meirihlut i greiðir SKÓLA GJÖLD
Minnihluti þiggur STYRKI Heimild: Eurydice.
Í mörgum Evrópulöndum eru bæði styrkir og námslán en það er einnig talsverður munur á mikilvægi styrkja og námslána í blönduðum kerfum. Styrkir eru sjaldan fyrir alla, og þeir eru veittir eftir fjárhag, námsframmistöðu eða báðum þessum atriðum. Í um það bil tveimur þriðju Evrópulandanna er til opinbert námslánakerfi.
Ísland er eina landið sem veitir opinberan stuðning til stúdenta eingöngu með námslánum. Ef tekið er tillit til óbeins stuðnings verður heildarmyndin jafnvel enn fjölbreyttari og tengist náið hinni almennu velferðarstefnu landanna. Í 16 löndum er foreldrum stúdenta hvorki veittur skattaafsláttur né önnur fjárhagsleg fríðindi.
RÆÐA ÞARF ÁSKORANIR VEGNA ÍBÚAFJÖLDA Þróun íÍbúafjölda í Evrópu á eftir að hafa mikil áhrif en tekist verður á við afleiðingarnar á mismunandi hátt eftir mismunandi stöðum í álfunni. Fólksfækkun íbúa á aldursbilinu 18-34 ára á árunum 2010 til 2025 mun hafa talsverð áhrif í löndum Mið-, Austur- og Suður-Evrópu. Á hinn bóginn eru horfurnar jákvæðar í fáeinum löndum, aðallega í Norður-Evrópu, hvað fjölda ungs fólks varðar.
fyrir nýja stúdenta með því að endurnýja stuðning við endurmenntun og skoða nánar fjölbreytileika nemendahópsins. Í þessari skýrslu er greint frá því að mörg þeirra landa þar sem mest þörf er á að auka framboð á námi fyrir þá hópa sem lítið hafa sótt í menntun á háskólastigi, eru þau lönd sem styst eru komin í að opna háskólakerfi sitt fyrir óhefðbundnum nemendum.
Til að komast hjá því að of fáir hæfir einstaklingar útskrifist þarf að bjóða upp á háskólamenntun
STEFNAN Í FJÁRFRAMLÖGUM TIL MENNTUNAR Á HÁSKÓLASTIGI ER EKKI EINS Í ALLRI EVRÓPU Jafnvel áður en áhrifa af fjármála- og efnahagskreppunni tók að gæta voru fjárframlög til menntunar á háskólastigi ekki í takti við fjölgun stúdenta. Raunin var sú að þegar nemendum fjölgaði ört fyrir árið 2008 þá héldust fjárframlög til
menntamála sem hlutfall af vergum útgjöldum óbreytt og í sumum löndum var meira að segja búið að skera niður fjárframlög til menntunar á háskólastigi fyrir árið 2008.
Frá 2008 hefur leiðin til fjármögnunar tekið á sig mismunandi myndir. Á sama tíma og mikið hefur verið (eða mun verða) skorið niður á sumum stöðum, þá hafa sum Evrópulönd, þar á meðal lönd sem hafa lent í miklum efnahagsvandræðum, þróað hvatakerfi sem felur í sér stuðning við
menntun á háskólastigi. Miðað við hina stöðugu þörf á háskólamenntuðu fólki á vinnumarkaðnum þá gæti síðarnefnda áætlunin reynst árangursríkari í að draga úr langtímaáhrifum efnahagskreppunnar.
Breytingar á fjárlögum til æðri menntunar frá 2009/10 til 2010/11
Aukning um meira en 10% Aukning um 5,1-10% Aukning um 0-5% Engin breyting á fjárlögum Lækkun um 0-3% Lækkun um 8-10% Engin gögn til
Heimild: Eurydice.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Evrópulöndin reyna að aðlaga menntakerfi sitt á háskólastigi til að takast á við þær áskoranir sem hinar hröðu samfélagsbreytingar síðustu ára hafa haft í för með sér.
Yfirlýsingum stjórnmálamanna um félagslegu hliðina er ekki alltaf fylgt eftir með samsvarandi aðgerðum, fjármagni til að virkja þær eða eftirlitskerfi til að meta áhrif þeirra.
Félagslegar aðstæður hafa ekki haft mikil áhrif á stefnumótun hvað varðar menntun á háskólastigi en í flestum löndum eru einhverjar sérstakar ráðstafanir gerðar til að mæta lítilli aðsókn hjá vissum hópum.
Það er því mikil þörf á að ræða hina félagslegu hlið af meiri alvöru og í samhengi, bæði innan ESB og í hverju landi, einkum með tilliti til samdráttar í efnahagslífinu víða í Evrópu.
* *
*
Rannsóknina í heild sinni Nútímavæðing menntunar á háskólastigi í Evrópu 2011: Fjármögnun og félagsmálaþátturinn er hægt að nálgast á ensku, frönsku og þýsku á Eurydice vefsíðunni: http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice/thematic_studies_en.php Prentuð eintök af skýrslunni er hægt að nálgast með því að senda beiðni á: eacea-eurydice@ec.europa.eu Tengiliður Wim Vansteenkiste, Upplýsingar og útgáfa, Eurydice: +32 2 299 50 58 David Crosier, ritstjóri, Eurydice: +32 2 299 50 24