Lestrarkennsla í Evrópu: Aðstæður, stefnur og framkvæmd Komin er nú fram í fyrsta sinn sameiginleg evrópsk rannsókn sem veitir heildstæða mynd af læsi og greinir helstu þætti sem hafa áhrif á lestrarfærni 3ja-15 ára. Í skýrslunni er komið inn á fjögur atriði: Kennsluaðferðir, aðstoð vegna lestrarörðugleika, kennaramenntun og hvatningu til lestrar utan skóla. Í skýrslunni er hvert atriði skoðað gaumgæfilega með tilliti til niðurstaðna úr vísindarannsóknum, síðustu niðurstaðna alþjóðlegra rannsókna og ítarlegrar úttektar á stefnum, áætlunum og bestu kennsluaðferðum landanna. Rannsóknin var gerð fyrir framkvæmdastjórnina og nær yfir 31 land (öll aðildarríki ESB, Ísland, Liechtenstein, Noreg og Tyrkland). Í rannsókninni kemur fram að þótt í flestum Evrópulöndum sé ríkjandi stefna sem hvetur til aukins læsis, þá vanti oft stuðning fyrir þá hópa sem eiga í mestri hættu á að lenda í lestrarörðugleikum, eins og drengi, börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður sem og börn innflytjenda. Í skýrslunni kemur einnig fram að aðeins í fáum löndum eru lestrarsérfræðingar í skólunum til að styðja kennara og nemendur. Árið 2009 átti um það bil einn af hverjum fimm 15 ára nemenda í Evrópusambandinu í erfiðleikum með lestur. ESB löndin hafa því sammælst um að lækka hlutfall þeirra sem eiga í erfiðleikum með lestur niður í 15% fyrir árið 2020. Aðeins í Belgíu (á flæmska málsvæðinu), Danmörku, Eistlandi, Póllandi, Finnlandi og Noregi var hlutfall þeirra sem eiga í erfiðleikum með lestur 15% eða minna. Hlutfall 15 ára nemenda sem skora lágt í lestri, 2009
Heimild: OECD, PISA 2009 gagnagrunnur.
Hvað er Eurydice? Eurydice upplýsinganetið veitir upplýsingar og greiningar um evrópska menntakerfið og menntastefnur. Nú árið 2011 samanstendur það af 37 landsskrifstofum sem staðsettar eru í 33 löndum og eru hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins (Evrópusambandslönd, EFTA-lönd, Króatía og Tyrkland). En henni er stýrt og hún samræmd af ESB framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
RÍKJANDI STEFNUR Í LESTRARKENNSLU Í FLESTUM EVRÓPULÖNDUM Stefnumótendur hafa brugðist við niðurstöðum úr síðustu rannsókn á eflingu lestrarfærni. Síðustu árin hefur töluverð vinna verið lögð í að bæta aðferðir í löndunum og til að kynna bestu kennsluaðferðirnar. Í Evrópulöndunum er almennt lögð áhersla á það núna að tryggja grunninn með því að læra lestur á leikkólaaldri, bjóða upp á fjölbreytt lestrarefni og að efla lestraráhuga nemenda. En það er ekki til nein ein aðferð sem hentar öllum. Niðurstöður rannsókna styðja mjög að nokkrum aðferðum sé beitt samhliða til að bæta lestrarfærni, til dæmis með því að draga ályktanir (þ.e. hvetja nemendurtil að giska út
frá því sem þau hafa lesið) eða að fylgjast með lesskilningnum (til dæmis með því að umorða hluta textans með eigin orðum eða að lesa aftur flóknari kafla). Samvinnunám, þar sem nemendur geta lesið og rætt um sama textann, getur einnig bætt lesskilning og hjálpað þeim sem eiga erfitt með lestur. Þótt flest lönd hafi sett sér markmið varðandi lesskilning nemenda, þá er ekki alltaf að finna fjölbreyttar áætlanir í leiðbeiningum landanna, sér í lagi ekki á unglingastigi. En þegar á heildina er litið eru góðar aðalnámsskrár til staðar og athyglin ætti núna að beinast að því að kennarar hrindi þeim í framkvæmd.
Textamiðað samvinnunám í leiðbeiningum landanna, grunnskóla- og miðskólastig, 2009/10
Á grunnskólastigi
Á mið- og unglingastigi
Ekkert textamiðað samvinnunám
Dæmi frá ýmsum löndum
Heimild: Eurydice.
2
2
Nýlegar breytingar í leikskólamenntun
Í aðalnámsskrám allra Evrópulanda er talað um námsmarkmið eða kennsluefni á leikskólaaldri til að efla læsi. Aukna áherslu á lestrarhæfni á unga aldri má einkum greina á nýlegum umbótum í fjórum Evrópulöndum: Í Danmörku hefur 'Tungumálið og tjáningarmáti' verið skylduefni frá 2009 í öllum námsskrám; Í Ítalíu er lögð meiri áhersla á lestrarþjálfun í leiðbeiningum fyrir námsskrá fyrir leikskóla og fyrstu ár grunnskóla frá 2007; Í Austurríki er síðasta árið í leikskóla skylda fyrir alla nemendur frá september 2010. Þetta ár fá öll börn tækifæri til að taka þátt í ýmsum lestraræfingum á leikskólastigi til þess að leggja grunninn að frekari kunnáttu á grunnskólastigi; Í Portúgal birtust tvær greinar árið 2008 ('Að uppgötva hið ritaða mál' og 'Tungumál og samskipti'), sem höfðu þó ekkert lagagildi sem gátu hjálpað kennurum að hrinda viðmiðum námsskrár fyrir leikskóla í framkvæmd.
Að hafa gaman að lestri
Það er hægt að láta nemendur lesa sömu textana og láta þá síðan deila upplifun sinni til að túlka textann og fá merkingu í hann. Í írsku námsskránni til dæmis er tekið fram að nemendur ættu að geta mælt með bókum fyrir aðra og beðið aðra um álit á bókum. Í Finnlandi og Svíþjóð eru kennurum ráðlagt að fá nemendur frá unga aldri til að taka þátt í samræðum um almenna reynslu af lestri og hinum sérstöku einkennum bókmenntanna.
Dæmi frá ýmsum löndum
Í öllum námsskrám fyrir grunnskólastig er minnst á mikilvægi þess að auka áhuga og ánægju nemenda af lestri. Sumar af mikilvægustu tillögunum sem stungið er upp á í bókmenntaheiminum og í námsskrám í Evrópu eru: textamiðað samvinnunám með fjölbreyttu lesefni, að leyfa nemendum að lesa það sem þau hafa gaman af, og að heimsækja staði og fólk þar sem bókin er mikils metin.
Í FÁUM LÖNDUM ERU LESTRARSÉRFRÆÐINGAR Í SKÓLUNUM TIL AÐ STYÐJA KENNARA OG NEMENDUR Það er hægt að kljást við lestrarerfiðleika á árangursríkan hátt ef vandamálin eru greind og tekist á við þau eins fljótt og mögulegt er. Einnig ef kennsluefni er aðlagað og kennurum gefst kostur á reglulegri endurmenntun.
Þrátt fyrir það hafa fáir kennarar tækifæri til að sérhæfa sig á þessu sviði og lestrarsérfræðingar, sem geta aðstoðað kennara í kennslustofunni, eru aðeins til staðar í Írlandi, Möltu, Bretlandi og Norðurlöndunum fimm.
Hnitmiðaðar og skýrar leiðbeiningar, annað hvort til einstaklinga eða minni hópa, geta einkum reynst vel til að takast á við lestrarerfiðleika.
Það getur tafið kennara í að veita skjóta og góða hjálp fyrir nemendur með lestrarörðugleika þegar það tekur langan tíma að sækja um aukaaðstoð.
Tiltækir lestrarsérfræðingar til að hjálpa kennurum að takast á við lestrarerfiðleika í grunnskólum, 2009/10
Kennarar með sérhæfingu í lestri Sérkennarar með sérhæfingu í lestri Engir sérhæfðir lestrarkennarar en aðrir fagmenn (talmeinafræðingar, sálfræðingar o.s.frv.) Engin gögn til
Heimild: Eurydice.
Lestrarsérfræðingar í kennslustofunni
Í Bretlandi (Englandi) eru sérkennarar sem vinna innan rammaáætlunarinnar 'Reading Recovery', lestrarkennsla
fyrir unga nemendur, og þeir eru þjálfaðir til að meta lestrarerfiðleika ungra barna og að útbúa einstaklingsnámsskrá sem er sniðin að nemandanum svo hann nái félögum sínum; Í Írlandi eru kennarar sem eru þjálfaðir í 'First Steps' - lestrarúrræði sem byggja á rannsóknum og eiga upptök sín
í Ástralíu og sem eru núna aðgengileg í mörgum löndum um allan heim – og innihalda réttu aðferðirnar til að meta og fylgjast með hæfni og framförum barna í lestri, ritun, stafsetningu og tali; Í Finnlandi eru það kennarar sem kenna nemendum með sérþarfir sem fá þjálfun í kennslu barna með lestrarerfiðleika í skyldunámi sínu. Þeir aðstoða bekkjarkennara með ýmis verkefni: greina lestrarfærni nemenda; veita námsaðstoð með einstaklingsverkefnum og auknum tíma; veita leiðbeiningar og ráðgjöf; og sjá um sveigjanlegar ráðstafanir, eins og breytilega hópamyndun, samkennslu o.s.frv.
Dæmi frá ýmsum löndum
Í þeim löndum þar sem lestrarsérfræðingar eru til staðar bjóða þeir upp á ýmsar aðgerðir sem byggja á mati, viðbótar- og hnitmiðaðri aðstoð fyrir börn eða aðstoð við kennara og foreldra um réttar aðferðir og kennsluefni.
3
HVATNING ÆTTI FREKAR AÐ BEINAST AÐ ÁHÆTTUHÓPUM
Dæmi frá ýmsum löndum
Lestrarhvatning í samfélaginu er víða studd með stefnumótun og einkaframtaki fyrir landið í heild. Slík stefna hefur tilhneigingu til að miða við alla hópa en ekki sérstaklega þá sem eru líklegir til að eiga í erfiðleikum með lestur, eins og drengi,
ungt fólk sem býr við félagslegan/efnahagslegan vanda eða þá sem eru með annað móðurmál en kennslan fer fram á. Þar að auki ætti kennsluefni í slíku einkaframtaki að vera eins fjölbreytt og kostur er ásamt því að notast við margmiðlunarefni.
Aðgerðir fyrir vissa hópa Þær geta beinst að þörfum inflytjenda að læra tungumál gestgjafalandsins eins og í þýskumælandi hluta Belgíu (Multikulturelles Deutschatelier), á Kýpur ('Promotion of Literacy') og í Finnlandi ('Reading Literacy Training for Adult Immigrants'). Aðrar aðgerðir eru fyrir fjölskyldur með veikan félagslegan/efnahagslegan bakgrunn, til dæmis í Frakklandi (Association de la Fondation Étudiante pour la Ville) þar sem sjálfboðaliðar meðal stúdenta aðstoða fjölskyldur með félagslegan vanda að þróa áhuga á lestri, ritun og námi. Í svipuðum aðgerðum í Slóveníu ('Reading for knowledge and pleasure') hjálpa fagaðilar foreldrum með litla menntun og börnum þeirra með lestrarnám. Í Tyrklandi eru til kynbundnar aðgerðir sem felast í lestrarkennslu fyrir stúlkur og konur sem lifa við fátækt og eru með litla menntun. Í öðrum aðgerðum er lestrarhvatning tengd við vinsælar athafnir eins og 'Playing for Success' í Bretlandi (Englandi) og 'SPL (Scottish Premier League) Reading Stars' í Skotlandi sem hafa það að markmiði að nýta sér hvatningu íþróttanna til að laða að fjölskyldur sem þurfa lestraraðstoð í jákvæðu og vingjarnlegu umhverfi.
ÞJÁLFUN KENNARA ER NAUÐSYNLEG TIL AÐ EFLA ÁTAK FYRIR BETRI LESTRARHÆFNI Lykilatriði í lestrarkennslu er hæfileiki kennara til að tileinka sér rannsóknarmiðað viðhorf gagnvart lestrarerfiðleikum. Þar af leiðandi þurfa kennarar að fá rétta menntun í upphafi sem veitir þeim góða undirstöðu í menntarannsóknum og aðferðafræði. Einkum virðist það vera áhrifaríkt að tengja fræðilega þekkingu og reynslu úr starfinu til að draga úr skoðunum sem samræmast ekki árangursríkri lestrarkennslu, eins og að útskýra lestrarerfiðleika aðeins vegna slæmra heimilis-
aðstæðna. Endurmenntun hjálpar einnig kennurum að tileinka sér rannsóknarmiðað viðhorf og fjölbreyttar aðferðir. Þrátt fyrir það eru langtíma starfsþróun, eins og rannsóknir og samvinna ekki eins algengt og stuttar málstofur eða áfangar þar sem mætt er í eitt skipti. Aðgerðir sem löndin beita til að hvetja til endurmenntunar getur haft áhrif á fjölda þátttakenda í ýmis konar endurmenntunarstarfi.
* *
*
Rannsóknina í heild sinni
Lestrarkennsla í Evrópu: Samhengi, stefnur og framkvæmd er hægt að nálgast á ensku, frönsku og þýsku á Eurydice vefsíðunni: http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice/thematic_studies_en.php
Prentuð eintök af skýrslunni er hægt að nálgast með því að senda beiðni á eacea-eurydice@ec.europa.eu
Allar Eurydice útgáfur er hægt að nálgast ókeypis á
http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice
4
4