13 en kd ict highlight is aa

Page 1

Lykiltölur um nám og nýsköpun í upplýsinga- og samskiptatækni í skólum í Evrópu 2011 útgáfa Upplýsinga- og samskiptatækni hefur þróast mjög hratt síðustu tíu árin og notkun þessarar tækni í kennslu hefur valdið breytingum á kennsluháttum, aðferðum, innihaldi og matsaðferðum. Þessi skýrsla, sem byggir á fyrri Eurydice útgáfum um upplýsinga- og samskiptatækni í skólum í Evrópu, er aðallega um þróun upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og breytingarnar sem þessi tækni hefur haft á stefnumótun og aðferðir sem varða kennsluhætti, aðferðir, innihald og matsaðferðir. Í skýrslunni er litið á ESB lykilhæfniþættina og eflingu þverfaglegrar færni og hlutverk upplýsinga- og samskiptatækni í þessu ferli. Hún varpar einnig ljósi á þær aðgerðaáætlanir sem notaðar eru í löndunum til að þjálfa og styrkja kennara í notkun upplýsinga- og samskiptatækni. Ef upplýsinga- og samskiptatækni á að hafa áhrif og verða hluti af kennslunni er nauðsynlegt að fylgjast með henni og meta áhrif hennar. Í skýrslunni er að finna mikilvæga vísa og sýn á hvernig á að meta og bæta notkun upplýsinga- og samskiptatækni til að auka nýsköpun í kennslu og til að næra skapandi hugsanir nemenda og stafræna færni þeirra. Síðastnefnda atriðið er eitt af forgangsmálum í mennta- og þjálfunaraðgerðaráætlun ESB 2020.

Hvað er Eurydice? Eurydice upplýsinganetið veitir upplýsingar og greiningar um evrópska menntakerfið og menntastefnur. Nú árið 2011 samanstendur það af 37 landsskrifstofum sem staðsettar eru í 33 löndum og eru hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins (Evrópusambandslönd, EFTA-lönd, Króatía og Tyrkland). En henni er stýrt og hún samræmd af ESB framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar í Brussel sem sér um sínar útgáfur og gagnabanka. Allar Eurydice útgáfur er hægt að nálgast ókeypis á http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice Netfang: EACEA-Eurydice@ec.europa.eu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins


TÖLVUR OG INTERNETIÐ VERÐA Æ AÐGENGILEGRI, EN SAMT ERU TÖLVUR ENN TILTÖLULEGA LÍTIÐ NOTAÐAR HEIMA VIÐ FYRIR HEIMANÁM Árið 2009 hafði hlutfall heimila í öllum löndum hækkað þar sem börn höfðu aðgang að tölvum og Interneti. Jafnvel í löndum þar sem verg landsframleiðsla á hvern íbúa er frekar lág má sjá þó nokkra aukningu. Nýleg gögn frá PISA 2009 sýna að nemendur nota tölvur heima fyrir aðallega sér til skemmtunar og mjög sjaldan fyrir skólatengda vinnu.

Að minnsta kosti einu sinni í viku nota nærri tvisvar sinnum fleiri nemendur í Evrópusambandinu (83% á móti 46%) Internetið sér til skemmtunar en í tengslum við skólavinnu Sama mynstrið má sjá hvað varðar notkun tölvupósts, þótt hlutfallið sé aðeins lægra, þar sem 67% nota tölvupóst að minnsta kosti einu sinni á viku en aðeins 37% í tengslum við skólavinnu.

Heimili þar sem börn undir lögaldri hafa internetaðgang, 2006 og 2009

2006

2009

Heimild: Eurostat, upplýsingasamfélag og tölfræði frá löndunum (gögnum safnað í desember 2010).

MJÖG VÍÐA ER HVATT TIL AÐ UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI SÉ NOTUÐ TIL KENNSLU OG NÁMS, EN ÞAÐ ERU ENN ÓNOTUÐ TÆKIFÆRI FYRIR ÞESSA TÆKNI Þótt mælt sé með upplýsinga- og samskiptatækni sem námstæki í nær öllum löndum sýna niðurstöður alþjóðlegra rannsókna að myndin er öðruvísi í kennslustofunni. Samkvæmt niðurstöðum TIMSS 2007 voru 60% nemenda í raungreinum í ESB að meðaltali með

kennara sem hafði aldrei beðið þau að nota tölvu til að rannsaka náttúrufyrirbæri með hermilíkani og 51% voru með kennara sem hafði aldrei beðið þau að nota tölvu til að framkvæma vísindavinnu og tilraunir. Í áttunda bekk voru um það bil 50% nemenda með kennara sem báðu þá aldrei að nota tölvu.

Kennsla upplýsinga- og samskiptatækni eins og mælt er með í leiðbeinandi gögnum á grunnskóla- og unglingastigi, 2009/10

Grunnskólastig

Mið- og unglingastig

A – Uppl.- og samskiptatækni sem sérfag

A+B+C

B – Uppl.- og samskiptatækni hluti af tæknifagi

Ekki innifalið

C – Uppl.- og samskiptatækni sem almennt námstól fyrir önnur fög og/eða sem námstól fyrir viss verkefni í öðrum fögum

2

Heimild: Eurydice.


MINNI MUNUR Á MILLI SKÓLA HVAÐ VARÐAR TÖLVUBÚNAÐ, EN SKORTUR Á RÉTTUM NÁMSHUGBÚNAÐI OG AÐSTOÐARFÓLKI HEFUR ENN ÁHRIF Á KENNSLU NEMENDA Samkvæmt PISA 2009 voru að minnsta kosti 50% nemenda Evrópulandanna í skólum þar sem ein tölva var til staðar fyrir hverja tvo nemendur. Þessar tölur sýna að munurinn milli skólanna hefur minnkað talsvert síðustu 10 árin miðað við að samkvæmt PISA 2000 voru á milli 25 og 90 nemendur um hverja tölvu í hinum ýmsu löndum.

Dreifing nemenda-/tölvuhlutfalls í skólum sem 15 ára nemendur stunda, 2009

Að meðaltali eru næstum 55% nemenda í fjórða bekk og 45% nemenda í áttunda bekk með aðgang að tölvum í stærðfræðitímum sínum. Á sama tíma sögðu skólastjórnendur sem tóku þátt í alþjóðlegu könnuninni TIMSS 2007 að skortur á tölvuhugbúnaði og tölvuaðstoðarfólki hefði talsverð áhrif á stærðfræði- og raungreinakennslu 40% nemenda. _________________________ Lönd sem taka ekki þátt í könnuninni Hundraðsmark 25

Hundraðsmark 50

Hundraðsmark 75

Heimild: OECD, PISA 2009 gagnagrunnur.

Í EVRÓPU ER STUTT VIÐ MARGAR FRUMLEGAR KENNSLUAÐFERÐIR SEM BYGGJA Á VIRKU NÁMI OG REYNSLUNÁMI Meirihluti landanna mælir með eða leggur til að notaðar séu nokkrar frumlegar kennsluaðferðir þar sem nemendur læra með tilliti til síns eigin bakgrunns, reynslu og áhugamála. Þessar kennsluaðferðir mætti efla með notkun upplýsinga- og samskiptatækni með því markmiði að auka þátttöku nemenda og bæta árangur þeirra.

Í flestum löndum þar sem mælt er með eða stungið upp á frumlegum kennsluaðferðum í opinberum skýrslum stendur skólum og kennurum einnig stuðningur til boða við að hrinda þessum nýju kennsluaðferðum í framkvæmd.

Mælt með/tillögur/stuðningur við frumlegar kennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskóla, 2009/10 Grunnskólastig Verkefnamiðað nám Sérsniðið nám Einstaklingsmiðað/ nemendamiðað nám Raungreinatilraunir Nám á Netinu

Unglingastig Verkefnamiðað nám Sérsniðið nám Einstaklingsmiðað/neme ndamiðað nám Raungreinatilraunir Nám á Netinu

Heimild: Eurydice.

Mælt með eða stungið upp á

Stuðningur

UK (1) = UK-ENG/WLS/NIR

3


KENNARAR FÁ ÞJÁLFUN Í UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI Í KENNARAMENNTUN SINNI EN SAMT ER MUN SJALDNAR BOÐIÐ UPP Á FREKARI STARFSÞJÁLFUN Í reglugerðum í rúmlega helmingi Evrópulandanna er kveðið á um að upplýsinga- og samskiptatækni sé hluti af þeirri þekkingu og færni sem kennarar skuli afla sér í kennaranámi sínu. Í öllum öðrum löndum er sú ákvörðun í höndum skólastofnana á háskólastigi. Enn fremur greina öll Evrópulöndin, fyrir utan Danmörku og Ísland, frá því að aukin færni kennara í upplýsinga- og samskiptatækni sé til komin vegna endurmentunar.

Í niðurstöðum alþjóðlegu könnunarinnar TIMSS 2007 kemur hins vegar fram að takmarkaður hluti kennara í endurmenntun hefur í hyggju að nýta upplýsinga- og samskiptatækni í stærðfræði- og raungreinakennslu á framhaldsskólastigi (51% fyrir stærðfræði og 41% fyrir raungreinar) og talsvert lægra hlutfall fyrir grunnskólastig (25% fyrir stærðfræði og 16% fyrir raungreinar).

Reglugerðir um að upplýsinga- og samskiptatækni sé hluti af kennaramenntun fyrir grunn- og framhaldsskóla, 2009/10

Upplýsinga- og samskiptatækni hluti af kennaramenntun allra kennara Í höndum menntastofnanna

Heimild: Eurydice.

* *

*

Skýrsluna í heild sinni

Lykiltölur um nám og nýsköpun í upplýsinga- og samskiptatækni í skólum í Evrópu 2011 útgáfa er hægt að nálgast á ensku, frönsku og þýsku á Eurydice vefsíðunni: http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice/key_data_en.php

Prentuð eintök af skýrslunni er hægt að nálgast með því að senda beiðni á eacea-eurydice@ec.europa.eu

4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.