Sámur fóstri - 2. tbl. 3. árg. Nóvember 2017

Page 1

HEILSUPRÓTEIN EHF.

BLS. 16

Verksmiðja í sameigin­legri eigu MS og Kaup­félags Skag­firðinga.

DÝRAFJARÐAR­GÖNG

BLS. 18

Framkvæmdir eru hafnar við gerð Dýra­fjarðar­ganga.

SAMSKIP

BLS. 20

Möguleikar íslensks sjávar­útvegs ráðast af hagkvæmni flutninga.

– fréttablað um málefni landsbyggðarinnar

BLS. 22

HÆKKUN YFIR­BORÐS SJÁVAR

Öfgar eða raunveruleiki?

Upplag: 44.000

2. TB L. 3. ÁR G.

NÓ V EMBER 2017

Fjötrar eða framfarir á Vestfjörðum Fram hefur komið í umræðum fjölmiðla og þingmanna, að Vestfirðingum finnst að sér þrengt varðandi atvinnuþróun og innviðauppbyggingu samhliða henni. Þetta á við um leyfisveitingar stofnana ríkisins til fiskeldisfyrirtækjanna, aðallega um aukið sjókvíaeldi á laxi, vegalagningu á milli Þorskafjarðar og Patreksfjarðar og raforkukerfi Vestfjarða. Allt verður þetta að haldast í hendur, ef vestfirskt samfélag á að þróast eðlilega nú á fyrri hluta 21. aldarinnar. Ef 1600 ný störf verða til á Vestfjörðum, e.t.v. á 20 árum, gæti fólksfjölgun af þeirra völdum orðið 5000 manns, sem jafngildir fólksfjölgun um 71% og hafa mun byltingarkennd áhrif á samfélagsgerð Vestfjarða, sem einkennast mun af fjölbreytilegum atvinnuvegum og velmegun, sem ekki gefur neitt eftir öðrum gróskumiklum byggðarlögum hérlendis. Bls. 10.

Fossarnir í Hvalá í Ófeigsfirði.

Eyrarbakki verður verndarsvæði í byggð Verslun Guðlaugs Pálssonar er löngu landsþekkt.

Sveitarstjórn Árborgar hefur sótt um það til Minjastofnunar að stór hluti þorpsins Eyrarbakki verði skil­­greindur sem verndarsvæði í byggð. Þessi umsókn byggist á lög­um sem sett voru árið 2015 en verndar­­svæði í byggð er skilgreint

sem heildsvæði, svæði eða eða þyrp­ingar húsa, sem hafa í heildinni menningar­­legt gildi „Eyrarbakki hefur sérstöðu, götu­myndin í vesturhluta þorpsins er svipuð og var í kringum síðustu alda­mót. Á þeim 20 hekturum sem verndar­svæðið stendur á má finna sennilega heil­legustu byggð alþýðu­húsa á Íslandi auk stærri og veglegri bygginga frá þeim tíma að Eyrarbakki var helsti verslunar­staður landsins,“ segir Ásta Stefáns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri sveitar­félagsins Ár­borgar. Djúpivogur, eða stór hluti þeirrar byggðar þar sem standa gömul verslunarhús og fleiri byggingar sem hafa varðveislugildi, hefur verið staðfest af mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem verndar­svæði í byggð. Í lögum um verndar­ svæði í byggð er kveðið á um að á vettvangi allra

sveitarfélaga landsins skuli meta hvort innan marka þeirra séu húsaþyrpingar sem ástæða sé til að vernda. Að þessu er nú unnið í alls 22 sveitarfélögum, en samkvæmt lögunum skal þetta gerast við skipulagsvinnu. Séu öll skilyrði uppfyllt fá sveitarfélögin með milli­göngu Minja­ stofnunar styrk úr húsa­friðunar­sjóði til að vinna að verkefninu. Eyrarbakkaverkefnið mun fá um 8,6 milljónir króna en verndar­svæðið nær frá Einars­hafnarhúsum vestarlega í þorpinu og til austurs með fjörukambinum að Háeyri. Á þessi svæði er m.a. Húsið, byggt 1765, íverustaður dönsku kaupmannanna sem forðum sátu staðinn og Assistentahúsið frá 1881. Þær byggingar svo og Eyrarbakkakirkja eru friðaðar. Innan fyrirhugaðs verndarsvæðis eru alls um 160 hús, mörg byggð í kringum 1900 og svipmót margra þeirra óbreytt að mestu frá upphafi en mörg þeirra voru heimili heimili sjómanna, verkafólks og bænda, en atvinnuhættir á Eyrarbakka voru lengi sérstæð blanda af sjávarútvegi, búskap og daglaunavinnu. Mörg alþýðuhúsanna hafa verið gerð upp á síðustu áratugum og þar er föst búseta, þótt önnur séu eins konar sumarhús.

Sveitarstjórn Árborgar telur mikilvægt að fyrir landið allt að þessi einkenni glatist ekki, heldur séu þau styrkt. Öll ný mannvirki þurfa að falla að þessari lágreistu aldamótabyggð og annað verður að aðlaga. Verkefnið felur í sér mikla menningrlega möguleika og eykur það enn aðdráttarafl Eyrarbakka frá því sem það þegar er sem einstakt íslenskt sjávarþorp.

a K r o s s g á7t8 á bls.

Sámi fóstra er dreift í hvert hús frá Reykjanestá austur um allt til annesja Vestfjarða


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

2

Vestfirðir:

Mesta fólks­ fjölgunin í Vesturbyggð Íbúum Vestfjarða hefur fækkað um fækkað um 13 manns frá 1. janúar 2016. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um fólksfjölda. Fólkfjölgun var í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum nema í Ísafjarðarbæ, Tálkna­fjarðar­ hreppi og Árneshreppi. Mesta fólksfækkunin var á Tálknafirði, en á tímabilinu fór íbúatalan úr 267 í 236, eða um 11%. Hlutfallslega var meiri fólksfækkun í Árneshreppi, en þar fækkaði fólki um 16%, fór úr 55 íbúum í 46. Um áramótin bjuggu 3.608 í Ísafjarðarbæ og hafði fækkað um 15 manns á einu ári. Mesta fólksfjölgunin varð í Vesturbyggð, um 17 manns, og í Reykhólahreppi, um 15 manns. Skýringu á fólksfjölgun í Vesturbyggð kann líklega að vera að leita til mikillar aukningar starfsemi Arnarlax á Bíldudal.

Íbúafjöldi á Vestfjörðum eftir sveitarfélögum; Ár 2016 2017 Bolungarvík 904 908 Ísafjarðarbær 3623 3608 Reykhólahreppur 267 282 Tálknafjarðarhreppur 267 236 Súðavíkurhreppur 184 186 Kaldrananeshreppur 103 106 Árneshreppur 55 46 Strandabyggð 467 468 Vesturbyggð 1013 1030

Meðalaldur fer hækkandi Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæp 9% á síðustu 10 árum á meðan Íslendingum hefur fjölgað um 12%. Aldursdreifing í sveitarfélögunum á Vestfjörðum er mjög svipuð milli sveitarfélaga, en á síðustu 16 árum hefur orðið fækkun í nær öllum sveitarfélögum í öllum aldursbilum upp að fimmtugu, eftir þann aldur er fjölgun. Það sýnir að meðalaldur íbúa á Vestfjörðum fer hækkandi. Búferlaflutningar til og frá Vestfjörðum er mikill og er athyglisvert að sjá að öll sveitarfélög eru að fá til sín fleira fólk erlendis frá en sem fer frá þeim. Árið 2014 var fjöldi erlendra íbúa 10% á Vestfjörðum en á landsvísu er hlutfallið tæplega 7%. Pólverjar eru lang fjölmennastir allra íbúa með erlent ríkisfang á Vestfjörðum.

BÍLDUDALUR. Kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merki sitt á staðinn og má sjá þar mörg hús frá 19. öld, sem tengdust verslun og fiskvinnslu, og er hvorttveggja stundað þar enn í dag. Ýmis afþreying stendur til boða, t.d. golf o.fl. Þar er eitt af elztu húsum landsins, pakkhús frá því fyrir miðja 18. öld.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Bláa kirkjan á Seyðisfirði í baksýn. / mynd: Lilja Kjerúlf.

Jólahugleiðing á aðventu Þegar ég var lítil var enginn mánuður jafn langur og desember. Aðventan var löng og erfitt var að þrauka hana, þó voru verkin mörg. Því á mínu heimili átti að þrífa allt hátt og lágt, veggi og loft, skápa og skúffur. Taka bækur úr hillum og dusta og bera á öll húsgögn. Svo var auðvitað bakað, reiðinnar býsn af smákökum og lagkökum, óteljandi sortir og allt sett í stóra bauka, innsiglað með límbandi og komið fyrir á góðum stað í köldu geymslunni. Mikið langaði mig að smakka á og finna sætar kökurnar bráðna á tungunni, en það mátti ekki, allt átti að geyma til hátíðarinnar. Í besta falli fengum við ljótu kökurnar og endana. Ilmur aðventunnar er því í mínum huga lykt af tekkolíu og brúnsápu, greni og bakstri. Aðventan var undirbúningstími, allt þetta tilstand var til að undirbúa komu frelsarans. Undirbúa komu ljóssins í heiminn og helgi jólanna var stigvaxandi og átti að ná hámarki á jólanóttina. Aðventan var fasta, tími meinlætis. Það góða var sparað og á boðstólum var fábreytni. Það hafa orðið miklar breytingar á aðventunni frá því þegar ég var barn. Hún líður fljótt, jafnvel þótt margir taki forskot á sæluna, hlusti á jólatónlist frá því um miðjan nóvember og mandarínur og malt og appelsín sé á boðstólum allan mánuðinn. Það á að njóta. Jólatónleikar eru fleiri en nokkur getur talið og jólahlaðborðin ekki færri. Það eru endalaus tilboð á varningi og afþreyingu og því fer fjarri að það sé meinlætabragur á mánuðinum. Alla leiðina þangað

fór ég fyrstu árin sem ég var að undirbúa jól á mínu heimili. Kaupa og njóta. En þá voru jólin stundum orðið svolítið sjúskuð og snjáð þegar þau loksins komu og þetta einstaka og sérstaka ekki lengur að finna.

Töfrar fólgnir í því að bíða eftir jólum Þegar ég hugsa til aðventu bernsku minnar fyllist ég hlýju og þakklæti, þó að barninu hafi þótt þetta erfitt og langt, þá voru jólin enn hátíðlegri í minningunni. Það eru einhverjir töfrar í því fólgnir að bíða og neita sér um kræsingarnar þangað til á réttum tíma. Enginn var kominn með leið á smákökum á jóladag, þá vorum við rétt að byrja að fá að njóta þeirra. En svo gerðist það samt svo oft að við náðum ekki að klára og þær fundust í vorhreingerningunni, því á vorin var þrifið alveg jafnvel og fyrir jólin. Undirbúningur jólanna gerist hið innra og það þarf að vera jafnvægi á milli þess að njóta alls þess sem aðventan hefur upp á að bjóða og þess meinlætis sem ég ólst upp við. Orðið aðventa þýðir að bíða, við væntum einhvers betra, við undirbúum komu einhvers

Hitaveita Bergstaða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

sérstaks. Við undirbúninginn þurfum við að hugleiða inntak jólanna, kjarna kristinnar trúar og undirbúningurinn þarf að taka mið af því. Í dag finnst mér aðventan vera tími fjölskyldunnar. Undirbúningur jólahátíðarinnar felist í því að fjölskyldan geri eitthvað saman, til að njóta og til að stytta börnunum stundir en það á ekki að kosta neitt, áherslan er á samveru barna og fullorðinna, gæði stundanna. Og að láta gott af sér leiða. Fullvissan um að eitthvað betra sé í vændum og að við njótum leiðsagnar æðri máttar dregur það fram í okkur, við verðum meðvituð um skyldur okkar við náungan. Guð gefi ykkur góða aðventu og gleðilega jólahátíð í ljósi kærleikans. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur á Seyðisfirði


FJÓRHJÓLADRIFNIR BÍLALEIGUBÍLAR

GÆÐAGRIPIR ÁRGERÐ 2017

REXTON DLX VERÐ: • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

SJÁLFSKIPTUR

4.890.000

Bíll byggður á grind Millikassi með læsingu og lágu drifi 7 þrepa sjálfskipting 7 manna 16” álfelgur Bakkmyndavél 7” skjár Tölvustýrð loftkæling Hiti í stýri Leðurstýri með útvarpsstýringu Hæðarstillanlegt stýri Hraðastillir (Cruise Control) Útvarpstæki með MP3 HDMI tengi Bluetooth tenging við farsíma 6 hátalarar, USB- og AUX tengi Opnanlegur gluggi á afturhlera LED ljós að framan og aftan Þokuljós - framan og aftan Rafdrifnir hliðarspeglar með hita Rafaðfellanlegir hliðarspeglar Hiti í sætum, framan og aftan (2 sætaraðir) Loftpúðar í stýri, farþegamegin og í hliðum Fjarstýrðar samlæsingar Rafdrifnar rúður í fram- og afturhurðum Vindskeið að aftan með LED bremsuljósi Þjófavörn Varadekk Viðarklæðning í mælaborði ABS hemlakerfi ESP stöðugleikastýring HDC, heldur á móti niður brekkur ARP veltivörn Sjálfvirkur birtustillir í baksýnisspegli Langbogar á þaki

EKNIR: 27 – 29 ÞÚS. KM. TAKMARKAÐ MAGN BÍLAR Í VERKSMIÐJUÁBYRGÐ.

NOTAÐIR BÍLAR | BENNI.IS

KORANDO DLX

KR.

VERÐ:

TIVOLI DLX VERÐ: • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

SJÁLFSKIPTUR

3.190.000

KR.

Tölvuvætt fjórhjóladrif (AWD) með læsingu 6 þrepa sjálfskipting - þrjár akstursstillingar 16” álfelgur Akreina- og árekstrarvari Sjálfvirk neyðarhemlun Tölvustýrð, svæðaskipt, loftkæling Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Bluetooth tenging við farsíma Aksturstölva Leðurstýri, rafstýrt með hita og útvarpsstjórn Hraðastillir (Cruise Control) Rafdrifnar rúður í fram- og afturhurðum Loftpúðar í stýri, fyrir farþega, í hliðum og við hné Útvarpstæki með 4” skjá / MP3 / USB og AUX Led ljós og þokuljós að framan og aftan Regnskynjari Rafdrifnir hliðarspeglar með hita og LED Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar Þjófavörn Aftursæti fellanleg 60/40 Dökklitað gler í afturrúðum ABS og EBD hemlakerfi ESP stöðugleikastýring BAS aðstoð við neyðarhemlun FTCS skriðvörn ESS neyðarhemlunarljós

Reykjavík Vagnhöfða 27 Sími: 590 2035

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

SJÁLFSKIPTUR

3.790.000 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

KR.

Tölvuvætt fjórhjóladrif (AWD) með læsingu 6 þrepa sjálfskipting með 3 akstursstillingum 17” álfelgur Hiti í stýri Leðurstýri m/gírskiptingu og útvarpsstjórn Tölvustýrð loftkæling Hraðastillir (Cruise Control) m/ECO stillingu Bluetooth tenging við farsíma Aksturstölva Bakkskynjari Regnskynjarar fyrir rúðuþurrkur Hiti undir framþurrkum Útvarpstæki með 4” skjá / MP3 6 hátalarar, USB og HDMI tengi Sjálfvirkur ljósabúnaður Led ljós - framan og aftan Þokuljós - framan og aftan Vindskeið að aftan með LED bremsuljósi Aftursæti fellanleg 60/40 Loftpúðar í stýri, farþegamegin og í hliðum Aftengjanlegur loftpúði í farþegasæti Sjálfvirkur birtustillir í baksýnisspegli Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar Rafdrifnar rúður í fram- og afturhurðum Sólvörn í framrúðum Dökkt gler í afturrúðum Rafdrifnir hliðarspeglar með hita og LED ABS hemlakerfi EBD hemlajöfnunarkerfi ESP stöðugleikastýring HSA kerfi - brekkuhjálp ARP veltivörn BAS aðstoð við neyðarhemlun FTCS skriðvörn ESS neyðarhemlunarljós Þjófavörn Langbogar á þaki Varadekk

Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636


fóstri

SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

4

Loftslagsbreytingar - hindurvitni eða hollráð

Hægt væri að ná meiri og hraðari árangri í baráttunni gegn lofts­ lags­breytingum á jörðinni ef mannfólkið væri tilbúið að breyta neyslumynstri sínu þegar matvæli eru annars vegar sem myndi síðan leiða til breytinga á landbúnaði. Búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af naut­gripa­rækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18%af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. eða meira en saman­lagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13% af heildarlosun, eins og kemur fram í hinni sláandi heimildar­mynd Cowspiracy: The Sustainability Secret. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hér er um að ræða öll vélknúin ökutæki, loftför og sjóför sem eru í notkun á jörðinni. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikning­inn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51%. Þetta er dálítið merki­legt þegar öll áherslan í baráttunni gegn loftslags­ breytingum virðist vera á endur­nýjan­lega orkugjafa í framleiðslu og notkun á öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, þegar sam­göngur eru annars vegar, að þá skuli stærsta vanda­málið vera fyrir framan nefið á okkur í matnum sem við borðum. Metan er mjög öflug gróðurhúsalofttegund og talið er að metan hafi 86 sinnum meiri áhrif á loftslagsbreytingar á 20 ára tímabili en koltvísýringur. Metanlosun nautgripa er öllu meiri en hjá sambærilegum villtum tegundum vegna fóðursins. alið er að það séu 1,5 milljarðar nautgripa á jörðinni en hver og einn losar um 100-500 lítra af metan á sólarhring. Eyðileggingarmáttur metans er 25-100 sinnum meiri en koltvísýrings á 20 ára tímabili. Það er eiginlega algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80%fyrir árið 2050. Þetta er skuggalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og peningum mannfólkið ver í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði eru í rauninni miklu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en bensínknúin ökutæki. Fólk gæti þannig haft miklu meiri jákvæð áhrif á baráttuna gegn loftslagsbreytingum með því að sleppa því að borða hamborgara og sniðganga mjólkurvörur en að keyra Nissan Leaf og aðra rafmagnsbíla. Og svo er að framleiðsla rafgeymana hefur skuggalegar hliðar eins og í ljós hefur komið, en það getur verið mjög erfitt fyrir fólk að breyta neysluvenjum sínum, sérstaklega ef þær eiga sér margra áratuga sögu. Hér skal heldur ekki fullyrt að fólk eigi að hætta að borða kjöt. Það er auðvitað val hvers og eins. Það er þægilegt að réttlæta kjötneyslu með vísan til þess að kjöt er gott og lífið er stutt. Er eitthvað sem getur komið í staðinn fyrir góðan hamborgara? Það er samt ágætt að vita hvar vandamálið liggur þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Það er mikilvægt að skilja afleiðingar eigin neyslu og orsakasambandið á milli landbúnaðar og loftslagsbreytinga. Svo er annað mál, að allt þetta tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum er byggt á ósönnuðum tilgátum. CO2 er byggingarefni lífsins sjálfs. Án þess er ekkert líf mögulegt og enginn gróður þrífst án þess sem sér okkur fyrir súrefninu. Íslenskir ylræktarbændur nota sér innblástur af CO2 til að stórauka uppskeruna í gróðurhúsum sínum. Heildarlosun Íslendinga af CO2 er algerlega hlægileg í hlutfalli við heimslosunina. Og hún er algerlega hlægileg í samanburði við hvað eitt íslenskt eldfjall í ham losar af gróðurhúsalofttegundum. Indland og í Kína fara sínum fram og spúa út hverju sem þeim sýnist án minnsta tillits til umhverfisins nema hugsanlega í orði og loforðum til framtíðar. Hvað tilgangi þjónar það hjá Íslendingum að vera að blanda lélegra og dýrara eldsneyti í jarðefnaeldsneyti sem gerir það dýrara og orkuminna?. Er þetta tilkomið einungis af því að einhverjir ríkisstarfsmenn hafa farið á erlendar ráðstefnur og fangað þar grillur sem þeir hafa svo komið með hingað til lands? Þeim hefur svo tekist að lauma þessu inn hjá stjórnmálamönnum sem hafa talið það sér til framdráttar að gegnsýra löggjöfina með þessum hæpnu kenningum sem hafa svo víðtæk hnattræn áhrif? Það er skelfilegt til þess að vita að á svæðum í Afríku er núna komið hungur því að maísinn hefur verið tekinn frá fólkinu til að framleiða lífdísil til bensínblöndunar. Bæði í Evrópu og Ameríku er maísnum tortímt í þessa fáránlega vitleysu, sem rýrir svo kjör okkar minnstu bræðra og systra hér á Íslandi , einstæðra mæðra sem þurfa að keyra börnin sín og öryrkja sem eiga ekki önnur faratæki en bíla. Þá er eftir að meta hungrið um allan heim sem þessi helstefna veldur. Loftslagsvísindin, sem byggja alls ekki á vísindalega sönnuðum grunni hafa hnattræn áhrif. Þær eru í hlutfallslegri smæð okkar í heiminum, í besta falli til beinnar bölvunar fyrir Íslendinga meðan iðnaðarsóðar um allan heim fara sínu fram í stórum stíl. -HJ

Íslenskur sjávar­ útvegur er í fremstu röð í heiminum Íslendingar eru fremstir á heimsvísu þegar veiðar, vinnsla og sala á fiski á í hlut. Svo hefur ekki alltaf verið, en það er staðreynd í dag. Fá lönd í heiminum eiga meira undir vegna fiskveiða en Íslendingar og hvergi í ríkjum innan OECD vinna hlutfallslega fleiri við sjávarútveg en hér á landi. Sjálfbær sjávarútvegur hefur verið, er og mun verða um ókomna framtíð, ein meginstoða efnahagslífs og farsældar á Íslandi. Íslensk tæknifyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi og starfa náið með honum, eru einnig í fremstu röð í heiminum. Framleiðni í sjávarútvegi á Íslandi er há, og sjávarútvegurinn er önnur tveggja atvinnugreina hér á landi sem skarar framúr þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á framleiðni.

Mikil þörf á endurnýjun skipa og tækja Fjárfesting í íslenskum sjávar­ útvegi þarf að vera að minnsta kosti um 20 milljarðar króna á ári, næstu árin. Þetta kom fram í máli Jónasar Gests Jónassonar löggilts endurskoðanda hjá Deloitte á Sjávarútvegsdegi Deloitte, SA og SFS, sem haldinn var í Hörpu 17. október sl. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar umliðin ár, þá er enn mikil þörf á endurnýjun skipa og tækja. Því telur SFS að mat Deloitte sé varfærið. Áframhaldandi fjárfestingar eru forsenda fyrir því að íslenskur sjávarútvegur verði samkeppnisfær á alþjóðlegum markaði. Umræða um aukna gjaldtöku af þeim sem nýta fiskveiðiauðlindina virðist á köflum byggjast á skilningsleysi á mikilvægi

álagningar. Í því samhengi stoðar lítið að benda einvörðungu á afkomu nokkurra stórra fyrirtækja og álykta að allir geti greitt meira. Því þannig er það ekki. Sjávarútvegsfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, greiða 20% tekjuskatt. Sjávarútvegsfyrirtæki greiða einnig veiðigjald. Séu þessir tveir skattstofnar lagðir saman greiddu sjávarútvegsfyrirtæki 36-38% af hagnaði ár hvert til ríkisins á tímabilinu 2014-2016. Er þá ótalin önnur gjaldtaka hins opinbera. Til einföldunar má því segja að sjávarútvegur greiði hátt í tvöfalt hærri skatt af hagnaði en önnur fyrirtæki. Þá er við fyrrgreint að bæta að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið umtalsvert lægri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofu Ísland eru arðgreiðslur

VOPNAFJÖRÐUR. Mikill uppgangur hefur verið í atvinnulífinu á Vopnafirði með tilkomu aukinnar fiskvinnslu í landi og nýrra fiskiskipa, nú síðan kom uppsjávarveiðiskipið VENUS NS-50 til landsins, eign HB Granda.

Það sem hvetur fyrirtæki í sjávarútvegi til dáða er samkeppni á alþjóðlegum markaði, en um 98% af öllum fiski sem veiddur er

VENUS NS-50.

við strendur Íslands er fluttur út. Á þeim markaði er enginn annars bróðir í leik. Samkeppnin er hörð og kröfurnar miklar. Til að standast kröfurnar verður sífellt að gera betur og umfram allt að fjárfesta í nýjustu tækni og búnaði. Að öðrum kosti verða íslensk fyrirtæki undir í baráttunni. Fjárfestingin er ekki eingöngu í skipum og bátum heldur, og ekki síður, í íslenskri tækni og lausnum, sem finna má í skipum, bátum og fiskvinnslum. Bein fjárfesting í sjávarútvegi skilar sér í fjölmörgum afleiddum störfum víða um land.

fjárfestinga í greininni. Eins og ég rakti hér að framan er grundvallaratriði fyrir hagsmuni Íslands að íslenskur sjávarútvegur standist erlenda samkeppni. Það mun ekki takast ef draga á máttinn úr fyrirtækjum með aukinni gjaldtöku. Aukin gjaldtaka mun ekki eingöngu hafa neikvæð áhrif á fjárfestingar heldur munu önnur fyrirtæki sem sjávarútvegur á í viðskiptum við einnig verða fyrir neikvæðum áhrifum. Vegna þeirra miklu hagsmuna sem í húfi eru, ber að gera þá kröfu til þeirra sem tala fyrir aukinni gjaldtöku, að þeir hinir sömu leggi fram rökstutt mat á heildaráhrifum aukinnar

sem hlutfall af hagnaði á árunum 2010-2015, um 21% í sjávarútvegi en 31% að jafnaði í atvinnulífinu. Staðhæfingar um hið gagnstæða eru því rangar. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum og sú staða skapaðist ekki fyrir tilviljun. Ábati samfélagsins er hámarkaður með öflugum fyrirtækjum víða um land, sem bjóða góð störf og skila umtalsverðum tekjum til samfélagsins. Það er staða sem aðrar þjóðir láta sig dreyma um. Af þessari ástæðu væri það fordæmalaus skammsýni að fórna góðri stöðu fyrir alls óljósan ávinning.

fóstri – fréttablað um málefni landsbyggðarinnar Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími. 544 2163, netfang: halldorjonss@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími: 892 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Galtalind 1, 201 Kópavogur, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudnistefans@gmail.com, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent | Dreifing: Íslandspóstur | Upplag: 44.000 eintök. Sámi fóstra er dreift í hvert hús frá Reykjanestá austur um allt til annesja Vestfjarða.



SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

6

Gamlir Willys jeppar á Egilsstöðum vekja athygli Árið 1939 kom upp hugmynd um al­nota léttfarartæki fyrir banda­ ríska herinn, en þagnað til höfðu mótor­hjól með hliðarvagni verið notuð sem slík, ásamt breyttum T-Fordum, en með frekar lé­legum árangri. Var þá sendur út listi með tíu kröfum sem þeir gerðu til framtíðar léttfarartækis, til 135 bíla­ framleiðenda og þurfti að skila inn frum­gerð innan einungis 49 daga. Greinilegt er að jeppinn var á sínum tíma hið mesta þarfaþing og var hann frumkvöðull annara

fjórhjóladrifsbíla í heiminum. Einnig má sjá að hið fræga breytinga­fár okkar Íslendinga á jeppum er komið allt frá því að fyrstu jepparnir komu í hendur okkar, með byggingu lokaðra húsa á bílana. Einnig má sjá hvað Ísland hefur verið með í jeppamenngingu heimsins, allt frá bernskubreki þeirra. Þessir öldruðu Willys jeppar sem sjá má á Egilsstöðum hafa greini­lega lokið sinni þjónustu, en gaman að sjá þá svona marga saman.

Bygging Kárahnjúkavirkjunar var m.a. til að efla atvinnulíf á Austurlandi sem var fremur fábreytt og talsvert um atvinnuleysui. Álverksmiðjan Fjarðaál er keyrð áfram á raforku frá Kárahnjúkavirkjun og hefur gjörbreytt atvinnulífinu í landsfjórðungnum.

Willys í heiðursröð, saddir lífdaga.

Hótel Höfn er fyrsti vísir að ferða­ þjónustu á Hornafirði Systurnar Svava og Ólöf Sverrisdætur og eiginmennþeirra, Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson, voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Hornafirði. Þau byggðu Hótel Höfn af mikilli framsýni og myndarbrag og var hótelið tekið í notkun að hluta til

í október 1966 og að fullu 17. júní 1967. Hótel Höfn býður upp í dag upp á 68 herbergi í þremur byggingum og tvo veitingasali. Núverandi eigandi Hótels Hafnar er Helga Steinunn Guðmundsdóttir.

Aflaukning í vatnsaflsvirkjunum Komið hafa fram upplýsingar um að með afl­aukningu í núverandi vatns­aflsvirkjunum væri hægt að auka orku­getu landskerfisins um sam­tals 840-960 GWh/ári. Óhætt er að full­yrða að stækkun Búr­fells­ virkjunar er ekki hluti af þessu mati. Æski­legt hefði verið að fá þetta mat sundurliðað á ein­stakar virkjanir til að sannprófa niður­stöður. Einnig ber að hafa í huga að aukning á upp­settu afli í virkjunum eru kostnaðar­samar fram­kvæmdir. Lítum nú á einstakar vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, sem flestar eru í eigu Landsvirkjunar. Áhuga­verð­astar eru Búrfellsvirkjun og Kára­hnjúka­virkjun, en fyrst nokkur orð um orku­getu og upp­sett afl.

Orkugeta, uppsett afl og nýtingartími

Hótel Höfn.

Mikilvægir þættir í hönnun á vatnsaflsvirkjunum eru orkugeta, sem er gefið upp í gígavattstundum á ári eða GWh/ári, og uppsett afl, sem er gefið er upp í megavöttum eða MW. Orkugeta og uppsett afl er ákvarðað með aðstoð þar til gerðra reiknilíkana. Orkugeta virkjunar hefur verið skilgreind sem sú markaðs­aukning sem kerfið mundi geta annað með tilkomu virkjunarinnar. Orku­geta er þannig kerfisstærð, en reikni­ líkönin ákvarða einnig fram­ leiðslu virkjana. Oft er orkugeta og framleiðsla virkjana í reiknilíkönum svipaðar stærðir, en í afbrigði­legum tilvikum getur munað nokkru þar á. Afleidd stærð er nýtingar­tími uppsetts afls, sem er fundinn með því að deila aflinu í orku­getuna. Nýting á uppsettu afli í prósentum fæst síðan með því að deila heildarfjölda klst. í ári (8.760) upp í nýtingartímann.

Búrfellsvirkjun

Uppsett afl Búrfellsvirkjunar er 270 MW og orkugetan talin vera 2300 GWh/ári. Þetta leiðir til nýtingartíma upp á 8.500 klst./ ári sem jafngildir 97% nýtingu á

uppsettu afli. Varla getur verið forsvaranlegt að leggja svo mikið á hina gömlu Búrfellsvirkjun til langframa. Eitthvað gæti bilað eða farið úrskeiðis og þá gæti þurft að taka vélar úr rekstri um tíma vegna viðgerða eða viðhalds. Við það lækkar nýtingartíminn. Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við aukningu á afli Búrfellsvirkjunar með byggingu Búrfellsvirkjunar II sem verður 100 MW. Samtals verður uppsett afl Búrfellsvirkjana þá 370 MW. Nýja virkjunin eykur orkugetu Landsvirkjunarkerfisins um 300 GWh/ári. Talið er að Búrfellsvirkjun II muni kosta 14 milljarða íslenskra króna og miðað við gengisskráningu í dag þá jafngildir það kostnaðarverði orku upp á 36 US$/ MWh. Orkulega séð er Búr­fells­virkjun II því mjög hagkvæm virkjun en því til við­bótar koma jákvæð áhrif þess að fá aukið upp­sett afl á staðnum til að tryggja öryggi í rekstri hinnar gömlu og yfir­hlöðnu virkjunar.

Kárahnjúkavirkjun

Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW og orkugeta er talin 5.000 GWh/ári. Þetta leiðir til nýtingartíma upp á 7250 klst./ári sem jafngildir um 83% nýtingu á uppsettu afli. Þarna er töluvert meira svigrúm í rekstri en í Búrfellsvirkjun. Aukning á afli með Kárahnjúkavirkjun II væri í sjálfstæðri virkjun svipað og í Búrfellsvirkjun II. Vatn tekið úr Hálslóni og virkjað niður í Fljótsdal. Í hinni nýju virkjun er gert ráð fyrir nokkru lægri fallhæð en í Kárahnjúkavirkjun. 230 MW uppsett afl í Kárahnjúkavirkjun II mundi auka orkugetu kerfisins um 50 GWh/ári. Aukning á afli Kárahnjúkavirkjunar um 33% eykur því orkugetu virkjunarinnar aðeins um 1%. Nýtingartími upp­setts afls í stækkuninni verður aðeins 220 klst./ári og nýting á aflinu því aðeins um 2,5%. Hin lága nýting mundi örugglega leiða

til þess að stækkunin væri langt frá því að vera hagkvæm. Ekki eru tök á að fara nánar út í þá sálma hér enda þyrfti að hanna útfærslu á hinni nýju virkjun og reikna stofnkostnað. Ekki veit ég hvort eitthvað hefur ennþá verið gert í þeim málum á viðeigandi stöðum. Í rekstri Kárahnjúkavirkjana væri rekstraraðila þá að sjálfsögðu frjálst að dreifa að vild framleiðslunni milli virkjananna tveggja og mundi þá raunveruleg nýting breytast í samræmi við það. Hugmyndir um Kárahnjúkavirkjun II geta ennþá varla talist meira en létt hjal. Niðurstöðurnar hér að framan benda eindregið til þess að borin von sé að koma þarna upp hagkvæmum virkjunarkosti.

Aðrar vatnsaflsvirkjanir

Aukning á uppsettu afli í öðrum vatnsafls­virkjunum skilar sáralítilli aukningu í orkugetu fyrir hina hefð­bundnu markaði, sem eru í gangi allt árið. Hér er átt við Sogsvirkjanir, Sultartangavirkjun, Búðarhálsvirkjun, Hrauneyjafoss­ virkjun, Sigölduvirkjun, Vatnsfells­ virkjun og Blönduvirkjun. Sæmileg stækkun á afli hverrar virkjunar fyrir sig mun leiða til aukningar í orkugetu kerfisins á bilinu 0-10 GWh/ári, í flestum tilvikum nær núllinu. Það vantar vatn til að knýja viðbótaraflið, þegar þess er þörf.

Niðurstaða

Eins og vikið hefur verið að í grein­inni er fjarstæða að halda því fram að hægt sé að fá aukn­ingu í orku­getu upp á 840-960 GWh/ ári með aflaukningu í nú­verandi vatnsaflsvirkjunum. Engu að síður hefur þessi orka verið í boði bæði fyrir orkuskipti á bílaflota og fiski­ mjölsverksmiðjur og fyrir sæstreng til Bretlands. Er ekki þarna verið að tvíbjóða einhverja orku, sem því miður er bara ekki til? Skúli Jóhannsson verkfræðingur


Komdu jólapökkunum til okkar og við komum þeim í réttar hendur hratt og örugglega.

Við komum því til skila


Fiskidagurinn mikli er gríðarleg kynning og lyftistöng fyrir sjávarútveginn Fiskidagurinn mikli var haldinn í Dalvíkurbyggð um aðra helgina í ágúst. Þetta er ein stærsta

Vináttukeðjan, þar sem allir viðstaddir eru vinir, jafnvel faðmast og kyssast og tóku síðan fullir

Valrós Árnadóttir, t.h., sem var heiðruð á Fiskideginum mikla, ásamt Svanfríði Jónasdóttir, sem tilkynnti valið.

útisamkoma ársins og gríðarleg auglýsing fyrir byggðarlagið og fiskiðnaðinn almennt í landinu. Á Fiskideginum mikla var nýjum ísfisktogara, Björgúlfi EA-312, gefið formlega nafn og gestum boðið að skoða skipið og má víst telja að margur hafi orðið undrandi og hrifinn af allri þeirri tækni sem þar var hægt að berja augum. Fiskisúpukvöldið mikla 2017 á Dalvík var líklega aldrei veglegra en í ár en íbúar Dalvíkurbyggðar buðu gestum og gangandi að smakka súpu föstudagskvöldið 11. ágúst sl. Áður en það gerðist var dagskrárliður sem nefndist

kærleika þátt í fiskisúpukvöldinu en gestir gátu rölt í rólegheitum um bæinn og ef þeir sáu tvo logandi kyndla í garði eða við hús þá var var um að gera að droppa inn og fá að smakka á fiskisúpu og njóta þess að spjalla í rólegheitum við gestgjafana og aðra gesti, sem voru fjölmargir. Á þessu kvöldi tendra bæjarbúar ljósaseríur við hús sín og þá er ljúft að fá sér göngutúr um bæinn, skoða ljós og skreytingar, kíkja í heimsókn, smakka súpu og kynnast nýju fólki. Hver og einn er með sína uppskrift af fiskisúpu. Þetta er stór hluti af stemmningu á Fiskideginum mikla, þáttur í

Fiskborgararnir eru sívinsælir

að sýna gestum byggðarlagsins gestrisni og hluti af því að gera lífið skemmtilegt og mynda ljúfa og rólega stemmningu fyrir daginn stóra á laugardeginum. Til að létta undir með með heimamönnum í tengslum við súpukvöldið lagði Samherji til fisk, MS rjóma og Kristjánsbakarí brauð. Á aðalsviði á sjálfum Fiskidagsdeginum mikla var m.a. kynnt Fiskidagslagið með Matta og Friðriki Ómari + dans, sr. Magnús G. Gunnarsson var með Litla Fiskidagsmessu, ýmiss skemmtiatriði og söngatriði voru á sviði og heiðrun, en frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli heiðrað einstaklinga, starfsemi eða fyrirtæki sem skipt hafa máli fyrir uppbyggingu sjávarútvegssamfélaganna, á Dalvík og jafnvel víðar. Í ár heiðraði Fiskidagurinn mikli sjómannskonuna en hún skiptir miklu máli í sjávarútvegssamfélaginu. Hún sér ein um heimili og fjölskyldu í fjarveru sjómannsins og hún hefur einnig í gegnum tíðina takið þátt í að vinna úr þeim afla sem á land berst og verið þannig mikilvæg fyrir atvinnulífið og sjávarútvegssamfélögin. Að þessu sinni var Valrós Árnadóttir heiðruð. Hún giftist ung sjómanni og áttu þau fjögur börn þegar hún missti mann sinn í hamfaraveðrinu 9. apríl 1963. Eftir það varð hún að axla ein þá ábyrgð að halda heimili og koma börnum sínum upp. Valrós tók líka þátt í sjávarútvegi með því að vinna við síldarsöltun, saltfiskvinnslu og aðra fiskvinnslu sem bauðst. Svanfríður Jónasdóttir, sem kynnti Valrósu sagði m.a.: „Valrós, sem nú er rétt orðin níræð, er fulltrúi þeirra mörgu kvenna sem urðu og eru sjómannskonur, og einnig þeirra sem urðu sjómannsekkjur. Valrós hefur líka verið mörgum fyrirmynd vegna sinnar óbilandi

bjartsýni og lífsgleði. Það er mannbætandi að þekkja Valrósu.“ Á Fiskideginum mikla flutti menntaog menningar­mála­ ráðherra ávarp, fiska­ sýning var á svæðinu sem nú var í fyrsta skipti innanhúss og ýmis fiskréttir stóðu gestum til boða án endurgjalds. Nýungar voru á matseðlinum, m.a. lax frá Arnarlaxi Fiskasýningin vakti verðskuldaða athygli. á Bíldudal. Boðið var upp á nýjar búhval sem ekki síst vakti athygli tegundir af sósum, sem voru m.a. ungu kynslóðarinnar. á fiskborgurum sem boðið hefur Um kvöldið voru svo verið upp á allt frá fyrsta Fiskidegi. stórfenglegir Fiskidagstónleikar og Að auki var sýnt kjálkabein úr flugeldasýning í boði Samherja.

Rúna Kristín Sigurðardóttir og Jónína Vilhjálmsdóttir starfsmaður Marel á fiskisúpukvöldinu heima hjá Rúnu og Hauk sem er einnig starfsmaður Marel á Mímisvegi 30 á Dalvík. Marel bauð upp á súpuna.


Velkomin á Svefnloftið!

Svefnloftið er spennandi deild í Rúmfatalagernum Svefnloftið sérhæfir sig í gæðarúmum á góðu verði. Sofðu skynsamlega Það er afar skynsamlegt að sofa í góðu rúmi en ekki að borga of mikið fyrir það. Svefnloftið er með eitt breiðasta dýnuúrval landsins, allt frá ódýrum til hágæða skandinavískra heilsurúma með 25 ára ábyrgð og 100 daga skilarétti.

Við erum sérfræðingar í rúmum. Láttu sérfræðingana okkar aðstoða þig við að finna rétta rúmið.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

10

Framhald af forsíðu

Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur.

Fjötrar eða framfarir á Vestfjörðum

Fram hefur komið í umræðum fjölmiðla og þingmanna, að Vest­ firðingum finnst að sér þrengt varðandi atvinnuþróun og innviða­ upp­byggingu samhliða henni. Þetta á við um leyfisveitingar stofnana ríkisins til fiskeldisfyrirtækjanna, aðallega um aukið sjókvíaeldi á laxi, vegalagningu á milli Þorska­ fjarðar og Patreks­fjarðar og raforku­kerfi Vestfjarða. Allt verður þetta að haldast í hendur, ef vest­ firskt samfélag á að þróast eðli­lega nú á fyrri hluta 21. aldarinnar. Nú standa Vestfirðingar á þröskuldi í atvinnumálum með fjár­festingum Norðmanna og Íslendinga í laxeldi. Starfsemin er reist á bestu þekktu tækni á sínu sviði, enda eru Norðmenn umsvifamestir allra í laxeldi með fram­leiðslu í Noregi um 1,3 Mt/ár (Mt=milljón tonn). Á Íslandi verður þessi framleiðsla aðeins brot af hinni norsku, sennilega alltaf undir 10 %. Það er vegna öflugra varúðarráðstafana hérlendis, þar sem megnið af strandlengjunni er lokað fyrir laxeldi. Frum-burðarþolsmat Haf­rannsóknar­stofnunar hljóðar upp á 80 kt/ár (kt=þúsund tonn) af laxi í sjókvíum á Vestfjörðum, og vel gæti svo farið, að heildareldið

beinu starfa muni nema 30 miaISK/ ár (30 milljörðum íslenzkra króna á ári). Þessi auður mun dreifast um Vestfirði og um allt íslenzka þjóðfélagið. Þetta verður sjálfbær starfsemi, sem notar innlent fóður að nokkru leyti og innlenda orku. Rækjusjómenn og veiðiréttar­ hafar í laxveiðiám hafa látið í ljós ótta um tjón á sinni starfsemi af völdum laxeldis með ströndum fram. Það eru þó gríðarlegir almannahagsmunir undir á Vestfjörðum, að laxeldið fái að blómgast þar, eins og burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar leyfir, og reynslan af rekstri eldis­ fyrirtækjanna með búnaði og verklagi samkvæmt norskum staðli, NS 9415, bendir til, að hættan á eldislöxum í ám með ósa út í Ísafjarðardjúp yfir leyfilegum mörkum, 4 % af villtum löxum á ári, sé nú svo lítil m.v. mesta mögulega tjón og gríðarlega hagsmuni í húfi, að leyfa beri þegar í stað 15-30 kt/ár laxeldi í sjókvíum þar. Ef 1600 ný störf verða til á Vestfjörðum, e.t.v. á 20 árum, gæti fólksfjölgun af þeirra völdum orðið 5000 manns, sem jafngildir fólksfjölgun um 71% og hafa mun byltingarkennd áhrif

Vatnamælingar í Eyvindarfjarðarvatni

Aflþörf á Vestfjörðum 2017-2040 TALFA 1 Gnýr Guðmundsson, raf­magns­ verkfræðingur, lauk meistara­prófs­ ritgerð í maí 2017 um raforkuþörf og endurbótaþörf á flutningskerfi

sendibílum og 25 % af vörubílum og vinnuvélum. Með því að reikna með 5 % á Vestfjörðum af heildarorku- og aflþörf landsins vegna þessa, fæst ofangreind rafmagnsþörf ökutækjaflotans.) Ef þetta gengur eftir, verður þróun orku- og aflþarfar á

Aflþörf á Vestfjörðum 2017-2040: Tafla 1 - Viðbótar orku- og aflþörf á Vestfjörðum 2017-2040: Notandi Orkuþörf GWh/ár Fiskeldi, 80 kt 160 Íbúafjölgun, 5 k 125 Rafbílar, 70 % [1] 64 Hafnir, án fiskeldis 35 Repjuvinnsla 12 Alls 396

Fossarnir í Hvalá í Ófeigsfirði. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði segir að langafi hans hafi misst 60 sauði niður um ís á ánni og í einhvern tíma þar á eftir var hún kölluð Sauðá. En með tímanum fékk hún sitt gamla nafn aftur. Um nafngiftina Hvalá er hins vegar ókunnugt.

muni nema 80-100 kt/ár í sjókvíum og landkerum í þessum landshluta, þegar upp verður staðið. Ef dregin er hliðstæða af upp gefinni verðmætasköpun laxeldis í Noregi, þá má ætla, að framleiðsla á 80 kt/ár muni skapa 800 bein störf og 800 óbein störf á Vestfjörðum og að verðmætasköpun þessara

á samfélagsgerð Vestfjarða, sem einkennast mun af fjölbreytilegum atvinnuvegum og velmegun, sem ekki gefur neitt eftir öðrum grózkumiklum byggðarlögum hér­lendis. Ríkisstjórn landsins, Alþingi, sveitar­s tjórnir, Vega­g erðin, Lands­net og Orkubú Vest­fjarða

(OV) verða að gera sér grein fyrir þeirri sam­félags­byltingu sem hér getur orðið að veru­leika og gera ráðstafanir í tæka tíð, svo að tækni­ legir inn­viðir, skólar, heilbrigðis­ kerfi, vega­kerfi, raf­orku­kerfi o.fl, anni þeirri íbúa­sprengingu, sem fram­undan er þá lík­leg á Vestfjörðum.

Aflþörf MW 30 20 16 8 6 80

Tafla 2 – Íbúafjöldi, orku- og aflþörf 2016-2040: Breytur Íbúafjöldi Orkuþörf Aflþörf

Ár 2016 7 k 251 GWh 42 MW

raforku vegna orkuskiptanna. Þar er reiknað með, að allir bílaleigubílar hafi verið rafvæddir árið 2040, um 85 % af rútum, 70 % af fjölskyldubílum, 45 % af

Ár 2040 12 k 647 GWh 122 MW

Breyting 71 % 2,6 földun 2,9 földun

Vestfjörðum með eftirfarandi hætti: TAFLA 2 Flutningsgetu línanna þarf að ákvarða eftir aflþörf viðskiptavina


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

11 m.v., að ein lína í rafkerfinu eða einn rafali í virkjun sé úr leik, þegar verst stendur á. Þetta er s.k. (n-1) regla, sem Landsnet notar sem viðmið hjá sér fyrir afhendingaröryggi raforku á landinu öllu. Á Vestfjörðum hefur þessu ekki verið að heilsa, og það mundi ekki leysa vandann að tvöfalda 132 kV Vesturlínu frá Hrútatungu í Mjólká fyrir um miaISK 15, því að bilanir vegna veðurs gætu hæglega orðið samtímis á báðum þessum Vesturlínum. Eina haldbæra úrræðið fyrir Vestfirðinga nú á tímum er það, sem felur í sér, að þeir búi við (n-1) afhendingaröryggi forgangsorku frá hendi seljanda og flytjanda sjálfbærrar raforku. Forgangsorkunotandi á ekki að sætta sig við lengra straumrof en sem nemur 10 mín/ár á meðalálagi, en árið 2015 urðu slíkar straumleysismínútur á Vestfjörðum 64,5 hjá forgangsnotendum. Þessi staðreynd ætti að skipa úrbótum á raforkukerfi Vestfjarða í forgang við fyrirhugað átak við innviðauppbyggingu landsins. Rafkerfið er óviðunandi fyrir núverandi notendur, og nýir notendur í töflu 1 eru að mestu forgangsorkunotendur. Hvað þarf að gera fyrir raforkukerfi Vestfjarða, svo að það anni raforkueftirspurn hratt vaxandi samfélags með sóma ?

Raforkukerfið

Það þarf í fyrsta lagi að verða stefnumið stjórnvalda í landinu í orkumálum Vestfjarða, svo og sveitarstjórna þar og Orkubús

Vestfjarða, OV, sem er í eigu ríkisins, að Vestfirðir verði sjálfbærir í raforkumálum, þ.e. vinnsla raforku úr endurnýjanlegum orkulindum Vestfjarða dugi Vest­firðingum alfarið, einnig í bilunartilvikum. Það eru nægar orkulindir á Vestfjörðum og engin þörf á tvöföldun Vesturlínu frá Hrútatungu í Hrútafirði til Mjólkár í Borgarfirði vestra, eins og verið hefur í umræðunni, fyrir um miaISK 15. Núverandi aflþörf Vestfjarða er um 42 MW og gæti samkvæmt töflu 2 orðið allt að 122 MW árið 2040. Geta virkjanir á Vestfjörðum annað þessu álagi ? Svarið er já og vel það.

Árið 2016 nam raforkuvinnsla dísilknúinna rafala og orkunotkun olíukatla jafngildi 2,7 GWh (gígawattstundir rafmagns) eða 1,1 % af heildarraforkunotkun á Vestfjörðum. Hvergi á landinu var dísilkeyrslan meiri. Þörfin á úrbótum er því brýn, hvernig sem á málið er litið. TAFLA 3 Í öðru lagi þarf að verða stefnumið í orkumálum Vestfjarða, að sú almenna regla Landsnets eigi við á Vestfjörðum sem annars staðar, að bilun á einni línu valdi ekki truflun hjá forgangsorkunotendum. Til þess að raungera þetta stefnumið

Raforkukerfið: Tafla 3 – Núverandi vatnsaflsvirkjanir og virkjanamöguleikar Virkjanir Á vegum OV 2016 Bændavirkjanir 2016 Hvalárvirkjun, áætlun 2016 Austurgilsvirkjun, áætlun 2016 Glámuvirkjun, áætlun 2016 Skúfnavatnavirkjun, áætlun 2016 Alls núverandi og hugsanlegar

Afl MW 16,7 3,4 55 35 67 8,5 186

Tafla 4 – Hringtenging flutningskerfis á Vestfjörðum Nauteyri – Ísafjörður – Breiðidalur – Keldeyri – Mjólká Nauteyri Ísafjörður Breiðidalur Keldeyri Mjólká

132 kV JS / SS 66 kV JS / LL / SS JS / LL

JS / SS 132/66 kV JS / LL / SS 66 kV 132/66 kV

JS / LL

þurfa allar 132 kV og 66 kV aðveitustöðvar Vestfjarða að verða hringtengdar. TAFLA 4 Margvíslegar styrkingar þurfa einnig að fara fram á dreifikerfinu, sem er aðallega á 11 kV og 33 kV spennu. Landsnet þarf að setja alveg nýjan takt í framkvæmdir sínar á Vestfjörðum vegna hraðrar þróunar athafnalífs þar að ógleymdum orkuskiptunum. Tæknilega og fjárhagslega á alls ekki að verða Landsneti ofvaxið að ljúka öllum ofangreindum umbótum fyrir árið 2025 að því tilskildu, að tengistaður fyrir innmötun orku frá virkjunum, flutning og dreifingu, einnig til Hólmavíkur, verði fastsett og ákveðin í Ísafjarðardjúpi eigi síðar en árið 2018. Sú leið að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum með tvöföldun Vesturlínu, þó ekki samhliða núverandi línu af rekstraröryggislegum ástæðum, fyrir yfir miaISK 15, er ófullnægjandi, af því að hún eykur skammhlaupsaflið á Vestfjörðum ekki nóg til að gera rekstur nauðsynlega víðfeðms háspennts jarðstrengjakerfis kleifan. Aldrei næst viðunandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, nema loftlínur á lægri spennum séu færðar í jörðu. Það er því engin önnur leið fær en að reisa öflugar virkjanir á Vestfjörðum til að tryggja þar nægilegt afhendingaröryggi og gæði raforku fyrir það vaxandi athafnalíf, sem Vestfirðingum er nauðsynlegt til að þróa byggð sína og samfélag.

Úrtöluraddir og nauðsynjar Af málatilbúnaði virkjanaand­ stæðinga að dæma er auðlinda­ nýting frágangssök, ef hún felur í sér einhverja breytingu á því, hvernig vatn fellur fram af klettum eða rennur niður eftir bergi á flúðum. Það er samt svo mikið af slíkum náttúrufyrirbrigðum á Íslandi, að það er á engan hátt óverjandi missir, þótt nokkrir þessara staða breytist eða hverfi tímabundiði á meðan safnað er vatni í miðlunarlón til að nýta íbúunum til farsældar. Ávinningurinn af vatns­ afls­­virkjunum fyrir afkomu lands­manna og hag þeirra, sem mest njóta góðs af styrkingu raforkukerfisins með viðkomandi virkjunum, er svo gríðarlegur, að hann réttlætir inngrip af þessu tagi í útlit náttúrunnar, enda eru slíkar framkvæmdir afturkræfar. Þess vegna er Hvalárvirkjun í nýtingarflokki Rammaáætlunar. Að gera ágreining um Hvalárvirkjun núna jafngildir að setja sókn atvinnulífs á Vestfjörðum í átt til fjölbreytilegra starfa við útflutningsatvinnugrein stólinn fyrir dyrnar af einstaklingsbundnum smekksástæðum. Spurningin er einföld; vilja Íslendingar að Vestfirðir verði sjálfbærir, hvað orkunotkun varðar, eða vilja þeir halda áfram að brenna þar talsverðu jarðefnaeldsneyti í orkuverum og samgöngutækjum, þótt tækniþróunin sé öll í átt til rafvæðingar og frá notkun jarðefnaeldsneytis? Vilja Íslendingar að Vest­ firðingar njóti sambærilegra tæki­færa til verðmætasköpunar og aðstöðu til athafna og lífsafkomu og aðrir landsmenn?

Sóknarhugur í atvinnumálum

FE NIX

®

C HRONOS EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.

G L ÆS I L E G T G PS ÚR SEM SAM EIN AR H EILSU- OG SN JALLÚR F Y R I R K RÖ F U HAR ÐA ÍÞ R Ó T T AM EN N O G ÚT IVIST AR FÓ LK .

S I MO NE MO R O Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður

Því hefur verið haldð fram í opinberri umræðu, að Hvalárvirkjun sé „langt umfram þarfir Vestfjarða,“ eins og þekktur læknir í Reykjavík komst að orði í grein í Morgunblaðinu 1. september 2017. Í þessu felst sú framtíðarsýni, að Vestfirðingar séu dæmdir til annars flokks innviða og einhæfs atvinnulífs, sem snúist æ meir um ferðaþjónustu. Það fer ekki mikið fyrir sóknarhug í atvinnumálum fyrir hönd Vestfirðinga í málflutningi þessa læknis. Hann athugar ekki, að núverandi rafálag á Vestfjörðum er tvöfalt uppsett afl í vatnsaflsvirkjunum Vestfjarða. Þetta þýðir, að þegar orkuafhending um Vesturlínu bregzt, verður að brenna dísilolíu til að anna helmingi aflþarfarinnar og dugir ekki alltaf til, þannig að fólk situr í myrkum og köldum húsum sínum í tíma og ótíma. Þessu verður að linna. Aðalatriðið er, hvernig þróunin verður, og framtíðin verður knúin rafmagni á Vestfjörðum sem og annars staðar á Íslandi, ef afturhaldsöfl ná ekki undirtökunum og hindra fjölbreytilega auðlindanýtingu hérlendis. Lands­ menn hafa fyrir löngu mótað sér þá stefnu, að Íslendingar skuli búa á landinu öllu og að til þess verði þeir að hafa sem jafnasta aðstöðu til athafna, hvar sem er á byggðu bóli. Fjötra má ekki leggja á framfarasókn Vestfirðinga. Til að hindra það er vilji allt sem þarf. Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

12

Hnefaleikastöðin Æsir:

Vaxandi þátttaka í barna- og unglingatímum

Vilhjálmur Hernandez stofnandi og eigandi hnefaleikastöðvarinnar Æsir að Viðarhöfða 2 í Reykjavík.

Valgerður Guðsteinsdóttir og Gunnar Kolbeinn Kristins­son eru fyrstu hérlendu atvinnuhnefa­ leikararnir en þau eru bæði félagar hjá Hnefa­leika­stöðinni Æsir í Reykjavík og æfa þar. Í októ­ber­mánuði vann Valgerður sinn sinn þriðja atvinnubardaga í hnefaleikum þegar hún mætti Dominika Novotny og var úrskurðuð sigurvegari eftir dómara­ ákvörðun. Bardaginn fór fram í Noregi á Oslofjord Fight Night en í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Cecilia Brækhus og Mikaela Lauren. Hin norska Brækhus er afar vinsæl í heimalandinu en þetta er í annað sinn sem Valgerður berst á sama kvöldi og Brækhus. Þetta var fyrsti atvinnubardagi Dominika Novotny í hnefaleikum en hún hafði aftur á móti reynslu úr sparkboxi. Fyrsta lotan var svakaleg þar sem Valgerði tókst að slá Novotny niður. Novotny komst betur inn í bardagann í 2. lotu en Valgerður var að lenda fleiri höggum út bardagann. Þær skiptust á þungum höggum út loturnar

úrslit bardagans voru kunngjörð. Hnefaleikastöðin Æsir er stofnuð árð 2007 þar áður hafði Vil­hjálmur Hernandez, eigandi og þjálfari hjá Hnefaleikastöðinni unnið að því að smíða hringi, setja niður gólfefni og undirbúa annað sem þarf á svona stöð. Starfsemin byrjaði inni í enda núverandi húsnæðis, í um 150 fermetrum, en síðan hefur starfsemin færst og stækkað til muna með auknum fjölda iðkanda á ári hverju. Árið 2009 tók Vilhjálmur Hernandez við öllu núverandi húsnæði.

Vaxandi fjöldi iðkenda - Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hnefaleikar voru aftur leyfir á Íslandi, þ.e. í apríl árið 2002, ekki síst fyrir vaska framgöngu Gunnars I. Birgissonar, sem þá átti sæti á Alþingi. Hvað koma reglulega margir hingað til þín og æfa? „Það er mjög vaxandi þátttaka í unglingatímunum, líklega um 50 sem koma reglulega að æfa, en

Valgerður Guðsteinsdóttir, fyrsta íslenska konan í atvinnuhnefaleikum.

fjórar en Valgerður stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammi­ stöðu. Valgerði var vel fagnað þegar

í keppnis­hópnum eru um 25, og í fitnesbox, sem eru þrektímar, koma að jafnaði um 150 manns

Gunnar Kolbeinn Kristinsson. Er ósigraður í 9 bardögum sem atvinnumaður og er núna í 150. sæti af 1300 á heimslistanum.

sem eru mjög vel skipulagðir tímar þar sem þátt­­tak­endur fara eftir pró­grammi. Keppnis­fólk eins og Val­gerður og Gunnar Kol­beinn eru hins vegar í einka­tímum og og fleiri sem eru í aukatímum, allt eftir getu og frammi­stöðu við­­kom­andi. Ég hef sjálf­ur aldrei keppt í hnefa­ leikum, en í öðrum íþróttum,“ segir Vil­hjálmur. „Sonur minn var í leikskóla og var stundum að stríða og jafnvel meiða aðra krakka og þá sá ég þátt á erlendri sjónvarpsstöð þar sem unglingar voru teknar inn á hnefaleikastöð

til að gefa þeim tækifæri til að fá útrás undir leiðsögn hnefaleikara og viðurkenndra þjálfara. Um 90% af þeim krökkum sem komu þar og þjálfuðu undir leiðsögn héldu áfram svo ég fór að leika mér með mínum syni til að hann fengi útrás, og það tókst mjög vel. Það þarf alls ekki alltaf að nota Ritalin til að róa þau niður, Ritalin kemur alls ekki í staðinn fyrir hvaða íþrótt sem er, heldur á að leyfa þeim að fá löglega útrás sem ekki bitnar á skólafélögum þeirra eða öðrum.“

Á annan tug móta á hverju ári

Íslandsmót er haldið í febrúar­ mánuði og auk þess eru haldin 10 til 12 mót á hverju ári. Á landinu öllu eru starfandi 7 hnefaleikaklúbbar, tveir á höfuðborgarsvæðinu, einnig klúbbar t.d. í Hafnarfirði, á Akranesi, Akureyri og Kópavogi og Keflavík og starfsemi þeirra allra er mjög vaxandi. „Árangur Gunnars Nelsson hefur vakið gríðarlega athygli og

þetta er heilbrigð íþrótt þótt heyrst hafi einstaka gagnrýnisraddir sem ekki eiga rétt á sér. Þær byggja á misskilningi og vanþekkingu á íþróttinni. Foreldrar sem eiga börn og unglinga hér við æfingar eru mjög jákvæðir, segja börnunum ganga almennt betur í námi, sjálfstraustið aukist og það á auðvitað einnig við um aðrar íþróttir, ástundum þeirra er bara jákvæð. Það verður væntanlega mót í desember hjá Mjölni og innan skamms tíma fari tveir keppendur frá okkur til keppni í Tampere í Finnlandi, mjög stórt og öflugt mót.“ - Hver er þinn uppáhalds erlendi hnefaleikari í dag? „Sá besti að mínu mati er Mexíkaninn Julio César Chávez González, keppandi í millivigt sem hefur unnið sigur í 98 bardögum. Afar fjölhæfur og skemmtilegur íþróttamaður,“ segir Vilhjálmur Hernandez.


NÝ OG SNJALLARI OCTAVIA KOMIN Í UMFERÐ NÝ ŠKODA OCTAVIA. EINN VINSÆLASTI FJÖLSKYLDUBÍLLINN. Octavia hefur sannarlega slegið í gegn hjá þjóðinni sem sést best á því að hann hefur verið einn vinsælasti fjölskyldubíllinn á Íslandi í mörg ár. Nú kynnum við nýja Octaviu með skarpari línur og snjallari aukabúnað en áður. Sem dæmi færðu 8" snertiskjá og LED dagljós sem staðalbúnað. Verðið á líka sinn þátt í vinsældunum. Komdu og prófaðu einn skemmtilegasta bílinn í umferð. ŠKODA OCTAVIA frá:

3.350.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ

www.skoda.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

14

Rannsóknir á þangi og þaramagni í Breiðafirði

- Þörungaverksmiðjan hefur starfað í 42 ár Fundur var haldinn í Reyk­hóla­ skóla fyrir skömmu um rannsóknir og nýtingu sjávargróðurs, og stöðu Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Karl Gunnarsson frá Haf­rannsóknar­stofnun kynnti yfir­standandi rann­sóknir á þang og þaramagni og endur­vexti þess

Þang er til margra hluta nytsamlegt.

í Breiðafirði. Hann lýsti fyrir­ komulagi mælinga sem kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá í mars 2017. Í skýrslunni kemur fram að heildarflatarmál fjara í firðinum talið um 144 km2 og þang á rúmlega 90 km2. Magn klóþangs er reiknað liðlega 1,1 milljón tonn, gróft reiknað er það um 12 kg á m2. Lengd einstakra plantna var mæld, og voru þær stærstu rúmir 3 metrar. Arnór Snæbjörnsson lög­fræð­ ingur í Atvinnu og ný­sköpunar­ ráðuneyti kynnti nýja lög­gjöf

um nýtingu sjávar­gróðurs, sem tekur gildi um næstu ára­mót. Hún byggir á lögum um nytja­stofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald. Þótt Þörungaverksmiðjan hafi starfað rúm 40 ár hefur ekki verið til lagarammi um starfsemi fyrirtækja í þessari grein. Á sínum tíma var Þörunga­ vinnslan byggð eftir að lög um þörungavinnslu við Breiðafjörð voru sett, en það var í og með gert vegna þess að ekki var sátt um hvar v e r k ­s m i ð j a n skyldi rísa. Á fundinum komu fram mjög ákveðnar efasemdir um að það stæðist að innheimta afla­ gjald af afrakstri hlunn­inda, en þangið vex á fjörum án til­stillis einhverra aðgerða, og fjörurnar eru í eigu viðkomandi land­eiganda, svo þang­upp­skera hlýtur að teljast til hlunninda eins og önnur jarðargæði sem hægt er að nýta og koma í verð. Öðru máli gegnir um þarann sem vex úti á meira dýpi, utan netalaga.

Nýting sjávargróðurs

flutti erindi um nýtingu sjávar­ gróðurs, sjálfbærni í víðu samhengi og nauðsyn víðtækari rannsókna á lífkeðjunni í sjónum á þessu svæði. Hann benti á að magn- og vaxtarmælingar á þangi og þara, þó þær væru útaf fyrir sig góðar, þá væru þær á afmörkuðum þætti í vistkerfinu. Áhrif þangskurðar á aðrar lífverur, s.s. fiskseiði, fugla, -æðarungar sækja æti í þangið- smádýr og bakteríur eru ekki kunn, en erlendar rannsóknir benda til að þau geti verið nokkur. Almennt er bjart yfir rekstri verksmiðjunnar, góðar söluhorfur afurða, enda framleiðslan einstök gæðavara. Helstu viðfangsefni nú um stundir er viðhald og endur­ nýjun verksmiðjunnar sjálfrar, en litlar breytingar hafa verið gerðar á henni þessi 42 ár sem hún hefur starfað. Aðkallandi þörf er á umtalsverðu viðhaldi á bryggjunni á Reykhólum, sem er lífæð verksmiðjunnar. Árferði hefur gríðarmikil áhrif á endurvöxt og hvað einstök svæði gefa af sér. Síðari ár hafa verið hagstæð, nánast enginn lagnaðarís sem rífur upp þang, og hitastig sjávar í meðallagi. Þetta þarf að taka með í reikninginn þegar áætlað er nýtanlegt magn. Dæmi eru þess að endurvöxtur hafi ekki náð þessum 12 - 18.000 tonnum á ári á þeim svæðum sem aflað er, en það er magnið sem verksmiðjan hefur tekið á móti.

Róbert A. Stefánsson forstöðu­ maður Náttúrustofu Vesturlands

Trésmiðja Ingólfs

Freyvangi 16, Hellu. S. 893 6866

Listaverk eftir Guðjón frá Dröngum við Hótel Djúpuvík.

Árneshreppur á Ströndum er brothætt byggð Í júnímánuði sl. stóðu Árnes­ hreppur, Byggðastofnun og Fjórðungs­samband Vest­firðinga fyrir íbúaþingi í Árnes­hreppi sem var ágætlega sótt og um­ræður voru fjörugar. Í framhaldi af því endur­ nýjaði hreppurinn umsókn sína til Byggðastofnunar, um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var sú umsókn samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar í ágúst sl. Í framhaldi af því var skipuð verkefnisstjórn sem nú hefur tekið til starfa og verður gerður form­ legur samstarfssamningur um verk­efnið, svipað og gert hefur verið á öðrum svæðum Brothættra byggða. Úrbætur í samgöngum voru tals­vert ræddar á fundinum, ekki síður en á íbúaþinginu. Brýnast þykir að staðið verði við þau áform Vegagerðarinnar að hefja vinnu við endurnýjun vegarins yfir Veiði­ leysu­háls árið 2018, jafnframt því

að bæta vetrarþjónustuna. Þessi mál verða sett á oddinn á næstu vikum og verða án efa áberandi í markmiðum og verkefnisáætlun fyrir verkefnið í samræmi við vilja íbúaþings. Auk annarra mála var nokkuð rætt um stöðu verslunar í sveitinni og hvað er til ráða, nú þegar kaupfélagið hefur lokað útibúinu. Heimamenn eru að vinna að lausn málsins. Þá var rætt um íbúafund sem verði haldinn svo fljótt sem verða má þegar drög að markmiðum og verkefnisáætlun fyrir verkefnið liggur fyrir. Þá þarf og að skilgreina hlutverk og skipulag fyrir verkefnisstjóra í verkefninu. Á fundinum var hafist handa við greiningu helstu styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra og þeirri vinnu verður síðan haldið áfram. Sérstaða Árneshrepps og einangrun vegur sannarlega þungt.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Önnumst alla alhliða trésmíði - Vönduð vinna. Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Vélaleiga og efnisflutningar Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Riddaragarði | Sími 895 6962


ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – BARA GÓÐUR –

Á hverjum degi færir sveitin okkur hreina gleði. Við erum að tala um náttúrulega hollustu, vináttu sem vex og dafnar — og Góðost ofan á brauð.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

16

Samtíminn kallar eftir nýjum lausnum í umhverfismálum og land­búnaðurinn vill vera hluti af þeim. Í raun er þessi framleiðsla skýrt dæmi um það hvernig aukinn áhersla á umhverfismál getur leitt til þess að hlutirnir eru hugsaðir upp á nýtt og nýjar leiðir finnast til verðmætasköpunar og til þess að nýta hráefnin til fulls.

Heilsuprótein ehf.

Verksmiðja í Skagafirði í eigu MS og Kaupfélags Skagfirðinga Heilsuprótein ehf., verksmiðja í sameiginlegri eigu MS og Kaupfélags Skagfirðinga, var vígð 21. október sl. að viðstöddu fjölmenni. Markar opnun hennar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi en þar

misserum,“ sagði Ari Edwald. „Við erum hér að verða vitni að nýsköpun, aukinni verðmætasköpun úr þeim hráefnum sem eru til staðar, og risastóru skrefi í umhverfismálum. Væntanlega gerum við öll sem

Glaðir gestir á góðri stund.

verður unnið hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til við ostagerð fyrirtækjanna og runnið hefur til sjávar fram að þessu. Síðari áfangi verksmiðjunnar, sem vonast er til að komist í gagnið eigi síðar en á árinu 2019, mun vinna etanól (alkóhól) úr mjólkursykrinum í mysunni. Eftir síðari áfangann mun einungis hreint vatn renna til sjávar úr ostasamlögunum á Norður - og Austurlandi. Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnar­formaður Heilsu­próteins sagði við vígsluna gesti í vígslu­ athöfninni vera vitni að „nýsköpun, aukinni verðmætasköpun úr þeim hráefnum sem eru til staðar og risastóru skrefi í umhverfismálum.“ Í dag fara um 60.000.000 lítrar af mjólk í ostagerð frá fyrirtækjunum, 10% verða ostur en 90% mysa. Áður fóru því 54.000.000 lítrar af „Það er afskaplega ánægjulegt að svona margir geti tekið þátt í að fagna þeim tímamótum sem eru að verða í íslenskum landbúnaði með gangsetningu þessarar verksmiðju og þeim áformum sem við þetta fyrirtæki eru tengd á næstu

hér erum, okkur grein fyrir því, að miklu meiri verðmæti felast í íslenskum landbúnaði en mælt verður með reglustiku þröngrar nauðhyggju, sem horfir ekki til margfeldisáhrifanna og þess að starfsemi tengd landbúnaði er oft grunnurinn sem annað byggist ofan á. Þannig hefur efnahagsleg undirstaða og innviðir til dæmis, víða verið til staðar, til að grípa ný tækifæri í ferðaþjónustu. Ekk­ert verður byggt ofan á ekkert. Íslenskar afurðir og hreinleiki landsins eru verðmæti og ljóst að saga íslensku þjóðarinnar og arfleifð verður ansi fátækleg ef öllu því sem snýr að matvælaframleiðslu og matar­ menningu væri kippt þar í burtu. Mitt mat er því það, að þótt íslenskur landbúnaður hafi notið ríkis­stuðnings og ákveðinnar toll­ verndar, eins og í öllum nágranna­ ríkjum okkar, þá hafi framlag hans til efnahags­starfseminnar verið jákvætt, þegar heildar­ myndin er skoðuð. Síðustu ár er þessi stuðningur orðinn óverulegur hlutfallslega, miðað við það sem áður var, en samt er það svo

að það getur verið enn bjartara framundan.“

Tíminn stendur ekki í stað

„Í allri matvælaframleiðslu stöndum við núna hvarvetna frammi fyrir nýjum áskorunum og nýjum tækifærum, vegna nýrrar þekkingar og þarfa heimsins fyrir matvæli, sem þurfa sífellt að næra fleiri og betur, en á sama tíma þarf framleiðsla matvælanna að skilja eftir sig minni og minni spor í umhverfinu. Enn meiri nýsköpun í landbúnaði er því það sem koma skal. Möguleikarnir eru endalausir og landbúnaðurinn í heild, mennta-, vísinda- og fjármálaumhverfið og margir fleiri, þurfa að taka höndum saman og vinna að því að greina þessi tækifæri og nýta þau sem best. Stjórnvöld þurfa líka að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að styðja þessa þróun. Það er staðreynd, að sú verksmiðja sem hér er risin væri ekki orðin að veruleika nema vegna þeirra lagaheimilda sem mjólkuriðnaðurinn hefur haft til þess að vinna saman

að því verkefni að safna mjólk frá bændum á landsvísu og lækka kostnað við framleiðslu á mjólkurvörum. Tvöfalt eða þrefalt fleiri afurðastöðvar en núna eru starfandi, sem væru að vinna hver í sínu horni, hefðu aldrei getað axlað sameiginlega ábyrgð á því umhverfisverkefni, sem hér er verið að leysa, á þann hagkvæma hátt sem raun ber vitni. Mjólkuriðnaðurinn hefur búist við því að að því kæmi að kröfur yrðu gerðar til þessarar framleiðslu um að minnka magn þurefna sem færu frá osta og skyrgerðinni út í náttúruna. Og það hafði verið slegið á þann kostnað sem það hefði í för með sér að bregðast við slíkum kröfum. Það er skemmst frá því að segja að það hefði kostað mun meira að fjárfesta í hreinsibúnaði hjá þeim afurðastöðvum sem nú eru starfandi og hefur fækkað mikið vegna hagræðingar, heldur en nam fjárfestingu í þessari verksmiðju. Heimild til samstarfs hefur því lagt grunninn að því að kröfur nútímans um betri umhverfisstjórnun væri hægt að leysa á viðskiptagrundvelli.

Gengið til vígsluhátíðar Heilsupróteins.

Samtíminn kallar eftir nýjum lausnum í umhverfismálum og landbúnaðurinn vill vera hluti af þeim. Í raun er þessi framleiðsla skýrt dæmi um það hvernig aukinn áhersla á umhverfismál getur leitt til þess að hlutirnir eru hugsaðir upp á nýtt og nýjar leiðir finnast til verðmætasköpunar og til þess að nýta hráefnin til fulls. Slík þróun er ekki bundin við stærri verkefni á borð við þetta. Og það er virkilega gaman að fylgjast með þeirri grósku sem nú er í kringum landbúnaðinn með starfi margvíslegra frumkvöðla sem skapa ný verðmæti með sínu hugviti.“

Stolt Skagfirðinga, karlakórinn Heimir söng.

1

90% VERÐA MYSA

2

3

NÝJA FERLIÐ HEFST

0.000 LÍTROSTUARR 60Í.00 OSTAGERÐ, 10% VERÐA

DAR A FERLIÐMYSU EN GAML ÚT Í SJÓ 54.000.000 LÍTRAR AF

FARA

ÁRA 1.100 KÚAKYN

.000 LÍTRAR 150.0AF 00 HRÁMJÓLK Á ÁRI

0.000 LÍTRIRAR 90FARA.00 Í ÝMSAR MJÓLKURAFURÐ

00 LÍTRAR 54.000.0 AF MYSU

4

5

360 T

AF HREINU M


TOPRÓTNNEINI

MYSU

S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

17

Þá hélt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ræðu við tilefnið og sagði meðal annars, „Það sem áður var umhverfisverkefni hefur nú orðið að verðmætasköpun. Verðmætasköpun sem ekki hefði orðið af ef hvert og eitt vinnslufyrirtæki hefði staðið frammi fyrir slíku. Þarna var vandamáli breytt í tækifæri. Vígsla á Próteinverksmiðju á Sauðárkróki er því merkilegur vitnisburður um nýsköpun á sviði umhverfismála, nýsköpun til að auka verðmæti og skapa atvinnu.“

Miklar breytingar í íslenskum landbúnaði

Bjarni Benediktsson, forsætis­ ráðherra, sagði annars við þetta merka tækifæri; „Íslenskur landbúnaður hefur gengið í gegnum miklar breytingar á stuttum tíma. Það hefur hefur orðið gífurleg framleiðniaukning, en í skýrslu greiningardeildar Arion banka frá í fyrra er aukningin talin vera um 39%. Framfarir eru miklar. Kúabú­ skapur hefur tekið stakkaskiptum og byggð eru ný fjós. Líklega má telja að 20 – 30 fjós rísi nú á stuttum tíma í landinu. Það er

Aukin nýting hráefna „Þetta er þróun sem við þekkjum vel úr sjávarútveginum á undan­ förnum árum, þar sem aukin nýting hráefna, meðal annars í dýrar lyfja­afurðir hefur skilað sér í

að það séu tækifæri jafnt í nýjum og gömlum atvinnuvegum, sem hægt er að nýta um allt land, ef menn vanda sig. Og auðvitað þurfa fyrirtæki að hafa fjárhagslegan styrk til slíkra verkefna. Eins og kynnt hefur verið er

úr afurðum bænda og að takast á við að lágmarka umhverfisáhrif af mjólkurvinnslu, dettur ekki af himnum ofan. Það má sannarlega segja að sá áfangi sem nú er að nást með uppbyggingu á vinnslustöð fyrir aukaafurð mjólkurvinnslu sé afar athyglisverður í mörgum skilningi. Þar verða unnin frekari verðmæti úr því sem fellur til við vinnslu mjólkur. Fullvinnsla sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi, þó saga mjólkurvinnslu á Íslandi spanni um 150 ár. Með því að þurrka mysuþykkni fellur til próteinduft sem býður heim frekari vinnslu og verðmætasköpun. Próteinvinnslan er því rétt að hefjast og vöruþróun hennar rétt að byrja. Ég trúi að verðmætin sem þar falla til geti á stuttum tíma skipt afkomu kúabænda verulegu máli.“

Áfengisframleiðsla úr mysu

Forsætisráðherra sagði að við vinnsluna væri klofinn frá mjólkursykur sem tilraunir eru nú gerðar til að gerja, með hjálp örvera til að framleiða spíra. Framleiðsla á spíra, með þessum hætti, sem meðal annars er nýttur til áfengisframleiðslu, er nýjung

við framleiðslu á iðnaðarvöru, sem önnur fyrirtæki fullvinni í ýmsar dýrari neytendavörur. Að mínu áliti hlítur það að verða eitt megin verkefni í mjólkuriðnaði á komandi árum, að nýta afurðir þessarar verksmiðju til frekari virðisauka

Bjarni Benediktsson forsætðisráðherra ávarpar gesti.

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS, Ari Edwald forstjóri MS og Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri KS.

stóraukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Þar hefur samstarfsaðili Mjólkursamsölunnar í þessu verkefni, Kaupfélag Skagfirðinga, ekki látið sitt eftir liggja eins og þekkt er. Þess sér reyndar víða stað í verkefnum þess, hvaða árangri er hægt að ná með bjartsýni, þolinmæði og raunsæi og trú á því

stefnt að því að framleiða árlega um 300 tonn af hágæða mysupróteini úr ostamysu í þessari verksmiðju, og að innan tveggja ára verði árleg framleiðsla á ethanóli úr ostamysunni og skyrmysu orðin um ein og hálf milljón lítra. Útreikningar standa til þess að slík verksmiðja muni bera sig vel miðað

á Íslandi. Þar eru mikil tækifæri fyrir skapandi frumkvöðla af öllum stærðum og gerðum,“ sagði Ari Edwald, forstjóri MS. Fyrrverandi og núverandi ráðherrar umhverfis og landbúnaðarmála tóku þátt í vígslunni með því að draga tjald frá inngangi í verksmiðjuna.

þrótt­mikil atvinnugrein sem leggur í svo miklar framkvæmdir sem við fögnum hér í dag. Framkvæmdir og fjárfesting í nýjum húsum og búnaði og fjárfesting í þessari vinnslu sem við fögnum hér í dag – er einmitt sá grunnur sem við viljum leggja undir íslenskan landbúnað, að hann sé á hverjum tíma í fremstu röð, að hann skipi í öndvegi velferð dýra og manna, að hann geti sótt fram með nýsköpun og þróun. Aukin verðmæti afurða eru ein­mitt lykill að framtíð land­ búnaðar­i ns. Sjávar­ú tvegurinn hefur gert það svo eftir er tekið, og um það sjáum við líka merki um í Skaga­firði, tekið stakka­skiptum og marg­faldað verð­mæti afurða sinna. Þann tón eigum við að slá fyrir íslenskan landbúnað. Ef okkur tekst vel til þá verða hefðbundnar afurðir að auka­afurðum og aukaafurðir að megin verðmætum.“

Lágmarka umhverfisáhrif af mjólkurvinnslu

á Íslandi. Úr þessari hliðarafurð mjólkurvinnslu má ekki síður binda miklar vonir við að geti orðið afar verðmæt framleiðsla. „Menn segja að það ætti að verða auðsótt mál að finna sérfræðinga í áfengisgerð í sveitinni og heimildir herma að þessi bruggverksmiðja geti mögulega orðið ein sú stærsta í Skagafirði! Öll þessi nýsköpun er árangur af traustum og skýrum heimildum til verkaskipta á milli úrvinnslufyrirtækja í mjólk. Það sem áður var umhverfisverkefni hefur nú orðið að verðmætasköpun. Verðmætasköpun sem ekki hefði orðið af ef hvert og eitt vinnslu­ fyrirtæki hefði staðið frammi fyrir slíku. Þarna var vandamáli breytt í tækifæri. Vígsla á Prótein­ verk­smiðju á Sauðárkróki er því merki­legur vitnisburður um nýsköpun á sviði umhverfismála, nýsköpun til að auka verðmæti og skapa atvinnu,“ sagði Bjarni Benedikts­son forsætisráðherra.

„Bygging á verksmiðju sem sameinar að búa til aukin verðmæti

9 7

TAREFNI FÆÐUPRÓTBÓ EINBÆTT MATVÆLI

LLJÓNIR R T.DNA AF. 40%6,5STERKMI U ÁFENGI EÐA AÐRAR VÖRU

8

FLASK

OG

STÆRÐ MARKAÐAR UM

1.300 MILLJARÐAR

6

12.200 TONN

ÞAR AF ERU AF SÆTUM RO-VÖKVA. YKUR 2.200 TONN MJÓLKURS

GERJAÐGRÆNOGORKA EIMAÐ

0 LÍTRAR 1.500AF.00 ALKÓHÓLI

0.000 LÍTRAR 42.40 AF HREINU VATNI ÚT Í SJÓ


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

18

Landsnet á fram­ tak ársins á sviði loftslagsmála

- fyrir snjall­net á Austurlandi

Sprengiefni komið fyrir.

Sigrún Björk Jakobsdóttir veitir viðurkenningunni móttöku.

Umhverfisverðlaun atvinnu­ lífs­ins voru afhent við hátíðlega at­höfn á Umhverfisdegi atvinnu­ lífsins. Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði lofts­ lags­mála fyrir snjall­net á Austur­ landi en Iceland­air hótel voru valin umhverfis­fyrirtæki ársins. Sigrún Björk Jakobs­dóttir, stjórnar­ formaður fyrir­tækisins veitti verð­ launum móttöku. „Við erum mjög stolt af þessu verkefni og frábært að fá viðurkenningu á því að við séum að gera vel þegar kemur að verkefnum sem snúa að loftlagmálum og hlýnun jarðar. Snjallnetið á Austurlandi er verkefni sem margir komu að og fyrir okkur er viðurkenningin hvatning til að gera enn betur á vegferð okkar í átt að rafrænni grænni framtíð“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir við þetta tækifæri.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a:

„Verkefnið sem í ár hlýtur viðurkenningu fyrir umhverfis­

fram­tak ársins felur í sér þróun á sjálf­ virkri stýringu á raforkuafhendingu fyrir sex fiskimjölsverksmiðjur á Austurlandi ásamt álagsstýringum í álverum, svokallað Snjallnet. Þróuð var ný aðferðafræði sem hægt er að beita innan stað­ bundinna raforku­k erfa sem glíma við flutnings­takmarkanir. Markmiðið var að geta flutt meiri orku í gegnum flöskuhálsa án þess að minnka rekstaröryggi svæðanna. Með þessum hætti er hægt að nýta betur núverandi raforkukerfi og gefa verksmiðjum færi á að skipta hráolíu út fyrir rafmagn sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Með innleiðingu Snjallnetsins á Austurlandi náðist verulegur árangur: M.a. Aukin flutningsgeta upp á 350 GWh á ári en það er á við árlega heimilisnotkun um 85 þúsund heimila eða 170 þúsund rafbíla. Einnig sparnaður neikvæðra umhverfisáhrifa upp á 90.000 tonn af kolefnislosun árlega sem er ígildi losunar frá rúmlega 50.000 bifreiðum.“

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Dýrafjarðargöng verða tilbúin haustið 2020 samkvæmt áætlun Framkvæmdir eru hafnar við gerð Dýrafjarðarganga sem koma eiga í stað eins erfiðasta fjallsvegar landsins um Hrafnseyrarheiði á

Verktakafyrirtækin Suðurverk og Metrostav frá Tékklandi eru verktakar Dýrafjarðargangna. Samningar við verktaka hljóða upp

Gangnamunni Arnarfjarðarmegin.

milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Jón Gunnarsson, samgönguog sveitarstjórnarráðherra, sprengdi upphafssprengingu Dýrafjarðarganga í gangnamunna Arnarfjarðarmegin með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra þann 14. september sl. en Vestfjarðagöng milli Skutulsfjarðar, Önundarfjarðar og Súgundarfjarðar voru einmitt vígð á sama degi árið 1996. Verkefnið Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum var líka vígt á sama degi árið 2015. Hugsanlega verða Dýrafjarðargöng svo opnuð 14. september 2020.

á um 9 milljarða króna. Þegar Jón Gunnarsson þrýsti á hnappinn sem kom sprengingunni af stað varð honum að orði að nú rynnu ekki eingöngu öll vötn til Dýrafjarðar heldur líka fullt af peningum. Hugmyndin að Dýrafjarðargöngum er búin að vera lengi á teikniborði Vegagerðarinnar. Var þetta m.a. eitt af fyrstu verkum Hreins Haraldssonar, núverandi vegamálastjóra, við störf hjá Vegagerðinni árið 1981, að kanna aðstæður fyrir Dýrafjarðargöng og hvar best væri að fara í gegn. Þrjú ár tekur að klára verkið og því líða 39 ár frá því hann kannaði aðstæður á svæðinu þar til ekið verður í gegn, ef áætlanir standast.

Göngin með vegskálum 5,6 km Lengd gangnanna í bergi er áætluð 5.301 metri, vegskálar 144 metrar og 156 metrar, eða samtals 300 metrar. Heildarlengd ganga með vegskálum er áætluð 5.601 metri og breidd gangnanna verður 8 metrar en þverskurðarflatarmál er 53 m2 . Hæð vegskálaenda er 35 metrar yfir sjávarmáli í Arnarfirði og 67 metrar yfir sjávarmáli í Dýrafirði. Gólf í göngum fer mest í 90 m y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 1,5%. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8. Í göngum verða 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum verða fjögur steypt tæknirými og tvö lítil fjarskiptahús utan ganga. Göngin verða malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum. Nýr vegur verður byggður beggja vegna gangamunna. Nýir vegir eru u.þ.b. 3 km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga. Vegurinn verður 8 m breiður með 7 m akbraut. Rafmagnsbúnaður og öryggisbúnaður verður fjölþættur, mest af búnaðinum er í fjórum tæknirýmum meðal annars fjórar spennistöðvar. Símaskápar eru einu skáparnir sem festir eru á veggi ganga, allir aðrir rafbúnaðarskápar eru í tæknirýmum. Loftræsiblásarar, 1 metri í þvermál, eru 16 og eru tveir og tveir saman á fjórum svæðum við tæknirýmin inni í göngunum.

Óskum Grindvíkingum nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


ENNEMM / SÍA / NM83268

Ferskt alla leið

Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistarakokks í Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna París þarf hann að ferðast langa leið. Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávarfang kallar á nærgætna meðhöndlun og fag­ mennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávarútvegsfyrirtækjum virðisaukandi lausnir og margþætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hagkvæman og öruggan hátt.

Saman náum við árangri


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

20

„Möguleikar íslensks sjávarútvegs ráðast af hagkvæmni flutninga“ - segir Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Kvarans, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, á lokadegi Sjávar­ útvegsráðstefnunnar 17. nóvember sl. Gunnar segir flutnings­kostnað

skipta miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði. Framsaga Gunnars var með yfirskriftinni „Geta víðtæk flutningskerfi aðstoðað við að opna nýja markaði fyrir sjávarafurðir frá Íslandi?“ Gunnar hefur í störfum sínum síðastliðinn áratug verið tengdur útflutningi á sjávarafurðum. „Ég

hef séð nýja markaði opnast á meðan hægst hefur á öðrum eða þeir jafnvel lokast,“ sagði hann. Öflugan sjávarútveg sagði Gunnar byggja á því að til staðar væri traust og gott flutningsnet til að koma afurðum á erlenda markaði. Sem dæmi um vel heppnaða samvinnu sjávarútvegs og flutningsfyrirtækja nefndi

Gunnar Kvaran flytur erindi sitt á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í Hörpu, föstudaginn 17. nóvember sl / mynd: Samskip.

Glæra úr kynningu Gunnars Kvarans á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017. Þróun útflutnings sjávarafurða til Rússlands 2010-2016.

Glæra úr kynningu Gunnars Kvarans á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017. Flutt magn sjávarafurða eftir markaðssvæðum.

Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn í Suðursveit

Bráðabirgðabrúin.

Að kvöldi miðvikudags 27. september tók íbúi í nágrenni við brú yfir Steinavötn í Suðursveit eftir því að vatn hafði safnast fyrir á gólfi brúarinnar sem gaf til kynna að einn brúarstöpullinn hefði sigið. Mikil úrkoma hafði verið á svæðinu og náði vatnsborð upp undir neðri brún bita brúarinnar. Haft var samband við lögreglu og lokaði hún umferð um brúna þá um kvöldið. Guðrún Þóra Garðarsdóttir verkfræðingur var fengin til að reikna áhrif sigsins á burðargetu brúarinnar og komst hún að þeirri niðurstöðu að burðarþol brúarinnar væri það mikið skert að hún væri ónothæf. Hafist var handa við að byggja bráðabirgðabrú og var brúin opnuð

hann viðbrögðin við því að Rússlandsmarkaður lokaðist Íslandi sumarið 2015. „Á þessum tímapunkti vorum við að undirbúa makrílvertíð sem var á fyrstu metrunum. Í kjölfarið hófst mikil og spennandi vinna við að finna afurðunum nýja markaði, í samvinnu flutningaðila og útflytjenda. Fyrirspurnum rigndi inn varðandi nýja og áhugaverða endastaði sem unnið hafi verið úr og þjónusta boðin. Vel tókst að vinna úr þessari stöðu og finna afurðunum nýja markaði. Það má segja að hagkvæmar flutningsleiðir séu lykilþáttur í því hvert selja skuli afurðir þar sem kostnaður við flutninginn er ákvörðunarþáttur sem skiptir oft á tíðum miklu máli.“

Gunnar sagði að magn útflutningsins hafi verið stöðugt undan­farin misseri, en að jafnaði séu flutt frá landinu í kringum 650 til 700 þúsund tonn. „Botnfiskur er nokkuð jafn milli ára þó einstaka tegundir fari upp og niður eins og gengur og gerist.“ Helstu breytingar síðustu ára séu tengdar uppsjávarfiski. „Þar má nefna sterkar loðnuvertíðir og þá sérstaklega 2002 til 2005 og makrílinn sem kemur inn í kringum 2009 og 2010.“ Fram kom máli Gunnars að bróðurpartur útflutnings sjávarafurða fari til Evrópu, eða 86%. Til Asíu fari 7%, Afríku 4% og Norður-Ameríku 3% miðað við tölur ársins 2016.

fyrir umferð á tæpum sex dögum eftir að flekasmíði byrjaði og 5 dögum eftir að byrjað var að reka niður staura. Smíði brúarinnar gekk vonum framar en bráðbirgðabrúin er um 104 m löng einbreið brú en sú gamla var einnig einbreið. Byggð verður ný tvíbreið brú á sama stað og sú gamla er og verður

nýja brúin verður tvíbreið. Reikna má með að það líði 2 til 3 ár áður en hægt verður að aka yfir nýja varanlega brú en gert er ráð fyrir að sú brú kosti um 700 milljónir króna. Starfsmenn Vegagerðarinnar eigi skilið hrós fyrir vaska framgöngu og frábæra þjónustulund.

Gamla brúin sem lokið sinni þjónustu. Vestari endi hennar er fallinn eða var felldur.



SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

22

Hækku Ágúst H. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur

Eldborg í Svartsengi.

Höfuðstöðvar HS Orku fluttar í Eldborg Höfuðstöðvar HS Orku hafa verið fluttar í Eldborg, við hlið orkuvers fyrirtækisins, í Svartsengi við Bláa lónið í byrjun þessa árs. Þær voru áður við Brekkustíg í Reykjanesbæ þar sem fyrirtækið deildi húsnæði með HS Veitum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði af þessu tilefni að nú væru flestir starfsmenn fyrirtækisins komnir á einn og sama staðinn, nær orkuverunum í Auðlindagarðinum – afleiddu starfseminni sem orðið hefur til í kringum orkuverin. Eldborg í Svartsengi var upphaflega þjónustuog kynningarhús Hitaveitu Suðurnesja en Bláa lónið hefur séð um rekstur hússins síðustu ár og leigt út fyrir veislur og fundi. Svartsengi hóf raforkuframleiðslu árið 1976 með jarðgufu, og var fyrsta orkuver landsins til að tvinna saman raforkuframleiðslu og orkuvinnslu til húshitunar. Virkjunin hefur verið byggð í sex áföngum og var stærsti áfangi hennar, orkuver, 5 tekið í notkun árið 1999 með 30 MW vél ásamt varmaorkuveri með 240 lítrum á sekúndu heitavatnsframleiðslu. Í desember 2007 var sjötti áfanginn tekinn í notkun, orkuver 6 þar er eingöngu um raforkuframleiðslu

að ræða, uppsett afl er 33 MW. Uppsett afl til raforkuframleiðslu allra áfanga er samanlagt um 75 MW. Af raforkunni sem framleidd er í virkjuninni fara um 27,6 MW til Norðuráls í Hvalfirði. Í Svartsengi er jarðsjór úr allt að 2000 metra djúpum borholum settur í gegnum ferli til framleiðslu á heitu vatni og rafmagni. Jarðvökvann er ekki hægt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu og mikils steinefnainnihalds. Jarðvökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og framleiðslu á rafmagni. Jarðvökva sem ekki er nýttur til beinnar upphitunar er dælt niður í jarðhitageyminn auk þess sem hann ásamt þéttiefni jarðgufu myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísil og sérstökum blágrænþörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Stjórn HS Orku hf. samþykkti nýverið ársreikning fyrirtækisins fyrir 2016. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Hagnaður ársins nam 3.104 milljónum króna en á 2015 var tap af rekstri 247 milljónir króna. Rekstartekjur námu 7.099

milljónum króna (2015: 7.343 milljónir króna). Helsta skýring á lækkun rekstrartekna eru minni tekjur af sölu til álframleiðslu og talsvert minni sala á heitu vatni. Auknar tekjur af smásölumarkaði á rafmagni vinna á móti þessu. Framleiðslukostnaður er hærri en 2015 vegna aukinna orkukaupa og hærri afskrifta sem stafa af endurmati orkuversins í Svartsengi í árslok 2015. Rannsóknar- og þróunarkostnaður er óvenju hár á árinu 2016. Skýrist það fyrst og fremst af borun Íslenska djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi. Borun lauk um miðjan janúar 2017 og var dýpið 4.650 metrar. Öll helstu markmið verkefnisins náðust varðandi dýpi, hitastig holunnar, að ná borkjörnum og ekki síst lekt í holunni. Áætlaður hiti á botni holunnar í dag er meira en 400 gráður. Vonir standa til að finna gufusvæði með yfirhitaðri gufu sem er mun orkumeiri en hefðbundin gufa notuð til orkuvinnslu. Heildarhagnaður nam 2.757 milljónum króna árið 2016 samanborið við hagnað upp á 2.633 milljónir króna á árinu 2015. Eiginfjárhlutfall 31. desember 2016 er áfram mjög hátt, eða 66,7% en var í árslok 2015 58,6%.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Er sjávarborð að hækka hraðar og hraðar og má reikna með að lönd og borgir séu að fara á kaf? Ráðamenn á Maldiveeyjum fara fram á skaðabætur. Fréttamenn og almenningur súpa hveljur. Hvað er satt og rétt í þessum málum? Á maður að trúa svona fréttum gagnrýnislaust? Ó Morgunblaðið er skrifað 13. nóvember síðastliðinn; „Of seint að stöðva bráðnunina. Segir AFP-fréttastofan suma vísindamenn t.a.m. telja yfirborð jarðar hafa náð þeim hita að ekkert geti stöðvað ísbreiðuna á á vesturhluta Suðurskautsins í að bráðna, en þar er að finna nóg af frosnu vatni til að hækka yfirborð sjávar um 6-7 metra“. Til að komast að því hvað er satt og hverju er logið er einfaldast að skoða sjálfur frumgögnin um breytingar á sjávarstöðu. Í þessum pistli verða skoðuð þrenns konar mæligögn: Mælingar sem gerðar hafa verið með hjálp gervihnatta frá árinu 1993, mælingar sem gerðar hafa með landföstum mælitækjum víða um heim frá 1870 og að lokum gögn frá sjávarstöðumæli á Maldive yjum. Áður en fjallað er um þessar mælingar er rétt að hafa fáein orð um tæknina sem liggur að baki þessum mæliaðferðum.

Mælingar frá gervihnöttum

Í 1336 kílómetra hæð yfir jörð liggur braut gervihnatta sem senda radargeisla niður á yfirborð sjávar og mæla tímann sem það tekur geislann að ferðast fram og til baka aftur, eða samtals 2672 kílómetra leið. Radargeislinn ferðast með ljóshraða sem er vel þekktur, eða um 300 milljón metrar á sekúndu, svo að með því að mæla þennan tíma er hægt að komast að því hver hæð gervihnattarins er yfir haffletinum, og hvernig hæð yfirborðs sjávar breytist með árunum sem líða. Þessi mæliaðferð er að sjálfsögðu ekki án vandamála. Breyting á sjávarstöðu er gefin upp sem 3,4 millimetrar á ári, með óvissu sem nemur aðeins 0,4 millimetrum til eða frá. Í fljótu bragði virðist það ekki mikið vandamál að mæla rúmlega 3 millimetra með þessari nákvæmni. Góður smiður fer létt með það. Málið lítur þó öðru vísi út þegar haft er í huga að í raun er verið að mæla breytingar á hæð gervihnattarins yfir haffletinum, sem er 1.336.000 metrum, eða 1.336.000.000 millímetrum neðar, og það með nákvæmni sem er innan við hálfan millímetra. Þetta er nánast sema vegalengd og hringvegurinn umhverfis Ísland. Við leyfum okkur samt að taka þessi mæligildi, hækkun sjávar um 3,4 mm +/- 0,4 mm á ári, trúanleg.

Mælingar með landföstum mælitækjum.

Mælingar með landföstum tækjum hafa verið gerðar víða

- öfgar eða um heim í vel yfir hundrað ár. Þessar mælingar voru upphaflega mælingar á sjávarföllum, en hafa síðar verið notaðar til að mæla langtímabreytingar á sjávarstöðu. Hér er vandamálið annars eðlis en við mælingar með hjálp gervihnatta, því sums staðar er land að síga og annars staðar er það að rísa. Til þess þarf að taka við úrvinnslu mæligagna, en með hjálp GPS gervihnatta hefur verið hægt að mæla þetta landsig eða landris. Meðaltal mæligagna frá nokkrum vel völdum stöðvum gefur til kynna hækkun sem nemur um 1,7 mm á ári miðað við alla síðustu öld, og eitthvað meira síðustu áratugina. Við getum því miðað við að hækkun sjávarborðs um þessar mundir sé um það bil 2 til 3 millimetrar á ári, sem jafngildir um 20 til 30 sentímetrum á öld.

Hefur sjávarborð verið að hækka óvenju mikið?

Nú er komið að því að meta hvort sjávarborð hafi verið að hækka hraðar og hraðar á undanförnum árum, og hvort eitthvað sé sem bendi til þess að hraðinn á hækkuninni sé að aukast. Ef svo væri, þá væri auðvitað ástæða til að hafa áhyggjur. Við sækjum nýjustu mæligögnin frá gervihnöttum. Á vef Columbia háskóla eru þessi mæligögn teiknuð ásamt ferli sem sýnir El-Nino / La-Nina fyrirbærið í Kyrrahafinu frá árinu 1993 til júlí 2017.( Sjá mynd 3). Ljóst er að samkvæmt mælingum frá gervihnöttum hefur ekki orðið nein breyting á hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. Vissulega virðist sem hækkunin hafi stöðvast undanfarin tvö ár, en ástæðan er að öllum líkindum áhrif frá veðurfyrirbærinu El-Nino í Kyrrahafinu sem var í hámarki í byrjun árs 2016. Við getum því andað rólega, því það er ekkert í mælingum sem bendir til þess að sjávarborð muni hækka hraðar á næstu árum en undanfarinn áratug. En hvað með Maldive eyja­ klasann? Er hann að sökkva í sæ? Svo vill til að í höfuðborginni Malé hefur sjávarborð verið mælt og eru mæligögnin aðgengileg á vefsíðu Permanent Service for Mean Sea Level (PSMSL) . Þar er einnig að finna mæligögn frá sjávarstöðumælinum í Reykjavík. (Sjá myndir 5 og 6) Við höfum mestan áhuga á að skoða hvort eitt­hvað óvenjulegt varðandi hækkun sjávarborðs undanfarin ár sé að ræða. Hvað sýnist þér lesandi góður?. Er ástæða til að hafa áhyggjur? Ljóst er að fréttir sem birst hafa í fjölmiðlum um óvenju öra hækkun sjávar eiga ekki við rök að styðjast. Eins og oft áður apar hver fréttamaðurinn eftir öðrum, og engum kemur til hugar að kanna staðreyndir.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

23

n sjávaryfirborðs raunveru leiki? Árni Magnússon handrita­ safnari skrifaði eitt sinn er honum blöskraði: „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gáng, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggja nokkuð að iðja.“ Loftslag jarðar er sífellt að breytast. Það hefur verið að breytast á undanförnum áratugum, öldum og þúsöldum. Það var álíka hlýtt á jörðinni og í dag fyrir þúsund árum (Medieval warm period) og enn hlýrra fyrir tvöþúsund árum (Roman warm period) og töluvert hlýrra fyrir þrjúþúsund árum (Minoan warm period). Vafalítið mun loftslag halda áfram að breytast á komandi öldum. Annað slagið koma fram menn sem spá nánast heimsendi vegna athafna manna. Spáð er ofurhlýnun lofts og sjávar, íslausum pólsvæðum, algjöru snjóleysi, aukningu fellibylja, o.s.frv. Vissulega hefur að meðaltali hlýnað um 0,8 gráður síðastliðin 150 ár, en þá ríkti reyndar kuldaskeið sem við köllum Litlu ísöldina og stóð yfir um nokkur hundruð ára skeið. Líklega vildu fæstir Íslendinga snúa aftur til þess kuldatíma með hafís og óáran. Hafísinn er enn á sínum stað á norðurhveli, þó svo hann hafi minnkað aðeins undanfarin ár, og snjórinn er þrálátur eins og við þekkjum öll.

Prófessor Ole Humlum heldur úti einstaklega góðri vefsíðu www. climate4you.com. Þar birtast jafnóðum réttar upplýsingar um loftslagsmál; lofthita, sjávarhita, hafís, snjóþekju, fellibylji, sólvirkni, o.fl. Öll eru þessi gögn birt á aðgengilegan hátt ásamt skýringum og vísun til heimilda. Mánaðarlega gefur Ole Humlum út ókeypis fréttablað sem aðgengilegt er á netinu. Þetta er hugsanlega besta upplýsingasíðan um loftslagsmál, enda oft vitnað til hennar. Oft rugla menn saman veðri og loftslags­breytingum. Breytingar á veðri geta náð yfir nokkur ár og veðurminni flestra er stutt. Mönnum hættir því að blanda þessu öllu saman. Við getum tekið sem dæmi hin svokölluðu hafísár eða kalár um 1970. Þau stóðu yfir í nokkur ár, nægilega lengi til þess að fjölmargir vísindamenn voru farnir að spá því að raunveruleg ísöld af þeirri gerð sem lauk fyrir um 10 þúsund árum væri að hefjast. Þetta reyndust ekki loftslags­breytingar, sem betur fer. Svo fór að hlýna aftur og þá snéru hinir sömu vísindamenn við blaðinu og fóru að spá því að nú væri allt að fara í bál og brand vegna ofurhlýnunar. Um síðustu aldamót kom hik á hlýnunina sem stóð í hálfan annan áratug þar til öflugt El-Nino kom til hjálpar og hitinn rauk upp á nokkrum mánuðum. Nú var enn

einu sinni kominn tími til að súpa hveljur.

El-Nino

Hvað er þetta El-Nino sem veldur greinilega sveiflum í sjávarstöðunni sem gervihnettirnir mæla? Árin 1998 og 2015/2016 voru mjög öflug fyrirbæri í Kyrrahafinu sem kallast El-Niño, eða jólabarnið. Heitur sjór losaði þá varma í lofthjúpinn, hann hlýnaði verulega um nokkurra mánaða skeið en sjórinn kólnaði. Yfirleitt tekur við fyrirbæri sem kallast La-Niña þegar kaldari sjór kælir loftið. Áhrifanna gætti víða um heim og veðráttan var víða mjög óvenjuleg. Lofthitinn náði síðast hámarki um áramótin 2015/2016 en fór síðan hratt fallandi. Nýlega hefur NOAA National Oceanic and Atmospheric Administration gefið út spá um að hið svala La Niña sé að myndast og verði ráðandi nú í vetur. Það mun væntanlega hafa áhrif á veðrið víða um heim, en áhrifin hér á landi verða, ef að líkum lætur, óveruleg. Þetta er mjög mikil einföldun á fyrirbærunum El-Niño og La-Niña. Sjá góðar skýringar Trausta Jónssonar á fyrirbærinu á Vísindavefnum https://www. visindavefur.is/svar.php?id=6580.

Mælingar á sjávarstöðu gerðar frá gervihnöttum. Ferillinn nær frá 1993 til júlí 2017, þ.e. þetta er samkvæmt nýjustu mæligögnum sem birt hafa verið. Skýringar á flatneskjunni í enda ferilsins kunna að liggja í áhrifum frá óvenju öflugu El-Nino hafveðurfyrirbæri í Kyrrahafinu árið 2016, en erfitt er að sjá að einhver aukning hafi verið í hækkun sjávarstöðu undanfarið. Reyndar kunna þessar sveiflur sem sjá má í ferlinum að villa mönnum sýn. Tímabundið rís sjávarborð hraðar en önnur ár, en svo hægir á og meðalhraðinn á hækkuninni helst stöðugur eins og punktalínurnar sýna. Á neðri hluta myndarinnar má sjá hvernig hlýtt El-Nino (rauðgult) skiptist á við svalt La-Nina (blátt), og má sjá merki þess sem sveiflur á efri ferlinum. Það vekur athygli að engin aukning á El-Nino er merkjanleg á síðurstu árum, þvert á fréttir þar um.

Ágúst Bjarnason

Mælingar gerðar með hefðbundnum landföstum mælitækjum. Tímabilið er 1870 til 2000. Hækkunin nemur um 2 mm á ári sem jafngildir 20 cm á öld.

Höfuðborg Maldive eyjaklasans heitir Malé. Ráðamenn þar hafa farið fram á skaðabætur vegna þess að þeir telja að eyjarnar séu að sökkva í sæ. Einhver gæti talið að þessi mynd sé fölsuð, en svona er raunveruleikinn. Smá landsig vegna allra þessara stórbygginga ætti ekki að koma á óvart.

Dæmigerð fréttamynd sem sýnir stórborg vera að sökkva í sæ. Hver er tilgagurinn með svona fréttaflutningi og öfgafullum myndum?

Sjávarstöðumælir frá Maldive eyjum. Heimild: http://www.psmsl.org/data/obtaining/stations/1707.php

Sjávarstöðumælir í Reykjavík. Heimild: http://www.psmsl.org/data/obtaining/stations/638.php


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

24

Fjallabyggð:

Stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn Evrópu er þar að finna

Bjórböðin eru sproti ársins á Norðurlandi.

Ferðaþjónustan á Norðurlandi:

Bjórböðin á Árskógs­ strönd eru sproti ársins Markmiðið með stofnun bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógsströnd á sínum tíma var að búa til eðalbjór og þá var einungis valið besta hráefnið sem völ er á. Það kemur allt frá Tékklandi, á móti er notað íslenskt vatn sem kemur úr lind í Sólarfjalli, við utanverðan Eyjafjörð. Útkoman er Kaldi; íslenskur bjór, bruggaður eftir tékkneskri hefð,

2007. Með þeirri stækkun var framleiðslugetan 300.000 lítrar á ári. Sú stækkun dugði ekki lengi til og var gerjunarplássið stækkað um 12.000 lítra í nóvember 2008. Árið 2011 var verksmiðjan stækkuð um helming og öll átöppunarvélin færð yfir í nýja húsið. Ásamt því var bætt við tönkum og því var aukið gerjunarplássið um 12.000 lítra. Í dag er Kaldi með 10 tegundir

Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Sproti ársins kom í hlut Bjór­ baðanna á Árskógsströnd, en þau komu inn í ferðaþjhónustuna fyrr á þessu ári og vöktu strax mikla athygli, bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna. Bjórböðin hafa skapað sér ákveðna sérstöðu í ferðaþjónustu og ferðaskrifstofur verið fljótar að taka við sér með því að bjóða upp á ferðir þar sem viðkoma í böðunum er innifalin. Ferðaþjónusta á Norðurlandi nýtur góðs af þessari nýjung þar sem þarna er komin eftirsóknarverð þjónusta sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér. Við bjórböðin er einnig risin veitingastaður og bar.

Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til þegar Siglufjarðarkaupstaður og Ólafsfjarðarbær voru sameinuð árið 2006 og tengja Héðinsfjarðargöng byggðarlögin saman. Ferðamenn á öllum aldri geta notað þess að dvelja í Fjallabyggð hvort sem það tengist söfnum eða náttúrunni sjálfri. Síldarminjasafnið á Siglufirði er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins sem og í allri Evrópu. Safnið er í þremur húsum. Fyrst skal nefna Róaldsbrakka sem er uppgert hús frá 1907 en þar var söltunarstöð til ársins 1968. Sögusýning er í húsinu og er þar að finna mikið af gömlum ljósmyndum og frásögnum af því hvernig lífið var í síldarbænum. Þar uppi á lofti eru vistarverur síldarstúlknanna sem komu alls staðar að af landinu til að vinna í síld. Stundum bjuggu þar um 60 konur yfir síldarvertíðina. Herbergin þeirra eru óbreytt fyrir utan að búið er að bæta við munum. Annað húsið sem tilheyrir safninu kallast Grána og var sérstaklega byggt í tengslum við safnið. Sýnt er hvernig síldarverksmiðjur litu út og þar eru raunveruleg tæki sem voru í slíkum verksmiðjum. Gestir ættu að geta gert sér í hugarlund hvernig síldinni var breytt í mjöl og lýsi. Uppi á lofti er sögusýning um 100 ára bræðslusögu þjóðarinnar. Þriðja húsið kallast Bátahúsið og var það líka byggt í tengslum við safnið. Þar eru til sýnis skip og bátar sem liggja við bryggju og er reynt að endurskapa

hafnarstemmninguna frá því í kringum 1950. Hægt er að fara um borð í eitt síldarskipið. Gestir geta einnig skoðað skúra á bryggjunni svo sem netaskúr sem sýnir aðbúnað netagerðamanna. Þá má einnig nefna beitningaskúr.

Þjóðlagasetur, ljóðasetur og ljósmyndasafn

Fleiri söfn er að finna á Siglufirði. Séra Bjarni Þorsteinsson safnaði öllum íslensku þjóðlögunum og í húsi sem hann bjó í er þjóðlagasetur. Gestir geta horft á myndbönd af fólki sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Sýnishorn af handritum séra Bjarna eru á safninu, bæði þjóðlög og tónsmíðar eftir hann. Þar eru einnig hljóðfæri til sýnis. Þjóðlagahátíð hefur verið sett upp í tengslum við safnið undanfarin ár fyrstu vikuna í júlí og er kynnt tónlist ýmissa þjóða. Fleiri áhugaverð söfn eru á Siglufirði: Ljóðasetur og ljósmyndasafn sem er í einkaeigu en í því síðarnefnda eru til sýnis myndavélar og gestir geta fræðst um ljósmyndatækni.

Náttúrugripasafn

Náttúrugripasafn er í Ólafsfirði þar sem skoða má mikið safn af uppstoppuðum fuglum og eggjum. Flestar fuglategundir landsins eru í safninu. Þar er líka vísir að plöntusafni, þar er uppstoppaður ísbjörn sem var skotinn á Grímseyjarsundi, refur í greni, geithafur, krabbar og fleira.

Fyrirtæki ársins

Hreinlætis er gætt í hvívetna við bruggun Kalda á Árskógsströnd.

ógerilsneyddur, engin viðbættur sykur og án rotvarnarefna. Til að byrja með var gert ráð fyrir ársframleiðslu upp á 160.000 lítra á ári, en eftirspurnin var meiri en búist var við og var fljótlega ákveðið að bæta við gerjunartönkum og auka gerjunarplássið um 12.000 lítra. Sú stækkun kom í maí

á markaði, en eru fimm af þeim árstíðabundnar.

Bjórböðin

Uppskeruhátíð ferða­þjónust­ unnar á Norðurlandi fór fram fyrir skömmu í Skjól­brekku í Mý­vatns­ sveit nýverið. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar,

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Viðurkenningin „Fyrirtæki ársins“ var veitt fyrirtæki sem hefur skapað sér sterka stöðu á markaði og hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun. Þetta er ferðaþjónustan Gauksmýri á Norðurlandi vesta, frábær þjónusta og gisting skammt frá þjóðvegi 1. Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar hlaut Vogafjós í Mývatnssveit. Vogafjós í Mývatnssveit er nú með bestu veitingastöðum Norðurlands sem hefur mjög jákvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu í landshlutanum. Frá Vogafjósum er einnig seldur matur beint frá býli.

Síldarárnna er oft minnst með skemmtilegum hætti. Safnið geymir m.a. merka sögu síldariðnaðarins á síðustu öld.


ÆSKUBRUNNUR

PRÓFAÐU NÝJA CELLULAR VOLUME FILLER DAGKREMIÐ OG HÚÐPERLURNAR

HÝALÚRONSÝRU OG KOLLAGEN ORKUSKOT SEM GEFUR STINNARI, SLÉTTARI OG UNGLEGRI HÚÐ.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Fiskeldisstöðin á Stað við Grinda­vík stækkuð Íslandsbleikja opnaði í lok októ­ ber­mánaðar með formlegum hætti nýja stækkun við eldisstöð sína að Stað í Grindavík. Um er að ræða 8 ný eldisker, samtals 16.000 rúmmetra sem bætast við núverandi

sem skoðuðu stöðina og gæddu sér á dýrindis heilgrilluðu lambi með tilheyrandi meðlæti. „Það eru liðnir áratugir síðan byggð hafa verið svipuð mannvirki á landi til bleikjueldis. Við vorum

bleikjueldis á landi,“ segir Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju. Íslandsbleikja er stærsti bleikju framleiðandi í heimi og framleiðir tæp 3000 tonn af bleikju árlega. Með þessari nýju eldiseiningu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. Hjá Íslandsbleikju starfa rúmlega sjötíu manns í 5 eldisstöðvum á Suðurlandi, Reykjanesi og Öxarfirði en einnig er slátrun og fullvinnsla fyrir afurðir félagsins í Grindavík.

26 og Norðurlandi. Meðal þess sem nefna má og hefur verið að gerast að undanförnu segir Agnar að megi m.a. nefna; HROGNKELSI: Vorum að senda síðustu flug­sendinguna á þessu ári af lúsa­ætum til Fær­eyja, alls 200 þúsund seiði í 23 sendingum. Aftur á næsta ári. Erum líka að byggja upp klak­stofn. Útibú Haf­rann­ sókna­stofnunarinnar á Skaga­strönd er í sam­starfi við BioPol sjávar­ líf­tæknisetur. Helstu rann­sóknar­ verkefni þar snúa að hrognkelsi og fela í sér gagna­söfnun og ýmsar rann­sóknir a líf­fræði tegundarinnar. BLEIKJA: Langtíma vaxtartilraun í samstarfi við Hólaskóla (áhrif hitastigs). Langtíma tilraun um vaxtarfræði bleikju með Íslandsbleikju. Nýtt verkefni í undirbúningi. LAX: Vaxtar- og hitatilraunir með ófrjóan lax. Stór fóðurtilraun í

samstarfi við Stofnfisk og norska aðila hefst í janúar 2018. ÞORSKUR: Kynbótaverkefni fer líklega að ljúka á næstunni. Ýmsar grunnrannsóknir í gangi á þorski s.s. vaxtarfræði, foreldraáhrif, búsvæðaáhrif o.m.fl. SANDHVERFA: Erum með klakstofn. Seljum hrogn til Hollands í janúar. Framleiðum seiði. STEINBÍTUR: Langtíma vaxtartilraunir í samstarfi við Háskólann í Gautaborg. KLÓBLAÐKA: Ræktun á klóblöðku (rauðþörungs) í samstarfi við einkafyrirtæki. Tilgangur að framleiða efni í lyf gegn sjúkdómum. SENEGALFLÚRA: Hugsanlegt verkefni á næsta ári í samstarfi við fyrirtækið Stolt Sea Farm.

Tilraunaeldisstöð Haf­rannsókna­ stofnunar­innar í Grindavík

Stækkun fiskeldisstöðvarinnar á Stað við Grindavík hefur verið opnuð með 8 nýjum kerjum. Þorsteinn Már Baldvinsson og Hjalti Bogason klipptu á borðann með formlegum hætti. Við hlið þeirra stendur Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju.

28.000 rúmmetra eldisrými sem þegar er á svæðinu. Í tilefni dagsins var slegið upp veislutjaldi og verktökum sem hafa komið að byggingunni og starfsfólki félags­ins ásamt fjölskyldum þeirra boðið til grillveislu í eldis­stöðinni. Þangað mættu nálægt 100 manns

með þetta verkefni í startholunum í langan tíma og það er virkilega ánægjulegt að sjá þessi glæsilegu kör í dag sem munu fyllast af fiski eitt af öðru á næstu mánuðum. Þessi uppbygging er fyrsta stóra skrefið okkar í að auka framleiðslugetuna og byggja undir framtíðarvöxt

Agnar Steinarsson hjá Hafrann­ sókna­stofnun, rannsókna- og ráð­gjafa­stofnun hafs og vatna, segir að mikil og fjölþætt starfsemi eigi sér stað í Grindavík. Haf­rann­ sókna­stofnun hefur þar yfir að ráða fullkominni rannsóknastöð á Stað í Grindavík sem starfrækt hefur verið í 30 ár. Stöðin er með um 50 eldisker af mismunandi stærðum og heildarrúmtak þeirra er um 500 m3. Mikil reynsla er komin á eldi sjávar- og laxfiska og þá sérstaklega á lirfu- og smáseiðaeldi ýmissa tegunda, sem og af rekstri áframeldisrannsókna og mælinga á fóðurnýtingu, vaxtarhraða, vatns­ gæðum og nýtingu vatns og varma. Haf­rann­sókna­stofnunin rekur 10 starfsstöðvar á Suður og Suð­vestur­ landi, Vestur­landi, Vestfjörðum

Steinar Þór Kristinsson tók nokkur lög á trompetinn í einu nýja eldiskerinu. Það reyndist vera náttúrulegt hljóðkerfi sem virkaði glimrandi vel.

Eldri borgarar ná ekki árangri í sínum málum LÍFÆÐIN. Þorskur hefur alla tíð verið lang mikilvægasti nytjafiskur Íslendinga. Í bókinni er einnig fróðegur texti.

LÍFÆÐIN er ljós­mynda­bók tileinkuð sjómönnum og fiskverkafólki á Höfn Á sjötugsafmæli útgerðar- og fiskvinnslu­fyrirtækis­ins Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði rak Pepe Bric á fjörur forsvarsmanna fyrirtæksins. Hann dvaldi þar drjúgan tíma við myndatökurá sjó og landi, slóst í för Ásgrími Halldórssyni SF-250 sem þá var á loðnuveiðum við suðurströndina. Pepe fór einnig á net með Þóri SF-77 og Skiney SF-20 sem þá voru á dagróðrum frá Höfn. Í landi einbeitti hann sér að því að mynda vinnslu á aflanum í fiskiðjuverinu í Krossey á Höfn. Seinna fór hann á Vestfjarðamið með togbátnum Steinunni SF-10 og einnig á línubátnum Vigra SF-80 sem þá var á veiðum fyrir austan land. Teknar voru í landi myndir af

fiskvinnslunni í Þorlákshöfn. Einnig voru teknar myndir í fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn og veiðarfæragerð félagsins. Þessar myndir birtast nú í þessari bók „Lífæðin“ í tilefni af 70 ára afmæli Skinney Þinganes. Sjávarútvegur er margslungin atvinnugrein. Árangurinn ræðst af flóknu samspili erlendra markaða, síkvikrar náttúru, umgengni um nytjastofnana og tækniþróun, en fyrst og fremst af útsjónasemi og vinnuframlagi þeirra sem starfa innan greinarinnar við veiðar, vinnslu og sölu sjávarafla. Bókin er tileinkuð sjómönnum og fiskverkafólki á Hornafirði í gegnum tíðina. Sjón er sögu ríkari þegar flett er gegnum „Lífæðina.“

Hvers vegna ná eldri borgarar, ekki árangri í sínum málum? Eldri borgarar ( 65 ára + ) eru ekki einn hagsmunahópur. Þessi hópur þó stór sé, eða um 40.000 manns og fer stækkandi, er í reynd afar sundurleitur, og þar er að finna ástæðu þess að hans rödd heyrist ekki nægilega skýrt. Að mínu mati má skipta honum í þrennt: 1. Þá sem hafa það gott 2. Þá sem hafa það sæmilegt 3. Þá sem hafa það slæmt Þeir sem hafa það slæmt eru undan­tekninga­laust þeir sem fá allar tekjur sínar frá Almanna­trygg­ ingum. Þessi hópur er mögulega um 15.000 manns. Þessi einfalda skipting er sett fram til að beina sjónum að hinum raunverulega vanda, hópi 3. Eldri borgarar sem hópur, er afkomulega gerólíkur, hann er í öllum stjórnmálaflokkum, hann er í dag á breiðu aldursbili, hann er heilsufarslega ólíkur. Sá hópur sem hér er kallaður 3 hópurinn á hagsmunlega séð, miklu meiri samleið með öryrkjum, sem um margt er öflugur baráttuhópur. Þessi einfalda greining skýrir fyrir mér hvers vegna eldri borgarar hafa ekki verið það áhrifaafl, sem þessi hópur ætti vera stærðar sinnar vegna.

Hópar 1-2 þurfa ekki sérstaklega 150 þúsund krónur er til að bíta að kvarta yfir fjárhaglegri afkomu höfuðið af skömminni. Ef við sinni. Ef þeir vilja vinna geta viljum raunverulega hjálpa fólki í þeir það, þar sem þessi hópur 3ja flokki, horfum þá á vanda þessa fær tekjur sínar frá lífeyrissjóði hóps sérstaklega. Lausnin er til. eða fjármagnstekjum, og engin Umræða um hagsmuni hópsins, skerðing er vegna þessara tekna. eldri borgar, sem heildar er að Atvinnutekjur þessa hóps eru mínu viti, á nokkrum villigötum. skattlagðar sem aðrar tekjur í Þar má nefna að heilbrigðismál þjóðfélaginu. Atvinnuþátttaka er almennt skipta þennan hóp mikils. lík­lega ekki mikil í þessum hópi. Að eldri borgarar geti búið sem Umræðan snýst því nær öll um hóp 3 og stöðu hans. Sem hags­ muna­hópur er hann veikur og sundr­ aður. Um­r æðan er flókin og er vísvitandi gerð flókin. Dæmi um það er „ öryggis­ netið“, enginn á rétt á neinu, Eldri borgarar spila bridge. Ýmsilegt er gert í félagslífi þakk­aðu fyrir að fyrir eldri borgara. stóri bróðir bjó til öryggis­n et fyrir þig. Hann lætur þig hafa „hungur­ lengst heima hjá sér er annað lús“„ sem er langt frá því sem hann mál, að umönnunarþjónustan sjálfur skilgreinir sem lágmarks komi til fólksins, er þáttur sem framfærslu. Þú mátt alls ekki bæta skiptir miklu máli fyrir hópinn og stöðu þína með því að vinna, því samfélagið. Þar erum við á réttri við ákveðum „hungurmörkin.“ Að leið, þó sumum finnist seint ganga. fólk í 3ja flokki borgi fulla skatta og öllum bótum sínum umfram Eldri borgari


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

28

Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2017. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og hjónin Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir eigendur Friðheima í Bláskógabyggð ásamt Grími Sæmundsen, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar.

verðlaun samstakanna en þetta árið bárust 25 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Grímur Sæmundsen, formaður Sam­taka ferðaþjónustunnar og for­maður dómnefndar nýsköpunar­ verð­launanna, gerði grein fyrir niður­stöðu dómnefndar.

Nýsköpun sem byggir á fagmennsku og þekkingu

Friðheimar í Blá­skógar­ byggð hlutu nýsköpunar­ verðlaun SAF 2017 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Frið­

heim­um verðlaunin. Samtök ferða­þjónustunnar afhenda árlega nýsköpunar­verðlaun fyrir athyglis­ verðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF

til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í fjórtánda sinn sem SAF veita nýsköpunar­

Mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku þjóðlífi er öllum ljóst. Vöxtur í greininni hefur verið fordæmalaus á undanförnum árum og við þær kringumstæður er áríðandi að fyrirtæki í ferðaþjónustu vandi vel til verka og hafi getu til þess að vinna á fagmannlegan hátt með auðlindir íslenskrar náttúru og menningar. Tilnefningar til nýsköpunarverðlaunanna í ár endurspegla mikla grósku og nýsköpun bæði í afþreyingu sem og í ýmsum nettengdum þróunarverkefnum. „Helena og Knútur voru fyrst til að flétta saman ferðaþjónustu og garðyrkju með áherslu á fræðslu um matvælaframleiðslu á Íslandi sem byggir á hreinni náttúru og orkugjöfum ásamt því að bjóða upp á veitingar beint frá býli. Gestir fá að skyggnast inn í líf og störf heimamanna og eru í raun að heimsækja fjölskyldu og fyrirtæki þeirra. Leitast er við að veita

hverjum og einum gesti hlýjar móttökur, fræðslu og einstaka matarupplifun. Friðheimar eru skapandi í fræðslu og upplifun og þar er til dæmis boðið upp á stuttar hestasýningar á fjölmörgum tungumálum og áhersla lögð á sögu og sambúð manns og hests frá landnámi. Allt sem til fellur í tómataframleiðslunni er nýtt í veitingahúsinu og í afurðir sem eru seldar sem matarminjagripir og hafa slegið í gegn um allan heim. Erlendir fjölmiðlar hafa veitt Friðheimum mikla athygli og fjölmargir þeirra hafa komið í heimsókn og m.a. tekið upp matreiðsluþætti þar,“ segir í umsögn dómnefndar.

FYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ - farsæl útgerð í 60 ár


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

29

Megum ekki þetta og hitt! Íslendingar eru sérkennileg þjóð. Margir myndu vilja meina að við samtímis þjáðumst af minnimáttarkennd um leið og við erum að rifna úr þjóðarstolti, lesist monti. Við þurfum alltaf að skara á einhvern hátt fram úr öðrum þjóðum. Við einfaldlega sættum okkur aldrei við að vera eins og aðrir eða vera þátttakendur í því sem margir vilja kalla meðalmennsku. Þetta eru okkar styrkleikar og um leið veikleikar, við erum bæði jing og jang. Við megum ekki flytja inn hrátt kjöt vegna smithættu um leið og við viljum ekki skylda foreldra til að bólusetja börnin sín fyrir ýmsum bráðsmitandi sjúkdómum sem geta lagst illa á ungabörn. Staðreyndin er sú að hingað til lands flykkjast erlendir ríkisborgarar hvort sem er til vinnu eða skemmtunar frá löndum sem mögulega hafa ekki hávegum miklar bólusetningar. Við verndum því búfénaðinn okkar betur heldur en börnin í þessu tilfelli. Við megum ekki ferðast með gæludýrin okkar á milli landa líkt og tíðkast erlendis án þess að troða þeim í sóttkví í margar vikur þegar heim er komið. Ég veit nú ekki til þess að við höfum verið að krefjast þess af ferðamönnum að þeir annað hvort vísi fram heilbrigðisvottorði við komu til landsins ellegar fari þeir í sóttkví.

Hestamenn lenda í því eftir að hafa farið með hestana út á mót, sem þeir auðvitað vinna alltaf með bravör, að þeir geta illa komið þeim heim aftur vegna smithættu. Okkur dettur nú samt ekki í hug að leggja það til að knaparnir eða önnur landslið Íslands verði skilin eftir í keppnislandinu eða fari að öðrum kosti í a.m.k. 8 vikna sóttkví. Strákarnir okkar, vilja væntanlega koma aftur heim eftir HM í Rússlandi næsta sumar, ekki satt?

Gæludýr í strætó

Við megum heldur ekki fara með gæludýrin í strætó. Slíkt tilraunverkefni stendur mögulega til og þegar það var kynnt var eins og að Íslendingar hefðu í fyrsta lagi; aldrei komið til útlanda þar sem að gæludýr eru velkomin í almenningssamgöngur, í öðru lagi; að líklega ættum við heimsmet í ofnæmisviðbrögðum við gæludýrum, og í þriðja lagi; að ofsahræðsla við ketti og hunda væri mun almennari hér en annarsstaðar í heiminum, sem gæti kannski útskýrt vafasamt heimsmet í notkun kvíða og þunglyndislyfja. Við megum ekki versla áfengi í búðum. Við kjósum einokun ríkisins á þessari löglegu vöru frekar en að gera þetta frjálst. Líklega eru þetta einhverskonar sálrænar leifar af því að við vorum

kúguð af Dönum í langan tíma sem verður þess valdandi að þetta telst ómögulegt. Við einfaldlega teljum okkur ekki ráða við þetta frelsi og erum sannfærð um að við verðum enn leiðinlegri í glasi og áfjáðari í áfengi en áður ef þetta verður að veruleika. Kannski fannst okkur danska mjölið bara gott!

Alls konar „æði“

Við „sleppum” okkur líka stund­um í hinu og þessu. Við erum þekkt fyrir alls­konar „æði” hvort sem það er í atvinnu­vegum landsins (minka­rækt, fisk­eldi, ferða­mennska) eða í hinum og þessu byltingum, sem geta verið frá því að konur vilja viður­kenningu á kyn­frelsi sínu eða yfir í að tröll­ríða um­ræðu um kynferðislega áreitni (druslu­göngur, #me to, #konurtala, #þöggun). Það er staðreynd að við erum nýjunga­gjörn þjóð og hvert og eitt æði tekur stundum völdin í öllu samfélaginu og fátt annað er rætt en tiltekið umræðuefni.

Kosningar um dægurþras

Heilu kosningarnar hafa snúist um dægurþras stundarinnar frekar en framtíð þjóðarinnar. Það má ekki misskilja orð mín á þann veg að stundarmálin skipti alls engu máli, hins vegar eigum við erfitt með að ná okkur upp úr þeim til þess að ræða málin hlutlægt

og rólega. Stað­ reyndin er sú, að þjóð­félags um­r æða fer orðið að mestu leyti fram á vef­miðlum og getur hún orðið býsna ógeð­felld og persónu­leg. Það að ég skrifi í þetta blað, en ekki á face­book verður til þess að þú lesandi Karen E. Halldórsdóttir. góður getur ekki ausið úr skálum reiðarinnar við mig samstundis. nema að hún mögulega gagnist Við búum í litlu landi þar sem að þeim sjálfum! En sem betur fer eru boðleiðir eru stuttar og allir eru stjórnmál ákaflega skemmtileg og skyldir öllum í 7. lið. Um leið og stútfull af hugsjónafólki í öllum það er oft ákaflega þægilegt og flokkum sem vilja landi sínu vel. kemur hlutunum hratt af stað þá Vandinn er samt stundum hvernig er umræðan um spillingu iðulega er best að stýra óstýrilátum hópi stutt undan. einstaklinga sem samtímis keppast Ég er stundum spurð hvernig við að vera bestir í heimi um leið ég eiginlega nenni að standa í og þeir eru bugast undan því hvað þessu brasi sem fellst í að vera allt sé hér ömurlegt og ómögulegt. þátttakandi í stjórnmálum. Maður Við erum því sérstök, sérlunduð er uppnefndur og lendir reglulega þjóð sem bæði keppist við að vera orðaskiptum við fólk sem er manni framarlega í mörgu um leið og við ekki alltaf sammála, nú eða er bara erum árhundruðum á eftir í öðru. illa við einhvern í mínum flokki, Þjóðarsálin er eins og orðið og iðulega heyri ég að ég hljóti IMPOSSIBLE…..sem má líka lesa að vera spillt. Mín upplifun af sem I´m possible, alveg eftir því spillingu er sem betur fer lítil en hvaða stuði maður er þann daginn. hana einkennir eitt ákveðið viðhorf; Karen Elísabet Halldórsdóttir í grunninn eru allir á móti spillingu bæjarfulltrúi og varaþingmaður

Benecta er fæðubótarefni sem unnið er úr rækjuskel GENÍS er líftæknifyrirtæki sem sinnir rannsóknum, þróun, framleiðslu ásamt markaðssetningu á náttúrulega fæðubótarefninu BENECTA sem unnið er úr rækjuskel og framleitt á Siglufirði. BENECTA byggir á íslensku hugviti og er afrakstur meira en tíu ára rannsóknar- og þróunarvinnu

vísindamanna GENÍS. Rannsóknir felast í að finna, einangra og kanna sértæka virkni efna sem að fyrirfinnast í náttúrinni sem mannslíkaminn á erfitt með að framleiða sjálfur. GENÍS hefur unnið að þessari vinnu í áratugi og afrakstur hennar er fjöldi hugverka, þar með talið einkaleyfi

Verksmiðja Genis á Siglufirði.

og fæðubótarefnið BENECTA. GENÍS hefur síðan 2012 verið með tilraunaframleiðslu við Gránugötu 17 á Siglufirði sem stækkað hefur ört og þétt.

Á breskan markað

Benecta.

BENECTA er selt í öllum helstu apótekum og heilsubúðum á Íslandi ásamt því að vera í sölu hjá Costco. Í sumar fór svo BENECTA á breskan markað en þar getur fólk verslað BENECTA í gegnum internetið. „BENECTA getur hjálpað til við að draga úr hversdagslegum einkennum öldrunar eins og stirðleika, verkjum og þreytu. Einstaklingar sem hreyfa sig reglulega, svo sem golfarar, skíða­ iðkendur, fjallgöngufólk og jafnvel þeir sem bara rölta út með hundinn sinn hafa fundið sérstaklegan

Fæðubótrefnið Benecta byggir á íslensku hugviti og er afrakstur meira en tíu ára rannsóknarog þróunarvinnu á kítófásykrum,notkun þess og ávinningi. Benecta er framleitt úr náttúrulegum kítófásykrum og er óhætt að nota það samhliða öðrum fæðubótarefnum. Benecta kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.

mun á líðan eftir að hafa byrjað að taka inn BENECTA. Árangur BENECTA finnst á fjórum vikum. Neytendur tala oft um „Benecta­ áhrifin“ til að lýsa þeim fjölbreytta ávinn­ingi sem þeir hafa fundið

fyrir eftir notkunina. Í dag starfa á yfir þriðja tug starfs­manna með ólíkan starfs- og menntunar­bak­grunn hjá GENÍS sem er með starf­semi í Reykja­vík sem flutt verður til höfuð­stöðva GENÍS á Siglufirði á næsta ári,“ segir Gunnhildur Róbertsdóttir.

Breyta ímynd Íslendinga

„GENÍS hyggst breyta ímynd Ís­lendinga, sem og annarra, á fæðu­ bótarefnum með því að áframþróa hinn lífvirka þátt BENECTA yfir í næringarlyf, síðan lyf. Þróunin mun hafa það að leiðar­ljósi að gera virknina sértækari og þar með betur hæfari ein­staklings­miðuðum þörf­um,“ segir Gunnhildur Róberts­ dóttir. markaðsstjóri GENÍS.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

30

Við Djúpið blátt

- árbók Ferðafélags Íslands 2017 helguð Ísafjarðardjúpi

Bacalá Bar.

Bacalá Bar á Hauganesi nýtur vinsælda Mörg rótgróin fyirtæki eru starfrækt í Dalvíkurbyggð, m.a. Ektafiskur sem stofnað var árið 1940. Höfuðstöðvar og framleiðslustaður Ektafisks er á Hauganesi í Eyjafirði. Fyrir nokkrum árum var útbúið fullkomið hátækni iðnaðareldhús í gamla frystihúsinu á Hauganesi, sem hafði staðið nánast autt í fleiri ár. Það er notað til að elda ýmsa rétti, bæði fyrir hópa sem koma og sækja staðinn heim. Eins hafa verið sendir fulleldaðir frosnir réttir í mötuneyti. Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskhúsinu. Sú hugmynd kviknaði síðan að stækka eldhúsið og opna

veitingastað í viðbyggingunni, sem heitir Bacalá Bar. Hann er aðeins opinn að vetrarlagi samkvæmt pöntun. Hauganes er lítið þorp í vestanverðum Eyjafirði, 22 km norðan við Akureyri og 12 km sunnan við Dalvík. Þar búa um 100 manns. Hauganes tilheyrir Árskógsströnd og er hluti af sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. Aðra starfsemi á Hauganesi má nefna Whale Watching Hauganes og smábátaútgerðina Kussung. Frá Hauganesi sér yfir á Ytri-Vík ferðaþjónustu til suðurs, yfir til Grenivíkur til austurs og út í mynni Eyjafjarðar til norðurs.

Uppbygging iðnaðar á landsbyggðinni glímir við dýrari markaðssetningu Einn helsti veikleiki við uppbyggingu iðnaðar víða á landsbyggðinni er lítill heimamarkaður og oft töluverður aukakostnaður við að koma framleiðslu á markað annars staðar. Uppgangur í byggingariðnaði eftir efnahagshrunið árið 2008 er nær eingöngu takmarkaður við suðvesturhorn landsins, en hefur lítil áhrif á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, a.m.k. enn sem komið er. Stöðnun og fólksfækkun gerir það að verkum að nýbyggingar eru litlar sem engar og iðnaðarmönnum hefur víða fækkað. Viðgerðarþjónusta svo sem bifvélaviðgerðir og ýmis þjónusta sem fram fer á járnsmíða-, rafmagns- og rafeindaverkstæðum hefur dregist hlutfallslega saman í minni byggðarlögum. Ullariðnaður hefur dregist saman, og litlar líkur eru á að hann nái aftur að vaxa og dafna. Breytist markaðsforsendur til hins betra er líklegra að framleiðsla úr íslenskri

ull flytjist úr landi en að hér fjölgi störfum verulega í saumaog prjónaiðnaði. Með aukinni starfsemi í ferðaþjónustu tengdri auknum ferðamannastraumi til landsins kann það auðvitað að breytast, þó ekki sé mörg teikn á lofti um það enn sem komið er. Skinnaiðnaðurinn hefur gengið mikla erfiðleika, m.a. gjaldþrot, en meðal þess sem ógnar þessari iðngrein í framtíðinni er ef sauðfé heldur áfram að fækka. Framleiðsla á hreinlætisvörur og sælgæti á í harðri samkeppni við innflutning og þannig kann einnig að fara með framleiðslu á landbúnaðarvörum ef nýr Búvörusamningur verður bændum og þjónustufyrirtækjum í landbúnaði óhagstæður, ekki síst í framleiðslu á mjólkurvörum, s.s. ostum. Íslensk kaffiframleiðslufyrirtæki virðast hafa haldið sinni markaðshlutdeild, þökk sé frábærum gæðum. Það gætu fleiri íslensk iðnaðarfyrirtæki tekið sér til fyrirmyndar.

Árbækur Ferðafélags Íslands hafa fyrir löngu skapað sér sess sem upplýsingarit um staðhætti, náttúrufar og sögu landshluta og héraða. Árbók Ferðafélags Íslands árið 2017 sem kom út síðastliðið vor nefnist „Við Djúpið blátt“ og er helguð Ísafjarðardjúpi. Höfundurinn, dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, var búsett á Ísafirði í 17 ár og kynntist á þeim tíma svæðinu og staðháttum þess með gönguferðum og útivist.

Tildrög bókarinnar

„Það var einfaldlega haft samband við mig síðla árs 2013 og ég beðin um að taka að mér ritun árbókarinnar fyrir 2017,“ segir Ólína. „Símtalið var mér mikið gleðiefni því mér fannst verkefnið strax mjög heillandi og áhugavert. Ég áttaði mig á því að vitanlega væri kominn tími til þess að skrifa árbók um Djúp, enda eru nú liðnir tæpir sjö áratugir frá því síðast var fjallað um þetta svæði í Árbók Ferðafélagsins. Það var þegar Jóhann Hjaltason ritaði um Norður-Ísafjarðarsýslu í árbókinni sem kom út 1949 og auðvitað tímabært að uppfæra bæði það og margt annað sem sagt hefur verið og skrifað um Ísafjarðardjúp. Ég fann hjá mér löngun til þess að segja sögu mannlífs og byggðar við Djúp.“ - Hvernig var nálgun þín í bókinni? „Já, hvernig segir maður slíka sögu? Í ferðabók þarf vissulega að greina frá náttúrufari og staðháttum, örnefnum og gönguleiðum. Mig langaði að miðla fegurð Djúpsins, lyktinni úr fjörunni og fjallshlíðunum, hljóðum náttúrunnar og búa ferðalanginn þannig undir upplifun af óviðjafnanlegu svæði. Slíkar lýsingar hafa þó litla þýðingu ef ekki fylgja hughrif af lífinu í þessu umhverfi. Þess vegna tók ég líka saman laustengdar sögur – sumar hverjar gamansamar – sem bæta litum í myndina af skaphöfn fólksins sem hér hefur búið. Við getum kallað það sjónhendingar af hugðarefnum og húmor. Í bókinni er líka drepið á gamla þjóðfræði um náttúrur grasa og steina og trú á ýmis fyrirbæri frá því fyrir daga rafvæðingar og nútímasamgangna. Þjóðfræðin gamla er á vissan hátt vitnisburður um hugarheim og lífsafstöðu fólksins sem hefur búið á þessum slóðum – veruleika sem var. Þann veruleika getur ferðalangurinn ennþá skynjað líkt og daufan óm eða ilm þegar handleikinn er fjörusteinn eða staldrað við í gamalli tóft. Síðast en ekki síst lýsi ég staðháttum og náttúru, gönguleiðum og því sem fyrir augu ber.“

Gullkistan - Hverjar eru helstu breytingar á byggð og mannlífi við Djúp sem lesandinn er fræddur um í bókinni? Ólína segir að athafnalíf, sjávarútvegur, verslun og viðskipti

hafi löngum staðið í miklum blóma, enda hefur Djúpið fengið auknefnið „gullkistan“ vegna fengsælla fiskimiða. Á blómaskeiði svæðisins um miðja 19. öld reis mikið verslunarveldi á Vestfjörðum með Ásgeirsverslun sem var eitt þekktasta og umsvifamesta fyrirtæki í eigu Íslendinga á þeim tíma og Ísafjarðarsýsla var þá meðal mannflestu svæða landsins. Breytingar á skilyrðum í sjávarútvegi, eftir tilkomu kvótakerfis og frjáls framsals aflaheimilda á tíunda áratug síðustu aldar, hafa hins vegar takmarkað mjög tækifæri Vestfirðinga til þess að nýta sér sín fengsælu fiskimið. Þess vegna eru útgerð og fiskvinnsla varla svipur hjá sjón miðað við það sem þekktist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Til mótvægis hefur opinber þjónusta og ferðamannaiðnaður aukist hin síðari ár.

Söguslóðir hvert sem litið er

„Við Ísafjarðardjúp eru söguslóðir hvert sem litið er. Að vísu skal viðurkennt að þegar fornum sögum víkur til Vestfjarða gerast veður oft vályndari en í öðrum landshlutum,

Við Djúpið blátt, Ísafjarðardjúp. „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum. Því kölluðu þeir landið Ísland.....“ Á köldu vori uppi á vestfirsku hálendi var landinu gefið nafn.

samskipti erfiðari og átök grimmilegri. Hér bjuggu frægir ójafnaðarmenn á borð við Þorvald Vatnsfirðing. Í Æðey og á Sandeyri var framið hryllilegt fjöldamorð – hið eina sem sögur fara af hér á landi – þegar Ari í Ögri og menn hans unnu hin svokölluðu Spánverjavíg á baskneskum skipbrotsmönnum árið 1615. Galdrasveimur hefur loðað við Vestfirði. Hér urðu hatrammastar þær galdraofsóknir sem gengu yfir Ísland á 17du öld. – Sagnasvið Ísafjarðardjúps geymir þó fleira

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

en myrkviðið hörmulegra atburða og illvirkja. Hér hafa skáld og listamenn lýst upp sviðið með verkum sínum frá örófi og fram á þennan dag. Öllu þessu reyni ég að gera góð skil.“ - Hvernig gekk að leita heimilda? „Ég hef víða leitað fanga. Grafið upp gamlar ferðalýsingar og landfræðibækur, endurminningar, útivistarbækur af öllu mögulegu tagi, mannfjöldatölur, gamlar jarðabækur, sóknarlýsingar, annála og ekki síst rit Jóhanns Hjaltasonar um Norður-Ísafjarðarsýslu. Sem betur fer hafa nýlega komið út efnismikil rit um tiltekna ætti í sögu svæðisins. Mér er hugstæðast stórvirkið „Vindur í seglum“, þriggja binda verk eftir Sigurð Pétursson, eiginmann minn. Ég er svo sem ekki alveg hlutlaus en verð þó að segja að þær bækur eru grundvallarrit um atvinnu- og félagssögu svæðisins sem ég naut mjög góðs af og nota mikið um tiltekið tímabil. Fleiri nýleg rit mætti nefna til dæmis eftir Jón Pál Halldórsson. Ég leitaði líka til nokkurra staðkunnugra og fróðra Vestfirðinga sem lásu yfir valda kafla og sögðu mér til varðandi gönguleiðir, örnefni og fleira. Gönguleiðum sem ég hef sjálf farið lýsi ég með eigin orðum en styðst að öðru leyti við skráðar ferðalýsingar.“ - Hvaða gildi hefur útgáfa árbóka Ferðafélags Íslands og þá ekki síst þessi bók? Ólína telur árbækurnar tvímælalaust ómetanlegur sem upplýsingarit um sögu landsins. Þær eru ritaðar af staðkunnugu og fróðu fólki, rithöfundum og fræðimönnum og hljóta að skipta verulegu máli fyrir bæði þá sem búa á viðkomandi svæðum og hina sem aldrei hafa komið þangað. „Í mínu riti er stiklað á stóru um sögusvið sem spannar margar aldir. Þó að vitanlega sé ekki hægt að gera öllu skil sem vert væri þá er mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að eiga sína átthagasögu skráða, og geta gripið niður í handhægar upplýsingar um helstu viðburði og sterkustu einkenni náttúrufars og umhverfis. Það er liður í því að vita hvaðan maður er runninn, kynnast forfeðrum sínum og hver maður raunverulega er. Ég vona að minnsta kosti að bókin sé lóð á þá vogarskál,“ segir dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.


VIÐHELDUR UNGLEGUM LJÓMA CELLULAR PERFECT SKIN Vinnur gegn hrukkum og viðheldur unglegum ljóma húðarinnar. Byltingarkennd formúla með magnolíu þykkni sem eykur mótstöðukraft frumanna gegn stressi og Lumicinol sem dregur úr myndun húðbletta.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

32

Almennings­samgöngum hætt austan Húsavíkur - vegið að þjónustu við íbúa Norður-Þingeyjar­sýslu Verkefnisstjórnir Brothættra byggða á Norðausturhorninu, Raufarhafnar og framtíðar og Öxarfjarðar í sókn, hafa sent frá sér ályktun vegna niðurfellingar almenningssamgangna; „Stjórn Eyþings samþykkti á fundi 22.ágúst sl. að hætta að þjónusta svæðið austan Húsavíkur með Strætóferðum. Þjónustan hefur þegar verið felld niður og það eru engar áætlunarferðir á svæðinu.

Með ákvörðuninni er stórlega vegið að þjónustu við íbúa á svæðinu og þeirri uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir. Með þessu er verið að dæma svæðið óaðgengilegt fyrir aðra en einkabílaeigendur. Það skerðir möguleika fólks sem vill eiga búsetu á svæðinu að sækja nám og störf út fyrir svæðið, t.d. ungmenni í námi á Húsavík, Laugum eða Akureyri. Einnig er þetta er skellur fyrir ferðaþjónustuna. Ferðaþjónusta

er mest vaxandi atvinnuvegurinn í dag á svæðinu og þessi skerðing dregur úr allri slíkri starfsemi. Í dag eru starfskraftar og fjárhæðir lagðar í að styrkja svæðið og hefur orðið nokkur ávinningur í verkefnum en svona ákvarðanir setja þar mikið strik í reikninginn og koma fyrir framþróun í nokkrum markmiðum. Það er hastarlegt að á sama tíma og íbúar, stoðkerfi, sveitarfélög, landshlutsamtök og ríki taka höndum

Á Raufarhöfn.

saman í byggðarþróunarverkefnum skuli þjónusta hins opinbera vera felld niður með þessum hætti. Í dag mega póstbílar og aðrir flutningabílar ekki taka farþega. Í dreifðari byggðum þar sem markaðsbrestur er á þjónustu varðandi farþegaflutninga er

óhjákvæmilegt að endurskoða slíkar reglur án tafar með það að augnamiði að nýta ferðir sem eru til staðar.“ Það er því stórlega vegið að þjónustu við íbúa á svæðinu og þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað undanfarin misseri.

Unglingar kynntu sér rekstur Hrað­frysti­ hússins Gunnvarar

Set ehf röraverksmiðja Viðtæk þekking, reynsla og geta fyrirtækisins setur það í flokk á meðal helstu röraframleiðenda evrópu. Forn menningarríki hófu gerð vatnsrenna og

Set stundar víðtæka vöruþróun og nýsköpun,

lagnastokka fyrir mörgum árþúsundum. Síðar

hönnun og smíði á framleiðslutækjum og

voru þróaðar vatnsbrýr og málmpípur til að

sérsmíðar ýmsar tæknilegar ausnir á sviði

veita vatni til ræktunar, þvotta og drykkjar.

lagna. Hjá fyrirtækinu starfar góður hópur

Sími +354 480 2700 Fax +354 482 2099

Egyptar, Grikkir og Rómverjar áttu mikla

starfsfólks með fjölbreytta þekkingu og

verkmenningu á þessu sviði, en vatnsbrýr

sameiginlega reynslu við úrlausn flókinna

www.set.is set@set.is

Rómverja eru enn í dag taldar meðal helstu

viðfangsefna. Starfsemi Set í Þýskalandi

verkfræðiafreka mannkyns. Rörið kom ekki til

hefur breytt fyrirtækinu og skapað alþjóðlegri

íslands fyrr en löngu seinna því landið fór á

ímynd um leið og fjölbreyttari verkefni

mis við iðnbyltinguna og sama má segja um

hafa komið til. Set starfar undir skipulagi

hjólið sem varla var komið til íslands þegar

gæðastjórnunar skv. ISO 9001 staðli.

Set ehf. Röraverksmiðja Eyravegur 41 800 Selfoss

fyrstu bílarnir komu.

Set starfar á sviði orku og umhverfislausna. Set ehf • Röraverksmiðja

Hressir krakkar á tröppunum hjá HG.

Nemendur Sjávarútvegsskólans á Ísafirði komu í heimsókn í Hrað­ frystihúsið – Gunnvör hf. í Hnífsdal í byrjun júlímánaðar, skoðuðu landvinnslu fyrirtækisins og kynntu sér sjómannsstarfið í togaranum Stefni ÍS-28. Þetta er annað árið í röð sem skólinn er starfræktur fyrir 14 ára unglinga. Mark­miðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu nemenda á sjávar­ útvegi og tengdum greinum á sínu heima­svæði. Kennslan er byggð upp með blöndu af fyrir­lestrum og heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Í fyrir­lestrum er farið yfir helstu nytja­stofna, vinnslu og veiðar, markaði, hliðar­ greinar og nýsköpun auk þess sem farið er yfir menntunarmöguleika tengda sjávarútvegi sem bjóðast í framhalds­skólum, verkmennta­ skólum og háskólum. HG er stoltur samstarfsaðili í þessu verkefni og hver veit nema hugmyndir um framtíðarstörf eða ónýtt tækifæri kvikni hjá þessu unga fólki þegar fram í sækir.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

33

KERECIS hlaut

Vaxtarsprotann 2017

- lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár og styrkja líkamsvefi

Fyrirtækið Kerecis jók veltu um 100% milli ára og hlaut Vaxtarsprotann 2017. Fyrirtækið fékk viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprota­f yrirtækis á síðasta ári þegar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráð­herra, Þórdís Kolbrún Reyk­fjörð Gylfa­ dóttir, afhenti Vaxtar­sprotann 22. maí sl. í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal. Vaxtar­sprotinn er sam­starfs­verkefni Sam­taka iðnaðarins, Samtaka sprota­fyrir­ tækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Þetta er í 11. skiptið sem viður­ kenningarnar eru veittar en tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Kerecis sem var stofnað 2009 er dæmi um vaxtarsprota sem byggst hefur upp á nokkrum árum og tekur nú flugið með auknum umsvifum á erlendri grundu en starfsmannafjöldi hefur vaxið úr 18 í 26 og útflutningur nemur yfir 91% af veltu. Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár og styrkja líkamsvefi, til dæmis við endurgerð á brjóstum og til viðgerðar á kviðslitum. Fyrirtækið hefur verið að hasla sér völl í Bandaríkjunum sem er einn kröfuharðasti markaður í heimi fyrir lækningavörur. Vöxtur í sölu fyrirtækisins kemur fram þremur árum eftir að markaðs­leyfi fengust fyrir fyrstu vöru fyrirtækisins sem var til meðhöndlunar á sykursýkissárum. Kerecis er með skráð einkaleyfi í Bandaríkjunum og fleiri löndum og hafa meira en 10 þúsund sjúklingar verið meðhöndlaðir með sáraroði félagsins á undanförnum árum.

sem á síðasta ári náði þeim áfanga að velta í fyrsta sinn meira en einum milljarði króna. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Valka viðurkenninguna en áður hafa CCP, Betwere, Nimblegen, Naust Marine, Nox Medical og Vaki fiskeldiskerfi náð þessum áfanga. Valka hannar og framleiðir hátæknilausnir fyrir vinnslu á fiski með það að markmiði að auka afköst, nýtingu og framleiðni í samræmi við óskir viðskiptavina sinna. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 af Helga Hjálmarssyni verkfræðingi sem hefur frá upphafi leitt fyrirtækið og verið framkvæmdastjóri þess. Starfsmenn fyrirtækisins voru rúmlega 40 talsins um síðustu áramót og hafði þá fjölgað um um fjórðung á árinu.

fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Helstu viðskiptavinir hugbúnaðarþjónustunnar eru í Noregi og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið þróað ýmsan hugbúnað tengdan olíuiðnaði auk hugbúnaðar fyrir lækningatæki. Hjá Kvikna eru 22 starfsmenn og er fyrirtækið í meirihlutaeigu frumkvöðlanna en einnig er Norbit AS hluthafi. TeqHire var stofnað árið 2013 af Kristjáni Má Gunnarssyni og Stefáni Erni Einarssyni. Síðustu fjögur ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í ráðningum og ráðgjöf með áherslu á upplýsingatæknimarkað. Félagið stendur að þróun á mannauðsmiðaðri hugbúnaðar­ lausn sem meðal annars einfaldar og bætir ráðningarferla þekkingarstarfsfólks. Frá stofnun

Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár og styrkja líkamsvefi. Valka hannar og framleiðir hátæknilausnir fyrir vinnslu á fiski með það að markmiði að auka afköst, nýtingu og framleiðni í samræmi við óskir viðskiptavina sinna. Kvikna er lækningatækjaog hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur að þróun og markaðssetningu á ýmsum vörum tengdum heilalínuriti til greiningar á flogaveiki auk þess sem fyrirtækið selur rannsóknar- og þróunarvinnu til annarra fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. TeqHire sérhæfir sig í ráðningum og ráðgjöf með áherslu á upplýsingatæknimarkað. Félagið stendur að þróun á mannauðsmiðaðri hugbúnaðarlausn sem meðal annars einfaldar og bætir ráðningarferla þekkingarstarfsfólks.

Hugmyndin að baki notkunar á roði til sárameðferðar kemur frá Guðmundi F. Sigurjónssyni og voru fyrstu verkefnin unnin á Ísafirði þar sem fyrirtækið er enn með aðsetur og framleiðslu en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Reykjavík og Arlington í Virginiu í Bandaríkjunum. Læknarnir Baldur Tumi Baldursson og Hilmar Kjartansson eiga einnig stóran þátt í hugmyndinni ásamt Dóru Hlín Gísladóttur sem frá upphafi hefur séð um rekstur félagsins á Ísafirði. Kerecis vinnur að því að þróa betri meðferðarúrræði við brunasárum og

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt stjórnendum og starfsmönnum Kerecis.

njóta nokkur verkefna fyrirtækisins stuðnings varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna en brunasár eru meðal algengustu slysa og sára í hernaði. Kerecis er í eigu íslenskra, bandarískra, breskra og franskra hluthafa. Um það bil helmingur hluthafa eru upphaflegir stofnendur fyrirtækisins en aðrir hlutir eru í dreifðri eignaraðild.

VALKA hlaut sérstaka viðurkenningu

Einnig voru veitt sérstök viðurkenning til sprotafyrirtækis

Tvö önnur sprotafyrirtæki, Kvikna og TeqHire, hlutu einnig viðurkenningar fyrir vöxt í veltu. Lækningatækja- og hugbúnaðarfyrirtækið Kvikna var stofnað 2008 af Garðari Þorvarðssyni, Heiðari Einarssyni, Guðmundi Haukssyni og Hjalta Atlasyni en seinna bættist Stefán Pétursson við sem meðeigandi. Kvikna vinnur að þróun og markaðssetningu á ýmsum vörum tengdum heilalínuriti til greiningar á flogaveiki auk þess sem fyrirtækið selur rannsóknarog þróunarvinnu til annarra

hafa tæplega 50 íslensk fyrir­ tæki og fjölmörg erlend fyrirtæki nýtt sér þjónustu TeqHire, allt frá sprotum í hröðum vexti til rót­gróinna upp­lýsinga­tækni­fyrir­ tækja. Ráð­ningar­starfsemi fyrir­ tækisins á Íslandi er í höndum Kristjáns Péturs Sæmundssonar og Kathryn Gunnars­son. Þeim til við­bótar starfa að jafnaði um 8-10 starfsmenn og verktakar við ráðgjöf, ráðningar og hug­­búnaðar­ gerð.

www.pwc.is

Hvað eru verðmæti í þínum huga?

Samstarfið við PwC aðstoðar þig við að skapa þau verðmæti sem þú sækist eftir. PwC er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Selfossi og Hvolsvelli.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

34

„Margt er skrýtið í kýrhausnum“ - segir Reynir Ragnarsson í Vík Mönnum verður stundum á orði ef þeim blöskrar eitthvað að segja „Ja, það er margt skrýtið í kýrhausnum.“ Mér kemur oft þessi setning í hug þegar ég hlusta á umræður og fullyrðingar í sambandi við hlýnun jarðar, loftlagsmál og kolefnisjöfnun. Hvaða staðreyndir eru til dæmis á bak við þá fullyrðingu að þrjár til fjórar áramótabrennur í Reykjavík mengi jafn mikið og allur bíla- og skipafloti landsins í heilt ár? Hvaða útreikningar og staðreyndir eru til grundvallar þeirri fullyrðingu að 70% allrar mengunar landsmanna sé af völdum framræsts mýrlendis fyrir 30 til 50 árum síðan, og að það sé unt að minnka kolefnis mengun landsins með því einu að moka ofan í framræsluskurði bænda og breyta frjósömu þurrkuðu landi í mýrarfen? Ég er hræddur um að eftir þá aðgerð komist menn að raun um að hún hefur engu breytt loftslagslega séð, öðru en að gera frjósamar spildur að drullupyttum og fúafenum. Hvaðan kemur þessi útreiknaði metanútblástur og mengun frá til dæmis sauðfé? Ég hef verið sauðfjárbóndi og hef spurt fleiri sauðfjárbændur um hvort þeir hafi heyrt sauðfé reka við eða „prumpa“ og öllum ber saman um að það sé mjög sjaldan. Helst að það heyrist frá hrútum um fengitímann. Hvaðan kemur þá þessi útblástur? Ja, það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.

BREIÐDALSVÍK. Kauptúnið Breiðdalsvík stendur við samnefnda vík. Byggðin liggur í sveig fyrir botni Selnesbótar sem skerst norðaustur úr sjálfri Breiðdalsvíkinni.

Hjörleifshöfði er skammt austan Víkur í Mýrdal.

Þar sem mikill fjöldi launamanna vinnur að úrvinnslu, flutningi og sölu landbúnaðar afurða. Ríkið hefur því fá úrræði önnur en að veita fjármagni til niðurgreiðslna á landbúnaðarvörunum, til þess að halda í kaupmátt launana. sem kemur neytendum til góða. Auðvitað eru þessir peningar til niðurgreiðslanna teknir úr ríkiskassanum og af öllum skattgreiðendum. Þessi ráðstöfun er hinsvegar engin kjarabót til bænda ein og sér og þessi verkföll hafa oftast valdið kúabændum að auki ómældu tjóni, því þeir geta ekki bara skrúfað fyrir kýrnar og farið í frí eins og margur launamaðurinn. Orðið þess í stað að hella niður afurðum

Út af Reynisfjalli eru Reynisdrangar sem ætíð vekja athygli þeirra sem fara um Mýrdalinn.

Fyrst ég er farinn að minnast á landbúnað og kjör bænda langa mig að rifja upp hvernig margar kjarabaráttur hafa gengið fyrir sig, frá mínu sjónarhorni.. Það byrjar með því að ýmsar atvinnustéttir og launahópar komast að þeirri niðurstöðu að laun þeirra séu of lág til lífsviðurværis og ætla ég ekki að deila um það. Þegar launin fást ekki leiðrétt er ákveðið að sameinast fleiri félögum og fara í svokallað allsherjar verkfall. Undantekningalaust gengur illa að semja og þegar allt er komið í hnút er þess óskað að ríkið greiði úr vandanum. Ríkið getur ekki skipað atvinnurekendum að greiða hærri laun og hærri laun yfir alla línuna valda hærra verðlagi á þar með töldum landbúnaðar afurðum,

sínum. Nokkrum mánuðum eftir að verköll hafa verið leyst hafa menn gjörsamlega gleymt því af hverju ríkið niðurgreiddi þessar landbúnaðarafurðir og telja þessar niðurgreiðslur styrki til bænda. Fólk fer að klifa á því að bændur lifi á styrkjum frá skattgreiðendum. Þrátt fyrir að bændur hafi engar kjarabætur fengið og reyndar aðeins útgjöld í allskonar hækkaðri þjónustu. Það er staðreynd að landbúnaðarafurðir eru allstaðar dýrar í framleiðslu og hvert einasta velferðar ríki heimsins greiðir niður landbúnaðar afurðir og reynir að hlúa að sínum landbúnaði. Það er gjörsamlega út í hött að sauðfjárbóndi skuli búa við þau skilyrði að fá 5.000 til 7.000 kr. fyrir lambið frá sláturhúsi á

sama tíma og hann þarf að greiða venjulegum launamanni hærra verð fyrir einnar klukkustundar vinnu. Það er eitthvað að þegar sauðfjárbóndi þarf að stunda fulla vinnu utan búskaparins til þess að komast af. „ Ja Það er margt skrýtið í kýrhausnum“ og þarfnast leiðréttingar. Til að hætta þessu kýrhausatali vil ég minnast á gleðilegan atburð sem sýndur var í sjónvarpinu í gærkveldi. Verið Var að opna hin nýju Norðfjarðargöng. Það er reyndar með ólíkindum að íbúar þessa byggðarlags skuli hafa búið við þessa einangrun til dagsins í dag að þurfa að klöngrast yfir háan fjallveg, sem var ófær allan veturinn. Að auki að þarna var rekið landsfjórðungs sjúkrahús Austurlands frá upphafi.. Ég samgleðst Austfirðingum með þennan áfanga og að þessum framkvæmdum má ekki hætta fyrr en Mjóifjörður, Seyðisfjörður ,Bakkafjörður og Egilsstaðir hafa verið tengdir saman með jarðgöngum. Aðstæður og tækni hafa svo gjörbreyst Að fámennir verktakahópar geta á fáum árum gjörbreytt vegakerfinu þannig að hvergi þurfi að aka fjallvegi á aðal vegakerfi landsins. Þá vil ég benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu á alþingiskosninga daginn, eftir Þóri Kjartansson. Þar minnist hann á samgöngumál í Mýrdal og stutt jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Jarðgöng sem nánast mætti gera sem upphitun fyrir stærri verkefni. Hann dregur þar fram þjóðhagslegar staðreyndir. Byggðar á umferðatölum Vegagerðarinnar um Mýrdal i mánuðunum júlí ,ágúst ,september sl. Samkvæmt þessum umferðatölum, sem hann sundurliðar, sparast alls á þessum þrem mánuðum2.126.000 km.. Umreiknað í krónur miðað við 116 kr á km sparast 246milljónir 616.000 kr. Ef gert er ráð fyrir að líftími venjulegs fólksbíls sé um 200.000 km, hafa á þessum vegspotta verið keyrðir út að óþörfu allt að 11 bílar á þriggja mánaða tímabili. Ég læt svo aðra um að reikna út hvað 2.126.000 km akstur getur sparað mikið í kolsýrings útblæstri eða mengun almennt. Reynir Ragnarsson Í Vík

Breiðdalshreppur vill sameinast Fjarðabyggð - sameining við Fljótsdalshérað einnig skoðuð Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri leggur til að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð. Sameining við Fljótsdalshérað er ekki útilokuð í nýútkominni skýrslu sem unnin var að beiðni sveitarfélagsins.Rekstur Breiðdalshrepps hefur verið þungur undanfarin ár, að því er fram kemur á vef rannsóknarmiðstöðvarinnar, en íbúum fækkaði verulega í sveitarfélaginu í kjölfar samdráttar í útgerð og ótryggara atvinnuástands í bænum. Í byrjun árs bjuggu 182 á Breiðdalsvík og hefur verið leitast við að sporna gegn frekari fækkun með byggðakvóta, en íbúar voru flestir á árinu 1980 eða 372 talsins. Einnig fengu Breiðdælingar aðild að Brothættar byggðir, verkefni á vegum Byggðastofnunar til stuðnings samfélögum í varnarbaráttu. Á hinn bóginn hefur afkoma sveitarsjóðs farið batnandi með auknu aðhaldi í rekstri og auknum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og hefur hlutfall skulda af tekjum sveitarfélagsins lækkað úr 199% á árinu 2014 í 141% í árslok 2016. Þá er að mati skýrsluhöfunda ágætis gróska og nýsköpun í sveitarfélaginu og

hefur aukin ferðaþjónusta vegið að mörgu leyti upp fækkun starfa í landbúnaði og sjávarútvegi. Niðurstaða skýrslunnar er engu að síður sú, að með hliðsjón af verkefnum sveitarstjórnarstigsins fái sveitarfélagið ekki staðið undir rekstri sínum í núverandi mynd. Þá mæli lýðfræðilegir þættir eins og hækkandi meðalaldur einnig með sameiningu við annað sveitarfélag.

Sameining við Fjarðabyggð fýsilegri

Af þeim tveimur augljósu kostum sem Breiðdalshreppur á í stöðunni, að sameinast annað hvort Fjarðabyggð eða Fljótsdalshéraði, telja skýrsluhöfundar að landfræðileg rök geri Fjarðabyggð að fýsilegri kostinum. Breiðdalsheiði sé verulegur farartálmi á vetrum, sem dragi m.a. úr möguleikum á hagræðingu í skólamálum, en samrekstur skólanna á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði er talin skynsamleg ráðstöfun fyrir báða skóla, bæði fjárhagslega og faglega. Jafnframt er tekið fram, að gert sé ráð fyrir skólahaldi í báðum skólum eftir sem áður.

RAFTÆKJASALAN

E H F

Stofnað 1941

RAFVERKTAKAR

www.raftaekjasalan.is

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI

GASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR

www.rafgas.is

Pétur H. Halldórsson 856 0090


Hlíðasmári 6

201 Kópavogur

www.FASTLIND.is

MÓTX KYNNIR MEÐ STOLTI

Bæjarlind 7-9 FALLEGA HANNAÐ OG VANDAÐ HÚS Sérlega vandað álklætt lyftuhús með viðarál gluggum sem gerir húsið eins viðhaldslítið og mögulegt er. Mikið var lagt í hönnun og útlit hússins. Húsið er teiknað af Birni Skaptasyni. 42 íbúðir eru í húsinu í öllum mögulegum stærðum, en minnsta íbúðin er 86,8 fm og sú stærsta 155,5 fm,auk tveggja 230 fm penthouse íbúða. 29 bílastæði eru í bílakjallara hússins en þær íbúðir sem ekki eru með bílastæði í kjallara verða með sérmerkt stæði á lóð.

2 - 3 - 4 herbergja

Aðeins örfáar íbúðir eftir NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA

Vertu velkomin

Stefán Jarl Martin

Hannes Steindórsson

Kristján Þórir Hauksson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

892 9966

699 5008

696 1122

stefan@fastlind.is

hannes@fastlind.is

kristjan@fastlind.is

LIND Fasteignasala

Uppspretta ánægjulegra viðskipta


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

36

Öflugt skátastarf víða um land Marta Magnúsdóttir, skáta­ höfðingi Íslands, er 24. ára Grund­firðingur. Hún vissi ekkert um skátastarf þegar hún byrjaði í skátunum vorið 2009, stuttu eftir að skátastarfið var endurvakið í bæjarfélaginu og segir að satt að segja hafi hún haft litlar væntingar, en annað kom á daginn. „Ég fór í ferðir, útilegur og á alþjóðleg skátamót og allt var þetta virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt. Skátaþing er aðalfundur Bandalags íslenska skáta og ég gaf kost á mér til að vera formaður stjórnar á síðasta Skátaþingi en formaður ber jafnframt titilinn skátahöfðingi og ég var kjörin í það embætti sl. vor,“ segir Marta.

Katrín Björg Ríkarðsdóttur - nýr framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Skátastarfið bætti flóru æskulýðsstarfs

„Þegar skátastarf byrjaði heima í Grundarfirði bættist það við flóru æskulýðsstarfs í bænum, margir eru í skátunum, íþróttum og tónlistarnámi og jafnvel fleiru, aðrir eru eingöngu í skátunum og finna sig vel þar. Þátttakendur í skátastarfi eru 8-25 ára og starfið er stutt af fullorðnum. Þeir sem hafa náð 18 ára aldri taka oft að sér leiðbeinendastöður og halda þannig áfram sínu starfi „hinum megin við borðið.“Þátttakendum er skipt í aldursflokka, 3.-4. bekkur kallast drekaskátar, 4.-7. bekkur fálkaskátar, 8.-10. bekkur dróttskátar, 16-19 ára rekkaskátar og 19-25 ára róverskátar. Lág­­

Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi og formaður stjórnar Bandalags íslenskra skáta.

sé í fleiri útilegur og dagsferðir og færri vikulega fundi eða öfugt. Til eru ótal hugmyndabankar á netinu með hugmyndum að verkefnum og vel heppnuð dagskrá þarf alls ekki að vera flókin, tína rusl, elda utandyra, gönguferð, fara í skemmtilega leiki, leysa þrautir saman í hóp, skipta um dekk á bíl, hjálpa til í samfélaginu, halda viðburð í samfélaginu, og heimsækja dvalarheimili aldraðra. Þetta eru nokkur dæmi um hvað skátarnir gætu tekið sér fyrir hendur og unnið saman í hópum. Jákvæð samfélagsleg áhrif eru því oft umtalsverð.“

Landsmót skáta

Heimsmót Róverskáta var haldið á Íslandi sl. sumar. Það vr stærsta skátamót Íslandssögurnnar, World Scout Moot, og það sóttu um 5.000 skátar frá um 100 löndun. Gleði og samhugur ríkti þar eins og sjá má.

„Skátastarf hefur því miður ekki verið í vexti á landsbyggðinni en vonandi náum við að snúa því við. Skátastarfið býður ungmennum upp á ótrúlega mörg tækifæri og uppbyggilegan félagsskap, útivist og samvinnu. Skátastarf er mjög einfalt í eðli sínu, það snýst fyrst og fremst um ákveðin gildi, til dæmis að vera traustur, náttúruvinur og hjálpa öðrum. Dagskráin sem fram fer í skátastarfinu er oft mjög mismunandi og tekur mið af áhuga hvers hóps fyrir sig og leiðbeinanda þeirra, en alltaf skal hún falla undir gildin. Ég er sammála því sem sumir segja að ef það er leiðinlegt þá er það ekki skátastarf! En það er einmitt galdurinn að „leiðinleg atriði“ eru gerð skemmtileg í ævintýralegum búningi.“

marks­­fjöldi þátttakenda í starfi eru um það bil 5 einstaklingar, en færri er mögu­leiki og hámarks­­fjöldi þátt­takenda er miðaður við hvað skátastarf á viðkomandi svæði er með marga leiðbeinendur sem eru tilbúnir að styðja við og reka starfið. Skátastarf krefst ekki mikils búnaðar eða bygginga. Gott er að vera með ákveðið svæði til að koma saman á, til dæmis samkomusal, sal í skólanum en jafnvel bílskúr dugir vel. Þegar vel viðrar er hvatt til þess að vera utandyra og græn svæði hverskonar henta vel. Svo má ákveða hvernig starfið er uppbyggt, útilegur og dagsferðir skipta miklu máli og svo er venja fyrir því að vera með vikulega fundi í 1-2 klst. í senn, en það fer þó allt eftir áhuga hvers hóps og leiðbeinanda, hvort farið

Marta Magnúsdóttir skáta­ höfðingi segir skáta á Íslandi halda reglulega Landsmót skáta á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljóts­ vatni eða á Hömrum, útilífs og umhverfis­miðstöð skáta á Akur­ eyri. Einnig séu reglulega í boði minni skátamót og einnig er mjög vinsælt að fara í ferðir til útlanda, skátafélög fara oft á eigin vegum á skátamóti úti í heimi en Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir ferð á nokkur af stærstu mótunum, t.d. á alheimsmót skáta þar sem um 40.000 ungmenni 14-17 ára koma saman og gefst tækifæri á að hitta önnur ungmenni frá nánast öllum löndum heims. „Næsta alheimsmót verður í Bandaríkjunum árið 2019 og tilhlökkunin er þegar farin að gera vart við sig. Roverway er viðburður fyrir 16-20 ára skáta og verður í Hollandi á næsta ári og Heimsmót Róverskáta var haldið á Íslandi í sumar með um 5000 þátttakendum frá 100 löndum. Næst verður það mót haldið á Írlandi árið 2021. Næsta sumar mun Bandalag íslenskra skáta standa fyrir nokkrum mótum miðað að hverju aldursbili fyrir sig og stefnir í mikið ævintýri,“ segir skátahöfðinginn. Hafi einhver áhuga á að skátastarf verði möguleiki fyrir ungmenni í samfélagi viðkomandi er velkomið að hafa samband við Mörtu, marta@skatar.is og fá nánari upplýsingar og góð ráð um fyrstu skref.

Katrín Björg Ríkharðsdóttir, aðstoðarmaður Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjarstjóra á Akureyri, var nýlega ráðin sem fram­kvæmdastjóri Jafnréttisstofu sem hefur aðsetur að Borgum á Akureyri, í nábýli við Háskólann á Akureyri. Katrín Björg var spurð hvenær áhugi hennar hafi fyrst vaknað á jafnréttismálum, og af hverju. „Áhugi minn á jafnréttismálum vaknaði snemma. Það sem opnaði fyrst augu mín var þegar ég upplifði mismunandi viðhorf stelpna og stráka til eigin verka. Þetta fannst mér merkilegt sem krakka, þ.e. að strákarnir væru hæstánægðir með það sem þeir væru að gera en stelpurnar óánægðar með sín verk. Annað sem hafði mikil áhrif á jafnréttisáhuga minn var kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands og innkoma Kvenna­listans í íslenska pólitík þegar ég var unglingur,“ segir Katrín Björg. - hverjar verða helstu áherslurnar á þínum fyrstu misserum í starfinu? Til að byrja með verður ansi margt sem ég þarf að setja mig inn í í starfinu. Frá því ég vann á Jafnréttisstofu á árunum 2000-2003 hefur ýmislegt breyst. Ég mun því byrja á því að taka stöðuna með starfsfólkinu og saman munum við móta stefnu næstu missera.“ - er starfsemi og staðsetning Jafnréttisstofu á Akureyri hagkvæm fyrir starfið og áherslurnar í öðrum landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins? „Staðsetning Jafnréttisstofu er ekki aðalatriðið í starfi hennar en það hefur að mínu mati kosti að staðsetja ríkisstofnanir ekki eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Jafnréttisstofa sinnir öllu landinu og hefur gert það vel og að sjálfsögðu verður það þannig áfram.“

Jafnréttis­viður­ kenning Jafnréttis­ ráðs

Þann 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna, afhenti

Katrín Björg Ríkharðsdóttir.

Þorsteinn Víglundsson, þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, jafnréttis­v iður­k enningu Jafn­ réttis­ráðs við hátíðlega athöfn í Hannesarholti í Reykjavík. Í þetta sinn voru það tveir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en báðir aðilar hafa skarað fram úr á sviði jafnréttismála þó á mjög ólíkan hátt. Þetta eru Hafnarfjarðarbær og Druslugangan sem í ár beindist gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Framsækin og metnaðarfull stefna Hafnarfjarðarbæjar gerir sveitarfélagið að heildstæðum braut­ryðjenda á sviði jafn­réttis­ mála og Druslugangan er mikil­ vægt grasrótarstarf sem hefur haft afgerandi áhrif á sam­félagið og opnað umræðuna um kynferðis­ ofbeldi. Megin­markmið göngunnar var að ábyrgð kynferðisglæpa færist frá þolendum til gerenda. Við afhendingu jafnréttis­ viður­k enningarinnar opnaði Kristín Jóndóttir vefinn www. kvenna­listinn.is. Vefurinn hefur það að markmiði að varðveita á einum stað öll gögn tengd kvennaframboðunum, miðla reynslu og þekkingu um þessi sögulegu framboð og gera sýnileg þau miklu áhrif sem Kvennalistinn hafði á Alþingi og út í samfélaginu.

FISKÁS ehf - ferskir í fiskinum

Nýr þorskur, ýsa, rauðspretta, bleikja, lax og margt fleira! Dynskálum 50 | Hellu S. 546 1210 | fiskas@fiskas.is

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Fiskbúðin er opin alla virka daga frá kl. 10-17.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

37

Norðfjarðargöng orðin að veruleika

- Fjarðarheiðargöng nú ofarlega í hugum Austfirðinga Það var mikill hátíðisdagur á Aust­fjörðum laugardaginn á 11. nóvember sl. þegar Norfjarðar­ göngin voru formlega vígð. Verk­taka­fyrirtækin Suður­verk og tékkneska fyrir­tækið Metrostav unnu verkið sem hefur staðið yfir

í göngunum fer mest í 170 metra hæð yfir sjó þannig að vatn getur ekki safnast fyrir í þeim. Nýir aðfærsluvegir gangnanna Eskifjarðarmegin eru um tveir kílómetrar en Norðfjarðarmegin um 5,3 km, samtals um 7,3

milljarðar króna. Það eru nefndar tölur allt að 30 milljarðar króna. Það er sagt að alltof lítil umferð sé um Fjarðarheiði til að standa undir svona dýrum göngum. En meðalumferð er um 500 bílar 800 bílar á sólarhring að sumarlagi, og

Norðfirðingurinn Stefán Þorleifsson fagnaði aldarafmæli sínu 18. ágúst 2016 með ökuferð í gegnum ókláruð Norðfjarðar­ göng. Ökuferðin var sex ára gamalt loforð. Það var á kommablóti í Neskaupstað árið 2010 sem Stefán tók ákveðið loforð af Kristjáni Möller, sem þá var samgönguráðherra, um ökuferð gegnum göngin. Stefán er hér í fararbroddi þeirra sem óku fyrst gegnum göngin þegar þau voru opnuð formlega ásamt Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra, fyrrverandi samgönguráðherrum Kristjáni Möller og Steingrími Sigfússyni og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra sem flytur ávarp áður en klippt var á borðann.

í rétt liðug 4 ár. Áætlaður heildar­ kostnaður við Norðfjarðargöngin er núna 13,9 milljarðar króna. Göngin sjálf eru 7.566 metrar í bergi, vegskáli Eskifjarðarmegin er 120 metrar og Norðfjarð armegin 222 metrar. Heildarlengd ganga með vegskálum er því 7.908 metrar. Norðfjarðargöng eru mikil samgöngu- og öryggisbót, en þau leysa af hólmi Oddsskarðsgöng og erfiðan fjallveg að þeim beggja vegna skarðsins. Oddsskarðsgöng voru byggð á árunum 1972-77 og eru einbreið, 640 metra löng og liggja í um 610 metra hæð. Í nýju göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö við hlið vegskála utan ganga. Flóttarýni vegna slysa eru fyrir um 150 manns og eru við hvert tæknirými inni göngunum. Vegurinn í gegnum göngin er 6,5 metra breiður milli steyptra upphækkaðra gansgstétta. Ganga­ munninn Eskifjarðarmegin er í 15 m hæð yfir sjó rétt innan við gamla Eskifjarðarbæinn. Gangnamunninn Norð fjarðarmegin er í 126 metra hæð yfir sjó í Fannardal. Gólfið

kílómetrar. Í tengslum við vegagerð að göngunum voru byggðar nýjar brýr. Annars vegar 44 metra löng á Norðfjarðará og 58 metra löng brú á Eskifjarðará. Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði byggði brýrnar. Framkvæmdir á verkstað hófust í september 2013. Einasta óskynsemin í þessari glæsi­legu jarð­gangnagerð að mati margra er að ekki skuli vera inn­heimt gangnagjald frekar en í Héðins­ fjarðar­g­öngum. Væri slíkt gert sem meginregla í íslenskri jarðgangna­ gerð væri mun hraðar hægt að ráðast í gerð samgöngumannvirkja en nú er.

Koma Fjarðarheiðargöng innan tíðar?

Ekki er að efa að Fjarðarheiðar­ göng eru ofarlega í hugum Aust­ firðinga nú þegar gerð Norð­ fjarðarganga er að baki. Umræður eru hinsvegar oftar en ekki slegnar út af borðinu vegna þess að þau eru talin svo hræðilega dýr að þjóðin hafi engin ráð á að byggja þau og þar nefndar tölur allt að 30

e.t.v. algjör ef. Svo vissulega er þetta hindrun. Og alger ef mönnum dettur ekki í hug að innheimta veggjald. Gegn því leggjast Seyðfirðingar almenn, og kannski skiljanlega. Gangnagjald til að standa undir 3% vöxtum og 30 ára niður­ greiðslu af 30 milljörðum króna og rekstrarkostnaði sem væri hugsanlega 4.0 milljarðar króna á ári, sem dreift á 180.000 bíla gæfu 22.000 krónur á ferðina Það er greinilega hærra en hægt er að innheimta áður en menn keyra ekki frekar gamla veginn þó vondur sé.

Hvað er til ráða?

Gæti komið til greina að gera aðeins einbreið göng till að byrja með? Þá yrði heildarrúmál útgrafið úr einbreiðum göngum hugsanlega um 320.000 m3 á móti 650.000 m3 í tvíbreiðum göngum. Kostnaður við einbreið göng gæti þá verið farinn að nálgast 15.milljarða króna sem lækkar þá gjaldið niður í 11.000 krónur á ferðina. Þá er það spurningin hvort ríkið ætlar að niðurgreiða gjaldið með hliðsjón af

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ávarpar mannfjöldann áður en ekið var í gegnum glæsileg jarðgöngin.

ókeypis göngum annars staðar, svo sem í Héðinsfirði og á Vestjörðum? Hvað þolir vegfarandinn að borga? Ef gjald yrði tekið upp í þeim göngum og öðrum myndi allur þessi róður léttast. Og því skyldi kostnaðnum ekki vera jafnað milli gangna eins og öðrum samfélagslegum kostnaði? Halldór Jónsson verkfræðingur var í rauninni óánægður með að fá ekki að borga til þessa mikla mannvirkis Héðinsfjarðargangna þegar hann ók þau í fyrsta sinn sl.sumar. Eitthvað sem geti komið því til góða, t.d. 500 krónur fyrir ferðina þætti honum lítið og vildi glaður greiða það til þessa stórvirkis því til heilla. Nú fara þúsund bílar um þau göng á sólarhring. Hálf milljón króna myndi nýtast til að gera göngin betri og viðhalda gæðunum. Halldór vill líka fá að greiða í Hvalfjarðargöngin áfram til þess að önnur samsíða jarðgöng verði grafin sem gera þetta betra fyrir þjóðina. Það er hreinlega ósanngjarnt að þeir sem nota greiði ekki til framtíðarinnar í samgöngumálum. Engin fleiri ókeypis göng yrði regla en ekki undantekning. Ef gerð verða einbreið göng undir Fjarðarheiði til að byrja með, þá yrði það pólitísk ákvörðun hversu hátt gjaldið gæti orðið án niðurgreiðslu.

Af hverju ekki gjaldtaka?

„Það er ofarlega í mörgum að mega ekki heyra minnst á veggjöld öðruvísi en að rjúka upp í fússi og segja að það sé búið að stela svo og svo miklu af okkur af skattfénu sem átti að renna í vegina en endaði í niðurgreiðslum af lambakjöti. Það er allt rétt. En við af minni kynslóð sem erum búnir að borga allan þennan tíma í Hvalfjarðargöng og erum bráð­um dauðir. Það er komið nýtt fólk sem hefur ekki borgað neitt. Af hverju á það að fá allt frítt núna? Hvers vegna á ekki að láta það borga fyrir alla notkun en ekki vera með þennan gamla söng um peningana sem var stolið af okkur þeim gömlu úr framkvæmdunum sem létu okkur hossast í holunum allt okkar blóma­skeið?,“ segir Halldór. Halldór Jónsson vill fá að borga strax í öll jarðgöng á Íslandi sanngjarnt gjald í hvert sinn sem

R EY K JAN ESB ÆR

Hugheilar jóla- og nýárskveðjur frá Reykjanesbæ

þau eru notuð. Hann segir það bara virðingarleysi við gengnar kynslóðir sem lögðu á sig að byggja þau. Það sé bara skömm fyrir þá sveitavargaþingmenn sem misnotuðu aðstöðu sína til að þeirra atvæði kæmust hjá að borga eins og Vestfjarðagöngin og Héðinsfjarðargöngin eru góð dæmi um. „Sjáum Hvalfjarðargöngin sem dæmi. Hversvegna á 17 ára krakki sem er nýbúinn að fá bíl og bílpróf að fara að keyra þau frítt af því að einhver lán séu uppgreidd? Er ekki réttara að hann greiði eins og við erum búin að gera í tuttugu ár? Gröfum þá jafnvel önnur göng samsíða fyrir peninginn og og göng í gegnum Reynisfjall og Fjarðarheiði með sömu aðferð. Hættum þessu væli um liðinn tíma og tökum gjald af umferðinni án þess að stela því í annað eins og Alþingis er háttur sbr. bensíngjöldin,“ segir Halldór.

Hvernig kæmi þetta út?

„Ef við gerðum ráð fyrir 60 km hraða ökutækja þá tæki það um 15-20 mínútur að fara Fjarðarheiðargöngin. Þau yrðu þá opin á svona 30 mínútna fresti í hvora átt. Það ætti að vera lítið mál að bíða eftir grænu ljósi að meðaltali í kortér í 10 til 20 bíla röð. Ekki finnst mér ólíklegt að umferð myndi aukast talsvert frá því sem nú er yfir Fjarðarheiði þannig að göngin yrðu hagkvæmari eftir því sem tímar líða. Og önnur samsíða göng síðar virðast vera auðveldari í framkvæmd með þá þekkingu sem fengist við gerð fyrri gangnanna. Er þarna hugsanlega kostur á að fá þessa nauðsynlegu samgöngubót fyrr en menn hafa verið að velta fyrir sér? Eða er þetta bara músaholu­ sjónar­mið sem eiga ekki við stórhuga Íslendinga? Eða er þetta bara svo miklu óhagkvæmara í framkvæmd, sem það áreiðanlega er að hlta til, að það tekur því ekki að hugsa svona smátt? Er hægt að hugsa sér að gera þetta í einkaframkvæmd svipað og Spölur gerði í Hvalfirði? Hvað með Suðurverk og Metróstav? Gætu þessi fyrirtæki kannski hugsað sér að gera Fjarðarheiðargöng upp á eigin spýtur?,“ spyr Halldór Jónsson.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum starfsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra góð samskipti á árinu sem er að líða


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

38

Sjávarútvegsdagurinn 2017:

„Viðhalda þarf trúverðugleika og stöðugu afurðaverði“ - segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja

Á næstu árum kann svo að fara að ekki sjáist fjöll grána þegar kemur fram á haust, heldur gerist það þegar lengra líður fram á vetur.

Hlýnun mun aukast um 1°C fram á miðja öldina Líklegast er að hlýnun við Ísland á næstu áratugum verði rúmlega 0,2 °C á áratug og um miðja öldina hafi hlýnað um 1°C, miðað við núverandi meðalhita . Eins og gefur að skilja eru nokkur óvissumörk á þessu mati, en líklegast verður hlýnunin á bilinu 0 til 2 °C. Meðal þeirra þátta sem auka á óvissuna eru lang­tímabreytingar á hafstraumum og líklegur samdráttur í djúp­ sjávar­myndun og lóðréttri hringrás á Norður-Atlantshafi. Ólíklegt er þó að þessi hafhringrás breytist snögglega. Horfur á hlýnun á fyrri hluta aldarinnar eru lítið háðar forsendum um losun gróður­húsa­ loft­tegunda. Fyrir síðari hluta aldar­innar skipta forsendur um losun meira máli og er mestri hlýnun spáð í þeim sviðs­myndum

sem gera ráð fyrir mestri losun. Við lok aldarinnar má ætla að hlýnunin geti numið um 1,4 til 2,4 °C en ef fullt tillit er tekið til óvissu liggur hlýnunin á bilinu 0 til 3,6°C. Þó yfirgnæfandi líkur séu á hlýnun til lengri tíma halda áratugasveiflur áfram og valda því að skeið verulegrar hlýnunar og skeið hægfara hlýnunar eða jafnvel kólnunar munu skiptast á. Líklegast er að hlýnunin verði meiri að vetri til en að sumarlagi. Gera má ráð fyrir að úrkoma aukist um 2 - 3% fyrir hverja gráðu sem hlýnar, auk þess sem líklegt er að ákefð úrkomu aukist, og dögum án úrkomu fækki. Einnig er líklegt að snjóhula að vetri minnki og alhvítum dögum fækki.

Sjárvarútvegsdagurinn, í sam­s tarfi Deloitte, Sam­taka atvinnu­lífsins og Samtaka fyrir­ tækja í sjávar­útvegi, var hald­inn 17. október sl. í Hörpu. Dagur­inn bar yfir­skriftina „Högum seglum eftir vindi.“ Þor­steinn Már Baldvins­son, for­stjóri Sam­herja hf, hélt þar erindið „Eng­inn er eyland, hvar stöndum við?“ Í erindi sínu fór Þorsteinn Már m.a. yfir stöðu íslensks sjárvarútvegs og viðhorf sam­félags­ins á sjávar­útveginum. Þorsteinn Már ræddi í upphafi um nám og markaðs­setningu atvinnugreina og sagðist vilja sjá mun fleiri í fleiri í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi í Tækniskólanum. Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11. Í dag eru 70 nemendur í dagskóla í skipstjórnarnámi og 220 í véltækninámi. Um allan heim væri sem dæmi verð á laxi sem er Hver eru gjöldin af að finna mörg spennandi tækifæri margfalt verð þorsks, stöðugt frysti­skipum? Gjöldin af frystiskipum eru meiri á þessum sviðum. Í fram­boð og nær 100% hérlendis en þekkist annars staðar. ný­legri könnun meðal afhendingar­ ö ryggi. Það kostar jafn ung­menna sögðust Sam­k eppnis­a ðilar 9,2% aflaveðmætis fer í vieðigjöld, mikið að flytja tæp­lega 90% vilja eins og Marin­harvest, 3,2% í kolefnisgjald, 0,8% í fisk frá Íslandi starfa tíma­b undið sem er stærsti laxa­ aflagjald, 40% í launakostnað og erlendis, 25% töldu fram­leiðandi í heimi af þeim launum fer síðan 20% til til Evrópu og frá sjávar­útveg mikil­væg­ og slátraði um 380 ríkis og sveitarfélaga, eða samtals Evrópu til Kína. ustu atvinnu­greinina, þús­und tonnum af laxi 53% í laun og opinber gjöld. Í 2,3% vildu mennta sig á árinu 2016, Morpol samkeppnislandi eins og Noregi í sjávarútvegi og 0,9% vildu starfa og Spersen eru eru sífellt að að nema sömu gjöld 32%. Þrátt fyrir fjárfestingar í nýjum í sjávarútvegi. bæta við sig, verða stærri og stærri. Þorsteinn Már taldi mikilvægast Það tekur mun styttri tíma fyrir skipum að undanförnu sagði Þorsteinn Már að ekkert tilefni fyrir útflytjendur í sjávarútvegi að þessa aðila að koma vörunni á til frekari gjaldtöku. Fjárfesta þarf enn meira ef Íslendingar ætla áfram að halda sér í fremstu röð í sjávarútvegi og laða að sér hæft fólk. Fjárfestingar renna líka til íslenskra aðila, þar má nefna fyrirtæki eins og Samskip, Eimskip, Hampiðjan, Promens, Valka, Brimrún, Ísnet og Fjarðaet.

Samfélagssporið athyglisvert

Fyrir utan Myndavélasafn Siglufjarðar, f.v.; Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Baldvin Einarsson, Sigrún Kristjánsdóttir og Pálmi Bjarnason.

Afar áhugavert mynda­ véla­safn á Siglufirði Myndavélasafn Siglufjarðar var opnað vorið 2013. Á safninu eru að finna yfir 200 myndavélar frá fyrri tíð ásamt áhugaverðum ljósmyndum. Um er að ræða mjög

Siglufjörður á síldarárunum.

áhugavert og skemmtilegt safn fyrir alla þá sem áhuga hafa á ljósmyndun og gamla tímanum. Myndavélasafn Siglufjarðar er staðsett að Vetrarbraut 17.

Cuxhaven NC, nýr togari dótturfyrirtækis Samherja í Þýskalandi, DFFU.

hafa í huga, við sífellt harðnandi samkeppni á erlendum mörkuðum, að viðhalda stöðugt trúverðugleika, hafa stjórn á flutningum og afhendingaöryggi, hafa stöðugt verð afurða og stöðug gæði og matvælaöryggi, auka vöruþróun, sýna 100% rekjanleika vörunnar og vottun þriðja aðila.Tók hann

markað í Evrópu en fyrir okkur Íslendinga, og það er helmingi dýrara. Það kostar jafn mikið að flytja fisk frá Íslandi til Evrópu og frá Evrópu til Kína. Þorsteinn benti á að Rússar sæktu hratt fram, framleiða nú þrisvar sinnum meira af sjófrystum afurðum í einu fyrirtæki en allir aðilar á Íslandi.

Þorsteinn Már segir að við eigum að vera ánægð með okkur og nefnir m.a: • Getum hvatt unga fólkið meira til nám í sjávarútvegi. • Laun hærri hér en annars staðar í sjávarútvegi og viljum borga samkeppnishæf laun. • Sköpum meiri verðmæti en aðrir úr þorski og erum inni á mörgum verðmætustu afurðamörkuðum í heimi. • Greiðum meira en aðrar þjóðir í opinber gjöd, og samfélagssporið því afar eftirtektarvert.


Hlíðasmári 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is

VIÐ KYNNUM

Vogatunga SÉRBÝLI Í FALLEGU UMHVERFI LIND Fasteignasala kynnir rað-og parhús að Vogatungu í Mosfellsbæ. Kaupendum býðst að fá húsin tilbúin til innréttinga eða fullbúin með grófjafnaðri lóð. Húsin eru staðsett í nýlegu fjölskylduvænu hverfi í Mosfellsbænum. Hinn nýlagði Tunguvegur tengir hverfið við íþróttamiðstöðina að Varmá, Varmárskóla og miðbæ Mosfellsbæjar. Stutt í útiveru, gönguleiðir, upplýstan battavöll, körfuboltavöll, laxaveiði, hestamannahverfi Harðar, flugklúbb Mosfellsbæjar osfrv. Sveitasæla í aðeins 15 mín keyrslu frá miðpunkti Reykjavíkur. Afhendingartími húsana í fyrsta áfanga er apríl-júlí 2018. Verðdæmi: Vogatunga 27 – raðhús. 146,6 fm - 4 herbergja – Verð 47,9 m tilb.innréttinga og 59,9 m fullbúið. Vogatunga 103 – Raðhús á tveimur hæðum. 236,7 fm – 6 herbergja – Tvö baðherbergi Verð 62,5 m tilb.innréttinga og 78,5 m fullbúið.

Vogatunga.is

12 hús seld

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Stefán Jarl Martin

Hannes Steindórsson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

892 9966

699 5008

stefan@fastlind.is

hannes@fastlind.is

Kristján Þórir Hauksson Lögg. fasteignasali

696 1122 kristjan@fastlind.is

LIND Fasteignasala

Uppspretta ánægjulegra viðskipta


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

40

Stálmaðurinn:

Guðmundur Arason

Sorporkustöð er áhuga­verðu

Guðmundur Arason.

Bókakápan.

Komin er út bók um Guðmund Arason, stundum kallaður Stál­ maðurinn. Guðmundur Arason kom frá Vestmannaeyjum ásamt for­eldrum sínum og eldri bróður til Reykjavíkur á kreppuárinu 1930. Fjölskyldan var gjaldþrota, þjóð­félagið stóð á brauðfótum og framtíðin allt annað en björt. Guðmundur Arason fór snemma að vinna fyrir sér í höfuðborginni. Hann varð að hætta í skóla 12 ára til að leggja hönd á plóg við framfærslu fjölskyldunnar.

Í þessari bók skrifar Guðmundur um lífshlaup sitt, árunum í Eyjum, sem voru honum dýrmæt - og Reykjavík er varð hans vettvangur. Guðmundur nam járnsmíði og starfaði lengi við þá iðn ásamt fjölmörgu öðru. Hann rak eigin vélmiðju, en breytti henni í járn­ innflutnings­fyrirtæki sem starfar enn af miklum þrótti. Guðmundur er þekktastur fyrir hnefaleika. Það stóð til að hann keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíu­leikunum er halda átti 1939, en þeir voru aldrei haldnir

vegna síðari heims­styrjaldar­ innar. Hann varð Íslandsmeistari í þunga­vigt 1944 og keppti við heims­fræga hnefa­leikara. Hann var mikill Ármenningur alla tíð og starfaði að upp­byggingu þess félags af miklum eldmóði. Þá var Guð­mundur forseti Skák­sambands Íslands og breytti þar ýmsu til batnaðar. Bókin er byggð á endur­ minningum Guðmundar í saman­ tekt Jóns Birgis Péturssonar, rithöfundar og blaðamanns.

Tökum að okkur alla alhliða gröfuvinnslu fyrir sumarbústaði, einbýlishús og sveitabæi. Athugið að við byggjum á áralangri reynslu í allri venjulegri og óvenjulegri jarðefnavinnslu. Fljót og góð þjónusta Beltagröfur Traktorsgröfur Smágröfur Jarðýtur Niðurdráttarplógur fyrir vatnslagnir Efnisflutningar Vélaflutningar Framræsla

Sorphirða, það er að segja móttaka og förgun úrgangs frá heimilum og iðnaði, hefur reynzt sveitarfélögum á Íslandi erfitt viðfangsefni. Ekki er svo langt síðan, að öllu sorpi var ekið á sorphauga í nágrenni byggðar. Þar hrúgaðist það upp, og reynt var að brenna það sem hægt var. Af þessu stafaði mikil mengun. Bæði loftmengun vegna brunareyks og útgufunar ýmiss konar lofttegunda svo og jarðvegs- og grunnvatnsmengun frá haugunum sjálfum. Enn finnast gamaldags sorphaugar, eins og sá sem þetta skrifar þekkir frá æskuárum sínum á Akureyri. Þangað fórum við unglingarnir með smárifla og reyndum að skjóta rottur, sem þar voru í miklum mæli, innan um brennandi ruslið ofan á jörðinni. Þegar umhverfisráðuneyti var stofnað á Íslandi í febrúar 1990, voru sorphirðumál landsmanna í miklum ólestri og förgun sorps langt að baki því sem gerðist í nágrannalöndum okkar og flestum vestrænum ríkjum. Töluvert hefur áunnist í þessum efnum síðan þá. Munar þar mest um tilkomu Sorpu 1991, byggðasamlags sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu um móttöku og förgun sorps með kerfisbundnum og umhverfisvænni hætti en áður. Starfsemi Sorpu hefur orðið til þess að stórbæta sorphirðu á höfðuborgarsvæðinu, orðið hvati til flokkunar sorps, endurvinnslu þess og um leið vitundarvakning um að farga beri úrgangi á umhverfisvænan hátt. Sá ljóður er á, að valið var að urða langmestan hluta þess sorps, sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu á Álfsnesi. Þótt urðunarstaðurinn hafi verið gerður eftir ströngustu umhverfisstöðlum, verður að telja, að urðun sorps sé úrelt förgunaraðferð. Forsvarsmenn Sorpu hyggjast nú leggja af urðun úrgangs með þessum hætti. Fyrirhugað er að útbúa smærri urðunarþrær, þar sem auðveldara er að safna metan og öðrum loftgösum, sem gufa upp frá þrónum og eru nýtanleg. Hægar hefur gengið hjá mörgum sveitarfélögum úti á landi. Víða er þó búið að koma upp móttökustöðvum fyrir flokkaðan úrgang, þar sem almenningur getur losað sig við ýmiss konar rusl og aflóga hluti. Heimilssorp er hins vegar sótt til íbúa. Förgun sorps og úrgangs er engu að síður víða ábótavant.

Sofið á verðinum

Sími 486 6716 - Hörður 893 5457 - Þórarinn 893 5456 Gröfutækni ehf. - Iðjuslóð 1 - 845 Flúðir - grofutaekni@stedji.is

Það er því hægt að fullyrða, að Íslendingar hafi sofið á verðinum gagnvart því að meðhöndla heimilissorp og annan úrgang á umhverfisvænan hátt. Samkvæmt nýjustu tölum Umhverfisstofnunar fór heildarúrgangsmagn á landinu í fyrsta sinn yfir milljón tonn á síðasta ári (2016) og fer sífellt vaxandi. Endurvinnsla úrgangsefna hefur bæði reynzt kostnaðarsöm og erfið. Mikill hluti úrgangs hefur því verið urðaður á nokkrum völdum

stöðum víðs vegar á landinu. Sumir þessara urðunarstaða eru nú komnir á undanþágu, og hjá öðrum rennur starfsleyfi út innan fárra ára. Evrópusambandið samþykkti nýlega tilskipun (9. júní 2016) sem gerir ráð fyrir, að 2030 megi sveitarfélög á Evrópska efnahagssvæðinu ekki urða meira en sem nemur 10% af tilfallandi heimilisúrgangi. Jafnframt er gert ráð fyrir, að um 65% úrgangs skuli endurunnir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun þessi tilskipun brátt fá ígildi reglugerðar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og taka því gildi á Íslandi. Sveitarfélögin fá þannig einhvern frest, ekki mjög langan, til þess að urða ekki meira en sem nemur 10% af heimilisúrgangi. Á tíunda árartugnum voru byggðar nokkrar litlar sorpbrennslustöðvar á landsbyggðinni, en með tilkomu þeirra vonuðust menn til þess, að fundin væri hagkvæm lausn á förgun heimilissorps og annars úrgangs. 2010 voru alls sex slíkar brennslustöðvar í rekstri á landinu. Þessar stöðvar voru mjög litlar á alþjóðlegan mælikvarða og reyndust óhagkvæmar í rekstri. Brennsluhiti var altof lágur til að koma í veg fyrir loftmengun. Voru starfsleyfi þeirra byggð á undanþágu frá viðurkenndum EES reglum um slíkar stöðvar. Upp úr aldamótunum 2000 fór að bera á mikilli díoxínmengun frá sumum þessara stöðva. Að lokum voru þær allar sviptar starfleyfi og hefur verið lokað. Hafa sorpmál viðkomandi sveitarfélaga verið í miklum ólestri síðan og þau gripið til þess ráðs að láta aka sorpi og úrgangi langar leiðir til förgunarstöðva, oftast til urðunar. Aðeins ein sorpbrennslustöð er enn starfandi á Íslandi, þ.e. Kalka á Suðurnesjum. Hún verður þó að teljast frekar ófullkomin í samanburði við sorporkustöðvar nágrannalandanna, og hefur henni verið gert að uppfylla hertar kröfur um takmörkun á mengun, sem gerir reksturinn enn erfiðari. Hér gildir hagkvæmni stærðarinnar sem svo víða annar staðar.

Tillögur til úrbóta

Mörg sveitarfélög ásamt Fjórðungssambandi Vestfjarða hafa um nokkurt skeið verið að athuga tillögur um allsherjarlausn sorphirðumála landsmanna, sem settar voru fram í skýrslu fyrr á þessu ári, unninni af Braga Má Valgeirssyni, vélstjóra og iðnfræðingi ásamt Stefáni Guðsteinssyni, skipatæknifræðingi og Júlíusi Sólnes, fyrsta umhverfisráðherra Íslands. Verkís verkfræðistofa hefur einnig komið að verkefninu. Í skýrslunni er gert ráð fyrir, að byggð verði fullkomin sorporkustöð við Ísafjarðardjúp, sem taki á móti allt að 100 þúsund tonnum af brennanlegum úrgangi frá öllum sveitarfélögum landsins.

Sorporkustöð

Stöðin yrði mjög tæknilega fullkomin, byggð skv. ströngustu


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

41

meðhöndlun úrgangs frá 2003 með áorðnum breytingum er eftirfarandi forgangsröðun um förgun hans:

á Vestfjörðum ur kostur reglum Evrópusambandsins í líkingu við þær stöðvar, sem nýlega hafa verið teknar í notkun á Norðurlöndunum, m.a. á Amager nærri miðborg Kaupmannahafnar (sjá mynd 2). Um er að ræða háhitabrennslu (um 1200°C) með mjög fullkomnum mengunarvarnabúnaði, þannig að loftmengun er nánast engin. Vestfjarðastöðin mun framleiða um 10 MW af raforku og 30 MW af hitaorku, eða um 312 gígavattstundir af orku á ári. Með henni yrði raforkuþörf Vestfirðinga, umfram núverandi framleiðslu í fjórðungnum, fullnægt, og nægt heitt vatn fengist til húsahitunar í öllum byggðarlögum við Djúp, ásamt til margs konar atvinnustarfsemi. Stöðin kæmi til með að veita um 15 manns atvinnu, og að auki yrði um einhver afleidd störf að ræða. Talið er, að hún muni kosta um 10–12 milljarða króna með tengdum mannvirkjum, skip og hafnaraðstaða um 5,5–7 milljarða króna, þannig að heildarkostnaður þessa risaverkefnis gæti numið tæplega 20 milljörðum króna. Næsta

efni. Úrgangur sem venjulega er ekki gott eldsneyti, eins og t.d. hræ og sláturhúsaúrgangur, verður ágætt brennsluefni við þessar aðstæður, en í honum er mikil fita og trefjar sem brenna vel. Annar brennanlegur úrgangur skilur eftir sig skaðlaus steinefni sem liggja eftir á brunaristinni og nota má sem fyllingarefni við byggingarframkvæmdir. Einnig verður til umtalsvert magn af fínösku, sem Norðmenn hafa viljað taka á móti. Það sem fer upp með reykgasinu er leitt gegnum margs konar hreinsisíur, sem skilja frá efni eins og þungmálma og önnur eiturefni. Þess ber að geta, að ekkert „díoxín“ lifir af brennslu við hitastig sem er yfir 800°C.

Sorpflutningar

Allt sorp og allur úrgangur fyrir utan gler og steinefni, sem nota má í uppfyllingar, yrðu flutt frá flokkunarstöðvum sveitarfélaga í gámum til næstu hafnar. Gámarnir yrðu síðan fluttir með tveimur sérútbúnum gámaskipum frá öllum aðgengilegum höfnum umhverfis landið (25–30 talsins)

Dregið skal úr myndun úrgangs (með öllum tiltækum ráðum með;

Júlíus Sólnes.

varning í gámum milli hafna, meðal annars olíu og benzín ásamt frystigámum (fiskafurðir). Skipin þurfa að vera grunnrist til að geta lagzt að bryggju á minni stöðum, þar sem aðdýpi er lítið. Þau verða útbúið með stórum krana, þannig að ekki sé þörf fyrir mikla landaðstöðu (krana) til að umskipa gámum í hverri höfn. Skipin geta

metanframleiðsla Sorpu í Álfsnesi mun rétt nægja til þess að knýja annað gámaflutningsskipið. Með skipunum mætti taka upp almenna strandflutninga á nýjan leik. Það myndi hafa veruleg jákvæð umhverfisáhrif, þar sem t.d. losun koltvíoxíðs er talin sjö sinnum minni við að flytja eitt tonn af varningi einn kílómetra

Sorporkustöð á Amager, ekki langt frá óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. Hún var tekin í notkun í apríl 2017 og þykir ein fullkomnasta stöð sinnar tegundar í Evrópu. Á veturna er skíðabrekka ofan á þaki stöðvarinnar til ánægju fyrir Kaupmannahafnarbúa.

skref verður að gera nákvæmar rekstrar- og kostnaðaráætlanir. Við brennslu á sorpi í háhitaofnum, þar sem hitastig er vel yfir 1000°C, eyðast öll lífræn

til áfangastaðar, brennanlegur úrgangur til sorporkustöðvar, en annað til móttökustöðva fyrir t.d. málma og endurvinnslu. Skipin gætu einnig flutt hvers konar annan

því komið og farið hvenær sem er sólarhringsins og áhöfn þeirra afgreitt sig að mestu sjálf. Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðingur hefur unnið frumteikningar fyrir smíði sérstaks gámaskips, sem fyrir utan sorpgámana, getur einnig flutt almennan varning í gámum og olíu. Skipin rista innan við fimm metra og eru því vel til þess fallin að sigla inn á margar minni hafnir landsins. Skipin yrðu mjög umhverfisvæn, knúin þremur aflvélum, sem geta notað lífrænt gas, t.d. metan. Til fróðleiks má geta þess, að öll fyrirhuguð

sjóleiðina en landleiðina með flutningabílum. Einnig myndi slit á þjóðvegum landsins minnka verulega, en einn stór flutningabíll er talinn valda sambærilegu sliti á vegum landsins og 9000 einkabílar. Aðrir helstu mögulegar lausnir á förgun á þeim úrgangi, er ekki verður endurnýttur eða telst nothæfur til endurvinnslu, sem geta hentað hér á landi, þar sem fámennið gerir alla endurvinnslu mjög erfiða. Það vart raunhæft, að hægt verði að endurvinna 65% af úrgangi á Íslandi. Svo fámenn þjóð getur ekki ráðist í mikinn endurvinnsluiðnað. Í lögum um

1. Endurvinnsla 2. lífræn vinnsla úrgangs 3. endurnýting, m.a. með orkuvinnslu, og að ustu 5) urðun. Að lokum er í þessari lagagrein ákvæði, sem segir, að víkja megi frá þessari forgangsröðun út frá hagkvæmnisjónarmiðum. 4. moltugerð er alltaf möguleg eftir mjög vandaða flokkun. Það þarf að hreinsa burt alla þá hluti/ efni sem geta valdið mengun, ef þau eru óvarin gegn veðri og vindum, þannig að regnvatn geti skolað óæskilegum efnum niður í jarðveg. Moltugerð er frekar viðkvæmt ferli, og verður að vanda til verks, en rétt er að taka fram, að moltugerð getur verið æskileg aðferð samhliða öðrum lausnum. 5. lífræn orkuvinnsla. Það að vinna lífrænt eldsneyti eins og metan úr lífrænum úrgangi, t.d. úr heimilissorpi og sláturhúsaúrgangi, hefur sýnt sig vera góð lausn, þar sem næg aðföng eru af úrgangi sem henta til vinnslunnar. Þó er bannað að nota margvíslegan lífrænan úrgang til slíkrar vinnslu. Ber þar helst að nefna alla taugavefi úr klaufdýrum, og öll sýkt dýr sem hefur verið slátrað. Hér sem fyrr er spurning um hagkvæmni. Metanvinnsla í fámennum byggðarlögum getur varla verið raunhæf. Að þessum aðferðum ólöstuðum hefur fullkomin sorpbrennsla náð hvað mestri útbreiðslu í flestum ríkjum Evrópusambandsins og raunar mjög víða um heim allan. Ástæðan er sú mikla varmaorka sem skapast í brunaferlinu og hægt er að nýta. Þá er umtalsverða raforku framleidd í slíkum stöðvum. Nútíma sorporkuver eru hvað minnst mengandi miðað við allar aðferðir við að eyða eða farga sorpi. Og skipaflutningar á sorpgámum hafa umtalsvert minni mengun í för með sér en flutningar á þeim landleiðina. Það sem kemur upp um reykháfinn frá slíkum orkuverum eru einungis vatnsgufur og koltvíoxíð (CO2). Þess ber að geta, að allar aðferðir við eyðingu lífrænna efna, sem innihalda koltvíoxíð, skila frá sér sama magni af því við eyðingu. Einnig er vert að nefna, að umframhitaorku í slíkum orkuverum er hægt að nýta til þess að safna saman CO2 frá útblæstrinum, koma því á fljótandi form, setja það á þrýstikúta og nota til dæmis í gróðurhúsum. Það er nokkuð ljóst, að erfitt verður að bregðast við hinum nýju reglum ESB, um að aðeins 10% heimilisúrgangs verði urðaðir eftir 2030. Gera má ráð fyrir, að margir urðunarstaðir muni verða notaðir áfram einhver ár fram yfir 2030, þar sem víðast hvar er ekki farið að vinna að öðrum viðurkenndum lausnum.

Fullkominn sorporkustöð á Vestfjörðum

Að byggja fullkomna sorporku­ stöð á Vestfjörðum, þar sem orku­ skortur hefur verið viðvarandi og leysa sorphirðuvandamál lands­ manna í leiðinni, svo að ekki sé talað um að koma strandflutningum á að nýju, hlýtur að vera áhugaverður kostur. Júlíus Sólnes verkfræðingur


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Síldarsaga Íslendinga – silfur hafsins

- síldveiðarnar á 19. og 20. öldinni mörkuðu djúp spor í atvinnusögu Íslendinga Skömmu eftir miðja 19. öld urðu þáttaskil í íslenskri atvinnusögu þegar norskir timburkaupmenn, sem stunduðu viðskipti hér á landi, hófu síldarveiðar fyrir Austfjörðum og í Eyjafirði. Fram að þeim tíma hafði ekki verið litið á síldina sem nytjafisk á Íslandi og það haft til marks um eymd og vesöld að síld væri notuð til matar. Framan af voru síldveiðarnar

nefnd Síldarævintýrin miklu. Það er réttnefni. Um miðbik 19. aldar voru síldveiðar Íslendinga enn heldur smáar í sniðum og tilviljanakenndar. Ekki var hægt að tala um síldveiðihefð nema helst við innanverðan Eyjafjörð þar sem síldveiðar í lagnet og litlar fyrirdráttarnætur voru fastar í sessi og næsta árvissar. Þeir Íslendingar

42 að milljónerum eða beiningar­ mönnum. Þúsundir karla og kvenna af alþýðustétt áttu allt sitt undir að vel veiddist. Og síldarárin voru sveipuð ævintýraljóma sem fól meðal annars í sér vonir ungs fólks um aukið frelsi, ást og velsæld.

Snurpubátar

Skínandi bjart í hugum allra um borð, drekkhlaðið skip á leið til lands, stundum teflt á tæpasta vað með hleðslu, fylgst með aflafréttum rétt eins og um íþróttakeppni væri að ræða. Á þessu bar nokkuð á síðustu árum 20. aldarinnar þegar frystiskipin kepptust um að koma með sem mest aflaverðmæti að landi og vera með sem mest aflaverðmæti eftir árið. Nafn Eggerts Gíslasonar á hringnótabátnum Víði II úr Garði kemur mjög við sögu á síðustu árum sumarsíldveiða, eða allt til hruns norsk-íslenska síldarstofnsins árið 1968. Árið 1959 veiðir Eggert Gíslason mest allra, eða 19.638 mál og hann varð aftur aflakóngur 1962 með 32.475 mál og 1963 með 31.916 mál. Árið 1966 er Eggert skipstjóri á Gísla Árna úr Reykjavík með 12.962 tonn og aflahæstur en þá var farið að mæla aflann í tonnum.

Söltunarstöðvar á 20. öld

Bækurnar Silfur hafsins – gull Íslands, sem gefnar voru út árið 2007 eru mikill hafsjór fróðleiks um síldveiðar Íslendinga frá öndverðu.

norsk atvinnugrein þó Íslendingar nytu um margs góðs af veiðunum, en þegar fram á 20. Öldina kom færðust umsvifin á hendur Íslendinga sjálfra. Á tillögulega skömmum tíma urðu síldveiðar og síldarvinnsla, söltun og síðan bræðsla, undirstöðuatvinnuvegur sem skilaði þjóðarbúinu gífur­ legum arði. Ekki einasta færði þessi silfraði fiskur björg í bú, heldur var yfir síldinni, veiðum og söltun, ævintýraljómi sem aldrei gleymist þeim sem reyndu. Þess vegna hefur þessi hundrað ára saga manns og síldar í landinu verið

sem fylgdust með veiðum annarra þjóða voru farnir að koma auga á hversu mikilvægar síldveiðar hér við land gætu orðið og hvöttu til þess að landinn reyndi meira fyrir sér við þær en verið hafði. Þar fóru nokkur landsmálablöð fremst í flokki og þó einkum blaðið Norðri sem gefið var út á Akureyri og hóf göngu sína 1853. Síldin hafði djúpstæð og um­skapandi áhrif á íslenskt mann­líf og samfélag. Þegar hæst stóð má segja að síldar­útvegurinn hafi ráðið úrslitum um afkomu þjóðarinnar. Síldin gerði útvegs­menn ýmist

FANNBERG fasteignasala

f.

Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Sími: 487 5028

Vegna góðrar sölu að undanförnu, óskum við eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá.

ALLIR ALMENNIR FLUTNINGAR

- FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

FLUTNINGAÞJÓNUSTA ÞÓRÐAR EHF S. 893 2932 & 864 6688 - THORDUREHF@SIMNET.IS

„Hún þrífur síld eldsnöggt upp úr stampinum með vinstri hendi, skilar henni í hina höndina og leggur hana í tunnuna eftir settum reglum. Vinnuhraðinn svo mikill að u með leið og hún leggur síld frá sér í tunnuna með hægri hendi er önnur síld komin úr stampinum í vinstri hönd. Hún þarf ekki að líta í söltunartunnuna, hún raðar í hana með því að þreifa fyrir sér og virðist vita nákvæmlega hvar hún lagði niður síðustu síld.“ Fljótustu síldarsöltunarstúlkurnar voru afar snöggar eins og sést á þessari lýsingu og og uppskáru góð laun. Síld var víða söltuð á Vestfjörðum áður en hún færðist austur fyrir land. Flateyri var vestasti síldarstaðurinn þar sem sérstök fyrirtæki eru stofnuð um síldarvinnslu. Um aldarmótin 1900 er síld aðeins veidd í lagnet til beitu í Önundarfirði en stórútvegur hófst á Flateyri þegar hvalveiðistöð var byggð á Sólbakka við Flateyri. Síld var víða unnin á Vestfjörðum á þessum tíma, m.a. á Uppsalaeyri í Seyðisfirði við Djúp og í Súðavík og einnig mætti nefna staði eins og Hesteyri, Ingólfsfjörð, Reykjafjörð, Drangsnes og Óspakseyri, allt

Eggert Gíslason var mikill aflakóngur á síldarárunum, ekki síst á Víði II frá Garði.

staðir sem ekki eru svo mjög kenndir við síldarvinnslu í dag. Höfuðstöðvar síldarvinnslu fyrir Norðurlandi voru á Siglufirði en þar gekkst Snorri Pálsson fyrir stofnun síldveiðifélagsins árið 1880. Fyrst síldin var söltuð á Siglufirði 8. júlí 1903 ef undanskilin eru lítil umsvif Snorra Pálssonar um skeið 1880. Þar voru starfandi allt að 24 söltunarstöðvar þegar best lét áður en síldin hvarf árið 1968, m.a. vegna ofveiði Norðmanna á ungsíld. Saltað var á flestum stöðum Norðanlands á 20. öldinni en að Siglufirði undanskildum varð Raufarhöfn fljótlega mjög stór síldarvinnslubær.

Mest saltað á Raufarhöfn 1951

Sumarið 1951 sló Raufarhöfn í gegn sem söltunarstaður en söltunin nam 27.165 tunnum, hún var hæsti söltunarstaðurinn og þar voru þrjár hæstu söltunarstöðvar landsins. Árið 1967, þegar síldveiðar voru hvað mestar hér við land eða á fjarlægari miðum og allir töldu síldina vera óþrjótandi, komu 10% af gjaldeyristekjum landsins frá Raufarhöfn en alls nam verðmæti síldarafurða 44% af útflutningsverðmætum sjávar­ útvegsins en að þessari verð­mæta­ sköpun stóð aðeins 4% þjóðarinnar. Þetta sama ár týndist síldarskipið Stígandi frá Ólafsfirði á leið til landsins frá síldarmiðunum við Jan Mayen, sennilega vegna of­lestunar, og ekkert fréttist um afdrif skipsins fyrr en fimm sólarhringum síðar þegar það átti að vera í höfn í Ólafsfirði. Við leit sem þá hófst fannst áhöfnin í gúmmíbjörgunarbátum. Þetta var upphafið að tilkynningarskyldunni.

Strandbúnaður:

Vettvangur allra sem koma að strandbúnaði Strandbúnaður er vettvangur sem hefur það hlutverk að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun. Samstarfsvettvangurinn er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu. Vettvangurinn mun m.a. halda árlega ráðstefnu og þar verður Sjávarútvegsráðstefnan höfð til fyrirmyndar. Hugmyndin er að skapa vett­vang allra þeirra sem koma að strand­ búnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörunga­rækt, skel­dýra­rækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóður­ fram­leiðendur, tækjafram­leiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rann­

sóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra. Ráðstefnan var haldin dagana 13. – 14. mars sl. Samtals voru átta málstofur og flutt um 50 erindi sem gáfu þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Á ráðstefnunni var fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði fiskeldis, kræklinga- og þörungaræktar og vonast er til að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka í framtíðinni. Þátttaka í stofnun vettvangsins getur verið samfélagsverkefni hjá fyrirtækjum til að styrkja gott málefni sem allur Strandbúnaðurinn mun njóta góðs af. Með því að gerast hluthafi gefst jafnframt tækifæri á að koma að stefnumótun vettvangsins á næstu árum.

Uppgrip urðu í síldveiðum í Hvalfirði og Kollafirði 1947 og 1948 og þá hugðust margir græða vel en það fór sannarlega á annan veg þar sem ekki varð frekar um síldveiði á þessum slóðum. Græða átti á kaupum á bræðsluskipinu Hæringi en aðeins brædd 550 mál þar sem síld var ekki lengur að hafa fyrir sunnan og engin þörf á skipinu sumarið 1949. Víða voru reistar verksmiðjur suðvestanlands sem og norðan heiða, gullæði virtist fara um eins og eldur um sinu. Til viðbótar bættist aflabrestur norðanlands allt til loka sjötta áratugarins. Síldarverksmiðjurnar lentu í miklu basli og skuldir hrönnuðust upp. Afkastagetan var svo mikil 1949 að í aflaleysinu það ár hefði bræðslusíldarmagn þess árs nægt til vinnslu í fjóran og hálfan sólarhring. Það var allt og sumt.

Offlestun og fleira á þessum árum

Síldaraflinn árið 1965 var 763 þúsund tonn, hvorki meira né minna og árið seinna var hann 770 þúsund tonn. Árið 1968 varð síðan hrun í síldveiðunum en græðgin var þá stundum svo mikil að skip voru oflestuð og sukku, t.d. Reykjaborg RE á Vopnafjarðardýpi og áður­nefndur Stígandi. Síldarleysið var algjört reiðarslag sem þjóðin var lengi að rétta sig úr. Ekkert var t.d. gert árum saman eftir það á Siglufirði, beðið var aðstoðar frá ríkisstjórninni til að skapa ný atvinnutækifæri, allt drabbaðist niður á staðnum, síldarplön, bryggjur sem og annað. Þetta andvararleysi átti reyndar við um fleiri bæi og þorp sem höfðu malað gull á síldarárunum. Þegar norsk-íslenski síldarstofninn hrundi tóku við efna­hags­örðug­ leikar, atvinnu­leysi og landflótti. Íslensku síldarstofnarnir tveir, vorgotssíldin og sumargotssíldin voru líka hrundir en með friðun og nákvæmri vísindalegri stjórnun tókst að byggja sumargotssíldina upp aftur en vorgotssíldin náði sér aldrei. Í dag skila veiðar úr þessum stofnum ekki nema brotabroti af þeim tekjum sem áður var og í dag er áhrif þeirra á mannlífið hverfandi lítið miðað við það sem áður var. Söltun færðist einnig síðar til Suðurlands þegar síldin var nokkuð seinna mikið t.d. á Rauða Torginu og árið 1980 voru saltaðar 27.489 tunnur í Þorlákshöfn.

Nokkrir aðilar komu að undirbúningi vettvangsins en þeir eru: • Landssamband fiskeldisstöðva (Höskuldur Steinarsson) • SKELRÆKT, samtök skelræktenda (Elvar Árni Lund) • Fulltrúi frá þörungaræktendum (Sjöfn Sigurgísladóttir) • Fulltrúi frá þjónustufyrirtæki (Hermann Kristjánsson) • Fulltrúar frá opinberum stofnunum (Sveinn Margeirsson/Arnljótur Bjarki Bergsson/Erla Björk Örnólfsdóttir) • Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan

Skelrækt er bæði vandasöm og arðbær atvinnugrein.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

43

minna eldi í Austfjörðum en burðarþolsmatið gerði ráð fyrir. Alls er um að ræða 60 þúsund tonnum minna eldi en vonir stóðu til.

Fiskeldi til framtíðar Allar þjóðir sem geta komið því við stunda fiskeldi. Ástæðurnar liggja í augum uppi. Það er vaxandi fæðuþörf i heiminum, eftirspurn eykst ár frá ári, lífskjör á heimsvísu hafa batnað og eftirspurninni eftir aukinni fæðuþörf verður ekki mætt nema að fiskeldi sé stundað. Enda er vandfundin önnur betri né vistvænni leið, en fiskeldið til þess að framleiða mat fyrir mannkynið. Það er varla tilviljun að þjóðirnar við Atlantshafið leggja allar áherslu á að auka fiskeldið. Það er sama hvar borið er niður; í Noregi, Færeyjum, Kanada, Írlandi, Skotlandi eða Bandaríkjunum. Alls staðar er sömu sögu að segja. Stjórnvöld þessara ríkja móta sér stefnu um aukna fiskeldisframleiðslu. Þar eru tækifærin og möguleikarnir.

Höfum verið eftirbátar en margt þó tekist vel til Við Íslendingar höfum verið eftir­bátar þegar kemur að fisk­ eldis­málunum. Það mun vonandi breyt­ast á kom­andi árum. Hér eru nefni­lega miklir mögu­leikar fyrir hendi, sem geta á allra næstu árum gjör­­breytt mynd­inni, ef vel er á mál­um haldið. Margt hefur tekist vel til hér á landi á sviði fiskeldis, því má ekki gleyma og tækifærin ærin. Þannig erum við Íslendingar algjörlega í fararbroddi þegar kemur að bleikjueldi. Aðstæður okkar eru á margan hátt hagfelldar. Þekking á sviði fiskvinnslu og meðhöndlunar á fiski er framúrskarandi, heita vatnið okkar skapar okkur mögu­

Áfall fyrir fiskeldið

leika og vogskorin strand­­lengjan hentar víða vel til fiskeldis.

Skilgreind fiskeldis­ svæði frá árinu 2004

Við höfum nú allt frá árinu 2004 skilgreint svæði sem heimil eru til fiskeldis í sjó. Þar er um að ræða í meginatriðum Vestfirði og hluta Austfjarða, auk annarra afmarkaðra svæða. Þessi ákvörðun var á sínum tíma tekin til þess að draga úr mögulegri áhættu fyrir villta laxastofna. Um þessa ákvörðun hefur ríkt ágætur friður og því eðlilegt að fiskeldisfyrirtækin sem nú eru að hasla sér völl hafi álitið að unnt væri að byggja upp starfsemi sína á svæðum sem löngu eru skilgreind af hálfu stjórnvalda sem fiskeldissvæði.

Þorskeldi í Ísafjarðardjúpi.

Einar K. Guðfinnsson.

Miklar kröfur gerðar til fiskeldisins

Mjög ríkar kröfur eru gerðar til fiskeldisfyrirtækjanna með lögum, reglugerðum og öðrum stjórnsýsluákvörðunum. Til grundvallar þarf að liggja burðarþolsmat á einstökum fjörðum, þar sem ákvarðað er það magn eldisfisks sem er samrýmanlegt lífríki viðkomandi svæðis. Jafnframt hefur verið reiknuð út áhætta sem fiskeldi gæti haft í för með sér fyrir villta laxastofna. Ekki er til neitt sambærilegt í öðrum löndum. Þá gilda mjög strangar reglur um fyrirkomulag fiskeldisins, eftirlit stjórnvalda og áfram má telja. Áhættumatið sýndi fram á að möguleg áhætta er staðbundin Áhættumat Hafrannsókna­ stofnunar, sem kunngert var nú í sumar var á margan hátt mjög merkilegt. Þar var í fyrsta sinn sýnt fram á að möguleg áhætta fyrir villta laxastofna er ákaflega takmörkuð og algjörlega svæðisbundin. Þetta er algjörlega gangstætt því sem löngum hefur verið haldið fram. Meginniðurstaða áhættumatsins er að fiskeldi af stærðargráðu þeirri sem burðarþolsmat gerir ráð fyrir, 130 þúsund tonn, hafi nær engin áhrif á árnar, með þremur undantekningum. Og það eru þessar þrjár undantekningar sem valda því að Hafrannsóknastofnunin mælir ekki með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi og leggur til 30 þúsund tonnum

Þetta var auðvitað áfall fyrir fiskeldið, byggðirnar í sem í hlut eiga og efnahagslega hagsmuni þjóðarbúsins. 60 þúsund tonna fiskeldi gæti nefnilega þýtt um 50 milljarða útflutningsverðmæti, sem er álika og við fáum af gjörvallri uppsjávarveiði okkar á loðnu, síld, makríl og kolmunna. 60 þúsund tonna eldi gæti líka skapað um sex til sjö hundruð störf. Það munar um minna.

Við viljum starfa í góðir sátt við umhverfið

En það er ýmsilegt til ráða. Afstaða okkar fiskeldismanna er klárlega sú að við viljum vinna að okkar uppbyggingu í góðri sátt. Við höfum lagt fram tillögur að breyttu eldisfyrirkomulagi og mótvægisaðgerðum, til þess að unnt verði að auka fiskeldismöguleikanna umfram það sem áhættumatið kveður á um. Við erum sannfærð um að slíkt sé unnt og viljum mikið á okkur leggja í því sambandi. Þó við Íslendingar höfum verið eftirbátar nágranna okkar á síðustu árum á fiskeldissviðinu eigum við alla möguleika á að hasla okkur völl með eftirtektarverðum hætti á komandi árum. Miklar framfarir hafa átt sér stað og eiga sér stað á sviði alls fiskeldisbúnaðar á ári hverju. Margir telja einnig að við munum sjá fljótlega byltingu á sviði þrílitna fisks sem gjörbreyti möguleikunum jafnframt.

Álíka verðmætt og þorskframleiðslan

Það eru því allar líkur á að innan fárra ári geti fiskeldið orðið okkur álíka verðmætt og útflutningur á þorski og þorskafurðum. Það er því mikið í húfi að vel takist til og stjórnvöld sýni þessari vaxtargrein skilning. Einar K. Guðfinnsson formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva

Álver á Hafursstöðum í Skagabyggð - stórhuga hugmynd um atvinnuuppbyggingu sem ekkert varð úr Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra undirrituðu árið 2015 samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Viðstaddur undirritun var þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og kínverskir fjármagnseigendur sem áformuðu aðild að álverksmiðjunni. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Stækkunarmöguleikar voru taldir allt að 220.000 tonn til að uppfylla þarfir Kínverjanna til þess að arðsemi verksmiðjunnar

yrði viðunandi í náinni framtíð. Orkuþörf fyrsta áfanga er var áætluð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver hefði því þurft orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum, eða 10 Skrokkölduvirkjunum. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem var um tíma á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW.

Uppistöðulón á hálendinu

Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum hefði því þurft

að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði, 143 og 153 MW sem báðar hefðu byggt á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austurog Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mundi fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá. Einstök náttúra landsins er mikill fjársjóður og mikilvægt að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum eins og nokkurs er kostur.

SKAGASTRÖND. Álver á Hafursstöðum hefði vissulega verið mikill driffjöður fyrir altvinnulífið á Skagaströnd.

Þeistareykir Jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum mun framleiða 90 MW þegar hún er komin í fulla notkun, og framleiða þá orku að mestu fyrir kísilmálmverksmiðjuna á Bakka við Húsavík. Umhverfisrask er ekki mikið, raunar sáralítið miðað við það sem hefði orðið vegna Hafursstaðavirkjunar. Þeistareykir eru í um 350

metra hæð yfir sjávarmáli norðan undir Bæjarfjalli. Þar var búið með hléum frá miðöldum allt til ársins 1873. Þeistareykir teljast til merkari minjastaða með yfir 50 skráðar minjar. Í dag er gangnamannaskáli á Þeistareykjum og er landið nýtt sem afréttur fyrir um 5.000 fjár. Um og eftir miðja 20. öldina kom um 9.000 fjár í Hraunsrétt í Aðaldal eftir fyrstu leit á Þeistareykjasvæðinu.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

44

Þrefalda þyrfti fram­ kvæmdafé til þjóð­ vega­framkvæmda

Flateyri.

Ekki má lasta það sem vel hefur verið gert í vegamálum, eins og t.d. þegar ekið er frá Álftafirði á Austurlandi um Þvottárskriður niður í Lón. Þarna er öryggis vegfarenda vel gætt.

Ásmundur Friðriksson alþm.

„Til að koma þjóð- vegakerfinu í sambærilegt horf og í nágrannalöndunum er áætlað að þurfi 378 milljarða króna, þar að auki þyrfti 215 milljarða króna í viðhald til að mannvirki rýrni ekki og til að halda verðgildi fjárfestinga,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

„Á þessu ári er ráð- gert að verja um 9,5 milljörðum króna til framkvæmda og 8 milljörðum króna í heild til viðhaldsþátta, sem er lágmark. Þetta merkir áframhaldandi rýrnun eigna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og formaður samgönguráðs, þegar hann fjallaði um 20 ára fjárfestingaþörf Vegagerðarinnar til framkvæmda og viðhalds á Samgönguþingi sem haldið var 28. september sl. á Hótel Örk í Hveragerði. Samkvæmt tölunum sem hann lagði fram á Samgönguþingi myndi það því taka 40 ár miðað við núverandi framkvæmdafé að koma þjóðvegakerfinu í það horf sem við viljum. „Eigi vel að vera miðað við gríðarlega aukningu í umferð og kröfum, þyrfti í raun að þrefalda framkvæmdaféð í um 20 milljarða króna á ári og auka fjárveitingar til viðhalds um 50%. Þá ættum við sambærilegt þjóðvegakerfi og hin Norðurlöndin í lok tímabils árið 2030,“ sagði Ásmundur Friðriksson.

Málþing á Flateyri um stöðu smærri byggðarlaga Málþing um stöðu smærri byggðar­laga var haldið á Flat­eyri 5. - 6. maí í vor og var skipulagt af Perlum fjarðar­ins, Flat­eyri; félag­inu Hús og fólk, Flat­eyri og fleiri heimamönnum í sam­vinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fræðsl­ umiðstöð Vest­fjarða. Mark­mið mál­þings­ins var að vekja athygli á vest­firsku samfélagi og málefnum dreifðra byggða á Íslandi. Fræði­ menn, gestir og heima­menn skiptust á skoðunum í von um að umræða er tæki mið af reynslu­heimi íbúa dreifðra byggða, þekkingu og sýn fræði­manna mundi efla skilning á stöðu mála, viðfangsefnum og hugsan­legum úrræðum. Spurt var hvort hægt væri að snúa núverandi byggða­þróun við þar sem ljóst væri að ef fram færi sem horfði mundu margar sjávarbyggðir á Íslandi ekki ná vopnum sínum og jafnvel leggjast af. Á málþinginu vvoru því bornar fram brennandi

spurningar um framtíð íslenskra sjávarbyggða og annarra byggða í dreifbýli og þær krufðar til mergjar. Þrír frábærir fræðimenn fluttu erindi á málþinginu, þeir dr. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur, og prófessor við Háskóla Íslands, dr. Kristinn Hermannsson, hagfræðingur og lektor við Glasgow-háskóla, Skotlandi og dr. Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri. Heimamenn á Flateyri fjölluðu einnig um stöðu mála út frá reynslu og rannsóknum, þau Jóhanna G. Kristjánsdóttir, menntunarfræðingur, Kristján Torfi Einarsson, sjómaður og útgerðarmaður og Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur. Í lokin fóru fram pallborðsumræðum enda talið afar mikilvægt að sem flest sjónarmið og röksemdir kæmu fram.

Verið velkomin á Riverside Restaurant Hótel Selfossi Eigðu með okkur ljúfa kvöldstund og njóttu komu jólanna í þægilegu andrúmslofti Við tökum vel á móti þér Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11:30-22:00 Borðapantanir í síma 480 2500 Riverside Restaurant - Hótel Selfoss | Eyravegi 2, 800 Selfoss | info@hotelselfoss.is | 4802500

Gæða­ stjórnun Fram­ kvæmda­ sýslu ríkisins - vottorð um gæðakerfi frá Vottun hf.

Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur samkvæmt vottuðu gæða­ stjórnunar­kerfi sem byggir á alþjóð­ lega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001. Árið 1999 var ákveðið að taka upp gæðastjórnun með það að mark­miði að auðvelda starfsfólki stofnunarinnar að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina á virkan og hagkvæman hátt. Utan­ aðkomandi ráðgjafar komu að skipulagningu og uppsetningu gæðastjórnunarkerfisins ásamt því að starfsmenn tóku þátt í almennri greiningarvinnu og í framhaldi af því endurskoðun og uppbygging á verkferlum. Árið 2003 var gæðakerfið tekið í notkun með formlegum hætti þar sem notast var við „Gæðabrunn“ frá Hugvit ehf. Árið 2006 var „Rekstrarhandbók“ frá Opnum kerfum ehf. tekin í notkun. Árið 2004 var gerður samningur við Vottun hf. um fottun gæðastjórnunarkerfis Fram­ kvæmda­sýslu ríkisins. Á árunum 2011 og 2012 var lögð mikil vinna í að bæta verklagsreglur, samhæfa vistun gagna og koma á verklagi í fullu samræmi við gæða- og stjórnunarstaðalinn. Gæðastjórnunarstefna FSR felst m.a. í eftirtöldum atriðum; 1. Auka stöðugt gæði í starfsemi sinni til þess að veita viðskipta­ vinum sínum sem besta þjónustu. 2. Auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði í opinberum fram­ kvæmdum. 3. Hafa ferli opinberra fram­ kvæmda stöðugt í endurskoðun. 4. Umhverfi opinberra framkvæmda verði betur skilgreint og að unnið verði eftir staðfestum skipuritum þar sem verk- og ábyrgðarsvið allra aðila er skýrt til hlítar. 5. Ráða til sín hæft starfsfólk og stuðla að símenntun þess. Leggja metnað sinn í að skapa góða vinnuaðstöðu og aðbúnað starfsmanna til þess að auka gæði þjónustu stofnunarinnar og ánægju starfsmanna. 6. Hvetja til innleiðingar gæða­ stjórnunarkerfa hjá ráðgjöfum og verktökum, sem eru viðskiptavinir stofnunarinnar. 7. Stuðla að framförum íslensks ráðgjafa- og verktakamarkaðar. 8. Vinna samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi sem byggir á gildandi útgáfu gæðastjórnunarstaðalsins ISO 9001 (ISO = Internartional Standardization Organization). Kerfið skal vera einfalt, skilvirkt og í sífelldri þróun. 9. Vakta stöðugt upplýsingar um viðhorf viðskiptavina vegna gæða afhentrar vöru og um að kröfur séu uppfylltar. 10. Halda lið um árangur með ánægju viðskiptavina í skorkorti.


ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, nýjasta flutningaskip Smyril Line Cargo, hefur hafið vikulegar siglingar á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Með þessari siglingarleið verður flutningstíminn sá stysti af SV horni landsins sem er í boði á sjóflutningum til og frá landinu.

Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

olfus@olfus.is

Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

46

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar stendur vel Staðan í vatnsbúskap Lands­ virkjunar er góð í byrjun nýs vatn­sárs. Öll miðlunar­lón fyrir­ tækis­ins eru full og horfur fyrir af­hendingu orku eru góðar. Nýtt vatnsár hefst hjá Landsvirkjun 1. október ár hvert, en um það leyti eru miðlanir yfirleitt í hæstu stöðu eftir vorleysingar, jöklabráð sumarsins og upphaf haust­ rigninga. Þegar haust­rigningum lýkur og vetur gengur í garð er byrjað að nýta miðlunar­forðann. Vatn frá miðlunum stendur undir um helm­ingi af orku­vinnslu Lands­ virkjunar yfir veturinn og fram á vor. Staðan í miðlunum Lands­ virkjunar eftir síðastliðinn vetur var mjög góð, sérstaklega á Þjórsár­ svæðinu. Það voraði snemma og fór að safnast í miðlunarlónin strax í byrjun maí. Innrennsli í maí var kröftugt en júní var kaldari en í meðalárferði og dró þá úr innrennsli í lónin. Jökulbráð hófst

að marki um miðjan júlí og öll miðlunarlón voru full um miðjan ágúst. Innrennsli í september var með þeim hætti að allar miðlanir héldust fullar og rann vatn á yfirfalli við allar miðlanir fyrirtækisins. Síðustu viku septembermánaðar bætti verulega í þannig að met var slegið í yfirfallsrennsli við Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar. Í þessum vatnavöxtum tvöfaldaðist einnig afrennsli af vatnasviði Þjórsár sem erfitt var að hemja sökum þess að miðlunarlónin voru full. Í byrjun nýs vatnsárs eru öll miðlunarlón ennþá full og talsvert rennsli á yfirfalli. Horfur fyrir rekstur kerfisins og afhendingu orku eru góðar, ný virkjun á Þeistareykjum er að hefja rekstur og næsta vor bætist stækkun Búrfellsstöðvar við. Landsvirkjun er því í góðri stöðu að tryggja orkuafhendingu til viðskiptavina sinna á komandi vatnsári.

Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Gallery Pizza

Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440

Flateyri.

Um aldarmótin 1900 kom fjórðungur útflutningstekna landsmanna frá Flateyri Bylting varð í atvinnumálum Flat­eyringa þegar norski hvalveiði­ maðurinn Hans Ellefsen kom og byggði mikla hvalveiðistöð á Sólbakka við Flateyri. Upp­bygging þorpsins tók kipp því fjöldi aðkomu­fólks kom til starfa við hvalveiði­stöðina og settust margir þeirra að á Flateyri til frambúðar. Á velmektarárum Ellefsens var Flateyri önnur stærsta útflutningshöfn landsins og hefur því verið haldið fram að um fjórðungur útflutningstekna þjóðarinnar hafi komið úr Önundarfirði á þeim árum, þ.e. um aldarmótin 1900. Það má því gera því skóna hversu mikið áfall það hefur verið þegar verksmiðjan ónýttist í bruna sumarið 1901. Um áratug eftir brunann komu þýskir menn og reistu fiskimjölsverksmiðju á grunni Sólbakkaverksmiðjunnar og var hún í stopulum rekstri ýmissa aðila allt fram til ársins 1945 þegar Síldarverksmiðjur ríkisins aflögðu hana og fluttu tækin úr henni til Siglufjarðar. Einu ummerkin sem sjást á Sólbakka eftir þennan rekstur er lýsistankur sem enn stendur og hefur þjónað sem bátasmiðja og trésmíðaverkstæði og nú síðast sem beitningaraðstaða fyrir smábátasjómenn og loks stúdíó fyrir tónlistarmenn. Ellefsen byggði sér myndarlegt íbúðarhús á Sólbakka og við burtför sína úr Önundarfirði gaf hann, eða seldi fyrir eina krónu, Hannesi Hafstein ráðherra hús sitt og var það hlutað sundur og flutt til Reykjavíkur og er þar þekkt sem Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Áfall brunans varð þó minna en búast hefði mátt við og er það fyrst og fremst að þakka öflugri bátaútgerð sem óx og dafnaði þrátt fyrir ægivald verksmiðjunnar í atvinnulífi þorpsbúa. Um langt skeið hafði Torfi Halldórsson skipstjóri verið í fararbroddi við uppbyggingu útgerðar á staðnum og er hann oftlega nefndur faðir Flateyrar. Togaraútgerð var stunduð frá Flateyri með hléum mest alla

tuttugustu öldina ásamt útgerð stærri og smærri báta. Á 20. öldinni voru gerðir út frá Flateyri togararnir Freyr, Hafsteinn, Þór, Guðmundur Júní, Gyllir (gamli) og skuttogarinn Gyllir. Nú síðustu ár eru eingöngu gerðir út smábátar á staðnum. En góð hafnaraðstaða ásamt nálægð við gjöful fiskimið gerir staðinn kjörinn til bátaútgerðar. Á öðrum áratug síðustu aldar var reist íshús á staðnum og síðar var hafin frysting með saltpækli eins og algengt var. Seint á fjórða áratugnum er svo hafin vélfrysting á fiskafurðum og komu á næstu áratugum ýmsir aðilar við sögu í rekstri frystihússins sem orðið var er afar fullkomið og tæknivætt. Kaupfélag Önfirðinga rak um tíma frystihúsið á Flateyri en það varð gjaldþrota 1990 og síðan var stofnað fyrirtæki sem nefndist Hjálmur og rak það um tíma en vegna hráefnisskorts hætti það rekstri, lagði upp laupana. Eftir að rekstri Kaupfélags Önfirðinga lauk með gjaldþroti hefur saga fiskvinnslu á Flateyri verið ein hörmungarsaga. Þar hafa komið við sögu fyrirtækin Kambur, Lotna og nú síðast Arctic Oddi sem vann lax frá fiskeldi, m.a. í Dýrafirði en eins og fleiri fyrirtæki hefur starfsemin hætt á Flateyri, komin til Þingeyrar. Nefna má þó að harðfiskverkun EG á Flateyri hefur gengið vel.

Útgerðin hvarf á einni nóttu

Athafnamaðurinn Einar Sigurðsson, oft nefndur Einar ríki, lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1924 og um haustið hóf hann eigin atvinnurekstur. Vestmannaeyjar urðu of litlar fyrir athafnasemi Einars og flutti hann til Reykjavíkur 1950 og var þar með starfsemi í viðbót við reksturinn í Eyjum. Þegar Einar hafði mest umleikis í sjávarútvegi var hann með útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, Keflavík, Reykjavík á Flateyri og víðar. Allt voru þetta einkafyrirtæki og var Einar oft með milli fimm og sexhundruð manns í vinnu.

Það var hins vegar mikið áfall fyrir atvinnulífið á Flateyri þegar Einar ákvað í einni svipan að fara með útgerð togaranna Guðmundar Júní og Gyllis suður og segja má að hann hafi þá skilið eftir sig mikið tómarúm á Flateyri.

Þessi mynd af sokknum bát í höfninni á Flateyri er kannski ekki táknræn fyrir útgerðarsöguna á Flateyri, en segir vissulega sína sögu.

Heimamenn héldu lengi að nýr togari, Sigurður sem var smíðaður í Þýskalandi fyrir Ísfell á Flateyri sem var fiskverkunarfyrirtæki í eigu Einars, kæmi til Flateyrar, enda hlaut hann einkennisstafina ÍS-33. Hann var hins vegar aldrei gerður út frá Flateyri heldur frá Reykjavík enda var hann síðar skráður í Reykjavík og hlaut þá einkennisstafina RE- 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignast Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hann og 1992 verður hann eign Ísfélagsins þegar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sameinast. Þá fær hann einkennisstafina VE- 15. En Einar átti útgerðina, og hvað gátu heimamenn á Flateyri þá gert? Einar gegndi mörgum trúnaðarstörfum og var í forystu á sviði útgerðar og fiskvinnslu. Hann var einn af stofnendum og lengi í forystu Sölumiðstöðvar hrað­f rystihúsanna, í stjórn skipa­félagsins Jökla, Trygginga­ miðstöðvarinnar, Umbúða­mið­ stöðvarinnar, Síldar- og fiskimjöls­ verksmiðjunnar í Reykjavík og stjórnarformaður Coldwater í Bandaríkjunum.


VARMADÆLUR ÓDÝRARI LEIÐ TIL HÚSHITUNAR

VARMADÆLUR HENTA SÉRSTAKLEGA VEL Á „KÖLDUM“

SVÆÐUM LANDSINS, ÞAR SEM EKKI ER HITAVEITA! Hagkvæmar í rekstri | Endingargóðar Umhverfisvænar | Hljóðlátar Stærsti orkugjafi okkar er sólin, hún hitar andrúmsloftið í kringum okkur sem jafnvel við lágt hitastig inniheldur varmaorku. Varmadælan nýtir orkuna úr loftinu og færir inn í húsnæðið með kælimiðli og dreifir með loftblásara eða varmaskipti.

Hafðu samband, við erum sérfræðingar í varmadælum.

FUJITSU varmadælurnar eru þekktar fyrir gæði og þeim fylgir 5 ára ábyrgð.

- ÞEKKING & ÞJÓNUSTA -

WWW.GASTEC.IS | VAGNHÖFÐA 9 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI 587-7000 | OPIÐ 8:00 - 18:00 ALLA VIRKA DAGA


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

48

Mikill vandi sauðfjárbænda Vandi sauðfjárbænda er tvíþættur. Annars vegar sterk samningsstaða stórra verslunaraðila sem stýra verðinu til bænda sem verður til þess að afurðaverð er

Kollótt sauðfé, sem fjölgar hlutfalls­ lega á landsvísu.

undir framleiðslukostnaði með tilheyrandi tekju og launaskerðingu til bænda. Hinsvegar ytri vandi vegna efnahagsástands í Evrópu, þróunar gengis, lokun markaðar í Noregi og Rússlandi og seinkun á að fríverslunarsamningur við Kína taki gildi.

Hver taldi rangt eða sagði ósatt?

Í ljós kom að birgðasöfnun var minni en af var látið sem rennir stoðum undir þann grun að stórir verslunaraðilar stýra verðinu. Þannig hefur það verið frá 2015 og hefur þróast á verri veg. Í flestum löndum er annað hvort framleiðslustýring, sem var fyrir löngu afnumin hér, eða

sveiflujöfnunarverkfæri. Hér á landi er hvorugt og það bætti ekki úr skák að fráfarandi ríkisstjórn var, af pólitískum ástæðum, ekki tilbúin að leysa málin á skynsaman hátt. Það er ógn við sjálfstæði bænda að þeir eru ekki tengdir markaðnum m.a. af því ekkert gagnsæi er í afurðastöðvageiranum. Það skal því engan undra að meðal bænda ríkir vantraust í garð afurðastöðvanna. Það er ekki gott fyrir neinn í framleiðslukeðjunni og þarf að laga hið snarasta. Lausnirnar verða að snúa að þessu tvennu. Fyrstu þrjár aðgerðirnar snúa að skammtímavandanum. Tvær þær síðustu að leysa verkefnið til framtíðar.  Auka þarf stuðning í ár við bændur til að koma til móts við launaskerðinguna. Þær 650 milljónir sem ríkisstjórnin var þó tilbúin til að setja fram eiga að fara í það að draga úr tekjuhruninu. Tillögur auka­aðalfundar Lands­­sambands sauð­fjárbænda eru góðar og skynsamar og ber að fara eftir. • Byggðastofnun þarf að koma að málinu með afborganaskjóli, lengingu í lánum og öðrum þeim aðgerðum sem fleyta skuldsettum bændum yfir hjallann. • Halda þarf áfram með út­flutnings­verkefnið sem skilaði

útflutningi á yfir 800 tonnum á þessu ári. Til þess þarf 100 mill­jónir króna. • Taka þarf upp sveiflu­jöfnunar­ tæki. Útfærslu á útflutnings­ skyldu, sem virkar í báðar áttir. Þ.e. gæti tryggt nægjanlegt framboð á innan­lands­markaði þegar markaðstækifæri erlendis vaxa á ný. • Auka gagnsæið með því að heimila afurðastöðvum að starfa saman á erlendum mörkuðum. Svipað og þegar sjávarútvegsfyrirtækin byggðu upp sterka stöðu íslensks gæða fisks með samstarfi fyrir nokkrum áratugum. Vilji bændur fara þá leið að eiga sjálfir slíkt fyrirtæki getur það einnig verið góð leið. Með þessum framsæknu lausnum mun sauðfjárræktin ná sér á strik á ný. Halda áfram að vera undirstaða byggðar í dreifbýlasta hluta landsins og um leið skila hágæðavöru á borð neytandans á verði sem allir geta verið ánægðir með. Þau verkefni sem bændur hafa sett af stað á undanförnum árum í kjölfar nýrra búvörusamninga um aukið virði sauðfjárafurða eru að skila sér. Höfum biðlund fyrir því. Markaðsstarf tekur tíma, en skammtímavandinn er auðleystur strax.

Heydalur, vistvæn ferða- og gistiþjónusta

Veitingasalurinn í gömlu hlöðunni.

Fjöll, firnindi og fjara eru ein­k unnar­o rð Vestfjarða og ein­kenn­andi fyrir Heydal sem er er kjarri vaxinn dalur sem gengur inn úr Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Í Heydal er rekin fjölþætt, vist­væn ferðaþjónusta af Stellu Guð­munds­ dóttur og syni hennar Gísla Pálmasyni þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, vinalegt umhverfi, friðsæld, fjölbreytta gistimöguleika og afþreyingu. Boðið er uppá hestaleigu, kajakleigu, veiði í Ausuvatni, gönguleiðir, heita náttúrulaug

sem er hlaðin úr náttúrugrjóti og sundlaug. Náttúrulaugin var talin hin mesta heilsulind og sagt að færu menn í hana með skrámur af einhverju tagi greru þær góðar. Umhverfi Heydal er kjörið til útivistar enda heill dalur til umráða. Heydalur er því ævintýradalur náttúruskoðara og útivistarfólks. Gisting er í 19 herbergjum með sérbaði, níu staðsett í gamla fjósinu og súrheysturninum sem bera nöfn gamalla bæja og annarra örnefna úr dalnum sem sum minna á fráfærur og aðra liðna búskapahætti.

Aflraunasteinninn Legsteinn, en sagan um tilurð hans er skemmtileg.

Gestgjafarnir, Stella og Gísli.

Sumarhús eru á Galtahrygg skammt frá þjónustumiðstöðinni auk tjaldsvæðis í næsta nágrenni. Gömlu fjóshlöðunni var breytt í aðlaðandi veitingastað þar sem lögð er áhersla á heima­fengið hráefni. Í Heydal má bragða á svepp­um og blá­berjum úr dalnum, lamba­kjöti frá næsta bæ, reyktum lunda, silungi og laxi úr Heydalsá. Leiksvæði er fyrir börnin. Á hlaðinu eru aflraunasteinar, sá þekktasti er Legsteinninn semer 220 kg að þyngd. Um hann er saga um viðskipti bónda í Heydal við Kölska, en bóndinn var var fremur þekktur fyrir krafta sína en góða búmennsku. Fornleifauppgröftur er í Vatnsfirði í 18 km fjarlægð, sem er allrar athygli verður og benda má á selaskoðun á Hvítanesi milli Hestfjarðar og Skötufjarðar og það er vel þess virði að aka einnig til Álftafjarðar og skoða Melrakkasetrið á Súðavík. Á Seleyri er minnismerki um Sigvalda Kaldalóns, lækni og tónskáld sem bjó í Ármúla við mynni Kaldalóns.

Steinunn Finnbogadóttir fyrir framan Stúkuhúsið sem hún rekur.

Stúkuhúsið á Patreksfirði

- með skemmtilega og persónulega þjónustu sem heillar ferðafólk Stúkuhúsið á Patreksfirði er steinhús, byggt 1925 sem stúkuhús og samkomuhús. Stúkuhúsið á Patreksfirði ber það nafn vegna þess að Stórstúka Góðtemplarareglunnar á Íslandi átti það á sínum tíma en því var síðan breytt í íbúðarhús 1945. Stúkuhúsið var opnað sem veitingahús 1.júní 2012 og er staðsett á mjög góðum stað í miðjum bænum rétt hjá sundlauginni. „Við einblínum á að hafa ferskasta fisk dagsins þar sem við erum staðsett í fallegu sjávarþorpi.Einnig er að sjálfsögðu

íslenska lambakjötið okkar á matseðlinum. Stúkuhúsið er notalegur veitingstaður staðsettur á fallegum útsýnisstað miðsvæðis í bænum enda er veröndin vinsæl yfir sumartímann. Allar kökur eru heimabakaðar og einnig notum við það sem náttúran hefur upp á bjóða og sultum úr rabarbaranum og bökum bökur úr vestfirsku aðalbláberjunum. Það er ljúft að slaka á í fallegu umhverfi með kaffibolla, öli eða vínglasi og hver veit nema hvalirnir láti sjá sig á firðinum,“ segir Steinunn Finnbogadóttir.

Borgarís er oftast fallegur en svolítið ógnvekjandi. Vonandi lætur hafís það vera að heimsækja strendur landsins þó alltaf veki hann athygli.

Lítið um hafís milli Íslands og Grænlands Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að enn sé afar lítið um hafsís í grennd við Ísland. Grænlandssund er íslaust nema þegar komið er mjög nálægt ströndum Grænlands. „Ís hefur nú þegar myndast þar inni í fjörðum og fer nú vaxandi. Lítilræði af borgarís er nálægt miðlínu milli Íslands og Grænlands. Miklu norðar við strendur Grænlands færist ísinn

í aukana. Hafísjaðarinn syðst er um þessar mundir nálægt Firði Óskars konungs á 72 breiddargráðu um það bil. Fyrir tveimur áratugum voru þessi syðstu mörk á haustin ævinlega nálægt mynni Scoresbysunds á 71. breiddargráðu. Mikil breyting varð á þessu um síðustu aldamót,“ segir Þór Jakobsson.


ÞARFTU AÐ LÁTA FLYTJA EITTHVAÐ? Eimskip Flytjandi býður upp á daglegar ferðir til allra landshluta árið um kring. Við leggjum áherslu á að koma sendingu þinni örugglega til skila á sem skemmstum tíma, hvort sem um er að ræða lítinn pakka eða stóra vörusendingu. Hafðu samband við starfsfólk Flytjanda í síma 525-7700 og fáðu tilboð í þinn flutning.

525-7700 | flytjandi.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Fiskistofa er bæði í Hafnarfirði og Akureyri.

Fiskistofa vinnur að rafrænni lausn um uppruna sjávarafla „ESB hefur gert kröfur um veiðivottorð frá því 2010 og Fiskistofa hefur síðan rekið rafrænt kerfi þar sem útflytjendur geta afgreitt sig sjálfir með veiðivottorð vegna útflutnings til ESB og reyndar eru þau vottorð notuð víðar m.a. bæði í Austur-Evrópu og víða í Asíu. Við gefum út upp undir 30 þúsund svona vottorð á ári,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, sviðsstjóri þjónustu og upplýsingasviðs Fiski­ stofu. „Nú eru Bandaríkin með í undir­ búningi nýjar kröfur um upp­runau­ pplýsingar sem þurfa að fylgja ýms­um sjávar­afurðum frá og með næstu áram­ótum. Þetta mun í fyrstu aðeins eiga við um þorsk og þors­ kafurðir af út­flutningi Íslendinga þangað. Þá þurfa útflytjendur héðan að gefa inn­flytjandanum upp­lýsingar um uppruna aflans og ber honum að varð­veita þær upplýsingar og gefa upp til stjórn­ valda í Banda­ríkjunumþegar svo ber undir. Fiski­stofa hefur í sam­vinnu við ráðuneyti sjávar­útvegs­mála og SFS, Samtök fyrirtækja í sjávar­

útvegi, unnið að því að setja upp rafræna lausn á þessu máli sem yrði þá tengt núverandi veiði­vott­ orða­kerfi. Útflytjendurnir geta þá fengið upp­lýsinga­blað um upp­runa aflans sem liggur að baki sjávar­ afurð­unum sem fluttar eru út. Í þriðja lagi er FAO, mat­væla­ stofnun Sameinuðu þjóðanna, að leggja fram tillögur að kröfum um upprunavottun sjávarafurða sem gilda eiga á heimsvísu.“ Þorsteinn segir að allar þessar vott­anir miði að því að fyrirbyggja sölu á „IUU“ fiski, þ.e. „illegal, un­r egu­l ated and un­r eport­e d fish­ing“ og því sé það afar mikil­ vægt fyrir Íslend­inga að halda sig í for­ystu­sveit þeirra þjóða sem geta best gert grein fyri upp­runa alls sjávarafla og sýnt þannig fram á að afli og sjávarafurðir byggi st ekki á ólög­legum veið­um, ónógri fisk­ veiði­stjórn eða fram­hjá­löndunum. „Í náinni framtíð má ætla að ófært verði að selja fisk sem uppfyllir ekki þessar kröfur á verðmætustu mörkuðum heimsins,“ segir Þorsteinn Hilmarsson.

Vinir Seljalandsfoss vilja hindra umhverfisslys Félagsskapurinn „Vinir Selja­ lands­foss“ skora á Um­hverfis­ stofnun, Skipu­lags­stofnun og sveitar­stjórn Rangár­þings eystra að hverfa frá því að koma þjónustu­ miðstöð og öðrum mann­virkjum fyrir á þeim stað sem núverandi deili­skipulagstillaga gerir ráð fyrir. „Vinir Seljalandsfoss“ vilja vernda þessa einstæðu og fögru

landslagsheild sem nú er nánast ósnortin milli fossanna Gljúfrabúa og Seljalandsfoss en verður spillt nái þessi deiliskipulagstillaga í gegn. Félagsskapurinn vill koma í veg fyrir hörmulegt og óþarft umhverfisslys að þeirra mati, óafturkræft til framtíðar, og og vill að fundinn sé annar staður fyrir þessi mannvirki.

Gljúfrabúi umvafinn litfögrum haustlitum.

Stórlax er orðinn afar sjaldgæfur „Veiði lýkur þessa dagana í hverri laxveiðiánni á fætur annarri, eftir sumar sem vart fer í sögubækur fyrir mettölur – þrátt fyrir að veiðimenn hafi upplifað ótal ævintýri eins og önnur sumur og sumir náð sannkölluðum metfiskum. Veiðin tekur iðulega kipp í september þegar haustregnið eykur vatnsmagn ánna og fiskurinn fer á kreik. Þá er von á þeim stóru eins og heldur betur hefur sýnt sig síðustu daga.“ Þetta má lesa í Morgunblaðinu í septembermánuði sl. og þar segir ennfremur að tveir kunnir stangveiðimenn veiddu á haustdögum stærstu laxa sumarsins á Íslandi; fágæta fiska sem báðir vógu yfir þrjátíu pund samkvæmt kvörðum þar sem reiknað er út frá lengd og ummáli, en fiskunum var báðum sleppt eins og vera ber. Á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal setti staðarhaldarinn Árni Pétur Hilmarsson í tröllvaxinn hæng á Skriðuflúð, á fluguna Erling

landaði í sumar. En hann var ekki hættur, átti eftir að setja í tvo og missa áður en hann fékk þunga töku á fluguna Radian rétt fyrir lok vaktarinnar í Harðeyrarstreng. Eftir mikil tog og langa glímu tókst Jó- hanni að háfa laxinn, sem reyndist vera hrygna – mjög stórar hrygnur eru fágætari en hængar – og reyndist hún 111 cm löng og ummálið 57 cm. Annar metfiskur morgunsins í ánni, sá stærsti þar árum saman, og Nils segir að hrygnan hafi verið svo þung að erfitt hafi verið að halda henni upp fyrir myndatöku. Jóhann hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að það væri 110 cm lax í ánni en veiðimennirnir töldu það vera hæng, hrygnur yfir 100 cm langar væru fágætar og þær væru þyngri en hængarnir. Síðustu laxar sumarsins voru því metlaxar. Dagana áður en hann veiddi í Víðidalsá var Nils í Vatnsdalsá ásamt dönskum veiðimanni og

en á annan tug laxa af þeirri stærð hefur veiðst þar í sumar, sá stærsti 103 cm.“ Til eru þeir sem hafa haldið því fram, að sögu íslenskra stórlaxa hafi lokið lauk þegar Laxeldisstöð Ríkisins var stofnuð í Kollafirði. Sveinn Snorrason er mikill fróðleiksmaður um laxveiðar og lax á Íslandi. Hann segir að þegar stóra flóðið varð í Þingvallavatni þegar stíflan brast hafi verið tekin hrogn úr smálaxi til Laxeldisstöðvar Ríkisins í Kollafirði. Þá hafi ræktun smálaxins hafist fyrir alvöru. Annar maður fróður um laxveiðar segist muna þá tíð í Andakíl að hann var að sækja lax í gildrur í sjónum. Hann var þá sjálfur um 20-40 kíló og þurfti að slást við laxana sem oftlega höfðu hann undir þegar hann var að reyna að poka þá. Hann man eftir mynd þar sem einn er sporðbundinn á aktygjabogann á Molda gamla og hausinn dregst við jörð í 90 gráðu horni. Góður hestur hann, Moldi, sem dró snúnings- og rakstrarvélar allan daginn án þess að kvarta þangað til að vélaöldin gekk algerlega í garð í Borgarfirðinum.

Saga úr Kjarrá

Lax á vegg í veiðihúsi.

special, og landaði eftir langa viðureign sínum stærsta laxi til þessa. Var hann vandlega mældur 111 cm langur. Í sumar hafa veiðimenn séð og einnig sett í nokkra slíka ofurlaxa á Nesveiðum, meðal annars í Höfðahyl, á Hólmavaðsstíflu, í Móra og á Skriðuflúð – og einn þeirra náðist að lokum. 106 og 111 cm einn morguninn. Nils Folmer Jörgensen er afar lunkinn við að setja í þá stóru og á síðustu árum hefur hann veitt tvo af stærstu löxum sem veiðst hafa hér á landi, 109 og 112 cm langa, og báða á Nesveiðum. Í haust var hann í Víðidalsá ásamt Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni staðarhaldara og segist hafa lent á síðustu vaktinni í einhverri brjálæðislegustu reynslu sinni við veiðar. Á hinum fræga stórlaxastað Dalsárósi byrjaði hann á að missa á að giska 95 cm hæng í löndun en hafði síðan hendur á 86 cm hrygnu. Í næsta rennsli tók svo sannkallaður stórlax og eftir langa viðureign var 106 cm hæng landað í næsta hyl fyrir neðan, stærsta laxi sumarsins í Víðidal, og var það annar 106 cm laxinn sem Nils

fengu þeir tólf laxa á stöngina við erfiðar aðstæður, hinir veiðimennirnir fengu saman einn. Skömmu áður hafði veiðimaður síðan hendur á 110 cm löngum hæng sem tók flugu – rauða Frances-keilutúpu – í Gilárósi í Vatnsdalsá; enn einn stórlaxinn sem landað er í dalnum á síðustu árum.

Stórlaxi sleppt

Umtalað er meðal veiðimanna að stærstu laxar síðustu ára hafi veiðst í ám þar sem stórlaxi hefur um árabil verið sleppt aftur og erfitt er að rengja að sleppingarnar auki líkur á að veiðimenn nái að hafa hendur á þrjátíupundurum; fiskum sem ná að lifa af í ánum eftir hrygningu og snúa síðan aftur eftir að hafa haldið til hafs að vori. Þrátt fyrir að veiðitölur sumarsins í Miðfjarðará séu ekki alveg jafn ævintýralegar og síðustu tvö sumur, þá hefur veiðin engu að síður verið frábær og veiðimenn segja mjög mikið af laxi á veiðisvæðinu. Holl sem var við veiðar í ánni fékk til að mynda yfir 60 laxa og þar á meðal tvo yfir eins metra langa

„Í þá daga voru laxarnir stórir sjáðu til. Hann setti í hann uppi í Kodda og barðist við hann alla leið niður eftir en missti hann loks í Wilson sem svo heitir síðan eftir hinu enska veiðimanni. Fleiri kílómetra leið. Nú veiðast ekki nema puttar í íslenskum laxveiðiám. Tuttugu og fjögra punda fiskar þykja stórir. Í gamla daga voru þeir oft helmingi stærri. Það er búíð að rækta þá úr stofninum,“ sagði Elli á Kvíum.

Skaðinn löngu skeður

Þetta er býsna hlálegt í þeirri umræðum sem oft heyrist núna um erfðablöndun laxins úr kvíaeldi. Skaðinn er nefnilega löngu skeður og sögu íslenskra stórlaxa er löngu lokið. Þessir gömlu laxar veið­ast samt ennþá stöku sinnum en haf­beitin byggist öll á að fjölga smálaxinum og seiða­blöndunin er fyrir löngu orðin að þeirri staðreynd að allt of mikið er gert úr áhyggjum af því að sjó­kvíaeldi á Vestfjörðum muni geta haft ein­hverjar hrika­legar af­leiðingar fyrir það sem menn kalla íslenska laxa­stofna. Það er fyrir löngu búið að blanda erlendum stofnum í laxa í íslenskum ám auk þess að ekkert er vitað um samskipti laxa og kynni í hinum rámu regindjúpum. Þekkt er að fólk verði ástfangið og fylgi maka í ný heimkynni. Skyldi annað eins ekki geta átt sér stað meðal annarra göfugra og gáfaðra lífvera eins og laxa? - Samantekt HJ

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skaftárhreppur

50

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

51

Mikill ávinningur í endurvinnslu áls - viðtal við Pétur Blöndal hjá Samál

Samtök álframleiðenda á Íslandi (Samál) eru hagsmunasamtök álfyrirtækja á Íslandi, stofnuð þann 7. júlí 2010. Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og efla upplýsingastreymi og fræðslu um áliðnaðinn.

Allt ál - hefur verið

notað í annarri mynd áður! Yfir 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun. „Einn af höfuðkostum áls sem efniviðs í tilveruna er að það má endurvinna það aftur og aftur, án þess það tapi upprunalegum eiginleikum sínum,“ segir Pétur Blöndal, fram­ kvæmdastjóri Samáls.

Bílaflotinn léttist með aukinni álnotkun

Það átta sig ekki allir á hversu stóru hlutverki ál gegnir í okkar daglegu tilveru. En það kemur víða við sögu. Ál í umbúðum eykur endingar­tíma matvæla og dregur þannig úr sóun. Það leiðir vel rafmagn og skiptir því máli í þeim orkuskiptum sem eiga sér stað í heiminum, en mikil áhersla er lögð á upp­byggingu endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu og tengingu þeirra við raforkunetið. Ál ein­angrar vel og með notkun á því í klæðningar má draga úr orku­ notkun bygginga um 50%. Svo er það fallegur málmur og nýtur sín vel í vörum sem eru í fararbroddi hönnunar, til dæmis iPhone og hljóm­tækjum frá Bang & Olufsen.

- Er vaxandi notkun áls við bílaframleiðslu helsta ástæða aukinnar notkunar? ,,Það er einmitt ástæðan.Vaxandi eftirspurn áls í bílaframleiðslu má rekja til þess að þannig koma bíla­framleiðendur til móts við kröfu stjórn­valda um minni losun gróður­húsa­loft­tegunda. Þar nýtast kostir áls sem létts málms

en um leið sterks málms. Eftir því sem hlutfall þess er hærra í bifreiðum og öðrum samgöngu­ tækjum, þeim mun léttari eru þær, brenna minna eldsneyti og losa minna af gróðurhúsalofttegundum. Meiri álnotkun er því ein helsta leið stjórnvalda á Vesturlöndum til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið í loftslagssamningum. Álið hefur líka hlutverki að gegna í rafbílavæðingunni, því eftir því sem bifreiðarnar eru léttari, þeim mun lengra komast þær á rafhlöðunum. Þess vegna er álið mikið nýtt hjá mörgum rafbílaframleiðendum.“

„Ef horft er til Kína sem fram­ leiðir yfir helming alls frum­ framleidds áls í heiminum, þá eru um 90% álframleiðslunnar þar í landi drifin af kolum, og það er mikið áhyggjuefni. Losun gróður­ húsalofttegunda við kola­drifna álframleiðslu er um tífalt meiri en losun hér á landi með sjálf­ bærum og endur­nýjan­legum orku­ gjöfum. Það skiptir því gríðar­legu miklu máli í stóra sam­henginu að endurvinna álið, en einnig að nýta til fram­leiðslunnar sjálf­bæra og endurnýjanlega orku, og þar leggur Ísland sitt lóð á vogar­skálarnar.“

Endurvinnsla áls varðar miklu

- Er vaxandi skilningur á endurvinnslu hérlendis? ,,Þau fyrirtæki sem standa að endurvinnslu hér á landi leggja mikið upp úr endurvinnslu áls og þar stöndum við framarlega í heiminum. Á næstu dögum stendur til að hleypa af stokkunum átaki sem felst í söfnun áls sem til fellur á heimilum. Ef við varðveitum álið, flokkum það og skilum til endurvinnslu, þá má nota það aftur og aftur. Við vekjum athygli á því með þessu átaki. Það skiptir máli að halda utan um verðmætin og draga úr sóun. Það þarf til dæmis einungis þrjá bikara utan af sprittkertum til framleiðslu á drykkjardós úr áli og þúsund til að framleiða reiðhjól. Mesta athyglin hjá heimilunum hefur hingað til verið á drykkjar­dósum og þar hefur okkur tekist vel til. Íslendingar safna um 94% allra drykkjardósa úr áli og þumalputtareglan er sú að

,,Hér á landi koma mörg endurvinnslufyrirtæki að flokkun og söfnun áls. Og það er mjög gaman að fara yfir sviðið og kynna sér þá starfsemi. Það er stundum talað um ál sem grænan málm vegna endurvinnslueiginleika þess. Í raun skapar það endur­ vinnslufyrirtækjum um alla Evrópu rekstrargrundvöll,“ segir Pétur. Til endurvinnslu áls þarf einungis um 5% þeirrar orku sem fór í að framleiða það upphaflega. Það skapar því mikil verðmæti að endurvinna það. Og í raun er það orkubanki, sem nýtist komandi kynslóðum aftur og aftur.En það er þó ekki síður mikilvægt, að með orkusparnaðinum við endurvinnslu áls er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda enda er það orkan sem losar mest við álframleiðslu í heiminum.

Aðilar að Samtökum álframleiðenda geta orðið allir íslenskir álframleiðendur. Félagsmenn þurfa jafnframt að vera aðilar að Samtökum iðnaðarins. Stofnfélagar Samáls eru þrjú álframleiðslufyrirtæki; Rio TInto Alcan á Íslandi hf., Norðurál ehf. og Alcoa Fjarðaál sf. Framkvæmdastjóri Samáls er Pétur Blöndal. Samál hefur aðsetur hjá Samtökum iðnaðarins í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík.

frá því drukkið er úr dósunum líða um sex vikur þar til þær rata aftur upp í hillu í búðunum.“ Átakið stendur yfir í desember og janúar og getur almenningur tekið þátt með því að skila bikurum af sprittkertum í móttökustöðvar eða í grænu tunnurnar, sem Gáma­ þjónustan og Gámafélagið bjóða heimilum upp á. „Það verður efnt til leiks á samfélagsmiðlum, þar sem almenningi gefst kostur á að senda inn myndir af kertaskreytingum,“ segir Pétur. „Það verður áreiðanlega jólalegt um að litast á íslenskum heimilum eins og endranær í skamm­deginu, enda skilst mér að kerti séu hvergi eins mikið notuð og á Norður­ löndum. Það er svo um að gera fyrir fólk að skila inn vaxinu líka til Endur­vinnsl­unnar, því Plastiðjan Bjarg safnar vaxinu og nýtir það í framleiðslu á útikertum.“ - Verður Nýsköpunarmót Álklasans á þessum vetri? ,,Já, Nýsköpuarmót Álklasans

tókst vel í fyrra og við munum auðvitað endurtaka leikinn, enda stendur til að þetta verði árlegur viðburður. Nýsköpunarmóti verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 23. febrúar nk., en að því standa auk Álklasans og HR, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins og Samál. Viðburðurinn er opinn öllum og þar gefst tækifæri til að kynnast gróskunni í íslenskum áliðnaði, en þar koma hundruð íslenskra fyrirtækja við sögu.“ Í fyrra hleyptum við af stokk­ unum hugmynda­gátt sem nem­endur geta sótt í þegar kemur að loka­ verkefnum. ,,Þá munum við styrkja nem­endur sem eru að vinna að spenn­andi verk­efnum. Þarna verða skemmti­leg erindi, bæði fram­sögur frá fyrir­tækjum um ný­sköpun og þróun innan þeirra og eins ör­kynningar frá nemendum og sprota­fyrir­tækjum sem fara yfir það sem er efst á baugi hjá þeim,“ segir Pétur Blöndal, fram­kvæm­ dastjóri Samáls.

Álverksmiðja Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Álframleiðsla hófst þar árið 1969.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Hvalkaupaferð frá Búðardal til Flateyrar fyrir réttri öld síðan - bókin „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ eftir Smára Geirsson er afar merk heimild um norska hvalveiðitímabilið 1883 – 1915 Smári Geirsson fyrrum bæjarfulltrúi á Neskaupstað og skólameistari Verkmennaskóla Austurlands hefur skrifað bókina „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ sem kom út í árslok 2015

á Suðurlandi eða Vesturlandi. Flestar voru stöðvarnar reistar á síðari hluta 19. aldar eða í byrjun 20. aldar en á Vestfjörðum má finna leifar stöðva frá 17. öld en allt bendir til þess að Arnfirðingar

Sandefjord, og í samtölum við fólk í norsku sveitarfélögunum Stokke, Mads Ramstad, Haugasundi og Túnsbergi auk þess að ræða við eldra fólk hérlendis sem mundi hvalstöðvatímann hér á landi.

hvalreki hafi í íslensku máli einnig fengið merkinguna óvænt happ. Engar hvalveiðistöðvar voru á Vesturlandi á norska hvalveiðitímabilinu 1883 til 1915 en fjölmargar á Vestfjörðum,

Fyrsta ítarlega rannsóknin á hvalveiðum

Höfnin í Búðardal 2015. Hafnarskilyrði fyrir 100 árum þegar Skálholt lagðist að bryggju með tunnur fullar af hval hafa ekki verið svona góðar og fastlega má gera ráð fyrir að enginn hafi verið brimgarðurinn.

en árið 1915, réttum 100 árum áður voru stórhvalaveiðar við Ísland bannaðar með lögum. Enn má sjá á nokkrum stöðum leifar hvalstöðva hérlendis, þó aðallega á Vestfjörðum og Austfjörðum, en engar fyrir norðan land og engar

hafi lagt stund á hvalveiðar frá byrjun 17. aldar og fram undir lok 19. aldar, eða allt þar til hvalir hættu að koma í fjörðinn. Smári leitaði m.a. fanga í Noregi við efnisöflun og skrif bókarinnar, ekki síst við Hvalasafnið í

Í þessu mikla verki Smára Geirssonar birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist. Á síðari hluta 19. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvalveiða og þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið. Einnig er fjallað um daglegt líf fólks á hvalstöðvunum sem og afstöðu Íslendinga til þeirra. Í hafinu umhverfis Ísland hefur löngum verið gnótt hvala en frá því greina ýmsar fornar heimildir. Víða í þessum heimildum er getið um hvalreka en þeir voru álitnir vera meðal helstu hlunninda. Sannast sagna virðast hvalrekar oft hafa verið ein helsta lífsbjörg Íslendinga þegar hart var í ári og sultur svarf að. Sjórekinn hvalur getur mettað marga munna og kveikt vonir brjósti þeirra landsmanna sem nutu hans. Því er ekki að undra að orðið

Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro Heildarlausnir fyrir heimilið

Kápumynd bókarinnar er tekin á hvalstöðinni Höfðarodda í Dýrafirði.

þeirra einna þekktust hvalstöðin á Sólbakka í Önundarfirði, rétt innan Flateyrar. Aðrar voru á Langeyri í Álftafirði, á Höfðarodda í Dýrafirði, á Suðureyri í Tálknafirði, á Stekkeyri í Hesteyrarfirði, á Dvergasteinseyri í Álftafirði, á Meleyri í Veiðileysufirði og á Uppsalaeyri í Seyðisfirði. Á Austfjörðum voru 6 hvalveiðistöðvar. Hvalstöðin á Sólbakka í Önundarfirði hóf starfsemi árið 1889 undir stjórn Hans Ellefsens. Hann gaf allt þvestið af fyrstu hvölunum sem komu til vinnslu og um tíma einnig undanfláttu. Í fyrstu gátu heimamenn komið í hvalstöðina og sótt hval fyrir sitt heimafólk og skepnur, en þurftu að skera hvalinn sjálfir. Þetta var álitið mikið happ fyrir næstu nágranna hvalstöðvana. Fljótlega lögðu margir leið sína til Önundarfjarðar til að verða sér út um hval, jafnvel um langan veg. Það kann að vefjast fyrir mörgum

52 hvað undanflátta, rengi og þvesta er. Undanflátta er fitumikið kjöt og rengislag á hval, rengi fituríkur sinavefur á kvið hvala og þvesti magurt hvalkjöt.

Hvalkaupaferð Dalamanna

Athyglisverð frásögn er í bókinni „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ af hvalkaupaferð úr Dalasýslu til Önundarfjarðar. Árið 1898 réðst Guðjón Ásgeirsson frá Kýrunnarstöðum í Dalasýslu til starfa á hvalstöð Elefsen á Sólbakka en að loknum tveimur vertíðum snéri hann heim. Þegar heim var komið spurðu sveitungar hans hvernig tiltækilegast væri að ná í hval til Vestfjarða, og þá helst fyrir alla sýsluna.Benti Guðjón á tvær leiðir. Önnur var sú að taka skip á leigu og þá þyrfti engin ílát undir hvalinn en þá leið töldu Dalamenn of áhættusama. Hin leiðin fólst í því að senda menn ásamt ílátum með strandferðaskipinu vestur og þegar ílátin væru orðin full kæmu þeir með þau til baka með skipinu. Á fundi á Hvammi í Dölum var ákveðið að nota síðari aðferðina en fólk átti að leggja inn pöntun um það hversu mikinn hval það vildi. Alls reyndist þurfa 80 tunnur og olíuföt til ferðarinnar auk poka undir sporði en allar tunnurnar áttu að vera laggaheilar með botni í báðum endum en nokkur misbrestur var á því. Um mánaðarmótin maí-júní 1901 lagði Guðjón af stað með strandferðaskipinu Skálholti frá Búðardal og með honum Ólafur Magnússon bóndi á Hafursstöðum sem var vanur beykir. Rengið kostaði 12 aura kílóið, sporður 8 aura og undanfáttan 2 aura. Gistingu fengu þeir á bænum Hvilft í næsta nágrenni hjá Sigríði Sveinbjarnardóttur og Sveini Rósinkranssyni. Útskipun á Flateyri og uppskipun í Búðardal gekk ekki átakalaust þar sem Godfredsen skipstjóri reyndist stirður og erfiðir viðureignar. En hvalnum var skilað til kaupenda í allgóðu ásigkomulagi og hlutu þeir Guðjón og Ólafur lof Dalamanna fyrir. Lagt var að þeim félögum næsta vetur að fara aðra ferð en það aftóku þeir með öllu, töldu sig hafa fengið nóg af þessari einu ferð. Einnig var reynt að fá einhverja fyrir vestan til að koma með hval á báti eða skútu. En það tókst ekki og þar með dóu þessi bjargráð alveg út.

Óskum bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Allir velkomnir Ögurhvarfi 2, Kópavogi

Allt fyrir eldhúsið


VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR! VHE er eitt best útbúna vélaverkstæði landsins með sérfræðinga í framleiðslu á vélum og búnaði, jafnt á rafmagnssviði, stál og vélsmíði. Auk þessa sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun búnaðar, CE vottun og kvörðunar á ýmsum mælibúnaði og margt fleira. Hafðu samband við okkur – við tökum vel á móti þér

HUGVIT Í VERKI V H E • M e l a b r a u t 2 7 • 2 2 0 H a f n a r f j ö r ð u r • S í m i 5 7 5 9 7 0 0 • F a x 5 7 5 9 7 0 1 • w w w. v h e . i s • v h e @ v h e . i s


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

54

Ofurkennarinn minn - verðlaunasaga Kjartans Kurt Gunnarssonar

Heima í fjárhúsi með lamb.

Kjartan Kurt Gunnarsson, nemandi í 1. bekk Grunn­skóla Þórs­hafnar, hlaut verðlaun í grunnskólaflokki 1. til 4. bekkjar í Smá­sagna­sam­keppn­inni. Nú í haust stóðu Kennara­samband Íslands, Heimili og skóli og samtök móður­máls­kennara fyrir

smá­s agna­s amkeppni í þriðja sinn. Þema keppninnar var „Kennar­inn“ en keppt var í fimm aldurs­ flokkum. Á fyrsta ári keppninnar, 2015, sigraði Kjartan Kurt Gunnars­son í flokki barna á leik­skóla­ aldri, þá fjögurra ára gamall. Í ár vann hann aftur til verð­ launa, nú í flokki grunn­skóla­nemenda í 1.-4. bekk, en hann er sjálfur nýliði í Grunn­s kólanum á Þórs­höfn. Sagan hans heitir „Ofurkennari minn. Verðlauna­ afhending keppninnar er ávallt á Alþjóða­ degi kennara, þann 5. október, og var í ár dagskrár­punktur á skólamálaþingi í Hörpu. Þar voru um 300 kennarar saman­ komnir og því stórt skref fyrir sveitabúann Kjartan Kurt að stíga fram á upplýst svið og taka við verð­launum sínum. Kjartan Kurt Gunnarsson er kátur og áhugasamur ungbóndi á sauðfjár- og geitabú lengst upp í Þistilfirði. Hann er ákaflega hugmyndaríkur bæði í huga og

hendi og mjög duglegur að smíða tæki, tól og sögur. Þá elskar hann að semja og segja oft heillangar og flóknar sögur þar sem uppspuni og frásögn blandast gjarnan á ótrúlegastan hátt. Verðlaunasagan hans er gott dæmi um það.

Ofurkennarinn minn

Kennarinn minn hann hleypur hraðast á öllu landinu. Og hann er mjög góður að lyfta. Hann lyftir mörgum bókum á hverjum degi og hleypur marga hringi í stofunni okkar alla daga. Kennarinn minn getur meira að segja flogið. Hann flýgur alltaf í skólann, og þá flýgur hann yfir skólabílinn. Hann á ekki flugvél en hann á flugeldaafl í fótunum. Og þá kemur eldur út úr fótunum. Stundum megum við fljúga með. Við klæðum okkur þá í skó sem skjóta eldi af sér og þá fljúgum við. Við fljúgum alltaf til Akureyrar og aftur til Þórshafnar. Á Akureyri kaupum við fullt, fullt, fullt af nammi sem við ætlum að borða á heimleiðinni til Þórshafnar. Kennarinn kennir okkur líka að hlaupa hratt. Þá förum við í keppni og ég vinn alltaf. Það er mest gaman að hlaupa. Kennari minn kennir okkur líka að smíða fullt af vélum, til dæmis dráttarvélar sem er hægt að keyra á með mótori, og hann kennir okkur fullt annað. Við smíðum úr járni

Stoltur ungur maður með viðurkenninguna.

og úr timbri sem við finnum niðri í fjöru. Kennarinn heitir Bobbi og hann er 100 ára. Hann á fjórar hendur, á báðum megin eru tvær hendur. Þess vegna smíðar hann svona hratt, hann getur haldið fullt af verkfærum með höndum og fótum. Og hann á sex fætur og

þess vegna hleypur og flýgur hann svona hratt. Og hann á sjö augu og hann sér mjög, mjög, mjög vel. Hann sér alltaf það sem við erum að gera. Hann er mjög góður og skammar okkur aldrei. Við elskum kennarann okkar og hann er besti kennarinn í öllum heimi!!

Athafnalóðir á Siglufirði

lausar til umsóknar

Lausar eru til umsóknar athafnalóðir við hafnarsvæðið á Siglufirði. Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir tveimur athafnalóðum (A og B) með möguleika á stækkun til norðurs (C). Um er að ræða áhugaverða staðsetningu fyrir hafnsækna starfsemi, innlenda og erlenda, t.d. frystigeymslur, fiskvinnslu eða útgerð. Árið 2016 voru gerðar gagngerar endurbætur á Hafnarbryggju sem stendur sunnan við athafnalóðirnar. Þá var nýr viðlegukantur byggður og innsigling og hafnarsvæði dýpkuð. Nú geta skip sem eru allt að 250 m. löng og með 9,5 m. djúpristu lagst þar að bryggju. Möguleiki er á lengingu viðlegukants til norðurs. Nánari upplýsingar gefa Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar, netfang: armann@fjallabyggd.is og Gunnar I. Birgisson, netfang: gunnarb@fjallabyggd.is eða í síma 464-9100.

Stærðir lóðanna samkvæmt gildandi aðalog deiliskipulagi eru eftirfarandi. A – 2.935 m2 B – 1.404 m2 C – Möguleg stækkun lóða til norðurs, 3.000 m2. Framkvæmd hafin.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 3. ÁR G. - NÓV EM BER 2017

55

Samvinna og sjálf­bærni í Sveitarfélaginu Hornafirði

Yfirlitsmynd af Hornafirði. / Mynd: Þorvarður Árnason

jafn­margir leið sína á Suð­austur­land að sumri og vetri til! Veturinn telur vissulega fleiri mánuði, en engu að síður er viðsnúningurinn verulegur á skömmum tíma. Til glöggvunar um þá miklu aukningu sem hefur orðið í vetrarferðamennsku í sveitarfélaginu þá komu tífalt fleiri gestir inn á svæðið að vetri til árið 2016 heldur en árið 2011, einungis fimm árum áður.

er um heilmiklar samfélagslegar breytingar að ræða. Er vilji allra að vanda til verka og var það okkur því sönn ánægja að sveitarfélagið hafi verið valið til að taka þátt í metnaðarfullu norrænu verkefni sem snýr að því að þróa og efla lífvænleika og

bæir þátt í verkefninu sem nær yfir tvo og hálft ár, og er markmið þeirra að stuðla að sjálfbærri þróun á heimaslóðum með hliðsjón af sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Verkefnið er einn liður af mörgum í því að stuðla að aukinni

á þeim sviðum sem má bæta sig. Er því mikil viðurkenning fólgin í því fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð að hafa verið valið inn enda færri sem komust að en vildu. Teljum við okkur hafa heilmikið fram að færa enda hefur samfélagið okkar blómstrað undanfarin misseri. Enn

Samstillt átak

Árdís Erna Halldórsdóttir.

Það er engin lognmolla í ferða­ þjón­ust­unni í Sveitar­félaginu Horna­firði þó líða sé farið að jól­um, enda hefur hver árs­tíð sinn sjarma í sam­félaginu sem lúrir í faðmi Vatna­jökuls. Já þetta er svo sannarlega staðan, því sam­kvæmt gögnum frá Rannsókn og ráðgjöf ferða­þjón­ustunnar þá leggja nú

Slíkur árangur næst ekki á einni nóttu, heldur má hann rekja til áralangs samstillts átaks fjölmargra mismunandi hagsmunaðila sem samanstendur bæði af einkaaðilum sem og hinu opinbera. Mikil gróska í afþreyingarferðaþjónustu við Vatnajökul laðar að sér ævintýraþyrsta gesti, en æ fleiri heimamenn hafa nýtt þau tækifæri sem bakgarðurinn býður upp á og stunda nú heilsárs atvinnurekstur í ferðaþjónustunni. Ekki er því að leyna að sú hraða þróun sem við erum að upplifa í Sveitarfélaginu Hornafirði kalli einnig á fjölmargar áskoranir, enda

Vetrarmynd af höfinni á Höfn. / Mynd: Þorvarður Árnason.

Áætlaður fjöldi erlendra gesta í Sveitarfélaginu Hornafirði árin 2004-2016.

sjálfbærni í norrænum borgum og bæjum. Yfirskrift verkefnisins á ensku er "Attractive towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all" og er það eitt af áhersluverkefnum Norrænu ráðherranefndarinnar undir forystu Noregs. Alls taka 15 litlir og meðalstórir norrænir

samkeppnishæfni norrænna svæða, vistvænni samfélögum og jákvæðu umhverfi fyrir aukna lýðheilsu. Verkefnið byggist á samvinnu á milli þátttökusamfélaganna þar sem unnið eru með áskoranir og tækifæri á hverju svæði. Rík áhersla er á að þátttökusvæðin deili með sér styrkleikum sínum og þekkingu á sama tíma og þau læra af öðrum

Tæknibylting fjölgar sóknar­ færum í sjávarútvegi Fjölmörg sóknarfæri felast í þeirri tæknibyltingu sem nú er að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi ef rétt er á málum haldið. Þegar kemur að umfangsmiklum breytingum af völdum tækni hættir fólki til að draga upp of dökka eða of jákvæða mynd af mætti tæknibreytinga. Það er engin vafi á því að sú tæknibreyting sem framundan verður alveg gríðarlega umfangsmikil fyirr Ísland sem og hagkerfi heimsins en það er verkefni stjórn­mála­manna, atvinnulífs og opinberra stofnanna að átta sig á áskorunum og ógnunum. Íslenskur sjávar­ útvegur stendur framarlega þegar kemur að því að þróa hátæknilausnir sem nýtast í sjávarútvegi og í sumum tilfellum er hægt að yfirfæra á önnur svið í mat­væla­ iðnaði. Þekkingin sem hefur byggst upp í þessum

efnum þýðir að Íslendingar verða gerendur í þessari tækni­byltingu í stað þess að þiggja lausnir frá öðrum eins og vafalaust verður á mörgum öðrum sviðum atvinnu­lífsins. Sé rétt á málum haldið eru því frekari forsendur til vaxta fyrir íslenskan sjávarútveg, en með breyttu sniði frá því sem höfum áður séð. Störf munu aukast í hátækniiðnaði við þróun lausna og aukin útflutningsverðmæti verða til sölu á þeim lausnum. Tryggja þarf að fólk í vinnslu sjávarafurða geti sérhæft sig í að nýta tæknina í sinni vinnu. Þetta mun einnig þýða betri nýting afurða, enn meiri vöruþróun og frekari virðisauka. Þá felast tækifæri með nýrri í að gera sjávarútveginn enn umhverfisvænni með minni losun gróðurhúsaloftegunda.

Hátækni frá Marel.

mikilvægari er samt viljinn til að gera enn betur og efast ég ekki um að með samtakamætti munu Hornfirðingar sigla enn frekar fram á veginn við að byggja upp sterkt sjálfbært samfélag til framtíðar. Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Tryggingagjaldið hefur hækkað um þriðjung Þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,94 prósentustig hefur trygginga­ gjald­ið hækkað um allt að þriðjung í krónum talið á undan­förnum fjórum árum. Sam­kvæmt fjár­ laga­frumvarpi næsta árs sem var í undirbúningi fyrir þingkosnigarnar í lok októbermánaðar voru tekjur ríkis­sjóðs af tryggingagjaldinu liðlega 99 milljarðar króna. Ef frum­varpið hefði verið samþykkt óbreytt mundi gjaldið því hafa hækkað um 30 milljarða króna frá árinu 2013. Á sama tíma og trygginga­gjaldið hefur stórhækkað í krónum talið hefur verulega dregið úr atvinnuleysi sem er nú nálægt sögulegu lágmarki. „Tryggingagjaldið var hækkað til þess að standa straum af auknu atvinnuleysi í kjölfar hrunsins. Þetta var hugsað sem tímabundin aðgerð. Það myndaðist hins vegar mikil tregða hjá ríkisstjórninni að lækka gjaldið aftur þegar atvinnuleysi minnkaði. Gjaldið hefur ekki fylgt þróun atvinnuleysis til lækkunar,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræð ingur Samtaka iðnaðarins. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram­k væmda­s tjóri Samtaka at­vinnu­lífsins, segir að trygg­ inga­gjaldið geri það að verkum að fyrirtæki með fjórtán starfs­ menn greiði í reynd kostnað sem sam­svarar fimmtánda starfs­mann­ inum. „Trygg­inga­gjald­ið er vondur skattur sem leggst á öll laun og dregur úr ný­sköpun í atvinnu­lífinu. Það bitnar sér­staklega á litlum fyrir­tækjum þar sem launa­gjöld eru yfirgnæfandi hluti rekstrar­gjalda, en lítil fyrirtæki eru meginuppspretta nýrra starfa í efna­hagslífinu,“ segir Halldór. Trygginga­gjaldið stendur nú í 6,75 pró­sentum og er gert ráð fyrir að það skili um 90 mill­jörðum króna til ríkis­sjóðs í ár. Til samanburðar var hlut­ fallið 7,69 prósent árið 2013 en þá voru tekjur ríkis­sjóðs af gjald­inu tæpir 70 milljarðar króna. Hæst var hlut­fallið 8,65% árið 2011. Hall­dór segir að þrátt fyrir mikla erfiðleika í rekstri fyrirtækja hafi Sam­tök atvinnu­lífsins stutt hækkun gjaldsins enda myndi atvinnulífið síðar njóta góðs af lækkun þess

þegar betur áraði. Sú lækkun hafi hins vegar ekki gengið eftir.

Almenna tryggingagjaldið

„Þegar atvinnuleysi tók að minnka og atvinnutryggingagjald lækkaði sáu stjórnvöld færi á því að hækka almenna trygginga­ gjaldið. Almenna trygginga­ gjaldið hækk­aði um 1,5 prósent á ár­unum 2011 til 2014 og varð 6,04%, en atvinnu­trygginga­ gjaldið lækk­aði um 2,36 prósent og varð 1,45 %. Trygginga­gjaldið í heild er nú 6,75% og þar af er almenna trygginga­gjaldið 5,40 % og atvinnutryggingagjaldið 1,35%. Það hefur því lækkað um 1,6% því sem það var hæst en á sama tíma hefur atvinnutryggingagjald lækkað um 2,46%. Atvinnulífið telur sig því eiga inni tæplega 1 prósents lækkun trygginga­gjalds í heild,“ segir Halldór. Ingólfur segir tryggingagjaldið hafa átt að lækka á þessu ári til þess að mæta miklum kostnaði við umsamdar launahækkanir og jöfnun lífeyris­ réttinda. Það hafi hins vegar ekki verið gert. „Það voru mikil vonbrigði þar sem ljóst var að kjarasamningar myndu ganga mjög nærri getu fyrirtækja og að mótvægisað- gerðir stjórnvalda væru nauðsynlegar til að kostnaðaraukinn færi ekki að stórum hluta út í verðlag.“ Nú þegar vísbendingar séu um að farið sé að hægja á fjölgun starfa myndi lækkun gjaldsins verða til þess að auka eftirspurn eftir vinnuafli. Það sé afar mikilvægt nú þegar teikn eru á lofti um að það sé að slakna á spennunni í hagkerfinu. „Nú er ágætis tími til þess að lækka gjaldið og efna það loforð sem var gefið fyrir mörgum misserum,“ segir Ingólfur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al­þýðu­sambands Ís­lands, seg­ir sam­bandið styðja lækk­un trygginga­ gjalds­ins. Hins vegar verði fyrst að bæta rétt­indin innan þeirra sjóða sem gjaldinu er ætlað að fjármagna, svo sem Atvinnu­leysis­trygginga­ sjóðs og Fæðingar­orlofs­sjóðs. „Áður en gjaldið er lækkað verður að tryggja að atvinnu­leysis­bætur

56 fylgi þróun kaup­gjalds og að hámarks­fjárhæð fæðingar­orlofs verði hækkað og orlofið lengt í tólf mánuði. Við viljum ekki lækka gjaldið á grundvelli skerðinga rétt­ inda,“ segir Gylfi.

ASÍ

Nokkur umræða hefur spunnist um lækkun tryggingargjaldsins í að­draganda kosninga sagði á fréttavef Alþýðusambands Íslands. ASÍ vill árétta mikilvægi réttinda launafólks í atvinnuleysi, fæðingar­ orlofi og við gjaldþrot fyrirtækja. Einnig er mikilvægt að samhengi sé milli stöðu sjóðanna sem greitt er úr og iðgjaldsins þó þannig að ákveðin sjóðssöfnun eigi sér stað til að mæta áföllum í atvinnulífinu. Þannig er ekki óeðlilegt að iðgjald sé lækkað þegar svigrúm eru til á sama hátt og það er hækkað þegar á reynir. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar sett sig algerlega á móti því að skerða réttindi í þessum sjóðum til þess að rýma til fyrir lækkun iðgjaldsins. Frá því eftir efnahagshrun hefur þessu viðkvæma jafnvægi milli réttinda og iðgjalda verið raskað verulega. Bætur atvinnu­ leysistrygginga, sem hlutfall af kaupgjaldi í landinu, hafa aldrei verið lægri en nú auk þess sem bótatímabilið hefur verið stytt um 6 mánuði. Þetta er gert á einhverju mesta góðærisskeiði Íslands­sög­ unnar! Bætur í fæðingarorlofi eru einnig verulega undir meðaltekjum í landinu og bótatímabilið aðeins 9 mánuði þrátt fyrir að útilokað sé að fá almenna dagvistun fyrir ungabörn eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur. Sömu sögu er að segja um Ábyrgðarsjóð launa, einnig þar hefur hámarksfjárhæð ríkisábyrgðar ekki verið látin fylgja kaupgjaldi í landinu og er langt undir meðaltekjum sem kemur illa niður á einstaklingum sem fá ekki greidd laun við gjaldþrot fyrirtækja. Úr þessu verður að bæta nú þegar og ekki kemur til álita að lækka tryggingagjaldið fyrr en það hefur verið gert. Krafa Alþýðusambandsins er að sjóðirnir verði færðir úr A hluta ríkissjóðs (bein rekstrarábyrgð ríkisins) yfir í C-hluta ríkissjóðs (með bakábyrgð ríkisins á þeim réttindum sem þar eru), sjálfstæði þeirra aukið verulega og aðilum vinnumarkaðarins falið að fara með stjórn þeirra.

Svartá í Bárðardal.

Virkjun Svartár í Bárðardal mótmælt Fuglaverndarfélag Íslands hefur mótmælt harðlega hugmyndum um virkjun Svartár í Bárðardal. Svartá og Suðurá eru með vatnsmestu lindám landsins og lífrík straumvötn sem hýsa merkilega flóru og fánu. Þessar ár eru hluti af vatnasviði Skjálfandafljóts og spretta fram við jaðar miðhálendis ofan Bárðardals og tengja saman hálendi og láglendi. Í þriðja áfanga Rammaáætlunar er lögð áhersla á að vernda vatnsvið Skjálfandafljóts og þessar framkvæmdir munu spilla einni af perlum þessa vatnasviðs að mati Fuglaverndarfélags Íslands.

lindavötn en straumönd er með víðfeðmari útbreiðslu á varptíma og finnst á ýmsum gerðum straumvatna. Aðal varpstöðvar húsandar á Íslandi eru Mývatn og Laxá í Laxárdal, Svartá og Suðurá

Húsönd. Mynd/Daníel Bergmann.

Svartárurriðinn. Mynd/ Sigbjörn Kjartansson.

Athugasemdir Fuglaverndar taka fyrst og fremst mið af fuglalífi svæðisins en vatnasvið Svartár og Suðurár hafa alþjóðlegt verndargildi vegna fuglalífs. Þar ræður mestu að allt að 6% íslenskra húsanda hafa þar búsetu yfir vor og sumar, einnig að nærri 1% íslenska straumanda eiga sér þar varplönd. Þessir andastofnar eru takmarkaðir af gæðum þeirra varplanda sem þeir byggja, húsöndin er mjög kræsin á varplönd og vill aðeins lífrík

koma þar næst á eftir, öðrum varplöndum er ekki til að dreifa svo neinu nemur. Straumandabyggðin við Svartá og Suðurá er ein sú þéttasta á Íslandi. Þær húsendur og straumendur sem byggja Svartá og Suðurá hafa ekki í önnur hús að venda, verði þessum lindavötnum spillt og því mun stofnum þessara tegunda óhjákvæmilega hnigna og þær stoðir, sem þeir byggja afkomu sína á, veikjast. Nokkrar aðrar tegundir fugla á Válista verpa við Svartá og má þar nefna grágæs, gulönd, fálka og hrafn, allar þessar tegundir munu verða fyrir truflun og áreiti vegna framkvæmdanna. Til lengri tíma mun þessi framkvæmd mögulega spilla gæðum eins besta fálkaóðals í Þingeyjarsýslum.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þjónustuaðili Raftækjasalan ehf. raftaekjasalan@raftaekjasalan.is Sími: 856 0090

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Fiskur í matinn

Fæst í Bónus

Ferskur fiskur tilbúinn til matreiðslu

Kíktu á uppskriftirnar á fiskurimatinn.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomu og efnahag sveitarfélaga:

Byggir á sjálfbærni, varfærni, stöðug­leika, festu og gagnsæi Á landsþingi Sambands ís­lenskra sveitarfélaga á fyrri hluta ársins ræddi Halldór Hall­ dórs­son, for­maður sam­bandsins, um helstu verkefni sem hafa verið á vettvangi að undan­förnu og fjárr­mál fjármál sveitar­félaga og afkomu­bata þeirra undan­ farin ár. Hann sagði afkomubata sveitarfélaganna stafa af aðhaldi og góðri fjármálastjórnun, en einnig vegna þess að sveitarfélögin hafi á síðustu árum dregið verulega úr fjárfestingum. Þá gerði for­maðurinn að umtalsefni lögin um opinber fjármál og samkomulag ríkis og sveitarfélaga um markmið um afkomu og efnahag sveitar­ félaga árin 2018 – 2022 sem undirritað var í vor. Forsendur og markmið samkomulagsins eru að ríki og sveitarfélög stuðli að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að byggja afkomumarkmiðin á grunngildun laganna um opinber fjármál, þ.e. sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Formaðurinn áréttaði þann sameiginlega skilning að samkomulagið bindi ekki hendur einstakra sveitarstjórna til að

lífeyrismálum, rammasamningi um starfsemi hjúkrunarheimila, húsnæðismálum, kjaramálum og svonefndri Grábók sam­bandsins, sem er yfirlit um grá svæði í

um leið var því velt upp hvort einfalda megi hana þannig að hún verði hnitmiðaðri og raunhæfari. Rétt kjörnir fulltrúar með atkvæðisrétti á þinginu voru eru 104 frá 66 sveitarfélögum en seturétt á Seturétt á landsþinginu eiga 151 fulltrúar frá 74 sveitarfélögum með atkvæðisrétti. Enginn fulltrúi var frá 8 sveitarfélögum.

Ávarp sam­gönguog sveitar­stjórnar­ ráðherra

Jón Gunnarsson, samgönguog sveitar­s tjórnar­r áðherra ávarpaði landsþingið og sagði upp­bygging innviða, aukinn hvati til sameiningar sveitar­félaga, fjöl­

Gunnar Birgisson með bókina.

Gunnar Birgisson

- ævisaga manns sem hefur verið hamhleypa til verka

Vegagerðin hefur hafið þverun Berufjarðar sem lengi hefur verið á dagskrá.

velferðarþjónustu velferðar­ þjónustu ríkis og sveitarfélaga og sagðist binda vonir um að inna tíðar hæfist marviss vinna við að fækka þessum gráu svæðum. Karl Björnsson, framkvæmda­ stjóri sambandsins, gerði grein fyrir árangursmati stefnumörkunar sambandsins, sem starfsmenn

Í firðinum er umfangsmikið laxeldi.

ráða fjármálum viðkomandi sveitarfélags. Samkomulagið felur einnig í sér sóknarfæri fyrir sveitarstjórnarstigið. Þá vék formaður sambandsins einnig í ræðu sinni að endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga,

58

sambandsins hafa gert. Farið var yfir þróun stefnu­mörkunar sambandsins. Fram kom að stefnu­ mótun sam­bandsins er þýðingar­ mikið og gagnlegt verkfæri þar sem stjórn, starfsmenn og fulltrúar sambandsins þekkja markmiðin en

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

breytt­ari leiðir til að fjár­magna sam­göngu­framkvæmdir, ákvörðun ríkis­s tjórnarinnar um 1.200 mill­jóna króna við­bótar­framlag til vegaframkvæmda á árinu og upp­skipting innanríkisráðuneytis voru meðal umræðuefna í ræðu ráðherrans. Ráðherrann fjallaði um uppbyggingu innviða, m.a. á sviði fjarskipta og sagði að eftir styrkveitingar fjarskiptasjóðs við sveitarfélög vegna 2016 og 2017 verði einungis um 1.600 styrkhæfir staðir eftir ótengdir á landsvísu í landsátakinu „Ísland ljóstengt.“ Reykjavíkurflugvöllur kom til umræðu í lok ræðunnar og sagði ráðherra þá meðal annars að á meðan ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra staðsetningu innanlandsflugvallar eigi hann að vera í Vatnsmýrinni, en sagðist um leið vera opinn fyrir samtali um aðra valkosti til lengri tíma. Í umræðum undir borðum kastaði Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps fram eftirfarandi vísu: Sameining sjaldan hún brotnar þó eru sumar hugmyndir rotnar engu því breytir að sameina sveitar ef ríkið það deilir og drottnar.

Bókakápan vekur sannlega athygli og löngun til að kynnast frekar inni haldi bókarinnar.

Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálf­gerður ein­stæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglings­aldri. Fljótlega

kom í ljós að Gunnar er ham­hleypa til verka, hann braust til mennta og þegar hann fann fjölina sína sem verkfræðingur og síðar stjórn­málamaður var fátt sem gat stöðvað hann. Í þessari hressilegu og einlægu bók segir af skrautlegri fjöl­ skyldu­sögu Gunnars en líka Dags­ brúnar­verkamanninum sem varð umsvifa­mikill framkvæmdamaður og einn af forystumönnum atvinnurekenda í þjóðarsáttinni, átökum í pólitíkinni þar sem hann dregur ekkert undan – og ástinni sem hann fann á ljósum hesti á Hrauni í Ölfusi. Ævisaga Gunnar Birgissonar, sem er nú bæjarstjóri Fjallabyggðar og hefur einnig verið bæjarstjóri Kópavogsbæjar, er bráðskemmtileg og fróðleg bók eftir Orra Pál Ormarsson sem sýnir, svo ekki verður um villst, að það er gott að lesa ævisögu!

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Rangárþing ytra RÚLLUBINDING & PÖKKUN | JARЭ VINNSLA | SÁNING HAUGDREIFING MOKSTUR OG FLEIRA!

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári S. 699 1766 & 487 5399 BUBBIIRIS@SIMNET.IS

DRAFNARSANDI 6, 850 HELLU


PIPAR \ TBWA • SÍA

Velkomin á Olís Við tökum vel á móti þér á Olísstöðvum um allt land og bjóðum góða þjónustu, fjölbreytt úrval bílavöru, gómsætan mat og ýmislegt annað fyrir fólk á ferðinni.

AFSLÁTTUR MEÐ KORTUM OG LYKLUM

FRÍTT KAFFI MEÐ KORTUM OG LYKLUM

FRÍTT WI-FI

Vinur við veginn


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

60

Sameining lífeyrissjóða Hvers vegna eru lífeyrissjóðir á Ís­landi? Þeir byggjast á æva­gamalli hug­m ynd um sam­t ryggingu þegn­anna og eiga að tryggja að eng­inn lendi utan­garðs. Líf­eyris­ kerfi hefur verið við lýði á Ís­landi frá þjóð­veldis­öld. Eftir­farandi er tekið úr ritgerð Ómars Skapta Gíslasonar frá árinu 2015;

„þurfamannatíund“ sem var 1% af eignum manna en ekki kotbænda.

Tíundalögin

Fjórði hluti af þessari tíund var eignaður þessari fátækraframfærslu samkvæmt lögum. Ákvæði tíundalaganna eru elsta heimild um hreppa á Íslandi, ekki er nú fullvíst, hvaða ástæða var fyrir

„þurfa­manna­tíund“ sem á sér stað í lögum frá árinu 1096 til 1097 (Lýður Björnsson, 1972, bls. 36). Þótt að ómagar fengu framfærslu frá hreppum þá voru ákveðnar kvaðir áður en til greiðslu kom. Í það fyrsta þá varð viðkomandi að hafa búið í hreppnum í 10 ár, seinna var þetta ákvæði minnkað niður í 5 ár með fátækralögum 1834. Þingfarakaup er greiðsla sem allir bændur yfir ákveðnum eigna­ mörkum greiða goða, og hún var síðan notað til að greiða þeim sem ríða með honum til þings.

Núverandi lífeyrissjóðakerfi

Lífeyrissjóðirnir hafa með sér landssamtök. Landssamtökin hafa innan vébanda sinna 24 lífeyrissjóði sem í voru um 250 þúsund greiðandi sjóðfélagar í lok árs 2016. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum. Eignir lífeyrissjóða í Landssamtökum lífeyrissjóða voru um 3.533 milljarðar króna í lok árs 2016.

Ísland hafði mikla sérstöðu meðal annar landa fyrr á öldum. Hér á landi var framfærsla fátækra, vanheilla og aldraðra ekki á vegum kirkju eða presta eins og tíðkaðist víðast hvar í kristnum löndum. Heldur var það falið hreppunum í framkvæmd (Gils Guðmundsson, 1992, bls. 9). Þetta var bundið í lög og er Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins, elst þeirra laga. Í laga­safni íslenska þjóðveldisins (1992) á bls. 567 segir: „...að þurfa­maður er sá maður sem er á framfæri hrepps og nýtur „þurfa­ manna­tíundar.“ Eins eru lög um þetta í Jónsbók, lögbók Íslendinga sem samþykkt var á Alþingi árið 1281. Er þetta elsta fyrirkomulag sem vitað er um, þar sem þjóðfélagsþegnar, sem ekki gátu séð sér farboða, fengu opinbera aðstoð. Þá þegar voru hrepparnir orðnir framfærsluhéruð, en hrepparnir tilheyrðu ekki hinu eiginlega stjórnkerfi þess tíma. Landinu var áður skipt í fjórðunga, þing og goð en hrepparnir voru ekki í þessu stjórnkerfi. Markmið hreppanna var að sjá um fátækraframfærslu en hver hreppur var sjálfstætt framfærsluumdæmi. Framfærslan var fjármögnuð með

þessari skipan mála, sem vera mun einstæð í sinni röð (Lýður Björnsson, 1972, bls. 12). Jafnfram segir í Sögu sveitarstjórna á Íslandi, fyrra bindi, frá árinu 1972 (bls. 36) að: „tíund hafi verið lögtekin hér á landi árið 1096 til 1097.“ Framfærsla hreppanna var skipt í tvo flokka; annars vegna ómaga en hins vegar vegna þurfamanna. Til ómaga töldust þeir sem ekki gátu séð um sig sjálfir og þetta gátu verið bæði börn og gamalmenni (Mörður Árnason, 1992, bls. 712). Ómagaframfærslan fól í sér að hver þingskyldur hreppsbóndi var skyldur til að taka að sér einn eða fleiri hreppsómaga, allt eftir efnum þeirra og tíminn gat því orðið stuttur eða langur. Ómagar fengu á sig nöfn eftir því hverjir sáu um þá en það voru hrepps­ó magar, þingsómargar, fjórð­ungs­ómagar eða lands­ómagar (Gils Guðmunds­son, 1992, bls. 11). Til þurfa­manna eru allir þeir hrepps­bændur og heimili­sfeður sem gátu ekki greitt „þing­fara­ kaup“ vegna mikillar fá­tæktar eða væru svo heilsu­tæpir að þeir gátu ekki alið önn fyrir sér og sínum af eigin ramm­leik. Þurfa­manna­ styrkur þessi var inn­heimtur af

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Lífeyrissjóðakerfinu í núverandi mynd var komi á í kjarasamningum á ofanverðri síðustu öld. Ýmsar starfs­s téttir mynduðu eigin líf­eyris­sjóði og leiddi það til of­fjölgunar sjóða sem enn þjakar kerfið. Stjórn­un sjóð­anna hefur frá upp­hafi verið um­deild og þykir mörgum sjóð­félagar vera næsta áhrifa­litlir. Hvort það hefur leitt til einhverra af­gerandi mistaka í stjórnun sjóðanna er ekki vitað. En víst er að stjórnun margra sjóða er dýr. Því hafa komið fram hugmyndir um að sameina sjóðina og einfalda kerfið. Væru allir sjóðir orðnir að einum þá væri hægt að hugsa sér að allir sjóðfélagar myndu kjósa einn eða fleiri forstjóra yfir sjóðinn. Einföld yfirstjórn fagmanna myndu sjá um að ávaxta fé sjóðanna sem er gríðarlegt og fer vaxandi. Sé það allt fest innanlands mun það leiða auðveldlega til ofurveldis samþjöppunar í athafnalífinu sem er óæskileg í einu þjóðfélagi. Það verður því að dreifa fénu. Hluti af því má hugsa sér að sé lánað ríkinu til innviðauppbyggingar á ýmsu formi. Alþjóðleg fjármálafyrirtæki geta áreiðanlega tekið að sér að stjórna erlenda hlutanum af þeim 3 - 4000 milljörðum króna sem lífeyrissjóðirnir eiga nú með lágmarksávöxtun. Það má benda á að í Nevada í Bandaríkjunum stjórnar einn maður stærri upphæðum lífeyrissjóða en við erum að tala um hérlendis. Hugsanlega mætti hreinsa út skatt­f járskuldbindinguna, sem er inni­falin í eignum sjóðanna, við sameininguna og skattar yrðu staðgreiddir hér eftir við inn­greiðslur. Þetta myndi gera ríkissjóð skuld­lausan og minnka áhættuna sem er innbyggð í þetta fyrir­komulag. Stjórnunar­kostnaður íslenskra lífeyrissjóða er nokkuð á huldu. En nefndar hafa verið tölur allt að sautján mill­jörðum króna saman­ lagt. Lík­legt má telja að sameining myndi hafa talsverða lækkun stjórnunarkostnaðar í för með sér. Þetta eru fjárhæðir sem aldrei nýtast eigendum sjóðanna sem ekki er deilt um að eru í eigu þeirra sem greiða inn í sjóðina. En hvort er pólitískur vilji til að afhafast nokkuð eða ekki neitt í þessum málum er ekki vitað. Hundruðir mann hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi sem nokkuð víst má telja að veiti viðnám.

Þörf breytinga

Mörgu er mál að breyta. Erfanleiki réttinda við andlát er eitt mál sem talið er í miklu ólagi og meðferð séreigna og sameigna er annað. Það er með þetta mál, þ.e. lífeyrissjóðina, eins og fleiri að hægara er um að tala en í að komast.

Nemendur í 2. bekk í tíma með kennurum sínum.

Egilsstaðaskóli hefur starfað frá árinu 1947 Egilsstaðaskóli hélt upp á 70 ára afmælið sitt 26. október sl. Mark­miðið var að hafa nem­endur í for­grunni þar sem þeir kynntu gestum starf­semi skólans. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og var gleðin við völd þessa góðu kvöld­ stund. Skóla­num bárust góðar gjafir m.a. gaf kven­félagið Blá­klukkur skólanum 500.000 krónur til tækja­kaupa á sviðið og verk­fræði­ fyrirtækið Mannvit, sem veitir marg­víslega tækni­lega þjón­ustu á sviði orku, iðn­aðar og mann­virkja, gaf Stereo hljóð­nema fyrir Ipad.

Fyrr í mánuðinum hófst samstarf Egilsstaðaskóla og leikskólans Tjarnarskógar þetta skólaárið. Markmiðið með samstarfinu er að fimm ára nemendur leikskólans kynnist nemendum, starfsfólki og umhverfi Egilsstaðaskóla, samhliða skólagöngu sinni í leikskólanum til að stuðla að farsælli skólabyrjun við sex ára aldur. Fyrsta heimsókn fimm ára nemenda leikskólans var þegar skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tóku á móti nemendum og gengu með þeim um skólann.

Þegar komið er inn í skólann má m.a. sjá þessar skemmtilegu og fræðandi upplýsingar á vegg.

Um 400 milljarða króna vantar í uppbyggingu innviða Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða króna vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju. Markaðurinn byggir líka upp innviði. Annað er að orðið innviðir er á engan hátt bundið við opinbera geirann. Frjálsi markaðurinn gegnir nefnilega lykil­hlutverki í uppbyggingu innviða og ýmiss konar grunn­ þjónustu fyrir almenning. Margvís­ legir mikil­vægir innviðir koma í hugann í þessu samhengi eins og mat­vöruverslanir, bensín­ stöðvar, net­þjónusta, bílasölur, tölvu­verkstæði, fatabúðir, flug­ félög, farsímaþjónusta, líkams­ ræktar­stöðvar og skóverslanir svo fá­ein dæmi séu nefnd. Það er því langur vegur frá að orðið innviðir sé bundið við opinbera geirann eingöngu.

Innviðir á markaði í góðu standi

Hitt er hin athyglisverða niðurstaða skýrslunnar að einungis opin­berir innviðir hafa verið vanræktir, svo rækilega að þeir hafa verið látnir grotna niður um hundruð milljarða króna árum og ára­tugum saman. Í skýrslu

Samtaka iðnaðarins eru nefnilega hvergi nefnd dæmi um að innviðir á markaði hafi drabbast niður, t.d. að verulega hafi skort á viðhald og uppbyggingu í matvörugeiranum eða á sviði farsímaþjónustu. Það kemur heldur ekki á óvart því innviðir einkageirans hafa aldrei staðið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Ástand innviða í einkageiranum er til mikillar fyrirmyndar. Það er vegna þess að eignarhald þeirra er skýrt auk þess sem þeir þróast í samkeppnisumhverfi. Því er hvati til staðar að huga reglulega að viðhaldi og uppbyggingu.

Innviðir á vegum opinbera aðila

Á hinn bóginn hefur innviðum á vegum hins opinbera verið illa sinnt. Ástæðan er sú að eignarhald undir ríkinu er óskýrt auk þess sem neytendur hafa ekkert val því engin er samkeppnin. Fleyg orð eins ástsælasta frjálshyggjumanns þessarar þjóðar koma því upp í hugann; ,,Það sem allir eiga, hirðir enginn um.“!


Erum á hálendinu en nær en þú heldur Malbikað alla leið

Við bjóðum flott tilboð sem gildir til og með 31. maí 2018 Gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverðarhlaðborð og hamborgaraveisla Verð aðeins 19900.- krónur fyrir tvo Til að bóka hringið í síma 487-7782 eða sendið tölvupóst á thehighlandcenter@hrauneyjar.is

Sprengisandsleið F26 · thehighlandcenter.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

62

Íslenski þorskurinn „Online“! Með vaxandi sölu matvæla á netinu vaknar spurningin um hversu vel íslenska þorskinum mun vegna sem söluvara á netinu? Í greiningu Sjávarklasans á möguleikum íslenska þorksins í netsölu er fjallað um áskorun fyrir íslenskan sjávarútveg til að ná athygli og trausti erlendra neytenda, þar sem miklar líkur eru á að samkeppnisstaða matvæla á næstu árum ráðist að hluta af því hvernig þeim vegnar að kynna sig sem áhugaverða vöru á netinu. Spurningin er hvort verkefnið framundan sé að klasa betur saman vefsnillinga landsins og sjávarútveginn? Áætlað er að árið 2025 verði sala matvæla á netinu orðin um 20% af heildarsölu matvæla í Bandaríkjunum og fimmfaldist frá því sem nú er. Fjórðungur Bandaríkjamanna kaupir að hluta til matvæli til eigin nota á netinu en reiknað er með því að 70% þeirra muni nýta sér netið að einhverju leyti til kaupa á matvælum innan tíu ára. Árið 1990 keyptu um 90% Bandaríkjamanna fisk í hefðbundnum matvöruverslunum en nú rösklega 25 árum síðar er það komið í rétt 30%. Breytingarnar eru örar og mestur vöxtur er í sölu matvara á netinu. Fiskprótein er hávirðisvara á samkeppnin á þeim markaði fer ört harðnandi. Það er því mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga að þorskinum vegni vel á þeirri vegferð þar sem miklar líkur eru á að samkeppnisstaða matvæla á næstu árum ráðist að hluta af því hvernig þeim vegnar að kynna sig sem áhugaverða vöru á

netinu. Með vaxandi sölu matvæla á netinu vaknar spurningin um hversu vel íslenska þorskinum mun vegna sem söluvara á netinu? Ef skoðað er hvernig þorskur er seldur á netinu þá er nokkuð ljóst að hann á langt í land með að hafa þá stöðu sem hann á skilið. Þorskur er bæði seldur sem dýrafóður og sem frystur og ferskur á netinu. Í nær engum tilfellum, sem Sjávarklasinn hefur skoðað, er upprunalands þorsksins getið ef fiskurinn er innfluttur. Mögulegir viðskiptavinir geta því ekki séð hvaðan fiskurinn kemur. Þarna er engum einum um að kenna en aðal ástæðan er ugglaust sú að mögulegir viðskiptavinir vita lítið um hvaða lönd eru að veiða og vinna þorsk af hæstu gæðum.Þarna hafa Norðmenn þó náð nokkru forskoti í sumum Evrópulöndum með því að kynna norskan uppruna fisks fyrir þarlendum neytendum. Því má þó ekki gleyma að sala á netinu byggist á samskiptum við stór og ráðandi netfyrirtæki sem selja matvörur. Sumpart má líkja þessum vefverslunum við stóra vörumarkaði. Þessir aðilar munu fara fram á bæði hagstæð verð og há gæði. Þá verður enn meiri áhersla hjá þessum aðilum á örugga vöruafhendingu allt árið um kring. Þar er staða Íslands afar sterk í samanburði við aðra hvítfiskframleiðendur. Öflug íslensk sölufyrirtæki eða söludeildir stórra sjávarútvegsfyrirtækja gegna því hér áfram lykilhlutverki í að selja íslenska fiskinn til þessara vefverslana.

Mesta vefverslunin í Kína Í Kína er mun meiri notkun vefverslunar á netinu en í nokkrum öðrum heimshluta. Þarlendis vilja neytendur í meira mæli panta ferska vöru í gegnum netið og koma svo í sérverslunina og kippa vörunni með sér. Kínverski vefsöluverslunin Alibaba hyggst setja á laggirnar 2 þúsund slíkar verslanir í Kína á næstu tíu árum. Þarna er ekki síst höfðað til milliog hátekjufólks sem vill fá að kaupa ferskan eða lifandi fisk. Hvernig sem okkur vegnar að tengjast stórum netsölufyrirtækjum verður þó stóra áskorunin fyrir sjávarútveginn á næstu árum að ná athygli og trausti erlendra neytenda. Þar er mikið verk að vinna. Í fyrsta lagi höfum við lítið kynnt vörur og vörumerki okkar beint fyrir erlendum neytendum. Í öðru lagi hefur neikvæð ímynd fiskvinnslu í ýmsum samkeppnislöndum okkar áhrif á okkur. Í Bandaríkjunum var gerð athugun á vegum National Fisheries Institute á gæðum fisks sem var í boði í tveim borgum. Skoðaðar voru 55 fisktegundir og þar á meðal þorskur. Í ljós kom að bróðurpartur þess fisks sem boðið var upp á var með umtalsvert rangar upplýsingar um innihald er fram komu á umbúðunum. Fiskurinn var að meðaltali með 40% hærra sódíumhlutfall en í innihaldslýsingu, vatnsinnihald var meira en nefnt var og 20% varanna reyndist með rangar upplýsingar um þyngd vörunnar þar sem varan var léttari en nefnt var.

Þorskhausar og hryggir í fiskhjöllum. Söluvara til Afríku en trauðla t.d. til Kína.

Eins og áður hefur komið fram í greiningu Sjávarklasans kann að vera mikilvægt fyrir veiðiþjóðirnar við Norður-Atlantshaf að eiga meira samstarf um markaðs- og ímyndarmál þorsksins. Í athugun sem Norska fiskmarkaðsráðið gerði kemur fram að almenningur í Evrópu lítur meira á þorsk og annan hvítfisk sem fitusnauða afurð fremur en sem heilsuvöru. Á hinn bóginn virðist almenningur telja að lax sé í mun meira mæli hvorutveggja.Með aukinni tæknivæðingu í íslenskum sjávarútvegi hafa fyrirtækin náð gríðarlegum árangri í fullvinnslu afurða. Enn eru engar þjóðir í heiminum sem geta boðið eins mikla þjónustu við afgreiðslu ferskra gæðaflaka eins og við. Ný tölvutækni býður upp á skurð á flökum sem samræmast kröfum viðskiptavina um stærð og gerð bita.Þetta opnar mikla möguleika fyrir íslenskan sjávarútveg að bjóða alþjóðlegum neytendum upp á tilbúnar vörur beint á netinu. Íslensku fyrirtækin geta gengið frá endanlegum pakkningum hérlendis, bæði ferskum og frosnum, og sent beint til neytenda með flugvélum eða skipum.

Vottuð gæðavara

Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn

muni hagnýta sér stórar vefverslanir verður einnig pláss fyrir sérverslanir á netinu sem innlend fyrirtæki geta starfrækt. Viðskiptavinir okkar gætu jafnvel sjálfir fylgt sínum fiski eftir í vinnslunni, ákveðið skurðinn og bitastærðir, fylgst með hitastigi, fengið upplýsingar um hvar fiskurinn var veiddur ofl. Auðvitað nær slík þjónusta aldrei almennri athygli en hún gæti skapað okkur sérstöðu, hækkað verð og skapað jákvætt umtal. Mikilvægt er að nýta í þessu sambandi einnig erlendar sérverslanir á netinu sem sinna fyrst og fremst kröfuhörðum viðskiptavinum sem setja síður fyrir sig að greiða hærra verð fyrir vottaða gæðavöru sem hefur þau einkenni sem íslenski þorskurinn, veiði og vinnsla, hefur. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti betur settur en sjávarútvegur í flestum nágrannalöndum okkar til að nýta sér netið sem sölutæki. Við getum boðið nokkuð öruggt framboð allt árið um kring, við erum með alla framleiðslukeðjuna klára -frá skipi og vinnslu til flutninga- og sölukerfis. Verkefnið framundan er að efla ímynd og markaðsvinnu í kringum þorskinn og kannski klasa betur saman vefsnillinga landsins og sjávarútveginn.

Bréfdúfu- og skraut­ dúfurækt í Flóanum Ragnar Sigurjónsson er dúfnabóndi af lífi og sál en hann ræktar bæði bréfdúfur og skrautdúfur heima í Flóahreppi. Þegar Ragnar var að alast upp í Vestmannaeyjum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þótti enginn maður með mönnum nema hann ætti dúfnakofa.Dúfnahaldið lagðist af þegar hann flutti til Reykjavíkur en hóf aftur dúfnarækt þegar hann gerðist ráðsmaður í Viðey. Hann segir að eitt sitt fyrsta verk eftir að flutti í Flóann hafi verið að fá sér dúfur og hænur. Dúfurnar eru liðlega eitt hundrað talsins, ekki venjulegar dúfur heldur bréfdúfur, sem hann hóf markvisst að rækta. Ragnar á líka skrautdúfupar af Orra-ætt. Aðalstarf Ragnars er að keyra skólabíl en hann notar skrautdúfurnar aðallega í kynningarstarf þegar hann kynnir dúfurnar í skólunum. Hann segir það fremur sjaldgæft að sjá börn með dúfnakofa, spjaldtölvurnar og margt annað er greinilega miklu áhugaverðara, og það finnst honum auðvitað miður.

Á Blómstrandi dögum í Hveragerði sl. sumar var Ragnar með dúfur og hænur. Eggin frá hænunum eru fullkomlega umhverfisvæn.


Falleg hönnun kviknar af góðri hugmynd. Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður hefur um árabil smíðað gripi úr áli. Hann veit að til að góð hugmynd verði að veruleika þarf að fylgja henni eftir og framkvæma. Alcoa Fjarðaál sendir landsmönnum öllum hlýjar kveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

64

Hjúkrunarheimili rís á lóð Sjúkra­ húss Selfoss Ákveðið hefur verið að reisa nýtt hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Ár­borg, Selfossi. Fylgt skal þeirri hug­mynda­fræði að búa heimili­ smönnum vist­legt heimili þar sem mann­réttindi, mann­úð og virðing eru að heiðri höfð. Umhverfi, aðstæður og skipu­lag á hjúkrunar­ heimilinu skal byggt á þeirri megin­reglu að íbúum sé, eins og kostur er, gert kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum dag­legs lífs og ákvörðunum sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Gert er ráð fyrir litlum einingum sem skiptast annars vegar í rúmgott einstaklingsrými fyrir hvern og einn og hins vegar í sameiginlegt

rými fyrir íbúa og starfsfólk við­komandi einingar með eldunar­ aðstöðu, borðstofu og dagstofu. Í við­miðum er gert ráð fyrir að hámarki 65 m2 brúttórými fyrir hvert hjúkrunar­rými. Heildarstærð 50 rýma hjúkrunar­heimilis verður því að hámarki 3250 m2. Stefnt er að því að útboð á verk­legum framkvæmdum verði auglýst síðari hluta sumars 2018 og að heimilið verði tekið í notkun vorið 2020. Verkkaupar eru velferðar­ ráðu­neytið og Sveitar­félagið Árborg. Samkeppnin var unnin í sam­vinnu við Arki­tekta­félag Íslands. Dóm­n efndar­f ull­t rúar voru til­nefndir af verk­kaupum og

Arkitekta­félagi Íslands. Dóm­nefnd hóf störf í lok mars 2017. Alls bárust sautján tillögur og mat dóm­nefnd til­lögurnar samkvæmt áherslum og mark­miðum sam­keppnis­lýsingar hönnunar­samkeppninnar. Niðurstöður samkeppni um hjúkrunarheimilið voru kynntar og verðlaun afhent 24. október sl. í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. hlutu 1. verðlaun í samkeppninni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg. Alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. Í samkeppninni var meðal annars lögð áhersla á lausnir með góðu

innra skipulagi og heimilislegu yfirbragði ásamt aðstöðu til útivistar, þar sem aðgengi og öryggismál væru höfð að leiðar­ljósi og góð vinnuaðstaða fyrir starfs­ menn væri tryggð. Í sam­keppnis­ lýsingu er gert ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í ágúst 2018, framkvæmdir hefjist í október 2018 og þeim verði lokið vorið 2020. Þá var einnig horft horft til þess hvort byggingin félli vel að umhverfi sínu og endurspeglaði vandaða byggingarlist. Stækkunarog viðbyggingarmöguleikar voru auk þess skoðaðir og metnir. Áætlaður byggingakostnaður er 2,1 milljarður króna.

Myndirnar í greininni eru af vinningstillögunni.

Langir biðlistar eftir hjúkrunarplássi Nú eru langir biðlistar eftir hjúkrunarplássi og verið að flytja jafnvel fólk í aðrar sýslur vegna vaxandi þarfar á hjúkrunarplássi. Nýja hjúkrunarheimilið á að rísa á lóð Sjúkrahúss Suðurlands.

sérfræðingar Landsvirkjunar um þessi verðmæti frá ýmsum hliðum. Greint var frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin eftirsóttari um allan heim og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt.

dvalarheimilisins að Blesastöðum á Skeiðum hættu rekstri. Brýn þörf var því fyrir fleiri rými á svæðinu, auk þess sem hin nýja eining verður mun hagkvæmari í rekstri vegna stækkunarinnar.

dvalar- og hjúkrunarheimilinu að Kumbaravogi á Stokkseyri var lokað og þegar eigendur

Ríkið kostar rekstur heimilisins, eins og annarra hjúkrunarheimila landsins.

Einnig kemur fyrir að hugtökunum „sjálfbær“ og „endurnýjanlegur“ er ruglað saman, en hafa skal í huga að sjálfbærni lýsir því hvernig orkulind er nýtt en endurnýjanleiki eðli hennar. Ekki er rétt að segja

að orka sé endurnýtanleg, og ekki er heldur alveg rétt að segja að orka sé endurnýjanleg. Það sem átt er við þegar talað er um endurnýjanlega orku er að hún komi frá endurnýjanlegri orkulind.

Verðlaunatillaga arkitektanna hjá Urban og LOOP gerir ráð fyrir hringlaga húsi á tveimur hæðum. Hringnum er skipt upp í þrjú meginsvæði. Inni í hringnum er sameiginlegur garður sem dómnefnd telur að gefi fyrirheit um skjólgott og aðlaðandi umhverfi sem hentað geti til fjölbreyttrar útiveru, samverustunda og þjálfunar.Mögulegt er að stækka hjúkrunarheimilið.

Hjúkrunarrýmin verða 60 alls

Jafnhliða því að kynntar voru niðurstöður hönnunar­ samkeppninnar rituðu heilbrigðis­ ráðherra, Óttar Proppé, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, undir samning þess efnir að hjúkrunarrými á hinu nýja heimili yrðu 60, en

Endurnýjanleg orka er verðmætari Á morgunfundi Landsvirkjunar í Silfurbergi í Hörpu 2. nóvember sl. var rætt um endurnýjanlega orku en Landsvirkjun hefur frá upphafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning um umhverfisog loftslagsmál á heimsvísu hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. Á fundinum fjölluðu

ekki 50 eins og áður hafði verið ákveðið. Var það mjög ánægjuleg niðurstaða, enda hefur staðan verið afar erfið í þessum málaflokki upp á síðkastið, en rýmum á Suðurlandi fækkaði mjög mikið þegar

Endurnýjanleg orka er sú orka sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki, heldur endurnýjar sig stöðugt þegar tekið er af henni og helst þannig í jafnvægi. Ekki má rugla saman hugtökunum endurnýtanlegur og endurnýjanlegur. Orðið endurnýtanlegur vísar til þess að hægt sé að nýta eitthvað aftur. Sem dæmi má nefna dagblöð og flöskur sem við förum með til endurvinnslu. Orðið endurnýjanlegur vísar hins vegar til þess að eitthvað endurnýjar sig þegar tekið er af því.

Sendum Sunnlendingum öllum okkar bestu óskir um

Gleðileg jól og farsæld á komandi ári


PIPAR\TBWA • SÍA • 171703

NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR VINNA VERKIÐ Á METHRAÐA Nilfisk háþrýstidælur eru til í ýmsum stærðum og styrkleikum jafnt fyrir heimili sem til iðnaðar- og fyrirtækjanota. Með öflugri háþrýstidælu vinnur þú verk á svipstundu sem annars tæki mun lengri tíma.

Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt.

Rekstrarland er hluti af Olís


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Íslenskur land­ búnaður er afar heilbrigð atvinnugrein Íslenskur landbúnaður er ein aðal auð­lind landsins. Hvergi á byggðu bóli er jafn heil­brigðan land­búnað að finna og á Ís­landi. Okkar búfé er um flest sér­stakt að allri gerð og hefur lifað í landinu um aldir. Ýmsar til­raunir til að bæta það með innfluttum stofnum hafa endað illa eins og Karakúlféið sem færði okkur mæðiveikina á sinni tíð og riðuveikin er enn óleyst vandamál. Alltaf koma upp raddir sem krefjast innflutnings á erlendri matvöru og hráu kjöti í þágu lægra matvælaverðs sem á að bæta lífskjör alþýðu. En viðvörunarraddir hafa sem betur fer verið látnar heyrast og til þeirra hefur verið tekið tillit. Því mikið er í húfi og auðvelt að stíga skref fram sem ekki veriða svo léttilega stigin til baka.

Spáni. Miklar breytingar hafa orðið á notkun vissra lyfjaflokka á tímabilinu 2011 til 2016. Not­kun á kínólónum hefur dregist saman um 97%, notkun á amínóglýkósíðum um 87% og notkun á tetracyclinsamböndum um 32%. Notkun á betalaktamasanæmum penicillínum minnkaði um 34% milli áranna 2010 og 2011, úr 0,43 tonnum í 0,28 tonn. Á árunum 2011 til 2016 hefur notkun á þessum lyfjaflokki aftur aukist um 19% og var 0,33 tonn árið 2016. Á sama tíma hefur notkun á breiðvirkum penicillínum og súlfonamíðum og trímetoprími aukist um 133% og 115% og notkun á beta-laktamasaþolnum

66 Árið 2016 kom út skýrsla á vegum Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um notkun sýklalyfja í dýrum í 29 Evrópulöndum árið 2014. Þar er tekin saman heildarnotkun í hverju landi fyrir sig mælt í tonnum. Einnig, til að auðvelda samanburð milli landa, er notkun í búfénaði deilt með áætlaðri þyngd búfjár á landinu það árið (PCU) og er þá gefið upp í mg/ PCU. Líkt og fyrri ár var notkun sýklalyfja í dýrum árið 2014 minnst á Íslandi mælt í tonnum. Þegar miðað er við mg/PCU er Ísland þó ekki lengur með minnsta notkun heldur er það Noregur með 3,1 mg/PCU og kemur Ísland þar rétt á eftir með 5,2 mg/PCU. Notkun sýklalyfja handa dýrum er langmest á Kýpur, Ítalíu og Spáni, eða 392, 360 og 419 mg/PCU. Ísland og Noregur skera sig einnig úr hvað varðar litla sýklalyfjanotkun fyrir dýr meðal Norðurlandanna.Hversu óendanleg gæði eru ekki fólgin í þeim hreinleika fæðu Íslendinga sem í þessum staðreyndum felast. Að geta keypt sér mat sem er ómengaður af hverskyns hjálparefnum sem aðrar þjóðir verða að nota í óhófi til að að forða búsmala sínum frá felli úr bráðapestum. Þetta er auðlind sem Íslendingar mega ekki fleygja frá sér vegna vanhugsaðra skammtímahagsmuna. Það er stundum talað um að okkar íslenska mjólkurkúakyn sé ekki nógu afurðamikið og það þurfi að kynbæta með innfluttum stofnum.

Heyvinnslutæki og dráttarvél á túninu við Knappsstaði í Fljótum í Skagafirði.

Vissulega hefur miðstýring í landbúnaði leitt okkur í ógöngur eins og núna í suðfjárræktinni. Þar er offramleiðsla sem hefur leitt fjölda bænda í ógöngur sem ekki hefur verið ráðið fram úr. En í heildina tekið er íslenskur landbúnaður ein helsta auðlind lands­ins vegan sérstöðu hennar. Margir land­verndarsinnar haf lengi haldið því fram að land hafi verið ofbeitt og vissulega eru ýmsir afréttir með því marki brenndir og tímabært að minnka beit á slíkum svæðum. Enda hlýtur að vera stefnt að því að hvergi sé land ofbeitt heldur sé í sjálfbærri nýtingu.

Sýklalyfjanotkun

Í skýrslu landlæknisembættis ins frá septembermánuði 2017 stendur „Sýklalyfjanotkun og sýkla lyfja­ næmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2016“, kemur fram að sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur dregist saman. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni hefur heildarsala sýklalyfja handa dýrum minnkað síðustu árin hvað magn varðar, eða úr 0,73 tonnum árið 2011 í 0,58 tonn árið 2016, eða um 17%. Notkunin hafði einnig minnkað umtalsvert milli áranna 2010 og 2011, eða um 18%. Notkunin hérlendis er rúm­lega 80 sinnum minni mælt í milligrömmum á hvert dýr en á

penicillínum hefur aukist um 49%. Beta-laktamasa næm peni­cillín eru lang­mest notuðu sýkla­lyfin í dýrum, eða um 58% af heildar­ notkuninni og notkun allra flokka penicíllína er 79%. Þar á eftir kemur notkun á súlfonamíðum og trímetóprímum, sem er 14% af heildarnotkuninni. Notkun á lyfjum úr öðrum lyfjaflokkum er talsvert minni.

Staðreynd er samt sú að með kynbótum innanlands hafa bændur stóraukið arðgjöf kúakynsins og sýnir hversu framsæknir íslenskir bændur hafa reynst. Óhætt á að vera að binda vonir við að framhald verði á framafarasókn í íslenskum landbúnaði án þess að farið verði í kollsteypur sem ekki verða teknar til baka.

Byssusmiðja Agnars

óskar viðskiptavinum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kaupi og tek í miðlun forn skotvopn. Upplýsingar, myndir og tilboð sendist á: doktoraggibyssa@simnet.is

BYSSUSMIÐJA AGNARS Skemmuvegi 12 | Kópavogi | 891 8113

Stöðvarfjörður.

Sóknaráætlanir landshluta - gildi Austurlands Hlutverk Austurlands og gildi er mjög margþætt og stuðlað er að jákvæðri uppbyggingu atvinnulífs í landshlutanum með því styðja markvisst við frumkvöðla og ný sem eldri fyrirtæki. • Á Austurlandi er gróskumikið, kröftugt og fjölbreytt menningarlíf sem stuðlar að auknum lífsgæðum íbúa. • Menntunarstig á Austurlandi er sambærilegt við aðra landshluta og námsþjónusta og framboð á fjarnámi og staðbundnu námi í heimabyggð er fjölbreytt. Virk samvinna er á milli aðila í atvinnulífinu og þeirra sem starfa að menntun, menningu og nýsköpun. Frumkvöðlastarf og skapandi greinar eru öflug á Austurlandi. • Austurland er áhugaverður valkostur fyrir ungt fólk til búsetu og starfa. Nægt húsnæði er í boði, bæði til kaups og leigu. • Lífsgæði íbúa eru góð. Þeim líður vel innan um nýjan og vaxandi atvinnurekstur tengdan ferðaþjónustu og ferðamennsku. • Hlúð er að börnum og ungmennum og sköpuð skilyrði fyrir því að þau eigi góðar minningar frá æsku tengdar sinni heimabyggð þannig að þau vilji og geti snúið heim aftur að námi loknu. • Samgöngur eru efldar innan landshlutans og til hans, í lofti, láði og legi. Öflugar og öruggar samgöngur eru forsenda allrar uppbyggingar. • Vöxtur, nýsköpun, gæði og samstarf eru einkennisþættir í

menningarstarfi á Austurlandi. • Öflugar menningarmiðstöðvar eru starfræktar áfram í landshlutanum og efldar. • Listnám barna og ungmenna er öflugt í landshlutanum og er hluti af bæði formlegri og óformlegri menntun. • Starfandi listamenn eru fjölmargir í landshlutanum. • Skapandi greinar hafa náð kjölfestu í landshlutanum. Þær byggja á atvinnu- og menningarstefnum sveitarfélaga. • Austurland er þekktur áfangastaður ferðamanna sem hefur sterka innviði og gæðaþjónustu byggða á nánd við mannlíf, náttúru, menningu og afurðir svæðisins. • Nýting auðlinda landshlutans í heimabyggð er í hávegum höfð. • Gæðavitund, sjálfbærni, umhverfisvitund og þjónustulund eru lykilatriði sem styðja við uppbyggingu samfélagsins. • Unnið er með frumkvöðlasetrum í landshlutanum til að efla framfarir og stuðla að virðisaukandi auðlindanýtingu í heimabyggð. • Unnið er öflugt markaðsstarf þar sem kynnt eru þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast á Austurlandi. • Stundaðar eru rannsóknir á fjölbreyttum fræðasviðum á Austurlandi. • Allir hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu og annarri grunnþjónustu. • Á Austurlandi er í gildi svæðisskipulag fyrir landshlutann allan.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Fiskeldi er vistvæn atvinnugrein sem skapar störf og verðmæti í byggðum landsins.


Gjafakort Bónus VIN

JÓL

AG

JÖF

LAS

IN Í

TA

BÓN

US

Gjöf sem kemur að góðum notum fyrir alla Gjafakortið fæst til afgreiðslu í öllum verslunum Bónus

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Bónus Smáratorgi: Mánudaga-Fimmtudaga; 10:00-19:00 • Föstudaga-Laugardaga; 10:00-19:30 • Sunnudaga; 11:00-18:00


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

68

Sameining sveitar­ félaga víða rædd - víðfeðmasta sveitarfélag landsins gæti orðið til Í að minnsta kosti 36 sveitar­ félögum er til skoðunar að sam­einast öðrum, þó misjafnlega mikið og með misjöfnum áhuga. Úr því gætu orðið allt að 10 ný og stærri sveitarfélög á næstu misserum, gengi það allt eftir. Þar á meðal yrði til víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Mögulegt er að kosið verði víða um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningum í lok maímánaðar 2018, þó mjög ólíklega um allar þá möguleika sem hér á eftir eru raktir. Sveitarfélög á landinu eru 74, mjög misstór og öflug og veita íbúunum mjög mismunandi góða þjónustu. Í þeim fámennustu búa um 50 manns en í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins eru íbúarnir yfir 120 þúsund talsins. Til að efla sveitarfélögin og bæta þjónustu hafa mörg sameinast á undanförnum árum og nú eru hafnar viðræður um frekari sameiningar.

Sandgerði og Garður sameinast

Meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa þegar gengið til ksninga um sameiningu eru sveitarfélögin Garður og Sandgerðisbær, en skipaður var starfshópur til að meta kosti og galla sameiningar. Sveitarfélögin eiga mjög margt sameiginlegt, s.s. sameiginlega félagsþjónustu ásamt sveitarfélaginu Vogum, sameiginlegan byggingarfulltrúa, sameiginlegan forstöðumann íþróttamannvirkja og mikið og gott samstarf er milli sveitarfélaganna á fleiri sviðum. Sveitarfélögin Garður og Sand­ gerðis­bær verða sameinuð. Um þetta kusu íbúar sveitarfélaganna laugar­daginn 11. nóvember og

sam­þykktu íbúar beggja sveitar­ félaga sameininguna. Í Sandgerði var mjórra á munum, þar sem sameining sveitarfélaganna var sam­þykkt með 56% greiddra atkvæða, en niðurstaðan afgerandi í Garði, þar sem rúm 70% kjósenda samþykktu sam­e ininguna. Kjör­sókn var í báðum sveitar­ félögum rúm 50%, 53% í Garði og 55% í Sandgerði. Með sameiningu sveitarfélaganna verður til fjárhagslega sterkt sveitarfélag og eignastaða þess betri en að meðaltali á landsvísu. Þetta kom fram í greiningu KPMG á kostum og göllum sameiningar. Þá gætu gæði þjónustu aukist, stjórnkerfið einfaldast og samstarf leik- og grunnskóla verið eflt enn frekar en þó þannig að skólar yrðu áfram reknir í báðum bæjum. Íbúatala verður um 3.200 íbúar.

Sveitarfélögin í Árnessýslu

Sjötta fjölmennasta sveitarfélag landsins yrði til með sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu með 15.400 íbúa. Þar hafa fulltrúar sjö sveitarfélaga hafið formlega könnun á kostum og göllum sameiningar. Sveitarfélögin eru Árborg, Ölfus, Hveragerði, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur og Flóahreppur. Það eru öll sveitarfélög í Árnessýslu nema Bláskógabyggð en sameinað sveitarfélag yrði eitt það fjölmennasta á landinu með ríflega 15 þúsund íbúa. Tillaga um að taka þátt í þessari könnun var felld í sveitarstjórn Bláskógabyggðar en ekki er loku fyrir það skotið að Bláskógarbyggð komi inn í viðræðurnar á seinni stigum ef þær ganga vel. Starfshópur með fulltrúum sveitarfélaganna sjö

hefur fengið ráðgjafa að verkinu en til stendur að draga upp nokkrar sviðsmyndir sem sýni kosti og galla sameiningar og framtíðarhorfur svæðisins.

Rangárþing ytra og Rangárþing eystra

Áhugi virðist á sameiningu sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra í Rangárvallasýslu en lítill sem enginn í Ásahreppi, þriðja sveitarfélaginu í Rangárvallasýslu, sem hefur umtalsverðar tekjur af raforkuverum við Þjórsá sem líklega skýrir þá afstöðu. Nú þegar reka áðurnefnd tvö sveitarfélög ýmsa sameiginlega þjónustustarfsemi fyrir íbúa sveitarfélagana sem er mjög hagkvæmt en sameiginlegur íbúafjöldi er liðlega 3.500 manns.

Djúpavogshreppur, Hornafjörður og Skaftárhreppur

Á suðausturhorninu gæti víðfeðmasta sveitarfélag landsins orðið til með sameiningu þriggja sveitarfélaga, Djúpavogshrepps, Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Sveitarfélagið yrði 14.359 ferkílómetra að stærð sem er um 14% af stærð landsins og þar byggju samtals um 3100 manns. Stærstu byggðakjarnarnir eru Djúpivogur, Höfn og Kirkjubæjarklaustur. Þar er hafin formleg skoðun á kostum og göllum sameiningar. Ráðgjafar hafa verið fengnir til að leiða vinnuna og fjármagn verið tryggt frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð Sveitarfélög við Eyjafjörð

Bæjarstjórn Akureyrar hefur óskað eftir því við önnur sveitarfélög

Skaftárhreppur gæti orðið hluti af víðfeðmasta sveitarfélagi landsins. Náttúrufegurð er mikil í nágrenni Kirkjubæjarklausturs.

í Eyjafirði að kannaðir verði kostir og gallar þess að sameina sveitarfélögin sjö, þ.e. Akureyri, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp, í eitt 25 þúsund íbúa sveitarfélag. Í því sveitarfélagi yrðu margir þéttbýliskjarnar, þ.e. Akureyri, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Árskógssandur, Hrísey, Grímsey, Hrafnagil og Grenivík.

Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagaströnd og Skagabyggð Stykkishólmur, Grundarfjörður og Helgafellssveit

Á Snæfellsnesi er hafin skoðun á kostum og göllum þess að sameina þrjú sveitarfélög, Stykkishólm, Grundarfjörð og Helgafellssveit í eitt með um 2000 íbúa. Helgafellssveit er eitt af þremur fámennust sveitarfélögum landsins, þar búa nú aðeins um 50 manns. Sameinuð yrði sveitarfélagið líklega eitt af 20 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ráðgjafar hafa verið kallaðir til en niðurstaða þeirra verður lögð fyrir sveitarstjórnir og samþykki þær sameiningaráformin verður efnt til íbúakosninga um

Ráðgjöf um afla­ mark í loðnu Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundsyni á haustdögum. Rannsóknasvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 74°55’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands að 64°50’N, en auk þess til Grænlandssunds, Íslandshafs, hafsvæðisins kringum Jan Mayen auk Norður- og Austurmiða. Ungloðna, sem myndar hrygningarog veiðistofninn á vertíðinni 2018/2019, var vestast og sunnantil á svæðinu. Magn ungloðnu var víðast hvar lítið og ekkert fannst úti fyrir Norðurlandi. Einungis mældust rúmlega 26 milljarðar eða 219 þúsund tonn af ungloðnu. Kynþroska loðna, sem myndar veiðistofn á vertíðinni 2017/2018, fannst víða í köntum og á landgrunni við Austur Grænland, í Grænlandssundi að landgrunnsbrúninni út af Vest­

fjörðum, en engin loðna fannst með landgrunnsbrún norðan Íslands. Eins og á undanförnum árum var dreifingin mjög vestlæg og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Alls mældust um 945 þúsund tonn af kynþroska loðnu í leiðangrinum. Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2018 með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu ráðleggur Hafrannsóknastofnun að hámarks aflamark á vertíðinni 2017/2018 verði 208 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun mun að vanda mæla veiðistofn loðnu að nýju í janúar/febrúar 2018 og í ljósi þeirra mælinga endurskoða ráðgjöfina.

málið, væntanlega samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2018.

Strandabyggð, Reykhólahreppur og Dalabyggð Vesturbyggð og Tálkna­ fjarðar­hreppur

Þegar kosið var um sameiningu Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar á sínum tíma var sameiningin samþykkt á Patreksfirði og Bíldudal en felld á Tálknafirði. Úr varð sveitarfélagið Vesturbyggð. Versnandi atvinnuhorfur á Tálknafirði kunna að breyta þeirri afstöðu íbúa sveitarfélagsins. Engar formlegar viðræður hafa þó farið fram milli sveitarfélaganna tveggja.

Súðavíkurhreppur, Ísafjarðarbær og Bolungar­ víkur­kaupstaður

Líklega verður að telja þessa síðustu upptalningu ólíklegasta af þeim sem hér hafa verið nefndar. Ef allar þessar sameiningar sveitarfélaga gengju eftir mundu 38 sveitarfélög heyra sögunni til en 11 ný verða til. Þeim mundi fækka um alls 28, yrðu 46 í stað 74 í dag. Það mundi án efa hækka þjónustustigið á öllum þessum stöðum.

Síldarvinnslan í Neskaupstað - sextíu ára afmælisrit

Bókakápan.

Á næstunni mun koma út bókin ,,Síldarvinnslan í 60 ár,“ þættir úr sögu sjávarútvegfyrirtækis 1957-2017. Höfundur bókarinnar er Smári Geirsson en bókaútgáfan Hólar annast útgáfuna. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað var stofnuð 11. desember

1957 og var meginverkefni félagsins í upphafi að reisa og reka síldarverksmiðju. Áður en áratugur var liðinn var fyrirtækið orðið hið stærsta á Austurlandi og sinnti fjölþættri fiskvinnslustarfsemi og útgerð. Í bókinni eru birtir þættir úr sögu Síldarvinnslunnar en þeir gefa í reynd ágæta mynd af þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg á starfstíma hennar. Síldarvinnslan er um þessar mundir eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegs­fyrirtæki landsins með starfsstöðvar á sex stöðum auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum bæði hér á landi og erlendis. Hér er um að ræða afar fróðlegt rit um sjávarútvegs­fyrirtæki í fremstu röð. Í ritinu eru birtar um 350 ljósmyndir sem hver og ein segir sína áhugaverðu sögu. Allt áhugafólk um sögu sjávarútvegs ætti ekki að láta þetta rit framhjá sér fara.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. FJARÐARBYGGÐ


Weidemann smávélar fyrir landbúnað, verktaka og sveitarfélög Weidemann er þýskur framleiðandi og er einn af frumkvöðlum í smíði smærri og meðalstórra mokstursvéla, fyrirtækið var stofnað árið 1960. Weidemann hefur fyrir löngu sannað gæði sín hér á landi og hefur alla tíð verið meðal mest seldu smávéla hér á landi.

Kynntu þér vöruúrval Weidemann smávéla með nýju íslensku myndbandi á slóðinni

www.kraftvelar.is/weidemann

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

70

Austur-Húnavatnssýsla:

Sterkur vilji til að skoða sam­ einingu allra sveitar­félaganna Síðasta dag októbermánaðar fund­uðu fulltrúar allra sveitar­ félag­anna í Austur - Húna­vatns­ sýslu, þ.e. Blöndu­ós, Skaga­ strönd, Húna­vatns­hreppur og Skaga­byggð, um mögu­leika á sam­einingu þeirra. Sér­fræðingur í sameiningum sveitar­félaga mætti á fundinn og kynnti mögulegar

tímabært að huga að því hvort ekki sé tímabært að sameina sveitarfélögin á svæðinu. Það er ekki raunhæft að sameina öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, en ég tel rétt að við látum fyrst reyna á AusturHúnavatnssýslu, hvort hægt sé að sameina sveitarfélögin þar,“ segir Magnús. Enginn andmælti því

nefndar í viðræðum Skaga­fjarðar og Skaga­byggðar, var á fundinum. Hann telur að nú hafi málið tekið nýja stefnu og því þurfi að taka ákvörðun um framhaldið. Hann telur óeðlilegt að vera að semja á tveimur stöðum og forsvarsmenn Skagabyggðar þurfi skiljanlega að taka ákvörðun um hvoru megin

dóttir, Einar K. Jóns­son, Vignir Sveins­son, Magnús Björns­son,

tók við stjórn fundarins. Þorleifur bar upp þá tillögu að Arnar Þór yrði ritari fundarins. Tillagan samþykkt samhljóða. Að því loknu tók formaður til máls og óskaði eftir sjónarmiðum fundarmanna til sameiningar sveitarfélaga í AusturHúnavatnssýslu. Miklar umræður urðu á fundinum. Fram kom tillaga að Húna­ vatnshreppur myndi taka að sér fjármálalega umsýslu verkefnisins. Tillagan var samþykkt samhljóða. Rætt var um að óska eftir upplýsingum frá Jöfnunarsjóði um jöfnunarsjóðsframlag vegna vinnu

ODDVITAR SVEITARFÉLAGANNA. Adolf Berndsen, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, Þorleifur Ingvarsson, oddviti Húnavatnshrepps, Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar og Vignir Sveinsson, oddviti sveitarfélagsins Skagabyggðar.

FUNDARMENN SEM VORU MÆTTIR VIÐ UPHAF FUNDARINS. Adolf Berndsen, Skagaströnd, Hörður Ríkharðsson, Blönduósbæ, Magnús B. Jónsson, Skagaströnd, Einar K. Jónsson, Húnavatnshreppi, Þorleifur Ingvarsson, Húnavatnshreppi, Þóra Sverrisdóttir, Húnavatnshreppi, Arnar Þór Sævarsson, Blönduósbæ, Dagný Úlfarsdóttir, Skagabyggð, Valgarður Hilmarsson, Blönduósbæ, Magnús Björnsson, Skagabyggð, Vignir Sveinsson, Skagabyggð og Steindór Haraldsson, Skagaströnd.

útfærslur og for­svars­menn sveitar­ félaganna tjáðu sín sjónarmið. „Niðurstaða fundarins var sú að beina því til sveitarstjórna hvort þær vilji hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu," segir Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Skagastrandar. „Ég tel að það sé

að skoða málið frekar og líklega verður skipuð samninganefnd innan tíðar.

Óeðlilegt að vera í viðræðum á tveimur stöðum

Vignir Sveinsson, oddviti Skaga­ byggðar og for­maður samninga­

hryggjar þeir liggi í sameiningar­ viðræðum.

FUNDARGERÐ

Fundur var haldinn í Sam­starfs­ nefnd sveitarfélaga í A-Hún. þriðju­daginn 31. október kl. 14:30 í Skagabúð. Á fundinn mættu: Þor­leifur Ingvars­son, Þóra Sverris­

Veiðigjöld eru óréttlátur landsbyggðarskattur Veiðigjöld verða að vera hófleg og þurfi að leggjast á sjávarútvegsfyrirtæki í eðlilegum takti við árferði og afkomu. Það má ekki bíða, að ráðist sé í nauðsynlegar umbætur á núverandi fyrirkomulagi á innheimtu veiðigjalda samfara lækkun þeirra. Í athyglisverðri grein Teits Björns Einarssonar segir m.a. að mikil

skattbyrði á höfuðatvinnugrein þjóðarinnar dragi auðvitað úr framlagi greinarinnar til þjóðarbúsins og minnki þar með hagvöxt. Þá draga há veiðigjöld úr getu sjávarútvegsins til að fjárfesta í nýsköpun og þau skerða stórlega alþjóðlega samkeppnishæfni greinarinnar, þar sem Ísland á að vera í fremstu röð. Þau

brengla líka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem fjármagni, fjárfestingum og mannauði er beint frá landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegur er stundaður af kappi og tækifæri mikil, til ríkisins og þar með höfuðborgarsvæðisins. Afleiðingin er sú að sjávarbyggðirnar verða

Bátar í höfninni á Stöðvarfirði.

Hörður Ríkharðs­son, Val­garður Hilmars­son, Dagný Úlfarsdóttir, Adolf Berndsen, Magnús Jónsson, Steindór Haraldsson og Arnar Þór Sævarsson. Einar K. Jónsson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einar óskaði eftir tillögu um formann, samstarfsnefndarinnar, fram kom tillaga um tillögu að Þorleifur Ingvarsson yrði formaður Samstarfsnefndar í AusturHúnavatnssýslu. Fleiri tillögur bárust ekki og var Þorleifur Ingvarsson, rétt kjörinn formaður nefndarinnar. Þorleifur Ingvarsson,

við sameiningarinnar. Rætt var um að ná samtali við stjórnvöld um hvata í atvinnu-og byggðamálum sem sveitarfélögin geti sameinist um. Umræður urðu um við hvaða ráðgjafarfyrirtæki ætti að semja til að sjá um vinnuna í tengslum við sameiningu sveitarfélaga í A-Hún. Nokkur ráðgjafarfyrirtæki voru nefnd í þessu sambandi. Samþykkt var að fela formanni að koma með tillögu að ráðgjafarfyrirtæki fyrir næsta fund Samstarfsnefndarinnar. Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 15:15.

ófærar um að styrkja stoðir sínar, byggja upp og fjárfesta í aukinni tækni og verðmætasköpun til framtíðar. Teitur Björn segir að um það verði ekki deilt að há veiðigjöld eru þannig verulega óréttlátur landsbyggðarskattur og í hrópandi ósamræmi við opinbera byggðastefnu á Íslandi.

Verri afkoma í sjávarútvegi

Minna atvinnu­öryggi

Afkoma lítilla og meðalstórra fyrirtækja í sjávarútvegi er sérstakt áhyggjuefni um þessar mundir vegna gengisþróunar og hækkunar á innlendum rekstrarkostnaði. Þessar þrengingar bitna fyrst og harðast á minni útgerðum, sem ekki hafa jafnmikil tækifæri til að breyta rekstraráformum sínum og hagræða eins og stærri aðilar. Rekstrarstöðvanir kunna að fylgja í kjölfarið með tilheyrandi brotthvarfi aflaheimilda úr minni byggðarlögum og byggðaröskun vegna minna atvinnuöryggis fjölda fólks. Sporna verður við þessari þróun ef ekki á illa að fara.

Árið 2016 drógust tekjur í sjávarútvegi saman um 25 milljarða króna, eða 9%, og

Veiðigjöld verða að leggjast á sjávarútvegs­fyrirtæki í eðlilegum takti við afkomu þeirra hverju sinni, séu þau yfirleitt lögð á. EBITDA lækkaði um 15 milljarða króna, eða 22%, en tekjutapinu var að hluta mætt með lækkun kostnaðar. Einkum má rekja ástæðuna til styrkingar krónunnar og mun minni loðnuafla. Líkur eru á að afkoma versni enn nokkuð á núverandi rekstrarári. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu Deloitte um rekstrarstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi.


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

Skaraðu fram úr á nýjum Stonic

Lifðu lífinu til fulls á Kia Stonic Kia Stonic er sportlegur borgarjepplingur, fáanlegur með tvílitri yfirbyggingu sem gerir þér kleift að velja litasamsetningu sem er löguð að þínum smekk. Hátt er undir lægsta punkt sem eykur útsýni og aðgengi er þægilegt. Kia Stonic er hlaðinn staðalbúnaði, AEB árekstrarvörn, 17‘‘ álfelgur, hiti í stýri

Verð frá 3.140.777 kr.

og sætum, bakkmyndavél, sjálfvirk loftkæling og margt fleira. Reynsluaktu Kia Stonic í Öskju eða hjá umboðsaðilum um land allt: Bílás, Akranesi

BVA, Egilsstöðum

Bílasala Selfoss, Selfossi

Höldur, Akureyri

K.Steinarsson, Reykjanesbæ

Nethamar, Vestmannaeyjum

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

72 Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðarog nýsköpunarráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.

Þá hélt Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, ávarp, þar sem hann sagði að samvinnan við Landsvirkjun hefði verið góð, einkennst af kurteisi við samfélag og náttúru. Að því loknu gangsettu ráðherrarnir virkjunina með samskiptum við stjórnstöð Landsnets og vaktmann á Þeistareykjum í gegnum TETRAkerfið (sjá meðfylgjandi ljósmynd). Mikil áhersla er lögð á varfærna uppbyggingu og nýtingu jarðvarmans á svæðinu, en fyrir liggur mat á umhverfisáhrifum fyrir allt að 200 MW virkjun á svæðinu. Uppsetning á vélasamstæðu 2 er nú í fullum gangi og er stefnt að því að orkuvinnsla hennar hefjist í apríl 2018.

Saga framkvæmdar

Aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum gangsett - fyrsta jarðvarmastöðin sem fyrirtækið reisir frá grunni Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett 17. nóvember sl. við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Þeistareykjastöð verður 90 MW. Hún er reist í tveimur 45 MW áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett 17. nóvember og tengd við

flutningskerfi Landsnets. Fjármálaog efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannes­son, og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, gangsettu virkjunina í sameiningu. Ragna Árnadóttir aðstoðar­ forstjóri stýrði athöfninni en í upphafi fór Gunnar Guðni Tómasson, fram­kvæmda­stjóri fram­ kvæmda­sviðs, yfir öryggisatriði á staðnum. Þá tók Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður til

máls og rakti meðal annars sögu Þeistareykjavirkjunar og þakkaði samstarfsaðilum, verktökum og starfsfólki. Hörður Arnarson forstjóri sagði í ávarpi sínu að framkvæmdin hefði tekist vel og lögð hefði verið mikil áhersla á samskipti og samráð og umhverfis- og öryggismál. Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, rakti nokkra verkþætti framkvæmdarinnar. Í ávarpi sínu sagði Þórdís

Kolbrún iðnaðarráðherra að um þjóðhagslega hagkvæman virkjunarkost væri að ræða, sem myndi auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa og hafa jákvæð áhrif í víðtækum skilningi. Benedikt fjármálaráðherra sagði að gangsetning Þeistareykjastöðvar væri mikið gleðiefni; sem fjármálaráðherra hlyti hann að gleðjast yfir því í hvert skipti sem Landsvirkjun yki verðmæti sitt með nýjum verkefnum.

Aðal fram­leiðslu­vara Heilsuvöru­hússins verður kollagenprótein Sjávarútvegsfyrirtækin Samherji, HB Grandi, Vísir og Þorbjörn og nýsköpunarfyrirtækið Codland hafa undirritað viljayfirlýsingu um að standa sameiginlega að stofnun Heilsuvöruhúss á Reykjanesi, nálægt Reykjanesvirkjun. Er ráðgert að fyrirtækið taki til starfa í byrjun árs 2018. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um einn milljarður króna. Í ráði er að aðalframleiðsluvara fyrirtækisins verði kollagenprótein, en það er notað í heilsufæði, fæðubótarefni og lyf. Verður við framleiðsluna notast við jarðvarma af Reykjanesi. Heilsuvöruhúsið verður á Reykjanesi og munum við nýta gufuna frá Reykjanesvirkjun við vinnsluna sem gerir allt ferlið mjög umhverfisvænt.

Í heilsuvöruhúsinu verður í byrjun eingöngu unnið með þorsk­roð. Reynslan mun skera úr um fram­haldið. Heilsu­vöru­húsið hefur gert sínar eigin rann­sóknir í sam­starfi við MATÍS. Við það hafa þegar skapast nokkur há­tækni­störf. Bygging Heilsuvöruhússins hefst á vordögum en stefnan er að hefja sem fyrst sölu í stórum pakkningum, en jafnhliða að þróa aðrar vörur, í smærri pakkningum og komumst þannig nær endan­ legum kaupanda vörunnar. Við­ræður hafa farið fram við fram­ leiðendur innlendrar matvöru um að blanda kollageni framleiddu úr þorskroði í vörur þeirra. Hægt er að auka próteinmagn í heilsu­ drykkjum, en kollagen er eitt aðal­ uppbyggingarefni liða líkamans.

Heilsuvöruhúsið verður í nálægð við Reykjanesvirkjun.

Heimamenn áttu frumkvæði að nýtingu svæðisins, en saga Þeistareykjaverkefnisins nær allt til ársins 1999, þegar Þeistareykir ehf. voru stofnaðir. Stofnaðilar voru orkufyrirtækin Orkuveita Húsavíkur og Norðurorka, ásamt Aðaldælahreppi og Reykdælahreppi, sem er nú Þingeyjarsveit. Það var ekki fyrr en haustið 2005 að Landsvirkjun eignaðist um 32% í fyrirtækinu, en í kjölfarið jók fyrirtækið eignarhlut sinn smám saman og eignaðist félagið loks að fullu vorið 2010. Árið 2011 hófst hönnun mannvirkja og þremur árum síðar, 2014, var ráðist í umfangsmiklar undirbúningsframkvæmdir sem miðuðu að því að hægt væri að ráðast í uppbyggingu virkjunarinnar með stuttum fyrirvara.

Listaverka­ samkeppni

Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um hannað verk eða listaverk í nágrenni Þeistareykjavirkjunar, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Samkeppnin verður opin samkeppni með forvali og verður auglýst nánar síðar.


Í öruggum höndum hjá volvo penta á íslandi Nýjar Volvo Penta bátavélar Breið lína bátavéla sem henta margvíslegum gerðum og stærðum báta. Hjá Volvo Penta á Íslandi færðu vélar með hældrifi, gírum og IPS drifbúnaði.

Notaðar Volvo Penta bátavélar Volvo Penta á Íslandi býður uppítöku á notuðum vélbúnaði upp í nýjan. Eigum til notaðan uppgerðan vélbúnað á lager. Kynntu þér notaðar bátavélar til sölu.

Þjónusta við Volvo Penta Volvo Penta á Íslandi tryggir frábæra þjónustu með alhliða verkstæðisog varahlutaþjónustu ásamt öflugu þjónustuneti um allt land. Vélaverkstæði Brimborgar tekur að sér niðursetningu á vélbúnaði. Neyðarþjónusta Brimborgar fyrir Volvo Penta bátavélar, ljósavélar og rafstöðvar er margþætt og öflug.

Volvo Penta á Íslandi Volvo_Penta_Í_öruggum höndum_5x38_20171116.indd 1

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6

• Hældrifsvélar • Gírvélar • IPS vélbúnaður • Rafstöðvar og ljósavélar

Sími 515 7070 volvopenta.is

16/11/2017 14:01


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Margir vegir á Vestfjörðum sæma ekki í nútímaþjóðfélagi, en samt eru þeir látnir viðgangast árum saman. Akstur með ferskar sjávarafurðir um svona vegi þekkjast eflaust óvíða.

Fjölmennur íbúafundur var haldinn á Ísafirði sunnudaginn 24. september sl.um mikil hitamál er varða laxeldi, samgöngur og raforkuframleiðslu í fjórðungnum. Í ályktun, sem samþykkt var einróma á fundinum, var þess krafist að ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit, að raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða og að laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi. Til fundarins komu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jón Gunnarsson, ráðherra samgönguog sveitarstjórnarmála, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsog landbúnaðarmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðarog

nýsköpunarráðherra. Þá var Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, einnig boðið til fundarins. Að loknum fjórum framsögum tóku fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherrar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði og svöruðu spurningum úr sal. Samkvæmt greiningu KPMG sem kynnt var á fundinum yrðu áhrif af laxeldi í Djúpinu veruleg. Er þó bent á að forsendur í úttektinni séu háðar óvissu, m.a. um hvort laxeldi verði leyft í Djúpinu. Segja skýrsluhöfundar þó ljóst að um sé að ræða stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingar samfélaga í byggðarlögunum við Ísafjarðardjúp. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru:

74

Laxeldi og samgöngur á Vestfjörðum • Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og nái hámarki um áratug eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. • Íbúaþróun snúist við og áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. • Heildarumfang 25 þúsund tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talin skila um 23 milljörðum króna á ári við hámarksframleiðslu. • Heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metin um 220 milljónir króna á ári, eða um 1% af umfangi laxeldis. • Ársgreiðslur til ríkissjóðs munu nema um 1 milljarði króna og um 250 milljónir króna renna til sveitarfélaga þegar framleiðsla er í hámarki og flest bein störf verða til.

Ályktun fundarins

1. Borgarafundur á Vestfjörðum 24. september 2017 vill að mat á samfélagslegum áhrifum

verði í framtíðinni lagt til grundvallar stórframkvæmdum og lagasetningu þegar það á við. Jafnframt setur fundurinn fram eftirfarandi þrjár kröfur: 2. Ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið Þ-H (um Teigsskóg), vegna brýnna hagsmuna sveitar­félag­ anna, atvinnulífsins og íbúa. 3. Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum. 4. Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.

Engin sátt né samlyndi í að skilgreina heimkynni fólks sem friðland

Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld,

Svardælasýsl

Straumar eru verk­ efni ætluð listafólki af Vestfjörðum

- samfélags- og menningarlegar frásagnir

Óskar Þór Halldórsson.

Óskar Þór Halldórsson frá Jarðbrú í Svarfaðardal segir að kvöldgrúsk hafi undið upp á sig og bók um svardælinga og menningu í dalnum hafi loks orðið að veruleika. Glæsilegt rit sem geyma margra gullmola um fólk og samtíð. Óskar Þór er höfundur bókarinnar að stórum hluta en bróðir hans, Atli Rúnar, er einnig höfundur efnis í tveimur köflum. Félag í eigu systkinanna frá Jarðbrú, þeirra Atla Rúnars, Jóns Baldvins, Helga Más, Óskars Þórs, Jóhanns Ólafs og Ingu Dóru, barna Ingibjargar og Halldórs sem bjuggu á Jarðbrú gefa bókina út og hlaut útgáfufyrirtækið nafnið Svarddælasýsl forlag ehf. Upphafið að því að úr varð þessi skemmtilega og fróðlega bók er að Óskari Þór hugkvæmdist að skrá munnmælasögur af ömmubróður þeirra systkinanna, Jonna á

Sigur­hæðum á Dalvík. Það varð upphafið að því sem koma skyldi, þ.e. ítarlegum söguþáttum um Göngustaðasystkinin. Göngustaðir í innanverðum Svarfaðardal hétu áður Köngustaðir og var svo fram á 19. öld.Fjallað er einnig um sögu Húsabakkaskóla, aðdraganda og upptöku kvikmyndarinnar ,,Land og synir“ sem tekin var upp í Svarfaðardal 1979. Svarfdælasýsl er fengur fyrir alla sem vilja lesa um merka sögu og atburði í Svarfaðardal á seinni tímum, ekki bara fyrir þá sem rekja ættir þangað og til Dalvíkur, heldur ekki síður þá sem vilja einfaldlega lesa skemmtilega bók.

Frá Hólmavík sem er byggðakjarni Strandabyggðar.

Hér njótum við hlunninda! Bók sem spratt upp úr kvöldgrúski og var gerð að veruleika.

flutti tölu á borgarafundinum sem vakti mikla athygli. Hann sagði hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, sem það megi ekki hafa lifibrauð sitt af, að byggðin verði að víkja fyrir óbyggðunum, því réttur óbyggðanna sé meiri. „Það er ekki ballans. Það er ofbeldi,“ sagði Eiríkur Örn sem mælti svo í upphafi tölu sinnar: „Maður lifir í náttúrunni. Það er ekki nóg með að sólarlögin sprengi hjörtun í elskendum, kyrrðin slái á æsing hugsjúkustu brjálæðinga og skáldin yrki allt sem skiptir máli til vatnsfallanna. Það er ekki heldur nóg með að náttúran færi okkur fæðu til að seðja hungrið, fisk úr ólgandi hafinu, krækling úr spegilsléttum firðinum, grænmeti og ávexti beinlínis upp úr jörðinni og kjöt af beinum skepnanna. Við sleppum nefnilega aldrei úr náttúrunni. Náttúran er óaðskiljanlegur hluti af okkur – við erum ekki utan við náttúruna, ekki utan á henni, heldur í henni. Við erum náttúran.“

Staðhæft er í tillögu að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reyk­hólahrepps og Stranda­ byggðar sem birt hefur verið á verkefnisvefnum www.samtaka­ máttur.is að þar njóti íbúar hlunninda. Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um eflingu atvinnulífs og byggðar með áherslu á nýtingu sérkenna og auðlinda svæðisins. Svæðis­ skipulagstillagan var kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum

þremur í síðasta mánuði. Formaður Svæðisskipu­l ags­ nefndar Dala­byggðar, Reyk­hóla­ hrepps og Stranda­byggðar er Ingibjörg Emilsdóttir, vara­­oddviti Stranda­byggðar. Spurningin sem brennur á mörgum íbúum þessara sveitar­ félaga er: • Er stefnt að sameiningu sveitar­félaganna þriggja? • Hverjir eru kostirnir og ókostirnir?

,,Straumar eru verkefni sem er ætlað listafólki á aldrinum 20-35 ára, ættuðu af Vestfjörðum. Tilgangur verkefnisins er að bjóða ungu listafólki sem hefur flust burt að koma aftur heim og fremja eða sýna list sína á heimaslóðum,“ segir Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða sem er með aðsetur í Þróunarsetrinu á Hólmavík. ,,Vonast er til þess að til verði hópur listafólks úr ólíkum listgreinum sem eigi samtal og hugsanlega samvinnu um listgjörning sem verði fluttur á Vestfjörðum og jafnvel víðar. Tilgangurinn er ekki að telja listafólkið á að flytja aftur heim, en hins vegar gæti verið afar áhugavert að sjá túlkun þess á hugtakinu heim. Hvernig speglast uppruninn í verkum listafólks? Hvaða máli skiptir hvaðan fólk kemur?“


ÁRNASYNIR

Oft veltir lítil vél þungu hlassi

Ný sending af MultiOne 6.3 SD fjölnotavélum Nú bjóðum við MultiOne 6.3 SD vélar á enn betra verði en áður og með fleiri aukahluti innifalda. Um er að ræða frábærar fjölnotavélar með 1200 kg lyftigetu. Á MultiOne 6.3 SD situr stjórnandi í aftari hluta þessara lipru og sveigjanlegu véla. Vélarnar afhendast með skóflu, 184 kg aukaballest að aftan og taðgreip. Verð 2.990.000 kr. (án vsk.). Hafðu samband við sölumann í síma 590 5156 eða sendu línu á ho@klettur.is og kynntu þér þína möguleika.

KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - Veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar

Uppbyggingar­sjóður Norður­ lands eystra er samkeppnis­sjóður og er hluti af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnu­ þróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningar­mála. Sjóðurinn styrkir

að jafnaði ekki meira en 50% af heildar­kostnaði verkefna. Auglýsa skal opinberlega, minnst einu sinni á ári, eftir umsóknum um styrki til verkefna sem samræmast sóknar­á ætlun landshlutans. Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meiri­hluta­eigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki

76 vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af upp­byggingar­sjóði landshlutans. Nánari upplýsingar um sjóðinn má meðal annars finna í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs

Stjórn Eyþings fer með yfirstjórn Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra. Stjórnin skipar fagráð og úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs en þar sitja formenn fagráða auk þriggja aðila skipuðum af stjórn Eyþings. Tvö fagráð eru starfandi, fagráð menningar og fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar. Fagráðin leggja faglegt

mat á innkomnar umsóknir í uppbyggingarsjóð og gera tillögu að úthlutun til úthlutunarnefndar. Úthlutunarnefnd tekur við tillögum fagráða og gengur úr skugga um að farið sé að ákvæðum samnings um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, gildandi Sóknaráætlun landshlutans og verklagsreglna um úthlutun styrkja úr uppbyggingarsjóði og að úthlutanir séu innan fjárhagsramma samþykktum af stjórn Eyþings. Úthlutunarnefndin tekur ákvörðun um þau verkefni sem styrkt verða á grundvelli faglegs mats og tillagna að styrkhæfum verkefnum frá fagráði menningar og fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Úthlutunarnefnd skal gæta

þess að byggt sé á markmiðum og áherslum sóknaráætlunar landshlutans hverju sinni og á samningi ríkisins og Eyþings um Sóknaráætlun landshlutans hverju sinni og verklagsreglum uppbyggingarsjóðs. Kappkosta skal að hafa faglega heildarsýn að leiðarljósi.

Stöðug­ leika­ sjóður haldi utan um arð af orku­ lindum Fyrr á þessu ári skipaði forsætis­ ráðherra sérfræðingahóp um stofnun stöðugleikasjóðs sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af auðlindum og byggi upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Í tengslum við vinnu við stofnun sjóðsins hafa verið skoðaðir möguleikar á því að nýta hluta af framtíðarráðstöfunarfé sjóðsins til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja. Með því væri sáð fræjum til eflingar nýrra vellaunaðra starfa í framtíðinni með sama hætti og fræjum var sáð til efnahagsuppbyggingar þegar orkuauðlindir voru beislaðar á síðari hluta 20. aldar. Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að fela sjö manna hópi að koma með tillögur fyrir lok nóvember um ráðstöfun mögulegs fjármagns úr stöðugleikasjóði til eflingar nýsköpun í atvinnulífinu. Síðustu misseri hefur þessi hópur unnið að verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis í samstarfi við MIT háskóla í Bandaríkjunum um atvinnusköpun og eflingu hagvaxtar með nýsköpun.


NÚ ERU FYRSTU 2018 RAM PALLBÍLARNIR Á LEIÐINNI. TRYGGÐU ÞÉR ÞITT EINTAK!

8 1 0 2

RAM 3500 VERÐ FRÁ: KR. 6.120.968 ÁN VSK KR. 7.590.000 MEÐ VSK

NÝR

UMFRAM Í OPENING EDITION + - 2.0 dísel 170 hestöfl - 9 gíra sjálfskipting - Selec-TerrainTM fjórhjóladrif - Leðurinnrétting - Beats hljómtæki m/bassaboxi - 8,4” skjár og íslenskt leiðsögukerfi - Rafmagnsstilling á framsætum - Akgreinavari - Hiti í framsætum og stýri - Hraðastillir - 18” álfelgur

VERÐ FRÁ 6.610.000 KR.

COMPASS LIMITED 2.0 dísel 140 hö., 9 gíra sjálfskiptur, Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, dráttarvagnaveltivörn, leður/tau áklæði, regnskynjari, LED ljós framan og aftan, Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri stærð, 17” álfelgur.

VERÐ FRÁ 5.890.000 KR. Umboðsaðili Alfa Romeo, Dodge, Fiat, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 3 . ÁRG. - NÓVE M BE R 2 0 1 7

78

Lárétt:

1. Málsvari (10) 6. Gull (2) 9. Fát á undan sonur er þvaður (7) 13. Demba eða kofi (4) 16. Boltaóm má finna á hlutaveltu (7) 17. Snjólituð ævintýrapersóna (9) 19. Kunna vel við sig hjá konu (3) 20. Lokaður klefi (3) 21. Lækkað e (2) 22. Norðaustur (2) 24. Rafmagnsveita Reykjavíkur (2) 25. Teikna frumdrög að sér (3-5) 27. Nefnilega ,skst.(2) 29. AA á Kjalarnesi (3) 31. U ! nafnlausir fuglar eru aðdáendur (8) 33. Gæs drepi s-laga stólpa við tignarsæti (12) 38. Þyngdareiningin 28,35 gr. er bresk (5-2-4) 39. Svif í mjöli, spendýr Petauristakyn (10) 40. Nafn á galdrastafi (3) 42. Samanburðartenging (2) 43. Alltaf sama glensið (10) 46. Hitabeltislegur í útliti (7) 49. Léleg mynt? eða sæmilegt boltalið ! (2) 50. Að vera hrifinn af fornu goði (2-2) 51. Greiðvikinn (11) 55. Hold (3) 56. Hugi að (3) 57. Kreis verða saknæmir (5) 59. G og T hylja LIM í ofsakæti (5) 61. Málefni sem varða land (13) 64. Fyrra nafn Kazan leikstjóra (4) 65. Kristján felur—istj- þykist röskur (4) 66. Stama breytist í lungnasjúkdóm (5) 67. Tangi (3) 68. Baksa við (4) 69. Handleggur, þf. (3) 70. 22. og 9. í stafrófsröð mynda fangamark (2)

Lóðrétt:

1. Brumafl – gæti valdið skrámu (7) 2. Lætur orð samhljóma (5) 3. Stúlka fengin í dótturstað (8) 4. Neitar alveg (6) 5. Iðulega (3) 6. Gullþúsund er léleg (3) 7. Numbu varð greiðsla (5) 8. Feimin fyrsta er tuska (4) 10. Hárugur snápur kom með Jónsbók 1260 (6,6)

11 Gæinn sem sífellt er að vaxbera bíl ! (9) 12. Sólar Goð (2) 14. Gráleit leðja úr skeljum þörungs (8) 15. Að innan (2) 18. Jarðsögutímabil (4) 23. 8 fræg störf er tækniþekking (12) 26. Sleif (4)

28. Sögupersóna Shakespears ber nafn leikrit hans (4) 30. Trefjadrengur er sveinstauli (11) 32. Ú klýfur nafnlausan (3) 34. Raftur félags stúdenta er augntepra (9) 35. Að utan (3) 36. Skst. íþróttasambands án brodds (3) 37. Göfgu igu má breyta í þverhaus (8)

40. Beiðni (3) 41. Sprikl (2) 42. En hálfur á frönsku með s er fáránlegt! (7) 44. Úrgangur af lífrænu eldsneyti (6) 45. Þú æddir bara burt í skyndi ! (6) 47. Þverslá á siglutré (2) 48. Væskil egna er eftirsóknaverð (7) 52. ----- var rausnarkerling (a la HKL (5)

53. Heylaupur (4) 54. Þrep í stiga MA veldur orðasennu (5) 58. Slá sem fiskur er þurrkaður á ,ef. (4) 60. Ljúfur byr (4) 62. Þrír þeir fyrstu (3) 63. Í fyrsta sæti eftir keppni (3)

Krossgátan í aprílblaðinu var líklega í þyngra lagi í þetta sinn þar sem ekki bárust nema fáeinar réttar lausnir. Dregið var um verðlaunin fyrir rétta ráðningu á krosssgátunni og urðu þessi úrslit:

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

​1. verðlaun kr. 20.000: Ingveldur​Gunnarsdóttir, Holtagötu 12, 600 Akureyri. 2. verðlaun kr. 10.000: Erla H.Ásmundsdóttir Melateigi 41, 600 Akureyri. 3. verðlaun kr. 5.000: Sunna Jökulsdóttir, Álftalandi 7, 108 R. Vinningshafar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Halldór Jónsson, halldorjonss@gmail.com til að nálgast verðlaun sín.

Verðlaunakrossgáta

​ nn er sett fram Verðlaunakrossgáta og verða veitt verðlaun fyrir rétta E ráðningu: 1. verðlaun, kr. 20.000. - 2. verðlaun, kr. 10.000. - 3. verðlaun, kr. 5.000. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af síðunni ef fleiri en einn fjölskyldu­meðlimur vill taka þátt. Síðuna skal setja í umslag og senda á: SÁMUR FÓSTRI - Krossgáta Bt. HALLSTEINN ehf. HAMRABORG 1-3 (3. hæð) Dregið verður úr réttum lausnum og úrslit tilkynnt í næsta tölublaði. 200 KÓPAVOGUR

Nafn:

Rangárþing eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kennitala:

Heimilisfang

Póstnúmer


ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 85473 09/17

A Ð R I R H V E R FA Í S K U G G A N N A F

Verð frá: 8.110.000 kr. Aukahlutapakki að verðmæti 728.000 kr. fylgir Land Cruiser 150 Black:

GoodYear heilsársdekk, 18" BLACK álfelgur, hliðarlistar með krómi, hlíf á afturstuðara, krómhlíf á spegla, toppgrindarbogar, húddhlíf, krómlisti á afturhlera, gluggavindhlífar og krómstútur á púst.

Um glæsileika Land Cruiser er engum blöðum að fletta og nú kynnum við hinn margrómaða töffara í margkrómaðri sérútgáfu – Land Cruiser 150 Black. Þessi eitursvali Land Cruiser er prýddur krómi á alla kanta og er á kolsvörtum 18” álfelgum sem lyftir glæsileikanum í nýjar hæðir. Og það er svalt á toppnum. Ekki hverfa í skuggann. Komdu og reynsluaktu Land Cruiser 150 Black. Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

3+2 ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is Black-pakkinn fylgir ekki með öðrum tilboðum. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


PIPAR \ TBWA • SÍA • 165455

Fáðu þér nýjan og girnilegan ekta rjómaís frá Emmessís.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.