Sámur fóstri - 1. tbl. 5. árg. Desember 2019

Page 1

BLS. 15

BLS. 22

Katla og útstreymi CO2.

BLS. 23

BLS. 24

- blæs út jafnmiklu CO2 og allir íslendingar á hverju ári

Hver á að borga kolefnisskattinn?

Hvað getum við gert?

Gröftur laxahrogna

Friðrik Pálsson - viðtal

Lýðveldi

– fréttablað um málefni landsbyggðarinnar 1. TB L. 5. ÁR G.

DESEMBER 2019

í 75 ár Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Alþingi gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttunni.

Sjálfstæðisbaráttu Íslendinga lauk ekki á Þingvöllum árið 1944 ,,Merking hugtaka og innbyrðis samband þeirra breytist með tímanum,“ segir dr. Ragnhildur Helgadóttir forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. ,,Orðið „fullveldi“ kom ekki inn í íslenska pólitíska umræðu sem markmið fyrir Ísland fyrr en árið 1906. Þangað til hafði það verið notað abstrakt, en ekki

um markmið sjálfstæðisbaráttunnar. Upp úr 1906 gerðist hins vegar tvennt samtímis: kröfur Íslendinga, sem höfðu verið fremur óljósar, urðu nokkuð skýrar og fóru að snúast um aukna eða fulla sjálfsstjórn í eigin málum – og orðið „fullveldi“ kom fram og fór að tákna þessar kröfur.“

„Fullvalda ríki“ þótti sterkara orðalag en „sjálfstætt land“ Í 1. grein frumvarps til laga um ríkisréttarsamband Danmerkur og Íslands frá 1907, sem venjulega er kallað „Uppkastið“, stóð að Ísland væri „frjálst og sjálfstætt land“ í sambandi

við Danmörku. Andstæðingar Uppkastsins unnu hins vegar sigur í alþingiskosningum árið 1908, vegna þess að það þótti ekki ganga nógu langt í átt að sjálfstjórn fyrir Íslendinga. Árið 1909 gerði Alþingi tillögu um að í staðinn skyldi standa að Ísland væri „frjálst og fullvalda ríki“ en tillagan var ekki einu sinni lögð Frh. á bls. 2


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

2

Sjálfstæðisbaráttan Frh. af forsíðu

fyrir danska þingið, það var talið svo ósennilegt að hún skilaði nokkru. „Fullveldi“ virðist þannig hafa verið talið ganga lengra í átt til sjálfstjórnar en „sjálfstæði“ þó þarna hafi líka komið inn spurningin um það hvort Ísland væri ríki samkvæmt uppkastinu.

Íslenska samninganefndin krafðist fullveldis Í samningaviðræðunum um sambandslögin árið 1918 kemur þessi staða hugtakanna enn skýrar fram. Þá vildi danska samninganefndin að í 1. grein þeirra yrði kveðið á um „frjáls og sjálfstæð ríki“ (á dönsku „frie og selvstændige stater“). Með þessu hefðu Ísland og Danmörk verið lögð að jöfnu og bæði verið skilgreind sem ríki. Engu að síður krafðist íslenska nefndin þess að greinin yrði orðuð „frjáls og fullvalda ríki“ (á dönsku „frie og suveræne stater“). Sama umræða átti sér stað um greinina sem síðar varð 19. grein laganna. Danska nefndin vildi að Danir tilkynntu öðrum þjóðum viðurkenningu Íslands sem sjálfstæðs ríkis en íslenska nefndin hélt fast við að orðið yrði „fullvalda“ og gekk það eftir. Úr því greinarnar voru samhljóða að öðru leyti hlýtur niðurstaðan að vera sú að íslensku samninganefndinni hafi fundist fullveldi vera æskilegra hugtak, sennilega ganga lengra; hugsanlega vera lögfræðilega „handfastara“ en í öllu falli vera í betra samræmi við það sem á undan var gengið í sjálfstæðisbaráttunni: Höfnunina á Uppkastinu og þingsályktun frá 1917 þar sem skipuð var nefnd til að gera tillögur um hvernig mætti „ná sem fyrst öllum vorum málum í vorar hendur og fá viðurkenningu fullveldis vors.“

„Sjálfstæði“ ekki notað sem heiti yfir fullan aðskilnað fyrr en undir 1940 ,,Þegar kemur fram undir 1940 hafði innbyrðis samband þessara hugtaka breyst og jafnvel snúist við; fullveldi Íslands var staðreynd og þá þótti skipta máli að ná sjálfstæði. Grein Bjarna Benediktssonar í Andvara árið 1940 hét beinlínis „Sjálfstæði Íslands og atburðirnir 1940“ en hann tilheyrði yngri kynslóð fræði- og stjórnmálamanna heldur en þeir sem komu að gerð sambandslagasamningsins. Þessi nýja kynslóð skrifaði vissulega um að Ísland hafi hlotið fullveldi árið 1918 en lagði mesta áherslu á mikilvægi sjálfstæðis eða „algers sjálfstæðis“ og hvernig skyldi stefna að því eftir

árslok 1943. Tíu árum áður hafði Einar Arnórsson, einn þeirra sem samdi um sambandslögin, skrifað um fullveldið 1918 og að það hefði skipt máli að Ísland væri skilgreint og viðurkennt sem fullvalda en vísaði til „næsta skrefs“ og „skilnaðar“ eftir 25 ár frá sambandslögunum, án þess að nota nokkurn tímann hugtakið „sjálfstæði“ um það skref. Það kom því ekki til sem heiti yfir aðskilnaðinn frá Danmörku fyrr en undir 1940. Þessu til viðbótar má nefna að það hefur verið mjög misjafnt eftir tímum hversu mikið er haldið upp á 1. desember. Árið 1918 var erfitt; spænska veikin, Kötlugos og frostavetur sáu til þess, og m.a. þess vegna voru hátíðarhöld hófstillt þá. Þar kom þó líka fleira inn í. Eftir 1944 tók 17. júní smátt og smátt alveg yfir sem hátíðisdagur tengdur sjálfstæðisbaráttunni og 1. desember féll í skuggann. Að hluta til var eðlilegt að tengja þjóðhátíðardaginn lýðveldisstofnuninni, sem sannarlega var lokaskrefið í aðskilnaðinum við Danmörku, en þarna kom líka til hvað er miklu vænlegra að hafa þjóðhátíð á Íslandi í júní en desember!“

Hugtakið fullveldi þýddi fulla pólitíska sjálfstjórn ,,Það sést af þessu að það er ekkert skrýtið að ákveðið hafi verið að halda upp á aldarafmæli „sjálfstæðis og fullveldis“ Íslands 2018. Árið 1918 var – að kröfu Íslendinga – staðhæft að ríkið væri fullvalda í stað þess að það væri sjálfstætt. Hugtakið fullveldi þýddi þá fulla pólitíska sjálfstjórn og það verður ekki séð að það hafi verið rætt af neinni alvöru þá að ganga lengra í átt til aðskilnaðar við Dani en það. Merking hugtakanna fullveldi og sjálfstæði þróaðist svo með tímanum og innbyrðis samband þeirra breyttist. Sjálfstæði fór þá að þýða fullan aðskilnað frá Danmörku og þar með íslenskan þjóðhöfðingja. Sömuleiðis þarf að muna, að kröfur Íslendinga breyttust með tímanum; þær fóru ekki að snúast um fulla sjálfstjórn fyrr en nokkru eftir aldamótin 1900 og ekki um fullan aðskilnað frá Dönum fyrr en nokkru eftir að fullveldið var fengið,“ segir dr. Ragnhildur Helgadóttir. Íslendingar héldu upp 75 ára afmæli sjálfstæðis fullveldis Íslands í sumar. Það er einnig gott að hafa það í huga að sjálfstæði landsins þarf stöðugt að verja, því lauk ekki árið 1944. Sjálfstæðisbaráttan er eilíf þótt þótt hún hafi tekið breytingum gegnum þessi 75 ár.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Efla skal menntun á lands­ byggðinni „Menntunartækifæri barna og ungmenna og aðgengi þeirra að íþrótta- og tómstundastarfi hefur áhrif á ákvarðanir foreldra um búferlaflu. tninga frá smærri byggðarlögum,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta sýna niðurstöður könnunar Byggðastofnunar sem í vor kannaði viðhorf íbúa í 56 byggðakjörnum utan stærstu þéttbýlisstaða landsins. Alls bárust svör frá rúmlega 5.600 þátttakendum sem allir búa í byggðakjörnum með færri en 2.000 íbúa. „Könnunin beindist meðal annars að áformum íbúa um framtíðarbúsetu. Þau sem höfðu í hyggju að flytja á brott á næstu 2-3 árum voru spurð um ástæður þeirra

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherrra.

Ný menntastefna til ársins 2030 ,,Það felast verðmæti í því fyrir okkur öll að landið allt sé í blómlegri byggð og það er stefna þessarar ríkisstjórnar að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Áherslur í þeim efnum má finna í byggðaáætlun 2018-2024 en þar er meðal annars fjallað um eflingu rannsókna og vísindastarfsemi, hagnýtingu upplýsingatækni til háskólanáms og aukið samstarf á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við viljum tryggja öllum börnum og ungmennum slík tækifæri og er það eitt leiðarljósa við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030.

Börn á Austurlandi, m.a. í Egilsstaðaskóla, munu njóta nýrrar menntastefnu sem stendur til ársins 2030. Námstækifæri verða fleiri þegar kemur að því að þessi börn sækja nám í framhaldsskóla, æski þau þess.

fyrirætlana og gátu svarendur merkt við fleiri en eitt atriði. Athygli vekur að fjölskyldufólk með börn undir 18 ára aldri merkti flest við valmöguleikann „Tækifæri barns til menntunar.“ eða 58% þeirra þátttakenda. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að menntasókn hefur áhrif á búferlaflutninga mun fleiri aðila en þeirra einstaklinga sem ætla að sækja sér menntun. Menntatækifæri hafa margfeldisáhrif, ekki síst fyrir smærri samfélög. Það er því mikið í húfi fyrir öll sveitarfélög að forgangsraða í þágu menntunar.“ Segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra.

Markmiðið er skýrt; íslenskt menntakerfi á að vera framúrskarandi og byggja undir samkeppnishæfni hagkerfisins til langrar framtíðar. Síðasta vetur héldum við 23 fræðslu- og umræðufundi um land allt, sem lið í mótun nýju menntastefnunnar, m.a. með fulltrúum sveitarfélaga og skólasamfélagsins. Tæplega 1.500 þátttakendur mættu á fundina og sköpuðust þar góðar og gagnrýnar umræður um mennta- og samfélagsmál. Niðurstöður þessara funda eru okkur dýrmætar í þeirri vinnu sem nú stendur yfir en af þeim má skýrt greina að vilji er til góðra verka og aukins samstarfs um uppbyggingu á sviði menntunar um allt land,” segir mennta- og menningarmálaráðherra.


Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin með Olís

VIÐ GREIÐUM HELMING Á MÓTI ÞÉR

Skráðu þig á olis.is 2 kr.

+

Lykil- og korthafar gefa eftir 2 krónur af afslætti

2 kr. Olís greiðir 2 krónur á móti

=

4 kr.

4 krónur af hverjum lítra fara til Landgræðslunnar

Olís – í samstarfi við Landgræðsluna Landgræðslan vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði kolefnisbindingar – uppgræðslu lands, skógrækt og endurheimt votlendis.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

fóstri

Innflutningur fjölónæmra sóttkveikja Sámur fóstri hefur ítrekað varað við þeirri hættu sem Íslendingum stafar að innflutningi fjölónæmra sóttkveikja. En hætta af þeim hefur aukist um allan helming með auknum innflutningi erlendra búfjárafurða. Íslenskir verslunaraðilar hafa haldið uppi miklum þrýstingi á stjórnvöld um að aflétta veikum hömlum sem í gildi hafa verið svo sem að frysta slíkar afurðir fyrir sölu. En frystiskyldunni var aflétt án þess að neitt kæmi í staðinn. Á varnaðarorð fremstu vísindamanna okkar á þessum sviðum var ekki hlustað en hagmunir verslunarinnar settir í staðinn. Hættan af áður óþekktum sóttkveikjustofnum hefur því snaraukist. Ekki aðeins fyrir mannfólkið heldur ennfremur fyrir okkur hreinu búfjárstofna, sem eru þjóðinni hin besta líftrygging sem völ er á ef óvæntir atburðir myndu berja að dyrum, svo sem aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum og náttúruhamfarir, sem eru síður en svo óþekktar í stuttri sögu almennrar búsetu í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að borist hafa tíðindi af öflugri viðspyrnu landbúnaðarráðherra okkar, Kristjáns Júlíussonar, gegn þessari mögulegu vá. Frá honum komu eftirfarandi línur um málið í lok október s.l.: „Í liðinni viku bárust þær fréttir að sameiginlega EESnefndin hefði samþykkt beiðni mína um heimild fyrir Ísland til að beita reglum um svokallaðar viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutnings á svína- og nautakjöti. Þessar fréttir koma í kjölfarið á því að í upphafi þessa árs fékk Ísland heimild til að beita sambærilegum reglum gagnvart innfluttu kjúklingakjöti, kalkúnum og eggjum. Í tryggingunum felst að við innflutning á þessum matvælum skal alltaf fylgja vottorð sem sýnir að salmonella hafi ekki greinst í viðkomandi vörusendingu. Án slíks vottorðs verður innflutningur ekki heimilaður en nágrannalönd Íslands hafa haft þessar heimildir um árabil. Íslensk stjórnvöld hafa í áraraðir gert kröfu um þessi vottorð á grundvelli hins svokallaða leyfisveitingakerfis sem gerir skilyrði um opinbert leyfi fyrir innflutning á m.a. kjöti. Með samþykkt Alþingis á frumvarpi mínu í júní sl. var brugðist við skýrum dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands um að leyfisveitingakerfið væri brot á skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Mun leyfisveitingakerfið því falla úr gildi 1. janúar næstkomandi. Frá samþykkt frumvarpsins hefur aðgerðaáætlun sem ég lagði fram í tengslum við frumvarpið verið fylgt eftir af festu en hún miðar m.a. að því að tryggja matvælaöryggi og vernd búfjárstofna samhliða þessum breytingum. Eitt stærsta verkefnið í því samhengi, auk ráðstafana varðandi kampýlóbakter sem þegar hafa verið tryggðar, var að fá heimild fyrir Ísland til að beita reglum um viðbótartryggingar varðandi salmonellu. Þessi heimild Íslands er afskaplega ánægjulegur og mikilvægur áfangi og er afrakstur mikillar vinnu sem ráðuneyti mitt hefur leitt í samstarfi við Matvælastofnun. Á þessum skamma tíma hefur okkur tekist að tryggja sömu varnir og við höfum haft um árabil varðandi salmonellu. Þegar við afnemum hið ólögmæta leyfisveitingarkerfi þann 1. janúar næstkomandi munum við á sama tíma innleiða lögmætar heimildir, hinar sömu og nágrannalönd okkar beita, og byggja þannig upp sterkar varnir fyrir matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.“ Það er lofsvert að íslensk stjórnvöld skuli nú veita viðspyrnu sem er greinilega heimil af hálfu viðsemjenda okkar og hefur líklega verið um langan aldur án þess að beitt hafi verið nægilegri festu af hálfu okkar ráðamanna. Það hefur vissulega verið mál manna hér á landi að þess hafi of mikið gert í því að taka upp tilskipanir Evrópu­sambandsins án þess að gagnrýna þær eða hafa upp nægileg mótmæli vegna séríslenskra aðstæðna sem í mörgum tilvikum eiga hvergi við hér á landi vegna sérstöðu okkar meðal annarra landa. Íslenskir garðyrkjubændur eru meðal þeirra sem ugga mjög um sinn hag hækki orkuverð verulega. En þeir hafa óspart beitt nýjustu lýsingatækni, skordýravörnum gegn óværu ásamt með hinni einstöku hitaorku sem landið býr yfir, til að framleiða vistvænt grænmeti sem engan sinn líka hvað hreinleika og hollustu varðar.

Er kreppa framundan? Ýmis teikn eru á lofti að samdráttur kunni að vera í vændum eftir glórulaust góðæri síðastliðin ár. Gamla sagan úr Biblíunni um 7 mögru kýrnar hans Faraós á eftir þeim 7 feitu getur komið í hugann. Íslendingar hafa búið við dæmalausan uppgang hin síðustu 7 ár. Kaupmáttur hefur vaxið fordæmalaust og verðbólga hefur haldist lág þrátt fyrir djarfar kauphækkanir. Lífskjarasamningarnir sem náðust síðastliðið vor hafa vakið mönnum vonir um að hægt sé að taka á kjaramálum á Íslandi með meiri skynsemi en oft áður þegar taxtahækkanir hafa reynst innistæðulausar. En eins og fyrri daginn virðast þeir kjarahópar sem síðast koma jafnan ætla sér annan hlut og meiri en aðrir. Mikið ríður á að vel til takist með að semja við þá hópa sem eftir eru og að þeir forystumenn beri gæfu til að hugleiða stöðu sína í heildamyndinni. Reynslan sýnir að að það er ávísun á sundrungu og upplausn ef einstakir hópar komast up með það að dansa út úr línunnni.

„Snjókorn falla, á allt og alla.“ Nú er búið að kveikja á fyrsta aðventukertinu og jólaundirbúningurinn er farinn á fullt skrið. Jólaskrautinu er mokað úr geymslunni og plantað á stofuborðinu. Þar næst taka skreytingameistarar heimilanna við og töfra fram jólaskapið í heimilisfólkinu með glæsibrag. Ljósameistararnir og seríusnillingarnir gera sitt og lýsa upp skammdegið að innan sem utan. Kaupmennirnir, blómasalarnir, hárgreiðslumeistararnir, skrifstofufólkið og kirkjuverðirnir taka sig líka til og skreyta vinnustaði sína til að tryggja það að enginn detti úr jólaskapinu. Laddi syngur í útvarpinu um snjókornin sem falla á allt og alla, fréttamenn og fjölmiðlar óska öllum gleðilegra jóla og ungir prestar æfa hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar í bílnum á leiðinni í vinnunna. Það eru að koma jól!

Sívaxandi hluti landsmanna er ekki fæddur hér á landi og sitt sýnist hverjum um örláta útdeilingu nýrra ríkisborgarréttinda. Hægt er að reikna út að aðfluttir muni eiga sívaxandi þátt í fjölda landsmanna ef svo fer fram sem horfir. Hverjir sköpuðu þau eftirsóttu gæði sem íslenskt ríkisfang er orðið um þessar mundir, að menn flýja unnvörpum sína heimahaga til að setjast að á Íslandi? -HJ

SÁMUR FÓSTRI ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA, ÁRS OG FRIÐAR!

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson.

Er það ekki rétt að snjókornin sem falla, þau falla á allt og alla? Ef þú ert staddur á stað þar sem snjóar þá munu þau falla á þig hvort sem þér líkar betur eða verr. Sumir elska snjó aðrir ekki, sumir elska að horfa á snjóinn falla og fyllast tilhlökkun í að fara á sleða, skíði, snjóbretti, búa til snjókarla og fara í snjókast á meðan aðrir hrylla við þeirri tilhugsun að þurfa að skafa af bílnum næst þegar þeir þurfa að nota bílinn sinn og blotna á höndum og fótum. Já, snjókornin þau falla á okkur öll einhvern tímann og við bregðumst á ólíkan hátt við þeim. Það er líka þannig með jólin. Eins og með snjóinn sem fellur þá finnum við fyrir því þegar jólin eru að koma. Við einfaldlega ráðum ekki við það en jólin koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fyrir flest okkar trúi ég að jólin séu tími gleði og friðar. Tími ljóssins þar sem við minnumst fæðingu frelsarans og því ljósi sem hann birtir í heiminum, ljósið sem skín bjart í hinu eilífðarskammdegi heimsins. Við minnumst Maríu og Jósefs sem lögðu á sig gríðarlega erfitt ferðalag til þess að láta skrásetja sig í ættborg Jósefs, Betlehem, í borginni sem Jesús fæddist. Við minnumst hirðanna sem fyrstir fengu fréttirnar um fæðingu frelsarans, englanna sem færðu fréttirnar og vitringanna sem gáfu gull, reykelsi og myrru. Við gleðjumst með fjölskyldum okkar í undirbúningnum, sækjum kirkju, sjáum helgileiki, syngjum jólalög, og síðast en ekki síst njótum góðs matar saman og opnum pakka. En gleymum því ekki að það geta ekki allir haldið gleði og friðarjól, eins og Pálmi Gunnarsson söng í lagi Magnúsar Eiríkssonar. Sum okkar kvíðum jólunum, finnum fyrir meiri einmannaleika en áður og finnum fyrir aukinni sorg. Það eru þau okkar sem hafa misst tengsl, tengsl við fólkið sem færði okkur jólin. Ömmur, afar, mömmur, pabbar, systur, bræður, makar, börn og vinir. Þetta er fólkið sem færir okkur jólin og þegar við höfum misst eitthvert þeirra verða jólin aldrei þau sömu og þau voru. Þess vegna skulum við minnast þess að biðja fyrir þeim sem við vitum að eiga erfitt um jólin, gefum þeim okkar dýrmætustu gjöf í jólagjöf, tíma okkar. Sækjumst eftir því þessi jól að elska hvert annað. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson

Uppi eru hugmyndir um að taka hagnað af orkuauðlindum landsins sem Landsvirkjun er að fá í sinn hlut vegna framsýni þeirra manna sem réðust í stóruiðjuframkvæmdir liðinna ára. En stóriðjan kaupir mikinn meirihluta raforkuframleiðslunnar. Fyrirsjáanlegt að Landsvirkjun verður skuldlaus eftir 4 ár með sama áframhaldi og mun eiga nær hundrað milljarða króna í sjóði. Það er mannlegt að pólitískir hugsjónamenn horfi til þessa fjár sem tækifæri fyrir sig til að koma sínum og sinna hugðarefnum í framkvæmd. Margir velta líka fyrir sé réttlæti þess að ein kynslóð leggi hart að sér til að vinna inn verðmæti sem síðan séu tekin af henni til að ráðstafa til óborinna Íslendinga meðan við blasi að kynslóðin sem aflaði er ekki sátt við skort sinn á mörgum sviðum. Hversvegna skyldi hún byggja spítala, brýr og vegi til framtíðar án þess að vita nokkuð um hvernig eða hverjum þetta nýtist? Höfðu fyrri kynslóðir áhyggjur eða skyldur vegna bankahrunsins hjá okkur 2008?

4

Hlíðasmári 19 Sími 898 8872 www.motx.is

fóstri – fréttablað um málefni landsbyggðarinnar Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Akralind 6, 201 Kópavogur, sími. 544 2163, netfang: halldorjonss@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Akralind 6, 201 Kópavogur, sími: 892 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Prestastígur 6, 113 Reykjavík, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Hallsteinn ehf, netfang: halldorjonss@gmail.com Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent | Dreifing: Íslandspóstur


Ánægðari viðskiptavinir


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

6

Að tala í síma er ekki hátæknistarf! Í umræðu um stóriðju er hugtakinu hátæknistörf oft flaggað og vísað til þess að fólk notar flókin tæki. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga, sem eiga ekki mikinn eða sterkan hátækniiðnað, að hugtök fari ekki á flot. Hátæknistarf er ekki athöfn sem styðst við mjög flókið tæki. GSM sími er mjög flókið tæki en það er ekki hátæknistarf að tala í síma eða senda skilaboð. Sama gildir um bifreiðar sem eru afar flóknar en krefjast ekki mikillar sérþekkingar eða nýsköpunar af bílstjórum sínum, jafnvel þvert á móti. Hátækniiðnaður er ekki á allra færi og er afrakstur áratuga langskólanáms. Þegar fyrirtæki, sem kallar sig Íslenskur hátækniiðnaður, stefnir að byggingu olíuhreinsistöðvar má segja að um vísvitandi blekkingu sé að ræða. Að öllum líkindum yrði hönnun og smíði verksmiðjunnar ekki íslenskur hátækniiðnaður og ekki samsetningin heldur. Starfsemin myndi ekki krefjast mikillar menntunar eða sérþekkingar. Þannig eru aðeins fá störf í hverju álveri eða olíuhreinsunarstöð sem geta talist raunveruleg hátæknistörf. Þá er ekki verið að kasta rýrð á þau störf sem slík, aðeins að benda á að notkun orðsins ber keim af áróðurstækni og störf sem eru í eðli sínu afar einhæf og vélræn ættu ekki að falla undir þetta hugtak. Hátækni er tækni þar sem ný vísindaleg og verkfræðileg þekking er nýtt. Oft er þá verið að framleiða alveg nýjar vörutegundir en stundum eru þekktar vörur framleiddar með nýjum efnum og aðferðum. Hátækniiðnaður er sá geiri atvinnulífsins sem þróar og jafnvel framleiðir þessar nýju vörur. Rannsóknir og þróun eru að jafnaði mjög stór hluti af starfsemi fyrirtækja í hátækniiðnaði. Dæmi um hátækniiðnað er framleiðsla tölvuíhluta og þróun lyfja. Mjög mörg fyrirtæki nýta sér framleiðslu hátæknifyrirtækja í sinni eigin framleiðslu. Dæmi um

slíkt eru ýmsir íhlutir í bílum svo sem stýritölvur margskonar og hröðunarnemar fyrir líknarbelgi. Allir hérlendis nýta hátækni á einn eða annan hátt. Gott dæmi um hátæknibúnað sem er í daglegri notkun eru íhlutir í farsímum. Álframleiðsla er ekki hátækniiðnaður. Framleiðsluaðferðin er kennd við upphafsmenn sína; Bandaríkjamanninn Charles Martin Hall og Frakkann Paul Héroult sem fundu hana upp í sitt hvoru lagi árið 1886. Aðferðin hefur í grunninn ekkert breyst síðan. Olíuhreinsun er ekki heldur hátækniiðnaður. Framleiðsluaðferðin er hluteiming sem notuð hefur verið um aldir. Olíuvörur; bensín, dísilolía, smurolía o.s.frv. hafa verið framleiddar í stórum stíl úr jarðolíu síðan snemma á 20. öld.

Þekkingariðnaði ruglað saman við hátækniiðnað

Þekkingariðnaði hefur stundum verið ruglað saman við hátækniiðnað. Hugtökin eru skyld og segja má að hátækniiðnaður sé þekkingariðnaður. Hugtakið þekkingariðnaður er hins vegar víðara. Segja má að það sé iðnaður þar sem bróðurpartur virðisaukans í framleiðslu fyrirtækisins er sérhæfð þekking. Besta dæmið um þekkingarfyrirtæki eru hugbúnaðarfyrirtæki. Slík fyrirtæki þurfa þó ekki að vera hátæknifyrirtæki ? nema þau noti nýjar aðferðir og/eða þrói nýja gerð hugbúnaðar. Annað dæmi um þekkingarfyrirtæki eru ráðgjafa- og verkfræðistofur. Orkuframleiðsla og -dreifing er ekki þekkingariðnaður (og þaðan af síður hátækniiðnaður). Bróðurpartur virðisauka framleiðslunnar, þ.e. orkan, er búinn til með aðkeyptum tækjum (hverflum og rafölum). Þess ber þó að geta að sérfræðingar orkufyrirtækja búa oft yfir sérhæfðri þekkingu. Flest orkufyrirtæki kaupa að jafnaði þjónustu og ráðgjöf frá fyrirtækjum í þekkingariðnaði og búnað frá hátæknifyrirtækjum.

Bensínstöðvar eru vissulega nauðsynlegar fyrir bílaeigendur.

Til hvers orkuminnkandi íblöndun? Eru Íslendingar að eyða skattfé í að eyðileggja bensínið fyrir almenningi og auka líka þannig hungur Afríkubúa sem munu þá horfa á eftir maísnum sínum í lífdísilframleiðslu? Meira en milljarður af eldsneytissköttunum sem Íslendingar greiða árlega er notaður til að niðurgreiða innflutning á lífeldsneyti frá Evrópusambandslöndunum. Þessir skattar voru upphaflega lagðir á eldsneytið til að standa undir vegagerð hér innanlands. Nú rennur

hluti þeirra hins vegar úr landi sem niðurgreiðsla á innkaupum á dýru og orkusnauðu lífeldsneyti sem blandað er í bensín og dísilolíu sem seld eru hér á landi. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi kom fram að lögbundnar ívilnanir ríkisins „vegna þess magns lífeldsneytis sem flutt var inn eða notað á árinu 2015 hefðu numið 1,1-1,3 milljörðum króna.“ Um næstu áramót gæti þessi sóun tvöfaldast ef farið yrði að

kröfum Evrópusambandsins. Tilskipun þess er liður í „þeirri stefnu ESB að koma endurnýjanlegri orku innan sambandsins upp í 20%. Liechtenstein, sem er EFTAríki eins og Ísland, fékk undanþágu frá tilskipuninni. 70% heildarorkunotkunar Íslendinga er þegar annað með innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum og ætti því að vera rökstuðningur fyrir því að þessari lífsfjandsamlegu íblöndun sé sleppt.

Lægsta gjaldskrá rafmagns hjá Orku heimilanna Orka heimilanna er nýtt fyrirtæki í sölu rafmagns fyrir heimili og smærri rekstraraðila um land allt. Félagið hóf starfsemi í mars á síðasta ári og markmiðið er að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði og bjóða lægra verð á rafmagni. Með lágmarks yfirbyggingu og aðhaldi í rekstri er þetta mögulegt og er Orka heimilanna nú með lægstu verðskránna 7,30 krónur á kílówattstund með virðisaukaskatti. Markmið Orku heimilanna er; I. Að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði

II. Að bjóða lægra verð á rafmagni fyrir heimili og smærri rekstraraðila um allt land III. Að skiptin séu eins einföld og fljótleg og mögulegt er. Aldrei hefur verið einfaldara að skipta um raforkusala. Orka heimilanna leggur mikið upp úr því að gera skiptin eins einföld og fljótleg og mögulegt er. Tekið er við skráningum í gegnum vefsíðuna www. orkaheimilanna.is og skráningarferlið tekur aðeins um eina mínútu.

Ráðist í aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi Á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu var ákveðið að ráðast í aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) , hafa ákveðið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við stjórnvöld, þannig að innleiða megi tilhlýðilegar aðgerðir sem snerta fyrirtæki í sjávarútvegi. Í ljósi frétta af starfsemi Samherja í Afríku er það afdráttarlaus skoðun SFS að íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, bæði heima og erlendis, og almennt að viðhafa góða viðskipta- og stjórnarhætti. ,,Við höfum lagt áherslu á að við viljum vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Á Íslandi er fiskveiðistjórnarkerfi sem er leiðandi á heimsvísu þegar litið er til sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum, auk þess sem samvinna sjávarútvegsfyrirtækja við íslensk iðn- og tæknifyrirtæki hefur aukið virði auðlindarinnar umtalsvert. Samvinnan hefur getið af sér nýja auðlind í formi hugvits og þekkingar,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. ,,Allt þetta gerir það að verkum að við gerum kröfur til sjávarútvegsins, bæði sem vinnuveitanda og útflutningsgreinar. Þar eru stjórnarhættir ekki undanskildir. Sjávarútvegurinn hefur stigið stór framfaraskref á undanförnum árum. Til dæmis í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem höfðað hefur verið til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja. Samtökin gera sambærilega kröfu til félagsmanna sinna um að stunda heiðarlega, gagnsæja og löglega starfshætti.“

Seyðisfjörður. Orka heimilanna býður sína þjónustu um allt land.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


Erum á hálendinu en nær en þú heldur Malbikað alla leið

Við bjóðum flott tilboð sem gildir til og með 31. maí 2020 Gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverðarhlaðborð og hamborgaraveisla Verð aðeins 19.900,– krónur fyrir tvo Til að bóka hringið í síma 487-7782 eða sendið tölvupóst á thehighlandcenter@hrauneyjar.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

Fyrstu skref að betri byggingamarkaði

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.

Byggingavettvangurinn stóð fyrir fundi fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina ,,Fyrstu skref að betri byggingamarkaði.“ Fjöldi aðila á byggingamarkaðnum mætti á fundinn sem var afar upplýsandi. Á fundinum voru kynntar útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. Að Byggingavettvanginum standa Samtök iðnaðarins, Íbúðalánasjóður, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Mannvirkjastofnun, Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýsla ríkisins.

Um 55 þúsund íbúðir á næstu 30 árum

,,Byggingaiðnaðurinn á Íslandi hefur einkennst af mjög miklum vexti á síðustu

árum. Það eru mikil uppbyggingaráform víða um land, auðvitað víða um höfuðborgarsvæðið en einnig í fjölmörgum sveitarfélögum um allt land,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, og bætti við að það væri fátt sem bendi til þess að hægja mundi á þessum vexti og til að setja hlutina í samhengi þá sé áætlað að byggingaþörf fram til árins 2050 nemi 55 þúsund íbúðum. Á sama tíma sé samfélagið að breytast hratt og sömuleiðis kröfurnar sem gerðar séu til byggingamarkaðarins. ,,Uppi eru háværar kröfur um hagkvæmara og fjölbreyttara húsnæði, sem kallar á lægri byggingakostnað og betri yfirsýn yfir byggingamarkaðinn, hver þörfin er og hvar. Við þurfum að vita hvernig samfélagið er að breytast og geta komið til móts við þær breytingar og hagað byggingum og skipulagi í takt við þörfina. Samfélagið allt er um leið þátttakandi í risastóru verkefni sem allur heimurinn tekst nú á við sem er að snúa við þróuninni í loftslagsmálum. Til þess að við getum staðið við skuldbindingar okkar þurfum við öll að leggjast á árarnar. Byggingaiðnaðurinn leikur þar mikilvægt hlutverk, og eins og ég hef sagt áður, þá er tímabært að greinin taki aukinn þátt í því verkefni og verði hluti af lausninni. Það getur enginn skorast undan þeirri áskorun sem loftslagsvandinn er. Til þess að við náum markmiðum okkar og höfum þá yfirsýn sem þarf verðum við að stórauka einfaldleika og skilvirkni kerfisins sem við búum við og nýta öll þau tæki sem eru í boði til að gera byggingamarkaðinn betri. Það búa stórkostleg tækifæri í nýjum stafrænum lausnum við meðferð gagna. Þær lausnir eru lykillinn að því að auka skilvirkni og gagnsæi og einfalda ferli - og búa þannig til betri byggingamarkað.

9

14.

Útfærslurnar sem lagðar eru fram hér miða að því að nýta rafræna stjórnsýslu og samtal hagaðila. Þannig er þeim ætlað að einfalda ferla og regluverk og stytta byggingatíma. Þeim er ætlað að lækka byggingakostnað og þar með húsnæðisverð, auka skilvirkni, efla og einfalda eftirlit og stuðla að betri samvinnu og samtali aðila í greininni,“ segir Ásmundur Einar Daðason.

8

Tillaga þrjú ,,Í þriðju tillögunni er gert ráð fyrir að ákvæði um faggiltar skoðunarstofur verði fellt niður. Byggingaeftirlit er í dag óháð því hvernig mannvirki er verið að byggja. Með tilkomu flokkunar mannvirkja verður auðveldara að gera ólíkar kröfur um eftirlit eftir því hvað er verið að byggja og í hvaða tilgangi, það mun auk þess gefa færi á að útvista eftirliti. Þarna gefast auðvitað tækifæri líka með Byggingagáttinni og er gert ráð fyrir að skoðað verði sérstaklega hvernig hún getur nýst við að samræma og einfalda framkvæmd eftirlits við húsbyggingar.“

Tillaga fjögur

,,Fjórða og síðasta tillagan snýr svo að styttingu málsmeðferðartíma í kærumálum skipulags- og byggingamála. Þar er gert ráð

PALLBORÐSUMRÆÐUR í lok fundarins. F.v.: Sigurður Hannesson, Samtökum iðnaðarins, Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Þóra Margrét Þorgeirsdottir verkefnastjóri hjá Íbúðalánasjóði.

Fjórar tillögur

,,Tillögurnar eru alls fjórar. Fyrsta tillagan snýr að því að gera Byggingagáttina að lagaskyldu. Rafræn byggingagátt hefur verið í þróun frá árinu 2011 en gáttinn ásamt innleiðingu á rafrænum undirskriftum er lykillinn að því að innleiða rafræna stjórnsýslu í byggingaiðnaðinn. Það þekkja það flestir sem hafa staðið í húsbyggingum að því ferli fylgir mikil vinna við að fara á milli staða með útprentaðar teikningar, fá réttar undirskriftir eða stimpla og skila svo til stofnana þar sem gögnin eru á endanum skönnuð aftur inn í tölvur. Með því að færa öll skil í Byggingagáttina og með þeirri einföldu breytingu að rafrænar undirskriftir og rafræn gagnaskil verði meginreglan munu sparast gríðarlegir fjármunir og tími svo ekki sé talað um minni pappírssóun og í raun sparnaður á plássi. Nú hefur þegar verið stigið stórt skref með frumvarpi sem liggur fyrir þinginu um nýja húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nú þegar sú ákvörðun hefur verið tekin að þetta sé framtíðin þá þarf að tryggja áframhaldandi vinnu og þróun þannig að gáttinni verði gefin enn víðtækara hlutverk, t.d með því að stýra þörf og umfangi eftirlits. Með því að gera Byggingagáttina að lagaskyldu verður hægt að auka gagnsæi, skilvirkni og samræmingu. Hún mun einfalda byggingaferli fyrir almenning og byggingaaðila með rafrænum skilum en einnig skila mikilvægri yfirsýn með samræmdum upplýsingum og tölfræði um mannvirki í smíðum, framboð og eftirspurn eftir húsnæði.“

Tillaga tvö

,,Önnur tillagan snýr að því að innleiða flokkun mannvirkja. Í dag eru mannvirki ekki flokkuð sérstaklega eftir hlutverki eða umfangi og gilda því sömu reglur um byggingu alls húsnæðis hvort sem verið er að byggja einbýlishús eða sjúkrahús. Mannvirkjaflokkun mun greiða fyrir eftirliti en líka einfalda og stytta byggingatíma einfaldari mannvirkja. Þetta krefst lagabreytinga sem kveður á um að flokka eigi mannvirki og í kjölfarið yrði þá skipaður starfshópur sem sér um nánari útfærslur á því hvernig flokkunin á að vera og hvernig Byggingagáttin getur nýst við flokkun og eftirlit.“

fyrir að sett verði á laggirnar ein kærunefnd sem eingöngu mun hafa það hlutverk að úrskurða í málum sem snúa að skipulagsog byggingamálum. Á samráðsdegi Byggingavettvangsins komu fram þungar áhyggjur af kærunefndinni og sérstaklega því að nefndin annar ekki að afgreiða kærur sem henni berast innan lögbundins frests. Málsmeðferðartími er nú talsvert lengri en hann má mestur vera samkvæmt lögum og er enn að lengjast. Hlutfall mála sem er lokið innan lögbundins frests hefur til að mynda minnkað úr 45% í 30%. Þetta hefur verið gagnrýnt meðal annars af Eftirlitsstofnun EFTA og Umboðsmanni Alþingis en löng bið í kærumálum veldur auðvitað töfum á framkvæmdum, óvissu fyrir alla aðila og getur haft mikinn kostnað í för með sér. Það starfa auðvitað fjölmargar úrskurðarnefndir innan stjórnsýslunnar en hjá sumum þeirra hefur náðst mjög góður árangur í að stytta málsmeðferðartíma með betra skipulagi, skýrari verklagsreglum og rafrænum samskiptum. Gott dæmi um þetta er úrskurðarnefnd velferðarmála en innan hennar hefur á tveimur árum tekist að stytta málsmeðferðartíma úr tæpum sjö mánuðum í rúma þrjá. Með því að taka upp rafrænt ferli kæra frá A-Ö má stytta málsmeðferðartíma talsvert eins og hefur sýnt sig annars staðar. Þetta eru tillögurnar fjórar. Þær láta ekki mikið yfir sér en við teljum að þetta sé í raun upphafið að nýjum tímum í íslenskum byggingaiðnaði. Með því að einfalda regluverk, nýta rafræna stjórnsýslu og söfnun gagna getum við stytt byggingatíma og byggt ódýrara húsnæði, haft betri yfirsýn yfir hvað er að gerast á íslenska byggingamarkaðnum og hver byggingaþörfin er. Með rafrænum skilum verður einfaldara fyrir alla aðila að fylgjast með því hvar mál eru stödd og á hverju þau stranda, auk þess sem það verður auðveldara að framfylgja eftirliti og fylgjast með öryggismálum. Ég hef trú á að þessar breytingar skili sér til hagsbóta fyrir alla, ekki síst fyrir almenning. Með þessu stígum við mikilvægt framfaraskref og búum til enn betri byggingamarkað,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.


VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR! VHE er eitt best útbúna vélaverkstæði landsins með sérfræðinga í framleiðslu á vélum og búnaði, jafnt á rafmagnssviði, stál og vélsmíði. Auk þessa sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun búnaðar, CE vottun og kvörðunar á ýmsum mælibúnaði og margt fleira. Hafðu samband við okkur – við tökum vel á móti þér

HUGVIT Í VERKI V H E • M e l a b r a u t 2 7 • 2 2 0 H a f n a r f j ö r ð u r • S í m i 5 7 5 9 7 0 0 • F a x 5 7 5 9 7 0 1 • w w w. v h e . i s • v h e @ v h e . i s


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

10

Ný vöruflutninga­ ferja að hefja siglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals Smyril Line, sem á og rekur vöruflutningaferjuna Mykines og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Ferjan, sem fær nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Akranes, sem bar áður nafnið Bore Bank, var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er

138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Það var áður í eigu finnska skipafélagsins Bore, sem er hluti af Spliethoff samstæðunni og var þá í siglingum á Eystrasaltinu. Skipið verður skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn. Með tilkomu nýju ferjunnar opnast nýir möguleikar fyrir innog útflytjendur á Íslandi. Annars vegar styttum við flutningstímann fyrir innflutning frá Danmörku og Færeyjum til Íslands töluvert og

hins vegar bjóðum við upp á nýja útflutningsleið, t.d. fyrir fisk, um Danmörku til Evrópu.

Ný inn- og útflutningsleið um Danmörku

„Við siglum vikulega frá miðum janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals á Jótlandi, þangað sem Norræna siglir líka, með viðkomu í Færeyjum. Farið verður frá Danmörku á föstudagseftirmiðdegi og komið til Íslands á mánudegi og er ég spennt að

Elliði Vignisson bæjarstjóri.

sjá hvernig þessari nýju inn- og útflutningsleið verður tekið, bæði fyrir fisk frá suðvesturhorninu í gegnum Danmörku til Evrópu og allskyns inn- og útflutning til og frá Skandinavíu og meginlandinu,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Nýja ferjan fær nafnið M/V Akranes og bætist við fjögurra skipa flota Smyril Line þann 20. desember 2019. Hin skipin eru Norræna, Hvítanes, Eystnes og Mykines. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam.

Lyftistöng fyrir bæði höfnina og sveitarfélagið

Vöruflutningaferjan Akranes.

„Við höfum unnið markvisst að því að efla siglingar til og frá Þorlákshöfn og áætlunarferðir Akranes verða enn frekari lyftistöng fyrir bæði höfnina og sveitarfélagið enda aukast umsvifin við höfnina enn frekar og þar með líka bæði störf og afleidd atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus.

„Þorlákshöfn er í dag orðin lykilhöfn í flutningum á sjó til og frá Evrópu. Til að styðja við þessa þróun höfum við gert miklar endurbætur á hafnaraðstöðunni og þær framkvæmdir nýtast okkur í þessu vaxtarskrefi enda notar nýja ferjan sömu aðstöðu og Mykines. Þá eigum við tilbúnar lóðir á hafnarsvæðinu fyrir aukna starfsemi. Við höfum þá trú að á komandi árum muni inn- og útflytjendur leggja aukna áherslu á skemmri siglingu til að tryggja betur ferskleika vörunnar og draga úr kolefnisspori vegna flutninga en siglingin til og frá Evrópu tekur hátt í sólarhring skemmri tíma þegar siglt er hingað miðað við Faxaflóann.“ Smyril Line er eina skipafélagið sem býður upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggir bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð.


TILBOÐ Á VÖLDUM SÝNINGARBÍLUM

ERUM Í SAMNINGSSTUÐI ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP© WRANGLER

RUBICON TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL 11.590.000 KR.

35”, 37” OG 40” BREYTINGAR VERÐ FRÁ 400.000 KR.

JEEP© GRAND CHEROKEE

TRAILHAWK TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL 9.990.000 KR.

JEEP© RENEGADE

LIMITED TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL 4.990.000 KR.

OVERLAND TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL 10.990.000 KR.

TRAILHAWK TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL 5.490.000 KR.

JEEP© CHEROKEE

TÖKUM GAMLA BÍLINN UPP Í NÝJAN 33” OG 35” BREYTINGAR VERÐ FRÁ 690.000 KR.

LONGITUDE OG LIMITED TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL 7.490.000 KR. OG 7.990.000 KR.

UMBOÐSAÐILI RAM OG JEEP Á ÍSLANDI ©

RAM CREW CAB VERÐ FRÁ ÁN VSK.: 6.967.745 KR. VERÐ FRÁ M/VSK: 8.640.000 KR.

RAM MEGA CAB VERÐ FRÁ ÁN VSK.: 7.911.290 KR. VERÐ FRÁ M/VSK: 9.810.000 KR.

35”, 37” OG 40” BREYTINGAR VERÐ FRÁ ÁN VSK.: 322.581 KR. VERÐ FRÁ M/VSK: 400.000 KR.

UMBOÐSAÐILI JEEP OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 - LAUGARDAGA 12-16 ©


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

12

Álframleiðsla skilaði 86 milljörðum inn í íslenskt hagkerfi

Verksmiðja Genis á Siglufirði.

Benecta er náttúrulegt fæðubótar­ efni sem framleitt er úr rækjuskel GENÍS á Siglufirði er líftæknifyrirtæki sem sinnir rannsóknum, þróun, framleiðslu ásamt markaðssetningu á náttúrulega fæðubótarefninu BENECTA sem unnið er úr rækjuskel. BENECTA® byggir á íslensku hugviti og er afrakstur meira en tíu ára rannsóknar- og þróunar­v innu vísindamanna GENÍS. Rannsóknir felast í að finna, einangra og kanna sértæka virkni efna sem að fyrirfinnast í náttúrinni sem mannslíkaminn á erfitt með að framleiða sjálfur. GENÍS hefur unnið að þessari vinnu í áratugi og afrakstur hennar er fjöldi hugverka, þar með talið einkaleyfi og fæðubótarefnið BENECTA. GENÍS hefur síðan 2012 verið með tilraunaframleiðslu við Gránugötu 17 á Siglufirði sem stækkað hefur ört og þétt. BENECTA® er selt í öllum helstu apótekum og heilsubúðum á Íslandi ásamt því að vera í sölu hjá Costco. Í sumar fór svo BENECTA á Breskan markað en þar getur fólk verslað BENECTA® í gegnum internetið.

BENECTA® getur hjálpað til við að draga úr hversdagslegum einkennum öldrunar eins og stirðleika, verkjum og þreytu. Einstaklingar sem hreyfa sig reglulega svo sem golfarar, skíðaiðkendur, fjallgöngufólk og jafnvel þeir sem bara rölta út með hundinn sinn hafa fundið enecta er í afar smekksérstaklegan mun á líðan legum umbúðum sem eftir að hafa byrjað að eykur gildi vörunnar. taka inn BENECTA. Árangur BENECTA® finnst á fjórum vikum. Neytendur tala oft um „Benectaáhrifin“ til að lýsa þeim fjölbreytta ávinningi sem þeir hafa fundið GENÍS hyggst breyta ímynd fyrir eftir notkun á BENECTA. Íslendinga, sem og annarra, á fæðuÍ dag starfa á yfir þriðja tug bótarefnum með því að áframþróa starfsmanna með ólíkan starfs- hinn lífvirka þátt BENECTA yfir og menntunarbakgrunn hjá í næringarlyf, síðan lyf. Þróunin GENÍS. GENÍS er með starfsemi mun hafa það að leiðarljósi að í Reykjavík sem flutt verður til gera virkni BENECTA sértækari höfuðstöðva GENÍS á Siglufirði á og þar með betur hæfari einstaknæsta ári. lingsmiðuðum þörfum.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Rauðhella 2 og Íshella 10, Hafnarfiði

„Álið er hluti af lausninni“ var yfirskrift vel sótts ársfundar Samáls sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu nú þegar 50 ár eru síðan álframleiðsla hófst á Íslandi. Í erindi Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls Norðuaráls að útflutningsverðmæti áls námu um 230 milljörðum og innlendur kostnaður um 86 milljörðum. Af innlendum kostnaði nam raforka um 40 milljörðum og er þá miðað við raforkunotkun álvera og meðalverð Landsvirkjunar til iðnaðar. Þá keyptu álverin innlendar vörur og þjónustu fyrir 23 milljarða, laun og launatengd gjöld námu um 19 milljörðum, opinber gjöld um 4 milljörðum og styrkir til samfélagsmála 185 milljónum.

Mikilvægt að horfa til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði álfyrirtækjum til hamingju með 50 ára afmælið og sagði það merkilegan áfanga í sögu þeirra. „En það sem mér finnst mikilvægt að fagna er að þið eruð að horfa til framtíðar. Og ég held það sé gríðarlega mikilvægt að við gerum það saman. Þið eruð að setja umhverfis- og öryggismálin í brennidepil. Það er ekki bara góð áhersla á þessum tímamótum, heldur líka lífsnauðsynleg.“

„Verðmætasköpun í hálfa öld“ var yfirskrift erindis Ingólfs Benders, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, þar sem hann gerði skil þeim framförum sem orðið hafa í íslensku samfélagi frá því álframleiðsla hófst á Íslandi. Landsframleiðsla á mann hefur vaxið úr því að vera í meðallagi í Evrópu í að vera helmingi meiri en almennt tíðkast – og hafa þó lífskjör batnað verulega um alla álfuna. Íslendingar hafa með útflutningi á áli fengið nýja stoð í efnahagslífið sem dregur verulega úr sveiflum og skapar dýrmætan gjaldeyri, auk þess sem laun í áliðnaði eru vel yfir meðallagi og spennandi tækifæri hafa skapast í orkuiðnaði.

Fjárfesting í stórum draumum

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, rýndi í íslenskan áliðnað og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í erindi sínu. Hún sagði heimsmarkmiðin fjárfestingu í stórum draumum. Þau þyrftu að vera leiðarljós í stefnumótun, nýsköpun, vísindaþekkingu og tækniþróun samfélaga. Hún nefndi sem dæmi um sjálfbæra þróun endurvinnslu áls og hringrásarhagkerfið.

Álið nýtist í feiknamargt.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.



SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

14

,,Kostir iðnmenntunar sem grunns fyrir háskólagráðu er eitt best geymda leyndarmál íslenska menntakerfisins“ - segir Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík

Við Háskólann í Reykjavík er lögð iðn- eða tækninámi. Áhugi fyrir aukinni áhersla á hagnýta þekkingu, verkáherslu á háskólanám eftir iðnnám hefur Áhugi fyrir aukinni lega þjálfun og tengsl við atvinnuaukist. Margir telja að að sú leið sé ekki lífið. Iðnmenntun er því mjög góður fær en hún hefur vissulega lengi verið áherslu á háskólanám undirbúningur fyrir nám við HR. valkostur i HR. Fólk með iðnmenntun og eftir iðnnám hefur aukist. Háskólamenntaðir einstaklingar sem háskólagráðu er mjög eftirsótt á vinnuMargir telja að að sú hafa grunn í iðngreinum eru afar eftirmarkaði, og stundum held ég að þessi sóttir í atvinnulífinu. leið sé eitt mesta leyndarmál íslenska leið sé ekki fær en hún Háskólinn í Reykjavík er stærsti tæknimenntakerfisins.“ hefur vissulega lengi háskóli landsins, tækniháskóli á traustum verið valkostur í HR. Blandaður hópur grunni. Tækniskóli Íslands var stofnaður ,,Við erum hér með mjög blandárið 1964 og árið 2005 sameinaðist hann Fólk með iðnmenntun aðan hóp. Til þess að fá starfsheitið Háskólanum í Reykjavík undir nafni HR. og háskólagráðu er mjög iðnfræðingur verður viðkomandi að Grunnur Tækniskóla Íslands veitir HR eftirsótt á vinnumarkaði. vera með löggilt sveinspróf. Í byggingasérstöðu en við HR er lögð áhersla á að fræðinni útskrifast viðkomandi með nemendur öðlist verkþekkingu, auk þess BSc-gráðu og öðlast lögverndað starfsað þekkja fræðin. Iðnfræði og tæknifræði hafa verið afar vinsælar brautir meðal iðnmenntaðra við heiti sem byggingafræðingur. Þar er mjög blandaður hópur, HR enda hagnýtt og skemmtilegt nám sem opnar ótal dyr í s.s. tækniteiknarar, stúdentar og fleiri og þeirra framtíð atvinnulífinu. Jafnframt er boðið upp á nám í byggingafræði. liggur oft í hönnum, byggingaeftirliti o.fl. Í tæknifræðinni Í sumum tilvikum geta einstaklingar með iðnmenntun hafið nám í tæknigreinum strax en í öðrum þurfa þeir að bæta við sig einingum áður, oftast í Háskólagrunni HR.

Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknideildar HR, fyrir utan háskólabygginguna í Vatnsmýrinni.

Hvernig skal velja nám við hæfi?

Það getur verið flókið að velja háskólanám enda er mikið framboð af spennandi námsbrautum. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið saman nokkur góð ráð sem geta nýst umsækjendum við að taka ákvörðun. Iðn- og tæknifræðideild og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eru þátttakendur í alþjóðlegu samstarfneti tækniháskóla sem heitir CDIO. Við uppbyggingu náms samkvæmt þessari aðferð er lögð mikil áhersla á traustan, fræðilegan grunn ásamt því að láta nemendur beita þekkingunni í alls kyns verkefnum sem oft eru unnin í hópum. Fleiri háskólar í CDIO eru kunnir tækniháskólar víðsvegar um heiminn eins og MIT í Bandaríkjunum, DTU í Danmörku, KTH í Svíþjóð, Tækniháskólinn í Delft, Hollandi, Háskólinn í Sidney, Ástralíu og Jiaotong-háskóli í Peking, Kína.

Þekkingar­öflun, nýsköpun og atvinnu­tengd markmið

„Nám í iðn- og tæknifræðideild HR er dýrmætur valkostur fyrir þá sem hafa grunnmenntun í iðn- og tæknigreinum enda býðst þar nám á fagháskólastigi sem opnar mikil tækifæri á vinnumarkaði,“ segir Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar HR. ,,Í náminu er rík áhersla lögð á frekari þekkingaröflun, nýsköpun og atvinnutengd markmið. Mikil tækifæri felast í því fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs að háskólamenntuðum í tækni- og verkgreinum fjölgi, sérstaklega úr hópi þeirra sem hafa grunn úr

SURF & TURF

Austurvegi 22, 800 Selfossi - Sími 482 2899

Úrval góðra rétta!

Menntunarmöguleikarnir í iðn- og tæknifræðideild HR eru margir og fjölbreyttir. Iðnfræði er hagnýtt fjarnám, byggingafræði er praktískt og skemmtilegt nám og tæknifræði býður upp á fjölbreytta sérhæfingu.

er svo hópurinn enn meira blandaður og þar myndast oft skemmtileg ,,dynamic“ nemenda með ólíkan bakgrunn og þekkingu og þau geta því verið stuðningur hvert við annað, eftir því hvar þekkingin liggur. Sumar telja að tæknifræði og verkfræði séu ólíkar leiðir að sama markmiði. Þannig er ég að benda á að leið iðnmenntaðs fólks inn í háskóla er alls ekki lokuð, þó margir álíti svo, því miður. Það þarf ekki formlegt stúdentspróf til að komast inn í háskóla en t.d. ákveðin stærðfræðikunnátta er oft skilyrði. Þeirri þekkingu er t.d. hægt að ná hér í Háskólagrunni HR og einnig verður viðkomandi að hafa ákveðna tungumálakunnáttu, því sumt námsefnið er t.d. á ensku og kunnátta í öðrum tungumálum kemur auðvitað einnig að gagni,“ segir Hera. Hera segir að stofnun nýrrar iðn- og tæknifræðideildar við HR hafi ekki síst verið ætlað að gera iðn- og tæknifræðinám mun sýnilegra en það hefur verið lengst af til þessa og það sé metið til jafns við bóknám.

- Er gert nóg af því, og tímanlega, að kynna nemendum í síðustu bekkjum grunnskóla kosti iðnnáms og atvinnumöguleika að því námi loknu? ,,Alls ekki, þar þarf að byrja í 8. bekk grunnskóla. Við vorum nýlega með frábæran dag hér í HR sem nefnist ,,Stelpur og tækni“ og hingað komu 1.ooo stelpur. Við vorum með svipaðan dag á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Þetta var gert í samstarfi við atvinnulífið, fyrri helmingur dagsins var hér í HR en seinni helmingurinn í atvinnulífinu. Þetta tókst frábærlega enda viljum við sjá fleiri stelpur í iðn- og tækninámi, atvinnutækifærin fyrir þær eru gríðarlega mörg á þessu sviði og þær oft mjög eftirsóttar, t.d. í bílamálun, trésmíði o.fl,“ segir Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknideildar HR.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

15

Almenningssamgöngur á Suðurlandi eru liður í byggðaþróun

Holóttur vegur í uppsveitum Árnessýslu. Því miður ekkert einsdæmi. Til að forðast mestu þvottabrettin er ekið vinstra megin þótt framundan sé hæð svo ekki sést hvort umferð kemur á móti!

Mikill og almennur áhugi er á Suðurlandi að bæta verulega almenningssamgöngur, ekki bara milli Hveragerðis og Selfoss með tvíbreiðum vegi og/eða 2-1 vegi ,sem nú er unnið að, en þarna hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys gegnum tíðina. Markmiðið með því að hafa samgöngur inni í sóknaráætlun Suðurlands og tengja þær byggðaþróun er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna á Suðurlandi og viðhalda skipulagðri akstursþjónustu í landshlutanum. Stutt verði við leiðir sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna út frá byggðalegum sjónarmiðum og stutt við skólaakstur úr dreifbýli í þéttbýli og til höfuðborgarsvæðisins. Einnig verði hugað að nýtingu vistvænna orkugjafa.

KATLA og útstreymi CO2 - á að óttast CO2? Magnús Tumi Guðmundsson professor segir um eldfjallið Kötlu og útsteymi CO2 að nýleg grein Evgeniu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koldíoxíðs (CO2) frá Kötlu hefur vakið verðskuldaða athygli enda um að ræða mjög áhugaverðar nýjar niðurstöður. Ein helsta niðurstaða greinarinnar er að útstreymi CO2 frá Kötlu geti verið á stærðarbilinu 10-20 þúsund tonn á dag. Þetta eru stórar tölur og setja Kötlu í flokk með þeim eldfjöllum í heiminum þar sem útstreymi CO2 er mest. ,,Vekur þetta ekki upp spurningar um hverjir eigi að borga kolefnisskatta þá sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill koma á. Eru einhverjir ábyrgir fyrir því CO2 sem streymir upp úr eldfjöllum sem eru á þeirra landi eða afrétti? Eru útgerðarmenn og kvótaeigendur ábyrgir fyrir því CO2 sem út streymir í þeirra einkaafrétti neðansjávar? Svipað og eiga vatnsréttindi, námur og laxveiði, kvóta og aðrar náttúruauðlindir á bújörðum? Eiga eigendur að bera ábyrgð á því sem fram fer á landi þeirra, t.d. eldgosi á einkalóð eins og varð í Vestmannaeyjum?”

Hvað halda menn að streymi mikið CO2 upp úr á öllum Mið-Atlants­hafs­ hryggnum sem er þúsunda kílómetra löng gossprunga?

,,Hafið er basískt með sýrustig eða pH um það bil 8,3 og getur ekki súrnað eins og ,,vísindamenn” eins og Gréta Thunberg og hennar kostunaraðilar eru sammála um að halda fram. Vökvi verður ekki súr fyrr en sýrustigið eða pH er komið niður fyrir 7,0 og auk þess er hafið er öflugur efnafræðilegur þéttir, sem þýðir að sýrustig þess helst mjög stöðugt þrátt fyrir áreiti. CO2 á jörðinni hringrásar upp og niður eins og dr. Lindzen veðurfræðingur lýsir. Katla í hvíld blæs út jafnmikið á ári og allir Íslendingar eða 20.000tonnx365=7.3 megatonnum af CO2. Íslendingar losa 20 tonn af CO2 á hvern íbúa. Hver jarðarbúi, allt frá ungabörnum til öldunga, losar þá að meðaltali 37 gigatonn=37x10exp9/7x10exp9 =

5 tonn af CO2.Við blásum þannig ferfalt út miðað við hvern haus. Bandaríkjamenn losa svipað mikið og við á haus en Kínverjar meira. Það er líklegt að bara Katla í hvíld blási út 7.8 Megatonnum af CO2 á ári eða 0.0078 Gigatonnum. Með öðrum eldfjöllum jarðar eru þetta 0.2Gt Það mun svo margfaldast ef þau fara að gjósa. Hvað kom mikið upp af CO2 í gosinu í Holuhrauni eða Eyjafjallajökli? Öll losun Íslands af mannavöldum er talin um 0.005% af þeim 37 Gt. sem heimsbyggðin er sögð losa af mannavöldum, hvort sem það er rétt eða ekki. Þar af losa Bandaríkin ein tæp 7 Gigatonn. Kínverjar enn meira.”

Kínverjar gangsetja eitt kolaver í hverri viku!

,,Íslendingar eru 0.0002 hluti mannkyns.Stoðar eitthvað að við séum að pína okkur þegar aðrar þjóðir byggja ný kolaorkuver sem losa meira en við gerum?” segir Magnús Tumi Guðmundsson. ,, Bara Kínvejar gagsetja eitt kolaorkuver í hverri viku sem hvert um sig er jafnoki Íslands í losun á CO2. Eigum við að eyðileggja okkar tún og moka ofan í skurði eins og til dæmis Flóaáveituna til að kolefnisjafna Kína? Hvað þá að hætta að framleiða mat á akurlendi jarðar eins og sjá má hér á eftir frá fólki á vegum S.Þ.”

Frásögn Rebeccu Herher og Allison Aubrey 8. ágúst 2019 af vettvangi S.Þ.:

„Mannkynið verður að breyta fæðuframleiðslu sinni til að afstýra hamförum í hlýnun jarðar skv. nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.... Þetta er hið nýjasta í skýrslum frá nefnd S.Þ. um loftslagsmál. Þessi skýrsla leggur aukna áherslu á aðvaranir sömu aðila frá síðasta ári sem lagði áherslu á skort á uppfyllingu skuldbindinga frá síðasta ári um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Nefndin sagði að ræktað land yrði að dragast saman og skógar að taka við ef takast ætti að halda hlýn­un jarðar minni en 1,5 gráður á Celcius frá því sem lofthitinn var fyrir iðnbyltingu. Heimshitastigið hefur þegar stigið um 1 gráðu á

Celcius á síðustu 150 árum, þ.e. frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar þegar Íslendingar, og fleiri Vesturlandabúar flúðu land í stórum stíl til Vesturheims vegna kuldans. Boðar S.Þ. Hungur­sneyð til þess að halda CO2 niðri?, eða krefst S.Þ. milljarða fólks­fækkunar tafarlaust? Væri það ekki skynsam­legra markmið en að halda áfram núverandi fjölgun sveltandi mann­kyns?

World Reources Institute segir eftir­ farandi;

Verkefnið tengist beint eftirfarandi megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

1. Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum 2. Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika 3. Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum 4. Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun.

fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem „mengun”, eins og gróðurhúsatrúarmenn gera í ofstæki sínu og fáfræði. Þetta er að sjálfsögðu vegna þess, að allt kolefnið í öllu sem lifir eða hefur einhvern tíman lifað kemur upprunalega úr koldíoxíði. Það er nú um 0.038% eða ca 400 grömm í tonni andrúmslofts. Það er rúmlega fimmtíu sinnum meira af því í höfunum, (sem eru basísk, með ph- gildið 8,32 að jafnaði og geta því ekki orðið súr.)

Lítilfjörlegt brölt mannanna

,,Af þessum 400 grömmum í tonni andrúmslofts eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsanlega miklu minna. Raunar mælist koldíoxíð mjög mismikið eftir landsvæðum og árstíðum og tímum sólarhrings, eykst á nóttinni, minnkar á daginn. Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Þessi hringrás tekur aðeins fáein ár.Þannig hefur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung.Í samanburði við þessa risavöxnu hringrás sem nær til allra jurta og þörunga í öllum löndum og höfum verður brölt mannanna heldur lítilfjörlegt og beinlínis hjákátlegt.“

Lífið á jörðinniMaðurinn andar út 14.000 sinnum á sólarhring. Segjum 14000 x 0.0005m3/ andar­drátt (skv.Google 0.5 l ) x 40.000/1.000.000 (liður 1 í töflunni) x 1,2kg /m3 af CO2 (rúmþyngd CO2) eða 0,35 kg af CO2 á mann. 8 milljarðar manna anda þá frá sér út 8.000 000.000 x 0.35 kg af CO2 á sólarhring.eða 2.800.000.000 kg. CO2 /24klst eða 0.0028 Gt./24klst, eða um 1.02 Gt. af CO2 á ári . Flestar aðrar lífverur í veröldinni anda líka þannig að andardráttur lífsins gætu verið einhver 4 Gt. af CO2 á ári. Var það Parísarmarkmið sem heitir 4 Gt. minnkun á losun CO2 á ári hjá S.Þ? Jörgen Peder Steffensen hefur fært sönnur á það, að núna lifum við á kaldari tíma heldur en var fyrir mörgum árum á Grænlandi. Hlýnun hefur ekki átt sér stað á þeim slóðum um þúsundir ára. Margir halda að sólin ráði meiru um hitafar og CO2 í andrúmsloftinu á jörðinni heldur en maðurinn. Jarðeigendur geta fengið borgað fyrir að eiga vatnsréttindi og veiðiréttindi. Bera þeir sömu líka ábyrgð á koltvísýringsútblæstri á þeirra landi?

Endurreisn skóga þýðir að ræktað land verður að minnka um 80 milljón hektara ef takast á að ná markmiðunum um 4 Gt.losunar­ minnkun af CO2 árið 2050 ef takmörkun hlýnunar á að halda við 2 gráður á Celcius. Mun metnaðarfyllri áætlun um að halda hlýnuninni við 1,5 gráður celsius þýðir endurreisn skóglendis á um 585 milljónum hektara og þá minnkun akurlendis landbúnaðar sem myndi krefjast endurmats á útblæstri landbúnaðar til margra ára. Land sem er svipað og öll Brasilía að stærð. Vilhjálmur Eyþórsson setur fram í hugleiðingum að þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs CO2 PARTS PER MILLION BY VOLUME varð vart, virðist koldíoxíð hafa 0 5,000 10,000 15,000 20,000 25,000 30,000 35,000 40,000 45,000 50,000 verið yfir 20% gufuhvolfsins. Exhaled breath 1 Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ No symptoms in healthy young people below this level 2 síðan og ef lífsins nyti ekki við væri 3 OSHA limit for 8 hr exposure það nú örugglega meginuppistaða 4 OSHA limit for continuous exposure gufuhvolfsins eins og á systurplánetu 5 Approximate level 500 million years ago jarðar, Venusi. En á Venusi er ekki 6 1500, Artificial increase in some greenhouses to enhance plant growth fljótandi vatn, svo líf getur ekki 7 1000, Approximate level 100 million years ago þrifist. Hér hefur koldí8 1000, Common target maximum for ventilation design for buildings oxíðið, ásamt vatni og með því 9 410, Atmospheric level in 2018 að tengjast ýmsum frumefnum 10 275, Atmospheric level before industrial revolution myndað þær gífur­lega flóknu 11 190, Atmospheric level at end of last glaciation keðjur kol­vetnis­ sambanda sem eru 12 150, All land plants and animals become extinct below this level lífið sjálft. Það er fráleitt og beinlínis


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

16

Hin ógnvekjandi hamfarahlýnun?

Hin agnarsmáa 0,3% breyting í meðalhita jarðar á 150 árum Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingur „En annar hlutur er forvitni, því að það er mannsins náttúra að forvitna og sjá þá hluti, er honum eru sagðir, og vita, hvort svo er, sem honum var sagt, eða eigi“. (Tilvitnun í Konungs skuggsjá, handrit frá um 1275).

nær 0,8°C. Hvað sem því líður, þá er verið að miða við hækkun frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu þegar loftslag var mun kaldara en í dag. Svo kalt að fjölmargir Íslendingar flúðu land og settust að vestanhafs.

yfir aðeins 1 gráðu, þ.e. sama og bilið milli tveggja strika á venjulegum hitamæli. Þetta er gríðarleg stækkun, ef til vill um 100-föld! Þessi mikla útþensla á lóðrétta skalanum gerir það að verkum, að almennt áttar fólk sig ekki á hver hitabreytingin er í raun. Hitabreytingin virðist gríðarleg og ógnvænleg. Sannkölluð “hamfarahlýnun”. Þetta er ekki ósvipað því þegar horft er á höfuðið á lítilli húsflugu með smásjá sem er með 100-faldri stækkun. Litla meinlausa flugan hefur breyst í skaðræðis ófreskju!

um 3000 árum (Minoan Warm Period). Samt erum við að hræðast hlýindin sem við njótum í dag og ásaka okkur um að hafa valdið þeim. Reyndar er þessum hlýindum aðeins misskipt. Hér á landi höfum við verið lánsöm og notið meiri hlýnunar en 0,8°, en það er önnur saga.

Hin ofurlitla hlýnun …

Maður hlýtur að dást að því hve stöðugur lofthiti jarðar er. Í vísindum er vaninn að mæla hitann í Kelvin gráðum, en þar byrjar skalinn við alkul. Sólin hitar

Ágúst H. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur

Á Kelvin skalanum á Mynd 3 er meðalhitinn 288°K (um 15°C). Hitabreytingin gæti því verið frá 288,0°K í 288,8°K, eða frá 288°K til 289°K ef við teljum hækun lofthita frá Litlu isöldinni vera 1°. Þetta er ekki nema um 0,3% breyting sem verður að teljast lítið. Merkilega lítið. Mynd 1: Lóðrétti ásinn á líuritinu er þaninn gríðarlega mikið út. Um það bil einn millímetri á hitamælinum er stækkaður næstum 100 falt í 100 mm eða 10 cm. Allur lóðrétti skalinn kæmist á milli tveggja 1° strika á venjulegum útihitamæli.

Síðastliðin 160 ár, eða frá um 1860, hefur meðalhiti jarðar hækkað um því sem næst 1,0°C. Ef við drögum frá skammvinnar hitasveiflur sem m.a. stafa af El-Niño fyrirbærinu í Kyrrahafinu, þá er hækkunin sem um ræðir ef til vill

Hin ógnvekjandi hamfarahlýnun …

Meðalhiti jarðar er um 15°C. Á Mynd 1 er reyndar sýnt frávik frá þessum meðalhita. Þess vegna er lóðrétti ásinn kvarðaður frá -0,4° upp í +0,6°C. Lóðrétti ásinn nær

Mynd 4: Hin síbreytilegu, síkviku, ólgukenndu og kaótísku kerfi hafs og lofts.

Hitabreytingin á 160 árum sem hitaferillinn sýnir er í raun lítil breyting. Hún er svo lítil að við yrðum hennar ekki vör í daglegu amstri. Á venjulegum degi er algengt að lofthitinn breytist 10 sinnum meira, og yfir árið miklu miklu meira. Þetta er minna en munur á hita í herbergjum heima hjá okkur.

jörðina okkar frá alkuli í lífvænlegan hita, eða frá -273°C í +15°C að jafnaði. Það er jafngilt hitun frá 0°K til 288°K á Kelvin skalanum.

Einhver kann að malda í móinn og segja hækkunina vera mun meiri, eða frá meðalhita lofthjúps jarðar 15,0°C í 15,8°C sem er við fyrstu sýn um 5% hækkun. Það er þó markleysa að miða við Celcíus gráður. Celcíus skalinn er skilgreindur miðað vð frostmark og suðumark vatns, sem kemur málinu ekkert við. Við gætum alveg eins miðað við Farenheit og sagt hækkunina vera frá 59,0°F í

Hitasveiflur undan­ farinárþúsund …

Mynd 2: Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Skammvinn hlýskeið á sögulegum tíma eru sýnd með grænu. Takið eftir að lóðrétti skalinn vinstra meginn sýnir lofthitann á Grænlandsjökli, en lóðrétti skalinn hægra meginn sýnir áætluð frávik í hnattrænum meðal lofthita, sem er talinn helmingur af hitabreytingunni á jöklinum.

Álíka hlýtt var fyrir 1000 árum og í dag. Blái ferillinn á Mynd 2 nær til ársins 1854, en hefur verið framlengdur lauslega til dagsins í dag með rauðum lit. Ferillinn er samkvæmt mælingum í borholu á Grænlandsjökli. Sjá www. climate4you.com , kafla “Global Temperature”. Þetta er sem sagt á Grænlandi, en ekki meðalhiti jarðar, en gefur samt væntanlega í stórum dráttum hugmynd um þróunina.

Mynd 5: Hnattrænar breytingar í meðalhita lofthjúps jarðar síðastliðin 2000 ár.

Hafa verður í huga þegar borin eru saman áætlaður lofthiti fyrr á tímum samvæmt rannsóknum á ískjörnum, og hefðbundnum daglegum hitamælingum, að upplausn ískjarna-hitamælinganna er nærri því að vera 10 ára meðaltal. Skammvinnar sveiflur sem kunna að hafa verið til hlýnuna eða kólnunar fyrr á tímum sjást því ekki eða illa.

Mynd 3: Sé teiknaður hitaferill sem sýnir hlýnun jarðar frá alkuli í Kelvíngráðum, þá sést ekki nein breyting. Svo lítil er hún.

Við vitum samkvæmt þessum rannsóknum og fjölmörgum öðrum, að það var ámóta hlýtt í dag og fyrir 1000 árum (Medieval Warm Period), allnokkuð hlýrra fyrir 2000 árum (Roman Warm Period) og töluvert hlýrra fyrir

Mynd 6: Útbreiðsla hafíss norðan Íslands síðastliðin 3000 ár. Grein Paola Moffa-Sánchez & Ian R. Hall í Nature Communications 2017. Við erum stödd á ferlinum lengst til vinstri. Hafísinn hefur lengst af undanfarin 3000 ár verið mun minni en undanfarið. Litla ísöldin svokallaða sker sig þó úr.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

17 Yfirborð jarðar er mjög óreglulegt og mótar það vindakerfin. Sama má segja um hafsbotninn sem mótar hafstrauma. Rakinn í lofthjúpnum hefur gríðarlega mikil áhrif, og er aðal áhrifavaldurinn sé litið til hlýnunar af völdum svokallaðra gróðurhúsaáhrifa. Jafnvel inngeislun sólar er sveiflukennd.

Mynd 7: Snjóþekja á norðurhveli frá 1972 til 2019. Granna línan er vikumeðaltal og þykka línan ársmeðaltal. Rauða línan er leitnin yfir allt tímabilið, en engin breyting hefur orðið á útbreiðslunni. Mæligögn frá Rutgers University Global Snow Laboratory.

60,5°F og fengið út 2,5% hækkun. Nei, rétta aðferðin er að miða við Kelvin gráður og þá fæst 0,3% hækkun á síðastliðnum 150 árum.

sem skín ójafnt á yfirborð jarðar, mest nærri miðbaug en minnst næri pólunum. Vetur og sumur skiptast á. Sífelldur flutningur á varma og raka á sér stað milli þessara síkviku

Mynd 8: Heildarútgeislun sólar frá 1610 til 2014 samkvæmt rannsóknum Dr. Judith Lean o.fl. Það er ef til vill tilviljun að kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar var frá um 1650 til 1710 þegar Maunder lágmarkið í sólvirkni stóð yfir.

Hin síkviku kerfi …

Loftslagskerfin samanstanda af ólgukenndu (turbulent) hafinu sem er í snertingu við ólgukenndan lofthjúpinn. Þessi kerfi eru á reikistjörnu sem snýst í sífellu og er böðuð í sólarljósi

kaótísku kerfa. Drifkrafturinn in inngeislun sólar. Í hafinu eru straumar og sveiflur sem ná yfir tímabil sem mælast frá dögum til árþúsunda. Hafið hefur áhrif á lofthjúpinn og öfugt.

Stundum leggjast áhrif þessara tilviljunarkenndu kerfa saman; heildaráhrif þeirra geta orðið tiltölulega mikil um tíma, en á öðrum tímum vinna þau á móti hverju öðru og verða þá áhrifin lítil. Aðeins þarf örlitla breytingu í meðal skýjafari, fáein prósentstig, þarf til að valda verulegum, jafnvel langvarandi, breytingum í hitafari jarðar.

„Svo gengur það til í heiminum að sumir hjálpa erroribus á gang og aðrir leitast við að útryðja aftur þeim hinum sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggju nokkuð að iðja.“ Árni Magnússon Þetta kaótíska kerfi á yfirborði jarðar gerir það að verkum að hitafarið getur orðið ólgukennt, án þess að ytra áreiti, svo sem breytileg sólgeislun eða breytilegur styrkur koltvísýrings þurfi að koma til.

Þessar innri sveiflur eru nægjanlegar til að valda einar sér áratugalöngum sveiflum í hitafari, en til viðbótar er svo ytra áreiti frá breytilegri heildarinngeislun sólar, mjög breytilegum styrk í útfjólubláa þætti sólgeislunar og breytilegum styrk sólvindsins. Öflug eldgos valda stundum skammvinnri kólnun. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftiu veldur svo stíganda sem nemur rúmlega 1°C hlýnun fyrir hverja tvöföldun styrks CO2, t.d. úr 0,023% í 0.056%, og svo sömu hlýnun um rúmlega 1° frá 0,056% til 0,112%, því hlýnun af völdum koltvísýrings fylgir logarithmiskum reglum.

Hver er raunveruleikinn?

Mynd 10: Rauði ferillinn er meðaltal 102 spálikana. Blái ferillinn er lofthiti mældur frá gervihnöttum og sá græni lofthiti mældur frá loftbelgjum. Spálíkönin sýna 3 sinnum meiri hlýnun en raunveruleikinn. Allar spár um þróun htastigs og dýrar mótvægisaðgerðir byggja á þessum ófullkomnu líkönum. Aðeins 1 loftslagslíkan (rússneskt) af 102 kemst nálægt raunveruleikanum.

Mynd 6: Að undanskilinni Litlu ísöldinnni hefur hafís yfirleitt verið minni en í dag undanfarin 3000 ár hið minnsta. (Moffa-Sánchez & Ian R. Hall í Nature Communications 2017). Mynd 7: Snjóþekja á norðurhveli jarðar hefur verið nánast óbreytt síðastliðna hálfa öld. (Rutgers University Global Snow Laboratory). Mynd 8: Sólvirkni var í hámarki á síðustu áratugum nýliðinnar aldar miðað við síðastliðin 400 ár, en fer nú aftur minnkandi (Dr Judith Lean, Geophysical Research

Mynd 11: Skógareldum í Norður-Ameríku fer verulega fækkandi. (Swetnam 2016, Philosophical Transactions of the Royal Society). Mynd 12: Breytingar á sjávarstöðu frá 1993 samkvæmt mælingu frá gervihnöttum. Hækkunin nemur 3,1 millímetrum á ári og hefur hækunin verið með jöfnum hraða allan tímann, að frátöldum árlegum sveiflum. Mynd 13: Hin öfluga 60 til 70 ára sveifla í Atlantshafinu, Atlantic Multi-decadal Oscillation (AMO), hefur veruleg áhrif á hitafarið. Á

Svona hegðun sjávar, lofts og skýja hefur alltaf verið frá örófi alda. Þessi kaótíska hegðun er nægileg til að útskýra hitasveiflurnar undanfarna áratugi, aldir og þúsaldir, sem sjást á Mynd 2. Ekki þarf aðstoð frá breytilegum styrk koltvísýrings eða breytilegri sólvirkni, en þau áhrif geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Við getum sem dæmi um nokkuð langtíma sveiflur í hafinu nefnt El-Niño / La-Niña fyrirbærið í Kyrrahafinu (El Niño– Southern Oscillation ENSO), 30 ára sveifluna í Kyrrahhafinu (Pacific Decadal Oscillation PDO) og 70 ára sveiflur í Atlantshafinu (Atlantic Multidecadal Oscillation AMO). Þekktar sveiflur í hafinu eru mun fleiri.

Mynd 9: Tíðni öflugustu fellibylja á jörðinni fer lækkandi.

Mynd 11: Skógareldum í Norður-Ameríku fer verulega fækkandi. Ferillinn nær yfir tímabilið 1600 til 2000.

Í fréttum undanfarið hefur iðulega verið farið rangt með raunverulega þróun veðurtengdra fyrirbæra. Hér verður drepið á nokkur þeirra, fyrst og fremst með skýringum við myndir og tilvísun í vísindagreinar:

Mynd 12: Breytingar á sjávarstöðu frá 1993 samkvæmt mælingu frá gervihnöttum. Hækkunin nemur 3,1 millímetrum á ári og hefur hækunin verið með jöfnum hraða allan tímann, að frátöldum árlegum sveiflum.

Mynd 13: Hin öfluga 60 til 80 ára sveifla í Atlantshafinu, Atlantic Multi-decadal Oscillation (AMO), hefur veruleg áhrif á hitafarið. Á miðri siðustu öld var loftslag hlýtt, svo kom kuldatímabil sem við nefnum stundum „hafísárin“, og svo fór að hlýna aftur up úr 1990. Nú er AMO indexinn farinn að falla hratt eins og hann gerði rétt áður en „hafísárin“ skullu á.

Letters, 2000. Mynd frá climate4you.com). Mynd 9: Tíðni öflugustu fellibylja fer minnkandi miðað við síðastliðin 40 ár a.m.k. (Dr. Ryan Maue veðurfræðingur). Mynd 10: 101 spálíkan af 102 sýnir verulega meiri hlýnun en mælst hefur. Aðeins eitt, rússneskt, er í samræmi við raunveruleikann. (Dr. John Christy loftslagsfræðingur og prófessor).

miðri siðustu öld var loftslag hlýtt, svo kom kuldatímabil sem við nefnum stundum „hafísárin“, og svo fór að hlýna aftur up úr 1990. Nú er AMO indexinn farinn að falla hratt eins og hann gerði rétt áður en „hafísárin“ skullu á. Ef að líkum lætur mun lofthjúpurinn svara þessu áreiti.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

18

Íbúar Árneshrepps fagna gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls Íbúafundur haldinn í Félagsheimilinu í Trékyllisvík í Árneshreppi föstudaginn 16. ágúst sl. 2019 fagnar átaki samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að rjúfa einangrun afskekktra byggðarlaga og nýta 30 milljarða í göng undir Fjarðarheiði. Fundurinn hvetur ráðherra til að nýta 0,7 milljarða króna í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls og stuðla þannig að því að rjúfa einangrun Árneshrepps þá þrjá mánuði á ári sem snjómokstri er ekki sinnt.

Áfram Árneshreppur!

Úthlutað hefur verið styrkjum til ellefu verkefna í Árneshreppi. Styrkina veitir Áfram Árneshreppur! sem er heiti sem heimamenn völdu á átakið Brothættar byggðir í sveitarfélaginu. Heildarupphæð styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2019 er 7.000.000 króna auk 1.000.000 króna sem sem eftir voru frá fyrra ári, samtals 8.000.000 króna. Alls bárust tólf umsóknir og var ákveðið að veita ellefu þeirra styrkvilyrði.

3) The Factory 250.000 krónur. Umsækjandi er Emilie Dalum. The Factory er myndlistarsýning í gömlu verksmiðjuhúsnæði í Djúpavík. 4) Krossneslaug, aðstaða 700.000 krónur. Umsækjandi er Ungmennafélagið Leifur heppni. Krossneslaug er sundlaug í Norðurfirði sem vígð var árið 1954. Sótt er um styrk fyrir hönnun nýrra búningsklefa og aðstöðu fyrir umsjónamann við Krossneslaug. 5) Þjóðmenningarskólinn 700.000 krónur. Umsækjandi er Elín Agla Briem. Þjóðmenningarskólinn hlaut styrk í fyrra til að kaupa mongólskt tjald frá Kanada sem

er komið norður í Árneshrepp. Sótt er um styrk til að reisa pall undir tjaldið í Nátthaganum á Seljanesi, vinna heimasíðu og gera lógó. 6) Hjólað í Djúpavík 500.000 krónur. Umsækjandi er Hótel Djúpavík. Í verkefninu felst að kaupa allt að 5 fjallahjól ásamt öryggisbúnaði. 7) Sveitaskólinn 300.000 krónur. Umsækjandi er Elín Agla Briem. Hugmyndafræði og starf Sveitaskólans í Árneshreppi miðar að því að kynna sveitina fyrir ungmennum, styrkja tengsl þeirra sem tengjast sveitinni en líka að bjóða fleirum að koma og kynnast sveitinni. Áhersla er lögð á menningu, sögu og verkmenningu er tengjast bústörfum, sjómennsku og matvælagerð. 8) Frisbígolf 1.200.000 krónur. Umsækjandi er Urðartindur. 9) Markaðssetning ferðaþjónusta í Árneshreppi 1.300.000 krónur. Umsækjandi er Arinbjörn Bernharðsson. 10) Hlaðvarp 120.000 krónur.Umsækjandi er Sigurrós Elddís Huldudóttir. Markmið verkefnisins er að gera hlaðvarpsþætti á Vestfjörðum. Umsækjandi er ættuð úr Árneshreppi og vill leggja sérstaka rækt við hann. Styrkurinn er til tækjakaupa. 11) Aðstaða fyrir ferðamenn 1.480.000 kr Umsækjandi er Strandferðir ehf. Verkefnið gengur út á að setja upp smáhýsi í Norðurfirði sem aðstöðu fyrir ferðamenn ásamt bekk og borði til að geta tyllt sér niður.

Viðmiðunarþættir:

• Að verkefnið falli vel að meginmark­miðum og starfsmarkmiðum verkefnis­ins • Útkoma nýtist sem flestum • Að verkefnið trufli ekki samkeppni • Leiði til atvinnusköpunar, helst á heils­árs­grundvelli • Sé líklegt til árangurs og þekking og/eða reynsla sé til staðar • Að markaðslegar og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar • Áhrifa gæti fyrst og fremst í Árneshreppi • Hvetji til samstarfs og samstöðu • Að styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis Enn fremur er gengið úr skugga um að styrkhæfni verkefna sé í samræmi við reglur Byggðastofnunar um styrki í Brothættum byggðum. Eftirfarandi verkefni hlutu styrkvilyrði: 1) Sleðaferðir á Ströndum 700.000 krónur, umsækjandi er Hótel Djúpavík. 2) Standsetning verslunarhúsnæðis 750.000 krónur. Umsækjandi er Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. sem rekur matvöruverslun í Norðurfirði.

39 manns sóttu fundinn í Trékyllisvík í Árneshreppi og fögnuðu langþráðu samgönguátaki. / ljósmynd: Kristján Þ. Halldórsson.

gleðileg jól og farsælt nýtt ár

MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk

sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum sínar bestu óskir um

með þakklæti fyrir samstarfið á liðnu ári. Aðeins með ykkur var þetta mögulegt.

Síldarvinnslan hf | Hafnarbraut 6 | 740 Fjarðarbyggð | 470 7000 | www.sildarvinnslan.is svn@svn.is

Óskum Grindvíkingum nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára, eða að jafnaði einn á tveggja vikna fresti. Margir hafa upplifað MS-einkenni mörgum árum fyrir greiningu án þess að hafa gert sér grein fyrir því fyrr en litið er til baka. MS er um tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum en um orsök þess er ekki vitað. Við greiningu á MS er stuðst við: • Skoðun taugalæknis. • Sjúkrasögu og einkenni. • Niðurstöður segulómunar (MR/MRI). • Mænuvökvarannsókn sem gefur til kynna hvort um bólgu í miðtaugakerfinu sé að ræða. • Sjónhrifrit sem sýnir leiðnihraða taugaboða í sjóntaugum og leiðir í ljós hvort um töf á taugaboðum sé að ræða, eins og getur gerst í kjölfar sjóntaugabólgu. • Útilokun annarra sjúkdóma sem líkst geta MS svo sem vissra gigtarsjúkdóma, brenglaðrar starfsemi skjaldkirtils, heilaæxla, vissra sýkinga o.fl. Til að uppfylla skilyrði MS-greiningar þarf einkenni um taugaskemmd að koma frá a.m.k. tveimur stöðum í miðtaugakerfinu og að einkennin hafi komið fram á mismunandi tíma. Greining getur þó byggt á einu MS-kasti séu viss skilyrði uppfyllt á segulómun. Greining á MS getur þó aldrei byggt eingöngu á niðurstöðu segulómunar.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

19

Guðjohnsenshús er elsta hús Vopnafjarðar Í miðju kauptúni Vopnafjarðar, rétt fyrir ofan verslunina, standa elstu hús þorpsins, Guðjohnssenshús (Jaðar, 1880), Baldursheimur (Einarshús, 1883-4) og Kaupvangur hinum megin plansins (1884). Á margan hátt og ekki hvað síst í byggingarsögulegu tilliti eru hús þessi mikilsverð. Byggingarmeistari þeirra var Frederic Bald, sá hinn sami og hafði yfirumsjón með byggingu Alþingishúss Íslendinga og Hegningarhússins í Reykjavík. Glæsibær var byggður 1910 af Olgeiri Friðgeirssyni þáverandi verslunarstjóra Örum og Wulff. Íbúð var þá á neðri hæð hússins og verslun á efri hæð. Glæsibær er timburhús, klætt með járni og sennilega verið málað rautt. Núverandi eigandi leiðir að því líkum að frá skærum lit þess upphaflega komi nafnið Glæsibær.

Núverandi ábúendur í Guðjohnsenhúsi, Hilmar Jósefsson og Birgitta Guðjónsdótttir.

Kaupvangur vekur mikla athygli enda stílhreint með afbrigðum og málað skærum litum.

Pétur Guðjohnssen lét byggja Guðjohnssenshús (Jaðar) og bróðir hans, Einar Guðjohnssen læknir, átti og bjó í Baldursheimi. Pétur var verslunarstjóri verslunarinnar Örum og Wulff 1875-1883. Einar lést af slysförum langt fyrir aldur fram eftir 3 ára starf sem héraðslæknir á Vopnafirði. Þeir bræður voru vel liðnir og tóku virkan þátt í samfélaginu. Frá árinu 1906 var símstöð í Guðjohnssenshúsi og póstþjónusta í Baldursheimi, en símstöðin fluttist einnig yfir í Baldursheim árið 1922 og var hvort tveggja starfrækt þar fram á miðja tuttugustu öldina. Inni í Kaupvangi er líkan eftir Jón Pétur Einarsson af plássinu, miðbæ Vopnafjarðar, eins og það leit út um aldamótin 1900.

Guðjohnsenshús á Vopnafirði.

Auðlindin sem oft vill gleymast

gert. Með því að opna á þátttöku almennings í landgræðslu með víðtækri og breiðri samvinnu má ná góðum árangri á þessu sviði.

Fræðsla og umhverfisvitund Nýlega lagði undirritaður fram þingsályktunartillögu um þjóðarátak í landgræðslu. markmið hennar er að auka kolefnisbindingu, koma í veg fyrir jarðvegsrof og græða upp örfoka land með aukinni þátttöku almennings í landgræðslu. Okkur hættir stundum til að líta á jarðveg sem sjálfsagða auðlind. Það er hann langt í frá. Jarðvegur er takmörkuð auðlind sem getur gengið til þurrðar, eins og allt annað, ef við hlúum ekki sérstaklega að honum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki við ræktun fæðu, stuðlar að hreinsun vatnsins sem við neytum og loftsins sem við öndum að okkur. En jarðvegur hefur líka annað hlutverk sem skiptir máli í glímunni við hnattræna hlýnun. Í Kyoto bókuninni er kolefnisbinding með landgræðslu skilgreind sem mótvægisaðgerð gegn hnattrænni hlýnun. Möguleikar til landgræðslu eru ótvíræðir hér á landi og er tillögunni ætlað að vera vítamínsprauta með þátttöku almennings. Tillagan rímar vel við loftslagskafla ríkisstjórnarinnar um aðgerðaráætlun í loftslagmálum fyrir árin 2018-2030 og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum.

Samvinnuvettvangur í baráttunni gegn landeyðingu Jarðvegseyðing er ein mesta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir og þar er Ísland engin undantekning. Íslendingar þekkja vel til eyðingar gróðurs og jarðvegs sem um langa hríð hefur verið eitt helsta umhverfisvandamálið hérlendis. Oft er sagt að bændur séu vörslumenn landsins. Í gegnum tíðina hafa þeir nýtt, verndað og hlúð að þessari mikilvægu auðlind okkar. Það er ljóst að gróið land er mun verðmætara en götótt og rofið. Í tillögunni er umhverfis- og auðlindaráðherra falið að sjá til þess að koma á fót vettvangi fyrir samstarf stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu fyrir lok árs 2020. Samstarfsverkefni bænda og Landgræðslu ríkisins, „Bændur græða landið“, er í anda þessarar tillögu en það hefur verið starfrækt frá árinu 1990 og gefið góða raun. Íslendingar, ekki síst, unga fólkið, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisvernd. Unga

Þórarinn Ingi Pétursson.

fólkið vill vera ábyrgir neytendur og umgangast náttúruna af meiri nærgætni en áður hefur verið

Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum upp á að kolefnisjafna viðskipti sín. Allir geta lagt eitthvað að mörkum til að vinna gegn og draga úr loftslagsbreytingum. Þátttaka atvinnulífsins í verkefninu gæti falist í því að bjóða upp á kolefnisjöfnun

viðskipta með landgræðslu. Þannig yrði þátttaka almennings tvíþætt, annars vegar með beinni þátttöku í landgræðslu undir leiðsögn Landgræðslunnar, hins vegar með kolefnisjöfnun viðskipta sinna. Við höfum verk að vinna fyrir komandi kynslóðir. Þórarinn Ingi Pétursson situr á Alþingi sem varaþingmaður í Norðausturkjördæmi

RAFTÆKJASALAN

E H F

Stofnað 1941

RAFVERKTAKAR

www.raftaekjasalan.is

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI

GASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR

www.rafgas.is

Pétur H. Halldórsson 856 0090


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

20

Rafstöð í Grímsey endurnýjuð Settar voru upp þrjár nýjar Scania 160 kW díselvélar sem hver og ein nægir til að anna orkuþörf í eyjunni en ef álag eykst ræsir stjórnkerfið aðra vél í samkeyrslu. Vélarnar eru reknar sem sjálfstæðar einingar og er hægt að taka hverja einingu úr notkun ef þörf er á vegna viðhalds. Við val á vélum var tekið mið af eldsneytis- og varmaorkunýtni þeirra. Samhliða var allur raf- og stýribúnaður og stoðkerfi stöðvarinnar endurnýjaður í því skyni að gera rafstöð RARIK í Grímsey eins sjálfvirka og framast

er kostur og að bæta vöktunar- og fjarstýrimöguleika og auka þar með áreiðanleika. Þá var sett upp nýtt og fullkomið loftræstikerfi sem tryggir loftskipti í rafstöðvarbyggingunni og dregur úr raka og seltu í innblásturlofti. Varmaorkan frá nýju díselvélunum mun að hluta til nýtast til að hita upp sundlaug Grímseyinga. EFLA verkfræðistofa var aðalhönnuður og ráðgjafi RARIK við verkið og sá um verkeftirlit á framkvæmdatímanum. Fiskeldiskvíar fyrirtækisins Laxar ehf. í Reyðarfirði.

Matvælafram­ leiðsla og dýpkun kolefnaspors

Búnaður rafstöðvarinnar eftir eneurnýjun.

Hvernig aukum við matvæla­ framleiðslu án þess að kolefnissporið dýpki? Það er ábyggilega rétt sem sagt er: Heimurinn stendur frammi fyrir risavöxnum verkefnum sem krefjast úrlausnar, hvernig sem allt velkist. Á næstu 30 árum, fram til ársins 2050, eykst íbúafjöldi jarðarinnar um 2 milljarða. Jafnframt þessu mun æ stærri hluti mannkyns búa við aukna velmegun og kaupmátt og gera kröfur til fjölþættari matvæla en áður, líkt og við þekkjum á Vesturlöndum. Á sama tíma gengur á eiginlegt ræktarland og mikil andstaða er við að það aukist á kostnað skóglendis og ósnortinna víðerna. Jafnframt þurfum við að takast á við mengun og útblástur óæskilegra efna sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti mannlegra athafna. Krafan er því fyrirséð: Stóraukin matvælaframleiðsla fari þannig fram að það stuðli ekki að losun, sem valdi frekari hlýnun jarðar. Þessi tvö úrlausnarefni eru ekki auðveld viðfangs. En þau hafa beint sjónum manna að hinum bláa akri; heimshöfunum sem þekja lang mestan hluta jarðarkringlunnar. Nú þegar kemur meira af sjávarfangi frá eldi en af veiðum á hefðbundnum fiskistofnum. Allar þjóðir, sem því geta við komið, stefna á vaxandi fiskeldi af margvíslegum toga, enda er kolefnisspor fiskeldis, rétt eins og fiskveiða hér á landi, afar grunnt og lítið í samanburði við flesta aðra matvælaframaleiðslu. Fyrir vikið vex fiskeldið í heiminum ár hvert. Tökum dæmi af því sem við þekkjum vel, laxeldi í sjó. Árið 2012 var heimsframleiðslan á laxi í sjókvíaeldi um 2 milljónir tonna. Í ár verða framleidd um 2,5 milljónir tonna af laxi og vöxturinn því um 25 prósent frá árinu 2012. Árið 2022 er áætlað að heimsframleiðslan á laxi verði um 3 milljónir tonna og hafi þá aukist um 50 prósent á einum áratug. Þetta segir okkur mikla sögu um þróunina og hvert stefnir í heimi sem kallar eftir meiri, fjölbreyttari og vistvænni matvælaframleiðslu.

Ár mikils vaxtar í fiskeldi

Ársins 2019 verður örugglega minnst fyrir mikinn vöxt í íslensku fiskeldi. Fullyrða má að verðmætis- og magnaukningin frá fyrra ári verði nálægt 100 prósentum. Fiskeldið skipar þegar mikilvægan

sess í atvinnulífi okkar. Nú stappar nærri að útflutningsverðmæti fiskeldis verði nálægt útflutningsverðmæti kolmunna og makríls. Þetta eru sannarlega góð tíðindi; ekki síst á tímum sem þessum, þar sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir bakslagi vegna loðnubrests og fækkunar ferðamanna. Við þurfum á öllu okkar að halda til þess að geta staðið undir góðum og batnandi lífskjörum og áframhaldandi stekri stöðu efnahagslífsins.

Kínamarkaður hefur opnast fyrir fiskeldisafurðir

Frá og með þessu hausti höfum við fengið tollfrjálsan aðgang fyrir fiskeldisafurðir að mörkuðum í Kína. Engin önnur fiskeldisþjóð við Norður-Atlantshaf hefur tollfrjálst aðgengi inn til Kína. Við höfum því fengið forskot. Athyglisvert er að Chile, sem býr eins og við að fríverslun við Kína, hefur stóraukið útflutning á laxi þangað. Með vaxandi framleiðslu á komandi árum má ætla að Kínamarkaður verði mikilvæg viðbót. Fréttir af því að kínversk

flugfélög stefni að því að fljúga frá Íslandi til Kína eru þar af leiðandi afar uppörvandi og mikilvægar fyrir laxeldi og annan útflutning til þessarar fjölmennustu þjóðar veraldar. Framundan eru spennandi tímar í fiskeldi á Íslandi. Framleiðsla og útflutningur á bleikju fer vaxandi og er nú um 6 þúsund tonn á ári. Okkar staða á erlendum mörkuðum fyrir þessa afurð er mjög sterk. Hvað laxeldið áhrærir liggur fyrir að þegar útgefin leyfi nema um 50 þúsund tonnum. Á næstu árum eru allar líkur á að við komumst í þá framleiðslu, sem yrði gríðarleg búbót. Það er því ekki ofsagt, sem oft hefur verið haft á orði, að fiskeldi á Íslandi sé komið til að vera. Einar K. Guðfinnsson starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

21

Vaxandi byggð á Hornafirði Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, sagði á Húsnæðisþingi 2019 að fram til ársins 2017 hefði afar lítið verið byggt af íbúðarhúsnæði á Hornafirði og leigumarkaðurinn væri afar erfiður en um 40 íbúðir á staðnum væri í leigu gegnum Airbnb leigukerfið, en ástæða þess væri fyst og fremst vinsældir sveitarfélagsins sem viðkomustaður, eða dvalarstaður, ferðamanna. Vatnajökulsþjóðgarður hefur mikið aðdráttarafl, sveitarfélagið er 6.300 ferkm. en 60% Vatnajökuls tilheyrir því. Eftir efnahagshrunið 2008 hefði sveitarfélagið byggt 5 íbúða fjölbýlishús og auk þess hefði útgerðarfélagið Skinney-Þingey byggt 6 íbúða fjölbýlishús fyrir sína starfsmenn sem þeir leigja. Í dag eru 7-8 hús í byggingu á Hornafirði, 3ja íbúða hús í Hofi vegna þarfa grunnskólans þar auk þess 4 parhús í Öræfum vegna aukinnar fjölgunnar starfsmanna þar við sívaxandi ferðaþjónustu. M.a. vegna vaxandi þarfa að fleira húsnæði í sveitarfélaginu hefur verð farið hækkandi. Matthildur sagði að auka þyrfti leiðir til að örva byggingu á íbúðahúsnæði án aðkomu sveitarfélagsins. Stefnt era ð 1% fjölgun íbúa á Hornafirði allt fram til ársins 2030. Íbúafjöldi í dag er um 2.400 manns.

Skriðjöklarnir hafa gríðarlegt aðdráttarafl.

Bæjarstjórn Hornafjarðar ásamt bæjarstjóra.

Sveitarfélög hvött til að treysta markmiðum kjarasamninga Nú þegar fjárhagsáætlanagerð stendur yfir hjá sveitarfélögunum, og er reyndar víðast lokið, minnir Alþýðusamband Íslands á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin tækju þátt í að stuðla að verðstöðugleika með því að halda aftur

af hækkunum á gjaldskrám. Í yfirlýsingunni beindi Samband íslenskra sveitarfélaga þeim tilmælum til sveitarfélaganna að gjöld á þeirra vegum hækki ekki umfram 2,5% á árinu 2020, og minna ef verðbólga væri lægri, en yfirlýsingin vó þungt í heildarniðurstöðu kjarasamninga.

Sveitarstjórnir ákvarða gjöld fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna en þar má m.a. nefna leikskólagjöld, gjöld fyrir frístundaheimili, skólamáltíðir, sundlaugar auk fasteignagjalda en ljóst er að hækkanir á opinberum gjöldum sem þessum minnka ávinning launafólks af kjarasamningum. Nauðsynlegt að lækka álagningarhlutfall eigi hækkanir á fasteignagjöldum að vera innan við 2,5%. Fasteignagjöld eru í flestum tilfellum reiknuð sem hlutfall af fasteignamati og munu hækkanir á fasteignamati því leiða til hækkana á fasteignagjöldum ef engar breytingar verða gerðar á álagningarhlutfalli sveitarfélaganna. Breytingar á fasteignamati fyrir næsta ár hafa legið fyrir síðan í sumar og því ljóst hvernig fasteignaskattar munu hækka í hverju sveitarfélagi ef álagningarhlutfallið helst óbreytt. Ef breyting á fasteignamati í

22 hverfum í 16 stærstu sveitarfélögunum er skoðuð, má sjá að í öllum tilfellum nema einu hækkar fasteignamatið milli ára. Þannig lækkar fasteignamatið einungis í miðbæ Reykjavíkur, um 2% í fjölbýli og 1,1% í sérbýli en töluverðar hækkanir má sjá á fasteignamati í öðrum hverfum eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Opinberum aðilum ber að sýna ábyrgð og taka þátt í því að viðhalda verðstöðugleika svo að markmið kjarasamninga um aukinn kaupmátt, lága verðbólgu og lægri vexti nái fram að ganga. Alþýðusambandið ætlast til þess að sveitastjórnir landsins axli þessa ábyrgð í yfirstandandi fjárhagsáætlanagerð og standi við gefnar yfirlýsingar gagnvart launafólki.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

22

Gröftur laxahrogna er um­fangsmikið starf til að vernda uppvaxtarsvæði laxins Staðfesta Hafrannsóknar­ stofnunar og Veiði­klúbbsins Strengs í erfiðum aðstæðum tryggði farsælt upphaf hrognagraftarverkefnisins áður en vetur tók alveg yfir. Næsta skref í einu umfangsmesta verndarstarfi sem þekkist í þágu Norður-Atlantshafs­laxins var tekið í 10 stiga gaddi í Selá í haust með grefti hrogna á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Undir handleiðslu og með hjálp sérfræðinga Hafrannsóknar­s tofnunarinnar stóð Veiðiklúbburinn Strengur að hrognagrefti í ám svæðisins frá seinni hluta október og fram í nóv­ember. Stefnt er að árvissum grefti um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Grafin voru á annað hundrað þúsund hrogn að þessu sinni. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins.

Áætlun um útvíkkun hrygningarog uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af Sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við og opnaður stigi. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknarstofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu. Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndar-

starfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Jim Ratcliffe er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við verndun svæðisins.

Hrognakreisting í nístingsgaddi. F.v.; Guðni Guðbergsson frá Hafrannsókna­ stofnun, Stefán Hrafnsson frá Streng og Ingi Rúnar Jónsson, frá Hafró.

Við kreistingu þarf gætni og rétt handtök líkt og hér má sjá hjá Stefáni Hrafnssyni við Selá undir lok október sl.

Vill láta hefja frumhönnun við Tröllaskagagöng Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Stefán Vagn Stefánsson, varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Lagt er til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir og frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Stefán Vagn tók sæti á Alþingi fyrir nokkru í fjarveru Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns í NV-kjördæmi. Meðflutningsmaður á tillögunni er Bjarni Jónsson, sem einnig er varaþingmaður í NV-kjördæmi en báðir eru þeir búsettir í Skagafirði. Það má því segja

að göngin séu þeim hjartans mál. Stefán Vagn flutti nýlega jómfrúarræðu sína á Alþingi þar sem hann nýtti tækifærið og vakti athygli á stöðu Norðurlands vestra. „Göngin sem um ræðir myndu tengja saman Norðurland og yrðu bylting í samgöngumálum sem og fyrir þjónustu við íbúa á Norðurlandi, m.a. má þar nefna heilbrigðisþjónustu“, segir Stefá Vagn Stefánsson. „Ljóst er að með göngunum myndu veglengdir milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi styttast verulega auk þess sem erfiður fjallvegur, sem oft er farartálmi fellur út út.“ Hér er líklega átt við Öxnadalsheiði.

ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki?

Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Engin furða að áhugi sé á jarðgöngum gegnum Tröllaskaga þegar svona útsýn blasir við þegar komið er úr Skagafirði að vorlagi og leiðin liggur í Fljótin. En vissulega er fjallasýnin falleg,


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

23

Hvað getum við gert? Enn fáum við fregnir af því að íslenskir nemendur standi illa að vígi í lestri ef marka má niðurstöður Pisa könnunarinnar fyrir árið 2018. Niðurstöðurnar í stærfræði benda þó til framfara. Samt sem áður er vitað að hlutfallslega eru lagðar háar fjárhæðir til grunnskóla samanborið við önnur OECD lönd og hafa þær fjárhæðir hækkað enn frekar undanfarin ár og mikill metnaður einkennir stefnu ríkis og sveitafélaga í menntamálum. Mikil umræða hefur farið fram um ástæður þess að íslensk börn komi ekki betur út úr umræddum könnunum. Allt frá því að þessar kannanir séu gallaðar, menntakerfið fjárskert, menntun kennara ekki nægileg, börnin séu agalaus og að skóli án aðgreiningar hafi ekki haft góð áhrif á menntun barnanna. Ýmislegt hefur verið gert til þess að bregðast við þessu.

Fjármagn, breytt samsetning íslensks sam­ félags og kennaramenntun

Ár hvert velta sveitastjórnir fyrir sér hversu mikið fjármagn skuli renna til skólanna og í flestum tilfellum er sú fjárhæð langstærsti útgjaldaliðurinn í rekstri sveitafélaga. Það vekur hins vegar stöðugt meiri athygli um hversu hlutfallslega miklu fjármagni er veitt til sérkennslu. Einnig vakna upp spurningar um líðan barna þegar skólar þurfa sífellt meira fjármagn til þess að huga að andlegu heilbrigði ungmenna sem lýsir sér í aukinni tíðni þunglyndis og kvíða sem hamlar þeim í námi og einkalífi. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Með nauðsynlegri fjölgun erlends vinnuafls hefur starf

kennara breyst mikið sem og umhverfi barna í skólum. Nemendahópurinn verður fjölbreyttari og kennarastarfið meira krefjandi. Það gefur að skilja að fámennir skólar eiga í meiri erfiðleikum til að koma til móts við breyttar þarfir í skólum. Tvítyngdum börnum fjölgar sem aldrei fyrr og það hlýtur að vera höfuðáhersla okkar allra að kenna þeim íslensku svo þau fái sömu tækifæri til atvinnu og mennta og eins og önnur börn. Elín Þöll Þórðardóttir prófessor í talmeinafræði hefur til dæmis bent á, að til þess að tvítyngd börn geti tileinkað sér íslensku þurfi þau að verja 50% vökutíma síns í íslensku málumhverfi. Hinn hefðbundni íslenski einsetni skóladagur nær þessu hins vegar alls ekki. Átak hefur verið gert í að fjölga kennaranemendum í HÍ en hins vegar hefur verið bent á að það nám búi kennara ekki nægilega undir þann veruleika sem þeir svo kynnast í skólastofunni. Einn ágætur nemandi í HÍ sagði á ráðstefnu Samtaka atvinnulífisins nú nýlega : að námið væri alls ekki nægilega krefjandi þar sem að hann gat unnið nánast fulla vinnu meðfram náminu. Nú síðast steig menntamálaráðherra fram með yfirlýsingu þess efnis að fjölga ætti kennslustundum í íslensku vegna bágrar niðurstöðu í Pisa/2018. Það er gott og vel en mögulega er vandinn djúpstæðari heldur en menntakerfið eitt og sér ræður við?

Aðrar ókannaðar ástæður

Getur verið að þetta sé ekki eingöngu „vandamál“ menntakerfisins heldur samfélagsins sem telur um það bil 360.000 íbúa og af því eru yfir 14% innflytjendur. Ættum við sem samfélag kannski að velta því fyrir

okkur hvers vegna orðaforði og málkennd er ekki betri en þetta? Það er vitað að heimurinn hefur skroppið saman niður í það efni sem farsíminn okkar hefur að geyma. Afþreying sem við flest sækjum í, bæði börn og fullorðinir, er á ensku og þar af leiðandi eru krakkarnir okkar farnir að tala eins og innfæddir Ameríkanar á Íslandi. Bóklestur er að víkja fyrir bókarhlustun, og margir sleppa því að lesa bókina og bíða bara eftir bíómyndinni. Hins vegar getum við sem foreldrar og fyrirmyndir velt því fyrir okkur hvort við séum nægilega dugleg að tala við krakkana okkar. Hraði og læti nútímasamfélags er að sliga marga. Þunglyndi og kvíði gera ekki greinamun á aldri. Sjálfsvígum fjölgar. Síþreyta, kulnun og yfirkeyrsla margra verður til þess að lítil orka er eftir þegar við komum heim. Langlíklegast er að við sjálf hendum okkur í sófann fyrir framan sjónvarpið, pöntum mat, þegjum, borðum og horfum á imbakassann. Hver heimilismaður er jafnvel í sinni tölvu, inn í herbreginu sínu, með sitt eigið skemmtiefni.

Breytum vananum og tölum saman

Veltum því virkilega fyrir okkur; okkar eigin hegðun og tjáningu! Leggjum okkur markvisst fram við að spjalla um daginn og veginn við börnin okkar, og við hvort annað. Leggjum frá okkur snappið, facebookina og instagramið. Leggjum frá okkur Netflix, Hulu og aðrar gagnaveitur. Gefum okkur tíma og notum virka hlustun og samræður til að meta hveru vel eða illa barnið er málfarslega statt sem og hvernig því líður. Hér með er ekki sagt að þetta „reddist

Karen E. Halldórsdóttir er sálfræðingur og bæjarfulltrúi í Kópavogi.

bara“ með því að spjalla bara við krakkana, þó svo að það sé auðvitað besta aðferðin til að kynnast þeim. Að sjálfsögðu þarf að laga til í menntakerfinu eins og hefur verið nefnt hér á undan. Hins vegar er ég með þessum stutta pistli að vekja athygli á því að sem foreldrar og fyrirmyndir, ættum við ekki að skella skuldinni eingöngu á menntakerfið um óásættanlegar niðurstöður prófa eða kannanna. Tökum sjálf þátt í að efla krakkana okkar, gefum okkur tíma, kennum þeim og kynnumst þeim. Þekkjum hvað þau eru að spá og spökulera í. Ég er nokkuð viss um að þeim sé sléttsama um niðurstöður Pisa kannana.

Framkvæmdir við Fjarðar­heiðargögn hefjast árið 2022 Verulegt átak verður gert í samgöngumálum en Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnti fyrir skömmu nýja samgönguáætlun en framlög til samgöngumála samkvæmt þeirri áætlun 633 milljarðar króna á 15 ára tímabili. Drög að uppfærðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 eru nú í samráðsgátt stjórnvalda en einnig var kynnt uppfærð aðgerðaáætlun fyrir fyrsta tímabilið, 2020- 2024. Frestur til að skila umsögnum er til 31. október 2019. Lögð er áhersla á að flýta framkvæmdum innan tímabilsins frá því sem áður var áætlað og kynntar voru nýjar stefnur um flug á Íslandi og almenningssamgöngur milli byggða. Mörgum verkefnum verður flýtt og ákveðið er að unnið verði í einum jarðgöngum á hverjum tíma allt fram til ársins 2034 en gerð Fjarðarheiðarganga hefjast árið 2022 og mun hringtenging frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Neskaupstaðar fylgja í kjölfarið.

Framkvæmdirnar deilast þannig:

a) Til vegagerðar fara tæpir 560 millj króna b) Tilflugvalla og flugleiðsögu um 37 milljarðar króna

c) Til hafnarmála 14 milljarðar króna d) Til stjórnsýslu, öryggis og eftirlits 19 milljarðar króna e) Til Rannsóknarnefndar samgönguslysa 2,5 milljarðar króna

Seyðfirðingar geta nú loks vænst jarðganga gegnum Fjarðarheiði.

Gert er ráð fyrir að framlög af samgönguáætlun standi undir helmingi framkvæmdakostnaðar jarðganga. Gjaldtaka af umferð í jarðgöngum standi undir hinum helmingi kostnaðarins við framkvæmdir. Sigurður Ingi sagði að stefnt væri að samvinnuverkefnum einkaaðila og ríkisins við sumar framkvæmdirnar. Þar yrði gjaldtaka í afmarkaðan tíma, t.d. við akstur um Sundabraut, nýja brú yfir Ölfusá, tvöföld Hvalfjarðargöng og jarðgöng um Reynisfjall og Axarveg. Ríkið mundi síðan eignast innviðina í lok samningstímans. Gjaldtakan helgaðist af því að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar samgöngubætur á næstu 15 árum sem myndu taka 50 ár með hefðbundinni fjármögnun hins opinbera.

Umferð um Fjarðarheiði er oft ekki fýsileg, jafnvel er þar kolófært að vetrarlagi. Myndin er tekin að vorlagi.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

24

,,Við eigum að leggja enn meiri áherslu á einstaklingstúrismann“ - segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari Hótel Rangár á Rangárvöllum

Friðrik Pálsson var kominn yfir miðjan aldur þegar hann hóf hótelrekstur á Hótel Rangá, en hafði áður hafði unnið í áratugi við markaðsmál í sjávarútvegi og útflutning á fiski. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði söðlað um, sagði hann að allt sitt líf hefði verið tilviljunum háð og að hann hefði aldrei gert miklar áætlanir um framtíðina. Friðrik er mikill áhugamaður um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni og er annar af tveimur formönnum samtakanna ,,Hjartað í Vatnsmýrinni“. Árið 2013 söfnuðu samtökin 70.000 undirskriftum undir áskorun á borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi um að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. „Ég hafði trú á því að þessi stóra áskorun myndi hafa nægileg áhrif, en Valsvélin malaði án afláts þar til henni tókst að koma neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli burtu, en þar unnu Valsmenn ehf. og Dagur borgarstjóri saman sem einn maður og hundsuðu gjörsamlega yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar.“

Hjartað í Vatnsmýrinni

,,Við sem komum að Hjartanu í Vatnsmýrinni beindum sjónum okkar fyrst og fremst að neyðarbrautinni svo lengi sem það var hægt en vissum að þar var við ofurefli að etja þar sem voru hagsmunir Valsmanna. Þeir höfðu komið sínum sjónarmiðum á framfæri innan margra borgar- Friðrik Pálsson á góðviðrisdegi við hótelið. stjórna í röð svo það reyndist ekki hægt að snúa ofan af því máli þegar á reyndi. Staðan er hins vegar skyndilega gjörbreytt Þetta þýðir meðal annars að ég hef enga núna, eftir að fram eru komnar niðurstöður trú á því að Reykjavíkurflugvöllur fari úr starfshóps á vegum samgöngu- og sveitar- Vatnsmýrinni næstu áratugina enda myndu stjórnarráðuneytisins undir forystu Eyjólfs fylgja því 44 – 300 milljarða króna útgjöld Árna Rafnssonar. Þar er fyrir landsmenn, sem eiga viðurkennt, og það jafnvel alveg nóg með að reyna að af borgarstjóra, að nauðsynkoma upp bráðnauðsynFerðaþjónustan á eftir legt sé að hafa tvo flugvelli legum Landspítala fyrir að verða enn sterkari, á suðvesturhorni landsins til rúma 50 milljarða króna á en hún er að breytast. þess þeir geti verið varanæstu árum. Hver ætlar flugvellir hvor fyrir annan. að taka ábyrgð á því að Vonandi verður uppiÞetta varð til þess að skattleggja þjóðina svo staðan af ferðamönnReykjavíkurborg þurfti óheyrilega til þess eins að um á næstu árum fólk að lofa að breyta aðaleyðileggja flugvöll í góðu skipulagi borgarinnar standi til að byggja annan? sem er tilbúið til að þannig að gert sé ráð fyrir Þegar á hólminn er komið borga það verð sem Reykjavíkurflugvelli í mun enginn þora að axla þá upp er sett fyrir ævinVatnsmýrinni að minnsta ábyrgð. kosti í 17 – 20 ár, í stað Ég þekki jafnframt engan týri á Íslandi og fái á þess að hann verði sleginn sem talar um það í alvöru að tilfinninguna að það af strax á árinu 2022 eins loka Reykjavíkurflugvelli og Reykjavíkurborg hafði eftir að hafa kynnt sér sé velkomið. áformað. hvað það myndi þýða fyrir Framundan eru mjög almannahagsmuni landsspennandi tímar í flugi. Rafmagnsflug er manna. Miðstöð almannavarna fyrir landið nær í tíma en við höfum haldið og þegar að allt er við Reykjavíkurflugvöll og það væri því kemur, lækkar kostnaður við flugferðir mjög alvarlegt ef þetta viðbragðsteymi væri um allt að 70%. Rafmagnsflug verður afar flutt frá Reykjavík. Mikið er búið að fjalla umhverfisvænt og nærri því hljóðlaust og um sjúkraflugið og öllum er ljóst að þar innan fárra ára verður flug sennilega talið skiptir hver mínúta máli og mikilvægi þess umhverfisvænsti ferðamátinn. fer stöðugt vaxandi.

Hitaveita Bergstaða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

Þetta tengist líka aukinni ferðamennsku í landinu, staðsetning flugvallarins er líka mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna og hingað þurfa íbúar landsbyggðarinnar að sækja því í Reykjavík er staðsett stjórnsýsla landsins og háskólasjúkrahús,“ segir Friðrik Pálsson.

Staðan í ferðaþjónustunni

,,Enginn er vafi er á því að fjölgun ferðamanna varð of hröð og því er eðlilegt að við sjáum nokkurn samdrátt um sinn. Svo hafði fall Wow slæm áhrif, vandamál Icelandair með MAX flugvélarnar og fækkandi flugferðir frá Bandaríkjunum og Kanada eru allt þættir sem virðast hafa talsverð áhrif í haust og vetur. Vonandi verður þessi lægð ekki djúp og fer hratt yfir svo við sjáum betri tíma framundan. Miklu skiptir að við leggjum öll áherslu á að auka fjölbreytni í framboði, þjálfum starfsfólkið betur en nokkru sinni og síðast en ekki síst höldum stjórnvöldum við efnið svo að greinin verði ekki skattlögð til skaða fyrir þjóðina alla. ,,Það varð mikil uppsveifla í ferðaþjónustunni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Aukingin var til að byrja með að mestu leyti hópar frá Mið-Evrópu og þeir þurfa innviði út um allt land, ekki síst hótel en einnig ýmsa aðra þjónustu. Það er vegna þess að þeir ferðast hringinn í kringum landið og dvelja hérlendis jafnvel í 10 til 14 daga. Þetta var og er auðvitað spennandi fyrir landsbyggðina. Mörg minni byggðarlög höfðu misst frá sér fiskikvóta og þar með fækkaði atvinnutækifærum fyrir íbúa að einhverju marki, og uppbygging ferðaþjónustu var því miklvægt tækifæri fyrir þessar byggðir.“

En svo fór að harðna á dalnum. Með miklu innflæði á erlendu ferðafólki varð krónan mjög sterk, sem þýðir að ,,hópatúrisminn“, sem hefur aðallega verið frá Evrópu, hefur smám saman látið undan. Í staðinn jókst verulega fjöldi bandarískra og kanadískra ferðamanna, sem Friðrik segir hafa annan ferðamáta. Allflestir Bandaríkamenn hafa bara vikulangt sumarfrí og þeir fara því í stutt ferðalög.

Bandaríkjamenn eru góðir viðskiptamenn

„Þetta eru góðir viðskiptavinir, sem gera miklar kröfur og eru frekar en margir aðrir tilbúnir að borga vel fyrir mikil gæði og góða þjónustu. Reynslan sýnir að einstaklingar eru oftar en ekki tilbúnir að borga betur en þeir sem kjósa að ferðast í hópum. Frá þessu er vissulega undantekningar svo sem í alls kyns hvataferðum og ráðstefnum. Á hvort borðið sem við róum er mest um vert að sníða okkur stakk eftir vexti og tryggja að innviðirnir ráði við verkefnið. Vandinn er að fyrir amerísku ferðamennina er flug til og frá Íslandi tveir ferðadagar og þá eru bara eftir fimm dagar, kannski fjórar næturgistingar. Af þessum sökum hefur skapast óheppilega mikil samþjöppun ferðamanna á Reykjavíkursvæðinu og austur fyrir fjall að Jökulsárlóni og vestur á Snæfellsnes. Önnur svæði eiga erfiðara uppdráttar.“ Undantekning frá þessu eru þeir sem velja til dæmis að fljúga hluta af hringleiðinni og aka hinn legginn og Friðrik telur tregðu hins opinbera við að laga alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum að breyttum þörfum ferðaþjónustu hafa verið illskiljanlega. „Þar er um að ræða fjárfestingu í öryggismálum fyrir millilandaflugið og nýjar gáttir inn í landið, sem myndu að öllum líkindum borga sig fljótt. Þegar þetta viðtal er tekið eru loksins að koma fram fréttir um að nú eigi að fara að taka til hendinni á Egilsstaðaflugvelli og er það vel. Vonandi kemur Akureyri strax líka.“


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

25

Áhersla á einstaka og öðruvísi upplifun.

,,Við, sem erum í ferðaþjónustu, verðum vör við að sífellt fleiri tala um að tíminn hafi gildi, jafnvel verðgildi. Þá er átt við að fólk vilji fá mikið út úr ferðalaginu og hafa tilgang í því, en ekki ferðast bara og láta síðan slag standa um það hvað bíður á áfangastað. Þessir ferðamenn vilja gæði í gistiaðstöðu, náttúruskoðun, menningarviðburði og öðruvísi upplifun en þeir fá annars staðar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað á Hótel Rangá er fjölskyldufólk, stundum þrjár kynslóðir saman. Það er gaman að komast að því að þetta fólk er vel undirbúið, hugsar vel um að allar kynslóðirnar hafi gaman af ferðinni og gagn af henni. Oft er lögð áhersla á að fara á fáfarna staði og fólk á stundum ekki orð yfir náttúrufegurðinni og kyrrðinni þegar ferðast er utan venjulegs ferðalagatíma og hvergi sést einn einasti maður.“ - Stundum var talað um að það væri gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Er of mikil áhersla lögð á komu ferðalanga á höfuðborgarsvæðið á kostnað landsbyggðar? ,,Ég vil ekki kalla það gjá,“ segir Friðrik Pálsson, ,,en skilningurinn verður að vera á báða bóga. Það hefur verið nokkur sátt um að höfuðborgin hýsi stærstan hluta opinberrar stjórnsýslu og smátt og smátt hefur heilbrigðiskerfið styrkst þar á kostnað sjúkrahúsa, sem áður störfuðu á landsbyggðinni. Ég er búinn að nefna gáttirnar inn í landið, en fleira kemur til .“

Eignir metnar á landsbyggðinni

frá höfuðborginni, því minni lánamöguleikar á landsbyggðinni. Þetta skilar okkur landsbyggðarfólkinu ekki því sem við þurfum að fá og getum notað á arðbæran hátt. Háir vextir og íþyngjandi byggingarreglugerð eru vitanlega erfið alls staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu bætast svo rándýr lóðargjöld við.“ Ákvarðanir voru teknar frá útibúunum og fluttar til Reykjavíkur þegar bankarnir fóru að verða stórir og sinntu fyrst og fremst stórrekstri,“ segir Friðrik. ,,Útibúin döguðu uppi að þessu leyti og þjónustuhugsjónin sem var í útibúunum er ekki sú sama nú og það er mjög erfitt fyrir landsbyggðina. Það leita margir til mín með ráð út af hinu og þessu, bæði af því að ég er orðinn gamall og hef gaman af að gefa fólki ráð ef ég get og bý kannski orðið yfir ýmislegri reynslu. Ég verð var við það í uppbyggingu úti um allt land að fólk sem er að koma sér af stað kvartar sáran yfir því, að hafirðu ekki fullt veð þá gangi ekkert. Og eignir eru miklu lægra metnar úti á landi en fyrir sunnan þannig að allt verður erfiðara. En við skulum hafa líka það sem rétt er, að aðstöðumunur húsbyggenda úti á landsbyggðinni er þeim í hag vegna hins himinháa lóðaverðs sem er á höfuðborgarsvæðinu. En lóðaverð er miklu lægra víðast á landsbyggðinni.“

er sett fyrir ævintýri á Íslandi og fái á tilfinninguna að það sé velkomið. Ýmis iðnaðarstarfsemi og nýsköpun hefur orðið til og stendur undir velferðinni. Stóraukin ferðaþjónusta verður að vera samkeppnisfær um starfsfólk við þær greinar sem best standa. Þetta gerir það að verkum að Ísland er og verður vonandi áfram „dýrt“ land að heimsækja.“

„Hvað er svo dýrt, er mat hvers og eins,“ segir Friðrik

„Langflestir ferðaþjónustuaðilar hugsa til langs tíma og þeir vilja ekki verðleggja sig út af markaðnum, en ég vona að almennt vilji fólk ná sem hæstum tekjum inn í landið í skiptum fyrir upplifun og góða þjónustu starfsfólksins. Við, sem höfum selt fiskinn úr landi í

,,Ein veruleg breyting hefur orðið fyrir landsbyggðina, sem er fall sparisjóðanna,“ segir Friðrik. „Okkur vantar gömlu sparisjóðina til baka eða þá einfaldlega nýja sparisjóði. Okkur vantar einhverja sem vilja geyma peninga fyrir fólk og ávaxta og lána þá aftur, en ekki með þeim gríðarlega vaxtamun sem er í dag. Þá vantar ekki hvað síst úti á landi, því að sparisjóðirnir og jafnvel gömlu góðu útibúin hjá bönkunum sinntu litlu fyrirtækjunum þar. Þau sinntu sprotafyrirtækjum, höfðu skilning á heimamarkaðnum og þekktu heimamenn. Þau höfðu ákveðnar heimildir til útlána

- Ástand vega hefur verið talsvert til umræðu, en nú virðst svo sem gera eigi m.a. átak í því að fækka einbreiðum brúm á hringveginum. Banaslys hafa Spjallað í matsalnum við hótelgesti. orðið við einbreiðar brýr þar sem erlendir fermenn eiga í hlut. Kann það að draga kjarkinn úr ferðamönnum að áratugi, höfum talið sjálfsagt að fá eins gott verð fyrir hann ferðast á bílaleigubíl á eigin vegum? Kann betra ástand og skynsamlegt hefur talist á hverjum tíma. Gleymum vega að auka þann hluta ferðaþjónustunnar? ,,Ég tel svo ekki vera, ég held að ástand vega hafi sáralítil því hins vegar ekki, að gengi krónunnar, verðið sem eða engin áhrif, og ég hef ekki heyrt einn einasta ferðamann fæst fyrir gjaldmiðilinn sem fæst fyrir útflutta vöru og tala um að malbikuðu vegirnir hérlendis séu slæmir, en þjónustu, skiptir gífurlegu máli,“ segir Friðrik Pálsson. vitanlega þarf að laga brýr og sinna eðlilegu viðhaldi og endurnýjun. Stundum heyri ég ferðamenn vissulega gera grín að malarvegunum, og sumir eru búnir að kynna sér að það standi til boða að keyra þannig vegi. Veðrið hefur heldur ekki mikil áhrif á ferðamenn. Sumarið 2018, þegar rigndi mikið, frekar kætti þá en hitt, enda koma þeir ekki til Íslands til að komast í gott veður, því fer fjarri. Þeir sem fara austur í Reynisfjöru í kolvitlausu veðri þar sem varla er stætt, finnst það bara gaman og láta taka af sér þar myndir þar sem þeir standa í 45 gráðu halla á móti vindinum. Það finnst þeim eftirminnilegt og skemmtilegt og kryddar ferðasöguna umtalsvert.“

Það eru ýmis handtökin þegar vetur er í bæ.

- Stundum er því haldið fram að Ísland sé svo dýrt ferðaland, að verið sé að verðleggja sig út af markaðnum. Er einhver fótur fyrir því? ,, Á Íslandi er fámenn þjóð, sem leggur áherslu á góð lífskjör. Við höfum lengst af búið við mikla arðsemi sjávarútvegsins, sem hefur verið grunnstoðin í atvinnurekstri. Ferðaþjónustan á eftir að verða enn sterkari, en hún er að breytast. Vonandi verður uppistaðan af ferðamönnum á næstu árum fólk sem er tilbúið til að borga það verð sem upp

og völd til að takast á við ákveðna uppbyggingu og starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Stóru bankarnir leggja núna alla áherslu á að geta átt veð í steinsteypukössum í Reykjavík og svo er það hlutfallað niður eftir því sem þú ferð lengra frá borginni. Því meiri fjarlægð

„Tekjur ferðaþjónustunnar rokka upp og niður eftir gengisskráningunni á hverjum tíma en kostnaðurinn hækkar hins vegar oftast jafnt og þétt. Ferðaþjónustan á eftir að verða enn sterkari, en hún er að breytast. Vonandi verður uppistaðan af ferðamönnum á næstu árum fólk sem er tilbúið til að borga það verð sem upp er sett fyrir ævintýri á Íslandi og fái á tilfinninguna að það sé velkomið. Þá mun okkur vegna vel.“


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

26

Útflutnings­verð­mæti eldisafurða jókst um 40% milli ára ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI ELDISAFURÐA Í SEPTEMBER ÁR HVERT Í milljónum króna á verðlagi hvers árs

Útflutningsverðmæti eldisafurða.

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 1.400 milljónum króna í september samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er nokkuð hægari aukning en verið hefur það sem af er ári en engu að síður veruleg, eða um 38% á milli ára og hefur útflutningsverðmæti eldisfurða aldrei áður verið meira í septembermánuði. Gengi krónunnar var að jafnaði ríflega 7% veikara í september síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra miðað við gengisvísitölu krónunnar. Er því um að ræða 28% aukningu í verðmætum í erlendri mynt. Þetta eru góðar fréttir fyrir eldi í austfirskum fjörðum.

Stóraukin framleiðsla á eldislaxi drifkraftur

Á fyrstu 9 mánuðum ársins nemur útflutningsverðmæti eldisafurða rúmlega 16,8 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var útflutningsverðmæti eldisafurða komið upp í rúma 9,6 milljarða króna og nemur aukningin í krónum talið á milli ára 75%. Að teknu tilliti til gengisáhrifa nemur aukningin rúmlega 56% en gengi krónunnar var að jafnaði 10% veikara á fyrstu 9 mánuðum ársins en á sama tímabil í fyrra. Það er stóraukin framleiðsla á eldislaxi sem skýrir þessa aukningu og er útflutningsverðmæti lax 90% meira á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Á myndinni hér fyrir neðan má jafnframt sjá að útflutningsverðmæti eldisafurða er nú þegar orðið 20% meira en það hefur mest farið upp í á heilu ári sem var árið 2017.

Kannski ekki ódýr lausn á biluðum niðurföllum, en lífgar vissulega upp á!

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Birgir Örn Smárason hjá Matís, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir hjá Grími kokk og Isaac Berzin hjá Algaennovation.

Prótein úr örþörungum, skordýrum og einfrum­ ungum til að mæta sívaxandi próteinþörf í heiminum NextGenProteins er verkefni til 4ja ára og standa að því 21 samstarfsaðilar frá 10 Evrópulöndum, þar af fjórir þátttakendur frá Íslandi. Verkefnið hlaut styrk upp á 8 milljónir evra úr evrópsku rannsóknaáætluninni Horizon 2020 fyrr á þessu ári, en það hófst formlega í síðustu viku. Matís ohf. leiðir nýtt evrópskt rannsóknaverkefni, NextGenProteins, þar sem þróa á næstu kynslóðir af matvæla- og fóðurpróteinum með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Verkefnið er liður í þeirri umbyltingu sem þarf að eiga sér stað í matvælaframleiðslu í heiminum á komandi árum til að fullnægja aukinni próteinþörf heimsins á vistvænan máta. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið

meiri. Til að mæta aukinni eftirspurn verður núverandi próteinframleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050. Evrópa er ekki sjálfbær þegar kemur að próteinframleiðslu, en 70-80% af fóðurpróteinum álfunnar er innflutt, að mestu frá Suður-Ameríku. Þessi staðreynd hefur beint sjónum að fæðuöryggi og almennri samkeppnishæfni innan Evrópu.

Mikil þörf á sjálfbærum próteingjöfum

Neikvæð áhrif próteinframleiðslu nútímans eru að mestu leyti tengd verksmiðjubúskap sem orsakar víðtæka losun gróðurhúsalofttegunda, óhóflegri notkun lands og vatns, sem og tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Til þess að mæta áætlaðri framtíðareftirspurn eftir próteini munu núverandi framleiðsluaðferðir setja aukinn þrýsting á auðlindir heimsins og leiða til frekari losunar gróður-

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

húsalofttegunda. Það er því afar mikilvægt að finna og þróa sjálfbæra próteingjafa sem hægt er að framleiða í magni sem mætir vaxandi eftirspurn matvæla- og fóðuriðnaðarins. NextGenProteins mun þróa framleiðslu þriggja nýrra próteina úr örþörungum, skordýrum og einfrumungum og sannreyna notagildi þeirra í ýmsum matvælum og dýrafóðri. Mikilvægur þáttur við prófanir er að mæta þörfum viðskiptavina og efla traust þeirra á nýjum próteinum. Með því að sýna fram á notagildi næstu kynslóðar próteina – sem framleidd eru með minna álagi á náttúruauðlindir og minni umhverfisáhrifum - í matvæli og fóður og efnahagslega hagkvæmni þeirra, mun verkefnið verða liður í að styrkja matvælaöryggi og sjálfbærni próteinframleiðslu í Evrópu.


t r o k a f Gja

• Frábær jólagjöf • kemur sér vel fyrir alla • fæst í öllu verslunum Bónus EKKERT

BRUDL


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

28

Úrgangur á Íslandi - Eftir Júlíus Sólnes prófessor emeritus

Samkvæmt síðustu tölum Hagstofu Íslands var heildarúrgangur á Íslandi 2017 1.400.863 tonn, en var árið áður (2016) 1.067.313 tonn, hafði þá í fyrsta sinn farið yfir eina miljón tonna. Þetta er mikil aukning milli ára og nemur 31%. Samkvæmt sundurliðun úrgangs eftir efnisflokkum og hvernig honum var fargað árið 2015, en þá var heildarmagn 850.152 tonn, fóru 175.762 tonn til urðunar, 12.469 tonnum var brennt án orkunýtingar (flokkað eins og urðun) og 3.358 tonnum brennt með einhverri orkunýtingu. Afgangurinn, 658.563 tonn skiptist þannig: Jarð- eða moltugerð 21.301 tonn; önnur endurvinnsla 115.305 tonn, fyllingarefni 418.365 tonn og önnur endurnýting 103.591 tonn.

Þegar myndin er skoðuð, vekur það athygli, að urðun sorps hefur nánast verið lögð af á hinum Norðurlöndunum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það virðist gerast samfara því, að þessi lönd hafa komið sér upp fullkomnum sorporkustöðvum, þar sem sorpi er brennt við kjöraðstæður og miklar megnunarvarnir viðhafðar. Stöðvarnar framleiða mikla orku, gróft reiknað getur stöð sem brennir 100.000 tonnum af sorpi á ári framleitt 10 MW, eða um 70 GW-stundir af rafmagni og sem svarar 25 MW af heitu vatni, er nota má til húshitunar og til starfsemi iðnfyrirtækja. Sjá má, að staða Íslands er ekki góð. Mynd 1 sýnir, að við erum í hópi Austur-evrópuþjóða hvað sorphirðu áhrærir, nánast eins og Búlgaría.

Meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum í löndum hins evrópska efnahagssvæðis. Myndin er gert af starfsmönnum samtaka sorporkustöðva í Evrópu, CEWEP, og byggist á upplýsingum frá hagfræðistofnun Evrópu, EUROSTAT, en stofnunin fær skýrslur um sorphirðu frá öllum aðildarlöndum EES.

Gera má ráð fyrir, að hlutfall hvers úrgangsflokks hafi lítið breytzt milli ára, þótt meiri áherzla sé nú lögð á endurvinnslu og endurnýtingu. Því er hægt að reikna með, að urðun úrgangs árið 2017 hafi verið yfir 200 þúsund tonnum. Nú er svo komið, að urðunarstöðum fækkar mjög - enginn vill hafa úrgang annarra í bakgarði sínum. Því hafa aðilar, sem taka við úrgangi af sveitarfélögum víðs vegar um land, hafið að flytja einhvern hluta til brennslu í nágrannalöndum okkar, Noregi og Svíþjóð. Sú leið er vart boðleg, ef horft er til lengri framtíðar. Kolefnisspor slíkra flutninga er of mikið. Það er stefna stjórnvalda, að urðun skuli smám saman hætt, enda segja nýjar reglur Evrópusambandsins, að frá og með árinu 2030 megi ekki urða meira en 10% af heildarúrgangi. Er með því verið að taka tillit til landanna í Suður-Evrópu, þar sem sorphirðumál eru ekki í eins góðum farvegi og í Norður-Evrópu.

Urðun sorps í Norðurevrópuríkjunum, Hollandi, Þýzkalandi, Belgíu, Austurríki og Lúxembúrg, er einnig mjög lítil, enda lögð mikil áherzla á sorpbrennslu, þótt mikið átak sé í gangi í þessum löndum að auka endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs. Í öllum löndum, sem hafa náð þeim árangri, að urðun sorps er lítil sem engin, hafa verð byggðar fullkomnar sorporkustöðvar, er brenna yfir helmingi alls úrgangs sem fellur til í landinu. Nærri 500 slíkar stöðvar er að finna á Evrópska efnahagssvæðinu. Þær hafa náið samstarf innan Sambands sorporkustöðva í Evrópu (CEWEP, www.cewep.org). Mynd 1 er fengin frá CEWEP.

Því má bæta við, að þeir aðilar sem eru framarlega í endurvinnslu á plasti telja sig bezt staðsetta nærri stórri sorporkustöð. Gott samstarf er milli þessara ólíku rekstraraðila. Sorporkustöðin lætur flokka allt plast sem henni berst. Sá hluti sem er endurvinnanlegur er sendur til endurvinnslu til nágrannans. Nútíma plastendurvinnslustöð nýtir þó yfirleitt ekki nema um Óskum landsmönnum öllum gleðilegra helming þess jóla og farsældar á komandi ári um leið hráefnis sem og við þökkum fyrir það sem liðið er. henni berst. Það plast sem ekki nýtist, n o k k u r s konar hrat frá

Sveitarfélagið Vogar

vinnslunni, sendir endurvinnslufyrirtækið til baka til sorporkustöðvarinnar. Þannig má segja, að allt plast sem berst til þessara ólíku aðila er því endurunnið og endurnýtt með einhverjum hætti. Þá getur plastendurvinnslan fengið rafmagn og heitt vatn frá sorporkustöðinni. Ein nýjasta sorporkustöð, sem byggð hefur verið í þessum löndum, er Amager bakke orkuverið í Kaupmannahöfn, ekki langt frá nýja óperuhúsinu. Hún er talin flaggskip slíkra stöðva í Evrópu, búin mjög fullkomnum mengunarvörnum. Ekki gekk þó átakalaust að byggja hana, og fór stofnkostnaður verulega fram úr áætlun. Bandarísk-danska fyrirtækið Vølund A/S sá um brennslueininguna. Tæknimenn þess segja, að alútboð henti bezt fyrir svona verkefni. Gerð Amager bakke stöðvarinnar var boðin út í ótal smáum verkpökkum, og bar hver verktaki aðeins ábyrgð á sínum pakka. Samræming framkvæmda snerist upp í eina allsherjar martröð, og rakst hver á annars horn. Þá setti skíðabrekkan á þaki stöðvarinnar og miklar kröfur til útlits strik í reikninginn. Stofnkostnaður stöðvarinn fór því yfir fjóra milljarða danskar krónur, sem hefur vakið mikar deilur um hvernig staðið var að framkvæmdinni í Danmörku. Samkvæmt ársreikningi 2018 fyrir stöðina kemur fram, að hún tók á móti 443.000 tonnum af úrgangi til brennslu. Þar af voru 30 þúsund tonn flutt inn, aðallega frá Bretlandi, 39 þúsund tonn komu frá jarðgerðarstöðvum, sem breyta lífrænum úrgangi í bíómassa og afgangurinn vegna sorpmóttöku frá þeim fimm sveitarfélögum er eiga stöðina, með Kaupmannahöfn í broddi fylkingar. Það er nefnilega svo, að allri endurvinnslu fylgir töluverður úrgangur, sem annaðhvort verður að urða eða brenna. Amager bakke stöðin framleiddi árið 2018 samtals 1.295 Gígawattstundir (GWh) af orku. Hún skiptist þannig, að rafmagnsframleiðsla var 135 GWh, framleiðsla á heitu vatni 1.090 GWh og 39 GWh voru nýtt af stöðinni sjálfri. Framleiðsla á heitu vatni nægði til að hita upp um 25 þúsund íbúðir. Raforkuverð frá stöðinni var í samræmi við markaðsverð í Kaupmannahöfn 2018, eða að jafnaði 344 DKK/MWh. Það svarar til þess, að kílówattstundin hafi kostað 5,9 íslenskar kónur. Heita vatnið var selt á 89 DKK/GigaJoule, sem samsvarar því, að kílówattstundin hafi kostað 5,5 íslenskar krónur. Eftir endurfjámögnun stöðvarinnar, virðist reksturinn kominn í eðlilegt horf. Er nú verið að undirbúa að hreinsa allt koltvíoxíð úr reyk frá stöðinni, sem að öðru leyti er mest vatnsgufa, þar sem nær öll (>99%) spillefni hafa verið hreinsuð burt. Verður sett upp svo-kallað amínsýrukerfi, sem skolar allt CO2 úr reyknum og skilar að lokum hreinu samþjöppuðu koltvíoxíði, sem nota má í iðnaði eða dæla niður í heppilegan viðtaka, t.d. basaltberg. Slík amínsýruþvottakerfi. t.d. fyrir kolaorkuver, hafa verið þróuð og reynd víða um heim síðustu 20 ár eða svo. Twence sorporkustöðin í Hollandi hefur komið upp slíkum búnaði og hreinsar allt koltvíoxíð úr reyknum. Er því umbreytt í matarsóda (natríum bíkarbónat). Það má því segja, vart sé hægt að farga sorpi á umhverfisvænari hátt. Fyrir Alþingi liggja nú tvær þingsályktunartillögur, sem tengjast sorphirðu. Önnur kallar eftir því, að umhverfisráðherra láti

Júlíus Sólnes verkfræðingur fíl.lic.

kanna hagkvæmni þess að byggja 80 til 100 þúsund tonn fullkomna sorporkustöð einhvers staðar á landinu, sem geti tekið við öllu því sorpi, sem annars færi til urðunar. Hin tillagan snýr að flutningi sorps frá öllu landinu til eins staðar (þar sem sorporkustöðin er) með strandskipum. Er lagt til, að umhverfisráðherra og samgönguráðherra láti kanna hagkvæmni þess, að smíðuð verði tvö vistvæn og sérútbúin strandflutningaskip, sem geti flutt sorpgáma og venjulega vöruflutningagáma ásamt olíum frá um 25 höfnum umhverfis landið. Þannig væri hægt að létta þungaflutningum af þjóðvegum landsins. Ekki veitir af, því að einn stór futningabíll slítur vegunum til jafns við um 9000 fólksbíla. Skipin hafi mikla dráttargetu og geti um leið nýtzt sem björgunarskip, séu m.a. útbúin með þyrlupalli. Ef yrði alvarlegt sjóslys við Íslands, t.d. skemmtiferðaskip með þúsundum farþega innanborðs lenti í sjávarháska, er ekkert skip til á Íslandi er gæti komið til björgunar. Það hefur orðið vart við þá hugsun hér á landi, að bygging sorporkustöðvar sé óþarfi. Fljótlega verði allt sorp eða úrgangur af hverju tagi endurunnin eða endurnýttur. Það verði einfaldlega enginn afgangur. Tilraun til þess að flokka og endurvinna allt sorp til botns hefur farið fram á Borgundarhólmi nokkur undanfarin ár. Þar var lítil sorpbrennslustöð í líkingu við þær sem voru byggðar á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar. Afar ófullkomin stöð og mikill mengunarvaldur. Henni var lokað og í staðinn ákveðið að flokka, endurnýta og endurvinna allt sorp. Ekkert átti að vera eftir. Allir íbúar Borgundarhólms tóku heils hugar þátt í verkefninu. Nú eftir nokkur ár er ástand mála þannig, að 80% sorps á Borgundarhólmi er endurnýtt eða endurunnið, afgangurinn, um 20%, er sendur til Kaupmannahafnar til brennslu í Amager bakke stöðinni. Ella Stengler sérfræðingur hjá CEWEP kom hingað til lands í fyrra og hélt erindi um sorphirðumál í Evrópu og brennslu úrgangs í sorporkustöðvum. Hún kannaðist við þá afstöðu stjórnmálamanna, að allt sorp skuli endurunnið eða endurnýtt, og því verði byggingu fleiri sorporkustöðva í Evrópu hætt, þar sem þær verði smám saman óþarfar. Ella segir stjórnmálamenn lifa í einhverjum draumheimi, þegar kemur að sorphirðumálum, endurvinnslu sorps og endurnýtingu. Þeir neiti einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir og halda, að sorpið gufi einhvern veginn upp eða hverfi undir teppið. Draumórar sjónmálamanna eru ekki nýir af nálinni. Svo mikið er víst, að alltaf verður töluverður afgangur (10‒20%), þegar allt hefur verið flokkað, endurnýtt og -unnið. Miðað við tölurnar frá 2017 er afgangurinn vel yfir 100 þúsund tonnum. Á þá að halda áfram að urða sorp á Íslandi og skipa sér í flokk með fátæku löndunum í Evrópu? Júlíus Sólnes


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

29

Komið með góðan afla að landi á Patreksfirði.

Sóknaráætlun Vestfjarða:

Atvinnuþróun og nýsköpun, samfélag, umhverfi og menning Sóknaráætlun Vestfjarða 20202024 er stefnumótandi sértæk byggða­áætlun fyrir Vestfirði sem felur í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir. Í henni er falin sýn íbúa svæðisins á það hvernig Vestfirðir eigi að þróast næstu ár. Vestfjarðastofa annast gerð nýrrar Sóknar­áætlunar fyrir hönd Fjórðungs­sambands Vestfirðinga. Á fundi stjórnar vorið 2019 var samþykkt að ráða Capacent til að annast umsjón með stórfundi og ráðgjöf á meðan á vinnu við gerð Sóknaráætlunar stæði. Sóknaráætlun Vestfjarða er unnin í víðtæku samráði við íbúa. Sérstök gátt var opin á meðan á vinnuferlinu stóð þar sem hægt var að senda inn tillögur og ábendingar. Fundir voru haldnir víða á Vestfjörðum og hófst ferlið með stórfundi í Bolungarvík 29. maí 2019. Niðurstöður fundanna voru dregnar saman og lagðar fyrir Samráðsvettvang Sóknaráætlunar, sem skipaður er 45 einstaklingum víðsvegar að af Vestfjörðum. Samtals má gera ráð fyrir að vel á þriðja hundrað manns hafi komið að ferlinu við gerð áætlunarinnar. Að lokum voru drög Sóknar­ áætlunar Vest­fjarða 20202024 settar í opið umsagnarferli í Samráðsgátt og gafst öllum sem vildu færi á að koma með ábendingar og tillögur. Sóknaráætlun Vestfjarða var kynnt

á Haustþingi Fjórðungssambands Vest­firðinga sem haldið var í október 2019. Auk víðtæks sam­ráðs er horft til aðal skipulaga sveitarfélaga á Vestfjörðum, gildandi byggðaáætlunar og nýrrar sviðs­myndagreiningar fyrir Vest­ firði sem unnin var vorið 2019.

Maarkmiðið að efla atvinnulíf á Vestfjörðum

Vestfjarðastofa er sjálfseignarstofun sem tók við verkefnum sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga sinntu áður. Undir Vestfjarðastofu heyrir einnig Markaðsstofa Vestfjarða og menningarfulltrúi Vestfjarða. Tilgangur Vestfjarðastofu er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita samræmda og þverfaglega ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnu- og byggðaþróun, frumkvöðlastarfsemi og menningu í víðum skilningi. Markmið Vestfjarðastofu er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna. Markmiði sínu hyggst Vestfjarðastofa ná með öflugu samstarfi atvinnulífs, sveitarfélaga, ríkisvalds og stoðkerfis hins opinbera.

Heildarfjöldi íbúa á Vestfjörðum í upphafi árs 2019 var 7.063 manns. Árið 1999 var íbúa fjöldinn 8.503, þannig að mikil fækkun hefur orðið á þessu tímabili og enn meiri ef litið er lengra aftur í tímann. Íbúar á Vestfjörðum eru um 2% af mannfjölda landsins árið 2019 en voru um 2,9% landsmanna árið 2000. Ef skoðuð er íbúaþróun á Íslandi hefur hlutfallslega mest fækkun verið á Vestfjörðum eða um 42%. Fjöldi innflytjenda á Vestfjörðum var í upphafi árs 2019 um 1.227 og hefur fjölgað nokkuð síðustu ár en þeir voru 585 árið 2000. Fjölgun innflytjenda hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulíf og menningu víða á Vestfjörðum og hafa þar orðið til lífleg fjölmenningarsamfélög. Hlutfall erlendra íbúa hefur hækkað mikið á síðustu 10 árum og eru þeir nú um 14% íbúa á Vestfjörðum.

Hringvegur-2 um Vestfirði verði heilsársvegur

Ný Sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2020-2024 var samþykkt á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vest­f irðinga/Vestfjarðastofu nýverið og var unnið út frá fjórum lykilmálaflokkum: atvinnuþróun og nýsköpun, samfélagi, umhverfi og menningu. Í hverjum málaflokki eru sett markmið og áhersluatriði, m.a. að víðtækt samráð náist

um verkefnið þannig að atvinnulíf, sveitarfélagar, íbúar og stofnanir samfélagsins vinni saman að markmiðum hennar, að hringvegur 2 um Vestfirði verði heilsársvegur með bundnu slitlagi á tímabilinu og að lög og reglugerðir um nýtingu auðlinda séu skýr og þeim fylgt. Mikil áhersla var lögð á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila við gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða.

Helstu styrkleikar Vestfjarða • Ímynd hreinnar náttúru • Gjöful fiskimið • Tækifæri tengd sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda • Hátt atvinnustig • Fjölskylduvænt umhverfi

Helstu veikleikar Vestfjarða

• Einhæft atvinnulíf • Menntunarstig undir meðaltali • Veikir innviðir • Ófullnægjandi samgöngur • Ótryggt rafmagn • Ófullnægjandi netsamband

Vaxandi alþjóðegt þekkingarsamfélag

Vestfirðir eru framúrskarandi svæði til að búa, starfa, heimsækja og njóta hreinnar náttúru og kyrrðar. Þar er öflugt, vaxandi alþjóðlegt þekkingarsamfélag sem einkennist af kraftmikilli sköpun, sterkri sjálfsmynd og umhverfisvitund. Góðir innviðir, öflug samfélagsleg þjónusta og fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af virðingu fyrir umhverfi, samfélagi og auðlindum.

Forsendur árangurs Sóknaráætlunar Vestfjarða byggir á því að; I.

Að Sóknaráætlun Vestfjarða verði samstarfsverkefni sveitarfélaga, íbúa, stofnana og atvinnulífs á Vestfjörðum. II. Að á tímabili þessarar Sóknaráætlunar verði Hringvegur 2 lagður bundnu slitlagi og fær allt árið. III. Að lög og reglugerðir um nýtingu auðlinda séu skýr og þeim fylgt. IV. A ð verkefnum Byggðaáætlunar verði hrint í framkvæmd. V. Að flutningskerfi raforku á Vestfjörðum verði samkeppnishæft við aðra landshluta. VI. Að fjarskiptakerfi á öllum Vestfjörðum verði samkeppnishæft við aðra landshluta. VII. Að húsnæðisskortur hamli ekki atvinnuuppbyggingu og ný tegund húsnæðislána nýtist á Vestfjörðum. VIII. Að áætlunarflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur og samgöngumiðstöð verði byggð upp á höfuðborgarsvæðinu. IX. Að aðgengi að fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu verði tryggt.

VARMADÆLUR

ÓDÝRARI LEIÐ TIL HÚSHITUNAR

Hagkvæmar í rekstri | Endingargóðar Umhverfisvænar | Hljóðlátar

FUJITSU varmadælurnar eru þekktar fyrir gæði og þeim fylgir 5 ára ábyrgð.

VARMADÆLUR HENTA SÉRSTAKLEGA VEL Á „KÖLDUM“ SVÆÐUM LANDSINS, ÞAR SEM EKKI ER HITAVEITA!

Hafðu samband, við erum sérfræðingar í varmadælum. WWW.GASTEC.IS | SÍMI 587-7000

GASTEC | VAGNHÖFÐA 9 | REYKJAVÍK OPIÐ 8:00 - 18:00 ALLA VIRKA DAGA


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 5 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 9

30

,,Gríðarleg sóknarfæri í íslenskum landbúnaði“ - segir dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er verkfræði ehf. og vann að nýsköpunarverkreistur á grunni öflugrar rannsóknastofnefnum og ráðgjöf. unar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar land- Tengsl þín við landbúnað hafa þá búnaðarins (Rala), Landbúnaðarháskólans væntanlega ekki verið mikil allt þar til þú á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins að hófst störf við Landbúnaðarháskólann? Reykjum í Ölfusi. LbhÍ tók til starfa í upphafi ,,Það er rétt, bein tengsl hafa ekki verið árs 2005. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikil en í gegnum stjórnsýslustörfin hjá mikla sérstöðu meðal háskóla hérlendis. Orkustofnun tengdist ég talsvert landinu, Þessi sérstaða felst fyrst orkunni og auðlindunum og síðast í viðfangsefni og auðlindanýtingu og skólans sem er náttúra þannig tengdist ég óbeint Rekt0r langar að gera Íslands - nýting, viðhald landbúnaði og garðyrkju og verndun. Viðfangsefni og var með tengsl við rannsókn á því hvernig kennslu og rannsókna við nokkur sprotafyrirtæki verð á lambakjöti hefur LbhÍ er því landið og það á sviði lífefnafræði og þróast síðustu 30 árin sem á því lifir. Á stundum næringarfræði og í framer sagt að LbhÍ sé Skóli haldi t.d. fiskeldi en ég miðað við hvernig verð lífs og lands sem er rétthef unnið talsvert í ráðgjöf á fiskafurðum hefur nefni en skólinn er lítill fyrir fiskeldisfyrirtæki, t.d. þróast. Framsetning á háskóli sem einnig markar hvað varðar umhverfisvotthonum sérstöðu. Nám á anir. Ég var aldrei í sveit fiskafurðum til neytenda háskólabrautum er kennt þegar ég var unglingur en hefur þróast nokkuð á Hvanneyri í Borgarfirði ég á systur sem býr í sveit mikið á undanförnum og á Keldnaholti, en rannog eiginmaður minn er sóknir fara fram á öllum frá sveitabæ svo það búa áratugum, en lambastarfsstöðvum skólans. margir fjölskyldumeðlimir kjötið minna. Búfræðinámið er kennt á mínir í sveit. Þannig hef Hvanneyri og nám á garðég fylgst vel með og séð yrkjubrautum er kennt á Reykjum í Ölfusi, hvernig íslenskur landbúnaður hefur þróast en starfseiningin þar er staðsett fyrir ofan á undanförnum árum, svo ég er ekki alls sundlaugina í Hveragerði. ókunnug landbúnaðinum. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, efnaÞað hvatti mig einnig til að sækja um verkfræðingur, var ráðin rektor á síðasta starf rektors að ég hef talsvert tengst ári. Hún var spurð hvort starf rektors Evrópuverkefnum og ég sá að ég gæti nýtt Landbúnaðarháskóla Íslands væri drauma- tengsl mín og þekkingu á því sviði til hagsstarf sem hún hefði horft til. Hún segist bóta fyrir skólann. hafa séð starfið auglýst áður en þá ekkert

rætast þar úr. Við höfum verið að fá margar mjög flottar umsóknir Dr. Ragnheiður I. Þórarinsdótti rektor LbhI. um þau störf sem við höfum auglýst bæði frá innlendum og bætt í okkar landbúnaði til að vera samkeppnerlendum aðilum. Það er því ástæða til bjart- ishæfari á alþjóðlegum mörkuðum. Það er sýni. Við höfum markvisst verið að sækja mjög undarlegt að sauðfjárræktin stendur fleiri doktorsnemendur í skólann og þeir hafa varla undir sér, afurðaverð til bænda stendur aldrei verið fleiri en þennan veturinn.“ ekki undir framleiðslukostnaði. Það virðast allir fá ásættanlegan hlut í keðjunni, nema - Nemendafjöldinn að meðtöldum sjálfur bóndinn, framleiðandinn. Það gengur fjarnámsnemendum munu vera um 300 ekki til lengdar að sauðfjárbóndi þurfi að talsins. Er samsetning nemendahópsins stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til æskileg, eru kannski of fáir nemendur á að eiga í sig og sína fjölskyldu og á. einhverjum sviðum? Mig langar að gera rannsókn á því hvernig ,,Það mætti bæta í á öllum sviðum, verð á lambakjöti hefur þróast síðustu 30 árin eina brautin sem fær fleiri umsóknir en miðað við hvernig verð á fiskafurðum hefur við getum annað er búfræðin, en það er þróast. Heil ýsa sem flestir borðuðu kostaði helst verklegi þátturinn sem er takmark- ekki mikið fyrir nokkrum áratugum, en hún andi. Ég verð svolítið vör við að einhver sést varla í fiskborðinu í dag. Framboðið á hluti landsmanna áttar sig ekki á því að fiski til neytenda er gjörbreytt og verðið líka. Landbúnaðarháskóli Íslands starfar á þremur Mikið framboð er af tilbúnum fiskréttum starfsstöðvum, Hvanneyri, Keldnaholti og sem einfalt og fljótlegt er að elda. Minni Ölfusi. Við verðum að líta á skólann sem breytingar hafa orðið í lambakjötinu og eina heild með þá sterku innviði sem hann úrval af slíkum einföldum réttum ekki eins hefur, til að ná þeim árangri sem við sækj- mikið og í fiskinum. Ég held að samanburðumst eftir. Svo má benda á að námið og urinn á þróun þessara tveggja vara og verð tækifærin í búvísindum hefur talsvert breyst, þeirra á nokkurra áratuga tímabili verði mjög ekki síst vegna nýjunga í matvælatækni og áhugaverður.“ umhverfismála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, 17 talsins, tengjast markmiðum -Er framtíð Landbúnaðarháskóla skólans með ýmsum hætti. Við erum með Íslands björt? Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna á ,,Við eigum alveg gríðarleg sóknarfæri í sviði landgræðslu hjá okkur sem fær um 20 íslenskum landbúnaði, það vilja allir vinna nemendur á hverju ári frá Afríku og Asíu, þá með Íslandi, enda erum við á sviði sem eru ávallt nokkrir skiptinemar hjá okkur sem skiptir okkur öllu máli í náinni framtíð, og erlendir kennarar. Andrúmsloftið hér er hvernig loftslagsmálin þróast, matvælaframleiðslan og hvernig okkur tekst að umgangast jörðina. Margir nemendur hér í búvísindum fara í búskap, aðrir t .d. í ráðgjöf fyrir bændur eða hjá fyrirtækjum tengdum landbúnaði, s.s. fyrirtækjum sem flytja inn vörur og tæki fyrir bændur, og fyrir þá sem nema hér umhverfisskipulag og skipulagsfræði eru atvinnumöguleikar mjög góðir svo dæmi séu nefnd.“

Samstarfsnet háskóla

Skólabyggingin á Hvanneyri.

hugsað til þess að sækja um það en þegar það var auglýst að nýju vakti það áhuga hennar þótt hún hafi verið í spennandi verkefnum og þá sérstaklega í evrópskum samstarfsverkefnum. Ragnheiður lauk meistaranámi í efnaverkfræði á sviði lífefnafræði og næringarfræði. Þegar heim kom úr námi fór Ragnheiður að vinna hjá Iðntæknistofnun og síðan hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Hún er því ekki ókunnug Keldnaholtinu. Á Keldnaholtsárunum lauk hún doktorsnámi árið 2000, en viðfangsefnið fjallaði um tæringu málma. Í kjölfarið fór hún í MBA nám og útskrifaðist með MBA gráðu árið 2002 með áherslu á fjármál og rekstur. Árið 2004 hóf Ragnheiður störf sem deildarstjóri orkudeildar við Orkustofnun og 2005 var hún ráðin aðstoðarorkumálastjóri. Árið 2008 stofnaði hún sprotafyrirtækið Svinna-

- Mun undir þinni stjórn erlent samstarf fá meira vægi í starfsemi skólans en hefur verið áður? ,,Já, við viljum sækja fram og fá aukið fjármagn ekki síst frá erlendum rannsókna- og nýsköpunarsjóðum og ná þá jafnframt í aukna þekkingu í gegnum alþjóðlega samstarfsaðila. Þannig sé ég að þrjár meginstoðir skólans rannsóknir, nýsköpun og kennsla, styðji við hvor aðra. Til að efla kennslu og vera í fremsta flokki með nýjungar og góða innviði þarf rannsóknir og nýsköpun.

Flottar umsóknir um kennarastöður - Hvernig gengur að fá kennara að skólanum? ,,Það hefur verið áhyggjuefni á undanförnum misserum, en nú virðist vera að

því oft mjög alþjóðlegt. Evrópusambandið er að setja gríðarlega fjármuni til þeirra málaflokka sem skólinn vinnur að og því eftir miklu að sækja þangað bæði til að styrkja skólann fjárhagslega en ekki síður til að efla alþjóðleg tengsl og sækja þekkingu.“

Mikilvægt að beina sjónum að samkeppnishæfni íslenskra landbúnaðarafurða - Umræðan um landbúnað fer stundum um víðan völl, og ekki alltaf studd miklum rökum. Þá hefur umræðan um innflutning á frosnum kjötvörum eða ófrosnum farið víða og oft ekki studd miklum sannfærandi rökum, jafnvel engum. Þetta mál hlýtur að bera stundum á góma í skólanum? ,,Þetta snýst svolítið um samkeppnishæfni íslenskra landbúnaðarafurða, hvað við getum

- Er samstarf milli Landbúnaðarháskóla Íslands og háskólans á Hólum í Hjaltadal þar sem m.a. er rekin hestafræðideild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og ferðamáladeild? Árlega stunda á þriðja hundrað nemendur nám á Hólum, flestir í fjarnámi með staðbundnum lotum. ,,Það hefur verið samstarf, ekki síst í hestafræðunum, enda á báðum stöðum og kannski verður aukið samstarf í ferðaþjónustu í náinni framtíð vegna aukins áhuga á því að tengja ferðaþjónustu við frumframleiðslu á matvælum. Við erum alltaf opin fyrir auknu samstarfi hér. Svo er verið að efla samstarfsnet allra sjö háskóla landsins og einnig opinberu háskólanna sérstaklega, Landbúnaðarháskólans, Háskólans á Hólum, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Skólarnir hafa sameiginlegan persónuverndarfulltrúa, námsráðgjafa og samnýta ýmsa þjónustu t.d. á sviði tölvumála, lögfræðiþjónustu og vísindaskrifstofu. Þá er upplýsinga- og kennsluvefurinn sem nefnd er „Uglan“ samnýtt. Það eru haldnir sameiginlegir fundir rektora reglulega þar sem farið er yfir hvernig við getum styrkt samstarf skólanna enn frekar,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 5. ÁR G. - DES EM BER 2019

31

Nemendur við LbhÍ koma víða að af landinu Nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands koma frá flestum landsfjórðungum landsins. Þeir búa flestir í nemendabústöðunum, og margir þeirra eru með fjölskylduna með sér. IÐNAÐARBLAÐIÐ hitti tvo þeirra í fjósinu á Hvanneyri þar sem verið var að mæla nautgripina hátt og lágt og skrá niðurstöðuna niður á þar til gert skýrslueyðiblað. Aðrir námu tæknina við fullkomið mjaltakerfið. Vinalegur fjóskötturinn rölti eftir fóðurganginum og virtist láta sér fátt um finnast, ekkert truflaði sálarró hans.

Fyrst í búvísindi

Margrét Gunnarsdóttir úr Kópavogi nam við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hún segir að meginástæðan fyrir því að hún sótti um skólavist á Hvanneyri hafi verið áhugi hennar á hrossum. Staðsetning skólans og umhverfið hafi einnig heillað hana en hún hóf fyrst nám í búvísindum. - Er það eðlilegt að taka fyrst búvísindinn og fara síðan í búfræðina eins og þú gerir? ,,Það er auðvitað öfug leið, því vitaskuld á maður að fara fyrst í búfræðina og síðan í búvísindinn. Að loknu þessu námi tekur svo við hjá mér að sækja um störf vítt og breytt um landið og helst langar mig auðvitað að verða ráðunautur en auðvitað hefur alltaf blundað í mér að verða bóndi. Það gerist annað hvort að kaupa jörð ef ég hef fjárráð til þess eða starfa hjá tengdaforeldrum mínum sem eru bændur í Berufirði, síðasta bænum í Djúpavogshreppi,” segir Margrét Gunnarsdóttir.

Smiður úr Norðfjarðarsveit í búfræði

Eyjólfur Axelsson er frá Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit þar sem foreldrar hans stunda saufjárrækt. Eyjólfur lauk fyrst námi sem smiður áður en hann hóf nám í búfræði á Hvanneyri og útskrifast vorið 2020. Þó skólinn sé hinu meginn á landinu hafi það hafi ekki verið erfitt þar sem hann sé með konu og barn með sér á Hvanneyri í nemendabústöðunum. Eyjólfur segir ekki ólíklegt að hann taki við búi eftir foreldra sína, en það verði framtíðin að leiða í ljós. Markmiðið er fyrst og fremst að hefja búskap einhvers staðar, framtíðin verður að leiða í ljós hvar, Kannski kaupi ég jörð þó það sé hvorki auðvelt né auðvelt. Ég held að það muni reddast einhvern veginn.

Margrét Gunnarsdóttir.

- Hvernig finnst þér þetta nám? ,,Það er nokkuð í takt við það sem ég átti von á og sannarlega er ég læra heilmikið sem ég þekkti ekki áður, gera einnig ýmsa hluti og oft með mun hagkvæmari hætti. Það er gaman og fróðlegt að vera kominn aftur í nám, sestur á skólabekk eftir 10 ára fjarveru, gaman að kynnast skemmtilegu fólki sem kemur víða að af landinu.” - Er líklegt að þú leitir þér að jörð austur á landi? ,,Já, en kannski fyrir norðan. Vinkona konu minnar býr fyrir norðan, við Hafralækjarskóla í Aðaldal, svo hún hefði ekkert á móti því að flytja þangað ef til kæmi, að ég held. Þaðan er stutt að fara til Húsavíkur og til Akureyrar ef þörf krefur,” segir Eyjólfur Axelsson.

Eyjólfur Axelsson.

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK setti upp nýverið aflmestu spennistöð sem félagið hefur útbúið í nýtt og glæsilegt uppsjávarfrystihús sem nú er að rísa á athafnasvæði Eskju á Eskifirði. Nýja spennistöðin sem mun auka til muna afhendingaröryggi raforku á athafnasvæði Eskju er liður í markvissri áætlun RARIK að byggja upp raforkudreifikerfið á landsbyggðinni. www.rarik.is


New Holland

T5

New Holland T5.120 EC með 740TL ámoksturstækjum • 4 strokka „Common Rail“ mótor, 117 hestafla með ECOBlue Hi-eSCR mengunarvarnarbúnaði ásamt rafmagnshitara á mótor. • Vökvavendigír og 16x16 vökvaskiptur gírkassi 40 km/h með sjálfskiptimöguleika. • „ParkLock“ handbremsa í gírstöng. • 200 A rafall. • Rafstýrð framdrifsásetning og driflæsing, 100% á báðum hásingum. • 3ja hraða aflúttak 540/750/1000sn. • 2 vökvadælur 84 og 34 ltr/mín afköst. • 4 vökvaventlar (8 vökvaúttök) með flotstöðu og stillanlegu vökvaflæði. • 2 miðjuventlar með stjórnstöng.

Nú er tækifæri til að eignast kröftuga vél með miklum þægindum á mjög hagstæðu verði.

• Rafstýribeisli með 5,420 kg. lyftigetu. • Opnir beislisendar ásamt vökvaútskotnum dráttarkrók. • Fjaðrandi og rúmgott ökumannshús með miklu útsýni. • Loftkæling (air condition). • Útdraganlegir hliðarspeglar með neðri gleiðhorna spegil. • Loftfjaðrandi ökumannssæti ásamt farþegasæti. • Hljóðeinangrun 74db. í ökumannshúsi. • 8 LED vinnuljós og 2 blikkljós á ökumannshúsi. • Brettabreikkanir og stjórnrofar á afturbrettum fyrir aflúttak og lyftu. • Dekkjastærðir: 480/65 R24 framan og 600/65 R34 að aftan. • New Holland 740TL ámoksturstæki með 210 cm. skóflu.

Verð

10.690.000 kr. án vsk. (13.255.600.- kr. með vsk.) Verð miðast við gengi EUR 140

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Furuvellir 15 • 600 Akureyri www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Sími 535 3500


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.