Kryddhúsið - Krydd & uppskriftir

Page 1

BETRA BRAGÐ UM JÓLIN


Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum. Varan er náttúruleg, ómeðhöndluð og án allra aukaefna. Jurtirnar eru yfirleitt handtíndar og þurrkaðar undir berum himni. Mikið af kryddblöndunum eru handgerðar og kryddinu er handpakkað í vistvænar umbúðir úr PET plasti og áli. Einstaka kryddblöndur innihalda salt en þá yfirleitt í litlu magni, annars er kryddið án salts.

Gulur miði: Heil og möluð krydd

Rauður miði: Kjöt og kjúklingur

Grænn miði: Grænmeti, grjón, ídýfur, kornmeti

Blár miði: Fiskur og sjávarfang

JÓHANN INGI REYNISSON YFIRMATREIÐSLUMEISTARI - MAX VEITINGASTAÐUR Jóhann Ingi matreiðslumeistari er þekktur fyrir frumlegar og framandi uppskriftir. Á Max Veitingastað reiðir hann fram skandinavískan mat með alþjóðlegu sniði af mikilli list sem leikur við bragðlaukana og er sannkallað augnakonfekt.


GRAFIN GÆS MEÐ JÓLALEGRI TRÖNUBERJASULTU OG PARMESANKEXI 6 gæsabringur (svartfugl) Gróft salt Kryddblanda: ¼ bolli sinnepsfræ ½ bolli basilikka ½ bolli oregano

½ bolli timían ½ bolli rósmarín ½ bolli salt ½ bolli svartur pipar, grófmulinn 1 msk sykur 1 ½ msk. sellerífræ

RAUÐVÍNSEDIKSÓSA ½ dl rauðvínsedik ½ dl rauðvín 1 dl ólífuolía 1 msk púðursykur

1 tsk hunang ½ tsk Worcesterhire sósa Salt og pipar

Aðferð: Bringurnar eru huldar með grófu salti og látnar standa í 3 klst. við stofuhita. Skolið saltið af bringunum. Blandið öllu kryddinu ásamt sykrinum saman og hyljið bringurnar með því. Látið bringurnar liggja í sólarhring á köldum stað. Hitið hráefnin í sósuna í potti og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og bornar fram með meðlætinu.

PARMESANKEX Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og rífið parmesanostinn þétt yfir. Bakið í 180°C heitum ofni í 20 mín. eða þar til gullinbrúnt. Látið kólna og brjótið í hæfilegar stærðir.

JÓLALEG KRYDDUÐ TRÖNUBERJASULTA 550g jarðarber (fersk eða frosin) 225g trönuber (fersk eða frosin) 1 kg sykur 20g pektin

2 tsk kanill 2 tsk engifer ½ tsk allrahanda malað ¼ tsk negull malaður

Setjið berin í matvinnsluvél og maukið. Maukuð berin sett í pott með sykrinum og kryddinu og soðið niður í u.þ.b. 25 mín. eða þar til sykurinn hefur blandast saman við berin. Hrærið stöðugt í á meðan svo ekki brenni við. Takið af hellunni, stráið pektininu yfir og blandið vel saman við sultuna. Hellið á krukkur sem búið er að þvo með heitu vatni.


PURUSTEIK MEÐ HEIMALÖGUÐU RAUÐKÁLI OG KRYDDUÐUM EDAMAME BAUNUM 3 msk 5 krydda Kína kryddblanda 1 msk allrahanda (malað eða heilt marið) Salt og pipar Kryddið purusteikina og látið hana hvíla yfir nótt á köldum stað. Setjið í eldfast mót með puruna niður. Gott að hella hvítvíni og bjór yfir þannig að fljóti aðeins yfir puruna. Eldað við 170°C í 35 mín. Takið þá purusteikina úr vökvanum og setjið í mót með puruna upp. Hækkið hitann í 250°C og poppið puruna í 10 mín.

SÓSA 5 dl soð af purusteikinni 1 tsk estragon/tarragon 1 skalottlaukur 1 tsk tómatpúrra

1 dl hvítvín 50g smjör Salt og pipar

Steikið laukinn í smjöri, hellið víninu yfir og sjóðið niður um helming. Bætið soðinu, tómatpúrrunni og kryddinu út í og látið sjóða. Hrærið því næst smjörinu smátt og smátt saman við sósuna þar til hún fer að þykkna. Ekki láta sósuna sjóða eftir að smjörið er komið saman við hana.

HEIMALAGAÐ RAUÐKÁL ½ haus rauðkál, skorið í strimla ½ l borðedik 250 ml vatn 600g sykur ½ staukur Jólaglöggskryddblanda Allt nema rauðkálið sett í pott og hitað upp að suðumarki. Bætið rauðkálinu út í og hægsjóðið í u.þ.b. 10 mín. Takið af hellunni, setjið plastfilmu yfir og látið kólna í pottinum.

KRYDDAÐAR EDAMAME BAUNIR 350g frosnar edamame baunir Salt, pipar 2-3 msk Marokkóskt fiskikrydd Sítrónusafi 1-2 tsk Marokkósk Harissa Baunirnar settar í skál og heitu vatni hellt yfir þær. Hitið kryddið í smjöri og/eða olíu og setjið baunirnar út í og veltið þeim upp úr kryddaðri fitunni. Saltið og piprið og kreistið aðeins af sítrónusafa yfir allt saman.


RÓSAKÁL MEÐ TRÖNUBERJUM OG EPLUM 550g rósakál Lúkufylli af trönuberjum Lúkufylli af pekanhnetum 1 grænt epli (skorið í teninga með hýðinu á)

3 msk Villibráð og lamb kryddblanda 1 msk nigella fræ Salt og pipar

Skerið rósakálið til helminga og brúnið á pönnu. Kryddið til og bætið eplunum saman við. Eldið þar til eplin hafa mýkst aðeins. Takið af pönnunni, setjið í skál og stráið trönuberjunum og grófskornu pekanhnetunum yfir.

SOUS VIDE BLÓMKÁL Í HÁTÍÐARBÚNINGI - VEGAN GOTT MEÐ HUNANGSGLJÁÐUM SÆTKARTÖFLUM - SJÁ HÆGELDUÐ KALKÚNABRINGA

1 blómkálshaus ¼ dl chiliolía (1 bolli ólífuolía og 1 tsk chili malað, sett í matvinnsluvél og blandað saman á mesta styrk í u.þ.b. 10 mín.) ½ dl reykt olía (1 bolli ólífuolía og 1 msk reykt paprika, sett í matvinnslu­vél og blandað saman á mesta styrk í u.þ.b. 10 mín.) 1 dl olía Cumin Salt og pipar Skerið blómkálið í 2 cm þykkar sneiðar og kryddið vel með cumin, salti og pipar. Setjið hverja sneið fyrir sig í viðeigandi poka. Blandið olíunum saman og deilið jafnt í pokana. Eldið (Sous vide) við 74° í 40 mín.

SOUS VIDE RAUÐKÁLSMAUK 450g rauðkál 1 dl rauðvín ½ dl Hildiblómaedik (Elderflower) 26g Dijon sinnep

2 tsk salt ¼ tsk pipar ¼ tsk kúminfræ ½ tsk maizenamjöl

Grófskerið rauðkálið og setjið í viðeigandi poka með rauðvíninu og kúminfræjunum, Eldið (Sous vide) við 95°C í 90 mín. Takið því næst rauðkálið og maukið í matvinnsluvél. Hellið maukinu í skál og bætið restinni af hráefnunum saman við og þykkið með maizenamjöli.

STEINSELJU-KÓKOSFROÐA 1 dós kókosmjólk 1 lúka steinselja

Salt og pipar

Blandið kókosmjólkinni og steinseljunni vel saman í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar. Hellið í rjómasprautu, tæmið úr tveimur gashylkjum í sprautuna, hristið vel á milli.


HÆGELDUÐ KALKÚNABRINGA MEÐ BRAUÐFYLLINGU OG HÁTÍÐAR HUNANGSGLJÁÐUM SÆTKARTÖFLUM Kryddið kalkúnabringuna vel með Kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið á pönnu með smjöri og olíu. Eldið við 90°C í 60-90 mín (fer eftir þyngd) eða þar til bringan hefur náð 70°C. Sósa: Sjá uppskrift af sósu fyrir purusteik. Skiptið út soði af purusteik fyrir soð af kalkúnabringum og estragoni fyrir Kalkúnakrydd.

BRAUÐFYLLING 1 stöng sellerí 1 stk laukur ½ blaðlaukur 1 rautt epli 1-2 msk Hawayij kryddblanda

Salt og pipar 2 ½ dl mjólk 2 egg 6 samlokubrauðsneiðar skornar í teninga

Grænmetið og eplið grófskorið og steikt upp úr olíu þar til mjúkt. Kryddið til með Hawayij kryddblöndu, salti og pipar. Hellið mjólkinni út í og sjóðið aðeins niður. Blandið eggjunum og brauðteningunum saman við og setjið í eldfast mót í 160°C heitan ofn í 10 mín.

HÁTÍÐAR HUNANGSGLJÁÐAR SÆTKARTÖFLUR MEÐ SYKURPÚÐUM 8 msk hunang 3 sætkartöflur 2 msk vatn 2 msk Sætkartöflukrydd Lúkufylli af litlum sykurpúðum Salt og pipar 4 msk púðursykur Skerið sætkartöflurnar í teninga og léttsjóðið í saltvatni í u.þ.b. 8 mín. Þerrið kartöfluteningana og steikið upp úr olíu. Setjið í eldfast mót. Blandið púðursykrinum og hunanginu saman við vatnið og hellið yfir kartöfluteningana. Stráið sykurpúðunum yfir og bakið við 160°C í u.þ.b. 25 mín.


GOTT Í ÁFENGT JÓLAGLÖGG KRYDDHÚSSINS Frontera Cabernet Sauvignon | Maipo / Chile Þrúgur: Cabernet Sauvignon Ilmur: Brómber, melónur, þurrkaðar plómur og vanilla Bragð: Langvinnt berjabragð og góður endir

KRYDDAÐAR JÓLASMÁKÖKUR 200 gr hveiti 115g smjörlíki 2 tsk engifer 100g hrásykur 1 ½ tsk kanill 100g kókossykur ½ tsk allrahanda 85g melassa (molasses) ¼ tsk múskat, rifið fínt 1 tsk matarsódi (leystur upp 1 msk kakó í 1 ½ tsk af sjóðandi heitu vatni) Sigtið saman hveiti, kryddi og kakói í skál. Þeytið smjörlíkið saman við sykurinn þar til létt og ljóst. Bætið þá melassa út í og blandið vel saman við. Bætið helmingnum af þurrefnunum út í ásamt matarsódanum og að lokum restinni af þurrefnunum. Deigið sett í kæli í a.m.k. 1 klst. Hitið ofninn í 170°C. Mótið deigið í litlar kúlur og veltið þeim upp úr hrásykri. Setjið á smjörpappír í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15 mín.


VERUM GLÖGG UM JÓLIN

ÁFENGT JÓLAGLÖGG

750 ml rauðvín 2-3 msk Jólaglöggskryddblanda frá Kryddhúsinu 8 msk sykur (eða 10 msk Sukrin gold)

ÓÁFENGT JÓLAGLÖGG

1 l eplasafi (má einnig nota trönuberjasafa) 2 msk Jólaglöggskryddblanda frá Kryddhúsinu 1-2 msk hunang Aðferð: Allt sett í pott og hitað upp að suðumarki. Tekið af hellunni og látið standa í a.m.k. 20 mín. áður en kryddið er sigtað frá glögginu. Það má hella upp á sömu blönduna tvisvar. Berið fram heitt og njótið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.