BLS. 12
HNATTRÆNAR VEÐURFARS BREYTINGAR
BLS. 24
HORNAFJÖRÐUR
Sólvirknin hefur minnkað hratt á allra síðustu árum og kyrrstaða ríkt í hitafari.
Hafnarsvæðið á Höfn ber með sér sjarma sjávarþorpsins þar sem gestir og gangandi geta fylgst með iðandi bryggjulífinu.
BLS. 37
MS – VÍÐTÆK OG ÖFLUG STARFSEMI Meðalframleiðsla á kúabú hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú um 270 þúsund lítrar.
– fréttablað um málefni landsbyggðarinnar
BLS. 41
SAMGÖNGUMÁL 1.200 milljónum króna verður varið til verkefna sem mjög hefur verið kallað eftir. Framkvæmdir hefjast m.a. í Berufjarðarbotni.
RAUFARHÖFN Markmiðið með verk efninu Brothættum byggðum er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðar möguleikum heima byggðarinnar.
Upplag: 37.000
Afkastageta jarðgufusvæðis Hellisheiðar 1. TB L. 3. ÁR G.
BLS. 56
A PRÍL 2017
virkjunar verulega ofáætluð
Summan af þeim þremur kostnaðarþáttum, tveimur fjármagnstengdum og einum rekstrartengdum, sýna heildarorkuvinnslukostnað samtengdrar Hellis heiðarvirkjunar og Hverahlíðargufu vera 9,0 kr/kWh sem er margfalt mögulegt söluverð orkunnar. Hellisheiðarvirkjun.
Í lok síðustu aldar var reist stórvirkjun á íslenskan mælikvarða á Hellisheiði á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Uppsett aflgeta virkjunarinnar var 303 MW (megawött), og aðeins Kára hnjúkavirkjun er aflmeiri. Ef 90 % af öllu þessu afli á Hellisheiðinni hefði að jafnaði verið tiltækt og notað, eins og ætlast má til af svo miklu mannvirki, hefði árlega verið seld frá virkjuninni orka, sem nemur 2400 GWh (gígawatt stundum, 1 GWh=1000 MWh). En því hefur því ekki verið að heilsa. Ýmsum þótti óvarlega gengið fram með slíkri snöggaukningu afls og mikilli gufutöku úr lítt rannsökuðum jarðgufuforða, eins og þarna er að finna. Raunhæf rannsókn á úthaldi jarðgufugeymis gæti falist í hægfara aukning
nýtingar í t.d. 50 MW áföngum. Á Hellisheiði var slíkum ráðum ekki hlítt á sinni tíð. Sú stefna stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og fulltrúa eigendanna, stjórnmálamanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur nú komið eigendunum, íbúunum í sveitar félögunum, sem að OR standa, og viðskiptavinum dótturfyrirtækisins, Orku náttúrunnar (ON), í koll. Stofnkostnað við 303 MW jarðgufuvirkjun má ætla um 740 milljónir bandaríkjadala. Með 9 % ávöxtunarkröfu fjármagns og afskriftartíma í 30 ár svarar fjárfestingin til fórnarkostnaðar fjármagns1, sem nemur um 8,1 milljörðum króna á ári m.v. gengisskráningu USD/ ISK=110. Ef seldar eru 2400 GWh á ári frá slíkri virkjun, þarf að fást
einingarverðið 3,4 kr/kWh eða 31 USD/MWh (bandaríkjadalur á megawattstund) fyrir orkuna til að spanna einvörðungu afskriftir og fjármagnskostnað m.v. jafnar árlegar endurheimtur fjármagns. Þá á eftir að bæta árlegum rekstrarkostnaði við til að fá út árlegan heildarkostnað virkjunarinnar. Í áranna rás hefur svo kostnaður við þessa virkjun reynst vera hærri en nemur framangreindum fórnarkostnaði vegna minni orkusölu en áformuð var. Það er greinilegt, að menn standa núna frammi fyrir afleiðingunum af því að ganga of hratt um gleðinnar dyr og ofáætla afkastagetu jarðgufusvæðsins. Hinn mikli munur á jarðgufu virkjunum og vatnsaflsvirkjunum
felst einmitt í því, að vegna rekstrarlegrar óvissu og hættu á ófyrirs éðum vinnsluk ostnaði raforku í jarðgufuvirkjunum henta þær engan veginn til skuldbindandi langtímasamninga um orku afhendingu og orkuverð. Vatns aflsvirkjanir falla hins vegar vel að slíku viðskiptalíkani, þar sem afköst þeirra á afskriftartímanum má áætla mun nákvæmar. Vinnslu geta þeirra sveiflast yfirleitt í kringum áætlað gildi, háð vatns búskapi. Jarðgufuvirkjanir nýta auðlind, sem ekki endurnýjar sig jafnóðum, heldur þarf að hvíla viðkomandi nýtingarsvæði eftir mislangan tíma, og getur endurheimt jarðgufuforðans tekið áratugi.
Bæjarstjórn Akureyrar:
Vill tryggja stöðugleika raforku kerfisins Horft eftir göngugötunni á Akureyri sem þó er ekki réttnefni því þar fara bílar líka um í dag.
Bæjarstjórn Akureyrarkaup staðar leggur mikla áherslu á mikil vægi þess að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norðausturlandi, auka afhendingaröryggi og styðja þannig eðlilegan vöxt atvinnulífs. Ljóst er að nú þegar er ástand þessara mála orðið mjög alvarlegt í Eyjafirði og ef ekkert verður að gert næstu árin skapast neyðarástand á svæðinu miðað við þá uppbyggingu sem nú á sér stað. Mikilvægt er í þessu sambandi að vinna að krafti að uppbyggingu Hólasandslínu 3 sem og Blöndulínu 3, þrátt fyrir að sú lína hafi verið sett tímabundið í bið í nýrri kerfisáætlun Landsnets. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög á Norðurlandi hagi skipulagsvinnu sinni þannig að hægt verði að vinna að framþróun framkvæmda við þessar línulagnir. Akureyrarkaupstaður mun við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi kappkosta að eiga gott samstarf við Landsnet um leiðir fyrir raflínur í gegnum bæjarlandið og hvetur stofnunina til að leggja sig fram við að ná sátt um lagningu línanna við þá aðila sem að málinu koma í öðrum sveitarfélögum með faglegum undirbúningi, málefna legri samræðu og með því að taka mið af ólíkum hagsmunum, sjónar miðum og verðmætamati.
a K r o s s g á5t4 á bls.
Framhald á bls. 2
Sámi fóstra er dreift í hvert hús frá Reykjanestá austur um allt til Fjallabyggðar
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
2
Framhald af forsíðu
Afkastageta Hellisheiðarvirkjunar Aflrýrnun vegna gufuskorts Svo var komið árið 2014, að fallhraði aflgetu Hellisheiðar virkjunar nam 20 MW/ár eða 6,6% af upphaflegu afli virkjunarinnar. Ferfaldur viðunandi og áætlaður dvínunarhraði er augljóst merki um gríðarlega offjárfestingu í vél- og rafbúnaði og gufulögnum jarð gufuvirkjunar. Áður en hætt var við sérstaka virkjun í Hverahlíð og ákveðið að leiða gufuna þaðan og inn í Hellisheiðarvirkjun var aflgetan komin niður í 224 MW, og hafði hún þá rýrnað um 26% frá hámarkinu. Eftir tenginguna við Hverahlíð rétti upphaflega virkjunarsvæðið aðeins úr kútnum og fór upp í 235 MW, eða 78% af upphaflega áætluðum afsköstum, sem þýðir 22% aflrýrnun. Miðað við 235 MW meðalafl, nemur orkuvinnslugeta upphaflega virkjunarsvæðisins aðeins 1850 GWh/ár, og þar með hefur vinnslukostnaður þar án rekstrar kostnaðar hækkað upp í 4,4 kr/ kWh og farið tæplega 30 % yfir fórnarkostnaðinn. Til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum sínum neyddist ON til að vega upp á móti minnkaðri vinnslugetu Hellisheiðarvirkjunar með auknum orkukaupum af Landsvirkjun. Fjárhagslega var þetta afleit staða. En verra var, að afltap úr kerfinu, sem nemur 80 MW og virtist vaxa hratt, ógnaði aflstöðugleika í landinu, og bæði afl- og orkuskortur blasti við. Ástandið var því grafalvarlegt, þegar hætt var við sjálfstæða Hverahlíðarvirkjun, en ákveðið að tengja gufu þaðan frá holum, sem þegar höfðu verið boraðar, við gufumannvirki upprunalegu Hellisheiðarvirkjunarinnar.
Tenging Hverahlíðar við Hellisheiðarvirkjun
Þessi tenging fór fram árið 2016. Hún virtist hafa jákvæð áhrif á aflgetu upphaflega virkjunars væðisins og lagði um 50 MW viðbótarafl til þess, svo að heildaraflgeta raforku vinnslu samtengdrar virkjunar varð 285 MW, sem þá þýðir 6 % rýrnun m.v. uppsetta aflgetu. Holukostnaður Hverahlíðar er um 7,0 milljarðar króna, og tengikostnaðurinn nam um 3,5 milljörðum króna. Stofnkostnaður „Hverahlíðarvirkjunar“ er þannig um 10,5 milljarðar króna, sem með sömu ávöxtunarkröfu og afskriftartíma og beitt var að framan fyrir Hellisheiðarvirkjun gefur árlegan fórnarkostnað fjárfestingarinnar tæplega 1,1 milljarð króna. Árleg vinnslugeta raforku úr Hverahlíðargufu er um 390 GWh/ár, og þannig verður kostnaður þessarar tengingar á orkueiningu 2,8 kr/kWh. Til að finna heildarvinnslukostnað samtengdrar virkju nar þarf að leggja kostnað upphaflega svæðisins við kostnað Hverahlíðar og fást þá 7,2 kr/kWh, sem er meira en tvöfaldur fórnarkostnaður upprunalegu 303 MW virkjunar innar, sem í hnotskurn gefur til kynna misheppnaða viðskipta hugmynd. Enn þá hefur þó ekki verið gerð grein fyrir mikilvægum kostnaðarlið, sem til fellur vegna viðhalds á búnaði og á gufuöflun heildarvirkjunar í stað þeirrar
dvínunar, sem enn er fyrir hendi eftir samtenginguna. Eftir samtengingu nam dvínun gufuafls um 8,5 MW/ár eða tæplega 3,0%/ár. Þetta er minna en var fyrir tengingu Hverahlíðar, en kostnaðurinn við gufuöflun til að vega upp á móti þessari gufurýrnun er samt um 2,5 milljarðar króna á ári. Til viðbótar þessum kostnaði kemur kostnaður við niðurdælingu
króna. Þegar honum er bætt við árlegan gufuöflunar- og niður dælingarkostnað, fæst heildar rekstrarkostnaður samtengdrar virkjunar 4,0 milljarðar króna á ári til að viðhalda árlegri orku vinnslugetu W=1850+390=2240 GWh, svo að reiknað á orkueiningu nemur þessi rekstrarkostnaður 1,8 kr/kWh, sem kemur til viðbótar fjármagnstengdum orkukostnaði
því, sem að var stefnt, og raun ber vitni um. Til samanburðar er vindorkutæknin líklega komin svo langt núna, að tæknilega mætti nú reisa vindorkulund á Íslandi, þar sem orkuvinnslukostnaður gæti jafnvel farið niður í 6,6 kr/kWh eða aðeins 73% af Hellisheiðarkostnaðinum. Í ljósi þess, að langtímaorku samningur er tengdur Hellisheiðar
Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum.
Ferming, fermingar fræðsla, lífið og Guð
Hellisheiðarvirkjun.
jarðvökva, sem er um 0,8 milljarðar króna á ári. Þessar tölur eru fengnar úr viðtali Svavars Hávarðssonar við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR og stjórnarformann ON. Þar er þó hvorki minnst á viðgerðar- og viðhaldskostnað búnaðar né rekstrarkostnað hreinsi virkja fyrir brennisteinsvetni, H2S, hvað þá niðurdælingu koltvíildis. Það er eðlilegt að reikna með árlegum ástandsgreiningum á vél- og rafbúnaði virkjana, ekki sízt jarðgufuvirkjana, þar sem yfirleitt gætir þar tæringar, t.d. í gufuhverflum. Þá hlýtur að kosta sitt að fjarlægja brennisteinsvetni úr gufunni, þó að árangurinn valdi vonbrigðum, því að vart má gusta á austan, án þess að mælar á höfuðborgarsvæðinu slái yfir heilsuverndarmörk brenni steinsvetnis, 50 míkrogrömm/m3. Heitgalvanhúð háspennumastra hefur látið mjög á sjá í grenndinni, og mjög fellur á allan búnað, er nær dregur virkjuninni, t.d. á snertur rafbúnaðar, sem dregur úr leiðni og getur valdið truflunum. Torkennilegur litur á gróðri í grenndinni hefur og verið í umræðunni. Allt ætti þetta að hvetja ON til að vanda til mengunarvarna. Afar varlega áætlað er þessi árlegi viðhalds-, viðgerðar- og rekstrarkostnaður 0,7 milljarðar
Heildarorku vinnslukostnaður
Summan af þeim þremur kostnaðarþáttum, sem hér hafa verið tíundaðir, tveimur fjármagnstengdum og einum rekstrartengdum, sýnir heildar orkuvinnslukostnað samtengdrar Hellisheiðarvirkjunar og Hvera hlíðargufu m.v. gefnar forsendur: K = 4,4 + 2,8 + 1,8 = 9,0 kr/kWh, ( eða rúmlega 80 USD/MWh). Til að reiknaður orkukostnaður á Hellisheiði fari niður í söluverðið til almennings eða um 5,7 kr/kWh, þá yrði að lækka ávöxtunarkröfu fjárfestingarinnar niður úr öllu valdi eða niður fyrir 4 %/ár. Það má því telja, að upphafleg áhættusækni forráðamanna OR, sem studdir voru af þáverandi meirihluta borgarstjórnar (R-listanum svo kallaða), hafi komið eigendum og viðskiptavinum OR illilega í koll. Þetta var verra en rússnesk rúlletta, sem þarna var spiluð með fjármuni borgarbúa, því að samkvæmt jarðvísindamönnum á þeirri tíð var algerlega undir hælinn lagt, hvert álagsþol jarðhitageymis Hellisheiðarvirkjunar yrði. Það er vissulega dapurleg niðurstaða fyrir eigendur OR, Reykjavík og viðkomandi sveitar félög, hversu raforkuvinnslan á Hellisheiði er orðin dýr, og að afkoma virkjunarinnar sé svo fjarri
virkjun, þar sem miðað var við afhendingu á forgangsorku, sem nam megninu af áætlaðri orku vinnslugetu upphaflegu virkjunar innar, og ætla má, að umsamið orkuverð í téðum samningi sé miklu lægra en núverandi verð til almennings, þá verður að álykta, að ávöxtun umræddra fjárfestinga á Hellisheiði sé óviðunandi fyrir hvaða fjárfesti sem er. Því miður eru ekki aðrir til að borga þetta „tap“ en almenningur, sem er eigandi þessa misráðna ævintýris, sem Hellisheiðarvirkjun hefur verið og verður áfram að óbreyttu. Fórnarkostnaður fjár festingar er árleg endurheimt fjármagns, sem gerð er krafa um á markaði fyrir fjárfestingu með sams konar áhættu og afskriftar tíma og sú fjárfesting felur í sér, sem fyrirhugað er að ráðast í. Fræðilega hefur fjárfestir alltaf val á milli fjárfestingarkosta, og fórnarkostnaðurinn er árlegur viðmiðunarkostnaður hans. Verði raunkostnaður hærri, hefur hagkvæmasti kosturinn ekki orðið fyrir valinu. Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur Halldór Jónsson, byggingaverkfræðingur
„Orðið ferming mun vera þýðing á latneska orðinu confirmatio sem finna má í ýmsum tungumálum, t.d. confirmation á ensku, konfirmation á germönskum málum. Confirmatio þýðir að staðfesta. Fermingarbörn koma í kirkjuna sína á fermingardaginn til þess að staðfesta með eigin orðum sáttmálann eða samninginn sem var gerður við Guð fyrir þeirra hönd við skírnina . Sáttmálinn var gerður fyrir þeirra hönd því að þau voru flest smábörn þegar þau voru skírð. En það er einmitt eitt af því besta við samband okkar við Guð, því hvort sem við erum lítil eða stór þá veitist náð Guðs okkur algjörlega ókeypis,“ segir sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda. „Fermingin er ekki útskrift úr kirkjunni heldur staðfesting á innritun í söfnuð Jesú Krists. Og fermingarveturinn fer í það að eiga samfélag og tala saman um trúna og lífið og þá upplýstu ákvörðun að vilja gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Í fermingarfræðslunni ræðum við um allt milli himins og jarðar m.a. vináttu og sambönd, guðsþjónustuna og altarisgönguna,sorg og gleði, gott og illt, Guð, Jesú og heilagan anda, kærleika og ást, Biblíuna og bænina, hugmyndir okkar um hvað það er að vera manneskja, umhverfi og réttlæti,hógværð og virðingu. Sem sagt allt milli himins og jarðar og meira til og við treystum samband okkar við Guð og við aðrar manneskjur. Fermingarfræðslan er alls ekki bara fyrir þau sem trúa heldur líka fyrir þau sem efast eða eru forvitin.Í fræðslunni gefst tækifæri til að fást við mikilvægar spurningar með öðrum. Um það fjallar fermingarfræðslan þ.e.a.s. að kynnast sér og Guði betur. Í fermingunni sjálfri segjum við svo já við Guði, já við lífinu sjálfu.“
LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG
SUZUKI 4X4
SUZUKI 4X4 FJÖLSKYLDAN
Fjölbreytt úrval af fjórhjóladrifsbílum í öllum stærðum og við allra hæfi. Láttu ekkert stoppa þig.
4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
KOMDU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
fóstri
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
4
Hagsmunir landsbyggðarinnar Þetta 1. tölublað 3.árgangs af landsbyggðarblaðinu Sámi fóstra sem nú kemur fyrir sjónir lesenda í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi er um margt sérstætt í blaðaheimi Íslands. Blaðið er gefið út í 37.000 eintökum, eða talsvert stærra upplagi en hið ágæta Bændablað. Dreifing Sáms fóstra er hinsvegar mun markvissari en margra annarra blaða þar sem blaðinu er dreift í hverja póstlúgu á útgáfusvæðinu þannig að blaðið fer ekki fram hjá neinum. Sámur fóstri heldur því fram með öruggri vissu, að blaðið sé markviss og vandaður auglýsingamiðill og útgefendur áætla að meira en 100.000 manns muni handleika blaðið á einhverjum tímapunktum. Sámur fóstri hefur því sjálftraust í góðu lagi og jafnar sér hiklaust við aðra miðla á útgáfusvæðinu sem ekki hafa svo markvissa dreifingu. Hinsvegar skal það viðurkennt að auglýsendur eru margir íhaldssamir og tregir til að auglýsa í öðrum miðlum en þeir eru vanastir að gera. Prentmiðlar hafa haldið velli á auglýsingamarkaði þrátt fyrir mikla sókn netmiðla og ljósvakamiðla. Því er það hluti af hinu góða lífi að halla sér aftur í góðum stól og lesa blaðið sitt. Allt er það hluti af þeim lífsstíl sem fólk hefur tamið sér. Sámur fóstri þarf því að hafa talsvert meira fyrir því að sannfæra auglýsendur en hin grónari blöð. Verðsamkeppni spilar einnig inn í myndina. En það er ekki allt málið. Sámur fóstri telur sig hafa það erindi til lesenda sinna, sem fyrst og fremst eru í hinum dreifðari byggðum enn sem komið er. Að vekja athygli á þeim aðstöðumun sem birtist í mörgum atriðum hins daglega lífs á landsbyggðinni og þess sem er á þéttbýlissvæðum. Friðrik Pálsson hótelhaldari á hótel Rangá á Suðurlandi orðaði þetta svo í grein í síðasta tölublaði Sáms fóstra: „Í þau fjörtíu ár sem ég hef verið í atvinnurekstri hef ég alltaf unnið meira og minna með og fyrir landsbyggðina og nú síðast í hótelrekstri út á landi. Ég þekki því vel til þess aðstöðumunar sem er á milli landsbyggðar og þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu og það er mín hugsjón að laga þetta á skynsaman máta. Það er þarna sem Íslendingar búa við alvarlega kerfisgalla sem birtist í miklum aðstöðumun fólks eftir búsetu. Það er í rauninni sorglegt hversu lítinn skilning stjórnmálamenn, margir reykvískir sérstaklega, hafa á stöðu landsbyggðarinnar. Það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu. Það er sú gríðarlega áhersla bankanna á að geta átt veð í steinsteypukössum í Reykjavík sem svo minnkar eftir því sem lengra er komið frá borginni, þá minnka lánamöguleikarnir fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Það er ekki að skila okkur landsbyggðarfólkinu því sem við þurfum að fá og getum notað á arðbæran hátt. Háir vextir og íþyngjandi byggingarreglugerð eru vitanlega erfið alls staðar á landinu. Ég hef sagt að okkur vanti gömlu sparisjóðina nú eða nýja sparisjóði. Okkur vantar einhverja sem vilja geyma peninga fyrir fólk og ávaxta og lána þá aftur, en ekki með þeim gríðarlega vaxtamun sem er í dag. Okkur vantar þá ekki hvað síst úti á landi, því að gömlu góðu útibúin hjá bönkunum sem sinntu litlu þar fyrirtækjunum, þau sinntu sprotafyrirtækjum, þau höfðu skilning á heimamarkaðnum, þau þekktu heimamenn, þau höfðu ákveðin völd til útlána, völd til að takast á við ákveðna uppbyggingu og starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Ákvarðanir voru teknar frá útibúunum og fluttar til Reykjavíkur þegar bankarnir fóru að verða stórir og sinntu fyrst og fremst stórrekstri. Útibúin döguðu uppi að þessu leyti og þjónustuhugsjónin sem var í útibúunum er ekki sú sama og það er mjög erfitt fyrir landsbyggðina.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Þarna á Friðrik við þann aðstöðumun sem birtist í því mikla misræmi sem er á verði fasteigna á landsbyggðinni og hins vegar á þéttbýlissvæðunum við Faxaflóa. Það gefur auga leið að mun erfiðara er að fá fjármögnun til framkvæmda út í landi en þar. Lántaka verður öll erfiðari þar sem bankar horfa á verðmæti trygginga við lánveitingar fyrst og fremst. Ekki hversu brýn þörfin er eða knýjandi fyrir byggðarlagið. Þá er einnig gríðarlegur aðstöðumunur þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, þar sem eina hátæknisjúkrahús landsins er í Reykjavík og langflestir sérfræðilæknar eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eitthvað kemur upp á þarf að aka þangað eða fljúga. Þetta er miklu meira mál fyrir íbúa landsbyggðarinnar en flestir gera sér grein fyrir. Að byggja upp á landsbyggðinni Það er fyllsta ástæða til að gera sér grein fyrir þessum sjónarmiðum og hversu alvarleg þau eru. Ákvarðanir í bankamálum eru í mörgum tilvikum teknar í Reykjavík og hvað auglýsingar varðar hafa starfsmenn Sáms fóstra áþreifanlega rekið sig á að auglýsingar frá bönkunum í Reykjavík fást ekki og frá landsbyggðarútibúum aðeins með sérstökum velvilja sjálfstæðs útibússtjóra. Það er því mikið atriði að byggja upp ferðaþjónustuna á landsbyggðinni. Það þarf að skjóta fleiri stoðum undir millilandaflug Íslendinga frá Akureyri og Egilsstöðum þannig að ekki þurfi að lenda í Keflavík með alla farþega til landsins. Það þyrfti að gera þverbraut á Egilsstöðum til að auka möguleika þess flugvallar til að verða alþjóðlegur flugvöllur sem væri fær við fleiri veðurskilyrði en nú er. Íslendingar verða að byggja þetta land allt. Það er út í loftið að reyna að þjappa þjóðinni saman á eitt horn landsins, þjóðhagslega óhagkvæmt. -HJ
Framlög til Háskólans á Akureyri þurfa að hækka að raunvirði um 300 milljón króna Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar innar er ekki gert ráð fyrir aukningu á fjárveitingum til háskóla landsins næstu 5 árin segir í áskorun háskólaráðs Háskólans á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri verður 30 ára í haust. Hann hefur verið í farabroddi hvað varðar aðgengi að námi með því að þróa og bjóða allt sitt nám í sveigjanlegu formi. Þannig
það að forgangsverkefni að tryggja háskólum landsins nægt rekstrarfé til framtíðar. Jafnframt þarf að tryggja að fjármögnun háskólanna verði í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs um jöfn framlög á við hvern nemanda á Norðurlöndunum.
Þrítugsafmæli HA 5. september nk. fagnað með hátíð
Háskólinn á Akureyri verður þrítugur 5. september nk. „Þá ætlum við að halda veglega hátíð þar sem nemendur, kennarar, starfsfólk, bæjarbúar og aðrir gestir skólans koma saman og fagna þessum tímamótum. Enginn annar háskóli á landinu hefur vaxið eins hratt og HA og við erum mjög stolt af því að mennta fólk til starfa í heimabyggð,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. Skólinn hefur sannarlega vaxið hratt. Nú er boðið upp á grunnnám í félagsvísindum, fjölmiðlafræði, hjúkrunarfræði,
Á Háskóladeginum 2017. HA kynnti sitt námsframboð í HÍ.
Framboð á námi og þjónustu háskóla landsins er því í verulegri hættu vegna fjárskorts. Í átakinu „Háskólar í hættu“ hefur verið bent á þetta og rektorar allra háskóla hafa hvatt til að málefnið verði í forgangi hjá næstu ríkisstjórn. Það vantar verulega uppá að háskólar á Íslandi nái meðalframlagi á hvern nemenda í samanburði við meðaltal OECD landanna. Íslensku háskólarnir standa líka höllum fæti í samanburði við háskóla á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Við gerð rekstraráætlunar fyrir Háskólann á Akureyri (fyrir árin 2017-2019) kemur þessi vandi berlega í ljós. Ljóst er að fáist ekki leiðrétting frá stjórnvöldum á fjárframlögum til háskólans getur hann ekki boðið uppá sama námsframboð og sömu þjónustu og hann hefur gert þrjá síðustu áratugi.
Fjárlög þurfa að færast nær því sem gerist á Norðurlöndunum
Fjárframlög verða að færast nær því sem gerist á Norðurlöndunum ef Háskólinn á Akureyri á að geta boðið uppá alþjóðlegt samkeppnishæft námsumhverfi. Framlög til Háskólans á Akureyri þurfa að hækka að raunvirði um 300 milljón króna á ári miðað við það sem nú er. Með þeirri aukningu væri hægt að ná jafnvægi í rekstri skólans og bjóða nemendum sambærilega þjónustu og gerist í samanburðarlöndum okkar.
hefur verið mögulegt að þjóna landinu öllu og styrkja fagstéttir kennara og hjúkrunarfræðinga um allt land ásamt því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, iðjuþjálfun, félagsvísindum, viðskiptafræði og lögfræði – svo dæmi séu tekin. Alls hafa hátt í 4000 manns útskrifast frá Háskólanum á Akureyri og 75% þeirra hafa búið og starfað utan höfuðborgarsvæðisins á námstímanum. Þetta hefur hækkað menntunarstig á landsbyggðinni en um 80% nemenda starfa í sinni heimabyggð 5 árum eftir útskrift. Það væri köld gusa framan í íslensku þjóðina ef að háskólinn þyrfti að draga úr þjónustu og námsframboði á 30 ára afmælisári hans. Íslenskt samfélag þarfnast þess meira en nokkru sinni fyrr að geta boðið ungu háskólamenntuðu fólki störf í samkeppnishæfu umhverfi um allt land. Háskólaráð Háskólans á Akureyri skorar á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að gera
HA hefur verið í farabroddi hvað varðar aðgengi að námi með því að þróa og bjóða allt sitt nám í sveigjanlegu formi. Þannig hefur verið mögulegt að þjóna landinu öllu og styrkja fagstéttir kennara og hjúkrunarfræðinga um allt land ásamt því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, iðjuþjálfun og fleiri greinum.
iðjuþjálfun, kennarafræði, líftækni, lögfræði, nútímafræði, sálfræði, sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði. Þá býður skólinn upp á framhaldsnám á heilbrigðisvísindasviði, í félagsvísindum, viðskiptafræði og auðlindafræði. Sl. haust hófst kennsla í lögreglufræðum.
fóstri – fréttablað um málefni landsbyggðarinnar Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími. 544 2163, netfang: halldorjonss@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími: 892 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Galtalind 1, 201 Kópavogur, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudnistefans@gmail.com, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent | Dreifing: Íslandspóstur | Upplag: 37.000 eintök. Sámi fóstra er dreift í hvert hús frá Reykjanestá austur um allt til Fjallabyggðar.
Nýtt myndband um Weidemann T4512 Mest seldi skotbómulyftari landsins árið 2016
www.kraftvelar.is/weidemann
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
samur.indd 1
4.4.2017 14:14:24
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
6
Einar Sigurðsson bátasmiður:
þilfarslausir, og eftir fá ár höfðu flestir verið styrktir með því að fjölga böndum og var lúkar settur að framanverðu. Síðar voru þeir með stýrishúsi. Um tvítugt hélt Einar til Reykjavíkur, vann og nam um skeið í trésmiðju Völundar og lauk jafnframt iðnskólanámi og varð meistari í húsasmíði. Eftir það fór hann til náms og starfa í húsasmíði á Sandnesi í Noregi. Síðar lærði Einar skipateikningar í Reykjavík dönskum bátum fjölgaði svo ört og hlaut meistararéttindi í hér á landi að ekki leið á löngu þar skipasmíði. Árið 1921 settist Einar til danskar bátasmíðastöðvar höfðu að á Fáskrúðsfirði og hófst handa ekki undan að sinna eftirspurn frá við iðngrein sína. Stofnaði hann Íslandi. Hlaut þá að draga til þess trésmíðafyrirtæki ásamt Benedikt sem raunin varð að Íslendingar Sveinssyni húsasmið. Hlaut það kæmu sjálfir á laggirnar báta nafnið „Trésmíðaverksmiðja smíðastöðvum. Voru tvær settar Austurlands.“ Samstarf þeirra upp í byrjun, á Seyðisfirði og Benedikts varð skammætt og Eskifirði. Hin seyðfirska snemma að því loknu starfrækti Einar árs 1905 og var Stefán Th. þar fyrirtækið einn síns liðs. Það var að verki og umsjón með því í sjóhúsi föður hans og síðar, hafði Friðrik Gíslason úrsmiður. þegar umsvifin jukust, fjölgaði Fyrsti báturinn var Lagarfljóts húsunum, byggð voru bátaskýli ormurinn og flutti fólk og varning og hús undir vélsmíði og verslun. á Lagarfljóti. Þórarinn Tulinius átti Verkstæðishúsin voru innst í bátasmíðastöðina Búðaþorpi skammt á Eskifirði. Fyrri fyrir utan Odda, Út af Oddaverkstæðinu hluta árs 1906 íbúðarhús Einars tók stöðin til runnu fjölmargar trillur sem hann hafði reist og skektur. Sjálfum starfa og stýrði sjálfur. Verkstæðið taldist Einari svo til smíðinni danskur var jafnan kennt að hann hefði smíðað mótorbátasmiður. við Odda og nefnt um 100 opna vélbáta á Þessar fyrstu vél Oddaverkstæðið. bátasmíðastöðvar Ekki þýddi að starfsferli sínum og tugi áttu að vísu ekki hefja trésmíðar árabáta. Þilfarsbátarnir langlífi að fagna áhaldalaus. Sá Einar urðu tuttugu. en vélbátaöldin í blaði að danskt var gengin í garð fyrirtæki auglýsti og að fyrstu stöðvunum slepptum trésmíðavélar svo að hann brá tóku allmargir til hendinni við undir sig betri fætinum, hélt til bátasmíðar og verður haft fyrir Danmerkur og samdi við fyrirtækið satt að þriðji fjörðurinn, þar sem um kaup á vélum og komu þær bátar voru smíðaðir, hafi verið til Fáskrúðsfjarðar 1925. Þær Norðfjörður. Eftir fyrstu hrinuna helstu voru; stór bandsög, hjólsög í vélbátasmíði á Austfjörðum dró og þykktarhefill, knúnar með brátt verulega úr starfseminni og olíumótor úr bát föður hans þangað fyrstu bátasmíðastöðvarnar lögðu til rafmagn leysti hann af hólmi. Þá upp laupana eða færðust minna í þurfti og að kaupa handverkfæri, fang. sem urðu mörg rafknúin í tímans rás. Umsvifin urðu brátt mikil, hann Fyrstu innfluttu hafði samtímis undir eða í smíðum, vélbátarnir auk bátasmíðinnar, hús á Búðum, Fyrstu innfluttu vélbátarnir voru prestshúsið á Kolfreyjustað, súðbyrtir tvístefnungar eins og Franska spítalann, sem verið var það er kallað, með því er átt við að endurreisa í Hafnarnesi, og hús að borðin í skrokknum mynduðu á Þorvaldsstöðum í Breiðdal sem skarsúð þar sem hvert borð, talið reist var úr afgangsviði úr gamla að ofan, gekk að hluta yfir á næsta spítalanum. Árið 1926 tók hanna borð fyrir neðan og stefni voru að sér að smíða opinn vélbát sem að framan og aftan(skutur). Borð hann ætlaði raunar sjálfum sér en og bönd (v-laga máttarviðir sem seldi þó bóndanum á Urðarteigi liggja þvert um bátinn og borðin við Berufjörð. Lauk hann því eru boltuð og hnoðnegld gegnum verki á mánuði eða svo. Gekk böndin og líkja mætti við sperrur það svo greiðlega að það hvatti í húsi) voru úr eik. Bátarnir voru hann til frekari dáða í bátasmíði jafnan 6-10 tonn á stærð (þ.e. og næstu áratugi runnu út af báru þann þunga) og vélarkraftur Oddaverkstæðinu fjölmargar trillur 6-10 hestöfl. Um vélina var skýli og skektur. Sjálfum taldist Einari eða kassi því að henni varð að svo til að hann hefði smíðað um hlífa.Í fyrstu voru bátarnir opnir, 100 opna vélbáta á starfsferli sínum
Gerði Fáskrúðsfjörð að stórveldi í bátasmíði Áttunda apríl 1997 hefði Einar Sigurðsson, bátasmiður á Fáskrúðsfirði, orðið eitt hundrað ára gamall en hann var fæddur á Djúpavogi. Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar heiðraði minningu stórbrotins velgjörðarmanns og máttarstólpa byggðarlagsins með því að reisa honum minnisvarða í skrúðgarðinum á Fáskrúðsfirði og framan við hann stendur einn bátur hans, REX. Einar Sigurðsson gerði sjávarplássið Fáskrúðsfjörð að stórveldi í bátasmíði á Austfjörðum og þótt víðar væri
á miðin á þeim árstímum þurfti ekki stórra báta við. Alveg fram til þessarar aldar voru bátar á Austurlandi smíðaðir úr rekaviði eða viði úr strönduðum skipum, að því er heimildir greina.
Veiðiskapur á Austfjörðum með útlendu sniði
Sú umbylting varð í austfirskri útgerð á síðustu áratugum 19. aldar að Færeyingar og síðar Norðmenn tóku að flykkjast á fiskimiðin fyrir Austurlandi. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur tók svo til orða
REX NS-3, byggður af Einari Sigurðsson 1963. Settur upp til minningar um tréskipasmíði á Fáskrúðsfirði.
leitað um strendur landsins. Talið er að fyrr á öldum hafi austfirskir bátar verið minni en í öðrum landshlutum. Á tímabilinu 1397 - 1570 munu 27 teinæringar (með fimm árar á borð) vera nefndir í Fornbréfasafni en enginn þeirra á Austurlandi og frá 1186 - 1570 eru engir áttæringar nefndir fyrir austan, en a.m.k. 43 annars staðar en nokkurra sexæringa mun þó vera getið. Fram á fyrsta tug þessarar aldar var svipað uppi á teningnum, stærstu bátar í eigu Íslendinga voru ekki austfirskir. Því er líklegt að Austfirðingar hafi einkum notast við fjögra og tveggja manna för og í litlum mæli sexæringa. Ástæða þess að austfirskir bátar voru ekki stærri er sú að ekki var róið fyrir Austurlandi á vetrum, heldur um sumur,vor og haust. Til sóknar
árið 1898 að „allur veiðiskapur er nú á Austfjörðum með útlendara, þ.e. færeysku og norsku, sniði en nokkurs staðar annars staðar á landinu,“ og í byrjun þessarar aldar voru langflestir austfirskir bátar smíðaðir erlendis. Hér er átt við árabáta því þegar bjarma tók af nýrri öld hélt tími vélbáta innreið sína á Austfirði. Stefán Th. Jónsson á Seyðisfirði var þar frumkvöðullinn en hann keypti árið 1904 mótorbát í Danmörku. Var báturinn látinn heita Bjólfur og kom til landsins í aprílmánuði. Þegar í stað lukust augu útgerðar- og sjómanna upp fyrir því að þar var komið fley sem fengur væri í. Stefán auglýsti að þeir sem vildu gætu pantað hjá sér mótor og bát „ ... hingað kominn með öllum áhöldum ...“ Er ekki að orðlengja það að innfluttum
Minnisvarði um Einar Sigurðsson húsa- og skipasmíðameistara í Odda og heiðursborgara Fáskrúðsfjarðar.
og tugi árabáta. Þilfarsbátarnir urðu tuttugu. Í bátasmíði fór Einar Sigurðsson ekki troðnar slóðir, hún mótaðist einkum af hugmyndum hans sjálfs um það hvernig bátar ættu að vera til að hæfa og standast sjólag fyrir Austurlandi, þar sem straumkast getur verið mikið og hnútar myndast. Bátarnir voru jafnan 22 fet á lengd og um 6 fet á breidd með um 20 þverböndum. Eftir að þremur 19 tonna bátum fyrir Samvinnufélag Búðahrepps var hleypt af stokkunum 1935 lá smíði þilfarsbáta á Fáskrúðsfirði að mestu leyti niðri til ársins 1944. Árið 1960 var á Oddaverkstæðinu smíðaður 13 tonna þilfarsbátur, Andey. Sá bátur var fyrsti frambyggði vélbáturinn á Austurlandi. Kostir frambyggðra báta eru t.d. þeir að dekkrými er þá meira og áhöfnin er í skjóli þegar mikil bræla er. Síðasti þilfarsbáturinn, sem smíðaður var á Oddaverkstæðinu undir stjórn Einars, var Hafborg 1967. Árið 1929 gekk Einar að eiga Þórhildi Þorsteinsdóttur frá Löndum í Stöðvarfirði, dótturdóttur séra Guttorms Vigfússonar í Stöð og eignuðust þau sex börn. Þórhildur lést 1940 af barnsförum en síðar giftist hann Unni Pétursdóttur frá Rannveigarstöðum í Álftarfirði. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar og varð heiðursborgari Búðakauptúns. Einar lést 3. febrúar 1984.
www.pwc.is
Hvað eru verðmæti í þínum huga?
Samstarfið við PwC aðstoðar þig við að skapa þau verðmæti sem þú sækist eftir. PwC er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Selfossi og Hvolsvelli.
Frábær nýjung fyrir alla lyfjanotendur: ði Ein f u n
Vefverslun með lyf Lyfseðlar Lyfjaverð ofl.
óstsen rí p Garðs Apótek Reykjavík
g í hve din
APPÓTEK GARÐS APÓTEKS
m má rju
www.appotek.is
appotek.is
·
APPÓTEK GARÐS APÓTEKS
er notendavænt vefforrit (app) fyrir tölvur og farsíma á vefsíðunni www.appotek.is
Í Appóteki Garðs Apóteks getur þú: Skoðað hvaða lyfseðla þú átt í lyfseðlagáttinni Pantað tiltekt á lyfseðlana í gáttinni Séð hvað þú átt að greiða fyrir lyfin samkvæmt þrepastöðu þinni Pantað lyf sem fást án lyfseðils Valið um hvort þú sækir lyfin í Garðs Apótek eða lætur senda þér lyfin hvert á land sem er
Lyfseðlar Hér eru allir lyfseðlar sem eru skráðir í lyfseðlagátt landlæknis. Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum reiknast í körfunni því greiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands er
Lyfseðlar Lausasölulyf Pantanir Heilsugæslustöðvar og lyfjaendurnýjun Lyfjakaup þrepastaða Stillingar Um Appótek
Lyfseðll:11914931
Lyfseðll:11914920
Parkodin, 510 mg, 100 töflur
[1/1]
Verkjalyf
Lopress, 50 mg, 98 töflur
Lyf með verkun á renín-angíótensínkerfið
Læknir
Útgáfudagur
Læknir
Útgáfudagur
Jón Jónsson
27.12.2016
Jón Jónsson
27.12.2016
Sjá meira
[1/1]
Sjá meira
Karfa
NÁNAR
SETJA Í KÖRFU
NÁNAR
SETJA Í KÖRFU
Útskrá Lyfseðll:11914910
Imovane, 7.5 mg, 30 töflur Geðlyf
Séð lyfjagreiðslutímabil þitt og greiðslustöðu þína á tímabilinu
Lyfseðll:11914905
[1/1]
Ibufen, 600 mg, 100 töflur Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
Læknir
Útgáfudagur
Læknir
Útgáfudagur
Jón Jónsson
27.12.2016
Jón Jónsson
27.12.2016
Sjá meira
Valið um hvort þú greiðir lyfin í Garðs Apóteki eða greiðir lyfin í Appótekinu
[1/1]
Sjá meira Opið 9-18 virka daga Sími 568-0990 Powered by
Garðs Apótek: Sogavegi 108 · Sími 5680990 Netfang: gardsapotek@gardsapotek.is · Vefsíða: gardsapotek.is Appótek: appotek.is · Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
-rétt leið
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
8
Samherji telur seðlabankastjóra fara með rangt mál „Þrátt fyrir að bankaráð Seðla bankans hafi með alvarlegum hætti sett sérstaklega ofan í við seðlabankastjóra fyrir að tjá sig opinberlega um einstaka mál og aðila heldur hann uppteknum hætti. Nú síðast í sjónvarpsþættinum Eyjunni 23. mars sl. Lét hann ekki þar við sitja heldur setti frétt á heimasíðu Seðlabankans þess efnis morguninn eftir. Líkt og áður fer seðlabankastjóri þar með rangt mál og varpar ábyrgð á því sem miður hefur farið yfir á aðra,“ segja þeir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri fyrir tækisins. „Bankaráði hefur verið legið á hálsi fyrir að sinna ekki eftirlits skyldum sínum en brást loks við í kjölfar harðorðs bréfs umboðs manns Alþingis í árslok 2015 og fékk Lagastofnun til að gera úttekt á framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Sú úttekt lá fyrir 26. október 2016. Síðan hefur skýrslan verið til meðhöndlunar hjá sömu aðilum og skýrslan fjallar um og gagnrýnir í fimm mánuði. Þar hefur þeim gefist færi að strika út og lagfæra að eigin hentugleika það sem þeim hefur þótt óhagfellt. Að gefnu tilefni vill Samherji koma því á framfæri að félagið
hefur ekki óskað eftir undanþágum frá gjaldeyrishöftum fyrr en í lok árs 2016 vegna lántöku erlendis en skilja mátti seðlabankastjóra sem svo að Samherji væri fyrirferða mikill í undanþágubeiðnum. Þá sagði seðlabankastjóri eftirfarandi, aðspurður um mál Samherja: „Ja, ég get nú ekki talað um einstök mál, ég meina, það má eiginlega segja hvað með það í sjálfu sér. Það er oft, það er fullt af svona málum sem komu upp og hérna já, svo fara þau ekki alla leið. Það er ekki okkar að taka ákvarðanir um það, það er annarra.“ Til allrar hamingju er húsleitin og mál Samherja einstakt. Hins vegar kærði Seðlabankinn á annað hundrað einstaklinga og fyrirtæki til lögreglu. Eftirtekjan af því er engin fyrir bankann en eftir sitja viðkomandi aðilar með þann stimpil frá seðlabankastjóra að hafa sloppið vegna klúðurs annarra en Seðlabankans. Hvað sem líður orðum seðlabankastjóra að það sé ekki hans að taka ákvörðun um hvort mál fari „alla leið“ eða ekki þá er það hans ákvörðun hvort farið sé í húsleit, haldinn blaðamannafundur, mál séu kærð til lögreglu eða með hvaða hætti þeim er lokið af hálfu bankans.
Sama gildir um setningu reglna og tillögur við lagabreytingar. Þessar ákvarðanir eru alltaf hans. Það er ekki lagaleg skylda embættismanna, eins og seðlabankastjóra hefur verið títtrætt um, að hafa fólk fyrir rangri sök. Það er brot í starfi. Fólk og fyrirtæki líta ekki á það sem tækifæri að vera kært. Slíkt er mjög íþyngjandi fyrir flesta. Seðlabankastjóri hefur oftsinnis hundsað niðurstöður og rökstuðning sérstaks saksóknara í málum sem bankinn hefur kært og ýmist borið því við að málin hafi verið of flókin fyrir embættið eða um sé að kenna lagaklúðri sem rekja megi til annarra en bankans. Í umræddu viðtali 23. mars sl. staðfesti seðlabankastjóri hins vegar að eitt af meginhlutverkum bankans sé smíði lagafrumvarpa. Verður það ekki skilið með öðrum hætti en að Seðlabankinn hafi átt virka aðkomu að því lagaklúðri sem seðlabankastjóri reynir ítrekað að kenna öðrum um. Ef Seðlabankinn hefði virt niður stöður og leiðbeiningar sérstaks saksóknara eða þær fjölmörgu ábendingar sem bankanum hafa borist í gegnum árin hefði vafalaust verið hægt að forða miklu tjóni og miska fjölmargra einstaklinga og lögaðila. Hafa skal í huga
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
að bankinn hefur kært á annað hundrað einstaklinga og lögaðila frá setningu gjaldeyrishafta. Að lokum skal því haldið til haga að í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því að Seðlabankinn réðist inn á starfsstöðvar Samherja með um sextíu manna her, í beinni útsendingu fjölmiðla auk þess sem upplýsingafulltrúi bankans sendi fréttatilkynningu um húsleitina út um allan heim. Ávirðingarnar náðu hæst tugum milljarða króna en ekki var meira að marka þær ávirðingar en svo að bankinn sá sig umkominn að ljúka málinu með sátt upp á 8,5 milljón króna.
Þegar því var hafnað skellti hann á Samherja 15 milljón króna sekt. Við upphaf húsleitar lýsti forstjóri Samherja strax yfir ábyrgð á hendur forsvarsmönnum Seðlabankans og fór fram á að fá upplýsingar um grundvöll húsleitarinnar svo unnt væri að takmarka tjónið af þessum harkalegu aðgerðum. Seðlabankinn kaus hins vegar að hundsa þá kröfu líkt og annað sem ekki fellur að hans hugmyndum. Þess í stað hefur bankinn, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, ítrekað borið á borð fjölmiðla og dómstóla rangar upplýsingar að því er virðist til að breiða yfir eigin gjörðir.“
KEA styrkti Sjúkrahúsið á Akureyri um 10 milljónir króna
Gallery Pizza
Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440
Ítilefni af 130 ára afmæli KEA (Kaupfélags Eyfirðinga) styrkti félagið Sjúkrahúsið á Akureyri um 10 milljónir króna að gjöf. Gjafir gegna veigamiklu hlutverki við endurnýjun tækja, húsbúnaðar
og aðstöðu sjúklinga við SAk. Verðmæti þeirra skiptir máli en ekki síður er mikilsverður sá hugur og velvild sem fylgir gjöfum, stórum sem smáum. Hollvinasamtök sjúkrahússins á
Akureyri voru stofnuð í desember 2013. Hollvinasamtökin taka á móti gjafaframlögum og standa fyrir söfnunum um tiltekin málefni og hafa allt frá stofnun styrkt Sak með ýmsum hætti.
Útvegum varahluti í flestar gerðir traktora og vinnuvéla. Einnig olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja.
Við sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco, New Holland, Case og nú:
Vélavit Sala - Viðgerðir Þjónusta Varahlutir S: 5272600 - www.velavit.is
Sími: 527 2600 Vélavit
Frá vinstri, Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður KEA, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, Haraldur Hauksson, forstöðulæknir skurðlækninga, Gunnhildur Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í skurðhjúkrun, Kolbrún Jónsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur, Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og Jónas L. Franklín, forstöðulæknir bæklunarskurðlækninga. - Mynd: BB.
PIPAR \ TBWA • SÍA
OLÍS Velkomin á Olís Við tökum vel á móti þér á Olísstöðvum um allt land og bjóðum góða þjónustu, fjölbreytt úrval bílavöru, gómsætan mat og ýmislegt annað fyrir fólk á ferðinni.
AFSLÁTTUR MEÐ KORTUM OG LYKLUM
FRÍTT KAFFI MEÐ KORTUM OG LYKLUM
FRÍTT WI-FI
Vinur við veginn
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
Verksmiðjur Síldar vinnslunnar bræddu um 68.000 tonn af loðnu
10 um 3.900 tonn af loðnuhrognum í Neskaupstað og Helguvík. Gunnar segir að mikil breyting hafi orðið á skipakosti við uppsjávarveiðar hin síðari ár. Mismunurinn felst ekki síst í því að skipin geta kælt niður aflann og þannig komið með betra og og verðmætara hráefni að landi. Eins er í flestum skipunum svokallaðar vacumdælur sem notaðar eru við löndun úr þeim, fer slík dæling betur með hráefnið en gamla aðferðin að stinga dælu úr landi ofan í lestarnar. Skipin hafa einnig stækkað verulega hin síðari ár. Á loðnuvertíðinni 1996 á Seyðisfirði var meðalfarmur úr skipunum um 1.000 tonn en á nýliðinni loðnuvertíð var meðalfarmur 1.900 tonn.
Fiskimjöls verksmiðjurnar eru hátækniiðnaður
Fiskimjölsverksmiðja SVN á Seyðisfirði.
Íslensku uppsjávarveiðiskipin luku loðnuveiðum á þessari loðnuvertíð um miðjan marsmánuð og voru skip Síldarvinnslunnar þá að landa hrognaloðnu í Neskaupstað og í Helguvík. Mörg skipanna héldu þegar til kolmunnaveiða um 650 mílur vestur af Írlandi. Börkur NK lauk vertíðinni út af Skagafirði þar sem góður loðnuafli
fékkst. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri sagði að óvenjulegt væri að ljúka veiðum á loðnuvertíð á þessum slóðum, það hafi vissulega komið á óvart. Kastað var sex eða sjö sinnum og fengust upp í 800 tonn í kasti. Þetta var smærri loðna en fyrir vestan og hrognaþroskinn ekki eins langt kominn, þroskinn kannski 18-20% og þessi loðna átti
talsvert eftir í hrygningu. Gunnar Sverrisson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja SVN á Seyðisfirði, Neskaupstað og í Helguvík, segir að landað hafi verið um 19.000 tonnum af loðnu á Seyðisfirði, 33.000 tonnum á Neskaupstað og 16.000 tonnum í Helguvík. Fryst voru í Neskaupstað um 7000 tonn af loðnu og framleidd
„Fiskimjölsverksmiðjur landsins eru í raun hátæknivæddur iðnaður í dag þar sem vinnsluferlum er stýrt með stjórntölvum. Unnið er eftir gæðakerfum við vinnsluna og meðhöndlun afurða, og koma bæði innlendir og erlendir eftirlitaðilar reglulega í úttektir á vinnsluferlinu. Mikil orka er notuð við framleiðsluna sem að stofni til var aðalega olía, en verksmiðjunum hefur tekist að minnka olíunotkunina verulega hin síðari ár með rafvæðingu. Á árabilinu 2003 til 2014 snýst hlutfall olíu af orkunotkun íslenskra fiskimjölsverksmiðjanna við og fer úr því að vera rúmlega 70% í það að vera um 20%. Kolmunnavertíðin er að hefjast og er útgefinn heildarkvóti
íslenskra skipa 150.000 tonn, er Síldarvinnslan og tengdir bátar með um 40% af því. Kolmunninn sem er lifrarfiskur af þorskætt er yfirleitt mjög magur á þessum árstíma og fram að sumri enda þá nýlega búinn að hrygna. Veiðisvæðið er vestur af Írlandi en færist síðan að Færeyjum þegar fiskurinn leitar norður í höf til ætisleitar. Einnig veiðist kolmunni í íslenskri landhelgi. Makríll sem fer nær allur í manneldi, fer að öllu jöfnu að veiðast í júlí, norsk-íslenska síldin í framhaldinu og síðan íslenska síldin í haust,“ segir Gunnar Sverrisson. Fyrir rúmlega tuttugu árum hófu sumar fiskimjölsverksmiðjur landsins að fikra sig áfram í átt til rafvæðingar. Fyrstu skrefin fólust í því að settir voru upp rafskautakatlar til gufuframleiðslu. Hjá fyrirtækjunum sem áttu verksmiðjurnar vaknaði snemma áhugi fyrir því að rafvæða þær enn frekar og draga þannig úr notkun olíu sem orkugjafa. Ýmis vandamál komu upp þegar umræða hófst um að auka rafmagnsnotkun verksmiðjanna enn frekar en árið 2009 urðu ákveðin þáttaskil hvað þetta varðar. Þá létu stjórnvöld sérfræðinganefnd gera skýrslu um möguleika til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og má segja að þau hafi gert niðurstöður nefndarinnar að sínum. Í kjölfar skýrslunnar hófust umræður um frekari rafvæðingu fiskimjölsiðnaðarins fyrir alvöru enda fiskimjölsiðnaðurinn sá þáttur iðnaðar sem notaði mesta olíu.
VORTILBOÐ Á VOLVO PENTA REKSTRARVÖRUM Nú hækkar sól á lofti og vertíðin og sumarið framundan og því mikilvægt að báturinn og vélbúnaðurinn séu í toppstandi. Af því tilefni bjóðum við sérstakt vortilboð, allt að 30% afslátt, á rekstrarvörum, hældrifum og skrúfum fyrir Volvo Penta vélbúnaðinn þinn.
Dæmi um verð: Smursía Volvo Penta 42-44 Eldsneytissía Volvo Penta 42-44
1.980 kr. m/vsk 2.939 kr. m/vsk
Hafðu samband í dag Það er okkur og þjónustuaðilum okkar um land allt sönn ánægja að taka á móti þér og aðstoða eftir fremsta megni. Listi yfir þjónustuaðila okkar á landsbyggðinni er að finna á volvopenta.is. Kíktu á vefinn okkar og hafðu samband strax í síma 515 7067 eða sendu okkur póst á gudmundurg@brimborg.is til að nýta þér hagstætt vortilboð. Tilboðið gildir til 17. júní.
Smursía Volvo Penta D4-D6 Eldsneytissía Volvo Penta D4-D6
3.758 kr. m/vsk 4.857 kr. m/vsk
Volvo Penta á Íslandi VOLVO PENTA_Vortilboð á rekstrarvörum_255x200mm_20170403.indd 1
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6
Sími 515 7070 volvopenta.is
03/04/2017 15:35
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
11
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit:
Ljósleiðaravæðing er tímamótaverkefni sem eykur lífsgæði og bætir búsetuskilyrði Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Bárðdæla hrepps, Hálshrepps, Ljósavatns hrepps og Reykdælahrepps árið 2002. Síðan stækkaði sameiningin árið 2008 þegar Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust. Sveitarfélagið hélt nafninu Þing eyjarsveit. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar afgreiddi fjárhagsáætlun þann 15. desember sl. þar sem gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs á þessu ári að upphæð 19,2 milljónir króna og í samstæðu A og B hluta að upphæð 10,2 milljónir króna Fjárfestingaáætlun fyrir árið 2017 hljóðar uppá 74 milljónir króna. Skatttekjur sveitarfélagsins hafa verið að aukast sem leitt hefur til þess að á þessu ári er ekki gert ráð fyrir tekjujöfnunarframlagi frá Jöfnunarsjóði líkt og undanfarin ár. Hvað varðar framkvæmdir á árinu 2017 er áætlað að ljúka framkvæmdum við kaldavatnsveitu á Laugum og framkvæmdum við
gámavöllinn á Stórutjörnum. Einnig er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu við Goðafoss með framlagi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og lagningu ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengi hf.,“ segir Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri.
Ljósleiðari á 267 heimili
„Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara hafa gengið vel og eru samkvæmt áætlun. Um síðustu áramót var lokið við að ganga frá þeim 150 tengingum sem voru á áætlun á síðasta ári. Þátttaka íbúa er afar góð, eða um 98% og er það ánægjuegt, því þetta framtak er tímamótaverkefni sem eykur lífsgæði og bætir búsetuskilyrði. Fyrr á þessu ári skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga undir samninga um styrk sjóðsins til sveitarfélaga vegna ljósleiðaravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Þingeyjarsveit hlaut
styrk að fjárhæð 29 milljónir króna til verkefnisins fyrir árið 2017. Stefnt er að verkslokum í árslok 2017 en það er fyrr en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Þróunarverkefnið í sorpmálum er komið vel á veg og eru öll lögheimili í sveitarfélaginu komin með sorptunnur heim við hús. Ferðaþjónustan er mjög vaxandi atvinnugrein eins og víða annars staðar og í þessu sveitarfélagi er það styrking ferðamannastaða. Við stefnum á heilmiklar framkvæmdum við Goðafoss á komandi sumri. Á áætlun í ár er stækkun bílastæðis að austan og að byggja útsýnispall og göngustíga að vestan. Atvinnuástand er gott í Þingeyjarsveit, lítið sem ekkert atvinnuleysi en talsvert er um það að íbúar Þingeyjarsveitar sæki vinnu utan sveitarfélagsins, s.s. til Húsavíkur og Akureyrar og þegar Vaðlaheiðargöngin verða tekin í notkun munu þau bæta búsetuskilyrði og Þingeyjarsveit
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri.
verður þá hluti af stærra atvinnu svæði. Framhaldsskólinn á Laugum er stór vinnustaður, skólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir samfélagið, er okkar stóriðja. Í Reykjadal er einnig rekin fisk þurrkun sem skapar nokkur störf.“ - Á að fara að virkja í Fnjóskadal? „Það er Hólsvirkjun í Fnjóskadal, sem áætlað er að verði 5,5 megawatta virkjun. Farið hefur verið fram á að virkjunin fari í umhverfismat að mati Skipulagsstofnunar, svo það eru ýmsir virkjunarkostir
hér í sveitarfélaginu. Heilmikil uppbygging er kringum Þeista reykjavirkjun sem er gufuaflsvirkjun reist af Landsvirkjun og því verki miðar samkvæmt áætlun. Horft er til þess að aflvél 1 verði komin í rekstur í lok árs 2017 og aflvél 2 að vori 2018. Uppsett afl Þeistareykjavirkjunar mun þá vera 90 MW. Raforka þaðan fer m.a. til reksturs verksmiðju PCC Bakki Silicon hf. til framleiðslu á kísilmálmi við Bakka á Húsavík með framleiðslugetu sem nemur 66.000 tonnum á ári,“ segir Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri.
Hvalasafnið á Húsavík mikill segull á ferðafólk í fræðslustarfi auk varðveislu muna og heimilda.“ - Að hverju spyrja gestir helst sem til ykkar koma, og er það mismunandi eftir því hvort um Íslendinga eða útlendinga er að ræða? „Gestir spyrja að öllu mögulegu. Við höldum úti fræðslustarfi fyrir nemendur skólastofnana í nágrenninu og má segja að þeir gestir sem spyrja mest séu yngstu gestirnir okkar, börnin. Ég myndi ekki telja að það væri munur á spurningum Íslendinga og útlendinga.“
Beinagrind steypireyðar á Hvalasafninu.
Huld Hafliðadóttir er verkefna stjóri við Hvalasafnið á Húsavík þar sem m.a. má sjá beinagreind af steypireyði, stærstu skepnu jarðar. Huld var spurð hvernig aðsókn hafi verið síðan opnað var og hvort
það væri í samræmi við væntingar. Safnið var opnað árið 1997 og er opið allan ársins hring, segir Huld. „ Þar sem safnið hlaut viðurkenningu Safnaráðs sem viðurkennt safn árið 2014 felast helstu verkefni safnsins
- Telurðu að hvalasafnið dragi sérstaklega til sín ferðafólk, eða kemur það flest í tengslum við hvalaskoðunarferðir frá Húsavík út á Skjálfandaflóa? „Það er allur gangur á því. Hingað koma bæði erlendir gestir sem og Íslendingar og skólahópar á vetrum þegar hvalaskoðun er ekki starfrækt og heimsækja safnið, en á sumrin helst þetta oft í hendur og gestir fara í hvalaskoðun og fylgja henni eftir með heimsókn í Hvalasafnið eða öfugt. Við erum við með 11 beina grindur af 10 mismunandi hvala
tegundum og sýningu um hval veiðar, náttúrufræði og þjóðfræði. Líffræðisýningin okkar fer yfir það helsta í tengslum við líffræði hvala og einstaka hvaltegundir við Íslandsstrendur. Þá erum við með sérstaka sýningu fyrir Hvala skólann, fræðslustarf safnsins, þar sem nemendur leik- og grunn skólans á svæðinu sýna verk sín að lokinn heimsókn í safnið og fræðslu um hvali og lífríki hafsins. Þá opnar á hverju ári listasýning þar sem nýr listamaður sýnir verk sín sem tengjast hvölum á einhvern hátt. Á uppskeruhátíð Hvalaskólans fyrir skólaárið 2015/2016 var opnuð listasýningin C-E-T-A-C-E-A sem franska lista konan Marina Rees stóð fyrir,“ segir Huld Hafliðadóttir.
Hvalaráðstefna
Þann 21. júní nk. er haldin Hvalaráðstefna í þriðja sinn í samstarfi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík sem sérhæfir sig í rannsóknum á hvölum, en hvalaráðstefnan er ætluð sem vettvangur til að deila upplýsingum og fyrir umræður um hvali og rannsóknir á þeim. Ráðstefnan gagnast sérstaklega starfsfólki hvalaskoðunarfyrir
tækja, rannsakendum og öðru áhugafólk um hvali.
Norðursigling bætir í flotann
Norðursigling á Húsavík bætir tveimur bátum við flota hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í sumar. Það skref dugar þó ekki eitt til að mæta aukinni eftirspurn ferðafólks og því verður ferðum einnig fjölgað umtalsvert á þeim bátum sem fyrir eru. Bátarnir verða þá 10 talsins en boðið hefur verið í skipulagaðar hvalaskoðunarferðir hjá Norðursiglingu í liðlega 20 ár. Norðursigling vakið athygli fyrir rafvæðingu báta sinna, fyrst fyrirtækja. Fyrirtækjum í hvalaskoðun hefur fjölgað, eru 12 á 6 svæðum á landinu. Norðursigling er stærst fjögurra hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík. Stutt er frá Húsavík í ferðamannastaði sem njóta mikillar athygli ferðamanna, eins og t.d. Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi og nú síðast Holuhraun, en þess nýtur ferðaþjónustan á Húsavík. Samlegðaráhrifin í ferðaþjónustu eru því umtalsverð á Norðausturlandi.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
Hnattrænar veðurfars breytingar undanfarna áratugi - leikur náttúrunnar eða athafnir manna? marga áratugi. Skekkjuvaldar í mælingum eru af ýmsum toga. Stóra spurningin er að hve miklu leyti er hlýnunin undanfarna áratugi af völdum losunnar manna á koltvísýringi og að hve miklu leyti stafar hún af breytingum í sólvirkni, breytingum í hafinu, o.s.frv.
Svæðin sem merkt eru með grænu eru sérlega áhugaverð. Lengst til hægri eru hlýindin sem glatt hafa okkur undanfarna áratugi og kallast Modern Warm Period. Fyrir um 1000 árum var annað
hlýskeið sem stóð nokkra áratugi og kallast Medieval Warm Period. Þá var jafnvel enn hlýrra en í dag, eða að minnsta kosti álíka hlýtt. Fyrir 2000 árum, meðan á Roman Warm Period stóð, var svo enn
Hvað er eðlilegt veðurfar? Ágúst H. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að hnattrænn lofthiti hækkaði hratt síðari hluta árs 2015 og urðu margir felmtri slegnir. Hitinn náði hámarki í febrúar 2016 og hefur síðan fallið mjög hratt. Reyndar er hitatoppurinn nú nánast alveg horfinn. Hver var orsökin? Þessi hitatoppur stafaði af veðurfyrirbæri í Kyrrahafinu sem kallast El-Niño, eða jólabarnið. Heitur sjór losar varma í lofthjúpinn, hann hlýnar en sjórinn kólnar. Oft tekur við fyrirbæri sem kallast La-Niña þegar kaldari sjór kælir loftið, þ.e. sækir varma í loftið til að undirbúa annað El-Niño. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en verður að duga í þessum inngangi. Svona El-Niño kemur óreglulega með nokkurra ára millibili. Oftast fer frekar lítið fyrir því, en stundum er El-Niño það öflugt að það veldur óvenjulegu veðurfari víða um heim. Árið 1998 var óvenju öflugt El-Niño fyrirbæri sem orsakaði hitatoppinn sem sést á miðri MYND 1. Í framhaldi tók við La-Niña og orsakaði það lægri lofthita í 2-3 ár eins og einnig sést á myndinni. Annað El-Nino fyrirbæri leit dagsins ljós 2015-2016 og náði hámarki í febrúar 2016. Er síðan horfið að mestu. Mælingar frá gervihnöttum hafa ýmsa kosti fram yfir hefðbundnar mælingar sem framkvæmdar eru á veðurstöðvum á jörðu niðri. Gervihnettirnir svífa nánast yfir allan hnöttinn og framkvæma mælingar á lofthjúpnum jafnt yfir landi sem legi, yfir eyðimörkum, fjalllendi, frumskógum, og í raun yfir allri jörðinni nema pólsvæðunum. Hitaferlar mælinga með hjálp gervihnatta eru til frá árinu 1979, eða tæplega fjóra áratugi. Mælingar sem framkvæmdar eru á hefðbundnum veðurstöðvum hafa þann annmarka að víða um heim eru engar veðurstöðvar. Í Afríku eru til dæmis sárafáar og sama má segja um hafsvæðin sem þekja 70% af yfirborði jarðar. Einnig er hætta á nálægð veðurstöðva við þéttbýli taki mið af hærri hita þéttbýlisins en dreifbýlisins. Það er nauðsynlegt að skoða alla hitaferla með miklum fyrirvara. Sveiflur eru miklar af völdum náttúrunnar, bæði skammtíma sveiflur og sveiflur sem ná yfir
Er loftslag eðlilegt eins og það var fyrir 100 til 150 árum? Það felst í kenningunni um skaðlegar loftslagsbreytingar, þ.e. hlýnun frá þessu tímabili. Jörðin hefur hlýnað um 0,8 gráðu síðastliðin 100 ár, eða jafnvel síðastliðin 150 ár segja og skrifa vísinda- og leikmenn. Oft er hækkunin miðuð við „byrjun iðnbyltingar“ en hún er talin hafa hafist um 1750 en um það leyti smíðaði James Watt sína fyrstu gufuvél. Er loftslag eðlilegt eins og það var fyrir 100 til 150 árum, eða 250 árum ef við miðum við tímann fyrir iðnbyltinguna? Hver vill fullyrða að um 1850, sem er reyndar var á síðustu áratugum Litlu- ísaldar, hafi veðurfar verið „rétt“ og öll hækkun hita síðan þá sé „röng“ og skaðleg? Það merkilega er að þetta er kjarninn í umræðunni um loftslagsmálin. Við sjáum greinilega á hitaferlinum frá Bresku Veðurstofunni (Met Office), MYND 2, að Litlu Ísöldinni lýkur ekki fyrr en um 1920, þá verður mjög hröð hlýnun fram að 1945, síðan kyrrstaða til um 1975 er hitinn fer að rísa hratt til ársins 2000, og að lokum nánast kyrrstaða til dagsins í dag. Við tökum eftir því á myndinni að meðalhitinn yfir allt tímabilið er nokkurn vegin sá sami og mældist í kyrrstöðunni 1945-1975. Reyndar er lárétta línan við 0,0°C örlítið ofar. Væri ekki eðlilegra að miða hækkun lofthitans við það tímabil frekar en Litlu Ísöldina eins og gert er? Þá væri hækkunin, sem við erum með áhyggjur af, um það bil 0,5° í stað 0,8°. Það munar um minna. Svo virðist sem margir vilji að hnattrænt loftslag verði aftur eins og það var á síðustu áratugum Litlu ísaldar, þ.e. á þeim árum sem fjöldi Íslendinga hélt til vesturheims í leit að betra lífi.
Mynd 1 -
Mælingar á hita á neðri laga lofthjúpsins. Febrúar 2017.
Mynd 2 -
Hnattrænn hiti 1850 – 2014.
Mynd 3 -
Hlýindin fyrr á öldum.
Hitafar frá síðustu ísöld fyrir um 11.000 árum
MYND 3 sýnir niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3.000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Með rannsóknum á magni samstætna súrefnis (oxygen isotopes) hefur verið hægt að áætla hitastig á yfirborði jökulsins þúsundir ára aftur í tíma. Þessi ferill nær yfir 11.000 ár, þ.e. aftur til loka ísaldar þegar þykk íshella þakti stóran hluta jarðar. Ferillinn nær þó af mælitæknilegum ástæðum aðeins til ársins 1854, en hefur verið mjög lauslega framlengdur til dagsins í dag með strikuðu línunni lengst til hægri.
12 hlýrra, og mun hlýrra var fyrir rúmum 3000 árum á tímabili sem kallað er Minoan Warm Period. Hvað veldur þessum áratugalöngu hlýskeiðum sem hafa komið reglulega með um 1000 ára millibili? Við getum skyggnst lengra aftur í tíma og sjáum að fyrir 7000 og 8000 árum var lang hlýast frá því er ísöld lauk. Holocene Climate Optimum kallast sá tími. Það er eftirtektarvert, að samkvæmt þessum hitaferli frá Grænlandsjökli, og ýmsum öðrum rannsóknum, m.a. á setlögum íslenskra stöðuvatna, hefur hitinn farið lækkandi á undanförnum árþúsundum Áleitnar spurningar vakna þegar horft er á MYND 3. Hýindin fyrir 1000, 2000, 3000, og jafnvel fleiri árum voru örugglega ekki af
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
13
þáttur sólarljóssins geti haft mikil áhrif á efstu lög lofthjúpsins, áhrif sem geta hríslast niður í neðri lögin og valdið hitabreytingum þar. Til þessarar staðreyndar, og einnig breytilegs rafaastreymis frá sólinni, sem hefur áhrif á geimgeisla sem aftur móta skýjafar, horfa margir vísindamenn til að skýra loftslags breytingar fyrr á tímum og jafnvel á undanförnum áratugum. Á síðustu árum hafa ýmsar rannsóknir skotið stoðum undir þessar kenningar, og skipta vísindagreinar um áhrif sólar á loftslag hundruðum.
Mynd 4 - Heildarútgeislun sólar. Sólin er svokölluð breytistjarna sem jörðin er í nábýli við. Frá henni streymir breytilegur sólvindurinn sem veldur fallegurm norðurljósum og gæti hæglega átt þátt í hitasveiflum undanarinn alda.
mannavöldum. Þetta voru jafn heit eða heitari tímabil en við upplifum nú. Hvernig getum við verið viss um að hlýindin nú stafi að mestu leyti af hegðun okkar mannanna? Getur ekki verið að núverandi góðæri í veðurfari undanfarið stafi af sömu orsökum og oft áður? Er ekki full ástæða til að velta fyrir sér hvaða náttúrulegu ástæður hafi valdið þessum hitasveiflum á undanförnum árþúsundum og hvort að náttúran sé ekki enn að verki? Í glæsilegri bók dr. Helga Björnssonar jöklafræðings, „Jöklar á Íslandi“ sem kom út árið 2009, er mikill fróðleikur um breytingar sem átt hafa sér stað á Íslandi. Bókin fjallar, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst um jökla, en stærð þeirra ræðst í aðalatriðum af áratuga löngu árferði. Það er því órofa samband milli hitafarsins og stærðar jöklanna. Þegar mildir áratugir koma dragast þeir saman, en ganga fram á köldum áratugum. Í bókinni kemur ótvírætt fram að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi loftslag á Íslandi verið milt, jöklar minni en nú og hafísár komið sjaldan. Þá hafi 3/4 hlutar landsins verið grónir og tæpur helmingur skógi vaxinn. Ísland hefur verið mun gróðursælla þá og tekið vel á móti landnámsmönnum.
vísindamanns Páls Bergþórssonar um samspil breytilegs endurskins frá hafís sem orsakavalds hinnar velþekktu 60-70 ára sveiflu í hitafari. Margir beina sjónum að sólinni, okkar eina hitagjafa. Frá henni streymir breytilegur sólvindurinn sem veldur fallegum norðurljósum, og gæti átt verulegan þátt í hitasveiflum undanfarinna alda og árþúsunda samkvæmt velþekktum kenningum prófessors Henriks Svensmark um samspil sólvindsins, geimgeisla, skýjafars og lofthita. Einnig beina vísindamenn sjónum að útfjólubláa hluta geisla sólar og áhrifum á efstu lög lofthjúpsins, áhrifa sem skila sér niður í veðrahvolfið. Á MYND 4 má sjá breytingar í heildarútgeislun sólar frá árinu 1610 til 2014. Eins og sjá má, þá er hún í hæstu hæðum á síðari hluta nýliðinnar aldar, og nú er heildarútgeislunin farin að dala aftur. Maunder lágmarkið frá 1650-1700 leynir sér ekki, en þá var kaldasta tímabil Litlu ísaldar. Breytingin í heildarútgeislun er reyndar heldur lítil til að skýra hitabreytingar undanfarið þannig að leita þarf annarra skýringa. Kenning prófessors Henriks Svensmarks gengur í stórum og einfölduðum dráttum út á að vatnsgufan þéttist á rykögnum
þotuna í háloftunum. Þegar sólvirknin er mikil og sólvindurinn öflugur, hlífir sólvindurinn jörðinni fyrir áhrifum geimgeisla og minna verður um ský og hitinn hækkar.
Mynd 6 -
Ljóst er að ýmislegt annað getur haft áhrif á loftslagsbreytingar en koltvísýringur. Margir þekkja snjallar kenningar hins virta
(aerosols). Geimgeislar jónisera gas í háloftunum. Jónirnar flytja hleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar sæði sem flýtir fyrir þéttingu rakans. Þetta er svipað fyrirbæri og sést þegar raki þéttist í útblástursgasi þotuhreyfla og hvítur strókur sést fyrir aftan
Jákvæð áhrif aukningar CO2
Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Koltvísýringur er ekki eitraður. Hann er
Höfum það hugfast að koltvísýringur, undirstaða lífs á jörðinni, er ekki mengun. Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu utanhúss mælist nú 0,04%, þ.e. 4 sameindir af hverjum 10.000 sameindum. Innanhúss, á heimilum og í skrifstofum, er styrkurinn oft tvisvar til þrisvar sinnum meiri. Náttúrulegu sveiflurnar geta samanlegt verið svo öflugar að erfitt getur verið að greina með vissu hve mikil áhrif aukins magns koltvísýrings eru á hitastigs breytingar.
Gróður jarðar hefur aukist.
Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina. Eða: „mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský -> minna endurkast -> hærra hitastig.“ Afleiðingin er
Mynd 5
Ástæður loftslagsbreytinga annarra en þeirra sem gætu hafa stafað af losun á CO2.
Sólvirknin hefur minnkað hratt á allra síðustu árum. Nánast hefur ríkt kyrrstaða í hitafari undanfarinn hálfan annan áratug. Er það merki þess að hámarkinu sé náð og hlýskeiðið að ganga niður, eins og það gerði fyrir 1000, 2000 og 3000 árum eftir nokkurra áratuga löng góðæri? Því hafa ýmsir vísindamenn spáð, en fáir hafa hlustað. Fari svo, þá mun það koma í ljós innan áratugar.
og auknum styrk koltvísýrings. Íslenskir gróðurhúsabændur vita að hægt er að auka framleiðsluna verulega með því að losa koltvísýring inn í gróðurhúsin. Inni í gróðurhúsunum er styrkur koltvísýrings tvöfaldur til fjór faldur þess sem er utan þeirra. Aukinn styrkur koltvísýrings og hærri lofthiti hafa gert það að verkum að gróður jarðar hefur aukist. Hún er að verða grænni samkvæmt gervihnattamyndum. Um það má lesa á vefsíðu NASA sem nefnist Global Garden Gets Greener, en þar er að finna MYND 6.
hnatthlýnun af völdum sólar! Breyting í útfjólubláa ljósinu yfir 11 ára sólsveiflu er um tuttuguföld eða 2.000 %, eins og sjá má á MYND 5 sem er frá Japönsku geimvísindastofnuninni, Japan Space Agency. Þessi mikla breyting á sér stað yfir aðeins eina sólsveiflu. Talið er að útfjólublái
undirstaða alls lífs á jörðinni. Án hans yxi ekki grænn gróður og matvælaframleiðsla væri engin. Dýralíf væri lítið sem ekkert og víst er að við værum ekki hér. Með hjálp sólar vinna plönturnar mjölvi og sykur úr koltvísýringnum og losa frá sér súrefni. Lífsandi plantnanna er koltvísýringur, en okkar lífsandi er súrefnið. Án grænu plantanan væri ekkert súrefni og því ekkert dýralíf. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu eykur verulega vaxtarhraða gróðurs. Það hefur mjög jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu heimsins og sannarlega veitir ekki af. Hér á landi hefur gróðri fleygt fram á undanförnum árum. Skógar mörk hafa hækkað og víða má sjá sjálfsáð tré vaxa upp þar sem áður var auðn. Við getum þakkað það bæði hækkuðum lofthita
Ekki er fráleitt að skipta megi ástæðum breytinga í lofthita í 3 flokka: I. Ytri sveiflur sem væru þá helst breytingar í sólinni. II. Innri sveiflur svo sem breyt ingar í hafstraumum og breyt ingar í hafís / endurskini eins og Páll Bergþórsson hefur bent á. III. Stígandi sem stafar af sífellt meiri losun á koltvísýringi. Hve mikið hver þessara þriggja þátta vegur er ómögulegt að segja. Við getum þess vegna til einföldunar og bráðabirgða sagt er hver þáttur valdi svo sem þriðj ungi, en auðvitað er það bara órök studd ágiskun þar til við vitum betur. Eitt er þó alveg víst að ekki má vanmeta áhrif náttúrunnar á hitafar jarðar. Ágúst H. Bjarnason
RÚLLUBINDING OG PÖKKUN JARÐVINNSLA - SÁNING HAUGDREIFING - MOKSTUR OG FL. S. 699 1766 & 487 5399 BUBBIIRIS@SIMNET.IS
DRAFNARSANDI 6, 850 HELLU
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
14
“Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.”
Páskahátíðin Merking orðsins er framhjáganga og vísar til þess atburðar er engill dauðans fór hjá húsum þeirra Ísarelsmanna sem höfðu slátrað páskalambinu og roðið blóði þess á dyrastafi og dyratré húsa sinna. Þeir sem ekki voru undir vernd blóðs lambsins misstu frumburði sína, bæði manna og dýra. Þetta var hluti af þeirri atburðarás sem leysti Ísraelsmenn úr þrælahúsinu í Egyptalandi. Þessi texti er úr annari Mósebók: Því að þessa sömu nótt vil ég fara um Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi, bæði menn og fénað. Og refsidóma vil ég láta fram koma á öllum goðum Egyptalands. Ég er Drottinn. Og blóðið skal vera yður tákn á þeim húsum, þar sem þér eruð: Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður, og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland. Þessi dagur skal vera yður endurminningardagur, og þér skuluð halda hann sem hátíð Drottins. Kynslóð eftir kynslóð skuluð þér hann hátíðlegan halda eftir ævarandi lögmáli.`
Jesús var krossfestur á Páska hátíðinni og tilvísunin er augljós. Hann er lambið sem ber í burt synd þessa heims eins og jóhannes skírari fékk opinberun um er hann sá hann fyrst. Það er undarlegt til þess að hugsa að maður hafi með fórn sinni greitt gjald fyrir syndir allra manna um alla tíma. En Jesús var ekki maður í venjulegum skilniningi þess orðs. Hann var fullkominn maður, án syndar, en einnig fullkominn Guð. “Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Þessi texti úr Jóhannesarguð spjalli er kjarni málsins. Sonur Guðs, eingetinn, getur ekkir verið annað en Guð. Allt föndur við þetta guðspjall skekkir allan okkar skilning á fagnaðarerindinu. Jesús er Guð. Með fórnargjöf sinni gefur hann mannkyninu þá stærstu gjöf sem hægt er að hugsa sér. Þegar hann segir við iðrandi syndarann sem var krossfestur með honum “í dag muntu vera með mér
Gunnar Þorsteinsson.
í Paradís,” þá var það í krafti þess að hann hafði dáið fyrir syndir hans og opnað fyrir honum dýrð himinsins sem og öllum öðrum sem eru í sömu sporum. Hinir fyrstu páskar leystu heila þjóð úr fangahúsinu. Nú háttar þannig til að “framhjáganga” Drottins er á hverjum degi fyrir þá sem vilja. Bænin kallar á blessun Guðs og leysir hvern þann sem bundin er fjötrum.
Það eru margir í fjötrum í íslensku samfélagi í dag. Það er ekki einvörðungu syndin sem haldur manni föngnum, heldur eru margar ytri aðstæður mönnum anddrægar. Væntanlega hefur engin fjölskylda sloppið við áhrif afnahagshrunsins. Þrælaviðja okurvaxta og verðtryggingar leikur margan manninn illa. Sú hörmung sem herjar á fjöldann er ótti í ýmsum myndum. Þetta má
sjá er menn skoða það gífurlega magn sem landinn hesthúsar af lyfjum gegn þunglyndi og kvíða. Það hræðilega helsi má einnig brjóta af sér ef menn tjá sig með líkum hætti og ræninginn á krossinum sem beindi einfaldri og látlausri bæn sinni til Drottins. Leiðin til lífs og lausnar er hvorki flókin né torsótt. Jesús sagði: “Ég er vegurinn, sannnleikurinn og lífið.” Gunnar Þorsteinsson
VIÐ BERUM SNILLIGÁFU HEIM AÐ DYRUM Með heimsendingu kemst sendingin hratt og örugglega á áfangastað
www.postur.is
g-
Hljómfagrar fermingargjafir Frelsi til að hlusta. Hvar sem er. LJÓS OG LÍFSSTÍLL Í 85 ÁR
Traust fjölskyldufyrirtæki frá 1929
NÝTT BLUETOOTH
Sennheiser HD 4.40 BT Hágæða heyrnartól.
Verð: 19.800 kr.
NÝTT BLUETOOTH
Sennheiser Momentum IN-EAR Wireless Verð: 24.900 kr.
Sennheiser Game ONE Leikjatól
Sennheiser PXC-550 Travel
Upplifðu leiki á nýjan hátt.
Þráðlaust og frábært á ferðinni.
Verð: 29.990 kr.
Verð: 49.800 kr.
Brother Innov-is 15
Brother M1034D
Husqvarna Opal 650
Husqvarna 116
Einföld og traust vél með 16 saumum sem stillir sig sjálf. Verð áður: 57.900 kr.
4ra þráða overlockvél sem sker. Einföld í þræðingu og stillingum. Verð áður: 59.900 kr.
Glæsileg bútasaumsvél með 40 bútasaumssporum og 20 cm fríarmi. Verð áður: 99.900 kr.
Góð saumavél sem ræður við öll efni, allt frá silki upp í leður. Verð áður: 53.900 kr.
Tilboð: 47.900 kr.
Tilboð: 49.900 kr.
PFAFF - Grensásvegi 13 - 108 Reykjavík - Sími 414 0400 - www.pfaff.is
Tilboð 87.900 kr.
Tilboð: 44.900 kr.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 OG Á LAUGARDÖGUM KL. 11-16
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
16
Njáll Trausti Friðbertsson á Reykjavíkurflugvelli við eina af flugvélum Flugfélagsins.
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fyrsti flutningsmaður er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi en meðflutningsmenn koma frá Framsóknarflokki, Pírötum og Vinstri grænum. Í tillögugerðinni segir: „Alþingi ályktar að efnt
skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“ Svara skal annað hvort já eða nei og verði niðurstaðan
MótX óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska.
ráðgefandi. Í greinagerð með tillögunni segir m.a.: „Markmið hennar er að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna. Ljóst er að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innan lands og að staðsetning
flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Þá er ekki síður ljóst að vegna sjúkraog neyðarflugs, svo og hlutverks síns sem varaflugvöllur, gegnir flugvöllurinn mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning. Staðsetning flugvallarins hefur verið umdeild í nokkurn tíma. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní 2016 í máli nr. 268/2016,var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar (flugbraut 06/24), í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá árinu 2013. Hefur umræddri flugbraut nú verið lokað. Eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022. Í því sambandi þarf einnig að horfa til þess að í samgönguáætlun fyrir árin 2011— 2022, sem samþykkt var með ályktun Alþingis nr. 48/140, er gert ráð fyrir því að flugvöllur verði í Reykjavík til ársins 2022 hið minnsta þótt ekki sé með skýrum hætti kveðið á um staðsetningu hans. Er því talið afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn varðandi umrætt málefni og hafa þannig áhrif á endanlega niðurstöðu málsins, sem gæti m.a. falist í tilfærslu á skipulagslegu ákvörðunarvaldi með lögum, að teknu tilliti til mikilvægra almannahagsmuna. Árétta ber að Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. Völlurinn er óumdeilanlega miðstöð innanlandsflugs og gegnir í því sambandi lykilhlutverki. Um flugvöllinn fara að jafnaði um 400 þúsund farþegar á ári og hefur farþegum farið fjölgandi. Tilgangur hluta ferðanna er að sækja brýna læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki í sjúkra- og
neyðarflugi og tengist þannig brýnum öryggishagsmunum almennings, en hann er óumdeilanlega ein helsta tenging landsbyggðarinnar utan suðvesturhornsins við Landspítala. Árið 2015 fóru til dæmis hátt á sjöunda hundrað sjúkraflutningar um flugvöllinn, auk sjúkraflugs með þyrlu, en ætla má að 85% af sjúkraflutningunum hér á landi séu með sjúkraflugvélum og um 15% með þyrluflugi. Stjórnvöld hafa markað þá opinberu stefnu í heilbrigðismálum að hér á landi verði aðeins byggt upp og rekið eitt hátæknisjúkrahús og það við Hringbraut í Reykjavík, í næsta nágrenni við flugvöllinn. Greiðar samgöngur milli flugvallar og sjúkrahússins eru því afar mikilvægar. Flugvöllurinn gegnir einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðarinnar við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem eru flestar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, og jafnframt við almenna verslun og þjónustu. Flugvöllurinn er einnig mikilvæg miðstöð kennsluflugs, eftirlits, leitar- og björgunarflugs og mikilvægur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Þá gegnir flugvöllurinn æ stærra hlutverki í tengslum við ferðaþjónustu vegna aukningar ferðamanna og tækifæri eru til að dreifa ferðamönnum betur um landið í gegnum flugvöllinn. Í nýlegri skýrslu innanríkisráðuneytisins um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs kemur fram að áætlunarflug innan lands muni að öllum líkindum dragast mikið saman og verði jafnvel ekki fýsilegt ef það verður flutt frá Reykjavík, t.d. til Keflavíkurflugvallar. Það er því forsenda fyrir virku innanlandsflugi á Íslandi að miðstöð innanlandsflugs sé í Reykjavík og þannig í nánum tengslum við þá þjónustu sem landsmenn sækja til höfuðborgarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að innanlandsflugið sé þjóðhagslega arðbært og að þjóðhagslegur ávinningur af því til næstu 40 ára séu um 70 milljarðar króna á núvirði.“
SÉRHÖNNUÐ SJAMPÓ FRÁ NIVEA
F ÍNT
T G E L JU VEN
T K K ÞY
ENDURNÝJA ÞURRT, SKEMMT HÁR ÁN ÞESS AÐ ÞYNGJA ÞAÐ. INNIHALDA NÁTTÚRULEG MJÓLKURPRÓTEIN OG EUCERIT ®. NIVEA GERIR HÁRIÐ FALLEGT NIVEA.com
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
18
Göngubrú yfir Markarfljót auðveldar stór lega aðgengi að Þórsmörk Fyrirhuguð göngubrú yfir Markarfljót. Mynd/ EFLA & Studio Granda.
Vinir Þórsmerkur eru samtök sem rekstraraðilar á svæðinu stofnuðu ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra og Skógrækt ríkisins. Rekstraraðilarnir sem að þessu standa eru Útivist, Ferðafélag Íslands og Farfuglar. Auk þess eru Kynnisferðir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn og núverandi rekstraraðilar í Húsadal aðilar að samtökunum. Einnig hefur verið hugmynd að einstaklingar geti gerst félagsmenn, en það ferli er raunar ekki komið á skrið. „Samtökin eru hugsuð sem sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila og vildarvina
Þórsmerkur og Goðalands til að vinna sameiginlega að margvíslegum verkefnum og umbótum á svæðinu. Áherslan undanfarin ár hefur einkum verið á viðhald og endurbætur á göngustígum á svæðinu og hefur verið mikið verk unnið í því. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt það verkefni auk fleiri aðila. Auk þess hafa samtökin haft forgöngu um spennandi verkefni sem felst í að setja göngubrú yfir Markarfljót rétt ofan við Húsadal. Þetta er stórt verkefni sem hefur verið stýrt af Vegagerðinni,
Deiliskipulag vegna bílastæðis við Reynis fjöru velkist í kerfinu Á fundi sveitarstjórnar Mýrdals hrepps fyrr á árinu var lögð fram greiðargerð sveitarstjóra, Ásgeirs Magnússonar, til Guðjóns Ármannss onar, lögf ræðings sveitarfélagsins, varðandi um stöðu mála varðandi bílastæði í Reynis fjöru og einnig minnisblað sveitar stjóra um málið. Á fundi í október sl. frestaði sveitarstjórn því að afgreiða deiliskipulagið og óskaði eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á stöðu mála varðandi gerð bílastæðis í Reynisfjöru.
Með vísan í framkomið álit lögmanns sveitarfélagsins er ljóst að þó skipulagið yrði samþykkt verður ekki hægt að byggja bílastæði á grundvelli skipulagsins, nema allir aðilar máls samþykki þá framkvæmd. Sveitarstjórn frestar því enn afgreiðslu deili skipulagsins og óskar eftir því að hagsmunaaðilar leggi fram tillögur að lausn þessa máls. Frestur til að senda inn tillögur rann út 15. mars sl.
en samtökin hafa unnið að verkefninu með Vegagerðinni og aflað fjármagns,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar og formaður stjórnar Vina Þórsmerkur.
Brúargólfið klætt sitkagreni ræktað á Íslandi
Verkfræðistofan EFLA og arkitektastofan Studio Granda hafa lokið verkhönnun göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal í Þórsmörk. Tilgangurinn með gerð brúarinnar er að auka öryggi og aðgengi ferðamanna við
Þórsmörk. Verkhönnunin fylgdi í kjölfar hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar og Vina Þórsmerkur haustið 2014, en tillaga að brúnni sem nú er fullhönnuð varð hlutskörpust í þeirri samkeppni. Meginforsenda brúarhönnunarinnar er að mannvirkið sé eins efnislítið og kostur er og valdi sem minnstri sjónrænni truflun í umhverfinu. Brúargerðin var valin með þetta að leiðarljósi, en um er að ræða létta hengibrú sem er 2,5 m breið milli handriða og 158 m að lengd. „Brúarundirstöður eru felldar að bergyfirborði báðum megin árinnar og verða lítt sjáanlegar í endanlegu mannvirki,“ segir Magnús Arason, byggingaverkfræðingur MSc og fagstjóri hjá EFLU. „Undirstöðurnar eru festar í bergið með spenntum bergakkerum.
Brúin er borin af burðarköplum úr stáli milli undirstaðanna, og á þeim sitja timburbitar sem mynda brúargólfið. Áformað er að í gólfið verði notað sitkagreni ræktað á Íslandi. Brúin er stífuð af með tveim undirspennuköplum úr stáli, sem ná bakka á milli og tengjast upp í burðarkaplana með stálstöngum. Handrið verður úr ryðfríu stálneti sem strengt er milli sívalra stálstoða eftir brúnni. Stöðugleiki brúarinnar við vindáraun hefur verið staðfestur með vindgangaprófi. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær framkvæmdir við brúargerðina hefjast þar sem þær hafa ekki verið fjármagnaðar að fullu. Heildarkostnaður við undirbúning og smíði brúarinnar er áætlaður um 220 milljónir króna,“ segir Magnús Arason.
Óskum landsmönnum öllum gleðilegra páska.
GAS
ALLS STAÐAR
SMELLT EÐA SKRÚFAÐ Það skiptir ekki máli, við eigum bæði
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
20
Athöfnin fór fram í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Ávörp fluttu mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson, Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, Sigrún Blöndal, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Eiríkur Hilmarsson, formaður úthlutunarnefndar. Mynd: GG.
Uppbyggingarsjóður Austurlands:
Úthlutaði tæpum 60 milljónum til atvinnuþróunar og menningar Í febrúarmánuði var úthlutað 58,5 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til 80 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Þetta er þriðja úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans. Áætlaður heildarkostnaður verkefna er 528 milljónir króna
en sótt var um styrki fyrir 131 milljónir króna, 83 milljónir króna til menningarmála og 48 milljónir króna til atvinnuþróunar. Veittir voru 80 styrkir; 54 til menningarmála upp á 33,5 milljónir króna og 26 styrkir til atvinnuþróunar upp á 25 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður verkefna sem hlutu styrk eru 349 milljónir króna. Jöfn kynjahlutföll voru á milli styrkþega þar sem 40
Nýverið undirritaði Jón Ingvar Bragason framkvæmdarstjóri 15th World Scout Moot samkomulag við Hveragerðisbæ og Landbúnaðar háskóla Íslands um tjaldbúðir í Hveragerði. Samkomulagið felur í sér að Landbúnaðarháskólinn mun sjá um að tjaldsvæði verði til staðar við skólann sem getur tekið á móti 400 þátttakendum á meðan á mótinu stendur. Hveragerðisbær mun einnig bjóða þátttakendum á World Scout Moot frítt í sund þá daga sem mótið er haldið. Skátarnir munu í staðinn þakka fyrir sig með því að hver skilar 4 6 klukkustundum í samfélagsvinnu á svæðinu. Skátarnir hafa einnig skrifað undir samkomulög við Sveitarfélagið Árborg, Hafnar fjarðarbæ og Rangárþing eystra. Þátttakendur munu gista á tjald svæðum sveitarfélaganna og þeim boðið í sund. Líkt og í Hveragerði munu skátarnir leggja til samfélagsverkefni á svæðinu sem þakklætisvott. Verið er að ganga frá sambærilegum samkomulagi við Akraness.
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að styrkja mótið myndarlega, einnig ætlar Akureyri og Þingvallarþjóðgarður að styrkja mótið. Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær hafa boðið skátunum afnot af skólum sem að nýtast sem gistiaðstaða fyrir þátttakendur og sjálfboðaliða á mótinu. Menntamálaráðuneytið hefur stutt við mótið dyggilega allt frá því að undirbúningur þess hófst árið 2010, heildarstuðningur er núna komin í 32 milljónir króna. Bandalags íslenskra skáta stendur að 5. World Scout Moot fyrir hönd alþjóðahreyfingar skáta, en það verður haldið dagana 25. júlí til 2. ágúst fyrir skáta á aldrinum 18 - 25 ára. Þátttaka hefur farið fram úr björtustu vonum en um 5000 skátar munu sækja mótið frá um 80 löndum, sem gerir mótið það stærsta í sögu þess. Um 1000 sjálfboðaliðar koma að skipulagningu og framkvæmd mótsins, undir forystu um 300 íslenskra sjálfboðaliða.
change
konur og 40 karlar hlutu styrki. Eiríkur Hilmarsson, formaður úthlutunarnefndar, sagði við úthlutunina að umsóknirnar bæru þess merki að mikil gróska væri í menningarmálum í landshlutanum og gott hefði verið að geta styrkt verkefnin betur. „Þá eru mörg áhugaverð sprotafyrirtæki að fá styrki og vonandi taka þessir nýju sprotar góðan vaxtarkipp sem fyrst,“ sagði Eiríkur.
Hæstu styrkina hlutu þrjú verkefni; Fyrirtækið Havarí sem getið hefur sér gott orð fyrir framleiðslu á „Sveitasnakki.“ En styrkurinn er til áframhaldandi vöruþróunar og markaðssetningar. Orri Smárason, sálfræðingur hlaut styrk fyrir verkefni sem ber heitið „Lifðu betur.“ Verkefnið snýst um þróun leiða til að hjálpa fólki að nýta sér svonefnda ACT Therapy (sáttar- og atferlismeðferð) sem gefið hefur góða raun við lausn á geðrænum vanda og vanlíðan. LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi hlaut styrk en þessi alþjóðlega listahátíð er sívaxandi og henni fylgir orðspor sem nær langt út fyrir landsteinana. Þessi verkefni fengu þrjár milljónir króna hvert.
Meðal annarra sem fengu styrki voru Skaftfell – Myndlistarmiðstöð Austurlands sem hlaut 4,8 milljónir króna fyrir þrjú verkefni; Félag áhugafólks um fornleifar fékk styrk til áframhaldandi fornleifarannsókna á Stöðvarfirði að upphæð 1,4 milljónir króna; Drif ehf. fékk styrk fyrir verkefnið „Náttúrulaugar á Vestdalseyri, Seyðisfirði“ að upphæð 1,3 milljónir króna; Stafkrókur Ritsmiðja Austurlands fékk styrk fyrir verkefnið Skáldatíma – ritlistarnámskeið fyrir 10-16 ára að upphæð 1,2 milljónir króna og Móðir Jörð ehf. fékk styrk fyrir verkefnið „Austfirska matborðið“ að upphæð 1,2 milljónir króna.
Skátar ganga til samstarfs við fjölmörg sveitarfélög vegna skátamóts í sumar
F.v.; Guðríður Helgadóttir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands,Jón Ingvar Bragason framkvæmdarstjóri 15th World Scout Moot, Daníel Másson verkefnastjóri 15th World Scout Moot, Jóhanna M. Hjartardóttir menningar- og frístundarfulltrúi Hveragerðis og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
RAM SLT 3500 Crew Cab
Verð frá: 7.790.000 kr. m/vsk Verð frá: 6.282.258 kr. án/vsk
Verð frá: 8.990.000 kr.
Verð frá: 9.990.000 kr.
Verð frá: 4.790.000 kr.
Verð frá: 9.990.000 kr.
Jeep Grand Cherokee
Dodge Durango Premium
Jeep Renegade
RAM 1500 Laramie Crew Cab
Jeep Cherokee
Verð frá: 6.990.000 kr.
Jeep Wrangler Unlimited
Verð frá: 8.490.000 kr.
5ÁRA
5ÁRA
ÁBYRGÐ
Fiat Panda Cross 4x4
Verð frá: 2.990.000 kr.
ÁBYRGÐ
Fiat 500X Cross
Verð frá: 4.490.000 kr.
Umboðsaðili Dodge, Fiat, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
22
„Í raun má því segja að sem þjóð höfum við það svo gott að það er ólíðandi að við bregðumst ekki við þessum upplýsingum sem berast okkur reglulega um vanlíðan barnanna okkar.“
Fermingarfræðsla í nútíma samfélagi er mikilvæg
Sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Þetta er ekki framboðsræða fyrir fermingar en kannski er samt komið að því að við svörum spurningunni, hvers vegna að fermast árið 2017? Þetta er nefnilega síbreytileg spurning sem hefur auðvitað ekki verið svarað í eitt skipti fyrir öll enda stendur ekki til að gera það hér en í dag lifum við á þannig tímum að fólk spyr sig um allar hefðir og venjur sem er mjög gott og þarft og nokkuð sem við eigum öll að gera. Jesús Kristur talaði hvergi um fyrirbærið fermingu á þeim tíma sem hann gekk um þessa jörð og því höfum við ekki bein fyrirmæli frá honum um athöfnina líkt og skírn og altarisgöngu sem hann hvatti okkur til að iðka. Fermingin hefur hins vegar þróast innan hinnar kristnu kirkju sem síðbúin skírnarfræðsla því ómálga ungabörn eru skírð að ósk foreldra svo kirkjan ber ábyrgð á að bjóða þeim uppfræðslu þegar þau ná vissum aldri og þroska. En er fermingin barn síns tíma nú þegar upplýsingar liggja fyrir á netinu og unglingarnir geta hæglega gúgglað trúarjátninguna og Faðir vorið og hlustað á messu á youtube án þess að þurfa einu sinni að yfirgefa herbergið sitt? Er einhver ástæða til að vera að flækja líf þessara uppteknu ungmenna með því að bæta reglulegum heimsóknum í kirkjuna ofan á allar íþróttaæfingarnar og tómstundirnar? Þetta er auðvitað bara réttmæt spurning sem ég set ekki fram í kaldhæðni né gremju heldur lít á sem tækifæri til að tala um mikilvægi fermingarfræðslunnar í nútíma samfélagi. Reglulega berast okkur fréttir og umfjallanir um aukin kvíða og þunglyndi barna og unglinga á Íslandi, það er eitthvað í samfélagsgerðinni sem virðist
frekar ýta undir andlega vanheilsu og vanmátt jafnvel þótt ytri aðstæður séu á svo margan hátt góðar og sumpart framúrskarandi á heimsvísu. Hér hafa öll börn aðgang að skóla og heilbrigðisþjónustu, hér ríkir ekki stríðsástand eða há glæpatíðni og fáar þjóðir verða jafn gamlar og við Íslendingar sem segir auðvitað mjög margt og mikið um velmegun okkar. Samt sem áður eru börnin okkar mörg hver mjög kvíðin og eirðarlaus en líka svo hæfileikarík, gáfuð og falleg. Í raun má því segja að sem þjóð höfum við það svo gott að það er ólíðandi að við bregðumst ekki við þessum upplýsingum sem berast okkur reglulega um vanlíðan barnanna okkar, í smækkaðri mynd væri þetta svolítið eins og að halda hressilegt partý og þegar heyrist grátur úr barnaherberginu þá hækkum við tónlistina í stað þess að taka barnið upp úr rúminu og hugga það. Hér er ég að tala um samfélagsgerð og samfélagslega ábyrgð en ekki einstaklinga eða stofnanir. Í þessu samhengi getum við ekki horft framhjá snjallsímanotkun og samfélagsmiðlum, ég held að við megum ekki vanmeta áhrif þess á sjálfsmynd unglingana okkar, þessi endalausa vöktun sem á sér stað á útliti einstaklinga og félagslegri frammistöðu, fyndni og frumleika. Sjálfsmynd okkar er jú mælieining sálarlífsins, grunnur kvíða og þunglyndis liggur í sjálfsmyndinni, styrk hennar og heilbrigði. Grunntilfinningar kvíðans eru skömm, sektarkennd og reiði sem vakna við það þegar sjálfsmyndin fer úr skorðum og þá megum við ekki rugla saman sjálfsmynd og sjálfstrausti því sjálfstraust getur auðvitað komið og farið eftir því hvernig aðstæður þróast en heilbrigð sjálfsmynd byggist upp á
löngum tíma og laskast því einnig á löngum tíma. Þetta er eins og munurinn á hamingju og gleði, hamingjan byggist upp á löngum tíma á meðan gleðin er hverful.
Uppbyggingarstarf heilbrigðrar sjálfsmyndar
Í dag á fermingarfræðslan að mínu mati að leggja aðal áherslu
Hildur Eir á fermingardaginn.
á það að vera uppbyggingarstarf heilbrigðrar sjálfsmyndar hjá unglingunum þar sem ungmennin fá tækifæri til að vera í umhverfi þar sem ekki ríkir keppnisandi eða samanburðarfjandi. Í fermingar fræðslunni gefst tækifæri til að
setjast niður með unglingum þessa lands og innræta þeim sjálfsást, sjálfsvirðingu, samfélagsvitund og mannréttindi og til þess höfum við sögurnar hans Jesú eins og Miskunnsama Samverjann sem fjallar um mátt fordómaleysis og allt það sem við eigum sameiginlegt með fólki af öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Eða sagan um týnda soninn sem kennir okkur það að tengsl við annað fólk verða ekki keypt heldur ræktuð með djúpstæðum kærleika og alúð eða sagan um Sakkeus sem kennir okkur að þeir sem koma illa fram við aðra eru oft að glíma við sjálfshatur svo að besta leiðin til að breyta framgöngu þeirra er að veita þeim kærleiksríka athygli og nánd eins og Jesús gerði við Sakkeus tollheimtumann. Þessar sögur og margar fleiri notum við í kirkjunni til að undirbúa krakkana undir það mikil vægasta í lífinu sem eru mannleg samskipti og sjálfs þekking af því að sjálfsþ ekking er leiðin til farsældar og hamingju. Og svo kennum við þeim að biðja bænir vegna þess að bænalíf er ein besta leiðin sem við kunnum til að beina huganum að því sem máli skiptir í lífinu, bænin er sía á allt ruglið í kringum okkar, lífsgæðakapphlaupið, dýru innanstokksmunina og bílana sem
eru ekki að fara að fylgja okkur í gröfina. Þegar við göngum inn í bæn leitar hugurinn ósjálfrátt til þess sem mestu máli skiptir í lífinu sem er heilsan okkar, fólkið okkar, landið okkar og heimurinn okkar. Þegar við förum inn í bænahug þá gerist það fyrir tilstuðlan heilags anda að við losnum undan því sem skiptir ekki máli en er samt oft að byrgja okkur sýn og ræna okkur hamingju eins og til dæmi samanburður á eigum og útliti. Fermingarfræðslan er eins konar andleg nestisstöð á lífsgöngu unglingsins þar sem hann bætir í bakpokann við það sem hann hefur þegar þegið frá foreldrum og öðrum áhrifavöldum. Elsku fermingarbörn, þið eigið rétt á því að við fullorðna fólkið styrkjum sjálfsmynd ykkar og hjálpum ykkur við að takast á við óvissu og kvíða. Þið skuldið okkur fullorðna fólkinu ekki neitt, það erum við sem eigum að hlúa að ykkur, með því að leiðbeina, uppörva og uppfræða, hvetja til dáða og hlusta. Við eigum ekki að samþykkja allt sem þið segið eða ykkur dettur í hug því það væri sko ekki kærleiksríkt af okkar hálfu, við eigum að hjálpa ykkur við að verða farsælar manneskjur. Og þegar ég segi „við“ þá meina ég heimilin, skólana, íþróttafélögin, kirkjuna og önnur lífsskoðunarfélög sem koma að uppeldi barna. Þið eigið okkur að elsku börn. Amen. Sr. Hildir Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
23 Gunnar Ingi Birgisson, fyrr verandi bæjarstjóri Kópavogs bæjar, tók við starfi bæjarstjóra sveitarfélagsins Fjallabyggðar 29. janúar 2015. Hann segir að ýmsar framkvæmdir séu í gangi af hálfu sveitarfélagsins, m.a. endurbætur á Bæjarbryggjunni sem var orðin ónýt og verið er að setja þar niður nýtt þil, steypa og malbika og þetta er framkvæmd upp á 550 milljónir króna og þessum framkvæmdum á að ljúka í ágústmánuði nk. „Það er verið að taka á fráveitumálunum, bæði í Siglufirði og Ólafsfirði. Verið er að taka í gegn gamlar holræsalagnir í götum sem víða eru ónýtar en ástandið er víða það slæmt að rörin eru sums staðar bara hálf eftir. Það þarf að gera stórátak í þessum málum,“ segir Gunnar Ingi Birgisson. „Það er nýbúið að byggja viðbyggingu við nýjan leikskóla í Siglufirði fyrir um 150 milljónir króna en fjölgun barna er talsverð hér en allir foreldrar sem sækja um leikskólapláss fá pláss fyrir börnin sín strax við eins árs aldur en þeir eru þegar fullsetnir. Hér er nokkuð einkennileg samsetning á samfélagi, 20% eru 67 ára og eldri meðan á landsbyggðinni eru þetta 13% og liðlega 1% er hér 90 ára og eldri. Nú er talsvert að ungu fólki að flytja hingað og fleiri sem vilja flytja hingað svo það er töluvert að fjölga í yngri aldurshópunum sem hafa m.a. fengið atvinnutækifæri í ferðamennsku, hjá Genis, Primex og fleiri fyrirtækjum. Genis er að fara í söluherferð á Evrópumarkaði og ef það gengur vel mun það bæta við a.m.k. 30 starfsmönnum, margt þeirra háskólamenntað. Íbúafjöldinn í Fjallabyggð er í dag á bilinu 2030 til 2050 manns og sáralítið atvinnuleysi. Það hafa ýmsir forsvarsmenn fyrirtækja spáð í að koma með starfsemi hingað og þá mun margt breytast hér ef það gengur eftir. En ef einhver ætlar að gera eitthvað hér þá er ákaflega takmörkuð auðlind í rafmagninu sem hér fæst. Á Akureyri hafa þrjú stór fyrirtæki sett upp díselrafstöðvar sem vraafl til að mæta raforkuskortinum. Það hefur ekki tekist enn að koma tengingu frá Blönduvirkjun yfir Öxnadalsheiði og í Blönduvirkjun eru 10 megawött sem engum nýtist í dag og hægt væri að stækka virkjunina um allt að 30 megawött. Það er til einskis ef reyna á flytja á orkuna um gamla og úr sér gengna byggðalínu. Frá Kröfluvirkjun þarf að flytja orkuna yfir Eyjafjarðarsveit til Akureyrar en það fæst ekki vegna þess að setja þarf ákveðinn hluta línunnar í jörð. Það er víða uggur í sveitarstjórnarmönnum vegna þessa.“
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri.
Fjallabyggð:
Umtalsverður skortur á raforku háir allri framþróun Engin „sneppla framkvæmd“ við viðhald gatna „Verið er að byggja nýtt tjaldsvæði austan við væntanlega nýja OLÍS-stöð á Vesturtanga sem þar er að rísa en þeim framkvæmdum á að ljúka í sumar og verður þá tjaldsvæðið tilbúið til notkunar fyrir sumarið 2018. Farið verður í Skarðsveg, sem er vegurinn upp á skíðasvæðið en árið 2013 kom sá úrskurður frá Veðurstofunni að neðri hluti skíðalyftunnar í Siglufjarðarskarði væri á snjóflóðahættusvæði svo nú er hann á undanþágu. Það þarf að færa lyftuna ofar í skarðið. Í Ólafsfirði og Siglufirði verður lagt malbik á margar eldri götur og það verður engin „snepplaframkvæmd“ sem kostar fjórfalt á við venjulega
yfirlagningu og verður síðan eins og krabbamein á götunum eins og vel má sjá á götum í Reykjavík. Fyrirhugað er að leggja malbik fyrir 60 til 70 milljónir króna á þessu ári í báðum bæjarhlutum. Tekin hefur verið í notkun ný líkamsrækt í Ólafsfirði og keypt í hana ný tæki frá líkamsræktarstöð í Kópavogi sem var þar úthýst. Þetta eru tvö sett, annað í Ólafsfirði en hitt í Siglufirði. Verið er að byggja við gamla gagnfræðaskólann í Ólafsfirði sem nú hýsir Menntaskólinn á Tröllaskaga. Viðbyggingin er fyrir félagsaðstöðu fyrir nemendur, betri aðstöðu fyrir starfsfólk, auk þess geymslur og fleira sem hefur skort. Aðsókn að skólanum er mjög góð, um 150 nemendur, sem sumir hverjir eru í fjarnámi, svo
þetta er verulega framúrstefnulegur menntaskóli.“
Fjórða löndunarhæsta höfnin í bolfiski
Fjallabyggð er í dag fimmta löndunarhæsta höfnin í bolfiski á landinu. Auk skipa útgerðarfélagsins Ramma koma mörg skip yfir sumartímann og landa hér, flest á veiðum fyrir Norðurlandi. Til löndunar hafa komið 10 til 15 stór línuskip frá Snæfellsnesi, Reykjanesi og víðar frá miðju sumri fram í nóvembermánuð og landað aflanum á Siglufirði, en honum er síðan ekið suður til vinnslu. „Þetta skapar atvinnu við löndun og á fiskmarkaði en hér er bæði saltfisk- og rækjuvinnsla
auk þurrkunar á fiskafskurði og hausum sem er í Ólafsfirði og fer á markað þar sem fólk af afrískum uppruna þekkir þessa afurð og sækist eftir henni. Þessi afurð fer m.a. til London, New York og reyndar víðar. Hér kom loðnan mjög snemma en hún hefur ekki sést hér í mörg ár en hægt var að fylgjast með skipunum á veiðum á Fljótagrunninu frá syðri hluta Siglufjarðargangna þegar vel viðraði. Spurningin er hvaðan kemur loðnan hingað en við því hefur ekki fengst viðhlýtandi svar. Þetta var augljóslega ný loðnuganga og ekki með eins mikla hrognafyllingu og sú sem veiddist fyrir sunnan land,“ segir Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri.
Fjárfesting sem steinliggur • Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir
Smiðjuvegi 870 Vík
Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær
Hrísmýri 8 800 Selfoss
Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður
Malarhöfða 10 110 Reykjavík
Sími 4 400 400 www.steypustodin.is
4 400 400 4 400 600 4 400 630 Hafðu samband í síma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
20 YFIR
TEGU N AF HE DIR LLUM
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
24
Lífið er núna í Hornafirði! Óhætt er að segja að líf og fjör sé hjá Hornafirðingum enda á mikil og blómleg uppbygging sér stað í sveitarfélaginu. Samfélagið sem lúrir í faðmi Vatnajökuls og er umvafið Atlantshafinu dregur til sín sífellt fleiri ferðamenn hvaðanæva úr heiminum sem kallar á aukna gistimöguleika, fjöl breyttari afþreyingu og þjónustu, og síðast en ekki síst fleiri íbúa! Það er því einkar ánægjulegt að sjá sjávarþorpið Höfn og sveitirnar í kring laða til sín unga fólkið sem hefur farið annað í nám, sem og aðra nýja íbúa sem sjá tækifæri í þeim fjölmörgu möguleikum sem ferðaþjónustan og aðrar atvinnu greinar á svæðinu bjóða upp á. Hafnarsvæðið á Höfn ber með sér sjarma sjávarþorpsins þar sem gestir og gangandi geta fylgst með iðandi bryggjulífinu. Þar er ekki síst heillandi að fylgjast með bátunum sigla til hafnar og landa upp fersku sjávarfanginu, sem er síðan samdægurs á boðstólnum á veitingastöðum svæðisins. Enn standa margar af gömlum lykil byggingum hafnarsvæðisins og má þar meðal annars finna fjölbreytta veitingastaði og Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar að auki eru að rísa ný hús á gömlum grunni og með því styrkist heildarmynd þess kjarna sem hafnarsvæðið á Höfn er. Nýjasta viðbótin er
veitingastaðurinn Íshúsið Pizzeria sem senn opnar á besta stað við höfnina og rekinn verður af bræðrunum Stefáni Þór og Atla Arnarsonum og fjölskyldum þeirra. Íshúsið sem staðsett er á Heppuvegi 2A þar sem áður stóð Íshúsið gamla, kemur til með að bjóða upp á ekta steinbakaðar pizzur í þægilegu og skemmtilegu umhverfi. Verður staðurinn því kærkomin viðbót við þá veitinga flóru sem fyrir er. Fleiri spennandi nýjungar eru framundan því nú hefur ung kona, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir, fært út kvíarnar á hafnfirska fjöl skyldufyrirtækinu Urta Islandica sem sérhæfir sig í framleiðslu úr íslenskum jurtum og berjum. Festi hún nýverið kaup á gömlu sundlauginni að Hafnarbraut 11 á Höfn og er að vinna í því að setja upp teframleiðslu og verslun með framleiðsluvörum sínum. Mun verslunin opna á vordögum og geta gestir og gangandi þá krækt sér í fjölbreyttar vörur fyrirtækisins og gætt sér á ilmandi jurtatei.
Íshúsið Pizzeria stendur á hafnarsvæðinu.
fella niður gatnagerðargjöld á íbúðarlóðum svo að lóðarhafar fá lóðirnar sínar endurgjaldslaust. Hvetjum við því alla sem hafa hug á að taka þátt í hinu gróskumikla
atvinnu- og menningarlífi í Horna firðinum til að kynna sér hvort slíkt tækifæri til að teikna upp sína eigin framtíð með spennandi atvinnumöguleikum og búsetu
kosti í góðu samfélagi höfði ekki til þeirra. Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar
Gatnagerðargjöld felld niður
Eins og gefur að skilja að þá kallar önnur eins uppbygging og er í Hornafirði um þessar mundir á fleiri íbúa og hefur bæjarstjórn Hornafjarðar því samþykkt að
20. - 23. APRÍL Bæjar- og menningarhátíð haldin 20. - 23. apríl í Sveitarfélaginu Árborg Fjöldi sýninga, tónleika og annarra viðburða fyrir alla fjölskylduna. „Gaman saman“ leikurinn á sínum stað. Opnunarhátíð á Stað, Eyrarbakka fimmtudaginn 20. apríl kl. 17:00 Nánar um hátíðina á www.arborg.is.
Nýbyggingar eru nokkrar á Höfn, en bæjarstjórnin hefur fellt niður gatnagerðargjöld til þess að örva byggingaframkvæmdir og laða að fólk til búsetu.
Í Þorlákshöfn er ein flottasta hannaða hafnarskrifstofa (hafnarvog) landsins.
Ný heimasíða sveitarfélagsins Ölfuss Ný heimasíða sveitarfélagsins Ölfuss fór í loftið fimmtudaginn 23. febrúar sl. Með nýrri heimasíðu er verið að auðvelda aðgengi að upplýsingum og gera hana notendavænni í öllum tölvum og snjalltækjum. Sveitarfélagið vinnur að því að minnka pappírs notkun og skref í þá átt er að opna íbúagátt fyrir íbúa Ölfuss þar sem hægt er að nálgast ýmis eyðublöð og reikninga sveitarfélagsins. Íbúagáttin opnaði á sama tíma og heimasíðan en er enn í vinnslu og verður fullklár á allra næstu vikum. Á heimasíðunni er einnig að finna kortasjá þar sem hægt er að sjá ýmsar upplýsingar s.s. lausar
lóðir, hitaveitu, fráveitu, rafveitu, ljósleiðara o.fl. Samhliða heimasíðunni opnaðist vefsvæði sem ber heitið „Hamingjan er hér“ sem er nafn kynningarátaks sem sveitarfélagið hefur unnið að síðastliðið eitt og hálft ár. Þar er að finna ýmis myndbönd sem sýna hvað Þorlákshöfn hefur upp á að bjóða. Áherslan í kynningarátakinu er að sýna og kynna þá sterku innviði sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Í upphafi þegar farið var af stað með kynningarátakið var markmiðið að fjölga íbúum í Þorlákshöfn þar sem mörg hús og
íbúðir voru á sölu. En í dag er sagan önnur þar sem slegist er um húsnæði og fjölgað hefur í sveitarfélaginu. Því verður lögð meiri áhersla á hagstætt lóðaverð, sterku innviði sveitarfélagsins og nálægð við höfuðborgina. Jónas Sigurðsson gaf sveitarfélaginu leyfi til að nota lagið „Hamingjan er hér“ í kynningarefnið og hann talsetti einnig auglýsingarnar. Það er því hægt að segja að efnið sem er notað í kynningarátakið sé fengið alfarið í heimabyggð. Kynningarátakið fór í loftið fimmtudaginn 9. mars sl. og verður sýnilegt á samfélagsmiðlum á næstu vikum.
55” bogið ekta UHD 4k sjónvarp fyrir 119.900,!ól N U k k LmÆ eð hækkandi s
THIS IS TV
KU6175
55” kr. 119.900,-
Sería: 6100 • Tegund: UHD - 4K • Stærð: 55” eða 124cm • Bogið • Upplausn skjás: 3840x2160 (4K) - 8M pixlar • Tegund skjás: LED • PQI: 1400 PQI (Picture Quality Index)
kkUNsó!l LÆ með hækkandi
kkUNsó!l LÆ með hækkandi
40” kr. 89.900,-
K5515
THIS IS TV
K6375
49” kr. 94.900,THIS IS TV
FullHD • LED • 1920X1080 • 800 PQI • Nýtt Smart viðmót • Með gervihnattamóttakara
FullHD • LED • 1920X1080 • 400 PQI • Nýtt Smart viðmót • Einnig til í svörtu
kkUNsó!l LÆ með hækkandi
KU6655
kkUNsó!l LÆ með hækkandi
49” kr. 119.900,-
UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi •
55” kr. 154.900,-
nýr vefurFYRIR HEIMILIN Í LANDINU Netverslun Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15.
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
KU6475
THIS IS TV
49” kr. 119.900,THIS IS TV
UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1600 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi •
55” kr. 159.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Greiðslukjör
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
26
Atvinnuleysisbætur hækkuðu í 217 þúsund krónur Hækkun atvinnuleysisbóta hefur ekki haldið í við hækkun lágmarkstekjutryggingar á vinnumarkaði að mati Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns verkal ýðsfélagsins Frams ýnar á Húsavík. Árið 2009 voru atvinnuleysisbætur um 95,2% af lágmarkstekjutryggingu á vinnumarkaði en voru í lok ársins 2016 komnar í 77,7% sem hlutfall af tekjutryggingunni. Um síðustu áramót var tekjutryggingin 260 þúsund krónur og fullar atvinnuleysisbætur rúmar 202 þúsund krónur. Aðalsteinn segir það vissulega þurfa að vera þannig
að hvati sé til þess að fólk vinni en bendir í því samhengi á að fæstir séu á lágmarkstekjutryggingu á vinnumarkaði. „Atvinnuleysisbætur eru trygging þeirra sem eru atvinnuleitandi. Það gæti verið ég og þú á morgun en auðvitað er þetta hárfín lína sem þarf að feta,“ segir Aðalsteinn Vinnumálastofnun hefur nú gefið út að atvinnuleysisbætur hækki og verði 217.208 krónur frá 1. janúar 2017, það er fullar atvinnuleysisbætur. Hlutfallið verður því tímabundið 83,5% þar sem tekjutryggingin hækkar í 280.000 krónur hinn 1. maí nk.
Horft niður Almannagjá en þá leið vilja margir ganga. Allflestir koma akandi og þann hóp þarf að þjóna.
Fjölgun bílastæða við Hakið á Þingvöllum
MIKIÐ OG FJÖLBREYTT ÚRVAL BIFREIÐA Komdu og veldu þann rétta fyrir þig!
Sími 480 4000 | www.bilasalaselfoss.is
ALLIR ALMENNIR FLUTNINGAR - FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA
FLUTNINGAÞJÓNUSTA ÞÓRÐAR EHF S. 893 2932 & 864 6688 - THORDUREHF@SIMNET.IS
RAFTÆKJASALAN
E H F
RAFVERKTAKAR
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
GASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR
Pétur H. Halldórsson 856 0090
Kaldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar fyrir skömmu. Skipið er hið fyrsta af fjórum systurskipum sem smíðuð eru hjá Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og fara tvö til Akureyrar, eitt á Dalvík og eitt til Sauðárkróks. Kaldbakur EA 1 er 62 metrar að lengd og 13,5 metra breiður. Skipið er hannað af Verkfræðistofunni Skipatækni, Bárði Hafsteinssyni, starfsmönnum Samherja og sérfræðingum sem þjónusta flota Samherja. Það er óhætt að fullyrða að þessi mikla endurnýjun á togaraflota Norðlendinga feli í sér byltingu í útgerð og gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið allt. Haft er eftir Kristjáni Vilhelmssyni, útgerðarstjóri,
Á leið til landsins.
Stofnað 1941
www.rafgas.is
breytist.Tillagan auðveldar aðkomu að þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum salernisbyggingum, allt að 150 og 100 fm að stærð, við ný bílastæði. Að auki stækkar lóð og byggingarreitur starfsmannahúss og gert ráð fyrir nýrri þjónustuleið að þjónustumiðstöð. Tillagan var
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að undirbúa umsóknarferli um heilsueflandi samfélag. Til undirbúnings hafa verið valdir fulltrúar úr skólastofnunum innan sveitarfélagsins, sveitarstjórn, heilsugæslunni Laugarási og fulltrúi eldri borgara. Jafnframt verður Helga Kristín Sæbjörnsdóttir fengin til að stýra og vinna með stýrihópnum. Stefnt skuli að því að hægt verði að skrifa undir samkomulag um Bláskógabyggð sem heilsueflandi samfélag við Landlæknisembættið á komandi sumri.
Koma Kaldbaks EA 1 til landsins er bylting
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.
www.raftaekjasalan.is
Heilsueflandi samfélag
Bláskógabyggð:
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar nýverið var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum sem felst í því að gert er ráð fyrir nýju bílastæði vestan við Hakið með allt að 285 bílastæðum auk þess sem fyrirkomulag núverandi stæða
auglýst 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Engar athugasemdir bárust aðrar en þær sem fram koma í umsögnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar. Er tillagan lögð fram með breytingum til að koma til móts við umsögn Heilbrigðiseftirlitsins sem m.a. felur í sér að borhola er felld út, afmarkað er vatnsverndarsvæði og bætt er við ákvæðum varðandi bílastæði og upplýsingum um lagnir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti deiliskipulagsbreytinguna með ofangreindum breytingum, með fyrirvara um nýja umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Samherja, að skipin séu tæknilega fullkomin og áhersla hafi verið lögð á hagkvæmni í orkunýtingu. Verið er nú að setja upp búnað á vinnsludekki nýja skipsins en reiknað er með að skipið fari til veiða í byrjun júnímánaðar, eða kringum sjómannadaginn. Skipstjórar verða Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason en yfirvélstjóri Hreinn Skúli Erhartsson. Kristján Vilhelmsson segir að kominn hafi verið tími á endurnýjun skipa Samherja og ÚA, sem hafa verið með þrjá ísfisktogara sem eru á milli 40 og 50 ára gamlir, þ.e. Kaldbakur, Björgúlfur og Snæfell. Samherji á von á nýju skipi um næstu áramót. Með því að sameinast um smíði á fjórum
skipum tókst á ná hagstæðari samningum en ella. Samningurinn var upp á 15,7 milljónir evra fyrir hvert skip, en Kaldbakur verður kominn á kominn á veiðar fyrir um 2,4 milljarða króna. Skrokklagið og þetta skrítna stefni sem marga undrar gerir gott sjóstreymi um skipið að tiltölulega stórri skrúfunni. Efri hlutinn á hefðbundnu stefni eins og hafa verið notuð töluvert lengi gengur langt fram og gerir það að verkum að stefnið veltir öldunni frá sér þegar það stingst í hana, en í það fer mikil orka. Þetta stóra stefni eins og á nýju skipunum hleypir öldunni upp á nefið á stefninu án þess að brjóta hana og í því er fólginn mikill orkusparnaður.
Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?
RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
28 ljós að meirihluti húseigenda lýsti áhuga á að tengjast hitaveitunni. Svör bárust frá 37 bæjum, 28 höfðu áhuga, 8 höfðu ekki áhuga en 1 var óákveðinn. Arðbærisútreikningar gera ráð fyrir því að allir bæir taki þátt í verkefninu og fyrir liggur að áður en framkvæmdir geti hafist verði óskað eftir því við íbúa á svæðinu að svara til um það, með skuldbindandi hætti, hvort viðkomandi fasteignir muni taka hitaveituna. Þetta verði gert eftir kynningarfund með íbúum sem áætlað er að fari fram um leið og óvissu hefur verið eytt um framgang verkefnisins hvað eignarhald á Ássandi varðar. - Hversu margir húseigendur hafa nú þegar skuldbundið sig til að tengjast væntanlegri hitaveitu? Það liggja engar skuldbindingar fyrir um að tengjast hitaveitunni.
Orkustöðin við Húsavík.
Orkuveita Húsavíkur í hitaveitu framkvæmdum í Kelduhverfi Gunnlaugur Stefánsson, annar tveggja bæjarfulltrúa Fram sóknarflokksins í sveitarstjórn Norðurbyggðar sem er skipuð 9 bæjarfulltrúum, spurðist fyrir á fundi sveitarstjórnar um málefni Orkuveitu Húsavíkur ohf. er tengjast uppbyggingu hitaveitu í Kelduhverfi og ljósleiðarlagningu samhliða því verkefni. Orkuveita Húsavíkur hefur verið í fram kvæmdum við lagningu hitaveitu í Kelduhverfi. Fyrir liggur að fram kvæmdir við fyrirhugaða hitaveitu í Kelduhverfi hefur verið stöðvuð af stjórn OH. Það er gert eftir ráðleggingu lögmanns félagsins vegna deilu um eignarrétt á landi þar sem borholan er sem fyrirhugað er að nýta. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri svaraði spurningum Gunnlaugs. Spurningar og svör fara hér á eftir. - Er eitthvað vitað um það hvenær gæti verið búið að leysa þennan ágreining með þeim hætti að framkvæmdir geti hafist á ný? Fresturinn til þess að svara bréfi Landgræðslunnar um athugasemdir er varðar fyrirhugaða málshöfðun og ósk um afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi í Kelduhverfi rennur út 6. mars. Norðurþing er þar landeigandi, þ.e. að Ytri-bakka (Þórseyri). Það land sem nefnt er Ássandur hefur Landgræðsla
ríkisins haft á sinni eignaskrá í fjölmarga áratugi. Deiluefnin eru í grunninn tvö í meginatriðum. Í fyrsta lagi hvort núverandi eigendur að jörðum sem gáfu yfirlýsingu um afsal landsins 1939 geri ágreining um að Landgræðslan sé eigandi að umræddu landi og þá hvort ágreiningur sé um afmörkun landsins Í öðru lagi hvort veiðiréttur fylgi landareigninni. Um miðjan mars ætti að liggja fyrir hvort ástæða sé til þess að fara með málið fyrir dóm til þess að skera úr um það hver sé réttmætur eigandi landsins. Fari svo að málið fari fyrir dóm, þarf OH að klára með Landgræðslunni þau samningsdrög sem þegar voru klár fyrir nokkru síðan, en Landgræðslan vildi ekki skrifa undir fyrr en fyrir liggur hver sé í reynd eigandi landsins. Að því loknu þarf OH einnig að fá alla aðra aðila málsins, þ.e. eigendur annarra jarða sem liggja að Ássandi, til þess að undirrita sama samning svo það sé alveg klárt að auðlindagjaldið vegna borholunnar sem stefnt er að því að nýta við uppbyggingu hitaveitunnar breytist ekki, hvernig sem dómsmálið fer. OH ehf hefur nú þegar sent inn til Orkustofnunar umsókn um nýtingarleyfi á holunni (BA-04) sem staðsett er á umræddu landi. Fari málið hins vegar þannig að enginn geri athugasemd við
eignarhald Landgræðslunnar á landinu, er engin ástæða til þess að fara með málið fyrir dóm og því hægt að klára samninginn við Landgræðsluna einhliða. Þá á væntanlega eftir að semja við hlutaðeigandi landeigendur um að fá að fara með lagnir yfir þeirra land og í beinu framhaldi að bjóða verkið út. Varðandi tímasetningar, þá eru þær eðli málsins samkvæmt frekar óljósar á þessu stigi. Búið er að fjárfesta í verkefninu fyrir samtals 27 milljónir króna. - Í hverju liggur sú fjárfesting og hvernig skiptist hún? Fjárfestingin liggur í þeim lögnum og ljósleiðara sem plægt var niður með háspennustreng RARIK, milli Laufáss og Grásíðu árið 2015. Kostnaðar skiptist þannig; efni 17,8 milljónir króna, hönnun 17,8 milljónir króna, hönnun 1,5 milljónir króna, aðkeypt vinna 6 milljónir króna, RARIK 1,2 milljónir króna og efni í ljósleiðara 765 þúsund krónur.
framlags Orkuseturs. Fjárfestingin er því metin á um 39 milljónir króna. Í þessum útreikningum er þó væntanlega gert ráð fyrir 12 ára endurgreiðslu frá ríkinu, en það er búið að breyta því í 16 ár í dag. EFLA vinnur að uppfærslu á þessum útreikningum. Samkvæmt fjárhagsáætlun eru áætlaðar 30 milljónir króna til verksins á árinu 2017 og aðrar 30 milljónir króna árið 2018. Allt bendir til þess, í ljósi óvissunnar um eignarhald landsins hvar borholan stendur sem og fyrirliggjandi upplýsinga um mikla viðhaldþörf á kerfum veitunnar m.a. í Aðaldal og Reykjahverfi og ekki var gert ráð
- Hverjar eru áætlaðar árstekjur hitaveitunni? Árlegar tekjur í formi vatnssölu og mælagjalda er í kringum 6 milljónir króna miðað við að öll húsin á svæðinu taki inn hitaveitu. - Hefur verið fjárfest í lagningu ljósleiðarar samhliða hitaveitufjárfestingunni? Það var plægður niður ljósleiðari með þeirri lögn sem þegar er komin í jörð og reiknað er með að það verði gert í framhaldinu einnig (ef af verður). Fjárfestingin er 765 þúsund krónur. - Hefur verið sótt um styrki til þeirra fjárfestingar? Norðurþing sótti um styrk í Íslands ljóstengt 6. apríl 2016. Sveitarfélagið hefur fengið úthlutað 2,2 milljónir króna af 5,5 milljón króna styrk. Restin greiðist eftir því sem verkinu miðar áfram. Þegar verkið er hálfnað þá verða önnur 40% greidd og svo restin við lok framkvæmda.c) - Hvernig hugsar OH sér að nýta þá fjárfestingu? Það er stefna OH að leggja ljósleiðara með öllum lögnum veitunnar sem fara í jörð, en það er
- Hver er áætluð heildarfjárfesting verkefnisins? Stofnkostnaður við framkvæmdina, kostur-2, er áætlaður um 98 milljónir króna, en á móti þeim kostnaði koma áætlaðar um 60 milljónir króna í formi eingreiðslna, heimlagnagjalda og Borað í Kelduhverfi.
fyrir í fjárhagsáætlun 2017, verður líklegra að áframhald verkefnisins færist yfir á 2018 og 2019.
Framsækið fyrirtæki í sjávarútvegi
- Hvað er áætlað að margir notendur verði tengdir við væntanlega hitaveitu? Það er ekki hægt að segja með vissu hversu margir munu tengjast veitukerfinu, en til þess að hafa einhverja mynd af því var Þekkingarnet Þingeyinga fengið árið 2014 til þess að gera svokallaða áhugakönnun þess efnis meðal íbúa Kelduhverfis sem eru innan fyrirhugaðs veitusvæðis (kostur 2). Sú könnun leiddi í
fyrst og fremst hugsað til þess að tengjast eftirlitskerfum veitunnar. -Ætlar OH að byggja upp og reka ljósleiðarakerfi í Kelduhverfi? Orkuveita Húsavíkur er ekki með fjarskiptaleyfi og má því strangt til tekið ekki reka slíkt kerfi. OH hefur heldur ekki yfir að ráða þeirri sérfræðiþekkingu sem þarf til þess að viðhalda slíku kerfi og verður því öll þjónusta varðandi það að vera aðkeypt eða úthýst. Með öðrum orðum, OH hefur engan hug á því að reka ljósleiðarakerfi í Kelduhverfi.
29
Áfangastaðurinn Ísland markaðssettur
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
Fulltrúar Íslandsstofu, Markaðs stofa landshlutanna og Höfuð borgarstofu hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu á vettvangi markaðssetningar erlendis fyrir áfangastaðinn Ísland. Yfirlýsingin var undirrituð á fundi Íslands stofu um ímynd Íslands sem áfangastaðar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica. Síðastliðin ár hafa markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofa og Íslandsstofa átt í góðu samstarfi, sem hefur þó aldrei verið formgert fyrr en nú. Markaðsstofurnar sjö og Íslandsstofa eru samstarfsvett vangur og vinna í nánu samstarfi við hagaðila á sínum svæðum. Þegar yfirlýsingin var undirrituð sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu m.a.: „Það eru hagsmunir okkar allra að við vinnum þétt saman að markaðssetningu og kynningar starfi fyrir áfangastaðinn Ísland.
Við vinnum saman að mark miðum í ferðaþjónustu og Vegvísi ferðaþjónustunnar. Við leggjum áherslu í öllum okkar störfum á að fá ferðamann til að ferðast víðar um landið og til allra landshluta, koma allt árið um kring, dvelja lengur og eyða meiru í för sinni um landið ásamt því að viðhalda ánægju ferðamanna. Tækifærin eru víða og framtíðin er svo sannarlega björt!“ Þau sem skrifuðu undir yfir lýsinguna voru Arnheiður Jóhanns dóttir, Markaðsstofu Norðurlands; Áshildur Bragadóttir, Höfuð borgastofu; Dagný Hulda Jóhanns dóttir, Markaðsstofu Suðurlands; Díana Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Vestfjarða; Jón Ásbergsson, Íslands stofu; Jóna Árný Þórðardóttir, Austurbrú; Kristján Guðmundsson, Markaðsstofu Vesturlands og Þuríður H. Aradóttir, Markaðsstofu Reykjaness.
Á Mannamóti 2017, kynningarvettvangi ferðaþjónustunnar í flugskýli flugfélagsins Ernis.
Í minningu stein steyptra vega á Íslandi Í Morgunblaðinu 17. október 1972 var eftirfarandi frétt; ,,Síðasti hluti vegarins opnaður í lok nóvember. ÞÓRISÓS s.f. lauk í gær við að steypa fjórða áfanga Vesturlandsvegar; við Mógilsá í Kollafirði. Hefur þá fyrirtækið steypt 10,9 km langan vegarkafla frá Korpu að Mógilsá. Kostnað ur við þessa vegagerð nemur um 173 milljónum króna, þar af er kostnaður við brúargerð á leiðinni um 30 milljónir króna. Í upphafi var gert ráð fyrir, að þessi vegarkafli yrði malbikaður, en síðan var ákveðið að steypa hann og varð kostnaðarauki af
steypunni um ein milljón króna á hvern kílómetra. Nýi vegurinn hefur verið tekinn í notkun upp að Hlégarði og bætist kaflinn upp að Þingvallavegamótum væntanlega við nú í vikulokin. Kaflinn að Mógilsá verður svo opnaður fyrir umferð í lok næsta mánaðar. Verksamningur milli Þórisóss og Vegagerðar ríkisins um vegagerð frá Korpu upp í Kollafjörð var
undirritaður 30. apríl 1971. Um er að ræða um 11 kilómetra langan veg og var samningsupphæðin öll 162,1 milljónir króna. Samningar gerðu ráð fyrir fullfrágengnum vegi með 10 cm malbikslagi, en síðan var brugðið á það ráð að steypa veginn og slitlagi hans þá breytt í 22 sm þykkt steinsteypulag. Steypuvinna hófst svo við Korpu 12. júlí og í gær var lokið við síðustu metrana. Höfðu þá verið steyptir um 10,9 km og er vegurinn 7,5 metra breiður. Nýjar brýr voru smíðaðar yfir Varmá, Leirvogsá, Kollafjarðará og Mógilsá og bogabrúin yfir Köldu kvísl var endurbyggð og breikkuð. Auk þessa voru byggðar þrjár
smábrýr yfir læki. Á framangreindum vegarkafla verða öryggisgrindur 2.320 metrar. Í þennan vegarkafla fóru um 18.000 rúmmetrar af steypu og þurfti til þeirra um 7000 tonn af sementi, til steypugerðarinnar var notuð steypustöð í Kollafirði, sem að loknum þessum framkvæmdum verður rifin, þar sem allt bendir til að framhald vegarins frá Mógilsá verði malbikað.
Það sem helst má draga saman sem lærdóm af þessu er að kostnaðarauki vegna þess að steypa 22 cm þykka vegasteypu í stað þess að malbika 10 cm varð 11 milljónir króna. Kostnaðurinn fór þá úr 132 milljónum í 143 við þau skipti, eða 8,33%. Þá er eðilegt að menn spyrji sig hversu lengi hefði 10 cm malbikslag enst á þessum kafla hringvegsins? Það þarf hinsvegar ekki að spyrja um endingu steinsteypunnar sem um er getið í fréttinni. Hún er þarna ennþá óviðgerð með öllu, eftir linnulausa umferð 24 tíma á sólarhring í 45 ár. Ef maður horfir á yfirborð vegarins þá sér maður ekki annað fyrir sér að þessi vegur muni endast án viðgerða einhver ár í viðbót. Að hann nái fimmtugsaldri er ekki fjarlægt. Steypan var gerð úr steypuefni sem tekið var í fjörunni fyrir framan malarnám Steypustöðvarinnar hf. og Vinnuvéla hf. sem þá var í Kollafirði og kennt við Esjuberg. En þessi fyrirtæki framleiddu meira en tvær milljónir teningsmetra af steypu úr þessu efni til ársins 2002. Ef einhver getur sýnt þjóðveg með meiri endingu en þennan veg í Kollafirði þá er hér með auglýst eftir honum. Ef við segjum að umferð hafi verið að meðaltali 3500 bílar á dag(núna yfir 6000 held ég) frá því að vegurinn var gerður þýðir það að kannski 60 milljónir bíla af öllum gerðum og með hverskyns dekkjum hafi farið um þennan veg. Það er varla að það séu slitin hjólför í honum. Á meðfylgjandi mynd sést yfirborð vegarins eins og það lítur út í dag. Malarstærðin var 38 mm sem er þvert ofan í flestar kenningar um vegasteypu þar sem yfirleitt er notuð mun smærri möl. En þessi
Á steypunni í Vesturlandsveginum við Mógilsá stendur Markús Alexandersson skipstjóri, veðraður af allra úthafa seltu, 83 ára gamall.Hann siglir enn um heimsins höf ef svo ber undir og er nýbúinn að endurnýja skipstjóraskírteini sitt til næstu 5 ára. Svo er verið að skipa fólki að hætta að vinna sjötugu! Hvað er eiginlega að okkur?
vegur þarf engar kenningar, hann talar sínu máli. Það þyrfti mikinn kjark til að halda því fram í dag, að þessi 8% kostnaðaraukning við 22 cm steypu í stað 10 cm malbiks hafi ekki borgað sig margfalt. Yfirburðir vegasteypu úr íslensku efni er algerir umfram innflutt tjörusull. Þeir andmæli sem þora. Nú verða ekki steyptir fleiri vegir á Íslandi. Skammtímasjónarmið krefjast skammtímalausna og gildir einu þó að þurfi að vinna verkið upp aftur árið eftir. Fjárhags áætlun þessa árs verður að vera sem lægst. Svo kemur bara næsta ár og þá er allt annað gleymt. Þannig er nútíma hagfræði og verksvit.
Síðast voru steypt slitlög í Kópavogi í bæjarstjóratíð Gunnars I. Birgissonar sem er núna bæjarstjóri í Fjallabyggð. Aðreinin af Fífuhvammsvegi niður á Hafnarfjarðarveg sem var 7 cm þykk steypa ofan á malbik eins og hún hafi verið steypt í gær þó hún sé um tveggja áratuga gömul. Hægri akrein Smárahvammsvegar af Fífuhvammsvegi upp að Haga smára var líka steypt á þessum árum um 14 cm þykk og er eins og ný. Til er fullkominn búnaður í landinu til þess að steypa vegi eða þunnt slitlag ofan á ónýtt malbik, en hann bara rykfellur. -HJ
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
30
Davíð Arnórsson bakari í Vestmannaeyjum bakaði köku ársins Davíð Arnórsson, bakari hjá Stofan bakhús í Vestmannaeyjum er höfundur Köku ársins 2017. Hann afhenti í febrúar frú Elizu Reid forsetafrú fyrstu Köku ársins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fékk fyrstu sneiðina af kökunni. Við afhendinguna sagði Davíð frá samsetningu kökunnar sem er lagskipt og inniheldur m.a möndlukókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime. Þá sagði Jón Albert Kristinsson, formaður Landssambands bakarameistara, LABAK, frá tilurð og framkvæmd keppninnar en sala á kökunni stendur út árið. Heitið, Kaka ársins, er skrásett vörumerki sem einungis félagsmönnum LABAK er heimilt að nota. LABAK hefur um árabil efnt til árlegrar keppni um Köku
Espihóll er afar snyrtilegt býli.
Kaka ársins.
ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin að þessu sinni var haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi skyr frá MS.
Fyrirmyndabú ársins 2017:
Espihóll í Eyjafjarðarsveit Ábúendur Bændurnir á Espihóli í Eyjafjarðarsveit fengu fyrir skömmu viðurkenningu Lands sambands kúabænda - Fyrir myndarbú ársins 2017. Þá fengu ræktendur nautsins Bolta frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi viðurk enningu Ráðg jafarm ið stöðvar landbúnaðarins fyrir besta naut úr árgangi 2009. Félagsbú er á Espihóli, rekið af
bræðrunum Kristni V. og Jóhannesi Æ. Jónssonum og konum þeirra, Ástu G. Sveinsdóttur og Sigurlaugu Björnsdóttur. Á búinu eru liðlega 60 árskýr og meðalnytin sú þriðja hæsta á landinu á síðasta ári, 8.206 kg. Bolti 09021 var fæddur í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi í febrúar 2009. Ræktendur hans eru Ingveldur Kjartansdóttir og
Sigurður Ágústsson. Bolti fékk nafnbótina Besta naut fætt árið 2009. Í umsögn um dætur hans kemur meðal annars fram að þær eru afurðakýr, stórar og háfættar, júgurgerð úrvalsgóð, spenagerð góð og þær eru góðar í mjöltum. Bolti var felldur þegar búið var að taka úr honum 6.500 skammta til notkunar við sæðingar.
Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, Davíð Arnórsson, bakari, og sonur hans Dagur, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Lífræn jógúrt Með fimm ferskum bragðtegundum Hrein • Mangó • Kókos Jarðarberja • Kaffi
Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
31
Hugsanlegt þversnið gangnanna.
Fjarðarheiðargöng: Horft af toppnum út Reyðarfjörð. Stórkostlegt útsýni.
Fjallgöngur eru á margra færi Fjallgöngur að sumarlagi á Íslandi í ekki mikilli hæð eru á flestra færi og í raun synd hve margir veigra sér við að leggja í hann með alla þessa tinda í sjónmáli, ekki síst á Austurlandi. Með því að ganga á fjöll er sjóndeildarhringurinn víkkaður og það kemur flestum á óvart hve útsýnið er gjöfult af ,,saklausum“ fjöllum. Það er engin þörf á að byrja að klífa hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk í Öræfajökli, það kemur með æfingunni. Hvert viltu fara í sumar? Ferða
félag Íslands upp á svokölluð ferða kynningarkvöld á næstu vikum þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir. Á hverju kynningarkvöldi eru þrjár til fjórar ferðir kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt. Sum fjallanöfn á Austfjörðum vekja vissa athygli og valda vissum heilabrotum um tilvist þess. Eitt þeirra er Grænanípa sem er yst fjalla sunnan við Fáskrúðsfjörð og þar er fjarskiptahús. Fjallið er tvímælalaust ögrun fyrir fjallgöngufólk að klífa.
Einbreið göng til að byrja með? Fjarðarheiðargöng eru ofarlega í hugum Austfirðinga. Umræður eru hinsvegar oftar en ekki slegnar út af borðinu vegna þess að þau séu svo hræðilega dýr að þjóðin hafi engin ráð á að byggja þau. Það eru nefndar tölur upp í 30 milljarðar króna. Ef nýjustu tölur frá Dýrafjarðargöngum væru hafðar til hliðsjónar úr tilboði Suðurverks og Metrostav þá voru þær 8.7 milljarðar króna fyrir 5.6 km göng sem gætu þýtt að Fjarðarheiðargöng gætu frekar kostað 20 milljarða króna. Það er einnig sagt að alltof lítil umferð sé um Fjarðarheiði til að standa undir svona dýrum göngum. Meðalumferð er um 500 bílar en í sumarumferð um 800 bílar á sólarhring. Gangnagjald til að standa undir 3% vöxtum og 30 ára niðurgreiðslu af 20 milljörðum króna og rekstrar kostnaði sem væri hugsanlega 3.0 milljarður króna á ári, sem dreift á 180.000 bíla gæfu 16.000 krónur fyrir ferðina. Það er greinilega hærra en hægt er að innheimta.
Hvað er þá til ráða? Mér hefur flogið í hug að gera aðeins einbreið göng till að byrja með. Ég tek fram að ég er ekki neinn sérfræðingur í jarðgangnagerð þannig að mínar tölur eru allar byggðar á brjóstvitinu sem er endilega ekki upp á marga fiska. En samkvæmt þvi þá yrði heildarrúmál útgrafið úr einbreiðum göngum um 320.000 m3 á móti 650.000 m3 í tvíbreiðum göngum. Kostnaður við einbreið göng gæti þá verið farinn að nálgast 10.milljarðana sem lækkar þá gjaldið niður í 8000 krónur á ferðina. Þá er það spurningin hvort ríkið ætlar að niðurgreiða gjaldið með hliðsjón af fríum göngum annars staðar, svo sem í Héðinsfjarðargöngum og Breiðadalsgöngum. Hvað þolir vegfarandinn að borga? Göngin hugsa ég mér gerð með því að gera fyrst loftræsigöng lóðrétt niður úr toppi fjallsins yfir mðju og hápunkti gangnanna. jafnvel fleiri en ein. þetta myndi virka eins og skorsteinn til að loftræsa
göngin. Með þessu fengjust einnig upplýsingar um jarðlög og hugsanlega vatnsganga. Sjálf göngin myndu halla 20% til austurs og vesturs þannig að aldrei þyrfti að nota báta við borunina eins og í Vaðlaheiðargöngum. Ef við gerðum ráð fyrir 60 km hraða ökutækja þá tæki það segjum 15 mínútur að fara göngin. Þau yrðu þá opin á 30 mínútna fresti í hvora átt. Það ætti að vera lítið mál að bíða eftir grænu ljósi að meðaltali í kortér í 10 - 20 bíla röð? Ekki finnst mér ólíklegt að umferð myndi aukast talsvert frá því sem nú er yfir Fjarðarheiði þannig að göngin yrðu hagkvæmari eftir því sem tímar líða. Og önnur samsíða göng síðar virðast vera auðveldari í framkvæmd með þá þekkingu sem fengist við gerð fyrri gangnanna. Þarna er hugsanlega kostur á að fá þessa nauðsynlegu samhöngubót fyrr en menn hafa verið að velta fyrir sér. Allavega er þessi hugleiðing sett á blað svona sem tilraun til að hreyfa við málinu.HJ
Hveragerði:
Lóðum úthlutað á Grímsstaðareitnum Lokið er við að úthluta lóðum fyrir 8 íbúðir á Grímsstaðareitnum í Hveragerði, og þrjár einbýlis húsalóðir eru þar lausar til úthlutunar. Hveragerðisbær er ekki umráðandi allra lóða á reitnum. Einn byggingaraðili er umráðandi 4 lóða þar sem heimilt er að byggja samtals 11 íbúðir. Á síðustu misserum hafa lausar íbúðir verið ýmist seldar eða leigðar og því hefur þrengst mjög um laust íbúðarhúsnæði í Hveragerði.
Stutt eftir í göngu á topp Hólmatinds sem er vinsælt fjall fyrir fjallgöngufólk að klífa. Ekki er að efa að svo verður einnig á komandi sumri, jafnvel strax á vordögum. Sómastaðatindur handan Grjótárdals.
FISKÁS ehf - ferskir í fiskinum
Nýr þorskur, ýsa, rauðspretta, bleikja, lax og margt fleira! Óskum lesendum Sáms fóstra, sem og landsmönnum öllum gleðilegra páska – Kveðja úr Norðurþingi
Dynskálum 50 | Hellu S. 546 1210 | fiskas@fiskas.is
Fiskbúðin er opin alla virka daga frá kl. 10-17.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
32
Vík í Mýrdal.
Öldungaráðið Í Mýrdalnum:
Gott er það sem gamlir kveða Það er eins með okkur Mýrdælinga og annað fólk að við eldumst og verðum að hætta störfum sem við höfum mörg hver unnið meirihluta starfsævinnar. Það getur verið erfitt að slíta öll tengsl frá veraldarvafstinu, sérstaklega ef heislan er góð og unnin hafa verið ábyrgðarstörf, eða verkstjórn verið höfð á hendi. Einhvern veginn æxlaðist það svo að svona hópur fór að koma saman í morgunkaffi hjá einum vinnuveitandanum í Vík og þegar kaffistofan varð of lítil fyrir hópinn þá var hugað að öðrum stærri stað þar sem mögulegt væri að koma saman. Fyrir góðvilja Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík fengum við öldungarnir afnot af herbergi í húsi Björgunar sveitarinnar, enda mörg okkar verið þar virkir félagar á fyrri árum. Þar getum við lagað morgunkaffi alla virka morgna og spjallað. Maður er manns gaman segir máltækið og eitt er víst að ekki skortir umræðuefni og nánast ekkert mönnum óviðkomandi í þessu morgunspjalli. Sérstaklega býsnumst við yfir ef einhver verk eru unnin á annan hátt og kostnaðarsamari en við höfum áður þekkt, eða vanist, eða með öðrum orðum, fjármunum sóað að óþörfu. Það var innprentað í
okkar kynslóð að reyna að láta verða sem mest úr þeim peningum sem okkur var trúað fyrir til framkvæmda, hvort sem áttu í hlut ríkið eða einstaklingar. Okkur í öldungaráðinu blöskrar því oft þegar okkur finnst farið illa með framkvæmdafé. Nefni hér nokkur dæmi sem borið hafa á góma í okkar hópi og við teljum að bruðlað hafi verið með framkvæmdafé: 1. Árið 2011 tók af brúna á Múlakvisl. Í framhaldi var gerð bráðarbirgða brú með miklum hraði og einstökum dugnaði. Síðan fór í gang mikil hönnunarvinna á nýrri brú og varnargörðum eða leiðigörðum. Brúin var hönnuð með örlitlum hliðarhalla og örlítilli beygju og stöplarnir undir brúnni þannig hannaðir að smíðin varð bæði dýrari og vandasamari. Þá varð að hanna leiðigarðana og ekki nóg með það heldur þurfti þessi framkvæmd að fara í umhverfismat, og það ekki eitt heldur tvö. Þó er þetta svæði ógrónir aurar sem Múlakvíslin flæmdist um sitt á hvað. Það lá beinast við að ýta þessum görðum upp, enda kvíslin fljót að fylla í pælurnar aftur, þannig að engin sæjust ummerkin. En nei, það mátti ekki ýta efninu upp í garðana á staðnum, heldur var því mokað up úr aurnum í um
1 km fjarlægð og ekið í garðana, með margföldum kostnaði. Það er eins og það sé orðin einhver lenska eða trú að það sé umhverfisvænna að aka efni langan veg í allar framkvæmdir þó að efnið sé til á staðnum og aðeins þurfi að ýta því upp í uppfyllingu og árnar sjái um að fylla upp í allt aftur. 2. Núna er verið að ljúka við gerð lítillar brúar á Skeiðarársandi, sem á að koma í stað Skeiðarár brúarinnar sem núna er óþörf, eða í bili að minsta kosti. Öllum varnar görðunum við Skeiðará var ýtt upp með jarðýtum á sínum tíma. Þarna er sama sagan Efninu skal nú mokað upp úr aurnum langt frá og ekið í uppfyllingar og garða. 3. Fyrir nokkrum árum var vegurinn niður í Reynishverfi endurbyggður og efnið tekið úr námu þar nærri. Vegna umhverfis ráða mátti alls ekki hafa veginn í fullri breidd síðustu kílómetra niður í Reynisfjöru. Þar skyldi aka hægar og hafa útskot til mætinga. Það kom hinsvegar í ljós þegar farið var að aka þennan veg að hann var stórhættulegur. Það var því farið í að breikka þennan vegarkafla. En nú mátti ekki taka efnið úr gömlu námunni, steinsnar frá, heldur þurfti að sækja efnið austur í Kerlingardalsá, um 15 km
hvora leið, með að minnsta kosti tvöföldum kostnaði. 4. Hér hefur verið rekin steypustöð i fjölda ára og steypumölin tekin hér nærri. Eins og lög gera ráð fyrir var þessi steypa álagsprófuð og stóðst fyllilega allar prófanir. Undanfarið hefur steypumölin verið sótt í árfarveg Þverár í Landeyjum með margföldum kostaði. Þessari vitleysu mun þó hafa verið hætt fyrir skömmu. 5. Við Fjaðrárgljúfur var sett upp náðhús á vegum Umhverfisstofnunar. Þarna dugði ekki annað en að sérhanna þetta fyrirbæri þannig að það félli inn í landslagið. Samkvæmt okkar heimildum kostaði þetta náðhús með þremur klósettum um 40 milljónir króna og er lokað hálft árið, en gagnast þó sem skjól eftir vindátt, fyrir þá sem þurfa nauðsynlega að létta á sér. Nú mun vera búið að hanna og smíða annað náðhús sem á að falla inn í landslag Dyrhólaeyjar og mun að sögn einnig kosta um 40 milljónir króna Um opnunartíma er ekki vitað ennþá. 6. Í Blágiljum á Síðumannaafrétti í Vatnajökulsþjóðgarði voru sett upp 3 hús hjá gangnamannahúsum Síðumanna. Hús þessi voru sérhönnuð til þess að falla að umhverfinu og teljast ein eining. Þetta eru forljótir riðlitaðir járnkassar og hefðu aldrei fengist samþykktir þarna ef einhver annar en Umhverfisstofnun hefði átt í hlut, enda margyfirlýst af þeirri
henni. Um fegrunaraðgerðir Umhverfisstofnunar við þessi furðuhús hafa spunnist ótrúlegar sögur sem ekki verða tíundaðar hér. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um byggingakostnað þessara húsa sem aðeins eru nýtt 3 til 4 mánuði á ári. Miðað við verðið á náðhúsinu við Fjaðrárgljúfur er kostnaður við þennan húsakost vart undir 100 milljónum króna.
Umræðuefnin ekki öll á neikvæðum nótum
Eins og sést á þessum dæmum skortir Öldungaráðið ekki umræðuefni og eru þau ekki öll á neikvæðum nótum. Við fögnum til dæmis að núna á að fara að gera nýjan sjóvarnagarð í Vík nokkru austar en sá eldri er, en hann hefur þegar sannað gildi sitt. Þá eru miklar byggingaframkvæmdir í þorpinu, m.a. er stór verslunarmiðstöð að rísa og fFramkvæmdir að hefjast við tvö ný hótel og nokkrar íbúðarbyggingar. Þá vonumst við í öldungaráðinu eftir að fljótlega verði farið í gangnagerð í gegnum Reynisfjall, sem öllum vegfarendum yrði til hagsbóta. Þá er alltaf gaman að minnast gamalla genginna sveitunga, afreka þeirra, sérkenna og sérvisku. Þingmenn og aðrir frammámenn í þjófélaginu eru alltaf aufúsugestir í morgunkaffið hjá okkur og við eerum tilbúnir að veita þeim ókeypis ráð og upplýsingar um það sem við teljum að megi færa til betri vegar.
Reynisdrangar.
stofnun að ekki eigi að leyfa neinar húsbyggingar á hálendinu. Þá er þess einnig gætt að setja þetta niður nógu langt frá Lakaveginum þannig að landverðir geti átt þarna náðuga daga og nógu langt frá Laka umferðinni til þess að geta ekki á nokkurn hátt þjónað
Því eins og máltækið segir; „Gott er það sem gamlir kveða.“ Reynir Ragnarsson
upplifðu austurland Vertu þú og njóttu þess að vera til.
ferðin austur hefst á visitfjardabyggd.is
FJARÐABYGGÐ
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
33
Grindavík:
Nýtt stálþil við höfnina og nýtt íþróttahús Fannar Jónasson var um síðustu áramót ráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar út kjörtímabilið, eða út maímánuð 2018. Fannar er viðskiptafræðingur að mennt og einnig með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Fannar hefur um 20 ára reynslu af sveitastjórnarmálum en hann er Rangæingur að ætt og uppruna og þar sat hann í sveitarstjórn, bæði sem oddviti og síðar bæði í nefndum og ráðum sveitarfélaganna á Suðurlandi. Fannar var einnig hjá Arion banka og forverum hans í um 10 ár, lengst af sem útibússtjóri. Undanfarin ár hefur hann svo starfað sem fjármálastjóri hjá Fálkanum. Fannar segir að margvíslegar framkvæmdir séu á prjónunum hjá Grindavíkurbæ. „Það er gríðarlega mikil íþróttaþátttaka hér og stefna bæjaryfirvalda að standa vel við bakið á íþróttalífinu. Fótboltinn og körfuboltinn hér í Grindavík eru t.d. mjög öflugar íþróttagreinar á landsvísu. Í gangi er frumhönnun á nýju íþróttahúsi sem bæta mun enn frekar þá íþróttaaðstöðu sem til staðar er í bænum. Íbúafjölgun hefur verið mikil á síðustu árum og mikil eftirspurn eftir byggingarlóðum í bæjarfélaginu og lóðaúthlutanir í samræmi við það. Því er orðin þörf fyrir að fara í nýjar gatnaframkvæmdir
samkvæmt gildandi skipulagi. Það er farið að bera á skorti á húsnæði í Grindavík, bæða á fasteignamarkaðnum og til leigu. Á vegum Grindavíkurbæjar er hafin bygging á 6 íbúðum fyrir aldraða við Víðihlíð og miklar framkvæmdir eiga sér líka stað hjá einkaaðilum varðandi gistingu og nú er fyrirhugað að fjölga gistirýmum um nærri 70 fyrir utan hótelbyggingu á vegum Bláa Lónsins. Í gangi eru framkvæmdir við Brimketil, Gunnuhver og fleiri ferðamannastaði og áfram unnið við gerð göngu- og hjólastíga. Íbúafjölgun kallar svo á frekari uppbyggingu þjónustumannvirkja í bæjarfélaginu,“ segir Fannar Jónasson. - Það munu vera fyrirhugaðar framkvæmdir við Grindavíkurhöfn. Í hverju eru þær fólgnar? „Það eru fyrirhugaðar miklar hafnarframkvæmdir í Grindavíkur höfn í sumar. Við Miðgarð verður sett niður nýtt stálþil í stað þess gamla sem farið var að ryðga í sundur, þilið fært nokkru utar og aðstaða á bryggjunni bætt verulega. Stálið er komið og framkvæmdir um það bil að hefjast. Enn fremur er stefnt að dýpkun hafnarinnar á vissum svæðum. Þetta er heilmikið
verkefni sem þarf að fjármagna á móti Vegagerðinni og verður mikil hafnarbót.“
Ástand Grindavíkurvegar áhyggjuefni - Grindavíkurvegur hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu, ekki síst vegna alvarlegra slysa á honum. Eru einhverjar framkvæmdir fyrirhugaðar við veginn á næstu misserum? „Ástandið á þessum vegi er mikið áhyggjuefni enda er hann ótryggur og beinlínis hættulegur með tilliti til þeirrar gríðarlegu umferðar sem um hann fer. Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um nærri 60% milli áranna 2011 og 2016 og útlit fyrir mikla fjölgun á næstu árum. Það er búið að skipa samráðshóp bæjaryfirvalda og stærstu fyrirtækjanna í bænum til að þrýsta á um úrbætur. Við höfum hitt samgönguráðherra, fjármálaráðherra, Vegagerðina, þingmennina okkar og fleiri aðila í þessu sambandi. Auknar framkvæmdir við Bláa Lónið auka umferðina um veginn enn frekar en meira en milljón gestir munu sækja Bláa Lónið á þessu ári. Um veginn fer fjöldi reynslulítilla ferðamanna sem þekkja ekki íslenskt vegakerfi.
Fannar Jónasson bæjarstjóri.
Þá eru ótaldir ungir ökumenn sem sækja skóla utan Grindavíkur sem og allir þeir sem aka veginn daglega vegna atvinnu sinnar. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins og gríðarlegir fiskflutningar fara um Grindavíkurveg. Við treystum á að vegurinn verði settur í forgang þegar fjárveitingum til vegagerðar verður ráðstafað á næstunni.“ -Hvernig verðu þínum frítíma þegar hann gefst? „Bestu stundirnar eru samvistir við fjölskyldu og vini. Svo
höfum við hjónin mjög gaman af ferðalögum innan lands og utan. Mitt helsta áhugamál var lengst af hestamennska þó að allt of lítið hafi farið fyrir því sporti síðustu árin. Ég á varla von á því að úr rætist á næstunni, en það er gaman frá því að segja að hestamenn í Grindavík hafa boðið mér í hesthúsin hjá sér og sauðfjárbændur reyndar líka. Svo á fjölskyldan sumarhús í Rangárvallasýslu og jörðina Núp í Fljótshlíð og þangað förum við sem oftast í frístundum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri.
Metnaðarfull umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar Akureyri er vissulega fallegur bær og fagleg umhverfisstefna því mikilvæg.
Markmið umhverfisog samgöngustefnu Akureyrarbæjar er að að Akureyrarbær vinni stöðugt af framsækni og metnaði í bæði umhverfis- og samgöngumálum bæjarins. Umhverfisog samgöngustefna Akureyrarbæjar er byggð á Staðardagskrá 21, íbúaþingum í Hofi og Hrísey og hugmyndum um sjálfbæra þróun og þróunarvinnu Vistorku að kolefnishlutlausu samfélagi. Sameiginlega mun umhverfisog samgöngustefnan stuðla að betri lífsgæðum íbúa bæjarins hvað báða þætti varðar. Stefna
Akureyrarbæjar er að sveitarfélagið verði áfram í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum. Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu fer stigvaxandi og getur við verstu aðstæður orðið rúmlega tvöfalt meiri um næstu aldamót ef ekkert verður að gert. Akureyrarbær skuldbindur sig með undirritun loftgæðastefnu til að vinna að minnkun gróðurhúsalofttegunda og leggja þannig sitt af mörkum í þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Loftslagsmál hafa áhrif á alla
íbúa bæjarins og jafnframt er á ábyrgð allra að gera betur í þessum málaflokki. Mikið hefur áunnist á síðustu árum í umhverfismálum bæjarins, m.a. í úrgangsmálum, samgöngumálum og nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum og mikilvægt að halda þeirri stefnu af sama eða auknum metnaði.
Nýting rafmagns, metans og lífdísils
Nýta skal rafmagn, metan og lífdísil eins og kostur er í samg öngum. Almennings samgöngur skulu njóta aukins
forgangs í umferðinni og götu kaflar hannaðir í þágu þeirra. Notkun nagladekkja hefur í för með sér aukna svifryksmengun og slit á götum og því mikilvægt að minna bæjarbúa á aðra valkosti en nagladekk. Með því að draga úr notkun nagladekkja þá eru fleiri ávinningar s.s eins og minni kostnaður við hreinsun gatna og niðurfalla, minni eyðsla eldsneytis og minni umferðarhávaði næst götu. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um nýtingu á náttúruauðlindum. Unnið skal að því að auka hlutdeild hjólandi og gangandi vegfarenda. Rík áhersla skal lögð á að tengja og leggja göngu-, hjóla- og útivistarstíga. Þétting byggðar er einnig mikilvægur þáttur sem forsenda góðs aðgengis að almenningsvögnum og betra umferðarflæðis. Tryggja skal, frá upphafi skipulagsferils, hjólreiðar,
göngu og almenningssamgöngur í skipulag nýrra hverfa og uppbyggingu eldri hverfa. Stuðlað skal að því að fjölbreyttum ferðaþörfum íbúa sé mætt og að samgöngu- og leiðakerfið nýtist sem best. Ýmsir áðrir þættir eru einnig nefndir, s.s. meðferð úrgangsmála, ljósmengun og myrkurgæði, vistvæna orkugjafa, götusópun, markmið að fjölga rafmagnsbílum, fjölgun göngu og hjólreiðastíga, áburðarnotkun en markmiðið er að nota moltu sem jarðvegsbæti, plastpokalaus bær, gera Glerárdal, Naustaborgir og óshólma Eyjafjarðarár að útivistarparadís, vernda lífríkið í Pollinum og aðgengi að strandlengju verði óheft utan hafnarsvæða, draga úr matarsóun og auka meðvitund um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu og hvetja til bættrar nýtingar á mat úr héraði. Lágmarka skal fjölpóst.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
34
Þungarokkshátíðin Eistnaflug hlaut Eyrarrósina 2017
Lið Hattar með sigurlaunin.
Höttur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta Í gærkvöld fór fram lokaumferðin í 1. deild karla í körfubolta þar sem Höttur á Egilsstöðum varð 1. deildarmeistari í körfubolta karla og tryggði sér þar með beinan farseðil upp í Domino's deildina leiktímabilið 2017 - 2018 á næsta tímabili. Fjögur lið í 2.-5. sæti léku í úrslitakeppni um hitt lausa sætið sem var boði er í Domino's deildinni. Andstæðingarnir í
undanúrslitunum voru Fjölnir í Grafarvogi í öðru sæti sem fékk Hamar í Hveragerði í fimmta sæti og Valur í Reykjavík í þriðja sæti sem fékk fær Breiðablik í Kópavogi í fjórða sæti. Leikið var heima og að heiman og þurfti að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitin. Til úrslita léku Hamar og Valur. Sameiginlegt lið Hrunamanna og Laugdæla varð sigurvegari í 2. deild karla.
Þungarokkshátíðin Eistnaflug á Neskaupstað hlaut Eyrarrósina 2017 en hún var afhent við hátíðlega athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð 16. febrúar sl. Eistnaflug er eina tónlistar hátíðin hér á landi þar sem lögð er megináhersla á þungarokk og aðrar jaðarstefnur í tónlist. Um 50 rokksveitir munu koma fram á hátíðinni á komandi sumri. Eyrar rósinni fylgir fjárstyrkur upp á tvær milljónir króna auk nýs verðlauna grips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. Einnig hlutu 500 þúsund króna viðurkenningu Alþýðuhúsið á Siglu firði þar sem rekið er metnaðarfullt menningarstarf, og Vesturfarasetrið á Hofsósi sem hefur þann megin tilgang að viðhalda og efla tengsl fólks af íslenskum ættum sem búsett er í Kanada og Bandaríkjunum og vill leita uppruna síns á Íslandi. Jafnframt aðstoðar Vesturfarasetrið Íslendinga í leit sinni að ættingum í Vesturheimi. Eyrarósin eru verðlaun sem sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni
á landsbyggðinni. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningar legrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Forsetafrúin Eliza Reid, sem er verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin við athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri, en starfsemin þar hlaut verðlaunin í fyrra og hefur myndast sú hefð að afhenda verðlaunin hverju sinni í höfuðstöðvum verðlaunahafa síðasta árs. Að Eyrarrósinni standa í sameiningu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands og var þetta í þrettánda sinn sem verðlaunin voru veitt. Við upphaf athafnarinnar í Verksmiðjunni undirrituðu Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggða stofnunar, og Árni Gunnarsson, framk væmdas tjóri Flugf élags Íslands, samninga um áfram haldandi samstarf um Eyrarrósina til ársins 2020. Sex ólík menningarverkefni á landsbyggðinni voru valin á
Eyrarrósarlistann 2017 og áttu þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósin í ár. 37 umsóknir bárust hvaðanæva af landinu um Eyrarrósins 2017. Auk Alþýðuhússins á Siglufirði, Vesturfarasetursins á Hofsósi og auðvitað Eistnaflugs komu til greina List í ljósi á Seyðisfirði þar sem lögð er megináhersla á samfélagsleg áhrif hátíðarinnar sem fram er utandyra. Markmiðið er að styðja við menningarlíf Austurlands á lágönn og fagna komu sólar eftir þrjá langa og sólarlausa mánuði. Rúlllandi snjóbolti á Djúpavogi er í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi er alþjóðlega samtímalistasýning. Um er að ræða ræða eftirtekarvert og afar metnaðarfullt samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center). Nes – listamiðstöð á Skagaströnd var stofnuð árið 2008 og hefur verið rekin þar allar götur síðan. Fjölmargir listamenn hafa dvalið á Skagaströnd frá opnun listamiðstöðvarinnar.
Myndtxt: Venus NS-150 er sannlega fallegt skip. Nýsmíði sem kom til heimahafnar í maímánuði 2015.
Venus NS aflahæst uppsjávarveiðiskipa Á nýliðnu fiskveiðiári var afli íslenskra skipa rétt rúm milljón tonn en heildaraflinn dróst saman milli fiskveiðiára. Aflahæsta skipið var Venus NS-150 á Vopnafirði. Í heild veiddu skipin 1.044.487 tonn en fiskveiðiárið 2014/2015 veiddust 1.341.230 tonn. Venus NS varð aflahæsta uppsjávarskipið á síðasta fiskveiðiári með rúmlega
Eliza Reid forsetafrú sem er verndandi Eyrarrósarinnar, afhenti forsvarsmönnum Eistnaflugs verðlaunin.
48 þúsund tonna afla og var þar með aflahæsta skipið í íslenska fiskiskipflotanum. Í flokki skuttogara, bæði ísfisktogara og frystitogara, varð Brimnes RE-27 frá Reykjavík aflahæst með 12.521 tonn. Í flokki skipa með aflamark önnur en uppsjávarskipin varð Steinunn SF-10 frá Hornafirði með mestan afla, 5.153 tonn.
Önnumst allar alhliða bíla- og búvélaviðgerðir Sími 487 5402 • Netfang: bvr@simnet.is
FANNBERG fasteignasala
f.
Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali
Sími: 487 5028
Vegna góðrar sölu að undanförnu, óskum við eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá.
Þjónustuaðili Raftækjasalan ehf. raftaekjasalan@raftaekjasalan.is Sími: 856 0090
www.rumfatalagerinn.is
Rúmfatalagerinn er með frábær garðhúsgögn í mörgum gerðum og í margs-
konar litum. Þú finnur alveg örugglega stílinn og gæðin sem henta þér því hjá okkur má finna allt frá úrvals harðviðar- og tekkhúsgögnum til góðra plasthúsgagna. Við erum stolt af því að öll harðviðarhúsgögn okkar eru gerð úr FSC-vottuðum viði. Það er trygging þín fyrir því að þú styðjir sjálfbæra skógrækt. FSC-vottun merkir að skógurinn sem tréð er úr er skoðaður af óháðum aðilum og metinn samkvæmt þeim umhverfislegu, félagslegu og hagrænu reglum og viðmiðum sem Forest Stewardship Council setur ábyrgri skógrækt. FSC eru alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og þar vinna umhverfissamtök, framfarasinnaðir eigendur skóga og fyrirtæki saman að því að bæta eftirlit með skógum heimsins. JYSK er einn af stofnendum TFT, Tropical Forest Trust, sem vinnur að stuðningi við FSC um heim allan.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
36
Bæjarstjórn Akureyrar hitti borgarstjórn Reykjavíkur Föstudaginn 3. mars sl. hittust bæjarstjórn Akureyrar og borgar stjórn Reykjavíkur á sameigin legum fundi sunnan heiða. Þetta var í fjórða sinn sem borgar- og bæjarfulltrúar funda. Borgarstjórn hefur áður komið í tvígang norður en bæjarstjórn fór nú öðru sinni til höfuðborgarinnar í þessu skyni. Markmiðið með þessum fundum er að ræða sameiginleg hags munamál sveitarfélaganna og efla
kynni bæjar- og borgarfulltrúa. Fundurinn á föstudag hófst á sameiginlegum hádegisverði en að honum loknum hlýddu fulltrúarnir á fræðsluerindi Hrannar Hrafns dóttur verkefnisstjóri á umhverfisog skipulagssviði borgarinnar. Hún fjallaði um umhverfis- og loftlagsmál sem var annað aðal umf jöllunare fni dagsins en auk þeirra voru lýðræðismál til umræðu.
Í upphafi fundar impraði Dagur B. Eggertsson borgar stjóri á tíðu umræðuefni norðan og sunnanmanna og þakkaði norðanmönnum blíðuna í borginni: „Ég vil þakka Akureyringum fyrir að hafa tekið með sér góða veðrið en borgin skartar sínu fegursta, þó ég segi sjálfur frá.“ Snjór var fir öllu í Reykjavík á fundardaginn, heiðríkja og stafalogn.
Álög eftir listamanninn Steinunni Þórarinsdóttur.
„Álög“ er minnis varði í Sandgerði um drukknaða sjómenn Allmörg sjávarútvegsbyggðarlög hafa látið reisa minnisvarða um drukknaða sjómenn. Sandgerði er þar engin undantekning en við innaksturinn í Sandgerði stendur listaverkið ,,Álög“ efstir listamanninn Steinunni Þórarinsdóttur, afar eftirtektarverður minnisvarði. Verkið á að sýna hve sjórinn er
sterkur gagnvart manninum. Það er reist er til heiðurs sjómönnum og á að minna okkur á hversu lítill maðurinn getur verið þegar að takast skal á við hið öfluga og eilífa haf. Verkið á að sýna hve maðurinn er forgengilegur gegn hafinu. Það var afhjúpað þegar Sandgerðisbær fékk kaupstaðarréttindi árið 1990.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar í Ráðhúsi Reykjavíkur, f.v.: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi B-lista, Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi D-lista, Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar L-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi B-lista, Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi D-lista, Dagbjört Elín Pálsdóttir bæjarfulltrúi S-lista, Preben Jón Pétursson bæjarfulltrúi Æ-lista, Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi L-lista og Ólína Freysteinsdóttir varabæjarfulltrúi S-lista. Baldvin Valdemarsson bæjarfulltrúi D-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi V-lista voru ekki viðstödd myndatökuna.
Alcoa Fjarðaál mennta fyrirtæki ársins - Keilir menntasproti ársins STÖNDUM VÖRÐ UM ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG OG VINNUM AÐ FRAMÞRÓUN HANS Í ÞJÓÐARHAG.
Í sjósókn og fiskvinnslu felst okkar verðmætasköpun til þjóðarhags.
Alcoa Fjarðaál var 2. febrúar sl. valið menntafyrirtæki ársins 2017, en verðlaunin voru veitt á menntadegi atvinnulífsins. Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir að hjá Fjarðaáli sé metnaður lagður í menntun, þjálfun og fræðslu starfsfólks á hverjum degi. Fyrir tækið reki stóriðjuskóla sem er samstarfsverkefni Fjarðaáls, Austurbrúar og Verkmenntaskóla Austurlands, en um 50 nemendur stunda nám við skólann á hverjum tíma. Alcoa Fjarðaál og sveitar
félagið Fjarðabyggð hafa á undan förnum árum unnið að því að efla áhuga ungs fólks á Austfjörðum á verk- og tæknimenntun. Mennta dagur atvinnulífsins er samstarfs verkefni Samorku, Samtaka ferða þjónustunnar, Samtaka fjármála fyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna starfar um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Keilir var valinn menntasproti ársins 2017 en Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Á aðeins tíu árum hefur tekist að breyta yfirgefinni herstöð á Miðnesheiði í þekkingarþorp. Keilir hefur lyft grettistaki, innleitt nýjar hugmyndir og kennsluhætti og lagt sig fram um að hlusta á þarfir atvinnulífsins og mennta starfsfólk sem eftirspurn er eftir.
Við afhendingu verðlauna til Alcoa Fjarðaáls. F.v. Hilmar Sigurbjörnsson, Sigrún Björnsdóttir, Guðný B. Hauksdóttir, Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands, Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls, Elísabet Sveinsdóttir, Hólmgrímur Elís Bragason og Valgerður Vilhelmsdóttir.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
37
Ari Edwald var ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar árið 2015 og tók við starfinu 1. júlí það ár. Áður starfaði Ari sem forstjóri 365 miðla en hann lét þar af störfum árið 2014 eftir að hafa starfað þar frá ársbyrjun 2006. Þar áður starfaði Ari Edwald sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins (SA) frá stofnun samtakanna, árið 1999. Fyrir þann tíma starfaði hann sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, sem aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ari Edwald er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands (1988), og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business (1991). Hann fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2015.
„Aukin sérhæfing og hagræðing hefur skilað lægra vöruverði til almennings“ - segir Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu kúabænda um allt land. Hlutverk MS er að taka við mjólk og sjá um framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu sem á 90,1% hlut og Kaupfélags Skagfirðinga sem á 9,9% hlut. Auðhumla varð til við samruna félaga innan mjólkuriðnaðarins. Nefna má að Mjólkursamlag Sölufélags Austur-Húnvetninga sameinast Mjólkursamsölunni árið 1999 og Mjólkursamlag Kaupfélags Vestur-Húnvetninga ári síðar. Árið 1999 keypti KEA Mjólkursamlag KÞ á Húsavík og sama ár var Mjólkursamlagi KEA breytt í hlutafélagið MSKEA. Það félag tók síðan yfir rekstur Mjólkursamlags KÞ í ársbyrjun 2000. Um sumarið árið 2000 var svo Auðhumla svf., félag mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, stofnsett. Norðurmjólk varð síðan til í desember sama ár við samruna MSKEA og framleiðslufélags í eigu Auðhumlu svf. Í maímánuði 2005 sameinuðust Mjólkursam salan í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna í eitt félag undir nafninu MS sfv. Rúmu ári síðar var starfsemi Mjólkursamlags Vopnafjarðar sameinuð starfsemi MS á Egilsstöðum og síðar á sama
ári sameinaðist Mjólkursamlag Ísfirðinga MS. Með stofnun MS/ Auðhumlu svf. í lok árs 2006 varð til félag framleiðenda sem nær yfir mestallt landið. Það skiptist í staðbundnar félagsdeildir og kjósa fulltrúar þeirra stjórn og varastjórn félagsins. Á aðalfundi í mars 2007 var ákveðið að breyta nafni félagsins og heitir það síðan Auðhumla svf. Það er félagslegur vettvangur og tekur við mjólk frá félagsmönnum en um leið er félagið eigandi fyrirtækja sem annast vinnslu á mjólk og dreifingu á fullunnum mjólkurvörum. Starfshættir Mjólkursamsölunnar einkennast af fagmennsku á öllum sviðum framleiðslu, nýsköpun í vöruþróun og öflugu sölu- og markaðsstarfi. Metnaður og þekking þeirra sem koma að fram leiðslunni hefur skilað neytendum eftirsóttum gæðavörum. Það er því ekki tilviljun að meðalmjólkur vöruneysla á Íslandi er 60% meiri en að meðaltali í Evrópu sambandslöndunum. Forstjóri MS er Ari Edwald, fyrrum forstjóri 365 miðla, en stjórnarformaður Egill Sigurðsson bóndi á Berustöðum í Rangárþingi ytra. Egill er einnig stjórnarf ormaður Auðhumlu og framkvæmdastjóri Garðar Eiríksson. Aðaldreifingarmiðstöð Mjólkur samsölunnar er á aðalmarkaðs
svæðinu, þ.e. í Reykjavík en einnig er dreifingarmiðstöð á Ísafirði en afurðastöðvarnar eru fjórar, á Selfossi, Búðardal, Akureyri og Egilsstöðum og hefur þeim fækkað á síðstu árum úr 15 í 4. Ferskvaran og sýrða varan er framleidd á Selfossi auk duftgerðar; í Búðardal eru framleiddir desertostar og á Akureyri fer um 80% af mjólkinni í ýmsar sérvörur í ostagerð en 20% af mjólkinni sem kemur til Akureyrar fer í ferskvöru sem er dreift á því markaðssvæði, þ.e. á norðausturhorn landsins. Á Egilsstöðum er eingöngu framleiddur Mozzarella osturinn sem er löngu orðinn sílgildur í matargerð Íslendinga og fer sá markaður ört vaxandi. Hann er kjörinn á pizzur, bökur og aðra rétti þar sem bráðinn ostur leikur stórt hlutverk. Önnur stór afurðastöð er mjólkursamlag KS í Skagafirði sem að langmestu leiti er í ostagerð en einnig Smjörvagerð af hráefni sem fellur til við ostagerð. Þar var unnið úr nálægt 20 milljón lítrum af mjólk árið 2016, til viðbótar því mjólkurmagni sem afurðastöðvar MS vinna. „10 til 11 lítrar af undanrennu verða að einu kílói í ostagerð og því erum við að framleiða osta í afurðastöðum fjarri höfuðborgarsvæðinu til að draga úr flutningskostnaði ferskmjólkur sem
fer að mestu leiti á Selfoss. Á árinu 2016 komu til okkar afurðastöðva 130 milljón lítrar af mjólk, eða 130 þúsund tonn, og við erum að senda frá okkur framleiðsluvöru sem er um 70 þúsund tonn. Við erum með um 500 vörunúmer sem eru í stöðugri endurnýjun, en allt að 28% þeirra var ekki á markaðnum fyrir fjórum árum. Neysla á prótíntengdum vörum hefur fjórfaldast á undanförnum árum og framleiðsla á skyri hefur aukist mikið en um 1.600 tonn voru flutt út frá Íslandi á síðasta ári. Aðallega til Swiss, Finnlands og Bretlands. Þegar við skoðum það magn sem fer inn og út úr afurðastöðvum slagar það hátt í þorskkvótann,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS.
Hjá MS stöfuðu um 430 manns á árinu 2016 en voru um 650 hjá forverum MS, sem endurspeglar þá rekstrarhagræðingu sem orðið hefur
Um 25% starfsmanna MS eru konur. Talverður hluti starfsmanna er af erlendu bergi brotinn, m.a. frá Nepal, en starfsmenn eru frá alls 17 þjóðlöndum. Mikil áhersla er lögð á öryggi starfsmanna og góðan aðbúnað í hvívetna enda er meðalstarfsaldurinn hár, margir
hafa starfað lengi, allt frá 20 til 50 ár. Í mjólkuriðnaðinum í heild hefur starfsfólki fækkað um ca. 30% á undanförum árum meðan magnið hefur verið að fara sífellt vaxandi. Á síðustu 40 árum hefur mjólkurbúum fækkað umtalsvert, voru um 3.100 kringum 1975 en eru nú 596, fækkaði um 40 á síðasta ári. „Meðalframleiðsla á kúabú hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú um 270 þúsund lítrar. Nokkur bú eru að nálgast milljón lítra og stærsta mjólkurbú landsins, á Flatey á Mýrum skammt frá Hornafirði, þar sem stefnt er að 240 mjólkandi kúm, er framleiðslan um 1,5 milljón lítrar. Í dag eru á bilinu 24 til 25 þúsund mjólkandi kýr í landinu, meðalnytin var um 3000 lítrar fyrir nokkrum áratugum og nytjahæsta kýrin með um 7.000 lítra á ári. Í fyrra var meðalnytin um 6.000 lítrar og nytjahæsta kýrin, Nína á Brúsastöðum í Vatnsdal, með 13.800 lítra, og þriðja nytjahæsta kýrin kom einnig frá sama bæ. Hluti skýringar á þessu auknu nytjum má rekja til kynbóta en án innflutnings erlendra kúastofna en einnig að fagmennska hefur aukist, t.d. er mikið meiri stöðugleiki á mjaltartímum og agi en áður, kýrnar ganga að mestu sjálfar í fóðrið og hugsað er betur um gripina.“ Segir Ari Edwald. Framhald á næstu síðu.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
38
Á Bitruhálsi í Reykjavík er birgðastöð og vörudreifing, ostapökkun og skrifstofur. Svæðið er hið fegursta, eiginlega umhverfislistaverk.
Framhald af bls. 29.
- Nú eru blikur á lofti varðandi verkaskiptingu og samstarf milli mjólkurfyrirtækja? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðarráðherra, hefur látið vinna drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum. Þar kemur meðal annars fram að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði verður óheimilt að gera samninga sín á milli um verð tilfærslu milli tiltekinna afurða, eða hafa verkaskiptingu og samstarf til að lækka kostnað. Bændur óttast að þetta muni hækka verð á algengum mjólkurvörum. „Ríkið hefur í gegnum tíðina þrýst á um hagræðingu og opin
framleiða og markaðssetja vörur úr mjólk og að þeir sitji við sama borð um að verða sér úti um hráefni. Það væri hins vegar mikið slys fyrir neytendur ef lagasetning sem ætti að skapa tiltrú varðandi þá þætti myndi skaða þá hagkvæmni sem náðst hefur. Það eru margar leiðir færar í því. Minni aðilar sem standa utan verkaskiptingar og samstarfs gæti t.d. fengið hlut deild í hagræði í gegnum afslátt á hráefni, eins og vísir var kominn að með afslætti til minni fram leiðenda á fyrstu 300.000 lítrana. Eða að hráefnisverð færi eftir því í hvaða vörur mjólkin fer, eins og mér skillst að sé algengt í Bandaríkjunum. Þó algengara sé að
Þau svið eru mýmörg í íslensku atvinnulífi. Að mínu mati eru þessi svokölluðu frumvarpsdrög algerlega óunnin, t.d. varðandi það hverjir eru afurðastöðvar og hvernig fyrirkomulagið er í þeim löndum sem vísað er til sem fyrir mynda. Umgjörð svona framleiðslu er heildstætt kerfi og ekki hægt að breyta einu án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á aðra þætti,“ segir Ari Edwald.
Rjómabúin voru fyrsti vísirinn
Upphafið að stofnun mjólkur búanna og þróun mjólkuriðnaðar má rekja til þeirra breytinga sem urðu á samfélaginu með þéttbýlismyndun
stofnsettur mjólkurskóli þar sem mjólkurfræði voru kennd. Þetta var aldamótaárið 1900 og strax sama ár hóf fyrsta rjómabúið starfsemi sína. Rjómabú spruttu síðan upp á næstu árum og höfðu öll útflutning að markmiði. Þetta voru þó lítil bú sem áttu stutt blómaskeið fram að fyrra stríði og flest lögðust þau niður eftir 1918. Þéttbýlismyndun og vaxandi markaður fyrir mjólkur vörur innanlands leiddi til þess að margir fóru út í framleiðslu. Þegar frá leið var samkeppnin hörð, framleiðsla óhagkvæm og oft misbrestur á því að nægjanlegt hreinlæti væri viðhaft við fram leiðslu og dreifingu. Árið 1934 gripu stjórnvöld inn í þróun mála
innar. Í upphafi voru mjólkur samlögin framleiðendafélög. Samstarf mjólkursamlaga hafði verið með margvíslegum hætti en stofnun Osta- og smjörsölunnar árið 1958 markaði þó ákveðin tímamót. Þar var um að ræða fyrirtæki í eigu allra mjólkursamlaganna í landinu og sinnti það mikilvægu braut ryðjandastarfi í allri vöruþróun og markaðsmálum. Innan Samtaka afurðastöðva var síðan unnið að nýju skipulagi þar sem áhersla var lögð á verkaskiptingu og sameiginlega stjórn til að hagræða innan mjólkuriðnaðarins. Miklar breytingar urðu í atvinnuog viðskiptalífi Íslendinga á síðasta áratug tuttugustu aldar og leiddu þær m.a. af sér uppstokkun margra samvinnufélaga. Þegar kom fram
Á árinu 2016 komu til afurðastöðva MS um 130 milljón lítrar af mjólk, eða 130 þúsund tonn, og MS er að senda frá sér framleiðsluvöru sem vega um 70 þúsund tonn. MS framleiðir um 500 vörunúmer og kynnir um 25 nýjungar á ári um leið og aðrar vörur hverfa af markaði. Um 28% sölunnar koma frá vörutegundum sem voru ekki til fyrir fjórum árum. MS á Akureyri.
berar nefndir komust að því fyrir aldamótin að afurðastöðvar væru alltof margar og þyrfti þeim að fækka. Nútíminn kallaði á hagræðingu og lægra vöruverð til almennings svo sérhæfingin hefur aukist til muna. Í dag sýna allar úttektir að sú hagræðing sem leitt hefur af verkaskiptingu og sérhæfingu í mjólkuriðnaði, hefur skilað sér til neytenda í lægra vöruverði, sem nemur milljörðum króna á ári. Ég skil vel að krafa sé uppi um jafnræði þeirra sem
hafa verðtilfærslur frá vörum með háa framlegð, til þeirra sem hafa lága framlegð eða eru framleiddar með tapi. Þetta er viðfangsefnið í mjólkur iðnaði hvarvetna í hinum vestræna heimi og ekki sérstakt fyrir Ísland eins og halda mætti af umræðunni. Það er líka klifað á þeim ósannindum að mjólkuriðnaðurinn sé eina sviðið í íslensku atvinnulífi þar sem séu frávik frá almennum reglum samkeppnislaga og eftir atvikum sérstakt eftirlit á móti.
og þróun bændasamfélagsins frá sjálfsþurftarbúskap yfir í markaðs búskap. Fyrsti vísir að mjólkur iðnaði í nútímaskilningi var stofnun hinna svokölluðu rjómabúa. Þróunin í lok nítjándu aldar leiddi til þess að bændur fóru að hugsa til þess hvernig þeir gætu komið afurðum sínum í betra verð. Þeir kynntu sér starfsemi mjólkurbúa í Danmörku og framleiðslu á smjöri og ostum, sem Danir seldu dýru verði til Englands. Þetta varð síðan til þess að hér á landi var
með lagasetningu sem varðaði framleiðslu og dreifingu mjólkur. Mjólkursamsalan í Reykjavík var stofnuð árið 1935 á grundvelli laganna og var henni ætlað í krafti stærðar að dreifa mjólk á hagkvæman hátt en jafnframt að auka gæði mjólkurvöru og bæta þjónustu við neytendur. Að Mjólkursamsölunni stóðu Mjólkurbú Flóamanna, stofnað 1929, og Mjólkursamlag Ölfusinga sem stofnað var ári seinna, auk annarra samlaga í nágrenni borgar
á tíunda áratuginn var mikið rætt um framtíðina innan mjólkur iðnaðarins, einkum í ljósi alþjóð legra viðskiptasamninga sem Íslendingar urðu aðilar að og næstu árin var markvisst unnið að því að auka hagkvæmni mjólkurfram leiðslunnar. Þróunin stefndi í færri og stærri kúabú og afkastameiri afurðastöðvar. Árið 1994 voru 14 mjólkurbú starfandi í landinu en mjólkurbændur voru tæplega 1400. Í lok árs 2003 voru afurðastöðv arnar níu en kúabændur tæplega 900. Heildarinnvigtun mjólkur
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
39
MS á Selfossi
hafði hins vegar aukist úr 102 í 108 milljónir lítra á sama tímabili.
Auðhumla er félag framleiðenda
„Með stofnun MS/Auðhumlu
svf. í lok árs 2006 varð til félag framleiðenda sem nær yfir mestallt landið. Það skiptist í staðbundnar félagsdeildir og kjósa fulltrúar þeirra stjórn og varastjórn félagsins. Á aðalfundi í
mars 2007 var ákveðið að breyta nafni félagsins og heitir það síðan Auðhumla svf, þ.e. samvinnufélag. Það er félagslegur vettvangur og tekur við mjólk frá félagsmönnum en um leið er félagið eigandi fyrirtækja sem annast alla vinnslu á mjólk og dreifingu á fullunnum mjólkurvörum,“ segir Ari Edwald.
Gríðarlegar framfarir frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar
Framleiðslugeta búsins í Flatey á Mýrum við Hornafjörð er allt að 2 milljónir lítra. Þar eru fjórir mjaltaþjónar. Vel fer um kýrnar eins og glögglega má sjá.
Svo gríðarlegar framfarir hafa orðið í mjólkuriðnaði Íslendinga síðan seinni heimstyrjöldinni lauk, að þeir sem muna þá tíma þekkja sig varla í fjósum nútímans. Nema það að kýrnar eru jafn yndislegar og fallegar og þær voru þá. Halldór Jónsson verkfræðingur var í fjósi í Borgarfirði í stríðslok. Hann sat undir kúnum með fötu milli fóta og handmjólkaði svo
freyddi í fötunni en á bænum var hálfur annar tugur mjólkandi kúa. Þegar lokið var við að mjólka hverja kú var farið fram í mjólkurhús og hellt úr fötunni á grisju sem var bundin yfir mjólkubrúsa og þannig var nytinni safnað saman. Brúsinn var settur í vatnsbað og geymdur þar til að mjólkubíllinn kom að sækja hann daginn eftir. Endalaus bardagi var við að hreinsa brúsana nógu vel því sífellt komu athugasemdir frá mjólkurbúinu um að ekki væri nóg hreinlæti viðhaft. Sem er skiljanlegt því aðstæðurnar voru svo erfiðar. „Þegar svo fyrsta mjaltavélin kom lagaðist ástandið verulega. Ég man enn hversu kýrnar voru ánægðar með mjaltavélina sem var í brúsa sem sló taktinn. Þær lögðu eyrun sín að brúsanum og hlustuðu hugfangnar á taktinn. Kýr eru músíkalskar með afbrigðum, það vita þeir sem þeim hafa
kynnst,“ segir Halldór. „Núna sjá tölvustýrðir mjaltaþjónar um þessi störf og mannshöndin kemur hvergi nærri. Hún sér um þrifin í flórnum og fóðrunina ásamt yfirstjórn og eftirliti. Kýrnar sjá víst að miklu leyti sjálfar um að mæta á mjaltabásinn. Nyt hefur aukist með eindæmum frá þessum tíma sem ég man eftir, líklega allt að þrefaldast þegar best lætur. Líklega er hvergi á byggðum bólum önnur eins tækni í kúabúskap og almennt á Íslandi. þar sem best lætur. Enda eru íslenskar mjólkurafurðir með þeim heilnæmustu í heimi. Hvergi er notað minna af sýklalyfjum og hvergi eru gripirnir eins hraustir og heilbrigðir og í íslenskum fjósum. Íslendingar eiga að vera stoltir af þvi hvert íslenskir bændur hafa náð að taka og þróa sinn mjólkuriðnað,“ segir Halldór Jónsson.
NJÓTTU ÆVINTÝRANNA Í BÍL FRÁ AVIS Avis býður upp á sveigjanlega og áreiðanlega þjónustu, sérsniðna fyrir þig — hvort sem er fyrir styttri eða lengri tíma. Leigustöðvar Avis eru um allt land og við hlökkum til að hjálpa þér að njóta ævintýranna í bíl frá okkur.
HÚSAVÍK
ÍSAFJÖRÐUR
AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
HÖFN REYKJAVÍK
VIÐ GERUM BETUR avis.is 591 4000
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
40
Gámatjöld
Einföld leið til að auka pláss • • • • • •
Sterkt tjald sem festist á gáma. Norsk uppskrift, þykkur dúkur og öflug grind. CE Vottun. Margra ára reynsla á Íslandi. Festist á 20“ eða 40 feta gáma. Breidd á milli gáma 8,10 eða 12 metra.
Verð dæmi:
12 metra breitt (á milli gáma) 12 metra langt (40 feta gám) 144 m2 innanmál. 4,5 m hæð í mæni. Fjarstýrð rafmagnshurð 4,5x4,5 Verð ca 1.550.000 m/vsk
Uppýsingar: gamatjold@gmail.com - Gámatjöld á FB
Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Það er kraftur í þér Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Ljósafossstöð útskýrir orkuna sem býr í öllum hlutum á skemmtilegan og fræðandi hátt. Opnunartíma og leiðarlýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir. Verið velkomin.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.landsvirkjun.is/heimsoknir.
Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Jóni Gunnarssyni samgönguog sveitarstjórnarráðherra frá því hann kom til starfa í ráðuneytinu í janúarmánuði sl. Eins og glögglega hefur komið í ljós undanfarið eru samgöngumálin landsmönnum að vonum afskaplega hugstæð, enda má segja að vegakerfið séu lífæðar samfélagsins. Hin metnaðarfulla samgöngu áætlun sem samþykkt var á Alþingi sl. haust gaf fólki víðsvegar um landið miklar vonir um tíma bærar úrbætur í samgöngum. Samgönguáætlunin var hins vegar vanfjármögnuð um heila tíu milljarða króna sem þýðir á mæltu máli að upphæðin sem veitt var til málaflokksins á fjárlögum var tíu þúsund milljónum króna of lág. Tíu milljarða gat blasti því við ráðherranum og til að setja þá fjárhæð í samhengi, þá er hún um milljarði króna hærri en allt það fé sem varið er á fjárlögum til framkvæmda í vegamálum á þessu ári. Það var því úr vöndu að ráða fyrir ráðherrann þegar hann kom að þessu borði, enda hefur engum dulist þau miklu vonbrigði sem fjölmargir urðu fyrir, þegar ljóst varð að ekki yrði farið í brýnar framkvæmdir í þeirra nærumhverfi á þessu ári. Vaxandi fjöldi ferðamanna hingað til lands hefur aukið álag á vegakerfið gríðarlega en meira en annar hvor ferðamaður sem kom hingað til lands í fyrra leigði sér bíl og ferðaðist um landið á eigin vegum. Það var m.a. með þetta stóraukna álag á þjóðvegakerfið sem skapast hefur vegna straums ferðamanna hingað til lands, sem ríkisstjórnin fól þeim Jóni Gunnarssyni samgönguog sveitarstjórnarráðherra og Benedikt Jóhannessyni fjármálaog efnahagsráðherra að koma með sameiginlega tillögu um viðbótarfjármagn til vegamála. Var tillaga ráðherranna um 1.200 milljóna fjárveitingu samþykkt á ríkisstjórnarfundi föstudaginn 25. mars sl. og verður þeim fjármunum varið til nokkurra brýnna verkefna víða um land.
Ráðist í nokkur brýn verkefni fyrir viðbótarfé - Samgöngumálin eru í for grunninum. Samgönguráðherra er spurður um það til hvaða verkefna þessu viðbótarverkefni verður varið? „Það var mér sannarlega mikið ánægjuefni að nást skyldi um það góð samstaða í ríkisstjórninni að veita auknu fé til vegamála, því þörfin á úrbótum í vegamálum er mjög brýn víða um land. Þessum 1.200 milljónum króna verður varið til verkefna sem mjög hefur verið kallað eftir. Við setjum 200 milljónir í að hefja framkvæmdir á hringveginum við Hornafjarðarfljót. Mér skilst að fyrst verði farið í grjótnám og gerð varnargarða, en það er mikilvægt að hefjast handa þarna í ár þar sem framkvæmdaleyfi rennur út í lok árs. Það er hins vegar eitthvað í að þetta verk klárist, en heildarkostnaður er áætlaður ríflega fjórir milljarðar króna. Við náum að hefja framkvæmdir í Berufjarðarbotni en til þess verkefnis fara 300 milljónir í ár og við það er miðað að verkinu verði lokið á næsta ári. Heildarkostnaður er áætlaður um milljarður króna, en reiknað er með því að allt verkið verði boðið út innan tíðar. Ég vonast til þess að hægt verði að skrifa undir samninga ekki síðar en í maí eða júní. Þá verða settar 200 milljónir í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit, en hluti þess verkefnis er vegalagning í gegnum Teigsskóg. Tillaga Vegagerðarinnar er reyndar enn í meðferð hjá Skipulagsstofnun en reikna má með að niðurstaða hennar liggi fyrir áður en marsmánuður er úti. Þessar 200 milljónir yrðu bara byrjunin, en heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 6 milljarðar króna. Ef allt gengur að óskum yrði farið í útboð fyrsta verkþáttar í sumar eða í haust, sköpuð aðstaða fyrir verktaka, gert skarð í gegnum Teigsskóg og keyrt fyllingarefni út í firðina. Varðandi frekari fjármögnun yrði litið til nýrrar samgönguáætlunar, en tillaga að
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
41
Þörf á úrbótum í vegamálum er mjög brýn víða um land henni verður lögð fyrir Alþingi í ársbyrjun 2018. Þá verður farið í Uxahryggjaveg, en 125 milljónum verður veitt í hann af þessari fjárveitingu. Vegurinn um Kjósarskarð fær 150 milljónir, en á báðum þessum leiðum er gert ráð fyrir að framhald verði á fjárveitinum á næsta ári og þá verði þeir áfangar sem hafist verður handa við í vor, kláraðir. Mikið hefur verið kallað eftir átaki við Dettifossveg, en áður hafði verið ákveðið að framkvæma þar fyrir 320 milljónir á þessu ári. Nú getum við bætt 200 milljónum króna við þá fjárhæð, þannig að framkvæmt verður fyrir meira en hálfan milljarð þar í ár. Ég á fastlega von á því að haldið verði myndarlega áfram þarna á næsta sumri. Loks verður gert átak í viðhaldi Snæfellsnesvegar á Skógarströnd og jafnframt er gert ráð fyrir því að nokkrum fjármunum verði veitt í þann vegarkafla á næsta ári þannig að unnt yrði að leggja bundið slitlag á einhverja kafla vegarins. Framtíðarplönin eru hins vegar þau að leggja allan veginn bundnu slitlagi, en það verður mjög dýr framkvæmd og er stærðargráðan þar í námunda við 6 milljarða króna. Ég get ekki greint nánar frá því enda er fullnaðarhönnun ekki lokið,“ sagði Jón Gunnarsson. Það má taka undir það með ráðherranum að ánægjulegt var að ríkisstjórnin skyldi samþykkja að veita meiri fjármunum til vegamála, enda ekki vanþörf á. Ráðherrann hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna þess að samgönguáætlunin var ekki full fjármögnuð á fjármögnuð. Það er auðvitað ósanngjarnt að kenna honum um það einum, enda var það Alþingi sem samþykkt bæði áætlunina og fjárlögin. Jón var spurður að því hvernig hann brygðist við þeirri hörðu gagnrýni sem á honum hefur dunið undanfarið vegna þessa.
Skilur vel vonbrigði fólks
„Það er alveg rétt hjá þér að mikill vandi blasti við mér þegar svona mikill munur var á samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti 12. október sl. og á fjárlögum sem samþykkt voru rétt fyrir jól – um 10 vikum síðar. Það var mikill metnaður lagður í samgönguáætlunina og það er auðvitað rétt að margir báru þá von í brjósti að loksins yrði farið í tímabærar vegabætur í þeirra heimasveit. Þess vegna skil ég mjög vel vonbrigðin sem margir hafa orðið fyrir þegar í ljós kom að ekkert yrði úr áformum um nýframkvæmdir sem þeim hafði verið gefin fyrirheit um á þessu ári. Þetta var ekki þægileg staða fyrir mig og er ekkert gamanmál að vera boðberi vondra tíðinda. Á þessu ári er veitt um 17,7 milljörðum króna á fjárlögum í
allskyns framkvæmdir í vegamálum víðsvegar um landið. Þessi tala hækkaði svo um daginn um 1.200 milljónir, eins og ég var búinn að fara yfir. Heildarfjárhæðin er því rétt tæpir 19 milljarðar króna. Stærsti einstaki liðurinn í þessu er viðhald þjóðvegakerfisins, en eins og flestum er kunnugt hefur vegakerfið látið stórlega á sjá undanfarin ár. Helgast það bæði af því að menn neyddust til að draga saman seglin í fjárveitingum í kjölfar bankahrunsins, en einnig af hinu – og því má heldur ekki gleyma – að ferðamönnum hefur fjölgað stórkostlega á Íslandi á undanförnum örfáum árum. Við upphaf þessa áratugar voru ferðamenn á Íslandi um hálf milljón talsins en á þessu ári er því spáð að hálf þriðja milljón ferðamanna sæki landið heim. Á árinu 2017 er spáð að fjöldi ferðamanna aukist um 30% frá fyrra ári sem þó var metár. Þetta kallar á stóraukið viðhald og nýframkvæmdir í samgöngukerfinu en alvarlegum slysum og banaslysum fer fjölgandi við þetta aukna álag. Á síðasta ári tók meira en annar hver ferðamaður bílaleigubíl og öll þessi mikla umferð hélt rakleiðis út á þjóðvegina okkar með tilheyrandi álagi á vegakerfið – og sliti þar með talið. Á síðasta ári er talið að um 22.000 bílaleigubílar hafi verið á vegunum þegar mest var og að akstur bílaleigubifreiða á vegakerfinu sl. ár hafi numið um 540 milljónum km. Sliti á vegum má reyndar helst kenna um flutningabílum og fólksflutningabílum ekki síst, en mikil aukning hefur urðið í nýskráningum á rútum undanfarin misseri. Hver rúta skapar sambærilegt álag á vegi og umferð tíu þúsund smábíla.“
Háar fjárhæðir eyrnamerktar jarðgöngum
„Annar fjármagnsfrekur áhrifa þáttur og áhrifavaldur í okkar bókhaldi eru jarðgöng. Nú eru þrenn jarðgöng í gangi, Norðfjarðargöng, jarðgöng við Bakka á Húsavík og loks eru Dýrafjarðargöng að fara af stað á vordögum, en samningar við verktakann verða undirritaðir í næsta mánuði ef að líkum lætur. Samtals fara nær 4,5 milljarðar króna í gangnagerðina á þessu ári og þótt bæði Norðfjarðargöngin og Bakkagöngin muni klárast nú í ár, þá mun hærri fjárhæð en þau taka til sín á þessu ári fara í Dýrafjarðargöng árlega næstu árin. Í Dýrafjarðargöng verður varið 1,5 milljarði í ár og 3,5 milljörðum árlega næstu þrjú árin. Það er því alveg ljóst að með hverri nýrri ákvörðun um jarðgöng er búið að eyrnamerkja háar fjárhæðir til slíkra verkefna langt inn í framtíðina, því gangagerð verður ekki áfangaskipt með góðu móti og semja verður við einn verktaka um
allt verkið, ef þolanleg hagkvæmni á að nást,“ segir Jón.
Meira en 50 milljörð um bætt við í ár
„Í framhaldi af þessu verður líka að halda því til haga að það var gefið heilmikið í fjárveitingar við gerð síðustu fjárlaga. Miðað við fjárlög ársins 2016 þá var viðbótin í ár meira en 50 milljarðar króna. Það er í raun einstakt að svona mikil aukning verði á milli ára, en stærstur hluti þessar fjárhæðar fór í málefni aldraðra – sem vissulega var tímabært – en einnig í ýmis heilbrigðis- og velferðarmál sem ég ætla síst að gera lítið úr. Svo því sé haldið til haga þá fengu samgöngumálin, ekki bara vegagerð heldur líka hafnarmál, flugmál og fjarskipti, 4,6 milljarða króna aukningu við lokaafgreiðslu síðustu fjárlaga. Ég nefni þetta til þess að vekja athygli á tvennu: Í fyrsta lagi því, að engar líkur eru á annarri eins innspýtingu í fjárlög næsta árs og næstu ára eins og varð á síðustu fjárlögum. Í öðru lagi eru engar líkur á að samgöngumálin fái bróðurpartinn af þeirri aukningu sem hugsanlega kann að verða á næsta ári og árum. Við munum því enn um sinn þurfa að forgangsraða í samgöngumálum og það er alveg klárt að mörgum mun þykja erfitt að sætta sig við stöðuna eins og hún mun blasa við þá. Og er ég þar ekki undanskilinn. Þannig að ég verð því miður að segja að ég er ekkert allt of bjartsýnn á að þær fjárveitingar sem við getum búist við á næstu árum verði eitthvað hærri en þær sem við nú þurfum að spila úr.“
Möguleikar samfjármögnunar stórframkvæmda kannaðir - Hvaða möguleika sérð þú í þessari stöðu? „Þegar svona er komið, að verkefnin framundan eru bæði mörg og brýn, þá er það skylda ráðherra að skoða hvort aðrir kostir í fjármögnun séu mögulegir, því verkefnin eru sannarlega ekki að fara frá okkur og kröfur um úrbætur í vegamálum verða æ háværari. Það var með þetta í huga að skipaði ég nýlega starfshóp undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar fyrrverandi stjórnarformanns verkfræðistofunnar Mannvits, en starfshópurinn hefur það verkefni að skoða möguleika þess hvort unnt sé að ráðast í nokkur afskaplega brýn verkefni í samgöngumálum á grundvelli samfjármögnunar, þ.e. án þess að þau yrðu fjármögnuð á fjárlögum. Þessi verkefni snúa öll að stórbættum samgöngum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hér erum við að tala um tvöföldun vegarins frá flugstöðinni í Keflavík og í gegnum Hafnarfjörð með þeim mislægu gatnamótum sem
þarf á þeirri leið, þ.á.m. við Kaplakrika. Í öðru lagi tvöföldun Suðurlandsvegar frá Reykjavík og austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá. Í þriðja lagi mun hópurinn skoða möguleika á lagningu Sundabrautar og tvöföldun vegarins upp í Borgarnes, en innifalið í því yrðu ný Hvalfjarðargöng. Þegar ég nefni tvöföldun, þá undanskil ég ekki að á einhverjum vegarköflum komi 2+1 vegur til greina, en það er m.a. verkefni starfshópsins að gera tillögur um slíkt. Þetta eru verkefni sem kosta munu gríðarlega háar fjárhæðir og augljóst að við munum ekki geta ráðist í þau með það takmarkaða vegafé af fjárlögum sem við munum hafa yfir að ráða á næstu árum. Þess vegna er það einnig verkefni starfshópsins að kanna möguleika á samfjármögnun þessarar framkvæmdar, þannig að fjársterkir aðilar kæmu að þessu – eins og lífeyrissjóðir eða einkafjárfestar t.d. – en þeir aðilar fengju síðan endurgreitt með veggjöldum sem innheimt yrðu af þeim sem leið eiga um. Við þekkjum það fyrirkomulag vel, eins og t.d. úr Hvalfjarðargöngunum sem verða uppgreidd á næsta ári. Þar hefur veggjöldum verið stillt í hóf. Þeir sem nota göngin mikið greiða þannig mun lægri fjárhæð heldur en þeir sem sjaldan eiga þar leið um. Við megum heldur ekki gleyma því að einn stór áhrifavaldur fyrir auknu álagi á samgöngukerfið er hinn mikli straumur ferðamanna hingað til lands. Á síðasta ári tók meira en annar hvor ferðamaður bílaleigubíl, eins og ég minntist á. Þessir ferðamenn þekkja það vel frá sínum heimalöndum að greiða veggjöld. Ég sé innheimtu veggjalda þannig fyrir mér að – líkt og í Hvalfjarðargöngum – þá greiði stórnotendur, eins og Íslendingar væntanlega yrðu, mun lægra gjald en fáskiptisnotendur. Í Hvalfjarðargöngum greiða þeir sem kaupa sér veglykil með 100 ferðum um 280 krónur fyrir hverja ferð, á meðan þeir sem sjaldan fara um göngin greiða 1000 krónur. Sú fjárhæð hefur reyndar verið óbreytt frá upphafi gjaldtökunnar um göngin, ef ég man rétt. Með slíku móti myndum við fá verulegt fjárframlag frá erlendum ferðamönnum sem þannig myndu taka hraustlega á árarnar með okkur við uppbyggingu samgöngukerfisins hér á landi.“
Veggjöld rynnu sjálfkrafa til verkefnanna - Nú hafa ýmsir orðið til þess að mótmæla hugmyndum um veggjöld, þ.á.m. ýmis sveitarfélög og einnig FÍB. Hvernig bregst þú við þeirri gagnrýni? „Ég verð að játa það að mér finnst að ýmsir hafi farið nokkuð bratt í gagnrýni sinni á þessar
hugmyndir. Þetta eru jú aðeins hugmyndir enn sem komið er, en engar tillögur hafa komið fram um þetta ennþá. Mér finnst líka að menn séu að gefa sér forsendur fyrirfram, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvernig útfærslan gæti orðið. Við munum ekki sjá neinar hugmyndir um það fyrr en tillögur starfshópsins liggja fyrir nú á vormánuðum eða í byrjun sumars. Þá fyrst verður hægt að mynda sér skoðun á málinu sem byggð er á einhverjum forsendum. En vegarnesti mitt til starfshópsins varðandi þennan þátt málsins var sá, að þeir fjármunir sem innheimtir yrðu með veggjöldum myndu renna beint til að greiða inn á fjármögnun verkefnanna. Það væri þannig algerlega klárt að fjármunirnir sem innheimtir yrðu, myndu renna sjálfkrafa til verkefnisins og einskis annars. Ég vek hins vegar athygli á því að hvarvetna þar sem ég kem og ræði þessar hugmyndir við fólk, þá er þeim almennt vel tekið. Það verður að líta á heildarmyndina í þessum efnum, ekki einblína á gjaldtökuþáttinn. Það hlýtur að skipta máli fyrir fólk að komast greiðlega leiðar sinnar á þessu umferðarþyngsta svæði landsins. Það hlýtur einnig að skipta máli að stytta leiðir, eins og t.d. lagning Sundabrautar mun hafa í för með sér, því þannig sparast bæði tími og eldsneyti. Jafnframt mun útblástur gróðurhúsalofttegunda minnka og sótmengun. Síðast en ekki síst þá myndum við stórauka umferðaröryggið, en hvert mannslíf sem við missum í umferðinni er mannslífi of mikið. Það er líka hægt að sýna fram á það tölulega að kostnaður samfélagsins við slasaða og látna í umferðinni er óheyrilegur, þannig að heilbrigðiskerfið mun líka hagnast á fækkun slysa í umferðinni.“
Tækifæri til að ráðast fyrr en ella í brýn verkefni
„Ef þannig fer að tillögur starfshópsins verða ásættanlegar og ef pólitísk samstaða næst um samfjármögnun þessara verkefna, þá mun þetta skapa okkur gríðarleg tækifæri til að ráðast fyrr en ella í mörg brýn samgönguverkefni víðsvegar um landið. Það yrðu ruðningsáhrifin af þessu stórverkefni. Eðlilega er kallað mjög eftir brýnum samgöngubótum víða um land, eins og samgönguáætlun var búin að gefa vonir um að ráðist yrði í fljótt og vel. Með því að taka stórverkefnin í nágrenni Reykjavíkur út fyrir sviga og fjármagna þau utan fjárlaga, þá mun skapast rúm til að sinna öðrum verkefnum sem hafa allt of lengi setið á hakanum,“ segir Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
42
Ástand vega víða ófullnægjandi
óska landsmönnum öllum gleðilegra páska.
Á fund sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps barst fyrir skömmu beiðni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Ísakotsnáma, erindi frá svæðisstjóra Suðursvæðis Vegagerðarinnar, og var það samþykkt. Einnig barst erindi frá Vegagerðinni vegna efnistöku úr Skáldabúðagryfju. Sveitarstjórn lagði þunga áherslu á að það efni sem tekið verður úr gryfjunni verði nýtt til endurbóta á vegum í sveitarfélaginu. Öllum megi vera ljóst að ástand vega víða í sveitarfélaginu er með óviðunandi hætti. Ennfremur leggur sveitarstjórn áherslu á að
aðflutningsleiðir að gryfjunni verði lagfærðar með fullnægjandi hætti til að bera tilheyrandi umferð. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu leyfisins þar til Vegagerðin hefur lagt fram skýra áætlun um hvernig viðhaldi og endurbótum vega verði háttað í sveitarfélaginu á næstu misserum.
Búrfellslundur
Sveitarstjórn hefur fjallað um álit Skipulagsstofnun á mati umhverfisáhrifa Búrfellslundar. Lögð var fram skýrslan ,,Búrfellslundur álit um mat á umhverfisáhrifum,“ undirrituð af
Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur og Hólmfríði Bjarnadóttur. Í skýrslunni kemur fram að Skipulagsstofnun telur vera tilefni til að endurskoða áform um uppbyggingu 200 MW vindorkuvers við Búrfell. Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henti betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi. Að mati stofnunarinnar er þörf á ítarlegra mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn lýsti yfir ánægju með gerð skýrslunnar.
Styrkur brenni steins vetnis í andrúms loftinu Bjarni Már Júlíusson hefur verið framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) frá haustinu 2016 en hann hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur 2012. ON hefur náð góðum árangri síðustu ár með nýrri aðferð til að draga úr styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti af völdum jarðgufuvirkjana. Starf semi lofthreinsistöðvar gengur út á það að þær jarðhitalofttegundir sem fóru áður út í andrúmsloftið eru aðskildar frá gufunni og dælt aftur niður í jarðhitageyminn þaðan sem þær komu.
Set ehf röraverksmiðja Viðtæk þekking, reynsla og geta fyrirtækisins setur það í flokk á meðal helstu röraframleiðenda evrópu. Forn menningarríki hófu gerð vatnsrenna og
Set stundar víðtæka vöruþróun og nýsköpun,
lagnastokka fyrir mörgum árþúsundum. Síðar
hönnun og smíði á framleiðslutækjum og
voru þróaðar vatnsbrýr og málmpípur til að
sérsmíðar ýmsar tæknilegar ausnir á sviði
veita vatni til ræktunar, þvotta og drykkjar.
lagna. Hjá fyrirtækinu starfar góður hópur
Sími +354 480 2700 Fax +354 482 2099
Egyptar, Grikkir og Rómverjar áttu mikla
starfsfólks með fjölbreytta þekkingu og
verkmenningu á þessu sviði, en vatnsbrýr
sameiginlega reynslu við úrlausn flókinna
www.set.is set@set.is
Rómverja eru enn í dag taldar meðal helstu
viðfangsefna. Starfsemi Set í Þýskalandi
verkfræðiafreka mannkyns. Rörið kom ekki til
hefur breytt fyrirtækinu og skapað alþjóðlegri
íslands fyrr en löngu seinna því landið fór á
ímynd um leið og fjölbreyttari verkefni
mis við iðnbyltinguna og sama má segja um
hafa komið til. Set starfar undir skipulagi
hjólið sem varla var komið til íslands þegar
gæðastjórnunar skv. ISO 9001 staðli.
Set ehf. Röraverksmiðja Eyravegur 41 800 Selfoss
fyrstu bílarnir komu.
Set starfar á sviði orku og umhverfislausna. Set ehf • Röraverksmiðja
„Þessi nýja aðferð hefur verið í þróun allt frá árinu 2007 og í notkun síðustu þrjú ár og reynst vel. Við erum að dæla niður um 60% af öllu brennisteinsvetni sem kemur upp með gufunni. Við tvöfölduðum lofthreinsunina í sumar. Af sjö vélum virkjunarinnar erum við að dæla niður brennisteinsvetni frá fimm. Hinar tvær eru í nýjasta stöðvarhúsinu sem er aðeins fjær eldra húsinu og þær eru ekki tengdar þessu kerfi,“ segir Bjarni Már Júlíusson. Verkefnisáætlunin miðaði við að hreinsa um tvo þriðju brenni steinsvetnisins og athuga hvort það væri nægjanlegt til að vera innan marka starfsleyfis, sem kveður á um að meðaltalsstyrkur á sólahring fari ekki oftar en þrisvar á ári yfir 50 µg/m3. „Það kom okkur á óvart að við þær sérstöku veðuraðstæður sem urðu í byrjun mars, að styrkurinn fór tvisvar yfir sólahringsmörkin. Nú vitum við að þetta getur gerst við þessar sérstöku veðurfarsaðstæður og ætlum því að tengja síðustu tvær vélarnar við lofthreinsistöðina og auka þannig afköstin. Þetta mun gerast fyrir næsta vetur ef þarf,“ segir Bjarni. Þetta er auðvitað viðbótarkostnaður sem þarf einnig að greiða þó kostnaður sé ekki gefinn upp.
Draumurrútivistains manns
FJALLABYGGÐ
FJÖLBREYTT MENNINGARLÍF og upplífgandi andrúmsloft í stórbrotinni náttúrufegurð í faðmi hárra fjalla
fjallabyggd.is
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
Frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði
Hákon Hansson og Karl Skírnisson með bókina.
Nýverið kom út bók sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir efnisríkt innihald, einstæðar ljós myndir og vandaðan frágang og hefur hún fengið góðar viðtökur.
Bókin er litprentuð og bundin inn í harða kápu þar sem vatnlitamynd eftir Höskuld Björnsson listmálara prýðir bókarkápu. Bjarni Harðar son í Bókakaffinu á Selfossi
Borgir um 1940.
telur bókina meðal þeirra fimm áhugaverðustu sem komu út fyrir síðustu jól. „Merk lesning og þörf því hugsjón Hákonar um fegurð og hamingju í hinu smáa á alltaf erindi, sérstaklega við Íslendinga,“ segir Bjarni Harðarson. Lesandi sem á ættir sínar í Rangárvalla sýslu ritaði eftir að hafa lesið bókina: „Merkileg saga um baráttu við náttúruöfl og tíðaranda. Ég er heillaður af þessari látlausu frásögn og góðvild í garð manna og málleysingja. Þvílík þrautseigja þvílíkt ævistarf.“ Bókin var nýverið tilnefnd til menningarverðlauna Hornafjarðar. Það eru afkomendur Hákonar Finnssonar (1874-1946) sem oftast var kenndur við Borgir í Hornafirði sem gefa bókina út. Bókin ber titilinn Hákon Finnsson – frá Brekkum á Rangárvöllum
að Borgum í Hornafirði. Eins og titillinn gefur til kynna ólst Hákon upp á Rangárvöllum. Þegar hann var á öðru ári eyddi sandfok jörð foreldranna, fjölskyldan sundraðist og börnin fimm sem þá lifðu ólust upp á sveit þar til þau urðu matvinnungar. Fimm systkini þeirra dóu í frumbernsku. Hákon braust út úr þessum erfiðu aðstæðum, vinnu samur, samviskusamur, greindur og einbeittur með ákveðna fram tíðarsýn. Fljótt kom í ljós að allt lék í höndunum á honum og hann átti auðvelt með nám og var auk þess bráðmúsíkalskur. Hann útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Möðruvallaskólanum, gerðist barna- og ungmennakennari, og síðar skólastjóri á Héraði og Seyðisfirði, varð organisti og kórstjóri en lét engu að síður æskudraum sinn rætast um að verða bóndi, fyrst sem leiguliði í Skriðdal en síðar á Borgum í Hornafirði. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um uppvöxt Hákonar á Rangárvöllum þar sem hann þvældist milli bæja eins og niðursetningar gerðu á þeim tíma. Sú lýsing lætur engan ósnortinn. Svo taka við frásagnir af ungdómsárunum þar sem glöggt kemur fram hversu hart hann lagði að sér til að láta drauma sína og
44 þrár rætast. Hákon ætlaði sér alltaf að rita ævisögu sína. Strax um þrítugt hafði hann lokið við að rita kaflann sem hér kemur fyrir sjónir lesenda. Hákoni entist þó ekki kraftur til að ljúka við ævisöguna því hann lamaðist eftir að hafa fengið heilablóðfall og varð óvinnufær. Miðhluti bókar innar er endurprentun á „Sögu smábýlis 1920-1940,“ bók sem Búnaðarfélag Íslands gaf út og lýsir uppbyggingunni í Borgum en þangað fluttist Hákon með Ingiríði Guðmundsdóttur konu sinni og þremur börnum árið 1920.
Hákon Finnsson Hann útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Möðruvallaskólanum, gerðist barna- og ungmennakennari, og síðar skólastjóri á Héraði og Seyðisfirði, varð organisti og kórstjóri en lét engu að síður æskudraum sinn rætast um að verða bóndi. Þriðji hluti bókarinnar er ritaður af öðrum en Hákoni, m.a. Höskuldi Björnssyni listmálara frá Dilksnesi sem gerði fjölda vatnslitamynda og teikninga sem prýða bókina. Einnig Þorleifi Jónssyni, alþingis manni í Hólum sem lýsir ævistarfi Hákonar. Og einn kaflann ritar annar mikill vinur Hákonar, Ragnar Ásgeirsson. Marga aðra kafla er að finna í þriðja hluta bókarinnar, meðal annars upplýsingar um ætt Hákonar og nánustu skyldmenni. Bókin fæst eingöngu hjá útgefendunum (afastrákum Hákonar Finnssonar), þeim Hákoni Hanssyni (hih@eldhorn.is s. 862 4348, Ásvegi 31, 760 Breiðdalsvík) og Karli Skírnissyni (karlsk@hi.is s. 848 1199, Víðihvammi 3, 200 Kópavogi). Kostar hún kr. 5000 (póstburðargjald innifalið) og er bókin send hvert á land sem er ásamt greiðsluupplýsingum.
Hákon Finnsson og kona hans, Ingiríður Guðmundsdóttir.
Austri brugghús markaðssetur Beljanda Austri brugghús á Egilsstöðum er um þessar mundir að markaðssetja bjór sem heitir því skemmtilega nafni Beljandi. Sérstaða smábrugghúsa liggur fyrst og fremst
í sértækum stílum bjórgerðarinnar, hinum vinsælu IPA-bjórum og sterkari og bragðmeiri tegundum. Austri Brugghús er staðsett við Fagradalsbraut á Egilsstöðum
Óskum íbúum Fljótsdalshéraðs til hamingju með að tilheyra heilsueflandi samfélagi, en samningur um verkefnið var undirritaður af embætti landlæknis og sveitarfélaginu í mars 2017. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
Vinsældir bjórs hafa stöðugt aukið allt síðan bjór var leyfður hérlendis 1. mars 1989 eftir 74 ára bann.
og hefur hópur manna lagt fram hlutafé til að láta þetta skemmtilega verkefni verða að veruleika. Það er sífellt meiri eftirspurn eftir gæðabjórum af ýmsum tegundum og gera bruggararnir á Egilsstöðum ráð fyrir að setja á markað rauðöl og fleiri bjóra og skapa þar með framleiðslu Austra brugghúss umtalsverða sérstöðu. Alltaf er nokkur eftirspurn eftir staðbundnum bjórtegundum hjá ferðafólki, bæði innlendu og erlendu, og í ljósi spár um mikinn ferðamannastraum um Austurland á komandi sumri má gera ráð fyrir að markaðshorfur séu mjög góðar en gert er ráð fyrir að framleiða um 25 þúsund lítra á þessu ári. Svo vilja Austfirðingar vafalaust kaupa fyrst og fremst ,,sinn bjór.“
VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR! VHE er eitt best útbúna vélaverkstæði landsins með sérfræðinga í framleiðslu á vélum og búnaði, jafnt á rafmagnssviði, stál og vélsmíði. Auk þessa sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun búnaðar, CE vottun og kvörðunar á ýmsum mælibúnaði og margt fleira. Hafðu samband við okkur – við tökum vel á móti þér
HUGVIT Í VERKI V H E • M e l a b r a u t 2 7 • 2 2 0 H a f n a r f j ö r ð u r • S í m i 5 7 5 9 7 0 0 • F a x 5 7 5 9 7 0 1 • w w w. v h e . i s • v h e @ v h e . i s
Frumkvöðull í hagnýtingu á vindorku á Íslandi.
FAGPORT Traustur byggingaverktaki í áratugi Guðmundur Hjaltason, byggingameistari Sími 893 0003
Biokraft ehf | Bárugötu 4 | 101 Reykjavík.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
47
Opið hús í Menningarheimilinu 29. apríl nk. Guðmundur Daníelsson verk efnisstjóri segir að fyrir dyrum standi opið hús Rangárljóss með þjónustuveitum laugardaginn 29. apríl kl. 10.00 í Menningarheimilinu á Hellu. Á opnu húsi munu þjónustuveiturnar selja internet-, sjónvarps,- og símaþjónustu um kerfið og þeim gefinn kostur á að kynna sínar vörur fyrir íbúum sveitarfélagsins. „Þetta er kærkomið tækifæri til þess að bera saman það sem í boði
er, hitta fulltrúa fjarskiptafélaga og spá í hlutina. Nú þegar allar heimtaugar eru að verða klárar er gott að fá innsýn í það sem boðið er upp á og átta sig á fjölbreytileika fjarskiptaheimsins. og við hlökkum til að sjá sem flesta í Menningarheimilinu,“ segir Guðmundur Daníelsson. Þess má geta að sérstökum upplýsingavef – www.rangarljos. net - er haldið úti fyrir verkefnið þannig að þátttakendur sem og aðrir áhugasamir geti fylgst með málum jafnóðum.
„Ritað með ráðherra.“ Rangárljós hafa fengið samtals 135 milljónir króna í styrk frá Ísland ljóstengt til verksins. F.v.; Haraldur Benediktsson stjórnarformaður fjarskiptasjóðs, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórarráðherra og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.
Að tengja heila sveit
Starfsmaður TRS „blæs í rör“ við Árbæjarveg.
„Það er hreint með ólíkindum hvað þetta verkefni okkar hefur gengið vel – en veðráttan í vetur hefur auðvitað staðið með okkur auk þess sem verkið hefur notið mikils velvilja heimamanna og leiðin því verið greið,“ segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og framkvæmdastjóri Rangárljóss, félags í eigu Rangárþings ytra sem hefur þann eina tilgang að eiga og reka ljósleiðaranet í dreifbýli sveitarfélagsins. „Vertakinn okkar er núna að hefja vinnu við áfangana í síðasta fjórðungi verkefnisins en fyrstu 5 áföngum er alveg lokið og verið að vinna á mismunandi stigum í áföngum 6-9 en verkinu er skipt í 12 áfanga“. Um er að ræða stærsta verkefni af þessu tagi í dreifbýli á Íslandi til þessa og verið er að leggja ljósleiðara á öll heimili og fyrirtæki í Rangárþingi ytra frá Heklubæjum niður til Þykkvabæjar,
Hálfnað er verk þá hafið er – að Hólum við Heklurætur í upphafi verks. F.v.; Sævar Eríksson eftirlitsmaður Rangárljóss, Guðjón Jóhannsson og Ólafur Einarsson frá verktakafyrirtækinu Þjótanda ehf., Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitarstjórnarmaður og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.
- ljósleiðaravæðingu Rangárþings ytra lýkur í vor austur um Rangárvelli og suður á Bakkabæi. Undirbúningur verksins hófst árið 2014. Samtals eru þetta 3-400 km en sveitarfélagið er mjög víðfemt, alls 3.177 ferkílómetrar að stærð. Það eru rúmlega 300 heimili og fyrirtæki sem tengjast og verulegur fjöldi sumarbústaða einnig en gríðarlegur áhugi hefur verið fyrir verkefninu og þátttakan almenn eftir því. Verktaki hjá Rangárljósi er Þjótandi ehf. sem átti lægsta tilboð í verkið en fyrirtækið er einmitt staðsett við Hellu og hefur mikla reynslu af samskonar verkefnum auk þess sem starfsmenn Þjótanda gjörþekkja Rangárþing og vita því að hverju þeir ganga við verkið. Undirverktaki við blástur ljósleiðarans er TRS á Selfossi sem sömuleiðis hafa mikla og góða reynsla af verkefnum sem þessum. Kostnaðaráætlun verkefnisins er
378 milljónir króna auk vasks og er það fjármagnað með 135 milljón króna styrk frá Ísland ljóstengt, tengigjöldum frá notendum að upphæð 250 þúsund krónur með vaski framlagi sveitarfélagsins. Sumarhúsaeigendur þurfa þó að greiða raunkostnað við lagningu til sín því ekki er heimilt að nýta ríkisframlagið í þann hluta. Þetta er því mjög stórt verkefni á alla kanta en ávinningurinn er líka stór. Verkefnisstjóri hjá Rangárljósi er Guðmundur Daníelsson en hann er einnig hönnuður kerfisins frá grunni og eftirlitsmaður Rangárljóss með daglegum framkvæmdum er Sævar Eiríksson. Þess má geta að Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps hefur víða notað tækifærið og dregið samhliða niður vatnslagnir til að nýta fjárfestinguna eins vel og hægt er.
Vélaleiga og efnisflutningar Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra páska.
Riddaragarði | Sími 895 6962
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
48
Langanesbyggð með jákvæða rekstrarafkomu Rekstrarafkoma A-hluta sveitar sjóðs Langanesbyggðar er jákvæð um 27,6 milljónir króna árið 2016 sem er 29,1 milljónum króna betri afkoma en 2015, sem er einnig töluvert betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Tekjur aðalsjóðs eru 2,9% hærri en rekstragjöld 0,6% lægri samanborðið við 2015. Afkoma samstæðu, A og B-hluta, er jákvæð um rúmar 35 milljónir króna sem er 11,9 milljónum króna betri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir og 26,7 milljónum króna betri afkoma en var 2015. Á fundi sveitarstjórnar 23. febrúar sl., benti sveitarstjóri á að lækkun rekstrakostnaðar aðalsjóðs væri áhugaverð með hliðsjón að launakostnaður aðalsjóðs hefði hækkað um 3,2% milli ára. Elías Pétursson, sveitarstjóri sagði að þessi góði árangur hefði ekki náðst nema fyrir samstillt átak og góða vinnu allra starfsmanna
sveitarfélagsins sem hver og einn hefði lagt mikið af mörkum til þess að þessi árangur næðist.
Verslun efld í heimabyggð
Kjörbúðin opnaði á Þórshöfn fyrr á árinu en það er ný verslunarkeðja sem tekur við af Samkaup Strax búðunum víða um land. Stefnan er að bjóða verð sem væri í það minnsta samkeppnishæft við lágvöruverðsverslanir en þessar breytingar eru gerðar eftir víðtæka könnun hjá viðskiptavinum Samkaup Strax um allt land. Þá er einnig lengdur opnunartími sem er mikil þjónustu aukning. Það er gömul saga og ný að fólk geri stórinnkaup í lágvöruverðsverslunum í stærri byggðarlögum þegar leiðin liggur þangað en með þessum breytingum og lægra vöruverði styanda vonir til að verslun eflist í heimabyggð.
Frá Þórshöfn, byggðakjarna Langanesbyggðar.
Þátttakendur á svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland 2017.
Anya Hrund Shaddock handhafi Nótunnar 2017 Anya Hrund Shaddock úr Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar er handhafi Nótunnar í ár en hún lék Clair de lune eftir Claude Debussy, undur fallega á píanó á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu í byrjun mánaðarins. Fyrir skömmu sigraði Anya Hrund í söngkeppni Samfés. Tveir ungir drengir úr Tónskóla Neskaupstaðar, þeir Jakob Kristjánsson og Patrekur Aron Grétarsson heilluðu áhorfendur með flutningi sínum. Þeir eru báðir fæddir árið 2006 og léku
saman fjórhent á píanó, lagið The Entertainer eftir Scott Joplin. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla og er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlistarsafn Íslands. Á síðasta ári bættist Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í hópinn. Markmið Nótunnar er víðtækt, allt frá því að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar og að efla listir, menningu og menntun í
samfélaginu. Skipulag hátíðarinnar byggist á því að þátttakendur séu frá landinu öllu, á öllu aldursbili og efnisskráin endurspegli öll stig tónlistarnáms. Hátíðin skiptist í þrjú stig. Fyrst eru atriði valin í tónlistarskólunum, t.d. af kennurum eða með forkeppni. Næsta stig eru svæðiskeppnir, t.d. er svæðiskeppni fyrir Norður- og Austurland. Í henni eru síðan valdir fulltrúar í lokastigið sem eru lokatónleikarnir í Hörpu.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2017 Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent fyrir skömmu við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Fjórir stjórnendur voru verðlaunaðir. Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi Róró í flokki frumkvöðla, Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mann auðssviðs Íslandsbanka í flokki
millistjórnenda, Þóra Björk Þóris dóttir, forstjóri Nordic Visitor í flokki yfirstjórnenda og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Ice- pharma hf. sem hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til stjórnunar. Ásta Bjarnadóttir,
formaður dómnefndar og fram kvæmdas tjóri manna uðss viðs Landspítala kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Fv.; Eyrún Eggertsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, Hafsteinn Bragason, Þóra Björk Þórisdóttir, Hafsteinn Bragason og Ásta Bjarnadóttir.
Um miðjan marsmánuð leit byggingin svona út.
Eldfjalla- og jarðskjálfta miðstöð opnar á Hvols velli í sumarbyrjun Lava – eldfjalla- og jarðskjálfta miðstöð Íslands, sem verður opnuð á Hvolsvelli þann 1. júní nk. Miðstöðin lenti nýverið í 2. sæti á lista ferðabókaútgefandans ,,Lonely Planet“ yfir áhugaverð ustu opnanir fyrir ferðamenn í heiminum á þessu ári. Sýningin er fyrst og fremst hugsuð sem alhliða upplifunar-og fræðslusýning um jarðfræði Íslands, eldgos, eldfjöll og jarðskjálfta. Sjónum verður ekki síst beint að því hvernig Ísland var til. Þessi fjárfesting á Hvolsvelli er innspýting í atvinnulíf Suðurlands en samtals verður byggingin 2.200 fermetrar að stærð og áætlað er að þar skapist allt að 30 störf. Í jarðskjálftamiðstöðinni verður meðal annars 40 metra gangur sem
segir sögu eldgosa á Íslandi frá 1900 til dagsins í dag, rými sem sýnir jarðplötuhreyfingar síðustu tíu milljónir ára og gangur sem hermir eftir jarðskjálftanötri. Þrívíddar kvikmyndasalur verður í setrinu og þar verður hægt að upplifa eldgos. Í 360 gráðu salnum upplifa ferðamenn norðurljósin en tilkomumest verður líkan af möttulstróknum. Rýmið um strókinn verður 12 metrar á hæð, gestir standa á svölum, finna hitann frá stróknum og með aðstoð speglatækni horfa þeir nokkur hundruð kílómetra ofan í jörðina. Þannig sjá gestir hvernig landið mótaðist í upphafi. Í Lava verður einnig 250 gesta veitingastaður og verslun Rammagerðarinnar.
171701 •
SÍA •
PIPAR\TBWA
Nilfisk fyrir sjávarútveginn Hjá Olís færðu Nilfisk háþrýstidælur, atvinnuryksugur og ýmis tæki til iðnaðarnota, þar á meðal gólfþvottavélar og há-/lágþrýstilausnir fyrir matvælaiðnað. Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt.
Fyrirtækjasvið Olís: Sími 515 1100 • pontun@olis.is • olis.is
Samferða síðan 1927
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
50
Edrúlífið er fyrir alla Ungmennafélagið Neisti hefur um árabil staðið fyrir forvarnarstarfi í formi fyrirlestra og fræðslu á Hammondhátíðinni á Djúpavogi undir merkinu „Edrúlíf fyrir alla.“ Sl. sumar var fyrirlestraröðin haldin í fjórða sinn en Alcoa Fjarðaál hefur verið einn helsti styrktaraðili hennar. Pálmi Fannar Smárason, sjómaður á Djúpavogi er aðalhvatamaður edrúlífsins. „Það er algerlega Alcoa að þakka að við getum gert þetta á hverju ári. Við sjáum árlega aukningu í mætingu
og síðast voru um 85 manns. Það eru unglingar, foreldrar, AA fólk og aðstandendur. Og svo bara fólk sem hefur áhuga á því að lifa lífinu án áfengi,“ segir Pálmi Fannar. Að sögn Pálma Fannars hefur samkoman leitt í ljós fyrir mörgum að líf án áfengis sé alveg jafn skemmtilegt en bara meira töff. „Það er fólk frá Hornafirði og alla leiðina á Vopnafjörð sem hafa komið til okkar og margir ár eftir ár enda auglýsingum við Edrúlífið víða.“
Grenjaðarstaður.
Grenjaðarstaður eitt merk asta byggðasafn landsins Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal í SuðurÞingeyjarsýslu. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pósthús. Grenjaðarstaður þótti á sinni tíð mestur og reisulegastur allra bæja
í héraðinu, enda um 775 m2 að stærð, einn stærsti torfbær landsins. Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til 1949. Árið 1958 var hann opnaður sem byggðasafn með á annað þúsund gripa sem fólk hafði gefið í safnið. Það er einstök upplifun að ganga
um bæinn og ímynda sér hvernig fólk lifði þar, bæði fyrir börn og fullorðna. Sumarið 2010 var opnuð lítil sýning um pósthúsið í bænum og í Hlöðuloftinu (þjónustuhúsinu) má fræðast um þróun torfbæjarins í máli og myndum.
Vík við Rafnkels staðaveg gengur í endurnýjun lífdaga
FE NIX
®
CHRONOS EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.
G LÆ S ILE G T GP S Ú R S EM S A M EI N A R H EI L S U - O G S N JA L L Ú R FYR IR KR Ö F U H A RÐA Í Þ RÓ T T A M EN N O G Ú T I VI S T A RF Ó L K . Vík við Rafnkelsstaðaveg.
Þetta hús í sveitarfélaginu Garði má muna sinn fífil fegurri. Það var selt á uppboði í vetur en nýir eigendur ætla að gera húsið upp og selja. Líklega verða böndin leyst af þakinu með viðgerðu þaki eða nýju þaki. Framkvæmdir eru sagðar eiga að hefjast á næstu vikum. Húsið heitir Vík og er við Rafnkelsstaðaveg 4.
S IM O NE MORO Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is
51
Bólusetningar barna verði skylda til þess að komast á leikskóla eða í skóla Fyrir nokkru síðan bað Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi lögmenn Kópavogsbæjar að athuga hvort sveitafélagi væri heimilt að innleiða reglur þess efnis um að til þess að fá skólavist í skólum eða leikskólum væri krafa um að framvísa bólusetningarvottorði. Spurningarnar mínar voru settar upp í fjórum eftirfarandi liðum; • Athuga hvort Kópavogsbæ sé heimilt að skrá upplýsingar um bólusetningar barna og ef svo er, hverju þurfi að gæta að við þá skráningu. • Athuga hvort Kópavogsbæ sé heimilt að láta aðra foreldra vita af óbólusettum börnum í leik- og grunnskóla. • Athuga hvort það sé hlutverk Kópavogsbæjar að veita fræðslu um bólusetningar almennt. • Athuga hvort Kópavogsbæ sé heimilt að gera þá kröfu að foreldrar barna í leik- og grunnskólum framvísi bólusetn ingarvottorði vegna kíghósta. „Skemmst er frá því að segja að sveitafélögum er þetta ekki heimilt, ekkert af þessu. Ástæðurnar eru að verkefnin eru öðrum falin. Það er að sóttvarnarlækni ber að safna saman þessum upplýsingum í samstarfi við heilsugæslustöðvar og halda yfir þetta skrá. Þar eru skráðar bólusetningar sem og „ekki bólusetningar.“ Upplýsingarnar eru því vitanlega til en sveitafélagi er ekki heimilt
að fá þessar upplýsingar né halda upplýsingum saman um þau börn sem eru ekki bólusett. Sveitafélög mega heldur ekki fara af stað með almenna fræðslu um mikilvægi bólusetninga,“ segir Karen E. Halldórsdóttir.
Niðurstaðan er vonbrigði
Niðurstaðan er því sú, að þrátt fyrir að hafa skyldu til að reka skóla og óbeina skyldu til að reisa og reka leikskóla þá má sveitafélag ekki auka öryggi barna og fjölskyldna með þessum hætti. Hins vegar ber okkur að fara ýtarlega eftir reglum um rétt fæði, fermetrafjölda- og stöðugilda per barn. Við berum ábyrgð á öryggi barna sem dvelja langtímum saman á þessum stofnunum en krafa um að börn sem dvelja þar séu bólusett til þess að vernda heildina er ekki leyfileg. Það er alls ekki að ástæðulausu að bæjarfulltrúi í Kópavogi fer í þessa vegferð. Ég eins og svo margir fylgdist með hetjulegri baráttu nokkurra vikna gamallar dóttur núverandi iðnaðar-, nýsköpunar og ferðamálaráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð. Litla daman hennar veiktist heiftarlega á fyrstu vikum ævi sinnar af kíghósta og barðist á barnaspítalanum vikum saman við hræðilega andnauð og hósta. Líkurnar á því að hún veiktist eru auðvitað alltaf einhverjar án skyldubólusetningar, en með skyldubólusetningu barna í skólum og leikskólum dregur verulega úr þeim.
Stuttar fréttir úr Rangárþingi ytra • Sveitagrill Míu heitir veitinga vagn Stefaníu Björgvinsdóttur og Stefáns Ólafssonar, sem búa á Hellu. Þau gera út vagninn á Skógum undir Eyjafjöllum, steinsnar frá Skógafossi. Þar er eingöngu seldur fiskur og franskar eða ,,Fish & chips.“ Þau hafa verið með vagninn á Skógum sl. 2 ár og nú er svo komið að TripAdvisorferðamannasíðan, sem er orðin hálfgerð biblía ferðaiðnaðarins, hefur gefið það út að Sveitagrill Míu sé einn vinsælasti veitinga staður landsins. • Steinn Ólason hefur sótt um lóðir fyrir 40 íbúðir á Hellu.
Á fundi sveitarstjórnar 8. mars sl. var umsóknin samþykkt og úthlutað 10 raðhúsalóðum, eða öllum lausum lóðum við Skyggnisöldu, Snjóöldu og Sporðöldu. Nú stendur yfir arkitektavinna við hönnun með tilliti til útlits og mismunandi stærða á íbúðunum. Áætlað er að íbúðirnar verði á stærðarbilinu 50 - 100 fermetrar og að þar verði um að ræða bæði íbúðir til leigu og sölu. Fyrirhugað er að byggja góð og hugguleg einingahús sem verði á hóflegu verði. Hafist verður handa með vorinu þegar byggingarleyfi hafa verið staðfest.
Ég hef því ákveðið að taka þessa umræðu þó svo að ég viti að hún sé viðkvæm og orðið fasismi heyrist á köflum í henni. Rökin gegn þessu eru að engum í raun ber að upplýsa um sitt heilsufar öðrum til varnar. Sjúkraskrár eru verndaðar og heilbrigðisstarfsfólk er bundið þagnarskyldu. Ég hef hins vegar viljað fella mitt frelsi að hluta til og rétt til friðhelgi einkalífsins til þess að vernda sér í lagi hvítvoðunga sem eru varnarlausir fyrir smitsjúkdómum eins t.d.og kíghósta og mislingum. Almenn bólusetning hefst ekki fyrr en við nokkurra mánaða aldur og eru þau varnarlaus fram að því. Mér hefur einnig verið bent á að á Íslandi er yfir 95% allra þegna bólusettir og hefur m.a. sóttvarnarlæknir bent á að boð og bönn þurfi ekki og mögulega skaði viljuga bólusetningu fólks. Sumir foreldrar vilja ekki bólusetningu barna sinna vegna persónulegra skoðana eða trúarafstöðu. Nefndar hafa verið „rannsóknir“ sem tengja bólusetningu við einhverfu en þær hafa allar verið hraktar. Svo eru það þeir sem mega ekki fá bólusetningu vegna ofnæmis og treysta þau börn alfarið á almenna bólusetningu annarra vegna þess.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Við sem foreldrar þurfum enginn sérstök leyfi til að eignast börn. Það er í raun flóknara verkefni að eignast hund. Þá á að skrásetja
og bólusetja hann, að öðrum kosti er hundurinn tekinn af manni. Ég hef aldrei litið svo á að ég „eigi“ börnin mín. Ég fæ að ala þau upp, njóta samvista við þau og vera mamma þeirra. Samfélagið með öllum sínum reglum og lögum leggur mér svo fyrir leikreglurnar um hvað ég má og má ekki gera við börnin mín. Við erum með virka barnavernd í sveitafélögum og það er skólaskylda á Íslandi. Stjórnvöld vernda því börnin okkar frá misvitrum foreldrum sem kunna ekki eða geta ekki tekið ábyrgð á barni. Ég hef starfað í barnavernd og veit að það eru ekki alltaf sjáanlegu sárin á börnunum sem eru verst. Afskiptaleysi, ástleysi, skortur á umhyggju og næringu
geta verið alveg jafn slæm eins og hvert annað högg á litla skrokka. Hvers vegna ættu stjórnvöld því ekki að heimila sveitafélögum það að til þess að fá vist í skóla eða leikskóla þarf að framvísa bólusetningarvottorði? Slíkt er vel þekkt erlendis og t.d. gert á Spáni og sumstaðar er útgreiðsla barnabóta háð bólusetningu barna. Ég skora á Alþingi að taka þessa umræðu og víkka heimildir sveitafélaga um að krefjast bólusetningaskírteina við leikskóla- eða skóladvöl. Málið er í þeirra höndum og nú þurfum við á smá hugrekki og kjarki þeirra á að halda til þess að breyta lögum á þennan veg.“
• Önnur lóðaúthlutun var samþykkt á fundi sveitarstjórnar, en þar lá fyrir umsókn frá Hugo ehf. um lóðina Rangárbakka 4, á milli Árhúsa og Vörufells á eystri bakka Ytri-Rangár. Sótt er um lóðina með það að markmiði að byggja þar gistihús, og var umsóknin samþykkt. Áætlanir fyrirtækisins varðandi gistihúsið er skammt á veg komnar en fyrirtækið hefur nú þegar keypt íbúðarhús á Hellu til gististarfsemi. • Flugklúbbur Rangárþings hélt nýlega aðalfund sinn og er nýkjörinn formaður Guðni Ragnarsson á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum. Hugmyndir eru hjá klúbbnum um að auka starfsemi á flugvellinum á Hellu, ásamt því að fá flugvöllinn á Hvolsvelli viðurkenndan og skráðan hjá flugmálayfirvöldum. Flugklúbburinn er að taka við sölu á flugvélabensíni á Hellu, en OLÍS er að hætta slíkri
starfsemi á landsbyggðinni. Að auki er fyrirhugað að fyrirtækið Arctic Wings komi upp starfsemi með útsýnisflug frá Hellu, í viðbót við starfsemina á Selfossi. Að auki má nefna að Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur heldur úti svipaðri starfsemi í sumar á Helluflugvelli og áður hefur verið. • Hótel Rangá kom færandi hendi í Grunnskólann á Hellu nýlega og gaf skólanum tvær saumavélar. Rekstrarstjórinn og yfirkokkurinn mættu í textilvaltíma skólans með gjöfina. Tilefnið var að þakka fyrir jólapoka sem nemendur í textilvali og miðstigi saumuðu fyrir hótelið á haustönninni. Þetta samstarf hefur staðið í nokkur ár og nú þegar er búið að semja um pokagerð fyrir næstu jól. Athyglisvert og skemmtilegt samstarf. • Hellubíó er nú að taka miklum stakkaskiptum, en þar er verið
að innrétta gistiherbergi sem verða um 20 talsins. Fyrirtækið Welcome apartments ehf., sem er eigandi Hellubíós, hefur líka keypt fleiri eignir við Þrúðvang, bæði húsið sem hýsti áður Kristján X. og gamla sláturhúsið vestan við Þrúðvanginn, ásamt gistiheimilinu Brennu. Þetta fjölskyldufyrirtæki og fyrirhugað er að hafa ferðatengda starfsemi í öllum húsunum með tíð og tíma. Gistihúsið í Hellubíói hefur starfsemi í júnímánuði nk. • Flugbjörgunarsveitin á Hellu er að stækka hús sitt á Hellu um þessar mundir um nærri þriðjung og þar að auki er von á nýjum sérbúnum fjallasjúkrabíl, árgerð 2016. Eldri bíllinn sem sá nýi leysir af er orðinn um það bil aldarfjórðungs gamall og hefur skilað sínu hlutverki með miklum sóma. Húsnæði FBSH á Hellu er nýtt sem stjórnstöð á svæðinu fyrir Almannavarnir, ef til náttúruhamfara kemur.
Það þarf enginn sérstök leyfi til þess að eiga börn
Óskum landsmönnum öllum gleðilegra páska
Óskum landsmönnum öllum gleðilegra páska
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
Fjölþætt heilsurækt í Rangárþingi eystra er spennandi verkefni - einstakt tækifæri fyrir þá sem fæddir eru 1957 og fyrr á sviði líkama- og heilsuræktar. Markmiðið er að bæta afkastagetu hinna eldri, auka þol þeirra og styrk og auka hreyfifærni með markvissri þjálfun. Markmiðið er að kanna líkamsástand þátttakenda í upphafi verkefnisins og að 12 vikna þjálfun lokinni. Stefnt er að því að hinir eldri verði almennt hraustari, bæði andlega og líkamlega, og takist lengur á við athafnir daglegs lífs og geti að öllum líkindum búið lengur í sjálfstæðri búsetu. Í verkefninu er fylgt helstu ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og alþjóðlegra heilbrigðissamtaka um hreyfingu og heilsusamlegt mataræði. Stefnt er að því að halda verkefninu áfram að 12 viknum liðnum. Gríðarlegur áhugi er á verkefninu og taka liðlega 60 manns þátt sem er yfir 30% íbúa á þessum aldri. Fjör og fimi eykst með hverjum degi. Dr. Janus Guðlaugsson hefur barist fyrir því að koma verkefni sem þessu á koppinn á landsvísu en stjórnvöld hafa enn ekki treyst sér til þess að styrkja verkefni sem þetta. Aðstandendur heilsueflisins, þau Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir og dr. Janus Guðlaugsson.
Hleypt hefur verið af stokkunum spennandi verkefni í Rangár þingi eystra. Verkefnið kallast „Heilsuefling fyrir eldri aldurs hópa 60+.“ Að verkefninu standa Sveitarfélagið Rangárþing eystra og tveir nemendur sem búsettir eru á Suðurlandi, þær Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir. Þær stunda meistaranám á sviði íþróttakennslu og íþróttafræða við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr. Janus Guðlaugsson, lektor, er leiðbeinandi og umsjónarmaður verkefnisins. Einnig styrkir Vísinda- og rann
sóknarsjóður Suðurlands verkefni sveitarfélagsins. Rangárþing eystra tekur þátt í þessu verkefni, m.a. með nýtingu á Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli og með ýmsum öðrum hætti. Enginn þátttökukostnaður er hjá íbúum sveitarfélagsins sem eru fæddir 1957 og fyrr, nema íþróttafatnaður og hugsanlega púlsúr ef fólk vill fylgjast með hjartslætti meðan á íþróttaiðkun stendur. Lögð er áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum og ráðgjöf um næringu. Viðfangsefni verkefnisins er forvarnarstarf og heilsuefling
52 líkamsræktar og ég hvet íbúa, unga sem aldna til þess að nýta hana sem mest og best. Máltækið „heilbrigð sál í hraustum líkama“ á svo sannarlega enn við,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri. ,,Það er líka svo nauðsynlegt að gera eitthvað fyrir þessa kynslóð en eldri hluti hennar hefur vart átt kost á að stunda íþróttir eða fengið leiðsögn á því sviði.
Dr. Janus Guðlaugsson stýrir hópefli á fundinum, og augljóslega með almennri þátttöku.
Fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni af þessu tagi
Sveitarfélagið Rangárþing eystra er fyrsta sveitarfélagið hérlendis til þess að taka þátt í verkefni sem þessu. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, hefur hvatt alla þá íbúa sem áhuga hafa og eiga tök á að nýta sér þetta spennandi tækifæri til eflingar almennri heilsu. Hann og kona hans Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ganga undan með góðu fordæmi og taka þátt í verkefninu að miklu kappi eins og fjölmargir aðrir íbúar sveitarfélagsins. ,, Stefnt er að því ljóst og leynt að halda verkefninu áfram. Við höfum byggt upp mjög góða aðstöðu til
Isólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri í íþróttasalnum ásamt eiginkonunni, Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur.
Samningur undirritaður við íþrótta félagið Dímon
Fyrir skömmu var samningur milli sveitarfélagsins Rangárþings eystra og íþróttafélagsins Dímonar undirritaður í íþróttahúsinu á Hvols velli. Styrkupphæð samningsins skal varið í uppbyggingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga í sveitar félaginu. Formaður íþróttafélagsins Dímons er Ásta Laufey Sigurðar dóttir. Samningurinn felur í sér styrk frá Rangárþingi eystra til Dímonar að fjárhæð 3,9 milljónir króna árin 2017, 2018 og 2019, tengt neysluvísitölu. Félagið fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í árslok 2016.
NÓ
I SÍRÍUS
Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.
Nú mega páskarnir koma Nóa páskaeggin eru tilbúin. Við vönduðum okkur alveg sérstaklega, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Það á bæði við um gómsæta skelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Gjörið þið svo vel — það er nóg til fyrir alla. facebook.com/noisirius
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
Ferðamannastaðir á Íslandi - eru Íslendingar að „prísa“ sig út?
54 gjaldtakan að koma inn sem kosti þrifnaðinn og annað það sem til staðarins þarf. Nú bíða menn eftir því að ríkið láti hendur standa fram úr ermum uppi við Geysi og hvort hér eigi að koma fleiri staðir til sem til svona rekstrar henta.
Eru Íslendingar að „prísa“ sig út? Margt er rætt um hvernig skuli aflað tekna til viðhalds ferðamanna staða á landinu. Þetta hefur stigið fram í sviðsljósið eftir að sú mikla sprenging varð í komu erlendra ferðamanna til landsins sem hófst fyrir fáum árum. Það má segja að Ísland hafi komist skyndilega í tísku sem ferðamannaland eða bara einfaldlega verið uppgötvað af umheiminum. Sem okkur innfæddum þykja svo sem ekki merkileg vísindi. Við höfum lengi vitað að okkar kæra land væri svo einstakt á flesta vegu að það væri bara tímaspursmál hvenær heimurinn myndi gera sér sérstöðuna ljósa. En staðreynd er að náttúra landsins er um margt sérstæð. Og því fylgir að hún er um leið viðkvæm. Sár í gróðurþekjunni eru lengi að gróa. Má minna á að einhverju sinni fyrir miðja síðustu öld ritaði unglingaflokkur heiti sitt í mosaþekjuna á Vífilsfelli við Sandskeið. Þessi skrift er enn læsileg í fjallshlíðinni þó treikvart öld sé um liðin. Þetta er sýnidæmi um hversu ógætileg hugsun og atferli, eins og akstur utan vega um viðkvæm gróðurlendi, geta valdið skaða sem erfitt er að bæta. Íslensk náttúra er og verður viðkvæm sem verður að umgangast af varúð. Þetta hafa menn gert sér ljóst í seinni tíð þegar ferðamanna straumurinn hefur vaxið svo sem raun ber vitni. Og þá upphefjast deilur eins og Íslendinga er siður og sitt sýnist hverjum. Einn ráðherra ferðamál vildi taka upp náttúru passa sem allir yrðu að kaupa ef þeir vildu á ferðamannastaði koma. Þetta fannst mörgum snjallræði en öðrum miður og vildi ekki sætta sig við að vera gestir í eigin landi og þurfa að borga fyrir að fá að skoða land síns föður. Þessi náttúrupassahugmynd náði því ekki fram. Og sú staðreynd varð svo auðvitað til þess að ekkert raunhæft var gert í málinu og ferðamannastaðirnir hafa verið tekjulausir síðan þá um margra ára skeið. Ekki vegna þess að þörfin hafi minnkað heldur hafa mönnum fallist svo gersamlega hendur að þeim viðrist betra að gera ekki neitt.
Hver á að framkvæma?
Flestir eru sammála um aða eitthvað þurfi að gera. Ferðamannastaðir okkar þoli ekki þann átroðning sem ferðaskrifstofur veita þeim án þess að leggja hið minnsta til viðhalds þeirra. Sem allir sjá að gengur ekki til lengdar. Nú háttar misjafnlega til með eignarhald á einstökum stöðum.
Við Geysi í Haukadal ætluðu land eigendur á móti ríkinu að taka sig til og fara að selja inn á svæðið sem þeir áttu þó aðeins að hluta til. Ríkið tók þá af skarið og tók allt landið eignarnámi. Hyggst það nú vera sá aðili einn og óskoraður sem náttúrusvæðinu ætlar að stjórna. En fyrir átti það hverina flesta sem eru óneitanlega aðal aðdráttarafl svæðisins. Það má því segja að þessi lausn hafi verið sú eina rétta þar sem upp voru komnar deilur við hina landeigendurna og öll sú öfund sem fylgir því ef einn ætlar að fara að græða sem annar fær ekki. Annarsstaðar háttar öðruvísi til svo sem við Kerið í Grímsnesi. Þar er allt land í einkaeign og eigendur reka staðinn af myndarskap. Þar er ævinlega fjöldi ferðamanna og ekki sést annað en að allt gangi smurt fyrir sig í gjaldtökunni, þó salernisbyggingar séu kannski ekki áberandi enn þá.
klósett sín, þar sem langar raðir myndast við kvennasalernin sérstaklega. En skiljanlega sækja þeir minna í Sigríðarstofu þar sem það kostar meira. Svona háttar til einnig víða annarsstaðar við náttúruperlur landsins, Goðafoss, Dettifoss, og svo áfram. Þjónusta við grunnþarfir ferðamannsins er
Ferðaskrifstofurnar borgar ekki neitt fyrir auðvitað en verslunar eigendurnir fá að þrífa húsin eftir. Svona er víða þar sem numið er staðar með ferðamenn. Ekkert salerni í nánd. Það er helst að álykta að yfirmenn ferðamála á Íslendandi séu blöðrulausir sjálfir og þekki sjálfir ekki vandamál vatnsþrýstings sem upp getur
Upp gjósa öðru hverju raddir um að hér sé allt of hátt gengi, allt sé að verða of dýrt á Íslandi fyrir ferðamenn, þeir geti ekki borgað svona mikið. Auðvitað hefur allt verðlag stigið hér það sem að ferðamönum snýr. En það er bara ekki við Seðlabankann einan að sakast. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið mikilvirkir í að hækka verð hjá sér. Mörgum er farið að
Hverjir eiga að stjórna?
Víða um heim eru náttúruperlur, veiðiréttindi, víðerni og þjóðgarðar í eigu alríkisins á hverjum stað sem fer þá með stjórnina alfarið á ábyrgð kjörinna fulltrúa svo sem er með aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Má segja að þetta sé fyrirkomulag sem flestir geti sætt sig við. Það er þá líka auðveldara að setja út á það sem menn eru óánægðir með og afgreiða misklíðar í lýðræðislegum kosningum án þess hér sé endilega talað fyrir ríkisrekstri á sem flestum sviðum, þvert á móti. En vissar stofnanir þjóðfélagsins er erfiðara að einkavæða en aðrar, svo sem lögreglu, slökkvilið og almennt vegakerfi svo eitthvað sé nefnt. Það má því velta því fyrir sér hvort framganga ríkisins við Geysi Í Haukadal sé það fordæmi sem rétt sé að fylgja þar sem það að við. Þar sem býður þjóðarsómi að rekstur mála sé í fullkomnu lagi, þá vilja menn kannski ekki annað en að fyrirkomulagið sé yfir gagnrýni hafið og með hlutlausum hætti sem erfiðara er að tryggja ef einkaaðilar standa þar að. Staðir eins og Gullfoss koma í hugann. Þar háttar málum svo til að aðstaða þar við fossinn er til skammar og stórhættuleg ferðamönnum sem eru að klöngrast um stórhættulegar hálar og blautar klappir á þverhníptu bergi þar sem fossinn bíður fyrir neðan reiðubúinn að svelgja hvern þann sakleysingja sem þar skrikar fótur. Annað er í sæmilegu lagi þar sem veitingamenn hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að hleypa ferðamönnum í spreng ókeypis á
Hitaveita Bergstaða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra páska.
Keldur á Rangárvöllum er afar vinsæll ferðamannastaður.
í algeru lágmarki og verður að bæta úr ekki seinna en strax. Því vandamálið bara vex frá ári til árs þar sem ferðamannafjöldinn vex með risaskrefum. Slysahættan við Reynisfjöru er annað dæmi um það, hvernig verður hugsanlega að grípa inn í með ákveðnum hætti við hættulega staði og fleiri dæmi sanna það að íslensk náttúra er ekki hættulaus hvort sem er til fjöru eða fjalla.
Ferðmannasalerni
En úr því að minnst er á salerni, þá er Ísland enn þá algert þróunar-og þriðjaheimsland þegar það kemur að þeim þætti í þjónustu við ferðamenn. Það væri beinlínis spaugilegt ef það væri ekki svona sorglegt, að kannski sjá meira en tíu rútur með 50 farþega hverja nema staðar fyrir utan verslunarmiðstöðina við Hveragerði og hleypa út öllum farþegunum þar með klósett tilvísunum þangað inn. Biðraðirnar á kvennaklósettunum ná lang leiðina út að rútunum aftur.
komið eftir langar setur í bíl. Það er því greinilegt að einkaframtakið er ekki að leysa vandamál ferðamanna hvað þetta varðar. Þeirra áhugi beinist skiljanlega frekar að farmiðasölu en slíkum hlutum. Annað mál er líka, að ferða skrifstofur virðast beita öllum brögðum til að pína verð niður hjá útgerðarmönnum rútubíla, sem eru flestir af vandaðri gerð. Bílstjórar neita að opna klósettin fyrir ferðamönnum í neyð og segja að ferðaskrifstofan borgi þeim ekki fyrir þrif. Það sýnist því vera alger tímaskekkja að leggja ekki fullan virðisaukaskatt á fólksflutninga og ferðamennsku svo þeir rútubílamenn geti þó innskattað þau aðföng til rekstursins sem nú falla niður dauð. Það er því auðsætt að að til að halda uppi sæmilegri reisn á ferðamannastöðum , eins og til dæmis er á Hakinu á þingvöllum, verður ríkið að koma til og útbúa staðina þannig að fullur sómi sé að. Og það kostar. Þar verður
ofbjóða það verð sem sett er upp fyrir einfaldar veitingar víða á ferðamannastöðum. Þetta er ekki hægt að skýra með neinu öðru en að menn vilji selja á eins háu verði og þeir geta mögulega komist upp með. Og hver láir mönnum slíkt. Það er lögmál framboðs og eftirspurnar sem flestu ræður í viðskiptum manna á meðal. Og svo er það líka sjónarmið, hvernig ferðamenn við Íslendingar viljum fá hingað. Viljum við nægan fjölda bakpokamanna eða viljum við efnameiri ferðalanga sem gista á glæsihótelum sem við eigum orðið mikið framboð af. Við Íslendingar þurfum að gæta þess að að fara ekki fram úr okkur í ferðamennsku eins og okkur hættir oft til að gera á öðrum sviðum. Flýttu þér hægt sögðu Rómverjar. Við gerðum kannski vel í að hugleiða það stöku sinnum í öllu uppbyggingaræðinu sem svo auðveldlega rennur á okkar rösku þjóð. - HJ
óska viðskiptavinum sínum gleðilegra páska.
Langar þig að skreppa upp á hálendi Íslands? Þar sem við erum staðsett á hálendinu er tilvalið að skoða umhverfi okkar ásamt því að njóta þess sem við höfum upp á að bjóða Eftirfarandi tilboð gildir frá 1. maí til og með 31. september 2017 Gisting í Standard herbergi fyrir tvo 3 rétta kvöldverður að hætti kokksins fyrir tvo Morgunverðarhlaðborð Aðgangur að gufubaði Frítt internet Verð aðeins 24.900.- krónur fyrir tvo Til að bóka hringið í síma 487-7751 eða sendið tölvupóst á thehighlandcenter@thehighlandcenter.is
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
56
Brothættar byggðir:
Verkefnið nær til sjö byggðarlaga Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar, með það í huga að leita lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi undangenginna ára. Verkefnið var frá upphafi í samstarfi við Norðurþing, Atvinnu þróunarfélag Þingeyinga og heimamenn. Verkefnið hlaut heitið „Brothættar byggðir.“ Fjárveiting fékkst til verkefnisins árið eftir og var þá byggðarlögum fjölgað í fjögur og náði verkefnið þar með til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps, auk Raufarhafnar. Með aukinni fjárveitingu og nýju skipulagi verkefnisins var ákveðið að bæta við þremur byggðarlögum árið 2015, en það eru: Öxarfjarðarhérað (Kópasker og nærsveitir), Hrísey og Grímsey. Markmiðið með verkefninu Brot hættum byggðum er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðar möguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, lands hlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Hugmyndin var frá upphafi sú að með verkefninu á Raufarhöfn yrði til aðferð eða verklag sem hægt væri að nota á fleiri stöðum sem stæðu frammi fyrir svipuðum vanda.
Settar voru á fót verkefnisstjórnir fyrir hvert byggðarlag. Í þeim sitja fulltrúar Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, lands hlutasamtaka og atvinnuþróunar félags og loks tveir fulltrúar íbúa. Aðferð verkefnisins byggist á að halda tveggja daga íbúaþing þar sem rædd er staða byggðarinnar og leiðir til úrlausna. Á íbúaþinginu leggja íbúarnir sjálfir til umræðuefni og raða viðfangsefnunum eftir mikilvægi. Framhald verkefnisins byggir á niðurstöðum íbúaþingsins og eru íbúar upplýstir um hvernig skilaboð þingsins eru höfð til hliðsjónar og málum fylgt eftir, t.d. með því að kynna áherslur íbúa fyrir ríkisvaldi og stofnunum. Stefnumótun með framtíðarsýn og markmiðum fyrir byggðarlagið byggir á niðurstöðum íbúaþings og stöðugreiningu fyrir byggðarlagið. Stefnumótunin er síðan kynnt á íbúafundi. Íbúafundir eru haldnir árlega til að fara yfir stöðu verkefnisins. Verkefnið hlýtur nýtt heiti í hverju byggðarlagi fyrir sig og í flestum tilvikum hafa íbúarnir sjálfir valið heitin með tillögum og atkvæðagreiðslu um þær. Heitin bera í sér bjartsýni og kjark, sem vegur upp á móti brothættu heiti heildarverkefnisins. Þessi heiti eru eftirfarandi:
Raufarhöfn. Mynd/RUV
• Raufarhöfn og framtíðin • Breiðdælingar móta framtíðina • Skaftárhreppur til framtíðar • Hrísey – perla Eyjafjarðar • Glæðum Grímsey • Öxarfjörður í sókn Svæðin sjö sem nú er unnið á eiga sameiginlegt að þar hefur á síðustu árum verið mikil fólksfækkun og skekkt aldursdreifing. Skortur er á húsnæði, sérstaklega íbúðar húsnæði á leigumarkaði. Bætt fjarskipti og umbætur í raforku málum eru brýn málefni víða, sem og samgöngubætur og bætt þjónusta. Á árinu 2015 voru undirritaðir samstarfssamningar um Brothættar byggðir fyrir Raufarhöfn, Breið dalshrepp og Skaftárhrepp og gilda þeir samningar til ársloka 2017. Samkvæmt samningunum voru ráðnir þrír verkefnastjórar árið 2015, er sinna þessum þremur samfélögum og Kópasker og nærsveitir heyra undir sama
verkefnisstjóra og Raufarhöfn. Akureyrarkaupstaður réði síðla árs 2015 verkefnisstjóra sem sinnir verkefnunum í Hrísey og Grímsey. Veittir hafa verið 45 styrkir að upphæð 57 milljónir króna. á sex af sjö svæðum. Árið 2014 fór fram bæði innra og ytra mat á verkefninu. Meðal annars var skoðuð norsk áætlun sem nefnist Regional omstilling. Ítarleg verkefnislýsing var gerð fyrir verklagið í Brothættum byggðum, m.a. byggt á norsku fyrirmyndinni sem og mati á verkefninu, sem Ernst & Young gerði fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hófst sú matsvinna haustið 2014 og lauk í ársbyrjun 2015. Verkefnislýsing og viðaukar hennar birtust á heimasíðu Byggðastofnunar vorið 2016 og var jafnframt kynnt á fundi með starfsfólki ráðuneytisins og fulltrúum stýrihóps Stjórnarráðsins.
Aukin virkni og samstaða
Þó nokkuð snemmt sé að segja til um áhrif verkefnisins Brothættra byggða má þó merkja ýmis jákvæð teikn, til dæmis aukna virkni og samstöðu íbúa, auk ýmissa verkefna sem farið hafa af stað í tengslum við Brothættar byggðir með og án verkefnastyrkja. Mat á árangri verkefna í einstökum byggðar lögum fer fram með haustinu.
Úthlutun byggða kvóta mótmælt
Boðað var til íbúafundar á Raufar höfn 9. mars sl. til að ræða ákvörðun Byggðastofnunar um aukaúthlutun sértæks byggðakvóta, en 100 tonn sem voru í boði renna öll til GPG. Íbúum finnst réttara í stöðunni að þessum 100 tonnum yrði skipt á milli GPG og HH félagsins í ljósi mikils samfélagslegs framlags HH í gegnum atvinnusköpun, fjárfestingar og mikillar þátttöku í samfélaginu.
FYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ - farsæl útgerð í 60 ár
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
57
Vinningshafar Íslensku sjávar útvegsverðlaunanna 2017 eru frá Grindavík og Sauðárkróki Íslenska sjávarútvegssýningin 2017, IceFish17, veitti nýlega Íslensku sjávarútvegsverðlaunin við hátíðlega athöfn í Sjávarklasanum. Í kjölfar Sjávarútvegssýningarinnar 2014 gerðu forsvarsmenn hennar sér grein fyrir mikilvægi þess að fjárfesta í framtíð sjávar útvegarins, og ákváðu í fram
haldinu að leggja 2 milljónir króna til að styrkja framúrskarandi einstaklinga sem lögðu stund á framhaldsnám í gæðastjórnun, fiskirækt eða Marelvinnslutækni við Fisktækniskóla Íslands. Þar með urðu Íslensku sjávar útvegsverðlaunin að veruleika. Tveir efnilegir nemendur fengu
styrki upp á 500 þúsund krónur hvor. Annars vegar Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir, þrítug frá Sauðárkróki, sem er að sérhæfa sig í gæðastjórnun innan fiskiðnaðarins, og hins vegar Hallgrímur Jónsson, 22 ára gamall Grindvíkingur, sem sérhæfir sig í Marelvinnslutækni. Jóhanna og Hallgrímur stunda
Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar ásamt vinningshöfunum, Hallgrími Jónssyni og Jóhönnu Sigurlaugu Eiríksdóttur. Aðstandendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2017, IceFish17, gera sér ríkulega grein fyrir þörfinni á nýsköpun og framtíðarþróun í íslenskum sjávarútvegi og að hann þurfi að efla með aukinni menntun og færni einstaklinganna sem móta hann. Mynd: Mercator Media.
bæði nám við Fisktækniskóla Íslands og hafa nú þegar lokið tveggja ára grunnnámi í fisktækni. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin nýtast þeim á lokaári námsins til að sérhæfa sig á fyrrgreindum sviðum.
Fisktækniskóli Suðurnesja
Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík var komið á fót á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að sinna þörfum sjávarútvegsog fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi með því að útskrifa hæfa og menntaða einstaklinga á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldis á framhaldsskólastigi ,ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Þá býður skólinn nám í netagerð (veiðafæragerð) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við grunnnámið hafa síðan bæst sérhæfðari greinar innan sjávarútvegarins og Íslensku sjávarútvegsverðlaunin beinast sérstaklega að því framhaldsnámi og sérhæfingu. ,,Ég get nýtt þennan styrk til framhaldsmenntunar og verðlaunin eru mikil hvatning fyrir mig persónulega og í náminu. Ég er ákaflega þakklátur Íslensku
Hollvinir Hornafjarðar:
Leggjast gegn lagningu á Hring vegi 1 milli Hólms og Dynjanda Félagsskapurinn Hollvinir Horna fjarðar sendi Skipulagsnefndar Hornafjarðar erindi sl. haust er varðar umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi á Hringveg 1 milli Hólms og Dynjanda, leið 3b. Í erindinu segir m.a.: ,,Skipulagsnefnd hefur fengið til umfjöllunar umsókn Vega gerðarinnar um framkvæmdaleyfi á veg milli Hólms á Mýrum og Dynjanda í Nesjum. Fyrir liggur umhverfismat, að stofni til allt að tíu ára gamalt, endanleg útgáfa er frá apríl 2009. Umhverfismatið er með öðrum orðum gamalt. Það eru breytt viðhorf. Það eru breyttar aðstæður í samfélaginu, m.a. hefur ferðaþjónusta aukist gríðarlega. Ferðamannastraumurinn byggir að mestu á þeirri sérstæðu Íslands og Hornafjarðar að hafa upp á lítt skerta náttúru – af manna völdum – að bjóða. Í umhverfisstefnu Hornafjarðar segir m.a. ,,Stefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Sveitarfélagið fer eftir þeim lögum sem um umhverfismál gilda hverju sinni. Eitt af helstu markmiðum sveitarfélagsins í umhverfismálum er að skila umhverfi og náttúru svæðisins til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en það er
nú.Þessar fullyrðingar einar nægja til að hafna framkvæmdaleyfi á leið 3b. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 má benda á I. og II. kafla laganna og svo síðast en ekki síst X. kaflann, sem kveður á um sérstaka vernd votlendis, fitja og leira. Engin rök, nógu sterk, er að finna sem réttlæta brot gegn þessum ákvæðum. Styttingu vegar og umferðaröryggi má ná fram á öðrum leiðum, sem valda minni usla á náttúrunni og eru að auki ódýrari. Það er engin ástæða til að baka sér óþarfa vandræði. Með því að spilla ekki öllu þessu votlendi þarf ekki að endurheimta það. Með minni efnistöku verða spjöll af henni í lágmarki. Náttúruverndarlögin segja okkur að hafna beri framkvæmdaleyfi á leið 3b. Bæði vestan Fljóta og austan hefur verið valin versta leið með tilliti til umhverfis (að leið 3 um Flóa slepptri). Nefndarmenn eru minntir á að þetta kemur fram á öllum stigum umfjöllunar í Umhverfismatinu, þar með talið áliti Náttúrufræðistofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulags stofnunar. 2. desember 2008 klykkti Umhverfisstofnun út í skrifum um leið 3b: ,,Umhverfisstofnun
ítrekar að vegna umhverfisáhrifa er leið 1 ásættanlegasta leið Hringvegar 1 um Hornafjörð.“ Umhverfismatið nægir til að hafna framkvæmdaleyfi á leið 3b.
4. Vegagerðin valdi upphaflega leið 1 umfram leið 2 og 3 vegna kostnaðar og umhverfisáhrifa. Það voru yfirvöld í Hornafirði sem á sínum tíma lögðu áherslu á leið
Kort af fyrirhuguðu vegastæði.
sjávarútvegssýningunni fyrir þessa hvatningu og verðlaunin eru sannarlega óvænt og ánægjuleg búbót,“ segir Hallgrímur Jónsson. ,,Styrkurinn frá Íslensku sjávar útvegssýningunni hjálpar mér mikið. Ég bý á Sauðárkróki og það er kosnaðarsamt fyrir mig að fara á milli landshluta til að sækja skólann og þar kemur styrkurinn að góðum notum. Hann veitir mér tækifæri til að halda áfram í frekara nám, hafa puttann á púlsinum og gerir í raun gæfumuninn,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir. ,,Aðstandendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2017, IceFish17, gera sér ríkulega grein fyrir þörfinni á nýsköpun og framtíðarþróun í íslenskum sjávarútvegi og að hann þurfi að efla með aukinni menntun og færni einstaklinganna sem móta hann. Það er okkur sönn ánægja að geta stutt við bakið á þessum mjög svo frambærilegu og efnilegu nemendum Fisktækniskólans og við gerum okkur vonir um að styrkirnir muni verða ekki aðeins þeim heldur og greininni allri til hagsbóta,“ segir Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla Íslands segir Fisktækniskóla Íslands afar þakklátan Íslensku sjávarútvegssýningunni það örlæti að stofna sérstök verðlaun í því skyni að hvetja nemendur við skólann til góðra verka. Verðlaunin feli ekki aðeins í sér heilmikla yfirlýsingu og viðurkenningu á mikilvægi náms og þjálfunar í þessu fagi, heldur séu þau einnig hvatning fyrir ungmenni og þá sem eldri eru til að feta þessa námsbraut.
3b, það er því þeirra í dag að endurmeta stöðuna.“ Verði framkvæmdaleyfi þrátt fyrir allt samþykkt telja Hollvinir Hornafjarðar að það stefni í áralöng málaferli. Það væri verðugra að eyða þeim árum í mat á nýjum valkostum fyrir hringveg og verja fjármunum í aðra uppbyggingu á meðan. Hollvinir Hornafjarðar telja að; • Ásýnd Hornafjarðar er í húfi. • Náttúra Hornafjarðar er í húfi. • Heiður Hornfirðinga er í húfi.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
58
Vaðlaheiðargöng:
Vantar 3,2 milljarða króna til að fullgera jarðgöngin Vaðlaheiðargöng verða fullgrafin 7.206 metra löng. Kostnaður við þau verður rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er núna sagt vera komið allt að 30% fram úr áætlun. Rúma 3 milljarða króna vantar enn upp á upphaflega áætlun en búið er að borga tæpa 8 milljarða króna af kostnaði. Óvíst er um framhald fjármögnunar. Margvísleg áföll hafa dunið á verkefninu, sem talin eru valda um 30% kostnaðarauka auk verðbóta á framkvæmdatíma. Kostnaðurinn er vegna leka báðum megin en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir enn sem komið er enda ekki séð fyrir endann á honum. Áætluð verklok eru nú sumarið 2018. Þegar fyrsta spreng ing ganganna fór fram í júlí 2013 áttu þau að vera tilbúin í desember 2016. Vatnsleki báðum megin í göngunum og hrun úr gangna loftinu hafa seinkað verkinu um hartnær tvö ár. Þessi óvænti leki olli slíkum ófyrirséðum og óhemju vandræðum sem varla nokkur verktaki hefur þurft að horfast í augu við. Alþingi samþykkti 8,7 milljarða króna ríkislán í júní 2012. Gert var ráð fyrir að lífeyrissjóðir tækju þátt í fjármögnun Vaðlaheiðarganga, en af því varð ekki. Þáverandi ríkisstjórn ákvað að lánið yrði fjár
magnað úr ríkissjóði til skamms tíma, eða til ársins 2018. Það yrði þá endurfjármagnað með útgáfu verðtryggðs skuldabréfs en göngin áttu þá að vera orðin sjálfbær með innheimtu veggjalds. Fjármálafyrirtækið Gamma mat þjóðhagsleg áhrif Vaðlaheiðar ganga og samkvæmt því mun þjóð hagslegt tap þeirra nema rúmum átta milljörðum króna. Lengi hefur verið ljóst að framkvæmdin ætti eftir að verða kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í febrúar 2014 opnaðist stór heitavatnsæð í göngunum Eyjafjarðarmegin. Afköst í borun ganganna hrundu þá um rúmlega helming og verkið byrjaði að tefjast stórlega vegna þess. Rúmu ári síðar fór kalt vatn að leka úr stórri sprungu í lofti Fnjóskadalsmegin en vinna við að loka henni hófst í febrúar 2016. Vatnið sem þá hafði safnast saman í göngunum varð svo djúpt að bát þurfti til að sigla inn að sprengistafni. Göngin eru nú, í febrúar 2017, að verða um 6900 metra löng og því búið að grafa megnið af lengdinni. Vonir standa til að gegnumslag verði í júnímánuði nk. Spurningin sem of seint er að svara nú er hvort yfirleitt hafi verið vit í að ráðast í þessi göng. Hefðu Fjarðarheiðargöng fyrir austan ekki
Íþróttamaður Sandgerðis 2016 er Victoría Ósk Anítudóttir taekwondokona en kjörinu var lýst sunnudaginn 5. mars í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Victoría er í dag einn besti ef ekki besti kvenkeppandi landsins í unglingaflokkum og er í unglingalandsliði Íslands. Victoría er góður og einbeittur íþróttamaður sem hefur náð góðum árangri á síðustu árum en hún hefur stundað íþróttina frá unga aldri. Hún var valin taekwondo kona Keflavíkur á síðasta ári. Victoría æfir með
afrekshóp félagins og sýndi miklar bætingar á síðasta ári þar sem hún vann til 7 gullverðlauna og einna brons verðlauna. Victoría náði góðum árangri þegar hún sigraði opna skoska meistaramótið í haust en þar keppti hún við sterka keppendur í mjög spennandi bardögum. Hún hefur verið aðstoðarþjálfari og dómari og hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Victoría varð Íslandsmeistari 2016 og var ósigruð í bardaga á árinu. Hún varð; Íslandsmeistari í liðakeppni,
Ýmsir Sandgerðingar voru heiðraðir um leið og kjörinu var lýst.
verið þjóðahgslega mun brýnni framkvæmd? Þau þarf nú helst að hanna þannig að vatn geti ræst sig út til beggja átta ef Fjarðarheiði tæki upp á því að leka niður heitu
og köldu vatni eins og Vaðlaheiðin gerði, og gerir enn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort einhverjum alþingismönnum detti ekki í hug að sleppa gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum þegar þar að kemur, sér til vinsældaaukningar, og vitna í Héðinsfjarðargöng þar sem 740 bílar fara frítt í gegn á hverjum degi og ekki greiðir umferðin krónu í veggjald í Vestfjarðagöngum. Það má ekki gerast. Eðlilegt er að velta fyrir sér í alvöru hvort ekki eigi að ríkja sú almenna stefna að veggjald sé greitt í öll jarðgöng á Íslandi en á
mót komi að framkvæmdum við gerð þeirra sé flýtt af öllum mætti? Væri slík flýting framkvæmda ekki velkominn þáttur í að gera Ísland byggilegra sem fyrst og ekki bíða árum saman eftir að einhver afgangur sé á fjárlögum eins og verið hefur. Þá þyrfi ekki að bíða árum saman í umferðarbasli og töfum sem hægt væri að enda miklu fyrr. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að lána 4,7 milljarða króna en en jafn framt að gerð verði úttekt á fram kvæmdinni og hvað fór úrskeiðis. -HJ
Ástandið í Vaðlaheiðargöngum hefur sjaldan verið óbjörgulegra en um þessar mundir.
Victoría Ósk Anítudóttir íþróttamaður Sandgerðis bikarmeistari í liðakeppni, var valinn besti keppandi á bikarmóti, hún vann þar að auki tvenn bikarmót í bardaga og vann þrenn gull í tækni, allt með yfirburðum.
Íþróttamenn hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2016 og voru þeir einnig tilnefndir til kjörsins. Þetta voru Ástvaldur Ragnar Bjarnason – boccia, Birgir
Þór Kristinsson – motorsport, Gestur Leó Gujðjónsson – körfuknattleikur, Hafsteinn Rúnar Helgason – knattspyrna,Pétur Þór Jaidee – golf og Victoría Ósk Anítudóttir – taekwondo. Við sama tækifæri var afhent viðurkenning frístunda-, forvarnaog jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sand gerði og var það Guðjón Ólafssons sem hlaut viðurkenninguna. Guðjón kom mikið að uppbyggingu Knatt spyrnufélagsins Reynis. Hann byrjaði að spila með Reynisliðinu aðeins 16 ára gamall og spilaði með meistaraflokk liðsins og þjálfaði yngri flokka samhliða í um 20 ár, í þá daga þekktist ekki að greiða þjálfurum fyrir vinnu sína því var það allt gert í sjálfboðavinnu. Yngri flokkarnir náðu frábærum árangri undir hans stjórn og margir valdir í landsliðshópa á þeim tíma. Seinna þjálfaði hann 2. flokk hjá Reyni og skilaði þeim upp í meistaraflokk. Guðjón sat í stjórn knattspyrnudeildar og fjáröflunarnefndum hjá Reyni og tók einnig virkan þátt sem formaður íþrótta- og tómstundaráðs við uppbyggingu íþróttasvæðins á Reynisvellinum eins og við þekkjum það í dag. Guðjón er sagður hafa verið afskaplega þægilegur og góður liðsfélagi og sem þjálfari kom hann fram við krakkana eins og jafningja og var mjög hvetjandi mikill og peppari fyrir yngri iðkendur.
Settu ljúffengan endapunkt við máltíðina með skál af ómótstæðilegum Mjúkís, þar sem dásamleg karamella á stórleik á móti einstöku kaffibragðinu. Nú fæst hann í nýjum hálfs lítra umbúðum.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
60
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Vill kanna kosti þess að flytja innanlands flugið til Keflavíkur Reykjanesviti.
Innanlandsflug hefur áratugum saman verið á Reykjavíkurflugvelli. Er þörf á að flytja það?
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes bæjar nýverið lagði Guðbrandur Einarsson fram bókun sem segir; „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir furðu sinni á því að ekki hafi verið kannaðir kostir þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.“ Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar er til skoðunar hjá Skipulags stofnun og er þar á lokastigi. „Nú er hafin vinna við að skoða kosti þess að flytja innanlandsflugið í Hvassahraun sem er aðeins í 20 mín. fjarlægð frá Keflavíkur flugvelli. Það er ljóst að verði af slíkri framkvæmd mun hún kosta tugi milljarða. Það getur varla
talist réttlætanlegt þegar hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflug fyrir brot af þessum kostnaði. Svokölluð Rögnunefnd sem fékk það verkefni að skoða aðra kosti fyrir innanlandsflug en í Reykjavík, útilokaði einhverra hluta vegna Keflavíkurflugvöll sem valkost. Ástæður þess liggja ekki fyrir og slíkt getur varla talist eðlilegt þegar um svo mikla fjármuni er að ræða. Kostir þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur eru hins vegar augljósir út frá fjárhagslegum sjónarmiðum. Á það hefur verið bent að dreifa þurfi ferðamönnum um landið
vegna átroðnings á ákveðnum stöðum. Með tengingu innan landsflugs og millilandaflugs verður slíkt mögulegt í auknum mæli. Á Suðurnesjum er til staðar sjúkrahús sem gæti sinnt ákveðnum hluta sjúkraflugs með litlum breytingum og því ætti öryggisatriðum að vera fullnægt,“ segir í ályktuninni. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar því á hlutaðeigandi að skoðaðir verði kostir þess að innanlandsflugið fari til Keflavíkurflugvallar samhliða athugun á öðrum kostum. Ályktunin var samþykkt samhljóða.
Hugrekki - saga af kvíða
Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, gaf út fyrir síðustu jól bók sem er saga hennar og hennar kvíðaröskun frá því að hún var barn í Laufási í Eyjafirði og fram til dagsins í dag. Bókin er skrifuð
á mjög persónulegum nótum um baráttu hennar við kvíða, og því á hún erindi til marga, ekki bara til þeirra sem glíma við sama vanda, og er afar áhugaverð lesning. Hildur Eir þjáist af áráttuþráhyggjuröskun, sem kallast obessive compulsive disorder, eða OCD. Í bókinni segir Hildur Eir m.a.; • Kvíðaröskun er grátbrosleg því hún er ekkert annað en angistin yfir því að lifa í óvissu. Næturvökur eru olía á eld kvíðans. Óttinn við að missa er raunar tannhjólið í öllum kvíða. Einbeitingarskortur er nefnilega algengur fylgifiskur kvíðans. • Þráhyggjuhugsanir geta verið eru óttaviðbrögð við að eignast andlegt og tilfinningarlegt skjól
við giftingu með góðum manni. • Fólk er í mestri sjálfsvígshættu þegar því líður eins og aðkomu manneskju í eigin sál, þegar því líður eins og það sé jafnvel að hlera hugsanir annarrar manneskju. Óttinn verður svo yfirgengilegur að það er líkt og sálin svífi út úr líkamanum og horfi á tómt hulstrið úr fjarlægð. • Átröskun er kvíðaröskun, ákveðin áráttuhegðun til að núll stilla neikvæðar hugsanir. • Ég var með þráhyggju út af lyfjunum en ákvað samt að taka þau inn til það ná tökum á þeirri þráhyggju. • Árátta og þráhyggja eru hugar fjötrar, hugsanir festast í fjötrum efans.
Ágreiningur um bílastæði við Reykjanesvita Reykjanesjarðvangur hefur sótt um leyfi fyrir gerð fyrsta áfanga bílastæðis við Reykjanesvita samkvæmt teikningum frá Landmótun. Teikningarnar byggja á samþykktu deiliskipulagi fyrir Reykjanesvita og nágrenni. Skipulagsfulltrúi hafði áður gefið út framkvæmdaleyfi en vegna formgalla þá var það fellt úr gildi. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að gefið verði út framkvæmdaleyfi. Lýsingin var send til ums agnar eige nda faste igna innan deilis kipulagsm arka, Skipulagsstofnunar, Vegagerðar innar, Umhverfiss tofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu,
Grindavíkurbæjar, Samgöngu stofu, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Ferðamálasamtaka Reykjaness. Einnig var auglýst kynning fyrir almenning. Umsagnir bárust frá Skipulags stofnun, Vitaverðinum ehf og Vega gerðinni sem ekki gerðu athuga semdir. Skipulagsstofnun og Vita vörðurinn ehf telja að fyrirhuguð áform um stækkun tjaldsvæðis og bygging gistihúsa séu í ósamræmi við stefnu gildandi aðalskipulags og nýrrar aðalskipulagstillögu. Umhverfis- og skipulagsráð vísar málinu til stýrihóps endurskoðunar aðalskipulags til ákvörðunar um hvort breyta eigi aðalskipulagi vegna þessa máls.
• Einsemdin er versta tilfinning þjáningarinnar, þess vegna er skilningur sem fenginn er af sameiginlegri reynslu eitt allra besta meðal sem til er. • Hver dagur, hver persóna sem
kemur nálægt okkur hefur sín áhrif á okkur og mótar okkur. • Skömmin er náfrænka ábyrgðar kenndarinnar og óttans við að gera mistök. Skömmin er útsæði kvíðans.
ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Í Þorlákshöfn er mikið framboð af hentugu landrými til ýmiss konar starfsemi og fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðarsvæði við höfnina og næsta nágreni.
Þorlákshöfn er á suð-vesturströnd Íslands. Þar er eina höfn Suðurlands allt austur að Hornafirði. Frá höfninni eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema u.þ.b. 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum.
Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu.
Höfnin hefur verið í mikilli uppbyggingu s.s. breikkun innsiglingar, dýpkun hafnarinnar sem gerir stærri skipum og ferjum kleift að leggjast að höfn í Þorlákshöfn – en siglingar frá Þorlákshöfn styttir siglingartímann til Evrópu töluvert miðað við til og frá Reykjavík.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.
olfus@olfus.is
Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
62
Karlakóramót á Dalvík HEKLU-mót verður haldið í íþróttahúsinu á Dalvík laugar daginn 22. apríl nk. Hekla er samband norðlenskra karlakóra en á síðari árum hafa karlakórar af Vestfjörðum og Austfjörðum einnig verið þátttakendur í Heklu. Á Suðurlandi og Vesturlandi er Katla, samband sunnlenskra karlakóra. Í Heklu eru 11 karlakórar en
reiknað er með að Karlakór Vopna fjarðar og Karlakórinn Ármenn á Neskaupstað verði einnig meðal þátttakenda á mótinu. Í Heklu eru í dag Karlakórinn Ernir á norðanv erðum Vestfjörðum, Vestri á Patreksfirði, Lóuþrælar í Vestur-Húnavatnssýslu, Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, Heimir í Skagafirði, Karlakórinn í Fjalla
byggð, Karlakór Dalvíkur, Karlakór Eyjafjarðar, Karlakór AkureyrarGeysir, Hreimur í Aðaldal og Drífandi á Egilsstöðum/Fljótsdals héraði. Það verður því mikið og hátt sungið á Dalvík þennan laugardag, ekki síst þegar allir kórarnir syngja saman en það gæti verið 300 til 400 manna karlakór. En fyrst koma kórarnir fram hver fyrir sig.
Félagar í Karlakór Dalvíkur hefja upp raustina á Fiskideginum mikla fyrir nokkrum árum.
Íslenskur búfénaður að mestu laus við smitefni Mikill þrýstingur er á yfirvöld að rýma innflutningsheimildir á hráu kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum af EES svæðinu. Íslendingar liggja undir beinum hótunum um lögsóknir af hálfu EFTA vegna meintra samkeppnishindrana ef ekki verði látið undan. Auk þess herja innlendir verslunaraðilar stíft á yfirvöld í gegn um alls kyns samtök sín um að opna hér allar gáttir, falla frá kröfum um frystingu í tiltekinn tíma fyrir sölu á hráu kjöti og svo framvegis. - En verða Íslendingar ekki að fara með gát í öllum innflutningsmálum landbúnaðaravara? Við erum með hreinasta land í Evrópu hvað varðar búfjársjúdóma og við notum mörgum sinnum minni lyf í okkara landbúnaðarframleiðslu en Evrópuþjóðirnar sem bjóða okkur landbúnaðarvörur sínar á lægra verði en við getum keppt við vegna þess hversu hiti er hér lægri en í sólarlöndum. Okkar færustu vísindamenn hafa enda varað við þessum hættum en það er samt reynt að skella skollaeyrum við þeirra viðvörunum eða þagga þá í hel. Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, á langan og merkilegan feril í rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og fáir hafa viðlíka þekkingu á efninu. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að leggja við hlustir þegar Margrét tjáir sig um þessi mál og varar við afleiðingum þess að fara óvarlega við innflutning á erlendu kjötmeti.
Í Morgunblaðinu segir Margrét það alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. ,,Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,“ sagði Margrét. þar sem hún rakti meðal annars afleiðingar innflutnings á búfé hingað til lands í gegnum tíðina. Margrét segir að í hvert skipti sem reynt hafi verið að kynbæta búfjárstofnana með innflutningi á skepnum hafi orðið slys, og nefnir m.a. fjárkláða, riðu, votamæði, þurramæði, visnu og garnaveiki. Enn er glímt við afleiðingar þessarar tilraunastarfsemi. Innflutningur á kjöti getur einnig verið varasamur, en samið hefur verið um aukinn innflutning búvara frá löndum ESB og stefnan er að hann verði aukinn. Hingað til hafa stjórnvöld þó fyrirskipað að hrátt kjöt skuli vera frosið í að minnsta kosti einn mánuð til að draga úr smithættu, en þrýst er á um að slakað verði á þeim kröfum. Margrét varar mjög við þessu og bendir á að ekki sé hægt að stóla á heilbrigðisvottorð frá innflutningslöndum. Afurðir sem sagðar séu þýskar þurfi til dæmis aðeins að vera 60% þýskar. Þá séu berklar í kúm í mörgum löndum ESB og ekki viljum við hafa þá í matinn okkar. Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum segir í Morgunblaðinu að landfræðileg einangrun Íslands sé höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis séu
að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í dýrum utan Íslands. Smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er því um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Einkum eigi þetta við um hross, nautgripi, sauðfé og geitur. Þessi sérstaða Íslands valdi því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faraldri í búfé hérlendis. Vilhjálmur segir að mikil verðmæti séu fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Þó að skæðir dýrasjúkdómar séu fátíðir hérlendis sé sagan rík af dæmum um sjúkdómsfaraldra sem hér hafa
Katla Jarðvangur er svæði sem samanstendur af jarð fræðilegum fyrirbrigðum Fundað var um menningarerfðir og sáttmála UNESCO um verndun hans á Selfossi, Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri og Hornafirði fyrir nokkrum misserum. Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri voru í samstarfi við Brynju Davíðsdóttur, framkvæmdarstjóra Kötlu Jarðvangs, sem fór yfir stöðu jarðvangsins eftir úttekt matsmanna og innleiðingu í UNESCO Global Geoparks 2015. Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku, að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull. Fundirnir voru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins en markmiðið með því er að skapa umræðu. Meðal áhersluatriða er; • að koma af stað umræðu um menningarerfðir
• fá hugmyndir um menningar erfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda • skrá félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða • kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær. Katla Jarðvangur er svæði sem samanstendur af jarðfræðilegum fyrirbrigðum á heimsmælikvarða. Á þessu svæði hafa verið staðfest yfir 150 eldsumbrot eldfjalla og/ eða eldgíga, síðan á 9. öld. Þessi eldsumbrot hafa skapað landslag jarðvangsins og ráðið miklu um það hvar fólk tók sér búsetu. Í gegnum aldirnar hafa maður og náttúra skapað sögu svæðisins. Landslagið er stöðugt breytilegt vegna umbrota eldstöðvanna.
valdið ómældu tjóni. Flesta faraldra hérlendis í búfé sé hægt að rekja til innflutnings á dýrum, en einnig séu dæmi um að dýrasjúkdómar hafi borist með vörum og jafnvel fólki. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna séu og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu. Þannig séu mörg þeirra smitefna fátíð eða óþekkt í búfé hérlendis sem valdi algengustu og alvarlegustu matarsýkingum í mönnum. Milliríkjasamningar um aukið frelsi í viðskiptum hafa aukið mjög viðskipti með matvæli og fóður milli landa og heimsálfa, samhliða hefur hættan á smitdreifingu orðið meiri. Matvæli eru stór hluti þeirra vara sem eru á alþjóðamarkaði og geta hæglega borið með sér óæskilega sjúkdómsvalda til staða í órafjarlægð frá framleiðslustað. Vilhjálmur segir smitefni aðalástæða fyrir hindrunum á frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur. ,,Ef slakað verður á núgildandi heilbrigðiskröfum má ætla að tíðni matarsýkinga í mönnum hérlendis aukist. Jafnframt er líklegt að smitburður í dýr af óæskilegum
sjúkdómsvöldum muni eiga sér stað fyrr en síðar, hvort sem það verður með vörunum sjálfum eða með þeim sem neyta þeirra. Afleiðingar þessara sýkinga og kostnaður samfélagsins mun ráðast af smitefnunum sem berast en getur í verstu tilfellum orðið mikill og afleiðingarnar alvarlegar og óafturkræfar,“ segir Vilhjálmur Svansson. Umræður um verslunarfrelsi teygir sig inn í þingsali þar sem þingmenn halda að þeir séu í hugsjónabaráttu við að koma á rýmri innflutningi landbúnaðarvara. það er sjálfsagt ágætt að berjast fyrir verslunarfrelsi eins og að koma brennivíninu í hendur almennings verslunarinnar. En smitsjúkdómar eru margfalt alvarlegra mál. Mörgum þeim sem tala á opinberum vettvangi virðist slétt sama um íslenskan landbúnað af einhverjum ástæðum. En þessum sömu aðilum getur ekki verið sama um lýðheilsu landsmanna af einhverjum hugmyndafræðilegum ástæðum. Stöndum vörð um heilbrigði íslensks landbúnaðar og lýðheilsu okkar. -HJ
Kýr á beit. Innflutningur á kjöti getur verið varasamur.
ÞARFTU AÐ LÁTA FLYTJA EITTHVAÐ? Eimskip Flytjandi býður upp á daglegar ferðir til allra landshluta árið um kring. Við leggjum áherslu á að koma sendingu þinni örugglega til skila á sem skemmstum tíma, hvort sem um er að ræða lítinn pakka eða stóra vörusendingu. Hafðu samband við starfsfólk Flytjanda í síma 525-7700 og fáðu tilboð í þinn flutning.
525-7700 | flytjandi.is
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
64
Tónlistarskóli Langanesbyggðar óskar eftir tónlistar kennara til starfa við skólann næsta skólaár
Langanesbyggð er sveitarfélag með öflugu atvinnulífi og framtíðar möguleikum í ferðaþjónustu. Í byggðarlaginu búa um 600 manns, með tvo byggðakjarna Þórshöfn og Bakkafjörð. Frá haustinu 2017 fer öll kennsla á grunnskólastigi fram á Þórshöfn. Á Þórshöfn er íþróttahús og innisundlaug. Öflugt íþróttastarf er hjá Ungmenna félagi Langnesinga og möguleikar til útivistar miklir. Öll helsta þjónusta er á staðnum og flogið er alla virka daga til Akureyrar. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistar möguleikar. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margskonar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru konur sem og karlar hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Í skólanum eru að jafnaði um 30 börn sem spila á ýmis hljóðfæri; gítar, píanó, blásturshljóðfæri o.fl. Tónlistarskólinn er deild innan Grunnskólans á Þórshöfn og sinnir tónlistarkennari því deildarstjórastarfi ásamt því að kenna tónlist. Í því felst meðal annars að gera skóladagatal í samvinnu við skóla stjóra grunnskólans, gera stundar töflur fyrir nemendur og hafa umsjón með húsnæði og eigum tónlistar skólans. Þá tekur tónlistarkennari þátt í viðburðum á vegum skólans s.s. árshátíðum. Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá Ásdísi Hrönn Viðarsdóttur skólastjóra grunnskólans á Þórshöfn í síma 464-1164 / asdis@thorshafnarskoli.is. Fyrir áhugasama einstaklinga eru einnig tækifæri til meiri vinnu við undirleik og starf með kirkjukór svæðisins. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl en umsóknir skal senda rafrænar á netfangið asdis@thorshafnarskoli.is
Music teacher The municipality of Langanesbyggð in NorthEast Iceland is looking for a music teacher to start in August 2017. There are around 30 children in the music school, which is a department within the elementary school in Þórshöfn. For more information contact Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, asdis@thorshafnarskoli.is +354 468-1164. Last application date is the 23st of April.
Grunnskólinn á Þórs höfn auglýsir eftir • Íþróttakennara • Sérkennara • Kennara fyrir almenna kennslu Skólinn leitar að sérkennara sem áhuga á að móta faglega stefnu sérkennslunnar við skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklings miðaða náms og virkni og þátttöku allra í skólastarfinu. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk. Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá Ásdísi Hrönn Viðarsdóttur skólastjóra grunnskólans á Þórshöfn í síma 464-1164 / asdis@thorshafnarskoli.is.
Baldur Á. Steinarsson, framkvæmdastjóri Rafmiðlunar.
Höfuðstöðvar Rafmiðlunar hf. eru staðsettar í Kópavogi Vinnusvæði er samtals yfir 1000m² og hefur allan búnað til smíði rafmagnskápa og uppsetningu á rafkerfum. Vélar og tæki eru sérstaklega valdar fyrir nútíma framleiðslu og viðgerðar þjónustu. Allan almennan búnað til rafverkstakastarfsemi er að finna á verkstæðum fyrirtækisins. Rafmiðlun býður í vaxandi mæli upp á heildarlausnir á sviði rafverktöku, þ.e. ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd.
Starfsemin skiptist í dag fyrst og fremst í nýlagnir, skápasmíði allt að 7200A, tæknideild – hönnun, teikningar, tölvulagnadeild, viðhaldsþjónustu, fyrirtækjaþjónustu og innflutningsdeild.
Eigendur
Núverandi eigendur Rafmiðlunar eru Ásgrímur Örvar Jónsson, Baldur Á. Steinarsson,Björgvin R. Pálsson, Gísli Kristján Birgisson, Hannes Svanur Grétarsson, Kolbeinn Sverrisson, Magnús Már Steinarsson, Óskar Þórisson og Valgarður Lúðvíksson. Þeir Björgvin, Baldur og Óskar mynda núverandi stjórn fyrirtækisins
en Baldur annast daglega framkvæmdastjórn. Upphaflega voru stofnendur Rafmiðlunar þrír en nú eru tveir eftir af upphaflegu hluthöfunum og sjö lykilstarfsmenn hafa bæst við í eigendahópinn þannig að nú eru félagarnir níu talsins sem þarna starfa allir saman. Stefna fyrirtækisins er að veita alhliða þjónustu og lausnir á sviði rafverktöku hvort sem verkefnin eru stór eða smá. Rafmiðlun býður heildarlausnir á sviði rafverktöku, þ.e. ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd. Eigendur leggja ríka áherslu á ábyrga og góða þjónustu við viðskiptavini sína.
Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro Heildarlausnir fyrir heimilið
Dvalar og hjúkrunar heimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi Dvalar og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunar fræðingi í afleysingu sumarið 2017. Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Á Nausti eru 14 íbúar. Starfið er fjöl breytt og skemmtilegt. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta og sam starfshæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu. Íslenskukunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Sólrún Arney Siggeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 468-1322.
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu Auglýst er eftir starfsmanni við heimaþjónustu á Bakkafirði. Um er að ræða hlutastarf. Vinnutími er eftir samkomulagi. Umsóknir sendist til naust@langanesbyggd.is Nánari upplýsingar veitir Sara hjá NAUST í síma 832-3007.
Allir velkomnir Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Allt fyrir eldhúsið
Rafmiðlun í Kópavogi
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
65
Fjölmargir þjónustusamningar við öflug fyrirtæki Á skrifstofu starfa fimm manns undir stjórn Baldurs, en á tækni-og hönnunardeild starfa tíu manns til viðbótar undir hans yfirstjórn.
Rafmiðlun er reynslumikið rafverktakafyrirtæki
Rafmiðlun við Ögurhvarf í Kópavogi er stærsta fyrirtæki í rafverktöku á Íslandi með langan og fjölbreyttan starfsferil að baki. Fyrirtækið var stofnað 1996 af þremur ungum félögum. Markmiðið var þá þegar og er enn er að veita alhliða þjónustu, lausnir, ráðgjöf, hönnun á sviði rafverktöku hvort sem verkefnin eru stór eða smá og
annarra fyrirtækja. Það er núna meðal annars með umboð fyrir þýska lýsingafyrirtækið Trilux og flytur inn frá því fyrir mikinn og vaxandi varning árlega. Þetta þýska fyrirtæki er í örum vexti og er á skömmum tíma orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum í Þýskalandi í sinni grein. Rafmiðlun á og rekur nokkur dótturfyrirtæki, m.a. ELECTROSON sem er staðsett í Rjukan í Noregi. Starfsmannafjöldi þar hefur undan farin ár verið á bilinu 10 til 15 og hófst starfsemin þar 2007. Framkvæmdastjóri þess er Kári Arngrímsson. Þar er Rafmiðlun að endurnýja raflagnir
Verkefnin hjá Norðuráli á Grundartanga eru fjölþætt
veita einnig þjónustu um allt land. Starfsmannafjöldinn hefur vaxið í áranna rás og er nú oft í kringum 140 manns. Uppi á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjunina starfa að meðaltali um tíu starfsmenn á vegum fyrirtækisins og 20 starfsmenn eru að þjónusta Elkem og Norðurál. Fyrirtækið hefur í auknum mæli flutt inn efni til eigin nota í verkum sínum en einnig selt til
í norskum vatnsaflsvirkjunum sem þar er að finna frá fornu fari. Rafmiðlun hefur verið með ýmis verkefni á Grænlandi gegnum dótturfyrirtæki sitt RAFMIDLUN GRÖNLAND, en unnið þar samt mest í samstarfi við ÍSTAK . Meðal annars hefur Rafmiðlun verið með allar raflagnir í tveimur vatnsaflsvirkjunum, leikskóla og í fleiri verkefnum.
RAFMIÐLUN er eina rafverkta kafyrirtækið á Íslandi sem hefur löggildingu í Noregi, Svíþjóð og Grænlandi auk Íslands.
Ljósleiðaravæðingin
Rafmiðlun á dótturfyrirtækið ProNet sem er sérhæft fyrirtæki á sviði fjarskiptalausna og ljós leiðaralagna. Sérstaða þess á markaði byggist á áratugareynslu við uppbyggingu á ljósleiðara kerfum á Íslandi og víðar um heiminn. Fyrirtækið ProNet hefur aðgang að um 60 starfsmönnum með viðamikla reynslu í tæknigeiranum sem eru þrautþjálfaðir í því að leysa öll verkefni, stór eða smá. Það býður uppá heildarlausnir fyrir fjarskiptakerfi af öllum stærðum og gerðum. Styrkur þess er fólginn í því að allt efni sem það notar flytur það inn sjálft og getur það því boðið viðskiptavinum sínum hagstæðari kjör. Vilji viðskiptavinir nota sitt eigið efni þá vinnur fyrirtækið að sjálfsögðu úr því. Verslun og söludeild ProNet er við Ögurhvarf 2 í Kópavogi. Þar er boðin ráðgjöf varðandi tæknilausnir, búnað, lagnir og lagnaleiðir. Í versluninni er einnig boðið upp á öryggismyndavélar, öryggiskerfi, tæki og áhöld til lagna og mælinga, tengibúnað og lagnaefni. Vöruúrvalið og verðlista má sjá á vörusíðum ProNet.is. ProNet rekur öfluga framkvæmdadeild með vel menntuðum starfsmönnum sem búa yfir viðamikilli reynslu úr tæknigeiranum. Tækjabúnaðurinn samanstendur af nýjustu og bestu tækjum sem völ er á, og starfsmennirnir eru þrautþjálfaðir í því að leysa öll verkefni, stór sem smá, hvort sem verkefnið er að byggja nýtt kerfi, eða mæla, taka út og viðhalda eldri kerfum. ProNet býður verslunum, fyrirtækjum, verktökum og öðrum stórnotendum upp á hagstæð vöruverð og býður einnig upp á sérpöntunarþjónustu á sérhæfðu efni og vörum.
Baldur Á Steinarsson er framkvæmda stjóri og einn af stofnendum og Rafmiðlunar
Baldur Á. Steinarsson fram kvæmdastjóri RAFMIÐLUNAR, segir að fyrirtækið hafa fjöl marga þjónustusamninga við
Ný verskun Hagkaupa í Smáralind hefur vakið óskipta athygli viðskipta vinanna. Rafmiðlun var þar verktaki.
Friðarsúlan í Viðey er eitt margra verkefna Rafmiðlunar.
stór fyrirtæki eins og t.d. Elkem, Norðurál, Orkuveitu Reykjavíkur, Símann, Bónus, Hagkaup, IKEA, 365 ljósvakamiðla og er í dag með þjónustu upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er þar í mjög stóru verkefni sem tengist stækkun flugstöðvarinnar. RAFMIÐLUN tekur að sér verkefni nánast hvar sem er á landinu og sem stendur er fyrirtækið með allstórt verkefni í
Rafmiðlun á og rekur nokkur dótturfyrirtæki, m.a. Electroson sem er staðsett í Noregi. Starfsmannafjöldi þar hefur undanfarin ár verið á bilinu 10-15 og hófst starfsemin þar árið 2007. Rafmiðlun hefur verið með ýmis verkefni á Grænlandi í gegnum dótturfyrirtæki en unnið þar mest í samstarfi við Ístak.
Vestmannaeyjum auk stórverkefna á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu misseri hefur verið mikið umleikis vegna nýrra verslana á Íslandi eins og HM og COSTCO og verið er að flytja RÚMFATALAGERINN á Korputorgi en fyrirtækið Íslensk --Ameríska hefur keypt allar húseignir þar og er að flytja sína starfsemi þangað. Unnið er stíft í gamla Hampiðjuhúsinu á Bíldshöfða en þar er verið að staðsetja m.a. heilsugæslu. ,,Við eigum og rekum nokkur dótturfyrirtæki, m.a. ELECTROSON sem áður sagði er staðsett í Noregi. Við höfum undanfarið verið að vinna þar í landi með fyrirtæki sem heitir GOODTECH. Við höfum verið með ýmiss verkefni á Grænlandi gegnum dótturfyrirtæki okkar RAFMIDLUN GRÖNLAND en
unnið þar mest með Ístak sem er þar að reisa vatnsaflsvirkjanir. Við höfum einnig höfum við verið í lítils háttar útrás eins og í Svíþjóð og Danmörku.“
RAFMIÐLUN tengist ljósleiðara væðingunni
,,Við tengjumst umtalsvert ljósleiðaravæðingunni hérlendis, en hjá ProNet, sem er sérhæft dótturfyrirtæki okkar á sviði fjarskiptalausna, er veitt öll þjónusta sem varðar lagningu og tengingu ljósleiðara, netkerfa hjá fyrirtækjum, uppsetningu loftnetskerfa og gervihnattadiska, uppsetningu á öryggiskerfum í heimili og bústaði, uppsetningu öryggismyndavéla og margt fleira,“ segir Baldur. - Hefur starfsemin mikið breyst á þessum liðlega 20 árum sem Rafmiðlun hefur starfað? ,,Hún hefur fyrst og fremst þróast meira í heildarlausnir eins og hanna, teikna og leggja, m.a. fyrir fasteignafélög eins og t.d. Reiti en síðan hefur bæst við innflutningur þó mest til eigin nota, m.a. í töflusmíðinni og sem því tengist. Í upphafi vorum við þrír eigendur, allt til ársins 2005, þá kaupum við upphaflegu félagarnir Björgvin, þriðja aðilann, út úr fyrirtækinu en árið 2007 seldum við hlut til sjö lykilstarfsmanna og í dag eru eigendur Rafmiðlunar níu talsins. Við eigum líka dótturfyrirtækið ProGastro sem sérhæfir sig í öllu hvað varðar stóreldhúsin. Það er með stóra og glæsilega verslun hér í Ögurhvarfinu. Nýjasta dótturfyrirtækið okkar er Hleðsla ehf. sem sérhæfir sig í þjónustu við rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva, en sú þjónusta fer hraðvaxandi vegna vaxandi áhuga á umhverfisvænum bifreiðum eins og rafbílum,“ segir Baldur Á. Steinarsson. RAFMIÐLUN er enn ungt fyrirtæki í örum vexti og því full ástæða til þess að óska því velfarnaðar í náinni framtíð.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
66
Mannamót 2017:
Sóknarfærin eru á landsbyggðinni Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir ferðasýningunni Mannamót 2017 19. Janúar sl. í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi en þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum. Þetta var í fjórða sinn sem markaðsstofurnar taka höndum saman og setja upp viðburðinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín. Tilgangurinn er að kynna ferða þjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferða skrifstofum og ferðaskipuleggj endum á höfuðborgarsvæðinu og
markmiðið að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu úti á landi. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talskona Manna móta, segir að tækifærin séu mörg í ferðaþjónustunni úti á landi og að hægt sé að taka á móti mun fleiri ferðamönnum en gert sé nú. Arnheiður segir óþarfi að hægja á straumi ferðamanna til landsins, það þurfi bara beina honum lengra út á landið. Hún segir að þótt þróunin þokist í rétta átt sé mikil árstíðasveifla víða á landsbyggðinni og erfiðlega gangi að reka ferðaþjónustufyrirtæki utan háannatímans á sumrin. Eitt af hlutverkum Mannamóta sé að sýna fram á að fjölda vel rekinna ferðaþjónustufyrirtækja sé að finna
á landsbyggðinni sem vel geti þjónustað mun fleiri viðskiptavini en gert er í dag. Mörg spennandi atriði voru til sýnis á Mannamótum og það vakti athygli sýningargesta hversu mikla nýsköpun var að sjá á sýningunni. Oft eru þetta einfaldar hugmyndir sem gerðar eru spennandi með frumlegri og hugmyndaríkri nálgun. Sem dæmi má nefna bjórtúrisma á Norðurlandi, hundasleðaferðir og torfhesthús sem menn hafa prófað sig áfram með fyrir norðan og vakið athygli út fyrir landsteinanna. Á Reykjanesinu býður ferðaþjónustan t.d. upp á „storm adventures” þar sem ferðamenn upplifa særokið á Reykjanesi á eigin skinni. Hefur þetta gefið góða raun og þótt hin ákjósanlegasta skemmtun fyrir erlenda ferðamenn.
Hvalaskoðun nýtur stöðugra vinsælda, ekki síst frá Dalvík. Aðalheiður Símonardóttir sem þarna stendur rekur hins vegar ásamt manni sínum veitingastað sem heitir því frumlega nafni ,,Gísli –Eiríkur - Helgi“ eftir sögufrægum bræðrum sem sagðir hafa búið að Bakka í Svarfaðardal.
Ásprent á Akureyri hlaut umhverfisvottun Svansins Ásprent á Akureyri fékk fyrir skömmu dögunum umhverfis vottun Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfis málum. Kristín Linda Árnadóttir, fors tjóri Umhverfiss tofnunar, afhenti G. Ómari Péturssyni, framkvæmdastjóra Ásprents, vottunina við athöfn í höfuðstöðvum
fyrirtækisins á Akureyri. Ásprent er 35. Fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Svanurinn er opinbert umhverfis merki Norðurlanda.Strangar kröfur sem um það gilda tryggja að vörur því merktar ættu að vera betri en aðrar fyrir umhverfið og heilsuna. „Afhending Svansvottunarinnar
er staðfesting á vinnu sem starfsfólk Ásprents hefur unnið á undanförnum árum og miðar að því að takmarka sóun, flokka úrgang og tryggja hámarksnýtingu á hráefni. Það er kærkomið að fá vottunina afhenta og geta þar með boðið viðskiptavinum vöru og þjónustu sem tryggt er að unnin er með það að markmiði að takmarka umhverfisáhrif,“ segir G. Ómar Pétursson.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti G. Ómari Péturssyni, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls (t.h), vottunina. Í miðjunni er Valgeir K. Gíslason frá VKG ráðgjöf sem aðstoðaði Ásprent Stíl við innleiðinguna.
Frábært tækifæri í ferðaþjónustu á Suðurlandi! Allar helstu perlur Suðurlands í næsta nágrenni Urriðafoss 17,4 km Þjófafoss 42 km Fossabrekkur 42 km Gullfoss og Geysir 75 km Þingvellir 80 km Sólheimajökull 82 km Landmannalaugar 90 km Dyrhólaey 97 km
Giljatangi á Laugalandi Í Rangárþingi ytra eru til sölu fjórar parhúsa íbúðir á Laugalandi með samtals 16 herbergjum. Parhúsin eru byggð úr timbri árið 2002 og eru klædd að utan með standandi timburklæðningu. Hver íbúð er 136,6 fm2 auk 38,5fm2 bílskúrs. Til greina kemur að selja stakar íbúðir sem og allar íbúðir í einu. Mögulegt er að kaupa með um 10 hektara af landi, sem liggur að húsunum.
Laugaland Á Laugalandi er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús og sundlaug.
Innra skipulag íbúða Flísalagt anddyri. Gangur og stofa með parketlögðum gólfum, hurð úr stofu út á verönd. Eldhús með parketi á gólfi og ágætri innréttingu. Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, baðkeri, sturtuklefa og innréttingu. Gesta salerni með flísum á veggjum og gólfi. Fjögur svefnherbergi með parketi á gólfum, skápar eru í þeim öllum. Þvottahús, sem jafnframt er bakinngangur í íbúðina með parketi á gólfi. (Auðvelt að breyta þessu rými í herbergi með sérinngangi) Geymslu með máluðu steingólfi. Bílskúrinn er með gönguhurð og innkeyrsludyrum (Hægt að breyta í stúdíóíbúð með sérinngangi) Húsin eru kynt með hitaveitu.
Allar nánari upplýsingar eru aðgengilegar á www.fannberg.is Guðmundur Einarsson Sími: 487 5028 Netfang: gudmundur@fannberg.is
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
67
Ljósamenning á Seyðisfirði Listahátíðin ,,List í ljósi“ umbreytti Seyðisfjarðarkaupstað með ljósadýrð og spennandi listaverkum í lok þorra. Innlendir sem erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni sem bókstaflega lýsir upp Seyðisfjörð. Hátíðin er haldin í febrúar, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins.
Jón Már Jónsson, formaður FÍF og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þegar skrifað var undir yfirlýsingu í Marshallhúsinu við Grandagarð um endurnýjanlega orku. Marshallhúsið var upphaflega síldarbræðsla og gegndi því hlútverki í hartnær hálfa öld.
Ýtt undir notkun á endurnýjanlegri orku Landsvirkjun og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) hafa tekið höndum saman um að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði. Fiskmjölsframleiðendur hafa á undanförnum árum notast bæði við olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en þeir hafa keypt skerðanlegt rafmagn af raforkusölum sem Landsvirkjun hefur selt á heildsölumarkaði. Takmarkað framboð á slíku rafmagni og sveiflukennd eftirspurn hjá fiskmjölsframleiðendum hefur gert að verkum að olía hefur verið nauðsynlegur varaaflgjafi í mjölvinnslunni og komið í stað rafmagns þegar á hefur þurft að halda. Með viljayfirlýsingu sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Jón Már Jónsson, formaður FÍF, hafa skrifað undir er markmiðið að gera fiskmjölsframleiðslu enn umhverfisvænni með því
ýta undir notkun rafmagns við vinnsluna, draga þar með úr losun koltvísýrings og styðja um leið við markmið Parísarsamkomulagsins og skuldbindingar Íslands samkvæmt því.
Aukinn hvati til rafvæðingar
Í kjölfar yfirlýsingarinnar stefnir Landsvirkjun jafnframt að því að bjóða þeim sem nota skerðanlegt rafmagn samninga á samkeppnishæfum kjörum til lengri tíma en verið hefur, eða frá undirritun og allt til septemberloka 2019. Með því er ætlunin að stuðla að því að hvati skapist fyrir fiskmjölsverksmiðjur sem ekki eru þegar rafvæddar til að ráðast í þá fjárfestingu sem til þarf. Á móti skuldbindi verksmiðjurnar sig til að kaupa skerðanlegt rafmagn burtséð frá verðþróun annarra orkugjafa. Öðrum kaupendum rafmagns sem nú nýta mengandi orkugjafa og
uppfylla skilmála Landsvirkjunar um uppsett afl stendur einnig til boða að kaupa skerðanlegt rafmagn af þessari gerð, í gegnum sölufyrirtæki raforku. Náist ekki markmið viljayfirlýsingarinnar á næstu 12 mánuðum verður hún og markmið hennar endurskoðuð. „Yfirlýsing þessi er stórt skref í þá átt að takast megi að fullnýta þá fjárfestingu í rafvæðingu sem þegar hefur átt sér stað í verksmiðjunum og jafnvel að auka hana eitthvað. Yfirlýsingin gerir það að verkum að félagið getur með góðri samvisku hvatt félagsmenn sína til að nota umhverfisvænt skerðanlegt rafmagn umfram aðra orkugjafa. Það er von okkar að sá andi og þau viðhorf sem höfð voru að leiðarljósi við gerð yfirlýsingarinnar nái líka til annarra aðila sem koma að sölu á rafmagni til verksmiðjanna ,“ segir Jón Már Jónsson, formaður FÍF.
Humarinn er verðmætasta afurð Skinneyjar – Þinganes á Hornafirði Sjávarútvegsfyrirtækið SkinneyÞinganes á Höfn í Hornafirði rekur saltfiskverkun árið um kring auk þess að frysta í stórum stíl humar, loðnu, makríl og síld. Þá er ótalin hrognavinnsla, sundmagaverkun og vinnsla á fleiri aukaafurðum. Við þessa starfsemi vinna 150–170 manns í landi. Fyrirtækið gerir út átta fiskiskip með liðlega 90 manna áhöfn alls. Það eru Jóna Eðvalds, Ásgrímur Halldórsson, Þórir, Þinganes, Steinunn, Hvanney, Skinney og Vigur. Á innlendum markaði eru afurðir fyrirtækisins seldar og markaðssettar undir merkinu Skinney – Þinganes en Blumaris á erlendum vettvangi. Uppsjávarfiskur er einkum frystur, ýmist flakaður eða heill, en hluti aflans er unninn í mjöl og lýsi.
Afurðirnar fara á erlendan markað. Bolfiskur er seldur frosinn og ferskur en þó er mest verkað í saltfisk sem er að stórum hluta fluttur til Portúgals og Spánar. Verðmætasta afurð fyrirtækisins er humarinn. Hann er flokkaður í verðflokka og ræður stærð og útlit
humarsins mestu um flokkunina. Langstærstur hluti afurða fyrirtækisins er seldur úr landi til Kanada, Spánar, Portúgals, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Noregs, Egyptalands, Kína, Japan og Suður-Kóreu, auk Rússlands og fleiri landa í Austur-Evrópu.
Blumaris er vörumerki Skinneyjar – Þinganes á erlendum mörkuðum.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
68
Samræmd vísitala neysluverðs
- til hagsbóta fyrir þorra skuldara
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og þær Hildur Þórsdóttir og Hjördís Skírnisdóttir, sem tóku á móti verðlaununum fyrir hönd skólans. MYND/MHH
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafells sýslu hlaut Mennta verðlaun Suðurlands Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent 10. janúar sl. við hátíðlega athöfn í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin sem í þetta sinn fóru til Framhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu (FAS.) Í Fjölbrautaskólanum hefur verið unnið markvisst að náttúrufarsrannsóknum frá árinu 1990 og eru nemendur skólans ávallt þátttakendur í þeim rannsóknum. Á hverri
önn fara nemendur í ákveðnum áföngum í vettvangsferðir og kynnast náttúrurannsóknum með mælingum og rannsóknarúrvinnslu. Þannig eru jökulsporðar mældir og fylgst er með framvindu gróðurs á Skeiðarársandi ásamt því að fylgjast með álftastofni í Lóni og fuglar eru taldir í Óslandi. FAS starfar í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrustofu Suðausturlands. Sérþekking þeirra er mikilvæg og kynnast nemendur þannig náttúrunni og fá leiðsögn í vísindalegri úrvinnslu sem mun nýtast þeim í frekara námi.
Hvað er samræmd vístala neysluverðs? Fullyrða má að mikill meirihluti landsmanna geri sér litla eða jafnvel enga grein fyrir því. Samkvæmt vísitölu neysluverðs sem eru þær vísitölumælingar sem við notum, þá er verðbólga síðustu 12 mánaða 1,8% en ef við skoðum verðbólgumælingar út frá samræmdri vísitölu neysluverðs þá er verðbólga síðustu 12 mánaða 1,1%. Samræmd vísitala er notuð í mörgum þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. Munurinn á henni og okkar vísitölumælingum er sá að við reiknum fasteignakaup sem neyslu en það er ekki gert í samræmdri vísitölu. Þar eru fasteignakaup reiknið sem fjárfesting. Ef við skoðum muninn á þessum tveimur vísitölum og miðum við 20 milljón króna lán þá væri það lán 57 milljónir króna eftir síðasta gjalddaga miðað við 1,8% verðbólgu vísitölu neysluverðs en 49 milljónir króna miðað við 1,1% verðbólgu samræmdrar vísitölu neysluverðs. Tölurnar tala skýrt sínu máli. Á yfirstandandi Alþingi hefur verið lögð fram tillaga um að greina kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Hér á landi hefur verið stuðst við vísitölu neysluverðs
(VNV) sem mælikvarða á verðbólgu og til útreiknings á verðtryggingu síðan árið 1995. Í Evrópusambandsríkjunum er hins vegar stuðst við svokallaða samræmda vísitölu neysluverðs (SVN) en tilgangur hennar er m.a. að tryggja samræmda verðbólgumælingu í þeim ríkjum þar sem evra er gjaldmiðill. Hlutverk beggja vísitalnanna er að mæla verðbreytingar á vörum og þjónustu sem almenningur kaupir til einkanota en mismunandi vöruflokkar liggja til grundvallar hvorrar vísitölunnar fyrir sig. Þar munar líklega mestu um kostnað við eigið húsnæði sem er vöruflokkur innan VNV en ekki SVN. Hækkun húsnæðisverðs reiknast þannig beint inn í VNV en hefur aðeins afleidd áhrif á þróun SVN í gegnum húsaleigu. Það að halda húsnæðisverði og kostnaði við eigið húsnæði utan vöruflokka sem reiknast til neysluverðsvísitölu hefur verið rökstutt með því að þar sé fremur um að ræða fjárfestingu en eiginlega neyslu. Annar veigamikill munur á vísitölunum er sá að útgjöld ferðamanna eru undanskilin við útreikning VNV en ekki SVN. Verðbólgumæling þar sem stuðst er við VNV sýnir jafnan hærri verðbólgu en ef stuðst er
við SVN. Má leiða að því líkur að húsnæðisverð og kostnaður við eigið húsnæði skipti þar mestu máli. Þannig kom til dæmis fram í 4. tbl. Peningamála Seðlabanka Íslands að ársverðbólga í október sl. hafi mælst 1,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi lækkað um 0,5% frá fyrra ári. Verðbólga miðað við samræmda vísitölu neysluverðs hafi mælst 1,1% í september sl. Slíkur munur getur haft veruleg áhrif á þróun verðtryggðra lána.
Átta milljón króna munur á heildargreiðslu á 20 milljón króna láni
Sem dæmi má nefna að heildargreiðsla af 20 millj. kr. verðtryggðu jafngreiðsluláni til 40 ára með 3,85% vöxtum væri ríflega 57 milljónir króna miðað við 1,8% verðbólgu en ríflega 49 milljónir króna miðað við 1,1% verðbólgu. Af þessu er ljóst að líkur eru til að verðtrygging hefði talsvert minni áhrif á verðtryggð inn- og útlán ef stuðst væri við SVN en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Í grunninn má ætla að breytingin yrði því til hagsbóta fyrir þorra skuldara en hið gagnstæða gilti um eigendur verðtryggðs sparifjár sem að stærstu leyti eru lífeyrissjóðirnir.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 3. ÁR G. - AP R ÍL 2017
69
Fjöldi fyrirtækja með í yfirlýsingu um ábyrga ferða þjónustu
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Er Þuríðarbúð tilgátuhús sem gefur góða innsýn í aðstæður vermanna á 19. öld. Þuríður Einarsdóttir formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns. Margar slílar menningarminjar eru á Suðurlandi. Með stærra sveitarfélagi kunna þær að gleymast, en gæta þarf þess að slíkt hendi ekki. Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti.
Sameining sveitarfélaga í Árnessýslu í umræðunni - línur kunna að skýrast eftir fund í lok aprílmánaðar Tveir möguleikar eru nú í skoðun um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Í haust var stofnaður samr áðshópur sem skoðar sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu, í honum sitja fulltrúar sjö sveitarfélaga sýslunnar en Bláskógabyggð kaus að vera ekki með á fyrstu stigum. Þá eru uppi hugmyndir um að skoða sameiningu tveggja sveitahreppa í Árnessýslu, Skeiða- og Gnúp verjahrepps og Flóahrepps, við sveitarfélög Rangárvallasýslu; Rangárþing ytra, Ásahrepp og Rangárþing eystra. Einn fundur hefur verið vegna þeirrar hugmyndar en á honum var samþykkt að leita eftir því við sveitarstjórnir tilheyrandi sveitarfélaga að taka afstöðu til þátttöku í verkefninu og skipa tvo fulltrúa í samstarfsnefnd. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir
að alltaf hafi verið samstarf við sveitarfélögin austan Þjórsár, ekki síst í orkumálum, og það gæti orðið enn meira og auðveldara með nýrri brú yfir Þjórsá með tilkomu Hvammsvirkjunar. Sýslumörk eru í dag að mást út, sýslurnar sem stjórnsýslueining eru ekki lengur virkar. Mikið samstarf er á milli sveitarfélaga á Suðurlandi, m.a. er Skeiða- og Gnúpverjahreppur með hátt í þrjátíu samstarfsverkefni við önnur sveitarfélög.Enn sem komið er hafa bæði sveitarstjórnarmenn og íbúar í öllum sveitarfélögum blendnar tilfinningar fyrir sameiningu en það er vilji allflestra að kanna málið til að geta metið faglega hvaða leiðir eru bestar.
KPMG að vinna forvinnu
,,Endurskoðunarfyrirtækið KPMG er að vinna ákveðna forvinnu til að skoða alla mögu
leika á sameiningu í Árnessýslu. Það verður fundur seinni hluta aprílmánaðar með fulltrúum allra sveitarfélaganna í Árnessýslu, líka Bláskógarbyggðar sem eru með í umræðunni án allrar skuldbindingar,, þar sem ræddir verða ýmsir möguleikar. KPMG mun svo skila skýrslu í haust og þar ætti að skýrast enn frekar framhald þessa sameiningarmáls,“ segir Björgvin Skafti. Árnessýsla öll yrði með yrði með um 16 þúsund íbúa. Kostur við Árnessýslu í einu sveitarfélagi er að þar er þekktur miðkjarni, Selfoss, en ekki yrðu margir smærri byggðakjarnar sem tækjust á um hver ætti að vera miðdepillinn, en vissulega yrðu til þjónustukjarnar á allnokkrum stöðum. En hvað ætti sveitarfélagið að heita? Líklegast eru nöfnin Árnesþing eða Árnesbyggð að mati margra.
Yfirlýsing um ábyrga ferða þjónustu var undirrituð af forsvarsfólki yfir 250 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík þann í byrjun árs að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélags ábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Á sama tíma bauð Austurbrú aðilum á svæðinu að koma saman hjá Austurbrú á Reyðarfirði og undirrita yfirlýsinguna sem var varpað í gegnum Skype til Reykjavíkur. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Áhersluþættirnir eru: 1. Ganga vel um og virða náttúruna. 2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi. 3. Virða réttindi starfsfólks. 4. Hafa jákvæði áhrif á nærsam félagið.
Markmið hvatningar verkefnisins er m.a, að:
• Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
Þetta var myndarlegur hópur sem var mættur í HR til að undirrita yfirlýsinguna.
Miðstöð ferðaþjónustu hjá Midgard Adventure Midagard Adventure við Dufþaksbraut á Hvolsvelli leggur áherslu á að fólk á Hvolsvelli og nágrenni geti komið og kynnst erlendum ferðamönnum sem Hvolsvöll sækja heim. Þannig hyggjast eigendur Midgard Adventure brúa bilið þannig að heimafólk geti glaðst með ferðamönnum. Fyrirtækið er að byggja upp höfuðstöðvar ferðaþjónustunnar, gistiaðstöðu, veitingastað og
bar. Midgard breytir gömlu iðnaðarhúsnæði og byggir við það til þess að það geti þjónað ferðaþjónustunni. Húsið var byggt fyrir 40-50 árum sem steypustöð. Það er kennt við verktakafyrirtækið Suðurverk, sem lengi átti það. Húsið var í niðurníðslu þegar eigendur Midgard Adventures keyptu það af N1, án þess að hafa ákveðin not fyrir það. Það hefur því mest verið notað sem geymsla og verkstæði. Það blundaði lengi með eigendum
• Setja fram skýr skilaboð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg. • Draga fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélags ábyrgðar í ferðaþjónustu. • Vera hvatning fyrir fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að huga að sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Forseti Íslands sagðist í ávarpi sínu „fagna því þess vegna að þið komið hér saman til að lýsa yfir stuðningi við ábyrga ferðaþjónustu í landinu, að frumkvæði Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Íslenska ferðaklasans. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans segir að þessi mikli áhugi á samfélagsábyrgð í ferðaþjónustunni lýsti útbreiddri vitund í greininni um hversu dýrmætt orðspor ferðaþjónustunnar er. Það orðspor skapi allir sem koma að ferðaþjónustunni með athöfnum sínum. Ketill Berg Magnússon, framkvæmastjóri Festu segir það ánægjulegt hve mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eru tilbúin að heita því af sjálfdáðum að setja sér mælanleg markmið og aðgerðir um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Þetta sé á vissan hátt svar við ákalli ferðamanna og þjóðarinnar um að umhverfisvernd, góð þjónusta og sanngjarnir viðskiptahættir ættu að einkenna ferðaþjónustu á Íslandi. Samstarfsaðilar Festu í verkefninu eru SAF - Íslandsstofa Ferðamálastofa - Höfuðborgarstofa - Markaðsstofur Landshlutanna Stjórnstöð ferðamála og Safetravel, Bakhjarlar verkefnisins eru Bláa Lónið - Eimskip - Gray Line Iceland - Icelandair Group - Isavia - Íslandshótel og Landbankinn.
sú hugmynd að koma upp aðstöðu fyrir ævintýraferðaþjónustu og koma upp stóru hosteli í húsinu en hugmyndin þróaðist þannig að aðaláherslan varð á miðstöð ferðaþjónustunnar og góðan veitingastað og bar sem myndi þjóna jafnt heimamönnum sem erlendum gestum. Um 50 rúm verða í hostelinu sem opnaði 1. mars sl. og er markmiðið að bjóða upp á besta morgunmat á Suðurlandi, hvorki meira né minna!
Steypustöð verður hostel.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 3 . ÁRG. - APRÍ L 2 0 1 7
70
Lárétt: 1. Þíður vindur í hljóð leysi með leynd (10) 6. Ók Jörundi við ill skilyrði (5) 9. Eðalmálmur (2) 10. Gefa sig að kærleika sára (7) 11. Snarfokkuð er þvaður 14. Ekki nokkurri (5) 16. Skrúmur verður fyrir glettum í rúminu (7) 20. Það er fullt, Ingi. Þurfum aðstoð (9) 22. Útvega bíl með borðflösku (7) 24. Djörf (6) 25. Beina að (3) 26. Afkomandi birtist að ofan(5) 27. Grísk-katólsk helgimynd (4) 31. Kýs Los Angeles og er að bullsjóða (5) 34. Miðlunarverklag (16) 38. Tak á skepnu (4) 39. Ekki tuttla á !(7) 40. Æstur eða uppstökkur (5) 42. Eirkul er rugluð á báðum áttum (6) 44. Slétt fær tófu í rislausu (8) 45. Las nr. og fékk matarbita (5)
Lóðrétt:
1. Langa í garn, það er þrjóska (8) 2. Enginn auður er mér fjötur (6) 3. Mælieining í Bandaríkjunum sýnir fjarlægð frá miðju hrings til útferils (6) 4. Skáti með putahlýju (8)
5. Alúð getur skapað fisk (4) 6. Útlensk vin í eyðimörk (4) 7. Er þér vorkunn, Ingi vinur? (8) 8. Erkistefna ruglast út af rexi (10) 12. Silfur (2) 13. Fótboltafélag (2)
1 5. Sá meiði rangan eið (8) 17. Sjávar nátthagi er óþægileg upplifun (7) 18. Hann talar um vef en ég sveipa hann (5) 19. Lögun ausu byggist á trassaskap (10) 21. Kastaði á krá (3) 22. Klukkur í kút hjá dýri (7)
23. Norðanvindur, sonur morgungyðjunnar (6) 28. Köggull, vandræði eða sjúkrahús í Rvk. (7) 29. Hvíld (3) 30. Nytjaplanta og málmur valda skorti (7) 31. Tvær áttir (2) 32. Leikfélag Reykjavíkur (2)
33. Reiðan í rugli ber að akrein í sveig (6) 35. Leyna menntastofnun (5) 36. Þolir vel að tala um berjamó (5) 37. Vera að á hann! (5) 41. Spendýrshár (3) 43. Lækkað e í tónmáli (2)
Mistök í síðustu verðlaunakrossgátu
Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði að skýringar við krossgátuna brengluðust og því varð krossgátan óviðráðanleg. Nokkrir lesendur gerðu hetjulegar tilraunir til að ráða fram úr gátunni þrátt fyrir þetta en engum tókst það verk sem von var.
Verðlaunakrossgáta
1. verðlaun, kr. 20.000. - 2. verðlaun, kr. 10.000. - 3. verðlaun, kr. 5.000. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af síðunni ef fleiri en einn fjölskyldumeðlimur vill taka þátt. Síðuna skal setja í umslag og senda á: SÁMUR FÓSTRI - Krossgáta Bt. HALLSTEINN ehf. HAMRABORG 1 Dregið verður úr réttum lausnum og úrslit tilkynnt í næsta tölublaði. 200 KÓPAVOGUR
Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang
Póstnúmer
akk
i 78
ylgir
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 84045 04/17
lutap aukah
ðmæt r e v ð ia
kr. f 0.000
Verð frá: 5.350.000 kr.
Invincible 33" breyting fylgir með
Hilux er ódrepandi harðjaxl og með 33" breytingu eruð þið ósigrandi saman. Hilux Invincible kemur þér þangað sem þig langar, hvort sem það er leiðangur upp til fjalla, næsti veiðitúr eða bara að komast aðeins út fyrir borgina til að ná andanum. Hilux Invincible aukahlutapakki: 33" breyting, hlíf undir framstuðara, gluggavindhlífar, króm á afturljós og Invincible-merki. Verðmæti: 780.000 kr. Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM
3+2 ÁBYRGÐ
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is Invincible-pakkinn fylgir ekki með öðrum tilboðum. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
PIPAR \ TBWA • SÍA • 165455
Fáðu þér nýjan og girnilegan Happís frá Emmessís, ekta íslenskan rjómaís.