Sámur fóstri - 1. tbl. 4. árg. Desember 2018

Page 1

BLS. 70

Kolefnisjöfnun - blekking eða blessun.

Orkusamband ESB og Íslands

BLS. 42

Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur

„Bann við nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2030 er illa ígrundað“.

BLS. 72

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís

– fréttablað um málefni landsbyggðarinnar

BLS. 40

Samfélagsvandamálið mikla

Ágúst H. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur

Upplag: 44.000

1. TB L. 4. ÁR G.

DESEMBER 2018

Ísland er frjálst og fullvalda ríki

í 100 ár Ríkisstjórn Íslands efndi til fullveldishátíðar í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland öðlaðist fullveldi. 1. desember 1918 áraði ekki vel hér á landi, spænska veikin herjaði á marga landsmenn og hér var fimbulvetur enda var veturinn kallaður frostaveturinn mikli. Þarna lauk raunverulegri fullveldisbaráttu Íslendinga sem staðið hafði öldum saman. 1944 hlaut Ísland sjálfstæði sem var raunar eftirleikur þess sem átti sér stað fyrir einni öld. Frelsisbaráttan sem staðið hafði svo lengi var mikill sigur, enginn féll í þeirri baráttu en rökum þeirra sem

fóru fyrir baráttunni fyrir fullveldi var haldið fram af festu, með engum ofstopa eða ósanngirni. Fullveldið þarf að verja, alltaf, það gerist ekki af sjálfu sér og það sýndum við t.d. í þorskastríðunum gegn Bretum. Við þurfum líka að verja tungu okkar, íslenskuna, en kannski gerir unga fólkið í dag sér ekki alveg grein fyrir því. Íslenskan sem heyra má á sumum síbyljuútvarpsstöðvum er slík að stundum er erfitt að skilja að verið sé að reyna að tala íslensku. Þetta er sambland af útúrsnúningi, afbökun eða reynt er að vera fyndinn. Heyra mátti nýlega auglýsingu

þar sem auglýst var girnilegasta bókin! Það er eflaust gott að leggja sér hana til munns. Íþróttafréttamenn tala iðulega um að íþróttalið hafi unnið sigur eða sigrað leikinn en ekki að andstæðingurinn hafi verið sigraður. Svo má oft heyra að sagt er „samkvæmt einhverjum“ þegar átt er við að eitthvað er samkvæmt orðum einhvers eða haft eftir einhverjum. Baráttunni fyrir því að landsmenn tali rétt mál og hreina íslensku er því alls ekki lokið. Sámur fóstri óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar.

a K r o s s g á7t8 á bls.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

2

Ferðaiðnaðurinn á Íslandi

- eru Íslendingar að „prísa“ sig út?

Mývatn er mikill segull á ferðamenn.

Margt er rætt um hvernig skuli aflað tekna til viðhalds ferðamannastaða á landinu. Þetta hefur stigið fram í sviðsljósið eftir að sú mikla sprenging varð í komu erlendra ferðamanna til landsins sem hófst fyrir fáum árum. Það má segja að Ísland hafi komist skyndilega í tísku sem ferðamannaland eða bara einfaldlega verið uppgötvað af umheiminum, sem okkur Íslendingum þykir ekki merkileg vísindi. Við höfum lengi vitað að okkar kæra land væri svo einstakt á flesta vegu að það væri bara tímaspursmál hvenær heimurinn myndi gera sér sérstöðuna ljósa. En staðreynd er að náttúra landsins er um margt sérstæð. Og því fylgir að hún er um leið viðkvæm. Sár í gróðurþekjunni eru lengi að gróa. Má minna á að einhverju sinni fyrir miðja síðustu öld ritaði unglingaflokkur heiti sitt í mosaþekjuna á Vífilsfelli við Sandskeið. Þessi skrift er enn læsileg í fjallshlíðinni þó fjórðungur aldar sé liðin síðan þetta gerðist. Þetta er gott dæmi um hversu ógætileg hugsun og atferli, eins og akstur utan vega um viðkvæm gróðurlendi, geta valdið skaða sem erfitt er að bæta. Nýlega var sagt frá í fréttum að ökumaður hefði verið staðinn að því að spóla í mosa. Sektir ættu að vera það háar en enginn leggi í slík náttúruspjöll. Íslensk náttúra er og verður viðkvæm sem verður að umgangast af varúð. Þetta hafa menn gert sér ljóst í seinni tíð þegar ferðamannastraumurinn hefur vaxið svo sem raun ber vitni. Og þá

upphefjast deilur eins og Íslendinga er siður og sitt sýnist hverjum. Fyrrverandi ráðherra ferðamál vildi taka upp náttúrupassa sem allir yrðu að kaupa ef þeir vildu á ferðamannastaði koma. Þetta fannst mörgum snjallræði en öðrum miður og vildu ekki sætta sig við að vera gestir í eigin landi og þurfa að borga fyrir að fá að skoða föðurlandið. Þessi náttúrupassahugmynd náði því ekki að verða að veruleika. Sú staðreynd varð svo auðvitað til þess að ekkert raunhæft var gert í málinu og ferðamannastaðirnir hafa verið tekjulausir síðan þá um margra ára skeið, og ekkert útlit að breytinga sá að vænta. Ekki vegna þess að þörfin hafi minnkað heldur hafa mönnum fallist svo gersamlega hendur að þeim viðrist betra að gera ekki neitt.

Hver á að framkvæma?

Flestir eru sammála um aða eitthvað þurfi að gera. Ferðamannastaðir okkar þoli ekki þann átroðning sem ferðaskrifstofur veita þeim án þess að leggja hið minnsta til viðhalds þeirra. Sem allir sjá að gengur ekki til lengdar. Nú háttar misjafnlega til með eignarhald á einstökum stöðum. Við Geysi í Haukadal ætluðu landeigendur á móti ríkinu að taka sig til og fara að selja inn á svæðið sem þeir áttu þó aðeins að hluta. Ríkið tók þá af skarið og tók allt landið eignarnámi. Hyggst það nú vera sá aðili einn og óskoraður sem náttúrusvæðinu ætlar að stjórna. En fyrir átti það hverina flesta sem

eru óneitanlega aðal aðdráttarafl svæðisins. Það má því segja að þessi lausn hafi verið sú eina rétta þar sem upp voru komnar deilur við hina landeigendurna og öll sú öfund sem fylgir því ef einn ætlar að fara að græða sem annar fær ekki. Umræður um gjaldtöku á Austurlandi hafa ekki farið fram, eða fara afar hljótt, og sama er um aðra landshluta.

Hverjir eiga að stjórna?

Víða um heim eru náttúruperlur, veiðiréttindi, víðerni og þjóðgarðar í eigu ríkisins á hverjum stað sem fer þá með stjórnina alfarið á ábyrgð kjörinna fulltrúa svo sem er með aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Má segja að þetta sé fyrirkomulag sem flestir geti sætt sig við. Það er þá líka auðveldara að setja út á það sem menn eru óánægðir með og afgreiða misklíðar í lýðræðislegum kosningum án þess hér sé endilega talað fyrir ríkisrekstri á sem flestum sviðum, þvert á móti. En vissar stofnanir þjóðfélagsins er erfiðara að einkavæða en aðrar, s.s. lögreglu, slökkvilið og almennt vegakerfi. Það má því velta því fyrir sér hvort framganga ríkisins við Geysi Í Haukadal sé það fordæmi sem rétt sé að fylgja þar sem það á við. Það er einfaldlega þjóðarsómi að rekstur mála sé í fullkomnu lagi, þá vilja menn kannski ekki annað en að fyrirkomulagið sé yfir gagnrýni hafið og með hlutlausum hætti sem erfiðara er að tryggja ef einkaaðilar standa þar að. Staðir eins og Gullfoss koma

í hugann. Þar háttar málum svo til að aðstaða þar við fossinn er til skammar og stórhættuleg ferðamönnum sem eru að klöngrast um stórhættulegar hálar og blautar klappir á þverhníptu bergi þar sem fossinn bíður fyrir neðan reiðubúinn að svelgja hvern þann sakleysingja sem þar skrikar fótur. Þar féll einmitt ferðamaður í fossinn í fyrra sem Hvítá skilaði látnum. Annað er í sæmilegu lagi þar sem veitingamenn hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að hleypa ferðamönnum í spreng ókeypis á salerni, þar sem langar raðir myndast við kvennasalernin sérstaklega. En skiljanlega sækja þeir t.d. minna í Sigríðarstofu þar sem það kostar meira. Svona háttar til einnig víða annarsstaðar við náttúruperlur landsins, Goðafoss, Dettifoss, og svo áfram. Þjónusta við grunnþarfir ferðamannsins er í algeru lágmarki um allt land og verður að bæta úr ekki seinna en strax. Því vandamálið bara vex frá ári til árs ef ferðamannafjöldinn heldur áfram að vaxa.

Ferðmannasalerni

Ferðaskrifstofur virðast beita öllum brögðum til að pína verð niður hjá rekstraraðilum langferðabifreiða. Bílstjórar neita að opna klósettin í rútunum fyrir ferðamönnum í neyð og segja að viðkomandi ferðaskrifstofa borgi þeim ekki fyrir þrif. Það sýnist því vera alger tímaskekkja að

eru almenningssalerni, verður ríkið að koma til og útbúa staðina þannig að fullur sómi sé að. En það kostar. Þar verður gjaldtakan að koma inn sem kosti þrifnaðinn og annað það sem til staðarins þarf. Nú er beðið eftir því að ríkið láti hendur standa fram úr ermum.

Eru Íslendingar að „prísa“ sig út?

Upp gjósa öðru hverju raddir um að hér sé allt of hátt gengi, allt sé að verða of dýrt á Íslandi fyrir ferðamenn, þeir geti ekki borgað svona mikið. Auðvitað hefur allt verðlag stigið hér það sem að ferðamönum snýr. En það er bara ekki við Seðlabankann einan að sakast. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið mikilvirkir í að hækka verð hjá sér. Mörgum er farið að ofbjóða það verð sem sett er upp fyrir einfaldar veitingar víða á ferðamannastöðum. Þetta er ekki hægt að skýra með neinu öðru en að menn vilji selja á eins háu verði og þeir geta mögulega komist upp með. Og hver láir mönnum slíkt, en kannski flokkast þetta undir okur eða græðgi, eða hvoru tveggja. Það er lögmál framboðs og eftirspurnar sem flestu ræður í viðskiptum manna á meðal. Og svo er það líka sjónarmið, hvernig ferðamenn við Íslendingar viljum fá hingað. Viljum við nægan fjölda bakpokamanna eða viljum við efnameiri ferðalanga sem gista á glæsihótelum sem við eigum orðið mikið framboð af?

Margir erlendir ferðamenn verða undrandi þegar þeir koma til Fáskrúðsfjarðar og sjá skilti með götuheitum sem bæði eru á íslensku og frönsku. Þetta er góð markaðssetning þó kannski hafi hún ekki átt að vera það í upphafi.

leggja ekki fullan virðisaukaskatt á fólksflutninga og ferðamennsku svo þeir sem sem eru í rútubílarekstri geti þó innskattað þau aðföng til rekstursins sem nú falla niður dauð. Það er því auðsætt að að til að halda uppi sæmilegri reisn á ferðamannastöðum þar sem opin

Við Íslendingar þurfum að gæta þess að að fara ekki fram úr okkur í ferðamennsku eins og okkur hættir oft til að gera á öðrum sviðum. Kannski væri rétt að hugleiða það stöku sinnum í öllu uppbyggingarfárinu sem sem svo auðveldlega getur unnið á þjóðina.


NILFISK ELITE

58.720 kr.

VERÐ ÁÐUR 73.400 KR.

20%

20.640 kr.

NILFISK SELECT

37.520 kr.

VERÐ ÁÐUR 25.800 KR.

PIPAR\TBWA

SÍA

183955

UR AF AFSLÁTT SUGUM RYK HEIMILIS MBER Í DESE

NILFISK ONE

NILFISK ER ÓMISSANDI Á HEIMILIÐ

VERÐ ÁÐUR 46.900 KR.

NILFISK þekkja flestir, dönsku gæðaryksugurnar sem hafa þjónað íslenskum heimilum dyggilega í áratugi. NILFISK heimilisryksugur eru nú á 20% desemberafslætti. Veldu NILFISK ryksugu sem hentar þér og þínu heimili.

HAUSAR, BARKAR OG RYKSUGUPOKAR

Rekstrarland er opið alla virka daga, kl. 8–17.

Rekstrarland verslun

Vatnagörðum 10

104 Reykjavík

Sími 515 1500

rekstrarland.is

Rekstrarland er hluti af Olís


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

fóstri

4

Þriðji orkupakkinn Mikið er rætt um þessar mundir um 3. orkupakkann og flestum sýnist að upptaka hans sé ekki endilega til þess fallinn að auka lífsgæði Íslendinga. Málið er einnig á dagskrá í Noregi og leggja stjórnvöld þar áherslu á að Íslendingar skerist ekki úr leik EFTA-þjóðanna með höfnun pakkans. Samt er vitað að málið er umdeilt í Noregi. Sagt er að þjóðin sé andvíg málinu en stjórnmálamenn meðmæltir. Framsal fullveldis til Evrópusambandsins í hverju málinu á fætur öðru, nú síðast til orkustofnunar Evrópusambandsins, er stjórnarskrármál. Baráttunni fyrir fullveldinu er því ekki lokið. Þetta segir Kahrine Kleveland, formaður norsku samtakanna „Nei til EU“ í samtali við norska dagblaðið „Nationen,“ en samtökin hafa höfðað mál gegn stjórvöldum í Noregi vegna samþykktar á þriðju orkutilskipun Evrópusambandsins í mars á þessu ári gegnum aðild landsins að samningum um Evrópska efna­hagssvæðið. Samtökin telja að 115. grein norsku stjórnarskrárinnar um takmarkað framsal fullveldis, sem krefst ¾ atkvæða þingmanna á norska Stórþinginu þar sem a.m.k. 2/3 þingmanna er viðstaddir, hafi átt við um afgreiðslu þriðju orkutilskipunarinnar. Gengið var hins vegar til atkvæða samkvæmt 26. grein, sem aðeins krefst einfalds meirihluta atkvæða. Dómsmál „Nei til EU“ hefur verið höfðað gegn Ernu Solberg, forsætis­ráð­herra Noregs, sem æðsta embættismanns landsins en samtökin hafa safnað fjármunum að undanförnu fyrir málaferlununum. Málið var helsta viðfangs­efni landsfundar „Nei til EU“ sem fram fór helgina 10.-11. nóvember sl.

Ísland og 3. orkupakkinn Víkur þá málinu til Íslands. Margir hafa spurt sig þeirrar spurningar hver sé ávinningurinn fyrir okkar þjóð af upptöku 3. okupakkans ans og lögfestingu? Aðrir telja hins vegar að samþykkt hans skipti engu máli og breyti engu í orkuvelferð Íslands. Ríkisstjórn Íslands er nauðbeygð til að leggja máli fyrir Alþingi vegna EES samningsins. Fyrsta skref afgreiðslu Alþingis verður væntanlega að ræða og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hljóti hún brautargengi, mun iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, leggja fram lagafrumvarp um innleiðingu 3. orkupakkans. Þannig verður 3.orkupakkinn hugsanlega aðeins afgreiddur þar sem þingsályktun fremur en lög þar sem framhaldsferlið gæti verið með ýmsu móti, allt frá þjóðaratkvæðagreiðslu til illvígra stjórnmálalegra átaka. Menn greinir mjög á um hvort samþykkt 3.orkupakkans leiði til þess að Íslendingum sé nauðugur einn kostur að samþykkja lagningu sæstrengs, annaðhvort sjálfir eða leyfa öðrum framkvæmdina.

Sæstrengur og 3. orkupakkinn Fyrir tveimur árum birtist ítarleg grein í Sámi fóstra eftir Bjarna Jónsson og Halldór Jónsson um málefni sæstrengs. Þar kom fram að kostnaður við sæstreng nemur nú líklega meira en 1000 milljörðum króna til viðbótar öðrum tengdum framkvæmdum. Seint sjá menn slíka upphæð fyrir sér á íslenskum fjárlögum þar sem hverri krónu er velt og allstaðar er skortur á fjárveitingum. Höfundar reiknuðu út í greininni að kostnaðarverð raforku, sem þannig yrði flutt til Skotlands mundi verða um eða yfir 100 USD/MWh Þetta er um tvöfalt breskt heildsöluverð á rafmagni. Menn geta lesið þessa grein á www.samurfostri.is í desember blaði Sáms fóstra 2016. Arðsemi þannig reiknuð af lagningu sæstrengs virðist því líklega vera lítil og umræður um slíka lagningu ef til vill ekki mjög raunhæfar, nema til komi niðurgreiðsla eða styrkveiting frá ESB eða veruleg hækkun raforkuverðs á Bretlandi. Til viðbótar verða Bretar líklega farnir úr Evrópusambandinu sem myndi gera verkefnið enn flóknara og jafnvel draga Íra fremur að samningaborðinu en Breta. Þó er ekki enn vitað, hvort Bretar verða áfram í Orkusambandi ESB, þ.e.a.s. aðilar að ACER-Orkustofnun ESB sem er alls ekki hægt að útiloka .

Orkuvinnslugeta og orkuþörf Íslands Orkuvinnslugeta núverandi virkjana á Íslandi er 19- 20 TWh/ár. Líklega er tæknilega hægt að tvöfalda þessa getu með nýjum virkjunum, en hafa ber í huga, að virkjanir í nýtingarflokki Rammaáætlunar nema aðeins um 10 TWh/á rog landsmenn sjálfir munu alveg eins þurfa sjálfir á allri þessari orku sjálfir að halda fram til 2050, ekki hvað síst til orkuskipta. En þá er líka farið að fækka hagrænum virkjanakostum. Þá er eðlilegt að spyrja hvernig á að ráðstafa þeirri aukningu? Hvers þarf þjóðin með út öldina? Það er mikið rætt um nauðsyn orkuskipta, bæði á landi og legi. Þó eru þar um líka deildar meiningar og ekki allir á eitt sáttir varðandi nauðsyn þeirra vegna loftslagsmála heimsins sem Íslendingar hafa sáralítil áhrif á í hinu víða samhengi. Þó eru talin fremur jákvæð hagræn áhrif af orkuskiptunum á Íslandi sem og heilnæm áhrif þeirra fyrir nærumhverfið. Fylgjendur sæstrengshugmynda hafa bent á að orka geti verið flutt báðar leiðir sem auki orkuöryggi Íslands. Endabúnaður strengs sem getur flutt orku í báðar áttir er væntanlega dýrari en einfaldari strengur sem flytur orku bara í aðra áttina. Um raforkuverð til almennings og iðnaðar á Íslandi hefur minna verið rætt í tengslum við aflsæstreng til útlanda. En raforkuverð á Íslandi er nú umtalsvert lægra eða innan við helmingur raforkuverðs í Evrópu. Fáir hafa hafa haldið því fram opinberflega að samþykkt 3. orkupakkans muni lækka orkuverð hérlendis þar sem inntak hans er að skapa sameiginlegan evrópskan samkeppnismarkað í orkumálum, sem leiði til jöfnunar raforkuverðs á evrópska Efnahagssvæðinu. Hvernig sem á málið er litið eru allar hugmyndir um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Evrópusambandsins í besta falli bæði flóknar og erfiðar. Alveg er t.d. eftir að leysa úr því hvernig á að deyfa nægilega afl- og spennusveiflur, sem verða í íslenska raforkukerfinu, þegar miklar og snöggar álagsbreytingar verða á sæstrengnum. Til viðbótar er mörgum öðrum tæknispurningum varðandi framleiðslu og lagningu sæstrengsins ósvarað. Þegar allt er talið virðast svo margar hindranir í veginum, að varla er að búast við neinum ákvarðanatökum um framkvæmdir við lagningu sæstrengs á milli Íslands og Evrópu á næstu mánuðum eða árum. Samþykkt þriðja orkupakkans býður upp á lagningu sæstrengs á vegum einkaaðila á milli Íslands og Evrópu og myndi neyða okkur Íslendinga til að einkavæða orkumarkaðinn með tilheyrandi verðhækkunum fyrir almenning. Eru þá allir möguleikar tæmdir til framtíðar? Nei, tækniframfarirnar eru ófyrirséðar í þessu sem öðru. -HJ

Nýr Herjólfur.

Rafvæðing Herjólfs Í byrjun þessa árs fól sam­göngu­ ráðuneytið Vegagerðinni að kalla eftir breytingum á Vestmannaeyja­ ferjunni Herjólfi sem nú er í smíðum hjá skipa­smíðastöðinni CRIST C.A. í Póllandi og sinna mun ferju­sigling­um milli lands og Eyja á kom­andi árum. Breyt­ingarnar sem um er að ræða lúta að því að hægt verði að knýja skipið áfram með raf­magni sem hlaðið verður á raf­geyma þess úr landi. Frið­finnur Skaftason, verk­fræðingur í sam­göngu­ ráðuneytinu, á sæti í byggingar­nefnd nýrrar Vest­manna­eyja­ferju. Hann sagði tölu­verða stefnu­breytingu felast í þessari ákvörðun. „Við hönnun ferjunnar var gert ráð fyrir því að vélar yrðu um borð sem myndu hlaða þar til gerða rafgeyma til að knýja skrúfur skips­ ins. Þannig var ætlunin að hefð­ bundnar vélar myndu framleiða rafmagn þegar lítið álag væri á skipið en rafmagnið yrði svo nýtt til að jafna álagið á skipið þegar reyndi á það. Sú tækni hefði sparað allt að 25% olíunotkun miðað við

sambærileg skip sem ekki eru búin þessum búnaði. Sá búnaður sem nú hefur verið ákveðið að setja í skipið gengur hins vegar mun lengra,“ segir Friðfinnur.

Hleðslan fer fram af kajanum

Nýja tæknin byggist á því að mun stærri rafhlöðum er komið fyrir í skipinu sem hægt verður að hlaða með þar til gerðum búnaði sem komið verður upp á lendingarstað skipsins í höfninni í Vestmannaeyjum og Landeyjum. „Stefna ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og markmið þau sem sett hafa verið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda valda því að þessi ákvörðun er tekin. Þessi breyting á skipinu gerir það að verkum að við venjulegar aðstæður á ferjan að geta siglt á rafmagninu milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Í verulega vondu veðri eða ef fara þarf í Þorlákshöfn mun einnig þurfa að notast við olíu.“

Hundurinn Sámur „Eigi verri til fylgdar en röskur maður“ Gunnar á Hlíðarenda fékk hund­inn Sám í brúð­kaups­gjöf frá Ólafi Pá Höskuldssyni, sem hafði fengið hundinn að gjöf á Írlandi. Hugsanlega til hans og Hallgerðar Langbroks. Og lýsti Ólafur honum þannig, að hann væri „mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefur mannsvit; hann mun og geyja að hverjum manni, þeim er hann veit, að óvinur þinn er, en aldrei að vinum þínum; sér hann og á hverjum manni, hvort honum er til þín vel eða illa; hann mun og lífið á leggja að verða þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur.“ Á öðrum stað í Njálu segir um þennan ágæta hund: „Mörður [Valgarðs­son] segir, að þeir mundu eigi koma á óvart

Gunnari, nema þeir tæki bónda þar á næsta bæ, er Þorkell hét, og léti hann fara nauðgan með sér að taka hundinn Sám og færi hann einn heim á bæinn. Fóru þeir síðar austur til Hlíðarenda, en sendu menn að fara eftir Þórkatli, tóku hann og gerðu honum tvo kosti: Að þeir mundu drepa hann ella skyldi hann taka hundinn, en hann kaus heldur að leysa sitt og fór með þeim. Traðir voru fyrir ofan garðinn að Hlíðarenda, og námu þeir staðar með flokkinn. Þorkell bóndi gekk heim og lá rakkinn á húsum uppi, og teygir hann hundinn braut með sér í geilar nokkrar. Í því sér hundurinn, að þar eru menn fyrir, og hleypur á hann Þorkel upp og grípur í nárann; Önundur úr Tröllaskógi hjó með öxi í höfuð hundinum, svo að allt kom í heilann; hundurinn kvað við hátt, svo að það þótti með ódæmum, og féll hann dauður niður. Gunnar vaknaði í skála­num og mælti: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri, og búið að svo sé til ætlað, að skammt skuli okkar í meðal.“

fóstri – fréttablað um málefni landsbyggðarinnar Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími. 544 2163, netfang: halldorjonss@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími: 892 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Prestastígur 6, 113 Reykjavík, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudnistefans@gmail.com, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent | Dreifing: Íslandspóstur | Upplag: 44.000 eintök. Sámi fóstra er dreift í hvert hús frá Reykjanestá austur um allt til annesja Vestfjarða.


Sjóvá

440 2000

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.

Gerum tryggingar betri


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Ráðherrar sitja ráðstefnuna Global Positive Forum Katrín Jakobsdóttir, forsætis­ ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efnahags­ráðherra og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis- og auð­linda­ráðherra, sóttu ráð­stefnuna Global Positive Forum í París 20. nóv­ember sl. Ís­land var í aðal­hlutverki á ráð­stefn­unni sem haldin var í tengsl­um við útgáfu á Positive Economy Index fyrir árið 2018 en staðall­inn mælir árangur ríkja með til­liti til fleiri þátta en hag­stærða, m.a. trausts í sam­félögum, orku­ notk­unar, mennta­stefnu, frelsi fjöl­miðla o.fl. Að þessu sinni er Ísland í 2. sæti listans, einu stigi á eftir Noregi en í fyrra deildu löndin tvö efsta sætinu. Sérstök áhersla var lögð á Ísland á ráðstefnunni. Ráð­herrarnir fluttu ávörp og tóku þátt í um­ræðum þar sem þeir svöruðu spurningum úr sal. Í ávarpi forsætisráðherra kom fram að heimurinn stæði frammi fyrir stórum áskorunum; loftslags­ málum, tæknibreytingum og breyttri aldurssamsetningu þjóða og að ríki heims verði að bregðast við á þann hátt að þau tryggi jöfnuð, sjálfbærni og lýðræði. Fjármála- og efnahagsráðherra

talaði um helstu ástæður þess að Ísland hefði náð miklum árangri á Positive Economy Index, einkum að því er varðar þáttinn ósérhlífni á milli kynslóða (e. altruism between generations). Þá ræddi umhverfis- og auðlindaráðherra um samhæfingu í stefnumótun milli mismunandi þátta umhverfismála og mikilvægi þess að finna lausnir sem geta tekið á fleiri en einum þætti í einu, þannig að ná megi árangri á mörgum sviðum í einu. Positive Economy Index mæli­ kvarðinn var fyrst gefinn út árið 2013 og hefur Ísland frá upphafi komið vel út á listanum og á síðustu tveimur árum verið í efstu sætum hans. Mælikvarðinn snýst ekki síst um efnahagsstöðu og -stefnu ríkja, samfélagsleg gildi og hve mikilvægt er að snúa frá skammtímahugsun til langtíma­ hugsunar. Katrín Jakobsdóttir, forsætis­ ráð­herra, fundaði einnig með Ségoléne Royal, sendiherra í mál­efnum heims­kautanna og Denis Mukwege, friðar­verð­launa­ hafa Nóbels, sem kynnti for­sætis­ ráðherra vinnu sína í Kongó.

Íslensku ráðherrarnir í hópi annara fyrirmanna á fundinum.

6

Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson á Möðruvöllum í Eyjafirði

Jólahugvekja Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson.

,,....og hjá afskekktum bæ út við sæ - ómar kveðjan um gleðileg jól.” Aðventan er komin - þessi dásamlegi tími ársins, þegar við rétt eins og fjárhirðarnir á jóla­nótt - skynjum boðunina, hina mikil­ vægustu fregn mannkyns, að okkur er frelsari fæddur. Við væntum komu hans. Það má einu gilda hvort þú býrð við ys og þys þétt­býlis, eða til sveita. Við komumst ekki hjá því að verða snortin. Alla að­ventuna verðum við næmari fyrir blæ­brigðum ljóss og friðar, fyrir blæbrigðum mann­ lífsins - við lýsum upp skammdegið og hugann með ljósum og kertum, með lög­um og sálmum. Við heyrum eitt­hvað sagt sem á venju­legum degi hefði ekki hreyft við okkur, en skyndilega hlýnar okkur öllum og við finnum sterkar fyrir sam­kennd og samúð. Við gefum af öllu hjarta. Ef við eigum umfram, hjálpum við til – við réttum óumbeðin fram hjálparhendur. Skyndilega er samfélagið fullt af litlum englum sem vilja leggja sitt af mörkum - og margir eru þurfandi en eiga ekki að vera það. Svo sannarlega ekki í jafn ríku samfélagi og okkar. En þessir englar með sínum orðum og gjörðum, með sinni samkennd færa áfram fagnaðarerindi um frið og jöfnuð og kærleik á jörð. Aðventan og jólin eru líka tími minninga og hefða. Fæðingar­ hátíðin vekur í okkur barnið, jóla­ barnið og ósjálfrátt rifjast upp fyrir okkur svo margt frá jólunum þegar við vorum börn. Flest okkar eigum góðar minningar frá þeim, því betur - en auðvitað er það ekki algilt. Því miður sækja á sorgir á þessum tíma ársins eins og hverjum öðrum, því lífsins hjól snýst, þó ekki sé frítt við að akkúrat núna hægi það aðeins á sér og jafnvel að það staldri við og það opnist dyr til baka. Um nokkur ár, áratugi - tvær árþúsundir. Bernskujólin lita okkur. Í minningunni varð allt kyrrlátara þegar jólin gengu í garð. Í

úti­húsunum fengu skepnurnar betra heyið og það var róandi að setjast á garða­bandið og hlusta á þær jórtra. Svo var gengið heim og pabbi slökkti ekki ljósin - á jólanótt fengu ljósin að lifa. Ilmurinn í litla húsinu tók svo dásam­legur á móti okkur - blanda af kertum og angan af jóla­matnum.

Og kannski - allt frá því að þetta kornunga par sem eignaðist barn fjarri sínu öryggi og þráði fátt heitar en mega komast heim - kannski er það hin eilífa leit okkar og þrá um jólin; að reyna að komast heim. Heim, í hlýjuna og öryggið - hvort heldur að heim eru æskustöðvar í sveit, íbúð í blokk,

Mörðuvallakirkja.

Það var mildi yfir svip allra, faðm­lögin voru þéttari og hlýrri þegar við óskuðum hvert öðru gleði­ legrar há­tíðar. Það var ekkert hvunn­ dags, því að jóla­helgin lagðist yfir eins og værðar­voð. Og við gáfum henni svigrúm til að leggjast - til að umvefja okkur. Við vorum í faðmi fjöl­skyld­unnar. Við vorum heima.

eða einfaldlega að okkur líði vel í eigin skinni, hvar sem við erum. Að við séum heima. Guð gefi að við náum öll heim um jólin. Með Guðs blessun og von um að við megum öll njóta aðventunnar og jólahátíðarinnar.

Heima Í kyrrðinni sig bærinn baðar í bjarma vonarstjörnunnar tunglið létt á fjallið tyllir sér og tígulegum varpar - af mér löngum skugga. Hjartað mitt slær aðeins hraðar ég hugs‘um það sem eitt sinn var Þá birtist skyndilega bros í eldhúsglugga bernsku minnar jól ég man:

Ennþá finn ég þessa angan og enn má bregða dúk á borð fagurlega skreyttum fáir þó við sitja fækkar þeim er eiga heimilið, angan þess og yl allt er svo hljótt kom þú sem hlakkað hefi til; heilaga nótt.

heimilið, angan þess og yl allt var svo hljótt hún kom, sem hlakkað var svo til: helg jólanótt.

heima – hvað hjartað þráir mest heim kom‘um jólin heima – því heim‘er allra best heima – í skjól.

Faðmlögin þá vermdu vangann og væntingin var færð í orð. Jólatréð með lit‘og ljósafjöld lýstu þeim er sátu í svolítilli stofu.

Við stjörnunni ég brosi stund ég hafði gleymt og stað – nú er ég komin heim.


KAÐAR A • •B

BAKAÐAR OSTAKÖKUR Bökuðu ostakökurnar munu slá í gegn við öll tækifæri. Sem eftirréttur eða í stjörnuhlutverki í kaffiboði eða saumaklúbb. Góðar einar sér og himneskar með berjum og þeyttum rjóma.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Fjárhagur heimilanna:

Hefur batnað eftir efnahagshrunið Íslensk heimili fóru ekki varhluta af efnahagshruninu en því fylgdi mikil kjaraskerðing fyrir almenning. Með falli krónunnar jókst verðbólga sem aftur rýrði kaupmátt launa. Með aukinni verðbólgu hækkuðu verðtryggðar skuldir og þar með greiðslubyrði heimilanna vegna húsnæðislána. Fjölmörg heimili voru með skuldir í erlendri mynt sem hækkuðu skyndilega vegna falls krónunnar. Atvinnuleysi jókst og vinnustundum fækkaði. Gallup fylgdist grannt með stöðu mála og er áhugavert að rýna í niðurstöður spurninga sem lagðar hafa verið fyrir almenning um fjárhagsstöðu heimila allt frá aðdraganda hrunsins til dagsins í dag. Á árunum 2005 – 2008 sögðust u.þ.b. 1 af hverjum 10 safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman á meðan 6 af hverjum 10 söfnuðu ýmist svolitlu eða talsverðu sparifé. Frá árinu 2009 fór hins vegar að halla verulega undan fæti og má segja að á árinu 2011 hafi botninum verið náð þegar 11% sögðust safna skuldum, 16% notuðu sparifé til ná endum saman og 36% náðu endum saman með naumindum. Hins vegar gátu einungis 36% safnað sparifé. Frá 2014 hefur fjárhagur heimila landsins aftur á móti vænkast jafnt og þétt og nú árið 2018 segjast 4% safna skuldum, 6% nota sparifé til að ná endum saman, 27% ná endum saman með naumindum og 63% ná að safna sparifé.

Sparifé 2005 – 2018

Athyglisvert er að skoða mun á hlutfalli þeirra sem geta safnað sparifé eftir því hvort fólk býr í eigin húsnæði eða í leiguhúsnæði. Fyrir hrun var staða þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði töluvert betri en leigjenda en eftir efnahagshrunið dró verulega saman með hópunum og var hlutfall húsnæðiseigenda og leigjenda sem gátu safnað sparifé svipað. Árið 2014 tóku leiðir að skilja á ný og í dag er hlutfall leigjenda sem ná að safna sparifé töluvert lægra en þeirra sem búa í

eigin húsnæði. Þeir sem hafa meiri menntun og þeir sem hafa hærri fjölskyldutekjur eru líklegri til að geta safnað sparifé en þeir sem hafa minni menntun að baki og þeir sem hafa lægri tekjur. Annað sjónarhorn á fjárhagsstöðu heimilanna er að bera saman skuldir vegna húsnæðis í samanburði við markaðsverð, meðal þeirra sem búa í eigin húsnæði. Árið 2009 sögðu 16% skuldir heimilisins vegna húsnæðis vera hærri en markaðsverð þess og jafnmargir sögðu skuldir vegna húsnæðisins álíka miklar og markaðsverð þess. Ríflega helmingur sagði skuldir heimilisins lægri en markaðsverð

8 aukast lítillega á ný. Jafnframt leggjum við í auknum mæli fé til hliðar til sparnaðar. Til að varpa frekara ljósi á hvort viðhorf okkar í fjármálum hafi breyst má rýna í afstöðu almennings til fullyrðingarinnar „Kaup á verðbréfum eða hlutabréfum eru of áhættusöm fjárfesting fyrir mig.“

Kaup á verðbréfum og hlutabréfum 20052018

Á árunum 2005-2007 var tæplega helmingur Íslendinga ósammála fullyrðingunni og hefur þannig metið það sem svo að kaup á verðbréfum og hlutabréfum væri ekki of áhættusöm fjárfesting fyrir sig. Frá 2008 dró hratt úr áhættusækni hvað fjárfestingar varðar en frá 2014 hefur þeim hægt og bítandi fjölgað sem telja kaup á verðbréfum og hlutabréfum ekki vera of áhættusama fjárfestingu. Sumarið 2018 sögðu 28% kaup á verðbréfum og hlutabréfum ekki vera of áhættusama fjárfestingu fyrir sig sem er enn töluvert fjarri stöðunni eins og hún var á árunum 2005-2007.

Kaup á verðbréfum og hlutabréfum er of áhættusöm fjárfesting fyrir mig.

húsnæðis. Í dag er staðan sú að þeim hefur fækkað töluvert sem segja skuldir hærri en markaðsverð og er hlutfall þeirra nú ríflega 3%. Rúm 9% segja skuldir álíka miklar og markaðsverð húsnæðisins en 68% segja að skuldir heimilisins vegna húsnæðis séu lægri en markaðsverð þess. Hlutfall þeirra sem segjast ekki skulda vegna húsnæðis hefur hins vegar lítið breyst frá 2009.

Hlutfall skulda af markaðsverði 20092018

Út frá þessum niðurstöðum er því óhætt að fullyrða að fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur á heildina litið batnað frá efnahagshruni. En má greina einhverja breytingu á viðhorfi og hegðun Íslendinga þegar kemur að eigin fjármálum? Íslendingar urðu varkárari með skuldsetningar í kjölfar hrunsins þrátt fyrir að þær hafi verið að

- En hvaða augum lítur almenningur framtíðina þegar kemur að fjármálum heimilisins? Samfélagsmælikvarði Gallup byggir m.a. á spurningu um hvort heildartekjur heimilisins muni aukast, haldast óbreyttar eða minnka á næstu 6 mánuðum. Í ágúst 2018 taldi fimmtungur að tekjurnar myndu minnka á næstu 6 mánuðum, tveir af hverju þremur töldu þær verða óbreyttar en naumlega 14% töldu að þær myndu aukast. Fleiri telja því að heildartekjur heimilisins muni minnka á næstu 6 mánuðum en hafa gert um nokkra hríð.

Lýðháskólinn á Flateyri hefur hafið starfsemi Skólasetning Lýðsháskólans á Flateyri fór fram 22. september sl. að viðstöddum Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni. Að lokinni skólasetningu fór fram fjölbreytt dagskrá um alla Flateyri en Lýðháskólinn á Flateyri, fyrirtæki og stofnanir verða með opið hús og menningar-, frumkvöðla- og fræðsluaðilar á Vestfjörðum kynna starfsemi sína. Skemmtikraftar og tónlistarfólk efldu andann auk þess sem boðið var upp á örfyrirlestra og umræðu um atvinnu- og umhverfismál. Kaffi og meðlæti var hægt að kaupa í Gunnukaffi, opið var í Bryggjukaffi og á veitingastaðnum Vagninum og dansleikur var um kvöldið. Við Lýðháskólann á Flateyri eru nemandi í miðjunni sem fá stuðning frá kennurum, samfélagi nemenda og íbúa þar sem þekking, færni og hæfni nemenda verður til með þátttöku þeirra í verkefnum sem tengjast atvinnulífi, samfélagi og menningu. Nemendur þjálfast í virkri og skapandi hugsun í gegnum verkefni sem krefjast samvinnu og ólíkrar reynslu. Skipulag og uppbygging námsins er með þeim hætti að reglulega takast nemendur á við þemaverkefni sem sameina atriði sem teljast til þeirra

námskeiða sem kennd verða en tengjast um leið lífi, samfélagi og menningu á staðnum og í samfélagi skólans. Við lýðháskólann er lært fimm daga vikunnar, en þó er ekkert tækifæri látið ónotað til að læra hvert af öðru samfélaginu, náttúrunni og lífinu allt í kring.

Fjöldi námskeiða

Á skólaárinu taka nemendur þátt í fjölda námskeiða sem kannski er utan áhugasviðs sumara, utan getu annarra, og jafnvel á mörgum þess sem viðkomandi nennir einfaldlega að fást við. En í því felst áskorunin, umbreytingin og þannig er hindrunum rutt úr vegi. Með því að taka stökkið getur viðkomandi tekið þátt í að móta innihald námskeiða. Umsækjendur eru á aldrinum 18 til 62 ára og koma frá hinum ýmsu stöðum, jafnvel alla leið frá Asílöndum fjær. Í Lýðháskólanum verður fólk með mastersgráður, grunnskólapróf og allt þar á milli og kemur á ólíkum forsendum. Nokkrir hafa átt erfitt með að taka próf, eru með lesblindu eða líður almennt ekki vel í skólakerfinu. Aðrir eru á milli menntaskóla og háskóla og langar í eitthvert óhefðbundnara nám við nýjar aðstæður og umhverfi.

Af öllu ofansögðu má því vera ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á fjárhagsstöðu íslenskra heimila á undanförnum áratug. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni á næstu mánuðum en reynslan hefur sýnt okkur að staðan getur breyst hratt.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Fiskeldi er vistvæn atvinnugrein sem skapar störf og verðmæti í byggðum landsins.

Forseti Íslands var meðal gesta og ávarpaði viðstadda.

Fjöldi manns mætti á skólasetninguna og sýndi honum nýstofnaða skóla verðskuldaða athygli. Veitingar undir berum himni var meðal þess sem boðið var upp á eftir skólasetningu.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

9

„Mikil upp­bygging í Vogum á næstu árum“

- segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Þann 1. janúar 2006 var nafni Vatnsleysustrandarhrepps breytt í Sveitarfélagið Vogar, samhliða því að stjórnskipan sveitarfélagsins var breytt. Sveitarfélagið er því að vissu leyti nýtt, en byggir á gömlum og traustum grunni. Sveitarfélagið Vogar er næst landstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum og nær yfir Vatnsleysuströnd og bæinn Voga. Í sveitarfélaginu bjuggu rúmlega 1.200 manns þann 1. desember 2007. Íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt síðastliðin ár, enda í Vogum mjög fjölskylduvænt og stutt að sækja atvinnu og þjónustu. Sveitarfélagið Vogar er mjög vel staðsett. Í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins, en býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna.

setið um allt húsnæði sem losnar. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri er að hefja sitt þriðja kjörtímabil sem bæjarstjóri Voga, hóf starf í desember 2011. Hann er alinn upp í Reykjavík og hefur lengst af búið þar. Í dag býr hann í Kópavogi en viðurkennir að sumum finnst það viðkvæmt að bæjarstjórinn búi ekki í sveitarfélaginu sem hann stjórnar. Það sé raunar ekkert mál að aka frá Kópavogi til Voga á hverjum vinnudegi og raunar skipti það meira máli að bæjarstjórinn sinni þeim verkum sem inn á hans borð berast, og geri það vel.

Lóðaúthlutanir eftir langt hlé

Bæjarstjóri segir að verið sé að úthluta lóðum en eftir mjög langt hlé var ráðist í gatnagerð í

sgeir Eiríksson bæjarstjóri.

á höfuðborgarsvæðinu, og jafnvel enn hærra í vinsælum hverfum. Ég gæti trúað að brottfluttir Vogabúar myndu sækja í fjölbýlahúsaíbúðir þegar þær verða auglýstar til sölu. Við sjáum fram á heilmikla uppbyggingu á næstu árum. Hér er annað íbúasvæði sem hefur verið deiliskipulagt. Á sínum tíma var þetta einkalóð og byggingafyrirtæki fór í það að skipuleggja svæðið en þetta fyrirtæki varð gjaldþrota og málið verið hjá skiptastjóra þrotabúsins síðan. Á síðasta ári var þetta keypt og það fyrirtæki

Mikil atvinnuuppbygging á sér stað í sveitarfélaginu Vogum. Ísaga hefur flutt hluta starfseminnar í Voga sem er súrefnisog köfnunarefnisverksmiðja.

Í Vogum búa tæplega 1.300 manns og hefur verið að fjölga undanfarinn misseri eins og annars staðar á Suðurnesjum. Viðsnúningur varð fyrir um þremur árum síðan en þar áður hafði verið talsverð niðursveifla, margir flutt brott, ekki síst vegna þess dapra atvinnuástand sem þá var ríkjandi og brottfarar bandaríska hersins. Í Vogum hefur fjölgun íbúa undanfarin ár verið um 8-9% á ári. Í dag er ekki um auðugan garð að greslja í Vogum hvað varðar laust íbúðarhúsbæði, bæði til sölu og leigu. Eins og staðan er á húsnæðismarkaðanum selst nær allt húsnæði sem auglýst er til sölu,

sveitarfélaginu sumarið 2017 og í framhaldinu var úthlutað lóðum undir 85 íbúðir sem fóru nær allar strax það haust. Fljótlega bætist við svipaður lóðafjöldi til úthlutunar eftir gatnagerð. Um er að ræða lóðir undir einbýlishús, parhús og fjölbýlishús. „Umsækjendur um byggingalóðir koma héðan og þaðan, ekki bara af Suðurnesjum heldur einnig frá höfuðborgarsvæðinu og jafnvel lengra að. Verð á byggingalóðum hér er mjög hagstætt miðað við höfuðborgarsvæðið. Hér er t.d. verið að úthluta einbýlis­húsalóðum fyrir 6 milljónir króna með gatnagerðar­ gjöldum sem er 15 milljónir króna

er með áætlanir um að byggja á svæðinu um 800 íbúðir á 10 ára tímabili. Það er ríflega tvöldun á íbúðafjölda sveitarfélagsins fyrir utan það sem sveitarfélagið er sjálft að úthluta um þessar mundir. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðamikil í samfélaginu heilt tekið en hér hefur ekki verið lögð mikil áhersla á hana sem hljómar kannski undarlega í ljósi þeirrar staðreyndar að vera við bæjardyrnar á alþjóðaflugvellinun. Hugmyndir hafa verið uppi um að leggja reiðhjólastíg frá flugvellinum inn á höfuðborgarsvæðið, og hann mun þá væntanlega liggja hér um svæðið. Stundum er fullyrt

að hjólareiðamenn séu bestu túristarnir, þeir fara hægt yfir og eru með lítinn farangur, þurfa mikið að borða og oft að gista svo það er heilmikið á þeim að græða. Þetta er líka öryggismál því umferðarhraðinn er svo mikill á Reykjanesbrautinni að það er nauðsynlegt að koma hjólandi fólki á öruggari stíga.“ Sveitarstjórnin hefur auk ákveðið að ráðast í endurskoðun á aðalskipulaginu og á svæðisskipulagi í samstarfi við nágrannasveitarfélögin og svo hafa verið hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni sem er innan lögsögu sveitarfélagsins Voga sem kallar einnig á skipulagsvinnu ef af verður. Einnig hefur verið talað um lestarsamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuð­ borgar­s væðisins en heimild hefur vantar frá Hafnarfjarðarbæ vegna skipulagsþáttarins, sem nú er kominn. Þetta er spennandi verkefni fyrir Voga ef t.d. verður sett stoppustöð við Grinda­ víkurafleggjarann vegna Bláa lónsins. Þá gætu íbúar verið fljótari í vinnuna í miðborg Reykjavíkur en íbúar í Breiðholtinu,“ segir bæjarstjóri. - Hvernig er atvinnulífið hér? „Meirihluti vinnuaflsins sækir vinnu utan sveitarfélagsins, nokkuð jafnt á Suðurnesin, ekki síst Keflavíkur­flugvöll, og til höfuð­ borgar­svæðisins. Flest fyrirtæki hér í Vogum eru í matvælaframleiðslu. Hér eru tvær fiskvinnslur og fiskeldi, m.a. Stokkfiskur sem er í hrognaframleiðslu og er aðalmarkaðarnir í Chile, Noregi og Færeyjum. Íslandsbleikja er með landeldi í kvíum inni á Vatnsleysu. Auk þess er hér mjög stórt svínabú í eigu Síld & Fisks á Minni-Vatnsleysu. Hingað flutti Ísaga, sem er súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja, starfsemi fyrr á þessu ári. Það nýtir auðvitað andrúmsloftið auk vatns og rafmagns til framleiðsunnar, en uppistaða framleiðslunnar er fyrir matvælaiðnaðinn. Á næsti tveimur til þremur árum er áformað að koma með alla aðra starfsemi hingað Þessu fylgir a.m.k. 30 störf og ýmis afleidd þjónusta. Fyrirspurnir hafa borsist um frá fleiri fyrirtækjum, m.a. um að reisa hér verksmiðju með steinsteyptar húseiningar.“

- Hvernig er samsetning íbúa í Vogum? Er mikið um útlendinga? „Hér eru erlendir íbúar á bilinu 12 – 14% sem er í takt við það sem almennt gerist á Suðurneskjunum en þó eru sum sveitarfélög á Suðurnesjum með hærra hlutfall erlendra íbúa en er hér í Vogum. Það stafar ekki síst að því að kringum alþjóðaflugvöllinn er mikil uppbygging sem er mjög mannaflsfrek. Nýir árgangar ungs fólks sem koma á vinnumarkaðinn dugar kannski ekki nema

Lestarsamgöngur milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins er spennandi verkefni fyrir Voga ef t.d. verður sett stoppustöð við Grindavíkurafleggjarann vegna Bláa lónsins. Þá gætu íbúar verið fljótari í vinnuna í miðborg Reykjavíkur en íbúar í Breiðholtinu.

helmings vinnuaflsþarfarinnar. Það kemur því einnig fólk af höfuðborgarsvæðinu hingað til vinnu.“ Ásgeir Eirksson segir samstarfið við nágrannasveitarfélögin gott og talsvert sé um byggðarsamlög, s.s. brunavarnir, heilbrigðiseftirlit og öldrunarþjónustu sem felst í íbúðum fyrir þennan aldursflokk. Samstaraf er um skólaskrifstofu við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og njóta Vogabúar góðs af sálfræðiþjónustu þar. Sveitarfélagið sinnir sjálft sinni lögboðinni grunnþjónstu sem er fyrst og fremst starfsemi grunnskólans, leikskóla, íþróttamiðstöðvar og félagsstarfs aldraðra. Samstarf hefur verið við sveitarfélögin Sandgerði og Garð um sameiginlega félagsþjónustu frá árinu 2006 en íbúafjöldinn er um 5.000 manns. Með samruna Sandgerðis og Garðs er samstarfið við þetta nýja sveitarfélag. Engar viðræður eru nú um frekari sameiningu sveitarfélaga á Suður­ nesjum.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

10

Aukin sálfræðiþjónusta fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

- framfaraskref segir formaður LSS

Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðsog sjúkraflutningamanna hafa gengið frá samingi á auknum sál­fræðistuðningi á landsvísu (fyrir þá sem starfa skv. kjarasamningi LSS og Sambandi íslenskra sveitar­félaga). Samið var við sál­fræðinga á Lynghálsi um að sinna þessari þjónustu á landsvísu, þ.e. slökkviliðsmenn alls staðar á landinu eiga rétt á þessari þjónustu ef þeir starfa skv. kjarasamningi LSS. Samkomulagið var unnið í samráði við Félag slökkvi­liðs­stjóra á Íslandi. Greiður og tryggur aðgangur að sálfræðiþjónustu er lykil­atriði fyrir

slökkviliðs- og sjúkraflutninga­ menn, sem í daglegum störfum þurfa að glíma við stór áföll, slys og dauð­sföll. Þetta kemur fram í nýju samkomulagi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og LSS, Lands­sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem nú hefur verið samþykkt. „ Í þessu samkomulagi felst viðurkenning á því hversu mikilvægt það er að þessar stéttir fái fullnægjandi sálfræðilegan stuðning strax í kjölfar stórra áfalla, segir Jón Guðlaugsson, varaformaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Samkomulagið felur í sér að slökkviliðsstjórar geta óskað eftir

Sjúkrabílaflotinn er víða kominn til ára sinna. Hvort þessir bílar eru mjög gamlir skal ósagt látið.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum starfsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra góð samskipti á árinu sem er að líða

sálfræðiþjónustu þegar þeir telja þörf á fyrir Samningurinn undirritaður. starfsmenn þeirra og það sama gildir Drög að ferli um sálfræðistuðning um sjúkraflutningamenn. vegna áfalla/slysa eða andláts Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna mun einnig Drög að ferli sem Neyðarlínan á Lynghálsi sem hefur í hvetja ríkið til þess að veita getur stuðst við í útköllum við að framhaldi samband við sjúkraflutningamönnum sem starfa kalla til sálfræðistuðning í samráði viðbragðsaðila. á þess vegum sömu þjónustu. við slökkviliðsstjóra/bakvakt 7. Sálfræðingarnir á Lynghálsi „Við vonumst til þess að fá svar slökkviliðsstjóra (viðbragðsaðila) og viðbragðsaðilar taka sem allra fyrst frá ríkinu því þetta hverju sinni byggist m.a. á því ákvörðun um framhaldið, þ.e. mál brennur á þessum stéttum sem að Neyðarlínan hefur samband hversu fljótt þarf að bregðast daglega horfast í augu við mjög við Sálfræðingana á Lynghálsi. við og hversu marga fagaðila erfiðar aðstæður, sem oft er erfitt Þeir hafa síðan samband við þarf á staðinn og hvers konar að vinna úr sem einstaklingur. viðbragsaðila við eftirfarandi þjónusta hentar hverju sinni. Þetta er afar mikilvægt skref í aðstæður: Dæmi: Kanna hvort málið heildrænni hugsun um velferð 1. Þegar staðfest er um dauðsfall sé unnið innanhúss með okkar starfsmanna því eins og af slysförum barns/barna sé að félagastuðningi, hvort það almenningur veit þá geta bæði áföll ræða. þurfi aðstoð á vettvangi, og andlegt álag leitt af sér fjölmarga 2. Í hópslysum þegar 4 eða fleiri hvort sálfræðingar aðstoði kvilla með ófyrirsjáanlegum eru slasaðir ásamt einum (eða við viðrunarfundi, hvort afleiðingum“ segir Magnús fleiri) látnum sálfræðingar verði með sér Smári Smárason formaður LSS, 3. einstaklingum. fund, hvort sálfræðingar fari Landssambands slökkviðliðs- og 4. Þar sem björgunaraðili/ beint í einstaklingsviðtöl eftir sjúkraflutningamanna, sem fagnar samstarfsaðili lætur lífið eða viðrunarfundi o.fl. þessum mikilvæga samkomulagi slasast alvarlega í aðgerðum. 8. Sálfræðingarnir á við Samband íslenskra sveitarfélaga 5. Þegar viðbragðsaðili er að Lynghálsi vinna málið um bætta sálfræðiþjónustu fyrir meðhöndla vin eða ættingja. með viðbragðsaðilum félagsmenn. Samningur hefur Nánari útskýring: og reikningur er sendur verið gerður við Sálfræðingana 6. Neyðarlínan setur sig í á Styrktarsjóð LSS með á Lynghálsi til að sinna þessari samband við Sálfræðingana skýringum. þjónustu á landsvísu.

Stóriðnaður á Flatey á Mýrum

ÁF-Hús | Bæjarlind 4 | 201 Kópavogi Vel fer um kálfana í Flatey en hver og einn hefur sér hús og gerði til það vera í.

Á Flatey á Mýrum er 250 kúa fjós, það stærsta á landinu og í Í því eru fjórir mjaltaþjónar. Á síðasta ári framleiddi Flateyrarbúið 1,5 milljón lítra af mjólk. Árið 2015 var þar afurðahæsta kú landsins, Laufa, sem mjólkaði það ár 13 þúsund lítra af mjólk. Meðalnýt yfir allt landið er um 6.500 lítrar af mjólk. Kúabúið í Flatey er í eigu Selbakka, dótturfyrirtækis útgerðarfélagsins Skinneyjar-

Séð yfir hluta fjósins.

Þinganess á Hornafirði. Félagið hefur verið að fjölga kúm og auka framleiðslu. Í ársuppgjöri afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir árið 2017 kemur fram að nythæsta kýrin við uppgjörið nú var Korna á Brúsastöðum í Vatnsdal, en hún skilaði á tímabilinu 13.647 kg. Önnur í röðinni var Pollýanna, einnig á Brúsastöðum einnig en hún mjólkaði 12.932 kg. Næst henni var Bleik á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, en hún mjólkaði 12.370 kg. Alls náðu 39 kýr á búunum, sem afurðaskýrslum hafði verið skilað, að mjólka yfir 11.000 kg á 12 mánaða tímabili. Af þeim reiknuðust 8 hafa mjólkað yfir 12.000 kg. og ein þeirra skilaði meiri mjólk en 13.000 kg. á tímabilinu.


ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, vöruflutningaskip Smyril Line Cargo siglir vikulega allan ársins hring á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Flutningstíminn með Mykines er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu. Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

olfus@olfus.is thorlakshofn.is Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Hvað er CAR T? Er það gamli Ford model T? Nei. En eins og hann var bylting í lífsmunstri manna um alla jörð getur þessi nýi Model T orðið upp­hafið að hinni stórkostlegustu framför í læknavísindum í sögunni. Lykillinn að því að lækna milljónir manna af hinum mikla vágesti: Krabba­ meininu. T-fruman í þér er þinn verndarengill sem heldur þér á lífi frá vöggu til grafar. Hún ræðst á óvini þína sem sitja stöðugt um að fyrirkoma þér í formi baktería og vírusa. Krabbameinsfruman er hins­ vegar svo skæð því að hún bregður yfir sig huliðs­hjálmi þegar T-fruman kemur að henni svo að hún veit ekki að þetta er þinn svarni óvinur. Hún ræðst því ekki á hana heldur lætur hana í friði. Og illyrmið fer því sinna ferða og heldur eyðileggingu sinni og fjölgun áfram. Líkaminn er varnar­laus. Læknavísindin hafa þróað ýmis efni sem ná til þessarra fruma og veikla þær eða drepa. Líklega er þeirra árangur mestur í að setjast á fálmarana sem eru út úr þessum frumum og hindra þær í að fjölga sér og líka drepa þær að einhverju leyti þó sjaldan takist að útrýma þeim. Lyfin Erbitux eða cetusimab og placitaxol eru dæmi hér um og hafa framlengt líf höfundarins nú um margra mánaða skeið eftir að geislameðferð náði ekki að klára dæmið um krabba­mein í hálsi. Hver þróun sjúkdóms hans verður veit enginn. Hann hugsar því aðeins um hvern daginn sem rís yfir honum að hann sé gjöf og happdrættisvinningur sem honum beri að reyna að njóta til fulls og nýta til gagns.

Hverjir leiða rannsóknirnar?

Dr. Steven A. Rosenberg MD PhD er brautryðjandi á sviði ónæmis­lækninga og gena-með­ höndlunar fyrir sjúklinga með fram­gengin krabba­mein. Rann­ sóknir hans á upptöku gena­ breyttra lymphocyte hafa leitt til æxlis­minnkana hjá sjúklingum með melanomia, sarcomas og lymphomas krabbamein. Rosen­berg er yfirmaður slíkra rannsókna hjá NCI National Cancer Institute, sem er Krabbameina-Rann­sókna­miðstöð Bandaríkjanna sem hefur starfað í nærri heila öld. Um víða veröld eru rannsóknir á krabbameini mjög aðeflast. Samstarf sjálfstæðra rann­sókna­ miðstöðva og upplýsinga skipti hafa aukist á síðustu arum. Vonir margra standa því til að hraðinn á uppgötvunum muni aukast og jafnvel verði fundin lausn á mörgum gátunum á næstu ára­tugum eða fyrr.

Hvað er CAR T?

Það er einskonar ónæmisaðgerð við krabbameini semfram fer í 6 skrefum. 1. skref : Tekið er úr þér blóð og T-frumur einangraðar úr sýninu. Öðrum frumum þínm er skilað aftur inn í líkama þinn. Þessi aðgerð tekur umk 3 tíma. 2. skref: T-frumurnar þína eru sendar í verksmiðju. Verkfæri er tengt við þær sem er vopnið sem þær nota.Má hugsa sér sem lensa eða lykill sem gengur að krabbameinsfrumunni. 3. skref: Þú ferð í lyfjameðferð til undirbúnings sem á að skapa rými í blóðinu fyrir hinar væntanlegu vopnuðu T-frumur. 4. skref: Nú eru hinar vopnuðu T-frumur þínar gefnar þér aftur inn með dreypingu í æð sem tekur svona klukkutíma. Þær fjölga sér strax og taka til starfa. 5. skref: Læknar fylgjast nú grannt með þér vegna hugsanlegra hliðaráhrifa sem alltaf má búast við. 6. skref: Framhaldið er eftirlit með áhrifum meðferðarinnar. Fyrst þétt en síðan sjaldnar. Þegar eru til margir sjúklingar sem hafa lifað mörg ár án krabbameins eftir þessa meðferð. Þessi vísindi eru samt á bernskuskeiði. En þau hafa sýnt sig að gera kraftaverk þar sem vel hefur til tekist. Þau lofa hinsvegar mörgum svo miklu að ástæða er til fyrir allt mannkyn að vona aðð framþróun þessarra læknavísinda verði sem hröðust. Þau verði því vonandi styrkt mneð ráðum og dáð um allan heim. Kostnaðurinn er enn sem komið við svona meðferð óhemju dýr, eða 50 milljónir króna fyrir hvern einstakling en hana er hægt að kaupa þegar á markaði. Íslendingar eru svo heppnir að eiga dr. Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu sem aðila með þekkingu og aðstöðu sem nýta má við rannsóknir á krabbameini. Slíkt starf er þegar í gangi. Hugsanlega er bylting í með­ferð krabbameins í augsýn fyrir Íslendinga fyrir starf þessara aðila og fleiri vísindamanna sem gera krabba­m einssjúklingum kleift að vona að alþýða manna fái aðgang að þessu sviði lækninga.

Bóluefni við krabbameini

12

sem vírusar skapa. Einn vísindamaður, Dr. Anthony J. Luksas og höfundur bókarinnar Cancer Cure via DNA, fullyrti að öll krabbamein sem menn fengju væru vegna vírussýkinga. Hann taldi sig hafa vísbendingar um gildi kenninga sinna en vantaði fjármagn til rannsókna. Margir halda að lækningar við krabba­meini finnst á næstu áratugum. Henry Ford gerði tækniundrið bifreiðina Model T að eign alþýðumannsins með hugviti og framþróun. Eins verður vonandi með CAR T með þróun og rannsóknum og síðan gerð aðgengileg fyrir allt mannkyn. Rannsóknir sem birtar hafa verið í tímaritinu Nature, sýna nýjan flokk krabbameinslyfja sem geta raunverulega svæft krabbameinsfrumur varanlega. Ferlið stöðvar vöxt krabbameins án þess að skaða DNA annarra fruma sem verður í venju­legum meðferðum svo sem lyfja­meðferð og geislameðferð. Einn af aðalrannsakendum nýs krabba­ meinslyfs í Melbourne Astralíu, prófessor Tim Thomas hjá Walter and Eliza Hall Institute, segir að þetta sé spennandi fram­þróun. „Ég held að framtíð krabba­ meins­lækninga verði stjórnuð beiting lyfja sem miði á ákveðin mein. Við vonum að hafa þróað hér nýja aðferð sem stöðvar krabbameinsfrumur í að vaxa en lætur heilbrigðar frumur ósnertar og virkjar svo líkamann í að stöðvar stjórnalausan vöxt. Lyfið er á forstigi klíniskra rannsókna. Rannsóknin sýnir að með því að miða á sérstök prótein sem eru þekkt fyrir að næra krabbamein geti læknar stöðvað sjúkdóminn,“ segir Tim Thomas." Þesssi prótein eru þekkt sem KAT6A and KAT6B og þau eru prótein sem hafa áhrif á sérstök gen sem finnast í flestum krabbameinsum. Það sem þessi epigeníksku lyf gera er að þetta lyf frystir frumuna en drepur hana ekki. Ef þú ert með langt genginn sjúkdóm og hefur mörg æxli í líkama þínum viljum við auðvitað losna við þau fyrst áður en við reynum að stöðva vöxt þeirra. Þetta lyf gæti orðið mjög áhrifaríkt eftir að vhafa losnað við upphaflega massa æxlisins og hægt er að nota þetta nýja epígeníska lyf til að hindra frekari æxlismyndun.. Talið er að þótt lyfið sé enn á frumstigi þyrftu klíniskar tilraunir ekki að vera langt undan. "Eins og stendur er aðeins verið að horfa á svokallaðar „pharmaco-kinetics“ og formúleringu , til að endurbæta verkun lyfsins á sjúklinga. Ef hægt er að sýna hversu mikið það virkar á komandi ári og komast gegnum fyrirskrifaðar öryggisráðstafanir sem ný lyf verða að fara í gegnum, þá er ekki hægt að útiloka að klíniskar tilraunir hefjist innan fárra ára.

Þegar eru bóluefni í þróun sem veita vernd gegn krabbameini

Núverandi leið í samanburði við Húnavallaleið.

Hugmyndir um styttingu vegarins milli Akureyrar og Reykjavíkur þaggaðar í hel Umdeild hugmynd um styttingu hringvegarins, sem fyrst var borin upp fyrir um 10 árum síðan, er aftur komin upp. Hafin er undirskriftasöfnun til stuðnings því að styttingin verði tekin upp í samgönguáætlun á ný en styttingin er tvíþætt, annars vegar í Skagafirði og hinsvegar í A-Húnavatnssýslu. Með því að ráðast í þessar framkvæmdir yrði styttingin milli Norðaustur- og vesturhluta landsins um 20 kílómetrar. Þetta kemur fram í vefritinu kaffid.is Fyrst er það svokölluð Vindheimaleið í Skagafirði þar sem sveigt yrði af þjóðvegi eitt í Blönduhlíð, ekið sunnan við Varmahlíð og upp á Vatnsskarð við Arnstapa. Með því að fara þennan veg og sveigja framhjá Varmahlíð styttist leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur um 6 kílómetra. Síðan er það svokölluð Húnavallaleið í A-Húnavatnssýslu. Í stað þess að keyra í gegnum Blönduós yrði þjóðvegur eitt færður sunnar. Sveigt yrði í vestur úr Langadal, ekið á milli Laxárvatns og Svínavatns, framhjá Húnavöllum og komið á Hringveginn við bæinn Öxl í mynni Vatnsdals. Nú þegar keyra sumir þessa leið en vegurinn er ómalbikaður að mestu leyti. Þessi vegur styttir leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um 14 kílómetra.

Þessar styttingar þjóðvegarins voru lagðar fram fyrir um áratug síðan en voru mjög umdeildar, þá sérstaklega hjá sveitastjórnum í Húnavatnssýslum og Skagafirði, enda yrði Varmahlíð og Blönduós ekki lengur hluti af Þjóðvegi eitt með þessu móti. Sveitarstjórnir þar mótmæltu harðlega meðan sveitarstjórnir á svæði Eyþings studdu hugmyndirnar. Nú hefur Samgöngufélagið sent Alþingi athugasemdir við tillögu að Samgönguáætlun 2019-2033 þar sem það óskar eftir því að Húnavallaleið og Vindheimaleið verði bætt í skipulagið. Enn fremur stingur það upp á því að fjármagna megi gerð veganna með veggjöldum og þannig taki framkvæmdirnar ekki til sín fé frá öðrum mikilvægum vegaframkvæmdum. Einkennilegt er að það er eins og reistur hafi verið þagnarmúr um þessar hugmyndir og sérstakt að þetta skuli hvergi nefnt í samgönguáætlun né ræðum þingmanna í tengslum við hana. Hvað með þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu? Mega þeir ekki fá styttri veg og borga þeir ekki líka kostnað af bættum samgöngum? Nota t.d. Húnvetningar ekki líka vegakerefið á suðvesturhorni landsins? Á sjoppurekstur á Norðurlandi að ráða þessu?

VERKSTÆÐI | VARAHLUTIR | SMURÞJÓNUSTA SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

SMIÐJUVEGI 34 | 544 5151 | WWW.BILJOFUR.IS


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

13

Krafan um að færa atvinnu­upp­byggingu frá Íslandi til Ameríku Einar K. Guðfinnsson

Mýrarljósin hafa sjaldnast gefist vel þegar vísa á veginn í atvinnuu­ ppbyggingu, hvort sem það er hér á landi eða annars saðar. Í um­ræðunni um fiskeldi hafa þó ýmsir verið dug­legir við að kveikja

til 17,5 milljarða máltíða á ári hverju. Af þessari framleiðslu er kannsk um eitt prósent og tæplega það í formi landeldis. Segir það ekki einhverja sögu? Ætli það sé ekki einhver skýring á því að þeir

sjóeldisstöðvum. Til þess að vera jafn settir þyrftu menn þá að geta hækkað verð á afurðum sínum um þessi prósent til þess að vera jafn settir samkeppnisaðilunum.

17,5 milljarða máltíða í heiminum hrykkju einhverjir undan og strækuðu á slíka verðlagningu á matvörunni? Og ætli hér séu ekki komnar nægilegar skýringar á því að laxeldi í heiminum er nær eingöngu stundað í sjó?

Landeldi gæti numið 1,5 prósent heims­ fram­leiðslunnar eftir fjögur ár

Nýtur fiskeldi sammælis?

þau ljós. Gott dæmi um þetta úr um­ræðu dagsins er það þegar menn segjast ekkert vera á móti fisk­eldi, en það eigi bara að vera uppi á landi!

17,5 milljarðar máltíða frá laxeldi í heiminum

Skoðum þetta aðeins. Laxeldis­ framleiðslan í heiminum er núna um 2,5 milljónir tonna. Þetta svarar

sem fást við laxeldi stunda það í sjó, en ekki uppi á landi.

Framleiðslu­ kostnaður 43 prósent hærri

Skýringarnar eru margvíslegar. Nefna má að samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var af virtum vísindastofnunum í Noregi er framleiðslukostnaður 43 prósent hærri í landeldisstöðvum en

Margfaldur fjárfestingar­ kostnaður

Fjárfestingarkostnaður við land­ eldisstöð, sem notar endur­nýtingar­ búnað á vatni eins og jafnan er raunin, er tíu sinnum hærri en í sjó­eldi. Ætli ekki þyrfti að koma til talsverðar verð­hækkanir til þess að það gengi upp? Telja menn það slíkt raunhæft? Gæti nú ekki verið að neytendur

Mjólk í mörgum myndum Áttu hugmynd þar sem mjólk kemur við sögu? Hér er tækifæri til að fá stuðning. Auðhumla og Matís ætla að vinna saman að því að efla vöruþróun og rannsóknir. Opið er fyrir allskonar hugmyndir og eina skilyrðið er að kúamjólk gegni lykilhlutverki. Sérstök áhersla er lögð á að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem fela í sér nýsköpun úr mjólkurpróteinum og/eða sérstöðu íslenskrar mjólkur. Kostur er ef hugmyndin stuðlar að jákvæðum umhverfisáhrifum og aukinni sjálfbærni. Hægt er að sækja um tvenns konar styrki, annars vegar að hámarki 3 milljónir króna fyrir almenn rannsókna- og þróunarverkefni og hins vegar allt að 8 milljónir króna fyrir öndvegisverkefni með mikið nýnæmi og tækifæri til verðmætasköpunar. Styrkur getur verið allt að 80% af heildarkostnaði verkefnisins. Gert er ráð fyrir að verkefnin séu til eins árs.

Þessi bronsstytta af kú og konu við að mjólka hana stendur við Mjólkursamlagið á Akureyri.

Nefna má dæmi um upp­byggingu á laxeldi á landi og áform um slíkt hafa verið nefnd og eru hafin í einstaka tilvikum. Upp­bygging þessara stöðva er nær algjör­lega áformuð á svæðum sem liggja sem næst hinum stóru og fjölmennu mörkuðum, svo sem nærri þétt­ býlustu stöðunum í Banda­rík­ junum. Tilgangurinn er að spara flutnings­kostnað til þess að vega eitthvað upp á móti margföldum fjárfestingar­kostnaði og mun hærri rekstrar­kostnaði. Þó er það svo, að þrátt fyrir nokkur dæmi um uppbyggingu laxeldis á landi, einkanlega í Bandaríkjunum, er talið að eftir fjögur ár muni heimsframleiðslan á laxi í heiminum í landeldisstöðvum, aðeins numið um 1,5 prósenti af heildarframleiðslunni í heiminum. En reddar lítill orkukostnaður á Íslandi þessu ekki alveg? Stundum er því haldið fram að orkukostnaður hér á landi sé svo lítill að vel megi stunda allt fiskeldi á landi. En er það svo? Er orkuverð svona lágt? Gáum að því að orkuverð hefur hækkað hér mikið á síðustu árum. Orkufyrirtækin hafa skipulega unnið að því að hækka rafmagnstaxta sína, til stóru

iðnfyrirtækjanna sem kaupa lang mestan hluta raforkunnar, þannig að þeir séu sem næstir því sem þekkist til að mynda í Evrópu. Og jafnvel þó fiskeldið gæti notið lágs orkuverðs af hitaveitum, myndi það alls ekki duga til að vega upp það óhagræði sem væri af laxeldi á landi. Aukinheldur sem raforkukaup yrðu alltaf verulegur þáttur í rekstrarkostnaði landeldisstöðva. Og svo eru fjölmargir aðrir þættir sem hafa þarf í huga. Nefna má vatnsnotkun, einnig það sem til fellur frá fiskeldi (og andstæðingar þess hafa kallað mengun) sem koma þarf í lóg og loks má nefna að hærra kolefnisfótspor af landeldi en sjókvíaeldi.

Krafa um atvinnu­ uppbyggingu víðsfjarri Íslandi

Það er því ljóst að um leið og menn segja að laxeldi eigi eingöngu að fara fram á landi, þá er það krafa um að slík atvinnustarfsemi verði ekki hér á landi, heldur allt annars staðar. Laxeldi á landi í stórum stíl á Íslandi er ekki líklegur kostur. Flóknara er það nú ekki. Ljóst er af umræðu síðustu vikna og mánuða að smám saman er þetta að verða mönnum ljóst. Svæsnir andstæðingar fiskeldis í sjó eru meira að segja farnir með semingi að fallast á þetta í skrifum sínum. Það er þá alla vega í áttina. Batnandi mönnum er alltaf best að lifa. Einar K. Guðfinnsson formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

14

HAFRÓ að hefja endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar Hafrannsóknastofnun gaf fyrir ári síðan út áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Áhættumatið var unnið af sérfræðingum Haf­r annsókna­s tofnunar ásamt erlendum sérfræðingum og hefur hlotið rýni erlendra sérfræðinga. Um­h verfis­s jóður sjó­k vía­e ldis styrkti vinnu við matið, sem var unnið að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta var gert í kjölfar vinnu stefnu­mótunar­ nefndar í fiskeldi sem sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra skipaði. Í nefndinni áttu fulltrúa Lands­ samband fiskeldisstöðva, Lands­ samband veiðifélaga, umhverfisog auðlindaráðuneytið auk fulltrúa atvinnuvega og nýsköpunar­ráðu­ neytis. Nefndin lagði meðal annars til að umfangi fiskeldis yrði stýrt á vísindalegan máta og á þeim grunni var áhættumatið unnið. Í kjölfar vinnu nefndarinnar var skrifað frumvarp til laga um breytingar á lögum um fiskeldi og fleiri lögum með það að markmiði að styrkja lagaumgjörð fiskeldis svo unnt væri að stýra framþróun atvinnugreinarinnar á sjálfbæran hátt byggt á vísindalegum grunni. Í frum­varpinu var m.a. lagt til að fyrrgreint áhættumat erfða­ blöndunar yrði lögfest auk þess að leyfilegt magn frjórra laxa í rekstrarleyfum yrði í samræmi

við niðurstöður áhættumatsins á hverjum tíma. Frumvarpið var til umsagnar á vef atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytisins í vor. Þegar búið var að fara yfir athugasemdir og taka tillit til þeirra var frumvarpið lagt fram af sjávarútvegs- og land­búnaðar­ ráðherra á Alþingi og mælt fyrir því. Því miður varð frumvarpið ekki að lögum á vorþingi en til stendur að endurflytja málið á Al.þingi í vetur. Áhættumatið sem gefið var út í júlí í fyrra gaf þá niðurstöðu að óhætt væri að ala hér við land 71.000 tonn af frjóum laxi. Ljóst er að það tekur mörg ár að ná þessari framleiðslu hér við land. Jafnframt var tekið fram að nokkur óvissa ríkir um ákveðna þætti í matinu sem reynsla og frekari rannsóknir leiða í ljós hver er. Nauðsynlegt er einnig að vakta vel laxveiðiár landsins og fylgjast með hvort og í hve miklu mæli strokulax úr eldi kemur í árnar og í hve miklu mæli hann blandast náttúrulegum stofnum. Þá var lagt til að magn eldsislaxa í laxveiðiám færi hvergi yfir 4%. Eiginleg erfðablöndun er mun lægri en sú tala vegna skertrar getu eldislax til hrygningar. Þegar er hafin vöktun á ánum. Helstu stofnanir eins og Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvæla­ stofnun hafa stuðst við áhættu­ matið og burðarþolsmat ein­stakra

haf­svæða í sinni vinnu. Áhættu­ matið er því þegar til leiðsagnar innan stjórnkerfisins þó það eigi sér ekki bein fyrirmæli í lögum. Viðræður hafa staðið yfir milli Haf­rann­sóknar­stofnunar og Lands­ sambands fisk­eldis­stöðva hvernig megi með mótvægis­aðgerðum draga úr áhættu af erfða­blöndun milli eldis­laxa og náttúru­legra laxa­ stofna á Íslandi. Í þeim viðræðum hefur komið fram að nú þegar er hægt að samræma lágmarks­stærð útsettra gönguseiða og möskva­ stærð netpoka kvía og koma þannig í veg fyrir að seiði sleppi með því að smjúga út úr kvíunum. Þá er hægt að tefja kynþroska með notkun ljósa í kvíum yfir veturinn og þannig verður stærstur hluti laxanna ekki kynþroska fyrir slátrun. Hafrann­s ókna­s tofnun hefur lagt til við Matvæla­stofnun að þessi skilyrði verði sett í ný rekstrar­leyfi til eldis frjórra laxa í sjókvíum enda munu þau draga úr áhættu af erfða­blöndun ef eftir þeim er farið. Óskað hefur verið eftir að Hafrannsóknarstofnun að endur­ skoði áður útgefið áhættumat erfðablöndunar, m.a. af hálfu Landsambands fiskeldisstöðva. Á Hafrannsóknarstofnun var sett upp ráðgjafanefnd fiskeldis, sambærileg við ráðgjafanefndir um fiskveiðar, og hefur nefndin nú farið yfir helstu þætti áhættumatsins. Fyrir

Borgarlínan léttir þrýsting á að Reykjavíkurflugvöllur fari Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for­maður skipulags- og sam­göngu­ ráðs Reykjavíkur­borgar, segir að minni þrýstingur verði á að fjarlæga Reykjavíkurflugvöll úr Vatns­mýri nú þegar Borgarlínan sé komin í ferli. Með uppbyggingu borgar­línu opnist fyrir mikla uppbyggingu á öðrum svæðum en Vatns­mýrinni. Áætlað er að fyrsti leggur Borgar­línunnar muni liggja frá Hlemm, eftir Suðurlandsbraut og upp á Ártúns­höfða. Samhliða þessu skipulagi er mikil íbúða­ upp­bygging áætluð á Suðurlands­ braut, í Voga­hverfinu, Skeifunni og á Ártúnshöfða. „Við erum að tala um gríðarlegt magn af upp­byggingu á þessum eina legg af Borgarlínu. Borgarlínan er líka húsnæðis­verkefni. Þegar við náum

að tengja upp á Ártúnshöfða, sem er þetta stóra uppbyggingarsvæði, plús allt hitt, þá léttir það á þrýstinginn á flugvellinum,“ segir Sigurborg Ósk. Það ætti að gleðja þá landsbyggðarmenn sem hafa barist fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar. „Borgarlína er heildar­al­menn­ ings­samgangna­kerfi fyrir allt höfuð­borgar­svæðið en Borgar­línan er líka húsnæðis­verkefni. Það sem verður fyrst farið í er leggur­inn sem liggur beinast við, það er leiðin frá Hlemm og eftir allri Suðurlands­ brautinni og upp á Ártúnshöfða. Upp á Ártúnshöfða er gert fyrir uppbyggingu íbúða fyrir fyrir 5.600 manns. Það er gríðarlega stórt uppbyggingarsvæði, plús Vogabyggðin, Skeifan og

Suðurlands­brautin þar sem verður einnig mikil aukning á íbúðum. Þannig að við erum að tala um gríðarlegt magn af upp­byggingu á þessum eina legg af Borgarlínu. Þegar við náum að tengja sam­göngu­línu með­fram þessu stóra upp­byggingar­svæði léttir það á þrýsting­inn á flug­vellinum. Helsta forsenda fyrir því að byggja upp þar sem flug­völlurinn í Vatns­ mýri er í dag er sú að við viljum ná þessa sjálfbæra skipulagi, að fólk geti nýtt sér vistvæna sam­göngu­ máta.“ segir Sigurborg.

Borgarlína í framkvæmd 2020

Sigurður Ingi Jóhanns­s on sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ ráð­herra og Dagur B. Eggertsson

liggur að í núgildandi lögum er ekki að finna heimild til að draga úr eldi sem leyft hefur verið á grunni áhættumats reynist leyfilegt eldi vera of mikið. Slíka heimild er hins vegar að finna í fyrrgreindu frumvarpi sjávarútvegs- og land­ búnaðarráðherra. Þess vegna varð það niðurstaða ráðgjafa­ nefndarinnar að ekki væri ráðlegt að breyta áhættumatinu við núverandi aðstæður. Er sú niðurstaða einnig byggð á varúðarnálgun er varðar umhverfið.

Rannsóknir hefjast vorið 2019

Til að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumatsins hefur Hafrannsóknastofnun í hyggju að gera frekari rannsóknir og hyggst

á Austfjörðum. Rannsóknin yrði takmörkuð að umfangi og seiðum af íslenskum stofnum sleppt til samanburðar. Þá hefur stofnunin í hyggju að gera takmarkaða tilraun í Ísafjarðardjúpi til að rannsaka ákveðna þætti í fiskeldi í samvinnu við eldisfyrirtæki. Tilraunin yrði takmörkuð í magni við hámark 3.000 tonn af frjóum laxi og til 5 ára. Umhverfisþættir yrðu mældir sérstaklega og þá yrði umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Í eldinu yrðu vaktaðir almennir þættir eins og lifitala, vöxtur og kynþroski. Þá yrðu allir laxar merktir sérstaklega til að þeir þekkist ef þeir sleppa og koma fram í ám og yrðu árnar við Ísafjarðardjúp vaktaðar

Eldislax er fyrst og fremst góðmeti en ekki ógnvaldur.

stofnunin óska eftir fjármagni í þeim tilgangi. Meðal annars þarf að gera rannsókn á hvort sá norskættaði stofn sem hér er notaður í fiskeldi lifir af sjávardvöl við Ísland. Þetta yrði gert með rannsóknum þar sem seiðum af eldisstofninum yrði sleppt í hafbeitaraðstöðu á Vestfjörðum og

sérstaklega. Sérstakar rannsóknir færu fram á laxalús bæði í kvíunum og í villtum laxfiskum, en laxalús er víða mikið vandamál. Einnig yrðu aldir í tilrauninni ófrjóir laxar til samanburðar við frjóa laxa. Nánari rannsóknaráætlanir eru í vinnslu en gert er ráð fyrir að rannsóknir hefjist vorið 2019.

borgar­stjóri í Reykjavík ásamt bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuð­borgarsvæðinu undirrituðu í í lok september sl. vilja­yfir­ lýsingu um að hefja viðræður um fjár­festingar í stofnvegum og hágæðakerfi almennings­sam­ gangna á höfuð­borgar­svæðinu. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stofnaður verði verkefna­hópur

undir forystu Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra, sem mun skila tillögum 15. nóvember nk. Stefnt er að sjálfbæru, kol­efnishlut­lausu borgarsamfélagi og öflugri almennings­samgöngum með fjölbreyttum ferðamátum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Borgarlínan mun ganga eftir samgöngu- og þróunarásum sem búið er að festa í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Á myndinni er Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ásamt borgarstjóra og bæjarstjórum og fulltrúa Seltjarnarnesbæjar við undirritun viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um fjárfestingar í stofnvegum og hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

15

Ársþing SASS í Hveragerði - nokkrar ályktanir

Samgönguáætlun Suðurlands Vísað er til Samgönguáætlunar Suðurlands 2017-2026 sem kynnt var á ársþingi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 2017. Skýrslan er ákall sveitarstjórna á Suðurlandi um bætta vegi á Suðurlandi, þörf fyrir nýframkvæmdir, viðhald og bætt öryggi á vegum, betri fjarskipti, ljósleiðara sem og

sem gerðar hafa verið og voru tilteknar í áætluninni. Ítrekað er mikilvægi þess að fyrirhuguðum áformum varðandi úrbætur á þjóðvegakerfinu gangi eftir um að tryggja umferðaröryggi s.s. merkingar á vegum. Einnig verði hugað að öryggi hjólandi umferðar, hestaumferðar o.s.frv. Er bent á mikilvægi þess að fara í átak í umferðarfræðslu/forvörnum

til. Forsenda þess að ársþing SASS 2018 samþykki fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2019 er að samningar náist við ríkið um að halda úti óbreyttum rekstri almenningssamgangna út árið 2019 og að ríkið greiði 50 m.kr. til viðbótar í fjármögnun verkefnisins. Það er jafnframt afdráttarlaus krafa ársþings SASS að ríkið geri upp 36 m illjón króna halla vegna ársins 2018. Ef ekki tekst að ná fram verulegum hækkunum til málaflokksins við gerð fjárlaga 2019 telur ársþingið nauðsynlegt að hætta rekstri almenningssamgangna um komandi áramót.

Siglingar til Vestmannaeyja

Ársþing SASS 2018 ítrekar mikilvægi fyrri ályktana um að ferjusiglingar til Vestmannaeyja verði skilgreindar sem þjóðvegur. Huga þarf að endurbótum á Landeyjahöfn til að tryggja að höfnin verði heilsárshöfn.

Háhraðatenging

Foss á Síðu í Skaftárhreppi.

GSM samband. Þá fjallar áætlunin um almenningssamgöngur, að flugsamgöngum og ferjusiglingum meðtöldum. Ársþing SASS 2018 telur að skýrslan sýni að enn sé aðgerða þörf í samgöngum á Suðurlandi, bæði í uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins til að tryggja öryggi vegfarenda.Ársþing SASS 2018 fer þess á leit við stjórn SASS að farið verði í að uppfæra þá vinnu sem unnin var í áætluninni og í takt við framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í frá því skýrslan var gerð. Lagt er til að drögin verði lögð fyrir ársþing SASS 2019.

Umferðaröryggi

Ársþing SASS 2018 áréttar niðurstöður Samgönguáætlunar SASS 2017-2026 er varðar öryggi á vegum en fagnar þeim úrbætum

og gæslu. Upplýsingaveitur eru lykilatriði í að fræða ferðamenn til að draga úr slysahættu á vegum landsins. Ársþing SASS 2018 leggur áherslu á að litið verið til þeirra forgangsverkefna sem fyrrgreind skýrsla samtakanna tekur til og eiga að vera kláraðar fyrir 2020. Slysahætta af einbreiðum brúm er mikil og nauðsynlegt að gera úrbætur þar á.

Almennings­ samgöngur í hættu

Ársþing SASS 2018 ítrekar áskorun á ríkisvaldið að standa vörð um almenningssamgöngur í landinu. Óboðlegt er að ekki sé fundin lausn á málinu. Ríkið þarf að sýna ábyrgð og tryggja forsendur almenningssamgangna og það rekstrarfjármagn sem þarf

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Ársþing SASS 2018 fagnar stefnu ríkisstjórnar í ljósleiðaravæðingu landsins og leggur áherslu á að haldið verði áfram á sömu braut enda er háhraðatenging forsenda búsetu og uppbyggingar atvinnulífs í landinu.

Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands

Ársþing SASS 2018 leggur fram tillögu um að mótuð verði umhverfis- og auðlindastefna fyrir Suðurland. Stefnan taki mið af niðurstöðum samráðsfunda sem haldnir voru á Suðurlandi í ágúst og september sl. um helstu tækifæri og áskoranir í umhverfisog auðlindamálum á Suðurlandi. Leggur ársþing SASS til að stefnan verði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands á árinu 2019.

Garðurinn að Árbakka 5 var valinn fallegsti garðurinn í sveitarfélaginu Árborg 2018.

Náttúruvá Ársþing SASS 2018 vill tryggja að hugað verði að leiðum til að greina náttúruvá sem og aðrar hættur á Suðurlandi m.t.t. skipulagsáætlana, mannvirkja og framkvæmda í landshlutanum en það var ein af megin áherslum sem fram komu á samráðsfundunum í ágúst og september sl. í tengslum við umhverfis- og auðlindastefnu Suðurlands.

HSU – heilbrigðis­ þjónusta

Ársþing SASS 2018 krefst þess að tekið verði á rekstrarvanda HSU og að fjárframlög fylgi umfangi i starfsemi stofnunarinnar. Frá sameiningu heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi hefur vöxtur í starfseminni verið fordæmalaus og hefur vaxið um tugi prósenta á hverju ári. Áætlaður rekstrarhalli HSU á árinu 2018 er um 200 milljónir og ríflega 280 m.kr. vantar á árinu 2019 vegna mönnunar lögbundinnar grunnþjónustu í heilsugæslu og sjúkrarýmum á Suðurlandi.

Málefni fatlaðra

Ársþing SASS 2018 vekur athygli á að rekstur málaflokks fatlaðs fólks á Suðurlandi er í járnum.

Miðsvæði Suðurlands

Ársþing SASS 2018 skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að taka til efnislegrar umfjöllunar tillögur starfshóps sem forsætisráðherra skipaði 9. september 2016 um mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið frá

Markarfljóti að Öræfum. Í tillögum starfshópsins kemur m.a. fram að menntastofnanir (þ.e. Fræðslunetið og Háskólafélagið) fái stuðning til að halda uppi þjónustu við svæðið og þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri og í Vík fari á fjárlög.

Menningarsalur Suðurlands

Ársþing SASS 2018 leggur áherslu á að standa vörð um fjármagn til menningarmála hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Mikil gróska er í menningarmálum og því er mikilvægt að hlúa að slíkri starfsemi. Ríkisvaldið er hvatt til að til að ganga til samninga við Sveitarfélagið Árborg og Hótel Selfoss um að fullgera Menningarsal Suðurlands, m.a. til að ríkið geti staðið við skyldur sínar varðandi þjónustu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins við landsbyggðina.

Stjórn SASS:

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði, Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppi sem er formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Vestmannaeyjabæ, Björk Grétarsdóttir, Rangárþingi ytra, Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg, Ari Thorarensen, Sveitarfélaginu Árborg, Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð sem er vraforaður, Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerðisbæ og Grétar Erlendsson, Sveitarfélaginu Ölfusi.

Einbreiðum brúm á að fækka á Suðurlandi

Rangárþing ytra

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Einbreið brú og í þokkabót ær á henni miðri með lamb.

Gert er ráð fyrir að einbreiðum brúm á vegakaflanum milli Reykjavíkur og austur fyrir Jökulsárlón verði fækkað úr 14 í átta á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra við fyrirspurn frá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, varaþingmanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Í svarinu vísar ráðherra í tillögu að samgönguáætlun 2019 til 2023 og áætlanir Vegagerðarinnar um endurnýjun brúa. Átta einbreiðar brýr verði eftir á vegkaflanum milli Reykjavíkur og austur fyrir Jökulsárlón í lok árs 2023. Þá sé í tillögu að samgönguáætlun fram til ársins 2033 áætlað að skipta út sex brúm í viðbót, þannig að í lok þess árs verði tvær einbreiðar brýr eftir á vegkaflanum.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

16

Loks ráðist í vega­framkvæmdir í Njarðvíkurskriðum Vegagerðin opnaði nýlega tilboð í Borgarfjarðarveg, Ytrö Hvannagilsá – Njarðvíkurskriður, sem er endurbygging á 4,8 km kafla á Borgarfjarðarhvegi frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Um er m.a. að rá bergskeringar„ ræsalögn, styrktarlag, burðarlag, tvöföld klæning, uppsetning á vegriði og lagning jarðstrengja. Vinnu við skeringar og fyllingar á að vera lokið fyrir 15. desember nk. en verkinu að fullu lokið 1. September 2019. Áætlaður verkkostnaður er 202,6 milljónir króna. Í verkið buðu Þ.S. verktakar á Egilsstöðum, 285,5 milljónir króna sem er 41% yfir kostnaðaráætlun og Héraðsverk á Egilsstöðum, 248,9 milljónir króna sem er 23% yfir kostnaðaráætlun.

Samningum er lokið vegna vetrarþjónustu á hringvegi-1 milli Reyðarfjarðar og Breiðdalvíkur og var samið við verktakafyrirtækið Vögg á Fáskrúðsfirði. Einnig er lokið samningum um vetrarþjónustu á Vopafirði við Steiney ehf., um vetrarþjónustu á Norðfjarðarvegi um Fagradal við Þ.S. verktaka á Egilsstöðum, um vetrarþjónustu á Norðfjarðarvegi milli Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar við Haka á Neskaupstað og um vetrarþjónustu milli Hornafjarðar og Djúpavogs annars vegar og um vetrarþjónustu milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs hins vegar við SG-vélar. Athygli vekur að ekki er öllum tilboðum tekið, t.d. var öllum tilboðum í sjóvarnir vestur í Ólafsvík hafnað. Aðgæsla á þessu sviði er auðvitað af hinu góða.

Mörgum finnst vegurinn um Njarðvíkurskriður ógnvekjandi.

Gefið mig Njáli Menntun á að gefa börnum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum rætkta hæfileika sín og undirbúa þau til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi. Brennu-Njáls saga (oft aðeins kölluð Njáls saga eða Njála) er ein þekktasta Íslendingasagan og sú lengsta. Hún er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum, konu hans Bergþóru, og sona þeirra, einkum þá Skarphéðins. En auk þess er hún ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar og margra fleiri. Íslenskukunnátta fer stundum ekki hátt, bæði viljandi og óviljandi, og meðfylgjandi vísa í orðastað Bergþóru er vel kveðinn, en annað orkar vissulega tvímælis. Það var gefið mig Njáli á gelgjuskeiði og lofað mér lífi og næði svo er myrt hann á báli en mér þætti greiði ef það sé brennt okkur bæði.

Landbúnaðurinn á altari EES Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Eldi í Arnarfirði

Fjallið Hvessta í Arnarfirði. Eldið ekki langt undan.

Fyrirhugað eldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði mun hafa veru­lega já­kvæð áhrif á hag­ræna og sam­félags­lega þætti. Áhrif á botn­ dýra­líf á nær­svæði kví­anna verða tals­vert nei­kvæð en þau verða þó stað­bundin og aftur­kræf. Heildar­ niður­staða frum­matsskýrslu fyrir­ tækis­ins sem Skipu­lags­stofnun hefur nú kynnt er sú að í flestum til­vikum verða áhrif eldisins óveru­ leg. Í frum­mats­skýrslunni eru met­in áhrif 4.000 tonna eldis á laxi í sjó­kvíum á þremur eldis­svæðum í Arnarfirði.

Langur undirbúningstími

Undirbúningur hefur staðið lengi yfir. Fyrst var hugsunin að ala þar regnbogasilung og byrjað var á matinu í samvinnu við Fjarðalax sem fyrir var með eldi í Arnarfirði. Fjarðalax sameinaðist

síðar Arnarlaxi. Arctic Sea Farm vinnur nú að matinu sjálfstætt og hyggur á laxeldi. Samkvæmt bráðabirgðamati Haf­rannsókna­ stofnunar á burðarþoli Arnarfjarðar er hægt að vera með allt að 20 þúsund tonna framleiðslu þar. Arctic Sea Farm stækkar ört. Það vinnur að því að tvöfalda fram­ leiðslu sína í Dýrafirði, upp í þau 4.200 tonn sem leyfi er fyrir, og í framtíðinni er stefnt að 10 þúsund tonna framleiðslu. Einnig hefur það fengið rekstrar- og starfsleyfi fyrir 6.800 tonna sjó- kvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Auk þess vinnur fyrirtækið að því að fá eldisleyfi fyrir 8.000 tonna fram­leiðslu í Ísafjarðardjúpi en mikil óvissa er um þá framkvæmd vegna tillagna um lokun Djúpsins fyrir sjókvíaeldi. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna á vef Skipulags­stofnunar.

Ár er liðið síðan EFTAdóm­ stóllinn komst að þeirri niðurstöðu að innflutningstakmarkanir á ferskum matvælum til Íslands væru ekki samrímanlegar við EES samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði, dregur fram afgerandi mynd af því hvað er í húfi í þessu máli í blaðagrein, sem birtist í Morgunblaðinu 19.11.2018 undir fyrirsögninni „Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“. Áður hafði Margrét Guðnadóttir prófessor á Keldum varað eindregið við hættunni sem af þessu gæti stafað. Eins og Karl rekur í grein sinni kemur þar fram að árið 2015 mátti kenna sýklalyfjaónæmi um 33.110 dauðsföll og 874.541 glötuð góð æviár í Evrópu. Á átta árum hefur fjöldinn rúmlega tvöfaldast. Á Ítalíu hafa hátt í 11 þúsund manns látið lífið af völdum baktería, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, árið 2015. Ísland sker sig ú hvað litla lyfjanotkun varðar. Hér hafa mjög fáir látist af þessum völdum. Aðalástæðan fyrir fjölgun sýkla­ lyfjaónæmra baktería er notkun sýklalyfja í landbúnaði. Í Evrópu er langminnst notað af sýkla­lyfjum á Íslandi og í Noregi- .Ástandið

Hraunsrétt í Aðaldal.

hér gæti hins vegar breyst hratt ef allar gáttir verða opnaðar fyrir innflutningi. Karl segir í greininni að breyti Alþingi íslenskri reglugerð til samræmis við dóm EFTAdómstólsins og staðfestingu Hæstaréttar án frekari takmarkana muni það leiða til hraðari útbreiðslu fjölónæmra baktería á Íslandi. Við það myndi dauðsföllum fjölga og fleiri góð æviár glatast vegna sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. „Ákveðnir aðilar berjast fyrir því að fá reglunum breytt

Kann sauðfjárbúskapur að eiga undir högg að sækja í náinni framtíð? sem fyrst, væntanlega vegna viðskiptahagsmuna,“ skrifar hann og bætir við: „Því miður hefur lýðheilsa og dýraheilsa iðulega vikið fyrir viðskiptahagsmunum. Viljum við að það verði í þessu máli?“

Karl vill ekki gefast upp fyrir EFTA dómstólnum og leggur til að stjórnvöld biðji um frest á þessum breytingum á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Það eru vissulega lagalegar forsendur til að hnekkja þessu m dómi því að í 13. grein laga um evrópska efnahagssvæðið segi að ákvæði 11. og 12. greinar um bann við magntakmörkunum á innflutningi komi „ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra“ .. Almannahagsmunir eru hér undir. Heilbrigði landbúnaðarins okkar, sem er sá heilbrigðasti í heimi og sem notar minnst af sýklalyfjum í sinni starfsemi, er í húfi. Okkur Íslendingum ber að hafa í huga hvað við eigum og hvað við eigum að varðveita en ekki fórna þessari sérstöðu þjóðarinnar vegna vanhugsaðra skammtímasjónarmiða verslunar­ manna. -HJ


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

17

Uppgræðsla Íslands með Lúpínu Lúpína hefur verið umdeild meðal manna um langan aldur.Ekki er um það deilt að þessi innflytjandi er duglegri en nokkur innlend planta við þau erfiðu skilyrði sem er að finna víða í íslenskri náttúru. Ekki reyndist mögulegt að gera umferð um Mýrdalssand örugga fyrir bíla fyrr en Lúpínan var fengi til að binda sandinn sem gereyðilagði bíl undirritaðs sem lagði á hann í fyrirhyggjuleysi við mikinn vind í þurrki. Þessi innflytjandi frá Alaska er löngu orðin að þjóðargersemi Íslendinga. Í mínum augum er hún sannkallað þjóðarblóm sem bylgjast í blænum um holt, heiðar og sanda þar sem áður ríkti auðnin ein. Upphaf Lúpínunnar á Íslandi má rekja til Alaskaferða Hákonar Bjarnason, þá skógræktarstjóra til Alaska 1945. Hann fór þar í fótspor afa síns, Jóns Ólafssonar, meira en hálfri öld fyrr. En Jón fór þangað ævintýraferð í þeim tilgangi að finna land þangað sem hann gæti flutt alla Íslendinga til að frelsa þá frá dönsku djöflunum sem kúguðu alþýðuna að hans mati eins og Íslendingar lásu skammstöfunina DDPA, merki danska steinolíufélagsins. Nema Íslendingar vildu hvergi fara og Jón kom seinna aftur sjálfur til landsins og bar þar beinin 1916, þá 66 ára gamall.

Í blaðagrein sem Hákon Bjarna­ son skrifaði í Tímann 18. desember 1952 segir svo: ,,Með aukinni þekkingu á náttúrunni og lögmálum lífsins verður mönnum æ ljósara, hve mjög einstaklingar og þjóðfélög eru háð umhverfi sínu, hversu gróður og dýralíf, jarðvegur og veðrátta, ræður allri þróun mannkynsins. Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði. Hitt er sannara, að hann er skilgetið barn móður jarðar, og hann hlýtur því að verða að haga sér samkvæmt boði hennar. Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll umhverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig en tortímingu yfir afkvæmi sín.“ Morgunblaðið rifjaði upp í dálki sínum, „Þetta gerðist“ að hinn 3. nóvember 1945 hafi Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktar­ stjóri, komið heim úr þriggja mánaða ferð til Alaska og haft meðferðis fræ af lúpínu sem óx þar „villt um allt,“ eins og hann sagði í viðtali við blaðið. Þetta muni vera upphaf lúpínuræktar hérlendis. Þremur dögum síðar, 6. nóvember 1945, birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem rætt er við Hákon sem segist í spjalli við blaðið vera sannfærðari um það en áður að í engu betra loftslagi í

Alaskalúpína.

Lúpínan til landsins 1945

Ég rakst á gamlar minningar um Hákon Bjarnason skógræktarstjóra ríkisins og ferð hans til Alaska í stríðslok. Það er ástæða til að minnast þess að hann kom þá með Lúpínuna 3. nóvember 1945. Lúpínan er því orðin 73 ára í landinu. Samt eru þeir Íslendingar til sem amast við henni af því að hún sé ekki innfædd. Ef til vill sama fólkið og vill opna hér landamærin fyrir hverskyns flóttafólki frá framandi löndum en þolir ekki bláar Lúpínubreiðurnar sem leggja undir sig nauðbitin holt og grjót í nágrenni Reykjavíkur og víðar.

Alaska en íslenska loftslagið er, vaxi stórfelldir skógar, einkum af sitkagreni. Þar vestra sé líka miklu meiri fjölbreytni í gróðri en hér, finna megi ný fóðurgrös og fjölda nýrra trjátegunda. Þá segir Hákon orðrétt: „Lúpinutegund eina tók jeg með mjer, t.d. sem vex villt um alt, og nær miklum þroska.“ Hákon Bjarnason er mjög ánægður yfir ferð sína til Alaska. Hann er kominn heim eftir 3 mánaða ferð, sannfærðari en áður um framtíðarmöguleika íslenskrar skógræktar. Hann komst svo að orði um það sem fyrir hann hafði borið í Alaska og það sem hann þar hafði komist að raun um í stuttu máli:

,,Jeg er sannfærðari um það en áður, af því nú hefi jeg sjeð það sjálfur með eigin augum, að í engu betra loftslagi í Alaska, en íslenska loftslagið er, vaxa stórfeldir skógar, einkum af sitkagreni. Í gróðurríki Alaska eru mikið fleiri plöntutegundir en hjer á landi, þó loftslag sje mjög svipað. Geri jeg ráð fyrir að þar sjeu þrefalt fleiri tegundir en hjer á landi. Margar ættir eru til þar, sem als ekki eru til hjer. En af þeim ættum, sem eru til á báðum stöðunum, eru mikið fleiri tegundir þar en hjer. Þar eru t.d. 7 tegundir af melgrasi, en aðeins ein hjer. - Þarna vestur frá ættum við að geta fundið og flutt inn hingað ný fóðurgrös. Að ógleymdu trjáfræinu. - Við vorum saman við fræsöfnun um tíma, Vigfús Jakobsson og jeg, og höfðum nokkra menn með okkur. Söfnuðum einkum fræi af sitkagreni. Mikið var af fræi á sitkagreninu í sumar. Verður fræið sem við söfnuðum að sjálfsögðu þreskt fyrir vestan. Vonast jeg til að við fáum hingað ca. 100 pund af trjáfræi. - Hverjar nýjar tegundir tókst þú með þjer? Jeg á von á einum 15-20 teg­undum, sem eru nýjar fyrir Ísland. Meðal þeirra er há­vaxinn blá­berja­runni, sem jeg er viss um að geti þroskast hjer. Annars er ómögu­legt að gera sjer grein fyrir því í fljótu bragði, hve mikið við getum grætt á því í fram­tíðinni að fá hingað ýmsar plöntu­tegundir frá Alaska. Lúpinutegund eina tók jeg með mjer, t.d. sem vex villt um alt, og nær miklum þroska. - Hvernig er umhorfs í Alaska? ,,Það er saga að segja frá því,“ segir Hákon. Þó ættum við Íslend­ ingar mörgum fremur að geta skilið og gert okkur grein fyrir því, hvernig landið er. - Því það er mjög líkt Íslandi á margan hátt, ef maður hugsar sjer íslensku fjöllin og margfaldar hæð þeirra með þrem og fjórum. Þar eru skriðjöklar og svo hrikaleg fjöll, að það sem hjer sjest af því tagi eru smámunir og sandar við sjó eins og Skeiðarár og Breiðamerkusandar. Í dal kom jeg með fokjarðvegi, sem minnir mjög á jarðveg og lands­lag á Rangárvöllum. Nema hvað ábúð landsins hefir ekki enn komið uppblæstri af stað. - Og fólkið? Alveg prýðilegt. - Menn þar vestra vilja alt fyrir okkur gera. Þeim þykir gaman að því að geta greitt götu okkar. Og við munum hafa mikil not af greiðvikni þeirra í framtíðinni. Því áframhaldandi samband við Alaska verður nauð­ synlegt fyrir íslenska skógrækt og til mikils gagns fyrir jarðrækt okkar yfirleitt. Það er jeg alveg viss um, segir Hákon af hjartans sannfæringu.

Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri.

Hákon hélt sambandi við Alaska alla sína embættistíð og á hans vegum fóru ungir skógfræðingar vestur og héldu starfi Hákonar áfram. Þeir fluttu hingað nýjar tegundir og kvæmi. Alaskaöspin hefur gerbreytt ásýnd allra íslenskra bæja síðan þetta gerðist.Og Sitkagrenið er drottning barrtrjáa í íslenskri mold. Innflytjandi eins og landi hennar Alaskalúpínan sem er sannkallað þjóðarblóm Íslendinga. Margir halda því fram að starf Hákonar fyrir Ísland hafi gert landið betra en það var áður. Myndi ekki einhverjir óska sér að hljóta slík eftirmæli? Svo sagði í Morgunblaðinu: ,,Íslensk náttúra uppsker fyrir tilstilli lúpínunnar, að því er fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar. Grös, súrur og ýmsar blómplöntur spretta upp á lúpínubreiðunum á Haukadalsheiði. Til stendur að planta þar um 25-30 þúsund birkitrjám. Trausti Jóhannsson, skógar­ vörður á Suðurlandi, segir lúpínuna hafa myndað mikinn jarðveg á svæðinu, frjósamt land og skjól. „Hún hefur breitt úr sér undanfarna áratugi og lokað þessu landi sem var mjög illa farið áður fyrr. Mikil landeyðing hefur verið þarna undan­farnar aldir en lúpínan kom og náði að loka þessum sárum aftur á Hauka­dalsheiðinni. Hún sáir sér sjálf á þessu svæði þar sem enginn gróður er fyrir. Svo fer hún að hopa og gefa eftir fyrir öðrum gróðri sem sáir sér sjálfur á svæðinu,“ segir Trausti. Hann bætir við að lúpínan verði aldrei á sama stað að eilífu. „Hún vinnur sínar jarðvegsbætur og svo mun hún gefa eftir. Á heimasíðu Skógræktarinnar segir að lúpínan sé ekki einráð á svæðinu heldur miðli af næringarforðanum sem hún kemur upp í sandinum. Uppgræðslustarfið á Haukadalsheiði hefur verið unnið án útgjalda, fyrir utan dreifingu á fræjum lúpínunnar. Nú hentar svæðið vel til skógræktar en áður fyrr voru skilyrðin verri og landið þakið grjóti og klöppum. Spurður hvort lúpínan flækist fyrir ræktuninni segir Trausti: „Við erum með tæki sem rótar lúpínunni aðeins frá og svo ræktum við plönturnar á svokölluðum rásum.“ Jurtin er umdeild og að sögn Hreins Óskarssonar, sviðsstjóra samhæfingarsviðs, breytir hún gróðurfari þar sem hún vex. „Hún breytir gróðurfarinu varanlega. Hún breytir þessum lágvaxna gróðri yfir í frjósamt land þar sem kemur stærri gróður eins og hvönn og kerfill sem er útlendur.

Skýr merki um vaxandi grósku á Haukadalsheiði ,,Skýr merki eru um vaxandi grósku á Haukadalsheiði. Brönugrös og blágresi eru áberandi á lúpínubreiðunum. „Í lúpínubreiðum er að sjá t.d. grös, hvítmöðru, gulmöðru, hrútaberjalyng og stundum jarðarberjalyng,“ segir Hreinn. Alls staðar þar sem lúpínunni hefur verið sáð í gamla daga fyllist allt af birki og víði. Á sumum svæðum verður ofsalega mikil frostlyfting á veturna og enginn íslenskur gróður vex þar. Mikil hreyfing verður á veturna og erfitt verður fyrir gróður að lifa af. Lúpínan nær því hins vegar með sterkum rótum sínum og myndar skjól fyrir annan gróður og stuðlar að auknum vexti.“ Hreinn segir þó lúpínuna umdeilda vegna þess að hún geti ýtt öðrum gróðri frá. „Hún fer yfir land þar sem gróðurlandið er rýrt, og þar er gjarnan berjalyng, og breytir því algerlega. Sá sem hér heldur um penna var löngum í æsku sinni í Haukadal. Í þurrviðrum og norðanvindi varð oft myrkur um miðjan dag þegar uppblásturinn lagði af Haukadalsheiði. Þar uppfrá var ofboðsleg eyðimörk sem myndaðist að hluta eftir að Árni Magnússon fór þarna um en þá benti hann á að sandur væri að ganga mjög á land jarðarinnar og myndi til stórra vandræða verða ef ekkert yrði að gert. Nú hefur verið að gert og er það lúpínunni að þakka að landeyðing hefur verið stöðvuð að miklu leyti. Nú rísa ekki uppblástursbólstrarnir til himins í sama mæli og áður. Um allt land hefur lúpínan stórbætt landgæði og gróðurþekja komið í stað auðnarinnar. Það rísa reglubundið upp raddir sem sérstaklega hatast við lúpínuna og raunar Alaskakerfilinn líka. Það er eins og þessir aðilar vilji fremur endurvekja eyðimörkina í þjóðlegum stíl sem áður ríkti til dæmis á holtunum í kring um höfuðborgarsvæðið. Þar leit sannarlega öðruvísi út á æskudögum höfundar fyrir 70 árum. Aðeins urð og grjót þar sem nú eru komin algróin svæði. En þjóðin fagnar lúpínunni. Hún verður ekki stöðvuð í landgræðslustarfi úr þessu. Lúpínan lifi! Og lifi minning Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra fyrir að hafa auðgað íslenska náttúru með innflytjendunum frá Alaska. HJ


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Hvert er fegursta fjall landsins? Verksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þekking og verklagni íslenskra málmiðanarmanna á síðustu öld, og jafnvel fyrr, lagði grunninn að þeirra stóriðju sem er í landinu með óbeinum hætti.

Málmiðnaðarmenn lögðu grunninn að nútímaþjóðfélagi Það er deginum ljósara að málm­iðnaðar­menn lögðu grunninn að því nútíma Íslandi sem við þekkjum í dag. Öflugt hátækni­ sam­félag eins og við eigum hér á landi verður ekki til án öflugra málm­tækni, véltækni eða rafeindaiðnaði. Íslenskir járnsmiðir lögðu grunninn hér á árum áður og gættu þess að mennta og efla hagleiks­menn í iðninni. Þetta sagði Guðrún Hafsteins­dóttir, formaður SI, meðal annars í ávarpi sínu í 80 ára afmælishófi Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Guðrún sagði jafnframt að öll þau miklu mannvirki sem við búum að hér á landi hafi verið

óhugsandi að reisa án aðkomu íslenskra málmiðnaðarfyrirtækja, þau væru undir­staða nútíma­ menningar og hluti okkar lífsgæða sem við búum við í dag hafi verið byggður á málmvinnslu og tækni tengdri henni. „Það má því segja að nútímamenning og drjúgur hluti lífsgæða hafi byggst á þeirri byltingu að ná að beisla eldinn og bræða og móta málma. Í dag er málmiðnaður hér á landi hátækni og krefst gríðarlegrar þekkingar og hæfni. Því hefur það sjaldan verið mikilvægara fyrir greinina að laða að hæfileikaríkt fólk til starfa en ekki síður að tileinka sér og skapa nýja tækni.“

ALLIR ALMENNIR FLUTNINGAR

- FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

FLUTNINGAÞJÓNUSTA ÞÓRÐAR EHF S. 893 2932 & 864 6688 - THORDUREHF@SIMNET.IS

Óskum bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Hér verður enginn stóridómur felldur um það hvert er fegursta fjall landsins en nokkrir við­mæl­ endur voru fengnir til til að svara spurning­unni. Auð­vitað ræður til­finninga­semi þarna hjá all­nokkrum vegna þess að gengið hefur verið á við­komandi fjall eða búið í nágrenni þess. Gaman væri að hvetja lesendur til að ganga á öll þessi fjöll næsta sumar og lýsa þeim tilfinningum sem um þá fór þegar staðið var á tindinum og útsýnið blasti við. Hér koma koma nokkur þessara fjalla í starfrófs­röð og rökin með valinu. Væntanleg finnst ein­hverjum að í þessa upp­talningu vanti einhver fjöll, en þau voru ein­fald­lega ekki nefnd, þó eflaust hefðu þau sómt sér vel í þessum hópi. Fjöllin sem nefnd voru en eru ekki nefnd eru á Suður­landi eða Vestur­landi. • Búlandstindur. Basaltfjall við Djúpavog sem þykir almennt vera í hópi formfegurstu fjalla

á Íslandi og sumir trúa því að Búlandstindur sé orkustöð. • Eiríksjökull. Spurning hvaða landshluta jökullinn tilheyrir. Ósjálfrátt koma í hugann upphafsorðin í skáldsögu Halldórs Laxness, Fegurð himinsins: „Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framan neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu.“ • Helgafell. Við Kaldárbotna. Ber af öðrum fjöllum á björtum degi. • Herðubreið. Fjallið var kosið þjóðarfjall, þarf varla að koma á óvart. • Hverfjall. Form þess ber af. Er einfaldlega er í röð fegurstu og reglubundnustu öskugígamyndana sem gefur að líta á Íslandi. • Kerling í Eyjafjarðarsveit. Rís

18

tignarleg nánast frá sjávarmáli og upp í 1538 metra hæð. Er auk þess kórónan í fallegasta fjallahring landsins. Þetta er bara svona. • Kirkjufell. Fegursta fjall landsins að mati margra. Bakgrunnur þess séð af hafi er fallegur og fjallið er svo margbreytilegt eftir því frá hvaða átt þú lítur til þess. • Kistufell í Grundarfirði. Þarf ekki rökstuðning. • Snæfell. Hæsta fjall Íslands utan jökla, 1833 metra hátt, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfell er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð sem hefur ekki rumskað í 10 þúsund ár. Mun það hafa myndast síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt Snæfell rís hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin og í því eru stuttir brattir skriðjöklar. • Stóllinn í Svarfaðardal. Tignarlegur og kyngimagnaður, magnað útsýni. • Þorfinnur. Drottnar yfir Önundarfirði gegnt Flateyri, ógleymanlegt!

Fjallið Þorfinnur við Önundarfjörð er728 metra hátt. Stendur gegnt Flateyri.

Lítill fugl Lítill fugl er að tína eitthvað upp í sig í rennusteininum þegar ég kem æðandi á stórum bíl með ljósum eftir götunni. Fuglinn hoppar uppá gangstéttarkantinn meðan ég fer framhjá og sé í baksýnisspeglinum að hann hoppar niður aftur og heldur áfram að tína upp í sig. Getur einhver sagt mér hvernig þessi litli fugl með svona agnarlítinn heila getur farið að því að vita það að bíllinn minn, sem hlýtur að líta út eins og risaolíuskip sé ekki nærri eins hættulegur og kötturinn sem lúrir í garðinum og situr um hann. Hvernig getur þessi litli fugl vitað að það er land hálfan hnöttinn í burtu sem bíður þess að hann komi þangað eins og venjulega? Og hann gleymir því ekki á sólarströndinn í hitanum þar að á Íslandi er bjart allan sólarhringinn á sumrin? Er ekki lífið undursamlegt og

maka­laust? Hvernig getur svona lítill fugl vitað öll þessi ósköp? Eða þá hvernig laxinn getur ratað um hin rámu regindjúp til Borgar­ fjarðar þar sem ég stend með veiðistöng með maðk sem ég hef myrt með köldu blóði á önglinum ? Er maður ekki í raun stoltur af því að tilheyra mannkyninu þegar maður sér myndir frá Hubblesjón­aukanum af endimörkum

svo hversu lítið hann veit um margt annað ? Hvernig þráin eftir því að eignast kjarnorkusprengju til að geta hent á hina óguðlegu knýr hann áfram til hetjudáða fyrir Guð og ættjörðina.Hvernig getur maður botnað í margskiptu eðli þessa mannkyns ? Ýmist tárfellandi yfir synd heimsins eða afmyndað af heift og drápsfýsn?

Maríuerla.

al­heims­ins billjón ljósár í burtu? Að svona lítill maur eins og maður­inn geti vitað allt þetta? Og

Hvað veit þessi litli fugl sem við vitum ekki?

Óskum Grindvíkingum nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Frá árinu 1991 hafa loftlínur markvisst vikið fyrir jarðstrengjum sem aukið hefur rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 59% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035. www.rarik.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

20

Vinnumarkaðurinn:

Oft brotið á konum af erlendum uppruna Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri.

Í sumar starfaði Rannveig Gústafsdóttir sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og vann að rannsóknarverkefninu „Konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði.“ Kveikjan að verkefninu voru #Metoo sögur erlendra kvenna sem voru birtar ásamt yfirlýsingu þeirra í janúar á þessu ári. Margar af sögunum voru mjög átakanlegar og uppljóstruðu um þá alvarlegu stöðu sem sumar erlendar konur eru í eða hafi verið í á vinnumarkaðnum. Starfsgreinasambandinu langaði að athuga hvort stéttarfélögin gætu stutt betur við þessar konur og fór sú athugun fram með rýnihóparannsókn, þ.e. voru tekin viðtöl við fjóra rýnihópa, þar sem viðhorf og skoðanir erlendra

deildu vitn­ eskju sinni um hvernig væri hægt að vinna gegn brotum á vinnu­ markaðnum. Í ljósi yfirskriftar málstofu ASÍ á LÝSA, Rokk­hátíð samtalsins sem fram fór á Akureyri í bryjunseptembermánaðar einblíndi Rannveig á þær niðurstöður sem snéru að erlendu konunum. „Erlendu konurnar sem var talað við voru þrjár og þær höfðu allar orðið fyrir brotum á vinnu­ markaðnum stuttu eftir að þær fluttust til Íslands. Helstu brotin sem þær urðu fyrir voru að þær fengu greitt undir lágmarkskjörum, ein fékk greitt þetta svo­kallaða jafn­aðar­kaup, hvíldar­tími þeirra var ekki virtur og þær fengu ekki pásur yfir daginn eins og þær eiga rétt á. Til dæmis vann ein kvenn­ anna á skrif­stofu hjá ferða­þjónustu­ fyrirtæki og voru vakt­irnar 12 tímar eins og þekkist innan ferða­ þjónust­unni, hún var að mestu ein á skrif­stofunni líka yfir há­anna­tíma og gat því aldrei stigið til hliðar, og vert er að nefna að á þessum tíma var hún gengin 8 mán­uði með sitt fyrsta barn,“ segir Rannveig. „Framkoma atvinnu­rekandi í garð kvennanna var á tímum mjög Myndtxt1: Myndtxt2: Margir fylgdust af athygli með erindi Rannveigar en erindið vakti mikla slæm, til dæmis athygli. Ábyrgð fyrirtækja í nánast öllum atvinugreinum er mikil. Skera þarf upp herör gegn þessu þurfti ein konan órétti sem erlendir ríkisborgarar eru oft beittir. alltaf að óska eftir því að fá launin kvenna til íslensks vinnumarkaðar yfir á arabísku og fannst þeim það sín greidd um hver mánaðarmót, og stéttarfélaga voru dregnar fram. Í námskeið gefa sér mikið. Það sama hún hafði ekki samband strax fyrsta frumniðurstöðum rannsóknarinnar átti við um pólsku konurnar en hvers mánaðar heldur gaf hún voru það helst tvö atriði sem stóðu seinna námskeiðið sem var haldið atvinnurekandanum nokkra daga til upp úr. þess að ganga frá launagreiðslunni á þeirra svæði talaði kennarinn Fyrra atriðið er þörfin á aðkomu einnig pólsku og gat því útskýrt en konan þurfti að greiða húsaleigu stéttarfélaganna þegar kemur til betur fyrir þeim. og aðra reikning eins og við öll, nýs flóttamannaverkefnis með þannig að eftir nokkra daga byrjaði þeim tilgangi að undirbúa flóttafólk Afleiðing brota hún að ýta á atvinnurekandanna um fyrir íslenskan vinnumarkað. Í á íslenskum að fá launin sín greidd. Síðan þegar rýnihópnum sem samanstóð af vinnumarkaði hún loksins fékk launagreiðsluna Rannveig hefur stundað þá kom það mjög oft fyrir að sýrlenskum konum kom það fram meistaranám launin voru röng og þurfti hún þá að þær höfðu enga vitneskju um rannsóknartengt starfsemi stéttarfélaganna á Íslandi í félagsvísindum við Háskólann að óska eftir leiðréttingu. Síðan eða hvað þeirra starfsemi þýddi á Akureyri undanfarin tvö ár og komu ný mánaðarmót og þetta fyrir þær. Seinna atriðið snýr að unnið að meistararitgerðinni sama ferli byrjaði aftur og svona íslenskukennslunni en eins og kom „Orsök, áhrif og afleiðingar brota gekk þetta í nokkra mánuði eða þar fram í þessari rannsókn og hefur á íslenskum vinnumarkaði: Hvað til að konan fann sér aðra vinnu. komið fram í öðrum rannsóknum er til ráða“. Í þeirri rannsókn voru Illkvittni þessa atvinnurekanda sem hafa verið gerðar um viðmælendur erlendar og íslenskar náði þó hámarki þegar kom að innflytjendur á Íslandi þá er íslenska konur sem höfðu orðið fyrir brotum síðustu launagreiðslunni, enn og tungumálið grunnurinn að því að á íslenskum vinnumarkaði innan aftur þurfti konan að óska eftir að innflytjendur nái að verða virkir ferða­þjónustunnar og fagaðilar sem fá launin sín greidd, og þurfti hún meðlimir í íslensku samfélagi. Allar konurnar sammæltust um að það væri betra að læra íslenskuna ef þær fengju útskýringar á sínu móðurmáli, þær konur sem höfðu litla enskukunnáttu lærðu mjög takmarkað á þeim íslenskunámskeiðum sem þær fóru á. Sem dæmi, sýrlensku konurnar sem höfðu enga ensku kunnáttu þegar þær komu til Íslands, lærðu ekkert á seinna íslensku námskeiðinu sem þær fóru á en á því námskeiði voru þær ásamt öðrum erlendum einstaklingum sem voru frá mismunandi löndum og fór kennslan fram á ensku og íslensku. Fyrst þegar þær komu til landsins sátu þær námskeið sem var aðeins fyrir þær og fjölskyldur þeirra og þá var túlkur sem túlkaði

að óska eftir þeim í nokkur skipti, og þar sem hún var orðin mjög ósátt hvað þetta var að taka langan tíma tók hún á það ráð að mæta ekki til vinnu í einn dag í mótmælaskyni. Þegar hún mætti síðan daginn eftir var atvinnurekandinn hoppandi brjáluð og sagði við hana „að ef hún vildi fara á hitt hótelið til þess að vinna þá þyrfti hún að vinna.!“ Mjög stuttu eftir þetta atvik, einum til þremur dögum seinna, fékk konan tölvupóst frá tilvonandi atvinnurekandanum sem tilkynni henni að þau væru hætt við að ráða hana í vinnu.“

Öskureiður atvinnurekandi vegna verkfalls

„Afleiðingar brotanna og framkoma atvinnurekandanna höfðu veruleg áhrif á líðan kvennanna, þær fundu fyrir kvíða og vanlíðan, sem sást greinilega þegar þær byrjuðu að rifja upp þessa lífsreynslum í viðtölunum. Einnig voru þær mjög reiðar yfir því óréttlæti sem þær urðu fyrir og kenndu sjálfri sér um hvernig hafði farið fyrir þeim, ein sagði að það væri á sína ábyrgð að standa upp fyrir sjálfri sér. Ein af konunum sagði frá því þegar stóð til að hennar starfsstétt færi í verkfall, atvinnurekandi hennar var ekki sáttur við það fyrirkomulag, en hún og hennar samstarfsfólk ætluðu sér ekki að gerast verkfallsbrjótar og mættu því ekki til vinnu daginn sem verkfallið stóð yfir. Þegar konan og samstarfskonur hennar mættu síðan daginn eftir í vinnuna var atvinnurekandinn öskuillur og skammaði þær fyrir að hafa ekki mætt í vinnuna daginn áður, þegar verkfallið stóð yfir. Tvær af konunum leituðu til stéttarfélags vegna brota sem þær urðu fyrir, önnur þeirra gerði það þó ekki fyrr en eftir að hafa aflað sér upplýsinga um starfsemi stéttarfélaganna á Íslandi en þegar

hún hafði áttað sig á að þau voru ekki eins og stéttarfélögin í hennar heimalandi leitaði hún sér aðstoðar hjá þeim. önnur kvennanna fann fyrir miklum vanmætti áður en hún leitaði sér aðstoðar hjá stéttarfélaginu en sú líðan breyttist eftir að hún leitaði sér hjálpar. Ein þeirra sem leitaði sér aðstoðar hjá stéttarfélagi varð mjög hissa vegna þess að þegar hún deildi því að hún vissi af fleiri einstaklingum sem var verið að brjóta á á þeim vinnustað sem hún starfaði kom í ljós að stéttarfélagið kannaðist við vinnustaðinn vegna annarra mála sem höfðu komið upp hjá þeim en stéttarfélög mega aðeins taka fyrir mál hvers einstaklings fyrir sig og aðeins ef sá hinn sami leitar til þeirra og óskar eftir aðstoð þeirra. Þannig að þegar málin eru stærri og varða til dæmis nokkra einstaklinga og starfsemi fyrirtækja þá þarf að taka þau fyrir hjá stofnunum stjórnsýslunnar. Þriðja konan tók ákvörðun um að fara ekki til stéttarfélags vegna þeirrar þekkingar sem hún hafði um stéttarfélögin í sínu heimalandi. Þessi sama kona lenti í litlu umferðaróhappi þar sem þurfti að leita eftir aðstoð lögreglunnar, hún varð mjög skelkuð vitandi það að ekki var allt með feldu á vinnustaðnum hjá henni, til dæmis voru launagreiðslurnar í formi reiðufés, hún óttaðist að lögreglan myndi spyrja hana nánar út í staðinn þar sem hún var að vinna og það gæti síðan leitt til þess að hún yrði send úr landi. Þegar launafólk er hrætt við að leita sér aðstoðar þegar þau verða fyrir brotum á vinnumarkaðnum þá lendir það á eftirliti stéttarfélaga og stofnanna stjórnsýslunnar að finna einstaklinga sem brotið hefur verið á, en eftirlitið er ein af undirstoðum þess að finna þolendur brota á vinnumarkaðnum og atvinnurekendur sem brjóta á starfsfólki sínu,“ segir Rannveig Gústafsdóttir.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skaftárhreppur


Brandenburg | SÍA

Pakkasendingar Þú getur sent stóra, litla, langa, breiða eða mjóa pakka með Póstinum. Víðtækt, hraðvirkt og skilvirkt dreifikerfi Póstsins einfaldar allar pakkasendingar, innanlands eða til útlanda.

Styttu biðina Skráðu sendinguna á postur.is/skrasendingu áður en þú kemur á pósthúsið. Þannig flýtir þú fyrir póstlagningu og greiðir ekkert skráningargjald. Kynntu þér fjölbreyttar sendingalausnir á postur.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

22

Skipulagsmál vegna línulagnar Kröflu-3 hafa dregist Skipulagsmálin dregist hjá sveitarfélögunum Landsnet sótti um framkvæmdaleyfi í sumar fyrir Kröflulínu-3 en skipulagsmálin hafa dregist hjá sveitarfélögunum á Austurlandi. Nauðsyn bar til að breyta aðalskipulagi fyrir línuna í þessum þremur sveitarfélögum

reikna ekki með að skipulagið verði samþykkt fyrir en í byrjun árs 2019. Útboð allra verkþátta eru tilbúin og Landsnet hafði vonast til að til að geta hafið framkvæmdir á þessu ári, en það er nú ljost að svo verður ekki. Á línuleiðinni frá Kröflu austur

Línulögnin frá Kröflu austur á Fljótsdal.

sem línan liggur um. Landsnet óskaði eftir þeirri breytingu í upphafi ársins, en því er enn ekki lokið og forsvarsmenn Landsnets

í Fljótsdal þarf að byggja brú yfir Jökulsá á Dal. Samið hefur verið við Vegagerðina að annast þá framkvæmd og reiknum með

að framkvæmdir við hana hefjist fljótlega þannig að hún verði tilbúin strax næsta vor, þegar farið verður í framkvæmdir við slóðagerð og undurstöður. Vonir standa til að Kröflulína-3 verði komin í rekstur árið 2020. Mikilvægi Kröflulínu 3 fyrir Austurland er mikið því flutnins­geta raforku þangað er nokkuð takmörkuð. Fulltrúar þriggja sveitarfélaga, sem breyta þurftu skipulagi vegna lagningar Kröflulínu 3, vísa því á bug að skipulagsferlið hafi tekið óeðlilega langan tíma en Landsnet hefur gagnrýnt ferlið og telur það ganga of hægt. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Björn Ingimarsson, segir í samtali við RUV það hag sveitarfélaganna að þetta gangi sem hraðast fyrir sig og þau fari eftir settum reglum. „Ég veit nú ekki annað en að sveitarfélögin hafi bara farið að settum reglum hvað þetta mál varðar,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. „Það kann að vera að einhverjum hafi fundist það hafa gengið hægar en þeir hefðu kosið. En það hefur nú yfirleitt sýnt sig að það er réttara að gæta allrar varúðar í svona málum. Bæjarstjóri segir líklegt að

öll leyfi liggi fyrir í febrúar 2019 og þetta sé ekki framkvæmd sem sveitarfélögin vilji tefja.

Mati á umhverfis­ áhrifum lauk með áliti Skipulags­ stofnunar dags. 6.12.2017

„Landsnet óskaði í janúar 2018 eftir því við sveitar­félögin að skipu­lagi yrði breytt til sam­ræmis við aðal­val­kost í mati á um­hverfis­ áhrifum. Kröflu­lína 3 er á skipu­ lagi allra sveitar­félaganna þriggja en það þarf að gera lítil­sháttar breyt­ingar á sam­þykktu skipu­lagi,“ segir Stein­unn Þor­steins­dóttir, upp­lýsisnga­fulltrúi Lands­nets. Þetta er: • Í Skútustaðahreppi er innkomu línunnar í Kröflu breytt frá því sem er á núverandi skipulagi og auk þess þarf að setja námur sem fyrirhugað er að nota inn á skipulag. • Í Fljótsdalshéraði er línunni breytt á um 10 km kafla austan Jökulsár á Fjöllum. • Í Fljótsdalshreppi þarf að setja námur sem fyrirhugað er að nota inn á skipulag.

Gústi guðsmaður Í endurminningum séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, fyrrum sóknarprests á Siglufirði „Vilji er allt sem þarf“ er fjallað í þó nokkuð löngu máli um Siglfirðinginn Gústa guðsmann. Hann var einsetukarl og sjómaður, veiddi fisk á báti sínum sem hann réri einn á og gaf andvirði aflans til bágstaddra út um allan heim. Hann var því ekki að skara eld að eigin köku – eins og er svo algengt meðal fólks í dag – heldur lét þá njóta sem minna

máttu sín og eiga margir honum mikið að þakka. Sennilega hafa fáir talað í eigin jarðarför – en það gerði Gústi guðsmaður og „hrukku margir kirkjugesta við þegar hann hóf upp raust sína, þ.e. spiluð var upptaka af einni eldræðu Gústa guðsmanns.“ Því miður hefur Gústi guðsmaður legið óbættur hjá garði fram að þessu en nú hefur verið reistur minnisvarði um þennan einstaka mann. Fjölmenni var saman komin á Ráðhústorginu á Siglufirði í haust við hátíðlega athöfn þegar styttan af Gústa guðsmanni var opinberuð. Kostnaður við gerð styttunnar er sagður vera rúmlega 10.7 milljónir króna, en styttan var steypt í brons og er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, listamann og myndhöggvara. Fjallabyggð steypti undirlagið og pallinn fyrir styttuna ásamt að koma fyrir bekkjum, og er kostnaður við þetta sagður vera 2,5-3 milljónir króna. Undirbúningur og gerð styttunnar hófst árið 2017. Það er stjórn Sigurvins – áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði sem stóð fyrir gerð styttunnar og söfnun.

Hótel Kría í Vík.

Vinir vegfarandans í Mýrdalum - vinnur að samgöngu­málum og þrýstir á jarð­ganga­gerð Í Mýrdalnum hefur verið stöðugur straumur ferðamanna í allan vetur og umferð. Og enn virðist ekkert lát á auknu gistiplássi fyrir ferðamenn. Eitt nýtt hótel hefur tekið til starfa í Vík, Hótel Kría. En öllum þessum ferðamönnum fylgja

ýmsir vaxtarverkir. Allir þessir gististaðir, hótel og matsölustaðir kalla á gífurlegan fjölda starfsfólks til þjónustustarfa. Því hefur húsnæðisskortur verið viðvarandi á svæðinu og ekki bætir það ástandið að fjöldi íbúðarhúsa er leigður út

Hitaveita Bergstaða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

I. Reiknað er með að skipulagsbreytingar verði staðfestar af Skipulagsstofnun í janúar-febrúar 2019. II. Landsnet sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna þriggja í júlí 2018. Ekki er hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en skipulag hefur verið staðfest. III. Búið er að semja við alla landeigendur á línuleiðinni. IV. Landsnet hefur gert samning við Vegagerðina um brúarsmíði yfir Jökulsá á Dal. Reiknað er með að vinna við brúna hefjist fljótlega og að brúin verði tilbúin næsta vor. V. Unnið er að útboðshönnun og gerð útboðsgagna fyrir vinnu og efni. Reikna má með að fyrstu útboð vegna línunnar verði í nóvember 2018. VI. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna við línuna hefjist vorið 2019 með slóðagerð og vinnu við undirstöður. Línan verður svo strengd 2020 og reiknað er með að hægt verði að spennusetja nýja línu í desember 2020.

til ferðamanna. Allmargar íbúðir fyllast um leið og möguleiki er á að flytja inn Umferð í gegnum Mýrdalinn hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Þannig hefur umferðin í gegnum Víkurþorp farið upp í 4.000 bíla á sólarhring, en þjóðvegurinn klýfur þorpið og er því mikil slysahætta þegar skólabörn og íbúar þurfa að komast yfir veginn. Í vetur var stofnaður þrýstihópurinn Félagsskapurinn, Vinir vegfarandans, hyggst vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn. Árið 2012 var samþykkt í sveitarstjórn ný skipulagstillaga um veglínu og göng í gegnum Reynisfjall og er hópinn farið að lengja eftir einhverjum samgöngubótum. Ný bruggverksmiðja er við það að taka til starfa í Vík, Smiðjan brugghús. Þar verður seldur handverksbjór og hamborgarar ásamt rekstri verksmiðjunnar. Sauðfjárbændur í VesturSkaftafellssýslu láta ekki slæma afkomu í sauðfjárrækt hafa áhrif á sig og brugðu sér í skemmtiferð í vikunni. Fóru þeir og heimsóttu þrjú góð sauðfjárbú; Butru, Lækjartún og Egilsstaðakot. Mjög gott er fyrir bændur að sjá og heyra hvernig aðrir búa og annast sitt sauðfé. Alltaf koma einhverjar nýjar hugmyndir um hvað hægt er að laga og bæta heima fyrir.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

23

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngu­ stofu, Sandra Rán Ásgrímsdóttir frá verkfræðistofunni Mannviti, Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður SkinneyjarÞinganess, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Jón Bernódusson Samgöngustofu og Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar Umhverfis­verðlauna atvinnulífsins. Stjórnarformaður Skinneyjar Þinganess tók við verðlaununum ásamt Jóni Bernódussyni frá Samgöngustofu og Söndru Rán Ásgrímsdóttur frá Mannviti sem áttu frumkvæði að verkefninu en þau hvöttu Skinney-Þinganes til að hefja ræktun repjunnar og framliðslu á eigin olíu.

Umhverfisframtak ársins kom í hlut Skinneyjar-Þinganes Skinney – Þingnes á Hornafirði fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti

Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar - Þinganess þeim

viðtöku. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að fyrirtækið hafi haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og sýnt frumkvæði með nýjum

Mikilvægt að Íslendingar byggi upp fiskeldi í sátt við íslenska náttúru Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF), hóf nýverið kynningarátak um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. Á undanförnum mánuðum hefur nokkuð verið fjallað um fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland, sem er umdeilt hér eins og annars staðar. Minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum eða um eldi á landi. Markmið kynningarátaksins er að upplýsa frekar um neikvæð umhverfisáhrif opinna eldiskvía í sjó og kosti fiskeldis á landi

og í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggara og umhverfisvænna að mati NASF. Heiti kynningarátaksins er Á móti straumnum og vísar það til laxins „sem leitar móti / straumi sterklega / og stiklar fossa“ eins og Bjarni Thorarensen orti um. Átakið hófst 1. nóvember sl. með opnun vefsíðunnar amotistraumnum.is. Þar má finna upplýsingar um kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, nánari upplýsingar um þau vandamál og umhverfisáhættur sem felast í fiskeldi í opnum

Fiskeldiskvíar í Berufirði. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.

sjókvíum til viðbótar við annan mikilvægan fróðleik um málefnið. Þá stóð NASF á Íslandi fyrir fundi nýverið en þar fjallaði Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, um fiskeldi í lokuðum sjókvíum og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun um áhættuna af erfðablöndun vegna fiskeldis í opnum sjókvíum. „Markmið átaksins er að kynna kosti fiskeldis í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggt og umhverfisvænt. Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein og mun hafa veigamiklu hlutverk að gegna þegar fram líða stundir. Ísland er ákjósanlegur staður til að byggja upp öflugt fiskeldi en það er mikilvægt að stunda fiskeldi í sátt við náttúruna og án þess að það skaði ímynd og orðspor Íslands,“ segir Gísli Sigurðsson, talsmaður kynningarátaksins. Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF) er alþjóðleg samtök sjálfboðaliða með höfuðstöðvar í Reykjavík. Meginmarkmið NASF er að vernda villtan lax í Norður Atlantshafi.

verkefnum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda t.d. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess og með tilraun til að framleiða nýja orkugjafa á skip félagsins. Skinney-Þinganes á og rekur eitt stærsta kúabú landsins, Flatey á Mýrum, en á ökrum Flateyjar er ræktuð repja sem er góð fyrir kýrnar, búið sjálft og útgerðina. Repjan nýtist á búinu en Skinney mun einnig nýta hana til að hefja framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er framleiðsla á henni að hefjast. „„Það er mikill heiður sem okkur er sýndur með þessum verðlaunum sem við ætlum að nota sem hvatningu til frekari þróunar á umhverfismálum hjá félaginu. Repjan er mjög áhugavert verkefni, þar sem við höfum yfir að ráða miklu landrými í Flatey og að geta nýtt afurðir repjunnar ýmist sem orkugjafa fyrir skipin okkar og fóður fyrir kýrnar,“ segir Hjalti

Vignisson, framkvæmdastjóri sölu Skinneyjar Þinganess. Repjuverkefnið er unnið í samstarfi við Samgöngustofu og Mannvit en repjuolíu má nota sem íblöndunarefni á allar olíuvélar og krafturinn er sá sami og í jarðefnaolíu. Útblásturinn sem verður til við brennsluna er hins vegar hreinni og loftslagið græðir. Frumkvöðlar í landbúnaði á Suðurlandi lögðu til fyrstu íslensku olíuna sem var prófuð á skip vorið 2017. Tekist hefur að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til sjávarútvegs en eldsneytisnotkun hefur minnkað um 43% frá 1990 með fjárfestingu í nýjum skipum og tækni. Með því að nýta repjuolíu getur staðan orðið enn betri. Þeir sem eru allra bjartsýnastir telja að hægt væri að rækta næga repju á Íslandi til að framleiða olíu til að knýja allan fiskiskipaflotann.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

24

„Fráveitumálin hafa verið umhverfis­ mál númer eitt að undanförnu“ - segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar

Gunnar Ingi Birgisson.

Gunnar I. Birgisson bæjar­ stjóri Fjallabyggðar frá 2015, var verkfræðingur hjá Norður­verki 1977, Hönnun hf. 1979–1980, verkfræðingur og framkvæmda­ stjóri Gunnars og Guðmundar hf. 1980–1994 og Klæðningar ehf. 1986 til 2005 er hann varð bæjarstjóri Kópavogsbæjar frá 2005 til 2009. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1999 til 2006.

sem enduðu áður í fjörunni en eru nú komnar á haf út. Þessu verður lokið að mestu leiti á næsta ári. Margar gömlu göturnar voru hálf ónýtar auk þess sem bæði vatnslagnir og raflagnir voru þar í miklu ólestri. Margar skólalóðir voru orðnar mjög þreyttar og úr sér gengnar og voru raunar ekki lengur boðlegar börnunum. Síðan hefur verið byggt við leikskólann og gerð hefur verið áætlun um

Margir aðkomubátar landa á Siglufirði vegna nálægðar bæjarins við gjöful fiskimið fyrir Norðurlandi. Aflanum er þó að mestu ekið burtu af staðnum til vinnslu.

Í kosningabaráttunni fyrir sveitar­stjórnar­kosningarnar 2018 báðu tvö fram­boð Gunnar að vera bæjar­stjóra­efni flokkanna. Þessir flokkar, Sjálf­stæðis­flokkur og I-listi jafnaðar­manna mynduðu meiri­hluta í Fjalla­byggð, svo þetta gekk eftir. Á síðasta ári veiktist Gunnar alvarlega, hjartaloka rifnaði, svo hann var hætt kominn um skeið. Það breytti ekki hans skoðun að handa áfram í pólitíkinni meðan starfs­þrekið væri enn til staðar. „Mér þykir gaman að þessu og þetta hefur gengið vel hér í Fjallabyggð og reksturinn er í dag í góðu standi. Það þýðir það að það er meiri rekstrarafgangur hjá bæjarsjóði til að framkvæmda, borga niður skuldir og veita aukna þjónustu. Það er mikilvægt áhersluatriði sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila að reksturinn sé í lagi. Það er stolt íbúanna. Ástand gatna var orðið mjög dapurt, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði og verið er að koma umhverfismálum í betra horf með því að koma skolpi út, laga útrásir

viðhald á eignum bæjarfélagsins sem ekki var til áður, og gera göngustíga og laga þá eldri þegar viðhaldi gatna lýkur. Það er þrefallt dýrara að fara í svokallaðar „Dagslagnir“ eins og gerðar eru í Reykjavík, þ.e. saga kringum skemmdirnar og plástra sárið með malbiki. Því er farið hér í að leggja nýtt yfirlag á margar götur eftir að lagnir hafa verið endurnýjaðar þar sem þess var þörf. Viðhald gatna og lagna hefur því minnkað gríðarlega mikið,“ segir Gunnar. - Haustið 2015 varð gríðarlegt úrhelli á Siglufirði, hamfaraúrhelli, sem var um 500 mm á 10 til 12 tímum. Það olli talsverðu tjóni. Er hætta á að slíkt geti átt sér stað aftur? „Það fóru í sundur tvær götur hér við miðbæinn, það flæddi inn í hús enda var hnédjúpt vatn víða í miðbænum. Þetta getur gerst aftur en niðurföllin hafa verið lagfærð eða endurnýjuð svo það eru minni líkur að slíkt geti gerst aftur þó aftir bresti á hamfaraúrhelli. Í þessari

hamafararigningu féllu einnig aurskriður. Það sérkennilega er að það rigndi aðeins hér á Siglufirði og aðeins út fyrir Siglufjarðargöng, t.d. var ekkert í líkingu við þetta í Ólafsfirði. Fráveitan hefur því verið umhverfismál númer eitt að undanförnu. Hér er mikil ferðaþjónusta, matvælaframleiðsla, líftækni­ fyrirtækin Genis og Primex svo það gengur ekki að flytja skolpið hér úti í sjó rétt fyrir utan hafnargarðinn. Þessi líktæknifyrirtæki skapa nær 50 störf, stór hlutinn er menntað fólk sem veldur því m.a. að maargir brottfluttir íbúar vilja flytja til baka ef það hefur atvinnutækifæri í samræmi við menntun sína. Atvinnuleysi er afar lítið. Hér er ekki mikið um laust húsnæði, á sínum tíma seldu margir sín hús þegar atvinnuástandið var fremur dapurt og margir kaupendur nota þau sem frístundahús eða Airbnb íbúðaleigu, einnig á veturna því hér er eitt besta skíðasvæði landsins. Fyrirspurnir hafa verið að berast á bæjarskrifstofurnar um byggingalóðir sem eru falar, og einnig hafa borist fyrirspurnir um lóðir undir iðnaðarstarfsemi og í Ólafsfirði stendur til að endurskoða fiskeldi sem auðvitað þýðir aukin atvinnutækifæri. Það liggur fyrir fyrirspurn frá Arnarlaxi á Bíldudal um sjókvíaeldi í Eyjafirði sem mundi hafa höfuðstöðvar í Ólafsfirði. En umhverfismat er ekki komið og reynslan kennir okkur að það getur tekið óratíma. Fiskeldi er lykilatriði fyrir margar byggðir á landsbyggðinni og að þar dafni byggð og Bíldudalur er þar gott dæmi. Íbúum þar hefur fjölgað umtalsvert og innviðir samfélagsins styrkst. Á Djúpavogi er meira að gera í kringum fiskeldið í Berufirði en þegar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vísir var þar með starfsemi. Hér er um er að ræða byggingar­ lóðir við nýjar götur að ræða þar sem gert er ráð parhúsum og raðhúsum og þéttingu byggðar og inn við fótboltavöllinn er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum. Þegar ég kem hingað árið 2015 voru íbúar 2040 en síðan gerist það að útgerðarfélagið Rammi lætur smíða nýjan frystitogara, Sólberg ÓF-1 sem kostaði um 5,5 milljarða króna, og leggur tveimur togurum þar á móti. Það fækkaði í störfum tengt útgerð og fiskvinnslu úr

90 niður í 70 svo íbúum hefur aðeins fækkað, en vonandi er það tímabundið ástand. Meðalaldur íbúa hér er mjög hár, einn sá hæsti á landinu, en um 20% íbúa eru 67 ára og eldri en vegna ungs fólks sem hingað hefur flutt, m.a. til starfa hjá líftæknifyrirtækjunum hefur fjölgað í leikskólunum, þar eru um 120 börn og í grunnskólanum eru liðlega 200 nemendur.“

Flugvöllurinn

Bæjarstjóri lét laga flugvöllinn innan við bæinn svo þanig að væri hægt að fljúga til og frá Siglufirði þegar nauðsyn bæri til, m.a. sjúkraflug og beint flug frá Keflavíkurflugvelli sem margir ferðamennhafa óskað eftir. Flugvöllurinn var merktur og fékk viðurkenningu sem lendingar­staður. Þar er engin flugumferðarstjórn svo þeir sem fljúga til Siglufjarðar gera það á eigin vegum og ábyrgð. Það er veðurstöð á vellinum svo hægt er að svara því hvort flugvöllurinn sé fær, t.d. vegna veðurs eða snjólaga. - Skortur á rafmagni hefur verið viðloðandi við Eyjafjörð árum saman. Er einhverrra breytinga þar að vænta? „Það hefur ekkert breyst. Árið 2015 var sagt að rafmagn kæmi til Akureyrar gegnum nýja

Árið 2015 var sagt að rafmagn kæmi til Akureyrar gegnum nýja Hólasandslínu árið 2018. Þegar nú er spurst fyrir um þessa framkvæmd nýverið er nefnt árið 2023. Þetta mál er allt í einhverjum kærum og rugli en Landsnet hefur ekki vandað nógu til verka vegna þessarar línulagnar. Ég held svei mér þá að einhverjir séu á móti rafmagni yfirhöfuð!

Hólasandslínu árið 2018. Þegar nú er spurst fyrir um þessa framkvæmd er neft árið 2023. Þetta mál er allt

í einhverjum kærum og rugli en Landsnet hefur ekki vandað nógu til verka vegna þessarar línulagnar. Ég held svei mér þá að einhverjir séu á móti rafmagni yfirhöfuð! Rafmagnsskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á norðausturhorni landsins en Glerárvirkjun með 5 megawött hefur aðeins bætt úr brýnni þörf. Vélaverkstæði hugðist kaupa nýja rennibekki, en varð að hætta við það því ekki var til neitt rafmagn tilað knýja þá. Um leið er afhendingröryggið afar lélegt, púlsakerfi hefur valdið skaða, m.a. hjá mjólkurbúinu. Þrjú fyrirtæki á Akureyri hafar neyðst til að díselvélavæði til að tryggi reksturinn ef til raforkuskorts kemur. Þetta er mjólkurbúið, Becromal sem framleiðir álþynnur og og Víking Brugg. Það er sama sagan vestan megin frá. Frá Blönduvirkjun væri hægt að fá um 15 megawött sem engin nýtir en engin lína er lögð þaðan til Eyjafjarðar vegna þess að landeigendur vilja það ekki og allt logar í kærum og umhverfismati, fleiri en einu.. Með því væri einnig hægt að auka afhendingaröryggi raforku með hringtengingu.“

Sameiningar sveitarfélaga - Hafa verið einhverjar umræður um frekari sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð verið í gangi? „Akureyringar hafa sýnt áhuga á því og sent út bréf til allra sveitarfélaganna þar að lútandi. Þeir eru stóri bróðir og vilja verða enn stærri. Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust árið árið 2006 en það tekur önnur 12 ár að jafna sig því þetta eru tvö mismunandi samfélög. Rígur milli þessara byggðakjarna fer minnkandi með unga fólkinu og nýjum íbúum sem flytja til staðanna. Í Dalvíkurbyggð þar sem sameining átti sér er þetta komið í betra horf. Ég tel að eftir um 20 ár munu Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð sameinast í eitt sveitarfélag. Einnig er líklegt að Akureyri, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Eyjafjarðarsveit sameinast en Grýtubakkahreppur verður ólíklega í þeim pakka,“ segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri.


-15

KR.

Í TÍUNDA HVERT SKIPTI sem þú dælir 25 lítrum eða meira með lyklinum

ób.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

26

Oddarannsóknin beinist að manngerðum hellum Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur.

Þriggja ára rannsóknaráætlun Oddarannsóknarinnar var unnin síðsumars 2017. Í henni er gert ráð fyrir tvíþættri rannsókn: annars vegar er hún umfangsmikil grunnrannsókn sem byggir undir frekari rannsóknir á staðnum og hefur að markmiði að svara spurningum um tilurð og uppgang

var einn af fyrirlesurum á Odda­ hátíð sumarið 2018. „Þess í stað verður lögð áhersla á að nota fjar­ könnunar­aðferðir og kjarna­borun með skipulögðum hætti til að rannsaka stærra svæði, allt Odda­ hverfi. Kjarnaborun er einföld og ódýr aðferð til að afla mikilla upp­lýsinga á stuttum tíma. Með henni er hægt að kortleggja út­breiðslu mann­ vistar­l aga og gjósku­laga Þessi að­ferð hentar vel til þess að gera ýmsar efna­grein­ ingar á jarð­vegi, m.a. magn fosfats sem getur gefið vís­bendingar um stærð túna til forna. Hægt er Þór Jakobsson veðurfræðingur er einn helsti að taka sýni úr hvatamaður að Oddahátíð og lengi formaður borkjörnum sem Oddafélagins. Hér stendur hann við styttuna af nýtast við rann­ Sæmundi fróða á selnum. Oddakirkja í baksýn. sóknir á gróðri og valdamiðstöðvar í Odda og upphaf ræktun og til aldursgreiningar. Á og þróun hjáleigubyggðarinnar grunni niðurstaðna rannsókna með í Oddahverfi. Hins vegar er hún fjarkönnun og kjarnaborun er hægt rannsókn með uppgrefti á föllnum að meta möguleikana á ítarlegri manngerðum helli í Oddatúni. rannsókn með uppgrefti á völdum Uppgröfturinn er aðferðafræðilegs svæðum.“ eðlis og mikið nýmæli en aldrei Manngerðir hellar hefur fallinn manngerður hellir „Manngerðir hellar eru mjög verið grafinn upp á Íslandi. Markmiðið var að grafa upp annan einkennandi minjaflokkur fyrir af stóru föllnu hellunum syðst í Suðurland sem lítið hefur verið túninu á Odda að hluta eða öllu rannsakaður. Mikilvægur hluti af Oddarannsókninni er kortlagning leyti. Heildarmarkmið grunn­r ann­ manngerðra hella í Odda og sókna í Odda er að afla þekk­ uppgröftur á föllnum helli syðst ingar um hið forna höfuðbýli í Oddatúni. Eins og margir hér Odda, upphaf byggðar, umfang vita er getið um nautahelli í mann­vistar og þróun byggðar í Odda í elstu þekktu heimild um Oddahverfi. Leitast verður við að manngerðan helli á Íslandi en svara mikilvægum spurningum um hans er getið í Jarteinabók Þorláks það hvernig höfuðból á borð Odda Helga frá 1199. Við vitum ekki hvar Nautahellir var en það eru verður til. „Það verður ekki ráðist í góðar líkur á því hann sé annar af um­fangs­mikinn uppgröft á bæjar­ gríðarstórum föllnum hellum sem hólnum í Odda eða kirkjugarði því sjást í túni Odda. Aldrei fyrr hefur verið grafinn slíkar rannsóknir eru mjög flóknar og tímafrekar og þar af leiðandi upp fallinn manngerður hellir hér á landi, þrátt fyrir mikinn og mjög dýrar,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur sem útbreiddan áhuga fræðimanna og

almennings á tilurð hellanna og sögu þeirra. Uppgröfturinn verður að miklu leyti aðferðafræðilegs eðlis þar sem þekkingin á aðferðum til þess að grafa upp minjar af þessu tagi er ekki til staðar. Frá upphafi verður gert ráð fyrir öflugu kynningarstarfi á framgangi rannsókna og niðurstöðum og stefnt er að stofnun Fornleifa­skóla barnanna.“

taka tvo daga en rannsóknin varð hluta hans og eru það allstór björg talsvert umfangsmeiri og skilaði sem hrunið hafa úr loftinu. Ekki gríðarlega spennandi niðurstöðum. er að sjá að þessi hellir tengist Í vestari skurðinum sem tekinn stóra fallna hellinum sem hinn var í meintan hruninn helli komum skurðurinn var grafinn í en hann við niður á sandsteinshrun á rúmlega er þó það langur að hann hlýtur að Fyrsti áfangi Odda­ tveggja metra dýpi og í hruninu var hafa náð alveg inn að honum og rannsóknar­innar greinilega mannvistarlag. Í þessum það kæmi mér ekki á óvart að það „Oddafélagið sótti um styrk í skurði gátum við því sannreynt hafi verið gengt úr þessum helli For­nminja­sjóð fyrr á þessu ári fyrir að þarna var í raun manngerður inn í hinn. Það er hins vegar óvíst fyrsta áfanga í Oddarannsókninni hellir sem hrundi löngu fyrir hvort hægt verði að komast innst í þar sem ráðast átti í uppgröft á 1500. Við bíðum meintum nautahelli. Það voru enn ná­kvæmari talsverð vonbrigði að fá ekki t í m a s­ e t n i­ n g a r styrkinn en í stað þess að gera hruns­i ns og ekki neitt þetta árið ákvað vit­um ekki enn­þá Oddafélagið að fara af stað með til hvers hell­ir­inn litla forrannsókn í sumar. Í henni var notaður. átti að grafa tvo litla prufuskurði Í austari skurð­ þar sem heita Hellirsdalir í þeim inum sem tekinn tilgangi að fá annars vegar fá var í afgerandi staðfestingu á því að þar sé í raun hvilft inn í hæð um hrunda manngerða hella sé syðst í túninu kom að ræða og hins vegar að kanna í ljós manngerður hvenær hellarnir í Odda hrundu út hellir með leifum Hellir hefur verið hulinn við opið til að gæta alls frá gjóskulögum á svæðinu. Það af torfhlöðnum öryggis, en hætta getur leynst í honum vegna hruns. er mikilvægt fyrir frekari uppgröft for­skála. Hellir­ í hellana að átta sig á aðstæðum inn er á rúmlega 3 þegar komið er niður á hrun úr m dýpi og benda hellinum og hversu langt er frá því fyrstu niðurstöður jarðfræðings á hellinn og fjarlægja hrunið til þess niður á mannvistarleifar. Ég kom gjóskulögum til þess að hellirinn að komast að því,“ segir Kristborg svo í Odda í byrjun júní ásamt Lilju hafi verið gerður á 10. öld og Þórsdóttir. Björk Pálsdóttur og við grófum kominn úr notkun fyrir 1206. tvo könnunarskurði sem átti að Fyrstu athuganir á hellinum leiddu Stærra í ljós að hann er rannsóknarsvæði Kristborg segir að í vetur taki um um 10 m á lengd, liggur við undirbúningur áframhaldandi austur-vestur, og rannsókna á nýfundnum helli er 3,6 m á breidd í Odda og umsóknaskrif í um miðbikið. Í styrktarsjóði. Það sé að ýmsu að honum er talsvert hyggja fyrir næstu skref en stækka mikið af áfoknum þarf rannsóknarsvæðið umtalsvert jarðvegi en í og sérstaklega þarf að undirbúa honum miðjum vel uppgröft í sjálfum hellinum eru 1,6 m frá og tryggja öryggi þeirra sem þar lofti niður á vinna. Vonir standi til þess að áfok. Talsvert áframhaldandi rannsókn á hellinum mikið hrun er muni meðal annars leiða í ljós úr lofti hellisins byggingarsögu og notkunarsögu Oddahátið nýtur mikillar athygli. Hjónin Arndís Finnsson í innanverðum hellisins. og Hrafn Jóhannsson á Hvolsvelli voru meðal gesta.

www.pwc.is

Hvað eru verðmæti í þínum huga?

Samstarfið við PwC aðstoðar þig við að skapa þau verðmæti sem þú sækist eftir. PwC er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Selfossi og Hvolsvelli.


EKKI GLEYMA GASINU - FYRIR HÁTÍÐIRNAR

ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS

GAS FYRIR GRILLIÐ

Smellt eða skrúfað? Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!

IÐNAÐARGASIÐ FÆST HJÁ ÍSAGA ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI OG UMBOÐ Á AGA.IS

GAS FYRIR IÐNAÐINN ÍSAGA | BREIÐHÖFÐA 11 | 110 REYKJAVÍK | 577 3000


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

28

Vagga menningar og fræða var í Odda“

- segir Friðrik Erlingsson rithöfundur Friðrik Erlingsson rithöfundur.

Á Oddastefnu í ágústmánuði sl. flutti Friðrik Erlingsson rithöfundur afar athyglisvert erindi sem m.a. fjallaði um höfuðbólið Odda á Rangárvöllum. Friðrik sagði að flestum bæri saman um að Oddi á Rangárvöllum hafi verið vagga íslenskrar menningar og fræða á elleftu og tólftu öld. Oddi hafi verið mennta- og uppeldisstofnun höfðingjastéttar og vísindamanna í sagnfræði, lögfræði, fornfræði og bókmenntum, auk þess að vera miðstöð fyrir evrópska hámenningu á miðöldum á Íslandi. Veldi Oddaverja hafi hafist þegar Sæmundur fróði kom heim frá námi í Frakklandi eða Þýskalandi um 1080 og því lauk 1264 þegar Gissur jarl lét hálshöggva Þórð Andrésson, Sæmundarsonar, eftir

Keldnahurðina sem gengur undir rangnefninu Valþjófsstaðahurðin, en líkt og handritin komu heim hér um árið, þá viljum við Rangæingar auðvitað fá hurðina heim, við allra fyrsta tækifæri.“

Hvað vitum við?

Hvað vitum við með vissu? Á Hvítasunnudag árið 1056 var Ísleifur Gissurarson vígður fyrsti innlendi biskupinn, af Aðalbert erkibiskupi í Brimum. Það sama ár fæddist Sigfúsi og Þóreyju í Odda sveinbarn er skírt var Sæmundur, í höfuðið á forföður sínum og land­ námsmanni í Skagafirði, Sæmundi suðureyska. Sæmundur er því fæddur fimmtíu og sex árum eftir Kristnitöku, fjörutíu og fimm árum eftir Njálsbrennu (ef við gefum

leggur England undir sig og verður Vilhjálmur sigurvegari árið 1066; fyrr um sumarið féll Haraldur harðráði Noregskonungur fyrir her Haraldar Guðinasonar við Stafnfurðu á Norðimbralandi. Innrás Normanna í England er heimssögulegur viðburður og hefur án efa verið ræddur í þaula af fullorðnum körlum í nánasta umhverfi Sæmundar. Á uppvaxtarárum Sæmundar er mjög líklegt að heiðin menning hafi verið enn við lýði í svo ríkum mæli að það hafi ekki farið framhjá honum. Heiðin siður og heiðin fræði hafa verið vel þekkt og jafnvel numin, því Íslendingar urðu ekki ofstækismenn í trúmálum fyrr en vald kirkjunnar var orðið mun meira. Sérstaða kirkjunnar á fyrstu

Horft austur frá Odda. Vestmannaeyjar í baksýn.

misheppnaða aðför Oddaverja að Gissuri í þeim tilgangi að losa um tök Noregskonungs á Íslandi. „Og nú hyllir undir spennandi tíma þegar við nútímamenn, fyrir tilstilli fornleifarannsókna, fáum hugsanlega að skyggnast aftur í aldirnar og sjá hvernig umhorfs var á þessu merka höfuðbóli þegar sól þess reis hvað hæst. „Líklega get ég ekki sagt ykkur neitt um Sæmund Sigfússon sem þið vitið ekki áður. Sagan hefur því miður ekki skilað okkur miklu í hendur um þennan merka mann, en útfrá því sem þó er vitað má draga ýmsar ályktanir, sem margir hafa sett fram, bæði lærðir og leikir. Hér dreg ég saman nokkrar slíkar hugleiðingar, sem birtust að hluta í héraðsriti okkar Rangæinga: Goðasteini, fyrr á árinu, undir yfirskriftinni Endurreisn Oddastaðar. Og úr því ég get ekki sagt ykkur neitt nýtt þá verð ég að predika hér yfir hinum trúuðu. Til stóð að fjalla um

okkur að hún hafi átt sér stað), fjörutíu og tveimur árum eftir Brjánsbardaga í Clontarf á Írlandi og tuttugu og sex árum eftir fall Ólafs Haraldssonar við Stiklastaði. (til samanburðar þá er ég fæddur 23 árum eftir heimstyrjöldina síðari, sem enn er í úrvinnslu sagnfræðinga fram á þennan dag, 73 árum síðar) Sæmundur hefur áreiðanlega alist upp við frásagnir af þessum stórviðburðum og jafnvel kynnst fólki sem upplifði einhvern þeirra. Margir Íslendingar börðust í Brjánsbardaga og á Stiklarstöðum. Kristnitakan markar svo stór þáttaskil í sögu landsins að frásagnir af Alþingisfundinum árið 1000 hafa verið mönnum tamar í munni, auk þess sem áhrif og mótun hinnar rómverks-kaþólsku menningar hefur þegar verið byrjuð að skjóta rótum. Sæmundur er aðeins tíu ára þegar Vilhjálmur bastarður af Normandí

öld kristni á Íslandi lýsti sér í merkilegu sjálfstæði frá ströngustu kirkjulögum þess tíma. Þetta má m.a. má sjá á Tíundarlögum, sem Sæmundur var einn höfunda að. Miðað við álit samtímamanna á Sæmundi hljótum við að gera ráð fyrir því að hann hafi snemma sýnt þroska og næman skilning. Hann hefur áreiðanlega ungur lært að draga til stafs heima í Odda og lært að lesa og reikna. Hann hefur þjálfað minnistæknina sem þá var kennd, með því að læra utan að ættartölur sínar og forn kvæði. Þórey, móðir hans, var barnabarn Síðu-Halls. Hjá henni hefur Sæmundur án efa numið margar sögur af forfeðrum sínum, enda ættartala Sæmundar hlaðin göfugum stórmennum í báðar áttir. Heimamenn og gestir í Odda hafa sagt sögur; sagt hefur verið frá atburðum og málarekstri á héraðsþingi eða á Alþingi og lög af ýmsum toga hafa áreiðanlega

oft verið til umræðu á heimilinu. Á skemmtunum og mannamótum af öllu tagi hefur dans verið stiginn og kvæði sungin og margskonar leikir farið fram, sem við höfum engar heimildir né vissu um, nema þá eina að mannlífið hefur ekki breyst að neinu ráði síðan þá, fyrir utan leikmynd og búninga, ef svo má að orði komast.

Ungur til framhaldsnáms

Sæmundur fer ungur utan til framhaldsnáms, mögulega með Gelli Þorkelssyni, farmanni frá Helgafelli, sem hefur þá verið fjárhaldsmaður hans og fylgt honum til þeirrar borgar þar sem skólinn var staðsettur. Ari fróði segir Sæmund hafa lært í Frakklandi og Sæmundur hefur ekki gert athugasemd við það þegar hann las Íslendingabók yfir. Í Norður-Frakklandi voru fjögur erkibiskupsdæmi á tímum Sæmundar; í Rouen, Reims, Sens og Tours og við dómkirkjurnar þar voru helstu skólar Evrópu. En klausturskólarnir í Laon og Bec virðast hafa átt söfn kanónísks réttar til að nota við biskupsstörf og til skipulags kirkjunnar. Slíkt safn gæti Sæmundur hafa afritað og tekið með sér heim ásamt ýmsum öðrum ritum. Þekking hans á slíku lagasafni gæti einmitt hafa verið grundvöllurinn að starfi hans við setningu Tíundarlaga árið 1096. Lög þessi eru í raun endahnúturinn á Kristnitökunni; með lögunum er lagður fjárhagslegur grundvöllur að kirkjunni sem stofnun; landslögin eru endurskoðuð í beinu framhaldi og í beinum tengslum við það margþætta skipulag sem þurfti að koma í kring fyrir innheimtu Tíundar, en það var gríðarlegt starf og flókið; hér fer fram manntal og einnig jarðamat; verðlagseiningar eru samræmdar og mögulega er það á þessum sama tíma sem hrepparnir verða til, sem tryggingarfélag bænda, sem stjórntæki til að virða eigur manna og til útdeilingar þurfamannatíundar. Og það er að líkindum í tengslum við Tíundarlög og sóknarskipunina, að hafin er skipuleg söfnun landnámssagna úr öllu héruðum landsins, í þeim tilgangi að finna þá ætt í hverju héraði er gat rakið sig til landnámsmanns og hafði þar með rétt til höfuðbóls og valda í samfélaginu, umfram aðra menn, m.a. rétt til Tíundarkirkju. Þetta mikla skráningarstarf átti sér áreiðanlega fyrirmynd í Dómadagsbók Vilhjálms sigurvegara á Englandi frá 1086, þótt efnistökin hafi verið með öðrum hætti, eðli málsins samkvæmt. En vera má að sjálft skipulagið við söfnun upplýsinga hafi verið helsta fyrirmyndin; þ.e. að viss fjöldi nefnda hafi farið um landið til að gera manntal og jarðamat vegna Tíundarlaga og um

leið skráð frásagnir eða hvatt til þess að þær yrðu ritaðar og síðan skilað á Alþingi komandi árs.

Við nám í Anjou í Mið-Frakkalndi

Helgi Guðmundsson prófessor (Um haf innan 1997; Land úr landi 2012) færir að því rök að Sæmundur hafi numið í Angers í Anjou í Mið-Frakklandi, en þar var Nikulásarklaustur. Í Jóns sögu helga er sagt að þegar Jón Ögmundsson hafi verið á heimleið frá Róm, og fundið Sæmund, hafi hann verið nefndur Kollur. Nafnið hefur verið Col á latínu og er gælunafn þess sem ber nafnið Nicholas, Nikulás. Það bendir til þess hver verndardýrlingur Sæmundar hafi verið, sem hann síðar tileinkar kirkju sína í Odda. Dýrkun heilags Nikulásar hófst hins vegar ekki að marki í N-Evrópu fyrr en eftir bein hans voru flutt frá Litlu-Asíu til Bari á Ítalíu árið 1087, áratug eftir heimkomu Sæmundar, svo hann hlytur að hafa stundað nám þar sem Nikulás hafði lengi verið í heiðri hafður. Áhugaverðustu rök Helga hníga að riti því um Noregskonunga, sem sannlega er sagt að Sæmundur hafi skrifað. Saga greifadæmisins í Anjou var sett saman af Fulk rechin, sem var greifi 10681109. Sú saga hefur áreiðanlega verið rituð snemma á ferli hans, til þess að styrkja tilkallið til greifadæmisins. Hafi Sæmundur stundað nám í Nikulásarklaustri í Angers hefur hann vafalaust lesið þetta rit, því útbreiðsla þess háttar rits hefur varla verið mikil utan greifadæmisins. Þar er greifaættin rakin til forföðurs, sem nefndist Ingelgarius og varð greifi í Angers árið 870. Það leiðir hugann beint að Ingólfi og ársetningu landnáms hans. Í sögu greifadæmisins er nefndur Fulk le bon (hinn góði) sem ríkti til 960 og Geoffroi grisegonelle (gráfeldur) sem tók við völdum 960. Í sögu Noregskonunga er nefndur Hákon góði (le bon) sem ríkti til 960 og Haraldur gráfeldur (grisegonelle) sem ríkti frá 960. Viðurnefni og ártal sem eru sameiginleg og í sömu röð á frönskum greifum og norskum konungum geta ekki verið tilviljun. Sæmundur hefur þá notað greifaættina í Angers sem fyrirmynd þegar hann samdi rit um Noregskonunga. Það var algeng aðferð sagnfræðinga á miðöldum að miða við hið þekkta til að draga hið óþekkta fram í dagsljósið. Hér hefur Sæmundur þá miðað við greifana í Angers, sem voru samtímamenn þeirra Noregskonunga sem Sæmundur var að reyna að varpa ljósi á í þeim tilgangi að búa til tímatal. Þá notar hann ártölin og viðurnefnin, sem hafa verið tengd tísku og klæðaburði þessa tíma.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

29

Var Svartiskóli í Angers? Það væri skemmtilegt ef til­gáta Helga um Angers sem náms­borg Sæmundar yrði rann­sökuð nánar, með það í huga að safna frekari rökum henni til stuðnings. Þá mætti taka upp formlegt menningar­ samband á milli Oddastaðar og Angers, eftir 946 ára hlé. Í slíku samstarfi gætu falist spennandi mögu­leikar í fræðastörfum og menningar­samskiptum af ýmsu tagi. Á miðöldum var Angers stundum nefnd „Svarta borgin“ (la Ville Noire) því þök húsanna voru klædd dökkum steinskífum. Ef til vill er þar fundin orsökin að þeirri hugmynd að Sæmundur hafi numið í „Svartaskóla.“

Sæmundur fróði upphafsmaður að landnáns­goðsögninni um Ingólf og Hjörleif

Frásögnin af fóstbræðrunum Ingólfi og Hjörleifi ber þess skýr merki að vera lærður tilbúningur. Þeir fóstbræður falla fullkomlega að hinni fornu goðsögn um tvíburana eða bræðurna sem nema land og stofna ríki; annar deyr eða er felldur vegna ofsa eða óbilgirni, en hinn er göfugur, stofnar ríkið og setur því lög. Til samanburðar má nefna landnámsgoðsagnir um bræðurna Rómulus og Remus á Ítalíu, Hengist og Horsa á Englandi, Donn og Amairgen á Írland og Yama og Manu á Indlandi svo einhverjir séu nefndir. Sæmundur fróði er líklegastur manna til að vera upphaflegi höfundurinn að þessari land­ náms­goðsögn, enda er t.d. vitnað til hans í Landámu um komu Naddodds til Íslands. Áreiðanlega hafa munnmæli, kvæði eða ættarminningar af landnáms­ mönnum verið notaðar svo langt sem þær náðu. En hin samfellda og dramatíska saga af landnámi fóstbræðranna er augljóslega búin til af lærðum manni sem var vel menntaður og víðlesinn í klassískum fræðum. Stytta Ásmundar Sveinssonar af Sæmundi á selnum, sýnir hvar Sæmundur slær Kölska í höfuðið með Saltaranum; Kölski sekkur, vætir um leið hempu Sæmundar og tapar þar með veðmálinu um sál hans. Sagan er gömul flökkusögn, en um leið er hún lýsandi fyrir starf Sæmundar þegar hann er kominn heim; það má segja að hann hafi barið fáfræðina í höfuðið

með lærdómnum og vakið menn til vitundar um mikilvægi æðri menntunar. Sé sagan skilin í því ljósi á hún fullan rétt á sér í þeim sagnaheimi sem umlykur Sæmund. Heimkoma Sæmundar markaði upphafið á gullöld íslenskrar miðaldamenningar sem blómstraði næstu þrjár aldir. Sú menning fólst ekki síst í samruna klassískra mennta og norrænnar menningar. Sérstaða íslensku kirkjunnar olli því að norrænar menntir héldu áfram að þroskast undir handarjaðri hennar og eflast við kynnin af klassískum fræðum, á meðan kirkjan í öðrum norðlægum löndum lagði sig fram um að eyða hinum heiðna germanska arfi. Hér voru höfðingjar og bændur eigendur kirkna og því hlaut þeirra menning að setja sitt mark á þróun íslensku kirkjunnar, ólíkt því sem gerðist annars staðar, þar sem biskupar af aðalsættum réðu kirkjunum. Sæmundur stendur í innsta hring þeirra manna sem eru í óða önn að endurskapa íslenskt samfélag sem virðingarvert rómversktkaþólskt ríki; hann á hlutdeild í mikilvægustu lagasetningum síns tíma, Tíundarlögunum 1096 með Gissuri Ísleifssyni, og Kristinrétti með biskupunum Þorláki Runólfs­ syni og Katli Þorsteinssyni. Fram­lag Sæmundar, bæði það sem við vitum um og hitt sem við getum okkur til um, aflaði honum mestu virðingar samtíma­manna; hann er nefndur „stólpi íslenskrar kirkju“ og jafnframt „mestur nytja­ maður Guðs kristni á Íslandi.“ Það er sannlega sagt að Sæmundur hafi reist kirkju í Odda og vígt heilögum Nikulási. Vera má að kirkja hafi verið þar fyrir, eða fornt heiðið hof sem Loðmundur eða Sigfús hafi látið vígja að kristnum sið. Kirkja Sæmundar hefur án efa verið stafkirkja, og það verður spennandi að sjá, þegar fornleifarannsóknir hefjast í Odda, hvort sú kirkja hafi ekki verið í stærra lagi. Manni finnst að svo hljóti að hafa verið. Kirkjum er ekki lýst í elstu máldögum, en í máldaga Oddakirkju 1488 er hún metin á 85 hundruð. Það hefur verið stór og vönduð kirkja. 1641 segir máldagi að: „Kór og kirkja gjörvöll tvöföld af tré, sterk og stæðileg. Kórinn með fjalagólfi en kirkjan framan með steingólfi vænu og sléttu. Útbrot til hliða á meginkirkju, 6 stólar hvoru megin innan við útbrotin. Þil milli kórs og kirkju, þil á framanverðri

Byssusmiðja Agnars

óskar viðskiptavinum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kaupi og tek í miðlun forn skotvopn. Upplýsingar, myndir og tilboð sendist á: doktoraggibyssa@simnet.is

BYSSUSMIÐJA AGNARS Skemmuvegi 12 | Kópavogi | 891 8113

kirkju og hurð á járnum innlæst og með stórum koparhring.“ Heilagur Nikulás er verndar­ dýrlingur farmanna, kaupmanna og barna. Nikulás er m.ö.o. frum­gerð jólasveinsins eins og við höfum kynnst honum frá Ameríku. Messudagur Nikulásar er 6. desember og enn í dag halda Holl­endingar þann dag hátíðlegan; þá gengur Nikulás um götur, klæddur sinni rauðu kápu með hvítri skinnbryddingu og gefur börnum gjafir. Nikulási fylgir ævinlega svartur púki, Svarti Pétur; heilagur Nikulás er semsagt með Djöfulinn í taumhaldi, líkt og Sæmundur í þjóðsögunum. Gæti verið að minningin um helgileiki á vígsludegi Oddakirkju, þar sem Nikulás gekk með Svarta Pétur í taumi, sé rótin að sögunum um Sæmund og Kölska?

Tölustafurinn 3

En Nikulás á annað sameiginlegt með þekktri persónu úr íslenskum fornbókmenntum, en það er talan þrír; Nikulás frelsar m.a. þrjá hermenn úr prísund, hann gefur fátækum manni þrjár gullpyngjur svo dætur hans þurfi ekki að selja sig í vændi og reisir þrjá drengi frá dauðum. Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli lét segja sér hluti þrisvar, átti þrjár dætur og þrjá syni og frá Bergþórshvoli blöstu Þrídrangar við. Hinn heiðni Njáll og hinn kristni Nikulás eru báðir auðugir, gjafmildir og ráðagóðir öðlingar sem eiga tölustafinn 3 sameiginlegan. Samkvæmt tilgátum Einars Pálssonar (RÍM 1969 - 1998) er Bergþórshvoll staðsettur á Landnámsbaugi Rangárhverfis sem markar suðvesturátt, þar sem sólin verður lægst á lofti. Það er tími jóla. Njáll er m.ö.o. hinn heiðni jólasveinn. Það er ekki óeðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort fornar sagnir af hinum þrímagnaða heiðna Njáli hafi runnið um huga Sæmundar fróða þegar hann sagði nemendum sínum frá hinum þreföldu kraftaverkum heilags Nikulásar. Það er engin tilviljun að Snorri Sturluson stekkur fram sem alskapaður höfundur og fræðimaður; menntun hans í Odda liggur þar að baki, og þar hefur hann haft aðgang að heiðnum fræðum, sem á dögum Snorra sjálfs voru ekki lengur aðgengileg í munnmælum. Sá sem ætlaði að safna heiðnum fræðum á

dögum Snorra gat átt yfir höfði sér bannfæringu kirkjunnar. Meðferð Snorra á efninu, t.d. í Gylfaginningu, sýnir hversu fimlega hann fríar sig ábyrgð á þessum heiðnu frásögnum svo enginn fari nú að gruna hann um græsku. Hins vegar er það Sæmundur sem fær á sig galdraorðið, og það lifir í munnmælum og þjóðsögum allt fram á 19. öld. Sæmundur hefur ekki verið skáld, annars ættum við kvæði eftir hann. Hann hefur fyrst og fremst verið vísindamaður í fræðum sínum, sagnfræðingur og ekki síst lögfróður maður. Hann hefur sagt nemendum sínum sögur, sem hann sjálfur lærði í námi sínu utanlands, og þær sögur hafa smám saman festst við Sæmund sjálfan, líkt og sagan um ævintýralegan flótta hans frá meistara sínum, sem rituð er í Jóns sögu helga. Sú saga er ævafornt sagnaminni og var t.d. sögð um Gerbert af Aurillac, sem var Sylvester II páfi 999-1003. Gerbert var kennari Fulberts af Chartres, sem kenndi Rainald í Angers, sem aftur var kennari Marbods af Rennes, sem starfaði lengst í Angers og hefur þá örugglega verið kennari Sæmundar, hafi hann numið þar.

Óðinsdagur í lit­ lausan miðvikudag

Í riti sínu „Sæmund Sigfússon and the Oddaverjar“ bendir Halldór Hermannsson á þá ólíku dóma sem vinirnir Jón Ögmundsson og Sæmundur Sigfússon fá hjá seinni tíma mönnum. Jón barðist gegn heiðninni t.d. með því að banna dansa, sem honum þóttu of forneskjulegir og líklega of blautlegir, og fékk það meira að segja í gegn að nöfnum vikudaga var breytt hér á landi, einu Norðurlanda; í stað hins máttuga „Óðinsdags“ fengum við litlausan „miðvikudag.“ Um Jón var skrifuð saga sem ætlað var að undirbyggja kröfur Norðlendinga um að hann yrði gerður heilagur. Um Sæmund var engin saga rituð, en um hann gengu munnmælasagnir, þar sem hann er sagður mikill galdramaður og hafi vafið Djöflinum um fingur sér. Hér má greina bergmál af einfeldningslegum ótta við mikla lærdóma, en einnig má vera að fræið að þessum þjóðsögum liggi í þeirri staðreynd að Sæmundur hafi lagt rækt við heiðin fræði og forna tíma.

Með heimkomu Sæmundar verður Oddi ein helsta vagga íslenskrar menningar og fræða; uppeldisstofnun höfðingjastéttar og vísindamanna í sagnfræði, lögfræði, fornfræði og bókmenntum, auk þess að vera miðstöð fyrir evrópskra hámenningu á miðöldum á Íslandi. Framundan eru spennandi tímar í sögu Odda, þegar nútíminn fær loks að skyggnast aftur í aldir á þessu merka höfuðbóli, fyrir tilstilli fornleifarannsókna.

Uppgröftur, fornleifaskóli barna og bjálkabygging fyrir ráðstefnur

Oddafélagið hefur í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands gert áætlun um rannsóknir og uppgröft í Odda. M.a. verður fornleifaskóla barnanna komið á fót í samstarfi við grunnskóla í Rangárþingi, en þar verður hægt að tvinna saman fjölmargar námsgreinar við fornleifauppgröftinn til að kveikja áhuga og auka skilning grunnskólanema á sögu lands og þjóðar. Í Kirkjubæ í Færeyjum stendur um 900 ára mikil og reisuleg bygging úr bjálkum, Reykstofan, hluti af svonefndum Konungsgarði. Það er ekki erfitt að ímynda sér að hús af líku tagi hafi einmitt staðið í Odda á dögum Sæmundar eða þá Jóns Loftssonar. Slíkar byggingar væri sannarlega við hæfi að reisa í Odda fyrir ráðstefnur, tónleika, bókasafn, aðstöðu fyrir fræðimenn, samkomur og veisluhöld í anda miðalda svo eitthvað sé nefnt. Framtíðaruppbygging Oddastaðar mun ávallt verða að taka mið af þeirri glæstu fortíð og hinni miklu sögu sem staðurinn býr yfir.

Hinn æðsti höfuðstaður

Óhætt er að fullyrða að stórtíðinda verði að vænta á næstu þremur árum meðan grunnrannsóknir á fornleifum eiga sér stað, því hér liggur gjörvöll saga Oddastaðar óhreyfð undir sverðinum, líkt og hinar gullnu töflur æsanna, sem um síðir munu í grasi finnast. Það er í þeirri fortíð sem efniviðurinn liggur, sem framtíð og endurreisn Oddastaðar mun byggja á, svo þegar fram líða stundir megi enn gefa hér að líta „hinn æðsta höfuðstað.“ Friðrik Erlingsson rithöfundur

Sr. Stefán sterki Stefánsson var stórhuga hugsjónarmaður

- sr. Þórir Stepensen hefur skrifað sögu afa síns Presturinn Stefán sterki Steph­ en­sen (1832–1922) var þjóðsagna­ persóna í lifanda lífi, annál­aður krafta­maður, stórhuga hug­sjóna­ maður og dugnaðar­forkur sem skilaði merku ævi­starfi. En hann var einnig breyskur drykkjumaður og á köflum fljót­fær og mis­­tækur. Hann var lengstum prestur í Árnesþingi, fyrst á Ólafs­völlum á Skeiðum og síðar á Mosfelli. Í einkalífi máttu þau hjónin Stefán og Sigríður Gísladóttir sjá á bak átta af tólf börnum sínum, þar af þremur í sömu gröf, en fjögur komust til fullorðinsára og urðu þrjár dætur þeirra bændur á Suðurlandi. Stefán sterki ólst upp hjá föðurbróður sínum, séra Hannesi Stephensen alþingismanni sem var einn nánasti samverkamaður

Jóns Sigurðssonar forseta. Um leið og hér er rakin lífssaga sveita­prests fáum við innsýn í merka atburði Íslands­sögunnar og ættar­sögu Stefánunga. Saga hans gefur okkur innsýn í „pereatið“ í Lærða skólanum þar sem sögu­ hetjan var meðal þátt­takenda, sjálfstæðisbaráttuna og mikla Kápa bókarinnar. framfaraviðleitni mannsins sem átti t.d. hugmyndina að Skeiða­áveitunni og lagði Höfundur bókarinnar, Þórir grund­völlinn að Búnaðarfélagi Stephensen fyrrverandi dómkirkju­ Íslands. Rödd hans var sterk í prestur, er sonar­sonur Stefáns deilunum um Ameríkuferðirnar, sterka og segir hér líf­lega og hann „svitnaði 16 pottum af ítar­lega frá afa sínum og sam­tíð lýsi“ á bændafundinum um hans. Bókin, sem geymir ófáar símamálið og klauf Laugardalinn skemmti­sögur, er sögð af hlutleysi frá Grímsneshreppi vegna og virð­ingu fyrir jafnt stað­reyndum Sogsbrúarinnar. og sögu­persónum.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

30

Brothættar byggðir:

Á íbúaþingi leggja íbúarnir sjálfir til umræðuefni og raða viðfangsefnum eftir mikilvægi Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Há­skólann á Bifröst auk erlendra þátt­takenda frá Búlgaríu, Grikk­ landi, Írlandi og Ítalíu. INTER­ FACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frum­ kvöðla­starf í brot­hættum byggðar­ lögum í Evrópu. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að sam­félags­þróun og upp­byggingu byggðar­laga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólks­fækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra. Verkefnið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir lærdóm og miðlun reynslu annarra þjóða enda eru viðfangsefnin sam­bærileg í löndunum allt í kringum okkur. Auk þess að þiggja mót­framlög frá þátttökuaðilum verk­efnis­ins er það fjármagnað með €247.000 styrk frá Erasmus+ styrkja­áætlun ESB.

Upplýsingafundur á Borgarfirði eystri

Sérstakur upplýsingfundur var haldinn fyrir skemmstu á Borgar­ firði eystri þar sem fjallað var um niðurstöður greiningar á þeim áskorunum sem dreifðari byggða­ lög standa frammi fyrir. Þau sveitarfélög, eða hluti sveitarfélaga eða héruð, sem nú falla undir skil­ greininguna Brothættar byggðir eru m.a. austfirsku sveitar­félögin Borgar­fjörður eystri og Breiðdals­ hreppur, en önnur sveitarfélög eru Árneshreppur, Bíldudalur, Gríms­ey, Hrísey, Raufar­höfn. Skaftár­hreppur, Þingeyri og Öxar­ fjörður. Markmiðið með verkefninu Brot­ hættum byggðum er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á fram­tíðar­ mögu­leikum heima­byggðar­innar og leita lausna á þeirra forsendum í sam­vinnu við ríkis­valdið, lands­ hluta­samtök, atvinnu­þróunar­félag, sveitar­fé­lagið, brott­flutta íbúa og aðra. Hug­myndin var frá upp­hafi sú að með verk­efninu á Raufar­höfn yrði til að­ferð eða verk­lag. Settar voru á fót verkefnisstjórnir fyrir hvert byggðarlag. Í þeim

sitja fulltrúar Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, lands­ hluta­samtaka og atvinnu­þróunar­ félags og loks tveir fulltrúar íbúa. Aðferð verkefnisins byggist á að halda tveggja daga íbúaþing þar sem rædd er staða byggðarinnar og leiðir til úrlausna. Á íbúaþinginu leggja íbúarnir sjálfir til umræðuefni og raða viðfangsefnunum eftir mikilvægi. Framhald verkefnisins byggir á niðurstöðum íbúaþingsins og eru íbúar upplýstir um hvernig skilaboð þingsins eru höfð til hliðsjónar og málum fylgt eftir, t.d. með því að kynna áherslur íbúa fyrir ríkisvaldi og stofnunum. Stefnumótun með framtíðarsýn og markmiðum fyrir byggðarlagið byggir á niðurstöðum íbúaþings og stöðugreiningu fyrir byggðarlagið. Stefnumótunin er síðan kynnt á íbúafundi. Íbúafundir eru haldnir árlega til að fara yfir stöðu verkefnisins. Verkefnið hlýtur nýtt heiti í hverju byggðarlagi fyrir sig og í flestum tilvikum hafa íbúarnir sjálfir valið heitin með tillögum og atkvæðagreiðslu um þær. Heitin bera í sér bjartsýni og kjark, sem vegur upp á móti brothættu heiti heildar­verkefnisins. Á Breið­ dals­vík er það „Breiðdælingar móta framtíðina“ og á Borgarfirði eystri „Betri Borgar­fjörður.“ Nú eiga fulltrúar Borgar­fjarðar­hrepps í viðræðum við fjögur önnur aust­ firsk sveitar­félög um sameiningu.

Árneshreppur á Ströndum

Árneshreppur á Ströndum er afskekkt og víðfemt sveitarfélag. Þar hefur um aldir fólk lifað af fjöl­breyttum landkostum og hlunnindum lands og sjávar. Árnes­hreppur er fámennasta sveitar­félagið á Íslandi en telur jafn­framt fjölmarga fer­kíló­metra. flestir íbúarnir afla innkomu sinnar með því að stunda sauðfjár­ búskap, enda svæðið fullkomið til sauð­fjár­ræktunar. Landslagið á svæðinu er stórfenglegt og hefur mikið aðdráttarafl. Fólkið, menningin og sögurnar sem svæðið hefur að geyma hafa einnig mikið aðdráttarafl. Svæðið hefur að geyma margar sögur líkt og Íslendingasögur, Galdrasögur,

RAFTÆKJASALAN RAFTÆKJASALAN E H F

RAFVERKTAKAR RAFVERKTAKAR

www.raftaekjasalan.is www.raftaekjasalan.is

1941 1941 Stofnað Stofnað

www.rafgas.is

Pétur H. Halldórsson 856 0090

Pétur H. Halldórsson 856 0090

Breiðdalsvík

Breiðdalur er víðlendur og skiptist í þrjá hluta, Norðurdal, Suðurdal og Útsveit. Unnið er að hugmynd um uppbyggingu Einarsstofu, sem yrði staðsett á Heydölum. Þorpið Breiðdalsvík fór ekki að byggjast að marki fyrr en upp úr 1960. Um 1880 lét Gránufélagið reisa þar vörugeymsluhús, en

Frá Árneshreppi á Ströndum.

fengið að blómstra í sögusýningum, söfnum, kaffihúsum og hinum ýmsu menningarviðburðum. Á sumrin er lífleg ferðaþjónusta rekin víðsvegar á svæðinu og svæðið vinsælt meðal ferðalanga sem eru á leið til Hornstranda. Hornstrandafriðland nær yfir nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans. Auk hinna eiginlegu Hornstranda nær friðlandið yfir Aðalvík og norðurhluta Jökulfjarða. Á Horn­ ströndum er stórbrotin og einstök náttúrufegurð. Meðfram ströndinni eru snarbrött fjöll og inn í þau ganga firðir, víkur og dalir. Land er mótað af ágangi sjávar og jöklum ísaldar sem hafa skilið eftir ófáar hvilftir og skörð. Jarðsöguna má lesa úr landslagi og eru víða minjar um gróðurfar og veðurfar fyrir milljónum ára. Gróðurfar er einstakt. Gróður hefur aðlagast aðstæðum á svæðinu, stuttum og björtum sumrum og snjóþungum vetrum, og er furðu gróskumikill. Þá hefur landið lengi haft frið fyrir ágangi manna og búfjár. Víða er fallega gróið land í víkum og fjörðum og á síðustu áratugum ber meira á nokkrum tegundum plantna sem áður voru nánast horfnar vegna beitar. Fuglalíf er auðugt á svæðinu enda fæðuskilyrði góð í hafinu og enginn hörgull á hentugum varpstöðvum. Á sumrin er mest um fugla sem halda til á sjó og eingöngu setjast upp til að verpa. Einnig verpir fjöldi fugla, vatnaog votlendisfugla af ýmsum tegundum með ströndinni. Verkefnastjóri vegna Brothættra

föst búseta var þar frá 1896 eftir að Brynesverslun á Seyðisfirði reisti hús undir starfsemi sína. Árið 1906 brann verslunarhúsið og var þá reist nýtt verslunarhús sem stendur enn og telst vera elsta hús Breiðdalsvíkur. Gamla Kaupfélagið hefur verið endurreist og þar er nú starfrækt Breiðdalssetur sem er í senn jarðfræði- og málvísindasetur auk þess sem þar er saga byggðarlagsins sögð. Sjávarútvegur var áður mikilvæg

Byggðaráðstefnan 2018 var haldin 16.-17. október sl. í Stykkishólmi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?“ Tilgangur ráðstefnunnar var að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og umhverfismálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál. Lögð er

Grunnskólinn á Breiðdalsvík.

atvinnugrein, en vægi hans fór síðan minnkandi. Fiskvinnsla var síðan opnuð á ný á Breiðdalsvík í byrjun febrúar árið 2015. Hún er staðsett í gamla frystihúsinu sem Byggðastofnun hefur látið

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI

- GASLAGNIR

gera upp til margvíslegra nota, m.a. er stór og glæsilegur salur í húsinu sem Hótel Bláfell leigir, en salurinn hefur m.a. verið nýttur til menningarviðburða. Í Breið­ dals­hreppi hefur verið töluverð uppbygging í ferða­þjónustu, en að mestu bundin við sumar­mánuðina. Sveitar­félagið hefur átt í fjárhags­ erfiðleikum undan­farin ár, en með sam­einingu við sveitar­félagið Fjarða­byggð breytist það væntan­ lega til batnar. Á íbúaþinginu voru 15 málaflokkar til um­r æðu. Atvinnumál skoruðu hæst í stigagjöf íbúa varðandi mála­flokka. Þar var m.a. rætt um fjölgun atvinnu­ tækifæra út frá sérstöðu svæðisins. Einnig var rætt um ferðaþjónustu, um nýtingu frystihússins, opnun slipps, matvælaframleiðslu, um Einars­stofu og eflingu Breiðdals­ seturs.

Byggðaráðstefnan 2018

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI

GASÞJÓNUSTAGASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR

www.rafgas.is

E H F

sögur fólksins af svæðinu og stóran hluta síldveiðisögunnar við Ísland. Vgna mikillar uppbyggingar í tengslum við ferðamenn þá hefur menning og saga Árneshrepps

byggða í Árneshreppi er er Skúli Gautason.

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

áhersla á að fyrirlesarar hafi rúman efnisramma og geti fjallað bæði um einstaka þætti eða fleiri eftir eðli máls. Ætlast er til að efnið tengist meginþræðinum þ.e. byggðaþróun og umhverfismálum.


VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR! VHE er eitt best útbúna vélaverkstæði landsins með sérfræðinga í framleiðslu á vélum og búnaði, jafnt á rafmagnssviði, stál og vélsmíði. Auk þessa sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun búnaðar, CE vottun og kvörðunar á ýmsum mælibúnaði og margt fleira. Hafðu samband við okkur – við tökum vel á móti þér

HUGVIT Í VERKI V H E • M e l a b r a u t 2 7 • 2 2 0 H a f n a r f j ö r ð u r • S í m i 5 7 5 9 7 0 0 • F a x 5 7 5 9 7 0 1 • w w w. v h e . i s • v h e @ v h e . i s


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

32

Upprunaábyrgðir raforku hjá íslenskum raforkufyrirtækjum

Karl Gauti Hjaltason alþngismaður.

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi hefur sent fyrirspurn til Þórdísar Kol­brúnar R. Gylfadóttur, ferða­ mála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ ráðherra, um sölu á upp­runa­ ábyrgðum raf­orku. Karl Gauti vill fá skrif­legt svar.

Fyrir­spurnin er svo­hljóðandi:

1. Hversu margar uppruna­ ábyrgðir raforku hafa íslensk orku­fyrirtæki selt árlega frá árinu 2011 og hvert er heildar­verðmæti seldra upprunaábyrgða, annars vegar úr landi og hins vegar innan lands árlega frá 2011? 2. Hvaða orkufyrirtæki voru seljendur og hverjir kaupendur upprunaábyrgða raforku og á hvaða verðbili var söluverð upprunaábyrgða, árlega frá 2011?

3. Kann sala á upprunaábyrgðum raforku að hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum? Ef svo er, hvernig? 4. Kann sala á upprunaábyrgðum raforku að hafa áhrif á mögu­ leika innlendra kaupenda raforku til að sýna fram á hreinan uppruna raforku­ notkunar sinnar? Ef svo er, hvernig? 5. Má búast við að verð á upp­runa­ábyrgðum hafi áhrif á raforku­verð innan lands? Hvert er sam­hengið milli þessara þátta að mati ráðherra? 6. Telur ráðherra það þjóna íslenskum hagsmunum að íslensk orkufyrirtæki selji upprunaábyrgðir úr landi? Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að breyta þessu fyrirkomulagi hjá orkufyrirtækjum í eigu hins opinbera?

Hvað er upprunaábyrgð raforku ?

„Raforka er framleidd með ýmsum hætti, t.d. með td. með virkjun vatnsafls eins og þekkist helst hér á landi,“ segir Karl Gauti Hjaltason. „Í Evrópu er raforka fram­leidd af stórum hluta úr kolum og kjarnorku. Síðan eru til fleiri aðferðir við að framleiða raforku, t.d. með því að virkja vind og sól. Úti í Evrópu eru notendur, t.d. verksmiðjur sem kaupa sína raforku og hún er td. framleidd í næsta kjarnorkuveri eða kola­orku­ veri og hafa að sjálfsögðu oftast ekki nokkra möguleika á því að kaupa raforku annars staðar frá.

Evrópusambandið setti reglur til þess að leitast við að auka framboð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum á öllu svæðinu. Hugmyndin er þá sú að þeir sem framleiða slíka orku geti selt vottorð (upprunaábyrgð) til kaupenda á öllu svæðinu, óháð því hvort raforkan sjálf væri seld, þannig að kaupandinn geti í raun tilkynnt þeim sem kaupa vörur sem hann framleiðir að raforkan sem hann notar til framleiðslunnar á sér uppruna til endurnýjanlegs orkugjafa. Að sjálfsögðu er möguleikinn á sölu ábyrgða takmörkuð við það magn sem viðkomandi framleiðir. Þannig verður umhverfisvænni orka verðmætari en önnur orka og fær sérstakt verðgildi og má selja óháð afhendingu hennar og kosturinn er einnig sá að framleiðendur vöru geta státað af því að (styrkja) umhverfisvæna raforku og þannig gengið í augun á sínum viðskiptavinum. Inni í þessu kerfi Evrópusambandsins erum við einnig og það er svolítið skrítið til þess að hugsa að í landi sem framleiðir langmest af sinni raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum og hefur enga tengingu með rafstrengjum við önnur lönd þurfi að búa við það að vera álitið framleiða raforku úr afar mengandi orkugjöfum eftir að raforkuframleiðendur hér á landi hafa selt sínar upprunaábyrgðir til Evrópu og kaupendur raforku hér á landi geta því ekki gengið að því sem vísu að geta sannað það fyrir sínum viðskiptavinum að orkan sem þeir nota sé framleidd á umhverfisvænan hátt,“ segir Karl Gauti Hjaltason alþingismaður.

Skagastrandarhöfn.

Ný smábáta­höfn byggð á Skagaströnd Miklar hafnarframkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd í sumar og haust. Byggja á nýja smábátahöfn fyrir um 30 báta austan við Skúffugarð inn. Til þess þarf að dýpka allstórt svæði og byggja tvo skjólgarða úr stórgrýti. Framkvæmdin er aðkallandi því á sumrin er gerður út fjöldi smábáta á strandveiðar frá Skagaströnd og hafa þrengslin í höfninni staðið umsvifum þeirra dálítið fyrir þrifum. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er rúmar 165 milljónir króna. Einnig var gert mikið átak í malbikun í þorpinu því malbikunarstöð var sl. sumar staðsett miðja vegu milli Blönduóss og Skagastrandar. Það gerir malbikið mun ódýrara og aðgengilegra en verið hefur. Nokkur opin svæði voru malbikuð og nýtt efni víða lagt yfir gamalt. Í byrjun febrúar sl.tók dr. Vilhelm Vilhelmsson við sem forstöðumaður Rannsóknaseturs

Háskóla Íslands á Skagaströnd af dr. Láru Magnúsardóttur sem gegnt hafði starfinu frá stofnun setursins 2009. Vilhelm, sem er Hvammstangabúi, er doktor í sagnfræði og hefur verið afkastamikill á hinum verið upp vefsíða með upplýsingum um sameiningarmálin; sameining.huni. is. Fyrir nokkru var gistiheimilið Salthúsið tekið í notkun á fallegum stað í þorpinu. Þar er gistipláss fyrir hátt í 30 manns í einu. Söguskilti voru nýlega sett upp við nokkra markverða staði í þorpinu. Á þeim er saga Skagastrandar rakin í mjög stuttu máli á íslensku og ensku. Í sambandi við skiltin var í sumar boðið upp á stuttar gönguferðir með leiðssögn heimamanns um bæinn og reyndar líka lengri göngur, t.d. um Höfðann og/eða upp á Spákonufell eða önnur fjöll í nágrenni þéttbýlisins.

NASF sjávarútvegs­ stefnan í Bergen - Ísland gestaþjóð Útivistarkort af Önundarfirði Gönguferðir um fjöll og firnindi eru alltaf vinsælar. Ekki er verra að hafa leiðsögn þegar gengið er um ókunnar slóðir, t.d. vestur í Önundarfirði. Þessi kort ættu að

Gallery Pizza

Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440

leiða gönguhrólfa rétt leið um sléttar grundir og brattar hlíðar önfirskra fjalla. Áður hefur komið út kort af Flateyri og umhverfi. Góða ferð!

Ísland verður gestaþjóð á NASF sjávarútvegsstefnunni í Bergensem fram fer 5. mars 2019. Ráðstefnuna sækja um 900 gestir frá 300 fyrirtækjum og 35 löndum sem samanstendur af áhrifafólki í alþjóðlegum sjávarútvegi. Megináherslan er á málefni Norður Atlantshafsins, stefnumarkandi málefni, nýsköpun, fjármál, sjálfbærni, framboð og markaðsmál. Fyrirlestrar eru um 150 talsins í 16 málstofum.

Markmið með þátttöku Íslands

Markmið með þátttöku Íslands er að auka vitund um Ísland sem leiðandi sjávarútvegsþjóð á alþjóðavísu. Þar verður Ísland sýnt sem áhugaverður viðskiptaaðili vegna þekkingar, gæða og nýsköpunar í framleiðslu afurða, tækni og þjónustulausna. Sameiginleg þátttaka gefur tækifæri á að þjappa íslenskum sjávarútvegi saman og koma fram með sameiginleg skilaboð og auka slagkraft í kynningu sem nýtist öllum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Í tengslum við þátttökuna gefst einnig tækifæri til kynningar í fjölmiðlum sem fjalla um sjávarútveg á alþjóða vísu, bæði í aðdraganda og eftir viðburðinn. Sem gestaþjóð fær Ísland sérstakt pláss í dagskrá ráðstefnunnar og aukna kynningu og umfjöllun. Fyrirlesarar úr íslenskum sjávarútvegi verða í málstofum ráðstefnunnar. Þá munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, ávarpa ráðstefnuna.

Ísland verður með sérstaka málstofu þann 5. mars (DAY ZERO) þar sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja kynna og miðla forystuhlutverki Íslands í sjávarútvegi sem byggir á sjálfbærni, gæðum og nýsköpun. Þátttökufyritækjum býðst að senda inn tillögur um erindi og verða síðan valin 6-9 erindi til flutnings. Framleitt verður kynningarmyndband um íslenskan sjávarútveg og sýnt á ráðstefnunni. Framleidd verða stutt myndbönd um öll þátttökufyrirtækin og nýtt til kynningar í aðdraganda ráðstefnunnar og sýnd á bás Íslands á ráðstefnunni. Upplýsingar um íslenskan sjávarútveg og íslenska sjávarútvegstækni verða í ráðstefnuhefti sem dreift er til allra ráðstefnugesta og aðgengilegt á vefnum.

Ráðstefnan verður í Bergen.


Vogatunga – Mosfellsbæ

Stærð frá: 236,7 fm. Verð frá: 63,9 m Byggingaraðili:

MótX ehf

LIND Fasteignasala kynnir: Sex herbergja raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi skv teikningum en möguleiki á að útbúa aukaíbúð með sérinngangi á neðri hæð. Húsin afhendast á byggingastigi 5-tilbúin til innréttinga og fullbúin að utan með grófjafnaðri lóð. Húsin eru staðsett í nýlegu fjölskylduvænu hverfi í sveitasælu Mosfellsbæjar.

Stefán Jarl stefan@fastlind.is S: 892-9966

Kristján Þórir Hauksson kristjan@fastlind.is S: 696-1122


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

34

Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Boðið upp á verknám í fjölmörgum greinum Fjölbrautaskóli Suðurnesja, FS, starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008. Sam­kvæmt annarri grein laganna er hlut­verk skólans "að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðis­ þjóðfélagi með því að bjóða

rýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningar­legra verð­mæta og hvetja til þekkingar­leitar. Fram­ halds­skólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun."

Framtíðarsýn og markmið Það er stefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja að vera einn af bestu framhaldsskólum landsins, bjóða menntun í hæsta gæðaflokki og bjóða Suðurnesjamönnum upp á fjölbreytt nám í heimabyggð í sam­ræmi við áhuga og getu. Unnið verði í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla og áhersla lögð á grunnþætti menntunar: læsi, sjálf­ bærni, jafnrétti, sköpun, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð.

Kristján Ásmundsson skóla­ meistari segir að 15 – 20% nemenda Fjöl­b rauta­s kóla Suðurnes séu í starfsnámi en heildar­nemenda­fjöldinn er hartnær 1000 nemendur. Í skólanum eru nem­endur í rafvirkjun, málsmíði, vélstjórn, trésmíði, hár­snyrtingu og sjúkraliða­nám. Skóla­meistari segir að stefnt sé að því að koma á fót braut grunnnáms í matvæla­ greinum sem væri eitt ár. Síðan færu viðkomandi nemendur á samning og í kjöfarið ljúka náminu við matvælabraut Menntaskólans í Kópavogi. Það mun fækka þeim

geta reiknað ýmislegt tengt rafmagnsfræði, leysa jöfnur og fleira til að ráða við námið. Þetta eru samt engar ofurkröfur en iðnnám eru heilmikið nám og alls engin „ruslakista“ samanborið við ýmislegt bóklegt nám. Við erum með þá nýjung að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna að koma og taka hjá okkur áfanga og eru þá hjá okkur einu sinni í viku á fullbúnu verkstæði í trésmíði, rafvirkjun og textíl/hár. Þau koma á sínum skólatíma og viðkomandi grunnskóli veit af þeim hér.

Stefna skólans er auk þess;

Verðandi trésmiðir reisa sumarhús sem síðan er selt.

hverjum nemanda nám við hæfi. Framhalds­skólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla sið­ferðisvitund, ábyrgðarkennd, víð­sýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðar­lyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálf­stæðum vinnu­brögðum, jafnrétti og gagn­

Við skólann er boðið upp á verknám í fjölmörgum iðngreinum. Einnig geta nemendur bætt við sig viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir að hafa lokið verknámsbrautum. Bóknám við skólann skiptist í nám á stúdentsbrautum, nám á al­mennum brautum og starfsbraut. Boðið er upp á fjölbreytt starfs­nám við skólann. Námstími á starfs­ námsbrautum er eitt til þrjú ár.

Glatt á hjalla í textil/hár.

Umhverfisstofnun vill friðlýsa tvö stórfljót Umhverfisstofnun hefur kynnt til­lögu að friðlýsingu á tveimur stór­fljótum og vatna­sviðum þeirra beggja, svæði sem alls þek­ur rúm­lega 2,7% af flatar­máli Íslands. Þetta er annars vegar Jökulsá á Fjöll­um þar sem áður voru áformaðar Arnardalsvirkjun og Helmings­ virkjun og hins vegar Markar­fljót. Þar voru áformaðar Markar­fljóts­ virkjanir A og B en þessir nýtingar­ kostir voru allir settir í verndar­flokk ramma­áætlunar árið 2013.

Verndarsvæði Jökulsár á Fjöllum hæfist við Dyngjujökul, Kverkfjöll og Brúarjökul og fylgdi meginfarveginum til sjávar í Öxarfirði og næði 500 metra út frá miðlínu meginfarvegar alla leið til sjávar í Öxarfirði til beggja handa nema þar sem farvegurinn er víðari en 1.000 metrar. Þar yrði miðað við 100 metra út fyrir árfarveginn. Svæðið er samtals tæplega 2.258 ferkílómetrar. Nánari afmörkun má sjá á vef Umhverfisstofnunar.

• vera leiðandi og framsækin menntastofnun í námi og kennslu. • vera fyrirmyndarmenntastofnun þar sem eftirsóknarvert er að vinna og læra. • stuðla að góðu félagslegu umhverfi og vellíðan nemenda og starfsfólks. • vera öflugur skóli sem býður það eru mörg handverkin í málssmíðinni. góðan undirbúning fyrir framhaldsnám og atvinnulífið. • efla enn frekar metnað nemenda og starfsfólks. sem fara beint í matvælanám í • vera framarlega í rannsóknum á Kópavogi, og hverfa frá námi vegna skólastarfi. fjarlægðarinnar við heimabyggð. • viðhalda góðu Fjórir skólar hafa samstarfi við verið að reyna FS er með þá nýjung grunnskólana að koma á svona á Suðurnesjum grunnnámsbraut, að bjóða nemendum og stuðla auk FS eru það í 9. og 10. bekk að fljótandi MK í Kópavogi, grunnskólanna að skilum á milli FSu á Selfossi, skólastiga. VMA á koma og taka áfanga • vera í góðum Akureyri. og eru þá í FS einu tengslum við sinni í viku á fullbúnu stofnanir og - Ánægjuleg fyrirtæki. aukning verkstæði í trésmíði, • efla tengsl hefur átt sér rafvirkjun og textíl/ við innlendar stað í námi í hár. Þau koma á og erlendar iðngreinum við mennta- og Tækniskólann sínum skólatíma og rannsókna­ í Reykjavík. viðkomandi grunnskóli stofnanir. Verðið þið vör • vera leiðandi hér í FS við veit af þeim í FS. í umræðum þennan aukna um skóla- og áhuga? menntamál. „Við vildum gjarnan sjá aukinn • vera með öflugt matskerfi til að áhuga á námi í iðgreinum, og hann mæla árangur. er að glæðast, en við erum með fulla • endurmeta reglulega stefnu grunndeild í tré-, rafvirkjun- og skólans og áherslur. málmiðnaði. En það uppfylla ekki • efla tengsl við nemendur allir inntökuskilyrði í stærðfræði og reyna að mæta þörfum og íslensku frá grunnskóla. Í námi nemandans þar sem hann er. í rafvirkjun þurfa nemendur að vera nokkuð góðir í stærðfræði,

Friðlýsing Markarfljóts myndi ná yfir rúmlega 564 ferkílómetra svæði á vatnasviði Markarfljóts ofan stíflumannvirkja fyrrum fyrirhugaðrar Markarfljótsvirkjunar B og sem leið liggur til sjávar eftir sömu breiddarreglu og í Jökulsá. Nánari afmörkun má sjá á vef Umhverfisstofnunar. Í friðlýsingu myndi felast bann við orkuvinnslu og orkurannsóknum. Þar mætti þó stunda yfirborðsrannsóknir með sérstöku samþykki Umhverfisstofnunar. eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 23. janúar 2019 en að því loknu fer tillaga að friðlýsingarskilmálum til Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum.

Sumir nemendur í vinnu­ skólanum hafa komið hér um miðjan júní­mánuð og eru í tvo daga í verklegum áföngum. Þannig kynnast þau verklegu námi og vonandi kveikir það áhuga þeirra. Þau kynnast þessu ekki með öðrum hætti nema einhver í fjöl­ skyldunni eða ættinni starfi við iðnað,“ segir Kristján Ásmundsson skólameistari.

Eins gott að kunna til verka þegar svona skápur blasir við verðandi rafvirkja.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

35

Fuglasafn Sigurgeirs ógleyman­ legt þeim sem það sækja

Er barnaþrælkun og mis­ notkun vinnuafls algengari við framleiðslu á rafmagn­s­ bílum en öðrum hlutum?

Hleðustöð fyrir rafmagnsbíla.

Mikið hefur verið fjallað um hvort rafmagnsbílar séu í raun umhverfis­vænir og hvort að framleiðsla þeirra hafi slæm áhrif á nýtingu auðlinda og séu siðferðislega réttlætanlegir. Einnig hefur verið talað um að við vinnslu á efnum fyrir rafhlöðurnar í rafbílana sé notað vinnuafl sem flokkast undir misnotkun og barnaþrælkun. Það er mjög dapurlegt ef börn eru notuð á þann hátt. Þannig að spyrja má, getum við ekið um á rafbíl með góðri samvisku? Áður hefur verið skrifað um hvernig kóbalt (Co) vinnsla fer fram Þessa hliðarmálms er mest aflað í námum í Kongó. Kóbalt er lykilþáttur í framleiðslu liþíum (lithium) rafhlaðna sem m.a. eru notaðar í rafbílum. Rafhlöðurnar sem flestir rafmagnsbílar nota, innihalda um 20 prósent kóbalt. Liþíum rafhlöður eru einnig notaðar í fjölda annarra rafeindatækja, til dæmis í farsímum, snjalltölvum, fartölvum o.fl. Það eru mörg ár síðan Amnesty International varaði við námu­ vinnslu­aðferðunum í Kongó, þar sem yfir helmingur kóbalt vinnslu heimsins fer fram. Þeir vöruðu við því að börn væru notuð til að vinna kóbaltið. Þetta átti einnig við um að fátækt verkafólk sem vann allt að 24 klukkustundir í myrkum námunum, án verkfæra á litlum sem engum launum. Kínverjar sem eiga meirihluta þessara náma og stjórna þeim, fá til liðs við sig "ættarhöfðingja" sem notfæra sér ódýrt og oft ólöglegt vinnuafl sér til ávinnings. Kínverjarnir hafa lítin áhuga á að laga þetta svo það er ekki auðvelt að snúa við þessari þróun. Fyrir Kongó, má líkja þessari þróun við nútíma Klondike tímabil, eða gullæði. Klondike gullæðið er kennt við bæinn Klondike og samnefnt hérað í Norðvestur Kanada þar sem gull fannst 1896 og það dreif að yfir 100.000 manns í leit að skjótfengnum auð en aðeins örfáir

þénuðu. Gull­æðið á þessum slóðum leið undir lok strax 1899. Verð á kóbalti hefur hækkað veru­lega en frá desember 2016 til desember 2017 hækkaði verð­i ð um 120%, en gull hækkaði aðeins um 9% á þessu tímabili sem dæmi. Það grunn­efni sem hækk­aði mest í verði ásamt kóbalti, á sama tíma­bili, var palladíum, sem er notað í skart­gripum og klukkur. Verðið á því jókst „bara“ um 51% á sama tímabili. Árið 2017 var verðið á kóbalti um 40.000 dollara á hvert tonn, en nú er það um 88.000 dollara á hvert tonn. Frá því að Amnesti International varaði við þessari þróun fyrir nokkrum árum síðan hafa margir brugðist við. Einn af þeim er stærsti bílaframleiðandi í heimi, Volkswagen, en þeir áætla að framleiða rafmagnsbíla í 16 mismunandi verksmiðjum á næstu árum og fjárfesta allt að 500 milljörðum dala í rafhlöðutækni og þróun. Hafa þeir tekið hart á kóbalt framleiðendum eftir viðvaranir Amnesty, og það eru ekki margir mánuðir síðan þeir kröfðust fulls gagnsæis á framleiðslunni á kóbalti og að öllum lögum og reglum yrði fylgt við vinnsluna samkvæmt alþjóðalögum ásamt því að fara fram á upprunavottun á efnunum. Fleiri alþjóðlegir bílaframleiðendur hafa einnig stigið fram s.s. Daimler/Mercedes. „Við munum taka virkan þátt í að ganga úr skugga um að það sé fullt gagnsæi á framleiðslukeðjunni, alla leið niður í námuvinnslu ef þörf krefur,“ er haft eftir Sabine Angermann, innkaupastjóra hjá Mercedes í samtali við CNN. London Metal Exchange (LME) er einn stærsti markaður heims þegar kemur að langtímasamningum í sölu á málmum og þ.a.l. einn stærsti markaðurinn á kaupum og sölu á kóbalti. Þeir gáfu það út að þeir myndu fjarlægja framleiðendum af skrá hjá sér sem fylgdu ekki viðmiðunarreglum um vinnslu efnisins og þurftu 9 stærstu framleiðendurnir af kóbalti að undirrita nýjan samning til að fá að selja hjá þeim áfram.

Rafhlöðutæknin í stöðugri þróun

Rafhlöðutæknin er í stöðugri þróun, og líþíum-jóna (lithium-ion) rafhlöður dagsins í dag eru byggðar á tækni sem kallast nikkel mangan kóbalt (NMC) en einnig er til tækni

sem kallast NCA (nikkel kopólalt ál). Flestir framleiðendur nota NMC tækni, sem inniheldur um 20% kóbalt. Panasonic, sem þróar og framleiðir rafhlöður fyrir Tesla, notar hins vegar NCA og þurfa aðeins um þriðjung þess kóbalts sem NMC tæknin þarf. Elon Musk hjá Tesla segir að þeir hafi nú þegar lægra kóbalt hlutfall en næstu kynslóðar rafhlöður, sem bílaframleiðendur munu fljótlega taka í notkun. Það verður hlutfallið 8:1:1 milli þriggja efna, þ.e. 10% kóbalt. Tesla hefur náð að minnka kóbalt innihald rafhlaðna sinna um 59% á 6 árum frá því Roadster var fyrst þróaður og þangað til Model 3 fór í framleiðslu, þannig að þróunin er öll í rétta átt. Því miður hafa ekki allir framleiðendur farið fram á það sama og t.d. Volkswagen við sína framleiðslu og virðast nokkuð sama um þessi mál. Þar er átt við minna þekkta framleiðendur og kínverska framleiðendur sem dæmi.

Fjölmargir Austfirðingar eiga leið um Möðru­dals­öræfi gegnum Mývatnssveit til Akureyrar og jafnvel áfram allt á höfuðborgar­ svæðið. Ekki er víst að allir viti um frábært fuglasafn á bökkum Mývatns þar sem vert væri að stoppa, fara úr bílnum og njóta þess sem fyrir augu ber á þessu frábæra safni. Fuglasafn Sigurgeirs er staðsett á bakka Mývatns sem hefur löngu verið þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Fuglasafnið var byggt í minningu Sigurgeirs Stefánssonar sem ólst upp á bænum Ytri-Neslöndum sem staðsettur er á tanganum sem skiptir vatninu í tvennt en einmitt þar er safnið staðsett. Sigurgeir var mikill fuglavinur og var ávallt mættur út á vorin þegar farfuglarnir mættu í sveitina. Hann byrjaði mjög ungur að safna eggjum en þegar hann var tvítugur byrjaði hann að safna fuglum en fyrsti fuglinn var gráhegri. Sigurgeir safnaði fuglum þar til hann var 37 ára en þá fórst hann í hörmulegu í slysi á Mývatni árið 1999 ásamt tveimur öðrum. Lét hann eftir sig rúmlega 300 uppstoppaða fugla og um 400 egg. Allt þetta safn geymdi hann í 13 fermetra skúr. Hann var alltaf með

þann draum að byggja hús utan um þessa fugla. Fjölskylda Sigurgeirs, ættingjar og vinir, létu drauminn rætast og byggðu hús undir fuglana og fengu Manfreð Vilhjálmsson til að teikna húsið sem er listaverk og fellur einkar vel inn í umhverfið.

Húsönd og straumönd

Fuglarnir á safninu vekja auðvitað allir athygli, en eðlilega misjafnlega mikla. Húsönd hefur frá ómunatíð verið tákn Mývatnssveitar vegna þess að Mývatn hefur verið aðalheimkynni hennar á Íslandi. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að hún hafi verpt í töluverðu magni við annað vatn á Íslandi. Húsönd er ein af tveimur amerísku öndunum sem koma til Íslands. Straumönd er seinni ameríska öndin sem kemur til Íslands. Heimkynni hennar í Ameríku eru í Kanada en þar er hún það dreifbýl að einungis finnast tvö pör á hverjum ferkílómeter. Sumir Kanadabúar segja í gríni að líklegra sé að þú verði bráð skógarbjarnar en að finna straumönd í Kanada. Hinsvegar verpa um 200 pör á ferkílómeter við Laxá í Mývatnssveit.

Safnið á bökkum Mývatns fellur listavel að umhverfinu.

Um hversu mikið magn er að ræða?

Í algengum rafmagnsbílum, eins og til dæmis Nissan Leaf 24kWh, eru yfirleitt um 8 kg kóbalt, en það fer eftir hversu stór rafhlaðan er í rafmagnsbílnum. Ef tekið er tillit til skráðra rafmagnsbíla á Íslandi í april þá voru um 2088 rafmagnsbílar á skrá. Ef við segjum að meðal stærð rafhlaða í þeim sé eins og Nissan Leaf 24kWh, þá hafa farið um 16,7 tonn af kóbalti í þá bíla. Stærsti hluti þeirra eru framleiddir af alþjóðlegum framleiðendum sem hafa reynt að þrýsta á að úr þessum málum verði bætt í Kongó. Annað dæmi um rafknúið ökutæki sem framleitt er af minni þekktum kínverskum framleiðenda eru nýju rafknúnu strætisvagnarnir. Hver strætisvagn hefur rafhlöðu sem er á bilinu 320kWh til 400kWh að stærð. Miðað við það má áætla að það séu um 135 kg af kóbolti í rafhlöðu hvers vagns. Þetta þýðir að þar sem eru 14 vagnar á götunum á Íslandi þá gerir þetta u.þ.b. 1,9 tonn af kóbolti sem hafa farið í framleiðslu rafhlaðanna í þá, án eftirlits með barnaþrælkun. Þetta sýnir að kaupandi rafknúins ökutækis getur haft áhrif á framleiðendur rafhlaðna og bíla með því að vanda val sitt við kaup á rafmagnsbílum. Byrjað var á þessari grein með spurningu sem CNN spurði um það hvort rafmagnsbíll væri siðferðislega réttlætanlegur. CNN hefur reynt að finna svarið og fóru í ferðalag til Kongó. Niðurstaðan mun líklega ekki koma neinum á óvart.

Fuglarnir á safninu vekja mikla athygli gesta.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

PK VERK | Akralind 5 | 201 Kópavogi


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

36

Hjartað í Vatnsmýri:

Samtakamáttur lands­byggðar­ innar tryggir veru Reykjavíkur­ flug­vallar um ókomna tíð Hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar Íslands færir henni ekki aðeins tækifæri og réttindi, heldur leggur jafnframt á hana skyldur. Þeirra á meðal er að sjá til þess að samgöngur til og frá borginni, hvort sem er á landi, láði eða um loft, séu sem öruggastar, áreiðanlegar og jafnframt hagkvæmar. Þeir, sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, og þurfa að sækja þangað ýmiss konar þjónustu til miðlægra stjórnsýslu- og viðskiptastofnana, eiga rétt til þess að flugsamgöngur í áætlunarog leiguflugi til og frá höfuðborginni séu öruggar og greiðar. Í höfuðborginni er jafnframt að finna fjölda sérhæfðra sjúkrastofnana, sem ekki er að finna annars staðar á landinu, og því nauðsynlegt að sjúkra- og neyðarflug geti lent sem næst þeim. Því fer fjarri að sjúkir og slasaðir séu einungis fluttir með þyrlum því mun fleiri eru fluttir með hefðbundnum flugvélum, sem nota flugbrautir. Skyldur Reykjavíkur sem höfuðborgar eru að sjálfsögðu ekki takmarkaðar við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þar eiga íbúar svæðisins einnig sama rétt til öruggra og greiðra flugsamgangna til annarra byggða landsins. Þá hefur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands komið skýrt fram hversu þýðingarmikill

flugvöllurinn og starfsemin á honum er fyrir atvinnulíf höfuðborgarsvæðisins. Talið var að væri að ræða 1.156 ársverk og efnahagsáhrifin samsvarandi 11 milljörðum króna.. Í athugun, sem gerð var hjá Flugleiðum kom fram, að verði áætlunarflug innanlands flutt til Keflavíkurflugvallar, myndi það leiða til þess að flugtíminn milli staða innanlands lengdist að meðaltali um 12,2%. Meðalflugtíminn myndi því fara úr 40 mínútum í 45 mínútur. Því til viðbótar myndi akstur flugvéla milli flugstöðvar og flugbrauta lengjast að meðaltali um rúmar sex mínútur. Svonefndur fartími flugvélanna (áður nefndur “kubbatími”) myndi því í innanlandsfluginu lengjast samtals að meðaltali um 28%, og kostnaðaraukinn óhjákvæmilega leiða til hærri far- og flutningsgjalda.

Viðbótaraksturstími farþega frá Keflavík stærsti kosnaðaraukinn

En það er að sjálfsögðu ekki aukinn rekstrartími flugvélanna sem hér skiptir mestu máli, heldur viðbótaraksturstími farþeganna sjálfra til og frá Keflavík sem yrði stærsti kostnaðaraukinn og mesta óhagræðið. Þótt ferðatíminn frá miðborg Reykjavíkur til

Kannski er það vilji meirihluta borg arstjórnar Reykjavíkur að innanlan dsflug flytjist til Keflavíkurflugvallar og leggist þá líklega af. Eða aftur verði flogið inan nlands meða Catalinaflugbátum og lent í Skerjafirði, á Lagarfljóti og á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Væri örugglega gaman að rifja það upp, en engin hagkvæmni í slíkum samgöngum milli landshluta í dag.

Keflavíkurflugvallar sé ásættanlegur, þegar um er að ræða millilandaflug, sem tekur frá tveimur til átta tímum í þotu, þá er það samdóma álit þeirra, sem hafa kynnt sér þessi mál undanfarna áratugi, að þetta yrði í reynd óyfirstíganleg hindrun í íslensku innanlandsflugi. Ljóst er, og ekki síst með hliðsjón af bágri fjárhagslegri afkomu innanlandsflugsins, að ákvörðun stjórnvalda um flutning þess til Keflavíkurflugvallar myndi sjálfkrafa fela í sér að það leggðist að mestu leyti niður. Að lokum er þess að geta að samkvæmt ítarlegri úttekt, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Borgarskipulag og Flugmálastjórn,

og kynnt var í febrúar 1997, var talið þjóðhagslegra mun hagkvæmara að byggja upp núverandi Reykjavíkurflugvöll fyrir innanlandsflugið en að flytja þá starfsemi til Keflavíkurflugvallar. Vilja íbúar landsbyggðarinnar sem þiggja flugþjónustu til og frá Reykjavíkur fljúga skyndilega til Keflavíkur og aka þaðan til Reykjavíkur til að sinna siínum erindum? Hrein ekki! Látum misvitra borgarfulltrúa ekki vaða yfir íbúa landsbyggðarinnar á skítugum skónum!

upplifun þar sem vellíðan og slökun gegnir lykilhlutverki á nýstárlegan hátt. Bjórböðin hafa skapað sér ákveðna sérstöðu í ferðaþjónustu og ferðaskrifstofur verið fljótar að taka við sér með því að bjóða upp á ferðir þar sem viðkoma í böðunum er innifalin. Bjórböðin eru því þegar orðin mikilvægur segull fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og styrkja markaðssetningu áfanga­staðarins allt árið um kring. Bjórböðin voru útnefnd Sproti ársins á Uppskeru­hátíð ferða­þjónustunnar á Norður­landi haustið 2017. Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði, stofnuðu fyrirtækið Bjórböðin ehf. árið 2015 ásamt syni þeirra og tengdadóttur. Í bjórböðunum er ger úr bjórbrugginu

nýtt sem annars hefði verið hent. Bjórböðin eru lýsandi dæmi um frjóan frumkvöðla anda sem skilar sér í áhugaverðri ferðavöru og atvinnuskapandi starfsemi allt árið um kring.

Verðlaunin mikil viðurkenning

„Við hjá Bjórböðunum erum ótrúlega þakklát og stolt að hafa verið veitt þessa flotta viðurkenning. Þegar við fórum af stað í þetta verkefni höfðum við mikla trú á því að við gætum skapað nýja og ógleymanlega upplifun í ferðaþjónustu. Viðbrögðin frá gestum hafa verið gríðarlega góð og eru því þessi verðlaun mikil viðurkenning af okkar starfi og þökkum við kærlega fyrir okkur,“ segja þau Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur Bjórbaðanna.

Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2018. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur Bjórbaðanna ásamt Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar og Elizu Reid, forsetafrú sem afhenti verðlaunin.

Bjórböðin hlutu nýsköpunarverðlaun SAF Bjórböðin á Árskógsströnd í Eyjafirði hlutu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2018. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Bjórböðunum verðlaunin á 20 ára afmæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöru­ þróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til

dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í fimmtánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samtakanna en þetta árið bárust 31 tilnefning í samkeppninni um verðlaunin.

Nýsköpun í formi upplifunar

Sem fyrr endurspegla tilnefningarnar til nýsköpunar­ verðlauna SAF mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur

og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru og dómnefnd því ákveðinn vandi á höndum. Nefndarmenn voru þó einróma samþykkir því að handhafi verðlaunanna í ár séu Bjórböðin ehf. Bjórböðin voru opnuð í júní 2017 og vöktu þegar mikla athygli bæði hérlendis sem erlendis enda eru slík böð ekki að finna hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið kom því ekki aðeins nýtt inn á markaðinn, heldur kom það inn með glænýja

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

37

Hvað er heilabilun? Alzheimersamtökin á Íslandi er með svokallað tengla víðs vegar um landið sem miðla upp­lýsingum til þeirra sem þangað leita, sem í flestum tilfellum eru aðstandur þeirra sem greinst hafa með alzheimer eða grunur er um að séu með alzheimer á byrjunarstigi eða einhver annan heilabilunarsjúkdóm, s.s. Lewy sjúk­dóm eða æðaheilabilun. Á alþjóðlega Alzheimerdeginum í haust var haldin ráðstefna sem nefndist „Hvað er heila­bilun? For­seti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannes­son, flutti ávarp og erindi fluttu Helga Eyjólfs­­dóttir öldrunar­ læknir, hjúkrunar­fræðingarnir

„Við veitum upplýsingar um samtökin og hvaða aðstoð ættingjar eða skyldmenni geta fengið, en svolítið byggist þetta á því hvar aðstandandinn er staddur í ferlinu, þ.e. hversu veikur hann er orðinn og í sumum tilfellum er þetta aðeins grunur um að aðstandinn sé með alzheimer. Þá liggur fyrst fyrir að viðkomandi fái greiningu. Tenglar leiðbeina því fólki hver eru næstu skrefin, og réttur fólks, ef staðfest er að um alzheimer er að ræða. Stundum er reyndar um annan heilabilunarsjúkdóm að ræða.,“ segir Halla Dröfn.

Horft til Ólafsfjarðar úr Héðinsfjarðargöngunum. Handan Ólafsfjarðar eru svo Múlagöngin og svo tekur við akstur um Ólafsfjarðarmúla sem oft er ófær vegna snjóa og stundum er vegurinn lokaður einfaldlega vegna snjóflóðahættu. Akstur til Siglufjarðar gæti leyst brýnan vanda en flugvöllurinn þar hefur fengið leyfi til að þar geti lent sjúkraflugvél í neyðartilfellum.

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur.

alzheimer nánast í gjörgæslu árum saman. Það getur oft verið mjög erfitt og bindandi. Sjúklingurinn hefur áhrif allt í kringum hann, umhverfið, ættingja og jafnvel heilu fjölskyldurnar.“

Erindi fluttu á ráðstefnunni „Hvað er heilabilun“ þær Helga Eyjólfsdóttir öldrunarlæknir, hjúkrunarfræðingarnir Guðný Valgeirsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir og Margrét Albertsdóttir félagsráðgjafi.

Guðný Valgeirsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir og Margrét Albertsdóttir félags­ráðgjafi. Sigrún Waage leikari flutti brot úr leik­ritinu „Ég heiti Guðrún" sem flutthefur verið í Þjóðleikhúsinu. Halla Dröfn Þorsteinsdóttir hjúkrunar­fræðingur er tengill Alzheimer­sam­takanna á Seyðis­ firði. Hún var spurð hvað hlutv­erk tengill hefði.

- Hver er réttur fólks með alzheimer? „Fólk á rétt á alls konar þjónustu sem það veit ekki að það á rétt á og því síður hvert það á að leita til að öðlast þá þjónustu. Fyrst skrefið er oft að heimsækja fólk, sjúklingum finnst oft að þetta sé allt í lagi, en aðstandur eru oft nærri því að gefast upp, hafa kannski verið með viðkomandi manneskju með

Margir hlupu til styrktar Alzheimersamtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu.

- Er möguleiki fyrir þá sem búa á Austurlandi og greinast með Alzheimer að komast á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð, eða a.m.k. á Austurlandi? „Eftir vistunarmat er málið kannað og metið af til þess hæfu hjúkrunarfólki. Það hefur komið fyrir að fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu en er að austan hefur fengið vistun á Austurlandi. Lengi vel vvoru einu lokuðu heilabilunardeildirnar utan höfuðborgarsvæðisins sem

ALZHEIMERSAMTÖKIN vilja stuðla að bættri þjónustu við fólk með heilabilunarsjúkdóma og vera ráðgefandi afl í baráttunni við þá.

tóku við alzheimersjúklingum á Akureyri og Seyðsfirði. Auk Fossahlíðar á Seyðisfirði er fyrir austan hjúkrunarheimilið Dyngja á Egilsstöðum og og Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði. Stundum kemur fólk í hvíldarinnlögn í tvær til þrjár vikur sem auðvitað nýtast bæði viðkomandi sjúklingi og aðstandendum, sem í mörgum tilfellum hafa verið með sjúklinginn í gæslu. Þá þekkir fólkið staðinn ef það kemur síðar til varanlegrar dvalar á viðkomandi heilabilunardeild,“ segir Halla Dröfn Þorsteinsdóttir.

Öryggi íbúa í Ólafs­ firði var ógnað Ef slys hefði orðið fyrri hluta ársins í Ólafsfirði hefði skapast neyðarástand vegna fjarveru sjúkraflutningamanna á svæðinu. Engir menn voru þjálfaðir upp sem vettvangsliðar til þess að taka við verkefnum sem áður voru í höndum sjúkraflutningamannanna sem var sagt upp störfum. Maragir óttuðust þetta ástand og dæmi eru um að fólk hafi flutt yfir vetrar­mánuðina til að vera nær eðilegri bráðaheilbrigðisþjónustu. Þjóðvegirnir á svæðinu eru skil­ greindir meðal hættulegustu og erfiðustu þjóðvegum landsins og oft er svæðið einangrað vegna ófærðar beggja vegna Ólafsfjarðar. Oft er enginn læknir á staðnum og því gæti skapast neyðarástand ef slys ber að höndum. Til stóð að þjálfa upp 10-12 manna hóp vettvangsliða, sem tækju við sem fyrsta hjálp á Trölla­skaga. Af þeirri þjálfun varð ekki. Víða annars staðar á landinu er búið að þjálfa vettvangsliða, sem eru ólaunaðir sjálf­boða­liðar með stutt nám­skeið að baki og án viðeigandi trygginga.

Þetta var mikil skerðing á bráða­ þjónustu utan spítala á Tröllaskaga. Það komu upp alvarleg mál í Ólafsfirði vegna þessa ástands og í augum heimamanna er mannaður sjúkrabíll grunnþjónusta og sjálfsögð mannréttindi. Lending hefur náðst um fyrirkomulag sjúkraflutninga í Ólafsfirði og skrifað hefur verið undir samning um að björgunarsveitin á Ólafs­firði taki að sér að mynda viðbragðsteymi. Bakvakt fyrir sjúkraflutninga á Ólafsfirði var lögð niður fyrir tæpu ári og hefur sjúkraflutningum verið sinnt frá Siglufirði og Dalvík. Illa hefur gengið að koma á fót viðbragð­ steymi sjálfboðaliða, sem átti að veita fyrstu hjálp í neyðartilfellum, eftir að vaktin var lögð af. Heilbrigðisstofnun Norðurlands vildi að björgunarsveitin tæki verkefnið að sér en margir íbúar mótmæltu og tóku ekki annað í mál en að fyrirkomulaginu yrði breytt til fyrra horfs.

Jól í Árborg 20 1

8

Fjölbreyttir viðburðir í Sveitarfélaginu Árborg í kringum jólahátíðina Jólagluggarnir opna frá 1. des. – 24. des. Jólagáta barnanna þar sem fundinn er stafur í hverjum jólaglugga Kveikt á jólatrjám fyrsta í aðventu Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli laugardaginn 8. desember Tónleikar og sýningar Áramótabrennur og flugeldasýningar

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hægt er að kynna sér betur alla þá viðburði sem fara fram í Sveitarfélaginu Árborg á www.arborg.is og á viðburðadagatali sem borið er í hvert hús í Árborg í lok nóvember.

FJARÐARBYGGÐ

Njótið jólahátíðarinnar

www.arborg.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

38

Íslensk-Bandaríska flytur inn Jeep, Ram og Dodge-bíla Íslensk-Bandaríska ehf. eða Ís-Band eins og fyrirtækið er daglega kallað var stofnað 1998 af Októ Þorgrímssyni utan um innflutning á notuðum bílum frá Banda­ ríkjunum. Fljótlega þróaðst reksturinn í að flytja einnig inn nýja bíla og ferðavagna. Ís-Band hefur verið öflugt í innflutningi á bílum frá Jeep, Ram og Dodge og hefur Jeep Grand Cherokee verið einn vinsælasti jeppi landsins þrátt fyrir að ekki hafi verið umboð fyrir tegundina í fjölda ára, fyrr en nú. Sama má segja um Ram pallbílana.

Breyttur RAM 3500 40” – RAM er einn vinsælasti pallbíllinn um þessar mundir og hefur Ís-Band boðið upp á 37”, 40” og 42” breytingar.

Það var í byrjun árs 2016 að Fiat Chrysler í Evrópu og Banda­r íkjunum valdi Ís-Band til að vera dreifingar­aðila sinn á Íslandi. Í byrjun árs 2017 opnaði Ís-Band nýjan og endurbættan sýningar­sal að Þver­ holti 6 í Mos­fells­bæ. Þar hafði systur­ fyrirtækið 100 bilar sem selur notaða bíla líka verið til húsa en 100 bílar fluttu í Stekkjar­bakka 5 við hliðina

Jeep Grand Cherokee er sá jeppi sem hampað hefur flestum verðlaunum á heimsvísu.

Nýr Jeep Wrangler verður kynntur hjá Ís-Band fjótlega.

á Garðheimum í Mjódd í ágúst 2016. Þjónustuverkstæði og varahlutaverslun er á Smiðshöfða 5 í Reykjavík. Verkstæði Ís-Band er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks. Verkstæðið er jafnframt almennt bílaverkstæði sem gerir við allar gerðir bíla

og starfsmenn þess hafa áratuga reynslu frá öðrum bílaumboðum. Húsnæðið er rúmgott og er hátt til lofts og það sérstaklega búið til að geta tekið á móti stórum bílum eins og húsbílum, stórum pallbílum og vinnubílum. Á landsbyggðinni er að finna 8 þjónustuaðila fyrir Ís-Band og eru þeir staðsettir víðs vegar um landið.

Rangárþing eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro

Getur þjóðin verið án póstþjónustu?

Heildarlausnir fyrir heimilið

Hvolsvöllur

Náttúrufegurð ~ AfþreyiNg ~ MeNNiNg

Allir velkomnir Ögurhvarfi 2, Kópavogi

Allt fyrir eldhúsið

Dálítið furðulegt er að fylgjast með því að ríkisvaldið virðist efast um að þvi beri skylda til að halda uppi póstþjónustu i landinu. Íslandspóstur er í fjárhagserfiðleikum og fer fram á lán til að geta rekið fyrirtækið. Þá rísa upp alls kyns raddir um að vafasamt sé að eigi að lána fyrirtækinu fé til þess að það geti rekið sig. Það er látið að því liggja að það hafi ráðist í allskyns hliðarreksturs án allra leyfa og nauðsynja. Helst er látið að því liggja að einhverjir starfsmenn séu að skemmta sér við allskyns verk og óskylda starfsemi sem komi póstþjónustunni ekkert við? Þetta allt geti einkaaðilar sem best rekið. Í öllum sjálfstæðum ríkjum er póstþjónusta jafn mikil skylda ríkisins og menntakerfi , landvarnir og heilbrigðisþjónusta. Mjög alvarlegt mál er að hindra starfsemina eða fitla við framkvæmd hennar af óviðkomandi. Íslandspósti hefur um langt skeið verið gert að greiða niður póstþjónustu frá vanþróuðum ríkjum. Þar með er Kína talið en vefverslun þaðan hefur margfaldast frá AliBaba og fleiri aðilum. Þetta er furðulegt og óþarfi er að íslenskir skattgreiðendur

niðurgreiði verslunarkostnað Kínverja. Það eru allstaðar einkafyrirtæki í samkeppni við póstinn um pakkasendingar. FedEx og DHL þekkja margir sem veita góða þjónustu. Það gerir Pósturinn líka. Hann þarf auðvitað tæki og aðstöðu til þess að leysa þau verkefni sem honum er falið. Þá heyrast raddir sem láta eins og það sé bara óþarfi að Pósturinn fái nauðsynleg verkfæri til starfseminnar sem honum ber að sinna samkvæmt lögum. Hvaða tilgangi þjónar svona stríð? Íslandspóstur er opinbert fyrirtæki með mikið ómissandi hlutverk. Honum er sett stjórn sem vinnur eftir bestu samvisku. Af hverju er látið liggja að því á opinberum vettvangi að fyrirtækið sé rekið í einhverri óráðsíu? Gilda einhver önnur lögmál um Íslandspóst en RÚV, Landsvirkjun eða ÁTVR? Ég hef átt talsverð viðskipti við Íslandspóst með dreifingu á blaðinu Sámi fóstra nú á 4. ár. Ég get ekki sannara orð talað en þau hafi verið mjög áreiðanleg og traust og mér dytti ekki í huga að leita annað með slíka fjöldadreifingu. Halldór Jónsson


HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

40

Samfélagsvandamálið mikla Í hinu gamla riti Konungs skuggsjá – Speculum Regale stendur skrifað: „En annar hlutur er forvitni, því að það er mannsins náttúra að forvitna og sjá þá hluti, er honum eru sagðir, og vita, hvort svo er, sem honum var sagt, eða eigi.“ Látum þessi orð vera okkar leiðarljós þegar við lesum eftirfarandi. Maður er nefndur Richard S. Lindzen. Hann er prófessor Emeritus í loftslagsfræðum við hinn virta tækniháskóla MIT - Massachusetts Institute of Technology (www.mit.edu), en það er líklega sá tækniháskóli sem nýtur mestrar virðingar og er þekktastur. Sama má segja um Richard Lindzen, fáir standa honum framar í þessum fræðum. Hann hefur ritað yfir

London á vegum Global Warming Policy Foundation: „Global Warming for the Two Cultures“, sem útleggja má sem „Hnatthlýnun fyrir hina tvo menningarheima.“ Hér verður aðeins stiklað á mjög stóru og helstu atriði fyrirlestursins kynnt, en lesandanum er eindregið ráðlagt að lesa hann á netinu eða horfa á upptöku af honum. Líklega er best að byrja á að skima textann hratt til að sjá skóginn fyrir trjánum, en hlusta síðan. Dr. Lindzen er einstaklega skýrmæltur og auðvelt að skilja hvað hann segir, enda hefur hann kennt sín fræði í áratugi. Fyrirlesturinn er aðgengilegur bæði sem vídeó og tengil að texta á vefsíðunni www. agust.net. Þessi fyrirlestur prófessorsins fjallar fyrst og fremst um

Scientific Revolution“. Í fyrir­ lestrinnum taldi C.P. Snow vera að opnast gjá í samskiptum milli tveggja menningarheima í nútíma þjóðfélagi, þ.e. milli þeirra sem eru menntaðir í raunvísindum og þeirra sem eru menntaðir í hugvísindum. Þessi klofningur væri meiriháttar hindrun við lausnir á vandamálum heimsins. C.P. Snow hélt því einnig fram að menntun í heiminum færi almennt versnandi. C.P. Snow skrifaði: „Oft hef ég verið staddur þar sem fólk, sem að öllu jöfnu er talið vera vel menntað, hefur safnast saman og með nokkrum hroka talað niður til vísindamanna, talið þá ótrúverðuga og ólæsa. Einu sinni eða tvisvar hef ég spurt mannskapinn hve margir þeirra þekktu “„Annað lögmál

vísindin en forfeður okkar á steinöld hefðu haft“.

Lindzen heldur áfram:

„Ég er hræddur um að lítið hafi breyst síðan Snow mat ástandið fyrir 60 árum. Þó svo sumir gætu haldið því fram, að fáfræði á sviði vísinda hafi ekki áhrif á stjórnmálalega getu, þá er vissulega ljóst að vanþekking í vísindum hefur áhrif á getu stjórnmálamanna að fást við málefni sem byggð eru á vísindum. Þessi gjá í skilningi á vísindum getur jafnvel leitt til illgirni í málflutningi. Í ljósi þess að þar sem lýðræði ríkir og margir, sem ekki hafa þekkingu á vísindum, þurfa að taka afstöðu til vísindalegra vandamála, er hætt við að trú komi óhjákvæmilega í stað skilnings. Allt of einfaldaðar og jafnvel rangar fullyrðingar gera það að verkum að þeir sem ekki hafa skilning á vísindum telja að að þeir hafi vit á vísindum. Í málum tengdum hnatthlýnun eru mörg dæmi um þetta. Ég vildi gjarnan byrja fyrir­ lestrinn á því að gera tilraun til að gera vísindamönnum meðal áheyr­ enda grein fyrir raunverulegu eðli loftslagskerfisins, og einnig hjálpa þeim sem ekki eru vísindamenn meðal áheyrenda og gætu tilheyrt þeim hópi sem Snow flokkaði í „einn af tíu“, að losna við ofureinfaldaðan skilning á málinu“.

Loftlagskerfin

Loftslagskerfið er gríðarlega flókið samspil margra þátta sem getið er um á þessari mynd. Styrkur koltvísýrings er einn þessara þátta, en lítill í samanburði við aðra, hvort sem er um að ræða eðlilegar sveiflur í náttúrunni eða landnýtingu manna.

200 fræðigreinar og bækur og var aðalhöfundur kafla 7 „Physical Climate Processes and Feedbacks,“ í þriðju skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna, IPCC, árið 2001. Sjá meira um Lindzen á Wikipedia (https://en.wikipedia. org/wiki/Richard_Lindzen). (Í þessari grein eru allmargar tilvísanir í efni á netinu. Vefslóðir eru stundum langar og eiga til að breytast. Þess vegna hefur verið brugðið á það ráð að birta hliðstæða grein á netinu og verða þar vefslóðir aðgengilegar á auðveldan hátt. Sjá: www.agust. net ). Í október síðastliðnum hélt Dr. Richard Lindzen fyrirlestur í

það samfélagsvandamál, að þjóðfélagshópar geta ekki rætt saman um loftslagsmálin. Hann útskýrir hvers vegna það er. Kaflinn „Loftslagskerfin“ hér fyrir neðan er fyrst og fremst til útskýringar. Þetta er nauðynlegt að hafa í huga við lesturinn til að átta sig á samhenginu. Lindzen byrjaði í inngangi fyrirlestursins á að rifja upp, að fyrir rúmlega hálfri öld skoðaði efnafræðingurinn og skáldsagnahöfundurinn C.P. Snow áhrif tveggja menningarheima, raun­vísinda og hugvísinda, á samfélagið. Hann viðraði skoð­anir sínar í fyrirlestri sem hann nefndi „The Two Cultures and the

varmafræðinnar.“ Svörin voru köld og einnig neikvæð. Samt var ég að spyrja spurningar sem er í raun jafn einföld og að spyrja „Hefur þú lesið verk Shakespears?“. Ég tel, að ef ég hefði spurt mun einfaldari spurningar, svo sem: „Hvað er átt við með massa eða hröðun“, en það mætti jafna þeirri vísindalegu spurningu við að spurt væri einfaldlega: „Ertu læs?“. Aðeins einn af tíu þessara hámenntuðu manna og kvenna hefði talið að ég væri að tala sama mál og þau. Þannig má segja að eftir því sem hin mikla þekking sérfræðinga á raunvísindum eykst, situr vel menntaður almenningur eftir með ekki meiri innsýn í

Eftir þennan inngang snýr Dr. Richard Lindzen sér að sjálfum fyrirlestrinum, sem hann skiptir í fimm hluta: „Loftslagskerfin,“ „Hin einfalda útskýring og pólitískur uppruni hennar,“ „Hvað um vísinda­menn?,“ „Sönnunargögnin“ og „Niðurstöður“. Hér er ekki mögu­leiki, plássins vegna, að birta allan fyrir­lesturinn, en lesendur eru hvattir til að hlusta á hann á netinu. Byrja á að skima hratt útprentuðu útgáfuna til að fá yfirsýn, og síðan hlusta á sjálfan fyrir­lesturinn á YouTube. Richard Lindzen er ein­stak­lega skýr­mæltur og því auðvelt að fylgjast með og njóta þess sem þessi mikli reynslu­bolti hefur fram að færa. Vefslóðir eða krækjur að þessum gögnum má finna á vefsíðunni www.agust.net.

Fimm hlutar fyrirlesturs

Hér á eftir er aðeins örstutt lýsing á því hvað hinir fimm hlutar fyrirlestursins fjalla um:

Kaflinn:

„Loftslagskerfin The climate system“

Í þessum tiltölulega langa kafla lýsir prófessor Lindzen því hve einstaklega flókin loftslags- og

Ágúst H. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur

veðrakerfin eru. Tilgangurinn er að gera mönnum ljóst, að hin almenna skýring á hlýnun lofthjúpsins af völdum koltvísyrings er allt of mikil einföldun. Málið sé miklu flóknara en það. Hann fjallar meðal annars um það að loftslagskerfin samanstanda af ólgukenndu (turbulent) hafinu sem er í snertingu við ólgukenndan lofthjúpinn. Þessi kerfi eru á reikistjörnu sem snýst í sífellu og er böðuð í sólarljósi sem skín ójafnt á yfirborð jarðar, mest nærri miðbaug en minnst næri pólunum. Sífelldur flutningur á varma og raka á sér stað milli þessara síkviku kerfa. Í hafinu eru straumar og sveiflur sem ná yfir tímabil sem mælast frá árum til árþúsunda. Hafið hefur áhrif á lofthjúpinn og öfugt. Yfirborð jarðar er mjög óreglulegt og mótar það vindakerfin. Rakinn í lofthjúpnum hefur gríðarlega mikil áhrif og er aðal áhrifavaldurinn sé litið til hlýnunar af völdum svokallaðra gróðurhúsaáhrifa. Jafnvel inngeislun sólar er sveiflukennd. Mörgum kann að finnast þessi hluti fyrirlestursins of flókinn til að hafa gagn af. Í YouTube útgáfunni gefur Lindzen sér þó oft tíma til að útskýra málin á auðskilinn hátt, en öllum má vera ljóst eftir að hafa hlýtt á þennan kafla, að útskýringin á að hlýnun lofthjúpsins undanfarna áratugi stafi að mestu af aukningu koltvísýrings úr 0,03% í 0,04% sé allt of mikil einföldun, og til þess fallin að rugla fólk í ríminu.

Kaflinn:

„Hin vinsæla út­skýr­ ing og póli­tískur upp­runi hennar - The pop­ular narrative and its politi­cal origins.“

Í þessum kafla fjallar pró­fessor­inn um það hvernig stóð á því að hin einfalda útskýring á


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

41 lofts­lags­breytingum fór á kreik. Hið undarlega gerðist, að margir töldu sjálfum sér og öðrum trú um að örlítil breyting á styrk kol­tvísýringsins, CO2, hefði miklu meiri áhrif á lofts­lags- og veðra­kerfin, en hinir fjöl­mörgu og öflugu þættir sem Lindzen hafði lýst í kaflanum á undan.

Kaflinn:

„Hvað um vísindamenn? What about the scientists?“

Vísindamenn eru sérfræðingar og fæstir þeirra sérfræðingar í loftslagsmálum. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að þeir hafi sér

sér leik á borði og farið að sækja í hina gríðarstóru sjóði sem stofnaðir hafa verið til að styrkja þennan eina þátt, CO2, í ofurflóknu kerfi sem fæstir skilja.

Kaflinn:

„Sönnunargögnin The evidence“

Í þessum kafla fjallar Richard Lindzen í stuttu máli um öll þau „sönnunargögn” sem við verðum nokkuð reglulega vör við að minnst sé á í fréttum. Sveltandi ísbirnir, óveður, minnkandi hafís, stríðið í Sýrlandi, hækkun sjávarborðs, ásamt fjölmörgu öðru. Hann fjallar um skilningsleysi hvað varðar muninn á veðri og loftslagi.

Hitamælingar á lofthjúpi jarðar frá gervihnötum frá árinu 1979. Ferillinn sýnir frávik frá meðalhita áranna frá 1981 til 2010. Háu topparnir árin 1998 og 2016 stafa af veðurfyrirbærinu El Nino í Kyrrahafinu. Segir þessi ferill okkur eitthvað um hvert stefnir á næstu árum? Hafa má í huga að allur lóðsétti skalinn vinstra megin, 1,6 gráður samtals, jafngildir breytingu á lofthita sé farið 160 metra upp eða niður. Hæðin á hverri rúðu stendur fyrir 0,1 gráðu Celcíus, en það er sama og hitabreytingin sem við upplifum ef við förum 10 metra upp eða niður. Auðvitað er fjarri lagi að við skynjum þá breytingu.

Hann fjallar um þá stað­reynd að hækkun lofthita frá Litlu Ísöldinni svokölluðu nemur ekki meira en 1°C. Hann minnist á að þessi hækkun hitastigs sem mælst hefur, og menn séu nokkuð sammála um, sé minni en tölvulíkön IPCC hafa spáð. Hvers vegna er haldið á lofti svo miklum hræðslu­áróðri sem raun ber vitni? Hvað var annars svona jákvætt við lofts­lagið meðan á Litlu Ísöldinni stóð og loft­ hjúpurinn var um 1 gráðu kaldari að meðaltali? Hafís, hungur, uppskeru­brestir, fátækt, far­sóttir …? Hafa menn gleymt sögunni?

Kaflinn:

aðstæður. Ekkert af fyrirhugaðri stefnu mun hafa mikil áhrif á gróðurhúsalofttegundir. Þannig munum við halda áfram að njóta góðs af því eina sem greinilega má rekja til hækkunar koltvísýrings; nefnilega virku hlutverki hans sem áburður fyrir gróður, og áhrif hans á gróður til að þola betur þurrka. Á meðan er IPCC að halda því fram að við þurfum að koma í veg fyrir viðbótar 0,5 gráðu hlýnun, þótt 1 ◦C hlýnunin sem hefur átt sér stað hingað til hefur verið samfara mestu aukningu í velferð manna í sögunni.“ Lesendur eru hvattir til að hlusta á allan fyrirlesturinn sem hinn mikli

Orðrétt og snarað á íslensku skrifar prófessor Lindzen: „Jæja, þarna hafið þið það. Óviðeigandi ágiskanir grundaðar á fölskum sönnunargögnum og endurteknar í sífellu hafa orðið pólitískt rétt þekking og er notað til að stuðla að viðsnúningi iðnaðar-menningar okkar. Það sem við munum skila til barnabarna okkar er ekki jörð skemmd af framvindu iðnaðar, heldur listi yfir óbætanlegan kjánaskap sem og landslag sem er niðurbrotið með ryðguðum vindmyllum og hrörnandi sólarselllum. Falskar fullyrðingar um 97% samdóma álit munu ekki frelsa okkur, en vilji vísindamanna að til að þegja er líklegur til að draga úr trausti og stuðningi við vísindin. Kannski mun þetta ekki vera svo slæmt eftir allt - vissulega hvað varðar hin „opinberu“ vísindi. Það er að minnsta kosti einn jákvæður þáttur við núverandi

Hitafar síðustu árþúsund hefur sveiflast upp og niður samkvæmt rannsóknum em gerðar hafa verið með því að bora djúpt í Grænlandsjökul og rannsaka breytingar á samsætum súrefnis. Við erum nú stödd þar sem ferilinn ber hæst lengst til hægri, Modern Warm Period. Hlýindin fyrir árþúsundi þegar landnám Íslands stóð sem hæst leyna sér ekki, Medieval Warm Period. Við ferilinn hafa verið merkt inn ýmis tímabil í sögu mannkyns og er áhugavert að bera þau saman við loftslagsbreytingar.

„Niðurstöður – Conclusion“

reynslubolti í loftslagsfræðum, prófessor emeritus Dr. Richard S. Lindzen hélt í Lundúnum 8. október sl. Fyrirlesturinn sem pdf skjal: www.thegwpf.org/content/ uploads/2018/10/Lindzen-2018GWPF-Lecture.pdf og fyrirlesturinn á YouTube: www.youtube.com/ watch?v=X2q9BT2LIUA. Þessi grein ásamt tenglum á fyrirlesturinn, vídeó og ítarefni: www.agust.net. Ágúst H. Bjarnason

Athafnalóðir á Siglufirði

lausar til umsóknar

Lausar eru til umsóknar athafnalóðir við hafnarsvæðið á Siglufirði. Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir tveimur athafnalóðum (A og B) með möguleika á stækkun til norðurs (C). Um er að ræða áhugaverða staðsetningu fyrir hafnsækna starfsemi, innlenda og erlenda, t.d. frystigeymslur, fiskvinnslu eða útgerð. Árið 2016 voru gerðar gagngerar endurbætur á Hafnarbryggju sem stendur sunnan við athafnalóðirnar. Þá var nýr viðlegukantur byggður og innsigling og hafnarsvæði dýpkuð. Nú geta skip sem eru allt að 250 m. löng og með 9,5 m. djúpristu lagst þar að bryggju. Möguleiki er á lengingu viðlegukants til norðurs. Nánari upplýsingar gefa Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar, netfang: armann@fjallabyggd.is og Gunnar I. Birgisson, netfang: gunnarb@fjallabyggd.is eða í síma 464-9100.

Stærðir lóðanna samkvæmt gildandi aðalog deiliskipulagi eru eftirfarandi. A – 2.935 m2 B – 1.404 m2 C – Möguleg stækkun lóða til norðurs, 3.000 m2. Framkvæmd hafin.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Framúrstefnu­hugmynd Sjávarútvegs­stefnunnar 2018:

Svifölduna hlaut Jónas Bragi Jónasson fyrir sæbjúgnavél Framúr­stefnu­hugmynd Sjávar­ útvegs­ráðstefnunnar 2018 hlaut Jónas Bragi Jónasson og verð­ launa­g ripinn Svif­ö lduna. Í dómnefnd voru Björk Viðars­dóttir, Jónas R. Viðarsson, Ásgeir Ingvi Jónsson, Guðrún Ólafsdóttir og Gísli Kristjánsson.

að vinna hvert sæbjúga. • Viðlíka vélar og búnaður til vinnslu á sæbjúgum hefur ekki verið smíðaður áður. Þessi vél myndi gera fullvinnslu afurða á vest­ rænum atvinnusvæðum gerlega og arðbæra og framleiðendur færast nær neytendum vörunnar. Auknir möguleikar eru á framleiðslu ýmissa afurða, s.s. hreinsuð heil sæbjúgu, kjöt og

42 Aðrar hugmyndir sem voru tilnefndar til verðlaunanna voru Ekko toghlerar og Caligo Sapo Fjölþokukerfi, tengiliðir: Gunnar Brynjólfsson, B.G.B. TECH og Baldur Halldórsson, Vatnslausnir ehf. Með Með Caligo Sapo Fjöl­ þoku­kerfi er sótthreinsun í fisk­ vinnslu með þokuúðun tekin enn lengra, þar sem sápu er einnig úðað á vélar og tæki með sömu að­ferð og með sama tækinu, CALIGO SAPO. Með fjölþoku þrifa að­ferðinni og réttum efnum er hægt að fyrirbyggja upp­byggingu á óhreinindum og bakteríum. Þokan er hagstæð því hún er alltaf jöfn á alla fleti í hvert skipti. Aðferðin hefur verið sann­reynd með gerla­mælingum

Jónas Bragi með viðurkenninguna.

Hönnun Jónasar Braga er Sea – CC Sæbjúgnavél en tengiliðir eru Davíð Freyr Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Kári Ólafsson, Aurora Seafood og Curio ehf. Hugmyndin snýr að því að nýta tækni (XTS brautir) til að hanna og smíða vél til að skera sæbjúgu. Vélinni er ætlað að geta greint, eftir stærð og lögun, hvernig best og hagkvæmast er

Verðlaunahafarnir sem hlutu tilnefningu.

skinnframleiðsla. Möguleiki er fyrir Ísland á að merkja sér áhugaverða hillu á markaði afurða sæbjúgna og ekki síst markaði vélbúnaðar fyrir vinnslu á sæbjúgum í heiminum.

og byggist á að samnýta nokkrar þekktar aðferðir í eina sam­fellda lausn. Notast er við bæði lágan vatns­þrýsting og há­þrýsting og byggist lausnin á 5 þrepa þrifum.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

Orkusamband ESB og Íslands Í tveimur íslenskum ráðuneytum virðist vera áhugi fyrir því að innlima Ísland í Orkusamband Evrópusambandsins, ESB. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur á Alþingi tjáð og rökstutt andstöðu sína við ráðsmennsku yfirþjóðlegrar stofnunar á Íslandi. Þetta getur t.d. átt við ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators), sem hefur að vissu leyti tekið við hlutverki orkustofnana aðildarlanda ESB og má þess vegna hiklaust nefna Orkustofnun ESB. Annað fyrrnefndra ráðuneyta er utanríkisráðuneytið, en það hefur á allan hátt reynt að gera lítið úr áhrifum íslenzkrar innleiðingar Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn og að sama skapi miklað neikvæð áhrif á viðskiptahagsmuni Noregs. Öll þrjú EFTA-ríki EES-samstarfsins verða að samþykkja gjörðina, svo að hún verði tekin upp í EES-samninginn. Hitt ráðuneytið, iðnaðarráðu­ neytið, gaf út yfirlýsingu, dags. 12. apríl 2018, þar sem það telur að áhrifin á stjórn raforkumála á Íslandi af að fella téðan 600 síðna orkubálk inn í EES-samninginn yrðu vart merkjanleg. Þá birti ráðuneytið 17. september 2018 greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar til iðnaðarráðherra um áhrifin af innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn. Í sem skemmstu máli var niðurstaða hans sú, að áhrifin yrðu vart merkjanleg fyrr en millilandasæstrengur hefur verið tengdur við raforkukerfi Íslands, og hann hélt því jafnframt fram, að ákvörðun um slíkt yrði í höndum íslenskra stjórnvalda. Strax skal taka fram, að þessum túlkunum á EES-samninginum og á Evrópurétti var hrundið með greiningu prófessors Peter Örebech, sérfræðings í Evrópurétti, 23. september 2018. Í grundvallaratriðum sýnir prófessor Örebech þar fram á fernt: 1. Tveggja stoða samstarfskerfi EFTA og ESB er kastað fyrir róða 2. Öll ákvæði EES-samningsins um „fjórfrelsið“ taka gildi fyrir raforkugeirann við samþykkt Alþingis á „pakkanum“ og ekki við tengingu sæstrengs 3. Ekki má mismuna eftir þjóðernum innan EES varðandi viðskipti með hluti í orkufyrirtækjum né við úthlutun rannsóknarleyfa og virkjanaleyfa 4. Ef umsókn strengfjárfesta um lagna- og tengileyfi fyrir aflsæstreng uppfyllir kröfur Landsreglara og ACER, þá geta íslensk stjórnvöld ekki stöðvað slíkt verkefni.

Málflutningur ACERsinna hérlendis snýst um að telja mönnum trú um, að áhrif Orkusambandsins verði hverfandi hérlendis, en áhrifin í Noregi af að lenda utan við verði mikil og alvarleg. Einnig hefur sést bregða fyrir því sjónarmiði, að Íslendingar hafi ekki upp á eigin spýtur getu til að halda uppi viðlíka gæðastjórnun í raforkukerfinu og ACER. Þetta sjónarmið hefur þó ekki verið rökstutt efnislega. Í þessari grein verður vikið að þessum atriðum, en fyrst gerð grein fyrir því um hvað Orkusamband ESB snýst.

Hlutverk Orkusambands ESB

Árið 2008 varð orkuskortur í nokkrum ESB-löndum. Þá var ákveðið af framkvæmdastjórn, ráðherraráði og ESB-þingi, að ESB skyldi taka við yfirstjórn flutningsmála á raforku- og jarðgasi í aðildarlöndunum. Tvö íslensk ráðuneyti virðast sem áður sagði vilja, að Ísland sláist í þennan hóp, en það eru utanríkisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Árið 2009 var gefin út tilskipun um stofnsetningu ACER með vísun til Lissabonsáttmála ESB um aukna miðstýringu málaflokka á leiðinni til Sambandsríkis Evrópu. Tók þessi Orkustofnun ESB til starfa árið 2011 í Ljubljana í Slóveníu. Á vegum hennar var þegar hafist handa við gerð Kerfisþróunaráætlunar ESB, sem Framkvæmdastjórnin hefur staðfest sem stefnu ESB í málefnum orkuflutninga, þ.á.m. raforkuflutninga á milli landa. Menn athugi, að öll aðildarríkin eru skuldbundin til að framfylgja þeirri stefnu, sem þar er mörkuð. Til merkis um stuðning sinn skulu raforkuflutningsfyrirtækin aðlaga kerfisáætlanir sínar að Kerfisþróunaráætlun ESB og senda þær til ACER, þar sem þær eru rýndar og samþykktar eða sendar til baka með athugasemdum til endurskoðunar vegna t.d. ófullnægjandi aðlögunar. Í Kerfisþróunaráætlun ESB eru yfir 170 samtengiverkefni, sem öll miða að því, að markmið ESB um aukningu raforkuflutninga yfir landamæri úr núverandi 10 % í 15 % raforkuvinnslunnar árið 2030 náist og síðar 30 %. Ætlunin með þessu átaki er að nýta betur uppsettan búnað til raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkulindum, aðallega sólarhlöðum og vindmyllum, hindra staðbundinn orkuskort og að jafna raforkuverð innan ESB, svo að orkuverðsmismunur verði hvergi meiri en 0,27 ISK/kWh (2,0 EUR/MWh) án flutningsog dreifingargjalds og skatta.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

43

Verður ACER sem fer með yfirstjórn raforkumála á Íslandi eftir samþykkt Þriðja orkubálks ESB? Myndir er af Kröfluvirkjun.

Smásöluverð raforku hérlendis er um þessar mundir 5-6 ISK/kWh, en er a.m.k. tvöfalt hærra á Bretlandi. Mismunur verðsins á Íslandi og á Bretlandi er þannig margfalt viðmiðunargildi ACER um skilyrði fyrir nýju samtengiverkefni. Eitt verkefnanna í Kerfisþróunaráætlun ESB er s.k. „Ice Link“, um 1200 MW sæstrengur á milli Íslands og Skotlands. Ef Alþingi samþykkir innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn, þá verða íslensk yfirvöld skuldbundin til að styðja þetta verkefni Kerfisþróunaráætlunar ESB með ráðum og dáð, þ.e.a.s. að veita tilskilin leyfi fyrir lagningu, tengingu og rekstur þessa sæstrengs, og Landsnet yrði að bæta flutningslínum frá stofnkerfinu og að lendingarstað sæstrengs inn í Kerfisáætlun sína. Ella yrðu hérlend stjórnvöld fundin brotleg við EES-samninginn af Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, og jafnvel EFTA-dómstólinum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í EES samstarfinu. Er þá aukaatriði, hvort Orkustofnun (OS) heldur áfram formlegum afgreiðsluvöldum á umsóknum um sæstrengsleyfi, þegar úrskurðurinn getur í raun aðeins orðið á einn veg samkvæmt Evrópurétti.

Ráðuneytatal um engar afleiðingar

Í fréttaskýringu Viðskipta­ blaðsins 28. mars 2018, „Mikils­ verðir orkuhagsmunir ekki í húfi,“ gat m.a. að líta eftirfarandi; „Viðskiptablaðið leitaði eftir svörum hjá utanríkisráðuneytinu um það, hvaða áhrif 3. orkupakkinn kunni að hafa hér á landi, verði hann samþykktur á Alþingi. Af þeim svörum að dæma verða áhrifin afar takmörkuð, enda íslenski raforkumarkaðurinn ótengdur þeim evrópska.“ Þetta þarfnast rýni í ljósi þess, sem að framan stendur: Bein afleiðing af umræddri samþykkt Alþingis yrði sú , að Landsnet mundi verða að breyta kerfisáætlun sinni og laga hana að flutningum 1200 MW frá helstu virkjunum Íslands að fyrirhuguðum landtökustað „Ice Link“. Hér er um að ræða tæplega helming af uppsettu afli í virkjunum landsins, svo að geta má nærri, hversu viðamiklar stofnlínuframkvæmdir verður þar um að ræða. Kostnaðurinn af þeim lendir allur á rafmagnsnotendum hér innanlands samkvæmt reglum ACER og gæti orðið á bilinu 70-100 milljarðar ISK. Virkjunarfyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu munu væntanlega taka vel við sér í kjölfarið og gera áætlanir um stórfelldar virkjanaframkvæmdir í

von um að geta selt með hagnaði inn á sæstrenginn. Gera má ráð fyrir nýjum virkjunum af öllu mögulegu tagi með uppsett afl um 1000 MW og orkuvinnslugetu um 6,0 TWh/ár, sem er 32 % af raforkuvinnslunni á Íslandi 2017. Þessi orka verður þá ekki nýtt til nauðsynlegra orkuskipta hérlendis, um 4 TWh/ár, og ljóst, að samkeppni verður um raforkuna á milli kaupenda innanlands og erlendis á raforkumarkaði Nord Pool, sem Ísland verður þá hluti af, enda verður allt raforkukerfi Íslands á Innri markaði EES. Langtímasamningar munu haldast, en framlenging þeirra og gerð nýrra verða undirorpnir mikilli óvissu. Iðnaðarráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu 12. apríl 2018, þar sem reynt var að sýna fram á með tilstyrk íslensks lögmanns, sem er e.t.v. ekki óhlutdrægur sem fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að afleiðingar upptöku umræddrar gerðar ESB í EES-samninginn yrðu harla léttvægar á Íslandi og reyndar vart merkjanlegar. Í 7 liðum tók ráðuneytið saman niðurstöður minnisblaðs lögmannsins, og hljóðaði 6. liðurinn þannig: „Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að meginstefnu bundnar við ákvæði, sem gilda um orkumannvirki, sem ná yfir landamæri (t.d. sæstrengi); eðli málsins samkvæmt eiga slíkar valdheimildir ekki við á Íslandi, svo lengi sem hér eru engin slík orkumannvirki.“

Er Kerfisþróunaráætlun ESB ekki til?

Iðnaðarráðuneytið lætur þarna eins og Kerfisþróunaráætlun ESB sé ekki til, og að Landsnet lendi ekki undir ACER með sína Kerfisáætlun! Þarna er skákað í því skjólinu, að Evrópugerð nr 347/2013 er yngri en Þriðji orkumarkaðslagabálkurinn, en hún verður samt tvímælalaust hluti af honum, þar sem hún felur í sér breytingar á tveimur Evrópugerðum þessa lagabálks. Það er þess vegna skálkaskjól að láta eins og gerð nr 347/2013 sé ekki til og leiðir til villandi niðurstöðu. Það verður ACER sem fer með yfirstjórn raforkumála á Íslandi með handlangara sínum, Landsreglaranum, eftir samþykkt Þriðja orkubálks ESB, og má þá einu gilda, hvort ESA er plantað á milli ACER og Landsreglarans eða ekki.

Hræðsluáróður utanríkis­ ráðuneytisins

Dreift hefur verið villandi upplýsingum um tjón, er Norðmenn yrðu fyrir, ef Íslendingar synja umræddri gjörð samþykkis á

Alþingi. Þá er því miður skákað í skjóli fáfræði um EES-samninginn, en samkvæmt honum má alls ekki grípa til neins konar viðskiptalegra refsiaðgerða, þótt EFTA-ríki noti samningsbundinn rétt sinn til að synja samþykki Sameiginlegu EES-nefndarinnar staðfestingar löggjafans. Eftir synjun mun fara fram sáttaferli á milli EFTA og ESB. Ekki er vafi á, að þar munu Norðmenn og Liechtensteinar gera sérsamninga við ESB um fyrirkomulag orkuviðskipta. Þá mætti e.t.v. hugsa sér slíka lausn, að Íslendingar fái undanþágu frá öllum ákvæðum Þriðja orkumarkaðslagabálksins og komandi orkulagabálka, þar til stjórnvöld hérlendis ákveða að samþykkja umsókn um leyfi fyrir lagningu aflsæstrengs til Íslands, gegn því að innleiða Þriðja orkumarkaðslagabálkinn að forminu til eingöngu, algerlega skuldbindingalaust. Á löggjafarsamkomunni verða þingmenn ávallt að gæta að því, að gjörðir þeirra stangist ekki á við ákvæði Stjórnarskrár. Ekki verður annað séð en með samþykki Alþingis á Þriðja orkubálki ESB ætti sér stað valdaframsal til yfirþjóðlegrar stofnunar (ACER), þar sem Ísland fengi ekki fullgildan fulltrúa með atkvæðisrétti um mikilvægar ákvarðanir um ráðstöfun raforkunnar, sem er ein helsta lífsbjörg landsmanna. Samrýmist slíkt Stjórnarskrá Íslands ? Þá er ljóst, að með málsmeð leyfisumsókna um lagningu og tengingu aflsæstrengs er tveggja stoða lausn EFTA og ESB algerlega kastað fyrir róða og tekið upp einnar stoðar fyrirkomulag, eins og Ísland væri þegar orðið aðili að ESB. Í tilvitnaðri fréttaskýringu VB voru viðhöfð ummæli um hagsmuni Norðmanna, en flestir eru Norðmenn á öndverðum meiði við samþykki Stórþingsins á innleiðingu Þriðja orkubálks ESB , ef marka má skoðanakannanir þar í landi. „Þriðji Orkupakkinn er mikið hagsmunamál fyrir Norðmenn. Noregur er hluti af innri orkumarkaði ESB [hann verður það ekki fyrr en við innleiðingu Þriðja orkubálksins eða með sérsamningum í staðinn), ólíkt Íslandi, og annar stærsti útflytjandi á olíu og jarðgasi til ESB, sem gerir Evrópu að mikilvægum markaði fyrir orkuútflutning Norðmanna. Stuðningsmenn pakkans í norska Stórþinginu telja, að það væri hálfgert skemmdarverk, ef Íslendingar – sem hafa núna engra hagsmuna að gæta í þessu máli – færu að hafna pakkanum.“ Viðskipti Norðmanna við ESB-ríkin, sem og viðskipti Íslendinga, munu að sjálfsögðu halda óbreytt áfram, nema ESB hefði hug á að losa sig frá EES-samninginum. Öll þrjú EFTA-ríki EES-samstarfsins, Ísland, Noregur og Liechtenstein, verða hinsvegar að samþykkja gjörðina, svo að hún verði tekin upp í EES-samninginn, og þar með munu allar reglur Innri markaðarins gilda um orkugeirann. Hér voru þann 16. apríl 2018 staddir 2 þingmenn á norska Stórþinginu í tilefni hinnar vaxandi umræðu um Orkusamband ESB, sem nú fer fram á Íslandi. Voru þar á ferð þingmenn Miðflokksins, Sigbjörn Gjellsvik, sérfræðingur í málefnum EES og fulltrúi flokks síns í fjárlaganefnd Stórþingsins og fulltrúi Noregs í EFTA/ EES-nefndinni, og Liv Signe Navarsete, fyrrverandi formaður Miðflokksins, og situr hún í

utanríkis- og varnarmálanefnd Stórþingsins. Þau ræddu við nokkra stjórnarþingmenn á Alþingi og hvöttu þá eindregið til að taka ákvörðun með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi, en gefa engan gaum að áróðri frá stuðningsmönnum aðildar Noregs að Orkusambandinu, enda væri enginn samhljómur með þeim og yfirgnæfandi meirihluta norsku þjóðarinnar og atvinnulífinu, þegar virkjanaeigendur væru undanskildir. Þess má geta, að fulltrúar stóriðjufyrirtækja í Noregi lýstu yfir stuðningi við aðild Noregs að Orkusambandi ESB, og helgast það væntanlega af því, að eigendurnir eru alþjóðleg fyrirtæki með meiri hagsmuni í ESB-löndunum en í Noregi og vilja gjarna sjá raforkuverðlækkun og aukna hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda á meginlandinu. Í viðtali á Spegli RÚV, sem útvarpað var 17. apríl 2018, sagði Gjellsvik: „Það, sem er nýtt í sambandi við orkustofnunina ACER, er, að hún getur tekið ákvarðanir í ágreiningsmálum, sem ganga þvert á hagsmuni Noregs.“ Um nýja sæstrengi sagði Gjellsvik: „Stefnt er að því að útrýma svo kölluðum flöskuhálsum í orkuflæðinu, sem mun þrýsta á Noreg að leggja fleiri sæstrengi, og það mun valda hækkun á orkuverði, sem síðan hefur áhrif á samkeppnisstöðu iðnfyrirtækja í Noregi.“

Þróun EESsamningsins:

Hér hafa helztu veikleikar í rökfærslu íslenzku ráðuneytanna tveggja, sem greinilega mæla með inngöngu Íslands í Orkusamband ESB, verið tíundaðar. Hér skulu endurteknar eftirtaldar staðreyndir: Ef Alþingi samþykkir innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn, þá verður allur íslenski raforkugeirinn á Innri markaði EES, að virkjunum og orkulindum meðtöldum. Ennfremur verða íslenzk yfirvöld skuldbundin til að styðja Kerfisþróunaráætlun ESB með ráðum og dáð, þ.e.a.s. að veita öll tilskilin leyfi fyrir lagningu, tengingu og rekstur sæstrengsins „Ice Link“. Það er því beinlínis villandi að setja málið fram eins og ráðuneytið gerir: „Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að meginstefnu bundnar við ákvæði, sem gilda um orkumannvirki, sem ná yfir landamæri (t.d. sæstrengi); eðli málsins samkvæmt eiga slíkar valdheimildir ekki við á Íslandi, svo lengi sem hér eru engin slík orkumannvirki.“

Er ACER-málið einstakt mál ?

Skyldi þetta ACER-mál vera einstakt í sinni röð? Nei, þvert á móti, málið er dæmigert fyrir þá stefnu, sem EES-„samstarfið“ er að taka og formaður Sjálf­stæðis­ flokksins benti á í þingræðum 6. febrúar 2018 og 22. marz 2018. Hann benti á, að aðferð ESB við að taka við stjórn einstakra mála­flokka, t.d. fjármálaeftirlits, persónu­verndar, orkumála og jafnvel vinnumarkaðsmála, af lýð­ræðis­lega kjörnum yfirvöldum í hverju landi, væri að setja á lagg­irnar valda­miklar stofnanir á hverju sviði, sem lytu eftirliti Fram­kvæmda­stjórnarinnar og störfuðu í hennar umboði. Þetta bryti algerlega í bága við jafnræðis­ regluna í samskiptum EFTA

og ESB, sem lá upphaflega til grundvallar EES-samninginum. Eðli EES-samningsins væri þess vegna að breytast, og viðbrögð Íslendinga við þessari þróun yrði að ræða hérlendis, ekki sízt á Alþingi. Þingmenn gera sér þannig margir hverjir ljósa grein fyrir við­fangsefninu. Í ljósi ályktana Flokksþings Fram­sóknar­flokksins og Landsfundar Sjálfstæðis­ flokksins í marz 2018 ásamt yfir­ lýsingum talsmanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um Þriðja orku­markaðs­ lagabálkinn, og jafnvel Annan orkumarkaðslagabálkinn líka, og af ummælum þingmanna Miðflokksins, má ætla, að meiri­ hluti myndist á Alþingi fyrir höfnun á umræddri breytingu á EES-samninginum, ef samviska þingmanna fær að njóta sín. Það verður að teljast afar ósennilegt í ljósi samrunaþróunar ESB, að nokkur grundvöllur sé fyrir endurskoðun EES-samningsins í þá átt að tryggja sjálfsákvörðunarrétt EFTA-ríkjanna, því að ESB hefur aldrei fallizt á að breyta ákvörðun sinni um, hvaða gjörðir sambandsins eigi að falla undir EES-samninginn. Nú eiga EFTA-ríkin þrjú í EES val: Annaðhvort halda þau áfram á sömu braut og sogast smátt og smátt inn í ESB með öllum þeim gríðarlega kostnaði, sem það hefur í för með sér, sérstaklega fyrir smáríki, að taka upp 2000-3000 gerðir árlega. Hinn er að segja skilið við EES í núverandi mynd. Óbeinn kostnaður lands okkar af reglugerðafargani EES er hærri en beinn kostnaður, og er sá hæstur, sem leiðir af minni framleiðniaukningu fyrirtækja og opinberra stofnana vegna reglugerða og stórvaxins opinbers eftirlits. Þessi kostnaður lendir harðast á smáfyrirtækjum, en hann hefur þegar dregið verulega úr styrk allra íslenskra fyrirtækja til fjárfestinga og launagreiðslna. Bretar undu ekki við miðstýringarstefnu hinna stefnumarkandi Frakka og Þjóðverja í ESB og munu freista þess að efla fríverslun í allar áttir, hvort sem þeir munu ganga aftur í EFTA eða ekki. Þegar þetta er skrifað, má ætla, að fríverslunarsamningur verði gerður á milli Breta og ESB innan tveggja ára. Fríverslunarsamningur við Breta og við ESB, sem væri í anda fríverslunarsamninga Japan, Kanada og ESB frá haustinu 2017, myndi líklega henta Íslendingum að breyttu breytanda. Slíkur samningur með lágmarks tollskoðun2mundi t.d. veita íslenskum fiskútflytjendum til Bretlands og ESB hagstæðari kjör en þeir njóta nú samkvæmt skilmálum EES, þar sem Íslendingar hafa ekki undirgengist landbúnaðar- og sjávarútvegssáttmála ESB og fá því ekki bestu kjör.

Krafa um þjóðar­ atkvæða­greislu um EES

Þannig eru raunhæfir framtíðarkostir í spilunum varðandi bestu fáanlegu viðskiptakjör fyrir Íslendinga, þótt þeir sýni sjálfstæði og losi sig úr viðjum ESB, eins og Bretar eru að gera. Ef Alþingi samþykkir innleiðingu umrædds orkulagabálks ESB, má búast við, að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að EES magnist. Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Kaffihús og sýningar­salur að Kristnesi

Sjávarútvegur á Neskaupstað hefur lengst af verið sá öflugasti á Austfjörðum.

Gjaldtaka úr hófi fram hefur áhrif á stöðu íslensks sjávarútvegs Fiskiskipaflotinn í Evrópu nýtur undanþágu frá eldsneytissköttum

Rúmlega 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt út og selt á alþjóðlegum markaði. Án fótfestu þar væri íslenskur sjávarútvegur hvorki fugl né fiskur! Kostnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja heima fyrir hefur því afgerandi áhrif á það hvernig þeim gengur í alþjóðlegri samkeppni. Olíukostnaður hefur að jafnaði verið annar stærsti kostnaðarliður í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, á eftir launum. Sjávarútvegsfyrirtæki nutu því góðs af þeirri miklu lækkun sem varð á heimsmarkaði á olíuverði, líkt og aðrir kaupendur olíu um heim allan. Olíuverð náði lágmarki í ársbyrjun 2016 en hefur hækkað umtalsvert frá þeim tíma, sér í lagi frá miðju ári 2017. Þegar hækkun verður vegna hækkandi olíuverðs á heimsmarkaði hefur það einnig áhrif á rekstrarskilyrði erlenda samkeppnisaðila íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Hið sama gildir hins vegar ekki þegar hækkun á olíuverði á rætur að rekja til hækkunar á opinberri gjaldtöku í heimalandi, líkt og sú 50% hækkun sem varð á kolefnisgjaldi hér á landi um síðustu áramót. Sú hækkun ein og sér leiddi af sér 4% hækkun á olíukostnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Eftir hækkunina um áramótin hefur kolefnisgjaldið ríflega þrefaldast frá árinu 2010, þegar gjaldið var fyrst lagt á. Í fjármálaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi er gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á kolefnisgjaldi, eða sem nemur 10% hækkun árið 2019 og svo aftur 10% árið 2020.

Helstu samkeppnisaðilar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja búa ekki við sambærileg skilyrði. Fiskiskipaflotinn í flestum ríkjum Evrópusambandsins nýtur raunar undanþágu frá eldsneytissköttum. Má hér til dæmis nefna sjávarútvegsfyrirtæki í Danmörku, Þýskalandi og Portúgal. Eitt helsta samkeppnisland íslensks sjávarútvegs er Noregur. Þar tíðkast að kolefnisgjald, sem útgerðir fiskiskipa greiða, er endurgreitt. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru þau að stærri skip geta keypt olíu annars staðar en í Noregi, en minni skip sem veiða á strandsvæðum innan norsku 12 mílna landhelginnar, hafa ekki þennan möguleika. Til að rétta af samkeppnisstöðu útgerða endurgreiða norsk stjórnvöld útgerðum þar í landi kolefnisgjaldið. Í raun er fiskiskipaflotinn á Íslandi sá eini í Evrópu sem nýtur engrar undanþágu frá eldsneytissköttum. Það gefur því auga leið að það veikir samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Skattheimta þessi kemur til viðbótar við aðra opinbera gjaldtöku í ýmsu formi sem sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi þurfa að sæta og er langt umfram þá gjaldtöku sem erlendir samkeppnisaðilar búa við. Er það athyglisvert í ljósi þess hve ríka áherslu stjórnvöld leggja á samkeppnishæfni greinarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir orðrétt: „Tryggja þarf samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum og að hann geti áfram staðið að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurðanna“. Þetta raungerist ekki nema innlendum kostnaði verði stillt í hóf og að hann samrýmist

því sem gerist og gengur í helstu samkeppnislöndum. Ávallt ber að hafa í huga að sjávarútvegsfyrirtæki eða önnur útflutningsfyrirtæki hér á landi, geta ekki skellt kostnaðarhækkun sem bundin er við Ísland út í verð afurða sinna eða þjónustu, líkt og fyrirtæki í samkeppni innanlands geta gert. Gjaldtaka úr hófi fram hefur þó ekki aðeins áhrif til hins verra á samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. Hún hefur einnig áhrif á hvernig íslenskum sjávarútvegi tekst til í umhverfismálum. Þar er mikið undir. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa nú þegar dregið verulega mikið úr olíunotkun og reiknað er með enn frekari samdrætti á næstu árum. Svigrúm til aukinna fjárfestinga skiptir þar höfuðmáli, enda gerir það fyrirtækjum kleift að skipta eldri skipum út fyrir sparneytnari og afkastameiri skip sem og öðrum búnaði.

Markmið kolefnagjaldsins getur breyst í andhverfu sína

Markmið kolefnisgjaldsins var að hvetja til notkunar á vistvænni ökutækjum, orkusparnaðar, minni losunar gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Kolefnisgjaldið getur því miður haft þveröfug áhrif – það eykur kostnað íslenskra fyrirtækja umfram það sem erlendir samkeppnisaðilar búa við. Slíkt dregur úr samkeppnishæfni, rýrir afkomu íslensku fyrirtækjanna og þar með svigrúm til fjárfestinga. Um leið dregur úr líkunum á því að markmiðinu með gjaldinu verði náð.

Leikkonan María Pálsdóttir opnaði kaffihús að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit sl. ágúst. Það er fyrsti áfangi í Hælinu, setri um sögu berklanna, en næsti áfangi er sýning sem hún áformar að opna vorið 2019. María er frá Reykhúsum sem er næsti bær norðan við Kristnes. Hún dró fjölskylduna með sér norður til að láta drauminn rætast og segist alsæl með að vera komin heim. Nú eru um 100 ár liðin frá því að tekin var ákvörðun um að hefja söfnun til byggingar heilsuhælis á Norðurlandi. Þann 10. júní árið 1918 tóku kvenfélagskonur í Eyjafirði formlega ákvörðun um að fara af stað með söfnunina. Seinna á árinu voru sendir út söfnunarlistar um allt land og ávörp birt í blöðum til almennings. Allt gerðist þetta á fullveldisárinu með upphaf sitt í ákvörðun kvenna í hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi. Ákvörðunin í júní 1918 og vinnan sem fylgdi í kjölfarið skilaði sér með vígslu Kristneshælis í Eyjafirði 11 árum síðar, þann 1. nóvember 1927.

Umtalsverðar breytingar

Á þeim rúmu 90 árum sem liðin eru frá vígslunni hefur hlutverk staðarins tekið umtalsverðum breytingum. Eftir tímabil stöðnunar

44

lítur nú út fyrir að hans bíði nýtt og spennandi hlutverk. Nú 100 árum eftir að konur hófu söfnun fyrir stofnuninni koma þær enn mikið við sögu í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í Kristnesi. Eins og mörgum er kunnugt hefur María Pálsdóttir unnið að því hörðum höndum um nokkurt skeið að opna setur um sögu berklanna á Kristnesi seinna á árinu. Handtökin eru ófá, t.a.m. safnar María ýmsum munum fyrir setrið svo sem gömlum lækningatólum, sendibréfum, myndum o.fl. Má með nokkrum sanni segja að nýi og gamli tíminn mætist á Kristnesi þessi dægrin. Örlagarík saga sem nær áratugi aftur í tímann gengur þannig í endurnýjun lífdaga með fyrirhuguðu setri og tveimur nýútgefnum bókum um Kristnes. Árin 2016 og 2017 gaf Grenndargralið út bækurnar Í fjarlægð og Lífið í Kristnesþorpi. Bækurnar gefa góða mynd af daglegu lífi fólks í eina öld á Kristneshæli og í Kristnesþorpi. Í tilefni af aldargamalli ákvörðun eyfirskra kvenna um að hefja söfnun fyrir heilsuhæli á Norðurlandi býður Grenndargralið upp á sérstakt tilboðsverð á bókunum tveimur saman út júnímánuð en nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Grenndargralsins.

Maríu Pálsdóttur er ýmislegt til lista lagt. Auk þess að opna kaffihús fram í Kristnesi eftir að hún kom norður stýrir um umræðuhætti á sjónvarpsstöðinni N4 og nýlega tók hún þátt í sjónvarpsþættinum Útsvari og keppti fyrir Akureyri, en liðið tapaði fyrir Kópavogi. Það vakti umtalsverða athygli að hún vr klædd eins og hjúkrunarkona eins og þær voru þegar berklahælið á Kristnesi var rekið.

Sveitarfélagið Vogar Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.



SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

46

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Konur í flugnámi hjá Flugakademíu Keilis. Mynd/ Rut Sigurðardóttir.

Aldrei fleiri konur í atvinnuflugnámi

- 20% flugnema í atvinnu­flugmanns­námi hjá Keili eru konur Um 20% nema í atvinnuflugnámi Keilis á Keflavíkurflugvelli eru nú konur en konur eru einungis um 7% starfandi flugmanna á landinu í dag.

Aldrei áður hafa eins margar konur stundað atvinnuflugmannsnám við Flugakademíu Keilis á líkt og nú en einn af hverjum fimm, sem

stunda flugnám hjá Keili konur. Á undanförnum árum hefur kvenkyns nemendum í atvinnuflugi fjölgað ört og eru þær nú um fimmtungur

heildarfjölda flugnema hjá Keili. Hlutdeild útskrifaðra kvenna úr atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis er hinsvegar einungis um 12% frá því að skólinn hóf starfsemi fyrir um tíu árum síðan og var hægt að telja fjölda þeirra í skólanum á fingrum annarrar handar fyrstu árin. Svo virðist sem aukinn áhugi sé á flugnámi meðal kvenna en í haust lögðu samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Má segja að um vitundarvakningu sé að ræða þar sem ungar konur sækja meira í hin hefðbundnu karllægu störf en áður. Einungis um 5% atvinnuflugmanna á heimsvísu eru konur og er því langt

í land með að jafna hlutfall þeirra í stjórnklefanum. Skortur á kvenkyns flugmönnum í atvinnuflugi leiðir af sér að ungar stelpur halda að það sé eitthvað sem aftrar þeim frá því verða atvinnuflugmenn.

Ungar konur hvattar til að verða atvinnuflugmenn

Skortur á hlutdeild kvenna í atvinnuflugi gefur ungum konum þá mynd að það sé eitthvað sem stríði gegn því að þær geti orðið atvinnuflugmenn í framtíðinni. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar starfandi í flugfélögum á Íslandi, þar af aðeins 57 konur, eða um 7%.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

GLUGGAVINIR | 571 0888 | HLÍÐASMÁRA 9 | GLUGGAVINIR.IS


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

47

ASÍ brýnir kutana - Drífa Snædal forseti hvetur til samstöðu

Drífa Snædal forseti ASÍ.

,,Við hófum vikuna á vinnufundi um húsnæðis- og skattamál enda eru það þeir málaflokkar sem settir verða á oddinn af hálfu ASÍ næstu vikur og þau mál sem skipta afkomu fólks hvað mestu og brýnast er að bæta úr í okkar samfélagi,“ segir Drífa Snædal. „Húsnæðismálin voru líka rædd á samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnu­markaðarins á þriðjudaginn og er það vonandi sameiginlegur skilningur allra að ekki verður

gengið frá kjarasamningum nema húsnæðismálin verði tekin föstum tökum. Það vantar 8.000 íbúðir núna og skipulag til framtíðar í þessum málum þannig að markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur sé tekið mið af raunverulegri þörf fólks sem vantar húsnæði. Markaðslögmálin munu aldrei leysa húsnæðisvandann heldur er það félagslegt mál að fólk hafi húsnæði á viðráðanlegu verði. Auk þess er afar brýnt

að tryggja hagsmuni leigjenda þannig að almenningur sé ekki ofur­seldur óöruggum leigu­markaði og leigusölum sem hækka leiguna eftir hentisemi. Á miðstjórnarfundi var ákveðið að stokka nefndir ASÍ upp og var til að mynda stofnuð sérstök húsnæðisnefnd sem mun vinna náið með okkar helstu sérfræðingum við að útfæra hugmyndir til skammsog langs tíma. Ég geri mér vonir um að við fáum góðan hljómgrunn meðal stjórnmálamanna og við áttum okkur öll á að hér þarf rót­tæka nálgun til að vinna úr neyðarástandi. Við sem skipum nýkjörna forystu ASÍ látum ekkert tækifæri ónotað til að tala máli launafólks og mættum við til dæmis á kvöldfund hjá Sjálfstæðisflokknum í Valhöll á miðvikudagskvöld til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Þá hitti ég og framkvæmdastjóri ASÍ formann Öryrkjabandalagsins á góðum fundi enda ljóst að hagsmunir okkar samtaka fara vel saman og við getum náð virkilega góðum slagkrafti með sameinuðum kröftum. Við erum komin á fullt eftir þing ASÍ og vonandi skýrist það fljótlega hvaða umboð landssambönd innan ASÍ veita heildarsamtökunum og hvaða mál við fáum til úrlausnar í tengslum við kjarasamningana,“ segir forseti ASÍ.

Versti vegar­ spotti á Íslandi? Erfitt er að ímynda sér að til verri vegaspotti á Íslandi en sá sem liggur fyrir botni Berufjarðar og telst til þjóðvegar-1. Verið er að þvera fjörðinn með vegi og brú en alveg er það látið eiga sig að halda vegaspottanum sem er innan þverunarinnar við. Jafnvel vegir á sunnanverðum Vestfjörðum

sem taldir eru með þeim verstu á Íslandi eru betri, a.m.k. eru þeir með einhverjum ofaníburði. Það verður því mikil hátíð þegar nýi vegakaflinn verður tekinn í notkun enda er innsti hluti núverandi vegar um Berufjörð allt of oft ófær í vetrarveðrum.

Átök elds og ísa helsta einkenni Vatnajökulsþjóðgarðs Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 7. júní 2008 og var við stofnun rúmir 12.000 km² að stærð sem samsvarar um 12% af yfirborði Íslands og er stærsti þjóðgarður í Evrópu. Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og þriðji stærsti jökull heims. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull en innan þjóðgarðsins er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla. Vatnajökulsþjóðgarður hefur mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum, m.a. vegna þess að þar eru átök elds og ísa enn í fullum gangi. Jarðfræði þeirra svæða sem tilheyra Vatnajökulsþjóðgarðinum er fjölbreytt. Eldvirkni og vatnsrof, m.a. eftir hamfarahlaup, einkenna Jökulsárgljúfur. Herðubreið og nágrenni teljast menjar eftir eldgos undir ísaldarjökli og þar má sjá ummerki gliðnunar við plöturek. Askja er dæmigert öskjusig í öflugri megineldstöð, Dyngjufjöllum, en þar og í Öskjueldstöðvakerfinu eru fjölbreyttar menjar gliðnunar og eldvirkni. Margar

fleiri megineldstöðvar eru í þjóðgarðinum og sumar skarta sérkennilegu samspili jarðelds, jarðhita og eldgosa. Nægir að nefna Kverkfjöll og Grímsvötn. Í fyrstu mun þjóðgarðurinn ná til alls þjóðgarðsins í Skaftafelli og þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum auk nánast alls Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða hans að vestan, norðan, austan og sunnan. Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði Norðursvæði, Austursvæði, Suðursvæði og Vestursvæði. Sex gestastofur og þjónustumiðstöðvar verða í þjóðgarðinum eða nálægt honum. Þar af verður ein staðsett á Kirkjubæjarklaustri sem tilheyrir vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fjölbreytt náttúran er augnlayndi

Einkennandi fyrir vesturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs eru framhlaupsjöklar. Innan svæðisins eru tvær megineldstöðvar, Grímsvötn sem hefur gosið oftast á Íslandi á sögulegum tíma, ca.70 sinnum, og Bárðarbunga sem er

Langisjór í Vatnajökulsþjóðgarði.

ein stærsta eldstöð Íslands. Jarðhiti við Bárðarbungu bræðir jökulinn og vatnið safnast í stöðuvatn undir jökli sem yfirfyllist á nokkurra ára fresti og þá verða Skeiðarárhlaup. Í Skaftárjökli er jarðhiti en

brennsluvatnið rennur í Skaftárkatla sem eru tveir en úr þeim koma jökulhlaup í Skaftá. Skaftárhlaup eiga sér ekki langa sögu, fyrst varð þeirra vart um 1955. Heljargjá og eldvirkni á gossprungum einkenna

vestursvæðið. Þekktastir þeirra eru Lakagígar. Fjölbreyttan náttúran dregur að sér fjölda fólks á hverju ári, en eldsumbrot og jökulhlaup eru afar varasöm.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

48

Þróun mann­fjölda eftir sveitar­félögum Byggðastofnun hefur gert mannfjöldaspá til ársins 2066 fyrir sérhvert sveitarfélag á Íslandi. Um er að ræða niðurbrot miðspár Hagstofu Íslands fyrir allt landið á sveitarfélög. Spáin byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands um fæðingar- og dánartíðni frá árinu 1971 og búferlaflutninga frá 1986. Þróað var mannfjöldalíkan sem byggir á þekktum aðferðum sem nota eingöngu söguleg gögn til að spá fyrir um framtíðina. Það er því ekki notast við nein sérfræðiálit eða fyrirfram gefnar forsendur um líklega þróun heldur byggir spáin á því að fram haldi sem horfir m.t.t. inntaksgagna. Líkanið er slembilíkan og niðurstöður eru settar fram sem meðaltal og 80% spábil 10.000 mögulegra mannfjöldaþróunarferla. Ákveðið var að láta miðspá Hagstofu Íslands ráða mannfjöldaþróun fyrir allt Ísland og því voru niðurstöðurnar skalaðar við miðspána í stað þess að setja þær fram sem óháða mannfjöldaspá. Því er um að ræða niðurbrot miðspár Hagstofunnar á sveitarfélög. Í skýrslu Byggðastofnunar segir að mikilvægt sé að reyna að gera sér grein fyrir því hvert stefnir svo skipuleggja megi aðgerðir til að hafa áhrif á þróunina. Með þessu hefur Byggðastofnun brugðist við eftirspurn sem er fyrir hendi jafnt innan Byggðastofnunar sem utan, um mannfjöldaspá minni svæða á Íslandi. Líta verður á þetta frumkvæði Byggðastofnunar sem fyrstu tilraun til að gera svæðisbundnar mannfjöldaspár, sem eflaust á eftir að endurbæta og þróa enn frekar í nánustu framtíð. Stóra myndin sem dregin er upp í mannfjöldaspá Byggðastofnunar er fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum. Helstu ástæðurnar eru samverkandi áhrif lækkandi frjósemishlutfalls og flutningur ungs fólks á höfuðborgarsvæðið sem ekki skilar sér aftur til baka. Einnig breytist aldurssamsetning þjóðarinnar samkvæmt spánni og t.d. má búast við að hlutfall þeirra sem eru eldri en 65 ára hækki úr 13,0% árið 2017 og verði á milli 20 og 30% í lok spátímabilsins. Hafa verður í huga að spá sem þessi tekur ekki mið af mögulegum mótvægisaðgerðum eða öðrum breytingum sem væru til þess fallnar að hafa staðbundin áhrif.

Þróun byggðar á Íslandi

Eitt af hlutverkum Byggðastofnunar er að fylgjast með þróun byggðar á Íslandi. Í því felst að gera áætlanir um framtíðarhorfur ýmissa lykilþátta er varða búsetuog atvinnuskilyrði byggðarlaga. Mannfjöldaþróun og aldurssamsetning íbúa eru dæmi um þætti sem Byggðastofnun hefur litið til við greiningu á búsetuskilyrðum. Hugmyndir um mögulega þróun þessara þátta fram í tímann gætu því gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðarhorfur búsetu. Aðrar stofnanir, s.s. Íbúðalánasjóður og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert mannfjöldaspár fyrir afmörkuð svæði á landinu en ekki hafa markvisst verið gefnar út svæðisbundnar mannfjöldaspár á undanförnum árum. Mannfjöldaspá

Hagstofu Íslands fyrir næstu hálfa öld (Calian & Harðarson 2017) er eina opinbera mannfjöldaspáin sem reglulega er gefin út og uppfærð. Þessi spá nær hins vegar bara yfir Ísland sem heild og er þar engin tilraun gerð til þess að spá fyrir um mannfjölda minni svæða. Byggðastofnun gerði um árabil mannfjöldaspá á sveitarfélagagrunni þar sem hægt var að sjá þróun mannfjölda nokkra tugi ára fram í tímann að gefnum forsendum um dánar- og frjósemishlutfall ásamt áætluðum búferlaflutningum. Vinna við þessa spá lagðist hins vegar niður undir lok síðustu aldamóta þegar stofnunin skipti út Macintosh tölvuumhverfi sínu og flutti stuttu síðar starfsemi sína á Sauðárkrók. Notagildi mannfjöldaspár fyrir minni svæði á Íslandi er mikið. Það gefur mikilvægar upplýsingar um mögulega þróun mannfjölda tiltekinna svæða eða sveitarfélaga og er hjálplegt stjórnvöldum, sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum og einstaklungum við áætlanagerð og gefur þeim aukið svigrúm til að bregðast við líklegri þróun. En það verður líka að hafa í huga að óvissa slíkra spáa er mikil. Þær byggja á ákveðnum forsendum um þróun dánar- og frjósemishlutfalls ásamt búferlaflutningum fólks milli svæða innanlands og til útlanda, sem oft getur verið erfitt að spá fyrir um.

Svæðisbundnar mannfjöldaspár

Á síðasta ári réðst Byggðastofnun í það verkefni að gera mannfjöldaspá á sveitarfélagagrunni fyrir Ísland og er þeirri vinnu nú lokið. Þar með hefur verið brugðist við þeirri eftirspurn sem sannarlega er fyrir hendi, jafnt innan Byggðastofnunar sem utan. Þó verður að líta á þetta frumkvæði Byggðastofnunar sem fyrstu tilraun til að gera svæðisbundnar mannfjöldaspár, sem eflaust á eftir að endurbæta og þróa enn frekar í nánustu framtíð. Heilt yfir eru áberandi búferlaflutningar ungs fólks um tvítugt utan af landi á höfuðborgarsvæðið þar sem konur eru greinilega í meirihluta. Þetta fólk virðist ekki skila sér mikið til baka. Þetta veldur því að það fækkar í árgöngum ungs fólks á landsbyggðinni sem aftur dregur úr barnsfæðingum seinna meir. Að sama skapi fjölgar í árgöngum ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu sem stuðlar að auknum barnsfæðingum þegar fram í sækir. Þetta, ásamt hækkandi meðalaldri og lækkandi frjósemishlutfalli, virðast vera stóru línurnar í mannfjöldaþróun á Íslandi. Samkvæmt mannfjöldaspá Byggðastofnunar eru afleiðingarnar þær að fólki heldur áfram að fjölga á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar þar sem fólksfækkun er víða viðvarandi. Við gerð mannfjöldaspárinnar er ekki tekið tillit til eftirspurnar fólks á svæðum sem kann að myndast við fólksfækkun undir ákveðnum þröskuldum og gæti verið mætt með innflutningi fólks erlendis frá og ekkert tillit er tekið til mettunar byggingarlands eða annarra þátta er kunna að varða mannfjöldaþróun ýmissa svæða. Loks er rétt að benda á að stjórnvaldsákvarðanir, samgöngubætur eða náttúruhamfarir geta haft töluverð áhrif á þróun mannfjölda á áhrifasvæði.

Næsta eldgos á Íslandi gæti verið í Öræfajökli en Almannavarnir fylgjast vel með jöklinum. Engin tækni var til staðar 1918 til að fylgjast með Kötlu í Mýrdalsjökli.

Fróðleikur á Kötlukvöldi Skaftfellingafélagsins Hvað getum við lært af fyrri kynslóðum?“ var yfirskrift erindis Guðrúnar Gísadóttir landfræðings, ættuð úr Álftaveri, á Kötlukvöldi sem Skaftfellingafélagið í Reykjavík hélt í síðasta mánuði. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi þar um Kötlugosið 1918 og jökulflóðið sem því fylgdi. Magnús Tumi ræddi líka um hvað hugsanlega væri að gerast í Öræfajökli. Flestir bændur í Álftaveri vöknuðu í gangnamannakofa við Atley 12. október 1918, daginn sem síðasta Kötlugos byrjaði. Bændur hófu að reka fé af stað í Fossarétt sem var ofan við ána Skálm, aðrir fóru að smala Rjúpnafell sem stendur stakt á sandinum. Nokkrir héldu svo af bæjunum upp í rétt en heima voru gamalmenni, konur og börn. Veður var gott en móða yfir jöklinum og skyggni slæmt. Annar þeirra bænda sem ráku safnið fram sandinn varð fyrstur gossins var. Sá hét Vilhjálmur og var frá Herjólfsstöðum. ð honum

sótti kuldi svo hann hljóp upp á hæð til að ná í sig hita. Þaðan varð honum litið til jökulsins og sá hvað var á seyði. Hann hljóp til félaga síns og sagði stutt og laggott að Katla væri að koma. Þeir þeystu af stað til að aðvara hina sem þeir vissu af á sandinum. Í frétt af erindi Guðrúnar í Fréttablaðinu segir að síðustu smalarnir hafi verið í 40 til 50 metra fjarlægð frá vatnselgnum þegar þeir sluppu upp á hól rétt við Skálmabæjarhraun, eina bæinn í sveitinni sem stóð ofan við Skálm. Þaðan horfðu þeir á strauminn rúlla gróðrinum upp eins og pönnukökum. Þeir héldu til í fjárhúsi um nóttina, ásamt heimafólki, samtals var þar um 20 manns. Engum varð svefnsamt því mikið gekk á, óskapleg reiðarslög, beljandi niður og jakaburður. Verst var hugarangrið yfir að vita ekki hvernig fólkinu hefði reitt af niðri í sveitinni. Á annað hundrað manns bjó í Álftaveri á þessum tíma, en enginn fórst.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Óskum lesendum Sáms fóstra, sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla – Kveðja úr Norðurþingi


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

49

Engin innflutningur á fjölónæmum bakteríum Nú hefur Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur gerðar kröfur um að innflutt kjöt sé fryst áður en það er markaðssett. Þetta á að vera til að fullnægja ákvæðum EES samningsins. Þetta er vægast sagt stórháskalegt fyrir Ísland og fæðuöryggi landsmanna. Ísland sem hefur algera sérstöðu í þvi að nota lítið af sýklalyfjum í landbúnaði sínum vegna þess að hérr hafa fjölónæmar bakteríur ekki náð að nema land, á nú að fórna þeirri sérstöðu á altari hagsmuna örfárra heildsala. Áður var þetta möguleg áhætta en nú er þetta orðið að raunverulegri skelfingu sem taka verður á af fullri alvöru. Í fyrri umfjöllun sagði efnislega svo í grein í Sámi fóstra í apríl 2017: Okkar færustu vísindamenn hafa enda varað við þessum hættum en það er samt reynt að skella skollaeyrum við þeirra viðvörunum eða þagga þá í hel. Margrét heitin Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, átti langan og merkilegan feril í rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og fáir höfðu viðlíka þekkingu á efninu. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að leggja við hlustir þegar Margrét tjáir sig um þessi mál og varar við afleiðingum þess að fara óvarlega

við innflutning á erlendu kjötmeti. Maragrét sagði að alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. ,,Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,“ sagði Margrét. þar sem hún rakti meðal annars afleiðingar innflutnings á búfé hingað til lands í gegnum tíðina. Margrét sagði að í hvert skipti sem reynt hafi verið að kynbæta búfjárstofnana með innflutningi á skepnum hafi orðið slys, og nefnir m.a. fjárkláða, riðu, votamæði, þurramæði, visnu og garnaveiki. Enn er glímt við afleiðingar þessarar tilraunastarfsemi. Innflutningur á kjöti getur einnig verið varasamur, en samið hefur verið um aukinn innflutning búvara frá löndum ESB og stefnan er að hann verði aukinn. Hingað til hafa stjórnvöld þó fyrirskipað að hrátt kjöt skuli vera frosið í að minnsta kosti einn mánuð til að draga úr smithættu, en þrýst er á um að slakað verði á þeim kröfum. Margrét varar mjög við þessu og bendir á að ekki sé hægt að stóla á heilbrigðisvottorð frá innflutningslöndum. Afurðir sem sagðar séu þýskar þurfi til dæmis aðeins að vera 60% þýskar. Þá séu

berklar í kúm í mörgum löndum ESB og ekki viljum við hafa þá í matinn okkar. Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum sagði nýlega að landfræðileg einangrun Íslands sé höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis séu að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í dýrum utan Íslands. Smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er því um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Einkum eigi þetta við um hross, nautgripi, sauðfé og geitur. Þessi sérstaða Íslands valdi því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faraldri í búfé hérlendis. Vilhjálmur segir að mikil verðmæti séu fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Þó að skæðir dýrasjúkdómar séu fátíðir hérlendis sé sagan rík af dæmum um sjúkdómsfaraldra sem hér hafa valdið ómældu tjóni. Flesta faraldra hérlendis í búfé sé hægt að rekja til innflutnings á dýrum, en einnig séu dæmi um að dýrasjúkdómar hafi borist með vörum og jafnvel fólki. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna séu

og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu. Þannig séu mörg þeirra smitefna fátíð eða óþekkt í búfé hérlendis sem valdi algengustu og alvarlegustu matarsýkingum í mönnum. Milliríkjasamningar um aukið frelsi í viðskiptum hafa aukið mjög viðskipti með matvæli og fóður milli landa og heimsálfa, samhliða hefur hættan á smitdreifingu orðið meiri. Matvæli eru stór hluti þeirra vara sem eru á alþjóðamarkaði og geta hæglega borið með sér óæskilega sjúkdómsvalda til staða í órafjarlægð frá framleiðslustað. Vilhjálmur segir smitefni aðalástæða fyrir hindrunum á frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur. ,,Ef slakað verður á núgildandi heilbrigðiskröfum má ætla að tíðni matarsýkinga í mönnum hérlendis aukist. Jafnframt er líklegt að smitburður í dýr af óæskilegum sjúkdómsvöldum muni eiga sér stað fyrr en síðar, hvort sem það verður með vörunum sjálfum eða með þeim sem neyta þeirra. Afleiðingar þessara sýkinga og kostnaður samfélagsins mun ráðast af smitefnunum sem berast en getur.“ Mörgum þeim sem tala á opinberum vettvangi virðist slétt sama um íslenskan landbúnað af einhverjum ástæðum. En þessum

sömu aðilum getur ekki verið sama um lýðheilsu landsmanna af einhverjum hugmyndafræðilegum ástæðum. Núna verðum við að standa vörð um heilbrigði íslensks landbúnaðar og lýðheilsu okkar. Það er gríðarleg áhætta fyrir Íslendinga að láta nú undan kröfum einhvers þjóðhættulegs samnings sem menn hafa gert á árum áður og gengur nú orðið gegn beinum hagsmunum þjóðarinnar. Hann verður að endurskoða . Það er óþarfi að hanga á þessum gamla EES samningi eins og hundur á roði. Sérstaklega þegar að ESB er búið að sýna það að það fer ekkert endilega eftir umsömdu tveggja stoða kerfi sem samningurinn byggðist á heldur fer sínar eigin leiðir og færir sig stöðugt upp á skaftið með kröfur gegn fullveldi Íslendinga. Er ásóknin í samþykkt 3.orkupakkans dæmi um það hvernig Sambandið seilist til síaukinna áhrifa hér á landi. Alþingi Íslendinga á að grípa hér inn í og vernda þjóðina gegn því mögulega slysi að flytja inn fjölónæmar bakteríur sem ómögulegt kann að reynast að losna við síðar. Þessi ákvæði EES samningsins fela í sér óásættanlega áhættu sem aðeins Alþingi getur tekið af skarið með að afstýra.-HJ

Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík í augsýn Áformað er að byggja kalk­ þörunga­verksmiðju í Súðavík. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf nýjan hafnarkant, landfyllingu og grjótvarnargarð í Súðavík en

kostnaður við það er áætlaður um 550 milljónir króna. Ætla má að um 280 milljónir króna fari í hafnar­kantinn en hann yrði þá styrk­hæfur í ríkissjóði. Kostnaður

Horft til Súðavíkur frá Kambnesi milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar hinum vestari.

við landfyllingu og grjótvarnargarð er áætlaður um 300 milljónir króna sem er framkvæmd sem kostuð yrði af Súðavíkurhreppi. Fjárhagsstaða Súðavíkurhrepps er nokkuð sterk edna hefur ekki verið ráðist í fjárfrekar framkvæmdir á undanförnum misserum. En ávallt þarf að gera ráð fyrir einhverjum breytingum í kostnaði frá gerðri fjárhagsáætlun. Kalkþörungaverkssmiðja yrði mikill styrkur fyrir atvinnulífið í Súðavík og orsaka talsverður breytingar á atvinnuháttunum. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur mælt með að framkvæmdir vegna kalkþörungaverksmiðjunnar verði í krika Langeyrar, skammt innan þorpsins. Þar er fyrir­ huguð vinnsla þörunga úr Ísafjarðardjúpi á vegum Íslenska kalkþörungafélagsins, sem vinnur kalkþörunga á Bíldudal og áformar einnig slíka vinnslu í Stykkishólmi. Hér erum mjög stórt verkefni

Arnardalshamar er á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og þar eru stystu jarðgöng landsins. Þegar komið er út úr göngunum þegar ekið er frá Arnardal til Álftafjarðar, þ.e. frá Ísafirði til Súðavíkur, tekur Súðavíkurhlíðin við sem er oft ófær á vetrum vegna snjóflóðahættu eða hreinlega vegna snjóflóða. Jarðgöng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar eru því nauðsynleg.

að ræða, og styrkir undirstöður atvinnulífs á Vestfjörðum umtalsvert. Um er að ræða stærsta einstaka atvinnuþróunarverkefni á norðanverðum Vestfjörðum að undanskildu lax- og fiskeldi.

Álftafjarðargöng

Til þess að tryggja öruuggari aðflutninga til Kalkþörungaverksmiðjunnar og flutninga á markaðssvæði með afurðirnar er oft ófært þegar fara þarf um Súðavíkurhlíðina. Því hafa Súðvíkingar, og reyndar Vestfirðingar, lagt áherslu á að í

samgönguáætlun komi áætlun um jarðgöng, sem þegar hafa fengið nafnið Álftafjarðargöng þar sem gangnamunninn verði upp við bæinn Svarthamar til Skutulsfjarðar handan Ísafjarðarbæjar. Einnig hefur verið rætt um aðra möguleika. Gerð Dýrafjrðarganga nú kann að seinka því að Álftafjarðargöng komist í forgang, og þar nærtækast að nefna kröfu Austfirðinga um Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

50

Orkumarkaðir í mótun - viðskipti og verðmyndun

Morgunverðarfundur Landsvirkjunar í nóvembermánuði var undir yfirskriftinni „Orkumarkaðir í mótun: Viðskipti og verðmyndun.“ Á fundinum héldu sérfræðingar í viðskiptagreiningu Landsvirkjunar erindi um stöðu orkumarkaða á Íslandi og erlendis og að loknum erindum fóru fram líflegar pallborðsumræður. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði við upphaf fundarins að umfjöllunarefni fundarins væri áhugavert og mikilvægt, enda væru það hagsmunir allrar þjóðarinnar að hámarka afraksturinn af þeim sameiginlegu endurnýjanlegu orkuauðlindum sem ákveðið væri að nýta. Tilgangur fundarins væri að dýpka umræðuna um viðskipti með raforku.

Hlutfall heildsöluverðs Landsvirkjunar af rafmagnsverði fer lækkandi

Valur Ægisson, forstöðumaður viðskipta­ greiningar Lands­virkjunar, sagði að hlutfall raforku af heildarrafmagnsreikningi heimilis hefði farið lækkandi undanfarin ár, en ein skýring þess væri að heildsöluverð frá Landsvirkjun hefði hækkað minna en verðlag á tímabilinu. Heildsöluverð Landsvirkjunar sem hlutfall af rafmagnsreikningi heimilanna hefur

með endurnýjanlegum orkugjöfum í heiminum fallið hratt síðustu ár. Þá væru neytendur farnir að kalla á endurnýjanlega orku og fyrirtæki víða um heim sæju verðmæti í notkun hennar og væru farin að stuðla að auknum hlut hennar í raforkuframleiðslu heimsins. Í þeim efnum færu fyrirtækin ýmsar leiðir. Ein leið væri að gera tvíhliða samninga um endurnýjanlega raforku við raforkuvinnsluaðila um kaup á endurnýjanlegri raforku frá ákveðnu orkuveri. Önnur leið væri að vinna eigin raforku á lóð sinni, t.d. með því að koma upp sólarsellum á þök bygginga, eða að fjárfesta í endurnýjanlegri raforkuvinnslu sem afhenti inn á flutningskerfið eða beint til fyrirtækisins. Enn önnur væri að kaupa græn skírteini, en með kaupum á þeim gefst raforkukaupendum kostur á að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa þar sem vinnsla á þeim er hagkvæmust.

Valur Ægisson, Dagný Ósk Ragnarsdóttir og Sveinbjörn Finnsson voru með merk erindi um orkuviðskipti og fleira.

Raforka í Evrópu aðallega unnin úr kolum og gasi

Sveinbjörn Finnsson fjallaði um strauma og stefnur á evrópskum raforkumörkuðum. Í máli hans kom fram að raforkuviðskipti væru með nokkuð öðrum hætti erlendis en hér á landi. Rafmagn í Evrópu væri aðallega unnið úr kolum og gasi en undanfarin ár hafi verið mikið

Þátttakendur í pallborðsumræðunni voru Jón Vilhjálmsson, Eyrún Guðjónsdóttir og Stefanía G. Halldórsdóttir.

Hörður Arnarson forstjóri og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri voru á fundinum.

Raforkuvinnslan í landinu.

þannig lækkað úr þriðjungi í fjórðung á síðustu 10 árum, farið úr 31% árið 2007 í 23% árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu EFLU verkfræðistofu, „Orkuverð á Íslandi 2005-2017.“ Í máli Vals kom fram að íslenskur raforkumarkaður væri einstakur að því leyti að hér væri einungis unnin endurnýjanleg raforka og ekkert jarðefnaeldsneyti. Skipta mætti raforkumarkaðnum á Íslandi í tvo aðskilda markaði; annars vegar stórnotendamarkað og hins vegar almennan smásölumarkað fyrir heimili og atvinnulíf. Helsti munurinn á þessum mörkuðum væri sá að íslensk orkufyrirtæki væru í samkeppni við alþjóðleg orkufyrirtæki um að fá viðskipti stórnotenda og því mætti segja að þar kepptu íslensku fyrirtækin á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Á almenna smásölumarkaðnum væru íslensk orkufyrirtæki að keppa um viðskipti þeirra aðila sem eru á Íslandi, t.d. heimila, þjónustuaðila og fyrirtækja.

Endurnýjanleg orka í mikilli sókn

Dagný Ósk Ragnarsdóttir sagði frá því að endurnýjanleg orka hefði verið í mikilli sókn á heimsvísu. Með stuðningi stjórnvalda hefðu orðið miklar tækniframfarir og kostnaður við vinnslu raforku

gert til að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku með beinum styrkjum og ívilnunum. Baráttan við loftslagsbreytingar kallaði á notkun endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis, sem hefði áhrif á verðmyndun á mörkuðum. Sveinbjörn sagði að vegna yfirgnæfandi hlutfalls jarðefnaeldsneytis í framboði orku í heiminum réði verð á kolum og gasi að mestu langtímaverðþróun á erlendum raforkumörkuðum.

Eftirspurn eftir grænni orku

Að loknum framsöguerindum fóru fram pallborðsumræður. Þátttakendur voru Jón Vilhjálmsson, sviðsstjóri Orkusviðs hjá EFLU, Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur viðskiptaþróunar í Noregi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður stýrði pallborðsumræðunum. Stefanía sagði að Landsvirkjun hefði fundið fyrir mikilli og aukinni eftirspurn eftir grænni orku, bæði frá nýjum erlendum aðilum sem vildu kaupa íslenska orku og frá núverandi viðskiptavinum. Raunar væri eftirspurnin meiri en fyrirtækið gæti annað og því hefðu margir aðilar þurft að fara bónleiðir til búðar.

Stefanía útskýrði að grænu skírteinin væru hvatakerfi, þar sem notendur orku hefðu val um að kaupa skírteinin til hagsbóta fyrir sjálfa sig og umhverfið. Landsvirkjun hefði ákveðið að láta græn skírteini fylgja með allri raforkusölu inn á heildsölumarkað, sem gæfi hverju einasta íslensku heimili og fyrirtæki vottaða græna raforku. Í þessu fælust gríðarleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í markaðssetningu erlendis. Eyrún sagði afar áhugavert hafa verið að fylgjast með þróuninni í viðskiptum með græn skírteini, sem hefði verið afar mikil síðustu tíu ár, en meiri en allan þann áratug á síðustu tveimur árum og svo enn meiri en allan þennan tíma á síðustu sex mánuðum. Nú þurfi ekki lengur að reyna sérstaklega að selja græna þáttinn, heldur sjái fyrirtækin sér fjárhagslegan og samfélagslegan hag í því að heltast ekki úr lestinni. Eyrún sagðist hafa orðið vör við að margir skildu ekki hvernig græn skírteini virka. Fram að 2000 hefðu raforkuviðskipti snúist um eina vöru, en síðan hefðu þær orðið tvær og græni þátturinn bæst við. Til að fá staðfest að þeir notuðu endurnýjanlega orku þyrftu kaupendur orkunnar að kaupa grænu skírteinin. Eyrún sagði að það yrði spennandi að sjá hvernig íslensk fyrirtæki nýttu sér þetta tækifæri á næstu mánuðum og misserum. Jón sagði að samkeppni á íslenskum smásölumarkaði fyrir fyrirtæki hefði farið mjög vaxandi síðan 2005, þegar samkeppni var komið á hér á landi í kjölfar setningar raforkulaganna 2003. Fyrirtæki hans, EFLA verkfræðistofa, hefur séð um útboð á raforkunotkun fyrir stofnanir og fyrirtæki. Árið 2003 hafi sölufyrirtækin gefið tiltölulega litla afslætti í útboðum, en núna sé samkeppnin afar mikil og mikill afsláttur í boði.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


Gjafakort Bónus VIN

JÓL

AG

JÖF

LAS

IN Í

TA

BÓN

US

Gjöf sem kemur að góðum notum fyrir alla Gjafakortið fæst til afgreiðslu í öllum verslunum Bónus

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Bónus Smáratorgi: Mánudaga-Fimmtudaga; 10:00-19:00 • Föstudaga-Laugardaga; 10:00-19:30 • Sunnudaga; 11:00-18:00


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

52

Losun koltví­ sýrings frá sjávar­útvegs­ fyrir­tækjum - hefur lækkað um 50% á 7 árum Samkvæmt losunarbókhaldi fyrir hagkerfi Íslands var losun koltvísýrings frá fyrirtækjum í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu árið 2016 helmingi lægri en losun frá greininni árið 1995. Losun frá ferðaþjónustu – sem skýrist fyrst og síðast af millilandaflugi - hefur ríflega fimmfaldast á sama tímabili og nær þrefaldast frá árinu 2012. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands birtir. Þar kemur fram að losun í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu kemur fyrst og fremst vegna olíunotkunar hjá skipum, en einnig er notkun olíu til suðu og bræðslu í framleiðslu nokkur. Samdráttur í losun frá greininni hefur verið meiri en bein fækkun skipa myndi benda til. Frá 1999 til 2016 fækkaði skipum um 18% á meðan losun dróst saman um 50%.

Gjörbreytt staða

Í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á þessum tölum kemur fram að til ársins 2003 var losun frá sjávarútvegi mest allra geira í atvinnulífinu. Þessi staða hefur hins vegar gjörbreyst samhliða bættri fiskveiðistjórnun, fjárfestingu í tækjum og búnaði, fækkun skipa auk umsvifa annarra geira. Hafa ber hugfast að fiskeldi er meðtalið inn í þessum tölum um fiskveiðar, en umsvif þess hefur stóraukist á undanförnum árum. „Gefur því auga leið að samdrátturinn í losunin frá fiskveiðum einum og sér er talsvert umfram þessi 43%. Var hlutdeild sjávarútvegs og matvælaiðnaðar af heildarlosun í hagkerfinu komið niður í 9% árið 2016 en hafði verið 35% árið 1995. Orkustofnun birti á sama tíma og Hagstofan tölur um

olíunotkun hér á landi sem ná fram til ársins 2017 og gefa þær góða mynd af því hvernig ofangreindar tölur Hagstofunnar um losun koma út fyrir það ár. Niðurstaðan er því miður ekki hagfelld fyrir hagkerfið í heild sinni, en samkvæmt þeim hefur heildarnotkun olíu á Íslandi aldrei verið meiri en hún var í fyrra í að minnsta kosti 36 ár, eða eins langt aftur og tölur Orkustofnunar ná. Nam notkunin 965 þúsund tonnum á árinu og jókst um rúm 96 þúsund tonn frá fyrra ári, eða sem nemur rúmum 11%. Á sama tíma var olíunotkun í sjávarútvegi sú minnsta á tímabilinu og dróst olíunotkun fiskiskipa saman um rúm 6% á milli ára,“ segir í greiningu SFS. Tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að losun frá málmvinnslu árið 2016 var fjórum sinnum meiri en árið 1995. Losun jókst umtalsvert árin 1998 og 2008 í samræmi við fjölgun fyrirtækja í greininni. Í ferðaþjónustu kemur losun fyrst og fremst frá flugi, en umsvif íslenskra flugfélaga hafa vaxið mjög ört síðustu sex ár. Í losunarbókhaldinu er ekki gerður greinarmunur á því hvort starfsemin fari fram á Íslandi eða erlendis, eða hvort verið sé að þjónusta ferðamenn, eða fólk búsett á Íslandi. Losun frá íslenskum heimilum árið 2016 var 30% hærri en árið 1995. Losun frá heimilum er fyrst og fremst vegna aksturs en einnig er tekið tillit til notkunar eldunargass, hitunarolíu og flugelda. Flug, strætóferðir, sorplosun, notkun rafmagns og jarðvarma telur ekki inn í losun heimila, heldur reiknast á viðeigandi atvinnugreinar.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Góð afkoma Samherja „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Hagnaðurinn af rekstri nam 14,4 milljörðum króna og hækkaði lítillega milli ára. Vóg söluhagnaður eigna þungt og nam um 5 milljörðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er erlendis. Ársreikningur Samherja er í evrum en er umreiknaður í þessari umfjöllun í íslenskar krónur og hefur styrking íslensku krónunnar nokkur áhrif á þann samanburð milli ára. Samherji er áfram í hópi stærstu skattgreiðenda landsins og greiddu Samherji og starfsmenn um 5,1 milljarð króna til hins opinbera á Íslandi árið 2017.

Stærsta breytingin hjá Samherja á liðnu ári er skipting Samherja hf. í tvö félög. Með skiptingunni var innlend starfsemi aðgreind með skýrari hætti frá erlendri. Innlenda starfsemin heyrir áfram undir Samherja hf. en Samherji Holding ehf. tók við erlendum eignum. Þar sem skiptingin var gerð 30. september 2017 en ekki um áramót eru helstu lykiltölur beggja félaganna teknar saman í þessari tilkynningu.

Mikil endurnýjun skipðaflota

„Við héldum áfram uppbyggingu á innviðum Samherja á síðasta ári með mikilli endurnýjun á skipaflota. Við höldum áfram á þessu ári, m.a. með nýrri landvinnslu á Dalvík. Tekið var á móti þremur nýjum skipum hér í Eyjafirði þegar Kaldbakur EA, Björgúlfur EA og Björg EA komu til landsins. Í Þýskalandi tók DFFU á móti tveimur skipum, Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105. Það er hægara sagt en gert að koma nýjum tæknivæddum skipum með miklum og flóknum búnaði af stað jafn hnökralaust og raun ber vitni. Skipin hafa reynst vel og má segja

að áhafnirnar og stjórnendur hafi unnið ákveðið þrekvirki og vil ég þakka þeim sérstaklega fyrir.“ Frekari breytingar áttu sér stað á skipastól Samherja á Íslandi í fyrra. Oddeyrin var seld til Noregs og Kristina til Rússlands. Þegar Snæfellinu var lagt í byrjun þessa árs var í fyrsta skipti í sögu Samherja ekki frystitogari í rekstri. Þá hefur Vilhelm Þorsteinsson verið seldur og er fyrirhugað að afhenda skipið nýjum eigendum, sem eru rússneskir, í byrjun næsta árs. „Vilhelm Þorsteinsson hefur reynst afar færsælt skip allt frá því það kom til landsins 3. september árið 2000 og vitaskuld er eftirsjá af skipinu. Við teljum hins vegar brýnt að halda endurnýjun flotans áfram. Við höfum einnig treyst frekar sölu- og markaðsstarfsemi okkar, m.a. með kaupum á Collins Seafood á Englandi. Í síharðnandi samkeppni skiptir máli að hafa öfluga sölu- og markaðsstarfsemi, bæði hér heima og erlendis.“ Aðalfundur ákvað að 8,5% af hagnaði verði greitt í arð til hluthafa.

Velferðartækni fyrir (h)eldri borgara Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um velferðartækni. Þar segir; „Velferðatækni er hugtak sem er orðið vel þekkt á Norðurlöndum. Íslendingar geta nýtt sér reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum og útfært verkefni sem þar hafa verið framkvæmd með góðum árangri. Ég kynntist t.a.m. einu slíku , AlDis á Álandseyjum í sumar sem veitti mér innblástur um hvað við hér á Íslandi gætum gert. Ég hef því, ásamt föngulegum hópi þingmanna úr flestum flokkum (utan Miðflokks og Viðreisnar), lagt fram þingsályktunartillögu sem fjallar um að fela heilbrigðisráðherra

að skipa starfshóp sem meti með hvaða hætti velferðartækni nýtist í þjónustu við eldra fólk og fólk með fatlanir. “

Hugtakið

„Hugtakið velferðartækni er tiltölulega nýtt á Íslandi en það nær yfir fjölmargar tæknitengdar lausnir í þágu notenda sem eru til þess fallnar að viðhalda eða auka færni, samfélagsþátttöku og lífsgæði. Hugtakið er einkum notað á Norðurlöndunum en þau hafa unnið markvisst að því að kanna hvernig nýta megi nútímatækni til að þróa velferðarþjónustu. Velferðartækni er eitt af áherslumálunum í norrænu samstarfi og er nefnt sérstaklega

Siglja Dögg Gunnarsdóttir.

í formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði fyrir árið 2018. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er áhersla lögð á nýsköpun í heilbrigðismálum með því að nýta nýjustu tækni á því sviði og að styrkja þjónustu fyrir aldraða, þ.e. heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu. “


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

53

Öllum kröfum Seðlabankans gegn Samherja hnekkt Með dómi Hæstaréttar Íslands lauk máli Seðlabanka Íslands á hendur Samherja. Með þessum dómi lýkur endanlega tæplega sjö ára aðför Seðlabankans á hendur Samherja. Öllum fullyrðingum og sökunum Seðlabankans á hendur Samherja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð. ,,Okkur er efst í huga þakklæti til ykkar kæru starfsmenn, þið sem hafið staðið þétt við bakið á okkur í gegn um árin. Það er þungbært að sitja undir ásökunum jafn valdamikillar stofnunar og Seðlabanka Íslands. Með slíkum þunga getur verið auðvelt að brjóta niður samstöðu fólks. Takk kæru starfsmenn fyrir stuðninginn og alla vinnuna sem þið hafið lagt á ykkur. Við viljum líka þakka fyrir að þið misstuð aldrei trúna á okkur og að við höfum lagt okkur fram um að vinna störf okkar í samræmi við lög og reglur. Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segja þeir Þorsteinn Már Aðalsteinsson og Kristján Vilhelmsson, stjórnendur Samherja. Þorsteinn Már segir að Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hafi talið fyrirtækið hafa brotið gjaldeyrislög og stóð fyrir

Samherji hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við Karstensen Skipsverft í Skagen, Danmörku. Skipið sem á að afhenda um mitt sumar árið 2020 verður vel búið í alla staði, bæði hvað varðar veiðar og meðferð á afla, sem og vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafnar. Burðargeta skipsins verður um 3.000 tonn af kældum afurðum. Nýsmíðin mun leysa af hólmi núverandi Vilhelm Þorsteinsson EA sem kom nýr til landsins fyrir 18 árum. Samningar voru fullfrágengnir þann 4. september sl. en þann dag höfðu tvíburabræðurnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinsssynir orðið 90 ára gamlir, Baldvin lést 21. desember árið 1991 og Vilhelm þann 22. desember árið 1993. Afmælisdagur þeirra bræðra, 4. september, hefur áður tengst stórviðburðum í sögu fyrirtækisins. Þann 4. september árið 1992 var nýsmíði Samherja, Baldvin Þorsteinssyni EA, gefið nafn og 3. september árið 2000 var núverandi Vilhelm Þorsteinssyni EA gefið nafn. Ástæðan fyrir 3. september var sú að 4. september bar upp á mánudegi. Hjátrú hefur lengi fylgt lífi sjómannsins þar sem haldið

húsleit á starfsstöðvum Samherja á árinu 2012. Málinu var síðar vísað til sérstaks saksóknara í tvígang, meðal annars með kærum á yfirmenn fyrirtækisins, en saksóknari ákvað að fella niður sakamál vegna meintra brota. Þá ákvað Seðlabankinn að leggja á 15 milljóna króna stjórnvaldssekt. Hún var felld niður af Héraðsdómi Reykjavíkur og niðurstaðan staðfest í Hæstarétti. Í niðurstöðu Héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti kemur fram að ekkert hafi komið fram um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð málsins að nýju hafi byggst á nýjum gögnum og bankinn ekki sýnt fram á að honum hafi verið heimilt að taka það upp. Forsendur Seðlabankans voru því alrangar. Þorsteinn Már segir að Seðlabankinn sé valdamikil stofnun sem eigi að tryggja stöðugleika og sýna sanngirni í störfum en því hafi ekki verið fyrir að fara hjá Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og nánustu starfsmönnum hans og raunar rekið áfram af illum vilja. Már á því að vilja úr starfi Seðlabankastjóra, framkoma hans gagnvart Samerja sé glæpsamleg.

Endurteknar ávirðingar Seðlabanka Íslands

Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, segir að í fréttatíma

Stjórnendur og starfsmenn Samherja á skrifstofunni að Glerárgötu 30 á Akureyri.

Ríkisútvarpsins laugardaginn 10. nóvember sl. var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í tilefni af nýgengnum dómi Hæstaréttar Íslands í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja hf. Með dóminum var endir bundinn á tæplega sjö ára samfelldan málarekstur bankans gegn félaginu. ,,Í aðdraganda viðtalsins við forsætisráðherra var því ranglega haldið fram af hálfu fréttamanns að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabanka Íslands í síðara sinnið hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál. Í viðtalinu lét forsætisráðherra þau orð falla í viðtalinu að dómurinn væri ekki góður fyrir Seðlabankann sem tapað hafi málinu, fyrst og fremst vegna formsatriða. Sú niðurstaða eigi hins vegar að mati ráðherrans ekki að hafa áhrif á stöðu seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar, vegna þess að ekki hafi verið sýnt fram á að það hafi verið ásetningur að baki brotum í málarekstri Seðlabanka Íslands gagnvart Samherja hf. Af þessu tilefni er ástæða til að benda á að endurteknar ávirðingar Seðlabanka Íslands á hendur félögum í samstæðu Samherja hf. og helstu fyrirsvarsmanna þeirra sættu efnislegri rannsókn af hálfu embættis sérstaks saksóknara, sem

Byggingaframkvæmdir Samherja á Dalvík þar sem rís tæknilega fullkomin landvinnsla.

m.a. komst að þeirri niðurstöðu að Samherji hf. hefði gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu. Þá er sömuleiðis ástæða til að vekja á því sérstaka athygli að í dómi héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti með vísan til forsendna hans 8. nóvember sl., kemur skýrt fram að það var ekki bara forminu sem var áfátt í málsmeðferð Seðlabanka Íslands, enda þótt dómurinn felldi þegar af þessari ástæðu niður stjórnvaldssekt bankans á

hendur Samherja hf.“,segir Garðar Gíslason.

Ný landvinnsla á Dalvík

Samherji reisir nú nýja landvinnslu á Dalvík sem verður tæknilega afar fullkomin. Flutningur starfsemi Samherja á hafnarsvæðið skapar jafnframt möguleika fyrir bæjarfélagið að skipuleggja svæðið með öðrum hætti til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Áætluð fjárfesting Samherja í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna.

Samið um smíði nýs Vilhelms Þorsteinssonar EA er í hefðirnar til að reyna að tryggja farsæla heimkomu og góðan afla og voru þeir bræður engin undantekning. Á tímabili þegar Baldvin starfaði sem skipstjóri þurfti hann iðulega að fara í ákveðna peysu áður en nótinni var kastað en peysuna hafði hann erft eftir mág sinn, Alfreð Finnbogason, hinn mikla aflaskipstjóra. Samherji heldur í góðar hefðir líkt og bræðurnir Vilhelm og Baldvin gerðu. Til að mynda skulu skip ekki fara til veiða á nýju ári á mánudegi né nýr starfsmaður að hefja störf. Það er því engin tilviljun að gengið var frá samningum um smíði nýs skips á þessum degi. Nýja skipið verður sannarlega glæsilegt, fullbúið allri nýjustu tækni.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

54

Mýrdælingar vilja frekari varnir gegn jökulhlaupi -

ef Katla gýs

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur sent dóms­ málaráðherra erindi þar sem óskað er eftir því að varnargarður austan byggðarinnar í Vík í Mýrdal verður reistur sem allra fyrst vegna jökulhlaups sem mundi koma ef eldgos yrði í Kötlu. Ný hermun, sem unnin var af verkfræðistofunni Vatnaskil fyrir Lögreglustjórann á Suðurlandi, sýnir án vafa að flóð sem kæmi austur af Mýrdalsjökli mundi ná alla leið til Víkur. Í erindinu segir m.a.: ,,Fjárhagslegt tjón af slíku flóði yrði gífurlegt svo að áætlaður kostnaður við gerð nýs varnargarðs yrði hjóm eitt í samanburði. Um leið leggur sveitarstjórn áherslu á að varnargarður austan Höflabrekku verði grjótvarinn og jafnvel einnig hækkaður. Nú er talið að svonefndur Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulvatnið myndi ná til Víkur á skömmum tíma ef ekkert verður að gert. Talið er ráðlegt að nýr varnargarður sem byggður yrði upp í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi geta stöðvað jökulflóðið. Vegagerðin áætlar að kostnaður við hann yrði um 40-60 milljónir króna. Jafnframt þarf að aðlaga hringveginn þessum nýja garði með því að hækka hann á kafla. Það myndi kosta 40-50 milljónir króna til viðbótar.“ Kötlugarður var gerður um miðja síðustu öld en hann er er austan við bæinn Höfðabrekku. Jökulhlaup vegna goss í Kötlu hafa oftast komið niður Mýrdalssand, vestan Hafurseyjar þó þau hafi einnig farið í hina áttina. Hann er á fimmta hundrað metra að lengd og

í um 5 metra hæð yfir sjávarmáli. Hann er aðeins byggður úr lausum jarðefnum og ekki grjótvarinn. Hugsanlega kæmi til greina að hækka garðinn og grjótverja ef slíkt væri talið hagkvæmara en að byggja nýjan garð við Víkurklett. Allir íbúar Víkur eru meðvitaðir um hættuna sem yfir þorpinu vofir, rumski Katla. Það er því ekki ráð nema í tíma sé tekið. Jarðgöng gegn um Reynisfjall, sem lengi hafa verið á óskalista, myndu auka öryggi íbúa til muna. Sámur fóstri hefur áður bent á nauðsyn þess að gera þessi göng til að auka umferðaröryggi Víkurbúa sem búa við hinn ófullnægjandi veg yfir Gatnabrún. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri, segir að erindið sé sent dómsmálaráðherra vegna þess að undir hennar ráðuneyti heyri Ofanflóðasjóður. ,,Við erum nú að vinna að gerða fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og það tekur sinn tíma. Við munum strax á næsta ári leggja þunga áherslu á að fá svar við því hvort vrnargarðurinn verður byggður, og það helst strax því aldrei er að vita hvort eða hvenær Kötla gjósi. Nýr varnargarður er á óskalista íbúa í Mýrdalshreppi. Kannski er ástæða til að hafa meiri áhygggjur af Öræfajökli sem stendur þó hann sé miklu fjær þar sem þar hafa verið að mælast jarhræingar og það er mikill þrýstingur undir fjallinu. En við vitum að Almannavarnir eru að fylgjast grannt með svæðinu þar rétt eins og fylgst er með Kötlu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri.

Þorbjörg Gísladóttir sveitrstjóri Mýrdalshrepps.

Þrátt fyrir ákveðið óvissuástand er byggt í Vík.

Þessi þröskuldur er á leiðinni til Víkur meðan ekki er gerð jarðgöng undir Reynisfjall.


New Holland

T5

New Holland T5.105 DC

• • • • • • • • • •

Mótor: 4 strokka 3,4 ltr 107 hestafla Gírkassi: 24×24 með vökvavendigír Vökvadæla: 64 ltr 3 vökvaventlar (6 vökvaúttök) 3 hraðar í aflúttaki 540/750/1000 sn/mín Ökumannshús með loftkælingu Loftpúðasæti ökumanns 6 vinnuljós og 2 blikkljós á þaki Rafstýrð stjórnun á beislisbúnaði Vökvalyftur undirliggjandi dráttarkrókur og opnir beislisendar • Frambretti og brettabreikkanir að aftan ásamt stjórnbúnaði fyrir lyftu og PTO • Dekkjastærð: Framdekk 440/65R24 Afturdekk 540/65R34

Eigum til örfáar vélar á eldra gengi

Tilboðsverð

6.460.000.- kr. án vsk. (8.010.400.- kr. með vsk.)

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

56

Hinar þöglu hetjur:

Björgunarsveitinni Garðari og Vilhjálmi Pálssyni veitt heiðursorða Það þarf að minna okkur Íslendinga reglulega á það, hversu öflugt og fórnfúst starf björgunarsveitarfólk leggur á sig þegar neyðarkallið kemur. Það veit enginn hver er næstur í neyð.“

Stöðugt á varðbergi

,,Allt frá stofnun björgunar­ sveitarinnar hefur hún gengt veiga­ miklu hlutverki í okkar samfélagi. Alla daga ársins, nótt sem dag, hafa sjálfboðaliðar á vegum sveitar­innar verið tilbúnir að bregðast við öllum hugsanlegum aðstæðum. Kringumstæðum sem oft á tíðum eru stór hættulegar.

áfalla. Ekki síst vegna þessa mikla björgunar­afreks er það mat manna að full ástæða sé til að heiðra Björgunarsveitina Garðar. Áður höfum við heiðrað skipstjórana tvo, sem stundum hafa verið kallaðir meistarar brotsjóanna, því kjark þurfti og þor til að leggjast við hafnarkantinn í Flatey í ofsaveðri. Það voru þeir Pétur Olgeirsson og Ingvar Hólmgeirsson sem fluttu björgunarsveitina og búnað hennar út í Flatey. Það er alveg ljóst að menn lögðu sig í mikla hættu, eins og svo oft er raunin, þegar unnið er við björgunarstörf. Vilhjálmur Pálsson útkrifaðist

þrjú uppkominn börn. Fyrir utan námsárin á Laugavatni og viðkomu við kennslustörf í Lauganesskóla um 1950, hefur Villi búið nánast alla sína tíð á Húsavík. Vilhjálmur var góður íþróttamaður og stundaði blak, frjálsar, körfubolta, fótbolta og handbolta og var m.a. í landsliðinu í frjálsum íþróttum. Villi er ekki ólíkur fýlnum, það er að segja fuglinum fýlnum, þar sem hann hefur í gegnum tíðina þurft að sjá sjóinn til að ná sér almennilega á flug enda byrjaði hann ungur að stunda sjóinn samhliða kennslu og námi. Hann var kennari til fjölda ára, formaður Völsungs, hann var

Vilhjálmur Pálsson og kona hans, Vedís Bjarnadóttir.

Á sjómannadeginn sl. vor var Vilhjálmur Pálsson á Húsavík og njörgunarsveitin Garðar heiðruð fyrir frábæ storf í þágu samfélagins. Af þessu tilefni sagði Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavíkur m.a.: ,,Þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið á Húsavík með fækkun útgerða og þar með báta, skipar sjávarútvegur ákveðinn sess í okkar samfélagi. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa fylgt okkur lengi og verið sterkustu stoðirnar

Björgunarsveitinn Garðar mikið björgunarafrek ó ofsaveðri við mjög erfiðar aðstæður 7. mars 1975 við Flatey vegna strands Hvassafells. Þetta frækna björgunarafrek hefur líklega aldrei fengið eins mikla athygli og það á sannarlega skilið, kannski vegna þess að það gekk afar vel þrátt fyrir stórhættulegar aðstæður. Enginn slasaðist við sjálfa björgunina á fólki og öllum var komið í höfn á Húsavík án áfalla.

í þingeysku atvinnulífi í gegnum söguna. Aukin ferðaþjónusta og nýr iðnaður á Bakka koma til með að styðja samfélagið enn frekar. Eins og kunnugt er hefur þeirri merkilegu hefð verið viðhaldið á sjómannadaginn víða um land að heiðra sjómenn og þá sem tengjast sjómennsku. Það er sjómenn og aðra þá sem þótt hafa skarað fram úr og skilað góðu og farsælu starfi, fjölskyldum þeirra og þjóðinni allri til heilla. Í dag ber svo við að við ætlum að heiðra Vilhjálm Pálsson

og Björgunarsveitina Garðar fyrir þeirra fórnfúsa starf til að tryggja öryggi sjófarenda. Þannig er að sjómannadeild Framsýnar hefur séð um heiðrunina á sjómannadaginn frá árinu 2010 þegar leitað var til deildarinnar um að taka við þessum viðburði og sjá um þessa hlið hátíðardags sjómanna á Húsavík. Frá þeim tíma hefur stjórn deildarinnar komið saman og valið þá sem heiðraðir skyldu á hverjum tíma. Aldrei hefur verið reynt að hafa áhrif á það hvaða sjómenn væru heiðraðir. Hins vegar er afar ánægjulegt að segja frá því að í gegnum tíðina hefur reglulega verið haft samband við okkur úr nær umhverfinu og spurt hvort ekki væri komið að því að heiðra Björgunarsveitina Garðar fyrir björgunarafrek, ekki síst sjóbjarganir. Þar hafa verið fremstar í flokki eiginkonur sjómanna sem hafa talið sig vera öruggari vitandi af öflugri björgunarsveit, það er sveit manna sem ávallt væri tilbúin að bregðast við óvissuástandi eins og dæmin sanna. Maðurinn sem lengi fór fyrir björgunarsveitinni, Vilhjálmur Pálsson, verður jafnframt heiðraður fyrir framgöngu sína við stofnun sveitarinnar en hún var stofnuð 17. nóvember 1959. Reyndar segir sagan að þá hafi komið saman 18 menn á Húsavík til að stofna með sér félagskap um björgun. Tveimur árum síðar hafi deildin verið stofnuð formlega. Ákveðin skýring var á því að ákveðið var að stofna björgunarsveit á þessum tíma. Nokkrum vikum áður eða 21. október 1959 varð hörmulegt sjóslys þegar vélbáturinn Maí TH-194 frá Húsavík fórst í línuróðri við Mánareyjar og með honum tveir ungir og vaskir sjómenn sem létu eftir sig eiginkonur og börn á unga aldri. Nöfn þeirra voru Kristján Stefán Jónsson og Aðalsteinn Árni Baldursson, hálfbróðir þess sem hér stendur. Sjóslysið var ákall um að stofnuð yrði björgunarsveit til að bregðast við aðstæðum sem þessum.

Vilhjálmur og Védís ásamt vöskum liðsmönnum björgunarsveitarinnar Garða.

Reglulega heyrum við í fréttum frásagnir frá björgunaraðgerðum. Vélarvana fiskibátur á Skjálfanda, hvalaskoðunarbátar í vandræðum, rúta föst í Jökulsá, fjárskaði á Reykjaheiði, hópbifreiðaslys og ofsaveður á Norðurlandi. Allt eru þetta krefjandi aðstæður og oftar en ekki eru þar sjálfboðaliðar á vegum Björgunarsveitarinnar Garðars við störf. Það er ekki hægt að fara í gegnum sögu sveitarinnar nema minnast aðeins á stand Hvassafells við Flatey á Skjálfanda þann 7. mars 1975. Þennan dag var ofsaveður, norðaustan stormur, líklega um 9 vindstig, haugasjór og blindhríð. Um borð voru 19 manns, þar af þrjár konur. Ein þeirra var barnshafandi, komin sex mánuði á leið. Þar vann Björgunarsveitinn Garðar mikið björgunarafrek við mjög erfiðar aðstæður. Þetta frækna björgunarafrek hefur líklega aldrei fengið eins mikla athygli og það á sannarlega skilið, kannski vegna þess að það gekk afar vel þrátt fyrir stórhættulegar aðstæður. Enginn slasaðist við sjálfa björgunina á fólki og öllum var komið í höfn á Húsavík án

frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1950. Þar kynnist hann konuefninu sínu, Védísi Bjarnadóttur og saman eiga þau

þjálfari góður og íþróttamaður, hann var sjúkrabílstjóri, hann var formaður í björgunarsveit og fór fyrir björgunarafrekinu í Flatey.“

Óskum lesendum Sáms fóstra, sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla


Kynntu þér alla bílana á pakkadagar.kia.is

Kia Op tima Plug-i n Hyb rid

Sparn eytinn tengilt 54 km vinnbíl drægn l, i á raf og kem magni st allt að 976 fullum km á tanki o g hleð slu.

Kia Optima PHEV

Verð frá 4.750.777 kr. Vetrar- eða ferðapakki fylgir, verðmæti allt að 350.000 kr.

Fáðu þér nýjan Kia og kíktu strax í pakkann Nú er rétti tíminn til að tryggja sér nýjan Kia því veglegur kaupauki fylgir völdum bílum. Þú getur valið stútfullan vetrarpakka af aukabúnaði eða spennandi ferðapakka með gjafabréfi út í heim. Þá fá allir sem kaupa nýjan bíl frá Kia 50.000 kr. gjafabréf í Smáralind og allt að 50.000 kr. aukalega með því að snúa Lukkustýrinu. Kynntu þér málið á pakkadagar.kia.is

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

58

Veiðigjaldið á að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir

Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi frumvarp um veiðigjald til annarrar umræðu fyrir skemmstu. Formaður nefndarinnar er Lilja Magnúsdóttir alþm. Nefndin gerir tillögur um tilteknar breytingar á frumvarpinu. Þannig er lagt til að frítekjumark nemi 40% af fyrstu 6 m.kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessu leitast nefndin við að koma sérstaklega til móts við litlar og meðalstórar útgerðir vítt og breitt um landið. Umrædd breyting er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Öflugasta starttækið á markaðnum!

GYSCAP 500E

um að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir. Þá leggur nefndin til þá breytingu að nytjastofnar sem hafa minna aflaverðmæti en 100 milljónir kr. samkvæmt vegnu meðaltali næstliðinna þriggja ára mynda ekki stofn til veiðigjalds. Vísar nefndin til þess að umræddir nytjastofnar veiðast oftast sem meðafli og í litlum mæli. Af þeim sökum er erfitt að meta sérstaklega raunverulega afkomu af veiðum þeirra. Jafnframt vísar nefndin til þess að gjaldtaka á þessar tegundir getur dregið að nauðsynjalausu

Þarftu start?

STARTRONIC 800

Hannað fyrir erfiðar aðstæður (-40°C/+65°C)

Hannað fyrir erfiðar aðstæður (-40°C/+65°C)

Þolir vel bleytu og snjó

Hentar öllum minni vélum, bæði bensín og dísel, með 12V rafgeymi. (Mótórhjól, snjósleðar, bílar og fl.)

Hentar öllum farartækjum með 12V rafgeymi. (Mótórhjól, bílar, snjósleðar og fl.)

Full vernd á rafeindakerfi farartækisins sem hlaðið er

Full vernd á rafeindakerfi farartækisins sem hlaðið er

2 stillingar fyrir erfiðar aðstæður - Bypass; Fyrir mjög lítið hlaðna rafgeyma - Glow: Fyrir díselvélar í miklum kulda

Sérstök SOS stilling fyrir mjög lítið hlaðna rafgeyma

Ekkert batterí Ekkert viðhald - alltaf tilbúið til notkunar

SCHOLL HÁGÆÐA BÓN OG HREINSIVÖRUR FYRIR ÖLL FARARTÆKI

GASTEC | VAGNHÖFÐA 9 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI 587 7000 | WWW.GAST EC.IS

úr sókn í þær og aukið hættu á brottkasti. Með frumvarpinu er álagning veiðigjalds færð nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu greinarinnar. Þá verður innbyggður hvati til endurnýjunar fiskiskipa og búnaðar í útreikning veiðigjalds. Það mun stuðla að því að umhverfisspor af auðlindanotkun minnkar, sem er mikilvægt mál. Loks kveður frumvarpið á breytingar sem gera stjórnsýslu með álagningu og innheimtu veiðigjalds einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri.

Hitastig hafsins

Krýsuvíkurbjarg.

Hitinn í hafinu hefur hækkað meira en áður hefur verið talið og skýrir aukið magn CO2 í andrúmsloftinu.Svo segir í grein í vísindatímaritinu Nature: „Hérna leggjum við fram óháð mat með því að nota mælingar á súrefni í andrúmsloftinu O2 og magnstigs CO2. Við sýnum fram á að hafið bætti við sig 1.33 ± 0.20 × 1022 joules af varma á ári milli 1991 and 2016, sam­svarandi plánetu­l egs orku­ó jafn­v ægis af 0.83 ± 0.11 watts á fer­metra af yfir­borði jarðar. Við finnum einnig að áhrifin af hitnun hafs­ins sem leiddu til út­loftunar O2 og CO2 má einangra frá og minnkar bein áhrif af útblæstri og CO2 af mannavöldum. Niður­stöður okkar, sem byggja á nákvæmnis­ mælingum á O2 sem ná aftur til 1991, styðja að hitnun hafsins sé í hærri enda áður gerðra áætlana, sem hafa stefnumarkandi áhrif á mælingar á svörun jarðarinnar við loftslags­breytingum, svo sem lofts­lagsnæmni vegna gróður­ húsaloftegunda og hitnunarþáttar hækkandi sjávarstöðu.“ Loftslagsvísindamenn eru því farnir að viðurkenna að þeir kunni að hafa ofmetið gróðurhúsaáhrifin á hlýnun andrúmsloftsins vegna útblásturs af mannavöldum. .-HJ


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

59

Þorlákshöfn - framtíð hafnarinnar & siglingar Mykines Það tók áratugi að byggja upp viðunandi hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn og nú vantar aðeins herslumun til að gera höfnina eins örugga og kostur er. Suðurgarð þarf að lengja til austurs og dýpka grynnslin í innsiglingarleiðinni svo aðkoman að höfninni verði örugg í öllum veðrum. Þetta er ekki lengur alfarið hagsmunamál íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi. Siglingar Smyril Line Cargo með skipinu Mykinesi hafa opnað nýja og ódýrari leið fyrir fragtsiglingar frá meginlandi Evrópu til Íslands sem hreinlega hafa slegið í gegn á fyrsta árinu hjá innflytjendum og útflytjendum.

Flutningskostnaður 40% lægri

Í apríl 2017 hóf færeyska félagið Smyril Line Cargo siglingar á róróskipinu Mykinesi á milli Rotterdam í Hollandi og Þorlákshafnar með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum á leiðinni til Íslands. Þessi tilraun sem staðið hefur í rúmlega eitt ár er komin til að vera og Smyril Line og hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn hafa nú gert með sér nýjan langtímasamning sem tryggir Þorlákshöfn meiri og öruggari tekjur. Strax á fyrsta árinu eru tekjur hafnarinnar af

inn- og útflutningi með Mykinesi langt umfram væntingar. Þessar tekjur munu breyta öllu í rekstri og afkomu hafnarinnar á komandi árum.

Styttri siglingartími

Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið strax á fyrsta árinu. Minna kolefnisspor til Þorlákshafnar vegna legu hafnarinnar er siglingatíminn frá Rotterdam til Þorlákshafnar 16 klukkustundum styttri en ef siglt er á Faxaflóahafnir. Þess vegna nær eitt skip að dekka siglingaáætlunina í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu, en komið er við í Þórshöfn í Færeyjum á leiðinni frá Rotterdam. Styttri siglingatími sem nemur 16-18 klukkustundum hefur jákvæð áhrif á fleiri þætti. Kolefnisspor vöruflutninga þessa sjóleið til og frá landinu er mun minna en til annarra áfangastaða við Faxaflóa eða þeirra hafna sem eru lengra frá stærstu mörkuðum landsins. Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega á föstudagskvöldum með Mykinesi

Mykines í höfninni í Þorlákshöfn.

eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og í Portúgal. Með þessari nýju og styttri siglingaleið, lægri flutningsgjöldum sem nemur 40%, ætti það að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum. Tollsvæðið sem höfnin útbjó í upphafi fyrir innflutning er löngu sprungið, þess vegna er nýtt 40.000 fermetra afgirt og upplýst tollsvæði norðan hafnarinnar að verða klárt í notkun til að mæta mikilli og brýnni þörf. Frá Þorlákshöfn eru greiðar samgöngur við höfuðborgarsvæðið og Vesturland um Þrengsla- og Suðurlandsveg, um Ölfusárbrú að Selfossi og Suður- og Suðausturland og um Suðurstrandarveg við Suðurnes og alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þorlákshöfn er vel staðsett í 50 km radíus frá markaðssvæði þar sem 2/3 hlutar þjóðarinnar búa og starfa. Auk nálægðar við stærsta

markaðinn eru helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2-3 klst. akstur frá höfninni í Þorlákshöfn, en skemmtiferðaskip hafa komið inn í höfnina á þessu ári og þeim gæti fjölgað.

Nýr lóðsbátur og bætt innsigling

Þær breytingar sem gerðar hafa verið á innviðum hafnarinnar í Þorlákshöfn á liðnum árum hafa tekist framúrskarandi vel og verið langt undir kostnaðaráætlun. Lagfæringin hefur gjörbreytt aðstöðu og möguleikum hafnarinnar til að taka á móti stærstu skipum sem til landsins koma. Það liggur þó fyrir að innsiglingin í höfnina þegar hvass vindur er að sunnan eða suðaustan gerir innsiglinguna varasama á stórum skipum með mikið vindfang. Þess vegna höfðu skipstjórnarmenn á Mykinesi æft innsiglinguna í Þorlákshöfn í siglingahermi, alls um 200 innog útsiglingar, áður en vikulegar siglingar hófust. Þeir voru því við öllu búnir en í erfiðustu

aðstæðunum sem áður er getið þarf skipið að sigla á töluverðum hraða til að halda stefnu við þröngar og krefjandi aðstæður. Þessar aðstæður þarf að lagfæra til að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda við suðurströndina og hluti af því er að nýr og öflugri lóðsbátur verði fenginn að höfninni. Sveitarfélagið Ölfus er öflugt samfélag í mikilli sókn og hefur yfir sterkum innviðum að ráða, auk nægs landrýmis til að takast á við aukin verkefni á sviði farm- og farþegaflutninga. Þar er hefð fyrir öflugri útgerð og fiskvinnslu, útflutningur á vikri og öðrum jarðefnum hefur farið fram um höfnina í áratugi og fiskeldi vex fiskur um hrygg í sveitarfélaginu. Í fárra kílómetra fjarlægð frá höfninni eru ein gjöfulustu vatnsverndarsvæði landsins sem og öflugt jarðhitasvæði sem eru óinnheimt tækifæri fyrir framtíðina. Þorlákshöfn hefur sannað gildi sitt – flutningskostnaður 40% lægri.

Breiðdalsbiti hefur þróað frábærar kæfur

Heiðdís Lóa Ben Pálsdóttir kynnti nýju Beikonkæfuna í versluninni „Frú Laugu“ við Laugarlæk í Reykjavík ásamt eldri framleiðslu.

Breiðdalsbiti er í eigu sauðfjár­ bænda á búunum Gilsárstekk og Hlíðarenda í Breiðdal. Markmið Breiðdalsbita er að fullvinna kjöt­ afurðir þessara bænda og framleiða heiulnæmar og vitst­vænar vörur á sjálfbæran hátt. ,,Vörur okkar eru þróaðar útfrá aldagömlum hefðum

og blandast saman í vörunum nýir og fornir tímar. Vörurnar eru heilnæmar og vistvænar og unnar á eins sjálfbærann hátt og kostur er. Engin aukaefni eða rotvarnarefni eru notuð við framleiðsluna. Kjötið kemur af okkar eigin búum og er kryddað með jurtum dalsins.

Sauðfé okkar hefur fengið að vaxa og dafna við bestu skilyrði í Breiðdalnum,“ segir Guðný Katrín Harðardóttir á Gilsártekk, fram­ kvæmda­stjóri fyrirtækisins .,,Þetta fyrir­tæki var stofnað í framhaldi af því að Breið­dalsvík varð eitt af þeim sveitarfélögum sem kallast Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar. Breiðdalsbiti hefði aldrei orðið til nema með stuðningi hugmynda sem fæddust hér í Brothættum byggðum.Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir okkar starf­semi. Það eru tvö sauðfjárbú sem standa að þessu fyrirtæki, við á Gilsárstekk og Arnaldur Sigurðsson á Hlíðarenda.“ - Hvað eruð þið að framleiða? ,,Við erum að framleiða kinda­ kæfur og vorum t.d. með jólakæfu

fyrir síðustu jól. Við kynntum okkar framleiðslu hjá ,,Frú Laugu“ í í Laugar­neshverfinu í Reykja­vík um síð­ustu helgi þar sem var páska­ mark­aður og ég veit að okkar fram­ leiðslu var vel tekið þó ég væri ekki sjálf á staðnum. Þar vorum við m.a. að kynna ,,Beikon­kæfu“ en einnig höfum við verið með ,,Fjalla­ kæfu“ sem er hefð­bundin kæfa og ,,Skógarkæfu“ sem kryddd­uð er með birki og blóð­bergi úr Breið­dalnum. Fleiri fram­leiðslu­hug­myndir hafa verið ræddar og von­andi koma þær seinna fyrir augu neytenda.“ Við erum að fara í nýtt vinnslu­ húsnæði og þá fer allt á fullt hjá okkur. Við höfum sprengt utan af okkur húsnæði sem við fengum upphaflega starfsleyfi í. Okkar sauð­fé er öllu slátrað norður á Húsavík.“

Afar bragðgóð kæfa, t.d. á brauðið.

- Hvað er margt fé á vetrarfóðrun á Gílsárstekk og Hlíðarenda? ,,Það er um 400 fjár á hvorum bæ fyrir sig,“ segir Guðný Katrín Harðardóttir.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

60

Vísindavaka færir þekkingu nær almenningi Fjöldi manns sótti Vísindavöku sem fram fór 28. september sl. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu European Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undiráætlun Horizon 2020. Markmiðið með Vísindavökunni er að

Þekking landsmanna á því sem náttúran gefur af sér hefur stigið stórstígum framförum. Framleiðsla Margildis á síldarlýsi og mörgu fleiru er hluti af því.

færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Var það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar voru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi. Yngri kynslóðin var þar fjölmenn og var býsna margt sem vakti athygli hennar á sýningunni, en einninnig hinna eldri. Sjónvarpsþáttaröðin Fjársjóður framtíðar hlaut viðurkenningu RANNÍS 2018 fyrir vísindamiðlun, en þættirnir eru framleiddir af Háskóla Íslands fyrir RÚV. Lilja Alfreðsdóttir menntaog menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna við opnun Vísindavöku 2018 í Laugardalshöll föstudaginn 28.

september sl. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir og æskulýðsstarf og íþróttir. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag.

Vísinda­miðlunar­ verðlaun Rannís 2018

Fjársjóður framtíðar er langviðamesta verkefnið sem Háskóli Íslands hefur tekist á hendur til að miðla vísindum til almennings en skólinn leggur mikla áherslu á að miðla rannsóknum og mikilvægi vísinda og nýsköpunar til samfélagsins. Þáttaröðin hefur verið fastur liður í dagskrá RÚV

Forsvarsmenn sjónvarpsþáttanna innan HÍ ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Hallgrími Jónassyni forstöðumanni Rannís.

frá árinu 2011 og hefur verið sýnd á Norðurlöndunum auk þess að keppa um gullverðlaun á einni elstu og virtustu vísindakvikmyndahátíð í Evrópu. Markmið með þáttaröðinni um Fjársjóð framtíðar er að auka áhuga og þekkingu almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og að landsmenn skynji og skilji mikilvægi þessara þátta fyrir velferð samfélagsins. Í takt við áherslu Vísindavöku Rannís, þá er vísindafólkið sjálft í forgrunni

í þáttunum, þar sem það miðlar rannsóknum sínum til almennings. Þættirnir hafa frá upphafi vakið gríðarlega athygli og að sú athygli hafi náði langt út fyrir landsteina. Þættirnir hafa verið kynntir sem einstakt verkefni í vísindamiðlun á Evrópuráðstefnu bandalags háskóla og æðri menntastofnanna, á árvissri ráðstefnu EUPRIO, sem er félag samskiptafólks í evrópskum háskólum, á ráðstefnu UNICA, sem er samstarfsnet háskóla í evrópskum höfuðborgum.

Málþing slökkviliðs- og sjúkra­flutningsmanna:

Viðbragsaðilar vilja sameiginlega fræðslu og þjálfunaraðstöðu

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Einar Ernir Jónsson, ráðstefnustjóri og Steinþóri Darri Þorsteinsson, varaformaður LSS.

Eignaborg óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir það liðna.

Eignaborg fasteignasala | Hamraborg 12 | 200 Kópavogur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali

Sl. fimmtudag stóð Lands­ samband slökkviliðs- og sjúkra­ flutninga­manna fyrir um 100 manna málþingi með öllum við­bragðs­aðilum um sam­eiginlega fræðslu- og þjálfunaraðstöðu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði samkomuna með þátt­töku sinni. Við­bragðs­aðilar kynntu sín þjálfunar- og fræðslumál og töluðu allir um nauðsyn þess að koma á laggirnar sameiginlegri aðstöðu á þessu sviði. Niðurstaða málþingsins var sú að stofnaður verði klasi viðbragðsaðila til að þróa verkefnið áfram, leita staðsetningar og fjármögnunar. Nýta skal þá góðu aðstöðu sem er til staðar hjá viðbragðsaðilum til að auka samvinnu og bæta þjálfun. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna mun óska eftir tilnefningum frá viðbragðs­ aðilum til að ákveða næstu skref. Viðbragðsaðilar vilja sameiginlega fræðslu- og þjálfunaraðstöðu.

staðsetningar og fjármögnunar,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSS“ Hann segir að á hverjum degi séu menn í slysavarna- og viðbragðsstörfum að vinna við krefjandi aðstæður við að bjarga fólki og öðrum verðmætum. Með sívaxandi fjölda ferðamanna aukist álagið á þennan hóp með hverju árinu. Betra aðgengi að þjálfun og menntun sé því æ háværari krafa þeirra sem vinna við þessi störf . Einar Örn segir að víða um land sé í gangi ýmiss konar endurmenntun og þjálfun en það sé löngu orðið tímabært að samræma þetta starf, auka samvinnu og efla

þjálfun með þeim hætti. ,,Með því tryggjum við jafnari gæði fræðslu og þjálfunar og jafnt aðgengi að þessari mikilvægu þjónustu en í leiðinni nýtum styrkleika hvers viðbragðsaðila um sig,“ segir Einar Örn. Hann segir að ef starfið væri sýnilegra væri án efa auðveldara að sannfæra yfirvöld um gildi fjármagns í umrædda aðstöðu en oft séu menn þarna að vinna kraftaverk. Málþingið var vel sótt og einhugur ríkti á þinginu um þá kröfu að samfélagið bregðist við og leggi fjármagn til þessa verkefnis og viðbragðsaðilar efli samstarf og þjálfun sín á milli.

Vilja aukið samstarf og þjálfun sín á milli

„Sameiginleg fræðslu- og þjálfunarmiðstöð er krafa samfélagsins og forsenda þess að tryggja megi öllum sem sinna slysavarna- og viðbragðsaðilum aðgengi að nauðsynlegri þjálfun og menntun“, segir Einar Örn Jónsson, slysavarna og björgunarmaður á málþinginu. ,,Stofna þarf klasa viðbragðsaðila um fræðslu- og þjálfunarmiðstöð til að þróa verkefnið áfram, leita

Fulltrúi fá Landhelgisgæslu Íslands var með fyrirlestur.



SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

62

„Vægi rafbúnaðar er orðið gífurlega miklu meira en það var þegar við hófum starfsemi“ - segir Helgi I. Rafnsson, framkvæmdastjóri Rafholts

Rafholt ehf. að Smiðjuvegi 8 í Kópavogi var stofnað árið 2002 og er í dag einn stærsti vinnuveitandi á sviði rafverktöku á Íslandi og eru starfsmenn fyrirtækisins um 100 talsins. Rafholt er í úrvalshóp Creditinfo sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins sem undirstrikar styrkleika fyrirtækisins á annars sveiflukenndum markaði. Á lista Creditinfo er Rafholt númer 159

2002, s.s. loftræsti- og stýrikerfi Hörpu og í Háskólanum í Reykjavík, Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð, Bláa Lónið, áfngi í Hellisheiðarvirkjun, Verne Global, fjöldi verslana í Smáralind ásamt fjölda hótela, skrifstofu- og íbúðarhúsaverkefna. Rafholt hefur einnig gert þjónustusamninga við mörg af framsýnustu fyrirtækjum landsins, s.s. Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Eik

samvinnu við viðskiptavini okkar og þökkum það traust sem þeir hafa sýnt okkur. Við höfum á að skipa sérhæfðum starfsmönnum varðandi allar töflu- og stjórnskápasmíðar. Við eigum fullkomnustu gerðir af mælitækjum, þannig að við verklok er skilað mælingaskýrslum vegna loftnetskerfa, tölvukerfa, ljósleiðarakerfa og allra almennra rafkerfa. Einnig erum við vel búnir verkfærum og eigum meðal

Rafholt er í Kópavogi.

en á listanum hefur fyrirtækið verið síðustu sjö ár. Að mati fyrirtækisins er mikilvægt að vera á þessum lista, það skapar trúverðugleika. Hjá Rafholt starfa rafvirkjar, tæknimenn og verkfræðingar með áratuga reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði tölvu-, innbrots-, bruna-, og loftræstikerfa ásamt því að búa yfir sértækum tæknibúnaði og gæðavottunum á sviði almennra raflagna, ljósleiðaratenginga og fjarskiptakerfa. Eigendur Rafholts eru Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri, Grétar Magnússon stjórnar­formaður, Vil­hjálmur M. Vilhjálmsson þjónu­ stustjóri, Jóhann R. Júlíusson deildar­stjóri smá­spennu, Rúnar Jóns­son yfirverkstjóri og Borgþór Grétars­son skrifstofu- og gæða­stjóri. Verkefni fyrirtækisins hafa verið fjölbreytt frá stofnun

Fasteignafélag, Regin, Ölgerðina, Húsasmiðjuna, Vodafone, Mílu Símann og Hörpu. Hjá Rafholt starfar einnig öflug sveit á loftnetsog fjarskiptasviði. Deildin býr yfir öflugum tækjabúnaði til að klára verkefni við erfiðar aðstæður um allt land. Starfsmenn eru hornsteinn fyrirtækisins og það að þeir þroskist, tileinki sér ákveðna leikni, þekkingu og hæfni skiptir fyrirtækið mestu máli. Allir starfsmenn fá heita máltíð í hádeginu og hjá fyrirtækinu starfar öflugt starfsmannafélag.

Traust rafverktakafyrirtæki

Rafholt ehf. er traust rafverktaka­ fyrirtæki sem býður upp á faglega alhliða þjónustu og vönduð vinnubrögð. Við höfum unnið spennandi og krefjandi verkefni í

annars fullkomnustu ljósleiðaratengivélum.

Öll helstu svið raflagna

gerð

af

Verkefni Rafholts spanna öll helstu svið raflagna. Þau helstu má nefna: • Tölvukerfi – Uppsetning og frágangur allra tölvu- og netkerfa. Að verki loknu er fullkominni mælingaskýrslu skilað sem tryggir gæði verksins. • Aðgangsstýrikerfi – Uppsetning og frágangur aðgangsstýrikerfa. Áralöng reynsla við uppsetningar á kerfum frá öllum helstu umboðsaðilum landsins. • Brunaviðvörunarkerfi – Uppsetning, frágangur og úttektir brunaviðvörunarkerfa. Áralöng reynsla við uppsetningar á kerfum frá öllum helstu umboðsaðilum landsins.

• Loftræstikerfi – Uppsetning og frágangur stýrikerfa fyrir loftræsti- og hússtjórnarkerfi. Áralöng reynsla við uppsetningar á flóknum og krefjandi stýrikerfum. • Loftnetskerfi – Uppsetning og stillingar á loftnetskerfum. Við verklok er fullkominni mælingaskýrslu skilað. • Ljósleiðarakerfi - Uppsetning og frágangur allra ljósleiðarakerfa. Að verki loknu er fullkominni mælingaskýrslu skilað sem tryggir gæði verksins. • Almennar raflagnir – Allar almennar raflagnir. Tilboðsverk, tímavinna og þjónustusamningar. Rafholt ehf. lauk fyrir nokkru að standsetja nýja H&M verslun í Smáralind. Verkefnið var umfangsmikið og framkvæmdir flóknar. Rafholt sá um öll helstu kerfi verslunarinnar ásamt því að þjóna hlutverki ráðgjafa. Verslunin er 4000 m2 að stærð og mun vera flaggskip sænsku keðjunnar. Sett voru upp meira en 2000 ljós og allt sýnilegt raflagnaefni í versluninni sérstaklega sprautað til að falla betur að umhverfinu. Mikil vinna var lögð í nákvæmni og vönduð vinnubrögð. Verslunin ein sú glæsilegasta H&M verslun í heiminum. Samkvæmt upplýsingum aðalverktaka verkefnisins, ÍAV, að þá skoraði verslunin 100 stig í gæðavottun risans og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkur árangur næst. Í Smáralind er nú verið að standsetja nýjar verslun, H&M home, New Yorker, Weekday og Monki en en Rafholt kemur að þeim verkefnum.

Suðurnesjum. Fyrst í stað vorum við á Auðbrekkunni í Kópavogi en eftir nokkur ár fluttum við hingað á Smiðjuveg.Við sinnum verkefnum á öllu höfuðborgarsvæðinu en erum jafnframt með útibú í Reykjanesbæ og erum með mjög góða aðstöðu þar. Á Suðurnesjum sjáum við um alla starfsemi Mílu og erum einnig með samninga við Vodafone og fleiri aðila í fjarskiptamálum og svo erum við með mikla starfsemi og verkefni í Leifsstöð og einnig í gagnaveri Verne Global. Auk þessa erum við með almenna þjónustu við fjölmarga aðila á Suðurnesjum.

Bæði tilboð og beinir samningar

Helgi I. Rafnsson, framkvæmda­ stjóri, segir að aðdragandi þess að Rafholt hafi verið stofnað væri sá að þegar Keflavíkurflugvöllur hafi verið opnaður fyrir almennri verktöku hafi þurft að bregðast við samkeppni inn á þennan markað sem hafi verið mjög einangraður. Nokkrir hluthafar í Keflavíkurverktökum færðu sig þá á höfðuðborgarsvæðið og komu sér upp aðstöðu þar og stofnuðu Rafholt. ,,Við vorum frekar fáir fyrstu árin, 10 – 20 að jafnaði, en vorum jafnframt með starfsemi á

Á höfuðborgarsvæðinu erum við fyrst og fremst á tilboðsmarkaði í samkeppni við önnur fyrirtæki, en samkeppnin er talsverð. Einnig höfum við samið við marga trausta aðila á höfðuborgarsvæðinu án útboðs og þjónum þeim vel. Það er eitt aðalatriðið að standa við samninga, tímasetningar á meðan


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

63

Gildi og einkunnarorð Rafholts eru: - Fagmennska - Ábyrgð - Árangur Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri.

á verkinu stendur og auðvitað ekki síst umsamin verklok. Samstarf við viðskiptavini okkar hefur verið til fyrirmyndar frá stofnun fyrirtækisins en í þeim uppgangi sem verið hefur síðustu ár hefur umhverfið verið dálítið sérstakt.“ - Eruð þið mikið í nýju íbúðarhúsnæði og öðrum nýbyggingum? ,,Við erum með talsvert mörg verkefni tengd nýbyggingum og og erum í mörgum tilfellum að skila þeim fulltilbúnum í samstarfi við aðra verktaka í byggingaiðnaði.

og eldra húsnæði breytt í hótel, og þar hefur okkar starfsemi verið allmikil. Við tókum þátt í að koma upp stýrikerfinu í Hörpu, m.a. gluggastýringarnar, ýmsum verkefni við Háskólann í Reykjavík, við höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut og margt fleira. Rafholt tók þátt í uppbyggingu á Alcoa, álverinu á Reyðarfirði, á sínum tíma og höfum verið með áfangaverkefni í Hellisheiðarvirkjun. Reksturinn hefur því verið borinn upp af stærri verkefnum.“

Rafholt sá um allar raflangir í nýrri verslun New Yorker í Smáralind sem opnaði nýlega.

Meðal annars höfum við við verið að vinna í fjölbýlishúsum í hverfinu fyrir ofan Smáralindina í Kópavogi og við stúdentaíbúðir í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Það hefur á síðustu árum verið byggt mikið af hótelum víðs vegar um landið, bæði nýbyggingar

Engin útrás - Hefur það komið til greina að fara í útrás, gera t.d. tilboð í verkefni erlendis? ,,Nei, við höfum ekki gert það enda eru næg verkefni hérlendis í ýmis konar verkefnum og þjónustu. Við vinnum reyndar fyrir

erlenda aðila tengda verkefnum á Íslandi. Við höfum séð t.d. um þjónustu á málningarvélum en til þess þarf sérhæfðan mannskap. Einnig sjáum við um sérhæfða þjónustu í gagnaverum fyrir erlenda viðskiptavinu.“ - Tækninni hefur fleygt stöðugt fram á þeim tíma sem Rafholt hefur starfað, eða frá árinu 2002. Er hægt að bera þennan tíma að einhverju leiti saman? ,,Vægi rafbúnaðar er orðið svo gífurlega miklu meira en það var áður, jafnvel á ekki lengri tíma

öllum nýjum íbúðarhúsum og fyrirtækjum sem rísa af grunni.“ - Skólameistari Tækniskólans í Reykjavík fagnaði því fyrr á þessu ári að nemendum væri að fjölga í iðngreinum, ekki síst í rafvirkjun. Er það ekki fagnaðarefni og hvernig hefur ykkkur gengið að fá rafvirkja til starfa? ,,Það hefur gengið ágætlega að fá starfsmenn en það er vissulega ekki nóg af rafvirkjum og rafeindavirkjum á atvinnumarkaðnum og teljum

Konur eru einnig meðal starfsmanna Rafholts.

en þeim 16 árum sem við höfum starfað. Þar má nefna tengingar fyrir tölvukerf og alls konar hússtjórnarkerfi og svo hefur vaxið áhugi að leggja meira í húsnæði en áður var til þess að fylgja eftir tækninnisem stöðugt fleygir fram. Í dag er t.d. lagður ljósleiðari að

við okkur vera með mjög gott og hæfileikaríkt starfsfólk. Við erum í í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ en við tökum nema á lokaári grunnskólans í starfsnám. Einnig erum við í samstarfi við hollenska skóla en við höfum

tekið við tækninemum til lengri og skemmri tíma og eru nú tveir erlendir nemar hjá okkur og verða þeir hér í sex mánuði,“ segir Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri. Helgi segir að gott gengi fyrirtækisins sé ekki síst að þakka góðu starfsfólki og góðu samstarfi við viðskiptavinina, sem er auðvitað grunnurinn að velgengni í rekstri.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Eru áætlanir um sæstreng milli Íslands og Evrópu lengra komnar en við höldum? Eru áætlanir um sæstreng milli Íslands og Evrópu lengra komnar en við höldum? Það er ljóst, að talsverður áhugi er bæði innan orkugeirans íslenska og fjármálageirans á því að tengja aflsæstreng frá útlöndum við raforkukerfi landsins. Bjarni Jónsson rafmagns­verk­ fræðingur hefur kynnt sér áætlanir um samkeppnisvæðingu orkumála á Evrópska Efnahagssvæðinu. Hann hefur ritað margt í blöð um þessi mál einkum í sambandi við áætlanir Alþingis um að innleiða svonefndan 3. orkupakka í íslensk lög. Bjarni Jónsson rfmagns­verk­ fræðingur hefur lagt í mikla rannsóknavinnu á því hvernig þessar áætlanir tengjast Íslandi og hvaða áhrif þær geta haft á daglegt líf almennings í landinu. árið 2017 gaf fjármálafyrirtækið Kvika út skýrslu, sem hélt fram kostum sæstrengs. Forstjóri Landsvirkjunar hefur fullyrt, að núverandi framleiðsutækni ráði við verkefnið. Það, sem strengfyrirtækin vinna að nú, er þróun á sérstakri plasteinangrun, sem þolir svo háa jafnspennu að orkutöpin verði kostnaðarlega viðráðanleg fyrir þennan orku­ flutning. Raforkuflutningsfyrirtæki Stóra Bretlands, National Grid, er bakhjarl hugmyndarinnar um ,,Ice Link,“ sem er 1200 MW sæstrengur á forgangsverkefnaskrá ACER-Orkustofnunar ESB á milli Suðaustur Íslands og Skotlands. Þetta er minnst 1000 km vegalengd og niður á kílómetera dýpi. Undirbúningsfyrirtækið er núna kallað ,,National Grid Inter­ connector Holdings Ltd,“ og þessi sæstrengur yrði lengsti samfelldi sæstrengur sögunnar og sá, sem lagður er á mest dýpi. Þetta er sannkallað risaverkefni og svo dýrt að borin von er til þess að þá peninga verði hægt að finna hér innanlands. Þessi sæstrengur verður því seint í eigu Íslendinga sem hafa mjög líklega annað að gera við þúsundir milljarða sem þessar framkvædir kosta. Þá hefur enska fyrirtækið ,,Atlantic Superconnector“ lýst áformum um tvo einpóla 700 MW sæstrengi frá Íslandi til NorðAustur Englands um 1500 km leið. Fyrirtækið rekur áróður í Englandi fyrir þessu verkefni á grundvelli aukinnar endurnýjanlegrar orku, sem skapa muni ný störf á Englandi án þess að minnast á áhrif á Ísland. Allt þetta er líklega að einhverju leyti breytt við Brexit þar sem nú er orðið flóknara en áður að semja við Bretland um framhald sæstrengs til meginlands Evrópu frá Íslandi þegar sjálft Bretland er

ekki lengur endilega aðili að innri orkumarkaði ESB. Kynning fyrirtækisins á verkefninu er líka talsvert furðuleg þar sem látið er að því liggja að óendanleg orka sé fáanleg frá Íslandi, Sem er auðvitað stórkostlegt ofmat miðað við stöðu hefðbundinna vatnsaflsvirkjanamála hérlendis. Nema sé átt við eð hér megi reisa stórkostlega vindorkugarða þar sem sú auðlind er auðvitað enn allsendis ónýtt á okkar stormasama landi. Líklegt má telja , að á bak við áróðurinn fyrir inngöngu Íslands

þjóðhagslega hagkvæm fyrir Íslendinga samkvæmt forskrift Evrópugerðar 347/2013, sem mælir fyrir um slíkt hagkvæmnimat. Grundvallarspurningin er sú: Er það þjóðhagslega hagkvæmara að nýta orkuna innanlands til atvinnu- og verðmætasköpunar en að selja hana óunna úr landi? Er það hagkvæmara að selja hana utan í gegn um heildsölukaupanda sem á sæstreng og nýta hana ekki til atvinnusköpunar innanlands? Svari þessu hver fyrir sig sem sér sína og sinna framtíð á fullvalda Íslandi næstu hundrað ár.

endabúnað sinn og orkutöpin á leiðinni. Þeim síðari kostnaði verður trúlega reynt að velta yfir á Íslendinga ef að líkindum lætur ef til samninga kemur. Þetta er svipað og heildsöluverð á raforku á Bretlandi nú um stundir. Raforkuverð í Evrópu þarf því líklega að hækka verulega til að hagkvæmni fyrir þessi viðskipti náist. Í Frakklandi eru er pólitískur vilji til að hækka orkuverð til almennings með skattlagningu eins og nýleg mótmæli í París sýna. Norska Landsnetið, Stattnet, á allar millilanda raforkutengingar við Noreg. Þær eru þannig í eigu

64

milli. Framkvæmdastjórn ESB hefur ennþá engu svarað um þetta mál og telur sig óbundna af þessum skilyrðum Norðmanna. NorthConnect verður því að láta reyna á prófmál milli Norðmanna og ACER hvað þetta varðar. Við þetta bætist, að að verði 3. orkupakkinn samþykktur af Íslendingum, virkjast greinar 11 og 12 í EES-samninginum fyrir milliríkjaviðskipti. i En þær banna takmarkanir á inn- og útflutningi vöru, þjónustu, fjármagni og fólki. Engum blöðum er um það að fletta, að raforka fellur undir þessar skilgreiningar að öllu leyti ef

Munum við sjá eitthvað þessu líkt gerast fyrir Austfjörðum fyrr en við höldum núna?

í Orkustofnun ESB-ACER með innleiðingu hins meinlausa 3. Orkupakka liggi aðrar ástæður. Fjársterkir aðilar sjái sér leik á borði að leggjast á árarnar með Framkvæmdastjórninni um að samtengja alla Evrópu, einkanlega til að nýta alla þá endurnýjanlegu orku, sem fáanleg er til raforkuvinnslu. Í því skyni sjá þeir möguleika á að leggja sæstreng til Íslands þar sem þeir geti notað til að markaðssetja græna orku í Evrópu sem hugsanlega getur þá selst á hærra verði en óhrein orka úr kolum eða kjarnorku. Við slíkar aðstæður hljóta Íslendingar að spyrja sig að því hvort slík tenging Íslands sé

Hugheilar jóla- og nýárskveðjur frá Reykjanesbæ

Krafa um lægra verð

ríkisins. Norðmenn hafa áhyggjur af því að ACER/ESB leyfi ekki þessa ríkiseign eftir innleiðingu 3. orkupakkans. Væntanlega þurfa Íslendingar einnig að hugsa um þetta atriði varðandi Landsvirkjun. Gerð verður líklega sú krafa að Landsvirkjun og Landsnet verði seldar til einkaaðila og þá verða kaupendurnir ekki endilega Íslendingar heldur aðilar af Evrópska Efnahagssvæðinu. Þá sjá menn í hendi sér hvert getur stefnt m með sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga í orkumálum ef þeir samþykkja hinn meinlausa 3. orkupakka eins og okkar ráðamenn kynna hann fyrir okkur. Stórþingið gerði það að einu af 8 skilyrðum sínum fyrir samþykki 3. pakkans, að Statnett héldi eignarhaldi á öllum eldri millilandatengingum og fengi R EY K JAN ESB ÆR að eiga nýjar tengingar, t.d. NorthConnect frá Hardanger til Peterhead á Skotlandi, en einkafyrirtæki hefur nú sótt um leyfi fyrir sæstreng þar á

Menn skulu ekki gleyma því að að það er dýrt að flytja raforku með streng og sú staðreynd hlýtur því að hafa áhrif til að kaupandinn reyni að þrýsta verðinu niður til Íslendinga sem allra mest. En flutningskostnaður er áreiðanlega ekki undir 80 USD/MWh. En þessar tölur nálgast okkar framleiðslukostnað í venjulegum vatnsaflsvirkjunum. Ef tvípóla sæstrengur til Bretlands með um 1200 MW flutningsgetu á að skila eigendum sínum þokkalegum arði, verður flutningsgjaldið að nema a.m.k. 80 USD/MWh, eigi hann jafnframt að standa undir kostnaði við

kominn er sæstrenngur frá Íslandi til Evrópu. Íslenzk stjórnvöld munu ekki lengur hafa síðasta orðið um það, hvort samþykkja á eða hafna tengingu íslenzka raforkukerfisins við önnur raforkukerfi innan EES, ekki frekar en bann Alþingis 2009 við innflutningi á ófrosnu, hráu kjöti, ógerilsneyddri mjölk og eggjum var tekið gilt hjá EFTAdómstólinum 2017. Verðið til almennings á Íslandi mun þá ráðast af sambærilegu verði til almennings í Evrópu sem nú býr við miklu hærra verð en við. Evrópurétturinn ríkir nú yfir landinu á flestum sviðum viðskipta.Spyrja má hversu langt Alþingi Íslendinga ætli að ganga í niðursneiddu fullveldisframsali eins og því sem 3. orkupakkinn býður upp á að geti orðið. Þó að helstu ráðamenn tali allar hættur niður sem í samþykktinni geta falist, þá heyrist minna rætt um það hverjir séu kostirnir fyrir land og þjóð sem fylgi innleiðingu 3. orkupakkans. - HJ


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

65

„Hrossakjötið er okkar stolt“ - segir Björn Þór Baldursson, eigandi Surf & Turf á Selfossi

Björn Þór Baldursson veitingamaður á fjölbreyttan feril að baki í rekstri veitingahúsa. Þar áður og meðfram veitingahúsarekstrinum var hann farsæll flugstjóri hjá Flugleiðum og fleirum.

Surf & Turf er nafn á veitinga­ stað á Selfossi sem áður hét Kaktus. Eigandinn, Björn Þór Baldurs­son, fyrrverandi flugstjóri, telur að nafnbreytingin hafi breytt miklu hvað varðar aðsókn að staðnum því áður henti það að inn á

algeng nafn og gott að búa til logo fyrir staðinn. Þetta gekk í tvö ár en síðustu sex árin hefur hann heitið Surf and turf. ,,Mér fannst oft áður að það vantaði eitthvað í nafniið á veitingastaðnum til að sýna hvað

Veitingastaðurinn Surf & Turf er á Austurvegi, Selfossi.

veitingastaðinn kom fólk sem taldi að Kaktus væri nafn á blómabúð. Þegar Björn Þór keypti staðinn hét hann Hrói höttur og var orðinn barn síns tíma, en hafði heilmikla velvild, en hann vildi sýna að þetta væri ekki lengur sami staðurinn. Nafnið Kaktus varð fyrir valinu,

fæst hérna. Þegar ég fór að ræða þetta við vini mína spurðu þeir á móti hvað ég vildi selja. Viltu selja fisk og alls kyns sjávarrétti og vera með úrval af íslensku kjöti. Ég sagði við þá að ég vildi ná til allra þeirra ferðamanna sem fara um Selfoss allt áið um kring sem

eru um 3 milljónir alls þó kannski fari ekki allir þeir um Selfoss. Nafnið verður að vera á einhverju tungumáli sem flestir skilja og þá varð niðurstaðan, Surf and turf, surf sem þýðir að þjóna og turf eins og torfið í sveitinni. Veitingastaðir með þessu nafni eru til um allan heim þó ekki sé um að ræða nafn á verndaðri verslunar- eða veitingahúsakeðju. Ég breytti síðan ástand staðarins og gerði hann svolítið vestrænan, svo ,,country and western.“ og humarhala til að minna á sjávarrétti. Ég fullyrði að viðskiptin tvöfölduðust eftir nafnabreytinguna, aðal­l ega útlendingar en aðsókn Íslend­inga jókst lítið framan af. Markaðs­ setning tókst því vel. Ég var gagnrýndur fyrir nafnið, í Mogganum var sagt að það væri ómenning á Selfossi. Ég benti viðkomandi blaðamanni á að á Selfossi væru fleiri veitingastaðir og skyndibitastaðir sem bæru erlent nafn, og reyndar um allt land,“ segir Björn Þór.

Bleikjan alltaf vinsæl

Björn Þór telur miður hvað humarvertíðin hefur gengið illa enda hefur verið á dagskrá að

Síldarbærinn Raufarhöfn má muna sinn fífill fegurri - árið 1966 komu 10% af útflutnings­tekjum landsmanna frá staðnum Raufarhöfn er sjávarþorp á austanverðri Melrakka­sléttu í sveitarfélaginu Norðurþingi og er nyrsta kauptún landsins. Aðal­ atvinnuvegur er sjávarútvegur. Á Raufarhöfn er grunnskóli með um 30 nemendum. Fólksfjöldi 1. desember 2011 var 194 og hafði fækkað úr 406 árið 1999. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1920. Raufarhöfn var bújörð fram yfir 1950 og byggðist þorpið upp í landi jarðarinnar, við náttúrulega höfn í skjóli klettahöfða. Raufarhafnar er getið sem lendingarstaðar í Íslendingasögum og þangað munu kaup­menn hafa siglt þegar á landnámsöld. Á síðmið­

öldum versluðu þýskir Hanakaupmenn þar og seinna komu hollenskir duggarar þar við og stunduðu launverslun. Bændur á Sléttu áttu að sækja verslun til Húsavíkur eða Vopnafjarðar á einokunartímanum, langa og erfiða leið, og óskuðu oft eftir að Raufarhöfn yrði gerð að verslunarstað en það var þó ekki fyrr en 1833 sem staðurinn varð löggiltur verslunarstaður og 1836 reisti danskur kaupmaður þar hús, Búðina, sem var fjórar hæðir og eitt stærsta hús landsins á þeim tíma. Hún brann árið 1956. Síðar tóku íslenskir kaupmenn við versluninni og Gránufélagið rak þar verslun til 1893.

friða hann tímabundið, þ.e. banna veiðar. Það sé því auðvitað ekki gott að vera með rétt á matseðli sem ekki fæst keyptur hjá þeim aðilum sem hann selja. ,,Sá réttur sem selst best er bleikjuflök frá Þorlákshöfn sem ég fullyrði að eru alveg hrikalega góð og sá réttur er á tilboði í hádeginu. Svo erum við með djúpsteiktan fisk,fish and chips, og fisk dagsins sem er oft lúða þegar hún fæst á markaðnum en hún er friðuð en kemur alltaf eitthvað sem meðafli, þ.e. kemur í afla báta sem eru á bolfsikveiðum. Einnig mætti nefna blálöngu.“

Hrossakjötið stolt staðarins

,,Svo er það aðalsmerki þessa staðar, hrossakjötið, okkar stolt. Annars vegar er það hrossamínútusteik með bernessósu og fleiru sem ég fullyrði að sé ódýrari en hamborgari sem hægt er að fá á bensínsjoppu. Stundum er sagt að íslenskir hestamenn borði ekki hrossakjöt, borði ekki vini sína, en ég hef aldrei rekist á þann hóp, kannski er hann bara ekki til. Ég hef aðeins orðið var við þetta viðhorf hjá þýskum, sænskum unglingsstúlkum, jafnvel frá

Bræðurnir Jón og Sveinn Einarssynir frá Hraunum í Fljótum hófu verslunarrekstur á Raufarhöfn 1896 og jafnframt fisk- og hákarlaveiðar og byggðu hafskipabryggju þar árið 1900. Sama sumar hófu Norðmenn síldveiðar frá Raufarhöfn og á næstu áratugum stækkaði þorpið ört og var aðalatvinna íbúanna síldveiðar, síldarbræðsla og þjónusta við síldveiðiskip. Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu verksmiðjuna af Norðmönnum 1934 og 1944 var Raufarhöfn annar mesti síldveiðibær landsins á eftir Siglufirði.

öðrum löndum, sem eru nýkomnar til landsins og eru að vinna á hestabúum eða hestaleigum. Svo bjóðum við einnig hrossa­ lundir sem ég tel að sé eitt hollasta kjöt í heimi. Hrossakjöt er eina kjötið sem er með fjölómettaða fitu. Að vissu leiti má fullyrða að annað kjöt sé því mun síður hollt, jafnvel að vissu leiti óhollt þó það sé mjög gott á bragðið.“ - Er mikil samkeppni í veitingarekstrinum á Selfossi? Já, það er það auðvitað enda allmargir staðir þar sem hægt er að fá mat, líka skyndibita og heimilismat. Hingað kemur alltaf eitthvað af Selfyssingum og íbúum úr nágrenninu, sumir í hverjum einasta mánuði. Svo eru auðvitað heimamenn sem aldrei koma hingað, það er bara eðlilegt, fólk fer mjög misjafnlega á veitingastað, sumir jafnvel aldrei. Nýlega var áttaþúsundasti íbúinn hér boðinn velkominn með blómvendi og ég veit að hingað hefur flutt ný fjölskylda í hverri einustuð viku. Bæjarfélagið hreinlega blæs út, það má ekki síst merkja á öllum byggingaframkvæmdunum í nýjum hverfum,“ segir Björn Þór Baldursson.

Norðmanna. Mannvirki henni tengd voru yfirgefin og að sumu leyti minnti Raufarhöfn á draugabæ og íbúum fækkaði. Þó var reynt að sporna á móti, meðal annars með kaupum á togaranum Rauðanúpi sem var smíðaður í Japan og var einn fyrstu skuttogari landsmanna. Stofnað var útgerðarfélag og enn í dag er útgerð og fiskvinnsla aðalatvinna þorpsbúa.

Á fjórða þúsund manns á Raufarhöfn!

Á sjöunda áratugnum varð Raufarhöfn svo mesti síldarbærinn og þá var þar mikill uppgangur og allt að 11 síldarsöltunarstöðvar starfandi samtímis. Þá komu um það bil 10% af öllum ágóða landsins frá síldarvinnu á Raufarhöfn. Íbúarnir voru þá hátt á sjötta hundrað og á síldarvertíðinni streymdi aðkomufólk að svo að yfir tvö þúsund manns höfðu aðsetur þar og þegar nokkur hundruð bátar bættust við í landlegum voru stundum á fjórða þúsund manns í þorpinu í einu. En árið 1967 hvarf síldin vegna gengdarlausrar ofveiði Íslendinga og

Síldarsöltun á Raufarhöfn sumarið 1957. Mannlífið blómstraði og enginn hætta var talin á að síldin yrði einhvern tíma ofveidd. Hafið yrði endalaust fullt af síld.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

66

Söfnunar­reikningur stofnaður fyrir utanspítala­þjónustu

Reyðarfjörður.

Eldislaxi slátrað á Reyðafirði Tímamót urðu hjá Löxum fiskeldi í Fjarðabyggð í upphafi vikunnar þegar fyrstu fullvöxnu löxunum var slátrað úr kvíum

fyrirtækisins í Reyðarfirði. Afurðirnar eru nú á leið á markað í Evrópu. Framkvæmdastjórinn fagnar manna mest því eftir átta

ára uppbyggingartíma þar sem fyrirtækið hefur verið rekið með lántökum og hlutafjárframlögum eigenda eru loksins að berast tekjur fyrir seldar afurðir. Fyrirtækið stefnir að 24-25 þúsund tonna framleiðslu á svæðinu. Á norskan mælikvarða er þetta örsmæðariðnaður þar sem þeir flytja út meria milljón tonn meðan við þráttum um smotterí. -HJ

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur stofnað söfnunarreikning til styrktar og eflingar utanspítalaþjónustu á Íslandi. Tilurð þessa er sú staða sem uppi er og hefur verið hvað viðkemur bráðaþjónustu utanspítala á Íslandi. LSS hefur af því miklar og þungar áhyggjur hve naumt er skammtað af fjármagni úr ríkisrekstri til málaflokksins og hefur sú staða allt of oft hamlað eðlilegri og nauðsynlegri framþróun. Þessi reikningur er hugsaður til framtíðar og verður sérstaklega horft til menntunar og þjálfunarmála sjúkraflutningamanna, en menntun og þjálfun er að áliti LSS eitt dýrmætasta fjöregg utanspítalaþjónustunnar. Vel má sjá fyrir sér einnig að fé verði veitt úr sjóðnum til kaupa á sérstökum bráðabúnaði sem viðurkenndar rannsóknir hafa sýnt fram á að skipti sköpum í sjúklingameðferð

utanspítala og LSS vill auka vitund um.

Bíll til hermiþjálfunar

Fyrsta verkefni sjóðsins verður söfnun til kaupa á sérstökum bíl ætluðum til hermiþjálfunar. Hermiþjálfun er ört vaxandi þáttur í menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Bíllinn yrði útbúinn sem sjúkrabíll með vönduðum hermidúkkum bæði í fullorðins- og barnastærð. Það er bjargföst trú LSS að slíkur kennslu/þjálfunarbíll yrði bylting í eflingu menntunar og þjálfunar sjúkraflutningamanna sem og annarra er í utanspítalaþjónustu starfa á Íslandi. Sjúkraflutningamenn á Íslandi hafa kallað sterkt eftir úrbótum þar á. Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar sem styrkja myndu reikninginn yrðu sérlegir hollvinir utanspítalaþjónustu á Íslandi.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er vel tækjum búið en það kemur utanspítalaþjónustu ekki nema takmarkað að gagni.

Innfluttar ostrur orsökuðu nóróveirusýkingu í Reykjavík - Innflutningur ófrystra matvæla sannar áhættuna. Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum.

Hvalárvirkjun er bráða­nauðsyn atvinnulífs á Vestfjörðum Hvalárvirkjun er fyrirhuguð virkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Með Hvalárvirkjun er fyrirhugað að virkja árnar Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará á Ófeigsfjarðarheiði til raforkuframleiðslu og er gert ráð fyrir að afl virkjunarinnar verði 55 MW og orkuframleiðsla um 320 GWh á ári sem er meira en heildarnotkun raforku á Vestfjörðum. Hringtengin raforku á Vestfjörðum yrði tryggð með Hvalárvirkjun. Fyrirhuguð eru þrjú miðlunarlón Vatnalautalón,

Hvalárlón og Eyvindarfjarðarlón. VesturVerk, sem er að mestu í eigu HS Orku, hyggst reisa Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Hvalárvirkun er í orkunýtingarflokki Rammaáætlunar en Skipulagsstofnun telur virkjunina koma til með að hafa veruleg neikvæð áhrif á ásýnd, landslag og víðerni. Forsvarsmenn halda þó sínu striki og boða bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum. Veita á ánni Rjúkanda með 25 metra hárri stíflu í miðlunarlón,

Vatnalautalón, sem er myndað með 21 metra hárri stíflu í Hvalá. Vatni Vatnalautalóns á svo að veita áfram í Hvalárlón sem er myndað í Efra- og NeðraHvalárvatni með 33 metra hárri stíflu í Hvalá. Þá stendur til að gera lón úr Eyvindarfjarðarvatni með 19 metra hárri stíflu og veita vatni þaðan um jarðgöng í Hvalárlón. Frá Hvalárlóni verður vatni veitt um aðrennslisgöng til norðurs að neðanjarðarstöðvarhúsi og þaðan um frárennslisgöng sem opnast rétt fyrir ofan ósa Hvalár í Ófeigsfirði.

Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóró­veiru í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfiskmarkaðnum í Reykjavík. Innflutningur ófrystra matvæla sannar áhættuna. Orsakar veikindanna eikindanna má rekja til mengaðra ostra sem gestirnir neyttu, að því er fram kemur í frétt frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Matvælastofnun og sóttvarnalækni. Um er að ræða ostrur innfluttar frá Norður-Spáni sem ungviði og áfram ræktaðar í búrum til manneldis í Skjálfandaflóa af fyrir­tækinu Víkurskel á Húsavík.

Samkvæmt upplýsingum Matvæla­ stofnunar er þetta í fyrsta sinn sem nóróveira er staðfest í ostrum hér á landi. Við skoðun Heil­ brigðis­eftirlits Reykjavíkur kom í ljós að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi er í gildi á Skelfiskmarkaðnum. En eftirlit dugar ekki, sýklarnir smjúga framhjá. Eina ráðið er að flytja ekki inn matvöru frá útlöndum vegna hagsmuna kaupmanna einna eins og allir okkar færustu vísindamenn hafa bent á.



SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Með þessa mynt sem gjaldmiðil Íslands gætum við ekki gert frjálsa kjarasamninga því hana gætum við ekki slegið sjálfir, ef í harðbakkann slægi.

Lifi íslenska krónan! Hér er margt skrafað um ömurlegheitin í íslenska krónu­ sam­félaginu. Kratafylkingin telur allra meina bót að ganga í Evrópu­ bandalagið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þá geti fólk fengið sér lán eins og þeir í útlöndum án þess að hafa verðtryggingu á láninu, sem sér um að maður borgar mörgum sinni hærri tölur til baka en maður lagði upp með. Vegna þess að við höfum hækkað reikningana sem við skrifum hvort á annað meira en við máttum. Afleiðingin verður verðbólga sem einhverjir þekkja og vilja helst fá eftur sem fyrst. Margir gleyma því, að með því að taka upp evruna eru menn komnir í evruland þar sem kaupið er til muna lægra en hér. Og til að hækka það á kostnað annara stétta munu ekki duga hefðbundnar aðgerðir, eins og loka skólunum eða sjúkrahúsunum, flugsamgöngum eða vöruflutningum. Það verður ekki hægt að hafa aðra kjarasamninga en þar gerast. Þeir sem halda að þeir geti haldið áfram að hegða sér eins og þeim sýnist lifa í einhverju Shjangríla eða Gotham City hjá Batman. Við munum hinsvegar ekki getað prentað evrur sjálf, það skyldu þessir spekingar muna. Mér finnst margir gleyma því að í evrulandi er ekki verðtrygging vegna þess að hegðun eintaklinganna innbyrðis er takmörkunum háð og hún stendur aðeins meðan friðurinn helst.. Það sjá allir að það er ekki hægt að hækka laun allra í Frakklandi meðan það er ekki gert í Þýskalndi. Það er hinsvegar búið að því og þessvegna segir Fillon forsætisráðherra að hann sé forstjóri í gjaldþrota fyrirtækinu Frakklandi sem eigi ekki eitt þegar kemur september hvert ár. Þannig er nú staðan þar. Sarkozy, fyrrveerandi forseti Frakklands, glímdi við við lestar­ starfsmennina 2007. Hann ssagði þá að það yrði að breyta Frakklandi, kerfið gangi bara ekki lengur svona. Þetta var líka staðreynd í undanfara stjórnarbyltingarinnar 1793. Lausnin þá varð dýrkeypt fyrir alla Evrópu og ekki síður Íslendinga meðan Napóleon leysti efnahags­vandann með gífurlegum manndrápum.

Verkalýðsfélög með þjóðfélagið í gíslingu Hér hafa verkalýðsfélög í nafni stéttabaráttunnar oftlega tekið þjóðfélagið í gíslingu og kollsteypt efnahag landsins. Þeir segjast svo ekkert skilja í eftirfylgjandi verðbólgu og svo verðtryggingunni

Íslenska krónan bjargaði efnahag landsins út úr hruninu. Á 100 ára afmæli fullveldi s Íslands ættum við að hrópa: Íslenzka krónan lengi lifi! Sómi Íslands, sverð og skjöldur! Förum betur með hana! sem er nauðvörn litla mannsins sem reynir að spara saman fremur en að eyða og spenna. Þessir flokkar æpa niður með verðryggingu lánanna en gleyma því að hún verkar á báða vegu. Hún er eini vinur sparandans. Eitt sinn mátti sjá línurit yfir 25 ár og þar fullyrt að það væri helmingi ódýrara að hafa lán í dollurum en með íslenskri lánskjaravísitölu. Dollar er dollar, alveg sama hvernig heimurinn sveiflar sér í kringum hann. Það eru bara fasteignasalarnir og húsbygginga­ braskararnir sem eru búnir að koma fasteignaverðinu hér uppí tvöfaldan byggingakostnað studdir af aumingjaskap pólitíkusanna, sem spila með í braskinu með því að hækka lóðaverðið taumlaust. Lóðaskortsstefnan á höfuðborgar­ svæðinu, sem R-listinn leiddi áfram í hæstu hæðir, hefur skapað þessar aðstæður. Ef allir gætu fengið lóð á kostnaðarverði myndi verðið falla. Íslenskir pólitíkusar hafa aldrei skilið það að lóðaskortur er mesti verðbólguvaldurinn sem leikið hefur lausum hala á Íslandi. Ef til vill hefur enginn

68

skilið þetta nema gamli góði Villi sem hér var eitt sinn borgarstjóri í Reykjavík sem ætlaði að koma upp lóðabanka fyrir almenning. Því miður gerði sexmenningaklíkan í hans eigin flokki útafvið möguleikana á að hrinda þessari grundvallarefnahagsaðgerð í framkvæmd. Víst er að lýðurinn, sem tók við stjórnartaumunum , mun ekkert gera nema samræða við sjálfan sig eins og þeirra er háttur. Í Bandaríkjunum er til nóg byggingaland. Þar ríkir sam­keppni en ekki klíkuskapur í kvótaúthlutunum. Á Florida kostar vandað 200 fermetra einbýlishús úr múrsteini og spýtum með garði og tveggja bíla bílskúr núna um 25 milljónir íslenzkar. Samskonar hús hérna kostar margfalt meira að byggja, allt að tvöfalt meira að kaupa. Þetta er bara GA-ga vitleysa. Gamli Sveinn sagði líka stundum ; Sumir eru ,,lánsamari“ en aðrir . Og líka sagði hann : ,,Lán er ólán“ fyrir þann sem tekur en ekki sparar. ,,Það er verðmætasköpunin og eignamyndunin sem skiptir máli.“ Unga fólkið ætti að hugsa um þau orð núna þegar hægt er að geyma spariféið á tryggan hátt, þökk sé verðtrygginggunni sem allir eru í heimsku sinni að bölva. Hún virkar nefnilega í báðar áttir. Gamli Sveinn sagði líka þegar vextastefnu Seðlabankans bar á góma; "Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga"! Kannski að Már geri sér þetta ljóst þegar hann hækkar og hækkar.? Skyldu þau Sólveig og Ragnar Þór að Már lækki ef þau ná öllum sínum kröfum fram? Er virkilega einhver svo vitlaus að halda að stýrivextir muni þá lækka á nýja árinu eftir nýja kjarasamaninga um stórhækkuð laun? Af því bara? Eitt sinn sagði Einar Oddur Kristjánsson sálungi; ,,Ekkert er svo þýðingarmikið á Íslandi að ekki megi fresta því.“ Ef mönnum væri ekki svona brátt í brók með að heimta allt strax, þá farnaðist mörgum betur. Það voru mikil mistök að fella niður verðbólgureikningsskil fyrirtækja. Þau lög voru þau skynsamlegustu sem við höfum nokkru sinni átt. Núna væru okkar stærstu fyrirtæki ekki að gera upp í evrum ef þau hefðu gilt áfram. Því miður voru ungu bréfaguttarnir sem því réðu of ungir til að muna það, hvernig verðbólgan gerði fyrirtæki gjaldþrota þó að þau borguðu alltaf myndarlegan tekjuskatt. Kratarnir tala alltaf líka um að hækka þurfi 20% fjármagns­ tekjuskattinn. Þeir virðast ekki skilja að hann er 20% plús verð­ bólga, núna þá nær 25%. Verðtryggða íslenska krónan er sterkasti gjaldmiðill í heimi. Íslendingar ættu að vera stoltir af henni en ekki vera að níða hana svona niður. Verðtryggðir innlánsreikningar til skamms tíma ættu að vera öllum almenningi aðgengilegir til að ýta undir sparnað og frestun eyðslu í anda Einars Odds Kristjánssonar sem var einn aðalhöfundur þjóðarsáttrarinnar íslensku 1990 sem batt enda á óðaverðbólgutímann sem hafði staðið óslitið frá því að vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar stytti vinnuvikuna um 10% og hækkaði öll laun í landinu um sömu prósentu. Nú vilja menn endurtaka þennan leik að því að heyrist. - HJ

Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta á Austurvelli. Þessum helsta baráttumanni er ekki mikil sýnd þegar styttan er öll í spansgrænu.

Lykillinn að skilningi á mál­flutningi Jóns Sigurðssonar forseta Ritstjóri nokkur í Kaupmanna­ höfn, Carl Bille, ásakaði Jón Sigurðsson á sínum tímaum að hafa í áraraðir ráðist á Danmörku og Dani á óbilgjarnan hátt og reynt að vekja upp hatur og óánægju Íslendinga gegn því landi sem þeir tilheyrðu. Að gefnu því tilefni skilgreindi Jón stjórnmálastarf sitt svo: ,,„Ég hef aldrei haft neitt á móti Danmörku eða Dönum almennt og enn síður ráðist á þá. Aftur á móti hef ég af eigin rammleik reynt að varpa ljósi á samband Íslands og Danmerkur og stuðla að því að taka megi enda sú óstjórn, sem óneitanlega hefur viðgengist og ríkir enn á Íslandi, og allir hafa viðurkennt sem hafa tjáð sig um íslensk málefni í mörg hundruð ár. Að ég sé kominn í andstöðu við núverandi stefnu danskra stjórnvalda í íslenskum málum er rétt, en andstaða mín hefir alltaf verið grundvölluð á nákvæmum rannsóknum og rökum.“ Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri segir að Íslendingar hafi lengið búið við Rentukammer. Þar var stjórnsýslan og óstjórnin sem Jón Sigurðsson gagnrýndi á hispurslausan en kurteisan hátt. Þar voru mál í athugun árum, áratugum og jafnvel öldum saman.

En hlustuðu Danir á Jón? Flest bendir til að svo hafi verið. Þeir báru mikla virðingu fyrir honum, þó uppreisnarmaður væri í augum margra þeirra. Kom þar margt til, einkum þó hversu maðurinn var glæsilegur, starfsamur og geðþekkur fulltrúi þjóðar, sem ekki var almennt hátt skrifuð þar ytra. Hann var viðræðugóður og glaður maður. Það hefur fallið vel í kramið hjá Dönum. En hvað ætli Jón okkar forseti hefði sagt um íslensku stjórnsýsluna í dag, sem margir telja ónýta, væri hann á meðal vor? Um það er auðvitað ekki hægt að fullyrða, en ætli hann mundi ekki kannast við stílinn og verkleysið: Málið er í athugun. Við erum að skoða málið. Við gefum því eitt ár og svo sjáum við til Málið er í rannsókn. Við munum fylgjast með! Nú þegar fullveldi Íslands er aldargamalt ættu við að sýna Jóni Sigurðssyni meiri virðingu, meta betur hans hlut að Ísland varð fullvalda ríki árið 1918. Fögnum fullveldinu heilshugar og varðveitum það og gerum 1. desember að hátíðisdegi, gerum daginn að almennum frídegi.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

69

Íþróttaiðkun barna er bæði leið til heilbrigðs lífstíls og forvörn Það eru forréttindi og metnaður flesta foreldra að börnin þeirra stundi áhugamál sín af kappi. Algengast er að börn velji sér íþróttir en einnig sem betur fer hneigjast mörg þeirra líka til lista. Við sem foreldrar lítum á þetta ekki bara sem leið til heilbrigðs lífstíls og tækifæra til framtíðar heldur einnig sem forvörn til að halda sér á beinni braut. Áreitin í dag eru margvísleg og freistingarnar einnig. Við lifum á tækniöld og yngri kynslóðir hafa aðgang að heiminum, upplýsingum og afþreyingu honum tengdum með einföldum hætti í gegnum internetið. Margir hafa áhyggjur af mikilli netnotkun og vilja meina að einangrun, kvíði og þunglyndi geti verið afleiðing af henni. Hins vegar sem foreldri sé ég að líklega eru börnin okkar í meiri félagsskap heldur en fyrri kynslóðir í gegnum ýmis samskiptaforrit. Við verðum að sætta okkur við að aðferðir yngri kynslóða til félagslegra samskipta eru einfaldlega ekki endilega sambærilegar því sem áður var. Hætturnar eru vissulega til staðar og við þurfum að kenna ábyrga netnotkun en þar með er ekki sagt að sú leið

sem börnin okkar fara sé verri leið til að eiga vini og efla félagsleg tengsl. Íþróttaiðkun barna er mikilvæg til þess að efla félagstengsl og forvarnir en eru alls ekki kostnaðarlaus. Sveitafélög mörg hver hafa kappkostað við að greiða niður félagsgjöld til þess að efla æskulýðsstarf og þar sem að forvarnir eru samfélaginu öllu til heilla. Byggð eru íþróttahús og aðstaða til íþróttaiðkunnar er efld og eru slík svæði víða skrautfjaðrir bæjarfélaga. Hins vegar lendir ýmis annar kostnaður á fjölskyldum og getur hann verið afar hár. Velgengni landsliða okkar í ýmsum íþróttum hefur verið hvatning til barna um möguleika til að skara fram úr í íþróttum, komast á skólastyrk erlendis og jafnvel fá góð laun til þess að iðka það sem þeim finnst skemmtilegast. Þessi tækifæri sjá foreldrar líka og eru tilbúnir til þess að styrkja börnin sín til íþrótta en til þess dugar oftast ekki bara að greiða æfingagjöldin. Samkeppnin fer vaxandi og til þess að koma börnum áleiðis til afreka fellur ýmis aukakostnaður

til. Þau þurfa að eiga réttu “græjunar” hverju sinni s.s. skó og fatnað. Algeng æfingagjöld geta verið yfir 100 þúsund krónur á ári en þar með er ekki talinn allur kostnaður. Keppnisferðalög og þátttökugjöld standa yfirleitt utan þessarar upphæðar og geta hlaupið á tugum og hundruðum þúsunda hjá hverri fjölskyldu. Með þessu er auðvelt að sjá í hendi sér að efnaminni fjölskyldur standa ekki vel að vígi þegar kemur að því að veita börnunum sínum tækifæri til að feta leið afreka í íþróttum. Hvað er þá til ráða? Ég veit til þess að mörg íþróttafélög hlaupa undir bagga ef þau sjá einhvern sem er að heltast úr lestinni vegna efnahags. Hins vegar getur viðurkenning á slíku stundum verið mörgum þungbært. Sveitafélög bera auðvitað mikla ábyrgð þegar kemur að því að koma til móts við þá sem minna mega sín í gegnum velferðarþjónustu en almennt afreksstarf og tækifæri til þess fellur ekki undir slíkar beiðnir. Mörgum sinnum á ári má sjá fjölskyldur og iðkendur standa að fjáröflunum sem

Karen E. Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvestur kjördæmi

kosta eiga keppnisferðalög innan lands sem utan. Þetta sjáum við á facebook og fáum með símtölum um slíkar beiðnir. Slíkar safnanir eins góðar og þær eru duga ekki alltaf, og þurfa aðstandendur því að borga mismuninn. Slíkt getur vegið þungt í heimilisbókhaldi láglaunafólks og hjá barnmörgum fjölskyldum. Það væri áhugavert að ræða aðkomu fyrirtækja og sveitafélaga að ferðalagasjóði gæti sem verið til þess fallinn að styrkja einstaklinga sem af efnahagslegum ástæðum geta ekki tekið þátt í keppnum og hátíðum og helts þannig úr lestinni á leið sinni að frama innan sinnar íþróttagreinar. Aðkoma fyritækja væri ekki í formi markaðssetningar á ímynd sinni heldur sem framlag til samfélagslegrar ábyrgðar og tækifærisjöfnunar barna.

Iðnaður hefur fylgt mannkyninu um margra alda skeið. Í gegnum þrjár iðnbyltingar og þá fjórðu sem er yfirstandandi hefur iðnaður þróast og orðið mikilvægari hluti af verðmætasköpun ríkja og útflutningstekjum auk þess að skapa verðmæt og eftirsótt störf. Fyrsta iðnbyltingin markaði upphaf hraðra efnahagslegra og samfélagslegra breytinga sem áttu sér ekki fordæmi í sögunni. Sú bylting og þær sem á eftir hafa komið hafa gjörbreytt hagkerfum, samfélögum og nær öllum þáttum daglegs lífs. Það er ekki ofsögum sagt að iðnaðurinn hafi skapað stóran hluta af lífsgæðum nútímamannsins.

Iðnfyrirtæki eru leiðandi í nýsköpun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal fundrmanna á fundi Samtaka iðnaðarins.

Atvinnustefna til framtíðar Það var vel sóttur fundur Samtaka iðnaðarins í Kaldalóni í Hörpu þegar ný skýrsla samtakanna var kynnt. Skýrslan ber heitið ,,Mótum framtíðina saman - atvinnustefna fyrir Ísland“ og er unnin af starfsmönnum Samtaka iðnaðarins. Á fundinum stýrði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, pallborðsumræðum. Í umræðunum tóku þátt Bjarni Benediktsson,

fjármála- og efnahagsráðherra, María Bragadóttir, yfirmaður stefnumótunar hjá Alvotech, Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í skýrslunni er stillt upp mynd af Íslandi árið 2050 og horft til þeirra málefna sem helst hafa áhrif á samkeppnishæfni landsins. Í skýrslunni sem er

50 síður eru settar fram tillögur að hátt í 70 umbótaverkefnum sem þyrfti að ráðast í til að efla samkeppnishæfnina. Í skýrslunni kemur fram að atvinnustefna getur verið rauði þráðurinn í stefnumótun hins opinbera þannig að unnið væri að samræmi í ólíkum málaflokkum svo fjármunir nýtist á sem skilvirkastan hátt og dregið sé úr sóun.

Það er því ekki að ástæðulausu að iðnaður er eftirsóttur af ríkjum heims en fyrirtæki í greininni eru leiðandi í nýsköpun sem mun hafa víðtæk efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á heimsvísu til framtíðar.

Karen E. Halldórsdóttir

Hér á landi starfar fjölbreytt flóra iðnfyrirtækja af öllum stærðum og um allt land. Frá byggingariðnaði til tölvuleikjagerðar, frá matvælaiðnaði til upplýsingatækni og frá stóriðju til kvikmyndagerðar. Allt eru þetta dæmi um íslenskan iðnað og má nefna fjölmörg önnur dæmi. Iðnaður skapar um eitt af hverjum fimm störfum í landinu, 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins, 23% landsframleiðslunnar, þriðjung veltu fyrirtækja í landinu og stóran hluta skatttekna hins opinbera. Eru þá ekki tekin með óbein áhrif starfsemi iðnfyrirtækja á hagkerfið, sem eru umtalsverð. Störf í iðnaði eru oftar en ekki sérhæfð og krefjast gjarnan iðn- og verkmenntunar eða tækni-, raungreina- eða verkfræðimenntunar. Þetta er þó að breytast þar sem aukin áhersla er lögð á sköpun og þannig hefur hönnun til að mynda fengið aukið vægi í iðnaði.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

70

Kolefnisjöfnun

- blekking eða blessun?

Um allan heim fara menn mikinn í sambandi við aukið magn koltvísýrings, CO2, í andrúmsloftinu. Margir halda því fram að maðurinn sé mest ábyrgur fyrir hækkandi magni af CO2 í andrúmsloftinu með útblæstri iðnaðar og vélanotkunar. Aðrir eru á öndverðri skoðun og vilja draga úr áhrifum mannsins. Það gætir tvískinnungs hjá iðnaðarþjóðum sem telja samvisku­ samlega upp útblástur bíla og skipa en sleppa gjarnan áhrifum flugsamgangna. En þær koma útblæsri sínum þó fyrir á langt um hættulegri stað en jarðbundnar uppsprettur. Hentistefna virðist því ráða í einhverjum mæli þegar málefnið er rætt. Menn halda því fram að hækkun CO2 í andrúmsloftinu leiði til gróðurhúsaáhrifa sem hækki hitastig jarðar og valdi bráðnun jökla og hækkun sjávaryfirborðs. Þessir aðilar halda því fram að þetta sé skaðlegt. Aðrir, til dæmis íbúar kaldari landa eins og Íslands, gætu fremur fagnað hækkun meðalhitans en hitt. Við Íslendingar leggjum mjög lítið til heildarlosunar mannkyns á CO2 eða 3.4 milljónir tonna árið 2010 á móti 35.900 milljónum tonna eða tæpt 0.1 prómille heildarlosunar. Af þessu magni er talið að tæpur helmingur setjist að í andrúmsloftinu, fjórðungur leysist upp í höfunum og þriðjungur setjist á landi. Er CO2 óvinur eða ekki? Skemmst er frá að segja að CO2 er byggingarefni lífsins. Án þess grænkar ekki gróðurinn og ekkert líf þrífst. Hvernig stendur á því að ýmsum hópum tekst að afflytja merkingu þessa efnis og búa til grýlur úr því? Það er staðreynd að magn CO2 í andrúmsloftinu hefur sveiflast mikið síðustu 600 milljón árin eða svo. Magn þess í andrúmsloftinu nú á dögum er það lægsta sem

það hefur verið allan þann tíma og hitinn í andrúmsloftinu er einnig með því lægsta sem gerst hefur á sama tíma.

Það er ekki nóg að Íslendingar fari fram af ábyrgð með sitt litla magn til losunar CO2. Aðrar þjóðir þurfa líka að vanda sig ef heimsbyggðin

ekki að borða, til þess eins að gera jarðefnaeldsneytið sem við notum á bílana okkar dýrara og aflminna? Stuðla þannig að fæðuskorti hjá

hátt í umræðu er ekki nægilega gjörla þekkt né heldur hversu mun fara með ráðstafanir manna á því sviði.

á að njóta ávaxtanna. En því miður bendir fátt til þess að þær séu allar að gera það. Umhverfissóðar eru allt í kring um okkur. Í nágrnnalöndum okkar eru orkuver sem spúa út tugmilljónum tonna af CO2 og brennisteinssamböndum af ýmsu tagi. Það er til lítils fyrir okkur að leggja skatt á okkur sjálf og gera okkur lífið erfiðara ef aðrir kæra sig kollótta og sýna enga viðleitni í verki. Til hvers erum við Íslendingar að flytja inn Ethanól sem er unnið úr maís, sem fátækt fólk fær þá

þeim sem síst við því mega eins og fátækt fólk í Afríku. Loftlagsmálin eru langt í frá að verða útrædd. Helst verða það afgerandi breytingar á hitastigi jarðar sem geta breytt hinni hefðbundnu umræðu okkar daga. Margir segja að kólnun sé fremur framundan til skemmri tíma heldur en hlýnun. Ekki verður lagður fram spádómur um þróunina hér í þessum pistli. En margt getur komið á óvart og margt opinberast sem ekki er nægilega vel þekkt á þessari stundu. Kolefnisjöfnun sem nú ber

Margt virðist vera of lítið rannsakað til þess að fullyrða megi um áhrif tiltekinna ráðstafana eins og svokölluð endurheimt votlendis. Enda hljóta hagrænar takmarkanir í landnýtingu og fæðuöryggi að koma til álita við slíkar ráðagerðir. En víst er að engar ráðstafanir sem gerðar eru til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum verða á fórna eða kostnaðar fyrir almenning. Vonandi fremur samt til blessunar en blekkingar.-HJ

Síðkolatímabilið og árla-Permiu tímabilið eru þau einu tímabil á síðustu 600 milljónum ára þar sem bæði CO2 í andrúmsloftinu og hitastig var eins lágt og það er núna. Svo hver er þá hættan sem mannkyni stafar af CO2 útblæstri? Menn benda á að hitastig andrúmsloftsins hafi hækkað síðan í byrjun iðnbyltingar. Rétt er það vissulega. En menn deila um ástæðurnar. Margir fremstu vísindamenn heimsins benda á að orsökin fyrir hitabreytingum séu fyrst og fremst að leita í breytingum á útgeislun sólar. Án efa hafa þeir margt til síns máls. Þeir sem vilja leita orsakanna í losun manna á CO2 með brennslu jarðefeneldsneytis og breytingum á votlendi hafa hugsalega einnig nokkuð til síns máls. Svo liggur þá sannleikurinn ein­hvers­staðar þarna á milli?

Hvað er til bragðs?

Margar breytur eru í loftslagsmálum og sýnist sitt hverjum. Hvað sem rétt er þá er ekki ástæða til annars en að ræða þessi mál af fullri alvöru og ábyrgð. Er ekki rétt að leitast við að umgangast náttúruna af virðinguog gætni? Fara hvergi fram með óhófi eða sóðaskap, hvorki í útblæstri eða óvarlegri orkunotkun. Láta náttúruna njóta vafans. Reyna að hegða sér ábyrgt og fara vel með þær Guðs-Gjafir sem eru orkan sem okkur mönnum er aðgengileg, hvaðan og hvernig sem við kjósum að nema hana til okkar. Forðast ofstæki í skoðunum en reyna að lágmarka skaðleg áhrif mannvistar á náttúruna og reyna að bæta okkar umhverfi fremur en að spilla því.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Dýrafóður sem ekki hefur hlotið samþykki Evrópusambandsins - notað í fiskeldi hérlendis Fóður með aukefni frá Kína sem ekki hefur hlotið samþykki Evrópu­ sambandsins var notað í fiskeldi hér á landi og í dýrafóður í löndum Evrópu. Þetta er enn ein sönnun á hættunni. Þegar Matvælastofnun fékk tilkynningu frá ESB var búið að nota fóðrið. Ekki þótti ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana enda neytendum ekki hætta búin. Auk­efnið er B2 vítamín sem framleitt er úr erfðabreyttum bakt­ eríum í Kína. Framleiðslan hefur ekki farið í gegn um öryggis­prófun heilbrigðisyfirvalda í Evrópu og því ekki leyfilegt að nota hana í fóður.

Vítamínið er notað sem aukefni í fóður. Tiltölulega lítið magn hefur því áhrif á stóra farma, sennilega yfir milljón tonn alls. Stórt fyrirtæki í Hollandi sem blandar saman aukefnum og selur til fóðurframleiðanda notaði þetta vítamín. Fóðrinu var dreift víða um Evrópu. Þegar málið kom upp voru birgðir innkallaðar. Hingað kom sending frá norska fóðurframleiðandanum Skretting og var fóðrið notað við fiskeldi hjá tveimur fyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Matvælastofnun telur fátt hægt að gera, úr því sem komið var, enda neytendum ekki hætta búin. Umrætt aukefni er bannað í Evrópusambandinu með vísan til reglugerða um erfðabreytt fóður og matvæli. Reglugerðirnar hafi ekki verið innleiddar hér og því hæpinn lagagrundvöllur til aðgerða á grundvelli þeirra.


jeep.is

ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK ®

TORFÆRUÚTGÁFAN AF ÞESSUM FRÁBÆRA JEPPA

Bíll á mynd er 33” breyttur

STAÐALBÚNAÐUR M.A.: DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN. LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI, RAFDRIFINN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI. AUKAHLUTIR Á MYND: DRÁTTARKRÓKAR AÐ FRAMAN.

HÖRKUTÓL SEM ENDIST

ramisland.is

RAM 3500 LIMITED TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED. RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.395.000 ÁN VSK.

40” BREYTTUR

KR. 7.929.800 MEÐ VSK.

UMBOÐSAÐILI JEEP OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ®


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

72

„Ég tel að bann við nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2030 sé illa ígrundað“ - segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri OLÍS

Jón Ólafur Halldórsson forstjóri OLÍS er fæddur 1962, stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og véltæknifræðingur, auk MBA og MS í viðskiptafræði. Jón Ólafur starfaði fyrr á árum hjá LÍÚ, Eimskip og Jarðborunum. Hann hefur unnið hjá OLÍS síðustu 24 ár og verið forstjóri fyrirtækisins frá 2014 og situr í stjórn og framkvæmdastjórn samtaka atvinnulífsins. Jón Ólafur segir að orkugjafar framtíðar þurfa að vera umhverfisvænir og öll tækniþróun tekur mið af því. Hann segir að margt fleira þurfi að skoða og fylgir með þegar viðleitinin til að draga úr norkun jarðefnaeldneytis er skoðuð nánar. Á alþjóðlega vísu er mikilvægt að heimurinn komi sér úr þeirri stöðu að við séum algjörlega háð einum orkugjafa. Deilur um yfirráð yfir olíuauðlindum eru oftar en ekki orsök stríðsátaka í MiðAusturlöndum, og reyndar víðar.

bönnum og þar með að bannað verði árið 2030 að nýskrá bensín- og díselbíla eins og ríkisstjórnin hefur boðað. Núna fást metan- og hybrid-bílar á tiltölulega hagstæðu verði sem flýtir fyrir orkuskiptum á Íslandi sem er í eðli sínu mjög heillandi hugmynd en skapa svigrúm til að finna bestu og hagkvæmustu lausnirnar. Samvkæmt samgönguáætlun Alþingis er framundan mikil innviðauppbygging á samgöngukerfinu, og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir Jón Ólafur.

Orkuskipti og loftlagsmál

Jón Ólafur segir að það hafi vakið almennt mikla eftirtekt að sjónum sé fyrst og fremst beint að einkabílnum, en hérlendis skapa þeir ekki nema 4-5% af þeirri mengun sem almennt séu allir sammála um að spryna

það er svo margt sem hefur áhrif svo sem endurheimt votlendis sem getur unnið gegn gróðurhúsaáhrifum. Þegar orkuskipti og umhverfismál eru skoðuð í víðu samhengi verður að hafa hafa heildarmyndina í huga og nálgast hlutina af ábyrgð. Það gerum við hjá OLÍS.“

Stefnulaus skattlagning kolefnisgjalds

Jón Ólafur Halldórsson segir kolefnisgjald vera svo til nýjan skatt á Íslandi sem lagður er á fljótandi jarðefnaeldsneyti, s.s. gas- og dísilolíu, bensín, og brennsluolíu. Skattheimta þessi sé stefnulaus, ósanngjörn, ótímabær og allt of mikil. ,,Gjaldið hefur hækkað um tugi prósenta undanfarin ár með neikvæðum afleiðingum fyrir heimilin og atvinnulífið

Beðið ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins

Verulegar breytingar standa fyrir dyrum hjá OLÍS en Hagar eignuðust fyrirtækið á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið samþykkti nýverið samruna félaganna en stofnin hefur verið með málið til skoðunar í rúma 12 mánuði. Þetta ferli hefur tekið allt of langan tíma og er ekki boðleg stjórnsýsla, það sér það hver maður.Samruni af þessu tagi er vissulega flókin og slæmt fyrir alla að hafa óvissu yfir sér lengi. Þarna eru mörg tækifæri fyrir OLÍS. Hagar eru með vöruhús, dreifingu, innkaup sem hlýtur að vera hagkvæmt fyrir bæði Haga og OLÍS. Nú er hægt að hefjast handa um að samþætta starfsemi í rekstri fyrirtækjanna tveggja enda tækifærin sem sameiningin felur í sér mörg, s.s. innkaup, birgðahald og dreifingu og markvissara vöruframboð sem mun efla þjónustustöðvar OLÍS, s.s. í margþættri bílaþjónustu og nú í seinni tíð hafa verið opnaðir skyndibitastaðir. Við það hefur markaðsstaðan eflst til muna og gefið tækifæri til að breyta stöðvunum að okkar smekk til samræmis við þarfir markaðarins. ,,Með fjölgun ferðamanna hefur myndast svigrúm til að fara í ýmis verkefni til að mæta vaxandi eftirspurn fyrir fólk á ferðinni. Við höfum reyndar séð að eldneytissalan fer ekki eins víðar um land og áður, ekki eins langt út frá höfuðborgarsvæðinu, og þar er áberandi eldneytissala á Norðurlandi og Vestfjörðum. Í undirbúningi er að byggja upp þjónustuna í Vík í Mýrdal þar sem OLÍS hefur átt lóð áratugum saaman. Gera má ráð fyrir ekki færri ferðamenn fari um Vík í Mýrdal eins og á liðnu sumri, eða vel á þriðja milljón manns. Líklegt er að í náinni framtíð verði mögulegt að nálgast á þjónustustöðunum jöfnum höndum jarðefnaeldsneyti, metangas og rafhleðslur fyrir farartæki eins og mögulegt er í dag á stöðvunum við Áflfheima og í Mjódd í Reykjavík enda sé framtíðin fjölorkustöðvar. Ég er almennt andstæður boðum og

Stærsta þjónustumiðstöð OLÍS er Í Norðlingaholti. Þar er selt 95 okt bensín, dísel, dísel lituð, steinolía og á staðnum er Ad blue dæla. Veitingar eru fáanlegar á Grill66 og Quiznos Sub, verslun er með helstu nausynjavörur, þarna er bílalúga sem hægt er að versla gegnum, og fyrir utan er þvottaplan, hægt að fá loft í dekk, fá afnot af ryksugu og boðið er upp á losun ferðasalerna.

verði fótum gengt. Um Um 60% af allri þeirri olíu sem Olís selur fer til iðnaðar og á fiskiskipaflotann, á skip sem þó séu verulega eyðsluminni en áður. Þá sé flugið ótalið sem mikill mengunarvaldur; útblástur frá farþegaþotunum sitji ofarlega í lofthjúpnum og sé því mjög skaðlegur. ,Pólitíkinni hefur hentað vel að sleppa flugsamgöngum og beina sjónum fremur að einkabílnum í umræðu um mengun og loftslagsmál. Það er mikil einföldun því

í landinu. Skatturinn er settur á í þágu loftlagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum. Yfirlýst markmið með skattheimtunni er að draga úr notkun ökutækja sem eru knúin jarðefnaeldsneyti og flýta fyrir orkuskiptum. Hið dulda markmið er öflun tekna fyrir ríkið en á síðasta ári skilaði gjaldið um 3,7 milljörðum króna í ríkissjóð. Skatttekjurnar eru ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftlagsmálum með beinum hætti og aðeins hluti þeirra

rennur þangað. Skatturinn er þannig ekki til þess fallinn að ná markmiði sínu, nema þá að vera hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð.“

Rafvæðing almennra ökutækja ekki raunhæfur kostur - Eru orkuskipti fyrir sjávarútvegs- og iðnaðarfyrirtæki raunhæfur kostur? ,,Hvatning til orkuskipta er góðra gjalda verð en hún verður að vera í takti


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

73

í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030 miðað við árið 1990. ,,Sjávarútvegurinn á Íslandi hefur þegar náð þessu markmiði við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi og er kominn vel á veg með að ná því vegna veiða. Markviss stjórn fiskveiða og endurnýjun fiskiskipaflotans er fyrst og fremst um að þakka. Reiknað er með að skip og búnaður þróist enn frekar og notkun fiskiskipa á olíu minnki vegna hækkandi olíuverðs og kröfu samfélagsins um minni umhverfisáhrif fiskveiða og siglinga. Íþyngjandi skattur eins og kolefnisgjald er líklegt til að draga úr fjárfestingum í nýjum búnaði og skipum. Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi á þessu ári fari upp í 5,5 milljarða króna og árið 2020 verði þær orðnar rúmir 6,6 milljarðar, peningarnir sem sóttir eru til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta er skattheimta sem leggst með mismunandi hætti á atvinnugreinar og eðlilegt að gerð sé krafa um að til sé heildstæð stefna um hvernig Ísland ætlar að nota kolefnisgjöld í baráttu við loftslagsbreytingar án þess að þau bitni á landsbyggðinni, samkeppnishæfni atvinnugreina og dragi þróttinn úr hagkerfinu,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri OLIS.

Stefnulaus skattlagning

Jón Ólafur Halldórsson forstjóri OLÍS.

við raunveruleikann. Orkuskipti fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, ýmsan iðnað og atvinnutæki er ekki raunhæfur kostur sem stendur. Rafvæðing almennra ökutækja er heldur ekki raunhæfur kostur í dag þar sem bæði tæknin og innviðauppbygging er of skammt á veg komin. Þannig bitnar skatturinn hlutfallslega verst á þeim tekjulægri og á íbúum landsbyggðarinnar. Þar að auki hefur skatturinn keðjuverkandi áhrif á verðbólgu með hækkunum á vörum og þjónustu vegna flutningskostnaðar og til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Um síðustu áramót hækkaði kolefnisgjaldið um 50% með þeim afleiðingum að skuldir heimila hækkuðu um 500- 600 milljónir króna. Ríkisstjórnin hefur boðað að gjaldið hækki um 10% um næstu áramót og um önnur 10% árið 2020. Það verða ekki allir bílar á Íslandi rafdrifinir árið 2030 eins og umhverfisráðherra vill og lög kveða á um. Auðvitað mun tækninni fleygja fram og gæði og ending battería aukast og það mun koma fullt af nýjum bílum á götuna árið 2030, bæði bensín- og díselvélar. Þeir verða hér á götum allmargir til ársins 2045, jafnvel lengur. Það verður stókostleg aukning á bílainnflutningi á síðustu metrunum. Öll þessi stóru vinnutæki og flutningatæki og flutningabílar verða ekki öll rafdrifin að mínu mati. Við erum með endurnýjanlega orku sem getur nýst, en ekki alfarið. Framleiðsla á rafbílum er ekki umhverfisvæn í dag og förgun á notuðum batteríum er mjög flókin. Hvað á svo að gera við öll þau farartæki sem þarf að farga eftir árið 2030. Hefur eitthvað verið hugsað út í það?“ - Bensínverð ræðst af heimsmarkaðsverði. Skilur almenningur hvað í raun ræður því hvað það þarf að borga fyhrir eldsneytið á heimilisbílinn. Af hverju er verðið hærra í dag en svo kannski aftur lægra á morgun? ,,Viðskiptablöðin er dugleg að greina frá því sem er að gerast á viðskiptamörkuðunum en auðvitað lesa þau ekki allir. Ýmsir þættir ráða olíuverðinu, en mest framboð og

eftirspurn sem nú er að falla mjög skart. Olíuframleiðsan er töluvert meiri en gert var ráð fyrir og því mikil birgðasöfnun, og þá fellur verðið. Á móti kemur að hérlendis erum við með íslensku krónuna sem hefur verið að veikjast undanfarið. Innkaupsverðið sjálft og skattar og gjöld eru stærsti hlutinn af eldsneytisverðinu en álagning félagsins er minnstur hluti verðsins. Við rekum svo þjónustunetið um allt land fyrir þann hlutann. Ég tel ekki ólíklegt að heimsmarkaðsverðiðið muni sveiflast frá 60 til 80 dollara á næstu árum. Olíubirgðir heimsins eru ekki óþrjótandi svo það er mikilvægt fyrir heiminn að við séum ekki háð einum orkugjafa. Á síðustu öld hefur jarðefnaeldsneyti drifið öll hagkerfi heimsins áfram, þungamiðja alls iðnaðar og fleira.“

Umhverfisvænar umbúðir - Umræða um plastnotkun hérlendisun hefur verið áberandi að undanförnu. Mun OLÍS hætta að nota plastpoka í sínum verslunum? Jón Ólafur segir að það séu komnir endurvinnanlegir pokar og umbúðir á markaðinn, umhverfismál séu hluti að því að taka slíka poka í þjónustustöðvunum en við höfum líka verið með bréfpoka. Það er okkar hlutverk að feta okkur inn á þessa umhverfisvænu braut. OLÍS hefur haft það að markmiði að endurvinna allt sem hægt er. ,,Við verðum líka að hafa það í huga að 80 – 90% af allri plastnotkun í heiminum kemur á síðustu 7 – 8 árum frá þriðja heiminum. Það kemur ekki frá Vesturlöndunum. Það þurfi að hjálpa þróunarríkjunum að leysa þetta vandamál og nota umbúðir sem eru endurvinnanlegar.“

Samkeppnishæfnin minnkar

,,Kolefnisskatturinn hefur bein efnahagsleg áhrif á hagkerfið, sérstaklega eins og hann er útfærð ur hér á landi. Án nokkurra mótvægisaðgerða dregur skatturinn þrótt úr hagkerfinu og minnkar samkeppnishæfni fyrirtækja. Vinnubrögð stjórnvalda eru engan vegin nógu góð. Hugmyndafræðin er

vissulega göfug en það er eðlileg krafa að stjórnvöld ígrundi vel tilgang, forsendur og markmið með skattheimtunni, sérstaklega hverja verið er að skattleggja og hverja ekki. Í stefnu flestra ríkja heims er markmiðið með kolefnisgjaldi að draga úr losun án þess að grafa undan samkeppnishæfni atvinnulífs og ætti sama að gilda hér á landi. Í öðrum löndum hafa því aðrir skattar verið lækkaðir á móti gjaldinu eða undanþágur gefnar frá öðrum sköttum. Samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi hefur minnkað með tilkomu kolefnisgjalda. Fiskiskipaflotinn í öllum löndum Evrópusambandsins nýtur einhverra undanþága eða styrkja vegna svokallaðra eldsneytisskatta. Í flestum ríkjum ESB er þannig um að ræða allsherjar undanþágu frá öllum eldsneytissköttum, m.a. í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Spáni og Portúgal. Þá nýtur fiskiskipafloti Noregs fullrar undanþágu frá eldsneytissköttum. Ísland er eina ríkið í Evrópu þar sem fiskiskipaflotinn nýtur engrar undanþágu eða styrkja hvað varðar eldsneytisskatta. Það sem minnkar samkeppnishæfnina enn frekar er að aðilar sem ekki eru virðisaukaskattskyldir hér á landi eru undanþegnir kolefnisgjaldinu. Þannig þurfa erlend skip sem taka olíu hér á landi ekki að greiða gjaldið en í sumum tilvikum eru þau við veiðar á sömu veiðislóð og þau íslensku. Þá má geta þess að hvorki erlend fiskiskip, skemmtiferðaskip né flutningaskip greiða kolefnisgjald við eldsneytistöku hér á landi og ekkert kolefnisgjald er greitt af flugeldsneyti hérlendis í ríkissjóð. Frá því að kolefnisgjald var sett á árið 2010 hafa sjávarútvegsfyrirtæki borið hlutfallslega þyngstu byrðina eða að jafnaði um 38% á árunum 2010-2016.“

Heildstæð stefna óskast

Jón Ólafur segir að sjávarútvegsfyrirtæki hafi unnið hörðum höndum að því að leita leiða til að draga úr olíunotkun og þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hafi kynnt landsmarkmið um að taka þátt

,,Álögur á sjávarútveg er bara stefnulaus skattlagning, þetta þekkist hvergi annars staðar í heiminum að sjávarútvegur búi við viðlíka skattlagningu, hvergi í heiminum er sjávarútvegur að greiða kolefnisgjöld. OLÍS var fyrsta félagið sem fór inn í Kauphöllina þegar hún var stofnuð hér á landi.Nú hafa Hagar keypt félagið og erum því á leið aftur inn í kauphöllina. Ferlið hefur tekið tvöfalt lengri tíma en lög gera ráð fyrir, sem er allt of langur tími og að vissu leiti skaðlegur fyrir bæði félögin. Starfsfólkið hefur sýnt fádæma yfirvegum og rólegheit á þessum tíma.“

Saga OlÍS

Saga Olís er margbrotin og er að sjálfsögðu samofin atvinnusögu Íslendinga á tuttugustu öld. Til að varpa ljósi á þessa sögu og um leið hvaða áhrif m.a. stjórnmál og ákveðnir auðhringar hafa haft á starfstíma félagsins er stuðst við bókina “Þeir létu dæluna ganga” sem er saga Olís í 75 ár. Bókin er rituð af Halli Hallsyni blaðamanni og kom út árið 2002 og er prýdd um 1.500 ljósmyndum og eru stílbrögð höfundar með þeim hætti að sagan er lífleg og á köflum mjög spennandi. Á þessum stað er að finna helstu heimildir úr sögu félagsins í 75 ár og því góður grunnur til að meta hverng reynsla og merking hennar flyst á milli kynslóða og hvernig grunnur menningar félagsins verður til. Félagið var stofnað 1927 af þeim mætu mönnum Héðni Valdimarssyni, Magnúsi Kristjánssyni, Aðalsteini Kristinssyni, Hjalta Jónssyni, Guðmundi Kr. Guðmundssyni, Richard Torfasyni og Sigurði Jónssyni. Þetta voru allt þjóðkunnir menn og komu víða að úr íslensku þjóðlífi á þessum tíma. Á þessum tíma var einkaleyfi Landverzlunar á innflutningi á olíum runnið úr gildi og því varð að horfast í augu við staðreyndir um einkarekið hlutafélag þó það væri í andstöðu við hugmyndir leiðtoga hópsins, Héðins Valdimarssonar. Héðinn var á þessum tíma formaður Dagsbrúnar, alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn og bæjarfullrúi í Reykjavík ásamt því að gegna starfi skrifstofustjóra hjá Landverzlun. Þessi hópur beindi sérstaklega sjónum sínum til Bretlands um samstarf og hóf samstarf við British Petrolium , eða BP, sem hefur reynst félaginu farsælt í gegnum sögu þess. Hið unga félag hóf að reisa olíustöðina Klöpp við Skúlagötu sem átti eftir að vera eitt helsta kennileiti Reykvíkinga um áratuga skeið. BP sá í raun um að byggja geymana og leggja til olíubirgðirnar og seldi Olís vörur í umboðssölu sem reyndist hagsætt fjárvana fyrirtækinu. Þessi birgaðstöð markaði þáttaskil í olíuinnflutningi landsmanna sem Framhald á næstu síðu


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

Samferða síðan 1927

SÍA

165029

Olís hefur allt frá stofnun kapp kostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða. Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.

fram að þessum tíma hafði verið í tunnum. Nýja birgðastöðin gaf hins vegar kost á því að taka á móti olíuskipum og dæla bensíni og olíu beint á tankana frá Ingólfsgarði. Olís byggði upp umboðsmannanet um landið og gegndu kaupfélög veigamiklu hlutverki sem dreifingaraðilar. Það átti hins vegar eftir að koma í ljós að við stofun Olíufélagins Esso 1946, að þar missti Olis nánast á einu bretti flest alla sína umboðsmenn yfir í hið nýja félag sem fékk sannkallaða óskabyrjun. Sagt hefur verið að Héðinn Valdimarsson hafi í raun stofnað tvö olíufélög, þ.e. Olís og Esso, þar sem að neikvæð afstaða hans til þess að Sambandið fengi mann í stjórn Olís, hafið orðið til þess að Sambandið ákvað að ráðast í stofnum Olíufélagsins Esso. Við þessar breytingar blasti við félaginu mikill vandi sem fólst í því að ekki var unnt að afgreiða olíu til stærstu viðskiptavina þess í útgerð um stundarsakir á landsbyggðinni. Hins vegar kom mjög á óvart hversu þétt bændur stóðu við bakið á Olís á þessum tímum þegar það er haft í huga að þeir þurftu að greiða með peningum hjá Olís á meðan þeir gátu lagt inn mjólk og kjöt hjá kaupfélögunum á móti olíunni. Einn af mikilvægum atburðum í sögu félagsins er uppbygging á olíubirgðastöð í Laugarnesi sem hófst árið 1949 en hluti hennar var tekin í notkun árið eftir og öll stöðin var komin í rekstur árið 1951. Laugarnesið varð brátt þungamiðja í allri starfsemi félagsins og brátt jókst þörfin á olíuskipi til að dreifa á ströndinni til að þjónusta hina öflugu nýsköpunartogara landsmanna. Árið 1955 kom til landsins olíuskipið Kyndill sem var í jafnri eigu Olís og Shell Árið 1948 fór olíunotkun landsmanna í fyrsta sinn yfir 100 þúsund tonn en þess má geta að árleg notkun landsmanna í dag er á milli 7-800 þúsund tonn og hefur vaxið jöfnum skrefum. Það hafa skipst skin og skúrir í sögu félagsins alla tíð. Sveiflur í sjávarútvegi hafa alla tíð haft mikil áhrif á reksturinn og hefur félagið reynst ýmsum útgerðarfyrtækjum landsins traustur bakhjarl á erfiðum tímum. Þegar íslensk stjórnvöld árið 1953 tóku ákvörðun um að kaupa olíu frá Sovétríkjunum var í raun skrúfað fyrir öll olíukaup íslensku olíufélaganna á vesturlöndum. Þetta skapaði eðlilega óánægju vestrænu olíufélaganna og leiddi til minnkandi áhuga þeirra á Íslandi. Árið 1960 jók Olíuverzlun Íslands hlut sinn í BP á Íslandi í 49 % en BP á Íslandi hafði verið stofnað 1933 utan um eignir British Petrolium á Íslandi sem Olíuverzlun Íslands notaði í starfsemi sinni. Bretum þótti ekki hæfa að selja “rússabensín” undir merkjum BP á Íslandi og ljóst að British Petrolium var á leið út úr fyrirtækinu BP á Íslandi. Það var þó ekki fyrr en árið 1974 að Olíuverzlun

Íslands kaupir 51 % hlut Bristish Petrolium í BP á Íslandi. Nýtt merki Olís kom til sögunar 1976 og hefur það þjónað félaginu vel allar götur síðan og var það Þröstur Magnússon auglýsingateiknari sem hannaði merkið. Eftir stríðsárin missti félagið margar af bensínstöðvum sínum í ört vaxandi borg. Það átti þó eftir að versna enn frekar næstu áratugina en vissulega hefur það breyst í seinni tíð. Olís hafði ekki sama bakland og Esso og Shell, hvorki í heimi viðskipta né stjórnmála á þessum tíma og leið uppbygging félagsins fyrir það. En 1986 er sennilega eitt mesta tímamótaár í sögu Olís. Það ár kaupir Óli Kr. Sigurðsson um 70 % hlutafjár félagsins og gerist forstjóri þess. Mikið fjaðrafok varð þessu samfara og ekki síst í ljósi þess að annar samkeppisaðilinn, Skeljungur, hafði sóst eftir því að kaupa félagið á þessum tíma. Fullkomin leynd hafði hvílt yfir viðræðum Óla við seljendur og þess gætt vel að Landsbankinn hefði ekki veður af þeim. Saga er til um það að Óli hafi greitt fyrstu afborgun fyrir félagið úr sjóðum þess en það hefur verið hrakið og gáfu endurskoðendur félagsins út sérstaka yfirlýsingu þess efnis árið 1988. Hins vegar má segja um ýmis önnur kaup á fyrirtækjum í seinni tíð að þau beri hins vegar merki þessarar kenningar. Óli tók við erfiðu búi og þurfti að semja við Landsbankann um marga ára vanskil. Hann lagði mikla áherslu á innheimtur og kostnaðarreftirlit auk þess sem hann var býsna snjall markaðsmaður. Má í því sambandi nefna átakið “græðum landið með Olís” sem átti eftir að vera eitt best heppnaða markaðsátak nokkurs fyrirækis og lifir í raun enn. Á þessum tíma náði Óli að virkja starfsfókið til dáða og lögðust allir á eitt að tryggja tilveru félagins. En glíman við Landsbankann var erfið og félagið var í gjörgæslu þar árið 1989. Árið 1987 hafði Óli komist í samband við Texaco í Danmörku og komu þau kynni hans nú til hjálpar á ögurstundu. Texaco kom inn sem hluthafi í félaginu og sátt náðist á milli Landsbankans og Olís og árið 1990 var ákveðið að gera Olis að almenningshlutafélagi. Var Olís jafnframt fyrsta íslenska félagið sem skráð var á Verðbréfaþing Íslands. Óli var stærsti hlutafinn með 63,8 % og Texaco með 30 %.. Næstu árin hvarf félagið úr kastljósi fjölmiðlanna sem beindu augum sínum nú að hruni Sambandsins. Þó áttu eftir að koma breytingar fram og sú stærsta var þegar ekkja Óla, Gunnþórunn Jónsdóttir, seldi hlut sinn til Olíufélagsins Esso og Texaco sem eftir það áttu 35 % hvort félag. Samhliða þessum gjörningi var Olíudreifing stofnuð sem taka skyldi yfir allt dreifikerfi Olís og Esso. Þetta mál kom félaginu á ný í fjölmiðla og vakti athygli ekki síst m.a. vegna þess að Skeljungur missti aftur af tækifærinu á að komast yfir félagið. Árið 1991 var innflutningur á eldsneyti gefinn frjáls. Eins og áður getur höfðu olíuinnkaup verið í ríkisfjötrum þar sem ríkistjórn á hverjum tíma gerði samning við eitt af ríkisolíufélögunum í Sovétríkjunum sem síðan var framseldur til olíufélaganna til framkvæmda. Olís hóf þá innflutning frá norska olíufyrirtækinu Statoil á gasolíu, bensíni og þotueldneyti en svartolía var enn flutt inn frá Sovétríkjunum. Árið 1992 var verðmyndun á eldsneyti gefin frjáls en Samkeppnisstofnun gefin PIPAR \ TBWA

Framhald af bls. 73.

74

heimild til að grípa inn í eldsneytisverð ef ástæða væri til. Fram til þessa hafði verðmyndun á eldsneyti átt sér stað í Verðlagsstofnun allar götur frá því 1938. Óli lést um aldur fram, aðeins 46 ára að aldri, þann 9. júlí 1992. Enn og aftur komst rót á félagið þar sem tekist var nú á um forstjórastól félagsins. Því lauk með því að ráðinn var Einar Benediktsson og stýrði hann félaginu næstu 22 árin. Einar hóf endurskipulagningu á félaginu og uppbyggingu þess, en félagið hafði verði í svelti um langan tíma þegar erfiðleikar steðjuðu að því. Hann réði til sín nýja stjórnendur og breyttist ásýnd félagsins verulega og komst á festa í rekstrinum. Árið 1994 er lögum um flutningsjöfnun breytt. Þar með var ákvæði löggjafans um sama verð í olíuinnkaupum sem fólgst í gengisáhættu og innkaupareikningur ríkisins var lagður niður. Til að mæta þessari áhættu varð Olís fyrst íslenskra fyrirækja að semja um framvirk gjaldeyrisviðskipti til þess að lágmarka gengisáhættu. Árið 2003 var félagið yfirtekið af Einari Benediktssyni þáverandi forstjóra og

Gísla Baldri Garðarssyni stjórnarformanni og samhliða því var félagið afskráð úr Kauphöllinni. Félagið var rekið áfram með sambærilegum hætti næstu árin en við efnahagshrunið haustið 2008 breyttust forsendur þess eignahalds eins og margra annarra félaga á þeim tíma. Stjórnendur félagsins héldu áfram um stjórnartauma fyrirtækisins ásamt forstjóra og stjórnarformanni í samtarfi við helsta lánardrottinn félagsins sem var Nýi Landsbankinn. Fór svo að nýir hluthafar komu að félaginu árið 2012 þegar útgerðarfyrirtækin Samherji og FISK Seafood komu inn í hluthafahópinn með því leggja fram nýtt hlutafé og eignuðust 37,5% hvort félag. Fram að því hafi verið gott samstarf og traust á milli Landsbankans og stjórnenda félagsins sem fengu svigrúm til þess að reka félagið á erfiðum tímum eftir efnahugshrunið. Framundan er nýtt tímabíl í sögu rúmlega 90 ára sögu félagsins og framtíðin er björt segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís að lokum.

Markúsarnet hafa átt ríkan þátt í björgun á annað hundrað mannslífa MS Markúsarnet er einstakt og áhrifaríkt björgunartæki til að bjarga manni úr sjó, handvirkt og/eða með krana þegar sekúndur skipta máli. Markúsarnet er viðurkennt á bryggjur, brýr, við virkjanir og um borð í dekkbáta og skip. Þau eru viðurkennd af Siglingastofnun og viðurkenningardeild Lloyd‘s Register of Shipping í London. MS Markúsarnet er framleitt í fjórum stöðluðum útgáfum, MS.10 sem er til notkunar þar sem borðhæð er allt að 10 metrar; MS.20 þar sem borðhæð er allt að 20 metrar, MS.30 þar sem

borðhæð er allt að 30 metrar og MS.40 þar sem borðhæð er allt að 40 metrar. Netefni er úr hvítum 25 mm breiðum polyester borða, kastlína úr gulum 20 mm polypropelin borða (flotefni), hnútalínur úr snúnu pp-tógi, lásar, spennuvír, hespur og veggfesting úr ryðfríu stáli og flot úr EVA 50 klædd sjálflýsandi orange PU/ Polyester dúk. Markúsarnet voru kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Það gerði Pétur Pétursson framkvæmdastjóri.

Markúsarnet.


Erum á hálendinu en nær en þú heldur Malbikað alla leið

Við bjóðum flott tilboð sem gildir til og með 31. maí 2019 Gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverðahlaðborð og hamborgaraveisla

Verð aðeins 19.900 krónur fyrir tvo Til að bóka hringið í síma 487-7782 eða sendið tölvupóst á thehighlandcenter@hrauneyjar.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

76

VÍSNAÞÁTTUR Að vakna eftir harða nótt getur tekið á. Páll Ólafsson orti við slíkt tækifæri: Nóttin hefur níðst á mér nú eru augun þrútin snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn Við það augun verða hörð við það batnar manni strax. Betra er en bænagjörð brennivín að morgni dags.

Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður! Heiðra skaltu föður þinn og móður. Káinn var að brenna rusli og þar á meðal biflíuskrifli einu fornu.

Og enn var svo ástatt hjá Páli:

Nú legg ég hönd á Helga Bók og henni á eldinn fleygi, Drottinn gaf og Drottinn tók, en Djöfullinn segir ,,Holy Smoke.“ Ég hljóður stend og þegi.

Ég hef svo margan morgun vaknað, magaveikur um dagana. Heilsu minnar og hreysti saknað, haft timburmenn etcetera. Heyrt í mér sjálfum hjartað slá, hendurnar skolfið eins og strá.

En alvara lífsins er einhversstaðar ekki langt undan; Oftast, þegar enginn sér og enginn maður heyrir, en brennivínið búið er, bið eg guð að hjálpa mér.

Hann hugsar greinilega til Ragnhildar sinnar sem gæti hugsanlega verið verið væntanleg til að fyrirgefa skáldinu fyrir svallið daginn áður.

Þyngir auður ekki dreng, þótt yfir hauður svífi. Móti dauða glaður geng frá gleðisnauðu lífi.

Gæti ég samt á fætur farið fengi ég kaffi og brennivín hæ á dyrnar hægt er barið ég held það rætist óskin mín

Páll Ólafsson orti svo um Skapta Jósepsson og séra Björn á Dvergasteini sem voru mætir menn og máttarstólpar sveitar sinnar. Þeir voru aðeins á öndverðum meiði við Pál í pólitík og þá var ekki að sökum að spyrja þótt lágt færi að Páll orti:

Svo þegar blessað kaffið kemur, koníak, sykur, rjómi, víf. Þá hverfur allt sem geðið gremur, þá gefst mér aftur heilsa og líf. Svona var það og er það enn, um alla drykkju- og kvennamenn. Káinn, Kristján N. Júlíus, sem ól aldur sinn í Vesturheimi á Mountain í húsmennsku hjá Geir-fjölskyldunni, þar sem hann var fjósameistari og vinnumaður. Þaðan liggur gata bein og breið upp eftir þorpinu og að kránni sem er óbreytt frá dögum Káins og þar sem enn eru seld fimmtíusenta glös, þó verðið hafi kannski hækkað eilítið. Ekki margir vita það að Káinn orti ekki minna á ensku en íslensku og munu fá gróin ættarheimili vera á Mountain sem ekki eiga einhver slík ljóð. Þessu mun þó ekki hafa verið safnað enn sem komi er. En Káinn fór sem sagt á krána og fór síðan út á götuna og lagði í hann á leiðina heim. En á leiðinni skeði það. (Gítargrip)

Seint gengur Birni að seðja hann Skapta saurlifnaðar og fyllisvín. Þrjóturinn hefur þúsund kjafta þegar hann kemst í mat og vín. Þjófsnáttúran ei gefur grið við Gútemplarafélagið. (þess má geta að Skapti Jósefsson er langafi þess sem þetta skrifar niður og Páll langafabróðir hans Jón Ólafssonar. Þetta er að finna í stílakompu sem Jón hefur skrifað eftir Páli, óprenthæf ljóð, á gamalsaldri hans en þá bjó Páll í horninu hjá Jóni bróður í Garðshorni á Bergstaðastræti í Reykjavík.) Kirkjan á Dvergasteini fauk í ofviðri. Þá orti Páll: Fjandi kemst hann Kain langt kirkjulaus hann messar með sömu fingrum sver hann rangt og söfnuðinn hann blessar.

Úr Gfimmtíu "centa" glasinu eg Cfengið gat ei Gnóg, svo Emfleygði' eg því á A7brautina og DþagðD7i en Gtók up aðra Cpyttlu og tappa' úr henni G7dró og Ctæmdi hana Glíka' á augaD7bragðGi.

Merkilegt hve margir lofa hann menn sem ekki hafa séð hann skrýddan kápu Krists að ofan klæddan skollabuxum neðan.

Mér Gsortnaði fyrir augum og Csýndist komin Gnótt, í Emsál og líkama A7virtist þrotinn DkraftD7ur. Eg Gsteyptist beint á Chausinn, en stóð upp aftur G7fljótt og Csteyptist síðan Gbeint á D7hausinn Gaftur.

Merkilegt hve margir lofa hann að ofan Menn sem ekki hafa séð hann að neðan

Svo Glá eg eins og skata, Cuns líða tók á Gdag, Emleit út sem mig A7enginn vildi DfinnD7a. Eg Ghélt eg væri Cdauður og hefði fengið G7slag og Chefði kannske Gátt að drekka D7minn Ga. Þó Gkomst eg samt á Cfætur og kominn er nú Ghér, en Emkölski gamli A7missti vænsta DsauðD7inn. Og Gloksins hefur Csannast á Lasarusi' og G7mér, að Clífið það er Gsterkara en D7dauð Ginn. Og við annað tilefni vaknaði skáldið og kvað: Heim er ég kominn og halla undir flatt því hausinn er dauður og maginn. Ég drakk mig svo fullan ég segi það satt. Ég sá hvorki veginn né daginn. En vitið kom aftur að morgni til mín mælti og stundi mjög þungan: Bölvaður dóni ertu að drekka eins og svín það drafaði í gær í þér tungan. Svo hugsaði hann og leit yfir farinn veg eftir að hafa haldið sig frá tárinu einhvern tíma: Aldrei brenni- bragða eg -vín né Bragi nenni að tóna. Fellt hefir enn þá ást til mín engin kvenpersóna. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði… Kona ein átaldi Káinn fyrir að hafa eytt lífi sínu í drykkjuskap í stað þess að hafa staðfest ráð sitt. Þá orti skáldið; Bakkus gamli gaf mér smakka, gæðin bestu öl og vín og honum á ég það að þakka, að þú ert ekki konan mín. Káinn gengdi störfum uppalanda á Geir-heimilinu og var einskonar afi barnanna. Einhvernveginn kvisaðist þessi barnagæla:

Einn úr sveitinni ætlaði að slá um sig á næsta bæ og fara með vísuna þar. En ekki tókst það betur hjá honum en svona:

Hákon Aðalsteinsson gleymdi afmæli konu sinnar. Hún brást illa við því. Þú ert ung og munablíð augun ljóma þú ert ung og yndisfríð mér til sóma. Hún varð enn verri við þetta: Konan mín er ekki léttfætt lengur lífsklukkan gengur með árunum tekur húðin að herpast hrukkurnar skerpast enginn fær flúið frá veraldarveginum afmælisdeginum veröldin hleður árunum á hana það er ósköp að sjá hana. Hestamannfélagið á Egilsstöðum bauð Hákoni í útreiðartúr. Þá orti hann; Týndir og slasaðir bíða menn bana sem bægslast á hestum um grundir og hlíð ég hef fram að þessu haft fyrir vana að horfast í augu við það sem ég ríð. Hákon fór út að nóttu til þarfinda sinna. Hann orti: Fyrr varstu fullur af kjarna og faðir fjölmargra barna. En nú ertu hættur að harðna helvítis beinið að tarna. Carl Hagedorn var skólafélagi þess sem þetta tók saman og mikill Íslandsvinur en er nýlátinn 85 ára gamall. Hann kenndi skrifara þessa vísu: Als ich war jung an Jahren, gelenkig alle meine Glieder waren, -bis auf eins. Die Zeiten sind vorüber, steif sind alle meine Glieder, -bis auf eins. Carl snaraði henni á íslensku svo: Er ungur ég var að árunum enn allir voru limirnir mjúkir í senn -nema einn. Árin hafa flogið og ævin fjarar út allir eru limirnir hertir í hnút -nema einn. -HJ

Glæstum árangri fagnað með viðhöfn þegar komið var aftur til landsins.

Kokkalandsliðið vann til gull­verðlauna á HM í Luxembourg Íslenska Kokkalandsliðið vann til gulllverðlauna fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í Lúxembourg 24. nóvember sl. Mótið fer fram á fjögurra ára fresti og íslenska liðið verið í fremstu röð í um 30 ár á heimsvísu. ,,Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur enda búið að vinna að undirbúningi í 18 mánuði og þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur þá höfum við sýnt það og sannað hér í dag að Íslenska kokkalandsliðsins er eitt það besta í heimi,“ sagði Björn Bragi Bragason forseti klúbbs matreiðslu meistara. ,,Mest er hægt fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að engin fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fást silfurverðlaun og svo þannig koll af kolli.“

Forsetafrúin verndari Kokkalandsliðsins

Verndari landsliðiðsins er Eliza Reid forsetafrú sem var að sjálfsögðu í Lúxembourg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram og var einnig við móttökuathöfnina við komuna til landsins ásamt

Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun, með fjölskyldunni við heimkomuna. Jóhannes Steinn heldur á syninum Óla Steini, við hlið hans eldri sonurinn Jón Frank og síðan eiginkonan Erla Jónsdóttir.

ráherrunum Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigurði Inga Jóhannessyni, samgönguog sveitarstjórnarráðherra. ,,Mér finnst afskaplega gaman að vera verndari Kokkalandsliðsins sem sýndi heiminum þessa áhugaverðu hlið hinnar íslensku þjóðarsálar

og ég hlakka til samstarfs við þetta öfluga lið,“ sagði Eliza Reid forsetarfrú. Mikill áhugi var á íslenska keppniseldhúsinu en eins og gátu gestir sýningarinnar fylgst með framvindu mála í eldhúsinu í gegnum glugga inn í vinnueldhúsið.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 4. ÁR G. - DES EM BER 2018

77

Launafl á Reyðarfirði

- þjónustusvæði allt frá Vopnafirði til Djúpavogs Fyrirtækið Launafl á Reyðafirði er þjónustufyrirtæki sem er með flestar greinar iðnaðar og það starfrækir iðnaðarverkstæði, s.s. stálsmiðju, trésmiðju, pípulagningadeild, byggingadeild, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði, vélaverkstæði, blikksmiðju. Auk þess er fyrirtækið með tæknideild og veitir fullkomna öryggisráðgjöf. ,,Við erum einnig með bílaverkstæði og erum með lager og verslun til þess að geta afgreitt hratt okkar viðskiptavini þegar þá vantar varahluti,“ segir Magnús Helgason framkvæmdastjóri. ,,Öll útseld vinna frá Launafli er frá fyrirtækinu, ekki frá þeim iðnaðarmönnum sem hjá okkur starfa, þ.e. þeir eru á launaskrá hjá okkur en eru ekki sjálfstæðir verktakar. Hjá okkur starfar um 100 manns. Við getum því veitt góða, örugga og fljóta þjónustu.“

hver og einn með ákveðnum tilkostnaði. En í dag er Launafl að þjóna mun fleiri fyrirtækjum en Alcoa Fjarðaáli og sá viðskiptahópur nær langt út fyrir Reyðarfjörð en við erum að þjóna einstaklingum og fyrirtækjum allt frá Vopnafirði og allt suður á Djúpavog, þ.e. allt gamla Austurlandskjördæmi. Í dag er t.d. fiskeldið á Djúpavogi stór viðskiptavinur sem og flest sjávarútvegsfyrirtæki á þessu svæði njóta okkar þjónustu. Við erum reyndar í litlum viðskiptum á Seyðisfirði því þar starfa sjálfstæðir verktakar sem sinna flestum þeim verkefnum á Seyðisfirði sem þarfnast iðnþekkingar og reynslu. Launafl er aðili að samstarfssamningi um stofnun Háskólasetur Austurlands í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Undirritunin fór fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Launafl er styrktaraðili að þessu verkefni, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum og verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta verkefni mun þróast og dafna í framtíðinni, segir Magnús Helgason framkvæmdastjóri Launafls.

Reyðarfjörður.

sveitarfélagið að mörgu leyti lykilhlutverki sem miðstöð atvinnulífs Austurlands. Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli segir að til framtíðar litið er mikilvægt að menntastig á Austurlandi haldist í hendur við þarfir atvinnulífsins, ekki hvað síst í verk- og tæknimenntun. Þá er ekki síður mikilvægt að ungu fólki gefist kostur á að ljúka menntun sinni í heimabyggð. Fyrirmynd háskólaseturs Austfjarða er sótt til Háskólaseturs Vestfjarða, sem skilað hefur góðum árangri

Háskólasetur Austurlands

Alcoa Fjarðaál gegnir afar mikilvægu hlutverki í atvinnulífi Austurlands.

- Kom þetta fyrirtæki til í framhaldi af þjónustu ýmis konar við álverksmiðjuna Alcoa Fjarðaál? ,,Þetta fyrirtæki var stofnað til að þjóna Alcoa Fjarðaáli en fljótlega sáu menn að það var mun hentugra fyrir þá að starfa saman í einu fyrirtæki heldur en að vera verktakar

Fyrsta skref í samkomulagi um Háskólasetur Austurlands, er skipan stýrihóps fyrir háskólaverkefnið, sem fulltrúar atvinnurekenda, rektor Háskólans á Akureyri og framkvæmdastjóri Austurbrúar eiga sæti í ásamt fleirum. Samkomulagið nær einnig til grunnskólastigsins og framhaldsskólastigsins og byggja þau verkefni aðallega á þeim árangri sem fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð hafa þegar náð í samstarfi við atvinnulífið í verknámi, tækninámi og nýsköpun. Framkvæmdastjórar stærstu framleiðslufyrirtækja, verktaka- og þjónustufyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð hafa frá því seint á síðasta ári hist til að ræða sóknarfæri og áskoranir á Austurlandi. Um 85% af verðmætasköpun í landshlutanum fer fram í Fjarðabyggð og gegnir

Grunnskólar á Austurlandi munu njóta góðs af starfsemi Háskólaseturs Austurlands.

á þeim rúma áratug sem setrið hefur starfað í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Fyrsta verkefni stýrihópsins verður að ráða verkefnastjóra sem fær það verðuga verkefni að leiða undirbúning að stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Verkefnið er til tveggja ára og hefur því verið skipt upp í þrjá áfanga. Bjartsýni ríkir um framhald verkefnisins enda um þjóðþrifamál að ræða.

Barna­menningar­ sjóður og nýtt haf­rannsókna­skip Tökum að okkur alla alhliða gröfuvinnslu fyrir sumarbústaði, einbýlishús og sveitabæi. Athugið að við byggjum á áralangri reynslu í allri venjulegri og óvenjulegri jarðefnavinnslu. Fljót og góð þjónusta Beltagröfur Traktorsgröfur Smágröfur Jarðýtur Niðurdráttarplógur fyrir vatnslagnir Efnisflutningar Vélaflutningar Framræsla

Sími 486 6716 - Hörður 893 5457 - Þórarinn 893 5456 Gröfutækni ehf. - Iðjuslóð 1 - 845 Flúðir - grofutaekni@stedji.is

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að þetta hafi verið einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hafði þá staðið í nær eina öld. Alþingi Íslendinga samþykkti haustið 2016 þingsályktun um hvernig fagna bæri aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem lögð er áhersla á menningu og tungu sem og þátttöku landsmanna. Í samræmi við það er 100 ára fullveldisafmæli nú fagnað um land allt með fjölbreyttri dagskrá. Tveir hápunktar hafa verið á afmælisárinu: Fullveldisdagurinn, 1. desember, var haldinn hátíðlegur um allt land í samstarfi við háskóla, sveitarfélög og fólkið í landinu. Ríkisstjórnin stóð fyrir dagskrá í tilefni dagsins. Þann 18. júlí var haldinn hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. Þingfundurinn var hugsaður eins og fundir á Þingvöllum hafa verið á hátíðar- og minningarstundum í sögu þjóðarinnar. Fundurinn var undir berum himni á sérstaklega byggðum þingpalli. Á þingfundinum á Þingvöllum var samþykkt að stofnaður verði Barnamenningarsjóður Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2019–2023,

100 milljónir króna á ári. Barnamenningarsjóður Íslands hafi að markmiði að fjármagna og styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Jafnframt verði lögð áhersla á verkefni sem efli samfélagsvitund og stuðli að lýðræðislegri þátttöku barna í samfélaginu og verkefni er stuðli að áframhaldandi innleiðingu barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Annað hvert ár verði efnt til Barnaþings sem taki til umfjöllunar málefni tengd börnum og ungmennum og hagsmunum þeirra. Hins vegar var saþykkt að hafin verði smíði hafrannsóknaskips með framlagi af fjárlögum næstu þrjú ár, 2019– 2021, sem skiptist þannig að 300 milljónir króna verði varið til hönnunar og undirbúnings á árinu 2019 og 1.600 milljónir króna hvort ár 2020 og 2021 til smíði skipsins.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

78

Lárétt:

1. Getur rutt hindrunum úr vegi með réttri notkun. 13. Á flestu er upphaf og endir einhversstaðar. 14. Nafn á fyrirtæki sem lengi hefur þjónað Íslendingum með því að framleiða efni til húsabygginga. 16. Skammstöfun í þýsku sem vísar til samanburðar. 17. Heimsþekkt fyrirtæki framleiðir sína vöru undir þessu merki. 18. Bretar sýna sínum bestu sonum virðingu með nafnbót. 19. Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reisa mannvirki á landamærum Bandaríkjanna og Mexico till að hindra ólöglega innflytjendur í Því að komast til Bandaríkjanna og segir að Mexicanar eigi að borga það. 20. Í Þýskalandi er haldin árlega bílasýnng undir þessari skammstöfun 21. Í rafmagnsfræði er skammstöfun notuð til að tákna aflnotkun raftækis. 23. Börn nota stundum gróður jarðar til að gera eitthvað form af tónlist. 25. þessi lífvera er ekki mjög vinsæl og stundum er konum líkt við hana og þá ekki á mjög jákvæðan hátt. 27. Margir elska þetta form af H2O en margir þola ekki tilhugsunina 28. Jafnvel fríðleiks kona getur orðið fyrir leiðindum eftir mikla sönglist eða ræðuhöld.Líka er þetta hugtak í tölvuheiminum. 29. Lítil stúlka getur sagt þetta ef einhver er að irritéra hana. 30. Sögufrægur staður á meginlandi sem hefur farið í taugarnar á illa siðuðum stjórnmálamönnum. 32. Þekkt fyrirbæri fyrri alda einkanlega. 33. Fagurt fyrirbæri sem margir elska. 34. Margir segja stjórnmálamenn hugsa svona fyrst fyrir sig. 35. Höfðingi sem var frægur en ekki óumdeildur. 36. Íþróttafélag. 38. Ekki elskað af öllum. 39. Skapstygg, sérstaklega eftir fyllerí. 41. Barnið segir þetta þegar svo ber til. 44. Menn hafa misjafnar skoðanir þegar þeir finna hann. 47. Þetta er frekar vinsæl vera. 48. Allir dáðu verkin hans. 51. Sumir bara traðka á þessu. 52. Það sem bætir við. 53. Við. 54. Þótt hann drykki, 55. Lét drauma margra rætast fyrir ekki yfirmáta kostnað sem kannski hefðu ekki ræst öðruvísi. 56. Kátur landi á nautati með sangría innanborðs gæti sagt eitthvað afgerandi. 57. Staður eftir Svartaskóla. 58. Júlíus Sesar lét hana ekk i stöðva sig. 62. Pálmi í Hagkaup lét það ekki stöðva sig. 64. Er hún eða er hún ekki. 66. Níða niður. 67. Algengt orð yfir vinsælt byggingarefni. 71. Oft með þys. 72. Það sem margir vilja ná til sín. 73. Það er ekki svo langt sína að hann var hérna hjá okkur. 74. Það semflestir vilja vera og eru það oftast í eigin augum. 76. Það sem flestum finnst gott að fá gott. 79. Stundum sagt um skyldmenni en enginn vill vera það í annarri merkingu. 80. Höfðingjar taka hann oft upp sem merki. 83. Þetta þykir fagurt og sérstætt. 84. Ef þú getur útvegað þetta þá getur þú notað Sóló eldavélina sem best. 86. Þolfall af erlendu þjóðerni manns. 87. Margir trúðu á hann í austri. 88. Þjóðarlén Serbíu. 89. Sá sem ekki vill láta nafns síns getið. 90. Íbúi á grænni eyju. 92. Afhenda eitthvað fús eða ófús. 93. Hana má ýta til gagns, hana má ofnota. Hún er einnig notuð við smíðar.

Ath. ekki er gerður greinarmunur á grönnum eða breiðum sérhljóða. Ekki er gerður greinarmunur á i og y eða í og ý.

Lóðrétt:

1. Bjargvættur eða ekki, allt eftir smekk hver og eins. 2. Flokka. 3. Aðferð til að láta í ljós álit eða skoðun á lögunaut sínum. 4. Skammstöfun á fjármálafyrirtækis meða skrautlega fortíð. 5. Eftirsóttur áfangi fyrir ungling að ná. 6. Það sem marga dreymir um að koma yfir stjórnmálamenn og gamla pramma. 7. Um árabil stóð þessi skammstöfun fyrir virt útgáfufyrirtæki. 8. Inngangur að einhverju sem er fyrir innan. 9. Sumir sletta þessu orði til að tákna huggulega vellíðan. 10. Eitthvað sem er svo smátt að orð er á gerandi. 11. Margir víkingar voru kenndir til hennar. 12. Ógnvekjandi stofnun ef þú hefur eitthvað á samviskunni. 13. Sumir kvíða fyrir því að verða þetta en öðrum finnst það eftirsóknarvert. 15. Staður sem mörgum þykir vænt um. 17. Til eru þeir sem segja hana vergjarna en aðrir segja hana bara vera .. 18. Samtök hagsmunaaðila. 19. Ekki vel haldinn á evrópskum tungumálum.

21. Setja í reglu. 22. Jarlaskáld var hann kallaður. 24. Íhlutun í málefni þessarar stofnun­ar fannst mörgum óþarfi að Evrópu­ sambandið væri að skipta sér af. 25. Skammstöfun á heiti skandínavískrar jar ðtæknistofnunar. 26. Páll Ólafsson skáld fullyrti að af henni stafaði kvensemin. 31. Ríkið greiðir gjarnan styrki ef þetta kemur uppá. 32. Frumefni. 34. Flugskeyti. 37. Hálfgert leynifélag virðingarmanna. 40. Stundum notuðu menn þessa stafi í sendibréfum til að tákna blessun og hamingju sína. 41. Frumefni. 42. Stórhátíð að fornu og nýju. 43. Þeir sem eiga við vandamál að stríða safnast gjarnan saman á fundi. 44. Alþjóðlegt orð yfir sérstakt byggingarform . 45. Margir hafa orðið háðir notkun á vöru sem er seld undir þessu merki. 46. Það sem allir þrá er tekið snemma til handargagns. 47. Upphafstafir manns sem var þjóðþekktur gleðigjafi og útgefandi. 49. Hann var þekktur gamall. 50. Enginn vill sökkva í það.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

56. Menn eiga sér yfirleitt eina fram yfir aðra. 58. Ef þú vilt halda starfinu þá skaltu ekki kllípa í þetta. 59. Neðan fótar. 60. Tímir engu. 61. Ekki mjúkt viðkomu. 63. Menn eru sumir ekki mjög hávaxnir. 64. Hagsmunasamtök. 65. Nirfill. 66. Kominn á fætur. 67. Er hún til eða er hún ekki til? 68. Kvartað er yfir framboði á þessu á mörgum náttúruperlum landsins. 69. Eitt af meiriháttar fyrirtækjum landsins spratt upp af því sem ýmsir töldu úrelt form.

70. Lítið notað orð um menn. 72. Ekki vandað úrræði en skýlir samt. 73. Gömul og góð mælieining. 75. Oft með þys. 76. Maður telur skiptin. 77. Notað í fjarskiptatækni. 78. Fylgir gjarnan boltanum. 79. Því heldur maður hreinu eftir föngum. 80. Þau líða hjá. 81. Nú er ég klæddur og.. 82. Þetta sér maður gjarnan í straumvatni. 85. Menn tala gjarnan um að þetta sé botnlaust fyrirbrigði í ríkisrekstri. 91. Neðan eða ofan á bolta.

Verðlaunakrossgáta síðasta blaðs Krossgátan í síðasta blaði var líklega í þyngra lagi þar sem ekki bárust nema 26 réttar lausnir. Dregið var um verðlaunin fyrir rétta ráðningu á krosssgátunni og urðu þessi úrslit: ​1. verðlaun kr. 20.000: Þórunn Sigurðardóttir, Skipalækur, 701 Fljótsdalshérað.

2. verðlaun kr. 10.000: Trausti Pálsson, Hásæti 11a, 550 Sauðárkrókur. 3. verðlaun kr. 5.000: Hafsteinn Guðnason, Kleifakór 12, 203 Kópavogur. Vinningshafar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Halldór Jónsson, halldorjonss@gmail.com til að nálgast verðlaun sín.

Verðlaunakrossgáta ​Enn er sett fram Verðlaunakrossgáta og verða veitt verðlaun fyrir rétta ráðningu: 1. verðlaun, kr. 20.000. - 2. verðlaun, kr. 10.000. - 3. verðlaun, kr. 5.000. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af síðunni ef fleiri en einn fjölskyldu­meðlimur vill taka þátt. Síðuna skal setja í umslag og senda á: SÁMUR FÓSTRI - Krossgáta Bt. HALLSTEINN ehf. HAMRABORG 1-3 (3. hæð) 200 KÓPAVOGUR

Dregið verður úr réttum lausnum og úrslit tilkynnt í næsta tölublaði.

Nafn:

Kennitala:

Heimilisfang

Póstnúmer


STYRKTU ÞÍNA VIÐKVÆMU HÚÐ

NÝTT

Q10 POWER

FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ MINNKAR HRUKKUR á 4 vikum* DREGUR ÚR 3 EINKENNUM VIÐKVÆMRAR HÚÐAR:

roða + þurrki + stífleika

*klínísk rannsókn; 30 þátttakendur, 4 vikur.

NIVEA.COM


ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 90213 11/18

Þegar landsbyggðin kallar á þig. Hilux Invincible.

Invincible 33" breytingapakki að verðmæti 780.000 kr. fylgir

Hilux er ódrepandi harðjaxl og með 33" breytingu eruð þið ósigrandi saman. Hilux Invincible kemur þér þangað sem þig langar, hvort sem það er leiðangur upp til fjalla, næsti veiðitúr eða bara að komast aðeins út fyrir bæjarmörkin til að ná andanum. Hilux Invincible aukahlutapakki: 33" breyting, hlíf undir framstuðara, gluggavindhlífar, króm á afturljós og Invincible-merki. Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is Vildarpunktar Icelandair með öllum nýjum Toyotum

3+2 ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6

Toyota Akureyri Baldursnesi 1

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19

Toyota Selfossi Fossnesi 14

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 5 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.