BLS. 8 Oddný G. Harðardóttir;
„Andvaraleysi ráðherra ferðamála sem tengjast ferða þjónustunni er óskaplegt.“
BLS. 10 MótX;
„Það sem stendur byggingaiðnaðinum fyrir þrifum er lóðaskortur á þéttbýlissvæðum.“
BLS. 14 Jón Ólafur í OLÍS;
BLS. 17 Litla kaffistofan;
„Það er framtíð í jarðefnaeldsneyti og OLÍS ekki að fjárfesta í öðrum orkugjöfum.“
„Alþingi þjóðvegarins er á Suðurlandsvegi.“
1. TB L. 2. ÁR G.
Dofri í Suðurverki;
„Við erum í alls kyns verkum. Eins og stendur er Landeyjahöfn bara sumarhöfn.“
MA RS 2016
Söngvakeppni Samfés:
Eyjastúlkurnar Sara Renee Griffin og Dagbjört Lena Sigurðardóttir sigurvegarar
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar. Nægilegt dýpi var þann daginn.
Landeyjahöfn
mikilvæg
Aðstæður í Vestmannaeyjum eru eins og gefur að skilja ólíkar flestum stærri bæjum og byggðakjörnum!
komi til rýmingar í Vestmannaeyjum „Ekki er hægt að ganga að því vísu að fiskiskipaflotinn sé í höfn ef eitthvað kemur upp á og rýma þarf bæinn líkt og gerðist í gosinu 1973,“segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Páley Borgþórsdóttir, lögreglu stjóri lögregluumdæmisins í Vest mannaeyjum, hefur kynnt sérstaka viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir bæinn. „Við erum að leggja lokahönd á þessa sérstöku viðbragðsáætlun fyrir bæinn. Þetta er fyrsta sérstaka
BLS. 24
viðbragðsáætlunin sem unnin er fyrir Vestmannaeyjar. Þetta er unnið í góðu samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sem hefur látið vinna bæði almennar og sérstakar áætlanir fyrir svæði um allt land,“ segir Páley Bergþórsdóttir. Aðstæður í Vestmannaeyjum eru eins og gefur að skilja ólíkar flestum stærri bæjum og byggðakjörnum, treysta verður meira á góðar samgöngur á sjó og í lofti ef skyndilega þarf að rýma bæinn. „Komi til þess að rýma
þurfi bæinn af einhverjum ástæðum skiptir máli að halda flugvellinum opnum og nýta flotann sem kann að vera í höfninni eða á miðum nærri. Þess vegna tökum við saman í þessari áætlun hvaða björgunartæki og hvaða búnaður er til staðar í Vestmannaeyjum og hvernig er hægt að virkja hann. Sé fært í Landeyjahöfn er það ekki nema hálftíma sigling frá Vestmannaeyjum og á svo stuttri leið má drekkhlaða Herjólf, sem annars myndi ekki vera hægt ef
sigla þyrfti til Þorlákshafnar. Ef Landeyjahöfn er opin er hægt að tæma bæinn af fólki á skömmum tíma. Því er nauðsynlegt að tryggja tryggja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja allt árið, ekki aðeins hluta þess eins og nú er. Almannavarnaástand er að ræða þegar dagleg neyðarþjónusta í bænum getur ekki sinnt því, t.d. ef stórslys yrði í bænum eða við Vestmannaeyjar. Við slíkt ræður sjúkrahúsið á staðnum alls ekki,“ segir lögreglustjórinn.
Sámi fóstra er dreift í Suðurkjördæmi frá Reykjanestá að Eystra-Horni.
Að vonum sælar.
Sigurinn í söngvakeppni Samfés lenti til Vestmannaeyja í ár en Sara Renee Griffin og Dagbjört Lena í félagsmiðstöðinni Rauðagerði í Vestmannaeyjum unnu söngva keppnina að þessu sinni. Sara Renee söng lagið „Pretty Hurts“ með Beyonce og Dagbjört Lena sá um undirleik á píanó af mikilli fagmennsku og innlifun. Keppnin var afar jöfn og spenn andi og átti dómnefndin það erfiða hlutverk að velja bestu atriðin, en þau voru liðlega 30 talsins. Fullyrða má að þarna hafi stigið á svið margt efnilegasta tónlistafólk landsins. Framtíðin er því björt.
K r o s s g á t3a á bls. 4
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
2
Landgræðsluverðlaunin:
Undirstrika þá grundvallarstefnu Landgræðslunnar að árangur í landgræðslustarfinu byggir á fórnfúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna Umhverfisráðherra- og auðlinda ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti landgræðsluverðlaunin við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti fyrir nokkru. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Landgræðsluverðlaunin voru nú veitt í 25. skipti og hafa 88 aðilar hlotið þau síðan 1992. „Verðlaunin eiga að undirstrika þá grundvallarstefnu Landgræðslunnar að árangur í landgræðslustarfinu byggir á fórnfúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna og verðlaununum er bæði ætlað að vera viðurkenning fyrir ötult starf og um leið - að hvetja fleiri til dáða," sagði Sveinn Runólfsson. Landgræðsluverðlaunin hlutu að þessu sinni Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson, Grunnskólinn Hellu, Uppgræðslufélag Fljótshlíðar og Hvolsskóli. Viðurkenningarnar, Fjöregg Landgræðslunnar, eru unnin af Eik-listiðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði.
Grunnskólinn á Hellu þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar
Grunnskólinn á Hellu er þátttakandi í Grænfánaverkefni
styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólinn vinnur m.a. að verkefni sem snýr að vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi, en það er samstarfsverkefni Landverndar, Landgræðslu ríkisins, Hvolsskóla, Grunnskólans á Hellu og Þjórsárskóla (sem hlaut landgræðsluverðlaunin árið 2010). Verkefnið felur í sér fræðslu og þekkingarsköpun meðal nemenda, kennara og nærsamfélags skólanna, þar sem áhersla er lögð á þátttöku nemenda í rannsóknum og vistheimtaraðgerðum. Verkefnið er þannig liður í að efla þekkingu og getu Grænfána-skóla til að takast á við flókin umhverfismál. Við skólann er sérstakt útikennslusvæði og þar hafa nemendur og starfsmenn gróðursett ýmsar trjátegundir og meðal annars gert tilraunir með ræktun eplatrjáa auk annarra aldintrjátegunda. Á hverju vori, allt frá árinu 1996, hafa trjáplöntur verið gróðursettar í Melaskógi.
Uppgræðslufélag Fljótshlíðar vinnur óslitið að uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétti
Unnið hefur verið að uppgræðslu og gróðurvernd í Fljótshlíð um langan tíma en formlegt upphaf starfsins má rekja til
Sveinbjarnarsonar, að skipa nefnd sem hefði það hlutverk að vinna tillögur um ræktunar- og beitarmál sveitarinnar. Í nefndinni sátu Kristinn Jónsson, tilraunastjóri
til áburðardreifingar gegn jöfnu framlagi Landgræðslunnar. Þá var ákveðið að lausaganga hrossa á Fljótshlíðarafrétti yrði stöðvuð og var reist afréttargirðing vegna
á Sámsstöðum, séra Sváfnir Sveinbjarnarson, sóknarprestur á Breiðabólsstað og Böðvar Gíslason bóndi á Butru. Þeir lögðu fram tillögur sínar og ákveðið var að gerðar yrðu tilraunir til uppgræðslu á aurnum við Þórólfsfell, á svæði
þess. Vaskir Fljótshlíðingar fóru tröllaveg inn á Einhyrningsflatir og ruddu þar flugbraut vorið 1971 og var 36 tonnum áburði dreift á afréttinn þá um sumarið. Helstu svæðin sem unnið hefur verið á eru Grasgarðurinn við
Þau Ásrún Ásta Ásmundardóttir og Heiðar Óli Guðmundsson fluttu ljóðið Söngur melsins eftir Ragnar Böðvarsson sem var fæddur á Bolholti á Rangárvöllum.
Landverndar, Skólar á grænni grein, en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og
sem síðar hefur verið þekkt sem Grasgarðurinn, og að hreppurinn myndi leggja 200.000 krónur
Þórólfsfell og Einhyrningsflatir en eftir því sem árin hafa liðið hafa bæst við svæði s.s. Tröllagjá
FROSTFRÍAR LAUSNIR Polarflex Pirit Pro frostfríar slöngur Slöngur með innbyggðan sjálfvirkan hitastilli sem hitnar þegar þörf er á. Tilvalin lausn þegar færa þarf vatn og frárennsli frá A til B á kuldaslóðum!
Hvolsskóli hefur í fimm ár mælt hop Sólheimajökuls
Hvolsskóli hefur lengi unnið að ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála og er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar, Skólar á grænni grein. Skólinn er, eins og Grunnskólinn Hellu og Þjórsárskóli, í samstarfi við Landvernd og Landgræðslu ríkisins um verkefni sem snýr að vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi. Verkefnið felur í sér fræðslu og þekkingarsköpun meðal nemenda, kennara og nærsamfélags skólanna, þar sem áhersla er lögð á þátttöku nemenda í rannsóknum og vistheimtaraðgerðum. Nemendur í 7. bekk Hvolsskóla hafa frá árinu
Nemendur Grunnskólans á Hellu, Hvolsskóla, fulltrúar Uppgræðslufélags Fljótshlíðar, Ari Trausti Guðmundsson, Valdimar Leifsson, tónlistarfólk ásamt Sigrúnu Magnúsdóttur og Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra við afhendingu Landgræðsluverðlaunanna 2015.
Gunnar Guðmundsson, nemandi í Tónlistarskóla Rangæinga lék á gítar.
ársins 1971 en þá var ákveðið á hreppsnefndarfundi þann 12. janúar, að frumkvæði séra Sváfnis
og Gilsáraurar og hefur nú verið unnið að uppgræðslu í hátt á 1.000 hekturum á Fljótshlíðarafrétti.
Polarflex snjóbræðslumottur Bræða klaka og snjó við snertingu þannig að svæði haldist snjólaus og klakalaus. Enginn snjómokstur, klaki eða salt!
KJARAN ehf. | Síðumúla 12-14 | 108 Reykjavík | Sími 510 5500 | kjaran@kjaran.is | kjaran.is
2010 mælt hop Sólheimajökuls. Nemendur fara upp að jöklinum einu sinni á ári búnir mælitækjum til að mæla hopið og myndavél til að skrá breytingar á ásýnd jökulsins. Jökullinn hefur samtals hopað um tæplega 200 metra frá upphafi mælinga og hefur myndast lón framan við jökulinn sem er rúmlega 40 metra djúpt. Hér er um að ræða afar metnaðarfullt verkefni þar sem nemendur fá að kynnast afleiðingum loftslagsbreytinga af eigin raun. Skólinn er í samstarfi við Skógræktina á Tumastöðum og þangað fara nemendur í nokkrum bekkjum og fræðast um skógrækt og trjáplöntun. Allir árgangar Hvolsskóla fara í fjallgöngu einu sinni á ári. Markmiðið er að fræða nemendur um umhverfi, náttúru og heilbrigða lífshætti. Verkefnið kallast tíutindaganga en í lok skólagöngunnar hafa nemendur gengið á tíu tinda samtals. Hvolsskóli, eins og Grunnskólinn Hellu, hefur unnið að metnaðarfullum verkefnum sem snúa að sjálfbærni og umhverfismálum.
www.volkswagen.is
Nýr Caddy!
Kynntu þér nýjan glæsilegan Volkswagen Caddy Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Við bjóðum þér að líta við í sýningarsal okkar og kynnast honum betur.
Nýr Volkswagen Caddy kostar frá: 2.670.000 kr. (án vsk. 2.135.226 kr.)
HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
Hrísmýri 3, Selfossi | Sími 480 4000 Opið virka daga kl. 10-18 og laugard. kl. 12-15
www.bilasalaselfoss.is
Atvinnubílar
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
fóstri
Járntjaldið er hugtak sem sir Winston S.Churchill notaði í frægri Sinews ræðu sinni 5. mars 1946 til að lýsa því ógnarafli sem Sovétríkin beittu í Austur-Evrópu til að gera sjálfstæðar þjóðir að leppríkjum sínum. Allir vissu að Evrópu hafði verið skipt í herraþjóð og undirsáta sem urðu að sitja og standa eins og Sovétveldið bauð. Mörgum fannst í þessum ríkjum að til lítils hefðu þau barist á móti ágangi Hitlers til þess eins að lenda undir járnhæl Stalins. Samt lifir járntjaldið í minningu þeirra sem muna það sem orð yfir óbilgjarna kúgun þar sem menn ná ekki rétti sínum en verða að sitja og standa eins og herraþjóðin býður. Og dæmin sanna að Sovétmenn hikuðu ekki við grófa valdbeitingu í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalandi ef þeir töldu sér ógnað. Megum við Íslendingar ekki líta okkur nær? Er allt slétt og fellt hjá okkur sjálfum. Lengi hefur verið deilt um nauðsyn þess að landsbyggðin hafi hærra vægi í Alþingiskosningum til að vega upp á móti þeim viðurkennda aðstöðumun sem landsmenn verða þola vegna búsetu sinnar í dreifðum byggðum. Hefur þetta dugað til að jöfnuður hafi fengist? Svarið hlýtur að vera stórt nei. Á Íslandi má hugsa sér nokkurskonar járntjald umhverfis höfuð borgarsvæðið. Innan þess er að finna allt fjármálaveldi landsins, flestar stofnanir og ákvörðunaraðila um hvað skuli gert og hvað ekki. Er ekki í raun þaðan í frá flestu stjórnað? Er þar ekki setið yfir hvers manns diski og skammtað úr hnefa flest það sem landsbyggðinni er rétt? Hafa ekki stjórnmálaflokkar viðurkennt þetta með því að gera hugtakið byggðastefna virkt í stjórnmálum? Hefur ekki verið reynt að flytja stofnanir og fyrirtæki út á land til að efla byggðir þar sem menn sjá að þær standa höllum fæti gagnvart höfuðborgarsvæðinu? En er þetta að takast? Svarið við þessu er bæði nei og já. Jákvætt er að ferðamannaiðnaðurinn hefur í seinni tíð veitt miklu fé til landsbyggðarinnar. Svo mjög að þar er margt öðruvísi um að litast en áður var. En hið neikvæða er að innviðir landsins, eins og samgöngur hafa verið vanræktir mjög lengi. Það hefur skapast tugmilljarða uppsöfnuð fjárfestingarþörf um landið í vegum og brúm, í hafnarbótum, í flugvöllum, í heilbrigðismálum og í skólamálum. Hvarvetna sjást þess merki að framkvæmdafé hefur fremur flotið til höfuðborgarsvæðisins heldur en ekki. Landsbyggðin hefur setið eftir meðan höfuðborgarsvæðið blómstrar þó íbúar þar tali stundum öðruvísi. Enda búa nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar á Suð-vestur horni þess og tala stundum í hálfkæringi um frekjuna í sveitavarginum. Á höfuðborgarsvæðinu er fasteignaverð miklu hærra en á landsbygginni svo munar hundruðum prósenta. Það gefur auga leið að lántökum fólks til nýfjárfestinga í sínum heimabyggðum eru veruleg takmörk sett þar sem bankakerfið einblínir á fasteignaverðið sem veðandlög. Friðrik Pálsson hótelhaldari á Rangá vakti athygli lesenda á þessu atriði í ítarlegu viðtali í desemberblaði Sáms fóstra, sem verðskuldaða eftirtekt hefur vakið. Sámur fóstri skynjar tregðu ríkisstofnana og banka til að auglýsa í miðlum utan tjaldsins. Íslendingar verða að búa í landi sínu öllu ef vel á að fara. En það er erfiðara fyrir almenning úti á landi að ráðast í nývirki. Þeta var viðurkennt með stofnun Byggðastofnunar. Almennt misrétti eins og í þessu birtist skiptir í raun þjóðinni upp í tvær ósamstæðar heildir sem þá gjarnan vegast á með skattyrðum. Hinir mörgu sem eiga og geta gagnvart hinum fáu sem hvorki eiga né geta. Hafa landsbyggðarmenn á Íslandi virkilega svipaða stöðu og frumbyggjar í Ameríku og Ástralíu? Nú berast tíðindi af því að flytja eigi Íþróttakennaraskólann frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Á þarna að taka fyrrum krúnudjásni Framsóknarflokksins blóð eftir einhverri exceltöflu í einhverju ráðuneytinu. Og það á vakt þess flokks í forsætisráðuneytinu! Hætt er við að föður Laugarvatns sem menntaseturs Jónasi frá Hriflu hefði ekki líkað þessi hugmynd. Víða um land eru holóttir axlarlausir vegir. Og margir vegir án alls slitlags. Margir telja einbreiðar brýr vera samgönguhindranir og vilja setja fjármuni í að breikka þær. Aðrir telja féið betur komið í breiðari vegum, betri veglínum og betra slitlagi.Blikkljósin auk aðvörunarskilta við einbreiðu brýrnar dugi alveg. Sjúkrarýmum er einnig misskipt og fjármagni einnig. Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru 202 þúsund af 318 alls árið 2011 eða tæp 65 % landsmanna. Þá runnu 79 milljarðar til heilbrigðismála og þar af 70 % til höfuðborgarsvæðisins eða 55milljarðar. Hér er ekki verið að segja að of mikið fé til heilbreigðismála renni til höfuðborgarsvæðisins. En þetta segir samt eitthvað um misskiptingu. Dr. Kári Stefánsson hefur verið ómyrkur í máli um ófullnægjandi framlög til heilbrigðiskerfisins sem nemur tugum milljarða og virðist eiga hljómgrunn meðal skattþegna landsins ef marka má þann aragrúa undirskrifta sem skrifað sig hafa á stuðningslista dr. Kára. Dr. Kári hefur þarna ýtt óþyrmilega við ráðamönnum.En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Eru landsmenn með þessu að tjá sig reiðubúna til að axla auknar byrðar til þess að heilbrigðiskerfið verði eflt? Og þá ekki bara til hærri launagreiðslna? Þetta rímar auðvitað ekki við stjórnmálamarkmið sem miða að lækkun skatta nema með aukinni þáttöku þeirra sem þjónustunnar njóta. Hvað er þá til ráða? Vinstri menn eru yfirleitt mjög viðkvæmir fyrir því sem þeir kalla sjúklingaskatta. Mætti hugsanlega leggja skattframtöl einstaklinga til grundvallar þáttöku þeirra í sjúkrakostnaði? A,B, og C-flokkk? Skapa þannig tekjumöguleika fyrir fárvana sjúkrahúsin án þess að missa sjónar á því meginsjónarmiði að heilbrigðisþjónustan kosti ekki neitt fyrir þá sem ekki geta borgað? - HJ
fóstri
– fréttablað um sunnlensk málefni
Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími. 544 2163, netfang: halldorjonss@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími: 892 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Galtalind 1, 201 Kópavogur, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudni@xdkop.is, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 20.000 eintök. Dreift í Suðurkjördæmi frá Reykjanestá að Eystra-Horni.
4
Fyrsta byggð á Íslandi:
Voru Papar í Kverkhelli við Seljalandsfoss fyrir árið 800? Nýleg aldursgreining vesturíslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru Papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur
og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til
Munni Kverkhellis.
Papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka. Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifaf ræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ segir Páll.
Karlakórinn Þrestir með tónleika í Skálholtsdómkirkju á verkalýðsdeginum 1. maí Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði syngur í Skálholtsdómkirkju sunnu daginn 1. maí nk.en mörg undanfarin ár hefur karlakórinn glatt augu og eyru þeirra sem þangað koma á þessum degi með söng sínum. Eins og alltaf áður er aðgangur gjaldfrjáls.
Vorntónleikar Þrasta verða í Flensborg í Hafnarfirði 22. og 23. apríl nk. en þema tónleikanna er Oddgeir & Árni og það mun eflaust gleðja marga Vestmannaeyinga á fastalandinu. Stefnt er að því að halda tónleika í Vestmannaeyjum
30. apríl nk., ef ekki að efa að munu fjölmenna er m.a. bundin mannaeyinga.
veður lofar, og er Vestmannaeyingar þar sem dagskráin lögum eftir Vest
Karlakórinn Þrestir á góðri stund í Hörpu.
Það vorar senn!
Verðum með mikið úrval af trjám runnum og sumarblómum. Opið mánudaga-laugardaga frá 10-19 í allt sumar.
Kirkjulækjarkot 4 Hvolsvöllur Sími 692 5671
FRÁBÆRAR EIGNIR með góða staðsetningu
bygg.is
Lundur 17-23
Vindakór 10-12
NÝTT Fossvogsdalnum í Kópavogi Glæsilegar 98-183 fm íbúðir í álklæddum fjölbýlishúsum í Lundi í Kópavogi. Stæði fylgja öllum íbúðum. Lundur er án vafa ein glæsilegasta staðsetning íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu enda skapa Fossvogurinn, Öskjuhlíðin og rómaðar gönguleiðir gott jafnvægi milli byggðar og náttúru. Stutt er í margvíslega þjónustu, afþreyingu og menningu, s.s. Smáralind, Kringluna, Salinn og Gerðasafn.
Naustavör 8-12
NÝTT Útivistarparadísinni í Kórahverfi
Afhending við kaupsamning
Skoð teiknin ið ar á byggg .is
Afhending við kaupsamning
NÝTT Bryggjuhverfinu í Kópavogi Glæsilegar íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Naustavör 8-12 í Kópavogi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja. Íbúðirnar eru með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílskýli fylgja öllum íbúðum.
Glæsilegar 4ra og 5 herbergja íbúðir í 5 hæða fjölbýlishúsi við Vindakór í Kópavogi. Íbúðirnar eru með vönduðum HTH innréttingum og AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða sólpalli á móti suðri. Sérinngangur er inn í íbúðir og stæði í bílskýli fylgja þeim flestum. Innveggir eru hlaðnir og múraðir.
Langalína 28-32
Afhending við kaupsamning
NÝTT
Sjálandi í Garðabæ Glæsilegar íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Löngulínu 28-32 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru 3ja-5 herb. og 104-188 fm. Íbúðirnar eru með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.
FJÁRFESTING REYNSLA
•
FAGMENNSKA
•
FASTEIGNASALA
METNAÐUR Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ
Sími 520 9586
EHF
Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31
Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 31 árs reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
6
Er þjóðfélagið viðbúið náttúruvá í Rangárþingi?
Ryksugur! Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
7.590
Spandy 1200W Cyclone heimilsryksuga
10.890
Rangárvallasýsla og nágranna sveitir hennar eru markaðar af aldalangri sögu náttúruhamfara. Á svæðinu eru einhver virkustu eldstöðvakerfi landsins og hraun flæði, öskufall og hamfarahlaup
samkvæmt mælingum á upphafi fjögurra síðustu Heklugosa, þ.e. 1970, 1980, 1991 og 2000. Hún geti því gosið hvenær sem er og það með skömmum fyrirvara. Árið 1693 hófst gos 3. febrúar
Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki
6.990
Spandy pokalaus 500w heimilsryksuga
6.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Drottningin Hekla.
Við eigum 30 ára afmæli
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
30% afsláttur af öllum vörum í mars*
*tilboðið á ekki við um varahluti
Gerðu góð kaup á hreinsiefnum og háþrýstidælum!
Auðbrekku 23 - Kópavogi - s. 564 1819 - www.jako.is
Vetrarþjónusta á Suðurstrandarvegi og farsímasamband Bæjarráð Árborgar hefur farið fram á að Vegagerðin breyti skilgreiningu á vetrarþjónustu á Suðurstrandarvegi á þann hátt að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk en nú fellur vegurinn undir þjónustuflokk 4 líkt og vegir þar sem meðalumferð nemur innan við 100 bílum í vetrardagsumferð. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar mældist umferð þegar á árinu 2014 umtalsvert meiri og hefði þjónustu á veginum átt að breytast samkvæmt því þegar á því ári. Miðað við umferð ætti Suðurstrandarvegur að vera í þjónustuflokki 3 og vera með vetrarþjónustu 5 daga vikunnar. Vegna tíðra lokana Suðurlandsvegar á Hellisheiði
og í Þrengslum er mjög brýnt að hafa möguleika á að beina umferð um Suðurstrandarveg. Lokanir á Suðurlandsvegi hafa mikil og neikvæð áhrif á íbúa og fyrirtæki á svæðinu og nauðsynlegt að hafa aðra leið færa milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins/Suðurnesja. Bæjarráð Ölfuss tók undir áskorun bæjarráðs Árborgar og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir við Vegagerðina. Bæjaráð Ölfuss áréttar jafnframt nauðsyn þess til að tryggja öryggi vegfarenda og út frá almannavarnarsjónarmiðum að sem fyrst sé ráðist í uppsetningu senda á Suðurstrandarvegi og Þrengslavegi en stór hluti Suðurstrandarvegar og hluti Þrengslavegar eru utan farsímasambands.
hafa mótað ásýnd landsins og byggðaþróun. Á málþinginu Náttúruvá í Rangárþingi sem haldið var í Gunnarsholti 25. febrúar sl. var dregin saman reynsla af síðustu náttúruhamförum á svæðinu, hvers megi vænta og hvað sé unnt að gera til að draga úr tjóni af völdum náttúruvár. Varpað var fram spurningum og leitað svara við eins hvað höfum við lært af undanförnum náttúruhamförum?, hafa skipulagsmál tekið mið af hugsanlegum náttúruhamförum, hver er staða almannavarna ef til náttúruhamfara kemur og er hægt að búa samfélög undir náttúruvá.
og er eitt af mestu og skaðsömustu Heklugosum síðan land byggðist og stóð það með einhverjum hléum líklega í um 10 mánuði. Margar jarðir lögðust í eyði í Landsveit, Í Hreppum og Tungum. Fénaður sýktist víða, fiskur drapst í ám og vötnum og mikill fugladauði varð. Árið 1766 hófst lengsta Heklugos á sögulegum tíma en það stóð í tvö
áður en gosið sést. Atburðarásin þar á undan er nánast óþekkt. Jökullinn er raunar allt að 750 m þykkur og fremur kraftlítið gos undir slíkum ísmassa þyrfti ef til vill fáeina daga til þess að ná að bræða sig upp úr klakanum. Í ritgerð Ara Trausta Guðmundssonar segir m.a. að eins og títt er um eldgos eru Kötlugos öflugust í fyrstu og rís gjóskublandinn gosmökkur (mikið til vatnsgufa) a.m.k. 10-15 km í loft upp á skömmum tíma. Gjóskufall er jafnan verulegt og ræðst auðvitað af vindátt og vindhraða hvar hin algenga, svarta basaltgjóska fellur. Hún getur valdið tjóni á gróðurlendi eða tímabundnum vandræðum, t.d. vegna efnamengunar. Vatnssöfnun í jöklinum á sér stað áður en sést til Kötlugoss. Hún getur að hluta verið vegna aukins jarðhita á gosstað, og í nágrenninu, fyrir gos, svo dögum eða vikum skiptir. Getur hluti þess vatns runnið frá bræðslustöðum og safnast á botni öskjunnar. En líklega er vatnssöfnunin þó sýnu mest á þeim hálfa til eina sólarhring sem oft líður milli upphafs goss og uppkomu þess úr jöklinum. Kötluhlaup hafa flæmst um allan Mýrdalssand og skapað hann í tímans rás. Eyjafjallajökull er megineldstöð, nánast áföst við Kötlukerfið.
Hvenær gýs Hekla?
Mælingar benda til að þensla hafi verið í Heklu alveg síðan í síðasta gosi árið 2000. Síðasta mæling var gerð síðasta haust og hún sýndi áframhaldandi þenslu. Allt bendir til þess að Hekla hafi verið tilbúin fyrir nýtt eldgos allt frá árinu 2006. Til eru samfelldar mælingar á landrisi við Næfurholt frá því fyrir eldgosið 1991. Þær sýna að Hekla rís fram að gosi og sígur svo þegar fer að gjósa. Hún fór strax aftur að rísa eftir gosið 1991 og reis fram til ársins 2000. Þá var hún komin í sömu hæð og fyrir gosið 1991. Gosið kom á réttum tíma 2000 og Hekla seig. Hún fór strax að rísa aftur eftir það gos og var komin í svipaða hæð og fyrir gosin 1991 og 2000 árið 2006. Síðan hefur hún risið fram yfir það en það þarf þó ekki að þýða að næsta gos í Heklu verði stærra en fyrrgreind eldgos. Reynsla sýnir að fyrirvari á Heklugosum hefur verið allt frá 15 mínútum og upp í 79 mínútur
Formaður Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli, Magnús Þór Einarsson, og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu með viðurkenningarskjöl frá Rótarýklúbbi Rangæinga fyrir frábær störf við almannavarnir í Rangárþingi. Með þeim á myndinni eru frá vinstri Guðmundur Halldórsson, Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
ár. Einni þá lögðust jarðir í eyði, m.a. 5 bæir í Rangárvallasýslu. Hallæri, sóttir og fjárfellir kom í kjölfar gossins. Árið 1947 hófst allkröftugt gos í Heklu eftir 102 ára hlé. Gosið var sérlega öflugt í byrjun og í upphafi þess varð mjög snarpur jarðskjálfti og gosmökkurinn náði 30 km. hæð.
Gýs Katla?
Dæmigert Kötlugos hefst að undangenginni harðri skjálftahrinu, oftar en ekki samdægurs eða daginn
Á öllum þingum er gert hlé og málin rædd yfir kaffibolla. F.v. Steinunn Ingólfsdóttir, Magnús B. Jónsson, Grétar Hrafn Harðarson og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi.
Þegar litið er yfir gossögu Kötlu er auðvitað næsta víst að eldstöðin gýs á næstu áratugum. Afar litlar líkur eru á að jafn virk megineldstöð og Katla þagni öldum saman. Löng goshlé geta boðað stærri gos en orðið hafa um hríð. Nú sem stendur eru þrenns konar merki um óróa í Kötlu og nágrenni, sem ber að taka alvarlega, þ.e. skjálftavirkni, jarðhiti eykst verulega í jöðrum öskjunnar í Kötlu-megineldstöðinni, útstreymi gastegunda í Gígjökli í Eyjafjallajökli; gastegunda sem geta verið af kvikuætt en ekkert af þessu dugar til að spá eldsumbrotum. Vissulega er nábýli Sunnlendinga við Kötlu gömlu ógnvekjandi. En hún er þekkt að því að láta vita af sér áður en hún ræskir sig. Þessvegna er fólki rórra að fjallið er vaktað og öll líkindi til að tjóni verði forðað í tíma. Samband er greinilegt á milli eldstöðvanna í Eyjafjallajökli, Heklu og Kötlu þannig að ein hefur áhrif á aðra til seinkunar.Spurning getur verið um það hver verður fyrst til. En varla munu þær þegja lengi allar í senn þessar eldstöðvar.
SamSUNgSEtRiD.iS
Þessi birta, þessi skerpa og þessir mögnuðu litir í Samsung 55” sjónvörpum
4x betri upplausn, Nanokristaltækni, 64x fleiri litir, 30% meiri birta.
55” Samsung JS9005
399.900,-
55” Samsung JU6675
249.900.55” Samsung JU6415
239.900.-
4x betri upplausn, Smart TV, Netflix ofl., Öll tæki í einni og sömu fjarstýringunni. Upplifðu meiri dýpt í bognu tæki (JU7505) UHD uppskölun.
55” Samsung JU7505
299.900.55” Samsung JU7005
269.900.FYRiR HEimiliN Í laNDiNU
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
8 Oddný G. Harðardóttir alþingismaður.
Samgöngubætur, heilbrigðisþjónusta og löggæsla Samgöngubætur og aukið fjármagn til heilbrigðisþjónustu og löggæslu vegna fjölgunar ferðamanna skipta okkur í Suðurkjördæmi afar miklu máli. Andvaraleysi ráðherra ferðamála og ríkissjórnarinnar í málefnum sem tengjast ferðaþjónustunni og mikilli fjölgun ferðamanna er óskaplegt. Vegakerfið þarf á uppbyggingu að halda. Efla þarf löggæsluna og álagið á heilbrigðiskerfið hefur líka aukist verulega.
Heilbrigðisþjónusta
STÓRAR SENDINGAR
– VIÐ FÖRUM LÉTT MEÐ ÞAÐ Með öflugu dreifikerfi Póstsins kemur þú þínum vörum hratt og örugglega, hvert á land sem er. Hvort sem um ræðir stakar vörur eða bílfarma, þá hefur Pósturinn lausnina. Eitt símtal og við erum að dansa.
www.postur.is
Rangárþing eystra
Fjölbreytt og lifandfi samfélag
Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur áhrif í heilbrigðisþjónustuna og veldur þar auknu álagi. Á síðustu árum hefur komum ferðamanna á heilsugæslur og heilbrigðisstofnair fjölgað hratt og sama gildir um útköll sjúkrabifreiða og sjúkraflug. Á árinu 2015 fjölgaði slysum á Suðurlandi mjög mikið enda ferðamenn sem sækja landsvæðið heim á árinu orðnir fleiri en milljón talsins. Fjöldi sjúkraflutninga hefur margfaldast og þar með talinn kostnaður og starfsfólk hefur þurft að kljást við fleiri alvarleg slys. Það er alveg ljóst að svo mörgum ferðamönnum fylgir kostnaður í heilbrigðisþjónustunni en fjármagnið er ekki aukið í takt við það. Að sögn yfirmanna í heilbrigðisþjónustu á svæðinu finnur starfsfólk fyrir meiri þreytu og streitu í starfi með aukinni slysatíðni og álagi vegna ferðamanna. Augljóst er að mæta þarf þessum aðstæðum en það hefur ekki verið gert.
Löggæsla Það er einnig afar brýnt að veita meira fjármagni til lögreglunnar í landinu og ekki síst til lögreglunnar í Suðurkjördæmi. Álag á lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna hefur aukist um allt land frá árinu 2012 þegar að stökk kom í fjölgun erlendra ferðamanna. Álagið hefur þó aukist mest á Suðurlandi, í Reykjavík og á Suðurnesjum. Athuganir Vegagerðarinnar sýna að nánast allir erlendir ferðamenn fara að sjá Gullfoss og Geysi. Ný og kostnaðarsöm verkefni bíða lögreglunnar sem nauðsynlegt er að ráðast í af fullri alvöru. Það er sannarlega áhyggjuefni að staðan sé víða sú að lögreglunni sé ekki gert mögulegt að sinna starfi sínu eins vel og æskilegt væri vegna fjárskorts og álags. Ólíðandi er að stjórnvöld láti viðgangast að fjölgun ferðamanna komi niður á þjónustu við íbúa með sinnuleysi í innviðauppbyggingu svo sem löggæslu.
Vegakerfið
Vegirnir láta augljóslega einnig undan auknu álagni. Veita þarf ekki síður fjámunum í viðhald vega en til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ef stjórnvöld draga enn lappirnar í innviðauppbyggingu er ferðaþjónustan og fjárfestingar í henni í hættu svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu. Málið er alvarlegt og Sunnlendingar hljóta að krefjast úrbóta af stjórnvöldum áður en ferðamannafjöldinn nær hámarki á þessu ári.
Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Suðurlandsvegi 1-3 • Hellu • Sími 487 5219 / 487 5214
ÚRVALS BRAUÐ & KÖKUR ALLA DAGA
PIPAR\TBWA • SÍA
Ómissandi um páskana
Eitthvað við allra hæfi um páskana frá Emmessís
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
10
MótX vill gera unga fólkinu auðveldara að eignast þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði
Eigendur Mót-X, frá vinstri: Svanur Karl Grjetarsson, Viggó Einar Hilmarsson og Vignir Steinþór Halldórsson.
Eigendur MótX bygginga fyrirtækisins eru þrír félagar á fimmtugsaldri sem allir búa í Kópavogi. Þeir eru Svanur Karl Grjetarsson, sem ættaður undan Eyjafjöllum og Vignir Steinþór Halldórsson sem segist vera úr Breiðholtinu í Reykjavík. Þessir tveir eru byggingameistarar sem hófu að starfa saman 2005 og stofna þá MótX ehf. Þá reistu þeir allskyns hús fyrir hina og þessa, hingað og þangað, einbýli og sérbýli. Svo er það einn góðan veðurdag að þeir rekast á Viggó Einar Hilmarsson hagfræðing sem vantar að láta byggja fyrir sig einbýlishús. Viggo er útskrifaður MA stjórnmála-og hagfræðingur frá Englandi, áður á Hellissandi og Neskaupsstað og er gamall sjóhundur af togurum. Hann á þegar þarna er komið að baki meira en áratugs störf í fjármálageiranum, hjá bönkum og verðbréfasölum.
Þessir menn taka tal saman og verður vel til vina enda hressir í besta máta allir saman. En upphaf kynnanna er að þeir Svanur og Vignir taka að sér að byggja hús Viggós uppi við Fróðaþing nálægt Elliðavatni 2006. Það gengur allt vel og þeir láta mikið af nákvæmni hans og kröfuhörku, ef ekki sérvisku, um frágang og vandvirkni. Þegar verkið er langt komið hrynur veröldin í bankafárinu. Þeir eru fljótir að skynja það ungu mennirnir að veröldin hefur ekki stöðvast þó hún hafi aðeins hikstað um stund þegar Lehman Brothers og íslensku bankarnir fóru flestir á hausinn. Þeir vita að aftur kemur vor í bæ. Svona 2010 fara þeir að tala saman um möguleika á samstarfi. Þar kemur í samræðum þeirra að þeir sjá að það eftir hrunið er aðeins ein íbúðarblokk í byggingu í Kópavogi og hún er með frekar stórar íbúðir frá
2007 stílnum. Eftir þetta gerist það að Viggó kemur formlega inn í félagið hjá þeim 2014 sem þriðjungs eigandi og gegnir eftir það stöðu fjármálastjóra. Og núna er ekki lengi verið að tvínóna við hlutina. Þeir komast í útdrátt þriggja tilboðshafa 2012 um lóð undir 35 íbúðir í Þorrasölum og hafa heppnina með sér. Þeir voru orðnir sæmilega græjaðir Vignir og Svanur eftir sín starfsár. Þeir byrja núna að byggja og fara fljótlega að selja íbúðir eftir teikningum og á byggingastigi. Framkvæmdir ganga vel. Það er byggt þarna á hefðbundinn hátt, með einangrun að innan og múrinn ystan. Frá byrjun framkvæmda árið 2012 til verkloka 2014 líða aðeins 18 mánuðir. Og þá er allt búið, bílageymsla sem annað. Þetta eru vönduð hús og vel hönnuð sem seljast eins og heitar lummur enda staðsetningin frábær í miðjum Kópavogi. Beint á mót
sundlauginni og líkamsræktinni í Versölum við Salaskóla. Það er stutt í leikskóla og verslanir og útivistarsvæði allt um kring. Svo er líka almennt vitað að það er gott að búa í Kópavogi eins og Gunnar Birgisson sagði einhvern tímann. En þeir eru allir gamlir kunningjar Gunnars í gegn um tíðina eins og allir sem eitthvað störfuðu í Kópavogi á þeim árum. Enda eru þeir með stóra ljósmynd úr pappa af Gunnari á skrifstofunni svo raunverulega að gestir hrökkva í kút þegar þeir koma í heimsókn. Ef nokkuð er þá er myndin eitthvað minni en fyrirmyndin samt. En áhrifin eru veruleg fyrir ókunnuga ganga óvænt í flasið á gamla bæjarstjóranum. En eitt af því sem aldrei skortir á kontórum MótX þá er það glens og grín því þetta eru miklir sprellikarlar allir saman. Það skiptir svo engum togum að MótX hlýtur sérstakt viður
kenningarskjal frá Kópavogi fyrir framúskarandi frágang á húsum og lóð í Þorrasölum. Og til að bæta um betur fá þeir líka verðlaun fyrir samskonar vinnubrögð á Kópavogstúni. Þetta þykir þeim vænt um og hafa þetta innrammað á áberandi stað. Þeir félagar fara svo í annan útdrátt um lóð á Kópavogstúninu og þeir draga núna á móti þremur öðrum. Aftur hafa þeir heppnina með sér og draga vinningsnúmer.
Byggt í Þorrasölum
Þeir fá aftur arkitektinn sem teiknaði fyrir þá í Þorrasölunum, hann Kristinn Ragnarsson. Hann hannar þarna 29 íbúðir sem strax byrja að seljast á byggingastigi. Þeir einsetja sé frá byrjun að hafa mikla vöruvöndun eins og í Þorrasölum. Þar eru núna allar íbúðir seldar og frágangi lokið. Þarna er lokaður bílakjallari líka með nútíma sprinkler- eldvörn eða vatnsúðakerfi á íslensku. Allt var þetta selt fyrir lokaúttekt sem er athyglisvert og sýnir traust kauepnda á byggingaraðilunum. Þessi hús eru öll með hefðbundnum hætti, það er að segja með einangrun að innan og faldar lagnir. Næsta verk er í Vefarastræti í Mosfellsbæ. Þar koma enn 32 íbúðir í 1. áfanga sem þeir afhenda um áramótin 2016/2017 og svo 23 íbúðir þremur mánuðum síðar. Þetta eru íbúðir sem þeir stíla inná ungt fólk með. Þarna er byggt með einangrun utan á og húsin klædd með áli og timbri að utan.
„ Annars höfum við byggt mikið hefðbundið með einangrun innan í gegn um tíðina. Hvor aðferðin hefur sína kosti og líka galla,“ segir Vignir. „Það sem við förum núna að byggja í Bæjarlindinni verður hreint listaverk að okkar mati,“ segir Viggó. „Þarna verða íbúðir af mörgum stærðum, 3ja herb. 4. herb. og 5 herb. Álklæðningar og tréklæðningar verða utan á en mikið lagt upp úr vönduðum frágangi. Staðsetningin er einnig mjög góð. Smáralindin blasir við neðar í landinu en í kring eru allskyns búðir og þjónusta og stutt á skemmtistaðinn SPOT til að fá sér snúning.“ „Við byggjum hratt segir Vignir. „Við vorum búnir að græja okkur vel upp með krana og stálmót þegar við byrjuðum á þessum stærri áföngum. Gunnar og Gylfi hafi alltaf byggt hratt og vel og þeim hafi gengið vel með það.“ Svanur skýtur þá inn í að hann hafi einmitt lært hjá Gunnari Þorlákssyni sem er að austan eins og Svanur sjálfur. Svanur vill meina að hann hafi lært vel hjá Gunnari Gróu eins og hann Gunni var stundum kallaður á Hvolsvelli í gamla daga og lært strax hvað röskleikinn gildir. „Við greiddum nærri 500 milljónir í lóðagjöld þegar við byggðum Þorrasalina og Kópavogs
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
11
Fyrirhuguð bygging MótX í Bæjarlind í Kópavogi eftir teikningu Björns Skaptasonar, arkitekts.
túnið,“ segir Viggó. „Þetta er ekkert smávegis ofan á byggingar kostnaðinn.“ „Sveitarfélögin eru held ég nokkuð almennt farin að draga skólakostnaðinn inn í lóðarverðin sem ekki var áður,“ segir Vignir. „Í stað þess að hugsa bara svona til skemmri tíma ættu menn að hugsa meira um það, að 85 % af þeim, sem keyptu af okkur íbúðirnar, eru nýjir íbúar í bænum, koma úr Garðabæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi þar sem lóðaframboð er minna. Þetta eru útsvars greiðendur framtíðarinnar sem munu standa undir bæjarfélaginu til lengri tíma.“ Svanur segist hafa velt því fyrir sér af hverju ekki var komið meira lóðaframboð á í Kópavogi fyrir löngu. Það er af því að menn voru mörg ár að vandræðast með frárennslismálin úr Suðurhlíðunum upplýsir spyrillinn núna sem man lengra aftur. Og þau leystust ekki fyrr en eftir 1990 þegar nýr meirihluti undir forystu Gunnars Birigssonar og Sigurðar Geirdal hafði tekið við af vinstri meirihlutanum sem hér hafði verið lengi. Þeir lögðu frárennsli fyrir Kársnes og létu síðan dæla því í samvinnu við Reykjavík á haf út vestur i bæ í Reykjavík. Leggja á áherslu á nauðsyn þess að sveitarfélög standi sig öll sömul betur í heildarframboði byggingarlóða, sem ekki hefur verið. Afleiðingarnar hafa verið allskyns sveiflur og brokkgengi í fasteignaverði á markaði og flækjum á framkvæmdastigum.“
Ný svæði
Gusts-og Glaðheimasvæðið kom til úthlutunar nýlega. Enn er farið í útdrátt og og enn dregur MótX lengsta stráið í samkeppni við 3 aðra. Kristinn Ragnarsson arkitekt er þá búinn að ráðstafa sér til að teikna á þessu svæði fyrir aðra þannig að þeir verða að ráða sér annan arkitekt. Og fyrir valinu verður Björn Skaptason, arkitekt og listmálari sem hannar þarna glæsiíbúðir eins og meðfylgjandi myndir sýna. Aðspurðir kveðast þeir félagar sig hvergi á leið með að hætta. Þeir sjái ótal verkefni og tækifæri framundan. Þeir muni halda áfram í næstu tuttugu ár í það minnsta.
Þar sem Sámur fóstri er landsbyggðarblað leikur honum forvitni á að vita hvernig byggingam eistararnir sjái byggingastarfsemina á lands byggðinni þróast. Þar séu miklu ódýrari lóðir að fá en hérna á höfuðborgarsvæðinu, en eitthvað sé að fólkið tolli þar bara illa. Það flytur „suður“ eins og sagt er.
út i á landi þar sem byggðirnar eru atvinnulega á brauðfótum víða um land, þó ferðamennskan hafi lyft mörgu í seinni tíð. Og svo eru allir aðdrættir líka erfiðari út i á landi þó svo að byggingavöruverslanirnar séu komnar með útibú víða. Byggingar úti á landi muni koma með betra atvinnuástandi þar. Atvinnan komi fyrst og svo byggingar fyrir fólkið. Llóðaverðið hefur farið að hækka
Nýtt gjald í Reykjavík
í valdatíð R-listans og Ingibjargar Sólrúnar sem borgarstjóra. Þá hafi lóðauppboðin hafist þar sem haldið var áfram þeirri lóðaskortsstefnu sem fyrri meirihlutar höfðu raunar viðhaft lengi. Allt of fáar byggingalóðir sem ýttu undir eftirspurn og verðið fór því stöðugt hækkandi. Þetta hafa valdið viðvarandi kostnaðaraukningu á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem enn sér ekki fyrir endann á. Sumir segja að sveitarfélögin hafi líka samvinnu með sér í gegn um skipulagið að því er virðist til að stýra lóðaframboði í einstökum sveitarfélögum.“
fyrir að teikna segja sumir gárungar þvi samkeppnin hefur verið hörð í þeim bransa síðan í hruninu. Það er eins og allt miðist við að sprengja upp byggingakostnaðinn sjálfan eins og lýst er að framan. Ný byggingareglugerð gerði líka íbúðir dýrari með mikilli kröfuhörku um algilda hönnun þó eitthvað hafi verið slakað á því í seinni tíð.“ Vignir segist hafa hitt erlendan mann sem var nýkominn til landsins og búinn að festa sér hótel í Hveragerði. Hann sagði að það þætti sér ekki mikið að keyra 15 mínútur í lest til Reykjavíkur. Hann átti samt dálítið í basli með
„Nú séu þeir farnir að leggja á nýtt gjald í Reykjavík,“ segir Svanur. „Virðisaukningargjald á íbúðir sem nemur heilum 14.000 kr á hvern fermetra íbúðar. Það munar um minna. Svo eru vatns- og fráveitu gjöld, skipulagsgjöld og hvað eina. Svo kostar núna nýverið 100.000 að fara yfir teikningar. Liggur við að það sé jafnhátt og hönnuðir fái
að skilja að engin lest gengi þar á milli. Þar á milli lægi bara eitt eldfjall með þokum og vondu veðri og bílferð gæti tekið klukkustund. Hann klóraði sér lengi í höfðinu meðan hann melti þetta. - Hvað áhrif hefðu bættar samgöngur? Þetta leiddi samræðurnar á nýtt stig. Ef hægt væri að stytta ferðatímann þá myndu opnast
Vefarastræti Mosfellsbæ.
- Hvernig skýri þeir þennan mikla mun? Hefur skortur á húsnæði á landsbyggðinni, sem er viðvarandi, áhrif á byggðaþróunina? „Við erum aðvitað alveg til í að byggja úti á landi eins og á Hvolsvelli eða Hellu að vissum skilyrðum uppfylltum. En það það sem stendur byggingariðnaðinum í heild fyrir þrifum er sífelldur lóðaskortur á þéttbýlissvæðunum. Yfirleitt er þá nóg af lóðum á landsbyggðinni. Verðin eru hinsvegar hærri á höfuðborgarsvæðinu og eftirspurn meiri. Víða er bara engin eftirspurn
fleiri búsetumöguleikar fyrir fólk sem þyrfti að sækja vinnnu á höfuðborgarsvæðinu. Hálftími eftir hraðbraut frá Hveragerði gæti gert fólki kleyft að búa þar en vinna fyrir „sunnan“ eins og það heitir frá Suðurlandi séð. Einu hugmyndirnar sem heyrðust nú um hraðflutninga fólks væri um það að koma flugfarþegum nógu fljótt á milli Reykjavíkurog Keflavíkur til þess að hægt sé að loka Reykjavíkurflugvelli. Svo aumt þorp er samt varla til í Bandaríkjunum að það hafi ekki flugvöll. Bandaríkjamenn skilja nauðsyn samgangna og að tími sé Framhald á næstu síðu
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
peningar. Hjólreiðar séu auðvitað góðar fyrir heilsuna en nútíma samkeppnisþjóðfélag byggist á hraða í samgöngum sem öðru. Þarf ekki bara hraðbraut, svona 160 km/h, milli Víkur og Reykja víkur og svo til Keflavíkur? Yrði það ekki til að rétta hlut lands byggðarinnar gagnvart þeim mikla halla í aðstöðu sem er á milli þétt býlisins á höfuðborgarsvæðinu og hinna dreifðu byggða? Almennings vagn sem gæti ekið á yfir 100 km meðalhraða er innan við hálftíma á milli Hveragerðis og Árbæjar hverfis. Hversu miklu myndi þetta ekki breyta um búsetu fólks? Hætt er nú við að þessar hugmyndir verði nú ekki hristar fram úr ermum fjárveitingar valdsins. Það er ekki nema innan við hálf öld liðin frá því að ekki var einu sinni bundið slitlag austur fyrir fjall. Þeir sem muna fyrri tíð geta borið saman þá og nú þegar flestir vegir eru orðnir með slitlagi. En kemur ekki að því að
12
styðja við tómstundastarf barna og unglinga. Forvarnir gegn áfengis og fíkniefnanotkun æskunnar og efling íþrótta-og æskulýðsstarfs eru þýðingarmeiri en flest annað. Öll fyrirtæki þurfa að láta sig þessi mál varða. MótX hefur blandað sér í þennan málaflokk með afgerandi hætti.
Staðið fyrir skákmóti
Félagið stendur fyrir og kostar stórviðburði í skák í Kópavogi og hafa fengið yngsta stórmeistara Íslendinga Hjörvar Stein Grétarsson til þess að tefla einvígi við engan annan en stórmeistarann Nigel Short sem er Íslendingum að góðu kunnur frá heimsóknum sínum og taflmennsku á mörgum undanförnum árum á næstunni. MótX ehf. gaf nýlega 100 taflsett til grunnskólanna í Kópavogi. Þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Salaskóla fyrir skömmu. Á þriðja hundrað börn tóku nú í vetur þátt í sveitakeppni grunnskólanna í Kópavogi og skákdeild Breiðabliks starfar af miklum þrótti. Viggó sagði mikið fagnaðarefni að MótX skyldi hafa tekist að veita Hjörvari Steini tækifæri til að tefla við goðsögnina Nigel Short. En þeir Hjörvar munu tefla sex atskákir og
Við afhendingu umhverfisverðlauna til Mót-X frá Kópavogsbæ.
þetta tækifæri fyrir rausnarlega gjöf til skólanna, og sagði mikið fagnaðarefni að einvígi Hjörvars og Shorts færi fram í Kópavogi, enda mikil skákvakning meðal ungu kynslóðarinnar í bænum.
þá lægri hlut fyrir Gary Kasparov í einvígi, en hefur allar götur síðan verið meðal þeirra bestu. Hann nýtur mikillar virðingar í skákheiminum og er mjög vinsæll greinahöfundur, enda hefur hann
Í tengslum við MótX-einvígi Hjörvars Steins og Nigel Shorts verður efnt til ýmissa viðburða á vormánuðum, svo Kópavogur mun iða af skáklífi.
Skákþyrstir krakkar í Salaskóla. Í baksýn má sjá Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra Kópavogs, Hafstein Karlsson skólastjóra, Hrafn Jökulsson forseta Hróksins og MótX-mennina Viggó Einar Hilmarsson, Vigni Steinþór Halldórsson og Svan Karl Grétarsson.
Íslendingar verði að fara hugsa meira eins og Bandaríkjamenn? Fólkið flytur þangað innanland sem afkoman er best.
verður samhliða efnt til mikillar skákhátíðar í skólum Kópavogs. Það er skemmtileg og í raun of sjaldgæf stefnumótun hjá fyrirtæki
Fyrirtækið MótX ehf. gaf nýlega 100 taflsett til grunnskólanna í Kópavogi. Þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Salaskóla á dögunum.
Stór ljósmynd úr pappa er af Gunnari Birgissyni á skrifstofunni svo raunveruleg að gestir hrökkva í kút þegar þeir koma í heimsókn. Ef nokkuð er þá er myndin eitthvað minni en fyrirmyndin samt. En áhrifin eru veruleg fyrir ókunnuga ganga óvænt í flasið á gamla bæjarstjóranum. En eitt af því sem aldrei skortir á kontórum MótX þá er það glens og grín því þetta eru miklir sprellikarlar allir saman.
Öflugt menningar starf MótX
Skákmeistararnir Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson
Viggó, aldursforseti MótX mannahópsins, vekur athygli á ábyrgð atvinnufyrirtækja á því að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Þau ættu að bæta mannlífið til þess að auka á vellíðan bogaranna og þeirra starfsmanna sem hjá þeim vinna. Fyrirtæki ættu að vera annað og meira líka en bara föst í sínum daglega rekstri. Hluti af því væri til dæmis að
eins og MótX ehf. að setja sér svona skýrt markmið til að láta gott af sér leiða. Mættu önnur fyrirtæki hugleiða hvað þau geti gert til að veita svona straumum inn í nærsamfélag sitt. Fulltrúar MótX ehf. við athöfnina í Salaskóla voru þeir Vignir Steinþór Halldórsson stjórnarformaður, Svanur Karl Grétarsson framkvæmdastjóri og Viggó Einar Hilmarsson fjármála stjóri. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri þakkaði MótX ehf. við
Short er goðsögn í skákheiminum og hefur teflt um heimsmeistaratitilinn. Hann er fæddur 1965, varð stórmeistari 19 ára að aldri og hefur náð þriðja sæti á stigalista skákmanna í heiminum. Árið 1993 varð hann fyrsti Englendingurinn til að tefla um heimsmeistaratitilinn. Hann beið
heimsótt 108 lönd og er hvarvetna mikill aufúsugestur. Hjörvar Steinn Grétarsson fæddist árið sem Short tefldi um heimsmeistaratitilinn — 1993 — og vakti kornungur athygli fyrir mikla hæfileika. Hann varð stórmeistari 2013 og á nýafstöðnu Evrópumóti landsliða í Laugardalshöll náði hann bestum árangri íslensku landsliðsmannanna. Hjörvar tapaði ekki skák á mótinu og árangur hans jafngilti 2670 ELO skákstigum.
MótX mönnum er óskað velfarnaðar í starfi. Svona teymi af bjartsýnum dugnaðarkörlum getur ekki annað en átt framtíðina fyrir sér. Og framtíð lífskjara í landinu og líf unga fólksins veltur mikið á því að það takist að gera unga fólkinu okkar auðveldara að eignast þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Að því ætlar MótX ehf. að vinna.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
13
Mannamót markaðs stofanna er merkur samráðsvettvangur Markaðsstofur landshlutanna settu upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfs fyrirtæki sín fyrir nokkru í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Fjölmörg fyrirtæki kyntu þar starfsemi sína. Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á lands byggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að
kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gafst gott tækifæri til að kynna sér það sem sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku. Sunnlenskir aðilar voru áberandi á Mannamótum þetta árið.
Söfnunarbíll Blóðbankans fer um Suðurland í aprílmánuði. Sunnlendingar eru hvattir til að mæta í blóðgjöf, eigi þeir þess kost. Flogið verður til Vestmannaeyja í blóðsöfnunarferð.
Blóðbankinn safnar blóði á Suðurlandi:
Óþekktar veirusýkingar eru áhyggjuefni Skálholt.
Eitt mikilvægasta hlutverk Blóðbankans við Snorrabraut 60 í Reykjavík er að tryggja að nægar blóðbirgðir séu til staðar á hverjum tíma en til þess þarf Blóðbankinn að finna tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarrstjóri Blóðbankans segir að þess vegna væru starfsmenn alltaf í samband við fólk sem verið hefur tilbúið að gefa blóð en það er þó þeim takmörkunum háð að ekki er ráðlegt fyrir konur að gefa blóð nema á fjögurra mánaða fresti en karlar mega gefa blóð á þriggja mánaða fresti.
Nýr blóðsöfnunarbíll
Vatnajökulsþjóðgarður.
,,Bíll Blóðbankans er afar mikil vægur í blóðsöfnun en sennilega styttist í að Blóðbankinn verði að leita til þjóðarinnar til að fjármagna kaup á nýjum bíl en birgðaþörfin er að aukast, m.a. vegna þess að sífellt
Hrauneyjar og hótel Rangá.
Þjónustuaðili ,,Ég er Einsi kaldi úr Eyjunum.“
Raftækjasalan ehf. raftaekjasalan@raftaekjasalan.is Sími: 856 0090
fleiri ferðamenn koma til Íslands,“ segir Jórunn. Um aldamótin 1900 urðu blóðgjafir áreiðanlegar þegar fram kom hið svonefnda ABO flokkunarkerfi en blóð af tegundinni O – samkvæmt því kerfi er hægt að gefa öllum blóðþegum. Íslenski blóbankinn var stofnaður árið 1954 en fyrstu blóðgjafir fóru þannig fram að tengd var slanga á milli blóðgjafans og blóðþegans en slíkar aðferðir eru almennt ekki tíðkaðar í dag. Starfssemi Blóðbankans er til mikillar fyrirmyndar og tæknimál, skimun og annað stenst allan alþjóðlegan samanburð. ,,Blóðbankinn fylgir í hvívetna ströngu regluverki vegna smithættu af völdum blóðgjafa en nýjar og lítt þekktar eða jafnvel óþekktar veirusýkingar eru stöðugt áhyggjuefni,“ segir Jórunn Frímannsdóttir.
Blóðbankabíllinn á Suðurlandi
Sunnlendingar og aðrir sem á Suðurlandi verða eftirtaldar dagsetningar eru hvattir til að gefa blóð. • Blóðbankabíllinn var við KFC, Krossmóa þriðjudaginn 15. mars sl. kl. 10.00 til 17.00 • Blóðbankabílinn verður á Hafnarplaninu á Selfossi þriðjudaginn 5. apríl nk. kl. 10.00 til 17.00 • Blóðsöfnunarferð til Vestmannaeyja á Heilbrigðisstofnuninni miðvikudaginn 13. apríl nk. kl. 13.00 til 19.00 og á Heilbrigðisstofnuninni fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 09.00 til 14.00 • Blóðbankabíllinn verður við KFC, Krossmóa þriðjudaginn 19. apríl nk. kl. 10.00 til 17.00 .
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
14
„Það er framtíð
í jarðefnaeldsneyti“ - segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri
Það er hádegi á skrifstofu Jóns Ólafs Halldórssonar, forstjóra Olís og enginn hádegismatur þann daginn, þar sem margt bíður úrlausnar. Það verður að nota tímann vel. Jón Ólafur var spurður hvernig þetta olíuævintýri Íslendinga byrjaði eiginlega. Hann segir að það sé erfitt að dagsetja byrjun olíualdar, iðnbyltingin byggðist á notkun véla í stað vöðva og fyrstu vélarnar voru gufuvélar og ódýrasta eldsneytið kol. Fyrsta stóra olíufyritækið er Standard Oil sem John D. Rockefeller stofnaði
árið 1870 í Ohio. Í fyrstu var aðalframleiðslan steinolía sem var seld um allan heim en bensíninu sem kemur fyrst úr eimingunni var mest hent, jafnvel í ár og læki. Þegar svo bílaöldin hefst fór besínið að seljast á þá og svo flugvélar þegar þær koma. „Fyrsta steinolíuvélin hérlendis var sett í fiskibát 1902, fyrsti bíllinn kemur 1904, ritsíminn og og sæsíminn koma 1906 og Otto Whatne byggði vita 1895 á Dalatanga. 1897 voru byggðir 3
vitar á Íslandi til viðbótar það og næsta ár. Það má því gera ráð fyrir að innflutningur steinolíu hafi verið orðinn allmikill í byrjun 20.aldar. Guðmundur Þorsteinsson segir svo frá að þegar byrjað var að flytja inn steinolíu til lýsingar, gjörðist hér bylting, en lítt mun alþýða hafa af því haft að segja fyrr en um 1870. Fyrstu eldspýturnar fluttust hingað seint á átjándu öld, þá í litlum, renndum trébaukum. Steinolíuluktir munu hafa farið að flytjast um aldamót, var þeim tekið fegins hendi, þó ekki væru þær notaðar nema í nauðsyn vegna eyðslu. Íslendingar hafa því snemma farið að versla við Standard Oil eða ESSO enda flutti fyrirtækið út steinolíu og lampa um allan heim meðal annars mikið til Kína. Hér á Íslandi verður til Lands verslun um 1917 og fyrsti fors tjóri er Héðinn Valde marsson. Hún hefur einka leyfi á verslun Nýi tíminn. með tób ak og stein olíu allt til 1927 þegar Héðinn verður forstjóri Olíuverslunar Íslands sem síðar fær nafnið Olís. Héðinn hafði ráðist til að gegna starfi skrifstofustjóra við nýstofnaða Landsverzlun 1917. Landsverzlun var rekin á vegum ríkisins í þeim tilgangi að tryggja nægar birgðir af nauðsynjavöru og dreifingu þeirra á landsbyggðinni. Smám saman varð meginhlutverk Landsverzlunar að stunda einkasölu á tóbaki og steinolíu eða þar til einkasalan var afnumin
og verslunin lögð niður árið 1926. Eftir að einkasalan var afnumin stofnaði Héðinn Tóbaksverslun Íslands hf. árið 1925 og Olíuverzlun Íslands hf. ásamt öðrum tveimur árum síðar. Héðinn var á tímabili forstjóri beggja fyrirtækjanna og Olíuverslunarinnar til æviloka,“ segir Jón Ólafur.
Olíutankar byggðir á Klöpp
„Olíverzlun Íslands semur við BP á Englandi 1928 og fer í samstarf sem leiðir til þess að BP
byggir olíutanka á Klöpp sem þeir eiga lengi einir í sérstöku félagi. Þá þegar fer Olís að byggja upp dreifingarnet um allt Ísland, auk þess sem það opnar bensínsölu á Lækjartorgi í Reykjavík. Er það víða gert í samstarfi við kaupfélögin sem þá eru í uppgangi. Þetta samstarf stendur svo með blóma til 1947 þegar samvinnuhreyfingin fer sjálf í að versla með olíu. Voru þá margir bændur sem vildu engar breytingar í olíuverslun og hafa æ síðan verið góð tengsl
milli bænda og Olís. Einn af grunnþáttum í stefnu Olís er líka uppgræðsla Íslands og í samstarfi við bændur landsins og hefur félagið því sterk tengsli við land og þjóð á þennan hátt. Hið íslenska steinolíuhlutafélag þakkar fyrir árið 1919 í auglýsingu í Vísi 1920. Það er fyrirrennari Olíufélagsins hf. sem verður svo N1 í dag. Þannig sést að hér hefur verið verslað með olíu í meira en hundrað ár.
Olíuverzlun Íslands hf. stofnuð
Olíuverzlun Íslands hf. var stofnað 3. október 1927. Stofnendur þess voru Magnús K r i s t j á n s s o n , A ð a l s t e i n n K r i s t i n s s o n , Hjalti Jónsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Richard Torfa son, Sigurður Jónsson og Héðinn Valdi marsson sem varð fyrsti for stjóri félags ins. Þá þegar eru uppi mism unandi skoðanir um Gamli tíminn. ágæti olíu sölu. Í blaðinu Verði 29.mars 1928 stendur vegna bygginar olíugeyma í Skerjafirði á vegum Shell: „Það sem aðallega hefir valdið tortryggninni á fyrirtækinu er stærðin á olíugeymunum. En stærð þeirra er sem hjer segir: 1. Steinolíugeymir, sem tekur 4000 smálestir. 2. Benzingeymir, sem tekur 2500 smálestir. 3. Hráolíugeymir, sem tekur 1500 smálestir. Alls rúma því geymarnir 8000 smálestir. Kemur þá næst til athugunar hvort álita megi, að stærð
geymanna sje óhæfileg í hlutfalli við viðskiftaþörfina. Nú hefir ekki tekist að fá ábyggilegar upplýsingar fyrir innflutningi á steinoliu og bensíni hin síðustu ár, en eftir því sem næst verður komist, mun mega áætla innflutninginn um 9000 smálestir á ári. En eins og áður er vikið að, fer innflutningur þessi hraðvaxandi með ári hverju. Nú er það svo að erlendis fer það stöðugt í vöxt að olía er tekin í stað kola, til hverskonar vjela, en þó einkum i skip og er ástæðan til þess sú, að jafn orkugjafi af olíu er miklu Ijettari og fyrirferðarminni en af kolum. Er það og vitanlegt, að í þessu efni muni fara hjer sem annarstaðar. Er mikill áhugi vaknaður meðal útgerðarmanna í þessu efni og heyrst hefir að eitt útgerðarfjelag sje þegar í undirbúningi um smíði eða kaup á togara sem knúður verður með olíu.“ Það bendir því margt til að margir hafi ekki séð eflingu olíunotkunar sömu augum og því ekki á einu máli um ýmislegt. Reykjavík var öll hituð með kolum fram að lagningu hitaveitunnar á stríðsárunum, kolakraninn stóð við Reykjavíkurhöfn og Kol & Salt þekkti hvert mannsbarn. „En Olíverzlun Íslands hefur fylgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku atvinnulífi allt frá stofnun þess. Olíuverzlun Íslands er í dag þekktari undir nafninu Olís en starfsemi félags ins er skipt upp í þrjú meginsvið: Smásölussvið, fyrirtækjasvið og fjármálasvið auk stoðsviða sem eru starfsmannasvið og markaðssvið. Félagið rekur fjölda þjónustustöðva undir vörumerki Olís ásamt sjálfsafgreiðslustöðvum undir vörumerki ÓB sem heyrir undir smásölusvið. Fyrirtækjasvið Olís sér um sölu og þjónustu á eldsneyti, smurolíum til sjávarútvegs, landnotenda og flugfélaga. Sala á almennum rekstrarvörum til fyrir tækja og sveitarfélaga skipar einnig stóran þátt í vöruframboði félagsins.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
15
Félagið hefur skipt um eigendur á sinni ævi, keypt félög og selt félög. Í dag er félagið með þá stefnu að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem það skilgreinir svo. Hlutverk OLÍS er að vera verslunarog þjónustufyrirtæki í fremstu röð á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum góðar og samkeppnis hæfar vörur á samkeppnishæfu verði ásamt sveigjanlegu sölu- og þjónustu kerfi um allt land Við leggjum mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð þar sem við með markvissum hætti stuðlum að vinnubrögðum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið hverju sinni og stuðlum þannig að aukinni velferð og verðmætasköpun.
O - Orka | L - Lipurð | Í - Ímynd | S - Samheldni Í dag eru fjórir hluthafar sem eiga Olís. Það eru Samherji á Akureyri, FISK dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, Gísla Baldur Garðarson og Einar Benediktsson. Forstjórar Olís hafa verið Héðinn Valdimarsson 1927 -1949, Hreinn Pálsson 1949-1966, Önundur Ásgeirsson 1966-1981, Þórður Ásgeirsson 1981-1986, Óli Kr. Sigurðsson 1986-1992, Einar Benediktsson 1992-2014 og Jón Ólafur Halldórsson frá 2014.
breska urðu miklar breytingar og eins Bandaríska Verndarliðiðsins sem tók við af þeim sumarið 1941. En þau umskipti gerðust að undangengnum samningi Íslands og Bandaríkjanna sem mér finnast þarna viðurkenna Ísland sem sjálfstætt ríki og löglegs samningsaðila um sín utanríkismál, þó svo að hernámi Breta lyki ekki formlega fyrr 1942 og lýðveldi væri ekki stofnað fyrr en 1944. Herinn hafði mikil og góð viðskipti við Olíuverslunina innanlands en mun auðvitað hafa
Árið 1945 keypti Olís 45 % hlut í BP á Íslandi.1974 kaupir Olís svo endanlega allan hlut BP í félaginu BP á Íslandi. Viðskipti með olíu er að mestu óbreytt til 1947 þegar Samband ílenskra samvinnufélaga fer að auka umsvif sín í þeim geira með stofnun Olíufélagsins hf . Þá var innflutningur 80 þúsund smálestir. Ekki voru þó allir einhuga með áframhald frjálsra olíuviðskipta því eftirfarandi má lesa í þingtíðindum: „385. Frumvarp til laga um olíueinkasölu. Flm.: Hannibal Valdimarsson, Páll Zóphóníasson. 1. gr. Frá 1. júlí 1947 má enginn nema ríkisstjórnin flytja inn frá útlöndum nokkru tegund af steinoliu (petroleum) eða olíum eða feiti, sem unnar eru úr henni, svo sem benzíni, ljósaolíu, hráolíu (gas- og dieseloliu), brennsluolíu, smurningsolíum og smurningsfeiti, - né aðrar tegundir af olíum og feiti, sem unnur eru úr steinolíu. 2. gr. Olíuvörur, sem ríkisstjórnin flytur inn samkvæmt 1. gr., selur hún olíusamlögum, kaupfélögum og öðrum verzlunarfélögum, kaupmönnum, félögum bifreiðaeigenda og fyrirtækjum.“ „Hugmyndir um einföldun olíusölu eru því ekki nýjar af nálinni hérlendis þar sem oft berast tíðindi af áhyggjum manna yfir því að þrefalt og nú fjórfalt dreifikerfi hljóti að vera dýrara en eitt. Auðvitað má leiða að því rök að einokun sé ódýrust í framkvæmd. En samt hafa flestar þjóðir ekki farið þær leiðir heldur stutt við frjálsa samkeppni og látið markaðinn um hagræðingar. En menn skulu ekki gleyma þeim reginmun sem er á hagræðingu hjá olíufélagi samanborið við hagræðingu hjá til dæmis bankastofnun. Bæði bankar og tryggingafélög hafa getað beint viðskiptavinum sínum á netið og hafa lokað mörgum starfsstöðvum sínum á landsbyggðinni. Þetta er ekki svona einfalt í okkar rekstri, við erum að afgreiða vörur yfir búðarborðið og okkar hagræðing er ekki svona einföld. En olíufélögin , t.d. Olís og N1, hafa vissulega nýtt samlegðaráhrif
af Olíudreifingu sem er glæsilegt fyrirtæki og framsækið.“
Stríðsárin
„Stríðsárin voru uppgripaár fyrir Íslendinga. Sagt er að ekki hafi fengist skipt sterlingspundum í íslenskar krónur í innlendum bönkum þegar best lét í velsældinni. Árið 1947 var samt gjaldeyrisforði Íslendinga uppurinn. Nýsköpunarstjórnin
Öðrum orkugjöfum er líka sinnt.
var stórhuga og pantaði mikið að skipum til landsins. Hagnaðurinn lét á sér standa og þá var gripið til hafta og skömmtunar. Meðal annars var tekin upp skömmtun á öllum helstu nauðsynja-og neysluvörum. Árið 1949 var svo enn hert á höftunum og biðraðir urðu algengar fyrir utan verslanir. Á árunum á milli 1950-1960 var gríðarlegur gjaldeyrisskortur í landinu þrátt fyrir ströng gjaldeyrishöft. Vöruverð var orðið rúmlega þrisvar sinnum hærra árið 1948 en árið 1938. 1950 var meira að segja svo komið að vöruverð
Nýr söluskáli OLÍS á Hellu - Vinur við veginn.
Miklar breytingar í starfsumhverfinu.
Fyrstu starfsár Olíuverslunarinnar voru viðskiptin í nokkuð föstum skorðum. Olía og bensín koma frá BP sem átti birgðastöðvarnar og líklega fjármagnaði innkaup til landsins að hluta til. En á Íslandi var lítið um peninga á krepputímanum frá 1928 fram að 1940. Með tilkomu hernámslíðsins
flutt inn mikið af eigin eldsneyti . En Hvalfjörður var safnstaður skipalestanna miklu sem sigldu til Rússlands með hergögn frá Bandaríkjunum. Hefur Magnús Þór Hafsteinsson skrifað merkar bækur um þá hrikalegu atburði. Það gefur auga leið að heimsstyrjöld er ekki rekin án greiðs aðgangs að olíu og því fóru Bandamenn að byggja upp olíubirgðastöð þarna í firðinum.
með stofnun Olíudreifingar 1996 . Olíudreifing er sérhæft fyirtæki sem rekur birgðakerfi þessara félaga ásamt því að dreifa eldsneyti til viðskiptavina þessarra fyrirtækja. Þetta hefur gefist vel og ég sé ekki að þar sé sérstakra breytinga þörf. Olíudreifing rekur líka öflug vélaverkstæði og annast margvíslegt viðhald tæknibúnaðar fyrir eigendur sína.Við erum stolt
starfsemi félagsins. Þá skorti tilfinnanlega skip til að dreifa olíu á ströndina þar sem nú voru öflug nýtísku fiskveiðiskip sem óðast að bætast í flota landsmanna. 1954 kom sérsmíðað olíuskipið Kyndill til landsins sem var í jafnri sameign Olís og Shell. Var Gunnar Guðjónsson skipamiðlari fenginn til að reka þetta skip sem hann gerði með ágætum.“
var orðið rúmlega fimmfalt hærra en það hafði verið árið 1938. Árin 1956 og 1957 hækkaði vöruverð mikið og það dró úr innflutningi seinna árið og höft voru áfram útbreidd. En 1949 hefur Olís framkvæmdir við það að byggja nýja olíubirgðastöð í Laugarnesi. Hún var fullbyggð 1951 og Laugarnesið varð brátt þungamiðjan í allri
Landhelgisstríðin
„Eftir stríðið hófu íslenskar ríkisstjórnir að færa út landhelgina til að trygga þjóðinni meiri ítök í fiskimiðum. En svipull er sjávarafli og var oft mikill öldugangur í efnahagsmálum þjóðarinnar og gengisfellingar og verkföll skiptust tíðum á. Eftir löndunarbann á íslenskan fisk var sett í Bretlandi1952 gerðu Íslendingar mikla vöruskiptasamninga við Sovétríkin og bandalagsríki þeirra 1953. Nú var olíufélögunum gert að kaupa allar olíuvörur frá Sovétríkjunum jafnframt því sem viðskipti voru aukin austur fyrir járntjald sem þá var kallað. Stóð þetta fyrirkomulag lengi og var auðvitað tengt stjórnmálum landsins. sýna. 1993 var enn verið að kaupa olíu af Rússum í vöruskiptum en þá höfðu ýmsir innanlandserfiðleikar magnast austur þar sem torveldaði viðskipti. En þessi olíuviðskipti voru á margan hátt hagkvæm lengi fyrir bæði löndin og hafa Rússar lengi sýnt Íslendingum ítrekaðan vinskap á margan hátt, sem sumum finnst við kannski ekki endurgjalda sem vert væri. Auðvitað voru erlendir hluthafar og samstarfsaðilar Olís ekki hrifnir af því að hafa rússneska olíu í geymum sínum hér á landi þar sem kalda stríðið var í fullum gangi. En einhvern veginn tókst forverum mínum að halda friðinn og öll þessi mál leystust þótt flókin væru. Árið 1960 jók Olís hlut sinn í BP en það hafði starfað frá 1933 hér á landi í breskri eigu. Bretar undu því ekki lengur að selja Rússabensín úr sínum geymum og voru því reiðubúnir að draga sig út úr umsvifum hér á landi.“
Þokast í átt til frjálsra viðskipta
„Eftir 1960 fara viðskiptamál að þróast í átt til frjálsra viðskipta þó enn væri keypt olía frá Rússlandi. Við tóku hinsvegar verðbólgutímar þar sem gengi krónunnar var Framhald á næstu síðu
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
ítrekað fellt, tekin upp nýkróna og tvö núll strikuð aftan af. Efnahagur þjóðarinnar fór samt að rísa með útfærslu landhelginnar , tilkomu stóriðju og virkjana. Allt varðar þetta veginn og sögu Olíuverzlunar Íslands til þessa dags. Lífshættir þjóðarinnar hafa breyst mikið frá þessum árum. Fólk borðar núna minna heima en úti sem breytir öllum lífsvenjum og stíl. Þetta breytir Olís eins og
Landsbankans sem hugsanlega hafði önnur plön varðandi félagið. Þetta hafa menn sagt mér að hafi verið eins og reyfari sem kom öllum á óvart og víst er að margir stóðu sem þrumu lostnir. Landsbankinn var ekkert ánægður eða fús að semja við þennan Óla um erfiðar skuldir þar sem félagið var þá orðið mjög skuldsett og rekstur þess orðinn mjög erfiður. En þarna kom þessi ungi maður
16
partur af ímynd þess Olís sem við höfum í dag. Við leggjum enn mikla áherslu á þessa hlið mála. Ekki fékk Óli Kr. að sitja lengi við lygnara veður né fékk hann lengri tíma til framkvæmda því hann lést skyndilega árið 1992 aðeins 46 ára að aldri. Eins og við mátti búast komu upp ýmis álitamál við þau tímamót. En arfleið Óla Kr. fyrir Olís er sú að hann skildi eftir sig fyrirtæki sem var betur skilgreint
Allur olíumarkaðurinn sveiflast til eftir mörgum breytum. Það eru stríð og styrjaldir, háð bæði með vopnum og peningum. Það er vert að hafa það í huga að samkeppnishæfni jarðefnaeldsneytis er töluverð og þegar aðrir orkugjafar verða skattlagðir með sama hætti, þá er hætt við að þeir verði ansi dýrir fyrir neytendur.“
Íblöndun Olís á VLO minnkar útblástur díselbifreiða á CO2 um 5%.
öðru. Núna er fyrirtækið með mikinn rekstur í veitingasölu, selur til dæmis Quiznos samlokur frá 2007 á sérleyfi og rekur einnig eigið vörumerki Grill 66. Stærstu þjónustustöðvar Olís eru orðin landmerki á kortum þar sem ferðamenn nema staðar til að sinna fararskjótum sínum sem og sjálfum sér. Við köllum þetta gjarnan „Vinur við veginn“ en fólk getur séð fyrir sér Litlu kaffistofuna á Hellisheiði sem ímynd þessa við Suðurlandsveg sem er kærkominn áfangi í illviðrum. Félagið stendur því frammi fyrir miklum áskorunum með þá sprengingu í fjölda ferðamanna og þá umferð á vegum sem orðin er og eykst frá ári til árs. Við höfum til dæmis nýlega endurbyggt aðstöðu okkar á Hellu. Þar er okkar stíll auðvitað ráðandi. Okkar matarvörur eru frekar í skyndibitastíl fremur en að við séum á bjóða heimilsmat enda teljum við að fólk sé ekki að leita að honum á þjónustustöðvum okkar. En breytingar í starfsumhverfi fyrirtækis eins og Olís hætta aldrei og menn verða stöðugt að vera á tánum til að bregðast við nýjum áskorunum. Félagið missti margar af bensínstöðvum sínum hér í Reykjavík eftir stríðið þegar var verið að breyta skipulagi borgarinnar, sem var í örum vexti. Því hefur verið haldið fram af sumum gömlum starfsmönnum Olís að félagið hafi á þeim tíma ekki setið við sama borð og hin félögin hvað úthlutun lóða fyrir bensínstöðvar áhrærir.“
Óli í Olís
„1986 er áreiðanlega ár sem skiptir sköpum í allri sögu Olís. Þá gerast þau ótrúlegu tíðindi yfir nótt að ungur kaupsýslumaður Óli Kr. Sigurðsson kaupir 70 % af öllu hlutafé félagsins í óþökk
eins og stormsveipur inn í íslenskt viðskiptalíf og settist við borð með sér eldri og virðulegri mönnum og gerði kröfur. En Óli Kr. var ekki bara ungur fullhugi, hann var líka markaðsmaður og hafði ákveðna framtíðarsýn fyrir félagið sitt nýja. Hann var áhugamaður um ræktun og hann kemur með slagorðið „Græðum landið með Olís“ sem átti eftir að verða eitt besta markaðsátak nokkurs fyrirtækis sem enn lifir og heldur nafni þess grænu. Óla tókst líka að virkja starfsmenn til dáða með sér í nýjum liðsanda og fékk þá til að leggjast á eitt með sér að endurreisa reksturinn með innheimtum og kostnaðareftirliti. Landsbankinn var sem áður ekki tilbúinn fyrir þennan strák og félagið var í gjörgæslu og málaferlum við Landsbankann til ársins 1989. En þarna tókst Óla að fá Texaco í Danmörku til að kaupa hlut í félaginu og til og með líka að fá félagið skráð á Verðbréfaþing Íslands og var það fyrsta félagið sem þar var skráð. Óli var stærsti hluthafinn í þessu nýskráða félagi með nærri 64% og Texaco með 30 %. En nú voru að koma breyttir tímar í þjóðlífinu. Menn og fjölmiðlar fóru nú að beina sjónum sínum meira að erfiðleikum Sambands íslenskra samvinnufélaga, sjálfu SÍS, sem hafði borið ægishjálm yfir allt í íslensku verslunarlífi í marga áratugi. Voru það enn ótrúlegri viðburðir en Óli Kr. og Olís. Félagið fékk því nú frið til að starfa að sínum innri málum. Óli Kr. hafði lagt áherslu á að kynnast viðskiptavinunum persónulega . Hann heimsótti þá reglulega sem var ekki venja stórforstjóra á Íslandi á þeim tíma og það er ekki vafi í mínum huga að þessi stefna hefur skilað árangri og orðið
og í betri málum en áður en hann kom til skjalanna.“
Framtíðarsýnin - Nú fer ekki fram hjá neinum að það er þungur áróður á móti jarðefnaeldsneyti. Menn styðja við rafbílavæðingu, hybridbíla og bíla sem ganga fyrir gasi. Engir tollar eru lagðir ennþá á slíka bíla né greiða þeir til vegakerfisins að marki. Hefur þetta ekki áhrif á ykkar starfsemi? Hvað ætlið þið að gera í þessu? „Jú, auðvitað hefur þetta áhrif á okkur. En er það ekki frekar ólíklegt að ríkið horfi endalaust aðgerðalaust á gjaldfría rafbíla? Það er í sjálfu sér eðlilegt að ríkisvaldið ýti undir notkun á nýjum umhverfisvænum orkugjöfum en að lokum þarf ríkisvaldið að verða sér út um tekjustrauma og byggja vegi. Mér sýnist þess vegna að jarðefnaeldsneyti verði í forgrunni orkugjafa næstu 10-20 árin. Það verður væntanlega samkeppni milli orkugjafa og það er óskandi að sérstaða Íslands með umhverfisvæna orku verði landinu til góða í framtíðinni. Vistvæn orka eins og við Íslendingar framleiðum í fallvötnunum okkar er mikils virði og grænn uppruni er eftirsóknarverður í allri verslun. En heimsmarkaður með olíu er flókinn. Við sjáum það á verðsveiflunum í olíunni að það eru mikil öfl á ferðinni. Arabalöndin eru ekkert komin að því að fara að loka sínum lindum né hin stóru vestrænu félög. Norðmenn eru ekki glaðir með verðfall olíunnar til dæmis og er þetta þeim gríðarlega erfitt eftir þenslutímana í olíu og gasi. Þegar ein iðngrein er svo fyrirferðarmikil þá er hætt við að öðrum sé ekki sinnt sem skyldi.
- Hvernig sérð þú framtíð Olís næstu ár? „Þetta er óhemju flókinn olíuheimur sem við lifum í og ekki nokkur leið fyrir einn mann að sjá allt það fyrir. En ég sé framtíð í jarðefnaeldsneyti enn um sinn og ég sé ekki Olís fyrir mér byrja að fjárfesta í öðrum orkugjöfum. Við erum dreifingaraðili á þeim orkugjöfum sem verða ofan á hverju sinni og setjum metnað okkar í það að gera það betur en nokkur annar. Við munum áreiðanlega þjónusta rafbíla í framtíðinni sem og bíla knúna öðrum orkugjöfum, en ég sé Olís ekki fyrir mér fara að fjárfesta í olíuleit eða olíuvinnslufyrirtækjum. En við munum ávallt kappkosta að vera fjaðurmagnað fyrirtæki og tilbúið að mæta nýjum áskorunum. Við erum þjónustufyrirtæki en ekki orkuvinnslufyrirtæki. Við búum við ýmsar fyrirskipanir stjórnvalda sem við framkvæmum án þess að hafa um þær að segja. Til dæmis íblöndun lífdísisilolíu og ethanol í bensín. Við höfum ekkert á móti þessu í sjálfu sér nema ef þetta gerir neytendum orkuna dýrari, sem því miður eru dæmi um. Allavega er ég bjartsýnn þegar ég horfi fram á veginn fyrir Olís. Við eigum úrvals starfsfólki á að skipa. Fólk vill starfa með okkur. Við erum tæknilega mjög vel útbúið fyrirtæki. Við höfum góða ímynd. Við erum með ánægða viðskiptavini eins og sjá má í mælingum á Íslensku Ánægjuvoginni en þar fékk Olís hæstu einkunn í sínum flokki. Við viljum starfa með fólkinu í landinu og gera okkar allra besta. Ég hef því ekki áhyggjur af framtíð Olís. Það verður hér lengi enn. Og kannski hafið þið bara ekki séð neitt ennþá eins og karlinn sagði,“ segir Jón Ólafur Halldórsson forstjóri OLÍS.
Íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman þann 19.febrúar sl. vegna þeirrar ákvörðunar Háskóla Íslands að færa grunnnám í íþróttaog heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Háskóla Íslands að færa nám í íþróttaog heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Með þessari ákvörðun er Háskóli Íslands að bregðast því trausti að vera háskóli allra landsmanna. ,,Það er okkur óskiljanlegt að Háskóli Íslands vilji ekki fara í öfluga og markvissa markaðssetningu á námi í íþróttaog heilsufræði til að fjölga nemendum eins og starfsmenn skólans, nemendur, þingmenn og sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafa ítrekað lagt til. Að flytja starfsemina til Reykjavíkur mun ekki leysa þann vanda sem við er að etja. Það læðist að okkur sá grunur að aðrar ástæður en staðsetning, hagræðing rekstrar og fækkun nemenda séu ástæða þessarar ákvörðunar. Engin haldbær rök eru fyrir þessari ákvörðun háskólaráðs enda hefur allt ferlið í kringum þessa ákvarðanatöku verið með undarlegasta móti,“ segir í bókun sveitarstjórnar sem telur þetta vera hápólitískt byggðamál.
Gullaldarár Víðis Verkefni sveitarfélagsins Garðs eru greinilega mjög fjölbreytt. Nýlega var fjallað um lyktarmengun vegna heitloftsþurrkun fiskafurða; heimildarmynd um gullaldarár Víðis í knattspyrnu karla, en í mörg ár leik Víðir í efstu deild karla í knattspyrnu og m.a. leik félagið til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Afgreiðsla málsins var samþykkt samhljóða og vafalaust bíða knattspyrnuáhugamenn eftir útkomu heimildarmyndarinnar.
Hafnarfram kvæmdir í Þorlákshöfn Á fundi hafnarnefndar sveitarfélagsins Ölfuss nýverið var farið yfir stöðu hafnarframkvæmda. Mikilvægt er talið að fljótlega liggi fyrir kostnaðaráætlun fyrir næsta áfanga framkvæmda og að í framhaldinu verði verkið boðið út. Hafnarstjóra var falið að óska eftir fundi hið fyrsta með starfsmönnum siglingasviðs Vegagerðar. Mikilvægt er að ástand stálþilja við eldri hluta Svartaskersbryggju verði kannað og er hafnarstjóra falið að fá slíka skoðun framkvæmda til samanburðar við síðustu skoðun sem framkvæmd var árið 2013.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
17
Stefán Þormar og fjölskylda kveðja Litlu Kaffistofuna eftir hartnær 24 ár.
Litla kaffistofan:
„Alþingi þjóðvegarins“ á Suðurlandsvegi
Stefán Þormar lætur dæluna ganga þó að það rigni.
„Alþingi Þjóðvegarins hefur staðið yfir hér í hartnær 24 ár hjá mér“ segir Stefán Þormar veitingamaður í Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg. „Hér hefur margt gengið á og margs að minnast. Mest hefur gengið vel og það er gaman að hafa kynnst öllu þessu yndælis fóki sem hér kemur við í öllum veðrum. Stundum hefur verið erfitt bara að komast að og frá staðnum. Ég man eftir 4 ½ tíma ferð hingað og 5 ½ ferð heim. En hér hefur verið opið hvern einasta dag í þessi
hartnær 24 ár. Lengsta vaktin var 42 klukkutímar, þá komst maður ekki í burtu. Hér er bara lokað á Jóladag og Nýjársdag ár hvert. Ég er svo heppin að hafa alla fjölskyldu mína með mér í þessu. Börnin mín fimm og eiginkonan hafa öll starfað við þetta, en þrjú þeirra eru líka menntaðir kennarar . Ein dóttirin er lærður matreiðslumeistari og hefur starfað hér allan tímann, konan bakar og hin og ég afgreiða. Hér eru fjölbreyttar veitingar á boðstólum sem allir vita, hér er
„Sjálfur varð ég aldrei annað en efnilegur fótboltamaðu r en áhuginn var til staðar.“
Besta vegasjoppa landsins kjötsúpa, súpa, kökur og smurt, pönnukökur og pylsur, sælgæti sígarettur og vindlar. Og svo er hér hjartahlýja ómæld til alls þess góða fólks sem hingað venur komur sínar. Hér er oft glatt á hjalla og mikið rætt um öll þau mál sem á dagskrá eru. Þetta er einskonar „Alþingi þjóðvegarins“ sem hér stendur“ segir þessi vasklegi og röski maður Stefán Þormar, sem ber ekki með sér að vera sjötugur. Í viðtalinu rýkur hann út í pusveður á flakandi peysunni í hvítri skyrtu undir með flaksandi bindi til
að dæla á 2 bíla. „ Hinn 8. október 1962 setti ég upp bindi þegar ég hóf störf í Búnaðarbankanum og ætla ekki að taka það niður þegar ég fer í kistuna, segir Stefán glettinn á svip. Svo kemur hann inn aftur eitthvað blautari enn ennþá hressari. Hann var bankamaður í áratugi og útibússtjóri áður en hann kom í þennan bransa. Líklega kemur eitthvað af yfirbragðinu þaðan eins og menn þekkja dæmin af gömlum hermönnum. Og víst er að bláa hneppta peysan, bindið og hvíta skyrtan er einkennismerki
þessa heiðursmanns Stefáns Þormar. „Það var hann Óli kunningi minn í Olís sem sótti mig úr bankanum 1988 til að rukka fyrir sig. Innheimtustjóri var ég titlaður þar. Þegar hann féll frá fór ég hingað 1992, fyrst sem lausamaður en tók svo við staðnum formlega hinn 1. júlí 1993. Þetta er Olís stöð og auðvitað máluð áberandi í Olís-litunum. Hér búið að vera veitingastarfsemi í meira en hálfa öld eða 56 ár. Ég held að Kolviðarhóll hafi verið í 70 ár. Hinn 1. apríl n.k. læt ég af vaktinni. Fjölskyldan hættir öll með mér. Okkur finnst öllum mál komið til að hvíla okkur. Þetta er búinn að vera góður tími og allt gengið stóráfallalaust. Þó hef ég tvisvar orðið fyrir vopnuðum árásum ógæfufólks og átt hendur og heilsu að verja. Það er mannlegur harmleikur á bak við þessi tilvik“, segir Stefán alvarlegur í bragði og samúðarfullur. „En allt fór þetta vel. Það er ekki mikil hjálp á næsta leyti á þessum slóðum, þannig að áhættan er einhver hérna. Kaffistofan mun þá einnig breyta um svip þegar við förum þar sem knattpyrnumyndirnar sem prýða salarkynnin hverfa með mér“, segir Stefán. Það er fjallgrimm vissa fyrir því að Litlu kaffistofuna þekkja allir sem um Suðurlandsveg fara. Hún er meira en kaffistofa, hún er björgunarstöð í óveðrum. Björgunarsveitir koma hér stundum með hrakið fólk í störfum sínum. Húsakynni eru látlaus en eru kærkomin veðurlúnum ferðalöngum. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir starfsemina og verið útnefnd besta vegasjoppa landsins. Víst er að Stefáns Þormars og fjölskyldu hans í Litlu kaffistofunni munu margir minnast með þakklæti og hlýhug á þessum tímamótum.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Vindmyllum hafnað í Þorlákshöfn
Skálholtsdómkirkja.
Nýtt hljóðkerfi í Skálholtsdómkirkju Sveitarsjórn Hrunamannahrepps hefur fjallað um beiðni stjórnar Skálholtsstaðar um stuðning við kaup á hljóðkerfi í Skálholts dómkirkju. Áætlaður kostnaður er 2.500.000 krónur en leitað hefur verið eftir stuðningi sveitarfélaga í Uppsveitum, sóknarnefnda og fyrirtækja á svæðinu. Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið og samþykkti að vísa því til Oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs. Deiliskipulagsbreyting á miðsvæði Flúða vegna lóðarinnar Grund vegna versluna rog þjónustu lóðarinnar Grund var lögð fram á fundi sveitarstórnar Hrunamanna hrepps. Í breytingunni felst að
byggingarreitur lóðarinnar stækkar til norðurs í átt að lóðarmörkum til samræmis við afmörkun hans í eldra deiliskipulagi. Ekki er gerð breyting á skilmálum sem varða lóðina. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir sveitarstjórn hana með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigendum Akurgerðis 1 og að gerð verði grein fyrir lagnakvöð vegna fráveitu Hrunamannahrepps við norðurhluta lóðarinnar. Ef engar athugasemdir koma við grenndarkynningu er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa samþykkt skipulagsins í B-deild stjórnartíðinda.
Félagið Arctic Hydro hugðist reisa vindorkugarð vestan við Þorlákshöfn á Hafnarsandi norðan Suðurstrandarvegar, samþykkti sveitarstjórn Ölfus það. Á Hafnarsandi skiptast nú á nakin hraun og sandar og hefur Landgræðslan unnið þar að uppgræðslu. Hluti af afgjaldinu sem kemur vegna vindmyllanna gæti runnið í að rækta upp landið í kringum vindmyllurnar. Vindmyllurnar hafa engin áhrif á aðra landnýtingu á svæðinu svo lengi sem ekki eru reistar byggingar sem hafa áhrif á vindinn. Hljóð frá vindmyllunum á því ekki að trufla íbúana en þær verða sýnilegar frá bænum. Vestari mörk svæðisins yrðu til móts við Dimmadal en fyrirhugað svæði er um fjórir ferkílómetrar og þarna gæti orðið framleiðsla á um 60 megawatta raforku með um 20 vindmyllum. Vélarhús stóru vindmyllanna yrði í um 80 metra hæð yfir jörð og hver spaði um 40 metra langur þannig að í efstu stöðu væri endi hans í um 120 metra hæð yfir jörðu. Reist verður rannsóknarmastur, fáist til þess leyfi, en mælingar munu standa í um eitt ár til að fá niðurstöðu um hvort hagkvæmt sé að virkja vindinn á þessum stað. Vindorka er umhverfisvæn orka ov vinnur vel með vatnsorku. Meiri vindur er að vetri en yfir sumarið en á veturna ganga vatnsaflsvirkjanir á vatnið í uppistöðulónunum.
Orkubyltingar er þörf
Ægissíðu 2 - 851 Hella
Í upphafi loftslagsráðstefnunnar í París í desembermánuði sl. voru m.a. kynntar hugmyndir Bandaríkjamanna hvernig fást mætti við vandann. Líklega hafa mikilvægustu tíðindin frá ráðstefnunni ekki verið sjálfur sáttmálinn sem undirritaður var af
ríkisstjórnum 195 landa til hjálpar loftslaginu, heldur skuldbundu stjórnvöld og auðjöfrar til rannsókna og þróunar á nýsköpun á sviði orkumála, allt frá hefðbundnustu olíufyrirtækjum til róttækustu
framtíðaráformum sem kynnt hafa verið. Bæjarstjórn er ekki tilbúin til að ganga til samninga við Arctic Hydro ehf. og skýrist það af tvennu: Það svæði sem óskað er eftir til rannsókna og mögulegrar
Þorkákshöfn.
umhverfisverndarsamtaka. En þrátt fyrir allan áhugann er fjárfesting í nýsköpun í orkugeiranum enn háð áhættu og óvissu. Birtar hafa verið greinar þar sem færð eru rök fyrir því að árið 2050 mætti fullnægja allri orkuþörf heimsins með vindorku, sólarorku og vatnsaflsvirkjunum. Þá hefðu heimurinn þörf fyrir 3,8 milljóna nýrra vindmylla. Mörg dæmi sýna að milljarðar manna búa við ófullnægjandi orkuframboð. Þeir orkuvalskostir sem standa til boða duga því miður skammt. Á fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss var málið rætt og eftirfarandi bókað: ,,Bæjarstjórn hefur farið yfir beiðnina með hliðsjón af þeim
uppbyggingar á vindmyllum síðar meir hefur verið skipulagt fyrir annan iðnað og eru áform um uppbyggingu þar. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu Ölfusi og skapast sá vöxtur fyrst og fremst af ósnortinni náttúru svæðisins og ómetanlegu útsýni til sjávar og fjalla. Erindinu er því hafnað.“ Engin rök voru hins vegar lögð fram um það hvernig mæta ætti aukinni orkuþörf í sveitarfélaginu og nágrenni á allra næstu árum nema að bora fleiri tilraunaholur í tengslum við Hellisheiðarvirkjun þrátt fyrir að vindorka er umhverfisvænasta raforkuvinnsla sem þekkist í dag.
4x4 y l i a D r! IVECO ð sem e n - tilbúin
Mikil eftirspurn er eftir fasteignum á Suðurlandi.
vantar allar gerðir eigna á söluskrá.
í hva
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
RÚLLUBINDING OG PÖKKUN JARÐVINNSLA - SÁNING HAUGDREIFING - MOKSTUR OG FL. S. 699 1766 & 487 5399 BUBBIIRIS@SIMNET.IS Staður fasteignasala, Austurvegi 10, Selfossi og Turninum Smáratorgi 3, Kópavogi. www.stadur.is • S: 546-4422
18
DRAFNARSANDI 6, 850 HELLU
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
19
Átti að ljúka aðildar viðræðum við ESB? Meirihluti aðildarfyrirtækja Félags atvinnurekenda, eða 57%, telur að ljúka hefði átt aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta er á meðal niðurstaðna í könnun Félags atvinnurekenda á meðal aðildarfyrirtækja, sem gerð var í síðasta mánuði. Það er lítið eitt lægra hlutfall en í sambærilegri könnun fyrir ári, en þá sögðu 60% að ljúka hefði átt viðræðum. Þá fjölgar þeim heldur sem hafa trú á krónunni sem framtíðargjaldmiðli Íslands, eða úr 19% í 25%. Um leið fækkar þeim sem sem sögðust ósammála þeirri fullyrðingu að krónan væri framtíðargjaldmiðill fyrir landið úr 54% í 44%. Lítil breyting er á afstöðu fyrirtækjanna til upptöku evru. Um 39% telja að taka ætti hana upp við
Fáni Evrópusambandsins.
aðild að ESB, eða sama hlutfall og í fyrra. Árið 2014 sögðust hins vegar 57% telja að taka ætti upp evruna við ESB-aðild. Þeim fækkar aftur á móti heldur, sem segjast telja að taka ætti upp annan gjaldmiðil einhliða hér á landi, eða úr 27% í 19%. Alls eru 30% aðildarfyrirtækjanna á því að Ísland ætti að ganga í ESB. Það er nokkurn veginn sama hlutfall og á síðasta ári. 41% er hins vegar andvígt, eins og í fyrra.
Festina lente!
Eru framræsluskurðir undirrót alls ills? Loftslagsmál og framræslu skurðir í landbúnaði eru sífelld uppspretta umræðu manna á meðal. Með hinni miklu umhverfisráðstefnu í París í desember sl. eru sögð hafa verið mörkuð tímamót í umræðunni. Þar eru sögð hafa orði tímamót í því að hluti þjóða hafi sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda á þessari öld. Því fer fjarri að vísindamenn séu sammál um þær forsendur ‚sem þar voru lagðar til grundvallar hvað þá að þeir séu sammála um þann árangur sem sem að er stefnt. Um miðja síðustu öld var mikil vakning í landbúnaði á Íslandi. Þá voru greiddir styrkir fyrir framræslu lands sem breytti mýrlendi í tún sem aftur myndi gefa af sér gras til aukinnar landbúnaðarframleiðslu. Nóbelsskáldið flutti þetta í huga almennings með því að kalla mýrarnar lungu landsins.
Hvað er mýrargas?
Hin nýja trú á koltvísýring og skaðsemi hans hafa beint sjónum manna að þessu aftur og nú er þeir til sem sjá í framræsluskurðunum undirrót mikils ills. Þaðan streymi CO2 þegar mórinn brenni hægt í jörðinni fyrir áhrif súrefnis á móinn sem er í skurðbökkunum. Það vefst ekki fyrir mönnum að sjá leið súrefnis ínn í þétttpakkað landið út frá skurðbökkunum. Einn vistfræðingur hefur slegið þvi fram án frekari rökstuðnings að losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar á Íslandi séu um 12.000 kílótonn á meðan öll önnur losun telur um 4.500 kílótonn. Og að langstærsti hluti þessarar losunar er vegna framræsluskurða. Með svona reikningum er slegið föstu að útblástur CO2 á hvern íbúa er næstmestur á Íslandi á eftir
Gallery Pizza
Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440
Lúxemborg. Og þar spila skurðir í landið stærst hlutverk, stærra en allur iðnaður samanlagður. Þegar votlendi ræst fram þá veldur það ekki aðeins gríðarlegu útstreymi gróðurhúsalofttegunda heldur breytir það ásýnd landsins og vistkerfi þess, líffræðilegum fjölbreytileika og búsvæðum fugla. Röskun votlendis veldur líka járnmengun í vötnum og tjörnum. Nú er mokað fjármunum í að fylla í framræsluskurði án þess að okkrar vísindalegar mælingar liggi fyrirmum uppstreymi CO2 frá þessum skurðum því það eru bara skot út í loftið sem eru lögð til grundvallar. Talað er fjálglega og í slagorðastíl um að koma landinu í sitt í sitt eðlilega form, þ.e. fyrra form. Spurning er hvað sé eðlilegt form á Suðurlandi. Var það þegar yfir því lá sjór að eftir ísöld? Var það áður en Þjórsárhraunin runnu til sjávar af öræfunum? Var það fyrir Krísuvíkur-og Reykjaneselda? Er það óbyggt Ísland fyrir landnám? C02 er byggingarefni náttúrunnar. Án þess deyr allur gróður.Án gróðurs deyr allt líf eins og við þekkjum það. Að gapa upp í Al Gore og falskaupmenn loftslagsvísinda og nota niðurstöðurnar til að rýra lífskjör Íslendinga til engrar framtíðar er fáránlegt. Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur, leiddi að því gild rök í síðasta tölublaði Sáms Fóstra að sólin sjálf stjórnaði hitastigi jarðar að mestu leyti.Hún stjórnaði hlýskeiðum og ísöldum og hefði gert um milljónir ára. Ekki peningafurstar á einkaþotum sem spýja reyklóðum út í háloftin þegar þeir þeytast um heiminn í leit að fé fyrir sjálfa sig og trúboð sitt fyrir eyrum einfeldninga. Sögðu ekki Rómverjar ,,Festina lente!“ Flýttu þér hægt.
Frostrósarhótelið verður spennandi kostur.
Hótel Frostrós rís í Laugarási í Biskupstungum Fasteignafélagið Norverk á nú í viðræðum við fagfjárfesta um uppbyggingu hótels í Laugarási í Biskupstungum. Hótelið hefur vinnuheitið Hótel Frostrós. Norverk skipuleggur og undirbýr verkefnið og leitar til fagfjárfesta um fjármögnun. Reksturinn yrði í höndum annaðhvort innlendra eða erlendra fagaðila á sviði hótelrekstrar. Stefnt er að 72 herbergja hótel í Laugarási en niðurstaða samningaviðræðna liggur fyrir með vorinu og framkvæmdir geti hafist haustið
...20 - 30 -
2016 og rekstur hafist ári síðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur sýnt málinu áhuga..
Falli sem best að umhverfinu
Hótelinu í Laugarási er ætlað að falla sem best að umhverfi sínu. Byggingar verði lágreistar og miðrýmið aflokað með heitum pottum fyrir gesti. Hvert herbergi snúi út að grasi og gróðri og tengi hótelgesti við náttúruna. Byggingarlóðin er við brúna yfir Hvítá og er þaðan gott útsýni.
Höfðað verður til betur megandi ferðamanna sem dvelja nokkra daga á hótelinu. Hótelið mun rísa á lóð þar sem áður var sláturhús í eigu Sláturfélags Suðurlands. Langt er síðan það hætti starfsemi. Gistiheimilið Iðufell var um tíma í rekstri á lóðinni en núverandi eigendur lóðarinnar keyptu hana í ársbyrjun af Byggðastofnun. Arkitektastofan KRark mun hannar hótelið í Laugarási. KRark er að hanna fjögur önnur hótel víðsvegar um landið.
40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100...
Átt þú stórafmæli á árinu 2016? Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð.
á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins.
Gisting fyrir tvo á aðeins 2016 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp
Nánari upplýsingar á www.hotelranga.is/storafmaeli
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Norðurflug færir þér allt Ísland,
20
hvort sem það eru hæstu fjöll eða dýpstu dalir - Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs
Eldgosið í Holuhrauni var meiriháttar viðburður í íslandssögunni sem aldrei gleymist. Eitt stærsta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni er þarna að finna. Gríðarlegt landflæmi fór undir nýtt hraun og sjónarspilið allt gleymist engum sem fengu að líta þennan viðburð. Norðurflug átti stærstan hlut í að sýna ferðamönnum gosið.
,,Vð höfum sterka einginfjár stöðu og munum haga rekstri fyrirtækisins með það að markmiði,“ segir Birgir Ómar Haraldsson verkfræðingur þegar hann er tekinn tali á skrifstofum Norðurflugs ehf. í byggingu 321 á Reykjavíkurflugvelli. Birgir Ómar var lengi forstjóri Jökla sem áttu frystiskip sem gengu á milli Íslands og Ameríku með frosinn fisk.
Úr skipaútgerð í þyrlurekstur
Nú er Birgir búinn að vera 7 ár í fluginu sem flugrekandi. Blaðamaður hefur líka kynnst þeim störfum og veit að þar er í mörg horn að líta ef maður er með venjulegar flugvélar. En Birgir Ómar er ekki að reka venjulegar flugvélar heldur þyrlur. Og vita það flestir gamlir flugmenn að þeir sem reyndu það á árum áður áttu fæstir sjö dagana sæla. Þyrla finnst mörgum venjulegum flugmanni vera óendanlega meira flókin en venjuleg flugvél. Hún er alls ekki árennileg og manni finnst að margt verði menn að læra sem ætla að leggja það fyrir sig. Halldór getur borið vitni um það því að hann tók eitt sinn ellefu þyrlutíma. Hann var eiginlega steinhissa að botninn skyldi vera ennþá í vélinni og hliðarstýrin óbogin eftir fyrstu tíu tímana þrátt fyrir mörg hundruð tíma flugreynslu í venjulegum flugvélum. Í tíunda tímanum skeði kraftaverkið. Hann uppgötvaði að þyrlu er best flogið milli
þumalfingurs og vísifingurs., svo laufalétt er hún. Hún er eiginlega framlenging huga flugmannsins. Þegar flugmaðurinn skilur þetta getur hann farið að fljúga þyrlunni af einhverju viti. Birgir tekur glaðbeittur á móti blaðamanni og setur út á að klukkan er orðin 3 mínútur yfir átta. Blaðamaður segir þetta honum sjálfum að kenna því hann hafi gleymt að skipuleggja heimsóknina ril enda og eki tekið frá bílastæði. Jæja, við verðum að drífa í þessu segir Birgir. Má bjóða þér kaffi og Berlínarbollu?. Hann fer að skenkiborðinu er handfljótur að taka til bolla og diska. Blaðamaður hefur orð á því að hann kunni enn að taka til hendinni í þjónsstarfinu eins og þegar hann tók að sér barinn á einni árshátíð. Já ég vil drífa í hlutunum og klára þá. Og gera allt vel eins og ég get. Manstu að það var víst eina skiptið sem barinn skilaði hagnaði hjá okkur þarna í gamla daga þegar ég tók hann að mér. Skilaði fjörtíuþúsund í félagskassann. Enda passaði ég vel að enginn kæmist í að drekka frítt og það var sko nóg framboð af fólki til þess. Skrifstofan er lítil, tvær hillur með möppur og einn aukastóll. Ekkert skraut og pláss fyrir bollana og bollurnar á borðsendanum. - Ertu ekki kominn út fyrir þetta svið með þessum rekstri hér? ,,Byrjar maður bara ekki einhversstaðar og gerir sitt besta?
Það er ekki vandi að reka frystiskip þegar nóg er af fiski. Vandinn er að reka það þegar enginn er fiskurinn. Það er sama með þyrluna. Enginn vandi þegar allir vilja fljúga. En hvað gerirðu þegar enginn kemur til að fljúga? Fyrsta Norðurflug eða fyrirtæki með því nafni var stofnað á Akureyri af tveimur bræðrum 1955 á fæðingarári mínu. Þetta Norðurflug-Helicopter.is sem við erum með hér er stofnað upp úr því fyrirtæki með sama nafni og er norðlenzkt eins og nafnið bendir til. Nafnið var á lausu og stofnendur þessa fyrirtækis tóku það til sín. Nú er mest af starfseminni ekki lengur fyrir norðan heldur hér á Reykjavíkurflugvelli. Við ættum eiginlega kannski frekar að að heita Suðvesturflug. Þeir voru búnir að vera hér eitthvað í skýli 37 með þyrlu.
Ég kom að þessu fyrirtæki 2008
Þá keypti ég þriðjungs hlut í því gegn því að fá vinnu við það sem framkvæmdastjóri og svo flugrekstrarstjóri. Í svona litlu flugrekstrarfyrirtæki þar sem þessar stöður eru skilgreind skylda yfirvalda sem eru Evrópureglurnar ESA og íslensk yfirvöld, verður hver starfsmaður að manna fleiri en eina stöðu þegar reksturinn ber ekki endalaust fleiri starfsmenn eins manni sýnist stundum að sé frjálslega með farið í opinberum rekstri. Svona flugrekstur er háður
opinberum leyfum og reglugerðum .Okkar skipurit er í samræmi við þessar reglur. Þetta er lítið fyrirtæki en hér er valinn maður í hverju rúmi og allir eru að reyna að gera sitt alrra besta. Blaðamaður sér meðan Birgir er að erinda frammi að það kemur hópur útlendinga og hittir flugstjórann algallaðan í afgreiðslunni. Hann fer með hópinn í sérstakt kynningar-og kortaherbergi þar sem hann fer í gegn um allan túrinn með fólkinu og skýrir út. Þyrlan stendur fyrir utan gluggann og olíubíll hjá henni. Svo fer fólið út og innan skamms heyrir maður vélarhljóð og þyrlan er farin. Lyktinni af JET A1 slær fyrir en sú lykt finnst flugmönnum betri en flestar aðrar. En allar þyrlurnar eru knúnar þotumótorum sem brenna steinolíu. Þessir mótorar eru miklu gangvissari, endingarbetri og öruggari en bensínmótorar.“
Breytt viðskiptasýn
,,Hvað gerirðu þegar enginn kemur? Ferðu ekki út að reyna að selja? Búa til eitthvað sem hægt er að gylla og selja í umbúðum sem freista? Akkúrat það sem við gerðum þegar ég byrjaði hér 2007. Eftir að við fengum flugrekstrarleyfið í júni 2008 fórum við að breyta viðskiptasýn okkar. Hætta að bíða eftir kúnnum. Við vorum með 3 þyrlur um veturinn 2009 . Þá var husunin meira að leigja út ákveðið per flugtíma. En þarna fórum við að setja saman
skemmtilega ferðapakka. Við byrjuðum líklega á Golden Circle, Gullfoss og Geysi og svo fórum við auðvitað á Eyjafjallajökul en gosið var eins og sérhannaður atburður fyrir okkur.“
Skíðaferð á Hvannadalshnjúk
,,Svo kannski til dæmis skíðaferð á Hvannadalshnjúk. Við fljúgum þer upp og þú skíðar niður hæsta fjall Íslands. Við tökum þig upp þar niðri og komum þér heim aftur. Eða við förum með þig beint í íshellinn á Langjökli, bíðum eftir þér og förum svo áfram eitthvað sem þú óskar þér. Við erum búnir að skipuleggja þetta allt og verðleggja þannig þú þarft ekkert að spá eða spekúlera, bara velja hvað þig langar mest í. Útlendingurinn er með sérstök áhugamál, hann vill kannski fara á jökul og þá getum við farið með hann á marga jökla. Við getum farið með hann á Langjökul, á Eyjafjallajökul, eða Þórisjökul, þannig að hann getur valið úr jöklum. Hans er valið, við erum að þjónusta og við verðum að setja þetta fram eins og vefsíðan okkar segir. Eldgosið í Holuhrauni var til dæmis einn viðburður sem margir vildu sjá. Það var mikill annatími hjá okkur. Heimasíða okkar er mjög vönduð og auðvelt fyrir ferðamanninn að gera viðskipti við okkur þar og komast í samband við okkur. Það eru orð að sönnu sem lesandi getur kynnt sér að hvergi er ofsagt með
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
21
Birgir Ómar Haraldsson, verkfræðingur við eina af þyrlunum. Þarna sést í ótrúlega flókinn vélbúnað sem gerir vélinni kleift að fljúga!
því að slá inn www.nordurflug.is og þá ferðu á helicopter.is sem er síðan sjálf.“
stórfyrirtækjum landsins. Og með þessum ferðapökkum sem við hönnuðum þá er nýtingin tryggð frá upphafi til enda flugsins. Þetta
upp á ákveðnum tíma alveg eins og mótorinn í þyrlunni. Það finnst mér hinsvegar betra í skipunum að þau eru með flokkunarkerfi, klassa.
útlit og skýrir hvernig fyrirtækið er uppbyggt og hverjir eru lykilpersónur. Þarna er sérstakt embætti compliance manager sem ég hef þýtt hlýtunarstjóri (hlýtistjóri), hann stjórnar því að allir hlýti reglunum sem við erum undirorpnir. Allir sem gegna þessum embættum verða að vera vottaðir sem hæfir af samgöngustofu til að gegna þessum störfum. Í litlu fyrirtæki eins og þessu er reynt að sameina þessi embætti, til dæmis er ég bæði flugrekstrarstjóri og accountable manager, eða forstjóri . Reglurnar eru mjög strangar um okkur og hvernig við skulum hegða okkur. Og við viljum gjarnan hafa þær strangar því það kallar á aga í í rekstrinum. Alltof mörg dæmi eru um svona rekstur sem endar illa af því að hann byrjar að sveigja reglurnar sér í hag. Allir kassar í skipuritinu verða að vera mannaðir samþykktu fólki. Ef ég hætti skyndilega þá verður að ráða annan mann. Ef það er ekki gert þá eru þyrlurnar á jörðinni. Svo einfalt er það. Sama gildir um hin embættin. Það er eitt sem ég vil skjóta hér inn er það, öfugt við það sem almenningur stundum ímyndar sér á grundvelli ónógra upplýsinga, er að þyrlur eru mjög örugg farartæki. Ef mótorinn bilar eða verður bensínlaus, þá svífur
fólki með fjórhjól og buggies, við tengjumst fólki með með snjósleða og þar fram eftir götunum.Við eru í samstarfi við svo marga sem hafa eitthvað sérstakt að bjóða. Það eru árstíðabundnar breytingar í okkar rekstri. Við erum náttúrlega allt árið í tilfallandi farþegaflutningum. Í mars byrja skíðin fyrir norðan, við erum í samstarfi við Bergmenn, við erum í kvikmyndaverkefnum á sumrin, mikið með fyrirtækinu TrueNorth, við höfum verið að vinna í stórmyndum sem þeir hafa náð til landsins. Eg vil geta þeirra sérstaklega . Ég held að af öllum landkynningum þá hafa myndir eins og Oblivion og Walter Mitty myndin, verið hvað mestar landkynningar sem við höfum séð. Við erum svo auðvitað í allskyns flutningum með þyrlum, vinnum m.a. með Neyðarlínunni. Verkefnin eru að verða fjölbreyttari og meiri með hverju ári sem líður. Norðurflug er oftast í efstu 5 sætum á Trip Advisor sem segir sína sögu. Þeta er einskonar gagnleg ánægjuvog, maður getur valið sér hótel eftir þessu ofl. Air Greenland á 30% í fyrirtækinu og við erum í samstarfi við þá með rekstur. Þeir eru með 2 þyrlur í sínu flugrekstrarleyfi i hjá okkur. Í allt eru núna 8 þyrlur í almannaútgerð á Reykjavíkurflugvelli. Þetta hefur eiginlega tvöfaldast á síðustu árum.“
Fyrir leikmann eru mælaborðið og stjórntækin í þyrlunni ekki árennileg. Þarna er að finna fullkomnustu leiðsögutæki og fjarskiptabúnað sem völ er á.
- Þetta er orðið öðruvísi en þegar þú varst með Hofsjökul í útgerð? „Ja, kannski ekki svo. Þegar ég koma að útgerðinni þá var þetta ekkert glæsilegt. Ég var oft með hann kjaftfullan með frystan fisk til Bandaríkjanna. En það vantaði fragt til baka og það er það sem þetta allt snýst um, það er nýtingin. hvort sem það er þyrlan eða skip. Okkur tókst þetta vel með Hofsjökul þannig að afkoman batnaði og þegar útgerðin var seld þá átti hún hlutabréf í helstu
er ekki svo frábrugðið í grunninn skoðað. Með skipin ertu með þurrleigu og blautleigu og það er alveg eins í flugvélaleigunni. Í skipunum er túrbínur og svo eru leiðsögutæki til að rata eftir, þetta er eins í þyrlunum og flugvélunum. Það eru allskonar vökvakerfi og sjálfvirknikerfi í þessu öllu, það þarf samskiptanámskeið í rekstri , það þarf tryggingar á hvorutveggja,viðhald skipa er líka svipað, vissir hlutir komast á tíma og þurfa endunýjunar við. Þú þarft að taka túrbínuna á aðalvelinni
Ef eitthvað kom upp á í skipunum kemur alltaf klassamaðurinn, Loyds eða Veritas, og úrskurðar hvað er innan marka, það er Buro Veritas í Bandaríkjunum til dæmis. Í flugrekstrinum er alltaf verið að leita beint til framleiðandans sem er ekkert endilega óvilhallur. Líklega eru reglur um flugrekstur orðnar all miklu umfangsmeiri en þær eru um skiparekstur.“
Skipurit
Norðuflug er með skipurit sem sem hefur ákveðið staðlað
þyrlan til jarðar og flugmaðurinn lendir henni eins og ekkert hafi í skorist á næsta slétta fleti. Og þyrlan mengar ekki umhverfið. Hún þarf ekki flugbraut eða önnur mannvirki. Hún lendir og tekur af og náttúran er söm og jöfn. Þú sérð enga missmíði á neinu.“
Unnið með Neyðarlínunni
,,Við blöndum ferðum okkar við aðra viðburði. Við tengjumst Báta-fólkinu sem fer niður Hvítá, River- Rafting, við tengjumst
Birgir Ómar segir gjarnan vilja minnast á mann sem hefur gert góða hluti varðandi ferðamannafjölda til landsins. Það er Ágúst Ágústsson hjá Faxaflóhöfnum, hann hefur eiginlega lyft Grettistaki í fjölgun skipakoma. En stóru skipin eru ekki að koma með farþega til okkar í Norðurflugi. Þau sækja sér farþega í tekjulægri hópa. Minni skipin eru með betur stætt fólk og það kemur til okkar. Litlu skipin fara sér kannski líka ögn rólegar en risaskipin sem flýta sér að senda farþegann einn Gullhring og eru Framhald á næstu síðu
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
svo farin. Fólkið í risaskipunum er sparsamt millistéttarfólk sem slær ekki um sig. Ágúst hefur verið ötull að reyna að fjölga minni skipunum því þau koma með fólk sem eyðir meiru hérna. Ágúst er líka
er nokkurs-konar byggingabann borgar-stjórnarmeirihlutans í Reykjavík sem vill sem kunnugt er loka flug-vellinum í heild sinni og vill ekkert gera fyrir aðstæður þar. Engin lausn er í sjónmáli fyrr en línur skýrast í þessu átakamáli. - Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina í ferðamálum, bæði með þjóðinnni og fyrir ykkar rekstur?
Hverasvæði Íslands eru óþrjótandi aðdáunarefni erlendra ferðamanna.
22 ,,Þaðer margt sem mun hafa áhrif á okkur Íslendinga hvað varðar ferðamenskuna.“
Hryðjuverkaógnin - Hvað með hryðjuverkaógnina, Birgir? Þarf nema eitt hryðjuverk til að við fáum áfall í stíl við það sem Egyptar urðu fyrir?
,,Ég er ekki svo mjög að óttast hryðjuverk, við erum ekki óvinir margra. Án efa verðum við fyrir áhrifum af gengismálum, spurning verður líka hvort Ísland verður INN eins og það er kallað hjá fólki.“ - Heldurðu að það sé langt í það að ferðamannatalan fari yfir 2 milljónir?
,,Ég vil nú ekkert endilega fara að gerast spámaður um þetta atriði. En það gæti orðið 2019 eða 2020 sýnist manni með einföldum framreikningi.“ - Erum við að stefna í eitt ár enn án gjaldtökuaf ferðamönnum? Ég held að Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra sé að vinna að þessum málum. Við þurfum einhvernvegin að feta okkur inn á gjaldtöku, eins og t.d.Bandaríkjamenn með sitt ESTA-gjald. Ég var að hlusta á hana Vilborgu Davíðsdóttur pólfara. Hún var að segja frá því á ráðstefnu hvað hún þurfti að greiða mörg gjöld og tryggingar áður en hún fékk að leggja upp af stað þegar hún gekk yfir Grænlandsjökul. Hér í vetur voru fjórir breskir strákar sem vildu labba yfir Ísland á versta tíma. Landhelgisgæslan varð að bjarga þeim tvisvar. Þeir bara hlógu að okkur þegar var talað um kostnað, við erum gestir í landinu þið eigið að sjá um okkur sögðu þeir. Það var svona afstaðan hjá þessum peyjum. Auðvitað verðum við Íslendingar að feta okkur fram til skyn-samlegrar gjaldtöku fyrir afnot og átroðning á okkar við-kvæmu ferða-mannastöðum. Okkur vantar eitthvað form eða tilhögun sem hentar okkur best. Við hjá Norður-flugi erum komnir með fjárhagslega sterkt fyrirtæki. Við ætlum okkur að verja þá stöðu vegna það er þessi styrkleiki sem gerir okkur kleyft að endurnýja okkar tæki í framtíðinni. Það er hags-munamál viðskiptavina okkar og okkar sjálfra að svo sé.Við ætlum að feta okkur fram til skynsamlegrar endurnýjunar og við erum farnir að horfa á það hvernig við ætlum að gera það,“ segir Birgir Ómar Haraldsson hjá Norðurflugi.
glæsilegur landkynningarfulltrúi Íslands á erlendum sýningum sem ég vil endilega geta sem slíks.“ - Hvað eru þyrlurnar ykkar gamlar? ,,Þær eru margar 20 ára gamlar. En hvað er 20 ára gamalt í þeim? Það verður að skipta flestu út með reglulegu millibili, mótorum, gírkössum,stjórntækjum, vökvakerfum, það er varla nokkur hlutur eftir. Þetta er allt nýtt og flest frá því nýlega eins og kröfurnar eru til þyrlu sem er í flugi. Og nýju hlutirnir eru yfirleitt betri og sterkari en þeir sem voru upphaflega í þyrlunni. Smíðaárið segir eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut nema bara um útlitið. Enda eru bilanir mjög fátíðar í þessum rekstri hjá okkur, alger undantekning. Birgir segi þá hafa pláss fyrir allar vélarnar í skýlinu við hliðina. Þar er að finna stórt flugskýli sem er reist af Bretum líklega 1941. Grindin er sterkleg en þó er komið að viðhaldi og ryðbanki myndi maður segja ef maður ætti þetta. En öll opinber mannvirki Íslendinga, hvort heldur eru vegir, bryggjur flugvellir, skólar eru í viðhaldssvelti. Þjóðin hefur ekki viljað leggja þá fjármuni fram sem til þessa þarf. Nú er spurn hvaða kyslóð Íslendinga telur sig geta lagt það fjármagn fram, sem skiptir tugum milljarða. Þarna er Jón Grétar Sigurðsson með stórt verk-stæði undir merki Atlants-flugs og annast hann allt viðhald fyrir Norðurflug auk þess að vera tækni-stjóri þess. Þarna inni eru þyrlurnar geymdar ásamt fleiri flugvélum. Fyrir-sjáanlegt er að það mun vanta meira pláss ef umsvif halda áfram að vaxa. En á vellinum í Reykjavík ríkir sem kunnugt
Kraftar elds og ísa.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
23
Búnaðarþing 2016:
Fjallaði að stórum hluta um nýjan búvörusamning Búnaðarþing 2016 var sett 28. febrúar sl. í Hörpu. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum við Hornafjörð stýrði athöfninni í Hörpu og stúlkur í Gradualekórnum sungu nokkur lög og bóndinn Svavar
Pétur Eysteinsson, Prins Póló, flutti nokkra af sínum þekktustu slögurum. Í tengslum við Búnaðarþing var var landbúnaðarog matarhátíð slegið upp þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona og bóndi á Mýrum við Hornafjörð var kynnir á setningarhátíðinni. Nokkrar konur mættu á setningu Búnaðarþings þjóðlega klæddar, og það var vel við hæfi.
úrvinnslufyrirtækjum bænda og skoða búvélar innan- sem utandyra. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, flutti setningarræðu sem eðlilega fjallaði að stórum hluta um nýjan búvörusamning. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði gesti og afhenti hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarverðlaunin en þau hlutu annars vegar sauðfjárbúið Hríshóll í Reykhólasveit og hins vegar bændurnir á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Hlédís Sveinsdóttir athafnakona frá Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi hlaut Hvatningarverðlaun BÍ. Hún hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frumkvöðlastarfi sem hefur nýst landbúnaðinum vel. Samtök ungra bænda hlutu einnig hvatningarverðlaun fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat.“
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands ávarpaði þingið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var meðal gesta.
Fyrir utan Hörpu var grillvagn sauðfjárbænda, hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum. Innandyra mátti m.a. sjá þessa forláta MC-Cormick dráttarvél frá Kraftvélum.
Önnumst allar alhliða bíla- og búvélaviðgerðir Sími 487 5402 • Netfang: bvr@simnet.is
Sjóvá
440 2000
Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í allt að 5 sekúndur. Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því blindandi næstum 100 metra meðan þú skrifar.
sjova.is
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
24 hjá mér og við yrðum að tala við Sigfús. Þegar Sigfús var búinn að hlusta á mig sagði hann við Lýð: „Látt´ann fá gröfuna, mér líst vel á þennan strák.” Ég gat borgað svolítið inn á hana og fór með hana austur. þær kostuðu þá 421 000 krónur stykkið. En ég kom þeim báðum gröfunum mínum í vinnu og fékk 350 kall á tímann fyrir vélina. Vélastrákurinn fékk 35 kall, olían kostað eiginlega ekkert og ég þurfti ekki nema 1200 tíma til að brútta hana. Við kláruðum svo þennan gröft og yfirmoksturinn þetta árið og eitthvað árið eftir. 1967 hitti ég mann sem ég þekkti þarna fyrir austan, Svein Þorláksson frá Sandhól í Ölfusi. Hann átti jarðýtu og vörubíl. Var búinn að vinna mörg ár hjá pabba og var eiginlega heimilismaður hjá okkur, mjög öruggur maður og við gerðum félag og stofnum Suðurverk. Hann er í dag búsettur í Kópavogi. Við pöntuðum okkur nýja jarðýtu D6. Ég átti svolitla lausa aura þarna eftir vatnsveitugröftinn. Svo koma að því líklega 1968 að við keyptum okkur fyrstu beltagröfuna og fórum að grafa fyrir bændur. með V-skóflum. Eignuðumst tvær svona vélar og grófum mikið. Þá var tími draglanna(dragline) grafann liðinn í framræslunni. Svo stækkaði fyrirtækið smátt og smátt, við fjölguðum vélunum og fengum fjölbreyttari verkefni fram að 1970. Þá kom Skeiðarársandurinn og allar þær framkvæmdir sem við tókum þátt í.“
Í höllu Dofrans
Vestmannaeyjagosið
Jafnvel eldfjall stöðvar ekki Dofra Eysteinsson í Suðurverki.
Dofri Eysteinsson í Suðurverki er eiginlega orðinn goðsögn í lifanda lífi en starfsemi fyrirtækisins spannar 50 ár. Það er óvenjulegt að verktakafyrirtæki eigi sér svo langa ævi, verandi í fullri starfsemi allan tímann og á sömu kennitölu. En margir þeir sem til þekkja vita hvílíkar háskabrautir og hálagler verktakastarfsemi í jarðvinnu er. Hún er líkust slóðanum upp á Mount Everest, þar sem líkin liggja meðfram henni öðrum til viðvörunar. En allaf koma nýjir fullhugar sem eru tilbúnir að reyna við það sem þeim föllnu tókst ekki. Hugur blaðamanns hvarflar ósjálfrátt til halla Dofrans í fjöllunum í leikriti Ibsens um Pétur Gaut. Í köldu berginu ríkti konungur hamranna ósnertanlegur í styrk sínum. Dofri
í Suðurverki hf hefur hinsvegar brotið fleiri björg og stærri en skáldinu gat dreymt um á sinni tíð. Hann hefur séð allt sem inni í hömrunum er að sjá sem er nóg til að trúa ekki á tröllin í fjöllunum heldur tækni og hugvit mannsins. Hann hefur flutt fjöll í bókstaflegri merkingu. - Dofri, byrjum bara á byrjuninni og setjum á sjálfstýringuna! „Já já segir Dofri, höfum þetta meira heldur en minna úr því að við erum að þessu. Ég er fæddur 30. mars 1947 og er alinn upp á Brú við Markarfljót. Faðir minn var vegaverkstjóri og stundaði vinnu frá heimilinu en var ekki með búskap. Ég tók bara minn barnaskóla og búið, lærði ekkert meira. Ég var í sveit í mörg
sumur að Dalsseli og kynntist sveitastörfum. En ég hafði enga köllun til að verða bóndi með skepnur, var ekkert í hestunum með pabba gamla sem var mikill áhugamaður um hross. En maður fór snemma að vinna í vegavinnunni á snærum pabba. Þar fór maður að kynnast vélunum.19 ára fer ég til Reykjavíkur og fer að vinna hja Almenna Byggingafélaginu Ég var nú búinn að vera eitthvað á ýtum þegar þar var komið . Við vorum að leggja holræsi að nýja Loftleiðahótelinu 1966. Þegar við grófum fyrir því sökk steypta gólfið í Landhelgisgæslunni metra niður þegar vatnsþrýstingurinn fór af. Þá var Búrfellið að byrja og til stóð að ég færi þangað á þeirra útvegi. En þá beygðist krókurinn hjá mér að því sem verða vildi og
ég fór í að kaupa mér traktorsgröfu, John Deere og fór svolítið að vinna hér í Árbæjarhverfinu sem var að byggjast. En svo fór ég austur í sveitir og hitt þar hann Þórhall Jónsson verkfræðing sem var þar að mæla fyrir vatnslögninni til Eyja. Það æxlaðist þannig að ég fór að grafa fyrir lögninni og þar kom að Þórhallur sagði að við yrðum að fá aðra gröfu til viðbótar, þetta gengi ekki nóg hjá mér einum. Ég hringdi með hjartað í hálsinum suður í Heklu og þeir segja að það sé akkúrat óráðstöfuð ein traktorsgrafa grafa í skipi. Ég var búinn að aura smávegis saman á gröfunni og bað þá að bíða með að selja hana og rauk suður og hitti Lýð Björnsson. Hann sagði að þetta væri nú stærra mál en hann þyrði að ráðstafa einn þegar hann var búinn að skoða í budduna
„Svo kom gosið í Vestmanna eyjum og við lentum þar í stórum verkum að moka ösku. Svo var Sigalda komin, þar unnum við heilmikið ásamt vegagerðinni sem við vorum í. Svo 1984 fórum við að vinna í Kvíslárveitunum, fórum í veituskurðina og byggðum flestar stíflur þar á leiðinni inneftir. 1985 þá hætti Sveinn með mér í fyrirtækinu og við skiptum því upp. Ég hef verið einn með þetta síðan. Svo vorum við þarna inn frá í allskyns verkum í mörg ár. 1996 þá förum við að veita Þjórsá inn í Þórisvatn. Það voru allskyns vegagerðir og hafnargarðar þarna inná milli . Maður er ekki kannski að muna þetta allt í röð enda farinn að eldast. 1997 förum við með Arnarfelli á Akureyri í stóra frárennslisskurðinn frá Sultartanga, rosa mikið verk, 7 kílómetra langur.1.7 milljón rúmmetrar af lausu efni og 1.7 milljón rúmmetra af föstu, sprengdu og gröfnu og vorum til 1998 að þessu.(Innskot blaðamanns: Hugsum okkur ferning sem er kílómetri á kant og gerum þriggja og hálfsmetra djúpa gryfju innan hans) Við keyptum 3 Tamrock bora, 2 stórar gröfur og eina 5 Caterpillar 769 bíla. Það voru góðar græjur, þeir eru enn að keyra 20 ára gamlir með yfir 30.000 vinnustundir að baki. Svo koma aldamót. Við vorum í allskyns verkefnum, lögðum vegi yfir Vatnaheiði og Þverárfjall, við buðum í Eyjagarðinn 1997 úr í Örfirisey, sprengdum stórt í Geldinganesinu og sigldum grjótinu yfir sundin, einum 300.000 m3 . Svo vorum við í allra handa jarðvinnuframkvæmdum inn á milli. Svo buðum við í allra handa verk fyrir Landsvirkjun og fengum. Það var aldrei rifrildi við okkur, ekkert vesen og engar uppákomur.“
Viðskiptavinirnir mátu þetta við okkur
„23.september 2003 förum við , þá var ég orðinn svolítið leiður á þessu
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
25
Bygging mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut.
brölti öllu saman, í skemmtiferð austur í Kárahnjúka og skoðum þar stíflustæði sem átti að fara að gera, Sauðadalsstífla og Desjarárstífla, 5milljón m3. Sauðadalsstífla var minni. Ég segi við við Guðmund Ólafsson tæknifræðing, sem er búinn að vera hjá mér síðan 13.maí 1984, í hálfkæringi. Þessum
Menn fóru nú að hafa áhyggjur af þessu, sögðu að við myndum fara lóðrétt á hausinn. Eftir opnun tilboðsins vorum við mjög hugsi og ég segi við Guðmund Ólafsson; Heldurðu að við höfum getað gert einhverja stórfenglega vitleysu í þessu? Hann er nú svo yfirvegaður hann Guðmundur að hann segir
það er lítið hægt að vinna þarna um veturinn. Þá er farið að tékka á markaðnum hverja Bechtel getur samþykkt til að vinna fyrir sig í lóðinni undir álverið á Reyðarfirði. Þeir voru með svo stífar kröfur um öryggismál, menn máttu ekki hafa lent í slysum eða neitt svoleiðis,
og ég var farinn að sofa. Það er bankað en ég vaknaði ekki, var búinn að vera á þvælingi út um hérað og var þreyttur. Tveimur tímum seinna kemur Eysteinn askvaðandi inn á gólf til mín með blað og á því stendur: „Veiting Verks.“! Við fáum sem sagt verkið.“
misstum góðan mann í hörmulegu slysi í Kárahnjúkum. Í verklok fengum við umbun fyrir góð öryggismál, fyrir slysalaust verk á Reyðarfirði. Þarna gerðum við samning upp á 2,3 milljarða króna en unnum fyrir tæpa 8 þegar upp var staðið. Svona gekk þetta vel hjá okkur frá 2004
Dynur hnefi Dofrans! Stærsta sprenging verktakasögunnar á Íslandi.
sleppum við ekki, við fáum ekki allstaðar að byggja stíflur á þurru landi. Við bjóðum í þessar stíflur. Áður höfðum við verið við vinnu við Jökulsárlón og vorum að bjóða í mikla grjótgarðsframkvæmd á Vopnafirði. Ég segi svona í gríni við Pálma Sigfússon, verkstjóra að hann skuli fá að taka það verk að sér og við munum svo taka tvær stíflur í bakaleiðinni, þ.e. þessar stíflur í Kárahnjúkum. Svo er nú þetta Kárahnjúkaverk boðið út. Og þá lendum við í því, árið 2004, að vera ellefuhundruðog þrjátíumilljónum fyrir neðan næsta bjóðanda. Bjóðum 3.2 milljarða á móti 4.3. Hugsaðu þér ég hefði getað verið milljarði hærri, þá ! (svona tveir í dag).
við mig, svona svona við skulum bara koma suður á skrifstofu, það eru ekki nema 3 eða 4 verð sem við þurfum að skoða. Það er stoðfyllingin, það er sían og það er grjótið. Guðmundur var alveg rólegur, við förum á skrifstofuna og sjáum svo að þetta eru bara ágæt verð. Svo þá er bara samið við okkur. Friðrik Sóphusson sagði; „Við treystum þér í þetta, Dofri.“ Við vorum með sama verð að losa og keyra í fyllinguna og menn voru með að keyra úr Bolaöldum og fylla grunna í Reykjavík svo við vorum alveg rólegir með þetta við Guðmundur. Svo erum við byrjaðir að vinna þetta verk og það er að koma haust og við sjáum að
urðu að hafa áætlanir osfrv. Nema við göngum frá þessu öllu á pappír og við vorum með öll þessi öryggismál i það góðu lagi að við erum taldir hæfir. Þá hafði ég heyrt að Ístak væri búið að fá allt verkið fyrir Bechtel. Það væri verið að semja við þá og þeir meira að segja búnir að kaupa sér stóra malara til verksins. Eysteinn tæknifræðingur, sonur minn, hringir í Kontaktmanninn hjá Bechtel í Kanada og spyr hvort við séum orðnir úti en hann telur svo ekki vera, við þurfum að klára skýrslugerðina og senda hana og að það sé ekki búið að semja við neinn ennþá. Við Eysteinn erum á fullu í verkinu austur í Kárahnjúkum. Þetta var um verslunarmannahelgi
Sprengt og mokað.
Kárahnjúka framkvæmdir
Við áttum þarna 7x 769 bíla og vorum búnir að kaupa 4 x773 bíla, bora og 2stk hjólaskóflur , keyptum alls i 14 tæki .Ýtur fengum við líka. Það urðu líklega einhverjir fúlir en svona fór þetta. Það gerði mikið að við vorum með tækin og mannaflann sem þurfti þarna og gátum samnýtt úr Kárahnjúkaframkvæmdinni. Og þetta var þrautþjálfaður mannauður sem við vorum með. Við náðum að fara slysalaust í gegnum framkvæmdina á Reyðarfirði en
og fram að hruni. Tvo risa malara fengum við okkur frá Finnlandi, nýjar búkollur fengum við líka. Þarna var samið um 1.8 milljónir m3 laust efni og svo sprengt 2.3 milljónir m3 fast efni. Og þetta jókst allt eins og áður sagði og fyrirtækið stækkaði mikið. Þarna sprengdum við stærsta skot sem sprengt hafði verið á Íslandi. 65000 m3 í föstu , líklega 36 tonn af sprengiefni í einu. Langur rani sprakk í loft upp óbyrgt. Við vorum með 10-15 % dynamit og svo Anfo.“ Framhald á næstu síðu
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Landeyjarhöfn 2008 „Svo lögðum við veginn fyrir Hólmaháls og unnum ýmislegt smærra. Og svo kemur að Landeyjahöfn 2008 og það verk stendur til 2010 . Þar sprengdum við og lögðum við veg upp í 500 metra hæð upp í Seljalandsheiði . Um leið gaus svo Eyjafjallajökull og við vorum að vinna efni einhverja 3 kílómetra frá jöklinum sem var að gjósa. Þetta sést á einni myndanna. Það er mynd af einum trukknum á leið frá efnisnámunni með fullfermi á leið í höfnina. Þarna sprengdum 900.000 m3 og fluttum það út í farveg Markarfljóts, allt að 30 tonna steina við undirleik eldfjallsins. Svo byrjum við að keyra út garðana. Þeir eru bara hlaðnir upp af salla og grjótvörn yst. Enginn bindingur í þeim og engir dolossar eins og voru notaðir í Þorlákshöfn. Aldan deyfist niður við að smjúga inn í svona fyllingar. En auðvitað fer líka sandur inn og stabílisérar garðinn um leið og öldudeyfingin minnkar og þá fara meiri brot að fara yfir. Hallinn á hliðunum er líklega 1 : 1 eða 45
Landeyjahöfn verður nokkurn tímann annað en sumarhöfn eins og hún er. Það er ekki bara sandurinn sem er vandamálið þarna heldur líka sjólagið sem er þarna sífellt og eilíft fyrir hendi.”
Sumarhöfn
Augljóst er að Landeyjarhöfn hvílir nokkuð á Dofra. Hann er eins og ekki sáttur við hvernig verkið er statt. Þetta er líklega eina verkefnið sem honum finnst vera virkilega ólokið á einhvern hátt. Hann á þessu greinilega ekki að venjast. - Ef þú værir kominn á byrjunarreit núna Dofri og ættir að fara að gera Landeyjarhöfn og mættir ráða öllu, hvernig myndir þú standa að þessu í ljósi fenginnar reynslu?” Dofri hugsar sig um en segir svo: „Ég hugsa að ég myndi kannski ekki gera þetta svo mikið öðruvísi. Ég veit ekki hvort það þýddi mikið að hafa garðana hærri. Við höfum ekki hlustað nægilega vel á sjómennina og skipstjórana
26 stöðu mála. Og áreiðanlega ekki Vestmannaeyingar. Nú tala þeir um að byggja nýja ferju . Ég held að minna ristandi ferja leysi þetta ekki. Hún gæti
„Við höfum ekki hlustað nægilega vel á sjómennina og skipstjórana þegar þetta var hannað“. verið hættulegra skip í sjógangi. Og hann er mikill á vetrum frá Þorlákshöfn. Ég sé ekki greiðar leiðir til að koma böndum á sandinn. Maður þekkir ekki allan ganginn á þessu, eldfjöllin þarna uppi og allt það. Allt er óvisst og illa fyrirsjáanlegt. Næstu aðgerðir í Landeyjahöfn þurfa því að vera gegnhugsaðar. Það þýðir ekkert að vera með tilraunastarfsemi.
Jarðgöng til Vestmannaeyja
hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf í Vestmannaeyjun, ekki síst ferðaþjónustu. Herjólfur hefur ekki getað siglt um Landeyjahöfn frá því í lok nóvember og stefnir allt í að frátafir frá höfninni verði 151 dagur hið minnsta. Ekki eru líkur til þess að höfnin opnist fyrr en um næstu mánaðamót. En þetta með jarðgöngin. Segjum að fólk sé að borga 2 milljarða króna í fargjöld milli Eyja og lands.Það kostar segjum við 1-2 milljarða króna að reka skip og hafnir á ári. Þá höfum við eina 3-4 milljarða króna upp í gangnakostnað.“
- En hvað þá með jarðgöng Dofri? „Það er margt búið að ræða um það en engin niðurstaða fengist. En víst er að dælukostnaðurinn er mikið fé ofan á fargjaldið með skipinu. Það fóru nærri 300.000 farþegar með Herjólfi árið 2014. Þá sést að dælingarkostnaðurinn losar 1600 krónum ofaná hvert af 300.000 fargjöldum. Ég er ekki frá því að tala við Kínverjana, þeir
- Hvað vilja 150 þúsund bílar með tvo í borga fyrir að fara göngin? Kemur ekki pólitíkin þarna inn? „Nefnt hefur verið að göngin gætu kostað 25-35 milljarða króna. Breytingar á Landeyjahöfn og nýtt skip verða fljótar að fara í 10 milljarða króna. Þarf ekki að reikna þetta allt saman betur? Hvað um það. Við Eysteinn sonur erum að fara að skoða útboð
En þetta er ekki nóg í nútímanum. Það er víst verið að spá í einhvern staðbundinn dælubúnað í Landeyjarhöfn sem ég hef ekki séð. En ég veit að sandurinn er mjög illviðráðanlegur. Þetta er bæði Kötlusandur, eitthvað úr fljótinu og gosaska úr Eyjafjallajökli. Þetta er mikið efni en flutningaþörfin er þarna mikil. Þarna búa nærri 5000 manns í Vestmannaeyjum og þarna er mikil framleiðsla, fólkið þarf að ferðast, það verður að hafa samgöngur.“
Dofri er ekki sáttur við Landeyjahöfn. Útbreiðsla sandsins sést vel á myndinni og manni sýnist allt stefna inn í höfnina. Brotin ganga yfir garðana í stórviðrum. Er hönnunin fíaskó?
gráður. Þegar við erum komnir fram í hausana þá notuðum við stærsta grjótið þar. Þarna vorum við með stærstu vélar úti. En við þurftum oft að flýja með þær í land því að það gekk svo mikið yfir garðana í stórviðrum sem eru algeng þarna. Þegar stóru brotin komu þá nötruðu garðarnir og skulfu. Það gengur yfir garðana í vondum veðrum. Við vorum að vinna þarna í blíðskaparveðri en svoleiðis hörkubrim gekk yfir garðana að ég sagði þá og segi enn; „Í svona veðri fer ekkert skip hérna inn. Spurning er hvort
þegar þetta var hannað. Þetta er hinsvegar ekki að gera sig, það er ljóst. Eins og er er þetta bara sumarhöfn. Og það verður að dæla þarna sandi fyrir 500 milljónir ári til þess að hafa bara sumarhöfn. Þetta eru 5 milljarðar á á 10 árum, tuttugu og fimm milljarðar á 50 árum. Ég hef ekki velt jarðgöngum svo mikið fyrir mér. Kínverjar eru víst að gera forsteypt göng á hafsbotni og Norðmenn eru með eitthvað líkt líka. Það getur vel verið að eitthvað svoleiðis gæti komið til þarna síðar. Skipstjórar hafa haft fund með ráðherra og þeir eru ekki ánægðir með
Mér er ekki kunnugt um nein hafnarmannvirki annarsstaðar þar sem við viðlíka vandamál er við að glíma. Hausarnir á görðunum eru á 8 metra dýpi Það er hægt auðvitað að fylla meira en það út í sjó. En dugar það eitthvað? Nei, mig vantar sannfæringu fyrir því hvað eigi að gera.” - Gæti þér dottið í hug að taka Markarfljót, fella út leirinn á söndunum og spúla höfnina? „Vestmannaeyingar þurfa að gera eitthvað í samgöngumálum. Hörður flýgur mikið milli lands og eyja og það er flug frá Bakka.
hafa fengist við svona. Við vorum að vinna í Narvik í Noregi með Ístaki síðustu 2 ár með 20 tækjum. Þar eru Kínverjarnir að vinna líka. Nú er talað um að tvöfalda Hvalfjarðargöng. heildarlengd þeirra verða 5.77 kílómetrar með vegskálum. Þau eru áætluð kosta 9 milljarða að byggja. Ásmundur Friðriksson þingmaður vakti máls á jarðgöngum til Eyja í ræðu á Alþingi. Hann benti á að Landeyjahöfn yrði búin að vera ófær fyrir Herjólf í fimm mánuði um næstu mánaðamót og nánast ekkert skip hafi getað farið um hana síðan í nóvemberlok. Þetta
í Færeyjum . Það á að stækka alla Þórshöfn og þar þarf að sprengja 3.3 milljónir rúmmetra. Það eru tölur sem við höfum séð áður, kannski bjóðum við í þetta verk í Færeyjum. En málefni Landeyjahafnar eru enn óleyst og við verðum að bíða eftir því að lausn finnist . Aðalatriðið finnst mér að nú verði vandað til alls undirbúnings og ekkert gert nema að vel yfirlögðu ráði,“ segir Dofri Eysteinsson. Við kveðjum þennan nærri sjötuga baráttujaxl sem er á leið til Færeyja að brjóta fjöll og temja brim.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
27
Eggert Haukdal fallinn frá - einn merkasti þingmaður Suðurlandskjördæmis Eggert Haukdal, bóndi og fyrrverandi alþingismaður er látinn. Eggert Haukdal var fæddur í Flatey á Breiðafirði 26. apríl 1933. Foreldrar hans voru hjónin sr. Sigurður S. Haukdal prófastur þar og kona hans, Benedikta Eggertsdóttir Haukdal húsmóðir. Báðir afar Eggerts áttu sæti á Alþingi sem þingmenn Árnesinga. Eggert ólst upp í Flatey en fluttist með foreldrum sínum 12 ára að aldri að Bergþórshvoli í Landeyjum árið 1945. Hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri árið 1953 og gerðist síðar bóndi á Bergþórshvoli, fyrstu tvo áratugina í félagsbúi með föður sínum. Samhliða bústörfum tók Eggert að sinna félagsmálastörfum í VesturLandeyjum, á Rangárvöllum og í Suðurlandskjördæmi. Hann var í stjórn Héraðssambandsins
Skarphéðins 1961–1972, formaður Búnaðarfélags Vestur-Landeyja í áratugi, kosinn í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps 1970 og lengi oddviti. Þegar breytingar urðu í forustu Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi árið 1978 skipaðist svo að Eggert Haukdal varð í 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu við alþingiskosningarnar það ár. Eftir átök um skipan listans í óvæntum alþingiskosningunum ári síðar ákvað Eggert með stuðningsmönnum sínum að bjóða fram á sérlista og náði hann kjöri sem utanflokkamaður. Það sýndi hve traustum fótum hann stóð meðal flokksmanna sinni í Rangárvallasýslu, VesturSkaftafellssýslu og víðar í kjördæminu. Eftir þær kosningar
Sigurður O. Sigurðsson lögg. fasteignasali
Sími 512 3600
• BÆJARLIND 4 • S: 512 3600 • 200 KÓPAVOGUR • F: 512 3601
• WWW.TINGHOLT.IS • TINGHOLT@TINGHOLT.IS
studdi Eggert myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Hann tók á ný sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1983 og sat á Alþingi sem þingmaður Sunnlendinga til 1995, sat á 19 þingum alls. Eggert var öflugur talsmaður Sunnlendinga í landbúnaðar- og samgöngumálum og studdi að framförum á þeim sviðum. Þrautseigju hans var við brugðið og má sem dæmi nefna að átta sinnum flutti hann á Alþingi frumvarp um afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga sem þó varð ekki að lögum. Eggert Haukdal fór nokkuð sínar eigin leiðir í stjórnmálum, var sjálfstæður í skoðunum og lét ógjarnan hlut sinn fyrir öðrum. Þessir þættir í fari hans, svo og öflug fyrirgreiðsla fyrir fólkið í kjördæminu, öfluðu honum trausts og vinsælda.
Eggert Haukdal.
Ísak
Sigurður
Guðrún Hulda Ellert
Örn
Garðar
Artjon Árni
Jón Óli
isak@tingholt.is
sos@tingholt.is
gudrun@tingholt.is
orn@tingholt.is
gardar@tingholt.is
aa@tingholt.is
jonoli@tingholt.is
Sölustjóri gsm 822 5588
METUM SAMDÆGURS
Lögg. fasteignasali Lögg. fasteignasali sölumaður gsm 616 8880 gsm 512 3600 gsm 893 4477 ellert@tingholt.is
sölumaður gsm 696 7070
• FRÍTT VERÐMAT • ENGIN SKULDBINDING
sölumaður gsm 853 9779
sölumaður gsm 662 1441
FASTEIGNASALA Í
sölumaður gsm 777 6661
40
ÁR
Er þetta skólastofan þín?
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku Átta mánaða krefjandi og sérhæft háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram á vettvangi víðsvegar um í náttúru Íslands.
KEILIR / ÁSBRÚ / 578 4000 / iak@keilir.net / adventurestudies.is
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Tryggja þarf garðyrkju Bæjarstjórnir á Suðurnesjum bændum raforku á sambærilegu verði við deila um framtíð dvalar heimilisins Garðvangs í Garði aðra stórkaupendur
28
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í Bændablaðinu fyrir ekki löngu að tryggja þurfi að garðyrkjubændur sem nýti raforku fái orkuna á sambærilegu verði og aðrir stórkaupendur fá orkuna á. Þeim verði þannig auðveldað að auka markaðshlutdeild sína á innlendum markaði og eftir atvikum að flytja út afurðir sínar. Tímabært sé að auka hlut innlendrar endurnýjanlegrar orku í landbúnaði. Halldór Jónsson verkfræðingur hefur kynnst því hvernig er að fá bændur til að samþykkja uppsetningu vindmylla í sveit, fyrst í Vorsabæ á Skeiðum og síðan í Þykkvabæ og svo á Bergstöðum í Bláskógabyggð. ,,Í Vorsabæ urðu mótmæli undir forystu sumarbústaðakonu einnar til þess að skipulagsfulltrúi Árnessýslu treystist ekki til að samþykkja uppsetningu myllanna á eigin landi eiganda þeirra. Hún sagðist óttast truflun af slætti myllanna á kyrrum kvöldum(!). Í Þykkvabæ fékkst leyfi til að setja upp vinmyllurnar á leigulandi sem síðan hafa gengið þar óslitið
með miklum ágætum. Þær hafa náð þar nýtingu sem er óþekkt víðast annarsstaðar eða fullum afsköstum nær 50% af tímanum. Á Bergstöðum var erindið afgreitt með því að senda fjölskipaða sendinefnd til Bretlands til að kynna sér vindmyllumál. Heimkomin var nefndin sammála um að afgreiðslu erindisins yrði frestað um óákveðinn tíma þrátt fyrir að þarna væru öll skilyrði til ylræktar fyrir hendi og því borðliggjandi hagnaður af eigin vindmyllu til lýsingar. Málið var saltað, og líklega til langs tíma. Þegar öll skilyrði eru til að búa við endurnýjanlega orku, það er jarðvarma og rafmagn, þá er veruleikinn í Bláskógabyggð og í Vorsabæ þvergirðingar embættismanna sveitarfélagsins. Í Þykkvabæ var velvild allra viðkomandi einstök, bæði íbúa og embættismanna. Katrín Jakobsdóttir þyrfti að beita sér betur til þess að halda fram kostum sjálfbærs orkubúskapar í íslenskum sveitum. Það myndi muna um liðveislu hennar í slíkum málum,“ segir Halldór Jónsson.
MIKIÐ OG FJÖLBREYTT ÚRVAL BIFREIÐA Komdu og veldu þann rétta fyrir þig! Sími 480 4000 | www.bilasalaselfoss.is
FANNBERG fasteignasala ehf. Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur
Sími: 487 5028
RAFTÆKJASALAN
E H F
Stofnað 1941
RAFVERKTAKAR
www.raftaekjasalan.is
Pétur H. Halldórsson 856 0090
Á fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins Garðs sl. sumar var rætt um framtíð Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum, DS. Vakin var athygli á sameiginlegrar yfirlýsingar sveitarfélaganna frá júlí 2004, þar sem gert er ráð fyrir að í framhaldi af byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Reykjanesbæ verði ráðist í endurbætur á Garðvangi í Garði og þar verði áfram rekin hjúkrunarþjónusta. Úttekt Landlæknisembættisins frá 2011 fól í sér brýna þörf á úrbótum á húsnæði Garðvangs. Stjórn DS hefur því verið meðvituð og fjallað um málið og bæjarstjórn Garðs hefur ítrekað lagt fram tillögur um að í þær verði ráðist. Þá var farið yfir umfjöllun um málið á vettvangi DS og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar, Einar Jón Pálsson, nefndi fundi fulltrúa Garðs í Velferðarráðuneyti og fundi bæjarstjóra aðildarsveitarfélaga DS undanfarna mánuði sem leiddu af sér samkomulag um endurbætur og áframhaldandi rekstur Garðvangs, ásamt stuðningi við viðbótar hjúkrunarrými á Nesvöllum. Í ljósi fundargerðar stjórnar DS síðar lýsir bæjarstjórn Garðs yfir eindregnum stuðningi við afstöðu fulltrúa Garðs og Sandgerðisbæjar á fundi stjórnar DS. Í fundargerð bæjarstjórnar segir m.a.: ,,Bæjarstjórn lýsir vonbrigðum með að fulltrúar Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Voga hafi í andstöðu við fulltrúa Garðs og Sandgerðisbæjar samþykkt með meirihlutavaldi í stjórn DS að samhliða tilkomu 60 rúma hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ verði 30
hjúkrunarrúm rekin á Hlévangi í Reykjanesbæ í stað Garðvangs eins og áður var stefnt að. Þar með verði starfsemi hætt á Garðvangi, sem felur í sér að um 50 manna vinnustað í Garði verði lokað. Bæjarstjórn Garðs getur ekki sætt sig við að samstarfs sveitarfélög taki slíka afstöðu. Með þessari afstöðu hefur orðið alger stefnubreyting frá samkomulagi sveitarfélaganna í mars 2013, um að ráðist verði í endurbætur á Garðvangi og hjúkrunarþjónusta við aldraða verði rekin áfram á Garðvangi. Bæjarstjórn minnir á að með sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélaganna frá því í júlí 2004 var mótuð sú sameiginlega stefna að í framhaldi af uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Reykjanesbæ verði gerðar endurbætur á Garðvangi og að þar verði rekin hjúkrunarþjónusta við aldraða til framtíðar. Ein af rökum meirihluta stjórnar DS fyrir því að leggja af starfsemi Garðvangs eru að frá því að yfirlýsingin var gerð árið 2004 hafi verið gerðar auknar kröfur um húsnæðisaðstöðu á hjúkrunarheimilum. Bæjarstjórn bendir á að það sama hljóti að gilda varðandi Nesvelli og að uppfylla megi þær kröfur með endurbótum á Garðvangi, eins og gengið var út frá í samkomulagi sveitarfélaganna frá því í mars 2013. Bæjarstjórn harmar að ekki sé hægt að treysta því að yfirlýsingar og samkomulag sem sveitarfélög gera sín í milli standi og gangi eftir. Bæjarstjórn leggur áherslu á að samstarf sveitarfélaga um sameiginleg verkefni byggir ekki síst á að traust ríki milli sveitarfélaganna.“
Úttekt á hagkvæmni þess að að Garður og Sandgerðisbæ reki hjúkrunarþjónustu Bæjarstjórn Garðs samþykkti að unnin verði úttekt á hagkvæmni þess að Garður og Sandgerðisbær reki áfram hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða á Garðvangi, enda eru fjárheimildir ríkisins til rekstrarins bundnar við Garðvang í fjárlögum. Leitað verði eftir samstarfi við Sandgerðisbæ þar um. Einnig verði gerð úttekt á kostnaði við nauðsynlegar endurbætur á Garðvangi og fjármögnun þeirra. Bæjarstjóra verði falið að leita til ráðgjafa um þessa vinnu, í samráði við hann verði kallað eftir rekstrargögnum hjá Garðvangi. Unnin verði greinargerð um eignarhald fasteignanna Garðvangs og Hlévangs og hugsanlega möguleika á yfirtöku Garðs og Sandgerðisbæjar á Garðvangi. Leitað verði álits á samþykktum DS, hverjar séu valdheimildir stjórnar og hlutverk hennar. Varðandi það að samið verði við sérstakan rekstraraðila sem annist rekstur hjúkrunarþjónustu við aldraða á starfssvæði DS, þá telur bæjarstjórn að ákvörðun um slíkt sé ekki tímabær þar sem ekki liggur fyrir hvernig og hvar hjúkrunarrými sem falla undir DS verða rekin. Rétt sé að sú niðurstaða liggi fyrir áður en slíkar ákvarðanir verða teknar. Bæjarstjórn lagði áherslu á að fá fund um málið með heilbrigðisráðherra sem allra fyrst. Bæjarstjórn ítrekaði jafnframt með bókun bæjarstjórnar að þá leggst bæjarstjórn gegn ákvörðun stjórnar DS og samþykkir ekki fundargerðina. Bæjarstjórn Garðs óskar eftir því að stjórn DS endurskoði afstöðu sína.
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
GASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR
www.rafgas.is
Það er eðlileg krafa að þegar starfsævi lýkur að íbúar þurfi ekki að flytja í annað sveitarfélag ef þörf er á dvöl á dvalarheimili aldraðra. Gott atvinnuástand er í Garði.
Söðlasmíðaverkstæðið Rauðalæk www.hnakkur.com
Reiðtygi, viðgerðaþjónusta o.fl. S. 566 6693 og 868 5577
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
29
Sveitarfélagið Hornafjörður afhenti viðurkenningar:
Svínafell í Öræfum hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegasta lögbýlið Í lok febrúarmánaðar fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins Hornafjarðar í Nýheimum. Einnig voru afhentar umhverfisviðurkenningar sveitar félagsins. Alls voru 22 styrkir veittir á viðburðinum, styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir út atvinnu- og rannsóknarsjóði.
Menningarverðlaun 2015
Kristín G. Gestsdóttir formaður menningarmálanefndar setti viðburðinn og kom fram í máli hennar að Menningarverðlaun Austur-Skaftafellsýslu hafa verið veitt frá árinu 1994. Í reglum um Menningarverðlaun segir að „Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viður kenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.“ Alls voru níu aðilar tilnefndir til Menningarverðlauna þetta árið og voru það þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Soffía hlaut verðlaunin fyrir útgáfu á bók sinni „Ég skapa Þess vegna er ég“. Bókin er um
skrif Þórbergs Þórðarsonar, eins þekktasta manns sýslunnar, en Soffía hefur lagt margra ára vinnu í verkið. Bjarni hlaut verðlaunin fyrir fróðlega og glæsilega bók sína „Landnám og Landnámsfólk; saga af bæ og blóti.“ Í brennidepli er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997–2011, en þar voru rannsakaðar minjar um bæ og blótstað. Sögusviðið nær langt út fyrir landsteinana, allt frá Nýfundnalandi í vestri að Búlgaríu í austri, frá Afríku í suðri og Svalbarða í norðri.
komu Ullarvinnslunnar Kembu á Höfn. • Tjörvi Óskarsson 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Margmiðlunarstofa.“ • Fanney Björg Sveinsdóttir 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Aukin tækifæri í ferðamennsku á vetrar- og jaðartíma í Hornafirði.“
Umhverfis viðurkenningar 2015 Sveitarfélagið Hornafjörður veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu og til fyrirtækja, þ.m.t. lögbýli í sveitum, fyrir snyrtilega umgengni og útlit. Tilgangur umhverfisviðurkenninga er að vekja íbúa til umhugsunar um gildi náttúru og umhverfis fyrir samfélag og atvinnulíf í sveitarfélaginu Hornafirði og hvetja þá til að sýna því tilhlýðilega virðingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. • Halldóra Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson, Hafnarbraut 35 Höfn, hlutu viðurkenningu fyrir fallegustu lóðina, í umsögn segir: „ Lóðin er snyrtilega römmuð inn af runna og trjágróðri, garðurinn er fjölbreyttur og gróðri smekklega raðað saman.“
vaxin og snotrar vegghleðslur og frágangur á stígum og öðrum mannvirkjum kringum Gömlubúð fellur vel inn í umhverfi sitt og ber vönduðu handbragði gott vitni.“ • Svínafell í Öræfum hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegasta lögbýlið, í umsögn segir: ,,Bæirnir mynda fallega heildarmynd með snyrtilegu og fallegu umhverfi. Svínafellsbæirnir standa tignarlegir undir rótum Svínafells og Öræfajökuls. Ábúendur á Svínafelli sýna þessu volduga umhverfi virðingu og natni með snyrtimennsku í hvívetna.“ Ábúendur á Svínafelli eru, Þorlákur Magnússon Svínafelli 3, Inga Ragnheiður Magnúsdóttir og Benedikt Steinþórsson Svínafelli 3, Hafdís Sigrún Roysdóttir og Jóhann Þorsteinsson,
Styrkir atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2016
Ljóst er að mikil gróska er í athafnalífi í sveitarfélaginu, en alls bárust atvinnumálanefnd 12 metnaðarfullar umsóknir í atvinnuog rannsóknarsjóð. Meginhlutverk sjóðsins er að efla byggð og atvinnu í sveitarfélaginu Hornafirði og er honum ætlað að veita styrki til verkefna sem lúta að atvinnuþróun, rannsóknum og nýsköpun í Sveitar félaginu Hornafirði. Styrki hlutu: • Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir 1,2 milljóna styrk fyrir verkefnið „Fullvinnsla og vöruþróun í kjötvinnslunni Miðskeri.“ • Bryndís Magnúsdóttir500 þúsund króna styrk í verkefnið „Markaðs- og söluaðgerðir vegna
Styrkþegar úr atvinnu- og rannsóknarsjóði 2016.
• Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Hornafirði 400 þúsund króna styrk í verkefnið „Vetrarog jöklaferðaþjónusta í Ríki Vatnajökuls.“
• Gamlabúð og umhverfi hennar hlaut viðurkenningu fyrir best heppnuðu lóðina. Í umsögn segir: ,,Lóð og umhverfi Gömlubúðar er grasi
Svínafelli 1, Ármann Karl Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir, Svínafelli 2 og Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Svínafelli 1.
markhönnun ehf
Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Glerártorg · Hrísalundur · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Jarðgöng gegnum Reynisfjall á dagskrá í marga áratugi - jarðgangagerð tengist nú aðalskipulagsvinnu Mýrdalshrepps
Sveinn Pálsson, sem var í átta ár sveitarstjóri og byggingarfulltrúi í í Mýrdalshreppi, en nú sveitarstjóri Dalabyggðar, en starfaði áður sem verkfræðingur og byggingarfulltrúi rifjar upp að sameiningu Dyrhóla hrepps og Hvammshrepps átti sér stað þann 1. janúar 1984. Í greinargerð samstarfsnefndar um sameiningu hreppanna segir m.a: ,,Gera þarf nýja samgönguleið um byggðina með jarðgöngum gegnum Reynisfjall og tengja þannig Víkurkauptún og dreifbýlið utan þorpsins enn betur en nú er, einkum með tilliti til nýrra atvinnusvæða í framtíðinni. Með jarðgöngum gegnum Reynisfjall væri rutt úr vegi einni verstu hindruninni vegna snjóa í vetrarsamgöngum á Suðurlandi allt til Hornafjarðar, og kæmi sú samgöngubót því ekki einungis íbúum byggðarlagsins til góða.“ ,,Af þessu má ráða að jarðgöng gegnum Reynisfjall hafa verið til umræðu í áratugi og ljóst að margir hafa horft til þessa sem sjálfsögðum kosti þegar að því kæmi að Íslendingar færu að grafa jarðgöng til samgöngubóta. Unnið er að gerð aðalskipulags Mýrdalshrepps en jarðgöng voru rædd á fyrstu stigum skipulagsvinnunnar en Vegagerðin sýndi málinu engan áhuga og ekkert sérstakt benti til þess að þau gætu komið til framkvæmda á skipulagstímabilinu sem í upphafi var 2002-2022. Við fyrstu drög að aðalskipulagstillögu var því ekki gert ráð fyrir jarðgöngum og nýjum vegi heldur látið nægja að taka frá land fyrir veg Víkurmegin fjallsins. Í málefnasamningi núverandi sveitarstjórnar er kveðið á um að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að Vegagerðin hefji undirbúningsrannsóknir vegna jarðgangagerðar í gegnum
Reynisfjall og hefur Vegagerðinni verið sent erindi þess efnis og flutt hefur verið þingsályktunartillaga á Alþingi,“ segir Sveinn Pálsson. Þriggja manna vinnuhópur um vegamál, skipaður fulltrúum sveitarstjórnar, skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisog ferðamálanefndar skilaði greinargerð í maí 2005 og þar segir m.a: ,,Nauðsynlegt er að taka sem fyrst ákvörðun um framtíðarveg um Mýrdalinn. Strax þarf að gera samanburð á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru sem vegstæði og ákveða hvar þjóðvegur 1, um Mýrdal, verður til frambúðar. Í jarðgangaáætlun Vegagerðar innar frá árinu 2000 segir m.a: ,, Á Hringveginum á Suðurlands undirlendi má segja að Reynisfjall sé eina verulega misfellan. Snjór er þar stundum til trafala, og leiðin uppá fjallið að vestanverðu, um svonefnda Gatnabrún, er brött. Oft hefur komið til tals að einfaldast sé að fara gegnum fjallið í tiltölulega stuttum göngum. Eðlilegast væri þá að færa veginn í Mýrdalnum töluvert sunnar og fara í gegnum fjallið á móts við Vík og svo áfram með veginn sjávarmegin byggðarinnar. Göngin yrðu um 1,2 km á lengd. Miðað við þessa færslu á veginum væri eðlilegt að fara sunnan við Geitafjall í Mýrdal, eða í göngum gegnum það við Skeiðflöt. Slík göng yrðu um 500 m löng. Bergið er blanda af móbergi og basalti, og aðstæður líklega eitthvað undir meðallagi. Kostnaður við göng í Reynisfjalli er áætlaður um 800 milljónir króna með forskálum og stuttum vegtengingum. Ef bæði göngin eru tekin með og nýr vegur milli þeirra er heildarkostnaður áætlaður 1,3 milljarðar króna og stytting 3 km.
Beygjan í Gatnabrún ein hættulegasta beygjan í hringveginum ,,Samkvæmt skýrslu Vegag erðarinnar ,,Hættulegar beygjur á þjóðvegi 1, útg. í sept. 2002“ er beygjan í Gatnabrún, þar sem núverandi hringvegur liggur upp
30 hringvegarins, eða 16 % halli í bröttum skriðum og slysahætta mikil allt árið. Þau eru orðin að veruleika veruleika og eru að mörgu leyti sambærileg framkvæmd og jarðgöng gegnum Reynisfjall. Ráðamenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að á næstu árum skuli unnið að jarðgangnagerð í samfellu þannig að eitt verk taki við af öðru. Í ljósi þessa er varla hægt að fullyrða að jarðgöng gegnum Reynisfjall geti ekki komið til álita á næstu 12 - 20 árum, eða innan skipulagstímabilsins. Í ljósi þessa hefur sveitarstjórn Mýrdalshrepps falið skipulagsnefnd að taka jarðgöng gegnum Reynisfjall og nýja veglínu um Mýrdal til
liggjandi hugmyndir að veglínum ásamt mótteknum umsögnum til skoðunar. Að fengnum tillögum og umsögnum Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar er það síðan hlutverk skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Mýrdalshrepps að taka ákvörðun um hvernig tillaga að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2005-2025 kemur til með að líta út þegar hún verður formlega auglýst. Ljóst er að einhverjir telja að vinnubrögð skipulagsnefndar og sveitarstjórnar séu ,,ófagleg“ og að ekki sé haft samráð við réttu aðilana og ólíklegustu ,,hagsmunaaðilar“ ráði ferðinni. Sjálfsagt þýðir lítið að halda öðru fram í eyru eða augu þeirra sem heittrúaðastir eru og sjá púka í hverju horni. Við aðra vil ég segja að skipulagsnefnd og sveitarstjórn ásamt ráðgjöfum reyna að vinna málið af eins mikilli fagmennsku og þeim er frekast unnt og vonandi verður sú niðurstaða sem að lokum verður kynnt á tillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps, ásættanleg fyrir sem flesta þó litlar líkur séu á að allir verði ánægðir,“ segir Sveinn Pálsson.
Kostnaður og hagnaður
Hafið er oft óvægið við suðurströndina. Afrek Mýrdælinga að gera út frá þessari hafnlausu strönd er því umtalsvert.
á Reynisfjall, ein af sex hættu legustu beygjum á Hringveginum og flokkast þar sem stórhættuleg. Þá er misvindasamt á leiðinni og mörg dæmi um umferðaróhöpp og oftar legið við óhöppum. Jarðgöng gegnum Reynisfjall hafa ekki verið fremst í almennri umræðu um jarðgöng. Sama gilti um jarðgöng undir Almannaskarð milli Skarðsfjarðar og Papafjarðar en göngin liggja í um 700 m boga undir Almannaskarð og leystu af leiðina yfir Almannaskarð. Á þeirri leið var brattasti hluti
umfjöllunar við aðalskipulagsgerð. Samráð var haft við almenning með opnum kynningarfundi í félagsheimilinu Leikskálum 14. nóvember sl. þar sem fyrirliggjandi hugmyndir voru kynntar og óskað eftir umsögnum, athugasemdum og nýjum hugmyndum.“
Hugmyndir skipulagsnefndar sendar Vegagerðinni og Umhverfisstofnun
Ef reiknað er með að jarðganga gerðin verði unnin í einkafram kvæmd og kostuð alfarið með veggjöldum, þá má áætla gróf kostnaðinn og annað eftirfarandi; • Heildarkostnaður 3 milljarðar króna • Vextir 0,2 milljarðar króna, afborganir í 30 ár 0,1 milljarður króna, viðhald/rekstur 0,5 milljarðar króna, kostnaður alls 0,8 milljarðar króna • Hagnaður/ófyrirséð 0,2 milljarðar króna • Áætluð umferð 2500 bílar/ sólahring x365=912.500 bílar • Veggjald 1.100 krónur/ fólksbifreið • Gatnabrún þarf líklega að viðhalda sem hjáleið en sá kostnaður ætti að vera mun minni en er í dag.
,,Vegagerðinni og Umhverfis stofnun hafa nú verið sendar fyrir
„Óhæfa að vanhirða búfjár viðgangist hérlendis“ - segir Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir
CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Þessi hross í Fljótshlíð hafa nóg að bíta og brenna, og væntanlega einnig aðgang að vatni.
SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM
Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is
ispan@ispan.is • ispan.is
Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir segir að vanhirða á búfé á útigangi viðgangist í sveitar félaginu Árborg og víðar um land. Sigurður segir í Dagskránni að sums staðar sé takmarkaður aðgangur að drykkjarvatni, beit takmörkuð, ekkert gefið og skjól ekkert eða lélegt. Þetta sé þvert á lög og reglur og sé óhæfa og
þjóðarskömm. Sigurður segir sum löndin sem þannig sé háttað séu leigð út af sveitarfélaginu, jafnvel sömu mönnum ár eftir ár, án þess að gengið sé eftir því að hrosseigendur uppfylli skilyrði sem þeim séu sett. Þetta gerist þrátt fyrir að lögfest hafi verið ný dýraverndarlög og fögur fyrirheit gefin.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
31
Vandræðagangur að ekki
er hægt að ákveða einfalda gjaldtöku af ferðamönnum Rétt eftir hrunið sem skók landið og í raun heiminn allan var ekki að finna fyrir mikilli bjartsýni í þjóðfélaginu. Hvað áttum við nú að gera? Niðurlæging þjóðarinnar sem ætlaði að vera stórasta land í heimi var alger. Þá tóku nokkrar eldstöðvar upp á því að fara að gjósa og vekja þannig töluverðan áhuga margra á ævintýraferðamennsku og þeirri víðáttu sem landið hefur upp á að bjóða. Við vorum aftur komin á kortið og allt stefndi í að við yrðum stórust í þessu nýfundna gullæði sem átti nú að redda öllu. Nú var það ekki lengur svo að fiskurinn einn og sér þyrfti að rífa upp efnahaginn. Greiðsluglaðir ferðamenn áttu nú að sjá um okkur ásamt því að við létum þrotabú bankanna borga skuldir ríkissjóðs upp að mestu. Af því að við erum hrifin af því að hafa öll eggin í sömu körfunni þá má núna finna heimagistingu í hverju húsi, allir eru orðnir „gædar“ og sérfræðingar um sögu lands og þjóðar og ferðamannaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr. Í öllum hasarnum um að fá sem flesta höfum við líklega ekki alltaf staldrað við og leitt hugann að því hvað það sé í raun og veru sem ferðamenn vilja sjá hér norður á hjara.
Ósnert náttúra hingað til Við höfum hér ósnerta náttúru sem við höfum getað spókað okkur um óáreitt í áraraðir án þess kannski að fatta hvað þetta er einstakt. En ferðamaðurinn er sannarlega búin að átta sig á því með mögulega en vonandi ekki óafturkræfum slæmum afleiðingum fyrir náttúruna. Vandræðagangurinn lýsir sér helst í því að ekki er hægt að ákveða einfalda gjaldtöku af túristanum til þess að vernda landið og stuðla að uppbyggingu ferðamannastaða. Keppnin í að vera stórust, eða núna það land sem tekur við milljónum ferðamanna yfirgnæfir áköll þess efnis að stíga verður varlega niður til móður jarðar. Eftir töluverðar greiningar og skýrslur var lagt fram gistináttagjald, það var mikið mótmælt en að lokum samþykkt ca 100 kall á nótt. Komugjöld hafa verið rædd, það var víst ómögulegt, hætt við það. Náttúrpassinn lagður til, það var víst ómögulegt, hætt við það. Svo kom einhver undarleg umræða um bílastæðagjöld, sem er í raun allt önnur umræða og ætti að ræða aukreitis við gjöld til uppbyggingar og verndunar á náttúrunni. Niðurstaðan var að setja þetta bara á fjárlög í fyrra og láta skattgreiðendur borga þetta.
Ferðamaðurinn, þeir sem selja ferðir og nýta sér ókeypis inngöngu á niðurtroðnar náttúrperlunar græða því helst á því. Svo var stofnuð Stjórnstöð ferðamála til að skera á hnútinn og þau leiðindi sem fylgja opinberri ákvörðunartöku á Íslandi. Ákvörðunartöku sem einkennist af upphrópunum hagsmunaðaðila, fólks sem neitar að borga annaðhvort komugjöld eða náttúrpassa til að skoða það sem „þjóðin“ á sjálf. Pólitískir popúlistar reyndu að segjast eiga Geysi og hálendið og þar af leiðandi mætti ekki rukka neinn eða neitt. Sjoppan á Geysi er enn sem komið er eini aðilinn sem hagnast á ferðamönnum á svæðinu og ber engar skyldur til uppbyggingar eða verndunar. Við getum bara vonað að Stjórnstöðin skili glæsilegri niðurstöðu áður en það verður of seint. Áður en við dettum úr tísku, áður en við höfum byggt of mörg hótel, áður en búið er að skíta í hvert horn vegna aðstöðuleysis, áður en of margir slasast eða deyja vegna óviðeigandi öryggiskrafna, áður en hér verður ekkert sjá nema myndir af því þegar allt var í lagi. Það rífur í hjartað að sjá hversu erfitt er að komast að niðurstöðu í þessu máli. Náttúrupassinn var fín hugmynd ef fólk hefði gefið sér tvær mínútur til umhugsunar.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Nútímaleg og hefði skilað miklum tekjum til ríkissjóðs sem hefði strax getað hafið uppbyggingu á vegum og aðstöðu til ferðamennsku. Komugjöld eru líka góð hugmynd og hefðu ekki skaðað neinn, einföld í afgreiðslu en af því að fólki sem þarf að ferðast frá fróni og til baka fannst vont að borga þetta þá var því miður hætt við. Gistináttagjöld voru líka góð hugmynd en duga auðvitað hvergi til þess að mæta þeim kostnaði til þess að taka á móti milljón ferðamönnum oftar en einu sinni.
Sjálfumglaður og sérstakur Íslendingur
Neikvæðni umræðu um gjaldtöku hefur því miður afstýrt
mörgum góðum leiðum til hennar. Við höfum misst okkur í magnvæðingu ferðamanna og tapað sjón á því hvað það er sem ferðamenn vilja hingað sækja. Þeir vilja sjá og hitta hinn sjálfumglaða og sérstaka Íslending sem tekur vel á móti fólki er stoltur af þjóð sinni, landi og frumkrafti. Þeir vilja finna lyktina af einstakri náttúrunni sem er víðfem og ósnert. Að lokum vilja þeir upplifa fámennið og kyrrðina. Það stefnir í að við getum bara selt það einu sinni, þar sem að magnvæðingin og hraðinn er að verða okkur ofviða. Karen E. Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður Sjálfstæðisfloksins í Suðvesturkjördæmi
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Sjóróðrar og útgerð í Mýrdal Á þjóðhátíðardaginn 1967 komu níu ungir menn í Vík í Mýrdal saman og ákváðu að sameinast um kaup á litlum hraðbát en félagsskap sinn kölluðu þeir Hraðbátaklúbbinn. Þetta voru Reynir Ragnarsson sem kosinn var formaður, Jón Jónsson loftskeytamaður á Lóranstöðinni Reynisfjalli, ritari, og Magnús Kristjánsson bankamaður, gjaldkeri, en meðstjórnendur Þórir Kjartansson , Ísleifur Guðmannsson og Jakob Ólafsson. Keyptur var lítill plast hraðbátur 15 feta langur og 40 hestafla utanborðsvél og ein sjóskíði en báturinn var skírður Þrumufleygur og undir hann var smíðaður vagn.
koma seglbörum undir þá. Þeir voru síðan hífðir um borð í skipið sem hafði fangað þá. Gæti trúað að annar þessara háhyrninga hafi verið hinn frægi Keikó. Einnig er mér minnisstætt þegar ég og Magnús Kristjánsson unnum við það í froskbúningum og með froskköfunartæki, í um sólarhring í 7 stiga frosti, að aðstoða við að ná 40 tonna jarðýtu upp úr Hverfisfljóti. Ýtan var þar í gljúfri neðan við brúna og eins metra dýpi niður á hús hennar. Frá fleiri ævintýrum mætti segja, sem upp á komu, en ekki alltaf til frægðar. Á um 7 ára tímabili var farið á sjó og ýmist veiddur fiskur eða keyptur
,,Síðan var farið í prufusiglingu á Heiðarvatni,“ segir Reynir Ragnarsson. ,,Voru menn það ánægðir að strax sama kvöldið var báturinn sjósettur frá Víkurfjöru. Eftir það var ekki aftur snúið og flengst um allan sjó þegar færi gafst. Lítið fiskaðist hjá okkur fyrsta sumarið og var þá oft brugðið á það ráð að heimsækja einhvern togveiðibátinn hér á togslóð út af Víkinni, og sníktur hjá þeim fisk í soðið. Voru þeir alltaf örlátir á allskonar fisk sem ekki var nýttur. Fylltum þá oft bátinn sem gat borið 300 kg með tveggja manna áhöfn. Sáum við að þarna var fjáröflunar von og fórum því að kaupa verðmætari viðbótarfisk og seldum síðan í landi með góðum hagnaði. Leið ekki á löngu þar til við gátum keypt okkur tvenna froskbúninga og sjóskíði og tókum að æfa okkur í þeirri list á ýmsum vötnum í helgarfríum. Sýndum meðal annars sjóskíðasvig á þrem sjómannadögum í Reykjavík og Nauthólsvík. Vegna froskbúninganna fengum við ýmis verkefni, m.a. að synda með dráttarlínu á milli strandaðs báts og dráttarbáts og fyrir það fengum við hlut af björgunarlaunum bátsins. Keyptum fyrir þann pening fallegan hraðbát með tveimur 40 hestafla utanborðsvélum. Gátum þannig verið tveir í einu á sjóskíðum. Keyptum um svipað leiti tvennan köfunarbúnað til froskköfunar og tókum námskeið í þeirri list. Einnig er mér minnisstætt þegar við Þórir Kjartansson vorum beðnir að aðstoða bátsverja, sem höfðu fangað tvo háhyrninga í net hér út af Víkinni. Við þurftum að skríða upp á bak háhyrninganna, með stóra sprautu með deyfilyfi, fikra okkur þar fram á haus og reka þar sprautunálina á kaf í hausinn og sprauta lyfinu þar. Ekki skal því neitað að við vorum hálf smeykir við þetta verk og fegnir að komast lifandi í bátinn aftur. Varð þetta hið mesta ævintýri, sem lauk um sólarhring seinna þegar við vorum settir í land í Þorlákshöfn. Síðar var farinn annar leiðangur austur í Meðalland og sigldum þaðan út í bugtina til þess að deyfa tvo háhyrninga og aðstoða við að
í bátum, ef ekki fiskaðist. Aldrei reiknuðum við okkur laun en allur hagnaður fór til kaupa á ýmsum búnaði við ýmislegt sameiginlegt sport og fjölskyldu útilegur um helgar.“ Árið 1974 keypti Reynir stærri Shetland hraðbát, sem gat borið mest 1400 kg og var með 80 hestafla utanborðsvél. ,,Til þess að sjósetja og við landtöku hannaði ég um 20 metra langan vagn með göflum sem báturinn gat setið í. Vagninum var svo bakkað með torfærutæki eða jarðýtu út í sjó og siglt út úr honum þegar báturinn gat flotið upp í vagninum. Þegar komið var að landi þurfti að bakka vagninum út aftur og sigla inn í hann. Vagninn var síðan dreginn í land. Til þess að auðvelda þetta hannaði ég vagninn með vökvatjökkum við hjólin þannig að hægt var að lækka hann og hækka um 60 sentimetra. Það olli stundum erfiðleikum hvað það var aðgrunnt í Vík og oft braut þá lengra úti. Flutti ég því útgerðina vestur fyrir Reynisfjall í Reynisfjöru. Þar er miklu aðdýpra og auðveldara að bakka vagninum út fyrir landsjóinn við sjósetningu og landtöku. Vakti þetta áhuga hjá fleirum og voru keyptir bátar í Presthúsum, Þórisholti og Vatnsskarðshólum. Nýttu þeir sér að nokkru lendingarbúnaðinn, sem þá var stækkaður og notuð gömul jarðýta til að sjósetja. Stundum var líka siglt út og inn í Dyrhólaós þegar útfallið á ósnum var gott. Einnig var stundum rennt á fullri ferð upp í sand ef sjólag hafði versnað. Það fór ekki hjá því að menn ræddu saman um hvort unnt væri að endurbæta þennan búnað og gera hann öruggari. Gallinn var að það þurfti stöðugt að vera vélamaður í landi til að sjósetja vagninn. Svo og að landsjórinn brotnaði oft á vagninum og var því oft mikil hreyfing og ekki hættulaust að sigla inn í hann. Sýndist mönnum helst vera möguleiki að koma upp betri og öruggari lendingarbúnaði frá lágey Dyrhólaeyjar en þar var sker allhátt upp úr sjó í um 200 metra frá landi. Hugmyndin var að koma þar fyrir blökk og hringdrætti með
spili í landi. Þannig mætti draga sjósetningarvagninn langt út á kyrrari sjó þar sem auðveldara væri að sigla út og inn í vagninn. Einnig mætti útbúa sérstakan fljótandi löndunarvagn sem hægt væri að landa afla í og draga síðan í land fyrir báta sem gætu legið úti.“
Lendingabætur í Dyrhólaey
Gallinn við þessar vangaveltur var að það þurfti að gera skarð í gegnum 30 metra háan hamravegg til þess að hægt væri að koma fyrir búnaðinum og draga bátana upp og niður. Einnig vorum við bátseigendur ekki eigendur að Dyrhólaey og of fjárvana til þess að leggja í slíkar lendingarbætur. Það kom í ljós að það voru fleiri áhugasamir um að gera þarna lendingarbætur. Það var svo árið 1976 að 7 menn komu saman í Litlahvammi í Mýrdal en það voru Sigþór Sigurðsson Litla-hvammi (símaverkstjóri), Björgvin Salómonsson Ketilstöðum (hreppstjóri Dyrhólahrepps), Þorsteinn Gunnarsson Vatnskarðshólum (bóndi, bátseigandi og húsasmíðameistari), Einar Klemensson Presthúsum (bóndi og bátseigandi), Reynir Ragnarsson Vík (ýtumaður og bátseigandi), Guðlaugur Guðjónsson Vík (gröfumaður) og Jakob Ólafsson Vík (ýtumaður). Þarna var formlega stofnaður félagsskapur áhugamanna um lendingarbætur við Dyrhólaey, oft kallaður ,,Sjömenningarnir.“ Afla þurfti skriflegra leyfa allra landeigenda, ábúenda og nytjarétthafa. Sækja þurfti um fjárveitingar til Alþingis en til þess að þær fengjust þurfti að stofna formlega höfn, fá samþykki Vita- og hafnarmálaskrifstofu, afmarka hafnarsvæði og fá samþykki allra áðurgreindra aðila. Þá þurfti að sækja um leyfi til Náttúruverndarráðs, síðar Umhverfisstofnunar, fyrir framkvæmdinni en eyjan var ekki friðlýst þá þó hugmyndir væru uppi um það. ,,Til þess að sýna mönnum og sanna fyrir þeim að við vildum gera allar framkvæmdir í sátt við alla aðila þá fórum við jafnframt með plögg til undirritunar um samþykki við friðlýsingu eyjunnar og afmörkun á hafnarsvæði. Árið 1979 voru þessar framkvæmdir langt komnar, þegar skyndilega breyttist allt viðmót eins og hendi væri veifað. Þorsteinn Gunnarsson, einn ötulasti og duglegasti í okkar hópi, snérist skyndilega á móti öllum frekari framkvæmdum og öll hans fjölskylda. Snéri hann sér til Náttúruverndarráðs og lýsti þessum framkvæmdum sem náttúruskemmdum. Náttúruverndarráð tók þessum liðsmönnum heimamanna opnum örmum, enda beggja blands um ágæti þessara framkvæmda. Frá þessum tíma til dagsins í dag hefur atburðarásin verið lyginni líkust. Allt í einu varð verkið mjög umdeilt. Skarðið okkar fékk nafnið Glópaskarð og við uppnefnið Skorupjakkar. 1982 að okkur var tilkynnt að búið væri að taka þessa löggiltu höfn af skrá á þeim forsendum að friðlýsingin væri stimpluð einum degi á undan samþykki landeigenda að hafnarreglugerðinni. Á þessum tímamótum, um 1982, hafði margt breyst. Við höfðum séð hermenn frá Keflavíkurvelli koma akandi
og siglandi framhjá Vík á tveimur svokölluðum hjólabátum. Eftir umræðufund í Vík var ákveðið að efna til hlutafjársöfnunar um kaup á einum slíkum báti frá Bandaríkjunum, sem skyldi gerður út frá Vík. Gekk þetta eftir og rérum við í byrjun með 8 handfærarúllur á bátnum og 4 manna áhöfn. Við sáum fljótt að lítið öryggi var í því að vera með einn bát ef eitthvað bilaði og enga aðstoð að fá hér nærri. Keyptum við því annan hjólabát á kaupleigu með mánaðargreiðslum. Þar sem mjög stutt er á góð mið héðan leituðu aðrir aðilar eftir því að róa héðan. Kom nú lendingarvagninn sem við höfðum smíðað til þess að taka upp báta við Dyrhólaey í góðar þarfir. Í stað þess að draga flotvagninn inn og út með spilbúnaðinum í Dyrhólaey drógum við nú trillurnar út og inn í honum, með hjólabátunum auk þess að róa á þeim. Með þessum búnaði var öruggt að sigla inn í flotvagninn utan við alla brotsjói. Gallinn var hinsvegar sá að það var mjög erfitt að draga flotvagninn með trillu í upp úr flæðamálinu í lausum sandi. Reyndi þetta mjög á hjólabátana og vélbúnað þeirra. Fljótt flaug fiskisagan og hingað komu fjöldi hraðfiskibáta sem óskuðu eftir að fá að landa hér og selja okkur fiskinn á föstu verði
32 og koma á markað. Haughúsið varð alltof lítið og við fengum inni í sláturhúsi Verslunarfélags V-Skaftfellinga, sem þá var hætt að nota. Þangað fluttum við svo fiskinn til umsöltunar, flokkunar og pökkunar. Við komum upp hausa þurrkun í kofa sem hafði verið notaður til gærusöltunar en til lítillar ánægju vegna miður góðrar lyktar. Það má segja að það hefði orðið okkur til happs að miklar breytingar voru í gerjun. Einhverjir aðilar í Vestmannaeyjum og víðar voru farnir að kaupa fisk á hærra verði og flytja út í kæligámum. Svo var einnig verið að stofna fiskmarkaði þar sem sjómenn gátu fengið mun hærra verð en áður hafði verið í boði. Allir bátarnir sem við lönduðum úr hurfu nú á einni nóttu. Það voru hinsvegar miklar birgðir af saltfiski hjá okkur. Saltfiski sem eftir var að meta og flokka. Til okkar kom þekktur saltfiskverkandi og bauðst hann til að kaupa af okkur einn bílfarm á verði sem við vorum ánægðir með og greiddi það skilvíslega. Kom hann síðan aftur og bauðst til að kaupa megnið af því sem var í húsinu svo og alla hausana sem við vorum að baksa við að þurrka. Létum við hann hafa þetta allt saman. Greiðslu var lofað en hún dróst og dróst. Að endingu fengum við þær fregnir að þessi fiskverkandi væri kominn á hausinn. Allan fiskinn okkar hafði hann selt eða hann verið tekinn af honum upp í skuldir. Fullur gámur af þorskhausum væri hinsvegar
Hjólabáturinn Farsæll með handfærarúllur á öll borð.
eftir vigt. Urðu þá hjólabátarnir nokkurskonar löndunarprammar á kvöldin og fram á nætur og þjónustubátar við allt að 20 hraðfiskibáta, sem komust hér á vigtarskýrslur. Bátarnir komu hér upp að og hjólabátarnir sigldu til þeirra hlaðnir 8 tómum fiskikörum. Var fiskinum hent á milli báta í körin og siglt í land og ekið með aflann upp í Suðurvíkur haughús sem var undir Suðurvíkurfjósinu en fjósið var lagt niður fyrir all löngu. Þarna var fiskurinn vigtaður flattur og saltaður í kör og síðan umsaltaður í stæður. Var ekki laust við að mörgum þætti það nýstárlegt að sjá báta akandi eftir aðalgötu Víkur hlaðna af fiski og síðan strax aftur út að landa úr fleiri bátum, sem biðu löndunar hér út af. Þetta skeði allt svo fyrirvaralaust að við vorum í engan stað undirbúnir undir þessu miklu umskipti. Ég var með bókhaldið og vigtar tölurnar svo að segja í rassvasanum, hringjandi um allar sveitir að fá gamla vermenn sem kunnu að fletja fisk til þess að koma, þó ekki væri nema part úr degi, eða nóttu, því að engar voru hér flatningsvélarnar. Við þurftum að ganga í SÍF, samband íslenskra fiskframleiðenda, fá löggilta fiskmatsmenn til að skoða fiskinn og flokka og pakka honum
óseldur og lagði frá honum ódaunn mikill. Var okkur skipað að koma og urða þennan fjanda.“
Úr fiskverkun í útsýnissiglingu
,,Eftir þetta mikla fiskverkunarog útgerðar ævintýri var haldinn aðalfundur Mýrdælings ehf. Þrátt fyrir áralangar mánaðargreiðslur á öðrum hjólabátnum á kaupleigu var skuldin ennþá hærri en í byrjun. Þó við hefðum getað greitt landfólki laun og sjómönnum sinn hlut þá voru eftir ýmsar lífeyrissjóðsgreiðslur og skattar. Nú var hinsvegar verið að setja á kvótakerfi og hjólabátarnir höfðu unnið sér inn rúmlega 60 tonna þorsk kvóta. Það var einnig komið í ljós að margt ferðafólk hafði áhuga á að komast í útsýnissiglingu á þessum nýstárlegu bátum og töldu margir á þessum fundi að það gæti orðið meiri framtíð i þeim siglingum en fiskveiðum. Það var því ákveðið á þessum fundi að selja strax þann kvóta, sem við höfðum áunnið og greiða með því upp skuldir okkar. Þar með hófst nýr kafli í útgerðarsögu okkar Mýrdælinga. Síðustu 3 ár hefur öll sjósókn legið niðri frá Vík og reyndar engin verið frá Vestur-Skaftafellssýslu.
Reynir Ragnarsson
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
33
Björgun DC-3 vélar
af Vatnajökli 1951 Bárðarbunga er í norðvestan verðum Vatnajökli. Hún er tæplega 2000 metra há, annar hæsti staður landsins, og þverhnípt upp frá Vonarskarði. Aðalskriðjökullinn frá henni er Köldukvíslarjökull en auk hans
byltast nokkrir litlir falljöklar niður í 1200-1500 metra hæð. Hinn 14. september 1950 fórst þar Loftleiðaflugvélin Geysir sem var á leið frá Luxembourg með 4ra manna áhöfn og full af vörum. Sex dagar liðu áður en björgunarsveit
Björgunarmenn DC-vélarinnar á Vatnajökli vorið 1951. Auk þess að koma vélinni af jöklinum björguðu þeir ýmsum varningu úr Geysi.
frá Akureyri komst á skíðum frá Kistufelli til að bjarga áhöfninni, sem komst öll af. Bandarísk flugvél af DC-3 gerð lenti á jöklinum til að bjarga fólkinu en gat ekki hafið sig til flugs aftur. Hún stóð þar til vors, þegar Loftleiðamenn grófu hana upp og komu henni niður af jöklinum milli Skaftár og Hverfisfljóts, þar sem heitir Fljótsoddi, og flugu henni til Reykjavíkur. Þessi björgunarafrek eru í hávegum höfð, enda kraftaverk að enginn fórst en DC-3 vélin skaut síðan stoðum undir vöxt og viðgang Loftleiða. Nokkrir leiðangrar voru sendir til að ná farmi Geysis. Flest rök benda til þess að flak flugvélarinnar Geysis hafi færst til og sé ekki lengur á þeim stað þar sem flugvélin fórst. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, kortlagði botn Bárðarbungu með íssjá og hefur flugvélin ekki fundist við rannsóknina. Helgi hefur m.a. notað íssjána til að finna flugvélaflök í Grænlandsjökli. Talið er að flugvélin sé komin á botn jökulsins og kæmi þess vegna ekki fram á þeim radartækjum sem notuð eru. Undir
Myndir: Guðsteinn Sigurgeirsson.
var geysilegt afrek
Grafið var niður að flaki flugvélarinnar Geysis af björgunarmönnunum.
Bárðarbungu er mikil askja og ekki ólíklegt að flugvélina væri að finna á börmum öskjunnar.
Sé það rétt hefur hún færst tugi metra til austurs og er þá á um 100 metra dýpi.
DC-3 vélin frá bandaríska hernum að koma úr skaflinum.
Bygging hótels hefst á Rauðsbakka á vordögum Áform eru um að byggja 28 herbergja hótel á Rauðsbakka undir Austur-Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra. Arkitekt er Gunnar Páll Kristinsson hjá RÝMA arkitektastofu en Sandra Dís Sigurðardóttir, dóttir eiganda væntanlegs hótelseiganda að Rauðsbakka, er innanhúshönnuður. Þarna mun rísa lúxushótel sem fellur í efri verðflokkinn hvað varðar þjónustu og aðstöðu, að sögn Sigurðar Magnúsar Sólonssonar, eiganda Rauðsbakka. Gert er ráð fyrir allt að 1.250 m² byggingu
á einni hæð á 5,7 hektara lóð á Rauðsbakka. Frá hótelinu verður stórkostlegt útsýni yfir jökulinn frá veitingasalnum, og yfir fjöllin og út á sjó. Áhersla er lögð á að hönnun sem fellur sem best að landslaginu og einnig tekur efnisog litaval tillit til þess. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur auglýst deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu á Rauðsbakka. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í aprílmánuði nk. ef öll leyfi liggja fyrir.
Þetta glæsilega hótel er teiknað af Gunnari Páli Kristinssyni arkitekt hjá RÝMA arkitektastofu. Fyrir ókunnuga má benda á að staðsetning er neðan þjóðvegarins undir Eyjafjöllum, skammt austan stórbýlisins Þorvaldseyrar sem er eitt þekktasta kornræktarbýli landsinsins.
Fjárfesting sem steinliggur • Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir
Smiðjuvegi 870 Vík
Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær
Hrísmýri 8 800 Selfoss
Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður
Malarhöfða 10 110 Reykjavík
Sími 4 400 400 www.steypustodin.is
4 400 400 4 400 600 4 400 630 Hafðu samband í síma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
20 YFIR
TEGU N AF HE DIR LLUM
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
Virkjanir og stór iðja á síðustu öld Á árunum 1950 til 1960 lét Reykjavíkurborg reisa tvær vatnsaflsvirkjanir, fyrst Írafoss 1953 og síðan Steingrímsstöð 1959 og fékk til þess fjármagn úr Marshallaðstoð Bandaríkjastjórnar ásamt ríkisábyrgð vegna bygginga Áburðarverksmiðjunar í Gufunesi og Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Þessar framkvæmdir marka upphaf stóriðju á Íslandi.
austri til vesturs í Þjórsár,“ segir Sigurður Jónsson bóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi. ,,Einnig var austustu jökulkvísl Þjórsár veitt í veituna,Síðustu 10 árin hafa verið byggðar Sultartangavirkjun í Þjórsá og Vatnsfellsvirkjun sem nýtir útrennsli Þórisvatns á meðan það er, þ.e. toppstöð. Ennfremur var hafist handa um byggingu Búðarhálsvirkjunar.
ráðast í byggingu þeirra miðað við almennan markað og smærri einingar sem hefðu leitt til óhagkvæmni í rekstri og flutningi orkunnar. Með tilkomu þessara virkjana hefur verið byggt upp net flutningalína, landsnetið, þannig að dreifing raforku er orðin mikið öruggari og aðgengi betra fyrir alla landsmenn.
34 tengslum við hana hafa staðið yfir, hefur umræðan verið mikil um ágæti eða ókosti hennar en ákvarðanir voru teknar af ríkisstjórnum á hverjum tíma. Allar hugsuðu þær fyrst og fremst um almannahag og uppbyggingu atvinnutækifæra fyrir komandi kynslóðir hvar í flokki sem einstakir menn stóðu. Viðhorf manna í dag til þessara mála eru allt önnur en voru í upphafi þessa tímabils en umhverfis- og loftmengun voru lítt þekkt hugtök, en eru nú ofarlega í umræðunni en því miður stundum slitin úr samhengi við veruleikann. Kolefnisspor íslenskrar orkuvinnslu er hið lægsta í öllum heiminum og mega ráðmenn þjóðarinnar far gætilega í að undirgangast ekki um of alþjóðlegar skuldbindingar um útblástursminnkun koltvísýrings í ljósi staðreynda. Umhverfisáhrif virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu eru ekki allar neikvæðar. Almenn umferð hefur opnast inn á svæði sem ekki stóð almenningi til boða að sjá áður og skoða fyrir þennan tíma. Minni árstíðasveiflur eru nú á rennsli ánna þar sem miðlanir við virkjanir taka þær af að mestu. Mannvirkin, stöðvarhús og stíflur hafa verið eru látin falla eins vel að landslagi og mögulegt er og má í heild segja að vel hafi til tekist.“
Hagur byggðarlaganna sem tengjast virkjunum
Í Búrfellsvirkjun.
Árið 1965 var Landsvirkjun stofnuð af ríkinu og Reykjavíkurborg með Sogsvirkjunum, og síðan einnig Akureyrarbæjar með Laxárvirkjun. Fyrsta verkefni Landsvirkjunnar var undirbúningur að Búrfellsvirkjun sem varð möguleg með 1. áfanga Álversins í Straumsvík. Við lok þessa áfanga voru uppi fleiri áform um virkjanir, m.a. í efri Þjórsá með uppistöðulóni í Þjórsárverum en fallið var frá því vegna verndunar álfta og gæsa. Árið 1969 var lagður vegur frá Búrfell inn að Sigöldu og byggð brú á Tungnaá í stað kláfsins sem þar var. Á árunum 1970-1972 var hluta Köldukvísla veitt í Þórisvatn þar sem ákveðið var að nota það sem miðlun fyrir næstu virkjanir, Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá. Orku frá þessum virkjunum var búið að ráðstafa í lok byggingartímans til frekari stóriðju og jafnframt var mikil aukning til almennra nota á þessum árum. ,,Vegna ónógar vatnsmiðlunar á vatnasviði Þjórsár var ráðist í Kvíslárveitur sem liggja frá Þórisvatni inn með Þjórsá að austan inn á móts við Hofsjökul. Allt vatn sem kemur í Kvíslárveitur á þessu svæði rann áður frá
Ekki fékkst þá leyfi fyrir vatnsöflun með veitu frá Þjórsá til Þórisvatns. En Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hafði áætlað að mikilli aflaukningu mætti ná með frekara rennsli úr Þjórsá í Kvíslaveitur og Þórisvatn og með kvíslinni frá Arnarfelli hinu mikla til viðbótar. Líklegt er að með þeim kosti mætti auka afl allra virkjana í Þjórsá verulega vegna betri árstíðabundinnar sveiflu í rennsli ánna.“
- Viðhorf til virkjana og orkufreks iðnaðar hefur verið mikil öll þessi ár. Hefur viðhorfið breyst? ,,Í þessi rúmu 50 ár sem uppbygging virkjana og stóriðju í
Kröfluvirkjun fyrsta gufuaflsvirkjunin
,Árin 1975-6 var ráðist í Kröfluvirkjun sem var fyrsta gufuaflsvirkjun á Íslandi. Röskun varð á allri þeirri framkvæmd vegna eldsumbrota á svæðinu og var orkuframleiðsla þar ekki fullnýtt fyrstu árin. Blönduvirkjun var byggð á árunum 1983 til 1991, sem pólitísk byggðaákvörðun án fyrirfram sölu á orku. Virkjunin tengdist inn á byggðalínuna en hringtengingu hennar lauk árið 1984. Öll fyrirfram sala á raforku til stóriðju frá þessum virkjunum hefur komið annarri raforkunotkun í landinu til góða þar sem ekki hefði verið fjárhagslega kleyft að
Sultartangavirkjun.
- Það vefst ekki fyrir neinum sem til þekkja, að þar sem reistar eru stórar vatnsfallsvirkjanir verða til atvinnutækifæri. Er það ekki jákvætt? ,,Sannarlega. Fyrst við byggingu mannvirkjanna og síðan við rekstur, umsjón og viðhald mann virkja. Þau sveitafélög sem liggja að vatnasvæði Þjórsár hafa öll notið þessa og ekki síður í formi fasteignagjalda af mannvirkjunum. Áður en framkvæmdir hófust við virkjun Þjórsár var mikill uppblástur og landeyðing á þessu svæði og ógnaði það byggð á efstu
Sigurður Jónsson bóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi.
bæjum. Landsvirkjun í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og sveitarfélögin hefur unnið við umtalsverða uppgræðslu og landbætur á þessum svæðum. Við þessar aðgerðir hefur náðst umtalsverður árangur sem sjá má á öllum gróðri á þessu svæði þar sem gróður og skógar þekja stór svæði þar sem áður voru gróðursnauðir sandar. Fullyrða má að Ísland hefur orðið betra og byggilegra við það að ráðist var í þessar virkjanir á þeim 50 árum sem síðan eru liðin. Raforkuverð hefur lækkað í kjölfar orkusölusamninganna til stóriðjunnar. Það hefur haft í för með sér. bætt lífskjör almennings í landinu. Stóriðjan hefur því sannað sig að vera góður nýr þegn Íslands sem hefur fært með sér velsæld og hagsbætur fyrir alla Íslendinga. Ég hefur átt um 50 starfsár á virkjanasvæðunum við Þjórsá. Ég byrjaði að vinna við Búrfell 1966 og hélt svo áfram upp í Þórisvatn, Sigöldu og Hrauneyjar, og hef því alla tíð fylgst náið með framvindu allra virkjana í Þjórsá og umræðunum um þær. Ég ber því skiljanlega hag þessa svæðis, náttúru þess og umhverfismál mjög fyrir brjósti eftir svo langa samveru,“ segir Sigurður Jónsson.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
35
Tafarlaust verði ráðist í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju Tveir þingmanna Suðurkjör dæmis, þau Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir, segja að vissulega hafa verið uppi sterkar umræður um hvort rétt sé að ráðast í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eða að bíða eftir því að fram komi verkfræðilega og kostnaðarlega raunhæfar hugmyndir um hvort og þá hvernig hægt sé að breyta Landeyjarhöfn. Í dag sé staðan sú að þrátt fyrir tilraunir innlendra sem erlendra hafnarverkfræðinga þá er ekkert sem bendir til þess að slíkt verði raunhæfur möguleiki á næstu árum. Sú barátta verði að halda áfram og þar muni þingmennirnir leggjast fast á árarnar. Þeir telja hins vegar að Vestmannaeyingar geti ekki beðið rólegir þangað til. Úrbóta sé þörf strax. ,,Við höfum fullan skilning á því að Eyjamenn hafi litla þolinmæði fyrir þeim hvimleiðu biðlistum sem eru í siglingum þangað. Það er því ekkert óeðlilegt við það að heimamenn vilji afkastamikla ferju. Meðal annars til að mæta þeim þörfum hefur ferjan nú verið lengd þannig að hún ber umtalsvert meira af bílum í hverri ferð en sá Herjólfur sem nú siglir. Þá þarf einnig að sýna því skilning að takmarkaðri flutningsgetu er hægt að mæta með því að bæta við ferðum. Á sama hátt er hætt við
að stærri ferja myndi sigla færri ferðir. Dugi sú ferja sem nú er stefnt að ekki teljum við að betur færi á því að vera með tvær minni ferjur frekar en eina stóra. Þannig eykst frelsi til að velja brottfararog komutíma langt umfram það sem annars væri. Sigling til Vestmannaeyja er þjóðvegurinn til þess byggðalags. Þjónustu á þeim vegi og gjaldtöku ber að haga í samræmi við það. Því ber einnig að halda til haga að samgöngur til Eyja snerta ekki bara lífsgæði og atvinnutækifæri í Eyjum heldur kjördæminu öllu. Með greiðum siglingum um Landeyjahöfn skapast víðtækir möguleikar til samstarfs fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga beggja vegna hafsins. Allir landsmenn eiga rétt á góðum samgöngum og mikilvægi þess er aukið þegar um er að ræða svæði sem stendur undir stórum hluta af útflutningstekjum þjóðarinnar. Í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi skapast gríðarlega mikil útflutningsverðmæti með miklum vexti ferðaþjónustunnar ásamt veiðum og vinnslu á sjávarafurðum. Lífsgæði íbúa og tækifæri atvinnulífsins þar eru hinsvegar bundin takmörkum vegna stöðu samgangna milli lands og Eyja. Mikilvægt er að í því útboði
Engar langreyða veiðar í sumar Hvalur hf. Hefur ákveðið að engar langreyðar verði veiddar í sumar þar sem afar erfiðlega hefur gengið að koma kjöti frá fyrra ári á markað í Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að aðferðir Japana til að efnagreina hvalkjöt veki mikla furðu hjá honum, þær séu ekki síður afar seinvirkar og honum sé brostin þolinmæði vegna þessara rannsóknaaðferða.
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi lítur á tilkynningu Hvals hf. um að veiða ekki langreyðar í sumar sem jákvæða þróun og í tilkynningu frá sendiráðinu segir að sendiráðið hvetji til þess að Íslendingar hugleiði að hætta alfarið hvalveiðum í atvinnuskyni. Bandarísk stjórnvöld styðja bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni.
sem nú er stefnt að verði tekið tillit til þarfa samfélagsins í Vestmannaeyjum umfram þarfir embættismannakerfis og rekstraraðila. Við tökum heilshugar undir áhersluatriði bæjarstjórnar Vestmannaeyja hvað útboð varðar. Það þarf að tryggja að ferðum verði fjölgað frá því sem nú er, það þarf að gæta að því að skipið verði vel búið til siglinga í Þorlákshöfn þegar upp kemur sú staða að ekki sé fært í Landeyjahöfn, það er ósanngjarnt að greitt sé sérstakt álag í þeim tilvikum sem þjónusta er skert. Lengi má áfram telja og mikilvægt að þessi vakt sé staðin. Við, þingmenn Suðurkjördæmis, leggjum því áherslu á að tafarlaust verði ráðist í útboð á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Slík framkvæmd er nauðsynleg til að bæta sem fyrst samgöngur til Eyja. Samhliða smíðinni verður að koma fyrir búnaði til að dýpka innan hafnar í Landeyjahöfn og leita leiða til að bæta höfnina. Við teljum einnig mikilvægt að núverandi Herjólfur verði til staðar fyrstu rekstrarár nýrrar ferju,“ segja þau Vilhjálmur og Unnur Brá.
Stærstu mistökin við við byggingu Landeyjarhafnar
Vilhjálmur Árnason.
Unnur Brá Konráðsdóttir.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í bæjarblaði í Vestmannaeyjum að stærstu mistökin hvað varði Landeyjarhöfn séu að hans mati nokkur. Fyrst nefnir hann sandburðinn en hefði hann verið rétt metinn og ráðamenn séð kostnaðinn við hann þá hefði höfnin sennilega ekki verið byggð. Nú sé hún hinsvegar, til allrar lukku en ná þurfi því allra besta út úr henni samgöngulega. Elliði segir flest sem tengist Landeyjarhöfn sé of lítið, þ.e. þjónustuhús, bílastæði, innri höfn, dýpkunaraðferðir, fjölda ferða, gæði bókunarkerfis og ýmislegt fleira. Að treysta samgöngur um Landeyjahöfn sé risavaxið verkefni og mikilvægi þess gríðalegt. Vestmannaeyjar eru matarkista og skattar þaðan langt umfram það sem ríkið þarf að leggja fram til að þjónusta byggðina þar. Aðkoman að höfninni er mikið erfiðari en talið var. Þess vegna eru og verða frátafir meiri en í fyrstu var kynnt. Þrátt fyrir ríkan vilja er ljóst að skipið eitt og sér reddar ekki ölllu þótt vissulega bæti það ástandið. Enn eru ekki til lausnir sem fela það í sér að
aldan sé brotin án þess að sandur verði enn meira vandamál en nú er, þ.e. garðarnir safna sandi og loka höfninni. Verkefnið hefði þurft að kynna á þennan máta þannig að notendur gerðu sér strax grein fyrir því að frátafir verði auknar á meðan að staðan er svona. Það var náttúrulega erfitt þar sem umfang þessa vandamáls var ekki ljóst í upphafi. Bæjarstjóri segir að of lengi hefur verið frestað að smíða nýja Vestmannaeyjaferju. Frá upphafi hafi verið ljóst að núverandi Herjólfur myndi ekki ráða við siglingar í Landeyjahöfn. Hann telur einfaldlega að framtíð Vestmannaeyja sé bjartari ef það tekst að bæta ástandið og sigla um Landeyjahöfn, ekki síst eftir að jarðgöng voru slegin af. Elliði segist fylgjandi því að strax væri hægt að breyta görðunum eða laga höfnina með öðrum leiðum og fá stærra skip, og þá frekar tvö en eitt og með fleiri kojur. Það er hans bjargfasta trú að byggð í Vestmannaeyjum eigi flest undir því að hægt verði að treysta samgöngur um Landeyjahöfn á næstu árum.
Árshátíð á hálendi Íslands Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa. Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Tek að mér járningar Kristján Loftsson forstjóri Hvals til hægri ásamt Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka.
Geert, upplýsingar í síma 893 8107
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
36
Opinbert ráðleysi og dáðleysi:
Gjaldtaka af ferða mönnum vefst stöðugt fyrir Íslendingum Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála reyndi án árangurs að koma á svokölluðum Náttúrupassa en hlaut ekki skilning í sölum Alþingis. Ráherrann gerði þá kórvillu að ætla að stofna til eftirlitsstofnunar í kring um þetta sem hefði þýtt stóraukin ríkisafskipti serm flestum þykja ærin þegar. Þetta ásamt öðru varð til að drepa málið. Nú er ekkert í augsýn í málaflokknum og það er landið okkar sem er þolandinn. Í stað þessa hefði verið hægt að hugsa sér að tekin hefði verið upp almenn vegabréfaskylda til
landsins og innheimta hliðstæðu við ESTA gjöld af öllum sem til landsins hyggjast koma eins og Bandaríkin gera. Til þess hefðu Íslendingar líklega orðið að segja sig frá Schengen samningnum sem fáir hefðu líklega séð eftir og verið einfalt í framkvæmd. En eins og allt sem einfalt er þá er borin von að hægt sé að koma svona máli í gegn um Alþingi vegna málþófsáráttu sem margir þingmenn eru illa haldnir af. Eins og nú stefnir í munu þrjár milljónir fóta troða landið okkar ókeypis þetta árið, það er erfiðara að
viðurkenna en að tárum taki. Friðrik Pálsson hótelhaldari á Hótel Rangá sagði í viðtali m.a. að hann hefði sjálfsagt átt einhverja sök á því að þetta orð, náttúrupassi, fór á flakk. Hans hugmynd var sú að selja ætti umhverfis- og náttúruskjal sem hver einasti ferðamaður kaupi þegar hann kemur til landsins. Allir munu þurfa að kaupa þessa viðurkenningu og sýna ef þess verður krafist á ferðum um landið, án undantekninga. Skjalið mætti kosta t.d. frá 3.000 til 5.000 krónur og gilda í ár. Svona upphæð muni
Rangheiður Elín Árnadóttir.
engu breyta um áhuga fólks á að koma til landsins. Borga þarf veiðileyfi til veiða á villtum dýrum og laxi, af hverju ekki leyfi til að skoða íslenskar náttúruperlur? Þessa perlu hefur Alþingi Íslendinga sýnt sig að vera ófært um að vernda. Vegna orðhengilsháttar, þrætubókaráráttu eða einhver verra sem því miður ekki er hægt að bólusetja fyrir í æsku eins og hlaupabólu eða mislingum. Eru ekki takmörk fyrir því hvað Aþingi Íslendinga getur boðið landmönnum upp á af ráðleysi og dáðleysi?
Aðgangseyrir að Geysi, og hvað svo?
Landeigendafélag Geysis ehf. innheimti um tíma aðgangseyri að Geysi en var neytt til að hætta því. Einu viðbrögð opinberra aðila voru að Ríkisskattstjóri krafðist virðisaukaskatts af gjaldinu. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins, sagði að eigendur liti á gjaldið sem landleigu og hann velti jafnframt því fyrir sér þegar umræðan fór hæst hvort þjóðgarðurinn á Þingvöllum hafi innheimt virðisaukaskatt af aðgangseyri fyrir köfun í Silfru.
Garðar Eiríksson.
Hraða þarf byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn Hlaupið fyrir fimm mánuðum síðan var gríðarlega vatnsmikið.
25. mars:
Vígsluafmæli Selfosskirkju Sextíu ára vígsluafmæli Selfosskirkju verður 25. mars nk. Lóð undir kirkjuna fékkst nálægt Selfossbæjunum á tanga í Ölfusá árið 1942 og kirkjugarðurinn var vígður 2. janúar 1945. Fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin 7. júní 1952 og var mikill mannfjöldi kominn saman til að grafa fyrir grunni kirkjunnar. Selfosskirkja var svo byggð á árunum 1952 til 1956 og vígð á pálmasunnudag, hinn 25. dag marsmánaðar árið 1956. Hún var teiknuð af Bjarna Pálssyni skólastjóra Iðnskólans á Selfossi og byggingafulltrúa, bróður Einars Pálssonar sem lengi var bankastjóri Landsbanka Íslands á Selfossi. Á árunum 1978 – 1984 var aukið við hana forkirkju og turni og síðan var gert safnaðarheimili með eldhúsi og aðstöðu fyrir félagsstarf. Kirkjan er fallega máluð og skreytt af þeim listahjónum Jóni og Gretu Björnsson. Frú Greta er höfundur myndanna og skreytinganna. Gluggar í kirkju eru gerðir af glerlistarfólkinu Höllu Haraldsdóttur og dr. H. Oidtmann í Linnich i Þýskalandi og komu í kórinn 1987 en í kirkjuskipið fyrst 1993.
Selfosskirkja á hún sér nokkra byggingarlistarlega sérstöðu meðal kirkna landsins á 20. öld. Margir telja að prestur kirkjunnar, sr. Sigurður, hafi haft þar sín áhrif, en hann mun hafa haft nokkuð dálæti á ýmsum kaþólskum siðum. Skipulag kirkjunnar leyfir margt úr þeim kaþólskum sið og mætti trúlega halda guðsþjónustur í henni eftir þeim sið til viðbótar þeim evangelíska án annmarka. Fyrsti sóknarprestur hennar var sr. dr. Sigurður Pálsson frá Haukatungu á Snæfellsnesi. Hann var sóknarprestur í Hraungerði í Flóa en flutti aðsetur sitt á Selfoss upp úr 1950. Aðrir prestar hafa verið Sigurður Sigurðarson, Þórir Jökull Þorsteinsson, Gunnar Björnsson, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Óskar Hafsteinn Óskarsson og núverandi sóknarprestur er Guðbjörg Arnardóttir og prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.
Selfosskirkja á bökkum Ölfusár.
Vegagerðin er að undirbúa hönnun nýrrar brúar yfir Eldvatn en núverandi brú hefur sigið lítillega eftir að mikið landbrot varð undir austurenda hennar í stóra Skaftárhlaupinu í október sl. Brúnni var lokað á meðan hlaupið var í hámarki en hún var opnuð
aftur fyrir létta umferð þann 10. nóvember sl. Talið er að brotið gæti áfram undan henni, án þess að til stórs Skaftárhlaups kæmi. Brúin hefur verið vöktuð og lokuð fyrir umferð á nóttunni. Reiknað er jafnvel með að hlaup komi úr vestari katlinum á næsta ári.
Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vega gerðinni segir ekki mikinn tíma til stefnu, ekki sé víst að núverandi brú þoli annað hlaup þó það verði vatnsminna.
37
Sérdeild Suðurlands hlaut Menntaverðlaun Suðurlands Samtök sunnlenskra sveitarfélaga standa fyrir afhendingu mennta verðlaunanna ár hvert og þau voru veitt á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands á sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Við athöfnina í ár flutti Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra Sérdeildar Suðurlands verðlaunin. Sérdeild Suðurlands (Setrið) hefur á undanförnum árum verið að efla starf sitt verulega en það snýr
m.a. að því að veita nemendum með sérþarfir, fjölbreytt nám í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu í samvinnu við heimaskóla. Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu. Almenn ánægja er með starf deildarinnar og telja margir að það sé með því besta sem þekkist hér á landi, og þó víðar væri leitað.
Sérdeild Suðurlands hefur fengið margar heimsóknir fagfólks á undanförnum árum sem hefur kynnt sér starf hennar. Deildin veitir jafnframt starfsfólki skóla og foreldrum á Suðurlandi og víðar á landinu kennslufræðilega ráðgjöf vegna nemenda með sérþarfir sem stunda nám í sínum heimaskólum. Setrið hefur á undanförnum árum verið með framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi og veitt fjölmörgum nemendum með sérþarfir kennslu og mikilvæga þjónustu sem er til fyrirmyndar.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
SETRIÐ var vel að viðurkenningunni komið. Forseti Íslands afhenti viðurkenninguna.
Vinnslustöðin í Eyjum byggir uppsjávarfrystihús Norðvesturhlið nýju húsanna.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarfrysti húss, mjöl,- og frystigeymslu ásamt tveimur hráefnistönkum. Byggingarfélagið Eykt hf. mun
sjá um byggingarframkvæmdir og er fyrsta verkið hafið, bygging uppsjávarfrystihússins en tækja búnaður núverandi vinnslu er kominn til ára sinna. Nýja vinnslan verður staðsett nær löndunar stöðinni en núverandi vinnsla.
Fyrsti hluti verksins er niðurrif gamallar bræðsluþróar en þar mun síðar rísa mótorhús sem þjóna mun uppsjávarfrystihúsinu. Ákvörðun hefur verið tekin um að nota blástursfrystingu við frystingu uppsjávarfisks en sú aðferð hefur
einkum verið notuð í Noregi. nýja vinnslan mun auka frystiafköst uppsjávarfiskvinnslunnar og vinnslugetu Vinnslustöðvarinnar. Nýja vinnslan verður til að mynda sjálfvirkari en sú sem nú stendur til að endurnýja. Stefnt að því að
framkvæmdum við nýju vinnsluna ljúki í haust en fyrirtækið hefur óskað eftir tilboðum í frystikerfi vinnslunnar með útboði.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
38
Umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar í endurskoðun Skipulagsstofnun hefur kynnt fyrir Landsvirkjun þá ákvörðun að endurskoða skuli að hluta matsskýrslu um umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar. Þar er um að ræða þætti er varða áhrif á landslag og ásýnd lands og áhrif á ferðaþjónustu og útivist. Forsendur Skipulagsstofnunarinnar fyrir ákvörðun um endurmat á landslagi og ásýnd lands eru breyttar áherslur við mat á sjónrænum áhrifum og ný náttúruverndarlög þar sem aukin áhersla er lögð á gildi landslags miðað við það sem gert var fyrir tíu árum. Forsendur fyrir endurskoðun á mati á ferðamennsku og útivist er að meginhluta til komin vegna enn meiri aukningar ferðamanna hér
á landi umfram það sem reiknað var með í fyrirliggjandi mati frá 2003 en það mat á mikilvægum umhverfisþáttum heldur gildi sínu. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er ekki í samræmi við það álit Landsvirkjunar að fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hafi verið fullnægjandi. Landsvirkjun mun nú skoða forsendur þessarar ákvörðunar, hversu mikla vinnu og rannsóknir endurmat þessara þátta hafi í för með sér og hve langan tíma það ferli taki. Ljóst er þó að þessi ákvörðun mun fresta undirbúningsvinnu og gangsetningu virkjunarinnar er nemur þeim tíma sem endurmatið mun taka.
LANDSVIRKJUN. Hvammsvirkjun.
Ráðstefna Vestnorræna ráðsins í Grindavík
Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins og framkvæmdastjóri Arctic Circle við undirritun samkomulags um stuðning við Hringborð norðurslóða.
Vestnorræna ráðið undirritaði samstarfssamkomulag við Hring borð norðurslóða (Arctic Circle) á árlegri þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem fram fór í Grindavík. Samkomulagið var undirritað af Lars-Emil Johansen, forseta Vestnorræna ráðsins, og Sigríði Blöndal, framkvæmdarstjóra Hring borðs norðurslóða. Samkomulagið felur í sér að Vestnorræna ráðið taki þátt á ársþingi Hringborðs norðurslóða auk annarra funda, ráðstefna og þinga sem haldin verða á Íslandi og í öðrum löndum. Ráðið getur jafnframt lagt fram hugmyndir og tillögur um málstofur
og skipulagt verkefni milli ársþinga, t.d. samstarfsráð og nefndir. Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins fór fram í Grindavík í lok janúarmánaðar. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar er lýðræði á VesturNorðurlöndum með sérstaka áherslu á hlutverk þingmanna þegar kemur að málefnum norðurslóða. Leitast var við að varpa ljósi á mikilvægi þess að þingmenn beiti sér í auknu mæli á sviði utanríkimála og möguleika þeirra til þess í málefnum norðurslóða, bæði innan þjóðþinga, gagnvart framkvæmdavaldinu og alþjóðlega. Þátttakendur voru á sjötta tug talsins, þar af 20 þingmenn
frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði ráðið og gesti, ásamt Sigurði Inga Jóhannessyni, sjávarútvegs- og land búnaðarráðherra, Doris Jakobsen, heilbrigðis- og norðurlandamálaráð herra Grænlands, og Henrik Old, samgöngumálaráðherra Færeyja. Þingmannanefnd um Hoyvíkur samninginn, fríverslunarsamning milli Íslands og Færeyja, fundaði samhliða þemaráðstefnu en í henni sitja landsdeildir Íslands og Færeyja í Vestnorræna ráðinu. Unnur Brá Konráðsdóttir er formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
Rangárþing ytra:
Foreldrar barna á aldrinum 9 til 18 mánaða geta sótt um heimgreiðslur Fræðslunefnd Rangárþings ytra hefur tekið undir tillögur um sérstakar heimgreiðslur til foreldra ungra barna í sveitarfélaginu vegna brýnnar þarfar. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögur um að taka upp sérstakar heimgreiðslur til foreldra ungra barna. Greiðslurnar eru hugsaðar í þeim tilfellum þegar börnin eru ekki á leikskóla á vegum sveitarfélagsins hvort heldur sem er vegna þess að ekki er pláss eða að foreldrar velja að hafa börnin heima fyrst í stað. Foreldrar barna á aldrinum 9 mánaða til 18 mánaða geta sótt um heimgreiðslur. Lagt er til að upphæðin verði 30 þ. á mánuði. Sveitarstjóra falið að ganga frá reglum um heimgreiðslur og leggja tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Heimgreiðslur hafa
ekki áhrif á þann vilja sveitarstjórnar að bjóða leikskóladvöl börnum frá 12 mánaða aldri. Þetta er mjög atathyglisverð þróun sem þarna á sér stað því þetta þetta stuðlar að því að ungabörn geti verið með mæðrum sínum á fyrstu mótunarárum. Rannsóknir hafa sýnt að börn búa að því lengi að geta verið með mæðrum sínum á fyrsta hluta æviskeiðis þeirra. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að taka þessa þróun sér til fyrirmyndar í vaxandi þörf þar fyrir leikskólapláss, en dæmi eru þess að pantað sé leikskólapláss fyrir ófætt barn. Í Kópavogi voru tíðkaðar heimgreiðslur um tíma en síðan afnumdar og í Reykjavík voru þessar greiðslur kallaðar biðlaun, sérkennilegur feluleikur það.
Frumkvöðull í hagnýtingu á vindorku á Íslandi.
Tvær vindmyllur af gerðinni Vestas 44 0,6Mv hafa þegar risið í Þykkvabæ. Tilkoma þessara vindmylla hefur þegar lækkað orkukostnað allra notenda á svæðinu. Fyrirtækið hefur hug á að reisa fleiri vindmyllur og stærri á svipuðum slóðum sem munu verða lyftistöng fyrir allt atvinnulíf í Rangárþingum. Vindmyllur eru grænn orkukostur og öll landgæði eru að fullu endurheimtanleg. Vindmyllur menga ekki umhverfi sitt en bæta gróðurskilyrði í nágrenni sínu og allur búsmali unir sér vel í kringum vindmyllur.
Biokraft ehf | Bárugötu 4 | 101 Reykjavík.
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
40
Innflutningur á hráu kjöti býður alvarlegri hættu heim Það er verið að leika sér að eldinum með því að leyfa innflutning á hráu kjöti því sannað er að fjölónæmar bakteríur eru í miklu meira mæli í slíkum afurðum en innlendri framleiðslu. Verið er að pranga innflutningsskyldu inn á Íslendinga undir yfirskyni EFTA- og EES-skuldbindinga auk þess verið er að gera TISA samninga á laun sem fela í sér fullveldisframasal sem aldrei fyrr. Þar er um að ræða samningagerð sem unnin hefur verið með mikilli leynd, svo mikilli að helst er að fá upplýsingar gegnum Wikileaks. Reynt var að slá á ótta við TISA-samningagerðina af utanríkisráðuneytinu á fundi sem haldin var í Norræna húsinu. Þar staðfesti samningamaður Íslands að kæmi til ágreinings milli erlendra fyrirtækja og íslenskra aðila um framkvæmd þessa samnings, þá myndi yfirþjóðlegur einkadómstóll (gerðardómur) skera úr. Þar með hefðu íslenskir dómstólar enga lögsögu en fullveldið framselt. Það er ótrúlegt ef það er rétt að íslensk stjórnvöld standi í slíku makki með sjálfstæði þjóðarinnar. Og enginn hefur heyrt um kosti þessa leynibralls og hvað það eigi að færa Íslendingum. Hér á landi bera stjórnvöld það fyrir sig að EFTA-dómstóllinn sé ráðgefandi og hafi ekki lögsögu á Íslandi. Eftir stendur að Ísland hefur samt talið sig skuldbundið af ákvæðum þeirra milliríkjasamninga sem það hefur gert við Evrópusambandið. Alþingi Íslendinga hefur yfirleitt ekki haft upp neitt andóf þótt hagsmunir okkar séu þar fyrir borð bornir. Vilhjálmur Ari Arason, læknir og sérfræðingur í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, hefur spurt hvort eigi að ráða meiru, lýðheilsa á Íslandi eða tilskipun frá EFTA, sem gengur út frá aðstæðum landa í Mið-Evrópu og
án tillits til stöðunnar hér á landi. ,,Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisfólks sem glöggt þekkir til málsins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En við borðum yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur. Allt í kringum okkur eru bakteríur sem eru hluti af okkar veruleika og stundum hluti af okkar eigin líkamsflóru. Dreifing þeirra
sýklalyfjaónæmum bakteríu stofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast enn hérlendis. Flestir hafa heyrt talað um mósa eða spítalabakteríur sem eru ónæmar fyrir flestum lyfjum. Færri gera sér grein fyrir því að það eru í raun algengar bakteríur og kallast klasakokkar og finnst í nefi okkar flestra og geta valdið sárasýkingum. Vandinn skapast hins vegar þegar þessar bakteríur eru sýklalyfjaónæmar og kallast þá samfélagsmósar. Víða erlendis
Kannski dytti einhverjum snillingi í hug að flytja inn kjöt af fremur ógeðfelldum skepnum eins og hýenum. Ekki lystaukandi tilhugsun, eða hvað?
er nokkuð jöfn í öllum löndum, en um það snýst ekki málið. Það sem læknavísindin hafa áhyggjur af er að þessar bakteríur geta verið orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum og þannig hættulegri ef þær valda sýkingum. Nú þegar eru komnir fram fjölónæmir stofnar baktería sem eru í sumum tilfellum ónæmar fyrir öllum lyfjum. Aukin útbreiðsla þeirra er sérstaklegt og verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöt sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum
eru samfélagsmósar algengir og útbreiðsla þeirra tengist oftar en ekki handsmiti og þannig líka matvælum. Auk þess getur sýklalyfjanotkun plægt akurinn fyrir sýklalyfjaónæma stofna í stað sýklalyfjanæmra stofna sem eru hluti af bakteríuflóru líkamans.“ Er hægt að strika yfir þessi orð virts vísindmanns vegna hagsmuna Haga og álíka mannkynsfrelsunar fyrirtækja innlendra af því að hrúga hér inn eftirlitslausum massa af ódýru kjöti? Er íslenskum almenningi gerður greiði með einni hræódýrri máltíð sem getur orðið að áralanga martröð? Spyrjum okkur hvert og eitt.
Emil Barja, íþróttamaður Voga 2015.
Íþróttamaður Voga 2015 Íþróttamaður Voga fyrir árið 2015 var útnefndur í byrjun ársins. Var það gert við hátíðlega athöfn í Álfagerði. Útnefningu hlaut körfuboltamaðurinn Emil Barja. Í byrjun árs á yfirstandandi tímabili var Emil með 7,5 stig, 7,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á árinu 2015 rauf Emil 200
leikja múrinn fyrir meistaraflokk Hauka, var valinn mikilvægasti leikmaðurinn sem og bestur að mati stuðningsmanna. Hann var svo valinn í æfingahóp A-landsliðsins fyrir þátttöku liðsins á EM. Sem fyrirliði leiddi hann svo lið Hauka í undanúrslit Íslandsmótsins vorið 2015.
Vörur handverks sláturhússins í Seglbúðum í Landbroti eftirsóknarverðar
u ð f e g Þórunn Júlíusdóttir frumkvöðull og eigandi og Stefán Vilhjálmsson matsmaður. Mynd/bbl.is
Heilsuúrin sem hreyfa við þér!
vívoactive
Hvort sem það er einfaldleikinn við vívofit 2 sem þarf ekki að hlaða, snjallsímalausnir og innbyggði púlsmælirinn í vívosmart HR eða GPS móttakarinn og golfvellirnir í vívoactive þá eiga heilsuúrin frá Garmin það sameiginlegt að hreyfa við þér. Láttu Garmin hreyfa við þér, þinn líkami á það skilið!
Verð 46.900
vívosmart HR Verð 26.900
vívofit 2 Verð 19.900
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
Erlendur Björnsson bóndi í Seglbúðum í Landbroti hafði lengi haft áform um að koma sér upp kjötvinnslu, til að vinna afurðir úr eigin hráefni. Til þess hafði hann hugsað sér að nýta stóra skemmu við bæinn, sem hann hafði komið sér upp fyrir nokkrum árum, en var fremur illa nýtt, mestmegnis sem geymsla fyrir tæki og tól. Eftir nokkra yfirlegu, voru menn ásáttir að húsnæðið mætti eins nýta sem sláturhús af minni gerðinni, auk hefðbundinnar kjötvinnslu. Má segja að ekki sé hægt að komast nær hugmyndafræðinni „Beint frá býli.“ Þarna varð til handverkssláturhús af bestu gerð. Í hönd fór mikill undirbúningur, sem byggðist m.a. á hönnun og skipulagningu sláturhússins og þeirra verkferla sem þar er krafist og einnig fór mikill tími í samskipti við opinbera eftirlitsaðila þar sem þetta var fyrsta sláturhús sinnar tegundar á landinu. Þá
þurfti að sannfæra leyfisveitendur og eftirlitsaðila að jafnvel lítil sláturhús, með takmarkaðan mannafla, þar sem verkferlar byggja meira á handverki en sjálfvirkni, geti uppfyllt allar kröfur sem gerðar eru til sláturhúsa. Nú eru liðnar tvær sláturtíðir frá opnun sláturhússins á þeim tíma hefur verið staðfest að afurðir hússins eru orðnar mjög eftirsóknaverðar enda annáluð gæði hvort heldur litið sé til hollustuhátta eða bragðs og áferðar. Næstu skref þeirra Erlends Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, frumkvöðlana í Seglbúðum í samstarfi við Matís, eru að auka starfssemi hússins og er undirbúningur stórgripasláturhúss, þ.e. nauta og hrossaslátrun, þegar kominn af stað. Sú starfssemi mun styrkja starfssemina og skapa nokkur störf í sveitinni til viðbótar þeim sem urðu til við opnun sauðfjársláturhússins.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
41
Þriggja ára stúdents braut á Ásbrú Unnið er að því að á Ásbrú að koma á fót þriggja ára stúdentsbraut sem mun, ef allt gengur eftir, standa nemendum til boða frá og með næsta hausti. Brautin, sem ber heitið Menntaskólinn á Ásbrú (MÁS), mun bjóða upp á allar nýjustu aðferðir í námi og kennslu, m.a. vendinám (e. Flipped Classroom) sem Keilir hefur sérhæft sig í síðustu ár. Lögð verður áhersla á einstaklingsmiðað nám sem verður sniðið að þörfum og áhuga hvers og eins. Stuðst verður við nútímalegar náms- og kennsluaðferðir þar sem sköpun og samvinna gegnir lykilhlutverki. Fyrirlestrar verða vistaðir á netinu en í skólanum, sem mun ekki hefjast fyrr en kl. 9 á morgnanna, vinna nemendur að verkefnum í opnu rými í stað skólastofa. Nemendur geta valið nokkrar leiðir sem tengjast atvinnulífinu sterkum böndum. Þannig getur nemandi valið opna stúdentsbraut með áherslu á líftækni, flug,
frumkvöðlafræði og fleira. Skólinn mun vinna náið með fyrirtækjum og jafnvel stundað nám á öðrum brautum Keilis samhliða stúdentsnáminu, t.d. í Flugakademíunni. Þótt brautin og samsetning hennar hafi fengið grænt ljós frá Menntaog menningarmálaráðuneytinu eru enn nokkrir endar sem þarf að ganga frá. Umsjónarmenn brautarinnar eru Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og Þorsteinn Surmeli, íslenskukennarar við Háskólabrú Keilis. Með opnun Menntaskólans á Ásbrú bætist enn í þá fjölbreyttu menntaflóru sem fyrir er hjá Keili en þar er meðal annars hægt að læra einka- og styrktarþjálfun, leiðsögunám í ævintýramennsku á háskólastigi, tæknifræði á vegum Háskóla Íslands, einkaog atvinnuflugmannsnám og flugvirkjun. Þá hafa um 1.400 manns lokið Háskólabrú sem er aðfaranám að háskólanámi.
Norðlenska hættir að slátra á Höfn
Rómantíski listinn afhentur framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar.
Er Stokkseyri róman tískasti bær landsins? Gunnar Valberg Pétursson, íbúi á Stokkseyri afhenti fyrir skömmu framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, undirskriftarlista f.h. félagasamtakanna ,,825 Þorparinn.“ Listinn ber yfirskriftina „Stokkseyri, rómantískasti bær á Íslandi?“ og felur í sér beiðni um að stytta tíma sem götuljós loga í tilraunaskyni til að bjóða upp á aukna möguleika í ferðaþjónustu
og tengdri starfsemi, m.a. með því að bjóða upp á dulúðuga stemmingu. Norðurljósaferðir njóta mikilla vinsælda og telja félagsmenn að ferðamenn myndu í enn frekari mæli sækja Stokkseyri heim ef ljósmengun væri stillt í hóf. Um 125 manns hafa ritað nafn sitt undi rómantíska listann og verður erindið tekið til umfjöllunar í bæjarráði Árborgar.
Tilraunastarfsemi á Stóra-Ármóti:
Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur
Umsjónarmenn stúdentsbrautarinnar, Þorsteinn Surmeli og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir.
Nýr verkefnastjóri SASS á Höfn Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi/ verkefnastjóri SASS með starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði. Alls sóttu sex um starfið. Guðrún hefur meira eða minna unnið sjálfstætt að sínum eigin fyrirtækjum síðustu ár. Hún hefur sett á laggirnar og rekið nokkur fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri. Nú síðast Heilshugar sem selur matvöru sem kallast Millimál og þar á undan Gastu sem selur m.a. roðklædda vasapela sem seldir hafa verið um borð í flugvélum Icelandair. Guðrún Ásdís hefur lokið grunnnámi í byggingartæknifræði og hefur stundað mastersnám í Alþjóðaviðskiptum við Bifröst. Guðrún Ásdís er uppalin á Hornafirði en tók til starfa hjá SASS í byrjun nóvembermánaðar.
Guðrún Ásdís Sturlaugsdótttir.
Tilraun fór af stað þann 11. janúar sl. á tilraunabúinu Stóra-Ármóti. Tilraunin nefnist „Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með sérstaka áherslu á fituinnihald.“ Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson hafa unnið síðustu mánuði að uppsetningu tilraunarinnar. Megin spurningar verkefnisins eru tvær, þ.e. hefur fituviðbót (C:16) í kjarnfóðri áhrif á efnainnihald mjólkur og skiptir máli á hvaða formi sú fita er, þ.e. sem duft út í heilfóður
nýtist bæði þeim bændum sem hafa möguleika á að blanda fóður í kýrnar og einnig þeim sem gefa kjarnfóðrið aðskilið. Einnig gæti þetta gefið vísbendingu um hvort sé hagstæðara að gefa bergafatið eða kögglana hafi bóndinn möguleika á báðu. Þegar fituviðbótinni er bætt út í heilfóðrið fá allar kýrnar hlutfallslega jafnmikið af þessari viðbótarfitu, en þegar henni er bætt í kjarnfóðrið fá kýrnar sem eru að mjólka minna og/eða komnar lengra út á mjaltaskeiðið
Stóra-Ármót.
eða sem kögglar. Grunnfóður í tilrauninni er gróffóður ásamt byggi ræktuðu á Stóra-Ármóti. Þær kjarnfóðurtegundir sem notaðar eru í tilraunina eru: 1) Bergafat 2) Feitur Róbót 20 3) Róbót 20. Bergafat og Feitur Róbót innihalda bæði hátt hlutfall af fituviðbótinni (C:16) en Róbót 20 innheldur litla fitu og er notað sem kontrólfóður til að átta sig á hvernig niðurstöður eru þegar ekki er fituviðbót eins og í Bergafati og Feitum Róbót 20. Ástæðan fyrir að þessar kjarnfóðurtegundir voru valdar er að Tilraunabúið er í viðskiptum við kjarnfóðurfyrirtækið sem selur umræddar tegundir. Fleiri vörur eru á markaðnum á Íslandi sem innihalda hátt hlutfall C:16 fitusýra hjá öðrum kjarnfóðurfyrirtækjum. Með því að prufa bæði duftið og kögglana er vonast til að niðurstöður
minna af kjarnfóðrinu og þar með fitunni þegar gripunum er mismunað í kjarnfóðurgjöf t.d. í kjarnfóðurbásum. Þetta er því mál sem getur komið töluvert við pyngjuna hjá bændum og skiptir því gríðarlegu máli fyrir rekstur kúabúa. Mikilvægt er að ná inn breytileika í nyt, aldri kúa og stöðu á mjaltaskeiði, en jafnframt að stilla tilraunaskipulaginu þannig upp að skýrt sé hvaða áhrif þessi breytileiki hafi á niðurstöðurnar. Framkvæmd tilraunar líkur um miðjan maí í tilraunafjósinu á StóraÁrmóti. Þá tekur við úrvinnsla og tölfræðilegt uppgjör sem áætlað er að sé lokið í desember 2016. Þau fyrirtæki sem gerðu verkefni mögulegt með beinum eða óbeinum hætti eru Búnaðarsamband Suðurlands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Þróunarsjóður nautgriparæktarinnar.
Kjötiðnaðarfyrirtækið Norðlenska hefur ákveðið að hætta sauðfjár slátrun á Höfn í Hornafirði sem þar hefur verið stunduð í hartnær 14 ár. Ástæðan er sögð sú að slátrun á Höfn í Hornafirði er um 50% en í sláturhúsi félagsins á Húsavík en þar mun sláturdögum fjölga. Sauðfjárbændur á suðausturhorni landsins eru margir ósáttir við þessa ákvörðun og talið er að einhverjir muni flytja sláturfé annað en til Húsavíkur, t.d. á Selfoss. Frá Horna firði til Selfoss er 401 km en 404 km frá Hornafirði norður á Húsavík. Það sparast því heilir 3 km!
Nýr varnar garður vegna sjórofs við Vík Áætlaður kostnaður við nýjan varnargarð vegna sjávarrofs við Vík í Mýrdal er tæpar 330 milljónir króna að meðtöldum kostnaði vegna viðgerðar á eldri garði. Hefjist framkvæmdir á þessu ári er ekki talin þörf á bráðaaðgerðum. Varanlegar aðgerðir felast í viðgerð á varnargarði sem gerður var árið 2011 og gerð nýs garðs um 700 metrum austar á ströndinni.
Landsvirkjun undirbýr raf magnssamning við Thorsil - samningsdrög send til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
Landsvirkjun og Thorsil hafa komist að samkomulagi um drög að rafmagnssamningi milli félaganna um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík. Landsvirkjun mun senda samningsdrögin í undir búningsferli (e. „pre-notification“) hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og bíða niðurstöðu stofnunarinnar áður en samningurinn verður tekinn til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í stjórn Landsvirkjunar. Undirritun er háð tilteknum skil yrðum, svo sem samþykki stjórna beggja félaga og að samningurinn uppfylli kröfur og skilyrði ESA. Ráðgert er að kísilver Thorsil verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2018. Samkvæmt samningsdrögunum mun Landsvirkjun afhenda Thorsil allt að 67 MW gangi áætlanir eftir. Orkan verður afhent í áföngum úr núverandi aflstöðvakerfi Lands virkjunar ásamt stækkun sem fyrir huguð er við Búrfellsvirkjun. Þá er gert ráð fyrir að síðasti áfangi orkuafhendingar Landsvirkjunar verði við gangsetningu Hvamms virkjunar um mitt ár 2020. Thorsil yrði þriðji viðskiptavinur Lands virkjunar í kísilmálmiðnaði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við þetta tækifæri að Landsvirkjun hefði átt gott samstarf við Thorsil. ,,Við vonum að ESA afgreiði samningsdrögin eins fljótt og unnt er. Samningurinn yrði hagstæður fyrir báða aðila og staðfestir enn á ný þá miklu eftirspurn sem er eftir rafmagni á Íslandi í dag á þeim samkeppnishæfu kjörum sem Landsvirkjun býður.“
SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 2 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 6
42
Hvatningarverðlaun Voga 2015
Nýlega voru í fyrsta sinn veitt hvatningarverðlaun til ungmenna í sveitarfélaginu Vogum á aldrinum 12 - 16 ára. Verðlaunin eru hugsuð sem klapp á bakið fyrir þrotlausar æfingar og góða ástundun í sinni íþróttagrein. Þau sem fengu verðlaunin í ár eru: • Arnór Einar Georgsson - Knattspyrna • Helga Sif Árnadóttir - Knattspyrna • Rakel Berg Þráinsdóttir - Knattspyrna • Stefán Svanberg - Knattspyrna • Róbert Andri Drzymkowski - Knattspyrna • Jón Gestur Ben Birgisson - Knattspyrna • Daníel Örn Sveinsson - Knattspyrna • Adam Árni Róbertsson - Knattspyrna • Gunnlaugaur Atli Kristinsson - Knattspyrna • Emil Þór Guðlaugsson - Knattspyrna • Eva Lilja Bjarnadóttir - Samkvæmisdansar
Lionsklúbbarnir Ægir og Fjölnir afhentu fyrir skömmu Grensásdeild ýmis hjálpartæki að verðmæti 16 milljónir króna
Lionsklúbbar styðja nærumhverfið Lionsklúbbur Hveragerðis hélt tónleika í Hveragerðiskirkju 16. mars sl.en allir sem komu fram þar gáfu vinnu sína og rann ágóðinn til góðra verka í nærumhverfi Lionsklúbbsins. Fram komu m.a. Barnakór Grunnskóla Hveragerðis, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson, Lay Low og Agnes Erla, Labbi í Mánum og Karlakór Kjalnesinga.
Tæki til Grensásdeildar Landspítalans
Í febrúar fór fram afhending á Grensásdeild Landspítalans á tækjum sem fjársöfnun Lionsklúbbana Ægis og Fjölnis
í Reykjavík stóð fyrir. Á Grensásdeild Landspítalans er unnið gífurlega mikilvægt starf og sinnir deildin fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni tímabundið eftir slys eða alvarleg veikindi. Til að bæta möguleika þessa fólks er mikilvægt að á deildinni séu til staðar næyjustu tæki til endurhæfingar. Fjársöfnun fólst m.a. í kútmagakvöldi sem er herrakvöld með völdum skemmtiatriðum og þar fer fram málerkauppboð. Fjármagnið sem safnaðist fór m.a. til kaupa á 17 sjúkrarúmum fyrir hjúkrunardeild, 15 dýnum í sjúkrarúm, 5 lostdýnum og 5
náttborðum, 7 hjólastólum og sessum, tölvu, meðferðabekkjum, þrekhjóli, sturtustólum í sundlaug, trissu ásamt trissubekk sem er sérstakt tæki til þjálfunar á öxlum, fóta- og handhjólum, háum göngugrindum, tækjum sem styrkja öndun sem og rödd og kyngingu og tungustyrktarmæli. Nokkrir aðilar, einstaklingar og fyrirtæki studdu við tækjakaupin, s.s. Egill og Hildur Einarsdóttir, Eiríkur Tómasson, (í minningu afa síns Tómasar Árnasonar), Bygg ehf. (Byggingarfélag Gunnars og Gylfa), Bílaumboðið Askja, Samskip, VÍS, Isam, Lýsi, Ísfélagið, Fastus, Arina, Arion banki og Íslandsbanki.
Þau hlutu hvatningarverðlaunin.
Leggst íþrótta- og heilsu fræðinám af á Laugarvatni?
Jafnréttisáætlun Skaftárhrepps:
Markmiðið að raunverulegt jafnrétti náist Markmið jafnréttisáætlunar Skaftárhrepps 2016 – 2018 er að jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla í allri starfsemi sveitarfélagsins. Áætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og ber sveitarstjórn Skaftárhrepps ábyrgð á að áætluninni í heild sé framfylgt. Jafnréttisáætlunin var samþykkt í sveitarstjórn Skaftárhrepps 16. janúar sl. Í jafnréttisáætluninni felst jafnframt viðurkenning á því að nauðsynlegt sé að grípa til sérstakra aðgerða til að raunverulegt jafnrétti kynjanna náist. Sveitarstjórn lítur svo á að stjórnunarhæfileikinn sé ekki kynbundinn og verði ekki metinn út frá kynferði. Hverjum manni ber að stuðla að því að jafnréttisáætlun sé haldin m.a. með
því að koma fram við starfsmenn, starfsumsækjendur og viðskiptavini af óhlutdrægni. Allar stofnanir sveitarfélagsins skulu taka mið af jafnréttisáætluninni. Stjórnendur og starfsmenn Skaftárhrepps bera ábyrgð á því að gæta jafnréttis kynja innan stjórnkerfis sveitarfélagsins. Jafnréttisnefnd Hlutverk jafnréttisnefndar er stefnumótun, stjórn og samræming á jafnréttismálum sveitarfélagsins. Jafnréttisnefnd starfar í umboði sveitarstjórnar Skaftárhrepps og er ráðgefandi í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla og hefur frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisnefnd getur kallað eftir upplýsingum um stöðu kvenna og karla innan sérstakra
málaflokka frá nefndum og stofnunum sveitarfélagsins. Meti jafnréttisnefnd stöðuna svo að fengnum upplýsingum, að um mismun kynja sé að ræða skal hún gera athugasemd við sveitarstjórn eða viðkomandi forstöðumann.
Markviss kynning í leik- og grunnskóla
Markviss kynning á jafnrétti í leik- og grunnskóla skal fara fram 20. ágúst ár hvert. Endurskoðun og kynning Jafnréttisáætlunin skal vera aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins www.klaustur.is og send inná hvert heimili, fyrirtæki og stofnanir Skaftárhrepps. Áætlunin skal endurskoðuð eftir þörfum og alltaf í upphafi hvers kjörtímabils.
FISKÁS ehf - ferskir í fiskinum
Nýr þorskur, ýsa, rauðspretta, bleikja, lax og margt fleira! Dynskálum 50 | Hellu S. 546 1210 | fiskas@fiskas.is
Fiskbúðin er opin alla virka daga frá kl. 10-17.
LAUGARVATN. Hvaða starfsemi hugnast Sunnlendingum best að verða á Laugarvatni ef áform Háskóla Íslands verða að veruleika?
Á Laugarvatni hefur íþrótta fræðinám farið fram frá árinu 1932, eða í 84 ár. Íþróttakennaraskóli Íslands var stofnaður 1943 og árið 1998 var skólinn sameinaður Kennaraháskóla Íslands sem varð síðan hluti af menntavísindasviði Háskóla Íslands 2008. Aðsókn að náminu hefur farið minnkandi síðustu ár eins og í kennaranámi almennt en lenging námsins úr þremur í fimm ár vegur þar þungt. Á síðasta ári lét Háskóli Íslands gera úttekt á íþrótta- og heilsufræðinámi skólans á Laugarvatni. Afraksturinn var tvær skýrslur og nefndist fyrri skýrslan „Sóknarfæri í námi í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands“ og seinni skýrslan „Valkostir um framtíð grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands“. Samkvæmt þeim er þörf aðgerða. Töluvert dýrara er að halda áfram með námsbraut í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands að Laugarvatni heldur en að flytja hana til Reykjavíkur, samkvæmt skýrslu starfshópsins um valkosti varðandi framtíð grunnnámsins. Í niðurstöðum starfshópsins kemur meðal annars fram að nemendum á námsbrautinni hafi fækkað um yfir 40% frá 2010 til 2015. Verði námsbrautin flutt til Reykjavíkur er áætlað að árlegur kostnaður vegna verklegrar aðstöðu verði um 16 til 24 milljónir króna án afsláttarkjara og
tvær milljónir króna að auki þurfi að leigja aðstöðu til rannsókna. Verði starfsemin áfram að Laugarvatni er þessi kostnaður áætlaður 30 til 35 milljónir króna á ári. Helgi Kjartansson segir m.a. í nýlegri dagblaðsgrein að það þurfi að markaðssetja nýtt áhugavert nám í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni, fjölga námsleiðum, bjóða upp á endurmenntun og jafnvel styttri námsleiðir. Mikil tækifæri felast í staðsetningu námsins á Laugarvatni og mætti t.d. nýta mikla fjölgun ferðamanna hér á landi með því að efla nám í heilsutengdri ferðaþjónustu og útivist en um 80% erlendra ferðamanna fara hinn klassíska Gullna hring og þar með oftast í gegnum Laugarvatn. Með skýrri stefnumörkun er vel hægt að byggja upp öflugt og eftirsóknarvert nám á Laugarvatni. Ein grunnstoðin í íslensku þjóðfélagi er heilsa og það ætti að vera spennandi kostur fyrir ungt fólk að sækja nám á Laugarvatn þar sem er gott mannlíf, leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, og mikil náttúrufegurð. Það eru mikil sóknarfæri á Laugarvatni. Þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn í kjördæminu ættu að sameinaðst um að tryggja áfram íþrótta- og heilsufræðinám á Laugarvatni.
S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 2. ÁR G. - M AR S 2016
43
Lausn síðustu verðlaunagátu Sáms fóstra var: DIGRANES
Eldey þróunarsetur á Ásbrú:
Besta mögulega aðstaða fyrir frum kvöðla til að stíga sín fyrstu skref
Starfsemi Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er einnig staðsett á Ásbrú. Vísindi og framþróun er því hátt skrifuð og vel metin á Ásbrú.
Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ er eitt stærsta og glæsilegasta frum kvöðlasetur landsins, sem þjónar frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Miklar endurbætur hafa hafa verið gerðar á húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðlasetrið bjóði bestu mögulega aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Húsnæðið er í heild 3.300 fermetrar og skiptist það í kennsluog fyrirlestrarrými, fundaraðstöðu,
og skrifstofu- og smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki.
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja
Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja var formlega sett á laggirnar 27. apríl 2011 og leggja iðnaðarráðuneytið og Byggða stofnun því til 20 milljónir króna á ári. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum aflar mótframlaga og sér að öðru leyti um fjármögnun starfseminnar eins og tíðkast í atvinnuþróunarfélögum annarra landshluta.
Nafnið Heklan vísar til heklu þeirrar er Steinunn gamla land námskona á Suðurnesjum og frændkona Ingólfs Arnarsonar gaf fyrir Rosmhvalanes utan við Hvassahraun. Ingólfur gaf henni landið sem nú er Suðurnes en vildu hún fremur kalla þetta kaup og þar kom heklan til sögunnar. Steinunn gaf síðar frænda sínum Eyvindi hluta af landnámi sínu frá Vogastapa og að Hvassahrauni. Verkefni félagsins eru fjölbreytt, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar. Skal félagið beita sér fyrir sem nánustu samstarfi allra aðila í stoðkerfinu á Suðurnesjum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Ætlunin er að félagið verði fyrsti viðkomustaður þeirra sem til stoðkerfisins leita og vísa aðilum þangað sem aðstoð er að fá í hverju tilviki. Heklan rekur frumkvöðlasetrið Eldey á Ásbrú. Markaðsstofa Reykjaness og verkefnið Reykjanes jarðvangur heyra undir starfsemi Heklunnar. Heklan sér jafnframt um rekstur vaxtarsamnings á Suðurnesjum og menningarsamnings Suðurnesja.
Alls bárust 127 réttar lausnir. Flestir lýstu yfir velvilja gagnvart vindmyllulundi við Þykkvabæ. Margir létu þess getið að nóg væri af vindi á Íslandi og því ekki að nota hann. 2 voru á móti , einn vildi setja fyrirvara um hávaða, einn nefndi umhverfismat. Annar vildi að þær væru í Pastel-litum. Ýmsir létu góð orð í garð Sáms fóstra fylgja sem hann þakkar fyrir. Lausnirnar komu víða að en skiljanlega flestar af Suðurlandi. 1. verðlaun, kr. 30.000: Sigrún Þorsteinsdóttir - Stóri Háls, 801 Selfoss Allt í lagi mín vegna segir Sigrún um vindmyllulundinn við Þykkvabæ. 2. verðlaun, kr. 15.000: Steingrímur Jónsson - Hásteinsvegi 19, 825 Stokkseyri Honum líst vel á vindmyllulund. 3. verðlaun, kr. 5.000: Auður Brynjólfsdóttir - Aðalgata 5, 230 Keflavík
Vinningshafar geta komið í Hamraborg 1 í Kópavogi, á skrifstofu Hallsteins ehf, og sótt vinninga sína. Vinsamlega hringja fyrst í síma 892 1630 eða sendið póst á halldorjonss@gmail.com svo enginn grípi í tómt.
Verðlaunakrossgáta 1. verðlaun eru kr. 30.000 kr. í peningum. 2. verðlaun eru kr. 15.000 kr. í peningum. 3. verðlaun eru kr. 5.000 kr. í peningum. Meðfylgjandi er svarseðill þar sem svarandi gefur upp nafn, kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af svarseðlinum ef fleiri en einn fjölskyldu meðlimur vill taka þátt. Svarseðilinn skal setja frímerktan í póst og merkja: SÁMUR FÓSTRI - Krossgáta Bt. HALLSTEINN ehf. Dregið verður úr réttum lausnum HAMRABORG 1 og úrslit tilkynnt í næsta tölublaði. 200 KÓPAVOGUR Spurningin er: Hvernig líst þér á að vindmyllulundur rísi milli Þykkvabæjar og Hellu?
- SVARSEÐILL Nafn: Kennitala:
Lausnarorð krossgátu (Skv. númeruðum reitum)
Heimilisfang
Hvernig líst þér á að vindmyllulundur rísi á milli Þykkvabæjar og Hellu?
Póstnúmer
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 78144 01/15
Kynntu þér Toyota FLEX - nýja leið til að eignast Toyota bifreið
Lág
innborgun
Tryggt
framtíðarvirði
Land Cruiser 150 Adventure fer á kostum hvert sem leið þín liggur. Þessi glæsilega sérútgáfa býðst enn um sinn hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á Íslandi. Sjáðu hvernig landið liggur með háþróuðu myndavélakerfi og Blind Spot Monitor. Leiðsögukerfið er hluti af ríkulegum staðalbúnaði og hestöflin ólmast viljug í nýrri og sparneytnari vél. Komdu við, reynsluaktu og láttu heillast. Láttu heillast hjá næsta söluaðila Toyota á Íslandi.
Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is VILDARPUNKTAR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM*
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
*Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
Fastar
mánaðargreiðslur