Sámur fóstri - 2. tbl. 2. árg. Desember 2016

Page 1

BLS. 12

Byggðaráðstefnan á Breiðdalsvík 2016 Ein af stóru áskorununum í byggðamálum eru samgöngumál.

2. TB L. 2. ÁR G.

BLS. 47

Framtíðarsýn

Mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum - gerðar tillögur þar um til að efla byggð

BLS. 49

Fjarðarheiðagöng í sjónmáli Heitt vatn um jarðgöng undir Fjarðarheiði er brýnt hagsmunamál Seyðfirðinga.

BLS. 38

Friðrik Pálsson Hótel Rangá Innbyggð kerfisvilla í þjóðlífi Íslendinga – viðtal

BLS. 48

Sameiningarmál á Suðurnesjum

Starfs­hópur vinnur að könnun á kostum og göllum mögu­legrar sameiningar Sand­ gerðis­bæjar og Garðs.

DESEMBER 2016

Sæstrengur -sýnd veiði? Sala á raforku um sæstreng orkar verulega tvímælis

Sultartangastöð, sem er á myndinni, er 15 km norðaustan við Búrfellsstöð var tekin í notkun árið 1999. Uppsett afl er 120 Mw. Á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru fimm vatnsaflsstöðvar, Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Búðarhálsstöð. Samanlagt afl þeirra er 935 MW. Sjá nánar um sæstreng á bls. 24-25.

Stjörnuþing í Þórbergssetri Afmælishátíð í tilefni af 10 ára afmæli Þórbergsseturs að Hala var haldin í októbermánuði og nefndist Stjörnu­þing á Þórbergssetri. Skáld­ið Þórbergur Þórðarson var frá Hala, sem þá tilheyrði Suður­ sveit, nú sveitarfélaginu Hornafirði. Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðar­sonar rithöfundar. Erindi fyrirlesara um stjörnurnar, himingeiminn fyrr og nú, norðurljósin, Þórberg, ástina og lífið fönguðu hugann og í lokin komu svo tónlistar­mennirnir, lista­ skáldin og myndlistarkonan Magga Stína, Megas og Margrét Blöndal ásamt Kristjáni Árnasyni og lyftu huganum upp til skýjanna, með frumlegu hugarflugi frá myndlist til skáldskapar og tónaflæðis. Megas frumflutti ný ljóð m.a. við þekkt lag sósusöngva Þórbergs. Á dagskrá var m.a.; • Gísli Sigurðsson; Himinhvolfið sem minnisbanki goðafræðinnar í Eddu Snorra Sturlusonar • Snævarr Guðmundsson; Örlítið um stjörnur og svolítið um menn • Viðar Hreinsson; Jón lærði, himnasalir og handritin • Soffía Auður Birgisdóttir; Með stjörnur í augunum: um ástina, skáldskapinn og stjörnuhimininn í skrifum Þórbergs • Upplestur; Bréf um Einarínu frá Þórbergi Þórðarsyni • Þorvarður Árnason; Himinhvolfið og undur þess, norðurljósaveiðar fyrr og nú 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28

a K r o s s g á5t5 á bls.

29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40

41 42 43 44 45 46

47 48 49 50 51 52 53 54

55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72

Sámi fóstra er dreift frá Egilsstöðum um Austfirði og í öllu Suðurkjördæmi


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

Mjólkurbú í miðri borg

Menningarlíf er gott á Seyðisfirði, og þar eru einnig mörg gömul hús sem hafa menningarsögulegt gildi. Eitt þeirra er Turninn við Hafnargötu 34, fagurgrænt að lit. Það var flutt inn frá Noregi 1907, í norskum þjóðernis- og víkinga­róman­tískum stíl. Á mæni Turnsins voru lengi tveir útskornir drekar. Í húsinu hefur lengst af verið rekin verslun og þar sögð vera elsta sjoppa landsins.

Fjölbreytt menningar- og listalíf á Austurlandi Austurbrú og Vinnumarkaðsráð Austurlands gerðu nýverið samkomulag um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Farin verður nýstárleg leið við kennsluna og byggir hún á því að atvinnuleitendur geta stundað sitt íslenskunám í heimabyggð með aðstoð mentora/ leiðbeinenda á hverjum stað. Austubrú tekur að sér að útbúa námsefni, sem bæði er á bók og vef, auk stuðningsefnis, hljóð og mynd, sem atvinnuleitendur nota með aðstoð mentora/leiðbeinandi. Að auki verður Austurbrú stuðningsaðili mentora og leggur þeim til verkfæri til kennslunnar. Það er von beggja aðila að þetta fyrirkomulag íslenskukennslunnar nái enn betur til fólks og geti tengt það út í samfélagið. ,,Tungumálakennsla er lífs­ nauðsyn­l eg og mikilvægt sam­félags­legt verkefni að bæta aðgengi að henni,“ segir Haraldur Geir Eðvaldsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú. „Mállausir atvinnu­ leitendur eru oft í erfiðleikum að finna og fá vinnu við hæfi,” segir hann. Vinnan við námsefnið er þegar hafin og mun henni ljúka á vordögum og verður tilbúið til notkunar í haust. Haraldur segir þessa vinnu hafna af gefnu tilefni: „Fólk er dreift um allan fjórðung og þá hefur okkur reynst erfitt að hafa nægilega marga í hópnum

en vegna samninga við Rannís, sem fjármagna þetta nám, ber okkur að hafa lágmarksþátttöku, yfirleitt um tólf manns. Með því að bjóða fólki að stunda námið í sinni heimabyggð með aðstoð verður vonandi auðveldara að koma náminu á koppinn,” segir Haraldur Geir Eðvaldsson.

Þróun listgreinakennslu á Austurlandi

Austurbrú, í samstarfi við Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi og SAM félagið grasrótarsamtök skapandi fólks, bauð grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi til samtals um þróun og eflingu listgreinakennslu. Haldin var vinnustofa á Skriðu­ klaustri á Fljótsdalshéraði þar sem m.a. var rætt um skapandi nálgun og rannsóknir í efni sem leiða til sjálfbærni, umhverfis og grenndar­ vitundar. Tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í lok árs 2014 en þá var haldin vinnustofa í samstarfi við LungA skólann um eflingu námstækifæra í skapandi greinum í tengslum við Sóknaráætlun 2014. „Þar komu fram ýmsir áhugaverðir punktar og hugmyndir sem vel væri hægt að þróa áfram og gætu leitt af sér öflugra listgreinakennslu á Austurlandi ef við höldum vel á

spöðunum,“ segir Hanna Christel Sigurkarlsdóttur, fræðslufulltrúi Skaftfells.

Dagar myrkurs er rótgróin austfirsk menningarhátíð

Menningarveislan austfirska „Dagar myrkurs“ var í byrjun nóvembermánaðar. Alls kyns menning var í öndvegi að venju og allir Aust­firðingar og gestir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari rótgrónu austfirsku menningarhátíð. Þetta er sannkölluð byggða­hátíð Austur­lands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt til að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu. Í fimm daga rak hver viðburðurinn annan. Listafólk lagði lóð sín á vogar­skálarnar að venju; tónlist, leiklist og myndlist var áberandi í dagskránni að venju, bílabíó, myrkrarganga, bæjargöngur og fleira. Á Dögum myrkurs var jafnframt góður tími til að heimsækja söfn og sýningar, m.a. sýninguna Festum þráðinn – samræður um útsaum spor fyrir spor, sem var í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum. Sýningin var er afrakstur rannsókna norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumi kvenna, annars vegar á Austurlandi og hins vegar í Vesterålen í Noregi.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Mörgum kann að finnast það fjarstæðukennt að mjólkurbú sé rekið inn í miðri Reykjavík. Það er samt staðreynd og er fyrirtækið Biobú nú rekið í 500 fermetra húsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Bio-Bú ehf. er fyrirtæki sem er sérhæft til vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum en það var stofnað í júlí 2002. Bio-Bú hóf sölu á lífrænni jógúrt 3. júní 2003 og hefur fyrirtækið vaxið og dafnað jafnt og þétt og eru nú starfsmenn átta talsins. Stofnendur og aðalleigendur fyrirtækisins eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson, en þau stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Faðir Kristjáns var hinn landskunni bóndi og skógræktarfrömuður Oddur Andrésson á Hálsi. .Hann var einna fyrstur bænda til að gera mikil skjólbelti á túnum sínum til að bæta gróðurskilyrðin til mælanlegs afurðauka. Mjólkin sem notuð er hjá Bio-Bú kemur núna aðeins frá tveimur kúabúum, þ.e. Búlandi í AusturLandeyjum og svo Neðra Hálsi í Kjós. Á þessum búum hefur verið stunduð lífræn framleiðsla um árabil. Þar er lögð er mikil áhersla á framleiðslu á hágæða mjólk og skiptir fóðrunin á kúnum miklu máli.

Öll framleiðsla Bio-Bús er framleidd samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Markaðsetning lífrænnar fram­ leiðslu er háð því að viðurkennd vottuna­stofa hafi annast reglu­ bundið eftirlit með öllu ferli þeirra frá ræktun og vinnslu til pökkunar í neytendaumbúðir. Vottunin tryggir að vara sem seld er undir merkjum lífrænnar framleiðslu sé framleidd samvkæmt skilgreindum kröfum. Öll framleiðsla Biobús er lífrænt framleidd og vottuð af TÚN, sem er óháð skoðunar-og vottunarstofa. Helgi Rafn Gunnarsson fram­ kvæmda­stjóri er viðskipta­fræð­ ingur að mennt en hefur starfað lengi með Kristjáni Oddsyni bónda á Hálsi. Helgi segir að fyrirtækið hafi ekki farið með himin­skautum í auglýsingum heldur aukið vörusölu sína jafnt og þétt. ,,Það sem mest hamlar aukinni afkastagetu er skortur á líf­rænum kúa­bændum, sem vilja framleiða einungis lífræna mjólk fyrir Bío-Bú. Fyrirtækið mun á næsta ári auka við vélakost sinn og tæknibúnað þannig að það getur tekið við aukningu ef nauðsynlegt hráefni fæst,“ segir Helgi Rafn. Blaða­maður Sáms fóstra getur sannarlega vitnað um gæði afurða Bio-Bús af eigin raun og hvetur fólk til að reyna sjálft. -HJ

Aðsetur Biobús er að Gylfaflöt í Grafarvogi.

RAFTÆKJASALAN

Vilhjálmur Einarsson og Jóhann Hálfdanarson, löggiltir fasteigna- og skipasalar

Hamraborg 12 | 564 1500

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

E H F

Stofnað 1941

RAFVERKTAKAR

www.raftaekjasalan.is

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI

FJARÐARBYGGÐ

Mýrdalshreppur

2

GASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR

www.rafgas.is

Pétur H. Halldórsson 856 0090


ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 82466 11/16

Bestu óskir um gleði og gæði á jólunum. STARFSFÓLK TOYOTA Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


fóstri

SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

4

Skóli án aðgreiningar er sökudólgur lélegs námsárangurs Skóli án aðgreiningar er að eyðileggja menntakerfi Íslendinga. Þetta er stór fullyrðing en ég held að hún sé samt þess eðlis að hún sé svara verð. Þetta blasir við miðað við síðurtu Písa-könnun sem er í línu við það sem ég hef haldið fram lengi um grunnskólann. Íslensku grunnskólanemendum fer mikið aftur miðað við nágrannalöndin og svo miðað við okkar eigin árangur á árum áður. Börnin sem efniviður eru ekki verri né betri en þau voru áður. Það er eitthvað annað sem hefur breyst. Það er nokkuð víst að stefnan um skóla án aðgreiningar er sökudólgurinn. Það er algerlega tilganglaust að menntamálaráðherrann komi í útvarpið í tilefni þessarar fréttar og sé að geta sér til um einhverjar allt aðrar orsakir. Íslendingar hafa reynsluna frá þeim árum sem raðað var í bekkina eftir námsgetu. Það er bara ekki hægt að kenna öllu fólki á sama hraða. Að setja saman í bekk 20 nemendur eftir slumpaðferð er að mínu viti óframkvæmanleg aðgerð eigi að vera hægt að kenna þessu fólki saman. Fólk er ekki eins þó að elítan í 101 álíti svo, en hún stjórnar of miklu í þessu samfélagi, og svo einhverjir þessir hópar úr góða fólkinu svonefnda haldi því fram. Ef þú setur saman í bekk 30 nemendur, eins og voru stundum áður fyrr í bekkjunum, sem hafa námsgetu til að vera í A- eða B-bekk, þá getur þessi bekkur komið út úr grunnskólanum með nægilega lesgetu og reiknigetu líklega upp á 80-90%. Hinn áðurnefndi 20 nemenda bekkur eftir slembiúrtakinu, kemur út úr grunnskólanum með varla ekki neina getu til neins. Nemendur í slíkum bekk sem eru kannski 50-80% af þessum fjölda. En þeim er haldið niðri af vandamálanemendunum. Þarna eru hindraðir einstaklingar, mállausir útlendingar eða jafnvel andfélagslega sinnaðir einstaklingar með stórvandamál. Þegar alvarleg agavandamál bætast við í svona bekk þá held ég að nokkuð ljóst er að þessi bekkur getur hreinlega ekki náð neinum mælanlegum námsárangri. Mér er sagt að ekki má lengur reka nemendur úr tíma því þeir séu á ábyrgð skólans inni í kennskustofunni. Hvað getur þá kennarinn gert þegar ein glæpamannsspíra gerir allt vitlaust í bekknum? Og svo er farið að gefa A, B, og C í stað tugabrotaeinkunna eins og var áður. Það er óskiljanleg ráðstöfun að mínu viti og til þess eins að fletja enn út getuleysið sem við blasir og niðuráviðsnobbið sem Einar heitinn Magnússon rektor Menntaskólans í Reykjavík rektor sagði mín eyru fyrir hálfri öld, að það væri verið væri að eyðileggja íslenska menntakerfið innanfrá. Það er auðvitað hægt að hjálpa flestum unglingum með réttum aðferðum og fortölum. Svo sem segir af Erlingi Skjálgssyni í Ólafs sögu Helga: ,,Erlingur hafði jafnan heima þrjá tigu þræla og umfram annað man. Hann ætlaði þrælum sínum dagsverk og gaf þeim stundir síðan og lof til að hver er sér vildi vinna um rökkur eða um nætur, hann gaf þeim akurlönd að sá sér korni og færa ávöxtinn til fjár sér. Hann lagði á hvern þeirra verð og lausn. Leystu margir sig hin fyrstu misseri eða önnur en allir þeir er nokkur þrifnaður var yfir leystu sig á þremur vetrum. Með því fé keypti Erlingur sér annað man en leysingjum sínum vísaði hann sumum í síldfiski en sumum til annarra féfanga. Sumir ruddu markir og gerðu þar bú í. Öllum kom hann til nokkurs þroska.“

Skíðaskálinn í Hveradölum yrði skammt sunnan jarðgangnamunnans. Skipulagsmál: Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í sumar var lögð fram tillaga að nýrri skipulagslýsingu varðandi fyrirhugað skipulag á landi við Skíðaskálann í Hveradölum undir ferðaþjónustu sem sýnir breytingu á landnotkun frá fyrri tillögum. Nánast öll uppbyggingin er á röskuðu svæði sem hefur verið nýtt sem útivistarsvæði. Samþykkt var samhljóða að ný skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulag svæðisins fari í lögboðinn feril.

Jarðgöng gegnum Hellis­ heiði fjarlægur möguleiki Jarðgöng gegnum Hellisheiði hafa verið lauslega könnuð vegna umræðna sem urðu um málið fyrir fáum árum. Engar athuganir hafa verið gerðar, en ljóst er að jarðfræðilegar aðstæður eru ekki hagstæðar. Svæðið er hluti af Hengilssvæðinu sem er mjög virkt, bæði hvað varðar jarðskjálfta og jarðhita. Líkur eru á að göngin yrðu að fara gegnum háhitasvæðið í Hveradölum. Eðlilegast virðist að hafa gangnamunna í u.þ.b. 280

metra hæð yfir sjávarmáli við Kolviðarhól og um 80 metra hæð yfir sjávarmáli undir Kömbum á móts við neðstu beygju á núverandi vegi. Göngin yrðu um 8,4 km á lengd en meðalumferð ársins á Hellisheiði er tæpir 4000 bílar, og um 800 á Þrengslavegi. Göng á þessum stað yrðu því af háum staðli hvað varðar öryggisatriði og annan búnað, svo sem loftræsingu. Slík göng við góðar aðstæður gætu kostað 6 – 8 milljarða króna.

FISKÁS ehf

En það er ekki hægt að eyða öllum tímanum frá 18 nemendum í það að tala um fyrir tveimur sem ekki láta segjast. Það hefði Erlingur aldrei reynt. Því jafnvel þó viðkomandi láti sér nú segjast í eitthvað skipti þá fer allur tíminn í að kenna þeim eitthvað meðan hinir sem eru búnir að ná þessu eru löngu búnir og bara bíða í tilgangsleysi. Sjá þetta ekki allir sem hafa verið í skóla í góðum bekk einhvernm tímann? Það eru stórskaddaðir einstaklingar innan um venjulega vel uppalda krakka sem eru vandamálið. Karen Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður hefur komið með þá hugmynd þeir agalausu nemendur sem eru að setja allt skólastarf úr skorðum í einstökum bekkjum og tefja allt skólastarf verði látnir koma með foreldri sitt eða ábyrgðarmann sínn með sér í einhverja kennslutíma. Þessi aðili hafi nemandann sinn í augsýn í einhverja tíma og geti því áttað sig á vandamálinu sem við blasir. Nú er auðvitað til þeir nemendur í svona 20 manna slembiúrtali sem koma frá brotnum heimilum eða skelfilegum vandmálaheimilum, þar sem börnin eru eftirlitslaus og afgangsstærðir. En það verður að safna þessum börnum saman í bekki því þau eyðileggja annars allt skólastarfið fyrir þeim nemendum sem geta og vilja læra. Mig minnir í allt að 30 manna bekkjum í gamla daga þar sem flestir nemendur gátu lært og gerðu það hjá afburða kennurum sem við höfðum í þá daga. En þá voru flestir kennarar karlkyns en kvenkennarar voru minnihluti. Ég viðurkenni að þeir áttu það til að taka til hendinni við mann þegar maður fór yfir strikið. Manni var fleygt út ef svo bar undir og kom svo aftur og skammaðist sín. Nú má ekki neitt fyrir einhverjum ímynduðum grillum sem gera aga óframkvæmanlegan. En þjóðfélagið okkar er beinlínis í bráðri hættu ef við getum ekki tekið á þessu vandmáli að námsárangur sé hríðfallandi í réttu hlutfalli við vandamál kennarastéttarinnar.Pisa-könnun lýgur ekki, þessar staðreyndir blasa við á línuritum hvað sem yfirvöld og kennarasamtök reyna að tala þetta niður. Ég skil kjarabaráttu kennara mætavel og þeirra vandamál sem maður heyrir um.En málið snýst líka um námsáragur. Ég gæti sjálfur engan veginn kennt við þessar aðstæður sem þeim er boðið uppá. Ég hreinlega dáist að þrautseigju þeirra því að þeir skuli yfirleitt halda sönsum við þessa aðstæður sem ég get ekki flokkað undir annað en óskynsamlegar sem ekki þurfa að vera svona vegna þess að það er hægt að gera þetta öðruvísi. Ég vil því bjóða Menntamálaráðherra Íslands til veðmáls. Við förum í síðasta bekk í grunnskóla, veljum 100 nemendur úr hverjum fjórðungi með slembiúrtaki undirbúningslaust. Við látum þá margfalda saman tvær fjögurra stafa tölur á blaði án reikningsvéla. Deila tveggja stafa tölu í sexstafa tölu. Ég skal veðja um það að meirihlutinn getur þetta ekki. Þorir menntamálaráðherrann og/eða Kennarasambandið að veðja við mig opinberlega og framkvæma þetta? Ekki þó um háar fjárhæðir, þó ekki væri nema vegna bágra kjara eldri borgara í dag. Við hinir Íslendingarnir verðum að viðurkenna staðreyndir, skóli án aðgreiningar gengur ekki upp. Halldór Jónsson verkfr.

Líkur eru á að innan fárra ára verði gerðar alþjóðlegar kröfur um að svo löng veggöng fyrir meira en 5000 bíla á dag verði í tveimur aðskildum göngum, sem þá nánast tvöfaldar þessa upphæð. Ekki er fullljóst hvaða tæknilegu vandamál væri við að glíma vegna jarðhitans, eða hvort og hvernig væri unnt að leysa þau, en jarðgangagerð við slíkar aðstæður er ekki þekkt.

- ferskir í fiskinum

Nýr þorskur, ýsa, rauðspretta, bleikja, lax og margt fleira! Dynskálum 50 | Hellu S. 546 1210 | fiskas@fiskas.is

Það vorar senn!

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Fiskbúðin er opin alla virka daga frá kl. 10-17.

Verðum með mikið úrval af trjám runnum og sumarblómum. Opið mánudaga-laugardaga frá 10-19 í allt sumar.

Kirkjulækjarkot 4 Hvolsvöllur Sími 692 5671

fóstri

– fréttablað um málefni dreifbýlis

Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími. 544 2163, netfang: halldorjonss@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími: 892 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Galtalind 1, 201 Kópavogur, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudnistefans@gmail.com, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 25.000 eintök. Dreift frá Reykjanestá austur á Fljótsdalshérað.

Kvenfélag Reyðarfjarðar hétlt stofnfund sinn 3. desember 1916. Á stofnfundinum voru 18 konur. Fyrsti formaður var kjörin Anna Stefánsdóttir, húsfreyja í Bakkagerði. Félagið var hugsað bæði sem menningar­félag og góðgerða­félag. Árið 1919 stofnaði félagið svo sérstakan sjúkrasamlagssjóð til samhjálpar í sveitar­félaginu. Sjóðurinn starfaði allt þar til sjálfstætt sjúkrasamlag var stofnað á Reyðarfirði árið 1932 en þá lagði sjóður Kvenfélagsins fram 5.000 krónur til þess úr úr sjúkrasamlagssjóði.


Samferða síðan 1927

PIPAR \ TBWA

SÍA

165029

Olís hefur allt frá stofnun kappkostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða. Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

6

Aðalfundur SSA á Seyðisfirði:

Hugað verði að uppbyggingu samgöngu­miðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll

landshlutans og gesta fyrir þrifum og rýrir þar með búsetukosti Austurlands. Leita verður lausna til framtíðar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni sem taki mið af þeirri staðreynd að stór hluti landsmanna þarf að sækja nauðsynlega þjónustu til höfuðborgarinnar með flugsamgöngum, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Hugað verði að uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll til að tryggja samþættingu allra samgangna innanlands.

Menntun á framhaldsskólastigi

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fór fram í Herðubreið á Seyðisfirði dagana 7. - 8. október sl. Samþykkt ályktana var megin verkefni aðalfundarins en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Fjórar starfsnefndir, allsherjar- og samstarfsnefnd, byggða- og atvinnumálanefnd, mennta- og menningarmálanefnd og umhverfis- og samgöngu­ málanefnd störfuðu á fund­ inum. Sú nýbreytni var á aðal­ fundinum að skilgreind voru sex áhersluatriði sem tekin verða sérstaklega til umfjöllunar í viðræðum við fjárveitingavaldið og stofnanir ríkisins á komandi vetri, en þær eru: 1) Áframhaldandi uppbygging og nýting Egilsstaðarflugvallar m.a. fyrir millilandaflug. 2) Áframhaldandi uppbygging og styrking Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Fjarðabyggð, heilsugæslunnar og annarra sjúkra­s tofnanna í lands­ hlutanum. 3) Sameiginlegar og öflugar almenningssamgöngur í landshlutanum sem styrktar verði til framtíðar. Þar með talið innanlandsflug.

4) Háhraðatengingar um allt Austur­l and með aukinni aðkomu ríkisvaldsins. 5) Efling fjarnáms í samstarfi við framhaldsskólana í lands­hlutanum og upp­bygging háskóla­­­náms og rannsóknar­starfs án tafar. 6) Lokið verði við án tafar að leggja bundið slitlag á þá hluta vega­kerfis lands­hlutans þar sem enn eru malarvegir og snúa að tengingu byggðarlaga og er Borgarfjarðarvegur þar í forgrunni nú þegar það liggur fyrir að Berufjarðarbotn mun klárast sem fyrst. Menningarverðlaun SSA 2016 féllu í skaut Smára Geirssyni fyrir framlags hans til söguritunar á Austurlandi en meðal þeirra bóka sem hann hefur ritað á undanförnum árum eru Norðfjarðarsaga II, Samstarf á Austurlandi, saga Fjórðungs­þ ings Austfirðinga 1943-1964 og Sambands sveitar­ félaga á Austurlandi 1966-2006, Sparisjóður í 70 ár, saga Sparisjóðs Norðfjarðar, Síldar­vinnslan hf., svipmyndir úr hálfrar aldar sögu 1957-2007 og Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 en sú bók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlauna. Smári vinnur nú að ritun sögu Fáskrúðs­fjarðar.

Í ályktunum aðalfundar SSA er m.a. vakin athygli á að engar ný­framkvæmdir hafa átt sér stað á Austur­landi á síðustu tveimur árum og viðhald vega verið í algjöru lágmarki. Fundurinn skoraði á Alþingi að stórauka fé til framkvæmda í samgöngumálum, þannig að stefnt verði að því að hlutfall fjárveitinga til málaflokksins verði að lágmarki 2% af vergri landsframleiðslu. Enginn einn málaflokkur er jafn þýðingarmikill fyrir landshlutann, hvort heldur er með tilliti til byggðaþróunar, atvinnumála, þ.m.t. ferðaþjónusta, heilbrigðisþjónustu eða samkeppnisstöðu.

Jarðgangagerð

Ítrekað var mikilvægi þess að tengja byggðir á Austurlandi með samgöngum til þess að rjúfa vetrareinangrun og efla framtíðarmöguleika svæðisins sem eins atvinnu- og þjónustusvæðis. Tryggja verði fjármagn til jarðganga undir Fjarðarheiði á milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, sem er forgangsverkefni í jarðgangnagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur. Þá þarf að ráðast í rannsóknir á öðrum

gangakostum, á milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð. Næstu verkefni í jarðgangagerð á Austurlandi verði göng til þess að tengja annars vegar Borgarfjörð og hins vegar Vopnafjörð við miðsvæðið.

Egilsstaðaflugvöllur – önnur fluggátt inn í landið

Fagnað var þeim mikilvægu áföngum sem náðust á síðastliðnu ári þegar komið var á markaðsþróunarsjóði og áfangastaðasjóði til stuðnings flugrekstraraðilum sem hyggja á flug til áfangastaða utan stórReykjavíkursvæðis. Hið opinbera verði að sýna í verki vilja sinn til að opnaðar verði aðrar fluggáttir inn í landið, með öflugum stuðningi. Á liðnu sumri var haldið uppi millilandaflugi á milli London og Egilsstaða og reynslan sýni að Egilsstaðaflugvöllur stendur fyllilega undir slíkri starfsemi. Skilgreina verður innanlandsflug sem almenningssamgöngur þannig að flugfargjöld verði á viðráðanlegu verði og lækkuð um helming, svo íbúar landshlutanna geti nýtt sér þjónustuna. Verðlagning dagsins í dag er þess eðlis að hún stendur eðlilegum ferðalögum íbúa

FROSTFRÍAR LAUSNIR Polarflex Pirit Pro frostfríar slöngur Slöngur með innbyggðan sjálfvirkan hitastilli sem hitnar þegar þörf er á. Tilvalin lausn þegar færa þarf vatn og frárennsli frá A til B á kuldaslóðum!

Polarflex snjóbræðslumottur Bræða klaka og snjó við snertingu þannig að svæði haldist snjólaus og klakalaus. Enginn snjómokstur, klaki eða salt!

KJARAN ehf. | Síðumúla 12-14 | 108 Reykjavík | Sími 510 5500 | kjaran@kjaran.is | kjaran.is

Aðalfundurinn hvatti stjórnvöld til að tryggja nægjanlegt fjármagn til reksturs framhaldsskóla á Austurlandi. Sérstaklega sé brýnt að ljúka við endurmat verknáms og að til hliðsjónar verði haft þjóðhagslegt mikilvægi þess. Mikilvægt er að á Austurlandi bjóðist fjölbreytt nám sem stenst samanburð við það besta sem gerist. Þá er ekki síður mikilvægt að á Austurlandi sé boðið upp á nám sem tengist þeim fjölbreyttu möguleikum sem svæðið býður upp á. Brýnt er að fundin verði lausn á stöðu þeirra nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi í tónlist á landsbyggðinni. Vakin var athygli á að verulega hallar á Austurland í háskóla- og rannsóknastarfsemi á vegum ríkisins og að flýtt verði vinnu til frumvarps til almennrar löggjafar um lýðháskóla á Íslandi í samræmi við samþykkta þingsályktun Alþingis frá 2. júní 2016. Markmið löggjafarinnar verði að gera lýðháskóla að viðurkenndum valkosti í menntun sem njóti lagalegrar umgjarðar og stuðnings hins opinbera til jafns við annað framhaldsnám. Á Seyðisfirði starfar lýðháskóli á listasviði, LungA skólinn sem hóf starfsemi árið 2014 og er eini lýðháskóli landsins. Fundurinn lýsti yfir vilja til að leita eftir samstarfi við Samtök atvinnulífsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið, um að Austurland verði tilraunaverkefni í uppbyggingu í verk- og starfsnámi. Samstarfi verði komið á í gegnum Austurbrú, Verkmenntaskóla Austurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Tilgangur verkefnisins er að standa vörð um og auka fagmenntun í verk- og starfsnámi, sem og koma á auknu framboði á lögbundnum styttri námsbrautum í starfsnámi. Nám sem hægt er að aðlaga að einstaklingnum sjálfum í tengslum við atvinnulíf og innviði Austurlands. Starfshópur um eflingu þekkingarsamfélagsins á Austurlandi beinir því til stjórnar SSA að vinna að framgangi málsins.


Falleg hönnun kviknar af góðri hugmynd. Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður hefur um árabil smíðað gripi úr áli. Hann veit að til að góð hugmynd verði að veruleika þarf að fylgja henni eftir og framkvæma. Alcoa Fjarðaál sendir landsmönnum öllum hlýjar kveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

8

Þykkvibær:

Biokraft vill reisa vindmyllugarð með 13 vindmyllum Við undirritun samnings, f.h.; Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Gestur G. Gestsson forstjóri Advania Norden, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Haraldur Hallgrímsson sölustjóri hjá Landsvirkjun.

Advania fær orku frá Landsvirkjun vegna gagnaversins á Fitjum Advania er öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki með starfsemi á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi. Um 1.000 manns starfa hjá fyrirtækinu, á 20 starfsstöðvum. Advania rekur gagnaver á Steinhellu í Hafnarfirði og á Fitjum í Reykjanesbæ. Advania. stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins, með 2.500 fermetra gagnaver á Fitjum í Reykjanesbæ. Stærsti ein­staki viðskiptavinur gagnaversþjónustu Advania er Opera Software, en um 230 milljón viðskiptavinir fara í gegnum búnaðinn sem hýstur er í gagnaverinu. Forgangsmál er hjá fyrirtækjum um allan heim að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í sinni upplýsingatækni. Advania getur boðið græna orku vegna samninga við Landsvirkjun. Landsvirkjun og Advania hafa undirritað samning um afhendingu á rafmagni til gagnavers Advania

á Fitjum. Samningurinn gerir Advania kleift að halda áfram að tryggja vöxt gagnaversreksturs fyrirtækisins og hefst afhending samkvæmt samningi fyrir árslok 2016. Orkan verður afhent úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar. Landsvirkjun á og rekur 16 aflstöðvar, þar af 14 vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur. Sem stendur er Landsvirkjun að reisa nýja jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum á Norðausturlandi og einnig standa yfir framkvæmdir við stækkun vatnsaflsvirkjunar við Búrfell á Suðurlandi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það sé ánægjulegt að fá Advania í viðskiptavinahóp Landsvirkjunar. Á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir rekstur gagnavera og undanfarin

ár hefur Landsvirkjun unnið að því að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver. Góður vöxtur Advania og annarra gagnaversfyrirtækja á Íslandi byggist á hagstæðum og öruggum orkusamningum til langs tíma, samkeppnishæfu umhverfi og samvinnu hagsmunaaðila í greininni hér á landi. „Umfang Advania á gagnaversmarkaði hefur vaxið mjög á undanförnum árum og stór verkefni eru í farvatninu fyrir komandi misseri,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania Norden. ,,Aðgengi að orku er einn mikilvægasti þátturinn í rekstri gagnavera og því er það okkur mikil ánægja að gera þennan samning við Landsvirkjun sem við teljum að styrki getu okkar til að þjónusta fleiri alþjóðlega viðskiptavini í framtíðinni.“

Fyrirtækið Biokraft ehf. hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Framkvæmdin felst í því að reisa 13 vindmyllur í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, sem verði allt að 149 metra háar. Biokraft var stofnað af Steingrími Erlingssyni árið 2012 og 27. júlí 2014 gangsetti fyrirtækið tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Fyrirtækið hyggst reisa 13 vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar vindmyllu yrði allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu væri 149 metrar. Fyrrtækið Siemens hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og er talið að skamman tíma þurfi til að reisa þær fáist til þess tilskilin leyfi. Í Þykkvabæ hefur meðalframleiðsla vindmyllanna frá upphafi verið 42% að meðaltali og iðullega 50 %, sem bendir til að þar séu mjög hentugar aðstæður til raforkuframleiðslu. Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki er skoðaður á Íslandi,“ segir í matsáætluninni. Virkjunarsvæðið nefnist núna Vindaborg, áður Djúpárvirkjun, og er um 357 hektarar að stærð, staðsett rétt um 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, við svokallaða Austurbæjarmýri. Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn. Vindmyllurnar tvær sem búið er að reisa eru hvor um sig 53 metrar á hæð með 44 metra vænghaf og hæsta hæð spaða í toppstöðu er 74 metrar. Vindmyllurnar eru 600 KW hvor og árleg orkuframleiðsla þeirra er 4 – 4,5 GWst. Nýju vindmyllurnar yrðu um sexfaldar að afli hver mylla. Um yrði að

ræða framkvæmd sem hefur veruleg áhrif á orkubúskap í landinu og gæti haft afgerandi áhrif á raforkuframleiðsluna. Hið nýja vindmylluverkefni er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þessi tillaga að matsáætlun er fyrsta skrefið í matsferlinu. Öllum er heimilt að gera athugasemdir við tillöguna en þær þurftu að berast eigi síðar 14. október sl. til Skipulagsstofnunar. Í matsáætluninni segir að Biokraft sé ungt fyrirtæki sem hefur það að markmiði að vera leiðandi í nýtingu vindorku á Íslandi og stuðla að sköpun nýs iðnaðar sem bæði byggir á þjónustu við vindorku og þekkingu íslenskra fræðimanna á vindmyllum.

Íbúar í Þykkvabæ mótmæla

Nokkrir íbúar í Þykkvabænum hafa gagnrýnt harðlega hugmyndir fyrirtækisins Biokraft um uppbyggingu vindmyllugarðs á svæðinu og hafa fundað um það. Jón Þórarinn Magnússon á Bala í Þykkvabæ segir forsvarsmann fyrirtækisins hafa reynt að fá sig á band fyrirtækisins með landaskiptum og lægra rafmagnsverði.

Núverandi vindmyllur í Þykkvabænum.

„Forsvarsmaðurinn Steingrímur Erlingsson gaf mér vel undir fótinn með að við gætum haft hag af því að hafa landaskipti og bætti því við að ég myndi hafa mikinn hag af því. Einnig bauð hann mér miklu lægra rafmagnsverð, yrði vindmyllugarðurinn að veruleika,“ segir Jón Þórarinn sem hefur gagnrýnt áformin á opnum fundi með íbúum þar sem hann hafi átt land sem þurfti að kaupa. Engin lög eru til um vindorkubú sem þessi og þurfa framkvæmdirnar ekki að fara í gegnum umfjöllun í rammaáætlun en það er álit Orkustofnunar að vindorka falli ekki undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Undir þau lög falla aðeins jarðhiti og fallvötn. Gyða Árný Helgadóttir, íbúi í Þykkvabæ, segir fyrirhugaðar framkvæmdir rýra lífsgæði íbúanna sem og lækka verð fasteigna þeirra. „Það er of mikið í húfi hér og ávinningur sveitarfélagsins er ekki mikill. Það er enginn fjöldi manns sem mun vinna við þessar vindmyllur og einnig er bæði hljóð- og sjónmengun af þessu. Hér eru mikil víðerni og langt í næstu fjallgarða og því munu 150 metra háar vindmyllur breyta ásýnd þessa svæðis sem ferðamannasvæðis,“ segir Gyða Árný.


Velkomin á Svefnloftið! Svefnloftið er spennandi deild í Rúmfatalagernum Svefnloftið sérhæfir sig í gæðarúmum á góðu verði. Sofðu skynsamlega Það er afar skynsamlegt að sofa í góðu rúmi en ekki að borga of mikið fyrir það. Svefnloftið er með eitt breiðasta dýnuúrval landsins, allt frá ódýrum til hágæða skandinavískra heilsurúma með 25 ára ábyrgð og 100 daga skilarétti.

Við erum sérfræðingar í rúmum. Láttu sérfræðingana okkar aðstoða þig við að finna rétta rúmið.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

10

,Krafa að engar breytingar verði gerðar á framtíð Reykjavíkurflugvallar“ - segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Framsækinn sauðfjársamningur Fyrr á árinu skrifuðu bændur og stjórnvöld undir framsækinn tímamótasamning um að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi. Alþingi klóraði svo í samninginn áður en þingi lauk fyrir kosningar í október og Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur staðfest með undirskrift sinni, búvörulögin og þar með nýjan búvörusamning. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem skorað var á forsetann að synja lögunum staðfestingar og þar með vísa þeim til þjóðarinnar til staðfestingar eða synjunar. Aðstandendur undir­ skriftasöfnunar­innar töldu ótækt að með nýjum búvörusamningi væri verið að binda hendur þings og þjóðar næstu tíu árin. „Samninga­menn bænda komu að borðinu sl. haust, nestaðir með sam­þykktum síðasta aðalfundar L a n d s ­s a m t a k a s a u ð ­f j á r ­b æ n d a , m.a. um að auka vægi gæða­stýr­ ingar og koma á þrepaskiptum b ý l i s ­s t u ð n i n g i , sér­­stakan grænan áherslupakka ásamt vel undir­ byggðri greiningu á gildum greinar­ innar og markaðs­ tækifærum sem bíða þess að verða gripin,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson. „Eðlisbreytingar á greiðslum samkvæmt nýja samningnum miðað við framangreint eru litlar og ótti við stórkostlega offramleiðslu því ástæðulaus. Þó hefur hans orðið vart hjá bændum og því vert að benda á að settir eru ýmsir varnaglar í samninginn, ekki síst í tengslum við endurskoðunarárin 2019 og 2023.

Sóknarfæri íslenskrar sauðfjár­ ræktar liggja ekki í því að framleiða meira, enda er hvergi gert ráð fyrir framleiðsluaukningu í nýju samningunum og hreinlega slegnir varnaglar við fjölgun fjár, eins og áður er vikið að. Hins vegar er gert ráð fyrir því að auka verðmæti þess sem þegar er framleitt. Þeir eru til sem halda því fram að opinber stuðningur við sauðfjárrækt standist ekki alþjóðalög ef hluti framleiðslunnar er fluttur út. Þetta er misskilningur og engin eðlisbreyting er hvað þetta varðar í nýja samningnum miðað við þann gamla. Það hefur verið skoðað.“

Aldrei jafn opið ferli

Þórarinn segir að aldrei hafa búvörusamningar verið unnir í jafn opnu ferli og nú. Aldrei fyrr hefur verið stoppað á miðri leið til að kynna bændum stöðu mála á opnum fundum, setjast niður með stjórnmálamönnum og fulltrúum

launþega- eða neytenda. Aldrei fyrr hafa samningar verið gerðir undir dynjandi hljómfalli umræðu á samfélagsmiðlum. „Bæði neytendur og bændur munu hagnast á þessum samningi. Við bændur eigum að bera höfuðið hátt og axla af festu þá ábyrgð sem á okkur er lögð. Það er okkar að skila blómlegri íslenskri sauðfjárrækt til næstu kynslóðar. Önnur framtíðarsýn hugnast mér ekki“.

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 7.september sl. var eftirfarandi bókun gerð og samþykkt samhljóða. ,,Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar SSA frá 18. ágúst sl., þar sem lýst er yfir gríðarlegum vonbrigðum með þann farveg sem hið opinbera hefur sett á málefni innanlandsflugvallar í Reykjavík. Samhliða þessum afdrifaríku ákvörðunum, hafa yfirvöld ekki lagt fram neina áætlun eða stefnu um það hvernig tryggja eigi öryggi og heilsu íbúa á Austurlandi og um land allt. Það er skýlaus krafa að úr því verði bætt.“

Flugsamgöngur og Reykjavíkur­ flugvöllur

Líklega eru engir Íslendingar eins háðir öruggum flugsamgöngum og tilvist Reykjavíkurflugvallar til náinnar framtíðar og Austfirðingar. Á síðasta þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var samþykkt einróma áskorun um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni enda hafi Reykjavíkurborg skyldur sem höfuðborg hvað varðar þjónustu við landsbyggðarbúa hvað snertir viðskipti við stjórnsýslu landsins. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir Austfirðinga mjög ákveðna þeirra skoðana, krafna, að engar breytingar verði á framtíð Reykjavíkurflugvallar og oft hafi verið bókaðar samþykktir þar að lútandi. ,,Við þurfum að sækja mjög stóran hluta af þjónustunni til Reykjavíkur og nágrannabyggðanna. Það er ekkert óeðlilegt að sumt af þessari þjónustu sé staðsett þar en þá þarf aðgengið líka að vera í lagi. Það er verið að tala um að byggja upp háskólasjúkrahús í nágrenni flugvallar en ef hann verður ekki þar sem hann er í dag getum við allt eins staðsett það hátæknisjúkrahús einhvers staðar annars staðar. Við höfum hins vegar ekkert ályktað um það hvort nýtt sjúkrahús eigi að vera við Hringbraut eða einhvers staðar annars staðar, en ég er sammála því að það eigi að drífa sig í þessa framkvæmd sem allra fyrst. Það væri hins vegar mjög misráðið að byrja enn eina úttektina á hátæknisjúkrahúsi en skiljanlega verður aldrei einhugur um staðsetninguna,“ segir Björn Ingimarsson.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Björn Ingimarsson.

Vegur um Öxi á samgöngu­áætlun Vegamál hafa einnig verið Austfirðingum hugleikinn og telja þeir að þar megi gera mun betur á Austfjörðum. Bollaleggingar hafa m.a. verið um það hvort þjóðvegur-1 eigi að liggja með ströndinni frá Egilsstöðum niður á firði eða um Öxi eða jafnvel um jarðgöng gegnum Öxi. ,,Við höfum alltaf lagt áherslu á það að vegur um Öxi komi inn á samgönguáætlun og það hefur Alþingi loks afgreitt. Það er búið að hanna veglínuna sem er gert á skynsamlegum nótum, en þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur, en þarna er verið að tala um 70 km styttingu í vegalengd miðað við að fara um firðina. Það skiptir máli fyrir flutningsaðila hér fyrir austan, en ég hef ekki trú á því að það skipti miklu fyrir ferðamenn enda fer ferðamaðurinn á þá staði sem hann hefur áhuga á að skoða, burtséð frá vegalengdinni og ferðamenn munu ekki hætta að fara veginn um firðina þótt nýr vegur komi um Öxi. Fyrir Djúpavogsbúa

er nýr vegur um Öxi t.d. mikil búbót hvað varðar tengingu við Egilsstaðaflugvöll. En hér er eining um að næstu jarðgöng verði gegnum Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða en áfram verði unnið að því að tengja saman firðina, að framtíðarsamgöngur um svæðið verði um jarðgöng.“

Alþýðulista­garður

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningarog íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljóts­dals­ héraðs um gerð útilistaverks og alþýðulistagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum. Af því tilefni var samþykkt tillaga í bæjarstjórn þar sem segir að mótuð verði stefna um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum, svo sem Lómatjarnargarðs og Skjólgarðs, auk annarra svæða sem ástæða þykir að falli undir slíka vinnu. Litið verði til uppbyggingar á sérstökum alþýðulistagarði.


Frumkvöðull í hagnýtingu á vindorku á Íslandi.

FAGPORT Traustur byggingaverktaki í áratugi Guðmundur Hjaltason, byggingameistari Sími 893 0003

Biokraft ehf | Bárugötu 4 | 101 Reykjavík.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

12

Margt var rætt á ráðstefnunni á Breiðdalsvík. /mynd; Byggðastofnun.

Byggðaráðstefnan 2016 á Breiðdalsvík var árangursrík Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stóð að ráðstefnunni sem var haldin um miðjan septembermánuð sem var ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan var

haldin á Breiðdalsvík er það gert til að veita þátttakendum innsýn í lífskjör heimamanna og áskoranir og tækifæri sem þeir standa frammi fyrir. Á fyrri degi ráðstefnunnar var gefin yfirsýn yfir stöðu og þróun í byggða- og atvinnumálum landsbyggðanna. Kynntar vvoru nýlegar rannsóknir á þróun menntamála, atvinnuhátta sjávarbyggða, ferðaþjónustu,

stóriðju og síðast en ekki síst á viðhorfum ungs fólks og brottfluttra kvenna. Þá sagði Laila Kildesgaard sem er framkvæmdastjóri svæðis­ sveitarfélagsins Borgundarhólms, frá því hvernig unnið hefur verið að því að snúa vörn í sókn á eyjunni sem hefur sem danskt jaðarsvæði og hefur þurft að glíma við svipaðar áskoranir og íslenskar landsbyggðir. Á seinni degi ráðstefnunnar var sjónum

síðan beint að sóknarfærum til jákvæðrar framþróunar. Kynnt voru árangursrík þróunarverkefni og tækifæri. Rúmlega hundrað manns mættu og gerðu góðan róm að erindum og ávörpum. Í ávarpi Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra Byggðastofnunar kom m.a. fram að staða ungs fólks er ekki bara mikilvægt byggðamál heldur grundvöllur þess að Ísland verði samkeppnishæft samfélag. Staða ungs fólks hefur versnað á undanförnum árum, bæði hvað varðar launaþróun og húsnæðismál. Íbúðarverð í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað mun minna frá árinu 2010 það eiga landsbyggðirnar að nýta sér sem sóknarfæri til að laða til sýn ungt fólk en meira þarf vitaskuld að koma til. Innviðir þurfa að vera í lagi, gagnaflutningsleiðir þurfa vera greiðar um allt land ekki síður en vegasamgöngur. Í tengslum við vinnu við gerð nýrrar byggðaáætlunar verða settar fram sviðsmyndir af mögulegri búsetuþróun á Íslandi árið 2030.

Önnur athyglisverð erindi voru m.a.; • Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga: Breytingar á atvinnuháttum sjávarbyggða á Íslandiraundæmið Húsavík. • Arnar Þór Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: Viðhorf til ferðaþjónustu: Ólíkir staðir ólík sýn. • Hjalti Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: Stóriðja á Austurlandi og lýðfræðileg þróun á rekstrartíma. • Margrét Gauja Magnúsdóttir,

Stjórn og starfsfólk Síldarvinnslunnar hf. sendir öllum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Þekkingarsetrið Nýheimar: Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni. • Stefanía Gísladóttir, Landsbyggðin lifi: Búsetuskilyrði ungs fólks. • Sigrún Blöndal, formaður SSA: Framhaldsskólamenntun í heimabyggð. • Kristín Ágústsdóttir, Náttúrustofa Austurlands: Náttúrustofur velheppnuð byggðaaðgerð sem tryggir fjölbreytt störf fyrir ungt fólk á landsbyggðinni. • Unnar Geir Unnarsson, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Sviðslistir á Fljótsdalshéraði, atvinna eða afþreying? Jóna Árný Þórðardóttir, Austurbrú fjallaði um innanlandsflug sem almenningssamgöngur. ,,Ein af stóru áskorunum í byggðaþróun eru samgöngumál. Einn samgöngumáti sem átt hefur verulega undir högg að sækja undanfarin ár er innanlandsflug. Það er ekki af því að ekki sé hægt að fljúga út um koppa og grundir heldur er kostnaður við þennan samgöngumáta gríðarlegur og notendahópurinn sem stendur undir þessum kostnaði minnkar og minnkar þegar verðið hækkar. Í dag er það svo að flugfar farþega til Reykjavíkur frá Egilsstöðum og heim aftur kostar 54.000 ef fyrirvarinn er stuttur. Í dag geta tveir farþegar komist til London frá Keflavík fyrir sömu fjárhæð. Það er því skiljanlegt að krafan um raunhæfar lausnir um endurskilgreiningu á innanlandsflugi sem almennings­ samgöngumáta sé hávær,“ sagði Jóna Árný Þórðardóttir.


FRÁBÆRAR EIGNIR með góða staðsetningu

bygg.is

Lundur 5

Fossvogsdalnum í Kópavogi

ið Skoðngar i teiknygg.is b á

Glæsilegt álklætt fjölbýlishús með sjávarútsýni. Ein besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu. • Stærðir 120-194 fm. • Bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgja öllum íbúðum.

Langalína 20-26 Sjálandi í Garðabæ Glæsilegt álklætt fjölbýlishús með sjávarútsýni. Ein besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu. • Stærðir 92-185 fm.

S teikkoðið á byningar gg.i s

• Bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgja öllum íbúðum.

ið Skoðngar i teiknygg.is b á

Lundur 25

Fossvogsdalnum í Kópavogi Glæsilegt álklætt fjölbýlishús með sjávarútsýni. Ein besta staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu. • Stærðir 111-179 fm. • Bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgja öllum íbúðum.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA

REYNSLA

FAGMENNSKA

METNAÐUR

Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

EHF

Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31

Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

14

Ýmsar bygginga­ framkvæmdir á Hellu Þykkvibær er talið elsta sveita­ þorp á Íslandi og mun hafa verið um aldir eina sveitaþorpið. Það skýtur því skökku við að þar hafi aldrei verið rekið hótel eða gistiheimili. Nú stendur það til bóta. Í Norður-Nýjabæ er verið að breyta og byggja við eldri fjósbyggingu á bænum og er fyrirhugað að þar verði 18 tveggja til þriggja manna gistiherbergi með baði og sérinngangi. Þarna verður einnig matsalur, setustofa og móttaka ásamt heitum potti fyrir hótelgesti. Ábúendur áforma að opna gististaðinn í mars 2017.

Lundur á Hellu

Til sveitarfélagsins Voga komu 22 tonn.

Framkvæmdir ganga nokkuð vel við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lund á Hellu, en þar er verið að stækka um tæpa 700 fermetra. Þar verða 8 ný rúmgóð Stjórnsýslan á Hellu. Sorp­brennari við herbergi og góð aðstaða til að sinna heilabiluðum. slátur­húsið Sláturhúsið á Hellu óskaði Við þessa stækkun verða lögð niður þau tvíbýli sem fyrir eru sem ný lega eftir stöðuleyfi fyrir eru 6 herbergi, þeim verður breytt sorpbrennara á lóð sinni við Sveitarstjórn í einbýli og verður sláturhúsið. því fjölgun um 2 Rangárþings ytra staðfesti álit hjúkrunarrými að skipulagsnefndar um að hafna f r a m k­ v æ m d ­u m erindinu og leggur til að tiltekinni loknum. Reiknað starfsemi verði frekar fundinn er með að nýja staður á lóð sorpstöðvarinnar álman verði á Strönd, og sótt verði um tekin í notkun í byggingarleyfi í stað stöðuleyfis. Ræða á við umsækjanda um ársbyrjun 2017. framtíðarstaðsetningu brennarans. Ljóst er að starfsemi sem þessi er ekki æskileg í næsta nágrenni við byggð eða ferðamannastaði sem eru í nágrenninu.

Í Þykkvabæ.

FitnessBox ími frír Alltaf hægt að byrja og

prufut

það í boði vegna þess að ðal þess besta sem er me er ið. fið þol ker og nga fið æfi ker Fitness box æfing fyrir hjarta í heild og er fullkomin styrkjast. og t hát n gða lbri æfir allan líkamanninn hei á st þeim sem vilja grenna Fitness box hentar vel Boxing) jálfun (Cardio Aerobic rslu á þol og styrktarþ nig í boði ein eru ar tím ir ytt Fitness boxið leggur áhe lbre ngum og léttu boxi. Fjö artímar með eigin þyngdar æfi kraftmiklir skorpuþjálfun og ar tím ðva stö og s samhliða ein l Training). (High Intensity Interva

skeið

Nýtt nám

núar hefst í ja

UnglingaBox

Styrkur - Úthald - Sjálfsö ryggi Ásamt því að fara í undirstöðuatriðin eru tímar brotnir upp með fjölbreytilegum og skemmtilegum æfingum. Hjá Hnefaleikaféla ginu ÆSIR viljum við leggja mestu áher slu á hópefli og lífsleikni hjá unglingunum. Í unglingaboxinu æfa saman þeir sem er byrjendur og lengra komnir, en þeir sem vilja keppa eru í unglinga keppnishóp. Unglingar keppa í Diploma boxi sem leggur meir a upp úr tækni og eru mýkri gerð hnefaleika.

Sértækur byggða­kvóti hefur reynst vel sem byggðafestuaðgerð Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur út­hlutað alls 11.257 tonnum í sértækan og almennan byggða­kvóta en ráðstöfunin byggir á þingsályktun 38/145, 2015-2016. Sértækur byggðakvóti Byggða­stofnunar eykst um 15%, eða 733 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 5.634 tonn fiskveiðiárið 2016/2017. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hefur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð. Aukningin rennur til sjö sjávarbyggða og hefur Byggða­ stofnun auglýst eftir sam­starfs­ aðilum um nýtingu við­bótar­afla­ heimilda á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri í Ísafjarðarbæ, á Raufar­ höfn í Norðurþingi og Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi. Markmiðið með þessu er að stuðla að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og ná þannig að skapa og viðhalda sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum.

Almennur byggðakvóti

Almennur byggðakvóti fisk­ veiði­árið 2016/2017 nemur alls

RÚLLUBINDING OG PÖKKUN JARÐVINNSLA - SÁNING HAUGDREIFING - MOKSTUR OG FL. Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

S. 699 1766 & 487 5399 BUBBIIRIS@SIMNET.IS

DRAFNARSANDI 6, 850 HELLU

Gallery Pizza H n e f a l e i k a s t ö ð i n | V i ð a r h ö f ð a 2 v / S t ó r h ö f ð a | 1 1 0 R e y k j a v í k | 5 7 8 6 0 6 0 | b o x @ b o x . is

5.623 tonnum, sem eru 4.398 þorskígildistonn. Byggða­kvótinn dregst saman um 1.264 þorsk­ ígildistonn frá fyrra fiskveiðiári, sem er samdráttur uppá rúm 22% en lækkunin skýrist m.a. af aukningu til sértæks byggðakvóta og loðnubrests. Alls er byggðakvóta úthlutað til 31 sveitarfélags og í þeim fengu 45 byggðarlög úthlutun. Úthlutun byggðakvótans byggir á talnaupplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botn­ fiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2006/2007 til fisk­veiði­ársins 2015/2016. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá tvö byggðarlög það hámark, Djúpivogur og Flateyri. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá 7 byggðarlög þá úthlutun. Á svæðinu frá sveitarfélaginu Garði í vestri austur um til Mjóafjarðar er úthlutunin eftir­ farandi í tonnum: • Garður 87 • Sandgerði 46 • Vogar 22 • Þorlákshöfn 103 • Eyrarbakki 16 • Stokkseyri 15 • Höfn í Hornafirði 30 • Djúpivogur 300 • Breiðdalsvík 90 • Stöðvarfjörður 154 • Mjóifjörður 15

Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

15

Nýtt aðalskipulag Bláskógabyggðar:

Umhverfisbætur nauð­ syn­legar við Geysi ,,Búist er við 3 milljón ferða­ mönnum til landsins árið 2025. Af þeim munu 2,1 milljón heimsækja Geysi, varlega áætlað, um 12.000 manns á dæmigerðum sumardegi í 150 hópferðabifreiðum og 1.500

þessa umferð við Flúðaveginn eða Einholtsveginn. Framtíðarlausnin er að setja upp aðal bílastæði fyrir ferðamenn, þ.e. rútur og bílaleigubíla, í hæfilegri fjarlægð frá hverasvæðinu.

fer fyrir Geysissvæðinu á stóra aðal­skipu­lagskortinu. Þar sem nú­verandi umferð að Geysi liggur að miklu leyti að Gull­fossi og síðan að verulegu leyti aðra leið til baka, má reikna með að umferða­ þunginn um tengi­veginn verði nánast tvöfaldur þess sem nú er um Biskupstungnabraut, og lega þessara tveggja vega er þannig að samanlögð hávaðamengun frá þeim verður veruleg. Þessir tveir vegir munu skera Almenning, sem er númer 737 á náttúruminjaskrá, nánast alveg frá náttúruperlunum Geysi og Haukadal, en í dag mynda þessi svæði eina heild. Þar er þörf á tveim stórum ræsum yfir Almenningsá þar sem hún liðast fallega um Almenning. Tengivegurinn er í raun skammtímalausn vegna þess að ferðamannafjöldinn getur átt eftir

að aukast verulega sé horft til lengri tíma en til 2025 og bílastæðin á hótelsvæðinu munu þá miklu meira en yfirfyllast, en þau eru þegar nánast sprungin. Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir munu aftur á móti hafa mjög neikvæð og óafturkræf áhrif um alla framtíð. Forsendur vegaframkvæmdanna munu verða brostnar áður en vegurinn verður tekinn í notkun.“

Betri og skynsamlegri lausn á skipulaginu til frambúðar

,,Mjög auðvelt er að leysa málið á einfaldari hátt en gert er ráð fyrir í tillögunni, og með nánast engum þeim neikvæðu áhrifum á náttúruna sem fram koma í skipulagstillögunni með því að nýta það vegakerfi sem fyrir er. Það yrði því óþarfi að skera í sundur umhverfi Geysis og stórskemma ásýnd náttúrunnar með stofnvegum og tengivegum. Í stórum dráttum er lausnin þessi: • Sett verði upp bílastæði og þjónustumiðstöð í nokkurri fjarlægð frá Geysi, t.d. nærri vegamótunum við Kjóastaði. • Aðkoma að bílastæðinu yrði um Flúðaveg / Einholtsveg, en ekki frá þjóðveginum sem liggur um

hlaðið við Geysi. • Frá bílastæðinu yrði gestum ekið milli bílastæðisins við Gamla-Geysi og hinnar nýju þjónustumiðstöðvar. Frá litla bílastæðinu við Gamla-Geysi væri gengið um hverasvæðið. • Í stað þess að aka með ferðamenn að Geysi um Biskupstungnabraut eins og nú, væri að jafnaði ekið þangað eftir Bræðratunguvegi og síðan haldið áfram norður Einholtsveginn eða Flúðaveginn, en báðir þessir vegir lægju að nýja bílastæðinu og þjónustumiðstöðinni. Skógurinn í Haukadal, Geysir og Almenningur mynda órjúfanlega heild sem er ein fegursta náttúruperla Íslands. Það er því mikilvægt að náttúrunni verði ekki spillt með vanhugsuðum aðgerðum eins og hafa verið í tillögum að nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Vinur er sá er til vamms segir. Ég hef verið staðkunnugur í Haukadal í marga áratugi og þykir vænt um náttúruna á þessu fagra landsvæði. Með nýrri hugsun er unnt að ná nánast sama markmiði, og gott betur, en ætlunin var með breyttu aðalskipulagi, en á mun vistvænni hátt. Látum skynsemina ráða og hlífum náttúrunni!,“ segir Ágúst H. Bjarnason.

Geysir í Haukadal hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, innlendna sem erlenda.

fólksbílum. Bílastæðin við Geysi eru þegar orðin of lítil og anna ekki hlutverki sínu. Ferðamenn eru farnir að leggja bifreiðum sínum meðfram þjóðveginum þegar stæðin eru yfirfull. Vandamálið fer vaxandi,“ segir Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingur. ,,Breyting á vegakerfinu sam­kvæmt tillögu að aðal­skipulagi Blá­skóga­byggðar yrði dýr fram­ kvæmd. Vegastæði liggur að miklu leyti yfir votlendið sem er á náttúru­minja­skrá, þörf er á brú yfir Tungu­fljótið ásamt tveim brúm eða ræsum yfir Almenningsá þar sem hún liðast fallega um votlendið. Nú þegar er unnt að komast að Geysi og Gullfossi um tvo aðra vegi, Flúðaveginn og Einholts­ veginn. Einholtsvegurinn er með bundnu slitlagi nema örstuttur kafli og Einholtsveginn mætti bæta með bundnu slitlagi. Umferð vegna Kjalvegar er sífellt að aukast og smám saman er verið að byggja veginn upp og klæða með bundnu slitlagi. Best fer á því að tengja

ISAVIA uppfærði nýlega spá sína frá árinu 2015 um fjölda ferðamanna til landsins og spáir nú 1.730.000 ferðamönnum árið 2016. Spár gera ráð fyrir að þessi fjöldi tvöfaldist á næsta áratug, þ.e. fram til ársins 2025. Varlega áætlað má því reikna með þremur milljónum ferðamanna til landsins árið 2025. Talið er að um 70% erlendra ferðamanna fari Gullna hringinn, eða Þingvelli-Geysi-Gullfoss. Það liggur í augum uppi að það veldur algjörri ringulreið að beina öllum þessum fjölda á bílastæðin við hverasvæðið. Í stað þess að upplifa íslenska náttúru og friðsældina gæti reynsla ferðamannanna orðið skelfileg, orðspor staðarins gæti hrapað og um leið landsins sem ferðamannastaðar.“

Umhverfisbætur nauðsynlegar

,,Kynnt hafa verið drög að nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð er mjög stórt sveitarfélag þannig að lítið

Úrklippa úr korti sem fylgir tillögu að nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Færðar hafa verið inn athugasemdir og breytt lit á tengiveginum sem var ekki nægilega áberandi, þrátt fyrir að umferðarþungi þar verði jafnvel meiri en á Biskupstungnabraut. Tengivegurinn er rauður. Litlu gulu örvarnar eiga að gefa umferðarþungann til kynna. Bláa strikaða veglínan er núverandi vegur.

Endurbætur hafnar á Mjólkur­ búi Ölfusinga í Hveragerði Framkvæmdasjóður ferða­ manna­staða úthlutaði í vor Hvera­ gerðis­bæ 2,9 milljónum króna til upp­byggingar í Hvera­garðinum. Þar

voru áform uppi um gerð goshvers og tilgátuhúss en goshverinn fór í gang í byrjun sumars. Það var Árni Páll Árnason, leikmyndahönnuður,

sem vann að þessu verkefni með Davíð Samúelssyni, ráðgjafa bæjarins. Vonir stóðu til að aðsókn að garðinum mundi enn aukast með þessum áformum, en gestir á árinu 2015 voru um 22.000 talsins. Minjastofnun Íslands hefur einnig samþykkt 500 þúsund króna styrk úr Húsfriðunarsjóði til Hveragerðisbæjar til nýsmíði og viðgerðar á gluggum í Mjólkurbúi Ölfusinga, Breiðamörk 26. Hveragerðisbær hefur eignast Mjólkurbúið að fullu og þegar verður hafist handa við viðgerðir og endurbætur á þessu sögufræga húsi sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni. Húsið er eitt elsta hús bæjarins, byggt árið 1929, með ríka sögu og tengingu við upphaf byggðar í Hveragerði. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2016 er

Séð til Hveragerðis úr Kömbunum.

gert ráð fyrir 10 milljónum króna til viðgerðar utanhúss á húsinu og því er styrkur Minjastofnunar vel þeginn. Vel gekk í vor að úthluta lóðum á Grímsstaðareitnum, en í fyrstu var úthlutað þremur lóðum fyrir 6 íbúðir á reitnum. Byggingarframkvæmdir hófust á reitnum í sumar. Fleiri óbyggðar lóðir eru á reitnum en umráð yfir þeim er á hendi einkaaðila. Því

eru þær ekki lausar til umsóknar. Á reitnum eru nokkrar lóðir, sem nýttar eru sem ylræktarlóðir. Sú starfssemi er víkjandi en þó er heimilt að viðhalda húsunum og vera þar áfram með garðyrkju og ylrækt á meðan viðkomandi lóðarhafar vilja það. Það er í fullri sátt við bæjarfélagið. Eins og er þá er ekki mikið framboð af lóðum í Hveragerði.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

Traustur fjárhagur Hveragerðisbæjar - fjárfest fyrir 300 milljónir króna á árinu

sl. kom fram að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2016 er unnin með það að markmiði að íbúum Hveragerðisbæjar verði tryggð besta mögulega þjónusta og að reynt verði eftir fremsta megni að halda álögum í sem bestu samræmi við það sem gerist í samanburðarsveitarfélögum.

Íbúum fjölgar hratt

Í Hveragerði eru mörg öflug fyrirtæki en einna þekktast er Kjörís.

Á árinu 2016 er álagningar­ prósentum í Hveragerði haldið óbreyttum frá fyrra ári og gjaldskrár munu velflestar hækka um 2% milli ára sem er í samræmi við verðlagsþróun síðastliðinna 12 mánuði. Fjárfest verður fyrir nærri 300 milljónir króna á árinu 2016 og ber þar hæst byggingu nýs leikskóla. Til að mæta þörf

fyrir nýjar byggingalóðir er gert ráð fyrir landakaupum á árinu en íbúum í Hveragerði fjölgar nú langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Skuldahlutfall bæjarins verður 106% í lok árs 2016. Í umræðu um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2016 sem samþykkt var á fundi bæjar­stjórnar þann 10. desember

Íbúum fjölgaði umtalsvert á síðasta ári og eru samkvæmt síðustu tölum 2.448 en voru 2.383 í lok árs 2014, er það fjölgun um 2,7%. Úthlutun lóða hefur gengið vel á árinu og hefur nokkur fjöldi nýrra íbúða verið tekinn í notkun og fleiri eru í farvatninu. Vonast bæjarstjórn til að áfram fjölgi í bæjarfélaginu á næstu misserum. Heildartekjur Hveragerðisbæjar þ.e. tekjur samstæðu (aðalsjóðs, A- og B-hluta) munu nema alls kr. 2.272 milljónum króna fyrir árið 2016 en . Rekstrargjöld og reiknaðar afskriftir samstæðu verða um 2.092 milljónir króna. Niður­ staða samstæðu án fjármagns­liða er því jákvæð um 180 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 148 milljónir króna og

FE NIX

®

C HRO N O S EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.

GLÆS ILEGT GP S ÚR S E M S AM E INAR HE ILS U- O G S NJ ALLÚR FYRIR KRÖF UHAR ÐA ÍÞ R Ó T T AM E NN O G ÚT IV IS T AR F Ó LK .

S IM ONE MORO Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is

16

er rekstrarniðurstaða samstæðu því jákvæð um 31,6 milljónir króna.

Fjárfest fyrir nærri 300 milljónir króna

Til að mæta þörf fyrir nýjar byggingalóðir eru settar 50 milljónir króna til landakaupa á árinu en stærsta einstaka fjárfesting ársins 2016 er nýr leikskóli en bygging hans mun hefjast á árinu og fjármunir verða settir til endurbóta í sundlauginni í Laugaskarði. Gert er ráð fyrir að lagt verði slitlag á bílastæði við Hamarshöll að hluta og ennfremur er gert ráð fyrir yfirlagi á eldri götur í þéttbýlinu ásamt endurbótum á gönguleiðum. Bæjarfélagið hefur nú eignast Mjólkurbúið að öllu leyti og þar er fyrirhugað að fara í endurbætur á ytra byrði hússins. Framkvæmdir verða þó nokkrar við fráveitu og vatnsveitu en aðrar fjárfestingar eru smærri.

Skuldahlutfallið verður 106%

Skuldir og skuldbindingar Hveragerðisbæjar í lok ársins 2016 munu verða 115% af árstekjum. Samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Sé það gert myndi skuldahlutfallið batna enn frekar og verða 106%. Er skuldastaða sveitarfélagsins því vel undir skuldaþakinu sem lögfest hefur verið í sveitarstjórnarlögum og batnar hlutfallið með hverju árinu sem líður en samkvæmt þriggja ára fjárhagsáætlun verður skulda­ hlutfallið 88% árið 2019.

Tækniframfarir nútímans

Tækniframfarir í heiminum hafa gert ótrúlega hluti fyrir okkar fólk á Vesturlöndum sem við tökum bara ekki eftir daglega. Hefur nokkur spáð í það hversu miklu auðveldara það er að eignast nýjan bíl eða heimilistæki núna en það var upp úr síðustu aldamótum? Vinur undirritaðs, dr. Kristján Ingvarsson ræðismaður Íslands í Orlando og uppfinningamaður í Ocala Instruments segir að hann hefði einu sinni á ævinni keypt sér nýjan bíl. Þau hjónin, Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og hann keyptu Chrysler Voyager fjölskyldubíl sem Guðrún keyrir á ennþá fyrir 13 árum síðan en hann kostaði 34.000 dollara. Þau voru lengi að borga hann en því lauk. Hvað kostar svona bíll í dag 13 árum seinna, spyr Kristján? Hann kostar nákvæmlega 34.000 dollara, alveg eins bíll. Og hvað hefur dollarinn rýrnað mikið á 13 árum spyr hann svo? Þetta eru bara tækniframfarirnar í bandarískum bílaiðnaði.Róbotar og aukin framleiðni þrátt fyrir miklar kjarabætur verkamanna. Detroit bara tók sig á segir Kristján. Svona sé þetta í öllum iðnaði þvert um alla Ameríku. Hvað rýrnaði ekki krónan okkar í hruninu? Núna styrkist hún á ný meðan kaupmátturinn hefur þotið upp? Hvað hefur ekki gerst í sjávarútveginum okkar? Mann hreinlega sundlar að sjá allan vélbúnaðinn og sjálfvirknina á myndum úr þessum nýju húsum sem hefur komið þar inn. Það er tæknin og sjálfvirknin sem er afleiðing af hugvitinu, sem stendur undir öllum þessum lífskjarabótunum á Vesturlöndum. Allir hafa það betra en þeir höfðu það þó jarmið um annað sé sífellt og sárt. Heilbrigðiskerfið hefur allt stórbatnað á 13 árum hvað sem sagt er annað. Það er helst að menntakerfið hafi dregist aftur úr með ásókn tölvuleikja og allskyns vitleysu sem því fylgir að fólk lærir ekki lengur margföldunartöfluna eða hugarreikning sem fylgdi reiknistokkunum. Hvað þá biblíusögur, kvæði eða þýskar endursagnir eins og Gudmundsen kaupmaður í Brekkukotsannál vitnaði drjúgum til. Stærðablint fólk reiknar á símann sinn og fær auðveldlega snarvitlausar útkomur þó allir aukastafirnir stemmi. En það getur raðað inn selfies á fésbókina og gert allan fjandann með forritum. Veit allt með hjálp Google. Reiknar það flóknasta í æðri stærðfræði með Wolfram Alpha án þess endilega að skilja bofs í reikningnum sjálfum. Tölvurnar, símarnir og netið eru tækniundur sem hafa gert heiminn aðgengilegri fyrir alla. Betri til að búa í og hraðvirkari. Enginn þarf að fara á bókasafn lengur til að slá einhverju upp. Allir geta vitað allt. Ja hérna. Þegar maður hugsar um það. Hvað heimurinn hefur ekki breyst við tækniframfarirnar? - HJ


HVERAGERÐI

- blómstrandi bær!

Heilsubærinn Hveragerði Vinalegt samfélag Eggjasuða í Hveragarðinum Rómantískar gönguleiðir Afar fjölbreyttar hátíðir Garðyrkja og græn svæði Einstakur golfvöllur Rómuð náttúrufegurð Drauma sundlaug Iðandi lista- og menningarlíf


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

18

Þorlákshöfn:

HSK vill viðhalda samfelldri íþróttakennslu á Laugarvatni. Hver verður framtíðarnýting þessara skólahúsa á Laugarvatni?

Kennaranám á Laugarvatni Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, skoraði á Háskóla Íslands að endurskoða ákvörðun um að flytja allt grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Samfelld íþróttakennsla hefur verið á Laugarvatni síðan 1932 og er stór þáttur í íþróttamenningu Íslands. Þá er ljóst að þessi áform eru reiðarslag fyrir byggð á Laugarvatni og Suðurlandi og gagnstæð yfirlýstri stefnu stjórnvalda að fjölga og verja opinber störf á landsbyggðinni og þar með styrkja byggð. Á stjórnarfundi Héraðssambandsins Skarphéðins sem haldinn var á dögunum, var eftirfarandi ályktun samþykkt, er varðar grunnnám í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni. „Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins mótmælti nýlega

harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að allt grunnnám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Þessar hugmyndir hafa m.a. verið nefndar í skýrslu til rektors Háskóla Íslands sem nefnist „Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands“. Í skýrslunni eru birtir þrír möguleikar á breytingu á þessu námi. Eftir að skýrslan var birt hefur komið fram gagnrýni á framsetningu hennar og fullyrðingar í henni sem kalla á frekar skoðun á þessum málum og meiri íhugun á þeim möguleikum sem í boði eru. Héraðssambandið Skarphéðinn, sem eru samtök allra íþrótta- og ungmennafélaga í Árnes- og Rangárvallasýslum, hefur um árabil átt gott samstarf við skólayfirvöld og nemendur á Laugarvatni. Vonast er til að svo verði áfram.“

Stefnt að reglu­ bundnum fragtsiglingum Miklar framkvæmdir standa nú yfir í höfninni í Þorlákshöfn. Helsta markmiðið með fram­ kvæmdunum er að bæta þar aðstöðu, einkum fyrir stærri skip með reglubundnar fragtsiglingar milli Evrópu og Þorlákshafnar að leiðarljósi. „Við ætlum okkur að koma á vikulegum flutningum á milli Þorlákshafnar og Evrópu í framtíðinni. Það breytir miklu að stytta flutningstímann, sérstaklega á ferskvöru til útflutnings og einnig til innflutnings. Einnig skiptir miklu máli að minnka útblástur frá skipum með styttri siglingatíma til og frá Íslandi með því að sigla til Þorlákshafnar,“ segir Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Hjörtur segir að þar sem styttra sé að sigla til Þorlákshafnar en Reykjavíkur, til dæmis frá Evrópu, og höfnin verði innan skamms mun dýpri og rýmri en verið hefur, hljóti það að vera góður kostur fyrir fyrirtæki með hafsækna starfsemi að koma sér fyrir í Þorlákshöfn. „Hér eru þegar öflug fyrirtæki í

útflutningi á ferskum fiski. Fyrir þau og önnur fiskvinnslufyrirtæki í nágrenni Þorlákshafnar hlýtur það að vera góður kostur að geta flutt fiskinn út ferskan héðan með skipum til Evrópu.“

Byggjum til framtíðar

,,Við erum að byggja okkur upp til framtíðar með því að bæta aðstæður og gæði hafnarinnar og teljum okkur hafa mikla möguleika til framtíðar í þjónustu við flutninga á sjó. Mikil þjónusta er þegar til staðar en Kuldaboli ehf., sem rekur frystigeymslu og skipaþjónustu auk löndunargengis sem þjónustar fiskiskip, er t.a.m. á staðnum ásamt því að hér eru vélsmiðjur, rafverktakar, fiskmarkaður o.fl. Við bjóðum því upp á góðar hafnaraðstæður og þjónustu sem nýtist öllum. Höfnin á og rekur öflugan dráttarbát sem ætlaður er aðstoðar stærri skipum og hjá höfninni starfar vel þjálfaður og góður mannskapur. Í dag er boðið

Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri

uppá góða þjónustu í Þorlákshöfn en með endurbótunum á höfninni sköpum við enn betri aðstæður fyrir fyrirtæki með hafsækna starfsemi. Stefnan er að bjóða hér bestu þjónustu á hagstæðu verði. Í Þorlákshöfn höfum mikið landrými til bygginga og úrval lóða fyrir fyrirtæki nálægt höfninni. Lóðirnar eru af ýmsum stærðum en einfalt mál er að finna góðar lóðir fyrir hvers kyns fyrirtæki, ekki bara í hafsækinni starfsemi, sem áhuga kunna að hafa á því að setja sig niður í Þorlákshöfn.“

Þorlákshöfn er miðsvæðis

Það eru ekki allir sem átta sig á því að það er aðeins um hálftíma akstur frá Þorlákshöfn á höfuðborgarsvæðið um Þrengsla­veg og um 85 km. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Þorláks­ höfn er því miðsvæðis bæði til búsetu og atvinnurekstrar.

Rangárþing eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Hvolsvöllur

Náttúrufegurð ~ AfþreyiNg ~ MeNNiNg

RARIK hefur á undanförnum árum gert mikið átak í að fjarlægja loftlínur og leggja jarðstrengi í staðinn sem nú spanna yfir helming dreifikerfisins eða tæplega 4.600 km. Lögð hefur verið áhersla á að leggja loftlínur í jörð á svæðum sem eru þekkt fyrir miklar ísingar og hefur það leitt til verulegrar fækkunar rafmagnstruflana vegna veðurs. www.rarik.is


19

Breytt hlutverk kennara á tækniöld Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara, sem skrifað var undir 29. nóvember sl. stendur yfir til mánudagsins 12. desember nk. Margt bendir til að óánægja kennara sé enn töluverð þrátt fyrir að samningarnir séu þungir fyrir sveitafélögin. Margt hefur breyst á undaförnum árum í grunnskólastarfi. Árið 1995 -1996 tóku sveitafélögin við rekstri grunnskóla frá ríki og líkt og hefur gerst við yfirfærslu málefna fatlaðra lagaðist þjónustan en fjármagnið til þess að viðhalda góðri þjónustu ekki verið nægilegt. Árið 2008 var ,,Skóli án aðgreiningar“ festur í lögum, sem flestir eru sammála um að sé falleg hugmyndafræði en hefur reynst erfið í útfærslu og lagt aukið álag á bæði kennara og nemendur. Yfirstandandi eru ýmsar rannsóknir og úttektir á hversu vel hefur gengið að innleiða hugmyndafræðina.

Breytt hlutverk kennara í nútímasamfélagi

Það gefur að skilja að hlutverk kennara í dag er um margt ólíkt því sem var hér áður fyrr. Uppeldislegi þátturinn í skólastarfi er því miður orðin mikið áberandi í orðræðu kennara og mætti ætla að tímaskortur foreldra sökum vinnu og annríkis sé þar áhrifaþáttur. Það er einnig fátt í menntun kennara sem bendir til þess að þeir séu sérstaklega undirbúnir né fái aukinn stuðning fyrir þann margbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar. Stór hluti „kennslu“ fer í að fá þögn og vinnufrið í bekkinn en einnig að koma til móts við sérþarfir hvers og eins. Annar vandi kennara er að þeir eru í raun ekki alltaf „kennarinn“ í stofunni! Ég man þá tíð að kennarinn hafði alltaf rétt fyrir sér og var engin ástæða til að véfengja

það efni sem hann bar fyrir mig. Ég þurfti að geta reiknað í huganum og þuldi upp ljóð á nokkurar skýringar. Í dag þá bara reiknar maður á síma og googlar ljóðið í spjaldtölvunni. Á upplýsinga og tækniöld er nemandinn nefnilega líka kennari sem notar netið til þess að afla sér þekkingar. Kennarar eiga hættu á að vera leiðréttir af nemendum sínum á sekúndubroti ef svo ber undir. Hlutverk kennara í dag er miklu frekar að kenna vinnubrögð og efla kunnáttu til að greina á milli réttra upplýsinga og rangra heldur en að vera uppspretta þekkingarinnar sjálfur.

Foreldravandi og agaleysi

Fjölskyldur sem flytja aftur til Íslands tala um agaleysi í skólastofum og hávaðamengun. Ég get sem foreldri tekið undir þessa gagnrýni. Mín börn hafa stundum komið heim örþreytt einungis vegna þess ástands sem ríkti þann daginn í bekknum. Ég vil alls ekki segja að þetta sé bara kennurunum að kenna, miklu frekar held ég að þetta sé vegna úrræðaleysis gagnvart agavanda sem fylgir nemendum innan skólans. Því hvað er hægt að gera við nemanda sem lætur ófriðlega í tímum? Það má ekki vísa þeim út úr skólanum, það er ekki til úrræði sem heitir eftirseta og foreldrar líta á þetta sem vanda skólans en ekki sinn (barnið mitt gerir aldrei neitt rangt). Með öðrum orðum, það eru engar afleiðingar af slæmri hegðun í skóla. Ég lagði til við kennara dætra minna að gera þetta að foreldravanda, það er að láta foreldra mæta með þessum erfiðu einstaklingum í skólann og vera viðstödd kennsluna krakkanum til óþæginda og minnkunar. Slíkt yrði fljótlega til þess að barnið sýndi af sér prúðari hegðun þó ekki nema til þess eins að losna við að pabbi eða

Hitaveita Bergstaða óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

mamma sætu inn í kennslu.

Ímyndarvandi og skilningur

Nú vilja kennarar hærri laun og bera fyrir sig ýmsum skiljanlegum ástæðum. Meðal annars er það vegna þess aukna álags sem fylgir skóla án aðgreiningar, breytts hlutverks kennara og menntunar á tækniöld sem og agaleysis nemenda í skólanum. Vandi þeirra í þessum kjaraviðræðum sem samt einnig mikið til líka ímyndarlegur. Það er þreyta í umræðum um kjaramál kennara og flest okkar eru fórnarlömb kennaraverkfalla einhverntímann á ævinni og geta má pirrings yfir hvernig laun og klukkustundir þeirra eru alltaf öðruvísi reiknuð en annarra stétta. Útreikninga þess efnis má finna í sífellt flóknari kjarasamningum sem fáir gefa sér tíma til að lesa. Bent er á að þrátt fyrir sífellt aukið fjármagn í menntamál grunnskóla séu nemendur ekki beint að skora hátt á prófum (sem nota bene taka ekki tillit til breyttra upplýsingaöflunar eða kennsluhátta á tækniöld). Atvinnuöryggi, skólafrí og lífeyrisréttindi eru kjarabót í hugum þeirra sem ekki vinna við kennslu, en er ekki viðurkennt sem slíkt af kennurum. Ímyndarvandi kennara­ stéttarinnar er einnig sá að þeir eru helst sjálfir uppteknir að því að tala starfið niður. Það eru fáar stéttir sem tala jafn mikið um starfið sitt eða það vanþakklæti sem felst í því að sinna því. Ég er hins vegar sannfærð um að það séu ekki allir kennarar sammála því að þetta sé allt ömurlegt. Spurningin er samt hvort að þeir sem eru ánægðir í starfi fái nokkuð að tjá sig um það sökum þeirrar súru stemningar sem sífellt er dregin fram. Ég hef hitt kennara sem fara með það eins og mannsmorð að þeim finnist gaman í vinnunni og eru ekki stanslaust í

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

þunglyndi fyrir kjörum sínum eða vinnutíma.

Betri kjör, betri skóli, betri börn og minni skattar!

Ég vil hag kennara sem mestan en sanngjarnan, ég vil einnig sjá foreldra taka aukna ábyrgð á hegðun barna sinna innan skólans, ég tel að vandi skóla án aðgreiningar sé vangreindur og að fjármagn skorti til þess að slík hugmyndafræði gangi raunverulega upp, ég vil að kjaramál kennara hætti að vera reglulegt bitbein í samfélaginu og að verkfallsvopni sé ekki beint gegn börnum í kjaramálum. Það er valkvætt að starfa við kennslu eða læra til hennar. Kjörin eiga að vera góð og í takti við álag, menntun og hversu vel eða illa viðkomandi stendur sig í vinnu. Kennarar þurfa að viðurkenna það jákvæða við starf sitt s.s.vinnutíma starfsöryggi, kjarabætur við símenntun ásamt því að þora að segja að það sé nú bara skrambi

fínt að fá löng frí á hátíðardögum. Foreldrar þurfa að viðurkenna að krakkarnir þeirra séu hluti af agavandamáli skólakerfisins og að slík agavandamál eigi jafnvel uppsprettu sína heima, þeir verða að líta á sína hegðun sem fyrirmynd, þeir verða að virða starf kennarans sem er að heilindum að reyna að aðstoða þá við að skapa góða, heiðarlega og upplýsta samfélagsþegna. Að lokum má einnig velta því fyrir sér hvort kjörin ein og sér séu það sem helst plagar hvern og einn þegar hann opnar launaumslagið! Það skiptir engu máli í hvaða stétt þú vinnur, það er alltaf jafn ergilegt að sjá hversu hátt hlutfall hverrar unninar stundar fer í skatta. Það eiga líklega allar vinnandi stéttir sameiginlegt. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópa­vogi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur­kjördæmi

Bestu óskir um gleðileg jól. Þökkum viðskiptin á árinu.

Holtakjúklingur óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

20 Jú, það er rétt að úrtöluraddirnar á leiðinni voru margar og í raun má segja að ferillinn allur hafi verið með hreinum ólíkindum og mesta furða að hópnum skyldi ekki fallast hendur á þeirri vegferð. En með fulltingi vaskrar sveitar sérfræðinga tókst að koma mannvirkinu í gegnum allar vottanir og síur og við blésum húsið upp í júní 2012.“

Sveit manna hjálpaði til

Hamarshöllin.

Mjúkhúsið mikla í Hveragerði Blaðamaður Sáms fóstra heim­ sótti Hveragerði á dögunum. Til­efnið var að fræða lesendur um mjúk­húsið mikla, Hamarshöllina, sem Hvera­gerðis­bær reisti árið 2012. Þetta hús er í flokki hvolfhúsa sem eru þekkt af ýmsum gerðum víða um heim. Buckminster Fuller reisti sín frægu GedodesicDomes sem nýta gitterverki sem burðarvirki. Banda­­ríkja­menn hafa reist svonefnd Monolithic Domes um allan heim frá smáhýsum upp í stórar hallir, skóla og kirkjur. Þau eru gerð þannig að fyrst er blásin upp sérsaumuð blaðra á steyptum undir­stöðum. Hún er veðurkápa hússins. Innan í hana er sprautað urethaneinangrun og þá næst er lögð steypu­styrktar­járnagrind þar innan við. Síðan er sprautað steypu á járna­grindina frekar þunnt, 5-10 cm. Svona hús eru gríðarlega sterk og stóð eitt svona hvolf af sér atómsprengjuna í Hiroshima. Laugardalshöllin er stærsta íslenska dæmið um steypt hvolfhús á Íslandi. Það er byggt á sjöunda áratugnum og hefur staðið sig vel. Burðurinn byggist á bogavirkni þar sem aðalspennurnar eru þrýstispennur eftir lögmálum mebranna eða eggjaskurnsins. Í mjúkhúsinu er þetta öfugt, það eru einungis togspennur í dúknum.

- Í fréttum var sagt frá því að íbúar Hveragerðis hafi stormað á byggingarstaðinn og skrúfað dúkinn saman og fest hann á sökkulinn með eigin höndum. Er þetta rétt ? „Já, það þarf margar hendur til að koma svona mannvirki upp og þær hendur voru svo sannarlega til staðar hér í Hveragerði. Bæði íþróttafólkið okkar og aðrir áhugasamir mættu oftar en einu sinni á byggingarstað og hjálpuðu til. Það er svo dýr­mætt að vita til þess að heil sveit manna og kvenna sé tilbúin til að hjálpa þegar stór verkefni brenna á og það er ekki síður mikil­vægt að vita til þess að hver ein­asta skrúfa í dúkn­um var fest af áhuga­sömum aðila sem með því tók virkan þátt í því að gera þennan draum að veru­leika. Það var mikil spenna í öllum viðstöddum þegar mannvirkið var

„Nei við lentum ekki í vandræðum með fjármögnun og Lánasjóður sveitarfélaga horfði til þessa verkefnis okkar með velþóknun. Það er ljóst að byggingakostnaður þessa húss er snöggtum lægri en annarra sambærilegra. Hafa verður í huga að þetta hús er upphitað og að inni höldum um stöðugt milli 16 og 20 gráðu hita. Í mannvirkinu sem er 5.140m2 að stærð er 1.000m2 íþróttagólf af bestu gerð, hálfur knattspyrnuvöllur lagður gervigrasi, púttvöllur ásamt snyrtiaðstöðu og starfsmannaaðstöðu. Húsinu er haldið uppi af þremur kraftmiklum blásurum en ef á þarf að halda bætist sá fjórði við.“ - Mynduð þið skoða þessa leið aftur ef þið þurfið að byggja reiðhöll eða eða svipað mannvirki í framtíðinni? „Já, þetta er klárlega valkostur sem við myndum alltaf horfa til. Hamarshöllin hefur reynst afskaplega vel og hefur gjörbylt aðstöðu til íþróttaiðkunar hér í Hveragerði. Flestar deildir íþróttafélagsins Hamars nýta höllina fyrir æfingar. Einnig er Golfklúbbur Hveragerðis og eldri borgarar með æfingar fyrir sína félagsmenn þarna. Það er gaman að geta þess að íþróttafélög í

Víða á Norðurlöndum blása tennis­ klúbbar upp „bubblur“ sem þeir kalla, á haustin til að geta spilað inni yfir veturinn. Þetta þykir sjálfsagt. En Íslendingar hafa ekki gert þetta af einhverjum ástæðum. Vitað er til þess að hvolfhús hafa oft komið til athugunar við alútboð á íþróttahúsum en verktakar og verkkaupar hafa aldrei haft kjark til að stíga skrefin til fulls en valið frekar hefðbundnari lausnir.

Hamarshöllin í Hveragerði - Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri var spurð hvernig í ósköpunum standi á á því að Hvergerðisbær hefur kjark til að ráðast í svona húsbyggingu af óþekktri gerð á Íslandi? Var ekki nóg af úrtöluröddum og heimsendaspádómum þegar þið fóru að ráðgera þessa byggingu? Hverjir voru ykkar ráðgjafar og hvernig bar þessa ákvörðun að? ,,Við hér í Hveragerði höfðum lengi búið við mikil þrengsli í íþróttahúsi bæjarins sem er frekar lítið og afar erfitt var orðið að skipa tímum þannig að deildir íþróttafélagsins yrðu ánægðar. Knattspyrnumenn kvörtuðu einnig sáran undan aðstöðuleysi en þau vildu gjarnan geta lengt æfingatíma

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

sinn á grasi með einhverjum hætti. Við vorum svo heppin að með okkur í meirihluta bæjarstjórnar var og er mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson, sem fyrstur kynnti fyrir okkur hugmyndina um mjúkhýsi og taldi hann að slík bygging gæti leyst flest okkar vandamál varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þetta var árið 2007.

SURF & TURF

Austurvegi 22, 800 Selfossi - Sími 482 2899

Úrval góðra rétta!

blásið upp. Við urðum að sæta lagi og bíða eftir algjöru logni því það má ekki hreyfa vind í eina tvo tíma á meðan að húsið er blásið upp. Logn til lengri tíma er ekki alvanalegt veðurfar á Íslandi en það brast á með dúnalogni undir miðnætti á yndislegri sumarnótt og þá var húsið blásið upp. Það var óneitanlega spennuþrungin stund að horfa á húsið rísa hratt og örugglega og sjá þannig þennan draum verða að veruleika. Húsið hefur staðið síðan og staðið af sér alla storma og hafa þeir nú samt verið óvenjumargir og verulega öflugir sumir hverjir.“ - Hvernig kom kostnaðarsamanburðurinn út gagnvart samkeppnisaðilunum, stálgrindum og límtré? Voru bankar ekkert vantrúaðir?

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

nágrannabyggðarlögum og víðar hafa verið við æfingar í höllinni. Knattspyrnumenn halda nú orðið fjölsótt mót og það gera einnig blakmenn, körfuknattleiksmenn og badmintoniðkendur. Þessar fjölmörgu gestakomur styðja vel við þjónustuaðila í bænum og eiga aðilar sem bjóða upp á ferðatengda þjónustu og gistingu gott samstarf við íþróttafélagið þegar stórmót eru haldin hér.“ Sámur fóstri óskar Hver­ gerðingum til hamingju með mjúkhúsið sitt mikla, Hamars­ höllina. Hamarshöllin er aðdáunavert brautryðjendaframtak á Íslandi sem færði Hvergerðingum aukin lífsgæði á lægra verði. Getur þetta fordæmi ekki styrkt aðra? Hamarshöllin er þarna fyrir alla að sjá. -HJ

BYGGINGAVERKTAKAR mva@mva.is



SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

22

Merkilegt og þarft starf unnið á Sólheimum Sólheimar í Grímsnesi eru á jörðinni Hverakoti, sem byggð var úr landi Hamra. Jörðin er talin hafa verið í byggð 1650, en Jarðabókin árið 1708 telur Hverakot eyðijörð. Aftur var jörðin komin í byggð um 1800 og stóðu þá bæjarhúsin

Upphafsframkvæmdir í Bláa Lóninu á vegum Jáverks.

Víða á landsbyggðinni stendur framleiðslu­ kostnaður íbúða ekki undir fasteignaverðinu Jáverk ehf. er verktakafyrirtæki á Selfossi sem starfar á útboðs­ markaði og í eigin verkum. Fyrir­ tækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. Skrifstofur eru bæði á Selfossi og í Reykjavík. Kranadeild Jáverks leigir út 4 stóra krana og vörubíla með krana og tekur að sér ýmis verkefni á öllu landinu.

Flöskuhálsinn er verðið á byggingarlóðum

- Telurðu að húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnar­ innar muni liðka fyrir í þessum málum og skapa aukin verkefni á byggingamarkaðnum? ,,Ég er reyndar ekki mjög sannfærður um það, flöskuhálsinn er allt annars eðlis, snýst um allt annað, þ.e. um framboð og eftirspurn eftir byggingalóðum á höfuðborgarsvæðinu á því verði að hægt er að byggja þar húsnæði

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks.

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks segir það vandamál að bygg­ing íbúða fyrir það fólk sem er að hefja bú­skap, er í námi eða er að fara út á vinnumarkaðinn, er ekki í höndum bygg­ingar­aðila og ekki er heldur fram­boð af lóðum fyrir slíkar fram­kvæmdir, m.a. á höfuð­borgar­ svæðinu. Víða á lands­byggðinni stendur fram­leiðslu­­kostnaðurinn ekki undir því fast­­eignaverði sem þar fæst fyrir íbúðir. ,,Atvinnu­ástandið hefur mikið breyst til batnaðar á undan­ förn­um árum á lands­byggðinni, atvinnumöguleikar eru reyndar víða mjög miklir en fasteigna­verð hefur ekki fylgt atvinnuþróuninni en ég held að það muni gerast ef markaðslögmálin virka. Víða eru byggð hótel á landsbyggðinni í takt við aukna ferðaþjónustu en aukin starfsmannafjöldi þarf líklega þak yfir höfuðið, þ.e. mun vanta varan­legt húsnæði fyrir það fólk sem vill búa á þessum stöðum til langframa.“

fyrir þá sem eru að ráðast í kaup á fyrstu íbúð á verði sem þetta fólk ræður við. En framboðið er alls ekkert. En ég vil alls ekki gera lítið úr þessu frumvarpi en það leysir ekki vandamálið. Kannski þarf að leysa þetta á einhvern hátt gegnum skattkerfið.“ - Alþýðusamband Íslands og Reykjavíkurborg skrifuðu undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 1000 íbúðum á næstu fjórum árum á aldarafmæli ASÍ. Boðið verður upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur. Hvernig líst þér á það? ,,ASÍ byggir ekki ódýrara húsnæði en byggingaverktakar sem sem eru búnir að vera á markaðnum í jafnvel áratugi. Einhver verður þá að borga mismuninn, kannski vilja verkalýðsfélögin gera það, en ég efast um það. Þetta er engin patentlausn hjá verkalýðshreyfingunni,“ segir Gylfi Gíslason.

Starf Sólheima hófst 5. júlí 1930 í tjöldum en þann dag komu fyrstu fimm börnin og nokkru síðar bættust önnur fimm við. Ekkert íbúðarhæft hús var á staðnum og því búið í tjöldum þar til Sólheimahúsið var fokhelt 4.

sem foreldramissi eða veikindi foreldra. Einnig voru tekin börn til sumardvalar. Haustið 1931 kom fyrsta þroskahefta barnið að Sólheimum en þá voru engin úrræði til á Íslandi fyrir þroskahefta og þess voru dæmi að þroskaheft fólk væri geymt í útihúsum. Sesselja lagði áherslu á að Sólheimar væru heimili en ekki stofnun og að fatlaðir sem ófatlaðir deildu kjörum í daglegu lífi og starfi. Á Sólheimum markaðist upphaf þeirrar stefnu sem nefnd er samskipan fatlaðra og ófatlaðra eða blöndun en sú stefna var ekki þekkt erlendis fyrr en um og eftir 1970. Sólheimar voru alla tíð skráð barnaheimili en 1984 var þess krafist að Sólheimar væru skráðir vistheimili og var svo í níu ár, þar til vistun fatlaðra lauk í janúar Fyrsta heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands var að Sólheimum í 1994 á Sólheimum. Á Grímsnesi. Hér ræðir hann og kona hans Eliza Reid, við Reyni Pétur Steinunnarson um þeim tímamótum tóku gönguferð hans kringum Ísland sem kom Sólheimum kyrfilega á kortið. fatlaðir upp sjálfstæða búsetu á Sólheimum. við hverinn. Barnaheimilisnefnd nóvember um veturinn og hægt Þeir fá greiddar örorkubætur í þjóðkirkjunnar undir forystu sr. var að flytja inn í kjallarann. stað vasapeninga vistmanna og Guðmundar Einarssonar á Mos­felli Lúðvík bróðir Sesselju smíðaði greiða leigu fyrir sitt húsnæði og keypti jörðina 31. mars 1930 á trégólf í tjöldin og leiddi undir standa straum af kostnaði við eigið átta þúsund krónur. Sama dag var þau hita frá hvernum. Sólheimar heimilishald. Fatlaðir íbúar eru nú gerður leigu­samn­ingur við Sesselju voru stofnaðir sem barnaheimili, 42 af um rúmlega eitt hundrað Hreindísi Sigmunds­dóttur sem leigði einkum fyrir börn sem bjuggu íbúum Sólheima. Hverakot af barna­heimilis­nefnd við erfiðar heimilisaðstæður svo Þjóðkirkjunnar og stofnaði Sólheima 28 ára gömul, á afmælisdegi sínum, þann 5. júlí 1930. Hún ól upp fjöl­mörg fósturbörn og var braut­ryðjandi í uppeldis­ málum og umönnun þroska­heftra á Íslandi. Sesselja var frumkvöðull í lífrænni ræktun, ekki aðeins á Íslandi heldur líka á Norður­löndum og er í raun fyrsti íslenski um­hverfis­ sinninn. Land­skuld og leiga skyldi greiðast á fardögum með 400 krónum. Er Sól­heimar voru gerðir að sjálfseignarstofnun 12. janúar 1934 lagði barna­ heimilis­nefnd jörðina til en Sesselja byggingar, innanstokksmuni og bú. Öflug tómatarækt að Sólheimum var skoðuð í heimsókninni.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Það þarf meira en eldfjall til að stöðva

Suðurverk

Suðurverk hf | Hlíðasmára 11 | 201 Kópavogi


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

24

Sæstrengsmálið í hnotskurn - varla nokkrar markaðslegar forsendur fyrir verkefninu og ekkert í sjónmáli Yfirleitt fá ævintýri góðan endi. Bankahrunið er að fá góðan endi í þeim skilningi, að ríkissjóður er nú að innheimta meira fé frá bönkunum, þrotabúum og nýjum, en hann tapaði við téð gjaldþrot. Sæstrengsmálið, sem hér er til umfjöllunar, mun líklega einnig fá farsælan endi, því að skýrsla Pöyry og Kviku (P&K), sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti opinberlega 12. júlí sl. 2016, virðist loks leiða mönnum það fyrir sjónir að fjárfestingar í allt að 1500 MW virkjunum (rúmlega tvöfalt afl Fljótsdalsvirkjunar) og flutningslínum á Íslandi, sem nauðsynlegar eru fyrir fyrirhugaðan 1200 km sæstreng á milli Íslands og Skotlands ásamt endamannvirkjum hans, eru með öllu óraunhæfar. Samkvæmt skýrslu P&K nemur kostnaðurinn um 800 milljörðum króna, en höfundar þessarar greinar, Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur og Halldór Jónsson byggingaverkfræðingur, hafa ástæðu til að halda, að raunhæfari kostnaðaráætlun fyrir heildarverkefnið sé tæplega 50 % hærri.

Meginástæður þess, að sæstrengs­ verkefnið er óraun­hæft, eru eftirfarandi:

• Íslendingar munu þurfa á allri raforku að halda innanlands úr þeim orkulindum, sem samþykkt verður að setja í nýtingarflokk. • Raforkuþörf landsmanna mun aukast með vaxandi þjóð og nýjum orkunýtingarkostum til að knýja atvinnuvegi vaxandi þjóðar. Einn þessara raforkukosta verður fólginn í að leysa innflutt jarðefnaeldsneyti af hólmi með raforku með ýmsum hætti, þ.e. framleiðslu vetnis með rafgreiningu, metanóls úr vetni og koltvíildi frá jarðgufuvirkjunum og/ eða verksmiðjum, eða með því að knýja farkostina beint með rafhreyfli, einum eða fleirum. • Englendingar eru að vonum nánast orðnir afhuga því að niðurgreiða kostnaðinn við fyrirhugaða orkuvinnslu á Íslandi og flutning á henni til Skotlands um sæstreng, enda fellur kynnt sæstrengsverkefni hvorki að kröfum brezka ríkisins um slíkar niðurgreiðslur né að regluverki Breta um slíka sæstrengi samkvæmt skýrslu P&K. • Kostnaðaráætlunin í skýrslu P&K er sama markinu brennd og flestar kostnaðaráætlanir, sem sézt hafa um þetta verkefni. Hún er of lág, jafnvel ef tekið er mið af öðrum kostnaðaráætlunum um þetta verkefni og allt of lág, ef tekið er mið af kostnaðaráætlun um sæstreng á milli Ísrael og meginlands Grikklands, sem leggja á árið 2017 með stuðningi Evrópusambandsins. • Skautað hefur verið mjög léttilega yfir rekstrarvandamál, sem líklegt má telja, að kljást þurfi við, á meðan sæstrengurinn er í rekstri. Er

það sennilega afleiðing þess, að viðskiptaleg slagsíða á kostnað tækniumfjöllunar hefur verið á fýsileikarannsóknum þessa verkefnis í hálfa öld. • Afstaða sumra stofnana gerir of lítið úr þekkingu og yfirsýn viðsemjendanna til að fýsileikarannsóknin sé nægilega sannfærandi.

Er orka til ráðstöfunar ?

Á tímabilinu 1970-2010 var það hald manna, að hægt væri að framleiða um 50 TWh/ ár af raforku með hagkvæmum (samkeppnishæfum) hætti. Þessi vinnslugeta er um 2,5-föld vinnslugeta virkjana, sem nú eru í rekstri eða í byggingu. Með vaxandi velmegun almennings hafa þau sjónarmið oft skotið upp kollinum með þjóðinni, að í stað þess að „nýta og njóta“ eigi bara „að njóta náttúrunnar“ óraskaðrar af mannavöldum. Hafa náttúruverndarsamtök rekið þann áróður, að nánast allar framkvæmdir á óröskuðu landi valdi óafturkræfu tjóni. Er þetta ekki allmikil einsýni í tæknivæddum heimi á landi, sem er í stöðugri mótun náttúruaflanna? Verður ekki að fara bil beggja og leyfa nauðsynlegar framkvæmdir, vegalagningu, virkjanir og raflínulagnir, til að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins og þá innviði, sem nútímasamfélagið krefst í öllum landshlutum ? Of mikil aðhaldssemi í þessum efnum mun koma niður á lífskjörum þjóðarinnar og samkeppnishæfni landsins um mannauðinn. Við stöndum frammi fyrir deilum um upphækkaða og klædda meginvegi yfir hálendið, Kaldadal, Kjöl og Sprengisand, og „Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða“ þar sem mörgum virkjanakostum er hreinlega ýtt út af borðinu eða þeir settir í bið. Með þriðju útgáfu „Rammaáætlunar“ virðir Verkefnisstjórn rannsóknaróskir Orkustofnunar, Landsvirkjunar o.fl., eignlega að vettugi. Í 3. áfanga „Rammaáætlunar“ er gert ráð fyrir 18 nýjum virkjanakostum, um 1420 MW að uppsettu afli og orkuvinnslugetu 10,3 TWh/ár. Orkuvinnslugeta núverandi virkjana að viðbættum virkjanakostum í byggingu og með framkvæmdaleyfi er um 20 TWh/ár, svo að greið leið virðist aðeins vera fyrir um 30 TWh/ ár orkuvinnslugetu í landinu um þessar mundir. Hins vegar eru virkjanakostir með orkuvinnslugetu 9,1 TWh/ár í biðflokki. Sé gert ráð fyrir, að mjaka megi u.þ.b. helmingi þeirra í nýtingarflokk, fæst raforkuvinnslugeta í landinu úr leyfðum virkjunum fallvatns, jarðgufu og vinds, um 35 TWh/ár. Þetta er 30 % minni orkuvinnslugeta en reiknað var með á Íslandi á seinni hluta 20. aldarinnar, og að framan var nefnd, og slík minnkun hefur óhjákvæmilega þau áhrif, að nú þegar þarf að forgangsraða orkunýtingarverkefnum, því að öll munu þau ekki komast að, eins og

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

sýnt verður fram á í þessari grein. Aðrar orkulindir á borð við sjávarföll, sjávarstrauma, öldur og kjarnorku, t.d. við klofning frumefnisins þóríum, sem er tiltölulega umhverfisvænt ferli, kunna að koma til greina hérlendis síðar meir, jafnvel strax á 3. áratugi 21. aldarinnar. En þær eru ekki í hendi núna, og þess vegna verður ekki gert ráð fyrir þeim hér. Hér er sem sagt gert ráð fyrir um 30 % minni sjálfbærri frumorku til ráðstöfunar í landinu en áður hefur verið reiknað með. Á sama tíma er að koma upp þörf og tæknilegir möguleikar á að leysa vörur unnar úr jarðolíu af hólmi með rafmagni, t.d. benzín, dísilolíu, flotaolíu, svartolíu, steinolíu og þotueldsneyti. Að gera þetta hratt og örugglega er í samræmi við skuldbindingar ríkisstjórnar Íslands á Loftslagsráðstefnunni í París í desember 2015, og hér er jafnframt um afar hagkvæmt verkefni að ræða, þar sem yfir 80 miaISK/ár munu hugsanlega sparast í gjaldeyri.

Framtíðar orkuþörf landsmanna

Vaxandi þjóð þarf vafalítið aukna raforku til heimilisnota og fyrir atvinnulífið, þ.á.m. til að núverandi orkusækinn iðnaður geti fullnýtt framleiðslugetu sína, og til að ný starfsemi geti fest rætur. Til almenningsveitna fara nú tæplega 4 TWh/ár, og miðað við 1 % aukningu á ári í samræmi við mannfjölgun á landinu þá verður þessi orkuþörf um miðja 21. öldina 6,0 TWh/ár. • Álverin þrjú nota nú um 12,5 TWh/ár. Óskað hefur verið eftir orku til nýs álvers með 150 kt/ár (1 kt/ár= 1 þúsund tonn á ári) álframleiðslu í upphafi, sem jafngildir um 2,0 TWh/ ár af raforku. Ef reiknað er með 0,5 TWh/ár til viðbótar fyrir hin álverin til að fullnýta framleiðslugetu sína, þá verður orkuþörf áliðnaðarins hérlendis um 15,0 TWh/ár næstu áratugina.

Halldór Jónsson byggingaverkfræðingur.

• Annar orkukræfur iðnaður í landinu utan kísilvera notar nú um 2,0 TWh/ár. Hann hefur sína vaxtarþörf, og önnur slík starfsemi mun leita hófanna, svo að reikna má með orkuþörf á næstu áratugum til slíkrar starfsemi 5,0 TWh/ár. • Kísiliðnaðurinn hefur þegar samið um aflafhendingu til sín á 240 MW og er með áform um aukningu upp í 500 MW. Miðað við 7500 klst/ár nýtingartíma á þessu afli verður orkuþörf þessa iðnaðar um 4,0 TWh/ár. • Afnám olíubrennslu er verðugt markmið árið 2050 í framhaldi af markmiði stjórnvalda um minnkun á notkun jarðefnaeldsneytis um 40 % árið 2030 m.v. árið 1990. Til þess þarf 4,3 TWh/ár af nýrri orku, eins og hér verður sundurliðað: »» Rafvæðing landfarartækja: 1,5 TWh/ár. Reiknað er með 16.000 km/íb akstri á ári á landinu að erlendum ferðamönnum meðtöldum, 470.000 íbúum árið 2050 og orkunýtni farartækjanna 0,2 kWh/km, en hún er núna um 0,23 kWh/km fyrir 1620 kg fólksbíl. »» Landbúnaður: 0,1 TWh/ ár. Þessi tala er fengin út frá núverandi olíunotkun landbúnaðarins, en honum mun væntanlega vaxa fiskur um hrygg á næstu áratugum við að fæða vaxandi þjóð, aukinn ferðamannafjölda og sífellt fleiri munna erlendis. »» Fiskiskip: 1,2 TWh/ár. Árið 2015 notuðu fiskiskip 210 kt af olíu, sem þá nam 29 % af heildarolíunotkun landsmanna. Til samanburðar notar landumferð 35 % af heild eldsneytis. »» Millilandaskip og flugvélar: 1,5 TWh/ár. Til þessa hóps eldsneytisnotenda fóru árið 2015 249 kt. eða 34 % af heildareldsneytisnotkun á vökvaformi.

»» Þannig verður fyrirsjáanleg heildarraforkuþörf landsmanna um miðja 21. öldina a.m.k. 34 TWh/ár. »» Ef selja á að jafnaði 1000 MW á ári af rafmagni til Englands um sæstreng, þá þarf að framleiða hér í virkjunum tæplega 10 TWh/ár af raforku. Miðað við núverandi horfur um það, sem samþykkt verður að virkja af náttúrulegum orkulindum Íslands, og horfur á orkuþörf í framtíðinni, þá verður annaðhvort að fórna innlendum hagsmunum til að geta selt Englendingum vistvæna raforku eða það verður að leggja öll áform um aflsæstrengi til útlanda á hilluna, því að engin orka verður afgangs til ráðstöfunar í sæstreng. Fyrir flesta Íslendinga er val á milli raforkunýtingar innanlands og utan fremur auðvelt, og þess vegna ætti slík ákvörðun ekki að vefjast neitt fyrir þeim stjórnmálamönnunum okkar sem við nú þekkjum.

Hafa nágrannarnir áhuga ?

Norðmenn framleiða um 95 % af sinni raforku í vatnsaflsvirkjunum. Þeir hita yfir 90 % af húsnæði sínu með rafmagni, og eru þilofnar algengastir. Af þessu leiðir, að álagið á norska raforkukerfið er a.m.k. tvöfalt meira á veturna en á sumrin og a.m.k. hálft árið er mikið umframafl til reiðu í norskum virkjunum og umframgeta í raforkuflutningskerfinu. Norðmenn eru stundum aflögufærir um raforku vegna stórra miðlunarlóna og hafa selt austur yfir Kjölinn til Svíþjóðar og um sæstrengi til Danmerkur og Hollands. Sæstrengur frá Noregi til Englands mun vera í undirbúningi. Fyrir Íslendinga er þess vegna enginn raforkumarkaður í Noregi og tæplega í Danmörku heldur, en gæti hins vegar verið í Færeyjum, því að Færeyingar nota að töluverðu leyti jarðefnaeldsneyti til raforkuvinnslu sinnar.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

25 Sæstrengur á milli Íslands og Færeyja verður hins vegar ekki arðsamur fyrr en við olíuverð yfir 100 USD/tunnu, sem ekki er spáð á þessum áratugi. Ef vonir manna um þóríum-kjarnorkuver rætast á næsta áratugi, þá verður slíkt 200 MW orkuver mun hagkvæmara fyrir Færeyinga en sæstrengur frá Íslandi. Helmingunartími hins geislavirka úrgangs þóríumkjarnakljúfanna eru „aðeins“ nokkrir áratugir í stað nokkurra árþúsunda, og geislavirknin er mun minni en frá úrgangi úraníumkjarnakljúfanna. Frá upphafi hefur raforkusala frá Íslandi til Bretlands helzt verið í sæstrengsumræðunni. Skotar eru sjálfum sér nógir með vistvæna raforku, aðallega úr skozkum vatnsföllum og vindorkuverum. Englendinga hefur hins vegar skort raforku, sem framleidd er á vistvænan hátt. Þar standa kolakynt raforkuver undir grunnaflþörfinni ásamt kjarnorkuverum. Englendingar stefna á lokun kolakyntra raforkuvera sinna fyrir 2030 til að geta staðið við metnaðarfull markmið sín um a.m.k. 40 % minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 en 1990. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í vindorkuverum á landi og úti fyrir strönd ásamt sólarorkuverum á Englandi. Þróun þessara orkuvera til samkeppnishæfs orkuverðs hefur orðið hröð, svo að vindorkuver á landi og sólarorkuver þurfa vart lengur á niðurgreiðslum úr brezka ríkissjóðinum að halda, enda hefur brezka ríkisstjórnin ákveðið að draga mjög mikið úr niðurgreiðslum til vistvænna raforkuvera, nema til vindorkuvera úti fyrir ströndinni. Englendingar hafa af ástæðum, sem raktar hafa verið, aðallega hug á mikilli og stöðugri orkuafhendingu, sem komið geti í stað gamalla orkuvera, sem nú standa undir grunnaflsþörf þeirra og á að fara að rífa. Þeim hentar ekki vel óstöðug og tiltölulega lítil afhending á þeirra mælikvarða, eins og um yrði að ræða frá vindorkuverum og yfirfallsvirkjunum á Íslandi um 1200 km sæstreng á miklu dýpi með ótryggt rekstraröryggi og langan viðgerðartíma bilana. Mat á orkuverði frá sæstrengnum

er orðað á þann veg í skýrslu P&K, að verkefnið sé „ekki tækt fjárhagslega“ án stuðnings frá Bretum, og af því má draga þá ályktun, að Bretar telji íslenska raforku komna um sæstreng til Englands ekki vera samkeppnishæfa.

Vanáætlaður kostnaður

Í skýrslu P&K er reiknað með heildarkostnaði verkefnisins miaISK 800, þar sem virkjanir á Íslandi með uppsett afl tæplega 1500 MW ásamt flutningsmannvirkjum frá virkjunum að lendingarstað sæstrengs eru öll meðtalin. Virkjanir að uppsettu afli tæplega 1500 MW, eins og skýrsla P&K nefnir, mundu líklega kosta um miaISK 480 (1 USD = ISK 123, (jafnvægisgengi)). Sæstrengshluti kostnaðar­ áætlunar P & K jafngildir þá miaISK 320. Þetta telja höfundar, að sé allt of lágt og innan við helmingur af sennilegu gildi, eins og nú verður rakið: • Dr. Baldur Elíasson, verk­ fræðingur, stjórnandi hjá alþjóð­lega raftækni­fyrirtækinu ABB í mörg ár, hefur skoðað skilyrði fyrir aflsæstreng á botni Norður-Atlantshafs um 1200 km leið á tæplega 600 m meðal­dýpi, sem fer allt niður í 1200 metra. Við dr. Baldur birtist viðtal í Morgunblaðinu þann 24. júní 2014 um þetta mál. Hann var ómyrkur í máli og kvað kostnaðinn við verkefnið fram að því hafa verið stórlega vanáætlaðan, og síðari kostnaðaráætlanir hafa ekki batnað. Dr. Baldur taldi algert lágmark fyrir þennan verkefniskostnað verða miaUSD 10, sem er um miaISK 1200. • Í maí 2013 áætlaði Hag­f ræðistofnun Háskóla Íslands, HHÍ, kostnað við minni sæstreng en hér er til umfjöllunar, þ.e. með 700-900 MW flutningsgetu, um miaISK 420, sem uppfært til 1000 MW með 300 MW tímabundna yfirlestunar­g etu jafngildir a.m.k. miaISK 530. Þetta er 66 % hærri kostnaður en nemur strenghlutanum í skýrslu P&K. • Ætlun Ísraelsmanna og Evrópu­ sambandsins, ESB, er að leggja

árið 2017 sæstreng, Euro-Asia Link, EAI, frá raforkuveri í Ísrael, sem fær frumorku úr gasi, sem unnið er úr jörðu í nýfundnum lindum úti fyrir strönd Ísraels. Sæstrengur þessi mun hafa viðkomu á Kýpur og Krít áður en hann verður tekinn á land á meginlandi Grikklands. Lengd hans verður alls um 1000 km í þessum þremur hlutum, og mesta dýpi á leiðinni er 2000 metrar. Hámarksflutningsgeta endamannvirkja og strengs verður 2000 MW. Þessi sæstrengs­kostnaður er rúmlega tvöfalt hærri en í skýrslu P&K. • Vinnslu-og flutningskostnaður raforku innanlands að enda­ mannvirki strengs Íslandsmegin er hér reiknaður 34 USD/ MWh (4,2 ISK/kWh) út frá þekktum einingar­verðum, 7 % ávöxtunarkröfu og 40 ára afskriftartíma. • Flutningskostnaður um sæstrenginn og endamannvirki hans verður 46 USD/MWh með kostnaðaráætlun í skýrslu P&K, 10 % ávöxtunarkröfu og 25 ára afskriftartíma. Á sama hátt verður flutningskostnaðurinn 94 USD/MWh með EAI sem viðmiðun. • Þá er enn eftir að flytja orkuna frá Skotlandi til Englands, sem er önnur saga. • Heildarkostnaður raforku, sem framleidd er á Íslandi og flutt til Skotlands verður þannig á bilinu 80 – 130 USD/MWh. • Heildsöluverð raforku á Englandi um þessar mundir jafngildir um 50 USD/MWh. • Það virðast varla nokkrar markaðslegar forsendur fyrir verkefninu og ekkert í sjónmáli, sem bendir til, að svo verði í framtíðinni. Það eru fjölmörg önnur verkefni álitlegri en þetta fyrir fjárfesta, sem vilja einbeita sér að vistvænum verkefnum á alþjóðavísu.

Rekstur sæstrengs

Höfundar skýrslu P&K hafa sætt opinberri gagnrýni fyrir að skauta flausturslega yfir rekstrarþátt sæstrengsins, en hvernig til tekst með rekstur hans og fylgimannvirkja hans getur skipt sköpum fyrir gæði vörunnar, rafmagnsins, og ánægju

viðskiptavina og hagsmunaaðila. Dæmi um þessa gagnrýni á skýrsluna kom fram í grein Egils Benedikts Hreinssonar, prófessors í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu 19. júlí 2016. Hann taldi skýrslunni m.a. til lasta, að þar væri ekki gerð sjáanleg tilraun til að leggja mat á rekstrarkostnað sæstrengsins né við hversu miklum sölutöpum megi búast vegna rekstrartruflana hans. Þegar annar höfunda þessarar greinar, Bjarni Jónsson, reiknaði út flutningskostnað raforku um sæstrenginn, gerði hann ráð fyrir árlegum rekstrarkostnaði, sem næmi 3 % af stofnkostnaði sæstrengsins, og þar við bætist árlegur kostnaður vegna orkutapa um sæstrengsmannvirkin. Þau eru umtalsverð í spennum og afriðlum í öðrum endanum og spennum og áriðlum í hinum endanum og í 1200 km jafnstraumsstreng á milli, og telur höfundur líklegt, að 10 % orkunnar eða rúmlega 100 MW afl, sem fer inn á mannvirkin, komi ekki út af mannvirkjunum hinum megin. Orkutöpum er lítill sem enginn gaumur gefinn í skýrslu P&K, né beztunaraðferðum til að draga úr þeim, þannig að heildarkostnaður sé lágmarkaður. Rekstrarkostnaður sæstrengsins er aðallega fólginn í tæknilegri og viðskiptalegri stjórnun rafmagns­ flutninganna, fyrirbyggjandi viðhaldi á mannvirkjunum, ástands­ greiningu búnaðar, bilana­leit í truflunar­tilvikum og við­gerðum. Annað gagnrýnisefni á skýrsluna nefndi prófessor Egill í grein sinni, sem fellir gildi hennar mjög, en það er, hversu léttvæg tæknileg umfjöllun er um hönnun flutningskerfisins, gerð strengsins og áhrif rekstrar hans á íslenska raforkukerfið. Eitt megineinkenna þess er, hversu veikt það er, þ.e.a.s. það er lítið skammhlaupsafl á öllum helztu afhendingarstöðum orku á landinu eða yfirleitt innan við 2500 MVA. Hlutfall afls um afhendingar­ staðinn og skammhlaupsafls á staðnum er víðast hvar á Íslandi iðulega yfir 15 %, sem er u.þ.b. tífalt hærra en þarf að vera til að halda sveiflum niðri við miklar álagsbreytingar. Þess vegna verða miklar spennu- og tíðnisveiflur,

Landsvirkjun:

„Markaðsaðgengi

• Sæstrengur rýfur markaðs­ einangrun íslenska raforku­mark­ aðarins og veitir Íslending­um aðgang að stóru markaðs­svæði þar sem endur­nýjanleg og sveigjan­leg raforka er mikils metin. • Aðgengi að mörkuðum gerir Íslendingum kleift að fá besta mögulega verð fyrir afurð orku­auðlinda landsins. Íslensk raforkuvinnsla skilar þá meiri arði, innstreymi gjaldeyris eykst og fjölbreytni viðskiptavina í íslenska orkugeiranum verður meiri. • Íslendingar fá tækifæri til að

Sæstrengsmálið varðar alla þjóðina

Að virkja allt að 1500 MW, sem er á við 2 Fljótsdalsvirkjanir við Kárahnjúka og Ufsa, og flytja orkuna frá þessum aflstöðvum utan með miklum orkutöpum um sæstreng, felur í sér kúvendingu í nýtingarmálum náttúruauðlinda á Íslandi, sem líklega skortir stjórnmálalegan stuðning. Í fyrsta sinn væri farið inn á braut orkunýtingar, sem hvorki leiðir til lækkunar orkuverðs á Íslandi, gjaldeyrissparnaðar né umtalsverðrar atvinnusköpunar í landinu utan framkvæmdatíma. Viðskiptavinurinn væri erlent ríkisvald, sem hug hefur á að auka hlutdeild sjálfbærrar raforku á sínum heimavelli og kosta til þess fjármunum úr ríkissjóði sínum um tíma til niðurgreiðslu á raforkuverði. Hér er verið að véla um mál, sem er miklu stærra en svo, að verjanlegt sé að halda því á viðskiptagrunni innan veggja íslenskra fyrirtækja eða stofnana á orkusviði og fjármögnunarsviði. Sæstrengsmálið er stjórnmála­ legs eðlis og varðar alla þjóðina. Málsmeðferðin hingað til er of yfirborðsleg og illa ígrunduð. Óverjandi er að ríkisvaldið sjálft geri ekki gangskör að því að leiða þetta mál til lykta. Á vettvangi stjórnmálaflokkanna þarf að móta skýra afstöðu til auðlindanýtingar af þessu tagi. Að endingu hlýtur framhald málsins að vera í höndum Alþingis, en ekki einstakra ríkisstofnana eða einkafyrirtækja.

Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur Halldór Jónsson, byggingaverkfræðingur

Viðskiptaleg atriði

Önnur sjónarmið varðandi sæstreng Þó hér hafi verið sett fram mörg rök gegn sæstrengsmálinu í grein þeirra Bjarna og Halldórs, þá er skylt að geta annarra sjónarmiða sem Landsvirkjun hefur haldið fram. Af heimasíðu Landsvirkjunar eru eftirfarandi rök fyrir Sæstreng til Bretlands færð:

þegar t.d. einn kerskáli eða tveir í álveri eru leystir frá stofnkerfinu, en það getur hæglega átt sér stað. Að mati höfunda er það ófullnægjandi af hálfu undirbúningsaðila þessa verkefnis að hafa unnið við fýsileikarannsóknir í 5 ár án þess að fara í saumana á þessu viðfangsefni og gera grein fyrir umfangi vandamálsins, og með hvaða hætti ætlunin er að halda áhættunni innan alþjóðlega fyrirskrifaðra marka.

nýta orkuauðlindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana og með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu.

Orkuöryggi

• Tenging Íslands við annað land með sæstreng rýfur einangrun íslenska raforkukerfisins og við það eykst orkuöryggi landsins. • Hægt verður að hægja á út­flutningi um sæstreng eða flytja inn raforku t.d. í tilfelli þurrka, lélegs vatnsbúskapar, bilana í virkjunum eða náttúruhamfara. Íslensk heimili, fyrirtæki og iðnaður munu njóta góðs af því. • Samhliða lagningu sæstrengs eykst fjölbreytni framboðs raforku á Íslandi þar sem nýir raforkukostir bætast við sem annars stæðu líklega ekki til boða sökum óhagkvæmni (t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir, bænda­­virkjanir).

Sjálfbærni • Raforkuvinnsla á Íslandi er endur­ nýjanleg en sökum einangrunar Íslands og orkuöryggisviðmiða í rekstri raforkukerfisins er mikið af ónýttri orku til í kerfinu. Með tengingu mætti nýta þessa umframorku og minnka sóun. • Endurnýjanleg íslensk raforka sem flutt er um sæstreng til Bretlands mun aðstoða við minnkun útblásturs gróður­ húsalofttegunda í heiminum og þar með aðstoða í baráttunni við loftslagsbreytingar. • Sveigjanleiki íslenska vatns­ aflskerfisins gerir það að verkum að hægt yrði að flytja raforku til Íslands þegar framboð raforku er mikið í Evrópu (og um leið raforkuverð lág) sökum mikillar vinnslu vind- og sólarorku. Þannig getur Ísland hjálpað Bret­landi að snúa baki við mengandi orkukostum og auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa.

Útfærsla sæstrengs til Bretlands Tæknileg atriði

• Sæstrengurinn yrði yfir 1000 km langur, með 800-1200 MW(HVDC) flutningsgetu og hægt yrði að flytja raforku í báðar áttir um strenginn. • Sveigjanleg raforka unnin úr vatnsafli yrði helsta útflutnings­ vara Íslands um sæstrenginn. • Farið yrði í ýmsar umbætur á núverandi vatnsaflskerfi og vind­ myllur og jarðvarmavirkjanir reistar til að losa um vatnsafl sem nú þegar er í notkun.

• Sæstrengurinn myndi flytja endurnýjanlega og sveigjanlega raforku til Bretlands frá og með árinu 2027. • Um strenginn myndu á sveigjanlegan hátt flæða meira en 5 TWst árlega til Bretlands sem er nóg til að mæta raforkuþörf um 1,6 milljóna heimila. • Raforkan yrði samkeppnishæf við aðra endurnýjanlega kosti í Bretlandi.“ Við þessum álitamálum verður þjóðin að finna svör. Það eru rök bæði með og á móti. Því miður gátu ráðamenn Landsvirkjunar ekki gert grein fyrir skoðunum sínum í grein í Sám fóstra að þessu sinni. En Sámur fóstri telur að þessi sjónarmið þurfi að koma fram samhliða grein þeirra Bjarna og Halldórs svo að á engann sé hallað.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

26

Guð blessi Ísland Hvað eru jólin í raun? Þetta er erfið spurning. Ég geri ráð fyrir að í hugum manna og kvenna séu blessuð jólin að mörgu leiti upplifun sem er einstaklingsbundin og það sem reynsluheimur manna færir

ljósi og lífi og sú helgi sem jólin færa er nærri og áþreifanleg. Ég á einnig minningar um jól í skugga erfiðra kringumstæðna þegar snúið er að finna með áþreifanlegum hætti fyrir gleði jólanna. Kjarni

Gunnar Þorsteinsson.

þeim. Flestir gleðjast á jólum og þetta mikla ljós í skammdeginu er tilhlökkunarefni fyrir marga. Aðrir eiga sára reynslu af jólahátíðinni og það markar afstöðu þeirra. Ég játa fúslega að minningar mína um jólin eru bæði súrar og sætar. Ég minnist gleðilegra daga sem fylltir eru af

jólanna er gjöfin. Gjöf jólanna sem er stærri og meiri en nokkur önnur gjöf. Þær gjafir sem við gefum hvort öðru á hátíðinni blikna, mælast ekki, hjá þeirri gjöf sem gefin er af eilífum Guði. Í Guðspjallinu segir: Því svo elskaði Guð heiminn,

að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh. 3:16. Jólin eru hátíð kærleikans, Guð gefur, Guð gefur son sinn. Í raun gefur Guð hluta af sjálfum sér. Gjöfin er slík að enginn maður hefur efni á að leiða hjá sér þennan gjörning Guðs. Guð gefur ekki í tilgangsleysi þessa dýrustu gjöf allra gjafa. Hann gefur son sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki. Þetta eru stór orð. Er Guð að segja okkur að án þessara gjafar sé maðurinn undirorpin glötun? Ef við lítum í kringum okkur í henni veröld í dag er ljóst að ský hrannast á himininn og margvísleg ógn steðjar að manninum. Það eru ekki lengur geistlegir menn og glópar sem fjalla um hremmingar tímans, nú hafa vísindamenn sem og stjórnmálamenn lagst á þessa sveif. Okkur er bent á að við spillum jörðinni og andrúmsloftinu og ef við höldum áfram á sömu braut munum við glatast. Í okkar álfu er órói. Átök eru vaxandi og það stefnir í óefni. Hryðjuverk eru að verða daglegt brauð og uggur og ótti er í mörgum. Nærumhverfi okkar tekur miklum breytingum og þær verða enn meiri á næstunni. Er menning okkar að glatast? Trú okkar virðist á undanhaldi. Kirkjur skreppa saman og ekki er að heyra að leiðsögn í gegnum brimrót breytinganna komi þaðan. Kjarni menningar okkar og sögu

virðist vera að glatast. Guð elskar heiminn og vill ekki að við glötum festu okkar á kletti aldanna. Kærleikur Guðs á að vera sýnilegri á jólahátíðinni en í annan tíma. Er það líka að glatast? Þjóðin syngur ,,upp á stól stendur mín kanna“ og er feimnin við að fjalla um hið eiginlega innihald jólanna er mikið. Í mörgum vestrænum löndum er hart sótt að helgi jólanna og menn eru hvattir til að gera eitthvað annað en kjarna hátíðarinnar. Þróun mála undan­farin misseri sýnir okkur að tiltrú borgar­anna á stjórnmálum og þeim sem þar stýra för hefur minnkað. Það er sem allt sé þar á hverfanda hveli. Gildi aldanna eru aukaatriði og menn bugta sig og beygja fyrir torkennilegum straumum og stefnum. Eitt hefur ekki breyst, og mun aldrei breytast, en það er boðskapur jólanna. Sá fögnuður sem mönnum er boðaður um alla jörð. Kærleikur Guðs, sem setur engin skilyrði er boðaður öllum mönnum. ,,Því að svo elskaði Guð heiminn“ segir í textanum. Hvernig á að bregðast við slíku hyldýpi kærleikans? Er hægt að eiga svar annað en það að opna pakkann og njóta þess sem okkur er gefið. Verðum við ekki að bregðast við eins og börnin og taka á móti í

þakklæti? Kærleikur Guðs er æðri öllum skilningi segir á góðum stað. Gjöf jólanna verður ekki skilin mannlegum skilningi. Til að njóta til fulls þess sem gjöf Guðs færir okkur þurfum við að opna hjarta okkar og svara Guðlegum kærleika með kærleiksandvarpi hjartans. Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál, guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns, og vér kvökum vort helgasta mál. Vér kvökum og þökkum í þúsund ár, því þú ert vort einasta skjól. Vér kvökum og þökkum með titrandi tár, því þú tilbjóst vort forlagahjól. :/: Íslands þúsund ár :/: voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól.

Með þessari tilvísan í þjóð­ sönginn okkar óska ég þér gleði­ legra jóla og far­sældar í kær­leika Guðs á komandi ári. Gunnar Þorsteinsson

Fagur er fiskur í sjó, með rauða kúlu á maganum Sá einn getur veitt fisk, sem á bát eða hvað annað til að róa á til fiskjar. Þjóðin á sannarlega fiskinn í sjónum, en engan bát. Það eru einstaklingar og fyrirtæki þeirra sem eiga báta og skip, svo og allan þann búnað er þarf til veiða. Þessir sömu aðilar eiga margir fiskvinnslur og markaðskerfi til að selja þennan fisk. Þjóðin og fiskiðnaðurinn þarf á hinum að halda. Þessir tveir aðilar eiga því augljósa sameiginlega hagsmuni. Því má bæta við að hluti þjóðarinnar vinnu í sjávarútvegi, hjá eiganda bátsins. Það er því að skemmta skrattanum að stilla þessum hópum upp, sem einhverjum óvinum, sem þeir auðvitað eru ekki. Þessir tveir aðilar eru í hagsmunasambandi, og þurfa þar með að koma sér saman um ,,bestu“ lausn fyrir báða. Að veiða ekki fiskinn sem syndir við tærnar á okkur vegna einhverra deilna er auðvitað ekki í boði. Nú er þessi mynd mikil einföldun á flóknu ferli, en samt grunnur máls, og dregin upp til að gera flókið mál einfalt. Hverjir sitja þá við samningaborðið fyrir hönd þjóðarinnar og eiganda bátsins til að ræða bestu lausn fyrir alla. Hvernig fara þessar viðræður fram, viðræður er varða stórkostlega hagsmuni þjóðarinnar í bráð og lengd ? Stutta útgáfan er þessi. Alþingi fer með hlut þjóðarinnar og eigandi

bátsins kemur nánast hvernig að borðinu. Dettur einhverjum í hug að ræða mál Landsspítalans án þess að tala við heilbrigðisstarfsmenn? Jafnræði aðila, er því miður ekki til staðar þvert á það sem telja má sanngjarnt og eðlilegt. Alþingi og ríkisstjórn og framkvæmdavald hvers tíma, semja lög og reglur, með sérfræðingum sínum, án nokkurrar verulegrar þátttöku mótaðilans. Um það er ekki deilt að Alþingi, sem umbjóðandi auðlindarinnar á og hefur haft alla forystu um þann hluta ferlisins, sem fjallar um fiskveiðistjórnun. Eftirlit með stofnum ( HAFRÓ ) og ákvörðun heildarafla. Með saman hætti ætti skipseigandi og eigandi vinnslu að hafa allt forræði á sínum hluta. Það er þar sem hinu raunverulegu verðmæti verða til. Í daglegu tali kallað kvótakerfi svo og markaðssetning afurða.

Ég hef í þessari stuttu greiningu skilgreint aðila máls. Stór galli á núverandi samskiptum er að þau tryggir ekki jafnræði fyrrgreindra aðila til skaða fyrir báða. Aðilar eru ekki að vinna saman á jafnréttisgrundvelli og eru ekki sammála um grundvallar-atriði og stöðu og hlutverk hvors annars. Sjávarútvegur er atvinnugrein sem þarf skýrar starfreglur og vinnufrið, reyndar eins og allar atvinnugreinar. Hún má ekki vera einhver tilraunastarfsemi og pólitískt bitbein, eða leiksoppur úreltra hagfræðihugmynda. Birtingarmyndir þessa galla er stöðugar og skaðlegar deilur um málefni sjávarútvegsins og þá sér í lagi nýtingarafgjald auðlindarinnar. Í nýlegri kosningabaráttu var það lausn allrar mála, hvort það var aukin heilsugæsla eða annað, að hækka auðlindagjaldið. Var sú umræða í engu samhengi við

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

stöðu og afkomu greinarinnar, heldur ímyndaðar s k i p u ­l a g s b­ r e y t ­ ingar og gróða sem hlutaðeigandi spá­menn létu sér detta í hug. Sú forræðis­ hyggja sem felst í því að Alþingiseða embættismenn og spekingar hafi Jón Atli Kristjánsson. best vit á rekstri sjávarútvegsins umfram greinina er inntak þessarar greinar að við sjálfa er með ólíkindum. Vilja þeir eigum að láta sjávarútveginn um hinir sömu þá ekki skipta sér af að móta sitt rekstrarumhverfi með rekstri Landsvirkjunar, Haga, eða sem minnstum afskiptum ríkis IKEA allt í þeim anda að þessi og stjórnmálamanna. Látum fyrirtæki greiði hærri skatta. rekstrarábyrgðina vera þar sem hún Það er almenn skoðun, studd á að vera, hún er ekki stjórnmál. reynslu, að ríkið og þar með Það voru t.d. ekki stjórnmálamenn stjórnmálamenn eigi ekki að sem voru að semja við sjómenn vera að vasast í rekstri. Það á nýverið. einnig við í sjávarútvegi. Það Jón Atli Kristjánsson

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Gæðavörur frá traustum framleiðanda

K5505

KU6405/6475

KU6655/6505

LED • 1920X1080 • 400 PQI • Nýtt Smart viðmót

UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi

UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi

32“ kr. 64.900.- / 40“ kr. 89.900./ 49“ kr. 119.900,- / 55“ kr. 149.900.-

43“ kr. 119.900.- / 49“ kr. 149.900./ 55“ kr. 179.900.- / 65“ kr. 309.900.-

43“ kr. 129.900.- / 49“ kr. 159.900./ 55“ kr. 189.900.- / 65“ kr. 309.900.-

ecobubble þvottavélar

ngu m eingö Við selju mótor lausum með kola ára ábyrgð

Uppþvottavél í sérflokki með Waterwall tækni

með 10

Einnig fáanleg til innbyggingar

AddWash TM

TM

SAMSUNG WW80 8 KG. 1600 SN. Verð nú: 99.900,-

SAMSUNG WW70 7 KG. 1400 SN. Verð nú: 79.900,-

Framhlið úr burstuðu stáli / Stillingar ofan á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 5 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db / Stillanleg efrigrind / Grind efst fyrir hnífapör með sérstökum "FLEX" bakka / 2 þvottaarmar + "WATERWALL" / Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm

styrkur

fegurð

SAMSUNG WF70 7 kg. 1400 sn. Verð nú: 74.900,-

Verð nú: 169.900,-

frumleiki

TM

Kælir - frystir 178cm

Kælir - frystir 185cm

Kæliskápur 202cm

178 cm skápur. 192+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldreiað afþýða. Hvítur eða stál. Kr. 94.900,-

185 cm skápur. 208+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða. Stál. Kr. 119.900,-

Stál. Heildarrými: 357 lítrar. Kælirými: 247 lítrar. Frystirými: 110 lítrar. Mál B-H-D í mm: 595 x 2017 x 597 Verð nú: 169.900,-

RB29FSRNDWW

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15.

RB31FERNCSS

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

RB36J8035SR

PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

28

Vandamál vegna útleigu íbúða til ferðamanna hunsuð Sveitarfélagið Fljótsdalshérað gagn­rýnir drög að nýrri reglu­ gerð sem ætlað er að taka á heima­gistingu og út­leigu íbúða til ferðamanna. Ekki hafi verið hlustað á sveitar­félög sem vildu meðal annars herða kröfur um bíla­stæða­fjölda og að fram fari grenndar­kynning í fjöl­býlis­húsum. Frá þessu segir á RUV. Haft er eftir Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótsdals­héraðs að

reglugerðin einfaldi ekki umgjörð í kringum svokallaða heimagistingu þegar fólk leigi út hluta húsnæðis sem það býr í, svo sem eitt herbergi. Sveitarfélagið hafi viljað skilgreina þann hluta hússins sem atvinnuhúsnæði og hækka fasteignagjöld til samræmis við það. Verði drögin samþykkt má slík útleiga standa 90 daga án þess að húsnæði færist upp um flokk.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kanna á möguleika á ljós­ leiðarakerfi í samráði við nágrannasveitarfélögin Skömmu fyrir alþingiskosningar í október sl. var var haldinn fundur að Aratungu þar sem fulltrúum Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps var kynnt frumhönnun að ljósleiðarakerfi fyrir heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélögunum þremur. Í samræmi við ríkisstyrkjareglur EES er mikilvægt að kanna, áður en lengra er haldið áform fjarskiptafélaga næstu árin um uppbyggingu á ljósleiðarakerfi

á svæðinu á markaðsforsendum og áhuga þeirra á að koma að uppbyggingu slíks kerfis með stuðningi frá opinberum aðilum svo og kalla eftir upplýsingum um fjarskiptainnviði sem nú þegar kunna að vera á svæðinu og gætu nýst til slíkrar uppbyggingar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur falið sveitarstjóra að kalla eftir þessum upplýsingum, í samráði við Hrunamannahrepp og Bláskógabyggð.

Lúpínan hefur víða sest að.

Fuglar þrífast vel á uppgræddu mólendi Tífalt fleiri fuglar þrífast á uppgræddu mólendi en á óuppgræddu landi. Á landi þar sem alaskalúpínan vex er hlutfalli fugla sem þar búa tuttugufalt á við það sem gerist í venjulegum íslenskum úthaga. Rafræna tímaritið Icelandic Agricultural Sciences segir frá þessu. Höfundar rannsökuðu áhrif mismunandi landgræðsluaðgerða á þéttleika og tegundasamsetningu fugla og á fjölda smádýra. Á 26 stöðum á landinu voru borin saman óuppgrædd svæði, endurheimt mólendi og land sem hafði verið grætt upp með alaskalúpínu. Mikill munur var á fjölda fugla milli gróðurlenda. Á óuppgræddu landi var að meðaltali 31 fugl á ferkílómetra, 337 á endurheimtu mólendi og 627 á landi sem hafði verið grætt upp með lúpínu. Þar sem fuglar voru fleiri var einnig meira af smádýrum sem eru mikilvæg fæða fuglanna. Á

Það er kraftur í þér Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Ljósafossstöð útskýrir orkuna sem býr í öllum hlutum á skemmtilegan og fræðandi hátt. Opnunartíma og leiðarlýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir.

Verið velkomin.

Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.landsvirkjun.is/heimsoknir.

lúpínusvæðum var meira um algengari tegundir fugla. Heið lóa og lóuþræll voru algengustu tegundirnar í endurheimtu mólendi en hrossagaukur og þúfutittlingur í lúpínu. Merkilegt er að enn virðast þeir einstaklingar ófáir sem vilja rífa upp lúpínuna eða hefja eiturhernað gegn henni . Þeir virðast hafa það á móti henni að hún sé nýbúi í landinu eftir 80 ára veru. Ennfremur að hún sé ágeng tegund sem útrými berjalyngi, fjalldrapa og mosa. Þessar fullyrðingar standst ekki. Lúpína klæðir víða klungur við hliðar berjamóa án þess að breiðast þangað. Birki og víðikjarr kemur víða upp úr lúpinúbreiðum og annar gróður fylgir eftir. Lúpínan hopar fyrir þessum innlenda gróðri í fyllingu tímans. Hvort vilja menn heldur upplásið örfoka land eða bláar breiður í júlímánuði þar sem áður var grjótið eitt? - HJ

Þreifingar um sam­ einingu í Skafta­fells­ sýslu

Bæjarmerki Skaftárhrepps.

Þreifingar hafa staðið yfir um möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Hornafirði og Skaftárhreppi í Skaftafellssýslu. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa hist og rætt málið. ,,Það er verið að skoða og bera saman sveitarfélögin, taka viðtöl við starfsmenn, sveitarstjórnarfulltrúa og fulltrúa fyrirtækja á báðum stöðum. Við erum á undirbúningsstigi ef svo má að orði komast, að skoðað og meta hlutina til að geta sett upp sviðsmyndir,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

29

Hella sigurvegari í sundkeppni sveitarfélaga Úrslitin í sundkeppni sveitarfélaga urðu þessi;

Einn liður í Hreyfiviku UMFÍ er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Hugmynd keppninnar er komin frá Fjallabyggð árið 2015 þar sem keppni átti að fara fram á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Forstöðumaður íþróttamannvirkja í Fjallabyggð laumaði hugmyndinni að landsfulltrúa UMFÍ og úr varð að 28 sveitarfélög skráðu sig til leiks árið 2015 og 35 sveitarfélög árið 2016. Mikil stemning, stuð og samhugur myndaðist í mörgum sveitarfélögum á meðan keppninni stóð. Fólk kepptist við að fara í sund og synda metra fyrir sitt sveitarfélag, sumir fóru tvisvar sinnum á dag, margir bættu við sig metrum og syntu lengra og oftar en þeir eru vanir. Sundkeppni sveitarfélaga var geysispennandi frá fyrsta degi og var hart barist um toppsætið.

1) Rangárþing ytra, Hella 487 m (á hvern íbúa) 2) Hrísey 413 m (á hvern íbúa) 3) Rangárþing eystra, Hvolsvöllur 268 m (á hvern íbúa) 4) Húnaþing, Hvammstangi 184 m (á hvern íbúa) 5) Blönduós 166 m (á hvern íbúa) 6) Dalvíkurbyggð 158 m (á hvern íbúa) 7) Fjallabyggð 119 m (á hvern íbúa) 8) Fjarðabyggð, Eskifjörður 116 m (á hvern íbúa) 9) Stykkishólmur 115 m (á hvern íbúa) 10) Ölfus, Þorlákshöfn 95 m (á hvern íbúa)

Samanlagt syntu þátttakendur í sundkeppni sveitarfélaganna 4.024.356 metra sem er álíka langt og frá Íslandi til Möltu!

Hjúkrunarheimilið á Eskifirði. Mynd: Logi Már Einarsson.

Hjúkrunarheimilið á Eski­ firði er glæsileg hönnun Hjúkrunarheimili á Eskifirði vekur athygli þegar að er komið fyrir form og byggingarstíl en flutt var í þetta nýja húsnæði árið 2014 en hönnuður er Studio Strik arkitektar en stofna er nú rekin undir nafninu Gríma arkitektar. Að baki Studio Striks stóðu Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ og Hulda Þ. Aðalsteinsdóttir, innanhússarkitekt FHI. Eskifjörður er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá Reyðarfirði norðanverðum og eru íbúar um 1050 og hefur hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin. Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem

Fjarðakortið er frábær þjónusta Er Fjarðakortið – snjallkort ekki til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög? Eitt snjallkort fyrir alla íbúa landsins sem gengur á milli allra svæða? Hvað með höfuðborgarsvæðið? Reykjanesbæ? Árborg? Rangárþing? Vestmannaeyjar? Höfn? Eru svona aðgangskort ekki lausn sem stuðlar að samtengingu byggða og meiri kynna íbúa af hvor öðrum? Er ekki hægt að sjá fyrir sér eitt kort fyrir landið. Þegar komið er til Akureyrar frá Reykjavík er hægt að fylla sundstaði á Akureyri og Dalvík inn á kortið, einnig kvikmyndahús, menningarhús og fleira. Breytt

fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 við afnám einokunarverslunarinnar, en missti þau aftur síðar. Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228. Á Eskifirði er Steinasafn Sigurborgar og Sörens. Aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla en verslun og þjónusta eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands í

gömlu húsi sem Örum og Wulff byggðu um 1816 og þar má sjá minjar um sjósókn á Austfjörðum og byggðasögu og atvinnulíf á Eskifirði. Byggðin var gerð að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Reyðarfjarðarhreppi. Hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á ný 22. apríl 1974. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifirði og 7. júní 1998 sameinaðist Eskifjarðarkaupstaður Reyðarfjarðarhreppi og Neskaupstað undir nafninu Fjarðabyggð og síðar varð Austurbyggð og Móifjörður einnig hluti af Fjarðabyggð árið 2006.

Lífræn jógúrt

inneign frá einu svæði til annars ætti að vera möguleg. Fjarðakortið er snertilaust snjallkort sem gildir í Strætisvagna Austurlands (SVAust) og íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar. Það er fáanlegt sem persónugert kort eða almennt handhafakort. Fjarðakortið er hluti af CTS-aðgangsstýringarkerfi (Curron Ticket System) sem Fjarðabyggð hefur tekið upp samhliða SVAust. Sundlaugar í Fjarðabyggð eru á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Líkamsræktarstöðvar eru á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.

Með fimm ferskum bragðtegundum Hrein • Mangó • Kókos Jarðarberja • Kaffi

Bílaleigubíll og hótelgisting á sérkjörum Stracta bílaleigan er á Keflavíkurflugvelli, í Hafnarfirði og á Stracta hótelinu á Hellu. Stutt er frá Hellu til nær allra eftirsóttustu ferðamannastaða á Íslandi. Hægt er að leigja allt frá litlum fólksbílum og til fjórhjóladrifsbíla.

Viðskiptavinir Stracta hótels fá sérkjör á bílum þegar þeir gista! Stracta bílaleiga: s. 531 8080 og 851 8080 - www.stractacars.is Stracta Hótel: s. 531 8010 - www.stractahotels.is

Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

30

Varmadæla í Vestmannaeyjum - húshitunarkostnaður í Vestmannaeyjum jafnaður

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Júlíus Jónsson skrifa undir viljayfirlýsinguna um varmadælu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Júlíus Jónsson, forstjóri HS-Veitna, skrifuðu síðla sumars undir viljayfirlýsingu vegna uppsetningu varmadælu í Vestmannaeyjum. Verkefnið snýst um að tengja varmadælu við veitukerfi fjarvarmaveitu HS Veitna í Vestmannaeyjum og nota sjó sem varmagjafa. Gerð hefur verið úttekt á verkefninu og er ávinningur af því talinn vera margvíslegur; má nefna áætlaða a.m.k. 10% lækkun á

...20 - 30

orkuverði til íbúa á næstu fimm árum. Samkvæmt yfirlýsingunni er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins með stofnstyrk til verkefnisins að fjárhæð 300 milljón krónur, eða sem nemur áætluðum mismun á niðurgreiðslum kyntrar veitu og beinnar rafhitunar í fjögur ár. Styrkurinn er með fyrirvara um samþykki Alþingis á komandi fjárlögum og verður hann greiddur í tveimur jöfnum greiðslum á árunum 2017 og 2018. Markmið verkefnisins er enn fremur að allir

-

notendur í Vestmannaeyjum verði tengdir inn á kerfið. Í skýrslu starfshóps sem skilaði tillögum til ráðherra í mars 2016 kemur fram að varmadælur geti dregið verulega úr raforkuþörf kyntra veitna og þar með lækkað rekstarkostnað umtalsvert. Jafnframt er í skýrslunni lagt til að skoðaðir verði möguleikar á því að ríkið veiti fjárfestingastyrki til slíkra verkefna og tryggi þar með rekstrarumhverfi veitnanna, leggi þær út í slíkar fjárfestingar. Markmið verkefnisins eru að tryggja orkuöryggi fjarvarmaveitunnar í Vestmanneyjum, gera hana hagkvæmari í rekstri, tryggja reksturinn til lengri tíma án þess að um rafhitun sé að ræða og að draga úr raforkuþörf veitunnar um allt að 67%. Með uppsetningu varmadælu er farið af skerðanlegri orku yfir á forgangsorku og felur það bæði í sér aukið orkuöryggi (minni skerðingar) og kemur í veg fyrir olíunotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfismengun sem ella kæmi til þegar raforka er skert. Árlegur raforkusparnaður við varmadælu í Vestmannaeyjum er áætlaður um 45 GWh sem þýðir að um 7 MW losna í raforkukerfinu við tilkomu varmadælunnar.

Horft til byggðarinnar í Vík frá kirkjunni.

Víkurkirkja setur fagran svip á byggðina Víkurkirkja stendur á svonefndu Skeri, austan og ofan Víkurkauptúns og setur sérstæðan og fagran svip á byggðina. Kirkjan er steinkirkja, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni fyrrum húsameistara ríkisins en yfirsmiður var Matthías Einarsson frá Þórisholti. Smíði kirkjunnar hófst 1930 en hún var vígð 14. október 1934. Áður hafði kirkjan á Höfðabrekku verið verið sóknarkirkja þorpsbúa. Rústir bænahúss í Vík sjást enn á svonefndum Syngjanda. Skírnarfontur er útskorinn af

Ríkharði Jónssyni myndhöggvara en glerlistaverk í gluggum kirkjunnar eru eftir Hrafnhildi Ágústsdóttur glerlistakonu í New York og hafa skírskotun til helgrar ritningar. Pípuorgel kirkjunnar er 11 radda með tveimur hljómborðum var vígt 14. mars 1993. Það er smíðað af Katli Sigurjónssyni frá Forsæti með útskurði eftir Sigríði Kristjánsdóttur frá Grund. Sóknarprestur er Haraldur M. Kristjánsson en organisti og kórstjóri er Kári Bjarkar Gestsson.

40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100...

Átt þú stórafmæli á árinu 2016/2017? Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð. Gisting fyrir tvo á aðeins 2016/2017 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins.

Hótel Rangá

851 Hella

Nánari upplýsingar á www.hotelranga.is/storafmaeli Vinsamlega skráið ykkur á póstlistann okkar og fáið fréttir um spennandi tilboð og viðburði.

Sími 487 5700

hotelranga@hotelranga.is www.hotelranga.is


ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Í Þorlákshöfn er mikið framboð af hentugu landrými til ýmiss konar starfsemi og fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðarsvæði við höfnina og næsta nágreni.

Þorlákshöfn er á suð-vesturströnd Íslands. Þar er eina höfn Suðurlands allt austur að Hornafirði. Frá höfninni eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema u.þ.b. 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum.

Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu.

Höfnin hefur verið í mikilli uppbyggingu s.s. breikkun innsiglingar, dýpkun hafnarinnar sem gerir stærri skipum og ferjum kleift að leggjast að höfn í Þorlákshöfn – en siglingar frá Þorlákshöfn styttir siglingartímann til Evrópu töluvert miðað við til og frá Reykjavík.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

olfus@olfus.is

Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

32

Gæðastjórnun Framkvæmdasýslu ríkisins - vottorð um gæðakerfi frá Vottun hf.

Heimaey VE-1, eitt glæsilegra skipa Ísfélagsins.

Ísfélagið hagnaðist um 1,3 milljarða króna á sl. ári Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 11,4 milljónir dollara, jafnvirði 1.300 milljóna íslenskra króna, á árinu 2015. Hagnaðurinn dróst saman um 13 mill­jónir dollara, 1.500 mill­jónir króna milli ára. EBITDA-fram­legð var 27,6% árið 2015, samanborið við 24,7% árið áður. Í árs­lok námu eignir félags­ ins 288,9 milljónum dollara, jafn­ virði 33 milljarða íslenskra króna, saman­borið við 271 milljón dollara í árslok 2014. Bókfært eigið fé í árslok var tæp­lega 130 milljónir dollara, jafnvirði 14,9 milljarða króna og eigin­fjár­hlut­fall félagsins 45%. Ísfélag Vestmannaeyja gerir út sex skip til veiða á uppsjávarfiski

og bolfiski. Í flota félagsins eru þrjú nóta- og togveiðiskip, tveir ís­fisk­ togara og einn línu­bátur. Þetta eru Álsey VE-2; Dala-Rafn VE-508; Heima­ey VE-1, Litlanes ÞH-13; Sigurður VE-15 og Suður­ey VE-12. Ísfélag Vestmannaeyja hf rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn á Langanesi. Manneldisvinnsla sjávar­ afurða hefur aukist á undanförnum árum og sífellt stærri hluti aflans sem berst að landi er frystur eða fluttur út ferskur. Í frystihúsum Ísfélagsins er kappkostað að nýta hráefnið sem best og framleiða eingöngu gæðavöru. Auk frystra og ferskra afurða framleiðir félagið mjöl og lýsi.

Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur samkvæmt vottuðu gæða­­stjórnunar­k erfi sem byggir á alþjóðlega gæða­ stjórnunar­staðlinum ISO 9001. Árið 1999 var ákveðið að taka upp gæðastjórnun með það að markmiði að auðvelda starfsfólki stofnunarinnar að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina á virkan og hagkvæman hátt. Utanaðkomandi ráðgjafar komu að skipulagningu og uppsetningu gæðastjórnunarkerfisins ásamt því að starfsmenn tóku þátt í almennri greiningarvinnu og í framhaldi af því endurskoðun og uppbygging á verkferlum. Árið 2003 var gæðakerfið tekið í notkun með formlegum hætti þar sem notast var við „Gæðabrunn“ frá Hugvit ehf. Árið 2006 var „Rekstrarhandbók“ frá Opnum kerfum ehf. tekin í notkun. Árið 2004 var gerður samningur við Vottun hf. um fottun gæðastjórnunarkerfis Fram­ kvæmdasýslu ríkisins. Á árunum 2011 og 2012 var lögð mikil vinna í að bæta verklagsreglur, samhæfa

vistun gagna og koma á verklagi í fullu samræmi við gæða- og stjórnunarstaðalinn. Gæðastjórnunarstefna FSR felst m.a. í eftirtöldum atriðum; I. Auka stöðugt gæði í starfsemi sinni til þess að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu. II. Auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði í opinberum framkvæmdum. III. Hafa ferli opinberra framkvæmda stöðugt í endurskoðun. IV. Umhverfi opinberra framkvæmda verði betur skilgreint og að unnið verði eftir staðfestum skipuritum þar sem verk- og ábyrgðarsvið allra aðila er skýrt til hlítar. V. Ráða til sín hæft starfsfólk og stuðla að símenntun þess. Leggja metnað sinn í að skapa góða vinnuaðstöðu og aðbúnað starfsmanna til þess að auka gæði þjónustu stofnunarinnar og ánægju

starfsmanna. VI. Hvetja til innleiðingar gæðastjórnunarkerfa hjá ráðgjöfum og verktökum, sem eru viðskiptavinir stofnunarinnar. VII. Stuðla að framförum íslensks ráðgjafa- og verktakamarkaðar. VIII. Vinna samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi sem byggir á gildandi útgáfu gæðastjórnunarstaðalsins ISO 9001 (ISO = Internartional Standardization Organization). Kerfið skal vera einfalt, skilvirkt og í sífelldri þróun. IX. Vakta stöðugt upplýsingar um viðhorf viðskiptavina vegna gæða afhentrar vöru og um að kröfur séu uppfylltar. X. Halda lið um árangur með ánægju viðskiptavina í skorkorti.

Trésmiðja Ingólfs

Önnumst alla alhliða trésmíði - Vönduð vinna. Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Freyvangi 16, Hellu. S. 893 6866

Búðu þig undir skapandi framtíð Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila.

Kynntu þér þjónustu okkar á arionbanki.is/fyrirtaeki Fyrirtækjaþjónusta Arion banka

2015 „Nú erum við búin að kaupa næstu jörð. Það bíða ótal tækifæri.“

2004 „Við vorum búin að vera kúabændur í 10 ár. Þá ákváðum við að breyta búinu í sveitahótel.“


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

33

Breiðdalshreppur vill selja félagslegar íbúðir

Afstöðumynd.

Hollvinir Hornafjarðar vilja breyta fyrirhuguðu vegastæði yfir Hornafjarðarfljót Hollvinir Hornafjarðar vona að endurskoðun á framkvæmdaleyfi fyrir nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót leiði til þess að horfið verði frá því að láta veginn liggja yfir sjávarfitjar í firðinum. Bæjaryfirvöld telja hins vegar að endurskoðun felist ekki mat á öðrum vegstæðum. Deilur um veglínu yfir Hornafjarðarfljót hafa staðið í mörg ár. Áformað vegastæði leiðir til meiri umhverfisáhrifa en leið ofar í landinu en styttir

meira akstursvegalengd innan sveitarfélagsins og gerir leiðina greiðfærari að vetrarlagi. Vegagerðin hefur lagt fram þrjár hugmyndir af nýjum veglínum yfir Hornafjarðarfljót sem miða að því að stytta Hringveginn um Hornafjörð. Veglínurnar munu liggja yfir fljótin sunnar en núverandi vegur og mun koma til nýlagningar vegar um óraskað land, sama hvaða veglína verður fyrir valinu.

Fyrir austan Mýrarnar renna Hornafjarðarfljót í Hornafjörð. Hornafjarðarfljót verða til þar sem Austurfljót og Vesturfljót sameinast á Hoffellssandi. Vesturfljótið á upptök sín í Viðborðsjökli og í Svínafellsjökli en Austurfljót rennur frá Hoffellsjökli. Hoffellsjökull hefur hopað svo mikið á síðustu árum að ný kvísl fór að renna frá Svínafellsjökli haustið 2006, sem áður rann í Austurfljót.

Á fundi sveitarstjórnar Breiðdalshrepps sl. sumar var rætt um sölu á félagslegum íbúðum en varasjóður húsnæðismála opnaði fyrir umsóknir í sjóðinn þann 1. Júlí sl. og hefur sett ýmis skilyrði fyrir því að umsóknir verði teknar til greina. Auk þess er framlagið sem sjóðurinn hyggst veita í verkefnið á landsvísu aðeins 20 milljónir króna á ári á árunum 2016 og 2017. Unnið er að greinargerð vegna væntanlegrar umsóknar frá Breiðdalshreppi og í framhaldinu verður látið á það reyna hvort umsókn verður viðurkennd. Á sveitastjórnarfundinum voru einnig ræddir aðrir möguleikar ef ekki tekst að fá fjármagn úr varasjóðnum. Farið var yfir mögulega ljósleiðaravæðingu í Breiðdalshreppi, en nýlega var fór fulltrúi frá Radíóveri í Garðabæ yfir áætlun sem hann hefur unnið um tengingu ljósleiðara á alla bæi í dreifbýli í Breiðdal. Áhersla á útboðsskyldu getur hins vegar flækt stöðu lítilla sveitarfélaga. Sveitarstjórn Breiðsdalshrepps tekur undir með stjórn SSA og styður eindregið eftirfarandi bókun frá fundi stjórnar SSA; „Stjórn SSA leggur á það ríka áherslu að reglur um úthlutun fjár

til ljósleiðaravæðingar liggi fyrir í lok sumars, þær séu skýrar og taki tillit til mismunandi aðstöðu byggðalaga út um land. Þá áréttar stjórn SSA þá skoðun sína að ljósleiðaravæðing Íslands sé jafn nauðsynleg og aðrir innviðir samfélagsins, s.s. samgöngur, heilbrigðisþjónusta og löggæsla. Verkefnið um ljósleiðaravæðingu er á höndum hins opinbera og í anda núgildandi laga. Því er brýnt að tryggja aukið fjármagn til ljósleiðaravæðingar í takt við umfang verkefnisins.“ Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að standa við þau áform sem voru kynnt eftir að starfshópur á vegum síðustu ríkisstjórnar skilaði tillögum sínum.

Hraðfrystihús til sölu

Byggðastofnun hefur auglýst eftir tilboðum í Sólvelli 23, Breiðdalsvík en í húsinu hefur verið rekin fiskvinnsla. Eignin skiptist í 6 hluta; hraðfrystihús byggt árið 1976, 1.207,5m², iðnaðarhús byggt árið 1965, 215,9m², hreinlætisaðstaða byggt árið 1963, 9,4m², iðnaðarhús byggt árið 1985, 18,1m², iðnaðarhús byggt árið 1949, 410,0m² og iðnaðarhús byggt árið 1973, 220,7m².

Tungufljót ehf. tapaði máli gegn eigendum Bergsstaða

Stefnandi greiði stefndu 1.800.000 krónur í málskostnað. Tungufljót ehf. stefndi eigendum jarðarinnar Bergsstaða í Bláskógarbyggð á árinu 2015 og krafðist þess að að viðurkenndur yrði með dómi réttur stefnanda til skaðabóta úr höndum stefndu vegna tjóns sem stefnandi taldi sig hafa orðið fyrir vegna þeirrar háttsemi stefndu að hafa hindrað og reynt að hindra framleigutaka stefnanda við stangveiðar í Tungufljóti á árunum 2007 til 2014 og með því að hafa sjálfir stundað

eða látið stunda stangveiðar í ánni fyrir landi Bergstaða árin 2007 til 2011 í óleyfi stefnanda. Fram til ársins 2010 máttu eigendur Bergsstaða veiða í Tungufljóti samkvæmt heimild Veiðifélags Árnesinga. Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands er að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram að stefndu hafi valdið stefnanda tjóni með því að hafa hindrað og reynt að hinda framleigutaka stefnanda

við stangveiðar í Tungufljóti og með því að hafa sjálf stundað eða látið stunda veiði í fljótinu fyrir landi Bergstaða. Verða stefndu því sýknuð af viðurkenningarkröfu stefnanda í máli þessu. Stefndu eru sýkn af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu 1.800.000 krónur í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í máli E-158/2015. Náttúran er er víða falleg fyrir austan, hér fellur Þverá niðursnarbratta hlíðina.

Vélaleiga og efnisflutningar Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Riddaragarði | Sími 895 6962


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

34

Ófærð á Suður­ landsvegi oftast á Hellisheiði

Í sumar hafa staðið yfir fram­ kvæmdir vegna nýs Hringvegar um farveg Skeiðarár á um 3 km kafla ofan núverandi vegar. Gerð hefur verið brú yfir Morsá og nýr vegur lagður að henni sumarið 2017. Þar með verður lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, sem er 880 metra löng, einbreið með útskotum,tekin úr notkun. Gólf brúarinnar er úr timbri, klætt stálmottum og er orðið mjög lélegt og hefði þurft að skipta um það með ærnum tilkostnaði. Í fyrirspurn til Vegagerðarinnar um hvar á leiðinni milli Reykja­ víkur og Horna­fjarðar vegur­inn væri oftast tepptur að vetrar­lagi,

og hversu oft, kemur fram að það er á Hellis­heiðinni þó vissulega sé það breytilegt eftir árum. Oft verða um­ferðar­tafir einnig vegna veður og snjóa undir Eyjafjöllum og beggja vegna Reynis­fjalls. Þessir staðir eru nokkuð misjafnlega þjónustaðir t.d. er Hellisheiði með sólarhringsþjónustu á meðan Reynisfjall er með þjónustu frá kl. 07:30 til 21:30 á virkum dögum og kl. 09:00 til 20:00 um helgar. Á meðfylgjandi töflu má sjá saman­burð á ófærð milli Hellis­ heiðar, Reynisfjalls og Skeiðarár­ sands á fimm ára tímabili.

Ár Hellisheiði Reynisfjall Skeiðarársandur 2011 0 dagar 0 dagar 0 dagar 2012 7 dagar 0 dagar 1 dagur 2013 1 dagur 5 dagar 4 dagar 2014 7 dagar 3 dagar 2 dagar 2015 20 dagar 10 dagar 5 dagar Meðaltal ófærðar á Hellisheiði eru 7 dagar, á Reynisfjalli 3,6 dagar og á Skeiðarársandi 2,4 dagar.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

FANNBERG fasteignasala ehf. Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali

Sími: 487 5028

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

MótX óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Rauntölur um laun sjómanna Myndtxt: Fyrirhugað er 10.000 tonna eldi í Stöðvarfirði.

Gríðarmikil áform um fiskeldi á Austfjörðum Fyrir liggja matsáætlanir Fiskeldis Austfjarða (FA) vegna áætlana um uppbyggingu eldisstarfssemi félagsins í Mjóafirði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði og í Norðfjarðarflóa samkvæmt frétt Fiskeldisfrétta.

Mjóifjörður og Norðfjarðarflói

Fyrirhugað er að vera með 10.000 tonna framleiðslu á þremur eldissvæðum í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa, þ.e. Hellisfirði og Víðifirði. Eitt kræklingaleyfi er í firðinum en ekkert eldi er í dag í þessum fjörðum virkt en kræklingaleyfi er á vegum Hafskeljar í Mjóafirði. Samherji er með starfsleyfi fyrir eldi á þremur stöðum í Mjóafirði eða til byrjun septembermánaðar 2019. Samherji má framleiða þar 2.000 tonn af laxi og 1.000 af þorski á ári. Auk þess er vitað um að Síldarvinnslan hafði áform um 2.000 tonna þorskeldi í Norðfirði. Ekki er vitað um stöðu leyfa en árið 2002 kvað Skipulagsstofnun upp þann úrskurð að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað er Síldarvinnslan hvorki með starfleyfi frá Umhverfisstofnun eða rekstrarleyfi frá MAST.

Seyðisfjörður

FA hefur tilkynnt um 10.000 tonna eldi á tveimur staðsetningum í Seyðisfirði, þ.e. við Háubakka annars vegar og hins vegar Sörlastaðavík. Fyrirhuguð staðsetning Norðanlax er í Selstaðavík og einnig staðsetning kræklingaræktar Brimbergs. Ekkert eldi er starfrækt í firðinum eins og er. Norðanlax ehf. hefur einnig tilkynnt um fyrirhugað laxeldi á einni staðsetningu í Selstaðavík.

Stöðvarfjörður

Fyrirhugað er 10.000 tonna eldi í Stöðvarfirði. Önnur virk starfsog rekstrarleyfi í firðinum eru á vegum Þorskeldis ehf. Það er 200 tonna leyfi til þorskeldis og er þar stundað áframeldi á þorski. Auk þess er fyrirtækið Stöðvardalur með leyfi fyrir kræklingarækt.

Berufjörður og Fáskrúðsfjörður

FA er nú með eldi á tveimur staðsetningum í Berufirði. Fyrirtækið er með 11.00 tonna leyfi í fjörðunum og áform um önnur 13.000 tonn en FA er með slátrun og vinnslu á Djúpavogi. Seiðin eru fengin úr seiðaeldisstöðinni Ísþór í Þorlákshöfn sem er að hluta til í eigu FA.

Umræður að undanförnu um íslenskan sjávarútveg, hverju hann skilar inn í íslenskt þjóð­ félag hafa verið miklar segir í frétt frá útgerðar­fyrirtækinu Samherja. ,,Margir telja að nauð­synlegt sé að slíta í sundur tengsl veiða og vinnslu. Það sé eina leiðin til að ákvarða laun sjómanna á sann­gjarnan hátt. Hryggjarstykki vel­gengni Íslendinga byggir á tengingu veiða og vinnslu og markaðs­setningar. Þessi tenging hefur verið stór þáttur í þeirri verð­ mæta­sköpun sem við höfum náð í sjávarútvegi. Rof á henni myndi færa árangur okkar mörg ár aftur í tímann. Það er skylda okkar sem nýta auðlindir að hlusta á sjónarmið um nýtingu þeirra. Umræðan verður engu að síður að vera málefnaleg og stutt raunverulegum gögnum en ekki óskhyggju og slagorðum. Krafan um allan fisk á markað er ekki ný og hefur verið uppi milli útgerðar og sjómanna lengi. Hún snýst fyrst og fremst um kjör sjómanna frá þeirra hlið. Hin hliðin snýst um heildar verðmætasköpun, stöðugleika og mögulega þróun afurða, búnaðar, og starfsöryggi fjölda fiskverkafólks. Það er full ástæða til að skoða nánar nokkrar staðreyndir þessu tengdu. Þá er nærtækast fyrir okkur að fara yfir tölur sem tengjast okkar rekstri og launum sjómanna hjá Samherja. Hásetahlutur á árinu 2015 var frá 95 þúsund krónum til 194 þúsund króna á úthaldsdag, mismunandi eftir því hvaða veiðar voru stundaðar. Laun yfirvélstjóra námu hins vegar frá 148 þúsund króna til 308 þúsund króna á dag.“


35

Vegur gegnum Reynisfjall styttir leiðina um 3 km Einn talaði um veg yfir vegleysur og hraun. Einn vitnaði í samtök, er ynnu þyngstu raun. Einn mældi fyrir vegi og vissi upp á hár, hvar vegurinn ætti að koma ... svo liðu hundrað ár. Höf. Davíð Stefánsson Sennilega er það vegna ævistarfs míns sem ýtumaður og síðar lögreglumaður að vegamálin hafa orðið mér mjög hugleikin. Breytingar á vegakerfinu og vinnubrögðum við vegagerð á minni mannsævi hafa verið ótrúlegar. Lifði það sem drengur að fá að sitja á hestinum eða í hestvagninum þegar verið var að aka möl í vegaslóðana og mokað á vagnana með handafli. Fékk ungur vélamannsstarf á ýtuskóflu og mokaði á vörubíla sem tóku um tvö til þrjú tonn og þóttu stórir. Vann síðan á jarðýtum, bæði við vegagerð og ræktunarvinnu hjá bændum. Það fór eftir því hvað þingmennirnir voru duglegirað afla fjárveitinga fyrir sitt kjördæmi, hvað þeir náðu miklu fjármagni í þennan eða hinn vegaspottann eða brúargerð. Síðan var það víða vegaverkstjórinn á viðkomandi stað sem sá um framhaldið og stikaði veglínuna og ákvað hæð vegarins. Var þá reynt að gera sem mest úr þessum fjárveitingum og komast sem lengst í að ýta upp viðkomandi kafla en oft hugsað minna um pælurnar, eða raskið eftir ýturnar, utan vegar. Við ofaníburð í veginn var mölin tekin sem næst staðnum úr áreyrum og melum. Stórgrýti sem ekki nýttist í ofaníburð var hent út fyrir veginn.

Það má heita þrekvirki að á nánast einu kynslóðabili hafi tekist að koma nær öllum aðal vegum landsins upp úr landinu eins og kallað var, eða úr niðurgröfnum slóðum í upphleyptan veg og brúa flestar ár. Síðan tók við næsta þrekvirki að koma bundnu slitlagi á flesta aðalvegi og fegra og laga vegfláa og öryggissvæði beggja vegna vegarins. Einnig hafa verið teknar af beygjur og bugður sem tæknin og vélakostur réð ekki við áður.

Margt hefur breyst

Margt hefur breyst til batnaðar. Tæki eru margfalt afkastameiri og fullkomnari. Tækni og tæki til þess að fara með vegi í gegnum fjöll og undir firði, sem ekki var mögulegt áður. Það er mín skoðun að næsta stórátak í vegamálum verði að gera allar aðalbrautir og aðalvegi sem flutningar þurfa að fara um að láglendisvegum með jarðgöngum. Með þeirri tækni sem til er núna við gangnagerð er það nánast fáráðaskapur að flengjast með alla þungaflutninga upp um fjöll og heiðar, oft erfiðar leiðir með tilheyrandi snjómokstri, hálkuvörnum og slysum. Á árum áður var fjöldi brúarvinnuflokka starfandi um allt land sem skiluðu þrekvirki í að brúa allar ár sem voru farartálmi.

S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

og öfgahópa undir því yfirskini að um landspjöll sé að ræða og eins og alþjóð viti þá eigi náttúran að njóta vafans. Það er ótrúlegt hvað þetta virkar vel og hægt að stoppa og tefja margar framkvæmdir vítt og breitt um landið með þessari einu orðaklausu, að „náttúran eigi að njóta vafans.“ Jafnvel þó sýndar séu tölur og rannsóknir um þjóðhagslega hagkvæmni framkvæmdarinnar, þá er oft eins og maðurinn og mannlífið sé ekki tilheyrandi náttúrunni og hann þurfi að leggja allar sínar gjörðir og áætlanir undir rándýrt umhverfismat að manni sýnist oft

Er það nokkur goðgá að hér væru starfandi eins og tveir til fjórir gangnagerðarflokkar sem eingöngu ynnu að gangna­gerðinni og síðan aðrir flokkar sem tækju við og sæju um framhaldið að gera þau ökuhæf? Það hlýtur að vera hagkvæmara að geta haldið úti tækjum og mannskap í föstum verkefnum til nokkra ára, heldur en eins og þetta er núna Gatnabrún og veglína að boðið er í eitt verk­efni með samkvæmt tillögu leigð­­um aðfluttum Vegagerðarinnar. verk­færum sem að verki loknu eru flutt út aftur og mann­ skapnum sagt upp. Síðan eru aftur leigð eða keypt verkfæri í næsta verkefni með nýjum og stundum óreyndari mann­ skap. Ég held að það væri þjóðhagslega h a g ­k v æ m a r a eftir því sem við getum stytt þennan gangna­­gerðar tíma til dæmis að eftir 10 til 15 ár þá væru allir þunga- og far­þega­­flutningar landsins um lág­­ skipað öfgahópum sem jafnvel vita varla hvað náttúra er, en líta á lendisvegi. landið eins og helgimynd sem ekki Reynisfjallsgöng megi rispa. Þessir hópar hengja sig Þennan áratug og lengur hefur alltaf í þennan náttúruvafa, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps og nær ógjörningur er að sanna eða margir aðrir barist fyrir göngum í afsanna. gegnum Reynisfjall með grátlega Núna þegar kjördæmin hafa litlum árangri. Það virðist því miður stækkað og við teljumst eiga staðreynd að ekki þarf nema örfáa fleiri þingmenn að leita til og það á móti einhverri framkvæmd, sem úr mörgum flokkum, þá virðist síðan fá í lið með sér vinaþingmenn útkoman aðeins miklu lakari og hending ef þingmannalið viðkomandi kjördæmis, hvað þá allur þingheimur, geti komið sér saman og unnið samhent að framfaramáli. Þetta höfum við Mýrdælingar því miður reynt

í okkar baráttu fyrir göngum í gegnum Reynisfjall og þar með láglendisvegi allt frá Hveragerði til Austurlands. Þá er líka svo auðvelt að sniðganga skipulög, rök og staðreyndir þegar þingmenn standa ýmist með eða á móti baráttumálum heimamanna. Þó samlíkingin sé kannski ekki kurteisleg, þá finnst mér stundum útvarpsumræður á alþingi líkjast grænlenskum hundahópi sem spangólar í allar áttir, en ekki liði sem er að leita sameiginlegra lausna til velferðar og uppbyggingar á landsbyggðinni. Það virðist jafnvel hlakka í sumum þingmönnum ef þeim tekst að tefja eða stöðva framkvæmdir á landsbyggðinni, sumar jafnvel komnar vel á veg og búið að verja tugmilljónum króna í.

Jarðgagnagerð í einkaframkvæmd Það vaknar einnig sú spurning hvort betra og fljótlegra væri að vinna jarðgangnagerð brautargengi í einkaframkvæmd með útboðum og gjaldtöku þannig að verktakar kostuðu verkið en fengju heimild til gjaldtöku um viðkomandi göng, þar til þeir hefðu fengið greiddan útboðskostnað sinn með vöxtum og verðbótum. Svipað því sem er um Hvalfjarðargöngin og Spöl hf. Þetta gæti átt við þar sem val er um að fara aðra leið en göngin. Ég fyrir mitt leiti vildi heldur sjá að ríkið réði við að fjármagna jarðgangnagerðina og ekki þyrfti

að koma til gjaldtöku. Tel þó mun heppilegra að heimila verktökum gjaldtöku, heldur en gera ekki neitt. Með þjóðvegurinn um láglendisvegi um Mýrdal styttist 3 km. Miðað við að fara um láglendisveg jafngildir þetta minnst 5 km styttingar á þjóðveginum. Samkvæmt umferðartalningu vegagerðarinnar stefnir í að sumarumferð um Vík fari yfir 4000 bíla á dag eða meira á næstu árum. Ef 3000 af þessum bílum færu um göngin sparaði það 15.000 km akstur á dag. Megnið af þessari umferð eru ferðamenn sem bæði aka suður á Dyrhólaey og suður í Svörtufjöru.

Reynir Ragnarsson. /mynd: Varvara Lozenko.

Með nýjum vegi samkvæmt aðalskipulagi Mýrdalshrepps þá styttist leið þessara ferðamanna um 15 km.. Ef við miðum við helming sumarumferðar á dag um þennan veg, eða 2000 bíla á dag, gerði það 30.000 km aksturs sparnað á dag. Ég efast um að hægt sé að finna arðbærari framkvæmd í vegamálum hér á landi, en með þessari nýju veglínu Mýrdalshrepps. Bæði þjóðhagslega og miðað við minnkun kolefnis útblásturs. Reynisfjallsgöng eru bráðn­ auðsynleg framkvæmd og arðbær. Reynir Ragnarsson


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

36

Fjallasýn á Suðurlandi er oft stórkostleg Við búum í stórkostlega fallegu landi, og náttúran er ekki neinu lík því sem sjá má víða erlendis. Hér er skyggni langar leiðir af fjallatindum þegar sæmilega

viðrar, heitir hverir þar sem víða er hægt að baða sig í, frábærar veiðiár, hvalaskoðun og þannig mætti lengi telja. Enda sækja ferðamenn hingað hundruðum

þúsunda saman. Við þurfum bara að hafa vit á því tímanlega að verja náttúruna fyrir of miklum ágangi.

Ljósleiðari lagður.

Rangárljós í Rangárþingi ytra:

Leggur ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins Ljósleiðaraverkefni í Rangár­ þingi ytra fékk byr undir báða vængi þegar sveitarfélagið varð hlutskarpast í samkeppni um styrki úr fjarskiptasjóði. Í hlut Suðurlands komu 145 milljónir króna og var þeim skipt milli Rangárþings eystra sem fékk 27 milljónir króna og Rangárþings ytra sem fékk 118 milljónir króna. Búið er að frumhanna lagnaleiðir um allt sveitarfélagið. Sveitarfélagið Rangárþing ytra stofnaði fyrirtækið Rangárljós til að annast lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins. Verkefnið er stórt í snið- um og á sér langan aðdraganda. „Við munum leggja ljósleiðara í allt dreifbýli sveitarfélagsins í einum áfanga og klárum það árið 2017. Við höfum notað öll tækifæri sem hafa gefist til að leggja í dráttarrör með öðrum framkvæmdum. Við vorum svo heppin að það voru miklar framkvæmdir hér síðasta sumar við rafmagnslínu í jörð svo hægt var að leggja ídráttarrör fyrir ljósleiðara samhliða þeirri framkvæmd. Eins eru tengimiðjur tilbúnar á Hellu og Laugarlandi,“ segir Ágúst Sigurðsson

sveitarstjóri. Sveitarfélagið mun eiga grunnnetið og selja fjarskiptafyrirtækjum aðgang að því. Ágúst segir mikla eftirspurn hafa verið frá þjónustuaðilum sem vilja selja þjónustu sína í gegnum grunnnetið. Íbúum og fyrirtækjum verður því í sjálfsvald sett frá hvaða fjarskiptafyrirtæki þeir kaupa netþjónustu sína. Rangárljós sem verður B-hlutafyrirtæki í eigu sveitarfélagsins en slíkar stofnanir hafa það hlutverk að selja þjónustu og hafa aðskilinn fjárhag frá sveitarfélögum þrátt fyrir að vera alfarið í eigu þeirra. Nokkur kostnaður mun fylgja lagningu ljósleiðarans. „Við fengum í þetta 118 milljóna króna styrk úr Ísland ljóstengt-verkefninu. Svo leggur sveitarfélagið heilmikið til og þeir sem tengjast kerfinu greiða 250.000 króna tengigjald sem er sambærilegt við að taka inn vatn eða rafmagn. Tengigjaldinu er stillt eins mikið í hóf og kostur er. Tengigjaldið er niðurgreitt af sveitarfélagi og ríki og þessi kjör því aðeins í boði fyrir íbúa og fyrirtæki í dreifbýli sveitarfélagsins,“ segir sveitarstjóri.

Fjallasýn eins og þá sem sjá má á myndinni er víða að finna, og í öllum landsfjórðungum.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum starfsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra góð samskipti á árinu sem er að líða

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Byssusmiðja Agnars

óskar viðskiptavinum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við hjá Set ehf. óskum viðskipatvinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um leið þökkum við fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að taka á móti nýjum og spennandi verkefnum á næsta ári.

Kaupi og tek í miðlun forn skotvopn. Upplýsingar, myndir og tilboð sendist á: doktoraggibyssa@simnet.is

BYSSUSMIÐJA AGNARS Skemmuvegi 12 | Kópavogi | 891 8113

Með góðri kveðju, starfsfólk Set ehf. Set ehf • Röraverksmiðja

Set ehf. | Eyravegur 41 | 800 Selfoss | Sími: 480 2700 | set@set.is | www.set.is


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

37

Eskja á Eskifirði:

Nýtt uppsjávarfrystihús og uppsjávarveiðiskip Eskja hf á Eskifirði er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Í 70 ár hefur félagið verið kjölfesta atvinnulífs á Eskifirði og starfrækir nú 3 skip, eina fullkomnustu fiskimjölsverksmiðju í NorðurAtlantshafi og bolfiskvinnslu – sem vinnur ferskan fisk á kröfuhörðustu markaði heims. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns. Það er yfirlýst stefna félagsins að standa í fremstu röð í framleiðslu á gæðaafurðum úr hráefni sem hefur fengið bestu mögulegu meðhöndlun í vinnsluferlinu. Félagið leggur mikinn metnað í fræðslu og endurmenntun starfsmanna sinna.

Nýtt skip í flota Eskju

Til viðbótar við risaframkvæmdir í landi þá var uppsjávarveiðiskipið Libas afhent Eskju hf. nýlega. Mun skipið bera nafnið Aðalsteinn Jónsson SU-11 og leysa af hólmi frystiskip félagsins með sama nafni. Nýr Aðalsteinn Jónsson mun nýtast félaginu vel að afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem risið er á lóð félagsins á Eskifirði en auk þess hentar skipið vel til kolmunnaveiða. Uppsjávarvinnsla

leggja upp í verkefnið.,“ segir Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs. ,,Eskja hefur í mörg undanfarin ár gert út uppsjávarfrystiskipið Aðalstein Jónsson SU 11 og fryst loðnu, makríl og síld til manneldis. En miklar og óvæntar breytingar hafa orðið í rekstrarumhverfi uppsjávarfyrirtækja, auk þess sem mikil tækniþróun hefur átt sér stað í frystingu og vinnslu á uppsjávarfiski í landi. Eskja rekur eina fullkomnustu mjöl og lýsisverksmiðju á landinu á Eskifirði og má segja að bygging þessarrar fullkomnu uppsjávarvinnslu í landi hafi verið rökrétt viðbót til að hámarka verðmæti aflaheimilda félagsins. Þessi breyting leiddi einnig til þess að hið fengsæla frystiskip Aðalsteinn Jónsson verður seldur eftir áralanga dygga þjónustu og hentugra skip keypt í staðinn. Það er því mikið um að vera um þessar mundir. Að byggingunni koma koma mörg fyrirtæki. Skaginn hf. á Akranesi hannaði og allan búnað í uppsjávarfrystihúsið ásamt Kælismiðjunni Frost á Akureyri og svo sá Rafeyri um allt rafmagns tengt. Verkfræðistofan Efla Austurland sá um hönnun

sem geta til að kynna sér fyrirtækið og meta þau störf sem þar verða í boði til framtíðar.“

sólarhring. Þessi afkastageta mun án efa gera félaginu kleift að taka á móti hráefni frá öðrum útgerðum og ekki síst norskum og færeyskum

á s.l ári. Vinnslan hefur sérhæft sig í vinnslu á ferskum þorsk og ýsu afurðum ásamt því að geta afhent sömu vörur lausfrystar. Vinnslan

skipum sem hafa landað töluvert á Íslandi um mörg síðustu ár.“

er í dag af mörgum talin eins sú fremsta í sinni röð.

Nýju frystarnir fara betur með hráefnið

Mjöl og lýsisvinnslan

Uppsjávarfrystihúsið í byggingu

- Einhverjir gætu hugsanlega furðað sig á því af hverju Eskja sé að ráðast í svo gríðarlega dýrt verkefni þegar þeirra stærsti markaður, Rússland, lokaðist vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins og afleidds innflutningsbanns Rússa. Hver er ástæðan? „Þvert á móti er fjárfestingin ekki síður mikilvægt út af þeim atburðum einum,“ segir Páll. „Fyrirtæki þurfa ávallt að vera reiðubúni því að ytri aðstæður

Páll segir uppsjávarverksmiðjuna verða afar tæknivædda og búna nýrri myndavélatækni sem eykur sjálfvirkni, gæðastjórnun og tryggir fullkominn rekjanleika. Tæknilega mun verksmiðjan geta framleitt tíu afurðaflokka í einu, en fyrst um sinn munum við verða sex flokka. Stór breyting er einnig frystarnir sjálfir, en tólf frystar eru settir upp í fyrsta áfanga en þeim má auðveldlega fjölga í sextán ef þurfa þykir. Mögulegt er að framleiða mismunandi pakkningar í frystunum, 2 x 12,5 kg, 2 x 15 kg og 1 x 20 kg, allt eftir þörfum markaðarins. Frystarnir eru mikil tæknibylting frá því sem fyrir var um borð í frystiskipinu, þeir frysta ekki með pressu og fara því mun betur með hráefnið. Líklegt er að fyrirtækið þurfa að reisa stóra frystigeymslu við hlið hússins til að styðja við framleiðsluna og fullkomna ferlið frá veiðum og löndun hráefnis til útskipunnar fullunnar vöru.

Rekstrarfélagið Eskja hf.

Aðalsteinn Jónsson SU-11.

Eskju verður sú fullkomnasta á landinu en kostnaður við byggingu hússins er um 4,5 milljarðar króna en aðeins tók um 7 mánuði að reisa það en það var tekið í notkun í nóvembermánuði sl. Þá var síldarafli tekin til vinnslu. Afkstageta er allt að 900 tonn á sólarhring. Yfirlýst rekstrarmarkmið útgerðar Eskju er að stunda ábyrgar veiðar úr fiskistofnum á Íslandsmiðum í sátt við lífríki sjávar og umhverfið almennt. Auk Aðalsteins Jónssonar SU rekur Eskja Jón Kjartansson SU-111, sem sjá vinnsludeild í landi fyrir hráefni og auk þess getur Aðalsteinn Jónsson SU-11 einnig framleitt afurðir um borð. Hafdísi SU-220 er á bolfiskveiðum. „Bygging uppsjávarvinnslu­ hússins er gríðarlega stórt verkefni og hefur átt sér langan aðdraganda. Það var þó ekki fyrr en 4. mars sl. að stjórn félagsins ákvað að

á byggingu stálgrindarhúss sem byggingardeild VHE reisti ásamt því að útvega stálgrindina og klæðningarnar. Marel útvegaði stýringar og nauðsynlegan hugbúnað til að stýra verksmiðjunni.“

Mikil trú á framtíð uppsjávarveiða

Páll segir að ljóst sé að þessibreyting á viðskiptaskipulagi félagsins skapi fjölmörg störf á Eskifirði. Á næstu misserum muni félagið auglýsa laus störf og ráða í viðbótar lykilstöður sem þessu fylgja. ,,Uppsjávarvinnsla er alltaf vertíðarbundin og félagið munþví einnig leita eftir að ráða fólk í hlutastörf í vaktavinnu á loðnuvertíð í upphafi árs og svo makríl og síld í ágúst og fram á haustið. Öll aðstaða fyrir starfsfólkið verður til fyrirmyndar í nýja húsinu. Við hvetjum alla

geti breyst skyndilega og því þarf sem flestar atoðir til að standa á við þær aðstæður. Við höfum trú á framtíð uppsjávarveiðanna og það er í raun enn frekari þörf við þessar aðstæður – að gera okkur kleift að framleiða meira vöruúrval, þróa nýja markaði og ekki síst lágmarka kostnað til að vera samkeppnishæfir.“

Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og hóf starfsemi 1.september það sama ár. Það er staðsett að Óseyrarbraut 17 í Hafnarfirði í 1.500 fm sérhæfðu húsnæði, ca. 30 mínútna fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Tækjabúnaður hefur verið mikið endurnýjaður og er nú sá fullkomnasti sem völ er á. Starfsmenn eru 27 og framleiðsla félagsins var 2.000 tonn af hráefni

Afkastagetan tvöfölduð

„Það er að okkar mati ekki einungis hugsað til þess að geta fryst mikið magn á löngum tíma, enda býður kvótastaða félagsins ekki alltaf upp á það. Okkar markmið er hinsvegar að geta fryst mikið á stuttum tíma og geta með því tryggt gæði og stýrt veiðunum eigin hráefnisöflun betur. Eskja hefurmeð þessu tvöfaldað afkastagetu sína og getur nú unnið allt að 2000 tonnum af hráefni á

Veiðisvæðin við landið.

Mjöl- og lýsisvinnsla Eskju hóf starfsemi árið 1952 með rekstri lítillar beinamjölsverksmiðju. Þegar síldveiðar komast í algleyming út af Austfjörðum eftir 1960 varð gamla verksmiðjan alltof lítil. Árið 1966 var því byggð ný og öflug verksmiðja sem síðan hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun 1994 og árið 2000 með uppsetningu nýrra soðkjarnatækja. Árið 2013 var lokið við rafvæðingu verksmiðjunnar ásamt því að byggt var hreinsivirki, skorsteinn og nýtt starfsmannahús og skrifstofur. Afköst eru 1.100 tonn af hráefni á sólarhring og hægt er að geyma allt að 20.000 tonn af mjöli og lýsi í tönkum verksmiðjunnar í einu. Verksmiðjan er núna búin öllum þeim besta tækja- og tæknibúnaði sem fáanlegur er til framleiðslu mjöl- og lýsisafurða. Þar á meðal er loftþurrkun við lágan hita sem leiðir til framleiðslu t hágæðamjöls sem m.a. er notað til framleiðslu fiskeldisfóðurs. Þá tryggir þessi búnaður að „peningalyktin,“ en svo kallaðist hin hvimleiða mengun sem gjarnan fylgdi þessari vinnslu, er úr sögunni. Gæðakröfur í vinnslunni eru miklar og rekur verksmiðjan eigin rannsóknastofu auk þess að styðjast við HACCP gæðakerfi sem tryggir að afurðir Mjöl- og lýsisvinnslunnar séu ávallt af þeim gæðum sem viðskiptvinir hennar óska. Vinnslan fékk í ársbyrjun 2004 FEMAS vottun á framleiðslu sína, fyrst verksmiðja á Íslandi. Einnig er verksmiðjan IFFO RS vottuð og HC vottuð.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

38

„Íslendingar búa við alvarlega kerfisgalla“ - segir Friðrik Pálsson hótelhaldari

Sámur fóstri getur óhikað sagt að viðtalið sem birtist við Friðrik Pálsson hótelhaldara á Rangá í blaðinu fyrir ári síðan hafi vakið mikla athygli lesenda. Friðrik er löngu þjóðþekktur maður fyrir störf sín í hótelrekstri og þar áður í forystusveit Sölu­sambands Íslenskra fisk­ útflytjenda, SÍF og síðar hjá Sölu­ miðstöð Hraðfrystihúsanna, SH. Hann er auk þess einn forystu­ manna sem söfnuðu 70.000 undirskriftum til stuðnings því að Reykjavíkurflugvöllur yrði kyrr á sínum stað. Það baráttumál er Friðriki ofarlega í huga vegna þess hversu mjög flugvöllurinn tengist því máli sem Friðrik hefur svo rækilega vakið athygli okkar á, en það er sá ójafnaði aðstöðumunur sem er á milli þess að búa á höfuðborgarsvæðinu og úti í hinum dreifðu byggðum.

Geopolitík

Í viðtalinu fyrir ári síðan fór Friðrik yfir þær grundvallarspurningar sem varða búsetu í landinu okkar. Hann dró með skýrum hætti fram þann mun sem er á almennum búsetuskilyrðum úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Því var leitað frétta hjá Friðriki af stöðu mála í þjóðlífinu og hverjum augum hann lítur á málin í dag. Í áðurnefnda viðtali sagði Friðrik m.a. að í þau fjörtíu ár sem þú hefðir verið í atvinnurekstri hefðir þú meira og minna unnið fyrir landsbyggðina og nú síðast í hótelrekstri út á landi. ,,Ég þekki því vel til þess aðstöðumunar sem er á milli landsbyggðar og þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu og það er mín hugsjón að laga þetta á skynsaman máta,“ sagði Friðrik. ,,Það er þarna Íslendingar búa við alvarlega kerfisgalla sem birtist í miklum aðstöðumun fólks eftir búsetu. Það er í rauninni sorglegt hversu lítinn skilning stjórnmálamenn, margir reykvískir sérstaklega, hafa á stöðu landsbyggðarinnar. Hversu mikill aðstöðumunurinn er og hvernig þetta birtist til dæmis sérstaklega í þessu

flugvallarmáli. Það er eins og Reykjavíkurflugvöllur snúist fyrst og fremst um byggingarhagsmuni Reykjavíkinga í þröngri merkingu en ekki um það að Reykjavíkurflugvöllur er eitt aðal samgöngumannvirki þjóðarinnar.“ - Friðrik endurtekur að skerðing flugvallarins væri mjög alvarleg skerðing á lífskjörum fólksins á landsbyggðinni. Ranghugmyndir og rökleysur séu bornar á borð fyrir almenning undir yfirskyni þekkingar sem leiða til andvaraleysis um alvörumál eins og Reykjavíkurflugvöll. Hefur umræðunni miðað nokkuð áfram? „Nei í raun ekki. Einn mál­flytjandinn hélt því til dæmis fram fyrir Rögnu­nefndinni að loka mætti flugvellinum öllum vegna þess að allt sjúkraflug færi nú fram með þyrlum, en svo er nú aldeilis ekki og sjúkraflugið verður sífellt mikilvægara með sérútbúnum sjúkraflugvélum. Aðstöðumunurinn felst m.a. í því að íbúar úti á landi þurfa að sækja stærstan hluta opinberrar þjónustu til höfuðborgarsvæðisins og flest aðföng til daglegs lífs eru bæði dýrari og seinfengnari en ella. Þá er gríðarlegur aðstöðumunur þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, þar sem eina hátæknisjúkrahús landsins er í Reykjavík og langflestir sérfræðilæknar eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eitthvað kemur upp á þarf að aka þangað eða fljúga. Þetta er miklu meira mál fyrir landsbyggðina en flestir gera sér grein fyrir.“ - Hvernig hefur þér fundist málflutningur ráðamanna í Reykjavík hafa verið? ,,Hlutur meirihluta borgar­ stjórnar Reykjavíkur er ljótur. Um langt árabil hefur staðið styrr um flugvöllinn, en betur og betur hefur verið að koma í ljós hversu gríðarlega mikilvægur hann er. Það liggur m.a. fyrir að það

væri stórhættulegt að hafa aðeins einn flugvöll á suðvesturhorni landsins og reyndar gæti komið til þess að flugvöllur í Reykjavík gæti verið bráðnauðsynlegur fyrir íbúa borgarinnar, ef til alvarlegra náttúruhamfara kæmi í nágrenni borgarinnar. Fyrir þessu öllu loka borgaryfirvöld í Reykjavík augunum. Sárast finnst mér að hlusta á borgarstjórann tala af hroka og lítilsvirðingu um sjúkraflugið.

Aðstöðumunur til fjármögnunar framkvæmda - Þú vaktir athygli á því í fyrra viðtali hvernig landsbyggðin býr við lakari kosti varðandi fjármögnun framkvæmda. Þú lýstir þessu þá þannig að það væru fleiri þættir sem hafa áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu. Það sé gríðarleg áhersla bankanna á að geta átt veð í steinsteypukössum í Reykjavík og svo er það hlutfallað niður eftir því

viðskiptavinunum,“ segir Friðrik. „Ég hef sagt að okkur vanti gömlu sparisjóðina nú eða nýja sparisjóði. Okkur vantar einhverja sem vilja geyma peninga fyrir fólk og ávaxta og lána þá aftur, en ekki með þeim gríðarlega vaxtamun sem er í dag. Okkur vantar þá ekki hvað síst úti á landi, því að gömlu góðu útibúin hjá bönkunum sem sinntu litlu þar fyrirtækjunum, þau sinntu sprotafyrirtækjum, þau höfðu skilning á heimamarkaðnum, þau

sem þú ferð lengra frá borginni, þá minnka lánamöguleikar fyrir landsbyggðina. Það er ekki að skila okkur landsbyggðarfólkinu því sem við þurfum að fá og getum notað á arðbæran hátt. Háir vextir og íþyngjandi byggingarreglugerð eru vitanlega erfið alls staðar á landinu. „Ein veruleg breyting, sem orðið hefur á síðustu 15 árum er fall sparisjóðanna og þessi megin áhersla á fjárfestingar í stóru bönkunum og stöðugt minnkandi áhersla á að sinna litlu

þekktu heimamenn, þau höfðu ákveðin völd til útlána, völd til að takast á við ákveðna uppbyggingu og starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Ákvarðanir voru teknar frá útibúunum og fluttar til Reykjavíkur þegar bankarnir fóru að verða stórir og sinntu fyrst og fremst stórrekstri. Útibúin döguðu uppi að þessu leyti og þjónustuhugsjónin sem var í útibúunum er ekki sú sama og það er mjög erfitt fyrir landsbyggðina. Það leita margir til mín með ráð

Friðrik Pálsson.

Hann hælir sér af því að stöðugt sé verið að stytta forgangsakstur fyrir borgarbúa með sérútbúnum umferðarljósum og því um líku, en þegar kemur að fólki sem þarf að komast utan af landi í neyð á þjóðarsjúkrahúsið þá skiptir í rauninni ekki máli hversu langt frá spítalanum er lent með það, eftir því sem hann upplýsti á fundi á Akureyri fyrir skömmu. Ég hvet alla áhugasama til að hlusta á þau ömurlegu orð hans. Það er lærdómsríkt.“


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

39 út af hinu og þessu, bæði af því að ég er orðinn gamall og hef gaman af að gefa fólki ráð ef ég get og bý kannski orðið yfir ýmislegri reynslu. Ég verð var við það í uppbyggingu úti um allt land að fólk sem er að koma sér af stað kvartar sáran yfir því að hafi það ekki veð í steinsteypu þá gangi alls ekkert. Og eignir eru miklu lægra metnar úti á landi en fyrir sunnan þannig að allt verður erfiðara. En við skulum hafa líka það sem rétt er, að aðstöðumunur húsbyggjenda úti á landsbyggðinni er þeim í hag vegna hins himinháa lóðaverðs sem er á höfuðborgarsvæðinu. Lóðaverð er miklu lægra á landsbyggðinni.“

upp í fjárfestingarsjóði og viðskiptabanka. Við erum ennþá með allt of stórt bankakerfi og svo er verið að loka útibúunum úti á landi og draga þar með enn úr tengingu bankanna við landsbyggðina. Ég get vel skilið að bankarnir bregðist við tækniþróun í þjóðfélaginu og leggi því af þá þjónustu sem hvort sem er er að færast í einkatölvur og smarttæki nútímans. Væri ekki rétt, og kannski skylt, fyrir bankana að halda úti­búunum opnum til þess að skilja betur þörfina og taka beinan þátt í efl­ingu atvinnu­ mála í hinum dreifðu byggðum landsins? Það er í eiginlega óþolandi að þurfa að sækja allar ákvarðanir til Reykja­víkur sér í lagi núna, þegar stóraukinn ferða­manna­straumur gerir kröfur um mikla upp­byggingu úti á landi, þangað sem ferða­mennirnir vilja fyrst og fremst komast.Það væri óskandi að ný ríkis­stjórn myndi taka hraust­lega til hendinni í þessu efni.“

Háir vextir, allt of hátt gengi og einræði Seðlabankans

- Það gefur auga leið að eignir eru svo miklu lægra metnar úti á landi að lánastofnanir eru oft lokaðar fyrir þeim sem ekki eiga annað og lóðaverðið er auðvitað þáttur í lægra matsverði .Hefur nokkuð breyst á þessu ári sem liðið er frá síðasta fundi okkar? „Nei, í rauninni ekki. Nú erum við nýbúin að kjósa nýtt þing og það verður spennandi að sjá hvernig þar verður m.a. tekið á bankamálum þjóðarinnar. Ný ríkistjórn þarf að byrja á því að skipta bönkunum

- Hvað þarf ný ríkisstjórn að gera? „Ríkisstjórnin þarf að krefjast þess að vextir verði lækkaðir og það mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á rekstur heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs og reyndar Seðlabankans líka. Ef menn hafa áhyggjur af peningaþenslu þá má hækka bindiskyldu bankanna og takmarka þannig peninga í umferð. Það er talað um sjálfstæði Seðlabanka, en það er í raun einræði. Það hefur verið býsna sérkennilegt að fylgjast með yfirlýsingum einstakra ráðherra, forsvarsmanna atvinnulífsins og launþega um árabil, þar sem þeir lýsa miklum vonbrigðum með vaxtaákvarðanir Seðlabankans, æ ofan í æ. Við kjósum til Alþingis á fjögurra ára fresti og ríkisstjórnir koma og fara en sjálfstæði Seðlabankans í vaxtamálum og öðrum málum er slíkt að því fær enginn haggað.

Svo getum við tekið næst fyrir gengi krónunnar. Það er enginn vafi á því í mínum huga að hátt vaxtastig hér á landi hafi verið einn aðal orsakavaldurinn að hruninu. Við dældum erlendum peningum inn í landið og svo fór sem fór. Við virtumst hafa sannfært okkur sjálf um það að íslenska krónan væri sterkasti gjaldmiðill í heimi. Því miður virtist allur bankaheimurinn trúa því líka, eða að minnsta kosti vildi trúa því, og græðgin varð skynseminni yfirsterkari. Meira að segja matsfyrirtækin stórkostlegu, sem prédika eins og postular um eigið ágæti, héldu því fram allt fram að hruni að hér væri allt í stakasta lagi. Nóg um það, en hvað er að gerast núna. Gengið styrkist og styrkist og þó við séum enn með gjaldeyrishöft í gangi þá virðist margt benda til þess að við séum á hraðri siglingu í áttina að efnahagshrunbrúninni á ný. Hinn sjálfstæði Seðlabanki ræður hér einnig för. Of sterkt gengi krónunnar er óskynsamlegt og í rauninni hættulegt fyrir stöðugleika í atvinnu- og efnahagsmálum til lengri tíma litið.“

Olíusjóður Norðmanna og íslensku lífeyrissjóðirnir - Eru lífeyrissjóðirnir að þróast í rétta átt? „Alls ekki. Einn þáttur í efnahagsmálum sem ég hef talsverðar áhyggjur af fyrir framtíð lífeyriskerfis þjóðarinnar og það er hversu stóran hlut lífeyrissjóðirnir eiga núna í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins og fjármagna jafnframt marga sjóði sem fjárfesta svo með þeim eða einir og sér í hinum og þessum verkefnum, sem eru óþægilega einsleit og geta vitanlega reynst varhugaverðar fjárfestingar. Á haftatíma undanfarinna missera er þeim vissulega vorkunn þar sem þeir máttu ekki fjárfesta erlendis, en vísir menn hafa bent

Bestu óskir um gleðileg jól. Þökkum viðskiptin á árinu.

á að lífeyriskerfið hérlendis mætti taka olíusjóðinn í Noregi sér til fyrirmyndar og dreifa fjárfestingum víðar. Vonandi verður það gert. Við megum ekki treysta um of á þennan örsmáa heimamarkað þegar lífeyrir þjóðarinnar á í hlut.“

Útflutnings­ iðnaðurinn og innlendur kostnaður - Friðrik, hvernig hefur reksturinn verið hjá þér að undanförnu? „Hann hefur gengið vel, en það eru blikur á lofti. Óraunsæ gengisskráning krónunnar er farin að hafa veruleg áhrif og Ísland er að orðið dýrt á nýjan leik heim að sækja. Ég hef reyndar áður sagt að við eigum að leggja áherslu á að fá til okkar þá ferðamenn sem séu tilbúnir að borga vel fyrir gæði og þjónustu og einstaka náttúru. Ísland megi vera dýrt svo að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki allt of hraður og að við náum að byggja upp innviðina í takt við eftirspurnina, en ég verð að viðurkenna að þessi mikla og hraða styrking krónunnar er orðin mun alvarlegra vandamál en mig hafði órað fyrir. Það er hægt að lifa við talsverðar gengissveiflur, en þegar staðan er orðin þannig að sá sem selur gjaldeyri sem hann fær fyrir útflutning eða þjónustu þarf að sæta jafnvel 15–17% lækkun á rúmu ári þá hriktir hraustlega í, svo ekki sé minnst á ósköpin með breska pundið, en þar er lækkunin allt að 33%. Á sama tíma erum við að taka á okkur mjög miklar launahækkanir.“ - Þér hefur orðið tíðrætt um vexti, gengi og efnahagsmálin, en hvað er þér að öðru leyti efst í huga, sem snýr að ferðaþjónustunni? „Ég tala við flesta gesti sem koma til okkar á Hótel Rangá og það er augljóst að í hugum flestra sem koma til okkar skipa umhverfismál stærri og stærri sess. Margir er mjög meðvitaðir um

hlýnun jarðar og umhverfismál í stóru samhengi og enn fleiri eru líka mjög áhugasamir um það hvernig við umgöngumst náttúruna okkar og umhverfið í heild. Við erum að gera margt vel og gestum okkar finnst gaman að fræðast um hreinu raforkuna og heita vatnið okkar, en stundum verður mér hugsað til þess að við tökum þessum gæðum sem gefnum hlut og hugsum of lítið um það sem miður er að fara. Við getum margt gert betur, að minnsta kosti get ég talað fyrir mig.“

Náttúruperlan Ísland

„Ég fer til útlanda af og til og mér verður oft hugsað til þess hversu heppin við erum að eiga heima á þessari fallegu, fámennu og hreinu eyju. Í því felast þvílík lífsgæði, sem við megum ekki gleyma að þakka fyrir. Við verðum því líka að taka það alvarlega að við berum ábyrgð á því að skila henni frá okkur í hendur næstu kynslóða í frábæru ástandi. Annað væru drottinssvik. Glöggt er gests augað og margir gestir okkar koma til landsins á nokkurra ára fresti. Þeir þykjast margir sjá að við þurfum að vanda okkur betur við að vernda þessa náttúruperlu sem Ísland er. Við eigum að hlusta á þessar raddir og hvert okkar fyrir sig að spyrja hvað getum við gert betur. Mjög margir tala um að við séum afar gestrisin og vingjarnleg þjóð. Það er ánægjulegt orðspor og við þurfum að reyna að viðhalda því.“ Sámur fóstri kveður þennan glöggskyggna hótelhaldara Friðrik Pálsson og óskar þess að lesendur hugleiði orð hans um hina innbyggðu kerfisvillu sem er því miður til staðar í þjóðlífi Íslendinga. Allt of fáir gera sér grein fyrir því hvernig Íslendingar sigla enn seglum þöndum að þeirri misskiptingu sem er á milli höfuðborgarsvæðisins og hinna dreifðu byggða landsins. Því miður er enginn endir á því í sjónmáli. -HJ

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

www.pwc.is

Hvað eru verðmæti í þínum huga?

Samstarfið við PwC aðstoðar þig við að skapa þau verðmæti sem þú sækist eftir. PwC er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Selfossi og Hvolsvelli.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

40

Verkefnastjórn rammaáætlunar um virkjunarkosti:

Leggur fram 25 virkjunarkosti en Orkustofnun lagði fram 80 virkjunarkosti Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt fram lokaskýrslu 3ja áfanga verndar- og orku­nýtingar­ áætlunar. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða. Umhverfisráðherra mun meta hvort lögð verði fram fyrir þinglok hvort þingsályktunartillaga verði lögð fram. Verkefnisstjórn leggur til að eftir­farandi kostir fari í orku­

minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þessi áætlun hefur að jafnaði verið kölluð rammaáætlun og er þeirri venju viðhaldið í skýrslunni. Þriðji áfangi rammaáætlunar er fyrsti áfanginn sem unninn er samkvæmt gildandi

það að þau fari ekki í gegnum ferli rammaáætlunar. Báðum vindorkuverum Lands­ virkjunar á Hafinu fyrir ofan Búr­fell og við Blönduvirkjun er raðað í kostnaðarflokk 4. Þetta er áhuga­verð staðreynd þar sem með þessu er vindorku raðað í lægri kostnaðarflokk en sjö virkjun­ar­kostum í jarðvarma og 27 virkjunar­kostum í vatnsafli.

er því á bilinu 2.142 MW til 2.211 MW eftir því hvaða útfærsla verður fyrir valinu. Á sama hátt verður möguleg orkuvinnslugeta þessara virkjunarkosta á bilinu 15 til 15,4 TWh. Virkjunarkostir í vatnsafli eru flestir á Suðurlandi, eða 27, á Norðurlandi 13 en á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi eru tveir til þrír virkjunar­kostir í vatnsafli í hverjum þessara landshluta. Flestir virkjunarkostirnir eru minni en 50 MW, samtals 26 virkjunarkostir, 14 eru af stærðinni 50 MW til 100 MW og 8 eru um eða yfir 100 MW. Virkjunarkostir í jarðvarma eru flestir á gosbeltinu og fyrirfinnast því ekki á Vesturlandi, Vestfjörðum eða Austurlandi. Flestir virkjunarkostir í jarðvarma eru á Suðvesturlandi, eða 13 talsins, 8 eru á hálendinu, 7 á Suðurlandi og 4 á Norðurlandi. Af virkjunarkostum í jarðvarma eru 8 minni en 50 MW, 15 virkjunarkostir eru af stærðinni 50 MW til 100 MW og 9 eru um eða yfir 100 MW.

Norðlingaölduveita hagkvæmust

ORKUSTOFNUN. Yfirlit yfir virkjunarkosti 3. áfanga rammaáætlunar.

nýtingar­flokk: Skrokkölduvirkjun á vatnasvæði Þjórsár, Holtavirkjun í neðri Þjórsá, Urriðafossvirkjun í Þjórsá, Austurengjar í Krísuvík, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengils­svæði, Austurgilsvirkjun á Langadalsströnd á Vestfjörðum og Blöndulundur. Í verndarflokk fari fjögur svæði með eftir­töldum virkjunarkostum: Héraðs­vötn (Villinga­nesvirkjun, Skata­staða­ virkjanir C og D), Skjálfanda­ fljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun í Skaftár­dal án Skaftárveitu) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita). Í bið­flokk fari tveir virkjunarkostir í Hólmsá austan Torfajökuls (við Atley og án miðlunar), Búðar­ tungu­virkjun í Hvítá í Árnes­ sýslu, Haga­vatns­virkjun sunnan Eystri-Hagafellsjökuls, StóraLaxá á Suðurlandi, Trölladyngja á Reykjanes­skaga, Innstidalur á Hengils­svæði, Hágönguvirkjun við Hágöngulón við Köldukvísl, Fremrinámar milli Mývatns og Herðubreiðarfjalla og Búr­fells­ lundur. Tveir fulltrúar lögðu fram sérálit um að virkjunarkostir í Hólmsá viðAtley yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk.

Orkustofnun lagði fram 80 virkjunarkosti

Skýrsla Orkustofnunar er unnin í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011, sem tóku að fullu gildi 14. janúar 2013. Markmið laganna er að tryggja að nýting landsvæða, þar sem er að finna virkjunarkosti, byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati, þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra

lögum og reglugerð, af þeim ástæðum gilda aðrar forsendur fyrir flokkun virkjunarkosta en voru fyrir hendi í tveimur fyrri áföngum. Fyrri áfangar voru unnir samkvæmt fyrirmælum ráðherra og náðu í mörgum tilfellum langt inn í ferli umhverfismats framkvæmda en núverandi löggjöf er á grunni umhverfismats áætlana. Litið er til þess að verkefnisstjórnin geti fjallað um sem flest svæði þar sem orkunýtingarmöguleikar eru fyrir hendi, til þess að verkefnisstjórnin hafi sem mestan sveigjanleika í sinni áætlanagerð. Lagðir eru fram af Orkustofnun 48 virkjunarkostir í vatnsafli og 32 virkjunarkostir í jarðvarma, eða samtals 80 virkjunarkostur. Auk þess var Landsvirkjun gefinn kostur á að leggja fram tvo virkjunar­kosti í vindi, og lögðu til Hafið og Blöndu, þrátt fyrir að Orkustofnun hafði komist að þeirri niðurstöðu að lög um verndar- og orku­nýtingar­áætlun ná ekki yfir slíka virkjunarkosti. Vindorka hefur til þessa ekki verið virkjuð í stórum stíl á Íslandi, en tækninni hefur fleygt mjög fram á síðari árum. Nýting vindorku í nágrannalöndum hefur farið ört vaxandi og þykir Orkustofnun tímabært að litið verði til nýtingar á þessari tækni til raforkuframleiðslu á Íslandi. Gera má ráð fyrir að vindorkuver verði stöðugt fýsilegri kostur, til lengri tíma litið, einnig hér á landi, þó hann komi ekki til umfjöllunar verkefnastjórnar að þessu sinni, vegna skorts á lagaheimild, Það er skoðun Orkustofnunar að engin lagaleg hindrun sé í vegi fyrir því að vind­orku­ver séu reist og rekin í kjölfar viðeigandi stjórn­ sýslulegrar um­fjöllunar, þrátt fyrir

Virkjunarkostirnir vítt og breitt um landið

Minnstu virkjunarkostir í vatns­ afli eru 14 MW en sá stærsti er 156 MW en virkjunarkostir í jarðvarma eru 10 MW og upp í 150 MW. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er samanlagt afl virkjunarkosta í jarðvarma 2.450 MW og gætu þeir skilað um það bil 19,9 TWh. Þessir virkjunarkostir eru eðli málsins samkvæmt allir staðsettir

Hagkvæmasti virkjunarkosturinn sem lagður er fram er Norð­linga­ ölduveita, sem er eini virkjunar­ kostur­inn í kostnaðarflokki 1. Virkjunar­­kostir í vatnsafli raða sér á kostnaðar­flokka 1 til 6, þar af eru10 kostir í flokkum 1 til 3 en flestir eru í flokki 5, eða tæpur helmingur. Virkjunarkostir í jarðvarma raða sér í kostnaðarflokka 3 til 5.

Virkjunarkostir meiri en rafkorkunotkun ársins 2014

Virkjunarkostir í vatnsafli og jarð­varma gefa kost á orku­ vinnslu­getu upp á allt að 35,7 TWh á ári sem er talsvert meira en raforkunotkun ársins 2014 sem var 18,1 TWh. Verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar

Verkefnisstjórn rammaáætlunar leitaði samráðs við hagsmunaaðila, stofnanir hins opinbera, almenning, hverjir svo sem það voru, og frjáls félagasamtök á ýmsum stigum vinnunnar við rammaáætlun, eins og mælt er fyrir um í lögunum. Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar 2013 - 2017 var skipuð af Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi umhverfis- og auðlinda­

Helstu niðurstöður Orkustofnunar eru, að í lokaskýrslu verkefnis­stjórnar þriðja áfanga verndar- og orku­ nýtingar­áætlunar hefur komið í ljós að forsendur flokkunar sem lýst er í skýrslunni byggja á veikum grunni og lýsa þröngri sýn verndunar. Gætt er óhóflega mikillar varfærni við flokkun virkjunar­kosta í nýtingarflokk. ráðherra, í mars 2013. Það vekur óneitanlega talsverða athygli hversu margir umhvers- og náttúru­ sinnar voru skipaðir enda var Svandísi Svavarsdóttur umhugað að virkjanir yrðu sem fæstar, og helst hvergi velt við steini nema í nauðir ræki. Minna má á að Stefán Gíslason kallar sjálfan sig umhverfisnörd og Þóra Ellen Þórhallsdóttir barðist hatrammlega gegn öllum virkjanaframkvæmdum í Þjórsárverum fyrir nokkrum árum. Það að virkjunarkostir á Norðurlandi í Héraðsvötnum í Skagafirði og Skjálfandafljóti í

Skjálfandafljót lendir í verndarflokk samkvæmt tillögu verkefnastjórnarinnar. Einn virkjunarkostur í fljótinu var Fljótshnúksvirkjun.

á eða við gosbeltið. Ekki er hægt að leggja saman uppsett afl allra virkjunarkosta í vatnsafli, þar sem sumir virkjunarkostirnir útiloka hvor annan. Virkjanlegt vatnsafl þeirra virkjunarkosta sem um ræðir

hefur því úr ýmsu að moða til að vinna áætlun um vernd og nýtingu virkjunarkosta sam­kvæmt matsáætlun sem tekur tillit til allra þeirra sjónar­miða sem horfa þarf til við gerð slíkrar áætlunar.

Þingeyjarsýslu fari í verndarflokk hefur vakið athygli og heimamenn þar alls ekki allir sáttir. Ennfremur vekur athygli að virkjunarkostur við Bakkahlaup í Öxarfirði skuli alls ekki vera nefndur sem og


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

41 Bjarnarflag eða Krafla II sem allt eru virkjanakostir í jarðvarma. Í verkefnisstjórninni sitja: • Stefán Gíslason Strandamaður, umhverfisstjórnunarfræðingur, formaður, skipaður án tilnefningar • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við HÍ, skipuð án tilnefningar • Helga Barðadóttir, sérfræðingur á sviði orkumála, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti • Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti • Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneyti • Elín R. Líndal, sveitarstjórnarfulltrúi á Hvammstanga, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Uppbygging iðnaðar á lands­byggðinni:

Glímir við dýrari markaðs­ setningu

Skortur á skilningi samspils orkumála og loftlagsmála

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, sagði á vorfundi Landsnets að tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar í þriðja áfanga væru dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála. Iðnaðarráðherra sagði tillögurnar byggðar á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum, þ.e. þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar og ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. ,,Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga lagt mat á verndar- og orku­n ýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar,“ sagði iðnaðarráðherra sem sagði það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála. ,,Sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar ekki tekinn með þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“

Þröng sýni verndunar

Í lok júlímánaðar lagði svo Orkustofnun fram rýni á drögum að skýrslu verkefnisstjórnar verndarog orkunýtingaráætlunar frá 11. maí 2016 þar sem segir m.a. að það sé mat Orkustofnunar að drög að skýrslu verkefnisstjórnar séu ekki fullnægjandi og setji ráðuneyti og Alþingi í erfiða stöðu við framhald verksins. Greiningarvinna sé ófullnægjandi, matið byggi á of þröngu sjónarhorni, skortur sé á samræmi í einkunnagjöf milli áfanga og niðurstöður flokkunar séu eru ekki nægilega rökstuddar. Helstu niðurstöður Orkustofnunar eru, að í lokaskýrslu verkefnisstjórnar þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur komið í ljós að forsendur flokkunar sem lýst er í skýrslunni byggja á veikum grunni og lýsa þröngri sýn verndunar. Síðan segir: ,,Vinna verkefnisstjórnar uppfyllir ekki markmið laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun nema að litlu leyti. Gætt er óhóflega mikillar varfærni við flokkun virkjunarkosta í nýtingarflokk, virkjunarkostir eru flokkaðir í biðflokk án þess að forsendur um skort á gögnum séu til staðar og í mörgum tilvikum eru atriði sem eðlilega væru tekin fyrir á stigi umhverfismats framkvæmda tilgreind sem ástæða fyrir því að virkjanir flokkast ekki í nýtingarflokk.“

Sandfell, sáluhliðið og kirkjugarðurinn. Tréð stendur við rústir bæjarins.

Þorgerður Bjarnadóttir í Sandfelli:

Ættmóðir allra Sand­ fellinga og Hnappvellinga Þorgerður Bjarnadóttir nam land að Sandfelli í Öræfasveit. Sandfell er eyðibýli í Öræfasveit, áður kirkjustaður og prestssetur til 1931. Bærinn er landnámsjörð; þar bjó að því er segir í Landnámabók Þorgerður, ekkja Ásbjarnar Heyangurs-Bjarnarsonar, sem lést í hafi á leið til Íslands. Þorgerður nam þá sjálf land og bjó á Sandfelli ásamt sonum sínum. Helgi, bróðir Ásbjarnar og mágur Þorgerðar, nam land næst henni og byggði bæ á Rauðalæk þar skammt frá. Þar reis seinna kirkja sem var aðalkirkja sveitarinnar þar til Rauðilækur lagðist í auðn við eldgosið í Öræfajökli 1362 en eftir það var Sandfellskirkja höfuðkirkjan. Nú er minnismerki þar sem kirkjan var en hún var rifin árið 1914. Öræfajökull gaus aftur 1727 og stóð þá yfir

messa í Sandfellskirkju. Bæði 1362 og 1727 komu mikil hlaup úr Öræfajökli og ollu allmiklum skemmdum og í hlaupinu 1727 fórust þrjár manneskjur og fjöldi fjár. Í því hlaupi myndaðist Háalda, sem er á milli Hofs og Sandfells en hún er friðlýst. Sandfell fór í eyði 1947 og voru rústir bæjarins jafnaðar við jörðu árið 1974.

Nam allt Ingólfshöfðahverfi

Þegar saga Þorgerðar er rituð í Hauksbók Landnámu er þess sérstaklega getið að kvenmaður geti numið sér land en þó með skilmálum. Sem eru þessir: „En það er mælt, að kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra vorlangan dag sólsetra í millum, hálfstalið naut og haft vel.“ Því leiddi Þorgerður

Mjólkursamsalan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

kvígu sína undan Tóftafelli, skammt frá Kvíá að sunnan og í Kiðjaklett hjá Jökulfelli fyrir vestan. Þorgerður nam því land um allt Ingólfshöfðahverfi á millum Kvíár og Jökulsár og bjó að Sandfelli. Þorgerður hefur því verið spretthörð og kvígan sömuleiðis! Ekki sat Þorgerður neð hendur í skauti heldur ræktaði landið sitt og kom börnum sínum á legg. Mega Öræfingar vera henni ævinlega þakklátir fyrir vikið, því af henni koma allir Sandfellingar og Hnappvellingar svo ekki sé minnst á sonarson hennar Þórð Freysgoða, föður Flosa Þórðarsonar, betur þekktur sem Brennu-Flosi úr Njálu og er forfaðir Svínfellinga, sem gerðu garðinn frægan á Sturlungaöld.

Einn helsti veikleiki við uppbyggingu iðnaðar víða á landsbyggðinni er lítill heimamarkaður og oft töluverður aukakostnaður við að koma framleiðslu á markað annars staðar. Uppgangur í byggingariðnaði eftir efnahagshrunið árið 2008 er nær eingöngu takmarkaður við suðvesturhorn landsins, en hefur lítil áhrif á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, a.m.k. enn sem komið er. Stöðnun og fólksfækkun gerir það að verkum að nýbyggingar eru litlar sem engar og iðnaðarmönnum hefur víða fækkað. Viðgerðarþjónusta svo sem bifvélaviðgerðir og ýmis þjónusta sem fram fer á járnsmíða-, rafmagns- og rafeindaverkstæðum hefur dregist hlutfallslega saman í minni byggðarlögum. Ullariðnaður hefur dregist saman, og litlar líkur eru á að hann nái aftur að vaxa og dafna. Breytist markaðsforsendur til hins betra er líklegra að framleiðsla úr íslenskri ull flytjist úr landi en að hér fjölgi störfum verulega í saumaog prjónaiðnaði. Með aukinni starfsemi í ferðaþjónustu tengdri auknum ferðamannastraumi til landsins kann það auðvitað að breytast, þó ekki sé mörg teikn á lofti um það enn sem komið er. Skinnaiðnaðurinn hefur gengið mikla erfiðleika, m.a. gjaldþrot. Það er meðal þess sem ógnar þessari iðngrein í framtíðinni ef sauðfé heldur áfram að fækka. Framleiðsla á hreinlætisvörum og sælgæti á í harðri samkeppni við innflutning og þannig kann einnig að fara með framleiðslu á landbúnaðarvörum ef nýr Búvörusamningur verður bændum og þjónustufyrirtækjum í landbúnaði óhagstæður, ekki síst í framleiðslu á mjólkurvörum, s.s. ostum. Íslensk kaffiframleiðslufyrirtæki virðast hafa haldið sinni markaðshlutdeild, þökk sé frábærum gæðum. Það gætu fleiri íslensk iðnaðarfyrirtæki tekið sér til fyrirmyndar.

Ægissíðu 2 - 851 Hella

ALLIR ALMENNIR FLUTNINGAR - FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

FLUTNINGAÞJÓNUSTA ÞÓRÐAR EHF S. 893 2932 & 864 6688 - THORDUREHF@SIMNET.IS


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

Sendum Sunnlendingum öllum okkar bestu óskir um

Gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

42

Tæknidagur fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands var fjölsóttur Hinn árlegi Tæknidagur fjöl­ skyldunnar var haldinn í Verk­ mennta­skóla Austurlands í byrjun vetrar. Sem fyrr var dagur­inn til­einkaður tækni, vísind­um, sköpun og þróun á Austur­landi og miðaðist dagskráin við alla aldurs­ hópa. Ýmislegt var í boði að þessu sinni, t.d. var reynt að ganga á vatni í fyrsta sinn í sögu Austurlandsfjórðungs. Tæknidagur fjölskyldunnar hefur verið haldinn síðan 2013. Hann hefur alltaf tekist með eindæmum vel og er orðinn fastur liður í viðburðaflóru haustsins eystra og hefur fjöldi gesta farið vaxandi ár frá ári. Þetta er í fjórða sinn sem Austurbrú ses. og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum saman og skipuleggja daginn en markmiðið með Tæknidegi fjölskyldunnar er sem fyrr að vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda í nærumhverfinu og varpa ljósi á þau fjölbreyttu störf á þessum vettvangi sem unnin eru á svæðinu. Um leið er sýnt hvað tækni og vísindi geta vera skemmtileg og „venjulegt“ fólk mætir á Tæknidaginn og framkvæmir skemmtilegar vísindatilraunir. Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi sýndi alls kyns tæknilausnir, gestir fengu að kynnast þyrluflugi í

Ungir sem eldri nutu dagsins.

gegnum sýndarveruleikagleraugu, rafmagnsframleiðslu með vindmyllum, eldsmíði upp á gamla mátann, landmótun í sandkassa, hrálýsi úr loðnu og margt fleira. Á Tæknidegi fjölskyldunnar 2016 fagnaði VA þrjátíu ára afmæli.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

43

Fara kjör ungs fólks versnandi? Nýlega var þeirri spurningu varpað fram í breska blaðinu Guardian hvort ungt fólk hefði dregist aftur undir fyrirsögninni „Young people bear the brunt of Generation Y‘s economic woes“. Töluverð umræða skapaðist um stöðu ungs fólks hér á landi í framhaldinu. Óskaði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra eftir upplýsingum úr lífskjararannsókn EU-SILC hjá Hagstofu Íslands þar sem staða ungs fólks á aldrinum 25-29 ára var borin saman við heildarhópinn á árunum 2004 til 2014 til að kynna fyrir ríkisstjórn. Spurt var um búsetu, nám, tekjur, eignir, skuldir, atvinnuþátttöku og atvinnuleysi. Einnig vara spurt um mat hópsins á skort á efnislegum gæðum, erfiðleika við að ná endum saman og byrði húsnæðiskostnaðar. Í niðurstöðunum er staðfest að ráðstöfunar- og atvinnutekjur ungs fólks eru lægri árið 2014 en 2004 miðað við miðgildi þeirra á föstu verðlagi m.v. verðlag 2014. Þessu er öfugt farið með heildarhópinn, tekjur hans voru hærri árið 2014 en 2004. Inn í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir námslánum. Margt fleira hefur breyst. Ungt fólk er líklegra til að búa hjá foreldrum sínum árið 2014 en 2004 og hærra hlutfall þeirra er í námi núna, eða rúmlega 31% samanborið við rúm 26% árið 2004. Færri áttu eigið húsnæði með áhvílandi láni og fleiri eru á almenna leigumarkaðnum. Eignir höfðu aukist lítillega, og skuldir

lækkað og gilti það bæði um unga fólkið og heildarhópinn árið 2014 í samanburði við 2004. Þegar spurt er um byrði húsnæðiskostnaðar, skort á efnislegum gæðum og erfiðleika við að ná endum saman hefur staðan hins vegar batnað hjá ungu fólki. Lægra hlutfall þeirra segir húsnæðiskostnað íþyngjandi og er munurinn meiri milli 2004 og 2014 hjá fólki 25-29 ára hvort sem þeir búa sjálfstætt eða hjá foreldrum, en hjá heildarhópnum. Þegar teknir voru saman 25-29 ára í foreldrahúsum sem fannst mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt að láta enda ná saman var hlutfallið 51,7% árið 2004 en var komið niður í 40,8% árið 2014. Á sama tíma stóð samtala hlutfalls heildarhópsins hjá þeim sem fannst erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt að ná endum saman nokkurn veginn í stað eða 47,4% árið 2004 og 47,5% árið 2014. Þegar spurt var um skort á efnislegum gæðum voru 5,7% ungs fólks í þeirri stöðu árið 2014 en 11,7% árið 2004. Þannig má greina umtalsverðar breytingar á lífsháttum ungs fólks á þessu tíu ára tímabili. Þessi þróun endurspeglar á margan hátt þá umfjöllun sem finna mátti í greinum Guardian um hina svokölluðu Y-kynslóð á alþjóðavísu og má líka sjá í öðrum breytingum sem athygli hafa vakið á borð við áhuga á minna húsnæði, sjálfbærri lífsstíl, minni kosningaþátttöku sem og að giftast seinna og eignast börn seinna.

Sólheimajökull er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Jöklaklifur frá fyrirhuguðum þjónustuhúsum verður gert auðveldara.

Þjónustuhús reist við rætur Sólheimajökuls Skóflustunga fyrir nýjum þjónustuhúsum við rætur Sólheimajökuls var tekin fyrir skömmu en það er félag landeigenda á svæðinu sem stendur að byggingunni. Fyrirhugað er að ferðaskipuleggjendur sem eru með framkvæmd á svæðinu geti leigt sér aðstöðu í húsunum. Arctic Adventures, sem hefur boðið upp á margvíslega ferðir á Sólheimajökul í áraraðir, er eitt þeirra félaga

Sauðfjárréttir að hausti eru líka skemmtilegur mannfagnaður.

Bændum bætt tjónið vegna riðuveiki í sauðfé Riðuveiki varð vart á búi í Skagafirði í haust á svæði sem áður hefur verið þekkt vegna riðuveiki. Alls sauðfé á viðkomandi bæ hefur verið skorið niður. Ekki er vitað nú um riðutilfelli annars staðar á landinu en veiran getur lifað mjög lengi í umhverfinu og þekkt er að riðu verði vart aftur á sömu slóðum, jafnvel eftir 15 ár eða lengur. Riðuveiki í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur að riðukindur sjái illa, þær gangi á og beri framfætur hátt og oft ber á slettingi í gangi, lömun eða þróttleysi. Kindurnar geta snarast um koll ef tekið er í horn og oftast ber á vanþrifum þegar líður á sjúkdóminn. Jón Viðar Jónmundsson, doktor í búfjárerfðafræði, segir að það sé

misskilningur að riðu verði vart vegna þess að þrif séu ekki nóg, það hafi ekkert með það að gera. ,,Þekking á orsökum eru ekki ennþá nógu þekkt en riða smitast milli gripa og er fyrst og fremst bundið sauðfé, ekki síst með fósturvatni og því skiptir máli hvort sauðburður er á húsi hjá sauðfjárbændum eða úti í náttúrunni. Það skipti máli með dreifingu sjúkdómsins og tjón af völdum sjúkdómsins yrði miklu minna ef sem mest af sauðburði yrði úti í náttúrunni. En auðvitað er það ekki mögulegt alltaf vegna veðráttunnar,“ segir Jón Viðar. Sótthreinsun á fjárhúsum fer fram eftir að fé hefur verið skorið niður, allt timburverk tekið út og brennt og skipt um jarðveg kringum þau. Þetta gerir bændur sjálfir eða verktakar en undir eftirliti MAST, matvælastofnunar.

Bændum bætt tjónið

Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grund á í Eyjafirði og formaður Landssambands sauðfjárbænda telur að riðutilfellið komi allmennt ekki á óvart en hann hafi vissulega vonað að ekki mundu berast fleiri fréttir af riðu.

- Er alveg vonlaust að Ísland verði einhvern tíma laust við riðuveiki í sauðfé? ,,Það er erfitt að gera sér fullar vonir um það vegna þess að engum hefur tekist það hingað til enda smitast hún mjög auðveldlega og almennt er ekki vitað hvernig á að útrýma henni. Riðuveiki hefur orðið vart áður á þessu svæði í Skagafirði, þó ekki á Stóru-Gröf, þar sem hún greinist nú. Fyrir nokkrum árum var allt fé skorið niður í Svarfaðardal en þar hefur síðan ekki orðið vart riðuveiki, og verður vonandi ekki. Fé sem hefur verið skorið niður hefur verið arfgreinagreint, einnig nú, og það er mjög mikilvægt sem og að rannsaka aðra þætti orsaka riðiveki. MAST hefur kostað þá rannsókn. Bændur sem verða að skera niður fjárstofninn vegna riðuveiki fá sérstakar bætur vegna þessa afurðatjóns, einnig vegna þess heys sem þeir hafa verið leggja í búið og fleira. Þær bætur eru reiknaðar út af Búnaðarmálastofu. Bændur eiga því að komast gegnum þetta fjárhagslega meðan á fjárleysi stendur, sem er tvö ár,“ segir Þórarinn Ingi.

Sérkennilegt hús í Grófinni

sem hyggst tryggja sér aðstöðu í húsunum og fagnar bættu aðgengi fyrir viðskiptavini sína. Húsin eru hvert um sig rúmlega 100 fermetrar og á tveimur hæðum. Auk húsanna verða gerðar miklar úrbætur á svæðinu, öll aðstaða fyrir bíla og rútur verður endurskipulögð. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggja ferðir á Sólheimajökul. Svartahellir við smábátahöfnina í Gróf í Reykjanesbæ er allsérkennilegt hús, allt hornskakkt og kannski rúmlega það. Inni í því mun skessa sitja og fylgjast með mannlífinu í landi sem og bátunum sem um Keflavíkurhöfn fara.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

44

Náttúruundur á Reykjanesi eru mörg

Munni Oddsskarðsganga Eskifjarðarmeginn. Eðlilega oft teppt vegna hversu hátt þau liggja.

Norðfjarðargöng verða vítamínssprauta fyrir atvinnulífið í Fjarðabyggð Norðfjarðargöng eru jarðgöng í framkvæmd sem liggja á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar og er gert ráð fyrir að verði tekin í notkun á árinu 2017. Þau koma í stað vegar um Oddsskarð ásamt Oddsskarðsgöngum sem eru 626 metra löng, byggð á árunum 1972 til 1977. Þau liggja mjög hátt og er yfirleitt mikil ófærð á leiðinni að og frá á vetrum.

Jarðgangagerð Norðfjarðarganga hófst í nóvember 2013. Göngin verða um 7,5 km að viðbættum 366 metra vegskálum og verða því lengstu samfelldu tvíbreiðu jarðgöng á Íslandi. Ekki er þó nóg að gert varðandi samgöngur á þessu atvinnusvæði á Austfjörðum. Úrtöluraddir eru auðvitað á kreiki en ljóst að næstu jarðgöng á Austurlandi verða gegnum

Fjarðarheiði til að greiða fyrir samgöngur frá Seyðisfirði til Fljótsdalshéraðs og yrðu vítamínssprauta fyrir atvinnulífið á Seyðisfirði. Til Seyðisfjarðar koma árlega þúsundir ferðamanna með ferjunni Norrænu og Egilsstaðaflugvöllur er tengiliður Austfirðinga og annarra í lofti til höfuðborgarsvæðisins og einnig þar er oft á tíðum millilandaflug.

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara. Reykjanes er þar sem NorðurAtlantshafshryggurinn rís úr sjó. Hægt er að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur. Reykjanesskaginn er í dag Reykjanes Unesco Hnattrænn Jarðvangur ( Reykjanes Unesco Global Geopark). Hann er hluti af netverki jarðvanga um allan heim sem allir eiga það sameiginlegt að búa að einstakri náttúru og jarðminjum. Fimmtíu staðir/svæði á Reykjanesi hafa verið skilgreind sem sérstakir staðir/áfangastaðir innan jarðvangsins eða geosites. Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European

gos undir jökli. Þegar jökullinn h o p a ð i stóðu eftir mó­bergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun frá Reykjanes Geopark g o s s­ t ö ð v u m undan halla, oft til sjávar. Reykja­ nes er á fleka­skilum, þ.e. hluti Reykjanesskagans til­h eyrir Evrasíu­flekanum á meðan hinn hlutinn tilheyrir Norður Ameríku­ flekanum. Talið er að um tólf hraun hafi runnið á Reykjanesi frá því að land byggðist á 9. öld eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraun sem rennur á Reykjanesi er aðallega úr sprungugosi, þ.e. mikið magn hrauns kemur upp úr gígum á sprungum en lítið af ösku. Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreyfanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes jarðvangi er að finna margar merkilegar

Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro Heildarlausnir fyrir heimilið Gálgar á Stafnes, forn aftökustaður.

Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi í september 2015. Reykjanes Geopark er annað svæðið á Íslandi til að hljóta þessa vottun, hitt er Katla Geopark sem hlaut hana árið 2011. Reykjanes Geopark er jafnframt 66. svæðið í Evrópu sem hlýtur þessa vottun. Í lok árs 2015 var alþjóðleg áætlun Geopark svæða samþykkt sem 3. áætlun Unesco og er því Reykjanes Geopark hluti af því. Enska orðið geopark eða geo er komið af orðinu Gaia, sem er ein af grísku guðunum og þýðir móðir jörð.

Hvað er merkilegt við Reykjanes?

Allir velkomnir Ögurhvarfi 2, Kópavogi

Allt fyrir eldhúsið

Mið-Atlantshafhryggurinn gengur á land yst á Reykjanes­ skaganum og liggur gegnum landið frá suðvestri til norðausturs. Jarðsaga Reykjanesskagans er nokkuð vel þekkt og má rekja hana nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann. Flest jarðlög á svæðinu eru yngri en 100 þúsund ára. Á þessum tíma hefur loftslag verið breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu og er þá talað um jökulskeið, en á milli var hlýrra loftslag líkt og nú, og er þá talað um hlýskeið. Á jökulskeiðunum áttu sér stað

jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar tegundir elstöðva sem gosið hafa á Íslandi, m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Básendar og Gálgar

Básendar eru fornt úræði og verslunarstaður sunnan við Stafnes og var ein af af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes. Básendar eyðilögðust mikið í ofsalegu sjávarflóði, aðfararnótt 9. janúar 1799. Flóðið hreif flest hús með sér, stór og smá. Fólk varð að flýja og sumt varð svo naumt fyrir að það varð að skríða upp um þekjuna til að komast út. Vitað er að ein gömul kona drukknaði. Þetta var eitt mesta sjávarflóð sem um getur við strendur Íslands og gætti þess allt vestur á Breiðafjörð. Gálgar á Stafnesi er aftökustaður samkvæmt gömlum sögum. Tveir frekar háir klettar og breitt bill á milli þeirra. Tré var á milli klettana og menn þar hengdir. Gálgar eru um 1 km frá Básendum.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

45

Arnar Már Arngrímsson:

Hlaut barna- og unglinga­ bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 fyrir ,,Sölvasögu unglings“ Barna- og unglingabókmennta­ verðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir „Sölvasögu unglings“. Verðlaunabókin ,,Sölvasaga ung­lings“ fjallar um nútímaungling og við­fangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höf­undi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar

er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningar­heimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skip­brots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk. Höfundur er menntaskólakennari á Akureyri. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnustöðvarinnar spjallar við Jens Garðar Helgason, formann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við opnun nýs vinnsluhús vegna sjávarafla. Álengdar stendur m.a. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV.

Höfundurinn tekur við verðlaununum á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

VSV tók í notkun nýtt vinnsluhús uppsjávarafla með blástursfrystingu Um miðjan októbermánuð var formlega tekið í notkun nýtt vinnsluhús hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum vegna upp­sjávar­ afla oghaldin var árs­hátíð um kvöldið sem tengist 70 ára afmæli VSV 30. desember nk. Bæjar­búar og aðkomu­gestir fengu lýsingu og skýringu starfs­fólks á vinnslu­ferlinu og gátu glöggvað sig enn betur með því að horfa á splunkunýtt og gott kynningarmyndband frá SIGVA Media, Sighvati Jónssyni, í einum af nýju frystiklefunum. Í næsta klefa sýndi Addi í London flottar ljósmyndir af framkvæmda­ferlinu. Í tveimur öðrum frystiklefum var

annars vegar kynning á sölu- og markaðsstarfsemi VSV og hins vegar vörukynning á vegum tveggja Eyjafyrirtækja sem Vinnslu­stöðin er meðeigandi í; þ.e. Marhólma og Idunn Seafoods sem bæði eru með umfangs­mikla vinnslu sjávarafurða. Í nýja uppsjávarhúsinu er blástursfrysting en ekki plötu­ frysting. Asíumarkaður kallar á blástursfrystingu og borgar betur fyrir fisk sem þannig er heilfrystur. Húsið kostar um 1.300 milljónir króna. Vinnsluferli með blástursfrystingu er tæknilega einfaldara og kallar á minni

Karlakór Rangæinga til Rússlands Karlakór Rangæinga er á mikilli siglingu þessa dagana og tekin hefur verið ákvörðun um að halda í tónleikaferð til Rússlands í apríl á næsta ári. Ýmislegt er gert að auki til að styrkja fjárhaginn. Þar má nefna hossakjötsveislu og ekki síður kótelettuveislu. Það fer greinilega enginn svangur frá þessum matarlegu samkomum Karlakórs Rangæinga, líkamlega sem andlega. Kórsöngurinn er eins og táknmynd af fullkomnu samfélagi mannanna. Hver einstaklingur

hefur rétt til að efla og þroska getu sína, ná sem mestri fullkomnun eftir því sem hæfileikar hans benda til, en hann fær ekki að grafa pund sitt í jörðu, því hann verður að leggja hönd á plóginn með meðbræðrum sínum og sameinast í samstarfi fyrir sömu hugsjónina: þarfir samfélagsins. Þá fyrst hefðu mennirnir von um að verða hamingjusamir – hamingjusamir eins og söngmaðurinn sem syngur af hjartans lyst og lætur rödd sína renna saman við raddir söngbræðra sinna í undurfagran samhljóm.

Ekki gengur annað en að æfa vel dagskrána áður en haldið er til Rússlands.

vélbúnað en plötufrystingin. Það á að fást meiri fiskur úr blásturs­ frystingu en hefðbundinni, íslenskri plötufrystingu vegna þess að hráefnisgæðin halda sér betur í blástursfrystingunni. Vinnslustöðin afkastaði áður um 250 tonnum í frystingu uppsjávarfisks á sólar­ hring en með nýju vinnslunni aukast frystiafköstin í um 420 tonn á sólar­hring. Aðeins 15 manns er á vakt að jafnaði. Vinnslustöðin efnir til samkeppni í samstarfi við Vestmannaeyjabæ um veggskreytingu á suðurgafli nýrrar frystigeymslunnar sem rís á Eiðinu á næstu mánuðum.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

Skaftárhreppur – brothætt byggð:

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Bestu óskir um gleðileg jól. Þökkum viðskiptin á árinu.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

46

Framhald verkefnisins á íbúafundi í byrjun árs 2017 Byggðastofnun, SASS og Skaftárhreppur standa saman að verkefninu Brothættar byggðir – Skaftárhreppur til framtíðar. Byggðastofnun leggur til fjármagn, sjö til átta milljónir á árinu 2015, SASS hýsir starfsmann og greiðir hluta kostnaðar og Skaftárhreppur útvegar verkefnin. Upphaf þessa verkefnis má rekja til ársins 2013 þegar Skaftárhreppur var samþykktur í verkefnið Brothættar byggðir. Fyrr höfðu verið haldin íbúaþing og úttektir gerðar til að meta ástandið í Skaftárhreppi. Það er nefnilega ekki heiglum hent að verða metin brothætt byggð. Til þess þarf að hafa verið viðvarandi fólksfækkun, einhæft atvinnulíf, skekkt aldursdreifing, veikur byggðakjarni, kalt svæði og skortur á húsnæði svo fátt eitt sé talið. Eirný Vals á Kirkjubæjarstofu – þekkingarsetri er verkefnastjóri í Skaftárhreppi til framtíðar. Íbúafundur var haldinn í nóvember 2015 og næsti íbúafundur verður haldinn í janúar 2017. Verkefnastjórnun er nú í Skaftárhreppi þar sem fram fer stefnumótun og markmiðasetning en formaður verkefnastjórnunar er sveitarstjóri Skaftárhrepps, Sandra Brá Jóhannsdóttir. Fulltrúi íbúa, tilnefndur af sveitarstjórn, er Erla Þórey Ólafsdóttir í Hraunkoti. Upphaf verkefnisins Brothættar byggðir má rekja til samstarfs við sveitarfélagið Norðurþing sem hófst á árinu 2012 vegna bráðavanda á Raufarhöfn sem þó átti sér langan aðdraganda í kjölfar

missis aflaheimilda. Síðan hefur verkefnið vaxið frá því að vera tilraunaverkefni á Raufarhöfn í það að vera verklag sem nýtur fjárheimilda á fjárlögum og nær verkefnið nú til sjö samfélaga víðsvegar á landinu. Byggðastofnun hafði með samstarfsaðilum sínum lagt drög að uppfærðu verklagi á fyrrihluta árs 2014 sem meðal annars byggði á reynslu af vinnu í fyrstu fjórum byggðarlögunum og skoðun á byggða­þróunar­verkefni í Noregi (www.regionalom­ stilling.no). Veturinn 2014/2015 lét atvinnuvega- og nýsköpunar­ ráðuneytið gera úttekt á verkefninu Brothættar byggðir. Í kjölfar þess hafa starfsmenn Byggð­astofnunar unnið að endur­skoðun lýsingar á verkefninu og verkferlum þess.

Brothættar byggðir verkfæri í byggðaþróun

Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Sótt er um aðild að verkefninu fyrir byggðarlög og ræðst fjöldi þátttökubyggðarlaga af efnum og aðstæðum á hverjum tíma. Aðgerðin fellur undir eitt af lykilsviðum byggðaáætlunar er snýr að sértækum aðgerðum á varnarsvæðum. Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið er ætlað

við­komandi byggðarlögum til að nýta sóknarfæri, einkum þau sem byggja á sérstöðu þeirra. Brot­ hættar byggðir er sértæk aðgerð fyrir smærri byggðakjarna og sveitir landsins, sem á tíðum eru aðilar sem vegna smæðar sinnar hafa ekki geta nýtt sér önnur úrræði ríkis og sveitarfélaga til stuðnings byggðaþróunar- og sam­f élags­u ppbyggingar. Með þessu samstarfi taka ríki, sveitar­ félag, stoðkerfi og íbúar höndum saman um eflingu byggðar­lagsins. Ekki er meiningin að búa til nýtt lag ofan á stoðkerfið, heldur vettvang þar sem leiddir eru saman kraftar og mynduð einskonar „sérsveit.“ Sérstaða verkefnisins er fólgin í virkri þátttöku íbúa og víðtæku samstarfi stjórnkerfis og stoðstofnana við viðkomandi samfélag. Í hverju verkefni, það er hverri brothættri byggð, er mótuð skýr framtíðarsýn, markmið og að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins, gefa íbúum kost á að taka þátt í forgangsröðun málefna og að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnana, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða viðkomandi byggðarlag. Íbúaþingið sem haldið er í öðrum áfanga verkefnisins er vettvangurinn þar sem íbúar og hagsmunaaðilar leggja hvað mest af mörkum fyrir stefnumótun og áætlun um framhald verkefnisins.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

47

Risaeðlur samtímans

Risaeðlurnar önduðu að sér lofti sem innihélt 4-5 sinnum meira magn CO2 en við erum að gera í dag. Þeim virtist alveg heilsast bærilega af því. Þær dóu hinsvegar út þegar loftsteinn féll á jörðina í Mexicoflóanum. Kólnunin og myrkrið varð svo skyndilegt að þær frusu samstundis í hel og hafa fundist með grasið í kjaftinum þar sem þær voru á beit í makindum sínum. Þegar landið Pangea hafði verið til lengi þá hófust mikil eldgos og upp streymdi hraun svipað og í Holuhrauni nema í stærri skala. Í Holuhrauni hömuðust loftslagsfræðingar við að segja okkur að ekkert CO2 kæmi upp í eldgosum. Það hentaði ekki. Svoleiðis lofttegund kæmi bara frá brennslu jarðefnaeldsneytis í bílum og iðjuverum. Þetta var náttúrlega endemis rugl. Óhemja af gufu og CO2 streymdi upp og sléttaði út alla ESB kvóta um aldir. Merkilegt væri það ef eldgosin á Jura-Krítartímabilinu gerðu loftið svo mettað af CO2 að loftslagið var með framangreindum hætti og mun heitara líka en nú er. Hvort þarna voru að verki gróðurhúsaáhrif, sólin sjálf eða samverkun veit ég ekki. Ekki kom það CO2 frá okkur mönnunum svo mikið er víst. Nú halda sumir menn því fram að eldgosin á okkar tímum gefi ekkert það frá sér af gróðurhúsalofttegundum að það hafi ekki tekið því að að ræða það í París? Þar voru gerðir samningar sem kunna að vera reistir á misskilningi um eðlisfræði sólkerfisins okkar. Hvort kemur á undan eggið eða hænan? Hvort hitnar fyrst af völdum sólarinnar og CO2 eykst vegna þess eða öfugt? Risaeðlurnar dóu út af því að loftsteinninn rakst á jörðina og það varð skyndilegur fimbulkuldi á jörðinni. Risaeðlurnar urðu bráðkvaddar með fullan kjaftinn af veisluföngum sem þær fengu ekki tíma til að kyngja. Riaeðlum samtímans í loftslagsmálum hefur ekki enn svelgst á sínum vísindum. En eru þau heilnæm fæða fyrir mannkynið það er önnur saga. Allar niðurstöður Parísarsamkomulagsins miða að því að minnka hagvöxt okkar lands meðan Kínverjar ætla ekki að draga úr sinni losun.

Byggingarefni lífsins

Án CO2 er ekkert líf mögulegt á jörðinni. Það er byggingarefni lífsins hvorki meira né minna. Það vita íslenskir gróðurhúsabændur betur en margir aðrir. Þeir geta ræktað tómata allt árið með lýsingu og CO2. Viljum við Íslendingar leggja steina í götu sjálfra okkar með því að hlaupa eftir kenningum erlendra grillufángara sí og æ eins og við erum til dæmis að gera með blöndun lífdísils í okkar bílaeldsneyti sem leggur skatta á einstæðar mæður og öryrkja með velvilja náttúrverndarsamtakanna? HJ

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar - leiðir þróun á landi ríkisins sem umlykur flugverndarsvæðið

Eitt helsta kennileiti frá Markarfljóti að Öræfum er Lómagnúpur en austan við hann renna Núpsvötn.

Framtíðarsýn fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í haust að settur verði á fót starfshópur sem fái það verkefni að móta framtíðarsýn fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum og gera tillögur sem eru til þess fallnar að efla byggð og atvinnulífi með sérstakri áherslu á grunnþjónustu og vaxtargreinar í atvinnulífinu. Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu til forsætisráðherra og hefur ríkisstjórnin fjallað um málið og samþykkt að beina því til viðkomandi ráðuneyta að þau taki skýrsluna til skoðunar og geri tilögur um framkvæmd og fjármögnun einstakra verkefna. Starfshópurinn leggur áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu innviða á svæðinu frá Markarfljóti að Öræfum þannig að það verði á markvissan hátt gert samkeppnishæfara. Skortur á þriggja fasa rafmagni, ljósleiðaratengingum og öflugu samgöngukerfi hefur staðið byggð og fjölbreytni atvinnutækifæra fyrir þrifum. Tryggja þarf nauðsynlegt fjármagn á næstu árum og leggja áherslu á eflingu

innviða á sviði orku, samgangna og fjarskipta. Öryggi í orkumálum, bættar samgöngur og bætt fjarskipti ásamt góðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun á öllum stigum eru þættir sem tryggja fólki á öllum aldri öryggi og bæta búsetuskilyrði. Svæðið frá Markarfljóti að Öræfum býr yfir margvíslegum tækifærum. Náttúra svæðisins er sérstök og svæðið sækja nú heim flestir þeirra erlendu ferðamanna sem koma til Íslands. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir því álagi sem stóraukinn ferðamannastraumur hefur í för með sér. Megintillögur starfshópsins taka mið af þessum aðstæðum: • Hraðað verði aðgengi að þriggja fasa rafmagni. • Hraðað verði ljósleiðaravæðingu eða ráðist í aðrar aðgerðir til bættra netsamskipta. • Hraðað verði úrbótum og þjónustu á samgöngukerfi svæðisins með fækkun á einbreiðum brúm, breikkun vega og farið í rannsóknir á nýjum

Malarvegirnir:

Landsbyggðin afsett enn einu sinni

Ónægar fjárveitingar í fjölda ára hafa orðið til þess að ástand malarvega á Íslandi er óviðunandi og til að mæta uppsafnaðri þörf hefur Vegagerðin ýmist þurft að hætta við framkvæmdir eða færa fjármagn frá öðrum aðkallandi aðgerðum. Í tilkynningu á heima­ síðu Vegagerðarinnar er fullyrt að núverandi fjárveitingar séu aðeins helmingur af lágmarksþörf. Bundið slitlag gengur fyrir. Vegagerðin sinnir bæði vetrarog sumarþjónustu á malarvegum. Í sumarþjónustunni felst heflun og rykbinding en vetrarþjónustan snýst um hálkuvarnir og snjómokstur. Vegagerðin hefur metið það svo að viðhald á bundnu slitlagi gangi fyrir vegna þess að ef grotnun á þeim vegum nær ákveðnu marki þá verður kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við

það sem þarf til viðhalds. Það hefur bitnað verulega á viðhaldi malarvega síðustu ár. „Ástandið er nokkuð jafnt yfir landið. Þetta gildir ekki um alla vegi en meirihluti þeirra er ekki í góðu ástandi og sumir í mjög slæmu. Það fé sem er fyrir hendi er notað til að bera ofan í malarvegina svo að hægt sé að hefla. Það hefur ekki verið hægt að endurnýja malarslitlagið á sumum vegum í mörg ár þannig að undirlagið er bara grjót og þá er hvorki hægt að hefla né rykbinda,“ segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. Viðhald malarveganna verður erfiðara með hverju ári eftir því sem þetta ástand varir lengur. Í ár gerði Vegagerðin áætlun um malarburð, heflun og rykbindingu vega á norðursvæði og hljóðaði heildaráætlun upp á 600 milljónir

veg um Mýrdal. • Þjónusta heilsugæslu og löggæslu verði efld. • Landvarsla verði á svæðinu allt árið. • Ríkið greiði kostnað við sjóvarnargarðinn í Vík í samræmi við það sem tíðkast þegar um ofanflóðagarð er að ræða. • Katla jarðvangur verði styrktur til að styðja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þágu ferðaþjónustu. • Sett verði af stað vinna til að finna lausnir í húsnæðismálum. Ljóst er að á svæðinu er markaðsbrestur og því er nauðsynlegt að greina stöðuna og koma með tillögur að úrbótum. • Menntastofnanir fái stuðning til að halda uppi þjónustu við svæðið og þekkingarsetur á Klaustri og í Vík fari á fjárlög. • Hugað verði að kynningu á ræktunarmenningu og frumkvöðlastarfsemi svæðisins á sviði landbúnaðar.

króna. Þegar fjárheimildir til þjónustu og viðhalds birtust í vor var áætlunin endurskoðuð og í ljós kom að þær dugðu aðeins til að sinna helmingnum af þeim 1.750 kílómetrum malar sem liggja á norðursvæðinu. Það þýðir að þar sem þyrfti t.d. að minnsta kosti að hefla einu sinni í sumar verður það ekki hægt, þar sem þörf er á að hefla 2-3 sinnum á sumri vegna umferðar verður kannski hægt að hefla einu sinni. Að sögn Hreins gildir sú vöntun einnig í öðrum landshlutum. Til að brúa bilið hefur þurft að færa fé milli flokka og kemur það ýmist niður á nýjum framkvæmdum eða annars konar viðhaldi og þjónustu. „Vetrarþjónustan hefur verið mjög erfið síðastliðin þrjú ár og þá höfum við þurft að flytja fjármagn úr sumarviðhaldinu yfir í vetrarþjónustuna. Það er þjónusta sem þarf nauðsynlega að sinna og í sumum tilfellum hefur það bitnað á nýjum framkvæmdum.“ Á malarvegum, sem áður voru notaðir sjaldan og aðeins af heimamönnum, aka nú tugir ef ekki hundruð ferðamanna í viku hverri á háferðatímanum.

Kadeco, Þróunarfélag Kefla­ víkur­flugvallar leiðir þróun, leigu og sölu á fasteignum og landi sem áður tilheyrðu samfélagi Varnarliðsins, en í dag er nefnt Ásbrú. Kjarnaverkefni félagsins er leiga og sala á þeim fasteignum sem áður tilheyrðu samfélagi Varnarliðsins, en í dag er nefnt Ásbrú. Þar fyrir utan leiðir félagið þróun á landi ríkisins sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar. Kadeco kemur að ýmsum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að auka virði svæðisins.

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ og Sveitarfélagið Garð, sem öll eiga hagsmuna að gæta. Norðursvæðið er norðan Keflavíkurflugvallar, þar með talið land í Helguvík og Rockville við Sandgerði. Eftir er að skilgreina svæðið nánar en þar liggja saman skipulags- og landamörk sveitarfélaganna þriggja auk þess sem Kadeco hefur til umsjónar stórt landsvæði sem Bandaríkjaher notaði áður. Á norðursvæðinu er stefnt að uppbyggingu samgöngumiðstöðvar fyrir vörur og farþega en einnig virðisaukandi framleiðslu og þjónustu þar sem aðföng og afurðir koma frá öðrum löndum eða verða fluttar úr landi. Fyrirmyndir slíkrar uppbyggingar má finna víða um heim og eru svæði umhverfis flugvelli og hafnir gjarnan á meðal helstu vaxtarsvæða viðkomandi landa.

Hluti Ásbrúar.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

48 Vinna starfshópsins verður til grundvallar að samráði við íbúa sveitarfélagsins um málið.

Bátar frá Garði fá mikla þjónustu í Sandgerðishöfn enda nánast engin höfn í Garði. Þar má þó telja 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðaskaga, s.s. Kópu og Vararós enda hefur gegnum aldirnar óefað verið mikið útræði í Garði enda stutt á fengsæl fiskimið. Hér er unnið við Sigurfara GK í Sandgerðishöfn, sem er eign fiskvinnslufyrirtækisins Nesfisks í Garði.

Sandgerðisbær og Garður ræða mögu­ lega sameiningu Á fundi bæjarráðs Sand­gerðis­ bæjar í októbermánuði var samþykkt samhljóða tillaga bæjarráðs um að skipa starfshóp til að vinna könnun

á kostum og göllum mögulegrar sam­e iningar Sandgerðisbæjar og nágranna­s veitar­f élagsins Garðs. Bæjar­stjóra Sandgerðis,

Sigrúnu Árnadóttur, var falið að gera tillögu að starfsreglum fyrir hópinn í samstarfi við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra Garðs.

Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segir starfshópurinn verði að störfum í vetur og mun kalla ýmsa til viðtals og samráðs. Í maímánuði 2017 mun starfshópurinn skila af sér skýrslu og í framhaldi verður boðað til íbúafunda í báðum sveitarfélögunum til að skýra frá afraksti vinnunnar. Í framhaldi mun bæjarstjórn taka ákvörðunum hvort farið verði í formlegt ferli um sameiningu við Garð. ,,Það var búið að vera að skjóta þessu óformlega milli sveitarfélaganna um nokkurn tíma áður en starfshópurinn var skipaður,“ segir Ólafur Þór Ólafsson. Ólafur Þór segir að ekki hafi verið rætt á þessu stigi um hugsanlega sameiningu Sandgerðisbæjar við Reykjanesbæ en á síðasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var samþykkt að skoða sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu, en það eru Garður, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Vogar. Ólafur Þór telur rétt að ljúka viðræðum við Garð áður, ef á annað borð kæmi til sameiningarferlis við Reykjanesbæ. ,,Íbúar í Sandgerði telja yfirleitt jákvætt að ræða fyrst við íbúa Garðs um sameiningu, taka eitt skref í einu. Ef Sandgerðisbær og Garður mundu sameinast yrði til nýtt og stærra sveitarfélag og auk þess sterkara inn í viðræður við Reykjanesbæ um sameiningu, ef til þess kæmi.“ Íbúafjöldi Sandgerðisbæjar og Garðs er mjög svipaður, 1.400 íbúar í hvoru sveitarfélagi fyrir sig, en 14.500 í Reykjanesbæ. - Fjárhagsstaða Sandgerðis­ bæjar hefur ekki verið góð um

nokkurt skeið. Hvernig er þeim málum háttað nú? ,,Byrjað var árið 2011 að vinna sveitarfélagið út úr þungri fjárhagsstöðu sem og rekstrarstöðu og kom fram í framhaldi af nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem viðmiðið var að skuldir sveitarfélaga á ársgrundvelli væri ekki umfram 150% af rekstrartekjum þess. Sandgerðisbær var þá nokkuð umfram þau viðmið. Árið 2012 gerðum við 10 ára áætlun um að ná okkur inn fyrir 150% viðmiðið, bæði í rekstri og skuldum og erum að ná því markmiði hraðar en áætlun gerði ráð fyrir en skuldastaðan nú er um 180% en var nærri 500% þegar hún var hæst. Rekstur sveitarfélagsins hefur skilað afgangi undanfarin ár en fjármagnsliðirnir hafa verið þungir, en reiknuð með að ná viðmiðunum sem sett voru árið 2018 eða 2019,“ segir Ólafur Þór Ólafsson.

Sameiningarvilji í Árnessýslu

Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps og garðyrkubóndi á Ártanga, segir að fulltrúar sveitarfélaganna í Árnessýslu, að undanskildri Bláskógabyggð, hafi hist einu sinni og rætt um möguleika á sameiningu allra sveitarfélaganna eða smærri sameiningar. Hugmyndin er að hittast aftur innan tíðar en síðan verði rætt um áfangaskýrslu á vordögum 2017. ,,Hugmyndin er að ræða þá í hvaða stöðu sveitarfélögin gætu verið eftir um þrjá áratugi og meta stöðuna út frá því. Enn er allt of snemmt að segja hvað verður en ef af sameiningu verður kann hér að verða 18.000 manna sveitarfélag sem gæti veitt íbúunum verulega aukna þjónustu,“ segir Gunnar Þorgeirsson.

Á postur.is/jol finnur þú hagnýtar upplýsingar um jólapakka, opnunartíma fyrir jól og örugga skiladaga.

www.postur.is/jol


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

49

Greiðar samgöngur og fjar­skipti grundvallar­ atriði í nútíma þjóðfélagi Á árunum 1983-84 og síðan aftur 1989-93 lét Vegagerðin vinna nokkuð að frumathugunum á aðstæðum til jarðgangagerðar á Austurlandi en einkum var þar um jarðfræðirannsóknir að ræða. Þessi gögn voru síðan notuð við vinnu nefndar sem skipuð var árið 1988, en hún átti að ,,vinna að framgangi jarðgangagerðar á Austurlandi og gera tillögur um leiðir til fjármögnunar.“ Nefndin skilaði tillögum sínum árið 1993,

út með suðurströnd Mjóafjarðar og 3,9 km löngum göngum til Norðfjarðar, auk sömu 4,2 km ganganna undir Oddsskarð og í mynstri A. Heildar­kostnaður þessara 13,4 km löngu jarð­ganga og til­heyrandi mannvirkja er áætlaður 5 ½ - 6 milljarðar króna. Í mynstri C reiknað með sömu göngunum milli Norðfjarðar og Seyðis­fjarðar og í mynstri B, þ.e. 3,9 og 5,3 km, auk ganga úr botni Mjóafjarðar til Slenjudals á Héraði sem yrðu 6,8

tilheyrandi einangrun bæjarins og óþægindum fyrir íbúa. Bæjaryfirvöld lýsa sig reiðubúin til viðræðna um að göngin verði fjármögnum með veggjöldum geti það flýtt fyrir ákvörðun stjórnvalda. „Ekki er á neinn hallað þó fullyrt sé að ekkert byggðarlag hér á landi býr nú við jafn miklar truflanir og jafnvel einangrun að vetrarlagi og Seyðisfjörður. Tölur tala sínu máli þar um,“ sagði í ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.

Því þarf vegurinn um Fjarðarheiði að þjóna mikilli umferð ferðamanna og flutningabíla í tengslum við siglingar ferjunnar. Ekkert verður ofsagt um mikilvægi þess að slíkur vegur uppfylli ströng skilyrði varðandi öryggi vegfarenda.“ Eini gallinn sem menn hafa talað um með tilkomu jarðgangna er sá, að rottur muni eiga auðveldara með að komast á milli byggðarlaga. Það var svo sem auðvitað að fleiri kunni að nota sér svona leiðir en bara þingmenn í atkvæðaleit. Jarðfræðirannsóknir eru fyrirhugaðar vegna ganga gegnum Fjarðarheiði árið 2017 og að áætluð jarðgangagerð hefjist eftir 5 – 7 ár.

Mikilvægt að auka umferðaröryggi

Í aðalskipulagi Seyðisfjarðar til ársins 2030 segir að samgöngur séu afar mikilvægar fyrir byggðarlag eins og Seyðisfjörð og eina leiðin á landi til staðarins liggur á löngum kafla í yfir 600 metra hæð á Fjarðarheiði. Seyðisfjörður er eina tenging landsins fyrir reglulega farþegaumferð við útlönd fyrir utan Keflavíkurflugvöll auk þess sem miklir vöruflutningar eru með ferjunni Norrænu.Tryggar samgöngur við Seyðisfjörð á landi eru því afar mikilvægar fyrir landið allt. Liður í því að bæta samgöngur til Seyðisfjarðar og raunar innan fjórðungsins alls er gerð jarðgangna enda er víðar um fjallvegi að fara á

Seyðisfjörður, séður af Fjarðarheiði.

og samkvæmt þeim skyldi í fyrsta áfanga byggja göng sem leystu vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, í öðrum áfanga göng milli Vopnafjarðar og Héraðs og einnig Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og loks í þriðja áfanga jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og ennfremur Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Síðan þessar tillögur voru lagðar fram hefur verið töluverð umræða á Austurlandi um þessa áfangaröðun, en göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eru staðreynd og göng milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar verða tekin í notkun á árinu 2017. Öðrum jarðgangagerðum hefur lítt þokast áfram enda um samkeppni við aðra landshluta að ræða, en göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar eru komin á áætlun og mikill þrýstingur frá Vestfirðingum um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, þ.e. frá Skutulsfirði til Álftafjarðar. Þrjú mismunandi samgöngu­ mynstur á Austurlandi voru einkum til skoðunar. Í mynstri A er vegakerfið eins og það er í dag, nema fjallvegirnir um Fjarðarheiði og Oddsskarð sem yrðu í jarðgöngum. Heildarlengd ganga er um 16 km (11,8 undir Fjarðarheiði og 4,2 undir Oddsskarð) og kostnaður með vegum og forskálum er áætlaður 6 ½ - 7 milljarðar króna á verðlagi þess tíma. Í mynstri B er reiknað með 5,3 km löngum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, vegi

km löng miðað við munna í 300 metra hæð yfir sjó í Slenjudal en 8,8 km með munna í 200 metra hæð. Heildarlengd ganga yrði því 16 - 18 km, vegir að þeim 27 km og forskálar alls 520 metrar og heildarkostnaður áætlaður 7 – 8 milljarðar króna. Nefndin sem skilaði áliti 1993 mælti með þessu síðasttalda mynstri.

Heitt vatn um jarðgöng undir Fjarðarheiði

Enn ein ástæða þess að Fjarðarheiðargöng eru brýnt hagsmunamál Seyðfirðinga er möguleikinn á að leiða um þau heitt vatn sem mun leiða til þjóðahagslegs ábata umfram bættar samgöngur. Í bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í vor vegna fundargerðar Hitaveitu Egilsstaða og Fella er lýst yfir eindregnum áhuga á því að koma á tengingu hitaveitu og neysluvatns til Seyðisfjarðar um væntanleg Fjarðarheiðargöng.

Bæjarráð Seyðisfjarðar hefur margoft bókað um samgöngumál. Í janúar 2011 segir í fundargerð bæjarráðs:

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar krefst þess að samgönguyfirvöld setji göng undir Fjarðarheiði á dagskrá. Tíðar lokanir hafa verið á Fjarðarheiði að undanförnu með

Bent er á að frá 10. nóvember 2011 hefur Vegagerðin aðeins skráð Fjarðarheiði greiðfæra 8 sinnum og dögum saman hefur verið snjóþekja og hálka á heiðinni. Af þeim 12 sólarhringum sem liðnir eru frá áramótum hefur Fjarðarheiðin verið skráð ófær alls 11 daga, að hluta eða öllu leyti. Bæjaryfirvöld segja áratugalanga bið Seyðfirðinga eftir ákvörðun um að Fjarðarheiðargöng verði sett á dagskrá þoli ekki lengri bið. Það má annarlega ljúka lofsorði á þá víðsýni sem einkennir þessa bókun bæjarráðs. Ekkert hefur tafið eins fyrir úrbótum í samgöngum og þau holusjónarmið að vilja ekki taka gjald af samgöngumannvirkjum ef það getur orðið til þess að flýta framkvæmdum. Nútíma tækni leiðir til þess að innheimta veggjalda er sjálfvirk og krefst engra mannaðra söluskála og er því ódýr kostur. Með því fyrirkomulagi er hægt að hafa gjaldið svo lágt að mjög fáir þjóðhollir þegnar geti ekki sætt sig við að greiða það. En dropinn holar steininn í bókstaflegri merkingu við þetta fyrirkomulag og gerir kleyft að ráðast í verkefni utan samgönguáætlana tafa vegna skorts á framkvæmdafé. Í greinargerð með þings­álykt­ unar­tillögu Arnbjargar Sveins­ dóttur um Fjarðar­heiðargöng sagði svo 2011: „Yfir 10.000 ökutæki fara árlega með ferjunni og 20 þúsund tonna vöruflutningur, sem samsvarar 700 fulllestuðum vöruflutningabílum.

Austurlandi en til Seyðisfjarðar. Fjarðarheiði er hæsti fjallvegur á landinu, um 620 metrar, sem tengir saman byggðarlög auk þess sem brattar brekkur beggja vegna eru oft verulegur farartálmi fyrir flutningabíla og fólksbíla frá Evrópu. Ekki síst yfir veturinn ef þeir eru illa búnir en þetta er oft mesta eða jafnvel eina hindrunin sem þeir mæta í allri ferð sinni til Íslands. Því eru veggöng gegnum Fjarðarheiði mikilvægur liður í því að auka umferðaröryggi og lengja ferðamannatímann á Íslandi. Austfirðingar sjá einnig fyrir sér svokölluð Miðfjarðargöng, þ.e. göng sem tengja saman byggðakjarna á Austfjörðum. Hluti af þeim eru jarðgöng frá Seyðisfirði yfir á Fljótsdalshérað undir Fjarðarheiði. Ákvarðanir varðandi framkvæmdir samgangna eru að hluta til á hendi ríkisins en í skipulagsáætlunum ber að setja fram stefnu sveitarfélaga um samgöngur og stefnumótun um samgöngur því á hendi sveitarfélaga. Veggöng undir Fjarðarheiði eru ein helsta forsenda fyrir því að Seyðisfjörður geti vaxið og þróast og að fasteignaverð sem verið hefur mikið lægra á Seyðisfirði en í nálægum byggðum til dæmis í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði geti þróast með eðlilegum hætti og orðið sambærilegt því eða í eðlilegu samræmi við það sem það er á þéttbýlisstöðunum í kring. Bættar samgöngur, m.a. um veggöng, munu efla Seyðisfjörð sem tengingu umferðar og flutninga til Evrópu. Greiðar samgöngur og fjarskipti eru grundvallaratriði í nútíma þjóðfélagi og forsenda uppbyggingar og búsetu í dreifbýli. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafði forystu um að ráðist var í gerð skýrslu um heilborun jarðganga frá Eskifirði um Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð upp á Fljótsdalshérað. Forgangsverkefni Austfirðinga er eftir sem áður jarðgöng gegnum Fjarðarheiði.

Í svokölluðum Stöfum neðarlega í Fjarðarheiði Seyðisfjarðarmegin er veglegur minnisvarði. Á hann er letrað: ,,Þessi varði er reistur af Seyðfirðingum til minningar um ferðagarpinn Þorbjörn Arnoddsson. Hann var brautryðjandi vetrarferða yfir Fjarðarheiði. Fæddur 13.3. 1897, dáinn 3.8. 1976.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

Hælisleitendavandinn Svo virðist sem hælisleitenda­ vandinn vaxi enn á Íslandi. Hundruð slíkra streyma til landsins og þá mest frá ríkjum sem talin eru örugg. Athyglisvert að meira en helmingur þeirra er frá löndum þar sem ekki ríkir styrjaldarástand eins og Albaníu og Makedóníu. Slíkt breytir ekki afgreiðslunni hérlendis. Lögregla er látin gera fyrstu skýrslur og vegna mannfæðar og fleira þá tekur slíkt verkefni marga daga. Síðan gerir Útlendingastofnun aðra skýrslu sem af sömu ástæðum tekur enn fleiri daga. Á meðan á þessu stendur þrengist skiljanlega yfirfullur húsnæðismarkaðurinn í landinu og kosnaður ríkisins vex un hundruðir milljóna. Allir virððast sjá vandann en enginn gerir neitt í þvi. Það er sama þótt bent sé á Noreg sem fyrirmynd, það er allt verklag á Íslandi helfrosið og engu hægt að breyta. Íslendingar virðasr almennt ekki gera sér ljósan muninn á

flóttamönnum og hælisleitendum. Við erum skuldbundnir að taka við kvótaflóttamönnum eftir alþjólegum samningum. Við erum ekki skuldbundnit að taka við hælisleitendum. Þegar rætt er um flóttamenn birtast í hugum okkar hinna eldri gamlar myndir af Þjóðverjum 1945. Allslausu fólki á flótta undan hersveitum Rússa .Þennig er mynd okkar af flóttamanni sú, að um sé að ræða fólk sem er að forða sér frá bráðri lífshættu frá grimmilegum óvini. Svo háttar yfirleitt til í veröldinni, að gnægð er af fólki, sem uppfyllir þessi skilyrði. Hingað komu fyrir áratug svonefndar „flóttakonur“ frá Kólum­bíu. Örugglega tilheyrðu þær ekki hinum opinbera 200.000 manna flóttamannahópi, sem Flótta­ mannastofnun S.Þ. skilgreindi sem slíka komuárið 2006. Þegar þessar konur komu var Kólum­bía skilgreind sem lýðræðisríki með margt á pari við Íslendinga,

50 t.d. fjölda farsíma osfrv. Þar er mikill iðnaður, bæði textiliðnaður, sementsframleiðsla, olíuiðnaður og glæsilegur byggingariðnaður. Margar borgir í Kólumbíu eru með þeim glæsilegustu í heimi. Kólumbía var þá í 28. sæti þjóðartekna í heiminum. Þar er blómlegur ferðamannaiðnaður og má til dæmis lesa ferðasögur Íslendinga frá landinu á netinu. Þeir láta mikið af landinu, fegurð þess og viðmóti fólksins. Lífið í hinni alræmdu borg Medellín líkar þeim hið besta þó okkar fjölmiðlar hafi ekki getið þess að í þeirri borg væri annað að finna en blóðuga eiturlyfjabaróna . Kólumbía er ferðamannaland, sem Íslendingar eru að kynna sér nánar. Þjóðartekjur eru hinsvegar mun lægri í Kólumbíu en hér á landi þar sem mikill fjöldi índíána lifir við fornaldarskilyrði og vilja ekki annað. Meðaltekjur eru þó á sjöundaþúsund Bandaríkjadollarar, sem er hátt miðað við t.d. Afríkulöndin. Vinnu virðast flestir geta fengið sem á annað borð geta eða vilja. Kólumbía er frjósamt land og þar vex flest sem arð gefur.

Líka kókaplantan, sem mestan arðinn gefur af þeim plöntum, sem nú eru ræktaðar í heiminum allt frá Afganistan til Andesfjalla. Hvað á fátækt fólk að gera sér til bjargar? Bandaríkjamenn hafa reynt að kaupa stjórnmálamenn í Kólumbíu til að brenna kókaínakrana. En borga svo lítð, að fólkið velur fremur það sem í magann má láta. Hverjir skyldu vera bjargvættir litla mannsins í Kólumbíu? Kókaínsalarnir auðvitað. Alveg eins og AlCapone var veitull menningarsinni í Chicago á bannárunum, þá verða eiturlyfja­ barónarnir vinsælir af alþýðu því þeir veita verðmætum inní sam­félagið og gera opinber góðverk. Alveg eins og íslenzkir stjórnmálamenn gera þegar þeir kaupa til dæmis nýja Gríms­eyjar­ferju fyrir peninga sem þeir taka frá fólkinu sjálfu. Það verða því skiljanlega stjórnmálaátök um slík efnahagsmál og klögumálin ganga auðvitað á víxl bæði hér og þar. Kólumbía er fjölmennt ríki, 45 milljónir manna og landið sjálft er ellefu sinnum stærra en Ísland. Fáfræði og fátækt er meðal frumbyggja landsins og eru þeir ekki

Gjafakort er gjöf sem gleður.... l

G

ð le

i

g le

ól

j

eg

e

l ði

Gl

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Gjafakort Nettó fæst í verslunum Nettó um land allt.

rt Nettó fæst í Kortið er einfalt og þægilegt í um Nettó um land allt. notkun.

r einfalt og þægilegt í verslana okkar veitir Starfsfólk markhonnunv ehf

allar nánari upplýsingar um gjafakortið og aðstoðar þig með veitir glöðu geði. lk verslana okkar

nari upplýsingar um tið og aðstoðar þig ðu geði. www.netto.is

| Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

öfundverðir. En landið og fólkið er frjálst og geta menn borið það saman við Kúbu, þar sem hvorugt er og allir eru jafn fátækir nema glæpamennirnir í stjórnarráðinu og svo hinir á götunum. Vissulega er ástæða til að hafa samúð með fólki sem býr við fátækt og ömurleg lífsskilyrði. En dæmið er svo stórt að engin getur náð yfir það með sinni samúð. Fráleitt geta Íslendingar leyst það með sínu smáa velferðarkerfi.Það eru milljónir og aftur milljónir manna á þessari jörð, sem búa við þvílíka örbirgð að íslenzkur útigangsmaður lifir í allsnægtum miðað við það. Mikið af örbirgðinni er beinlíns afleiðing af gjörðum glæpamannanna, sem fara með illa fengin völd í ríkjunum eins og í Afríku þaðan sem fólkið streymir frá. Getum við Íslendingar ekki gert okkur ljóst, að við getum ekki leyst vandamál heimsins, jafnvel þó að við gefum upp allt landið okkar Ísland og allar veraldlegar eigur með? Af hverju tekur Lichtenstein ekki á móti innflytjendum eða flóttamönnum. En selur efnafólki ríkisfang í staðinn? Hvernig eigum við Íslendingar að leysa öll vandamál heimsins, sem marg­ faldast á hverjum áratug með stjórn­lausri fólksfjölgun jarðarbúa? Hversvegna viljum við endilega búa til sömu vandamál á Íslandi og Danir og Stór-Svíarnir eru búnir að gera hjá sér? Hvað þá þýzkir með Tyrkina? Viljum við virkilega fá söfnuði múhameðskra Araba hér á landi, sem verða eins Sharía-­þenkjandi gegn hinu nýja föðurlandi eins og arabisknýdanski þingframbjóðandinn í shadornum, sem vildi láta drepa danska hermenn í Írak og Afganistan? Mér finnst að Íslendingar eigi að velja þá innflytjendur vandlega , sem við kærum okkur um, Velja fremur fólk, sem líkist okkur og er líklegt til að samlagast okkur. Velja að það sé bæði menntað og heilbrigt og af menningarstigi, sem getur heldur bætt okkar eigið. Við höfum ekkert að gera við súdanska stríðsmenn eða arabiska vígamenn hingað. Slíkt fólk verður bara til vandræða.Ómenntað fólk frá örbirgðarlöndum á heldur ekkert annað erindi við okkur en að sjúga íslenskar skattkýr. Við eigum alveg nóg með okkur sjálf og margt er okkar samfélagi til stórrar skammar, sem ekki batnar ef við þynnum stórkostlega út mann- og þjóðarauðinn. Svo finnst mér að við hljótum líka að bera einhverja ábyrgð gagnvart landinu okkar, menningarsögu og framtíð afkomendanna. Ein kynslóð Íslendinga ætti ekki að geta gefið landið frá sér til frambúðar, hversu blinduð hún er af eigin ágæti. Innflytjendur eru ekki safnorð. Sumir innflytjendur eru æskilegir en aðrir eru það alls ekki. Og fyrir alla muni hættum að telja alla farandverkamenn efnivið í Íslendinga þó þeir komi hingað tímabundið vegna starfa. Það eru forréttindi að vera Íslendingur og með það ríkisfang ber að fara af ítrustu sparsemi og yfirvegun. Fólk á að geta komið hingað og unnið svo lengi sem vinnu er að hafa. Svo getur fólkið bara farið heim aftur nema það vilji endilega samlagast okkur og sé reiðubúið að semja sig að okkar lögum, siðum og menningu. Mér finnst að við Íslendingar eigum að hugsa jafn vel um auðlindina íslenzkt þjóðerni og þorskkvótann. Hinu fyrrnefnda er auðveldlega hægt að tapa ef við ekki sýnum aðgát eins og með þorskinn. - HJ


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

51

Heyrt og lesið úr ýmsum áttum Heyrt:

Kjalvegur á góðum sumardegi.

Heilsársvegur yfir Kjöl? Haraldur Einarsson var þing­ maður Framsóknarflokksins í Suður­kjördæmi á síðasta kjörtímabili en gaf ekki kost á sér við kosningarnar 29. október sl. Hann snýr sér nú að búskap á bænum Urriðafossi. Haraldur lagði fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að kanna hagkvæmni og áhrif þess að endurnýja veginn yfir Kjöl sem malbikaðan heilsársveg og að um einkaframkvæmd verði að ræða. Gerð verði forkönnun á umhverfis- og samfélagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a.

á ferðaþjónustu, byggðaþróun og náttúruvernd. Samkvæmt tillögunni bar ríkisstjórninni að skila Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. október sl., en gerði ekki. Í greinargerð með tillögunni er bent á að töluvert hafi verið fjallað um það á síðustu árum að stytta leið ir á milli landshluta með bættum hálendisvegum, m.a. með það að markmiði að tengja betur saman fjölmennustu byggðir landsins. Talsverð rannsóknarvinna hafi farið fram, t.d. vegna vega um Sprengisand, Fjallabak og Kjöl. Fornir hálendisvegir hafi þó verið

í niðurníðslu undanfarin ár og flokkist frekar sem slóðar en vegir. „Kjalvegur hefur frá landnámsöld verið mikilvæg samgönguæð milli norður- og suðurhluta landsins og þrátt fyrir mikla uppbyggingu á hringveginum síðustu áratugi er mikilvægi vegarins enn mikið. Þrátt fyrir það hefur veginum ekki verið haldið við eins og nauðsynlegt er og einungis lágmarksviðhaldi verið sinnt,“ sagði Haraldur. Í tillögunni var mælt með að ríkisstjórnin skoði mismunandi möguleika í einkaframkvæmd, m.a. með gjaldtöku á Kjalvegi.

Laxastofa Íslendingar eru vatnsríkir og Árnesingar eru forríkir. Vötn Árnesþings eru stórkostleg. Vatnasvið Ölfusár er jarðfræðilega fjölbreytilegt og faðmar allar gerðir lækja og fljóta. Frá vatnaskilum til sjávar eru 185 km. Í heild er vatnasviðið um 6100 fer­kílómetrar. Meðalbuna Ölfusár er um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. Í þessari vatnaveröld eru allar gerðir vatnafiska landsins, t.d. álar, urriðar, flundrur, bleikjur og laxar. Dýr, fuglar og mannfólk njóta vatnsins og lifa vegna þess. Fiskgengur hluti ánna er um 284 km. Hlunnindin eru mikil og sum árin hefur aflinn verið ótrúlega mikill, t.d. árið 1978 var hann nærri fimmtán þúsund laxar í öllum ám þessa vatnasviðs.

Þingvallavatni lifa um 120 þúsund lífverur á hverjum fermetra við vatnsbakka. Það er heilt samfélag á litlum bletti og í stóru samhengi. Það lífríki er verðmætt. Göng­umst við ríki­ dæminu og ábyrgð okkar. Gerum vatna­ lífi landsins gott til með fræðslu, gesta­ stofum, almennri menntun um lífið í vatninu. Já, verndum Höfundur greinarinnar, sr. Sigurður Árni Þórðarson vatnið hæfilega. Sr. Sigurður Árni sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Þórðarson kom einu sinni kom í safn í Vestur-Noregi, samskiptum fiskanna. Þetta var sem helgað er heillandi safn og ég hugsaði með lífinu í merki­ mér: Góð hugmynd fyrir fólk, legri laxá. Þegar sem metur vatnið og lífið mikils inn var komið - frábær hugmynd fyrir Árnesinga. var þar ekki Gullhringurinn - Þingvellir, aðeins miðlað Gullfoss, Geysir og Skálholt - er u p p l ý s i n g u m góður en yrði enn betri ef hægt um ofur­f iska, væri í ferðarlok að koma við á sögu veiða og Selfossi, skoða stórfiska á leið á r ­n ý t i n g a r , upp ána og fræðast um dýrmæti heldur var sem og nýtingu vatnsins. Það er ekki einn hluti árinnar aðeins Sogið, sem er fljótið helga. rynni í gegnum Allt vatn og líf þess er gott og húsið. við erum vörslumenn þess. Ekki ,,Eins og í er verra að fiskur í kristninni er góðum vatna- og tákn hins heilaga. Er ekki tími sjávarlífs-söfnum til kominn, að Árnesingar gangist Laxinn er stórfenglegur fiskur, enda eftirsóttur. erlendis var hægt við ríkidæmi sínu, byggi laxastofu að ganga að og opni fjársjóðskistu vatnaheims Vatn er dýrmæti. Lífið skírist stórum sýnisgluggum. Þeir veittu héraðsins. Gullið má sýna. Árborg í vatni. Vatn verður ekki aðeins innsýn beint í hylinn. Þar syntu yrði bara betri með árstofu – metið til peninga – ekki frekar árbúarnir og hægt var að fylgjast laxastofu,“ segir sr. Sigurður Árni. en lífið sjálft. Jafnvel í köldu með gerð, stærð, hreyfingum og

Lífið? Það eru aðrir menn. (Jón Á.) -Blessaður hafðu ekki áhyggjur!, þetta fer einhvern veginn. ( Sveinn B.) -Verið umburðarlynd hvert við annað. ( Sveinn B.) -Maður á alltaf að gera ráð fyrir að það verði rigning. Þá verður maður svo glaður ef það verður sól! (Gunnar Th.) -Enn drykkur er hæfilegur. Tveir eru of mikið, en þrír eru of lítið! (Sveinn B.) -Munið það piltar, þó við séum vondir þá eru aðrir verri. (Bjarni Benediksson (eldri)) -Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga. (Sveinn B.) -Menn eiga ekki að hafa skap, heldur skynsemi. (Sveinn B.)

Lesið:

Svo hér eftir lifðu hættulega. Taktu lífinu eins og það kemur, einn dag í einu. Kvíð þú hvergi, allt fer vel. (Winston S. Churchill) -Skamma stund verður hönd höggi fegin. (Úr Njálssögu) -Svá skal böl bæta, at bíða annat meira. (Úr Grettissögu) -Til frægðar skal konung hafa, en ekki til langlífis. (Saga Magnús konungs berfœtts) -Oft er flagð í fögru skinni. (Eyrbyggja saga, Mírmans saga) -Oft stendr illt af kvennahjali. (Gísla saga Súrssonar) -Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. (Gísla saga Súrssonar) -Óhægt mun forlögin at flýja. (Vatnsdœla saga) -Missæl er þjóðin. (Grettis saga) -Sá er eldrinn heitastr, er á sjálfum liggr. (Grettis saga) -Sér æ gjöf til gjalda. (Gísla saga Súrssonar) -Sinnar stundar bíðr hvat. (Grettis saga) -Skömm er óhófs ævi. (Hrafnkels saga Freysgoða) -Eigi verða allir á eitt sáttir. (Knýtlinga saga) Páll Ólafsson orti við kosningar: Hér í hlaðið rógur reið ranglætið og illgirnin, lygi og smjaður skelltu á skeið skárri var það fylkingin. -Lausláta Gunna frá Glerá, hún giftist samt Jóni frá Þverá. Nú hoppa um húsin, hálft annað dúsín, af krökkum sem enginn veit hver á. --

Sveitarfélagið Garður óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hallvarður vill ná háttum til Höllu þótt löngu sé fátt um, ástir og kjass þá er þetta skass hreint afbragð í stórum dráttum. -Maður frá fjöllunum fannlausu fór upp í til Sigríðar mannlausu. Þá brjálaðist gellan og beit hann í sprellann nú tekur hann bara þær tannlausu.

Karvel Pálmason var fyrst kjörinn á þing sem landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1971–1974 fyrir Samtök frjáls­ lyndra og vinstri manna. Hanni­bal Valdimarsson leiddi framboðs­ listann en fékk mun fleiri atkvæði en gert var ráð fyrir þannig að Karvel flaut óvænt inn á þing með honum. Karvel Pálma mætur maður Mjög var skjótur frami hals. Enda stökk hann alskapaður Út úr höfði Hannibals.

Ljósavatnssystkinin sem lands­fræg urðu á sinni tíð fyrir kveðskap sinn voru börn Sigurðar Oddssonar og Maríu Sörensdóttur. Þau voru þessi: Rut, Bóas, Júdit og Jónatan. Sigurður Oddsson var fæddur 1724 og bjó á Ljósavatni til 1782. Flutti þá að Þórisstöðum í Kaupangssókn í Eyjafirði og var hann síðan í Eyjafirði til æviloka. Rut Sigurðardóttir var fædd 1758. Bjó í Eyjafirði. Sögð í prestþjónustubók ,,skáldmælt vel, en ekki nettkvendi.“ Bóas Sigurðsson var fæddur 1760. Hann var prestur í Grímsey. Espólín segir hann .,níðkvæðinn.“ Júdit Sigurðardóttir fædd 1765. Bjó í Eyjafirði. Espólín segir um hana ,,brellin nokkuð.“ Jónatan Sigurðsson fæddur 1764. Prestur á Stað í Hrútafirði. Þær Rut og Júdít voru líklega ærslafengnar og líklega séra Jónatan einnig. Hafa þau systkinu greinilega haft gaman af því að ganga fram af samferðamönnunum. Kveðskapur þeirra ber þess greinilega merki en hafa sumar vísur þeirra systkina lifað með þjóðinni fram á þennan dag. Afi þeirra fékk þessi eftirmæli hjá þeim: Fjallakauða foringinn fantur nauða grófur. Er nú dauður afi minn, Oddur sauðaþjófur. Þegar líkkista föður þeirra var dregin úr túni ortu þau að sögn; Firðar draga feikna hlass. Fullgreiður er vegur. Farðu nú í fjandans rass, faðir minn elskulegur.

Þekktur maður kom eitt sinn að heimili þeirra og gekk til baðstofu. Önnur hvor systirin lá í rúmi sínu þegar gesturinn koma þar að. Hún svipti af sér sænginni og lá nakin undir. Kvoðan þvær um kríkar mér, kviðurinn rær og yppar sér. Sundur lærin liggja ber og leikan hlær á móti þér. Maður þessi var sagður í eitt af fáum skiptum á ævinni hafa orðið nær ókvæða við.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

52

Forritarar framtíðarinnar:

Heiðarskóli í Reykjanesbæ Búið er að ákveða úthlutun fyrir árið 2016 úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Sjóðnum bárust um 30 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum og er vrði styrkjanna samtals um tólf milljónir króna. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur. Styrkirnir skiptast að þessu sinni á milli fjórtán skóla: Vatns­endaskóla, Álfhólsskóla, Grunn­s kóla Vestur­­byggðar, Tálknafjarðarskóla, Auðar­skóla, Klébergsskóla, Oddeyrar­skóla, Glerárskóla, Víðistaða­s kóla,

Hvaleyrar­s kóla, Blöndu­s kóla, Grunnskóla Borgar­fjarðar, Heiðar­ skóla og Ingunnar­skóla. Sjóðurinn „For­ritarar framtíðarinnar“ er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunarog tækni­menntun í grunn- og framhalds­skólum landsins. Um er að ræða sam­starfs­verkefni Skema, RB og aðila atvinnu­lífsins. Haraldur Axel Einarsson, skóla­ stjóri Heiðar­skóla í Reykjanesbæ segir að úthlutunin hafi komið sér ákaflega vel og sé hvetjandi fyrir nemendur skólans.

Laxveiði er stunduð af mörgum um allt land.

vinter.

Laxveiði og sleppingar Heiðarskóli í Reykjanesbæ.

ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar

Frum

Úrval lita á lager

Létt í

PL 01 Svart

PL 45 Silfurmetallic

m u r ö f ð me

PL 20 Dökk Grá

PL 22 Dökk Rauð

PL 56 Dökk brún

t

ras ý d ó ng

la

PL 42 Rauðbrún

PL 80 Hvítt

PL 55 Kopar metallic

Aluzink

Kopar

Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita

BLIKKÁS –

Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is

Það hefur verið í tísku að veiða lax á flugu í bestu ám landsins og sleppa honum svo aftur í ána að lokinni baráttu og píningum á þessari göfugu skepnu. Veiðimaðurinn er útbelgdur af kúnst sinni að hafa getað fest flugu í fiskinum og skálar fyrir afreki sínu. Laxinn er yfirleitt búinn að gefa alla sína krafta í þessum bardaga og trúlega búinn að ofreyna sig sig til ólífis, auk þess sem að við löndunina skaðast hreistrið svo mjög að varla er lífsvon þess vegna. Veiðimenn telja sér trú um að þeir séu göfugir að sleppa fiskinum aftur í ána. Og víst er að hann hverfur í djúpið fljótt eftir að honum er sleppt. Sumir segja að sami laxinn veiðist oft með þessari aðferð á aðsetursstað sínum í ánni. Aðrir draga þetta í efa. Þekkt er frásögn mikils laxveiðiog leiðsögumanns erlendra veiðimanna sem hélt því gagnstæða fram eftir áratuga reynslu. Hann hafði þann hátt á að taka hálfdauða eða aldauða laxa í háf neðarlega í ánni þegar þeir komu fljótandi niður. Hann fullyrti að þessir laxar ættu sér ekki lífsvon eftir að hafa tekið. Hann sagðist gjarnan vera aflahæstur í hollinu án þess nokkru sinni að setja krók í vatn meðan hann var við leiðsögnina. Þessi sleppiaðferð er einhvern veginn þögguð niður. Og það er komið í veg fyrir að hin raunverulega dánartala sleppifisks sé rannsökuð vegna þess hversu veiðimönnum finnst þeir vera göfugir að sleppa bráðinni í stað þess að drepa hana eins og aðra veiði. Sumir halda því fram að lax sé

heimskur. Hann sé með kalt blóð og því sé hann tilfinningalaus og hugsi ekki neitt. Ég hef með eigin augum séð að þetta er hin mesta firra. Ég stóð á gljúfurbrún og horfði á laxatorfu við endann á stórum hyl. Ég hygg að það hafi legið einhverjir tugir af smálöxum þarna í torfu. Veiðimennirnir voru búnir að sjá þá þarna og einhverjir fóru niður í gljúfrið til að renna beitu niður að þeim. Laxinn fór mikið að iða með sporðunum þegar agnið nálgaðist. En í hvert sinn sem agnið nálgaðist meira tók sig út úr hópnum stærri lax og lagðist þvert fyrir beituna eins og hann væri að passa smáfiskana að láta ekki blekkjast af fögrum flugum. Ég sá þetta endurtakast mörgum sinnum. Enginn lax tók hjá veiðimönnunum sem reyndu og reyndu. Síðan veit ég að lax hefur skynsemi og vit til að bera eins og aðrar lífverur. Hann er göfug skepna sem er komin um óravíddir hafdjúpanna til að hrygna í íslenskar ár. Líklega deyr mikið af honum að hrygningu lokinni en aðrir ganga niður aftur. Koma svo sem stórlaxar aftur. En þá eru þeir fullorðnir og hafa meira vit en þegar þeir voru í bernsku. Öllum lífverum er gefið vit til að sjá sem best fyrir sér og sínum. Lítill fugl í rennusteini á umferðargötu hoppar kannski fet upp á gangstétt þegar bíll kemur æðandi.Síðan fer hann sömu leið til baka. Ég hef séð bláan snák í Ameríku leggja af stað yfir umferðargötu en snúa við að gangstéttinni þegar ljósin skiptu og bílamergðin lagði af stað í átt til hans. Kettir fara svipað að.

Mannfólkið líka. Jóhannes á Borg, sem var mikill skotveiðimaður framan af ævi, sagði einhvern tímann aldurhniginn í viðtali að sér væri horfin öll löngun til að drepa fugla. Ég held að mörgum fari svo að þeir fari að hugsa meira um hversu lífið er miklu merkilegra en dauðinn þegar árin færast yfir. Ekki endilega af hræðslu við refsidóma Guðs heldur af innri visku. Er ekki lífveran, fluga, ormur eða hvað lífsform sem er öðruvísi lifandi en dauð? Ekkert fær lífgað dauða lífveru. Hvorki okkur sjálf né annað í lífheimi. Hvernig lifandi gæs getur flogið um úthöfin án þess að villast, getur flogið blindflug í gegn um ský án þess að bregða sér út af stefnunni. Það eru undur og stórmerki. Hvernig maríuerlan getur flogið til Afríku að hausti og komið til baka á sama stað í Íslandi ár eftir ár. Hver skilur þetta? Hver skilur af hverju laxinn snýr til baka í ána sem hann fæddist í? Af hverju sýnum við honum ekki meiri virðingu vegna þess hversu merkilegur hann er? Er ekki rétt að veiða sér frekar til matar og hirða bráðina í stað þess að vera með vafasamar kúnstir sem enginn veit hvort einhverju skila. Undur lífsins eru nefnilega merkilegri en orð fá lýst. Steingrímur í Nesi var mikill laxveiðimaður og skáld, hann orti svo: Fiskur er ég á færi í lífsins hyl fyrr en varir kraftar mínir dvína, djarfleg vörn mín dugir ekki til Dauðinn missir aldrei fiska sína. - HJ

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Sundlaugin Hellu

Sælureitur á Suðurlandi Sími / Tel. 488 7040 www.ry.is

Sauna Heitir pottar --Sauna Hot pools

Vetraropnun / Opening Hours:

Virka daga / Mon - Fri: 6:30 - 21:00 Laugard. - Sunnud. / Sat - Sun: 12:00 - 18:00

Sumaropnun / Opening Hours:

Virka daga / Mon - Fri: 6:30 - 21:00 Laugard.-Sunnud. / Sat-Sun: 10:00 - 19:00

Óskum Grindvíkingum nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


KAFFISTOFUVÖRUR

WC-PAPPÍR OG ELDHÚSRÚLLUR

GÓLFKLÚTAR OG TUSKUR

HNÍFAR

HREINSIEFNI

EINNOTA HANSKAR

PLASTPOKAR – MARGAR GERÐIR

PAPPÍRSVÖRUR

NILFISK ATVINNUTÆKI

Fjölbreytt úrval af rekstrarvörum fyrir fyrirtæki Hjá útibúi Olís Reyðarfirði fást allar almennar rekstrarvörur auk Nilfisk atvinnutækja og bílavara.

Samferða síðan 1927

Búðareyri 33 • 730 Reyðarfjörður • Sími 474 1233 • reyumb@olis.is • olis.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 2 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 6

54

Óbyggðasetur Íslands á Egilsstöðum í Fljótsdal Þetta er í þrettánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samstakanna.

Óbyggðasetur Íslands er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Óbyggðasetrinu verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á KEX Hostel. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu.

Nýsköpun sem byggir á fagmennsku og markvissri vöruþróun

Í umsögn dómnefndar um Óbyggðasetur Íslands segir að sterk upplifun gegni lykilhlutverki í ferðaþjónustu samtímans og æ ríkari áhersla sé lögð á vöruþróun og nýsköpun sem miðar að því að skapa umhverfi sem stuðlar að innihaldsríkri upplifun ferðamannsins – eitthvað sem gerir ferðalagið merkingarbært og eftirminnilegt. Lykilatriðið sé að skapa hughrif, skapa stemningu og andrúmsloft sem fangar gestinn. Slíkt sé ekki hrist fram úr erminni heldur byggi upplifunarhönnun á vel ígrundaðri

vinnu sem endurspeglist á öllum stigum þjónustunnar. Hjónin Arna Björg Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson, hún sagnfræðingur og menningarmiðlari, hann kvikmyndagerðamaður hafa sameinað menntun sína og reynslu í að búa til nýjan segul utan alfaraleiðar. Það þarf mikla áræðni að fara út í svona verkefni fjarri meginstraumi ferðamanna og í því felst ákveðinn nýsköpunarkraftur og frumkvöðlahugsun sem er fordæmisgefandi. Óbyggðasetrið er nýsköpun sem byggir á fagmennsku og markvissri vöruþróun sem á sér skýrar rætur í menningu og náttúru sveitabýlis í jaðri hálendisins. Með því hefur verið skapaður segull sem án efa á eftir að hafa mikið gildi fyrir áfangastaðinn Austurland.

Davíð Torfi Ólafsson, stjórnarmaður í SAF og framkvæmdastjóri Íslandshótela sem jafnframt stýrði athöfninni, María Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og hjónin Arna Björg Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson eigendur Óbyggðaseturs Íslands.

Lið Sandgerðinga vann lið Rangárþings ytra 50:49. Liðið skipa Bylgja Baldursdóttir, Sigursveinn Bjarni Jónsson og Bergný Jóna Sævarsdóttir.

ÚTSVAR er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins Útsvar, spurningakeppni sveitar­félaganna hófst í haust og lauk fyrstu umferð 9. des­ember sl. Keppn­in heldur á nýju ári með keppni milli Árnes­­hrepps á Ströndum og sveitar­félagsins Ölfus. Þessi dag­skrár­liður RUV nýtur mikilla vin­sælda enda stjórn þeirra Sigmars Guðmundssonar og Þóru Arnórsdóttur hreint afbragð. Þau sveitarfélög sem komin eru

áfram á útbreiðslusvæði SÁMS FÓSTRA eru; 1. Fjarðabyggð 2. Vestmannaeyjar 3. Ölfus 4. Sandgerði Fjögur stigahæstu tapliðin komast einnig áfram, í þeim hópi eru eru; 1. Hornafjörður 2. Árborg

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.

Nýtt miðbæjarskipulag á Hvolsvelli

Þjónustuaðili Raftækjasalan ehf. raftaekjasalan@raftaekjasalan.is Sími: 856 0090

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að hefja vinnu við nýtt miðbæjarskipulag á Hvolsvelli. Við kaup á fasteigninni Austurvegi 4, sem er gamla skrifstofu- og verslunarhúsnæði kaupfélagsins, sem síðast var komið í eigu fasteignafélagsins Reita, náðist einnig umráðaréttur yfir 2,5 hekturum lands í miðbæ Hvolsvallar en það var einn af hvötum þeirra viðskipta um leið og sveitarfélagið eignaðist heljarmikið húsnæði á besta stað í kauptúninu. Í vor boðaði sveitarstjórn og skipulagsnefnd til íbúafundar þar sem íbúar sveitarfélagsins og áhugafólk var hvatt til þess að hjálpa til við hugmyndaöflun um það hvað íbúarnir vildu sjá í miðbæ Hvolsvallar. ,,Við ætlum einnig að virkja íbúavefinn okkar á netinu þar sem fólk getur skipst á skoðunum og komið fram með hugmyndir um miðbæinn. Þetta er spennandi og skemmtilegur vettvangur og ljóst að því fleiri hugmyndir sem við fáum til þess að moða úr því betra.

Á undaförnum árum höfum við séð hve miðbærinn getur verið iðandi af lífi t.d. þegar Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur er haldin en sú keppni er komin inn í Íslandsmót hjólreiðakappanna. Einnig þegar Hvolsvöllur.is er haldinn í framhaldi af hjólreiðahátíðinni, eða ljósmyndasýningin 860+ er í miðbænum eða þegar Hvítasunnumenn efna til hátíðar í miðbænum um verslunarmannahelgina svo ekki sé talað um Kjötsúpuhátíð að hausti. Þá hafa einnig verið haldnir skemmtilegir útitónleikar á Caffe Eldstó, í bröggunum við Austurveg og víðar. Verið með okkur í mótun hugmynda um nýjan miðbæ á Hvolsvelli. Við þökkum öllum þeim sem mættu á íbúafundinn og ég hvet áhugamenn um að fara inná íbúavef sveitarfélagsins og kasta fram hugmyndum og taka þátt í umræðum um hugmyndirnar,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 2. ÁR G. - DES EM BER 2016

55

Lárétt:

1. Brag gastu sungið og hressist (8) 6. Ná master og fá verðmætislind (4) 10. Þekktur söngvari (2) 12. Klaki (4) 13. Að kvarta drukkin rýmir ei meir (9) 15. Kjarni frumeindar (7) 17. Geð og matarbiti (4) 18. Íþróttafélag (2) 19. Kerfa snýst í hetjudáð (5) 20. Fæða eða eyða (3) 21. Fólkur breytist í oddlausa ör (6) 23. Eyktamark kl. 15 (3) 24. Þriðji ættliður, karlkyns (3) 26. Hár (3) 28. Lækkað a (2) 29. Sungið hærra á músíkmáli (5) 31. Keldur skríkja í fangelsi (8) 34. Lituð r mynda sköpun (6) 35. Stefna vinds (3) 36. Hálf fáránleg ambátt skynjar skemmtilegheit (5) 39. Samhliða í stafrófi (2) 42. Mér heyrðist að verið væri að sýna þúsund breska en það var yfirborðshátturinn (14) 44. Þótt þú værir í vafa (4) 46. Ata út (4) 47. Forað (2) 48. Flæktir á rambi eru kjánar (5) 51. Með öfugum tímamæli milli 3. og 1. stafs tengja (4) 52. Nafn í Edduhetju (þgf.). Á nafna í nútið, þekktan fyrir flutning „ljóða“ (4) .54. Hafurtaskið (7) .55. Vera hrifinn af Löppum (6) 57. Frosið vatn og bragðgott (2) 58. Ryk og urg nýttu nasistar til að nefna „af góðu, hvítu kyni“ (7) 60. Bardagi (7) 62. Færi til (skst) gat er mistök (4) 63. Þykir vænt um (3) 65. Snæfok og erfið öndun (3) 66. Kvendýr og þoka (4) 67. Hafa grun um ilm reynist krakkakríli (8) 69. U milli 550 er feimin (3) 70. Stjaki við (3)

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72

10. Klifra upp mikinn bratta (5) 11. Laufkast er að vinna óhönduglega (8) Lóðrétt: 13. Eldur í slæðu er ástarfar 1. Lemur hryggð á nýgiftra hjóna (10) skjóllausum stað (8) 14. Fæði kjána 2. Að baki (5) í bómullarefni (6) 3. Graftól (4) 16. Danska konungsríkið (2) 4. Spjót varla skuldfært sem 22. Tekník beljaka er skipulögð líkamshlutinn (10) starfsaðferð (9) 5. Skírnarnafn hins norska 25. Leyni járni og 50 (3) Treholt (4) 6. Hafði gagn af klaufdýri (4) 27. 450 (2) 7. Óska Adda til hamingju (4) 30. Gaddatrunta er fisktegund (11) 8. Tvö þúsund og fimm hundruð (3) 9. Alkoholik anonymus (2) 71. Nögun (3) 72. Sólguð (2)

Síðasta krossgáta vakti mikla athygli Þátttakendur voru úr flestum byggðarlögum á útgáfusvæði blaðsins. Margar skemmtilegar athugsemdir fylgdu með spurningunni um hvernig fólki litist á vindmyllulundinn mili Hellu og Þykkvabæjar. Hér eru sýnishorn; • Mjög vel ef hægt er að tempra hávaðann (Vestmanneyjar) • Því meiri straum, því meiri glaum (Selfoss) • Engin lón, engar stíflur (Selfoss) • Hlutlaus en frekar + (Reykjanesbær) • Illa vegna sjónmegnunar (Selfoss) • Vel, mér finnst þær fallegar (Hvolsvöllur) • Mér að meinalausu, spurning hvað fuglunum finnst (Hveragerði) • Vel. Takk fyrir gott blað (Garður)

• Þeir sem búa þarna verða að ráða þessu (Njarðvík) • Vindmyllur eru útsýnispirrandi (Selfoss) • Yrðu fallegar málaðar (Garður) • OK, en bara ef þeta lendir ekki í aðalflugleiðum stóru fuglanna (Akureyri)

Þeir sem hafa áhyggjur af fuglum virðast ekki þurfa að hafa þær, því enginn dauður fugl hefur enn fundist við vindmyllurnar í Þykkva­bæ nú þremur árum eftir uppsetningu þeirra. Búfénaður unir sér iðulega í skugga þeirra á sólskinsdögum og allt grænkar og grær í kring um þær.

32. Leðja verður að fá ryk tog múrhúðar (9) 33. Aumur fær danskan kjána og er ósáttur 37. Flýtir (3) 38. Hvassnefjaður fugl af Scolopacide ætt (9) 40. Besti hluti er á snið (3) 41. Að bjarga með slanguryrði (5) 43. Lokaorð merkja -sannlega- (4) 45. Karlgaur (3) 49. Millilítri (2) 50. Nafnháttarmerki (2) 53. 22/7 sæta er skotvopn (7)

55. Flæktir dagar toga (5) 56. Amor í Rvk. er að fara sér hægt (5) 57. Í broddlausum skúr heyrist sarg (5) 58. Hún má borða hvað sem er (4) 59. Litur sem sést stundum í kinnum (4) 61. Burt með 1, afi! (2) 62. Skunda á brott í flýti (3) 64. Norð-austan gola er nögun (3) 68. Nomen nescio (2)

Verðlaunakrossgáta 1. verðlaun, kr. 20.000. - 2. verðlaun, kr. 10.000. - 3. verðlaun, kr. 5.000. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af síðunni ef fleiri en einn fjölskyldu­meðlimur vill taka þátt. Síðuna skal setja í umslag og senda á: SÁMUR FÓSTRI - Krossgáta Bt. HALLSTEINN ehf. HAMRABORG 1 Dregið verður úr réttum lausnum og úrslit tilkynnt í næsta tölublaði. 200 KÓPAVOGUR

Lausn síðustu verðlaunagátu Sáms fóstra var: Dalbrekka Alls bárust 73 réttar lausnir á verðlaunagátunni sem birtist í SÁMI FÓSTRA í 1. tbl. 2016.

Nafn:

1. verðlaun, kr. 30.000: Adolf Sigurgeirsson - Suðurvör 2, 240 Grindavík „Býsna vel, því ekki“? Sagði Adolf um vindmyllulundinn

Kennitala:

2. verðlaun, kr. 15.000: Tinna og Sunna Sævars - Júllatúni 6, 780 Hornafirði Þeim líst vel á vindmyllulund og sögðu einfaldlega „Vel“.

Heimilisfang

3. verðlaun, kr. 5.000: Andri Fannar Ágústsson - Lágmóa 10, 260 Reykjanesbæ

Vinningshafar geta komið í Hamraborg 1 í Kópavogi, á skrifstofu Hallsteins ehf, og sótt vinninga sína. Vinsamlega hringja fyrst í síma 892 1630 eða sendið póst á halldorjonss@gmail.com svo enginn grípi í tómt.

Hvernig líst þér á að vindmyllulundur rísi á milli Þykkvabæjar og Hellu?

Póstnúmer


PIPAR \ TBWA • SÍA • 165455

Fáðu þér nýjan og girnilegan ekta rjómaís frá Emmessís.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.