Sámur fóstri - 2. tbl. 1. árg. Desember 2015

Page 1

„Skerðing Reykjavíkur­ flugvallar væri mjög lavarleg skerðing á lífskjörum fólksins á landsbyggðinni“

BLS. 10

BLS. 28

„Tryggja verður að grunn­­ þjónustu sé sinnt“

2. TB L. 1. ÁR G.

Um leið og við fögnum jóla­hátíðinni er samúð okkar með þeim sem létust í hryðju­verkaárásinni í París. Sámur fóstri sendir öllum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

DESEMBER 2015

Fyrirhuguð veglína vestan Reynisfjalls að væntanlegu jarðgangaopi.

Árborg, Ölfus, Rangárþing ytra og Reykjanes­ bær áfram í ÚTSVARI á RUV

Lið Reykjanesbæjar.

„Með jarðgöngum

gegnum Reynisfjall

Lið Rangárþings ytra.

verður til láglendisvegur frá Hveragerði til Reyðarfjarðar“ - segir Reynir Ragnarsson Í nýju aðalskipulagi Mýrdals­ hrepps er gert ráð fyrir breytingu á þjóðveginum og hann yrði lagður með bökkum eða undir bökkum Dyrhólaóss og beint í gegnum Reynisfjall um jarðgöng og síðan sunnan Víkur byggðarinnar og sameinast aftur þjóðveginum austast í Víkurþorpi. Eins og oft vill verða eru ekki allir sammála. Minni hluti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vill lagfæra Gatnabrún og nota núverandi veg að öðru leiti. Reynir Ragnarsson í Vík, hefur verið ýtumaður og verkstjóri í 20 ár, lögreglumaður og varðstjóri í 20 ár, ásamt ýmsum öðrum áhugamálum og störfum gegnum lífið auk þess að vera einkaflugmaður í

ára­tugi. Reynir segist eindregið fylgjandi áformum meirihluta sveitarstjórnar Mýrdalshreppsins, enda hafi hún fengið fylgi sitt í síðustu sveitarstjórnarkosningum út á baráttu sína fyrir þessari nýju veglínu. Helstu rökin fyrir nýrri veglínu og jarðgöngum eru að mati Reynis Ragnarssonar þessi:

Láglendisvegur frá Hveragerði til Reyðarfjarðar

Við fáum láglendisveg allt frá Hveragerði til Reyðarfjarðar. Lagfæring og vegbreyting við Gatnabrún lækkar ekki veginn um spönn, getur aðeins í besta falli gert brekkuna lengri og með 1%til 2% minni halla. Núverandi

vegur frá Gatnabrún til Víkur og í gegnum þorpið breytist ekki, og stenst engan veginn alþjóða kröfur eða viðmið, sem Vegagerðin setur um þjóðvegi. Má nefna að vegurinn liggur undir brattri hlíð með grjóthrunshættu og yfir vatnsból Víkurþorps svo og í gegnum þorpið þar sem hús eru aðeins í nokkra metra fjarlægð frá vegkantinum.

Vegabætur í Gatnabrún jafndýrar jarðgöngum

Samkvæmt áætlun Vega­ gerðar­innar væru vegabætur í Gatnabrún fólgnar í nýjum vegi frá Skammadal, yfir tún og ræktar­lönd fleiri jarða. Þá þyrfti tvær nýjar

Í 16. liða úrslitum spurninga­keppn­ innar ÚTSVARS komust þrjú lið af Suður­­landi, Árborg sem tapaði fyrir Hafnar­firði en komst áfram sem eitt af stiga­hæstu tap­­liðunum, Ölfus sem vann Hveragerði og Rangár­þing ytra sem vann Stranda­byggð. Af Suðurnesjum kemur Reykjanes­bær sem vann Seltjarnar­nes. Framhaldið varð eftirfarandi hjá þessum liðum;

Áætlaður kostnaður er svip­aður og sjálf gangna­gerðin í gegnum Reynisfjall, eða um 1 milljarður króna í báðum tilfellum.

brýr eða stór ræsi og fara síðan Gatna­brúnina í einu sniði upp. Áætlaður kostnaður er svipaður og sjálf gangnagerðin í gegnum Reynisfjall, eða um 1 milljarður króna í báðum tilfellum.

Varnargarður við útfall Dyrhólaóss

Mögulegt væri að lækka kostnað við vegagerð undir ósbökkum Dyrhólaóss norðan megin með frekar ódýrum varnargarði við útfall Dyrhólaóss. Þannig væri hægt að tryggja að ósinn stæði aldrei uppi sem kallað er. Vegur undir ósbökkunum gæti verið lægri og varið ósbakkana fyrir frekara landrofi.

• Reykjanesbær keppir við Árborg • Kópavogsbær keppir við Ölfus • Snæfellsbær keppir við Rangárþing ytra.

K r o s s g á t3a á bls. 4

Framhald á bls. 12

Sámi fóstra er dreift á öll heimili í Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Þorlákshöfn, Grindavík, Garði, Sandgerði, Reykjanesbæ, Vogum og Vestmannaeyjum.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

Ljós í myrkri Jesaja 9:2,5-7.

Vörðukórinn tók þátt í landsmóti blandaðra kóra í Hörpu.

Öflugt starf Vörðukórsins Vörðukórinn, en félagar koma aðallega úr Hreppum, Tungum og af Skeiðum, hélt tónleika í lok nóvembermánaðar á Flúðum í til­efni 20 ára afmælis kórsins og með kór Mennta­skólans á Laugar­ vatni í Skálholti 1. desember sl. Á efnisskránni á Flúðum var úrval laga sem að megin hlutahafa verið á þessu tuttugu ára tímabili

og kórfélagar hafa sjálfir valið, „óskalög Vörðukórsins.“ Birgir Stefáns­son í Ásaskóla söng ein­­ söng. Á næsta ári verður æft prógram sem byggir að mestu á óperu­ tónlist og þá kemur Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari til liðs við kórinn.

ALLIR ALMENNIR FLUTNINGAR - FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

FLUTNINGAÞJÓNUSTA ÞÓRÐAR EHF S. 893 2932 & 864 6688 - THORDUREHF@SIMNET.IS

2

Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós. Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur. Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingja­dómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guð­hetja, Eilífðarfaðir, Friðar­ höfðingi. Mikill skal höfðingja­ dómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma. Ísland er land náttmyrkranna, það þekkja menn gjörla og ýmsir hafa velt fyrir sér textanum hér að ofan í ljósi þess. En heimurinn allur er undiropinn myrkrinu og ef til vill aldrei frekar en nú. Ég er ekki að tala um skammdegi, heldur móðu, mistur og myrkur þeirra óvissu sem hatur og hernaðarbrölt hefur í för með sér. Það er sem ógnin færist nær og óvissa og órói er vaxandi. Maðurinn þarf haldreipi í þessum darraðardansi. Við þurfum að sjá til sólar og vita með vissu að ekki þrengi að um megn fram. Það er ekki að sjá annað en að í þessari veröld, jafnvel í okkar álfu, sé allt á stjórnlausu undanhaldi og enginn fái rönd við reist. Hin harkmiklu hermannastígvél

Stærsta tónlistar­uppákoma ársins 2015 á Suðurlandi:

KÖTLUMÓT í Reykjanesbæ

hafa fylgt manninum um langan aldur, en í textanum hér að ofan er gefin von og svar er veitt þeim sem spyrja hvort þessu muni aldrei linna. Það er ljóst að sá sem hefur allt vald á himni og jörðu á einnig svar í þessum raunum og þrengingum. Hermannastígvélin verða brennd sem og allar blóð­ stokknar skykkjur. ,,Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.” Þetta er svar almáttugs Guðs. Á þeirri hátíð sem fer í hönd er mikið rætt um fæðingu frelsarans og Jesúbarnið í jötunni og áherslan liggur of mikið þar. En “,,onur er oss gefinn”, hann er svar almáttugs Guðs við spurningum mannsins. Hann er sá sem ber áhyggju mannsins og bíður faðm sinn öllum mönnum til huggunar í öllum aðstæðum. Sonurinn er friðarhöðingi. Reyndar segir að “hann er vor friður.” Í persónu hans, í sam­félagi við hann, er friður fyrir leitandi sálir, friður fyrir alla þá sem eru í skugga myrkurs og ótta. Textinn segir að sonur sé gefinn,“ sem rímar við það sem Jóhannes segir í guð­spjallinu; ,,Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein­getinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jesús er sjálfur jóla­gjöfin í ár. Reyndar segir á öðrum stað að hann sé konungur friðarins. Sagan um ungabarnið í jötunni er falleg, sannarlega. Guð verður maður, en Selfossi 1980. Tilgangur KÖTLU er að efla kynningu, samstarf og sönglíf meðal kórfélaga á sambandssvæðinu en markmiðum sínum hyggst sambandið ná með því að stofna til og styðja við söngmót karlakóra. Í KÖTLU eru í dag Karlakórinn Jökull, Karlakór Rangæinga, Karlakór Hreppamanna, Karlakór Selfoss, Karlakór Keflavíkur, Drengjakór íslenska lýðveldisins, Karlakórinn Þrestir, Karlakór Kópavogs, Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Fóstbræður, Raddbandafélag Reykjavíkur, Karlakór Grafarvogs,

Gunnar Þorsteinsson

framhald sögunnar er ekki síðra. Hann tekur stjórntaumana í sínar hendur og ríki hans er friðarríki. Hann mun efla það með ,,réttlæti og réttvísi.” Við sem reynum að fylgjast með því sem er að gerast í veröldinni í kringum okkur sjáum að mikið skortir á að réttlætis sé gætt manna á meðal og einnig má vera ljóst að réttvísin er ekki í heiðri höfð. Þetta mun breytast, en sú vegferð hófst í mannheimi þegar barn var alið, en henni lauk ekki þar. Sá sem fæddist í auðmýkjandi aðstæðum á Betlehemsvöllum forðum óx úr grasi og “þroskaðist að visku og vexti” og situr nú við hægri hönd Guðs föður. Menn geta spurt sig hvort hann hafi misst tökin á ástandinu og hvort hér muni allt stefna í fullkomið óefni? Það er öðru nær. Barnið, sonurinn, er í dag drottinn drottna og konungur konunga. Gleðilega hátíð. Gunnar Þorsteinsson kraftmiklum flutningi verka þar sem áhrifamikill hljómur tuga eða hundruða söngmanna, jafnt í veikum sem sterkum söng, fær kórfélaga til að sætta sig allar æfingarnar sem leiddu til þessa hljóms sem bergmálaði um sali í Reykjanesbæ á þessu hausti. Í agaðri sönggleðinni skynja kórfélagar ánægjuna sem þátttakan og þjálfunin veitir kórfélögum. Þeir vita að kórsöngur er ekki aðeins listræn tjáning heldur líka, og ekki síður, félagsskapur, bræðralag. Laugardaginn 17. október réði sönggleðin svo sannarlega ríkjum,

Guðlaugur Viktorsson stjórnar sameiginlegum söng á Atltantic Studio á Ásbrú við undirleik stórhljómsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem sett var saman úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Lengst að komnir voru félagar í Karlakórnum Jökli Á Hornafirði sem sungu í Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Í texta Sverris Pálssonar við lagið ,,Sönghvöt“ eftir Akureyringinn Áskel Jónsson er hvatt til söngs, enda sé slíkt mikil sálarbót. Það hafa allir félagar karlakóra lands­ins upplifað og sýnt hefur verið vísindalega fram á að svo sé. KATLA, samband sunn­lenskra karla­kóra, bauð til söngmóts í Reykjanesbæ í októbermánuði sl. en Karlakór Keflavíkur var fram­

Karlakórinn Esja, Karlakórinn Stefnir, Karlakór Kjalnesinga, Karlakórinn Svanir, Karlakórinn Söngbræður og Karlakórinn Kári, en alls eru söngmenn á áttunda hundrað talsins.

kvæmdaaðili mótsins, og gerði það frábærlega. Til söngs mættu 15 af 18 karlkórum í KÖTLU, auk gestakórs frá Norðurlandi, Karlakórs Eyjafjarðar. Karlakórarnir sungu fyrst hver fyrir sig, en þegar kom að sameiginlegum söng var dagskráin sett saman úr tónlist sem tengist Suðurnesjum en höfundar voru allir tengdir Suðurnesjum með einum eða öðrum hætti.

Heyra mátti mátti tónlist frá hefðbundnum karlakórslögum til popplaga útsettum fyrir karlakóra. Frumflutt var lagið „Upp skal á kjöl klífa“ eftir Sigurð Sævarsson bæjarlistamann Reykjanesbæjar við texta úr Sturlungu. Aðrir höfundar spönnuðu allt frá Sigvalda Kaldalóns til Rúnars Júlíussonar Þetta var 7. Mótið sem haldið var en fyrsta mótið var haldið á

Agaður söngur og listræn tjáning Ánægja karla­kóra

söngfunda felst ekki

margra síst í

kröft­ugur karlakórs­söngur á eld­brunnu Reykja­nesi þar sem eru lág fjöll og hnúkar úr mó­bergi, jarð­hiti, klett­ótt strönd og hraun hafa runnið í sjó fram. Karlakór Keflavíkur heldur jóla­ tónleika 3. desember nk. og mun Barnakór Sandgerðisbæjar taka þátt í þeim. Líklegt er að fleiri sunnlenskir karlakórar bjóði upp á jólatónleika að venju.


155310 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

EVANS hreinlætisvörurnar eru nú fáanlegar í Rekstrarlandi

EVANS hreinlætisvörurnar henta mjög vel fyrir kúa-, svína- og alifuglabændur, sem og fisk- og matvælavinnslur. Vörurnar frá EVANS eru í fremsta gæðaflokki enda eru þær unnar eftir vottuðum aðferðum skv. ISO gæða- og umhverfisstöðlum.

Hjá Rekstrarlandi fá bændur auk þess allar aðrar rekstrarvörur fyrir landbúnað.

Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

www.rekstrarland.is

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

fóstri

Höfuðborgar­ svelgurinn Leiðari

Sámur fóstri er blað fyrir Sunnlendinga, blað sem lætur sig öll framfaramál á Suðurlandi varða. Þeir sem við blaðið starfa ráku sig fljótt á það ægivald sem frá höfuðborgarsvæðinu stafar. Það er hreinlega eins og að stofnanir sem starfa á landsbyggðinni og sækja sínar tekjur þangað geri sér minni grein fyrir því að landsbyggðin er í rauninni afskipt og er yfirleitt í beiningamannshlutverki þegar kemur að því að sækja styrk til hennar á höfuðborgarsvæðið. Það er eins og mörg opinber fyrirtæki í höfuðborgarsvelgnum finnist þau ekkert erindi eiga við Sunnlendinga og eða ali með sér þjónustulund, jafnvel þó þau auglýsi í Reykjavíkurblöðunum. Í athyglisverðu viðtal i við Friðrik Pálsson hótelhaldara á Rangárvöllum kemur þetta sjónarmið fram. Friðrik rekur þetta til breytinga á bankakerfi landsmanna sem urðu við hrunið 2008. ,,Ég vil ekki kalla það gjá, alls ekki“ segir Friðrik, en skilningurinn verður að vera á báða bóga. Það hefur verið nokkur sátt um að höfuðborgin hýsi stærstan hluta opinberrar stjórnsýslu og smátt og smátt hefur heilbrigðiskerfið verið að styrkjast þar á kostnað sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Ef höfuðborgin gefur landsbyggðinni bara langt nef og segir, þið getið bara átt ykkur, þá er ekki við góðu að búast. Friðrik segir fleiri þætti hafa áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu, ekki síst gríðarleg áhersla á að geta átt veð í steinsteypukössum í Reykjavík og svo er það hlutfallað niður eftir því sem komið er lengra frá borginni, þá minnkar allir lánamöguleikar þeirra sem búa á landsbyggðinni. Það er ekki að skila íbúum landsbyggðarinnar því sem við þeir þarfnast og geta nýtt á arðbæran hátt. Háir vextir og íþyngjandi byggingarreglugerð eru vitanlega erfið alls staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu bætast svo rándýr lóðargjöld við. „Ein veruleg breyting, sem orðið hefur á síðustu 15 árum er fall sparisjóðanna,“ segir Friðrik. „Ég hef orðað það þannig að okkur vanti gömlu sparisjóðina nú eða nýja sparisjóði. Okkur vantar einhverja sem vilja geyma peninga fyrir fólk og ávaxta og lána þá aftur, en ekki með þeim gríðarlega vaxtamuni sem er í dag. Okkur vantar þá ekki hvað síst úti á landi, því að gömlu góðu útibúin hjá bönkunum sem sinntu smærri fyrirtækjum og sprotafyrirtækjum þau höfðu skilning á heimamarkaðnum, þau þekktu heimamenn, þau höfðu ákveðin völd til útlána, völd til að takast á við ákveðna uppbyggingu og starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Ákvarðanatakan var færð frá útibúunum og flutt til Reykjavíkur þegar bankarnir fóru að verða stórir og sinntu fyrst og fremst stórrekstri. Útibúin urðu að nátttröllum og þjónustuhugsjónin sem ríkti í útibúunum er ekki sú sama, það er mjög erfitt fyrir landsbyggðina. Það leita margir til mín með ráð út af hinu og þessu, bæði af því að ég er orðinn gamall og hef gaman af að gefa fólki ráð ef ég get og bý kannski orðið yfir ýmislegri reynslu. Ég verð var við það í uppbyggingu úti um allt land að fólk sem er að koma sér af stað kvartar sáran yfir því að hafi það ekki veðréttgangi ekkert. Og eignir eru miklu lægra metnar úti á landi en fyrir sunnan þannig að allt verður erfiðara. En við skulum hafa líka það sem rétt er, að aðstöðumunur húsbyggenda úti á landsbyggðinni er þeim í hag vegna hins himinháa lóðaverðs sem er á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa við þetta blað, Sám fóstra, hafa í aðdraganda þessa blað orðið þess varir að yfirmenn Íslandsbanka störðu skilningslausum augum á þá fyrirætlun útgefanda að gefa út blað á Suðurlandi þrátt fyrir það að hann hefði verið sjálfur til áratuga viðskiptamaður og hluthafi fyrir hrun. Sama var um Landsbankann. Þeir sáu enga ástæðu til að auglýsa í blaði fyrir Sunnlendinga. Þrátt fyrir að reka útbú sem safna innleggjum á þessu svæði er litið á það sem annan hlut og útbússtjórar virðist ekki taka ákvarðanir á sitt eindæmi lengur, þótt ein góð undantekning hafi vissulega fundist í Arionbanka á Hellu. En blöðin í Reykjavík tútna út á sama tíma af auglýsingum banka um eigið ágæti. Þannig virðist manni viðhorfið til einhvers dreifbýlisliðs vera annað en íbúum höfuðborgarsvæðisins er sýnt. Það eru fleiri en Friðrik sem sakna gömlu sparisjóðanna og gömlu útibúanna eins og menn þekktu þau fyrir efnahagshrunið. Aðstöðumunurinn felst m.a. í því að íbúar úti á landi þurfa að sækja stærstan hluta opinberrar þjónustu til höfuðborgarsvæðisins og flest aðföng til daglegs lífs eru bæði dýrari og seinfengnari en ella. Þá er gríðarlegur aðstöðumunur ríkjandi þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, þar sem eina hátæknisjúkrahús landsins er í Reykjavík og langflestir sérfræðilæknarnir eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eitthvað kemur upp á þarf að aka þangað eða fljúga. Þetta er miklu meira mál fyrir landsbyggðarbúa en flestir gera sér almennt grein fyrir. Íbúar höfuðborgarsvæðisins leiða afar sjaldan hugann að þessu, jafnvel aldrei. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál þóknanlegra verktaka borgarstjórnar eða eða Reykvíkinga einna. Flugvöllurinn er eign íslenska ríkisins síðan 1947 og þar með eign landsmanna allra. Alveg eins og Alþingishúsið og sjúkrahúsin eru þjóðareign þó þau séu í höfuðborginni og Reykvíkingar geta siðferðilega ekki ráðstafað þessum eignum að eigin geðþótta án þess að aðrir Íslendingar hafi eitthvað um það að segja. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af okkar þjóð og landinu okkar. Við verðum að byggja það allt og láta landshlutana vinna saman. Við erum öll Íslendingar sem eigum þetta fagra land og það á ekki að skipta máli hvar við viljum búa á því. Því á ekki að skipta í herraþjóð og þjóna. Hér á ekki að vera neitt upstairs/ downstairs eins og í bresku sjónvarpsþáttunum. Atvinnumöguleikar fyrir alla skipta höfuðmáli. Við verðum að snúa þeirri þróun við að menntafólki okkar bjóðist svo döpur lífskjör á Íslandi að það kjósi að flytja til annarra landa meðan hingað sækja framandi þjóðir í slíku mæli að við getum hugsanlega misst tökin á helstu málum. Við Íslendingar verðum að þora að stjórna okkur sjálfir og landinu okkar. Höfuðborgarsvelgurinn á ekki að stjórna því einn. - HJ

fóstri

– fréttablað um sunnlensk málefni

Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími. 492 1630, netfang: halldorjons@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur, sími: 492 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Hamraborg 12, 200 Kópavogur, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudni@xdkop.is, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 20.000 eintök. Dreift á öll heimili í Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Þorlákshöfn, Grindavík, Garði, Sandgerði, Reykjanesbæ, Vogum og Vestmannaeyjum.

4

Mikil útgerð er í Grindavík og margir aðkomubátar landa þar einnig. Því fylgja miklir þunga­flutningar á fiski sem krefst breikkunar sam­ kvæmt samþykkt aðalfundar SSS.

Breikka þarf Grindavíkurveg og laga vegina til Sandgerðis og Garðs Aðalfundur Sambands sveitar­ félaga á Suðurnesjum var haldinn í Reykjanesbæ í októbermánuði sl. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráð­herra iðnaðar- og viðskipta og þing­maður Suður­kjördæmis, sagði í ávarpi að nú væri staðan sú að ekki er lengur mikið atvinnuleysi á svæðinu heldur þyrfti að hafa áhyggjur af því hvernig tækist að til starfa á þessu svæði. Ráðherra benti á að það væri verkefni sveitar­ félaga á svæðinu og íbúa allra að tala svæðið upp því að á Suður­ nesjum væri gífurlega gott að búa og tækifærin mikil. Ferða­þjónustan væri gríðarlega mikil­væg en nú er verið að ljúka stefnumótun í ferðaþjónustunni í ráðuneytinu. Ráðherrann óskað svæðinu til hamingju með vottunina sem Reykja­nes Geopark hlaut nýverið og ræddi um mikilvægi jarðvangs og auðlindagarðs og þá starf­semi sem sprottið hefur upp vegna orku­ auðlindarinnar og sér­þekkingu á heims­mælikvarða sem hér er til staðar.

Staða samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum

Baldur Guðmundsson í Reykjanesbæ fjallaði m.a. um endurskoðun samstarfsins hvernig sem fjárhagsleg staða sveitarfélaganna er á hverjum tíma. Hann benti á að oftast kæmu sveitarfélögin ekki fram sem ein rödd og þess vegna ekki að ná árangri. Friðjón Einarsson í Reykjanesbæ fjallaði um samstarf Reykjanesbæjar við eftirlitsnefnd sveitarfélaganna,

sagði gott samstarf í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og sagði að bæjarstjórn ætlar að sigrast á fjárhagslegum erfiðleikum á næstu árum. Nú þyrfti Reykjanesbær að velja þau verkefni sem bærinn væri tilbúinn að taka þátt í. Guðmundur Pálsson í Grindavík talaði um að Reykjanesbær hefur gagnrýnt Grindavík fyrir að taka ekki þátt í rekstri allra sameiginlegra rekinna stofnanna. Hann vildi að skipaður yrði hópur til að samstarfið ef áfram ætti að komast með málið. Einar Jón Pálsson í Garði lýsti því yfir að sveitarstjórnarmenn tækju ummælum Reykjanesbæjar mjög alvarlega um sambandsslit. Hann fór yfir stöðuna ef Reykjanesbær færi úr samstarfinu, hvað mundi sparast við það.

Breikka þarf Grindavíkurveg

Aðalfundur Sambands sveitar­ félaga á Suðurnesjum skoraði á innan­ríkisráðherra að beita sér fyrir útbótum á lagaumhverfi almenningssamgangna. Nauð­ syn­­legt sé að tryggja lands­ hluta­s amtökunum einkaleyfi almennings­­samgangna eins og kemur fram í samningum milli Sam­bands sveitarfélaga á Suður­ nesjum og Vegagerðarinnar. Leggja verður áherslu á að einkaréttur lands­ hlutasamtakanna til að starfrækja almenningssamgöngur á tilleknum leiðum og svæðum og að þeim rétti sé veitt ríkari vernd í lögum. Gera verður skýrari greinarmun á almenningssamgöngum og farþegaflutningum í atvinnu­skyni.

Skorað er á stjórn­málamenn að standa vörð um almennings­ samgöngur á Suðurnesjum sem og landinu öllu og tryggja að almenningssamgöngur séu raun­ hæfur kostur fyrir almenning. Aðalfundurinn leggur áherslu á að unnið verði að því að breikka Grindavíkurveg. Vegurinn er illa farinn vegna mikilla þungaflutninga og mjög sprunginn á köflum. Vegurinn liggur í gegnum vatnsverndarsvæði Suðurnesja og því afar mikilvægt að hann sé þannig úr garði gerður að hægt sé að bregðast við mengunarslysum. Laga þarf gatnamót að Bláa Lóns afleggjara sem eru dimm og hættuleg, en þau þarf að endurhanna og bæta umferðaröryggi. Jafnframt þarf að laga vegi til Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs. Nokkur straumur er um vegina af stórum bifreiðum m.a. vegna fiskflutninga og uppfylla þeir ekki öryggiskröfur. Mikilvægt er að ljúka við tvö­földun Reykjanesbrautarinnar upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða í það minnsta bæta innkomur í Reykjanes­bæ og auka umferðar­ öryggi við Aðalgötu og Þjóðbraut. Af gegnu tilefni vegna harðra um­ræðna á þinginu var þessu varpað fram í fundar­lok af Ólafi Þór Ólafssyni í Sand­gerði: Vart léttir í lund við mættum á fund bugaðir mjög og blankir. Við glímdum við alla um lýðræðishalla litlir bræður létu þung orð falla og neituðu að hlusta á miðaldra kalla.

Trésmiðja Ingólfs Önnumst alla alhliða trésmíði - Vönduð vinna. Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Freyvangi 16, Hellu. S. 893 6866


FRÁBÆRAR EIGNIR með góða staðsetningu

bygg.is

Lundur 17-23

Vindakór 10-12

NÝTT Fossvogsdalnum í Kópavogi

NÝTT Útivistarparadísinni í Kórahverfi

Glæsilegar 98-183 fm íbúðir í álklæddum fjölbýlishúsum í Lundi í Kópavogi. Stæði fylgja öllum íbúðum. Lundur er án vafa ein glæsilegasta staðsetning íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu enda skapa Fossvogurinn, Öskjuhlíðin og rómaðar gönguleiðir gott jafnvægi milli byggðar og náttúru. Stutt er í margvíslega þjónustu, afþreyingu og menningu, s.s. Smáralind, Kringluna, Salinn og Gerðasafn.

Glæsilegar 4ra og 5 herbergja íbúðir í 5 hæða fjölbýlishúsi við Vindakór í Kópavogi. Íbúðirnar eru með vönduðum HTH innréttingum og AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða sólpalli á móti suðri. Sérinngangur er inn í íbúðir og stæði í bílskýli fylgja þeim flestum. Innveggir eru hlaðnir og múraðir.

Naustavör 2-8

Skoð teiknin ið ar á byggg .is

NÝTT Bryggjuhverfinu í Kópavogi Glæsilegar íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Naustavör 2-8 í Kópavogi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja. Íbúðirnar eru með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílskýli fylgja öllum íbúðum.

Langalína 28-32

NÝTT

Sjálandi í Garðabæ Glæsilegar íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Löngulínu 28-32 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru 3ja-5 herb. og 104-188 fm. Íbúðirnar eru með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

FJÁRFESTING REYNSLA

FAGMENNSKA

FASTEIGNASALA

METNAÐUR Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

EHF

Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31

Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 31 árs reynslu á íslenskum byggingamarkaði.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

6

Örlítill fróðleikur

Njálurefillinn verður eftirtektarverður fullsaumaður.

Hálfnað er að sauma Njálu­refillinn á Hvolsvelli Njálurefillinn, þar sem Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil sem er 50 cm á hæð, er hálfnaður. Helmingnum var rúllað upp fyrir skömmu í Njálusetrinu á Hvolsvelli og voru þá síðustu sporin í fyrstu 45 metrana tekin og hafist handa við að taka ný spor í seinni hluta verksins. Verkið, sem var talið að myndi taka um tíu ár að sauma, verður búið á helmingi styttri tíma ef því miðar áfram

eins vel og hingað til og klárast það þá árið 2018. Njálurefilinn hefur hinn fræga franskenska Bayeux refil að fyrirmynd en þar er sögð með útsaumi (líkt og teiknimyndasögur nútímans gera) saga innrásar Normanna í England árið 1066 – og er refilinn samtímaheimild. Njálurefilinn segir vitaskuld Brennu-Njálssögu með sambærilegum hætti. Refillinn er hannaður og teiknaður af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

myndlistarkonu. Það er félagið Fjallasaumur ehf., sem stendur að verkinu og mun fylgja því eftir allt til enda. Njálurefillinn er verkefni sem unnið hefur verið að í Refilstofunni í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Það eru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir sem hafa veg og vanda af þessu verkefni. Allir eru velkomnir til að taka ný spor í fallegar myndir.

Norðurljós er ljósfræðilegt fyrir­ brigði sem einkennist af litríkum danski ljóss á nætur­himninum. Ljósin orsakast af sam­­verkun hlaðinna einda úr sólvindi og efri lögum andrúms­lofts jarðarinnar. Þegar slík ljós myndast á suður­ hvelinu er þau kölluð suðurljós en norðurljós á norður­hvelinu. Ljósin sjást vel á Íslandi á veturna. Við höfum ekki erft jörðina eftir foreldra okkar. Við höfum fengið hana að láni frá börnum okkar. Banki er stofnun sem lánar þér regnhlíf þegar veður er bjart, og krefur þig um hana aftur þegar fer að rigna. Að taka slátur er hefð sem hefur verið þekkt lengi hér á landi. Venjan var að nýta allan innmat, blóð, lifur og mör og slátrið. Til eru tvær tegundir af slátri, lifrarpylsa og blóðmör. Það getur verið skemmtilegt að taka slátur. Hér eru tvær einfaldar uppskriftir; Blóðmör: 1 líter blóð,

4 dl vatn, 1 hnefi gróft salt, 100 gr haframjöl, 800 gr rúgmál, mör eftir smekk. Lifrapylsa: 3 stk lifur (1.255 kg), 11 dl mjólk, 2 msk salt, 300 gr haframjöl, 1100 gr rúgmjöl, mör eftir smekk. Sá sem talar illa um aðra í þín eyru, talar illa um þig í eyru annarra. Mál tónlistarinnar er sameiginleg öllum kynslóðum og öllum þjóð­um. Allir skilja það vegna þess að þeir skilja það með hjartanu. Upphaf viskunnar er að kalla hlutina réttum nöfnum. Vindmyllur Bikokraft í Þykkva­­bæ stóðust veðrið á mánu­­dag til þriðju­ dags sl. af sér með prýði. Spaðarnir fjaðra upp í rokið sem fer fram­hjá í frjálsri för. Þegar lægir eru það viðskipti eins og vana­lega. Vind­ hraðinn fór í 40 metra á sekúndu eða 144km/klst. sem er eilítið minna en í mikla rokinu í fyrra.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Önnumst allar alhliða bíla- og búvélaviðgerðir Sími 487 5402 • Netfang: bvr@simnet.is

Menningarsalurinn á Hellu Hundurinn Sámur eignast nýjan flygil Menningarsalnum á Hellu barst vegleg gjöf á tónleikum þann 8. nóv­ember sl. þegar Karlakór Rang­ æinga, Kvenna­kórinn Ljósbrá og Samkór Rangæinga afhentu salnum nýjan flygil. Með nýju hljóðfæri festir Menningarsalurinn sig enn betur í sessi sem tónlistarhús en eldri flygill var orðinn ansi lasburða. Safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu var tekið í notkun árið 2005 og fljótlega varð ljóst að mikil eftirspurn var eftir slíku húsnæði á Hellu. Árið 2011var undirritaður samningur við Rangárþing ytra og Ásahrepp að starf eldri borgara í sýslunni fengi fastan samastað í húsinu fyrir handavinnu, kóræfingar og spilastundir. Einnig að ýmis menningar- og mannúðarfélög sem á svæðinu starfa fengju þar aðstöðu. Sóknarnefnd gerði samning við Harmónikufélag Rang­æinga, Karlakór Rangæinga, Kvenfélagið Unni, Kvennakórinn Ljósbrá, Leikfélag Rangæinga og Samkór Rangæinga sem fá aðgang að húsnæði gegn því að koma að þrifum og að halda árlega styrktarsamkomu fyrir húsnæðið og starfsemina. Þá hefur Rauði krossinn styrkt aðstöðuna en vikulega eru á hans vegum haldnir prjónafundir í húsinu. Starfið í safnaðarheimilinu hefur eflt og styrkt menningarlíf á staðnum. Sóknarprestur Oddaprestakalls er Elín Hrund Kristjánsdóttir.

Nýr flygill er mikill stuðningur við allt menningarlíf í Rangárþingi.

„Eigi verri til fylgdar en röskur maður“ Gunnar á Hlíðarenda fékk hundinn Sám að gjöf frá Ólafi Pá Höskuldssyni, sem hafði fengið hundinn að gjöf á Írlandi. Og lýsti Ólafur honum þannig, að hann væri „mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefur mannsvit; hann mun og geyja að hverjum manni, þeim er hann veit, að óvinur þinn er, en aldrei að vinum þínum; sér hann og á hverjum manni, hvort honum er til þín vel eða illa; hann mun og lífið á leggja að verða þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur.“ Á öðrum stað í Njálu segir um þennan ágæta hund: „Mörður [Valgarðs­son] segir, að þeir mundu eigi koma á óvart Gunnari, nema þeir tæki bónda þar á næsta bæ, er Þorkell hét, og léti hann fara nauðgan með sér að taka hundinn Sám og færi hann einn heim á bæinn. Fóru þeir síðar austur til Hlíðarenda, en sendu menn að fara eftir Þórkatli, tóku hann og

Gallery Pizza Karlakór Rangæinga á æfingu í menningarsalnum.

Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440

gerðu honum tvo kosti: Að þeir mundu drepa hann ella skyldi hann taka hundinn, en hann kaus heldur að leysa sitt og fór með þeim. Traðir voru fyrir ofan garðinn að Hlíðarenda, og námu þeir staðar með flokkinn. Þorkell bóndi gekk heim og lá rakkinn á húsum uppi, og teygir hann hundinn braut með sér í geilar nokkrar. Í því sér hundurinn, að þar eru menn fyrir, og hleypur á hann Þorkel upp og grípur í nárann; Önundur úr Tröllaskógi hjó með öxi í höfuð hundinum, svo að allt kom í heilann; hundurinn kvað við hátt, svo að það þótti með ódæmum, og féll hann dauður niður.

Gunnar vaknaði í skála­num og mælti: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri, og búið að svo sé til ætlað, að skammt skuli okkar í meðal.“


Besta sjónvarpið ? Samsung UE55JS9005 hlaut hæstu heildareinkun í gæðakönnun Neytendablaðsins og ICRT, sem eru óháð alþjóðleg samtök rannsókna og prófana. Niðurstöður þessarar könnunar voru að 24 af 25 bestu sjónvörpum í stærðum 47” til 55” voru frá Samsung, skv. frétt Viðskiptablaðsins 24. september sl. http://vb.is/frettir/samsung-med-mikla-yfirburdi-i-gaedakonnun-neytendabladsins/121050/

24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

UE55JS9005

1 FYRSTa SUHD sjónvarpið kemur frá Samsung

2.5 myndin er 2.5 sinnum bjartari en í venjulegum sjónvörpum

64

88

Quantum litatæknin gefur 64 sinnum fleiri liti en í venjulegum sjónvörpum

Samsung býður þrjár nýjar línur af SUHD sjónvörpum frá 48“ til 88“

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · ormsson.is/samsungsetrid


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

RÚLLUBINDING OG PÖKKUN JARÐVINNSLA - SÁNING HAUGDREIFING - MOKSTUR OG FL.

8

Kirkjuhvoll, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Mikilvægt er talið að fjölga hjúkrunar- og hvíldarrýmum, fjölga úrræðum fyrir heila­bilaða, útrýma tvíbýlum, tryggja nægjanlegt einkarými svo hægt sé að veita nauðsynlega persónulega þjónustu og hækka daggjöld svo rekstur heimila standi undir sér.

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

S. 699 1766 & 487 5399 BUBBIIRIS@SIMNET.IS

DRAFNARSANDI 6, 850 HELLU

Ársþing SASS: Tryggja þarf fjármagn til rann­sókna á sandburði í og umhverfis sunnlenskar hafnir Vindmyllur í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.

Rangárþing eystra:

Fjallað um vindorku og vindmyllur á fundi með Samorku Á fundi byggðaráðs Rangár­ þings eystra 1. október sl. var lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitar­félaga, dagsett 15. september sl., sem fjallar um vind­ myllur á Íslandi. Í bréfinu segir: ,,Á fundi Sam­bands íslenskra sveitar­félaga sem haldinn var 11. september 2015 var lagt fram bréf Rangár­þings eystra, dags. 10. ágúst 2015, um vindorku og vindmyllur. Einnig var lagt fram minnisblað sambandsins, dags. 28. maí 2015, þar sem kallað er eftir viðræðum við Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja um nokkur málefni, þ.m.t. þörf fyrir skýrari löggjöf um vindorku. Fundur er fyrirhugaður á næstunni þar sem farið verður yfir málefnið. Eftirfarandi var síðan bókað og samþykkt; ,,Stjórnin mun taka málið til umræðu að nýju að loknum fyrrgreindum fundi með Samorku.“ Ekki er að sjá í fundargerðum að þessi fundur hafi verið haldinn.

Deiliskipulags­ breytingar að Sámstöðum og Þorvaldseyri

Sveitarstjórn Rangárþings eystra fjallaði á fundi 12. nóvember sl. um allmörg deiliskipulagsmál. Hér eru nefnd tvö þeirra. Í fundargerð segir m.a. að Helgi Jóhannesson hafi óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu á hluta gildandi deiliskipulags fyrir

Sámstaði sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings eystra 14. febrúar 2013. Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar á nú­verandi frístundahúsalóð sem breytt verður í land­búnaðar­land vegna stofnunar lögbýlis. Gerðar eru breytingar á gildandi skil­ málum er varða nýtingarhlutfall, fjölda og gerð bygginga á lóð, byggingarreiti og fyrirkomulagi fráveitu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð deiliskipulagsbreytingar verði heimiluð. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem auglýst verði samhliða. Sveitar­stjórn samþykkir deili­ skipu­lags­gerð og jafn­framt að unnin verði aðalskipulags­breyting sam­hliða deili­skipulags­gerð. Ólafur Eggertsson lagði fram deili­skipu­lagstil­lögu fyrir hluta af jörðinni Þorvaldseyri. Tillagan tekur til um 3 ha. svæðis úr jörðinni Þorvalds­eyri. Tillagan tekur til byggingarreita fyrir gestahús og aðkomu að þeim. Tillagan gerir ráð fyrir að innan byggingar­reits verði heimilt að byggja 3 gestahús sem hvert um sig geta verið allt að 50m². Aðkoma er um núverandi aðkomuvega að gestastofu og um núverandi veg­slóða að rústum útihúss á svo kölluðum Hæðum. Gert er ráð fyrir að sá slóði verði endur­bættur.

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS; sem haldið var í Vík í Mýrdal í haust, fjall­aði um ýmis málefni sem Sunn­lendingar hafa margir hverjir brenn­andi áhuga á. Sam­þykktar voru m.a. eftir­farandi ályktanir: Ársþing SASS 2015 lýsir yfir áhyggjum af fjárskorti í rekstri málaflokks fatlaðs fólks á Suður­ landi, en útkomuspá fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir að um 150 milljónir króna muni falla á sveitarfélögin á þessu rekstrarári til viðbótar við 63 milljónir króna árið 2014. Ljóst er að verulega vantar upp á að nægilegt fjármagn hafi fylgt við yfir­færslu mála­flokksins. Telur árs­þing SASS að ef ekki næst ásættan­leg niður­ staða varðandi fjármálahlutann í endur­skoðun þeirri sem nú stendur yfir verði sveitar­félögunum nauð­ugur einn kostur að skila mála­ flokknum til ríkis­ins. Umdæmi Lögreglustjórans á Suðurlandi er mjög víðáttumikið og fjölbreytilegt. Hin mikla aukning ferðamanna á Íslandi hefur aukið verulega verkefni lögreglunnar. Það segir sig sjálft að fámennt lögreglulið á Suðurlandi, sem ekki gat sinnt öllum sínum lögbundnu verkefnum fyrir þessa miklu aukningu ferðamanna, er engan veginn í stakk búið til að takast á við þessi verkefni án aukinna fjárframlaga og stöðugilda. Lög­reglan getur í raun hvorki sinnt auknum verkefnum vegna aukins þunga ferðamanna né veitt íbúum umdæmisins þá þjónustu sem henni er falið samkvæmt lögum. Ársþing SASS 2015 skorar á Alþingi að taka á þessum málum af alvöru, sækja fram og gæta hagsmuna og öryggis íbúa á Suðurlandi og allra þeirra gesta og ferðamanna sem um landshlutann fara. Tryggja þarf auknar fjárveitingar til lögreglunnar til að gera henni kleift að sinna verkefnum sínum. Ársþing SASS 2015 leggur áherslu á að aukið fjármagn verði tryggt í úthlutun til menningarmála hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Mikil gróska er í menningarmálum og því er mikilvægt að hlúa að slíkri starfsemi. Fjármagn til menn­ingartengdrar starfsemi á Suður­landi, svo sem Kirkju­bæjar­ stofu, Kötluseturs og Menningar­ miðstöðvar Horna­fjarðar þarf að tryggja til fram­tíðar. Lýst er yfir stuðningi við að aldraðir geti búið heima sem lengst. Unnið verði samkvæmt skýrslu um stöðugreiningu hjúkrunarheimila á Suðurlandi sem SASS lét gera nú á vormánuðum. Megin niðurstöður skýrslunnar voru að mikilvægt væri að fjölga hjúkrunar- og hvíldarrýmum, fjölga úrræðum fyrir heilabilaða, útrýma tvíbýlum, tryggja nægjanlegt einkarými svo hægt sé að veita nauðsynlega persónulega þjónustu og hækka daggjöld svo rekstur heimila standi undir sér. Árið 2014 voru sveitarfélög og stofnanir svæðisins að greiða tæplega 200 milljónir króna með með rekstrinum. Nauðsynlegt er að styrkja heimahjúkrun á svæðinu til muna svo að í boði verði kvöld- og helgarþjónusta. Það ásamt því að fjölga hvíldarrýmum og gefa leyfi fyrir endurhæfingarhvíldarrýmum gæti dregið úr þörf fyrir hjúkrunarrými auk þess að koma til móts við óskir fólks um að búa heima eins lengi og unnt er. 30 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og 55 manns á biðlista eftir hvíldarrýmum á svæðinu. Mikilvægt er að tryggja eðlilegt viðhald flugvalla á Suðurlandi með öryggissjónarmið íbúa í huga. Að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri er mikið hagsmunamál fyrir íbúa á landsbyggðinni. Tryggja þarf uppbyggingu samgöngu­ mannvirkja sem skemmst hafa vegna náttúru­hamfara. Einnig þá vegi sem teknir hafa verið út af vega­skrá Vega­gerðarinnar og hafa þjónustu­hlutverk. Þrýst er á að Vegagerðin hraði fram­kvæmdum í Gatna­brún. Lögð er áhersla á að útboð á nýjum Herjólfi verði að veruleika hið fyrsta og að ný veglína um Mýrdal komist

Tek að mér járningar Geert, upplýsingar í síma 893 8107

á 12 ára samgönguáætlun. Mikil aukning ferðamanna á Suðurlandi hefur í för með sér verulega aukningu umferðar á þjóðvegum í landshlutanum. Mikill fjöldi einbreiðra brúa og vega án bundins slitlags eru miklar slysagildrur sem mikilvægt er að verði fjarlægðar hið fyrsta. Fjármunir til viðhalds vegakerfis á Suðurlandi eru langt undir því sem nauðsynlegir eru til að tryggja umferðaröryggi. Tryggja þarf nægjanlegt fjármagn til vetrarþjónustu þannig að umferðaröryggi verði tryggt, s.s. þjónusta við Suðurstrandaveg á þeim tímum sem lokanir verða yfir Hellisheiði og um Þrengslin. Ársþing SASS 2015 leggur þunga áherslu á að tryggja fé til rannsókna á sandburði í og umhverfis sunnlenskar hafnir svo finna megi varanlegar lausnir á þessari náttúruvá. Óásættanlegt er að hafnarsjóður Hornafjarðar þurfi að standa sjálfur straum að kostnaði við aðgerðir sem tryggja, þó ekki nema til bráðabirgða, eðlilega umferð fiski- og fraktskipa um Hornafjarðarós. Hafa ber í huga að Grynnslin eru fyrir utan skilgreint hafnarsvæði. Talin er full þörf á betri tengingu Sóknaráætlunar Suðurlands við sveitarstjórnarstigið á Suðurlandi. Ársþing SASS telur æskilegt að í hverju sveitarfélagi verði að lágmarki einn kjörinn fulltrúi tengiliður inn í vinnu við gerð Sóknaráætlunar hverju sinni. Gunnar Þorgeirsson, Grímsnesog Grafningshreppi var kjörinn formaður SASS á þinginu en aðrir í stjórn eru Páll Marvin Jónsson, Vestmannaeyjabæ; Sandra Dís Hafþórsdóttir, Sveitarfélaginu Ár­borg; Eggert Valur Guð­­ mundsson, Sveitar­f élaginu Ár­borg; Sæ­mundur Helga­­son, Sveitar­félaginu Horna­firði; Elín Einars­dóttir, Mýrdals­hreppi; Anna Björg Níels­dóttir, Sveitar­félaginu Ölfusi; Unnur Þormóðs­dóttir, Hveragerðis­bæ og Ágúst Sigurðs­ ­son, Rangárþingi ytra.


Frumkvöðull í hagnýtingu á vindorku á Íslandi.

Tvær vindmyllur af gerðinni Vestas 44 0,6Mv hafa þegar risið í Þykkvabæ. Tilkoma þessara vindmylla hefur þegar lækkað orkukostnað allra notenda á svæðinu. Fyrirtækið hefur hug á að reisa fleiri vindmyllur og stærri á svipuðum slóðum sem munu verða lyftistöng fyrir allt atvinnulíf í Rangárþingum. Vindmyllur eru grænn orkukostur og öll landgæði eru að fullu endurheimtanleg. Vindmyllur menga ekki umhverfi sitt en bæta gróðurskilyrði í nágrenni sínu og allur búsmali unir sér vel í kringum vindmyllur.

Biokraft ehf | Bárugötu 4 | 101 Reykjavík.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

10

„Ferðamennskan á að vera sjálfbær“

Friðrik Pálsson hótelhaldari við Hótel Rangá.

Friðrik Pálsson segir það eðlilegt að ferðamennska á Íslandi í dag sé sjálfbær. Friðrik er löngu þjóðþekktur maður, var lengi forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og nú á seinni árum þekktur fyrir ferðamál og hótelrekstur. Friðrik rekur 3 hótel með um 350 rúmum og 50 starfsmönnum á þremur stöðum. Þetta eru Hótel Rangá, glæsilegt fjögurra stjörnu hótel skammt frá Hvolsvelli, Hálendismiðstöðin og Hótel Háland, hvorutveggja góð hótel sem eru skammt hvort frá öðru við Sprengisandsveg, einu hótelin á hálendi Íslands. Öll hótelin leggja metnað í veitingar við hæfi. Hálendismiðstöðin er í eigin húsnæði og er Friðrik stöðugt að stækka hana og endurbæta. Húsnæði sem Hótel Háland er í leigir hann, en í því vandaða húsi voru vistarverur virkjanaaðila áður. Líklega er skinsamlegt að þar nóg af rúmlökum og fleira smálegt þarna á fjöllunum því ekki sé fljótlegt að skreppa út í búð eftir öllu sem til þarf þarna upp frá. Enda nokkuð ljóst sá sem rekur svona hótel er enginn aukvisi, þarna gista oft heimsþekkta leikarar og ýmis stórmenni sem hafa farið um hjá Friðriki á þeim 12 árum sem liðin eru síðan hóf þennan rekstur.

Reykjavíkur­ flugvöllur og Hollvina­samtök flug­vallarins

Friðrik er ekki síður þekktur á seinni árum fyrir fyrir afskipti sín af málefnum Reykjavíkurflugvallar og hefur farið fyrir Hollvinasamtökum flugvallarins, verið óþreytandi að tala máli hans þegar hart hefur verið að honum sótt. Hann átti stóran þátt í því að nærri sjötíuþúsund landsmenn skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við áframhaldandi veru Reykjavíkur­ flugvallar í Vatns­mýrinni í óbreyttri mynd. En hann hefur einnig stærri sýnir á heildarhagsmuni lands og

þjóðar. Og þegar hann fer að tala um þessi hugðarefni sín, sem eru eiginlega geopólitísk fyrir Ísland, fara púslin að falla saman í stærri og heilsteyptari mynd. Friðrik nefnir nokkur grundvallaratriði sem varða búsetu í landinu og bæjarbúar leiða of sjaldan hugann að. ,,Í þau fjörtíu ár sem ég hef verið í atvinnurekstri hef ég alltaf unnið meira og minna með og fyrir landsbyggðina og nú síðast í hótelrekstri út á landi. Ég þekki því vel til þess aðstöðumunar sem er á milli landsbyggðar og þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu og það er mín hugsjón að laga þetta á skynsaman máta. Það er þarna Íslendingar búa við alvarlega kerfisgalla sem birtast í miklum aðstöðumun fólks eftir búsetu. Það er í rauninni sorglegt hversu lítinn skilning stjórnmálamenn, margir reykvískir sérstaklega, hafa á stöðu landsbyggðarinnar. Hversu mikill aðstöðumunurinn er og hvernig þetta birtist til dæmis sérstaklega í þessu flugvallarmáli. Það er eins og Reykjavíkurflugvöllur snúist fyrst og fremst um byggingar­ hagsmuni Reykjavíkinga í þröngri merkingu en ekki um það að Reykjavíkurflugvöllur er eitt aðal samgöngumannvirki þjóðarinnar.“ Friðrik segir að skerðing flug­ vallarins væri mjög alvarleg skerðing á lífskjörum fólksins á landsbyggðinni. Ranghugmyndir og rök­leysur séu bornar á borð fyrir almenning undir yfir­skyni þekkingar sem leiða til andvara­ leysis um alvörumál eins og Reykjavíkurflugvöll. ,,Einn málflytjandinn hélt því til dæmis fram fyrir Rögnunefndinni að loka mætti flug­vellinum öllum vegna þess að allt sjúkraflug færi nú fram með þyrlum, en svo er nú aldeilis ekki og sjúkraflugið verður sífellt mikilvægara með sérútbúnum sjúkraflugvélum. Aðstöðu­munurinn felst m.a. í því að íbúar úti á landi þurfa að sækja stærstan hluta opinberrar þjónustu til höfuðborgarsvæðisins og flest

aðföng til daglegs lífs eru bæði dýrari og seinfengnari en ella. Þá er gríðar­legur aðstöðumunur þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, þar sem eina hátæknisjúkrahús landsins er í Reykjavík og langflestir sérfræðilæknar eru starfandi á höfuð­borgarsvæðinu. Þegar eitt­hvað kemur upp á þarf að aka þangað eða fljúga. Þetta er miklu meira mál fyrir landsbyggðina en flestir gera sér grein fyrir.“

Mikil lífsánægja á landsbyggðinni

,,Það er mikil lífsánægja ríkjandi úti á landi,“ segir Friðrik. „Það er gaman að vera þar. En það er aðalatriðið að við þurfum að sækja svo gríðarlega margt til þéttbýlisins af vörum og þjónustu, sem þéttbýlisfólki finnst bara sjálfsagt að sé fyrir hendi í næsta húsi. En þetta er bara ekki sjálfsagt úti á landi. Þar vantar svo margt. Það hlýtur að þýða það að við þurfum að gera fólkinu á landsbyggðinni bjargirnar eins auðveldar og mögu­legt er. Annars verður ekki friður um þetta fyrir utan það að vera bara ósann­gjarnt. Og það leiðir okkur beint til þess hversu frá­leit af­staða borgarstjórnar meiri­ hlutans er til Reykja­víkur­flugvallar. Sam­göngur eru grund­vallar­atriði hvað varðar lands­byggðina.“

Brottflutningur fólks frá Íslandi er nokkur um þessar mundir. Að sama skapi fjölgar flutningi

„skerðing flug­ vallarins væri mjög alvarleg skerðing á lífskjörum fólksins á lands­ byggðinni“ erlends fólks hingað mun meira en brottflutningur Íslendinga. Friðrik segir að við Íslendingar höfum talað ástandið dálítið mikið niður sjálfir. Talað er of mikið um það hvað allt væri gott í útlöndum en vont hér. Við tölum um hvað allt sé gott í Noregi en svo kemur í ljós að hátt verð er á öllum lífsnauðsynjum þar þannig að hlutfallslega er munurinn minni en menn kannski ætla.

,,Berum saman ástandið í dag og hvernig staðan var hérna fyrir efnahagshrunið 2008. Þá var sjávarútvegurinn sterkur atvinnuvegur og er það enn. Við vorum með ágætan vöxt í stóriðjunni sem við höfum enn og við vorum einnig með kraftmikinn íslenskan iðnað sem við höfum enn. Við vorum með bankakerfi sem var svo sem ágætt áður en bólan fór af stað. Svo fáum við þetta hrun og erum að vinna okkur hratt upp úr kreppunni. Hvað höfum við núna? Við höfum reyndar allt þetta og svo höfum við marg­faldað útflutningsveltu í ferða­þjónust­ unni, sem er gríðarleg viðbót


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

11 við atvinnulífið frá því sem var fyrir hrun. Hins vegar hefur fjármálakerfið dregist stórlega saman eftir að bólan sprakk.“

Ferðaþjónustan kallar á fleiri starfsmenn

„Þessi gríðarlegi vöxtur í ferðaþjónustunni kallar á margt fólk til að vinna við hana og við eigum að geta borgað góð laun fyrir það. Ég vona að það hjálpi til við að sannfæra fólk um að það sé góð framtíð í ferðaþjónustunni,“ segir Friðrik Pálsson. „Ferðaþjónustan er í eðli sínu mjög mannaflsfrek og þar sem lengst af hefur verið lítið atvinnuleysi hér þá er greini­ legt að það þurfti að koma inn hér inn fleira fólk. Mikill hluti ferðþjónustunnar er úti á landi. En það hefur ekkert verið auðvelt að fá fólk til að flytja út á land. Sumir virðast heldur vilja flytja úr landi. Ef við horfum á Noreg, þá eru þeir að styðja við sín jaðarsvæði mjög ákveðið og meira en við gerum.“ Ertu að lýsa ákveðinni gjá sem hefur skapast milli þétt­býlis­svæð­ anna og landsbyggðarinnar? Svo kann það ekki góðri lukku að stýra ef fólkið flytji svona mikið til útlanda. ,,Ég vil ekki kalla það gjá, alls ekki“ segir Friðrik, en skiln­ingurinn verður að vera á báða bóga. Það hefur verið nokkur sátt um að höfuð­borgin hýsi stærstan hluta opinberrar stjórnsýslu og smátt og smátt hefur heil­brigðis­kerfið verið að styrkjast þar á kostnað sjúkrahúsa, sem áður störfuðu á landsbyggðinni. Ef höfuð­borgin gefur lands­byggðinni bara langt nef og segir, þið getið bara átt ykkur, þá er ekki við góðu að búast. Það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu. Það er gríðarleg áhersla bankanna á að geta átt veð í steinsteypukössum í Reykjavík og svo er það hlutfallað niður eftir því sem þú ferð lengra frá borginni, þá minnkar öll lánamöguleikar fyrir landsbyggðina. Það er ekki að skila okkur landsbyggðarfólkinu því sem við þurfum að fá og getum notað á arðbæran hátt. Háir vextir og íþyngjandi byggingarreglugerð eru vitanlega erfið alls staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu bætast svo rándýr lóðargjöld við.“ „Ein veruleg breyting, sem orðið hefur á síðustu 15 árum er fall sparisjóðanna,“ segir Friðrik. „Ég hef orðað það þannig að okkur vanti gömlu sparisjóðina nú eða nýja sparisjóði. Okkur vantar einhverja sem vilja geyma peninga fyrir fólk og ávaxta og lána þá aftur, en ekki með þeim gríðarlega vaxtamun sem er í dag. Okkur vantar þá ekki hvað síst úti á

landi, því að gömlu góðu útibúin hjá bönkunum sem sinntu litlu þar fyrirtækjunum, þau sinntu sprota­ fyrirtækjum, þau höfðu skilning á heimamarkaðnum, þau þekktu heimamenn, þau höfðu ákveðin völd til útlána, völd til að takast á við ákveðna uppbyggingu og starfsemi á hverju svæði fyrir sig.“

Eignir lægra metnar á landsbyggðinni

„Ákvarðanir voru teknar frá útibúunum og fluttar til Reykjavíkur þegar bankarnir fóru að verða stórir og sinntu fyrst og fremst stórrekstri. Útibúin döguðu uppi að þessu leyti og þjónustuhugsjónin sem var í útibúunum er ekki sú sama og það er mjög erfitt fyrir landsbyggðina. Það leita margir til mín með ráð út af hinu og þessu, bæði af því að ég er orðinn gamall og hef gaman af að gefa fólki ráð ef ég get og bý kannski orðið yfir ýmislegri reynslu. Ég verð var við það í upp­byggingu úti um allt land að fólk sem er að koma sér af stað kvartar sáran yfir því, að hafirðu ekki veð þá gangi ekkert. Og eignir eru miklu lægra metnar úti á landi en fyrir sunnan þannig að allt verður erfiðara. En við skulum hafa líka það sem rétt er, að aðstöðu­munur hús­byggenda úti á landsbyggðinni er þeim í hag vegna hins himin­háa lóðaverðs sem er á höfuð­borgar­svæðinu. En lóðaverð er miklu lægra á lands­byggðinni.“ Er stjórnstöð ferðamála gott skref fyrir ferðaþjónustuna? Friðrik segir að vonandi verði það til góðs,en ekki megi búast við að öll mál ferðaþjónustunnar leysist í náinni framtíð með tilkomu hennar. við eigum þó ekki að búast við því að hún leysi öll álitamál sem uppi eru um framtíð ferðaþjónustunnar. Friðrik bendir á að það var búið að reyna margir gerðir fiskveiðistjórnunarkerfum áður en komist var niður á núverandi kerfi. ,,Kvótakerfið í sjávarútvegi var umdeilt á sínum tíma, en það hefur þó fyrst og fremst náð að vernda fiskistofnana og fiskveiðar okkar eru sjálfbærar. Á sama hátt þurfum við að hafa ákveðna stýringu á því hvernig við ætlum að nýta landið hvað varðar ferðamennskuna. „Ferðamennskan hér á landi verður að vera sjálfbær. Við getum ekki gefið neinn afslátt af því,“ segir Friðrik Pálsson.

Flogið með jörðinni

Halldór Jónsson verkfræðingur og útgefandi Sáms fóstra þekkir Friðrik Pálsson frá fornu fari þegar þeir voru báðir í fluginu. Þeim kom saman um að líklega hefðu báðir lækkað flugið eitthvað síðan þá enda liðnir nær fjórir áratugir síðan að hæst var flogið á vængjum æskuvorsins. ,,Við fljúgum líklega meira með jörðinni núorðið,“ sagði Friðrik kíminn.

Byggja skal gestastofu Vatnajökuls­ þjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri Systrastapi við Kirkjubæjarklaustur dregur að sér fjölda ferðamanna.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögu til fjárlaga um 150 milljóna króna fjárheimild til þriggja ára vegna byggingarinnar. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð skal starfrækja starfstöðvar þjóðgarðsins á sex stöðum, þar með töldu Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur nú að því að endurskoða rýmisþörf gestastofu fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði áfangaskipt. Í fyrsta áfanga verði reist bygging sem hýsi gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og skrifstofur þjóðgarðsvarðar en möguleiki verði á stækkun síðar sem gæti hýst ýmiskonar fræða- og menningarstarfsemi. Gróf áætlun heildarkostnaðar fyrsta áfanga er um 450 milljónir króna. Í lögum um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og markmið segir m.a. að ráðherra friðlýsi með reglugerð Vatnajökul

og helstu áhrifasvæði jökulsins. Friðlýsing Vatnajökulsþjóðgarðs tekur gildi við setningu reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð. Landsvæði í Vatnajökulsþjóðgarði getur verið í eigu íslenska ríkisins eða í eigu annarra aðila enda liggi fyrir samþykki eiganda viðkomandi lands um að það verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Leita skal samþykkis viðkomandi sveitarstjórnar fyrir friðlýsingu landsvæðis í sveitarfélaginu.

Markmið verndunar

Markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins. Verndarstig einstakra svæða eða landslagsheilda innan Vatnajökulsþjóðgarðs skal taka mið af verndarmarkmiðum

þjóðgarðsins og annarri landnýtingu á viðkomandi svæði í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir um þjóðgarða og friðlýst svæði. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði. Helstu verkefni stjórnar eru stefnumótun í málefnum þjóðgarðsins í samræmi við markmið laga þessara; yfirumsjón með gerð tillögu að verndaráætlun og reglugerðar fyrir þjóðgarðinn; gerð fjárhagsáætlunar um rekstur þjóðgarðsins, ráðstöfun fjár til rekstrarsvæða og samþykkt rekstraráætlunar hvers svæðis. Umhverfisstofnun veitir aðstoð og faglega ráðgjöf við verkefni stjórnar og svæðisráða samkvæmt sérstökum samstarfssamningi. Þjónusta og upplýsingar eru veittar á starfsstöðvum Vatna­jökuls­ þjóðgarðs. Megin­starfsstöðvar þjóð­garðsins skulu staðsettar á eftirfarandi stöðum: Ásbyrgi, Mý­v atns­s veit, Skriðu­k laustri, Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri.

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

FISKÁS ehf - ferskir í fiskinum

Nýr þorskur, ýsa, rauðspretta, bleikja, lax og margt fleira! Dynskálum 50 | Hellu S. 546 1210 | fiskas@fiskas.is

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Fiskbúðin er opin alla virka daga frá kl. 10-17.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

Jarðgöng gegnum

Reynisfjall

12

Gatnabrún og veglína samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar.

- framhald af forsíðu En ósinn hefur stöðugt verið að stækka og brotið meira af grónu landi norðan megin. Þannig yrði þrefaldur ávinningur af framkvæmdinni. Láglendisvegur sem verði ósbakkana, ósinn yrði líkari náttúrlegum ós að lífríki í stað þess að vera uppistöðulón margsinnis á ári með eyðileggingu á landi og fuglalífi. Við núverandi aðstæður hækkar í ósnum um allt að tveim metrum, margsinnis á ári, eða þar til hann ryður sig út, eða er grafinn út. Það gefur auga leið að þegar ósinn lokast um varptíma fugla eyðileggur hann allt varp í kring um sig þar sem hann flæðir upp.

Gatnabrúnin er,eins og að aka 3 km á láréttum vegi . Það er því rökrétt að segja að láglendisvegurinn spari eða stytti leiðina um 2 km til viðbótar, eða 5 km fyrir svo utan aðrar brekkur eins og í Skarphól. Í sumar fóru stundum, samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar hér í Vík, um og yfir 3000 bílar á sólarhring. Ef við áætlum að 2/3, eða 2000 bílar, ækju lág­lendis­ veginn þá sparaðist við það 10000 km akstur þennan eina sólarhring auk þess sem spáð er mikilli umferðaraukningu á næstu árum. Miðað við þetta eitt ætti að vera hagkvæmt að gera þessi göng sem fyrst. Það myndi bæði spara akstur og minnka mengun.

Reynisfjall, horft til vesturs. Byggðin hvílir í kverkinni og núverandi vegur bugðast þar upp af.

Nýr láglendisvegur styttir hringveginn

Nýr láglendisvegur myndi stytta hringveginn um 3 km. Þá segja mér atvinnubílstjórar að það fari jafn mikil orka og tími í að aka 1 km upp brekku með 10% halla og hækka sig um 100 metra, eins og

Sviptivindar og snjó­ skaflar milli Gatna­ brúnar og Víkur

Veturnir eru hvað mildastir á Suðurlandi og í Mýrdal og oft nálægt frostmarkinu. Þetta verður oft til þess að ísing myndast á veginum þegar komið er inn í

Vík, sem við köllum. Þrátt fyrir þrotlaust starf Vegagerðarinnar með sand- og saltburð er útilokað að tryggja hálkulausan veg. Þungir flutningabílar þurfa á öllu sínu veggripi að halda til þess að komast upp venjulegar vegbrekkur með 10% halla svo og niður þessar brekkur, en geta ekið láréttan veg við mun verri aðstæður. Mýrdalurinn er eitt úrkomumesta svæði landsins og vandfundinn sá staður þar sem meira getur snjóað á skömmum tíma, ef úrkoman fellur í formi snævar. Ég þekki það af eigin reynslu, sem ýtumaður í 20 ár að oft þurfti að ryðja veginn hér inn úr fjalli og niður fyrir Gatnabrún, þó að fært væri um aðra vegi. Þá er oft skafrenningur og snjóél dag eftir dag með tilheyrandi snjómokstri hér inn með fjalli þó autt sé á láglendi.Ég fann oft til með atvinnubílstjórum sem þurftu að galla sig upp úr hlýjum bílum sínum til þess eins að ,,keðja“ bíla sína svo þær kæmust klakklaust þennan vegakafla. Flestir þeirra hafa einhvern tíma tekið sénsinn og ekið með lífið í lúkunum, eða lent í því að biðja um aðstoð. Þeir eru einnig ófáir bílarnir sem hafa lent í erfiðleikum milli Gatnabrúnar og Víkur vegna sviptivinda og snjóskafla og

lagast það ekkert við svokallaðar lagfæringar á Gatnabrúninni.

Jarðgöng færa þjóðveginn suður fyrir þorpið og gera Mýrdalinn að einni atvinnuheild

Þá vil ég aðeins nefna annað sem vinnst með jarðgöngunum. Þjóðvegurinn sem liggur núna í gegnum Víkurþorp færi sunnan við þorpið. Vegtengingum myndi fækka margfalt við það sem nú er.

Samskipti á milli Reynishverfis og Víkur myndu auðveldast og tengja Mýrdalinn betur saman sem eina atvinnuheild enda var það tekið fram í stefnumála bæklingi þegar Hvammshreppur og Dyr­hóla­hreppur voru sameinaðir og Mýrdalshreppur varð til, að ein af forsendum þess væri göng í gegnum Reynisfjall. Fleira væri hægt að tína til en þessi 6 atriði. Ég tel reyndar að hvert og eitt þessara atriða nægði til að réttlæta þessa nýju veglínu og það fyrr en seinna.

Reynir Ragnarsson. /mynd: Varvara Lozenko.

Óskar sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Mikil eftirspurn er eftir fasteignum á Suðurlandi.

vantar allar gerðir eigna á söluskrá.

Óskar sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Óskar sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

TAX I - Rangárþingi

Óska sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Staður fasteignasala, Austurvegi 10, Selfossi og Turninum Smáratorgi 3, Kópavogi. www.stadur.is • S: 546-4422

Jón Pálsson

6 manna bíll - Sími 862 1864


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

13

Flokkakerfið er alls ekki dautt! Margir halda því fram að flokka­ kerfið sé dautt og það að setja fólk í fyrirframgefin hólf sem flokkarnir skapa sé úreld leið sem fælir fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Það má vera rétt því ný framboð fá iðulega byr undir báða vængi bara fyrir það eitt að vera til sem mótvægi við hefðbundna flokka. Skýr afstaða eða stefna virðist ekki endilega skipta máli. Það er klappað fyrir þeim sem gagnrýna flokkakerfið á þeim forsendum að það sé til þess fallið að verja sérhagsmuni og að ákvarðanir séu iðulega teknar í reykfylltum bakherbergjum Ég er í Sjálfstæðisflokknum og af því tilefni er ég oft fyrirfram dæmd af samferðarmönnum mínum sem hagsmunagæslukona kvótakerfisins, varðhundur verðtryggingakerfis og vilja brennivín í búðir. Ég er aðeins eitt af ofantöldu og þarf reglulega að útskýra afstöðu mína í einstökum málum þar sem að skoðanir mínar eru ekki alltaf línulegar forystu flokksins eða samþykktum ríkis­stjórnar­innar. Það að koma úr ,,gömlum“ flokki eins og ég verður til þess að mér eru fyrir­fram­gefnar skoð­anir og jafnvel fyrirfram gefin gildi og hegðun. Sem ungri konu í stjórn­málum finnst mér þetta hrika­lega ósanngjarnt og ég verð ekki vör við slíka stimplun hjá þeim sem koma úr nýjum fram­ boðum og flokkum. Mín fyrstu skref á Alþingi. Þegar ég ritaði ofangreindan kafla var ég svo lánsöm að fá að taka sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Ég kem inn sem 2. vara­maður Sjálfstæðisflokksins í Suð­vestur­

kjördæmi. Ég er ekki alger ný­græð­ ingur í póli­tík, sit í bæjar­stjórn Kópa­vogs þar sem að ég verð sjaldan vör við ágreining á milli flokka sem ristir mjög djúpt og það er heldur ekki svo að sam­flokks­ menn séu alltaf sammála. Fyrsti dagurinn var með ágætum og hófst á þingflokksfundi. Get með ánægju greint frá því að herbergið var ekki reykfyllt og fóru þar fram þokkalegustu skoðanaskipti og léttur andi. Ég hafði lúmskt gaman að því að sjá hvernig hefð­bundin hópa­myndun átti sér stað sem virðist gerast á flestum vinnustöðum, skólum og jafnvel í dýraríkinu. Þarna var hópur af miðaldra karlmönnum sem hlógu af sinni eigin fyndni um leið og þeir kýldu hvern annan í öxlina til að „jaxla“ sig upp, þöndu kassann og sýndu fjaðrirnar. Konurnar voru sundurleitari hópur en á kafi í vinnu dagsins og brostu mæðulega af hrútahópnum sem iðulega reyndi að stela athyglinni frá hver öðrum. Þeir sem réðu, ráðherrarnir , forseti síuðu umræðuna og stýrðu för. Nefndarstarfið lýsti sér helst í sam­­vinnu, bæði á milli flokka og innan þeirra. Þing­menn lögðu sig fram um að vera eins faglegir og mögulegt var. Afar ánægju­legt að sjá og vita fyrir almenning sem á ekkert annað skilið af sínum kjörnu full­trúm. Þá var komið að því að setjast inn í þingsal. Get ekki sagt annað en að ég hafi verið með fiðring í maganum fram að því að mér var úthlutað sæti og beðin formlega

um að skrifa undir drengskaparheit. Það tóku mér allir vel, og var nákvæmlega sama í hvaða flokki var. Fólk gerði sér far um að bjóða nýgræðinginn inn í sína veröld sem oft er þyrnum stráð. Mér leið soldið eins og á fyrsta skóladeginum þar sem að ég velti fyrir mér hvar ég átti að sitja, hversu lengi ég átti að sitja, hverjum ég átti að borða með og þá á hvaða borði, fann að ég var vegin og metin og þar af leiðandi fegin að dóttir mín sem sér um stíle-seríngu móður sinnar valdi outfittið á kerlinguna og kom þetta allt saman ágætlega út. Ég tók ekki til máls fyrsta daginn og reyndi að undirbúa mig til að halda hina svokölluðu jómfrúarræðu daginn eftir. Efaðist stanslaust um efnið og margskrifaði og las ræðuna sem ég ætlaði að taka föstum tökum og vonaði og bað til allra engla að ég myndi ekki frjósa í pontunni daginn eftir í beinni útsendingu. Þetta slapp allt svo farsællega sem betur fer. Mér fannst leiðinlegt að sjá hvernig hið hefðbundna málþóf var mis­notað. Í mínum kolli ætti slíkt bara að tíðka þegar um stór þjóðhagsleg mál er um að ræða. Ekki um hvort að Þróunarsamvinnustofnun ætti að heyra undir forsætisráðuneytið eða ekki. Mér fannst hinn góði faglegi andi sem ríkti í nefndarstarfinu vera heillum horfin inn í þingsal. Það var einnig fróðlegt að sjá hvernig þing­ reyndustu einstaklingarnir leyfðu sér mun meira gjamm og frammíköll heldur þeir sem yngri voru. Það var tekið í nefið og flissað af hinu og þessu. Konurnar og þeir sem yngri voru sem fyrr sýndu umhverfinu yfirvegun og héldu sína leið.

Er það þess virði?

Það að taka ákvörðun um leggja mannorð sitt og líf allrar fjölskyldunnar að veði í pólitík er ekki auðveld né léttvæg ákvörðun. Stjórnmálamenn verða samstundis

Karen E. Halldórs­ dóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi með dóttur sinni Elísu Helgu Í baksýn er mynd Alþingis af Ingibjörgu H. Bjarnason, stofnanda Sjálfstæðis­­flokksins, langafasystur Karenar. Ættarsvipur? Við hlið Karenar er dóttir hennar, Elísa Helga. Langalangafi Karenar var Jón Ólafsson ritstjóri sem sat lengi á Alþingi.

almenningseign og til þeirra eru gerðar ríkar og réttilegar kröfur. Ég átti samtal við þingmann fram­sóknar­ flokks þess efnis um hvort að þetta væri ,,góð“ ákvörðun um að leggja lífsveginn í þessa átt. Við vorum sammála um að margt breyttist við þessa ákvörðun, en að hans mati hafi starfið gert hann bæði auð­mjúkari og opnari einstakling en áður. Hann taldi sig fá fágætt tækifæri til þess að kynnast heiminum og hans kimum betur. Hann var þá nýkomin frá ráðstefnu í NY sem nefnist He for She. Sagði hann þá reynslu vera mann­bætandi og til þess fallna að hann legði sig enn frekar fram til að sinna jafnréttismálum. Mín niður­staða er sú að það fólk sem helst býður sig fram til þátttöku

í pólitík eigi nokkra eiginleika sameiginlega. Sá helsti er óbilandi trú á því að framlag þeirra muni á einhvern hátt bæta samfélagið. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvar fólk ,,stendur“ í pólitík dag frá degi ef að einstaklings­gildin ráða för. Þó svo að þingmenn séu aðeins skuld­bundnir samvisku sinni þá er held ég enn sem komið er að það sé nauðsynlegt að bjóða fram í flokkum. Nýjir flokkar eru góð viðbót við það sem fyrir er og til þess fallnir að benda á það sem betur má fara hjá eldri stjórnmálahreyfingum. Þeir sem svo hafa reynsluna og söguna geta miðlað til nýrra framboða um hvernig gott sé að koma böndum á starfið sem fer fram og til þess þarf aga og reglur.

Verkfæri sem hægt er að treysta ! 7

8

skúffur

Pro Plus seria

sá risastóri

282 verkfæri

360 verkfæri

197 .511 m/vsk

383 stk - verkfæravagn á hjólum 8 Skúffur - 1/4”, 3/8” og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, skralllyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, skiptilykill, slaghamar, splittatangir, tangir, járnsög, bitar og fl. Sterkur vagn með lás

269.900

m/vsk

Okkar besta verð

www.sindri.is / sími 575 0000

Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður

skúffur

286.435 m/vsk


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

Öflugt knattspyrnu­ starf hjá KFR KFR, Knattspyrnufélag Rang­ æinga á Hvols­velli, spilaði sl. sumar í 3. deild Íslands­mótsins í knatt­ spyrnu karla, hafnaði þar í 8. sæti, og spila KFR-strákarnir því áfram í 3. deild sumarið 2016. Þrír leik­menn spiluðu alla 18 deildarleiki KFR, þeir Gunnar Már Hallgrímsson, Albert Freyr Eiríksson og Jóhann Guðmundsson. Stærsti sigur liðsins var gegn Kára á SS-vellinum á Hvolsvelli, 5:1. Yngri flokkar félags­ins eru í góðu samstarfi við Íþrótta­banda­lag Vestmanna­eyja.

14

Kynningarfundur í Skátaheimilinu.

Boltastrákar meistaraflokks sumarið 2013, Eiður Örn og Ari Rafn og ekki mátti gleyma Liverpool!

Tveir öflugir Lions­klúbbar starfa í Hveragerði 7. flokkur karla tók þátt í Jólamóti Hamars í Hveragerði um síðustu mánaðarmót.

Lionsklúbbur Hveragerðis hefur nú hafið 45. starfsár sitt 2015-2016 og er þegar búið að halda tvo fundi. Stjórn þessa starfsárs skipa; Vilmundur Kristjánsson formaður, Kristinn G. Kristjánsson ritari og Sigur­björn Bjarnason gjaldkeri. Svæðis­stjóri svæðis 4 er félagi í Lionsklúbbi Hveragerðis, Rögn­ valdur Pálmason og Birgir S. Birgis­son er siðameistari. Lionsklúbbur Hveragerðis og Lionsklúbburinn Eden héldu opinn kynningarfund um starfsemina í Skáta­heimilinu Breiðumörk 22 fyrir skömmu og var þar margt skrafað og rætt. Lionsklúbbar sinna mörgum þjóðþrifaverkefnum, hjálpa öldruðum og styðja fjár­ hags­lega mörg verkefni, bæði hver fyrir sig og eins íslenska Lions­ hreyfingin í heild sinni.

Styrkþegar Lions­ klúbbs Hvera­gerðis 2015 – 2016 eru: Hjálparsveit Skáta í Hveragerði, fjárstyrkur. Orkester Norden, fjárstyrkur. Nemendum 1. og 2. bekkjar grunnskólans afhentar litir og litabækur um eldvarnir. Eldhressar stelpur í 6. flokki kvenna á Floridanamótinu í Þorlákshöfn í sumar.

Styrkþegar 2014 – 2015 voru:

Dvalar og hjúkrunarheimilið Ás, skoðunarbekkur. HNLFÍ - heilsuhælið, togvél fyrir nuddbekk.

Styrkþegar 2013 – 2014 voru:

Sumarið 2010 tóku 9 og 10 ára KFR-stelpur þátt í Smáleikunum á Blönduósi.

Hveragerðisbæ voru afhent 2 hjartastuðtæki og voru þau sett upp í íþróttahúsum bæjarins. Rauði Kross Íslands, Hveragerðisdeild var afhentur myndarlegur fjárstyrkur fyrir jólin. Nemendum 1. og 2. bekkjar grunnskólans voru afhentar litir og litabækur um eldvarnir. Leikfélag Hveragerðis og Hverabakarí voru sérstaklega heiðruð fyrir dyggilegan stuðning við klúbbinn til fjölda ára.

Styrkþegar 2012 – 2013 voru:

Marki fagnað innilega í lokaleik meistaraflokksins síðasta sumar.

Hjartalínuritstæki til Heilsugæslunnar í Hveraverði. Sjöttu bekkingum grunnskólans var afhentir litir og litabækur um eldvarnir. Lions og Lkl. Hveragerðis afhenti myndarlegan fjárstyrk til Grensásdeildar. Nemendum 1. og 2. bekkjar grunnskólans voru afhentar litir og litabækur um eldvarnir.

Stjórn Lionsklúbbs Hveragerðis.

Styrkþegar 2011 – 2012 voru:

Liðsmenn Jerico (landsamtök þolenda eineltis og uppkominna þolenda) var afhentur myndarlegur fjárstyrkur. Sjöttu bekkingum grunnskólans var afhentir litir og litabækur um eldvarnir. Augnskurðartæki til LSH, Lkl. Hvg. ásamt Lionshreyfingunni. Þvagómsjá til Heilsugæslunnar og til Áss, dvalarheimili aldraðra í Hveragerði.

Styrkþegar 2010 – 2011 voru:

Sjöttu bekkingum grunnskólans var afhentir litir og litabækur um eldvarnir. 9. bekkingar fengu styrk fyrir ferð í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ. Alþjóðlegt sjónverndarverkefni var klárað og greitt upp. Björgunarsveitinni í Hveragerði var gefinn vandaður nætursjónauki.

Styrkþegar 2009 – 2010 voru:

Sjöttu bekkingum grunnskólans var afhentir litir og litabækur um eldvarnir. Sjóðnum góða í Árnessýslu var afhentur fjárstyrkur.

Ertu kandidat sem íþrótta­ maður ársins?

Tómstundanefnd Rangárþings ytra auglýsir eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2015. Ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélaginu tilnefna sína íþróttamenn með lýsingu á afrekum tilnefnds íþróttamanns. Íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra sér um undirbúning að vali íþróttamanns ársins. Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili í Rangárþingi ytra og sé a.m.k. 16 ára á árinu. Gerð er krafa til þess að íþróttamaðurinn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Allar tilnefningar skal senda fyrir 19. desember nk. til markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra. Nú er sannarlega tækifæri til að mæla með góðum félaga og íþróttamanni því hver vill ekki hljóta þessa tilnefningu? Sá einstaklingur er örugglega vanfundin.


Viรฐ rรฆktum sanna vinรกttu


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

16

Byggt til framtíðar

Aalborg-Portland á Íslandi 15 ára

Starfsstöð fyrirtækisins á hafnarsvæðinu á Akureyri. Flutningaskipið Falkland Sement að afferna.

Sámur fóstri tók Bjarna Halldórsson framkvæmdastjóra Aalborg Portland tali og spurði hann um starfsemi Aalborg Portland á Íslandi frá því að fyrirtækið setti upp sína eigin starfstöð á Íslandi árið 2000, og er því 15 ára um þessar mundir. ,,Það var Englendingurinn Joseph Aspdin sem fór að mylja niður kalkstein og leir í heimahéraði sínu. Eftir ýmsar tilraunir fékk hann einkaleyfi á blöndunni sem hann nefndi Portland sement árið 1824 þar sem áferðin á harðnaðri blöndunni líktist byggingarsteinum sem voru tilhöggnir í Portland á Englandi. Nafnið kom af latneskunni „cæmentum“ sem þýðir tilhöggvinn byggingasteinn sem Rómverjar voru hinir mestu meistarar í að byggja úr hin miklu

líma saman tilhöggvið grjót.,, Má minnast Kalkofnsins okkar Íslendinga sem brenndi kalksstein úr Esjunni sem gatan heitir eftir í dag. Íslenskir múrarar hlóðu fyrstu mannvirkin með þessum aðferðum. Rómverjakalkið entist furðu vel og var notað lengi. Hadríanus Rómakeisari steypti hinsvegar fyrstur eiginlega stein­ steypu í Pantheon-hvelfingunni í Róm með muldu grjóti og sandi og Rómverjakalkinu og notað uxablóð í blönduna til þess að auka þjálnina og létta verkið. Nú kalla menn þetta léttblendi og er notað til að gefa blöndunni veðrunarþol. En vatn sem sogast inn í steypuna frýs þá inn í örsmáar bólur í steypunni og varnar því að hún springi. Hadrianus var því greinilega um margt langt á undan

Verksmiðjusvæðið á Jótlandi.

mannvirki sín um alla Evrópu,“ segir Bjarni Halldórsson. Útbreiðsla Portland sementsins var hæg til að byrja með. Menn voru að þreifa sig áfram. Til er bátur úr sementinu frá miðri 19 öld sem er enn sjófær. Fram að þessum tíma var aðallega notað leskjað kalk sem var notað til að

sinni samtíð. Um 1880 stakk Álaborgar kaupmaðurinn Hans Holm upp á því við æskuvin sinn og leikfélaga, Frederik Læssoe Smidth frá Skive, sem var orðinn verkfræðingur, að þeir skyldu byggja sementsverksmiðju á Norður Jótlandi en þar var að

finna gnægð af kalksteini í Rördal. Fjórir fjárfestar komu saman og mynduðu félagið F.L.Smidth og Co,A/S. Þetta voru Frederik Læssoe Smidth, Poul Larsen, Alexander Foss og áðurnefndur Hans Holm. Hlutafélagið Aalborg Portland-Sements-verksmiðja var svo stofnað 16.október 1889.“

Aðgangur að góðum kalksteini

Bjarni segir að aðalsmerki verksmiðjunnar í Rördal var þá eins og enn í dag aðgangurinn að hinum góða kalksteini og svo leir sem hefur vissa bindieiginleika eins og margir hafa séð í náttúr­ unni. Og svo lá staðurinn svo til viðbótar einstaklega vel við skipalestun. ,,Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á útflutning og selur nú til 70 markaða erlendis fleiri tegundir af sementi sem eru afbrigði af Portlandsementi þó þau hafi ýmsa aðra sérstaka eiginleika. Til dæmis er Aalborg-Portland stærsti framleiðandi „hvíts sements“ í heiminum. Íslendingar eru nýjungagjarnir eins og allir vita. Það leið ekki á löngu þar til að Portland Sementið fór að flytjast til Íslands, hugsanlega á ofanverðri nítjándu öld. Það er hald manna að fyrsta steinsteypta húsið í Sveinatungu sé einmitt byggt úr sementinu frá Aalborg 1895. Það hús stendur enn við góða heilsu.“

Hvenær var farið að reisa hús í Reykjavík úr steinsteypu?

,,Knud Zimsen verkfræðingur og síðar borgarstjóri reisti fyrsta húsið, Gimli, árið 1905 með stein­ steyptum lofta­plötum og notaði gamla trollvíra til járn­bendingar. En stein­steypa hefur þá eigin­lega að þola óhemju þrýsting en minna tog. En þá setja menn stálstangir í

Starfsmenn Aalborg Po rtland í Helguvík á ferð í Edinborg. Bjarni Halldó er lengst til hægri. rsson

steypuna til að taka togið en steypan tekur þrýstinginn. Knud gerðist síðar umboðsmaður Aalborg og fór að flytja inn sement í stórum stíl. Steinsteypuöld gekk í garð á Íslandi og menn hættu að brenna kalk og fóru að steypa. Knud setti upp mulningsvélar til að framleiða fylliefni í steypuna, félagið „Mjölnir,“ sem varð undanfari Grjót­náms og Malbikunarstöðvar Reykjavíkur. Hann varð borgar­ stjóri í Reykjavík 1914 og gekk svo hart fram í starfi að hann brenndi sig upp að því að sagt var og sagði af sér 1933 aðeins 57 ára gamall vegna heilsu­brests. Sem betur fer tókst honum að lifa enn 20 ár og skrif­aði þá merka ævi­sögu sína. Hann lést 1953. Hallgrímur Benediktsson fór að flytja inn sement frá Norden 1911. Knud lét umboðið fyrir A P til O. Johnsen & Kaaber en það fór svo þaðan til Jóns Þorlákssonar verkfræðings sem var mikill fræðimaður í steinsteypu og kenndi löndum sínum margt um meðferð steypu. Eru greinar hans um steypu og steypugerð fjölmargar, skrifaðar á alþýðumáli svo allir skildu og eru þær sígildar. En Jón stofnaði fyrirtækið J.Þorláksson og Norðmann, með Óskari Norðmann.“

Sementsverksmiðja rís á Akranesi ,,Íslendingar

reistu

svo

Sementsverksmiðju á Akranesi eftir verkfræðilegri forsögn F.L.Smidth og tók hún til starfa um 1958. Hún er því nokkuð skyld frumkvöðli Aalborg Portland. Eftir það minnkaði innflutningur á erlendu sementi og Sementsverksmiðjan varð nær einráð á markaðnum. Lítilsháttar var flutt inn af pólsku sementi árið 1966 til 1968 en það var í 40 kg. pappírspokum pokum. Þegar steypstöðvar gátu farið að fá laust sement á tankbílum hætti pokasementið svokallaða að flytjast inn og þannig var sementið frá Akranesi almennt notað. Sementsverksmiðjan flutti þó inn gjall frá Aalborg Portland og malaði á Akranesi. Var það sement kallað danskt hraðsement og líkaði mjög vel. Var það ekki eins viðkvæmt fyrir alkalíverkun og íslenska portland sementið frá Akranesi en hráefnið í það var dælt úr sjó og því salt . Þegar íslenska sementið blandaðist saman við sölt sjávarefni sem var dælt úr Hvalfirði var talin hætta á alkalíþenslu í steypu. Því var íslenskt sement lengi útilokað frá vandasömum verkefnum. Steinsteypunefnd og Rann­sóknastofnun byggingar­ iðnaðar­ins og verkfræðingar Sements­­verksmiðjunnar beittu sér fyrir kísil­ryk­íblöndun í sem­entið frá Akranesi sem reyndist happa­ spor því íslensk steypuframleiðsla var með ágætum síðan.“


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

17

í Noregi , sem er aftur hluti af Heidelberg Cement og starfaði á Akranesi fram til ársins 2012 en 2013 yfirtók Akraneskaupstaður Sementsverksmiðjureitinn og lauk þar með framleiðslu þar þó þaðan sé enn afgreitt innflutt sement frá Noregi.“

Sements­ markaðurinn að dafna með batnandi efnahagslífi

Tankar Aalborg Portland í Helguvík og framan við þá einn tankbíla fyrirtækisins. Bjarni segir að Aalborg Portland hafi farið að hasla sér völl á Íslandi árið 2000. Fyrst með innflutningi á pokasementi og stórsekkjasementi sem var látið á tankbíla í Reykjaneshöfn og gat fyrirtækið þá farið að bjóða steypustöðvum laust sement. Síðan voru byggð síló í Helguvík og gat þá fyrirtækið

farið að senda sement laust til landsins í tankskipum.sem gátu dælt því á land og til afgreiðslu í flutningabíla. Starfsemin fór hægt og bítandi vaxandi og fyrirtækið Aalborg Portland á Íslandi var til þjónustu reiðubúið í samkeppni við Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi.

,,Fyrir sementsþörfum Íslend­ inga var því vel séð enda fór nú bygginga­bóla að þenjast út á Íslandi sem allir vita að sprakk svo með hvelli síðla árs 2008. Markaður­inn hrundi og næstu ár var lítið steypt. Sementsverksmiðjan á Akranesi var seld um þetta leyti til BM Vallár og Norcem

,,Nú er efnahagslífið óðum að taka við sér og hefur sementsmarkaður s.l. ár farið vaxandi aftur. Vonandi verður sá vöxtur hægari og jafnari næstu ár en varð raunin á árunum fyrir 2008 þegar efnahagskerfið yfirhitnaði sem endaði með ósköpum. Aalborg Portland stendur á gömlum merg og stóð af sér þessa erfiðleika. Aalborg Portland á Íslandi fékk vottað gæðakerfi skv. ISO 9001-2008 sem er hluti af vottun móðurfélagsins í Danmörku. árið 2015. Aalborg Portland þjónar nú viðskiptavinum sínum og íslenskum byggingariðnaði um allt land frá starfstöðvum sínum í Helguvík, á Akureyri og á Reyðarfirði. Þjónustusvæðið er allt Ísland og býður fyrirtækið fram 5 sementstegundir sínar sem eru

Aalborg White , Lavalkalisement, Mester sement,Basis sement og Rapid. Sú sementstegund sem mest er selt af á Íslandi er Rapid sement og er það flutt með tankbílum til steypustöðva. Einnig setur Aalborg Portland Rapid sement í stórsekki sem vega 1,5 tonn. Stórsekkjum er dreift frá Helguvík og á Akureyri.“ Að sögn Bjarna felst helsti styrkleikur starfseminnar á Íslandi í jöfnum og góðum vörugæðum, góðum viðskiptavinum og ekki síst frábæru samstarfsfólki sem leggur sig fram við að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins. Steinsteypa er fyrir löngu orðið eitt helsta byggingarefni landsmanna og einnig það sparnaðarform einstaklings sem heldur verðgildi sínu hvað lengst og er í þokkabót nokkuð vel verðtryggt. Flestir byggja einhvern tímann á ævinni og sumir oft. Eign fyrir alla er slagorð sem oft heyrist en það þýðir í raun íbúð fyrir alla. Og íbúðir eru yfirleitt úr steinsteypu sem ekki brennur eins og timburhús og endist líklega mannsaldra. Slagorð Aalborg Portland er ,,Byggt til framtíðar.“ Aalborg Portland er því áreiðanlega komið til að vera á Íslandi í náinni framtíð.

Mikil eftirspurn eftir sumarbústöðum á Suðurlandi Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 512 3600

. . . 20 - 3 0

-

REYNSLA • TRAUST • ÁRANGUR Í

40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100...

Átt þú stórafmæli á árinu 2016? Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð. Gisting fyrir tvo á aðeins 2016 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins.

Nánari upplýsingar á www.hotelranga.is/storafmaeli Vinsamlega skráið ykkur á póstlistann okkar og fáið fréttir um spennandi tilboð og viðburði.

39 ÁR


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

18

ÞORLÁKSHÖFN OG ÖLFUSIÐ

Glæsileg íþróttamannvirki og snyrtilegt tjaldstæði í Frítt yrir df sun ra og 16 á gri yn

Sandströnd, fjara, hellar, klettar, bryggja, gönguleiðir og skemmtileg leiksvæði.

Fjölskyldan getur átt góðar samverustundir í Ölfusinu. Fáðu hugmyndir á www.olfus.is/gestir-og-gangandi SVEITARFÉLAGIÐ

ÖLFUS Lifandi sveitarfélag


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

19

Matsáætlun lögð fram um 13 vindmyllur í Þykkvabæ Biokraft energie, frumkvöðull í hagnýtingu á vindorku á Íslandi, hefur lagt fram fram mats­áætlun vegna Djúpárvirkjun-Vind­orku­ garður. Fyrirtækið Bio­kraft hyggst reisa 13 vind­myllur í nálægð við núverandi vind­myllur við Þykkva­bæ. Þessar vind­myllur eru ívíð stærri um sig en fyrstu tvær myllurnar og auðvitað mun afl­meiri. Mastur hverrar vind­ myllu yrði allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metra. Hæsti punktur spaða í toppstöðu er 149 metrar á móti 74m á fyrstu myllunum. Fræðileg hámarksgeta nútíma vindtúrbínu til raforkuframleiðslu er í kringum 80 – 98%, en framleiðslan er háð vindhraðanum sem knýr túrbínuna. Að meðaltali er venjuleg árs­framleiðsla í kringum 24% af fræði­legri hámarks­getu á landi og 41% á sjó (EWEA, 2015). Í Þykkva­bæ hefur meðal­­fram­ leiðsla vindmyllanna frá upphafi verið 42%, sem bendir til að þar

Verkefnið er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Þessi tillaga að matsáætlun er fyrsta skrefið í matsferlinu. Í tillögunni er fjallað um fyrir­ hugað verkefni, gerð grein fyrir staðháttum á svæðinu og sett fram áætlun um mat á umhverfisáhrifum. Frá nýju tengivirki á svæðinu þarf að leggja 12 km 66 KV kapal uppá Hellu til að tengjast dreifikerfi Landsnets. Á sjálfu virkjanasvæðinu þarf að byggja spennustöð, þar sem spennan frá vindmyllunum er 11 – 33 KV. Allir strengir frá myllunum til spennustöðvar eru jarðstrengir. Spennistöðin yrði líklega staðsett á norðausturenda svæðisins og yrði í stálgrindahúsi, um 100-200 m2 að stærð. Athugað var svæði á svonefndu Gljástykki en mótmæli komu fram gegn þeirri staðsetningu og kemur hún því ekki til álita. Tillöguna í heild má kynna sér á vefsíðunni www.biokraft.is.

Í Búrfellslundi. Búast má við að þar fjölgi vindmyllum verulega á næstu árum enda mjög umhverfisvæn raforkuframleiðsla.

Mannvit er ráðgjafi Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum Búrfellslundar Landsvirkjun fyrirhugar upp­­ byggingu vind­myllu­garðs ofan við Búr­fell í Búr­fells­lundi. Unnið hefur verið að rann­sóknum og mati á umhverfis­áhrifum um nokkurt skeið og liggja helstu niður­stöður nú fyrir í frum­mats­skýrslu og með rafrænum hætti á netinu. Markmið Landsvirkjunar er að vinna að matinu á gagnsæjan hátt til þess að stuðla að opinni umræðu og auðvelda hagsmunaaðilum, fag­stofnunum og al­menningi að kynna sér verk­efnið og koma á fram­færi athuga­semdum. Með það fyrir augum ákvað Lands­ virkjun að setja skýrsluna jafnframt

fram með rafrænum hætti, en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert í mati á umhverfisáhrifum á Íslandi. Vefútgáfa matsskýrslu Landsvirkjunar er að finna hér. Rafræna skýrslan sýnir á mjög myndrænan hátt hver umhverfisáhrif vindlundarins eru á mismunandi þætti sem til skoðunar eru. Landsvirkjun rekur tvær vindmyllur við Búrfell í rannsóknarskyni sem ná nýtingarhlutfalli sem er með því hæsta sem gerist á heimsvísu. Mannvit er ráðgjafi Lands­ virkjunar í mati á umhverfisáhrifum Búrfellslundar og kom einnig að

nokkrum sérfræðiathugunum sem unnar voru í tengslum við um­hverfis­ matið m.a. hljóðvist, lands­lag og ásýnd. Jafnframt sá Mannvit um framsetningu rafræns hluta mats­ skýrslunnar. Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar. Hjá því starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Skipulagsstofnun auglýsti skýrsluna 14. október sl. og rann frestur til athugasemda til Skipulagsstofnunar út 25. nóvember sl.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

u ð f e g Núverandi vindmyllur í Þykkvabæ.

séu mjög hentugar og betri en aðstæður en úti á sjó. Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður í byggð á Íslandi. Árið 1920 var Djúpósstífla reist í Hólsá en virkjunarstæðið liggur í gamla árfarveginum. Virkjunin nefnist Djúpárvirkjun og er um 330 hektarar að stærð og staðsett rétt um 2,3 km norðan við Þykkvabæ í svokallaðri Austurbæjarmýri í talsverðri fjarlægð frá þéttbýli. Einnig eru spildur úr landi Jaðars, Hábæjar-1 og Hábæjar-2 í svæðinu sem eru samliggjandi Austurbæjamýri. Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts. Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er auðséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.

Virkjun rísi í sátt við umhverfið

Forsvarsmenn Biokrafts vænta þess að umhverfismat leiði til þess að þessi virkjun rísi í sátt við umhverfi sitt og íbúa á svæðinu. Þetta er nálægt fimm milljarða króna fjárfesting á þessu svæði sem leiðir óhjákvæmilega til hagvaxtar á svæðinu sem mörgum finnst ekki af veita í dag. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að Djúpárvirkjun er 100% endurheimtanleg framkvæmd. Hægt er að taka myllurnar niður að afskriftatímabili loknu, sem er kannski þriðjungur af mannsævi, og sést þá ekkert eftir á svæðinu sem flokkast gæti undir umhverfisrask en þá hættir auðvitað líka öll arðgjöf en landið verður aftur eins og það var. Hvaða sjónarmið verða þá uppi eða hver verður afstaða fólks til grænnar orkuöflunar leiðir tíminn að sjálfsögðu í ljós.

Heilsuúrin sem hreyfa við þér!

vívoactive

Hvort sem það er einfaldleikinn við vívofit 2 sem þarf ekki að hlaða, snjallsímalausnir og innbyggði púlsmælirinn í vívosmart HR eða GPS móttakarinn og golfvellirnir í vívoactive þá eiga heilsuúrin frá Garmin það sameiginlegt að hreyfa við þér. Láttu Garmin hreyfa við þér, þinn líkami á það skilið!

Verð 46.900

vívosmart HR Verð 26.900

vívofit 2 Verð 19.900

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

20

Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru, eða kannski hvort tveggja? Síðastliðin 25 ár eða svo hefur hækkun hitastigs á jörðinni verið mikið á dagskrá. Alþjóðlegar ráðstefnur hafa verið haldnar og ráðstefna hófst í byrjun mánaðarins í París. Þar komu tugþúsundir manna saman og ræddu áhrif koltvísýrings á hitastig jarðar. Umræður um losun koltvísýrings (kolsýru eða CO2) af mannavöldum hafa vakið áhuga margra á að kynna sér ástæður veðurfarsbreytinga í nútíð og fortíð. Miklar breytingar á veðurfari hafa orðið að því er virðist ,,af sjálfu sér“ sé litið hundruð eða þúsundir ára aftur í tímann. Auðvitað gerist slíkt ekki af sjálfu sér, eitthvað hlýtur að koma ferlinu af stað. Getur verið að þetta ,,eitthvað“ sé einnig að hafa áhrif á veðrið á þessari öld? Hvað er þetta ,,eitthvað“? Getum við búist við að það muni haga sér á sama hátt og það hefur gert oft áður, þ.e. komið, staldrað við og horfið síðan á braut? Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur hefur skoðað nánar hvað hefur verið á seyði undanfarin árþúsund og jafnvel enn í dag.

Hitafar frá síðustu ísöld fyrir um 11.000 árum

Mynd 1 sýnir niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Með rannsóknum á magni samstætna súrefnis (oxygen isotopes) hefur verið hægt að áætla hitastig á yfirborði jökulsins þúsundir ára aftur í tíma. Þessi ferill nær yfir 11.000 ár, þ.e. aftur til loka ísaldar þegar þykk íshella þakti stóran hluta jarðar. Ferillinn nær þó af mælitæknilegum ástæðum aðeins til ársins 1854, en hefur verið mjög lauslega framlengdur til dagsins í dag með strikuðu línunni lengst til hægri. Svæðin sem merkt eru með grænu eru sérlega áhugaverð. Lengst til hægri eru hlýindin sem glatt hafa okkur undanfarna áratugi og kallast Modern Warm Period. Fyrir um 1000 árum var annað hlýskeið sem stóð nokkra áratugi og kallast Medieval Warm Period. Þá var jafnvel enn hlýrra en í dag. Fyrir 2000 árum, meðan á Roman Warm Period stóð, var svo enn hlýrra og mun hlýrra var fyrir rúmum 3000 árum á tímabili sem kallað er Minoan Warm Period. Hvað veldur þessum áratugalöngu hlýskeiðum sem hafa komið reglulega með um 1000 ára millibili og stóðu aðeins fáeina áratugi? Við getum skyggnst lengra aftur í tíma og sjáum að fyrir 7000 og 8000 árum var lang hlýast frá því er ísöld lauk. Holocene Climate Optimum kallast sá tími. Áleitnar spurningar vakna þegar horft er á þessa mynd frá Grænlandsjökli. Hýindin fyrir 1000, 2000, 3000, o.fl. árum voru örugglega ekki af mannavöldum. Þetta voru heitari tímabil en við upplifum nú. Hvernig getum við verið viss um að hlýindin nú stafi að mestu leyti af hegðun okkar? Getur ekki verið að núverandi góðæri í veðurfari undanfarið stafi af sömu orsökum og oft áður?

Er ekki full ástæða til að velta fyrir sér hvaða náttúrulegu ástæður hafi valdið þessum hitasveiflum á undanförnum árþúsundum og hvort að náttúran sé ekki enn að verki? Minni okkar er stutt, og sjálf skynjum við ekki nema nokkra áratugi til baka. Ef til vill er það þess vegna sem menn hafa einblínt á gróðurhúsaáhrif vegna aukningar koltvísýrings í andrúmsloftinu. Þessi kenning hefur verið mjög vinsæl, það vinsæl að ekki hefur verið hlustað nægilega vel á gagnrýni sem komið hefur fram frá virtum vísindamönnum í loftslagsfræðum og stjarneðlisfræði sem telja að náttúran eigi stóran þátt í breytingum, nú sem á öldum áður.

Breytingar síðan Ísland var numið

Breytingar í veðurfari á síðustu öldum eru vel þekktar. Sjá mynd 2. Á landnámsöld var jafnvel hlýrra á jörðinni en í dag, Ísland var þá viði vaxið milli fjalls og fjöru og vínviður óx jafnvel í Englandi. Þá voru hinir miklu landafundir norrænna manna, sem ekki víluðu fyrir sér að sigla í opnum bátum landa og heimsálfa á milli. Leifur heppni Eiríksson fann Vínland þar sem vínviður óx. Eiríkur rauði stofnaði byggð í Grænlandi árið 985 er hann sigldi með 25 skip Íslendinga þangað. Fundist hafa merki um ræktun korns þar og ölgerð þessara norrænu manna. Eftir um 1200 fór heimurinn að kólna. Þá gekk í garð langt tímabil sem menn hafa nefnt ,,Litlu ísöldina.“ Mikil harðindi urðu á Íslandi, byggð norrænna manna í Grænlandi leið undir lok og kuldinn var það mikill í Englandi að Thames lagði sum árin á vetrum. Áhrifa litlu ísaldarinnar gætti um allan heim næstu aldirnar. Um 1900 fer heimurinn að hlýna á nýjan leik og hefur sú þróun haldist til dagsins í dag, - með rykkjum þó. Við vitum hvernig ástandið var hér á landi seint á 19. öld þegar vesturferðir Íslendinga stóðu sem hæst, og fólk flúði harðindi og fátækt sem af því leiddi. Við höfum heyrt af frostavetrinum mikla 1918, síðan komu veruleg hlýindi fram að stríðsárum, þá nokkur kólnun fram til um 1975 er fer að hlýna aftur. Auk þessara breytinga eru smá sveiflur frá ári til árs, sem eru breytilegar frá einu landi til annars, eins og við könnumst við. Hér á norðurslóðum, þar sem meðalhiti ársins er ekki nema nokkrar gráður yfir frostmarki, erum við miklu næmari fyrir smávægilegum hitafarsbreytingum en sunnar í álfunni þar sem ársmeðalhitinn er mun hærri. Hvenær lauk Litlu ísöldinni? Um það má deila, sumir miða við árið 1900 og enn aðrir vilja meina að frostaveturinn 1918 hafi verið dauðakippir þessa langa kuldaskeiðs.

Hlýnun síðastliðin 150 ár frá Litlu ísöldinni

Samkvæmt mælingum er talið

að hitastig jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,8°C síðan um 1850. Hvers vegna 1850? Jú það er vegna þess að sæmilega áreiðanlegar eldri mælingar á lofthita eru ekki til. Þá var Litlu ísöldinni ekki lokið. Verulegur hluti þessa tímabils, um það bil hálf öld, tilheyrir Litlu ísöldinni. Skekkir það ekki aðeins myndina? Menn hafa af því miklar áhyggjur að meðalhiti jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,8 gráður á 150 árum? Hver vill fullyrða að um 1850, á síðustu áratugum Litlu ísaldar, hafi veðurfar verið ,,rétt” og öll hækkun hita síðan þá sé ,,röng” og hættuleg? Það merkilega er að þetta er kjarninn í umræðunni um loftslagsmálin. Við sjáum greinilega á hitaferlinum frá Bresku Veðurstofunni að Litlu Ísöldinni lýkur ekki fyrr en um 1920, þá verður mjög hröð hlýnun fram að 1945, síðan kyrrstaða til um 1975 er hitinn fer að rísa hratt til ársins 2000, og að lokum kyrrstaða til dagsins í dag. Eftirtektarvert er að á tímabilinu 1920 til 1945 er álíka hröð og álíka mikil hækkun á hitastigi og á tímabilinu 1975 til 2000. Hvort tveggja 25 ára tímabil. Það er umhugsunarvert að losun manna á koltvísýringi var tiltölulega lítil fyrr en eftir miðja síðustu öld er losunin fór hratt vaxandi. Það flækir auðvitað málið dálítið. Var það kannski náttúran sem var að verki á fyrra tímabilinu og mannfólkið á hinu síðara? Eða á náttúran einhvern þá í hitabreytingunum yfir allt tímabilið? Það hefur hún alltaf gert. Við tökum eftir því að meðalhitinn yfir allt tímabilið er nokkurn vegin sá sami og mældist í kyrrstöðunni 1945-1975. Væri ekki eðlilegra að miða hækkun lofthitans við það tímabil frekar en Litlu Ísöldina eins og gert er? Þá væri hækkunin sem við værum með áhyggjur af um það bil 0,5 gráður í stað 0,8 gráður.

veðurbreytingum víða um heim. Koltvísýringur er ekki eitraður. Hann er undirstaða alls lífs á jörðinni. Án hans yxi ekki grænn góður og matvælaframleiðsla væri engin. Dýralíf lítið sem ekkert og víst er að við værum ekki hér. Með hjálp sólar vinna plönturnar mjölvi og sykur úr koltvísýringnum og losa frá sér súrefni. Lífsandi plantanna er koltvísýringur, en okkar lífsandi er súrefnið. Án grænu plantanna væri ekkert súrefni og því ekkert dýralíf. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu eykur verulega vaxtarhraða gróðurs. Það hefur mjög jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu heimsins. Ekki veitir af. Hér á landi hefur gróðri fleygt fram á undanförnum árum. Skógarmörk hafa hækkað og víða má sjá sjálfsáð tré vaxa upp þar sem áður var auðn. Við getum þakkað það bæði hækkuðum lofthita og auknum styrk koltvísýrings.

Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur, starfsmaður og meðeigandi verkfræðistofunnar Verkís. Hann hefur skrifað fjölmarga pistla og greinar um loftslagsmál síðastliðna tæpa tvo áratugi. Hann hefur sem áhugamaður um himingeiminn sérstaklega kynnt sér áhrif breytilegrar sólar á loftslag jarðarinnar.

Íslenskir gróðurhúsabændur vita að hægt er að auka framleiðsluna verulega með því að losa koltvísýring inn í gróðurhúsin. Aukinn styrkur koltvísýrings og hærri lofthiti hafa gert það að verkum að gróður jarðar hefur aukist. Hún er að verða grænni samkvæmt gervihnattamyndum. Um það má lesa á vefsíðu NASA sem nefnist Global Garden Gets Greener.

www.climate4you.com

Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Skammvinn hlýskeið eru sýnd með grænu.

Hnattrænn meðalhiti 1850-2014

Kyrrstaða hlýnunar frá aldamótum

Náttúran hefur verið að stríða okkur frá aldamótum, því eitthvað veldur því að meðalhiti jarðar hefur meira og minna staðið í stað frá aldamótum eins og sést á mynd 5, þrátt fyrir sívaxandi losun manna á koltvísýringi CO2. Hitamælingar á lofthjúpnum fara í aðalatriðum fram á tvennan hátt: Með hefðbundnum hitamælum á veðurstöðvum víða um heim og frá gervihnöttum. Mælingar frá gervihnöttum hafa það fram yfir kvikasilfursmælana að gervihnettirnir mæla yfir allan hnöttinn nema pólsvæðin, byggð ból, hafið, eyðimerkur, fjöll og firnindi. Svokölluð þéttbýlisáhrif trufla ekki þær mælingar, en við vitum flest hve miklu heitara er innan borgarmarkanna en utan þeirra. Þessar mælingar frá gervihnöttum ná þó aðeins aftur til ársins 1979. Á þeim má greina áhrif frá stórum eldgosum og fyrirbærum í Kyrrahafinu sem kölluð eru El Niño og La Niña. Um þessar mundir er öflugt El Niño í gangi sem veldur nokkurra mánaða hækkun hitastigs og

Hnattrænar hitabreytingar síðastliðin 2000 ár.

Myndin er frá Bresku veðurstofunni Met Office. Hún sýnir frávik í meðalhita tímabilsins 1850 til 2014. Á þessum tíma hefur styrkur koltvísýrings aukist frá 0,03% í 0,04%.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

21

Kötlugos getur valdið miklu vatnstjóni í Vík - heimamenn vilja varnarmannvirki Kötlugos er gos í megin­ eldstöðinni Kötlu sem staðsett er í suðaustanverðum Mýrdalsjökli. Kötlugos hafa að meðaltali orðið tvisvar á öld, Kötlugos frá landnámi eru um það bil 20 talsins. Síðasta Kötlugos var árið 1918. Miklar líkur, eða yfir 20%, eru taldar á Kötlugosi innan tíu ára. Til gamans má geta þess að Kötlugos hófst 17. október 1755, eða fyrir 260 árum, en einnig nákvæmlega þann sama dag í haust fór fram Kötlugos í Reykjanesbæ, en þar fór fram Kötlumót, söngmót sunnlenskra karlakóra með þátttöku 15 kóra, en Katla er samband sunnlenskra karlakóra. Kötlugos virðast nokkuð árstíðabundin, hefjast frá júní fram í nóvember, en Kötlugosið 1918 hófst 12. október en því lauk 5. nóvember.

m.a. innst í Skaftártungum en þar lagðist byggð af eftir gosið 1918.

Þykk leðja flæði um götur í Vík

,,Í dag er helst að óttast vatnsflóð í Vík ef til Kötluhlaups kemur en það verður ekkert tært vatn heldur þykk leðja sem ylli miklum skaða, en ekki mjög djúp eða liðlega meter að þykkt. Að öðru leyti hlypi jökullinn fram á Mýrdalssand í afar vatnsmiklu jökulhlaupi og til sjávar vestan og austan megin til Hjörleifshöfða, ef að líkum lætur. Hægt er að takmarka tjón sem af eldgosi verður með gerð varnargarða, en slík vinna hefur því miður ekki farið í gang og vegna eldgoss í Holuhrauni norðan Vatnajökuls hafa allar vangaveltur, hvað þá framkvæmdir, ekki

Horft til Mýrdalsjökuls. Undir honum hefur Katla sofið í 98 ár. Íbúar í nágrenni við Vík í Mýr­dal taka þó öllum váfréttum með mikilli ró. Bændur í Mýr­dals­ hreppi segjast vissir um að það gjósi, en ekki hvenær, en það sé best fyrir land­búnaðinn að gos kæmi að hausti. Verst væri að gos kæmi að sumri meðan allt fé væri enn á fjalli. Á sögulegum tíma hefur Katla gosið 20 sinnum. Frá og með gosinu 1580 er sagan auðraktari og eru þá m.a. komnar til ýmsar ítarlegri ritaðar heimildir. Kötlugosin raða sér þannig: 1580, 1612, 1625, 1660, 1721, 1755, 1823, 1860 og 1918. Ekki er loku fyrir það skotið að gosið hafi undir jökli á þessum tíma en slík gos mynda ekki öskulög. Eldgos þessi stóðu yfir í 13-120 daga en meðaltalshlé á milli sögulegra Kötlugosa (miðað við um 20 gos) er nálægt 50 árum. Stærsta gosið sem vitað er um með vissu eftir 11. öldina kemur upp árið 1755. Þá spúði eldfjallið a.m.k. 1,5 rúmkílómetrum af gjósku, en það rúmmál er 50% meira en kom upp úr Heklu 1947 (þar er stór hluti hraun), og meira en tvöföldu því magni sem upp kom í Kötlugosinu 1918.

hafist,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Ásgeir bendir á að eitt sé þó öruggt, með hverjum degi styttist í næsta Kötluhlaup. Innanríkisráðuneytið, lögreglan og Vegagerðin þurfi að taka höndum saman, og það sem allra fyrst. Sveitarstjórn hefur fundað m.a. með lögreglunni og sveitarstjóri fór fyrir skömmu suður í innanríkisráðuneyti til viðræðna um þessi mál með minniblað sveitarstjórnar í farteskinu. Sveitar­s tjórn Mýrdals­h repps telur að hægt yrði að koma í veg fyrir þetta með tiltölulega lágum varnar­garði við Uxafótarlæk. Þetta kemur fram í minnis­blaði sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Í minnisblaðinu segir að menn hafi lengi haft áhyggjur af stöðu þorpsins í hamfaraflóði í tengslum við Kötlugos. Ekki hafi legið fyrir gögn um það fyrr en nú þegar Vegagerðin hafi látið framkvæma svo­kallaða hermun á flóðum sem kynnu að fylgja Kötlu­gosi til að meta áhrif þeirra á samgöngu­ mannvirki. Vegagerðin hafi einnig látið gera líkan sem taki til áhrifa slíkra flóða á byggðina í Vík.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Hvað á sveitarfélagið að heita? Þjófafoss í Þjórsá er talinn hafa fengið nafn af því, að þar hafi þjófum verið drekkt. Tröllkonuhlaup er fell milli nokkurra kletta, sem stóðu upp úr ánni eins og stiklur. Nafn þessa foss er skýrt í þjóðsögunni um Gissur í Botnum, en þar segir að tröllkerlingin í Búrfelli hafi fleygt þessum klettum út í Þjórsá til að geta stiklað yfir ána þurrum fótum, þegar hún fór að heimsækja systur sína í Bjólfelli. Ekki er líklegt að sveitarfélagið muni fá nafn frá þessum fossum en mörgum finnst eðlilegt að það fái nafn tengt Þjórsá.

Þann 20. október sl. rann út frestur til að skila inn tillögum að nafni á sveitarfélagið. Alls bárust 56 gildar tillögur um átta nöfn. Eru þau eftirtalin í stafrófsröð samkvæmt áður samþykktu ferli: • Eystri-byggð • Eystri – hreppur • Vörðubyggð • Skeiða- og Gnúpverjahreppur • Þjórsárbakkar • Þjórsárbyggð • Þjórsárhreppur • Þjórsársveit.

Samþykkt var í sveitarstjórn að kjósa milli áðurnefndra átta nafna, að fengnu samþykki Örnefna­ nefndar. Þangað hefur sveitarstjóri þegar sent erindi þess efnis. Þegar niðurstaða Örnefnanefndar liggur fyrir verður listi með þeim nöfnum sem samþykkt verða, afhentur kjörstjórn sveitarfélagsins og henni falið að undirbúa kosningu milli þeirra. Samþykkti sveitarstjórn samhljóða að halda opinn kynningar­fund um kosninga­ ferlið sem fyrst eftir að niðurstaða Örnefna­nefndar liggur fyrir.

Sú meginbreyting hefur orðið á störfum Örnefnanefndar með nýjum lögum að hún annast ekki lengur veitingu leyfa vegna nafna á nýjum lögbýlum eða breytingu á eldri nöfnum. Tilkynningar um ný nöfn eða óskir um breytingar þurfa að berast viðkomandi sveitarfélagi. Örnefnanefnd hefur eftirlit með nýjum eða breyttum nöfnum og getur fellt úrskurði þar að lútandi ef henni þykir þörf á eða ef ágreiningi um nafn hefur verið vísað til hennar. Fyrirspurnum um nöfn eða nafngiftahefð má beina til Nafnfræðisviðs Árnastofnunar.

Sundlaugin Hellu Sælureitur

Vík í Mýrdal.

á Suðurlandi Sími / Tel. 488 7040 Eldstöðin Katla er hluti af stærra eldstöðvakerfi sem er um 80 km langt og um 30 km breitt þar sem það er breiðast og nær frá Mýrdalsjökli í suðri norður fyrir Eldgjá í norðri. Gosin eru öflug þeytigos með gjóskufalli, jökulhlaupum, eldingum og jarðskjálftum. Eldgos í Kötlu hafa í gegnum tíðina valdið þungum búsifjum sökum mikils gjóskufalls og jökulhlaupa. Byggð hefur á nokkrum stöðum lagst af,

Heimamenn vilja varnarmannvirki

Sveitarstjórnin fer þess á leit við fjárlaganefnd að fjármagni verði veitt til að undirbúa varnarmannvirki strax á næsta ári en viðræður milli hennar, innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Almanna­ varnardeildar eiga að hefjast í haust. Það kann að reynast of seint ef Katla bærir fljótlega á sér.

Sauna Heitir pottar --Sauna Hot pools

Sumaropnun / Opening Hours: Virka daga / Mon - Fri: 6:30 - 21:00 Laugard.-Sunnud. / Sat-Sun: 10:00 - 19:00

Vetraropnun / Opening Hours:

Virka daga / Mon - Fri: 6:30 - 21:00 Laugard. - Sunnud. / Sat - Sun: 12:00 - 18:00


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

22

„Fjölbreytni og umsvif í atvinnu­lífi á Suður­ nesjum hefur aukist mjög að undan­förnu“

segir Magnús Stefánsson, bæjar­stjóri í sveitar­félaginu Garði Magnús Stefánsson hefur verið bæjarstjóri í sveitarfélaginu Garði síðan 2012. Magnús var sveitarstjóri í Grundarfirði og síðan alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 1995 til 2009, með hléum þó, og félags­m álaráðherra 2006 til 2007. Hann þekkti því vel til sveitarstjórnarmála þegar hann tók við starfi bæjarstjóra Í Garði.

,,Fjárhagsleg staða sveitar­ félagsins er mjög góð. Skulda­hlutfall í árslok 2016 verður um 40%, þ.e. hlutfall heildarskulda og skuldbindinga miðað við heildartekjur. Nú er verið að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun næsta árs. Bæjar­ stjórn mun afgreiða fjárhags­ áætlunina við síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi 2. desember nk., þ.e. í dag. Íbúafundur var í Gerðaskóla fyrir skemmstu þar sem farið var yfir fjárhag og áætlanir sveitarfélagsins. Á íbúafundinum voru einnig kynntar hugmyndir og áform um starf­semi og rekstur ferðaþjónustu á Garðskaga. Bæjarstjóri var spurður hver væri fjárhagsstaða sveitarfélagsins Garðs. Eru skuldir þess undir 150% markinu sem Samband íslenskra sveitarfélaga setur? ,,Fjárhagsleg staða sveitar­ félags­ins er mjög góð. Skulda­ hlut­fall í árslok 2016 verður um 40%, þ.e. hlutfall heildarskulda og skuldbindinga miðað við

heildartekjur. Þetta skuldahlutfall má ekki vera hærra en 150% af heildartekjum samkvæmt fjár­mála­ reglum sveitar­stjórnar­laga.“ Er stærð sveitarfélagsins Garðs heppileg hvað varðar þá þjónustu sem veita þarf íbúum sveitarfélagsins? ,,Sveitarfélagið Garður veitir sínum íbúum alla þá þjónustu sem því ber að veita, jafnt lögbundna þjónustu sem aðra. Stærð sveitar­ félagsins stendur vel undir því.“ Eru einhverjar líkur á að efnt verði til kosninga um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesja, tveggja eða fleiri? ,,Þetta er spurning sem ég get ekki svarað á annan hátt en þann að ekkert slíkt er í farvatninu núna, hvað sem framtíðin ber í skauti sér.“ Innan tíðar rís stóriðja í Helguvík. Er það óhagræði sveitarfélagsins að hafa orkufrekan iðnað svo nærri, eða er þetta kostur vegna fremur fábreytts atvinnulífs í dag? ,,Fjölbreytni og umsvif í atvinnulífi á Suðurnesjum hefur aukist mjög að undanförnu og eftirspurn eftir starfsfólki er mikil, í ýmsum greinum atvinnulífsins. Hvað varðar uppbyggingu á orku­ frekum iðnaði við Helguvík, við sveitarfélagsmörk Garðs, þá má gera ráð fyrir því að einhverjir þeir sem þar munu starfa hafi búsetu í Garði, sem mun styrkja sveitarfélagið. Það er alltaf kostur þegar uppbygging á sér stað í atvinnulífinu og störfum fjölgar, með því eykst fjölbreytnin og það styrkir enn frekar stoðir sveitar­félaga.“ Deilur hafa staðið milli sveitar­ félaga í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum um framtíð dvalar­heimilis Garðvangs í Garði. Sandgerðingar standa með ykkur í því að tryggja fram­tíð heimilis­ins,

en hver er raun­veruleg staða máls­ins? Er sam­starf sveitar­ félaganna al­mennt í hættu? ,,Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum er gott og þau starfa saman að ýmsum mikilvægum verkefnum. Það mun halda áfram, enda eru sameiginlegir hagsmunir allra að samstarfið sé sem mest. Hvað varðar Garðvang, þá er það rétt að bæjarstjórnirnar í Garði og Sandgerði hafa staðið saman að því að beita sér fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis í Garðvangi. Hin tvö sveitarfélögin í samstarfinu, Reykjanesbær og Vogar, hafa beitt sér fyrir því að húsnæði Garðvangs verði selt og að þar verði ekki rekið hjúkrunarheimili í framtíðinni. Það er á ábyrgð ríkisins að aldraðir fái notið hjúkrunarþjónustu, en mörg sveitarfélög hafa tekið á sig ábyrgð og mikil fjárútlát til þess að tryggja að slík þjónusta sé til staðar. Staða málsins er sú að ekki liggur fyrir hvort eða hvenær ríkið veiti fjármagni til nauðsynlegra endurbóta á Garðvangi, til þess að húsnæðið uppfylli þær kröfur sem uppi eru um slíkt. Þá liggur heldur ekki fyrir að fjármagn komi frá ríkinu til rekstrar hjúkrunarheimilis í Garðvangi. Á meðan þessi staða er uppi þá er ekki hægt að fullyrða að hjúkrunarheimili verði rekið í Garðvangi, en bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðis hafa og munu beita sér fyrir því að svo verði, en grundvöllur fyrir því er að fjármagn til þess komi frá ríkinu.“ Hvaða framkvæmdir fara fram á vegum sveitarfélagsins á næsta ári? Er einhver uppbygging í ferðaþjónustu þar á meðal? ,,Þegar þetta viðtal fer fram

Myndtxt: Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

hefur bæjarstjórn ekki afgreitt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016, þannig að ekki liggur fyrir hvaða framkvæmdir verður farið í á næsta ári. Hins vegar, hvað varðar uppbyggingu í ferðaþjónustu, þá hefur undanfarið ár verið unnið að því að byggja upp ferðaþjónustu í Garði. Bæjarstjórn samþykkti stefnu í málaflokknum í upphafi þessa árs og hefur verið unnið eftir henni að undirbúningi ýmissa verkefna. Við höfum einbeitt okkur að því að auka þjónustu og starfsemi á Garðskaga, þar sem mikill fjöldi ferðafólks kemur á hverju ári. Til dæmis má nefna að yfir vetrartímann kemur mjög mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Garðskaga til þess að njóta norðurljósa og þessu fólki þarf að veita þjónustu. Þá má nefna að nýlega var samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt atvinnu-og þjónustusvæði í Útgarði, nærri Garðskaga. Aðilar hafa sýnt því áhuga að byggja þar upp hótel, sem vonandi verður að veruleika. Eins og víðar eru mikil sóknarfæri í uppbyggingu ferðaþjónustu í Garði, ekki síst þar sem Garður er í næsta nágrenni við Keflavíkurflugvöll og að mikil aukning hefur verið á umferð ferðafólks í Garðinn að undanförnu. Öruggt má telja að aukinn fjöldi ferðafólks muni sækja Garðinn heim í nánustu framtíð, og því mikilvægt verkefni

HVERAGERÐI

- blómstrandi bær!

að vinna að frekari uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Það er hins vegar ekki eingöngu verkefni sveitarfélagsins, því framkvæmd og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja fer best í höndum einkaaðila en sveitarfélagið mun leggja sitt af mörkum til að skapa umgjörð og forsendur fyrir blómlegri ferðaþjónustu í Garðinum,“ segir Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

Bæjarstjórn í fyrirtækja­ heimsóknir

Bæjarstjórn og bæjarstjóri heimsóttu hið myndarlega og öfluga sjávarútvegsfyrirtæki Nesfisk fyrir skemmstu. Stjórnendur fyrirtækisins tóku vel á móti gestunum, kynntu starfsemina og leiddu gestina um fyrirtækið. Nesfiskur er vel rekið fyrirtæki og í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í landinu. Starfsmenn eru vel á fjórða hundrað, sjómenn og landverkafólk og fyrirtækið er með vinnslu á þremur stöðum, í Sandgerði og Hvammstanga auk Garðsins. Nesfiskur hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilega aðstöðu í Garði. Bæjarstjórn hyggur á fleiri heimsóknir til fyrirtækja í Garði enda sé mikilvægt að bæjaryfirvöld séu í góðu sambandi við atvinnulífið í sveitarfélaginu.

Óskum Hvergerðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Holtakjúklingur óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

23

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna markahæst með 118 mörk

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Ljósmynd: Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í liði Selfoss í OLÍS-deild kvenna í handknattleik er markahæst í deildinni með 118 mörk eftir fyrri umferð mótsins en hlé er nú á mótinu fram í janúar nk. Hrafnhildi Hönnu er lýst sem góðum leikmanni varnarlega sem sóknarlega, sé sérstaklega útsjónarsöm og sívinnandi á vellinum, mjög góð fyrir liðsheildina. Hrafnhildur Hanna hóf að spila handbolta 5 til 6 ára gömul með eldri stelpum en handbolti er afar vinsæll í fjölskyldunni og margir iðkað íþróttina. Hún hefur einnig stundað fimleika og fótbolta en hallar sér nú að handboltanum. Hún var í A-landsliðshópnum sem fór nýlega í æfingarferð til Noregs þar sem keppt var við B-landslið Noregs. ,,Selfoss er í 7. sæti deildarinnar eins og er og við ætlum að gera betur en á síðasta leiktímabili þegar við lentum í 8. sæti. Það er nauðsynlegt því á næsta ári verður deildarskipt keppni, átta efstu liðin í vor munu leika í þeirri efstu. Keppnin nú er mjög jöfn, efstu liðin eru öll í einum hnapp, en líklega vinnur Grótta aftur deildina en Fram gæti einnig gert það. Þetta verður spennandi fram í síðustu umferð,“ segir Hrafnhildur Hanna. Fyrsti leikur Selfoss eftir áramót verður gegn Haukum 9. janúar nk. Karlalið Selfoss leikur í 1. deild karla, næst efstu deild, eru þar í 3. sæti og í bullandi möguleikum að komast upp í efstu deild næsta leiktímabil, haldi þeir sínu striki. Næsti leikur er gegn Mílunni 18. desember, derby-leikur, en svo er hlé fram til 5. febrúar vegna HM í handbolta, en þá verður leikið gegn ÍH.

óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Sveitarfélagið Vogar Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Búðu þig undir skapandi framtíð Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila.

Kynntu þér þjónustu okkar á arionbanki.is/fyrirtaeki Fyrirtækjaþjónusta Arion banka

2015 „Nú erum við búin að kaupa næstu jörð. Það bíða ótal tækifæri.“

2004 „Við vorum búin að vera kúabændur í 10 ár. Þá ákváðum við að breyta búinu í sveitahótel.“


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

„Aðsókn í annað nám en hefð­bundið nám til stúdents­ prófs minnkað og er það áhyggjuefni“ - segir Helga Kristín Kolbeins, skóla­meistari Framhalds­ skólans í Vestmanna­eyjum Framhaldsskólinn í Vestmanna­ eyjum var stofnaður 1979 og byggði meira og minna á samruna Iðnskólans í Vestmannaeyjum, Vélskólans í Vestmannaeyjum og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Stýrimanna­ skólinn í Vestmannaeyjum varð svo að sérstakri deild innan skólans haustið 1997. Þegar horft er til þeirra skóla er þarna runnu saman í einn, þá furðar víst engan að hinn nýi skóli yrði af þeirri skólagerð er nefnist fjölbrautaskóli, þar sem

jum. Framhaldsskólinn í Vestmannaey

í boði er nám af margvíslegasta toga. Boðið er bæði bók- og verknám, langt nám og stutt. Jafnframt fjölbrautakerfinu var

tekið upp áfangakerfi. Þá er námi í einstökum greinum skipt upp í einskonar námspakka, sem hver um sig er ætlaður til kennslu á einni önn. Grunnnám rafiðna veitir almenna og faglega undirstöðumenntun undir sérnám í rafiðngreinum, þ.e. rafeindarvirkjun, raf- og rafvélavirkjun, rafveituvirkjun og símsmíði og er jafnframt skilyrði til innritunar í sérnám þessara greina. Um er að ræða 80 eininga nám, bæði bóklegt og verklegt. Markmið grunn­náms málm­ iðngreina er að nemendur hljóti almenna og faglega undir­stöðumenntun til þess að takast á við sérnám til starfsréttinda í blikk­smíði, renni­ smíði, stálsmíði eða vélvirkjun. Meðal­námstími grunn­ námsins eru fjórar annir. Grunn­nám bygginga- og mannvirkjagreina veitir almenna og faglega undir­

24 stöðu­menntun undir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun/dúkalögn. Meðal­ námstími er ein önn í skóla. Helga Kristín Kolbeins, skóla­ meistari Framhaldsskólans í Vest­­manna­eyjum var spurð hvort Fram­halds­skólinn í Vest­­manna­ eyjum hafi staðið undir þeim vænt­ ingum sem til hans voru gerðar um iðn­nám á þeim 36 árum sem hann hefur starfað og segir hún að margt hafi auð­vitað breyst á þeim tíma. ,,Framhaldsskólinn í Vestmanna­ eyjum er skóli í stóru og rótgrónu sjávarútvegsplássi og starfsemi skólans tekur talsvert mið af því. Síðustu ár hefur aðsókn í annað nám en hefðbundið nám til stúdentsprófs minnkað og er það áhyggjuefni. Síðastliðin 5 ár hefur skólinn útskrifað yfir 200 nemendur en hlutfall útskrifaðra í starfsréttindanámi hefur einungis verið tæp 16%. En hlutfall nema í skólanum í dag sem eru í starfs­ réttindanámi er um 16%. Þegar við skoðum tímabilið frá 1984 til 2010 þá var útskriftarhlutfall úr starfsréttindanámi um 40%. Þannig að hlutfallslega eru það sífellt fleiri sem sækja í eitthvað annað en iðnnám. Með nýrri námskrá sem tók gildi í haust þá var brugðist við með að bjóða upp á stúdentspróf með verklegum áherslum. Það var enginn áhugi á því námi. Aðstaða til vélstjórnarnáms er mjög góð og í haust þá flutti Nýsköpunarmiðstöð Fablab smiðju sína í skólahúsnæðið með því verður aukin áhersla á nýsköpun og frumkvöðlanám í öllu námsframboði skólans.“

Grunnnám rafiðna og grunnnám málmiðna

Hvað eru starfræktar margar námsbrautir við skólann tengdar iðnnámi? Hvaða iðnnám er vinsælast í dag og hefur á þessum

Rangárþing eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hvolsvöllur

Náttúrufegurð ~

Helga Kristín Kolbeins skólameistari.

árum orðið mikil breyting á aðsókn á einstaka brautir? Hvernig skiptist aðsókn eftir námsbrautum? ,,Skólinn býður upp á vél­­ stjórnar­nám og útskrifar nem­endur með bæði A og B réttindi. Skólinn hefur boðið upp á nám í skipstjórn en ásókn í það nám er mjög lítil sem engin og skólinn hefur ekki útskrifað skipstjórnarmenn síðan 2009 en þá útskrifuðust 5 skipstjórnarmenn frá skólanum. Boðið er upp á grunnám rafiðna með reglulegu millibili og grunnám málmiðna. Sjúkraliðabraut er starfrækt og húsa­smíðanám hefur verið í boði í samstarfi við atvinnu­lífið í Vestmannaeyjum. Vélstjórnar­ námið er vinsælast. Unnið er samþættingu vélvirkjanáms við vélstjórnarbraut opnar það mikla möguleika á breiðara námsvali í málm­iðngreinum.“

Hefur einhverju námsframboði í iðngreinum verið hætt vegna slælegrar aðsóknar eða að engin hefur sóst eftir námi i þeirri iðngrein?

,,Aðsókn í annað nám en vélstjórn er mjög lítil sem engin.“ Veitir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum öllum skólavist sem eftir því sækja og uppfylla þau skilyrði sem sett eru? ,,Já, við höfum getað samþykkt alla sem hafa sótt um nám. En ljóst að það er að breytast og munum við þurfa að forgangsraða við inntöku nemenda.“ Skólameistari segir að nemendur komi einna helst úr Vestmannaeyjum en nemendafjöldi er í dag um 230 nemendur.

Hátíð í bæ á Selfossi Miðvikudaginn 9. desember sl. fóru fram jólatónleikarnir ,,Hátíð í bæ“ í IÐU á Selfossi. Fram komu 120 listamenn, söngfólk og hljóðfæraleikarar. Dúettinn Bessi og Dísa söngfólk frá Hvolsvelli og Vík í Mýrdal, Barnakór Hvolsskóla, Karlakór Selfoss, þríeykið og Selfyssingarnir Margrét, Iðunn og Bergþóra, Harmony þríeykið, stórsöngvararnir Davíð bassi og tenórinn Stefán Íslandi yngri,

sunnlenski nestorinn Labbi, söng­ dívan Hera Björk og Karítas Harpa Davíðs­dóttir. Tríó Vignis Stefáns­ sonar annaðist svo undir­leik á tónleikunum ásamt undir­­leikurum kóranna en kynnir var Sig­þrúður Harðardóttir úr Þorlákshöfn. Hér var á ferðinni sunnlensk menning og sunnlenskir listamenn í bland við landsþekkt listafólk sem færði öllum sem voru í IÐU sanna jólastemmningu.

CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA AfþreyiNg ~ MeNNiNg Barnakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnar kom fram á hátíðinni. Ljósmynd: Magnús Hlynur

SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM

Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is

ispan@ispan.is • ispan.is

FANNBERG fasteignasala ehf. Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur

Sími: 487 5028

Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

25

Aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra Sameiginlegur opinn íbúafundur Ásahrepps og Rangárþings ytra var haldinn í Menningarhúsinu á Hellu síðasta dag októbermánaðar. Sveitarfélögin Ásahreppur og Rangárþing ytra hafa undanfarin misseri unnið að endurskoðun allra samstarfsverkefna sveitar­ félaganna en markmiðið er að skapa skýran ramma utan um samstarfið, auðvelda stjórnun verkefna og ákvarðanatöku og búa samstarfsverkefnum traustan og hagfelldan grunn. Á fundinum var farið yfir þær tillögur sem liggja fyrir, m.a. um rammasamkomulag um samstarf sveitarfélaganna, byggðasamlög, þjónustusamninga, endurskoðuðum samþykktum Húsakynna bs. og Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. og samþykktir fyrir nýtt byggðasamlag Odda bs. Ágætlega var mætt á íbúafund og góðar umræður. Samráðsnefnd telur að texti fyrir rammasamkomulag og samþykktir fyrir byggðasamlögin sé nú tilbúinn fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórnum. Vinna þarf meira í þjónustusamningum sem fylgja sem viðaukar þannig að þeir geti komið til afgreiðslu samhliða fyrrgreindum tillögum á fundi sveitarstjórna nú í desember. Hreppsnefnd Ásahrepps gerir ekki athugasemd við tillögur að rammasamkomulagi um samstarf sveitarfélaganna Ásahrepps og Rangárþings ytra.

Nanna Jónsdóttir, sveitarstjóri Ásahrepps, segir að þessar við­ræður hafi átt sér stað allt frá árinu 2014 um endurnýjun húsakynna, m.a. grunn­­ skólanna, og ýmsa aðra sam­eigin­ lega þjón­ustu sveitar­félaganna tveggja. ,,Við höfum líka rætt um fræðslu­málin en allir fjórir skólarnir munu verða inni í þeim pakka.“

FitnessBox ími frír Alltaf hægt að byrja og

prufut

þess að það ta sem er í boði vegna fið er meðal þess bes rtakerfið og þolið. hja r fyri Fitness box æfingaker ng æfi in kom í heild og er full styrkjast. æfir allan líkamanninn st á heilbrigðan hátt og þeim sem vilja grenna Fitness box hentar vel ing) lfun (Cardio Aerobic Box i rslu á þol og styrktarþjá boð í áhe nig gur ein leg ið eru ar box tím ess Fitn lbreyttir ngum og léttu boxi. Fjö artímar lfun þjá með eigin þyngdar æfi rpu sko iklir ftm tímar og kra samhliða eins og stöðva l Training). (High Intensity Interva

Skuldlaust sveitarfélag í lok kjörtímabilsins. Þetta er mikið samstarf á ýmsum sviðum og því kannski eðlilegt að spyrja af hverju þessi tvö sveitarfélög sameinast í eitt sveitarfélag? ,,Samstarfið hefur verið mjög farsælt og við sjáum engan flöt á því að þau ættu að sameinast í dag. Það hefur raunar ekki einu sinni komið til tals. Fjárhagsstaða Ásahrepps er mjög góð, skuldir þess eru liðlega 30% af tekjum ársins og því langt frá því 150% marki sem Samband íslenskra sveitarfélaga setur. Við stefnum að því nú að sveitarfélagið verði skuldlaust í lok yfirstandandi kjörtímabils vorið 2018. Nú er verið að leggja síðustu hönd á lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu á vegum Ásaljós sem er algjör bylting í fjarskiptaþjónustu hér og bætir lífsgæðin og stuðlar að betri líðan íbúa Ásahrepps,“ segir Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri.

skeið

Nýtt nám

núar hefst í ja

UnglingaBox Styrkur - Úthald - Sjálfsör yggi

Ásamt því að fara í undirstöðuatriðin eru tímar brotnir upp með fjölbreytile gum og skemmtilegum æfingum. Hjá Hnefaleikafélag inu ÆSIR viljum við leggja mestu áhers lu á hópefli og lífsleikni hjá unglingunum.

Í unglingaboxinu æfa saman þeir sem er byrjendur og lengra komnir, en þeir sem vilja keppa eru í unglinga keppnishóp. Unglingar keppa í Diploma boxi sem leggur meira upp úr tækni og eru mýkri gerð hnefaleika.

H n e f a l e i k a s t ö ð i n | V i ð a r h ö f ð a 2 v / S t ó r h ö f ð a | 1 1 0 R e y k j a v í k | 5 7 8 6 0 6 0 | b o x @ b o x . is

Fagport

e h f.

sérhæfum okkur

í uppsteypu 700 fermetrar á 7 vikum www.fagport.is

Sími : 893-0003

fagport@vortex.is

Með yfir 30 ára reynslu leggjum við hjá Fagport áherslu á hraða í verki og vönduð vinnubrögð. Í samstarfi við Tyrfing og Þórdísi í Meiri-Tungu var 700 m2 uppeldishús steypt upp og gert fokhelt á aðeins 7 vikum.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

26

Jónína Benediktsdóttir.

„Heilsan er á þína eigin ábyrgð“ segir Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur Jónína Benediktsdóttir íþrótta­ fræðingur rekur starfsemi í alþjóð­ legu umhverfi, mikið í Pólland. Mikið af henni fer fram á góðum heilsu­hótelum í Póllandi þar sem segja má að Jónína stjórni lífi þátt­ takenda í tvær vikur. Flestir koma til baka með betri heilsu til líkama og sálar og með leiðbeiningar sem geta dugað lengi.

Um hvað snýst heilsu­með­ferðin sem þú hefur unnið við í 10 ár? ,,Heilsumeðferðin sem ég fylgi og hef trú á hefur verið þróuð og notuð af pólsku læknunum Dr.Dabrowska og Dr. Lemienzky. Þær hafa áratuga reynslu af því sem þær kalla hreinsandi læknisfræðileg föstun.”

Nokkuð hefur borið á fordómum gegn þessari meðferð hérlendis. Af hverju stafar það? ,,Áróðurinn hér á landi gegn Detoxinu snérist um að ákveðnir aðilar töluðu um Detox sem einhverja niðurlægjandi stólpípumeðferð. Það er rangt eins og allir vita sem koma

í heilsumeðferðina. Hún er ein­staklings­miðuð og ég hef til dæmis aldrei séð stólpípu á ævinni. Ristilskolanir eru hinsvegar val sem hver og einn ákveður eftir fyrirlestur og fræðslu um líkamann. Margir læknar trúa ekki á þá aðferð og það er þeirra góði réttur. Fordómar eru hinsvegar aldrei af hinu góða, ekki ekki frekar en öfgafullar heilsumeðferðir sem byggja á villukenningum. Nú vitum við eftir umfjöllun RÚV, um föstur, að þær hjálpa fólki í glímunni við lífsstílssjúkdóma. Ég hef alltaf barist við svona fordóma en þeir hafa ekki lengur áhrif á mig eins og þegar ég byrjaði t.d. með spinning. Þá var ég miður mín í marga daga. Nú hlæ ég að því fólki sem vill ekki að fólk hafi val um leiðir til bættrar heilsu.“

ávexti er best að neyta bakaðra epla, grape, sítróna og smá berja með. Erfiðasta tímabil grænmetisog ávaxtaföstu eru fyrstu dagarnir, á meðan brennslan er að aðlagast. Fólk getur fundið fyrir orkuleysi, hungri og höfuðverk. Þessi einkenni hverfa eftir 2-3 daga. Fyrstu merki

Þú hefur gefið út bók um föstumeðferðina sem m.a. fjallar um sjálflækningakerfi líkamans. Er þetta árangursrík aðferð? ,,Meðferð þessi hefur skilað einstaklega góðum árangri en hún miðar að því að virkja sjálfs­ Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson lækningar­kerfi líkamans með föstu. Með föstunni eru skapaðar að­stæður þannig að líkam­inn heilar sig sjálfur um betri líðan er betri svefn, gott og vinnur bug á ýmsum kvillum skap og meiri orka til athafna. sem eru fyrir hendi. Full meðferð, Áreynsluþol eykst og liðverkir sem mælt er með, tekur um tvær minnka, húðblettir minnka, bólgur vikur. Ef sjúkdómar eru alvarlegir hverfa yfirleitt, einkenni sykursýki eru læknarnir með fólk í upp í 6 og hjartasjúkdóma minnka. Hins vikur á ákveðnu fæði.” vegar aukast þvaglát og sviti og þvag lyktar illa á meðan á hreinsun Geturðu lýst fæðunni sem fólk stendur. Barnshafandi konur, fólk neytir sem er á föstu? með ofvirkan skjaldkirtil og langt ,,Á meðan á meðferð stendur leiddir krabbameinssjúklingar ættu er lagt til að borðað sé grænmeti ekki að notast við föstuna,“ segir með lágu hitaeiningainnihaldi í Jónína Benediktsdóttir. Dæmi eru formi salats, safa, stöppu eða súpu um Íslendinga sem hafa farið á s.s. gulrætur, sellerí, radísur, dill, námskeið í Póllandi, komið heim grasker, broccoli, aspas, rósakál, t.d. 10 kg léttari og með ákveðnar paprika, spínat, salat, tómatar, hugmyndir um hvað er hægt að súr­kál, zucchini. Hvað varðar gera með einbeitingu.

Óskum öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Gleðileg jól

og farsælt komandi ár Við hjá Set ehf. óskum viðskipatvinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um leið þökkum við fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að taka á móti nýjum og spennandi verkefnum á næsta ári.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Óskum Grindvíkingum nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

Með góðri kveðju, starfsfólk Set ehf. Set ehf • Röraverksmiðja

Set ehf. | Eyravegur 41 | 800 Selfoss | Sími: 480 2700 | set@set.is | www.set.is

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.


27

HS Orka vill reisa Brúar­ virkjun í Biskupstungum Hafið er mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Brúarvirkjunar í Biskupstungum, Bláskógabyggð. HS-Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti. Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Einnig er greint frá því hvaða gögn eru fyrir hendi og verða nýtt við matið og hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir til Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdin er nálægt mörk­um sem til­greind eru sem mats­skyld fram­kvæmd þ.e. önnur orku­ver með 10 MW upp­sett rafafl eða meira.

samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Fleiri en einn möguleiki er á virkjunartilhögun sem vert er að kynna opinberlega og lýsa í umhverfismatsferli.

Afla þarf leyfis Minjastofnunar Íslands ef hrófla þarf við fornleifum, ef það reynist óhjákvæmilegt.

Rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum eru af skornum skammti eða ekki fyrir hendi sem kallar á rannsóknir á næstu mánuðum.

S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

Sendum Sunnlendingum öllum okkar bestu óskir um

Gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Lagnaleið tengingar er ekki að fullu ákveðin og því heppilegt að nýta matsferli til að meta og kynna tengimöguleika.

Horft til norðurs að fyrirhuguðu stíflustæði. Lón yrði í farvegi árinnar ofan stíflu. Tungufljót er ein af þverám Hvítár í Árnessýslu. Fljótið er um 40 km langt og vatnasvið þess er um 720 km. Efst heitir áin Ásbrandsá en Tungufljót þar sem Litla-Grjótá fellur til hennar. Til skamms tíma átti Tungufljót upptök sín í Sandvatni en í því gætir jökulvatns frá Langjökli. Árið 1986 var rennsli úr Sandvatni stíflað til Ásbrandsárinnar og öllu jökulvatni veitt um Sandá í Hvítá. Hefur Tungufljótið verið að mestu hrein bergvatnsá með lindarvatnsuppruna síðan.

HS Orka áformar að reisa um 9 MW rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum. Um er að ræða svæðið frá frístundabyggð ofan þjóðvegar austan við Geysi í Haukadal og upp að landamörkum Brúar og Hóla. Virkjunin gengur undir nafninu Brúarvirkjun. Mannvit hf. sá um gerð tillögu að matsáætlun í samráði við framkvæmdaraðila en fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir, 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum en vatnsorkuver með uppsett rafafl 200 kW eða meira er tilkynningarskylt. HS Orka ákvað að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að meta umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar. Framkvæmdin færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum en helstu rök framkvæmdaraðila eru;

Skipulagsstofnun féllst á þessa málsmeðferð 11. júní sl. Matsáætlun fer til Skipulagsstofnunar í febrúarmánuði 2016. Leyfi sem framkvæmdin er háð og þarf að afla í tengslum við framkvæmdir við Brúarvirkjun eftir að mati á umhverfisáhrifum lýkur eru; Sækja þarf um virkjunarleyfi til Orkustofnunar til að reisa og reka raforkuver samkvæmt 4., 5. og 6. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Sækja þarf um framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi til Bláskógabyggðar. Við veitingu framkvæmdaleyfis þarf sveitarfélagið að taka tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sækja þarf um starfsleyfi sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands veitir

RAFTÆKJASALAN

E H F

Stofnað 1941

RAFVERKTAKAR

www.raftaekjasalan.is

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI

GASÞJÓNUSTA- GASLAGNIR

www.rafgas.is

Pétur H. Halldórsson 856 0090

STÓRAR SENDINGAR

– VIÐ FÖRUM LÉTT MEÐ ÞAÐ Með öflugu dreifikerfi Póstsins kemur þú þínum vörum hratt og örugglega, hvert á land sem er. Hvort sem um ræðir stakar vörur eða bílfarma, þá hefur Pósturinn lausnina. Eitt símtal og við erum að dansa.

www.postur.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

28

„Tryggja verður að grunnþjónustu sé sinnt í heilsugæslunni“ - segir Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður

Unnur Brá Konráðsdóttir.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sunnlendinga síðan 2009, þekkir vel til málefna sunnlenskra sveitarfélaga. Hún var sveitarstjóri Rangárþings eystra 2006–2009, í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2006–2007 og 2008–2009 og í verkefnastjórn rammaáætlunar um nýtingu og vernd vatnsafls og jarðvarma 2007. Í Þingvallanefnd síðan 2013 og formaður allsherjarnefndar Alþingis síðan 2013. Unnur Brá var spurð að því hvað hún teldi að brýnast að brýnast væri að gera í þágu íbúa á Suðurlandi sem þingmaður þeirra og hvort hún mundi leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi. ,,Ljóst er að styrkja þarf löggæsluna í kjördæminu,“ segir Unnur Brá. ,,Starfssvæði lögreglunnar á Suðurlandi er víðfeðmt og ferðamenn margir, bæði erlendir og innlendir. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir bæði löggæslu gagnvart þeim sem fara um flugvöllinn og einnig almennri löggæslu gagnvart íbúum svæðisins og við verðum að gæta að því að annirnar á flugstöðinni valdi því ekki að halli á almennu löggæsluna. Í

upphafi kjörtímabilsins bætti ríkisstjórnin 500 milljónum króna inn í löggæslumál og nú í fjárlagavinnunni er tillaga okkar í ríkisstjórninni að 400 milljónir bætist við í málaflokkinn. Þessi forgangsröðun er mjög mikilvæg til að tryggja öryggi íbúa á svæðinu og gesta okkar. Mikil áhersla hefur verið undanfarin ár á almannavarnir því við viljum vera undirbúin ef náttúruvá ber að höndum. Sú vinna skipti t.d. mjög miklu máli í þeim náttúruhamförum sem við Sunnlendingar höfum upplifað undanfarin ár. Við eigum að leggja metnað í að allir viðbragðsaðilar séu sem best undirbúnir og við erum að því.“

Heilbrigðismálin á oddinn

,,Heilbrigðismálin voru á oddinum í okkar kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Tryggja verður að grunnþjónustu sé sinnt sem skyldi s.s. í heilsugæslunni og okkur ber að standa vörð um að slík þjónusta sé í forgrunni. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og skýr áhersla heilbrigðisráðherra. Því kemur ekki til greina að mínu mati að draga úr þjónustu líkt og virðist

standa til af hálfu forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnvart heilsugæslunni í Rangárþingi eystra. Við höfum á þessu kjörtímabili lagt áherslu á að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og bæta þá aðstöðu sem fyrir er og munum halda því áfram. Verið er að byggja við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu, fjárveiting hefur komið úr framkvæmdasjóði aldraðra til viðbyggingar við Kirkjuhvol á Hvolsvelli og verið er að nýta það húsnæði sem fyrir er víðsvegar á hjúkrunarheimilum í kjördæminu betur en áður var. Næst er að byggja upp frekari úrræði í Árnessýslu og vonast ég til að við náum að koma þeim áformum í framkvæmd

Góðar samgöngur eru lykillinn að því að byggðin blómstri. Baráttan fyrir auknu fjármagni til upp­byggingar samgöngu­mann­ virkja heldur áfram og eru verkefnin fram­ undan mörg og brýn. sem fyrst. Þá er nauðsynlegt að bæta aðstöðuna á Hornafirði, bæði að fjölga rýmum og bæta núverandi aðstöðu. Sama á við um Hraunbúðir í Vestmannaeyjum. Á Suðurnesjum er langur biðlisti eftir hjúkrunarrýmum og ljóst að bregðast þarf við þeirri staðreynd. Þá er fjarheilbrigðisþjónusta valkostur sem við munum nýta í meiri mæli í framtíðinni og kemur til með að skipta miklu máli í

okkar víðfeðma kjördæmi. Mjög mikilvægt er að styrkja enn frekar starfsemi heilbrigðisstofnananna bæði á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Hornafirði og það felst tækifæri í því að færa verkefni frá LSH út á land þar sem til staðar eru öflugar stofnanir með reynslumikið starfsfólk sem geta létt á því gríðarlega álagi sem spítalinn í Reykjavík býr við.“ Hellisheiðarvegur er víða orðinn 2+1, en betur má ef duga skal. Hvað með veginn milli Hveragerðis og Selfoss? Er enginn þrýstingur á fjárlaganefnd Alþingis að gera þennan vegaspotta öruggari. Er þetta ekki brýnt mál fyrir íbúa þessa svæðis? ,,Góðar samgöngur eru lykillinn að því að byggðin blómstri. Baráttan fyrir auknu fjármagni til uppbyggingar samgöngumannvirkja heldur áfram og eru verkefnin framundan mörg og brýn. Einn hættulegasti vegkafli landsins, ef litið er til umferðaröryggissjónarmiða, er á milli Hveragerðis og Selfoss og á því að vera í forgrunni. Viðhaldi vegakerfisins var ekki sinnt sem skyldi á niðurskurðartímunum og því er verk að vinna í þeim efnum. Þá þurfum við að klára vinnuna við að bæta samgöngur til Vestmannaeyja með smíði nýs Herjólfs en það hefur alltaf legið fyrir að verkefnið er tvíþætt; gerð hafnarinnar og smíði nýs skips.“ Sóttirðu aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi sem haldinn var í Vík og aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var í Reykjanesbæ? Hvaða mál á þessum fundum voru athyglisverðust að þínu mati? ,,Art verkefnið á Suðurlandi er sameiginlegt baráttumál allra þingmanna og sveitarstjórnarmanna

kjördæmisins og við leggjum allt kapp á að tryggja fjármagn til þess. Það er ánægjulegt að sjá verknámshúsið við FSu rísa sem einmitt var sameiginlegt baráttumál allra þingmanna og sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi. Til að stuðla að enn blómlegra atvinnulífi á Suðurlandi er mikilvægt að bæta hafnaraðstöðuna í Þorlákshöfn til að hægt sé að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu, en það mun gagnast svæðinu öllu. Helguvíkurhöfn er gríðarlega mikilvæg fyrir alla framtíðar atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og ljóst að við þingmenn kjördæmisins verðum að ná farsælli lendingu með það mál í samráði við sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og þá ráðherra sem málið varðar. Nauðsynlegt er að ráðast í endurgerð þilsins í Grindarvíkurhöfn sem og í Sandgerðishöfn. Sérstakt áhugamál mitt er svo einnig göngubrú yfir Ölfusá en á síðasta kjörtímabili var samþykkt þingsályktunartillaga mín um það mál sem upphaflega var flutt af Kjartani Ólafssyni fv. þingmanni kjördæmisins.“

Standa þarf vörð um íþróttakennaranámið

Þingmaðurinn telur það mjög mikilvægt að standa vörð um íþróttakennaranámið á Laugarvatni. ,,Ég hef átt nokkra fundi með rektor Háskóla Íslands vegna þess máls sem enn er í skoðun hjá rektor. Það eru mikil tækifæri í því fólgin að efla námið á Laugarvatni og ég tel að við eigum að nýta þá skoðun og þá umræðu sem fram fer nú um námið til þess að sækja fram og efla starfsemina enn frekar, á Laugarvatni. Starfsemi Keilis er gríðarlega mikilvæg og ýmis sóknarfæri til staðar til að efla skólann enn frekar,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir.

www.pwc.is

Hvað eru verðmæti í þínum huga?

Samstarfið við PwC aðstoðar þig við að skapa þau verðmæti sem þú sækist eftir. PwC er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Selfossi og Hvolsvelli.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

29

Hallgrímsstofa í Sögusafninu:

Varðveitir skrifstofu fyrsta for­stjóra Sambandsins Hallgrímsstofa er í Kaup­ félagssafninu á Hvolsvelli, en það safn er staðsett í Sögu­setrinu sem er fræðandi um sögu íslenskra kaup­félaga, þótt stærsti hluti þeirra gripa sem þar eru hafi komið frá kaupfélögunum á Suður­landi á vel­mektar­tíma þeirra, s.s. Kaup­ félagi Rangæinga, Kaupfélaginu Þór á Rauðalæk og Kaupfélagi Árnesinga, þótt vissu­lega hafi víðar verið leitað fanga. Afkomendur Hallgríms Kristinssonar, fyrsta for­stjóra Sam­bands íslenskra sam­­ vinnu­félaga áttu veg og vanda að Hallgrímsstofu og báru kostnað af en hún var formlega opnuð sumarið 2014. Hallgrímur var frá Reykhúsum í Eyjafirði, varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga og síðan

forstjóri SÍS 1918 til 1923. Drífa Pálsdóttir var aðal drifkrafturinn í hópi afkomendanna ásamt Brynjólfi Ingvars­syni, geðlækni á Akureyri að Hallgrímsstofa varð að veru­leika. Björn G. Björnsson, leikmynda- og sýningahönnuð, sá um hönnun og uppsetningu stofunnar. Meginsögusvið Brennu-Njáls­ sögu er í Rangárþingi og ber Sögu­safnið nokkrum keim af í því en þar er gestum boðið að ganga inn í sögu­svið mið­alda.Þar er að finna fróð­leik um siglinga­tækni og heim­smynd víkinga og ritlistina sem fæddi af sér skráningu Íslendinga­saganna. Í Sögusetrinu er Sögu­skálinn, endurgert langhús í mið­aldastíl auk listagallerís.

Barnabörn Hallgríms Kristinssonar, þau Brynjólfur sem situr í stól Hallgríms, Guðrún María og Páll. Þau eru börn Sigríðar Hallgrímsdóttur og Ingvars Brynjólfssonar.

Söguskálinn.

Þjótandi er öflugt jarðvinnufyrirtæki Þjótandi er jarðvinnufyrirtæki sem staðsett er á Ægissíðu 2 rétt við Hellu. Fyrirtækið tekur að sér alla alla almenna jarðvinnu svo sem vatns- og frárennslislagnir, strengjalagnir, vegagerð og margt fleira. Það er afar mikilvægt og skapar visst öryggi að hafa svo sterkt fyrirtæki í þessum geira heima í héraði.

Fyrirtækið er vel tækjum búið.

Íslenski bærinn í Flóa - söfnun ljósmynda úr baðstofum Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Aðsetur Íslenska bæjarins er að AusturMeðalholtum í Flóahreppi; aðeins 7 km fyrir sunnan Selfoss. Þar upplifa gestir einstakan staðaranda, jafnframt því að skoða sýningar sem útskýra samhengi, þróun og tilbrigði íslenskra torfbæja með það að leiðarljósi að túlka aldagamlan og einstakan arf inn í samtímann með samþættingu, fræðimennsku, listrænni nálgun og varðveislu verkmenningar. Það er ekki nema rúmlega mannsaldur síðan þorri Íslendinga bjó í baðstofum. Þessi húsakynni voru aðal íveruhús torfbæjanna og meginumgjörðin fyrir daglegt líf íbúanna.Baðstofan var löngum vagga íslenskrar menningar og hún sjálf, sem hjarta gömlu torfbæjanna, eitt merkasta menningarframlag Íslendinga og norðurhjarans. Allmargir núlifandi íslendingar hafa haft beina reynslu af baðstofulífinu og muna enn þessar einstöku og fallegu stofur. Íslenski bærinn að AusturMeðalholtum í Flóahreppi er stofnun sem hefur það að meginmarkmiði að rannsaka og sýna margvíslegar hliðar á torfbæjararfinum. Þessi stofnun hefur verið í uppbyggingu áratugum saman og á síðasta ári var opnuð í nýjum sýningarsal yfirgripsmikil sýning um íslenska torfbæjararfinn,

Baðstofurnar voru yfirleitt vinarlegar vistaverur.

sýning sem er mikilvægur áfangi frekari uppbyggingar, rannsókna og sýningarhalds.

Söfnun gamalla ljósmynda

Um þessar mundir er að hefjast undirbúningur að yfirlitssýningu og bókarútgáfu þar sem sjónum verður sérstaklega beint að baðstofunni. Markmið þessa verkefnis er að safna saman öllum þekktum og tiltækum myndum sem til eru innan úr baðstofum. Til þessara mynda teljast allar myndir; teikningar, málverk og sérstaklega ljósmyndir sem sýna baðstofurýmið eða einhvern hluta þess. Mjög fáar myndir eru til innan úr íslensku baðstofunni. Á blómatíma þeirra voru ljósmyndavélar tiltölulega fágætar og birtuskilyrði óhagstæð þáverandi

ljósmyndatækni. Nokkrar þekktar myndir eru þó til af íslensku baðstofunni. En mjög líklega gætu enn leynst góðar myndir hjá einstaklingum víðsvegar um land sem ástæða væri til að skoða og koma á framfæri í réttu samhengi. Hér með leitum við hjálpar almennings. Fólk sem sér þennan pistil, á eða veit um mynd eða lýsingu af baðstofu er vinsamlega beðið að hafa samband við Hannes Lárusson: islenskibaerinn@ islenskibaerinn.is síma 694-8108 eða Guðmundu Ólafsdóttur: guo22@hi.is síma 846-9775. Verkefni þetta er samstarfsverkefni Íslenska bæjarins og Guðmundu Ólafsdóttur nemenda í safnafræði og er þessi myndasöfnun jafnframt hluti af lokaritgerð hennar í safnafræði.

Sóknaráætlun Suðurlands er áætlun um eflingu byggðar á Suðurlandi

Keldur á Rangárvöllum, kunnur sögustaður úr Njálssögu. Bæjarhúsin eru af elstu varðveittu gerð torfhúsa, þar sem framhús beggja vegna bæjardyra snúa langhlið að hlaði. Frá því um miðja 20. öld hefur húsið verið safngripur og viðgerðir á því í samræmi við það.

Suðurland er sá landshluti sem flestir ferðamenn sækja heim. Suðurland er bæði fjöl-og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrými af skornum skammti til búskapar, en vestar er stærsta landbúnaðarhérað landsins og nokkrir þéttbýlisstaðir. Landslag er bæði hálent og láglent. Einkennandi fyrir Suðurland er hin sendna og flata strandlengja. Þaðan var sjósókn stunduð um aldir. Margar fegurstu náttúruperlur landsins er að finna í fjöllunum, meðfram ströndinni og í uppsveitum vesturhlutans. Jöklum prýtt fjalllendið býr yfir einhverjum mestu eldfjöllum og gossprungum landsins stórum og smáum. Á Suðurlandi er Öræfajökull, hæsta fjall landsins, 2110 metrar, sem teygist suður úr Vatnajökli. Atvinnulífið er fjölbreytt, fiskveiðar, landbúnaður,

iðnaður og ferðaþjónustunni vex stöðugt fiskur um hrygg. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Suðurland endilangt. Sögustaðir eru margir, m.a. tengdir Landnámu, Njálu og Sturlungu.

Samráðsvettvangur um almenna stefnumörkun

Sóknaráætlun Suðurlands er áætlun um eflingu byggðar á Suðurlandi. Sóknaráætlun Suðurlands byggir á lögum nr. 1523/2015 um byggðaáætlanir og sóknaráætlanir og samning milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Menntaog menningarmálaráðuneytisins frá 2015 um Sóknaráætlun Suðurlands 2015-2019. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eru ábyrgðaraðilar verkefnisins.

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands er skipuð af stjórn SASS en verkefnisstjóri er Þórður Freyr Sigurðsson, starfsmaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands fer með hlutverk verkefnisstjórnar Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og Sóknaráætlunar Suðurlands. Samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands skipa 40 einstaklingar af Suðurlandi. Um er að ræða aðila sem skipaðir voru af verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands, út frá tillögum sveitarfélaga á Suðurlandi. Hlutverk samráðsvettvangs og verkefni er er að vinna að almennri stefnumörkun sem leiðarljós fyrir störf verkefnastjórnar Sóknaráætlunar á Suðurlandi og nánar eins og verkefnastjórnin gerir tillögu um.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

30

„Vandað verður til vals á þeim fyrir­tækjum sem verða við Helguvíkurhöfn og eru í hafnsækinni starfsemi“ líka gríðarlegu miklu máli er að við Helguvíkurhöfn er enn lausar lóðir sem mér er sagt að sé einstaklega góð staða, slík staða finnst ekki í Evrópu. Því þarf sérstaklega að vanda val nýrra fyrirtækja þarna á hafnarsvæðinu, það verður að vera hafntengd starfsemi svo tekjur skapist af höfninni tengdri þeirra starfsemi hvað varðar útskipun og uppskipun,“ segir Kjartan.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994. Í Reykjanesbæ búa nú um 15 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Keflavík, Njarðvík og Hafnir byggðust í kringum sjósókn og fiskverkun sem var meginstoð atvinnulífsins. Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu á Suðurnesjum, höfuðstað svæðisins. Má rekja verslunarsögu Keflavíkur allt til upp­hafs 16. aldar og er vitað um þýska kaup­menn þar árið 1518. Undir lok 16. aldar komu Hamborgar­kaupmenn til Kefla­víkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll Keflavík í hendur Kaup­­ manna­­hafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að Einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Keflavíkurhreppur var stofnaður 1908 og þann 22. mars 1949 fékk Keflavík kaupstaðaréttindi. Njarðvík var fyrrum hluti af Vatnsleysu­ strandar­hreppi en fékk sjálfstæði sem sveitar­félag 1889. Árið 1908 rann Keflavík saman við Njarðvík undir merkjum Keflavíkurhrepps en Njarðvíkingar klufu sig frá á ný 1942 og tóku á ný að starfa sem sjálfstætt sveitarfélag og fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976. Hafnir byggðust upp í kringum mikið útræði. Hefur byggðin nafn sitt af tveimur fyrrum stórbýlum, Sandhöfn og Kirkjuhöfn, sem nú eru í eyði. Var fjölmenn byggð í Höfnum og útræði mikið á stórum bátum allt fram til aldamótanna 1900. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var spurður hvort stærð Reykja­ nesbæjar væri heppileg í ljósi

þeirrar þjónustu sem krafist er að sveitarfélagið veiti íbúum sveitarfélagsins. Bæjarstjóri segir svo vera, verið sé að sinna allri grunn­þjónustu sem sveitarfélögum ber að gera þótt ennþá stærra og öflugra sveitarfélag gæti gert betur, s.s. í málefnum fatlaðra og aldraðra. Bæjarstjóri segir lítillega hafa verið rætt síðustu vikurnar hvort sveitarfélögin færu ekki að íhuga aftur sameiningarmál en þetta sé mál sem þurfi sífellt að vera í skoðun en honum er ekki ljóst hvort áhugi sé hjá nágrannasveitarfélögunum, t.d. Sandgerði og Garði, að ræða sameiningarmál á norðurskaganum. Kannski mótist afstaðan af því í að Reykjanesbær er í fjárhagskröggum en það sé Sandgerðisbær einnig en Garður sé skuldlaus en í rekstrarlegum kröggum en fái hluta af sínu rekstrarfé frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Bæjarstjóri telur að erfitt sé að finna hinn eina rétta tíma til sameiningarmála sveitarfélaga. Innan tíðar rís stóriðja í Helguvík. Hverjir eru helstu kostir þess utan að veita mörgum atvinnu og starfsemi tengdra fyrirtækja eykst til muna? Mun það orka sem segull á aðra starfsemi, ótengdri stóriðju, að setjast að í Reykjanesbæ og þar með auka fjölbreytni atvinnulífsins í Reykjanesbæ? ,,Kostirnir eru fyrst og fremst hærra atvinnustig og hærri laun en laun eru fremur lág á Suðurnesjum en að sögn munu kísilver greiða hærri laun heldur en gengur og gerist hér á svæðinu í dag. Það þýðir um leið hærri útsvarstekjur í bæjarsjóð en þarna munu skapast um 300 störf í byrjun. Auk þess skapast fullt af afleiddum störfum í verslun og þjónustu. Það sem skiptir okkur

Á nýafstöðnum aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suður­ nesjum voru deilur um framtíð dvalar­heimilisins Garðvangs í nágrannasveitarfélaginu Garði. Sandgerðisbær stendur með sveitar­félaginu Garði í því að tryggja framtíð heimilisins, en hver er raunveruleg staða máls­ins? Er samstarf sveitar­ félaganna almennt í hættu vegna þessa máls, jafnvel af fleiri ástæðum? ,,Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar hafa sagt Garðvang allt of litla einingu til þess að hún geti talist hagkvæm. Það hafa fleiri en einn

Íbúðum sem Íbúðalána­sjóður á í Reykjanes­ bær fer hratt fækkandi, og megin­ástæða þess er að atvinnu­ástand í Reykjane­sbæ er að batna. Eftir sitja fast­eignir sem margar hverjar þarfnast mikils viðhalds og því varla hægt að selja nema til ein­hverra sem eru til­búnir til að eyða tíma og fjármunum til að koma þessum hús­ eignum í íbúðar­ hæft ástand. heilbrigðisráðherrar staðfest og telja þetta of lita einingu til þess að réttlæta það að fara í einhverja framtíðaruppbyggingu þar. Því höfum við lagt til að þetta hús, Garðvangur, verði selt og hugað að stærri lausnum. Í fyrra var opnað nýtt og glæsilegt 60 rúma

hjúkrunarheimili á Nesvöllum og þar er gert ráð fyrir annarri eins byggingu í framtíðinni sam­kvæmt samþykktu skipulagi. Þar getur sem best verið dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir þetta svæði og rekstrarlega mun hagkvæmari eining heldur en Garðvangur yrði auk þess sem meiri sérfræðiþjónusta væri á einum stað. Gallinn við það er að íbúar annarra sveitarfélaga yrðu að flytjast búferlum og búa í Reykjanesbæ. Það hefur einnig verið í hina áttina, því íbúar í Reykjanesbæ höfðu þurft til flytjast búferlum í Garðinn áður en Garðvangi var lokað.“

Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs fækkar Íbúðalánasjóður á fjölda íbúða í Reykjanesbæ. Hefur bæjarstjórn einhver áform eða hugmyndir um framtíðarnotkun þessara íbúða? ,,Við fáum í dag fasteignagjöld af öllum eigum Íbúðalánasjóðs en fáum ekki fasteignagjöld af eignum uppi í Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, sem ekki eru í notkun en ríkissjóður er eigandi að en um það gilda sérlög sem fría ríkið undan greiðslu fasteignagjalda en við höfum barist fyrir því að ríkið greiði fasteignagjöld af öllum eigum, hvort sem þau eru í notkun eða ekki. Íbúðum sem Íbúðalánasjóður á í Reykjanesbær fer hratt fækkandi, og meginástæða þess er að atvinnuástand í Reykjanesbæ er að batna. Eftir sitja fasteignir sem margar hverjar þarfnast mikils viðhalds og því varla hægt að selja nema til einhverra sem eru tilbúnir til að eyða tíma og fjármunum til að koma þessum húseignum í íbúðarhæft ástand. Þessu veldur ekki síst mikil uppbygging kringum millilandaflugið og margt flugfólk, eins og flugmenn og flugvirkjar, hafa flutt sitt heimili hingað. Þessu valda líka framkvæmdirnar í Helguvík og vinna við gagnaver sem er að komast á rekspöl, Auðlindagarðurinn kringum Svartsengi, Bláa lónið og fiskeldi út á Reykjanesi, Stolt Sea Farm, sem er hátæknifyrirtæki sem þarf fjölda starfsmanna. Það er því margt að gerast hér á Suðurnesjum um þessar mundir.“ Íbúafundur vegna rafrænnar íbúakosningar í Reykjanesbæ stóð til 4. desember sl. en hann fjallaði um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Sagt

var að bæjarstjórn mundi ekki hlýta niðurstöðunni yrði hún óhagstæð framtíðaruppbyggingu í Helguvík. Er það rétt? ,,Í lögum um íbúakosningar segir að þær skuli vera ráðgefandi nema bæjaryfirvöld ákveði að niðurstaða þeirra eigi að vera bindandi, en sú niðurstaða mundi þá aðeins gilda út ríkjandi kjörtímabil. Allir fimm flokkarnir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vildu koma hreint fram og benda á að þeir væru með uppbyggingu í Helguvík á hafntengdri starfsemi á sinni stefnuskrá fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.“ Fram hefur komið að fleiri íbúar eru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti, þótt mjótt sé á munum. Alls 471 íbúi eða 50.4% er hlynntur breytingunni og þar með uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. við Berghólabraut en 451 eð 48,3% á móti. 12 skiluðu auðu sem gera 1,3%. Kosningaþátttakan var aðeins 8,71% þrátt fyrir að um 2800 íbúar höfðu fyrr á árinu skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Einungis þriðjungur þess fjölda tók þátt í kosningunni. Þessi dræma kjörsókn þykir óheppileg þar sem rafrænar kosningar eru tæki sem Reykjanesbær hyggst nota í ríkari mæli í framtíðinni til eflingar íbúalýðræði og voru nýafstaðnar kosningar liður í því lærdómsferli.

Eingöngu nauðsynlegar framkvæmdir Eru fyrirhugaðar einhverjar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á næsta ári? Kjartan Már segir að það verði bara það allra nauðsynlegasta. Nýframkvæmdir voru fyrir 200 milljónir króna á þessu ári en stefnt er að því að auka þær lítillega á árinu 2016. Stækka á leikskóla og miðað við íbúaþróunina styttist í að byggja þarf nýjan grunnskóla, en slíkur skóli kostar um 2,5 milljarða króna. ,,Ljóst er að byggja þarf tvo nýja leikskóla svo við sjáum fram á framkvæmir fyrir 4 til 5 milljarða króna á næstu fimm árum. Vegna aukins fjölda íbúa eykst svo auðvitað þjónustan því hver nýr íbúi þýðir auðvitað ákveðinn kostnað á móti útsvarstekjum. Jólakveðjur sendi ég til allra lesenda héðan,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Suðurlandsvegi 1-3 • Hellu • Sími 487 5219 / 487 5214

ÚRVALS BRAUÐ & KÖKUR ALLA DAGA Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

31

„Ítreka að það komi tvíbreiður vegur í báðar áttir milli Hveragerðis og Selfoss“ - segir Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar Áður en svartasta skammdegið tekur völdin er verið að ljúka við breikkun yfir Hellisheiði, fjölfarnasta fjallveg landsins. Ljúka þarf við að mála yfir­borðs­ merkingar, jafna úr fyllingum í vegköntum og setja upp umferðarog aðvörunarskilti. Tvö ár eru liðin síðan Ístak hóf þessar framkvæmdir, m.a. með því að breikka veginn í Svína­hrauni og gera afleggjara að Hellisheiðarvirkjun. Þessi vegur er að mestu 2+1 vegur en á nokkrum stöðum er hann með tveimur akreinum í báðar áttir. Hellisheiðarvegur er frábær og á örugglega eftir að fækka alvarlegum slysum þar sem vegriðin milli akreina eru. Hinsvegar er vandséð af hverju er svo hætt við að aðskilja akreinarnar fyrir neðan Sandskeið. Þar getur umferðin orðið var­huga­ verð þegar tvær akreinar eru á leið austur en bíll sem er að koma að austan er mjög nálægt bif­reið sem er að fara framúr við miðlínuna. Það hefði ekki veitt af að aðgreina akreinarnar alveg niður fyrir Hólmsá, rétt eins og gert er meginhluta vegarins niður alla Kamba langleiðina að Hveragerði. En einn hættulegasti vegaspotti landsins er enn bara með eina akrein í hvorra átt, þ.e. Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg og forseti bæjarstjórnar var spurður hvort ekki hefði verið brýn þörf á að fara með framkvæmdina alla leið

á Selfoss, helst með tvær akreinar í hvora átt en til vara að gera veginn 2+1.

Tvíbreiður vegur í báðar áttir Strandar á einhverju öðru en fjármagni til verksins, t.d. á samstöðu sunnlenskra sveitarfélaga eða stuðningi þingmanna Suðurkjördæmis? ,,Ég veit ekki betur en að samkomulag sé í höfn fyrir nokkru millum Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðis varðandi veginn milli Hveragerðis og Selfoss. En ég ítreka að sjálfsögðu í tengslum við veglagningu milli Hveragerðis og Selfoss að þar komi tvíbreiður vegur í báðar áttir í framtíðinni, það er vilji vel flestra Sunnlendinga enda annað ekkert vit að mínu mati á einum hættulegasta vegarkafla landsins þar sem við höfum misst allt of mörg mannslíf á síðustu þremur áratugum. Samstaðan er klár hjá íbúum og sveitarstjórnum trúi ég þó deilt geti verið um legu einstakra vega.“ Hvenær má gera sér vonir um að farið verði í þessar framkvæmdir, verður það á næsta áratug? ,, Já, ég vona það að farið verði í þessar framkvæmdir í beinu framhaldi af Hellisheiði, það er mjög knýjandi. Nú það gera sér allir vel þenkjandi menn grein

fyrir því að uppbygging vega og vegamannvirkja um Suðurland sem og um allt land hafa verið í svelti eftir bankahrunið, ferðamönnum fjölgar stöðugt, íbúar á Suðurlandi eru mjög margir og innlendir ferðamenn og sumarbústaðaeigendur leggja leið sína til okkar á Suðurlandið og er það því sjálfgefið að vel verði byggt upp í samgöngumannvirkjum á okkar svæði.“

Andsnúinn vega­ lagninu um Hellis­ skóg sem tekur bæinn úr vega­ sambandi

Í umræðunni er einnig ný brú á Ölfusá. Verður hún austan við Mjólkurbú Flómanna eða fyrir neðan Selfossflugvöll. Hefur bæjarstjórn Árborgar náð samkomulagi um þetta mál? Er komin tímasetning á brúarsmíðina? ,,Þessi blessaða brú og vegurinn um Hellisskóg var sett inn á skipulag upp úr 1970 og hefur verið þar síðan. Það vita það allir sem fylgst hafa með að ég er og hef verið andvígur brúargerð á þessum stað og ekki síst veglagningu um okkar útivistarparadís Hellisskóg. Brúin fer síðan yfir undurfagra eyju og kemur á land hér bæjarmegin að hluta yfir golfvöll. Við þetta fer bærinn úr vegasambandi og við vitum ekki hverjar afleiðingarnar gætu orðið af þessu í framtíðinni.

Kjartan Björnsson er rakari að atvinnu.

Ég hef þó ekki lagt fram tillögu um breytingar á aðalskipulagi enda höfum við rætt þetta í okkar hópi og ég er þar undir í málinu, þannig er lýðræðið. Ég aðhefst því ekki frekar í málinu en hef talið rétt að halda minni skoðun til haga. Taldi rétt árið 2007 áður en ég settist í bæjarstjórn, þegar ég stóð fyrir um 350 manna borgarafundi með fulltrúum bæjarins, íbúa, vegagerðar og ráðherra sem framsögumenn að ræddar yrðu aðrar hugmyndir m.a. að taka veginn niður hjá Kögunarhóli og sleppa þar með við veðravítum undir Ingólfsfjalli og fara yfir Ölfusá með brúnna neðan við Selfossflugvöll þar sem haftið yfir ána er mjög stutt og brúargerðin því ódýrari. Með þessari leið trúi ég því að sparast

hefðu miklir peningar og tenging við Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn og Suðurstrandarveg yrði meiri og betri. Við undirbúum okkur hins vegar af krafti að gera bæinn enn meira spennandi svo ferðamenn sjái sig knúna til þess að stoppa hér og nýta okkar frábæru þjónustufyrirtæki á öllum sviðum. Það stendur hins vegar upp á vegagerðina og þingmenn Suðurkjördæmis að klára göngubrúna yfir Ölfusá meðfram gömlu Ölfusárbrúnni þar sem teikningar eru klárar og staðsetning. Með því breikkaði svæðið á brúnni fyrir akandi og öryggi gangandi vegfarenda sem erindi eiga í öfluga byggð og ört vaxandi þjónustusvæði utan ár,“ segir Kjartan Björnsson.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

32

„Grindavíkurbær er að mörgu leyti með sterkari efna­ hag og atvinnu­líf en önnur sveitarfélög á Suðurnesjum“

Róbert Ragnarsson.

- segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Landnámsmenn í Grindavíkur­ hreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík, og Þórir haustmyrkir Vígbjóðsson, er nam Selvog og Krýsuvík. Erfitt er að ársetja landnám Grindavíkur nákvæmlega en talið að Gnúpur, eða ættmenn hans, hafi komið til Grindavíkur á fjórða tug 10.aldar og líklega valið sér vetursetu í námunda við Hópið. Eitt af því sem helst einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík allt fram á síðustu öld var skipting hennar í þrjú hverfi: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlu­staða­hverfi. Margt er á huldu um aldur og upphaf hverf­ anna en sitthvað bendir til þess að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld. Þetta voru þrír hreppshlutar og milli þeirra voru engin lögákveðin hverfamörk. Engar óyggjandi heimildir eru tiltækar um mannfjölda í Grindavík fyrir 1703 en það ár voru íbúar 214 á 33 heimilum. Fólki fækkaði verulega á næstu árum vegna stóru bólu og ýmissa harðinda. En Grindavík var fyrst og fremst verstöð, sjávarútvegur hefur lengstum verið höfuðatvinnuvegur Grindvíkinga sem smíðuðu báta af rekaviði fram yfir 1500. Einkum var róið til fiskjar til að afla soðmetis. Vinnubrögð, siðir og venjur sem sjósókninni tengdust voru með líkum hætti og tíðkast hafði um aldir og á landi var einnig flest í sömu skorðum árhundrað eftir árhundrað. Þannig hélst þetta framundir aldamótin 1900 en þá voru íbúar 357 talsins. Þá tók fólki Grindavík að fjölga, ný hús risu af grunni, þar sem engin höfðu áður staðið, þorp tók að myndast, akfærir

vegir voru lagðir til Grindavíkur, fólkið fór að stofna félög og samtök til að létta sér lífsbaráttuna og átökin við náttúruöflin. Dugmiklir aðilar réðust í framkvæmdir sem skiptu sköpum fyrir þróun byggðar­ lagsins, atvinnulífið tók kipp, fólkinu fjölgaði enn meira, enn fleiri hús voru reist og ýmiss konar nútímaþægindi urðu sjálfsögðu. Nú er risinn í Grindavík myndarlegur bær sem eftir er tekið. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974.

fjár­festingar fyrir­hugaðar í fjögurra áætlun. Er stærð Grindavíkurbæjar heppileg í ljósi þeirrar þjónustu sem krafist er að sveitarfélagið veiti íbúum sveitarfélagsins? ,,Stærð sveitarfélagsins og íbúa­ samsetning er ágætu jafnvægi. Það er hlutfallslega mikið af börnum á leik- og grunnskólaaldri. Sem gefur samfélaginu skemmtilegan blæ.“

Sterk fjárhagsstaða

Innan tíðar rís stóriðja í Helguvík. Hverjir eru helstu kostir þess fyrir Grindavíkurbæ utan að veita mörgum atvinnu á atvinnusvæðinu og starfsemi tengdra fyrirtækja eykst til muna? Mun það orka sem segull á aðra starfsemi, ótengdri stóriðju?

Róbert Ragnarsson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Hann var spurður hver væri fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar, hvort skulda­ staðan væri undir því 150% viðmiði sem krafist er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstjóri segir fjárhagsstöðu Grindavíkurbæjar mjög sterka. Reksturinn sé í góðu jafnvægi og skuldir mjög lágar. Vaxtaberandi skuldir eru áætlaðar um 700,2 milljónir króna í árslok 2016. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 229,7 milljónir króna. Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildar­tekjum er 57,0%. Grinda­víkur­bær á um 1,3 milljarða króna í handbært fé og gæti því greitt upp allar sínar skuldir. Tekjur hafa vaxið undanfarin ár, samhliða mikilli íbúafjölgun og eru miklar

Eru einhverjar líkur á að efnt verði til kosninga um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesja, tveggja eða fleiri, t.d. samhliða næstu sveitarstjórnar­kosningum? ,,Það eru alltaf einhverjar líkur á því, en það kæmi verulega á óvart ef Grindavíkurbær yrði aðili að slíkri atkvæðagreiðslu.“

,,Eflaust munu einhverjir Grindvíkingar sækja vinnu í Helguvík og fyrirtæki veita þeim þjónustu. Ég held að það muni ekki hafa afgerandi áhrif á efnahagslífið í Grindavík.“

Fjölbreytt atvinnulíf Hefur Grindavíkurbær sér­stöðu meðal sveitar­félaga innan Sam­bands sveitarfélaga á Suður­nesjum, ekki síst vegna mikillar út­gerðar og fisk­vinnslu

í bænum? Ríkir fábreytni í atvinnu­lífinu vegna sjávar­ útvegsins eða er von á fleiri fyrirtækjum á staðinn eins og t.d. ORF-Líftækni? ,,Grindavíkurbær er að mörgu leyti með sterkari efnahag og atvinnulíf en önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, og í reynd á landinu öllu. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru mjög öflugir atvinnuvegir og þjónusta við þessa atvinnuvegi mikil. Bláa Lónið er helsti segullinn í Grindavík, en hér eru líka 10 veitingastaðir, um 150 herbergi í gistingu og góð afþreyingaþjónusta. Þar að auki eru fjölmörg fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á jarðvarmavinnslu innan Auðlindagarðsins. Það er því mikil fjölbreytni í atvinnulífinu hér í Grindavík.“ Einhver umdeildasta heimildamynd hinnar íslensku kvikmyndasögu, Fiskur undir steini, sem mörgum fannst sýna fábreytni menningarlífs í Grindavík vakti mikla athygli þegar hún var sýnd fyrir næstum 40 árum síðan. Hvernig er menningarlífinu í Grindavík háttað í dag, er það í dag jafn fábrotið og gefið var í skyn í myndinni? Er hún sannsöguleg heimild um lífið í Grindavík upp úr 1970? ,,Myndin var sýnd á 40 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar og var gerður góður rómur að henni. Myndin er góð heimild um líf og störf í sjávarútvegsbæjum á 8. áratugnum. Síðan þá hefur mjög margt breyst í íslensku

samfélagi. í Grindavík er blómlegt menningarlíf, sem byggir á arfleifð okkar sem strandsamfélag umlukið hrauni og jarðvarma. Árlega er haldin fjölbreytt menningarvika og Sjóarinn síkáti er ein stærsta bæjarhátíð landsins.“ Hvert sækja grindvískir unglingar helst í framhaldsnám eftir útskrift úr 10. bekk grunnskóla? ,,Flestir Grindvíkingar sækja nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en mjög margir nemendur fara líka í skóla á höfuðborgarsvæðinu.“

Fjárfest fyrir 1,6 milljarða króna á árinu 2016 Hvaða framkvæmdir eru áætlaðar á vegum sveitarfélagsins á næsta ári? Er einhveruppbygging í ferðaþjónustu þar á meðal? ,,Samkvæmt nýsamþykktri fjögurra áætlun Grindavíkurbæjar er gert ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 1,6 milljarða króna. Þar bera hæst bygging íþróttahúss, bygging íbúða fyrir eldri borgara og endurgerð bryggjunnar við Miðgarð. Þar að auki eru fjölmörg önnur verkefni. Hvað uppbyggingu ferðaþjónustu varðar, þá stendur Reykjanes Geopark fyrir uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar á svæðinu í umboði sveitarfélaganna. Bláa Lónið er að fjárfesta fyrir um 6 milljarða króna, en á árunum 2014 og 2015 var mikil fjárfesting í hótel og gistiheimilum í bænum,“ segir Róbert Ragnarsson bæjastjóri í Grindavík.

Vélaleiga og efnisflutningar Óskum sunnlendingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Riddaragarði | Sími 895 6962


33

Rannsaka á stöðu kvenna í sauðfjárrækt Landssamtök sauðfjárbænda rituðu fyrir skömmu undir samning við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, um sérstaka fræðilega úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt, í þeim tilgangi að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo er, hvaða leiðir megi finna til að bæta þar úr. Ljóst er að víðast þar sem hjón búa með sauðfé leggja bæði af mörkum til búskaparins. Ýmsar vísbendingar eru þó um að kynja­ halli sé til staðar innan sauð­fjár­

Dregið í dilka

ræktar á Íslandi. Þótt tveir af fimm stjórnar­mönnum í Lands­samtökum sauð­fjár­bænda séu konur hafa hins vegar mun fleiri aðal­fundar­fulltrúar verið karlar og vís­bendingar eru um að kynja­hlutföllin séu konum í óhag á ýmsum fleiri sviðum. Sterk rök hníga að því að innsýn inn í stöðu kvenna í greininni geti gefið haldbærar vísbendingar um hvernig má vinna að umbótum í sauðfjárrækt, en ekki síður í

byggðamálum, nýliðun, nýsköpun og í því að tryggja réttindi bænda. Því hafa Landssamtök sauð­ fjár­bænda, í samvinnu við RIKK - Rannsóknar­stofnun í jafnréttis­ fræðum við Háskóla Íslands vinna nú að grunngreiningum á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Verkefnisstjóri af hálfu RIKK er Kristín I. Pálsdóttir en Svavar Halldórsson er verkefnisstjóri af hálfu Landssamtaka sauðfjárbænda. Til viðbótar verður, ef þurfa þykir, mótaður rannsóknarrammi fyrir stærra framhalds­ verkefni þar sem ítarlegri rannsókn verður gerð á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Verkefnið ber yfirskriftina Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Í því felst að gera úttekt á stöðunni miðað við fyrirliggjandi gögn og gloppugreining á þekkingu á stöðu kvenna í sauðfjárrækt. Stefnt er að því að skila niðurstöðum, um miðjan nóvember, eða eins fljótt og auðið er, svo hafa megi þær til hliðsjónar við gerð nýs sauðfjárræktarsamnings og væntanlegar breytingar á félags­ kerfi landssamtakanna. Í skýrslu um markmið og for­sendur sauðfjárræktarsamnings sem Rannsókna­miðstöð Háskólans

á Akureyri hefur skilað skýrslu til atvinnuvega- og nýsköpunar­ ráðuneytisins um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings og er hugsuð sem gagn vegna undirbúnings endurnýjunar á sauðfjárræktarsamningi segir um framtíð sauðfjárræktar í landinu; • Stuðla að aukinni og arðbærri framleiðslu sauðfjárafurða með aukinn útflutning í huga. • Efla sauðfjárræktina sem atvinnu­ grein í dreifðum byggðum. • Bæta afkomu sauðfjárbænda. • Auðvelda endurnýjun í stétt sauðfjárbænda. Ljóst er að tækifæri eru fyrir hendi í atvinnugreininni, s.s. hvað varðar aukinn útflutning og til að nýta aukna ferða­þjónustu. Jafn­ framt eru áskoranir og ógnanir hér innanlands sem tengjast sauð­ fjárbúskapnum og þeim sem hann stunda. Nefna má skort á nýliðun í bændastétt, samkeppni um land og ýmsar áskoranir í dreif­býli, s.s. net­tengingar, vegakerfi, fækkun íbúa og sam­drátt í þjónustu opin­­ berra aðila og einka­aðila. Þróun mála í heiminum, s.s. mann­ fjölg­un, vaxandi kaup­máttur á fjöl­­mennum svæðum á borð við Kína, loftslags­breytingar og auk­ið frelsi í milli­ríkja­við­skiptum munu hafa áhrif hér­­lendis, bæði til góðs og hins verra. Sumt af þessu hefur þegar verið fjallað um í skýrslunni og verður komið nánar inn á, en annað er utan þess stakks sem þessu verkefni hefur verið

S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

Frá Hrunaréttum.

sniðinn. Rétt er að hafa í huga að utanaðkomandi áhrif geta valdið miklu um þróun sauðfjárbúskapar, burtséð frá því hvað íslensk stjórnvöld eða atvinnugreinin sjálf áforma. Almenn ábending skýrsluhöfunda er að mikilvægt sé að hafa markmið í nýjum samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar einföld og mælanleg. Þá þarf að auka gegnsæi greiðslna samkvæmt

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur á undanförnum árum gert mikið átak í að fjarlægja loftlínur og leggja jarðstrengi í staðinn sem nú spanna yfir helming dreifikerfisins eða tæplega 4.600 km. Lögð hefur verið áhersla á að leggja loftlínur í jörð á svæðum sem eru þekkt fyrir miklar ísingar og hefur það leitt til verulegrar fækkunar rafmagnstruflana vegna veðurs. www.rarik.is

samningnum í ríkisbókhaldi. M.a. með því að hafa heiti fjárlagaliða í samræmi við það í hvað féð er notað þannig að þeir séu í samræmi við samningsmarkmið og breyttar forsendur. Sauðfjárrækt er mjög almenn á Suðurlandi. Því hlýtur niðurstöðu þessarar könnunar að vera beðið með eftirvæntingu á þessu svæði.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

34

„Frá upphafi var það markmiðið að skapa Stracta Hótel ákveðna sérstöðu“ - segir Hreiðar Hermannsson hótelstjóri Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri á Stracta Hótel á Hellu, segir að eftir að hafa starfað í Noregi og Danmörku um árabil hafa hann stefnt markvisst á ferðaþjónustu á Íslandi en árið 2006 opnaði hann íbúðahótel í Kaupmannahöfn ásamt Hermanni syni sínum sem

þeir höfðu endurbyggt alveg frá grunni. ,,Nafnið á hótelinu á Hellu var valið í ljósi þess að ferðamenn hvaðanæva úr heiminum gætu sagt nafnið án vandræða og það væri einnig þekkt og hefði einhverja merkingu. STRACTA er latneskt orð sem gæti þýtt farsæld og framganga,“ segir Hreiðar. Stracta Hótel á Hellu er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar fyrir gesti. Gestum standa heitir pottar og gufubað til afnota og matreiðslu­ mennirnir kappkosta að vinna með

hráefni úr næsta nágrenni. Lögð er áhersla á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna. Hótelið er tilvalinn áningar­staður fyrir þá sem vilja upplifa og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða.

Var stefnt að því í upphafi að skapa Stracta hótel ákveðna sérstöðu í ferðaþjónustunni á Suðurlandi? ,,Vissulega. Alveg frá upphafi var það markmiðið. Flest hótel kynna ákveðin fjölda af gistiherbergjum og matseðil en við göngum mun lengra, kynnum einnig að gestum okkar sé boðin ákveðin hvíld og afslöppun en við erum bara á einni hæð þannig að gestir okkar ganga beint út líkt og þeir væru í sumarhúsi en stærð herbergjanna er mjög mismunandi, allt upp í 115

þúsund króna lúxus. Ef sofið er í öllum rúmum sem bjóðast á Stracta getum við hýst um 320 manns en auðvitað eru mismunandi margir í herbergi eftir gerð þeirra og stærð. Hótelið var opnað 1. júlí 2014 og nýtingin hefur verið allgóð en það tekur um þrjú ár að festa sig í sessi og nafnið sé þekkt hjá erlendum ferðaskrifstofum. Árið 2016 lítur afskaplega vel út hvað varðar bókanir hjá okkur og þegar eru farnar að berast bókanir fyrir árið 2017 svo hér ríkir veruleg bjartsýni. Sumar bókanirnar á Stracta eru þannig að áfram er bókað á ýmsa afþreyingu eins og t.d. Gullfoss og Geysi, Eyjafjallajökul, Vestmannaeyjar, Dyrhólaey og fleira eða gistingu í nágrenninu við okkur, eða fjær á Suðurlandi, t.d. austur í Öræfum. Þannig þurfa ferðamenn sem vilja eyða nokkrum dögum á Suðurlandi og njóta náttúrunnar, safna og fleira, ekki keyra fram og til baka yfir Hellisheiðina á hverjum degi.“ Í nágrenni Stracta Hótels er fjöldi hestabúgarða og hestaleiga sem bjóða gesti hótelsins velkomna. Hvort sem er verið að fara á hestbak eða skoða þá aðstöðu sem búið er að byggja upp. Í gestamóttöku hótelsins eru upplýsingar um hvaða afþreying stendur til boða í tengslum við hesta og gestir geta bókað sér ferð þar.“

Heilsueflandi þjónusta Þið bjóðið ykkar gestum upp á ýmsa heilsueflingu. Í hverju er hún fyrst og fremst fólgin?

Á Stracta Hótel eru 10 heitir pottar og sauna, nánast að óskum hvers og eins. Við munum bjóða upp á mismunandi gönguferðir og dag­ sferðir út frá hótelinu fyrir þá sem gista hjá okkur og kenna því að njóta lífsins í íslenskri náttúru.

,,Verið er að vinna í því að fá allskonar afþreyingu fyrir gesti, svosem höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, líka hugleiðslu. En sem komið er bjóðum við bara upp á nudd í samræmi við óskir gesta. Hér eru 10 heitir pottar og sauna, nánast að óskum hvers og eins. Við munum bjóða upp á mismunandi gönguferðir, dagsferðir út frá hótelinu fyrir þá sem gista hjá okkur t.d. í þrjár nætur og kenna því að njóta lífsins í íslenskri náttúru en héðan er mjög víðsýnt, hægt er að sjá til Vestmannaeyja, upp á Eyjafjallajökul en hér er 360° útsýni. Það býðst ekki víða hérlendis. Flestir okkar gestir hafa til þessa komið gegnum margar stærstu ferðaskrifstofur í heimi og einnig bóka ferðamenn sig gegnum bókunarvélar. Stór hluti þessa fólks kemur frá Asíu, en einnig eru Bretar, Þjóðverjar og Norðurlandabúar fjölmennir en segja má að þetta sé fólk frá öllum hlutum heims. Á veturna er hlutfall Asíubúa enn stærra en á sumrin, nú eru hér um 100 manns sem gista á Stractra, og stór hluti þess eru Asíubúar. Þetta fólk tekur gríðarlegt magn af myndum og upplifa svo ferðina á myndasýningu eftir að heim er

komið, og þannig vekja einnig athygli annarra á hversu geysilega gaman er að ferðast til Íslands og njóta þess sem hér er boðið upp á.“

Kvikmyndafyrirtæki og fólk í hvata­ ferðum frá Asíu

Hreiðar segir að dýrustu herbergin á Stracta sé mikið notuð af kvikmyndafyrirtækjum og oft stóran hluta hótelsins. Fyrir nokkru komu starfsmenn frá tryggingarfélagi á Filipseyjum hingað í hvataferð og leigðu allt hótelið, það var skilyrði. Öðrum gestum var komið fyrir á hótelum í nágrenninu, m.a. Hótel Rangá, Hótel Selfoss og víðar. Hvað kemur erlendum ferðamönnum mest á óvart þegar náttúran á Suðurlandi berst í tal eða dvölin á Suðurlandi almennt? ,,Þeir eru margir hverjir sem eru hér í júnímánuði alveg frá sér numdir á dagsbirtunni allan sólarhringinn. Nokkrar rússneskar fjölskyldur voru hjá okkur og voru í morgunmat og horfðu á sólina hækka á himni og um miðnættið voru Rússarnir í miðnæturverði og sáu þá sólina setjast, og það án þess að hverfa. Alls þessa gátu þessir gestir notið án þess að færa sig raunar úr stað,

Samband garðyrkju­ bænda 60 ára Um þessar mundir eru liðin 60 ár frá stofnun Sambands garð­yrkju­ bænda. Félagar og gestir þeirra komu saman til fundar þann 20. nóvember síðastliðinn. Dag­skrá hófst á hádegi í Reyk­holti í Blá­skóga­byggð með heimsókn í garð­yrkju­stöðvarnar, Frið­heima, Gufuhlíð og Espiflöt þar sem starfsemin var skoðuð. Hafliði Halldórsson, fram­kvæmda­­ stjóri, flutti erindi fyrir félags­ menn og gesti. Fjallaði hann um mats­eld úr garð­yrkju­­afurðum. Helgi Jóhannesson og Magnús Á. Ágústs­ son, garðyrkju­ráðunauta fluttu einnig erindi um málefni garðyrkjunnar. Formaður Bændasamtaka Íslands, Sindri Sigurgeirsson, færði Sambandi garðyrkjubænda gjöf sem Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar, veitti viðtöku. Var þetta loftvog sem Sindri sagði vera tákn­ræna fyrir það hve bædnur ættu mikið undir sól og regni. Sámur fóstri sendir garðyrkjubændum heillaóskir í tilefni þessa merkisafmælis.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

35 morgunverður og miðnæturverður á sama stað á svölum Stracta hótels, og alltaf sólskin, hvergi reykur eða önnur mengum af neinu tagi sem truflaði útsýnið. Af þessu eigum við Íslendingar að vera stoltir af. Bandarískt par var hér í brúðkaupsferð en þau giftu sig við Skógarfoss í slagveðursrigningu. Brúðurin fór í greiðslu um morguninn og var rosaleg flott þegar þau fóru héðan en þegar þau komu til baka var hún gjörsamlega niðurrignd. En þau skemmtu sér vel og hlógu að þessari lífsreynslu, þessi dagur þeirra yrði algjörlega ógleymanlegur. Þau vissu að þau voru ekki að fara í einhverja sólarlandaferð, heldur í óvissuferð til Íslands þar sem mætti þeim rok og rigning.“

Íslendingar verða líka að panta tímanlega Veldur þessi mikli fjöldi ferðamanna til landsins því að það er nánast búið að úthýsa Íslendingum á helstu

hótelunum á fjölförnustu ferðamannastöðunum? ,,Íslendingar verða að átta sig á því að þeir verða að panta tímanlega á mesta ferðamannatímanum á Íslandi rétt eins og erlendir ferðamenn eða gestir gera, og finnst sjálfsagt. Sumir Íslendingar ferðast um landið snemma á vorin eða á haustin og panta sér gistingu, kannski í hringferð um landið sem stendur nokkrar gistinætur. Þetta er þá rólegheitaferð þar sem gist er á hótelum utan helsta ferðamannatímans.“ Finnst Íslendingum dýrt að gista á hótelum í eigin landi? ,,Kannski ekki svo mikið. Erlenda ferðamenn heyri ég oft kvarta yfir verðinu hjá bílaleigunum en gjaldskrá þeirra getur hækkað fyrirvaralaust, t.d. vegna launahækkana á almennum vinnumarkaði hérlendis. Það verður að ríkja einhver stöðugleiki í þessum atvinnurekstri,“ segir Hreiðar Hermannsson á Stracta hóteli á Rangárvöllum.

Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sem er fæðingardagur skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar, var gert hátt undir höfði í Grunnskóla Þorlákshafnar eins og undanfarin ár. Börnin í 6. bekk lásu upp fyrir leikskólabörnin á Bergheimum. Á veggnum má sjá metnaðarfull markmið skólans. Fyrir upphaf þessa skólaárs var Guðrún Jóhannsdóttir ráðin skólastjóri.

Naumur meirihluti íbúa Ölfuss var andvígur sameiningar­ viðræðum við Hveragerði Dagana 17.-27. mars sl. var haldin rafræn íbúakosning fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem lagðar voru fyrir þrjár spurningar. Þetta var í fyrsta skipti rafræn íbúakosnning var framkvæmd á Íslandi með þessu sniði og því um ákveðið frumkvöðlaverkefni að ræða. Tilaunin tókst vel, en þátttaka var fremur dræm, en 43% þeirra sem voru á kjörskrá tóku þátt. Spurningarnar voru eftirfarandi; Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss ræði við annað sveitarfélag eða sveitarfélög um sameiningu? Af þeim sem greiddu atkvæði voru 304 hlynnt(ir) viðræðum en 308 andvígir viðræðum. Auð atkvæði voru 5. Ef meirihluti íbúa er hlynntur viðræðum, við hvaða sveitarfélag ætti Ölfus helst að ræða? (Sé fyllt í valkosti má velja eitt eða fleiri sveitarfélög). Af þeim sem greiddu atkvæði völdu 81 Árborg, 286 Hveragerði, 214 Grindavík og 96

annað sveitarfélag. Auð atkvæði voru 111. Hvaða tímasetningu telur þú heppilegasta/besta fyrir Hafnar­ daga? Af þeim sem greiddu atkvæði völdu 149 Sjómanna­dagshelgi, 48 júní eftir sjómannadag, 61 júlí, 6 verslunarmannahelgi, 309 ágúst eftir verslunarmannahelgi og 11 september til maí. Auð atkvæði voru 33. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra, Gunnsteini Ómarssyni, að kynna bæjarstjórn Hveragerðisbæjar niðurstöðu þess hluta kosningar­ innar sem snýr að viðræðum um sameiningu m.t.v. í bókun bæjarstjórnar frá fundi 6. nóvember 2014. Í ljósi niðurstöðu kosninganna sér bæjarstjórn ekki for­sendur til að fara í viðræður um sameiningu en lýsir yfir vilja til áframhaldandi farsæls samstarfs sveitarfélaganna á milli. Síðasta vetrardag var efnt til fundar í Versölum, þar sem farið var yfir hvernig til tókst við

skipulag og framkvæmd rafrænu íbúakosninganna sem fram fóru í sveitarfélaginu. Fram kom að kosningin þótti hafa tekist mjög vel og að þrátt fyrir að heimafólk hefði viljað sjá meiri kosningaþátttöku, þá sé hún talin með besta móti af þeim sem til þekkja og í samanburði við kosningaþátttöku í viðlíka kosningum erlendis. Gunnsteinn Ómarsson, bæjar­ stjóri Ölfuss, segir að í ljósi þess að aðeins munaði 4 atkvæðum á þeim sem vildu viðræður um sameiningu og þeim sem voru andvígir auk þess sem kosningaþátttakan var aðeins 43% kunni að vera rétt að skoða málið frekar, enginn ákvörðun hafi þó verið tekin þar að lútandi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, bendir á að áður en kosið var í sveitarfélaginu Ölfusi hafi bæjarstjórn lýst yfir vilja sínum að ganga til sameiningarviðræðna. En boltinn sé nú skiljanlega alfarið hjá bæjarstjórn Ölfuss.

SURF & TURF Austurvegi 22, 800 Selfossi - Sími 482 2899

HÁDEGISTILBOÐ

kr. 1.590.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

BBQ RIF - HAMBORGARAR - SAMLOKUR - SALÖT - PIZZUR - SÚPUR & BRAUÐ - DJÚPSTEIKTUR FISKUR - FERSKUR FISKUR DAGSINS - NAUTASTEIKUR HROSSASTEIKUR - LAMBASTEIKUR - HUMAR - OG MARGT FLEIRA.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

ORF vekur athygli þeirra sem þar fara framhjá.

Öflugt vísinda- og þróunar­starf hjá ORF í Grindavík ORF Líftækni hf. er leiðandi líftækni fyrirtæki sem hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt, sérvirk prótein sem eru notuð í húðvörur og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim. Aðferðin er afrakstur öflugs vísinda- og þróunarstarfs hjá fyrirtækinu undanfarin ár og byggir á því að nota fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtæki þess starfa nú um 40 starfsmenn, langflestir háskólamenntaðir. Kristinn D. Grétarsson hefur verið ráðinn forstjóri ORF Líftækni og dótturfélagsins Sif Cosmetics. Kristinn var áður forstjóri líftæknifyrirtækisins Mentis Cura ehf. Hann hefur víð­tæka stjórnunar­

reynslu í alþjóða­viðskiptum á heil­brigðis­sviði. Hann var fram­ kvæmdastjóri fjármögnunar hjá Straumi Burðarási frá árinu 2006 til 2011 þegar hann tók við stöðu forstjóra Mentis Cura. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Novartis Pharmaceuticals á Íslandi 2003-2006 og stýrði markaðsstarfi Taugagreiningar ehf. frá árinu 2000 til 2003. Kristinn situr í stjórn heilbrigðistæknifyrirtækisins Mint Solutions. Kristinn er með mastersgráðu í viðskiptafræði og alþjóðaviðskiptum frá háskólanum í Alabama og dvaldi um 10 ár í Bandaríkjunum við nám og störf, fyrst hjá verslunarráði Alabama og síðan hjá Coldwater Seafood Corporation.

36

Skaftárhreppur fundar með nágrannasveitarfélögum um stofnum leiguíbúðafélags Skaftárhreppi er langt til allra átta og íbúar þurfa að geta leyst sem mest af sínum málum innan svæðis. Þar er næg atvinna á sumrin í ferðaþjónustu, en vantar hús­næði. Skaftárhreppur er annað landstærsta sveitarfélag landsins en íbúarnir aðeins 452 og fjárhags­leg staða sveitarfélagsins er veik. Af 452 íbúum búa 126 á Kirkjubæjarklaustri. Á íbúaþingi sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri var talsvert rætt um fjarskipti, um að fá 3ja fasa rafmagn, um húsnæðismál og atvinnu­mál, ekki síst ferða­þjónustu og landbúnað sem eru megin­ atvinnugreinar í sveitar­félaginu. Ein megin­niðurstaðan var að styrkja beri þessar atvinnugreinar og að þar séu miklir möguleikar, en leysa þurfi

hús­næðisvanda, lækka húshitunar­ kostnað og bæta fjarskipti. Á fundi sveitarstjórnar Skaftár­ hrepps 11. nóvember sl.er því fagnað að Landgræðslan sé komin með tillögur að mótvægisaðgerðum í kjölfar Skaftárhlaups. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið og kostnaður verður umtalsverður. Sveitarstjórn mun beita sér fyrir því að Landgræðslan fái aukið fjármagn úr ríkissjóði á næstu árum til að sinna uppgræðsluverkefnum í Skaftárhreppi Í ljósi þeirra yfirgripsmiklu verkefna sem framundan verða í landgræðslu í Skaftárhreppi skorar sveitarstjórn á Landgræðslu ríkisins að staða héraðsfulltrúa frá Landgræðslunni verði í Skaftárhreppi frá og með næstu áramótum.

Bygging leiguíbúða Erindi barst frá Mýrdalshreppi vegna fundar um byggingu leigu­ íbúða en óformlega var rætt um þetta mál á nýafstöðnu ársþingi Sam­bands sveitar­félaga á Suður­landi. Á fundi sveitar­stjórnar Skaftárhrepps var sam­þykkt að ef frum­varp um framtíðarskipan húsnæðismála, sem samþykkt var á haust­­þingi, nær fram að ganga á Alþingi verður framlag leigu­félaga um 18% af bygginga­ kostnaði en á móti kæmu um 12% frá sveitarfélögunum. Mýrdals­ hreppur hefur óskað eftir viðræðum við nær­liggjandi sveitarfélög um mögu­leika á stofnun sameigin­legs leigu­­félags. Eva Björk Harðar­dóttir oddviti og Sandra Brá Jóhanns­ dóttir sveitar­stjóri munu taka þátt í við­ræðum vegna málsins.

Verulegt tjón varð í Skaftárhlaupi í haust. Landgræðslan hefur birt mótvægisaðgerðir.

Almar bakari óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Austurvegur 3-5

Sunnumörk 2

Almar Bakari Selfossi, S. 482 2829 Hveragerði, S. 483 1919

Selfossi • Austurvegur 3-5 Hveragerði • Sunnumörk 2


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

37

Bjartsýni, áræðni, vilja­styrkur og fram­ kvæmdagleði hjá Hitaveitu Bergsstaða

Önnur og þriðja kynslóð Bergstaðafólks að leggja hitaveitu á hlaðinu á Drumboddsstöðum. F.v. Jón Bjarni Gunnarsson, Gunnar Örvar Skaptason, Pétur Hákon Halldórsson og kona hans, Eyja Guðrún Sigurjónsdóttir.

Hitaveita Bergstaða er ungt fyrirtæki, liðlega tveggja ára. Að upplifa þá gerbreytingu sem tenging við hitaveitu er fyrir daglegt líf fólks á áður köldum svæðum er mikil reynsla og þeir sem ekki hafa upplifað þetta eiga mikið eftir. Að heilar fjölskyldur geti farið í steypibað í röð án þess að vatnið kólni verður hver og einn að upplifa til þess að skilja það. Hitaveitu skortir víða á Suðurlandi, t .d. í Þykkvabæ fyrir neðan Hellu. Þar myndi hitaveita geta skipt sköpum bæði fyrir fólkið og hugsanlega kartöfluræktina líka auk þess að örva aðra atvinnustarfsemi á svæðinu. Allar slíkar framkvæmdir verði að bíða virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár þar sem fara verður með hitaveitupípur frá Kópsvatni. Forsagan að hitaveitu Bergstaða er býsna löng. Hestamennskan sem hafði leitt þá Einar G.E. Sæmundsen fyrrum formann LH, Berg Magnússon framkvæmdastjóra Fáks, Jóna Á. Bjarnason verkfræðing, Gunnar Skaptason tannlækni og Grím Guðmundsson iðnrekanda í ÍSPAN saman. Þessi kunningsskapur leiddi til jarðakaupa á Bergstöðum sem er um 426 hektara jörð sem liggur á milli Tungufljóts í vestri og Hvítár í austri milli Drumboddsstaða í norðri og Bræðratungusvæðisins í suðri. Þeir félagar höfðu allir lengi haft mikinn hug á að eignast jarðnæði þar sem þeir gætu haft beit og heyskap fyrir sína hesta eins og gengur hjá flestum hestamönnum. Þessir menn, sem keyptu Bergstaði 1967, eru nú allir látnir, höfðu lengi velt þeim möguleika fyrir sér hvort heitt vatn kynni að leynast í iðrum jarðar á landareign jarðarinnar sem þeir höfðu fest kaup á. Þeir voru í sambandi við fremstu vísindamenn þess tíma en. En þessir vísu menn höfðu flestir efasemdir og voru gætnir við að vekja ekki og miklar vonir um árangur dýrra borana. Sem

auðvitað leiddi til þess að menn hikuðu við. Og áratugir liðu án þess að menn tækju ákvarðanir um boranir, enda slíkt fjárhagsleg áhætta. Einn óvissu þáttur var þá talinn að kaldavatnsaðfærsla væri ekki talin nægileg að svæðinu neðanjarðar þó hiti myndi geta fylgt hinu þekkta sprungukerfi undir Bergstöðum í norðlægri stefnu.

Áræðni með nýrri kynslóð

Sú breyting varð síðan á Bergstöðum með árunum að þar var komin fram önnur, þriðja og bráðum fjórða kynslóð landeigenda. Þarna voru yngri menn og þá áræðnari en þeir gömlu. Þeir tóku sig saman drengirnir af þriðju kynslóðinni og Sigurjón Sindrason sem hafði tekið við einum hlutnum, ótrauðir og óbundnir af aðgætni þeirra eldri og réðust í rannsóknir, tilraunir og að lokum borun í fullum skala. Þeir buðu líkindunum byrginn og gengu fram djarfir. En reikningurinn er fljótur að hækka við hvern bormetra sem þeir verða að borga sjálfir sem bora án árangurs og engir aðrir. Þetta er því hættuspil fyrir hvern sem er sem hefur bara sína eigin vasa til að fara í. Engin Orkuveita Reykjavíkur sem hefur alla skattgreiðendur að baki sér. Kristján Sæmundsson hjá ÍsOr valdi borstæðið með þekkingu sinni á sprungukerfinu sem liggur þarna um undir Tungufljóti í stefnu á Geysisvæðið í Haukadal. Ekki blés nú byrlega fyrir þessu í byrjun. Að vísu kom talsvert vatn á 180 metrum sem var 28 stiga heitt en ekki var það talið nýtanlegt svo kalt. Borinn var komin í rúma 900 metra og ekkert vatn hafði fundist nema volga vatnið þó hitinn færi hækkandi eftir því sem neðar dró en mikið kalt vatn niðri á 300 metrum. Það þurfti að þétta, fóðra, steypa, bora aftur. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, þeir Johnny frá Selfossi

og Simmi frá Laugarvatni höfðu ráð undir hverju rifi og gerðu hvert kraftaverkið af öðru.

Heitt vatn á 962 metra dýpi

Þeir bjartsýnismennirnir og framkvöðlarnir, Gunnar Örvar Skaptason af 2. kynslóð, sá nýkomni Sigurjón Sindrason, Pétur Hákon Halldórsson af 3. kynslóð og Jón Bjarni Gunnarsson af 2. kynslóð, ákváðu að bora eina viku til viðbótar og gera svo hlé. Kostnaðurinn var orðinn þrír milljónatugir og stemningin ekki sú sama eða bjartsýnin. Vatnið kom óvænt á fimmtudegi í 962 metra dýpi og allt breyttist samstundis. Kætin og gleðin tók völdin, brosað var hringinn, allt var breytt, bjartsýni hafði tekið völdin.

sumarhús að kaupa stofnlögn. Meðal sumra landeigenda á Bergsstöðum er áhugi fyrir því að setja upp einhverskonar starfsemi tendri hitaveitu, svo sem ylrækt, ferðamannagistingu og sundaðstöðu en afgangsvatnið gæti hitað stóran baðstað á bökkum Tungufljóts.

Vindmyllum hafnað

Einn landeigendanna sótti um að fá að reisa vindmyllu við hliðina á borholunni sem hefði gert ylrækt enn fýsilegri með eigin rafmagni til lýsingar og nýju Tesla-

þær falla ótrúlega vel að skýjuðum himni sem er frekar reglan en undantekningin á þessu svæði. Hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar virðist stefnan vera að sem fæst orð beri minnsta ábyrgð, og betra sé að gera ekkert en gera eitthvað, sem auðvitað orkar mikils tvímælis En orkar ekki yfirleitt allt tvímælis þá gert er á Íslandi? Uppsetning vindmyllu er 100% endurheimtanleg virkjunarframkvæmd sem vatnsorkuverin okkar, eins og Kárahnjúkavirkjun eru ekki. Hægt er að skrúfa niður vindmyllu eftir

Sex sekúndulítrar

Holan gaf af sér sjálfrennandi 6 sekúndulítra og vatnið er 100 stiga heitt. Á þessu svæði getur verið að finna gríðarlegt magn orku eins og við Kópsvatn sem er ekki svo langt frá þar sem er að finna firnastóra holu sem getur hitað upp allt Suðurlandsundirlendið en á því svæði er víða heitt vatn af skornum skammti, jafnvel ekkert. Benda má á Þykkvabæ sem dæmi. Hafist var handa við að leggja dreifiveitulagnir með eigin höndum, byggt var steinsteypt dæluhús og sett gasskilja og stórar dælur og Hitaveita Bergstaða var nú orðin starfhæft fyrirtæki sem selur heitt vatn í margra kílómetra fjarlægð frá borholunni en dreifinetið nær nú til Drumboddsstaða en reiknað er með að hitaveitan geti náð til Einholts í gegnum Dalsholt. Hugsanlegt er að sumarhúsaþyrping suðvestur af Einholti, tilheyrandi Einholti og Drumboddsstöðum gætu tengst veitunni ásamt Faxabúðum, Koðrabúðum og Hjarðarlandi. En ekkert slíkt hefur verið ákveðið ennþá enda talsverður biti fyrir einstakt

að allt vatnið frá holunni rennur ónot Dæluhúsið á Bergsstöðum. Mest inn er til vinstri. ppur oluto Borh i. dinn myn á ri hæg út í Tungufljót yst til dur fyrir framan dæluhúsið. Fjórða kynslóð Bergstaðafólks sten

batteríunum. En örlög þeirrar umsóknar urðu ekki mikið í stíl við þá bjartsýni í framfaramálum sem ríkir á Bergsstöðum. Hjá skipulagsyfirvöldum Bláskógabyggðar, sem að vísu sendu fjölmenna sendinefnd til að horfa á vindmyllur í Bretlandi þegar umsóknin barst, fékkst ekkert svar við málaleituninni frekar en Steingrímur Erlingsson landeigandi í Vorsabæ fékk að reyna fyrir þremur árum. Það virðist vera að vindmylla sem snýst sé eitthvað hræðilegt en ljósastaur eða súrheysturn sé fallegur. Þó er það merkilegt að vindmyllur eru alls ekki svo áberandi í landslaginu

kannski 25 ár og ekkert sést eftir, en væntanlega hafa nágrannar vanist henni og vilji hafa hana áfram. Til eru þeir sem sjá eftir vindmyllunni sem lengi var við Bernhöftstorfuna í Reykjavík og vilja fá hana aftur. Framtaki Bergstaðamanna í hitaveitumálum er því dæmi um hverju bjartsýni, áræði,smá skammti af heppni og viljastyrk getur áorkað. Vissulega er áhættan umtalsverð þegar menn ráðast í að bora eftir heitu vatni einir og óstuddir og án stuðnings digra samfélagssjóða. Á Bergsstöðum tókst sannarlega vel til, öðrum til eftirbreytni.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

38

Viltu afslátt eða viltu

Múrbúðarverð? Sámur fóstri hitti Baldur Björnsson í Múrbúðinni að máli á skrifstofu hans á búðarloftinu á Kletthálsi 7. Þar er Múrbúðin til húsa á miklum fleti, sem er pakkaður af vörum á neðri hæðinni og efri að hluta til. Húsnæðið er allt hið glæsilegsta og í eigu fyrirtækjanna. Auk þessa er rekin verslun í Reykjanesbæ. Baldur er múrarameistari að mennt og kemur frá Akureyri. Þar stundaði hann þau störf og stundaði ennfremur almenna verktöku í byggingariðnaði. Uppúr 1985 fór Baldur að leggja sig eftir að steypa með svonefndir Bomanite aðferð, en þar er stimplað í ferska hálfstirðnaða steypu allkyns munstur og lit blandað í yfirborðið. Svo er bónað yfir. Þeir sem þetta þekkja eru oft fullir aðdáunar á því hversu fallegt þetta getur orðið enda blandast valin efni og listfengi verkmanna saman. Þetta er valkostur við hellu-og flísalögn.

vel af með sambýlið. Á þessum árum nálægt aldamótunum ræddi hann auðvitað við Ísraela og setti sig inní þeirra sjónarmið. Hann minnist þess að þegar hann spurði um hvort ekki stafaði hernaðarógn af Sýrlendingum við Gólanhæðir sem þeir tóku í stríðinu? Ísraelar kváðu frekar nei við því. Þeir sögðu að Sýrlendingar myndu sjá um að eyðileggja land sitt sjálfir, það væri bara innbyggt í þjóðina. Því miður er það allt komið fram. Það sé einhvern veginn þannig að Arabar lenda yfirleitt undir harðstjórn eins og í Irak og Sýrlandi. Það er eins og þessum þjóðum sé fyrirmunað að búa við lýðræði og ofbeldið er aldrei langt undan. Baldur hafði falið Lands­ banka­num að ávaxta sparifé sitt meðan hann var í Ísrael. Hann eignaðist hluta­bréf í öllum þeim ónýtu félögum sem hægt var að finna á þeim tíma og tapaði

Baldur að gera sig kláran fyrir akstur í Benetton Formula I bíl.

hinsvegar að handla með okkar peninga en ekki bankapeninga,“ segir Baldur. Baldur segir að sér hafi nú ekki verið beinlínis tekið fagnandi þegar hann hóf verslunarrekstur sinn. „Það svo sem vantaði engar bygginga­v öruverslanir, það var nóg af þeim hér fyrir, gróin fyrirtæki.“ Samkeppnisaðilar reyndu svo sem að gera nýgræðingnum ýmsar skráveifur, lækkuðu timbur í öllum Múrbúðalengdum en hækkuðu aðrar lengdir. Stuttu spýturnar fóru að kosta miklu meira hjá stóru búðunum en þær löngu og þar fram eftir götunum. Steinullin snarlækkaði.

in í akstur. Baldur og Sóley, dóttir hans, tilbú

Þetta er auðvitað háð veðri svo Baldri fannst þetta of stopult. Hann fór þvi að skyggnast um eftir einhverju sem væri meira innanhúss og tók að leggja epoxygólf á verksmiðjur í iðnaði og fiskvinnslu. Þetta var hægt að vinna meira veður óháð en stimplunin í Bomanite svo Baldur seldi fyrra fyrirtækið og stofnaði nýtt. Í gegnum þetta hófust við­skipta­ sambönd í útlöndum sem síðan þróuðust með ýmsum hætti og leiddu til þess að Baldur flutti til út­landa og meðal annars til Ísraels og hóf störf þar við þessa grein. Honum vegnaði vel í Ísrael og undi sínum hag þar lengi. Átti þar hús og vini. Hann kynntist Ísraelum vel og líka Aröbunum sem búa margir í Ísrael, bæði kristnir og múslímar, í friði og sátt við Gyðinga. Hann segir þó mikinn mun á því að umgangast kristna Araba en múslíma. Framkoma þeirra síðarnefndu er með allt öðrum hætti, rudda­skapur þeirra í garð kvenna er eitthvað sem okkur vestrænu fólki gengur illa að fella okkur við og þannig má telja um mismuninn. Í Ísrael búa margir einnig Drúsar sem eru upphaflega Arabar frá Líbanon Allt um það lifði Baldur og starfaði með þessu fólki og komst

töluverðum fjármunum. Þá tók hann þá ákvörðun að fjárfesta aldrei framar í neinu sem hann ætti ekki meiri­hluta í sjálfur og við það hefur hann staðið.

er að þyngjast meira og meira og sveitarfélögin lifa á þegnunum og allt fer í félagsmál og rekstur. Einkageirinn hagræddi hjá sér um 20 % við hrunið og fækkaði störfum Opinberi geirinn hagræðir með því að halda öllu starfsfólki.“ segir Baldur. „Nú er svo komið að unga fólkið okkar hefur ekki lengur möguleika á að koma sér upp þaki fyrir höfuðið. Það er stórhættuleg staða sem við verðum að gera eitthvað í.“

„Við erum góðir í múrefnum, gólfefnum, hreinlætistækjum, málningu. Málningin kemur til dæmis frá sænsku fyrirtæki Colorex sem var fyrir tíu árum með álíka veltu og málningarfyrirtækin hjá okkur. Þetta fyrirtæki hefur tífaldað veltu sína á þessum tíma og því getur það lækkað verð til Múrbúðarinnar sem aftur getur boðið viðskiptavinum hagstæðustu kjör á málningu. Við seljum lítið frá innlendum framleiðendum í dag.“

Baldur segist ekki vera á móti heilbrigðri samkeppni. En sér sárni þegar hann horfir upp á framgöngu bankanna sem afskrifa ítrekað hallarekstur þeirra völdu fyrirtækja, sem þeir eru með í gjörgæslu vegna skulda svo þeir geti notað frelsið til undirboða. Það er skekking á markaðnum sem ekki ætti að vera. Þeir eru ennþá að afskrifa á sömu fyrirtækin árið 2014 sem eru í samkeppni við Múrbúðina.

Hann fór að versla í smáum stíl með ýmsar tegundir af múrefnum í Múrbúðinni. Núna eru þau um 40 talsins. Smám saman bættust fleiri vörutegundir við í Múrbúðinni og nú eru 20.000 vörunúmer í búðinni að röskum 10 árum líðnum.

„Ég er með ársreikningana sem sýna að þetta er að gerast enn í dag hjá sömu fyrirtækjunum,“ segir Baldur. „Eitt fyrirtækið var að fá afskrifað í þriðja sinn 145 milljónir í einum bankanum. Hér eru engin hrein gjaldþrot gerð, endalaust haldið áfram að redda og afskrifa.

„Múrbúðin er í dag skuldlaust fyrirtæki í eigin húsnæði, starfrækt á ca. 5000 fermetrum, . Borgar enga vexti.“ segir Baldur. „Við eigum okkar húsnæði, líka á Akureyri sem við leigjum út eftir að við hættum með búð þar og svo húsnæðið sem við verslum í suður í Reykjanesbæ.“

Múrbúðin er rekin hallalaust og skuldar engum. Hún hefur stundum orðið að draga sig út úr ýmsum tegundum en fara jafnharðan á nýjar brautir. Í dag verslar Múrbúðin ekki með neinar innlendar framleiðsluvörur heildsala heldur flytur allt sitt inn í hundruðum gáma.“

Múrbúðina þekkja margir húsbyggjendur. Kjörorðið er „Múrbúðarverð.“ Baldur segist spyrja viðskiptavini hvort þeir„ vilji ódýra vöru eða hvort þeir vilji fá afslátt.“ Viðskiptavinir vita það að allt er selt á lágmarksverði og innkaupum hagað þannig að allir viti núorðið að „Múrbúðarverð“ sé það lægsta fáanlega. Engin sölubrögð með stóra afslætti eru í gangi. Sama lága verðið gildir alltaf. Þetta byggist á þrotlausri vinnu og útsjónarsemi. „Við erum

Baldur segir þennan afskrifta­ gang með skuldir og samninga sem hér ríkir með starfsemi bankanna skekkja allt þjóðfélagið og valda þjóðinni langtíma skaða. Verðmætaskyn hennar brenglist og hún viti ekki hverju hún eigi að trúa. Þetta veldur verðbólgu og bitnar á þeim sem við eru að taka. Nú er búið að endurreisa banka­ kerfið með mikið til sömu leik­ endum. Það vinna allt of margir í stjórnkerfinu en alltof fáir eru að vinna að framleiðslu. „Þjóðfélagið

Benetton, Formúla I bíll, 800 hestöfl. Þennan bíl hefur Baldur keyrt oftar en einu sinni og sést hér stíga um borð í bílinn.

Fjölgun starfa er mest í alls­kyns eftirlits­starfsemi og bréfa­­til­f ærslum. Þeim sem vinna að fram­leiðslu fækkar og raunveruleg verðmæta­sköpun mái sín æ minna með þjóðinni. Sífellt fjölgi í félagsmálastörfum en framleiðsluhagkerfinu hraki. „Ég hef oft velt fyrir mér hvernig maður nær til neytenda. Maður á ekki að gera það með því að ljúga. Við spyrjum stundum hvort viltu afslátt eða gott verð? Við viljum bara halda áfram með okkar Múrbúðarverð og selja á góðu verði.“

Við gætum rætt þessi mál við Baldur í allan dag en nú vendum við okkar kvæði í kross. Lífið er ekki bara þrotlaust puð. Það verður að gleðja sig líka við áhugamálin. Og víst eru áhugamál Baldurs og fjöldkyldunnar all sér­stök. „Ég hef alltaf haft áhuga á bílum. Fór að keyra á brautum 2007.“ Baldur er nefnilega kappakstursmaður í frístundum. Líklega með Bíladellu með stóru Bé. Og ekki nóg með það heldur


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

39

Aðalsmerki íþrótta­ miðstöðvar­innar í Þorlákshöfn er innisundlaugin

Gamli Formúlu III bíllinn sem Baldur átti.

byrjaði ein dóttir hans í þessu með honum fyrir 6 árum þá þrettán ára (það þarf ekki ökuskírteini á kapp­ akstursbraut, útskýrir Baldur) og er á kafi í þessu með karlinum enn þann dag í dag. Og eitt barnabarnið er upptekið af að keyra lítinn kerrubíl með mótor í kring um húsin hjá afa þegar vel viðrar á sumrin. Baldur segir sportið veita þeim endalausa ánægju og þau verja frí­stundum sínum í að fara til útlanda og taka bunur á kappakstursbrautum Evrópu. Þau eiga tvo svonefnda „radical bíla“ sem þau nota í sportið. Blaðamaður spyr hvort þetta sé eitthvert sunnnudagasport þar sem

manna starfslið og þvílíka peninga að það getur enginn venjulegur maður staðið undir því. Baldur unir sér því á minni bíl­um sem blaða­manni sýnast nú alveg nógu grimmi­legir og líta út fyrir að geta drepið hvern sem er á auga­bragði. En allt þarf að lærast og þjálfast í lífinu. „Vélin í svona bíl er 100 kg. og bíll­inn allur 600 kg.“ segir Baldur. Það er áliðið dags og búið að loka búðinni. Það er áreiðanlega margt sem Baldur hefur meira að segja en hér hefur borið á góma í þessu stutta spjalli.

En þeir eru harðir í horn að taka og lifa eftir auga fyrir auga og tönn fyrir tönn sem við gerum ekki. Venjulegir múslímar eru yfirleitt bara fólk eins og við. En Hamas og Hezbolla eru glæpamenn sem reyna að koma illu af stað og fá peninga til þess frá auðkýfingum. Baldur segist ekki geta stutt Ísraela í landtökum sínum og margir Ísraelar vilja þetta ekki. „En þetta er ekki sök eins aðilans bara. Þeir byggðu múrinn og voru gagnrýndir fyrir. En hann hefur virkað. Núna þegar ég var þarna í september þá var komið allt annað snið. Allt orðið afslappaðra en fyrir múrinn og landið er orðið miklu öruggara. Þeir eru búnir að ná fullum tökum á örygginu. Í TelAviv drýpur smjör af hverju strái. Gyðingarnir eru svo óhemju vinnusamir. Ef þú stendur á Golan hæðum og horfir yfir til Sýrlands þá er það eins og að standa við skógræktargirðingu á Íslandi. Eyðimörk að sjá til Sýrlands en allt í grósku Ísraelsmegin,“ segir Baldur. „Ég hringdi til Ísrael í besta vin minn þar eftir Parísar hryðjuverkin. Ég spurði hvernig þeim liði, hvort þeir væru kannski sigri hrósandi fyrir að hafa varað okkur við? Við sáum þetta koma,“ sagði hann „og við sögðum ykkur það. Þið eigið hinsvegar eftir að kynnast þessu því þessi vandamál eru að rétt að byrja hjá ykkur.“

Íþróttamiðstöðin í Þorlákshöfn var tekin í notkun árið 1981 en 1991 var byggt við hana og árið 2008 var svo íþróttamiðstöðin að mestu endurbyggð vegna unglinga­ landsmóts Ungmenna­félags Íslands sem haldið var það ár í Þor­láks­höfn. Ragnar M. Sigurðs­son, íþrótta- og æsku­lýðs­fulltrúi sveitar­félagsins og forstöðu­maður íþrótta­miðstöðvar­ innar, segir að þarna hafi verið byggt til fram­tíðar auk þess sem ný barnvæn og grunn inni­sundlaug hafi verið byggð sem sé helsta aðals­merki íþrótta­miðstöðvarinnar. ,,Vatnshitinn í innisundlauginni er 35° og lofthiti 34° og þarna er fullt af leiktækjum við hæfi allra barna á misjöfnum aldri. Góð aðstaða er fyrir foreldra, systkini eða aðra til að fylgjast með börnunum í innisundlauginni og njóta þess með börnunum hvað þessi innisundlaug er frábær. Íþróttafélagið okkar, Þór, leikur í efstu deild karla í körfuboltanum og það dregur að sér fjölda áhorfenda þegar leikið er hér í Þorlákshöfn þó

ekki sé alltaf húsfyllir, en rými er fyrir allt að 600 áhorfendur. Í vetur fáum við einn ,,derby“ leik hér þegar leikið er við FSu á Selfossi. Það ætti enginn að vera svikinn af því að koma hingað til okkar í íþróttamiðstöðina,“ segir Ragnar M. Sigurðsson.

Góðir heitir pottar eru að sjálfsögðu á við laugina.

Glæsileg sundlaug sem gaman er að heimsækja, enda gera það margir fleiri en íbúar sveitarfélagsins Ölfuss.

Athygli - Effekt

Hvernig líst þér á innflutning múslíma til Íslands og að Sádi Arabar fjármagni hérna moskubyggingu? „Við þyrftum að læra af reynslu annara hvað þessi sambýlismál varðar. En við erum bara ekkert að gera það“ segir Baldur Björnsson.

allt gangi fyrir sig settlega eftir snúrum. Baldur segir nei við þessu. „Maður er að taka sjansa og reyna að keyra keppinautinn af sér allan tímann.“ Hefur hann stigið upp í Formúlubíl? Já, Baldur hefur átt formúlu 3 bíl. En alvöru, Formúlu eitt? spyr blaðamaður. Nú brosir Baldur og segir það af og frá að hann hafi efni á slíku. Þetta sé orðin slík tækni að það sé ekki á færi venjulegs fólks. Hann hefur komið um borð í svona grip og segir hann allt öðruvísi en minni bílarnir. Aflið sé svo ógurlegt, og miklir g-kraftar í gangi, allt svo þrautpínt og tæknilegt að það hálfa væri nóg. Svoleiðis bíll útheimtir 5

Hann hefur yfirgripsmikla þekk­­ingu á málefnum Mið-Austur­ landa. Baldur sá vígbúnaðinn í Naharía bæ þar sem hann bjó hefjast á ný og ofbeldi og hryðjuverk færðust í aukana. Móðir og skólasystir dóttur hans voru myrtar á leið úr skólanum einn daginn. Þá ályktaði Baldur að nú væri nóg komið og flutti heim til Islands upp úr alda­mótunum og fór að huga að nýju lífi.

Gildi Vinnslustöðvarinnar eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfseminni til að skapa fyrirtækinu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.

Hann segir frá því hvernig Ísra­elar friðuðu land sitt með girð­ ingum og hvernig mál þróuðust. Baldur í Formúlu I bílnum þar sem verið er að gangsetja. Til þess þarf að kalla út sérfræðinga og tæki frá Englandi.

Hafnargata 2 • 900 Vestmannaeyjar • sími 488 8000 • vsv@vsv.is • vsv.is


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

„Elipex Pemium er byltingar­ kennd breyting á framleiðslu­­tækni plaströra“

40

- segir Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri SET á Selfossi Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri.

Árið 1968 hóf Steypuiðjan, er síðar varð Set, framleiðslu á steinsteyptum fráveiturörum, og áratug síðar, einangruðum stálpípum fyrir hitaveitur. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi. Í dag er Set þriðji stærsti atvinnurekandinn á Selfossi, næst á eftir heilbrigðisstofnuninni og mjólkursamlaginu. Fjögurra áratuga starfsemi fyrirtækisins hefur öðru fremur einkennst af mjög virku samkeppnisumhverfi. Þær aðstæður hafa kallað á árvekni og skjót viðbrögð þar sem áhersla hefur verið lögð á hátt tæknistig, framleiðni og gæðavitund. Mikil þekking og reynsla hefur skapast á sviði framleiðslutækni hjá fyrirtækinu. Á það einnig við um kunnáttu á sviði markaðsmála og þjónustu við lagnaiðnaðinn. Viðskiptavinir SET ehf. eru aðallega veitustofnanir, sveitarfélög, og endursölu- og þjónustuaðilar á byggingasviði. Meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins eru því stærstu orkuog fjarskiptafyrirtækin, bygginga­ vöruverslanir og verktakar. Allir þessir aðilar hafa tileinkað sér

inn­kaupareglur um opin útboð og verð­samanburð í samræmi við milliríkjasamninga og SET því orðið að mæta alþjóðlegum samanburði í verði, vöru- og þjónustugæðum. ,,Fyrstu mánuðir ársins 2015 einkenndust af minni sölu innanlands en ráð var fyrir gert, ef til vill vegna veðráttunnar og óvissu á vinnumarkaði. Við bættist að helstu plastefnin sem Set notar urðu skyndilega nær ófáanleg í Evrópu og verð á þeim hækkaði verulega þegar kom fram í apríl. Flutt var inn viðbótarefni frá Bandaríkjunum og Asíu um tíma til að styrkja hráefnastöðuna,“ segir Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri SET, röraverksmiðju. ,,Mikil og jákvæð umskipti urðu þegar lengra kom fram á vorið og eftirspurn tók að vaxa og nú stefnir í að veltuaukning muni verða töluverð á árinu bæði innanlands og hjá verksmiðju Set Pipes í Þýskalandi. Stöðugt er unnið að umbreytingu á skipulagi og starfsháttum fyrirtækisins en markverðasta aðgerðin í því efni var að efla söludeild innanlands og sameina hana vörulager og afgreiðslu Set til að

auka skilvirkni og bæta daglega þjónustu. Tækniráðgjöf er einnig orðin sterkur þáttur í sölustarfinu og tekist er á við fjölbreyttari og flóknari viðfangsefni. Stór verkefni hafa kallað á skammtíma rekstrarfjármögnun og nýjar hugmyndir í nýsköpun og fjárfestingum koma til með að auka þörfina á lengri tíma fjármögnun. Bankaþjónusta á Íslandi er góð og fyrirtækið hefur notið trausts á grundvelli góðrar afkomu og eiginfjárstöðu og umsagna matsaðila sem dæma um fjárhagslega stöðu fyrirtækja. Mismunun í starfsskilyrðum í samanburði við fyrirtækin í samkeppnislöndunum sem Set keppir við kristallast hins vegar í háum vöxtum og miklu hærri fjármagnskostnaði. Það kemur bæði við sögu hvað varðar daglegan rekstur og nýfjárfestingar. Innilokaður gjaldmiðill og háir vextir hamla þannig nýsköpun og draga úr fjárfestingargetu. Þrátt fyrir þessar gamalkunnu aðstæður hefur Set að undanförnu unnið að þróun afurða sinna til að standa jafnfætis þeim keppinautum sem sterkastir standa tæknilega í alþjóðlegri samkeppni. Stjórnendur Set líta þrátt fyrir þetta

björtum augum til framtíðarinnar með áralanga reynslu starfsfólks fyrirtækisins af framleiðslu og þjónustu við lagnamarkaðinn og góða markaðsstöðu sem helsta veganesti félagsins.“ Fræðslumál hafa verið efld til muna hjá Set á undanförnum árum, en SET rekur eigið fræðslukerfi fyrir starfsfólk; Set-Plastiðnaðarskólann, og annast auk þess námskeiðahald á sviði

áratug eftir að byrjað var að leggja hefðbundnar hitaveitulagnir kom fram á sjónarsviðið ný einangrunartækni sem fólst í að plaströrin væru einangruð og kápuklædd í sama ferli. Rörin eru oft nefnd Contirör með vísan í aðferðina, Continuous sem vísar til þess að einangrunin og kápan er framleidd í sama vinnsluferlinu. Fljótlega tók að bera á þessum rörum hér á landi og til að bregðast

Set leggur Orkuveitu Reykjavíkur til rör í lögn frá vinnslusvæðinu við Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun.

lagnatækni fyrir viðskiptavini sína. Íslenski lagnamarkaðurinn hefur á undanförnum árum einnig lagt aukna áherslu á gæðamál og fræðslu. Markmiðið hefur verið að auka endingartíma og draga úr viðhaldsþörf lagnakerfa sem sífellt verða stærri og margbrotnari.

Einangrunargildi PEX-a plaströra frá Set er mikið

Rörin til HS-Orku voru engin smásmíði.

Hjá Set hafa starfsmenn foreinangrað stálrör fyrir hitaveitur í fjóra áratugi og stunda nú þróunarstarf við að ná fram auknu einangrunargildi slíkra röra. Í dag eru um 97% húsnæðis á Íslandi tengd heitu vatni til upphitunar og lagnakerfi hitaveita er um 6.000 kílómetrar. Meginhluti þess eru stálpípur kápuklæddar með Polyethelyne plastefni. Tæpum

við samkeppninni hóf Set að selja innflutt efni allt þar til fyrirtækinu tókst að þróa eigin vörulínu og var hún kynnt vorið 2006, það er einangruð PEX-a plaströr undir framleiðsluheitinu Elipex. Aðferðin er flókið samspil og samhæfing eiginleika hráefna, vélastillinga og aðstæðna.

Byltingarkennd breyting

,,Síðustu tvö ár hefur Set unnið að framþróun í vinnslu á þessum rörum með það að markmiði að auka einangrunarhæfi þeirra og sveigjanleika. Tækniþróunarsjóður hefur styrkt verkefnið en rörin eru framleidd af Set undir vörumerkinu Elipex eins og áður en með undirtitlinum Premium,“ segir Bergsteinn. ,,Verkefnið felur í sér byltingarkennda breytingu á


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

41 framleiðslutækni. Set hefur náð miklum árangri við að ná þessum eiginleikum fram. Nýja aðferðin felur í sér fjölmargar úrbætur og tækninýjungar í vinnsluferlinu. Vaxandi kröfur hafa verið gerðar á markaði í Evrópu um sveigjanleika og janframt hærra einangrunargildi röranna, svokallað Lambda-gildi. Samhliða þessu flókna verkefni hefur verið nauðsynlegt að kaupa ný tæki inn í framleiðslulínuna og smíða nákvæman mælibúnað á sveigjanleika röranna.“

Verkefni á Grænlandi

Framhald varð á aðkomu Set að lagnaverkefnum á Grænlandi eftir að fyrirtækið hóf vinnslu á sérútbúnum lögnum fyrir danskt verktakafyrirtæki. Á Grænlandi eru notuð sérstök frostfrí einangruð rör með upphitunarkerfum fyrir vatns- og fráveitulagnir. Hitakerfin eru rafdrifin og sérstakir sjálfhitastýrðir leiðarar eru dregnir í gegnum eirpípur sem lagðar eru utan á meginrörið inn í Poyurethan einangruninni. Raflagnir í upphitunarkerfin eru einnig lagðar eftir plastpípum í einangrun röranna. Tengingar á raflögnunum við hita- strengina eru hafðar í samskeytum og frá þeim gengið við niðurlögn og frágang á samskeytum. Set hefur einangrað stálpípur, PE og PP plaströr og hlífðarkápa hefur verið hefðbundin úr PE plasti en einnig úr spíralvafinni Zink húðaðri blikk kápu. Set hefur átt gott samstarf við ÞH Blikk á Selfossi í sérlausnum og sérsmíði á tengistykkjum í þessari spíralkápu. Mikil sérhæfing í handverki, vinnu- aðferðum og véltækni hefur þróast hjá Set í tengslum við þessi óvæntu og skemmtilegu verkefni sem óvænt urðu til vegna sölustarfsemi Set Pipes GmbH í Þýskalandi en

sölumaður Set í Danmörku hefur haft veg og vanda af samskiptum við söluaðila og verktaka vegna Grænlands. Set mun áfram vinna að mörgum verkefnum í ár vegna framkvæmda á Grænlandi.

Aukin verkefni innanlands Verkefnin eru einnig fjölmörg innanlands, m.a. á Suðurnesjum. Það er líklega vegna batnandi efnahagsástands. Hver eru þau helst? ,,Fyrir tveimur árum kom Set að mjög nýstárlegu verkefni fyrir Skinney Þinganes á Höfn sem er fjórföld fjölpípulögn yfir hafnarsvæðið. Fyrsta verkefni Set á líðandi ári var framleiðsla fyrir HS-Orku sem lengi hefur verið einn stærsti viðskiptavinur

fyrirtækisins. Boðin voru út kaup á afrennslislögnum frá Reykjanesvirkjun, það er áframhald á verkefni sem fór af stað árið 2012. Set átti lægsta tilboðið þá og svo var aftur nú. Þetta var framleiðsla á einangruðum 508 mm stálpípum, 8,8 mm að veggþykkt sem eru umtalsvert sverari en til dæmis venjuleg hitaveiturör. Pípurnar sem eru 16 metrar að lengd voru einangraðar í 630 mm PE hlífðarkápu. Þetta voru 282 stykki sem er umtalsvert meira en framleitt var 2012. „Enn og aftur sýndi það sig hvað tækin í verkmiðju Set Pipes eru öflug og fullkomin til að takast á við vinnslu á þungum röraeiningum. Tækin sönnuðu sig fullkomlega. Rör og tæknibúnaður frá Set eru mikilvægur þáttur í fiskeldisstöð Stolt See Fish Farming á Reykjanesi, en starfsemi hennar hófst nýlega. Leysa þurfti ýmsar þrautir í verkefninu og vinna lausnir á óvæntum atriðum sem komu upp. Í þessu verkefni öðluðumst við mikilvæga reynslu á hlutum sem eru um margt ólíkir því sem við erum að jafnaði að sinna. Reykjanesmálið er jafnframt dæmi um þá fjölþættu möguleika sem blasa við hérlendis við nýtingu afgangsvarma frá gufuaflsvirkjunum. SET er með vaxandi starfsemi í Þýskalandi, hvernig gengur það? ,,Set í Þýskalandi, sem rekin er undir merkjum Set Pipes GmbH gengur vel. Fjögur ár eru síðan framleiðsla þar hófst, en öðru fremur var það samdráttur á innanlandsmarkaði sem hratt verkefninu af stað. Hugmyndin gekk út á að skapa hagkvæma vinnslueiningu með tilliti til aðfanga og markaða, aðallega vara í þyngri einingum sem fyrirtækið réði ekki við vegna stærðartakmarkana í vinnslu á Íslandi. Árangurinn hefur mælst í betri markaðsstöðu og nýjum verkefnum víða í Evrópu, svo sem í Danmörku. Markaðsókn í Þýskalandi hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst hefur verið. Verksmiðjan er í Haltern am See í sambandsríkinu Nord Reihn Westphalia. Í júní efndi danska Fjernvarme Fyn í Óðinsvéum til verðkönnunar í framleiðslu og afhendingu á einangruðum tvöföldum stálpípum vegna framkvæmda veitunnar í Broby á Fjóni. Set varð hlutskarpast og úr varð að veitan ákvað að kaupa fyrsta verkhlutann einangraðar 16 metra langar pípueiningar með tveimur 139,7 mm stálrörum í 500 mm PE hlífðarkápu. Set hafði ekki framleitt þessa stærð áður en tvöfaldar lagnir í sömu einingu eru óþekktar hér á landi. Alls voru framleidd um 300 rör og þau flutt til Danmerkur. Mikil ánægja var með gæði vörunnar og svo fór að veitan bætti tveimur verkhlutum við samninginn, í Vissenbjerg og Søndersø en í þeim verkhlutum eru einnig víðari pípur 168,3 mm í 560 mm hlífðarkápu í 16 og 12 metra einingum. Áralöng barátta Set Pipes GmbH tók heldur betur við sér vegna þessara verkefna og annarra á árinu og útlit er fyrir að jöfn vinnsla haldist allt árið með aðeins 6-7 manna starfsliði. Verkefnin á Fjóni tengjast fjarvarmavæðingu og stækkun svæðis Fjernvarme Fyn til þessara þriggja bæja og byggðarkjarna. Efnisgæði einangrunarinnar eru eins og ávallt afar jöfn og góð í fullkominni framleiðslulínu Set Pipes,“ segir Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri.

Bókabæirnir stuðla að menninga­ legri og lífs­kjara­bætandi umhverfi

Í bókabæjunum er hægt að kaupa og selja nýjar og notaðar bækur og taka þátt í bókmenntalegum viðburðum. Haldið hefur verið málþing um barnabækur sem um 40 manns sóttu, þó aðallega konur! Í bókahillum Bókakaffisins á Selfossi eru margir bókatitlar, sumir jafnvel fágætir ef nánar er að gætt.

Bókabæirnir austanfjalls er afar athyglis­verð og menningarleg starfsemi sem ýtt var á flot á síð­asta ári. Þátt taka Eyra­­bakki, Hvera­gerði, Sel­foss, Stokks­eyri og Þor­lákshöfn en með verk­efninu er myndaður klasi sam­starfs­aðila sem tengjast bókum, menningu og ferðaþjónustu á svæðinu. Verk­efnið er hluti af alþjóðlegu samstarfi Bóka­bæja sem starfa í 14 löndum og þremur heimsálfum. Bóka­bæirnir austan­ fjalls stefna að því að breyta ímynd svæðisins og gera það eftirsóknar­ verðara til búsetu og starfa. Bókamenning hefur átt sér djúpar rætur í héraðinu allt frá

miðöldum. Í Hveragerði var frægasta skáldanýlenda þjóðarinnar í svokallaðri skáldagötu og á fyrri tíð höfðu vermenn í Þorlákshöfn sérstakt lestrarfélag. Markmið Bókabæjanna austanfjalls er meðal annars að fá íbúa svæðisins til að taka sem mestan þátt í því að kynna bækur, varðveita þær og stuðla að því að fólk á öllum aldri haldi áfram að njóta bókalesturs. Bækur eru alltaf aðgengilegar svo framarlega sem þær eru varðveittar, enda hverfa þær ekki í ólgandi haf veraldarvefsins sem þýtur hjá okkur á ógnarhraða og endurnýjar sig á hverju degi.

Texti sem er skrifaður og prentaður í bók, varðveitist þar og bíður næsta lesanda um ókomna tíð. Bókabæirnir austanfjalls er hugsað sem sameiginleg eign allra sem búa í viðkomandi sveitarfélögum á svæðinu, og sem vettvangur þar sem allir geta unnið að því að varðveita saman einn dýrmætasta arf okkar; bókmenntirnar. Bjarni Harðarson, veitingamaður og bóksali í Bóka­kaffinu á Sel­fossi segir að næstu verkefni séu ekki alveg full­mótuð en talað er um byggða­menningar­verkefni sem gera svæðið menningar­lega og bæta lífskjör.

Jónas Marinósson, Elín Einarsdóttir og Einar Freyr Elínarson frá Sólheimahjáleigu; Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson frá Brunnhóli; Sigríður Diljá Vagnsdóttir frá Narfastöðum og Berglind Viktorsdóttir og Sævar Skaptason frá Ferðaþjónustu bænda en Narfastaðir og Ferðaþjónusta bænda hlutu einnig viðurkenningu.

Brunnhóll og Sól­heima­hjáleiga hlutu viðurkenningu Vakans Gististiheimili innan Ferða­ þjónustu bænda fengu viður­ kenningu Vakans á uppskeruhátíð sam­takanna þann 16. nóvember sl. Ferðamálastofa hefur leitt vinnuna við VAKANN en verkefnið hefur verið unnið í náinni samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar, Nýsköpunar­miðstöð og Ferða­ mála­samtök Íslands. Brunn­hóll, og Sólheimahjáleiga í Mýrdal sem flokkast öll sem 4 stjörnu gisti­ heimili. Gistiheimilið Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði hlaut viðurkenningu Vakans sem 4 stjörnu gistiheimili og jafnframt brons-umhverfismerki Vakans. Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson hafa rekið ferðaþjónustu á Brunnhóli undir merkjum Ferðaþjónustu bænda frá árinu 1986. Fyrst í smáum stíl en með aukinni og breyttri eftirspurn hefur fyrirtækið vaxið og í dag er boðið upp á gistingu í 22 herbergjum, auk veitingasölu og hins margrómaða Jöklaíss, sem framleiddur er á bænum en yngri kynslóð fjölskyldunnar hefur um árabil haft veg og vanda af mjólkurframleiðslunni. Þess ber einnig að geta að gestir á Brunnhól geta fylgst með atferli kúnna í fjósinu sem og mjöltum í beinni útsendingu í sjónvarpskerfi gistiheimilisins.

,,Gæðavottun er ekkert nýtt fyrir okkur hér á Brunnhóli. Við erum aðilar að Ferðaþjónustu bænda sem hefur um árabil rekið eigið gæðakerfi. Hins vegar teljum við mikilvægt að okkar gististaður sé metinn af óháðum aðila, á sama skala og öll önnur ferðaþjónusta í landinu. Fögnuðum við því tilkomu Vakans,“ segir Sigurlaug Gissurardóttir . ,,Eftir að hafa farið í gegnum gæðaflokkunarferli Vakans stöndum við með fyrirtæki sem er betur í stakk búið til að veita gestum okkar góða þjónustu og bregðast við þeim atvikum sem upp á kunna að koma, segir Sigurlaug.

Sólheimahjáleiga

Sólheimahjáleiga hlaut viðurkenningu Vakans, 4 stjörnu gistiheimili. Sólheimahjáleiga er fjölskyldurekið gistihús og sveitabær þar sem lögð er áhersla á friðsælt umhverfi fyrir gesti í nálægð við náttúruna og búskapinn. Sama fjölskyldan hefur byggt staðinn síðan um 1850. Sólheimahjáleiga nýtur nálægðar við margar af þekktustu náttúruperlum Suðurstrandarinnar. Sala á gistingu hófst í smáum stíl á áttunda áratug síðustu aldar og þá sem heimagisting en frá árinu 1985 hefur Sólheimahjáleiga verið

innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Gistihúsið er opið allan ársins hring og er áhersla lögð á að gestir upplifi íslenska sveit og fái persónulega þjónustu. ,,Við vorum afskaplega ánægð þegar gistihluti Vakans var tilbúinn. Í vaxandi samkeppni er svarið að gera eins vel og maður getur og því var Vakinn kærkomið verkfæri. Við nutum góðs af því að hafa verið svo lengi í Ferðaþjónustu bænda því mjög margt af því sem Vakinn tekur út, var jafnframt hluti af gæðastefnu þeirra samtaka. Við hófumst handa við að undirbúa úttektina í mars sl. Við fórum yfir öll gögn sem við áttum og útbjuggum það sem upp á vantaði. Þessa vinnu nýttum við í sumartörnina og gerðum svo endurmat nú í haust. Við nýttum okkur jafnframt heilmikið þá þjónustu sem Vakinn býður upp á bæði á heimasíðu og ráðgjöf í tölvupósti. Útkoman var afskaplega ánægjuleg fyrir okkur því niðurstaðan eftir úttektarferlið var 4 stjörnu gistihús. Úttektin styrkti okkur í þeirri trú að við erum að gera ágæta hluti en jafnframt áskorun um að gera enn betur,“ segir Elín Einarsdóttir einn eigenda Sólheimahjáleigu.


SÁ MUR FÓS TR I - 2. TBL . 1 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 5

42

Síðasta verðlaunagáta Sáms fóstra hafði lausnina: JÓLASKREYTING

Allmargir skrifuðu lausnina jólaskreiting. Ritstjórnin tók ákvörðun um að telja þessarr lausnir jafngildar. Einn skrifað ljósaskreyting á sína lausn en var svo forsjáll að láta gátuna fylgja útfyllta með þar sem rétta lausnin blasti við. Honum var gefið rétt fyrir þetta þrátt fyrir þessi pennaglöp. Alls bárust 64 réttar lausnir, Flestir lýstu yfir velvilja gagnvart vindmyllulundi við Þykkvabæ. Margir létu þess getið að nóg væri af vindi á Íslandi og því ekki að nota hann. Tveir höfðu ekki skoðun og einn vildi setja fyrirvara um hávaða. Enn annar vildi fara mjög gætilega í að leyfa vindmyllur. Ýmsir létu góð orð í garð Sáms fóstra fylgja. Lausnirnar komu frá Blönduósi í norðri til Víkur í austri um sveitir til Selfoss, Hveragerð og til Þorlákshafnar í Ölfusi. Svarseðlarnir voru númeraðir í slembiröð. Síðan voru jafnmargir númeraðir seðlar settir í pott og dregið sem hér segir.

1. verðlaun, kr. 30.000: Þórður Á Helgason Háengi 4, Selfossi 2. verðlaun, kr. 15.000: Sigríður Magnea Björgvinsd. Tjarnir, 801, Selfossi 3. verðlaun, kr. 5.000: Ragnar Helgason Birkigrund 17, Selfossi

Skólaþjónusta Rangárvallaog Vestur-Skaftafellssýslu - fyrsta skólaþjónustan til að gera samning við Sjúkratryggingar Íslands Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er fyrsta skólaþjónustan á landinu til að gera samning við Sjúkratryggingar Íslands um kostnaðarþátttöku ríkisins í mál- og talþjálfun leikog grunnskólabarna. Fram til þessa höfðu Sjúkratryggingarnar eingöngu gert slíka samninga við sjálfstætt starfandi talmeina­ fræðinga en ekki við sveitarfélög sem réðu til sín talmeinafræðinga. Vinna við málið fór af stað í upphafi ársins og naut skólaþjónustan

mikils og góðs liðsinnis starfs­ manna Sambands íslenskra sveitar­ félaga, en uppfylla þurfti ákveðin skilyrði til að mögulegt væri að fá aðild að samningnum. Þann 1. ágúst 2014 réði skóla­ þjónustan talmeinafræðing til starfa. Verkefni talmeina­fræðings­ ­ins verða, auk lög­­bundinna greininga og ráðgjafar, almenn tal­þjálfun barna sem falla undir verk­svið sveitar­­félaga sam­kvæmt samningi sambandsins og velferðar­ ráðuneytisins, frá júní 2014, um

verka­­skiptingu vegna barna með mál­þroska­­vanda, en einnig barna með alvarlegri vanda sem eiga að fá þjálfun með kostnaðarþátttöku ríkisins. Samningurinn gerir sveitarfélögum nú kleift að ráða talmeinafræðinga sem sinna, auk greininga og ráðgjafar, einnig mál- og talþjálfun leik- og grunnskólabarna. Þetta fyrirkomulag er sérstaklega hugsað til þess að mæta þörf fyrir talmeinaþjónustu víðs vegar um landið þar sem aðgengi að slíkri þjónustu hefur verið stopult.

Smáhúsahverfi fyrirhugað á Hellu

Vinningshafar 1. 2. og 3. verðlauna geta komið í Bæjarlind 4 í Kópavogi, á skrifstofu Hallsteins ehf, og sótt vinninga sína. Vinsamlega hringið fyrst í síma 892 1630 eða sendið póst á halldorjonss@gmail.com svo enginn grípi í tómt. 4. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 2 hlaut: Páll Birgisson, Lambhagi 13, 800 Selfoss Hann segir vindmyllulund vera gott mál 5. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 1 hlaut: Guðrún Jónsdóttir, Grænamörk 2, 800 Selfoss Hún segir vindmyllulund vera í lagi. 6. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 1 hlaut: Anna Ólafsdóttir, Vestmannabraut 38, 900 Vestmannaeyjar Hún segir : Þetta er gott framtak, það á að gera meira af þessu, nóg er af vindi á Íslandi 7. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 1 hlaut: Herdís R.Einarsdóttir, Básahraun 23, 815 Þorlákshöfn Hún setur spurningamerki? 8. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 1 hlaut: Sigurður Ólafsson, Mánabraut 7, 815 Þorlákshöfn Hann svarar: Það er í lagi. 9. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 1 hlaut: Kristrún Ólafsdóttir, Fossvegur 10, 800 Selfoss Hún svarar: Í góðu lagi. 10. Verðlaun sem eru vindmylluklifur fyrir 1 hlaut: Ómar Jónsson, Birkigrund 1, 800 Selfoss Hann svarar: Flott mál. Handhafar 4.-10. vinninga eru beðnir að senda póst og tilkynna áhuga sinn. Síðan þegar vitað er um þáttöku verður hringt í viðkomandi og tilkynnt um valinn sunnudagur fyrir viðburðinn . Þá koma þeir vinningshafar sem vilja á vindmyllusvæðið og skoða útsýnið úr myllutoppi og þiggja kaffi í boði Biokraft. Þetta verður upplifun sem segir sex. Vinningshafar mega tilnefna fulltrúa til að fara fyrir sig ef þeir ekki treysta sér eða geta ekki komið. Framkvæmdastjóri Biokraft Snorri Sturluson stjórnar aðgerðum en Snorri er traustur maður og vanur. Þessi vinningafullnusta getur dregist vegna veðra í vetur.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum starfsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra góð samskipti á árinu sem er að líða

Teikning Björns Jóhannssonar af smáhúsahverfinu.

Á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar sveitarfélagsins Rangár­þings ytra voru kynntar hug­myndir vegna fyrsta smáhúsa­ hverfi landsins. Það er Björn Jóhannsson sem gengur með þessa hug­mynd og hefur hún vakið verð­ skuldaða athygli í sveitarfélaginu. Sl. miðvikudag var málið rætt í sveitarstjórn og þar var bókað: ,,Sveitarstjórn telur að hér sé

um afar áhugaverða hugmynd að ræða og fagnar áhuga hugmynda­ smiða á því að koma upp slíku hverfi í Rangárþingi ytra. Haraldi Birgi Haraldssyni, skipulags- og byggingafulltrúa, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra, er falið að gera tillögu um mögu­lega staðsetningu fyrir slíkt smá­íbúða­ hverfi og vinna hugmyndina áfram í samstarfi við höfunda.“

Það verður gaman að fylgjast með næstu skrefum þessa verkefnis, ennþá er ekki búið að finna endanlega staðsetningu og margir þættir óskoðaðir. Verkefnið er enga að síður virkilega spenn­andi og kæmi til með að leysa húsnæðis­ vandamál þar sem gert er ráð fyrir að skipulag hverfisins krefjist fastrar búsetu, þetta er því ekki hugsað til útleigu fyrir ferðamenn.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


S ÁM UR FÓS TR I - 2. TBL. 1. ÁR G. - DES EM BER 2015

43

Verðlaunakrossgáta

Sámur fóstri býður lesendum sínum að ráða verðlaunakrossgátu 1. verðlaun eru 30.000 kr. í peningum. 2. verðlaun eru 15.000 kr. í peningum. 3. verðlaun eru 5.000 kr. í peningum. Meðfylgjandi er svarseðill þar sem svarandi gefur upp nafn sitt kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af svarseðlinum ef fleiri en einn fjölskyldumeðlimur vill taka þátt í útdrætti vinninga. Svarseðilinn skal setja frímerktan í póst og merkja: SÁMUR FÓSTRI - Krossgáta Bt. HALLSTEINN ehf. BÆJARLIND 4 201 KÓPAVOGUR Dregið verður úr réttum lausnum og úrslit tilkynnt í næsta tölublaði Sáms frænda.. Spurningin að þessu sinni er: Hvernig líst þér á að vindmyllulundur rísi milli Þykkvabæjar og Hellu?

- SVARSEÐILL Nafn: Kennitala:

Lausnarorð krossgátu (Skv. númeruðum reitum)

Heimilisfang

Dregið úr nöfnun þeirra sem sendu rétta lausn í 1. tbl. Sáms fóstra. Það gerði Elísa Helga Sigurðardóttir á viðstöddum Guðna Stefánssyni ritstjórnarfulltrúa, Geir A. Guðsteinssyni ritstjóra og Halldóri Jónssyni útgefanda.

Hvernig líst þér á að vindmyllulundur rísi á milli Þykkvabæjar og Hellu?

Póstnúmer


Einstakur Auðlindagarður

Samfélag án sóunar Auðlindagarður HS Orku er einstakur á heimsvísu, boðar nýja tíma og nýja hugsun í orkumálum. Fyrirtæki innan Auðlindagarðsins nýta hvert um sig, með beinum hætti, tvo eða fleiri auðlindastrauma frá jarðvarmaverum HS Orku. Markmið Auðlindagarðsins er „Samfélag án sóunar”. Innan garðsins starfa mörg af framsæknustu fyrirtækjum landsins, m.a. Bláa Lónið, snyrtivöruframleiðendur, líftæknifyrirtæki og fiskeldi en ríflega 600 störf má rekja beint til Auðlindagarðs HS Orku, auk annarra afleiddra starfa.

audlindagardurinn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.