Sámur fóstri - 1. tbl. 1. árg. Mars 2015

Page 1

„Vindmyllu­ lundir skapa hagsæld og eru græn orka“

BLS. 9

Þykkva­ bæjar­ hita­ veita

BLS. 17

BLS. 25

Upplifun aldarinnar að vera fastur inni á hóteli

fóstri

1. TB L. 1. ÁR G.

MA RS 2015

Hrauneyjarfossvirkjun

Útsvarslið sunnlenskra sveitarfélaga voru sinni byggð til sóma Lið Ölfuss í spurningakeppni RÚV, Útsvari, stóðu sig með sóma þótt þau kæmust ekki í

Útsvarslið sveitarfélagsins Ölfuss.

úrslita­­þáttinn. Lið Ölfuss vann Stykkis­­­hólm í 16-liða úr­slitum og mætti síðan liði Skag­firðinga sem hafði slegið út lið Rangár­ þings ytra naum­lega, 55:57. Skag­firðingar unnu Sigölduvirkjun. svo lið Akur­eyr­inga Verði raforkumál ekki og virðast Skag­­ brátt tekin föstum tökum firð­­ingarnir til alls líklegir með blasir við orkuskortur. Guð­­­rúnu Zöega, Fleiri raforkukosti, eins og Guð­­rúnu Rögn­ t.d. vindmyllulundi, verður valds­­­dóttur og jafnframt að skoða í Vil­­hjálm Egils­­­son í fullri alvöru. for­­­svari. Lið Ölfuss var skipað þeim Ingi­­björgu Hjörleifs­ dóttur, Hann­esi Stefánssyni styttast í það. Það er bláköld og Stefáni Hannes­­syni en lið staðreynd. Rangár­þings ytra þeim Steinari Ragnheiður Elín Árnadóttir Tómassyni aðstoðar­­skólastjóra á iðnaðar­r áðherra sagði á Hellu, Hreini Óskarssyni starfs­ aðalfundi Sam­o rku að manni Skóg­ræktar ríkisins í Odda breytingartillaga sem meiri­ hluti atvinnu­vega­nefndar sendi ný­verið til umsagnar hafi ekki átt að koma á óvart og sé skyn­ samleg. Þar er um færslu fjög­urra virkjunar­k osta úr bið­f lokk í orku­n ýtingarflokk, þ.e. Hvamms­­virkjun, Holta­virkjun, Urriða­fossvirkjun, Hagavatns­ virkjun og Skrokköldu­virkjun. Harðskeytt lið Rangárþings ytra. Iðnaðarráðherra telur brýnt að Alþingi fjalli ítarlega um þessa virkjunar­kosti, fari yfir þau og Hörpu Rún Kristjánsdóttur á gögn sem þegar liggja fyrir og Hólum á Rangárvöllum. Útsvar er taki ákvörðun um röðun þeirra á eitt vinsælasta sjónvarpsefni sem yfirstandandi vorþingi. lengi hefur verið boðið upp á.

Raforka í landinu að verða uppseld Þörf fyrir meiri raforku eykst stöðugt hérlendis, og raunar er svo komið á sumum svæðum að við liggur að raforkuskortur muni gera vart við sig, engin umframraforka stendur til boða innan tíðar. Þetta er vaxandi áhyggjuefni á Vestfjörðum. Raforkuskortur mundi hafa ófyrir­s jáanlegar afleiðingar fyrir heimili og atvinnurekstur í landinu öllu. Hæg en stöðug aukning hefur verið í heildarraforkunotkun í land­inu. Lítið bætist við framboðið því ekki er mikið virkjað, frekar deilt í þjóð­félaginu um alla fyrir­liggjandi virkjunarkosti í dag. Orku­kaup­endur verða varir við að samkeppni er ekki mikil hvað varðar framboð á raf­orku

og verðið fer hækkandi. Dæmi um það eru breytingar Lands­ virkjunar á skilyrðum fyrir afhendingu á ó­tryggðri orku sem leiðir að óbreyttu til hækkunar á orku­k ostnaði fiski­m jöls­ verksmiðjanna. Annað dæmi er minnkandi áhugi orku­fyrir­ tækjanna á útboði Lands­nets á orku til að mæta flutnings­töpum á þessu ári. Aðeins tvö orku­ fyrirtæki buðu fram orku og þó ekki næga og verðið reyndist 23% hærra en á síðasta ári. Guð­mundur Ingi Ásmundsson, for­stjóri Lands­nets, segir að verðhækkunin hljóti að sýna minni samkeppni, að sam­keppni um söluna dragi verðið ekki lengur niður. Megnið af fram­ boðinni orku kom frá Lands­

virkjun, eitthvað frá Orkuveitu Reykja­víkur en HS-Orka tók ekki þátt. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðsog viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að gagnaver og annar iðnaður um allt land hafi verið að bæta við sig og almenn umsvif, svo sem í ferðaþjónustu, kalli á aukna raforkunotkun. Landsvirkjun hafi haft ákveðið svig­rúm en nú sé að koma að þeim tímapunkti að raforkan verði uppseld. Með samn­ingum við kísilver hefur Landsvirkjun lokið við að selja þá orku sem hún átti fyrirliggjandi. Ekki er hægt að fullyrða hvenær virkjuð orka í landinu verði uppseld en farið er óneitanlega að að

Sámi fóstra er dreift á öll heimili í Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Vestmannaeyjum.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

2

,,Virkjum vindorkuna til að græða upp landið í stað þess að láta storminn feykja því burt”

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

Mjög gott atvinnuástand er í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra en valkostirnir mættu auðvitað vera enn fjölbreyttari,” segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri. ,,Í dag er mest áberandi málið hér í atvinnulífinu ferðaþjónustan og víðtæk afþreying sem boðið er upp á samhliða gistingu og veitingarekstri. Hér er vin­sælar há­lendis­perlur eins og Land­ manna­laugar og raunar mætti nefna allt Frið­landið að fjalla­baki, enda er mikið sótt þangað. Hér eru líka störf sem krefjast háskóla­ menntunar, skólarnir, heilsugæslan og síðan auðvitað Landgræðslan í Gunnarsholti, en þar starfar hópur fólks sem vissulega kryddar fjölbreytni atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Þá má ekki gleyma því að hér er framleitt mikið af

glaðvakandi fyrir öllum slíkum möguleikum. ,,En það er ljóst að möguleikarnir í formi grænnar orku eru miklir og þar eru vindmyllur vissulega einn möguleikinn. Tvær vindmyllur hafa þegar risið til reynslu hér í sveitarfélaginu, á vegum fyrirtækisins BioKraft í Þykkvabæ, en hingað hafa fleiri aðilar leitað sem eru að hugleiða þessa möguleika, m.a. öflugt fyrirtæki í þessari starfsemi erlendis frá. Landsvirkjun hefur einnig reist vindmyllur í tilraunaskyni fyrir innan Búrfell og er með áætlanir um að reisa vindmyllulund inni á svokölluðu Hafi sem er svæðið þarna fyrir ofan. Áður en af slíku verður þarf hins vegar að eiga sér stað formlegt umhverfismat og er það nú í ferli. Sama á við um

framan við i um deiliskipulag eru á ganginum Sýning á hugmyndum í samkeppn skrifstofur sveitarfélagsins.

orku. Kannski ætti slagorð okkar að vera Rangárþing ytra – þaðan sem orkan kemur. Við hins vegar nýtum mjög lítinn hluta af öllu þessu rafmagni hér heimafyrir – þurfum að standa okkur betur þar.” Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri segir að þrátt fyrir alla þessa orku þá séu stóriðjur í hefðbundnum skilningi varla raunhæfur möguleiki í Rangárþingi ytra þar sem engin höfn er á svæðinu. Á Suðurlandi er það helst við Þorlákshöfn þar sem er eina góða hafnaraðstaðan á Suðurlandi. En í smærri einingum kæmi það auðvitað vel til greina, eins og t.d. í formi gagna- og ræktunarvera og ekki þýðir annað en vera

frekari fyrirætlanir hjá BioKraft. Starfsemi af þessu tagi fylgja bæði kostir og gallar og það þarf að taka tillit til ólíkra sjónarmiða þegar leitað er heppilegrar staðsetningar fyrir orkuframleiðslu af þessu tagi. En við spyrjum auðvitað ekki síst að því hverju þetta getur skilað fyrir íbúa Rangárþings ytra. Eykur starfsemi af þessu tagi hagsæld íbúa, fjölgar vel launuðum störfum? Njóta þeir sem hafa þessi mannvirki í næsta nágrenni arðs af framkvæmdinni? Erlendis þekkist það að þeir sem búa næst vindmyllulundum eiga hlut í félaginu sem rekur þá og fá þá arð þegar reksturinn gengur vel. Getur það skapað verðmæti

og aukna hagsæld? Annað sem mér finnst mjög spennandi við þessi vindorkuver er að nýta þau til þeirra þjóðþrifaverka að græða upp landið. Er t.d. hægt að velja vindlundi stað á illa röskuðu landi og arðurinn sem myllurnar gætu skilað til viðkomandi samfélags væri í formi uppgræðslu? Vindlundinum fylgdi sú skylda að fjármagna uppgræðsluaðgerðir. Þetta finnst mér spennandi tilhugsun,” segir sveitarstjóri.

Landsmót hestamanna á ekki alltaf að vera á sama stað

Það hafa verið haldin nokkur landsmót hestamanna í sveitar­ félaginu, við góðar aðstæður á Gaddstaðaflötum. Næsta landsmót verður að Hólum í Hjaltadal, sem er breyting en síðast var þar haldið landsmót hestamanna árið 1966. Væntanleg leggið þið mikla áherslu á að landsmót verði á Gaddstaðaflötum á móti öðrum mótssvæðum? ,,Að sjálfsögðu, enda er það góður kostur, hér er frábært svæði til mótahalds. Inni á mótssvæðinu er nú risið glæsilegt hótel sem bætir enn við aðstöðuna. Þá er í gangi gríðarlegt átak í að græða upp, skapa skjól og planta trjám. Svokallaður Aldamótaskógur sem liggur upp að mótssvæðinu er á góðri leið með að verða einstök útivistarperla þar sem eru m.a. frábærar reiðleiðir. Og nú er verið að leggja lokahönd á nýtt skipulag svæðisins m.a. nýtt hesthúsahverfi á Gaddstaðaflötum. Þannig að framtíðin er björt fyrir þetta svæði og verður gaman að taka á móti landsmótum í framtíðinni. En landsmótin ein og sér duga

auðvitað ekki, við verðum að standa okkur betur en það og sjá til þess að árlega séu eftirsóknarverðar uppákomur á Gaddstaðaflötum. Ég er einn af þeim sem hef talað fyrir landsmótum á landsbyggðinni og hvika ekki frá því, enda er margt sem mælir með því. Hér á Gaddstaðaflötum hafa t.d. verið haldin stærstu mótin í gegnum tíðina og þau hafa ávallt skilað hagnaði – það skiptir máli. ” - Er þeim sem vilja setjast hér að tekið opnum örmum? Býður deiliskipulag upp á það að hægt sé að afgreiða umsókn um bygginga­lóð fljótt ef viðkomandi vill byggja yfir starfsemina? ,Við tökum kraftmiklu fólki að sjálfsögðu með opnum faðmi en gæta þarf að skipulagsmálum hvað varðar atvinnustarfsemi jafnframt því að kynna sveitarfélagið og þá kosti sem eru í boði. Sveitarfélagið er fyrst og síðast í þjónustuhlutverki

Landsmót hestamanna á svo sannarlega heima á Hellu. Frábært svæði, hótel, gistihús og iðandi ferðaþjónusta, auk þess sem kraftmestu hestabúgarðar landsins eru allt í kring. við íbúa sína og byggir á því að atvinnustarfsemi þrífist vel og það séu íbúarnir sjálfir og sterk

fyrirtæki sem drífi það áfram. Það er liðin tíð að sveitarfélögin séu sjálf að bauka í því sem betur er komið í höndum einstaklinga. Hér á svæðinu eru mjög mikilvægir vinnustaðir í m.a. matvælaiðnaði eins og Reykjagarður, Kartöflu­ verk­smiðjan, Sláturhúsið á Hellu o.fl. Hér eru líka gamalgróin iðn­fyrirtæki eins og gler­ verksmiðjan Samverk, hér eru öflugir verktakar í byggingaiðnaði og jarðvinnu og hér er auðvitað sterkur grunnur í landbúnaði og margvíslegri þjónustu. Að ekki sé minnst á öll hótelin eins og Rangá, Stracta, Leirubakki, Lækur, Hella, Hrauneyjar og fleiri.”

Framhaldsskóli í heimabyggð skiptir máli - Vantar framhaldsskóla á Hellu? ,,Því myndu fylgja margir kostir, ég þekki hvað það skiptir miklu máli að vera með framhaldsskóla í heimabyggð því menntaskólaárin eru svo mikið mótunarskeið í lífi fólks. Þeir sem fara burtu til náms á þessu aldri koma síður til baka til starfa í heimabyggð, það er staðreynd. En vissulega eru öflugir framhaldsskólar hér á Suðurlandi og ekki nema hálftíma ferðalag á Selfoss með strætó og síðan góður heimavistarskóli líka á Laugavatni. En við eigum að halda þeim möguleikum opnum fyrir krakkana okkar að geta tekið a.m.k. hluta náms í heimabyggð. Við þurfum jafnframt að passa upp á að halda uppi greiðum almenningssamgöngum innan landshlutans bæði fyrir námsfólkið og auðvitað líka þá sem sækja vinnu milli staða innan héraðs,” segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.

Söðlasmíðaverkstæðið Rauðalæk Reiðtygi, viðgerðaþjónusta o.fl. S. 566 6693 og 868 5577


Frumkvöðull í hagnýtingu á vindorku á Íslandi.

Tvær vindmyllur af gerðinni Vestas 44 0,6Mv hafa þegar risið í Þykkvabæ. Tilkoma þessara vindmylla hefur þegar lækkað orkukostnað allra notenda á svæðinu. Fyrirtækið hefur hug á að reisa fleiri vindmyllur og stærri á svipuðum slóðum sem munu verða lyftistöng fyrir allt atvinnulíf í Rangárþingum. Vindmyllur eru grænn orkukostur og öll landgæði eru að fullu endurheimtanleg. Vindmyllur menga ekki umhverfi sitt en bæta gróðurskilyrði í nágrenni sínu og allur búsmali unir sér vel í kringum vindmyllur.

Biokraft ehf | Bárugötu 4 | 101 Reykjavík.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

fóstri

Sámur fóstri er fyrir Sunnlendinga

Katla jarðvangur:

Brynja Davíðsdóttir nýr framkvæmdastjóri

Leiðari

Ágætu lesendur, hér lítur nýtt blað dagsins ljós sem þjóna á Rangæingum, raunar Sunnlendingum öllum. Heiti blaðsins er auðvitað sótt í Njálu sem er drottning bókmennta í Rangárþingi. Sámur fóstri, hundur Gunnars á Hlíðarenda sem talinn er hafa verið írskur úlfhundur, réðist ótrauður gegn fjandmönnum hetjunnar skömmu áður en hann var veginn, og lét fyrir hann lífið. Blaðið býst auðvitað ekki við fjandmönnum í Rangárþingi, heldur þvert á móti, og vill stuðla að auknum framfaramálum á Suðurlandi öllu og flytja fréttir af hvaðeina sem teljast verður fréttnæmt á hverjum tíma. Aðstandendur blaðsins ala þá von helst í brjósti að blaðinu verði vel tekið af íbúum og fyrirtækjum í héraðinu öllu en útgáfa blaðsins mun alfarið byggjast á auglýsingum innan um fréttir úr héraði eða fréttir sem snerta íbúana auk viðtala við ýmsa um margvísleg efni. Blaðinu verður dreift án gjalds á öll heimili og fyrirtæki á svæðinu öllu. Blaðið verður því öflugur auglýsingamiðill innan héraðs sem mun skila auglýsendum auknum viðskiptum. Ekki er hægt fyrirfram að segja til um útgáfudaga blaðsins eða tíðni útgáfunnar en framtíðin ræðst auðvitað að viðtökum lesenda og auglýsenda. Lagt er af stað með að blaðið komi út ársfjórðungslega, í það minnsta. Útgefandinn, Halldór Jónsson, er verkfræðingur að mennt og hefur starfað á Suðurlandi síðasta ár, bæði við byggingu vindmylla við Þykkvabæ, þar sem hann var byggingastjóri, auk þess sem hann leiddi hönnunarteymi sérfræðinga frá Verkfræðistofunni Ferli, aðallega þeirra Snæbjörns Kristjánssonar og prófessors Júlíusar Sólnes verkfræðinga sem gerðu burðarþolsútreikninga, valdi undirstöðugerð, gerði séruppdrætti og var byggingarstjóri. Einnig var hann byggingastjóri við nýbyggingu kjúklingabúsins í Meiri-Tungu sem nýverið var tekið í notkun. Halldór er ekki alveg ókunnur blaðaútgáfu þar sem hann hefur lengi starfað að slíkum verkefnum í hjáverkum og eignast við það góða vini og samstarfsmenn sem fylgja honum til þessa nýja verkefnis. Ritstjóri er Geir A. Guðsteinsson. Fyrir þá sem hafa gaman af ætt­fræði þá var langafi Halldórs Jón Ólafsson ritstjóri, alþingis­maður og skáld sem varð oftar ritstjóri en nokkur annar Íslendingur. Þetta nýja blað, SÁMUR FÓSTRI, er ópólitískt með öllu og mun ekki ganga erinda eins né neins stjórnmálaafls. Það mun hinsvegar vera opið fyrir öllum framfaramálum í byggðarlögunum og birta skoðanir íbúa, pólitískra sem ópólitískra og vera vettvangur skoðanaskipta um hvaðeina sem fréttnæmt telst á hverjum tíma. Í þessu blaði verður fyrirferðarmikið efni kynning á vindmyllulundi sem fyrirtækið Biokraft vill koma á fót við Þykkvabæ. Þar hefur félagið þegar reist 2 vindmyllur sem hefur haft þá kosti í för með sér fyrir Þykkvabæinga að orkuverð til þeirra hefur lækkað. Nú vill fyrirtækið ráðast í vindorkuvirkjun eða vindmyllulund á sama stað, reistar verða allt að 10 vindmyllur sem eru 3,3 Mw hver. Verkefnið hefur vakið mikla athygli meðal íbúa Þykkvabæjar sem og fleiri. Enn íbúi orðaði það svo, að liti hann 5 ár aftur í tímann þá væri aðeins hnignun byggðarlagsins í Þykkvabæ að sjá. Ef hann liti 5 ár fram í tímann við óbreytt ástand sæi hann ekki annað en áframhaldandi hnignun, en nú væri uppbygging fram á við, 5 milljarða fjárfesting væri framundan og ekki væri annað hægt en á styðja það, þó aldraður væri sjálfur. Fyrirtækið Biokraft hefur einnig augastað á að reisa vindmyllulund við Rimakot en talin er veruleg þörf á að styrkja raforkuflutning til Vestmannaeyja. Ekkert verður hins vegar af þessum áformum Biokraft fáist ekki stuðningur úr héraði. Hvað hefðu þeir Njáll á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda sagt við friðsamlegri eflingu byggðar í Rangárþingi? Framtíðin er í ykkar höndum, ágætu Rangæingar.

fóstri – fréttablað um sunnlensk málefni Útgefandi: Hallsteinn ehf. kt. 450894 2309 Boðaþingi 8, 203 Kópavogur, sími. 492 1630, netfang: halldorjons@gmail.com. Ábyrgðarmaður: Halldór Jónsson verkfræðingur, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur, sími: 492 1630. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson Hamraborg 12, 200 Kópavogur, netfang: geirgudsteinsson@simnet.is, sími: 840 9555. Auglýsingar: Guðni Stefánsson, netfang: gudni@xdkop.is, sími: 615 0021. Hönnun og umbrot: Ráðandi - auglýsingastofa ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 10.000 eintök. Dreift á öll heimili í Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Vestmannaeyjum.

Hundurinn Sámur „Eigi verri til fylgdar en röskur maður“ Gunnar á Hlíðarenda fékk hundinn Sám að gjöf frá Ólafi Pá Höskuldssyni, sem hafði fengið hundinn að gjöf á Írlandi. Og lýsti Ólafur honum þannig, að hann væri „mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefur mannsvit; hann mun og geyja að hverjum manni, þeim er hann veit, að óvinur þinn er, en

aldrei að vinum þínum; sér hann og á hverjum manni, hvort honum er til þín vel eða illa; hann mun og lífið á leggja að verða þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur.“ Á öðrum stað í Njálu segir um þennan ágæta hund: „Mörður [Valgarðs­son] segir, að þeir mundu eigi koma á óvart Gunnari, nema þeir tæki bónda þar á næsta bæ, er Þorkell hét, og léti hann fara nauðgan með sér að taka

4

Brynja Davíðsdóttir

Brynja Davíðsdóttir hefur verið ráðin fram­kvæmdastjóri Kötlu jarð­ vangs. Hún tekur við af Steingerði Hreinsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arcanum. Brynja er með M.Sc. í náttúru- og umhverfisfræði auk þess sem hún á að baki þriggja ára verknám í hamskurði. Katla jarð­ vangur er samstarfsverkefni sveitar­ félaganna þriggja; Skaftaár­hrepps, Mýrdals­hrepps og Rangárþings eystra. Auk sveitar­félaganna eru stofn­endur jarðvangsins Skóga­ safn, Kötlusetur, Kirkjubæjarstofa, Há­skólafélag Suðurlands og Stofn­un fræða­­setra Há­­skóla Ís­lands.

Brynja mun hafa aðal starfs­stöð á Hvolsvelli og einnig mun hún hafa aðstöðu í Vík og á Kirkju­bæjar­ klaustri. Jarðvangar eru áhugaverð svæði vegna fræðslugildis, fjöl­breyti­ legrar náttúru, sjaldgæfra jarð­ minja o.þ.h. Markmið jarð­vanga er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og sögu og menningu svæðisins með því að gera bæði staði og fræðsluefni aðgengilegt. Jarðvangur byggir alfarið á þátttöku heimamanna og hefur skýra stefnu um sjálfbæra þróun. Þau þrjú sveitafélög sem mynda jarðvanginn líta á svæðið sem eina heild og leitast við að ferðamaðurinn nái að upplifa söguna, samtímann og hefðbundna menningu á meðan hann upplifir stórfenglegt landslag og getur fræðst um jarðfræði svæðisins, smakkað staðbundnar krásir og notið lista og handverks staðarins.

Stuðningsmenn allra enskra knatt­ spyrnuliða klipptir hjá Kjartani! Kjartan Björnsson, rakari og forseti bæjarstjórnar Árborgar, hefur nóg að gera alla virka daga við að snyrta hár Selfyssinga og annarra Sunnlendinga, jafnvel eru utanhéraðsmenn klipptir. Kjartan er mikill stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, var m.a. stofnandi íslenska Arsenalklúbbsins, en hann býður stuðningsmönnum annarra enskra knattspyrnuliða einnig að setjast í stólinn hjá sér. Hann hefur því betra tækifæri en margur annar til þess að hafa hendur í hári stuðningsmanna annarra knattspyrnuliða en þeirra sem hann styður. Dyggur stuðningsmaður enska 1. deildarliðsins Leeds í stólnum hjá Kjartani.

Trésmiðja Ingólfs

Önnumst alla alhliða trésmíði - Vönduð vinna. Freyvangi 16, Hellu. S. 893 6886

Tek að mér járningar Geert, upplýsingar í síma 893 8107 hundinn Sám og færi hann einn heim á bæinn. Fóru þeir síðar austur til Hlíðarenda, en sendu menn að fara eftir Þórkatli, tóku hann og gerðu honum tvo kosti: Að þeir mundu drepa hann ella skyldi hann taka hundinn, en hann kaus heldur að leysa sitt og fór með þeim. Traðir voru fyrir ofan garðinn að Hlíðarenda, og námu þeir staðar með flokkinn. Þorkell bóndi gekk heim og lá rakkinn á húsum uppi, og teygir hann hundinn braut með sér í geilar nokkrar. Í því sér hundurinn, að þar eru menn fyrir, og hleypur á

hann Þorkel upp og grípur í nárann; Önundur úr Tröllaskógi hjó með öxi í höfuð hundinum, svo að allt kom í heilann; hundurinn kvað við hátt, svo að það þótti með ódæmum, og

féll hann dauður niður. Gunnar vaknaði í skála­num og mælti: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri, og búið að svo sé til ætlað, að skammt skuli okkar í meðal.“


FAGPORT

Traustur byggingaverktaki í áratugi Stór og smá verk unnin fljótt og vel af úrvals starfsfólki.

FAGPORT ehf Guðmundur Hjaltason, byggingameistari Sími 893 0003


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

6

„Um 90% íbúa eru ánægðir með Hveragerði“

segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði er fædd Reykjavík en flutti á öðru ári til Hveragerðis með foreldrum sínum, Laufeyju S. Valdimarsdóttur frá Hreiðri í Holtum og Hafsteini Kristinssyni frá Selfossi. Aldís á þrjú syst­ kini sem öll búa í Hvera­gerði en eiginmaður hennar, Lárus Ingi Friðfinnsson mat­reiðslu­ meistari er uppalinn í Varma­ hlíð í Skagafirði. Þau eiga fjögur börn. Aldís stundaði nám í alþjóða­­stjórnmálum í Noregi eftir stúdentspróf, lærði síðan kerfis­ fræði í Danmörku og stundaði einnig nám í viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri. Hún hefur setið í bæjarstjórn Hvera­ gerðis frá árinu 1996 og verið bæjarstjóri frá 2006. Hún hefur látið málefni sveitarfélaga mikið til sín taka, situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og í ýmsum nefndum og ráðum bæði innanlands og utan fyrir hönd sveitar­félaga. Aldís segir að fjárhagsáætlanir undanfarinna ára hafi verið unnar sameiginlega af öllum bæjarfulltrúunum í Hveragerði. Sú var einnig raunin núna þegar ný bæjarstjórn vann einhuga að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Í henni er gert ráð fyrir að íbúum Hveragerðisbæjar verði tryggð besta mögulega þjónusta og að reynt verði eftir fremsta megni að halda álögum í sem bestu samræmi við það sem gerist í samanburðarsveitarfélögum. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár hækki miðað við verðlagsþróun, eða um 2,2% að jafnaði. ,,Á þessu ári verður lögð sérstök áhersla á endurbætur eigna, m.a. verður ráðist í í viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun mötuneyti skólans. Með því er bætt úr brýnni þörf á auknu og betra húsnæði fyrir þá starfsemi. Fjármunir eru settir til endurbóta á sundlaugarhúsinu en á árinu mun m.a. verða farið í múrviðgerðir utanhúss og endurbætur á anddyri en þar mun verða sett lyfta sem bæta mun aðgengi

fyrir alla. Slitlag verður lagt á veginn inn að framtíðarbílastæði innst í Dalnum og gert er ráð fyrir yfirlagi á eldri götur. Til lækkunar á fjárfestingu ársins kemur kaupverð sem Ölfusingar greiða fyrir hlut í leikskólanum Óskalandi, liðlega 30 milljónir króna, eins og samið hefur verið um. Skuldir og skuldbindingar Hveragerðisbæjar í lok ársins 2015 munu verða 122% af árstekjum samkvæmt útkomuspá, eða vel innan 150% marksins sem sett var í nýjum reglum um fjármál sveitarfélaga og er skuldastaða sveitarfélagsins því vel undir skuldaþakinu sem lögfest hefur verið í nýjum sveitarstjórnarlögum og batnar hlutfallið með hverju árinu sem líður. ,,Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á síðasta ári var samþykkt að samhliða sveitarstjórnarkosningum færi fari fram skoðanakönnun meðal bæjarbúa þar sem spurt var um afstöðu þeirra til sameiningar við önnur nágrannasveitarfélög. Spurt var hvort að kjósendur vildu að Hveragerðisbær sameinaðist öðru sveitarfélagi. Meirihluti kjósenda vildi að kannað yrði með sameiningu við Sveitarfélagið Ölfus en skoðanakönnunin var ráðgefandi fyrir sveitarstjórn. Rafræn íbúakosning fór fram í sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. – 26. mars nk. þar sem kannaður var vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitar­ félög.“

Gott að búa í Hvera­ gerði, íbúum fjölgar

Bæjarstjóri segir að íbúar Hveragerðisbæjar séu í hópi ánægðustu íbúa landsins hvað varðar alla þjónustuþætti sem spurt var um í þjónustukönnun sem Capacent stóð fyrir í lok síðasta árs. Könnuð var ánægja íbúa með þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Niður­ staðan fyrir Hveragerðisbæ sýnir að 90% íbúa eru ánægðir með Hveragerði sem stað til að búa á. Ánægja íbúa í öllum þeim

þjónustu­þáttum sem spurt var um var ríflega yfir meðaltali í öllum tilfellum og ítrekað lendir Hveragerðisbær í hópi efstu sveitarfélaga í könnuninni. ,,Það er mikils virði og góð kynning fyrir bæjarfélagið að íbúar séu ánægðir með þá þjónustu sem veitt er í dag. Þegar spurt er um ánægju varðandi þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið lendir Hveragerði í fjórða sæti á eftir Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og þegar spurt er um líkurnar á að viðkomandi myndi mæla með þjónustu sveitarfélagsins við vini og ættingja lendir Hveragerði enn og aftur á toppnum í góðum hópi með Garðabæ og Seltjarnarnesi. Það er ljóst að starfsmenn og stjórnendur hjá Hveragerðisbæ eru að vinna afar gott starf og fyrir það ber að þakka af heilum hug. Hvergerðingar geta samt gert enn betur og nú er verkefnið framundan að viðhalda þessum góða árangri þannig að Hveragerðisbær verði áfram í hópi bestu sveitarfélaga landsins hvað búsetuskilyrði varðar,“ segir Aldís.

Fallegt umhverfi og friðsælt mannlíf

Atvinnuleysi er ekki mikið í Hveragerði, en atvinnulífið mætti vissulega vera fjölbreyttara eins og reyndin er víða á landsbyggðinni. Hér er þó vel raunhæfur kostur að sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Allmargir sækja vinnu til Reykjavíkur eða austur fyrir, t.d. á Selfoss og eins kemur fólk til Hveragerðis í ýmis störf, ekki síst við Ás, dvalarheimili aldraðra eða við Heilsustofnun NLFÍ. Bærinn hefur mikið aðdráttarafl, hér er fallegt umhverfi og friðsælt mannlíf. Bæjarbúar eru nú um 2400 og hefur þeim fjölgað þó nokkuð undanfarin ár. Enn er það þannig að hér þekkir fólk nágranna sína og aðra bæjarbúa og mannlíf hér er gott. Einnig er gaman að geta þess að eldra fólk hefur verið afar ánægt með þjónustu bæjarfélagsins en ekki síður með félagsstarf eldri

borgara sem er afar blómlegt. Ekki síst þess vegna er ánægja með þjónustu við eldra fólk eins og best gerist á landinu en í þeim þjónustuþætti lendir bæjarfélagið í 2. sæti í hinni umræddu könnun Capacent. Bæjarstjóri segir að við leikog grunnskólann starfi afar hæfir starfsmenn sem leggi metnað sinn í að starfsemi sé eins og best verður á kostið. Öll aðstaða til íþróttaiðkana er framúrskarandi en í Hveragerði er að margra mati ein fallegasta sundlaug landsins og góð íþróttahús. Með tilkomu Hamarshallarinnar hefur orðið bylting í íþróttaiðkun bæjarbúa en hún er 5000 m2 upphitað íþróttahús þar sem er hálfur fótboltavöllur, púttvöllur og fullkomið íþróttagólf í fullri stærð.

Suðurlandsveginn í forgang

Samgöngumál hafa lengi brunnið á íbúum Hveragerðisbæjar en skilyrðislaus krafa um úrbætur hefur verið baráttumál bæjarfulltrúa og íbúa um langa hríð. Aldís segir afar mikilvægt að akstursstefnur verði aðskildar með vegriði og að ráðist verði í tvöföldun vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss sem er einn

alhættulegasti vegkafli landsins. Á síðustu árum hafa úrbætur verið gerðar á veginum milli Reykjavíkur og Hveragerðis þar sem akreinar hafa verið aðskildar með vegriði á hluta leiðarinnar sem hefur dregið mjög úr slysatíðni. Enn þarf þó að gera betur því umferð hér á milli er með þeim hætti að úrbætur geta ekki dregist. Með öruggari og bættum samgöngum og tilkomu Strætós hefur það færst í aukana að nemendur geti sótt framhaldsnám og háskólanám en búið í foreldrahúsum hér í Hveragerði. Strætó sér til þess að nemendur komast með öruggum hætti í skólann sinn á morgnanna og heim aftur á kvöldin. Bættar samgöngur eru lykill að enn betra samfélagi. Að lokum vill Aldís koma því að að menningarlíf er í miklum blóma í Hveragerði. Hér starfa kórar, leikfélagið er öflugt, íþróttastarfsemi er við allra hæfi og fjöldi félagasamtaka vinnur að hinum ýmsu verkefnum og þannig mætti lengi telja. Bæjarstjóri segir það sameiginlegt metnaðarmál allra að gera Hveragerði að enn betri bæ þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, það er verkefnið framundan.

Falleg hús í vel skipulögðum hverfum má víða finna í Hveragerði.


Grunnurinn að góðum kjúklingi

Kjúklingabúið Meiritungu

Eitt fullkomnasta kjúklingabú landsins. Fyrirtækið hóf starfssemi í október 2012 og hefur nýlega tvöfaldað starfssemina.

MT4 ehf Tyrfingur Hafsteinsson og Þórdís Guðnadóttir reka kjúklingabúið í samvinnu við Reykjagarð.

MT4 ehf | Kjúklingabúið Meiritungu | Rangárþingi ytra | Sími 898 1335


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

8

„Þörfinni fyrir leikskólapláss hefur verið sinnt að fullu í Þorlákshöfn“

Fyrirhugaðar eru endurbætur á höfninni, dýpka hana og stækka innra svæði hafnarinnar en ekki verða færðir út hafnargarðar.

segir Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss.

Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.

Gunnsteinn R. Ómarsson, 44 ára viðskiptafræðingur með mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum, er bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss. Hann hefur víðtæka stjórnunar- og rekstrareynslu, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu, þar sem hann hefur áður starfað sem sveitarstjóri í um 6 ár, í Rangárþingi ytra og Skaftárhreppi. Í þéttbýlinu í Þorlákshöfn býr um 1.600 manns en í öllu sveitarfélaginu um 1.900 manns. Á degi leikskólans er viðurkenningin Orð­sporið af­hent en það er valnefnd sem skipuð er fulltrúum mennta- og menningar­ málaráðuneytis, leik­skóla­kennara, Félags stjórnenda leikskóla, Sambands íslenskra sveitar­félaga og Heimilis og skóla sem vinnur úr tilnefningum og ákveður hver Orðsporið hlýtur. Orðsporið hefur verið veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna. Orðsporið í ár er veitt sveitarfélögum sem þótt hafa skarað fram úr við að hækka menntunarstig leikskóla og/eða fjölga leikskólakennurum í sínum leikskóla eða leikskólum. Sveitarfélögin Ölfus og Kópavogsbær fengu afhentar viðurkenningar af þessu tilefni í ár. Það var ráðherra menntamála, Illugi Gunnarsson, sem afhenti forsvarsmönnum sveitarfélaganna viðurkenninguna. Það er ekki sjálfgefið að fá svona viðurkenningu, hún undirstrikar það starf sem fram fer í sveitarfélögunum í leikskólamálum. ,,Rafræn íbúakosning mun fara fram í þessum mánuði þar sem kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög en þessu

Gallery Pizza

Hvolsvegi 29, Hvolsvelli Sími 487 8440

til viðbótar verður spurt um fleiri samfélagsleg atriði. Þá hefur verið ákveðið og samþykkt af innanríkisráðuneytinu að kosninga­aldur í þessari kosningu verði færður niður í 16 ár. Niður­ stöður munu verða ráð­gefandi fyrir bæjarstjórn við frekari umfjöllun um efnisatriðin. Ölfus er fyrsta sveitarfélagið sem fram­ kvæmir rafrænar kosningar með þessum hætti samkvæmt sveitar­ stjórnarlögum. Meirihluti íbúa Hveragerðisbæjar vildi í könnun sl. vor kanna sameiningu við önnur sveitarfélög, þá helst við Ölfus. Fjárhagur sveitarfélagsins er þokkalegur, skuldir þess eru um 100% af rekstrartekjum ársins, eða vel undir lögbundnum mörkum. ,,Engin ný lán hafa verið tekin vegna framkvæmda á síðustu árum en óhagstæðar skuldbindingar hafa verið endurfjármagnaðar og skuldir hafa verið greiddar niður. Það hefur hins vegar ekki komið niður á framkvæmdum, horft hefur verið til brýnnar þarfar og á síðustu árum hefur verið framkvæmt töluvert. Þörfinni fyrir leikskólapláss hefur verið sinnt að fullu, allir foreldrar fá leikskólapláss fyrir börnin sín frá að lágmarki tveggja ára aldri. Á komandi sumri eru engar byggingar fasteigna á vegum sveitarfélagsins fyrirhugaðar en framkvæmdir verða við skrúðgarðinn auk nauðsynlegs viðhalds víðar í bænum,“ segir bæjarstjóri.

Dýpkun og endur­ bætur fyrirhugaðar á höfninni

,,Það er verið að endurnýja tæki í þjónustumiðstöðinni og fyrirhugaðar eru endurbætur á höfninni, dýpka hana og stækka innra svæði hafnarinnar en ekki verða færðir út hafnargarðar. Þetta mun skapa tækifæri til að taka á

móti mun stærri skipum en áður hefur verið hægt en vöruflutningar um höfnina hafa farið vaxandi. Eftir þær breytingar getum við tekið inn allt að 180 metra löng skip en stærstu skip íslenskra flutningaskipaflotans eru um 165 metrar að lengd. Þetta getur sparað stærstu skipunum að sigla fyrir Reykjanesið ef farmurinn er þess eðlis að allt eins er hægt að landa honum í Þorlákshöfn. Svo er Þorlákshöfn þjónustuhöfn fyrir Suðurlandið. Auk þess siglir Vestmannaeyjaferjan Herjólfur að mestu hingað yfir vetrartímann þar sem ófært er að komast inn í Landeyjarhöfn. Ég óttast að Landeyjarhöfn komi ekki til með að virka eins og stefnt var að.“

á Selfoss og jafnvel lengra og eins á höfuðborgarsvæðið með strætó. Íþróttaaðstaðan hér er glæsileg, bæði inni og úti, en í körfubolta og öðrum íþróttum er keppt undir merkjum Þórs en undir merkjum Ægis í knattspyrnu. Hér eru líka stundaðar fleiri íþróttagreinar svo fjölbreytt tækifæri bjóðast til alls kyns líkamsræktar og hér starfa fjölmargir mjög hæfir þjálfarar fyrir alla aldurshópa.“

Vantar heildarstefnu í vegamálum - Eruð þið Þorlákshafnarbúar sáttir við hvernig samgöngu­ málum er háttað í dag í sveitarfélaginu?

slíkir vegir. Veginn um Þrengsli þarf að bæta og það sama má segja um veginn á milli Hveragerðis og Selfoss. Hann er með margar slysagildrur, ekki síst gatnamót á þeirri leið. Auðvitað er besta lausnin á þessum vegi og Hellisheiðinni að vera með tvær akreinar í báðar áttir, en finna þarf hagkvæmustu leið svo fjármagn nýtist best. Lykilatriði er að aðgreina akstursstefnur en þannig komum við í veg fyrir alvarlegustu árekstrana. Ég efast um að vegurinn á þessu svæði sé víða byggður samkvæmt stöðlum, t.d. þar sem akstursstefnurnar eru aðgreindar með vírgirðingu en vegöxl er nánast engin. Það er ekki boðlegt. Í Þrengslunum er vegurinn

Hvernig er atvinnulífið í sveitarfélaginu?

„Atvinnulífið er almennt gott en þó svo segja megi að það sé nokkuð einhæft, fyrst og fremst bundið við sjósókn og fiskvinnslu og þjónustu tengda sjávarútveginum. Í dreifbýli Ölfuss hefur ferðaþjónusta vaxið mikið á síðustu árum og hestatengd starfsemi er öflug. Þess ber að geta að á síðustu árum hefur fólki fækkað í sveitarfélaginu, höfuðborgarsvæðið togar í. Við veltum fyrir okkur ástæðum þess því það eru ótvíræðir kostir við að búa hérna og tækifærin eru mörg. Hér er hægt að fá keypt húsnæði en erfiðara er um leiguhúsnæði. Íbúðalánasjóður á hér töluvert af húsnæði en þar eru ströng viðmið varðandi útleigu. Sumir íbúar hér starfa á höfuðborgarsvæðinu og fara á milli daglega, og einnig koma hingað einhverjir af höfuðborgarsvæðinu til starfa. Við hefðum viljað sjá eflingu almenningssamgangna, það eru ekki nógu tíðar ferðir héðan austur

til að bíða þess að komast að í hádeginu Börn í grunnskóla Þorlákshafnar snæða hádegisverð.

,,Það er ljóst að ekki eru miklir fjármunir til skiptana til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins en hins vegar verður að bæta öryggi á vegum úti og gera það á hagkvæmastan hátt. Tölfræðin sýnir okkur hvar hættulegustu vegir og vegkaflar landsins eru en í Ölfusi finnast

byggður mjög hátt en þar er engin vegöxl sem nauðsynlegt er að bæta úr. Það virðist vanta heildarstefnu í vegamálum hér á landi þar sem markvisst er gengið í að bæta öryggi á hættulegustu vegköflum landsins,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.

Hef til sölu HEATLETS undirburð í hæsta gæðaflokki Jóhann Ragnarsson, Pulu | Sími 867 6225


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

9

Vatnsagi helsta vanda­málið við gerð undir­staðanna undir vind­myllurnar í Þykkvabæ! Guðmundur Hjaltason húsa­ smíðameistari og eigandi FagPorts, sem er byggingaverktakafyrirtæki í Reykjavík, var verktaki að vind­ myllum Biokrafts í Þykkvabæ. ,,Það má segja að verkefnin hafi dreifst víða um land eftir að vinnu við vindmyllurnar lauk en þá var haf­ist handa við uppsteypu og þak­frágang á kjúklinga­búinu í Meiri-Tungu í Ásahreppi sem er um 730 m2 að flatar­máli. Það verk­efni tók aðeins 7 vikur frá sökklum til fokheldis. Eftir þennan góða sprett á Suðurlandi var stefnan tekin á heimaslóðir í Húnvatnssýslu til Arinbjörns ferða­ frömuðar á Brekku­­læk en þar er verið að ljúka við hesthúsabyggingu ásamt sambyggðri rútubílageymslu. Þannig verða verkefnin bæði fjöl­ breytt og skemmtileg.

Ekki auðvelt verkefni

„Það var fljótlega ljóst eftir að prufuholurnar voru grafnar að verkefnið yrði ekki auðvelt. Velt var upp ýmsum hugmyndum og möguleikum, s.s. staurarekstri og hraunpúða. Aðferðin sem varð fyrir valinu reyndist mun ódýrari en hinar fyrrnefndu. Þegar búið var að grafa um 7 metra niður var komið niður á þéttan leirblandaðan sandbotn en þar var settur um 1 metra hraunpúði sem er nauðsynlegt til þess að halda vatninu frá yfirborði hraunpúðans, síðan voru steyptar plötur og veggir, þ.e. búinn til eins konar kassi, 12X12 metrar, um 5 metra hár sem var síðan fylltur af sandi. Þar ofan á kom hinn eiginlega steypuklossi þar sem stálhringurinn og mikið magn af steypustáli, sem var allt í sverari

kantinum, eða 20 mm, en samtals fóru þarna um 60 tonn af steypustáli og um 700 m3 af steypu. Það sem kom mest á óvart var hversu mikið vatnsmagn fossaði upp úr botninum. Við töldum fyrirfram að vatnsæðarnar væru í svipaðri hæð og vatnið í skurðunum í kring, en þar kom lítið sem ekkert upp úr botninum. Það var ekki fyrr en leigðar voru þrjár öflugar dælur frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem við réðum við vatnsflauminn. Þeir svartsýnustu sögðu okkur að eina leiðin til að koma niður sökkli væri að reka niður stálþil kringum vindmyllustæðið, og byrja svo að slá upp mótum.“

Nýting langt yfir heimsmeðaltali

Guðmundur Hjaltason telur að með þeirri reynslu sem komin er á rekstur vindmylla á Íslandi, bæði hjá Landsvirkjun og hjá Biokraft þennan vindasama vetur sem vindmyllurnar í Þykkvabæ hafa snúist, með nýtingu langt yfir heimsmeðaltali, verði ásókn í landsvæði fyrir vindmyllugarða fljótlega það mikil að ekki verði ráðið við þá eftirspurn. ,,Margir tala um sjómengun, sem er að vissu leiti rétt, en segja má að öll mannanna verk séu sjónmengun. Þar má nefna framræsluskurði, vegi, rafmagnslínur, heyrúllur og fleira. Framræsluskurðir, vegir og heyrúllustæður sjást vel þegar flogið er yfir landið, en hins vegar er mjög erfitt að koma auga á vindmyllur úr lofti,“ segir Guðmundur Hjaltason húsasmíðameistari.

Suðurströndin er kjör­ svæði fyrir vindmyllur Snorri Sturluson rafverktaki kom að uppsetningu tveggja vindmylla við Þykkvabæ. Hann segist hafa haft áhuga á þessum draumi Steingríms Erlingssonar að reisa vindmyllur. ,,Þarna var tækifæri fyrir mig til að gera eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég er lærður bæði rafvirki og vélvirki og því nýttist sú þekking vel til þessa verks en ég hef verið vélstjóri til sjós í mörg ár en hef verið ,,grándaður“ síðan 2002 og er í dag með eigið fyrirtæki í rafmagni, fyrst og fremst tengt stýringu og tengdum verkefnum. ,,Ég fyllst nokkrum efa um að þetta tækist þegar grunnurinn fylltist af vatni hvað eftir annað, og þá var boðað til neyðarfundar. Hann leiddi fljótt til þess að haldið var áfram. Þykkvibærinn og stærsti hluti suðurstrandar landsins og kjörsvæði fyrir orkuframleiðslu með vindmyllum, m.a. vegna fjarlægðar við fjöll og nálægðar við sjó vegna þess að það skapar að hafgolan kemur seinni hluta dagsins, og getur verið nokkuð öflug,“ segir Snorri og telur að vindorka geti orðið þriðja stoðin í orkukerfi landsmanna.

Hægt að draga úr sjónmengun með markvissum hætti

Snorri segist einnig skilja sjón­

ar­­mið þeirra sem tala um sjón­ mengun vegna vindmylla en hægt er að draga úr þeim áhrifum m.a. með því að mála þær með litum náttúrunnar í kring og svo fari hávaði frá minnkandi með vaxandi tækni sem m..a. er með minnkandi núningi lofts við spaðana. ,,Kostur við vindorkugarða er sá að framkvæmdatíminn er stuttur meðan bygging vatnsaflavirkjunar tekur nokkur ár og eins bygging gufuaflsvirkjunar og jafnvel virkjun sjávarfalla, t.d.vestur á fjörðum. Vindmyllur eru það nýlegar hérlendis að ekki hefur enn verið komist að niðurstöðu um það hvernig eigi að meta þær hvað varðar fasteignagjöld. Á að taka fermetrastærðina af pallinum, rúmmál turnsins eða eiga aðrar forsendur að liggja til grundvallar þeirri ákvörðun. Rétt væri að líta til hinna Norðurlandanna hvað þetta varðar, sjá hvernig fasteignagjöld af vinmyllum eru reiknuð þar, ekki síst í Danmörku. Skepnur í nágrenni vindmylla truflast ekki af nálægð þeirra, hvorki af hljóði eða skuggum. Í Þykkvabænum viljum við vera, hér viljum við skapa störf, þetta er bara fyrsti þátturinn í einhverju miklu meira. Það hefur þegar byggst upp meiri þekking í Þykkvabænum en margan grunar,“ segir Snorri Sturluson rafverktaki.

„Vindmyllu­lundir skapa hagsæld og eru græn orka“ segir Steingrímur Erlingsson stjórnar­formaður og stofnandi Biokraft sem reist hefur vindmyllur í Þykkvabænum

Steingrímur Erlingsson.

Biokraft er fyrirtæki sem á síðasta ári fékk virkjunarleyfi fyrir tveimur 600 kW vindrafstöðvum í Þykkvabæ. Við undirbúning útgáfu leyfisins var málsmeðferð hagað eftir ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003 og reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005. Umsókn Biokraft ehf. um virkjunarleyfi var kynnt í Lögbirtingablaðinu og þar gafst gafst þeim aðilum sem málið varðar færi á því að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Engar athugasemdir bárust. Virkjun á grundvelli leyfisins skal vera komin í rekstur innan 15 ára frá útgáfu leyfisins. Steingrímur Erlingsson er eigandi Biokraft og frumkvöðull að þessu merka framtaki til að auka raforkuframleiðslu á Suðurlandi og auka þar með afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Steingrímur er 45 ára Hafnfirðingur, ættaður frá Bolungarvík og Ísafirði, fór ungur til sjós og fékk fyrstu launin sín fyrir sjómennsku 14 ára gamall, 2.400 krónur fyrir fyrsta netatúrinn á Guðrúnu GK frá Hafnarfirði. Þegar Steingrímur er 18 ára gamall liggur leiðin til Oklahoma í Bandaríkjunum til að læra flugvirkjun. Þegar heim er komið með flugvirkjanámið í farteskinu fer hann til sjós en síðan í Vélskólann að læra vélstjórn þar sem hugurinn stóð til að fara til sjós á frystitogara. Eftir það nám stóð honum til boða vélstjórapláss á Arnari frá Skagaströnd og Helgu frá Reykjavík, sem þá var nýr rækjufrystitogari. ,,Á þessum tíma var ég búinn að kynnast konu minni, Kristínu Gísladóttur frá Ólafsfirði og við bjuggum á um tíma á Dalvík þar sem hún var kennari en ég á togurum frá Dalvík, Ólafsfirði og Akureyri. Ég réði mig á Helguna en eftir nokkurn tíma þar var mér boðin staða útgerðarstjóra Ljósavíkur Þorlákshöfn og var þar í þrjú ár. Þetta var mikil reynsla, var að reka þrjá rækjufrystitogara. Þaðan lá leiðin til Færeyja við togaraútgerð og hef ég notið þeirra gæfu að eignast einhverja mína bestu og nánustu vini þar. Engin bönd héldu mér, ég fór að vinna

hjá Royal Greenland, grænlenskri stórútgerð sem umboðsmaður á Íslandi og var síðan fenginn til að hafa umsjón með breytingu á togaranum Helgu Björg frá Skagaströnd sem keypt hafði verið til Grænlands til að stunda krabbavinnslu og tók það um ár,“ segir Steingrímur Erlingsson.

Togarar seldir í brotajárn

Árið 2003 kaupir Steingrímur togara frá Grænlandi í félagi við annan til að stunda veiðar frá Eistlandi á Flæmska Hattinum, en það gekk ekki sem skildi, þannig að fljótlega er gerður samningur við Inúíta í Kanada um veiðar á grálúðu og rækju, og togarinn skráður þar og gekk vel frá fyrsta degi. Krafðist það þó þess að fjarvera frá Íslandi var mikil. Þegar upp var staðið voru togararnir orðnir nokkrir og starfsmannafjöldi einnig. Steingrímur hefur einnig komið að kaupum og sölu á um 40 skipum og togurum víða um heiminn sem hann seldi út í brotajárn. Steingrímur kynnist vindmyllurekstri í Danmörku á þeim árum þegar hann er að kaupa og selja togara í brotajárn og kaupir vindmyllurnar sem eru í Þykkvabænum í Þýskalandi, en gerir þær upp í Grenaa í Danmörku áður en þær koma til landsins. ,,Upphaflega ætlaði ég að reisa þessar vindmyllur á Vorsabæ á Skeiðum og húsnæði fyrir sjálfan mig og ætlaði að fara að stunda fjárbúskap þar, á jörð sem ég á, og vera sjálfum mér nógur með raforku og hitaveitu. Umsókninni um vindmyllurnar var hinsvegar ekki svarað af sveitastjórninni og því varð ekki úr þessum plönum mínum. Það fylgir því ábyrgð, í litlu sveitafélagi, að fjalla ekki um hugmyndir sem fela í sér bætt lífsskilyrði fyrir íbúa. Hefur erindi mitt enn ekki hlotið endanlega umfjöllun enda ekki ástæða til. Það mætti segja að almennt vantaði stefnu hjá stjórnvöldum varðandi rekstur vindmylla á Íslandi. Hvar er hentugast að reisa vindmyllur? Það er auðvitað ekki nálægt fjöllum eða uppi á fjöllum

þar sem vindur getur breyst í fárvirði með litlum fyrirvara. Athyglisvert er að 35% allrar raforku í Danmörku kemur frá vindmyllulundum, sem sumar hverjar eru staðsettar á bílastæðum atvinnufyrirtækja eða hótela. Þykkvibærinn er mjög heppilegur, þarna vorum við að framleiða að jafnaði um 730 kw á klukkustund í lok síðasta árs en í dag hefur þetta verkefni kostað um 300 milljónir króna en nái okkar áætlanir fram að ganga er hér um að ræða 5 milljarða króna fjárfestingu. Þetta gerist ekki nema með hjálp góðra manna og skilning fjölda fólks á hagkvæmni þess fyrir svæðið, en ARION-banki á Hellu hefur verið okkur sérlega hjálpsamur. Margir hafa sýnt þessu verkefni áhuga og skilning. Í dag borgar rafmagns­fram­ leiðslan sem vindmyllurnar fram­ leiða afborganir af lánum. Við höfum leigt símafyrirtækjunum aðstöðu í einum turninum sem veldur því m.a. að farþegar með Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi og aðrir sjófarendur um suðurströnd njóta góðs af.“

Lækkað raforkuverð til Þykkbæinga

,,Raforkuverð hefur nú lækkað til kartöfluverksmiðjunnar sem hefur fengið 8% lækkun á raf­­ orkuverði. Í nánustu framtíð langar okkar að ráða tvo starfsmenn og vonandi verða þessar tvær vindmyllur, og vonandi fleiri í framtíðinni, hvetjandi til frekari atvinnustarfsemi í Þykkvabænum, núverandi íbúum til hagsbóta. Við stefnum að 35 Mw raf­orkuframleiðslu á svæðinu sem gæti dregið til sín orku­frekan iðnað hvort heldur væri gagnaver eða frystigeymsla svo eitthvað sé nefnt. Slík atvinnustarfsemi þarfnast fólks og myndi Þykkvabæinn verða enn eftir­sóknaverðari til búsetu en hann er í dag. Auk þess eru þessar hugmyndir okkar, ef ná fram að ganga, þjóðhagslega hagkvæmar. Rekstur á vindmyllu skapar hagsæld, og er græn og um­h verfisvæn orka,“ segir Steingrímur Erlingsson.

Varahlutaverslun Björns Jóhannssonar Örugg þjónusta - Lyngási 5 | Sími 487 5995


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

Fjós byggt á Móeiðar­hvoli fyrir 130 kýr Á Móeiðarhvoli hafa þau Bóel Anna Þórisdóttir og Birkir Arnar Tómasson byggt myndarlegt fjós fyrir 130 kýr, eitt það stærsta og fullkomnasta á landinu en þar eru þau meðal annars með tvo mjaltaþjóna. Fyrstu kúnum verður hleypt í fjósið í fyrir skömmu. Að þessu tilefni heimsótti sveitarstjóri Móeiðarhvol ásamt skrifstofustjóra sveitarfélagsins og færði ábúendum myndarlegan viðurkenningarplatta með ósk um búsæld í nýju húsnæði en Birkir Arnar situr í sveitarstjórn Rangárþings eystra.

10

Bláskógabyggð hafnar vind­ myllu á Bergsstöðum meðan unnið er að aðalskipulagi

Vindmyllur.

Halldór Jónsson á Bergsstöðum sótti um að fá að reisa vindmyllu á lóð Bergs­staða en bærinn er í Eystri-Tungunni, á milli Borgar­ holts og Drumboddsstaða. Vind­ myllan er 54 m há og ná spaðarnir upp í 80 metra í hæstu stöðu og getur fram­leitt 600 kW. „Þessari ósk er hafnað vegna þess að slík fram­kvæmd er ekki

á skipu­lagi. Nú er verið að vinna aðal­skipulag fyrir Blá­skóga­byggð sem mun klárast 2016. Í þeirri vinnu verður mörkuð stefna með ýmsa hluti, m.a. vind­myllur. Sveitar­stjórn var sam­mála um að vísa þessu máli til vinnu við endurskoðun aðal­skipu­lags sveitar­ félagsins,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.

Gömlu braggarnir á Hvolsvelli missa hlutverk Þessir gömlu braggar fá vonandi eitthvað hlutverk fyrir komandi sumar.

Birkir Arnar Tómasson og sonur hans, Róbert Bjarmi, með plattann ásamt Ágústi Inga Ólafssyni, skrifstofustjóra Rangárþings eystra.

Rekstri sveitamarkaðarins á Hvolsvelli hefur verið hætt, en hann hefur verið hýstur í gömlu bröggunum á staðnum. Samkvæmt upplýsingum markaðsog kynningarfulltrúa Rangárþings

eystra býr Ásbjörn Jensen, sem hefur séð um reksturinn undanfarin sumur, erlendis og eðlilega er mjög erfitt að sinna verkefninu þaðan. Hvort einhver tekur við rekstrinum er ekki ljóst en Ásbjörn

Jensen hefur tæmt braggana af þeim vörum sem hann var með. Hann segir sveitarstjóra, Ísólf Gylfa Pálmason, nú vera að leita að nýjum rekstraraðila á bröggunum. Vonandi hefur einhver eða

einhverjir áhuga á að vera þarna með markað. Það mundi lífga verulega upp á mannlífið í miðbæ Hvolsvallar.

Þinn ein­ lægur Winston Churchill Winston Churchill, forsætis­ráð­ herra Breta í seinni heims­styrj­ öldinni, en nú er liðin hálf öld frá andláti hans, orðaði eitt sinn ráð­leggingar sínar um lífið þannig: „For the rest live dangerously, take life as it comes, one day at a time. Dread nought, all will be well.“ Hugsanlega er orðaleikur í þessu hjá meistaranum þar sem Dreadnought getur líka vísað til orrustuskips auk þess að kvíða engu eða óttast hvergi sár né bana sem Njáluhetjur gerðu. Útgefandinn reyndi af veikum mætti að böggla þessu í vísu í minningu Winstons: Svo lifðu djarft, hvern dag þér tel, er dynur þér lífsins hverfill. Ótttast hvergi því allt fer vel þinn einlægur Winston Churchill.

Þjónustuaðili Raftækjasalan ehf. raftaekjasalan@raftaekjasalan.is Sími: 856 0090

Sunnlenskir hagyrðingar mættu gjarnan gera bragarbót á þessum línum sem útgefandinn heldur mikið upp á en skortir þá skáldgáfu sem þeim hæfa. Að öðru leyti verður aðsendum góðum kveðskap tekið fagnandi í Sámi fóstra sem mun þá hafa séstakt vísnahorn í blaðinu framvegis. Kveðskap má senda á h83046@gmail.com.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

11

Guðmundur Guðmundsson skólaskáld (1874–1919) var fæddur í Hrólfsstaðahelli á Landi, Rangárþingi ytra. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Guðmundur skólaskáld stundaði einkum blaðamennsku, ritstörf og þýðingar. Varð þegar á skólaárunum kunnur fyrir ljóðagerð sína og þess vegna af ýmsum nefndur skólaskáld. Út hafa komið eftir hann nokkrar ljóðbækur, leikrit og smásögur. Hér birtist sýnishorn af snilli þessa manns við ljóðagerð. Oft mig dreymir dagana, dali, gil og bala þar sem heim um hagana hljóp ég til að smala. Sárt ég æska sakna þín. Sortnar á lífsins göngu. Nú eru gömlu gullin mín gleymd fyrir ævalöngu.

Landsmótssvæði hestamanna á Gaddstaðaflötum að vetrarlagi.

Í Rangárþingi ytra virðist vera nokkur framkvæmdagleði ríkjandi um þessar mundir, bæði hjá opinberum stofnunum og einkaaðilum. Fyrst má geta þess að á síðasta ári risu 2 vindmyllur í Þykkvabænum, sem komnar eru í notkun, og hafa þeir aðilar sem það gerðu lýst yfir vilja til að reisa 10 vindmyllur í viðbót í nágrenninu. Þau mál eru í vinnslu og skýrast áður en langt um líður. Landsvirkjun er með á prjónunum að reisa svokallaðan vindlund á Hafinu við Búrfell með allt að 80 vindmyllum á svæði sem er austan Þjórsár og telst til Rangárþings ytra. Þetta er til athugunar eftir góða reynslu af 2 vindmyllum sem eru þarna fyrir og hafa verið til notkunar í nokkurn tíma. Þau mál eru nú til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum. Stærsta framkvæmdin á síðasta ári á Hellu var þegar byggingu Stracta hótels lauk og var það tekið í notkun í júní sl. Hótelið fékk mjög góðar viðtökur það sem eftir lifði af árinu hjá gestum og gangandi, erlendum ferðamönnum og ekki síður af íslenskum aðilum sem margir hafa haldið fundi, ráðstefnur og árshátíðir á staðnum. Heimamenn hafa tekið tilurð hótelsins afar vel og má nefna að Heilsusetrið í Þykkvabæ er í nánu samstarfi við Stracta hótel, prjónahópur heimamanna, allt að 25 manns, hefur aðstöðu á hótelinu og einnig leshópur sem hittist þar reglulega. Hátt í 800 manns sóttu jólahlaðborð í nóvember og desember, bæði heimamenn og aðrir. Önnur menningarstarfsemi og sýningar Stracta hefur einnig mælst vel fyrir, má þar nefna handverk eftir Þórhöllu Þráinsdóttur á Hellu, vatnslitamyndir úr íslenskri náttúru eftir Tryggva Þórhallsson og þess má geta að í anddyri hótelsins er verk eftir Einar Grétarsson með jarðlögum af svæðinu. Reynt er að skapa þannig stemningu á hótelinu að erlendir ferðamenn geti blandað geði við heimamenn á margvíslegan hátt. Á Árbakka, hestabúgarði í nágrenni Hellu, er verið að leggja lokahönd á byggingu glæsilegrar reiðhallar og fyrir dyrum stendur að stækka fjós í Austvaðsholti um 650 fm. Á Skarði í Landsveit er verið að ljúka við hátt í 900 fm fjárhús og þar er líka fyrirhugað að byggja aðstöðu fyrir safnaðargesti kirkjunnar á staðnum. Veiðifélag Ytri-Rangár er að byggja 18 herbergja gistihús á vesturbakka árinnar. Í Meiri-Tungu í Holtum hafa verið byggð 2 eldishús fyrir kjúklingaframleiðslu og er seinna húsið að fara í notkun á næstu dögum. Á Hellu er byrjað að slá upp sökklum fyrir 4 íbúðir í parhúsum og í bígerð eru 3-4 íbúðir eða einbýli á næstunni. Í dreifbýlinu eru 4 einbýlishús í undirbúningi og fjöldi sumarhúsa. Reykjagarður á Hellu er að fara að stækka sín framleiðsluhús um 1.500 fm og sorpstöðin á Strönd hefur nýlega tekið í notkun tæplega 1.000 fm umhleðslustöð og fyrirhugað er að byggja nýjar skrifstofur fyrir stöðina. Framkvæmdir við stækkun Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar á Hellu hefjast í næstu viku. Flugbjörgunarsveitin á Hellu átti annasamt ár í fyrra eins og reyndar margar aðrar sveitir Landsbjargar á árinu 2014. Að auki annast sveitin

ábyrgðarmikil hlutverk um jól og áramót fyrir nær­samfélagið. Fyrir jólin sér björgunarsveitin um að jólasveinarnir komist klakklaust í heim­ sóknir til barna sem hafa hagað sér vel og um áramót er séð til þess að brenna fari vel fram á Hellu, ásamt því að framkvæma stórglæsilega flug­elda­sýningu. Allt fór vel fram að venju þessi ármótin. Glæsilegar gjafir voru afhentar nýlega til björgunarsveitanna á svæðinu, Dagrenningar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Ástusjóður sem var stofnaður eftir 2 banaslys í Fljótshlíð á síðasta ári færði sveitunum 2 dróna að gjöf, þeir eru með innbyggðum hitamyndavélum ásamt öðrum myndavélum og munu nýtast til

leitar á svæðum sem eru erfið yfirferðar. FBS Hellu er nú að undirbúa stækkun á aðstöðu sinni við Dynskála um 160 fm. Íþróttahúsið á Hellu varð ónothæft í lok nóvember vegna mikilla rigninga og stíflaðra niðurfalla á sama tíma. Vatn flæddi inn í húsið og var óttast um tíma að gólfið væri ónýtt með öllu. Húsið var tekið úr notkun, hætt var íþróttakennslu og íþróttaæfingum allan desembermánuð og keyrðir þurrkarar og tæki til rakaeyðingar. Nú í byrjun janúar hefur húsið verið tekið í fulla notkun á ný og virðist gólf og undirstöður þess vera í topplagi, en einstaka viðarkarmar á hurðum og slíku eru lítillega skemmdir vegna raka.

T

Skóla­skáldið frá Hrólfs­ staða­helli

Framkvæmdagleði ríkjandi á svæðinu

T NÝ

Tilraunir við Háskóla Íslands hafa gefið mönnum vonir um að hægt verði að búa til ammoníak­ vatnsblöndu sem mætti nota sem áburðarlög til að dreifa á akra beint. Til þess þarf rafmagn og efnahvata sem geta látið vetni bindast við köfnunarefni eða nitur úr andrúmsloftinu og mynda ammoníak, NH3. Þessi efnahvati hefur ekki verið þróaður til fulls ennþá en tilraunir og rannsóknir undir forystu Egils Skúlasonar lektors gefa vonir um að þessir hvatar finnist. Áburðarverksmiðja á þessum nótum yrði þá allt annarrar gerðar en áburðarverksmiðjan í Gufunesi sem hóf framleiðslu árið 1954 en hefur hætt framleiðslu sem kunnugt er. Rafmagn til verksmiðjunnar gæti komið beint frá vindmyllum í Þykkvabæ og í verksmiðjunni myndu efnahvatar sjá til þess að binda vetnið við niturinn þannig að úr verði ammoníaklögur sem mætti keyra beint á akra sem áburð. Enn er þetta á tilraunastigi en vissulega er hér um gríðarlegt hagsmunamál fyrir íslenskan landbúnað að ræða. Egill Skúlason hlaut nýverið hæsta styrk í úthlutun Rannís í verk­efni sem gengur út á að vinna áburð úr vatni og lofti. Nitur er 78% andrúmsloftsins og með sólarorku og réttum efnahvata á að vera hægt að vinna ammoníak úr nitrinu og fá þannig áburð sem nýtist plöntum. Með tölvureikningum hefur Egill leitað að nothæfum efnahvötum og nú eru hafnar tilraunir með þá sem lofa góðu. Egill segir að aðferðin myndi nýtast vel í þróunar­ löndumþar sem fólk hefur ekki efni á dýrum áburði, en einnig hérlendis víðast hvar.

Sveitarfélagið Rangárþing ytra:

Komdu þér í mjúkinn Mjúkís ársins 2015 er kominn í verslanir. Sannkallaður sælkeraís með dúnmjúku súkkulaði og stökkum salthnetum sem bragð er af. Verði ykkur að góðu. Brandenburg

Getur áburðar­ framleiðsla orðið í nágrenni við vind­myllurnar í Þykkva­bæ?


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

12

FISKÁS ehf - ferskir í fiskinum

Nýr þorskur, ýsa, rauðspretta, bleikja, lax og margt fleira! Dynskálum 50 | Hellu S. 546 1210 | fiskas@fiskas.is

Það vorar senn!

Uppgerður Farmall-CUB á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri.

Fyrstu Farmall-A dráttar­vélarnar ollu byltingu til sveita

Fiskbúðin er opin alla virka daga frá kl. 10-17.

Tek að mér alla garðvinnu Verðum með mikið úrval af trjám runnum og sumarblómum. Opið mánudaga-laugardaga frá 10-19 í allt sumar.

Kirkjulækjarkot 4 • Hvolsvöllur • Sími 692 5671

Ljóska í vetrarveiði! Ljóskan ákvað að bregða sér í vetrarveiði. Hún fór alein út á ísinn með ísborinn og gerði gat gegnum þykkan ísinn. ,,Það er

engin veiði hér,“ kallað rödd til hennar. Daman leit við og sá engan nálægan, en færði sig til um 30 metra og boraði annað gat. ,,Það er engin veiði hér,“ endurtók röddin. Daman leit aftur í kringum sig mjög undrandi að sjá engan, en færði sig nú um 50 metra, og boraði gat eina ferðina enn. ,,Það er engin veiði hér,“

kall­aði röddin nú hátt og ákveðið. Döm­unni var nú brugðið og kall­aði á móti: ,,Guð minn góður, guð minn góður, hver er þetta eigin­lega, ég sé engan?“ ,,Þetta er forstjóri Skauta­hallar­ innar,“ svaraði röddin í hátalara­ kerfið.......!!

Fyrstu Farmall-A dráttarvélarnar komu til landsins fyrir 70 árum, eða 18. febrúar 1945. Þetta voru 25 vélar og kostaði hver þeirra 5.960 krónur en þær voru allar með þyngdarklossum og reimskífu og fylgdi þeim öllum slátturvél og mörgum þeirra plógur og diskaherfi. Tveimur mánuðum síðar kom svo önnur sending af Farmall-A, alls um 50 vélar. Síðar komu aðrar tegundir af Farmall, eins og t.d. Farmall-Cub. Þessar vélar eru þó ekki alveg horfnar af sjónarsviðinu, eina má sjá á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri og önnur er á Hvolsvelli. Sjálfsagt má sjá þær víðar, en væntanlega í misjöfnu ástandi.

Nokkrar vélanna fóru á Suðurland, en samkvæmt upplýsingum fóru þær m.a. til þessara aðila: - Kaupfélag Árnesinga, Sigtúnum (2 dráttarvélar) - Sveinbjörn Högnason, Breiðabólstað í Fljótshlíð - Sigurður Sigurðsson, Efstadal í Árnessýslu - Félagsbúið Hæli, Gnúpverjahreppi - Jóhann Kolbeinsson, Hamarsheiði í Árnessýslu - Árni Ögmundsson, Galtafelli í Árnessýslu.

121.900kr Þvottavél EWF 1487HDW

8 kg, 1400 snúninga, kolalaus mótor, orkunýting A+++ 1835633

í Húsasmiðjunni Húsasmiðjan er sölu- og þjónustuaðili Electrolux á íslandi

Þvottavél EWP 1474TDW 7 kg, 1400 snúninga orkunýting A++ 1805658

74.290kr

Blástursofn

EOB 3311AOX Stál. 74 ltr, orkunýting A, kjöthitamælir. 1830202

Verð gildir til 23. febrúar 2015 eða á meðan birgðir endast.

74.900kr

Helluborð EHF 6342XOK Keramik helluborð Stærð 380x576x516 mm. 1850524

59.490kr

Kælir/frystir

EN 3201MOX Stál 174.5x59.5x64.7 cm. Orkunýting A++ 1808953

97.990kr

hluti af Bygma


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

13

„Leggjum mikla áherslu á að það verði lokið við breikkunina á Suðurlands­ veginum“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar Ný brú á Ölfusá verður tekin í notkun eigi síðar en 2019. Með nýrri Ölfusárbrú mun Suðurlandsvegur færast út fyrir Selfoss. Vinna er komin vel af stað hjá Vegagerðinni við hönnun og undirbúning fyrir útboð á brúnni. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 4,5 milljarðar króna. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fari fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Greinilega eru ekki allir á eitt sáttir um staðarvalið.

raunar aukist nokkuð. En á móti eru tekjur að aukast og við fækkuðum nokkuð millistjórnendum og yfirmönnum hjá bæjarfélaginu, t.d. er enginn bæjarritari, ég sinni því starfi einnig. Einni höfum við náð fram nokkrum sparnaði með því að bjóða út ýmsa þjónustuþætti,“ segir framkvæmdastjóri Árborgar. - Verður þá lítið um fram­ kvæmdir á komandi sumri, 2015? ,,Alls ekki, í raun óvenju mikið um framkvæmdir en undanfarin ár höfum við verið í nokkuð mörgum verkefnum, en engum mjög stórum, nema einna helst hitaveituframkvæmdir. Í ár verður byggt við sundlaugina, en sú Gömul byggðin á Eyrarbakka hefur varðveist vel.

Ásta Stefánsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar síðan 2010, starfaði sem bæjarritari sveitarfélagsins frá árinu 2006 og var jafnframt staðgengill bæjarstjóra. Áður en hún hóf störf hjá Sveitarfélaginu Árborg starfaði hún sem fulltrúi hjá Sýslumanninum á Selfossi og staðgengill sýslumanns. Þá var hún settur dómari við Héraðsdóm Suðurlands um nokkurt skeið. Ásta segir að ákveðið hafi verið að kalla starfið framkvæmdastjóri en ekki bæjarstjóri, en mikil áhersla var lögð á að laga rekstur sveitarfélagsins og þessi nafnbreyting var m.a. til að leggja áherslu á það. Reksturinn er að lagast en skuldir sveitarfélagsins eru rétt um 150% markið, en þær þurfa að vera undir 150% af rekstrartekjunum til að uppfylla skilyrði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Árið 2010 voru skuldirnar 206% en árið 2013 fóru skuldirnar niður fyrir 150%. ,,Það hefur heilmikið verið hagrætt í rekstrinum en hann er þrátt fyrir það enn erfiður og nýlegar kjarasamningahækkanir vega nokkuð þungt en þjónustan hefur samt ekki dregist saman,

framkvæmd á að hýsa búningsklefa og afgreiðslu sem voru orðnir allt of litlir og einnig verður byggð lítil innilaug sem verður notuð til kennslu fyrir yngstu borgarana. Á efri hæðinni er svo gert ráð fyrir líkamsræktarstöð. Byrjað verður á fyrri áfanga að stækkun Sunnulækjarskóla í Norðurhólum og svo verður farið í framkvæmd upp á um 100 milljónir króna sem felst í því að laga Tryggvagötu frá Austurvegi og upp fyrir sundlaugarbygginguna. Loka þarf Austurvegi, sem er hluti af þjóðvegi-1, í sex vikur á meðan. Vegagerðin er að undirbúa byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá hér nokkuð ofan við bæinn sem verður tekin í notkun eftir nokkur ár. Það eru reyndar ekki allir íbúar sammála um staðsetninguna, sumir vilja að hún komi neðan við bæinn, neðan við flugvöllinn og þá geti þeir sem hér fara um ráðið því hvort þeir fari gegnum miðbæjarkjarnann á Selfossi. Sumir óttast að brúarstæði ofan við bæinn dragi úr viðskiptum við verslanir og þjónustufyrirtæki á staðnum en ég held að t.d. ferðamenn og aðrir eins og þeir sem eru í sumarbústöðunum

í sveitunum hér haldi áfram að sækja þjónustu hingað, hvar svo sem nýja brúin verður. Það má heldur ekki gleyma því að það verður áfram valkostur að koma inn á Selfoss um núverandi brú. Við leggjum líka mikla áherslu á að það verði lokið við breikkunina á Suðurlandsveginum en heilmikið hefur verið unnið við það verkefni að undanförnu í Kömbunum og við leggjum áherslu á að haldið verði áfram frá Hveragerði að Selfossi sem er einn hættulegasti kaflinn á þjóðvegi-1. Við viljum auðvitað fá 2+2 veg en alla veganna 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum með vegriði og vegöxl en treystum Vegagerðinni til að útfæra það verk.“

Skemmtilegt menningarlíf og menningarsalur í augsýn

,,Hér eru skemmtileg söfn og gamla byggðin á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur einnig aðdráttarafl sem og fjaran þar, við Selfoss er golfvöllur og mörg fjölmenn íþróttamótmót fara hér fram á sumrin, ekki síst fyrir yngri aldurshópana. Rekið er byggðasafn í Húsinu á Eyrarbakka sem margir skoða og svo má ekki gleyma að hér er öflugt menningarlíf, leikfélag sem setur upp leikverk á hverju ári, nokkrir kórar, og nefna má að Karlakór Selfoss fagnaði nýlega 50 ára afmæli. Í

Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri.

Hótel Selfossi hefur lengi staðið ófrágenginn menningarsalur fyrir svæðið en sveitarfélagið festi kaup á honum fyrir skömmu og væntanlega verður lokið við hann með tíð og tíma. Í októbermánuði eru haldin menningarkvöld víðs vegar um sveitarfélagið og þá oft tekið fyrir eitthvað þema á hverjum

Í ár verður byggt við sundlaugina, en sú framkvæmd á að hýsa búningsklefa sem voru orðnir of litlir og afgreiðslu og einnig verður byggð lítil innilaug sem verður notuð til kennslu fyrir yngstu borgarana. Á efri hæðinni er svo gert ráð fyrir líkams­ ræktar­stöð. stað. Þetta kostar ekki mikið en höfðar töluvert til íbúanna. Þetta eflir andann og þjappar fólki saman. Svo eru hér bæjarhátíðir með ýmsu sniði.“ Ásta Stefánsdóttir segir að atvinnuleysi hafi verið nokkuð en fari minnkandi en efnahagshrunið 2008 hafi komið nokkuð hart niður, enda margir iðnaðarmenn búsettir á Selfossi og verulegur samdráttur í byggingaiðnaði hafi skiljanlega komið nokkuð hart niður á stéttum iðnaðarmanna. Aukin atvinna hefur

skapast kringum ferðaþjónustuna sem eykst ár frá ári.

Fjölbrautarskólinn mikilvægur

,,Það er okkur mikilvægt að vera með fjölbrautarskóla hér, Fjölbrautarskóla Suðurlands, en þá þurfa krakkar hér ekki að fara strax að heiman eftir að grunnskólanámi lýkur. Svo er skólinn einnig mikilvægur fyrir nágrannasveitarfélögin en hingað kemur alltaf nokkur fjöldi nemenda þaðan. Skólinn er einnig mikilvægur fyrir menntunarstigið á svæðinu. Nú er verið að undirbúa útboðsgögn vegna viðbyggingar við verknámshúsið sem gefur möguleika á að ljúka fleiri iðnnámsgreinum við FSu. Það skilar sér vonandi til fleiri starfa hér á svæðinu,“ segir Ásta. Ekki eru fyrirhugaðar neinar sameiningar sveitarfélaga á svæðinu eins og er, en Hvergerðingar sýndu málinu áhuga samhliða síðustu sveitarstjórnarkosningum og rafræn skoðanakönnun fer fram í Ölfusi á næstunni. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri segir að sveitarfélagin í Árnessýslu hafi nú þegar talsvert samstarf, m.a. gegnum Byggðasamlög og um málefni fatlaðra. Samstarfsverkefni hafi bæði kosti og galla en þau ýta ekki endilega undir sameiningu. Þetta fyrirkomulag nægir oft minni sveitarfélögum sem hafa litla stjórnsýslu.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

14

,,Sárt ertu leikinn Sámur fóstri“ Sámur var írskur úlfhundur sem Gunnar á Hlíðarenda átti. Hallgerður langbrók, kona Gunnars var hálfsystir Ólafs páa sem faðir þeirra Höskuldur Dalakollsson beggja hafði eignast með Melkorku hinni írsku ambátt sinni, sem var prinsessa og dóttir MýrKjartans konungs á Írlandi. Ólafur fer átján vetra að heimsækja afa sinn MýrKjartan konung. Hann þá af honum miklar sæmdir og kom ríkur heim til Íslands. Það er þá að Ólafur pái fær hund sem hann flytur til Íslands og gefur Gunnari. Írskir úlfhundar eru með stærstu hundum sem þekkjast enda lýsir Ólafur pái hundinum við Gunnar á þann hátt „að hann sé eigi verri til fylgdar en röskur maður.“ Hann hefur mannsvit og veit hver er óvinur þinn en veitist aldrei að vinum þínum því hann sér á hverjum manni hvort er til þín vel eða illa. Hann muni og líf á leggja að vera þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur.

að þeir þekktust. Þegar þeir svo spretta upp með vopnum og vilja vega hundinn snýst Sámur til varnar og rífur Þorkel á hol áður en hann er höggvinn í hausinn. Eru þá svo firnamikil dauðavein hundsins að með ólíkindum finnst mönnum. Bendir þetta allt til þess að þessi hundur hafi verið stór og mikill, sjálfstæður í hugsun og illur þegar á hann er ráðist. Hann lætur lífið í bardaga fyrir húsbónda sinn sem greinilega ann þessum hundi sínum mjög. Þá Gunnar og mælir; Sárt ertu leikinn Sámur fóstri og og búið svo sé til ætlað að skammt skuli okkar í meðal.“ Þetta var göfug skepna og vert að halda minningu hennar á lofti. Þessu blaði hefur því verið gefið nafn hundsins. Það mun ætla sér trygglyndi vinum sínum. Það mun líka verða fljótt að skynja hvern hug menn hafa til málefna. og þá ófeimið að taka afstöðu. Það mun hinsvegar forðast að láta vélabrögð teygja sig frá hlið vina sinna

FÖGUR ER HLÍÐIN. Horft til Hlíðarenda í Fljótshlíð að vetrarlagi.

Þessir risavöxnu írsku úlfhundar eru sagðir sjálfstæðari en hundar almennt enda svipar skapferli þeirra til úlfa. Þeir eru sagðir góðir þegar þeim er strokið en mjög illir ef á þá er hallað. Hundurinn liggur á þaki skála Gunnars þegar sveit manna kemur að Hlíðarenda til að vega Gunnar þar sem hann fór ekki utan eins og hann hafði veirð dæmdur til. Þeir gera sér ljóst að í gegn um hundinn er torleiði að Gunnari. Þeir fá því Þorkel, sem þekkti hundinn, til að teygja hann frá húsunum því

með gylliboðum eins og henti Sám forðum daga. Glæsimennið Gunnar á Hlíðarenda var auðvitað sekur maður og réttdræpur. Hann var og griðníðingur og sveik það sem honum hafði verið til trúað. Hann snéri við á Gunnarshólma, kvaddi Kolskegg bróður sinn í hinsta sinn og reið til baka þar sem Hlíðin fagra, Hallgerður, Rannveig móðir hans, hundurinn Sámur og dauðinn biðu hans. Víg Gunnars spurðist og mæltist illa fyrir um allar sveitir og var hann mörgum mönnum mjög harmdauði.

RÚLLUBINDING OG PÖKKUN JARÐVINNSLA - SÁNING HAUGDREIFING - MOKSTUR OG FL. S. 699 1766 & 487 5399 BUBBIIRIS@SIMNET.IS

DRAFNARSANDI 6, 850 HELLU

Venjuleg þriggja blaða vindmylla.

Fuglum sáralítið hætt á árekstrum við vindmyllur Algeng spurning sem varpað er fram meðal náttúruunnenda stafar af umhyggju fyrir fuglum himinsins, þ.e. ,,er fuglalíf í nágrenni vindmyllulunda í hættu?“ Landsvirkjun fól VERKÍS að gera skýrslu og meta áhættu af árekstrum við vindmyllur. Gaf VERKÍS út skýrslu í febrúar­ mánuði 2014 sem nefnist ,,Fuglar og vindmyllur við Búrfell, LV-2014-031.“ Í þessari vönd­uðu skýrslu leitast verkfræðistofan við að reikna líkindi á árekstrum út frá athugunum á ferðum fugla á svæðinu. Inn í þá reikninga er hins­ vegar erfitt að fella inn forðunar­ hæfni fuglanna sjálfra. Þeir bæði sjá og heyra og forðast hættur sem allar lífverur gera. Veruleikinn staðfestir svo ekki verður um villst að fuglar gæta sín í umferð sinni um vindmyllusvæði. En í niðurlagi skýrslunnar segir svo: ,,Fugladauði af völdum árekstra við vindmyllur á landi og á sjó hefur verið talsvert rannsakaður undanfarna áratugi eftir því sem vindmyllum og vindlundum fjölgar. Mjög er mismunandi hve mikill fugladauði er áætlaður af þeim völdum og fer það mjög eftir staðsetningu vindmylla með tilliti til umferðar fugla og einnig eftir því hvaða tegundir eiga í hlut (Smallwood & Karas 2009, Drewitt & Langston 2006). Auk þess að valda hugsanlega fugladauða þá skerða vindlundir búsvæði að einhverju marki og einnig eru til rannsóknir sem sýna að fuglar forðist vindmyllur og vindmyllulundi og þannig minnki svæði sem þeir hafa til fæðuöflunar (Larsen & Madsen 2000, PearceHiggins o.fl. 2009). Á athugunarsvæðinu ofan Búr­fells voru ekki margar tegundir fugla sem sáust né mikil umferð þeirra. Tegundir sem einna mest var af, eins og heiðagæsir, sílamáfar, hrafnar og gulendur sáust helst á flugi yfir Þjórsá eða Tungnaá þar sem þær væru lítið í hættu af völdum vindmylla. Þó voru stærstu hóparnir af heiðgæs á farflugi frá norðri til suðurs en í mikilli hæð, eða í 200 – 300 metrum, og þannig utan hættusvæðis. Þær tegundir sem helst voru á ferðinni innan hættusvæðis vindmyllulundanna voru varptegundirnar, heiðlóa, spói og sandlóa. Þó var meira af tegundum á ferðinni í Búðarhálsinum en þar er mun grónara land. Þar voru t.d. hópar heiðagæsa að setjast til að bíta gróður, auk þess sem á því svæði má gera ráð fyrir einhverju varpi

gæsa. Út frá árekstrarhættu væri Búðarhálsinn því sísta svæðið. Við útreikninga á árekstrarhættu eru gefnar forsendur sem ættu að leiða til meiri líkinda á árekstrum en líklegt er að verði raunin. Þannig voru allir fuglar sem sáust í flugkönnun teknir með þó talsverður hluti heiðagæsanna hefði í raun verið utan hættu. Hvað heiðlóuna varðar þá var nokkuð um það að einungis heyrðist til þeirra en sást ekki, líklega vegna þess að þær sátu á óðali. Þannig eru líkur á að lóurnar geti verið færri en það sem notað var í líkanið. Á móti kemur að svæðið sem fylgst var með var um 1000 metra breitt, þ.e. 500 metra til hvorrar handar. Því minni sem fuglategund er og því lægra sem hún flýgur því meiri líkur eru á að missa af þeim á lengri vegalengdum. Þannig væri líklegt að spóar sjáist frekar en t.d. sandlóur sem líklegastar eru til að vera vanáætlaðar í flug­ talningunum. Engu að síður benda útreikningar til að ekki sé líklegt að mikill fugladauði verði af völdum vindmyllulunda á þessu svæði. Tvær tilraunavindmyllur hafa núverið starfræktar í Hafinu við Búrfell frá því í desember 2012. Starfsmenn Landsvirkjunar hafa leitað að dauðum fuglum í kringum þær í tengslum við reglubundið eftirlit sem fer fram vikulega og ekki hafa enn fundist þar dauðir fuglar. Tegundir á vá­l ista Náttúru­f ræðistofnunar Íslands frá 2000 sem sáust á hættu­ svæði vind­lunda voru grágæs og hrafn. Gul­önd og straum­önd sem sáust við Tungnaá og eru á válista væru tæplega í hættu þar sem þetta eru tegundir sem nær eingöngu fylgja árfarvegi þegar þær fljúga. Af ofan­greindu má ætla að líklega verði áhrif á fuglastofna á svæðinu aðallega af völdum rasks á búsvæðum og tímabundinni truflun á fram­kvæmda­tíma. Búast má við að áhrifin verði mest ef vind­myllulundir verða staðsettir í Búðar­hálsi þar sem gróðurinn er mestur og fuglalíf fjölbreyttara. Áhrif á fuglastofna á svæðinu af völdum árekstra verða að líkindum lítil.

Reynsla Biokraft sú sama og Landsvirkjunnar

Niðurstöður þessar falla saman við reynslu Biokraft af rekstri vindmyllanna í Þykkvabæ en þar hafa enn ekki fundist dauðir fuglar. Hafa starfsmenn reyndar séð með eigin augum við hópa af álftum

fljúga í spaðahæð á fylkingarflugi milli vindmyllanna auk þess sem mikil flugumferð fugla er allt í kring um vindmyllurnar. Starfsmenn hafa því ályktað að fuglar bæði sjái og heyri vindmylur á leið sinni og hagi ferð sinni samkvæmt því. „Við notum radar eins og er notaður á fiskiskipum og höfum hann þannig stilltan að við getum numið merki frá svona litlum hlutum eins og fuglum sem eru á flugi. Svo notum við radarinn til að fylgja eftir ferðum fuglanna um svæðið,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Aðalsteinn vill ekki tjá sig strax um hvort líklegt sé að vindmyllur hafi áhrif á fugla á svæðinu, en vitað er að flugleið heiðargæsa í Þjórsárverum liggur um þessar slóðir. Óljóst er þó hvaða leið þær fljúga þegar þær koma niður frá varpstöðvunum og verður það kannað á næstunni en svæðið sem er til skoðunar er nokkuð stórt. ,,Það er mjög líklegt að innan þess svæðis sem við erum að skoða, séu svæði þar sem vindmyllur myndu hafa mjög lítil áhrif á fugla,“ segir Aðalsteinn. Þriggja blaða vindmyllan er algengust í dag. Hún er samsett úr þremur megin hlutum; Turni, vélarhúsi og mylluspöðum. Í myllunni er aflvél sem í eru spaðar, gír og rafall. Framleiðsla hefst við vindhraða sem er 4 m/s og við 15 m/s nær hún fullum afköstum. Þeim heldur hún upp í 25 m/s. Þegar þeim hraða er náð aftengir hún sig og tengist ekki aftur fyrr en við 20 m/s. Til þess að finna hagkvæmustu staðsetningu fyrir vindmyllurnar er stuðst við vindatlas.

Hljóðstyrkur í 300 metra fjarlægð er eins og venjulegt umhverfishljóð

Þeir hafa verið gerðir með rannsóknum vindhraða og vindstefnu á tilteknum stöðum. Hljóðstyrkur sem kemur frá vindmyllum þegar spaðarnir snúast er um það bil 49 decibel í 200 metra fjarlægð og er það samsvarandi léttri bílaumferð í 30 metra fjarlægð. Hávaðinn eykst svo eftir því sem fleiri vindmyllur eru á svæðinu. En verður þó ekki miklu hærri en venjulegt umhverfishljóð ef staðið er í 300 metra fjarlægð. Erlendis hafa verið gerðar miklar athuganir á áhrifum vindmylla á fuglalíf og við þær væri hægt að styðjast töluvert við hérlendis.


Lokun á þjóðvegi 1 Lokun á þjóðvegi 1 Lokun á þjóðvegi 1 við gatnamót Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. við við gatnamót gatnamót Austurvegar Austurvegar og og Tryggvagötu Tryggvagötu á á Selfossi. Selfossi. við gatnamót Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. HJÁLEIÐIR VEGNA FRAMKVÆMDA VIÐ TRYGGVAGÖTU Á SELFOSSI HJÁLEIÐIR HJÁLEIÐIR VEGNA VEGNA FRAMKVÆMDA FRAMKVÆMDA VIÐ VIÐ TRYGGVAGÖTU TRYGGVAGÖTU Á Á SELFOSSI SELFOSSI HJÁLEIÐIR VEGNA FRAMKVÆMDA VIÐ TRYGGVAGÖTU Á SELFOSSI Hjáleið þungaflutninga Hjáleið þungaflutninga þungaflutninga Hjáleið um miðbæ þungaflutninga Hjáleið um miðbæ Hjáleið um Aðgengi að miðbæ verslun og þjónustu við Austurveg 9, 11, 13 og 15 Hjáleið um Aðgengi að miðbæ verslun og þjónustu við Austurveg 9, 11, 13 og 15 Framkvæmdasvæði Aðgengi að verslun og þjónustu við Austurveg 9, 11, 13 og 15 Framkvæmdasvæði Aðgengi að verslun og þjónustu við Austurveg 9, 11, 13 og 15 Framkvæmdasvæði Framkvæmdasvæði

SÍMI - 480 1900 SÍMI - 480 1900 SÍMI - 480 1900 SÍMI - 480 1900

Vegagerðin og og Sveitarfélagið Sveitarfélagið Árborg Árborg auglýsa auglýsa lokun lokun áá þjóðvegi þjóðvegi nr. nr. 11 vegna vegna framkvæmda framkvæmda áá gatnamótum gatnamótum AusturVegagerðin Austur­ Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum AusturVegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð í Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum var lokað þann 25. 25.febrúar febrúar sl. nk. og verða þauþau lokuð í alltíí allt að að vegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann og verða lokuð allt að vegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð allt að 6 vikur. vegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25.febrúar nk. og verða þau lokuð í allt að 66 vikur. vikur. 6 vikur. 6 vikur. Vegfarendum er bent á eftirfarandi hjáleiðir: Vegfarendum bent Vegfarendum er bent á á eftirfarandi eftirfarandi hjáleiðir: Hjáleiðer þungaflutninga verðurhjáleiðir: um Eyraveg, Fossheiði og Langholt. Vegfarendum er bent á eftirfarandi -Hjáleið þungaflutninga verður um Hjáleið þungaflutninga verðurhjáleiðir: um Eyraveg, Eyraveg, Fossheiði Fossheiði og og Langholt. Langholt. -Hjáleið þungaflutninga verður um Eyraveg, Fossheiði ogÁrveg Langholt. Hjáleið annarra ökutækja um miðbæ verður um Sigtún, og Bankaveg. -Hjáleið annarra ökutækja um miðbæ verður um Sigtún, Árveg Hjáleið annarra ökutækja um miðbæ verður um Sigtún, Árveg og og Bankaveg. Bankaveg. Hjáleið annarra ökutækja um miðbæ verður um Sigtún, Árveg og Bankaveg. Vegna framkvæmdanna verður röskun á aðkomu frá Austurvegi að verslun og þjónustu við framkvæmdasvæðið á meðan verktíma Vegna verður aðkomu frá að þjónustu við framkvæmdasvæðið meðan Vegna framkvæmdanna verður röskun röskun á 13 aðkomu frá Austurvegi Austurvegi að verslun verslun og þjónustu viðeru framkvæmdasvæðið á Sportbær, meðan verktíma verktíma stendur.framkvæmdanna Aðgengi að Austurvegi 9, 11 ogá - 15 verður um Tryggvagötu frá og Árvegi en þar til húsa verslanirnará Vegna framkvæmdanna verður röskun á aðkomu frá Austurvegi að verslun og þjónustu við framkvæmdasvæðið á meðan verktíma stendur. Aðgengi að Austurvegi 9, 11 og 13 15 verður um Tryggvagötu frá Árvegi en þar eru til húsa verslanirnar Sportbær, stendur. Austurvegi 9,úrsmiður 11 og 13og - 15 verðurauk umhárgreiðslustofunnar Tryggvagötu frá Árvegi en þarSnyrtistofu eru til húsa verslanirnar Sportbær, Hjólabær,Aðgengi Karl R. að Guðmundsson Motivo, Verónu, Ólafar, Tannlæknastofu Þorsteins stendur. Aðgengi að Austurvegi 9,úrsmiður 11 og 13og - 15 verðurauk umhárgreiðslustofunnar Tryggvagötu frá Árvegi en þarSnyrtistofu eru til húsa verslanirnar Sportbær,Þorsteins Hjólabær, Karl R. Guðmundsson Motivo, Verónu, Ólafar, Tannlæknastofu Hjólabær, Karl R. Guðmundsson úrsmiður og Motivo, auk hárgreiðslustofunnar Verónu, Snyrtistofu Ólafar, Tannlæknastofu Þorsteins og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Bílastæði eru fyrir norðan við Austurveg 9 og 11. Hjólabær, Karl R. Guðmundsson úrsmiður og Motivo, auk hárgreiðslustofunnar Verónu, Snyrtistofu Ólafar, Tannlæknastofu Þorsteins og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Bílastæði eru fyrir norðan við Austurveg 9 og 11. og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Bílastæði eru fyrir norðan við Austurveg 9 og 11. og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Bílastæði eru fyrir norðan við Austurveg 9 og6, 11.8 og 10 er um bílastæði húsanna Aðgengi að Austurvegi Aðgengi að Austurvegi 6, og bílastæði Aðgengi aðen Austurvegi 6, 8 8 og 10 10 er er um umlokast. bílastæði húsanna frá Sigtúni aðkoma frá Tryggvagötu Þar húsanna eru til Gönguleið Norðan Austurvegar Aðgengi að Austurvegi 6, 8 og 10 er um bílastæði húsanna frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast. Þar eru frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast. Þar eru til til Gönguleið Norðan Austurvegar húsa: Landform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, FasteignaGönguleið Norðan Austurvegar frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast. Þar eru til húsa: Landform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, FasteignaGönguleið Norðan Austurvegar húsa: Landform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, Fasteignasalan Árborgir, Kjarna-bókhald ehf., JP lögmenn, Sunnhúsa: Landform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, salan Kjarna-bókhald ehf., JP lögmenn, Sunnsalan Árborgir, Kjarna-bókhald ehf., Tannlæknaþjónustan.is JP lögmenn, FasteignaSunnlenska,Árborgir, Verkís hf., VÍS, Arion banki, salan Árborgir, Kjarna-bókhald ehf., JP lögmenn, Sunnlenska, Verkís hf., VÍS, Arion banki, Tannlæknaþjónustan.is lenska, Verkís hf., VÍS, Arion banki, Tannlæknaþjónustan.is og Staður fasteignasala. lenska, Verkís hf., VÍS, Arion banki, Tannlæknaþjónustan.is og Staður fasteignasala. og Staður fasteignasala. og Staður fasteignasala. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda norðan AusturUmferð gangandi og hjólandi norðan AusturUmferð gangandi og Sportbæjar, hjólandi vegfarenda vegfarenda norðan Austurvegar verður um lóð norður fyrir Hjólabæ og Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda norðan Austurvegar verður um lóð Sportbæjar, norður fyrir Hjólabæ og vegar um lóð Sportbæjar, Hjólabæ og Karl R.verður Guðmundsson úrsmið. Þánorður verðurfyrir komið fyrir rampi vegar verður um lóð Sportbæjar, norður fyrir Hjólabæ og Karl R. Guðmundsson úrsmið. Þá verður komið fyrir rampi Karl R. Guðmundsson Þáaðgengi verður komið fyrir rampi við Sportbæ til þess aðúrsmið. stuðla að fyrir alla. Karl R. Guðmundsson úrsmið. Þá verður komið fyrir rampi við Sportbæ til þess að stuðla að aðgengi fyrir alla. við Sportbæ til þess að stuðla að aðgengi fyrir alla. við Sportbæ til þess að stuðla að aðgengi fyrir alla. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda

Íbúar og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna framkvæmdarinnar og eru Íbúar vegfarendur beðnir velvirðingar á sem kunna að vegna framkvæmdarinnar og Íbúar og aðrir vegfarendur eru beðnirog velvirðingar á óþægindum óþægindum sem geti kunna að verða verða vegna fyrir framkvæmdarinnar og eru eru hvattirog tilaðrir að sýna aðgát og eru tillitsemi virða merkingar til að umferð gengið slysalaust sig. Íbúar og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna framkvæmdarinnar og eru hvattir til að sýna aðgát og tillitsemi og virða merkingar til að umferð geti gengið slysalaust fyrir sig. hvattir til að sýna aðgát og tillitsemi og virða merkingar til að umferð geti gengið slysalaust fyrir sig. hvattir til að sýna aðgát og tillitsemi og virða merkingar til að umferð geti gengið slysalaust fyrir sig.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

16

Skemmtileg aðkoma er að Hótel Rangá.

Hótel Rangá er vel staðsett fyrir ráðstefnur Hótel Rangá er mjög vinsæll áningastaður Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er mjög vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur, er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar við þjóðveg 1, í um 100 km. fjarlægð frá Reykjavík og 8 km frá Hellu. Hótel Rangá er fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel, útbúið öllum helstu þægindum til að fullkomna dvölina. Á Hótel Rangá, sem er í alþjóðlegu hótelsamtökunum Great Hotels of the World, eru 51 herbergi, þar af sjö fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, 2 börum og 2 ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slappa þar af um leið og þeir njóta útsýnisins

Sundlaugin Hellu

til Eystri Rangár. Hótel Rangá býður upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi, árshátíðir og aðra mannfagnaði. Boðið er upp á veislu fyrir bragðlaukana á hinum margrómaða veitingastað Hótel Rangár. Meginþema matseðilsins er norrænt en ber þó einnig keim af frönsku og ítölsku eldhúsi. Fjölbreytt úrval rétta er í boði en mælt er sérstaklega með sjávarréttarsúpunni, sveitaplattanum sem inniheldur kjöt úr héraði, rangárlaxinum og síðast en ekki síst íslenska fjallalambinu sem hlotið hefur mikla hylli matgæðinga. Veitingastaðurinn á Hótel Rangá er í fyrsta gæðaflokki enda er um mikinn metnað að ræða af hálfu hótelsins. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og ferskt og staðbundið hráefni af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni.

ALLIR ALMENNIR FLUTNINGAR - FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA FLUTNINGAÞJÓNUSTA ÞÓRÐAR EHF S. 893 2932 & 864 6688 - THORDUREHF@SIMNET.IS

Sælureitur á Suðurlandi Sími / Tel. 488 7040

Sauna Heitir pottar --Sauna Hot pools

Metafköst hjá vind­ myllunum í Þykkvabæ

Sumaropnun / Opening Hours: Virka daga / Mon - Fri: 6:30 - 21:00 Laugard.-Sunnud. / Sat-Sun: 10:00 - 19:00

Vetraropnun / Opening Hours:

Virka daga / Mon - Fri: 6:30 - 21:00 Laugard. - Sunnud. / Sat - Sun: 12:00 - 18:00

Í febrúarmánuði sl. framleiddu vindmyllurnar í Þykkvabæ 481400 kílówattstundir inn á netið hjá ON, eða sem er um 59,6% af fullum afköstum. Vinfmyllurnar hafa stað­ið af sér öll veður það sem af er vetri, og einnig eldingu sem sló niður. Enginn dauður fugl hefur fundist nálægt þeim, þeir kunna að gæta sín. Vind­myllurnar hafa náð fullum

Brynja Davíðsdóttir.

aflöstum í helmingi allra stunda frá gangsetningu í byrjun ágúst­ mánaðar 2014 sem er hærra en menn eiga að venjast erlendis. Ein­hver framleiðsla fer fram í 88 % allra klukkustunda. Þykkvibær sýnist því vera ákjósanlegur staður fyrir vindorkuvinnslu. Alls er framleiðslan hjá Biokraft ehf. orðin yfir 2,5 Gigawattstundir frá upphafi rafmagnsframleiðslunnar.

Fjárfesting sem steinliggur • Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir

Smiðjuvegi 870 Vík

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

4 400 400 4 400 600 4 400 630 4 400 573 Hafðu samband í síma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

20 YFIR

TEGU N AF HE DIR LLUM


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

17

Hugleiðingar um vindmyllur Fyrirtækið Biokraft reisti árið 2014 tvær vindmyllur við Þykkvabæ. Þær vindmyllur eru 0,6 Mw hvor að afli. Segja má að rekstur þeirr hafi gengið vel, t.d. var nýtingin yfir 60%í nóvembermánuði sl. og um 50% í desember sem er langt yfir því sem gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Enn er of snemmt að spá fyrir um ársafköstin en vonir standa til að þau verði yfir því sem þekkist almennt í Evrópu. Það gefur auga leið að uppsetning þessara tveggja vindmylla er ekki það sem fyrirtækið stefnir að enda ekki rekstrargrundvöllur fyrir svo smárri einingu. Hefur vinna við verkefnið mikið byggst á sjálfboðavinnu aðstandenda fyrirtækisins. Eigi fyrirtækið að eiga sér alvöru framtíð með starfsfólki og daglegum rekstri á kostnaðargrunni þarf meira að koma til. Það sem horft er til eru vindmyllur sem eru 25 metrum hærri en þær fyrstu en en meira en fimmfaldar að afli. Þær eru hinsvegar byggðar á mun yngri tækni og ættu því að ganga bæði á skilvirkari og skemmtilegri hátt en hinar tvær fyrstu þó góðar séu og fallegar á að líta. Fyrirtækið hefur því leitað til ibúa í Þykkvabæ og umhverfi með það erindi hvort þeir geti staðið með fyrirtækinu áfram til að hjálpa því að komast á legg, bæði með því að gerast hluthafar í því og að styðja við áform þess um að reisa 10 stórar vindmyllur nálægt Þykkvabæ. Fyrirtækið lýsir sig einnig reiðubúið að stofna sérstakan sjóð með heimamönnum sem kæmi af framleiðslutekjum til að styðja við framfarir í sveitarfélaginu sem kynnu að vera innan seilingar með aðstoð þess. Forsendur fyrir svona há mannvirki eru óvíða erfiðari en í Þykkvabæ sem liggur á miklu jarðskjálftasvæði þar sem mikill sandur og vatn er undir yfirborði. Vindaðstæður eru hinsvegar óvíða betri en er að finna á því svæði sem fyrirtækið hefur hugsað sér en þar er gróið land sem minnkar svörfunarálag sandfoks á vindmyllurnar.

Vindmyllur í námunda við Dammskurðinn

Vegalengdin að spennivirki á Hellu frá Gljáinni er útilokandi í samanburði þegar kapalverðið á kílómetra hleypur á tugum milljóna. Ófyrirséð er hvaða tjón sandfok gæti unnið á vindmyllunum auk þess að Rangá á til að hlaupa meðfram landinu allt til Þjórsár. Því hefur verið horft til þess að færa þær innar í landið í námunda við Dammskurðinn og reisa þær norðan við fyrstu vindmyllurnar. Hefur fengist vilyrði fyrir að fá leigt þar land gegn vægu verði undir þær. Við útreikning

leiguverðs er haft til hliðsjónar að vindmyllurnar valda nær engri skerðingu á nýtingu landsins til ræktunar eða beitar búfjár. Þannig er það nokkur stundarhagnaður sem liggur að baki landleigu þeirra eigenda sem ljáð hafa samþykki sitt fyrir nýtingunni. Miklu heldur horfa þeir til þeirrar lyftingar á atvinnuástandi sem ríkja mundi í Þykkvabæ og til almennra framfara í Rangárþingi ytra. Búfé veitir vindmyllum enga athygli og virðist ekki truflast hið minnsta. Ræktunarskilyrði batna hinsvegar samkvæmt reynslu í nágrenni þeirra þar sem þær brjóta eðilega vindinn og þar með minnka áhrif íslenska næðingsins á umhverfið. Aðstæður til trjáræktar í kring um myllurnar ættu því að batna til muna og fyrirtækið sér fyrir sér skógarlundi og nytjaviðarframleislu eins og t.d. jólatrjáframleiðslu umhverfis þær til gagns og yndisauka. Fyrirtækið sér jafnframt þessu möguleika á fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilkomu vindmyllanna sem hefði margfeldisáhrif fyrir alla byggðina. Sem almenna hugleiðingu varðandi vindorkuvinnslu gagnvart vatnsaflsvirkjunum, þá er ljóst að vindmyllur eru algerlega endurkræfar framkvæmdir sem valda lítilli röskun í umhverfi sem vatnsaflsvirkjanir gera miklu frekar. Orkan frá vindmyllum er algerlega vistvæn og notar engin hjálparefni né gefur frá sér úrgangsefni. Einu áhrifin eru sjónræn. Þess vegna er fólk beðið að senda blaðinu álit sitt á seðli sem hægt er að klippa út með krossgátu úr síðu blaðsins og senda frímerkt í póst í lokuðu umslagi með ráðinni verðlaunakrossgátu til að taka þátt í verðlaunaútdrætti. Ekki er að efa að tilkoma orkuframleiðslu svo nálægt byggðinni mun efla allt svæðið og leggja grunn að nýjum iðnaði og fjölga þar með störfum í byggðarlaginu. Hafa gagnaver og ræ tun með lýsingu verið nefnd sem möguleika. Því hefur fyrirtækið Biokraft þegar reynt að hvetja til lagningu hitaveitu inn á þetta kalda svæði en næg orka er fyrir hendi í öflugri borholu á Kópsvatni. En leiðslur þaðan þurfa að fara yfir Þjórsá sem hefur tvær brýr til að bera slíka lögn auk þess sem nýjar virkjanir í Þjórsá geta borið þverun hitaveitulagnar. Öflug hitaveita gæti stuðlað að tveimur kartöfluuppskerum á ári í Þykkvabæ. Ylræktarver með öflugri lýsingu geta risið á öllum landbúnaðarsvæðum Rangárþinga. Framtíðin býður upp á endalaus tækifæri ef við sem nú lifum berum gæfu til þess að skapa forsendur fyrir því að þau verði gripin.

Önnumst allar alhliða bíla- og búvélaviðgerðir Sími 487 5402 • Netfang: bvr@simnet.is

Frá Þykkvabæ.

Hitaveita til Þykkvabæjar? Í sambandi við hugsanlegar orkuframkvæmdir við Þykkvabæ hafa menn á Þykkvabæjarsvæðinu velt fyrir sér hvort grundvöllur myndi skapast á svæðinu fyrir aukna ylrækt með lækkun orkuverðs til lýsingar frá nýjum vindmyllulundum. En fyrstu vindmyllurnar í Þykkvabæ hafa þegar haft áhrif til lækkunar á dreifingarkostnaði raforku í næsta nágrenni sínu. En til ylræktar þarf auðvitað heitt vatn. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hitaveita Rangæinga er komin að þolmörkum og getur ekki staðið undir auknum kröfum. Ekkert vatn hefur enn fundist á svæðinu sem gefur miklar vonir um aukna orku þótt leitað hafi verið. Við Kópsvatn hefur hinsvegar fundist mikil orka en þaðen eru um 20 kííómetrar í loftlinu til Kaldárholts og yfir Þjórsá að fara. Hvort virkjanir í Þjórsá myndu skapa betri þverunarmöguleika fyrir

hitaveitu frá Kópsvatni heldur en vegbrýrnar sem fyrir eru, er ekki ljóst. Allir þekkja hversu mikil gæði það eru að hafa hitaveitu fyrir utan allan þann þjóðhagslega sparnað sem með slíkum framkvæmdum fylgir. Fyrir norðan er þekkt að rækta kartöflur fram á vetur með hverahita. Bændur í Þykkvabæ gætu hugsanlega náð tveimur uppskerum með hitaveitu. Nú er staðan sú í hitaveitu Rangæinga að notkunin hefur aldrei verið meiri og er í raun komin að því marki að huga þarf að að aðgerðum til að auka forða í veitunni. Rannsóknir eru á fjárfestingaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2015, sem miða að því að finna hvar næst eigi að bera niður í leit að heitu vatni á veitusvæðinu. Raunar hafa þegar verið unnar talsverðar rannsóknir á svæðinu í gegnum tíðina en lítið fundist af því heita vatni sem helst skortir,

en talsvert af volgu og köldu vatni. Hitaveita getur tæplega staðið undir þverun Þjórsár ein og sér en eitthvað gæti breyst á næstu árum með virkjunum eða vegbrúm. Orkuveitan stefnir í rannsóknir á þessu ári og framkvæmdum til vatnsöflunar í framhaldi af því á árunum 2016 - 2017. Það er hins vegar ljóst að ekki verður hægt að tengja Þykkvabæ I hitaveitu fyrr en forði hefur verið aukinn og flutningsgeta tryggð. Stefna OR-Veitna er sú að stækka ekki núverandi veitusvæði umfram skylduverkefni, nema um sé að ræða tryggða arðsemi af slíkri stækkun. Reynist tenging Þykkvabæjar ekki arðsöm, þegar forði og flutningsgeta hefur verið tryggð, er ljóst að utanaðkomandi fjármagn þarf að koma til eigi að verða af tengingu þangað niðureftir. Stórt ylræktarver gæti verið þáttur í þeim áformum.

Vélavit útvegar varahluti í flestar gerðir traktora, sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco, New Holland og Case Erum einnig með alla varahluti í JCB vinnuvélar Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Útvegum olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina

Oftast ódýrastir!

Vélavit

Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

18

„Hér ríkir bjartsýni“

segir Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri

Atvinnulífið á Hvolsvelli og í sveitarfélaginu Rangárþingi eystra hefur í langan tíma verið nokkuð einhæft, en undanfarin ár hafa æ fleiri ný störf orðið til og þá helst í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Langstærsti vinnuveitandinn í sveitarfélaginu er Sláturfélag Suðurlands en þar starfa vel á annað hundrað manns. Auk þess er sveitarfélagið nokkuð stór atvinnuveitandi með leikskóla, grunnskóla, dvalarog hjúkrunarheimili aldraðra, áhaldahús, íþróttamannvirki auk ýmissar annarra þjónustu s.s. félags- og heimilisþjónustu í sveitarfélaginu. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir að í raun sé alltaf verið að leita að nýjum atvinnu­ tækifærum, ekki síst af hálfu sveitarfélagsins, en einnig á vegum fyrirtækja og einnig einstaklinga til að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu. „Hingað hefur flutt ungt fólk sem hefur t.d. verið að mennta sig í ferðamálafræðum og það spretta hér upp fyrirtæki í ferðageiranum sem virðast ganga nokkuð vel. Oft er þetta fólk sem tengist svæðinu, er jafnvel uppalið í sveitarfélaginu. Fólk hefur áttað sig á því að það er að mörgu leiti miklu þægilegra að ala upp börn á stöðum eins og í Rangárþingi eystra en á höfuðborgarsvæðinu. Héðan er stutt í allar áttir, góðir skólar, tónlistarskóli og frábær íþróttaaðstaða. Margt af þessu unga fólki sem hingað hefur flutt segir að því líði miklu betur í litlu samfélagi, hér er lífið einfaldara og oft þægilegra og íbúarnir gjarnan þátttakendur í því sem er að gerast,“ segir sveitarstjóri. ,,Hér er ekki framhaldskóli en unga fólkið okkar sækir héðan í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, í Menntaskólann á Laugarvatni og sum í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þau sem fara á Selfoss aka flest á milli daglega, sameinast um bíla eða fara með strætó. Þau sem búa lengst frá Hvolsvelli sækja í heimavistir. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem flest snýst um

í augnablikinu. Hér rísa hótel og fjölbreytt afþreying fyrir ferðamenn. Uppi eru hugmyndir um eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli sem gæti skapað allt að 30 störf. Þetta yrði upplifunarstaður og er verkefnið framtak einstaklinga sem vinna núna að því að gera hugmyndina að veruleika. Sveitar­ félagið hefur unnið ákveðna deiliskipulagsvinnu við miðbæinn til þess að af þessu geti orðið. Landbúnaðurinn er auðvitað grunn­atvinnuvegurinn en hvergi í sveitarfélagi er framleidd meiri

verði í framtíðinni þéttbýliskjarni. Einnig er unnið að gerð skipulags í Þórsmörk og við Seljalandsfoss og er sú vinna stór liður í uppbyggingu og verndun fjölmennra áfangastaða í sveitarfélaginu. Á tímabili um og eftir 1990 var nokkuð um auð hús á Hvolsvelli, en sú óheillaþróun hefur snúist við. Byggð hafa verið ný íbúðarhús eftir að Sláturfélag Suðurlands kom á staðinn árið 1991 og gert var átak í skipulagsmálum. Í dag er verið að byggja hús, enda mikill skortur á íbúðahúsnæði á svæðinu. Þrátt fyrir sameiningu

er samstarf milli m.a. skóla og íþróttafélaganna.Markmið starfsins er að nemendur skólans hafi lokið sínum starfsdegi um leið og foreldrar. Um helmingur nemenda býr í dreifbýli og til þess að allir geti tekið þátt í samfellustarfinu þá hefur sveitarfélagið boðið upp á auka heimakstur klukkan fimm nokkur skipti í viku. Hér er boðið upp á heilsueflingu fyrir þá sem vilja sækja í hana en öll íþrótta aðstaða er til fyrirmyndar. Hér er m.a. sérhannaður heilsu­ stígur, íþróttavöllur, íþróttahús, líkamsræktarstöð og góð sundlaug. Á hverju hausti er haldin hér heilsuvika þar sem m.a. er boðið upp á fyrirlestra um heilbrigði og boðið frítt í sund og líkamsrækt. Elsti þátttakandinn í heilsu­ ræktinni er á 91. aldursári og er í rauninni dásamlegt að fylgjast með hve margir eldri borgarar eru duglegir við að nýta sér íþróttaaðstöðuna fyrir utan það hve duglegir þeir eru í félagsstarfi.“

Auka þarf öryggi afhendingar raforku Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli.

mjólk en einmitt í sveitarfélagi okkar. Allmargir hafa atvinnu af þjónustu við landbúnaðinn enda varð Hvolsvöllur til vegna þjónustu við landbúnað í Rangárvallasýslu. Á sínum tíma var Kaupfélag Rangæinga mjög sterkt og með fjölbreytilega starfsemi og lagði í raun grunnin að þéttbýlinu á Hvolsvelli. En tímarnir breytast og mennirnir með“ segir Ísólfur Gylfi og bætir við að það er í raun eðlilegt og við verðum að fylgja nýjum straumum. Kyrrstaða leiðir alltaf til stöðnunar.

Endurskoðun á aðalskipulagi

,,Við höfum nýlokið við endurskoðun á aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið en þar vann öll sveitarstjórnin bæði sú sem var á síðasta kjörtímabili og sú sem nú er við völd einstaklega vel saman og ég tel að skipulagið sé til fyrirmyndar. Þar er m.a. gert ráð fyrir að Skógar

6 sveitarfélaga sem úr varð Rangárþing eystra heldur svæðið sínum einkennum. Það gera íbúar gömlu hreppanna með félagsstarfi, þorrablótum o.fl. Hérna eru t.d. haldin 7 þorrablót á ári hverju.“ - Hvernig eru íþrótta- og æskulýðsmálum háttað hjá ykkur? ,,Hér er Knattspyrnufélag Rang­ æinga, KFR, og einnig er samvinna við ÍBV í Vestmannaeyjum í knatt­ spyrnu. Gaman er að geta þess að héðan eru fjórar ungar stúlkur sem hafa komist í unglingalandslið í knattspyrnu og í U19 landsliðið. Við erum stolt af því að eiga þessar efnilegu ungu konur og þar af er ein þeirra fyrirliði U19 landsliðsins. Hér er einnig íþróttafélag sem heitir Dímon, félagið er með mjög mikla og fjölbreytilega starfsemi. Öflugt félags- og íþróttastarf er í sveitarfélaginu og þar ber einna hæst svokallað samfellustarf sem

- Í Þykkvabæ hafa risið vindmyllur og einnig hefur það verið ámálgað að reisa vindmyllur í Rangárþingi eystra. Hvernig hugnast íbúum það? ,,Það eru eðlilega mismunandi skoðanir á því, rétt eins og með aðra orkuframleiðslu, sumir tala um sjónmengun. Auðvitað er það jákvætt að auka öryggi á afhendingu raforku og þetta gefur ýmsa möguleika, en það þarf að vanda til staðsetningar á vindmyllum. Í sveitarfélaginu er nokkuð um heimarafstöðvar og einnig hafa nokkrir aðilar borað eftir heitu vatni. Við búum á köldu svæði og það er ekki síður mikið hagsmunamál að fá meira heitt vatn sem hægt væri að nýta einnig í dreifbýlinu.“ - Hvað er helst framundan í sveitarfélaginu? ,,Hér ríkir bjartsýni, rekstur sveitarfélagsins gengur mjög vel, skuldir sveitarfélagsins nema aðeins um 62% af árlegum

rekstrartekjum og íþróttaaðstaðan er byggð upp fyrir sjálfsaflafé. Þessi skuldastaða þykir mjög góð á landsvísu. Sveitarfélagið keypti kaupfélagsbyggingarnar við Austurveg fyrir um tveimur árum og þær eru í dag leigðar út, en mikilli vinnu er ólokið við lagfæringu á hluta þeirra. Það var greinilega þörf fyrir þetta húsnæði. Með þessu náði sveitarfélagið yfirráðarétti á miðbæbæjarsvæðinu, eða um 2,5 hekturum lands. Það skiptir

Gert er ráð fyrir að Skógar verði í framtíðinni þéttbýliskjarni. Einnig er unnið að gerð skipulags í Þórsmörk og við Seljalandsfoss og er sú vinna stór liður í uppbyggingu og verndun fjölmennra áfangastaða í sveitarfélaginu. framtíða þessa byggðarlags miklu máli, um kaupin náðist líka alger samstaða síðustu sveitarstjórnar. Mörg verkefni eru framundan, t.d. áframhaldandi vinnu við deiliskipulag og uppbyggingu á ferðamannastöðum og framundan er endurskoðun deiliskipulagsins í miðbæ Hvolsvallar. Byggja upp áframhaldandi uppbyggingu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Þá þarf einnig að huga að betri aðstöðu fyrir félagsmiðstöð fyrir börn og ungmenni, og lengra inn í framtíðina þarf að huga að nýjum leikskóla og sóknarnefnd er að vinna að undirbúningi að byggingu nýrrar kirkju á Hvolsvelli, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

19

Bygging Steingrímsstöðvar við Sog olli mun meira raski í náttúrunni en bygging vindmyllu mundi valda.

Er rétt að umhverfis­ meta vindmyllur eins og vatnsorkuver? Þegar ákveðið hefur verið að ráðast í byggingu orkuvers yfir 2 Mw þá er tilskilið að slík fram­ kvæmd fari í umhverfismat. Umhverfismat er fræðileg úttekt á öllum þeim áhrifum sem fram­ kvæmdin er talin geta haft áhrif á um­hverfi sitt og afleidd áhrif svo langt sem séð verður. Það er

skiljanlegt að vel þurfi að vanda til verka sem lengi standa. Bygging Kárahnjúkastíflu hefur t.d. gríðar­ leg áhrif. Ekki bara á staðinn þar sem hún stendur, heldur langt út fyrir hann. Hálslón sem safnast fyrir ofan stífluna breytir ótal mörgu í lífríki og nátt­úru lands­ins sem þar var áður. Enda risu miklar deilur

í kring um það mannvirki. Það er eðlilegt að menn reyni að fara með gát við slíkt rask í náttúru landsins. Sama má segja um Búrfells­ virkjun sem var reist fyrir hart­nær hálfri öld. Það er ekkert farar­ snið á henni og hún mun halda áfram að veita ljósi og yl um landið lengi enn. Hún verður

þarna væntanlega svo lengi sem við nú sjáum fram í tímann eins og aðrar vatnsaflsvirkjanir sem risið hafa ofar í Þjórsá, og rísa kunna neðar í sama fljóti. Fyrstu stórvirkjanir Íslands voru reistar í Soginu fyrir seinni heimsstyrjöld og starfa enn af fullum krafti. Fyrsta stóra vatnsaflsvikrjun Íslendinga var Árbæjarvirkjun í Elliðaárdal sem reist var 1923 og starfar enn með fullum afköstum. Tilkoma hennar breytti Reykjavík í nútíma ljósaborg. Nú er erfitt að hugsa sér nokkurt byggt ból án raflýsingar. Líftími raforkuvera sem nýta vatnsorku er því svo langur að segja má að verið sé að taka ákvarðanir sem taka til heillar aldar. Það gildir sama um þau og kjarnorkuver, að kosntaðurinn við að fjarlægja þau myndi nema álíka upphæðum og byggingaskotnaður þeirra var. Ef menn vilja fá að reisa vindorkuver þá virðist sem öll undirbúningsvinna falli undir sama verklag og því verður að framkvæma umhverfismat með vönduðum hætti. Það verður að fara í sama kynningarferli og aðrar virkjanir og því vaknar sú spurning hvort þetta séu sambærilegar framkvæmdir, hvort sé sanngjarnt að beita sömu kröfum og við vatnsorkuvirkjanir. Ending vindmyllu getur væntanlega náð aldarfjórðungi. Reynslan sýnir að eftir þann tíma kunna að hafa orðið svo miklar tækniframfarir að áframhaldandi rekstur borgi sig ekki. Sé ekki tekin ákvörðun um að endurnýja vindmyllu er hægt að fjarlægja hana á örskömmum tíma. Varla

nokkur vegsummerki er þá að sjá í náttúrunni umhverfis þann stað þar sem hún stóð. Öll spor hennar er hægt að fjarlægja og náttúra landsins er endurheimtanleg að fullu. Hún er því 100% græn framkvæmd og sjálfbær. Er þá sanngjarnt að leggja ákvarðanatökur um uppsetningu vindmylla að jöfnu við ákvarðanatöku um vatnsorkuver? Er ekki sá möguleiki fyrir hendi að binda stöðuleyfi fyrir vindmyllur ákveðinni tímalengd, t.d. til 25 ára? Á þeim tíma er líklegt að fullum afskriftum sé náð og farga megi vindmyllunni. Ekkert slíkt er hægt að hugsa sér með stór vatnsorkuver. Þau eru byggð til mun lengri tíma og með mun meiri umhverfisáhrifum en vindmyllur. Vindmyllur eru sjálfsagt ekki augnayndi allra fremur en háspennulínur, fjarskiptamöstur eða ýmiss önnur mannvirki enda orkar allt tvímælis þá gert er. Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum miður. Eina leiðin til að allir séu ánægðir er auðvitað að gera ekki neitt en er það kostur í lifandi og vaxandi samfélagi? Því vaknar sá áleitna spurning hvort skipulagsyfirvöldum sé rétt að meta umsóknir um uppsetningu vindorkuvera á sama hátt og vatnsorkuver og eðlilegt virðist að taka til greina endurheimtanleika landgæða. Er ekki mismundandi endingartími eitthvað sem getur haft áhrif á vandmeðfarnar og erfiðar ákvarðanir skipulagsyfirvalda?

ÞORLÁKSHÖFN OG ÖLFUSIÐ

Glæsileg íþróttamannvirki og snyrtilegt tjaldstæði í Frítt yrir df sun ra og 16 á gri yn

Sandströnd, fjara, hellar, klettar, bryggja, gönguleiðir og skemmtileg leiksvæði.

Fjölskyldan getur átt góðar samverustundir í Ölfusinu. Fáðu hugmyndir á www.olfus.is/gestir-og-gangandi SVEITARFÉLAGIÐ

ÖLFUS Lifandi sveitarfélag


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

20

Kjúklingabúið á Ásmundar­ Margar fegurstu stöðum í Ásahreppi náttúru­ perlur landsins eru á Suður­landi Í Ásahreppi er rekið eitt stærsta kjúklingabú landsins. Kjúklingabúið er jafnframt einn stærsti atvinnurekandi sveitarfélagsins en þar eru íbúar aðeins 193 en á kjörskrá vorið 2014 voru 143. Oddviti er Egill Sigurðsson, Berustöðum.

Rangárþing eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag

Hvolsvöllur

Náttúrufegurð ~ AfþreyiNg ~ MeNNiNg

Skógarfoss er segull á ferðamenn allan ársins hring, enda mikið augnayndi.

Suðurland er sá landshluti sem flestir ferðamenn sækja heim. Suðurland er bæði fjölbýlt og strjálbýlt. Milli Hafnar í Hornafirði og Markarfljóts er landrými af skornum skammti til búskapar, en vestar er stærsta landbúnaðarhérað landsins og nokkrir þéttbýlisstaðir. Landslag er bæði hálent og láglent. Einkennandi fyrir Suðurland er hin sendna og flata strandlengja. Þaðan var sjósókn stunduð um aldir. Margar fegurstu náttúruperlur landsins er að finna í fjöllunum, meðfram ströndinni og í uppsveitum vesturhlutans. Nefna má Fljótshlíðina og Þórsmörk. Jöklum prýtt fjalllendið býr yfir einhverjum mestu eldfjöllum og gossprungum landsins stórum og smáum. Á Suðurlandi er Öræfajökull, hæsta fjall landsins, 2110 metrar hátt sem teygist suður úr Vatnajökli. Atvinnulífið er fjölbreytt, fiskveiðar, landbúnaður, iðnaður og ferðaþjónustunni vex stöðugt fiskur um hrygg. Þjóðvegur-1 liggur í gegnum Suðurland endilangt. Sögustaðir eru margir, m.a. tengdir Landnámu, Njálu og Sturlungu.

Bókhald, launavinnsla reikningsskil, endurskoðun. Starfsmenn PwC á Hvolsvelli bjóða viðskiptavinum á Suðurlandi heildarlausnir á sviði bókhalds, endurskoðunar og skattamála. Berglind Hákonardóttir, löggiltur endurskoðandi s 550 5241 Ólafía B. Ásbjörnsdóttir, bú- og viðskiptafræðingur s 550 5242 pwc.is


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

21

Sláturfélag Suðurlands hlaut EDI-bikarinn Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli er afar stór og mikilvægur atvinnurekandi á staðnum þar sem fjöldi manns hefur atvinnu.

Frá málþinginu

Gunnarsholt: Á aðalfundi ICE­PRO sem fram fór á Hótel Sögu fyrir skömmu afhenti Ragn­heiður Elín Árna­­ dóttir, iðnaðar- og við­­skipta­­ráð­ herra, EDI-bikarinn fyrir framúr­­ skarandi árangur á sviði raf­rænna við­skipta. Slátur­félag Suður­­lands hlaut bikarinn að þessu sinni og tók Sigurjón Stefáns­son við honum fyrir hönd félagsins. ,,Slátur­­félag Suðurlands er verð­ugur verð­­launa­ hafi,“ sagði Ragn­heiður Elín. ,,Þeir tóku tilmæli fjármálaráðuneytis föstum tökum og gátu strax frá 1. janúar 2015 gefið út raf­ræna reikn­ inga samkvæmt tækni­forskriftum Fag­staðlaráðs í upp­lýsinga­tækni. Jafn­­framt mun Slátur­félagið brátt geta tekið á móti raf­rænum reikn­­ingum sam­­kvæmt tækni­­for­ skriftunum. Sigur­jón Stefáns­son,

deildar­­­stjóri upplýsinga­tækni­ deildar Slátur­­­­félagsins, er for­maður sam­­ræmingar­­­hóps ICE­PRO. Inn­­­­ leiðing XML tækniforskriftanna hefur notið góðs af forystu Slátur­félags Suðurlands og líklega mun braut­ryðjanda­starf þeirra auð­veldað öðrum fyrir­tækjum inn­­ leið­inguna. Bergljót Kristinsdóttir, deildar­ stjóri upplýsinga­t æknideildar Veritas, fjallaði um efnið ,,Eru rafrænir reikningar arftaki EDI samskipta?“ og Vilma Svövudóttir, hjá upplýsingatæknideild Öl­gerðar­­­ innar fjallaði um ,,Fram­tíðina með raf­rænum reikn­ingum hjá Ölgerðinni.“ ICEPRO er sam­ráðs­ vettvangur samtaka viðskipta­ lífsins, fyrirtækja og hins opinbera um stöðluð rafræn viðskipti og

einföldun í við­skiptaháttum og EDI-bikarinn er afhentur árlega því fyrirtæki, stofnun eða lausn sem skarað hefur fram úr á sviði rafrænna viðskipta á liðnu starfsári. Með rafrænum viðskiptum má spara verulega í út­gjöldum við bókhald en sparnaður­inn felst einna helst í þeim pappír sem annars þyrfti að prenta út, geymsluplássi og tímasparnaði við upplýsingaleit. Verðlaunin draga nafn sitt af Electronic data interchange (EDI) en það er rafrænn samskiptamáti sem hefur verið notaður í viðskiptum hérlendis. Í milliríkjaviðskiptum er notast við nýrra forritunarmál, XML en búast má við að það taki við af EDI þegar til lengri tíma er litið.

Rótarý fjallaði um öryggi ferðamanna og náttúruvernd Það var Rótarýklúbbur Rang­ æinga og lögreglustjórinn á Suður­landi sem stóðu fyrir fjöl­ mennu málþing í Gunnars­­holti fyrir skemmstu. Mál­þingið bar heit­ið Farar­heill eða feigðar­flan og rúm­lega eitt hund­rað gestir mættu. Dag­skráin var fjölbreytt og áttu

GRÖFUÞJÓNUSTA

BENEDIKTS SVEINBJÖRNSSONAR

S. 893 0653 DRAFNARSANDI 8 - 850 HELLU

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur á undanförnum árum gert mikið átak í að fjarlægja loftlínur og leggja jarðstrengi í staðinn sem nú spanna yfir helming dreifikerfisins eða tæplega 4.600 km. Lögð hefur verið áhersla á að leggja loftlínur í jörð á svæðum sem eru þekkt fyrir miklar ísingar og hefur það leitt til verulegrar fækkunar rafmagnstruflana vegna veðurs. www.rarik.is

erindin það öll sam­eigin­legt að taka til öryggis ferða­manna og náttúru­­verndar með einum eða öðrum hætti. Gestir voru al­mennt ánægðir með málþingið og mikil­ vægi mál­efnanna sem þar voru kynnt.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

22

Brú á Ölfusá norðan Selfoss

305m löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju

Teikningar og myndvinnsla: EFLA hf. fyrir Vegagerðina Ljósmynd: Mats Wibe Lund

Gestgjafarnir á Sunnlenska bókakaffinu Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og framkvæmdastjóri frá Bræðratungu og Bjarni Harðarson frá Hveragerði, fyrrverandi alþingismaður.

Menningarbragur á Sunnlenska bóka­ kaffinu á Selfossi

Bókakaffið á Selfossi er nauðsyn­ legur hlekkur í menningarlífinu á Selfossi. Í bókakaffinu er hægt að kaupa nýjar og notaðar bækur auk þess sem hægt er að kíkja í blöðin, drekka kaffi frá Kaffitári, spjalla

HVERAGERÐI

við aðra gesti eða við hjónin Elínu og Bjarna sem reka staðinn með með mikilli reisn, enda nýtur hann mik­illa vin­sælda. Það er engum í kot vísað hjá þeim á Austur­ veginum.

TA X I

- blómstrandi bær!

- Rangárþingi Jón Pálsson

6 manna bíll - Sími 862 1864

KRANABÍLL & GRAFA GEITASANDUR 6 850 HELLA S. 894 5392 Heilsubærinn Hveragerði Vinalegt samfélag Eggjasuða í Hveragarðinum

HELLUVERK

Ljós og hiti

Rómantískar gönguleiðir Afar fjölbreyttar hátíðir Garðyrkja og græn svæði Einstakur golfvöllur Rómuð náttúrufegurð

SHA-207 Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera

5.690

SHA-218-28E Vinnuljóskastari ECO perur SHA-0203 2x400W tvöfaldur á fæti Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera 1,8m snúra

6.807

3.490

T38 Vinnuljós

5.590

Drauma sundlaug Iðandi lista- og menningarlíf

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa Rafmagnshitablásari 2Kw

6.890

1.990

Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa

8.890

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

12.830

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

23

Biokraft:

Umsókn til orku­mála­­ stjóra um virkjana­ leyfi í Þykkvabæ Með bréfi til orkumálastjóra, dr. Guðna A. Jóhannessonar 2. nóvember 2014, óskaði Biokraft ehf. Bárugötu 4 í Reykjavík, eftir virkjanaleyfi, að hanna, reisa og reka vindorkugarð allt að 35MW að stærð, með allt að 10 vindrafstöðvum. Garðurinn verður um 2 km norður af núverandi vindrafstöðvum félagsins, á svæði sem er um 180 hektarar að stærð. Vindrafstöðvarnar verða reistar í tveimur áföngum, fimm rafstöðvar í senn. Búið er að kynna verkefnið fyrir sveitafélaginu Rangárþing ytra. Byrjað er að vinna í skipulagsmálum og því sem þeim tengist. Einnig eru viðræður hafnar við Landsnet um tengisamning. Áætlað er að undirbúningi geti verið lokið á næstu sex mánuðum og framkvæmdir geti hafist á miðju ári 2015. Ábyrgðaraðilar eru Snorri Sturluson vélstjóri/ rafvirki; Steingrímur Bjarni Erlingsson flugvirki/vélfræðingur; Rafal ehf, Kristjón Sigurðsson (virkjanastjóri) og ráðgjafar Halldór Jónsson verkfræðingur (Hallsteinn ehf); prófessor Júlíus Sólnes; verkfræðistofan Ferill, Snæbjörn Kristjánsson; Vestas Wind Systems A/S; Orkuveita Reykjavíkur og ON; Landsnet og Rafal ehf. Ofantaldir hafa reynslu af rekstri rafstöðva til sjávar og sveita og hönnun og byggingu á svipuðum mannvirkjum. Biokraft ehf. hefur þegar öðlast reynslu af rekstri vindrafstöðva í Þykkvabæ og byggingu þeirra á svæðinu. Fyrirhugaðar vindrafstöðvar verða allt að tíu. Undirstöður eru steyptar og standa aðeins lítillega upp úr landinu í kring. Undir því eru undirstöður sem ná niður á

fastan botn með steyptum veggjum og plötum. Turnar verða frá 65 – 85 metra háir og þvermál spaða allt að 112 metrar. Mesta hæð spaða í efstu stöðu yrði um 145 metrar. Vindrafstöðvarnar eru í flokki IEC 1A sem uppfylla kröfur fyrir okkar veðurfar. Gert er ráð fyrir að sérstök spennistöð verði staðsett við hverja vindrafstöð og er staðsett um 5 metra frá mastri. Hver vindrafstöð er með ástimplað afl allt að 3.3 MW og er áætluð ársframleiðsla um 140 - 160 GWh. á ári. Vindrafstöðvarnar verða tengdar spennustöð Landsnets í gegnum spenna 11 eða 33 kV sem staðsettir verða við eða í hverri vindrafstöð, og lagður verður háspennustrengur frá rafstöðvunum að aðal spennistöðinni sem byggð verður á svæðinu. Þaðan verður lagður 66KV stengur að spennivirki Landsnets á Hellu. Vindrafstöðvarnar eru sýnilegar í landslagi. Skipulagsvinna stendur yfir, með tilheyrandi almennum kynn­ingum á verkefninu og á­hrifum þess í lands­lagi. Hljóð­ styrkur frá vind­raf­stöðvunum er um 100 dB af­veðurs við mastur en minnkar eftir því sem fjær dregur. Næsta byggð við vind­ rafstöðvarnar er í um 2000 m fjarlægð sem er iðnaðar­húsnæði og áætlaður hljóðstyrkur samkvæmt reglugerð nr. 724/2008 langt undir viðmiðunarmörkum um hávaða á blönduðu svæði. Síðan er í umsókninni tilgreind um­hverfisáhrif, samningar við land­­eiganda og tengi­samningar við Lands­net, út­reikningar á fram­ leiðslu­mögu­leikum, verkáætlun og fjár­­mögnun.

Jarðskjálftahermirinn í Hveragerði.

Fjöldi breskra skólabarna kynntust sunnlenskri náttúru Bresk skólabörn, hundruðum saman, flykkt­ust í Hvera­garðinn í Hvera­gerði fyrir skömmu og þaðan lá leiðin austur á bóginn, m.a. á Gull­foss og Geysi. Það var því nóg að gera hjá starfs­fólki Upplýsinga­ mið­stöðvar Suðurlands þegar rúmlega þúsund bresk skólabörn heim­sóttu Hveragarðinn og jarð­ skjálfta­herminn í Sunnumörk. Allir

þessir krakkar fengu egg sem soðin voru eru í heita læknum í Hvera­ garðinum og nýbakað rúg­brauð sem bakað er þar í nýjum gufupotti. Þar á eftir fóru þau í herminn og fengu að upplifa jarðskjálfta. Fremur leiðinlegt veður var þegar hópurinn kom að Geysi í mörgum rútum en það vakti athygli að krakkarnir voru allir mjög vel búnir,

FANNBERG fasteignasala ehf. Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur

...20 - 30

Sími: 487 5028 -

40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100...

Átt þú stórafmæli á árinu 2015? Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð. Gisting fyrir tvo á aðeins 2015 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins.

Nánari upplýsingar á www.hotelranga.is/storafmaeli Vinsamlega skráið ykkur á póstlistann okkar og fáið fréttir um spennandi tilboð og viðburði.

í góðum úlpum, mörg með loðhúfur og í gönguskóm. Greinilegt að það hafði verið sett sem skilyrði áður en ferðalagið hófst í Englandi. Þetta er til mikillar fyrirmyndar, og það gæti margir ferðamenn sem koma til landsins um þessar mundir tekið sér til fyrirmyndar.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

Steinsholt sf. er teikni­ stofa á Hellu sem sinnir fyrst og fremst verk­efnum á sviði skipulags­mála Teiknistofan Steinsholt sf. á Hellu sinnir einkum verkefnum á sviði stefnumörkunar og skipulags, einkum aðal- og deiliskipulags. Einnig sinnir stofan mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, kortagerð, landskiptum o.fl. Verkefni stofunnar eru um land allt en flest á Suðurlandi og unnin fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félaga­samtök og einstaklinga. Þannig hafa starfsmenn Steinsholts unnið aðalskipulag fyrir allmörg sveitarfélög á Suðurlandi en einnig á öðrum landsvæðum. Deiliskipulagsverkefni hafa verið fjöl­­mörg, m.a. vind­­rafstöðvar í Þykkva­­bæ, þjónustu­svæði ferða­ manna í Eldgjá og við Langasjó, miðbæjarsvæði og atvinnusvæði á Hellu og hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir á Höfn í Hornafirði. Einnig skipulag skálasvæða í Veiðivötnum í Landmannahelli og Þórsmörk, ásamt fjölmörgum sumarhúsasvæðum, einkum á Suður- og Vesturlandi. ,,Við höfum unnið deili­ skipu­lag fyrir nokkrar virkjanir Landsvirkjunar og einnig vinn­um

24 Gíslason landslagsarkitekt, eigandi og framkvæmdastjóri Steinsholts. Steinsholt hefur einnig komið að land­mótunarverkefnum, s.s. hönn­un á frágangi vegar frá Þeysta­reykja­virkjun að Húsa­vík og frá­gang og land­m ótun rask­aðra svæða sem tengjast nýjum smá­virkjunum á vatna­sviði Blöndu. Steins­holt hefur einnig komið að skipulagi útivistarsvæða og korta­gerð tengdri henni, s.s. stíg á Eldfell í Vest­manna­eyjum,

Myndtxt1: Þau starfa á teiknistofunni Steinsholti, f.v.: Gísli Gíslason landslagsarkitekt, Eyrún Margrét Stefánsdóttir arkitekt, Ingibjörg Sveinsdóttir landfræðingur og Ásgeir Jónsson landfræðingur. Þetta fólk býr í þremur sveitarfélögum, Rangárþingi ytra, Ásahreppi og Bláskógabyggð.

við fyrir Landsnet að mati á umhverfisáhrifum Sprengi­sands­ línu. Þetta er mjög stórt verk­efni sem

við vinnum í sam­starfi við verk­ fræðistofuna Eflu en verkefninu er stýrt héðan frá Hellu,“segir Gísli

ásamt ramma­skipulagi fyrir SAGA jarðvang í Borgarfirði.

Vaxandi skilningur sveitarstjórna á vandaðri skipulagsvinnu

Gísli segir að sveitarstjórnir séu almennt meðvitaðar um mikilvægi vandaðs skipulags og að skipulag verði í vaxandi mæli að taka mið af umhverfisaðstæðum á hverjum stað. „Í gangi er vinna við endur­ skoðun aðalskipulags fyrir Hrunamannahrepp og Blá­skóga­ byggð og einnig höfum við undan­ farið verið að vinna að skipu­ lagsmálum fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Í Blá­skógabyggð eru stórar sumar­húsabyggðir og nokkur fjölsóttustu ferðamannasvæði landsins, s.s. Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Skálholt. Nú erum við að vinna deiliskipulag fyrir hesthúsabyggð á Gaddstaðaflötum á Hellu og er gert ráð fyrir að hesthúsin verði í góðum tengslum við reiðhöllina og aðra aðstöðu sem hefur verið nýtt á landsmótum hestamanna. Svæðið er hugsað fyrir fólk sem er í hestamennsku og býr í sveitarfélaginu, en svæðið er einnig áhugvert fyrir atvinnumenn í hestamennsku. Verkefnin hjá Steinsholti eru því mjög fjölbreytt um þessar mundir,“ segir Gísli Gíslason.

úti­vistar­kort af Holta­manna­afrétti og ramma­skipu­lag fyrir útivist og ferðaþjónustu á Suður­hálend­inu

Bón & bílaþjónusta Bón • Alþrif • Mössun • Djúphreinsun • Dekkjaþjónusta • Smáviðgerðir •

Dekk • Bílaperur • Þurrkublöð • Rafgeymar •

BÓNSTÖÐIN HVOLSVELLI Ormsvelli 6, 860 Hvolsvelli - Sími 553 7109 Netfang: bonhvol@gmail.com


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

25

,,Upplifun aldarinnar að vera fastur inni á hóteli á Íslandi í brjáluðu veðri og vera síðan fylgt út“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, aðstoðarhótelstjóri Hótels Selfoss

Hótel Selfoss.

Hótel Selfoss býður uppá glæsi­­leg her­bergi, 99 talsins, og hægt er að velja um stan­dard, standard superior, delux og svítu. Her­bergin eru með gervi­hnatta­ sjónvarpi, háhraða tölvutengingu, síma, smábar, hárþurrku og öryggis­hólfi. Hægt er að fá sent upp á her­bergi strau­járn og strau­ bretti auk þess sem boðið er upp á almennar herbergisþjónustu fyrir gesti Hótel Selfoss.

að aðstöðu og gistingu fyrir árshátíðir eru oft með stærri hópa en komast hér fyrir með góðu móti. Við gerum okkur vonir um að framkvæmdir við stækkunina geti hafist næsta haust og taki stuttan tíma þar sem allur lagnir, og fleira eru tilbúnar fyrir þessa stækkun enda er hótelið teiknað sem fimm hæða. Hótelgestir verða því truflaðir í eins stuttan tíma og nokkurs kostur er vegna

400 manns á ráðstefnu. Hér hefur verið fullbókað í gistingu í sumar síðan fyrir jól, og það eru fyrst og fremst erlendir ferðamenn í hópferðum þó Íslendingar sjáist hér einnig, en í minna mæli. Um helgar á þessum árstíma fyllist hótelið oft af árshátíðargestum og þannig var einnig fyrir síðustu jól og þá sá Laddi um að halda uppi fjörinu og það fór enginn dapur frá þeirri kvöldstund. Heimamenn koma hingað einnig, borða góðan mat eða mæta á Gullbarinn til að horfa á leiki í ensku knattspyrnunni.“

Nýr menningarsalur Sveitarfélagið Árborg hefur keypt þann hluta af hótelinu sem var hugasaður sem menningar­ salur, og hyggst koma honum í notkun með tíð og tíma. Hvað er langt í það að sá salur komist í notkun?

Jónas Yngi Ásgrímsson aðstoðarhótelstjóri.

Hótelið hefur verið byggt í nokkrum áföngum, síðast í kringum árið 2000 en elsti hluti þess er frá árinu 1987. Í dag er verið að skoða möguleika á stækkun hótelsins sem felst í því að byggja eina hæð í viðbót og þar kæmu um 30 herbergi til viðbótar, sem er mjög æskileg stækkun þar sem hótelið er yfirbókað hvað eftir annað auk þess sem nýting á veislu- og fundarsölum mundu þá vera mun betri og hagkvæmari allt árið um kring. ,,Fyrirtæki sem eru að leita

þessara byggingaframkvæmda,“ segir Jónas Yngvi Ásmundsson aðstðarhótelstjóri.

Hefur Hótel Selfoss verið með sérhæfingu með einhverjum hætti í sinni þjónustu?

,,Bæði og. Þetta er venjulegt hótel með góð herbergi, veitingasal og ýmsa aðra aðstöðu fyrir gesti, t.d. SPA, og eins eru hér stórir og góðir ráðstefnusalir sem mikið eru notaðir en hér hefur verið allt að

,,Þarna verður aðstaða til að halda leiksýningar, tónleika eða aðrar menningaruppákomur á hallandi gólfi, en því miður hefur þessi salur aldrei komist lengra en að vera tilbúinn undir tréverk. Nemendur Fjölbrautaskólans á Selfossi hafa notað hann einstaka sinnum fyrir uppákomur en hann er kaldur. Sveitarfélaginu hefur verið gefnir stólar í salinn og ég vona að það líði ekki á löngu þar til þarna verði hægt að bjóða upp á menningarviðburði án þess að fólk þurfi að sitja í salnum kappklætt. Í salnum verður hægt að taka á móti leiksýingum Þjóðleikhússins þegar það fer í leikferð um landið og þarna ætti Sinfóníuhljómsveit Íslands að geta flutt sína tónlist fyrir Sunnlendinga og gesti þeirra.“

Gestir Hótels Selfoss njóta þess iðulega að horfa út yfir Ölfusá, fjöll og firndindi ogdást að íslenskri náttú ru.

Útlendingar njóta brjálaðs veðurs hérlendis Ný hótel hafa verið að rísa á Suðurlandi og mörg þeirra eldri hafa verið að auka sína þjónustu með fjölgun gistiherbergja. Er einhver hætta á því að það sé verið að ofgera í þessum efnum á Suðurlandi? ,,Ég tel það fjarri lagi. Við erum nálægt 100% nýtingu nú í marsmánuði og það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar á þessum árstíma. Í marsmánuði 2014 var nýting um 40%. Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið að aukast og Reykjavík og nágrannasveitafélög höfuðborgarinnar geta ekki lengur tekið á móti öllum þessum fjölda ferðamanna. Það hljómar sérkennilega en þessi vondu veður í vetur, jafnvel fárviðri, hafa vakið athygli ferðamanna. Hópur ferðamanna frá Englandi sem fara átti frá okkur á miðvikudegi eftir að hafa gist hérna komst ekki á þeim tíma því brostið var á kolvitlaust veður og allar leiðir til Reykjavíkur að lokast. Fólkið sat við glugga veitingasalarins og horfði á vonda veðrið, og naut

þess, hafði aldrei upplifað annað eins. Síðdegis þegar veðrinu slotaði nokkuð var og þá var fólkinu hleypt út í rúturnar í smáhópum. Þessu fólki fannst það vera upplifun aldarinnar að vera fastur inni á hóteli á Íslandi ig brjáluðu veðri og verða síðan fylgt út, fimm manns í einu af björgunarsveitarfólki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að í ferðaþjónustunni að vetri til, við þurfum augljóslega að markaðsetja brjáluð íslensk vetrarveður. Við þurfum hins vegar að taka okkur taki og kenna mörgum erlendum feramanninum betri umgengni um náttúruna. Það gengur ekki að ganga utan við merkta göngustíga, traðka út landið auk þess sem það getur verið hættulegt.“

Verðlag ekki hátt

Þegar Jónas er spurður að því hvort það sé dýrt að gista á Íslandi, svarar hann því neitandi. ,,Við erum á ,,pari“ við hótel og veitingastaði á hinum Norðurlöndunum og Englandi og lítill verðmunur er á verðlagningunni hér og í Þýskalandi. Ísland var eitt sinn fremur dýrt land að heimsækja en er það ekki lengur,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson aðstoðarhótelstjóri.


SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 1 . ÁRG. - M ARS 2 0 1 5

26

Ægissíðu 2 - 851 Hella

Kaktus

HB HESTAR Tek hross í þjálfun og tamningu.

Við bjóðum meðal annars upp á: BBQ-rif, Piri-piri kjúkling, djúpsteiktar rækjur með grjónum og súrsætri sósu, fish and chips, lambafille, hrossalund, fisk, súpu og brauð, samlokur, hamborgara, pizzur og margt fleira.

Vegna góðrar sölu vantar hross í umboðssölu og einnig á söluskrá.

Sunnlendingar velkomnir.

TAMNING • ÞJÁLFUN • SALA • KENNSLA

www.hbhestar.is • Sími 864 2118

Get komið á staðinn og tekið video og myndir.

Kaktus, alltaf í leiðinni!

Tek að mér allar gerðir járninga

Austurvegur 22, Selfossi Sími 482 2899

Hallgrímur Birkisson Kirkjubæ á Rangárvöllum

Suðurlandsvegi 1-3 • Hellu Sími 487 5219 / 487 5214

ÚRVALS BRAUÐ & KÖKUR ALLA DAGA

Vélaleiga og efnisflutningar Óskum Rángæingum til hamingju með nýtt fréttablað Riddaragarði | Sími 895 6962


S ÁM UR FÓS TR I - 1. TBL. 1. ÁR G. - M AR S 2015

27

Sólsetur á Rangárvöllum.

Verðlaunakrossgáta Sámur fóstri býður lesendum sínum að ráða verðlaunakrossgátu 1.

2. 3. 4.

verðlaun eru 30.000 kr. í peningum. Til viðbótar fylgir útsýnisferð fyrir 2 upp í vélarhúsið á vindmyllu í Þykkvabæ. Farið er um stiga innan í myllunni upp í vélarhúsið efst. Sérstakur öryggisbúnaður er notaður og farið er í fylgd sérþjálfaðs manns. Þetta er mikil ævintýraferð með miklu útsýni yfir héröðin í kring. Valinn yrði sérstakur góðviðrisdagur til ferðarinnar upp. Þetta er ævintýraferð sem engum gleymist svo glatt sem farið hefur. verðlaun eru 15.000 kr. í peningum. Til viðbótar fylgir útsýnisferð fyrir 2 upp í vélarhúsið á vindmyllu, sbr. 1. verðlaun. verðlaun eru 5.000 kr. í peningum ásamt klifurferð upp í vindmyllu fyrir 1. verðlaun er klifurferð upp í vindmyllu fyrir 2.

5-10. verðlaun er klifurferð upp í vindmyllu fyrir 1. Athugið að vinningshöfum krossgátu er heimilt að framselja klifurrétt sinn til fjölskylduvinar ef hann eða hún skyldi ekki hafa löngun til ferðarinnar. Meðfylgjandi er svarseðill þar sem svarandi gefur upp nafn sitt kennitölu og heimili. Ekki verður amast við ljósritum af svarseðlinum ef fleiri en einn fjölskyldumðlimur vill taka þátt í útdrætti vinninga. Svarseðilinn skal setja frímerktan í póst og merkja:

- SVARSEÐILL -

SÁMUR FÓSTRI Bt. HALLSTEINN ehf. BÆJARLIND 4 201 KÓPAVOGUR Dregið verður úr réttum lausnum. Þeir sem hafa sterka þrá til að fá að fara klifurferð í vindmyllu en hljóta ekki vinnning skulu merkja við þar til gerðan valmöguleika á svarseðlinum. Þá verður að greiða 5.000 kr. gjald fyrir kostnað vegna fylgdarmannsins en það er óhætt að lofa því að ferðin er hverrar krónu virði.

Nafn: Kennitala:

Óska eftir klifurferð í vindmyllu Lausnarorð krossgátu (Lóðrétt orð frá mynd)

Heimilisfang

Hvað finnst þér um að vindmyllulundir rísi á Rangárvöllum?

Póstnúmer


Feit mjólk er mjög góð

Fóðurbætir Fóðurbætir sem sem eykur eykur fitu fitu íí mjólk mjólk FEITUR RÓBÓT 16 OG 20 FEITUR RÓBÓT 16 OG 20 Hægt er að fá fóðurbætirinn bæði Hægt er aðfyrir fá fóðurbætirinn bæði kögglaðan gjafakerfi og kurlaðan kögglaðan fyrir gjafakerfi og kurlaðan fyrir heilfóðursgerð. fyrir heilfóðursgerð. Nýja kjarnfóðrið inniheldur 16% Nýja kjarnfóðrið inniheldur og 20% hráprótein og hentar16% vel og 20% hráprótein og hentar með blautverkuðum rúllum ogvel með blautverkuðum próteinsnauðu heyi. rúllum og próteinsnauðu heyi.

Sendum um Sendum um allt land allt land

Hafðu samband Hafðu samband www.fodur.is www.fodur.is 570 9800 570 9800

Inniheldur m.a. íslenska kalkþörunga Inniheldur m.a. íslenska sem eru náttúrulega ríkirkalkþörunga af ýmsum sem eru náttúrulega ríkir ýmsum steinefnum. Kemur einnigafí veg fyrir steinefnum. Kemur einnig í veg súra vömb mjólkurkúa við miklafyrir súra vömb mjólkurkúa við mikla kjarnfóðursgjöf. kjarnfóðursgjöf.

Nánari upplýsingar veitir: Nánari Erlendurupplýsingar Jóhannssonveitir: fóðurfræðingur Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur 570-9800 eða erlendur@fodur.is 570-9800 eða erlendur@fodur.is

Einnig er ríflegt magn af sykurrófum Einnig er ríflegt fitu magn af eykur sykurrófum ásamt sérgerðri sem ásamt sérgerðri fitu sem eykur fitumagnið í mjólk. fitumagnið í mjólk. FB Verslun Selfossi FB Verslun 64a Selfossi Austurvegi Austurvegi 570 9840 64a 570 9840

FB Verslun Hvolsvelli FB Verslun2-4 Hvolsvelli Hlíðarvegi Hlíðarvegi 570 9850 2-4 570 9850

FB Verslun Egilsstöðum FB Verslun11Egilsstöðum Kaupvangi Kaupvangi 570 9860 11 570 9860


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.