Vogar - Blað sjálfstæðismanna í Kópavogi - Mars 2018

Page 1

2

3

Ármann Kr. Ólafsson

Heilsuvernd Heilsugæsla í Urðarhvarfi

Nauðsynlegt að ríkið stækki hjúkrunar­heimilið í Boðaþingi nú þegar!

4

18

Jón Gunnarsson

Brýnt að klára Arnarnesveg vegna öryggis íbúa í efri byggðum Kópavogs

BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA Í KÓPAVOGI

Myndlistaskóli Kópavogs fagnar 30 ára afmæli

1. tbl. 68. árg.

Mars 2018

Kópavogur verður stöðugt umhverfisvænni

Það er gott að búa í Kópavogi, félagsleg þjónusta með því besta sem gerist og byggingalóðir eru alltaf til úthlutunar fyrir þá sem vilja byggja. Unnið er markvisst að því að gera bæinn

stöðugt umhverfisvænni og göngustígum fjölgar. Svo er bærinn fallega skipulagður eins og glögglega má sjá m.a. þegar horft er úr Salahverfinu til vesturs út á Kársnesið.

PÁSKAEGGJALEIT SJÁLFSTÆÐISFÉLAGSINS Í KÓPAVOGI FER FRAM ÞANN 24. MARS.


2

- MARS 2018

frá 1950

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára Sími: 554 6410. Netfang: xdkop@xdkop.is Ábyrgðarmenn: Ragnheiður S. Dagsdóttir, Geir A.Guðsteinsson Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 13.000 eintök

Dreift á öll heimili í Kópavogi.

Sjálfstæðismenn horfa til framtíðar Nú þegar undirbúningur er hafinn að næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi leggur Sjálfstæðisflokkurinn verk sín síðastliðin fjögur ár í dóm kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi á að baki tæplega sjötíu ára sögu í bæjarmálum og geta bæjarbúar kynnt sé þessa sögu m.a. með því að lesa VOGA, blað flokksins en blaðið hefur verið gefið út í Kópavogi og fjallað um bæjar- og landsmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var árið 1970 sem flokkurinn tók fyrst þátt í meirihlutasamstarfi í Kópavogi og þá hófst mikil uppbygging í bænum. Á árunum 1978-1990 voru vinstrimenn í Kópavogi í meirihlutasamstarfi, en frá 1990 hefur Sjálfstæðisflokkurinn að mestu stýrt meirihlutasamstarfi í Kópavogi. Kópavogur er í dag eitt öflugasta sveitarfélag landsins og annað stærsta sveitarfélagið í landinu. Í Kópavogi er gott að búa, öll þjónusta ein sú besta hér á landi og eru flestir íbúar bæjarins ánægðir með stöðu sveitarfélagsins, ekki síst félagslega og fjármálalega. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt á það áherslu að tryggja bæjarbúum góða þjónustu, öfluga grunnskóla og leikskóla og öfluga íþróttastarfsemi. Kópavogur var eitt fyrsta sveitarfélagið til að hefja almenna þjónustu fyrir eldri borgara og í dag eru reknar þrjár félagsmiðstöðvar af Kópavogsbæ auk dagvistar fyrir aldraða í Boðaþingi, Sunnuhlíð og í Roðasölum. Íþróttahreyfingin er sterk í Kópavogi og öll aðstað til íþróttaiðkana er mjög góð sem skiptir miklu mál fyrir æskufólkið í bænum. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna 26. maí nk. er skipaður reyndum og öflugum frambjóðendum í efstu sætum listans, en að auki kraftmiklu ungu fólki sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að Kópavogur haldi áfram að vaxa og dafna. Nánari kynning er á öllum frambjóðendum hér í þessu blaði. Í bæjarstjórnarkosningunum 2014 lagði Sjálfstæðisflokkurinn höfuðáherslu á að Kópavogsbær myndi greiða niður skuldir og tryggt yrði að skuldir bæjarins yrðu komnar undir þau mörk sem eftirlitsnefnd Sambands sveitarfélaga með sveitarfélögum setti. Þessu markmiði hefur verið náð, en að auki hefur fjölmörgum góðum málum verið komið í framkvæmd, bæjarbúum til heilla. Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er góð og því mögulegt að halda áfram uppbyggingu í bænum og tryggja hér góð búsetuskilyrði til frambúðar. Staða grunn- og leikskólamála í Kópavogi er með því besta sem þekkist hér á landi og á þessu kjörtímabili var ákveðið að láta nemendur hafa spjaldtölvur til að bæta námsskilyrði í öllum grunnskólum bæjarins og auka gæðin. Í Kópavogi hefur framboð leikskólaplássa verið með því besta sem sem þekkist hérlendis. Sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa verið kjölfestan í bæjarmálum og vilja áfram vera í þeirri stöðu og axla ábyrgðina. Tryggja verður bæjarbúum trausta og sterka pólitíska forustu á grunni sjálfstæðisstefnunnar, en slík forusta hefur á undanförnum árum verið kjölfestan í bæjarmálum Kópavogs.

Heilsuvernd Heilsugæsla í Urðarhvarfi

Heilsvernd Heilsugæsla hóf starf­ semi á síðasta ári að Urðar­hvarfi 14 í Kópavogi. Þar starfa sex læknar í dag, þeir Teitur Guðmundsson sem er jafn­framt framkvæmda­ stjóri heilsu­gæslunnar, Kjartan H. Lofts­son heilsugæslulæknir, Tor­bjorn Ander­sen heimilis­læknir, Sturla B. Johnsen heimilis­læknir, Gísli Ólafsson heimilis­læknir og Eyjólfur Guðmundsson heimilis­ læknir. Stöðin er skilgreind sem átta lækna stöð og munu bætast við læknar eftir því sem skjólstæðinga­ fjöldinn vex. Heilsu­gæslan veitir alla al­menna þjón­ustu líkt og aðrar slíkar með ungbarna og mæðra­ vernd, mót­töku hjúkrunar­fræðinga og lækna auk þess að vera með

,,Þetta er einkarekin stöð en samkvæmt útboðinu gat heilsu­ gæslustöðin verið hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Við völdum þetta svæði, en upphaflega vorum við að horfa á aðra staðsetningu hér í nágrenninu og vera þá einnig með öldrunar­þjónustu og endurhæfingu aldraðra. Markmiðið var að sinna sérstaklega þeim sem sitja fastir í kerfinu eins og t.d á Landspítala og víðar og fá ekki pláss á hjúkrunar­ heimili. En brýn þörf er á slíku úrræði. Því miður náðust ekki samningar við ríkisvaldið um það. Heilsugæslur voru áður bundnar við póstnúmer að mestu, en í dag er orðin breyting þar á. Enn er farið eftir svokallaðri staðfangaskrá og

Urðarhvarf 14 býður upp á gott aðgengi fyrir þá sem þangað sækja.

vaktþjónustu alla virka daga milli 16-18. Stefna Heilsuverndar er að veita faglega þjónustu sem er löguð að þörfum viðskipta­vinar­ins og að hafa jákvæð áhrif á lífs­gæði fólks. Mikil áhersla er lögð á forvarnir og heilsu­eflingu allra aldurs­hópa auk fræðslu og heilsu­gæslu­þjónustu aldraðra. Teitur Guðmundsson segir að Sjúkra­tryggingar Íslands hafi farið í út­boð vegna reksturs heilsu­ gæslu­stöðva árið 2016 og í kjölfar þess var gerður samningur um slíka þjónustu. Teitur segir starfs­ aðstöðuna framúr­skarandi og starfs­ liðið allt mjög ánægt með hana, útsýnið frábært sem skapar ánægju og vellíðan.

þegar fólk sest að á svæðinu skráist það sjálfkrafa á heilsugæsluna miðlægt, en einstaklingum sem eru skráðir annars staðar er frjálst að færa sig. Þetta er algjör bylting því sjúklingurinn stýrir sjálfur ferlinu og er ekki fastur. Hann hefur í dag val og getur skráð sig á hvaða stöð sem er annað hvort í gegnum vefgátt sjúkratrygginga á www. sjukra.is eða með því að koma á stöðina og skrá sig. Það eru fjölmargir skráðir hér sem ekki eiga heimili í Kópavogi, og það fer vaxandi. Heilsugæsla er auðvitað hugsuð sem nærþjónusta og okkar staðfangaskrá er hugsuð m.a. fyrir Norðlingaholt og efri byggðir Kópavogs en einnig þjónum

Teitur Guðmundsson læknir. Útsýnið er alveg frábært.

við að einhverju leiti efri hluta Breiðholts og Árbæjar, en það eru allir velkomnir.“ - Fer það vaxandi að Íslendingar leiti til heilsugæslustöðva þegar heilsufarið er ekki sem allra best? ,,Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðis­ kerfinu, um það eru allir sammála. Heilsugæslan hefur hins vegar verið í ákveðinni varnarbaráttu undanfarin ár sem búið er að snúa við. Við sjáum það m.a. í auknum fjölda koma á þær, í fjölda skráðra einstaklinga á öllu höfuðborgar­ svæðinu, fækkun koma á Lækna­ vakt og almennt mun betra aðgengis en áður var og er skýringin líklega breytt fjármögnunar­líkan. Nú fá heilsu­gæslu­stöðvar greitt t.d. vegna gæðaviðmiða sem voru sett, aðgengi skiptir meira máli en áður á föstum fjárlögum og svo framvegis. Greiðslufyrirkomulag hvort sem heilsugæslan er einkarekin eða opinber er með sama hætti fyrir sjúklinga, þjónustuþættir þeir sömu í grunninn en það sem hefur breyst er samkeppnin um sjúklinginn og að þjónusta hann sem best.“ - Fá allir heimilislækni sem þess æskja? ,,Það ætti að vera þannig, hér gerum við ráð fyrir því. Það er unnið markvisst að því að hver og einn sé skráður á sinn lækni og enn höfum við pláss fyrir skjólstæðinga sem vilja hafa sinn lækni en ekki bara vera skráðir almennt. Það eru margir heimilislæknar í kerfinu að fara á eftirlaun á næstu árum, en að sama skapi er fjölgun í sérnámi sem er gott og vonandi dekkar þörfina. Það ætti hver og einn að hafa sinn heimilislækni og geta hitt hann þegar þörf er á, stundum er þó einhver bið og þá er alltaf opið á vaktþjónustu. Megin markmið með nýju uppleggi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og hluti af gæðaviðmiðum er að sjúklingar geti leitað á sína stöð og fengið þar úrlausn sinna mála innan eðlilegs tíma,“ segir Teitur Guðmundsson.

ALLAR TEGUNDIR AF GLUGGUM OG HURÐUM 571 0888 | GLUGGAVINIR.IS


3

- MARS 2018

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

,,Það var haustið 2016, nánar til tekið þann 16. september, að skrifað var undir, með pompi og prakt, samkomulag Velferðarráðuneytisins og Kópavogsbæjar um byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing. Í samkomulaginu kemur fram að þessir aðilar ætli að standa saman að uppbyggingunni þar sem byggð yrði ný álma við hjúkrunarheimilið með 64 rýmum, sem yrði þá viðbót við þau 44 rými sem nú þegar eru til staðar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. ,,Ekki vantaði að mikill hugur var í öllum með að hefja framkvæmdir sem allra fyrst enda er tekið fram í samkomulaginu að miða skuli við að verklegar framkvæmdir hefjist nokkrum mánuðum síðar eða á fyrsta ársfjórðungi 2017. Þetta hefði þýtt að heimilið hefði verið tekið í notkun á síðari hluta þessa árs. Staðan er því miður sú, þegar komið er fram í mars árið 2018, að nákvæmlega ekkert hefur gerst. Í bréfi sem ég ritaði heilbrigðisráðherra síðastliðið haust lýsti ég yfir fyrir hönd bæjarins þungum áhyggjum á stöðu mála og miklum vonbrigðum með að ekkert miðaðist í að mæta þeirri brýnu þörf sem er á hjúkrunarrýmum í Kópavogi. Óskað var eftir því að að ráðuneytið leitaði allra mögulegra leiða til þess að leysa

Nauðsynlegt að ríkið stækki hjúkrunar­heimilið í Boðaþingi nú þegar! úr þeim málum sem standa í vegi fyrir því að verkinu miði áfram. Staðreyndin er sú að samkvæmt nýjum kröfum ráðuneytisins þá kemst fólk ekki á biðlista nema það sé orðið mjög veikt.“ Bæjarstjóri segir að sé aðeins litið til Kópavogsbúa þá bíði yfir 30 aldraðir, með samþykkt færni- og heilsumat, eftir hjúkrunarheimili. Þeir einstaklingar sem fengið hafa slíkt mat hafa látið reyna á öll önnur úrræði. ,,Málefni aldraðra og rekstur

hjúkrunarheimila eru á hendi ríkisins. Þegar ríkið getur ekki komið til móts við aldraða, þegar mat liggur fyrir, færast lögbundin verkefni ríkisins að verulegu leiti yfir á herðar Kópavogsbæjar. Slík verkefni eiga ekki heima þar og af þeim sökum var óskað eftir skjótum viðbrögðum við þeim vanda sem ríkið stendur frammi fyrir. Skjótasta leiðin til að brúa bilið felst í því að dagrýmum fyrir aldraða verði fjölgað nú þegar í bænum.“

Við hlið hjúkrunarheimilisins rekur Kópavogsbær þjónustumiðstöð með miklum sóma, enda er hún vel sótt af eldri borgurum..

Alvarleg staða

Á fundi með heilbrigðisráðherra í síðasta mánuði gerði bæjarstjóri honum grein fyrir þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin. ,,Um leið og ég skýrði honum frá því að bærinn hefði fengið samþykki fyrir því hjá rekstraraðilum hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar að þeir bæti við sig 20 – 30 einstaklingum í dagvistun um leið og fjármögnun frá heilbrigðisráðuneytinu liggur fyrir. Því miður hafa enn sem komið er engin svör borist frá heilbrigðisráðuneytinu við þessari ósk bæjarins.

Núverandi hjúkrunarheimili við Boðaþing.

Ef staða aldraðra er sú að ekki er hægt að koma til móts við þarfir þeirra með því að útvega þeim hjúkrunarrými þegar þeir eiga rétt á því, þá verður að grípa til annarra úrræða og því er enginn önnur leið til að brúa bilið þar til úr rætist en að fjölga dagvisturnarrýmum. Það er von mín að nú verði slegið í klárinn svo Kópavogsbúar sjá málið fara á skrið enda ekki seinna vænna. Þær tafir sem orðið hafa á verkefninu hafa valdið mörgum miklum vandræðum og verður ekki lengur unað við þetta aðgerðarleysi.“


4

- MARS 2018

Jón Gunnarsson

Þótt samgöngur í gegnum Kópavog sem og innan hans séu tiltölulega greiðar, þá þekkja íbúar bæjarins það á eigin skinni að það dugar ekki til eitt og sér. Þeir sem sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur eiga almennt séð í talsverðu basli með að komast leiðar sinnar þegar nálgast mörk sveitarfélaganna, því samgöngur í höfuðborginni eru í einu orði sagt óboðlegar hverjum sem er. Er þar fyrst og fremst við borgaryfirvöld að sakast sem hafa látið undir höfuð leggjast að ráðast í – eða eftir atvikum – að samþykkja tillögur Vegagerðarinnar um lífsnauðsynlegar samgöngubætur. Skýrustu dæmi þessa eru gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar þar sem langar biðraðir eru meira og minna á öllum tímum dags. Einnig eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Listabrautar sem og Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar umtalsverður farartálmi. Þessi gatnamót eru öll ljósastýrð og brýnt að bæta þar úr með lagningu mislægra gatnamóta. Vonandi verða viðhorf þeirra borgarfulltrúa sem kosnir verða í vor jákvæðari til þessara verkefna en þeirra sem setið hafa að völdum í Reykjavík umliðin ár.

Arnarnesvegur er öryggismál

En að samgöngumálum í Kópavogi. Eins og við þekkjum hefur Arnarnesvegurinn verið lagður að hluta og er þegar umtalsverð samgöngubót. Það breytir samt ekki því að það er mjög áríðandi að ljúka lagningu vegarins, þ.e. efri hluta hans frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut sem er órofa framhald þess hluta Arnarnesvegarins sem þegar hefur verið lagður. Það er ekki aðeins nauðsynlegt til að greiða fyrir samgöngum og flýta för fólks um þennan hluta Kópavogs. Það er ekki síður mikilvægt að ljúka lagningu Arnarnesvegar með tilliti til öryggis íbúa í efri byggðum Kópsvogs, þ.e. í Kóra-, Sala- og Hvarfahverfum. Síðustu misseri hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins leitað að ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýja slökkvistöð. Ástæðan er sú að slökkvistöðin við Tunguháls er á óheppilegum stað með

Brýnt að klára Arnarnesveg vegna öryggis íbúa í efri byggðum Kópavogs - segir Jón Gunnarsson alþingismaður tilliti til þess viðbragðstíma sem áskilinn er, en miðað er við að sá tími sé hálf áttunda mínúta. Skammur viðbragðstími er eitt af lykilatriðum í þjónustu slökkviliðsins, bæði hvað varðar slökkvistarf og sjúkraflutninga, enda oft um líf fólks að tefla. Staðsetning Tunguhálsstöðvarinnar er óheppileg í þessu samhengi, og þá sérstaklega með tilliti til ákveðinna hluta Grafarvogs og austari hverfa Kópavogs.

Slökkvistöð í Kórahverfi kemur ekki til álita án Arnarnesvegar

Nýleg greining á ákjósanlegri staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar leiddi í ljós að best væri að ný stöð yrði staðsett við stofnbraut einhvers staðar á svæðinu við Mjódd, eða við Breiðholtsbraut frá Mjódd að Jaðarseli. Þá voru skoðaðir staðsetningarkostir við Tónahvarf og Kóra í Kópavogi sem tæpast eru taldir koma til greina vegna akstursfjarlægðar frá Grafarvogi. Á móti kemur þó að Grafarvogurinn er á mörkum þjónustusvæða tveggja annarra slökkvistöðva og því gæti þar tvöfaldur liðsstyrkur í fyrsta viðbragði komið til móts við þær sekúndur sem bætast við aksturstímann. Án fullgerðs Arnarnesvegar kemur slökkvistöð

í Kórahverfi ekki til álita, þar sem án vegarins næði slökkvistöð í Kórum ekki að þjónusta öll hverfi Kópavogs innan áskilins viðbragðstíma. Í áðurnefndri greiningu á heppilegri staðsetningu var litið til núverandi gatnakerfis, að viðbættri tengingu á Arnarnesvegi frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Viðbragðstími var jafnframt skoðaður án Arnarnesvegar. Þar kom glögglega í ljós hversu miklu máli þessi óbyggði kafli Arnarnesvegarins myndi skipta fyrir viðbragðstíma slökkviliðs og sjúkrabíla. Nú þarf að aka stóran krók frá Breiðholtsbraut yfir í ákveðin hverfi Kópavogs, en tenging á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar með Arnarnesvegi myndi stytta viðbragðstímann talsvert. Sé litið til þessara öryggisþátta kemur berlega í ljós að án Arnarnesvegar er gjá milli Reykjavíkur og Kópavogs sem er mikilvægt að brúa vegna öryggissjónarmiða. Áætlaður kostnaður við að fullgera Arnarnesveg er um 700 milljónir og þingmenn kjördæmisins eiga fortakslaust að beita sér fyrir því að hafist verði handa sem allra fyrst. Ég mun beita mér af alefli í þágu þessa máls, enda óásættanlegt fyrir íbúa á þessu svæði að búa við skert öryggi í þessu tilliti.

Rekstur sveitar­ félaganna í Kraganum í góðu horfi

Það er engum blöðum um það að fletta að rekstur Kópavogs hefur gengið vel á undanförnum árum. Mikil uppbygging íbúðarog atvinnuhúsnæðis og stöðug fólksfjölgun hefur haldist í hendur við aukna áherslu á þjónustu bæjarins við íbúa, sem og uppbyggingu skóla og leikskóla, auk annarra nauðsynlegra innviða til að bættrar þjónustu. Það er hægt að segja svipað eða það sama um önnur sveitarfélög í Suðvesturkjördæmi – Kraganum sem við köllum svo. Og þótt talsvert sé ógert í samgöngumálum í þessu kjördæmi, þá verður ekki um forystufólk þessara sveitarfélaga sagt, að það hafi beinlínis lagst gegn samgöngubótum og uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja eins og kollegar þeirra í Reykjavík hafa gerst sekir um. Þvert á móti er ástæða til að hrósa sveitarstjórnarmönnum í kjördæminu fyrir einurð, enda hafa þeir verið óþreytandi við að krefjast úrbóta í samgöngumálum – sem og öðrum hagsmunamálum kjördæmisins. Það blasir einnig við að rekstur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að meirihluta í bæjarstjórn – eða

er með hreinan meirihluta, er í góðu horfi. Samt sem áður eru þar ekki allir skattstofnar fullnýttir og á sama tíma einbeita yfirvöld sér að því að þjónusta íbúana. Það sama er því miður ekki hægt að segja um nágrannasveitarfélag okkar, Reykjavík – sjálfa höfuðborg lands­ins, þar sem allir skattstofnar eru nýttir upp í topp, um leið og reksturinn er látinn reka á reiðanum og fjármunum varið í alls­kyns gæluverkefni sem sum hver eru reyndar til þess fallin að torvelda umferð og tefja för fólks. Með einföldum samanburði á því hvernig að málum er staðið í sveitar­ félögum í Kraganum saman­borið við Reykjavík, ætti að vera vanda­ laust fyrir kjósendur í komandi sveitar­stjórnar­kosningum að gera upp hug sinn varðandi það hvaða stjórn­mála­flokki er best treystandi til þess að sinna skyldum sínum gagnvart íbúunum. Það getur vart talist tilviljun að staðan sé með jafn miklum ágætum og raun ber vitni í þeim sveitar­félögum þar sem kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda um stjórnartaumana, ýmis einir eða í meiri­hlutasamstarfi. Ég heyrði þeim gamanmálum fleygt fyrir skömmu, að þótt Róm hafi ekki verið byggð á einum degi, þá hafi bara þurft einn Dag til að rústa Reykjavík. Það eru orð að sönnu.


Lundur 7-13 www.bygg.is

Fossvogsdalnum í Kópavogi

Síðustu nýju íbúðirnar í fjölbýli í Lundinum

NÝTT Í SÖLU

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegum álklæddum fjölbýlishúsum í Lundi 7-13 í Kópavogi. Íbúðirnar eru 101,9-196,8 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum. Lundur er án vafa ein glæsilegasta staðsetning íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu enda skapa Fossvogurinn, Öskjuhlíðin og rómaðar gönguleiðir gott jafnvægi milli byggðar og náttúru. Hverfið er skipulagt með sex kjörnum og milli þeirra verða stór græn svæði. Stutt er í margvíslega þjónustu, afþreyingu og menningu, s.s. Smáralind, Kringluna, Salinn og Gerðasafn.

ENNEMM / SIA / NM83935

REYNSLA FAGMENNSKA METNAÐUR

S teikkoðið á byningar gg.i s

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA

Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

EHF

Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31

Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 34 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.


6

- MARS 2018

Hefur gegnt stöðu bæjarstjóra frá árinu 2012 Ármann Kr. Ólafsson.

1. sæti Ármann Kr. Ólafsson,bæjarstjóri Kópa­ vogs, er stjórnmála­fræðingur að mennt. Eiginkona hans er Hulda Guðrún Pálsdóttir klæðskera­meistari og kennari við Kársnes­ skóla. Börn þeirra eru Hermann Ármannsson og Halla Lilja Ármannsdóttir. Ármann er fæddur á Akureyri en bjó um skeið á sínum yngri árum að Þverá í Öxnadal og á Patreksfirði. Ármann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og tók virkan þátt í félagslífi skólans, var meðal annars ritstjóri skólablaðs M.A. Áður en Ármann

hóf nám í M.A. lauk hann grunndeild rafiðna við Iðnskólann á Akureyri. Ármann er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands, en hluti af háskólanáminu var markaðsfræði sem hann nam við University of West Florida. Samhliða háskólanáminu lauk Ármann einkaflugmannsprófi en áður hafði hann fengið réttindi til að fljúga svifflugu. Að loknu námi stofnaði Ármann auglýsingastofuna ENNEMM ehf. og var framkvæmdastjóri hennar. Ármann gegndi starfi aðstoðarmanns ráðherra í þremur ráðuneytum. Fyrst í

samgönguráðuneytinu árið 1995 þá í sjávarútvegsráðuneytinu árið 1999 og loks í fjármála­ ráðuneytinu á árunum 2005 - 2006. Sam­hliða þessum störfum sat hann í fjöl­ mörgum nefndum tengdum lands- og sveita­ stjórnarmálum. Ármann sat í stjórn og framkvæmdastjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna á sínum yngri árum. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi frá árinu 1998 og gegnt stöðu forseta bæjarstjórnar, átt setu í bæjarráði,

verið formaður skipulagsnefndar, félags­ mála­ráðs og skólanefndar Kópavogs. Ármann gegndi stjórnar­formennsku í Strætó 2006 – 2008 og hefur gegnt stöðu bæjarstjóra frá 14. febrúar 2012 og verið formaður SSH frá 2016. Ármann Kr. Ólafsson skipar 1. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Enginn launamismunur kynja hjá Kópavogsbæ

Kópavogur, séður til austurs í átt að Vífilfelli.

Launamunur kynja hjá Kópa­vogs­bæ er enginn þegar bornir eru saman einstaklingar í sam­bærilegum störfum, á sama aldri, með sömu starfs­ reynslu og færni. Þetta kemur fram í nýrri launarannsókn sem Rannsókna­m iðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann fyrir Kópavogsbæ og kynnt var á fundi jafnréttis- og mannréttindaráðs. Rannsóknin var unnin upp úr launabókhaldi Kópavogsbæjar á mánaðartímabili, unnið var með launagögn allra starfsmanna í yfir 40% starfshlutfalli, alls 1.891 starfsmanna sem eru 80% allra starfsmanna Kópavogsbæjar. Niður­staðan er sú að þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifa­þáttum á laun; aldri, starfsaldri, menntun, sviði og vinnu­tíma er ekki mark­ tækur munur á launum kynja. Síðast þegar sambærileg rannsókn var gerð var kynbundinn launamunur 3,25% körlum í vil. Kópavogsbær hefur unnið markvisst að því að útrýma launamun milli karla og kvenna og er það skýr stefna að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sambærileg störf. Konur eru í miklum meirihluta starfs­m anna Kópavogsbæjar, eða um 80%. Kynin dreifast ekki jafnt, hvorki eftir sviðum né starfi. Hlutfallslega fleiri karlar hjá Kópavogsbæ vinna í tekjuhæstu starfsgreinunum og karlar vinna að meðaltali fleiri yfirvinnutíma en konur sem hefur áhrif á heildarlaun þeirra. Meðallaun karla eru 18% hærri en meðallaun kvenna, áður en tekið er tillit til áhrifaþátta. Framkvæmd könnunar á launum starfsmanna er liður í framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mann­réttindamálum.


7

- MARS 2018

Gefandi og skemmtilegt að taka þátt í fjölmörgum verkefnum í bæjarfélaginu Margrét Friðriksdóttir.

2. sæti Það er með mikilli ánægju sem ég tek 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum 26. maí n.k. enda hef ég verið forseti bæjarstjórnar Kópavogs yfirstandandi kjörtímabil frá júní 2014 og einnig formaður Menntaráðs Kópavogs. Þetta hefur verið afar gefandi og skemmtilegt og einstakt tækifæri að taka þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem í gangi eru í bæjarfélaginu. Ég er annars fædd og uppalin á Sauðár­ króki og er Skagfirðingur í húð og hár þó ég hafi nú starfað og búið í Kópavogi í þrjá áratugi. Á Króknum var gott að alast upp við leik og störf og þar lauk ég lands­prófi frá Gagnfræða­skóla Sauðárkróks 1973. Eftir það lá leiðin í Verslunar­skóla

Íslands en þaðan lauk ég stúdentsprófi 1977. BA-prófi frá Háskóla Íslands í íslensku og uppeldisfræði 1983, uppeldis og kennslufræði frá HÍ sama ár, þá var ég í námi fyrir stjórnendur 1990-1991 samhliða starfi og tók MA-próf frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum 2005. Starfsferilinn að loknu stúdents­prófi hófst á Rannsóknarstofnun byggingar­iðnaðarins á Keldnaholti 1977-1982 en þá réð ég mig til kennslu við Mennta­skólann í Kópavogi 1982-1987. Þá tók ég við starfi aðstoðar­ skólameistara og frá 1993 hef ég verið skólameistari MK. Ég hef setið í stjórn Brunabóta­félags Íslands, frá 2015, í stjórn Iðnmenntar, sjálfs­e ignar­­stofnunar Iðnmennta­s kóla,

frá 2013. Þá sat ég í stjórn Fjölsmiðjunnar frá 2010-2016 og var stjórnarformaður Fjöl­ smiðjunnar frá 2012-2016. Ég tók þátt í stofnun rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi árið 2000 og var forseti klúbbsins starfsárið 2003-2004. Mér hlotnaðist sá heiður að verða önnur konan til að gegna hlutverki umdæmisstjóra Íslenska rótarýumdæmisins sem er landsforsetahlutverk hreyfingar­innar. Ég var í framhaldi af því sæmd Paul Harrisorðu Rótarý í júní 2011. Ég sat í stjórn Skóla­meistara­félags Íslands 1989-1999 og aftur 2009-2013 og var formaður 19951999, fulltrúi félagsins í alþjóðasamtökum og Evrópusamtökum skólastjórnenda. Þá var ég sæmd riddarakrossi hinnar íslensku

fálkaorðu fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu á Bessastöðum 17. júní 2007. Eiginmaður minn er Eyvindur Albertsson endurskoðandi og einn eigenda KPMG. Við eigum einn son, Bjarna Þór, sem er læknir og er búsettur í Edinborg í Skotlandi ásamt eiginkonu sinni Lindu Björk og fjórum börnum þeirra. Margrét Friðriksdóttir skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Kópavogur er að þróa lýðheilsustefnu Karen Elísabet Halldórsdóttir.

3. sæti Ég á tvær dætur, Júlíu Vilborgu 17 ára, nemanda í Fjölbraut í Garðabæ og Elísu Helgu 12 ára, nemanda í Álfhólsskóla. Með okkur býr og stjórnar hundurinn Þula, sem er dekurrófa og mikill unnandi vínarbrauða. Undanfarin tæplega fjögur ár hef ég í umboði kjósenda Sjálfstæðisflokksins setið í bæjarstjórn Kópavogs. Sem bæjarfulltrúi er ekki nóg að sinna einum málaflokki, það að vera bæjarfulltrúi merkir í mínum huga hins vegar að ég þjóna öllum bæjarbúum og þjónustuþegum bæjarins..

Menning og ferðamál

Í tæplega 6 ár hef ég verið formaður lista og menningarmála í Kópavogi. Við erum meðvituð um að við erum að sýsla með fjármuni bæjarbúa og er það okkur mikilvægt að þeir finni á eigin skinni í hvað skattfénu þeirra er eytt í. Því er sýnileiki

menningarstarfs og hátíða lykilatriði í því að vel takist svo sem flestir njóti þess. Sárlega vantar að huga að ferðamálum innan Kópavogs. Með markvissri stefnu gætum við eflt allar stofnanir og sýnileika þeirra. Innan ferðamálastefnu rúmast í raun allir málaflokkar og þá sérstaklega menning, afþreying og íþróttatengdir viðburðir. Einn erfiðasti málaflokkurinn sem við stöndum frammi fyrir er málefni fatlaðra. Eftir yfirfærslu þessa málflokks frá ríkinu árið 2010 urðu sveitafélögin enn og aftur hlunnfarin í samskiptum sínum við ríkið. Slíkt hið sama mætti segja um yfirfærslu grunnskólanna 1996. Það var ljóst að illa var staðið að þjónustu við þessa einstaklinga hjá ríkinu og við yfirfærsluna var klárlega þjónustan betri, en einnig mun dýrari eins og oft vill verða. Í störfum mínum hjá Jöfnunarsjóði sveitafélaganna verður þetta mér sífellt ljósara eftir því sem lýður tímanum frá yfirfærslu. Það er ekki nóg að vera góður Alþingismaður sem vill öllum vel ef ekki á á fylgja fjármagn til þeirra sem eiga svo að fullnusta þjónustuna.

Áfram verður að huga að velferðarmálum og þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Ég hef setið í velferðarnefnd ásamt barnavernd og gera slíkir málalflokkar mann auðmjúkan í starfi. Neyðin er víða og þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur að koma fólki úr félagslegri neyð og vernda börnin okkar fyrir því sem teljast skaðlegar aðstæður.

Samgöngur

Samgöngur verða að vera í lagi. Ég er vinur einkabílsins og tel hann óhjákvæmilegan ferðamáta framtíðarinnar þó svo að hann geti nú tekið breytingum s.s.með aukinni notkun rafmagnsbíla sem þarf að gera ráð fyrir í skipulagi hverfa. Ég tel samt einnig að bæta þurfi almenningssamgöngur þó svo að „borgarlínuverkefnið“ sé að mínu mati ekki nægilega skýr samnefnari fyrir það sem þarf að gera og að mörgu leyti óheppilegt í framsetningu. Við verðum að huga að þeim sem ekki hafa efni á bíl eða kjósa að eiga hann ekki. Við verðum að gera ráð fyrir því efla almenningsamgöngur, við eigum hins vegar alls ekki útiloka samgöngubætur fyrir einkabílinn á höfuðborgarsvæðinu.

Við verðum að huga að heilsu í öllum aldurshópum. Kópavogur er að þróa lýðheilsustefnu sem markvisst er verið að vinna að. Það má segja að aukning í þann málaflokk sé sparnaður til framtíðar í heilbrigðismálum. Framundan þurfum við að huga vel að andlegri heilsu. Því miður hefur orðið þess vart að andlegri heilsu ungmenna er að hraka í alsnægtarsamfélagi. Kvíða og þunglyngis gætir víða og er þetta að mínu viti verkefni næstu ára. Að njóta augnabliksins, nútvitundarinnar, á það til að hverfa í tækni og samkeppnisheimi internetsins sem hefur í för með sér stöðugt áreiti og samanburð sem erfitt er að keppa við. Framundan er spennandi kosningabarátta sem ég vona að sem flestir taki þátt í með okkur. Því að við viljum að áfram sé ,,Gott að búa í Kópavogi“! Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar 3. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


8

- MARS 2018

Umhverfismál er hags­muna­mál allra í nútímaþjóðfélagi Hjördís Ýr Johnson.

Hjördís Ýr Johnson er fædd árið 1969 og hefur búið í Kópavogi sl. 20 ár. Sambýlismaður hennar er Árni Friðleifsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau 5 börn. Hjördís er með B.A. í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð og starfar sem kynningarstjóri Árvakurs og er þjálfari hjá Dale Carnegie Íslandi. Hjördís hefur átt sæti í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili og segir að væntingar hennar til bættra umhverfismála í Kópavogi hafi nokkuð gengið eftir þessi hartnær fjögur ár sem hún hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs og ýmislegt annað sé að þokast áfram í kerfinu til hagsbóta fyrir Kópavogsbúa. Ég myndi gjarnan vilja vera áfram í umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins

á næsta kjörtímabili ef tækifæri gefst. Undanfarið ár höfum við verið að vinna að samgöngustefnu Kópavogs þar sem farið er yfir allar samgöngur í bænum hvort sem það er gangandi, hjólandi, almenningssamgöngur eða einkabíllinn og allar hliðar skoðaðar m.a. með tilliti til öryggis íbúa. Við vonumst til að kynna þá vinnu áður en kjörtímabilinu lýkur. Áfram langar mig að þróa gönguleiðir barna og ungmenna til að auka öryggi þeirra í umferðinni og efla enn frekar göngustígana í bænum sem allir aldurshópar geta nýtt sér. Sérstakt átak hefur verið gert til að fjölga bekkjum og þá sérstaklega þar sem eldra fólk býr ásamt því að fjölga ruslabiðum sem einfaldar að halda bænum okkar hreinum. Hjólreiðastígarnir í bænum

eru í stöðugri endurskoðun og tengingar þeirra við stígana í nágrannabæjunum eru nú í skoðun, en þar eru tækifæri til að gera betur. Við höfum áhuga á að þróa stígakerfið okkar nánar m.a. með því að bjóða uppá tómstundastíga, þar sem fólk getur hjólað rólega og notið útsýnisins ásamt samgöngustígum sem eru hannaðir sérstaklega með tilliti til þess að komast sem fljótast milli tveggja staða. Nýlega kusu Kópavogsbúar um sínar eigin hugmyndir og áhugamál í samráðsverkefninu ,,Okkar Kópavogur“ en það er verkefni sem að okkar mati hefur tekist einstaklega vel enda metþátttaka í kosningunni. Það er gaman að sjá hversu fjölbreyttar tillögur íbúa eru til að

4. sæti bæta bæjarbraginn og margar þeirra mjög skemmtilegar. Unnið hefur verið að því að bæta og fegra leik- og grunnskólalóðirnar og það er alltaf gaman að vinna að verkefnum sem beinast að því að fegra umhverfið, bæta lífsgæði og aðstöðu íbúanna til útiveru. Því mun ég m.a. beita mér fyrir á næsta kjörtímabili. Hjördís Ýr Johnson skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Skólahúsnæði á að nota miklu meira Guðmundur Gísli Geirdal.

5. sæti

Ég er fæddur í Grímsey árið 1965. Er í dag starfandi bæjarfulltrúi og sjómaður. Kvæntur Lindu Jörundsdóttir og á 5 börn. Byrjaði ungur að vinna til sjós og hef verið með eigin útgerð frá 16 ára aldri. Átti og rak fiskvinnslu í Grímsey ásamt útgerð nokkurra báta, hef einnig átt og rekið fiskbúð. Ég flutti í Kópavog árið 1996 og hef búið þar síðan. Trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru einna helst að ég hef verið á lista flokksinns í þremur síðustu alþingiskosningum og tekið virkan þátt í kosningabaráttu fyrir þær kosningar. Ég sit í miðstjórn og atvinnuveganefnd og gerði það einnig á síðasta kjörtímabili. Störf mín fyrir Kópavogsbæ eru eftirfarandi. Bæjarfulltrúi frá árinu 2014. Sit í skipulagsráði sem varaformaður, sit sem nefnarmaður í velferðarráð og Jafnréttis

og mannréttindaráð. Sit í stjórn Sorpu bs. sem varaformaður og stjórn Metan. Sit sem varamaður í bæjarráði, forsætisnefnd og öldungarráði Í skólamálum tel ég að við séum að gera nokkuð góða hluti, sérstaklega er ég ánægður með að við höfum stigið það skref að innleiða spjaldtölvur í grunnskólana. Varðandi skólahúsnæði þá vil ég sjá byggingarnar notaðar miklu meira, um er að ræða dýrt húsnæði sem er lítið notað. Þetta mætti gera þannig t.d. að listkennslu yrði í mun ríkara mæli hleypt inn í skólana. Skólarnir eiga að mínu mati að vera lifandi félagsmiðstöð hverfanna og eiga að iða af lífi 14 tíma á sólarhring. Gott tækifæri skapast nú þegar verið er að hanna nýjan skóla, þ.e. Kársnesskóla. Velferðarmál eru auðvitað mál sem snerta alla þræði mannlífsins. Mínar áherslur auk þess góða starfs sem unnið er í málaflokknum eru kannski þær helst að ég

vill að bætt verði úr dægradvöl eldri borgara, við vitum að þessháttar dvöl getur gert kraftaverk varðandi heilsu og líðan þessara borgara. Við erum alment að standa okkur vel í velferðarmálum í Kópavogi og ég legg áherslu á að svo verði áfram, mikil áhersla er nú á geðheilbrigðismál og höfum við gert átak í þeim efnum og er það vel. Einnig þarf að gera betur í forvarnarmálum og þar þurfa margir, svo sem ríkið, að koma að. Skipulagsmál eru kannski sá málaflokkur sem ég hef mest hrærst í síðan ég byrjaði í bæjarmálunum og sumu á þeim vetvangi er ég bara býsna stoltur af. Ég tók þátt í að móta aðalskipulag sem er fyrir tímabilið 2012 -2024. Aðalskipulagið tekur á flestöllum þáttum mannlífsinns og gerir kröfu um að allir íbúar hafi aðgang að þjónustu, skólum, útivist sem og að virkja þáttöku almennings til ábyrgðar um þróun byggðar og samfélags. Lífsgæðin í Kópavogsbæ byggjast á því samfélagi sem hér hefur þróast og viðhalda skal þeim gæðum en um leið má ekki

takmarka frelsi komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum. Umhverfismál eru mér mjög hugleikin. Ég ólst upp við mikla nálægð við náttúruna og lærði að umgangast hana af virðingu enda alla tíð haft lífsviðurværi af því sem hafið og landið gefur. Fyrsta ræða mín úr pontu bæjarstjórnarinnar var einmitt andsvar mitt gegn fulltrúa Framsóknarflokksins sem vildi að bærinn færi í stórfellda útrýmingu á farfuglum sem hér hafa viðkomu, til þess eins að viðkomandi gæti haft matvæli í friði á svölum íbúðar sinnar í efri byggðum Kópavogs. Að lokum vil ég segja að ég er mjög metnaðarfullur fyrir hönd Kópavogsbæjar og um leið þakklátur og auðmjúkur fyrir að hafa fengið þetta traust kjósenda fyrir nú nærri 4 árum. Til þjónustu reiðubúinn. Guðmundur Gísli Geirdal skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


9

- MARS 2018

Góður árangur í íþróttum, en blikur á lofti hjá Breiðablik Jón Finnbogason. Mikil umræða hefur farið fram á undan­förnu ári um árangur okkar landsliða í íþróttum þrátt fyrir fámenna þjóð. Margir ólíkir þættir leika örugglega stórt hlutverk þegar metið er hvers vegna árangurinn er jafn góður og raun ber vitni. Vinnusemi okkar íþróttafólks er að gjarnan nefnt. Hlut­verk foreldra er stórt og er jafnvel talið skipta sköpum. Innra starf íþróttafélaganna er einnig nefnt til sögunnar. Einstaklega góð aðstaða til íþrótta­iðkunar á Íslandi er svo að jafnaði oft nefnt að lokum. Fáir aðrir en Viðar Halldórsson hafa velt jafn mikið fyrir sér hvers vegna Ísland nær jafn góðum árangri í íþróttum og raun ber vitni. Viðar gaf nýlega út bókina „Sport in Iceland, how small nations achieve international success“ en fyrir nokkrum árum var Viðar íþróttastjóri hjá Íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi og þekkir því vel til þess starfs sem þar fer fram. Það verður að hrósa Viðari fyrir hans rannsóknir í þessum efnum. Á 20 mánaða tímabili frá janúar 2016 og fram í september 2017 voru 5 stórmót í

knattspyrnu, körfubolta og handbolta þar sem Ísland er meðal keppenda. Því til viðbótar verður karlalandsliðið í fótbolta á HM í Rússlandi nú í sumar. Viðar hefur nefnt að árangurinn sem við höfum séð að undanförnu sé meðal annars vegna þessa að við höfum ákveðið sambland af áhugamennsku, þar sem vinir spila saman fyrir þjóðina, mikil fórn­fýsi meðal keppenda en á sama tíma er aukin fagmennska til staðar. Ég er sammála Viðari en ég skil það þannig að með tilvísun til aukinnar fagmennsku þá vísar Viðar bæði til innra starfs félaga og þeirrar aðstöðu sem er til staðar. Kópavogur hefur átt fjölda fulltrúa í landsliðsverkefnum á undaförnu. Sögulega hefur unglingastarfið verið mjög sterkt hér í Kópavogi. Sem dæmi má nefna að frá 2008 til 2017 átti Breiðablik 14% allra drengja og 15% stúlkna í unglingalandsliðum í U17 í knattspyrnu. Næstu lið voru langt á eftir Breiðablik í þessum efnum. Það er því ljóst að Breiðablik hefur átt langflesta fulltrúa allra

félaga í unglingalandsliðum í knattspyrnu á undanförnum árum. Framtíðin ætti því að vera björt í knattspyrnu í Kópavogi. Ég er formaður íþróttaráðs Kópavogs og tel að blikur séu á lofti. Iðkendur Breiðabliks í knattspyrnu eru í dag um 1.600 en þeir voru um 600 þegar Fífan var byggð á sínum tíma en þá hafði HK einnig aðstöðu í húsinu. Vegna þéttingar byggðar í næsta nágrenni við Breiðablik áætlar félagið að fjöldi iðkenda muni innan fárra ára rjúfa 2.000 iðkenda múrinn. Félagið hefur gert grein fyrir því að nú þegar geti félagið ekki veitt þjónustu af sambærilegum gæðum og það gat áður gert sem skilaði félaginu í topp sæti yfir fulltrúa í unglingalandsliðum í knattspyrnu. Þá hefur félagið kynnt að með því að bæta við upplýstum og upphituðum gervigrasvelli við hlið Fífunnar verði hægt að snúa af þeirri braut sem nú blasir við. Ég tel að nálgun félagsins sé skynsamleg. Árangur í íþróttum grundvallast ekki síst á innviðum. Innviðir í formi mannvirkja sem

6. sæti sveitar­félögin hafa byggt upp af miklum myndar­skap og innviðum sem félögin hafa byggt upp í sínu innra starfi hafa haldist að. Nú er hins vegar svo komið í knattspyrnu að rof hefur myndast hjá Breiðablik. Innviðir í formi aðstöðu hjá Breiðablik hefur ekki haldist að við innra starf félagsins eins og félagið hefur lýst. Ef við í Kópavogi hugsum ekki til langs tíma þá er líklegt að það forskot sem við höfum haft á undanförnum árum tapist. Ég tel því mikilvægt að bregðast nú þegar við og skoða tillögur Breiðabliks mjög vandlega. Jón Finnbogason skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Fylgjandi þéttingu byggðar Andri Steinn Hilmarsson. Ég, Andri Steinn Hilmarsson blapa maður og nemi, er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfisog samgöngunefnd Kópavogsbæjar og gegndi formennsku í frístunda- og forvarnarnefnd bæjarins fyrri hluta tímabilsins. Mikilvægustu áherslumálin eru hátt þjónustustig við Kópavogsbúa og fjárfestingar í innviðum án skuldasetningar. Þá er brýnt að auka velfrelsi í samgöngumátum án þess að þrengt sé að einkabílnum sem er lang algengasti ferðamáti Kópavogsbúa og eins verði lögð áhersla á hraða uppbyggingu atvinnusvæða í Kópavogi enda mikilvægt að dreifa vinnustöðum frá vesturhluta Reykjavíkur á önnur svæði höfuðborgarsvæðisins eins og kostur er til

að breyta flæði umferðar í borginni. Það er hlutverk sveitarfélagsins að búa vel um barnafjölskyldur í bænum og telur Andri Steinn því mikilvægt að fjölga leikskólaplássi til þess að foreldrum sé ekki haldið frá vinnumarkaði sökum lágs þjónustustigs. Þó ætti að auka valfrelsi foreldra sem kjósa að vera lengur heima með börnum sínum með því að greiða leikskólastyrk sveitarfélagsins beint í vasa foreldra, eða hlutfallslega séu börn þeirra aðeins hluta dags á leikskólanum, líkt og þekkist annars staðar á Norðurlöndunum. Uppbygging næstu ára verður að fara fram innan núverandi bæjarmarka Kópavogs að mati Andra Steins sem er mjög fylgjandi þéttingu byggðar. Slíkt eykur nýtingu þeirra innviða sem fyrir

eru auk þess sem svæðin eru vel staðsett, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, s.s. Smáralindarsvæðið, Smiðjuhverfi, Kársnes og Hamraborg og nágrenni. Þéttingin má þó ekki ganga opnum útivistarsvæðum bæjarins of nærri. Kópavogsbær þarf áfram að vera leiðandi á sviði íþrótta, frístunda og tómstunda enda stuðlar öflugt æskulýðsstarf að vellíðan ungmenna og er um leið mikilvægasta forvörnin. Kópavogsbúum líður betur í hreinum hverfum og þess vegna þarf grunnþjónustan alltaf að vera í lagi, hvort sem það er snjómokstur, grassláttur eða sorphirða. Sorphirðan skal einnig skipulögð þannig heimili séu hvött til að endurvinna, eins og tókst vel á kjörtímabilinu með tilraunaverkefni í plastsöfnun.

7. sæti Kópavogsbúum líður einnig betur í öruggum hverfum og það er þess vegna hlutverk kjörinna fulltrúa bæjarins að þrýsta á aukið eftirlit lögreglu í hverfum Kópavogs vegna fjölgunar innbrota á þessu ári og hefja samtal um uppsetningu eftirlitsmyndavéla á völdum stöðum. Andri Steinn Hilmarsson skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Sjá dagar koma Júlíus Hafstein. Ásíðustu 20 árum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað um 20 þúsund en á sama tíma er fjölgunin um 25 þúsund í Reykjavík. Á síðustu 5 árum hefur íbúum Kópavogsbæjar fjölgað úr 31 þúsundi í um 37 þúsund. Þetta segir okkur ýmislegt um skipulagsmál bæjarins og um þá möguleika að byggja ný fjölbýlishús, einbýlishús og aðrar vistarverur. Ef fram heldur sem horfir þá munu íbúar Kópavogs verða um 40 þúsund eftir 3 ár og stefnir í 50 þúsund eftir 10 til 12 ár. Þetta er gríðarlega mikil breyting og mikill akkur fyrir bæinn. Helstu bygginga- og skipulagshverfin s.l. ár hafa verið Kársnesið í heild sinni, bryggjuhverfið á Kársnesinu, nýja Lundarhverfið í Fossvogsdal, Kópavogstúnið, Auðbrekkusvæðið, Smárinn

og Glaðheimar svo eitthvað sé nefnt í þessu sambandi. Stutt er í margvíslega þjónustu á flestum þessara svæða svo sem verslanir, skólar, dagvist, heilsugæsla og margt fleira. Kópavogur liggur miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og m.a. þess vegna áhugaverður staður til að eiga heimili og þar að auki eru miklir möguleikar á frekari uppbyggingu ýmis konar þjónustu á flestum fyrrnefndum svæðum. Nýjir íbúar í Kópavogi þurfa því ekki að óttast vegalengdir og vandamál með því að flytjast í þennan áhugaverða bæ. Ný svæði eru í undirbúningi þar sem bæði einstaklingar og byggingaverktakar sækjast eftir að fá úthlutað lóðum og reisa enn fleiri myndarleg hús í bænum. Mikill áhugi á að þétta byggð og hafa bæði einstaklingar og byggingaverktakar

keypt gömul hús á stórum lóðum með það fyrir augum að byggja ný og glæsileg hús í staðinn fyrir þau eldri sem fyrir eru. Þetta er auðvitað afar ánægjulegt og segir okkur að Kópavogsbær og skipulagsskrifstofur bæjarins hafa ekki setið auðum höndum heldur horft af myndarskap til framtíðar og það með góðum árangri. Á Kársnesinu er unnið af krafti að endurskipulagningu svæðisins, bæði hvað varðar íbúða- og atvinnuhúsnæði, hafnaraðstöðu svo og öfluga vegatengingu og ekki má gleyma þeirri frábæru hugmynd að leggja brú yfir Fossvoginn sem líklega verður um 350 metra löng og mun þannig tengjast Reykjavík enn betur. Framundan eru því bjartir dagar í Kópavogi. Við Kópavogsbúar getum horft nokkuð

8. sæti bjartsýnir til framtíðar og sagt við okkur ,,sjá dagar koma…“ Kópavogsbær er á mikilli uppleið. Fyrir okkur sjálfstæðisfólk er þetta gleðiefni og áfram getum við því flaggað okkar gömlu góðu hvatningarorðum; ,,Það er gott að búa í Kópavogi.“ Júlíus Hafstein skipar 8. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


10

- MARS 2018

Huga þarf að nánara samstarfi milli leikskóla, skóla, frístunda­ heimila, íþrótta og tómstunda Halla Karí Hjaltested. Ég heiti Halla Karí Hjaltested, 32 ára, og hef búið í Kópavoginum síðastliðin þrjú ár ásamt kærasta mínum og tveimur börnum. Íþróttir hafa verið stór partur af lífi mínu og stundaði ég fimleika, listskauta og dans af kappi sem barn og unglingur. Ég hef helgað mig íþróttastarfi frá 19 ára aldri, fyrst sem þjálfari og síðar sem framkvæmdastjóri fimleikadeildar Fjölnis. Samhliða starfi mínu hef ég unnið að ýmsum félagsstörfum innan fimleikahreyfingarinnar, t.d. sem dómari, sinnt formennsku í tækninefnd kvenna og sjálfboðaliðastörfum fyrir Evrópumót og Smáþjóðaleika.

Eftir því sem börnum hefur fjölgað í þessari íþróttagrein og íþróttum almennt, þá hef ég orðið vör við ákall um breytingar á fyrirkomulagi íþrótta og tómstunda. Tími fólks er verðmætur og í þessu hraða þjóðfélagi sem við lifum í í dag, getur það verið erfitt fyrir fjölskyldufólk að ná utan um verkefni dagsins. Kópavogsbær hefur haldið gríðarlega vel utan um íþróttaog tómstundastarf, byggt upp glæsileg mannvirki og boðið upp á fjölbreytta starfssemi fyrir börn og unglinga. Nú tel ég hinsvegar tækifæri til þess að huga að nánara samstarfi milli leikskóla, skóla,

frístundaheimila, íþrótta og tómstunda sem mun leiða af sér skilvirkari þjónustu og á sama tíma hámarka nýtingu mannvirkja okkar. Vinnudegi hins almenna einstaklings lýkur um fimmleytið en oft á tíðum er dagur barna okkar langt frá því að vera lokið á þessum tíma. Ég er sannfærð um að hægt sé að nýta mannvirki okkar betur þannig að skólastarfi og íþróttaiðkun sé lokið þegar heim er komið. Þannig endurheimtir fjölskyldan verðmætan tíma og börnin upplifa heilsteyptari dag með námi, íþróttum og fjölskyldustundum. Mig hefur lengi dreymt um að láta að

9. sæti mér kveða í íslenskum stjórnmálum. Ég hef brennandi áhuga á því að bæta samfélagið okkar og ég hlakka til að taka þátt í því með Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi. Halla Karí Hjaltested skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Ætla að tala fyrir málefnum ungs fólks Davíð Snær Jónsson.

Ég, Davíð Snær Jónsson, er tvítugur, grafískur miðlari og Kópavogsbúi, sem ætlar að tala fyrir málefnum ungs fólks í komandi sveitastjórnakosningum. Ég er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, sit sem varamaður í stjórn LÍN, Byggingarfélags námsmanna og stjórn SUS, er varaformaður TÝS, sat sem formaður Nemendasambands Tækniskólans ásamt því að hafa setið í stjórn Tækniskólans.

Í gegnum tíðina hef ég verið virkur í hagsmunabaráttu framhaldsskólanema og öðrum félagsstörfum, en nú tel ég að tími sé komin til að stíga á hið pólitíska sjónarsvið og hafa áhrif. Í komandi kosningum tel ég okkur þurfa að horfa sérstaklega á skóla-, samgöngu-, húsnæðis- og forvarnarmál og halda áfram því frábæra starfi sem við höfum unnið að og lagt grunninn fyrir. Upplýsingin og tæknin

er í sífelldri þróun og því okkar að horfa til framtíðar í þeim efnum. Þegar ungt fólk hugsar til húsnæðismála í dag er Reykjavík ekki fyrst á lista, ungt fólk leitar frekar í nágranna sveitarfélögin og það er því okkar skylda að bregðast við þessari eftirspurn og bjóða ungt fólk velkomið í Kópavog. Þann 26. maí verður valið þitt kæri Kópavogsbúi. „Það er gott að búa í Kópavogi,“ þessi orð þekkjum við af eigin reynslu. Kjósum ábyrga

10. sæti stjórn þar sem velferð íbúa og aukin hagsæld verður áfram fyrir stafni. Við ætlum að halda áfram að ná árangri fyrir þig og þína. Davíð Snær Jónsson skipar 10. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Legg áherslu á metnaðar­fulla framtíðarsýn Bergþóra Þórhallsdóttir.

Ég er 54 ára leik- og grunnskólakennari og starfa sem deildarstjóri í Kópavogsskóla. Ég hef lokið framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnana og í opinberri stjórnsýslu þar sem ég lagði sérstaka áherslu á tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi og rafræna stjórnsýslu. Ég hef starfsreynslu á sviði kennslu og stjórnunar menntastofnana sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri í grunnskóla og forstöðumaður símenntunarmiðstöðvar. Ég er formaður

stjórnar Vinnustaðanámssjóðs sem styrkir vinnustaðanám og starfsþjálfun. Ég er gift Baldri Dýrfjörð hdl., lögfræðingi Samorku. Ég á fjögur uppkomin börn á aldrinum 22 – 33 ára, þrjú stjúpbörn á aldrinum 29 – 34 ára og fjögur barnabörn. Ég var varabæjarfulltrúi og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum (2002 - 2005) og Akureyri (2014 - 2017) þar sem ég var áður búsett. Ég er virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum og gegni þar trúnaðarstörfum. Ég sit í

Allsherjar- og menntamálanefnd flokksins og í framkvæmdastjórn Landsambands Sjálfstæðiskvenna auk þess að hafa setið í miðstjórn og vinnuhópi sem fjallaði um rafrænar kosningar. Ég legg áherslu á metnaðarfulla framtíðarsýn sem byggð er á þeim góða grunni sem fyrir er í Kópavogsbæ. Til þess nýti ég reynslu mína þar sem ég vel að vinna í anda skapandi hugsunar og leita tækifæra til framtíðaruppbyggingar. Fyrst og síðast

11. sæti

hef ég áhuga fyrir nærumhverfi mínu og vil hafa áhrif á það með virku stjórnmálastarfi. Bergþóra Þórhallsdóttir skipar 11. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


11

- MARS 2018

Skipulagið á Kársnesinu í samræmi við sjálfbæra hugmyndafræði Sigríður Kristjánsdóttir. Ég, Sigríður Kristjánsdóttir, er skipulagsfræðingur og hestakona, sem stundar sjósund. Ég hef búið í Kópavogi seinustu 15 árin og alið þar upp syni mína. Kópavogur er fjölskylduvænt bæjarfélag. Ég er fædd og uppalin í Kaupangi, Eyjafjarðarsveit og er stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1987. Þaðan lá leið mín í Háskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með BSc. próf í landfræði. Þá fékk ég Valle styrk til að stunda meistaranám í skipulagsfræðum við University of Washington í Seattle, USA. Ég lagði stund á rannsóknir í borgarformfræði við University of Birmingam, Uk og hlaut

doktorsnafnbótina 2007. Þegar heim var komið beitti ég mér fyrir uppbygginu á meistaranámi í skipulagsfræðum og í dag stunda ég rannsóknir og kenni skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ég hef skrifað fjölda greina á íslensku og ensku um skipulagsmál. Nýlega gaf Routledge út bókina Nordic Experiences of Sustainable Planning, Policy and Practice sem ég ritstýrði ásamt því að skrifa nokkra kafla. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á skipulagsmálum. Seinasta kjörtímabil sat ég í skipulagsráði Kópavogs og stóð m.a. fyrir því að Kópavogur sendi Kársnesið

inn í samnorrænu skipulagssamkeppnina Nordic Built Cities. Í dag er verið að vinna skipulagið á Kársnesinu í samræmi við þá sjálfbæru hugmyndafræði sem kom fram í vinningstillögunni. Nýjustu lausnir í skipulagsmálum eins og grænbláar ofanvatnslausnir, bættar samgöngur og smart city hugmyndafræðin eiga allar erindi í Kópavog. Það er sérstaklega skemmtileg áskorun fyrir mig að fá að taka þátt í skipulagsráði Kópavogs og þar með gegna leiðandi hlutverki í leit þessara lausna. Frítíma mínum þykir mér best að eyða með fjölskyldunni, helst upp í sveit, á

12 sæti hestbaki eða í gönguferð með hundinum en ég nýti einnig tækifærin þegar þau gefast til að lesa skáldsögur og bækur um vísindi og samfélagsmál. Ég hlusta á góða tónlist, fer á tónleika og í leikhús, á skíði eða skella mér í sjósund. Sigríður Kristjánsdóttir skipar 12. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Skólamál, samgöngur og íþróttir Kristinn Þór Ingvason.

Ég hef búið í Kópavogi síðastliðin 17 ár, í Salahverfinu ásamt eiginkonu minni og þremur drengjum á aldrinum 3 – 15 ára. Ég er menntaður kerfis- og viðskiptafræðingur og hef starfað í tölvugeiranum í meira en 20 ár, bæði í almennri notendaþjónustu sem og séð um rekstur deildarinnar. Ég hef víðtæka reynslu úr félagsstörfum, var formaður foreldrafélags Salaskóla í mörg ár og er

núna formaður foreldrafélags Fífusala, hef einnig verið formaður og gjaldkeri í mörgum starfsmannafélögum. Mín persónulegu áhugamál eru fjölskyldan, íþróttir og ýmis sköpun. Undanfarin ár hef ég beitt mér fyrir bættri skólalóð Salaskóla með góðum árangri. Síðasta ár hef ég verð að vinna í bættri skólalóð Fífusala. Það sem ég myndi vilja

leggja áherslu á eru einmitt fyrst og fremst skólamál, þá bæði skólalóðir sem og að tryggja að kennarar hafi það vinnuumhverfi sem þeir þurfa til að geta sinnt sinni vinnu. Þetta á bæði við um leikskóla og skóla. Önnur mál sem eru mér hugleikin, eru samgöngur, öryggi og íþróttir.

13. sæti Kristinn Þór Ingvason skipar 13. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Hvað viljum við hafa í nærumhverfi okkar? Signý S. Skúladóttir. Fjölskyldan á góðri stund.

Ég er iðnrekstarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands af vörustýringarsviði, með MSc í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum og kláraði einnnig BS í viðskiptafræði frá sama skóla. Fluttum við fjölskyldan til Danmerkur árið 2006 og heim aftur undir lok árs 2009, búseta í Danmörku veitti okkur góða innsýn í fjölskyldulíf og uppbyggingu á þjónustu við íbúa þar í landi. Ég starfa í dag sem sölu og markaðsstjóri hjá Heilsu ehf, var áður vörumerkjastjóri hjá Ísam og þar áður starfaði ég sem vörustjóri hjá Bláa Lóninu, eða frá árinu 2010 til 2012,

tók ég við því starfi fljótlega eftir að við fluttum aftur heim frá Danmörku. Ég hef mikla reynslu úr atvinnulífinu og nýt þess að hafa nóg að gera, bæði í leik og í starfi. Ég er uppalin í Grundunum í austurbæ Kópavogs og gekk þar í Snælandsskóla. Annars hef ég búið í vesturbænum í nær 15 ár, mætti því segja að Kópavogur sé sannarlega mitt bæjarfélag. Sem íbúi í Kópavogi vil ég leggja mitt af mörkum til að bæta það samfélag sem við búum í, með það að leiðarljósi að byggja okkur og börnunum okkar öruggt og gott

umhverfi. Mikilvægt er að við spyrjum okkur þeirrar spurningar; Hvernig viljum við hafa nærumhverfið okkar? Kópavogur stendur einstaklega framarlega hvað varðar íþróttir og uppbyggingu á því sviði. Mundi ég vilja að það verði eitt af forgangsatriðum að hlúa áframhaldandi að því og að unga fólkið okkar eigi þar enn greiðari aðgang, bæði hvað varðar aðgang að hinum ýmsu íþróttum ásamt góðum samgöngum á milli bæjarhluta. Mín áherslumál eru því svo sannarlega íþrótta og tómstundamál og einnig fjölskyldu og

14. sæti menntamál. Ég vil einnig sjá Kópavog standa framar á mikilvægum uppbyggingarsviðum eins og nýsköpun og að að stutt sé vel við umhverfi nýsköpunarfyrirtækja. Ég er gift Ómari Þorsteinssyni, eigum við saman tvo drengi, Benjamín og Adam sem ganga báðir í Kársnesskóla og stunda íþróttir í HK og Breiðablilk. Á ég að auki tvær stjúpdætur þær Söndru Dögg, innanhússstílista og nema og Sigrúnu Hönnu nema í LHÍ. Signý S. Skúladóttir skipar 14. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


12

- MARS 2018

Formaður Týs og í stjórn SUS Kristinn Örn Sigurðsson.

Kristinn Örn Sigurðsson heiti ég og er 18 ára gamall. Ég fæddist 9. april 1999 í Reykjavík og bjó þar til ársins 2001. Þá fluttu ég ásamt foreldrum mínum til Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Svo milli 2002-2009 bjó ég í London í Bretlandi en frá árinu 2009 hef ég búið í Kópavogi, í dag í Vallargerðinu á Kársnesi. Faðir minn er

Sigurður Arnarson prestur í Kópavogskirkju, og móðir mín er Inga Rut Karlsdóttir sem vinnur hjá Icelandair í flugfargjaldadeild. Ég á 3 systkyni. Birna Magnea (2002), Karólína María (2006) og Gunnar Karl (2009). Við eigum einnig einn labrador, það er hann Tryggur. Ég hef verið í Tý, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 2015,

var gjaldkeri frá 2016-17 og er núverandi formaður. Sit einning í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sem aðalmaður. Ég tel nú mikilvægt að fá einhvern ungan til að bætast við í þennan frábæra hóp bæjarfulltrúa sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa. Kristinn Örn Sigurðsson skipar 15. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

15. sæti

Ég vil efla uppbyggingu Kópavogs sem sjálfstæðs sveitarfélags Valdís Gunnarsdóttir.

16. sæti "Ég er fædd í Lundi Svíþjóð 15.apríl 1982 af íslenskum foreldrum. Síðan fluttu foreldrar mínir til Danmerkur þar sem þau hófu nám við háskólann í Árósum. Ég ólst upp í Árósum og öll mín skólaganga fór fram þar. Seinna fetaði ég í fótspor foreldra minna og nam hagfræði við sama háskóla. Ég hélt til náms í Sorbonné París árið 2006 sem skiptinemi einn vetur í hagfræði, þar kynntist ég eiginmanni mínum Thomas Boitard. Að loknu lokaprófi í Hagfæðinni, snéri ég tilbaka til Parísar, hóf búskap með Thomasi

og starfaði í 6 ár sem ráðgjafi hjá alþjóða ráðgjafafyrirtækinu Accenture í París. Í nóvember 2016 fæddist okkur Thomasi sonurinn Jóhann Elías og í framhaldi af því ákváðum við að flytjast búferlum til Íslands, en fjölskyldan var þá öll komin tilbaka, foreldrar mínir og yngri bróðir. Við höfum alltaf átt góð tengsl við Kópavoginn, föðurafi minn og amma bjuggu í Kópavoginum og afi minn keyrði strætó Kópavogs í mörg ár. Það höfðu því myndast ákveðin tengsl við Kópavog og því var það

sá staður sem við Thomas vildum setjast að. Við keyptum okkur húsnæði í yndislegu fjölskylduvænu hverfi í Sölunum, þar sem við horfðum til nærumhverfis; skólanna, sundlaugar og íþróttasvæðis sem gerðu akkurat þetta hverfi fullkomið fyrir okkar litlu fjölskyldu. Við störfum bæði í Kópavoginum, Thomas sem forritari í Íslandsbanka og ég sem ráðgjafi hjá Deloitte. Jóhann Elías gengur í Leikskólann Rjúpnahæð. Það er því örsjaldan sem við höfum þörf fyrir að fara út úr bænum, þar sem Kópavogur hefur

allt og þannig finnst mér það eiga að vera. Ég vil efla uppbyggingu Kópavogs sem sjálfstæðs sveitarfélags, þar sem atvinnulíf, verslun, veitingastaðir, skólar og íþróttalíf blómstar. Þar sem Kópavogur verður jafnvel enn ákjósanlegri staður fyrir fjölskyldur til að búa. Þetta er það sem ég vil vinna að fyrir mitt sveitarfélag. Valdís Gunnarsdóttir skipar 16. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Legg mikla áherslu á umhverfismál Jón Haukur Ingvason

Jón Haukur Ingvason er 48 ára framkvæmdastjóri, giftur Helgu Guðnýju Sigurðardóttur viðskiptastjóra og eiga þau einn son, Bjart Orra Jónsson sem er 8 ára. Ég hef starfað í nefndum fyrir Kópa­vog frá árinu 2010. Fyrst í umhverfis- og samgöngu­ nefnd og svo tók við Bláfjallanefnd. Frá frá árinu 2014 hef ég stafað í heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar,Kópavogs og Garðabæjar sem for­maður og vara­formaður. Eftir að ég tók við formensku í heil­brigðis­nefnd Hafnar­fjarðar, Kópa­vogs og Garða­bæjar

var ég beðinn um að taka við formensku Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi og hef gegnt því embætti frá árinu 2015. Það hefur verið mjög gefandi að starfa í þessum nefndum þar sem öryggi nærsamfélagsins og heibrigði er haft að leiðarljósi. Þessar nefndir eru kannski ekki efst á lista þegar kemur að umræðu um bæjarfélögin en engu að síður taka þær á öllum þeim málum sem varða umhverfi okkar, svo sem loftgæði þ.e svifriksmælingar og svo hreinlæti í fráveitum svo fátt eitt sé nefnt.

Eftir störf mín í þessum nefndum legg ég mikla áherslu á umhverfismál og ég vil að þeim sé sýnd meiri athygli. Vatnið er það verðmætasta sem við eigum og við viljum hafa hreint loft í kringum okkur, það gerum við með bættum samgöngum og betra vegakerfi. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé best til þess fallinn að vera í farabroddi í því að byggja upp enn betri Kópapavog. Ég hef frá unga aldri hrifist af stefnu Sjálfstæðisfokksins, stétt með stétt, og vil leggja mitt af mörkum til að framfylgja þeirri stefnu hér í Kópavogi.

17. sæti Jón Haukur Ingvason skipar 17. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


13

- MARS 2018

Var til sjós og starfaði við bifvélavirkjun Óli M. Lúðvíksson.

18. sæti Nafn mitt er Óli Magnús Lúðvíksson, fæddur á Ísafirði 15.10 1943. Ég starfaði á Ísafirði til loka ársins 2014, en flutti til Kópavogs í janúar 2015. Frá sextán ára aldri stundaði ég sjóinn eða þar til ég hóf að læra bifvélavirkjun um 22 ára aldurinn og starfaði við þá iðn í um það bil 20 ár. Árið

1985 hóf ég síðan störf sem skrifstofustjóri við embætti Sýslumannsins á Ísafirði og starfaði þar til áramóta 2014 er ég leit af störfum. Ég starfaði ætíð mikið að félagsmálum og þá einkum fyrir íþróttahreyfinguna og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég sat einnig í

bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn yfir tvö kjörtímabil og sem formaður fulltrúarásins í nokkur ár. Var á lista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkostningum á Ísafirði. Ég á heima að Boðaþingi 10 í Kópavogi og er í sambúð með Sigrúnu Sjöfn Helgadóttur.

Óli Magnús Lúðvíksson skipar 18. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Hver og einn á að fá notið hæfileika sinna Hannes Þórður Þorvaldsson.

Ég er fæddur og alinn í Reykjavík en flutti í Kópavog árið 2015 með Söndru Gestsdóttur, sambýliskonu minni, og dóttur okkar, sem nú er 3 ára. Ég er lyfjafræðingur og hef starfað í Apóteki Garðabæjar og Apóteki Hafnarfjarðar síðan 2012, auk viðbótar náms og annarra starfa. Ég er með MS í lyfjafræði og diplóma í viðskiptafræði frá HÍ, auk diplómanáms í Listdansskóla Íslands og stúdentsprófs af náttúruvísindabraut MH. Þá hef ég

einnig lært söng og hljóðfæraleik og ávallt verið virkur í félagsstarfi; nemenda- og leikfélögum, danshópum, kórum ofl. - en ég sit nú í stjórn Karlakórsins Esju og hef sinnt trúnaðarstörfum fyrir Vöku í HÍ. Ég er frumkvöðull í eðli mínu og hef komið ýmsum hugmyndum í framkvæmd en vinn nú að alhliða æfingadrykknum Formúlu. Ég nálgast mál með opnum hug og á það til að fara á flug, en rýni og greini á raungreinahátt og finnst einfaldar lausnir

jafnan fallegastar. Mér finnst að hver og einn eigi að fá notið hæfileika sinna og að hafa frelsi til vals og verka. En aðstæður þurfa að gera fólki kleift að dafna og þar skipa sveitarfélög stóran sess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum fyrir Kópavogsbæ og geri það stoltur í nafni Sjálfstæðisflokksins.

19. sæti Hannes Þórður Þorvaldsson skipar 19. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Höldum áfram að byggja upp bæinn okkar Lárús Axel Sigurjónsson.

20. sæti Ég heiti, Lárus Axel Sigurjónsson er og er Kópavogsbúi í húð og hár, er einharður Kópavogsbúi og hef verið það í 41 ár. Ég er svo heppinn að eiga þrjú börn. Öll hafa b0rnin mín verið í leikskóla í bænum og útskrifast þaðan. Þau eru nú í grunnskóla og háskóla. Áður en ég óskaði eftir sæti á lista Sjálfstæðisfélagsins varð ég virkur

félagsmaður og sat t.a.m. í stjórn félagsins. Þetta vildi ég gera til þess að hitta virka félagsmenn og upplifa vinnuna sem unnin er innan félagsins. Nú vill ég vera „memm,“ þ.e.a.s. verea þátttakandi í áframhaldandi uppbyggingu, ekki bara innan Sjálfstæðisfélagsins, heldur ekki síður að styrkja bæinn okkar og efla ímynd hans. Ég hef komið víða við í félagsstörfum,

er menntaður rafvirki og verslunarstjóri. Í dag starfa ég hjá Strætó bs. í flotastýringu á farþegaþjónustusviði. Vinnum saman sem ein heild og höldum áfram að byggja upp bæinn okkar. Ég vil eindregið vera þátttakandi í því. Lárus Axel Sigurjónsson skipar 20. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins


14

- MARS 2018

Stöðugleiki í Kópavogi Stefán Konráðsson

Stefán Konráðsson með fjölskyldunni á góðri stund.

Ég bjó sem strákur á Digranesveginum í Kópavogi. Gekk í Kópavogsskóla, Víghólaskóla og Menntaskólann í Kópavogi. Átti hér góð ár í góðu umhverfi. Ég kynntist henni Völu konunni minni á háskólaárunum en hún er úr Hafnarfirði og saman tókum við ákvörðun um að byrja að búa og mætast á miðri leið – í Garðabæ. Þar urðu árin 34 og þrjú yndisleg börn sem öll hafa staðið sig vel á lífsins leið. Og svo bættust við barnabörnin sem gefa lífinu sérstakt gildi. Þegar krakkarnir eru flognir úr foreldrahúsum þá þurfa menn að taka ákvarðanir um framhaldið. Nú er ég nýfluttur í Kópavog, minn gamla bæ. Það var gott að búa í Garðabæ. Og það er líka gott að búa í

Kópavogi og alls ekki síðra. Mér líður vel innan um nágranna mína og sveitunga og saman eigum við bæjarfélag, sem sér okkur fyrir skólum, íþróttamannvirkjum, þjónustu, umhverfi og aðstöðu, sem allt snýr að okkar daglega lífi. Í Garðabæ var ég afar virkur í sveitarstjórnarmálum. Og þó að ekki sé lengur til staðar metnaður til að vera í forystu í pólitík þá hef ég einlægan áhuga á að efla minn bæ enn frekar. Ég er alin upp í íþróttahreyfingunni. Ég er fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ en þar starfaði ég með góðu fólki í 18 ár. Ég er formaður Íþróttanefndar ríkisins. Undanfarin 10 ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Allur hagnaður fyrirtækisins rennur

21. sæti

til íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar og öryrkja. Afkoma fyrirtækisins skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þessa aðila. Íþrótta- og æskulýðsmál eru mér afar hugleikin. Ég efast um að nokkuð sveitarfélag á landinu hafi hlúð jafnvel að uppbyggingu íþróttamannvirkja eins og Kópavogur hefur gert. Íþróttafélögin í Kópavogi eru í allra fremstu röð og þar er unnið mikið og gott starf. Ég legg áherslu á að skipulagsmál séu unnin í góðri sátt við íbúa. Skóla- og leikskólamál þurfa einnig að halda áfram í stöðugri þróun. Í samgöngumálum legg

ég áherslu á að unnið verði að eflingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu á öllum sviðum. Ég er vanur að vinna í hóp og ég hef gaman að því að vinna með fólki og fyrir fólk. Maður er manns gaman. Ég tók sæti á lista okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi að þessu sinni til að styðja við bæjarfulltrúa okkar og þann stöðugleika sem flokkurinn hefur ætíð lagt upp með í sveitarstjórnum. Stefán Konráðsson skipar 21. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Hefur gegnt fjölmörgum störfum fyrir Kópavogsbæ Sigurrós Þorgrímsdóttir.

22. sæti Sigurrós Þorgrímsdóttir er fædd í Reykjavík en flutti í Kópavog 1978 og hefur búið þar síðan. Hún hefur starfað við fjölbreytt störf m.a. var hún deildarritari á gjörgæslu Borgarspítalans, vann við bókhald hjá verkfræðistofunni Símtækni sf. og var blaðamaður á DV. Hún starfaði hjá utanríkisráðuneytinu við að kynna EES-samninginn og hjá upplýsingaskrifstofu ESB í London. Sigurrós var ritstjóri Voga. Hún skrifaði bókina ,,EES-handbókin” sem fjallar um Evrópska efnahagssvæðið og kom út árið 1999. Jafnframt skrifaði hún kafla í bókina ,,Í mörg horn að líta” sem

Iðntæknistofnun gaf út árið 1999. Sigurrós vinnur nú að ritstörfum og auk þess vinnur hún í hlutstarfi hjá Sunnuhlíðarsamtökunum og sér m.a. um íbúðaréttarsamningana fyrir samtökin. Stjórnmálaferill Sigurrós hófst 1994 er hún varð varabæjarfulltrúi og síðan bæjarfulltrúi frá 1998 til 2007. Sigurrós hefur gegnt formennsku í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins, t.d. atvinnumálanefnd Kópavogs 1994–1998, Menningarsjóði félagsheimila 1994–2002, leikskólanefnd Kópavogs 1998–2002, Lista- og menningarráði Kópavogs 2002-2007 og skólanefnd

Menntaskólans í Kópavogi frá 1998-2005. Í stjórn Grænlandssjóðs 1998-2005 og í stjórn Sorpu 1998-2007, stjórnarformaður 2000–2002. Í stjórn Námsgagnastofnunar og stjórn EES-nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigurrós var alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2006–2007 þegar Gunnar Birgisson hætti á þingi en hún hafði verið varaþingmaður Suðvesturkjördæmis frá 2003 til maí 2006. Á þessum tíma sat hún í Menntamálanefnd þingsins, í samgöngunefnd, í umhverfisnefnd og í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

Sigurrós var stofnfélagi Rótarýklúbbsins Borga og forseti klúbbsins 2001–2002. Hún var formaður Soroptimistaklúbbs Kópavogs 2001–2003 og formaður aðalstjórnar Breiðabliks 2004-2008. Hún er nú í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna, í sóknarnefnd Digraneskirkju og í stjórn Sunnuhlíðar frá 2014. Eiginmaður Sigurrósar er Guðmundur Ólafsson, verkfræðingur og eiga þau fjögur börn og 9 barnabörn. Sigurrós Þorgrímsdóttir skipar 22. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

HK á góða möguleika að komast upp í úrvalsdeild kvenna í handknattleik Íþróttalífið í Kópavogi er í miklum blóma og óvíða er sköpuð betri ástaða til íþróttaiðkunnar en í Kópavogi. Það hefur verið markmið bæjarstjórnar um langt árabil. Lið HK í næst efstudeild

kvenna í handknattleik á góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrvalsdeild kvenna á leiktímabilinu 2018 - 2019. Síðasti leikur liðsins er gegn KA/Þór sem einnig er í baráttunni að komast upp um deild.

Smiðjuvegi 48 | 200 Kópavogi | 567 0790 Í leik gegn Haukum í bikarkeppninni.


15

- MARS 2018

Landsfundur Sjálfstæðis­ flokksins verður haldinn 16. - 18. mars nk.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl ársins í Kópavogi, Nanna Leifsdóttir móðir Fanndísar Friðriksdóttur íþróttakonu ársins sem tók við verðlaunum fyrir hönd dóttur sinnar og Jón Finnbogason formaður íþróttaráðs Kópavogs.

Birgir Leifur og Fanndís íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs 2017 Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Fanndís Friðriks­dóttir knattspyrnukona úr Breiða­bliki voru kjörin íþróttakarl og íþrótta­kona Kópavogs fyrir árið 2017.Fengu þau að launum farand­ bikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjar­stjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópa­vogs­bæ. Ungir íþróttamenn fengu viðurkenningar fyrir sín íþróttaafrek.

Birgir Leifur náði sínum besta árangri á ferlinum hingað til þegar hann sigraði á Cordon golf Open mótinu í Frakklandi sl. sumar. Mótið er hluti af Áskorenda­ mótaröð Evrópu (Challenge Tour), sem er næst efsta deild atvinnu­ mennskunnar í golfheiminum í dag. Birgir Leifur leiddi sveit GKG til sigurs í Íslandsmóti golfklúbba. Fanndís var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Breiðabliks sem hafnaði í 2. sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu 2017. Hún var

einn besti leikmaður Íslands á Evrópumeistaramótinu í Hollandi sl. sumar. Þar lék hún alla 3 leiki liðsins í byrjunarliði og skoraði eina mark Íslands á EM. Í haust Í haust gekk Fanndís til liðs við Marseille, eitt af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Einnig var afhent heiðurs­viður­ kenning íþróttaráðs Kópa­vogs, en hana hlaut að þessu sinni Kolfinna Bergþóra Bjarnardóttir, borð­ tenniskona úr HK.

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur verði helgina 16.-18. mars 2018 í Laugardalshöll. Fundurinn hefst kl. 8:00, föstudaginn 16. mars og stendur til kl. 17:00, sunnudaginn 18. mars. Í aðdraganda landsfundar vinna málefnanefndir flokksins að drögum að landsfundarályktunum. Á vettvangi nefndanna gefst flokksmönnum tækifæri til að koma að mótun stefnu flokksins. Á landsfundi er forysta flokksins kjörin. Þá eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar þar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Landsfundur er einn bær til þess að breyta skipulagsreglum flokksins. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er

stefna hans mótuð af hundruðum fulltrúa. Hann er stærsta reglulega stjórnmálasamkunda á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

Hvar eru forvarnirnar? Guðmundar Löve, framkvæmda­ stjóri SÍBS, segir að því seinna sem gripið er inn í sjúkdómsferli því dýrari verður íhlutunin. Hvert mannár sem glatast vegna ótímabærs dauða, örorku eða skerðingar af völdum lífsstílstengdra sjúkdóma kostar því samfélagið um sjö milljónir króna. Heilsufarsskaði Íslendinga nemur 420 milljörðum á ári sé miðað við verga landsframleiðslu á mann og „glötuð góð æviár“ eins og þau eru mæld af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. ,,Heilsufarsskaðinn samsvarar því 19% af vergri landsframleiðslu Íslendinga. Fyrir hvert prósentustig sem tækist að minnka heilsufarsskaðann um áynnust

þannig 4,2 milljarðar króna. Það blasir þó við að meðan útgjöld til beinna forvarna eru aðeins um 1% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er einhvers staðar pottur brotinn,“ segir Guðmundur Löve.

Átak til styrktar steindum gluggum Kópavogskirkju Styrktartónleikar til viðgerða á steindum gluggum Gerðar Helga­ dóttur í Kópavogskirkju voru haldnir 21. Febrúar sl. Tón­leikarnir voru hluti af söfnunar­átaki sóknar­nefndar Kársness fyrir gluggana sem liggja undir skemmdum. Gluggana þarf

að senda í viðgerð á glerverkstæði Oidtmann-ættar­innar í Þýskalandi en Gerður vann alla sína glerlist í samvinnu við verk­stæðið. Nú þegar hafa hafist við­gerðir á steindum gluggum Gerðar í Skálholtskirkju og Neskirkju.

Lilja Cardew lék á píanó Variations sérieuses Op. 54 eftir Mendelssohn.

Á efnisskrá er meðal annars frumflutningur á verkinu Gerður, samið af Martial Nardeau til heiðurs listamanninum. Þeir sem koma að tónleikunum eru Martial Nardeau flautuleikari og tónskáld, Elísabet Waage hörpuleikari,

Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Kristján Matthíasson fiðluleikari, Lenka Mátéová orgelleikari, Peter Máté píanóleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Einar Clausen tenór, María Jónsdóttir

Blokkflautukórinn lék Endurreisnardansa.

sópran, Magnea Tómasdóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzo-sópran, Lilja Cardew píanóleikari, oktetinn Einn tvöfaldur og Flautukórinn.


16

- MARS 2018

Eldri borgarar spila bridge í Boðaþingi í Kópavogi. Ýmislegt er gert þar í félagslífi fyrir eldri borgara.

Eldri borgarar ná ekki árangri í sínum málum Hvers vegna ná eldri borgarar, ekki árangri í sínum málum? Eldri borgarar (65 ára +) eru ekki einn hagsmunahópur. Þessi hópur, þó stór sé, eða um 40.000 manns og fer stækkandi, er í reynd afar sundurleitur og þar er að finna ástæðu þess að hans rödd heyrist ekki nægilega skýrt. Að mínu mati má skipta hópnum í þrennt: 1. Þá sem hafa það gott. 2. Þá sem hafa það sæmilegt. 3. Þá sem hafa það slæmt. Þeir sem hafa það slæmt eru undan­tekninga­laust þeir sem fá

allar tekjur sínar frá Almanna­ tryggingum. Þessi hópur er mögu­lega um 15.000 manns. Þessi einfalda skipting er sett fram til að beina sjónum að hinum raunveru­lega vanda, hópi 3. Eldri borgarar sem hópur, er afkomu­lega gerólíkur, hann er í öllum stjórn­mála­flokkum, hann er í dag á breiðu aldursbili, hann er heilsufarslega ólíkur. Sá hópur sem hér er kallaður 3 hópurinn á hagsmunlega séð, miklu meiri samleið með öryrkjum, sem um margt er öflugur baráttuhópur. Þessi einfalda greining skýrir fyrir mér hvers vegna eldri borgarar

hafa ekki verið það áhrifaafl, sem þessi hópur ætti vera stærðar sinnar vegna. Hópar 1-2 þurfa ekki sérstaklega að kvarta yfir fjárhaglegri afkomu sinni. Ef þeir vilja vinna geta þeir það, þar sem þessi hópur fær tekjur sínar frá lífeyrissjóði eða fjármagnstekjum, og engin skerðing er vegna þessara tekna. Atvinnutekjur þessa hóps eru skattlagðar sem aðrar tekjur í þjóðfélaginu. Atvinnuþátttaka er líklega ekki mikil í þessum hópi. Umræða snýst því nær öll um hóp 3 og stöðu hans. Sem hagsmunahópur er hann veikur og sundraður. Umræðan er flókin og er vísvitandi gerð flókin. Dæmi um það er ,, öryggisnetið“, enginn á rétt á neinu, þakkaðu fyrir að stóri bróðir bjó til öryggisnet fyrir þig. Hann lætur þig hafa ,,hungurlús“„ sem er langt frá því sem hann sjálfur skilgreinir sem lágmarks framfærslu. Þú mátt alls ekki bæta stöðu þína með því að vinna, því við ákveðum ,,hungurmörkin.“ Að fólk í 3ja flokki borgi fulla skatta og öllum bótum sínum umfram 150 þúsund krónur er til að bíta höfuðið af skömminni. Ef við viljum raunverulega hjálpa fólki í 3ja flokki, horfum þá á vanda þessa hóps sérstaklega. Lausnin er til. Umræða um hagsmuni hópsins, eldri borgar, sem heildar er að mínu viti, á nokkrum villigötum. Þar má nefna að heilbrigðismál almennt skipta þennan hóp mikils. Að eldri borgarar geti búið sem lengst heima hjá sér er annað mál, að umönnunarþjónustan komi til fólksins, er þáttur sem skiptir miklu máli fyrir hópinn og samfélagið. Þar erum við á réttri leið, þó sumum finnist seint ganga. Eldri borgari í Kópavogi

Ragnheiður S. Dagsdóttir kjörin formaður Kjör­dæmis­ráðs Suð­ vesturkjördæmis Ragnheiður S. Dagsdóttir, for­maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis­ félag­anna í Kópavogi, var fyrir skömmu kjörin formaður Kjör­ dæmis­ráðs Sjálfstæðis­flokksins í Suðvestur­kjör­dæmi til eins árs. Ragnheiður hefur setið í stjórn fulltrúaráðsins undanfarin ár, þar af sem formaður sl. tvö ár. Þar áður var hún formaður Sjálfstæðis­félags Kópavogs í fimm ár. Kjördæmisráð er sameiginlegt ráð Sjálfstæðisfélaganna og fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu. Hlutverk Kjördæma­ráðs er að fara með sameiginleg flokksmál í kjör­ dæminu í umboði miðstjórnar. Í aðalstjórn kjördæma­ráðsins sitja tveir fulltrúar frá Kópa­vogi og Hafnar­firði og einn fulltrúi frá Seltjarnar­nesi, Mosfells­bæ og Garða­bæ, alls 7 manns. ,,Frá fulltrúaráðum sveitar­ félag­anna flæða upplýsingar til Kjör­d æma­r áðsins, Kjör­d æma­ ráðið gegnir lykil­hlutverki þegar kosninga­barátta hefst í aðdraganda alþingis­kosninga,“ segir Ragn­ heiður. ,,Kjördæmaráðið ber höfuð­ ábyrgð vegna flokksstarfsem­innar þegar nálgast alþingis­kosningar, skipar kjörnefnd og kjörstjórn. Það er síðan kjörstjórnar að taka ákvörðun um hvort efna skal til

Ragnheiður S. Dagsdóttir.

prófkjörs eða uppstillingaleiðin valin. Kjördæmaráðið ræður kosninga­stjóra fyrir alþingis­ kosningar. Kosninga­bárátt­unni hefur undanfarnar kosningar verið stjórnað frá húsnæði Sjálfstæðis­ flokksins í Kópavogs í Hlíðarsmára í Kópavogi, það er hentugasta húsnæðið og staðsetningin, er mjög miðsvæðis í Suðvesturkjördæmi“, segir Ragnheiður S. Dagsdóttir. Kosningabaráttunni vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi verður stjórnað frá Hlíðasmára 19, húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Fasteignasalan Eignaborg hefur þjónað Kópavogsbúum og öðrum landsmönnum í yfir 40 ár. Kíktu á vef okkar eignaborg.is og sjáðu spennandi eignir í boði. Svo erum við í Hamraborginni.

Kristín Rós Magnadóttir

Óskar Bergsson

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Sölufulltrúi

Löggiltur fasteignasali,

Hdl. og löggiltur fasteignasali, framkvæmdastjóri

sölustjóri

FASTEIGNAS

40

ALA

Í

ár

Hamraborg 12, 200 Kópavogi, www.eignaborg.is


Fullt af góðum hugmyndum

Útsölustaðir Málningar: BYKO, Kópavogi • BYKO, Granda • BAUHAUS • Smiðjan Fönix, Hellissandi • Málningarbúðin, Ísafirði Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO, Akureyri • Ísfell, Ólafsfirði • BYKO, Reyðarfirði ORMSSON VÍK, Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO, Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO, Keflavík • N1 verslun, Grindavík

ÍSLENSKA/ SIA.IS/ MAL 86157 10/17

Náðu þér í innilitakortið á næsta útsölustað okkar


18

- MARS 2018

Teiknað eftir fyrirmynd sem er ,,The False Mirror“ eftir René Magritte, belgískan súrrealískan listamann. Mótað í leir.

Myndlistaskóli Kópavogs fagnar 30 ára afmæli Myndlistarskóli Kópavogs er að Smiðjuvegi 74 og sækja hann fjöldi nemenda.Skólinn er í björtu og fall­egu húsnæði, með stórkostlegu útsýni yfir Esjuna. Hugsjón skólans er ,,að nemendur finni að þeir eru alltaf velkomnir í notalegt vinnu­ umhverfi.“ Mynd­listar­skól­inn legg­ur áherslu á að kenna helstu grund­ vallar­atriði myndlistar, að auka færni ein­staklings­ins til mynd­sköpunar og að gefa nem­endur tækifæri til að njóta sköpunar­hæfi­leika sinna. Einnig að gefa nemendum færi á að verða með­­vitaðri á mynd­rænan boð­skap

með skapandi starfi og tengslum við listasöguna. Í Myndlistar­ skóla Kópa­vogs eru starfræktar 40 deildir og kennarar eru 15 talsins, frábær hópur sem hefur breiða þekkingu og mismunandi kennslu­ að­ferðir. Skólastjórnendur eru Erla Huld Sigurðardóttir og Sigríður Einarsdóttir.

• opin vinnustofa • dagskóli, morguntímar, sem sífellt verða vinsælli, námskeið í vatnslitun fyrir eldri borgara • menntaskólanemendur fá einingar fyrir nám í skólanum • sumarnámskeið sem standa í maí og júní og svo áfram í ágústmánuði.

Helstu nýjungar sem eru orðnar fastar í sessi eru:

Myndlistarskóli Kópavogs var stofnaður haustið 1988 og fagnar því 30 ára afmæli á þessu vori. Afmælissýning verður í húsnæði skólans 12. og 13. maí nk.

• listmálunartækni gömlu meistaranna

Fullorðnir er fjölmennur hópur nemenda.


Hlíðasmári 6

201 Kópavogur

www.FASTLIND.is

KYNNINGARVEFUR:

www.AFHUS.is HVERFISSÍÐA: www.GLADHEIMAHVERFID.is

ÁÆTLUÐ AFHENDING JÚNÍ - ÁGÚST 2018 VIÐ KYNNUM

Álalind 14 Fallegar & vel skipulagðar íbúðir í glæsilegu húsi. Íbúðir afhendast fullbúnar með gólfefnum, ísskáp, uppþvottavél, þvottavél & þurrkara. Lokuð og upphituð bílageymsla, stórar svalir með lokuðu svalaskýli. Stærðir 75 - 139 fm

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA

Verð á 2 herbergja frá 40.900.00

Verð á 4 herbergja frá 62.900.00

Stefán Jarl Martin

Þorsteinn Yngvason

Kristján Þórir Hauksson

Hannes Steindórsson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

892 9966

696 0226

696 1122

699 5008

stefan@fastlind.is

thorsteinn@fastlind.is

kristjan@fastlind.is

hannes@fastlind.is

LIND Fasteignasala

Uppspretta ánægjulegra viðskipta


20

- MARS 2018

Liðlega 7.000 manns í Kópavogi er flokksbundið sjálfstæðisfólk Markmið með starfrækslu Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi er að halda uppi lýðræðislegri umræðu um pólitísk málefni líðandi stundar sem og um málefni sem snerta einstaklinga og fjölskyldur í Kópavogi sem og fyrirtæki og stofnanir. ,,Á fundum sem Sjálfstæðis­ félagið heldur, m.a. á laugardags­ morgnum, skiptir máli að kynna ólík sjónarmið um ákveðin máli og þar oft boðnir til umræðu fulltrúar annarra stjórnmálaflokka. Þá sjá þeir sem fundinn sitja málin frá ólíkum sjónarhornum og geta þannig myndað sér ákveðnar skoðanir. Fundarefnið á fundunum er ekki eingöngu pólitískt, t.d. rætt heilstætt um atvinnulífið, skóla­mál eða annað og höldum fjölskyldu­ hátíðir eins og t.d. um páskana í Guðmundarlundi þar sem við­staddir taka þátt í páska­eggjaleit og eiga góða samverustund, njóta þess að drekka kakó og borða pylsur. Sjálfstæðisfélagið er því sannar­­lega fjölskyldu­vænt,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, kjörinn á aðalfundi fyrir skömmu. Sitjandi fyrir miðju er formaðurinn Sigurður Sigurbjörnsson, hægra meginn við hann Sunna Söebeck meðstjórnandi og vinstra megin Kristín Bára Alfredsdóttir varafomaður. Aftari röð f.v. Kristján Friðþjófsson gjaldkeri, Magnús Þorsteinsson í varastjórn, Örn Thorstensen meðstjórnandi og Davíð Snær Jónsson meðstjórnandi. Fjarstaddir voru Unnur B. Friðriksdóttir gjaldkeri, og í varastjórn Lárus Axel Sigurjónsson og Þorvaldur Sigmarsson.

Flokksbundið sjálfstæðisfólk í Kópavogi er um 7.000 talsins, þar af um 5.000 manns í Sjálfstæðis­ félaginu í Kópavogi en um 2.000 manns skiptist aðallega milli kven­ félagsins Eddu og Félags ungra sjálf­stæðis­manna í Kópavogi, Týs. Þetta er mun meira en gengur

og gerist annars staðar. Hver er ástæðan fyrir því að þínu mati? ,,Það er auðvitað gott að búa í Kópavogi, en í félaginu er öflugt og gott starf. Þess vegna vill fólk starfa með okkur og styðja okkar pólitísku stefnu, og það hefur farið vaxandi. Eftirspurn eftir að sinna trúnaðarstörfum hefur vaxið, og það kom berlega fram á síðasta aðalfundi þegar mun fleiri gáfu kost á sér til stjórnarsetu en þau sæti sem kosið var í. Áhuginn vex reyndar alltaf í nálægð kosninga, öðruvísi hefur fólk trauðla áhrif á stefnu flokksins ef vilji standi til þess. Önnur pólitísk félög í Kópavogi hafa reynt að halda uppi laugardagsfundum með svipuðu sniðir og við gerum en það hefur gengið afar illa. Á sama tíma eru hér hartnær 100 manns á fundi Sjálfstæðisfélagsins þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2014 var haldinn öflugur og skemmtilegur fundur í Kríunesi sem stóð meginhluta dagsins með fjölfundafyrirkomulagi og við verðum aftur með fund í Kríunesi 24. mars. þar sem rædd verður stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí nk. Þetta gefur öfluga og skemmtilega mynd af skoðunum fundarmanna og markar stefnuskrána.“ Sigurður Sigurbjörnsson segir að rekstur húss Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi við Hlíðarsmára gangi ágætlega en salurinn er einnig til útleigu t.d. vegna ferminga, brúðkaups, skólaútskriftar, erfidrykkju eða afmælis þegar um fullorðið fólk er að ræða.


Full búð af flottum flísum

Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


22

- MARS 2018

Sérverk í Kópavogi:

Byggingafyrirtæki með nútíma inn­ réttingaverkstæði

Sérverk ehf. í Tónahvarfi Kópavogi var stofnað árið 1991 og er alhliða byggingafyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsteypu mannvirkja. Sérverk tekur að sér minni og stærri verk, meðal verkefna sem unnin hafa verið eru: uppsteypa á skólum, fjölbýlishúsum, rað- og parhúsum

Sérverk hefur byggt nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemina við Tónahvarf í Kópavogi.

ásamt fleiru. Framkvæmdastjóri er Elías Guðmundsson. Sérverk hefur ávallt haft það að leiðarljósi að skila góðum verkum enda hvergi til sparað að gera hlutina sem best úr garði og hafa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins skipt við Sérverk. Fyrirtækið hefur byggt um 450 íbúðir fyrir almennan markað, einnig þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði.

Hlíðasmári 19 Sími 898 8872 www.motx.is

Innréttingaverkstæði

STAPAR VERKTAKAR

Sérverk er með tæki á nýja innréttingarverkstæðinu samkvæmt nútíma kröfum.

Fyrirtækið er með innréttingaverkstæði sem er búið fullkomnustu tækjum sem völ er á til innréttingasmíða. Hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns að jafnaði, allt miklir fagmenn og með mikla reynslu, undirverktakar starfa einnig hjá Sérverk. Fyrirtækið starfar á öllum sviðum er snúa að byggingastarfsemi. Sérverk er þekkt fyrir vönduð og góð vinnubrögð, traust og virðing er borin fyrir öllum verkum og efndir á umsömdum afhendingartíma í heiðri hafðar.


Njóttu lífsins

PIPAR\TBWA - SÍA

í sundlaugum Kópavogs

Sundferð í góðra vina hópi er dásamleg líkamsrækt, slökun og vellíðan. Salalaug og Sundlaug Kópavogs bjóða upp á frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund! Opið virka daga 06:30–22:00 um helgar 08:00–18:00

Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut 17–19 Sími 570 0470

Sundlaugin Versölum Versölum 3 Sími 570 0480

kopavogur.is


4 V A R

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 87679 02/18

pakka s u x ú l m egu r. k með vegl 0 0 0 . 0 ti 46 æ m ð r e v að

Verð frá: 4.830.000 kr.

RAV4 er svipmikill dugnaðarforkur með framúrskarandi aksturseiginleika. Hann er hljóðlátur, öruggur og með nóg rými fyrir fólk og farangur. Nú færð þú sérstaka útgáfu af RAV4 með veglegum lúxuspakka, sem inniheldur dráttarbeisli, krómlista á hliðar, gluggavindhlífar, þverboga og heilsársdekk – alls að verðmæti 460.000 kr. Keyrðu inn í vorið á nýjum og ríkulega búnum RAV4. Lúxuspakkinn fylgir ekki með RAV4 Hybrid. Kynntu þér Toyota FLEX, frábæra leið til að eignast nýja Toyota bifreið á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

3+2 ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 5 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.