Vogar - Blað sjálfstæðismanna í Kópavogi - September 2016

Page 1

15

Gegnsæi við íþrótta­iðkun og ársreikningar íþróttafélaganna.

12

Almennings­ samgöngur og þétting byggðar.

3

Það gengur vel í Kópavogi segir bæjarstjóri.

BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA Í KÓPAVOGI

Skólar í Kópavogi í fararbroddi segir forseti 12 bæjarstjórnar.

1. tbl. 66. árg.

September 2016

Fimmtán framboð Fimmtán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð­ vesturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 29. október nk.

Kjörið fer fram þann 10. september nk. Frambjóðendurnir eru fimmtán talsins, átta karlar og sjö konur. Þeir eru þessir í stafrófsröð; Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur og verkefna­stjóri; Bjarni Benediksson, for­maður Sjálfstæðisflokksins og fjármála­ ráðherra; Bryndís Haralds­dóttir, for­maður bæjarráðs Mosfells­ bæjar; Bryn­dís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bóka­út­gefanda; Elin Hirst, alþingismaður; Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði; Jón Gunnarsson, alþingismaður

og formaður atvinnuveganefndar Alþingis; Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður; Kristín Thorodd­sen, flugfreyja og varabæjarfulltrúi í Hafnar­firði; Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður; Sveinn Óskar Sigurðs­son, framkvæmdastjóri; Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, framkvæmdastóri og meistar­anemi í lögfræði; Viðar Snær Sigurðsson, öryrki; Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður; Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og formaður Hagsmunasamtaka heimilana.

Tökum öll þátt í prófkjörinu þann 10. september


2

- S E P T E M B E R 2016

frá 1950

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára Sími: 554 6410. Netfang: xdkop@xdkop.is Ábyrgðarmenn: Ragnheiður S. Dagsdóttir, Geir A.Guðsteinsson Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 13.000 eintök

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi

Dreift á öll heimili í Kópavogi

Það eru mikilvægar kosningar framundan. Sjálfstæðisflokkurinn býður einn íslenskra stjórnmálaflokka öllum stuðningsmönnum að velja fram­ bjóðendur á lista flokksins við kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur fyrst og fremst og sker sig þannig frá öðrum flokkum Auglýst hefur verið eftir framboðum til prófkjörsins fyrir Suðvestur­kjör­ dæmi og liggur frambjóðendalistinn nú fyrir. 15 ein­staklingar hafa gefið kost á sér til þessa prófkjörs sem fram fer laugar­daginn 10. septem­ber n.k. Hver einstaklingur sem gefur kost á sér til starfa á pólitískum vettvangi vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að skapa betra samfélag fremur en að skapa sjálfum sér frægð eða frama. Það er því virðingarvert á allan hátt þegar fólk býður fram krafta sína til stjórnmálastarfs og á þetta góða fólk þakkir okkar hinna skildar. Hver og einn frambjóðandi fer fram á eigin forsendum, með þá þekkingu og reynslu sem hann hefur öðlast á hinu pólitíska sviði, eða hefur aflað sér á öðrum sviðum. Frambjóðandi leggur fram sína þekkingu og getu fyrir kjósendur, sem svo vega og meta hverjir þeim finnist líklegastir til árangurs fyrir land og þjóð.

Kosið verður í Lindaskóla í Kópavogi. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn, sem náð hafa 15 ára aldri þegar prófkjörið fer fram. Athuga ber að þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördag skulu hafa náð 18 ára aldri á kjördag 29. október 2016. þ.e. hafa atkvæðisrétt í alþingiskosningum. Boðið verður upp á kaffi og veitingar á kjörstað. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Valhöll.

Upplýsingar um frambjóðendur má finna á: www.xd.is/profkjor/suðvestukjordaemi

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi

ATKVÆÐASEÐILL Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, 10. september 2016. Viðar Snær Sigurðsson, öryrki

N

Mikilvægar kosningar framundan

Prófkjörið verður haldið laugardaginn 10. september 2016 klukkan 9:00 til 18:00.

Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður

Núverandi stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mun skila af sér mjög góðu búi. Staða þjóðarbúsins er góð og allir hagvísar eru upp á við. Skuldastaða ríkissjóðs hefur stórbatnað, atvinnuástand er gott, svo gott að vinnuafl vantar víða. Byggingarframkvæmdir hafa stóraukist, aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til landsins. Atvinnuleysi er lítið. Gengi krónunnar hefur styrkst, kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, hagvöxtur er meiri en í nágrannalöndunum og verðbólga er lítil. Ríkisstjórnin getur því óhrædd lagt árangur sinn í dóm kjósenda.

Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Eins og áður sagði fer prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fram þann 10. september eða á laugardaginn kemur. Allir frambjóðendur gera stuttlega grein fyrir sér í þessu eintaki af VOGUM. Meðal þessara frambjóðenda er bæði nýtt fólk sem vill koma sér á framfæri til þátttöku í stjórnmálum og reyndir frambjóðendur, sem hafa langa þingreynslu að baki eða eru sjóaðir í brimróti stjórnmála á einhvern hátt. Það kann auðvitað að verða erfitt í prófkjörsvali að úrskurða hver skuli vera fremstur meðal jafningja í sama flokki. Þetta fólk er samankomið í Sjálfstæðisflokknum vegna grundvallarhugsjóna hans og sjálfstæðisstefnunnar sjálfrar. En hún er sú að varðveita sjálfstæði þjóðarinnar umfram allt annað og „vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Víða er talað um að stjórnmálaáhugi unga fólksins sérstaklega fari þverrandi. Það er verðugt verkefni fyrir stjórnmálaflokka að vekja þetta unga fólk til dáða og beinnar þátttöku í þjóðmálaumræðunni. Sjálfstæðismenn hvetja fólk ávallt til að neyta atkvæðisréttar síns og mæta á kjörstað. Tökum því þátt í prófkjörinu á næsta laugardag og veljum frambjóðendur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi.

O

Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar

H

Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda Elín Hirst, alþingismaður

Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi

IS

Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi hefur um árabil staðið að félagsfundum á laugardagsmorgnum á milli kl. 10:00 og 12:00 í Hlíðarsmára 19. Virkni þessara funda hefur stóraukist á undanförnum árum, samfara vinnu stjórnarmanna að fá á fundina áhugaverða fyrirlesara á sviði stjórnmála, málefna líðandi stundar ásamt stjórnendum úr hinu opinbera og einkarekna atvinnulífi. Engin stjórnmálasamtök í Kópavogi og þó víðar væri leitað, halda uppi jafn kröftugu félagsstarfi og Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Er fólk hvatt til þess að sækja þessa laugardagsfundi á vetri komanda.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Jón Gunnarsson, alþingismaður

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður

ÝN

Eitt meginhlutverk Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, sem og annarra sjálfstæðisfélaga um landið, er að halda uppi virku félagsstarfi og vinna með grasrót Sjálfstæðisflokksins.

Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri

Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltrúi og flugfreyja Óli Björn Kárason, ritstjóri

Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri og laganemi

S

Grasrótarstarf stjórnmálaflokka

R

Staða mála

ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, ella ógildist kjörseðillinn. Kjósa skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðenda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.

Yfirstrikanir gera kjörseðilinn ógildan. Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð!


3

- SEPTEMBER 2016

Það gengur vel í Kópavogi - segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson.

,,Mörg verkefni hafa verið á borði bæjarstjórnar Kópavogs það sem af er árinu 2016,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. ,,Nýverið var lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkað. Hækkun er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar skuldahlutfalls og styrkingu efnahags sveitarfélagsins, góðs rekstrar, góðrar eftirspurnar eftir lóðum og ágætum horfum í efnahagsmálum. Tíðindin eru ánægju­leg en koma ekki á óvart. Niðurstaða er í samræmi við þá stefnu sem sett hefur verið í rekstri sveitarfélagsins, að gæta aðhalds og skynsemi, án þess þó að það bitni á þjónustu sveitarfélagsins. Það má einnig rifja upp að afkoma bæjarins var jákvæð á síðasta ári sem var góð niðurstaða í ljósi mikilla launahækkana þetta árið og stóraukins framlag til lífeyrisskuldbindinga. Heilt yfir má segja að sú áhersla sem lögð hefur verið hafi skilað árangri.“

Okkar Kópavogur

Kosningu í íbúalýðræðis­ verk­efninu Okkar Kópavogur er ný­lokið. Fjölmargir Kópa­vogsbúar tóku þátt í verkefninu með ein­hverjum hætti, annaðhvort með því að taka þátt í kosningunni eða með því að leggja til hugmynd, nema hvoru­tveggja sé. Þeim vil ég þakka. Hafist var handa í þessu verkefni síðastliðið vor. Óskað var eftir hugmyndum að verkefnum á

vef verkefnisins og á íbúafundum sem haldnir voru í öllum hverfum Kópavogs. Frá upphafi var ljóst að 200 milljónir króna færu í að framkvæma hugmyndirnar og varð úr að velja 20 hugmyndir úr hverju hverfi, alls 100. Þess má geta að hafist verður handa strax nú í haust en meginþorri verkefnanna verður framkvæmdur á næsta ári. Það er ánægjulegt hversu góðar undirtektir ,,Okkar Kópavogur“ hefur fengið. Verkefnið er í samræmi við þá stefnu sem birtist í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar um aukið íbúalýðræði“. Það hefur verið kallað eftir þátttöku íbúa í gerð hverfisáætlana og stefnumótun lýðheilsustefnu og dæmi séu tekin. ,,Okkar Kópavogur“ er umfangsmesta íbúasamráðið til þessa.

Skólarnir

Innleiðing spjaldtölva í 5.-10. bekk grunnskóla Kópavogs er nú á lokametrunum en ýmislegt fleira er á seyði í málefnum skóla. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús við Vatnsendaskóla og við Kársnesskóla var nýverið tekið í notkun nýtt mötuneyti. Í leik­ skólum bæjarins er sem fyrr unnið metnaðarfullt starf. Sumarið var nýtt til að lagfæra leikskólalóðir og verulegar endur­bætur unnar á lóðum leikskólanna Dals og Grænatúns. Leikskólarnir í Kópavogi taka við

börnum allt niður í eins og hálfs árs gömul og hefur það þarfnast talsverðs undirbúnings að taka á móti stórum hópi ungra barna en sá undirbúningur hefur gengið afar vel.

Skipulags­málin – minni íbúðum fjölgað

Þegar litið er til skipulagsmála og framkvæmda í bænum er af nógu að taka. Í maí var ritað undir samkomulag um uppbyggingu í Smáranum, nýju hverfi sunnan Smáralindar, við Smárabyggð ehf. og Reginn fasteignafélag. Markmið samkomulagsins er að styrkja svæðið sem öflugt, vist­v ænt og eftirsóknarvert íbúðar- og verslunarsvæði í miðju höfuðborgarsvæðisins og að nýta núverandi innviði bæjarfélagsins betur. Fyrirhugað er að reisa 620 íbúðir á svæðinu í 15 fjölbýlishúsum en í samræmi við tillögur húsnæðisnefndar Kópavogs verður íbúðum fjölgað, án þess að byggingarmagn aukist en kallað hefur verið eftir auknu framboði af minni íbúðum. Í ársbyrjun var undirritað rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins. Þá er uppbygging í Glaðheimahverfi í fullum gangi, framkvæmdir við fjölbýlishús sem rísa munu þar eru hafnar. Í sumar var líka úthlutað lóðum í Vatnsenda undir atvinnuhúsnæði,

mikil eftirspurn var eftir þeim og ljóst að í Vatnsenda er að verða til eftirsótt atvinnusvæði. Unnið er að rammaskipulagi þróunarsvæði Kársness, sem er vestasti hluti Kársness. Töluverð athygli hefur beinst að því svæði innan lands sem utan í tengslum við hönnunarkeppnina ,,Nordic Built“ en Kársnesið var valið til þátttöku í henni í fyrra. Í sumar var svo ljóst að tillagan ,,Spot on Kársnes“ fór með sigur af hólmi í keppninni hér á landi, spennandi og framsækin tillaga og má þess geta að unnið er með höfundum hennar að rammaskipulaginu áður nefnda. Að lokum fyrst við erum stödd á Kársnesi þá má þess geta að starfshópur milli Reykjavíkur, Kópavogs og Vegagerðar um brú yfir Fossvog tekur til starfa innan skamms.

Bæjar­skrifstofur á nýjum stað

Í október hefjast flutningar bæjarskrifstofu Kópavogs í nýtt húsnæði að Digranesvegi 1. Bærinn festi kaup á húsinu á árinu, en húsnæðismál bæjarskrifstofanna voru töluvert í deiglunni í byrjun þessa árs og lok þess síðasta. Lendingin varð nýtt húsnæði sem rúmar þrjú af fjórum sviðum stjórnsýslunnar en mögulegt er að byggja við nýja húsið svo öll starfsemin komist undir sama þak. Það verður spennandi að flytja á

nýjan stað en eins og fram hefur komið er núverandi húsnæði að óhentugt þar sem skipulag þess kallar á marga umframfermetra auk þess sem tími er kominn til gagngerra og kostnaðarsamra endurbóta. Endurnýjun á Fannborgarreit, þar sem núverandi húsnæði er, mun verða lyftistöng fyrir svæðið en Hamraborg og nágrenni er eitt af fjölmörgum góðum kostum í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Menningar­húsin

Mikil gróska er í starfsemi menningarhúsanna í Kópavogi um þessar mundir. Síðasta vetur var bryddað upp á því að bjóða upp á fjölskyldudagskrá á laugardögum og sama verður upp á teninginn í vetur. Dagskrá húsanna er fjölbreytt og spennandi og hátíðir á borð við Óperudagana í vor og ,,Cycle listahátíðina“ sem fram fer í annað sinn í haust hafa vakið mikla athygli. Nokkrir dagar eru síðan Kópavogsbúar urðu fleiri en 35.000 talsins. Mikil eftirspurn er eftir að búa í bænum okkar, enda er hann vel staðsettur og þjónustan góð. Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks heitir því að halda áfram á sömu braut í góðu samstarfi við minnihlutaflokkanna. „Það gengur vel í Kópavogi“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstóri Kóopavogsbæjar að lokum.


4

- S E P T E M B E R 2016

Breytinga er þörf Vilhjálmur Bjarnason heiti ég og hef skilgrein mig sem ,,ekki fjáfestir.“ Ég er 52 ára og giftur Önnu Thelmu Magnúsdóttur viðskipafræðingi. Við fjölskyldan höfum búið í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2002, fyrst í Hafnarfirði en nú í Mosfellsbæ. Ég hef starfað sem fasteignasali frá 1992 og byrjaði í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) árið 2010 og hef verið varaformaður og síðustu þrjú árin formaður samtakanna og hef mikla reynslu af umsagnarskrifum um ný lög fyrir Alþingi og einnig af því að mæta fyrir þingnefndir og setuí nefndum og ráðum ásamt því að skrifa ný lög. Breytinga er þörf og vil ég stuðla að og leggja mitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Allir sem koma að stjórmálum hljóta fyrst og fremst að huga að því að grunnþarfir almennings og heimilanna í okkar ríka landi séu þannig tryggðar að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Sérstakega .þarf að huga að þeim sem hafa lægstu launin, ömmur okkar og afa og þá sem einhverra hluta vegna mega sín minna og þurfa á aðstoð samfélagsins að halda.

Ég kýs að bjóða mig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem ég er búinn að vera skráður í frá árinu 1980, vegna þess að ég er sáttur við grunngildi og grunnstefnu flokksins en að sama skapi verð ég að segja að ég hef ekki verið alls kostar ánægður með hvernig þeim hefur í langan tímaverið framfylgt. Ég veit að hinn venjulegi sjálfstæðismaður er ekki sáttur við hvernig komið er fyrirheimilum landsins og hvernig gæðum landsins er skipt og ég veit að hann vill breytingar alveg eins og hinn venjulegi Íslendingur og hef ég sagt við börnin mín að ég muni gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta þessu, og þess vegna stíg ég fram. Þessar breytingar þurfa að koma innan frá, hvort sem það er innan stjórmálaflokkanna, kerfisins, stjórnsýslunnar eða réttarfarsins. Þessar breytingar gerast ekki af sjálfu sér því það sérhagsmunavaldakerfi sem viðgengst hefur undanfarna áratugi vill viðhalda völdum sínum. Aðaláherslumál mín eru í grunnnin þau sömu og Hagsmunasamtök heimilanna hafa staðið fyrir, enda tel ég HH hafa haldið uppi og í

Vilhjálmur Bjarnason

raun skapað nánast alla umræðu í þjóðfélaginu um verðtrygginguna, vaxtaokrið, framfærsuvanda fjölskyldna og það sem að er t.d. í stjórn og dómskerfinu ásamt öðru sem því mður er að í okkar yndislega landi.

Breytinga er þörf og ef þið venjulegt Sjálfstæðisfólk eruð sammála mér um það þá hvet ég ykkur til að mæta og kjósa í prófkjörinu, því til er ég.

Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Með réttlátari launastefnu styrkjum við atvinnu og þjónustu

Viðar Snær Sigurðsson

Mikil fjöldi frambjóðenda sækist eftir stuðningi þínum til að komast í eitt af fimm efstu sætunum. Málefni þeirra eru oft samleit enda er fólk mjög gjarnt til að stökkva á þau málefni sem líklegust eru til að skila þeim atkvæði. Svo er það okkar að vega og meta hverjum við treystum best til að koma þessu í verk. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér því mig langar að vinna að góðum málefnum og betrumbæta þjóðfélag okkar allra. Ég ætla ekki að lofa öllu fögru, en eitt get ég sagt að ég mun gera mitt allra besta. Helstu málefnin mín verða kjör aldraða og öryrkja og heilbrigðiskerfið, endurskoðun á barnabótakerfinu til að létta undir þeim kostnaði sem til fellur vegna dagforeldra og leikskóla. Einnig öll önnur góð málefni sem til falla, því dyr mínar munu ávallt standa öllum opnar. Nú eru eflaust margir að velta því fyrir sér hvernig ríkið ætti að standa undir þessu, hvort þetta mun ekki leiða til skattahækkunar. Svarið er nokkuð flókið , en hagræðing þýðir ekki endilega niðurskurður eða léleg vara. Hagræðing getur falist í því að Ríkisinnkaupum verði falið að sjá um öll innkaup stofnana ríkisins. Þetta hefur þegar sparað mikla peninga eins og fram kemur á vef Fjármálaráðuneytisins, 100 milljónir króna sparast vegna 5 sameiginlegra útboða, það eru breytingar í rétta átt. Ef felldur er niður allur virðisaukaskattur

af rafmagnsbílum þá stuðlum við að vistvænna umhverfi og spörum gjaldeyri sem annars færi í innflutning á eldsneyti. • Með réttlátari launastefnu þá styrkjum við atvinnu og þjónustu. • Með hækkun barnabóta þá leggjum við grunn að fólksfjölgun sem síðar leiðir til meiri atvinnu og þjónustu • Lífskjör eldriborgara og öryrkja eru hreint út sagt ömurleg. • Öryrkjar kusu ekki að verða öryrkjar þeir fæddust svona eða lentu í einhverju, þeir hafa engan verkalýðsrétt, og engan rétt til orlofshúsnæðis eða annað sem verkalýðsfélögin bjóða uppá. • Eldriborgarar hafa þegar skilað sínu til samfélagsins, við værum ekki á þeim stað sem við erum í dag ef ekki væri fyrir þá. Sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og borgum þeim mannsæmandi laun. • Gleymum ekki grunngildum flokksins: sjálfstæði, frelsi, réttlát þjóðfélag, mannsæmandi lífskjör og stétt fyrir stétt. Ég vona svo innilega eftir þínum stuðning í 3. – 5. sætið. Viðar Snær Sigurðsson öryrki), fyrrverandi sjómaður og verkamaður.


5

- SEPTEMBER 2016

Ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup Við Íslendingar viljum flestir eignast þak yfir höfuðið. Það er skynsamlegur búrekstur og virðist sem betur fer hluti af þjóðarsálinni. Þeir sem það kjósa geta auðvitað leigt húsnæði en það breytir ekki því að efst á lista hjá flestu ungu fólki er að eignast sína eigin íbúð. Það tryggir öryggi og festu fyrir fjölskylduna. Ýmislegt hefur unnið gegn ungu fólki á síðustu árum í þessum efnum. Við foreldrar þekkjum þennan gang og viljum veg barna okkar sem bestan. Húsnæðismál ungs fólks er því oft fjölskyldumál, eins og vera ber. Eftir hrun hefur greiðslumatið verið mun strangara en áður, byggingarreglugerðir eru einnig íþyngjandi og hamla framboði á fjölbreyttara húsnæði. Lóðir eru seldar dýru verði, sem kemur beint fram í dýrum íbúðum, og markaðsáhrif í tengslum við ferða­ mannastrauminn koma líka fram í hærra verði á íbúðum, bæði við leigu og kaup, sér­staklega í miðbæjar­kjörnunum hér á suð­vestur­horninu. Þetta og fleira hefur gert ungu fólki erfiðara fyrir

að eignast sína fyrstu íbúð. Núverandi ríkisstjórn steig mjög gott skref í tengslum við skulda­leiðréttinguna og samfara henni var opnuð leið til að nota séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól fasteigna­ lána. Með nýju frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er gengið enn lengra í að koma til móts við ungt fólk og auðvelda því að safna fyrir útborgun í fasteign. Samkvæmt hinni nýju leið getur hver og einn nýtt séreignarsparnaðinn skattfrjálst í 10 ár og safnað sér skattfrjálst allt að 5 milljónum króna fyrir einstakling og 10 milljónum króna fyrir par. Leiðin er ígildi umtalsverðrar skattalækkunar, eða launahækkunar, eftir því hvernig á er litið. Séreignarsparnaðarleiðin stendur öllum til boða sem greiða eða munu greiða í séreignarsparnað og hafa ekki átt íbúð áður. Mikilvægt er að muna að þeir sem keyptu íbúð eftir að séreignarsparnaðarleiðin var lögfest (í eldra kerfinu) færast yfir í þessa leið og njóta einnig hagræðisins. Stuðningur samkvæmt

Elín Hirst

eldri leið er framlengdur um tvö ár fyrir þá sem eru að greiða niður lán en áttu íbúð fyrir. Mikilvægt er fyrir ungt fólk sem velur þessa nýju leið til að fjármagna húsnæðiskaup að skilja samspilið við eftirlaunin, sem minnka með því að nota

Endurreisn millistéttarinnar

Óli Björn Kárason

séreignarsparnaðinn núna og á næstu árum. Hjá einstaklingi sem byrjar snemma að safna í séreign geta eftirlaun orðið hærri en laun við starfslok. Þess vegna getur verið skyn­ sam­­legt að nýta hluta af sér­eignar­

sparnaðinum fyrr og draga úr hús­næðis­­útgjöldum yfir starfs­ævina.

Forsenda þess að við sjálf­ stæðismenn náum góðum árangri í komandi alþingiskosningum er að við tölum skýrt og af sannfæringu. Við þurfum að leggja stefnu okkar fram með skilmerkilegum hætti. Verkefnin sem blasa við á komandi árum eru fjölmörg en í ræðu og riti hef ég lagt áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn standi vörð um millistéttina, sem látin var bera þyngstu baggana eftir hrun fjármálakerfisins. Með lækkun skatta, jafnræði í lífeyrisréttindum og öflugra atvinnulífi verður hlutur millistéttarinnar réttur við. Með sama hætti á Sjálfstæðis­ flokkurinn að stuðla að því að aftur verði eftirsóknarvert að stofna og eiga fyrirtæki. Við eigum að setja sjálfstæða atvinnurekandann aftur á sinn stall og hætta að refsa framtaksmönnum fyrir að ná árangri í rekstri. Það er skylda okkar að leiðrétta eitt mesta óréttlætið sem hefur fengið að grafa um sig. Þjóðinni hefur verið skiptist í tvo hópa. Annar hópurinn nýtur ríkisábyrgðar á lífeyrisréttindum. Hinn hópurinn þarf að sætta sig við skert lífeyrisréttindi ef illa gengur. Til að auka enn á óréttlætið þarf síðari hópurinn að axla þyngri byrðar til að tryggja lífeyrisréttindi þeirra sem tilheyra fyrri hópnum. Samhliða er nauðsynlegt að gera breytingar á almannatryggingakerfinu, treysta hag þeirra sem lakast standa. Við eigum að innleiða frítekjumark og hætta að refsa eldri borgurum og öryrkjum sem vilja bæta sinn hag.

Samkeppni og jafnræði

Elín Hirst alþingismaður sækist eftir 2.-3. sæti í próf­ kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Verkefnin á komandi árum eru fleiri: • Við verðum innleiða samkeppni á öllum sviðum og tryggja jafnræði milli atvinnugreina. Við getum ekki sætt okkur við að hluti atvinnulífsins starfi í vernduðu umhverfi og njóti skjóls hins opinbera. • Við eigum að ráðast í umfangsmikla fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu – fjárfestingu sem er ekki aðeins ein sú arðbærasta sem við eigum kost á, heldur eykur hún lífsgæði allra landsmanna. • Við þurfum að huga að grunnþáttum menntunar. Endurreisn iðn- og tæknimenntunar á að vera í forgangi, þannig að ungt fólk telji hana eftirsóknarverða. • Við getum lagt styrkan grunn að því að ungt fólk eigi a.m.k. ekki síðri tækifæri til að eignast eigið húsnæði en foreldrar þess, afar og ömmur. Markmið Sjálfstæðisflokksins er að tryggja sem flestum fjárhagslegt sjálfstæði og þar með raunverulegt valfrelsi í húsnæðismálum. Þetta eru nokkur þeirra verkefna sem við sjálfstæðismenn eigum að vinna að. Fyrirheit okkar er fyrst og síðast að fjölga tækifærunum – valkostum á öllum sviðum, allt frá samgöngum til skóla, frá læknisþjónustu til búsetu, frá listum til fjölmiðlunar. Þannig verður samfélagið fjölbreyttara, litríkara, og skemmtilegra. Óli Björn Kárason.


6

- S E P T E M B E R 2016

Áfram á réttri leið Bjarni Benediktsson

Við nálgumst lok kjörtímabils og göngum senn til kosninga. Sjálf­stæðisflokkurinn getur stoltur lagt verk sín dóm kjósenda því sá árangur sem náðst hefur á kjör­ tímabilinu er mikill og ótvíræður. Frá stjórnarskiptum vorið 2013 hefur orðið algjör viðsnúningur í efnahagsmálum. Hér er lítil verðbólga, atvinnuástand gott, laun hafa hækkað og kaupmáttur vex hröðum skrefum. Raunar hefur kaupmáttur launa vaxið svo mjög undanfarið ár að annað eins hefur ekki sést síðan mælingar hófust fyrir 1990. Eitt forgangsmál ríkisstjórnar­ innar var að styðja við skuldsett heimili. Áherslur okkar hafa skipt miklu og nú er skuldastaða heimilanna allt önnur og betri en fyrir einungis þremur árum.

Fyrir þinginu liggja tillögur um að létta ungu fólki að eignast fyrstu fasteign og nýlega voru samþykkt lög sem munu bæta verulega stöðu fólks á leigumarkaði og auka framboð á leiguhúsnæði. Hallarekstri ríkissjóðs hefur verið snúið í góðan afgang og skuldir ríkisins lækkaðar. Þessar áherslur ásamt vel útfærðri áætlun um afnám fjármagnshaftanna hafa tryggt betra lánshæfi ríkissjóðs, en það mun hafa verulega jákvæð áhrif á lánskjör bæði ríkissjóðs og stærri fyrirtækja á landinu. Aukinn stöðugleiki í efna­hags­­ málum hefur skilað öllum al­­menn­ ingi meiri hag­sæld og öryggi. Enginn flokkur hefur lagt jafn mikla áherslu og Sjálfstæðis­flokk­ ur­inn á að lækka skatta, gjöld og aðrar álögur á landsmenn.

Fyrstu verk ríkisstjórarinnar voru að draga til baka skerðingar sem vinstristjórnin hafði innleitt á bætur almannatrygginga og bætur hafa hækkað umtalsvert á síðustu þremur árum. Enn er verk að vinna við að bæta réttindi í almannatryggingakerfinu. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp til breytinga sem byggir á víðtæku samráði um einföldun bótaflokka. Á okkar fyrsta ári hækkuðum við bankaskattinn og afnámum undanþágur slitabúa til að fjármagna ríkissjóð og búa í haginn fyrir aðgerðir til að hjálpa skuldsettum heimilum. Bankaskatturinn skilaði ríkissjóði hátt í 40 milljörðum á ári meðan slitabúin voru starfandi en fyrri ríkissjórn hafði innheimt um það bil 1 milljarð árlega með sama skatti. Sú ríkisstjórn hafði

Breikkum fylgi Sjálfstæðisflokksins

Sveinn Óskar Sigurðsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir kjörorðinu stétt með stétt. Við þurfum nú að skerpa

þessar línur á ný og tryggja bakland flokksins. Baklandið er með bakþanka og vil ég taka upp

kjörorðin kynslóð með kynslóð samhliða því að leggja áherslu á að tryggja beri velferð í þessu landi.

einnig hækkað skatta á launafólk. Við lögðum áherslu á að lækka skatta á launafólk. Lægsta þrepið var lækkað og miðþrepið fellur brott um næstu áramót samkvæmt lögum. Þetta skilar öllum fleiri krónum í launaumslagið. Áratugagamalt baráttumál okkar, afnám vörugjalda, er nú loks í höfn, tollar á föt og skó voru afnumdir um síðustu áramót og um þau næstu falla niður allir tollar á annað en einstaka landbúnaðarafurðir. Ísland er eftir þessar breytingar komið í hóp þeirra ríkja sem hafa hvað frjálsust viðskipti við önnur lönd. Tryggingagjaldið hefur lækkað í skrefum, síðast um mitt þetta ár um 0,5 prósentustig. Við lækkuðum efra virðisauka­ skattsþrepið í 24%. Það er það lægsta sem gilt hefur frá upp­töku virðisaukaskattskerfisins. Ekkert Norður­landanna hefur lægra almennt virðis­a uka­skatt­sþrep. Allar þessar breytingar gera það að verkum íslensk verslun býr við gjör­breytt og betri sam­keppnis­skil­ yrði við ná­granna­löndin. Við færum með þessu verslunina heim, bætum rekstrarstöðu hennar og tryggjum betri kjör fyrir lands­menn. Verkefni næsta kjörtímabils verður að sækja fram á grund­velli

þeirrar sterku stöðu sem við höfum öll sam­eigin­lega skapað. Verkefnin eru víða. Í heilbrigðis­málum er þörf átaks. Á næstu árum mun nýr spítali rísa en við þurfum að greiða aðgengi að heilbrigðis­þjónustunni með því að lækka kostnaðinn fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Það á bæði við um lyf og almenna læknisþjónustu. Í samgöngum bíður okkar að gera átak í bæði viðhaldi og nýframkvæmdum, meðal annars til að tryggja öryggi landsmanna betur og styrkja getu okkar til að taka við stórauknum fjölda ferðamanna. Menntamál og nýsköpun eru lykilmálaflokkar fyrir samkeppnis­ stöðu okkar í framtíðnni og ­á sviði umhverfismála eru tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að ná samstöðu og sátt sem komandi kynslóðir munu njóta góðs af um leið og við viðhöldum fyrirmyndarstöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Með ábyrgri stjórn efnahagsmála getum við lagt grunn að sókn á öllum sviðum samfélagsins. Það er mikið í húfi fyrir okkur öll. Höldum áfram á réttri leið.

Velferðin skal mótast af hógværð í skattheimtu, sókn í atvinnulífinu, virðingu fyrir lögum og styrkum grunnstoðum til handa ungu fólki sem og öldruðum. Sem frambjóðandi í próf­kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð­vestur­ kjördæmi sækist ég eftir að þú, lesandi góður, styðjir mig í 3. – 4. sæti. Ég er sprottin úr jarðvegi verkalýðshreyfingar. Að vera alinn upp innan um menn eins og Pétur Sigurðsson er byggði upp Hrafnistu, Guðmund J. Guðmundsson (Guðmund Jaka) og aðra sem bentu mér á gæskuna óháð stjórnmálum og argaþrasi dagslegs lífs. Vil ég byggja brýr vinskapar við pólitíska félaga sem og andstæðinga til að tryggja velferð á Íslandi, umhyggju og sterkt efnahaglíf. Foreldrar mínir eru mín fyrirmynd hvað þetta varðar. Má benda á baráttu föður míns sem Sjálfstæðismanns, fyrrum varaþingmanns og formanns Verka­lýðsráðs Sjálf­ stæðis­flokksins. Þessi kynslóð er sú sem byggði upp sjóði okkar hinna yngri, lánasjóði fyrir náms­ menn, lánasjóði til íbúðarkaupa og umgjörð alla svo að þjóðin næði langt. Tilfinning mín er sú að þegar við höfum nú gert vel hvað kaupmátt almennings varðar sé það ætlunarverk þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem sest næst á þing, að leiðrétta kjör eldri kynslóða. Það verður að stagbæta öryggisnet þessa hóps sem byggði upp þetta land. Einnig ber að gæta að barnafólki og hlúa að ungu fólki sem á að geta fjárfest í íbúð eða byggt þak yfir fjölskyldu sína. Þörf er á að löggjöf varðandi eldri borgara verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að skerðingar verði lágmarkaðar

og lífsgæðin hámörkuð. Þar spilar einnig inn öll meðferð öldrunarmála. Umönnunarþörf aldraða mun aukast á næstu árum þegar eldri borgurum fjölgar. Samhliða eykst krafan um aukinn sveigjanleika og minni skerðingar vegna vinnuframlags dugmikilla einstaklinga. Lífeyriskerfið ber að einfalda og auka á sveigjanleika þess til að taka þátt í uppbyggingu innviða samfélagsins með beinum hætti svo ávaxta megi til lengri framtíðar. Markmið mín eru fleiri og fjölmörg. Legg ég hér þó sérstaka áherslu á málefni aldraða og ungs fólks. Til að við getum náð árangri á því sviði skiptir miklu máli að eiga fyrir þessu, borga niður skuldir hins opinbera svo að breytingar til batnaðar sverði varanlegar en ekki teknar að láni. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins hefur staðið sig vel í að greiða niður skuldir og hefur það nú komið ríkissjóði vel sem stendur betur með hverju árinu sem líður. Höldum þessum kúrs og stefnum áfram að því að bæta hag Íslendinga. Skiptum svo rétt þegar við höfum ráð á slíku og deilum til þeirra sem lögðu til fyrir okkur hin. Við verðum að lækka skatta á eldri borgara og draga úr skerðingum. Framkvæmum þetta með trúverðugum og varanlegum hætti og gætum þess að allir hafi borð fyrir báru í lífsins ólgusjó.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra.

Sveinn Óskar Sigurðsson.


7

- SEPTEMBER 2016

Bæta þarf skatta- og gjalda­ umhverfið Karen Elísabet Halldórsdóttir

Karen Elísabet Halldórsdóttir er starfandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og sinnir m.a. formennsku í lista og menningarráði, varaformaður í bæjar­ráði og á sæti í velferðarnefnd. Hún var formaður Efnahags og við­s kiptanefndar Sjálf­s tæðis­ flokks­ins þar til á síðasta landsfundi. Situr í ráðgjafanefnd Jöfnunar­sjóðs Sambands íslenskra sveita­félaga.

Hún starfar meðfram þessu sem skrifstofustjóri Raf­tækja­sölunnar ehf. „Ég er fædd 1974 og hef alla tíð verið búsett í Kópavogi. Ég á tvær dætur, Júlíu Vilborgu 15 ára og Elísu Helgu 11 ára sem eru nemendur í Álfhólsskóla. Ég keypti nýverið æskuheimilið af foreldrum mínum sem ég reyni nú

sveitt að gera upp smátt og smátt. Ásamt því að vera virk í stjórnmálastarfi Sjálfstæðis­ flokksins hef ég alltaf verið virkur foreldri í umhverfi barna minna hvort sem það er í skólanum þeirra eða áhugamálum. Önnur er á kafi í dansi og hin stundar boltaíþróttir af miklum móð. Það má segja að áhugi minn að taka þátt í þjóðmálum

sé vegna þess að ég tel mig sífellt vera að reyna að bæta það umhverfi þær og önnur börn alast upp í dag. Allt sem ég geri miðast við að efla þá framtíðarmöguleika sem landið og samfélagið getur boðið upp á. Það er ekki nóg að mínu mati til dæmis að hjálpa ungu fólki að kaupa fasteign á Íslandi heldur þarf einnig að skapa hér atvinnuumhverfi sem þetta sama fólk vill starfa í og mennta til.

Taka þátt í að móta framtíðina

Það að bjóða sig fram til starfa á Alþingi til þess að bæta samfélagið sitt er ákvörðun sem ekki er tekin af léttúð. Hún miðast við, hvað mig varðar a.m.k., að ég taki þátt í að móta framtíðina fyrir arftaka landsins. Hinn kosturinn er að ég sitji heima og láti þær ákvarðanir eftir öðrum. Helstu áherslur í þessu prófkjöri eru m.a að halda áfram að bæta skatta- og gjaldaumhverfið. Skattkerfið þarf

að vera flatt, einfalt, skilvirkt og án undanþága og ívilnanna. Það á að vera eftirsóknarvert að borga keisaranum það sem honum ber og það mun flestum finnast ef þeir upplifa kerfið sanngjarnt. Gegn því eru innviðir samfélagsins styrktir á öllum sviðum s.s. með góðri heilbrigðis- mennta og velferðarþjónustu, löggæslu og samgöngum. Viðskiptaumhverfi fyrirtækja þarf að einkennast af heilbrigðri samkeppni í öllum greinum. Huga þarf sérstaklega ferðaþjónustu sem býður upp á fjöldamörg tækifæri til atvinnureksturs sem og þarf að gæta að því að landið og náttúran séu tilbúin til þess að geta tekið á móti milljónum ferðamanna ár hvert. Ég býð mig fram, og óska eftir þriðja sætinu á lista okkar Sjálfstæðisfólks í Kraganum. Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Að velja og hafna Allt okkar líf erum við að velja og hafna, hvoru tveggja mikilvægt og ekki sjálfgefið að það sé í boði yfir höfuð. Við viljum búa við frelsi og nýta það til að fullkomna líf okkar. Að geta gengið um götur land síns er ekki sjálfgefið, að eignast þak yfir höfuðið er ekki sjálfgefið, að vita með vissu hvaða rétt maður á og hvað maður á og má er heldur ekki sjálfgefið. Ég er móðir, dóttir, systir, maki og vinkona en fyrst og fremst einstaklingur með trú á lífinu og þeim tækifærum sem þar bjóðast. Ég hef trú á því að reynsla mín bæði sú sem lífið hefur kennt mér sem og þau störf sem ég hef sinnt hafi gert mig að sterkari einstakling, einstakling sem getur látið gott af sér leiða í þágu þjóðarinnar. Ég býð því fram krafta mína í 2. – 4. sæti í komandi prófkjöri. Ég er fyrsti varabæjarfulltrúi, flugfreyja og ferðamálafræðingur. Ég sit í fjölskylduráði Hafnar­ fjarðar og er varamaður í menningar og ferðamálaráði og stóð fyrir stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar þar sem ég sit í stjórn. Helstu baráttumál mín eru fjölskyldumál, málefni eldri borgara, húsnæðismál ungs

fólks, neytendamál, ferðamál og einkavæðing ríkisstofnanna. Endurskoða þarf starfslok einstaklinga og tryggja að ellilífeyrir skerðist ekki við atvinnuþátttöku . Gera þarf ungu fólki kleift að feta sig á húsnæðismarkaðinum, hvort sem það kýs að leigja eða eiga en til þess þarf að gera fjölmargar breytingar á löggjöfinni. Endurskoða þarf neytendalöggjöfina með hag fjölskylda að leiðarljósi. Ganga þarf lengra í einkavæðingu ríkisfyrirtækja og minnka þannig ábyrgð neytenda. Ég hef fulla trú á því að í dag, árið 2016 sé einkaaðilum treystandi fyrir rekstri á sjónvarps og -útvarpsstöðvum, flugvöllum ofl. Ferðaþjónustuna þarf að skoða vel ofan í kjölin þar sem meta þarf kosti hennar og galla. Hlúa þarf að náttúru landsins, innviðum og nýtingu svo bæði við sem þetta land byggjum getum notið góðs af auknum ferðamannastraumi og einnig svo íslensk ferðaþjónusta geti haldið áfram að vaxa og dafna. Gera þarf stefnumótun til framtíðar þar sem horft verður til þess að ferðaþjónustan sé komin til með að vera. Valið er þitt, veljum á lista

Kristín Thoroddsen

Sjálfstæðisflokksins breiðan lista fólks sem endurspeglar þorra þjóðarinnar og hvet þig því til að taka þátt í að móta lista Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum og hafa þannig

áhrif á framtíðina. Því þegar öllu er á botninn hvolft viljum við öll það sama, mennta börnin okkar, ná endum saman, eiga þak yfir höfuðið og njóta efri áranna áhyggjulaus.

Kristín Thoroddsen sækist eftir 2. – 4. sæti.


8

- S E P T E M B E R 2016

Forgangsmál að atvinnulífinu og einstaklingunum séu skapaðar aðstæður til sóknar og framfara Kæru sjálfstæðismenn. Kjörtímabilið sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur verið viðburðaríkt. Árangurs­ríkt ríkisstjórnar­sam­starf Sjálfstæðis­ flokks og Framsóknarflokks hefur skilað fjölmörgum framfaramálum í höfn, landsmönnum öllum til hagsbóta. Verðbólga hefur verið í sögulegu lágmarki, kjör almennings hafa stórbatnað bæði vegna aukins kaupmáttar vegna hækkunar launa og auknum ráðstöfunartekjum vegna skattalækkana sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir. Nú sér fyrir endann á af­námi fjármagnshafta undir forystu Sjálfstæðis­flokksins sem skapar grund­völl til fram­tíðar fyrir áfram­ haldi í bættum lífs­kjörum. Ég hef verið í forystu fyrir Atvinnu­ vega­nefnd Al­þingis á kjörtíma­ bilinu, en undir nefndina heyra málefni atvinnu­lífsins í landinu, þ.e. sjávar­útvegs, land­búnaðar, iðnaðar og ferðaþjónustu. Þessar atvinnugreinar eru grund­völlurinn undir þjóð­félaginu sem við lifum í og lífæð samfélagsins. Ef atvinnu­ lífið skilar ekki sínu; skapar fólki atvinnu og tekjur, framleiðir verðmæti til innanlandsnota og útflutnings og skilar ríkinu beinum

og óbeinum skatttekjum, er til lítils barist. Öll opinber þjónusta hverju nafni sem hún nefnist byggir á fjármunum sem atvinnulífið myndar á einn eða annan máta. Þess vegna er það forgangsmál að atvinnulífinu og einstaklingunum séu skapaðar aðstæður til sóknar og framfara. Í þessu samhengi er grundvallaratriði að fólkið í landinu, atvinnulífið og stjórnvöld séu ásátt um þær leikreglur sem unnið er eftir. Sífelldar deilur um umgjörð atvinnulífsins eru meinsemd sem verður að uppræta. Það verður að ríkja sátt um samspil atvinnulífsins og einstaklinganna. Fyrir slíkri sátt mun ég beita mér af alefli á næsta kjörtímabili, fái ég til þess traust kjósenda. Umgjörð helstu atvinnugreina landsins, sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar og ferðaþjónustu hefur allt of lengi verið bitbein stjórnmálamanna. Þar hafa of margir farið fram með óábyrgum hætti og lagt fram algerlega óraunhæfar tillögur. Þetta á t.a.m. við um sjávarútveginn. Í þeim málaflokki hef ég kynnt hugmyndir um blandaða leið sem tekur tillit til sjónarmiða beggja aðila, þ.e. þeirra sem halda vilja

Jón Gunnarsson

í gildandi fyrirkomulag um auð­lindagjald og hinna sem vilja bjóða upp afla­heimildirnar. Ég vil koma til móts við sjónar­mið beggja, án þess þó að raska starfs­ umhverfi greinarinnar en skapa samt rými fyrir nýja aðila að hasla sér völl í sjávarútvegi. Landbúnaðurinn og búvöru­ samn­ingur sem ráðherra gerði

við bændur hefur skapað deilur undan­­farið. Ég hef barist fyrir sátt um málið, þannig að samnings­ tíminn verði styttur verulega. Næstu þrjú ár verði nýtt til að gera þjóðarsátt um greinina með aðkomu neytenda, verslunar, bænda og verkalýðsfélaga undir forystu Alþingis. Sama á við um samspil orkufreks iðnaðar og

náttúruverndar. Þar er forgangsmál að ná sátt um hvaða svæði megi nýta og hver beri að friða. Með það að leiðarljósi mun ég beita mér fyrir umtalsverðri stækkun friðlands á hálendi Íslands sem yrði ósnortið um alla framtíð. Jón Gunnarsson alþm.

Mikil­vægast að tryggja áfram­ haldandi styrka hag­stjórn Ágæti Kópavogsbúi. Framundan er prófkjör þar sem fram fer val fulltrúa á lista Sjálfstæðisflokkins fyrir komandi alþingiskosningar. Ég hvet þig til þess að taka þátt í prófkjörinu og nýta þannig rétt þinn til þess að velja þá fulltrúa sem þú treystir best til að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga. Að mínu mati er mikilvægusta verkefnið á komandi misserum að tryggja áframhaldandi styrka hagstjórn þar sem áhersla er lögð á jöfnuð og réttlæti með langtímahagsmuni hins almenna launþega í fyrirrúmi. Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum. Síðustu þrú ár hef ég verið stjórnarmaður í VR, einu stærsta stéttarfélagi landsins og er þar formaður jafnréttisnefndar félagsins. Kjaramál eru mér þvi hugleikin en sú láglaunastefna sem rekin er á Íslandi hugnast mér ekki. Ég vil sjá launastefnu sem drifin er áfram af arðsemi starfsgreina með það meginmarkmið að á Íslandi verði meðallaun hærri og dugi vel til framfærslu.

Jafnlaunastaðall verði innleiddur

Ennfremur vil ég beita mér fyrir því að jafnlaunastaðall verði innleiddur í opinberum rekstri til þess að útrýma kynbundum launamun hjá opinberum stofn­ unum. Ég tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Undanfarin 6 ár hef ég verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og hef í störfum mínum öðlast víðtæka þekkingu á fjölmörgum mála­flokkum sem snúa að hags­ munum íbúa og umhverfis. Ég er nú formaður Umhverfis- og fram­ kvæmdaráðs, vara­formaður í Fjöl­ skyldu­ráði, for­maður verk­efnis­­ stjórnar um bygg­ingu hjúkrunar­ heimils og for­maður starfs­hóps um upp­byggingu á Ás­völlum. Ég gef kost á mér í 2. – 4. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðis­ flokksins þann 10. september og óska eftir stuðningi þínum til góðra verka. Frekari upplýsingar um mig og helstu áherslur mínar er að finna á xd.is/profkjor og facebook síðu minni. Bestu kveðjur, Helga Ingólfsdóttir.

Helga Ingólfsdóttir


9

- SEPTEMBER 2016

Stefnumál Sjálfstæðis­ flokksins eiga sam­hljóm með mínum lífs­gildum og skoðunum Ég heiti Tinna Dögg Guðlaugsdóttir og er 33ja ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Ég fæddist í Indónesíu og er ættleidd þaðan af foreldrum mínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni, rafvirkjameistara og Sigríði Björnsdóttur, húsmóður. Ég á ættir að rekja til Súðavíkur þaðan sem mamma mín er og svo frá Reyðarfirði, þar sem pabbi minn er fæddur og uppalinn. Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands,

sem ég lauk árið 2003. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands, sem kallaðist FRÍ 2000. Haustið 2007 hóf ég nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, með áherslu á starfsmannahald og stjórnun, sem ég lauk með diplóma gráðu árið 2009. Í byrjun árs 2012 hóf ég nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Ég lauk við BA gráðuna í janúar 2015 og fór beint í meistaranámið við sama háskóla og stefni á útskrift í janúar 2017.

Tinna Dögg Guðlaugsdóttir

Trúnaðarstörf innan háskóla­samfélagsins

Ég hef talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins, sem að ég tel ekki síður mikilvæga. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn- og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég var

einnig skipuð sem varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 að tillögu Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN). Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félagi laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann

stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið verið fylgjandi frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind 11 ára og Bryndísi Ýr 9 ára.

Örugg stefna að batnandi lífsgæðum Ég, Bryndís Loftsdóttir, er fædd árið 1970, uppalin í Reykjavík en bý nú á Seltjarnarnesi. Eiginmaður minn er Arnbjörn Ólafsson, við­skipta­fræðingur, og saman eigum við þrjú börn. Ég lauk full­ gildu leikara­prófi frá Academy of Live and Re­corded Arts í Lon­don árið 1994 og starfa hjá Félagi íslenskra bóka­útgefenda. Ég sit í stjórn Miðstöðvar íslenskra bók­mennta og gegni for­mennsku í stjórn Launasjóðs listamanna. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn árið 2005 og hef gengt fjöl­ mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ég hafnaði í áttunda sæti í síðasta prófkjöri og hef því verið varaþingmaður suð­vestur­ kjör­dæmis á yfir­standandi kjör­ tímabili. Ég hef víðtæka þekkingu á menningu og listum, hef verið öflugur talsmaður íslenskra bóka, bæði hér á landi sem erlendis, og beitt mér sérstaklega fyrir íslenskri barna- og ungmennabókaútgáfu. Þá hef ég einnig skrifað leik­ húsgagnrýni fyrir DV og setið í dómnefnd menningarverðlauna DV. Ég legg áherslu á: • Heilbrigðiskerfið Að öllum landsmönnum verði tryggt aðgengi að framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og að heil­

brigðismál séu í stöðugri endur­ skoðun með tilliti til sjúklinga, starfsfólks, tækjakosts, lyfja, rannsókna, styttingu biðlista og fjármögnunar. Huga þarf sér­stak­ lega að geð­heilbrigðis­málum og efla forvarnir í baráttunni við líf­s­ stílstengda sjúkdóma. Auka þarf aðsókn í nám á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. • Breytingu á verðtryggingu lána Ég er fylgjandi afnámi verð­ tryggingar með þeim fyrirvara að aðgengi að lánsfé verði áfram tryggt. Skoða má aðrar leiðir eins og að fastbinda hámarksvexti á verðtryggðum lánum til jafns við vexti í nágrannalöndum okkar, eða um 1-1,5%, og endurskoða þá liði sem mynda vísitöluna. • Samgöngur Stórátaks er þörf í samgöngumálum en nokkur tími muni líða áður en viðunandi ástandi verður náð. Því tel ég brýnt að draga stórlega úr álögum á stærri og öruggari bifreiðum með það að markmiði að skapa íbúum landsbyggðarinnar, sem og ferðamönnum, aukið öryggi á vegum landsins. Hluti vega­kerfisins er í raun ekki fær smábílum. • Menntakerfið Leggja þarf niður ríkisútgáfu náms­bóka enda tíðkast það

Bryndís Loftsdóttir

hvergi í Evrópu að ríkisstofnun sjái um skóla­bóka­útgáfu. Huga þarf sér­staklega að endur­nýjun námsefnis á framhalds­skólastigi, efla iðn- og tækninám og bæta mögu­leika þeirra sem þegar eru starfandi til að ljúka námi

til réttinda. Þannig gætu þeir skapað sér og samfélaginu meiri verðmæti með aukinni þekkingu og viðurkenndum réttindum. Ég tel það ekki þjóna hags­ munum Íslands að ganga í Evrópu­ sambandið að svo stöddu.

Bryndís Loftsdóttir býður sig fram í 3. – 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.


10

- S E P T E M B E R 2016

Of mikill tími og orka fer í ómark­ viss sam­skipti ríkis og sveitar­félaga síðastliðin tvö ár. Ég hef jafnframt tvívegis tekið sæti á þingi sem varaþingmaður.

Skipulagsmál, velferð og lýð­heilsa

Ég hef setið í svæðisskipulags­ nefnd og vann að nýju svæðis­ skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið. Mikilvægi þess að við gerum virkum ferðamátum hátt undir höfði stuðlar að bættri lýðheilsu og sparar þjóðfélaginu til lengri tíma. Breytt aldursamsetning þjóðarinnar kallar á aukið fjármagn í heilbrigðismál en þá er mikilvægt að hugað sé að forvörnum enda eru lífstílssjúkdómar ein af okkar stærstu ógnum.

Nýsköpun í atvinnu­ lífinu og skyn­samleg nýting náttúru­auð­ linda

Bryndís Haraldsdóttir

Ég, Bryndís Haraldsdóttir, gef kost á mér í komandi prófkjöri því ég tel að reynsla mín og þekking á vettvangi sveitarstjórnar,

atvinnulífs og innan flokksins nýtist þingsflokki Sjálfstæðisflokksins og geti þjónað kjördæmi okkar. Ég er formaður bæjarráðs og formaður

skipulagsnefndar Mosfellsbæjar og hef setið í bæjarstjórn frá árinu 2010. Ég sit í stjórn Strætó bs. og gegndi þar stjórnarformennsku

Ég er viðskiptafræðingur, hef stofnað fyrirtæki og er í atvinnu­ rek­stri með eigin­manni mínum. Ég starfaði um árabil hjá Ný­sköpunar­ mið­­stöð Íslands. Þar veitti ég frum­­ kvöðlum og fyrirtækjum ráð­gjöf, auk þess að sinna nor­rænu og evrópsku sam­starfi á sviði ný­sköpunar­mála. Ég stýrði atvinnuveganefnd Sjálf­ stæðis­flokksins um árabil og hef þekkingu á íslensku atvinnulífi en sóknarfæri okkar liggja í þekkingu, hugviti og skynsamlegri nýtingu náttúru auðlinda.

Bæta þarf samskipti ríkis og sveitafélaga Ég hef á síðustu árum stundað meistaranám í opinberri stjórnsýslu og átta mig á mikilvægi þess að vandað sé til verka á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu. Allt of mikill tími og orka fer í ómarkviss samskipti ríkis og sveitarfélaga, þetta samstarf þarf að bæta til muna. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldega að vinna í lausnum og veita sem bestu þjónustu til borgaranna með sem hagkvæmasta hætti sama hvort þeir eru á þingi eða í sveitarstjórnum.

Fjölskyldan í fyrirrúmi

Ég er gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkjameistara, við búum í Mosfellsbæ ásamt þremur börnum og tveimur hundum. Ég hef víðtæka reynslu af samfélagsmálum hvort sem það er sem kjörinn fulltrúi, foreldri, aðstandandi aldraðra, sjúkra eða fíkla. Lífið er allskonar og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að tryggja að hér líði öllum vel. Ég hef reynslu af því að setja mig inn í ólík mál, skoða allar hliðar þess og taka ákvarðanir með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Ég býð fram krafta mína og er tilbúin að vinna fyrir okkur öll að enn betra samfélagi. Bryndís Haraldsdóttir sækist eftir 4. sætinu.

Ágæta sjálfstæðisfólk. Í prófkjöri okkar legg ég nú störf mín á liðnum árum í dóm ykkar kjósenda. Ég er stoltur og ánægður með verk mín eftir þriggja ára setu á Alþingi. Ég hef tekið sjálfstæða afstöðu til manna og málefna og iðulega horft á mál frá annarri hlið en samþingmenn mínir með því að íhuga hlutina með opnum og gagnrýnum huga. Minn mælikvarði á málefni hefur ávallt verið að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi í stað stundar- og sérhagsmuna. Einhverjum kann að mislíka það og það verð ég að þola. Ég er ekki fyrirgreiðslustjórnmálamaður.

Vilhjálmur Bjarnason

Mér er annt um að Íslendingar eigi kost á vel launuðum störfum við sitt hæfi. Það er hagur ungs fólks að viðhalda öflugu atvinnulífi. Með því koma tækifæri til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Stundum eiga óbreyttir þingmenn bágt með að koma hugðarefnum sínum í gegnum þingið. Áhrif mín hafa einkum birst í störfum þeirra nefnda sem ég hef átt sæti í en þær eru efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og EFTA- EES nefnd Alþingis. Ég hef óbeit á lýðskrumi og hef ætíð leitast við að vera ég sjálfur í störfum mínum. Síðustu misseri hef ég ritað yfir 40 greinar um innlend málefni í Morgunblaðið þar sem ég hef viðrað skoðanir mínar á sögu og samtíð. Ég er óhræddur við að leggja störf mín í dóm ykkar og bið um stuðning í 2. - 4. sæti í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi.


11

- SEPTEMBER 2016

Mikilvægt að endurskoða rekstur RUV Ég heiti Ásgeir Einarsson og óska eftir stuðning í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 10.september nk. Ég hef verið virkur í SUS og þar af leiðandi flokknum síðan árið 2012. Ég er Hafnfirðingur, stjórnmálafræðingur að mennt og hef verið í kringum körfuboltahreyfinguna á Íslandi í áratug. Mér finnst vera kominn tími að ungt fólk láti til skara stríða og verða afl inn á sviði stjórnmálanna. Ástæður þess að ég býð mig fram eru meðal annars vilji minn til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem ungir Sjálfstæðismenn náðu fram á síðasta landsfundi flokksins. Eins og margir vita þá voru ungir mjög áberandi á fundinum. Við mættum með vel undirbúnar tillögur sem aðrir landsfundagestir voru tilbúnir að samþykkja í flestum tilvikum. Ég býð mig fram í baráttu fyrir þessum málum. Þar má til dæmis telja upp vinnu um að taka upp nýjan gjaldmiðill. Með breytingum í þeim málum má færa rök fyrir meiri stöðugleika, lækkun vaxta, aukningu kaupmáttar, lægri

kostnaðar við að lifa o.fl. Með upptöku annars gjaldmiðilis má þannig ná fram hærri launum og lánakjörum líkt og þekkist í öðrum löndum. Landsfundur Sjálfstæðis­ flokks­ins ályktaði einnig um að gera breytingar á rekstri Ríkis­ útvarpsins. Ég tel mikilvægt að endur­skoða rekstur RÚV frá grunni. Fyrsta skref væri að taka RÚV af auglýsinga­markaði enda með óþolandi forskot á einkarekna fjölmiðla á þeim vettvangi. Ég vil einnig berjast fyrir því að auðvelda ungu fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á sinni fyrstu eign. Það má gera með notkun séreignasparnaðar, einföldun byggingarreglugerðar og auknu framboði af ódýrum lóðum. Skattkerfið skal einfalda en með lækkun skatta þá eykst ráðstöfunarfé hvers og eins sem hann getur nýtt sér til sparnaðar og jafnvel notað þann pening til húsnæðiskaupa. Sjálfstæðisflokkurinn á að bera höfuðið hátt og leggja verk sín fram á borðið fyrir kjósendur enda frábær árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En alltaf má

Ásgeir Einarsson

gera betur eins og fylgistölur sýna. Þess vegna tel ég að mikilvægt sé að Sjálfstæðisflokkurinn skapi sér sérstöðu sem eini hægri flokkur Íslands. En það þýðir að flokkurinn berjist af kappi fyrir

Úrskurður Óbyggða­ nefndar um Bláfjalla­ svæði og Sandskeið stendur óhaggaður Bláfjallasvæði og Sandskeið eru þjóðlenda innan marka Kópavogsbæjar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Grindavík og sveitarfélaginu Ölfusi. Sveitarfélögin voru sýknuð af kröfum borgarinnar og málskostnaður felldur á Reykjavíkurborg. Meginhluti lands sem nú tilheyrir Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi var upprunalega í Seltjarnarneshreppi hinum forna og jarðirnar áttu sameiginlegan afrétt. Reykjavíkurjörðinni og fleiri jörðum var skipt út úr hreppnum á 19. öld og til varð lögsagnarumdæmið Reykjavík. Á árinu 1948 var Seltjarnarneshreppi skipt í tvo hreppa, sem urðu Seltjarnarnes og Kópavogur. Til síðarnefnda hreppsins gekk allt land sem er sunnan og austan Reykjavíkur og þar með afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna. Óbyggðanefnd úrskurðaði að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna teldist þjóðlenda og staðfesti Hæstiréttur það. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu

á árinu 2014 að þjóðlendan væri öll innan staðarmarka Kópavogsbæjar. Reykjavíkurborg sætti sig ekki við þá niðurstöðu og stefndi Kópavogsbæ og öðrum hlutaðeigandi sveitarfélögum með kröfu um að landsvæðið tilheyrði Reykjavíkurborg, það er að segja stjórnsýslulega. Kópavogsbær tók til varna fyrir dómstólum en ekki hin sveitarfélögin.

Úrskurður óbyggðanefndar stendur

Héraðsdómur sýknaði sveitarfélögin af kröfu Reykjavíkurborgar og stendur því úrskurður óbyggðanefndar óhaggaður. Allt land ofan jarðanna Vatnsenda, Elliðavatns og Lækjarbotna allt að sýslumörkum gagnvart Árnessýslu telst því hluti af Kópavogsbæ. Í niðurstöðu dómsins er vísað til úrskurðar félagsmálaráðuneytisins við skiptingu Seltjarnarneshrepps hins forna í tvö sveitarfélög þar sem fram kom að hið umdeilda land kæmi í hlut Kópavogshrepps. Reykjavíkurborg hafi ekki hreyft andmælum við þeirri skiptingu

fyrr en málið var tekið fyrir í óbyggðanefnd. Reykjavíkurborg var gert að greiða Kópavogsbæ 2,2 milljónir í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Hinn umdeildi afréttur er þannig afmarkaður: „Frá Sýslusteini austan Lyklafells eftir árfarvegi Lyklafellsárinnar fyrir sunnan Lyklafell og niður í Nautapoll. Úr Nautapolli meðfram heiðarbrún í vatnsfarveginn við norðurenda Vatnaássins. Úr því ræður norðurkvísl Lyklafellsárinnar þangað til hún fellur í Fossvallaá. Syðsta kvíslin af Fossvallaám frá Lækjarmóti, sem rennur frá bænum, ræður upp að þúfu sem stendur í Holtstanga fyrir neðan Neðrivötn, þaðan til útsuðurs í mógrýtisklett með rauf í, er snýr suður, þaðan í Sandfellshnjúk. Þaðan til norðvesturs í suðvesturhorn á Selfjalli og þaðan í Markhól‚ úr Markhól í Húsfell, þaðan í Þríhnjúka og áfram í Bláfjallahorn. Síðan eftir hæstu tindum Bláfjalla í stöpul á Vífilsfelli. Þaðan í fyrrgreindan sýslustein.

frelsi einstaklingsins til orð og athafna. Hafni ríkisafskiptum í hinu daglega lífi hvers og eins borgara landsins. Þess vegna er að mínu mati komið að því að ungt fólk stígi fram á sjónarsviðið

í stjórnmálum og sjái til að þessi góðu mál ásamt fleirum nái fram að ganga. Ég er tilbúinn í það og óska eftir stuðningi til þess. Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur.

Tökum öll þátt í prófkjörinu þann 10. september.

MótX leitar að starfsmönnum í byggingavinnu MótX óskar eftir því að ráða starfsmenn í byggingavinnu til starfa sem fyrst. Mikil vinna og góður starfsandi. Hægt er að senda inn umsókn á tölvupóstfangið motx@motx.is eða hafa samband við Þröst í síma 696-4644

Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is


12

- S E P T E M B E R 2016

Skólar í Kópavogi í fararbroddi Fjölbreyttara og sveigjanlegra nám við hæfi hvers og eins Öll viljum við að skólar bæjarins séu í fremstu röð þegar kemur að notkun á upplýsingatækni í skólastarfi. Í málefnasamningi núverandi meirihluta í bæjarstjórn var tekin sú ákvörðun að tryggja öllum nemendum frá 5.-10. bekk spjaldtölvu og stendur nú yfir afhending á síðustu tækjunum í 5. og 6. bekk. Lögð er áhersla á að í Kópavogi séu reknir skólar 21. aldar. Þessa dagana er verið að afhenda um 1000 spjaldtölvur en auk 5. og 6. bekkjar eru nokkrir tugir nema sem bæst hafa í eldri hópinn frá 7. – 10. bekk. Þannig hefur Kópavogsbær afhent hátt í 4000 tæki á einu og hálfu ári til kennara á öllum stigum grunnskólans og nemenda á mið- og efstastigi. Þá hafa starfsmenn í félagsmiðstöðvum og í skólahljómsveit Kópavogs einnig fengið spjaldtölvur. Til að mæta þörfum yngsta hópsins, þ.e. nema í 1.-4. Bekk, hafa skólarnir fengið eitt til þrjú bekkjarsett eftir stærð skólanna.

Vakið athygli víða

Breytingar í skólastarfi taka tíma, en á þessu öðru ári innleiðingar er mikill hugur í kennurum og jákvæður tónn hjá foreldrum sem hafa fjölmennt á kynningarfundi. Verkefnið er orðið þekkt og er að geta af sér góðan orðstír. Það hefur vakið athygli út fyrir Kópavog og hafa önnur sveitarfélög leitað

eftir upplýsingum og ráðgjöf um framkvæmd þess.

Vel fylgst með áhrifum af spjaldtölvuvæðingu

Frá upphafi var lögð áhersla á að safna gögnum um hverju þessi nýja tækni breytti í starfsemi skólanna og í vinnu kennara og nemenda. Ekki er við því að búast að stór breyting sjáist á fyrsta ári en mörg jákvæð teikn eru á lofti sem m.a. má sjá í svörum í Skólapúlsinum á síðasta ári. En Skólapúlsinn leggur spurningalista fyrir nemendur, kennara og foreldra um skólastarfið og eflir þannig rannsóknir og þekkingu á því sem er í gangi hverju sinni. Þá var gengið í bekki í öllum grunnskólum bæjarins í lok skólaársins og lögð fyrir könnun. Í niðurstöðum hennar tala nemendur um að námið sé orðið gagnlegra og skemmtilegra og meira val um það hvernig hver og einn nálgist viðfangsefnið. Kennarar segja að verkefnið hafi aukið tækniþekkingu þeirra og sjálfstraust á þessu sviði, auk þess að vera vinnusparandi.

Mörg spennandi verkefni komin af stað í skólunum

Mörg spennandi verkefni eru í þróun úti í skólunum og má nefna sem dæmi Green Screen sem gerir skapandi vinnu og þematengt umhverfi auðveldara í

framkvæmd, Minecraft er töluvert notað í stærðfræðikennslu svo nokkuð sé nefnt. Þá er hafið samstarf við íslensk fyrirtæki sem eru að þróa „ÖPP“ eða smáforrit fyrir nemendur sem eiga það sameiginlegt að vera á mörkum náms og leiks en leikurinn er vanmetin námsaðferð. Vissulega hefur ýmislegt komið uppá og stundum óvænt en ekkert stórvægilegt. Ávallt hafa nemendur og kennarar tekist á við tæknilega örðugleika og yfirleitt leyst málin fljótt. Óhöpp hafa orðið hjá nemendum og spjaldtölvurnar hafa bilað eða orðið fyrir skemmdum, en miðað við þann fjölda tækja sem er í notkun hefur það ekki verið umfram áætlun. Fljótt og vel hefur gengið að skipta tækjum út, gera við og leysa úr málum. Hver og einn nemi hefur sína spjaldtölvu til umráða og tekur hana með sér heim að skóladegi loknum. Þá hefur hann þann möguleika að geta eignast hana á afar viðráðanlegum kjörum, en það er algjörlega valkvætt. Miklar væntingar eru bundnar við að þörf foreldra fyrir ritfangakaup minnki umtalsvert með tilkomu spjaldtölvunnar.

Hver er framtíðin?

Verkefnastjóri og þrír kennslu­ ráðgjafar voru ráðnir í full störf til að

Almenningssamgöngur og þétting byggðar

Guðmundur Gísli Geirdal

Kjörtímabil kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er nú rúmlega hálfnað, samstarfið hefur gengið vel og mörgum góðum verkum hefur verið hrint í framkvæmd.

Ég fer ekki í upptalningu þeirra en vil þó nefna spjaldtölvuverkefnið sem unnið er með grunnskólum bæjarins og við sjálfstæðisfólk erum ákaflega stolt af.

Margrét

Minni ritfangakaup

Byggingaráform eru á góðri siglingu. Sem dæmi má nefna Lund, þar sem uppbyggingu er að verða lokið, Glaðheima, sem eru komnir á blússandi siglingu, Smáralindarreit, þar sem fyrirhugað er að verði miðborgarreitur með verslun og þjónustu á neðri hæðum, Auðbrekku, þar sem eldra húsnæði verður látið tóna saman með nýju húsnæði, og Kársnes, sem hefur farið í gegnum hugmyndasamkeppni og á eftir að verða einstök byggð með tengingu við sjóinn og nálægð við fjöruna. Ekki veitir af þar því húsnæðisþörf er mikil. Á þessum svæðum öllum er áformað að byggja blandaðar stærðir íbúða fyrir mismunandi þarfir fólks. Öll þessi byggingaáform miða að því að þétta byggð, þannig geta íbúar þessara svæða vonandi skapað sér lífsstíl sem er bæði hagkvæmur og þægilegur, þar sem öll helsta þjónusta er innan göngufæris. Þessháttar uppbygging er líka mjög hagkvæm fyrir bæjarfélagið þar sem stór hluti innviða er þegar til staðar svo sem gatna og lagnakerfi, skólar, íþróttahús og þessháttar. En til þess að þessi áform gangi öll upp þarf að stórbæta al­mennings­samgöngu­kerfi, því við íbúðir í þessum “nýju” hverfum er oftast einungis gert ráð fyrir rúmlega einu bílastæði á hverja íbúð. Það er búið að tala alveg nóg, nú þarf að fara að framkvæma. Sveitarfélögin á höfuð­borgar­

Friðriksdóttir.

aðstoða skólana við innleiðinguna og hefur hver ráðgjafi hingað til sinnt þremur skólum. Mikil ánægja er með þeirra störf en fyrirhugað er að þróa starfið í átt að meira samstarfi, þannig að hæfileikar þeirri nýtist öllum skólunum. Ef horft er fram á veginn þá sjáum við að skólastarf í Kópavogi muni taka talsvert meiri breytingum en þegar er orðið. Minna verður um að vinnudagur nemenda verði hólfaður niður í stuttar námslotur sem hver um

svæðinu ásamt ríki verða að tryggja að þessi lífstíll “bíllausu” íbúanna gangi upp. Samgönguás milli þéttbýliskjarna sem nefndur hefur verið Borgarlína þarf að fara að komast á framkvæmdaráætlun, þar er gert er ráð fyrir léttlest sem gengi títt og örugglega á milli helstu þéttbýliskjarna höfuðborgarsvæðisins sem og Strætó til að tengja hverfin við þann ás. Á öllu höfuðborgarsvæðinu eru bæjarfélög að miða að þéttingu byggðar og til að vel fari er nauðsynlegt að hefjast handa í þessum málaflokki.

sig tilheyrir ákveðinni námsgrein. Í staðinn koma yfirgripsmeiri verkefni með aukinni samvinnu kennara, þvert á námsgreinar og aldurshópa. Auk þess sem færanleiki spjaldtölvunnar bíður upp á að nám geti farið fram utan kennslustofunnar. Framtíðarsýnin er fjölbreyttara og sveigjanlegra nám við hæfi hvers og eins. Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar og formaður skólanefndar Kópavogs

Okkar Kópavogur – íbúalýðræði í Kópavogi

Prófkjör

Nú er að bresta á prófkjör og það er ánægjulegt að sjá hve margir eru tilbúnir að starfa á vettvangi þingsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er þess fullviss að við Kópavogsbúar munu eignast allavega tvo þingmenn úr röðum sjálfstæðismanna og við munum að sjálfsögðu brýna þá til góðra verka fyrir Kópavog , svo sem að ljúka við seinni hluta Arnarnesvegar. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum að nýju í komandi kosningum en til að svo megi verða þarf hann að halda áfram að sýna festu í efnahagsstjórn landsins og einnig þarf hann að vera leiðandi í umræðu um stór mál eins og landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál og stjórnarskrármál. Það gengur ekki að aðrir leiði þá umræðu og sjálfstæðisflokkurinn komi á eftir og þurfi að slökkva elda. Sumt í þessum málaflokkum þarf að laga og færa að vilja meirihluta landsmanna, þetta er jú allt mannana verk. Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi

Kópavogur frá Rjúpnahæð.

Kópavogsbúar höfðu úr fjöl­ breyttum hugmyndum að velja í kosningum í verkefninu Okkar Kópa­vogur sem lauk liðna helgi. Alls voru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Hverfum bæjarins var ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verða 200 milljónum króna varið til framkvæmda verkefnanna. Hugmyndasöfnun verkefnisins fór fram í vor, bæði á vef verkefnisins og á íbúafundum. Kópavogsbúar hafa sýnt verk­ efninu ,,Okkar Kópavogur“ mikinn áhuga og skiluðu fjölmörgum spennandi hugmyndum inn. Kosningarnar gengu afar vel. Með verkefninu Okkar Kópa­ vogur er verið að efla íbúalýðræði í bænum og auka samráð íbúa og bæjaryfirvalda. Framkvæmdir á verkefnum hefjast í haust, en mun ljúka á næsta ári. Nánari upplýsingar: www.kopa­ vogur.is/okkarkopavogur.


13

PIPAR\TBWA

SÍA

153467

- SEPTEMBER 2016

Njóttu lífsins

í sundlaugum Kópavogs Opið virka daga:

06.30–22.00

Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfingu,

um helgar:

08.00–18.00 á veturna

slökun og vellíðan í þægilegu umhverfi eða bara busla og skemmta þér!

08.00–20.00 á sumrin

Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund!

Sundlaug Kópavogs

Sundlaugin Versölum

Borgarholtsbraut 17–19

Versölum 3

Sími 570 0470

Sími 570 0480

kopavogur.is


14

- S E P T E M B E R 2016

Heiðurs- og Gata ársins er Hveralind bæjarlistamenn Kópavogs útnefndir Umhverfisviðurkenningar Kópavogs 2016:

Heiðurs-og bæjarlistamaður Kópavogs voru útnefnd við hátíðlega athöfn í Salnum 1.september sl. Að útnefningunni stendur lista og menningarráð Kópavogs. Kristín Þorkelsdóttir var heiðruð fyrir ævilangt starf sitt og framlag til lista og menningar. Hún útskrifaðist úr Handíða- og myndlistaskólanum árið 1955 og hefur helst unnið að grafískri hönnun en hefur einnig haldið fjölda sýninga á vatnslitamyndum sínum. Hún er hvað þekktust fyrir hönnunarstjórn allra núgildandi íslenskra peningaseðla þar með

talinn tíu þúsund króna seðillinn sem er minningarverk um Jónas Hallgrímsson. Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, var útnefndur bæjarlistamaður. Ásgeir er jafnvígur á marga ólíka tónlistastíla en hefur frá árinu 2006 numið Balkantónlist. Hann mun halda tónleika í öllum grunnskólum bæjarins með þremur öðrum tónlistamönnum, ásamt því að heimsækja félagsheimili aldraða. Hann á yfir 50 frumsamin lög á skrá hjá Stef og hefur alloft verið tilefndur til íslensku tónlistaverðlauna fyrir lagasmíðar sínar.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Hreiðar Oddsson varaformaður nefndarinnar afhentu umhverfisviðurkenningarnar í Salnum 25. ágúst sl. Að því loknu var haldið í vettvangsferð á slóðir verðlaunahafa, hús og lóðir skoðaðar.

Umhverfisviðurkenningar um­­hverfis- og sam­­göngu­­nefndar Kópa­­vogs­bæjar voru afhentar í Salnum nýverið. Kynnt var val á götu ársins, Hvera­lind, en auk þess voru veittar sjö viður­kenningar fyrir hönnun og umhverfi. Í Hvera­lind afhjúpaði Margrét Friðriks­dóttir, forseti bæjar­stjórnar, viður­ kenningar­skjöld og flutti ávarp.

Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi og formaður umhverfisog samgöngunefndar gróðursettu svo tré ásamt íbúum götunnar. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar. „Hveralind er stílhrein gata þar sem samspil stærðar­hlut­falla húsa, lóðar

og götu gefur götunni heildarbrag og fallega götu­mynd. Íbúar hafa lagt mikla rækt í einkagarða ásamt því að halda sameiginlegu svæði vel hirtu og snyrti­legu,“ segir í umsögn um götuna. Auk götu ársins voru veittar viðurkenningar fyrir endurgerð húsnæðis, hönnun og umhirðu húss og lóð.

• Gata ársins Hveralind.

• Umhirða húss og lóðar Akurhvarf 16: Eigendur Valgerður Baldursdóttir og Árni Baldursson Jöklalind 1: Eigendur Böðvar Stefánsson og Karolína Þorsteinsdóttir.

• Hönnun Almannakór 11: Hönnuður Björgvin Halldórsson hjá bh Studio ehf. Eigendur Lilja Björg Guðmundsdóttir og Vignir Steinþór Halldórsson, Asparhvarf 22: Hönnuður Kristinn Ragnarsson hjá KRark efh. Eigendur Haraldur Haukur Þorkelsson og Sigrún Jenný Barðadóttir. Frostaþing 8: Hönnuður Logi Már Einarsson hjá Kollgátu arktiektúr ehf. Eigendur Guðbjörg Brá Gísladóttir og Oddur Sigurðsson.

• Endurgerð húsnæðis Hávegur 17: Eigendur Ragnar Lövdahl og Steinunn Gunnlaugsdóttir.

• Umhirða húss og lóðar á nýbyggingarsvæði Dalaþing 6: Hönnuður Guðmundur Gunnlaugsson hjá Archús ehf. Eigendur Hólmar Ólafsson og Sigríður Rut Stanleysdóttir. Ásgeir Ásgeirsson og Kristín Þorkelsdóttir. vv

Graníthellur og mynstursteypa

YFIR

20

DIR TEGUN UM L L AF HE

Fjárfesting sem steinliggur Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venjulegar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

4 400 400

Gæði, fegurð og góð þjónusta

Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Smiðjuvegi 870 Vík

www.steypustodin.is


15

- SEPTEMBER 2016

Gagnsæi í kostnaði við íþróttaiðkun - greiðir Kópavogsbær 60% af raunveru­legum kostnaði Breiðabliks, Gerplu og HK?

til að ná þeim árangri sem að er stefnt. Næst bera að nefna innra starf félaganna. Er þar vísað til allra sjálfboðaliðanna og starfsmannanna félaganna sem halda úti þeirra öflugu starfi. Einnig leika foreldrar og aðrir aðstandendur lykilhlutverk. En sveitarfélagið? Skiptir stuðningur þess máli? Í Kópavogi eru mörg af glæsilegustu íþróttamannvirkjum landsins. Íþróttafélögin í Kópavogi hafa þau til afnota fyrir sína starfssemi, en án aðstöðunnar væri líklega starf félaganna ólíkt því sem við þekkjum í dag. Íþróttaráð hefur samþykkt reglur sem er ætlað að auka gagnsæi fyrir íbúa Kópavogs þegar kemur að kostnaði við starf íþróttafélaganna. Kópavogsbær ber kostnað vegna reksturs þeirra mannvirkja sem bærinn á og kemur kostnaðurinn fram í bókhaldi bæjarfélagsins. Íþróttaráð hefur birt kostnað vegna reksturs mannvirkjanna en hann var samtals 2.082 milljónir króna á árinu 2015 og má sjá sundurliðun í fundargerð íþróttaráðs frá 12. maí sl. Ætlunin er að færa þennan kostnað yfir í reiknaða húsaleigu með hliðsjón af afnotum hvers fyrir sig. Félögin munu hins vegar ekki bera kostnaðinn beint heldur færa reiknaða húsaleigu sem styrk frá Kópavogsbæ.

Ársreikningar íþróttafélaganna Jón Finnbogason.

Í Kópavogi eru nokkur af öflugustu íþróttafélögum landsins, í raun á hvaða mælikvarða sem er. Mætti nefna fjölda iðkenda,

fjölbreytni í starfssemi eða árangur í kappleikjum en í öllum tilvikum koma íþróttafélögin í Kópavogi mjög vel út. En þessi árangur

gerist ekki af sjálfum sér. Fyrst er það innri áhuga iðkendanna sjálfra. Það eru jú þeir sjálfir sem leggja á sig þann grunn sem á þarf að halda

Það má vel velta því fyrir sér hvort þessi framsetning muni breyta nokkru. Nýjustu ársreikningar Breiðabliks, Gerplu og HK bera með sér að tekjur þeirra voru samtals 1.044 milljónir króna og

Fagsmíði hefur verið með starfs­stöðvar sínar í Kópavogi í yfir 20 ár og um þessar mundir stendur fyrirtækið fyrir byggingu 50 íbúða í bæjarfélaginu.

rekstrargjöld 1.036 milljónir króna á sl. rekstrarári. Í ársreikningunum kemur fram að samanlagðir styrkir frá Kópavogsbæ voru 306 milljónir króna en þessum framlögum er ætlað að mæta tilteknum kostnaði. Reikningarnir draga því fram að Kópavogsbær ber nær því 30% af kostnaði félaganna. Undirritaður hefur gert tilraun til þess að meta afnot félaganna þriggja af íþróttamannvirkjunum sem standa að baki þeim 2.082 milljónum króna sem bærinn færði sem rekstrarkostnað hjá sér á árinu 2015. Sú nálgun færir okkur að félögin þrjú nýta 37% af öllum mannvirkjunum. Sú tala gæti verið hærri eða lægri en sjáum áhrifin. Reiknuð húsaleiga er því 782 milljónir króna og með því að bæta þeirri fjárhæð við rekstrargjöld félaganna þá hækka þau í 1.818 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð koma í raun 1.088 milljónir króna frá Kópavogsbæ eða 60% af þannig reiknuðum rekstrargjöldum. Með því að birta reiknaða húsaleigu í reikningum íþróttafélaganna munu reikningarnir betur draga fram raunverulegan kostnað við íþróttaiðkun í bæjarfélaginu og hvernig hann er fjármagnaður. Þess vegna hefur íþróttaráð ákveðið að fara þessa leið. Eins og áður sagði þá eru mörg af öflugustu íþróttafélögum landsins í Kópavogi og erum við öll stolt af því öfluga starfi sem þar fer fram. Fjölmargir aðilar leggja þar hönd á plóg og leika þeir allir stórt hlutverk. Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 07/16

LIFÐU ÞIG INN Í RX

Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar saman formfegurð og háþróaða tækni í sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig inn í akstur sem umbreytir hugmyndum þínum um lúxus og gæði. lexus.is

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

RX 450h


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.