Vogar - Blað sjálfstæðismanna í Kópavogi - Maí 2018

Page 1

3

16

18

6

Áfram Kópavogur.

Við kunnum til verka.

Tryggingastofnun ríkisins flytur í Hlíðasmára

Kópavogur í fararbroddi.

B L A Ð

S JÁ L F S TÆ Ð I S M A N N A

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vilja að innleiddir verði árangursmælikvarðar í þjónustu bæjarins til að bæta þjónustu við íbúa. Verkefnið ,,Hvert fara peningarnir“ verði þróað áfram með aukið gagnsæi í huga. Aukin áhersla verði lögð á íbúalýðræði og verkefnið ,,Okkar Kópavogur.“ Menningar- og ferðamálaráð Kópavogs verði stofnað í stað lista- og menningarráðs og lokið verði við ferðamálastefnu Kópavogs. Sýndarveruleiki, þrívíddaprentun og aðrar tækni-­

Í

KÓ PAV O G I

lausnir verði innleiddar í skólastarfið í Kópavogi og grunn­ skóla­nemendur verði í fremstu röð í snjall­tækni. Stefnt verði að betri tengingu frístunda og skóla í sam­felldan dag og námsgögn í grunnskólum bæjarins verði frí. Skoðaðir verði möguleikar á að leggja Reykjanesbraut í stokk milli Smáralindar og Glaðheima og lokið verði við brú á kjörtímabilinu fyrir gangandi yfir Kársnesið fyrir hjólandi, gang­andi og almenningssamgöngur. Fjölgað verði hjólreiða­

2. tbl. 68. árg.

Maí 2018

stígum sem verði aðskildir frá göngustígum. Stefnt að sam­göngu­miðstöð í Hamraborg með inniaðstöðu og veitingasölu. Stefnt verði að rafbílavænni bæ með tryggi aðkomu að raforku. Akstursþjónusta fatlaðra verði styrkt þannig að fleiri hópar geti nýtt sér sams konar þjónustu og lögblindir. Eldri borgarar greiði lægri fasteignagjöld og fjölgað verði dagþjónustuplássum eldri borgara. Lýð- og geðheilsustöð verði opnuð í Hressingarhælinu á Kársnesi.

VIÐ OPNUM KOSNINGASKRIFSTOFU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í KÓPAVOGI 5. MAÍ!


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

2

frá 1950

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára Sími: 554 6410. Netfang: xdkop@xdkop.is Ábyrgðarmenn: Ragnheiður S. Dagsdóttir, Geir A.Guðsteinsson Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 13.000 eintök

Dreift á öll heimili í Kópavogi.

Bæjarstjórnarkosningar fara fram 26. maí nk. Þá verður kosin ný

Lið HK eftir sigurinn gegn Gróttu.

bæjar­stjórn sem sitja á næstu fjögur árin og nýir og endur­kjörnir bæjar­fulltúar sem stjórna okkar bæjarfélagi Kópavogi. Sjálfstæðis­ flokkurinn býður fram öflugan hóp einstaklinga með reynslu og vilja til að koma í framkvæmd stefnumálum flokksins, bæjarbúum til heilla. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum er ,,Það er snjallt að búa í Kópavogi.“ Tækniöldin er þegar hafin og snjalltæknin hefur breytt miklu í okkar daglega lífi. Þau sem nú eru komin á eftirlaun muna eftir því þegar sækja varð skömmtunarseðla fyrir smjöri og smjörlíki. Nýir bílar fengust aðeins keyptir fyrir leyfi frá ríkisnefnd og margskonar skömmtun var við líði. Skólar voru tví- og þrí setnir og leikskólar aðeins fyrir fáa útvalda. Í dag er Kópavogur öflugt sveitarfélag sem skilað hefur góðum árangri í rekstri og í Kópavogi er veitt góð þjónusta. Skólar og leikskólar eru mjög góðir, íþróttaaðstaða er góð og æskulýðsmálin eru til fyrirmyndar. Málefnum aldraðra hefur verið vel

Kvennalið HK upp í efstu deild í handknattleik HK vann sér sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik eftir að liðið vann Gróttu í þriðju viðureign liðanna í umspili um keppnis­rétt í deildinni, 25:21. HK vann alla þrjá leiki í rimmu liðanna. Fall Gróttu­liðsins hefur verið talsvert á skömmum tíma en Grótta varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari fyrir þremur árum og einnig Íslandsmeistari fyrir tveimur árum.

HK átti síðasta sæti í úrvalsdeild kvenna leiktíðina 2015/2016 en hafnaði í öðru sæti næstefstu deildar á dögunum. KA/Þór flyst einnig upp í úrvalsdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Karlalið HK leikur við KA í umspili um sæti í efstu deild þegar þetta er ritað.

sinnt og bæjarfélagið styður vel við fjölskyldufólk. Allt þetta skiptir miklu máli þegar kjósendur fara á kjörstað og ákveða hverjum þeir fela umboð sitt til að stjórna bæjarfélaginu næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn setur nú fram stefnuskrá sem þeir bæjarfulltrúar sem kjörnir verða af lista flokksins munu hafa að leiðarljósi næstu fjögur árin. Í stefnuskránni er lögð áhersla á að bæta við fjármagni til að efla félagsmálin í Kópavogi og standa vörð um góða grunnog leikskóla og tryggja áframhaldandi velferð allra bæjarbúa. Þegar horft er til framtíðar verða kjörnir fulltrúar að hafa í huga þær miklu breytingar sem nú þegar eru að verða í íslensku samfélagi með nýrri tækni. Þetta á ekki síst við í grunn- og leikskólum bæjarins þar sem unga kynslóðin, sem nú er að vaxa úr grasi, stundar nám í dag. Þetta er kynslóðin sem á að taka við af okkur sem erum að sinna þessum verkefnum í dag. Snjalltölvur voru settar í alla grunnskóla bæjarins á því kjörtímabili sem nú er senn liðið. Þessi tæknibreyting er orðin hluti af okkar daglega lífi og í dag geta allir verið með snjallsíma sem búinn er þeirri tækni að hægt er að sinna fjölmörgum daglegum verkefnum, s.s. að greiða nánast alla reikninga í sjallsímanum. Á síðasta aldarfjórðungi hefur tækninni fleygt fram en það eru um það bil 20 til 25 ár síðan farsíminn varð almenn eign á Íslandi. Því er einnig haldið fram að þessi tæknibylting muni fækka og leggja af fjölmörg

Bæði kvenna- og karlalið Breiðabliks í efstu deild Breiðablik á tvö lið íBreiðablik hafði sigur gegn Hamri í Hveragerði í einvíginu um laust sæti í Domino’s deildinni á næsta tímabili. Einvígið fór 3-1 fyrir Breiðablik. Breiðablik hóf úrslitakeppnina gegn liði Vestra frá Ísafirði og sigraði í því einvígi nokkuð sannfærandi, 3-0. Úrslitaeinvígið gegn Hamri var jafnt og æsispennandi og réðust úrslit fyrstu tveggja leikjanna ekki fyrr en á loka sekúndunum. Breiðablik gerði góða ferð til

Hveragerðis í fyrsta leiknum og vann hann í framlengingu og tók þar með heimavallarréttinn af Hamarsmönnum. Í öðrum leik liðanna var Breiðablik sterkari aðilinn í leiknum en Hamarsmenn hefðu hæglega geta stolið sigrinum hefði lokaskot þeirra ratað ofan í körfuna. Þriðji leikinn vann Hamar en síðasti leikur liðanna var leikinn í Smáranum og var hann jafn og spennandi mest allann tímann eða allt þar til í 4. leikhluta þá tóku Blikar öll völd

störf sem við sinnum nánast dagsdaglega í dag. Því skipti miklu máli að sveitarfélögin og stjórnendur þeirra séu vel vakandi fyrir þessum nýjungum og jafnframt greiði leið þess að með öflugri nýsköpun verði til ný störf sem mikil þörf er fyrir á komandi árum. Íslendingar eru almennt vel menntaðir og því skiptir miklu máli að veita auknu fé til menntakerfisins til að stórefla það, ekki síst í grunn- og leikskólum bæjarins. Verkefnin framundan eru fjölmörg og Sjálfstæðisflokkurinn horfir til framtíðar í þessum kosningum. Í stefnuskrá flokksins er finna þær áherslur sem flokkurinn leggur áherslu á að verði hafðar að leiðarljósi næstu fjögur árin. Sjálfstæðismenn hvetja kjósendur til þess að kynna sér vel þessi stefnumál. Kópavogsbúar hafa reynslu af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í meirihlutasamstarfi hér í bænum allt frá árinu 1990. Uppbygging í bæjarfélaginu hefur á þessu tímabili verið mikil og hefur Kópavogsbær staðið vel og myndarlega að því að byggja hér grunn- og leikskóla í nýjum hverfum bæjarins og jafnfram byggt hér upp öfluga aðstöðu fyrir íþróttafólk í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vel við sín kosningaloforð og því geta bæjarbúar teyst. Sjálfstæðisflokkurinn er því góður valkostur í kosningunum laugardaginn 26. maí nk. Lið Breiðabliks sem vann sér keppnisrétt í Domino´s deildinni.

á vellinum og uppskáru 26 stiga sigur, lokatölur 110-84. Breiðablik leikur því í efstu deild karla í fyrsta sinn frá árinu 2009-2010 en frá árinu 1995 hefur Breiðablik leikið sjö tímabil í efstu deild og því verður það þeirra 8. tímabili á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1995-1996 sem Breiðablik á tvö lið í efstu deild karla og kvenna í körfubolta á sama tíma.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

3

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

1. sæti

Áfram Kópavogur Ríflega tveggja milljarða rekstrarafgangur Kópa­vogsbæjar á síðasta ári er afrakstur þeirrar fjármála­stefnu sem unnið hefur verið eftir á kjör­tímabilinu sem nú er senn á enda. Það gerist ekki að sjálfu sér að skuldir bæjarins lækki að jafnaði um 3,7 milljónir króna á hverjum degi alla daga kjörtímabilsins. Markviss fjármálastjórn hefur skilað þessum árangri sem kynntur var þegar ársreikningur fyrir árið 2017 var lagður fram í bæjarstjórn í síðustu viku. Skuldaviðmið bæjarins hefur lækkað niður í 133%, hæst fór það í 246% árið 2010 en var í upphafi kjörtímabilsins 175%. Rekstrarafgangurinn er meiri en mörg síðustu ár, 2,2 milljarðar króna, tæpum tveimur milljörðum meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhags­áætlun.

Engin ný lán fyrir framkvæmdum, skattar lækkaðir á hverju ári

Engin lán hafa verið tekin fyrir margvíslegum fram­kvæmdum undanfarin ár. Dregið hefur úr sköttum þar sem útsvarið er undir lögbundnu há­marki og við höfum lækkað skatta og álögur á hverju ári allt kjörtímabilið eins og lagt var upp með í málefna­samningi meiri­hlutans í upphafi þess. Dregið hefur verið úr útgjöldum barna­ fjölskyldna. Í upphafi kjörtímabilsins var ákveðið að hafa frítt í sund upp að 10 ára aldri. Iðkendastyrkur íþrótta og tómstunda hefur nær tvöfaldast á kjörtímabilinu eða úr 27.000 kr. í 50.000 kr. Síðastliðið haust var svo ákveðið að námsgögn yrðu án endurgjalds. Við bættum kjör eldri borgara og lækkuðum verð á mat til þeirra um 20 prósent. Einnig var ákveðið að hækka afslátt á fasteignafjöldum til eldri borgara umtalsvert við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og veita þeim frían aðgang í sundlaugar bæjarins. Annað sem vert er að nefna og kemur fjölskyldum í Kópavogi vel er að sundkort, sem margir íbúar nýta sér, hafa ekki hækkað undanfarin tvö ár. Er þetta í anda lýðheilsustefnu sem bærinn hefur sett fram.

Framkvæmdir - Nýtt fimleikahús við Vatnsendaskóla

Víkjum nánar að ársreikningnum 2017. Fjárfest var fyrir um 2,5 milljarða í eigum

bæjarins. Umfangsmesta framkvæmdin var bygging nýs íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem nýtast mun skólanum og íþróttafélaginu Gerplu. Byggingu hússins er nær lokið og verður það vígt á næstunni. Þá voru settar upp 13 skólastofur við Kársnesskóla við Vallargerði en rýma þurfti Kársnesskóla við Skólagerði síðastliðið vor. Þá var hafist handa við undirbúning á nýju húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs en skóflustunga verður tekin að því á næstu vikum. Nýtt húsnæði við Askalind var keypt fyrir Þjónustumiðstöð Kópavogs (áhaldahús) en hið gamla selt. Framkvæmdum úr íbúaverkefninu Okkar Kópavogi var haldið áfram. Þá var aukin áhersla á viðhaldsverkefni á húsnæði og lóðir við leik- og grunnskóla undir átakinu „skemmtilegri leik- og grunnskólalóðir“.

Horft fram á veginn

langtímahugsun í fjármálum og marka stefnu Kópavogsbæjar til næstu áratuga, en ekki aðeins til fjögurra ára í senn. Um þessar mundir er verið er að vinna heildar­ stefnumótun fyrir Kópavog sem tryggir mark­ vissari ráðstöfun fjármuna og gerir stjórn­sýsluna skilvirkari. Við munum leggja fram stefnu­miðaðar fjárhagsáætlanir (fjárhags­áætlanir sem taka mið af yfirstefnu bæjarins) sem verða í senn aðhald fyrir pólitíska fulltrúa og starfsfólk bæjarins en munu um leið ýta undir markvissari vinnubrögð sem skilar sér í betri þjónustu við íbúana. Í lok síðasta kjörtímabils undirstrikaði ég að Kópavogsbær stefndi í að verða hagkvæmasta rekstrareining sveitarfélaga á Íslandi. Niðurstaða síðasta árs staðfestir það. Á næsta kjörtímabili ætlum við að ná skuldahlutfallinu vel niður fyrir 100% um leið og þjónusta við bæjarbúa verður enn betri. Ég óska eftir umboði Kópavogsbúa til þess að ná settu markmiði.

Tækifærin í Kópavogi liggja víða og það er okkar að grípa þau. Tryggja þarf áframhaldandi Okkar Kópavogur.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

4


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

5


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

6

Kópavogur í fararbroddi Ég hef góða tilfinningu fyrir kosningunum sem eru handan við hornið. Undir öflugri, skynsamlegri og framsýnni forystu Sjálfstæðisflokksins hefur verið byggt upp frábært samfélag hér í Kópavogi sem laðar til sín fólk og fyrirtæki. Við hjónin tilheyrum þeim þúsundum sem gert hafa Kópavog að heimkynnum sínum á undanförnum árum. Vöxtur bæjarins hefur verið ótrúlegur. Þrisvar sinnum á síðustu tíu árum hefur bærinn verið það sveitarfélag sem hefur vaxið hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu. Ekki í íbúum talið heldur hlutfallslega. Það er með ólíkindum í ljósi þess að þetta er næstfjölmennasta sveitarfélagið. Sé horft á fjölgunina í einstaklingum talið, í staðinn fyrir prósentur, var Kópavogur sex sinnum í efsta sæti á síðustu tíu árum en Reykjavík fjórum sinnum. Þótt Reykjavík sé fjórum sinnum fjölmennari hafa þessi tvö sveitarfélög stækkað um svo til jafnmarga einstaklinga á síðustu tíu árum eða um sjö þúsund manns. Aðalatriðið er þó að Kópavogur verðskuldar þennan vöxt fyllilega vegna framsækinnar stjórnunar og forgangsröðunar sem rímar við óskir og þarfir íbúa. Mörg dæmi mætti nefna því til sönnunar en ég nefni að þessu sinni bara tvö. Fyrir nokkrum dögum varð Kópavogur fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hefja mælingar á félagslegum framförum með skipulegri og markvissri aðferðafræði sem nefnist „vísitala félagslegra framfara“. Í þessu felst mikilvæg viðurkenning á því að fleira skiptir máli en eingöngu hagvöxtur þegar við leggjum mat á hversu vel hefur tekist til við þróun samfélags okkar. Ríkisstjórnarflokkarnir komust einmitt að sömu niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðunum og ákváðu að þróa á fyrri hluta kjörtímabilsins „mælikvarða um hagsæld og lífsgæði“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Kópavogur hefur hér orðið fyrri til og er í þessum efnum, eins og fleirum, í fararbroddi á Íslandi. Síðara atriðið sem ég vildi nefna í þessari stuttu grein varðar jafnréttismál. Þær ánægjulegu fréttir bárust okkur nú í febrúar að kynbundinn launamunur hjá Kópavogsbæ er enginn, þegar bornir eru saman einstaklingar í sambærilegum störfum, á sama aldri og með sömu starfsreynslu og færni. Þetta er niðurstaða Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem vann með launagögn allra starfsmanna í yfir 40% starfshlutfalli, alls 1.891 starfsmanns eða 80% allra starfsmanna bæjarins. Fyrir fjórum árum leiddi sambærileg könnun í ljós 3,25% launamun körlum í hag og fyrir 15 árum mældist munurinn 4,7%. Fólk hefur farið í verkfall fyrir minna. Árangurinn nú er afrakstur markvissrar vinnu sem forysta bæjarins og allir sem hlut eiga að máli eiga hrós skilið fyrir.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Þórdís Kolbrún með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formannsi Samtaka iðnaðarins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Nýafstaðinn landsfundur Sjálf­ stæðis­flokksins ályktaði að tillögu umhverfis- og sam­göngu­mála­ nefndar flokksins, að leggja bæri áherslur á aðgerðir gegn lofts­ lagsbreytingum af manna­völdum og

að náttúruvernd og auðlindanýting yrðu að haldast í hendur. Meðal annars, sem samþykkt var í yfirgripsmikilli ályktun, var að efla bæri stöðu sveitarstjórnastigsins og íbúalýðræði samhliða því. Lögð

var áhersla á frekari ívilnanir vegna vistvænna ökutækja og að bundið slitlag skuli lagt á allar stofnleiðir innan 4 ára. Þá gætir þar ýmissa nýmæla, svo sem að þar mælt fyrir útboði á heildarrekstri

Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og eins að samkeppnishömlur á leigu­ bílamarkaði skuli afnumdar. Fleiri samþykktir má lesa á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.

Málin rædd og ígrunduð yfir hádegisverði. Nokkrir landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

7

Menntun til framtíðar:

Grunnskólar Kópavogs í fremstu röð í snjalltækni Margrét Friðriksdóttir.

2. sæti

Við lifum á tímum þar sem miklar tækniframfærir eiga sér stað og nú er talað um fjórðu iðnbyltinguna. Þar er vísað til þeirra tækniframfara sem eru að eiga sér stað með bættri afkastagetu tölva t.d. í formi gervigreindar og sýndarveruleika. Mikil þörf er á að efla og breyta áherslum í menntun samhliða þessum öru tæknibreytingum. Sjálfstæðismenn í Kópavogi gera sér grein fyrir þessari hröðu þróun og leggja áherslu á að grunnskólar Kópavogs verði í fremstu röð með að nýta upplýsingatækni í daglegu starfi nemenda og kennara. Við erum að mennta unga fólkið okkar til framtíðar og þurfum að hafa það í huga að stór hluti nemenda í grunnskólum nú, munu fara í störf sem

ekki eru til í dag og ekki skilgreind. Við megum því engan tíma missa þegar kemur að skólaþróun á sviði upplýsingatækninnar. Á síðasta kjörtímabili var stigið það stóra skref að allir nemendur í 5.-10. bekk fengu spjaldtölvu til afnota í skólastarfi og utan þess. Á þeim þremur árum sem verkefnið hefur verið í gangi í grunnskólum Kópavogs hafa þegar átt sér stað ótrúlegar breytingar á kennsluháttum og fjölbreytileika í námi. Á uppskeruhátíð spjaldtölvuverkefnisins sem haldin var í Salnum 12. apríl sl. mátti sjá fjölmörg ný verkefni sem nemendur kynntu sem afrakstur síðasta skólaárs. Hér verður ekki staðar numið enda mikilvægt að halda áfram á þessari braut

og nýta alla þá möguleika sem spjaldtölvan gefur. Lögð verður áhersla á að allir grunnskólanemar í Kópavogi hafi aðgang að spjaldtölvu í skólanum. Yngstu börnin hafi þó sína tölvu aðeins í skólastofunni og í tilteknum verkefnum undir stjórn kennara. Þá verði nýttar þær viðbótar tækninýjungar og búnaður sem til boða stendur svo sem tölvulíkön sem birta sýndarveruleika með sérstökum gleraugum og búnaði. Þannig er hægt að skapa námsumhverfi sem gerir nemendum kleift að fara í vettvangsferðir á staði sem þeir komast ekki ella á s.s. að kanna hafdjúpin eða framandi lönd. Þá er gervigreind eitthvað sem okkar framtíðarumhverfi mun sífellt meira taka í

notkun með tölvustýrðum vélmennum en nemendur í Kópavogi eru þegar byrjaðir að spreyta sig á forritun þeirra. Tækninni mun bara fleygja áfram og við Sjálfstæðismenn í Kópavogi viljum leggja okkar af mörkum til að skólar bæjarins séu í fremstu röð þegar kemur að notkun á upplýsingatækni í skólastarfi með því að tryggja öllum grunnskólanemum aðgengi að spjaldtölvum og þeim viðbótar tæknibúnaði sem nauðsynlegur er til að halda grunnskólanemum í Kópavogi í fremstu röð í snjalltækni. Við viljum að í Kópavogi séu reknir skólar 21. aldar. Margrét Friðriksdóttir skólameistari MK skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Lista- og menningarsjóður Kópavogsbæjar:

Ís heitur Kópavogur fékk hæsta styrkinn Danstíværingurinn Ís heitur Kópavogur, Tónlistarhátíð unga fólksins og tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs hljóta hæstu styrki úr sjóði Lista- og menningarráðs Kópavogs í úthlutun sem fram fór við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni 24. janúar sl. Ís heitur Kópavogur fær eina milljón en tvö hin síðarnefndu 650.000 þúsund krónur hvort. Fjörtíu umsóknir bárust Lista- og menningarráði en sjóðurinn hefur yfir að ráða um fimmtíu milljónum króna.

Þjóðlagasveitirnar Þula og Regnboginn, sem skipuð er ungum tónlistarmönnum, fá 500.000 króna styrk, Kammerhópurinn Reykjavík Barokk hlýtur 300.000 krónur til að flytja Stabat Mater og A&R Photos fær 200.000 krónur fyrir ljósmyndasýningu sem tvinnar saman listir og íþórttir. Þórunn Elín Pétursdóttir og Lenka Mateova fá 100.000 króna styrk fyrir tónleika í Kópavogskirkju, Erlusjóður fær sömu upphæð fyrir dagskrá í minningu Þorsteins

Valdimarssonar í Salnum og Bókasafninu og Camerarctica fær einnig 100.000 krónur fyrir tónleikana Mozart við Kertaljós. Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs sagði við þetta tilefni að Lista- og menningarráð hafi það að markmiði að efla menningarlif í Kópavogi og starfa í anda menningarstefnu bæjarins. ,,Það gerir ráðið með því að styrkja metnaðarfullt menningarstarf sem höfðar bæði til fullorðinna og barna og styður við

fjölmargar listgreinar og starf stærri og smærri hópa. Menningarstarf í Kópavogi verður í ár sem fyrr afar öflugt, fjölbreytt og spennandi,“ sagði Karen Elísabet. Ýmsir menningarhópar sem starfa innan bæjarins hljóta starfsstyrki fyrir árið 2018, sem flestir nema á bilinu 100.000 - 200.000 krónur. Þeir eru Ljóðahópur Gjábakka, Sögufélag Kópavogs, Samkór Kópavogs, Söngvinir - kór aldraðra, Karlakór Kópavogs, Kvennakór Kópavogs og Ritlistarhópur Kópavogs. Á síðasta ári undirritaði lista- og menningarráð 3ja ára samning við Leikfélag Kópavogs,

sem felur í sér árlegan styrk að upphæð 3,2 milljónir króna og Lista- og menningarráð veitir bæjarlistamanni árlega styrk að upphæð 1,5 milljónir króna. Í anda menningarstefnu Kópavogsbæjar hyggst ráðið enn fremur stuðla að eflingu viðburðadagskrár Menningarhúsanna í Kópavogi með veglegu framlagi. Fjölskyldustundir fá 3 milljónir króna, Barnamenningarhátíð 2 milljónir króna, Safnanótt 2 milljónir króna Menning fyrir alla, tónlistarkynning í Salnum fyrir 1.-7. bekk eina milljón króna. Ráðið hefur einnig úthlutað tæpum 10 milljónum króna til 17. júní dagskrár Kópavogsbæjar.

Stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogsbæjar ásamt styrkþegum á svölum Gerðarsafns.

STAPAR VERKTAKAR


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

8

Höfum upp á margt að bjóða - segir Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir hótelstjóri

Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir.

First hótel Kópavogur var opnað á annan jólum, 26. desember 2017. Hótelið er hluti af Skandinavískri hótelkeðju sem samanstendur af 60 hótelum í Skandinavíu og 30 hótelum á Spáni og er hótelkeðjan stöðugt að stækka. First hótel Kópa­vogur er það fyrsta á Íslandi en vilji er til þess að fjölga þeim og þá ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur ekki síður á spennandi stöðum þar sem t.d. spennandi hús­næði er falt. ,,Móttökurnar hafa verið mjög fínar svo ég er afar bjartsýn enda mikið bókað á næstu mánuðum. Þó þetta hótel sé hluti af Skandinavískri hótelkeðju eru það ekki bara gestir frá hinum Norður­löndunum sem hingað koma. Mest hefur verið um gesti frá Banda­ríkjunum,“ segir Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir hótelstjóri

sem var áður hótelstjóri á Geo hóteli í Grindavík sem var opnað árið 2015. First hótelið er annað hótelið sem opnað er undir stjórn Lóu Bergljótar. - Kópavogur hefur ekki verið mikill viðkomustaður ferðamanna hingað til, enda ekki verið mikið um framboð á hótelherbergjum. Finnst þér að bæjaryfirvöld hefðu mátt standa sig betur í því að laða feðamenn í Kópavog? ,,Það sem mér finnst vanta í Kópavogi er ferðamálastefna en hún er einfaldega ekki til þó þessi málaflokkur hafi eitthvað verið ræddur. Það er starfandi Markaðs­ stofa Kópavogs sem hefur meira á stefnuskrá sinni að laða fólk til að flytja í bæinn sem og fyrirtæki, en hefur ekki ferðaþjónustu á

stefnuskránni, þó að markaðsstofa ætti að gera það að mínu mati. Sóknar­færin í Kópavogi eru mjög mörg og markviss markaðstefna og aðgerðir myndu styðja við atvinnu­ lífið í bænum. Ferða­þjónustan mætti vera undir sömu regn­hlíf og önnur starfsemi sem Markaðs­ stofan sinnir í stað þess að stofna sérstaka ferðamálastofu. Kópavogbær hefur upp á margt að bjóða. Hér eru tvær meiriháttar góðar sundlaugar, skemmtilegar gönguleiðir, úrval veitingastaða og verslana og yfirleitt gott aðgengi hvort sem fólk kemur með rútum eða einkabíl. Ekkert götu- og þjónustukort er finnanlegt að Kópavogi, og það er miður. Kortavefur gerir ekki sama gagn. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, vilja vita hvað bærinn hefur upp á að bjóða. Við reynum

að hjálpa fólki, hvort sem það vill skoða sig um í Kópavogi, finna veitingarstað eða skreppa eitthvað lengra, eins og t.d. austur fyrir fjall á Gullna hringinn. Kópavogur og fyrirtækin í bænum eiga mikið inni

og með ferðamálastefnu og góðri samvinnu tel ég að allir geti grætt, bæði verslun og þjónusta í bænum, sem og ferðamennirnir sem ákveða að sækja okkur heim,“ segir Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir hótelstjóri.

Hótelið býður upp á afar góð og falleg gistiherbergi.

Fjölskrúðug barna­ menningarhátíð í Kópavogi Barnamenningarhátíð í Kópa­vogi lauk um síðustu helgi og var sann­kölluð upp­skeru­hátíð ekki bara fyrir börnin hefur fyrir alla fjölskylduna, frábær skemmtun.

Uppskeruhátíðin fór fram í öllum menningar­húsunum. Boðið var upp á fjöl­breytta dag­skrá fyrir alla fjöl­skyld­una, m.a. var Leir­smiðja í Náttúru­fræði­stofu, teiknismiðja í Gerðar­safni og

barna­óperan Gilitrutt, ópera fyrir fólk, var flutt í Salnum. Tónlist: Hildigunnur Rúnars­ dóttir; texti/líbrettó: Salka Guð­m undsdóttir; teikn­i ngar: Heiða Rafns­dóttir; píanó/tónlistar­

stjórn Hrönn Þráins­dóttir; óbó: Eydís Franz­dóttir; klari­nett: Ár­mann Helga­son. Pantað og sett upp, og bókarútgáfa: Töfrahurð, tónlistarútgáfa, framkvæmdastjóri Pamela de Sensi.

Viktoría Mjöll, 3ja ára, sýndi snilli sína með því að teikna á gólfinu, liggjandi á bakinu. Hanna Karen, 6 ára, með leirmuni sem hún gerði í Náttúrufræðistofunni.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

9

Geð- og lýðheilsustöð Karen Elísabet Halldórsdóttir.

3. sæti

Það eru ýmis teikn á lofti í samfélaginu okkar um að mörgum líði ekki nægilega vel. Ég mun ekki nota þennan greinastúf til þess að greina að fullu hvers vegna það er. Það er ljóst að við þurfum sem heild að bregðast við auknu þunglyndi, kvíða, ótta og jafnvel í sömu andrá aukinni notkun vímuefna ásamt því sífellt fleiri taka sitt eigið líf með óbætanlegum afleiðingum fyrir þá sem sitja eftir. Aukin lyfjanotkun er staðreynd og það er hávært kall um betur þurfi að hugsa um þá sem eiga við geðrænan vanda að stríða. Við greinum þennan vanda og sem sveitafélag finnum við hann helst innan menntakerfisins og velferðarsviðsins. Hvernig getum við sem sveitafélag brugðist við þessari válegu aukningu í vanlíðan í samfélaginu? Ýmislegt myndu sumir segja og þá helst horfa til forvarna, fræðslu og meðferðarúrræða sem við getum beint augum okkar að. Auka þarf sálfræðistuðning innan skólanna ásamt því að það þarf að efla

snemmtæka íhlutun innan leikskólanna er vanda verður vart. Athyglivert væri jafnvel að innleiða hugleiðslukennslu um núvitund innan skólanna í upphafi dags. Það er mikið álag á ungu fólki í dag og stafrænn heimur verður til þess að viðbragðstími okkar við öllu áreiti styttist sífellt með tilheyrandi hraða. Einnig erum við að sjá að stytting menntaskólans í 3 ár er mögulega að hafa neikvæð áhrif á kvíða og jafnvel brottfall nemenda. Það er hins vegar sífellt ljósara að heilbrigðiskerfið nær ekki að taka utan um alla þá sem þjást og því hefur þörfin sífellt vaxið fyrir frjáls félagasamtök til stuðnings þeim sem eiga um sárt að binda. Hér sem dæmi eru nefnd örfá s.s. Hugarafl, Hugarfrelsi, Pieta, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Stígamót. Slík samtök hafa átt undir högg að sækja með húsnæði og hafa mörg þeirra fengið utanaðkomandi mikilvægan styrk frá

fyrirtækjum eða hinu opinbera til þess að starfa áfram að málefnum um bætta líðan og stuðning til almennings. Starfs og styrkjaumhverfi er hins vegar flökktandi og því getur verið vandasamt að finna gott húsnæði til langs tíma. Hressingarhælið á Kópavogstúni var vígt og byggt 1926 fyrir tilstuðlan Hringskvenna sem vildu láta gott af sér leiða fyrir sitt samfélag. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og hafa staðið yfir undanfarin ár framkvæmdir við endurnýjun á þessu merka húsi sem var friðað í október 2012. Við í Sjálfstæðisflokknum sjáum fyrir okkur að innan veggja Hressingarhælisins mætti opna nýja Geð og lýðheilsumiðstöð. Þannig væri td mikill sómi sýndur sögu þess og upphaflegs tilgangs. Slík Geð og lýðheilsumiðstöð myndi veita félagasamtökum skjól um leið og þau myndu geta aðstoðað okkur, ásamt

því að stunda sinn rekstur, innan menntaog velferðarkerfisins við að halda betur utan um fræðslu, forvarnir og almennan stuðning við þá sem til okkar leita og þurfa aukna leiðsögn. Samstarfsverkefni þar sem sveitafélag útvegar öruggt húsnæði um leið og það veitir frjálsum félagasamtök tækifæri á því að geta haldið áfram að efla og bæta geðheilbrigði og lýðheilsu væri öllu samfélaginu í hag og afar áhugavert í framkvæmd. Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar 3. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

ÁS styrktarfélag hefur verið braut­ryðjandi í þjónustu við fólk með þroskahömlun Ás styrktarfélag við Ögurhvarf í Kópavogi varð 60 ára 23. mars sl. og var haldið upp á það með veg­legum hætti þar sem fjöldi manns mætti ásamt For­seta Íslands, Guðna Th. Jóhannes­syni. Í hófinu var sýnd 30 mínútna mynd um félagið. Ás styrktar­félag er sjálfseignar­stofnun og hefur í gegnum árin komið á fót um­fangs­miklum rekstri. Þá

hefur félagið notið velvilja og hafa ein­staklingar, félaga­samtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktar­félag hátt á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu.

Markmiðið

við fólk með þroskahömlun og leggur metnað í að vera áfram í framlínunni. Áhersla er lögð á að kynna sér og vinna samkvæmt nýjustu hugmyndafræði og bjóða aðeins upp á fyrsta flokks þjónustu með hagsmuni þjónustunotandans í forgrunni.

Ás styrktarfélag hefur frá upphafi verið brautryðjandi í þjónustu

Fjöldi manns mætti í ÁS og margir færðu félaginu gjafir.

Veittar voru viðurkenningar fyrir frábært starf fyrir ÁS. Óskar Mar­geirs­son er einn af fyrstu starfs­mönnum Áss vinnu­stofu. Hann hóf störf þar strax á fyrsta degi. Hann hefur fengist við margs­ konar verkefni hjá Ási. Hann ber hag félagsins æ fyrir brjósti og vill hag þess sem mestan. Hans aðals­merki eru vinnusemi og svo er hann gleðigjafi með góðan húmor. Hann er mikil skákmaður og á nokkra bikara því til sönnunar eftir að hafa sigrað í skákmótum Áss vinnu­stofu. Vegna eldmóðs og um­hyggju í starfi sínu á

Lyngási hlaut Ragnheiður Hrefna Þórarinsdóttir viðurkenningu. Ragnheiður er ötul í stuðningi við foreldra sem standa frammi fyrir nýjum raunveruleika með fatlað barn og talsmaður nýbreyttni og aukinna tækifæra í samfélaginu fyrir fólk með fötlun. Sigríður Pétursdóttir var forstöðumaður félagsins í búsetu til margra ára og er enn enn í stuðningsliðinu. Hefur sýnt mikla umhyggju fyrir félaginu, starfi þess og þjónustuhópi. Hefur ætíð verið tilbúin að leggja lið þegar leitað hefur verið til hennar.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

10

Plokkið minnkar ruslið og eykur umhverfisvitund Hjördís Ýr Johnson.

4. sæti

Undanfarna mánuði hafa Íslendingar verið duglegir að plokka en það snýst um að ganga eða skokka og tína rusl í leiðinni. Áhrifin hafa verið alveg frábær og sýnir hversu megnug við erum þegar við tökum höndum saman. Plokkið hefur þó ekki bara minnkað ruslið í umhverfinu okkar heldur hefur það líka aukið umhverfisvitund fólks og hefur þannig víðtækari áhrif eins og t.d. á flokkun sorps heima fyrir. Kópavogsbúar hafa verið öflugir í að nýta sér bláu tunnuna en í hana má setja bæði pappír og plast saman. Íbúar hafa sýnt að þeir vilja flokka heimilissoprið og það er því eðlilegt bæta enn frekar við þá þjónustu.

Þannig er hægt að fjölga endunvinnslu­ flokkum bæði á heimilum sem og með öflugum grenndar­gáma­stöðvum. Mikil­vægt er einnig að hvetja og hjálpa fyrirtækjum bæjarins til að minnka úrgangs­myndun, auka flokkun sorps og fegra umhverfið og þá sérstaklega á stóru atvinnusvæðunum vestast á Kárs­nesinu og í Smiðju­hverfinu. Í samgöngum og orkunotkun er ýmislegt hægt að gera til að huga að umhverfisáhrifum. Mikilvægt er að Kópavogsbær tryggi góðan aðgang að raforku og styðji þannig við frekari rafbílavæðingu bæði hjá fyrirækjum og heimilum. Það er ekki síður mikilvægt að bæta enn frekar aðstöðu hjólreiðafólks en eftir

því sem hjólreiðastígakerfið þéttist og eflist verða hjólreiðar sem sam­göngu­máti vinsælli. Nauðsynlegt er að fjölga hjólreiðastígum sem eru aðskildir göngu­stígunum ásamt því að bæta tengingar stíganna og þá sérstaklega við nágranna­sveita­félögin. Með þessu er öryggi vegfarenda aukið og notkun á stígakerfi bæjarins eykst. Markmiðið er að bæta aðstöðu þeirra sem nota almenningssamgöngur og þétta tíði strætisvagna frá því sem nú er. Það léttir á umferðarþunganum þegar hann er mestur, er umhverfisvænt því það fækkar bifreiðum sem eru í umferð á álagstímum. Útivistarsvæðin í Kópavoginum eru mörg og mjög falleg. Þar munum við halda áfram að

bæta aðstöðu til útiveru með skemmtilegum áningastöðum fyrir fjölskyldur, enn frekari fjölgun bekkja og ruslatunna ásamt því að bæta við göngustígum t.d. við Elliðavatnið. Auðvelda þarf fólki að ganga kringum Elliðavatnið á góðum göngustígum og njóta þeirrar frábæru náttúru sem þar er. Vistræn umhverfisstefna eins og við Sjálfstæðimenn beitum okkur fyrir er fyrir alla, fegrar umhverfið og er ekki síst heilsusamleg. Hjördís Ýr Johnson Bæjarfulltrúi

,,Þeir allra sterkustu“

Setð fyrir svörum í lok ráðstefnunnar.

Landbúnaður er í dauðafæri! Virkilega áhugaverð ráðstefna, Land­sýn 2018, um málefni land­ búnaðar var haldinn í Salnum í Kópa­vogi fyrir skemmstu sem teng­ist mjög því að ís­lenskur land­bún­aður er staddur á kross­ götum. Land­búnaður er ekki mikill í Kópa­vogi, en er því til, s.s. upp við Elliða­vatn. Staðan er að ein­hverju leyti talin vera þannig að það er ein­fald­lega að hrökkva eða stökkva. Tækifærin eru til staðar með tækni­um­ byltingum, loftslags­breytingum, auknum ferða­manna­fjölda o.fl.,

en hætturnar eru einnig handan við hornið. Blásið var til mikillar veislu fyrir alla þá sem vildu með einhverjum hætti taka þátt í íslenskum land­ búnaði til framtíðar. Það opin­ beraðist berlega á áðurnefndi ráð­stefnu. Í boði voru virki­lega áhuga­verðir fyrir­lestrar, og leitað svara við spurningum eins og hvert fer virði afurðanna, nausyn merkingar afurðanna, er þörf á ný­sköpun í land­búnaði og hverjar eru kröfur neytenda í nútíma þjóðfélagi.

Hestamenn undirbúa sig af krafti fyrir mótaröð sumarsins, ekki síst þar sem Landsmót hestamanna fer fram í sumar á Víðivöllum. Fyrir skömmu fór fram töltkeppni í Samskipahöllinni Spretti í Kópavogi þar sem fram kommu margir af bestu tölthestum landsins. Hestamennska er vaxandi íþrótt, það sést kannski best á því að Samskipahöllin var þéttsetin og mikil stemmning. Landssamband hestamannafélaga eru hagsmunasamtök hestamanna í landinu og eru um 11.000 félagar skráðir í 47 hestamannafélaög. Keppnin hófst með afkvæmasýningum og uppboði en mótið var haldið til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna .þátttöku þess í NM2018 og HM2019 í Berlín. Auk þess styrktu mótið m.a. fasteignasalan Hraunhamar, Icewear, Lífland og MS. Sigurvegari í tölkeppnni var Hulda Gústafsdóttir sem keppti á Braupni frá Brautarholti. Þann 1. maí nk. verður dagskrá og sýningar fyrir börn í Samskipahöllinni auk þess sem boðið verður upp á ámskeið fyrir fullorðna. Marta frá Húsavík, knapi Reynir Örn Pálmason.

STOFNAÐ 1956

Bæjarlind 8–10 | 201 Kópavogur Sími 510 7300 | www.ag.is

Ísar frá Skáney, knapi Haukur Bjarnason.



- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

12

Íþrótta og lýðheilsubærinn Guðmundur Gísli Geirdal.

5. sæti

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur myndað stjórn að afloknum kosningum í vor tel ég rétt að Kópa­vogur marki sér ferða­mála­stefnu. Að mínu mati ætti sú stefna að byggjast á styrk­leikum bæjarins, sem eru m.a. nálægð við einstaka náttúru svo til í bak­garðinum hjá okkur eins og Blá­fjöll, Þríhnjúkar og Heið­ mörkin. Þessar náttúru­perlur er hægt að heim­ sækja og njóta með dags­ferðum úr bænum. En mesti styrkleiki Kópavogs að mínu mati og kannski það sem bærinn er þekktastur fyrir er hið öfluga íþróttalíf sem sam­staða hefur myndast um að byggja hér upp undanfarin ár. Árangur íþróttafólks úr Kópavogi er ein­stakur á alla mælikvarða. Á það við um flestar íþróttagreinar.

Svo mjög góður er hann að eftir er tekið um allan heim. Forsvarsmaður hjá einu íþróttarfélaginu hér í bæ sagði mér að ekki liði svo vika að hann væri ekki beðinn um viðtal frá erlendum miðlum til að svara fyrir þann góða árangur sem iðkendur hjá félaginu hefðu náð. Þetta gerist ekki að sjálfu sér. Að baki þessa árangurs er þrotlaus vinna fólks, þjálfara og foreldra sem hafa trú á börnunum sínum og hvetja þau áfram og styðja í flestu sem þau taka sér fyrir hendur. Annað lykilatriði er samt auðvitað að fólkið í bænum, Kópavogsbúar, hafa haft gæfu til að kjósa sér bæjarstjórnir sem hafa þann metnað fyrir hönd íþróttanna að byggja mannvirki sem toppa allt sem þekkist hér á landi og jafnvel víðar.

Kópavogsbær státar af tveimur knatt­ höllum, tveimur fim­leika­húsum, hesta­ íþrótta­aðstöðu sem er sú besta sem völ er á, úrvals golfvelli og flottri aðstöðu fyrir flestar íþrótta­greinar, ásamt auðvitað frábærum sund­laugum. Þessu til viðbótar eru nú uppi áform um að hefja snjóframleiðslu í skíðabrekkum í Blá­fjöllum ásamt endurnýjun skíðalyftana þar. Kópavogur er sannarlega íþróttabær og þar tel ég að tækifærin liggi einna helst. Við eigum í samstarfi við íþróttafélögin að bjóða uppá æfingabúðir í hinum ýmsu greinum, fá til okkar færustu þjálfara íslenska sem erlenda og bjóða gestum að koma og taka þátt ásamt íslenskum iðkendum.

Sumrin eru sá tími sem íþróttahúsin eru kannski hvað minnst notuð og er þá sérstaklega færi til að nýta þau enn betur. Útiaðstaðan býður að sjálfsögðu uppá endalausa möguleika. Hugsið ykkur hvað þetta væri frábært. Með þessum iðkendum myndi koma fullt af aðstandendum og bærinn myndi iða af lífi. Fólki sem myndi gista og kaupa þjónustu. Tekjur sem af þessu hlytust mætti síðan nota til að byggja enn frekar upp, ásamt því að okkar iðkendur fengju auðvitað heimsklassa þjálfun heima. Íþrótta og lýðheilsubærinn Kópavogur. Guðmundur Geirdal.

Sjávargarður í Fossvoginum Sigríður Kristjánsdóttir.

Með því að loka Fossvoginum fyrir hraðri bátaumferð við fjarðarmynnið er hægt að búa til fyrsta útivistarsvæðið á Íslandi sem er á úti á hafi. Í áraraðir hafa sjóböð verið stunduð í Fossvoginum. Sjósund er vaxandi íþrótt og að sögn Ragnheiðar Valgarðsdóttur í Sjósunds- og sjóbaðsfélaginu í Reykjavík (SJÓR) þá er þeim alltaf að fjölga sem leggja leið sína í Nauthólsvíkina. Þeim fjölgar sem stunda sjósund og sífellt fleiri eru farnir að synda um

allan voginn. Siglingaklúbburinn Ýmir hefur aðstöðu Kópavogsmegin í Fossvoginum og Siglingaklúbburinn Siglunes er staðsettur Reykjavíkurmegin. Þarna eyða mörg börn sumrinu við nám og leik. Sjávarhitinn er 14 gráður á sumrin en í glampandi sól og steikjandi hita getur sjórinn farið yfir 16 gráður og þá eykst umferðin um Fossvoginn. Þotuskíði og spíttbátar valda ölduróti og það þarf ekki mikið öldurót svo að kollarnir á sundfólkinu sjáist ekki í sjónum. Það er því mikilvægt að skilgreina svæði þar sem fólk getur verið að sigla, synda og leika sér í sjónum án þess að vera í hættu frá hraðri bátaumferð. Með því að setja 3 mílna hraðatakmörk eins og er í höfnum þá mætti hugsa sér þetta sem nokkurs konar vistgötu á hafi úti. Félagsmenn í SJÓR telja þetta mikið öryggisatriði.

Þarna mætti setja upp ýmiss konar leiktæki sem börn, unglingar og fullorðnir geta spreytt sig á eins og tildæmis trampólín, skíðatogbraut fyrir sjóskíði, klettaklifur og sprang. Víða erlendis eru dæmi um svona garða. Danir hafa verið duglegir seinustu árin að útbúa allskonar svæði til að gefa fólki kost á að stunda sjóböð og leika sér í vatninu. Fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna er útivistarsvæði sem nefnist ,,Edmonds Underwater Park“, en eins og nafnið gefur til kynna þá er garðurinn á hafsbotni. Þar er búið að sökkva skipum til að útbúa spennandi umhverfi fyrir kafara. Ekkert sjávarsvæði er skilgreint sem útivistarsvæði á Íslandi í dag. Fossvogurinn er upplagður staður til að verða fyrsti sjávargarðurinn á Íslandi. Sigríður Kristjánsdóttir

Sjávargarður við Kaupmannahöfn.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

13

Lærum öll að vera snjöll Davíð Snær Jónsson.

Í dag eru þrjú ár síðan Kópa­ vogur tók þá stefnu að vera leiðandi sveitarfélag í innleiðingu nýrra kennsluhátta í grunnskólum bæjarins. Þremur árum síðar getum við spurt okkur; hvernig tókst, hvað mátti betur fara og hvert ætlum við? Með spjaldtölvuinnleiðingunni hafa nýjir kennsluhættir sprottið upp og hefur tæknin verið nýtt til þess að þróa skólanna og koma til

móts við samfélag nútímans. Með innleiðingunni tókum við skref til framtíðar og hefur verkefnið vakið mikla lukku meðal kennara, nemenda og foreldra. Það sem skiptir síðan hvað mestu máli í þessum efnum er að ánægja nemandans og tækifærin sem honum hefur verið veitt með einni spjaldtölvu vega hvað stærstan þátt í þessu. Skólasamfélagið hefur lengi vel

átt í vandræðum með að innleiða einstaklingsmiðaðra nám inn í grunnskólann, þar sem hver og einn nemandi getur farið á sínum hraða í gegnum námið án þess að tefja samnemendur sína. Með spjaldtölvuinnleiðingunni hefur kennarinn fleiri möguleika til þess að vinna með hverjum og einum nemenda, þar sem skólataflan er í raun færð af veggnum í hendur hvers og eins nemenda. Með

innleiðingunnu verða nemendur með sérþarfir sem dæmi í minna mæli aðgreindir frá bekknum og sérkennslan þá heldur færð inn í hópinn. Látum nemandann skapa þekkinguna og kennarann leið­ beina, því einungis þannig náum við því besta úr hverjum og einum einstaklingi. Spjald­tölvuinnleiðing Kópavogsbæjar var framfaraskref, en nú þurfum við að horfa lengra

og finna fleiri tækninýjungar og kennsluaðferðir í þágu nemenda, því betur má ef duga skal. Og því ætlar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi að ganga lengra í innleiðingu snjalltæknilausna í grunnskólum Kópavogs og vera leiðandi snjallt sveitarfélag. Davíð Snær Jónsson skipar 10. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

14

Þetta reddast, en dugar það viðhorf? Jón Finnbogason.

6. sæti

staða Kópavogsbæjar sé sterk. Líklega er enginn málaflokkur jafn mikilvægur. Góðar hugmyndir til að bæta þjónustu við Kópavogsbúa skipta engu máli ef ekki er til fjármagn til þess að framkvæma þær. Allir þekkja að af skuldum þarf að greiða vexti og þeim fjármunum sem þannig er varið verður ekki einnig ráðstafað í góðar hugmyndir. Afkoma Kópavogsbæjar hefur líklega aldrei verið jafn góð og á síðasta ári. Nýbirtur ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir sl. ár sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið. Rekstrarafgangur nam 2,2 milljörðum og eigið fé nemur nú 19 milljörðum en heildareignir Kópavogsbæjar eru metnar á 62 milljarða á móti um 43 milljörðum í skuldum. Þessari góðu afkomu er náð þrátt fyrir fjölmörg dæmi þar sem þjónusta hefur verið aukin og ráðist hefur

verið í fjárfestingar bæjarbúum til hagsbóta og niðurgreiðslu skulda. Ekki verður komist hjá því að nefna að helstu eignir bæjarins eru ýmiskonar fasteignir sem nýttar eru í þágu bæjarbúa. Nefna mætti að í samstæðu Kópavogsbæjar er uppgjör Húsnæðisnefndar Kópavogs sem á um 430 íbúðir en þær eru metnar til eignar á 7.054 milljónir króna. en fasteignamat þeirra eru hins vegar 12.953 milljónir króna. Líklega er markaðsverð þessara fasteigna miklu hærra en bókfært virði þeirra og sennilega nærri eða umfram fasteignamat þeirra eða sem væri þá um eða yfir 6 milljörðum króna umfram bókfært virði þeirra. Annað dæmi mætti nefna að í samstæðu Kópavogsbæjar er einnig uppgjör Fráveitu Kópavogsbæjar og Vatnsveitu Kópavogsbæjar en þar kemur fram að allt veitukerfi bæjarins er metið á

3.991 milljónir króna. Líklega eru þessar eignir síst ofmetnar þar sem kostnaður við að byggja þær upp er sennilega miklu hærri en bókfært virði þeirra. Ég tel að afkoma sem og efnahagur Kópavogsbæjar sé sterkur. Vissulega hafa ytri aðstæður verið hagfelldar á undanförnum misserum. Þegar allt gengur vel er hins vegar fullt tilefni til að vera á varðbergi. Hugarfar um að þetta reddist bara gengur einfaldlega ekki upp. Því er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið sem felst í niðurgreiðslu skulda og aðhaldi í rekstri til að búa í haginn fyrir sterka fjárhagslega stöðu Kópavogsbæjar. Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi

VERT

Sjálfsagt velta Kópavogsbúar því stundum fyrir sér hvað skiptir þá mestu máli þegar kemur að málefnum Kópavogsbæjar. Líklega telja einhverjir að miklu máli skiptir að vel sé staðið að menntamálum í bæjarfélaginu. Góða velferðarþjónustu nefna einhverjir. Samgöngumál þurfa vera í góðu horfi. Íþróttamál er einnig málaflokkur sem er ofarlega á lista hjá mörgum. Lengi mætti telja um mikilvæga málaflokka sem hver og einn vill leggja áherslu á. Líklega eru ekki margir sem telja að fjárhagsleg staða Kópavogsbæjar sé sá þáttur sem skiptir mestu máli fyrir þá sjálfa. Góð fjárhagsleg staða Kópavogsbæjar gerir í raun ekki mikið fyrir þá sjálfa. En er það svo? Skiptir góð fjárhagsleg staða Kópavogsbæjar nokkuð máli? Sjálfur tel ég afar þýðingarmikið að fjárhagsleg

ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936.

Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

15

Skurðarvél Völku:

Nýtir röntgen­ tækni til að finna smábein í flökum Ágúst Sigurðarson markaðsstjóri og Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri fyrir framan skurðarvél í samsetningu.

Hátæknifyrirtækið Valka í Vestur­vör í Kópa­vogi hefur síð­ustu ár verið að ryðja sér rúms á sviði fiskvinnslu og hafa tæknilegar lausnir fyrir­tækisins vakið mikla og verð­skuldaða athygli. Valka leggur aðal áherslu á hátækni­vél­búnað með afar snjöllum hugbúnaði og þannig

sýningunni haustið 2017 en fyrir­ tækið hefur tekið þátt í mörgum fyrri sjávar­útvegs­sýningum og hlaut meðal annars verð­laun sem Framúr­skarandi birgir fisk­ vinnslunnar á IceFish 2014. Valka er fyrirtæki í vexti og það hefur sýnt sig að Íslenska sjávarútvegs­

og það skynjar vélin og skilar hámarksverðmæti á vörunni. Vélin getur þannig hjálpað framleiðandanum að búa til vörur sem ekki var hægt að framleiða áður með handvirkri aðferð.“

Aukið verðmæti

,,Grunnstef okkar við hönnun á þessari skurðarvél er að fiskvinnslufyrirtækið fái aukið verðmæti af þeim fiski sem er í vinnslu á hverjum tíma, bætt gæði en um leið með sem fæstum handtökum. Mörg fyrirtæki eru jafnframt með Curio flökunarvélar sem til að mynda vinnur frábærlega með skurðarvélinni því gæði flakanna sem vélin fær skiptir miklu máli fyrir endanlega nýtingu. Markmiðið er auðvitað að bæta stöðugt gæði framleiðslunnar enda teljum við Íslendingar okkur vera með besta hráefni í heimi, og það með nokkru sanni,“ segir Ágúst Sigurðarson.

Tæknivædd ferskfiskvinnsla hjá Skinney – Þinganesi Tékkvog frá samvalsflokkara að störfum.

nær fyrir­tækið að bjóða háþróuð fisk­vinnslu­kerfi sem uppfylla allar þarfir kröfu­harðrar iðn­greinar. Flagg­skip Völku er skurðarvélin sem nýtir sér röntgentækni til að finna smábein í flökum, les stærð og þyngd hvers einasta flaks með nákvæmri þrívíddar­ skynvirkni og notar þrýstivatn til að skera þau niður í rétta stærð í samræmi við framleiðslukröfur. Fiskvinnslukerfi fyrirtækisins hafa notið umtalsverðrar hylli hjá fiskvinnslum í landi og þegar er farið að setja skurðarvélar um borð í fiskiskip. Norðmenn hafa jafnframt hrifist af þessari skurðarvél og hefur kerfið þegar verið sett um boð í norskan togara. Tveggja línu skurðarvél var sett um boð í verksmiðjutogara Ramma á Siglufirði, Sólberg ÓF, sem kom nýr til landsins á síðasta ári frá Tyrklandi. Það er stórt skref að setja svo flókinn tæknibúnað upp í skipi en starfsmenn Völku eru sannfærðir um að fullvinnsla afla um borð í verksmiðjutogurum muni taka stórstígum framförum með hinum háþróaða búnaði fyrirtækisins. Valka sýndi röntgenskurðartækni sína á Íslensku sjávar­útvegs­

sýningin er fyrirtækinu afar mikil­ vægur tengiflötur við fólk hvaðan­ æva úr greininni. ,,Skurðarvélin okkar er mikil breyting í vinnslunni, leysir af hólmi mörg erfið störf , sjálfvirknin mun fækka á hagkvæman hátt störfum í fiskvinnslu sem eru erfið en önnur störf við umsjón og eftirlit tæknibúnaðarins koma í staðinn. Þessi tækni fer langt með að bjarga fiskvinnslunni þar sem skortir hæft starfsfólk, sem er vaxandi vandi í dag, segir Ágúst Sigurðarson markaðsstjóri Völku.

Í Þorlákshöfn rekur Skinney – Þinganes sérhæfða og tæknivædda ferskfiskvinnslu á bolfiski og fer framleiðslan að mestu á markað í Evrópu og Ameríku. Nýjasta tækni er nýtt til að þjónusta kröfuharða viðskiptavini á mörkuðum innanlands og utan. Búnaður vinnslunnar var allur endurnýjaður fyrir um einu ári síðan, Curio hausari og flökunarvél ásamt heildarlausn frá Völku, snyrtilínu, vatnsskurðarvél, bitaflokkara og samvalsflokkara.

Ingvaldur Mar Ingvaldsson, rekstrarstjóri, var spurður hvort fiskvinnsluvélar, m .a. skurðarvél sem fyrirtækið er með frá Völku hafi staðið undir væntingum. ,,Búnaðurinn hefur staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar, við reiknuðum með 100% aukningu á vinnslugetu þó svo starfsfólki myndi ekki fjölga nema um 50%, þá er ekki nú kleift að auka verðmæti flaka með því að geta skorið flök niður í nákvæmar stærðir bita. - Hefur fiskvinnslan í Þorlákshöfn nægjanlegt hráefni til að halda úti stöðugri vinnslu í húsinu? ,,Einungis 5% af hráefninu hefur komið af markaði en annað af okkar eigin bátum. Steinunn SF hefur verið okkar aðal hráefnisöflun og hafa þeir staðið sig einstaklega vel bæði í öflun á hráefni og meðferð á því sem er lykillinn af því að geta skilað góðri vöru inn á markaðinn.“ - Hver er afkastageta hússins á dag miðað við fulla vinnslu? ,,Ef við erum í þorski eða ufsa sem er á stærðarbilinu 3-10 kg. höfum við að jafnaði verið með 25 tonn í gegnum húsið á 8 klst. vinnudegi.“ - Vinnið þið eingöngu þorsk eða koma fleiri fisktegundir til vinnslu? ,,Að megninu til höfum við verið að vinna þorsk en í einhverju magni ýsu og ufsa,“ segir Ingvaldur Mar Ingvaldsson.

Gæðamat áður en flakið er skorið í skurðarvélinni

,,Það er mikilvægt að halda hitastigi hráefnisins sem lægstu frá flökunarvél í þar til vörunni hefur verið pakkað. Sjálfvirknin og hraðinn í gegnum allt ferlið hjálpar til við það. Áður en flakið er skorið í skurðarvélinni fer fram gæðamat og forsnyrtingu, þar sem blóðblettir, ormar og annað óæskilegt í flakinu er fjarlægt sé það til staðar. Skurðarvélin sér svo um að hámarka nýtingu hvers einasta fiskflaks en fiskurinn sem er í vinnslu er ekki allur jafn stór

Vaskar konur á snyrtilínunni HJÁ Skinney-Þinganesi.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

16

Við kunnum til verka Það styttist í sveitarstjórna­kosningarnar, þar sem við ráðum fram­tíð okkar heima­byggða næstu fjögur ár. Þar ræðst það, sem stendur okkur næst og er okkur kærast, þar sem hjartað slær og við höfum fest rætur. Það eru einnig þau stjórnmál, sem skipta okkur mestu í dag­lega lífinu og við fáum að öllu jöfnu mestu um ráðið. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað á undanförnum árum, enda má segja að þeirri almennu stefnu hafi verið fylgt hér á landi, að halda stjórnsýslu og þjónustu sem næst borgurunum. Þar fyrir utan hafa sveitarfélögin svo sinnt margvíslegum málum öðrum, í takt við þarfir og kröfur á hverjum stað, sem og áhuga sveitarstjórnamanna. Það segir sig sjálft að eftir því sem verkefnunum fjölgar, þá getur reynst flóknara að halda yfirsýn, forgangsraða og halda kostnaði í böndum. Þá reynir á ráðdeild, úrræðasemi og reynslu, næman skilning á nærsamfélaginu og samfellu í störfum.

Yfirburðir Sjálfstæðisflokksins

Að því leytinu hefur Sjálfstæðis­flokkurinn algera yfirburði. Hann er sá stjórnmálaflokkur, sem býður fram langvíðast á landinu. Við sjáum það einnig á því, að við erum í meirihluta eða meirihlutasamstarfi í 25 af þeim 33 sveitarfélögum, þar sem listakosning er viðhöfð. Hann er flokkur með sögu og það góða sögu úti um allt land, í hverju og einu sveitarfélagi; þekktur fyrir góða stjórnsýslu, stefnufestu og samfellu í störfum, flokkur með víðtækt félagsstarf, þar sem maður kemur í manns stað. Flokkur sem fólk treystir til góðra verka í þágu sveitarfélagsins og allra þeirra, sem þar búa.

Ekki síður er það þó eftir­tektar­vert, að það er einmitt í þeim sveitarfélögum, þar sem Sjálfstæðis­flokkurinn er í meiri­hluta, þar sem starfsemin er í mestum blóma, grunnþjónustu við borgarana er sinnt með sóma og fjármálin eru í góðu jafn­vægi. Þetta sjáum við vel í forystusveitarfélögum eins og Kópa­vogi, Garðabæ og fleirum, bæði hér umhverfis höfuðborgina og út um land. Og síðan höfum við samanburðinn við borgina, þar sem vinstrimenn hafa ráðið för, þar sem grunnþjónustan er vanrækt og fjármálin látin reka á reiðanum, en gæluverkefnin og glæruverkefnin ganga fyrir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Umgjörðin skiptir máli

Það skiptir máli hvernig haldið er á málum í sveitarfélögunum. Sem fyrr er vöxtur þeirra og viðgangur mest háður borgurunum sjálfum, frumkvæði þeirra og atorkusemi, en umgjörð sveitarstjórnanna skiptir verulegu máli. Hún þarf að vera góð til þess að þau dafni sem skildi. Þegar hún er ekki í lagi, finnur atvinnulífið skjótt fyrir því og borgararnir á eigin skinni þegar þjónustan dregst saman, útsvarið hækkar og vanrækslan eykst. Þess vegna er svo mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn styrki stöðu sína í komandi kosningum, en það er af sömu ástæðu, sem hann hefur fengið svo afgerandi hljómgrunn hjá kjósendum. Vegna þess að við kunnum til verka, við leggjum áherslu á góða grunnþjónustu og við umgöngumst fjármuni útsvarsgreiðenda af varúð. Þannig á að reka blómlega byggð og búa í haginn fyrir framtíðina. Það kunna sjálfstæðismenn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins

Bingó spilað í Boðanum.

Sumir laðast að málaralistinni en fyrirmynd þessara hrúta er af Vestfjörðum.

Margbreytileg afþreying eldri borgara í Boðanum Félag eldri borgara í Kópavogi er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið stendur fyrir ýmiss konar hagsmunamálum eldri borgara, skemmtunum, ferðum og þeir sem eru félagar í FEBK fá ýmsan afslátt á vörum og þjónustu. Í félagsmiðstöðinni Boðanum í Boðaþingi stendur eldri borg­-ur­um

margt til boða. Félags­miðstöðin er opin alla virka daga og er há­degis­ verður framreiddur á hverjum degi fyrir þá sem þess æskja. Þar er einnig hægt að setjast niður í nota­legu umhverfi yfir kaffibolla og meðlæti, lesa dagblöðin, hlusta á út­varp og ræða málin. Auk þess sem boðið eru upp á fjöl­breytt nám­skeið, við­burði

Bygginga­ fyrirtækið Húsvirki er að reisa tvö fjölbýlishús á svæðinu fyrir Heima­­velli sem er ætlað fyrir 66 ára og aldri. Í húsunum tveimur verða 71 íbúðir.

og annað tóm­stunda­starf eins og að spila vist eða bridds og spila bingó. Einnig stendur þar til boða ýmis af­þreyfing eins og handa­vinna, tré­skurður, penna­saumur mynd­list, leik­fimi, hug­leiðsla og hlusta á harmonikkuspil og ýmislegt fleira.

RAFTÆKJASALAN

E H F

Stofnað 1941

RAFVERKTAKAR

www.raftaekjasalan.is

LÖGGILTUR RAFVERKTAKI


VORHREINSUN Í KÓPAVOGI Hreinsum bæinn saman Kópavogsbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi. Starfsfólk bæjarins verður á ferðinni og hirðir garðaúrgang sem liggur við lóðamörk.

Hreinsun á garðaúrgangi fer fram eftirfarandi daga: 23. til 27. apríl: Kópavogsbær vestan Reykjanesbrautar Kársnes, Digranes, Smárinn 30. apríl til 4. maí: Kópavogsbær austan Reykjanesbrautar Fífuhvammur (Lindir og Salir), Vatnsendi

Íbúar athugið: Garðaúrgang skal setja utan við lóðarmörk í pokum, greinaa lippur skal binda í knippi. Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðarmörk og verður slíkt arlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður arlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgangi.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

18

Hlíðasmári 9. Þangað flytur Tryggingastofnunin.

Tryggingastofnun ríkisins flytur í Hlíðasmára Það er góður gangur í atvinnu­lífinu í 201 Kópavogi. Trygginga­stofnun ríkisins ætlar að ganga til samninga við fasteignafélagið Reginn um að flytja stofnunina í Hlíða­smára í eina af eignum fasteigna­félagsins. Þetta verður skemmti­leg viðbót við þau fjöl­mörgu öflugu

fyrirtæki og stofnanir sem eru að koma á svæðið ofan við Smáralindina. Það er ljóst að sú langtímasýn sem bæjaryfirvöld og ýmsir einkaaðilar hafa haft um uppbyggingu atvinnustarfsemi í bland við íbúðabyggð er að ganga mjög vel eftir.

Gestum í Smáralind fjölgar stöðugt og er frábær aðsókn að verslana­miðstöðinni á fyrsta árs­fjórðungi ársins 2018. Gestum á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins hefur fjölgað um 33% á þremur árum.


Hlíðasmári 6

201 Kópavogur

www.FASTLIND.is

KYNNINGARVEFUR:

www.AFHUS.is HVERFISSÍÐA: www.GLADHEIMAHVERFID.is

ÁÆTLUÐ AFHENDING JÚNÍ - ÁGÚST 2018 VIÐ KYNNUM

Álalind 14 Fallegar & vel skipulagðar íbúðir í glæsilegu húsi. Íbúðir afhendast fullbúnar með gólfefnum, ísskáp, uppþvottavél, þvottavél & þurrkara. Lokuð og upphituð bílageymsla, stórar svalir með lokuðu svalaskýli. Stærðir 75 - 139 fm

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA

Verð á 2 herbergja frá 40.900.00

Verð á 4 herbergja frá 62.900.00

Stefán Jarl Martin

Þorsteinn Yngvason

Kristján Þórir Hauksson

Hannes Steindórsson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

892 9966

696 0226

696 1122

699 5008

stefan@fastlind.is

thorsteinn@fastlind.is

kristjan@fastlind.is

hannes@fastlind.is

LIND Fasteignasala

Uppspretta ánægjulegra viðskipta


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

20

Gervigras á Kópavogsvöll Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrr í vikunni að lagt verði gervi­gras á Kópavogsvöll og uppbygging verði á æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir og að gervigras á Fagra­ lundar­vellinum verði endur­nýjað. Fyrr í mánuðinum boðaði stjórn Breiða­bliks til fundar um ástand Kópa­vogsvallar sem er afar slæmt, grasið lélegt og hitakerfi undir knatt­spyrnuvellinum nánast ónýtt. M.a. var lagt til að byggður yrði gervigrasvöllur sunnan knatt­ spyrnu­hússins Fífunnar, en frá því hefur verið fallið, a.m.k. í bili. Hafist verður handa strax næsta haust við fram­kvæmdir við Kópavogsvöll þegar knattspyrnu­

Kvennalið Breiðabliks í leik á Kópavogsvelli gegn Vestmannaeyingum fyrir nokkrum árum.

Góður páskaeggjafengur.

Fjölmenni í páska­eggja­ leit í Guðmundar­lundi Barnafjölskyldur voru velkomnar í páskaeggjaleit í Guðmundarlundi skömmu fyrir síðustu páska. Eftir leitina, sem var fjölmenn, var boðið upp á heitt kakó og pylsur. Áðiur

en leitin hófst var farið í ýmsa leiki með þeim fjölmörgu börnum sem mættu en eftir leitin brugðu ýmsir þeir sem skipa framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í

ýmsa leiki, sem bæði vakti kátínu þeirra sem þátt tóku, en ekki síður þeirra sem fylgdust með af athygli. Enda var það tilgangurinn, maður er mannsins gaman!

vertíðinni lýkur og stefnt að því að gervigrasið verði lagt vorið 2019. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar var m.a. samþykkt: Fyrir liggur ítarleg kostnaðar­ áætlun tveggja verkfræðistofa þar sem farið er yfir alla verkþætti við Smárann og Fagralund þar sem ólíkir valkostir voru bornir saman. Jafnframt er ljóst að í fjárhagsáætun þessa árs er gert ráð fyrir viðhaldsframkvæmdum á gervigrasvelli við Fagralund. Samþykkt bæjarráðs byggir á þessari vinnu og ljóst er að við framkvæmdir næsta árs þarf að taka inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.



- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

22

Tengi þjónar lagnaheiminum:

Byggt á áreiðanleika, trausti og persónulegri þjónustu Tengi er fjölskyldufyrirtæki og hefur starfsemi fyrirtækisins alltaf verið í Kópavogi. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á hreinlæistækjum og pípulagningarefni. Markmið fyrirtækisins hafa frá byrjun verið að bjóða góða og viðurkennda vöru á hagstæðu verði frá þekktum framleiðendum sem Tengi hefur byggt upp áralangt og traust samband við. Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastóri Tengis segir að ávallt hafi verið að leiðarljósi að standa 100% á bak við það sem fyrirtækið selur og þjónustan sé algjört lykilatriði. ,,Við höfum átt mjög gott samstarf við hönnuði, arkitekta, pípulagningamenn og aðra fagmenn í byggingariðnaðinum. Við höfum haft það að leiðarljósi að fylgjast vel með því sem er að gerast í þessum geira varðandi nýjar vörur, reynt að tileinka okkur það að vera framarlega með nýjungar og horfum til framtíðar, umhverfið í nútíð og framtíð. Við lítum á Tengi sem fagfyrirtæki sem er í samstarfi við fagmenn. Við reynum að koma vöru okkar á framfæri á faglegan hátt með t.d. kynningum og ráðstefnum þar sem aðilar frá framleiðendum koma fram. Það er ljóst að áhugi fagmanna á því sem er að gerast í lagnaheiminum hefur aukist mikið gegnum árin og lagnamál eru einnig orðin áhugamál. Fyrirtæki er aðeins jafngott og fólkið sem vinnur í því og Tengi hefur verið svo lánsamt að hafa á að skipa frábæru starfsfólki. Margir þeirra hafa verið hjá Tengi í mörg ár hafa gríðarlega reynslu og þekkingu á hreinlætistækjum og pípulagningaefnum. Heilsteypt liðsheild er frábær kostur hvers fyrirtækis, og það höfum við svo sannarlega,“ segir Þórir Sigurgeirsson.

120 aðilar kynntu vörur sínar og þjónustu tengdri byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð. Fyrirtækið Tengi í Kópavogi hlaut viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2017 og er Tengi meðal 2,2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylltu skilyrði Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2017. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. Tengi býður m.a. upp á allt sem þarf í venjulegt baðherbergi, s.s. baðker, baðþil, blöndunartæki, handklæðaofna, handlaugar, innréttingar, niðurföll, salerni, sápuskammtara, sturtubotna, sturtuhausa, sturtuhorn, sturtuhurðir, sturtuklefa og sturtusett. Tengi býður einnig vörur í eldhúsið, s.s. blöndunartæki, ræstivaska og stálvaska og svo auðvitað heita potta á pallinn en allir pottarnir eru veglega útbúnir með kröftugum nudddælum og þeir eru einnig vel einangraðir svo þeir halda vel hita auk þess að vera útbúnir góðu hreinsikerfi sem sér til þess að vatnið haldist hreint.

Leiðandi fyrirtæki

,,Tengi mun hér eftir sem hingað til leitast eftir því að vera leiðandi fyrirtæki og byggja reksturinn upp með sama hætti og verið hefur. Þeir sem þekkja okkur vita eftir hverju er að sækjast og það gefur okkur mikið. Margir af okkar viðskiptavinum hafa byggt upp langtímasamband með okkur sem byggt er upp á áreiðanleika, trausti og persónulegri þjónustu,“ segir Þórir. Tengi var þátttakandi í sýningunni Verk & vit 2018 þar sem sýnt var draumabaðherbergið ásamt því að kynna það nýjasta í lagnalausnum. Um

Tengi er við Smiðjuveg í Kópavogi.

Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis á sýningunni Verk & vit.


MótX | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | WWW.MOTX.IS


TOYOTA

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 88255 04/18

SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

Verð frá: C-HR – 3.940.000 kr. C-HR Hybrid – 4.390.000 kr. Orkuskiptin eru hafin! Gríptu tækifærið og kauptu Hybrid á góðum kjörum. Í fullkomnu flæði

Toyota C-HR er fínslípaður demantur sem sker sig úr hvar sem hann kemur. Kröftug vél, einstakir aksturseiginleikar ásamt háþróuðu farþegarými sjá til þess að þú líðir um strætin í fullkomnu flæði. Komdu, taktu í stýrið og finndu hvernig Toyota C-HR skapar algjörlega ný viðmið. · 2 ára þjónustupakki fylgir með öllum Toyota C-HR · Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is Vildarpunktar Icelandair með öllum nýjum Toyotum

3+2 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6

Toyota Akureyri Baldursnesi 1

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19

Toyota Selfossi Fossnesi 14

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 5 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.