Vogar - Blað sjálfstæðismanna í Kópavogi - Maí 2018

Page 1

3

15

7

13

KJÖRFUNDUR

KOSNINGAKAFFI

vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00

Kjörstaðir í Kópavogi verða tveir Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar, að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi, kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12. Eftirtaldar kjördeildir verða í Kópavogi við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018:

Íþróttahúsið Smárinn við Dalsmára 3. kjördeild 2. kjördeild Birkigrund Arnarsmári Brattatunga Ásbraut Brekkusmári Ástún Brekkutún Bakkabraut Bryggjuvör Bakkahjalli Bræðratunga Bakkasmári Bæjartún Bergsmári Dalbrekka Birkihvammur Daltún Blikahjalli Dalvegur Bollasmári Borgarholtsbraut Digranesheiði Digranesvegur Brekkuhjalli Efstihjalli Ekrusmári Fífuhjalli

5. kjördeild Fannborg Fellasmári Fjallalind Foldarsmári Fossvogsbrún Funalind Furuhjalli Galtalind Grófarsmári

6. kjördeild Furugrund Geislalind Gnitaheiði Gnípuheiði Grenigrund Grundarsmári Grænatunga Grænatún Gullsmári Hafnarbraut

7. kjördeild Grænihjalli Hamraborg Haukalind Háalind Hábraut Hátröð Hávegur Heiðarhjalli Heimalind Helgubraut Hjallabrekka Hlaðbrekka Hlégerði Hlíðarhvammur Hvannhólmi Hveralind

8. kjördeild Hlíðarhjalli Hlíðarvegur Hlíðasmári Hljóðalind Holtagerði Hófgerði Hólahjalli Iðalind Ísalind

9. kjördeild Hraunbraut Hrauntunga Huldubraut Húsalind Jöklalind Jörfalind Kaldalind Kastalagerði Kópalind Kópavogsbakki Kópavogsbarð Kópavogsgerði Kópavogstún

10. kjördeild Kársnesbraut Kjarrhólmi Kópavogsbraut Langabrekka Laugalind Lindarhvammur

11. kjördeild Kópavogsbrún Krossalind Laufbrekka Lautasmári Laxalind Lindasmári Litlavör Litlihjalli Ljósalind Mánabraut

12. kjördeild Lundur Lyngbrekka Lækjarhjalli Lækjasmári Melalind

13. kjördeild Lundarbrekka Lyngheiði Marbakkabraut Mánalind Meðalbraut Melaheiði Melgerði Meltröð Múlalind Naustavör Neðstatröð Núpalind Nýbýlavegur Óstaðsettir Rauðihjalli Skálaheiði Skemmuvegur

14. kjördeild Reynigrund Reynihvammur Selbrekka Skjólbraut Skógarhjalli Skólagerði Skólatröð Smiðjuvegur Starhólmi Stórihjalli Suðurbraut Sunnubraut Sæbólsbraut Tunguheiði Túnbrekka

15. kjördeild Trönuhjalli Urðarbraut Vallargerði Vallartröð Vallhólmi Vesturvör Víðigrund Víðihvammur Víghólastígur Vogatunga Þinghólsbraut Þverbrekka

16. kjördeild Íslendingar erlendis

1. kjördeild Aðalþing Aflakór Akrakór Almannakór Andarhvarf Arakór Auðnukór Austurkór Álfkonuhvarf Álmakór

2. kjördeild Akurhvarf Álaþing Álfahvarf Ársalir Ásakór Ásaþing Baugakór

5. kjördeild Goðakór Grundarhvarf Gulaþing Hafraþing Hamrakór Hálsaþing Hásalir Heiðaþing Hlynsalir Hólmaþing Hörðukór

Jórsalir Jötunsalir Klappakór Kleifakór Klettakór Kórsalir

Kjörstaðir í Kópavogi eru í Kórnum og Smáranum.

Pipar\TBWA \ SÍA \ 181649

Það er snjallt að hugsa fram á veginn.

B L A Ð

Íþróttahúsið Kórinn við Vallakór 4. kjördeild Engihjalli Engjasmári Eskihvammur Eyktarsmári Fagrabrekka Fagrihjalli Fitjasmári Fífuhvammur Fífulind

1. kjördeild Aspargrund Auðbrekka Austurgerði Álalind Álfabrekka Álfaheiði Álfatún Álfhólsvegur Álftröð Bjarnhólastígur

3. kjördeild Asparhvarf Björtusalir Blásalir Boðaþing Breiðahvarf Brekkuhvarf Dalaþing Desjakór Dimmuhvarf Dofrakór Drangakór Drekakór

4. kjördeild Dynsalir Engjaþing Ennishvarf Fagraþing Faldarhvarf Fannahvarf Faxahvarf Fákahvarf Fellahvarf Fensalir Fjallakór Flesjakór Fornahvarf Forsalir Fossahvarf Frostaþing Fróðaþing Glósalir Glæsihvarf Gnitakór Goðasalir Grandahvarf

6. kjördeild Logasalir Lómasalir Lækjarbotnar Melahvarf Miðsalir Perlukór Rjúpnasalir Roðasalir Skjólsalir Tröllakór

7. kjördeild Sólarsalir Straumsalir Suðursalir Vallakór Vatnsendablettir Vindakór Þorrasalir Þrúðsalir Þrymsalir Öldusalir Örvasalir

Kópavogur er í forystu með nútíma­væðingu skóla á Íslandi

Kópavogsbúar Upplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is og á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.

Kosningakaffi í Hlíðasmára 19 frá kl. 10 til 18 á kjördag.

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í íþróttahúsinu Smáranum, sími 441 8911. Yfirkjörstjórnin í Kópavogi Snorri Tómasson – Una Björg Einarsdóttir – Jón Guðlaugur Magnússon Geymið auglýsinguna.

kopavogur.is

S JÁ L F S TÆ Ð I S M A N N A

Í

KÓ PAV O G I

3. tbl. 68. árg.

Maí 2018

Möguleikar þess að leggja Reykjanesbraut í stokk milli Smáralindar og Glaðheima verða kannaðir til hlítar. Lokið verður við brú yfir Kársnesið á kjörtímabilinu fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Skýrari notkunarreglur og merkingar á göngu- og hjólreiðastígum og fjölgað verði hjólreiðastígum sem eru aðskildir frá göngustígum. Tilraunaverkefni i samstarfi við dómsmálaráðuneytið um hraðamyndavélar á Kársnesi. Hraðamælingaskiltum fjölgað með það að markmiði að draga úr umferðarhraða. Samgöngumiðstöð í Hamraborg með inniaðstöðu og veitingasölu. Umferðastýrðum ljósum komið fyrir á öllum gatnamótum. Lokið verður við Arnarnesveginn og bætt verði lýsing á reiðstígum.

KOSNINGASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER Í HLÍÐASMÁRA 19 | 564 6410


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

2

frá 1950

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára Sími: 554 6410. Netfang: xdkop@xdkop.is Ábyrgðarmenn: Ragnheiður S. Dagsdóttir, Geir A. Guðsteinsson Umsjón með auglýsingum: Bragi Mikaelsson Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur. Upplag: 13.000 eintök

Dreift á öll heimili í Kópavogi.

Framtíð Kópavogsbúa Hinn 26. maí nk. verður gengið til sveitarstjórnakosninga og valið í bæjarstjórn til næstu 4 ára. Mikilvægt er fyrir alla Kópavogsbúa að vel takist til um val á bæjarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn býður nú fram reynslumikið fólk í öllum aðalsætum á framboðslista

Fimleikastúlkur sem voru viðstaddar voru að vonum ánægðar með nýja Íþróttahúsið og glæsilega æfingaaðstöðu.

flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið kjölfestan í bæjarstjórn Kópavogs og komið mörgum framfaramálum í höfn í samstarfi í öflugum meirihluta. Að þessu sinni eru níu framboðlistar í kjöri og er það metfjöldi í Kópavogi. Það vekur athygli þegar vinstrimenn tala um að auka traust í stjórnmálum að í þessum kosningum er sundurlyndið meir en áður hefur þekkst á þeim væng. Kjósendur hljóta að leiða hugann að því að það virðist

Glæsilegt fimleika­hús vígt við Vatnsendaskóla

aðalatriði að vera með framboðslista.

Er þetta til góðs fyrir Kópavogsbúa og hvað með framtíðaráform þessara flokka? Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi leggur áherslu á að hér verði reknir nútímalegir grunnskólar og ungum foreldrum tryggð dagvistun fyrir börnin sín eigi síðar en við 14 mánaða aldur barnsins. Kennurum verði tryggð viðundi starfsaðstaða og launakjör þeirra bætt. Eldriborgurum verður tryggð enn fleiri hjúkrunarrými með byggingu í Boðaþingi og aðstaða í félagsmiðstöðum þeirra bætt. Veittur verður afsláttur af fasteignagjöldum til eldriborgara og öryrkja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að umhverfismálum sé vel sinnt og bætt verði enn frekar aðstaða til útivistar, ekki síst hjólreiða og gönguferða.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Harpa Þorláksdóttir formaður Gerplu voru að vonum ánægð með nýja fimleikahúsið.

Velferðarþjónustu í Kópavogi hefur lengi verið vel sinnt og vill Sjálfstæðisflokkurin að svo verði einnig í náinni framtíð. Aðstaða til íþróttaiðkunnar er hvergi betri en í Kópavogi og íþróttafélögin eru meðal þeirra öflugustu hér á landi. Allt þetta skiptir miku máli fyrir kjósendur þegar þeir ákveða hvaða flokk eða lista þeir styðja á kjördag. Kópavogsbúar þekkja Sjálfstæðisflokkinn og auðvelt er að kynna sér þann árangur sem flokkurinn hefur komið að á undaförnum árum og leitt á síðustu 30 árum, og jafnvel lengur. Í kosningunum 26. maí býður Sjálfstæðisflokkurinn fram undir kjörorðinu ,,Það er snjallt að búa í Kópavogi.“ Þeir sem í dag hafa valið Kópavog sem sinn heimabæ hafa án alls vafa gert það vegna þess að bænum er vel stjórnað. Öll þjónusta er góð og það er auðvelt að fara í allar áttir út frá Kópavogi. Kjósendur verða að hafa þetta í huga í kjörklefanum 26. maí. Það er ekki sjálfgefið að á næsta kjörtímabili, og jafnvel lengur, verði eins vel að málum staðið ef valin eru framboð sem frekar stuðla að sundrungu og sundurlyndi en að efla enn frekar bæinn okkar. Framtíð Kópavogsbúa er í ykkar höndum, kjósendur góðir. XD laugardaginn 26. maí tryggir áframhaldandi stöðugleika og farsæla framtíð fyrir Kópavogsbúa. Skólahljómsveit Kópavogs lék fyrir gesti.

Glæsilegt íþróttahús við Vatnsendaskóla var vígt við hátíðlega viðhöfn á afmælisdegi Kópavogsbæjar, föstudaginn 11. maí sl. Íþróttahús Vatnsendaskóla er nýjasta íþróttahúsið í Kópavogi og bætist í hóp fleiri íþróttahúsa sem Kópavogsbúar mega vera stoltir af. Húsið er sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum og mun Íþróttafélagið Gerpla nýta húsið undir sína starfsemi eftir klukkan þrjú á daginn og þannig leysa úr mikilli og vaxandi þörf fyrir meira rými fyrir fimleika. Fram að því fer íþróttakennsla Vatnsendaskóla fram í húsinu. Við upphaf vígslunnar lék B-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs nokkur lög og skólakór Vatnsendaskóla söng. Klippt var á borða af bæjarstjóra og formanni bæjarráðs eftir að Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla, hafði boðið gesti velkomna og flutt höfðu verið ávörp Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra, Theódóru Þorsteinsdóttur formanns bæjarráðs og Hörpu Þorláksdóttur, formanns Gerplu.. Ungir iðkendur fimleika í Gerplu sýndu listir sínar fyrir gesti og síðan var boðið upp á skoðun á íþróttahúsinu.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

3

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

1. sæti

Það er snjallt að hugsa fram á veginn!

Árið 2022 verður næst gengið til sveitar­ stjórnar­kosninga, eftir kosningarnar núna á laugardaginn. Það er því mikið í húfi enda bíða okkar mörg stór verkefni á komandi kjörtímabili. Íbúafjöldi bæjarins fer yfir 40 þúsund íbúa, útfærsla á borgarlínunni verður á dagskrá og stefnumótun Kópavogs til framtíðar. Sveitarfélagið hefur tæplega tvöfaldast að stærð frá aldamótum og er nú komið að því að horfa meira inn á við eftir hraða útþenslu síðustu áratuga. Í upphafi kosningabaráttunnar settum við í Sjálfstæðisflokknum í Kópa­vogi fram skýra stefnu til framtíðar. Samhliða íbúafjölgun í bænum hefur flækjustigið aukist og ætlum við þess vegna að gera átak í rafvæðingu þjónustu við íbúa bæjarins með það að markmiði að gera hana skilvirkari. Við viljum að íbúar geti sótt sér alla þjónustu og upplýsingar með einföldum og þægilegum hætti og komið ábendingum eða athugasemdum auðveldlega til skila.

Snjallari skólar

Í upphafi þessa kjörtímabils innleiddum við spjaldtölvur í kennslu í öllum grunnskólum bæjarins, fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi. Þetta var eitt af helstu kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar, og nú einu kjörtímabili síðar er árangurinn að koma í ljós. Mikil tækifæri liggja í þessari nýju kennslutækni og eru spjaldtölvurnar komnar til að vera. Á næsta kjörtímabili ætlum við að bæta um betur, nýta sýndaveruleikatækni í grunnskólunum til að opna nýjar víddir í skólastarfi og kaupa þrívíddarprentara í alla skóla bæjarins. Notkunarmöguleikar slíkrar tækni eru endalausir í skólastarfi. Þá ætlum við að kenna öllum grunn­skólanemendum grunnfærni í forritun og bjóða upp á valfög á því sviði. Grunnskólanemendur í Kópavogi eiga að vera þeir snjöllustu á Íslandi.

Snjöll heimaþjónusta

Kópavogur er þegar orðinn snjall þegar kemur að heimaþjónustu fyrir eldri borgara. Með rafrænni lausn skráir starfsfólk í heimaþjónustunni sig með því að bera símana upp að heimilisauðkenni. Það skráir hvenær er mætt í heimaþjónustuna og hvað er gert í hvert skipti. Í framhaldinu geta aðstandendur fengið upplýsingar í símann sinn og fylgst þannig með því að rétt þjónusta sé veitt inn á heimilum

þeirra sem hennar eiga að njóta. Með þessari tækni veður heimaþjónustan markvissari og betri.

Snjallari ljósastaurar

Sveitarfélög víða um heim eru byrjuð á þessari vegferð, m.a. í Bristol í Englandi þar sem verkefnið lofar mjög góðu.

Nýjasta gerð snjallra ljósastaura sparar allt að 80 prósent á við þá orku sem þarf til að knýja hefðbundnu ljósastaurana sem við nýtum í dag. Snjallari ljósastaurar eru búnir skynjurum sem nema hreyfingu þannig að þeir slökkva á sér þegar enginn er á ferli en kveikja á sér þegar vegfarendur eiga leið um. Aukin lífsgæði fylgja snjallvæðingu ljósastauranna þar sem ljósmengun af þeirra völdum er oft mikið eða spillir útsýni. Hægt er að stýra birtustigi á hverjum staur og þannig má auðveldlega koma til móts við óskir íbúanna um birtustig.

Snjallir árangursmælikvarðar

Snjallari sophirða

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi ætlar að koma fyrir umferðarstýringu á þeim ljósastýrðum gatnamótum bæjarins þar sem því verður komið við, þannig að íbúar bæjarins þurfi ekki að eyða óþarfa tíma í bið þegar umferð er lítil. Slík aðgerð er hagkvæm fyrir samfélagið allt og tiltölulega einföld.

Góð og regluleg sorphirða er mikilvæg í þjónustu við íbúa. Með snjallari sorphirðu má bæta þjónustuna með skilvirkum hætti, þar sem sorptunnur við íbúðarhús, stofnanir og göngustíga eru útbúnar skynjurum sem gefa frá sér merki þegar tímabært er að tæma þær.

Kópavogsbær hefur fyrst sveitarfélaga á Norðurlöndunum innleitt mælikvarða sem taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mælikvarðarnir mæla einstaka þjónustuþætti bæjarins frá einum tíma til annars. Þeir styðja við það að bærinn nái þeim markmiðum sem sett hafa verið í ólíkum málaflokkun. Með þessum vinnubrögðum er hægt með áþreifanlegum hætti að tryggja betri þjónustu við íbúana um leið nýting fjármagns verður enn markvissari.

Snjallari umferðarstýring


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

4

Snjallari samskipti. Vertu með Kópavog í vasanum. Öll þjónusta bæjarins á einum stað í smáforriti þar sem þú getur m.a. sótt þér upplýsingar, komið ábendingum á framfæri eða kosið í íbúakosningu.

Snjallari heimaþjónusta. Rafrænt utanumhald þjónustunnar gerir aðstandendum kleift að fylgjast með hvaða þjónusta er veitt hverju sinni.

Frítt í sund fyrir 18 ára og yngri. Lengri opnunartími. Frístundastyrkir fyrir ungmenni hækkaðir í 80 þúsund krónur á ári og sérstakir frístundastyrkir fyrir eldri borgara

Snjallara lýðræði. Allir Kópavogsbúar geta tekið þátt í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogi frá 12 ára aldri.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

5

500 milljónir í leikskólana til að bæta starfsumhverfi, fjölga leikskólaplássum og stytta biðlista. Öruggt leikskólapláss frá 14 mánaða aldri. Snjallari skólar. Nýjustu kennslutól: spjaldtölvur, sýndarveruleiki og þrívíddarprentun.

Lækkun fasteignaskatta. Sérstaklega horft til eldri borgara

Snjallstaurar. Búnir skynjurum og spara 80% á við þá orku sem hefðbundnir staurar nota.

Snjallari umferðarstýring. Minni biðtími á ljósum á gatnamótum þegar umferð er lítil.

Snjallari sorphirða. Ruslatunnur láta vita þegar tími er á að tæma þær.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

6

Blikaliðin efst í Pepsi deild í knattspyrnu - bæði kvenna- og karlaliðin Kvennalið Breiðabliks í efstu deild í knattspyrnu, Pepsideildinni, er efst eftir þrjá leiki með 9 stig ásamt Þór/KA en meðbetra markahlutfall. Hafa unnið Stjörnuna 6:2, Grindavík 4:0 og HK/Víking 3:1

Karlalið Breiðabliks er einnig efst í Pepsideildinni með 10 stig eftir fjóra leiki, hafa unnið ÍBV 4:1, FH 3:1 og Keflavík 1:0 en gerðu jafntefli við KR 1:1. Karlalið HK er í 3. sæti í Inkasso deildinni, næst efstudeild með 7 stig, jafnt og Fram enverra

markahlutfall. Hafa unnið Magna 3:0, Selfoss 3:1 en gerðu jafntefli við Víking Ólafsvík 1:1. HK/Víkingur er með 3 stig eftir þrjá leiki í Pepsi deild kvenna. Unnu FH 2:1 en töpuðu fyrir Þór/ KA 3:0 og fyrir Breiðabliki 3:1.

Í leik Breiðabliks gegn Keflavík.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fylgjast með Breiðablik vinna sigur á Keflavík í Pepsideild karla.

HK gerði jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík í Inkasso deild karla.

Nokkrar leiðir til að nýta tæknina í skólastarfi Andri Steinn Hilmarsson

Eitt af loforðum okkar sjálfstæðismanna í stefnuskrá flokksins til ársins 2022 er áframhaldandi tæknivæðing grunnskólanna með bekkjarsettum af spjaldtölvum fyrir yngsta stigið, forritunarkennslu, sýndar­ veru­leikatækni og þrívíddarpreturum í alla grunnskólana. Notkunarmöguleikar þrívíddar­prentara og sýndarveruleikatækni í skólastarfi eru óteljandi, en hér ætla ég að henda fram nokkrum sniðugum hugmyndum.

1. Líffræði og efnafræði: Nemendur geta þrívíddarprentað líffærin til nánari skoðunar, eða jafnvel farið í göngu­túr inn í mannslíkamanum með sýndar­ veruleikatækni. 2. Saga: Nemendur gætu heimsótt merki­ lega atburði í sögunni með sýndar­veru­ leikatækni og fengið betri tilfinningu fyrir námsefninu. 3. Landafræði og jarðfræði: Með því að gera námsefnið áþreifanlegra í fögum eins og jarðfræði, þar sem nemendur gætu prentað út landafræðikort til að sýna betur jarðfræði svæðisins, mætti gera námsefnið áþreifanlegra og skemmtilegra.

Í landafræði gætu bekkirnir farið saman í vettvangsferðir til fjarlægra landa með aðstoð sýndarveruleikatækninnar. 4. Hönnun og smíði: Þrívíddarprentun opnar ýmsar dyr þegar kemur að hönnun þar sem nemendur koma til með að geta prentað út þrívíddarmódel eftir teikningum eða hönnuninni sinni. Tæknina er hægt að nýta í öllum fögum grunnskólanna, enda er hún ekkert annað en nýr vettvangur fyrir kennsluefni af ýmsum toga. Minna en tíu ár eru síðan ég útskrifaðist í grunnskóla. Þrátt fyrir að ekki sé lengra síðan var skröltið í vagninum með

túbusjónvarpið og VHS-tækinu fyrirboði skemmtilegrar kennslustundar, þegar brjóta átti upp kennsluna með myndbandi, en börnin mín munu heimsækja Egyptaland hið forna fyrir hádegi og prenta út mólikúl í efnafræðitímanum eftir hádegi. Það er snjallt að búa í Kópavogi. Andri Steinn Hilmarsson skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

7

,,Kópavogur er í forystu með nútímavæðingu skóla á Íslandi“

- segir Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar og skólameistari MK Margrét Friðriksdóttir

2. sæti

og umdæmisstjóri Íslenska rótarý­ umdæmisins 2010-2011. Þá hef ég setið í stjórnum og ráðum um skóla- og menntamál og verið formaður Skóla­ meistara­félags Íslands. Þá hlotnaðist mér sá heiður að vera sæmd riddara­ krossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu.“

Spjaldtölvuvæðing og skipulagsmál

Á Kínamúrnum.

Margrét Friðriksdóttir, skóla­meistari Menntaskólans í Kópavogi, kom ný inn í bæjarstjórn Kópavogs eftir kosningarnar 2014, í síðustu kosningum. Skipaði þá 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, eins og hún gerir nú við bæjar­stjórnarkosningarnar 26. maí nk. Margét var spurð hvernig henni hefði líkað starfið þessi hartnær fjögur ár. ,,Það er fyrst að nefna að ég gaf kost á mér sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi við síðustu kosningar þar sem ég var orðin leið á þeirri þrætupólitík sem hafði verið hér í bænum um skeið. Ég vona að bæjarbúar hafi fundi þá breytingu sem orðið hefur, en mikill samhugur hefur verið meðal bæjarfulltrúa úr öllum flokkum að vinna vel með hag Kópavogs að leiðarljósi. Stærsta verkefnið á því sviði var sameiginleg fjárhagsáætlun allra flokka sl. þrjú ár og einnig má nefna þverpólitíska stefnu bæjarins í húsnæðismálum. Starf bæjarfulltrúa er afar fjölbreytt og margþætt þó bæjarfulltrúar skipti vissulega nokkuð með sér verkum með setu í mismunandi nefndum bæjarins. Það kom í minn hlut að stýra starfi menntaráðs enda reynsla mín á því sviði nokkur auk þess að sitja sem forseti bæjarstjórnar sem m.a. undirbýr og stýrir fundum bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir Margrét. - Mörgum fýsir að vita hver er konan á bak við forseta bæjarstjórnar og skólameistara MK? ,,Það eru að verða um 30 ár síðan að fjölskyldan flutti í Kópavoginn og við höfum búið á sama stað alla tíð, í Bæjartúni. Ég er gift Eyvindi Albertssyni endurskoðanda og einum af eigendum KPMG endurskoðunarskrifstofu. Við eigum einn son Bjarna Þór sem lauk stúdentsprófi frá MK og fór síðan í læknisfræði og er nú starfandi læknir í Edinborg í Skotlandi. Hann býr þar ásamt Lindu Björk konu sinni sem er hjúkrunarfræðingur og eiga þau fjögur börn. Leiðin liggur því oft til Skotlands. Það voru oft fjörugar umræður við eldhúsborðið heima þegar Bjarni var formaður nemendafélags MK og var að reyna samningaviðræður við móður sína, skólameistarann. Í fyrstu kenndi ég vélritun og íslensku við MK áður en ég varð aðstoðarskólameistari og síðan skólameistari en því starfi hef ég gengt í yfir 20 ár. Annars er ég Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki. Ég lauk prófum frá Háskóla Íslands en er með MA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum. Áhugamálin eru mörg en hestamennskuna fékk ég með uppeldinu en félagsstörfin hafa um árabil tekið mest af mínum frítíma. Ég tók þátt í stofnun Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi árið 2000, var forseti klúbbsins 2003-2004

- Hver voru helstu verkefnin á kjörtímabilinu að þínu mati? ,,Sem skólamanneskja segi ég tvímælalaust spjaldtölvuvæðing grunnskólanna í Kópavogi en þar er Kópavogur í forystu með nútímavæðingu skóla á Íslandi. Skipulagsmálin hafa verið umfangsmikil á kjörtímabilinu sem sjá má á þeim fjölda byggingakrana sem blasa við víða um bæinn. Glaðheimasvæðið er í uppbyggingu, einnig svæðið fyrir ofan Smáralindina, Kársnesið, Auðbrekkan og Nónhæðin þannig að fleiri hundruð íbúðir eru væntanlegar inn á markaðinn hér í Kópavogi. Þá var verið að vígja nýtt íþróttahús við Vatnsendaskóla sem sérbúinni aðstöðu fyrir fimleikafélagið Gerplu og búið er að taka fyrstu skóflustungu að nýju húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. Fjármál bæjarins báru merki þess kreppuástands sem hafði verið í þjóðfélaginu áður en við tókum við og skuldastaðan var slæm. Á tímabilinu hefur skuldahlutfallið farið úr 204% niður í 127% sem er verulegur árangur á svo stuttum tíma og stöðugt eru greiddar niður skuldir. Rekstrarafgangur bæjarins var yfir 2 milljarðar króna á síðasta ári þannig að ný bæjarstjórn tekur við góðu búi.“

Við viljum setja 500 milljónir króna í átak í leikskólamálum, fjölga hjúkrunar­rýmum fyrir eldri borgara og bjóða íþróttastyrki til þeirra sem hluta af lýðheilsustefnu bæjarins, skemmtilegri sundlaugar með nýjum rennibrautum og klifurvegg.

- Hver verða stærstu verkefnin á komandi kjörtímabili? ,,Verkefnalistinn er langur eins og sjá má af stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Skólamálin eru mér alltaf hugleikin og þar viljum við sjálfstæðismenn halda áfram með spjaldtölvuvæðinguna og að grunnskóanemar í Kópavogi verði í fremstu röð í snjalltækni.

Sýndarveruleikatækni, þrí­v íddar­ prentun og aðrar tæknilausnir eru næstu skrefin. Við viljum setja 500 milljónir króna í átak í leik­skóla­ málum, fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara og bjóða íþróttastyrki til þeirra sem hluta af lýðheilsustefnu bæjarins, skemmtilegri sundlaugar með nýjum rennibrautum og klifurvegg. Ný ásýnd Kópavogshafnar, fræðsluhús í Guðmundarlund, rafbílavænni bæ, brú yfir Fossvoginn og loks viljum við lækka fasteignagjöld með áherslu á eldri borgara. Þetta er aðeins brot af verkefnaskránni og erfitt að gera upp á milli málaflokka.“

miðbæ Kópavogs með okkar glæsi­ legu menningarhúsum. Það fannst góð lausn á því máli sem mun styrkja áframhaldandi upp­byggingu mið­bæjarins frá Hálsatorgi niður á Nýbýla­veg.“ - Reykjavík ætlar að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23, hvað með Kópavog? ,,Þetta mál kom til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og vildu fulltrúar minni­hlutans að bæjarfulltrúum í Kópa­vogi yrði fjölgað úr 11 í 15. Meirihlutinn taldi ekki þörf á því enda er ekki krafa um það skv.

Eyvindur og Margrét með barnabörnunum. Börnin f.v. Kristófer Darri, Margrét María og Eyvindur Ernir.

- Nú hefur verið ákveðið að byggja nýjan Kársnesskóla í Skólagerði, hvernig standa þau mál? ,,Já, Kópavogur hefur lengi verið nefndur bær barnanna og því var það enginn spurning þegar upp komst um miklar rakaskemmdir og myglu í Kársnes­skóla við Skólagerði, sem hýsir yngstu börnin, að grípa þyrfti til rót­tækra aðgerða. Að loknum mörgum úttektum var ákveðið að rífa skóla­húsið og byggja nýtt enda kostnaður við nýbyggingu lítið meiri en endurbætur sem engin vissa var fyrir að skiluðu árangri. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram í vetur og nú er búið að bjóða út hönnun á nýjum skóla og niðurrif á gamla húsinu sem fram fer í sumar.“ - Bæjarskrifstofur Kópavogs fluttu á kjörtímabilinu, þú beittir þér af festu í því máli? Margrét segir að það mál hafi fengið afar farsælan endi sem flestir sem vonandi flestir séu sáttir við í dag en um tíma var horft til þess að flytja bæjarskrifstofur Kópavogs í norðurturninn við Smáralind. ,, Það er rétt að ég beitti mér með afgerandi hætti gegn því, ekki það að ég hefði neitt almennt á móti því glæsilega verslunar- og þjónustusvæði bæjarins heldur vegna þess að ég tel að stjórnsýslan eigi að vera staðsett í

sveitarstjórnarlögum fyrr en að íbúafjöldi fer yfir 50.000 manns. Þó er það valkvætt.“ - Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi hafa verið nefnd, hafa þau hækkað mikið á kjörtímabilinu? ,,Það er 33% starf að vera bæjarfulltrúi í Kópavogi sem vart má minna vera miðað við þann fjölda verkefna og fjárhagslegu ábyrgð sem á bæjarfulltrúum hvílir. Þessi prósenta var 27% við upphaf tímabilsins. Bæjarfulltrúar ákveða ekki launahækkanir sínar heldur var það viðmið hjá Kópavogsbæ sem og mörgum öðrum sveitarfélögum að laun bæjarfulltrúa hækkuðu til samræmis við úrskurð kjaranefndar. Þegar kjaranefnd úrskurðaði mikla hækkun á haustdögum 2016 var ákveðið í bæjarstjórn Kópavogs að afsala sér þeirri hækkun og að laun bæjarfulltrúa fylgdu framvegis almennri launavísitölu.“

Áframhaldandi brautargengi

Margrét Friðriksdóttir segir það von sína að Kópavogsbúar veiti Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi brautargengi til að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Til þess að fylgja því eftir gefi hún kost á sér.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

8

Fagleg vinnubrögð

Nú á vordögum er unnið við lagningu ljóðsleiðra í Salahverfi í Kópavogi.

Ljósleiðari nú sjálf­ sagður á hvert heimili Allir sem tengjast ljósleiðara í Kópavogi fá búnað sem ræður við 1 Gb/s gagnahraða. Með þessu er Kópavogsbær í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum en mikill meirihluti heimila í munu innan tíðar hafa aðgengi að hraðasta Interneti á Íslandi. Það var af mikilli framsýni sem farið var í ljósleiðaravæðingu til heimila á Íslandi fyrir um 10 árum síðan. Í árslok 2015 munu

70.000 heimili á Íslandi hafa verið tengd ljósleiðaranum og hefur mikil ánægja verið með hann hjá viðskiptavinum. Nú þegar er Ísland á meðal tíu efstu þjóða Evrópu í dreifingu á ljósleiðara með 75% heimila sem hafa aðgengi að öflugum ljósleiðara. Ljósleiðarinn er nauðsynlegur fyrir þá byltingu sem framundan er í snjallvæðingu heimila. Með ljósleiðara ná viðskiptavinir

hröðustu tengingu á Íslandi. Þjónusta sjónvarpsveitna og miðlun myndefnis af öllu tagi kallar á öflugra og hraðara netsamband. Gagnaveita Reykjavíkur er meðal þeirra fyrirtækja sem er vel í stakk búin til að svara þessu kalli og horfir enn lengra fram á veginn í þessari tæknivæðingu. Þannig fylgir fyrirtækið eftir þeirri þróun sem á sér stað hjá framsæknustu gagnaveitum heims.

Í síðustu útgáfu Kópavogspóstsins þá dregur Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar, til stafs undir fyrirsögninni „Fellur á glansmyndina.“ Við Pétur Hrafn höfum átt gott samstarf á undanförnum árum og mun hann örugglega fagna því að ég svari honum aðeins. Ég er ósammála ályktunum sem Pétur Hrafn dregur af skýrslu um ástand íþróttamannvirkja í Kópavogi sem lögð var fram á fundi Íþróttaráðs Kópavogs nú nýlega. Í greininni gerir Pétur Hrafn tilraun til þess að snúa faglegum vinnubrögðum upp í andhverfu sína og setja þau í einhvern pólitískan búning. Þannig er að samkvæmt síðasta ársreikningi liggja nærri 40% af eignum Kópavogsbæjar í íþróttamannvirkjum en bókfært virði þeirra er um 10 milljarðar króna. Líklega er ekkert sveitarfélag á landinu með jafn hátt hlutfall af heildareignum sínum í íþróttamannvirkjum. Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að íþróttaráð fjalli um og óski eftir skýrslu um ástand þeirra íþróttamannvirkja. Því er miður að Pétur Hrafn falli í gryfju pólitískra átaka í stað þess að fagna faglegum vinnubrögðum. Skýrslunni er ætlað það hlutverk að vera innlegg í umræðu um forgangsröðun verkefna. Það er óþarfi að snúa slíkum faglegum vinnubrögðum í íþróttaráði uppí andhverfu sína og mátti Pétur Hrafn vita að þeirri tilraun yrði mótmælt.

Jón Finnbogason.

Okkur í íþróttaráði hefur hingað til tekist að halda allri pólitík utan við starf nefndarinnar og vonast ég til að svo verði hægt áfram enda eru allir sammála um að við viljum gera vel í þessum málaflokk. Nefnir Pétur Hrafn nokkur dæmi úr skýrslunni, svo sem að ekki væri komin á hitavatnstenging á gervigrasvöllinn í Kórnum og af þeirri ástæðu væri hann ónothæfur á veturna, áhorfendaaðstaða væri ekki klár fyrir handboltann í Kórnum og að gervigrasvöllurinn í Fagralundi væri ónýtur. Allt eru þetta dæmi sem ég þurfti svo sem enga sérstaka skýrslu til að upplýsa mig um. Það er samt faglegt að leggja fram heildstæða mynd af stöðu mála. Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt að ráðast í endurnýjun á gervigrasvellinum í Fagralundi og tók Pétur Hrafn þátt í þeirri atkvæðagreiðslu 26. apríl sl., og það áður en hann ritaði tilgreinda grein. Varðandi hitavatnstengingu á gervigrasvöllinn í Kórnum og áhorfendaaðstöðu fyrir handbolta í Kórnum þá eru það hvorutveggja mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sem stefnumál um að klára á þessu og næsta ári. Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi og formaður Íþróttaráðs

1,9%

1819 Nýr valkostur 48,7%

49.4%

1800 Halló 1818 Já

Samkvæmt tölfræðigreiningu Póst- og fjarskiptastofnunar á heildarfjölda símhringinga í upplýsinganúmer árið 2017 þá voru 49,4% slíkra símtala í þjónustuver 1819.

Ódýrasta upplýsingaþjónusta landsins! 1819nyrvalkostur-auglysing-mai2018.indd 1

18/05/2018 14:36:12


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

9

Menningarmálin hafa blómstrað í Kópavogi Karen Elísabet Halldórsdóttir

3. sæti

Við tímamót eins og komandi kosningar boða, er hugað að fortíð og framtíð. Það hefur verið heiður að fá að sitja í bæjarstjórn Kópavogs og koma þannig að mikilvægum málum er varða daglegt líf borgara í Kópavogi. Ég hef vandað mig og gætt þess í hvítvetna að þær ákvarðanir sem ég tek séu hafnar yfir vafa og séu almenningi til góða.

að búa til farveginn, umhverfið og umfram allt að njóta afurðanna. Við störfum eftir menningarstefnu sem beinir sérstaklega augum sínum að börnum. Við höfum opnað menningarhúsin fyrir fjölskyldum sem njóta þess að eyða degi eða kvöldi við notalega stemningu. Menningarhúsin skipta með sér verkum við

sem ég aflaði mér á þrítugsaldri eða bara hreinlega vegna þeirrar persónulegu afstöðu minnar um að mér finnst að sem manneskjur eigum við alltaf að reyna að hlúa að hvort öðru þegar eitthvað bjátar á. Því miður eykst fíkniefnaneysla fullorðinna og barna stöðugt, þunglyndi og kvíði er samfélagslegt mein og tíðni sjálfsmorða fer ekki lækkandi með tilheyrandi tilfinninga- og efnahagslegum kostnaði. Sjálfstæðiflokkurinn í Kópavogi mun ekki láta standa á sér þegar kemur að geðog lýðheilsumálum. Við þurfum að byggja upp gott samstarf við félagasamtök sem rekin eru meira og minna af sjálfboðaliðum sem sinna mikilvægum meðferðar og forvarnarúrræðum.

halda áfram varfærnum áætlunum því þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu ársreiknings þá liggur verðbólgudraugurinn bara í dvala enn sem komið er.

Það er snjallt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Nú er svo komið að sjálfstæðismenn verða að hópast á kjörstað þann. 26 maí nk. Það er gríðarlega mikilvægt að flokkurinn hljóti gott brautargengi til þess að halda megi áfram á réttri leið. Ábyrgt utanumhald um fjármál eru einkenni okkar flokks. Við þurfum samt einnig að stuðla að góðri og stöðugri þjónustu bæjarfélagsins við eigendur sína,

Samvinna

Þetta hafa verið lífleg fjögur ár. Það sem hefur vakið mína athygli sérstaklega og jafnvel annarra, er þessi ró sem ríkir yfir bæjarstjórninni. Þar er að finna mikinn sáttatón til þess að vinna sameiginlega að mikilvægum málum samfélaginu öllu til góða. Vissulega má segja að þessi ró og samhugur komi vegna þess að 9 af 11 bæjarfulltrúum komu nýir inn á sjónarsviðið árið 2014. En ég vil nú nota tækifærið til þess að þakka minnihlutanum í bæjarstjórn sérstaklega fyrir sitt óeigingjarna framlag til þess að taka þátt í góðum málum frekar en að vinna gegn þeim á pólitískum forsendum.

Nestuð til nýrra tíma Mæðgur, frænkur og Þula í sumarveðri við Geysi.

Menningarmál

Undanfarin ár hef ég áfram stýrt menningarmálunum af kappi. Ég get með stolti sagt að undir minni stjórn og með skilningi allra þeirra sem sitja með mér í ráðinu og bæjarstjórn, þvert á flokka, hafa menningarmálin fengið að blómstra. Menning er ó-pólitísk og þarf nauðsynlega að standa ein og sér án afskipta misvitra stjórnmálamanna. Listin er að leyfa að listamönnunum að skapa en okkar hinna er

menningu á miðvikudögum, fjölskyldudaga á laugardögum og viðburði sem eru sérhannaðir fyrir skólabörn. Okkur hefur tekist að skapa notalegt og uppbyggilegt andrúmsloft fyrir komandi listamenn og unnendur lista.

Velferðarmál

Ég hef einnig tekið að mér málefni velferðar í þessum kosningum. Þessi mál eru mér afar hugleikinn og hafa alltaf verið. Mögulega er það vegna sálfræðimenntunar

HK-konur á öldungamóti í blaki HK var að sjálfsögðu þátttakandi á ár­legu öldunga­móti í blaki sem fram fór á Akureyri í lok apríl­mánaðar. Þetta var 43. öldunga­ mótið í röðinni og hefur það verið haldið víða um land en þetta var í 9. sinn sem mótið var haldið á Akureyri. Margsinnis hefur það verið haldið í Kópavogi.

Markmið og tilgang öldungamótsins í blaki er að útbreiða blakíþróttina, stuðla að fram­förum í tækni og viðhalda getu kepp­enda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi. Leikgleðin var svo sannarlega til staðar þessa daga fyrir norðan. HK-konurnar voru sigursælar.

Ég hef verið svo lánsöm að kynnast mikið af fólki á þessum fjórum árum s.s frábærum og dugmiklum starfsmönnum Kópavogs, fjölbreyttri flóru íbúa og svo litríkum hópi fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og nefndarkerfi bæjarins. Það hefur verið lærdómsríkur tími að kynnast ólíkum hliðum mannlífsins og stjórnmálanna. Stundum kemur það á óvart hvar samvinnan og samskiptin ganga vel og hvar ekki. Ég tek með mér eftir þessi fjögur ár fallegan vinskap og viðamikla reynslu sem mun fylgja mér og móta mig. Afköst undanfarinna ára eru mikil. Fjárhagurinn er á réttri leið, verkefnastaðan er góð en nauðsynlegt er að

Áfram Blikar!

skattgreiðendur. Á næstu fjórum árum hlakka ég til og vonast til að starfa áfram í þágu Kópavogsbúa. Ég mun að þeim tíma loknum árið 2022 hafa útskrifað báðar dætur mínar úr skóla, annars vegar úr grunnskóla og hins vegar úr framhaldsskóla. Vera fjórum árum eldri og áfram mun ég geta sagt með stolti, líkt og ég geri núna ,,að það er bæði snjallt og gott að búa í Kópavogi.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

10

Stofnstyrkur til dagforeldra í Kópavogi þrefaldaður leiktækjum. Greiðsla fer fram 1. ágúst ár hvert til dagforeldra sem starfað hafa í eitt ár eða lengur í Kópavogi. Framlag Kópavogsbæjar til dag­foreldra verður hækkað um fimm þúsund krónur á mánuði á barn með lögheimili í Kópa­vogi miðað við 8 tíma dvöl. Ný gjald­ skrá tekur gildi 1. ágúst nk. Einnig var samþykkt að við 15 mánaða aldur barna hækki framlag Kópavogsbæjar með börnum hjá dagforeldrum um 20.000 á mánuði miðað við 8 tíma dvöl. Hækkun framlags er ætlað að koma til móts við mismun á kostnaði foreldra við annars vegar dvalargjöld hjá dagforeldrum og leikskólagjöldum

Það fer afar vel um þessi kríli í í þessum veglegu kerrum.

Gripið verður til víðtækra aðgerða til að að styrkja umgjörð dagforeldra í Kópavogi. Tillögur um aðgerðir til að bregðast við skorti á daggæsluúrræðum yngstu barna voru samþykktar einróma á fundi bæjarstjórnar 8. maí sl. Meðal þess sem gripið verður til er þre­földun á stofn­styrk til dag­foreldra sem hækkar úr 100.000 krónur í 300.000 krónur. Allir dag­foreldrar fá 150 þúsund króna

aðstöðu­styrk sem greiddur er árlega. Þá verða framlög bæjarins til dagforeldra hækkuð til að koma til móts við mismun á leikskóla­gjöldum annars vegar og dvalar­kostnaði hjá dagforeldrum hinsvegar þegar börn ná 15 mánaða aldri. Markmið aðgerðanna er annars vegar að laða nýja dag­foreldra að starfinu og styrkja þá faglega og hins vegar að efla starfs­krafta dag­foreldra í Kópavogi.

Meðal aðgerða er eftirfarandi: Stofnstyrkur til dagforeldra í Kópa­vogi verður hækkaður úr 100.000 í 300.000. Stofn­styrkur gerir dagforeldrum kleift að undir­búa húsnæði sitt fyrir dag­gæslu og kaupa nauð­synlegan búnað. Allir dagforeldrar sem starfa í Kópa­vogi fá greiddan 150.000 kr. aðstöðustyrk ár hvert fyrir viðhaldi og endurbótum á húsnæði og

Í ÞJÓNUSTU VIÐ KÓPAVOGSBÚA Í 40 ÁR 1977-2017

Hamraborg 12 | 200 Kópavogur | 416 0500 | www.eignaborg.is JÖTUNSALIR 2 |

ÍBÚÐ

201 Kópavogur

HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA

99 m | VERÐ: 39.500.000 2

hins vegar. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. ágúst. Í samráði við stjórn félags dag­foreldra í Kópavogi verður skipulögð aukin starfs­þjálfun og fræðsla verður á vegum dag­gæslufulltrúa og leikskóla­ ráðgjafa og bætist hún við starfs­ réttindanámskeið sem gerð er krafa um að dagforeldrar ljúki. Haldinn verður kynningarfundur fyrir foreldra til upplýsingamiðlunar varðandi þjónustu dagforeldra og hlutverk Kópavogsbæjar gagnvart daggæslumálum. Fyrsti fundurinn verður haldinn í haust og verður með svipuðu sniði og fundir sem haldnir eru fyrir nýja foreldra í leikskólum í Kópavogi.

LANGABREKKA 18 |

SÉRHÆÐ

200 Kópavogur

150,4 m | VERÐ: 62.900.000 2

HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA

HNAUS |

SKÓGRÆKTARLÓÐ

801 Selfoss

HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA

0.87 HA | VERÐ: 5.300.000

RÚMGÓÐ ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ - STÓR PALLUR TIL SUÐURS

FALLEG EFRI SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR - MIKIÐ UPPGERÐ, STÓR OG BJÖRT STOFA

65 KM FRÁ REYKJAVÍK - EIGNARLÓÐIR – EIN LÓÐ EFTIR

Íbúðin er í góðu fjölbýli, sameign er snyrtileg með lyftu og myndavélasíma. Íbúðin er með dökkum innréttingum og Merbau parketi eða sambærilegu. Öll rými eru rúmgóð, eldhúsið tengist borðstofu og holi. Íbúðin er björt, stór sérpallur og snyrtileg lóð. Húsinu hefur verið vel við haldið.

Falleg og rúmgóð efri sérhæð með 3-4 svefnherbergjum, bílskúr og óskráðu rými í kjallara. Stór og björt stofa, baðherbergi endurnýjað og eldhús að hluta. Nýlegt harðparket á gólfum. Saunaklefi og sturta í kjallara. Fallega eign í friðsælli götu á vinsælum stað.

Eignarlóð, merkt Mosató 5 fyrir heilsárshús úr skógræktarlandi Hnausa þar sem lögð hefur verið áhersla á metnaðarfulla umhverfisstefnu og fallegt útsýni. Vegur að lóðamörkum, fallegar göngu- og reiðleiðir. Stutt í hitaveitu. Skógur í baklandi og víðsýni.

ÓSKAR BERGSSON | Fasteignasali | Sími: 893 2499

ÓSKAR BERGSSON | Fasteignasali | Sími: 893 2499

ÓSKAR BERGSSON | Fasteignasali | Sími: 893 2499

Hamraborg 12 200 Kópavogur

NÝBÝLAVEGUR 78 |

FJÖLBÝLI

200 Kópavogur

60 - 130 m2 | VERÐ: 39,9 – 59,9

HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA

Hamraborg 12 200 Kópavogur

SÆBÓLSBRAUT 32 |

ÍBÚÐ

200 Kópavogur

86 m2 | VERÐ FRÁ: 40.900.000

Hamraborg 12 200 Kópavogur

HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA

HLÍÐARENDAKOT |

JÖRÐ

861 Hvolsvöllur

400 HA | VERÐ FRÁ: 148.000.000

HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA

NÝBYGGING - LÍTIÐ FJÖLBÝLISHÚS - LYFTA OG BÍLSKÚR

BJÖRT OG FALLEG ÍBÚÐ - SUÐURSVALIR, ÞVOTTAHÚS INNAF ELDHÚSI.

Fallegar tveggja til þriggja herbergja íbúðir í nýju lyftuhúsi. Eldhús, borðstofa og stofa í sameiginlegu rými. Gott skápapláss. Bjartar stofur og ágætt útsýni úr sumum íbúðum. Stórar svalir. Innréttingar eru sprautulakkaðar hvítar. Sérgeymsla í sameign.

Jörðin Hlíðarendakot með öllum byggingum og landi sem eru ofan vegar. Stærð lands er um 400 ha, þar af um 100 ha á láglendi og 20ha tún. Ægifagurt útsýni sést þaðan m.a. til Vestmannaeyja, Stóra-Dímons, Eyjafjallajökuls, Þórsmerkur og Mýrdalsjökuls.

Afhending við kaupsamning.

Falleg 3. herbergja íbúð í litlu, snyrtilegu fjölbýli. Nýleg gólfefni eru á íbúðinni, flísar í eldhúsi og á baði og harðparket í öðrum rýmum. Íbúðinni fylgir um 5 fm geymsla í sameign sem er ekki í skráðum fermetrafjölda íbúðarinnar. Að auki fylgir hlutdeild í herbergi með snyrtingu í kjallara. Verið að er að ljúka við að skipta um glugga og aðrar utanhúss viðgerðir sem greiddar eru af seljanda.

ÓSKAR BERGSSON | Fasteignasali | Sími: 893 2499

KRISTÍN RÓS | Sölufulltrúi | Sími: 860 2078

SVEINBJÖRN | Fasteignasali | Sími: 892 2804

Hamraborg 12 200 Kópavogur

Hamraborg 12 200 Kópavogur

Hamraborg 12 200 Kópavogur



- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

12

Skemmtilegri sund­ laugar í Kópavogi Guðmundur Gísli Geirdal

5. sæti

Eitt af því stórkostlegasta við að búa á þessu kalda landi okkar eru sundlaugarnar. Hvernig okkur hefur tekist að nýta heita vatnið úr iðrum jarðar til að hita upp laugarnar og pottana ásamt gufuböðunum er það sem gerir kalda veðráttu bærilega. Í Kópavogi eru 2 almenningslaugar og síðan er laug í þjónustumiðstöðinni í Boðaþingi.

Stærsta sundlaug á Íslandi er sundlaug Kópa­vogs hún er 50 m löng og 25 m á breidd

Salalaug er 25x15 og að auki eru frábærar innilaugar við þessar laugar báðar sem nýtast vel við sundkennlu. Sund­ lögin við Boðaþing hefur verið notuð af fullorðnu fólki í þjónustu Hrafnistu en verður nýtt á næstunni til sundkennslu barna 1. til 4. bekks.

Það hefur verið tekin ákvörðun um að skipta um klórkerfi í Salalaug. Með því mun klór til sótthreinsunar verða framleiddur á staðnum úr salti og mun þessi lausn krefjast mun minni klórnotkunar. Þannig munu notendur finna hvernig klórlyktin hverfur og lausnin verða mun heilsusamlegri. Einnig, samhliða þessu kerfi, verður allri notkun á saltsýru hætt í Salalaug. Alltof mörg dæmi eru um slys sem hafa orðið við meðhöndlun og flutning á klór þar sem bæði hafa orðið slys á fólki og náttúrumengun. Ég fagna mjög þessari ákvörðun sem nú hefur verið tekin og var eitt af mínum fyrstu baráttumálum í þessari bæjarstjórn. Þegar reynsla verður komin á þetta kerfi verður það að sjálfsögðu einnig tekið upp í öðrum laugum í bænum.

Einhver glæsilegasti sundlaugargarður landsins er á Akureyri. Nokkrar rennibrautir og leiktæki. Það er því ekki nema von að við Kópavogsbúar rennum hýru auga til Akureyringanna þegar við hugsum um framtíð Salalaugar.

Ég hef í nokkurn tíma talað fyrir því að í anddyrum sundlauganna verði sköpuð aðstaða til þess að selja hollar veitingar til gesta og nú er það að verða að veruleika. Einnig mun verða hægt að kaupa sér kaffi og léttar veitingar frá sundlaugunum og sjálfum finnst mér frábært að geta keypt ís og borðað við laugina í góðu veðri. Við sjálfstæðisfólk ætlum að gera sundlaugarnar skemmti­ legri. Í Salalaug munum við búa til garð sem verður með nýrri risastórri rennibraut og ýmsum leiktækjum fyrir yngri kynslóðina ásamt því að fjölga heitum og köldum pottum og skapa umgjörð sem hægt verður að kalla sundlaugagarð. Sundlaug Kópavogs mun einnig fá upplyftingu, þar hefur verið ákveðið að fara í endurbyggingu á anddyri laugarinnar og koma upp veitingasölu eins og í Salalaug. Við munum setja upp klifurvegg yfir laugina þannig að þeir sem falla lenda í vatninu og geta einungis upplifað gleðina yfir þvi hve hátt þeir komast og að sjálfsögðu reynt að komast enn hærra næst. Þá er ætlunin að lengja opnunartíma lauganna og hafa frítt í sund fyrir yngri en 18 ára. Skapa kósi stemningu á kvöldin með fallegri led lýsingu og fjölga uppákomum við laugarnar t.d. með tónlist eða annarskonar viðburðum. Kópavogsbær hefur boðið út líkamsræktaraðstöðu í húsakynnum bæjarins við sundlaugarnar. Nú er það Reebok fitness sem veitir þar þjónustu, verð hjá þeim eru nokkuð hagstæð. Árskort með sundi kostar kr. 39.900.- og kr. 25.000.- fyrir eldri borgara og öryrkja. Stefna Kópavogsbæjar í lýðheilsumálum endurspeglast algerlega í þessum atriðum sem hér hafa verið rakin. Því hvað er raunverulega heilsusamlegra en að skella sér í sund og njóta þar þess unaðar sem vatnið og félagsskapurinn býður uppá? Guðmundur Geirdal skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi



- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

14

Eflum enn frekar frístundastyrki Jón Finnbogason

6. sæti

Frístundastyrkir vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstunda­ starfi eru mikilvægt innlegg á þeirri vegferð að sem flestum verði gert kleyft að taka þátt í slíku starfi án tillits til efnahags. Sjálfstæðisflokkurinn vill bæði hækka frístundastyrkinn sem og að skoða útfærslu hans til eldri borgara. En í aðdraganda kosninga þá kappkosta allir stjórnmálaflokkar að dásama nálgun frístundastyrkja. Allir vilja hækka frístundastyrki enn frekar. Það sem hins vegar minna ber á í umræðunni er virkni þeirra í raunveruleikanum. Mér er því bæði ljúft og skylt að upplýsa að á liðnu kjörtímabili sem formaður íþróttaráðs þá beitti ég mér fyrir því að íþróttaráð setti skýrar reglur um hvernig væri hægt að nýta Frístundastyrkinn. Eitt er

hver fjárhæð frístundastyrksins er hverju sinni en annað er hverjir geta nýtt hann og í hvaða verkefni. Á kjörtímabilinu þá útvíkkuðum við gildissvið á frístundastyrknum með breytingu á þeim reglum sem við settum sem leiddi til þess að frístundastyrkurinn náði einnig til ýmiskonar námskeiða sem ætlað er það hlutverk að styrkja viðkomandi þátttaka án þess um íþróttastarf væri að ræða. Má þar nefna sem dæmi námskeið á vegum Dale Carnegie þar sem þátttakendur fá þjálfun í að nýta hæfileika sína, bæta samskipti og hafa jákvæð áhrif á aðra, svo sem með því að öðlast meira sjálfstraust, efla tjáningu og verða öruggari í framkomu. Öll getum við verið sammála um að hér er um mikilvæga eiginleika að ræða og ekki síður en þjálfun í líkamlegri

Jón Finbogason og eiginkona hans, Linda Björk Logadóttir.

Jón Finnbogason

er giftur Lindu Björk Logadóttur og eiga þau fimm börn á aldrinum 9 til 21 árs en þau eru Elsa (21), Laufey (19), María (13), Andri (11) og Logi (9). Jón er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hann hefur í um 18 ár starfað í fjármálageiranum og gegnt fjölbreyttum verkefnum. Þau Jón og Linda búa í Salahverfi þar sem þau hafa verið síðan árið 2005. Linda er Kópavogsbúi frá fyrsta degi en Jón kemur úr Garðabænum. Jón sat í stjórn Íþróttafélagsins Gerplu til margra ára og var formaður stjórnar félagsins frá 2006 til 2013. Jón tók við sem formaður eftir að félagið var flutt í Versali en þá tók við ótrúlegur tími í sögu félagsins þar sem fjölgun iðkenda var gríðarleg. Vöruframboð félagsins var breikkað meðal annars með aukinni áherslu á hópfimleika og þjónustu við yngstu iðkendurna sem og þá sem elstir voru í félaginu. Áður en Jón hætti í stjórn þá var félagið byrjað að vinna að stækkun á aðstöðunni í samstarfi við Kópavogsbæ sem lauk nú nýlega með opnun á glæsilegri aðstöðu fyrir Gerplu í íþróttahúsi Vatnsendaskóla, sem er einmitt með sérhæfða aðstöðu fyrir hópfimleika. En það var einmitt í Gerplu þar sem Jón og Linda Björk kynntust þegar þau vorum börn að æfa þar saman.

Opnun kosninga­ skrifstofu í Hlíðarsmára Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi gaf börnum sælgæti sem var vel þegið.

færni sem íþróttirnar veita. Nefna má annað dæmi um breytingar á reglum um frístundastyrkinn en það er að við opnuðum á að ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára gætu keypt kort í líkamsræktarstöðvar en þó voru sett skilyrði um fræðslu til iðkenda og fagmennsku í sinni starfssemi. Við þekkjum að ungmenni á þessum aldri sækja mjög í líkamsræktarstöðvar og því þótti okkur viðeigandi að fara þessa leið. En varðandi frístundastyrkina þá er einnig mikilvægt að halda til haga öðrum þætti sem er ekki síður mikilvægur en fjárhæð styrksins á hverjum tíma. Það er eftirlit með kostnaði hjá þeim sem óska eftir því að vera aðilar að því kerfi sem frístundastyrkjakerfið er. Íþróttaráð Kópavogs samþykkti því sérstakar vinnureglur um eftirlit með gjaldskrárbreytingum á þjónustu veitenda sem aðild eiga að íþrótta- og tómstundakerfi Kópavogsbæjar. Er þeim ætlað það hlutverk að ná til þeirra þjónustuveitenda sem eru þátttakendur í því fyrirkomulagi sem Kópavogsbær hefur sett upp til að hjálpa til við að kostnaður við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga verði ekki að öllu leyti borinn af þeim eða fjölskyldum þeirra. Markmið reglnanna er að tryggja að verðlagning þeirrar þjónustu sem veitt er hverju sinni endurspegli eingöngu þann kostnað sem raunverulega fellur til við að veita þá þjónustu sem um ræðir hverju sinni. Óhætt er að segja að það aðhald sem reglurnar setja þeim sem taka þá í fyrirkomulagi frístundastyrkja Kópavogsbæjar hafi ekki verið síður mikilvægt heldur en fjárhæð styrksins á hverjum tíma. Í hinni pólitísku umræðu sem nú fer fram þá fer lítið fyrir umræðu um breytingar á reglum sem auka möguleika Kópavogsbúa á að nýta frístundastyrkina. Sama á við um útfærslur á því hvernig komið er í veg fyrir að hækkun á frístundastyrknum renni beint í vasa þeirra sem veita þjónustuna. Tæknilegar útfærslur ná yfirleitt ekki í gegn í slíkum umræðum en mér þykir samt mikilvægt að gera tilraun til þess að halda þessum mikilvægu þáttum til haga. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram á þeirri braut að styðja vel við mikilvægi fístundastyrkja, og viljum við efla þá enn frekar. Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi og formaður Íþróttaráðs Kópavogsbæjar

Kosningaskrifstofa Sjálf­stæðis­ flokksins vegna bæjarstjórnar­ kosninganna 26. maí nk. var opnuð 5. maí sl. Þangað eru allir velkomnir. Fjöldi manns af öllum aldri kom og sýndi sig og sá aðra. Góður rómur var gerður að málefnaskrá Sjálfstæðismanna sem birt hefur verið í VOGUM.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og oddviti flokksins í Kópavogi ávarpaði gesti og hvatti til baráttu og samstöðu allt fram á kjördag.

Tveir heiðursmenn, sem báðir eiga sæti á framboðslistanum; Stefán Konráðssson og Júlíus Hafstein.


KJÖRFUNDUR vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00

Kjörstaðir í Kópavogi verða tveir Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar, að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi, kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12. Eftirtaldar kjördeildir verða í Kópavogi við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018:

Pipar\TBWA \ SÍA \ 181649

Íþróttahúsið Smárinn við Dalsmára

Íþróttahúsið Kórinn við Vallakór 4. kjördeild Engihjalli Engjasmári Eskihvammur Eyktarsmári Fagrabrekka Fagrihjalli Fitjasmári Fífuhvammur Fífulind

1. kjördeild Aspargrund Auðbrekka Austurgerði Álalind Álfabrekka Álfaheiði Álfatún Álfhólsvegur Álftröð Bjarnhólastígur

3. kjördeild 2. kjördeild Birkigrund Arnarsmári Brattatunga Ásbraut Brekkusmári Ástún Brekkutún Bakkabraut Bryggjuvör Bakkahjalli Bræðratunga Bakkasmári Bæjartún Bergsmári Dalbrekka Birkihvammur Daltún Blikahjalli Dalvegur Bollasmári Borgarholtsbraut Digranesheiði Digranesvegur Brekkuhjalli Efstihjalli Ekrusmári Fífuhjalli

5. kjördeild Fannborg Fellasmári Fjallalind Foldarsmári Fossvogsbrún Funalind Furuhjalli Galtalind Grófarsmári

6. kjördeild Furugrund Geislalind Gnitaheiði Gnípuheiði Grenigrund Grundarsmári Grænatunga Grænatún Gullsmári Hafnarbraut

7. kjördeild Grænihjalli Hamraborg Haukalind Háalind Hábraut Hátröð Hávegur Heiðarhjalli Heimalind Helgubraut Hjallabrekka Hlaðbrekka Hlégerði Hlíðarhvammur Hvannhólmi Hveralind

8. kjördeild Hlíðarhjalli Hlíðarvegur Hlíðasmári Hljóðalind Holtagerði Hófgerði Hólahjalli Iðalind Ísalind

9. kjördeild Hraunbraut Hrauntunga Huldubraut Húsalind Jöklalind Jörfalind Kaldalind Kastalagerði Kópalind Kópavogsbakki Kópavogsbarð Kópavogsgerði Kópavogstún

10. kjördeild Kársnesbraut Kjarrhólmi Kópavogsbraut Langabrekka Laugalind Lindarhvammur

11. kjördeild Kópavogsbrún Krossalind Laufbrekka Lautasmári Laxalind Lindasmári Litlavör Litlihjalli Ljósalind Mánabraut

12. kjördeild Lundur Lyngbrekka Lækjarhjalli Lækjasmári Melalind

13. kjördeild Lundarbrekka Lyngheiði Marbakkabraut Mánalind Meðalbraut Melaheiði Melgerði Meltröð Múlalind Naustavör Neðstatröð Núpalind Nýbýlavegur Óstaðsettir Rauðihjalli Skálaheiði Skemmuvegur

14. kjördeild Reynigrund Reynihvammur Selbrekka Skjólbraut Skógarhjalli Skólagerði Skólatröð Smiðjuvegur Starhólmi Stórihjalli Suðurbraut Sunnubraut Sæbólsbraut Tunguheiði Túnbrekka

1. kjördeild Aðalþing Aflakór Akrakór Almannakór Andarhvarf Arakór Auðnukór Austurkór Álfkonuhvarf Álmakór

2. kjördeild Akurhvarf Álaþing Álfahvarf Ársalir Ásakór Ásaþing Baugakór

3. kjördeild Asparhvarf Björtusalir Blásalir Boðaþing Breiðahvarf Brekkuhvarf Dalaþing Desjakór Dimmuhvarf Dofrakór Drangakór Drekakór

4. kjördeild Dynsalir Engjaþing Ennishvarf Fagraþing Faldarhvarf Fannahvarf Faxahvarf Fákahvarf Fellahvarf Fensalir Fjallakór Flesjakór Fornahvarf Forsalir Fossahvarf Frostaþing Fróðaþing Glósalir Glæsihvarf Gnitakór Goðasalir Grandahvarf

5. kjördeild Goðakór Grundarhvarf Gulaþing Hafraþing Hamrakór Hálsaþing Hásalir Heiðaþing Hlynsalir Hólmaþing Hörðukór

Jórsalir Jötunsalir Klappakór Kleifakór Klettakór Kórsalir

6. kjördeild Logasalir Lómasalir Lækjarbotnar Melahvarf Miðsalir Perlukór Rjúpnasalir Roðasalir Skjólsalir Tröllakór

7. kjördeild Sólarsalir Straumsalir Suðursalir Vallakór Vatnsendablettir Vindakór Þorrasalir Þrúðsalir Þrymsalir Öldusalir Örvasalir

Kópavogsbúar Upplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is og á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is. Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í íþróttahúsinu Smáranum, sími 441 8911.

15. kjördeild Trönuhjalli Urðarbraut Vallargerði Vallartröð Vallhólmi Vesturvör Víðigrund Víðihvammur Víghólastígur Vogatunga Þinghólsbraut Þverbrekka

16. kjördeild Íslendingar erlendis

Yfirkjörstjórnin í Kópavogi Snorri Tómasson – Una Björg Einarsdóttir – Jón Guðlaugur Magnússon Geymið auglýsinguna.

kopavogur.is


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

16

,,Góður kostur nú að leggja gervigras á Kópavogsvöll“

- segir Sveinn Gíslason formaður Breiðabliks

,,Ég flutti í Kópavog tveggja ára gamall, gekk í Kópavogsskóla og síðan í Menntaskólann í Kópavogi og hef verið í Breiðablik alla mína tíð. Ég verð þó að upplýsa að ég stundaði hand­bolta með HK og var einnig í ÍK og hefði kannski átt að æfa einnig fim­leika með Gerplu til þess að vera með öllum stærstu íþrótta­félögunum í Kópavogi. Ég var í knattspyrnu með Breiðablik en var aldrei sérstaklega góður knatt­ spyrnu­maður,“ segir Sveinn Gíslason, formaður Breiða­bliks. Sveinn á fjóra drengi, elsti drengur­inn stundaði knattspyrnu hjá HK en hinir þrír hafa verið í Breiðabliki, m.a. í körfubolta. Sveinn kom inn í aðalstjórn Breiðabliks árið 1999 sem gjaldkeri eftir að hann kom heim aftur eftir framhaldsnám erlendis. ,,Árið 1999 var fjárhagur Breiðabliks mjög slakur og ég var þá beðinn að starfa í nefnd á vegum Kópavogsbæjar til að skoða fjármálin og finna lausn á þeim, og í framhaldi fer ég í stjórn Breiðabliks, mig minnir að beiðni Kristjáns Jónatanssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Breiðabliks.“ Hvernig er fjárhagur félagsins í dag? ,,Heildartekjur félagsins er tæpur milljarður króna og stendur félagið nokkuð vel fjárhagslega. Breiðablik var fysta félagið til að skila inn endurskoðuðum ársreikningum og þannig hefur það verið allt frá árinu 2000 og allar greiðslur eru uppi á borðinu. En

vissulega þurfa þeir sem eru stjórn félagsins, bæði aðalstjórn og stjórn hverrar deildar, að vera á tánum og láta ekki kappið hlaupa með sig í gönur.“ Hvernig gengur að fá fólk til stjórnarstarfa í Breiðabliki? ,,Það gengur frekar erfiðlega, fólk veit að það er að taka að sér nokkra launalausa vinnu, og þess vegna höfum við verið að leggja áherslu á að efla skrifstofu Breiðabliks í Smáranum svo fjármálin séu ekki allt of mikil kvöð fyrir væntanlega stjórnarmenn. Það hefur mælst vel fyrir.“

Lagning gervigras á Kópavogsvöll ásættanleg niðurstaða - Fyrir nokkru efndi knattspyrnu­ deild Breiðabliks til fundar um æfingar­aðstöðu deildarinnar og m.a. var lögð fram beiðni til bæjarstjórnar Kópavogs um að byggður yrði gervi­grasæfingar­völlur vestan knatt­ spyrnuhússins Fífunnar. Nú hefur bæjarstjórn ákveðið að taka upp Kópavogsvöll næsta haust og leggja á hann gervigras og flóðlýsa hann en hitakerfið undir honum er einnig talið ónýtt. Gervigrasið verður tilbúið til notkunar fyrir Íslandsmótið 2019. Þetta hljómar ekki alveg eins og ykkar óskir stóðu til. Er stjórn Breiðabliks sátt við þessa niðurstöðu? ,,Já, aðalstjórn er sátt við þessa niðurstöðu þó hún sé ekki það sem við óskuðum eftir. Það

sama má segja um stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Þá hefur stjórn frjálsíþróttadeildar sem einnig nýtir Kópavogsvöll verið með í ráðum í þessu ferli og stjórn deildarinnar setur sig ekki upp á móti þessari framkvæmd. Það sem breyttist er að upp kom að það þarf að það þarf að skipta út hitalögnum undir Kópavogsvelli. Það verður auðvitað ekki gert nema að taka grasa fyrst af vellinum, þannig að það þarf að skipta um gras. Upp kom því eðlilega sú hugmynd hvort við ættum ekki að setja gervigras á völlinn í stað gras. Við ásamt embættismönnum bæjarins lögðumst í talsverða greiningarvinnu á að meta kosti og galla og mátum það einfaldlega þannig að kostir þess að leggja gervigras í stað gras væri fleiri en gallarnir. Því lögðu embættismenn bæjarins það til við bæjarráð að gera slíkt, sem svo samþykkti þá tillögu með öllum greiddum atkvæðum. Það að leggja gervigras á Kópavogsvöll er ekki ný hugmynd, hún hefur verið í umræðunni lengi. Þetta leysir að stórum hluta það vandamál sem rætt var á félagsfundinum, þ.e. aðstöðuleysi til knattspyrnuiðkunar yfir vetrarmánuðina. Auk þess verður gervigrasið á vellinum í Fagralundi endurnýjað. Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða fyrir okkur í Breiðabliki. Að lokum þessum framkvæmdum mun Breiðablik hafa til umráða þrjá gervigrasvelli í stað eins, eins og staðan er í dag.Hugmynd um gervigrasæfingavöll vestan Fífunnar hefur ekki verið blásin af, en hún tengist ákvörðunum um framtíðaruppbyggingu og skipulagi á svæðinu.“

Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks.

Knattspyrnan er stærsta deildin í Breiðabiki. Hvernig gengur í öðrum deildum, er aðstaða þeirra ásættanleg? ,,Breiðablik á tvö lið í efstu deild körfuboltans næsta vetur, bæði karla og kvenna. Körfuboltahúsið er ágætt en það er kominn tími til að endurnýja og stækka áhorfendasvæðið en við þurfum að koma yngri flokkunum meira að í öðrum íþróttahúsum í bænum, t.d. í Fagralundi. Í Breiðabliki eru 11 deildir og starfið gengur vel í þeim öllum, t.d. í sundi og frjálsum íþróttum þó ég sé ekki að gera upp á milli deildanna. Við viljum auka þátttöku Breiðabliks í almenningsíþróttum og koma þannig til móts við eldri aldurshópa, ekki bara sinna þeim sem áður hafa stundað keppnisíþróttir með félaginu heldur öllum Kópavogsbúum.

Eðlileg samskipti við HK Hvernig gengur samstarfið við nágrannana í HK? Er um einhverja samvinnu að ræða? ,,Það er að mínu viti mjög gott samstarf, enda tvö félög í miklum íþróttabæ. Bæði framkvæmdastjórar félaganna og stjórnarmenn eru í töluverðum samskiptum. Eðlilega er tekist á þegar HK og Breiðablik mætast á íþróttavellinum, þá sé svolítill hiti í áhorfendum. Það þekkjum við frá öðrum bæjarfélögum, s.s. milli Hauka og FH í Hafnarfirði og KA og Þórs á Akureyri,“ segir Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks.

Öflug starfsemi Kraftvéla á vinnuvélamarkaðnum Mörg stór og öflug fyrirtæki starfa í Kópavogi sem eiga við­skipti um allt land. Eitt þeirra er Kraftvélar á Dalvegi sem sér­hæfir sig í sölu á vinnu­vélum og árið 2000 var sett á lagg­irnar ný þjónusta, Kraft­véla­leigan, en það félag sér­hæfir sig í útleigu á vinnu­ vélum og hefur sá þáttur í rekstri Kraft­véla verið vaxandi ár frá ári. Árið 2010 hóf fyrirtækið

starfsemi á landbúnaðar- og atvinnubifreiðamarkaðnum, með New Holland og CaseIH dráttavélar ásamt Iveco atvinnubifreiðum. Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð höfuð áhersla á góða þjónustu við viðskiptavini, sé þjónustan góð, þá tryggir það framtíðarvöxt og stöðuleika fyrirtækisins. Eigandi Kraftvéla er Ævar Þorsteinsson.

Þetta öfluga tæki seldu Kraftvélar nýlega til ÞS verktaka á Egilsstöðum.

Hlíðasmári 19 Sími 898 8872 www.motx.is


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

17

Fegra á Hálsatorgið og svæðið kringum Hamraborgina Hjördís Ýr Johnson

4. sæti

Hjördís Ýr Johnson á gönguferð í Guðmundarlundi með sambýlismanninum Árna Friðleifssyni.

„Sem formaður umhverfis- og samgöngu­ nefndar hef ég notið þeirra forréttinda að vinna við það sem ég hef mikinn áhuga á,“ segir Hjördís Ýr Johnson sem skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. „Mín áhugamál snúast mikið um útivist og náttúru- og umhverfisvernd. Fjölskyldan, þ.e. foreldrar mínir og systkini, á jörð fyrir austan í Skaftártungum þar sem starfrækt hefur verið löglegt skógræktarbýli. Við erum þar eins mikið og við getum. Þau eru ansi mörg handtökin en það þarf bæði að gróðursetja og

grisja ásamt öllu öðru viðhaldi. Mér finnst rosalega gaman að stússast í þessu, enda fylgir þessu svo mikið frelsi.“ Í Kópavogi er eitt af verkefnum umhverfis­ nefndar að hlutast til um gróðursetningu í bæjar­ landinu, bæði tré og blóm og segir Hjördís að nú standi yfir sérstakt átak í gróðursetningu á blómum. „Nú þegar veðrið fer vonandi að skána þá ættu bæjarbúar að fara að sjá mikinn mun t.d. á öllum hring­torgunum í bænum en fyrir liggur að þau verði mörg hver vel skreytt með fallegum sumarblómum.“

Með þéttingu byggðar fá opnu svæðin Síðasta sumar var máluð mynd af í bænum aukið vægi, mikilvægt er því að Vífilsfelli á vegginn við Hálsatorg sem var hlúa að þeim og fegra íbúunum til ánægju. tilraunaverkefni í samstarfi við Molann og Þrek- og leiktæki, göngustígar svo sem eins Vinnuskólann. Að sögn Hjördísar tókst og í kringum kirkjugarðinn og fleiri aðgerðir það verkefni ljómandi vel og nú stendur í þeim dúr stuðla að því að fjölskyldan til að myndin verður endurnýjuð. ,,Já, geti notið útiveru í bænum. Hjördís nefnir þegar við fórum af stað í fyrra þá var að nú sé virkilega spennandi verkefni hugmyndin að ef vel tækist til þá gætum farið af stað sem tengist miðsvæðinu á við fengið nýja listamenn á hverju ári til Kópavogshálsinum. ,,Samþykkt var í bæjar­ að skreyta vegginn og hleypa þannig lífi í ráði núna í mars að fara í allsherjar hönnun allt torgið. Þarna á fjölskyldan að geta átt stundir í kringum Hamraborgina, m.a. Hálsatorgið saman eins og á öðrum útivistarstöðum, t.d. og menningartorfuna, svæðið austan við í Kópavogsdalnum og Fossvogsdalnum,“ bókasafnið og gera m.a. túnið fjölskyldu­ segir Hjördís Ýr Johnson. vænna. Hugmyndin er að fá heild­rænt útlit á svæðið og gera t.d. Hálsa­t orgið meira spennandi fyrir íbúa, fá fólk til að dvelja þar t.d. á góðviðris­dögum. Það eru margir mögu­ leikar í stöðunni en hug­myndar­vinnan er á fullu og meðal þess sem hefur verið rætt er að bjóða hljóm­ sveitum að halda þar tónleika, vera þar með sölubása og jafnvel blása lífi aftur í Hamra­ borgarhátíð sem var á vegum fyrirtækjanna í HJördís á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hamra­borg.“

Engin tilviljun Jón Gunnarsson.

Ef skoðuð er uppbygging í Kópavogi á síðustu 25 árum má segja að hún sé ævintýri líkust. Það er sama hvar borið er niður, í leikskólamálum, skólamálum, uppbyggingu og frágangi nýrra hverfa, þjónusta við aldraða, íþróttaaðstaðu fyrir börn og unglinga, allstaðar erum við til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög. Auðvitað er eitthvað sem betur má gera og það verður alltaf markmiðið að gera betur. Stærstan hluta þessa mikla uppbygginagartímabils hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið að stjórn bæjarins, lengst af með Framsóknarmönnum í farsælu samstarfi. Fyrir einstakling eins og mig sem hefur að mestu leyti búið í Kópavogi í 50 ár eru breytingarnar nánast lygilegar.

Á liðnu kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar okkar lagt áherslu á að efla þjónustu við bæjarbúa á sama tíma og fjárhagur bæjarfélagsins hefur verið styrktur verulega. Skuldahlutfall hefur lækkað hraðar en áform gerðu ráð fyrir og þannig hefur aukið tekjustreymi verið notað til að treysta rekstur og getu bæjarfélagsins til framtíðar. Það er okkur bæjarbúum mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Við Sjálfstæðismenn höfum skipað á lista fólki með víðtæka og fjölbreytta reynslu úr bæjarmálum og atvinnulífi, fólki sem sýnt hefur það með verkum sínum að það er traustsins vert. Í sjálfu sér er það eðlilegt við svo ásættanlegar aðstæður að margir vilja koma að kötlunum og taka við stjórnartaumunum

þegar vel gengur. Það er gömul saga en ekki ný að ýmsir segi „nú get ég“ þegar vel árar. En ef loforðin eru gaumgædd kemur oftar en ekki í ljós að lítil innistæða er fyrir öllu sem lofað er. Gjarnan er, því miður, talað af vanþekkingu og hlutverki stjórnvalda á sveitarstjórnarstigi og í landsmálum ruglað saman. Reynslan úr landsmálum undanfarin misseri á að vera okkur öllum áminning um mikilvægi þess að reynsla og þekking er mikilvæg í stjórnmálum sem og annarsstaðar. Ef litið er til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er það sláandi í þeim samanburði hve staðan er almennt miklu betri en var fyrir fjórum árum. Reykjavík er þar vissulega undanskilin og hreint með ólíkindum að stærsta sveitarfélagið, þar sem stærðarhagkvæmnin ætti að hafa mikil áhrif,

sé að safna skuldum og treysti sér ekki til að taka þátt í opinberri þjónustukönnun til samanburðar við nágranna sína. Það er vert að hugsa til þess hvort þessi staða er tilviljun eða ekki. Í öllum nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið að stjórn sveitarfélaganna. Þar er eins og áður sagði staðan góð. Þetta getur ekki verið tilviljun. Jón Gunnarsson alþingismaður


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

18

Hvaða leyfi þarf til reksturs í ferðaþjónustu?

„Vegir liggja til allra átta, enginn ræður för, hugur leitar hjóðra nátta, er hlógu orð á vör, og laufsins græna á garðsins trjám, og gleðiþyts í blænum. Þá voru hjörtun heit og ör og hamingja í okkar bænum“. Á Eskifirði er þetta skemmtilega skilti, og þarna gætu allt eins verið upplýsingar hversu langt er til Grundarfjarðar frá Eskifirði eða til Hvolsvallar.

Hvaða leyfi þarf til reksturs ferðaþjónustu fer mikið eftir því hvað þjónustu viðkomandi ætlar að veita. Ferðaþjónustan hefur snertifleti ansi víða þannig að leyfismálin geta stundum verið dálítið snúin og að þeim komið margar stofnanir. Ferðamálastofa er með hluta af þessum leyfisveitingum en þar er séð um leyfismál fyrir ferðaskrifstofur, ferða­skipu­leggjendur, bókunarþjónustur og/eða upplýsinga­ miðstöðvar. Hver sá sem skipuleggur í atvinnuskyni ferð, viðburð eða afþreyingu þarf ferða­skipu­ leggjenda- eða ferðaskrifstofuleyfi. Það sem einkum greinir ferðaskipuleggjanda frá ferðaskrifstofu er að viðburður, ferð, sýning eða annað sem ferðaskipuleggjandi annast, má ekki taka lengri tíma en sólarhring. M.ö.o. um leið og gisting bætist við þarf ferðaskrifstofuleyfi. Leyfi til hvalaskoðunar og aðrar bátaferðir er háð leyfi frá Samgöngustofu. Einnig veitir umferðasvið Samgöngustofu ýmis leyfi sem þarf vegna fólksflutninga á landi, s.s.

rekstrarleyfi til fólksflutninga, atvinnuleyfi til að mega aka leigubifreið, leyfi til reksturs leigubifreiðastöðvar, eðalvagnaleyfi og ökutækjaleiguleyfi, þ.e. bílaleigur. Skipta má þessu í þrennt, þ.e. ferðalangar þurfa að gæta að eftirfarandi atriði séu í lagi. • Borða og sofa – Þarna þarf að fá leyfi frá viðkomandi sýslumanni sem sér um veitinga- og gistileyfi. Þarna er svo til viðbótar kallað eftir leyfum frá heilbrigðiseftirliti o.fl. sem koma og taka viðkomandi gististað út. • Gera eitthvað til skemmtunar. Allir sem ætla að skipuleggja einhvers konar ferð eða afþreyingu í atvinnuskyni þurfa ferðaskipuleggjenda- eða ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu Íslands. • Hvað varðar almennt að ferðast um landið kemur Samgöngustofa sterk inn sem sér um flest er lýtur að leyfismálum til ferðalaga hvort heldur á landi, sjó eða lofti, þ.e. með langferðabifreiðum, flugvélum, skipum eða bátum.


- M A Í 2 0 1 8 | B L S.

19

Snjallt skólastarf Breyttir kennsluhættir

Bergþóra Þórhallsdóttir er deildarstjóri Kópavogsskóla. Hún nýtur sín vel í ömmuhlutverkinu og elskar að leika við þau bæði úti og inni. Þau fá einnig sinn skerf af snjalltækniáhuga ömmunnar ekki síður en nemendur hennar sem læra smám saman að tileinka sér tæknina til náms.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sig fram um að nútímavæða skólastarfið og setja skýra stefnu þar um sem endurspegli um leið þá tækniþróun sem samtíminn byggir á. Markmið spjaldtölvuinnleiðingarinnar eru margþætt. Þau snúa að stórum hluta að inntaki og framkvæmd kennslu, en ekki síður að viðhorfum nemenda, kennara og foreldra til skólastarfsins og frammistöðu og árangri nemenda. Í dag er stefnan

framkvæmd með því að afhenda hverjum nemanda spjaldtölvu í 5. - 10. bekk. Kennarar fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning og skólasamfélagið allt fær fræðslu um meðferð og nýtingu tækninnar. Á komandi kjörtímabili verður horft til þess að efla vinnubrögð og leikni yngstu nemendanna til náms með snjalltækni en á yngstu aldursstigunum er grunnurinn lagður að því sem á eftir kemur.

Spjaldtölvan gefur nemendum með ólíkar þarfir jafnara og fjölbfreyttara tækifæri til náms og styður við menntunarfræðilegar hugmyndir um skóla án aðgreiningar á margvíslegan hátt. Nemendur geta í auknum mæli nýtt sér fjölbreytta kosti tækninnar til náms umfram blýant og blað og sérkennslan eins og við þekkjum hana breytist. Fjölbreyttar námsaðferðir nemenda leiða jafnframt og óhjákvæmilega til þess að kennsluhættir almennt breytast. Slíkt gerist ekki eingöngu með því að afhenda nemendum spjaldtölvu. Það byggir ekki síður og öllu heldur á viðhorfi og vilja kennara, nemenda og foreldra til snjalltækjanotkunar við nám og trú á að markviss notkun snjalltækja í námi geti skilað nemendum jákvæðri námsframvindu og vissu um eigin styrkleika. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi vill að nemendur skólanna hafi á hverjum tíma aðgengi að snjalltækni og þar með talið ýmsum möguleikum sem tengjast snjalltækni s.s. sýndarveruleika og þrívíddarprentun. Það skerpir enn betur þá sýn flokksins að skólastarfið endurspegli tæknimöguleika hvers tíma. Sem dæmi styður snjalltæknin vel við iðn-, list- og verkgreinar þar sem sköpunarkraftur og hugmyndaauðgi nemenda fær að

njóta sín á fjölbreyttan hátt með nýtingu hennar.

Forritun er nýtt ritmál

Með aukinni tæknivæðingu hefur orðið til nýtt ritmál sem þarf að kenna. Forritun er orðin sjálfsagður þáttur í skólanámskrá hvers skóla. Forritunarmálið felur í sér ritaðar skipanir um aðgerðir sem tæknin getur lesið og framkvæmt. Þetta nýja ritmál þarf að kenna allt frá leikskólaaldri. Til að beita nýja ritmálinu þurfa nemendur m.a. að beita rökhugsun og sköpunarkrafti. Þau þurfa líkt og í öðrum viðfangsefnum skólastarfsins að læra að ræða það sem þau fást við og vinna saman að viðfangsefnum. Þau þurfa að læra að vinna með öðrum, taka tillit til ólíkra sjónarmiða og læra að sætta ólík sjónarmið komi þau upp. Með nýja ritmálinu kennum við nemendum að vera veitendur tölvuleikja og þrauta í stað þess að vera eingöngu neytendur þeirra.

Fingrasetning og talað mál

Fjölmargir á vinnumarkaði í dag þakka skólanum fyrir kennslu á lyklaborð. Þessi atriði skipta máli í heildarsamhenginu að mati margra. Ég segi hins vegar að með kennslu á fjölbreyttum möguleikum tækninnar til náms og starfs fær einstaklingurinn aukið val um leiðir til náms og starfs.

Það reynist ekki öllum auðvelt að læra fingrasetningu frekar en að það reynist ekki öllum auðvelt að læra að lesa. Þeir sem eiga erfitt með lestur nýta sér hljóðbækur og það nýjasta í ritunarþættinum er að lyklaborðin skrá hefðbundið ritmál eftir íslensku talmáli og er það þegar farið að nýtast nemendum sem það velja. Snjalltækið stafsetur auk þess talmálið í langflestum tilvikum rétt sem styðjur við stafsetningarkennsluna og varðveislu tungumálsins. Enn aðrir nemendur velja að skrifa á blað og og lesa í bók en geta samt sem áður nýtt tæknina í að taka mynd af því sem þau skrifa eða taka upp það sem þau lesa. Tæknin aðstoðar við að bæta lestrarlag og hjálpar til við að greina hvað betur má fara í lestrinum. Tæknin er ekkert að fara. Ef nemandi velur að tala við snjalltækið sitt og láta það skrá fyrir sig á íslensku, þá er það raunverulegur valkostur í dag. Það má því segja að talsetning sé ný hæfni sem þarf að kenna því snjalltækið skilur ekki óþjált mál frekar en lyklaborðið tíu þumalfingur. Skólastarf þarf að vera fjölbreytt og í sífelldri þróun. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi velur snjallt skólastarf. Bergþóra Þórhallsdóttir Skipar 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Skólahreysti nýtur vinsælda Skólahreysti nýtur mikillar vins­ ælda meðal­fjölda grunn­skóla á Íslandi. Linda­skóli hefur oftast ver­ið þátt­takandi og haft stundum sigur. Í ár komst Lindaskóli í úrslita­keppn­-

ina í Laugar­dals­höll en þangað komast sigurvegarar úr riðla­keppnum sem fram fara fyrr um vetur­inn. Að þessu sinni hafði Linda­skóli hins vegar ekki árangur sem erfiði.

Vandað til verka!

Áralöng reynsla Herramanna Stuðningslið Lindaskóla var öflugt að vanda

Rakarastofan Herramenn var stofnuð 9. desember árið 1961 af Torfa Guðbjörnssyni hárskera og rakarameistara. Frá fyrsta degi hefur rakarastofan verið í hjarta Kópavogs í Hamraborg. Árið 1978 bættist önnur kynslóð við þegar Gauti, sonur Torfa, fylgdi í fótspor föður síns. Gauti lauk námi árið 1981 og hefur unnið alla tíð síðan á stofunni. Þriðja kynslóðin bættist við árið 2003 þegar sonur Gauta, Andri Týr, byrjaði að

nema fagið. Í eitt ár unnu þessar þrjár kynslóðir saman á rakarastofunni en Torfi lést árið 2004. Rakarastofan er nú í Hamraborg 9, en vegna aukinnar aðsóknar eftir þjónustunni var húsnæðið á fyrra stað orðið lítið. Rakarastofan Herramenn sérhæfir sig í snyrtingu fyrir herramenn á öllum aldri; hár, skegg, rakstur og hárþvottur.


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

20

Hestamennska fyrir alla Hestamannafélagið Sprettur hefur byggt upp glæsilega og skemmtilega aðstöðu fyrir hestamenn í Kópavogi. Sprettur er nú eitt stærsta ef ekki stærsta hestamannafélagið á landinu. Félagið býður uppá öflugt fræðslustarf og alla flóruna af reiðkennslu. Reiðmaðurinn er kenndur í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Töltgrúppa Röggu Sam sameinar konur sem áhuga hafa á hestmennsku og stundum mæta fleiri en 80 konur á æfingu. Þetta frumkvöðlastarf Röggu hefur vakið athygli um land allt og hún hefur verið beðin að vera með töltgrúppur í öðrum sveitarfélögum. Þá er hægt að taka knapamerkin eða skella sér á frumtamninganámskeið, sirkusnámskeið eða ýmis önnur styttri eða lengri námskeið. Æskulýðsstarfið er öflugt og nauðsynlegt er að hlúa vel að knöpum framtíðarinnar. Mikilvægt er að allir séu félagsmenn það er gott fyrir greinina og eflir félagsstarfið. Reiðhallirnar eru þéttsetnar. Veislusalurinn er mjög vinsæll fyrir brúðkaupsveislur, afmæli og annan mannfögnuð. Áhugmannadeildin þarf sitt pláss til að æfa og keppa. Í vetur bættist síðan Meistaradeildin við, en hún var haldin í Spretti og í Víðidalnum. Auka þarf aðgengi fyrir hinn almenna reiðmann. Það er spurning hvort það þurfi að fara að huga að því að byggja aðra litla æfingahöll eða stækka stóru reiðhöllina um eitt bil. Þá þarf að bæta lýsingu á reiðleiðum

og fjölga reiðleiðum sem eru upplýstar þannig að á veturna sé mögulegt að velja um fleiri leiðir en Andvarahringinn eða “Latabæjarhringinn” eins og hann er stundum kallaður í góðlátlegu gríni. Í raun er ekkert því til fyrirstöðu að stunda þarna útreiðar allt árið um kring. Ef beitaraðstaða yrði bætt væri það hægt með góðu móti. Tímabært er að fara að klára svæðið, snyrta það til og gera það vistlegra. Klára að malbika götur og bílaplan. Gróðursetja tré og klára að þökuleggja manir. Bæta umgengi um kerrustæðið og færa baggastæðuna á sinn stað. Huga þarf að ofanvatnslausnum og finna því vatni sem rennur niður úr hlíðunum inná keppnisvöllinn farveg þannig að svæðið allt verði hið glæsilegasta. Við getum gert þetta að flottasta reiðsvæði landsins.

við verðum tilbúin og getum tekið það vel á móti öllum að þeir sjái að ,,það er snjallt að búa í Kópavogi.“

Sigríður Kristjánsdóttir skipar 12. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Landsmót árið 2020 Landsmót hestamanna verður haldið af Spretti 2020. Mótið er uppskeruhátíð hrossaræktar á Íslandi en þar munu mörg glæsileg hross láta ljós sitt skína. Landsmót er umfangsmikið bæði hvað varðar keppnishlutann og fjölda hesta en einning sækir mikill mannsfjöldi mótið. Þetta er stærsti íþróttaviðbuður landsins enda er Landssamband hestmannafélaga þriðja stærsta sérsambandið inna ÍSÍ, með yfir 11.000 félagsmenn. Það er því mikilvægt að

Sigríður Kristjánsdóttir á æfingu á Nóa frá Árdal.

Sterk staða Kópavogsbæjar Bryndís Haraldsdóttir.

Sem þingmaður Suðvestur­kjördæmis er ég einstaklega stolt af sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins í þeim sveitarfélögum sem kjördæmið skipar. Enda er flokkurinn við stjórnvöldin í þeim öllum, alstaðar með mjög góðum árangri. Kópavogur er mjög öflugt sveitarfélaga, það annað stærsta á landinu, næst höfuðborginni. Þegar fjárhagsstaða Kópavogs er skoðuð og borin saman við önnur sveitarfélög kemur bærinn vel út. Þrátt fyrir að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft

minnst spennandi umræðuefnið í kosningum þá er það nú samt svo að þetta skiptir öllu máli, enda ljóst að sveitarfélagið hefur meira svigrúm til að bæta þjónustuna og draga úr skattheimtu sé það vel rekið og fjárhagurinn góður, og sú er staðan í Kópavogi.

Nýbreytni og tæknilausnir í skólastarfi

Það er snjallt að búa í Kópavogi og það var snjallt að innleiða nýja tækni í skólastarfi. Í mínum huga eru grunnskólarnir mikilvægasta verkefni hverrar sveitastjórnar. Góðir skólar eru grunnur að góðu hverfi og góðu sveitarfélagi. Grunnskólarnir hafa breyst mikið á síðustu áratugum. Nauðsynlegt er að bregðast við þeirri samfélagsþróun sem á sér

stað og nýsköpun og nýbreytni í skólastarfi er því afar mikilvæg. Auðvitað skiptir samt alltaf mestu máli að grunnskólinn útskrifi hæfa einstaklinga sem hafa náð tökum á námsefninu en einnig er mikilvægt að nemendurnir séu hamingjusamir, líði vel og geti auðveldlega tileinkað sér nýja hluti.

Lýðræðisvitund – Okkar Kópavogur

Lýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur er til fyrirmyndar og ánægjulegt að fylgjast með góðum árangri þess. Mikil og góð þátttaka hefur náðst og spennandi að sjá verkefnin sem kosin voru verða að veruleika. Ég er sannfærð um mikilvægi íbúalýðræðis og verkefni sem þetta eykur bæði lýðræðisvitund íbúa og

er góð leið til að þróa betur íbúakosningar. Mikilvægi íbúalýðræðis breytir ekki þeirri staðreynd að við lifum við fulltrúalýðræði en það er ekki vegna þess að það er eina rétta leiðin til að stýra sveitarfélagi eða landi ef út í það er farið heldur vegna þess að sú leið hefur reynst best. Nú er komið að þér lesandi góður að leggja þitt af mörkum í lýðræðislegum kosningum til sveitarstjórnar, ég vil hvetja þig til að nota þann mikilvæga rétt þinn og mæta á kjörstað. Ég er sannfærð um að X við D muni tryggja áframhaldandi velgengni Kópavogs og ég vona að þú sért sama sinnis. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í SVördæmi


Hlíðasmári 6

201 Kópavogur

www.FASTLIND.is

KYNNINGARVEFUR:

www.AFHUS.is HVERFISSÍÐA: www.GLADHEIMAHVERFID.is

ÁÆTLUÐ AFHENDING JÚNÍ - ÁGÚST 2018 VIÐ KYNNUM

Álalind 14 Fallegar & vel skipulagðar íbúðir í glæsilegu húsi. Íbúðir afhendast fullbúnar með gólfefnum, ísskáp, uppþvottavél, þvottavél & þurrkara. Lokuð og upphituð bílageymsla, stórar svalir með lokuðu svalaskýli. Stærðir 75 - 139 fm

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA

Verð á 2 herbergja frá 40.900.00

Verð á 4 herbergja frá 62.900.00

Stefán Jarl Martin

Þorsteinn Yngvason

Kristján Þórir Hauksson

Hannes Steindórsson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

892 9966

696 0226

696 1122

699 5008

stefan@fastlind.is

thorsteinn@fastlind.is

kristjan@fastlind.is

hannes@fastlind.is

LIND Fasteignasala

Uppspretta ánægjulegra viðskipta


- M A Í 2 0 1 8 | BLS.

22

Tengjum saman verk og vit Flestir landsmenn vita að iðn-, list- og tæknigreinar skapa og móta samfélagið. Þeir sem útskrifast úr þeim greinum munu síðan sennilega byggja húsin okkar, mála málverkin okkar, sauma fötin okkar og forrita símana okkar - svo að eitthvað sé nefnt. Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntað fólk í samfélaginu. Það er miður að sjá hve illa hefur tekist að fá ungt

fólk til þess að læra iðn- og verkgreinar en margir velja þá námsleið sem foreldrarnir leggja til eða þá sem vinirnir fara í, sem er þá helst bóknám. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi en þessir nem­endur eiga það síðan til að snúa við síðar á lífs­ leiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhuga­ sviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma þegar grunn­skóla lauk.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi ætlar að leggja aukna áherslu á iðn-, list- og tækni­greinar ásamt því að fara í markvissa starfs­kynningu. Sá stökk­pallur sem allflestir nem­endur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð ein­staklingsins. Leggja þarf áherslu á að nemendur fái að reyna þær greinar sem í boði eru og þá helst eigi síðar en í 8. bekk.

Davíð Snær Jónsson.

Á sama tíma þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Bókin samsvarar ekki allri þekkingu og því ætlum við í Kópavogi að horfa fram á veginn og greiða leiðina fyrir framtíðar kynslóðum og leggja aukna áherslu á iðnlist- og verkgreinar. Davíð Snær Jónsson skipar 10. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Glæsilegir réttir á útskriftar­kvöldi framreiðslu- og matreiðslunema nemana með móttöku á Bessa­ stöðum fyrir skömmu. Í fram­ reiðslu kepptu þeir Sigurður Borgar og Axel Árni Herbertsson en þeir fengu gullverðlaunin og í matreiðslu kepptu þeir Hinrik Lárusson og Sveinbjörn Marvin Björnsson en þeir fengu silfurverðlaun. Norræna nemakeppnin í framreiðslu og matreiðslu hefur verið haldin árlega í 32 ár og er keppnin haldin til skiptis á Norðurlöndunum og á Íslandi á fimm ára fresti. Það er mikill heiður að vera valin til þátttöku í þessari keppni þar sem saman koma efnilegustu nemar allra Norðurlandanna og keppa sín á milli.

DALVEGI 22 | 201 KÓPAVOGI

WWW.TEITUR.IS | 515 2700

VERKSTÆÐI | VARAHLUTIR | SMURÞJÓNUSTA SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR

SMIÐJUVEGI 34 | 544 5151 | WWW.BILJOFUR.IS

Við móttöku forseta Íslands og forsetafrúar á Bessastöðum. Lengst t.v. er Baldur Sæmundsson.

Sveinspróf í framleiðslu og matreiðslu frá Hótel- og matvæla­ skólanum í Mennta­skólanum í Kópa­vogi fór fram í síðustu viku. Fjöldi matreiðslunema voru útskrifaðir en heldur færri í fram­ reiðslu. Matseðillinn var geysilega flottur og gómsætur og ekki síður var frammistaða framreiðslunemanna. Þeir gestir sem þarna mættu hafa örugglega farið bæði saddir og ánægðir eftir þessa kvöldstund í MK. Með þeirri frammistöðu sem gestir voru þarna vitni að þarf ekki að óttast að ferðaþjónustan gleðji

ekki bragðlauka þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands á komandi árum.

Norræna nema­keppnin

Nemar í fram­ reiðslu og mat­reiðslu unnu til gull- og silfur­ verðlauna í Norrænu nema­k eppninni í Kaup­mannahöfn á dögunum. Forseta­ hjón­in, Guðni Th. Jóhannes­s on og Eliza Reid heiðr­uðu

Þessi borðskreyting nefndist gullbrúðkaup.

STAPAR VERKTAKAR

ALLAR TEGUNDIR AF GLUGGUM OG HURÐUM 571 0888 | GLUGGAVINIR.IS


ÍSLENSKA / SIA.IS / MAL 85219 04/18

Viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður

kjörvari malning.is

- það segir sig sjálft -


TOYOTA

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 88255 04/18

SJÁLFHLAÐANDI HYBRID

Verð frá: C-HR – 3.940.000 kr. C-HR Hybrid – 4.390.000 kr. Orkuskiptin eru hafin! Gríptu tækifærið og kauptu Hybrid á góðum kjörum. Í fullkomnu flæði

Toyota C-HR er fínslípaður demantur sem sker sig úr hvar sem hann kemur. Kröftug vél, einstakir aksturseiginleikar ásamt háþróuðu farþegarými sjá til þess að þú líðir um strætin í fullkomnu flæði. Komdu, taktu í stýrið og finndu hvernig Toyota C-HR skapar algjörlega ný viðmið. · 2 ára þjónustupakki fylgir með öllum Toyota C-HR · Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is Vildarpunktar Icelandair með öllum nýjum Toyotum

3+2 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6

Toyota Akureyri Baldursnesi 1

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19

Toyota Selfossi Fossnesi 14

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 5 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.