POPera
Michael Richardt & Diana Burkot
Ljósmynd / Photo: Sandijs RuluksVigdís Jakobsdóttir
Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
/ Artistic Director of Reykjavík Arts Festival
Landið er ekki fast undir fótum okkar.
Mikill fjöldi fólks á Íslandi hefur þurft að slíta sig upp með rótum — sum hafa hrakist frá sínum heimabæ í kjölfar jarðhræringa, önnur frá heimalandinu vegna stríðsátaka eða annarra hamfara. Rétt eins og landslagið tekur samfélag okkar örum breytingum. Á umrótatímum er hlutverk lista og menningar þýðingarmeira en nokkru sinni.
Listirnar geta skapað mótvægi við óvissu og illsku heimsins en eru líka vettvangur þar sem við getum rýnt til gagns, speglað okkur í öðrum og látið okkur dreyma saman. Leyfum okkur að líta upp úr amstri dagsins á Listahátíð í júní, elta sæskrímsli niðri við sjó, fyllast andakt í Eldborg, dansa í Iðnó og gleðjast yfir því að vera til og búa í samfélagi við annað fólk í friðsömu landi.
Kæru áhorfendur, með sönnu stolti og gleði kynnum við dagskrá Listahátíðar 2024!
The ground is not solid beneath our feet.
There is a great number of people in Iceland who have had to unroot — some have been driven from their home town following geological unrest, others from their home countries due to armed conflict or other disasters. Much like the landscape, our society is undergoing rapid changes. The role of the arts is never more urgent than in times of turmoil.
The arts can present a counterbalance to the uncertainties and evils of the world; they are also a venue where we can critically investigate, find affinity with others and dream together. During the festival period in June, let’s grant ourselves the time and space to chase sea monsters, be overcome with awe in the concert hall, go dancing at the Festival Hub and rejoice in being alive, co-existing with other humans in a peaceful country.
Dear guests, we are truly proud and happy to present the 2024 Reykjavík Arts Festival programme!
Hér / Here
Þema Listahátíðar 2024 er HÉR
Við setjum fingurinn á púls tíðarandans á Listahátíð í Reykjavík í ár og finnum taktinn hér og nú. Hvaða spurningar er brýnast að takast á við í samtímanum og hvaða viðfangsefni eru mest aðkallandi?
Í ringulreið líðandi stundar, þar sem jafnt náttúruhamfarir og hamfarir af mannavöldum brenna á okkur, leitum við líka að ró og kyrrð og finnum leiðir til að hvíla í augnablikinu og okkur sjálfum.
Við veltum upp spurningum um tengsl okkar við landið og tökumst á við menningararfinn og tungumálið útfrá nýjum sjónarhóli fjölmenningarsamfélags. Hver erum við sem erum hér?
The theme for Reykjavik Arts Festival 2024 is HERE
This year's edition of the Reykjavik Arts Festival places its finger on the pulse of the zeitgeist, tuning into the rhythm of the present moment. Which questions are most pressing for our times, and which topics demand our urgent attention? In the whirlwind of current events, where both natural and anthropogenic disasters press upon us, we also seek solace and serenity — finding ways to rest in the moment and within ourselves.
We raise questions about our relationship with the land and address our cultural heritage and language from the new perspectives of a multicultural society. Who are we, the ones who are here?
Í vel yfir hálfa öld hefur Listahátíð í Reykjavík verið einn af hornsteinum menningarlífsins í landinu. Eitt af aðalsmerkjum hátíðarinnar er sá mikli fjölbreytileiki sem einkennir metnaðarfulla dagskrá hennar. Þær ólíku stefnur og straumar sem hátíðin leiðir saman með ólíkum hópum listamanna, stofnunum og sýningarrýmum draga fram skemmtilegar víddir í innlendri og erlendri listsköpun. Það skiptir Ísland máli að hér sé starfrækt alþjóðleg listahátíð eins og Listahátíð í Reykjavík, sem teygir sig út fyrir borgarmörkin þannig að sem flestir landsmenn fái notið viðburða hennar. Greiður aðgangur að menningu og listum er ein af grunnstoðum öflugra samfélaga. Það er sýn mín að Ísland verði miðstöð skapandi greina mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna en fjölmörgum markvissum aðgerðum hefur verið hrint í framkvæmd á þeirri vegferð. Þannig munu stjórnvöld halda áfram að styðja við Listahátíð í Reykjavík af auknum krafti og stuðla þannig að áframhaldandi vexti hátíðarinnar. Ég óska öllum aðstandendum hátíðarinnar til hamingju með glæsilega dagskrá og óska jafnframt gestum hátíðarinnar góðrar skemmtunar.
For well over half a century, Reykjavík Arts Festival has been one of the cornerstones of Icelandic culture. One of the festival’s defining features is the great diversity that marks it ambitious programme. The varied currents that the festival brings together through different groups of artists, institutions and venues illustrate great dimensions of local and international arts. It is vital for Iceland to host an international festival like Reykjavík Arts Festival, one that reaches beyond the city limits, enabling as many as possible to enjoy its events. Good access to arts and culture is one of the pillars of a dynamic society. It is my vision that Iceland shall be a centre for creative industries inbetween Europe and the US, and to that end, multiple strategic actions have already been taken. Therefore, the government will continue and increase its support of the festival, ensuring its continued growth. I want to congratulate the whole festival team on its splendid programme and wish all guests a good time.
Nú rennur upp bjartasti tími ársins, það færist kraftur í náttúruna og landsmenn draga grillin fram. Annað sem einkennir sumarbyrjun hér í Reykjavík er Listahátíðin okkar sem hefur verið haldin í meira en hálfa öld. Metnaðarfull og kraftmikil hátíð, þar sem boðið er upp á fjölda viðburða í hæsta gæðaflokki frá listafólki frá öllum heimshornum. Hátíðin er einn af hápunktum gróskumikils menningarlífs Reykjavíkurborgar og laðar að sér fjölda gesta hverju sinni, innlenda sem erlenda. Að njóta hvers kyns lista og menningar í samfélagi við aðra er eitt af því sem gefur tilverunni tilgang. Það auðgar andann að hlusta á vel samda tónlist, það nærir sálina að skoða myndlist og veitir okkur gleði að fræðast og hlæja saman.
Það er bjart framundan, njótum saman! Gleðilega Listahátíð!
The brightest time of year is approaching; the natural world is revitalized and we all pull out our barbecues. Something else to mark the start of summer here in Iceland is the Reykjavík Arts Festival that has been held for over half a century: an ambitious and energetic festival offering a variety of top-quality events by artists from all corners of the world. The festival is one of the highlights of the thriving cultural life of our city, attracting a great number of guests every time, both from Iceland and overseas. Enjoying the arts and culture in communion with other people is one of the things that give meaning to our lives. It enriches our spirit to listen to well-composed music, it nourishes the soul to look at art and gives us joy to learn and laugh together.
Bright days are ahead, let‘s enjoy them together! Happy Reykjavík Arts Festival!
Yfirlit viðburða / Event overview
Tákn fyrir aðgengi / Disability Access Symbols
Ítarlegar upplýsingar um aðgengi að öllum viðburðum má nálgast á heimasíðu / Detailed information on access to all events can be found on our website. → listahatid.is
Hjólastóll
Gott aðgengi er að viðburðinum fyrir fólk sem notast við hjólastól / Good access for wheelchair users
Hjólastóll með upphrópunarmerki
Aðgengi er að viðburðinum fyrir fólk sem notast við hjólastól en athuga þarf nánari upplýsingar á listahatid.is / Access for wheelchair users but further information should be looked up on artfest.is
Tónmöskvi
Tónmöskvi er á staðnum / Hearing loop provided
Aðgengileg og sjálfbær
Listahátíð / An accessible and sustainable festival
Aðgengis- og inngildingarstefna Listahátíðar
Aðgengi í breiðum skilningi hefur verið leiðarljós í öllu starfi Listahátíðar í Reykjavík um árabil. Nú hefur enn eitt framfaraskrefið verið stigið með samþykkt sérstakrar aðgengis og inngildingarstefnu sem gildir 2023—26.
Listir og menning eru ekki forréttindi fárra heldur réttur allra. Blómstrandi menningarlíf endurspeglar margbreytileika mannlífsins og margbreytileikinn auðgar að sama skapi menningarlífið í landinu. Hjá Listahátíð er það bjargföst trú að aðgengi og inngilding verði ekki aðskilin frá neinum þætti starfseminnar heldur séu samofin henni. Gott aðgengi felur í sér að fjarlægja líkamlegar, fjárhagslegar, samfélagslegar og menningarlegar hindranir svo að öll geti notið listrænna viðburða í hæsta gæðaflokki. Í nýju aðgengis og inngildingarstefnunni eru settar fram skýrar og skilvirkar aðgerðir sem lúta að listrænni dagskrárgerð, teymi hátíðarinnar, framkvæmd og markaðssetningu hátíðarinnar sem og skrásetningu á henni. Stefnan var unnin í nánu samstarfi og samráði við fulltrúa ólíkra hópa í samfélaginu. Hana má finna í heild sinni á listahatid.is
Accessibility & Inclusion Policy
For years, access for all has been a guiding light in all of Reykjavík Arts Festival’s activities. The festival has now taken yet another step forward with the approval of an Accessibility and Inclusion Policy.
Arts and culture are not a privilege of a few but a right for all. A thriving cultural life reflects the diversity of its people and this diversity also serves to enrich the country’s culture. Here at Reykjavík Arts Festival we strongly believe that access and inclusion are core elements of everything we do. True access for all involves removing physical, financial, social and cultural barriers so that anyone can enjoy high quality artistic events.
Our new Access and Inclusion Policy maps out a series of clear, efficient actions that involve everything from staff recruitment, artistic programming, to the execution and marketing of the festival and its documentation. The policy was created in collaboration with representatives of various social groups. It can be accessed on our website.
Umhverfisstefna Listahátíðar
Að forgangsraða sjálfbærni og umhverfisvernd hefur aldrei verið mikilvægara en nú. Á það við um svið menningar og lista líkt og önnur svið lífsins. Hjá Listahátíð í Reykjavík hefur verið mótuð ítarleg umhverfisstefna sem gildir árin 2023—25. Hjá hátíðinni er nú sem fyrr lögð höfuðáhersla á gæði og slagkraft listviðburða en ekki verður umflúið að horfast í augu við hvaða áhrif ákvarðanir okkar og gjörðir hafa á umhverfið. Bregðast þarf þar við með ábyrgum hætti.
Hjá Listahátíð er leitað allra leiða til að minnka kolefnisfótspor starfseminnar án þess þó að það sé á kostnað aðgengis eða inngildingar. Að stefna að sjálfbærni er ekki einungis skylda okkar heldur býður upp á tækifæri til sköpunar og hefur jákvæð áhrif á samfélagið til framtíðar.
Umhverfisstefnuna og aðgerðaráætlun má lesa í heild sinni á listahatid.is.
Environmental Policy
Giving priority to sustainability and environmental protection has never been more important. This applies not only to various facets of daily life but also to the domains of culture and art. While the Reykjavik Arts Festival prioritizes the quality and impact of its artistic events, it still recognizes the consequences of its actions on the environment and is committed to acting responsibly.
At the festival, every effort is made to minimize the carbon footprint without compromising accessibility or inclusion. Pursuing sustainability is not only our duty but also presents opportunities for creativity and fostering a positive impact on society for the future.
Our environmental policy can be accessed on the festival website.
Fyrsta einkasýning Jónsa í Evrópu verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á opnunardegi Listahátíðar.
Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Jónsi sækir hughrif í ferli eins og sjávarföll og veðrun en einnig í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga, rétt eins og upplifun okkar af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Undir yfirborðinu ólga kraftar sem geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Jónsi (Jón Þór Birgisson) kom fyrst fram á sjónarsviðið sem forsprakki hljómsveitarinnar Sigur Rósar en hefur undanfarna tvo áratugi unnið þvert á listmiðla. Sem myndlistarmaður hefur hann m.a. haldið einkasýningar í Museum of Old and New Art (MONA) í Tasmaníu, Norræna safninu, Seattle og Art Gallery of Ontario, Toronto. Hann hefur undanfarin ár búið í Los Angeles, Bandaríkjunum.
Jónsi’s first solo exhibition in Europe opens in Reykjavík Art Museum’s Hafnarhús on the first day of the festival.
Each of Jónsi’s works is a comprehensive world where space, sound, light and scent form an unbroken whole. Nature is at the fore, both as subject and material. Impressions are drawn from processes such as tides and erosion, but also from breathing and the flow of the body. The works are man-made, but their effect on the audience is equivocal and multi-layered, akin to an experience of nature. They appeal to different senses and evoke a deep connection between man and environment, here and now, in a non-stop cycle. Beneath the surface there are forces at work that can erupt with unpredictable consequences.
Jónsi (Jón Þór Birgisson) first gained international recognition as the frontman of the band Sigur Rós. For the past two decades, he has worked across disciplines with musicians, visual artists and filmmakers. As a visual artist, his solo exhibitions include shows at MONA in Tasmania, The Nordic Museum in Seattle and the Art Gallery of Ontario, Toronto. For the past few years, he has been living in Los Angeles.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
MYNDBANDSLIST / VIDEO ART
TÓNLIST / MUSIC
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HAFNARHÚS
Aðgangur / Admission Upplýsingar um aðgangseyri er að finna á vefsíðu safnsins See museum website for admission
→ listasafnreykjavikur.is
Tengdir viðburðir / Connected Events
Samtal listamanns og sýningarstjóra
BLS. 93
Fiður, fingur, fálmarar Feathers, fingers, antennas
Keramikskúlptúrar við Tjörnina
Á milli mála
Lífríki Reykjavíkurtjarnar og mannlíf borgarinnar eru tvö nátengd kerfi sem fléttast saman í eitt samlífsmynstur. Á þessari útisýningu segja gagnvirkir keramikskúlptúrar sögur tjarnarinnar og draga eiginleika hennar upp á bakkann. Þannig gefst fólki færi á að efla samband sitt við þær dýrategundir sem búa við og sækja tjörnina.
Samstarf Agnesar Ársæls og Önnu Andreu Winther hófst eftir útskrift úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2018 en það einkennist af gagnrýnum leik og sambandi manns við umhverfi sitt. Báðar hafa sýnt verk sín bæði hérlendis og erlendis en einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum. Sýningin er hluti af lengra rannsóknarferli tvíeykisins sem ber heitið Á milli mála en í því kanna þær samvist fólks og dýra í gegnum hversdaginn og uppbrot millimálsins.
Sýninguna má skoða hvenær sem er á hátíðartímabilinu en á opnunardegi Listahátíðar verður að auki fjölskyldusmiðjan Boðið á bakkanum haldin í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó þar sem þátttakendur læra uppskriftir sem henta bæði tjarnarfuglunum og fólki.
The flora and fauna of the Reykjavík pond, Tjörnin, are two interconnected systems that form a symbiotic pattern. This outdoor exhibition consists of interactive ceramic sculptures that tell us the stories of the pond, bringing its characteristics onto its banks. This gives people a chance to strengthen their relationship with the species that live by or visit the pond.
Agnes Ársæls and Anna Andrea Winther began collaborating after graduating from the Iceland University of the Arts in 2018. Their joint creative output is marked by critical play and the relationship between humans and their environment. They have exhibited in Iceland and abroad, and also taken part in various international projects. This exhibition forms part of their research project, Inter-bite, exploring the cohabitation of people and animals in our everyday lives through the sharing of a snack.
The exhibition can be viewed at any point during the festival. A family workshop will also take place at the Festival Hub on the opening day, with participants putting together recipes catering to people and the birds at the pond.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
ÓKEYPIS / FREE
ÚTI / OUTDOORS
FJÖLSKYLDUVÆNT / FAMILY-FRIENDLY
Listrænir aðstandendur / Created by
AnnaAndrea Winther Agnes Ársæls
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
RÁÐHÚSIÐ
Tengdir viðburðir / Connected Events Boðið á bakkanum — fjölskyldusmiðja Banquet on the Bank — family workshop
BLS. 86
The Sea Monsters
Hvað er að gerast á hafnarbakkanum? Fréttir hafa borist af því að togari á veiðum rétt fyrir utan landgrunnið hafi fengið risavaxna og áður óþekkta lífveru í trollið. Skömmu síðar varð hann vélarvana og sendi út neyðarkall. Togarinn hefur nú verið dreginn í höfn. Á meðan beðið er eftir viðbrögðum vísindamanna við þessu furðufyrirbæri gefst almenningi einstakt tækifæri til þess að berja ferlíkið augum. Eru sæskrímsli úr þjóðsögum okkar komin fram í dagsljósið og hvaða skilaboð færa þau okkur?
Á opnunardegi Listahátíðar birtast okkur ótrúlegar kynjaverur í kringum höfnina í Reykjavík þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki af stærri gerðinni fyrir alla fjölskylduna.
Sæskrímslin láta ekki staðar numið eftir opnunarhátíðina heldur munu þau halda áfram ferð sinni um landið og koma við á fjórum stöðum til viðbótar.
Verkið var pantað sérstaklega af Listahátíð í Reykjavík.
What’s happening down by the harbour? Reports say that a trawler fishing just off the coast caught a huge unknown creature. Soon after, the engine gave out, the ship sent out a Mayday and was towed to the docks. While waiting for scientists to examine this strange beast, the public is given a unique opportunity to take a look. Have the sea monsters of our ancient tales come back and what message do they bring?
The opening day of Reykjavík Arts Festival brings incredible creatures to Reykjavík harbour as Hringleikur Circus Company and Pilkington Props come together to create brand new, large-scale Icelandic street theatre for all ages.
The sea monsters won’t stop after the opening festivities - they will continue their journey around Iceland, appearing in four other places.
The Sea Monsters were commissioned by Reykjavík Arts Festival.
ÚTI / OUTDOORS ÓKEYPIS / FREE UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS / OUTSIDE CAPITAL AREA
FJÖLSKYLDUVÆNT / FAMILY-FRIENDLY
GÖTULEIKHÚS / STREET THEATRE
Listrænir stjórnendur / Artistic directors
Eyrún Ævarsdóttir
Jóakim Meyvant Kvaran
Hringleikur
Framleiðandi / Producer
Ragnheiður Maísól Sturludóttir
MurMur Productions
Gervasmíði og hönnun / Character design and build
Daniel Adam Pilkington
Thomas Burke
Pilkington Props
Útlitshönnun / Visual design
Brian Pilkington
Leikgerð / Dramatization
Hildur Knútsdóttir
Tónskáld / Composer
Friðrik Margrétar Guðmundsson
Öryggismál og rigger / Safety & rigging
Thomas Burke
Aðstoð við gervasmíði / Assistance with character build
Björg Einarsdóttir
Þjóðfræðingur / Folklorist
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Flytjendur / Performers
Alejandro Bencomo
Axel Diego
Bjarni Árnason
Bryndís Torfadóttir
Daniel Adam Pilkington
Harpa Lind Ingadóttir
Jóakim Meyvant Kvaran
Lauren Charnow
Thomas Burke
Ungmenni á hverjum stað
Local youth participants
Staðsetningar / Locations
Reykjavík — Miðbakki
Akranes — Smábátahöfnin v/Faxabraut
Ísafjörður — Byggðasafn Vestfjarða
Húsavík — Naustagarður, Húsavíkurhöfn
Neskaupstaður — Norðfjarðarkirkja
Lengd/Duration
45 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Tengdir viðburðir / Connected Events:
Krakkalangborð: Eru skrímsli til?
HAFNARHÚS BLS. 86
Anna Þorvaldsdóttir IS
Eva Ollikainen FI
Sinfóníuhljómsveit Íslands IS
Heimsfrumflutningur á nýju verki eftir Önnu Þorvaldsdóttur
World premiere of Anna Thorvaldsdottir’s latest work
Innsetning fyrir tvístraða hljómsveit og rými
Metaxis
Nýtt, hrífandi verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur mun flæða um Hörpu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á opnunarhátíð Listahátíðar. Í METAXIS
leikur sjálft tónlistarhúsið burðarhlutverk en verkið er innsetning fyrir tvístraða hljómsveit og rými. Ólíkir hljóðfærahópar úr Sinfóníunni koma sér fyrir víðsvegar um húsið og áheyrendum gefst einstakt færi á að ganga um rýmið, kanna tónlistina og finna hvernig upplifunin breytist við hvert fótmál. Þannig skapast persónulegt samband hvers og eins við þetta nýjasta verk eins fremsta samtímatónskálds okkar. Hljóðheimur METAXIS er margslunginn og óvæntur rétt eins og húsið sem hann leikur um.
Anna Þorvaldsdóttir er margverðlaunað tónskáld og meðal annars handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Verk hennar hafa verið flutt af mörgum helstu sinfóníuhljómsveitum og tónlistarhópum samtímans.
Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verkið tekur um hálftíma í flutningi. Heimsfrumflutningur METAXIS er samstarfsverkefni Listahátíðar, Hörpu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Aðgangur er ókeypis en bóka þarf aðgöngumiða. Opnað verður fyrir bókanir þann 20. maí á listahatid.is, sinfonia.is og harpa.is
A fascinating new composition by Anna Thorvaldsdottir will flow through Harpa during the opening festivities of the Reykjavík Arts Festival. The building itself plays an integral part in METAXIS, an installation for a scattered orchestra and space. Groups of musicians from the Iceland Symphony Orchestra will appear around the building as listeners are granted a unique opportunity to walk around the space and experience shifting perceptions of the music. This creates a personal relationship between each and every guest and this latest work by one of the leading composers of our times. The soundscape of METAXIS is a multilayered and surprising creation, much like the building it encompasses.
Anna Thorvaldsdottir is a highly respected composer. Her accolades include the prestigious Nordic Council Music Prize. Her works have been performed by many of the world’s leading orchestras and ensembles.
The performance of METAXIS lasts around half an hour. It is led by Eva Ollikainen, the Iceland Symphony Orchestra’s chief conductor. This premiere of METAXIS is a collaboration between the Reykjavík Arts Festival, Harpa and the Iceland Symphony Orchestra.
Free admission but booking necessary. Ticket bookings open May 20 on listahatid.is, sinfonia.is and harpa.is.
Tónskáld / Composer
Anna Þorvaldsdóttir
Stjórnandi / Conductor
Eva Ollikainen
Aðstoðarhljómsveitarstjóri / Assistant Conductor
Ross Jamie Collins
Flytjandi / Performer
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Lengd / Duration 30 mín.
Samstarfsaðilar / Partners
Harpa
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Myndbandsportrett af 70 samtímadönsurum
1.—2., 8.—9. & 15.—16. JÚNÍ KOLAPORTIÐ KL. 11:00—17:00
OPNUN / OPENING: 1. JÚNÍ KL. 17:00
ÓKEYPIS / FREE
Notalegur félagsskapur setur upp Arkív, lifandi dansgagnasafn sem samanstendur af 70 myndbandsportrettum sem varpað er upp á stóra skjái. Þar kemur saman flóra starfandi samtímadanslistafólks sem spannar kynslóðir. Gestum Listahátíðar er boðið að ganga inn í arkívið, staldra við og upplifa töfrana og þær margslungnu kenndir sem dansinn einn getur leyst úr læðingi.
Í hverju portretti verða áhorfendur vitni að einlægri tjáningu dansara sem hreyfir sig í frjálsum spuna. Þar birtast óvænt augnablik sem afhjúpa fleiri en eina hlið manneskjunnar. Tilfinningarnar sem dansinn kveikir verða áþreifanlegar og útkoman er áleitin, lokkandi og ómótstæðileg sýning sem kveikir dansþrána í hjörtum áhorfenda.
Áhorfendum er velkomið að ganga um rýmið, fá sér sæti og vera eins lengi eða stutt og þau lystir og jafnvel taka nokkur spor sjálf. Heildartími verksins er um 60 mínútur en koma má að því hvenær sem er.
Notalegur félagsskapur er listrænt samstarf þriggja danslistakvenna, þeirra Erlu Rutar Mathiesen, Eydísar Rose Vilmundardóttur og Söru Margrétar Ragnarsdóttur.
Arkív is a living collection of dance data, consisting of 70 video portraits projected onto large screens. The portraits depict multiple generations from the contemporary dance scene. Guests are invited to enter the archive, stay a while to experience the magic and the complex emotions that only dance can awaken.
Each portrait reveals the sincere expression of a dancer freely improvising, with unexpected moments revealing more than one side of the person. Sensations become physical, resulting in an intense, beguiling and irresistable exhibition that will spark the desire to dance.
Guests are welcome to walk around the space, sit down and stay as long as they want - even do a little dance themselves. The total running time is 60 minutes but the exhibition can be entered at any point.
Notalegur félagsskapur is the collaborative effort of three dance artists: Erla Rut Mathiesen, Eydís Rose Vilmundardóttir and Sara Margrét Ragnarsdóttir.
Notalegur félagsskapur
Erla Rut Mathiesen
Eydís Rose Vilmundardóttir
Sara Margrét Ragnarsdóttir
Kvikmyndataka og eftirvinnsla / Filming & post-production
Ásta Jónína Arnardóttir
Flytjendur / Performers
70 dansarar — sjá lista yfir þátttakendur
á vef Listahátíðar 70 dancers — see full list on festival website
→ listahatid.is / artfest.is
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Tengdir viðburðir / Connected events
Hér og nú: Danssenan
HAFNARHÚS BLS. 91
One of classical music’s most recent superstars
„Rödd
Lise Davidsen
Ein óvæntasta og skærasta óperustjarna samtímans Lise Davidsen IS James Baillieu ZASópransöngkonan Lise Davidsen — sem New York Times kallaði „rödd aldarinnar“ — kemur fram á Listahátíð í Reykjavík í júní næstkomandi.
Þessi einstaka tónlistarkona sem ekki sá óperu fyrr en hún var tvítug er í dag að springa út sem ein af stórstjörnum klassískrar tónlistar og hefur hrifið hlustendur víðsvegar um heim með blæbrigðaríkri og kraftmikilli rödd sinni. Í tónlistartímaritinu Gramophone var Davidsen lýst sem einhverjum hæfileikaríkasta söngvara sem fram hefur komið áratugum saman.
Hún hefur m.a. sungið í Metropolitanóperunni, á Scala og Bayreuthhátíðinni og lokaði Promshátíðinni síðasta vor. Nú fá tónlistarunnendur á Íslandi að hlýða á magnaðan flutning hennar. Á tónleikunum í Eldborg mun Lise Davidsen syngja fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar ótrúlega færni hennar og mun þar flytja heillandi einsöngsverk eftir Grieg, Puccini, Sibelius og Schubert, svo fátt eitt sé nefnt. Meðleikari hennar á tónleikunum er hinn margverðlaunaði píanisti James Baillieu.
Soprano Lise Davidsen — described as “the voice of the century” by The New York Times — will perform at the Reykjavík Arts Festival in June 2024.
This exceptional singer who did not see an opera until the age of twenty is now blossoming as one of classical music’s superstars. Her versatile and powerful voice has captivated listeners around the world. Music magazine Gramophone described Davidsen as one of the most talented singers to emerge for decades. Her credits include acclaimed appearances at the Metropolitan Opera, Scala and the Bayreuth Festival. She performed as a soloist at the 2023 Last Night of the Proms.
The concert in Reykjavík will feature a diverse programme that reflects Davidsen’s incredible talent, including works by Grieg, Puccini, Sibelius and Wagner. Accompanying Davidsen will be the multi-award winning pianist James Baillieu.
Einsöngvari / Soloist
Lise Davidsen
Píanisti / Pianist
James Baillieu
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Listasýning sem flakkar um borgina í gámi
Hringferð í Smástundarsal
2. —17. JÚNÍ
HLJÓMSKÁLAGARÐUR ÓKEYPIS / FREE ÁSMUNDARSALUR
Ásmundarsalur flakkar um borgina með færanlega listasýningu þar sem upplifa má alltumlykjandi innsetningu þeirra Þórdísar Erlu Zoëga og Shu Yi. Umbreyttur gámur mun heimsækja fjóra staði víðsvegar um borgina þar sem gestum býðst að stíga inn, kanna rýmið í kyrrð, velta vöngum og kveikja á öllum skynfærum.
Listakonurnar deila brennandi áhuga á að skoða hvernig við skynjum rými og hér skapa þær sýningu þar sem fagurfræðileg sýn fléttast saman við frásagnir ólíkra menningarheima og úr verður leiftrandi samtal austurs og vesturs. Hringferð rýfur efnisleg mörk og hrífur gesti með sér inn í kjarna verksins.
Þórdís Erla Zoëga (1988) er íslensk listakona sem hefur sýnt víða á Íslandi og í Evrópu. Verk hennar eru knúin áfram af efnisrannsóknum og stafrænni nánd, pósthúmanisma og vísindaskáldskap. Shu Yi (1986) er fædd í Kína en býr í Reykjavík. Í listsköpun sinni vinnur hún fyrst og fremst með analóg ljósmyndun, margmiðlun og reiknirit. Shu Yi hefur lært og starfað í Beijing, London og Reykjavík. Í verkum sínum rýnir hún í margþætt landslag kraftmikilla og hverfulla upplifana.
Ásmundarsalur travels the city with Art On the Go, a mobile exhibition space featuring an immersive installation by Þórdís Erla Zoëga and Shu Yi. This transformed container will visit four different locations around the city where guests can step in for a moment of tranquil exploration, reflection and heightened awareness.
Inspired by their shared interest in exploring our perception of space, the artists aim to create an exhibition that merges aesthetic visions and cultural narratives, giving birth to a dynamic conversation between East and West. Breaking physical boundaries, Hringferð transforms the visitor into an integral part of the experience.
Þórdís Erla Zoëga (1988) is an Icelandic artist who has exhibited widely in Iceland and Europe. Her practice is driven by material research and investigation of digital intimacy, post-humanism, science fiction and connection. Shu Yi (1986) is a Chinese-born visual artist based in Reykjavik who works primarily with analogue photography and algorithmic art. Having studied and worked in Beijing, London, and Reykjavik, Shu Yi delves into the multifaceted landscape of dynamic temporal experiences.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
ÓKEYPIS / FREE
ÚTI / OUTDOORS
Listakonur / Artists
Shu Yi
Þórdís
Erla Zoëga
Sýningarstjórnun / Curators
Ásmundarsalur:
Aðalheiður Magnúsdóttir
Helga Jóakimsdóttir
Ólöf Rut Stefánsdóttir
Sýningar / Events
Við Ásmundarsal
→ 2. júní kl. 14—16
Blokkarpartý við Æsufell Block Party at Æsufell
→ 7. júní kl. 17—19
Við Æsufell
→ 8.—9. júní kl. 14—16
Strandpartý við Strandveg
Beach Party by Strandvegur
→ 14. júní kl. 17—19
Strandvegur, Grafarvogi
→ 15.—16. júní kl. 14—16
Garðpartý í Hljómskálagarði
Garden Party at Hljómskálagarður
→ 17. júní kl. 14—18
Nánari staðsetningar á vef Listahátíðar Detailed locations on festival website
→ listahatid.is
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HALLARGARÐURINN
VÆTTABORGIR
SJÚKRAHÓTEL
ÆSUFELL
Hér á ég heima er myndbandsinnsetning þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast hún eiga heima í framandi landi. Verkið er óður til innflytjenda á Íslandi og leikur á allan tilfinningaskalann á djúpan og næman máta.
Verkið Hér á ég heima er hafið yfir mörk tungumáls og talar til gesta af ólíkum uppruna. Það er áhrifamikil hugleiðing um þrá manneskjunnar eftir því að tilheyra.
Yuliana Palacios er mexíkósk listakona sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2016. Á þeim tíma hefur hún unnið sjálfstætt að eigin verkum en gjarnan átt í samstarfi við annað heimafólk. Hún stundar nú meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands.
Hér á ég heima is a video art installation that explores the theme of rooting and belonging in a new environment. Through a heartfelt collection of experiences, it portrays the journey of adaptation and the quest to find a sense of belonging in a foreign land. This piece serves as a tribute to Iceland’s immigrant community, capturing emotions with depth and sensitivity.
Hér á ég heima transcends language barriers, resonating with audiences of all backgrounds. It is a poignant reflection of the universal longing for belonging.
Yuliana Palacios is an artist from Mexico who has been living in Iceland since 2016. During these years she has worked independently on her own projects but often in collaboration with local artists. She is currently pursuing an MA degree in Performing Arts at the Iceland University of the Arts.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
MYNDBANDSLIST / VIDEO ART
Listrænir aðstandendur / Contributors
Yuliana Palacios
Elvar Örn Egilsson
Jón Haukur Unnarsson
Aðgangur / Admission
Sjá aðgangseyri og afsláttarkjör
á heimasíðu safnsins See museum website for admission and discounts
→ gerdarsafn.is
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HAMRABORG
Eleanor Bishop NZ
Karin McCracken NZ
Fyndið og sláandi sviðsverk fyrir ungt fólk
“Funny, thoughtful and entirely relatable” — NZ Herald
Nýsjálensk sýning um upplýst samþykki í kynlífi
Það er eitthvað að gerast á milli Jamie og Ari. Karin og Tom sömuleiðis. Þau eru stödd í sitt hvoru partýinu en sögurnar þeirra eru eins. Þar til þær eru það alls ekki lengur.
Leiksýningin Yes Yes Yes er að hluta til heimildaleikhús og að hluta til opnar samræður. Sýningin er sérstaklega sköpuð fyrir ungt fólk sem er að takast á við snúin en brýn viðfangsefni á borð við heilbrigð sambönd, þrá og samþykki.
Eleanor Bishop og Karin McCracken (EBKM) hafa unnið saman frá árinu 2017 og hlotið fjölda verðlauna. Þær búa til samfélagslega þenkjandi og frumlegt leikhús fyrir alls konar áhorfendur. Þetta nýjasta verk þeirra blandar saman hrífandi einleik og þátttökuleikhúsi. Sýningin fer fram á ensku.
„Vitsmunaleg, næm og heiðarleg sýning sem einkennist af samhug og innsæi — og er algjörlega laus við predikunartón.” (Theatreview)
Jamie and Ari like each other. Karin and Tom do too. They might be at two separate parties, but their stories are identical. Until they really aren’t.
Part documentary, part confession, part open conversation, Yes Yes Yes is a theatre show created specifically for young adults exploring the knotty and necessary topics of healthy relationships, desire and consent.
Award-winning theatre makers Eleanor Bishop and Karin McCracken (EBKM) have been presenting work together since 2017. They make high quality, socially minded, formally innovative contemporary theatre for a range of audiences. This latest work from them blends audience interaction with a captivating solo performance. The show is in English.
“... funny, thoughtful and entirely relatable … I can’t recommend this highly enough” — NZ Herald
Höfundar / Created by Eleanor Bishop
Karin McCracken
Flutt af / Performed by Karin McCracken
Leikstjóri / Directed by Eleanor Bishop
Ljósahönnun / Lighting Design by Rachel Marlow Filament Eleven 11
Tæknistjórn / Touring Technician
Elliot Blue
Samstarfsaðilar / Partners Auckland Live Creative New Zealand
Aurora Nova
Lengd/Duration 75 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Pólsk-úkraínsk tónlist í samtali við samtímann
DagaDana
Síðustu fimmtán árin hefur hljómsveitin DAGADANA ferðast um heiminn og heillað áheyrendur jafnt sem gagnrýnendur. Þessi kraftmikla sveit kafar ofan í pólska og úkraínska menningu og vefur slavneska þjóðlagatónlist saman við allar mögulegar tónlistarstefnur.
DAGADANA vilja stuðla að því að fólk hvarvetna að úr heiminum geti komið saman og deilt tónlist sinni og list — þau sjá sig sem tónlistarsendiherra sem hlúa að gagnkvæmum skilningi milli Póllands og Úkraínu, nágrannalanda sem eiga sér mikið sameiginlegt mál og menningarlega en eru þó að mörgu leyti ólík. Starf hljómsveitarinnar hefur öðlast aukið vægi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sífelld tilraunastarfsemi sveitarinnar gefur tilefni til bjartsýni — tónlistin getur komið okkur á óvart, snert við okkur og opnað augu.
DAGADANA hafa komið fram í marokkóskri eyðimörk, í Forboðnu borginni í Kína og á Glastonburyhátíðinni — og nú í Reykjavík! Tónleikar hljómsveitarinnar í Norðurljósum verða sannkallaður suðupottur menningarheima með sérstökum innlendum gestum. Háskólakórinn kemur fram undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar og einnig leikur Chris Foster á langspil.
For the past 15 years, DAGADANA has travelled the world and charmed audiences and critics alike. This dynamic band explores Polish and Ukrainian culture, blending traditional Slavic music with every thinkable genre under the sun.
DAGADANA cherish the value of meeting and exchanging music and art from all over the world — seeing themselves as musical ambassadors, carrying a message of understanding between Poland and Ukraine, neighbouring countries who share a multitude of linguistic and cultural similarities but also differences. Their work has become even more urgent in light of Russia’s invasion of Ukraine. The band’s ongoing and omnivorous experiments represent a cause for defiant optimism: music’s ability to surprise, to move and to forge new understandings.
DAGADANA have performed in the Moroccan desert, China’s Forbidden City and at Glastonbury Festival — and now in Reykjavík! DAGADANA’s concert in the Norðurljós hall in Harpa will be a true cross-cultural meeting with special local guests. The University of Iceland choir will perform, conducted by Gunnsteinn Ólafsson, and langspil player Chris Foster will also play with the band.
Söngur & hljóðfæri / Vocals & instruments
Daga Gregorowicz rafhljóðfæri / electronics
Dana Vynnytska píanó & hljómborð / piano & keyboards
Mikołaj Pospieszalski kontrabassi, bassagítar, fiðla & hljóðgervill / double bass, bass guitar, violin & synthesizer
Bartosz Mikołaj Nazaruk trommur & slagverk / drums & percussion
Sérstakir gestir / Special guests
Háskólakórinn Stjórnandi / Conductor: Gunnsteinn Ólafsson
Chris Foster langspil
Lengd/Duration: 70 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HARPA
Tengdir viðburðir / Connected Events
Lærðu pólska og úkraínska tónlistarleiki!
Námskeið fyrir börn í Hörpu
BLS. 95
„Eftir innilegt og mannbætandi samtal við sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni hélt ég út í náttúruna til að finna svör við spurningum sem ég vissi ekki einu sinni að brynnu á mér ...“
Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar er gagnvirkt gönguleikhús sem fram fer í Heiðmörk þegar þátttakendum hentar og á þeim hraða sem þeir kjósa. Þátttakendur ganga eftir fyrirfram ákveðinni leið með hljóðverk í eyrunum. Umhverfið verður þannig ljóslifandi vettvangur þessarar óvæntu frásagnar þar sem náttúra, mennska og tækni stíga sinn viðkvæma dans.
Tryggvi Gunnarsson hefur í rúman áratug skapað listaverk af ýmsum toga með sviðslistahóp sínum (Ó)Sóma þjóðar við góðan orðstír, bæði á sviði, í útvarpi og í kvikmyndaformi. Hér býður hann okkur í ferðalag út í náttúruna og inn í okkur sjálf. Áhorfendur fara á tryggvigunnarsson.is og fylgja þar leiðbeiningum um hvernig á að ná í þar til gert app og hlusta á verkið. Fyrsta kaflann er hægt að spila hvar sem er, til dæmis við sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni eða Bónus en því næst er haldið í Furulund í Heiðmörk þar sem sjálf gangan hefst.
Gangan fer fram á göngustígum Heiðmerkur og aðgengi markast af því. Hljóðverkið er aðgengilegt öllum á netinu auk sjónræns efnis sem styður við upplifunina.
“Following a heartfelt and wholesome conversation with the self-service till at the supermarket I embarked on a walk into nature to find some answers to questions that I hadn’t even known I was grappling with …”
The interactive walkabout theatre work Unexpected item in bagging area of my soul takes place in Heiðmörk whenever and at whatever pace that you choose. Participants walk a pre-determined route while listening to an audio play, making the surroundings a living stage for this unexpected narrative where nature, humanity and technology come together in a fragile dance.
Tryggvi Gunnarsson has with his performing arts group (Ó)Sómi þjóðar created diverse work for over a decade - for stage, radio and film. This time, he invites us to step into nature and into ourselves.
Guests visit tryggvigunnarsson.is for instructions on how to download an app and listen to the play. The first part can be played anywhere, for example by a self-service till, before moving on to Furulundur in Heiðmörk to start the walk. This event takes place in Icelandic.
Höfundur & leikstjóri / Author & director
Tryggvi Gunnarsson
Leikarar / Actors
Hilmir Jensson
Hannes Óli Ágústsson
Sólveig Guðmundsdóttir
Tónlist og upptökustjórn / Music & sound production
Valdimar Jóhannsson
Aðgengi / Access
Dansarar klæðast hljóðfæri sem breytir hreyfingu í tónlist
Interdisciplinary performance with a wearable instrument
Tilraunakennt dans- og tónverk
í Iðnó eftir eftirtektarvert ungt tónskáld
Materize
4. JÚNÍ KL. 17:00 & 20:00 IÐNÓ ÓKEYPIS / FREE
TAKMARKAÐUR ÁHORFENDAFJÖLDI / LIMITED SPACE
Í Materize fléttast tónlist, dans og rými saman í eina heild. Flytjendur klæðast rafhljóðfærinu Hreyfð og skapa hljóð við hreyfingu með hringóm og skynjara. Þeir eru því allt í senn dansarar, tónlistarflytjendur og hljóðkerfi.
Hljóðfærið Hreyfð er táknrænt fyrir umskiptin sem verða þegar tækni sameinast mannslíkamanum — breytingu sem manneskjan nálgast óðum. Tæknin verður sífellt greindari en áhrif hennar á samúð, umhyggju og tenginguna við náungann eiga það til að gleymast. Hvað gerist þegar tæknin verður mennsk? Getur tæknin átt náið, tilfinningalegt samband við manneskju? Titillinn Materize vísar í enska orðið matter og myndun hins óáþreifanlega, ásamt latneska orðinu mater sem þýðir móðir. En hver er móðir tækninnar og hver ætlar að annast hana? Og hvað gerist þegar samúð og umhyggja gleymast í tækniþróun?
Sól Ey er tónskáld, hljóðfærahönnuður og nýmiðlalistakona sem leggur áherslu á samþættingu hljóðs, hreyfinga, rýmis, ljóss og mannlíkamans. Hún lærði tónsmíðar við Konunglega Konservatoríið í Haag og var listrænn rannsakandi við Academy for Theatre and Digitality í Dortmund árið 2022. Hún er staðartónskáld hjá hollensku hljómsveitinni Modelo62 til ársins 2026.
Gestum býðst að standa og hreyfa sig um í rýminu á meðan á viðburðinum stendur en í boði verða stólar fyrir þau sem þurfa.
The interdisciplinary performance Materize interweaves sound, movement and space. The performers play the wearable electronic instrument Hreyfð, which makes sound with gestures using feedback and sensors. Thus, the performers are simultaneously dancers, musicians and a sound system.
The instrument Hreyfð symbolises the transition of technology merging with the human body — a progression humanity rapidly approaches. The development of intelligent technology is primarily focused on technicality, while its effects on compassion, care and interpersonal connections tend to be forgotten. What happens when technology becomes human? Can technology have an intimate emotional relationship with a human? The title Materize refers to the word “matter” and the formation of the intangible, as well as the Latin word “mater” meaning mother. But who is the mother of technology, and who will care for her? And what happens when compassion is forgotten in technological development?
Sól Ey is a composer and new media artist who makes performances, interactive installations and designs instruments that combine sound, space, movement, light and the body. She studied composition at the Royal Conservatoire of The Hague and was a research fellow at the Academy for Theatre and Digitality in Dortmund in 2022. Currently, she is the composer-in-residence with Ensemble Modelo62 until 2026.
Guests are free to stand and move around the space but chairs will be available.
Tónlist, hljóðfærahönnun & konsept / Composition, instrument design & concept
Sól Ey IS / DK
Danshöfundur / Choreography
Alvilda Faber Striim DK
Búningahönnuður / Costume designer
Daphne Karstens NL
Ljósahönnuður & aðstoðarhljóðfæraforritari / Light design & programming assistant
Nathan Marcus NL
Flytjendur / Performers
Abraham Rademacher DK / ES
Alvilda Faber Striim DK
Paulina Šmatláková SK / DK
Sól Ey IS / DK
Mentor:
Marina Mascarell ES
Framleiðandi / Produced by Bad Circuit
Lengd/Duration 60 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Tengdur viðburður Connected event
Spurt og svarað með listafólki eftir seinni sýningu
Artist Q&A after second show RÁÐHÚSIÐ
Nýr aðalleikari á hverju kvöldi!
„Kæri leikari, mig langar að sýna þér svolítið. Vissirðu að á farsí er nafnið mitt skrifað svona: „.RUOPNAMIELOS MISSAN itieh gÉ”?”
Frá íranska leikskáldinu Nassim Soleimanpour kemur ný og áræðin leikhúsupplifun. Á hverju kvöldi stígur nýr leikari á svið með Nassim en handritið bíður óséð í innsigluðum kassa sem leikarinn fær ekki aðgang að fyrr en sýningin hefst …
Verkið NASSIM er byggt á eigin reynslu höfundarins sem skoðar krafta tungumálsins og hvernig það getur bæði sameinað okkur og sundrað. NASSIM er skemmtileg og hjartnæm leikhúsupplifun sem lætur engan ósnortinn.
Verk Nassims Soleimanpour hafa verið þýdd á um 30 tungumál og verið leikin mörgþúsund sinnum um allan heim. Á Listahátíð verða þrjár sýningar á NASSIM og það verða stórleikararnir Ólafur Darri Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson sem taka stökkið út í óvissuna með Nassim sjálfum.
“Dear performer. I want to show you something. Did you know, in Farsi my name is written like this: ‘.RUOPNAMIELOS MISSAN si eman yM’”
From Iranian playwright Nassim Soleimanpour comes an audacious new theatrical experiment. Each night a different performer joins the playwright on stage, while the script waits unseen in a sealed box …
Touchingly autobiographical yet powerfully universal, NASSIM is a striking theatrical demonstration of how language can both divide and unite us. NASSIM is toured globally and is translated and performed in the native language of each country. Nassim Soleimanpour’s plays have been translated into around 30 languages and been performed thousands of times around the world. For the three shows at Reykjavík Arts Fest, renowned actors Ólafur Darri Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir and Ingvar E. Sigurðsson will take a leap into the unknown with the playwright himself.
SVIÐSLISTIR
Höfundur & flytjandi / Writer & Performer
Nassim Soleimanpour
Flytjendur / Performers
Ólafur Darri Ólafsson 5. júní
Halldóra Geirharðsdóttir 6. júní
Ingvar E. Sigurðsson 7. júní
Leikstjóri / Director
Omar Elerian
Framkvæmdastjóri / General Manager
Shirin Ghaffari
Hönnuður / Designer
Rhys Jarman
Hljóðhönnun / Sound Designer
James Swadlo
Ljósahönnuður / Lighting Designer
Rajiv Pattani
Verkefnisstjóri / Production Manager
Michael Ager
Sviðsstjóri / Stage Manager
Rike Berg
Ritstjórn handrits / Script Editors
Carolina Ortega
Stewart Pringle
Framleiðsla / Production
Nassim Soleimanpour Productions / Bush Theatre
Lengd/Duration
70 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
RÁÐHÚSIÐ
Agnieszka Sosnowska PL / US / IS Ingunn Snædal IS
Raskað og rofið umhverfi í ljósmyndun og ljóðum Interplay of photography and poetry
Rask
6.
Listsýning í Sláturhúsinu á Egilsstöðum
SLÁTURHÚSIÐ MENNINGARMIÐSTÖÐ
KL. 11:00—16:00 ÞRI — FÖS / TUE — FRI KL. 13:00—16:00 LAU — SUN / SAT — SUN
ÓKEYPIS/FREE
/ OPENING: 6. JÚNÍ KL. 15:00
Á sýningunni Rask mætast þær Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld. Samspil ljósmynda og ljóða birtist sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu. Þessar ólíku listakonur bregðast á næman hátt við list hvor annarrar og því sem þær skynja og upplifa í röskuðu og rofnu umhverfi.
Jarðvegsrof á Austurlandi er víða umtalsvert og óstöðvandi. Í hringiðu rofsins bjóða þær Agnieszka og Ingunn okkur að doka við og skynja núið. Austurland er heimili þeirra, fortíð og framtíð — sögusviðið draga þær upp í myndum og ljóðum.
Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá en ólst upp í Boston. Hún nam við Massachusetts College of the Arts og Boston University. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Listasafni Íslands, Listasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Íslands auk þess sem myndir hennar hafa birst víða á prenti.
Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum og ólst upp á Jökuldal. Ingunn stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands, Háskólann í Galway og Háskóla Íslands. Fyrir ljóðabækur sínar hefur hún hlotið Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og að auki hreppt verðlaun fyrir þýðingar sínar.
This exhibition brings together photographer Agnieszka Sosnowska and poet Ingunn Snædal. The interplay of photography and poetry creates a testimony of the development and erosion of land. In highly perceptive ways, these two different artists react to each other’s creations and what they sense and experience in a disturbed, eroded environment.
Many areas of Eastern Iceland are marked by considerable and unstoppable erosion. Surrounded by this erosion, Agnieszka and Ingunn invited us to stop and take in the moment. Eastern Iceland is their home, past and future — a world that they depict in images and words.
Warsaw-born Agnieszka Sosnowska grew up in Boston and studied at the Massachusetts College of the Arts and Boston University. Her works have appeared in various print media as well as at the National Gallery of Iceland, Akureyri Art Museum and the Icelandic Photography Museum, to name a few.
Ingunn Snædal was born in Egilsstaðir and grew up in Jökuldalur. Ingunn studied at the Icelandic College of Teaching, University of Galway and the University of Iceland. Her poetry and translations have received numerous awards.
LJÓSMYNDUN / PHOTOGRAPHY
LJÓÐ / POETRY ÓKEYPIS / FREE
UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS / OUTSIDE CAPITAL AREA
Ljósmyndari & myndlistarmaður / Photographer & artist Agnieszka Sosnowska
Ljóðskáld / Poet Ingunn Snædal
Sýningarstjóri / Curator Ragnhildur Ásvaldsdóttir
Aðgengi / Access
Gunnar Jónsson IS
Anders Sunna SE
Máret Anna Sara NO
Inuuteq Storch GL
Nicholas Galanin US
Dunya Zakharova RU / US
Marja Helander FI
Maureen Gruben CA
Is This North?
Hvað afmarkar það sem við köllum norður? Hvar liggja landamæri norðurheimskautsins og hvað einkennir þau sem eiga þar heima? Er meðal þeirra að finna sameiginlega reynslu þrátt fyrir fjölbreytta menningarflóru? Á samsýningunni Er þetta norður? kannar listafólk frá hinu víðfeðma norðri svörin við þessum spurningum.
What are the boundaries and delimitations of what we call the North? Where do the borders of the Arctic lie and what characterizes those that live there? Do they share a universal experience amidst a diversity of cultural differences? In the group exhibition Is this North? artists from the expansive north delve into these questions.
Sýningarstjórar / Curators
Daría Sól Andrews IS
Hlynur Hallsson IS
Listafólk / Artists
Gunnar Jónsson IS Anders Sunna Sápmi / SE
Máret Anna Sara Sápmi / NO
Inuuteq Storch GL
Nicholas Galanin Lingít / Unangax / US
Dunya Zakharova Republic of Sakha (Yakutia) / RU / US
Marja Helander Sápmi / FI
Maureen Gruben Tuktoyaktuk, Northwest Territories / CA
Aðgengi / Access
Aðgangur / Admission
Sjá aðgangseyri og afsláttarkjör á síðu safnsins
See museum website for admission and discounts
→ listak.is
Tengdir viðburðir / Connected Events
Listamannaspjall á opnun Artist Talk
Leiðsögn sýningarstjóra Guided Tour
Sinfóníuhljómsveit Íslands IS
Eva Ollikainen FI
Christina Bock DE Vox feminae IS
Aurora IS Stúlknakór Reykjavíkur IS
Hin mikilfenglega sinfónía Mahlers Mahler’s magnificent symphony
Hið mikilfenglega stórvirki Mahlers fær að hljóma í Hörpu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þriggja kóra og einsöngvara. Þriðja sinfónía Mahlers er heill heimur út af fyrir sig — í senn óður til náttúrunnar og djúphugul könnun á mannlegu hlutskipti. Tónskáldið samdi verkið við bakka Attersee í Austurríki þar sem svipmyndir af veðurfari, gróðri og dýralífi fléttuðust inn í tónsmíðarnar. „Það er sem straumur sköpunarinnar hafi hrifið mig með sér!“ ritaði tónskáldið í bréfi. Áheyrendur berast með sama straumi í heillandi ferðalag. Hinn stórbrotni fyrsti þáttur hefst á sumarkomu, þeir næstu eru helgaðir lifandi verum — blómunum á enginu, dýrum skógarins og sjálfum manninum — en síðustu tveir þættirnir lúta að upphafnari fyrirbærum: englunum og ástinni. Lokaþátturinn er kærleiksríkur þakklætissöngur til alls heimsins.
Sinfónían krefst óvenjustórrar hljómsveitar, tveggja kóra og einsöngvara. Einsöngvari í Eldborg er þýska messósópransöngkonan Christina Bock sem er þekkt fyrir sérlega blæbrigðaríka túlkun og hefur komið fram víðsvegar um Evrópu. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
The Iceland Symphony Orchestra, choirs and soloists perform Mahler’s magnificent Symphony no. 3 in Harpa. Mahler’s 3rd is a world unto itself — simultaneously an ode to nature and a profound examination of the human condition. The composer wrote the symphony on the banks of Attersee in Austria where images of weather, flora and fauna intertwined with the music. “It is as though the river of creation has swept me up!” the composer wrote in a letter. The listener is pulled along by the same creative current on an enchanting journey. The epic first movement opens with the burst of summer, and each of the subsequent ones is dedicated to living organisms: flowers in a meadow, animals in a forest, and man himself — while the final two movements kneel to higher powers: angels and love. The last movement is a heartfelt song of gratitude to the entire world.
The symphony is scored for an oversized symphony orchestra, two choirs and a soprano. The soloist in Harpa is Germany’s Christina Bock, lauded for her expressive and dynamic performances. The orchestra will be led by Eva Ollikainen, chief conductor of the Iceland Symphony Orchestra.
TÓNLIST / MUSIC
Tónskáld / Composer
Gustav Mahler
Hljómsveitarstjór / Conductor
Eva Ollikainen
Einsöngvari / Soloist
Christina Bock
Kórstjórar / Choral directors
Stefan Sand Groves Vox feminae
Sigríður Soffía Hafliðadóttir Kammerkórinn Aurora Margrét Pálmadóttir Stúlknakór Reykjavíkur
Lengd / Duration 100 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Handhafi Eyrarrósarinnar 2023—2024
International arts festival in Northern Iceland
Þriggja daga alþjóðleg listahátíð í Alþýðuhúsinu
á Siglufirði!
INTO Festival
7.—9. JÚNÍ
14:00 OG FRAM Á KVÖLD / 14:00 AND INTO EVENING SIGLUFJÖRÐUR
INTO er alþjóðleg hátíð skapandi fólks sem haldin er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en menningarstarf Alþýðuhússins hreppti Eyrarrósina 2023. Á hátíðina mætir fjölbreyttur hópur listafólks víða að, með opinn huga og einlæga löngun til að verða fyrir áhrifum hvert af öðru og af heimafólki. Á slíku stefnumóti verður til listrænn galdur.
Stjórnendur INTO eru þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (IS) og Will Owen (US) en þau hafa unnið saman að sýningarverkefnum í Danmörku og á Íslandi í samstarfi við Aros listasafnið í Árósum og heimafólk á hverjum stað. INTO—hátíðin var fyrst haldin í Assedrup árið 2023 og stefnt er að því að hátíðin 2025 fari fram í New York.
Siglufjörður mun iða af sköpunarkrafti alla hátíðardagana en á dagskránni eru meðal annars myndlistarsýningar, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur. Viðburðirnir fara fram bæði í Alþýðuhúsinu og víðs vegar um bæinn, inni og úti.
Ítarlega dagskrá og upplýsingar um listafólkið má nálgast á heimasíðu Listahátíðar og síðu Alþýðuhússins, althyduhusid.com auk síðunnar intofestival.world
INTO is an international festival of creative people hosted by Alþýðuhúsið in Siglufjörður, the recipient of the 2023 Eyrarrósin award. A diverse group of artists will join the festivities, with an open mind and a sincere longing to be influenced by each other and the locals.
INTO is curated by Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (IS) and Will Owen (US) who have jointly curated events in Denmark and Iceland, in collaboration with Aros museum in Denmark and local teams. INTO was first held in Assedrup in 2023 and the 2025 edition is expected to take place in New York.
Siglufjörður will be throbbing with creative energy throughout the festival which features visual art exhibitions, performances, outdoor art, concerts and poetry. Events take place at Alþýðuhúsið and at other locations in the town, both indoors and outside.
For detailed programme and artist bios see artfest.is and althyduhusid.com More information also at intofestival.world
MYNDLIST / VISUAL ARTS TÓNLIST / MUSIC
BÓKMENNTIR / LITERATURE
Listafólk / Artists
Will Owen
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arnar Ómarsson
Styrmir Örn Guðmundsson
Bergþór Morthens
Arna Guðný Valsdóttir
Andri Freyr Arnarsson
Ditte Lyngkær Pedersen
Brák Jónsdóttir
Anders Visti
Abdul Dube
Magnús Trygvason Eliassen
Tumi Árnason
Brynja Hjálmsdóttir
Tommy Nguyen
Sholeh Asgary
Katrin Hahner
Þórir Hermann Óskarsson
Haraldur Jónsson
Örlygur Kristfinnsson
Gísli Pálsson
Aðgangseyrir / Admission Frjáls framlög, nánari upplýsingar á hátíðinni Pay what you can, more information at the festival
Aðgengi / Access
Nánar um Eyrarrósina / More on Eyrarrósin
Eyrarrósin
BLS. 95
Öll um borð í Kiosk 108!
Let’s surf – don’t miss the wave with Kiosk 108!
Alþjóðleg neðanjarðarlist í stýrishúsi á Seyðisfirði
Kiosk 108
7.—8.
KIOSK 108 — Captain’s Bridge / Stýrishús — NO PANIC ehf. er sjálfstæður vettvangur lista á Seyðisfirði. KIOSK 108 er staðsett í umbreyttu stýrishúsi trillu frá árinu 1969 og er miklu meira en bara viðburðastaður þar finna gestir einstakan suðupott sjónlista, tónlistar og gjörninga.
Nú blæs KIOSK 108 til tveggja daga hátíðar í samstarfi við Listahátíð þar sem skipstjórinn Monika Fryčová býður upp á óvænta og töfrandi viðburði. Á dagskránni verða ómissandi atriði þar sem saman fléttast framsækin listsköpun, psychedelia, rokk og ról, þjóðlagatónlist, djass, pönk og metal svo úr verður margbreytilegt og ástríðufullt neðanjarðarpartý.
Listræn starfsemi Kiosk 108 verður í gangi allt sumarið.
Frekari upplýsingar má fá á kiosk108.net
KIOSK 108 — Captain’s Bridge / Stýrishús — NO PANIC ehf. is an independent art project in Seyðisfjörður, dedicated to fostering cultural growth through a unique blend of art, music and performance. Set in the transformed captain’s cabin of a 1969 fishing boat, KIOSK 108 is more than a venue; it’s a cultural oasis presenting public art, site-specific interventions and happenings.
Featuring a great lineup of acts curated by captain Monika Fryčová for this Reykjavík Arts Festival collaboration, KIOSK 108 offers a magical experience full of surprises. The programme showcases exclusive performances in a vibrant fusion of avant-garde, psychedelic, rock’n’roll, folk, jazz, punk and metal, creating a diverse and passionate celebration of the underground scene. Monika Frycova’s play, “Captain – navigating BRIDGE”, creatively explores the ship’s wheelhouse as a symbol of diverse artistic expression.
Kiosk 108 will be running as an art piece throughout the summer.
For further info check out kiosk108.net and kiosk108iceland on Instagram.
TÓNLIST / MUSIC
GJÖRNINGALIST / PERFORMANCE ART
UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS / OUTSIDE CAPITAL AREA
Listafólk / Artists
Amy Knoles & Houman Pourmehdi Rafslagverk & persnesk tónlist / Electronic percussion & Persian Music
Jemma Freeman and The Cosmic Something
Alternative / Indie / Punk
Miomantis Rock / Psychedelic
DJ Smutty Smiff introducing Fógetarnir RocknRoll / Blues
Malte Struck & Mark Wehrmann Death
Dauðamálmsgjörningur / Metal Performance
Sindri Dýrason & Þórarinn Ingi Jónsson Sjónlistir / Visual Artists
Miðaverð / Admission
Báðir dagarnir Both Days
→ 3 000 kr.
Stakur dagur Single Day
→ 2.000 kr.
Miðar seldir á staðnum Tickets sold on site
Þakkir / Thanks
Sigurbergur Sigurðsson
Garðar Rúnar
Tinna K. Halldórsdóttir
Sebastian Reuss
Malte Urbschat
Aðgengi / Access
Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — streetdansarar og samtímadansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og fjölbreytileikanum er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.
Tamburtónlist Arash Moradi er sameiningarafl í þessum menningarlega samruna, bæði fyrir dansarana og áhorfendur, og lifandi tónlistarflutningur hans fyllir andrúmsloftið af ókunnugum en hrífandi laglínum.
Hooman Sharifi fæddist í Íran en kom fjórtán ára gamall einn síns liðs til Noregs. Fyrsta dansreynsla hans var í heimi hipphopps og streetdans. Hann útskrifaðist sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló árið 2000 og hefur síðan markað sér stöðu sem pólitískur, áleitinn og öflugur listamaður.
In an urban enclave, two different groups from different cultural backgrounds converge – street dancers and contemporary dancers. Each group embodies its unique rhythm and expression. Their encounter is marked by curiosity and a shared passion for movement. They tentatively approach one another, crossing borders with gestures, body language and styles. The meeting point becomes a sacred space where individuality is celebrated, and differences are embraced. This experience is novel for all dancers, pushing boundaries and expanding horizons.
Amidst this cultural fusion, the music of tambur by Arash Moradi serves as a unifying force, both for dancers and the public, infusing the atmosphere with unfamiliar yet captivating melodies.
Hooman Sharifi was born in Iran and arrived unaccompanied in Norway at the age of fourteen. His first experience of dance was in the world of hip hop and street. He graduated from the Oslo National Academy of the Arts in the year 2000 and has since made his mark as a political and dynamic artist.
Höfundur & listrænn stjórnandi / Choreography & artistic direction
Hooman Sharifi
Tónlist / Music
Arash Moradi
Lýsing og búningar / Lighting and costumes
Hooman Sharifi
Listrænn ráðgjafi / Artistic consultant
Brynja Pétursdóttir
Lengd / Duration 90 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
BORGARLEIKHÚSIÐ
Tengdir viðburðir / Connected Events
Hér & nú: Danssenan
BLS. 91
Í lausu lofti In Mid-Air
Sýningin Í lausu lofti samanstendur af nýjum skúlptúrum Auðar Lóu Guðnadóttur sem sýndir verða í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýningin fjallar um það að tilheyra og tilheyra ekki, græna páfagauka í almenningsgörðum Lundúna, flöskuskeyti og allt þar á milli.
Auður Lóa býr og starfar í Reykjavík, en hún útskrifaðist af myndlistarsviði Listaháskóla Íslands árið 2015. Hún hefur sýnt víða og hlaut árið 2018 hvatningarverðlaun myndlistarráðs fyrir sýninguna Díana, að eilífu. Vorið 2021 opnaði hún sína fyrstu stóru einkasýningu, Já / Nei, í Dsal Listasafns Reykjavíkur. Auður Lóa hefur einbeitt sér að skúlptúrum úr máluðum pappamassa en sá grófi og óstýriláti efniviður ljáir verkum hennar kostulegan og sérstæðan blæ. Með notkun þessa að því er virðist léttvæga efnis nær hún fram óvæntri dýpt og býður upp á óhefðbundið sjónarhorn á viðfangsefni sín.
In Mid-Air is an exhibition of new sculptures by Auður Lóa Guðnadóttir at Gallerí Úthverfa, Ísafjörður. The exhibition revolves around such themes as belonging/not belonging, green parrots in London’s parks and messages in bottles.
Auður Lóa lives and works in Reykjavík, having graduated from the Iceland University of the Arts in 2015 with a degree in Visual Arts. She has exhibited widely and in 2018 she received the Visual Arts Council’s Motivation Award for her exhibition Diana Forever. In spring 2021 she opened her first major private exhibition, Yes / No, at the Reykjavík Art Museum. Auður Lóa has concentrated on sculptures made of painted papier-mâché. This coarse, unruly material lends her works an eccentric and unconventional quality. With the use of this apparently light-weight material, she dives below the surface, offering unexpected angles on her subjects.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
ÓKEYPIS / FREE
UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS / OUTSIDE CAPITAL AREA
Listamaður / Artist
Auður Lóa Guðnadóttir
Tæknimaður / Technical Direction
Starkaður Sigurðarson
Umsjón sýningarstaðar / Gallery Director Elísabet Gunnarsdóttir
Samstarfsaðilar / Partners Gallerí Úthverfa Elísabet Gunnarsdóttir
Aðgangur / Admission
Opið 16—18 fimmtu og föstudaga, einnig eftir samkomulagi ásamt leiðsögn Open 16—18 Thursdays and Fridays, also by arrangement with guided tour available
→ +354 868 1845
Aðgengi / Access
Tengdir viðburðir / Connected Events
Leiðsögn listamanns Meet the Artist
BLS. 93
Myndlist og núminjar mætast í Þjóðminjasafninu
Future Fragments
Brot úr framtíð
Sýningin Brot úr framtíð tekur saman myndlistarverkefni og listrannsókn Þorgerðar Ólafsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld og hugmyndum um menningar og náttúruarf. Á sýningunni má sjá listaverk og ólíka fundna muni úr náttúrunni, stóra og smáa, sem eru samofnir sögu mannsins og áhrifa hans sem ná langt út fyrir himinhvolf jarðarinnar. Verkefnið má rekja aftur til ársins 2014 þegar Þorgerður aðstoðaði Fornleifastofnun Íslands við skráningu muna sem fundust við fornleifarannsókn í Mývatnssveit. Þar fékk hún í hendurnar lítið rautt plastbrot með óræða sögu sem varð upphafið að samstarfi hennar og Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin spannar því um tíu ára langt ferli þar sem listakonan hefur safnað óræðum gripum sem snúið er að ná utan um.
Brot úr framtíð er sýning á vegum Þjóðminjasafns Íslands og er unnin í samstarfi við hönnuðinn Garðar Eyjólfsson og rannsóknarverkefnið Relics of Nature við Háskólann í Osló.
Í verkum sínum skoðar Þorgerður iðulega hluti sem eru samofnir skilningi okkar og sambandi við náttúruna á tímum mikillar vitundarvakningar. Hún er þátttakandi í rannsóknarverkefninu Relics of Nature.
Undir formerkjum Studio Eyjolfsson hefur Garðar einblínt á betrumbætingu og nýtingu staðbundins hráefnis í vöruhönnun og stundað rannsóknir sem hverfast um hönnunarskáldskap.
Þorgerður Ólafsdóttir presents her artistic investigation into the anthropocene and conceptions of cultural and natural inheritance.
The exhibition includes art work and various found objects from nature, large and small, that are interwoven with the history and influence of humans, reaching far beyond the Earth’s celestial sphere. The project dates back to 2014 when Þorgerður assisted the Institute of Archeology in registering objects found during an excavation in Mývatnssveit. She received a small, red plastic fragment with an inscrutable history that sparked the beginning of her collaboration with the National Museum. This exhibition spans a ten-year process of gathering objects that defy definition.
The exhibition in The National Museum is produced in collaboration with the research project Relics of Nature and designed by Garðar Eyjólfsson.
In her practice, Þorgerður considers various objects that are connected to our understanding of and relation to the natural world in times of increased environmental awareness. She participates in the Relics of Nature project. In his projects, Garðar has has focussed on the improvement and use of local materials in product design and conducted research in the field of design fiction.
Myndlistarkona & sýningarhöfundur / Artist Þorgerður Ólafsdóttir
Sýningarhönnuður / Exhibition Designer
Garðar Eyjólfsson
Sýningarnefnd / Exhibition committee
Bryndís Erla Hjálmarsdóttir
Kristján Mímisson
Þóra Pétursdóttir
Í samstarfi við / In collaboration with Þjóðminjasafn Íslands The National Museum of Iceland
Relics of Nature relicsofnature.com
Háskólinn í Osló University of Oslo
Þakkir / Thanks
Ármann Guðmundson
Becky Forsythe
Fornleifastofnun Íslands
Hrönn Konráðsdóttir
Ívar Brynjólfsson
Vigfús Birgisson
Relics of Nature
Aðgangur / Admission
Sjá upplýsingar um aðgangseyri á síðu safnsins
See admission and discounts
→ thjodminjasafn.is
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Nana-Francisca Schottländer DK
Katie Paterson UK
Marte Aas NO
Rita Marhaug NO
Anna Líndal IS Rúrí IS
Alþjóðleg samsýning í Norræna húsinu
International art exhibition at the Nordic House
(Post)
Á myndlistarsýningunni (Post) má sjá fjölbreytt listaverk frá árunum 2005 til 2021, mestmegnis eftir norræna listamenn sem spyrja krefjandi spurninga um og endurspegla samtíð okkar og framtíð. Undirliggjandi þema þessara fjölbreyttu verka er mannöldin — yfirstandandi tímabil jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannfólks á loftslag og vistkerfi plánetunnar. Í flestum verkanna er unnið með manngerða strúktúra síðiðnvæðingar sem vekja okkur til umhugsunar um komandi tíma.
Á þessari sýningu í Norræna húsinu undir stjórn Ruth Hege Halstensen takast sex virtar listakonur á við brýnar spurningar á sláandi máta.
The multimedia art exhibition (Post) presents artwork created between 2005 and 2021 by mainly Nordic artists who question and reflect our time and our future. An underlying theme of these diverse works is the anthropocene — the most recent period in Earth’s history when human activity has started to significantly impact the planet’s climate and ecosystems. Most of the works depict post-industrial structures that raise questions about how we might think of coming times.
Curated by Ruth Hege Halstensen, this exhibition at the Nordic House takes on urgent questions in striking ways, featuring work by a stellar lineup of artists.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
FJÖLSKYLDUVÆNT / FAMILY-FRIENDLY ÓKEYPIS / FREE
Listakonur / Artists
NanaFrancisca Schottländer
Katie Paterson
Marte Aas
Rita Marhaug
Anna Líndal
Rúrí
Sýningarstjóri / Curator
Ruth Hege Halstensen NO
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HÁSKÓLI ÍSLANDS
ÍSLENSK ERFÐAGREINING
Tengdir viðburðir Connected events
Leiðsögn Guided Tour
93 BLS. 94
Leiðsögn Guided Tour
Leiðsögn fyrir fjölskyldur Guided Tour for Families
BLS. 94
Heill heimur úr límbandi
Each thread of tape tells a story
Sviðsverk fyrir tveggja ára og eldri
Scoooootch!
Í þessari bráðfjörugu og kostulegu sýningu fyrir börn á leikskólaaldri sjáum við vaska kvennarokksveit skapa heilan heim úr harla óvenjulegum efnivið — límbandi!
Konurnar glíma við óstýrilátt límbandið sem vefst þvers og kruss um rýmið og jafnvel þær sjálfar og afhjúpar þannig falda veröld. Hver þráður segir sögu og það sem birtist á sviðinu kallar fram hughrif um skjól, umbreytingu og samveru. Þessi skemmtilega sýning hvetur börn jafnt sem fullorðna til að koma auga á og gleðjast yfir hinu óvenjulega í því allra hversdagslegasta.
Scoooootch! er án orða og hentar fyrir tveggja ára og eldri.
In this energetic and hilarious show for ages 2 and up, a feminist rock band creates an entire world from the most unusual material — tape!
The women bravely try to tackle the unruly tape that zig zags through the space and all around them, revealing a hidden universe. Each thread of tape tells a story and what appears on stage brings to mind shelter, transformation and solidarity. This delightful stage show will encourage children and adults to notice and take joy in the unusual that can be found within the everyday.
Scoooootch! is without words and suitable for age 2 and up.
SVIÐSLISTIR / PERFORMING ARTS
FJÖLSKYLDUVÆNT / FAMILY-FRIENDLY
Sviðshönnun & leikstjórn / Stage designer & director
Amélie Poirier
Leikarar / Performers
Mariane Berthault
Audrey Robin
Clémentine Vanlerberghe
Hljóð / Sound designer
Mariane Berthault
Ljós / Light designer
HenriEmmanuel Doublier
Leikmynd / Set designer
Philémon Vanorlé
Límbandsvinna / Construction in tape
Audrey Robin
Listræn ráðgjöf / Dramaturgical advice
Lyly ChartiezMignauw
Dinaïg Stall
Miðar / Tickets
Börn, stakur miði Child, single ticket
→ 2 000 kr.
Fullorðnir (12 ára+), stakur miði Adult (12+), single ticket
→ 3.500 kr.
1 fullorðinsmiði (12 ára+) og 1 barnamiði
Adult (12+) and child
→ 4 500 kr.
Lengd/Duration 35 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
BORGARLEIKHÚSIÐ
Í verkinu Hringrás eftir Tuma Magnússon koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem listamaðurinn hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hann skeytir saman ólíkum fyrirbærum, togar í sundur, snýr upp á, vinnur með hraðabreytingar og leggur að jöfnu hið örsmáa og hið gríðarstóra. Tumi veltir því fyrir sér hvað það taki langan tíma að fara frá einum stað til annars og hversu hratt þurfi að ferðast til þess að komast á áfangastað.
Hinn manngerði hversdagsleiki hefur löngum verið Tuma hugleikinn en í Hringrás tekst hann á við náttúruna á óvæntan hátt. Í verkinu kallar Tumi fram óvænta fleti á kunnuglegum fyrirbærum og kveikir ný hugrenningatengsl með áhorfandanum. Verkið er 14 rása vídeó og hljóðinnsetning sem fyllir salinn myndum og hljóðum.
Tumi Magnússon’s video work Loop brings together all the different working methods that the artist has adopted over time, in his paintings and photographs from the 1990s as well as video works from the last 20 years. He joins different things together, pulls them apart, turns situations upside down, changes speed and equates something tiny with something huge. He considers how long it takes to go from one place to another and the speed required to reach the destination.
Man-made, everyday life has been a primary focus of Tumi’s work thus far, but in Loop he deals with the natural world in an unexpected way, evoking some surprising sides of familiar phenomena that spark off new trains of thought in the viewer’s mind. The piece is a 14-channel video installation that fills the gallery with image and sound.
MYNDBANDSLIST / VIDEO ART
Listamaður / Artist
Tumi Magnússon
Sýningarstjóri / Curator Ingibjörg Jóhannsdóttir
Aðgangur / Admission
Sjá aðgangseyri og afsláttarkjör á heimasíðu safnsins See gallery website for admission and discounts
→ listasafn.is
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HALLARGARÐURINN
Tengdir viðburðir / Connected Events Listamannaspjall
BLS. 92
Artist Talk
BLS. 93
Jack Magnet Science frumflytur splunkunýjan framtíðarspádóm tónlistarinnar
Forecast
Future Forecast samanstendur af sjö glænýjum verkum sem upphaflega spretta upp úr vel ígrunduðum hugmyndum um hvernig tónlist framtíðarinnar kynni að hljóma, ef vikið yrði frá fyrirsjáanlegum formum, hendingum og hljóðmyndum, en þess í stað leitað fanga í nýjum víddum. Nálgunin byggir á áhugaverðum tilviljunum og áhrifavöldum auk leitinni eftir nýmælum. Sköpunarferlið sem hófst með auðu blaði í Fljótunum í Skagafirði, þróaðist í skapandi síflæði í Flóka hljóðverinu þar sem óvænt samsetning og sameiginleg innöndun tónlistarfólksins var veganestið heilladrjúga. Afraksturinn getur að heyra í þeim 7 ópusum sem hér verða kynntir áheyrendum fyrsta sinni í lifandi flutningi á Listahátíð í Reykjavík.
Um skrautlegan feril Stuðmanna þarf ekki að fjölyrða en margir liðsmenn sveitarinnar hafa gert sig gildandi í víðu, skapandi og fjölþjóðlegu samhengi um árabil. Peter Erskine á að baki glæstan feril með Weather Report, Steely Dan, Joni Mitchell o.fl. Matthew Garrison er í fremstu röð bassaleikara heimsins um þessar mundir og bandaríski saxófónleikarinn Phil Doyle hefur fyrir löngu skipað sér í hóp fremstu tónlistarmanna sem starfa á Íslandi. Auk ópusasafnsins Future Forecast verða á tónleikunum rifjuð upp nokkur af þekktustu verkum meðlima Jack Magnet Science teymisins.
Future Forecast consists of seven brand new compositions, originally based on a profound reflection of how the music of the future might sound, if it deviates from predictable forms, verses and soundscapes, exploring new dimensions instead. The approach takes its cue from interesting coincidences and influences as well as the search for novelty. A process that began with a blank slate in Skagafjörður developed through a creative oscillation at Flóki Studios where an unusual lineup and the collective deep breath of the musicians proved fruitful. The result can be heard in the seven opuses that will be played live to an audience for the first time at Reykjavík Arts Festival.
The performers include many of Iceland’s foremost musicians who have made their mark in a wider international context, as well as special guests from overseas. Peter Erskine has had a stellar career with Weather Report, Steely Dan, Joni Mitchell and others. Matthew Garrison is one of the world’s leading bass players and US saxophone player Phil Doyle is long established as one of the pre-eminent musicians working in Iceland. Along with the cycle Future Forecast, some of the best-known works of the Jack Magnet Science team will be featured at the concert.
Jack Magnet Science: Jakob Frímann
Ragga Gísla
Dísa Jakobs
Eyþór Gunnarsson
Guðmundur Pétursson
Einar Scheving
Sigtryggur Baldursson
Phil Doyle
Sérstakir gestir / Special Guests: Peter Erskine
Matthew Garrison
Lengd/Duration: 90 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
TÓNLIST / MUSIC HARPA
Ólík pör bjóða áhorfendum í dansferðalag
Danspör stíga á svið og bjóða okkur í dansferðalag. Vinir, mæðgin, systkini, samstarfskonur … þau bindast ólíkum böndum en eiga það sameiginlegt að elska tónlist og dans. Þau fara með okkur aftur í tímann á djammið þar sem þau kynntust, opna fyrir okkur ævintýraheim, bjóða okkur inn í stemninguna þegar þau dansa í eldhúsinu á kvöldin. Þau flytja fyrir okkur dansinn sem þau eiga saman.
Verk Ásrúnar Magnúsdóttur hafa notið vinsælda og hreppt fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Hún leggur áherslu á að útvíkka hugmyndir okkar um dans, kóreógrafíu og sviðslistir. Verkið Dúettar er unnið í náinni samvinnu við hópinn.
Come dancing with some dynamic duos! Friends, siblings, co-workers, a mother and son ... What they have in common is a love of music and dance. They take us back in time to the club where they met, show us into their world of adventures, invite us to join the fun when they dance in their kitchen in the evenings. They share their dance.
Ásrún Magnúsdóttir’s works have been enthusiastically received by critics and audiences alike. Her creative work revolves around expanding our perception of dance, choreography and the performing arts. Duets is created in close collaboration with the whole team.
Höfundur / Created by Ásrún Magnúsdóttir
Hönnuður / Designer
Guðný Hrund Sigurðardóttir
Hljóð / Sound
Baldvin Þór Magnússon
Ljósahönnuður / Lighting designer
Pálmi Jónsson
Framkvæmdastjóri / Producer
Davíð Freyr Þórunnarson murmur
Dansarar / Dancers
Arngunnur Hinriksdóttir
Garðar Hinriksson
Helga Rakel Rafnsdóttir
Viktoría Blöndal
Juulius Vaiksoo
Ólafur Snævar Aðalsteinsson
Atli Már Indriðason
Ragna Sigríður Ragnarsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Friðrik Agni Árnason
Þorbera Fjölnisdóttir
Hrafnkell Karlsson
Samstarfsaðilar List án landamæra
Miðaverð / Admission
Almennt verð General admission
→ 4 900 kr.
Öryrkjar People with disabilities
→ 3.920 kr.
Lengd/Duration 60 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Tengdir viðburðir / Connected Events: Hér & nú: Danssenan
Berglind María Tómasdóttir IS Innsetning og tilraunakenndir tónleikar í Norræna húsinu
Installation and concert at the Nordic House
Verk John Cage heimfært á Ljósagang Dags Hjartarsonar
Niður
An Icelandic Circus on Ljósagangur
11. JÚNÍ NORRÆNA HÚSIÐ ÓKEYPIS / FREE
INNSETNING / INSTALLATION: KL. 17:00
TÓNLEIKAR / CONCERT: KL. 20:30
Niður, íslenskur sirkus um Ljósagang, er Íslandsfrumflutningur á verki eftir John Cage frá árinu 1979. Verkið snýst um að umbreyta bók í tónleika og innsetningu. Íslenska útgáfa verksins byggir á bók Dags Hjartarsonar frá árinu 2022, Ljósagangur. Verkið verður flutt í Norræna húsinu í nábýli við söguslóðir Ljósagangs.
Við frumflutning hét verkið Roaratorio, An Irish Circus on Finnegans Wake, en þá studdist tónskáldið Cage við samnefnda bók James Joyce.
Tónlistarhópurinn Skerpla sem starfar við Listaháskóla Íslands flytur verkið undir stjórn Berglindar Maríu Tómasdóttur, prófessors. Verkefnið er leitt af Berglindi Maríu í samvinnu við Victoriu Miguel, sérfræðing í John Cage og doktorsnema við Háskólann í Glasgow og Jesper Pedersen, tónskáld og aðjúnkt við Listaháskóla Íslands.
Niður, an Icelandic Circus on Ljósagangur, is the installation and live performance of a 1979 composition by John Cage. Originally titled Roaratorio, an Irish Circus on Finnegans Wake, Cage’s work transformed Joyce’s novel into a musical performance. His score for the piece consists of detailed instructions on how to reconstruct any literary work in this manner.
In this first Icelandic version a team of artists and academics will transform Dagur Hjartarson’s novel Ljósagangur into an installation and live musical performance. The work will take place at the Nordic House, in the area where the novel is set.
Niður will be performed by Skerpla - Experimental Sound Lab from the Iceland University of the Arts, led by professor Berglind María Tómasdóttir, working with Cage specialist Victoria Miguel and composer/sound engineer Jesper Pedersen.
TÓNLIST / MUSIC
BÓKMENNTIR / LITERATURE
GJÖRNINGALIST / PERFORMANCE ART
ÓKEYPIS / FREE
Listrænir aðstandendur / Contributors
Berglind María Tómasdóttir
Victoria Miguel
Jesper Pedersen
Tónlistarhópurinn Skerpla
Samstarfsaðilar / Partners
Listaháskóli Íslands, tónlistardeild
Rannsóknasjóður Listaháskóla Íslands
Háskólinn í Glasgow
Aðgengi
Strætó
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Tengdir viðburðir / Connected Events
Örnámskeið: Mesosticsaðferð Johns Cage Workshop: John Cage’s Mesostics method
BLS. 90
Bára Sigfúsdóttir IS
Tinna Ottesen IS
Lifandi rannsókn á líkamlegri tengingu okkar við heiminn
A poetic miniature of our world
Flökt
12. JÚNÍ — KL. 19:00 & 21:00
BORGARLEIKHÚSIÐ
Ljóðrænt dansverk í síkvikri veröld
13. JÚNÍ — KL. 17:00, 19:00 & 21:00
3.900 KR.
Getum við upplifað dansverk á sama hátt og við upplifum foss?
Í FLÖKTI rannsaka danshöfundurinn og dansarinn Bára Sigfúsdóttir og rýmissagnahöfundurinn
Tinna Ottesen líkamlega tengingu okkar við heiminn umhverfis okkur og það sem yfir okkur vofir í síbreytilegri veröld. Verkið hverfist um þá hugmynd að náttúran lifi ekki eingöngu utan við okkur heldur getum við skynjað hana og upplifað í gegnum eigin líkama.
Áhorfendum er boðið inn í silkitjald sem er á hreyfingu, í sífelldri umbreytingu. Saman leggja áhorfendur og dansarar upp í ferðalag inn í ljóðræna smámynd af okkar heimi.
Í listsköpun sinni fæst Tinna við kvik efni og áhrif þeirra á rými. Hún hefur verið virkur þátttakandi í íslenskri sviðslista, kvikmynda, og hönnunarog myndlistarsenu undanfarin 20 ár og unnið bæði að samstarfsverkefnum og eigin verkum.
Bára hefur fengist við samband manns og náttúru í verkum sínum síðastliðin 15 ár og þróað einstakan hreyfistíl sem hún nýtir til þess að miðla hugmyndum og tilvísunum. Verk hennar The Lover hlaut Grímuverðlaunin fyrir dansara og danshöfund ársins eftir Íslandsfrumsýningu á Listahátíð 2018. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Feneyjatvíæringi sviðslista, IceHot, Tanzmesse, Performatik, Moving futures og Julidans. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður.
Can we experience a dance performance in the same way as a waterfall?
FLÖKT explores our bodily connection with our surroundings, and the conditions of the imminent in a constantly changing world. It suggests that nature does not solely exist outside of us – we can sense and experience it through our bodies.
The audience is invited into a large silk dome; a constant state of transformation. Together, we undertake a journey into an interconnected poetic miniature of our world.
Visual artist Tinna Ottesen’s artistic practice deals with performative materials and their effect on space. She has been an active participant in the Icelandic performing arts, film, and design and visual arts scene for the past 20 years, working both in collaborative projects and with her own work.
Dancer and choreographer Bára Sigfúsdóttir has long explored the relationship between humans and nature, zooming in on significant topics through the moving body in a poetic, human, detailed and vivid manner. Her work has been presented widely, including at the Venice Biennale, Ice-Hot Nordic Dance Platform, Tanzmesse, Performatik festival, Moving Futures festival and Julidans. Please note: limited ticket availability.
Hugmynd & danshöfundur / Concept & choreography
Bára Sigfúsdóttir
Hugmynd & sviðshönnun / Concept & scenography
Tinna Ottesen
Dansarar / Dancers
Bára Sigfúsdóttir
Aëla Labbé
Orfee Schuijt
Tónlist samin og flutt af / Music created & performed by
Eivind Lønning
Ljósahönnun / Lighting design
Jan Fedinger
Tæknisköpun / Technical creation
Nele Verreyken
Tæknistjórn / Technical direction
Aistė Zumbakytė
Búningar / Costume design
Andrea Kränzlin
Dramatúrgía / Dramaturgy
Sara Vanderieck
Utanaðkomandi augu / Outside eye
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Starfsnemi / Internship
Judith Dhondt
Framleiðsla / Production
GRIP
Þakkir / Thanks
Meri Pajunpää
Saskia Vervoort
Eva Vrieling
Griet Wouters
Janus Bragi Jakobsson
Lengd / Duration
50 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop MYNDLIST
BORGARLEIKHÚS
Þuríður Jónsdóttir IS
Benedikt Kristjánsson IS Ensemble Adapter DE / IS
Frumflutningur á sjö nýjum sönglögum eftir Þuríði Jónsdóttur
A new song cycle by Þuríður Jónsdóttir
Benedikt Kristjánsson syngur
Raddir úr blámanum
Voices Away
Raddir úr blámanum er hrífandi sveigur sjö nýrra sönglaga fyrir tenór og lítinn kammerhóp. Söngvasveiginn byggir tónskáldið Þuríður Jónsdóttir á nokkrum evrópskum og arabískum sönghefðum miðalda af veraldlegum og trúarlegum toga. Þuríður speglar þessar ólíku sönghefðir í gegnum tíma og yfir landamæri, endurles þau og kompónerar að nýju gegnum linsu fjölmenningar og femínisma í nútímasamfélagi.
Þuríður Jónsdóttir er eitt okkar mikilvirkustu samtímatónskálda og eru verk hennar pöntuð og leikin víðsvegar um heim, jafnt vestan hafs sem í Evrópu. Í verkum sínum skapar hún nýja og blæbrigðaríka hljóðheima. Benedikt Kristjánsson tenór er margverðlaunaður fyrir söng sinn og hefur komið fram sem einsöngvari í mörgum helstu tónlistarhúsum heims. Tónlistarhópurinn Ensemble Adapter hefur starfað á alþjóðavettvangi í tuttugu ár og gerir metnaðarfullar listrænar tilraunir með listafólki úr ólíkum greinum.
Voices Away is a captivating cycle of seven songs for tenor and small chamber orchestra. Composer Þuríður Jónsdóttir takes her inspiration from several medieval song traditions of European and Arabic origin, both secular and sacred. Reflecting these different traditions through time and across borders, Þuríður reconstructs them through a modern multicultural and feminist lens.
Þuríður Jónsdóttir is one of Iceland’s most prolific contemporary composers, with her works commissioned and performed on both sides of the Atlantic. In her music she explores new and diverse soundscapes. Multi-award winning tenor Benedikt Kristjánsson has performed as a soloist in many of the world’s leading concert halls. Ensemble Adapter has worked on the international music scene for 20 years, delving into ambitious artistic experiments with artists across disciplines.
Tónskáld / Composer Þuríður Jónsdóttir
Einsöngvari / Singer
Benedikt Kristjánsson tenór
Ensemble Adapter
Gunnhildur Einarsdóttir harpa / harp
Matthias Engler slagverk / percussion
Ella Vala Ármannsdóttir horn
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla / violin
Alexandra Kjeld kontrabassi / double bass
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
MJÓDD
Guðrún Marta Jónsdóttir IS
Magnús Sigurðarson IS
„Ég verð aldrei Ameríkani, en ég gæti orðið að Ameríku.“
Two exhibitions exploring a connection to America
Einkasýningar Magnúsar Sigurðarsonar og
Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur í Kling & Bang
Óþægileg blæbrigði
/ Silfurgjá
Kling & Bang býður upp á tvöfalda sýningu myndlistarfólks af sitt hvorri kynslóðinni en verk beggja eiga sér sterka tengingu við Ameríku.
Sýning Guðrúnar Mörtu, Silfurgjá, varpar nýju ljósi á gamla sögu og þræðir óvænta vegu gegnum pólitík og dægurmenningu Ameríku og Íslands um miðja síðustu öld. Með húmor, leiklist og harmrænu endurskoðar hún sjálfsmynd og minnimáttarkennd Íslendinga gagnvart amerískum áhrifum. Í vídeóverkum og gjörningi dregur hún ímynd liðinna stjórnmálamanna og Hollywoodstjarna inn í 21. öldina.
Sýning Magnúsar nefnist Óþægileg blæbrigði — Gleðisögur af Depurð og Dauða. „Í framhaldi af ferli sem hófst árið 1997 þegar ég fór fyrst að vafra um víðfemt landslag Bandaríkjanna, stend ég mig að því að verða landinu að bráð. Tilheyri aldrei, en stefni á að verða að steingervðu sjálfi í einhverju jarðlagi framtíðarinnar. Fyrsta ameríska ástin mín var heimsálfan sjálf, heimsálfa sem hefur allt að bjóða en á einhvern angurværan hátt, andstæða allra þeirra brota af því bergi sem ég er. Ég verð aldrei Ameríkani, en ég gæti orðið að Ameríku.“
Magnús nam við Studio Cecil & Graves í Flórens, MHÍ og Rutgers University. Hann býr og starfar í El Dorado, New Mexico. Guðrún Marta útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands og býr nú tímabundið og starfar í Gautaborg.
Kling & Bang hosts two exhibitions by artists of different generations, both of whose works have a strong connection to America.
Guðrún Marta’s exhibition Silfurgjá sheds new light on old history, beating an unexpected path through American and Icelandic politics and popular culture in the mid-20th century. Armed with humour, drama and tragedy she examines Icelanders’ identity and inferiority complexes in relation to American influence. Through video works and performance she drags the image of deceased politicans and Hollywood stars into the 21st century.
Magnús Sigurðarson’s exhibition is called HAPPY TALES of DEATH and MELANCHOLY or THE GREAT AMERICAN FAILURE. "In a continuation of a process that began in 1997 when I began to wander across the vast and varied landscapes of America, I find myself becoming the land, skipping the soup, and melting into the pot itself. Never belonging, but almost becoming one of the fossils found in the layers that make up the land. My first American Love was the continent itself which juxtaposes my bedrock being, in every possible way. I am not becoming an American, but in a way, becoming America.”
Magnús studied in Florence, Reykjavík and at Rutgers. He lives and works in El Dorado, New Mexico. Guðrún Marta graduated from the Icelandic University of the Arts and now lives and works in Gothenburg.
MYNDLIST / VISUAL ARTS
ÓKEYPIS / FREE
GJÖRNINGALIST / PERFORMANCE ART
Listafólk / Artists
Guðrún Marta Jónsdóttir
Magnús Sigurðarson
Samstarfsaðilar / Partners
Kling & Bang
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
GRANDI
Tengdir viðburðir / Connected Events
Gjörningur Happening
BLS. 94
Listamannaspjall Meet the Artist
BLS. 94
Ásta Fanney Sigurðardóttir IS
Logi Leó Gunnarsson IS
Hildur Elísa Jónsdóttir IS
Aki Onda JP
Myndlistarsýning sem höfðar til eyrnanna
A must-hear art exhibition at the Living Art Museum
13.
OPNUN / OPENING: 13. JÚNÍ KL. 17:00 ÓKEYPIS / FREE
Hvernig er hægt að skapa sýningu sem höfðar fyrst til eyrna, en ekki augna? Sýningin er hugsuð sem mögulegt svar við þeirri mótsögn sem felst í því að „sýna hljóð“ og verður í leiðinni leikur eða þraut. Í spurningunni felst ákveðinn ómöguleiki, en hljóði fylgir yfirleitt sjónræn umgjörð. Erfitt er að koma í veg fyrir að myndir birtist í umhverfinu eða í huga hlustandans. Á sýningunni er hljóð því skoðað út frá sínum efnislegu og eðlislægu eiginleikum. Þegar hljóð fær að vera hljóð eitt og sér verða tengingar þess við minningar okkar og aðra staði skýrari og áþreifanlegri. Við tökum að finna líkamlega fyrir hljóðinu, færast úr stað, ferðast um hljóðheiminn. Samhliða sýningunni verður sótt í arkífefni úr safni Nýlistasafnsins, ásamt fleiri hljóðarkífum. Gestir mega búast við óvæntum uppákomum yfir sýningartímann.
How can you create an exhibition that primarily appeals to the ear, rather than the eye? This exhibition is presented as a possible answer to the paradox of “exhibiting sound” and simultaneously becomes a game or a puzzle. The question is marked by a certain impossibility since sound is usually accompanied by a visual context. It is difficult to prevent images from appearing at the site or in the listener’s mind. The exhibition therefore takes at its starting point the material and intrinsic qualities of sound. When sound is allowed to purely be sound, its connections to our memories and other places become clearer and more tangible. We begin to physically sense sound, be transported, travelling through the soundscape. In parallel with the exhibition, archival material from the collection of the Living Art Museum, will be presented along with material from other sound archives. Visitors can expect spontaneous events during the period of the exhibition.
MYNDLIST / VISUAL ARTS ÓKEYPIS / FREE
GJÖRNINGALIST / PERFORMANCE ART
Sýningarstjórar / Curators
Þorsteinn Eyfjörð
Sunna Ástþórsdóttir
Myndlistarfólk / Artists
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Logi Leó Gunnarsson
Hildur Elísa Jónsdóttir
Aki Onda
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
GRANDI
Tengdur viðburður / Connected event Leiðsögn Guided tour
BLS. 94
Marglaga fjölskyldusaga í porti Hafnarhússins
Þegar barnið sér á TikTok að vísindamenn telji að heimurinn mun farast árið 2036 bregður konan á það ráð að flytja fjölskylduna til Las Vegas til að láta drauma barnsins um að læra látbragðsleik rætast áður en það er orðið um seinan. Í Las Vegas dragast þau smátt og smátt inn í heim skemmtanaiðnaðarins þegar konan fer að æfa loftfimleika og maðurinn sogast inn í sönglistina …
Las Vegan fjallar um fjölskyldu í rofi — hjón á krossgötum með barn í myrkri tilvistarkreppu og einmana ömmu í herför gegn óréttlæti heimsins. Í þessu marglaga sviðsverki myndlistarkonunnar og leikmyndarhöfundarins Ilmar Stefánsdóttur tvinnast myndlist, leiklist, tónlist og sirkuslistir saman á magnaðan hátt. Leikið er á öll skynfæri áhorfenda og túlkun leikaranna er bæði myndog hljóðræn.
When the child sees on TikTok that scientists believe the world will end in 2036, the woman decides to move the whole family to Las Vegas so that the child’s dream of learning mime can come true before it’s too late. In Las Vegas they are gradually drawn into the world of entertainment, as the woman gets involved in aerial gymnastics and the man begins to sing …
Las Vegan deals with a fractured family — a couple at a crossroads while their child goes through a dark existential crisis and a lonely grandmother goes on a crusade against the injustices of the world.
This multi-layered production by visual artist and scenographer Ilmur Stefánsdóttir weaves an intense tapestry of visual arts, theatre, music and circus arts. This event takes place in Icelandic.
SVIÐSLISTIR / PERFORMING ARTS
MYNDLIST / VISUAL ARTS
SIRKUSLISTIR / CIRCUS ARTS
Höfundur sjónleiks & uppfærslu / Created by Ilmur Stefánsdóttir
Listrænn meðstjórnandi / Artistic co-creator
Valur Freyr Einarsson
Flytjendur / Performers
Ebba Katrín Finnsdóttir
Eggert Þorleifsson
Guðrún Gísladóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Valur Freyr Einarsson
Davíð Þór Jónsson
Justyna Micota
Jón Sigurður Gunnarsson
Ljós & tækni / Lighting & technical direction
Blair Alexander
Hljóðvinnsla / Sound production
Aron Þór Arnarsson
Höfundur myndvinnslu / Visual production
Elmar Þórarinsson
Sirkusþjálfun / Circus coaching Eyrún Ævarsdóttir
Jóakim Meyvant Kvaran
Hár og förðun / Hair and makeup Tinna Ingimarsdóttir
Aðstoð við uppsetningu / Assistance Auður Ösp Guðmundsdóttir
Samstarfsaðili / Partner Listasafn Reykjavíkur
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
LÆKJARTORG
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir IS Nína Hjálmarsdóttir IS
Glænýtt íslenskt sviðsverk í Tjarnarbíói
A queer crip Genesis on stage
Eden
Snúið upp á sköpunarsöguna
14. JÚNÍ KL. 20:00 TJARNARBÍÓ 4.900 KR.„Í okkar Eden er lykt af píku og nýslegnu grasi, og hrúga af hálfétnum eplum í horninu. Það er eitthvað skrítið við okkar Eden, eitthvað á ská, eitthvað óþægilegt. Adam & Eva eru ekki að leika hlutverkin sín eins og þau hafa alltaf gert.“
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir kafa ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér.
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður, aktívisti og sviðslistakona sem hefur m.a. rannsakað kynverund og unað í lífi fatlaðs fólks. Fyrir frammistöðu sína í sýningunni Góða ferð inn í gömul sár var Embla tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem dansari ársins 2023.
Nína Hjálmarsdóttir er sviðshöfundur, fræðimaður og menningarrýnir. Nína stofnaði leikhópinn Sálufélagar árið 2015 sem hafa framleitt ýmis verk fyrir svið, ásamt því að vera einn stofnandi og framleiðandi hinsegin klúbbakvöldanna Sleikur. Rannsóknir Nínu í listsköpun og fræðum eru á vettvangi afnýlenduvæðingar og hinsegin fræða í listum, sem oft staðsetja Ísland og Norðrið í nýlendusamhengi.
In our Eden there is a sense of smell from vulvas and freshly cut grass, and there’s a pile of half-bitten apples in the corner. There is something strange, something uncomfortable, something unsettling, about our Eden. Adam & Eve aren’t fulfilling their usual roles. In this performance, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir and Nína Hjálmarsdóttir delve into the story of Genesis and inhabit the original orchard itself. Eden becomes a queer crip paradise that challenges societal norms and encourages viewers to embrace their own erotic self.
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir is an independent academic, activist and performer whose research topics include sexual identity and pleasure in the lives of people with disabilities. Embla was nominated for the 2023 Icelandic Performing Arts Awards as dancer of the year.
Nína Hjálmarsdóttir is an artist, academic and a performance critic. Their performance art collective, Sálufélagar, have produced several performances for stage. They are the co-founder of queer club night & art collective Sleikur. Nína’s field of research is decolonial theory and queer theory in artistic practice, situating Iceland and the North in a colonial context.
Höfundar & leikarar / Created and performed by Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
Nína Hjálmarsdóttir
Dramatúrg / Dramaturg
Gréta Kristín Ómarsdóttir
Danshöfundur / Choreographer Rósa Ómarsdóttir
Framleiðandi / Producer Davíð Freyr Þórunnarson MurMur Productions
Lengd / Duration 75 mín.
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
RÁÐHÚSIÐ
12 lokalög er umfangsmesta verkefni Listahátíðar í ár enda stíga þar rúmlega þrjátíu manns á svið. Þau eru ekki leikarar heldur vinnandi fólk úr íslensku samfélagi. Allt frá hádegi til miðnættis mætir alls konar fólk á vakt, sinnir sínum störfum, segir okkur frá vinnunni og sjálfu sér um leið. Málari málar vegg, söngvari tekur lagið, stjörnufræðingur segir frá lögmálum himingeimsins, ljósmóðir leiðir okkur í allan sannleika um fæðingu nýs lífs … Í þessu óvenjulega, stórskemmtilega og áhrifaríka verki býðst okkur að upplifa fjölbreytta mannlífsflóru Íslands í dag, hitta fólk sem verður ekki endilega á leið okkar í hvunndeginum, velta fyrir okkur tímanum og tilverunni og skyggnast inn um ótal margar dyr sem oftast standa okkur lokaðar. Hinn rómaði sviðslistahópur Quarantine á sér bækistöðvar í Manchester en hefur ferðast víða með sýningar sínar sem eiga það sameiginlegt að draga fram óvæntar hliðar á mannlífinu. 12 lokasöngvar hafa hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
Sýningin stendur yfir í 12 tíma, aðgangur er ókeypis og áhorfendum er frjálst að koma og fara að vild.
12 Last Songs is the festival’s biggest project this year, with over thirty people showing up on stage. They are not actors — they are workers from our community. From noon until midnight, all sorts of people turn up for a shift, telling us about their work and how they see the world. A decorator decorates a wall, a singer sings, an astrophysicist tells us about the laws of the universe, a midwife reveals truths about the birth of a new life …
This unusual, joyful and touching work gives us an opportunity to experience the diversity of Iceland today, meet people we don’t necessarily encounter in our everyday lives and ponder time and the universe while peeking through doors that are not usually open to us.
Critically acclaimed performance group Quarantine are based in Manchester but have travelled widely with their productions, known for revealing unexpected sides to human life. 12 Last Songs has been been enthusiastically received by audiences and critics.
The production lasts 12 hours, admission is free and the audience are welcome to come and go as they like.
Eftir / Created by Quarantine
Hugmynd & leikstjórn / Concept & direction
Richard Gregory
Sviðshönnun / Designer
Simon Banham
Ljósahönnun / Lighting Designer
Mike Brookes
Listakona & aðstoðarleikstjóri / Collaborating Artist & Assistant Director
Sarah Hunter
Stafræn list / Collaborating Digital Artists
Lowri Evans
Lisa Mattocks
Spurningahöfundar / Questions text
Sarah Hunter
Leentje Van De Cruys
Quarantine
Dramatúrgía / Dramaturgy
Renny O’Shea
Sarah Hunter
Leentje Van de Cruys
Flytjendur / Performers
Ilmur Kristjánsdóttir
Jónmundur Grétarsson
Kate Daley
Unnsteinn Manúel Stefánsson
Samstarfsaðilar / Partners
Harpa
Presented by Quarantine in association with Factory International
Lengd / Duration
12 klst. Áhorfendur koma og fara að vild
12 hours As long and as often as you like
Aðgengi / Access
Táknmálstúlkun að hluta, nánari upplýsingar á heimasíðu Listahátíðar Partial sign language interpretation, more information on website
→ listahatid.is
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Ný íslensk tónlist fyrir strengi
Endurfundir
Cauda Collective flytur fimm glóðvolg tónverk eftir meðlimi listhópsins Errata. Frumflutt verða strengjatríó eftir Halldór Smárason, Hauk Þór Harðarson og Petter Ekman og einnig leiknir nýlegir strengjakvartettar eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson.
Listhópinn Errata skipa tónskáld sem hafa átt í frjóu, listrænu samtali í rúman áratug. Errata hafa starfað með tónlistarfólki víða um heim og staðið fyrir metnaðarfullum listviðburðum.
Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem horfa út fyrir rammann í flutningi sínum. Í starfi hópsins er lögð áhersla á að vinna náið með tónskáldum og hefur hópurinn frumflutt fjölda nýrra tónverka. Að þessu sinni verða flytjendur þær Sigrún Harðardóttir og Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikarar, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.
Endurfundir eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið á Ísafirði og Listahátíðar í Reykjavík.
Cauda Collective performs five works by members of art collective Errata, featuring brand new string trios by Halldór Smárason, Haukur Þór Harðarson and Petter Ekman as well as recent string quartets by Bára Gísladóttir and Finnur Karlsson.
Errata Collective is made up of composers who for over a decade have been engaged in a fertile artistic conversation. Errata has worked with musicians around the world and hosted a multitude of ambitious events.
Cauda Collective is a group of creative instrumentalists who constantly push boundaries in their musicianship. The group works closely with composers and has premiered a great number of works. This time, the collective is represented by violinists Sigrún Harðardóttir and Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, viola player Þóra Margrét Sveinsdóttir and cellist Þórdís Gerður Jónsdóttir.
Junction is a collaboration between Reykjavík Arts Festival and Við Djúpið Music Festival in Ísafjörður.
TÓNLIST / MUSIC
Tónskáld / Composers
Bára Gísladóttir
Finnur Karlsson
Halldór Smárason
Haukur Þór Harðarson Petter Ekman
Flytjendur / Performers
Sigrún Harðardóttir fiðla / violin
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla / violin
Þóra Margrét Sveinsdóttir víóla / viola
Þórdís Gerður Jónsdóttir selló / cello
Samstarfsaðilar / Partners
Tónlistarhátíðin Við Djúpið
Lengd / Duration
60 mín
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
HÁTEIGSKIRKJA
Íslenska í fjölmenningarsamfélagi
Delve into the development of Icelandic in a diverse society
Stefnumót skálda og fræðafólks í Eddu
Rótarskot
16. JÚNÍ
KL. 14:00—15:30 ÓKEYPIS / FREE EDDA
— HÚS ÍSLENSKUNNAR
Skáld með innflytjendabakgrunn og fræðafólk frá Árnastofnun koma saman á lokadegi Listahátíðar í hinu glæsilega nýja húsi íslenskunnar, Eddu.
Íslensk tunga er samtvinnuð sögu fólksins sem hefur byggt þetta land í aldanna rás í örbirgð sem allsnægtum, gleði og sorg, andspænis umhleypingum í náttúru og þjóðlífi.
Nú er fimmta hver manneskja sem byggir landið ýmist fædd erlendis eða á foreldri fætt erlendis og sístækkandi hópur notar og beitir tungumálinu á nýstárlegan hátt. Fjölmenningarsamfélag krefst nýrra orða, hugmynda og nálgana. Hvaða orð og hugtök skortir okkur til þess að fanga breyttan veruleika? Getur þróun tungumálsins haldið í við síbreytilegt samfélag? Hvaða möguleikar felast í því að fleiri og fjölbreyttari hópar fólks takist á við íslenska tungu?
Á þessum viðburði í Eddu á Listahátíð kynnumst við skáldum sem skrifa á íslensku sem öðru máli, heyrum samtöl sérfræðinga um þróun tungumálsins og fáum kynningu frá ungu fólki sem vinnur að verkefninu Kærleiksorðræða á vegum Borgarbókasafnins.
Writers from an immigrant background and academics from The Árni Magnússon Institute come together on the closing day of Reykjavík Arts Festival in the magnificent new House of Icelandic, Edda.
The Icelandic language is entwined with the history of the people who have called this island home through the ages - in poverty and abundance, joy and sorrow, faced with natural and political unrest. Now, with approximately a fifth of the population being first or second generation immigrants, a growing number of individuals are embracing the language in fresh and innovative ways. Which words and concepts do we need in order to capture new realities? Can the development of our language keep up with an ever-changing society? Which possibilities open up when larger and more diverse groups of people use the Icelandic language?
At this event in Edda, guests are invited to engage with writers who express themselves in Icelandic as a second language, participate in discussions led by experts on the language’s ongoing evolution and hear from young people working on the project Love Speech at the City Library. Please note that the event is conducted in Icelandic.
BÓKMENNTIR / LITERATURE ÓKEYPIS / FREE
Listrænir aðstandendur: Skáld og fræðafólk Various writers and academics
Lengd/Duration: 90 mínútur
Samstarfsaðilar: Árnastofnun
Borgarbókasafnið
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop HÁSKÓLI ÍSLANDS
„Einn eftirsóttasti tónlistarmaður heims.”
„Ég hef aldrei á ævinni séð aðra eins hæfileika,” sagði goðsögnin Quincy Jones um hinn unga Jacob Collier. Þessi fjölhæfi og einlægi tónlistarmaður þykir engum líkur á sviði og nær magnaðri tengingu við áhorfendur. Hann sló fyrst í gegn fyrir um áratug síðan með eigin útsetningum á þekktum lögum þar sem hann raddaði margfalt með sjálfum sér og lék á öll hljóðfæri. Hann er í dag sexfaldur Grammyverðlaunahafi sem hefur komið fram með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks og nýtur ómældrar virðingar og vinsælda í tónlistarheiminum. Hann hefur unnið með jafn ólíku tónlistarfólki og Hans Zimmer, Coldplay, Joni Mitchell, Brandi Carlile, BTS, Stormzy, Pharrell Williams og Aliciu Keys. Tónlistarsköpun Jacobs Collier lýtur sínum eigin lögmálum og þar kallast á heimur djassins, sálartónlistar og R&B, popps og jafnvel klassískrar tónlistar. Á tónleikunum í Eldborg fáum við að sjá hann í elementinu sínu þar sem hann grípur í ólík hljóðfæri og stekkur á milli tónlistarstíla.
“I have never in my life seen a talent like this,” said musical legend Quincy Jones about Jacob Collier. This multi-talented musician has been described as an incredible live performer whose rapport with the audience is unique. He burst onto the scene a decade ago with his arrangements of popular songs, harmonizing with multiple versions of himself and playing every single instrument. Today Collier is a six-time Grammy award winner who enjoys untold respect in the music world, having performed with such diverse artists as Coldplay, Joni Mitchell, Brandi Carlile, Hans Zimmer and Alicia Keys.
His creative output defies definition, bringing together the world of jazz, soul and R&B along with pop and even classical music. At his concert in Harpa we catch him in his element, moving fluidly between instruments and musical genres.
Lengd / Duration
Aðgengi / Access
Næsta stoppistöð / Next bus stop
Klúbbur
1.—16. JÚNÍ IÐNÓ OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLDHjarta Listahátíðar slær í hinum síkvika Klúbbi þar sem allir viðburðir eru ókeypis og öll velkomin. Í Klúbbnum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla hátíðardagana, hvort sem gesti þyrstir í safaríkar umræður, funheita listviðburði, vinnusmiðjur með listafólki eða einfaldlega að dansa fram á nótt.
Klúbbur Listahátíðar hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna á Listahátíð og er órjúfanlegur hluti hennar. Í Klúbbnum er hvatt til lýðræðislegrar virkni og þátttöku í listum og þar eru allir viðburðir ókeypis. Auk þess að hýsa fjölbreytta listviðburði, yfirtökur ólíkra listhópa og spennandi tilraunir er Klúbburinn ekki síður vettvangur samtals og óformlegri tækifæra til að tengjast, kynnast nýju fólki og hugmyndum. Hann er afdrep í undarlegum heimi á óvissutímum og þangað eru öll velkomin.
Klúbbur Listahátíðar 2024 er staðsettur í IÐNÓ, í hjarta borgarinnar.
The Festival Hub plays a vital role at the Reykjavík Arts Festival and is an inseparable part of the experience. At the Hub we encourage democratic engagement and participation in the arts and all events are free to attend. As well as hosting a diverse array of events, takeovers by various art collectives and exciting experiments, the Hub is a venue for dialogue and more informal opportunities to connect and get to know new people and ideas. In these strangest of times in an erratic world it is a sanctuary where all are welcome.
The 2024 Festival Hub is located in IÐNÓ, at the heart of the city.
Á milli mála: Boðið á bakkanum Interbite: Banquet on the Bank
1. JÚNÍ
Stórskemmtileg fjölskyldusmiðja (4 ára+) þar sem þátttakendur læra uppskriftir sem henta bæði tjarnarfuglunum og fólki. Í lok smiðjunnar verða réttirnir bornir fram svo að gestir á fótum og fitum geti notið saman. Á íslensku og ensku.
Family workshop (age 4+) where you learn to make food suitable for both people and the birds on the pond. At the end of the workshop the dishes will be served to fingered and feathered guests. This event takes place in Icelandic and English.
Skráning / Registration → skraning@artfest.is
Krakkalangborð: Eru skrímsli til?
Kids’ Longtable: Are monsters real?
1. JÚNÍ KL. 11 13 KL. 14
Kökuboð fyrir börn frá 7 ára aldri þar sem ein brennandi spurning er uppi á borðum: Eru skrímsli til? Skapandi, skemmtilegur og spennandi viðburður fyrir forvitna krakka. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.
Kids aged 7 and over meet up to share cake, ideas and inspiration as they tackle one of life’s fundamental questions! A fun and creative event for curious kids. The event takes place in Icelandic and English.
Iðnó mun iða af lífi þegar Vökufélagið tekur völd. Félagið hefur það að markmiði að efla lifandi hefðir og menningararf á sviði þjóðlaga, söngs, dans, kveðskapar, handverks o.fl. Á yfirtökunni verður boðið upp á aragrúa viðburða á sviði tónlistar, dans og handverks, sem og tónleika þar sem hlýða má á úrval fremstu listamanna á sviði þjóðtónlistar.
Traditional Icelandic arts will fill every corner of the Hub during this not-to-be-missed Vökufélagið takeover. Vökufélagið is dedicated to expanding and nurturing the burgeoning scene of traditional arts and cultural heritage in Iceland. The takeover will feature music, dancing, handicraft, an all-comers session and a concert where outstanding artists in the field of traditional folk music will perform.
Fuglasinfónía Bird Symphony
1. JÚNÍ
KL. 16—16:40
Krummi krunkar úti og kallar á nafna sinn — eða vill Krummi krunka inni og kallast á við krakka? Komið og takið þátt í að semja Fuglasinfóníuna, nýju tónverki eftir Sóleyju Stefánsdóttur í samstarfi við ÞYKJÓ. Á íslensku.
Did you know that blackbirds are great mockingbirds? That snipes sing with their tails, not their beaks? Come take part in this family event where little kids and little chicks find harmony in a new musical composition by Sóley Stefánsdóttir in collaboration with ÞYKJÓ. In Icelandic.
Opnunarpartý
Klúbbsins Opening Night Party: Superserious
1. JÚNÍ
KL. 20:30 00
Við þeytum Klúbbdyrunum upp á gátt! Grípið glas af búbblum og fáið innsýn í dagskrá Klúbbsins. Ferskasta indírokksveit indírokksveit landsins, Superserious, spilar á sjóðheitu opnunarkvöldi Klúbbsins og plötusnúðar þeyta skífum inn í nóttina. Komið eins og þið eruð eða viljið vera!
The doors to the Festival Hub will open with a bang! Grab a glass of bubbly and hear about the Hub Higlights. Iceland’s hottest indie rockers Superserious play songs from their brand new album and DJ sets keep us dancing into the night. Come as you are or as you want to be!
Ruslveisla:
Matarganga & opið
eldhús TrashFeast: Foraging Walk & Community Kitchen
3. JÚNÍ
17 20
Hönnuðurinn Elín Margot og kokkurinn Pola Sutryk bjóða gestum að ganga með sér umhverfis Tjörnina í leit að hráefni sem svo er nýtt í dýrindismáltíð. Viðburðurinn fer fram á ensku.
Designer Elín Margot and chef Pola Sutryk invite the audience on a foraging walk around Tjörnin, culminating in an open cooking workshop. In English.
Ruslveisla:
Matarboð TrashFeast: Dinner Party
3. JÚNÍ
KL. 20 22
Spjöllum og smökkum — skiptumst á skoðunum, þekkingu og hugmyndum um hvernig við getum komið í veg fyrir matarsóun. Ókeypis þátttaka og öll velkomin hvenær sem er. Viðburðurinn fer fram á ensku.
Let’s talk and try tasty food while sharing knowledge and ideas about how to prevent food waste. The event is free for all to join at any time. In English.
Kryfjum ferlið: Korda Samfónía
Anatomy of a process: Korda Samfónía
5. JÚNÍ
KL. 13 16
Smiðja þar sem skapandi ferli Kordu Samfóníu verður krufið með meðlimum hljómsveitarinnar ásamt þátttakendum úr heilbrigðis og listageiranum. Gestum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðum. Viðburðurinn fer fram á ensku.
Workshop taking a detailed look at the working process of Korda Samfónía with members of the band as well as participants from healthcare and the arts. Observers welcome. In English.
Hér & nú: List og
vellíðan Here & Now: Art and Wellbeing
5. JÚNÍ
KL. 16:30—17:30
Happy hour í Klúbbnum þar sem við köfum í möguleika listanna til að stuðla að vellíðan. Opnar umræður, brot úr tónverki Kordu Samfóníu, lyfleysa við meðvirkni í boði Codapent og lög af bataplötu Tilfinningakórsins. Á íslensku.
Happy hour at the Hub where we investigate how art can support wellbeing. Open conversation, music by Korda Samfónía, placebo for codependency courtesy of Codapent and songs from the Emotional Choir’s upcoming record. In Icelandic.
Drengurinn Fengurinn / Apex Anima & FRZNTE
Fyrri hluta þessa ómissandi kvölds mætir Drengurinn Fengurinn í Klúbbinn með sína safaríku blöndu af tónlist og gjörningalist. Alltumlykjandi tón og sjónlistatryllingur í boði Apex Anima og FRZNTE leiðir gesti svo áfram inn í kvöldið.
For the first part of this unmissable night, Drengurinn Fengurinn brings his avant-garde blend of music and performance art to the Hub, followed by Apex Anima & FRZNTE with a highly energetic audio-visual show.
Langborð: Fótspor listarinnar Longtable: The Footprint of the Arts
Að langborði er öllum boðið sem hafa áhuga á innihaldsríkum samræðum, hvort sem er með því að leggja orð í belg eða fylgjast með. Safaríkar samræður um umhverfismál og listir með listafólki hátíðarinnar, aktívistum og öllum sem vilja taka þátt. Á íslensku og ensku.
Longtables are an open invitation to all who are interested in profound conversations, whether as active participants or listeners. In Icelandic and English.
Gleðirík yfirtaka sem hljómar og bragðast stórfenglega! Happy Pinoy er óformlegur listhópur Filippseyinga á Íslandi. Þau lýsa sér sem asísku klisjunni því saman hlæja þau, elda og syngja. Þau ætla að bjóða gestum og gangandi upp á stórskemmtilega dagskrá í Klúbbnum — meðal annars Sinulogdansa, filippseyskt hlaðborð í boodle fightstíl, haranaserenöður, ljóðlist — og auðvitað smá karókí líka.
A joyful, musical and tasty takeover! Happy Pinoy is a loose collective of Filipinos living in Iceland exploring artistic expression beyond karaoke. Describing themselves as the Asian cliche because they laugh, cook and sing, they have put together a wonderful programme featuring Sinulog dancing, a boodle fight, harana serenades, poetry — and of course a bit of karaoke.
FAR Fest Happy Hour
Komið og sleppið fram af ykkur beislinu með hressandi afródansi og trommuslætti frá Gíneu fyrir alla fjölskylduna. Alseny Sylla, Cheick Bangoura, Baba Bangoura og Bangaly Inga Fofana mæta ásamt DJ Uhunoma frá Nígeríu. Happy hour á barnum!
Fabulous afro dancing and drumming from Guinea for the whole family! Featuring lseny Sylla, Cheick Bangoura, Baba Bangoura, Bangaly Inga Fofana and DJ Uhunoma from Nigeria. Happy hour!
Langborð: List á stríðstímum
Longtable: Art in the Time of War
Að langborði er öllum boðið sem hafa áhuga á innihaldsríkum samræðum, hvort sem er með því að leggja orð í belg eða fylgjast með. Komið og takið þátt í samtali um hlutverk lista á stríðstímum ásamt listafólki af hátíðinni. Á íslensku og ensku.
Longtables are an open invitation to all who are interested in profound conversations, whether as active participants or listeners. Come join a conversation with artists from the festival about the role of the arts in turbulent times. In Icelandic and English.
(H)ANDAFLUG
9. JÚNÍ ALLAN DAGINN / ALL DAY
Sviðslistahópurinn O.N. productions lætur hendur standa fram úr ermum þegar íslenska táknmálið tekur Iðnó yfir. Gestir fá að spyrja og fræðast, leika og læra, njóta lista og kynnast menningarheimi Döff. Yfirtakan verður sannkallað hlaðborð af fjölbreyttum réttum á borð við vinnustofur, spjallstundir og táknmálskaffihús. Hápunkturinn verður skemmtidagskráin Haltu kjafti og horfðu! #2, þar sem Döff listafólk býður til veislu fyrir skynfærin, hláturtaugarnar og hjartað. Íslenska táknmálið ræður ríkjum en séð verður til þess að veita heyrandi þátttakendum aðgengi eftir þörfum.
Icelandic Sign Language takes over Iðnó, courtesy of performing arts group O.N. productions. Guests get to learn and ask, play and enjoy, experience artistic events and get to know Deaf culture. This takeover will be a banquet of diverse dishes such as workshops, talks and a sign language café, culminating in the event Shut up and watch! #2 where Deaf artists host a hilarious feast for the senses. In Icelandic Sign Language, with access provided to hearing participants as needed.
POPera
Fylgið fjólubláum varúlfi í háskaför um alheiminn. POPera er margmiðlunarlistaverk eftir þau Diönu Burkot, trommuleikara Pussy Riot, og fjöllistamannninn Michael Richardt sem máir út mörkin milli tónleika og gjörningalistar. Diana Burkot, aka Rosemary loves a blackberry, þeytir skífum á eftir sýningunni.
Follow a purple werewolf on his quest across the universe. Club kid culture meets classical instrumentation in a contemporary art project composed by Pussy Riot drummer Diana Burkot with lyrics and performance by multidisciplinary artist Michael Richardt. Featuring multimedia technologies, POPera blurs the borders between concert and performance art. The performance is followed by Diana Burkot’s DJ set, Rosemary loves a blackberry.
Örnámskeið:
Mesostics-aðferð Johns Cage Workshop: John Cage’s Mesostics method
Ingibjörg Turchi & hljómsveit / Djasskrakkar
DragUngar — Dragkvöld unga fólksins Drag Youth Night
Komið og spreytið ykkur á aðferð Johns Cage við að skapa tónverk upp úr bókmenntaverki. Aðstandendur verksins Niður (bls. 62) segja frá og veita innblástur. Happy hour á barnum! Á ensku.
Come try your hand at John Cage’s method for transforming a literary work into a concert/installation. The team behind Niður (pg. 62) will educate and inspire. Happy hour at the bar! In English.
Rafbassaleikarinn og tónskáldið
Ingibjörg Turchi leikur ásamt hljómsveit sinni verk af plötum Ingibjargar, Meliae (2020) og Stropha (2023) í bland við spuna. Djasskrakkar, hljómsveit skipuð tónlistarkrökkum á aldrinum 9—13 ára, hita gesti upp. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau spilað víða og eru gestgjafar hátíðarinnar Barnadjass í Mosó.
Electric bass player and composer Ingibjörg Turchi and her band improvise and play songs from Ingibjörg’s acclaimed albums Meliae (2020) and Stropha (2023). Djasskrakkar, a band of musical kids aged 9—13, will warm up the crowd with some improv jazz and tunes.
Mannaós Voice Estuary
Í gjörningi Ós Pressunnar ómar líkama og orðakór af mismunandi tungumálum og persónuleikum sem sameinast í eitt hljóðlandslag. Í kjölfarið fá gestir kynningu á Ós Pressunni, félagasamtökum rithöfunda og skálda sem gefur út fjöltyngd verk og hefur þann tilgang að styðja við óheyrðar raddir og skapa sameiginlegt ritrými fyrir öll. Opnar umræður. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.
Multiple languages and identities come together in a word and body choir within a shared soundspace — where the urge for personal expression transcends national and linguistic barriers. Followed by an introduction to Ós Pressan, a non-profit initiative designed to support and promote authors to create an inclusive, multilingual writing community in Iceland. In Icelandic and English.
Ný og brakandi fersk kynslóð draglistafólks stígur á svið og tryllir Klúbbgesti!
A new and fresh generation of drag artists blow the roof off the Hub!
Langborð: Hver á menningararfinn?
Longtable: Whose cultural inheritance?
Að langborði er öllum boðið sem hafa áhuga á innihaldsríkum samræðum, hvort sem er með því að leggja orð í belg eða fylgjast með. Takið þátt í lifandi og brýnu samtali með listafólki hátíðarinnar og fleira fólki úr okkar sífellt fjölbreytilegra samfélagi. Á íslensku og ensku.
Longtables are an open invitation to all who are interested in profound conversations, whether as active participants or listeners. Come take part in a dynamic and urgent conversation with festival artists and others from our increasingly diverse society. In Icelandic and English.
Hér & nú: Dans-
senan Here & Now: The Dance Scene
12. JÚNÍ
KL. 17 18:30
Pallborðsumræður þar sem danslistafólk af hátíðinni tekur stöðuna á danssenunni á Íslandi í dag. Hvað er að breytast, hvaða fólk er það sem dansar og geta ólíkir straumar og stílar átt sér stefnumót? Á íslensku.
Panel discussion where dance artists featured at the festival reflect on the dance scene in Iceland. What’s changing, who’s dancing and are there meeting places for different styles and genres? In Icelandic.
Dansinn í Klúbbnum Dance at the Hub
12. JÚNÍ
KL. 20 22
Dansverkstæðið býður til kvöldstundar tileinkaðri danslistinni með sýningu á nokkrum spennandi verkum í vinnslu, umræðum og broti úr danssöguverkefninu Secondhand Knowledge. Endum kvöldið á sjóðandi heitu dansíókí!
Dansverkstæðið hosts an evening featuring some exciting works-in-progress, a conversation and a look at the dance history project Secondhand Knowledge. The night will culminate in a smoking hot danceoke session!
Fögnuður fullorðinna Wedding of the Century
13. JÚNÍ
KL. 17 19
Gjörningur eldri borgara þar sem við gefumst ellinni af fullri reisn. Glöð og þakklát fyrir hvert ár sem við fáum að njóta þess að lifa. Hér heiðrum við ellina, færum henni fórn með því að gefast henni á hönd í táknrænni athöfn.
A performance by senior citizens where we offer ourselves up to old age with full dignity, in happy gratitude for each year we are granted. We honour and accept old age through a symbolic sacrifical ceremony. In Icelandic.
Rokkað og dansað með Sæma Rokk Dance of the Century
13. JÚNÍ
KL. 20—22
Hér er blásið til fagnaðar af listrænni kæti til að stíga dans, finna lífið í kroppnum, taktinn í hjartanu. Við dönsum inn í nóttina ellinni til heiðurs undir handleiðslu Sæma Rokk.
A space to dance, to feel the life in your body, the beat of your heart. Senior citizens take us dancing into the night in honour of old age, led by the legendary Sæmi Rokk.
Hér & nú: Safer Spaces — öruggari
rými Here & Now: Safer Spaces
14. JÚNÍ
KL. 17 18
Pallborð þar sem gestir frá Sleik, Andrými og Svigrúmi deila reynslusögum, fara yfir hugmyndir um örugg rými, ábyrgð skipuleggjenda í róttæku félagslegu rými og hvernig hlúa megi að fólki á viðburðum, hátíðum, fundum og í partýjum. Happy hour á barnum og opnar umræður í lokin. Á ensku.
Panel featuring participants from Sleikur, Andrými and Svigrúm who share their experiences and ideas about safe spaces, duty of care in radical social spaces and how to safeguard guests at events, festivals, meetings and parties. Happy hour at the bar and concludes with an open discussion. In English.
DRIF
14. JÚNÍ
KL. 20—00
Sjóðheitur raftónlistarviðburður í Klúbbnum! Plötusnúðar á vegum vefútvarpsins DRIFs færa sig yfir í Klúbbinn úr gamla söluturninum á Lækjartorgi.
A smoking hot dance event at the Hub! A selection of DJs from DRIF relocate to the Hub for a night of electronic music.
Burlesque
Fjaðrir, skrautsteinar og glamúr! Börlesk er aldagamalt sviðslistaform sem einkennist af húmor, kynþokka, satíru og glæsileika. Á Íslandi er börlesk samfélagsdrifin og gróskumikil jaðarsviðslistasena. Nú fá gestir og gangandi tækifæri til að baða sig í glitrandi valdeflingu þegar börlesksenan tekur völdin í Klúbbnum með vinnustofum, listamannaspjalli og alls kyns uppákomum. Deginum lýkur með glænýrri börlesksýningu þar sem fremsta listafólk senunnar mun heilla áhorfendur upp úr skónum.
Feathers, rhinestones and glamour! Burlesque is an ancient performing art defined by humour, sex appeal, satire and elegance. Iceland is home to a thriving, community-driven burlesque scene. Guests are given a unique opportunity to experience glittering empowerment as burlesque artists take over the Hub with workshops, artist talks and all sorts of events. The takeover ends with a brand new burlesque show where the hottest artists on the scene will charm the socks off everyone.
Fjölskyldupönk
Family Punk
KL. 11 13 16. JÚNÍ
Langar þig að pönkast með fjölskyldunni þinni? Á námskeiðinu læra alls kyns fjölskyldur að stofna hljómsveit út frá leiðbeiningum af vefsíðunni wikihow.com. Engin reynsla er nauðsynleg — því minni, því betra! Viðburðurinn er á íslensku en ensk túlkun er í boði. Aldur: 6+.
A workshop open to all kinds of families. Start a punk band using instructions from wikihow. com. No experience necessary — in fact, the less experience, the better! In Icelandic but English interpretation available on request. Age: 6+.
Skráning / Registration → skraning@artfest.is
Ólíklegir plötusnúðar Not Your Everyday DJs
KL. 16 18 16. JÚNÍ
Öll velkomin á stórskemmtilegan dansviðburð þar sem plötusnúðar sem þið hefðuð aldrei búist við að sjá fylla Iðnó af frábærum tónum. Ung sem aldin velkomin!
Come and dance at this joyful event where some highly unexpected DJs will fill the Hub with fantastic music. Welcome to all, young and old!
Tengdir viðburðir / Connected Events
Lærðu pólska og úkraínska tónlistarleiki! Learn Polish and Ukrainian music games!
HARPA
Leiðsögn: (Post) Guided Tour: (Post)
NORRÆNAHÚSIÐ
Stórskemmtilegt, ókeypis námskeið fyrir krakka þar sem hljómsveitin DAGADANA kennir pólska og úkraínska leiki.
A fun, free workshop for kids where the band DAGADANA teaches some Polish and Ukrainian games.
Skráning / Registration → skraning@artfest.is
Samtal listamanns og
sýningarstjóra: Flóð Panel Talk: Artist and Curator
HAFNARHÚS
13 KL. 10
Jónsi ræðir við sýningarstjóra um sýningu sína. Á ensku.
Jónsi talks to a curator about his exhibition at Reykjavík Art Museum. In English.
Listamannaspjall á opnun: Er þetta norður? Meet the Artists: Is This North?
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
Sýningarstjóri leiðir samtal við listafólk sem á verk á þessari samsýningu úr norðri. Á ensku. Curator leads a conversation with artists whose work is featured at this northern exhibition. In English.
Sýningarstjórinn Ruth Hege Halstensen og listakonur leiða gesti um sýninguna (Post).
Curator Ruth Hege Halstensen and artists show guests around the exhibition (Post).
Leiðsögn sýningarstjóra: Er þetta norður? Curator Tour: Is this North?
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
Fræðist um forvitnilega samsýningu undir leiðsögn sýningarstjóra.
Curator-guided tour of this exciting exhibition.
Leiðsögn listamanns: Í lausu
lofti Meet the Artist: In Mid-Air
GALLERÍ ÚTHVERFA
Auður Lóa Guðnadóttir segir gestum frá skúlptúrasýningu sinni í kjölfar opnunar.
Auður Lóa Guðnadóttir shows guests around her sculpture exhibition
Listamannaspjall: Hringrás Meet the Artist: Loop
LISTASAFN ÍSLANDS
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, ræðir við Tuma Magnússon um sýningu hans. Á íslensku.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, director of the National Gallery of Iceland, talks to artist Tumi Magnússon about his exhibition. In Icelandic.
Listamannaspjall: Hringrás
Meet the Artist: Loop
9. JÚNÍ LISTASAFN ÍSLANDS
KL. 16
Pari Stave sýningarstjóri ræðir við Tuma Magnússon um sýningu hans. Á ensku.
Curator Pari Stave talks to artist Tumi Magnússon about his exhibition. In English.
Leiðsögn: (Post) Guided Tour: (Post)
11. JÚNÍ NORRÆNA HÚSIÐ
KL. 14
Kolbrún Ýr Einarsdóttir, kynningarstjóri Norræna hússins, segir gestum frá sýningunni (Post).
Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Head of Communications at the Nordic House, guides guests around the exhibition (Post).
Leiðsögn fyrir fjölskyldur: (Post) Guided Tour for Families: (Post)
12. JÚNÍ
NORRÆNA HÚSIÐ
KL. 14
Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi segir börnum, ungmennum og fjölskyldum frá sýningunni (Post).
Mediator Hrafnhildur Gissurardóttir guides kids, young people and families around the exhibition (Post).
Gjörningur: Guðrún Marta Jónsdóttir Happening: Guðrún Marta Jónsdóttir
13. JÚNÍ
KL. 18
KLING & BANG
16. JÚNÍ
KL. 14
Guðrún Marta fremur gjörning í tilefni sýningarinnar Silfurgjá.
A happening by artist Guðrún Marta in connection to the exhibition Silfurgjá.
Listamannaspjall: Magnús
Sigurðarson Meet the Artist: Magnús Sigurðarson
16. JÚNÍ
KLING & BANG
KL. 14
Magnús Sigurðarson situr fyrir svörum í tengslum við sýninguna Óþægileg blæbrigði.
An artist talk with Magnús Sigurðarson in connection to his exhibition Happy Tales of Death and Melancholy.
Leiðsögn: Rás Guided Tour: Rás
16. JÚNÍ NÝLISTASAFNIÐ
KL. 13
Leiðsögn með sýningarstjórunum Sunnu Ástþórsdóttur og Þorsteini Eyfjörð.
A guided tour with curators Sunna Ástþórsdóttir and Þorsteinn Eyfjörð.
Eyrarrósin 2023—24
Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni — viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Verndari Eyrarrósarinnar er Eliza Reid forsetafrú.
Viðurkenningin er nú veitt annað hvert ár og auk þess hreppa þrjú verkefni vegleg hvatningarverðlaun. Hvatningarverðlaun hrepptu að þessu sinni sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri á Akureyri, International Westfjords Piano Festival á Patreksfirði og Raddir úr Rangárþingi, Hellu. Handhafi Eyrarrósarinnar 2023 er menningarstarfið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur skapað einstakan vettvang fyrir listsköpun, hugmyndir og ferska vinda sem hreyfa við og næra samfélagið. Alþjóðlega listahátíðin INTO Festival sem fram fer í Alþýðuhúsinu er á aðaldagskrá Listahátíðar í ár, sjá bls. 42.
Meira um Eyrarrósina: listahatid.is/eyrarrosin
Eyrarrósin is an award for outstanding cultural projects in the rural areas of Iceland, handed out regularly since 2005. The award is a collaboration between Reykjavik Arts Festival, The Icelandic Regional Development Institute and Icelandair. The patron is First Lady Eliza Reid.
Eyrarrósin is awarded every other year and three Encouragement Awards are also granted to more recent projects, this time to performing arts group
Hnoðri í norðri (Akureyri), International Westfjords Piano Festival (Patreksfjörður) and concert series
Raddir úr Rangárþingi (Hella).
The winner of the 2023 Eyrarrósin Award is Alþýðuhúsið in Siglufjörður, where Aðalheiður S. Eysteinsdóttir has founded a unique cultural venue for creative work, ideas and fresh winds that move and nourish the entire community. International festival INTO, hosted by Alþýðuhúsið, is on the Reykjavík Arts Festival main programme this year, see pg. 42.
Starfsfólk Listahátíðar / Festival Team
Vigdís Jakobsdóttir
Listrænn stjórnandi / Artistic Director & CEO
Salka Guðmundsdóttir Ritstjóri / Editor
Alexander Örn Númason
Verkefnastjóri / Project Manager
Tinna Grétarsdóttir
Verkefnastjóri / Project Manager
Fjóla Dögg Sverrisdóttir
Framkvæmdastjóri / Executive Director
Aude Busson
Klúbbstjóri / Festival Hub Director
Ingibjörg Halldórsdóttir Verkefnastjóri / Project Manager
Kara Hergils
Kynningarstjóri / PR Manager
Sigurður Starr Guðjónsson Klúbbstjóri / Festival Hub Director
Matthias Engler
Verkefnastjóri / Project Manager
Verndari / Patron
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands / President of Iceland
Heiðursforseti / Honorary President
Vladimir Ashkenazy
Formaður fulltrúaráðs / Chair, Board of Representatives
Lilja Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra / Minister for Culture and Business Affairs
Varaformaður fulltrúaráðs / Vice Chair, Board of Representatives
Einar Þorsteinsson Borgarstjóri / Mayor of Reykjavík
Stjórn Listahátíðar
í Reykjavík / Festival Board
Formaður / Chair
Sigtryggur Magnason
Varaformaður / Vice Chair
Margrét M. Norðdahl
Stjórnarmaður / Board Member
Tryggvi M. Baldvinsson
Ritstjórn / Editors
Salka Guðmundsdóttir
Kara Hergils
Vigdís Jakobsdóttir
Ljósmynd á forsíðu / Cover photo
Rut
Sigurðardóttir
Hönnun / Design
Kolofon
Prentun / Printed by Litróf
Pappír / Printed on Amber Graphic
Letur / Typeface
Ayer
TWK Everett
Þakkir / Thanks
Framlag ríkis og borgar til Listahátíðar í Reykjavík gegnir grundvallarhlutverki í því að tryggja rekstur og velgengni hátíðarinnar. Stuðningur frá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðlegum samstarfsaðilum gerir hátíðinni kleift að viðhalda framþróun og gæðum. Listahátíð í Reykjavík vill þakka þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn og samstarfið.
The contribution of state and city towards the Reykjavík Arts Festival plays a fundamental role in ensuring the operation and success of the festival. Support from companies, institutions and international collaborators enables the festival to maintain its advancement and its quality. Reykjavík Arts Festival would like to extend a very warm thank you to these parties for their support and partnership.
Stofnaðilar / Founders
Styrktar- og samstarfsaðilar einstakra verkefna / Event sponsors and benefactors
INTO Festival / Alþýðuhúsið á Siglufirði
Á milli mála
Óþekktur hlutur
Sviðslistasjóður
Hér á ég heima
Rocinante Oaxaca, Ásta Creative Clothes, Fözz Studi
Materize
Art Music Denmark, Dansk Komponist Forening, KODA Kultur, Statens Kunstfond, Samfélagssjóður Landsbankans, Tónskáldasjóður RÚV og STEF, Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2, William Demant Fonden, Academy for Theater and Digitality, Inter Arts Center, Dansk Danseteater.
Future Forecast
Múlinn, Sjónvarp Símans
Rask
Hringferð í Smástundarsal
Arkív
Kolaportið, Ljósmyndaskólinn
Kiosk 108:
Sviðslistasjóður
Samstarfsaðilar / Partners
Samstarfsaðilar / Partners
List fyrir alla, Skrímslasetrið á Bíldudal, Bílaleigan Höldur, List fyrir alla, menningarfulltrúi SSV, Vestfjarðastofa, menningarfulltrúi SSNE, Menningarstofa Fjarðabyggðar, Austurbrú og verkefnastjóri menningarmála, Faxaflóahafnir, Akraneskaupstaður, Ísafjarðarbær, Norðurþing, Fjarðabyggð, Sláturhúsið á Egilsstöðum, Safnahúsið á Húsavík, Byggðasafn Vestfjarða og listahátíðin Innsævi
kunstencentrum nona (Mechelen, BE), CTAKT (Limburg, BE), Workspacebrussels (BE), Rosendal Teater (Trondheim, NO), Black Box teater (Oslo, NO), BIT Teatergarasjen (Bergen, NO), Vlaams Cultuurhuis De Brakke Grond (Amsterdam, NL), DansBrabant (Tilburg, NL), DansiT Trondheim (NO), Vooruit (Ghent, BE), Dansens Hus Stockholm (SE), Bora Bora (Århus, DK)
Styrktaraðilar / Supported by:
Flemish Government, Arts Council Norway, sendiráð Frakklands á Íslandi, Creative Europe Programme of the European Union, Fond for Utøvende kunstnere and Performing Arts Hub Norway
Sviðslistasjóður
French Ministry of Culture in HautsdeFrance, Région HautsdeFrance, Département of the PasdeCalais, l'ADAMI, French Institut/City of Lille, le Cube at Montréal: International center for research and creation for kids and young people, Teatroskop (French Institut in Serbia), The network Petits Bonheurs (QC), art council of Québec, art council of Montréal
Brot úr framtíð Scoooootch! Dúettar
Sviðslistasjóður
Sviðslistasjóður
Raddir úr blámanum Rás
Tónlistarsjóður
12 Last Songs is cocommissioned by Attenborough Centre for the Creative Arts; Cambridge Junction with the support of the Stobbs New Ideas Fund; and HOME. Coproduced by Transform. Supported by Arts Council England and The Rank Foundation.
12 Last Songs Endurfundir
1. JÚNÍ
13: 00 Á millimála
→ 12
14: 00 Flóð → 10
Opnun Listahátíðar
15: 00 Sæskrímslin
í Reykjavík → 14
16: 00 Metaxis → 16
17: 00 Metaxis → 16
17: 00 Arkív → 18
20: 00 Lise Davidsen → 20
2. JÚNÍ
Á milli mála
→ 12
10—17 Flóð → 10
11—17 Arkív → 18
14—16 Hringferð
í Smástundarsal
→ 22
15:00 Hér á ég
heima
→ 24
20:00 Yes Yes Yes
→ 26
20:00 DAGADANA
→ 28
3. JÚNÍ
Á milli mála → 12
10—17 Flóð → 10
12—18 Hér á ég heima → 24
17:00 Óþekktur
hlutur á pokasvæði sálar minnar → 30
20:00 Yes Yes Yes → 26
4. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar → 30
10—17 Flóð → 10
12—18 Hér á ég heima → 24
17:00 Materize → 32
17:15 Sæskrímslin á Akranesi → 14
20:00 Materize → 32
5. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur
á pokasvæði sálar minnar → 30
10—17 Flóð → 10
12—18 Hér á ég heima → 24
20:00 NASSIM → 34
11—13 Boðið
á bakkanum → 86
14:00 Eru skrímsli til? → 86
16:00 Fuglasinfónía → 87
20:30 Opnunarpartý: Superserious
→ 87
Allan daginn / All Day Yfirtaka: Vökufélagið → 86
17:00 Ruslveisla: Matarganga og opið eldhús → 87
20:00 Ruslveisla: Matarboð → 87
20:00 Materize → 32
13:00 Kryfjum
ferlið: Korda
Samfónía → 87
16:30 Hér & Nú
List og velliðan → 87
20:30 Drengurinn
Fengurinn / Apex Anima
6. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur
á pokasvæði sálar minnar → 30
10—17 Flóð → 10
12—18 Hér á ég heima → 24
15:00 Rask → 36
19:30 Mahler
Nr. 3 → 40
20:00 NASSIM → 34
20:00 Er þetta norður? → 38
7. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á
pokasvæði sálar minnar
Kiosk 108
INTO Festival
→ 30
→ 44
→ 42
10—17 Flóð → 10
10—17 Er þetta norður?
11—16 Rask
12:00 Langborð:
Fótspor listarinnar
→ 88
17:00 FAR Fest Happy Hour → 89
8. JÚNÍ
Á milli mála
→ 38
→ 36
12—18 Hér á ég heima
→ 24
17—19 Hringferð í Smástundarsal
→ 22
18:00 (Post)
→ 52
20:00 NASSIM
→ 34
20:00 While in battle I’m free, never free to rest
→ 46
12:00 Langborð:
List á stríðstíma
→ 89
20:30 POPera
→ 90
9. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á
pokasvæði sálar minnar → 30
INTO Festival → 42
10—17 Flóð → 10
10—17 Er þetta norður? → 38
10—17 Hringrás → 56
10—17 Brot úr framtíð → 50
10—17 (Post) → 52
11—16 Rask → 36
11—17 Arkív → 18
12—18 Hér á ég heima → 24
13:00 Scoooootch! → 54
14—16 Hringferð í Smástundarsal
15:00 Scoooootch! → 54
20:00 Dúettar
10. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á
pokasvæði sálar minnar → 30
10—17 Flóð → 10
10—17 Er þetta norður?
Allan daginn
/ All Day Yfirtaka: Happy Pinoy → 88
Allan daginn / All Day Yfirtaka: (H)ANDAFLUG → 89
17:00 Örnámskeið: Mesostics
20:30 Djasskrakkar / Ingibjörg Turchi & hljómsveit
→ 12 hlutur á sálar → 30
→ 10 þetta → 38 Hringrás → 56 úr → 50 (Post) → 52 → 36 á ég → 24
→ 62
→ 62
Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar / Programme may be subject to change
12. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar → 30
10—1å7 Flóð → 10
10—17 Er þetta norður? → 38
10—17 Hringrás → 56
10—17 Brot úr framtíð → 50
10—17 (Post) → 52
11—16 Rask → 36
12—18 Hér á ég heima → 24
17:15 Sæskrímslin á Húsavík → 14
19:00 FLÖKT → 64
20:00 Raddir úr blámanum → 66
21:00 Flökt → 64
13. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar → 30
10—17 Flóð → 10
10—17 Er þetta norður? → 38
10—17 Hringrás → 56
10—17 Brot úr framtíð → 50
10—17 (Post) → 52
11—16 Rask → 36
12—18 Hér á ég heima → 24
16—18 Í lausu lofti → 48
17:00 Rás → 70
17:00 Óþægileg blæbrigði/Silfurgjá → 68
17:00 FLÖKT → 64
19:00 FLÖKT → 64
20:00 Las Vegan → 72
21:00 FLÖKT → 64
14. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar → 30
10—17 Flóð → 10
10—17 Er þetta norður? → 38
10—17 Hringrás → 56
10—17 Brot úr framtíð → 50
10—17 (Post) → 52
11—16 Rask → 36
12—18 Hér á ég heima
12—17 Óþægileg blæbrigði/Silfurgjá → 68
12—18 Rás → 70
17—19 Hringferð í Smástundarsal → 22
16—18 Í lausu lofti
15. JÚNÍ
Á milli mála → 12
Óþekktur hlutur á
pokasvæði sálar minnar
Flóð
10—17 Er þetta norður?
Hringrás
úr framtíð
Mannaós → 90
DragUngar → 90
12:00 Langborð: Hver á menningararfinn? → 90
17:00 Hér & Nú: Danssenan → 91
20:00 Dansinn
í Klúbbnum → 91
17:00 Fögnuður fullorðinna → 91
20:00 Rokkað og dansað með Sæma Rokk → 91
17:00 Hér & Nú: Safer spaces
List og menning er ekki forréttindi fárra, heldur réttur allra.
/ Arts and culture are not a privilege of a few but a right for all.