N 29 2015
Listahátíð í Reykjavík 13. maí — 7. júní Fyrri hluti Part I
Reykjavík Arts Festival
N 29 2015
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Arts Festival
Stjórn Listahátíðar í Reykjavík Festival Board
Teymi Listahátíðar Festival Team
Kjartan Örn Ólafsson Formaður Chairman
Hanna Styrmisdót tir Listrænn stjórnandi Artistic Director
Margrét Norðdahl Varaformaður Vice Chairman
Ingi Rafn Sigurðsson Framkvæmdastjóri Managing Director
Þorgerður Ólafsdóttir Stjórnarmaður Board Member
Hrönn Hinriksdóttir Kynningarstjóri Communications Manager
Verndari Patron Hr. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands President of Iceland
Helga B. Kjerúlf Verkefnastjóri útgáfu Publications Manager
Heiðursforseti Honorary President Vladimir Ashkenazy Formaður fulltrúaráðs Chairman of the Board of Representatives Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Minister of Culture, Science and Education Varaformaður fulltrúaráðs Vice Chairman of the Board of Representatives Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Mayor of Reykjavík
Hera Guðmundsdóttir Verkefnastjóri Project Manager Alexandra Jóhannesdóttir Verkefnastjóri & lögfræðilegur ráðgjafi Project Manager & Legal Advisor Ágústa Hrund Steinarsdóttir Samfélagsmiðlafulltrúi Social Media Manager Cecilia Eklund Verkefnafulltrúi (starfsnemi) Project Assistant (Intern) Gunnþóra Sigfúsdóttir Miðasala Ticket Services Heiðrún Harðardóttir Bókari Bookkeeping Anna Kristín Traustadóttir Sveinn Rafn Eiðsson Ernst & Young ehf. Endurskoðendur Accountants
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Arts Festival Gimli, Lækjargata 3 101 Reykjavík Iceland
Arnbjörg María Danielsen Ragnheiður Gestsdóttir Dagskrárnefnd Programme Consultants
www.listahatid.is
Vinur Listahátíðar Friend of Reykjavík Arts Festival Kynntu þér vildarkjör Vina Listahátíðar á www.listahatid.is. Vinir njóta allt að 30% afsláttar af miðaverði auk annarra fríðinda. Find out how to become a Friend of Reykjavík Arts Festival and enjoy discounts off ticket prices. Vinir Listahátíðar fá tvo miða á eftirfarandi viðburði með afslætti.
Friends of Reykjavík Arts Festival get a discount off up to 2 tickets for each event.
Shantala Shivalingappa 25% Peter Grimes 10% Lindur – Vocal VII 30% MagnusMaria 25 % MagnusMaria vinnustofa 25 % Og þökk sé margri... 30% Nýjabrum í stofunni 20% Ólík þök 30% Jan Lundgren Trio 30% Solid Hologram 30% BLÆÐI: obsidian pieces 30% Furðuveröld LÍSU 25%
Svartar Fjaðrir 25 % Aisha Orazbayeva í Mengi I 30% Bára Gísladóttir í Mengi II 30% Maya Dunietz í Mengi III 30% Gyða Valtýsdóttir í Mengi IV 30% Engram 25% Guerrilla Girls fyrirlestur 25% Endatafl 20% Hávamál 30% Julia Migenes 25% Both Sitting Duet… 31%
Miðasala á alla viðburði á listahatid.is Tickets available online at artfest.is Miða má nálgast á sýningarstað.
Tickets handed out at event venues.
Dagskrá í tímaröð, fræðsludagskrá og sýningarstaðir aftast í bæklingi.
Programme overview, educational programme and all venues are listed on the inside of the back cover.
Nánari upplýsingar um alla viðburði má finna á www.listahatid.is
More information about the events can be found on www.artfest.is
Hanna Styrmisdóttir Listrænn stjórnandi Artistic Director of Reykjavík Arts Festival Kæru gestir. 29. Listahátíð í Reykjavík ber upp á 45 ára afmæli Lista hátíðar og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þessi tímamót koma skýrt fram í áherslu hátíðarinnar í ár á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Hún er innblásin af verkum listakvenna á öllum sviðum sem margar hverjar koma fram eða eiga verk á hátíðinni og hún er haldin undir yfirskriftinni FYRRI HLUTI. Áherslan kallast á við bylgjur sem eru að rísa víða um heim. Hún nær til 30. Listahátíðar í Reykjavík 2016 sem verður haldin undir yfirskriftinni SÍÐARI HLUTI. Guerrilla Girls og verk þeirra Ég er ekki feministi en ef ég væri það myndi ég kvarta yfir... eru forsíðuefni þessa kynningarrits en þær hafa í þrjátíu ár barist fyrir jafnrétti í listheiminum með beittan húmor að vopni. Mikil listræn breidd er áfram einkenni hátíðarinnar: sum verkanna í ár eru tormelt, á meðan önnur munu eiga greiðan aðgang að hjörtum margra. Hvort tveggja er nauðsynlegt.
Illugi Gunnarsson Mennta- & menningar málaráðherra
The 29th Reykjavík Arts Festival coincides with the Festival’s 45th anniversary and the centenary of women’s suffrage in Iceland. This milestone is marked by the Festival’s focus this year on the work of women, censorship and rights struggles in general. Presented under the heading PART I, it is inspired by women artists in all fields, many of whom will perform or exhibit at this year’s Festival. This focus echoes waves rising all around the world. It will stretch to the 30th Reykjavík Arts Festival 2016 which will bear the heading PART II. The Guerrilla Girls and their work I’m not a feminist but if I was, this is what I would complain about... are featured on the cover of this year‘s Festival catalogue; they have fought for equality within the art world for thirty years, using humour as a catalyst for change. As ever, artistic diversity is a priority of the Festival programme: some events are demanding, while others will easily touch the hearts of many. Both are necessary. We bid you a warm welcome to the 29th Reykjavík Arts Festival.
Mayor of Reykjavík
Minister of Culture, Science & Education Sannleika listarinnar þarf ekki að rökstyðja. Hún gagnrýnir og hvetur, hneykslar og hrífur. Það getur verið erfitt að skilgreina hana því að hún endurspeglar lífið í kringum okkur og er síbreytileg. Listin er leit að sannleika, að eðli hluta, tilfinninga og hugmynda og hún er mikilvægur þáttur í því hvernig við skiljum og upplifum veröldina. Það er upplifun hvers og eins sem skiptir máli þegar listin er annars vegar og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Listahátíð í ár. Listahátíð í Reykjavík hefur alla tíð haft metnaðarfulla listsköpun að leiðarljósi. Það skiptir fámenna þjóð miklu máli að taka menningarstraumum frá öllum heimshornum opnum örmum og vera virkur gerandi í heimi listanna, og um leið leggja rækt við menningarlega nýsköpun heima fyrir. Í ár var ákveðið að tengja Listahátíð við aldarafmæli kosningaréttar kvenna og þar með auka hlut höfundarverka kvenna á vegum hennar. Góðir hátíðargestir, megi Listahátíð í Reykjavík árið 2015 styrkja íslenska listsköpun enn frekar í sessi og verða okkur til gleði og ánægju.
Við bjóðum ykkur velkomin á 29. Listahátíð í Reykjavík. Dear guests.
Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri í Reykjavík
Art’s truth needs no reasoning. Art criticizes and sparks, shocks and delights. Art can be hard to pin down, for it reflects life around us and changes all the time. Art is a search for truth, for the nature of things, feelings and ideas, and forms an important part of how we understand and experience the world. Each person’s experience is what matters when it comes to art, and at this year’s festival everyone should be able to find something to their interest. Reykjavík Arts Festival has always set its sights on ambitious art-making. For a small country, it is important to receive with open arms cultural currents from all corners of the world, and to be an active doer in the world of art and music while also nurturing cultural innovation at home. This year, a decision was made to link the Festival with the centennial celebration of women’s suffrage in Iceland, thereby giving greater prominence to work authored by women. Dear Festival goers, it is my hope that Reykjavík Arts Festival 2015 further enhances the Icelandic art scene, and brings us joy and pleasure.
Listahátíð í Reykjavík er órjúfanlegur hluti af menningarlífi borgarinnar. Hátíðin sem var fyrst haldin árið 1970 er vorboði af bestu sort þar sem borgarbúar fagna vorinu – sem er vonandi alveg að koma! Dagskrá hátíðarinnar að þessu sinni er helguð listsköpun kvenna í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það er fagnaðarefni að nota þessi merku tímamót um baráttu kvenna til þess að gera höfundarverkum þeirra ítarleg skil. Sem fyrr verður fjölbreytt dagskrá á helstu menningarstofnunum í borginni, en jafnframt á götum Reykjavíkur. Nýtt verk eftir Guerrilla Girls, unnið sérstaklega að beiðni Listahátíðar, verður afhjúpað í miðborginni en þær hafa áratugum saman beitt fyrir sig listinni til að berjast gegn misrétti kynjanna í heiminum. Meðlimir hópsins hafa aldrei afhjúpað hverjar þær raunverulega eru, heldur bera górillugrímur við listsköpun sína. Það er sérstakur heiður að fá þennan róttæka hóp til Reykjavíkur en á Listahátíð munu þær afhjúpa verk sem er endurspeglar íslenskum aðstæðum. Ég vil þakka því listafólki sem leyfir okkur að njóta krafta sinna í ár og býð gesti velkomna til að lifa og njóta. Gleðilega Listahátíð! Reykjavík Arts Festival is an inseparable part of the city’s cultural scene. The Festival heralds springtime in the best sort of way – and hopefully it is just around the corner! On the occasion of this year’s centenary of women’s vote in Iceland, the Festival’s focus is on the work of women artists. Celebrating this important milestone of women’s struggle for equality with an in-depth exploration of works authored by women is a cause for joy. As always, there will be a diverse program at the city’s major cultural venues and in the streets. A new work by the Guerrilla Girls, commissioned by the Arts Festival, will be unveiled downtown. The Guerrilla Girls use art to combat gender inequality around the world. Their members have never revealed their true identities, instead wearing gorilla masks at their appearances. It is a special honour to have this radical group here in Reykjavík for the premiere of a work relating to Icelandic circumstances. I would like to thank the artists who share with us their talents this year and invite our guests to experience and enjoy. Happy Arts Festival!
Frumsýning á Íslandi 13. maí, kl. 17:30 @ Ingólfstorg, Aðalstræti 6
Opnunarverk Listahátíðar í ár er flutt af bandaríska dansflokknum BANDALOOP en sviðið er framhlið byggingar í miðborg Reykjavíkur.
The first performance in Iceland by the incomparable vertical dance group, BANDALOOP. Their stage is a building in downtown Reykjavik.
Icelandic premiere 13 May, 5:30 pm @ Ingólfstorg, Aðalstræti 6
BANDALOOP hefur sérhæft sig í lóðréttum dansi þar sem sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph, listræns stjórnanda BANDALOOP, sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víða um heim.
A pioneer in vertical dance, BANDALOOP seamlessly weaves dynamic physicality, intricate choreography and the art of climbing, to turn the dance floor on its side. Under the artistic direction of Amelia Rudolph, the work re-imagines dance, activates public spaces, and inspires wonder and imagination in audiences around the world. BANDALOOP honours nature, community and the human spirit through perspective-bending dance.
Flokkurinn hefur heillað áhorfendur með sýningum á þekktum byggingum, s.s. Kauphöllinni í New York, Alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni (IFC) í Seoul í S-Kóreu og helsta kennileiti Seattle borgar, Space Needle, en einnig á klettabjörgum í Sierra Nevada fjallgarðinum og víðar. Höfundur og leikstjóri er Amelia Rudolph; dansverk unnið í samvinnu við dansara. www.bandaloop.org
Some of the spectacular and striking places the company has performed at are New York Stock Exchange, the Sierra Nevada mountain range in Yosemite National Park, IFC Tower in Seoul, IBM headquarters in Sao Paulo and The Space Needle in Seattle. Conceived and directed by Amelia Rudolph; Choreography in collaboration with the performers. www.bandaloop.org
Dansarar Dancers: Amelia Rudolph, Melecio Estrella, Andrew Ward, Meghan Mullin, Jessica Swanson & Roel Seeber
Listrænn stjórnandi Artistic Director: Amelia Rudolph Framleiðslustjóri Production Manager: Matthew Leonard Rigging: Hans Florine Framkvæmdastjóri Executive Director: Thomas Cavanagh
BANDALOOP dansflokkurinn er styrktur af the William and Flora Hewlett Foundation, the National Endowment og einstökum styrkveitendum.
BANDALOOP is funded by the William and Flora Hewlett Foundation, the National Endowment for the Arts and individual donors.
BANDALOOP Opnunarverk Listahátíðar 2015 Opening performance of Reykjavík Arts Festival 2015
“I feel like a magical creature” —Roel Seeber, BANDALOOP dancer
Nýtt verk unnið að beiðni Listahátíðar afhjúpað 13. maí @ Austurhlið Tollhússins við Tryggvagötu 19
Guerrilla Girls komu fram á sjónarsviðið í New York fyrir réttum þrjátíu árum. Þær kalla sig samvisku list heimsins og beita sláandi statistík og beittum húmor til að afhjúpa kerfisbundna mismunun og spillingu í listum, pólitík og poppkúltúr.
6. júní, kl. 14:00 fyrirlestur @ Bíó Paradís
Fyrir 29. Listahátíð í Reykjavík hafa Guerrilla Girls unnið nýtt verk sem verður afhjúpað í miðborg Reykjavíkur á opnunardegi hátíðarinnar en laugardaginn 6. júní munu þær hrista upp í gestum hátíðarinnar með fyrirlestri í fullum frumskógarskrúða þar sem þær leiða viðstadda í gegnum hugmyndavinnuna á bak við veggspjöld, bækur og aðrar aðgerðir sem þær hafa staðið að á þrjátíu ára ferli sínum.
A Reykjavík Arts Festival comission unveiled 13 May @ East side of the Customs house, Tryggvagata 19 6 June, 2:00 pm presentation @ Bíó Paradís kr. 3.500
Guerrilla Girls Samviska listheimsins Nýtt verk & fyrirlestur The Conscience of the Artworld Public project & presentation
Guerrilla Girls urðu til árið 1985 þegar sjö myndlistarkonum ofbauð skarður hlutur kvenna á yfirlitssýningu í MOMA í New York yfir það sem hæst þótti bera í samtímalist á heimsvísu það árið. Af 169 listamönnum á sýningunni voru þrettán konur. Guerrilla Girls sem koma fram undir nöfnum þekktra myndlistarkvenna í sögunni og bera górillugrímur (vegna orðaruglings snemma á ferli þeirra), eru forsíðuefni Lista hátíðar þetta árið; samnefnari fyrir fókus hátíðarinnar á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt.
The Guerrilla Girls were formed in New York in 1985 and have been shaking up the art world at home and abroad ever since. They call themselves ‘the conscience of the art world’ and use facts, humour and outrageous visuals to expose discrimination and corruption in politics, art, film and popular culture. On the opening day of the 29th Reykjavík Arts Festival, a new billboard project by the Guerrilla Girls, specially commissioned by the Festival and focusing on the Icelandic situation, will be unveiled in downtown Reykjavík. On the Festival’s closing weekend, they will give a presentation in full jungle drag taking the audience through how they came up with some of their many posters, books and actions in the last three decades. Guerrilla Girls were formed by seven women artists in the spring of 1985 in response to the inaugural show of the MOMA’s newly renovated building, which was planned to be a survey of the most important contemporary artists in the world. The show featured 169 artists, thirteen of whom were women. Guerrilla Girls, who perform under the names of dead women artists throughout history while wearing gorilla masks (due to a spelling mistake during their early years), are featured on the front cover of the Festival catalogue this year; a common denominator for the Festival’s focus on the works of women, censorship and rights struggles in general.
“We love to think of ourselves like Wonder Woman… or Batman” —Frida Kahlo / Guerrilla Girls
Frumflutningur á Íslandi 3. júní, kl. 20:00 @ Þjóðleikhúsið Icelandic premiere 3 June, 8:00 pm @ National Theatre of Iceland kr. 5.900
MagnusMaria Ópera um rétt kyn An opera about the right gender
MagnusMaria er ný, norræn ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta eftir Katarinu Gäddnäs í leikstjórn Suzanne Osten, eins þekktasta leikstjóra Svía. Óperan sem fjallar öðrum þræði um einstaklingsfrelsi, hefur sterka skírskotun í nútímasamfélagi en hún er byggð á 17. aldar sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter sem einnig gekk undir nafninu Magnus Johansson.
A new, Nordic opera by Icelandic composer Karólína Eiríksdóttir and directed by Suzanne Osten, one of Sweden’s foremost directors. It speaks strongly to contemporary society with its underlying theme of the freedom of the individual, but it is based on the 17th century story of 19 year old Maria Johansdotter, aka Magnus Johansson.
Maria fæddist í lok 17. aldar á Álandseyjum en draumur hennar var að starfa sem tónlistarmaður í Stokkhólmi. Hún var staðráðin í að láta draum sinn rætast en komst fljótt að því að lífsbaráttan sem listamaður var harðari fyrir hana vegna kyns hennar. Hún tók þá að koma fram í karlmannsfötum undir nafninu Magnus. Ferillinn tók við sér og Magnus varð fljótt eftirsóttur meðal ungra kvenna. Þegar kom í ljós að allt var ekki með felldu á pappírum hins unga Magnusar, var hann / hún ákærð fyrir að villa á sér heimildir.
Maria was born at the close of the 17th century in the Åland Islands and had her mind set on becoming a singer and artist in Stockholm. She soon found out that life as an artist was harder for her because of her gender. She changed her name to Magnus Johansson and enjoyed considerable popularity as a young singer and a young man. When it came to light that the papers of young Magnus were not in order, he/she was brought to court.
Óperan var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda.
The opera received its world premiere in the Åland Islands in 2014 and has since been performed to wide acclaim by audiences and critics alike in Sweden and Finland.
Óperan er flutt á sænsku. Íslensk þýðing fylgir.
The opera is performed in Swedish.
Söngvarar Singers: Ásgerður Júníusdóttir, Hillevi Berg Niska, Lisa Fornhammar, Maria Johansson Josephsson, Therese Karlsson, Annika Sjölund, Frida Josefin Österberg & Andrea Björkholm Tónlist Music: Karólína Eiríksdóttir Texti Libretto: Katarina Gäddnäs Leikstjórn Directed by: Suzanne Osten
Hljómsveitarstjórn Conducted by: Anna–Maria Helsing Danshöfundur Choreography: Soledad Howe Dramatúrg Dramaturgy: Ann–Sofie Bárány Leikmynd Set design: Maria Antman Ljósahönnun Light design: Mari Agge Búningar Costume design: Minna Palmqvist
“Karólína Eiríksdóttir’s operatic score is a delight... it touches the listener in a profound way.” —Svenska Dagbladet, 2014
Frumsýning á Íslandi 2. júní, kl. 20:00 @ Borgarleikhúsið Icelandic premiere 2 June, 8:00 pm @ Reykjavík City Theatre kr. 4.500
Shantala Shivalingappa Klassískur dans & tónlist frá Indlandi Classical Indian dance and music
Knappt, flæðandi, kerfisbundið, impróvíserað. Í klass ískum, indverskum dansi, Kuchipudi, er leitast við að finna jafnvægið á milli andstæðra þátta og miðla frásögn í hreyfingu. Einn fremsti Kuchipudi dansari heims, Shantala Shivalingappa, sýnir verkið Akasha á Listahátíð við lifandi tónlist indverskra tónlistarmanna. Þessi fjölhæfa og óvenjulega listakona er uppalin í París en fædd í Madras héraði á Indlandi. Hún hóf ung að árum nám í aldagömlum indverskum dansi hjá móður sinni og síðar Vempati Chinna Satyam, sem nefndur er faðir nútíma Kuchipudi. Rætur hennar liggja því djúpt í hinum tjáningarríka frásagnarstíl indverskrar danshefðar þar sem hæfni dansarans til að tjá ólíkar tilfinningar og persónur er jafnmikils metin og tækni hans. En einstakir hæfileikar og tækni Shantölu hafa einnig hrifið marga þekktustu samtímadanshöfunda heims, þ.á.m. Pina Bausch og Sidi Larbi Cherkaoui.
Danshöfundur, listrænn stjórnandi og dansari Choreographer, artistic director, dancer: Shantala Shivalingappa Danshöfundur Choreographer: Vempati Ravi Shankar Listræn ráðgjöf Artistic advisor: Savitry Nair Ljósahönnun og tæknistjórnun Light design and technical management: Nicolas Boudier
Sharp, flowing, codified, improvised. Kuchipudi, the Indian classical dance, is about balancing contrasts in order to tell a story through movement. Shantala Shivalingappa, who has been hailed as one of the greatest current practioners of Kuchipudi, performs the work Akasha at Reykjavík Arts Festival this spring, accompanied on stage by classical Indian musicians. This unique and multi-talented artist was born in Madras, India and raised in Paris. She began studying Indian dance with her mother at an early age and later learned from Vempati Chinna Satyam, the father of modern Kuchipudi. With roots deep in the expressive narrative style of traditional Indian dance, where a performer’s expressiveness is valued as much as her technical skills, Shantala’s singular talent and technique have been treasured by some of the world’s best known choreographers, including Pina Bausch and Sidi Larbi Cherkaoui who have collaborated with and choreographed for her. Hrynjandi Rythm creation: B.P.Haribabu & N.Ramakrishnan Búningar Costume design: D.S.Aiyyelu Söngvari Singer: J. Ramesh Symbalar & ásláttur Cymbales & percussion: B.P.Haribabu Mridangam tromma Mridangam drum: N.Ramakrishnan Flauta Flute: K. S. Jayaram
“Divinely gifted…intoxicating” —The New York Times
13. maí, kl. 19:30 frumsýning 15. maí, kl. 19:30 20. maí, kl. 19:30 30. maí, kl. 19:30 31. maí, kl. 19:30 @ Þjóðleikhúsið 13 May, 7:30 pm premiere 15 May, 7:30 pm 20 May, 7:30 pm 30 May, 7:30 pm 31 May, 7:30 pm @ National Theatre of Iceland kr. 4.950
Svartar Fjaðrir Opnunarsviðsverk Listahátíðar 2015 Black Feathers Opening stage per formance of Reykjavík Arts Festival 2015
Ný og kraftmikil leik- og danssýning byggð á ljóðum eins ástsælasta skálds Íslendinga, Davíðs Stefánssonar, með leikurum og dönsurum í fremstu röð. Meðal þátttakenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Saga Garðars dóttir, Atli Rafn Sigurðarson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir en persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; sumum einmanalegum og harmþrungnum, en einnig ástarjátn ingum og ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum skáldsins eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem þau vekja eru túlkuð af leikhópnum í dansi og leik. Sigríður Soffía hefur samið verk fyrir bæði svið og kvik myndir og unnið með þekktum listamönnum á borð við Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet, Gabríelu Friðriksdóttur, Arthur Nauzyciel, Kris Verdonck og Lady & Bird. Árin 2013 og 2014 stýrði hún flugeldasýningum Menningarnætur svo að eftir var tekið.
A dynamic performance featuring some of Iceland’s best known dancers and actors, bringing contemporary dance into contact with the most stirring poetry composed in the Icelandic language. Choreographer Sigríður Soffía has developed an intricate system of movements based on the rules of verse, the work’s structure reflecting metrical patterns. Some of the featured poems will be interpreted purely through dance, transforming text into movement, while others are spoken and acted. Freely interpreting a diverse selection of the work of renowned Icelandic poet Davíð Stefánsson, the troupe takes the audience through moments of loneliness and grief to declarations of love and expressions of patriotic devotion. With characters based on Stefánsson’s poems his imagery springs to life on stage, the troupe embodying impressions sparked by the poetry.
Leikendur Actors: Atli Rafn Sigurðarson, Dóra Jóhanns dóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir & Ingvar E. Sigurðsson
Leikstjóri & danshöfundur Director & choreography: Sigríður Soffía Níelsdóttir Tónlist Music: Jónas Sen & Valdimar Jóhannsson Búningar Costume design: Hildur Yeoman Leikmynd Set design: Daníel Björnsson & Helgi Már Kristinsson Texti Text: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Sýningin er styrkt af Mennta- og menningar málaráðuneytinu.
With the support of the Ministry of Education, Science and Culture.
Frumflutningur 26. maí, kl. 20:00 @ Gamla Bíó Premiere 26 May, 8:00 pm @ Gamla Bíó kr. 4.900
Ósómaljóð eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Megasar & Skúla Sverrissonar Songs of Discontent by Þorvaldur Þorsteinsson performed by Megas & Skúli Sverrisson
Flestir þekkja Þorvald Þorsteinsson sem leikskáld, rithöfund og myndlistarmann en færri vita að í honum bjó einnig tónskáld. Nú gefst tækifæri til að kynnast tónlist hans í flutningi Megasar og Skúla Sverrissonar sem taka höndum saman um frumflutning á ljóðum vinar síns og fá í lið með sér nokkra af færustu hljóð færaleikurum þjóðarinnar. Í ljóðunum má greina kjarnann að mörgu sem Þorvaldur átti seinna eftir að láta frá sér fara og þau eru mikilvæg viðbót við höfundarverk hans. Að hvatningu Megasar var Þorvaldur farinn að vinna með lögin á ný þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Antwerpen í Belgíu. Megas (Magnús Þór Jónsson) er í senn einn ástsælasti og umdeildasti tónlistarmaður þjóðarinnar og um leið einn sá áhrifamesti. Jónatan Garðarsson lýsti honum árið 2002 sem óróaseggi íslenskrar dægurtónlistar og sem listamanni sem skoðar söguna í óvenjulegu ljósi. Skúli Sverrisson hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi í tvo áratugi, með þekktum listamönnum úr tónlistar heiminum, s.s. Ryuichi Sakamoto, Wadada Leo Smith, David Bailey, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur, að ógleymdum Lou Reed og Laurie Anderson. Þorvaldur Þorsteinsson (1960–2013) lærði myndlist og verk hans hafa verið sýnd á söfnum víða um heim. Hann er þó ekki síður þekktur fyrir ritstörf sín, skáldsögur, barnabækur og leikrit sem hafa farið víða í þýðingum á erlendar tungur. Sköpunarorka hans virtist stundum ótæmandi og þótt hann hafi látist langt fyrir aldur fram hafði hann þegar afkastað meiru en flestum tekst á langri ævi.
Two of Iceland’s best loved and most respected musicians, Megas and Skúli Sverrisson, premiere a cycle of songs by the late Þorvaldur Þorsteinson, artist, novelist and playwright. The songs display many of the features which Þorvaldur was to develop more fully in writing later on and show that he had found his distinctive style as early as his college years. They are an important addition to his body of work which included dozens of novels and plays, in addition to his output in visual art. Megas (Magnús Þór Jónsson) is at once one of the best loved and the most controversial musicians in Iceland. He has been described as the unruly element in Icelandic popular music, a poet that raises rock and roll to the level of literature and an artist who casts a new light on history. Skúli Sverrisson, bassist and composer, has worked with many well-known artists, including the jazz musicians Wadada Leo Smith and David Bailey, the composers Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson og Hildur Guðnadóttir, not to forget Lou Reed and Arthur Lindsey. He is also well-known as the artistic director of Ólöf Arnald’s work and for his recordings with Blonde Redhead and the artist Laurie Anderson. Þorvaldur Þorsteinsson (1960–2013) studied visual art and his work has been exhibited in museums around the world. He is also well-known for his writings – novels, children’s books and plays, many of which have been translated into other languages. His creative powers were prodigious and though he was only 52 when he died, he left behind a vast and varied body of work.
Frumflutningur á nýrri tónsmíð 29. maí, kl. 20:00 @ Harpa, Norðurljós Premiere of new comission 29 May, 8:00 pm @ Harpa, Norðurljós kr. 3.900
Solid Hologram Frá Beethoven til Þuríðar Jónsdóttur: Nicola Lolli & Domenico Codispoti From Beethoven to Þuríður Jónsdóttir: Nicola Lolli & Domenico Codispoti
Nicola Lolli og Domenico Codispoti spanna tvö hundruð ár á tónleikum sínum í Norðurljósum, frá síðustu sónötu Beethovens til frumflutnings á nýrri tónsmíð Þuríðar Jónsdóttur, Solid Hologram, sem er samin að beiðni Listahátíðar. Á efnisskránni eru einnig verk Sofiu Gubaidulinu Dancer on a tightrope og ljóðræn en áhrifamikil fiðlusónata Sergeis Prokofiev í f–moll.
Nicola Lolli and Domenico Codispoti invite us on a musical journey spanning two hundred years, from Beethoven’s last sonata to the world premiere of a new Reykjavik Arts Festival commission by Þuríður Jónsdóttir, Solid Hologram. On their programme are also Sofia Gubaidulina’s Dancer on a tightrope and Sergei Prokofiev’s violin sonata in f–minor.
Þuríður Jónsdóttir hefur samið verk studd rafhljóðum, þátttöku áheyrenda, leikrænum tilburðum og náttúru hljóðum, s.s. flautukonsert með hljóðum skordýra og verk fyrir umsnúna, erfðabreytta hljómsveit. Verk hennar hafa verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 2006, 2010 og 2012.
Þuríður Jónsdóttir has written for all sorts of sound sources, from solo instruments to big orchestra, some of them accompanied by electronic sounds or field recordings, some even with the participation of the audience, including Flutter, premiered by Mario Caroli, for flute, big orchestra and field recordings of insects, Flow and fusion for manipulated orchestra. She was nominated for the Nordic Council Music Price in 2006, 2010 and 2012.
Nicola Lolli er 1. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur m.a. komið fram sem einleikari með National Taiwan Normal University Symphony Orchestra, Salieri Orchestra og Orchestra dell’Università di Pisa og unnið til verðlauna í keppnum á borð við Italian National Competition í Vittorio Veneto 1993 og 1997. Domenico Codispoti, píanóleikari, hefur m.a. komið fram sem einleikari með Luzerner Sinfonieorchester, Orchestra Filarmonica Italiana, London Chamber Orchestra, Brno Philarmonic, Orquesta de Cordoba og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er vinningshafi Ferrol International píanókeppninnar og Premio Jaén (WFIMC).
Nicola Lolli, the first concertmaster of Iceland Symphony Orchestra, has performed as a soloist with orchestras such as the National Taiwan Normal University Symphony Orchestra, the Salieri Orchestra and the Orchestra dell’Università di Pisa. He is the winner of numerous competitions, including the Italian National competition in Vittorio Veneto in 1993 and 1997. Hailed as “one of the greatest Italian talents of today” (Prague), Italian pianist Domenico Codispoti is the winner of the Ferrol International Piano Competition and several other international and national piano contests in his native Italy. His concerto appearances include performances with Luzerner Sinfonieorchester, Orchestra Filarmonica Italiana, London Chamber Orchestra, Iceland Symphony Orchestra, and Orquesta de Cordoba.
22. maí, kl. 18:00 opnun 23. maí — 6. september Þriðjudaga til sunnudaga, kl. 10:00— 17:00 @ Listasafn Íslands 22 May, 6:00 pm opening 23 May — 6 September Tuesday to Sunday, 10:00 Am — 5:00 pm @ National Gallery of Iceland
SAGA Þegar myndir tala Narrative Art
Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra samtímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra er endurspegla frásagnarþáttinn í íslenskri sjónmenningu. Sýningin var sýnd í Kunsthalle Recklinghausen 2014 og verður sýnd í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi nú í haust. Verkin á sýningunni eru valin af þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugar fylgsnum til pólitískra átaka. Hluti sýningarinnar felur m.a. í sér nýleg viðtöl við lista menn hennar. Sýningunni fylgir öflug fræðsludagskrá ætluð íslenskum og erlendum safngestum, sem senn verður kynnt á vefsíðu safnsins www.listasafn.is. Þátttakendur Participants: Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela Friðriksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon, Jóhannes S. Kjarval, Kristleifur Björnsson, Magdalena Jetelová, Ólafur Elíasson, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir & Anna Hallin, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Steingrímur Eyfjörð & Þórður Ben Sveinsson.
Selected works by Icelandic and international artists, reflecting the narrative element in Icelandic visual art. SAGA is curated by the German curator Norbert Weber and reflects the appearance of Icelandic culture to the astute eye of the visitor. It sheds light on Icelandic culture, from the individual´s innermost thoughts to political conflict. The exhibition was previously on show at Kunsthalle Recklinghausen in Germany and will travel to KUMU Contemporary Art Museum in Tallinn, Estonia in late 2015. As part of the exhibition, interviews with the artists will be shown in the museum building. The exhibition is accompanied by an extensive educational programme for Icelandic and non-Icelandic visitors alike. Further information is available on the museum’s website www.listasafn.is Sýningarstjóri Curated by: Norbert Weber
14. maí, kl. 14:00 opnun 15. maí — 7. júní Miðvikudaga til sunnudaga, kl. 13:00— 17:00 @ Týsgallerí 14 May, 2:00 pm opening 15 May — 7 June Wednesday to Sunday, 1:00 — 5:00 pm @ Týsgallerí
Holning / Physique Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Hluti verkanna á sýningunni Holning / Physique er unninn beint á veggi rýmisins með náttúrulegri vörpun, teikningu, taktfastri hreyfingu og hjúpun. Auk þess verða á sýningunni teikningar af feitu fólki og málmskúlptúrar sem faðma burðarveggi ókunnugra húsa. Saman mynda verkin heild sem hvílir í kjöltu Týsgallerís. Á brúnni runnu saman stálklæddir turnar, grár himinn og reykbólstrar. Turnarnir þrír voru ferningslaga eins og selenít kristallar, himininn var grár og kaldur eins og loftið næst mér og brúarhengið var fölgult. Brúin hallaði dálítið út á við og það var hált. Ég var hrædd um að renna út í ána eða á brúarhengið sem var úr pottjárni undir þykkri fölgulri málningunni, fá blæðandi gat á höfuðið.
In Holning / Physique, Bryndís Hrönn draws directly onto the walls of the gallery using natural projections and movement, combining the wall drawings with metal sculptures that attempt to hug load-bearing walls of unknown buildings, as well as drawings of fat people. Together the works form an entity that rests in the embrace of the gallery. Seen from the bridge, steel-clad towers, grey skies and clouds of smoke seemed to merge into one. The three towers were rectilinear like selenite crystals, the sky was grey and cold like the air surrounding me and the bridge suspensions were yellow pastel colored. The bridge descended slightly towards the edges and the ground was icy. I was afraid that I might slip into the river or onto the suspensions that were made of heavy cast iron underneath thick yellow paint and get a bleeding wound on my head.
14. maí, kl. 14:00 opnun og tónlistargjörningur 15. maí — 7. júní Fimmtudaga & föstudaga, kl. 14:00— 18:00 Laugardaga, kl. 14:00— 17:00 @ Harbinger 14 May, 2:00 pm opening & performance 15 May — 7 June Thursdays & Fridays, 2:00 — 6:00 pm Saturdays, 2:00 — 5:00 pm @ Harbinger
There are two in a couple Barbara Amalie Skovmand Thomsen
Fullt herbergi af litum. Eitthvað mjúkt til að leggjast á og sætindi til að njóta á meðan kvenmannsrödd syngur Beyond the blue horizon, seiðandi röddu. Þér stendur til boða að taka undir með henni í karíókí-útgáfu.
A room full of colours. There is something soft to lie down upon and sweets to enjoy as a female voice sings Beyond the blue horizon with her mesmerizing voice. You are invited to join her in a karaoke version.
Sýning Barböru Amalie Skovmand Thomsen er innsetning sem samanstendur af skúlptúrum, ljósmyndum, tónlist og videói. Hún er lostafullt, tregafullt og rómantískt, en um leið húmorískt, inngrip í yfirstandandi rannsókn Barböru á ástarsamböndum.
Barbara Amalie Skovmand Thomsen’s exhibition is a partly sensual, melancholic-romantic and humorous intervention into her on-going investigation of love relationships.
Það ERU tveir í pari, og þessi sýning er mótherji fyrri einka sýningar Barböru í New Shelter Plan í Kaupmannahöfn. Hér fæst hún á nýjan leik við ást, losta og þrá. Á opnun fá gestir tækifæri til þess að sjá tónlistargjörning Barböru, sem hún flytur ásamt Kristni Ágústssyni.
There ARE two in a couple, and this exhibition is the partner to Thomsen’s previous solo exhibition at New Shelter Plan in Copenhagen. Again she deals with love, lust and longing. At the opening the artist will perform in collaboration with beatboxer Kristinn Ágústsson.
Frumsýning á Íslandi 19. maí, kl. 20:00 frumsýning 25. maí, kl. 20:00 28. maí, kl. 20:00 @ Borgarleikhúsið Icelandic premiere 19 May, 8:00 pm premiere 25 May, 8:00 pm 28 May, 8:00 pm @ Reykjavík City Theatre kr. 4.500
BLÆÐI: obsidian pieces Íslenski dansflokkurinn BLÆÐI: obsidian pieces Iceland Dance Company
Einstakt danskvöld sem samanstendur af tveimur brotum úr hinu víðförla og margverðlaunaða verki Babel (words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui, Les Médusées eftir Damien Jalet, upphaflega samið fyrir Louvre listasafnið í París, og Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Ben Frost, upphaflega sýnt á Alþjóðlegri Listahátíð í Melbourne. Það birtist hér í nýrri og enn magnaðari útfærslu, sem er sérstaklega gerð fyrir og með Íslenska dansflokknum.
A unique evening of dance, composed of two acts from the highly-acclaimed Babel (words) by Damien Jalet and Sidi Larbi Cherkaoui; Les Médusées by Damien Jalet, originally created for the Louvre museum in Paris; and Black Marrow by Damien Jalet and Erna Ómarsdóttir to original music by Ben Frost, initially performed at Melbourne International Arts Festival but presented here in a new and even more powerful arrangement, specifically made for Iceland Dance Company.
Damien Jalet er íslenskum dansunnendum að góðu kunnur. Hann hefur samið verk fyrir Parísaróperuna, Skoska dans leikhúsið og Louvre safnið í París við góðan orðstír. Þá hefur hann unnið með þekktum listamönnum á borð við Marinu Abramovic, Bernhard Willhelm og Christian Fennesz.
These three choreographers have all put their mark on the world of contemporary dance. Damien Jalet has received wide acclaim for his work for the Paris Opera, Scottish Dance Theatre, and the Louvre museum in Paris, as well as for his work with artists such as Marina Abramovic, Bernhard Willhelm, and Christian Fennesz.
Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga. Hún hefur unnið með nokkrum fremstu dansog sviðslistahópum Evrópu og eru verk hennar sýnd víða um heim. Erna starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Sidi Larbi Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti samtíma danshöfundur í heimi. Hann hefur m.a. samið fyrir Parísaróperuna, Cedar Lake í New York, Konunglega danska ballettinn og stórmyndina Anna Karenina. Sidi Larbi tók nýverið við starfi listræns stjórnanda Flæmska Konunglega Ballettsins.
—THE GUARDIAN um Babel (words)
Erna Ómarsdóttir is one of Iceland’s most renowned dancers and choreographers. She has worked with some of Europe’s leading dance and performing arts groups and her work has been presented worldwide. Ómarsdóttir is currently the Artistic Adviser for Iceland Dance Company. Sidi Larbi Cherkaoui is one of the most sought-after choreographers of today. He has created works for the Paris Opera, Cedar Lake in New York and the Royal Danish Ballet, to name a few. He has recently been appointed the Artistic Director of the Royal Ballet of Flanders.
Frumflutningur á Íslandi 22. maí, kl. 19:30 @ Harpa, Eldborg Icelandic premiere 22 May, 7:30 pm @ Harpa, Eldborg kr. 3.700 — 8.700
Peter Grimes Tónleikauppfærsla Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar Concert performance Iceland Symphony Orchestra & The Icelandic Opera
Peter Grimes er talin til helstu verka óperubókmennt anna en Benjamin Britten samdi hana árið 1945, aðeins 32 ára að aldri. Sögusviðið er Íslendingum vel kunnugt, sjávarþorp þar sem lífsbarátta íbúanna er samofin hverfulleika hafsins. Tónlistin er lagræn og aðgengileg, seiðandi og kraftmikil og sækir innblástur sinn í ólgandi Atlantshafið. Hún er ýmist gamansöm eða hádramatísk og lýsir vel fárviðri tilfinninganna sem magnast í kringum skipstjórann sem lendir í þeirri ógæfu að tveir ungir piltar sem vinna fyrir hann, láta lífið. Daníel Bjarnason er hljómsveitarstjóri þessarar tónleika uppfærslu en með titilhlutverkið fer ástralski tenórinn Stuart Skelton. Skelton var valinn Söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári. Hann hefur sungið hlutverkið víða á undanförnum árum og hlotið mikið lof fyrir. Með hlutverk Ellen Orford fer breska sópransöngkonan Susan Gritton sem meðal annars hefur sungið hlutverkið við Scala-óperuna í Mílanó. Einn fremsti baritónsöngvari okkar á hinu alþjóðlega sviði, Ólafur Kjartan Sigurðarson, fer með hlutverk Balstrode, í sínu fyrsta óperuhlutverki í Hörpu.
Benjamin Britten’s Peter Grimes is one of the few operas of the last half-century to have gained a secure place in the repertory. Composed in 1945 the opera tells the story of the misfortunes of ship’s captain Peter Grimes. The music is lyrical and accessible; jovial and melodramatic by turns, as the story line requires. Two young men Grimes hires to work as his apprentices die, one after the other. Grimes is subsequently shunned by the town residents, with tragic consequences. This concert performance is conducted by Daníel Bjarnason, and the title role is sung by Australian tenor Stuart Skelton who was named Male Singer of the Year at the International Opera Awards in 2014. He has performed the lead role in Peter Grimes on numerous occasions in recent years, to great critical acclaim. Appearing as Ellen Orford is English soprano Susan Gritton, who has performed the role at La Scala in Milano, as well as in Sydney and Tokyo. One of Iceland’s leading international operatic artists, baritone Ólafur Kjartan Sigurðarson, appears as Balstrode.
Önnur hlutverk Other roles: Hanna Dóra Sturludóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Garðar Thór Cortes, Oddur Arnþór Jónsson & Jóhann Smári Sævarsson. Fyrsta samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík.
A collaboration between Iceland Symphony Orchestra, the Icelandic Opera, Harpa Concert Hall and Reykjavík Arts Festival.
“Nerve-tingling drama is best of Britten.” —William Hartston / Sunday Express
Frumflutningur 31. maí, kl. 20:00 @ Harpa, Norðurljós Premiere 31 May, 8:00 pm @ Harpa, Norðurljós kr. 3.900
Og þökk sé margri morgunbjartri svipstund Kristinn Sigmundsson syngur nýja íslenska tónlist And Thanks to Countless Instants, Lit by Morning Kristinn Sigmundsson performs new Icelandic music
Kristinn Sigmundsson frumflytur á Listahátíð ný tón verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Kristinn Sigmundsson þarf vart að kynna fyrir óperu unnendum á Íslandi. Á síðustu árum hefur hann m.a. sungið í Rakaranum í Sevilla í óperunni í Los Angeles, Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner í Strasbourg og Don Giovanni eftir Mozart á Ravinia festival í Chicago. Meðal viðurkenninga sem Kristinn hefur hlotið eru Philadelphia Opera Prize og Opernwelt-verðlaunin í Belvedere óperusöngvarakeppninni í Vínarborg árið 1983. Verk Þórunnar Grétu Sigurðardóttur, KOK, er unnið upp úr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur og samið að beiðni Listahátíðar fyrir Kristinn Sigmundsson við undirleik hörpu og fiðlu. John Speight sem fagnar sjötugsafmæli sínu á árinu, hóf feril sinn sem söngvari og hið sungna, hvort eð er af mannsrödd eða hljóðfæri, er sterkur þáttur í fögrum og fjölbreyttum tónsmíðum hans. John hefur valið ljóð eftir Þorstein frá Hamri í Cantus IV sem er veigamesta tónsmíð tónleikanna og frumflutt hér í nýrri útgáfu.
Bassi bass: Kristinn Sigmundsson Fiðla violin: Laufey Sigurðardóttir Gítar guitar: Páll Eyjólfsson Harpa harp: Elísabet Waage Stjórnandi conductor: Einar Jóhannesson
Iceland’s best known operatic artist, Kristinn Sigmunds son, premieres new works by composers John Speight and Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Kristinn Sigmundsson has performed at most of the world’s greatest opera houses and music halls. In the last two years he has appeared in The Barber of Seville at the Los Angeles Opera, Wagner’s The Flying Dutchman in Strasbourg and Mozart’s Don Giovanni at the Ravinia Festival in Chicago, to name a few. Among the numerous honours Sigmundsson has received are the Philadelphia Opera Prize and the Opernwelt Prize at the 1983 Belvedere Competition in Vienna. Set to playwright Kristín Eiríksdóttir’s poetry, Þórunn Gréta Sigurðardóttir’s KOK was commissioned by Reykjavík Arts Festival for Kristinn Sigmundsson, accompanied by harp and violin. John Speight, who celebrates his 70th anniversary this year, has enriched the music life of Iceland for many years. He was first active here as a singer and song has had a great influence on his music. John has chosen poems by Icelandic poet Þorsteinn frá Hamri for his piece Cantus IV, premiered here in a new version. Fiðla violin: Sigurlaug Eðvaldsdóttir Viola viola: Þórunn Ósk Marinósdóttir Viola viola: Svava Bernharðsdóttir Selló cello: Bryndís Björgvinsdóttir Selló cello: Júlía Mogensen
14. maí, kl. 15:00 opnun 15. maí — 7. júní Alla daga, kl. 10:00— 18:00 @ Frakkastígur 9 port og garður
14 May, 3:00 pm opening 15 May — 7 June Every day, 10:00 Am — 6:00 pm @ Frakkastígur 9 courtyard
100 Kápur á Frakkastíg Kosningaþátttaka kvenna í 100 ár, hvar erum við stödd? Icelandic suffragettes prevailed 100 years ago
16. maí, kl. 13:00 gjörningur 17. maí — 7. júní @ Nýlistasafnið 16 May, 1:00 pm performance 17 May — 7 June @ Living Art Museum
OG Steinunn Gunnlaugsdóttir AND
Hallgrímur Helgason, Helga Þórsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórs dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru ekki óvön því að vinna á póli tískum nótum í verkum sínum. Hér vinna þau útisýningu þar sem kosningaþátttaka kvenna í 100 ár er viðfangsefnið. Undirtónninn er nokkuð dimmur, ekki allir á einu máli um það hvar við stöndum í dag. Liðin er heil öld. Standa kynin jafnfætis þegar kemur að stjórnun og ákvarðanatöku í samfélagslegu samhengi? Eða er þetta baráttan endalausa?
Artists Hallgrímur Helgason, Helga Þórsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ragn heiður Jónsdóttir, Libia Castro and Ólafur Ólafsson are no strangers to involving political concerns in their work. Here, they address the theme of the centenary of women’s suffrage in Iceland. The undertone is somewhat sombre; not all are in agreement on where we stand today. A century has passed. Are the genders on equal footing when it comes to management and decision-making in society? Or is this a never-ending struggle?
Verkið OG býður í fjöruga kökuveislu í Nýlistasafninu þar sem alræmd hugtök halda uppi góða skapinu og gómsæt samtenging verður á boðstólnum.
Í portinu á Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garðinum, skapa listamenn verk í rýmið, ákall til umræðunnar um jafnrétti kynjanna. Kvennakórinn Hrynjandi syngur á opnun.
In the courtyard of Frakkastígur 9, artists call for discourse on gender equality. The women’s choir Rhythm performs at the opening.
The artwork AND invites you to a fun cake party at the Living Art Museum where notorious concepts will keep spirits high and a delicious conjunction will whet your palette. The performance takes place between 1:00 and 1:30 pm.
Sýningarstjóri Curated by: Rakel Steinarsdóttir
Kökuveislan hefst tímanlega kl 13:00 og stendur eingöngu yfir í 30 mínútur.. Eftirmálar gjörningsins verða til sýnis til 7. júní. Höfundur hans er Steinunn Gunnlaugsdóttir. Raddlistamenn eru Böðvar Jakobsson og Björgvin Andersen. Steinunn Gunnlaugsdóttir er fædd á Íslandi árið 1983. Hún vinnur að myndlist og notar ýmsa miðla og aðferðir til að vinna verk sín t.d. teikningu, myndbönd, ljósmyndir, skúlptúra og gjörninga. Kjarninn í verkum Steinunnar eru tilvistarátök innra með hverri mannskepnu og átök hennar við allar þær ytri formgerðir og kerfi sem umkringja hana.
Steinunn Gunnlaugsdóttir, born in 1983 in Iceland, works in the field of visual arts – mostly in sculpture, video, performance, photography and drawing. At the core of her work is the individual’s existential struggle within him or herself – and with the structures and systems that surround him/her.
16. maí, kl. 18:00 @ Harpa, Norðurljós 16 May, 6:00 pm @ Harpa, Norðurljós kr. 2.900
Lindur — Vocal VII Nýr gjörningur eftir Rúrí Fount — Vocal VII A new performance by Rúrí
Rúrí er einn þeirra myndlistarmanna sem hafa haft hve mest áhrif á framvindu myndlistar á Íslandi síðustu áratugi. Hún frumflytur nú nýjan gjörning saminn að beiðni Listahátíðar. Titill verksins, Lindur – Vocal VII, vísar til uppsprettu og undirstöðu lífs á jörðu og til líðandi stundar, en jafnframt til tjáningar lifandi vera og fyrirbæra. Verkið er stórt í sniðum og í því renna saman innsetning, fjölrása myndband, frumsamið hljóðverk, hreyfing, texti og raddir. Undanfarin ár hefur Rúrí unnið listaverk þar sem fyrirbærið vatn og hinar margbreytilegu birtingarmyndir þess koma við sögu. Meðal þessara verka, sem hafa verið sýnd víða um heim, er gjörningaröðin Vocal. Myndbandshluti verksins er unninn í samstarfi við Maríu Rún og hljóðhluti þess í samstarfi við Bjarka Jóhannsson. Nýlókórinn, Hinn íslenski hljóðljóðakór, kemur fram við flutning gjörningsins ásamt listamanninum. Verk Rúríar er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum víða um heim. Útiverk hennar hafa verið afar áberandi, svo sem Regnbogi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, auk verka í Svíþjóð, á Ítalíu og víðar. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 og vakti verk hennar Archive Endangered Waters heimsathygli.
Rúrí is among the most influential artists in Iceland over the last few decades. This new commission by Reykjavík Arts Festival is a site-specific performance piece, the latest in a series of works exploring the phenomenon of water in its manifold aspects which Rúrí has created over the last years. This is its world premiere. The title Fount –Vocal VII refers to the source and foundation of life on Earth and to events of the current moment, as well as to the expression of living beings and phenomena. A large-scale work, it brings together installation, multichannel video, original music, movement, text, and voices. The video was produced in collaboration with María Rún and the sound in collaboration with Bjarki Jóhannsson. The Living Art Museum’s Icelandic Sound Poetry Choir (the Nýló Choir) performs along with the artist. Rúrí’s works are found in public and private collections worldwide. Of particular note are her outdoor pieces, both in Iceland and elsewhere, such as Rainbow, which stands in front of Iceland’s Keflavik International Airport. In 2003, this exceptional artist represented Iceland at the Venice Biennale, where her hugely successful interactive exhibition Archive— Endangered Waters, attracted broad, inspired interest.
14. maí, kl. 13:00 opnun sýningar 15. maí — 7. júní Laugardaga & sunnudaga, kl. 13:00— 17:00 @ Listasafn Einars Jónssonar 14 May, 1:00 pm exhibition opening 15 May — 7 June Saturdays & Sundays, 1:00 — 5:00 pm @ The Einar Jónsson Museum 30. maí, kl. 17:00 Ævintýraópera @ Listasafn Einars Jónssonar 30 May, 5:00 pm Fairytale Opera @ The Einar Jónsson Museum kr. 2.000
Furðuveröld Lísu Ævintýraheimur óperunnar — Verkefni í vinnslu OPERAtion ALICE The Wondrous World of Opera — a Work in Progress
Furðuveröld LÍSU: Ævintýraheimur óperunnar er verkefni í vinnslu, unnið í samstarfi við Myndlista skólann í Reykjavík og Landakotsskóla. Það er inn blásið af nýrri óperu eftir John A. Speight, tónskáld og Böðvar Guðmundsson, rithöfund, Furðuveröld LÍSU: Ævintýraópera Markmið verkefnisins er að skapa eins konar verkefnasmiðju þar sem ungir nemendur vinna með eigið ímyndunarafl og sköpunarkraft í tengslum við persónur sögunnar og texta Böðvars. Nemendur þróa gjörningasýningu og listasmiðju í höggmyndagarði og Listasafni Einars Jónssonar. Kafli úr Furðuveröld Lísu: Ævintýraópera verður fluttur 30. maí af Þóru Einarsdóttur, Sverri Guðjónssyni og Kristjönu Stefánsdóttur við píanómeðleik Daða Sverrissonar. Einnig mun tónskáldið John. A. Speight ræða um tilurð verksins.
OPERAtion ALICE: The wonderworld of the opera is a project in progress, inspired by a new opera by composer John A. Speight and writer Böðvar Guðmundsson based on the story of Alice in Wonderland. The project is developed in collaboration with young students at the Landakot primary school and the Reykjavík Visual Art School. Workshops for children aim to engage participants in creative work inspired by Alice’s adventure and to introduce them to the wondrous world of opera. Renowned Icelandic opera singers will perform a chapter from John A. Speight as part of the new opera, The Wondrous World of Alice: A Fairytale Opera, followed by a composer’s talk.
Listasmiðjan 31. maí er fyrir 6 – 12 ára börn og fylgdarmenn þeirra. Umsjónarmenn smiðjunnar eru Brynhildur Þorgeirs dóttir og Ína Salóme Hallgrímsdóttir. Þátttaka í smiðjunum er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið lej@lej.is.
The projet’s workshop is for children from the age of 6 – 12 and their guardians. The workshop is free of charge but registration is required by e-mail to lej@lej.is.
Tónlist Music: John A. Speight Texti Libretto: Böðvar Guðmundsson Píanó Piano: Daði Sverrisson Verkefnastjóri Producer: Sverrir Guðjónsson Búningar Costumes: Elín Edda
Model Little Alice: Kolka Fenger Alexander Söngvarar Performers: Þóra Einarsdóttir (Lísa Alice), Sverrir Guðjónsson (Matti hattari The Mad Hatter) & Kristjana Stefánsdóttir (Kötturinn brosandi Chesire Cat)
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Barnavinafélagið Sumargjöf, Tónlistarsjóður & STEF.
With support from the Children’s Cultural Fund. Children’s Patron Society Sumargjöf, Icelandic Music Fund, STEF – The Performing Rights Society.
7 júní, kl. 20:00 @ Harpa, Eldborg 7 June, 8:00 pm @ Harpa, Eldborg kr. 3.200 — 7.200
Julia Migenes La voix humaine eftir Francis Poulenc
Julia Migenes stígur á svið í Eldborg í píanóútfærslu á meistaraverki Francis Poulenc í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Meðleikari er Árni Heiðar Karlsson.
Julia Migenes takes the stage in the piano version of Francis Poulenc’s masterpiece, directed by Þorleifur Örn Arnarsson and accompanied by Árni Heiðar Karlsson.
La voix humaine eða Mannsröddin (1958) er einþáttungs ópera byggð á samnefndu leikverki Jean Cocteau. Áhorf endur fylgjast með síðasta símtali konu við elskhuga sinn sem hefur kynnst annarri konu.
La voix humaine (1958) is a one-act opera based on a play with the same name by Jean Cocteau. The libretto consists of a woman’s last phone conversation with her lover who has left her for another woman.
Juliu Migenes skaut upp á stjörnuhimininn í kvikmyndinni Bizet’s Carmen eftir Francesco Rosi þar sem hún lék á móti Placido Domingo en með honum hefur hún margoft sungið á sviði síðan. Á undanförnum árum hefur hún sýnt sviðsverk sín Diva On the Verge og Passions Latines við feykigóðar viðtökur víða um heim. Hún syngur nú í uppfærslu Hessisches Staatstheater Wiesbaden á La voix humaine.
Julia Migenes was immortalized in her role in Bizet’s Carmen by Francesco Rosi. The soundtrack brought her a Grammy Award and paved the way for her into the greatest theatres in the world. In recent years she has revealed her daring wit and sense of humour in her stage creations Diva on the Verge and Passions Latines. Migenes has an extensive concert repertoire and has shared the stage with Domingo several times.
Þorleifur Örn Arnarsson er aðalleikstjóri Hessisches Staatstheater Wiesbaden. Þar hefur hann m.a. leikstýrt Pétri Gaut og La Bohème en samhliða starfi sínu þar hefur hann leikstýrt leik- og óperuverkum víða, s.s. Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu og Lohengrin eftir Richard Wagner í óperuhúsinu í Augsburg. Árni Heiðar Karlsson leikur jafnt klassíska tónlist og jazz og kemur reglulega fram sem meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk þess sem hann semur tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Unnið í samstarfi við Hessisches Staatstheater Wiesbaden Presented in association with Hessisches Staatstheater Wiesbaden
Þorleifur Örn Arnarsson is the leading director at Hessisches Staatstheater Wiesbaden. Recent engagements have included Shakespeare’s Romeo and Juliet at the Staatstheater Mainz, Friedrich Hebbel’s Nibelungen at the Bonn Theatre and Richard Wagner’s Lohengrin at the Theatre Augsburg. Árni Heiðar Karlsson is a classical and jazz pianist who regularly accompanies singers and instrumentalists. He is also a composer for film and theatre.
“a one-of-a-kind performance” —Kevin Clarke, Operetta Research Center
Samið að beiðni Listasafns Kópavogs 15. maí, kl. 21:00 16. maí, kl. 16:00 @ Kópavogskirkja Commissioned by Kópavogur Art Museum 15 May, 9:00 pm 16 May, 4:00 pm @ Kópavogur Church
Doríon: vídeó- og tónlistargjörningur Dodda Maggý ásamt Kvennakórnum Kötlu Doríon: Video and Music Performance Dodda Maggý with the Women’s Choir Katla Tónverkið tekur mið af formi og litum í steindum gluggum Gerðar Helgadóttur. Raddsvið manneskj unnar tekur á sig sjónrænt form og litapalletta tón skalans flæðir yfir rýmið. Kvennakórinn Katla undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur flytur gjörninginn. Dodda Maggý lauk MFA námi frá Konunglegu list akademíunni í Kaupmannahöfn árið 2009. Samhliða stundaði hún nám við Nordic Sound Art. The music, performed by Katla Women’s Choir, is inspired by the forms and colours of Gerður Helga dóttir’s stained glass windows. The human voice range takes visual shape and the colour palette of the musical scale fills the church. Dodda Maggý completed her MFA degree from the Royal Danish Academy of Fine Arts in Copenhagen in 2009, alongside studies at Nordic Sound Art.
15. maí, kl. 20:00 opnun 16. maí — 2. ágúst Þriðjudaga til sunnudaga, kl. 11:00— 17:00 @ Gerðarsafn
15 May, 8:00 pm opening 16 May — 2 August Tuesday to Sunday, 11:00 Am — 5:00 pm @ Kópavogur Art Museum — Gerðarsafn
Birting Samsýning í Gerðarsafni Illumination A group exhibition at Kópavogur Art Museum Samsýning á verkum íslenskra sam tímalistamanna þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helga dóttur í Skálholtskirkju, Kópavogs kirkju og víðar.
The exhibition centres on new works by contemporary artists inspired by the stained glass windows by Gerður Helgadóttir in Skálholt Cathedral, Kópavogur Church, and elsewhere.
Á sýningunni verða dregnir fram sammannlegir, andlegir, fyrirbæra fræðilegir og dulspekilegir þættir í verkum sýnenda og vöngum velt yfir stöðum á borð við söfn og kirkjur og athöfnunum sem þeim fylgja. Taktföst form og litasamsetning einkenna gluggainnsetningu Gerðar í Kópavogskirkju og mynda eins konar helgirými flæðandi forms, óháð beinum trúarlegum tilvísunum. Á sama hátt víkja „kirkjuleg“ eða „trúarleg“ þemu fyrir víðtækari áherslum í verkum annarra sýnenda.
The exhibition’s focus are places such as museums and churches, and the rituals that take place there. Helgadóttir’s window designs for Kópavogur Church are characterized by rhythmic forms and a color palette which create a “shrine“ of flowing shapes without overt religious symbolism. Ecclesiastical or religious themes will give way to broader approaches in the works of the participating artists.
Nýr gjörningur Lilju Birgisdóttur verður frumfluttur á opnuninni.
A new performance by Lilja Birgis dóttir will be performed at the opening
Þátttakendur Participants: Gerður Helgadóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Erla Þórarins dóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir,
Dodda Maggý, Lilja Birgis dóttir, KatrínAgnes Klar & Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Sýningarstjóri Curated by: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
4. júní, kl. 20:00 @ Harpa, Silfurberg 4 June, 8:00 pm @ Harpa, Silfurberg kr. 3.900
Jan Lundgren Trio Sænskur Jazz Swedish Jazz
Jan Lundgren er heimsþekktur sænskur jazzpíanisti og tónskáld sem gefið hefur út hátt í 50 hljómdiska, en hans nýjasti diskur, Flowers of Sendai, vann á síðasta ári verðlaun Jazz Journal, sem besti jazzdiskur ársins. Jan hóf feril sinn sem klassískur píanóleikari en hefur frá unglingsárum helgað sig jazztónlistinni. Hann hefur haldið tónleika um allan heim með tríói sínu við frábærar undirtektir og er á samningi hjá hinu virta ACT–plötufyrirtæki, en jafnframt hjá píanóframleiðandanum Steinway & Sons, einn fárra jazzpíanista.
Jan Lundgren is a world-renowned Swedish jazz pianist and composer who has released almost 50 recordings; his latest album, Flowers of Sendai, won last year’s Jazz Journal award for best new release. Having begun his career as a classical pianist, Lundgren has devoted himself to jazz since he was a teenager. Along with his trio he has performed all over the world to wide acclaim and is signed with the esteemed label ACT, as well as Steinway & Sons the renowned piano manufacturers. He is one of very few jazz pianists credited with that honor.
Tónlistin er hljómfagur skandinavískur jazz, sem sver sig í ætt annarra heimsfrægra, sænskra jazzpíanista eins og Jan Johansson, Anders Widmark og Esbjörn Svensson. Með Jan koma fram Matthias Svensson á kontrabassa og Zoltan Csörsz Jr á trommur, en hafa þeir leikið saman síðan 1997, þegar hin margverðlaunaða plata, Swedish Standards, kom fyrst út.
His music is a melodious Scandinavian jazz in the tradition of other world-famous Swedish pianists such as Jan Johansson, Anders Widmark and Esbjörn Svensson. Performing alongside Lundgren will be Matthias Svensson, double bass, and Zoltan Csörsz Jr, drums; the trio has been performing together since 1997 when their multi-award winning Swedish Standards was first released.
“Lundgren has developed into one of the most impressive pianists of his generation” —Jazztimes
16. maí, kl. 14:00 opnun 17. maí — 12. júlí Alla daga, kl. 12:00— 18:00 @ Listasafn Árnesinga 16 May, 2:00 pm opening 17 May — 12 July Every day, noon — 6:00 pm @ Listasafn Árnesinga
GEYMAR Sirra Sigrún Sigurðardóttir CONTAINERS
Sirra sækir efnivið sinn m.a. í tölulegar staðreyndir, vísindakenningar og rannsóknir. Staða listarinnar og listamannsins í samfélaginu er henni einnig hugleikin og í Geymar vinnur hún með nærsamfélag safnsins auk verka úr safneign þess sem kalla fram endurminningar frá Selfossi, þar sem hún ólst upp og safnið var fyrst staðsett. Sirra Sigrún Sigurðardóttir er einn stofnenda Kling & Bang og hefur skipulagt fjölda sýninga og annarra viðburða á þeim vettvangi. Hún hefur sýnt víða innanlands og utan, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Í desember 2012 var hún á lista tímaritsins Modern Painters yfir 24 unga listamenn sem vert væri að fylgjast með á komandi árum.
Sirra seeks her raw material in numerical facts, nomenclatures and scientific research. In Containers she looks to the local community where the museum is based as well as its collection which triggers memories from the nearby town of Selfoss, where Sirra grew up and where the museum was first located. Sirra Sigrún Sigurðardóttur is one of the founders of the collective and exhibition space Kling & Bang in Reykjavik where she has organized numerous exhibitions and events. She has exhibited widely at home and abroad, including at the Reykjavík Art Museum and Tate Modern in London. In December 2012, Sirra was among 24 international artists Modern Painters magazine selected as ones to watch in the coming years.
Sýningarstjóri Curated by: Inga Jónsdóttir
Frumsýning á Íslandi 15. maí, kl. 18:00 & 18:30 @ Bíó Paradís Icelandic premiere 15 May, 6:00 pm & 6:30 pm @ Bíó Paradís
Suspension of Disbelief Elín Hansdóttir
Suspension of Disbelief var tekið á sýningu Elínar Hans dóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðnum. Á sýningunni er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint í gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Myndbandið er unnið í samvinnu við Margréti Bjarna dóttur (hreyfing), Úlf Hansson (hljóðmynd) og Frerk Lintz (kvikmyndataka) og er sýnt eitt og sér í Bíó Paradís á Listahátíð.
Suspension of Disbelief was shot within Elín Hans dóttir’s exhibition at KW Insititute for Contemporary Art in Berlin in March 2015. The exhibition was built around an early-cinema technique shooting film through glass paintings to create an illusion of a non-existent environment. The film was made in collaboration with artist Margrét Bjarnadóttir (movement), Úlfur Hansson (sound) and Frerk Lintz (filmmaker) and is presented by itself at Reykjavík Arts Festival.
Innsetningar Elínar eru byggðar fyrir tiltekin rými og taka á sig margvíslegar myndir, s.s. göng í ætt við völundarhús og hljóð- og/eða sjónrænar blekkingar. Elín hefur sýnt víða, m.a. á Frieze Projects í London, ZKM í Karlsruhe í Þýskalandi, á Tvíæringnum í Marrakech, í Listasafni Reykjavíkur og á Listasafni Íslands.
Elín’s site-specific installations take many forms, including auditory or optical illusions and labyrinthian tunnels. She has created and installed work at a number of international venues, including Frieze Projects, London, ZKM Germany, the Marrakech Biennale, the Reykjavík Art Musem and the National Gallery of Iceland.
13. maí, kl. 18:00 opnun 14. maí — 31. júlí Alla daga á meðan á Listahátíð stendur, kl. 13:00— 17:00 Frá 8. júní, mánudaga til föstudaga, kl. 13:00— 17:00 @ Gallery GAMMA 13 May, 6:00 pm opening 14 May — 31 July Every day during the Arts Festival, 1:00 — 5:00 pm Weekdays, from 8 June, 1:00 — 5:00 pm @ Gallery GAMMA
Dorothy Iannone The Next Great Moment in History Is Ours
Dorothy Iannone (1933) hefur alla tíð storkað viðmiðum ríkjandi menningar í listsköpun sinni og lífssýn. Verk hennar hafa sætt harðri gagnrýni og ritskoðun af margvíslegu tagi. Kynverund og kynfrelsi kvenna og félagsleg frelsun einstaklingsins hafa frá upphafi ferils hennar verið helsta viðfangsefni verka hennar. Eitt þekktasta dæmið um ritskoðun á verkum Dorothy er af samsýningu í Kunsthalle í Bern árið 1969 þegar þess var krafist af safnstjóranum að hluti verka hennar væru huldir en Dorothy dró þátttöku sína til baka í mótmælaskyni og það gerði sambýlismaður hennar, Dieter Roth, einnig. Á síðustu árum hefur áhugi fólks vaknað á umfangsmiklu ævistarfi Dorothy eins og nýlegar yfirlitssýningar í New Museum í New York og Berlinische Galerie í Berlín eru dæmi um. Á sýningartímanum verða haldnir matreiðslugjörningar þar sem eldaðir verða eftirlætisréttir Dorothy en stjórnendur þeirra eru afbragðskokkar meðal listamanna. Nánari upp lýsingar um gjörningana verða birtar á vefsíðu Listahátíðar www.listahatid.is
Dorothy Iannone (1933) may be seen as a pioneering spirit against censorship and a harbinger of free love and autonomous female sexuality. In recent years she has enjoyed large-scale retrospectives at major museums, such as the New Museum in New York and Berlinische Galerie in Berlin but her earlier work was frequently met with attempts at censorship. One of the best known examples of censorship of Iannone’s work is documented in her 1970’s artist book The Story of Bern. In text and images it describes how her works were removed from an exhibition at Kunsthalle Bern in 1969, after the museum director demanded that the genitals in her paintings be covered. Iannone responded by producing a book, making her perspective public. In honour of her passion for food and her favourite recipes, cooking performanced by gourmets among artists will be held during the Festival period. For details visit www.listahatid.is
Sýningarstjóri Curated by: Ari Alexander Ergis
“A vision of female sexuality that is neither repressed nor exploited but radiantly alive” —Sharon Mizota / LA Times
Frumsýning á Íslandi 15. maí, kl. 17:00 & 17:30 @ Bíó Paradís Icelandic premiere 15 May, 5:00 pm & 5:30 pm @ Bíó Paradís
Caregivers Libia Castro & Ólafur Ólafsson 14. maí, kl. 18:00 opnun 15. maí — 12. júní Þriðjudaga til laugardaga, kl. 12:00— 17:00 @ Nýlistasafnið
14 May, 6:00 pm opening 15 May — 12 June Tuesday to Saturday, 12:00 — 5:00 pm @ Living Art Museum
Í Caregivers rannsaka Ólafur og Libia umönnun og heima þjónustu út frá hugmyndum um von, útópíu og sjálfbæra framtíð. Fylgt er eftir tveimur konum, frá Úkraínu og Rúmeníu, í þeirra daglega lífi sem umönnunaraðilar á norður Ítalíu. Tónlist Karólínu Eiríksdóttur hljómar undir myndefninu.
Vorverk / Spring Task Kristín Helga Káradóttir Eftir illviðrasaman vetur opnar Kristín Helga Káradóttir sýninguna Vorverk / Spring Task í sýningarsal Nýlistasafnsins við Völvufell í Breiðholti. Sýningin er sú síðasta í sýningaröðinni Hringhiminn. Með draumkenndum raunsæistón fagnar listakonan komu vorsins með tilheyrandi togstreitu við hið innra og hið ytra. Veturinn hefur losað tök sín og umbreyting árstíðanna birtist í hráum sýningarsal í manngerðu umhverfi fjarri náttúrunni. Jarðveg sýningarinnar skapaði listakonan út frá samfélaginu í kringum Nýlista safnið í Fellahverfi en jafnframt út frá veruleika listamannsins, einyrkjanum í sýningarsalnum. Á mörkum listforma mætast þessir tveir pólar. Vorverk fela í sér hreinsun andans ekki síður en umhverfisins og skapa grunn fyrir vöxt og einingu lífs. Sýningarstjóri Curated by: Eva Ísleifsdóttir
Nærgætin og áhrifamikil mynd um árstíðabundið starf innflytjenda frá austurhluta Evrópu á Norður-Ítalíu. (Adam Budak)
After a wearying and stormy winter The Living Art Museum presents Vorverk / Spring Task, a solo exhibition by Kristín Helga Káradóttir. This exhibition is the last in the current series titled Cyclorama. Through a dreamy-realistic setting the artist calls upon the beginning of spring; the tension between the transition of interior and exterior. A longing for better conditions and calmer seasons exhibits itself within the raw manmade construction, far from the elements of nature. The exhibition grounds and elements are produced in Káradóttir´s personal vision of The Living Art Museum´s surroundings and cultural aspects in Breiðholt, Reykjavík, mixing with Káradóttir´s critical and analytical thinking from an artists point of view.
Viðfangsefnin í verkum spænsk-íslenska tvíeikisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar eru samfélagið, rýmið, tilveran og stjórnarfar. Úrvinnsla rannsókna þeirra birtist jafnt í formi gjörninga, skúlptúra, myndbandsverka og innsetninga. Þau hafa starfað saman frá 1997. Caregivers var gerð fyrir og frumsýnd á evrópska tví æringnum, Manifesta 7, árið 2008 undir yfirskriftinni Principle-Hope, í Roverto, Trentino-Alto Adige, á Ítalíu. A subtle and powerful portrait of the immigrant labour carried out in Northern Italy by female workers from Eastern Europe. (Adam Budak) Caregivers is an alarming testimony of a world at the threshold of social change brought out by a failed economic model and political upheavals. The video portrays two migrant caregivers from Ukraine and Romania in their daily work in northern Italy. For the video´s soundtrack the artists commissioned the Icelandic composer Karólína Eiríksdóttir. Castro and Ólafsson, collaborating since 1997, are based in Rotterdam and Berlin. Their work is socio-politically engaged and takes form as public outdoor works, interventions, performances, multimedia installations and video. Caregivers was commissioned by and premiered at PrincipleHope, Manifesta 7 – The European Biennal 2008, Roverto, Trentino-Alto Adige, Italy.
Frumsýning á nýju myndbandsverki 14. maí, kl. 16:00 opnun 15. maí — 26. júní Miðvikudaga til laugardaga, kl. 13:00— 17:00 Sunnudaga, kl. 13:00— 16:00 @ Hverfisgallerí Premiere of new video work 14 May, 4:00 pm opening 15 May — 26 June Wednesday to Saturday, 1:00 — 5:00 pm Sundays, 1:00 — 4:00 pm @ Hverfisgallerí
Misty Rain Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Misty Rain, samanstendur af video verki sem er á mörkum kvik myndar og video innsetningar.
Ásdis Sif Gunnarsdóttir’s exhibition, Misty Rain, consists of a video performance that is borderline between cinema and a video installation.
Myndbandsverkið sýnir fjögur sjónarhorn af manneskju í viðtali. Manneskjan er að koma úr umbreytingarferli; hún er breytt eftir áhrifamikla lífsreynslu.
The video shows four angles of the same person being interviewed. The person is coming out of a transformation; she is changed after a life altering experience.
Karlmaður tekur viðtal við konu. Er viðtalið gengur sinn gang birtast minningar hennar á mismunandi skjám. Það er hálfgerð ráðgáta hvað gerðist fyrir alvöru. Hún kemur úr hrúgu af fötum og bókum. Hann spyr hana allra réttu spurninganna, þeirra sálfræðilegu: Er hún betri eða vitrari manneskja eftirá? Gerir lífið þig vitrari? Hefur hún lært eitthvað?
A man interviews a woman. As the interview goes on her memories appear on the four different screens. What actually happened is an enigma. She is coming out of a pile of clothes and books. He is asking her all the right questions, the psychological ones: Is she a better or a wiser person afterwards? Does life make you wiser? Has she learned anything?
Tónskáldin Daníel Bjarnason, Haukur Tómasson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa öll samið ný tón verk á árinu sem frumflutt verða á tónleikum á einka heimili á Óðinsgötu með útsýni yfir kvosina.
New works by the composers Daníel Bjarnason, Haukur Tómasson and María Huld Markan Sigfúsdóttir will be premiered at a concert at a private home on Ódinsgata with a view over the old centre of Reykjavík.
Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari, leikur verk Án titils eftir Daníel Bjarnason og aequorum eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur sem skrifuð eru fyrir einleikspíanó og elektróník. Í Verse eftir Hauk Tómasson og Five Possibilities eftir Daníel Bjarnason fær Árni til liðs við sig Grím Helgason, klarinettuleikara og Margréti Árnadóttur, sellóleikara .
Pianist Árni Heiðar Karlsson premieres Daníel Bjarnason’s Untitled and María Huld Markan Sigfúsdóttir’s aequorum, written for solo piano and electronics; joining him for Haukur Tómasson’s Verse and Five Possibilities by Daníel Bjarnason are clarinet player Grímur Helgason and cellist Margrét Árnadóttir.
Verkin eru öll frumflutt á þessum tónleikum utan tríós Daníels, Five Possibilites, frá 2014 sem er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi. Verkin gefa innsýn í hinn fjölbreytta heim nýrrar tónlistar á Íslandi á aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.
All of the works enjoy their world premiere on this occasion, except Bjarnason’s trio, Five Possibilities, which performance is a territorial premiere in Iceland. These accessible yet very different works provide the audience with an insight into the colorful world of contemporary Icelandic music.
Frumflutningur 17. maí, kl. 16:00 @ Óðinsgata 7 Premiere 17 May, 4:00 pm @ Óðinsgata 7 kr. 3.900
Nýjabrum í stofunni Fjögur ný tónverk eftir þrjú íslensk tónskáld Novelty in the Living Room Four new works by three Icelandic composers
14. maí, kl. 15:00 opnun 15. — 21. maí Virka daga, kl. 15:00— 18:00 @ Þingholtsstræti 27, 2. hæð 14 May, 3:00 pm opening 15 — 21 May Weekdays, 3:00 — 6:00 pm @ Þingholtsstræti 27, 2nd floor
Í tíma og ótíma Þingholtsstræti 27
Á annarri hæð í Þingholtsstræti 27 koma saman fimm listamenn sem tengjast hvor öðrum óljósum böndum. Nálgun þeirra við listsköpun er ólík en leiðir þeirra hafa skarast á margvíslegan hátt. Nú koma þeir saman á heimili sameiginlegrar vinkonu og leitast við að afhjúpa möguleg merkingartengsl verka sinna hvort við annað og samband áhorfandans við listaverkin innan veggja heimilisins. On the 2nd floor of Þingholtsstræti 27, five artists come together at a mutual friend’s home. They approach the creative process differently and their histories differ, but their paths have crossed in various ways at various times. Here they seek to reveal their art’s potential within the walls of the home.
Time in & Time out
Sýningarstjóri Curated by: Klara Stephensen Þátttakendur Participants: Svava Björnsdóttir, Ívar Valgarðsson, Kristinn E. Hrafnsson, Ragnar Axelsson (RAX), Þór Vigfússon.
27. maí, kl. 20:00 frumsýning 31. maí, kl. 16:00 31. maí, kl. 20:00 @ Tjarnarbíó
Möguleikhúsið fagnar 25 ára afmæli sínu með upp setningu á leikverkinu Hávamál eftir Þórarinn Eldjárn og leikhópinn. Leikstjóri er hinn danski Torkild Lindebjerg, en hann leikstýrði sýningunni Tveir menn og kassi hjá Möguleikhúsinu, sem tilnefnd var til Grímuverðlauna 2004.
27 May, 8:00 pm premiere 31 May, 4:00 pm 31 May, 8:00 pm @ Tjarnarbíó kr. 3.500
Möguleikhúsið celebrates its 25th anniversary by staging Hávamál by Þórarinn Eldjárn and the group. The director is Torkild Lindebjerg from Denmark, but he directed Two men and a box at Möguleikhúsið, which was nominated for the Gríman Prize in 2004.
Hávamál Möguleikhúsið
Höfundur Author: Þórarinn Eldjárn & leikhópurinn Leikstjóri Directed by: Torkild Lindebjerg Leikmynd Staging: Rósa Sigrún Jónsdóttir Búningar Costumes: Catherine Giacomini Tónlist Music: Guðni Franzson Leikarar Actors: Pétur Eggerz, Alda Arnardóttir & Anna Brynja Baldursdóttir
16. maí, kl. 17:00 opnun 17. maí — 13. september @ Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Verksummerki fjallar um huglægar og nærgöngular tilhneigingar í íslenskri samtímaljósmyndun. Sýningin tvinnar saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Myndir þeirra fanga verksummerki ljósmynd aranna í myndadagbókum, sjálfsmyndum og myndaröðum sem endurspegla nærumhverfi þeirra, reynslu og minningar.
16 May, 5:00 pm opening 17 May — 13 September @ Reykjavík Museum of Photography
Verksummerki Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun Traces of Life Subjective and Personal Tendencies in Contemporary Photography
Traces of Life examines subjective, intimate and personal tendencies in Icelandic contemporary photo graphy. The exhibition presents six photographers whose work centers around their personal lives and perception of the everyday. The exhibition presents traces of life through self-portraits, images of the photographers’ immediate surroundings and series that reflect on their experience and memories. Þátttakendur Participants: Agnieszka Sosnowska, Kristina Petrošiuté, Bára Kristinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Skúta, Daniel Reuter.
21. maí, kl. 17:00 opnun 22. maí — 20. september Föstudaga til miðvikudaga, kl. 10:00— 17:00 Fimmtudaga, kl. 10:00— 20:00 @ Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús 21 May, 5:00 pm opening 22 May — 20 September Friday to Wednesday, 10:00 am — 5:00 pm Thursdays, 10:00 am — 8:00 pm @ Reykjavík Art Museum, Hafnarhús
Áfangar Richard Serra
Á þessu ári er aldarfjórðungur síðan umhverfisverkið Áfangar eftir Richard Serra var sett upp í Vesturey Viðeyjar. Á sýningunni eru teikningar og grafísk verk í tengslum við verkið auk kvikmyndar og ljósmynda frá uppsetningu þess. Áfangar er umhverfislistaverk sem leggur undir sig alla Vestureyju og setur sterkan svip á ásýnd hennar og umhverfi. Verkið er úr stuðlabergi og vísar til jarðsögu Viðeyjar. Verkið Áfangar er einstakt í ferli Serra, bæði vegna umfangs þess og efnis, en þetta er eina stóra verk hans sem gert er úr steini. Richard Serra er einn virtasti myndlistarmaður sam tímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, m.a. Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA hefur heiðrað hann með tveimur yfirlitssýningum. Verk hans hafa verið sýnd tvisvar á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Listaverkið Áfangar var sett upp árið 1990 að frumkvæði Listahátíðar í Reykjavík en Reykjavíkurborg stóð fyrir byggingu verksins. Sérstök áhersla verður á tenginguna við Viðey með viðburðadagskrá í eyjunni. Sjá www.listasafnreykjavikur.is
Sýningarstjóri Curated by: Hafþór Yngvason
Held to celebrating the 25th anniversary of the installation of the environmental work Áfangar by Richard Serra on the island of Videy, this exhibition presents drawings and graphic works related to Áfangar as well as photographs and a film documenting the construction process. Áfangar is an environmental work spread out over the western part of Videy island, strongly influencing visitors’ experience of the natural surroundings. The work is made from basalt organ pipes, referencing the geological history of the island. The work is unique in Serra’s oeuvre because of its scale and the material as this is the artist’s only large-scale work made of stone. Richard Serra is among the most respected artists working today. Leading museums have presented solo exhibitions of his works, including the Metropolitan Museum (2010) and the Museum of Modern Art (MOMA) in New York which has held two surveys of Serra’s works and he has participated in several Documenta in Kassel (1972, 1977, 1982 and 1987) and in the Venice biennales of 1984, 2001 and 2013. Áfangar was initiated by Reykjavik Arts Festival in 1990 and the City of Reykjavik oversaw its production. A programme of events on the island of Videy will be held throughout the summer in conjunction with the exhibition. For details www.artmuseum.is
30. maí, kl. 20:00 @ Tjarnarbíó 30 May, 8:00 pm @ Tjarnarbíó kr. 2.900
Both Sitting Duet & Body Not Fit For Purpose Reykjavík Dance Festival
14. maí, kl. 13:00 opnun 15. maí — 20. júní Fimmtudaga & föstudaga, kl. 12:00— 17:00, Laugardaga, kl. 13:00— 16:00 @ Tveir Hrafnar 14 May, 1:00 pm opening 15 May — 20 June Thursdays & Fridays, Noon — 5:00 pm, Saturdays, 1:00 — 4:00 pm @ Tveir Hrafnar
Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar Hulda Hákon Cliffs, Sunshine, Heroes, Sky, Sea and Birds
Verk Jonathan Burrows og Matteo Fargion leika á mörkum danslistar, tónlistar og kómedíu. Þau eru hnyttin og ögrandi; í þeim mætast formleg, klassísk tónlistarsköpun og anarkísk nálgun. Both Sitting Duet (2002) er fyrsta verk þeirra saman en þeir sýna einnig verkið Body Not Fit For Purpose sem var unnið fyrir Feneyjatvíæringinn 2014. Situated between dance, music and comedy, the work of Jonathan Burrows and Matteo Fargion are humorous and though-provoking, mixing the formality of classical music composition with an open and anarchic approach. Both Sitting Duet (2002) is their first collaborative work, here combined with their latest work, Body Not Fit For Purpose, a commission by the Venice Biennale (2014).
Hulda Hákon hefur alla tíð fjallað um hvunndags hetjuna í verkum sínum. Þar koma fyrir litlir sigrar, óhöpp og forvitnileg atvik, myndir og textar sem vísa til þess að hið smáa getur verið jafndramatískt og eftirtektarvert og hið stóra. Hulda er meðal þekktustu myndlistarmanna þjóðarinnar og á 30 ára starfsferil að baki. Lágmyndir hennar eru á opinberum söfnum og í einkaeigu víða um heim. Hulda Hákon has a knack for presenting everyday life as a heroic enterprise, her works commemorating small victories, mishaps or just curious incidents in tableaux, images and text that show them to be, in their small way, dramatic and noteworthy. Hulda is among Iceland’s best known visual artists. Her work is found in public and private collections in Iceland and internationally.
26. maí, kl. 12:00 27. maí, kl. 12:00 @ Hallgrímskirkja
Hljóðgangan Engram fer fram í og umhverfis Hall grímskirkju. Frá því að þátttakendur stíga inn í kirkj una verða þeir hluti af leikverkinu og umhverfi þess.
26 May, noon 27 May, noon @ Hallgrímskirkja Church
Ósýnilega leikhúsið er samstarfsverkefni Thomas Rajnai og Jens Nielsen. Verk þeirra eru þverfagleg og tengja saman ólík form sviðslista á tilraunakenndan hátt.
kr. 2.000
Engram is an immersive audio walk by the Invisible Theatre which takes place in and around Hallgríms kirkja church. From the moment participants step into the church they become part of the theatre experience.
Engram Hljóðganga um Hallgrímskirkju Audio walk in Hallgrímskirkja
The Invisible Theatre is run by Thomas Rajnai and Jens Nielsen. Their performances are interdisciplinary, focusing on experimentation and audience participation. Styrkt af / With the support of: The Swedish Arts Council, Nordic Culture Fund, Nordic Culture Point and the Swedish Arts Grants Committee.
14. maí, kl. 12:00 opnun 15. maí — 30. júní Þriðjudaga til sunnudaga, kl. 12:00— 17:00 @ Listasafn ASÍ 14 May, noon opening 15 May — 30 June Tuesday to Sunday, noon — 5:00 pm @ ASÍ Art Museum
Frenjur og fórnarlömb Konur um konur The Vixen And the Victim Women on women
Ekki er langt síðan konur urðu áberandi gerendur í vestrænni myndlist þó að þær hafi löngum verið ónafngreindar á hliðarlínunni. Þær voru fyrst og fremst módel, innblástur að verkum karlmanna um konur, sköpunarverk karlmanna. Sú slagsíða blasir enn við þegar flett er upp í öftustu síðum listasögunnar.
Women were until recently hidden and anonymous on the side lines of Western art history. A woman’s role was that of the model, the substance a man needed to create another woman; a fact that is still apparent in history books.
Árið 2015 eru liðin 100 ár frá því að konur (yfir 40 ára) fengu kosningarétt á Íslandi. Af því tilefni opnar Listasafn ASÍ sýningu þar sem konur fjalla um konur. Aldur, efnistök og efniviður þátttakenda eru ólík en umfjöllunarefnið er hið sama; Frenjan og fórnarlambið sem umhverfið heldur áfram að slípa í erfðaefni hverrar konu.
In 2015 Iceland celebrates the centenary of women’s vote. To commemorate this important milestone the ASÍ Art Museum presents an exhibition where women focus on women. Age, method and the chosen material of the artists differ but the theme is the same; The Vixen and the victim who are unceasingly being chiselled into the genetic code of women.
Þáttakendur Participants: Anna Hallin, Eirún Sigurðar dóttir, Elín Pjet. Bjarnason, Eva Ísleifsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lóa Hjálmtýs-
dóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Rakel McMahon, Róska, Sigrid Valtingojer & Valgerður Guðlaugsdóttir.
Listahátíð býður upp á tvær sérstakar hátíðarsýningar á Endatafl í sviðsetningu leikhópsins Svipir, þar sem áhorfendum gefst kostur á að eiga samtal við listamennina eftir sýningu. Endatafl er annað frægasta leikrit Nóbelverðlaunahafans írska, Samuels Beckett, tvímælalaust eins áhrifamesta leikskálds tuttugustu aldarinnar. Hitt verkið er Beðið eftir Godot.
Samuel Beckett‘s Endgame produced by the theatre group Svipir. Reykjavík Arts Festival has programmed two special Festival performances, after which open discussions will be led by the artists. Endgame is among Beckett‘s greatest plays and defines him as one of the most influential dramatists of the last century. The other play is Waiting for Godot.
Endatafl var frumsýnt 1957 í skugga kjarnorkuógnar. Enn er samfélögum og í raun öllu jarðlífi ógnað af skammsýni mannanna og verkið skírskotar þannig beint til samtímans.
Endgame was first premiered in 1957 in the shadow of the nuclear disaster. Human societies and in fact all life on earth is still threatened by human blindness and thus the play is no less relevant today than when it first appeared.
Leikarar Actors: Þorsteinn Bachmann, Þór Tulinius, Harpa Arnardóttir & Stefán Jónsson Leikstjóri Directed by: Kristín Jóhannesdóttir Þýðandi Translator: Árni Ibsen Dramatúrg Dramaturgy: Sigurður Pálsson
Búningar Costumes: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing Lighting: Halldór Örn Óskarsson Förðun Makeup: Kristín Thors Ljósmyndari Photographer: Jónatan Grétarsson Sýningastjóri Curator: Arnþór Þorsteinsson
14. maí, kl. 20:00 hátíðarsýning 17. maí, kl. 20:00 hátíðarsýning @ Tjarnarbíó 14 May, 8:00 pm a special Festival performance 17 May, 8:00 pm a special Festival performance @ Tjarnarbíó kr. 3.900
Endatafl eftir Samuel Beckett Endgame by Samuel Beckett
31. maí, kl. 14:00 & 16:00 7. júní, kl. 14:00 & 16:00 @ Árbæjarsafn 31 May, 2:00 pm & 4:00 pm 7 June, 2:00 pm & 4:00 pm @ Árbær Open Air Museum
Lokkur Berglind María Tómasdóttir Lock
22. maí, kl. 17:00 opnun Miðvikudaga til sunnudaga, kl. 13:00— 17:00 @ Týsgallerí 22 May, 5:00 pm opening Wednesday to Sunday, 1:00 — 5:00 pm, @ Týsgallerí
Hvirfill Kari Ósk Ege Swirl
Leikið á nýtt en þó gamalt hljóðfæri, ríkt af sögu en þó snautt. Uppruna þess má rekja til Íslendingabyggða í Vesturheimi en hljóðfærið lokkur er eins konar afsprengi langspils og rokks. Konur munu einkum hafa leikið á lokkinn, e.t.v. vegna skyldleika við gamla góða spunarokkinn. Á tónleikunum verða frumfluttar nýjar tónsmíðar fyrir lokkinn eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Berglindi Maríu Tómasdóttur. The recently discovered instrument called lock can be traced to Icelandic settlers in the US in the early 20th century. The lock is a hybrid of the Icelandic musical instrument langspil and the spinning rock. It was considered “a women’s instrument” because of its similarities to the spinning rock. The performances will see the premieres of new compositions for the lock by composers Karólína Eiríksdóttir, Þórunn Gréta Sigurðardóttir and Berglind María Tómasdóttir.
Einhver sparkar í stein sem kastast í annan stein sem kastast áfram í þriðja steininn og þá er það búið? Leikur með prik og gjörð þar sem gjörðin lemur prikið. Í rennunni sogast myndirnar nær hvirflinum og stífla að lokum niðurfallið. Þá er sett stíflulosandi efni í vaskinn sem kallast herra almennilegur. Kari Ósk Ege útskrifaðist frá LHÍ árið 2007. Frá útskrift hefur hún tekið þátt í samsýningum, sinnt ritstörfum, stundað nám og kennt. Someone kicks a stone that hits another stone that bounces further, onto the third stone and that’s it? A game of hoop and stick where the hoop beats the stick. In the gutter, the images are sucked ever closer to the swirl, clogging the drain. You put drain cleaner down the sink that’s called mister proper. Kari Ósk Ege graduated from Iceland Academy of the Arts in 2007.
30. maí, kl. 15:00 gjörningur @ Listasafnið á Akureyri, Ketilhús 30 May, 3:00 pm performance @ Akureyri Art Museum, Ketilhús
Mannlegt landslag Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir Human Landscape
Mannlegt landslag er tilvistarstúdía og skoðun á því að vera í andartakinu og því að skapa undir áhrifum af stað og stund, í samtali við áhorfendur innan rýmisins. Að setja sig í aðstæður og skoða nánar það val sem er tekið og hvert það leiðir mann. Gjörningurinn er hluti af sýningunni Sköpun bernskunnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Human landscape is an improvised performance looking closely at relating to the environment in each moment and making choices that together create a landscape in being. It is a conversation with the self and with others, the space and surroundings in the current moment. The performance is part of the exhibition The Creation of Childhood at Akureyri Art Museum, Ketilhús.
24. maí, kl. 20:00 @ Vatnasafn, Stykkishólmi 24 May, 8:00 pm @ Library of Water, Stykkishólmur
14. maí, kl. 14:00 opnun 15. — 21. maí Mánudaga til föstudaga, kl. 12:00— 17:00 @ Mengi
14 May, 2:00 pm opening 15 — 21 May Monday to Friday, noon — 5:00 pm @ Mengi
30. apríl — 30. maí Þriðjudaga til föstudaga, kl. 11:00— 17:00 Laugardaga, kl. 13:00— 17:00 @ i8 Gallery
30 April — 30 May Tuesday to Friday, 11:00 Am — 5:00 pm Saturdays, 1:00 — 5:00 pm @ i8 Gallery
kr. 3.000
Ólík þök Bára Gísladóttir í Vatnasafni Different Rooftops Bára Gísladóttir at the Water Library Ólík þök er fyrsta verkefni Báru Gísladóttur fyrir Listahátíð og einnig fyrstu einsleikstónleikar hennar í fullri lengd. Tónleikarnir innihalda ýmis verk fyrir kontrabassa með eða án rafhljóða. Í tónlistinni er leikið með framlengda hljóðheima og tækni ásamt samspili hljóðræns og sjónræns tjáningarforms. Verkin á tónleikunum, sem skrifuð eru sérstaklega fyrir Listahátíð, eru byggð á þökum mismunandi borga. Hugmyndin á bak við verkefnið kviknaði á Picasso safninu í Barcelona 2013, þegar Bára var að virða fyrir sér þakmyndir Picasso. Útkoman varð verk fyrir tenor saxófón, 1-∞ uppmagnaða kontrabassa og rafhljóð, ásamt hvöt til að þróa þetta þema, en þök hafa alltaf heillað Báru. Different Rooftops is Bára´s first project for Reykjavík Arts Festival, and her first solo performance in the form of a full-length concert. The concert comprises of several pieces for a solo double bass, with and without electronics, all written in 2014-15. The composition consists of extended techniques and sound worlds along with interaction between acoustic and visual expression. The pieces written especially for Reykjavík Arts Festival are based on rooftops of different cities; an idea that started at the Picasso Museum of Barcelona in 2013 while the composer was observing Picasso’s Rooftops, from his blue period. The outcome was a composition for saxophone, 1-∞ amplified double basse and electronics, as well as an urge to work further with the theme of rooftops, which Bára has always been fascinated by.
Form Regained Alexandra Navratil, Erin Shirreff & Lara Viana at i8 Gallery Á sýningunni er teflt saman verkum þriggja listamanna sem eiga það sameiginlegt að byggja á upp broti og endurbyggingu arkíva og minninga. Þau fela í sér könnun á endurgerðum og áhrifum miðla frá ólíkum sjónarhornum. Tíma og hlutfalli er hnikað til í um breytingaferli sem tekur á sig margbrotna mynd í skyggnum, málverkum, ljósmyndum og vídeói.
The exhibition brings together a selection of works that build on fragmenting and re-shaping archives and memory. The work investigates issues of reproduction and the layering effects of media from multiple perspectives. Lapses in time and scale telescope through transposing processes and techniques, and manifest in slide projections, paintings, photographs and video.
Alexandra Navratil Views (This Formless Thing) & Resurrections at Mengi Í Views (This Formless Thing) notar Alexandra Navratil gamlar filmur frá árunum 1905 til 1927, þ.á.m. myndskeið af tískusýningum og dagbækur í kvikmyndaformi af ferðalögum um fjarlæg lönd. Í árdaga kvikmynda urðu tæknigallar til þess að ýta undir sviðsett og litað útlit filmanna; að hluta til er það þessir tæknigallar sem stýrir upplifun áhorfandans af verkinu.
In Views (This Formless Thing) Navratil uses early film archives which include footage of fashion shows or cinematic diaries of trips to exotic climes. Technical imperfections underscore the constructed and ‘coloured-in’ look of the early film medium; the technology is part of what defines the representation of the (exotic) people depicted in the images.
Mengi á Listahátíð
Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningar húsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Mengi hefur undanfarið ár haldið uppi fjölbreyttri dagskrá og lífgað upp á menningarlíf Reykjavíkur með ýmsum viðburðum. Í ár verða fernir tónleikar haldnir í Mengi á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á stokk konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins.
For the second year in a row, Reykjavík Arts Festival and the culture house Mengi will collaborate on a concert series during the Festival. Mengi has for the past few years run a vibrant programme, boosting Reykjavík’s cultural life with various events such as concerts and musical happenings. This year, Mengi will host four concerts during the Festival. Four consecutive Saturdays, women musicians will appear at Mengi; women who are either at the height of their career or taking their first steps in the music world.
Kasanski fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva mun flytja verk eftir Iannis Xenakis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Presley. Myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu. Aisha hefur komið víða fram sem einleikari svo sem á tónlistarhátíðunum Aldeburgh Klangspuren og Latitude og auk þess í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og La Maison de Radio France í París.
Kazakh violinist Aisha Orazbayeva presents an evening of violin music featuring works by Iannis Xenakis, Simon SteenAndersen, Helmut Lachenmann and Elvis Presley. The concert will also include Aisha’s recent video piece RMER and solo violin improvisations. As a soloist she has performed at the Aldeburgh, Klangspuren and Latitude festivals, as well as venues including Wigmore Hall in London, Carnegie Hall in New York and La Maison de Radio France in Paris.
Í nýju einleiksverki sínu, Boom, kannar Maya Dunietz rýmið með bylgjum sem fara um loftið. Með röddinni, píanóinu og einstakri vörpunartækni leikur hún sér að lagskiptingu hljóðs, myndefnis og vitundar. Úr hugmyndinni um tónlist, sem hreyfingu lofts innan rýmis, skapar hún upplifun fyrir mörg skilningarvit. Fyrir þetta nýja verk hefur hún þróað einstaka tækni, m.a. lítinn þráðlausan hátalara sem hægt er að hafa í munninum, vörpun líkama á líkama, afturverkun hljóðs og margvítt lag af raf-akústísku hljóði. Verkið var samið fyrir Palais de Tokyo árið 2014. Vídeó og hljóð eftir Daniel Meir.
In her new solo performance, Boom, Maya Dunietz explores space through airwaves. Through voice, piano and a unique projection technique, Dunietz plays with layers – layers of sound, image and consciousness. Grounded on the notion that music is movement of air in space, Dunietz is creating a multi-sensual experience. For this new piece Dunietz developed unique technologies including a minute wireless mouth-speaker, projections of body on body, acoustic feedback and a multidimensional electro acoustic sound layer. This work was created for Palais de Tokyo, 2014. Video & Sound by Daniel Meir.
16. maí, kl. 21:00 @ Mengi 16 May, 9:00 pm @ Mengi kr. 3.000
Aisha Orazbayeva Mengi á Listahátíð I Mengi at Reykjavík Arts Festival I
30. maí, kl. 21:00 @ Mengi 30 May, 9:00 pm @ Mengi kr. 3.000
Maya Dunietz Mengi á Listahátíð III Mengi at Reykjavík Arts Festival III
23. maí, kl. 21:00 @ Mengi 23 May, 9:00 pm @ Mengi kr. 3.000
Bára Gísladóttir Mengi á Listahátíð ii Mengi at Reykjavík Arts Festival ii
Bára Gísladóttir, tónsmiður og kontrabassaleikari, kemur fram ásamt kammerhópnum Náttey. Á dagskrá eru sex verk eftir Báru frá árunum 2014-15. Verkin eru samin fyrir mismunandi samsetningar klarínettu, saxófóns, kontrabassa og rafhljóða. Í tónlistinni er leikið með fram lengda hljóðheima og tækni ásamt samspili hljóðræns og sjónræns tjáningaforms.
A concert with six pieces by Bára Gísladóttir and the chamber group Náttey. The pieces are composed for different combinations of clarinet, saxophone, double bass and electronics. The music consists of games of extended techniques and sound worlds along with interaction between acoustic and visual expression.
Gyða Valtýsdóttir, vædd boga og sellói, mun spinna óð áttunnar úr augnablikinu og bjóða áheyrendum að æða um áttavillt í eilífðinni. Gyða mun flytja verkið Galagalactic sem er óður til eilífðarinnar. Það snýst í áttu, allar áttir samtímis. Hvert korn af sandi séð með auga smásjárinnar birtir liti og form svo sem sérhvert örhljóð hefur sinn stakleika, áferð og yfirtóna. Galagalactic er leikur að þessari litadýrð kosmískra agna og einda.
In Galagalactic, Gyda Valtýsdóttir, armed with bow and cello, will embroider moments of the infinite and offer to the audience a spiraling path to the inner spheres of the senses. Galagalactic is an ode to infinity. It spirals in a figure eight pattern, all directions simultaneous. Every grain of sand magnified reveals a unique form and color as every sound has it´s own distinct texture and overtones.
6. júní, kl. 21:00 @ Mengi 6 June, 9:00 pm @ Mengi kr. 3.000
Gyða Valtýsdóttir Mengi á Listahátíð iv Mengi at ReykjavíWk Arts Festival iV
N 29 2015
Styrktaraðilar Listahátíðar 2015 Supporters of Reykjavík Arts Festival 2015
Á hverju ári byggir velgengni Listahátíðar í Reykja vík á ómetanlegum stuðningi samstarfsaðila. Grunnframlag stofnaðila gerir hátíðinni kleift að tryggja stöðugleika og sýnileika. Stuðningur íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja, stofnana og annarra samstarfsaðila skiptir sköpum í að viðhalda gæðum, fjölbreytileika og umfangi hátíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík þakkar þessum aðilum kær lega fyrir samstarfið og stuðninginn á árinu 2015.
Every year, the success of Reykjavík Arts Festival depends on the invaluable commitment of public and private sector partners. The core investment of our founding partners plays a fundamental role in ensuring our stability and visibility. The crucial support of our Icelandic and international supporters, partners, benefactors and sponsors is vitally important in enabling us to maintain the Festival’s diversity, quality and reach. We extend a very warm thank-you to these parties for their partnership and generosity in 2015.
Stofnaðilar Founders
Máttarstólpi Principal Supporter
Bakhjarlar Partners
Samstarfsaðilar Benefactors
Styrktaraðilar einstakra viðburða Event Sponsors
Bandaloop
Bandaloop
Og þeir sem ekki vilja láta nafns síns getið.
Jan Lundgren
And those who wish to remain anonymous.
Maya Dunietz
Kynningarrit Catalogue credits
Myndir í kynningarriti Image credits
Bandaloop Amelia Rudolph Guerrilla Girls Rafael Pinho MagnusMaria Tiina Tahvanainen Shantala Shivalingappa Christopher Dugan Svartar Fjaðrir Rafael Pinho Rafael Pinho Ósómaljóð Ragnar Axelsson Forsíða: Guerrilla Girls Solid Hologram Rafael Pinho & Felix Broede Cover Photo: Guerrilla Girls SAGA Crepusculum, Gabríela Friðriksdóttir Birt með leyfi Courtesy of Biennale de Lyon Guerrilla Girls Holning / Physique Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Baksíða: I’m not a feminist, There are two in a couple but if I was, this is what I would Barbara Amalie Skovmand Thomsen complain about Blæði: obsidian pieces Proud Mother Pictures Back cover: I’m not a feminist, Birt með leyfi Courtesy of Chunky Move but if I was, this is what I would Peter Grimes Rob Ronconi, Sim Canethy-Clarke, complain about Tim Cantrell & Karl Peterson Og þökk sé margri morgunbjartri svipstund Rafael Pinho Hanna Styrmisdóttir 100 kápur á Frakkastíg Jóna Hlíf Halldórsdóttir Hera Guðmundsdóttir OG Steinunn Gunnlaugsdóttir Helga B. Kjerúlf Lindur–Vocal VII Mila Pavan / Rúrí Ritstjórn Furðuveröld Lísu Rafael Pinho Editing Julia Migenes Monika & Karl Forster Doríon Dodda Maggý Helga B. Kjerúlf Birting Helgi Hjaltalín Eyjólfsson Verkefnastjóri útgáfu Jan Lundgren Trio Luca d’Agostino Publication Manager GEYMAR Sirra Sigrún Sigurðardóttir Suspension of Disbelief Elín Hansdóttir Alexandra Jóhannesdóttir Dorothy Iannone Birt með leyfi listamannsins Ágústa Flosadóttir Courtesy of the artist Hanna Styrmisdóttir Vorverk / Spring Task Kristín Káradóttir Hera Guðmundsdóttir Caregivers Libia Castro & Ólafur Ólafsson Jón Proppé Misty Rain Saga Sigurðardóttir Salka Guðmundsdóttir Nýjabrum í stofunni Rafael Pinho Tinna Þorsteinsdóttir Í tíma og ótíma Klara Stephensen Textar, þýðingar og yfirlestur Hávamál Pétur Eggerz Texts, translations Verksummerki Agnieszka Sosnowska and proofreading Áfangar Þorkell Þorkelsson Both Sitting Duet & Body Not Fit For Purpose Ben Parks Svansprent Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar Hulda Hákon Prentun Engram Jonas Eng Printed in Iceland Frenjur og fórnarlömb Rakel McMahon Endatafl Jónatan Grétarsson Hörður Lárusson Lokkur Frankie Martin Aðalhönnuður Listahátíðar Hvirfill Kari Ósk Ege Head Designer Mannlegt landslag Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir Ólík þök Iona Sjöfn Huntingdon Williams Atli Þór Árnason Form Regained Erin Shirreff Hönnun vefsíðu Aisha Orazbayeva Fabio Lugaro Website Design Maya Dunietz Thomas James Bára Gísladóttir í Mengi Daníel Sigurður Eðvaldsson Iona Sjöfn Huntingdon Williams Forritari vefsíðu Gyða Valtýsdóttir Gyða Valtýsdóttir Website Programming Hörður Lárusson Hönnun & umbrot Design & layout
Staðsetningar Venues
Þjóðleikhúsið National Theatre of Iceland Hverfisgata 19, 101 Reykjavík Borgarleikhúsið Reykjavík City Theatre Listabraut 3, 103 Reykjavík Tjarnarbíó Tjarnargata 12, 101 Reykjavík Harpa Austurbakki 2, 101 Reykjavík Mengi Óðinsgata 2, 101 Reykjavík Tollhúsið Customs house Tryggvagata 19, 101 Reykjavík Gallery GAMMA Garðastræti 37, 101 Reykjavík Listasafn ASÍ ASÍ Art Museum Freyjugata 41, Reykjavík Listasafn Einars Jónssonar Museum of Einar Jónsson Eiríksgata, 101 Reykjavík Tveir Hrafnar Baldursgata 12, 101 Reykjavík Harbinger Freyjugata 1, 101 Reykjavík Týsgallerí Týsgata 3, 101 Reykjavík Þingholtsstræti 27, 2h 101 Reykjavík Nýlistasafnið Living Art Museum Völvufell 13–21, 111 Reykjavík Frakkastígur 9, port og garður 101 Reykjavík Hverfisgallerí Hverfisgata 4, 101 Reykjavík
Bíó Paradís Hverfisgata 54, 101 Reykjavík Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Kópavogur Art Museum Hamraborg 4, 200 Kópavogur Kópavogskirkja Reykjavík City Theatre Hamraborg 2, 200 Kópavogur Listasafn Árnesinga LÁ Art Museum Austurmörk 21, 810 Hveragerði Ljósmyndasafn Reykjavíkur Reykjavík Museum of Photography Tryggvagata 15, 6h, 101 Reykjavík Óðinsgata 7, 4hh 101 Reykajvík i8 Gallery Tryggvagata 16, 101 Reykjavík Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Reykjavík Art Museum, Hafnarhús Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Vatnasafn Library of Water Bókhlöðustígur 17, Stykkishólmur Listasafn Íslands National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík Gamla Bíó Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja Church Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík Árbæjarsafn Árbær Open Air Museum Kistuhylur, 110 Reykjavík Listasafnið á Akureyri, Ketilhús Akureyri Art Museum, Ketilhús Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri
Dagskrá Programme Miðvikud. 13. maí Wednesday 13 May Guerrilla Girls @ Austurhlið Tollhússins við Tryggvagötu @ East wall of The Customs house, Tryggvagata 19
Í tíma og ótíma Time in & Time out @ Þingholtsstæti 27, 2. hæd 15:00 opnun opening
BANDALOOP @ Ingólfstorg, Aðalstræti 6 17:30
100 Kápur á Frakkastíg Icelandic Suffragettes @ Frakkastígur 9, 15:00 opnun opening
Dorothy Iannone @ Gallery GAMMA 18:00 opnun opening
Misty Rain @ Hverfisgallerí 16:00 opnun opening
Svartar Fjaðrir Black Feathers @ Þjóðleikhúsið @ National Theatre of Iceland 19:30 frumsýning premiere
Vorverk / Spring Task @ Nýlistasafnið @ Living Art Museum 18:00 opnun opening
Fimmtud. 14. maí Thursday 14 May
Endatafl Endgame @ Tjarnarbíó 20:00 hátíðarsýning special Festival performance
Frenjur og fórnarlömb The Vixen and the Victim @ Listasafn ASí @ ASÍ Art Museum 12:00 opnun opening Furðuveröld LÍSU OPERAtion ALICE @ Listasafn Einars Jónssonar @ Einar Jónsson Museum 13.00 opnun opening Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar Cliffs, Sunshine, Heroes, Sky, Sea and Birds @ Tveir Hrafnar 13:00 opnun opening Alexandra Navratil @ Mengi 14:00 opnun opening There are two in a couple @ Harbinger 14:00 opnun og tónlistargjörningur opening and music performance Holning / Physique @ Týsgallerí 14:00 opnun opening
Föstud. 15. maí Friday 15 May Caregivers @ Bíó Paradís 17:00 & 17:30 Suspension of Disbelief @ Bío Paradís 18:00 & 18:30 Svartar Fjaðrir Black Feathers @ Þjóðleikhúsið @ National Theatre of Iceland 19:30 Birting Illumination @ Gerðarsafn @ Kópavogur Art Museum 20:00 opnun & görningur opening & performance Dórion: videó– og tónlistargjörningur Dorion: video and music performance @ Kópavogskirkja @ Kópavogur Church 21:00
Laugard. 16. maí Saturday 16 May
Miðvikud. 20. maí Wednesday 20 May
Þriðjudagur 26. maí Tuesday 26 May
OG AND @ Nýlistasafnið @ Living Art Museum 13:00 gjörningur performance
Svartar Fjaðrir Black Feathers @ Þjóðleikhúsið @ National Theatre of Iceland 19:30
Engram @ Hallgrímskirkja @ Hallgrímskirkja Church 12:00
GEYMAR CONTAINERS @ Listasafn Árnesinga 14:00 opnun opening Doríon: videó– og tónlistargjörningur Doríon: video and music performance @ Kópavogskirkja @ Kópavogur Church 16:00 Verksummerki Traces of Life @ Ljósmyndasafn Reykjavíkur @ Reykjavík Museum of Photography 17:00 opnun opening Lindur — Vocal VII Fount — Vocal VII @ Harpa, Norðurljós 18:00 Aisha Orazbayeva @ Mengi 21:00 Sunnudagur 17. maí Sunday 17 May Nýjabrum í stofunni Novelty in the Living Room @ Óðinsgata 7 16:00 Endatafl Endgame @ Tjarnarbíó 20:00 hátíðarsýning special Festival performance Þriðjudagur 19. maí Tuesday 19 May BLÆÐI: obsidian pieces @ Borgarleikhúsið @ Reykjavík City Theatre 20:00 frumsýning premiere
Fimmtud. 21.maí Thursday 21 May Áfangar @ Listasafn Reykja víkur, Hafnarhús @ Reykjavík Art Museum, Hafnarhús 17:00 opnun opening Föstudagur 22. maí Friday 22 May Hvirfill Swirl @ Týsgallerí 17:00 opnun opening SAGA @ Listasafn Íslands @ National Gallery of Iceland 18:00 opnun opening Peter Grimes @ Harpa, Eldborg 19:30 Laugard. 23. maí Saturday 23 May Bára Gísladóttir @ Mengi 21:00 Sunnudagur 24. maí Sunday 24 May Ólík þök Different Rooftops @ Vatnasafnið, Stykkishólmi @ Library of Water, Stykkishólmur 20:00 Mánudagur 25. maí Monday 25 May BLÆÐI: obsidian pieces @ Borgarleikhúsið @ Reykjavík City Theatre 20:00
Ósómaljóð eftir Þorvald Þorsteinsson Songs of Discontent by Þorvaldur Þorsteinsson @ Gamla Bíó 20:00 Miðvikud. 27. maí Wednesday 27 May Engram @ Hallgrímskirkja @ Hallgrímskirkja Church 12:00 Hávamál @ Tjarnarbíó 20:00 frumsýning premiere Fimmtud. 28. Maí Thursday 28 May BLÆÐI: obsidian pieces @ Borgarleikhúsið @ Reykjavík City Theatre 20:00 Föstudagur 29. maí Friday 29 May Solid Hologram @ Harpa, Norðurljós 20:00 Laugard. 30. maí Saturday 30 May Mannlegt landslag Human Landscape @ Listasafnið á Akureyri, Ketilhús @ Akureyri Art Museum, Ketilhús 15:00 görningur performance Furðuveröld LÍSU OPERAtion ALICE @ Listasafn Einars Jónssonar @ Einar Jónsson Museum 17:00 tónleikar concert
Dagskrá frh. Programme cont.
Fræðsludagskrá Educational programme
Svartar Fjaðrir Black Feathers @ Þjóðleikhúsið @ National Theatre of Iceland 19:30
Þriðjudagur 2. júní Tuesday 2 June
Föstudagur 15. maí Friday 15 May
Laugardagur 23.maí Saturday 23 May
Sunnudagur 31. maí Sunday 31 May
Shantala Shivalingappa @ Borgarleikhúsið @ Reykjavík City Theatre 20:00
Alexandra Navratil Listamannsspjall Artist´s talk @ Mengi 12:00
GEYMAR CONTAINERS Umræðudagskrá Q&A @ Listasafn Árnesinga 13:00
SAGA Leiðsögn Guided tour @ Listasafn Íslands 14:00
Both Sitting Duet & Body Not Fit For Purpose — Reykjavík Dance Festival @ Tjarnarbíó 20:00 Maya Dunietz @ Mengi 21:00 Sunnudagur 31. maí Sunday 31 May Lokkur Lock @ Árbæjarsafn @ Árbær Open Air Museum 14:00 & 16:00 görningur performance Hávamál @ Tjarnarbíó 16:00 Svartar Fjaðrir Black Feathers @ Þjóðleikhúsið @ National Theatre of Iceland 19:30
Miðvikud. 3. júní Wednesday 3 June MagnusMaria @ Þjóðleikhúsið @ National Theatre of Iceland 20:00 Fimmtud. 4. júní Thursday 4 June Jan Lundgren Trio @ Harpa, Silfurberg 20:00 Laugardagur 6. júní Saturday 6 June Guerrilla Girls @ Bíó Paradís 14:00 — 16:00 fyrirlestur presentation Gyða Valtýsdóttir @ Mengi 21:00 Sunnudagur 7. júní Saturday 7 June
Og þökk sé margri morgunbjartri svipstund And Thanks to Countless Instants, Lit by Morning @ Harpa, Norðurljós 20:00
Lokkur Lock @ Árbæjarsafn @ Árbær Open Air Museum 14:00 & 16:00 görningur performance
Hávamál @ Tjarnarbíó 20:00
Julia Migenes @ Harpa, Eldborg 20:00
Sunnudagur 17. maí Sunday 17 May Verksummerki Traces of Life Sýningarstjóra- og listamannaspjall Curator´s and artists´ talk @ Ljósmyndasafn Reykjavíkur @ Reykjavík Museum of Photography 14:00 GEYMAR CONTAINERS Listasmiðja Workshop @ Listasafn Árnesinga 15:00 Misty Rain Listamannsspjall Artist’s talk @ Hverfisgallerí 16:00 Í tíma og ótíma Time in & Time out Listamannaspjall Artists’ talk 16:00 —18:00 Miðvikud. 20. maí Wednesday 20 May Birting Illumination Sýningarstjóraspjall Curator´s talk @ Gerðarsafn @ Kópavogur Art Museum 12:15 Föstudagur 22.maí Friday 22 May
Gimli Í Gimli stendur yfir sýning á verkum Rakelar McMahon, Karlottu Blöndal og Huldu Stefáns dóttur. Sýningin er opin mánudag til föstudags frá 10:00 til 16:00. An exhibition of works by Rakel McMahon, Karlotta Blöndal and Hulda Stefánsdóttir is currently on view at Reykjavík Arts Festival’s offices. Opening hours are from 10:00 am to 4:00 pm Monday through Friday.
Holning / Physique Listamannsspjall Artist´s talk @ Týsgallerí 17:00
100 kápur á Frakkastíg Icelandic Suffragettes Listamannaspjall Artists’ talk @ Frakkastígur 9 14:00 SAGA Leiðsögn Guided tour @ Listasafn Íslands @ National Gallery of Iceland 14:00 Fimmtud. 28. maí Thursday 28 May GEYMAR CONTAINERS Sýningarstjóraspjall Curator´s talk @ Listasafn Árnesinga 15:00 Laugard. 30.maí Saturday 30 May 100 Kápur á Frakkastíg Icelandic Suffragettes Listamannaspjall Artists’ talk @ Frakkastígur 9 14:00 Vorverk / Spring Task Listamannsspjall Artist´s talk @ Nýlistasafnið @ Living Art Museum 15:00 Áfangar Fjölskylduferð Family trip @ Viðey
Furðuveröld Lísu Operation Alice Listasmiðja workshop @ Listasafn Einars Jónssonar @ Einar Jónsson Museum 13:00—14:30 & 15:30 —17:00 Þriðjudagur 2. júní Tuesday 2 June MagnusMaria Vinnustofa Workshop @Þjóðleikhús kjallarinn 17:00—21:00 Laugardagur 6. júní Saturday 6 June Áfangar Leiðsögn Guided tour @ Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús @ Reykjavík Art Museum, Hafnarhús 11:00 Áfangar Gengið um verk Serra í Viðey A walk through Serra´s work in Viðey Island @ Viðey 12:30 100 Kápur á Frakkastíg Icelandic Suffragettes Listamannaspjall Artists’ talk @ Frakkastígur 9 14:00 Guerrilla Girls Fyrirlestur Presentation @ Bíó Paradís 14:00 Sunnudagur 7. júní Sunday 7 June GEYMAR CONTAINERS Listamannsspjall Artist’s talk @ Listasafn Árnesinga 14:00
Guerrilla Girls
www.listahatid.is