Kæru Listahátíðargestir Listahátíð fagnar vorinu í Reykjavík með margbreytilegum og metnaðarfullum verkum úr smiðju innlendra og erlendra listamanna.
Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar
MIÐASALA www.listahatid.is sími: 552 8588 Gimli, Lækjargötu 3 Opið: 10–16 virka daga og um helgar meðan hátíðin stendur yfir. midasala@artfest.is Miðasala flyst á sýningarstað klukkustund fyrir viðburð. Miðasala á viðburði í Hörpu sími: 528 5050
More information and tickets www.artfest.is
2
Dansinn fær einnig veglegan sess á Listahátíð í vor, enda danslistin í mikilli uppsveiflu hér á landi. Auk nýrra og framsækinna verka íslenskra danshöfunda fáum við danshópa frá Slóvakíu og Kína. Stór fjöllistahópur frá Spáni leikur listir sínar í miðborginni opnunarhelgina, með þátttöku fjölda Íslendinga. Ný leikhúsverk líta dagsins ljós, spennandi bókmenntaviðburðir og myndlist verða einnig á dagskránni.
Breyttir tímar krefjast útsjónarsemi og öflugrar samvinnu og þar er mikilvægur skilningur stjórnvalda á gildi listarinnar í samfélaginu á öllum tímum. Listahátíð hefur í rúm fjörutíu ár staðið vaktina í menningu okkar og listum, beint hingað alþjóðlegum straumum sem styrkja tengsl okkar við umheiminn og haldið opnum farvegi hugmynda og sköpunar – og við höldum ótrauð áfram á þeirri braut. Verið velkomin á Listahátíð 2011
LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Stjórnandi: Hrefna Haraldsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Norðfjörð Markaðs- og kynningarstjóri: Steinunn Þórhallsdóttir Verkefnastjórar: Gréta María Bergsdóttir og Óttar Sæmundsen Miðasölustjóri: Matthildur Filippusdóttir Patay Verndari: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands Heiðursforseti: Vladimir Ashkenazy Formaður fulltrúaráðs: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Varaformaður fulltrúaráðs: Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík
Allt um dagskrána á www.listahatid.is
Flugfélag Íslands býður borgarferðir á Listahátíð. Bókaðu á www.flugfelag.is
Í vor verður tónlist áberandi á dagskránni enda opnar Harpa, langþráð tónlistarhús á Íslandi, og Listahátíð blæs þegar til sjö ólíkra tónleika í öllum sölum hússins. Þar koma fram tónlistarmenn í fremstu röð; meðal þeirra þýski tenórinn Jonas Kaufmann, bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney og Sinfóníetta Krakárborgar.
Gildismat þjóðarinnar hefur breyst undanfarið og við leggjum meira upp úr andlegri næringu þegar á móti blæs í efnahagslífinu. Við veljum fjölbreytilega upplifun umfram efnisleg gæði og þegar öllu er á botninn hvolft eru það hin raunverulegu verðmæti sem enginn tekur frá okkur. Frábær aðsókn á listviðburði um land allt endurspeglar þessa staðreynd; fólk flykkist á stóra og smáa viðburði á sviði tónlistar, myndlistar, leikhúss og bókmennta. Það er Listahátíð kappsmál að hafa miðaverð hagstætt og gera með því móti öllum kleift að njóta viðburða hátíðarinnar.
STJÓRN LISTAHÁTÍÐAR Formaður: Kjartan Örn Ólafsson, skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra Varaformaður: Sigurjón Kjartansson, skipaður af borgarstjóra Stjórnarmaður: Margrét Bóasdóttir, kosin af fulltrúaráði Listahátíðar
Einkennismynd Listahátíðar 2011 er af La Fura dels Baus. Ljósmyndari: Alfons Hoogervorst / snofla á flickr.com Útlit Listahátíðar 2011: Fíton
LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Reykjavík Arts Festival
20. MAÍ - 5. JÚNÍ 2011
fös 20. maí
mið 25. maí
mán 30. maí
Við sáum skrímsli . . . . . . . . . . . . bls. 6 Fyrri sýning, Þjóðleikhúsið kl. 19 Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson. . bls. 9 Harpa, Norðurljós kl. 21
Háskólatónleikar . . . . . . . . . . . . . bls. 13 Tónaljóð og hughrif fyrir saxófón og píanó, Hátíðasalur HÍ kl. 12.30 Michel Houellebecq . . . . . . . . . . . bls. 11 Kvöldstund með franska rithöfundinum Norræna húsið kl. 20 Ferðalag Fönixins . . . . . . . . . . . . . bls. 12 2. og 3. sýning Borgarleikhúsið kl. 20 og 22
Háskólatónleikar . . . . . . . . . . . . bls. 13 Djúpilækur og Fagriskógur Hátíðasalur HÍ kl. 12.30 Tómas R. Einarsson . . . . . . . . . . . bls. 8 Strengur, Tjarnarbíó kl. 20
lau 21. maí Tomi Ungerer . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 15 Teikningar og veggspjöld Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús kl.14 Sjónarmið . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 14 Á mótum myndlistar og heimspeki Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús kl.14 La Fura dels Baus . . . . . . . . . . . . bls. 13 Útiatriði á Austurvelli kl. 15 Harpa Árnadóttir . . . . . . . . . . . . . bls. 14 Mýrarljós, Listasafn ASÍ kl. 16 Jonas Kaufmann . . . . . . . . . . . . . bls. 5 og Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa, Eldborg kl. 17 Við sáum skrímsli . . . . . . . . . . . . bls. 6 Seinni sýning, Þjóðleikhúsið kl. 20 sun 22. maí Sjónarmið . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 14 Málþing Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús kl. 13 Les SlovaKs . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 7 Danssýningin Opening Night Borgarleikhúsið kl. 20 mán 23. maí Háskólatónleikar . . . . . . . . . . . . bls. 13 Skuggamyndir frá Býsans Háskólatorg HÍ kl. 12.30 Workshop fyrir dansara . . . . . . . bls. 7 Les SlovaKs Erindi um Tomi Ungerer . . . . . . . bls. 15 Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús kl. 17 þri 24. maí Subtales . . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 12 Þjóðleikhúsið kl. 18 Ferðalag Fönixins . . . . . . . . . . . . bls. 12 Frumsýning, Borgarleikhúsið kl. 20
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar
fim 26. maí Big Wheel Café . . . . . . . . . . . . . . . bls. 8 Neander leikhúsið, fyrri sýning Þjóðleikhúsið kl. 20 fös 27. maí Big Wheel Café . . . . . . . . . . . . . . . bls. 8 Seinni sýning, Þjóðleikhúsið kl. 20 Ojos de brujo . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 8 Spænskur stuðkokteill Harpa, Silfurberg kl. 21 lau 28. maí Kona/Femme, Louise Bourgeois . .bls. 15 Listasafn Íslands kl. 11 Hljóðganga um höfnina . . . . . . . . bls. 4 Frá Hafnarhúsi kl. 14 og 16 Rebbasaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 10 Frönsk fjölskyldusýning Tjarnarbíó kl. 14 og 17 Claus Carstensen . . . . . . . . . . . . . bls. 14 Silent Room, Silver Room Kling & Bang kl. 15 Högni Egilsson, . . . . . . . . . . . . . . . bls. 4 Davíð Þór Jónsson og Fóstbræður Harpa, Norðurljós kl. 20 sun 29. maí
þri 31. maí Sex pör . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 6 Íslensk dans- og tónverk Tjarnarbíó kl. 20 mið 1. júní Háskólatónleikar . . . . . . . . . . . . bls. 13 Jazzsvíta nr. 1 eftir Claude Bolling Hátíðasalur HÍ kl. 12.30 Tony Allen . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 4 og Stórsveit Samúels, Tjarnarbíó kl. 21 fim 2. júní Edda Erlendsdóttir . . . . . . . . . . . bls. 9 Einleikstónleikar og fyrirlestur Harpa, Kaldalón kl. 11 Beijing Dance Theater . . . . . . . . bls. 7 Haze, Þjóðleikhúsið kl. 20 fös 3. júní Námskeið (Master Class) . . . . . . bls. 9 Edda Erlendsdóttir Klúbburinn . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 12 Sviðsverk eftir Gunnlaug Egilsson og Klúbbinn, frumsýning Borgarleikhúsið kl. 20 lau 4. júní Flétta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 9 Nýtt verk eftir Hauk Tómasson Hallgrímskirkja kl. 17 Krakársinfóníettan . . . . . . . . . . . bls. 10 Tónlist fyrir Solaris og pólsk tónverk Harpa, Silfurberg kl. 20 Klúbburinn . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 12 2. sýning, Borgarleikhúsið kl. 20
Hljóðganga um höfnina . . . . . . . . bls. 4 Frá Hafnarhúsi kl. 14 og 16 Bændur flugust á . . . . . . . . . . . . . bls. 11 sun 5. júní Tónlist, ljóð, uppistand Tjarnarbíó kl. 20 Húslestrar . . . . . . . . . . . . . . . . . . bls. 11 kl. 13, 14, 15, 16 og 17 Barbara Bonney . . . . . . . . . . . . . bls. 5 Einsöngstónleikar, Harpa, Eldborg kl. 20
Tony Allen er skærasta núlifandi stjarna afrobítsins, funktónlistar Afríku sem landi hans nígeríski tónlistarmaðurinn Fela Kuti skapaði ásamt hljómsveit sinni Africa 70 á seinni hluta síðustu aldar. Í afróbítinu blandast afrískar dans- og sönghefðir við funk og jazz. Tony Allen leikur auðvitað á Listahátíð með Stórsveit Samúels Samúelssonar, enda hefur tónlist hans haft mikil áhrif á Samúel og aðra Stórsveitarmeðlimi.
Tony allen
og storsveit samuels Tjarnarbíó, 1. júní kl. 21 2.900 kr.
The legendary Tony Allen with Samúel’s Big Band, Tjarnarbíó Theatre, June 1, 9pm. „Ef til vill besti trommari sem til hefur verið.” Brian Eno „Tony Allen fékk mig til að dansa.” Damon Albarn
.. Hogni egilsson Davíð Þór Jónsson og karlakórinn Fóstbræður Harpa, Norðurljós, 28. maí kl. 20 2.900 kr. Í flóknu gangverki innra eyrans lifnar hljóðskynjun okkar og þar höldum við líka jafnvægi í veröld sem vill kasta okkur til og frá. Þátttakendur ganga með heyrnartól um höfnina og fá um stund að týnast í sínu innra eyra. Umsjónarmenn verkefnisins eru þrír dagskrárgerðarmenn á Rás 1; Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir.
4
Soundwalk by the sea. Departs from Hafnarhús, May 28 and May 29, 2pm and 4pm.
Minør/Pionér Í tilefni tónleikanna á Listahátíð, hefur Högni Egilsson samið nýja tónlist með píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni og munu þeir flytja hana ásamt karlakórnum Fóstbræðrum undir stjórn Árna Harðarsonar. Textar eru eftir Atla Bollason. Titill tónleikanna Minør/Pionér vísar í nöfn einu eimreiðanna sem ekið hafa á Íslandi og báru grjót og möl eftir járnbrautarteinum af Skólavörðuholti og úr Öskjuhlíð niður að sjó þegar Reykjavíkurhöfn var byggð á árunum 1913–1917. New music by Högni Egilsson. Harpa, May 28, 8pm.
Hljóðganga um höfnina
innra eyrad Lagt af stað frá Hafnarhúsi 28. og 29. maí kl. 14 og 16 1.000 kr.
Bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney er stórstjarna í heimi klassískrar sönglistar. Hún hefur unnið hug og hjörtu fólks um allan heim með litbrigðaríkri rödd, sterkum og hlýjum persónuleika og fjölhæfni í túlkun ólíkra stíla. Barbara Bonney hefur helgað sig ljóðasöng en hún er gríðarlega fjölhæf og eru útgefnar upptökur með söng hennar á annað hundrað talsins. Diskur hennar með norrænum söngperlum hlaut Gramophone verðlaunin árið 2000. P íanóleikari: Thomas Schuback. Efnisskrá: Robert Schumann: Dichterliebe, op. 48 Edvard Grieg: Frau Monte Pincio/Med en vandlilje/Prinsessen/En svane/Våren Richard Strauss: Vier letzte Lieder/ Frühling/September/Beim Schlafengehen/ Im Abendrot American soprano Barbara Bonney performs Lieder by Schumann, Strauss and Grieg accompanied by pianist Thomas Schuback, Harpa, June 5, 8pm.
Námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í umsjá Bergþórs Pálssonar. Nánari upplýsingar og skráning á www.endurmenntun.is
Sópransöngkonan ástsæla
Barbara bonney Harpa, Eldborg, 5. júní kl. 20 5.500 og 6.500 kr.
Námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í umsjá Bergþórs Pálssonar. Nánari upplýsingar og skráning á www.endurmenntun.is
JONAS KAUFMANN OG sinfoniuhljomsveit islands
Harpa, Eldborg, 21. maí kl. 17 4.900-10.900 kr.
Samstarfsverkefni Listahátíðar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hörpu.
Jonas Kaufmann, einn fremsti óperusöngvari samtímans, kemur fram á tónleikum á Listahátíð með Sinfóníuhljóm sveit Íslands. Jonas Kaufmann hefur heillað áhorfendur og gagnrýnendur við öll helstu óperuhús heims. Yfirburða tækni og einstaklega blæbrigðarík túlkun í leik og söng hefur unnið honum sess meðal stærstu tenóra óperusögunnar. Efnisskrá: Giacomo Puccini: Recondita Armonia Georges Bizet: La fleur que tu m’avais jetée Jules Massenet: Pourquoi me reveiller Pietro Mascagni: Addio a la Madre Riccardo Zandonai: Giulietta son io Amilcare Ponchielli: Cielo e Mar Richard Wagner: In fernem Land Einnig leikur Sinfóníuhljómsveitin vinsæla óperuforleiki. German tenor Jonas Kaufmann and Iceland Symphony Orchestra, Harpa, May 21, 5pm.
5
Dans- og tónlistarveisla í Tjarnarbíói þar sem sex ný dans- og tónverk verða frumflutt á einu kvöldi. Í þessu metnaðarfulla verkefni hafa sex íslensk tónskáld og sex danshöfundar unnið saman í pörum að frumsköpun tón- og dansverka. Ferlið er fest á filmu og verður að sex sjónvarpsþáttum í umsjón Jónasar Sen og Jóns Egils Bergþórssonar sem sýndir verða í Sjónvarpinu á næsta ári. Tónlistarflutningur: Bryndís Halla Gylfadóttir, selló og Frank Aarnink, slagverk. Tónskáldin og danshöfundarnir sem vinna saman eru: Áskell Másson og Lára Stefánsdóttir Daníel Bjarnason og Margrét Bjarnadóttir Hildigunnur Rúnarsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson og Helena Jónsdóttir, Ólöf Arnalds og Erna Ómarsdóttir, Þórarinn Guðnason og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Six brand new pieces by contemporary Icelandic composers and choreographers premiered in one evening, Tjarnarbíó Theatre, May 31, 8pm.
.. sex por Frumflutningur á nýjum íslenskum dans- og tónverkum Tjarnarbíó, 31. maí kl. 20 2.900 kr.
Erna Ómarsdóttir og hópurinn
’ skrimsli ’ - saum vid
Þjóðleikhúsið, 20. maí kl. 19 og 21. maí kl. 20 3.900 kr.
Hryllilegt og ljóðrænt verk sem afhjúpar skrímslin í tilverunni í gegnum dans, söng, tónlist og myndlist. Verkið er samið og flutt af Ernu Ómarsdóttur, Ásgeiri Helga Magnússyni, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Sigtryggi Berg Sigmarssyni, Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Valdimar Jóhannssyni. Skrímsli fæðast í hugum fólks út frá ótta við lífið, náttúruna, myrkrið, dauðann og hið óþekkta. Skrímslin leynast alls staðar, stundum eru þau hulin öðrum en stundum eru þau auðþekkjanleg. Stundum taka þau sér jafnvel bólfestu í okkar eigin líkama. We saw monsters, a poetic work in which dance, singing, music and visual arts come together, National Theatre, May 20, 7pm and May 21, 8pm. Samstarfsverkefni Shalala, Listahátíðar og Þjóðleikhússins.
6
Opening Night
Les slovaks Harðjaxlar sem dansa eins og englar Borgarleikhúsið, 22. maí kl. 20 3.900 kr.
Verkið HAZE (þoka/mistur) er andsvar listamannanna við efnahags- og umhverfis krísu heimsins. Tónlistin í verkinu er eftir pólska nútímatónskáldið Henryk Górecki og norska raftónlistarmanninn Biosphere. Haze var frumsýnt í Tianqiao leikhúsinu í Beijing í maí 2009 og auk heimsóknarinnar á Listahátíð ferðast hópurinn með sýninguna til London, New York, Bonn, Fürth og Guanajuato í Mexíkó á þessu ári. Hópurinn byggir á styrkleika sínum í ballett og tvinnar við hann hefðbundna þætti úr kínverskri menningu og dansi með nútímalegri og ferskri nálgun.
Danshópurinn Les SlovaKs er skipaður fimm karldönsurum frá Slóvakíu sem búa og starfa í Belgíu og hafa dansað saman frá barnæsku. Hópurinn, sem er afar hátt skrifaður í nútímadansi í Evrópu, hefur þróað nýstárlega tegund af dansi, þar sem saga og reynsla dansaranna er fléttuð saman í kraftmikinn margradda dans. Opening Night er fyrsta sýningin sem hópurinn vann saman og vakti athygli og lof dansunnenda er hún var frumsýnd í Brussel í nóvember 2007 og hefur verið sýnd víða um heim. Í henni er mikill húmor sem þeir kenna við heimaland sitt, Slóvakíu, og gleðitaktar sem jaðra við fíflalæti. Lifandi tónlist, leikin á fiðlu, leikur einnig stórt hlutverk í sýningunni. Les SlovaKs heldur einnig workshop fyrir dansara í samvinnu við Íd. An exuberant and contagious union of folk-inspired music and imaginative movement, Reykjavik City Theatre, May 22, 8pm. „Sýning sem er yfirfull af strákslegum krafti og smitandi prakkaralegum húmor, sköpuð af fimm snillingum í danslistinni.“ Dagens Nyheter Í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Haze
Beijing Dance Theater
Þjóðleikhúsið, 2. júní kl. 20 3.900 kr.
Beijing Dance Theater perform Haze. “A breakthrough in modern dance“. National Theatre, June 2, 8pm. „Dansararnir framkvæma nánast ómögulegar hreyfingar og virðast svífa í þyngdarleysi. Sýning sem markar tímamót í nútímadansi.“ China Literary Magazine Í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
7
Kristján Ingimarsson og Neander leikhúsið kynna
big wheel cafe Þjóðleikhúsið, 26. og 27. maí kl. 20 3.900 kr. . Gleðisveitin Ojos de brujo er ein vinsælasta hljómsveit Spánar og flytur tónlist sem er kraftmikill kokteill hristur saman úr flamenco, hipphoppi, rúmbu, reggíi og danstónlist. Þau lýsa tónlist sinni sem tilraunastofu þar sem markvisst eru brotnir niður múrar á milli tónlistarstefna og nýjar brautir ruddar í tónlistinni. Þetta er ein af þeim hljómsveitum sem þykja enn betri á sviði en á plötu og smitandi spilagleði þeirra og lífskraftur gera það að verkum að allir aldurshópar flykkjast á dansgólfið! Ojos de brujo fuses flamenco´s driving rhythms with hip-hop, funk, punk and other stray sounds snatched from the streets of Barcelona. Harpa, May 27, 9pm.
Tómas R. Einarsson
strengur
8
Tjarnarbíó, 30. maí kl. 20 2.500 kr.
Velkomin á Big Wheel Café – staðinn þar sem við hittumst, skiljum og hittumst á ný. Undir áhrifum hinnar búddísku heimspeki endurfæðingar og karma býður leikhúsmaðurinn makalausi, Kristján Ingimarsson, áhorfendum á undarlegt kaffihús við þjóðveginn, þar sem hver heimsókn varir ævina. Á meðal reglulegra gesta má rekast á konuna sem varð undir vörubíl, flutningabílstjóra með fjórar hendur og fjóra fætur, svín í alvarlegri sjálfsmyndarkrísu og Ninju sem berst fyrir því að vera tekin alvarlega. An unusual theatre performance by director and performer Kristján Ingimarsson and the Neander Theatre of Copenhagen. National Theatre, May 26 and 27, 8pm. Í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Kraftmikill hiphop og flamencokokteill
ojos de brujo Harpa, Silfurberg, 27. maí kl. 21 Standandi tónleikar, 3.900 kr.
Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock frumflytja á Listahátíð lagaflokk eftir Tómas sem er saminn fyrir kontrabassa, slagverk, vatnshljóð og myndband. Tómas tók upp fjölbreytileg vatnshljóð á ættarslóðum sínum í Dölum og við Húnaflóa og þau fléttast saman við slagverkið og kontrabassann sem hér er í aðalhlutverki. Þetta er óður Tómasar til fólksins sem hann er kominn af og persónulegt myndbandsverk sem með tónlistarflutningi Tómasar og Matthíasar bætir sjónrænni upplifun við tónleikana. A personal work written for double bass, percussion, water sounds and video. Tjarnarbíó Theatre, May 30, 8pm.
Flétta er nýtt tón- og hljómsveitarverk sem Haukur Tómasson hefur samið og Kammersveit Reykjavíkur, Schola Cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju flytja. Textinn er samsettur úr ljóðum og ljóðabrotum nokkurra íslenskra skálda á ýmsum aldri, frá Snorra Hjartarsyni til Sjón. Flétta fjallar um ægifegurð náttúrunnar, tengsl okkar við hana og ábyrgð okkar á henni. Sex náttúruljóð eftir Sjón mynda þráð gegnum verkið, sungin af Schola cantorum og skiptast á við stærri kórkafla fluttum af Mótettukórnum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Nýtt kór- og hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson
fletta Hallgrímskirkja, 4. júní kl. 17 3.500 kr.
Premiere of composer Haukur Tómasson´s new composition, Hallgrímsskirkja, June 4, 5pm.
Í tilefni 30 ára tónleikaafmælis Eddu Erlendsdóttur píanóleikara verður dagskrá í Hörpu í anda Vínarskólanna þar sem Edda vígir Steinway flygilinn í kammersalnum Kaldalóni. Fyrir tónleikana flytur Arndís Björk Ásgeirsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, fyrirlestur um feril Eddu og efnisskrána. Eftir tónleikana geta gestir fengið sér að borða í Hörpu. Edda heldur einnig námskeið (Master Class) í samstarfi við EPTA.
Einleikstónleikar í anda Vínarskólanna
edda erlendsdottir Harpa, Kaldalón, 2. júní uppstigningardag, kl. 11 2.900 kr. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson eiga stefnumót á Listahátíð og fagna farsælu samstarfi sínu með sameiginlegum tónleikum þar sem þau leika valin lög úr verkum beggja. Þetta er í fyrsta sinn sem Ólöf og Skúli halda saman jafn stóra tónleika hér á landi en þau hafa spilað saman á fjölmörgum tónleikum erlendis undanfarin ár. Með þeim spila Eyvind Kang, Amedeo Pace, Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir, Kjartan Sveinsson, María Huld Markan og Róbert Reynisson. Einnig koma fram Daníel Bjarnason, Matthías Hemstock og Ragnar Kjartansson. Iceland´s most promising star Ólöf Arnalds and acclaimed composer and musician Skúli Sverrisson celebrate their fruitful collaboration, Harpa, May 20, 9pm.
Solo recital and a lecture in occasion of Edda Erlendsdóttir 30th concert anniversary, Harpa, June 2, 11am. Efnisskrá: Franz Schubert: Drei klavierstücke D. 946 Franz Liszt: En rêve, Toccata, Nuage gris, Bagatelle sans tonalité Arnold Schönberg: Drei klavierstücke op.11 Alban Berg: Sónata op.1
.. olof arnalds og skuli sverrisson Harpa, Norðurljós, 20. maí kl. 21 2.900 kr.
9
Lífleg og fjörug barnasýning franska leikhússins Théâtre du Petit Miroir sem byggir á kínverskri skuggaleikhúshefð. Söguþráður verksins er byggður á hinni þekktu miðaldasögu, Le Roman de Renart, um refinn Renart sem beitir hin dýrin klækjabrögðum til að komast af. Frá því að sýningin var frumsýnd árið 1993 hefur hún ferðast til meira en fjörutíu landa. Vigdís Gunnarsdóttir og Þór Tulinius ljá rebba og hinum dýrunum raddir sínar í sýningunni. Þýðandi: Friðrik Rafnsson Þýðing söngtexta: Sölvi Björn Sigurðsson Musical glove and shadow puppet theatre for the whole family by the Théâtre du Petit Miroir, Tjarnarbíó Theatre, May 28, 2pm and 5pm.
Rebbasaga Skemmtilegt skuggaleikhús fyrir alla fjölskylduna Tjarnarbíó, 28. maí kl. 14 og 17 1.500 kr.
krakarsinfoniettan a islandi Flytur Solaris og pólsk tónverk Harpa, Silfurberg, 4. júní kl. 20 3.500 kr.
Tónlist fyrir Solaris er metnaðarfullt tónverk eftir Ben Frost og Daníel Bjarnason sem þeir flytja á Listahátíð ásamt Sinfóníettu Krakárborgar og tíu íslenskum hljóðfæraleikurum. Við tónlistina er sýnt kvikmyndaverk Brian Eno og Nick Robertson sem byggir á samnefndri kvikmynd Tarkovskys. Það er samið fyrir þrjátíu strengja- og ásláttarleikara, gítara, rafhljóðfæri og undirbúið píanó. Krakársinfóníettan er einn af virtustu tónlistarhópum Evrópu og hefur vakið athygli fyrir frábæra tækni og frumleika. Einnig verða flutt tónverk eftir pólsku tónskáldin Górecki og Penderecki. Music for Solaris by Ben Frost and Daníel Bjarnason with Sinfonietta Cracovia. Film Manipulations by Brian Eno and Nick Robertson. Also works by Henryk Górecki and Krzysztof Penderecki. Harpa, June 4, 8pm.
10
Metsölu- og verðlaunahöfundurinn Michel Houellebecq kemur fram á Listahátíð og ræðir um verk sín við Friðrik Rafnsson og Oddnýju Eir Ævarsdóttur og svarar spurningum gesta. Tilefni komu hans er hundrað ára afmæli Alliance Française á Íslandi. Hann kom með nýjan og ferskan tón inn í franskar samtímabókmenntir. Hann er einn vinsælasti rithöfundurinn í Frakklandi og um heim allan, en afar skiptar skoðanir eru um verk hans. Nýjasta skáldsaga hans Kortið og landsvæðið sem kom út í september í fyrra, hlaut einróma lof og fyrir hana hlaut höfundurinn virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, Prix Goncourt. An evening with the French writer Michel Houellebecq, Nordic House, May 25, 8pm. Samstarfsverkefni Alliance Française, Franska sendiráðsins og Listahátíðar.
Endurmenntun HÍ efnir til námskeiðs um Michel Houellebecq. Skráning á www.endurmenntun.is
Franski rithöfundurinn
Michel Houellebecq Norræna húsið, 25. maí kl. 20 Ókeypis aðgangur
huslestrar Á heimilum rithöfunda, 5. júní á klukkutíma fresti frá kl. 13 til 17 1.000 kr.
Þjóðþekktir rithöfundar bjóða til heimilislegra húslestra í betri stofum bæjarins. Það eru aðeins örfá sæti í boði á einstaka viðburði með fjölbreyttum skáldskap. Höfundarnir lesa brot úr sögum, ljóðum og leikritum sínum fyrir Listahátíðargesti. Auður Ava Ólafsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Birgir Sigurðsson, Kristín Steinsdóttir og Pétur Gunnarsson. Readings at writers’ homes, June 5, 1pm, 2pm, 3pm, 4pm and 5pm.
Þrjú vinsælustu ungskáld Þýskalands og ungt íslenskt listafólk taka þátt í spennandi verkefni sem birtir Íslendingasögur í óvæntu ljósi. Þau eru Nora Gomringer, Bas Böttcher, Finn-Ole Heinrich, Ugla Egilsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson og Dóri DNA; auk plötusnúðsins DJ Kermit.
baendur flugust a‘
Tónar, ljóð, uppistand
Tjarnarbíó, 29, maí kl. 20, 1.500 kr.
Fresh spoken word poetry dusted off by young German and Icelandic poets, Tjarnarbíó Theatre, May 29, 8pm. Verkefnið er samstarfsverkefni Listahátíðar og Sögueyjunnar Íslands og styrkt af Landsbankanum og Goethe Institut.
11
Leikhópurinn Subfrau var stofnaður af níu leikkonum og bekkjarsystrum sem útskrifuðust frá finnska leiklistarháskólanum 2001. Subfrau er leiksvæði þeirra og vinnustofa, þar sem þær hafa kannað nýjar birtingarmyndir fyrir konur á leiksviði. Í tíu ár hefur Subfrau ögrað viðteknum norrænum hugmyndum um kynhlutverk og tekur nú raunveruleikatékk með því að beina kastljósinu að sér sjálfum, að sjálfstæði sínu og ekki síst að hinu norræna flaggskipi: femínismanum. Flutt á sænsku, finnsku, norsku og íslensku. Leikstjóri: Ellen Nyman. Leikarar: Anna Andersson, Ida Løken, Lotten Roos og María Pálsdóttir.
subtales Söngvar millistéttarinnar Þjóðleikhúsið, Kassinn 24. maí kl. 18 3.500 kr.
Songs from the middle class, dancing, screaming and singing. Performed in Swedish, Finnish, Norwegian and Icelandic, National Theatre, May 24, 6pm.
Spennandi karlkyns sviðsverk um hóp listamanna sem ala með sér draum um að afhjúpa æðsta leyndarmál listarinnar. Þeir halda á vit ókannaðra landa, sleppa öllum sínum sprengjum og ljóstra öllu upp. Leikstjórn og dans eftir Gunnlaug Egilsson og Klúbbinn. Meðlimir Klúbbsins eru Björn Borko Kristjánsson, Björn Thors, Gunnlaugur Egilsson, Huginn Þór Arason, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Egill Egilsson.
klubburinn
Six men set out to reveal the most profound secret of art. Reykjavik City Theatre, June 3, 8pm and June 4, 8pm.
Borgarleikhúsið, 3. og 4. júní kl. 20 3.900 kr.
Samstarfsverkefni Listahátíðar, Borgarleikhússins og Klúbbsins
:
Um listina að deyja og fæðast á ný
ferdalag fonixins Borgarleikhúsið, 24. maí kl. 20 og 25. maí kl. 20 og 22 2.900 kr.
12
Leikhúsviðburður þar sem Eivör Pálsdóttir söngkona, finnski dansarinn Reijo Kela og María Ellingsen leikkona blása hvert með sínum persónulega hætti lífi í glóðir hinnar táknrænu goðsögu um Fönixinn. Frumstæður kraftur, hráar tilfinningar og ófullkomleiki fylla hinn draumkennda heim, tjáðan með mögnuðum tónum og seiðandi takti í leik, söng og dansi. Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir búningahönnuður og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari skapa myndheim sögunnar. A mythical theatre experience based on the transformational story of the Phoenix. Reykjavik City Theatre, May 24, 8pm and May 25, 8pm and 10pm.
Útiatriði í miðborginni
LA FURA DELS BAUS Austurvöllur, laugardaginn 21. maí kl. 15
La Fura dels Baus er stórveldi í heimi sviðslistanna og hefur sýnt fyrir milljónir áhorfenda um víða veröld. Ögrandi og kraftmiklar sýningar hópsins hreyfa við áhorfendum og halda þeim helteknum frá fyrstu mínútu. Þessi framsækni fjöllistahópur frá Barcelona mun setja svip á miðborgina á opnunarhelgi Listahátíðar með stóru útiatriði sem meðal annars mun fara fram í háloftunum yfir höfðum áhorfenda og sextíu íslenskir sjálfboðaliðar taka þátt í. Þátttakendurnir hugdjörfu koma úr ýmsum áttum, meðal annars úr listdansskólum. Þetta verður án efa skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna og sjónarspil sem áhorfendur munu seint gleyma. Breath-taking street performance from the world famous Spanish street theatre group performing in downtown Reykjavík, May 21 at 3 pm.
haskolatonleikar i hadeginu
Háskólatorg og Hátíðasalur kl. 12.30 Ókeypis aðgangur Listahátíð og Háskóli Íslands standa saman að fjölbreyttum Háskólatónleikum í tilefni aldarafmælis Háskólans. Tónleikarnir spanna allt afmælisárið og fernir tónleikar tvinnast inn í dagskrá Listahátíðar. To celebrate the centennial anniversary of the University, the Reykjavík Arts Festival and the University of Iceland collaborate on a series of lunch-time concerts. University of Iceland, May 23, 25, 30 and June 1, 12.30pm.
mánudagur 23. maí, Háskólatorg Skuggamyndir frá Býsans
Eldheit þjóðlög frá Búlgaríu og Makedóníu. Haukur Gröndal, klarínetta, Ásgeir Ásgeirsson, tambúrína, Þorgrímur Jónsson, bassi og Erik Qvick, slagverk.
miðvikudagur 25. maí, Hátíðasalur Heimspekileg tónaljóð og hughrif
Vigdís Klara Aradóttir, sópransaxófónn, og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó, leika verk eftir Stella Sung, Giacinto Scelsi og Marilyn Shrude.
mánudagur 30. maí, Hátíðasalur Djúpilækur og Fagriskógur
Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, og Daníel Þorsteinsson, píanó, flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Valgeir Guðjónsson og fleiri við ljóð Davíðs Stefánssonar og Kristjáns frá Djúpalæk.
miðvikudagur 1. júní, Hátíðasalur Jazzsvíta nr. 1 eftir Claude Bolling Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Einar Scheving, slagverk/trommur, Neal Kirkwood, píanó, Richard Korn, bassi.
Iceland Express og Listahátíð í Reykjavík – í góðu samstarfi!
13
Baldur Geir Bragason, Ruggustóll, 2008
Á mótum myndlistar og heimspeki
Silent Room, Silver Room
- Claus sjonarmid Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús 21. maí – 4. september Viðfangsefni sýningarinnar eru listaverk sem afhjúpa bresti í viðteknum skilgrein ingum á list og hlutverki hennar, verk sem kveikja heimspekilega umræðu og túlka má sem innlegg í hana. Fyrir utan að taka til umræðu mikilvægt efni í íslenskri samtímalist er markmið sýningarinnar að skapa aðstæður fyrir opna og skapandi umræðu um myndlist og listheimspeki þar sem hver og einn getur þróað sínar hugmyndir í samræðu við aðra fræðimenn. Sýningarstjórar eru Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Gunnar J. Árnason, Gunnar Harðarson, Hafþór Yngvason, Jón Proppé, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Ólafur Gíslason. Málþing Á mótum myndlistar og heimspeki Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús 22. maí kl. 13 Perspectives – On the borders of art and philosophy. An unusual overview of contemporary Icelandic art. Reykjavík Art Museum – Hafnarhús, May 21 to September 4.
14
Carstensen
Kling og Bang gallerí 28. maí – 26. júní Í myndlist Claus Carstensen birtist sterkur sögulegur og pólitískur skilningur sem skorar á áhorfandann og krefst athygli hans með hreinum krafti pensilskriftar, lita og samsetningar – viðfangsefnið oft ofbeldiskennt og óþægilegt. Nýjustu málverk Carstensen byrjuðu sem klippimyndir, samsettar úr teikningum, fundnum bæklingum og öðru „lánuðu“ myndefni. Í þessum verkum, sem nú getur talist hans einkennandi stíll, blandar Carstensen saman mismunandi miðlum, ferlum, verkfærum og aðferðum til að skapa myndefni sem er á sama tíma abstrakt og hlutlægt, súrrealískt og eiginlegt. Rétt eins og Carstensen beinir hefðbundnum hugmyndum um listsköpun út á brúnina og lengra, knýr hann áhorfendur til að víkka sýn sína og hugsun út yfir hefðbundin landamæri merkingar og reynslu. An exhibition by Danish poet and artist Claus Carstensen, Kling & Bang Gallery, May 28 to June 26.
Mýrarljós
Harpa
arnadottir Listasafn ASÍ 21. maí – 12. júní Á meðan Harpa Árnadóttir dvaldi á gestavinnustofu síðasta sumar í einstöku umhverfi Skagafjarðar hélt hún óformlega dagbók í máli og myndum. Ólík hughrif dag frá degi tóku smám saman að tengjast og mynda heild. Kunnugleg jafnt sem framandi fyrirbæri urðu á vegi hennar auk ófyrirséðra atvika og kölluðu þau fram minningar og tilfinningar sem hún gerði grein fyrir í látlausum myndverkum og ljóðrænum texta. Verkin urðu til á staðnum með hjálp ólíkra miðla. Jafnframt tekst Harpa á við hin hverfulu og löngu liðnu augnablik í sýningarsalnum sjálfum þar sem hún mun skapa ný verk fyrir rýmið. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Á sýningunni mun Harpa einnig kynna nýtt bókverk, Júní, sem bókaforlagið Crymogea gefur út. Harpa Árnadóttir, paintings, installations, and bookworks. ASÍ Art Museum, May 21 to June 12.
Kona / Femme
LOUISE BOURGEOIS Listasafn Íslands 27. maí – 11. september
Louise Bourgeois (1911–2010) er meðal fremstu listkvenna sögunnar, enda var hún framúrskarandi myndhöggvari, innsetningalistamaður, teiknari, grafíklistamaður, vefari og rithöfundur. Hún fæddist í Frakklandi en settist að í New York árið 1938. Bourgeois mátti bíða alþjóðafrægðar til ársins 1982, þegar henni fyrstri kvenna bauðst yfirlitssýning í MoMA, nútímalistasafninu í New York. Öðrum fremur er Louise Bourgeois hyllt sem sá listamaður sem best tengir saman nútíma- og samtímalist, þ.e. list fyrir og eftir 1965. Á sýningunni KONA í Listasafni Íslands verða tuttugu og átta verk, einkum innsetningar eða „klefar“ og höggmyndir, en jafnframt málverk, teikningar og vefmyndir. Verkin eru úr einkasafni Ursulu Hauser í Sviss, Hauser & Wirth, Louise Bourgeois Trust í New York og úr einkasöfnum. Aðalsýningarstjóri er Laura Bechter, sýningarstjóri einkasafns Hauser & Wirth. Kona / Femme, Louise Bourgeois, National Gallery of Iceland, May 27 to September 11.
Teikningar og veggspjöld
tomi ungerer Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús 21. maí – 24. júlí Tomi Ungerer er margverðlaunaður teiknari og rithöfundur sem hefur gefið út yfir 140 bækur, allt frá eftirsóttum barnabókum til umdeildra fullorðinsbókmennta. Hann er kunnur fyrir beitta samfélagslega kaldhæðni en verk hans hafa einnig beinst gegn félagslegum og stjórnmálalegum breytingum sem urðu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Tomi Ungerer fyllir áttugasta aldursárið á þessu ári en sýningin í Hafnarhúsinu sýnir brot af teikningum hans, sem annars vegar eru ætlaðar börnum og hins vegar fullorðnum. Sýningin kemur frá Tomi Ungerer Museum í Strasbourg, Frakklandi og sýningarstjóri er Thérèse Willer, forstöðumaður safnsins. Hún heldur erindi um Tomi Ungerer og verk hans mánudaginn 23. maí kl. 17. Tomi Ungerer, Drawings and Posters. Reykjavík Art MuseumHafnarhús, May 21 to July 24. Sýningin er unnin í samstarfi við Alliance Française, Franska sendiráðið, Þýska sendiráðið, Goethe stofnunina í Kaupmannahöfn og Tomi Ungerer Museum í Strasbourg.
15
MIÐASALA www.listahatid.is sími: 552 8588 Gimli, Lækjargötu 3 Opið: 10–16 virka daga og um helgar meðan hátíðin stendur yfir. midasala@artfest.is Miðasala flyst á sýningarstað klukkustund fyrir viðburð. Miðasala á viðburði í Hörpu sími: 528 5050
Allt um dagskrána á www.listahatid.is More information and tickets www.artfest.is
Skannaðu hraðkóðann og skoðaðu dagskrá Listahátíðar í símanum þínum
Náðu í hraðkóðalesara í símann þinn á rautt.is