3 minute read

Fyrir opnu hafi

Next Article
EFA stuttmyndir

EFA stuttmyndir

Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki sem sum hver eru úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna en önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu.

Advertisement

Guillaume Brac FRA 2020 / 95 mín

VIÐ STJÓRNVÖLIN

ALL HANDS ON DECK / À L’ABORDAGE 26.09 BÍÓ PARADÍS 18.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Það er hlýtt sumarkvöld í París þegar Félix verður ástfanginn af Ölmu. Næsta morgun þarf Alma hins vegar að stökkva um borð í lest og halda af stað til fjölskyldu sinnar í Suður-Frakklandi. Félix er þó staðráðinn í því að elta sálufélaga sinn. Rómantísk gamanmynd um skrautlegt ferðalag Félix, besta vinar hans og bílstjóra þeirra, sem ætla sér að gera allt fyrir ástina.

NORÐURLANDAFRUMSÝNING

KÖTTURINN Í VEGGNUM

CAT IN THE WALL / KOTKA V STENATA Í fjölþjóðlega hverfinu Peckham í Suð-Austur London lendir búlgörsk fjölskylda í miklum erjum við nágrannana í blokkinni sinni vegna villikattar sem þau taka upp á arma sína. Myndin var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020. Thomas Vinterberg DAN 2020 / 116 mín

EINN Í VIÐBÓT

ANOTHER ROUND / DRUK 02.10 BÍÓ PARADÍS 22:20

Það er til kenning sem segir að við ættum öll að fæðast með dropa af alkóhóli í blóðinu og að sú hógværa ölvun myndi opna augu okkur gagnvart umheiminum, minnka vandamál okkar og auka sköpunargáfu okkar. Með þessa kenningu að leiðarljósi ákveða Martin og þrír vinir hans, allt lífsþreyttir menntaskólakennarar, að gera tilraun um að viðhalda stöðugu ölvunarástandi í gegnum

Mina Mileva & Vesela Kazakova BÚL, BRE, FRA 2019 / 92 min

03.10 BÍÓ PARADÍS 22.15 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) vinnudaginn.

Amanda Kernell NOR 2019 / 94 mín

DVALARSTAÐUR

CHARTER 26.09 BÍÓ PARADÍS 22.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Alice hefur ekki séð börnin sín tvö svo mánuðum skiptir, þar sem fyrrverandi maðurinn hennar hefur haldið þeim frá henni á meðan þau bíða eftir niðurstöðu úr forræðisdeilunni. En þegar sonur Alice hringir í hana um miðja nótt hágrátandi getur hún ekki lengur beðið. Í örvæntingu reynir Alice að gera eina lokatilraun til að ná sáttum en þegar það gengur ekki gerir hún það eina sem hún sér í stöðunni: nemur börnin á brott.

Nir Bergman ÍSR, ÍTA 2020 / 94 mín

VIÐ ERUM HÉR

HERE WE ARE 26.09 BÍÓ PARADÍS 20.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Aharon hefur helgað lífi sínu því að ala upp son sinn Uri. Líf þeirra samanstendur af þægilegri rútínu, aðskilin frá hinum raunverulega heimi. En Uri er einhverfur og nú þegar hann er kominn á fullorðinsár er ef til vill kominn tími til að hann flytji í þjónustuíbúð. Þegar feðgarnir eru á leiðinni yfir á nýja heimilið ákveður Aharon að flýja í burtu með son sinn sem hann telur að sé ekki reiðubúinn fyrir þennan aðskilnað. Eða er það kannski í raun og veru faðir hans sem er ekki tilbúinn?

NORÐURLANDAFRUMSÝNING Susanna Nicchiarelli ÍTA, BEL 2020 / 107 mín

UNGFRÚ MARX

MISS MARX 02.10 BÍÓ PARADÍS 18.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Hin frjálslega, ástríðufulla og klára Eleanor var yngsta dóttir Karl Marx. Eleanor var meðal þeirra forystukvenna sem fyrst leiddu saman femínisma og sósíalisma og tók þátt í baráttu verkafólks, barðist fyrir auknum réttindum kvenna og afnámi barnaþrælkunar. Árið 1883 hitti hún Edward Aveling og ástríðufull en tregablandin ást þeirra umturnaði lífi hennar. Chloé Zhao BNA 2020 / 108 mín

HIRÐINGJALAND

NOMADLAND 28.09 BÍÓ PARADÍS 22.00

Kona á sjötugsaldri heldur af stað í ferðalag um amerískra vestrið, eftir að hafa misst allt í fjármálakreppunni, og hefur hún líf í sendiferðabíl sem nútímahirðingi. Myndin vann nýverið aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum,

Gullna ljónið

Magnus von Horn PÓL, SVÍ 2020 / 107 mín

SVITI

SWEAT 30.09 BÍÓ PARADÍS 20.15 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Sviti fjallar um þrjá daga í lífi fitness áhrifavaldsins Sylwia Zajac sem hefur öðlast frægð og frama í gegnum samfélagsmiðlanotkun sína. Þrátt fyrir að hún hafi hundruðir þúsunda fylgjenda, sé umkringd dyggu starfsfólki og dáð af öllum sem hún þekkir þá er hún enn að leita að sannri nánd.

This article is from: