11 minute read

Barna og unlingamyndir

Next Article
Fyrir opnu hafi

Fyrir opnu hafi

BARNA- & UNGLINGAMYNDIR

Sérstakur flokkur á RIFF þetta árið eru barna- og unglingamyndir, þar sem finna má skemmtilegar og áhugaverðar myndir fyrir ungmenni á öllum aldri. RIFF býður skólum um allt land á þessar sýningar. Bókanir fara fram á skolar@riff.is

Advertisement

PERLUKAFARINN

PEARL DIVER Þrjú pör standa frammi fyrir stórum áskorunum. Broddgöltur verður ástfanginn af blöðru, en á í erfiðleikum með að halda viðhalda feldinum sínum. Ísbjörn kemst loks undan uppáþrengjandi mörgæs og tvær ostrur þrá að hittast á botni Norðursjós.

HOLLY Á SUMAREYJU: KÖNNUNARFERÐIN

HOLLY ON THE SUMMER ISLE: THE EXPLORATION Holly leiðist hjá afa sínum. Hún vill fara í könnunarleiðangur en afi hennar segir að það sé ekkert sem hægt sé að kanna. Holly er þó ekki sannfærð. Síðar um kvöldið sér Holly svo glóandi stein fljúga yfir himininn og lenda hinum megin á eyjunni. Holly leggur því af stað í ótrúlegan leiðangur, ásamt skjaldbökunni Turtie, til að finna steininn.

REFURINN OG BÚÁLFURINN

THE TOMTEN AND THE FOX / REVEN OG NISSEN Svangur refur leitar ætis á köldu vetrarkvöldi og sætir færis þegar hann kemur að litlum bóndabæ. Hann færir sig nær til að næla sér í bita en er gripinn glóðvolgur í hænsnakofanum af búálfinum sem gætir bæjarins. Þegar búálfurinn sér hve svangur refurinn er býðst hann til að deila jólagrautnum sínum með honum svo lengi sem refurinn lætur dýrin á bænum í friði.

STEINSTEYPUFRUMSKÓGURINN

THE CONCRETE JUNGLE / BETONOVÁ DŽUNGLE Steinsteypufrumskógurinn er stutt teiknimynd sem fjallar um ímyndunarafl barna og hvernig það er takmarkalaust. Þegar nágranni borar í vegginn, hver veit hvað barnið sem eltir hljóðið mun halda að það sé að hlusta á?

ALDAN

TIDE / MARÉ Mikilfengleg sjávarvera finnur sinn stað í tilverunni þar sem fegurðin er allt umlykjandi og friður ríkir. Veran gerist verndari staðarins og eignast lítinn dreng fyrir vin en þau eiga sameiginlegt að vilja lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Einn daginn verður mikið umrót á lífi þeirra þegar stór alda ríður yfir og ógnar umhverfi þeirra.

FYRIR BORÐ!

OVERBOARD! / PŘES PALUBU! Jörðin mun brátt verða þakin vatni og hver sá sem ekki verður kominn um borð í Örkina mun verða eftir. Um borð er aðeins pláss fyrir ákveðin dýr og reglurnar á Örkinni eru strangar. Hvað mun þetta þýða fyrir tvo laumufarþega; rangeygt kamelljón og sjúskaðan kívífugl?

KATTSJÓSTAÐUR

CAT LAKE CITY Kötturinn Percy hlakkar til þess að eiga rólegan dag á Kattsjóstað - draumastaðnum sínum. En paradísin virðist hins vegar ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér. Staðurinn fyrir handklæðið hans er ekki einu sinni jafn öruggur og hann hélt!

Margrethe Danielsen NOR 2020 / 8 mín

Karla Nor Holmbäck DAN 2018 / 13 mín

Morali & Austnes NOR, SVÍ, DAN 2019 / 9 mín

Maria Urbánková TÉK 2019 / 8 min

Joana Rosa Bragança POR, 2019 / 14 mín

Pošivač & Valecká TÉK, SLO 2019 / 12 mín

LAUF

LEAF / LISTEK Risastór sjómaður fær haustlauf að gjöf frá lítilli stúlku. Það minnir hann á heimahagana og hversu lengi hann hefur verið í burtu þaðan. Hann hleypur til að hitta aldraða foreldra sína. En mun hann finna þau?

DALÍA

DALIA Sex ára gamall drengur fer yfir helgi í sveit til pabba síns, sem hann hittir sjaldan. Faðirinn veit ekki hvernig hann á að tengjast syninum og kemur fram við drenginn eins og hvern annan vinnumann. Þegar feðgarnir finna slasaða meri þurfa þeir í sameiningu að aflífa hana, en í gegnum þá lífsreynslu verður til sterkara samband þeirra á milli.

HVERSU ÞUNGT ER SKÝ?

HOW MUCH DOES A CLOUD WEIGH? Vísindamaður einn er niðursokkinn í að rannsaka skýin. Hann telur fjölda þeirra, mælir hæð þeirra frá jörðu, vigtar vatnið sem þau eru búin til úr. Hann vinnur starf sitt vel, heiðarlega og af kostgæfni. En allt breytist hins vegar þegar hann finnur ský sem passar ekki inn í töflur hans og línurit.

KARLA OG NORDAHL

KARLA AND NORDAHL Karla er sex ára gömul og á stóran bróður sem heitir Nordahl. En af hverju finnst henni eins og hann sé bæði stóri og litli bróðir hennar? Við fáum innsýn inn í líf Körlu og hvernig hún tekst á við það að eiga stóran bróður með námsörðugleika. Leikstjórinn fylgir sínum eigin börnum í gegnum einn vetur og sýnir hversdagslíf þeirra, í senum sem sýna krefjandi aðstæður jafnt sem innilegan kærleik.

Í FJARLÆGÐ

AWAY / AU LARGE Rémy lifir í eigin heimi sem byggður er upp af einfaldleika hins daglega lífs á Norðurslóðum en eltingaleikur dregur dilk á eftir sér í hinum svokallaða raunverulega heimi. Þar er lítill skilningur fyrir hendi á hugarfari hans sem þykir nærgöngult og jaðra við geðveiki.

HOLLY Á SUMAREYJU: KÖNNUNARFERÐIN

HOLLY ON THE SUMMER ISLE: THE EXPLORATION Holly leiðist hjá afa sínum. Hún vill fara í könnunarleiðangur en afi hennar segir að það sé ekkert sem hægt sé að kanna. Holly er þó ekki sannfærð. Síðar um kvöldið sér Holly svo glóandi stein fljúga yfir himininn og lenda hinum megin á eyjunni. Holly leggur því af stað í ótrúlegan leiðangur, ásamt skjaldbökunni Turtie, til að finna steininn.

Aliona Baranova TÉK 2020 / 6 mín

Brúsi Ólason ÍSL, BNA 2020 / 16 mín

NORÐURLANDAFRUMSÝNING

Nina Bisyarina RÚS 2020 / 6 mín

NORÐURLANDAFRUMSÝNING

Elisabeth Aspelin NOR 2019 / 20 mín

Mathilde Pepinster BEL 2019 / 6 mín

TEOFRASTUS

Saga frelsis og samúðar í Sovétríkjunum, séð í gegnum augu kattar og sögð af eiganda hans. Teofrastus er heimilislaus köttur sem boðið er heimili af fjölskyldu á sveitabæ. Hið nýtilkomna hamingjuríka líf er þó skammlíft þegar farið er með Teofrastus inn í stórborgina og hann týnist á götum úti. Mun hann finna leiðina til baka að hinu hamingjuríka lífi?

KOLKRABBI

OCTOPUS / AHTAPOT Kolkrabbi er stuttmynd sem fjallar um átta og níu ára bestu vinina Ece og Efe og fylgir þeim á heitum og letilegum sumardegi við Eyjahafið. Ece og Efe hitta fyrir fjölmarga fullorðna sem ráðskast með þá, en að lokum fá þeir nóg og ákveða að nú verði þeir að sanna sig. En þeir gera sér ekki grein fyrir því hversu dýrkeypt það muni vera.

LÍFIÐ Á EYJUNNI

ISLAND LIVING Í afskekktu þorpi á Austfjörðum býr hinn 12 ára gamli Bragi. Hann er orðinn þreyttur á einsleitu lífinu í bænum og langar að gera eitthvað nýtt og skapandi. Hann ákveður ásamt nýjum vini að skrá sig í hæfileikakeppni í þorpinu, í þeirri von að hrista upp í leiðinlegum skyldum hversdagsins.

KIMYA

Æskuheimili Josie hefur ávallt verið opið öllum sem þangað viljað koma og dyrnar aldrei verið læstar. Josie er hins vegar lítið gefin fyrir gestaganginn, og finnst hún jafnvel ekki vera hluti af fjölskyldunni. Þegar Josie fær loksins að vera ein heima í fyrsta sinn, er hún viss um að það verði besti dagur lífs hennar. Hún áttar sig þó fljótlega á því að heimilið er ekki samt þegar hún er þar ein.

LOLO

Hinn 11 ára gamli Lolo og bestu vinir hans hefja vegferð sína að því að skilgreina sjálfa sig og kynhneigð sína.

BORG NR. 13

CITY NR. 13 / STAD NR. 13 Misheppnuð för geimfars leiðir til þess að það getur brotlent á jörðinni á hverri stundu. Í litlum sænskum bæ virðist daglega lífið ganga sinn vanagang. Augnablik úr lífinu í borginni eru samofin heimspekilegum pælingum ellefu ára gamla Omars.

Á LEIÐINNI

EN ROUTE Þegar hin 9 ára gamla Inay og litli bróðir hennar þurfa að fara með föður sínum í sérstakt ferðalag í gegnum borgina, ákveður hún að gera hvað sem er til að tefja ferðina. Hún veit að ef þau koma seint á áfangastað fær hún fullt af sætindum.

Sergei Kibus EIS 2019 / 15 mín

NORÐURLANDAFRUMSÝNING

Engin Erden TYR 2019 / 12 mín

HEIMSFRUMSÝNING

Viktor Sigurjónsson ÍSL, BRE, DAN 2020 / 30 mín

Amira Duynhouwer HOL 2019 / 9 mín

Goddinho & Menezes BRA, GER 2019 / 14 mín

EVRÓPUFRUMSÝNING

Salad Hilowle SVÍ 2020 / 8 mín

VETRARVATN

WINTER LAKE / TALVINEN JÄRVI Maður þarf að vera algjör vitleysingur til að fara í útilegu að vetri til, er það ekki? Alls ekki! Þrettán ára Emika og frænda hennar Antti finnst það alveg jafn gaman á veturna eins og á sumrin. Ógleymanleg upplifun í hinum fallegu og töfrandi óbyggðum Finnlands.

VATNSHRÆÐSLA

AQUAPHOBIA / VANNSKREKK Hin ellefu ára Vilja þarf að ögra sjálfri sér og berjast á móti eineltinu sem hún verður fyrir af hálfu stelpnanna í þorpinu sínu. Hún þarf að standa með sjálfri sér og vernda heiður afa síns sem sjálfur er nokkuð gamaldags. Kvikmynd um einveru og hugrekki.

SKÍÐASLEÐAKÓRINN

THE KICKSLED CHOIR / SPARKEKORET Hinn tíu ára gamli Gabriel elskar að syngja og hans stærsti draumur er að fá að syngja með kórnum í heimabyggð hans. Kórinn ferðast um snæviþakið landslag Norður-Noregs á skíðasleðum og er þekktur fyrir góðvild sína og mannkærleik gagnvart flóttamönnum þorpsins. En þegar pabbi Gabriels lendir í slag við einn af flóttamönnunum flækir það málin fyrir inngöngu Gabriels í Skíðasleðakórinn.

SAM OG KJARNORKUVERIÐ Í NÆSTA HÚSI

SAM AND THE PLANT NEXT DOOR Hinn 11 ára gamli Sam elst upp við hlið stærsta nýja kjarnorkuvers Bretlands og hefur verulegar áhyggjur af því hvaða áhrif það hafi á heiminn í kringum hann. Hann þarf að skoða sín siðferðislegu gildi og ákveða hvers konar manneskja hann vill vera. Myndin vann Ekko Shortlist verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina.

MAJA

Maja, sex ára gömul serbnesk stúlka, á erfitt með samskipti við önnur börn og er oftar en ekki misskilin. Eftir langan og einmanalegan dag koma foreldrar hennar að sækja hana og þegar við höldum að dagurinn hennar sé að kveldi kominn áttum við okkur á því að hann er bara rétt að byrja.

Petteri Saario FIN 2019 / 15 mín

Vigdis Nielsen NOR 2020 / 17 mín

Torfinn Iversen NOR 2020 / 18 mín

Ömer Sami DAN 2019 / 23 mín

Marijana Jankovic DAN 2018 / 22 mín

XY

Lísa er fimmtán ára og nokkuð frábrugðin öðrum stelpum á hennar aldri. Undanfarið hefur hún einangrað sig mikið þar sem hún gengur um með stórt leyndarmál um sjálfa sig. Þegar Bryndís æskuvinkona hennar hefur samband verða endurfundir með vinkonunum sem leiðir til þess að Lísa uppgötvar fleiri leyndarmál um líkama sinn og sjúkrasögu sína.

SKEPNA

BEAST / HÆSTKUK Þrettán ára Dagne er einstaklega fær og sjálfstæð í vinnu sinni í hesthúsinu. Hún og hinar stelpurnar prófa færni sína með því að toga í taumana á sterkustu hestunum. Á meðal hópsins liggja væntingar um það sem bíður þeirra við upphaf fullorðinsáranna. En þegar 34 ára gamall járnsmiður kemur til starfa í hesthúsinu umbreytast óljósir æskudraumar yfir í vægðarlausan raunveruleika.

VINDAR DÝRALÍFSINS

GUSTS OF WILD LIFE / RÁFAGAS DE VIDA SALVAJE Þrír spænskir unglingar og hinn rúmenski Sül fylgjast hverjir með öðrum í gegnum girðingu. Sül býr í felum á auðlendi með föður sínum, en þráir félagsskap og dreymir um betra líf.

FISKURINN SEM GENGUR

THE WALKING FISH Framagjarnt froskdýr sem lifir í sjónum þráir að halda inn í hinn mannlega heim. Draumur hennar um að þróast yfir í fullkomin einstakling er svo sterkur að hún yfirstígur náttúruleg takmörk líkama síns og umbreytist í mannveru. En jafnvel sem ung kona heldur hún áfram að vera eirðarlaus. Mun hún einhvern tímann verða sátt í eigin skinni?

LANDIÐ OKKAR

OUR LAND / UTAN ER Idris og Kojo eru síðustu eftirlifendur hóps afrískra flóttamanna sem hafa lifað sjálfstæðu lífi í sænskum skógi í hátt í tíu ár. Þegar þeir hitta fyrir unga drenginn Stellan upphefst með þeim varasamt vinasamband.

UNG LESBÍA

BABYDYKE / BABYLEBBE Frede fer í teknópartý með stóru systur sinni til að freista þess að fanga athygli fyrrverandi kærustu sinnar. Þegar það gengur ekki eftir fer hún að ráðum systur sinnar og leitar annara og minna rómantískra leiða til að jafna sig á ástarsorginni. En skildi hún í raun vilja sína fyrrverandi aftur þegar tækifærið gefst?

GOÐSÖGNIN

THE LEGEND / LA LEGENDA Tvær vinkonur njósna um myndarlegasta strákinn í hverfinu sem er kallaður Goðsögnin. Önnur þeirra undirbý sig undir að eyða með honum sinni fyrstu, ástríðufullu nótt.

Anna Katrín Lárusdóttir ÍSL 2019 / 15 mín

Aasne Vaa Greibrokk NOR 2019 / 14 mín

Jorge Cantos SPÁ 2019 / 24 mín

Thessa Meijer HOL, JAP 2019 / 19 mín

Jean-Luc Mwepu SVÍ 2020 / 13 mín

Tone Ottilie DAN 2019 / 20 mín

Manon Eyriey FRA 2019 / 11 mín

This article is from: