
3 minute read
Sérviðburðir
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum. Á meðal sérviðburða á RIFF 2020 er bílabíó, sýningar bíóbílsins sem keyrir um landið, og sýningar og viðburðir í Norræna húsinu fyrir unga sem aldna.
Hvað er betra en að upplifa bíó og mat á sama tíma? Á meðal sérviðburða sem boðið verður upp á á RIFF þetta árið er skemmtilegt samspil bíós og matar í Norræna húsinu. Verður kvikmyndin Gestaboð Babette sýnd af þessu tilefni og matur borinn fram með myndinni.
Advertisement
GESTABOÐ BABETTE
BABETTE’S FEAST / BABETTES GÆSTEBUD 26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 17:30 (+ KVÖLDVERÐUR)
Danskar systur taka á móti franska flóttamanninum Babette, sem samþykkir að vinna sem þjónustustúlka fyrir þær. Eftir að hún vinnur í lottóinu ákveður Babette að endurgjalda systrunum góðmennskuna með því að elda fyrir þær og vini hennar franska veislumáltíð á hundrað ára fæðingarafmæli föður þeirra. Gestaboðið reynist hin mesta upplifun fyrir alla viðstadda. Gabriel Axel DAN 1987 / 103 mín
AALTO Í NORRÆNA HÚSINU
Laugardaginn 3. október kl. 17:30 verður sérstök sýning á kvikmyndinni Aalto í Norræna húsinu, sem verður fylgt eftir með leiðsögn um húsið með arkítektúrnum Guju Dögg - en Alvar Aalto er hönnuður Norræna hússins. Myndin verður einnig sýnd sunnudaginn 4. október kl. 17:00 án leiðsagnar.
BÍÓ Á HARD ROCK CAFE
RIFF heldur að þessu sinni bíósýningu á Hard Rock Cafe á Lækjargötu. Verður kvikmyndin Rockfield: Hljóðverið á bóndabænum sýnd þar föstudaginn 2. október kl. 20:30. Rokk og ról verður þar í forgrunni!
RIFF4FUTURE
RIFF heldur vinnusmiðjuna RIFF4Future í gegnum netið að þessu sinni, fyrir ungmenni frá Norðurlöndunum. Verða þátttakendur þjálfaðir í því að nota kvikmyndagerð og nýja miðla til frásagnar um aðstæður í sínum heimalöndum þegar kemur að sjálfbærni. Sunnudaginn 4. október kl. 13:30 verða myndir ungmennana sýndar í Norræna húsinu.
17. SEPTEMBER - HVAMMSTANGI 18. SEPTEMBER - DALVÍK 19. SEPTEMBER - RAUFARHÖFN 20. SEPTEMBER - EGILSSTAÐIR 21. SEPTEMBER - HÖFN 22. SEPTEMBER - REYKHOLT 23. SEPTEMBER - REYKJAVÍK
Á undarlegum tímum eins þeim sem við lifum nú, þar sem hefðbundið bíó er ekki alltaf á boðstólnum, leitum við óhefðbundinna leiða til að sýna myndirnar okkar. Ein þessara leiða er með bíósýningum í okkar svokölluðu bíórútu, sem mun ferðast um landið dagana 17.-24. september og vera með sýningar víðs vegar um landið. Á daginn verða þar sýndar stuttmyndir, sem gestir og gangandi geta séð inni í sjálfri rútunni. Á kvöldin verður svo sýning á kvikmyndinni Dansari í myrkrinu eða Dancer in the Dark, sem varpað verður á stóra veggi í hverju bæjarfélagi.

YOGA | YNDI
RIFF kynnir með stolti YNDI jóga og hugleiðslu, sem er einstaklega jákvæð upplifun á tímum sem þessum. Við hvetjum kvikmyndaunnendur til að taka slökun fyrir góða bíómynd. YNDI sameinar listræna framsetningu á jóga og hugleiðslu, og skynörvandi upplifun. Jógakennarinn Lana Vogenstad tekur áhorfendur í vegferð um sjálfið í þeim tilgangi að bæta andlega og líkamlega líðan þáttakenda.

YNDI AWAKEN FLOW YNDI RESTORE YNDI LAKE MEDITATION YNDI FUSION YNDI OCEAN MEDITATION
26.09 NORRÆNA HÚSIÐ 09:00 OG Á RIFF.IS Á MEÐAN HÁTÍÐ STENDUR
Þegar við þurfum að halda tveggja metra fjarlægð og tryggja allar sóttvarnir, er besta leiðin til að njóta hefðbundinna bíósýninga, úr bílnum sínum. RIFF kynnir í ár bílabíó á bílastæðinu á Granda, við hliðina á Krónunni, Elko og Byko. Við getum farið í bíó með þeim sem okkur þykir vænt um og notið góðra kvikmynda, án þess að hafa áhyggjur af því að brjóta reglur.

25.09 - HÁRIÐ / HAIR - GRANDI - 21:00 26.09 - HUNSKIST ÚT / GET THE HELL OUT - GRANDI - 21:00 27.09 - ÉG ER GRÉTA / I AM GRETA - GRANDI - 21:00 28.09 - SPÚTNIK / SPUTNIK - GRANDI 21:00


