4 minute read

EFA stuttmyndir

Next Article
Sérviðburðir

Sérviðburðir

EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, verða afhent í desember næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum Evrópuborgum. Á RIFF verða sýndar stuttmyndir úr flokki þeirra sem keppa til verðlauna. Veitt verða sérstök verðlaun í flokki ungra áhorfenda . Þá verður evrópskum gæðakvikmyndum að vanda gert hátt undir höfði á dagskrá RIFF 2020.

HINAR ÓTRÚLEGU ÓFARIR STEINKONUNNAR

Advertisement

THE MARVELOUS MISADVENTURES OF THE STONE LADY / LES EXTRAORDINAIRES MÉSAVENTURES DE LA JEUNE FILLE DE PIERRE Þegar skúlptúr á Louvre-safninu í París þreytist á því að dúsa á listasafni og ákveður að flýja út á götur Parísar tekur á móti honum raunveruleikinn í allri sinni fjölbreytilegu mynd.

SVÖRT SÓL

BLACK SUN / SİYAH GÜNEŞ Það er hásumar og leiðin liggur til fjarlægrar eyju í útför þegar óveður nálgast skyndilega. Á leiðinni fer söguhetjan ýmsar krókaleiðir á ferðalaginu, á meðan hinn látni er grafinn í flýti. Við komuna liggur sorgin í loftinu. Lokaósk fellir skugga á útförina.

ENDURREISNIN

RECONSTRUCTION / REKONSTRUKCE Hinn 17 ára gamli Oda hefur verið ákærður og bíður réttarhalda í fangelsi fyrir ungmenni. Hið einsleita líf innan veggja fangelsisins fléttast saman við minningar hans um brotið og rannsókn þess. Það tók aðeins eina sumarnótt fyrir leiðinlegt frí til að breytast í óvægna skemmtun sem endaði með dauða.

HUNDAR GELTA Á FUGLA

DOGS BARKING AT BIRDS / CÃES QUE LADRAM AOS PÁSSAROS Skólum hefur verið slitið og það er sumar í loftinu. Í Porto fylla ferðamenn göturnar og kaffihúsin. Vicente hjólar um borgina og fylgist með borgarlandslaginu breytast dag frá degi. Borgin er ekki lengur sú sama og hún var áður, og það sama á við um hann sjálfan. Umkringdur fjölskyldu og vinum bíður Vicente með eftirvæntingu eftir fyrstu dögum sumarsins og nýju lífi.

VATNSMELÓNUSAFI

WATERMELON JUICE / SUC DE SÍNDRIA Barbara og Pol verja nokkrum dögum saman í fríi með vinahópi í fallegu húsi umkringdu náttúrunni. Þau vilja hafa það notalegt á friðsælum stað og njóta nándar hvort við annað. Með stuðningi Pol, í miðri náttúrunni og í gegnum hlátur og grátur, tekst Barböru að græða gömul sár og finna sig sem kynveru á ný.

Gabriel Abrantes FRA, POR 2019 / 20 mín

Arda Çiltepe TUR, ÞÝS 2019 / 20 mín

Jiří Havlíček & Ondřej Novák TÉK 2018 / 15 mín

Leonor Teles POR 2020 / 20 mín

Irene Moray SPÁ 2019 / 22 mín

VERÐUGUR MAÐUR

A WORTHY MAN / EN VÆRDIG MAND Kvöld eftir kvöld vinnur Erik einn í bakaríinu sínu, þar sem hans eini félagsskapur er kvöldþáttur í útvarpinu. Reynir hann stöðugt að ná í gegnum símalínu þáttarins til að vera sæmdur titilinum grínisti vikunnar. Erik hefur smám saman orðið fjarlægur fjölskyldu sinni, og allar tilraunir hans til að styrkja tengslin virðast misheppnast. Þunglyndi bítur Erik loks í skottið, sem endar á örvæntingarfullu hrópi hans á hjálp.

OSLÓ

OSLO Palestínski vinnumaðurinn Ziad fær synjun á inngöngu í Ísrael þar sem hann ætlar að kaupa kjöt handa dóttur sinni. Landamæraverðir gefa honum enga skýringu, en hann getur ekki hugsað sér að snúa tómhentur heim. Hann velur því óhefðbundna leið að takmarkinu sem reynist löng og ströng og reynir mjög á sæmdartilfinningu hans.

JÓLAGJÖFIN

THE CHRISTMAS GIFT / CADOUL DE CRĂCIUN Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá blóðugum átökum á milli mótmælenda og öryggissveita einræðisherrans Nicolae Ceausescu í Rúmeníu. Rólegt kvöld fjölskylduföðurs umbreytist í hreina martröð þegar hann kemst að því að ungur sonur hans hefur sent jólasveininum óskalista með óskum allrar fjölskyldunnar. En skilningur barnsins var sá að faðirinn óskaði sér dauða einræðisherrans.

PATISION STRÆTI

PATISION AVENUE Móðir hins unga Yanni er á leið í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Violu í leikriti Shakespeare, þegar hún kemst að því að Yanni hefur verið skilinn eftir einn heima. Nú reynir á að finna jafnvægi á milli mikilvægustu hlutverka lífsins um leið og hún gengur um umdeildasta svæði Aþenu, Patision Avenue.

TJALDIÐ

TELTET Samskiptaörðugleikar koma fjögurra manna fjölskyldu í vandræði þegar þau halda í útilegu og reyna að setja upp flókið tjald. Börnin bregðast illa við óþægilegri spennu á milli foreldranna, sem eiga sífellt erfiðara með að fela undirliggjandi ósætti sín á milli. Loks kemur átakanlegt leyndarmál upp á yfirborðið.

Kristian Håskjold DAN 2018 / 19 min

Shady Srour ÍSR, ÞÝS 2019 / 16 mín

Bogdan Mureşanu RÚM, SPÁ 2018 / 23 mín

Thanasis Neofotistos GRÍ 2018 / 12 mín

Rebecca Figenschau NOR 2019 / 17 mín

This article is from: