RIFF 2006 - PROGRAM BROCHURE

Page 1

filmfest.is

Reykjavík International á r k s g a Film mD e u g o l a t a Festival stival C Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Reykjavík International Film m Okt 8 Festival val 2006




filmfest.is

Ellefu daga kvikmyndaveisla An eleven days film feast

Hrönn Marínósdóttir Stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík Festival Director

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í þriðja sinn og hefur aldrei verið stærri, fjölbreyttari eða umfangsmeiri. Okkur sem störfum að hátíðinni er satt að segja vandi á höndum að benda á hverjar séu merkilegastar eða nýstárlegastar af þeim nær 80 kvikmyndum sem í boði eru þessa ellefu daga. Allar myndirnar eru merkilegar, hver á sinn hátt, sumar hafa þegar vakið mikla athygli eða þeirra verið beðið með eftirvæntingu því miklar vonir eru bundnar við listamennina sem að þeim standa. Það hefur verið leiðarljósið við val á myndum á hátíðina að þær séu í hæsta gæðaflokki og höfundar þeirra séu meðal þeirra virtustu og þekktustu eða forvitnilegustu af þeim fjölmörgu sem leggja stund á kvikmyndagerð í dag. Kvikmyndin sem listform hefur átt undir nokkurt högg að sækja á Íslandi undanfarin ár. Framboð kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum hefur verið einhæft og nánast eingöngu bundið við vandaða afþreyingu úr smiðju Hollywood. Vantað hefur vettvang fyrir sýningar á myndum frá öðrum heimshlutum og/eða myndir sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna sem taka hlutverk sitt alvarlega og vilja nýta kvikmyndina sem miðil til að koma á framfæri skoðunum sínum um samfélag sitt og veröldina. Hátíð á borð við þá sem nú er að hefjast er mikilvægt innlegg en það er draumur okkar að hátíðin eignist sinn fasta samastað, þar sem kvikmyndaunnendur geta sótt reglulega viðburði árið um kring. Þessi draumur gæti orðið að veruleika þar sem hátíðin hefur fest kaup á sýningarvél

af fullkominni gerð sem sett hefur verið upp í Tjarnarbíói og verður nú notuð í fyrsta sinn en vonir okkar standa til að Tjarnarbíó verði framtíðarstaður fyrir hátíðina. Dagskráin býður öllum áhugamönnum um kvikmyndir eitthvað við sitt hæfi; gamanmyndir, spennumyndir, dramatískar myndir, hryllingsmyndir og barnamyndir, auk stutt- og heimildarmynda af ýmsum toga. Myndum hátíðarinnar er skipt í sjö mismunandi flokka en um þá má lesa nánar í þessu dagskrárriti. Kvikmyndahátíð er auðvitað fyrst og fremst hátíð þar sem mætast kvikmyndagerðarmenn og áhugasamir áhorfendur. Við höfum þó viljað leiða fólk saman á fjölbreyttari hátt og gefa áhorfendum kost á að kynnast fólkinu á bakvið kvikmyndina. Mikilvægur hluti af dagskrá hátíðarinnar er því málþing, námskeið og fundir þar sem kvikmyndagerðarfólkið og aðrir fagmenn ræða um verkin og svara spurningum ykkar, kæru áhorfendur. Með þessu móti verður Alþjóðleg kvikmyndahátíð að því alþjóðlega stefnumóti fólks um kvikmyndir sem henni er ætlað að vera. Það kostar sitt að koma slíkri hátíð á laggirnar og væri ekki hægt án öflugra bakhjarla og stuðnings úr ýmsum áttum. Bakhjarlar Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2006 eru Landsbankinn, Baugur og Icelandair en hátíðin hefur einnig notið fjárhagslegs stuðnings og velvilja Menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar auk fjölmargra annarra sem lagt hafa hönd á plóginn með ýmsum hætti. Öllum þessum kunnum við hinar bestu þakkir og væntum áframhaldandi samstarfs í framtíðinni. Gleðilega hátíð, The Reykjavik International Film Festival is on for the third time with a larger and more varied program than ever. It is difficult for us to single out specific films as being the most interesting or innovative ones among the nearly 80 titles we are offering, as they all have their specific points of interest, be it for artistic

merit or other qualities invested. For the Icelandic cinephile film as an art-form has been on the decline. The reason is found in the singular focus of Icelandic theaters on the industrial entertainment produced in Hollywood. A venue for independent films and/or films from other parts of the world has been missing; a venue which shows the artistic products of filmmakers who take their role as artists seriously and see the film as an art-form to express their views on their society and the world as a whole. With the help of one of its sponsors RIFF has been able to purchase a film projector of the most advanced make which has been installed at Tjarnarbíó, the old cinema by the pond in Reykjavik which we hope to make our future base for the festival. Looking closer at the festival program we are pleased to say that everyone should be able to find something there to their liking. Drama, comedy, horror, suspense are all there, as well as films for children and parents alike; animation, short films and documentaries. Detailed information on all the films making up the seven exciting categories can be found in this program. For us a film festival is not only a venue to see movies. It is also a rendez vous point for the film artist and the filmgoer. Master classes by world renowned directors and scriptwriters, symposiums discussing various film subjects; this is all a part of the RIFF experience. Considerable costs are involved in putting together a festival such as this one and it would have been impossible without heterogeneous backing and support. Our key backers are Landsbanki, Baugur Group and Icelandair but support has also been forthcoming from the Ministry of Education and the city of Reykjavik and numerous other parties. All these we wish to thank sincerely and we hope this fruitful partnership may last long into the future. Enjoy,


filmfest.is

Ávarp borgarstjóra Mayor’s address Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarstjóri Mayor of Reykjavík

Við Reykvíkingar höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa í borginni fólk sem stendur að allskyns spennandi listviðburðum. Reykvískar listahátíðir og tónlistarhátíðir hafa borið hróður borgarinnar og fólksins til fjarlægra landa, og nú bætist Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í hópinn. Þá ellefu daga sem hátíðin stendur yfir gefst Reykvíkingum tækifæri til þess að sjá kvikmyndir sem myndu annars aldrei bera fyrir augu okkar, og erlendum gestum gefst tækifæri til þess að kynnast höfuðborginni og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. Ég vil hvetja almenning til þess að

Ávarp menntamálaráðherra Minister’s address Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra Minister of Education and Culture

Unnendur góðra kvikmynda eiga mikla veislu í vændum þegar Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík verður hleypt af stokkunum í þriðja sinn þann 28. september nk. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir á opnunarkvöldinu og sýna hið mikla sjónarspil himinhvolfsins með þúsundum stjarna og dansandi norðurljósum. Á stuttum ferli hefur kvikmyndahátíðin sýnt sig og sannað í íslensku menningarlífi. Hún stefnir hátt; vill verða stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndunum og koma Reykjavík þannig á kortið sem alþjóðlegri og

kynna sér listaveisluna vel, af nógu er að taka og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi: Stjörnuhimininn sjálfur verður í aðalhlutverki á opnunarkvöldinu. Þá gefst okkur tækifæri til þess að sjá borgina í nýju ljósi – bókstaflega. Það er einmitt einkenni góðrar kvikmyndar að sýna okkur heiminn í öðru ljósi en við erum vön, og ekki er vanþörf á nú þegar heimurinn virðist skreppa saman á ógnarhraða. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur alla burði til að hjálpa okkur að takast á við slíkar aðstæður, verða hátíð á heimsmælikvarða og skurðpunktur alþjóðlegra strauma. Reykvíkingar geta hjálpað okkur að ná því markmiði með öflugri þátttöku. The citizens of Reykjavík have been lucky enough to have energetic people in the city ready to organize various interesting events. The arts and music festivals of Reykjavík have spread the word of the city to remote places, and now Reykjavik International Film Festival is added to this group. For the eleven days of the festival, the people of Reykjavík are given a chance to see films from remote corners of the world. Our international guests are given a chance to get to know the capital and the many wonderful things it has to offer.

I would like to encourage the public to look into the upcoming programme. There are plenty of events and films, and everyone should be able to find something suitable. The sky itself will play a central role on the opening night, giving us a unique chance to see the city in a new light – literally. A good film shows us the world in a new light, and this is absolutely necessary now when the world is shrinking bit by bit. Reykjavik International Film Festival can help us cope with this new state of the world, and become an intersection for various currents in world cinema. You can help us reach that goal by becoming an active participant.

framsækinni kvikmyndahátíðarborg. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, við Íslendingar stefnum oft hátt og okkur tekst hið ólíkasta. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða Íslendingum upp á það besta og ferskasta úr alþjóðlegri kvikmyndagerð. Í ár verða sýndar um 80 myndir frá 30 löndum á hátíðinni, haldin margs konar málþing og námskeið, fjölskyldudagar og margs konar aðrir viðburðir. Fjöldi erlendra gesta mun sækja hátíðina heim. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hleypir góðum andblæ í annars, því miður, einlitt framboð kvikmynda á Íslandi. Hún gefur okkur innsýn í fjölbreyttan heim menningar og tungu. Sem útvörður íslenskrar tungu er menntamálaráðuneytinu hugleikið að erlendu kvikmyndirnar verði kynntar kvikmyndaunnendum á íslensku jafnframt því sem uppruna þeirra er sýndur góður sómi. Those who appreciate good cinema are expecting a real banquet when Reykjavík International Film Festival begins for the third time on September 28. Hopefully the weather gods will be kind on opening night so we will be able to see the beautiful sky, with its thousand stars and streaks of northern lights.

In its short history the film festival has proven itself to be an important event in Icelandic culture. It has set its goal high; RIFF would like to be the largest and most respected film festival in the Nordic countries and establish Reykjavik as an international and progressive film festival city. Icelanders often aim for the sky and succeed against all odds. The festival puts emphasis on having a fresh, quality programme representing the best of international filmmaking. This year, close to 80 films from 30 countries will be screened, besides a number of other activities such as seminars and conferences, the family day and more. Quite a number of international guests are expected to take part in the festival. Reykjavík International Film Festival has brought life to the otherwise monotonous selection of films available in Iceland. It gives us insight into a world of diverse cultures and languages. As the guardian of Icelandic, the Ministry is glad that these films are introduced in Icelandic in this catalogue, while highlighting their international origins.


filmfest.is

Ávarp Dimitri Eipides Dimitri Eipides’ Address

Dimitri Eipides Dagskrárstjóri Programming Director

Eftir frábæran árangur í fyrra höldum við óhrædd áfram að bera áhugaverðustu kvikmyndir ársins á borð fyrir gesti okkar. Myndirnar eiga það sameiginlegt að vekja áhuga þeirra bíógesta sem þyrstir í óháðar kvikmyndir, frumlegheit og ómengaða listræna sýn – þær eru sönnun þess að kvikmyndageirinn lifir enn góðu lífi og það er til raunverulegur valkostur gegn alræði meginstraums-kvikmynda. Dagskráin teygir sig í ár yfir í alls kyns greinar og nær yfir myndir frá öllum heimshornum, hér má nefna Argentínu, Frakkland, Júgóslavíu, Rússland, Rúmeníu, Ísrael, Kanada, Bandaríkin, Íran, Kína og Japan. Við vörpum ljósi á feril merkilegra leikstjóra m.a. hins sérstaka Goran Paskaljevic frá Serbíu og Kanadamannsins Atom Egoyan. Sá síðarnefndi fær jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn – en myndir Egoyans hafa heillað áhorfendur um allan heim sökum áhugaverðrar úrvinnslu á firringu nútímamannsins. Síðast en ekki síst er varpað ljósi á feril rússneska meistarans Aleksandr Sokurov sem fær heiðursverðlaun fyrir ævistarf

sitt í þágu kvikmyndalistarinnar, sem felur í sér einstök sjónræn stílbrigði og frumlega sýn. Því til viðbótar kynnum við sérstaklega Bahman Ghobadi (íranskaKúrdistan), Barböru Albert (Austurríki) og Lodge Kerrigan (Bandaríkin) og bjóðum almenningi að sjá helstu verk þeirra. Kvikmyndir, heimildarmyndir sérstaklega, eru áhrifaríkur miðill sem getur fjallað um ýmis samfélagsleg og pólitísk málefni sem snerta okkur öll. Heimildarmyndir ársins í ár eru umtalsvert fleiri en í fyrra enda ekki vanþörf á vönduðum úttektum á samfélagslegum málefnum. Þær eru ófáar myndirnar sem láta sig varða mannréttindi víða um heim og eru oftar en ekki að fjalla um málefni sem fjölmiðlar forðast sem heitan eldinn. Breiddin öll bíður kvikmyndaáhugamannsins, en ekki síður nýgræðingsins. Það er alltaf ákveðinn fjöldi fólks sem uppgötvar óháða og alþjóðlega kvikmyndagerð, það verður ástfangið af kvikmyndum sem reyna að ögra og endurskilgreina og skapa eitthvað nýtt og áhugavert í stað þess að feta margtroðna slóð markaðsmyndanna. Þetta fólk mun finna urmul kvikmynda við sitt hæfi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Following the resounding success of last year’s festival, this year’s selection calls together some of the most innovative and engaging films international cinema has to offer. These films attract audiences hungry for independent spirit, formal inventiveness, and authenticity of vision, offering proof that film culture is alive and well, and that refreshing alternatives to the dictates of mainstream cinema exist. Our programme this year ranges across genres and forms, and offers films from countries across the globe, including Argentina, France, Yugoslavia, Russia, Romania, Israel, Canada, USA, Iran, China, and Japan. A number of feature veteran auteurs, such as the distinguished Serbian director Goran Paskaljevic and the Canadian filmmaker Atom

Egoyan, will be spotlighted. The latter will also receive the Creative Excellence Award, note that his compelling studies of alienation have engaged audiences the world over. The Russian master Aleksandre Sokurov will also be spotlighted and he will receive the Festival’s Life Achievement Award. He is a leading director on the international festival circuit, acclaimed for his unique visual style and originality of vision. In addition, three “mini” tributes to Bahman Ghobadi (Iranian Kurdistan), Barbara Albert (Austria) and Lodge Kerrigan (U.S.A.) will give our public the opportunity to view some of their most important work. Film in general, and documentary in particular, remains an important means of confronting social and political problems that require the world’s attention; thus this year’s documentary section has increased substantially in volume reflecting the well recognized need to approach important social issues from around the world. The documentary section this year contains numerous films concerned with human rights issues that seek to shed light on events that might otherwise escape the public’s attention. All this and more awaits the seasoned cinephile and film neophyte alike. It seems certain that audiences who discover the vast, rewarding riches of independent world cinema that seeks to challenge, question and provoke rather than revel in the tried repetitive paths of commercial cinema, are likely to focus their attention to the wealth of images and ideas this festival has to offer.


filmfest.is

Starfsfólk Staff Hrönn Marinósdóttir stjórnandi festival director

Ari Allansson umsjón með viðburðum event coordinator

Hávar Sigurjónsson tengsl við fjölmiðla press contact

Helena Stefánsdóttir umsjón með filmuflutningum print traffic coordinator

Atli Bollason umsjón með vef og texta, viðburðum text supervisor, event coordinator

Louise Højgaard Johansen umsjón með gestakomum guest coordinator

Björn Ægir Norðfjörð ritstjóri, umsjón með viðburðum editor, panel coordinator

Marín Magnúsdóttir umsjón með veisluhöldum coordinator receptions and parties

Hafsteinn Ævar Jóhannsson umsjón með dagskrá programming coordinator

Hanna Björk Valsdóttir aðstoð við gesti assistant guest coordinator

Vilhjálmur Knudsen umsjón með uppsetningu sýningarvélar í Tjarnarbíói Care and assemble of a 35mm projector in Tjarnarbíó

Dagskrárnefnd Programming Committee Helga Stephenson, heiðursforseti dagskrárnefndar honorary president of the programming committee Dimitri Eipides, dagskrárstjóri | programming director Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri | film director Björn Ægir Norðfjörð, kvikmyndafræðingur | film scholar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndaleikstjóri | film director Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri | film director Heiða Jóhannsdóttir, kvikmyndagagnrýnandi | film critic Ottó Geir Borg, handritshöfundur | scriptwriter Mireya Samper, myndlistamaður | artist Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi | film producer Grímur Hákonarson valdi stuttmyndir ásamt Hafsteini Ævari Jóhannssyni og Ara Allanssyni Grímur Hákonarson selected shorts together with Hafstein Ævar Johannsson and Ari Allansson Ljósmyndir Photographs Leó Stefánsson og fleiri Hönnun Design Puff Daddy’s


Það eru kvikmyndirnar í flokknum Vitranir sem keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar Uppgötvun ársins. Líkt og lesa má úr nafni verðlaunanna eru myndirnar verk upprennandi höfunda sem eru að leikstýra í fyrsta eða annað sinn. Úrskurður þriggja manna dómnefndar verður kveðinn upp í lok hátíðar og bíða glæsileg verðlaun The films competing vinningshafans. for the Discovery of the Year Award, the main prize awarded at the Reykjavik International Film Festival, are those found in the category New Visions. As may be gathered from the award’s name, the films are the works of emerging artists directing their first or second feature. At the festival’s conclusion the jury’s decision will be revealed and the winner presented with the award.

Formaður dómnefndar: Chairman of the Jury: Niki Karimi | er fædd og uppalin í Teheran þar sem hún fékk snemma áhuga á leik- og kvikmyndalist. Átján ára gömul lék hún í sinni fyrstu mynd Freisting (1989) en sló í gegn fyrir hlutverk sitt í Sara (1993) en fyrir það fékk hún m.a. verðlaun fyrir bestan leik á San Sebastian kvikmyndahátíðinni. Síðan þá hefur hún leikið í fjölda mynda og árið 2002 leikstýrði hún sinni fyrstu mynd Að hafa eða hafa ekki. Þriðja og nýjasta mynd hennar er Nokkrum dögum seinna (2006). Niki Karimi | was born and raised in Tehran where she quickly developed a keen interest in theatre and film. Eighteen years old she performed in a film for the first time, Temptation (1989), and then had her international breakthrough with Sara (1993) which garnered her best actress award at the San Sebastian International Film Festival. Since then she has performed numerous keyroles before directing her first film To Have or Not to Have (2002). Her third and most recent film is A Few Days Later.

filmfest.is

Uppgötvun ársins Discovery of the Year Award

Sólveig Anspach | lauk BA prófi í heimspeki frá Sorbonne háskóla í París 1982, og MA prófi í klíniskri sálgreiningu 1983 og DESS réttindum 1985. Hún lauk námi í kvikmyndagerð frá FEMIS kvikmyndaskólanum í París 1989. Sólveig hefur vakið mikla athygli fyrir kvikmyndir sínar og hlotið margvíslegar alþjóðlegar viðurkenningar. Sólveig hefur leikstýrt á annan tug heimildarmynda, auk tveggja leikna kvikmynda: Haut le Ceurs (1999) og Stormy Weather (2003). Sólveig Anspach | graduated in philosophy from Sorbonne University in 1982 and received an MA in clinical psychopathology in 1983 with a DESS certificate in 1985. She graduated from the FEMIS Film Academy in 1989 and has made nearly 20 documentaries, number of shorter films and two features: Haut le Ceurs (1999), selected at the category Quinzaine des Réalisateur at the Cannes Film Festival, and Stormy Weather (2003), selected at Cannes in 2004 into the prestigious category, Un Certain Regard.

Gunnar Eyjólfsson | er einn hinna stóru í íslensku leikhúsi og kvikmyndum. Hann stundaði nám í RADA í London á árunum 1945-47 og hefur síðan verið einn af burðarásum Þjóðleikhússins og leikið þar hátt á annað hundrað hlutverk, meðal þeirra eru Hamlet, Pétur Gautur, Fást, Prosperó, Jagó og Willy Loman en einnig hefur hann leikið fjölda hlutverka í útvarpi og sjónvarpi og í öðrum leikhúsum landsins. Gunnar lék aðalhlutverkið í 79 af stöðinni en hefur síðan birst í fjölmörgum íslenskum kvikmyndum, síðast í hlutverki föðurins í Hafinu. Gunnar Eyjólfsson | is one of the greatest and most beloved of Icelandic actors. He studied acting at the Royal Academy of Dramatic Art in London 1945-47 and has since been one of the leading actors/ directors at the National Theatre in Iceland. His stage roles are numerous and include many of the largest and most prestigious that any actor can hope to perform. Those include Peer Gynt, Hamlet, Dr. Faustus, Prospero, Iago, and Willy Loman. His film credits include the leading roles in such Icelandic classics as The Girl Gogo (1962) and more recent films as The Sea (2002).


filmfest.is Matthieu Chereau | skrifar kvikmyndagagnrýni í ýmis kvikmyndatímarit s.s. Les Cahiers du cinema, Objectifcinema, Cinelogs. com og Fluctuat. com. Hann hefur átt sæti í valnefnd Alþjóðlegu gagnrýnendavikunnar á Cannes síðastliðin tvö ár. Hann kennir fagurfræði við kvikmyndadeild Sorbonneháskóla í París. Matthieu Chereau | has contributed film criticism to various magazines, including Les Cahiers du cinema, Objectif-cinema, Cinelogs.com and Fluctuat.com. He has been a member of the International critic’s week selection committee at Cannes for the past two years. He teaches aesthetics at La Sorbonne, in the film department. Árni Þórarinsson | hefur skrifað um kvikmyndir í íslensk dagblöð og tímarit frá því á 8. áratugnum. Auk blaðamennsku fyrir prentaða miðla hefur Árni verið afkastamikill dagskrár-

gerðarmaður fyrir útvarp og sjónvarp. Hann er höfundur fjögurra glæpasagna sem notið hafa mikilla vinsælda. Árni Þórarinsson | is a novelist, scriptwriter and film critic. He has been one of the most influential film critics in the Icelandic daily media for nearly three decades. He has also co-written crime series for TV and contributed a number of articles on film to various Icelandic magazines and periodicals. Christian Monggaard | stundaði nám í fornleifa- og fjölmiðlafræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var ritstjóri Levende Billeder sem er mánaðarrit um kvikmyndir á árunum 19951997. Gagnrýnandi, blaðamaður og ritstjóri frá 1997 við dagblaðið Information. Christian Monggaard | studied Classical Archaeology and Film and Media Science at the University of Copenhagen. 1995-1997: Editor-in-Chief at Levende Billeder, a monthly film magazine. Critic, journalist and editor at Dagbladet Information, a daily Danish newspaper since 1997.

Árni Svanur Daníelsson | guðfræðingur, er formaður dómnefndar. Hann starfar sem verkefnisstjóri á Biskupsstofu og er stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann er annar tveggja ritstjóra vefs Deus ex cinema (www.dec.hi.is). Árni Svanur Daníelsson | is the chairman of the jury. He works as a project manager for the Church of Iceland and as a part-time lecturer at the faculty of theology, University of Iceland. He is one of the two editors of the Deus ex cinema website (www. dec.hi.is). Gunnar J. Gunnarsson | er guðfræðingur og lektor í trúarbragðafræðum og trúarbragðakennslu við Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur starfað með rannsóknarhópnum Deus ex cinema og skrifað greinar um trúarstef í kvikmyndum. Gunnar J. Gunnarsson | graduated in theology from the University of Iceland. He is an assistant professor in religious education at the Iceland University of Education. He is a member of Deus ex Cinema and has written articles on religious themes in films.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson | er prófessor í guðfræði og ritskýringu Gamla testamentisins við Háskóla Íslands síðan 1995. Hann hefur ekki síst rannsakað áhrif Gamla testamentisins í menningunni þar með talið í kvikmyndum. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson | has been a professor of theology and exegesis of the Old Testament at the University of Iceland since 1995. In his research he has focused on the influence of the Old Testament in culture, including film. Oddný Sen | er rithöfundur og kvikmyndafræðingur (BA, MA og DEA (fyrri hluti PhD) frá kvikmyndadeild Université de Paris VIII. Hún hefur fengist við blaðamennsku, þáttastjórnum í sjónvarpi og útvarpi, ritstörf, verkefnisstjórnun og kynningu á kvikmyndahátíðum. Oddný Sen | is a writer and a film historian (BA, MA and DEA (first half of PhD)) from the film studies department of Université de Paris VIII. She has worked as a cultural journalist, TV and radio producer, published novels and biographies, organised and promoted film festivals.

FIPRESCI verðlaunin The FIPRESCI award Hin alþjóðlegu samtök kvikmyndagagnrýnenda FIPRESCI voru stofnuð í París árið 1930. Í dag starfa þau í yfir fimmtíu löndum og veita sérstök verðlaun á mörgum af helstu kvikmyndahátíðum heims. Líkt og með Uppgötvun ársins eru það myndirnar í Vitranir sem keppa um FIPRESCI-verðlaunin. The International Federation of Film Critics FIPRESCI was founded in Paris in 1930. Its members today come from over 50 different countries and it presents special awards at many of the world’s most important film festivals. As with the Discovery of the Year Award the eligible films for the FIPRESCIaward are found in the New Visions category.

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar The Church of Iceland film prize Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar verða veitt í fyrsta skipti á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 2006. Verðlaunin verða veitt framúrskarandi kvikmynd sem þykir vekja með áhorfendum áhugaverðar tilvistarspurningar. Fjögurra manna dómnefnd velur verðlaunamyndina. Líkt og með Uppgötvun ársins eru það myndirnar í Vitranir sem keppa um verðlaunin. The Church of Iceland film prize will be awarded for the first time at the Reykjavik International Film Festival in autumn 2006. The prize is awarded to an outstanding film that deals in interesting ways with existential questions. A jury of four chooses the picture. As with the Discovery of the Year Award the eligible films are found in the New Visions category.


10

filmfest.is

Geymdu þennan bækling Keep this booklet Hvers vegna? | Hér er að finna ítarlegar upplýsingar um dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hátíðin stendur í ellefu daga, hefst 28. september og stendur til 8. október. Dagskráin er ansi viðamikil – en hér geturðu fundið þær upplýsingar sem þig vantar. Upplýsingar er einnig að fá á vefnum www.filmfest.is, www.mbl.is og í upplýsingamiðstöðinni okkar á Thorvaldsen í Austurstræti. Segðu mér meira… | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík var stofnuð árið 2004. Hún er nú haldin í þriðja sinn og er stærsta kvikmyndahátíð sem hefur verið haldin hér á landi. Auk um áttatíu áhugaverðra mynda bjóðum við upp á kvikmyndatónleika, fjölda námskeiða og kynninga, umræðufundi og málþing, fjölskyldudag, tækifæri til að spyrja kvikmyndagerðarmenn spjörunum úr og síðast en ekki síst tækifæri til þess að sjá borgina þegar ljósin slokkna og stjörnurnar birtast á opnunarkvöldið. Er þetta öðruvísi en venjulegt bíó? Munurinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og hefðbundnum bíósýningum felst fyrst og síðast í úrvalinu. Myndirnar á dagskránni verða flestar einungis sýndar tvisvar eða þrisvar sinnum og nær engin þeirra verður aðgengileg á myndbandaleigum. Hátíðin er því einstakur viðburður. Þér gefst tækifæri til þess að gægjast inn í fjarlæga menningarheima og láta koma þér á óvart. Í mörgum tilfellum er leikstjóri eða annar aðstandandi kvikmyndarinnar viðstaddur og getur svarað þeim spurningum sem kunna að vakna.

Hvar fer hátíðin fram? | Háskólabíói, Tjarnarbíói og Iðnó. En hátíðin einskorðast ekki við bíóhúsin, því við munum sýna stuttmyndir í líkamsræktarstöðinni Laugum, á völdum hárgreiðslustofum og víðar. Þá verður hátíðin með sérstakan sjónvarpsþátt – Festival TV - til að fjalla um allt það sem fram fer. Ef vera skyldi að þú missir af einhverju, þá er þátturinn sýndur í upplýsingamiðstöðinni okkar á Thorvaldsen og honum verður hægt að hala niður á www.filmfest.is. Reykjavik. com verður einnig með daglegar fréttir af hátíðinni. Seldar verða veitingar fyrir og eftir sýningar í Iðnó . Takið eftir að sýningar hefjast kl. 14:00 alla daga í Tjarnarbíói og Iðnó. Why? | In here you’ll find detailed information on Reykjavik International Film Festival’s programme. The festival begins on September 28th and runs until October 8th. The programme is wide-reaching but you’ll find what you’re looking for in here. On the website www. filmfest.is you can also find info on the programme and at Thorvaldsen Bar (Austurstræti 8, 101 Reykjavík) you’ll find our information centre and ticket office. Sounds interesting, tell me more. Reykjavik International Film Festival was founded in 2004. It is now in its third year and is by far the biggest film festival ever held in Iceland. Besides close to eighty interesting titles, we offer our guests an assortment of other events: silent films accompanied by a live musical performance, a number of

seminars and symposiums, a special family day, a chance to ask a number of filmmakers what that particular shot “really meant,” and a chance to see the sky uncontaminated by artificial light to name a few. Is this any different from your ordinary cinema? | The difference mainly lies in the number of different films being screened. Most of our titles will only be screened twice or thrice and very few of them will ever be put out on video over here. The festival is therefore a unique chance to look at distant cultures and be surprised. Many of the films are accompanied by the director, the producer, an actor or a screenwriter, and they will be more than happy to answer your questions after the screening. Where does the festival take place? | In Tjarnarbíó, Iðnó and Háskólabíó. But the festival is not limited to the cinemas. In Laugar Gym we’ll be screening a selection of short films, and a number of respectable salons will do the same. We’ll also have our own television programme – Festival TV – to cover the biggest events. In case you miss something you can watch Festival TV at Thorvaldsen Bar or download it on our website www. filmfest.is. Reykjavik.com will also have daily updates from the festival.


filmfest.is Það eru þrenns konar bíómiðar í boði: Stakir miðar: 800 kr. Afsláttarkort (6 myndir): 3000 kr. Passi*: 6000 kr. | 4500 kr. fyrir meðlimi í Vörðunni og Námunni gegn framvísun Landsbankakorts. Passarnir eru sóttir á Thorvaldsen Bar.

There are three types of tickets: Single ticket: 800 ISK Discount ticket (6 screenings): 3000 ISK Festival pass*: 6000 ISK | 4500 ISK for members of Varðan and Náman upon display of a Landsbanki card. Festival passes are handed out at Thorvaldsen Bar.

Kvikmyndatónleikar Benna Hemm Hemm: 2000 kr. | 1500 kr. f. passahafa.

Benni Hemm Hemm concert: 2000 ISK, 1500 ISK for pass-holders.

DJ Thomas Bangalter: 1000 kr. í forsölu, 1500 kr. við dyrnar.

DJ Thomas Bangalter: 1000 ISK pre-sale, 1500 ISK at the door.

Öll miðasala fer fram á filmfest.is og midi.is. Athugið að afsláttarkort og passar eru í takmörkuðu upplagi. Miða verður einnig hægt að kaupa í upplýsingamiðstöð okkar á Thorvaldsen Bar (3) sem er opin frá 11:00 - 19:00, í bíóhúsunum og í völdum 10-11 verslunum. Við hvetjum fólk til að mæta snemma og tryggja sér miða þar sem sætapláss er takmarkað. Á Thorvaldsen Bar (3), Austurstræti 8 (ýmist gengið inn frá Austurstræti eða Austurvelli), erum við með upplýsingamiðstöð. Þar er hægt að kaupa miða, afsláttarkort og passa. Þar eru einnig til sölu sérhannaðir bolir, peysur og húfur eftir Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur. Athugaðu að það er hægt að kaupa miða á hverja einustu sýningu á miði.is og því um að gera að skipuleggja sig vel!

All tickets are sold on filmfest.is and midi.is. Please note that discount tickets and festival passes are of a limited quantity. Tickets are also available at our information centre at Thorvaldsen Bar (3) (opening hours 11am - 7pm), in the cinemas and select 10-11 shops. Please show up early as seating is limited. At Thorvaldsen Bar (3) (Austurstræti 8 – enter either from Austurstræti or Austurvöllur) we have our information centre. There you can buy tickets and official festival merchandise – t-shirts, hoodies and hats designed by Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Please note that all tickets are available online, so plan ahead!

*Passinn veitir rétt til þess að fá útgefinn einn miða á hverja sýningu. Athugið að hann veitir ekki rétt til að fara fram fyrir röð eða aðgang að sýningum án þess að hafa miða undir höndum. Handhafar passa þurfa alltaf að hafa skilríki meðferðis og framvísa þeim óski starfsmenn bíóhúsanna eða hátíðarinnar eftir því. Misnotkun passans varðar við lög.

Miðasala Tickets Miðasala hefst 25. september Tickets on sale September 25th Eru myndirnar bannaðar? Kvikmyndaeftirlitið telur sumar myndanna ekki við hæfi barna. Aðrar myndir hefur eftirlitið ekki enn séð og því er mikilvægt að lesa sér vel til um hvað þær fjalla áður en farið er í bíó. Nánari upplýsingar eru á www.filmfest.is. Athugið að allar myndir eru sýndar með annað hvort enskum texta eða ensku tali. Note that all films are either in English or with English subtitles. Háskólabíó (5) Hagatorgi, 107 Rvk. S: 530 1919. Tjarnarbíó (4) Tjarnargötu 12, 101 Rvk. S: 561 0280. Iðnó (6) Vonarstræti 3, 101 Rvk. S: 562 9700.

*The pass gives its holder the right to get one ticket for each screening slot. Please note that it does not allow for jumping queues or access without a ticket. Pass-holders should always have identification with

25 7

15 17 14

3/23

9 16

22

13 4

11

6 8/18

5

11 12

24 2

26 21

1 10 19

20

(1)Kaffibarinn | Bergstaðastræti 1 (2)Sirkus | Klapparstíg (3)Thorvaldsen bar – Information Center | Austurstræti 8 (4)Tjarnarbíó | Tjarnargötu 12 (5)Háskólabíó | Hagatorgi (6)Iðnó | Vonarstræti 3 (7)Hótel Reykjavík Centrum | Aðalstræti 16 (8)Hótel Óðinsvé | Þórsgata 1 (9)101 Hótel | Hverfisgata 10 (10)Hótel Frón | Laugavegur 22a (11)Hótel Holt | Bergstaðastræti 37 (12)Gistihúsið Baldursbrá | Laufásvegi 41 (13)Skólabrú | Á horni Lækjargötu og Pósthússtrætis (14)Silfur | Pósthússtræti 11 (15)Kaffi Victor | Hafnarstræti 1-3 (16)Sólon | Bankastræti 7a (17)La primavera | Austurstræti 9 (18)Hjá Sigga Hall | Þórsgata 1 (19)Vín og skel | Laugavegi 55 (20)Þrír frakkar | Baldursgötu 14 (21)i8 gallerí | Klapparstígur 33 (22)Iða | Lækjargata 2a (23)Nasa | við Austurvöll (24)Alþjóðahúsið | Hverfisgata 18 (25)Upplýsingamiðstöð ferðamála | Aðalstræti 2 (26)Á næstu grösum | Laugavegi 20b


12

filmfest.is

Málþing, fyrirlestrar og námskeið Föstudagurinn 29. september 15:00-18:00 | Háskóli Íslands, Oddi 101 The Searchers – Eftirmiðdegi með prófessor Gerald Peary Kvikmynd John Ford The Searchers hefur lengi verið í hávegum höfð á meðal bandarískra kvikmyndarýna og leikstjóra, ekki minni spámenn en George Lucas, Paul Schrader og Martin Scorsese hafa vitnaði í hana í verkum sínum. Hún er aftur á móti lítið þekkt meðal almennings sem sýnir fornum vestrum lítinn áhuga. En þessi mynd Fords er annað og meira en gömul greinamynd. Þetta er Ódysseifskviða í vestrinu ameríska, Lér konungur í kúrekabúning, Hegelísk kennslustund í sagnfræði og framsýn stúdía á kynþáttaútrýmingu. Er The Searchers meistarastykki bandarískrar kvikmyndagerðar líkt og sumir halda fram nú á hálfrar aldar afmæli hennar? Prófessor Gerald Peary kynnir myndina og svarar spurningum að sýningu lokinni. Aðgangur er ókeypis. 17:00 Tjarnarsalur, Ráðhúsi Reykjavíkur Málþing – Kvikmyndaborgin Reykjavík: Á undanförnum áratug hefur það færst í vöxt að erlendir kvikmyndagerðarmenn sæki Ísland heim og sviðsetji jafnt auglýsingar sem stórmyndir í íslenskri náttúru. Minna hefur verið um að þeir nýti sér þau fjölmörgu tækifæri sem gefast í höfuðborginni Reykjavík. Innan borgarmarkanna er að finna fjölbreytt umhverfi sem getur nýst sem bakgrunnur í ólíkustu kvikmyndir. Þá er að finna í Reykjavík fagfólk sem stenst ýtrustu

kröfur í alþjóðlegri kvikmyndagerð og öll almenn þjónusta er til fyrirmyndar. Reykjavíkurborg býður til málþings þar sem ræddir verða opinskátt möguleikar hennar sem alþjóðlegrar kvikmyndaborgar og reifaðar tillögur að framtíðarskipulagi og framkvæmdum. Björn Ingi Hrafnsson, forseti borgarstjórnar, mun setja málþingið. Laugardagurinn 30. september 11:00 | Q-bar, Ingólfsstræti Málþing – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi WIFT stendur fyrir „Women in Film and Television“ eða Konur í sjónvarpi og kvikmyndum og er um að ræða samtök stofnuð í Los Angeles á sjöunda áratugnum. Í dag eru samtökin starfandi í meira en 40 löndum og með yfir 10.000 skráða meðlimi. Aðalmarkmið samtakanna eru að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur og stuðla að þátttöku þeirra á öllum sviðum innan framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Íslandsdeild WIFT verður stofnuð formlega þann 30. september með málþingi sem haldið verður í samstarfi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Á meðal mælenda verður indverski fræði- og kvikmyndagerðarmaðurinn Vijaya Mulay en hún mun jafnframt sýna, í tengslum við málþingið, tvær áhugaverðar stuttmyndir er snúa að reynslu kvenna með kvikmyndavélina. Síðar um kvöldið verður stofnun WIFT fagnað.

14:00-15:30 | Iðnó Handritsgerð með Amnon Buchbinder Kanadíski leikstjórinn og handritshöfundurinn Amnon Buchbinder ræðir nýja bók sína The Way of the Screenwriter við Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfund. Báðir hafa þeir mikla reynslu af bæði handritaskrifum og kennslu á sviði slíkra skrifa. Í framhaldi af umræðunum mun Buchbinder svara spurningum áheyrenda. Athugið að nýjasta mynd Buchbinder Allt annað dæmi verður sýnd á hátíðinni. Aðgangseyrir er 800 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir. 16:00-17:30 | Kringlubíó Spurt og svarað með Latabæ Latibær er Íslendingum að góðu kunnur en hér gefst áhugamönnum um kvikmyndagerð einstakt tækifæri til að fræðast um framleiðslu þáttanna sem blanda saman tölvutæknibrellum, brúðum og leikurum. Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr nýrri þáttaröð til háskerpusýninga í kvikmyndahúsi. Að lokinni þeirri sýningu munu Magnús Scheving, höfundur, leikstjóri og leikari, Raymond Le Gué, framleiðandi þáttanna, og Remo Balcells, Vfx Bafta-verðlaunahafi og stjórnandi tölvutæknibrellna, kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum. Aðgangsverð er 800 kr.


13 Sunnudagurinn 1. október 12:00-18:00 Kvikmyndatökunámskeið með Artur Reinhart Hinn reyndi pólski kvikmyndatökumaður Artur Reinhart veitir hér einstaka innsýn í listina að taka kvikmynd. Hann mun m.a. ræða samstarf tökumanns og leikstjóra við upptöku mynda. Athugið að þetta verður verkleg vinnustofa þar sem tökuvélum, linsum, hreyfingu og lýsingu verða gerð ítarleg skil – nálgun sem mun sameina tæknilega og listræna þætti. Kvikmyndamiðstöð Íslands og framleiðslufyrirtækin Pegasus og Saga Film hafa veitt námskeiðinu ómetanlegan stuðning. Artur Reinhart hefur unnið til fjölmargra verðlauna á ferlinum, þ.á.m. Camerimage verðlaunanna fyrir kvikmynd Dorota Kedzierzawska Krákurnar. Þeirra nýjasta mynd Ég er er jafnframt sýnd á hátíðinni. Námskeiðið er skipulagt í samvinnu við Pólska menningardaga. Það er hugsað fyrir fagfólk og mun takmarkast við 25 manns. Áhugasamir skrái sig á arnioli@polska. is eða hringi í 694-4447. Þátttökugjald er 3.000 kr. og er innifalið í því aðstaða í kvikmyndastúdíói með tækjum og veitingar í kaffipásu. 20:00 | Café Cultura, Hverfisgata 18 Samræða um Paradís núna Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir umræðukvöldi um kvikmynd Hany Abu-Assad Paradís núna í samstarfi við Alþjóðahúsið og Félagið ÍslandPalestína. Athugið að myndin verður sýnd á undan umræðunum sama kvöld kl. 18:00 í Háskólabíói. Mánudagur 2. október 11:40-13:00 | Háskóli Íslands, Oddi 101 Kvikmyndagagnrýni með Gerald Peary and Amy Geller Hinn þaulreyndi kvikmyndagagnrýnandi Gerald Peary kynnir ókláraða heimildarmynd sína Fyrir bíó-ástina: Saga bandarískrar kvikmyndagagnrýni og ræðir sögu kvikmyndarýni í alþjóðlegu samhengi. Í myndinni ræða á annan tug helstu gagnrýnenda í Bandaríkjunum starf sitt. Peary mun svo svara spurningum ásamt Amy Geller, framleiðanda myndarinnar, en hún hefur framleitt fjölda heimildarmynda fyrir sjónvarp. Námsmenn, gagnrýnendur og annað áhugafólk um kvikmyndasögu er velkomið. Aðgangur er ókeypis. 16:00 | Iðnó Miðdegisstund með Goran Paskaljevic Leikstjórinn, og sérstakur gestur hátíðarinnar, Goran Paskaljevic mun flytja erindi og svara spurningum um sjálfstæða

kvikmyndagerð í Evrópu en hann á að baki áratuga langa reynslu í kvikmyndagerð í álfunni. Aðgangseyrir er 1500 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir. Mánudagur 2. október – fimmtudagur 5. október 19:00-23:00 | Thorvaldsen Bar Kvikmyndalestur Björn Norðfjörð kvikmyndafræðingur mun kynna lykilhugtök í kvikmyndalestri og bera saman ólíka eiginleika afþreyingarmynda og listrænna mynda. Ekki er um að ræða hefðbundna fyrirlestra heldur munu þátttakendur ræða ásamt Birni form og inntak mynda að sýningum loknum. Námskeiðið stendur yfir frá mánudeginum 2. október til fimmtudagsins 5. október eða alls fjögur skipti. Farið verður á sýningar kl. 20 og má gera ráð fyrir að umræður standi til kl. 23:00. Athugið að fyrsta kvöldið munu þátttakendur hittast klukkustund fyrr eða klukkan 19:00 á upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Thorvaldsen Bar. Fjöldi þátttakenda miðast við 20 manns en þátttökugjald er 2000 kr. Athugið að miðaverð er ekki innifalið en þátttakendum er ráðlagt að kynna sér hagstæð tilboð á upplýsingasíðu. Skráning fer fram á www.filmfest.is eða í síma 5522555. Þriðjudagur 3. október 15:00-16:30 | Háskóli Íslands, Askja N132 Ég og kvikmyndir - Vijaya Mulay Vijaya Mulay leikstýrði sinni fyrstu mynd 46 ára gömul, þegar kvenleikstjórar þekktust varla á Indlandi og engar þeirra leikstýrðu heimildar- eða barnamyndum. Kvikmyndagerð hennar hefur allt frá upphafi verið af samfélagslegum toga og hún litið fyrst og fremst á sig sem þátttakanda í þróunarstarfi í þriðja heiminum. Hún mun sýna myndir og myndbrot úr eigin verkum samhliða því sem hún ræðir reynslu sína af kvikmyndagerð. Mulay hefur hlotið fjölda verðlauna á löngum ferli sínum, bæði fyrir kvikmyndagerð sína og framlag til menntamála. Aðgangur er ókeypis. 18:00 | Iðnó Málþing um fangabúðirnar á Guantanamo Í samvinnu við Amnesty International á Íslandi boðar Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík til málþings um fangabúðirnar á Guantanamo-eyju og kvikmynd Michael Winterbottoms Leiðin til Guantanamo. Myndin lýsir dvöl þremenninganna Shafiq Rasul, Asif Iqbal og Rhuhel Ahmed sem máttu dúsa þar, saklausir, við skelfilegar aðstæður í tvö ár en tveir

þremenninganna eru gestir hátíðarinnar og Amnesty. Þeir munu lýsa reynslu sinni og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International, og Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarmanni. Að umræðum loknum verður Leiðin til Guantanamo sýnd í Tjarnarbíói kl. 20:00 þar sem Iqbal og Ahmed munu svara spurningum að lokinni sýningu myndarinnar. Þeir verða jafnframt viðstaddir frumsýningu hennar 2. október kl. 20:00 í Tjarnarbíói. Miðvikudagur 4. október 15:00 | Háskóli Íslands, Aðalbygging, Hátíðarsalur Miðdegisstund með Atom Egoyan Leikstjórinn Atom Egoyan, handhafi verðlauna Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn árið 2006, mun flytja erindi um kvikmyndagerð og svara spurningum áheyrenda. Aðgangseyrir er 1500 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir. Föstudagur 6. október 16:00 | Hallgrímskirkja Málþing um danskar kvikmyndir Margar áhugaverðar danskar kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni í ár. Af því tilefni verða haldnar pallborðsumræður um danska kvikmyndagerð. Fjallað verður um nýlegar kvikmyndir eins og Adams æbler, Bænken, Arven, Drabet auk mynda sem sýndar eru á hátíðinni. Rætt verður um arfleifð og áhrif Carl Theodor Dreyers í danskri kvikmyndagerð og trúar-, tilvistar- og siðferðisstef í myndunum. Pallborðsumræðurnar er haldnar í samvinnu við Deus ex cinema, rannsóknarhóp um trúarstef í kvikmyndum, og Biskupsstofu. Aðgangur er ókeypis. Laugardagur 7. október 14:00 | Háskóli Íslands, Aðalbygging, Hátíðarsalur Miðdegisstund með Aleksandr Sokurov Leikstjórinn Aleksandr Sokurov, handhafi heiðursverðlauna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar árið 2006, ræðir við áheyrendur um samspil nýrrar og eldri tækni við kvikmyndagerð – vandfundnara er betra dæmi en kvikmynd hans Rússneska örkin. Aðgangseyrir er 1500 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir.


14

filmfest.is

Panels, talks and master classes Friday September 29th 15:00-18:00 | University of Iceland, Oddi 101 The Searchers with Prof. Gerald Peary Quoted in their movies by such filmmakers as George Lucas, Paul Schrader, and Martin Scorsese, John Ford’s The Searchers has attained mythic status among American critics and directors, but remains unknown by the public, which has little interest in ancient westerns. But Ford’s film is far more than a faded genre piece. It’s The Odyssey in the Old West, King Lear in cowboy outfits, a Hegelian lesson in history, and a prescient attack on the idiocies of ethnic cleansing. On its 50th anniversary, is The Searchers, as some contend, the Great American Movie? Gerald Peary, Professor of Communications at Suffolk University, Boston, gives an introductory talk and answers questions after the screening of the film. No admission charge. 17:00 | Tjarnarsalur, City Hall Reykjavik Film City: A Panel Foreign film crews have increasingly visited Iceland to make use of its breathtaking landscape scenery for atmospheric settings. However, they have rarely made much use of the various opportunities the capital Reykjavik has to offer: Heterogenous settings, professional crews and facilities. To assess its future

potential as an international film city Reykjavik has arranged this panel with prominent figures in the field. City council chairman Björn Ingi Hrafnsson will open the panel. Saturday September 30th 11:00 | Q-bar, Ingólfsstræti Panel on Women in Film and Television The WIFT (Women in Film and Television) organization was established in Los Angeles in the 1960s, but is active now in over 40 countries with 10,000 registered members. Its main goal is to encourage heterogeneous production in visual media by actively supporting women in the field. WIFT’s Icelandic branch will be founded on the 30th of September with a panel organized in partnership with the Reykjavik International Film Festival. Among its speakers will be the Indian scholar and filmmaker Vijaya Mulay who will also screen two shorts dealing with women’s experience with the camera. Later on in the evening the founding of WIFT in Iceland will be celebrated. 14:00-15:30 | Iðnó Scriptwriting with Amnon Buchbinder The Canadian director and scriptwriter Amnon Buchbinder will discuss his new book The Way of the Screenwriter

with Icelandic scriptwriter Sveinbjörn I. Baldvinsson before taking questions from the audience. In addition to writing their own scripts both have great experience in teaching the craft. Note that Buchbinder’s latest film Whole New Thing will be screened at the festival. Price of admission is 800 ISK. 16:00-17:30 | Kringlubíó, Kringlan LazyTown: Professional screening LazyTown is a children’s TV show that combines the worlds of CGI, puppets and live characters. It’s being created at its studio in Iceland with an international cast and crew, using one of the most advanced High Definition Virtual Cinematography facilities in the world. At this session, the RIFF audience is offered a one time peak into the production of LazyTown, the show can now be seen in over 100 countries around the world. The audience will meet the team behind LazyTown and experience a High Definition theatrical projection of two new LazyTown episodes specially prepared for the large screen. A Q&A session after the screening with: Magnus Scheving, creator, writer, actor and director; Raymond Le Gué, Virtual Television Pioneer and LazyTown’s Producer; and Remo Balcells, Vfx Bafta award winner and LazyTown’s Vfx director. Price of admission is 800 ISK.


15 Sunday October 1st 12:00-18:00 A master class on cinematography with Artur Reinhart Experienced Polish cinematographer Artur Reinhart gives a master class on the craft. Amongst other things he will discuss the relations between a cinematographer and a director during film shooting. Note that this will be an intensive hands-on workshop, geared towards exploring the artistic potential of cinematography: light, camera lens, movement, exposure. An approach that strives to combine both technical and artistic attributes. The workshop has been made possible with support from The Icelandic Film Centre and film production companies Pegasus and Saga Film. Artur Reinhart has received numerous awards for his work including the Camerimage for Dorota Kedzierzawska’s film Crows. Their latest film I am is screened at the Reykjavik International Film Festival this year. The master class is intended for professionals and will be limited to 25 participants. Interested parties should enlist at arnioli@polska.is or call 6944447. Price of admission is 3000 ISK which includes professional facilities and a meal. 20:00 | Café Cultura, Hverfisgata 18 Paradise Now discussion Reykjavik International Film Festival invites you to a discussion about Hany Abu-Assad’s Paradise Now in partnership with The Intercultural Centre and The Iceland-Palestine Association. Note that the film itself will be screened at 18:00 at Háskólabíó. Monday October 2nd 11:40-13:00 | University of Iceland, Oddi 101 Film Criticism with Gerald Peary and Amy Geller Veteran Boston-based film critic Gerald Peary will preview selected workin-progress scenes from his feature documentary, For the Love of Movies: The Story of American Film Criticism and discuss the history of American and International film criticism. In making his film, Peary puts an on-screen face to more than a dozen of America’s most prominent and articulate film critics, who share thoughts on their profession. For the Q&A, Peary will be joined by Amy Geller, the film’s producer, who also produced several independent features and long-format documentaries for public broadcasting. Students, critics and those interested in film history are welcome. Admission is free.

16:00 | Iðnó An afternoon with Goran Paskaljevic Director Goran Paskaljevic, an honorary guest of the 2006 Reykjavik International Film Festival, gives a master class on Independent European Filmmaking drawing on his long experience of making movies on the continent. Price of admission is 1500 ISK and tickets can be obtained at www.filmfest.is or at the door while seats remain. Tuesday October 3rd 15:00-16:30 | University of Iceland, Askja N132 Film and I – Vijaya Mulay At the age of 46 years, Vijaya Mulay made her first film. At that time, there were hardly any women in this field in India and none made documentaries or children’s films. Her journey into the world of film has been via the film society movement and as an activist in the area of using media for development. She will also show excerpts from some of her films in her talk about her journey and experiences. Mulay has received various awards for her filmmaking during her long and prolific career, in addition to her contributions to education. Admission is free. 18:00 | Iðnó A Panel on Guantanamo Bay In cooperation with Amnesty International in Iceland, the Reykjavik International Film Festival offers a panel on the Guantanamo Bay prison and Michael Winterbottom’s film The Road to Guantanamo which portrays the experience of three cousins – Shafiq Rasul, Asif Iqbal and Rhuhel Ahmed – who, despite their innocence, were confined there under terrible conditions for two years. Two of the three, Asif Iqbal and Rhuhel Ahmed, who are guests of the festival and Amnesty, will describe their experience and take part in the panel discussion alongside Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, Managing Director of Amnesty International’s Iceland branch, and filmmaker Hrafnhildur Gunnarsdóttir. The panel will be held at Iðnó 18:00, then The Road to Guantanamo will be shown at Tjarnarbíó 20:00, after which Iqbal and Ahmed will answer questions. They will also be present at the October 2nd screening at 20:00, also at Tjarnarbíó. Wednesday 4th of October 15:00 | University of Iceland, Main building, Hátíðarsalur An afternoon with Atom Egoyan Director Atom Egoyan, the recipient of the Creative Excellency Award at the 2006 Reykjavik International Film

Festival, discusses the craft of filmmaking drawing on his own experience in the field. Questions and answers will follow. Price of admission is 1500 ISK and tickets can be obtained at www.filmfest.is or at the door while seats remain. Friday October 6th 16:00 | Hallgrímskirkja Symposium on Danish cinema Many interesting Danish films will be shown at the festival this year. On this symposium on Danish cinema films like Adams æbler (Adam’s Apples), Bænken (The Bench), Arven (The Inheritance) and Drabet (Manslaughter) will be discussed in addition to films shown at the festival. Carl Theodor Dreyer’s influence on Danish filmmakers will be considered along with existential and moral themes in Danish cinema. The symposium is held in co-operation with Deus ex cinema and the Church of Iceland. Saturday October 7th 14:00 | University of Iceland, Main building, Hátíðarsalur An afternoon with Aleksandr Sokurov Director Aleksandr Sokurov, recipient of the Life-Time Achievement Award at the 2006 Reykjavik Film Festival, gives a master class in the form of a dialogue, rather than monologue, on the interaction of old and new technologies in film-art – his highly praised Russian Ark a case in point. Price of admission is 1500 ISK and tickets can be obtained at www.filmfest.is or at the door while seats remain.


16

Slokkni ljós – kvikni stjörnur Turn off the lights – Watch the stars Reykvíkingar / The people of Reykjavik (ICE) 2006 30 mín, ∞mm

Himininn The sky kl. 22 | 28.9

Fjölskyldudagurinn

Lokadagur hátíðarinnar, 8. október, er helgaður fjölskyldunni. Boðið er upp á sýningar á barnamyndum, námskeið í kvikmyndaklippingu handa allri fjölskyldunni, tilboð fyrir börn á kaffihúsum í miðbænum og dómnefnd kunngjörir hvaða mynd ber sigur úr býtum í samkeppninni um bestu heimagerðu heimildarmyndina. + Tveir þættir úr nýjustu syrpu Latabæjar verða sýndir í Kringlubíói kl. 14:30, 16:00 og 17:30. Persónur úr þáttunum mæta og skemmta börnunum. + Kvikmyndin Þegar börn leika sér á himnum verður sýnd í Iðnó kl. 14:00 og 16:00. + Bestu framlögin í samkeppninni um heimagerðu heimildarmyndina verða sýnd á Thorvaldsen kl. 16:30. Ein mynd hlýtur MacBook fartölvu í verðlaun í boði Apple IMC á Íslandi. + Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar verður sýnd á sérstakri forsýningu í Tjarnarbíói kl. 14:00 og 15:00.

Í tilefni af opnun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík verða öll götuljós í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum slökkt frá kl. 22:00 – 22:30 þann 28. september. Eftir okkar bestu vitund verður þetta í fyrsta sinn sem myrkvi af þessu tagi á sér stað nokkurs staðar í heiminum og því um að ræða stórmerkilegan og algjörlega einstakan atburð. Við þekkjum öll viðbrigðin sem verða á himintjaldinu þegar við vindum okkur út fyrir borgarmörkin og horfum til himins. Himinfestingin lifnar bókstaflega við. Þúsundir stjarna og dansandi norðurljós birtast þar sem áður virtist ekkert vera. Þessi kvikmynd í boði náttúrunnar er engu síðri en þær myndir sem vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim, og enn magnaðri því hvergi er að finna jafnstórt sýningartjald og himininn sjálfan. Almenningur og fyrirtæki eru

+ Apple býður upp á námskeið þar sem er farið yfir hvernig flott heimamyndband verður til: Allt frá tökuvélinni, inn í tölvuna og þar til það er komið á DVD-disk með ljósmyndum og valmyndum. Námskeiðin eru tvö talsins og fara fram á Thorvaldsen Bar kl. 13:00 og 15:00. Börn fá aðgang að öllum kvikmyndasýningum fjölskyldudagsins fyrir 400 kr. Thorvaldsen Bar og Ráðhúskaffi munu bjóða upp á sérstaka fjölskyldumatseðla í tilefni dagsins.

Family Day

The festival’s final day, October 8th, is dedicated to the family. A number of children’s films will be screened, a course given on home video editing, special deals for children offered at downtown cafés and the best submissions in the competition on the best homemade documentary will be awarded. + Two episodes from Lazy Town’s latest series will be screened in Kringlubíó at 14:30, 16:00 and 17:30. Lazy Town characters will attend and entertain

hvött til þess að taka þátt og slökkva ljósin hjá sér þennan hálftíma. Doktor Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, lýsir viðburðinum í beinni útsendingu á Rás 2. Turn off the lights – Watch the stars is a grand scale happening that marks the opening of the Reykjavik International Film Festival. The City Council of Reykjavik and its neighboring municipalities have agreed to turn off all the city lights in the capital area for half an hour, 22:00-22:30, while a renowned astronomer talks about the stars and the constellations on national radio. Due to light contamination those living in cities often miss out on seeing the stars and northern lights which adorn the sky during autumn and winter. The twinkling stars and dancing streaks of northern lights can be just as good as quality festival films, and for that reason we want to begin the festival by setting our gaze upon the largest silver screen there is: the sky itself. Þorsteinn Sæmundsson PhD astronomist will talk about the stars on radio Rás 2.

the children. + When Children Play in the Sky screened at Iðnó at 14:00 and 16:00. + The best submissions in the competition on homemade documentaries are screened in Thorvaldsen Bar at 16:00. One picture is awarded with an Apple MacBook laptop. + The Icelandic animation film Anna and the Moods is given a special sneak preview in Tjarnarbíó at 14:00 and 15:00. + Apple hosts a course on creating a fun home-video, taking you step by step from the camera, to the computer, to the fully prepared DVD complete with photographs and menus. The course will take place in Thorvaldsen Bar twice during the day, at 13:00 and 15:00. Children’s admittance is 400 ISK on family day. Thorvaldsen Bar and Ráðhúskaffi have prepared special family menus for the occasion.


filmfest.is

Mannréttindaverðlaun The RIFF Human Rights Award Stuttmyndakeppnin Ljósvakaljóð 2006

Laugardaginn 30. september verður stuttmyndakeppnin Ljósvakaljóð haldin í fyrsta skipti í Ráðhúsi Reykjavíkur. Keppnin er haldin í samvinnu við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík og ZikZak kvikmyndagerð. Klukkan tólf á hádegi hefst röð fyrirlestra þar sem þekktir ungir kvikmyndagerðarmenn sýna brot af verkum sínum og ræða ýmsa þætti kvikmyndagerðar og iðnaðarins. Valið hefur verið úr bestu innsendu myndunum og verða þær sýndar seinni part dags. Dómnefnd skipuð fagaðilum úr kvikmyndabransanum kynnir úrslitin og

Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Ísafirði Íbúar á Vestfjörðum munu einnig geta notið Alþjóðlegrar kvikmyndahátiðar sem hefst á Ísafirði föstudagin 29. september og stendur til sunnudagsins 1. október. Sýndar verða átta myndir í bíóhúsinu við Austurvöll og mun hátíðin hefjast með frumsýningu á pólsku myndinni Ég er eftir Dorotu Kedzierzawska. Hún verður viðstödd opnunina ásamt maka sínum, kvikmyndatökumanninum Artur Reinhart. Að hátíðinni standa Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni, Alþjóðleg kvikmyndahátið í Reykjavík, og Pólsk menningarhátíð. Auk Ég er (Jestem, 2005), verða sýndar eldri myndir

Norðurljós: Vettvangur ungs hæfileikafólks

Á hátíðinni í ár kennir ýmissa grasa. Eitt þeirra eru æfingabúðirnar Norðurljós sem haldnar eru nú í fyrsta skipti. Fyrirmyndin er fengin frá kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem gríðarlegur fjöldi ungs kvikmyndagerðarfólks hittist og vinnur saman og myndar mikilvæg tengsl fyrir framtíðina. Hugmyndin er að ungt kvikmyndagerðarfólk á Norðurlöndunum hittist og kynnist með það fyrir augum að hlúa að norrænu samstarfi í framtíðinni. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík tekur með þessu virkan þátt í að leggja

17 Sem betur fer líta margir kvikmyndagerðarmenn ekki á kvikmyndavélina sem framleiðslutæki afþreyingarefnis heldur sem vopn í baráttu gegn mörgu því sem aflaga fer í heiminum. Sérstök verðlaun verða veitt þeirri mynd sem þykir taka öðrum fram í baráttunni fyrir mannréttindum. Það eru áhorfendur sjálfir sem sjá um valið með því að greiða atkvæði á heimasíðu hátíðarinnar á www.filmfest.is eða www. riff.is.

Thankfully many filmmakers still conceive of the camera as a tool in the struggle against oppression the world over rather than just a superficial provider of commercial entertainment. The Reykjavik International Film Festival presents a special audience award to the film deemed most powerful in its fight for human rights. You can cast your vote at www.filmfest.is or www.riff.is.

veitir bestu myndinni verðlaun. Allt frá því að Stuttmyndadagar í Reykjavík liðu undir lok í upphafi áratugarins hefur ungt og skapandi fólk vantað vettvang til að sýna stuttmyndir sínar. Ljósvakaljóð bæta úr þeirri brýnu þörf. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

place where young filmmakers screen excerpts from their works and discuss various aspects of filmmaking and the film industry. Young filmmakers have been given the chance to send their work for consideration. A few short films have been selected and will be screened in the afternoon. A jury consisting of film professionals will award one of the films at the end of the day. Since Reykjavik Short Film Days were terminated a few years ago, young and creative people have been in desperate need for a venue to screen their short films. Photographic Poems hopes to remedy this situation. Admission is free and all are welcome.

The short film competition: Photographic Poems

Saturday September 30 the short film contest Ljósvakaljóð (Photographic Poems) will take place for the first time in Reykjavik City Hall. The contest is held in cooperation with Reykjavik International Film Festival and ZikZak Productions. At noon a number of lectures will take þeirra Kedzierzawska og Reinhart Ekkert (Nic, 1998) og Krákurnar (Wrony, 1994) á Ísafirði. Athugið að Ekkert verður einnig sýnd í Háskólabíó á 4. október kl. 20:00 og 7. október kl. 22:00 en Krákurnar í sama bíó kl. 22:00 þann fjórða en kl. 20:00 þann sjöunda. Pólskir dagar á Ísafirði eru samstarfsverkefni Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, Pólskrar menningarhátíðar og Ísafjarðarbæjar.

Ísafjörður International Film Festival A mini-festival will take place from September 29 to October 1 in the cinema of Ísafjörður (in the West-fjords area). Three films by Polish film director Dorota

grunninn fyrir slíkt samstarf. Á þennan hátt sinnir hún ekki aðeins kvikmyndgerð samtímans heldur einnig framtíðarinnar. Æfingabúðirnar fara fram í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Kvikmyndir þátttakenda í Norðurljósum verða sýndar í Iðnó föstudaginn 6. október kl. 21:00.

Nordic Talent Campus

This year’s festival is filled with many new exciting events – the Nordic Talent Campus a case in point. The role model from the Campus is derived from the Berlin Film Festival where a large number of young filmmakers from all over the world meet to join seminars and workshops

Kedzierzawska will be screened, along with other five films from the RIFF programme. Dorota who graduated from the Polish National Film School in 1981 puts image over word in her work. These trademark images are authored by her cinematographer Artur Reinhart. Dorota and Arthur are both guests of the festival. Their three films screened at Ísafjörður are I Am (Jestem, 2005), Nothing (Nic, 1998) and The Crows (Wrony, 1994). Note that Nothing will also be screened in Reykjavik at Háskólabíó on October 4th at 20:00 and Saturday the 7th of October at 22:00 while The Crows will be screened at Háskólabíó on the 4th at 22:00 and the 7th at 20:00. during the festival – creating connections for the future. Our Campus in Reykjavik is on a smaller scale but the underlying idea is the same; to bring together young and talented filmmakers from the Nordic countries, creating an environment for Nordic collaboration to flourish in the future. Reykjavik International Film Festival takes on the role of creating the foundations for such a collaboration and thus serving as a platform for filmmaking in the future as well as today. Films directed by the participants will be screened at Iðnó Friday the 6th of October at 21:00.


filmfest.is

Aleksandr Sokurov Handhafi heiðursverðlauna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar árið 2006 Nú á dögum, þegar kröfur um tryggð við hefðbundnar formúlur og fyrirframgefnar hugmyndir um eðli kvikmyndarinnar gerast sífellt háværari, er það huggun harmi gegn að vita af óstöðvandi leit Aleksandr Sokurov að hinu sanna tungumáli kvikmyndalistarinnar. Sú leit hefur teymt hann um fjölbreyttar lendur kvikmyndaheimsins þar sem leikstjórinn hefur hvergi hvikað frá sannfæringu sinni. Slíka leit stöðva hvorki kvikmyndaframleiðendur né stjórnmálamenn með reglugerðum um inntak listarinnar. Sokurov hefur nú leikstýrt á fimmta tug mynda af öllum stærðum og gerðum. Sokurov fæddist árið 1951 í þorpinu Podorvikha í Rússlandi en flutti títt á milli staða á uppeldisárum sínum. Fyrstu kynni hans af kvikmyndagerð urðu stuttu eftir að hann settist á skólabekk við Gorkí-háskóla þar sem hann starfaði hjá sjónvarpsstöð samfara námi. Eftir að hafa lokið sagnfræðiprófi hóf hann nám við kvikmyndaskólann í Moskvu – þann elsta í heiminum. Þótt hún þyki stórmerkileg í dag var fyrstu mynd hans Hin einmana rödd mannsins hafnað sem útskriftarverkefni við skólann á þeim forsendum að hún væri and-sovéskur formalismi. Á þessum tíma var virtasti leikstjóri Sovétríkjanna Andrei Tarkovsky – sem sjálfur átti í miklum útistöðum við yfirvöld í Sovétríkjunum – en hann veitti hinum unga Sokurov stuðning. Þrátt fyrir mikið mótlæti frá yfirvöldum framanaf hélt Sokurov ótrauður áfram listsköpun sinni og var á örfáum árum kominn í röð mikilvægustu leikstjóra Rússlands og með myndum sínum á tíunda áratugnum verður hann lykilleikstjóri í kvikmyndalandslagi samtímans. Nýjustu myndir hans Sólin (2005), Faðir og sonur (2003), Rússneska örkin (2002) og Nautið (2001) eru frekari vitnisburður um einstaka sýn þessa óviðjafnanlega listamanns. Hin hefðbundna aðgreining á milli heimildar- og frásagnarmynda er villandi þegar kemur að listsköpun Sokurov, þar sem jafnvel í frásagnarmyndum hans verður kvikmyndavélin að verkfæri í sannleiksleit. Hún grandskoðar veruleikann í kingum sig, manneskjurnar sem verða á vegi hennar og bregður áður óþekktri birtu á ímyndir hverskonar. Það er ekki ofsögum sagt að kvikmyndir Sokurov sýna áhorfendum heiminn í nýju ljósi. Auk mynda Sokurov á hátíðinni er lesendum bent á að hann mun flytja erindi og svara spurningum í hátíðarsal Háskóla Íslands laugardaginn 7. október kl. 14:00. Aðgangseyrir er 1500 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir.


The recipient of the Life-Time Achievement Award at the 2006 Reykjavik International Film Festival

As the reliance upon tested formulas and accepted notions of filmmaking grows ever stronger it is comforting to know of Aleksandr Sokurov’s never-ending search for the true language of film art. It is a search that has lead him to far corners of the cinematic universe – remaining faithful to his convictions throughout. Such a search cannot be hindered by either film producers or politicians waving regulations on artistic endeavours. Sokurov has now directed close to fifty films of all shapes and sizes. Sokurov was born in 1951 in the Russian village Podorvikha but moved frequently while growing up. His first introduction to filmmaking occurred when working at a television station while studying history at Gorky University. Having graduated, Sokurov joined the All-Union Cinematography Institute in Moscow – the very first film school anywhere in the world. Despite being considered excellent today, his first film The Lonely Voice of Man was not accepted as a graduation project as it was claimed to be an exercise in anti-Soviet formalism. It was during this time that Andrei Tarkovsky – no stranger himself to such clashes – came to the assistance of the young Sokurov for the first time. Despite considerable opposition from Soviet authorities Sokurov continued his work unabated and soon established himself among Russia’s most important directors. During the 1990s he garnered wide international attention and praise, a reputation that has only been further enhanced with his most recent films including Telets (2001), Russian Ark (2002), Father and Son (2003) and The Sun (2005). Traditional demarcations between documentary and fiction are deceiving when it comes to the work of Sokurov, as even in his feature films the camera becomes a tool searching for truth. It meticulously studies its surroundings, the people that cross its path, and captures a previously unknown light on film. It is no exaggeration to say that Sokurov presents the world to his audience in a new light. In addition to Sokurov’s films at the festival interested parties should make a note of his master class at the University of Iceland on Saturday October 7th at 14:00. Price of admission is 1500 ISK and tickets can be obtained at www.filmfest.is or at the door while seats remain.


filmfest.is

Aleksandr Sokurov

Háskólabíó kl. 18 | 28.9 kl. 22:20 | 29.9 kl. 22:30 | 4.10

Rússneska örkin Russian Ark ~ Russkiy kovcheg Aleksandr Sokurov (RUS/GER) 2002 96 mín, 35mm Sögulega séð er rússnesk kvikmyndagerð klippingin, og klippingin er rússnesk kvikmyndagerð. Hinir miklu meistarar sovéska byltingarbíósins Eisenstein, Púdovkin og Dovzhenko umbyltu kvikmyndasögunni með klippiskærin að vopni. Hvílík snilldarflétta þá að í þessari mynd um sögu Rússlands skuli enn einn Rússinn setja mark sitt á kvikmyndasöguna en nú án einnar einustu klippingar. Vopnaður nýjustu stafrænu tækni samtímans myndar Aleksandr Sokurov risavaxna innviði merkasta safns Rússlands (þekkt undir enska heitinu The Hermitage Museum) þar sem sviðsett er 300 ára saga landsins í einni töku hvorki meira né minna. Hér er þó ekki um að ræða innantóma tæknibrellu heldur samsvarar myndflæðið sögu Rússlands sem er sviðsett á eftirminnilegan máta í ólíkum sölum safnsins. Rússneska örkin hefur unnið til fjölda verðlauna um

heim allan. Historically, Russian cinema is montage and montage is Russian cinema. The great masters of the Soviet montage – Eisenstein, Pudovkin and Dovzhenko – changed film history with their scissors. What a remarkable historical turn then that in this film about Russian history another Russian filmmaker should put his mark on film history without a single cut. Equipped with the latest digital technology Aleksandr Sokurov filmed the interiors of the colossal Hermitage Museum in St. Petersburg in which 300 years of Russian history were staged in one take. Certainly no technological gimmick as the continuous images reflect the flow of Russian history as it passes through one room after another in which history is memorably and spectacularly staged. Russian Ark has received numerous awards around the world.

Sólin The Sun ~ Solntse Aleksandr Sokurov (RUS/FRA/ITA/SUI) 2005 110 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 22 | 30.10 kl. 22 | 2.10 kl. 18 | 8.10

Í kvikmyndinni Mólótov (1999) glímdi kvikmyndaleikstjórinn Aleksandr Sokurov við Hitler og síðan í Nautinu (2001) við Lenín. Og nú í Sólinni (2005) tekst hann á við Hirohito Japanskeisara – í stúdíu á einræði og óheftu valdi sem slær þeim fyrri við ef eitthvað er. Myndin gerist á deginum sem Hirohito játaði sig ekki aðeins sigraðan fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldi heldur afsalaði sér guðdóminum og varð maður. Hvernig eiga slík umskipti sér stað? Hvernig tekst „guð“ á við mannlegt hlutskipti? Sokurov skoðar þessa umbreytingu í samhengi við óhugnað seinni heimsstyrjaldar. Og það er sjálfur leikstjórinn Sokurov sem mundar myndavélina og fangar þennan einstaka dag á filmu. In the film Moloch (1999) director Aleksandr Sokurov grappled with Hitler before turning his attention to Lenin in Taurus (2001). And now in The Sun

(2005) it is the turn of Japanese Emperor Hirohito in another penetrating study of dictatorship and unrestrained power. The film takes place on the day Hirohito not only accepted defeat to the Allies at the end of World War II but relinquished his claim to divinity and became a human. How does such a transformation take place? How does a “god” deal with playing the role of an ordinary human? Sokurov studies this transformation in relation to the terror of World War II, and the film’s potent imagery has been cinematographed by Sokurov himself.


21

Lífsins harmljóð Elegy of Life ~ Elegia Zhizni: Rostropovich Vishnevskaya. Aleksandr Sokurov (ITA/UK/FRA/GER) 2006 110 mín, Digibeta Hér segir frá hinum einstöku hjónakornum sópransöngkonunni Galina Vishnevksaya og sellóleikaranum Mstislav Rostropovich. Hún fæddist í Leníngrad árið 1926 og söng fyrst á sviði 18 ára gömul en var á hátindi feril síns á sjöunda áratugnum þegar hún söng í öllum helstu óperuhúsum heims. Hann fæddist í Azerbijan (þá hluti Sovétríkjanna) árið 1927 og kom fram á sínum fyrstu tónleikum fimmtán ára gamall. Innan fárra ára var hann kominn í röð helstu tónlistarmanna Sovétríkjanna og þykir í dag meðal merkustu sellóleikara sögunnar. Þau giftust árið 1955. Í þessari áhrifamiklu heimildamynd segir leikstjórinn Aleksandr Sokurov sögu þeirra: Frami á listabrautinni, andófið gegn Sovétríkjunum, daglega líf. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá nýjustu mynd leikstjórans sem enn hefur hvergi verið tekin til almennra sýninga.

L A U G A V E G U R 1 7 6

|

1 0 5 R E Y K J A V Í K

|

This is the story of the opera legend Galina Vishnevksaya and the cellist Mstislav Rostropovich. She was born in Leningrad 1926 and performed first on stage 18 years old but became an international hit in the 1960s as she sang in all the major opera houses around the world. He was born in Azerbaijan (then a part of the Soviet Union) in 1927 and performed at his first concert 15 years old and had established himself soon thereafter at the forefront of Soviet musicians and is considered today to be among the all time greatest cellists. They were married in 1955. In this potent documentary director Aleksandr Sokurov captures the multifold threads of their lives: the role of art, opposing the Soviet Union, and daily life itself. Grab this wonderful opportunity to see Sokurov latest film that has still not been given an official release.

I C E L A N D

|

+ 3 5 4

5 1 5

4 6 0 0

|

Tjarnarbíó kl. 18 | 5.10 kl. 20 | 7.10

W W W . S A G A E V E N T S . I S

STENDUR EITTHVA‹ TIL?


filmfest.is

Atom Egoyan Handhafi verðlauna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn árið 2006 Heimsmynd okkar í dag einkennist kannski öðru fremur af gríðarlegu flæði ímynda. Hvar sem við kunnum að búa á jarðkringlunni móta ímyndir, hvers konar, tilveru okkar. Landamæri halda ekki aftur af þeim og þær hafa án efa átt sinn þátt í upplausn landamæra og annarra hefðbundinna marka. Ímyndir móta sjálfsmynd okkar og við tjáum okkur æ meir með hvers konar ímyndasköpun. Umfram aðra leikstjóra hefur Atom Egoyan gert þennan veruleika að viðfangsefni listsköpunar sinnar. Egoyan fæddist í Kaíró árið 1960 en foreldrar hans voru armenskir flóttamenn sem þremur árum síðar fluttu til Kanada. Samfara námi við Háskólann í Toronto þar sem Egoyan lagði stund á alþjóðasamskipti skrifaði hann bæði leikrit og handrit – og leikstýrði ekki löngu síðar sinni fyrstu stuttmynd. Að námi loknu leikstýrði hann svo sinni fyrstu mynd í fullri lengd Next of Kin (1984) og vakti svo verulega athygli með þeirri næstu Family Viewing (1987) sem hlaut m.a. verðlaun fyrir bestu kanadísku myndina á Toronto kvikmyndahátíðinni. Í kjölfarið fylgu eðalmyndir á borð við Speaking Parts (1989), The Adjuster (1991) og Calendar (1993). Það var þó fyrst með Exotica (1994) sem nafn Egoyans varð á allra vörum, en í henni gefur leikstjórinn enn frekari gaum að erótík og glápþörf mannsins. Þeirri mynd fylgdi hann eftir með sinni vinsælustu mynd The Sweet Hereafter (1997) sem hann fékk þrjú verðlaun fyrir á Cannes og tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna. Sú velgengni hefur þó ekki leitt Egoyan af þeirri braut sem hann hafði markað sér og nýjustu myndirnar, Ararat (2002) og Where the Truth Lies (2005), ögra áhorfendum ekki síður en þær eldri. Þá hefur Egoyan komið að margvíslegri annarri listsköpun, bæði sett á svið óperur og gert innsetningar í listasöfn víða um heim. Strax í fyrstu myndum leikstjórans er samspil myndbandstækninnar og flókinna fjölskylduaðstæðna í brennidepli þegar Egoyan skoðar þátt ímynda í endurminningum og hvers konar löngunum okkar. Sjálf kvikmyndagerðin verður að æ veigameira umfjöllunarefni er á líður sem og glápþörfin – almenns eða erótísks eðlis. Kvikmyndagerð Egoyans rannsakar tengsl ímynda við sjálfsmynd mannsins í nútímasamfélagi sem einkennist af upplausn hverskonar. Auk mynda Egoyans á hátíðinni er lesendum bent á að hann mun flytja erindi og svara spurningum í hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 4. október kl. 15:00. Aðgangseyrir er 1500 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir.


The recipient of the Creative Excellency Award at the 2006 Reykjavik International Film Festival

The world we live in today is one characterized by an immense flow of images. Wherever on earth we may live, omnipresent images shape our daily lives. Borders cannot hold them back, and images have no doubt played some part in compromising today’s borders and other traditional boundaries. Images shape our very own identities and more and more we communicate through images. More so than any other director, Atom Egoyan has made this “reality” the terrain of his creative work. Egoyan was born in Cairo in 1960 to exiled Armenian parents before moving three years later to Canada. While studying International Relations at the University of Toronto he began writing for both theatre and film – and soon thereafter directed his first short. Having concluded his studies Egoyan directed his first feature Next of Kin (1984) and garnered wide-spread attention for his second Family Viewing (1987), which among other things was awarded at Toronto a prize for the best Canadian film of the year. Such excellent features as Speaking Parts (1989), The Adjuster (1991) and Calendar (1993) followed, and then with the successful study of erotica and voyeurism that was Exotica (1994) Egoyan established himself as a key director of world cinema. The Sweet Hereafter (1997) further enhanced his reputation and garnered him three prizes at Cannes and two academy award nominations. Despite this success Egoyan has continued his challenging and provocative work as witnessed by his recent films Ararat (2002) and Where the Truth Lies (2005). Already in his first features the interrelations of video and complicated family relations are paramount as Egoyan studies the role of the image, memory and desire. Filmmaking itself becomes an increasing part of his oeuvre along with multiple levels of voyeurism. At the centre throughout is the interplay between image and identity in our fragmented modern society. In addition to Egoyan’s films at the festival interested parties should make a note of his talk at the University of Iceland on Wednesday October 4th at 15:00. Price of admission is 1500 ISK and tickets can be obtained at www.filmfest.is or at the door while seats remain.


filmfest.is

Atom Egoyan

Háskólabíó kl. 20:15 | 28.9 kl. 18 | 30.9 kl. 22 | 4.10

Tjón The Adjuster Atom Egoyan (CAN) 1991 102 mín, 35mm Tjón segir af Noah, tjónamatsmanni hjá tryggingafyrirtæki sem hefur þann starfa að sinna fórnarlömbum hræðilegra atburða. Noah er þeim til huggunar þegar þau þurfa á henni að halda. Hann reynir hvað hann getur til að setja verðmiða á þá hluti sem hafa glatast – en stendur alltaf frammi fyrir þeim missi sem peningar geta ekki bætt. Kona Noah, Hera, starfar hjá kvikmyndaeftirlitinu við að skoða og flokka klámmyndir. Á sama tíma eru Bubba, forríkur fyrrum fótboltaspilari, og ástkona hans, Mimi, upptekin við að skipuleggja og framkvæma sífellt furðulegri óra sína. Leiðir Bubba, Mimi, Noah og Heru liggja saman þegar Bubba leigir hús Noah undir því yfirskini að hann ætli að taka upp kvikmynd þar, en í raun og veru er húsið ætlað til að gera frekari óra að veruleika. Í þetta skiptið virðist Bubba ganga of langt því að lokum enda órarnir með ósköpum.

The Adjuster tells the story of Noah, an insurance adjuster whose job is to deal with the victims of catastrophic events. Noah offers them solace in their time of need. While he struggles to sort out the value of items lost from the infinite value of the irreplaceable, his wife, Hera, is a film censor, sorting and classifying pornographic material. Meanwhile, Bubba, a wealthy ex-football player, and his lover, Mimi, spend their time planning and acting out bizarre fantasies. The lives of Noah, Bubba and Mimi intersect when Bubba rents Noah’s house, ostensibly for a film shoot but actually as another setting for one of his elaborate and ultimately tragic fantasies.

Exotica Exotica Atom Egoyan (CAN) 1994 103 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 20:10 | 29.9 kl. 20 | 2.10 kl. 22:20 | 4.10

Í Exotica kannar Atom Egoyan tengsl manna á milli, háskalegt eðli kynferðislegrar þrár, tælingarmátt gægjuþarfarinnar og hugmyndafræðina á bak við „fjölskylduna.“ Exotica færir saman urmul persóna; plötusnúð, skattrannsóknarmann, óléttan bareiganda, starfsmann gæludýrabúðar o.fl., sem tengjast saman gegnum þrár sínar og missi. Myndin setur spurningamerki við grunninn sem við byggjum sambönd okkar á, eðli langana okkar og þær ranghugmyndir sem við höfum um hvoru tveggja. Egoyan vefur tælandi og heillandi vef við rannsóknina samfara því að sýna okkur hvernig við byggjum okkar eigin heim með sjálfsblekkingu í leit að huggulegri heimsmiðju. Exotica snýst í kringum samnefndan næturklúbb, óperuhús og gæludýraverslun. Þetta eru engir venjulegir staðir. In Exotica, director Atom Egoyan

explores the perilous nature of sexual love, the seduction of voyeurism and the ideology of the ‘ family’. Exotica brings together a myriad of characters; a DJ, a tax auditor, a pregnant club-owner, a pet store owner, and more – bound to each other by desire and loss. The picture distils the tensions inherent in their alliances. It questions the foundations of relationships, the nature of desire and the misconceptions harboured in both. Egoyan weaves a beguiling and spellbinding mood over this exploration of how we construct our own realities and illusions while we search for a comfortable centre. Exotica centres on a nightclub of the same name, an opera house and a pet shop. These are no ordinary places.


25

Framhaldslífið ljúfa The Sweet Hereafter Atom Egoyan (CAN) 1997 112 mín, 35mm Í Framhaldslífinu ljúfa sameinar harmleikur íbúa smábæjar. Allir hafa sinn djöful að draga og stuttu eftir harmleikinn kemur peningagráðugur lögfræðingur úr stórborginni og þyrlar upp reiði í samfélaginu smáa. Hann skapar andrúmsloft sem einkennist af tortryggni og efa, en stúlku á unglingsaldri tekst að halda virðingu sinni og sameina samfélagið á ný. Hugrekki hennar verður til þess að bæjarbúar eru leiddir inn í „framhaldslífið ljúfa“ – tilveru þeirra sem sætta sig við örlög sín. Myndin fjallar um hvernig lækna megi djúp sár á sálinni og þær erfiðu ákvarðanir sem fylgja. Atom Egoyan hlaut þrjú verðlaun á Cannes fyrir leikstjórn sína og var tilnefndur til tveggja Óskarsverðlauna fyrir myndina. In The Sweet Hereafter a tragedy unites the residents of a small town. Soon after, a big-city lawyer, driven by his own demons,

stirs up the anger of the townspeople. In the ensuing atmosphere of suspicion and doubt, a teenager manages to regain her dignity and re-unite the community. Because of her courage, the townspeople are led to the “sweet hereafter,” a realm reserved for those who are at peace with their fate. This is a story about repairing deep wounds to the soul, and the moral choices that have to be made during the healing process. Atom Egoyan received three awards at the Cannes Film Festival for his direction of The Sweet Hereafter in addition to being nominated for two Academy Awards.

Háskólabíó kl. 20 | 4.10 kl. 22 | 5.10 kl. 20:30 | 8.10

Verk eftir / Works by: BIRGIR ANDRÉSSON JOHN BALDESSARI RAGNAR KJARTANSSON BERND KOBERLING VICTOR BOULLET JEANINE COHEN TUMI MAGNÚSSON TONY CRAGG ÓLAFUR ELÍASSON

MAGNÚS PÁLSSON GUÐRÚN EINARSDÓTTIR EGGERT PÉTURSSON HREINN FRIÐFINNSSON FINNBOGI PÉTURSSON GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON RAGNA RÓBERTSDÓTTIR SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

KARIN SANDER KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR RONI HORN HRAFNKELL SIGURÐSSON KRISTINN E. HRAFNSSON ÞÓR VIGFÚSSON GJÖRNINGAKLÚBBURINN LAWRENCE WEINER


filmfest.is

Goran Paskaljevic í kastljósinu

„Í heimalandi mínu endar ekkert vel,“ segir serbneski kvikmyndagerðarmaðurinn Goran Paskaljevic. Hann kýs raunar að vera kallaður Júgóslavi fremur en Serbi – eitt einkenni margra um klofninginn og ólguna sem einkennir sundrað heimaland hans - en myndir hans bera ofbeldisfullri sögu Júgóslavíu glöggt vitni. „Hvers vegna er enga von að finna í myndum þínum? Hví eru þær svo myrkar?“ eru algengar spurningar til Paskaljevic. „Því í heimalandi mínu er enga von að finna,“ svarar hann. Hann sýnir veruleikann eins og hann er og kallar það lygi að klína fallegum endum aftan á myndir sínar svo lengi sem pólitískt ástand heimsins breytist ekki. Goran Paskaljevic er fæddur 22. apríl 1947 í Belgrad. Hann var alinn upp af afa sínum og ömmu í Nis eftir að foreldrar hans skildu. Fjórtán árum seinna kom hann aftur til Belgrad og starfaði í kvikmyndaklúbbi stjúpföður síns. Hann útskrifaðist frá kvikmyndadeild FAMU í Prag og hóf svo ferilinn með gerð fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta fyrir sjónvarpið í Belgrad. Sem svarinn óvinur Slobodan Milosevic þurfti Paskaljevic fljótlega að flytja starfsemi sína úr landi. Eftir að myndin Púðurtunnan sló í gegn víða um heim snérust serbneskir fjölmiðlar gegn honum og lögreglan gerði m.a. húsleit hjá honum. Í myndinni birtist Belgrad sem borg sem orðið hefur óreiðu og ofbeldi að bráð. Ofbeldi er algengt þema í myndum hans sem endurspegla stríðshrjáð heimaland hans og hörmungarnar sem hafa fyllt ófáa fréttatímana. Púðurtunnan, Draumur á Þorláksmessunótt og Hinir bjartsýnu mynda saman þríleik Paskaljevic um Serbíu. Auk mynda Paskaljevic á hátíðinni er lesendum bent á að hann mun flytja erindi og svara spurningum í Iðnó mánudaginn 2. október kl. 16:00. Aðgangseyrir er 1500 kr. og hægt er að nálgast miða á www.filmfest.is eða við inngang á meðan húsrúm leyfir.


Spotlight on Goran Paskaljevic

“In my country, there are no happy endings,” says Serbian filmmaker Goran Paskaljevic. Actually, he prefers to be called Yugoslavian rather than Serbian – a telling sign of his once united but now fractured homeland. His films bear the scar of Yugoslavia’s violent history. “Why is there no hope in your films? Why are they so dark,” people ask Paskaljevic. “Because life in my country is like that, we don’t see hope” he answers. Portraying reality as it is, he feels happy endings are a lie. Goran Paskaljevic was born 22 April 1947 in Belgrade. He was raised by his grandparents in Nis, after his parents divorced. Fourteen years later he returned to Belgrade where he worked at his stepfather’s cineclub. He graduated from the Film Faculty of the Academy of Performing Arts in Prague (FAMU), before beginning his career by directing a number of documentary films and television dramas for TV Belgrade. A sworn enemy of Slobodan Milosevic, Paskaljevic was soon forced to make his films abroad. After The Powder Keg (Cabaret Balkan) was premiered there was a violent press campaign against him, and the police even searched Paskaljevic’s house. The film, set in Belgrade, provides a vision of a city that has descended into chaos and violence. The theme of violence is prevalent in Paskaljevic’s films – another reflection of his war-torn homeland and the atrocities which have frequented many a news program. The Powder Keg, Midwinter’s Night Dream and The Optimists comprise Paskaljevic’s Serbian trilogy. In addition to Paskaljevic’s films at the festival, interested parties should make a note of his master class at the old city theatre Iðnó on Monday October 2nd at 16:00. Price of admission is 1500 ISK and tickets can be obtained at www.filmfest.is or at the door while seats remain.


filmfest.is

Goran Paskaljevic

Háskólabíó kl. 20 | 28.9 kl. 20 | 30.10 kl. 20 | 6.10

Draumur á Þorláksmessunótt Midwinter Night’s Dream ~ San zimske Noci Goran Paskaljevic (SER) 2004 95 mín, 35mm Lazar snýr aftur heim eftir tíu ára fjarveru. Hann er allt annar maður í dag: eftir að hann fékk frelsi á ný hefur hann ákveðið að létta af sér þungri byrði fortíðarinnar og hefja nýtt líf í landi sem, eins og hann, virðist einnig vilja betri framtíð. Íbúðin sem hann bjó í er nú heimili Jösnu, einstæðrar móður sem er að ala upp 12 ára einhverfa dóttur sína, Jovönu. Þær eru flóttamenn frá Bosníu og hafa dvalið í leyfisleysi í íbúð Lazars í langan tíma. Jasna var yfirgefin af eiginmanni sínum sem ekki gat horfst í augu við einhverfu dóttur sinnar, og nú vill hún snúa við blaðinu og skilja fortíðina eftir. Lazar hefur það ekki í sér að reka þær á dyr. Milli þessara þriggja einstaklinga á jaðri samfélagsins myndast smám saman einstök tengsl. Myndin vann SIGNIS verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian auk sérstakra verðlauna dómnefndar.

Lazar returns home after a ten-year absence. He is a different man now: having regained his liberty, he has decided to free himself from the heavy burden of his past and to start a new life in a country that also seems to want a better future. The flat where he used to live is now occupied by Jasna, a single mother raising her autistic 12-year-old daughter Jovana. Refugees from Bosnia, they have been squatting in Lazar’s flat for some time now. Jasna, whose husband never accepted their daughter’s autism and abandoned them, also wishes to leave behind a difficult past. Since mother and daughter have nowhere else to go, Lazar doesn’t have the heart to make them leave. Little by little, among these three marginalized by society, special bonds develop. The film won the SIGNIS award at the San Sebastian International Film Festival along with the Special Prize of the Jury.

Púðurtunnan The Powder Keg / Cabaret Balkan ~ Bure Baruta Goran Paskaljevic (YUG) 1998 100 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 18 | 28.9 kl. 18 | 29.9 kl. 18 | 5.10

Púðurtunnan er svört kómedía sem sýnir okkur þverskurð lífsins í Belgrad, þar sem andrúmsloftið er fáránlegt og tragíkómískt í senn. Við kynnumst ólíkum einstaklingum sem búa í borginni eitt viðburðaríkt kvöld. Við fylgjumst með manni snúa heim í von um að sættast við eiginkonu sína. Leigubílstjórinn sem ekur hann efast um hversu skynsamlegt það sé að snúa aftur til „þessa ömurlega lands.“ Í útvarpsfréttunum má heyra hvernig Evrópa er að auka þrýstinginn á ríkisstjórn Júgóslavíu til að binda endi á átökin í Kosovo. Við fáum að kynnast allskyns ólíkum íbúum borgarinnar, en hver og einn þeirra er undir áhrifum pólitískra deilna sem eru að liða þetta fyrrum samheldna land í sundur. Þræðirnir vefjast saman í sameiginleg örlög borgarbúa. Púðurtunnan hefur unnið til fjölda verðlauna. The Powder Keg, a ferocious black

comedy, presents a microcosm of life in Belgrade by introducing us to a disparate gallery of characters who inhabit the Balkan city over the course of one hectic night. We join the homecoming of a man who, it turns out, hopes to be reconciled with his estranged wife. The taxi driver who takes him questions his wisdom in returning to “this lousy country”. In the background, the car radio reports European pressure on the Yugoslav government to stop the fighting in Kosovo. From there, we are introduced to a succession of the city’s denizens, each of them affected by the politics that continue to divide this once unified country. As the individual storylines intertwine and lead toward a common destiny, an unforgettable portrait of human survival is formed that the viewer is not likely to forget. The Powder Keg has received numerous awards.


29

Hinir bjartsýnu The Optimists ~ Optimisti Goran Paskaljevic (SER) 2006 98 mín, 35mm Sögurnar fimm í Hinum bjartsýnu sækja efnivið sinn að hluta til í fræga skáldsögu Voltaires, Birtíng, og hugmyndafræðina sem þar birtist; Bjartsýni er að halda því fram að allt sé gott þegar allt er á versta veg. Myndin gerist í nútímanum í Serbíu eftir að Milosevic er farinn frá völdum. Svartur húmor skipar stóran sess í þessum sögum sem endurspegla ástand sem einkennist af sérkennilegri blöndu af von og örvæntingu, raunverulegri bjartsýni og innihaldslausri – tíma þar sem skáldskapur og veruleiki renna saman og margir leita sér huggunar í sjálfsblekkingu. Lazar Ristovski leikur í sögunum öllum, en hann er m.a. þekktur fyrir hlutverk sitt í öðrum myndum Paskaljevic auk Underground. The five stories in The Optimists are inspired by Voltaire’s famous satirical novel Candide and its motto: “Optimism is insisting everything is good, when

everything is bad.” The setting is present day, post-Milosevic Serbia. Painted with black humour, these stories reflect a time filled with hope and despair, real optimism and false; a time when fiction and reality co-exist side by side, and when many people fish in the troubled waters of lost illusions. Acclaimed actor Lazar Ristovski (Underground, The Powder Keg, and Midwinter Night’s Dream) plays a character in each of the five stories.

Háskólabíó kl. 18 | 30.9 kl. 20 | 1.10 kl. 18 | 2.10


30

filmfest.is

Fyrir opnu hafi Hér er að finna margar af markverðustu myndunum sem gerðar voru á síðastliðnu ári. Fjölbreytnin er mikil enda koma þær hvaðanæva að úr heiminum. Margar þeirra eru verk heimskunnra leikstjóra en aðrar hafa komið kvikmyndaunnendum að óvörum. Flestar hafa verið verðlaunaðar í bak og fyrir en aðrar eru rétt að hefja ferðalag sitt um kvikmyndahátíðir heimsins hér í Reykjavík. A selection of some of the most noteworthy films of last year – a colourful variety of today’s world cinema. Many are works by renowned directors while others have taken audiences by surprise. Most have received numerous awards while others are just beginning their tour around the world’s film festivals here in Reykjavik.

Open Sea Drottningin (UK/FRA/ITA)

Florence afhjúpuð (AUS)

Frosin borg (FIN)

Allt annað dæmi (CAN)

Ljós í rökkrinu (FIN/GER/FRA)

Zidane (FRA)

Mezcal (MEX)

Ég er (POL)

Paradís núna (PAL/NED/GER/FRA)

Ótakmarkað (US/UK)

Leynilíf orðanna (ESP) Sumarhöllin (CHI/FRA) Stúlkan er mín (FRA)

Opnunarmynd: Drottningin The Queen Stephen Frears (UK/FRA/ITA) 2006 97 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl. 20 | 28.10

Þegar fregnirnar af andláti Díönu prinsessu - líklega frægustu konu í heimi - bárust skelkuðum og vantrúuðum almenningi í Bretlandi, þurfti Elísabet II. Englandsdrottning að ræða við fjölskyldu sína um hvernig ætti að bregðast við harmleiknum. Eftir því sem tilfinningaflóð fólksins jókst varð þörfin fyrir sameiningu þjóðarinnar og drottningarinnar enn sterkari og það var á ábyrgð Tony Blairs forsætisráðherra að brúa bilið. Drottningin byggir á samtölum við fólk sem þekkir málið vel, bæði að utan og úr innsta koppi, og dregur þannig upp nána, afhjúpandi mynd af fjölskyldu í vandræðum og af forsætisráðherra sem er á hápunkti ferils síns þegar sorgin heltekur hann og þjóðina alla. Drottningin vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún hlaut FIPRESCI verðlaunin fyrir bestu mynd auk þess sem Helen Mirren var útnefnd best

leikkonan fyrir einstæða túlkun sína á drottningunni. When news of the death of Princess Diana, undoubtedly the most famous woman in the world, breaks upon a shocked and disbelieving British public, Queen Elizabeth II retreats behind the walls of Balmoral Castle with her family, unable to comprehend the public response to the tragedy. As the unprecedented outpouring of emotion grows ever stronger, prime minister Tony Blair must find a way to reconnect the beloved Queen with the British public. The Queen draws on scores of interviews with insiders and expert observers for its intimate, revealing and sometimes humorous portrait of a family in crisis and of a new Prime Minister operating at the height of his powers at a time of extraordinary private grief and public sorrow. The Queen took the Venice Film Festival by a storm, receiving the FIPRESCI award for best film while Helen Mirren was named best actress for her breathtaking portrayal of the queen.


31

Frosin borg Frozen City ~ Valkoinen kaupunki Aku Louhimies (FIN) 2005 90 mín, 35mm Finnski leikstjórinn Aku Louhimies fer ekki í grafgötur með aðdáun sína á kvikmynd Martin Scorsese Taxi Driver, en mynd hans Frosin borg fylgir, á svipaðan hátt, eftir ákveðnum einstaklingi – leigubílstjóranum Niko. Niko þessi þarf að glíma við margvíslega árekstra á næturvaktinni auk tveggja barna sem sakna móður sinnar sem hefur yfirgefið þau. Í augum margra eru helstu kennileiti finnskrar kvikmyndagerðar einmanalegt borgarlandslag, drykkjumenn og undirmálsfólk sem öll bera sama hryllilega pókerfésið. Louhimies fer þó sínar eigin leiðir í þessari kraftmiklu sögu af manni sem ber heiminn á herðum sér. Ári eftir glæsilegar móttökur Frosins lands er þessi nýja mynd Aku Louhimies þegar farinn að valda usla á kvikmyndahátíðum en hún fékk þrjú verðlaun á Karlovy Vary í ár. Louhimies er gestur

kvikmyndahátíðar í ár. Finnish director Aku Louhimies acknowledges his love for Martin Scorsese’s Taxi Driver, as his film Frozen City follows in a similar manner one character – the taxi driver Niko. Niko must deal with daily confrontations of his night shift job and two kids who miss a mother who has left them. Many people associate Finnish cinema with alienated cityscapes covered in snow, drunk-heads and low-lifes, all carrying the same terrifying poker faces. But Louhimies has his own special style, filming a stirring tale of a man battling against the world. The film comes one year after Louhimies’ acclaimed Frozen Land and has already begun repeating this film’s success by taking the 2006 Karlovy Vary International Film Festival by storm. Louhimies is a guest of RIFF this year.

Háskólabíó kl. 18 | 6.10 kl. 20 | 7.10 kl. 16 | 8.10

Ljós í húminu Lights in the Dusk ~ Laitakaupungin valot Aki Kaurismäki (FIN/GER/FRA) 2006 78 mín, 35mm Koistinen er einmana næturvörður sem leitar að glufu í þessum harða heimi til að skríða í gegnum en samferðamenn hans og þjóðfélagið gera sér að leik að brjóta allar vonir og drauma hans á bak aftur. Glæpaöfl notfæra sér stöðu Koistinen sem næturvarðar til að fremja rán og njóta þar hjálpar harðbrjósta glæfrakvendis sem tælir hina einmana sál. Að ráninu loknu er Koistinen skilinn eftir til að taka afleiðingunum og er sviptur starfi sínu, frelsi og draumum. Ljós í rökkrinu fjallar um einmanaleikann og er þriðja myndin í þríleik finnska leikstjórans Aki Kaurismäki um skuggahliðar nútímaþjóðfélags. Fyrri myndir hans í þessum þríleik eru Ský á reiki (1996) og Maður án fortíðar (2002), sem báðar hafa unnið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim. Koistinen is a lonely night watchman who searches this hard world for a small crack through which he could crawl. But

destroying his hopes and dreams is just a game for society and people around him. A gang of criminals exploits Koistinen’s position as a night watchman to execute a robbery, with the help of a callous femme fatale who seduces the lonely soul. When the heist is over they leave Koistinen to take the blame and he is deprived of his job, freedom and dreams. The theme of Lights in the Dusk is loneliness and it is the third film in a trilogy by the Finnish director Aki Kaurismäki about the darker side of modern society. His previous films in the trilogy are Drifting Clouds (1996) and The Man Without a Past (2002), both of which have received a number of awards at various film festivals.

Háskólabíó kl. 20 | 29.9 kl. 16 | 1.10 kl. 18 | 4.10


32

Mezcal

Fyrir opnu hafi | Open sea

Mezcal Ignacio Ortiz (MEX) 2004 90 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 18 | 28.9 kl. 20:10 | 30.10 kl. 22:30 | 8.10

Laura er að leita að manni sínum og dóttur. Eiginkona rithöfundarins Antonio hefur farið frá honum. Ismael er mættur til að sættast við bróður drengs sem hann skaut til bana fyrir 50 árum. Öldruð öldurhússkona biðlar til dauðans á milli þess sem hún skenkir görótta drykknum Mezcal ríflega í staupin. Heimur þessarar myndar er svo sannarlega margslunginn og undarlegur. Sagan sem myndin segir er ekki ein heldur nokkrar sem tvinnast og fléttast saman í gegnum drykkinn sem hefur sérstök áhrif á þá sem hans neyta. Leitandi persónurnar hafa hver sinn djöful að draga. Málin geta aðeins leysts á einn veg og þegar það gerist brestur á svo hrikalegt óveður að elstu menn muna vart annað eins. Mezcal kemur frá Mexíkó en þarlendar kvikmyndir hafa einmitt vakið mikla athygli víða um heim undanfarin ár. Laura is looking for her husband and daughter. The wife of writer Antonio has

abandoned him. Ismael has returned to settle the score with the brother of a boy he shot more than 50 years ago. And the tavern’s barmaid pours generous shots of mezcal and prays for death. The world of Mezcal is bizarre to say the least. The stories are intertwined and evolve mostly around the drink and its effects on those who consume it. The film’s characters are looking for a meaning to life burdened by the past. The end is near and when it comes a terrifying thunderstorm like never seen before breaks out. The film Mezcal is yet another fascinating feature to come out of Mexico in recent years.

Paradís núna Paradise Now Hany Abu-Assad (PLE/NED/FRA/GER) 2005 90 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 18 | 1.10 kl. 22 | 2.10 kl. 22:30 | 7.10

Palestínsku æskuvinirnir Said og Khaled ganga til liðs við hóp ofstækismanna sem skipuleggja hryðjuverkaárásir. Þeim er ætlað að gera sjálfsmorðsárás á Tel-Aviv og eru fluttir að landamærum Ísraels dulbúnir með sprengjur innanklæða. Þegar þeir ætla að fara yfir landamærin fer ýmislegt úrskeiðis, leiðir þeirra skiljast og árásinni er frestað. Said er staðráðinn í að láta til skara skríða en Khaled fer að efast um tilgang árásarinnar. Kvikmyndin er tekin upp í palestínsku borginni Nablus á Vesturbakkanum og gefur innsýn í líf almennings í hersetnu landi. Paradís núna hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. fékk hún þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hún hlaut einnig Golden Globe verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina 2006 og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í sama flokki. Childhood friends, Said and Khaled,

join an extremist group preparing terrorist attacks. Their assigned task is a suicide mission in Tel-Aviv and they are transported to the Israeli border disguised with bombs strapped to their bodies. Their plans go astray and they must separate, postponing the operation. Said is determined to proceed with the plan but Khaled soon starts to doubt the motives of the attack. Paradise Now is filmed on location in the Palestinian city Nablus on the West Bank and provides an insight into the ordinary lives of people living under occupation. Paradise Now has received awards at various film festivals, including three awards at the Berlin Film Festival, the prize for best foreign language film at the Golden Globes in 2006, and was nominated in the same category at the Academy Awards.


Leynilíf orðanna

Fyrir opnu hafi | Open sea

The Secret Life of Words ~ La vida secreta de las palabras Isabel Coixet (ESP) 2005 103 mín, 35mm Hanna (Sarah Polley) hefur ekki tekið sér frí í fjögur ár og þetta veldur samstarfsmönnum hennar áhyggjum. Yfirmaður hennar hvetur hana til þess að taka sér leyfi og Hanna lætur til leiðast. Fríið varir ekki lengi því fyrr en varir er hún komin út á olíuborpall til þess að hjúkra Josef (Tim Robbins), manni sem lifir af hræðilegt slys á pallinum en hefur tapað sjóninni. Hanna á erfitt með að opna sig og tengjast öðru fólki, en á milli hennar og Josefs tekst ótrúleg vinátta. Þótt eintal Josefs í Leynilífi orðanna sé oft á tíðum ógleymanlegt eru það ekki síst orðin sem Hanna segir ekki sem skapa spennuna í þessari mögnuðu kvikmynd um einsemd og einangrun. Ósögð orð eiga sér nefnilega leynilegt líf. Isabel Coixet vann Goya verðlaunin (Óskar þeirra Spánverja) fyrir Leynilíf orðanna, þau hlaut hún fyrir bestu leikstjórn og handrit. Hanna (Sarah Polley) has not taken a

day off in four years and this troubles her colleagues. Her supervisor encourages her to take leave, which she somewhat reluctantly does. The vacation does not last long as she is quickly flown to an oil rig in the North Sea to nurse Josef (Tim Robbins), the lucky survivor of a terrible accident on the rig who has lost his sight. Hanna has trouble connecting with other people and opening up but she manages to make friends with Josef. Josef does most of the talking in The Secret Life of Words, but unspoken words are just as important in this unforgettable film about solitude and isolation. Words do have a secret life when not spoken. For The Secret Life of Words Isabel Coixet received the Goya award (the Spanish equivalent of the Oscar) for best director and scriptwriter.

Háskólabíó kl. 18 | 1.10 kl. 22:30 | 3.10 kl. 17:40 | 8.10

Sumarhöllin Summer Palace ~ Yihe yuan Lou Ye (CHN/FRA) 2006 140 mín, 35mm Þegar Yu Hong fer til náms í Peking árið 1989 þarf hún að yfirgefa fjölskyldu sína og elskhuga í sveitaþorpinu. Í háskólanum kynnist hún frjálsum ástum og forboðnum nautnum og á í áköfu ástarsambandi við samstúdent sinn, Zhou Wei. Vegna þráhyggjufullrar ástríðu þeirra einkennist sambandið af svikum, ásökunum og ögrunum. Á sama tíma er barátta stúdenta fyrir mannréttindum að breytast í pólitískar óeirðir. Þegar mótmælin eru brotin á bak aftur skiljast Yu og Zhou að í öngþveitinu og Zhou er sendur í herbúðir. Að lokinni dvölinni þar flýr hann til Berlínar þar sem hann finnur fyrir þjóðfélagslegri ókyrrð líkt og fyrr í heimalandinu, þar sem krafan er frelsi og lýðræði. Minning um Yu sækir fast að Zhou og við fall Berlínarmúrsins snýr hann aftur til Kína staðráðinn í að finna ástina sína á ný. Þessi ögrandi mynd féll lítt í kramið hjá kínverskum

yfirvöldum sem hafa meinað Lou Ye um að leikstýra kvikmyndum næstu fimm árin í refsingarskyni. When Yu Hong goes to study in Beijing in 1989 she has to abandon her family and lover at her country village. At the university she experiences sexual freedom and forbidden pleasures, starting an intense love affair with her fellow student, Zhou Wei. As a result of their obsessive passions, the relationship is characterized by betrayals, recriminations and provocations. At the same time their fellow students’ demonstrations for human rights lead to political riots. When the protests break down Yu and Zhou get separated from one another in the chaos and Zhou is sent to military camp over the summer. Upon his release he escapes to Berlin where he observes social unrest and a demand for freedom and democracy, like he experienced in Beijing. As the Berlin Wall is torn down, Zhou, haunted by the memory of Yu, decides to return to China, determined to find his lover again.

Háskólabíó kl. 20 | 28.9 kl. 22:15 | 30.9 kl. 22 | 3.10

33


34

Fyrir opnu hafi | Open sea

Stúlkan er mín The Girl is Mine ~ L’Enfant d’une autre virginie wagon (FRA) 2005 91 mín, SP Beta

Iðnó kl. 20 | 3.10 kl. 16 | 5.10 kl. 22 | 8.10

Fyrir ellefu árum síðan var dóttur Maud rænt. Hún eignaðist aldrei annað barn, skildi við eiginmanninn en náði frama í viðskiptaheiminum. Í upphafi myndarinnar hittir hún stúlkuna Zitu sem ber sama kennimark og dóttir hennar áður. Sannfærð um að hún sé hér komin fram vingast Maud við Zitu og síðar einnig við móður hennar Joönu. Maud grunar Joönu um græsku þar sem hún á sér skrautlega fortíð og getur ekki staðfest faðerni barnsins. En þótt þær séu sem svart og hvítt tekst með þeim sérstök vinátta enda sameinaðar í ást sinni á Zitu sem sjálf veit vart sitt rjúkandi ráð. Þegar fyrrum eiginmanni Maud og kærasta Joönu er skellt í blönduna fer brátt að sjóða almennilega upp úr. Eleven years ago Maud’s daughter was kidnapped. She never had another child, divorced her husband, but had a successful career in business. In the

beginning of the film she notices on eleven year old Zita the same birthmark her daughter used to have. Certain that Zita is her daughter, Maud befriends Zita and later her mother Joana as well. Joana has had a colourful past and cannot verify Zita’s father, so Maud is quite suspicious of her. But despite being complete opposites they develop a peculiar friendship. After all they both love Zita dearly who is becoming more confused with every passing day. Add Maud’s former husband and Joana’s boyfriend to the mix and things are about to boil over.

Florence afhjúpuð:

Hin mörgu líf Florence Broadhurst

Unfolding Florence: The Many Lives of Florence Broadhurst Gillian Armstrong (AUS) 2005 82 mín, SP Beta

Iðnó kl. 18 | 28.9 kl. 20 | 1.10 kl. 22 | 5.10 kl. 22 | 7.10

Lífið er oft lyginni líkast og það má svo sannarlega segja um ævi hinnar áströlsku kjarnakonu Florence Broadhurst. Þegar Florence var myrt árið 1977 héldu allir að hún ætti rætur að rekja til Englands enda hélt fröken Broadhurst því statt og stöðugt fram. En sú var ekki raunin heldur fæddist Florence í litlu sveitaþorpi í Ástralíu sem hún eyddi mestum parti ævi sinnar í að afneita nema þegar hún þurfti pening „að láni“ frá föður sínum. Hún var söngvari og dansari í Sjanghæ á þriðja áratugnum og átti tískuvöruverslun í London á þeim fjórða. Þegar hún snéri loks til baka til Sidney þá sló hún í gegn með hönnun djarfs og frábrugðins veggfóðurs. Myndin fjallar um hin mörgu andlit Florence og við fáum að kynnast henni í gegnum viðtöl við vini, kunningja og ættingja. Að auki eru alls kyns aðrar frásagnaraðferðir, eins og leikin atriði og teiknimyndabrot í anda Monty Python, notaðar til að fletta ofan af

hinum mörgu lögum þessarar stórbrotnu konu. Truth is often stranger than fiction and that certainly goes for the life of Australian maverick Florence Broadhurst. When she was murdered in 1977 she was believed to be English as she maintained herself. But the truth was that she was born and raised in a small village in Australia which she spent a good deal of her life denying except when she needed to “borrow” money from her father. She was a singer and dancer in Shanghai in the 1920s and owned a fashion shop in London in the 1930s. When she finally did return to Australia she became renowned for designing bold wallpapers. The film is about Florence’s many faces and we get to know her through interviews with friends, acquaintances and relatives. Various other narrative forms are used, such as staged scenes and animation in the spirit of Monty Python, to peel away the many layers of this incredible lady.


Allt annað dæmi

Fyrir opnu hafi | Open sea

Whole New Thing Amnon Buchbinder (CAN) 2005 92 mín, 35mm Emerson hefur alist upp og menntast hjá foreldrum sínum, síðhippum sem hafa byggt sér heimili úr alfaraleið. Nú þrettán ára gamall skal hann í fyrsta skipti sækja skóla eins og önnur börn. Framan af streitist Emerson á móti enda á hann litla samleið með samnemendum sínum. En þegar kólna tekur á milli foreldra hans finnur hann óvæntan félaga í enskukennaranum sínum. Allt annað dæmi fjallar umbúðalaust um kynþroskaskeiðið, vináttu, ást, samkynhneigð og sambúðarvandamál hverskonar. Amnon Buchbinder leikstýrði þessari rómuðu mynd en skrifaði einnig handritið ásamt Daniel MacIvor. Buchbinder er gestur kvikmyndahátíðar og mun m.a. halda fyrirlestur um handritsgerð. Emerson has been raised and educated alone with his parents, who have built their home off the beaten track. Now

Zidane:

that he is thirteen years old he must attend school for the first time like other children. To begin with, Emerson shows little enthusiasm as he has little in common with his fellow students, but as his parents’ marital problems grow he finds an unexpected friend in his English teacher. Whole New Thing addresses in a straightforward manner puberty, friendship, love, homosexuality and various problems of domestic life. Amnon Buchbinder directs this highly praised film in addition to writing the screenplay with Daniel MacIvor. Buchbinder is a festival guest and will give a talk on scriptwriting.

Háskólabíó kl.18 | 29.9 kl. 16 | 30.9 kl. 22 | 2.10

21. aldar portrettmynd

Zidane, a 21st Century Portrait ~ Zidane, un portrait du 21e siècle Philippe Parreno og Douglas Gordon (FRA) 2006 90 mín, 35mm Zidane, 21. aldar portrettmynd býður upp á nýja nálgun á íþróttir í heimildarmyndum. Atburðarás myndarinnar á sér stað í gegnum heilan knattspyrnuleik Real Madrid gegn Villareal. Eftir því sem á kvikmyndina líður verður ljóst að framvinda leiksins er aukaatriði því athyglin beinist öll að einum leikmanni. Fótboltastjarnan Zinedine Zidane er viðfangsefni kvikmyndarinnar og markmiðið er að búa til heildstæða og raunsæja mynd af einni skærustu knattspyrnustjörnu seinustu ára. Sautján myndavélar fylgjast með Zidane frá öllum sjónarhornum frá upphafi þar til leikurinn er flautaður af og gefa áhorfendum einstakt tækifæri á að fá nýja sýn á íþróttina og einstaklinginn á knattspyrnuvellinum. Kvikmyndinni hefur verið lýst sem listrænni heimildarmynd uppfullri af spennu og hasar og með

tónlist skosku rokksveitarinnar Mogwai verður til einstök upplifun fyrir bæði áhugamenn um knattspyrnu og kvikmyndir. Zidane, a 21st Century Portrait offers a new approach to sports documentaries. The film takes place during an entire football game, Real Madrid vs. Villeral, but it soon becomes clear that the game itself is irrelevant. The film’s subject is not the sport but the football star Zinedine Zidane, and its objective is to provide an integral and realistic portrait of one of the biggest football stars in recent years. Seventeen cameras follow Zidane from all angles from the beginning of the game to the final whistle. This gives the audience a unique chance to get a fresh perspective on the sport and the individual on the field. The film has been described as an artistic documentary complete with action and suspense and accompanied by the music of the Scottish rock band Mogwai, making it a unique experience for both football fans and film enthusiasts.

Háskólabíó kl. 20:30 | 1.10 kl. 20 | 5.10 kl. 22:15 | 6.10

35


36

Fyrir opnu hafi | Open sea

Ég er I Am ~ Jestem Dorota Kedzierzawska (POL) 2005 100 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 18 | 30.10 kl. 16 | 1.10 kl. 20:10 | 5.10

Ég er hefst á skoti af ungstirninu sem fer með hlutverk nafnlausrar aðalpersónunnar í yfirheyrslu hjá lögreglunni: Hvað heitir hann? Hvað er langt síðan hann hljóp að heiman? Hvers vegna stakk hann af? Hvernig hefur hann haft í sig og á? „Blendingur“ – eins og hann er kallaður af hinum krökkunum – hljópst á brott af munaðarleysingjahæli þegar hann var hafður að háði og spotti fyrir val sitt á ljóðum á upplestrarkvöldi. Nú býr hann í gömlum ryðkláfi sem flýtur á ánni utan við glæsihýsi auðugrar fjölskyldu. Önnur af heimasætum hússins kynnist „Blendingi“ og þau þróa með sér óvenjulega vináttu sem springur út og verður að ástarsambandi. Kvikmyndatakan í Ég er er einstaklega falleg, litirnir mjúkir og brúnir tónar skapa tilfinningu fyrir hlýju og töfrum. Bæði leikstjórinn, Dorota Kedzierzawska, og kvikmyndatökumaðurinn, Artur

Reinhart, hafa unnið til fjölmargra verðlauna fyrir myndina. Þau eru bæði gestir kvikmyndahátíðar í ár. I Am opens with the young star of the film – who remains nameless throughout – being questioned by the police. What is his name? When did he run away? Why? How has he taken care of himself? “Mongrel” – as he is called by the other kids – ran away from an orphanage when ridiculed for his selection during a poetry recital. He lives in a rusted old boat on the river just outside the home of a wealthy family. One daughter of the house gets to know “Mongrel” and they develop an unusual friendship which blossoms into a sense of affection and love. The cinematography is beautiful, the soft colours and sepia-toned images creating a warm and enchanting look. Both director Dorota Kedzierzawska and cinematographer Artur Reinhart have won numerous prizes for their contribution to the film. Both are festival guests this year.

Ótakmarkað Destricted Matthew Barney, Marco Brambilla, Larry Clark, Sam Taylor Wood og Gaspar Noe (US/UK) 2006 90 mín, DigiBeta

Háskólabíó kl. 20 | 2.10 kl. 18 | 3.10 kl. 22 | 3.10 Bönnuð börnum

Ótakmarkað samanstendur af sjö stuttmyndum jafnmargra leikstjóra úr ólíkum áttum. Viðfangsefni myndanna er að kanna þau mörk sem liggja á milli kláms og hinnar almennu kvikmyndar. Matthew Barney leikur sér að því að gera sambandið milli manns og vélar klámfengið í Hífing. Stjaksett eftir Larry Clark kannar það hvernig ungt fólk sem alist hefur upp við auðveldan aðgang að klámi hugsar um kynlíf. Auglýsingaleikstjórinn Marco Brambilla klippir saman þúsundir brota úr kynlífsatriðum í Samræmi. Sam Taylor Wood kannar sjálfsfrygð á listrænan hátt í Dauðadal og í Við riðlumst ein fjallar Gaspar Noe um tengsl kláms, ofbeldis og neyslumenningar. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ríður

hér á vaðið og sýnir fimm af þeim sjö stuttmyndum sem munu prýða myndina fullkláraða. Destricted consists of seven short films by seven directors from various fields. The subject of these films is the relationship between pornography and popular cinema. Matthew Barney makes the relationship between man and machine a salacious one in Hoist. Impaled by Larry Clark explores how young people, growing up with easy access to pornography, think about sex. Commercial director Marco Brambilla merges together thousands of frames from various sex scenes in Sync. Sam Taylor Wood explores auto erotica artistically in Death Valley and We Fuck Alone by Gaspar Noe depicts the relationship between porn, violence and consumerism. The Reykjavik International Film Festival presents an early screening of five of the seven shorts that will eventually complete the film.



38 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík gefur ungum og hæfileikaríkum kvikmyndagerðarmönnum sérstakan gaum. Í flokknum Vitranir eru sýnd fyrstu eða önnur verk leikstjóra sem hafa vakið athygli víða um heim. Þótt fjölbreytnin sé sannarlega mikil má segja að þær eigi sameiginleg nýstárleg og ögrandi efnistök. Það er dagskrárstjórinn Dimitri Eipides sem hefur haft veg og vanda að því að velja saman helstu vitranir ársins. Kvikmyndirnar í þessum flokki keppa um eftirfarandi verðlaun: Aðalverðlaun hátíðarinnar Uppgötvun ársins, FIPRESCI verðlaunin og Kvikmyndaverðlaun The Reykjavik International kirkjunnar. Film Festival shines the spotlight on young and emerging directors. New Visions consists of debut or second films that have garnered attention around the world. The variety is truly remarkable but they have in common an innovative and sometimes provocative approach to film. The films have been selected by highly regarded programming director Dimitri Eipides. The films in this group compete for the following awards: the Discovery of the Year Award which is the festival’s main prize, the FIPRESCI award, and the Church of Iceland Film Prize.

filmfest.is

Vitranir: Keppnisflokkur New Visions : In Competition 12:08, austur af Búkarest (ROM)

Sherry, elskan (US)

Sæluvíma (RUS)

Shortbus (US)

Fjórar mínútur (GER)

Uppstoppun (HUN/AUS/FRA)

Ferskt loft (HUN)

Vetrarferð (GER)

Grbavica (BOS)

Lím (ARG/UK)

Harabati hótelið (FRA)

Bless Falkenberg (SWE)

Dagana á milli (US) Rauður vegur (UK/DK)

12:08, austur af Búkarest 12:08, East of Bucharest ~ A fost sau n-a fost? Corneliu Porumboiu (ROM) 2006 89 min, 35mm

Tjarnarbíó kl. 18 | 29.9 kl. 14 | 30.9 kl. 16 | 4.10

Hvar varst þú þegar kommúnistastjórnin í Rúmeníu féll? Þessi spurning liggur til grundvallar í 12:08, austur af Búkarest. Klukkan átta mínútur yfir tólf á hádegi þann 22. desember 1989 hraktist einræðisherrann Nicolae Ceausescu frá völdum þegar mótmælendur gerðu atlögu að forsetahöllinni. Myndin gerist í umræðuþætti á lítilli sjónvarpsstöð í rúmenskum smábæ nákvæmlega sextán árum eftir byltinguna. Tveir miður spennandi gestir - drykkfelldur sögukennari og eftirlaunaþegi sem leikur jólasvein til að þéna aukapening - segja sögur af hetjulegu framlagi sínu til byltingarinnar. Þegar áhorfendur fara að hringja inn og deila endurminningum sínum virðast frásagnir gestanna hinsvegar sífellt ótrúverðugri. Fór einhver í raun og veru niður á ráðhústorg bæjarins til þess að mótmæla framgangi Ceausescu áður en hann flúði landið

í þyrlu? Corneliu Porumboiu vann Caméra d’Or verðlaunin í Cannes fyrir myndina. Where were you when the Romanian Communist regime collapsed? That is the question at the heart of 12:08 East of Bucharest. At 12:08 p.m. on December 22, 1989, dictator Nicolae Ceausescu fled Romania in a helicopter as the presidential palace was swarmed by protestors. The film is centred around a television debate show on a small-town station taking place exactly sixteen years after the Revolution. Two dubious guests of the show revel in the glory of the Revolution, proudly sharing stories of their heroic contributions to the town’s own rebellion - but when viewers begin to phone in with their own recollections their testimonies cast doubt on the self-proclaiming militants’ lofty assertions. Did anybody, in fact, rush to the town square to chant against Ceausescu before that crucial moment eight minutes after noon? Corneliu Porumboiu won the Caméra d’Or award in Cannes for the film.


39

Sæluvíma Euphoria ~ Eyforiya Ivan Vyrypayev (RUS) 2006 74 mín, 35mm Sæluvíma segir sögu af óvæntri ást sem er um leið ósvikin og vægðarlaus. Pavel hittir Veru í brúðkaupi og augngotur á milli þeirra gefa til kynna að þau séu hrifin hvort af öðru. Pavel ákveður að segja Veru að hann sé ástfanginn og geti ekki lifað án hennar. Vandamálið er að Vera býr með eiginmanni sínum, Valery, og ungri dóttur, en þrátt fyrir það ákveður hún að hlaupast á brott með Pavel. Afbrýðisemin er að gera út af við Valery og hann ákveður að elta parið uppi og gera út af við ástríður þeirra. Sæluvíma er fyrsta kvikmynd rússneska leikstjórans Ivan Vyrypayev en hann hefur vakið töluverða athygli fyrir leikrit sín bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Euphoria tells a story of an unexpected love, which is both genuine and unforgiving. Pavel meets Vera at a wedding and as they exchange glances it becomes clear that they are attracted to

each other. Pavel decides to tell Vera that he loves her and cannot live without her. The problem is that Vera lives with her husband, Valery, and a young daughter, but she runs off with Pavel nonetheless. Filled with jealousy, Valery decides to follow the happy couple and put an end to their passion. Euphoria is the first film by Russian director Ivan Vyrypayev who has attracted considerable local and international acclaim for his plays.

Tjarnarbíó kl. 16 | 28.9 kl. 14 | 29.9 kl. 18 | 1.10

Fjórar mínútur Vier Minuten ~ Four Minutes Chris Kraus (GER) 2006 108 mín, 35mm Jenny er ung kona sem situr í fangelsi fyrir manndráp. Hin áttræða Traude Krüger, sem kennt hefur föngum á píanó síðan 1944, uppgötvar hæfileika Jennyar sem var undrabarn í tónlist. Samband þeirra tveggja verður sérstakt og flett er ofan af atburðum úr fortíðinni. Fjórar mínútur fjallar um viljann til að láta rætast úr hæfileikum sínum. Chris Kraus er einhver áhugaverðasti leikstjóri Þjóðverja í dag. Fyrstu mynd hans, Brotið gler (Scherbentanz), var afar vel tekið og hlaut margvísleg verðlaun í heimalandi hans. Þessi önnur mynd Kraus á eflaust eftir að bera hróður hans enn víðar. Fjórar mínútur verður evrópufrumsýnd á Íslandi, en hún vann fyrstu verðlaun á Sjanghæ kvikmyndahátíðinni. Jenny is a young woman in prison for manslaughter. The eighty-year-old Traude Krüger, who has taught prisoners in Germany to play the piano since 1944,

discovers Jenny’s talents, but she is a former child prodigy. Their relationship becomes a special one and soon things from the past begin to surface. Four Minutes is a film about the process of realizing ones talent. Director Chris Kraus is one of the most interesting directors working in Germany today. His first film Shattered Glass (Scherbentanz) was very well received and won numerous awards. His second feature Four Minutes will most certainly carry his reputation still further. This is Four Minutes’ European premiere - having already been awarded the First Prize at the Shanghai Film Festival.

Háskólabíó kl. 20 | 3.10 kl. 20:10 | 4.10 kl. 22:20 | 5.10


40

Ferskt loft

Vitranir | New Visions

Fresh Air ~ Friss levegö Ágnes Kocsis (HUN) 2006 109 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl. 18 | 4.10 kl. 14 | 7.10 kl. 22 | 8.10

Viola hefur haldið fegurð sinni þrátt fyrir að vinna við þrif á almenningssalernum neðanjarðarlestarstöðva. Dóttur hennar, Angélu, langar til að verða tískuhönnuður og skammast sín fyrir móður sína. Þær lifa hvor í sínum heimi og á milli þeirra hefur myndast tilfinningaleg gjá sem gerir þeim ómögulegt að eiga eðlileg samskipti. Eina samverustund þeirra er fyrir framan sjónvarpið, einu sinni í viku, þegar uppáhálds sjónvarpsþáttur þeirra er á dagskrá. Kvikmyndin lýsir tilraunum Angélu til að verða tískuhönnuður með hjálp vinkonu sinnar, Marinu, á meðan Viola leitar sér að eiginmanni á klúbb fyrir einhleypa. Ferskt loft er fyrsta kvikmynd Ágnes Kocsis í fullri lengd en hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir stuttmyndir sínar á undanförnum árum. Kocsis er gestur kvikmyndahátíðar í ár ásamt meðhöfundi handrits Andreu Roberti.

Viola’s profession is cleaning subway toilets but she has still managed to maintain her good looks. Her daughter Angéla aspires to be a fashion designer and is ashamed of her mother. They live in separate worlds and the emotional gap between them has made it impossible for them to communicate normally. Their only time together is in front of the television when their favourite program is on. The story follows Angéla trying to fulfil her dream of becoming a fashion designer with the help of her friend Marina, while Viola searches for a husband at singles clubs. Fresh Air is the first feature film by Ágnes Kocsis whose short films have won many awards in recent years. Kocsis is a festival guest this year along with co-writer Andrea Roberti.

Grbavica Grbavica Jasmila Zbanic (BOS) 2005 92 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl 18 | 3.10 kl. 14 | 4.10 kl. 14 | 5.10

Stríðinu er lokið en í hverfinu Grbavica í Sarajevo eru sárin lengi að gróa. Esma býr ein með dóttur sinni, Söru, sem er að komast á unglingsár og gerast þá spurningar hennar um föður sinn áleitnari. Hún hefur staðið í þeirri trú að hann sé fallin stríðshetja en nú þurfa mæðgurnar að takast á við sársaukafullan sannleikann. Grbavica er raunsætt og áhrifamikið drama sem tekur á erfiðleikum eftirstríðsáranna í Bosníu. Leikstjórinn Jasmila Zbanic er einkar næm á umhverfi sitt sem hún fangar á stílhreinan en jafnframt hógværan hátt. Þessi magnaða frumraun Zbanic hlaut öllum að óvörum Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár. Zbanic er ennfremur gestur kvikmyndahátíðarinnar í ár. The war is over but in Sarajevo’s Grbavica neighbourhood the wounds have yet to heal. Esma lives alone with

her daughter Sara who is coming of age and beginning to ask difficult questions about her father. She has been made to believe that he is a fallen war-hero but now mother and daughter must face the painful truth. Grbavica is a realistic and powerful drama addressing the difficulties of life in post-war Bosnia and Herzegovina. Director Jasmila Zbanic has an acute sense for her surroundings which she captures with grace and style in equal measure. This powerful debut film was the surprise winner of the Golden Bear at the Berlin International Film Festival. Zbanic is a festival guest this year.


Harabati hótelið

Vitranir | New Visions

Hotel Harabati ~ De particulier à particulier Brice Cauvin (FRA) 2006 95 mín, 35mm Hjónakornin Philippe og Marion hitta á lestarstöð ókunnugan mann sem hverfur skyndilega án þess að taka með sér dularfulla tösku sína. Eftir nokkurt hik ákveða þau að grípa töskuna með sér, en það hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir þau og drengina þeirra tvo. Taskan er uppfull af framandi peningum sem þau telja að tengist hryðjuverkastarfsemi. Hversdagslífið fer allt úr skorðum þegar þau taka að sjá ókunnuga manninum bregða fyrir nálægt heimili fjölskyldunnar. Harabati hótelið veltir upp mikilvægum spurningum um hryðjuverkaógnina á Vesturlöndum. Er um raunverulega ógn að ræða eða er hún kannski fyrst og fremst sálfræðileg? Leikstjórinn Brice Cauvin blandar í frumraun sinni á æði áhugaverðan máta meðulum þrillera og listrænna mynda. Cauvin er gestur kvikmyndahátíðar í ár.

The couple Philippe and Marion meet a stranger at a train station who suddenly disappears without his mysterious bag. After a moment’s hesitation they decide to grab the bag which will dramatically impact their lives and that of their two sons. The bag is filled with exotic money that they believe to belong to terrorists. Their daily routines are turned upside down as they begin to notice the stranger near their home. Hotel Harabati asks important questions regarding the terror threat in the West. Is it a real threat or is it perhaps mostly psychological? In his debut, director Brice Cauvin boldly mixes traits from both the thriller and art cinema with striking results. Cauvin is a guest of RIFF this year.

Tjarnarbíó kl. 18 | 2.10 kl. 14 | 3.10 kl. 18 | 6.10

Dagana á milli In Between Days So Yong Kim (US) 2006 82 mín, SP Beta Ameríska stórborgin er kaldur og framandi heimur fyrir kóresku táningsstúlkuna Aimie sem flust hefur þangað eftir skilnað foreldra sinna. Hún er að stíga hið vandasama skref frá barnæsku til fullorðinsára og á erfitt með að greina á milli vináttu og ástar þegar kemur að Tran, sem hún þvælist um með flesta daga í eyðimerkurlandslagi borgarinnar amerísku. Þetta er sannkallaður menningarhrærigrautur þar sem unglingar af kóreskum uppruna spila tónlist íslensku Rottweilerhundana í partíum í Bandaríkjunum. Leikstjóri myndarinnar So Yong Kim byggir hana á eigin uppvaxtarárum í Los Angeles og fangar erfiðleika Aimie af miklu raunsæi. Myndin hlaut FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín og er sú fyrsta sem Kim leikstýrir en hún framleiddi áður mynd eiginmanns síns, Bradley Rust Gray, Salt sem var

skipuð íslenskum leikurum. Þau eru bæði gestir kvikmyndahátíðar í ár. The American metropolis is a cold and alien world for Korean teenager Aimie who has moved there after her parents divorce. She is having difficulty learning the language and is unfamiliar with the culture. Moreover, she is taking that precarious step from child- to adulthood and has difficulty discerning between love and friendship when it comes to Tran with whom she spends most of her time crisscrossing the American cityscape. This is quite a cultural mix as teenagers of Korean origin listen to the Icelandic rap-band XXX Rottweiler in parties in the US. Director So Yong Kim based the film on her own youth growing up in Los Angeles and captures with great realism Aimie’s plight. The film was awarded the FIPRESCI Prize at the Berlin International Film Festival and is Kim’s first as a director, but previously she produced Bradley Rust Gray’s Salt which had an Icelandic cast. They are both festival´s guests this years.

Iðnó kl. 20 | 2.10 kl. 18 | 5.10 kl.18 | 7.10

41


42

Vitranir | New Visions

Rauður vegur Red Road Andrea Arnold (UK/DK) 2006 113 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl. 18 | 30.9 kl. 14 | 1.10 kl. 22:15 | 3.10 Bönnuð börnum

Jackie vinnur hjá eftirlitsfyrirtæki í Glasgow. Hennar starf er að fylgjast með litlum hluta heimsins í gegnum eftirlitsmyndavél og gæta öryggis þeirra sem þar búa. Þegar hún sér glæpamanninn Clyde birtast á skjánum einn daginn bregður henni í brún. Hún hafði hvorki búist við né viljað sjá hann aftur en nú finnst henni sem hún verði að mæta honum á ný. Jackie veitir Clyde eftirför með hjálp eftirlitskerfisins og hyggst tæla hann með ákveðið markmið í huga. Rauður vegur er fyrsta af þremur myndum verkefnisins The Advance Party þar sem sömu persónur túlkaðar af sömu leikurum birtast í ólíkum kvikmyndum mismunandi leikstjóra. Kvikmyndin var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes og vann verðlaun dómnefndar á sömu hátíð. Arnold er gestur kvikmyndahátíðar í ár.

Jackie works for a surveillance firm in Glasgow. Her job is to watch over a small part of the world through CCTV cameras and ensure the safety of the people living there. One day she suddenly sees ex-con Clyde on the monitor and is startled. She never expected to see him again, nor did she want to, but now she is compelled to confront him. With the help of the CCTV cameras she begins stalking Clyde and plans to seduce him with a certain aim in mind. Red Road is the first feature film by director Andrea Arnold. Her short film Wasp won an Academy Award for best short film in 2005. Red Road is the first of three films in The Advance Party project, where the same characters portrayed by the same actors appear in different films by various directors. The film won the Jury Prize at the Cannes Film Festival and was nominated for the Golden Palm. Arnold is a festival guest this year.

Sherry, elskan Sherrybaby Laurie Collyer (US) 2006 96 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl. 20 | 29.9 kl. 16 | 1.10 kl. 22 | 6.10

Eftir að hafa losnað úr fangelsi fær Sherry Swanson herbergi í áfangahúsi fyrir konur sem eru að reyna að fóta sig í lífinu á ný eftir erfiðleika. Bróðir Sherryar og konan hans hafa passað dóttur hennar meðan hún sat inni og Sherry gerir hvað sem hún getur til þess að rækta sambandið við dóttur sína, en það reynist henni erfiðara en hún hefði óskað. Henni tekst að landa ágætu starfi með því að selja líkama sinn, en eiturlyfjafíknin gerir vart við sig og Sherry þarf að hafa sig alla við til að streitast á móti. Maggie Gyllenhaal sýnir stórleik sem hin góðhjartaða og barnalega Sherry í þessari stundum átakanlegu mynd sem stóð uppi sem sigurvegari á Karlovy Vary hátíðinni í sumar. Sherry Swanson is just out of jail. She is given a room in a dorm for women who are trying to recover from the hardships of crime and drug abuse. Sherry’s brother

and his wife have been taking care of her daughter while she did time. Sherry does what she can to relate to her daughter but it is a more difficult task than she had imagined. By offering sexual favours to a number of powerful figures in the male-dominated social system, Sherry manages to get a nice job, but she is constantly struggling with her resurfacing drug habits. Maggie Gyllenhaal gives an amazing performance as the goodhearted and naïve Sherry in this sometimes heartbreaking film which won the Crystal Globe at this year’s Karlovy Vary International Film Festival.


Shortbus

Vitranir | New Visions

Shortbus John Cameron Mitchell (US) 2006 102 mín, 35mm Shortbus hefur vakið mikið umtal á kvikmyndahátíðum um allan heim á þessu ári, ekki síst fyrir opinská kynlífsatriði. En það er svo miklu meira að finna hér; t.d. er óneitanlega eitthvað einstaklega grátbroslegt við kvikmynd sem fjallar um hjónabandsráðgjafa sem hefur aldrei fengið fullnægingu. Hún heitir Sofia og hún er að reyna að hjálpa Jamie og James gegnum sambandserfiðleika. Taflið virðist snúast og fyrr en varir eru þeir farnir að draga Sofiu með sér á kynlífsgjörningaklúbbinn Shortbus. Þrátt fyrir ágengar myndir er Shortbus jafnmerkileg rannsókn á því hvernig hugur fólks og hjarta tengist, eins og því hvernig líkamar geta tengst á ótal vegu. Shortbus has stolen the scene at many film festivals around the world this year, not least for its graphic sex scenes. But there is so much more to Shortbus; how brilliant is the idea of having a counselor

who has never had an orgasm as one of the main characters? The counselor’s name is Sofia, and she is trying to help Jamie and James through a hard time in their relationship. The tables seem to turn when they drag Sofia along to the sex/performance club Shortbus. In spite of aggressive visuals, Shortbus is just as interesting in the way it looks at the connections of people’s hearts and minds, as it is in examining the numerous ways their bodies fit together.

Tjarnarbíó kl. 22:30 | 28.9 kl. 16 | 30.9 kl. 16 | 6.10 Bönnuð börnum

Uppstoppun Taxidermia György Pálfi (HUN/AUS/FRA) 2006 90 mín, 35mm Uppstoppun segir þrjár sögur jafnmargra kynslóða í ungverskri fjölskyldu. Afi, faðir og sonur lifa á ólíkum tímum en viss stef tengja ótrúlegar sögur þeirra saman. Vendel er óbreyttur hermaður í seinni heimstyrjöldinni sem er undir ægivaldi liðsforingja síns en á sama tíma heltekinn af kynferðislegum losta gagnvart dætrum og eiginkonu liðsforingjans. Hinn akfeiti Kálmán er íþróttamaður á tíma kommúnismans sem keppir fyrir hönd Ungverjalands í hraðáti og bíður þess að keppnisgreinin verði viðurkennd af Ólympíusambandinu. Lajos, yngsti meðlimur fjölskyldunnar, vinnur við að stoppa upp dýr en þegar honum finnst veröldin hafa hafnað sér verður hann staðráðinn í að finna leið til að gera sig ódauðlegan. Með því að blanda saman sögulegum staðreyndum og súrrealisma tekst leikstjóranum György Pálfi að skapa einstakt austur-evrópskt töfraraunsæi. Með kynlegum sögum og óhugnanlegu andrúmslofti tekst að skapa þjóðfélagslega

og sálfræðilega háðsádeilu á ungverskt samfélag frá seinni heimstyrjöld til dagsins í dag. Taxidermia tells the stories of three generations in a Hungarian family. A grandfather, father and son live in different time periods but certain motives connect their phenomenal stories together. Vendel is an orderly during World War II and has to answer to an unscrupulous lieutenant, but at the same time is full of sexual lust towards the lieutenant’s beautiful daughters and wife. The obese Kálmán is an athlete in the Communist era and competes for Hungary in speed-eating, waiting for the International Olympic Committee to recognize the sport. Lajos, the youngest member of the family, works as a taxidermist but when he feels the world has rejected him he becomes determined to find a way to become immortal. By intertwining historical facts and surrealism, the director György Pálfi creates a unique East-European magical realism. The bizarre stories and eerie atmosphere produce a social and psychological satire on Hungarian society from World War II to the modern day.

Tjarnarbíó kl. 14 | 28.9 kl. 16 | 29.9 kl. 22:15 | 4.10

43


44

Vetrarferð

Vitranir | New Visions

Winter Journey ~ Winterreise Hans Steinbichler (GER) 2006 95 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl. 20 | 1.10 kl. 14 | 2.10 kl. 22 | 2.10

Vetrarferð segir frá hinum miðaldra Franz Brenninger sem rekur lítið fyrirtæki í þýska bænum Wasserburg am Inn. Í fjárhagsvandræðum fær hann sent dag einn bréf frá Afríku þar sem honum er lofað gulli og grænum skógum ef hann greiðir 50 þúsund evrur inn á reikning. Brenninger, maður á ystu nöf, grípur gæsina aðeins til þess að láta fífla sig og pretta. Þegar hann kemst að svikunum fer hann í bræðiskasti til Kenía í samfloti við ungan tyrkneskan túlk. Titill myndarinnar skírskotar í verk Franz Schubert og skipar tónlist veigamikinn þátt í myndinni. Vetrarferð Schubert verður í meðförum leikstjórans Hans Steinbichler að ferð Brenninger til Kenía. Hin víðfræga leikkona Hanna Schygulla fer með hlutverk eiginkonu Brenninger. Steinbichler er gestur hátíðarinnar í ár. Winter Journey tells the tale of

middle-aged Franz Brenninger who owns a small enterprise in the German town Wasserburg am Inn. He is having financial troubles and when he receives a letter one day from Africa where he is promised to make a profit if he transfers fifty thousand euros to a mysterious account he falls for it. Realizing he has been manipulated Brenninger travels to Kenya in rage, accompanied by a young Turkish translator. The film’s title refers to Schubert’s Winterreise and music plays an important part in this film. Schubert’s Winterreise becomes in the hands of director Hans Steinbichler Brenninger’s trip to Kenya. Playing the role of Brenninger’s wife is renowned actress Hanna Schygulla. Steinbichler is a guest of RIFF this year.

Lím Glue Alexis Dos Santos (ARG/UK) 2005 110 mín, 35mm

Tjarnarbíó kl. 16 | 5.10 kl. 18 | 7.10 kl. 18 | 8.10 Bönnuð börnum

Gaman-drama sem gerist í smábæ á eyðilegum lendum Patagóníu í SuðurAmeríku. Hinn klaufalegi fimmtán ára gamli Lucas er tímasprengja uppfull af hormónum, leiðindum og fjölskylduvandræðum. Hann eyðir tíma sínum með vinum sínum Nacho og Andreu. Þríeykið glímir við raunir þess að vaxa úr grasi með kynlífi og vímuefnaneyslu. Myndin er lífleg, fyndin og hjartnæm og tekst frábærlega að lýsa óbærilegum unglingsárum með magnaðri frammistöðu leikaranna ungu, uppákomunum sem þeir lenda í og skemmtilegri tónlist („Blister in the Sun“ með Violent Femmes nær fullkomlega utan um ólgu og uppreisn unglingsáranna í þessu samhengi). Myndin er innblásin af æsku leikstjórans Alexis Dos Santos sem ólst upp í smáþorpi í Patagóníu á níunda áratugnum. A comedy drama set in a small town in

vast, empty Patagonia of South-America – the gawky Lucas, a 15-year-old time bomb of hormones, boredom and family alienation, hangs out with his friends Nacho and Andrea. The threesome copes with the trials of burgeoning adolescence by getting high and having sex, mostly in variations with each other. Vibrant, funny and touching, Glue, written and directed by first-time director Alexis Dos Santos, gloriously evokes the excruciations of adolescence through the unselfconscious performances of the young cast, the cringe worthy situations they find themselves in and a sparkling soundtrack (including the seminal strain of teenage rebellion and frustration “Blister in the Sun” from Violent Femmes). Inspired by Alexis Dos Santos’ own adolescence growing up in a windy village in Patagonia in the 1980s, the majority of the film is improvised by the charming young cast.


Bless Falkenberg

Vitranir | New Visions

45

Farval Falkenberg ~ Farewell Falkenberg Jesper Ganslandt (SWE) 2006 91 mín, 35mm Í smábænum Falkenberg eru fimm æskuvinir að verða fullorðnir menn. Þeim er ljóst að líf þeirra er að breytast á meðan þeir eyða síðasta sumrinu saman í litla bænum við sjávarsíðuna. Holger ætlar sér að dvelja í bænum til frambúðar og eyðir öllum sínum tíma með besta vini sínum David, sem lifir í minningunni um horfna æsku. John, bróðir Holgers, er fámáll og sífellt illur í skapi, en trúir því að beikon færi honum hamingju. Jörgen hefur háar hugmyndir um það hvernig hann geti orðið ríkur en fjármagnar nú rekstur veitingaþjónustu með innbrotum. Jesper er einfari sem er látinn afskiptalaus af veikum föður sínum. Áður en sumrinu lýkur gerast þó vofeiflegir atburðir sem eiga eftir að breyta framtíð allra þeirra á einhvern hátt. Bless Falkenberg er fyrsta kvikmynd Jesper Ganslandt og er byggð á æskuminningum leikstjórans og vina hans sem fara sjálfir með aðalhlutverkin í

kvikmyndinni. Five childhood friends in the small town of Falkenberg are growing up. They realise that their lives are changing while they spend their last summer together in the little seaside town. Holger wants to stay in Falkenberg forever and spends all his time with his best friend David, who has a nostalgic desire for his childhood memories. John, Holger’s brother, is uncommunicative and always in a bad mood but believes that bacon holds the key to happiness. Jörgen has high ideas on becoming rich but finances his catering service by breaking into houses. Jesper is a loner neglected by his ailing father. Before the summer is over, tragic events happen that change their future in ways they never would have imagined. Farewell Falkenberg is the first feature film by Jesper Ganslandt and is based on the director’s and his friends’ childhood memories, who in turn play the main characters themselves.

Tjarnarbíó kl. 17:45 | 3.10 kl. 14 | 6.10 kl. 20 | 8.10

Leiðin að langlífi VÍNBARINN Kirkjuhvoli, Reykjavík


46

filmfest.is

Ísland í brennidepli Sem stærsta kvikmyndahátíð landsins með ómetanleg tengsl við umheiminn getur Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vakið athygli á nýjum íslenskum myndum sem frumsýndar eru á hátíðinni. Sem fyrr er flóran mikil og af mörgu að taka en í ár er gert sérstaklega vel við börnin. As the largest festival in Iceland with invaluable international connections, the Reykjavik International Film Festival offers various opportunities to Icelandic films opening at the festival. As before the variety is great, but this year we have made a special effort not to forget the youngest audience.

Icelandic Panorama Vertu eðlilegur (ICE) Anna og skapsveiflurnar (ICE) Með dauðann á hendi (UK) Þegar börn leika... (ICE/UK/DK/ITA) Góðir gestir (ICE) Latibær (ICE)

Vertu eðlilegur Act Normal Ólafur de Fleur (ICE) 2006 80 mín, DigiBeta

Iðnó kl. 18 | 4.10 kl. 16 | 7.10 kl. 20 | 8.10

Robert T. Edison er fæddur og uppalinn í Nottingham á Englandi. Þegar hann var fjórtán ára hóf hann að iðka Búddisma. Átján ára gerðist hann munkur og fór til Tælands þar sem hann dvaldi í klaustrum víðsvegar um landið í áratug. Hann varð fyrsti Búddamunkurinn á Íslandi þegar hann kom hingað árið 1994 og stofnaði trúfélag Búddista. Fimm árum síðar ákvað Robert að kasta kuflinum og giftast. Eftir sextán ára einlífi þurfti Robert að takast á við að vera „venjulegur“ einstaklingur í íslensku samfélagi, fá sér vinnu, borga reikninga og takast á við hitt kynið. Eftir fjögur ár í ólgusjó hversdagsins ákvað Róbert að hverfa aftur til Tælands og gerast munkur. Myndin er tekin upp á árunum 1994 til 2006 og er einstök sýn inn í tólf ára leit einstaklings að einhverskonar ást. Robert T. Edison was born and raised in Nottingham, England. When he was

fourteen years old he began to practice Buddhism. Eighteen years old he became a monk and went to Thailand where, for a decade, he spent his time in monasteries around the country. He became the first Buddhist monk in Iceland when he moved here in 1994 and founded a Buddhist sect. Five years later Robert decided to “ derobe” and get married. After sixteen years of celibacy Robert had to deal with being “normal” – getting employment, paying his bills and dealing with the needs of his partner. After four years in “the real world” Robert travelled back to Thailand to become a monk again. Act Normal is filmed from 1994 to 2006 and is a unique exploration of one man’s twelve-year search for some kind of love.


47

Anna og skapsveiflurnar Anna and the Moods Gunnar Karlsson (ICE) 2006 27 mín, 35mm Dag einn vaknar „fullkomna stúlkan“ Anna upp með einhvern hræðilegan sjúkdóm sem lætur hana líkjast Marilyn Manson og gerir hana óskaplega geðvonda. Foreldrar Önnu eru ráðþrota og fara með hana á stofnun Artmanns læknis fyrir óstýrilát börn. Þar er hún greind sem unglingur. Lausn Artmanns læknis er ekki sú sem foreldrar Önnu höfðu óskað sér! Anna og skapsveiflurnar er gerð eftir handriti rithöfundarins Sjón. Tónskáldið Julian Nott semur tónlist við söguna sem Brodsky-kvartettinn flytur. Terry Jones (úr Monty Python) er sögumaður á meðan Damon Albarn (úr hljómsveitunum Blur og Gorillaz) ljær föður Önnu rödd. Gunnar Karlsson sér um sjónræna þáttinn og leikstýrir. Hér er á ferðinni sérstök forsýning á myndinni. One day the “perfect child” Anna wakes up with a horrible illness that makes her look like Marilyn Manson and gives her

a terribly moody disposition. Desperate for answers, her parents take her to Dr.Artmann’s Clinic for the Unruly Child, where she is diagnosed as a teenager. But Dr.Artmann’s cure is not what Anna’s parents had had in mind. Anna and the Moods is written by Academy Award-nominated Icelandic writer Sjón. Composer Julian Nott has written the score which is performed by the Brodsky Quartet. Terry Jones (Monty Python) narrates, while Damon Albarn (of Blur and Gorillaz fame) supplies the voice of Anna’s father. Direction and visuals are in the hands of Gunnar Karlsson. This is a special sneak-preview.

Tjarnarbíó kl. 14 | 8.10 kl. 15 | 8.10

Með dauðann á hendi Dead Man’s Cards James Marquand (UK) 2005 90 mín, 35mm Fyrrum hnefaleikakappanum Tom býðst starf sem dyravörður á niðurníddum næturklúbbi. Hann þiggur boðið, óviss um hvort það sé leið til endurlausnar eða síðasti naglinn í eigin líkkistu. Yfirdyravörðurinn Paul sem þekkir Tom úr hnefaleikahringnum tekur hann að sér og kennir honum að „halda friðinn“ í oft ófrýnilegu landslagi næturlífsins. Tom á ekki í neinum erfiðleikum með að verjast hnefahöggi hér og þar eða fyllibyttu vopnaðri brotinni flösku miðað við vandamálin sem hann stendur frammi fyrir heima hjá sér, en eiginkonan hefur sagt skilið við hann sakir getuleysis hans. Tom kemst brátt að því að lífið á næturklúbbnum er heldur vafasamt þegar starfsbróðir Pauls telur sig eiga ýmislegt sökótt við hann, og Tom neyðist til að taka afstöðu með eða á móti velunnara sínum. Sigvaldi J. Kárason er á meðal framleiðenda myndarinnar.

Ex-boxer Tom is offered work as a doorman at a run down nightclub. By accepting, he has either taken a step towards redemption or a final one on a path to self-destruction. The volatile head doorman Paul recognizes Tom for the fighter that he once was, takes him under his wing, and guides him through the ins and outs of life as a “peacekeeper” at the club. Tom has little problem dealing with a smack on the nose and a drunk with a broken bottle compared to his inadequacy at dealing with a broken heart – having lost his wife due to impotency. Tom soon finds out he has entered a world of trouble when a colleague has a score to settle with Paul, forcing him to question his new loyalties. Icelander Sigvaldi J. Kárason is among the film’s producers.

Háskólabíó kl. 20 | 3.10 kl. 18 | 5.10 kl. 20 | 6.10


48

Háskólabíó kl. 22 | 1.10 kl. 20 | 6.10 kl. 22 | 8.10

Electroma Electroma Thomas Bangalter og GuyManuel de Homem-Christo (UK) 2006 74 mín, 35mm

Thomas Bangalter mun svara spurningum áhorfenda á sýningu kvikmyndarinnar Electroma 6. október og þeyta skífum á NASA laugardagskvöldið 7. október. Bangalter er annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Daft Punk, en hefur einnig starfað sem hluti af sveitunum Stardust („Music Sounds Better With You“) og Together. Bangalter tekur sér frí frá tónleikaferðalagi Daft Punk um heiminn og kemur fram sem plötusnúður í Reykjavík í fyrsta sinn í tæpan áratug. Auk tveggja plötuspilara verður Thomas með fjölda tækja og tóla til að fullkomna hljóðbræðinginn. Thomas Bangalter will do a Q&A after the screening of Electroma on October 6th. On October 7th Bangalter will perform as a DJ at club NASA. Bangalter is one of the two members of French pop-group Daft Punk, but has also worked as part of Stardust (“Music Sounds Better With You”) and Together. Bangalter will take time off from Daft Punk’s world tour to perform as a DJ in Reykjavik. This will be his first DJ gig in almost a decade. Besides two turntables, Thomas will have a number of interfaces and effects to enhance his set.

Hljómsveitin Daft Punk hefur getið sér gott orð fyrir dansvæna poppsmelli undanfarinn áratug. Hér má nefna „Around the World“ og „One More Time.“ Myndbönd sveitarinnar hafa einnig vakið athygli, en nafntogaðir leikstjórar á borð við Michel Gondry og Spike Jonze hafa leikstýrt myndböndum þeirra. Nýverið hefur sveitin tekið upp á því að leikstýra sjálf og í framhaldi af því kemur fyrsta kvikmynd þeirra Electroma. Electroma leggur áherslu á grunneiningar kvikmyndaformsins: Stórbrotnar myndir og frábæra tónlist. Orð eru óþörf í þessari mögnuðu frásögn af tveimur vélmennum sem þrá ekkert heitar en að verða mennsk. Electroma er að hluta tilraunamynd, að

hluta vegamynd, en ofar öðru er hún einstakt kvikmyndaverk sem hverfur seint úr minni. French duo Daft Punk has been one of the most popular dance music acts in the world for a decade or so. “Around the World” and “One More Time” are just two quality examples from a large repertoire. Their music videos have been very high standard and directed by acclaimed filmmakers like Spike Jonze and Michel Gondry, but recently they have begun directing their own videos. Their debut feature film Electroma works with two building blocks of cinema: stunning visuals and great music. Words are not needed to tell this pretty but sad story of two robots and their quest to become human. Electroma is part experimental, part roadmovie, but first and foremost a memorable piece of cinema.


49

Fjalla-Eyvindur

Tjarnarbíó kl. 20:30 | 4.10 kl. 20:30 | 5.10

Berg-Ejvind og hans hustru Victor Sjöström (SWE) 1917 70 mín, Digibeta Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar FjallaEyvindur var frumsýnt í Kaupmannahöfn árið 1912 og naut strax mikilla vinsælda og var sett upp í framhaldi víða um Evrópu. Í Svíþjóð leikstýrði Victor Sjöström verkinu og fór með aðalhlutverkið. Fimm árum síðar vakti kvikmyndun hans á leikritinu gríðarlega athygli og er talin í dag til lykilverka kvikmyndasögunnar. Sjöström nýtti möguleika kvikmyndatækninnar til að fanga ægilega náttúru verksins og hlaut að launum mikið lof frá Jóhanni. Nú rétt tæplega 90 árum síðar hefur tónlistarmaðurinn Benedikt H. Hermannsson samið tónlist við myndina sem hann mun frumflytja með hljómsveit sinni Benni Hemm Hemm á kvikmyndahátíðinni. Einungis verður um

tvær sýningar/tvo tónleika að ræða. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Jóhann Sigurjónsson’s play The Outlaw and his Wife premiered in Copenhagen in 1912 and was an instant success soon to be staged all around Europe. In Sweden it was directed by Victor Sjöström who also played the leading role. Five years later his film adaptation of the play garnered attention around the world and remains today a classic of film history. Sjöström’s use of the camera in capturing the hostile nature of the play were praised by Sigurjónsson amongst others. Now, almost 90 years later, popular Icelandic musician Benedikt H. Hermannsson has composed music for the film that he will premiere with his band Benni Hemm Hemm at RIFF. Note that only two performances will be given – an opportunity that should not be missed.

Fjalla-Eyvindur við undirleik Benna Hemm Hemm | The Outlaw and his Wife with live accompaniment by Benni Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm er sautján manna stórsveit sem flytur allt frá Hauki Morthens til Elvis Presley þó að áherslan sé fyrst og fremst á balkanskotið sveitapopp fyrirliðans Benedikts H. Hermannssonar. Benni Hemm Hemm var valin bjartasta von síðasta árs á íslensku tónlistarverðlaununum og sendir frá sér sína aðra plötu fyrir jólin. Seventeen-piece Benni Hemm Hemm has made a name for itself by dressing country-pop up in gigantic brass arrangements and Balkan rhythms. The band’s self-titled debut was named album of the year in the category “other music” last year, and their much anticipated second album is due out before the end of the 2006.


50

Ísland | Iceland

Þegar börn leika sér á himnum When Children Play in the Sky ~ Quando I bambini giocano in cielo Lorenzo Hendel (ICE/UK/DK/ITA) 2005 106 mín, Beta SP

Iðnó kl. 14 | 7.10 kl. 14 | 8.10 kl. 16 | 8.10

Fyrir níutíu árum síðan, í firði við austurströnd Grænlands er ungur faðir hins nýfædda Qipinngi myrtur. Níutíu árum síðar er leiðsögumaðurinn Nicola Cremonini staddur í sama firði til þess að skipuleggja ferð um svæðið með hóp íslenskra ferðamanna. Sögurnar tvær þróast samhliða, tengjast og skiljast að í gegnum myndina þar til þær renna saman í lokin. Hinn ungi Qipinngi er aðalpersóna í eldri sögunni sem á sér stað á Grænlandi um það leyti sem evrópskir nýlenduherrar hefja innreið sína þangað. Samtímasagan fjallar um Matteo, son Nicolas, sem á erfitt með að samþykkja ákvörðun föður síns um að flytjast búferlum til Íslands. Saga Film er á meðal framleiðenda Þegar börn leika sér á himnum, auk þess sem Jóhann G. Jóhannsson fer með stórt hlutverk í myndinni. Ninety years ago, in a fjord studded with icebergs on the Eastern coast of

Greenland, the young father of a newborn child – Qipinngi – is treacherously murdered. Today, Nicola Cremonini, an experienced tour operator, arrives in the same fjord to organize a tourist cruise through the fjords. The story develops on two parallel planes which connect with one another and alternate throughout the film until they finally meet at the end. Young boy Qipinngi is the protagonist of the part taking place during the beginning of European colonization in Greenland, whilst the modern story focuses on Nicola’s son Matteo who has a hard time coping with his father’s decision to move to Iceland. When Children Play in the Sky is co-produced by Icelandic production company SagaFilm, and Icelandic actor Jóhann G. Jóhannsson plays an important role in the film.

Góðir gestir Family Reunion Ísold Uggadóttir (ICE) 2006 19 mín, SP Beta

Iðnó kl. 16 | 1.10

Góðir gestir er ný íslensk stuttmynd sem verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þar segir af ungri listakonu, Katrínu, sem er við nám í New York en kemur heim til Íslands til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í afmælisveislunni dregur heldur betur til tíðinda þar sem röð óvæntra atburða eiga sér stað. Myndin er raunsönn lýsing á því hvernig það er að koma heim eftir langa fjarveru og þurfa að réttlæta fyrir þröngsýnum vinum og vandamönnum stefnuna sem maður hefur ákveðið að taka í lífinu. Ísold Uggadóttir nam gagnvirk fjarskipti við New York University og hefur starfað hjá framleiðslufyrirtækinu Partisan Pictures. Góðir gestir er fyrsta myndin sem hún leikstýrir. Family Reunion is a new Icelandic short film which will premiere at Reykjavik International Film Festival. It tells the story of a young artist, Katrín,

who is studying in New York but returns to Iceland to attend her grandfather’s birthday. The birthday party becomes a turning point in her life, where a number of surprising events take place. The film is a realistic portrait of coming home from a long absence and having to justify one’s decisions to a group of quite provincial friends and family. Ísold Uggadóttir studied interactive telecommunications at New York University and has since worked for Partisan Pictures. Family Reunion is her directorial debut.


Latibær

Ísland | Iceland

Lazy Town Magnús Scheving (ICE) 2006 2x24 mín, HD Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að sjá tvo Latabæjarþætti sem eru útbúnir sérstaklega til sýninga í kvikmyndahúsi. Þættirnir tveir eru úr nýrri Latabæjarþáttaröð sem ekki hefur enn verið tekin til sýninga á Íslandi. Í „Litla Íþróttaálfinum“ breytir Glanni Glæpur Íþróttaálfinum í 10 ára strák svo hann geti kennt honum að haga sér illa. Latabæjarkrakkarnir hjálpa litla Íþróttaálfinum að komast í fylgsni Glanna svo hann geti breytt sér aftur í gamla, góða Íþróttaálfinn. Í „Draugakastalanum“ varar bæjarstjórinn börnin við því að fara í gamlan og niðurníddan kastala en Halla Hrekkjusvín tekur ekki mark á bæjarstjóranum og fær krakkana til að koma með sér inn í kastalann. Á meðan dulbýr Glanni Glæpur sig sem draug til að hræða krakkana. Krakkarnir lokast inni í kastalanum og nú er það undir Íþróttaálfinum komið að bjarga

krökkunum. Persónur úr þáttunum mæta og sprella fyrir krakkana. Vinsamlegast athugið að þættirnir eru á ensku. RIFF’s audience get the unique chance to experience a theatrical projection of the first LazyTown episodes specially prepared for the large screen. The two episodes are from the latest series and have not been aired in Iceland. In “Little Sportacus,” Robbie turns Sportacus into a 10 year old so he can teach him rotten behavior. The LazyTown kids help little Sportacus with a mission into Robbie’s lair so he can be changed back into his former superhero self. In “Haunted Castle” the Mayor warns the kids to stay away from an old, unsafe castle but Trixie ignores the warning and convinces the kids to join her inside. Meanwhile, Robbie poses as a ghost to scare the kids into not playing any more. The kids get trapped in the falling castle and Sportacus arrives to save the day. Characters from the series will be present to entertain the kids.

Kringlubíó kl. 14:30 | 8.10 kl. 16 | 8.10 kl. 17:30 | 8.10

51


filmfest.is

Þrjár þrennur Three by Three Bahman Ghobadi (KUR)

Hér verða kynntir til sögunnar þrír úrvals leikstjórar sem hafa haslað sér völl á undanförnum árum. Leikstjórarnir sem um ræðir eru Bandaríkjamaðurinn Lodge Kerrigan, Kúrdinn Bahman Ghobadi og hin austurríska Barbara Albert. Líkt og fyrirsögnin gefur til kynna verða sýndar þrjár myndir eftir hvern leikstjóra um sig. Dagskrárstjórinn Dimitri Eipides hefur valið myndir til sýninga í samráði við leikstjórana þrjá en bæði Ghobadi og Albert eru gestir kvikmyndahátíðarinnar. This category introduces the work of three excellent directors – Austrian Barbara Albert, Kurdish Iranian Bahman Ghobadi and American Lodge Kerrigan. As suggested by the category’s heading, three films will be shown by each director. The films have been selected in partnership between programming director Dimitri Eipides and the directors. Both Albert and Ghobadi are festival guests this year. Bahman Ghobadi er fæddur árið 1969 í bænum Baneh í íranska Kúrdistan. Hann lauk grunnnámi í Sanandaj og fluttist til Teheran árið 1992 í leit að frekari menntun. Ghobadi lauk þó aldrei náminu en sneri sér þess í stað að stuttmyndagerð. Hann gerði nokkrar heimildarmyndir á 8mm filmu og sló í gegn árið 1999 með myndinni Líf í þoku. Myndin hlaut fjölda verðlauna um allan heim og varð fljótlega ein þekktasta heimildarmynd Írana. Fyrsta mynd Ghobadis í fullri lengd Tími drukknu hestanna var jafnframt sú fyrsta sem leikstýrð var af Kúrda í sögu Íran, en hann hefur lýst því yfir að listrænt markmið sitt sé að vinna að sköpun kúrdískrar kvikmyndahefðar. Ghobadi er

gestur kvikmyndahátíðar í ár. Bahman Ghobadi was born in 1969 in Baneh, Iranian Kurdistan. He received his diploma in Sanandaj and came to Tehran in 1992 to further advance his studies. But instead of finishing his studies he turned to directing short films. He made a few short documentaries on 8mm and then hit a high note with Life in Fog (1999). It received numerous international awards and soon became one of Iran’s best known documentaries. Ghobadi’s first feature A Time for Drunken Horses was the first feature-length Kurdish film in Iranian history. Ghobadi, a festival guest this year, has revealed his artistic goal to create a true Kurdish cinema.

Skjaldbökur geta flogið Turtles Can Fly ~ Lakposhtha hâm parvaz mikonand Bahman Ghobadi (IRI/IRQ/FRA) 2004 98 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 20:10 | 28.9 kl. 20 | 30.9 kl. 20 | 7.10

Myndin gerist í Kúrdistan við upphaf innrásar Bandaríkjamanna í Írak. Soran er þrettán ára drengur sem gengur undir nafninu „Gervihnötturinn“ vegna þekkingar hans á gervihnattadiskum, loftnetum og allskyns raftækjabúnaði. Hann hefur sett upp móttökubúnað í nærliggjandi þorpum til þess að þorpsbúar geti fylgst með fréttum af Saddam Hussein. Soran er leiðtogi barnanna á svæðinu og skipuleggur m.a. hættulegar ferðir inn á jarðsprengjusvæðin í kring þar sem börnin hreinsa sprengjurnar í burtu. Líf Sorans breytist þegar að sorgmædd munaðarlaus stúlka kemur í þorpið með bróður sínum Henkov og þriggja ára barni í þeirra umsjá. Það voru ekki síst góðar viðtökur sem Skjaldbökur geta flogið hlaut í fyrra á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem voru hvatinn að komu leikstjórans Bahman

Ghobadi á hátíðina í ár. Turtles Can Fly is set in Kurdistan on the eve of the American invasion of Iraq. Thirteen-year-old Soran is known as “Satellite” for his installation of dishes and antennae for local villages looking for news of Saddam. He is the dynamic leader of the children, organizing the dangerous but necessary sweeping and clearing of the minefields. He then arranges trade-ins for the unexploded mines. Satellite falls for an orphan, a sad-faced girl travelling with her brother Henkov, who appears to have the gift of clairvoyance. The siblings are taking care of a three-year-old, whose connection to the pair is discovered when harsh truths are unveiled. The film’s great reception at last year’s festival prompted director Bahman Ghobadi’s visit to this year’s festival.


53

Tími drukknu hestanna A Time for Drunken Horses ~ Zamani barayé masti asbha Bahman Ghobadi (IRI) 1999 80 mín, 35mm Kúrdar eru líklegast stærsta landlausa þjóð í heimi, en alls telja þeir yfir 30 milljónir. Tími drukknu hestanna er saga kúgunar og ringulreiðar þar sem í brennidepli eru fimm munaðarlaus systkini sem búa ein síns liðs hátt uppi í ísköldum og snævi þöktum hlíðum fjallanna í írönsku Kúrdistan. Barnafjölskyldan reynir hvað hún getur til að lifa af við þessar erfiðu aðstæður. Elsti bróðirinn, hinn 15 ára gamli Ayoub, neyðist til að leggja stund á smygl til þess að afla fjár svo hann geti bjargað yngri bróður sínum úr greipum alvarlegs sjúkdóms. Á lífshættulegri leiðinni yfir landamæri Írans og Íraks gefa smyglararnir hestum sínum viskí að drekka svo þeir þoli betur öfgakennt veðrið og þyngd varningsins. Myndin vann Camera d’Or verðlaunin í Cannes. The Kurds are probably the largest

stateless people in the world, comprising over 30 million people. Full of turmoil and oppression, A Time for Drunken Horses is the tale of 5 orphaned siblings living high up in the cold, snowy, stark mountains of Iranian Kurdistan. The film follows this child-family in its desperate struggle to survive. The eldest of the clan, Ayoub, only 15, is forced into the smuggling trade in order to raise money to save his younger brother from a life-threatening illness. While transporting goods between the Iranian and Iraqi border, smugglers ply their horses with ample amounts of whiskey to better tolerate both the extreme elements and their heavy loads. In a land where survival is paramount, having to find money for an expensive operation is life-threatening and near impossible. Winner of the Camera d’Or in Cannes.

Háskólabíó kl. 18:15 | 30.9 kl. 20 | 5.10 kl. 22 | 8.10

Hálft tungl Half Moon ~ Niwemang Bahman Ghobadi (IRI/IRQ/FRA/AUT) 2006 107 mín, 35mm Hinum kunna tónlistarmanni Mamo hefur verið gefið leyfi til að leika á tónleikum í írösku Kúrdistan. Tryggasti vinur hans, Kako, tekur að sér að aka skólabíl um írönsku Kúrdistan og safna saman tíu sonum Mamos sem eru á víð og dreif um landið. Mamo hefur beðið í heil 35 ár eftir því að geta komið fram á ný í Írak og tekur þar af leiðandi lítið mark á syni sínum sem varar hann við því að eitthvað slæmt muni gerast áður en tunglið fyllist á ný. Mamo er sannfærður um að lykillinn að tónleikunum felist í guðdómlegri kvenrödd. Hann velur söngkonuna Hesho til verksins en hún býr ásamt 1334 öðrum söngkonum í útlegð í fjöllunum. Sjálfstraust Hesho hefur verið brotið niður vegna áralangrar kúgunar og Mamo þarf að eyða miklu púðri í að sannfæra Hesho um að taka þátt. Ferðalag Mamo og hljómsveitarinnar gengur ekki vandræðalaust fyrir sig. En ákveðni

Mamo sér til þess að sveitin upplifir öll ógleymanlegt ævintýri. Renowned old musician Mamo has been granted permission to perform in Iraqi Kurdistan. His faithful friend Kako will drive a school bus and help gather together Mamo’s ten musical adult sons, scattered throughout Iranian Kurdistan. The old Kurdish musician has waited some 35 years for the chance to perform freely again in Iraqi Kurdistan. Mamo even ignores his son’s premonition that something awful awaits him before the next full moon. Mamo is convinced that the essence of the upcoming performance is the celestial voice of a woman. He has chosen Hesho, who lives in a mountain retreat with 1334 other exiled female singers. Hesho’s self-confidence and voice have been weakened by oppression, and Mamo must persuade her to come along. The journey of Mamo and his musical group is not without difficulties. But the persistent Mamo guides everyone toward adventure, emotion and magic.

Háskólabíó kl. 20:20 | 5.10 kl. 18 | 6.10 kl. 15:45 | 7.10


filmfest.is

Þrjár þrennur Three by Three Lodge H. Kerrigan (US)

New York-búinn Lodge H. Kerrigan hefur á undanförnum árum orðið stórt nafn í óháða kvikmyndageiranum í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa aðeins leikstýrt þremur kvikmyndum. Hann vakti strax töluverða athygli með fyrstu kvikmynd sinni, Hreinn, rakaður, árið 1994 og hefur hlotið lof gagnrýnenda víðsvegar fyrir hana sem og fyrir Claire Dolan (1998) og Keane (2004). Einkenni kvikmynda Kerrigans hefur verið nákvæm rannsókn hans á persónum þar sem hann notar myndmál og hljóð af vandvirkni til að grafa dýpra í sálarlíf þeirra. Kerrigan fullnýtir möguleika kvikmyndaformsins og sækir óhikað í brunn tilraunamynda og framúrstefnulistar til að færa áhorfendum sögur sínar á nýstárlegan og

spennandi hátt. New Yorker Lodge H. Kerrigan has in recent years become a major name in American independent cinema with his first three feature films. He garnered considerable attention and critical praise for his first film, Clean, Shaven in 1994 as well as for the following films Claire Dolan (1998) and Keane (2004). The common trait of Kerrigan’s films is his detailed character studies, which he achieves by the meticulous use of visuals and sounds to dig deeper into their psyche. Kerrigan is known for using the medium to its full extent and utilizing the technique of experimental cinema and the avant-garde to deliver his stories to the audience in an original and exciting way.

Claire Dolan Claire Dolan Lodge H. Kerrigan (US/FRA) 1998 95 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 20 | 2.10 kl. 18 | 6.10 kl. 18 | 7.10

Claire er írskur innflytjandi sem vinnur fyrir sér sem vændiskona á Manhattan til að borga gríðarmikla skuld sína við dólginn Roland. Claire stundar vinnu sína kuldalega til að fjarlægja sig frá hinum ógnvekjandi glæpaheimi sem umlykur hana. Þegar móðir hennar deyr ákveður Claire að flýja frá New York til Newark í New Jersey þar sem hún vill lifa heiðarlegu lífi og eignast barn. Í Newark fær hún vinnu sem snyrtifræðingur og hittir leigubílstjórann Elton sem verður ástfanginn af henni. Claire fær þó ekki flúið fortíð sína og sá tími kemur að Roland hefur upp á henni á ný og heimtar skuldina. Claire neyðist til að snúa aftur til New York og taka upp fyrri iðju en Elton vill ekki missa ástina sína og reynir að borga skuld hennar. Claire is an Irish immigrant who works as a prostitute in Manhattan to pay off an enormous debt to her pimp, Roland.

Claire does her job without emotion to distance herself from the criminal world that surrounds her. When her mother dies Claire decides to escape from New York to Newark in New Jersey where she hopes to live an honest life and to have a baby. In Newark she gets a job as a beautician and soon she meets the cab driver Elton, who falls in love with her. But Claire can’t escape her past and Roland finally tracks her down and demands that she pay her debt. Claire must go back to New York and resume her former profession but Elton does not want to lose the love of his life and tries to pay the debt for her.


55

Hreinn, rakaður Clean, Shaven Lodge H. Kerrigan (US) 1994 79 mín, 35mm Á fámennri og vindasamri eyju reynir geðklofinn Peter Winter í örvæntingu að endurheimta dóttur sína úr höndum fósturfjölskyldu hennar. Á meðan hann leitar að dóttur sinni þarf hann að glíma við sjúkdóm sinn sem ágerist sífellt. Kafað er algerlega inn í heim geðklofans sem er fullur af framandi röddum og hljóðum, myndum og skyndilegum geðsveiflum. Þegar brotakenndar staðreyndir úr lífi hans fara að raðast saman kemur fram sannfærandi mynd af persónunni. Leikstjórinn Lodge H. Kerrigan notast við brotakennda frásögn og tækni framúrstefnulistarinnar við sköpun raunsærrar myndar af hugarheimi persónunnar og áhrifum sjúkdómsins. Úr verður bæði ögrandi og kraftmikil kvikmynd sem nýtir sér tækni formsins út í ystu æsar og grípur athygli áhorfandans samstundis. On a sparsely populated and windy

island, the schizophrenic Peter Winder tries desperately to get his daughter back from her adoptive family. While he searches for his daughter he must cope with his illness, as his health deteriorates. We are completely immersed into the character’s schizophrenic mind, full of strange noises and voices, images and sudden emotional swings. When the fragmentary facts of his life come together we see a convincing portrait of the character. The director Lodge H. Kerrigan uses a fragmented narrative and avant-garde techniques to create a realistic picture of the character’s world and the effects of his illness. The result is a provocative and powerful film which uses the medium to its fullest and immediately grabs the audience’s attention.

Háskólabíó kl. 22:30 | 1.10 kl. 18 | 3.10 kl. 18 | 6.10

Keane Keane Lodge H. Kerrigan (US) 2004 100 mín, 35mm Mánuðum saman hefur William Keane leitað að sex ára dóttur sinni á umferðarmiðstöðinni í New York þar sem hún hvarf. Leitin hefur orðið að áráttu og daglega ráfar hann um staðinn og fer yfir atburði dagsins örlagaríka. Á sama tíma þarf Keane að kljást við geðklofa og brátt vaknar sú spurning hvort hvarfið hafi átt sér stað eða sé ímyndun hans. Endalaus leitin ásamt stöðugri drykkju og lyfjanotkun veldur því að Keane rambar á barmi geðveiki. Einn daginn kynnist hann Lynn og sjö ára dóttur hennar, Kiru, og þegar hann nær góðu sambandi við þær virðist hann geta náð jafnvægi á ný. Með tímanum verður Keane æ hændari að Kiru og ljóst er að hann leitar endurlausnar hjá ungu stúlkunni. William Keane has spent months searching for his six-year-old daughter at the bus terminal in New York where she disappeared. The search becomes

compulsive and he begins to wander daily around the terminal to relive that fateful day. At the same time Keane must cope with his schizophrenia and soon the question arises whether the disappearance really happened or was his own imagination. The endless search combined with constant drinking and drug abuse pushes Keane to the brink of insanity. One day he meets Lynn and her seven year old daughter, Kira, and when they connect it seems that he has a chance at becoming stable again. Keane becomes increasingly attached to Kira over time and it becomes clear that he searches for redemption through the young girl.

Háskólabíó kl. 22 | 5.10 kl. 22 | 6.10 kl. 16 | 7.10


filmfest.is

Þrjár þrennur Three by Three Barbara Albert (AUT)

Barbara Albert er fædd í Vín árið 1970. Hún nam blaðamennsku, þýsku og gjörningalist. Árið 1991 skráði hún sig í Kvikmyndaskólann í Vín. Auk þess að leikstýra myndum byggðum á handritum sem hún skrifar sjálf hefur hún starfað sem framleiðandi, klippari og leikkona. Árið 1999 stofnaði hún eigið framleiðslufyrirtæki, ásamt nokkrum samstarfsfélögum sínum, sem hefur framleitt myndir hennar allar götur síðan. Albert er víða talin einn af mikilvægustu starfandi leikstjórum Evrópu í dag. Myndir hennar af styttri og lengri gerðinni hafa sópað að sér verðlaunum á fjölda hátíða.

Barbara Albert was born in Vienna in 1970. She studied journalism, German and performance art. In 1991 she enrolled at the Vienna Film Academy. Besides directing her own scripts she is an active film producer and screenwriter, and has also worked as an editor and actress. In 1999 she founded her own production house with a group of like-minded colleagues, which has produced all her works. Albert is widely considered to be one of the most important film directors in Europe, gathering awards at numerous film festivals for both her shorts and full-length films.

Norðurkjálkinn Northern Skirts ~ Nordrand Barbara Albert (AUT) 1999 103 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 22 | 28.10 kl. 20 | 29.9 kl. 22 | 3.10

Frumraun Barböru Albert gerist við landamærin í norðurhéröðum Austurríkis. Hinum megin við landamærin, í Slóveníu, ræður ófriðurinn ríkjum. Jasmin er rótlaus ung kona sem vinnur í bakaríi og býr við þröngan kost með foreldrum sínum. Þegar hún verður ólétt segir hún báðum kærustum sínum frá því, þeir afneita barninu báðir, og að lokum fer Jasmin í fóstureyðingu. Hún flytur að heiman eftir rifrildi við foreldrana, en þá tekur ekkert betra við. Jasmin kynnist Tamöru, Valentin, Senad og Roman, en þau eru öll ýmist flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu eða af slavneskum uppruna. Myndin gerist á uppgangstímum hægri öfgamannsins Jörg Haider í Austurríki og má skoða sem djarfa og gagnrýna sýn á stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Barbara Albert’s debut is set in the northern skirts of Austria. On the other side of the border, in Slovenia, a war is

raging. Jasmin is a young woman working in a bakery and living in poor conditions with her family. When she becomes pregnant she tells both her boyfriends about it, both deny being the father, and she decides to have an abortion. She moves away from home after a run-in with her parents, but her irresponsible lifestyle continues. Jasmin meets Tamara at the abortion clinic, and they make friends with Valentin, Senad and Roman – all either refugees or of Slavic descent. The film is set during extreme-right wing politician Jörg Haider’s ascent in Austrian politics and can be viewed as a brave and critical statement on the government’s policy on immigration.


57

Fallandi Falling ~ Fallen Barbara Albert (AUT) 2006 88 mín, 35mm Vinsæll kennari fellur frá og vinkonuhópur skipaður fimm fyrrum nemendum hans snýr aftur í heimabæinn til þess að vera við útförina. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem vinkonurnar fimm hittast. Nina er ólétt, Brigitte er sjálf orðin kennari, Alex starfar á skrifstofu fyrir atvinnulausa, Carmen er leikkona og Nicole er móðir í tímabundnu leyfi úr fangelsi. Samfundirnir teygja sig langt fram yfir útförina og fram á næsta dag, en hver og ein þeirra neyðist til þess að endurmeta líf sitt og setja í samhengi við þær breytingar sem hafa orðið síðastliðin fjórtán ár. Glaðværð unglingsáranna er enduruppgötvuð en gömul sár ýfast upp í leiðinni. Konurnar horfast í augu við að draumar þeirra síðan í barnæsku hafa ekki allir orðið að veruleika. Þær spyrja sig: Hvað merkir það að skilja við æskuna? Hvernig sættist maður við hlutskipti sitt í lífinu?

In a small town, a popular local schoolteacher passes away. Five of his former students come back home for the funeral, the first time they have seen each other in fourteen years. Nina is about to have a baby; Brigitte is a teacher herself; Alex works at an unemployment office; Carmen is an actor; and Nicole is a mother on temporary leave from prison. After the funeral, their reunion stretches into the night and into the following day as they are forced to reflect on everything that has changed in the intervening years. Adolescent conviviality may have been rediscovered, but old wounds are reopened as well; everyone must reappraise childhood dreams that may not have come to fruition. What does it mean to leave youth behind? How does one make peace with the cards one has been dealt in life?

Háskólabíó kl. 20:20 | 29.9 kl. 22 | 1.10 kl. 20 | 3.10

Sindurefni Free Radicals ~ Böse Zellen Barbara Albert (AUT) 2003 120 mín, 35mm Sindurefni líkist Magnolia eftir Paul Thomas Anderson og Short Cuts eftir Robert Altman, en Barbara Albert er bæði nátengdari og fjarlægari persónum sínum en þeir ágætu kvikmyndagerðarmenn í þessari mynd. Aðalpersónan Manu er eina manneskjan sem kemst lífs af úr mannskæðu flugslysi á leið heim úr fríi í Brasilíu. Sex árum seinna er Manu enn að reyna að aðlagast lífinu heima fyrir þegar hún lendir í árekstri við annan bíl. Í Sindurefnum er saga Manu, vina hennar, vandamanna og táninganna í hinum bílnum rakin án þess þó að persónurnar þurfi að hittast. Þrátt fyrir það stendur sú hugsun eftir að á einhvern hátt séum við öll tengd saman. Free Radicals is comparable to Magnolia by Paul Thomas Anderson and Short Cuts by Robert Altman, but Barbara Albert is both more compassionate and more detached towards her characters in

this film. Main character Manu is the sole survivor of a plane crash in the Amazon on her way home from a vacation in Brazil. Six years later Manu is still trying to adjust to her hometown life when she is involved in a serious car accident. In Free Radicals we are told stories of Manu, her friends, relatives and the group of teenagers in the other car, without the characters ever having met, but still leaving the impression that we are all somehow interconnected.

Háskólabíó kl. 22 | 29.9 kl. 20 | 1.10 kl. 20 | 4.10


58

Kvikmyndirnar sem fylla þennan flokk eiga það sameiginlegt að nýta ekki áhrifamátt sinn til afþreyingar heldur upplýsingar. Sumar gera það einfaldlega með því að sýna okkur, fordómalaust, ólíka menningarheima en öðrum er beinlínis beitt gegn hvers kyns kúgun og mannréttindabrotum. Efnistökin og umfjöllunarefnin eru margvísleg, en markmið þeirra allra er að vekja áhorfendur til umhugsunar. The films in this group focus on using the power of cinema to enlighten the audience rather than just to entertain. Some do it by simply portraying different cultures without prejudice while others directly confront suppression and human rights violations. Subjects and methods may vary but the goal of every film in this group is to enlighten and stir its audience.

filmfest.is

Heimildarmyndir Documentaries Þrjótur (GER/ITA)

Óhlekkjaðir (FRA)

Áður en flogið er aftur til jar... (LTU)

Leiðin til Guantanamo (UK)

Umsátur (RUS)

Eins og Rollingarnir (SWE)

Kettirnir hans Mirikitani (US)

Dæmdir heim (US)

Af engum (MEX)

Brosað á stríðssvæði (DK)

Sakleysi (THA)

Bandaríkin gegn John Lenn... (US)

Lífið í lykkjum (AUT) Vort daglegt brauð (AUT)

Þrjótur Hoodlum ~ Balordi Mirjam Kubescha (GER/ITA) 2005 80 mín, 35mm

Háskólabíó Kl. 18 | 29.9 kl. 16 | 30.9 kl. 20 | 1.10

Vincenzo, Sabrino og Nicola alast upp í fátækrahverfum Suður-Ítalíu. Fyrir utan það eitt að lifa af, þá finnst þeim sem þeir þurfi að klífa samfélagsstigann. Þeir vilja njóta góðs gengis, verða ríkir; í öllu falli valdamiklir. Eina leiðin sem þeir sjá færa að þessu marki er glæpastarfsemi. Með því að vera hátt skrifaðir í glæpagengi geta drengirnir fengið allt sem þá lystir: Konur, peninga, bíla, virðingu félaganna og vald. En eftir að félagarnir eru fengnir til að sviðsetja Túskildingsóperu Brechts verður breyting á. Með því að snúa lífsbaráttunni í listræna tjáningu koma ýmsir mannlegir, félagslegir og listrænir möguleikar lífs þeirra í ljós. Þeir nota kímni og kaldhæðni til að horfast í augu við dekkri hliðar samfélagsins og vinna með fagurfræði frelsisins og sköpunarinnar til þess að kanna ástand ítalsks samfélags. Vincenzo, Sabrino and Nicolas grew

up in the slums of Southern Italy. Besides the simple need to survive, they follow the only social model our society produces nowadays: being successful, rich or at least powerful. The only way they see to achieve this ideal is with so-called “easy money”. By becoming boss of a gang or a whole town, these young men can have everything they long for: women, money, cars, power and the respect of their peers. Having been asked to stage Brecht’s Three Penny Opera a dramatic change occurs. The transformation of their frustrations into artistic expression reveals their human, social and creative potential. With humour and irony they denounce the fatal errors of our society. Working with colours and aesthetics of liberty and imagination the film is an exploration of Italian society’s state of mind.


59

Áður en flogið er aftur til jarðar Before Flying Back to the Earth ~ Pries parskrendant i Zeme Arunas Matelis (LTU) 2005 52 mín, Digibeta Litháíski leikstjórinn Arunas Matelis byggir á eigin reynslu þessa áhrifaríku mynd um börn sem dvelja á spítaladeild fyrir hvítblæðissjúklinga. Matelis nálgast börnin af mikilli nærgætni og foreldrana af stakri virðingu, traustið sem skapast á milli þeirra er lykilatriði og tryggir að gamansemi og leikgleði koma hér einnig við sögu. Það er sannarlega mikil upplifun að fá innsýn í baráttu barnanna fyrir lífi sínu. Viðfangsefni sem þetta getur skiljanlega orðið tilfinningasemin ein, en hér er það yfirvegun leikstjórans sem tryggir jafnvægi milli sárra tilfinninga og óendanlegrar vonar. Arunas Matelis er lykilleikstjóri nýjustu kynslóðar litháískra leikstjóra og gestur kvikmyndahátíðar í ár. Based on his personal family experiences, Lithuanian director Arunas Matelis shares the story of children in a hospital ward for leukemia patients.

Matelis portrays these children and their parents in a respectful way, and their faith in the director shines through, allowing for humour and playfulness in the film. It is life confirming to follow their ways of surviving. A subject like this is easily drowned in sentimentality, but Before Flying Back to the Earth is characterized by the director’s subtle and ascetic touch, balancing emotional difficulties with everlasting hope. Arunas Matelis is considered one of the new generation of Lithuanian filmmakers, and is a festival guest this year.

Tjarnarbíó kl. 20:30 | 30.9 kl. 22:15 | 1.10 kl. 16 | 2.10 kl 16 | 8.10

Umsátur Blockade ~ Blokada Sergei Loznitsa (RUS) 2005 52 mín, SP Beta Einhver átakanlegasti atburður seinni heimsstyrjaldarinnar er umsátur Þjóðverja um Leníngrad (nú Sankti Pétursborg) sem stóð frá september 1941 til janúar 1944. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um mannfall en talið er að allt að milljón borgarbúa hafi legið í valnum – flestir sökum hungurs og vosbúðar. Hér er rakin saga umsátursins á einstakan máta. Leikstjórinn Sergei Loznitsa skeytir saman upptökum frá sjálfu umsátrinu en hafnar hefðbundnum aðferðum heimildarmyndarinnar, t.a.m. er hvorki að finna sögumann né tónlist í myndinni. Útkoman er ekki aðeins áhrifaríkur vitnisburður um örlög Leníngrad og íbúa borgarinnar heldur skírskotar einnig almennt til þeirrar skelfilegu tortímingarhvatar sem hirðir hvorki um hýbýli né líf almennings – frá Dresden og Hiroshima til Bagdad og Beirút. Umsátur vann Gullna drekann

á kvikmyndahátíðinni í Kraká. One of the most devastating events of World War II was the siege of Leningrad (now St Petersburg) which lasted from September 1941 to January 1944. It is estimated that around one million of its inhabitants perished – most died of hunger and extreme hardship. This film is a unique account of the siege. Director Sergei Loznitsa has combined various footage from the actual siege while rejecting traditional documentary strategies such as the use of voice-over and music. The result is on one hand a poignant testimony to the fate of Leningrad and its inhabitants during the siege but on the other a more universal account of man’s capability for destruction and utter disregard for the life and habitat of his fellow man – from Dresden and Hiroshima to Baghdad and Beirut. Blockade was awarded the Golden Dragon at Cracow Film Festival.

Háskólabíó kl. 22:30 | 28.9 kl. 22:10 | 30.9 kl. 18:30 | 2.10


60

Heimildarmyndir | Documentaries

Kettirnir hans Mirikitani The Cats of Mirikitani Linda Hattendorf (US) 2006 74 mín, SP Beta

Iðnó kl. 18:15 | 1.10 kl. 20 | 4.10 kl. 22 | 7.10

Á meðal heimilislauss fólks í hverfi kvikmyndagerðarkonunnar Lindu Hattendorf í New York er háaldraður málari af japönskum ættum. Hann málar af miklum móð ketti en líka sársaukafullar ímyndir úr fortíðinni. Linda tekur að ræða við listamanninn Jimmy Mirikitani og brátt myndast með þeim ágæt vinátta. Eftir að turnarnir falla 11. september býður hún Jimmy að búa hjá sér. Fer þá að skýrast skref fyrir skref átakanleg saga Jimmy sem, þrátt fyrir að vera bandarískur ríkisborgari, var fleygt í fangabúðir eftir árásir Japana á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöld. Án nokkurs predikunartóns setur Hattendorf vofeiflega atburði fortíðarinnar í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa á bandarísku samfélagi í kjölfar 11. september – stöðu mannréttinda í samfélagis ofsóknaræðis. Í brennidepli er þó alltaf Jimmy og magnað ævihlaup

hans sem lætur engann ósnortinn. Linda Hattendorf er gestur kvikmyndahátíðar í ár. Among the homeless people living in filmmaker Linda Hattendorf ’s New York neighbourhood is an old painter of Japanese origin. He paints one cat after another but also painful images from the past. Linda takes note and becomes acquainted with the artist Jimmy Mirikitani. After the fall of the twin towers on September 11 she invites him to stay in her apartment, and step by step learns the painful story of Jimmy who, despite being a US citizen, was thrown into prison camps after the Japanese attacks on Pearl Harbour. Without ever preaching, Hattendorf puts Jimmy’s story in the context of post-September 11 American society where human rights are threatened by paranoia. However the focus throughout is always on Jimmy and his story which will leave few untouched. Director Linda Hattendorf is a festival guest this year.

Af engum No one ~ De nadie Tin Dirdamal (MEX) 2005 82 mín, Beta SP

Iðnó Kl. 18 | 2.10 kl. 14 | 4.10 kl. 22 | 5.10

Þetta er saga Maríu, innflytjanda frá Mið-Ameríku, sem neyðist til þess að yfirgefa fjölskyldu sína í leit að betra lífi. Á leið sinni til Bandaríkjanna þarf hún að fara í gegnum Mexíkó þar sem hún upplifir sannkallaða martröð. Þessi heimildarmynd segir bæði frá hugrekki innflytjenda og óréttlætinu sem þeir þurfa að þola á leiðinni hættulegu gegnum Mexíkó. Þeir eru pyntaðir, þeim er nauðgað, þeir eru rændir og drepnir af allskyns hópum: Mexíkósku lögreglunni, glæpagengjum, starfsmönnum lestarkerfisins og ýmsum öðrum. Þessi fyrsta mynd Tin Dirdamal hlaut áhorfendaverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni. This is the story of Maria, a CentralAmerican immigrant, who is forced to leave her family in search of a better life. On her way to the United States she has to pass through Mexico where she

experiences a nightmare scenario. This documentary is about courage and the injustice committed against immigrants crossing Mexico in their attempt to get into the US. They are tortured, raped, robbed and killed by several groups; the Mexican police, gangs, railroad employees, and others. This first feature by Tin Dirdamal received the audience award at the Sundance Film Festival.


Sakleysi

Heimildarmyndir | Documentaries

Dek Toh ~ Innocence Nisa Kngsri og Areeya Siriso (THA) 2005 100 mín, SP Beta Á hálendinu í norðurhluta Tælands er heimavistarskóli. Nemendurnir sem koma úr ólíkum ættbálkum búa saman ásamt tælenskum kennurum sínum, þau rækta sína eigin uppskeru og elda mat sjálf um leið og þau þurfa að mennta sig. Börnin, sem alin eru upp víðsvegar í fjallshlíðum, langar mest til að vita hvert árnar í fjallshlíðunum renna. Ef þau standast lokaprófin fá þau að fara í ferð að enda vatnsstraumsins, að hafinu sjálfu. Börnin eru fátæk, sum munaðarlaus, og flest kunna einungis tungumál ættbálks síns en öll reyna sitt besta til að standast prófin svo þau fái að fara hina langþráðu ferð. Þessi ferð er ekki einungis ferð frá þorpum barnanna að hafinu heldur einnig ferðalag sem brúar bil æsku og fullorðinsára. In the mountains of Northern Thailand lies a boarding school. The students come from different tribes in the area and live

together with their Thai teacher, grow their own crops and cook their own meals while continuing their education. The biggest question on their mind, having spent all their lives in the mountainside, is where the rivers running down the hills end. If they pass the final exams their reward is a trip to the end of the river, to the ocean itself. The children are poor, some orphans, and most of them only speak their tribe’s language, but all try their best to pass the exams to be able to take the long-awaited trip. This trip is not only a journey from the children’s villages to the ocean but also a journey that symbolizes the change from childhood to adulthood.

Iðnó kl. 16 | 2.10 kl. 14 | 3.10 kl. 16 | 4.10

Lífið í lykkjum Life in Loops Timo Novotny (AUT) 2005 80 mín, 35mm Lífið í lykkjum er byggð á myndefni sem tekið var í stórborgum á borð við New York, Bombay, Tókíó og Moskvu, þar sem linsunni er beint að drungalegri hliðum mannlífsins. Myndin leiðir okkur um ógnvekjandi undirheima New York borgar, gægst er inn á nektardansstað í Mexíkóborg og gefinn er forsmekkurinn að miður geðfelldum matvælaiðnaði Bombay, svo fáein dæmi séu nefnd. Í myndinni endurnýtir leikstjórinn, Timo Novotny, myndefni úr hinni margverðlaunuðu heimildarmynd Megacities eftir Michael Glawogger og blandar við eigið efni. Novotny byggir myndina á umhverfishljóðum sem hann svo brýtur upp með kynngimagnaðri tónlist Sofa Surfers og þessi hljóðheimur setur tóninn fyrir myndina. Sérstöðu myndarinnar er ekki síst að finna í mjög frumlegri framsetning tónlistar og myndefnis. Timo Novotny

verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar sem var valin besta heimildarmyndin á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni. Life in loops is based on a series of sequences shot in mega-cities such as New York, Bombay, Tokyo and Moscow, depicting the darker and eerier aspects of life. The film takes us from the mass production of Bombay to the terrifying underground world of New York and Mexico City. In the film, director Timo Novotny uses footage from the acclaimed film Megacities by Austrian documentarist Michael Glawogger, and remixes it with original imagery. His natural use of environmental sound is mixed with an excellent soundtrack by Sofa Surfers, and collectively they set the tone and rhythm of the film. Novotny’s original blend of music and image is a highly interesting addition to documentary filmmaking. Timo Novotny will be attending the festival with this film which won best documentary at the Karlovy Vary International Film Festival.

Háskólabíó kl. 18 | 2.10 kl. 22 | 7.10 kl. 20:30 | 8.10

Bönnuð börnum

61


62

Heimildarmyndir | Documentaries

Vort daglegt brauð Our Daily Bread ~ Unser täglich Brot Nikolaus Geyrhalter (AUT) 2005 90 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 20 | 2.10 kl. 18 | 3.10 kl. 18 | 4.10

Í kvikmyndinni Vort daglegt brauð sjáum við hlutina umbúðalaust. Myndin fjallar um fjöldaframleiðslu matvöru og sýnir okkur margvíslega þætti matvælaiðnaðarins sem fæstir vilja vita nokkuð um. Hver einasta afurð rúllar eftir færibandinu. Dýr af öllum stærðum og gerðum fara í gegnum hryllilegar hátæknivélar. Heillandi uppbygging myndarinnar er í fullkominni andstöðu við vægðarleysi iðnaðarins og birtir myndin okkur áður óþekkta sýn á Evrópu. Skilaboð Vors daglegs brauðs eru skýr – en án predikunartóns; hún er afar pólitísk – án þess þó að kreppa hnefann. Hún er án bæði sögumanns og tónlistar en reiðir sig þess í stað eingöngu á iðnaðarhljóðin sem fylgja ímyndunum. Það er í raun ekkert heilagt við vort daglega brauð. Þessi mynd Austurríkismannsins Nikolaus Geyrhalter er sannkallaður veislukostur. In Our Daily Bread things are exactly

as they seem. The film is a portrait of modern mass production of food, showcasing aspects of the industry that most people prefer not to see. Every product is in line, manufactured, put in boxes, rolling on assembly lines – animals of all kinds and sizes are put through monstrous machines and high tech equipment, securing that everything is calculated. The film’s beautiful tableaux structure contrasts with the grimness of the industry, and it cinematically discloses a Europe unknown to most. Our Daily Bread makes a clear point – without raising its voice; is extremely political – without raising its fist. Without music or commentary, but only industrial noise accompanying the picturesque images, the point is made that there is nothing holy about our daily bread. Austrian Nikolaus Geyrhalter has made a feast of a film.

Óhlekkjaðir Out of Bounds ~ Hors les Murs Pierre Barougier & Alexandre Leborgne (FRA) 2006 82 mín, SP Beta

Iðnó kl. 14 | 28.9 kl. 14 | 1.10 kl. 14 | 2.10

Árið 1904 stofnaði bandaríska nýlendustjórnin fangelsið Iwahig á Filippseyjum. Fangelsið er í raun jörð sem er algjörlega sjálfbær og algjörlega stjórnað af föngunum sem þar búa. Eftir að fangarnir hafa staðist stíf próf í nokkra mánuði fá þeir að ferðast eins og þeir vilja um 38.000 hektara af frumskógi, fjöllum og strandlengju. Þeir geta meira að segja fengið fjölskylduna til sín. Það eru engar girðingar sem skilja þá frá nærliggjandi bæjum. Stigveldi Iwahig byggir á stöðuveitingum eftir verðleikum og reynslu og tryggir að fangaverðirnir þurfa nær engin afskipti að hafa af föngunum. Alejandro, leiðtogi fanganna, kynnir okkur fyrir þessum heimi með því að fjalla um nokkra meðfanga sína: Toting segir okkur sögu sína meðan hann fiskar utan við ströndina, Denelyn og Jenelyn eru táningar sem búa með föður sínum sem afplánar dóm fyrir lífstíð og Rodrigo

lendir í útistöðum við fangaverðina. Iwahig er einstakt betrunarkerfi sem opnar augu áhorfandans. Founded in the Philippines in 1904 by the American colonial administration, Iwahig is a penal farm almost completely self-sufficient and self-managed by its inmates. After being tested for several months, they can move freely within the 38,000 hectares of jungle, mountains and wild coastline and even bring their families to live with them. No fences separate them from the neighbouring villages which they can visit. Their hierarchical organization, based on promotion by merit and seniority, allows for minimum intervention by the penitentiary staff. Alejandro, chief of the inmates, plunges us into this universe through the portraits of a few fellow prisoners: Toting tells us about his past while fishing. Denelyn and Jenelyn, two adolescents whose father is serving a life sentence are trying to help the family survive. Rodrigo, a young inmate, is beaten by a prison employee. A prison system unique to this world, Iwahig opens up new horizons.


Leiðin til Guantanamo

Heimildarmyndir | Documentaries

The Road to Guantanamo Michael Winterbottom and Mat Whitecross (UK) 2006 95 mín, 35mm Hér er rakin mögnuð saga Tipton þremenningana – þeirra Shafiq Rasul, Rhuhel Ahmed og Asif Iqbal – sem héldu til Pakistan til að undirbúa giftingu þess síðastnefnda en enduðu í höndunum á bandaríska innrásarliðinu í Afganistan. Þeir máttu dúsa í rúm tvö ár í fangabúðum Bandaríkjamanna á Guantanamo við hryllilegar aðstæður þar til þeim var loks sleppt án þess að lögð væri fram ákæra. Leikstjórarnir Michael Winterbottom og Mat Whitecross blanda á áhrifaríkan máta saman fréttamyndum, viðtölum við sjálfa þremenningana og sviðsettum atburðum mynduðum í Pakistan, Afganistan og Íran. Myndatökur voru að sjálfsögðu ekki leyfðar í Guantanamo en óhætt er að fullyrða að hér sé veitt einstæð innsýn í lífið í fangabúðunum. Sannarlega ein áhrifaríkasta kvikmynd samtímans. Rhuhel Ahmed og Asif Iqbal

eru gestir kvikmyndahátíðar og Amnesty International á Íslandi. This is the story of the so-called Tipton Three – Shafiq Rasul, Rhuhel Ahmed and Asif Iqbal – who travelled to Pakistan to prepare for Iqbal’s marriage but ended up in the hands of the invading US military in Afghanistan. They were held in the military prison at Guantanamo for over two years before they were finally released without even a single charge. Directors Michael Winterbottom and Mat Whitecross effectively mix together news coverage, interviews with the Tipton Three, and staged scenes shot on location in Pakistan and Afghanistan. Filming was of course not allowed inside the prison but the film nonetheless offers a remarkable insight into life in the prison. Without a doubt one of the most talked about films today. Rhuhel Ahmed and Asif Iqbal are guests of the festival and the Icelandic branch of Amnesty International.

Tjarnarbíó kl. 20 | 2.10 kl. 20 | 3.10 kl. 22 | 7.10

Eins og Rollingarnir Rolling Like a Stone Stefan Berg and Magnus Gertten (SWE) 2005 65 mín, SP Beta Hjá flestum íbúum gekk lífið sinn vanagang í Malmö í júní 1965, en hjá litlum vinahópi var allt annað uppi á teningnum. Stórsveitin The Rolling Stones var í borginni og hélt þar tónleika ásamt sænsku hljómsveitunum Namelosers og Gonks, sem nutu mikillar hylli hjá sænsku kvenþjóðinni á þessum tíma. Með 8mm filmubrot úr eftirpartýi með Namelosers, Gonks og Rollingunum sjálfum að vopni leitar Eins og Rollingarnir uppi partígestina 40 árum síðar. Þetta er úrvals heimildamynd sem meðhöndlar á áhrifaríkan máta minningar sem vekja bæði gleði og söknuð. For most people living in Malmö, Sweden, June 1965 was just another month, but it was a time that dramatically changed the life of a small group of friends. The Rolling Stones are in town, and their live performance is followed by the local

Swedish bands Namelosers and Gonks, who at the time had Swedish girls lying at their feet. Based on 8mm clips from one of the private parties hosting the Namelosers, Gonks and the Stones themselves, Rolling Like a Stone tracks down the guests forty years later. The film is a subtle gem of a documentary, gracefully portraying these people’s melancholic memories.

Iðnó kl. 22:30 | 28.9 kl. 16 | 1.10 kl. 22 | 3.10

63


64

Heimildarmyndir | Documentaries

Dæmdir heim Sentenced Home David Grabias and Nicole Newnham (US) 2006 76 mín, Digital Beta

Iðnó kl. 16 | 28.9 kl. 22 | 4.10 kl. 14 | 5.10

Á áttunda áratugnum var nokkrum fjölda flóttamanna frá Kambódíu veitt hæli í Bandaríkjunum. Þeim var þó ekki veittur ríkisborgararéttur heldur einungis heimild til „varanlegrar búsetu“ (e. permanent residency) sem reyndist þó villandi nafngift svo ekki sé meira sagt. Með öllu eignalausir enduðu flestir flóttamannanna í sumum af verstu stórborgarhverfum Bandaríkjanna og þegar þeir komust á táningsaldur mynduðu margir drengjanna glæpagengi og komust í kast við lögin. Við sakfellingu glæps (e. felony) töpuðu þeir lagalega séð búseturéttinum en það var fyrst eftir þær markvissu stefnubreytingar sem fylgdu í kjölfar 11. september 2001 að farið var að vísa þeim markvisst úr landi – og gilti þá engu þótt þeir væru fyrir löngu orðnir heiðvirðir fjöldskyldufeður. Hér er rakin saga þriggja af 1500 Kambódíu-könum

sem þurfa nú að yfirgefa fjölskyldu og vini og halda til landsins sem þeir yfirgáfu sem ungabörn fyrir þremur áratugum. In the seventies numerous refugees from Cambodia arrived in the United States. Instead of citizenship they were granted “permanent residency” which turned out to be quite a misnomer. Most of the refugees ended up in some of the most impoverished and crime-ridden neighbourhoods, and as teenagers many of the boys received felony-sentences. In doing so they lost their legal right to stay, but it was only after September 11th 2001 that they began to be systematically deported – and then it mattered little if they had become respectable “citizens”. Sentenced Home tells the story of three of the 1500 Cambodian-Americans that must now leave family and friends for the country they left as infants three decades ago.

Brosað á stríðssvæði

– og listin að fljúga til Kabúl

Smiling in a War Zone – and the Art of Flying to Kabul Simone Aaberg Kærn og Magnus Bejmar (DK) 2005 78 mín, SP Beta

Iðnó kl. 20 | 28.9 kl. 22 | 2.10 kl. 16 | 3.10

Eftir að hafa lesið um draum afgönsku stúlkunnar Farial ákveður danska lista- og flugkonan Simone Aaberg Kærn að kaupa sér flugvél og fljúga til Kabúl í von um að mega láta draum Farial rætast. Hún lætur það ekki stöðva sig þótt dýrasta flugvélin sem hún hefur efni á sé fjörutíu ára gömul Piper-Colt og leggur ótrauð af stað í þessa sex þúsund kílómetra löngu ferð. Þegar hún loks kemur að landamærum Afganistan gefur Bandaríkjaher henni ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi landsins en Simone slær hvergi af í baráttu sinni fyrir frelsi „skýjum ofar.“ Þessi skemmtilega mynd er ekki einungis einstök ferðasaga heldur veitir hún jafnframt innsýn í ólíka stöðu kvenna víða um heim. Danish artist Simone Aaberg Kærn reads in a newspaper about a teenage girl from Afghanistan whose dream is to become a pilot. Being a pilot herself

Simone identifies with the girl and decides to make her dream come true. She buys a plane – although the most expensive one she can afford is a forty year old Piper-Colt – and begins the six thousand kilometre journey to Kabul. When she finally arrives at the border of Afghanistan the US military refuses her entry, but Simone is not willing to give up her fight for the freedom of the skies. This enjoyable film is not only a remarkable travelogue but also one that sheds light on the different status of women around the world.


Bandaríkin gegn John Lennon

Heimildarmyndir | Documentaries

The U.S. vs. John Lennon David Leaf John Scheinfeld (US) 2006 96 mín, 35mm Bandaríkin gegn John Lennon segir sanna sögu þess hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna reyndi hvað hún gat að þagga niður í John Lennon, sem var ekki einungis ástsæll tónlistarmaður heldur einnig boðberi friðar. Myndin inniheldur ítarleg viðtöl við þá sem þekktu hann best og sýnir líf og samtíma Lennons, hugmyndirnar sem hann barðist fyrir og gjaldið sem hann að lokum þurfti að greiða fyrir friðarboðskap sinn. Enn fremur sýnir myndin fram á að dæmi Lennons er síður en svo einsdæmi í bandarískri sögu. Myndin er gerð með fullum stuðningi Yoko Ono en hún verður viðstödd sýninguna þann 8. október. Stuttmyndin Onochord (2004) verður sýnd á undan Bandaríkjunum gegn John Lennon. Onochord er heimildarmynd um gagnvirkt listaverk Yoko Ono sem hún ræðir stuttlega áður en hún kynnir

Bandaríkin gegn John Lennon fyrir viðstöddum. The U.S. vs. John Lennon tells the true story of the U.S. Government’s attempts to silence John Lennon, the beloved musician and iconic advocate for peace. Featuring extensive interviews with those who knew him best, this powerful new look at the life and times of John Lennon captures the mystique of the man, the ideals he fought for, and the price he paid for trying to make the world a better place. The picture furthermore shows that this was not just an isolated episode in American history. The film has the full support and cooperation of Yoko Ono, who will attend the festival screening on the 8th of October. Her nine minute short film Onochord (2004) will be screened ahead of The U.S. vs. John Lennon. Onochord is a documentary about Yoko Ono’s interactive art piece of the same name. Ms. Ono will speak about this work before presenting The U.S. vs John Lennon to the audience.

In the heart of Reykjavik Hotel Óðinsvé is located in a quiet neighbourhood in the old downtown area in Reykjavik. 43 rooms including penthouse deluxe suites with magnificent panorama view over downtown Reykjavik and surroundings. Within walking distance of all main attractions in Reykjavik. The famous restaurant Siggi Hall is located at Hotel Óðinsvé.

Tel: +354 511 6200 • www.odinsve.is • email: odinsve@hotelodinsve.is

Háskólabíó kl. 20 | 8.10

65


66

filmfest.is

Sjónarrönd: Danmörk Danskar kvikmyndir hafa verið í mikilli sókn á undanförnum áratug og virðist velgengni þeirra víða um heim engan endi ætla að taka. Þennan flokk fyllir rjóminn af kvikmyndagerð Dana undanfarið ár og er af mörgu að taka: Frásagnarmyndir, heimildarmyndir og jafnvel teiknimyndir (þó ekki ætlaðar börnum). The success of Danish cinema on the world stage in recent years has been staggering. Established directors continue their excellent work and every year new directors establish themselves. We believe we have selected a good mixture that includes various modes of filmmaking: feature films, documentaries and animation

Horizon: Denmark Forstjóri heila klabbsins (DK) Gasolin’ (DK) Prinsessa (DK) Sápa (DK) Draumurinn (DK) Mikael (GER)

Lokamynd: Forstjóri heila klabbsins The Boss of it All ~ Direktøren for det hele Lars von Trier (DK) 2006 100 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 18 | 7.10

Lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er gamanmynd sem er laus við heimspeki, pólitík og trúmál. Þetta er myndin sem Lars von Trier gerði til þess að slaka á á meðan hann undirbjó tökur á Washington, lokamyndinni í þríleik Triers um Bandaríkin sem hófst með Dogville. Forstjóri heila klabbsins segir frá eiganda upplýsingatæknifyrirtækis sem vill nú selja fyrirtækið. Hann lendir í vandræðum þar sem við stofnun fyrirtækisins bjó hann til gervi-forstjóra sem hann gat vísað til þegar þurfti að taka óvinsælar ákvarðanir. Þegar hugsanlegir kaupendur heimta að semja við „forstjórann“ augliti til auglitis neyðist eigandinn til þess að ráða leikara til að gegna hlutverki forstjórans. Leikarinn kemst brátt að því

að hann er smápeð í leik sem mun reyna á siðferðisleg þolmörk hans. This year’s closing film of the Reykjavik International Film Festival is a comedy – a comedy that is without philosophy, politics and religion. The Boss of it All is the film Lars von Trier made while taking a break from his USA – Land of opportunities trilogy. The Boss of it All is about the owner of an IT firm who now wants to sell his firm. The trouble is that when he started his firm he created a nonexistent company president to hide behind when unpopular actions were called for. When potential investors insist on negotiating with the “Boss” face to face the owner has to take on a failed actor to play the part. The actor suddenly discovers he is a pawn in a game that will test his (lack of) moral fibre.


67

Gasolin’ Gasolin’ Anders Østergaard (DK) 2006 92 mín, 35mm Gasolin’ er saga hljómsveitar sem breytti gangi danskrar tónlistarsögu. Þetta er heillandi saga fyrstu hljómsveitar Kim Larsen – fjögurra pilta sem komu saman til að spila tónlist því það kom einfaldlega ekkert annað til greina. Vinátta myndast og tónlistin tekur að óma, líkt og þegar Kim Larsen skrifar fyrstu línur sínar á dönsku sem verður upphafið að lengri ferli en nokkurn gat órað fyrir. Leikstjórinn Anders Østergaard sló í gegn árið 2003 með hinni lofuðu Tinni og ég sem varpaði nýju ljósi á hetju Hergé. Þessi nýja mynd hans Gasolin’ hefur slegið öll aðsóknarmet heimildamynda í Danmörku og nú geta Íslendingar tekið lagið með dönsku rokkurunum óviðjafnanlegu. Østergaard er gestur kvikmyndahátíðar í ár. Gasolin’ is the story of a band that changed the history of Danish rock music. It is the charming story of Kim Larsen’s first band – the 4 guys that got together to

play music because it was the only right thing to do. Friendships grow and poetry flows, as when Kim Larsen writes his first line in Danish that proves to be the beginning of a career bigger than anyone had imagined. Anders Østergaard uses interviews, archival footage, as well as fiction, creating a film blossoming with warmth and nostalgia. Østergaard had his breakthrough in 2003 with the critically acclaimed Tintin and Me that shed new light on Herge’s famous creation. His new Gasolin’ has proved to be the most popular documentary ever screened in Denmark, and now Icelanders are also invited to sing along to one rock classic after another. Østergaard is a festival guest this year.

Háskólabíó kl. 22 | 6.10 kl. 18:20 | 7.10 kl. 16 | 8.10

Prinsessa Princess Anders Morgenthaler (DK) 2006 80 mín, 35mm Prinsessa segir frá 32 ára gömlum presti, August, sem snýr heim úr trúboði í útlöndum þegar systir hans, Christina, deyr sökum eiturlyfjamisnotkunar. Leið Christinu hafði legið í ræsið þar sem hún starfaði sem klámmyndaleikkona undir nafninu „Prinsessan.“ Christina skildi fimm ára dóttur sína, Miu, eftir hjá vændiskonunni Karen. August þykir mjög vænt um Miu og tekur hana að sér. Hann finnur til mikillar sorgar og sektarkenndar og ákveður að lokum að hefna Christinu. Hann hefur Miu með sér í krossferð sem miðar að því að þurrka út tengsl Christinu við klámheiminn. Hefndin verður brátt að grimmilegu og ofbeldisfullu ferðalagi þar sem August gerir hvað hann getur til að vernda Miu. Þetta er án efa ein af sérstæðari teiknimyndum sem gerðar hafa verið – sannarlega ekki ætluð börnum. 32-year-old clergyman August returns home from years of missionary work

abroad because of the death of his sister Christina, who has finally died of drug abuse after living in the gutter as the famous porno star “The Princess”. She has left her five-year-old daughter Mia with the prostitute Karen. August pays them a visit to bring Mia home with him and becomes her guardian. Burdened by sorrow and guilt, he decides to avenge Christina’s death and brings Mia along on a crusade to clear his sister’s name of pornographic connotations. The mission escalates into a brutal and violent rout as August desperately tries to protect the only thing he holds dear – namely Mia. Without a doubt one of the most unique animation films ever made – certainly not intended for children.

Háskólabíó kl. 23 | 28.9 kl. 22:25 | 29.9 kl. 18:00 | 1.10 Bönnuð börnum


68

Sápa

Danmörk | Denmark

A Soap ~ En Soap Pernille Fischer Christensen (DK) 2006 102 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 17:45 | 3.10 kl. 18 | 4.10

Dag nokkurn ákveður Charlotte að skilja við kærastann sinn og smáborgaralegt hverfið sem þau hafa búið í og flytja til Nordvest – jaðarhverfi Kaupmannahafnar. Það tekur hina opinskáu og málglöðu Charlotte ekki langan tíma að vingast við nágranna sinn Veroniku. Sú er klæðskiptingur sem eyðir deginum með hundi sínum, Miss Daisy, á meðan hún bíður eftir bréfinu mikilvæga sem sker úr um hvort hún komist loks í kynskiptiaðgerð. Sápa er óður til jaðarlífsstíla sem eru rétt handan við hornið. Þessi fyrsta leikna mynd Pernille Fischer Christensen í fullri lengd vann bæði verðlaun fyrir bestu frumraun og silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. One day Charlotte decides to leave her boyfriend and safe petit bourgeois surroundings and move to Nordvest

– the Bronx of Copenhagen. Due to her open-minded and over-the-top talkative tendencies it doesn’t take long until she becomes friends with her much less chatty downstairs neighbour Veronika. However, Veronika is a transvestite who spends the days with her dog, Miss Daisy, waiting for the crucial letter from the authorities deciding if she can finally have a long awaited operation. A Soap celebrates oblique lives and people on the margin but living just next door. The film is Pernille Fischer Christensen’s first feature film, and won both the prize for best debut film and the Silver Bear at the Berlin International Film Festival.

Draumurinn We Shall Overcome ~ Drømmen Niels Arden Oplev (DK) 2006 105 mín, 35mm

Háskólabíó kl. 18 | 5.10 kl. 20:20 | 7.10 kl. 18 | 8.9

Fjárfestingarfélagið Kirkjuhvoll

Þrettán ára gamall lendir Frits upp á kant við skólastjórann sinn LindumSvendsen. Sá hefur ríkt sem einræðisherra í skólanum í aldarfjórðung og komist upp með að beita nemendur líkamlegu ofbeldi í ögunarskyni. En árið 1969 hafa tímarnir breyst og Frits er enginn venjulegur nemandi. Innblásinn af mannréttindabaráttu Martin Luther King ákveður Frits með aðstoð foreldra sinna að berjast gegn oki skólastjórans. Janus Dissing Rathke sýnir frábæran leik sem Frits, þótt ungur sé, og gamla brýnið Bent Mejding fer á kostum í hlutverki skólastjórans. Þessi einstaka mynd Niels Arden Oplev byggir á sönnum atburðum og er enn eitt dæmi þess hve vel dönskum leikstjórum tekst að blanda saman gamni og alvöru. Oplev er Íslendingum að góðu kunnur fyrir sjónvarpsþætti sína Örninn en hann er jafnframt gestur kvikmyndahátíðar í ár. Draumurinn

hefur slegið öll aðsóknarmet í Danmörku. Thirteen-year-old Frits is at odds with his headmaster Lindum-Svendsen, who has governed as a tyrant in the school for a quarter of a century, frequently reverting to corporal punishment. But in 1969 times are changing and Frits is no ordinary student. Inspired by Martin Luther King, Frits decides to take on his headmaster with his parents’ assistance. The young Janus Dissing Rathke delivers a great performance as Frits and Bent Mejding is truly fearsome in the headmaster’s role. Based on a true story, this wonderful film by director Niels Arden Oplev is another example of the remarkable Danish blending of humour and serious subjects. Oplev is a guest of the festival this year


Mikael

Danmörk | Denmark

Mikael Carl Theodor Dreyer (GER) 1924 90 mín, DigiBeta Þögla kvikmyndin Mikael frá árinu 1924 kemur hér fyrst fyrir sjónir Íslendinga með frumsaminni tónlist Danans Karsten Fundal. Kvikmyndin er eftir einn frægasta leikstjóra Dana, Carl Theodor Dreyer, og er byggð á álíka frægri sögu Hermans Bang um hnignandi eldri listamann á barmi örvæntingar og samband hans við ungan arftaka sinn, Mikael. Tónlist Karsten Fundal var samin sérstaklega fyrir kvikmyndina og er flutt af Fílharmóníuhljómsveit Kaupmannahafnar undir stjórn Martin Åkerwal. Sýningin er samvinnuverkefni Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík og Norrænna Músíkdaga. Mikael is a silent movie from 1924 by famous Danish director Carl Theodor Dreyer. The movie is based on a novel by the equally famous Danish author Herman Bang. Dreyer’s film is a fascinating fin-de-siècle study of a decadent elderly

artist (Benjamin Christensen) driven to despair by his relationship with his young protégé and former model, Mikael (Walter Slezak). The music is composed specifically for the movie, and is performed by Copenhagen Philharmonic Orchestra, conducted by Martin Åkerwal. This event is a collaboration between the Reykjavik International Film Festival and Nordic Music Days.

Tjarnarbíó kl 12 | 6.10

69


70

filmfest.is

Danskur galdur Spjall við Dag Kára kvikmyndaleikstjóra

Danish magic A chat with film director Dagur Kári

Hver er sérstaða danskrar kvikmyndagerðar? | Danir tóku magnaða U-beygju í kringum 1995 og breyttust á svipstundu úr einni hallærislegustu kvikmyndaþjóð Evrópu í þá áhugaverðustu og framsæknustu. Fram að því höfðu danskar kvikmyndir liðið fyrir farsakenndan leik, klaufaleg handrit og þunga íburðarmikla umgjörð. Það er erfitt að henda reiður á hvað gerðist nákvæmlega, því margir samverkandi þættir urðu til þess að lyfta framleiðslunni upp á æðra plan. Ég var í dönskum kvikmyndaskóla á þessum tíma og get borið vitni um að þar var predikuð ákveðin aðferð sem gengur í stuttu máli út á að leita innblásturs í raunveruleikanum og leggja síðan aðaláherslu á handrit og leik, en passa að þessir máttarstólpar kikni ekki undan oki tæknibrellna og sýndarmennsku. Dogma-hópurinn greip þessa formúlu glóðvolga og pakkaði inn í 10 reglur og manifestó sem gekk út á að komast að innsta kjarna frásagnarinnar. Þeir uppskáru ríkulega; á heimavelli og á heimsvísu. Línurnar voru lagðar og Danir hafa náð einstökum árangri hvað varðar aðsókn á innlendar kvikmyndir. Á meðan nágrannaþjóðirnar berjast við að slefa upp í 10% áhorf, þá eru í kringum 60% seldra miða í Danmörku á innlendar myndir. Þeim hefur einfaldlega tekist

að búa til kvikmyndir sem höfða til fólksins í landinu. Ekki má gleyma þætti danska sjónvarpsins í þessu ævintýri, því fyrir utan að styðja dyggilega við bakið á kvikmyndaiðnaðinum, þá hefur sjónvarpsstöðvunum tekist að framleiða hverja verðlaunaseríuna á fætur annarri með milljónaáhorf. Allir eru í góðu formi: Áhorfendur sem og iðnaðurinn í heild. Rétt er að benda sérstaklega á að stjórnvöld tvöfölduðu framlag sitt til kvikmyndagerðar á hverju ári frá 19951999. Hvað geta Íslendingar lært af Dönum í kvikmyndagerð? | Að leggja áherslu á ódýrar kvikmyndir sem endurspegla íslenskan raunveruleika. Að starfrækja ríkissjónvarp sem sinnir skyldu sinni og framleiðir vandað leikið efni fyrir þjóð sína. Að dæla fjármagni í greinina. Why is Danish filmmaking unique? The Danes took a magnificent UTurn around 1995. They transformed themselves from one of the lamest filmmaking nations in Europe into one of the more interesting and progressive ones. Danish films were up to that point known for their farcical acting, clumsy scripts and elaborate sets. It’s difficult to put a finger on what happened precisely, there were many intertwining factors that came together to elevate the film production to a higher level. I was studying at a Danish film school at the time and can testify that there was a certain method used, in short to seek inspiration in the real world and focus on acting and directing, making sure that these pillars

of filmmaking were not overshadowed by special effects and gimmicks. The Dogma group enthusiastically adopted this formula and created ten rules and a manifesto designed to go back to the roots of storytelling. The group was a hit, both domestically and abroad. This served as the foundation for a unique Danish achievement when it comes to domestic viewing of pictures. Around 60% of tickets sold in Danish cinemas are for domestic pictures, while the neighbouring nations struggle to get even a 10% viewing of their movies. One should not fail to mention the role of Danish television in this fairy tale story. Not only did they vigorously support the film industry but they also managed to produce one award winning television series after another. Today the Danish film industry seems to be in good shape and the film viewing public has a great appetite for domestic production. It is also worth pointing out that the Danish state doubled its contribution to filmmaking every year from 1995 to 1999. What can Icelanders learn from Denmark when it comes to moviemaking? | To focus on inexpensive movies that reflect Icelandic reality. To operate a state owned television station that takes pride in its role to produce quality material for its domestic audience. And finally to increase drastically funding to the film industry.


filmfest.is

71

Miðnæturbrjálæði Spjall við Ottó Geir Borg handritshöfund

Madness at midnight A chat with scriptwriter Ottó Geir Borg Hvað eru miðnæturmyndir? | Það mætti segja að miðnæturmyndin sé hinn siðblindi afkimi kvikmyndanna, en þar á ég við að kvikmyndagerðarmennirnir voru orðnir leiðir á hefðinni og angurværum áhorfendum og reyndu að vekja þá til lífsins með því að „sjokkera“ þá. Matreiðsluaðferðirnar voru jafn margar og kvikmyndagerðarmennirnir sjálfir. Sumir vildu hneyksla, aðrir spyrja áleitinna spurninga og enn aðrir vildu bara gera myndir eftir eigin höfði. Stór hópur fólks hefur bundist myndunum sterkum tryggðarböndum og horfir jafnvel á þær aftur og aftur þannig að myndin verður að hálfgerðum lífstíl hjá helstu aðdáendum slíkra mynda. Enda er enska orðið yfir aðdáanda „fan“ dregið af „fanatic“ eða öfgamaður. Hvers vegna heillast sumir áhorfenda svona af þessum óvenjulegu myndum? | Oft er það svo að í fyrsta skipti sem áhorfendur upplifa heim leikstjórans verða þeir fyrir hálfgerðri trúarlegri reynslu sem breytir hugmyndum þeirra um kvikmyndir - jafnvel lífið og tilveruna. Hjá öðrum getur ástæðan einfaldlega verið sú að það „fíli“ myndina. Stemmningin á þessum myndum er líka oft ólík venjulegri kvikmyndaferð þar sem að fólk hrópar, blístrar, stappar og klappar yfir myndunum til þess að skapa skemmtilegt andrúmsloft og mætti nefna sem dæmi Rocky Horror kvöld sem eru enn í gangi í bíóhúsum víðsvegar um heim. Með hvaða hugarfari er best að sjá miðnæturmynd í fyrsta sinn? | Engin þessara mynda er fullkomin enda var það

ekki ætlun kvikmyndagerðarmannanna heldur er punkturinn með þeim að skemmta á nýjum forsendum og koma með smá krydd í hefðbundna kvikmyndamenningu. Aðalatriðið er að mæta með opnum hug og nóg af lofti í lungunum til þess að öskra alla nóttina og njóta þannig jaðarmenningarinnar eins og hún gerist hvað best/verst (fer eftir smekk). What is a midnight movie? | One can say that the midnight movie is the amoral cul-de-sac of the cinema. Directors had grown tired of traditional filmmaking and the complacent audience, and wanted to “shock” them from this complacency. The methods are as many as the filmmakers, some wanted to appal, others to ask challenging questions and then there were those who just wanted to make their own kind of a movie. A large group of people have developed a strong relationship with these movies, watching them again and again so they become a lifestyle for their fans. After all the English word for a fan is derived from the word “ fanatic”. Why do some viewers become enthralled by these unusual movies? | When someone is drawn into the world of these filmmakers for the first time the experience can become quasi religious, totally changing their idea of cinema– even life and reality. For others the reason can simply be that they are really into the movie. The atmosphere is also completely different from a regular trip to the cinema; the audience is yelling, whistling, stomping

and clapping to create an ambiance, like at the Rocky Horror nights that are still held in cinemas around the world. What sort of a disposition is best when seeing a midnight movie for the first time? | None of these pictures is perfect and that was never the intention of their creators. The intention was to entertain in a new fashion and add some spice into the traditional film culture. The main point should be to come with an open mind and lungs full of air to scream all night and so enjoy the very best/worst (depending on taste) of culture at the margin.


72

Þessi litli flokkur hefur ákveðna sérstöðu á hátíðinni. Ólíkt hinum flokkunum er ekki um að ræða nýjar myndir heldur ólíkindalegar jaðarmyndir sem sumar hverjar teljast sígildar í dag. Þá eru þær sýndar margar saman síðla kvölds og fram á miðja nótt. Enn fremur verður boðið upp á miðnætursnakk svo áhorfendur svelti ekki heilu hungri þegar líða tekur á kvöldið. Óhætt er að lofa eftirminnilegu kvöldi ... nótt. This little group has a somewhat unique status in the festival. Unlike other groups it does not consist of recent films but cult films, some of which have gained the status of classics in recent years. Furthermore, by combining two or more films the projection begins late in the evening and lasts well into the night. Last but not least, to keep everyone on their toes, some midnight snacks are included. We’re confidant in promising a memorable evening... night.

filmfest.is

Miðnæturmyndir Midnight Movies B-mynda veisla Páls Óskars El Topo (MEX) Fjallið heilaga (MEX)

B-mynda veisla Páls Óskars The Super-8 Show Roger Vadim 180 mín, 8mm

Tjarnarbíó kl. 22:15 | 5.10

Getur þú ímyndað þér 10 mínútna útgáfu af Gone with the Wind? Fyrir daga myndbandsins þurfti fólk að láta sér nægja að horfa á klipptar eða styttar útgáfur kvikmynda af Súper 8mm kvikmyndaspólum. Páll Óskar mun hér matreiða sannkallaða B-mynda veislu úr einkasafni sínu. Hryllingur, splatter, skrýmsli, kung-fu, vísindaskáldskapur og blaxploitation eru hér í einum risakokteil. Sýnd verða safarík atriði úr Destroy All Monsters (1968, 10 mín); Fists of the Double K (1973, 10 mín); Squirm (1976, 10 mín); The Incredible Melting Man (1977, 16 mín); Coffy (1973, 16 mín) og fleiri slíkum myndum. Það er engin önnur en sjálf Barbarella (1968, 98 mín) í leikstjórn Roger Vadim sem tekur lokasprettinn. Barbarella (Jane Fonda) er ógleymanleg í leit sinni að týnda vísindamanninum Duran Duran þar sem hún nýtur aðstoðar blinda engilsins Pygar. Einstakt tækifæri

til að sjá þessa heittelskuðu mynd í fullri lengd á Súper 8mm filmu. Can you imagine a 10-minute version of Gone with the Wind? Before VHS the public was forced to watch “selected scenes” from feature films on Super 8mm. Páll Óskar gladly presents this B-movie fiesta from his private collection, a potpourri of monsters, kung-fu, splatter, horror, sci-fi and blaxploitation. The experience includes some juicy moments from Destroy All Monsters (1968, 10 min), Fists of the Double K (1973, 10 min), Squirm (1976, 10 min), The Incredible Melting Man, (1977, 16 min) and Coffy (1973, 16 min) The climax of the show will be a special screening of a full length version of Roger Vadim’s Barbarella (1968, 98 min). Jane Fonda made film history as the space goddess who challenges the evil inhabitants of Sogo in her quest for the lost scientist Duran Duran, accompanied by the blind angel Pygar. Do not miss this opportunity to view this much-loved cult film on Super 8.


73

El Topo El Topo Alejandro Jodorowsky (MEX) 1970 125 mín, Digibeta Með El topo stökk fram á sjónarsviðið listamaður ólíkur öllum öðrum - og fór sjálfur með hlutverk samnefndrar andhetju. Tekin í Mexíkó, þrungin allegoríu og uppfull af hugmyndum sálgreinandans Jung. En þetta er líka sérstæður Mið-Ameríku vestri með sígildu hefndarmótívi og undarlegu samsafni aukapersóna: Holdveikissjúklingar, lesbíur, dvergar, vændiskonur, kúrekar og veimiltítur. Allt í allt veröld sem kannski aðeins Fellini og Herzog hefðu getað ímyndað sér. Hér má jafnframt greina uppruna Jodorowsky í avant-garde leikhúsi og sjá forspil að ferli hans sem leikara, myndasöguhöfundar og alræmds túlkanda Tarot-spila í París. Dýfðu þér á kaf í höfuð þessa brjálæðings þegar við sýnum glænýja útgáfu af El Topo. El Topo is Chilean Jodorowsky’s breakthrough film, featuring himself

as the anti-hero who goes through an awful lot. Shot on location in Mexico, El Topo is a dense allegory, grounded in Jungian ideas. But it is also a Central American cult western about a classic avenger, performing his ritualistic deeds, surrounded by lepers and lesbians, dwarves, prostitutes, cowboys and cowards, in a world only Fellini or Herzog could have created. The film reveals Jodorowsky’s background in avant-garde theatre, and it anticipates his future titles as an actor, comic book writer, and a notorious interpreter of Tarot cards in today’s Paris – a spirited character who has been celebrated and befriended by the likes of John Lennon and Marilyn Manson. Take a deep dive into the psychological landscape of a madman when we screen a new digitally restored copy of El Topo.

Fjallið heilaga The Holy Mountain ~ La Montana sagrada Alejandro Jodorowsky (MEX) 1973 114 mín, 35mm Í kjölfar El Topo tók Jodorowsky kvikmyndamiðilinn í aðra ævintýraför með myndinni Fjallið heilaga. Hún fjallar um glímu aðalpersónunnar við þá byrði að vera jesú-fígúra, t.a.m. fjöldaframleiðslu róðukrossa. Hún heldur í för til fjallsins heilaga í leit að ódauðleikanum. Það er leikstjórinn sjálfur, Jodorowsky, sem fer með aðalhlutverkið og veigrar sér ekki við að takast á við hverslags tabú. Hver einasti rammi er uppfullur af ljóðrænum táknum sem springa út í litríkum flugeldum og mun verkið án efa halda áhorfendum hugföngnum. Jodorowsky lifir sig inn í myndir sínar í bókstaflegri merkingu og er sannarlega einn fárra leikstjóra sem rannsakar og nýtir áhrifamátt miðilsins til fullnustu. With The Holy Mountain coming right after El Topo, Jodorowsky takes filmmaking on another mind-bending adventure. The Holy Mountain deals

with the protagonist’s burden of being a Jesus figure – and the mass production of crucifixes that follows. He ventures on a quest to the Holy Mountain in search of immortality by personally displacing the Gods. Jodorowsky, who himself plays the alchemical wizard, shows no fear of dealing with taboos of any kind, and the phantasms of The Holy Mountain reach metaphysical levels of enlightenment. Every frame trembles with poetic symbolism and explodes with colourful details – guaranteed to absorb its audience. Jodorowsky lives his films by principle, and he is one of the few directors who fully explore and exploit the film medium.

Athugið að El Topo og Fjallið heilaga verða sýndar saman á sérstakri miðnætursýningu. Note that El Topo and The Holy Mountain will be shown as a midnight double-feature.

Tjarnarbíó kl. 22 | 29.9 kl. 22 | 30.9 BÖNNUÐ BÖRNUM


filmfest.is

Stuttmyndir í brennidepli The shorts special

Dagskrá 1 | SUn 1.OKT 22:00 IÐNÓ

PROGRAM 1 | SUn 1.OCT 22:00 IÐNÓ

Arabískar nætur | Ari Alexander Ergis Magnússon (ICE), 7 mín. Hér er sögð hrikaleg örlagasaga bandaríska hermannsins Jack Kensly, 2.667 landa hans auk 46.307 íraskra borgara. Þetta eru arabískar nætur þúsund og einni nótt ... seinna. HelgI | Henrik Andersson (SWE), 32 mín. Tvö pör gera sér glaðan dag í sumarbústað úti á landi. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt eins slétt og fellt og virðist við fyrstu sýn. Súrrealískt drama sem lýsir yfirborðskenndum samskiptum fólks. Dauði byltingarinnar | Chris & Ben Blaine (UK), 6 mín. Tíu ára skólakrakkar gera uppreisn þegar einn þeirra er ranglega sakaður um að hafa stolið blýanti. Ég, hermaður | Köken Ergun (TUR), 7 mín. Á 7 mínútum tekst Köken Ergun að skyggnast inn í samofinn heim hernaðarog þjóðernishyggju. Mynd sem lýsir þeim öflum sem búa að baki hernaðarmaskínu okkar tíma. Aldrei eins og fyrsta skiptið Jonas Odell (SWE), 14 mín. Fjórar teiknimyndir þar sem manneskjur á ýmsum aldri lýsa fyrstu reynslu sinni af kynlífi – lifandi og skemmtileg mynd. Hlauptu | Peter Mackie Burns (UK), 11 mín. Döpur ung kona flýr gráan raunveruleikann á hlaupum þar til óvæntir atburðir gerast dag einn.

Arabian Nights Ari Alexander Ergis Magnússon (ICE), 7 min. This is the devastating story of the US soldier Jack Kensley, 2,667 of his fellow countrymen and 46,307 Iraqis – Arabian nights a thousand and one night…later. Weekend | Henrik Andersson (SWE), 32 min. Two couples meet in a summer cottage where things are not quite as they seem. This is a surreal short story that describes superficial communications between people that are trying to get to know each other. Death of the Revolution Chris & Ben Blaine (UK), 6 min. A class of ten year olds revolts when one of them is falsely accused of stealing a pencil. I, Soldier | Köken Ergun (TUR), 7 min. In seven minutes Köken Ergun describes a world of militarism and nationalism – the forces behind war. Never Like the First Time Jonas Odell (SWE), 14 min. Four animated shorts of people of different ages describing their first sexual experience. Run | Peter Mackie Burns (UK), 11 min. A sad young woman runs every day to escape the confines of her dreary job at a newspaper shop – until one day things take a remarkable turn.

Dagskrá 2 | SUn 8.OKT 18:00 IÐNÓ

PROGRAM 2 | SUn 8.OCT 18:00 IÐNÓ

Bylgjupappi | Jens Jonsson (SWE), 18 mín. Brothættir hlutir þarfnast þess að vera verndaðir í bylgjupappa. Fyrir suma gildir það sama um tilfinningar og sambönd. Einhliða ákvörðun | Björn Engström (SWE), 14 mín. Utanríkisráðherra Svíþjóðar styður loftárásir Sameinuðu þjóðanna á smáþorp í stríðinu gegn hryðjuverkum. Á meðan flugvélarnar eru að búa sig undir að varpa sprengjunum er ráðherrann í haldi hryðjuverkamanns á hótelherbergi. Kanínusögur | Sean Conway (UK), 8 mín. Í Kanínusögum er skyggnst inn í hugarheim geðklofans Fenton Fullers. Að koma sér undan Lilja Ingólfsdóttir (UK/NOR), 8 mín. Kona sem fer í atvinnuviðtal lýgur um starfsreynslu sína í ferilsskránni. Í viðtalinu flækist hún í eigin lygavef. Blundur | Jason Affolder (US), 10 mín. Þögul kómedía í anda Buster Keaton og Charlie Chaplin. Smáskot | Carter Smith (US), 36 mín. Myndin segir frá einfaranum Ben sem gengur í menntaskóla í smábæ. Hann verður hrifinn af Gary – þokkafulla nýja stráknum í bekknum. Vann verðlaun fyrir bestu stuttmynd á Sundance kvikmyndahátíðinni í ár.

Linerboard | Jens Jonsson (SWE), 18 min. Fragile items need to be properly protected with cardboard. The same applies to human love and relationships. Unanimous decision | Björn Engström (SWE), 14 min. Swedish Foreign Minister supports U.N. bombings in the war against terror. While the planes are preparing to attack, she is being held by a terrorist in a hotel room. Rabbit Stories | Sean Conway (UK), 8 min. Rabbit Stories is a study of mental illness, a portrait of a young schizophrenic named Fenton Fuller. Exit the Situation Lilja Ingólfsdóttir (UK/NOR), 8 min. The ubiquitous story of a woman who goes for a job interview and lies about her CV. As the interview unfolds she falls deeper into the pit she has dug for herself. Snoozer | Jason Affolder (USA), 10 min.

A silent comedy reminiscent of Buster Keaton and Charlie Chaplin. Bug Crush | Carter Smith (USA), 36 min. Bug Crush is the story of Ben, a smalltown high school loner, whose fascination with Grant, will alter the course of his life. The winner of best short at Sundance this year.


ONE OF REYKJAVIK‘S FINE S T

GET A TASTE OF ICELAND AT THE RENOWNED DOWNTOWN RESTAURANT LA PRIMAVERA THE FRESHEST OF ICELANDIC FISH, MEAT AND VEGETABLES A TRULY DELICIOUS EXPERIENCE “They put on such a beautiful meal for us. We had the most amazing freshest fish I've ever had in my life. It was all so perfectly cooked too...Beautiful!”

Jamie Oliver’s Diary

SECOND FLOOR AUSTURSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK RESERVATIONS: 561 8555



Only the best in leather & fur For appointments call tel. 862-0160 Ester


Bókaðu bílinn heima

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS HER 33996 09/2006

- og fáðu 500 Vildarpunkta

Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur.

Safnaðu Vildarpunktum

50 50 600 • www.hertz.is



ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN EHF./SIA.IS

FLU 34139 09/2006

www.flugfelag.is | 570 3030

Njóttu dagsins

Taktu flugið Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is


d

G et n a l the e c I best view of We offer fabulous day tours to over 100 destinations in Iceland. You can book our tours through our online reservation system www.grayline.is

Höfðatún 12 · 105 Reykjavík · Tel.: +354 540 1313 · Fax: +354 540 1310 www.icelandexcursions.is · www.grayline.is · iceland@grayline.is



Klippiherbergi Mac Pro 2x 2.66 GHz Dual-Core Intel stækkanlegt í 2x 3.0 GHz 1 GB vinnsluminni stækkanlegt í 16 GB 250 GB harður diskur stækkanlegt í 2 TB

Mac

Windows

Þarftu að nota Windows? Er eitthvað forrit sem þú verður að nota, en það bara til fyrir PC tölvur? Núna geturðu sett upp Windows stýrikerfið á allar Intel tölvur frá Apple, og keyrt það samhliða hinu frábæra stýrikerfi Apple, Mac OS X. Kíktu í verslunina okkar og kynntu þér málið. www.apple.com/bootcamp

Apple IMC Laugavegi 182 105 Reykjavík 534 3400 www.apple.is Opnunartími í Apple húsinu Mánudaga til föstudaga 10–18 Laugardaga 11–16


VEITINGAHÚS/RESTAURANT Borðapantanir í síma: 562 4455 Skolabrú@skolabru.is

OPNUNARTÍMI mán - lau frá 18.00 E i n n i g o p i ð í h á d e g i n u m á n - f ö s f r á 12.00


Fjárfestingarfélagið Kirkjuhvoll

www.kirkjuhvoll.is


pipar / SÍA

Opened in July 2006, Silfur is the latest addition to Reykjavík’s growing culinary scene. Housed in the landmark Hótel Borg in the city centre, Silfur showcases new French cuisine in modern sophisticated surroundings. The adjoining lounge bar has already become one of the city’s favourite spots for enjoying a post-dinner cocktail.

New Style Restaurant / Pósthússtræti 11 / tel: 578 2008 / www.silfur.is


Reykjavík: Kringlan, Bankastræti 5, Faxafen 12 Garðabær: Miðhraun 11 Akureyri: Glerárgata 32 Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt. www.66north.is

klæddu þig vel



Eftir að hafa fengið sig fullsaddann af dökkum og óáhugaverðum bjór síns tíma tókst bruggmeistara einum að brugga bjór sem var frábrugðinn öllum öðrum, Pilsner Urquell. Þetta var árið 1842. Með því að nota tært vatn, hina einstöku Saaz humla og byltingarkennda bruggtækni, kom hann bænum Pilsen í Tékklandi tryggilega inn á landakortið og vínveitingahús um allan heim tóku þessum nýja myði fagnandi. Þetta var fyrsti gullni bjórinn sem kynntur var fyrir heimsbyggðinni og skartaði því bragði sem af flestum nú til dags er þekkt sem hið eina sanna bjórbragð. Prófaðu hann og dragðu þínar eigin ályktanir.

UPPLIFÐU HVERNIG BJÓR Á AÐ BRAGÐAST



Y T I EC

TH

S T R A ST

E R HE

VISIT REYKJAVIK REYKJAVIK.COM FOR ALL THE LATEST UPDATES ON RIFF

Hvítahúsið / SÍA

AND

Mikið hefur verið rætt og ritað um íslenska kvikmyndavorið í gegnum tíðina. Umfjöllun um gamla meistara sem ruddu brautina í íslenskri kvikmyndagerð er ætíð spennandi. Þeir unnu þrekvirki fyrir þá ungu og efnilegu kvikmyndagerðarmenn sem taka nú sín fyrstu skref og gróskan hefur sjaldan verið meiri. Það er greinilega kvikmyndavor í loftinu.

Breytt blað – á hverjum degi


ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS ICE 34244 09/2006

GÓÐ HUGMYND FRÁ ÍSLANDI

HVERT ERTU AÐ FARA? Skiptistöð á miðju Norður-Atlantshafi er líka góð hugmynd. Leiðakerfi Icelandair á sér engan líka á alþjóðlegum flugmarkaði. Í hverri viku býður Icelandair 140 áætlunarferðir til 22 áfangastaða austan hafs og vestan, svo að áhrifa frá okkur er farið að gæta víða. Hér og hvar.


filmfest.is

93

Sjáðu þetta: What to see: Kvikmynd

Tími

Staður


filmfest.is

Við þökkum: Thanks to:

Austurríska sendiráðið Bandaríska sendiráðið Danska sendiráðið Finnska sendiráðið Franska sendiráðið Rússneska sendiráðið Spænska sendiráðið Sænska sendiráðið Þýska sendiráðið Kanadíska sendiráðið

Aleksandra Engel Alexander Ergis Magnússon Andrew Blackwell Andri Snær Magnason Anna Wojtynska Annamária Basa Anne-Marie Harms Ármann kr. Ólafsson Arni Matthíasson Árni Ólafur Ásgeirsson Baldur Kristjánsson Bláa lónið Börkur Arnarson Bragi Björnsson Brian Coffey Brooks Walker Cam Haynes Christian Juhl Lemche David Jourdan Dóra Magnúsdóttir Einar Hansen Tómasson Eliza Jóhannsdóttir Elizabeth Rosen Erling Páll Karlsson Erna Valbergsdóttir Eva Rún Þorgeirsdóttir Geir Þorsteinsson Gisela Wiltschek Grímur Hákonarson Guðfinna Pétursdóttir Guðjón Magnússon Guðmundur Davíðsson Guðrún Alda Harðardóttir Guðrún Helga Jónasdóttir Gunnar Aðalsteinsson Gunnar Almer

Gunnar Gunnarsson Gunnar Gunnsteinsson Gunnlaugur Karlsson Gyða Sveinsdóttir Halldór Einarsson Helgi Páll Karlsson Herbert Sveinbjörnsson Hilmar Jónsson Hörður Kristbjörnsson Hrólfur Jónsson Íris Reynisdóttir Isabelle Griessbach Ísleifur Þórhallsson Jaana Puskala Jane Appleton Jóhann Gerard Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Jolanta Galicka Jón Ólafsson Jón Þór Hannesson Karl J. Sighvatsson Karl Steinar Valsson Kirsi Tykkylainen Kolbeinn Bjarnason Kristín Erna Kristín Jóhannesdóttir Lárus Valgarðsson Laufey Guðjónsdóttir Leó Stefánsson Lucie Kalmer Magnús Gunnarsson Magnús K Hannesson Margrét Rósa Einarsdóttir María Rut Reynisdóttir Marit Lighthart Marta Macuga

Þrír Frakkar

Mel Agace Nadine Court Ólafur Sörli Kristmundsson Ómar Þórdórsson Páll Óskar Hjálmtýsson Pálmar S. Sigurgeirsson Paméla Leu Pascale Ramonda Paul Hahn Pétur Valsson Ragnheiður Böðvarsdóttir Reynir Lyngdal Robin Rhodes Saara Toivanen Sanna Kultanen Sif Gunnarsdóttir Sigurbjörg Þrastardóttir Sjón Solveig Sovik Starfsfólk 10-11 Stefán Ólafsson Stefanie Hontscha Sunna Dögg Ásgeirsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir Sveinbjörn I. Baldvinsson Þorsteinn Sæmundsson Þórarinn Guðnason Þórir Ólafsson Torfi Jónsson Valgerður Sverrisdóttir Vilhjálmur Knudsen


Reykjavík International Film Thursday Festival 28.Sep Tjarnabíó Out of Bounds

Taxidermia

14:00 Iðnó Tjarnarbíó Sentenced Ho...

Euphoria

16:00 Iðnó

Wednesday

Thursday

Friday

Saturday

Sunday

3. Oct 4. Oct 5. Oct 6. Oct 7. Oct 8. Oct

Tuesday

14:00 | 15:00

DeNADIE

Hotel Harabati

Our Daily Bread

17:45

Human Rights...

Grbavica

Our Daily Bread

A Soap

Lights in the D...

Act normal

Fresh Air

The Powder Keg

Dead Man’s car...

We Shall Over...

In Between Days

Elegy of Life

Claire Dolan

Half Moon

Frozen City

Claire Dolan

18:20 Gasolin

Boss of it all

In Between Days

Glue

The Sun

We Shall Over...

17:45

Short films 2

Glue

Anna

Fresh Air

2. Oct

Farewell Falken...

When Children...

Monday

Grbavica

When Children...

1. Oct Grbavica

Sentenced Home

Before Flying...

Sunday

Hotel Harabati DeNadie

When Children...

30.Sep Winter Journey Innocence

Wrath of Gods

Saturday

Red Road Out of Bounds

Shortbus

Life in Loops

Destricted

Frozen City

Gasolin

The Optimist

Moon

Act Normal

Friday

12:08 East of... Out of Bounds

Glue

15:45 Half

The Girl is Mine

Keane

Innocence

Lights in the D...

Ea...

Smiling in a Wa...

15:45

22:15 12:08

Before flying...

I Am

Farewell ...

Innocence

Balordi

Whole New Th...

Shortbus

Sherrybaby

29.Sep Euphoria

Taxidermia Rolling Like A... Family Re

Háskólabíó s.1

17:30

Háskólabíó s.2

Hotel Harabati

The Secret Life...

18:30

The Secr...

Paradise Now

A Soap

The Optimists

Princess

The Cats...

18:15

20:00

Farewell Falkenberg

20:30 Berg Ejvind og Benni HH.

The US vs. Joh...

Can

Adjus...

Elegy of Life

20:30 Berg Ejvind og Benni HH,

20:20 We

22:00

Wrath of Gods

20:10 The Road to Guantanamo

Unfolding Flor...

18:15

Whole New Th...

The Adjuster

Tjarnarbíó

18:00 Euphoria

12:08 East of Bucharest

Red Road

Unfolding Flore...

Balordi

20:10 The Road to Guantanamo

Iðnó Háskólabíó s.1 Mezcal The Powder Keg

Winter Journey

20:20 Half

in L...

Blockade

Háskólabíó s.2 Russian Ark

20:30 Before Flying back

The Cats of Mir...

20:30 Life

Sweet..

A time for...

Háskólabíó s.3 The Powder Keg Sherrybaby

The Sweet Her...

Frozen City

20:30 The

The Queen endursýnd

The Girl is Mine

Crows

Fresh Air

Tjarnarbíó

Dead Man’s Ca...

20:15 Dead

Turtles Can fly

The Girl Is Mine

ACT NORMAL

In Between Days

Clean Shaven

The Road to G...

Ma...

22:15 Zidane

Gasolin

Nothing

Life in Loops

22:30 Paradise

Ca...

Keane

N

Shall...

Destricted

Mid Winter’s Ni...

The Cats of Mir... Keane

Unfolding Flor...

Unfolding Flor...

20:10 Four

20:10 I

Sherrybaby

Secret

min...

The Sweet Her... 22:20 Four

The Super-8 Show

Daft Punk’s Ele...

20:30 Zidane

Four Minutes

Nothing

A Time for Dru...

21:00 Talent

22:30 Shortbus

Sh...

moon

20:20 I

Our Daily Bread

Clean Shaven

22:15 Super-8

22:30 Rolling

AM

20:20 Falling

Balordi

Claire Dolan

Free Radicals

DeNADIE

Smiling in a Wa...

Turtles Can fly

The Optimists

Falling

22:15 Taxidermia

Iðnó

Lights in the D...

20:10 Mezcal

Exotica

Sentenced Home

Háskólabíó s.1 Summer Palace 20:10 Turtles 20:10 Exotica

Free Radicals

22:15 Red

Tjarnarbíó

lik...

Iðnó

Sun

A.

Zidane

Háskólabíó s.2 20:15 The

Mid Winter’s Ni...

Rolling Like a S...

22:30

23:00 Princess

22:20 Exotica

Min...

Háskólabíó s.3

Northern Skirts

Winter Journey

22:25 Crows

Háskólabíó s.1

Northern Skirts

Am

Háskólabíó s.4 Mid Winter’s Ni...

Smiling in the ...

22:30 The

22:30 Russian

...

Road

22:15 Before

Paradise Now

Summer Palace

22:30 Northern

Fl...

El Topo

22:30 Clean

Whole New Th...

Háskólabíó s.2

Short films 1

El Topo

22:25 The

22:30 Electroma

The Adjuster

Mou...

A Time for Dru..

22:30 Electroma

22:30 Mezcal

22:25 Princess

22:15 Summer

Destricted

00:25 Holy

...

Free Radicals

The Sun

Mou...

A.

Falling

22:30 Blockade

00:25 Holy

22:20 Russian

22:10 Blockade

Háskólabíó s.3 Háskólabíó s.4 00:00 Tjarnarbíó


Reykjavík International Film Fimmtudagur Festival 28. Sept Óhlekkjaður

Uppstoppun

14:00 Tjarnarbíó

Tjarnarbíó Dæmdur heim

Sæluvíma

16:00

Iðnó

Iðnó

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Grbavica

Sakleysi

Stúlkan er mín

Föstudagur

Shortbus

Far vel Falkenb...

Laugardagur

Sunnudagur

Anna

Áður en flogið er

Þegar börn lei...

Þegar börn lei...

14:00 | 15:00

Reiði Guðanna

Ferskt loft

Vertu eðlilegur

Þegar börn lei...

3. Okt 4. Okt 5. Okt 6. Okt 7. Okt 8. Okt

Dæmdur heim

Þriðjudagur

Grbavica

2. Okt

Af engum

Mánudagur

Harabati hótelið

1. Okt

Sakleysi

Sunnudagur

Vetrarferð

30. Sept

Óhlekkjaðir

Laugardagur

Óhlekkjaðir

Rauður vegur

Föstudagur

12:08, austur...

15:45

29. Sept Sæluvíma

Áður en flogið er

Lím

Sakleysi

Frosin borg

au...

Sherry, elskan

22:15 12:08,

Shortbus

Lím

Gasolin

Keane

Stuttmyndir 2

tungl

Lím

17:45

15:45 Hálft

Daganna á milli

Draumurinn

Far vel F...

Uppstoppun Brosað á stríðssvæði

Eins og Rolling... Góðir Gest 17:30

18:20 Gasolin

Forstjóri heila...

Ljós í húminu

Lífsins harmljóð

Frosin borg

Allt annað dæmi

Ferskt loft

Dagana á milli

Hálft tungl

Ég er

Vertu eðlilegur

Með dauðann...

Draumurinn

Þrjótur

Grbavica

Ljós í húminu

Háskólabíó s.1

Harabati hótelið

Mannréttinda...

Sápa

Harabati hótelið

Af engum

Sápa

20:30 Fjalla Eyvindur B. H.H.

Vort daglegt br...

Florence afhjúp...

20:30 Fjalla Eyvindur B. H.H.

Púðurtunnan

21:00

Reiði Guðanna

Claire Dolan

Florence afhjúp...

Lífsins harmljóð

Claire Dolan

Bandaríkin gegn..

Vertu eðlilegur

Far vel Falkenberg

Sólin

Kettirnir h...

15:45

Ótakmarkað

Kettirnir hans M...

20:20 Draumur...

20:30 Lífið

18:15

Vort daglegt br... 18:30

20:10 Leiðin til Guantanamo

Frosin borg

20:30 Framhalds..

Leynilíf ... Hinir bjartsýnu

Lífið í lykkjum

Háskólabíó s.2 18:00 Tjarnarbíó

Hinir bjartsýnu

Leynilíf orðanna

Sæluvíma

12:08, austur af Búkarest

18:15

Prinsessa

Stúlkan er mín

20:20 Hálft

20:15 Með

Krákur

Tjarnarbíó Iðnó Brosað á stríðs...

Háskólabíó s.1 Sumarhöllin

Umsátur

Paradís núna

Rauður vegur

Florence afhjúp..

Þrjótur

Allt annað dæmi

Tjón

Iðnó Háskólabíó s.1 Mescal Púðurtunnan

20:10 Leiðin til Guantanamo

Framhaldslífið lj...

Hreinn, rakaður

Tími drukk

Háskólabíó s.2 Rússneska örkin

Vetrarferð

Daganna á milli

Með dauðann...

20:10 Fjórar

20:10 Ég

Skjaldbökur get...

Háskólabíó s.3 Púðurtunnan

Florence afhjúp...

Ótakmarkað

Fjórar mínútur

Ekkert

Draumur á Þor...

20:00 Sherry, elskan

20:30 Áður en flogið er aftur til...

20:30 Zidane

Vort daglegt br...

Hreinn, rakaður

Tími drukknu.

Drottningin

20:20 Ég

Þrjótur

Claire Dolan

Sindurefni

er

Leiðin til Guanta..

Ferskt loft

Electroma

Sherry, elskan

Lífið í lykkjum

22:30 Paradís

Tími drukknu...

22:30 Electroma

22:30 Mescal

Stúlkan er mín

Gasolin

frh.

22:15 Zidane

Ekkert

22:30 Norðurl

Keane

n...

Kettirnir hans M...

dauð...

Norðurljós

20:20 Fallandi

Skjaldbökur geta.

Hinir bjartsýnu

Fallandi

...

tungl

Ljós í húminu

20:10 Mescal

Exotica

22:15 Super-8

er

20:10 Skjaldbökur 20:10 Exotica

Sindurefni

22:15 Uppstopp..

Af engum

í L...

Háskólabíó s.2 20:15 Tjón

Draumur á Þor...

22:15 Rauður

Dæmdur heim

Zidane

Háskólabíó s.3

Norðurkjálkinn

Vetrarferð

Eins og Rolling...

mín..

Háskólabíó s.4 Draumur á Þor...

22:15 Áður

22:30 Leynilíf

veg

El Topo

Brosað á stríðs...

Sumarhöllin

en fl...

El Topo

22:30 Shortbus

Stuttmyndir 1

Paradís núna

22:00 Tjarnarbíó 22:30 Eins

Allt annað dæmi

og R...

Iðnó

22:30 Hreinn,

Keane 22:30 Electroma

22:30

22:25 Sólin

Framhaldslífið...

22:15 Sumarhöll..

22:25 Krákur

22:25 Prinsessa

22:30 Rússnesk...

Sindurefni

...

23:00 Prinsessa

ra... 22:30 Norðurkjá...

22:20 Fjórar

Háskólabíó s.1

Tjón

Háskólabíó s.2

Ótakmarkað

Super-8 sýningin

mín..

Sólin

Fallandi

22:20 Exotica

22:10 Umsátur

Noðurkjálkinn

22:20 Rússnesk...

00:25 Fjallið heilaga

22:30 Umsátur

00:25 Fjallið heilaga

Háskólabíó s.3 Háskólabíó s.4 00:00 Tjarnarbíó


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.