SJÁVARAFL Maí 2019 2. tölublað 6. árgangur
Til hamingju með daginn sjómenn!
Sjórinn er upphaf alls lífs
Gæðastjórnun vinsælust
ValuePump™
Hvaðan kemur fiskurinn í framtíðinni?
Íslensk orka á sjó
Siglingasportið á Íslandi
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR
Aflamark: 213.517.889 kg Veiddur afli: 74,1%
UFSI
Aflamark: 68.101.792 kg Veiddur afli: 53,9%
KARFI
Aflamark: 41.177.978 kg Veiddur afli: 69,4%
ÝSA
Aflamark: 49.495.752 kg Veiddur afli: 74,5%
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
Við erum og verðum fiskveiðiþjóð
Í
slendingar hafa séð neytendum um allan heim fyrir úrvals fiski. Byggir þetta á hefð í margar aldir. Við upphafs 18. aldar stunduðu íslendingar saltfiskverkun sem mótuðu félagslegar og efnahagslegar aðstæður almennings. Til sjávar lifði fólkið að mestu á fiski enda oftast mjög stutt á fengsæl fiskimið.
Íslendingar hafa verið duglegir að tileinka sér nýjustu tækni við veiðar og annað sem tengist sjávarútvegsgeiranum. Hafa frumkvöðlar og hugsjónarmenn sem hafa viljað ganga alla leið til að gera hlutina að veruleika gert marga ótrúlega hluti. Sem dæmi er vinnsluferlið og nýting á hráefnum í dag til fyrirmyndar, þar sem við höfum ekki endalaust framboð af fiski og eru strangar gæðakröfur gerðar í dag til að tryggja kaupendum gæði vörunnar. Fiskveiðar eru stundaðar allstaðar þar sem fisk er að finna og er fiskur mikilvæg fæða á mörgum menningarsværðum. Fiskifræði er ung vísindagrein og alltaf er verið að gefa okkur betri mynd af náttúrunni. Þá er ekki hægt að sleppa því að minnast á óhuganlegt magn af úrgangi og spilliefnum sem berast í sjóinn daglega í hafið. Allt þetta hefur áhrif á vistkerfi sjávar af völdum manna og 80% af allri megnun í höfum kemur frá landi. Við getum ekki státað okkur endalaust af því að okkar úrvalshráefni komi úr hreinu hafi við strendur Íslands, því sem dæmi hefur plastmengun í hafi skaðleg áhrif fyrir fiskveiðar og náttúru. Saga okkar lands og þjóðar hefur byggst upp á sjómennsku, oft hafa geisað mikil illviðri við strendur landsins og skip farist. Ef það var hægt að bjarga, þó það væri ekki nema hluta af áhöfn, var það hið mesta þrekvirki. Sjómenn hættu oft á tíðum lífi sínu við sjósókn hér fyrr á öldum. Það er eitt af markmiðum Sjómannadagsins að minnast þeirra manna sem látist hafa við störf sín og huga að öryggismálum til sjós og lands ásamt slysavörnum. Dagurinn er einnig gleðidagur og sameinar sjómannsfjölskyldur og aðstandendur þeirra.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Blaðamenn: Alda Áskelsdóttir Katrín Lilja Jónsdóttir Magnús Már Þorvaldsson Sigrún Erna Geirsdóttir Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Sjómannadagurinn er haldin hátíðlegur um land allt, menn hljóta heiðursmerki fyrir vel unnin störf og njóta þess að vera til og vera í faðmi fjölskyldunnar. Sjómenn eru og verða hetjur hafsins. Á þessum degi um land allt taka sumir þeirra þátt í koddaslagi eða kapphlaupi í sjóstökkum og þræða nálar, ásamt öðru sem gleður alla. Sjómenn og aðrir landsmenn gleðilega hátíð og hjartanlega til hamingju með Sjómannaadaginn. Megi sjósókn og glíman við Ægi verða ávalt ykkur í hag.
Elín Bragadóttir ritstjóri
Megi farsæld og fengsæld fylgja ykkur.
Pipar\TBWA \ SÍA
www.skaginn3x.com
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2017
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin
Gömlu dagana gef þú mér
Í
Lilju Eysteins Ásgrímssonar munks er kveðið: „Varðar mest til allra orða undirstaðan réttleg fundin“. Það varðar okkur sem þjóð miklu að undirstaða sjávarútvegsins, vistkerfi hafsins, sé vettvangur vandaðra og metnaðarfullra rannsókna. Að við eigum vísindamenn í fremstu röð sem finna kröftum sínum viðnám í skjóli öflugra stofnanna. Sem jafnframt njóta stuðnings og aðhalds í störfum sínum, meðal annars og ekki síst í samtölum og samskiptum við sjómenn. Þekkingu sjómanna á hafinu og lífríkinu má enda nýta enn betur í þessum tilgangi en nú er gert. Alþingi ályktaði á síðasta ári, í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, að hafin yrði smíði nýs hafrannsóknaskips. Þessi ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga og hefur ráðuneyti mitt þegar hafið undirbúning að smíði skipsins. Hið nýja skip mun gera Íslendingum kleift að auka þekkingu sína á hafinu umhverfis Ísland og þeim breytingum sem þar eru að verða, m.a. með hlýnandi loftslagi og breytingum á vistkerfi hafsins. Smíði skipsins mun styrkja stöðu Íslands sem fiskveiðiþjóðar enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Hafrannsóknir byggja hverju sinni á bestu fáanlegu tækni og verða ný og betrumbætt tæki í nýju rannsóknaskipi afar mikilvæg fyrir starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Við þekkjum að tækninni fleygir fram og myndi margan reyndar undra hversu fullkomnum tækjum bestu veiðiskip okkar Íslendinga eru búin. Við höfum lengi þekkt mikilvægi þess að sjómenn, útvegsmenn og stofnanir ríkisins vinni af samhentum hug að rannsóknum á helstu nytjastofnum. Forsenda þess góða samstarfs er meðal annars sú tækni og þekking sem er um borð í veiðiskipum. Oft er mikið og lengi rætt um breytingar sem tæknin muni hafa í för með sér. Að við stöndum á þrepskildi fjórðu iðnbyltingarinnar sem muni meðal annars leiði til fækkunar starfa og breytts atvinnulífs. Ýmislegt er til í þessu en seint verður málum svo hagað að sjómenn muni missa gildi sitt fyrir þjóðina. Ætti því að taka þessum spádómum með hæfilegum fyrirvara. Svo slegið sé á léttari strengi, þá myndi ég halda að við stjórnmálamenn gengjum altént öllu fyrr úr skaftinu. Í mínu ungdæmi var vinsælt dægurlag, þar sem þess var óskað að komið væri árið 2012 – „þá vélar unnu störfin og enginn gerði neitt“. Sem kann að vera draumur einhverra, en þó líklega ekki ýkja margra. Muni ég rétt þá var forsætisráðherrann orðinn „gamall IBM“, en textahöfundana lengdi þó eftir því liðna enda hljómaði viðlagið: „gömlu dagana gef þú mér“. Þegar ég læt hugann reika aftur til gömlu daganna þá hugsa ég einna helst til sjómannadagsins og þeirra hátíðarhalda sem þessum þýðingarmikla degi hafa ávallt fylgt. Sjómannadagurinn er í senn táknrænn fyrir þann hlýhug og þá virðingu sem íslenska þjóðin ber til íslenskra sjómanna en einnig mikilvægur minnisvarði um þýðingarmikið og öflugt framlag sjómanna í áranna rás. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs sjómannadags.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
4
SJÁVARAFL MAÍ 2019
GLORÍAN sem bylti flottrollsveiðum
Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn. Á síðustu 30 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.
– veiðarfæri eru okkar fag
6
SJÁVARAFL MAÍ 2019
„Öflugt flutningskerfi um heim allan“ Alda Áskelsdóttir
Samskip skipar mikilvægan sess í inn- og útflutningi til og frá landinu. Fyrirtækið hefur um langt árabil byggt upp stórt og öflugt flutningsnet út í heim og getur því boðið viðskiptavinum sínum upp á heildstæðar lausnir í flutningum. Fyrir rúmu hálfu ári var skipt um mann í brúnni og við stjórninni tók Birkir Hólm Guðnason. Hann segir það spennandi verkefni að fá tækifæri til að stýra Samskipum á Íslandi til móts við nýja tíma þar sem enn ríkari kröfur séu gerðar í umhverfismálum og hagkvæmum flutningum á milli landsvæða. Nýr forstjóri Samskipa hf, Birkir Hólm Guðnason, var Samskipum ekki al ókunnur þegar hann hóf þar störf fyrir rúmu hálfu ári og kannski má jafnvel draga þá ályktun að í raun hafi hann stefnt á að starfa hjá fyrirtækinu allt frá því á námsárunum. „Mér buðust ýmis tækifæri eftir að ég lét af störfum hjá Icelandair, bæði hér heima og erlendis. Ég ákvað hins vegar að taka tilboði Samskipa ekki síst þar sem ég þekki fyrirtækið frá fyrri tíð,“ segir Birkir og bætir við: „Ég sigldi á Dísafellinu árið 1992 og vann svo tvö sumur á skrifstofu Samskipa á Akureyri og í meistaranámi mínu í Álaborg skrifaði ég lokaverkefnið mitt fyrir Samskip. Mér fannst þetta því spennandi verkefni að takast á við og finnst það enn eftir þessa mánuði í starfi.“ Hann segir að einnig hafi spilað inn í að starfið sé í eðli sínu ekki svo ólíkt því sem hann gegndi hjá Icelandair. „Ég starfaði í átján ár fyrir Icelandair, þar af stýrði ég félaginu í tíu ár. Ég var í farþegaflutningum þá en er í vöruflutningum núna. Hjá Samskip rekum við leiðakerfi og áhersla er lögð á áreiðanleika, stundvísi, nýtingu, einingakostnað og einingatekjur – þetta eru mikið til sömu lögmál og gilda í fluginu,“ segir Birkir og bætir kíminn við: „Ég hef hins vegar þurft að læra ýmis ný heiti og skammstafanir sem eru ólíkar þeim sem ég átti að venjast en það hefur bara gengið mjög vel.“
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa hf, var fyrirtækinu ekki alls ókunnur þegar hann tók við stjórnartaumunum. Hann skrifaði m.a. lokaverkefni í meistaranámi sínu fyrir fyrirtækið.
Nýtt og betra leiðakerfi Samskip hefur mikil umsvif á íslenska flutningamarkaðinum en þau umsvif eru þó lítil í samanburði við það sem gerist erlendis. Hér á landi starfa um fimm hundruð manns en hjá fyrirtækinu í Rotterdam þar sem móðurfélagið hefur höfuðstöðvar eru starfsmennirnir um eitt þúsund. Þá rekur Samskip sextíu og fimm skrifstofur í tuttugu og fimm löndum. Birkir segir að allt kapp sé lagt á að veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Hjá Samskipum hefur verið byggt upp gríðarlega stórt flutningsnet og því sé ekkert því til fyrirstöðu að koma vörum á áfangastaði hvert sem er í heiminum. „Við leggjum áherslu á að þjóna viðskiptavinum okkar vel og bjóða þeim upp á lausnir sem henta þeim sem best. Með þetta í huga tókum við því upp nýtt leiðakerfi í vetur.“ Eftir breytingarnar er Samskip með fimm skip á sínum snærum hér á landi í stað fjögurra áður. „Eitt þessara skipa siglir ströndina en hin fjögur sigla tvö og tvö á móti hvort öðru til Evrópu. Annað skipið fer frá Bíldudal á miðvikudögum þar sem það tekur lax. Daginn eftir er það í Reykjavík og þá fer fimmtudagsframleiðslan um borð og á sunnudegi er skipið komið til Hull. Hitt skipið siglir hins vegar frá Reykjavík á miðvikudegi og kemur við í Vestmannaeyjum og Færeyjum á leið sinni til Rotterdam þar sem skipið er á sunnudegi.“ Þessar breytingar gera það að verkum að í báðum tilfellum er fiskurinn kominn á markað úti í heimi á mánudögum. „Besta verðið fæst fyrir fiskinn á mörkuðum á mánudögum og með þessu náum við að þjónusta viðskiptavinina betur en áður.“ Birkir segir að þessar breytingar komi sér ekki síður vel fyrir þá sem flytja inn vörur. „Skipin eru komin aftur til landsins á sunnudögum
„Hjá Samskip rekum við leiðakerfi og áhersla er lögð á áreiðanleika, stundvísi, nýtingu, einingakostnað og einingatekjur – þetta eru mikið til sömu lögmál og gilda í fluginu.“
SJÁVARAFL MAÍ 2019
7
„Við leggjum áherslu á að þjóna viðskiptavinum okkar vel og bjóða þeim upp á lausnir sem henta þeim sem best. Með þetta í huga tókum við því upp nýtt leiðakerfi í vetur.“ og mánudögum sem tryggir að innflytjendur ná að koma nýjum og ferskum vörum í verslanir fyrir helgarnar.“
„Viljum veita persónulega og sveigjanlega þjónustu“ Eins og önnur fyrirtæki leitar Samskip sífellt leiða til að auka hlutdeild sína á markaði. „Okkar áherslur liggja í þjónustunni við viðskiptavinina, að hún sé persónuleg og lausnamiðuð. Orðsporið selur mest. Þar fyrir utan tel ég að tækifæri liggi í geymslu og pökkun á vörum og styttri og hentugri afhendingartíma. Ég sé einnig mikil tækifæri liggja í tækninni – stafrænni þróun þannig að viðskiptavinir okkar geti haft betri yfirsýn yfir ferlið s.s. hvar varan sé stödd á hverjum tíma o.s.frv., ásamt því að finna umhverfisvænni leiðir og lausnir á flutningi varnings á milli staða.“ Ísland er eyja og markaðurinn stendur eðli málsins samkvæmt undir ákveðnu magni sem fer til og frá landinu. Það sem flutt er frá landinu er að megninu til fiskur og ál og það sem helst er flutt til landsins eru að mestu bílar, byggingavörur, matvara og heildsöluvarningur. „Það er margt sem getur haft áhrif á magn inn- og útflutnings. Ferðamannastraumurinn hingað til lands hefur til að mynda orðið til þess að fleiri bílar og meiri matvara er flutt til landsins, auk byggingavöru o.s.frv. Flutningafyrirtæki á borð við Samskip þarf því að takast á við sveiflur sem helst í hendur við hagvöxt almennt í landinu. Við þurfum því alltaf að vera á tánum, fylgjast vel með og nýta tækifærin eins og kostur er.“
innanlandsflutningum um 11% á fimm ára tímabili – frá 2015 til 2020 og í skipaflutningum um 10% á sama tímabili. Þá ætlum við einnig að auka hlutfall endurnýtanlegs úrgangs frá starfseminni úr 46% í 60 prósent á þessum árum.“ Samskip festi kaup á norsku skipafélagi í fyrra og með í þeim kaupum fylgdu tvö skip sem ganga fyrir fljótandi jarðgasi. „Þessi skip gefa góð fyrirheit um hvað mögulegt verður að gera í framtíðinni í þessum geira. Þessi skip losa t.d. um 70% minna af koltvísýringi á hvert flutt tonn á kílómetra en vöruflutningabílar, auk þess sem skipin eru mun hagkvæmari þegar kemur að orkunýtingu í samanburði við skip sem brenna hefðbundinni skipaolíu.“ Samskip var valið til að leiða spennandi verkefni í Noregi en það snýr að þróun næstu kynslóða sjálfbærra skipaflutninga á styttri sjóleiðum. Það er ekki síst vegna umhverfisstefnu Samskipa sem fyrirtækið var valið til að leiða verkefnið. „Samskip er leiðandi í visthæfni sem stærsta fjölþátta flutningafyrirtæki í Evrópu. Þegar talað er um fjölþátta flutninga er átt við að vörur eru fluttar á sjó, með lestum, á vegum og prömmum en slíkir flutningar eru umhverfislega hagkvæmir og hafa þróast síðust ár í takt við kröfur neytenda. Viðskiptavinir líta í auknum mæli til flutninga sem draga úr losun koldíoxíðs.“ Birkir segir að Samskip taki samfélagslega ábyrgð sína mjög alvarlega og beiti virkum aðgerðum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar og þar spili fjölþátta gámaflutningskerfið stóran þátt og hafi skipað Samskip þann sess að vera leiðandi fyrirtæki þegar kemur að aðgerðum til að draga úr mengun og útblæstri. „Við leitum stöðugt lausna til að draga úr mengun en flutningur varnings á milli svæða og landa er nauðsynlegur og eitthvað sem ekki er hægt að vera án í nútíma samfélögum. Í samanburði á fraktflutningum í flugi og á sjó er þumalputtareglan sú að fyrir hvert flutt tonn farms eru gróðurhúsaáhrif flugsins um 10 til 15 sinnum meiri en flutningaskips.“ Þegar litið er yfir stefnu Samskipa í umhverfismálum má sjá að hún er heildstæð og nær til allra þátta í rekstrinum. „Við reynum að sýna ábyrgð á öllum sviðum, hvort sem það er að flokka sorp sem fellur frá mötuneytinu, notkun umhverfisvænna efna við þrif á bílum og gámum og allt til bifreiðanna og skipanna. Í Rotterdam rekum við til að mynda stórar geymslur þar sem rafmagnið kemur að miklu leyti frá sólarsellum. Við tökum einnig þátt í ýmsum samfélagsverkefnum og vorum meðal annars eitt stofnfélaga Votlendissjóðsins en sá sjóður vinnur að endurheimt votlendis. Endurheimt votlendis dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og er stunduð af miklum krafti í fjölmörgum löndum og er ein áhrifaríkasta leið okkar Íslendinga til að draga úr mengun.“
Við erum með skýra stefnu þegar kemur að umhverfismálum og höfum einsett okkur að minnka kolefnissporið í innanlandsflutningum um 11% á fimm ára tímabili – frá 2015 til 2020 og í skipaflutningum um 10% Þegar talið berst að stórá sama tímabili. skipahöfn í Finnafirði og þeim Þá ætlum við einnig að auka möguleikum sem opnast bráðni ísinn í Norður-Íshafinu segir Birkir hlutfall endurnýtanlegs úrgangs að Samskip hafi ekki tekið þátt í þeirri forvinnu sem hefur átt sér frá starfseminni úr 46% í 60 stað í Finnafirði. „Okkar aðalmarkaður prósent á þessum árum.“ er í Evrópu þó við bjóðum að sjálfsögðu upp á flutning til annarra heimsálfa líka. Við fylgjumst með þróuninni sem er mjög spennandi og bregðumst við eftir því sem fram vindur. Það eru enn of margir óvissuþættir í þessu máli til að taka stórar ákvarðanir á þessu stigi. Núna skiptir hins vegar mestu máli að taka ákvarðanir út frá viðskiptavinunum og bjóða upp á þá þjónustu sem hæfir þörfum þeirra best.“
„Samskip í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum“ Umhverfisvitund almennings hefur aukist mikið á síðustu árum, bæði heima og heiman. Sífellt heyrast háværari raddir og viðskiptavinirnir verða kröfuharðari hvað þessi mál varða. „Þetta er málaflokkur sem okkur hjá Samskip er mjög umhugað um og við höfum verið í fararbroddi á þessu sviði. Við erum með skýra stefnu þegar kemur að umhverfismálum og höfum einsett okkur að minnka kolefnissporið í
8
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Breyttar aðstæður þjónustufyrirtækja í sjávarútvegi
„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar“ Sigrún Erna Geirsdóttir
Eins ánægjulegt og það er að þörf endurnýjun á íslenska fiskiskipaflotanum hafi farið af stað fyrir nokkrum árum þá hafði endurnýjunin stundum neikvæð áhrif á rekstur ýmissa fyrirtækja sem byggðu á viðhaldi flotans. Við tókum Lailu Björk Hjaltadóttir, fjármála- og viðskiptastjóra MD véla, tali og spurðum hana út í breytingarnar sem koma í kjölfarið.
Skjótt brugðist við breytingum „Allir í okkar bransa hafa fundið fyrir endurnýjun skipanna, það voru svo margir sem tengdust viðhaldi á vélbúnaði í gömlu skipunum. Þetta gerðist líka svo hratt,“ segir Laila. Þegar það lokist einar dyr þá opnist hins vegar oft aðrar. „Við brugðumst hratt við og fórum að vinna meira með þenslutengi; bæði breikka vöruúrvalið og viðskiptahópinn. Það gekk vel og okkar stærsti umboðsaðili, VM Kompensator sem er í Danmörku, kom fljótt inn.“ Þessi snöru handtök hafa margborgað sig enda segir Laila að þetta sé byrjað að skila sér. „Það er frábært tækifæri fyrir fyrirtækið að fá svona góða samstarfsaðila og geta haldið áfram að vaxa. Lengi vel byggði rekstur MD véla nánast alfarið á útgerðinni en núna er stór hluti af minni vinnu að sjá um önnur fyrirtæki. Fyrirtækið hefur því breyst mikið.“ Engu að síður séu þeirra aðal viðskiptavinir enn í sjávarútvegi og þeim sinnt áfram af alúð. Er það Hjalti, faðir Lailu, sem sér að mestu um þá enda hefur hann ómetanlega þekkingu og reynslu þegar kemur að vélbúnaði og viðhaldi. „Okkar stærsta umboð er Mitsubishi og við höfum verið umboðsmenn fyrir þá síðan 1990. Við erum einnig með umboð fyrir Sole Diesel sem er spænskt fjölskyldu fyrirtæki sem er búið að vera
Laila Björk Hjaltadóttir, fjármála- og viðskiptastjóri MD-véla
í rekstri í yfir 100 ár.“ Sole Diesel býður diesel vélar í stærðunum frá 16 – 272 Hö og rafstöðvasett sem fást í 50 og 60 Hz. Bæði diesel vélarnar og rafstöðvarnar eru með Mitsubishi og Deutz grunnvélum. Laila segir að þeir bjóði sömuleiðis gífurlega mikinn aukabúnað og einstaklega góða varahlutaþjónustu.
Öflugt flutningakerfi MD vélar er stofnað 1990 og er nú staðsett við Vagnhöfða í Reykjavík. Segir Laila að verkstæðið sé einkar vel útbúið og mikil reynsla og þekking á staðnum. Þau ráði því vel við verkefni sem þangað berast. Þegar þörf er á vinnu í skipunum sjálfum hafi þau svo undirverktaka sem fari þangað; reynslubolta sem hafi starfað árum saman fyrir fyrirtækið. „Verkstæðið græðir á því að við þurfum ekki að hafa stóran lager og nýtir plássið. Þar sem við sérpöntum mjög mikið er ekki þörf á miklu lagerplássi.“ Það sé heldur ekki hagkvæmt að hafa stóran lager. Þau búi líka svo vel að eiga góð sambönd hjá birgjum og DHL sem muni öllu. „Ég pantaði um daginn frá Bandaríkjunum á föstudagsmorgni og sendingin var komið hingað á mánudegi. Það sama gildir um Evrópu, við pöntum fyrir hádegi og þá er þetta komið daginn eftir ef beðið er um hraðsendingu. DHL er með flott skipulag og frábæra þjónustu. Þessi hraði flutningur milli landa er svo mikilvægur fyrir íslensk fyrirtæki sem losna þar með við að þurfa að hafa dýran lager.“
Betri þjónusta frá Noregi SOLE SM-98.
10
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Frá upphafi hafa öll samskipti MD véla við Mitsubishi farið í gegnum aðalskrifstofuna í Almere í Hollandi og þaðan hafa allar vörur og þjónusta komið. Nú eftir áramót breyttist þetta hins vegar með tilkomu
nýs útibús Mitsubishi í Noregi sem mun framvegis sinna MD vélum. Laila segir þetta vera mikla breytingu til batnaðar. „Aðalskrifstofan í Hollandi var með meiri fókus á stærri umboðsmenn sem þýddi að það var erfitt fyrir okkur, og aðra minni umboðsmenn, að fá afgreidda heila vélapakka. Við vorum t.d. í eitt skipti að fá vörur frá sjö birgjum því við þurftum að bæta sjálf við kælum og fleiru. Stærri aðilar fá líka lægra verð en núna, eftir að þetta er flutt til Noregs, njótum við góðs af þeirra samningum og magninnkaupum. Þessi breyting leyfir okkur að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur en áður, verðið verður hagkvæmara og allt kemur í einni sendingu sem sparar sendingarkostnað. Þar sem sendingarkostnaður vegur þungt á svona eyju eins og við búum á getur þetta munað töluverðu.“
Vararafstöðvar í gámum Annað sem Laila segir að sé stórt tækifæri fyrir þau, og aðgangur að nýjum markaði, eru vararafstöðvar og hefur fyrirtækið verið að fá fyrirspurnir vegna þeirra, sérstaklega frá orku- og gagnaverum þar sem ekkert má út af bera í rafmagnsmálum. „Mitsubishi Noregi eru mjög sérhæfðir í að búa til og setja upp vararafstöðvar sem hægt er að fá t.d. innbyggðar í gáma og með olíutank byggðan undir. Fyrir minni fyrirtæki eins og okkur þá þurftum við áður að fá rafstöð á einum stað og gám annars staðar og láta smíða inn í hann. Þetta var illgerlegt. Nú er hægt að fá þetta tilbúið eftir óskum viðskiptavinarins, sem munar öllu.“ Þessi gerð vararafstöðva miðist auðvitað fyrst og fremst við fyrirtæki í landi en þau bjóði að sjálfsögðu líka upp á vararafstöðvar og hjálparvélar fyrir skip. „Norðmennirnir sem við erum í samskiptum við koma til okkar í júní og þá verður tíminn notaður til að styrkja þetta nýja samstarf og einnig til að fara út og kynna það sem við bjóðum upp á. Við hvetjum okkar viðskiptavini og aðra áhugasama til að hafa samband við okkur ef Mitsubishi vararafstöðvar fást í ýmsum útfærslum. þeir hafa áhuga á að koma á fundi eða fá kynningu meðan þeir eru hjá okkur. Þeir koma svo aftur á sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll í haust. Norðmennirnir leggja sig virkilega fram um að veita okkur persónulega og flotta þjónustu,“ segir Laila.
Öflug tengi MD vélar hafa selt þenslutengi í gegnum árin enda eru þau nauðsynleg í öll skip þar sem þau taka þenslu og titring og hlífa t.d. vélabúnaði og lögnum. „Eftir að við breikkuðum úrvalið á tengjum hafa t.d. hitaveitur líka verið að kaupa sérhæfð tengi hjá okkur. VM Kompensator eru með gúmmí, stál og veftengi. Gúmmítengin eru frá því þekkta merki Trelleborg sem eru vottuð og þekkt fyrir gæði. Stál og veftengin eru framleidd líka í Danmörku. Ég hef í samvinnu við VM Kompensator verið að kynna þeirra vörur og þjónustu og farið víða. Þessar kynningarferðir hafa gengið mjög vel og ég fæ oft að heyra að fólk vissi ekki hvar þetta fengist. Öll stál og veftengin eru sérhönnuð eftir pöntunum, stáltengin er hægt að fá í stærðum DN 25 – DN 5000 þannig að þau fást upp í mjög stórar stærðir.“ Þessi dönsku tengi eru af háum gæðum þar sem í þeim er ekki eitt lag af stáli eins og hjá mörgum öðrum framleiðendum heldur minnst tvö sem auki endingartíma þeirra. Öll tengin eru sömuleiðis virkjuð með því að teygja og pressa þau áður en þau eru send frá verksmiðju. Með þessu virkjast allar bylgjur á tenginu og undir álagi dreifist hreyfingin á allar bylgjurnar en ekki bara þessar 1-2 fyrstu eins og oft sést. Þessi tengi hafi því miklu meiri endingartíma og eru öruggari. Einnig bjóði fyrirtækið upp á veftengi sem séu notuð þegar þrýstingur er lágur, t.d. í loftræstikerfum. Er hægt að hanna þessi tengi þannig að þau þoli mjög sterk efni og allt upp að 1000C. VM Kompensator bjóða einnig
Trelleborg gúmí tengi fyrir t.d. heitt og kalt vatn, olíu og margt fleira.
upp á þjónustu þar sem þeir geta komið, mælt upp og hannað svo tengin út frá aðstæðum á staðnum. „Við komum líka og setjum tengin upp ef þess er óskað. Það voru t.d menn frá Danmörku uppi í Kölku, sorpeyðingarstöð í Reykjanesbæ, nýverið að setja upp tengi sem leiða í brennsluofna og þola allt að 1000 gráðu hita.“
Þenslutengi fyrir eldvarnakerfi (sprinkler kerfi) MD vélar bjóða einnig upp á þenslutengi sem eru sérhönnuð fyrir eldvarnarkerfi og eru þessi tengi frá Chicago. Tengin geta tekið mjög mikla hreyfingu og eru hönnuð út frá því að þau séu góð í notkun á svæðum eins og Íslandi þar sem eru jarðskjálftar. „Ég var nýverið í Madrid til að ganga frá því að fá einkaumboð á þessum tengjum og öllum vörum þessa fyrirtækis í Norður-Evrópu, sem er mjög spennandi. Þetta eru t.d stálbarkar til að tengja saman ofna í byggingum, nokkuð sem hótel hafa verið að óska eftir. Þau glíma við það að ef það er t.d. rekist utan í ofn í einu herbergi berst hljóðið í næsta herbergi en svona tengi tekur titringinn og dempar þar með hljóðið.“
Frábærir samstarfsaðilar Danska fyrirtækið sem minnst var á fyrr í greininni hefur sýnt MD vélum gífurlegan stuðning og síðan í janúar í fyrra hafa þeir sennilega komið átta sinnum til landsins. „Þeir hafa keyrt með mér um allt land og farið á fundi, hjá virkjunum, álverum og fleiri aðilum,“ segir Laila þakklát. „Þeir hafa sent mig á námskeið, haldið námskeið fyrir sína umboðsmenn og jafnvel bara fyrir mig eina! Þá var ég ein með þeim í tvo daga og gat lært á eigin hraða sem nýttist mér afskaplega vel. Þar sem við erum mjög lítið fyrirtæki verðum við að leggja meiri vinnu á birgjana. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og góð samvinna skiptir því miklu máli. Þetta eru því í raun ekki birgjar heldur samstarfsaðilar! Danirnir eru reyndar að koma núna til Íslands með allt fyrirtækið í langt helgarfrí því þeir eru svo heillaðir af landinu.“ Laila segir að birgjastraumurinn muni reyndar halda áfram því það verði fjölmennt lið frá MD vélum á sjávarútvegssýningunni í haust. Þar verði fólk frá Mitsubishi, Sole Diesel á Spáni, VM Kompensator Danmörku og GS Hydro sem séu að selja FireLoop sér hönnuð fyrir sprinkler kerfi, einstakur háþrýstirör sem notast með tengjunum og þá hreyfanleiki og auðveld í uppsetningu. sérstaklega í skipunum. „Þessir sérfræðingar deila út bæklingum og nafnspjöldum og ræða við fólk, það er persónulega sambandið við viðskiptavini sem skiptir mestu. Með því að hafa fólk frá öllum okkar aðalbirgjum dekkum við öll svið og getum gefið allar upplýsingar sem fólki vantar. Við hlökkum mikið til þessarar sýningar og ætlum okkur stóra hluti.“ SJÁVARAFL MAÍ 2019
11
Við óskum sjómönnum,
smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
12
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Fiskifélag Íslands
Snæfellsbær
SJÁVARAFL MAÍ 2019
13
ValuePump™
margnota tæki sem eykur gæði og einfaldar vinnsluna Alda Áskelsdóttir
Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur undanfarin misseri kynnt tækninýjungar sem breytt hafa vinnslu í matvælaiðnaði og þá ekki síst í sjávarútvegi. Með framsæknum lausnum hefur Skaganum 3X tekist að lengja líftíma fersks fisks um 5 – 7 daga og nú bætir fyrirtækið enn einni rósinni í hnappagatið þegar það kynnir til sögunnar ValuePump™ - glænýju tæki sem á eftir að vekja verðskuldaða athygli.
Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, segir að ValuePump™ eigi eftir að hafa mjög jákvæð áhrif á gæði og ferskleika fisks.
14
SJÁVARAFL MAÍ 2019
„Við hjá Skaganum X3 skilgreinum okkur sem hátæknifyrirtæki og hlutverk okkar er að koma með tækninýjungar sem leiða til framfara og betri afkomu viðskiptavina okkar. Til að geta sinnt þessu hlutverki okkar fylgjumst við með stöðugum breytingum á markaðnum,” segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X og heldur áfram: „Undanfarin ár höfum við tekið eftir mikilli aukningu í eftirspurn eftir s.k. kældum afurðum (ferskum) á kostnað frystra afurða. Við sjáum einnig mikinn verðmun á milli ferskra og frystra afurða. Veiðar/ eldi og vinnsla sjávarafurða á sér yfirleitt stað langt frá mörkuðum. Við hjá Skaganum höfum því einbeitt okkur að því að vinna með fiskiðnaðinum í að finna lausnir sem bæta gæði, lengir líftíma vörunnar, einfaldar flutning á markaði og styrkir sókn inn á betur borgandi markaði. Ég er því mjög stoltur fyrir hönd starfsmanna minna og Skagans 3X að geta kynnt nýja afurð sem ég er sannfærður um að muni skila viðskiptavinum okkar hærra verði og minni tilkostnaði.”
„Við köllum þetta tæki ValuePump™ og það er mjög frábrugðið öðrum tækjum sem fyrir eru á markaðnum í dag.“ ValuePump™ – fjölnota tæki Á undanförnum árum hafa starfsmenn Skagans 3X einbeitt sér að því að finna lausn á því hvernig varðveita megi gæði hráefnisins/fisksins betur en áður þekktist. Árangur þeirrar vinnu var kælikerfi sem undirkælir (SUB-CHILLING™) fiskinn án þess að ís komi þar við sögu. Þessi nýja tækni eykur bæði ferskleika og gæði fisksins. „Þessi kælitækni skilaði mjög góðum árangri og bætti líftíma fersks fisks um fimm til sjö daga.“ Ingólfur segir að í framhaldi af undirkælingunni hafi Skaginn 3X viljað
Skaginn 3X kynnti ValuePump™ í fyrsta sinn á sjávarútvegssýningunni í Brussel.
SJÁVARAFL MAÍ 2019
15
„Á meðan fiskinum er dælt á milli staða innan vinnslunnar má ná fram margskonar ávinningi; stytta blæðingartíma, flýta kæliferlinu, þvo fiskinn, sótthreinsa hann, sjóða eða frysta. Við erum sem sagt með dælu en það fer svo allt eftir vökvanum sem um hana rennur hverju sinni hver ávinningurinn verður.“ ganga enn lengra og það hafi kallað á þróun nýs tækis sem var kynnt í fyrsta sinn á sjávarútvegssýningunni í Brussel. „Við köllum þetta tæki ValuePump™ og það er mjög frábrugðið öðrum tækjum sem fyrir eru á markaðnum í dag.“ ValuePump™ byggir að hluta til á eldra tæki sem Skaginn 3X þróaði til að dæla rækju frá einum stað til annars. „Við fórum að velta því fyrir okkur hvort ekki mætti nýta tímann betur á meðan verið er að flytja fisk frá einum stað til annars innan vinnslunnar. Fiskvinnsla er kapphlaup við tímann og hver mínúta skiptir máli. Úr varð að við þróuðum ValuePump™ sem er fjölnota tæki sem setja má hvar sem er inn í vinnslurásina allt eftir því hvað það er sem tækið á að gera hverju sinni.“ Ingólfur segir ValuePump™ eigi eftir að hafa mjög jákvæð áhrif á gæði og ferskleika fisksins. Dælan sem dælir allt frá smáfiski upp í tíu kílóa fisk hentar vel fyrir allar tegundir fisks, hvort heldur sem er eldisfisk, villtan fisk, uppsjávarfisk eða bolfisk. „Á meðan fiskinum er dælt á milli staða innan vinnslunnar má ná fram margskonar ávinningi; stytta blæðingartíma, flýta kæliferlinu, þvo fiskinn, sótthreinsa hann, sjóða eða frysta. Við erum sem sagt með dælu en það fer svo allt eftir vökvanum sem um hana rennur hverju sinni hver ávinningurinn verður. Um dæluna getur runnið vökvi sem er allt frá því að vera 80 gráðu heitur niður í það sem jafngildir 20 gráða frosti og allt þar á milli. Auk þess má setja ýmis efni í vökvann t.d. til að sótthreinsa hráefnið.“
ValuePump™ styttir ferli sem áður tók 60 mínútur í 15 mínútur ValuePump™ betrumbætir þá vinnslutækni sem nú er notuð að svo mörgu leyti og þær tilraunir sem Skaginn 3X hefur gert með ValuePump™ sýna að þetta nýja tæki á svo sannarlega erindi á markaðinn. „ValuePump™ byltir bara öllu. Við höfum gert tilraunir á eldislaxi og niðurstöðurnar sýna að við getum látið laxinum blæða og kælt hann á 15 mínútum. Þetta ferli tók hins vegar 60 mínútur áður.“ Ingólfur segir að ávinningurinn sem næst vegna styttri tíma sé mjög mikill. „Eftir því sem blæðingar- og kælitíminn styttist náum við að koma fiskinum í ákveðið ástand áður en dauðastirðnunin hefst. Hafi honum blætt vel og hann verið undirkældur áður en hún hefst fer fiskurinn betur í gegnum það ferli. Það verða minni átök í holdi fisksins sem leiðir til þess að losið í holdinu verður minna og flökin því stífari og betri að öllu leyti.“ ValuePump™ hefur því gríðarlega mikið að segja varðandi gæðamál og eykur virði hráefnisins. „Vilji framleiðendur fá stífan, góðan og sterkan fisk þarf fiskinum að blæða fljótt og kælingin að taka sem stystan tíma. Þannig varðveitast gæðin og ValuePump™ er einmitt tæki sem flýtir þessu ferli.“ Það sem er ekki síður mikilvægt er að ValuePump™ eykur hæfni þeirra tækja sem fyrir eru í vinnslunni. „Eftir að fiskurinn hefur farið í gegnum ValuePump™ er hann betur til þess fallinn að vera flakaður - tækin sem fyrir eru fá í rauninni betri og stífari fisk til að vinna með sem skilar meiri gæðum og meira virði.“
Hægt að flaka og vinna mjög viðkvæman fisk Sumar fisktegundir eru mjög viðkvæmar og þær hefur hingað til ekki verið hægt að flaka og vinna. Með ValuePump™ opnast hins vegar nýir möguleikar. „Við höfum gert tilraunir á kolmuna sem ekki hefur verið hægt að flaka. Eftir að hann hins vegar hefur farið í gegnum ValuePump™ hentar hann vel til flökunar. Við notum dæluna til þess að búa til styrkleika í fiskinum áður en hann er flakaður,“ segir Ingólfur og bætir við: „Í rauninni er allur fiskur viðkvæmur, bara misviðkvæmur, og því er mjög mikilvægt að styrkja fiskinn áður en hann er unninn. Allt sem við getum gert til að bæta hæfni fisksins til flökunar og meðhöndlunar er mikilvægt. Hjá Skaganum 3X er stöðugt unnið að því að finna leiðir til þess að bæta þessa hæfni fisksins og ValuePump™ er einmitt afrakstur þeirrar vinnu.“
ValuePump™ styttir blæðingartíma, hreinsar, kælir, frystir og sýður Þegar fiski er dælt í gegnum ValuePump™ styttist blæðingartími fisksins svo um munar. „Fiskurinn ferðast um í dælunni í 5 – 10 mínútur. Þar er straumhraðinn gríðarlegur og það verður til þess að blæðingin gengur hraðar fyrir sig án þess að fiskurinn láti á sjá,“ útskýrir Ingólfur og bætir við: „Dælan gerir í rauninni tvennt í blæðingu. Á sama tíma og straumurinn umlykur fiskinn er meðhöndlunin þó mjög góð. Straumhraðinn gerir það einnig að verkum að fiskurinn hreinsast mjög vel.“ Á meðan á öllu þessu stendur er fiskurinn færður frá einum stað til annars. „Dælan leysir færibönd af hólmi og dregur þannig enn frekar úr hnjaski.“ Ingólfur segir að á sama tíma og blæðingin sé stytt megi kæla fiskinn um leið. „Við getum jafnvel gengið enn lengra og heilfryst fiskinn í dælunni.“ Ingólfur segir að sá möguleiki að geta soðið hráefni í dælunni sé einstakt. „ValuePump™ hentar því mjög vel t.d. í rækjuvinnslu en þá er bæði hægt að snöggsjóða rækjuna og frysta hana í dælunni og þá er ávinningurinn ekki síðri fyrir niðursuðuiðnaðinn. Ef við tökum t.d. þorsklifur sem dæmi þá má hita hana upp í 50 gráður á meðan hún er þrifin í dælunni og flutt á milli staða innan verksmiðjunnar.“ Um leið og fiskurinn er fluttur á milli staða, honum blæðir og hann er kældur má einnig sótthreinsa hann. „Það er þekkt að í eldislaxi séu stundum bakteríur sem nauðsynlegt er að losna við áður en hann er unninn. Í dæluna má setja oson – náttúruvænt efni sem eyðir bakteríum,“ segir Ingólfur og bætir svo við: „Auðvitað má svo einnig setja önnur bakteríueyðandi efni í vökvann en þá erum við að hugsa um kjötiðnaðinn því ValuePump™ á eftir að koma í góðar þarfir þar og þá einkum í kjúklingaiðnaðinum.“
16
SJÁVARAFL MAÍ 2019
„ValuePump™ byltir bara öllu. Við höfum gert tilraunir á eldislaxi og niðurstöðurnar sýna að við getum látið laxinum blæða og kælt hann á 15 mínútum. Þetta ferli tók hins vegar 60 mínútur áður.“ Markmiðið alltaf að lengja líftíma og gæði vörunnar ValuePump™ má nota hvort heldur sem er í landvinnslu sem og á sjó. Ingólfur segir að það sem skipti þó miklu máli sé að dælan sé staðsett nálægt þeim stað þar sem fiskurinn er veiddur. „Því nær sem dælan er þessum stað því meiri verður árangurinn. ValuePump™ hentar því mjög vel um borð í skipum og fyrir fiskeldi. Best er að geta lokið kælingunni og blæðingunni áður en dauðastirðnunin hefst. Það er hins vegar ekkert launungarmál að við náum einnig góðum árangri með þessari tækni þegar henni er beitt eftir að dauðastirðnunartímabilið hefst.“ Eins og áður segir hefur Skaganum 3X tekist með undirkælitækninni að lengja líftíma fersks fisks um fimm til sjö daga. „Við ætlum okkur að tvöfalda þennan tíma í framtíðinni. Þrátt fyrir að við höfum náð góðum árangri á þessu sviði held ég að við séum stutt á veg komin. Eftir því sem við lærum betur að meðhöndla fiskinn rétt því betri verður hann og því lengur getum við haldið honum ferskum.“
ÚRSMÍÐAMEISTARI OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA Sif N.A.R.T. 1948
Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www. jswatch.com. Dimmblá burstuð skífa með sjálflýsandi stöfum og vísum
Vatnsþétt niður á 1000 metra
Handsaumuð leðuról úr hágæða leðri Burstaður kassi úr 316L læknastáli
www.gilbert.is
Svissneskt sjálvindugangverk í hæsta gæðaflokki
Kynntu þér málið á www.jswatch.com
Fisktækniskóli Íslands
Mikil eftirspurn eftir nemendum með sérhæfða þekkingu Stórar spurningar Sigrún Erna Geirsdóttir
Fisktækniskóli Íslands í Grindavík býður nemendur að loknu grunnskólanámi upp á tveggja ára nám sem fisktæknir. Að því loknu geta nemendur sérhæft sig á sviði fiskeldis, veiðarfæra, gæðastjórnunar og Marel vinnslutækni. 18
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Ein erfiðasta ákvörðun sem nemandi stendur frammi fyrir þegar hann útskrifast úr grunnskóla er hvaða framhaldsnám skuli velja. Nemandinn spyr sig spurningar eins og: Hvað vil ég takast á við og hvað er það sem hentar mínu áhugasviði? Ætti ég að fara í fjölbraut, menntaskóla, Versló? Ætti ég að fara í stutt nám eða langt nám? Stefni ég á háskóla eða ætla ég kannski að fara á starfsbraut eða læra einhverja iðn? Hvaða störf eru í boði fyrir mig að loknu námi? Eflaust ræða flestir nemendur þessar spurningar við foreldra sína og vini enda er ákvörðunin ein af þeim mikilvægari sem einstaklingurinn þarf að taka í sínu lífi. Víst er að möguleikarnir eru margir og því erfitt að velja. Einn möguleikanna er nám í skóla sem fleiri mættu vita af en það er Fisktækniskóli Íslands í Grindavík.
Fjölbreytt nám Fisktækniskóli Íslands hefur meðal annars það hlutverk að mennta fólk í sjávarútvegi að loknum grunnskóla. Sérstök áhersla hefur verið á að bjóða ungu fólki á Suðurnesjum nám á framhaldskólastigi á sviði veiða,
vinnslu og fiskeldis en nemendur koma þó víðar að. Námið hefst fyrir alla á tveggja ára almennu námi í fisktækni og er námið byggt upp þannig að aðra hvora önn eru nemendur í skólanum en hin í starfsnámi á vinnustað. Í starfsnáminu er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað þannig að vinnustaðurinn endurspegli áhugasvið hvers nemenda, t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Á meðan á námstímanum stendur eru heimsóknir í stofnarnir og fyrirtæki tengd sjávarútvegi sömuleiðis mikilvægur þáttur. Nemendur fá einnig að fara í tvær námsferðir erlendis í samvinnu við samstarfsskóla Fisktækniskólans í Danmörku og Portúgal. Þegar nemendur hafa lokið tveimur árum við skólann stendur þeim til boða að nema þar þriðja árið. Geta nemendur þá valið á milli þess að sérhæfa sig í veiðafæratækni/netagerð, gæðastjórnun, fiskeldi og Marel vinnslutækni. Gríðarleg eftirspurn er eftir fólki sem hefur sérhæft sig í þessum greinum sjávarútvegsins enda hefur þróunin og nýsköpunin sem átt hefur sér stað innan atvinnugreinarinnar verið ótrúlega mikil á síðustu misserum.
Mikið samstarf Fisktækniskólainn er í samstarfi við aðra framhaldsskóla á landinu og er námið þá skipulagt þannig að bóklegar greinar eru kenndar hjá framhaldsskólum en sérhæfðar námsgreinar skipulagðar í samstarfi við Fisktækniskólann. Hann sér þá um kennsluna t.d með fjarnámi í stökum áföngum eða með staðarlotum. Á síðasta ári voru útskrifaðir tuttugu fisktæknar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga, tíu nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og átta nemendur frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu. Í heildina útskrifuðust því 46 fisktæknar á landinu öllu frá Fisktækniskóla Íslands. Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og í ljósi þess ákvað Fisktækniskólinn að þróa nýja námsbraut í samstarfi við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Útskrifaði skólinn á síðasta ári þrjá fiskeldismenn í fyrsta skipti. Með aukinni tækjavæðingu eru margar fiskvinnslur búnar fullkomnum vinnslulínum, tækjum og hugbúnaði til framleiðslustýringar. Vinnslurna
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
SJÁVARAFL MAÍ 2019
19
r eru orðnar hátækivinnslur sem þurfa starfsfólk með sérfræðiþekkingu til að stýra búnaði og tækjum til að hámarka afköst og á sama tíma halda góðum gæðum. Gott samstarf hefur verið við tæknifyrirtækið Marel um þennan þátt og nýlega útskrifuðust átta Marel vinnslutæknar frá Fisktækniskólanum.
Gæðastjórnun vinsælust Nám í gæðastjórnun hefur verið mjög eftirsóknarvert hjá Fisktækniskólanum og útskrifast á hverju ári um tíu manns sem gæðastjórar. Námið skapar mikla starfsmöguleika við gæðamál í sjávarútvegi, sem og í almennri matvælaframleiðslu. Auk framhaldsskólanámsins býður skólinn að auki upp á ýmis námskeið í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar um allt land og má þar t.d nefna kennslu í HACCP gæðastjórnunarkerfinu sem hefur verið vel sótt. Komu um tvö hundruð manns á slíkt námskeið á landsvísu á síðasta ári. Námskeið sem veitir fólki réttindi sem sérhæft fiskvinnslufólk var sömuleiðis vinsælt. Árlega býður skólinn sömuleiðis upp á smáskipanám, á 12 metra og styttri báta, og hafa margir sótt það. Nám í vélstjórn 750 kW og vélstjórn tvö hafa einnig dregið marga að. Af þessu má sjá að nám í Fiskvinnsluskólanum er af ýmsum toga og styður skólinn vel við þá miklu þróun sem hefur orðið í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár.
20
SJÁVARAFL MAÍ 2019
GAS
ALLS STAÐAR
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
GAS FYRIR GRILLIÐ
SMELLT EÐA SKRÚFAÐ - Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!
IÐNAÐARGASIÐ FÆST HJÁ ÍSAGA ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI OG UMBOÐ Á AGA.IS
ÍSAGA | BREIÐHÖFÐA 11 | 110 REYKJAVÍK | 577 3000
Jón Björn Skúlason Framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku
Íslensk orka á sjó
Rafeldsneyti Eins og er vel þekkt þá hafa rafgeymar þann galla að þeir geta aðeins geymt takmarkað magn af orku. Það er því afar ólíklegt að stærri fiskiskip geti notað þá nema í einhverskonar tengiltvinn kerfi. Rafeldsneyti (e. electrofuel), t.d. vetni, metanól og ammoníak er auðvelt að framleiða og tækni til nýtingar á slíku eldsneyti hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum áratug. Nokkur skip eru nú í rekstri á Norðurlöndum og víðar sem nota metanól sem eldsneyti með og/eða án dísilolíu. Með þróun metanólvéla opnast veruleg tækifæri fyrir Ísland til að nýta innlent vistvænt eldsneyti í stað dísilolíu enda verulegt magn framleitt nú þegar í Svartsengi og tækifæri víða að auka þá framleiðslu í tengslum við jarðvarmavirkjanir. Kostur við metanól er að metanólvélar brenna einnig díselolíu sem er kostur því að í fyrstu skrefum á notkun á nýjum orkubera er ólíklegt að hægt verði að nálgast eldsneytið í öllum höfnum líkt og er með díselolíu í dag. Skip getur því nálgast eldsneyti hvar sem er þó að það sé búið metanólvélum. Fyrsta vetnisferjan er nú að fara í smíði og verður notuð í Noregi þar sem fjarlægðir eru of miklar til að nota rafgeyma. Samtímis eru miklar
22
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Metanól/metan Metanól/metan Metanól/metan
Rafgeymar
Ljósavélar
Aðalvélar
l Díse
Norðursigling á Húsavík tók risaskref með rafvæðingu tveggja hvalaskoðunarskipa á árunum 2015-2017. Í þeim verkefnum var nánast öll tæknivinna, ísetning og hönnun unnin af íslenskum aðilum í því verkefni og þannig jókst innlend þekking verulega. Án slíkra verkefna er ólíklegt að stjórnvöld hefðu rafvætt nýjan Herjólf, annað sögulegt skref í notkun raforku á sjó. Í heiminum í dag eru fjöldi verkefna í gangi og hafa skipaframleiðendur tileinkað sér svokallaða tengiltvinn þekkingu vel og fjöldi skipa þar sem slík þekking hentar, líkt og í Herjólfi. Skip sem þurfa stutta drægni eru kjörin og þar geta rafgeymar auðveldlega uppfyllt allar þarfir notandans t.d. ferðamannabátar, þjónustubátar fyrir fiskeldi, vatna(sjó)strætóar, o.s.frv. Tæknin hefur sannað sig að fullu enda komin um borð í hundruð skipa. Slík skip hafa ekki bara jákvæð áhrif á loftgæði þar sem þau eru starfrækt heldur fullyrða t.d. fiskeldisfyrirtæki að slík skip hafi mun minni truflun í för með sér í sjókvíaeldi enda með hæggengar stórar skrúfur og hljóðlaus, og þannig verður til betri afurð. Þar að auki er líftímakostnaður slíkra skipa lægri en hefðbundinna díselskipa, sér í lagi þar sem raforka er jafnódýr og hérlendis. Kolefnisspor framleiðslunnar minnkar einnig sem getur haft áhrif á markaðssetningu vörunnar.
ni
Fyrstu rafmagnsskipin
rannsóknir gerðar á notkun ammoníaks og að sjálfsögðu er hægt að nota einnig metan (vökvagert (e. LNG)), etanól og eða önnur alkahól. Líkt og með hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar verður einhver að taka fyrsta skrefið og er nýtt hafrannsóknarskip (þjóðargjöfin í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands) frábært tækifæri fyrir nýja tækni. Það mætti meira að segja tvinna nokkrar lausnir saman og þannig afla mikilvægrar þekkingar á tækninni sem og nota skipið til fræðslu fyrir framtíðar sjófarendur.
Vet
N
otkun á vistvænu eldsneyti í samgöngum á landi hefur margfaldast á undanförnum árum. Rafbílum og tengiltvinnbílum hefur fjölgað mikið og sala á þeim er enn að aukast. Vetnisbílar eru nú einnig komnir á markað en með vetnisframleiðslu aukast enn frekar tækifæri til framleiðslu rafeldsneytis sem gæti orðið grunnurinn að notkun íslenskrar orku á sjó.
Rafmótor
Dæmi um mögulega uppsetningu.
Ívilnanir Líklegt má telja að einhverjar ívilnanir þurfi við að taka fyrstu skrefin. Stjórnvöld verða einnig að stuðla að uppbyggingu innviða fyrir nýtt eldsneyti enda í upphafi fáir notendur og því kostnaðarsamt að byggja slíka innviði. Mikilvægt er að forsvarsmenn útgerðaraðila, t.d. SFS, hefji viðræður við stjórnvöld um tilhögun ívilnana. Sem dæmi má nefna útfærslu svipaðra ívilnana og koma fram í nýjum skattatillögum á flutningabíla, svo sem hraðari afskriftir, gjaldfærsla á 200% af rekstrarkostnaði, úthlutun á grænum kvóta, tekjuskattsafsláttur, o.s.frv. Það er fjölmargar útfærslur mögulegar en mikilvægt að hefjast handa strax því þau skip sem byggð eru í dag verða enn í rekstri 2060!
Einstakt tækifæri „Grænn fiskur“ er eftirsóknarverð vara. Ógerlegt er að ímynda sér hvaða áhrif notkun hreinnar íslenskrar orka á íslensk skip gæti haft á slíka markaðssetningu. Þekking innanlands á nýtingu vistvænnar orku á sjó er að aukast og með því að taka stærri skref væri hægt að skapa fjölda nýrra tæknistarfa sem og byggja upp einstaka þekkingu. Einnig yrði dregið verulega úr innflutningi jarðefnaeldsneytis og stórt skref yrði tekið í átt að loftslagsmarkmiðum Íslands fyrir 2030. Hér er einstakt tækifæri fyrir útgerðarmenn og stjórnvöld að taka stórt skref inn í vistvænni framtíð með því að stuðla að slíkum verkefnum og skoða nýjar lausnir þegar ný skip er smíðuð eða eldri endurnýjuð. „Þjóðargjöfin“ nýtt rannsóknarskip fyrir hafrannsóknir á Íslandi gæti verið fyrirmynd og verið knúið vistvænni íslenskri orku – gefum þjóðinni ekki risaeðlu!
TIL HAMINGJU
MEÐ DAGINN SJÓMENN
Við þökkum samstarf liðinna ára og sendum sjómönnum og landsmönnum öllum heillaóskir í tilefni dagsins.
marel.is
Börnin og lífið
Sjávarafl spjallaði við nokkur börn á leikskólanum Sólborg á Ísafirði um lífið og tilveruna og þeirra sýn á sjómennskuna.
Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Andri Dór Marteinsson og ég er 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín og pabbi? Þau eru Elín Hólm og Marteinn Svanbjörnsson Veist þú hvað sjómenn gera? Jú, þeir veiða fiska, veiða líka hákarl og geta veitt hval. Þeir veiða líka ógeðslegan sokk. Ef eitthvað búbblar, þá eru sjómenn með svona sjógleraugu eða svona til að kíkja og gá hvort þeir sjái fiska. Þekkir þú einhverja sjómenn? Já pabbi minn er sjómaður og líka mamma mín er sjómaður eða sjóstelpa svona pínulítið.
24
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Veiða fisk? Já með veiðistöng. Finnst þér fiskur góður? Fiskur góður, já hann borðar skeljar og aðra fiska Hvað finnst þér skemmtilegast þegar pabbi þinn kemur í land? Þegar hann gefur mér dót, það vil vil ég alltaf. Hefur þú farið á sjó? Já, með nammi, svona súkkulaði og einu sinni með kex súkkulaði. Ég er ekki búinn að gera það oft heldur alltaf. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá pakka og hafa jólatré þá fæ ég alltaf dót fyrir mig.
Andri Dór
Ásdís
Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ásdís og ég er 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín heitir Andrea og pabbi minn heitir Kári og við eigum heima í Hnífsdal. Veist þú hvað sjómenn gera? Já þeir veiðafisk og stundum eru þeir að veiða hvali. Afi minn vinnur við að veiða hvali og sumir veiða hákarla. Þekkir þú einhverja sjómenn? Já, Ómar. Hann á heima rétt hjá mér og er pabbi Hinriks sem er besti vinur minn og pabbi minn veiðir rækjur og fiska og svo veiðir afi minn hvali. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Já, þeir setja netin í sjóinn og það er fiskamatur í netinu
Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Eiríkur Bjarkar Jónþórsson og er 6 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Dagný Hermannsdóttir og Jónþór Eiríksson Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Já ég þekki pabba og afa Eika
og koma fiskarnir í netið og þá toga þeir netin upp og þá er búið að veiða fisk. Einu sinni veiddi pabbi minn stóran bát og stundum vettlinga og stígvél. Finnst þér fiskur góður? Já ég elska stappa ýsu og fisk með raspi. Hvað finnst þér skemmtilegast þegar pabbi þinn kemur í land? Það er að leika við hann. Hefur þú farið á sjó? Ég hef ekki farið langt, bara farið i bátinn og séð rúmið hans pabba. Við fórum samt ekki út á sjó. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Opna pakkana og leika og skoða nýja dótið. Ég fæ alltaf stærstu pakkana um jólin, einu sinni fékk ég eldhús, risalitabók og risa barbí hús.
Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með neti. Finnst þér fiskur góður? Já en ekki veikur fiskur. Hvað finnst þér skemmtilegast þegar pabbi þinn kemur í land? Að vera með honum Hefur þú farið á sjó? Já Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að borða góðan mat, opna pakka og bara allt.
Eiríkur Bjarkar
Enika
Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Enika og ég er 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín heitir Ása og pabbi minn heitir Óli Veist þú hvað sjómenn gera? Pabbi minn eldar mat handa hinum, þeir sigla á bátnum og veiða fisk. Þekkir þú einhverja sjómenn? Balli á heima við hliðina á mér og pabbi minn og hann eru vinir og þeir eru saman á bát. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng.
Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Guðmundur Högni og er 4 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Einar og Ebba Veist þú hvað sjómenn gera? Þeir veiða fiska og veiða líka hákarla Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabba minn, afa minn og Jón Ingi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Þeir veiða með veiðistöng og krók sem þeir taka fiskana upp með.
Sædís Ylfa
Finnst þér fiskur góður? Já ég elska harðfisk með smjöri á og plokkfiskur er líka góður. Hvað finnst þér skemmtilegast þegar pabbi þinn kemur í land? Að fara í sund og hafa kósý. Hefur þú farið á sjó? Nei, aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að gera snjókarl úti í garði. Einu sinni snjóaði mjög mikið og þá bjuggum við til bát úr snjónum. Það er líka gaman að opna pakkana.
Finnst þér fiskur góður? Já hann er bestur soðinn og harður og líka steiktur. Hvað finnst þér skemmtilegast þegar pabbi þinn kemur í land? Að fara eitthvað út að leika. Hefur þú farið á sjó? Ég er búinn að fara í bátinn með pabba og hann er búinn að sigla með mig út á olíubryggju. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að opna pakka og leika með dótið.
Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Sædís Ylfa og er 5 að verða 6 Hver eru mamma þín og pabbi? Þorvarður Kerúlf Benidiktsson og Erla Rún Veist þú hvað sjómenn gera? Þeir veiða fisk og eru allan daginn á sjó og koma heima þegar börnin eru farin að sofa. Þekkir þú einhverja sjómenn? Já, Kári sem er með fiskbúð og er þá sjómaður og pabbi Ásdísar. Þeir heita báðir Kári, þótt þeir séu ekki sami maðurinn. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Já, þeir nota net, stundum hákarlanet og stundum ekki
Guðmundur Högni
hákarlanet, bara fiskanet eða veiðistöng og fara út á bát, langt, langt út á bát. Þeir kasta netinu út í sjó og bíða og merkja það með belg og þaðan er svo fest í eitthvað svo belgurinn fari ekki burt og þá man hann ekki hvar hann setti netið. Finnst þér fiskur góður? Já sérstaklega plokkfiskur. En uppáhalds fiskurinn minn er ekki saltfiskur, en er plokkfiskur og skata er ógeð. Hefur þú farið á sjó? Já í tvær siglingar á sjómannadaginn. Það var mjög gaman. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá nýja pakka, fá góðan mat og líka að fara á jólaball. Sérstaklega á hótelinu því þá koma jólasveinar.
SJÁVARAFL MAÍ 2019
25
Við óskum sjómönnum,
smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn RE Y K JANE S B Æ R
RE Y K JANE S B Æ R
Þróttur 26
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Barátta fyrir betra lífi
Vestmannaeyjabær
FJARÐABYGGÐ
Súðavík SJÁVARAFL MAÍ 2019
27
Jens Pétur Jensen skipstjóri á Xenu
Siglingasportið á Íslandi þarfnast sjómanna
H
öfundur byrjaði að sigla rúmlega fimmtugur sumarið 2014 án þess að hafa nokkra reynslu af siglingum, en hafði verið á sjó í þrjár humarvertíðir í Eyjum (á Erlingi VE 295) og hálfa netavertíð sem ungur maður. Þessi reynsla af sjónum hefur reynst honum dýrmæt í siglingum sem öðru. Á hverju sumri á undanförnum þremur árum hefur hann siglt umhverfis landið á skútunni XENU RE 2598, fyrst vestur fyrir, þá austur fyrir og í fyrrasumar réttsælis á ný og með viðkomu í Færeyjum til að taka þátt í Viking Offshore Race frá Thorshavn til Reykjavíkur. Í áhöfn Xenu hafa verið 3-4 í hvert sinn, bæði konur og karlar, Íslendingar og útlendingar. Bestu áhafnameðlimirnir, fyrir utan vana siglara auðvitað, hafa verið sjómenn. Siglingar eru trúlega elsta „sport“ Íslendinga, ef þannig má orða það, en samkvæmt Landnámu var hinn sænski Garðar Svavarsson fyrstur manna til að sigla hringinn í kring um eyjuna, sem eftir siglinguna var nefnd Garðarshólmi og síðar Ísland. Í formála „Biblíu siglinganna“ (The Sailing Bible) segir eitthvað á þessa leið: „Siglingar eru fyrir þá sem elska að finna fyrir kraftinum sem býr í vindinum og sjónum“. Líklega gildir þetta líka fyrir ástríðufulla sjómenn. Greinarkorni þessu er ætlað að hvetja sjómenn til þátttöku í siglingum á Íslandi með því að segja tvær sögur af fyrstu siglingu þriggja nafngreindra sjómanna, en sjómenn hafa einmitt það sem til þarf til þess að verða góður siglari - þ.e.a.s. sjómennskuna. Fyrri sagan segir frá tveimur fyrrverandi sjómönnum hjá Samherja, þeim Sigurði Rögnvaldssyni vélstjóra og Hákoni Þresti Guðmundssyni (Konna) sem ásamt Óðni, syni Sigurðar, sigldu fremur lítilli skútu frá Reykjavík til Akureyrar snemma vors 2016. Nokkrum mánuðum áður höfðu þeir keypt skútuna Maju RE 2897 af höfundi. Maja er 28 feta sænsk smíði af gerðinni Maxi, en þær þykja traustar og vel smíðaðar skútur. Þeir komu til Reykjavíkur í apríl 2016 til að sigla Maju norður til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði. Þetta væri ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að þeir höfðu aldrei siglt seglskútu áður! Höfundur fór með þeim í tvær stuttar ferðir úr Reykjavíkurhöfn út á Viðeyjarsund til að sýna þeim helstu handtökin, sem þeim reyndist leikur einn að læra. Eftir nokkra daga undirbúning, og kaffisamsæti um borð ásamt fjölskylduvinum í blíðviðri
28
SJÁVARAFL MAÍ 2019
í Norðurbugtinni í Reykjavíkurhöfn, tóku þeir sig til og sigldu Maju litlu heim til Akureyrar! Þetta var, eins og áður segir, þeirra fyrsta sigling. Þetta þótti kunnugum vera mikil tíðindi og jafnvel fíldirfska. Svo var þó ekki því bæði var áhöfnin skipuð vönum sjómönnum og skútan traust og gott sjóskip. Seinna sagði Sigurður að þeir hefðu verið „talsvert á vél“, en það gildir einu. Aðeins vanir sjómenn eru hæfir í slíka siglingu án þess að hafa lært að sigla á seglum. Það er því miður sjaldgæft að sjá íslenskar skútur sigla svo snemma árs og hvað þá frá Reykjavík til Akureyrar. Fyrstu skúturnar, sem sjást hér við land á vorin, eru nánast undantekningarlaust erlendar skútur með erlendum siglingamönnum og -konum. Hin sagan segir frá frænda höfundar, Siggeiri Stefánssyni vélstjóra og áður sjómanni, nú framleiðslustjóra hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn. Siggeir steig um borð í seglskútu í fyrsta sinn að heita má í júní 2017, til þess að sigla umhverfis landið með Xenu RE 2598 (sjá mynd) ásamt höfundi og bandarískri siglinga-blaðakonu, Diana Gorch, konu á besta aldri (líklega var hún rúmlega sextug) en hún skrifaði grein um ferðina. Ákveðið var að sigla austurfyrir með fyrsta stoppi í Vestmannaeyjum. Siglingin gekk vel, en þó hefði (svona eftir á að hyggja) átt að líta betur á verðurspá og straumatöflur, áður en siglt var fyrir Reykjanesið. Við vorum á blússandi lensi, á um 10-12 hnúta hraða í um 15 m/s norðaustan vindi og með sterkan straum á móti þegar við sigldum fyrir nesið. Skútan Xena RE er búin svonefndu vindstýri (með aukastýri) og með djúpan 2m kjöl með stórri blýperu neðst, eins og sæmir keppnis-krúserum. Hún er því mjög rásföst skúta. Þrátt fyrir það kom að því, skammt undan Grindavík, að við þurftum að andæfa (e. heav too) vegna mikils sjós og bíða af okkur það versta. Andæfing þýðir að fokkan (framseglið) og stórseglið eru látin stangast á (vísa hvort í sína áttina) einfaldlega með því að beygja hart í stjór eða bak, eftir því sem hentar, án þess að hreyfa seglin. Á ensku er þessi neyðarbremsa, ef svo mætti segja, stundum kölluð „sailors airbag“. Siggeir var eini nýliðinn um borð, en verandi sjómaður, þá skildi hann fullkomnlega aðstæðurnar og hvers vegna við þurftum að andæfa. Í þessum aðstæðum hefði óvanur nýliði örugglega orðið skíthræddur. Við þurftum ekki að andæfa lengi og héldum áfram siglingu okkar umhverfis landið með viðkomu í Vestmannaeyjum, Eskifirði, Þórshöfn, Grímsey,
Siglufirði og lukum hringnum á 15. degi í blíðskaparveðri í Snarfarahöfn eftir örugga siglingu. Diane Gorch, sem hefur siglt um öll heimsins höf, sagðist sjaldan eða aldrei hafa séð annan eins sjó og við Ísland. Ísland er frábært land til siglinga með nægan vind og helling af góðum höfnum. Því miður hefur þátttaka Íslendinga í siglingasportinu frekar
minnkað á undanförnum árum, en á sama tíma koma sífellt fleiri erlendar skútur til landsins. Sjómenn og Íslendingar almennt eru hvattir til að kynna sér þetta frábæra sport, sem stendur þeim svo nærri. Það er aldrei of seint að byrja! Gleðilegan sjómannadag.
Ný þurrkunarverksmiðja Þann 12. april síðast liðinn opnaði Lýsi hf nýja þurrkunarverksmiðju í Þorlákshöfn og kemur hún stað þeirrar eldri sem hefur einnig verið staðsett í Þorlákshöfn en nýja verksmiðjan er samt sem áður staðsett nokkra kílómetra vestan við byggðina, sökum fjarlægðar frá lyktinni sem stafar af starfseminni.
Mikið fjölmenni var við opnunina þar sem Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis hf., ávarpaði starfsmenn. Stærð hússins er 2.500 fermetrar að stærð, með þessari stækkun mun afkastagetan geta aukist allt að 50%. Sjávarafl óskar Lýsi hf til hamingju.
SJÁVARAFL MAÍ 2019
29
Hugmyndafræði Sjávarklasans eftirsótt á erlendri grundu
M
ikill og vaxandi áhugi er á starfi og hugmyndafræði Íslensks sjávarklasans víða um heim. Á rúmu ári hefur fulltrúum klasans verið boðið að tala í yfir 20 löndum í Asíu, Norðurog Suður Ameríku og Evrópu. Starfsmenn klasans hafa kynnt starf hans og árangur Íslands á sl ári í Suður Kóreu, Abu Dhabi, Írlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi svo nokkur lönd séu nefnd. Þá hefur klasinn myndað net fjögurra systurklasa í Bandaríkjunum sem vakið hafa töluverða athygli. Mestur áhugi hefur verið á því hvernig Íslendingum hefur tekist að þróa margháttaða starfsemi í fullvinnslu hliðarafurða og tækni fyrir fiskvinnslu. Þá hefur mikill áhugi verið á því að koma upp svipuðum aðferðum og Sjávarklasinn hefur beitt við að tengja saman fólk úr ólíkum geirum til að auka verðmæti og búa til ný tækifæri í „nýja sjávarútvegnum”! Í maímánuði munu starfsmenn klasans kynna starfsemi hans og árangur Íslands á Food Tech Week í London og á Íverksetursdegi í Færeyjum.
30
SJÁVARAFL MAÍ 2019
„Við lítum svo á að klasinn sé orðinn mikilvægt kynningartæki fyrir Ísland og til þess að mæta enn betur óskum um að kynna Ísland og hugmyndafræði okkar á þessu sviði hyggjumst við ræða við stjórnvöld um mögulega aðkomu þeirra að þessu alþjóðlega kynningarstarfi klasans,” segir Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans. „Við erum að setja upp heildstætt kynningar- og átaksefni, sem við nefnum „100% Fish” og sem gengur út á að kynna alþjóðlega hvernig Íslendingum hefur tekist að nýta mun betur sjávarafurðir. Á meðan aðrar þjóðir henda 50% af fiski nýtum við 80% og mörg fyrirtæki stefna að 100% nýtingu. Ég tel að þessi þekking okkar og reynsla geti nýst bæði nágrannaþjóðum okkar og einnig þróunarríkjum,” segir Þór. Hann bætir við að 100% átakið sé einnig ágæt kynning á íslenskri ráðgjöf og tækni um leið og hún geti stuðlað að bættri umgengni um sjávarauðlindir víða um heim. (birt: 26. apríl 2019 af vef Sjávarklasans)
Hafnarfjarðarhöfn
lífæð sem á sér langa sögu
Hafnarfjarðarhöfn er ein sögufrægasta höfn landsins enda nær saga hennar allt aftur til Hrafna-Flóka. Höfnin hefur verið ein af lífæðum bæjarins og þó að hafnfirsk stórútgerð hafi lagt upp laupana fyrir þónokkru gegnir höfnin enn lykilhlutverki. Umsvifin hafa aukist ár frá ári og nýjasta skrautfjöðrin eru höfuðstöðvar Hafró sem nú rísa á hafnarsvæðinu ásamt nýjum viðlegukanti tengdum þeirri starfsemi. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að þar sé sögunni þó hvergi nærri lokið. Nú standi til að byggja upp smábátahöfnina þar sem áhersla verður lögð á útivist, menningartengda starfsemi, listiðnað og veitingahúsarekstur.
„Sérstaða okkar hér í Hafnarfirði liggur í því að höfnin liggur nánast inn í miðjum bænum. Við sjáum fyrir okkur að þetta geti orðið opið, áhugavert og líflegt hafnarsvæði. Útivistarsvæði þar sem fólk geti komið, sest niður og fengið sér eitthvað gott að borða og jafnvel notið menningar og lista í leiðinni.“ 32
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Lúðvík Geirsson, hafnarstóri í Hafnarfirði, segir að höfnin hafi styrkst og þróast gríðarlega á undanförnum árum.
Texti og myndir: Alda Áskelsdóttir
M
iklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Hafnarfjarðarhöfn enda flytur Hafró alla sína starfsemi í fjörðinn á haustdögum. Hafist hefur verið handa við byggingu nýrra höfuðstöðva á hafnarsvæðinu, auk þess sem verið er að byggja nýjan viðlegukant fyrir skip stofnunarinnar. „Við erum að ljúka við frágang á Háabakka sem er fyrir framan þar sem höfuðstöðvarnar rísa,“ segir Lúðvík Geirsson. „Við bakkann koma skip Hafró til með að liggja þegar þau eru í landi. Til þess að svo megi verða þurftum við að búa til nýjan viðlegustað fyrir skipin. Það kallaði á töluverðar hafnarframkvæmdir og meðal þess sem við þurftum að gera var að reka niður 110 metra langt stálþil og stækka þannig bakkann í um 140 metra.“ Lúðvík segir að framkvæmdirnar gangi vel og allt kapp sé lagt á að höfnin verði tilbúin þegar Hafró flytur í bæinn. „Þetta er kærkomin stækkun. Með þessu fáum við aukið viðlegurými sem ekki veitir af enda bætast við það sem fyrir er tvö rannsóknarskip sem hafa fasta viðlegu í höfninni. Þess utan getum við nýtt bakkann fyrir önnur skip þegar Hafróskipin eru úti.“ Hafnarfjarðarhöfn hefur heldur ekki farið varhluta af þeirri aukningu sem hefur orðið á komum farþegaskipa hingað til lands. „Við höfum nýtt austasta hluta Suðurbakkans til að taka á móti þessum skipum en með tilkomu nýja þilsins eykur það möguleikana enn frekar. Við höfum lagt áherslu á að taka á móti millistórum og minni skipum enda viljum við bjóða upp á gott umhverfi og að bæði sé stutt og auðvelt fyrir farþegana að komast inn í bæinn,“ segir Lúðvík og bætir við: „Með þeim breytingum sem við erum að gera núna verður þessi hluti hafnarsvæðisins mýkri ásýndar og þannig viljum við hafa þetta þar sem það liggur næst bænum.“
Mikilvæg uppbygging framundan Á undanförnum áratugum hefur starfsemin á hafnarsvæðum eins og t.d. í Hafnarfirði breyst mikið. Áður snérist starfsemin fyrst og fremst um að þjónusta útgerðarflotann enda státuðu flest bæjarfélög af öflugri útgerð sem var mikilvægur hlekkur í afkomu íbúanna. Flestir þeirra sem hafa slitið barnsskónum og gott betur muna eflaust eftir
því að hafa farið í ísbíltúr niður á bryggju á sunnudögum. Slíkur rúntur er ekki eins auðsóttur í dag enda er stór hluti hafnarsvæðanna afgirtur og lokaður almenningi. „Stærri hafnarsvæðin hafa breyst frá því að vera fiskibátahafnir í það að þjónusta stór farmskip, togara og farþegaskip. Um þessi svæði fara miklir þungaflutningar og því þurfa þau að vera lokuð meðal annars vegna farmflutninganna en ekki síst til að tryggja öryggi bæði þeirra sem vinna á þessum hafnarsvæðum og almennings.“ Lúðvík segir eftirsjá að opinni og líflegri hafnarstarfsemi og þess vegna sé ætlunin í Hafnarfirði að leggja áherslu á að byggja upp opið svæði þar sem almenningur getur notið sín og þess sem minni hafnir hafa upp á að bjóða. „Nú er verið að vinna að rammaskipulagi sem nær frá Flensborgarhöfninni (smá- og fiskibátahöfn) í átt að miðbænum, auk svæðisins sem er fyrir ofan hafnarsvæðið.“ Efnt var til verðlaunasamkeppni í fyrra og voru tvær af þeim fjórtán tillögum sem bárust valdar til frekari útfærslu. „Vinningshafarnir voru annars vegar arkitektastofa í Gautaborg og hins vegar arkitektastofa í Rotterdam. Þessir aðilar voru í framhaldi ráðnir til að útfæra, í samvinnu við hafnarstjórn, skipulagsyfirvöld, lóðarhafa og bæjarbúa, áhugaverðar hugmyndir um þróun og uppbyggingu á þessu svæði.“ Lúðvík segir að tillagan gangi út á það að stækka smábátahafnarsvæðið í áttina að miðbænum. Fyrirhugað sé að koma fyrir nýjum flotbryggjum sem næðu allt út undir Fjörukrána. Siglingaklúbburinn Þytur, sem er öflugur í bænum, fengi stærra svæði til umráða auk þess sem leggja eigi áherslu á menningartengda starfsemi, listiðnað og veitingahúsarekstur á þessu svæði. „Sérstaða okkar hér í Hafnarfirði liggur í því að höfnin liggur nánast inn í miðjum bænum. Við sjáum fyrir okkur að þetta geti orðið opið, áhugavert og líflegt hafnarsvæði. Útivistarsvæði þar sem fólk geti komið, sest niður og fengið sér eitthvað gott að borða og jafnvel notið menningar og lista í leiðinni. Sambærileg þróun hefur átt sér stað á hafnarsvæðum víða um
„Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Hafnarfjarðarhöfn enda flytur Hafró alla sína starfsemi í fjörðinn á haustdögum. Hafist hefur verið handa við byggingu nýrra höfuðstöðva á hafnarsvæðinu, auk þess sem verið er að byggja nýjan viðlegukant fyrir skip stofnunarinnar.“ SJÁVARAFL MAÍ 2019
33
heim. Gömul hafnarsvæði ganga í gegnum endurnýjun, mannlífið hefur blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Miðbakkinn og gamla höfnin í Reykjavík er gott dæmi um þetta.“ Samhliða þessari uppbyggingu er nauðsynlegt að bæta aðgengi inn á það hafnarsvæði sem verður opið almenningi. „Það þarf að lengja göngustíginn sem liggur meðfram sjávarsíðunni og svo má ekki gleyma því að þegar Hafró flytur í bæinn fylgja þeim flutningum um 200 starfsmenn. Þessir starfsmenn þurfa að komast til og frá vinnu og því þarf að bæta umferðarlegt aðgengi ásamt vistvænum valkostum. Þegar borgarlínan kemur verður ein af stoppistöðvunum mjög nærri opna hafnarsvæðinu.“
Saga bæjarins samofin höfninni Lúðvík segir að bæjarbúar séu enn í nánum tengslum við höfnina. Hún blasi við öllum þeim sem leið eiga um bæinn og þess vegna sé mikilvægt að tengja saman miðbæinn og opnu höfnina sem nú er í bígerð. Í rauninni er það þannig að Hafnarfjörður varð til fyrir tilstilli hafnarinnar. „Hafnarfjarðarhöfn varð 110 ára í upphafi þessa árs. Eitt fyrsta verk bæjarstjórnar eftir að bærinn fékk kaupstaðarréttindi var að skipa hafnarstjórn og fyrsta hafnarreglugerðin kom út í janúar 1909.“ Saga Hafnarfjarðarhafnar á sér þó miklu lengri sögu. „Bærinn varð til í kringum þessa höfn sem var svo einstaklega vel gerð af náttúrunnar hendi. Við getum farið allt aftur til Hrafna-Flóka en sagan segir að þegar hann var á heimleið eftir vetursetu sína hér á landi hafi hann lent í óveðri og skip hans rekið inn í Hafnarfjörð og í höfn sem nefnd var Herjólfshöfn þar sem nú kallast Hvaleyrarlón, segir Lúðvík og bætir við: “Fram eftir öllum miðöldum er Hafnarfjörður í raun samgöngumiðstöð Íslands við umheiminn. Það stafaði fyrst og fremst að því að þetta var eina örugga hafnarlagið sem menn höfðu á allri suður- og vesturströndinni. Hvort sem það var Bessastaðavaldið, Biskupsetrið í Skálholti eða aðrir sem komu hingað siglandi s.s. kaupmenn og landkönnuðir þá lögðu þeir sínum skipum hér í Hafnarfirði.“
34
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Höfnin er enn lífæð Höfnin hefur alltaf skipað stóran sess í Hafnarfirði og þó að starfsemin hafi breyst í áranna rás er hún enn lífæð í bænum. „Hér var rekin mikil og öflug útgerð fram eftir allri síðustu öld. En í framhaldi af kvótasetningunni og því að Bæjarútgerðin var lögð niður hallaði undan fæti og svo fór að síðasti hafnfirski togarinn var seldur úr bænum.“ Þessi þróun vakti mönnum ugg í brjósti og sumir héldu því fram að nú væri úti um löndun í Hafnarfirði. „Það sem hins vegar gerðist var að höfnin þróaðist í að verða þjónustumiðstöð fyrir erlenda togara sem sækja á miðin í kringum Ísland. Bæði grænlenskir og rússneskir togarar landa hér, þá hafa Samherja- og Brimtogararnir einnig lagt töluvert upp hér og þá sérstaklega á vorvertíðinni.“ Það forkveðna hefur því sannast enn og aftur- að þegar einar dyr lokast opnast aðrar og á það svo sannarlega við í þessu samhengi því gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað hjá Hafnarfjarðarhöfn á undanförnum áratugum þvert á spá margra. „Höfnin hefur styrkst og þróast gríðarlega á undanförnum árum. Þar kemur þrennt til. Við þjónustum togaraflotann almennt, erlenda sem innlenda. Þá er höfnin hér viðgerðarhöfn og hingað koma mörg skip og togarar hvort sem þeir eru að fara í flotkvína eða að sækja í aðra viðgerðarþjónustu. Við bjóðum upp á rými við bakkann hjá okkur þar sem gefst tækifæri til að gera við bilanir. Hér á svæðinu eru einnig margar af stærstu vélsmiðjunum og verkstæðum sem þjónusta skipaflotann. Í þriðja lagi má svo segja að Hafnarfjarðarhöfn sé lykilhöfn þegar kemur að innflutningi á lausavöru eins og t.d. sandi,möl, olíu og asfalti og útflutningi á járni. Þessi starfsemi hefur undið upp á sig undanfarið og það sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir Lúðvík og bætir við: „Þá má ekki gleyma því að höfnin í Straumsvík hefur verið stór hluti af Hafnarfjarðarhöfn allt frá árinu 1970 og þar er mkil umferð stórskipa með aðföng og afurðir auk þess sem almennur vöruinnflutningur hefur farið vaxandi um höfnina í Straumsvík á undanförum árum. Það er því ýmsu að sinna og mörg spenndi verkefni hér hjá okkur í Hafnarfirði.“
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um allt land til hamingju með sjómannadaginn.
Sendum sjómönnum og fiskvinnslufólki hamingju- og heillaóskir á sjómannadaginn
SJÁVARAFL MAÍ 2019
35
Sigurður Magnússon framleiðslustjóri Urta Islandica ehf.
Sjórinn er upphaf alls lífs
T
ilgangurinn með framleiðslu á sjó sódavatni og sjógosi er að koma með á markað heilsu og lífstíls drykk þar sem selta sjávar, hreinleiki Íslands og umhverfissjónarmið leika aðalhlutverk. Við skilgreinum fyrirtækið okkar, Urta Islandica ehf., sem sprotafyrirtæki og sérhæfum okkur í þróun, hönnun og framleiðslu á matvælum og heilsuvörum úr íslenskum jurtum, berjum, þara, salti og sjó. Markmið Urta Islandica er að vera leiðandi á sínu sviði og höfum við verið í fararbroddi frá árinu 2010 í framleiðslu matargjafavöru fyrir ferðamenn með íslenskt jurtate í tepokum, jurta og berjasýróp og ekki síst
Uppsetning á átöppunarlínu í fullum gangi, verið að máta flöskustærð.
36
SJÁVARAFL MAÍ 2019
jurtakryddsölt með öræfajurtum, berjum eða svörtum kolum sem hafa slegið rækilega í gegn. Hjá fyrirtækinu starfa nú 10 starfsmenn í fullu starfi, þar af eru 6 fjölskyldumeðlimir. Skrifstofa fyrirtækisins, útkeyrsla og tilraunaeldhús er til húsa á Austurgötu 47 í Hafnarfirði en framleiðsluhúsnæðið er á Básvegi 10 í Reykjanesbæ. Á báðum stöðum eru reknar verslanir með vörum fyrirtækisins og í Keflavík er einnig tekið á móti hópum og er vinnsluhúsið hannað þannig að hægt er að sjá inn í framleiðsluna.
Í Reykjanesbæ létum við bora holu við framleiðsluhúsnæðið og höfum við nú aðgang að köldum jarðsjó sem hefur síast í gegn um hraunið, sem er tandurhreinn og hefur verið matvælavottaður. Urta Islandica hefur nú um nokkurt skeið nýtt sjóinn í framleiðslu á sjójurtasýrópum sem eru alveg í sérflokki, en ætlunin var samt sú í byrjun að framleiða úr sjónum steinefnaríkar bað- og spavörur, og svo jafnvel steinefnaríkt sódavatn úr aukaafurðinni, sem er mikið magn af hreinu og bragðgóðu vatni. Hugmyndin að framleiða drykk úr sjóvatninu óx og dafnaði í samhengi við að okkur fannst vanta íslenskan steinefnaríkan valkost við hreina steinefnalausa íslenska vatnið sem við þekkjum. Það væri hægt að kolsýra drykkinn, bragðbæta með jurtum, berjum eða búa til límonaði með jurtasýrópunum. Þegar verkefnið Urtasjór var valið til þátttöku í viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“ var ákveðið að setja sjóvatnið í forgang og hraða ferlinu frá hugmynd til vöru. Nýsköpunar- og viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ er 9 vikna viðskiptahraðall þar sem leitað var eftir nýjum lausnum sem auka sjálfbæra verðmætasköpun í landbúnaði og sjávarútvegi. Í teyminu sem stendur að verkefninu eru hjónin Þóra Þórisdótttir myndlistarmaður, Sigurður Magnússon tæknifræðingur og börn þeirra Guðbjörg Lára, Kolbeinn Lárus og Þangbrandur Húmi. Þóra er framkvæmdastjóri Urta Islandica og hugmyndasmiður sjóverkefnisins. Sigurður er framleiðslustjóri fyrirtækisins og verkefnastjóri sjóverkefnisins, ásamt því að sjá um þróun framleiðsluferla. Kolbeinn Lárus er nýútskrifaður flugvélaverkfræðingur og sér um að koma upp átöppunarlínu í framleiðsluhúsnæðinu ásamt bróður sínum Þangbrandi Húma. Guðbjörg Lára sér um markaðssetningu og útlit vörunnar. Þannig er verkefnið sameiginlegt fjöskylduverkefni með ómetanlegri aðstoð fjölda mentora og sérfræðinga sem koma að viðskiptahraðlinum.
Stærsta vandamáið við sjóvatns drykkjarhugmyndina snýr að umbúðum, en Urta Islandica er með skýra stefnu í umhverfismálum og notar ekki einnota plast í umbúðir sínar. Niðurstaðan hjá okkur varð sú að snúa vandamálinu í styrkleika með því að nota margnota glerflöskur undir drykkinn, enda er það í takt við kröfu samtímans um umhverfisvænan lífstíl. Drykkjarvatnsmarkaðurinn fer stækkandi hér heima og erlendis, og þótt margir séu um hituna þá teljum við að pláss séu fyrir markaðssillur af þessu tagi. Sjó sódavatnið og sjódrykkina skilgreinum við sem handverksdrykki, ekki ólíkt því hvernig handverksbjór er skilgreindur, þar sem saga vörunnar, bragðeinkenni, útlit og hugmyndafræði skipta verulegu máli. Sjódrykkirnir byggja á því að notaður er kristaltær sjór úr borholu sem búið er að afsalta að mestu leyti, en hægt er að stýra því hversu mikið af söltunum er skilinn eftir í lokaafurðinni og hugmyndin er að selja vatnið í fleiri en einum styrkleika og jafnvel bragðbæta með jurtum og berjum. Til að byrja með verður áherslan lögð á kolsýrt vatn með steinefnainnihaldi á pari við “high mineral water”. Samsetning steinefna í sjóvatni er ótrúlega svipuð og samsetning steinefna í blóði enda allt líf runnið úr sjónum. Með því að neyta sjódrykkja reglulega getur fólk komið jafnvægi á steinefnabúskap sinn og endurreist hann þegar fólk tapar söltum eftir veikindi eða líkamsrækt. Enn er ekki komið nafn á sjódrykkina en stefnt er á að koma þeim í sölu í ferðamannaverslanir, sælkeraverslanir, veitingahús, heilsuhús og apótek, hönnunar og lífstílsverslanir í sumar. Einnig munum við bjóða upp á heimsendingar og áskriftarleiðir þar sem umbúðirnar eru teknar til baka og endurnýttar. Sjódrykkirnir munu einnig fást í verslunum Urta Islandica í Hafnarfirði og Keflavík og hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á vefslóðinni www.urtasjor.is
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN ! Vinnslustöðin hf
hafnargata 2
900 Vestmannaeyjar
vsv@vsv.is
www.vsv.is SJÁVARAFL MAÍ 2019
37
Kristján Th. Davíðsson eigandi Viðskiptaþróunar ehf.
Selalýsi reynist vel gegn bólgum og verkjum E
itt af því sem of margir sjómenn þekkja vel af eigin raun eru vinnutengd óþægindi og vandamál tengd bólgum og verkjum í liðum og vöðvum sem oft fylgja líkamlegu álagi, m.a-meðal annars langvarandi stöðum og síendurteknum einhæfum hreyfingum og erfiðisvinnu. Bjarne Østerud prófessor við læknadeild og Edel Elvevoll lífefnafræðingur við sjávarútvegsdeild háskólans í Tromsö í Noregi rannsökuðu um árabil lýsi úr sjávardýrum og fiski. Bjarne hóf leit að þeirri omega-olíu sem myndi gagnast honum best við að fyrirbyggja kransæðastíflu en í fjölskyldu hans er ættlæg tilhneiging til hennar og höfðu sumir ættingjar hans dáið langt fyrir aldur fram af völdum hennar. Kransæða“kíttið“ sem veldur kransæðaþrengingum og að endingu stíflu er í raun bólgur, rétt eins og margir slit- og álagstengdir sjúkdómar eins og t.d. lið- og vöðvaverkir, gigt og ýmsir sjálfsofnæmissjúkdómar. Eftir áralangar rannsóknir og prófanir á fiskalýsi, meðal annars úr ufsa, þorski, laxi og ansjósu, en einnig á bæði hvalalýsi og selalýsi á árunum 1986 – 2010 varð ljóst að selalýsið er besta lýsið gegn bólgum. Það inniheldur bæði EPA og DHA Omega-3 fitusýrur eins og fiskalýsi, en auk þess heilsusamlega fitusýru að nafni DPA. Til að verja lýsið gegn þránun leitaði Bjarne að náttúrulegu þráavarnarefni og fann það í einu af mörgum afbrigða ólífuolíu - bæði náttúrulegt
þráavarnarefni sem er oft kallað andoxunarefni og einnig bólgueyðandi efni, sem hefur sýnt sig að búa líka yfir verkjastillandi eiginleikum, líkt Ibúfeni. Omega-fitusýrum er hætt við þránun og því er þráavörnin mjög mikilvæg. Vegna þess að við norðurslóðabúar erum flest með viðvarandi D-vítamínskort var bætt við sem nemur tvöföldum ráðlögðum dagsskammti af D-vítamíni í hvern dagskammt af selalýsisblöndunni. Eftir einkaleyfisferli hófst svo framleiðsla og sala á blöndunni undir nafninu Olivita og hún er nú seld í Noregi, á Íslandi, til Rússlands, Kína, Íran og víðar, (þó ekki í EB og USA þar sem allar selaafurðir eru bannaðar). Lýsið færst í náttúrulegu formi, með viðbættri sítrónuolíu fyrir þá sem ekki líkar við náttúrulega bragðið og einnig í belgjum. Selalýsisblandan er góð forvörn gegn kransæðavandamálum, blóðtappa og álíka, auk þess sem bólgueyðandi eiginleikarnir nýtast líka vel gigtarsjúklingunum, erfiðisvinnufólki og afreksíþróttafólki sem er hætt við bólgum, stirðleika og eymslum í liðum, vöðvum og víðar. Til gamans má geta þess að Bjarne, sem verður 79 ára í júlí og er nýlega hættur rannsóknar- og kennslustörfum í háskólanum, er enn „sprækur sem lækur“ og er enn að vinna fyrir Olivita fyrirtækið í Noregi, bæði við rannsóknir og fyrirlestrahald. Hann heldur líka út vefbloggi um rannsóknir sínar og næringar- og heilsutengd málefni. Slóðin er www. bjarneosterud.no Íslensk vefsíða Olivita er www.olivita.is. en þar má sjá ýmsan fróðleik um selalýsið, m.a. myndband - og kaupa það.
38
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Við óskum sjómönnum,
smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
40
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Hvalur hf
Fiskmarkaður Patreksfjarðar
I C E L A N D I C
SJÁVARAFL MAÍ 2019
41
Ólafur I. Sigurgeirsson lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum
Hvaðan kemur fiskurinn í framtíðinni? M
atvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur lýst yfir að ef fram heldur sem horfir þurfi að auka matvælaframleiðsluna á næstu 30 árum um ca 70% frá því sem nú. Það er býsna ögrandi verkefni. Þessi aukna matvælaþörf er til komin vegna fólksfjölgunar og aukinnar neyslu. Aukin velmegun þjóða hefur einnig leitt til þess að neysla á próteini úr dýraríkinu hefur farið vaxandi en hlutfall plöntupróteina í neyslunni heldur minnkandi. Umhverfisáhrif matvælaframleiðslunnar eru nú sífellt meira í brennidepli og knýjandi þörf fyrir að auka sjálfbæri hennar. Í aldanna rás hefur megin þorri matvælaframleiðslunnar farið fram á landi og sífellt orðið iðnvæddari og afkastameiri, m.a. með aukinni tækni og kynbótum plantna og dýra en einnig vegna aukinnar áburðar- og efnanotkunar. Framleiðslan hefur haft umtalsverð og stig vaxandi áhrif og álag á vistkerfi jarðarinnar. Vistspor próteinframleiðsunnar eru mis mikil eftir uppruna hennar og aðferðum. Auk annars er nú svo komið að heppilegt ræktarland og vatn til vökvunar og neyslu er víða orðið takmarkandi þáttur fyrir framleiðsluna. Því blasir við nauðsyn þess að nýta hafið betur og í auknum mæli til að auka uppskeru þaðan. Hingað til hefur nýting hafsins einkum falist í veiðum úr dýrastofnum og söfnun þara til manneldis. Þróun framleiðslunnar í hafinu þarf að verða á svipuðum nótum og verið hefur á landi um aldir og árþúsundir, frá veiðum til aukinnar ræktunar. Þróunin þarf þó umfram allt að taka mið af sjálfbærni eins og kostur er, eins og raunar öll önnur framleiðsla. Frá níunda áratugnum hefur afli úr heimshöfunum og úr ferskvatni verið í kringum 90-94 milljónir tonna. Ákveðnum þröskuldi kann að vera náð enda talið að um 70-80% núverandi nytjastofna séu fullnýttir eða ofnýttir. Á sama tíma hefur meðal fiskneysla jarðarbúa aukist úr 9kg á mann 1961 í rúmlega 20 kg á mann 2017. Síðustu áratugi hefur aukning fiskneyslunnar því einkum orðið vegna aukinnar framleiðslu fiskmetis með eldi en einnig vegna betri nýtingar fiskaflans. Þrátt fyrir það er hlutur fiskmetis af meðal dýrapróteinneyslunni innan við fimmtungur af heildar dýrapróteinneyslunni. Neysla fiskmetis er hinsvegar afar breytileg milli svæða og landa. Víða í löndum Asíu er
42
SJÁVARAFL MAÍ 2019
fiskneyslan umtalsverður og mjög mikilvægur hluti af daglegri næringu fólks meðan hún er að jafnaði mun minni í löndum Afríku og S-Ameríku. Hvarvetna er hvatt til aukinnar neyslu fiskmetis (fiskar, krabbadýr, skelfiskur, þari til manneldis ofl.) og sjávarfangs og flestar þjóðir heims leggja nú mjög mikla áherslu á að auka framleiðslu þess með eldi og hverskonar ræktun. Fyrir því eru fæðuöryggissjónarmið en aðrar megin ástæður þess eru annarsvegar að í fiskmeti er jafnan auðmeltanlegt og heppilegt prótein, mikilvægar og hollar fitusýrur og margvísleg og nauðsynleg vítamín og snefilefni. Hinsvegar hefur framleiðsla á fiskmeti alla jafna mun minna vistspor og minni umhverfisáhrif í för með sér en hefðbundin kjötframleiðsla af landhryggdýrum. Þar með er þó vitaskuld ekki sagt að framleiðsla á fiskmeti hafi engin umhverfisáhrif en þessi tiltölulega unga atvinnugrein keppist við að draga úr þeim með margvíslegum hætti. Hliðrun á framleiðslu og neyslu dýrapróteina frá einkum stórum landhryggdýrum til meira fiskmetis mun draga umtalsvert úr vistspori dýrapróteinframleiðslunnar og einnig draga úr þrýstingi á villta fiskistofna. Nú eru framleidd um 80 milljón tonn af fiski og fiskmeti með eldi og ræktun og að auki eru ræktuð um 30 milljón tonn af þara sem fara að talsverðu leyti til manneldis. Rúmlega 80% þessarar framleiðslu allrar fer fram í Asíu, þar af rúmlega 60% í Kína. Lang stærsti hluti fiskeldisins fer fram í ferskvatni en knýjandi þörf er fyrir aukna framleiðslu hverskonar sjávarfiska, en þeir eru alla jafna erfiðari eldislífverur en ferskvatnsfiskar. Þar kemur margt til, m.a. smá hrogn og flóknari næringarkröfur. Skelfiskaræktin og krabbadýraeldið fer að mestu fram í söltu vatni. Styrkur þessa eldis og ræktunar liggur í fjölbreytninni og möguleikum á samþættingu, til betri nýtingar á orku og efni og þar með lágmörkun umhverfisáhrifa.
Hvers vegna meiri eldisfisk? Fiskar hafa nokkra yfirburði sem kjötframleiðendur í samanburði við landhryggdýr yfirleitt, þó fjölbreytnin sé auðvitað mikil innan flokks fiska. Til vaxtar á vöðva þarf prótein að koma með fæðunni. Próteinnýting og orkunýting fiska er jafnan mjög góð. Fiskar nota ekki orku til upphitunar, skilja út köfnunarefnisúrgangi með ódýrari hætti en landhryggdýr og
Frumfóðrun seiða er jafnan einn vandasamasti hluti fiskeldis.
fuglar og nota litla orku til að halda sér í rýminu. Hlutfall stoðgrindarinnar er því lítið í samanburði við landhryggdýr og því verður nýting á ætum bita oft mjög há, t.d. um 65% hjá laxfiski. Eldislaxfiskur nýtir nærri þriðjung þess próteins sem hann étur til uppbyggingar og eins er heildar orkunýting mjög mikil. Með rétt samsettu fóðri má framleiða hvert kíló af laxfiski með rúmlega einu kílói af þurrfóðri. Fiskafóður er þó að jafnaði próteinríkara en tilbúið fóður fyrir landhryggdýr. Heildar framleiðsla fiskafóðurs í heiminum er þó innan við 5% (ca 45 milljón tonn eða lítillega meira en fóður fyrir gæludýr) af framleiddu dýrafóðri (ca 1100milljón tonn) og hlutur fiskimjöls í fóðrinu fer ört minnkandi, er aðeins um 7% af heildinni. Fiskimjöl í laxfiskafóðri er nú víðast um 7-11% og kemur að mestu frá afskurði og fiski sem ekki hefur verið nýttur til manneldis hingað til. Hafa má í huga að í allri dýrafóðurframleiðslunni eru notuð hráefni sem gætu meira og minna nýst beint til manneldis. Auk gríðar góðrar nýtingar á fóðri og á ætum bita er úrgangur sem fiskurinn skilur eftir sig hlutfallslega lítill. Þannig myndast um 0,5kg af saur fyrir hvert framleitt kíló af laxfiski. Það er um 10% þess sem verður til í
alifuglarækt og aðeins brot þess sem verður til við framleiðslu á nautakjöti. Mikil og jákvæð umhverfisáhrif felast því í að hliðra dýrapróteinframleiðslunni frá landhryggdýrum yfir í meira fiskeldi, sérstaklega með að flytja það í sjó, vegna hlutfallslega lítilla umhverfisáhrifa og orkuþarfar. Sem dæmi má nefna að áhrif úrgangs frá norsku laxeldi, sem telur um 1,3 milljónir tonna, mælast ekki eða vart í 91,5% eldissvæða (þrátt fyrir að mörg þeirra séu staðsett langt inni á fjörðum). Mælist uppsöfnunar- eða auðgunaráhrif er kvíabólið rangt staðsett og starfsemi sjálfhætt því hún spillir eldisaðstæðunum. Kolefnisfótspor laxeldis í kvíum er reiknað um 10% þess sem algengast er í nautakjötsframleiðslunni og sama má segja um vatnsþörfina (sjá nánar í töflu). Rýmið sem þarf til framleiðsunnar í kvíaeldi er mjög lítið. T.d. má framleiða lax í 10 kvíahringjum, sem svarar allri íslensku dilkakjötsframleiðslunni, rúmlega 10 þúsund tonn, á flatarmáli sem samsvarar rúmum 2 hekturum. Í þessu ljósi er mjög skynsamlegt að framleiða meira af fiski í eldi, þar með talið og ekki síst laxeldi í sjó þar sem möguleikar eru fyrir hendi. Lax og laxfiskar eru tiltölulega stórir fiskar, fremur auðveldir í ræktun, með ágætan vaxtarhraða við litla orkuþörf, kynbætt eldisdýr sem eiga litla lífsvon í villtri náttúru sleppi þeir út, auk þess að vera mjög næringarrík og heppileg matvæli.
Fiskeldi á Íslandi. Fiskeldi á Íslandi er í raun ótrúlega lítið miðað við möguleikana og tækifærin, sem einkum byggjast á aðgengi að hreinu vatni og orku. Framleiðsla á eldisfiski hefur þó aukist talsvert hratt síðustu ár, einkum vegna aukinnar framleiðslu á laxi og mikil áform eru um að auka það enn frekar. Bleikjueldi er einnig vaxandi, en vex talsvert hægar en laxeldið enda fjárfestingin annars eðlis og kannski annarskonar markaður og markaðsstarf sem þarf að eiga við því bleikja er ekki eins þekkt afurð og lax út um heiminn. Hér eru aðstæður til að margfalda bleikjueldið þó það verði aldrei mikið magn í stóra samhenginu. Stígandi er í framleiðslu á sólflúru, nú er vaxandi eldi á regnbogasilungi í sjó en undarlega lítið er alið af honum í ferskvatni hérlendis. Kræklingarækt hefur margvísleg tækifæri og margt spennandi að gerast í ræktun þörunga. Smávegis vottur er af eldi annara lífvera en tækifæri eru á hverju strái ef vel er að gáð. Horfur fyrir fiskeldi á Íslandi séu ágætar, fiskneysla hvarvetna að aukast og afurðaverð alla jafna nokkuð hátt. Við eigum að geta hampað
Framtíð fiskeldis mun meðal annars byggja á eldi í stórum úthafskvíum. SJÁVARAFL MAÍ 2019
43
Samanburðartölur dýrapróteinframleiðslunnar Eldislax
Kjúklingur
Svín
Naut
Lamb
1,2-1,5
1,7-2
2,7-5
6,0-10
34
2-Próteinnýting (%)
28%
37%
21%
14%
10%
3-Orkunýting (%)
23%
10%
14%
5%
5%
4-Nýting m.v. ætan bita (%)
68%
46%
52%
42%
38%
5-Kolefnisfótspor (kg CO2/ætur biti)
2,9
3,4
5,9
30
30+
1400
4300
6000
15400
engar tölur
1-Fóðurstuðull (kg /kg)
6-Vatnsnotkun (l /ætur biti)
1- Mælikvarði á hversu mikið fóður (kg) þarf til að framleiða hvert kíló. Talnabilið er háð tegund fóðurs. Stríðalið naut en tölur fyrir lamb er fyrir skoskt hálandalamb á grasbeit 2- Lýsir hlutfalli fengins æts próteins sem hlutfall af étnu próteini úr fóðri, reiknað: g protein í ætum bita/g protein í fóðri 3- Lýsir nýtninni í framleiddri afurð við að nýta orkuna úr fóðrinu. - Reiknað: % (orka í ætum bita/brúttó orka í fóðri) 4- Er reiknuð með því að deila kg ætum bita í heildar skrokkþyngd (kg). 5- Kolefnisfótspor er reiknað kg CO2eq á hvert kíló framleitt af ætum bita. 6- Vatnsnotkun lax miðast við eldisferil kvíaeldis.
hinu tæra og svala og þurfum auðvitað að einblína á gæði umfram allt, því magnið verður alltaf lítið í stóra samhenginu.
Menntun í fiskeldi Menntun er mikilvæg fyrir allar starfsgreinar. Háskólinn á Hólum bíður upp á kennslu í fiskeldi og nær sú saga aftur til 1985. Nú er námið eingöngu boðið í fjarnámi og margir hafa stundað það meðfram vinnu. Uppbygging námsins er þannig að á haust- og vorönn eru einstakir efnisflokkar kenndir í 3-4 vikna lotum, nemendur mæta á staðinn í 3-4 daga í hverri lotu til ýmiskonar verkefnavinnu og lotunni lýkur síðan með skriflegu prófi á próftökustað nærri heimabyggð. Reynt er að búa til samfellu í uppröðun námsefnis, framleiðsluferli fiskeldis er fylgt frá vöggu til grafar eins og hægt er. Því er heppilegast að hefja námið að hausti, en
þó ekki skilyrði. Efnistökin eru fjölbreytt en snúast í grundvallaratriðum um að skilja og þekkja líffræði eldislífverunnar, hvernig megi skapa henni góð skilyrði til vaxtar og viðgangs. Fjallað er um ólíkar eldisaðferðir og tæknibúnað, velferð, heilsufar og umhverfismál, fóður, varðveislu gæða og samspil líffræði og rekstrar. Megin áherslan er á laxfiskaeldi en einnig á eldi annara lagarlífvera. Hægt er að skrá sig í einstök námskeið og dreifa námsálaginu. Náminu lýkur síðan með 12 vikna verknámi í fiskeldisstöðvum, hvar nemendur kynnast og taka þátt í sem fjölbreyttustum störfum tengdum greininni. Almenn inntökuskilyrði eru stúdentspróf en allar framhaldsskólaeiningar, starfsreynslu og aldur eru einnig metin. Fólk sem hefur verið með fisk í höndunum framan af starfsævinni hefur oftast staðið sig vel og verið áhugasamir og skemmtilegir nemendur.
Fyrsta flutningaskipið til að hafa viðlegu á hinum nýja Kleppsbakka Á annan í páskum, 22.04.2019, kom flutningarskipið Peak Breskens til Reykjavíkur og lagðist upp að hinum nýja Kleppsbakka. Framkvæmdir að bakkanum hafa staðið frá því árið 2016 og mun hann verða 400 m að lengd en þar að auki var gerð 70 m. framlenging á núverandi Kleppsbakka. Viðlegukanntur bakkans mun vera -13,5 m og eru áætluð verklok haustið 2019. Flutningaskipið, Peak Breskens, var byggt árið 2011 og er 89.95 m. að lengd, 14.1 m að breidd og 2.978 brúttótonn. Peak Bresken siglir undir hollenskum fána og er heimahöfn skipsins í Harlingen. (birt: 24. apríl 2019 af vef Faxaflóahafna)
44
SJÁVARAFL MAÍ 2019
ÚRVAL DIESELVÉLA Varahluta- og viðgerðaþjónusta
Við bjóðum nú enn betri þjónustu með nýju útibúi í Noregi. Aðal- og hjálparvélar með öllum aukabúnaði beint frá Mitsubishi Noregi. Landrafstöðvar bjóðast einnig, t.d. innbyggðar í gáma með olíutank undir.
þekking – reynsla – þjónusta Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is
Sjómenn! Til hamingju með daginn ykkar Starfsfólk Sjávarafls óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með sjómannadaginn, njótið vel.
46
SJÁVARAFL MAÍ 2019
Við óskum sjómönnum innilega til hamingju með daginn
Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is Bjóðum einnig
kr.
24.900
pr. mán. án vsk.
í áskrift.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
Skemmtilegt og lifandi nám í fisktækni. Vinsælt, stutt og hagnýtt bóklegt og verklegt nám tveggja ára nám. Nánari upplýsingar inn á www.fiskt.is eða í síma 412-5966