SJÁVARAFL Október 2022 3. tölublað 9. árgangur
Sjávarútvegsráðstefnan 2022 verður haldin í Hörpu 10.-11. nóvember.
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
8 Auknar áskoranir í þrifum og sótthreinsun í fiskvinnslu 12 Hraði og áreiðanleiki skipta höfuðmáli í útflutningi 16 Framtíðin liggur í tækninámi – Ertu klár? 20 Saltfiskurinn sameinar unga meistarakokka 24 Af hverju saltfiskur? 26 Okkar aðall okkar gæði 28 Tannhjól í stóru gangverki 29 Iðandi líf 30 Um samstarf Hafrannsóknastofnunar við sjómenn og fiskiðnaðinn 32 Greina mengun í efnahagslögsögunni 32 Smjörsteiktur þorskur 34 Staða orkuskipta í íslenskum höfnum 38 Betur má ef duga skal 42 Fræðsla og nýsköpun í lagareldi 46 Hvatningarverðlaun Sjávarútvegs ráðstefnunnar og TM
Vettvangur fyrir samskipti
Þ
rátt fyrir síbreytilegt samkeppnisumhverfi, eru íslendingar eru í fararbroddi á sviði hátæknilausna, sjáfbærni og heilbriðgði fisks. Allt þetta leiðir til aukinnar verðmætasköpunar og betri nýtingu á þeirri takmörkuðu auðlind sem við höfum aðgang að og þar með verður sjávarútvegurinn umhverfisvænni. En aukin verðmætasköpun hefst einnig með fræðslu og þjálfun og felast fjölmörg sóknarfæri í þeirri þekkingu sem eiga auðveldara og auðveldara með að verða við óskum viðskiptavina. Fullnýting allra matvæla í virðiskeðjunni leiðir svo að lokum til aukinnar virðisaukningar og verðmætasköpunar. Þá hefur orðið mikil aukning á útflutningsverðmætum landsins undanfarin ár. Margt hefur áunnist sem við getum verið stolt af. Okkar arfleið og okkar stolt heldur áfram að vaxa, þar sem veiðislóðir í íslenskri lögsögu eru gjöfular svo um munar og nýting á afla aldrei eins góður.
Sjávarútvegsráðstefnan 2022 verður haldin í Hörpu, 10. -11. nóvember. Þar hittast menn og konur til að styrkja samstarf sitt, hlusta á áhugaverð erindi ásamt því að kynna sig. Veitt verða Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM. Þessi útgáfa er tileinkuð Elín Bragadóttir öllum þeim sem koma að Sjávarútvegsráðstefnunni. ritstjóri
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir
Alda Áskelsdóttir, blaðamaður
Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun
Óskar Ólafsson, ljósmyndari
Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Ljósmyndir: Óskar Ólafsson Forsíðumynd: Þórður Bragason Prentun: Prentmet Oddi ehf
2
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður
Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður
by COSENTINO
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
Högg- og rispuþolið
HÁTT HITAÞOL
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Blettaþolið
Sýruþolið
We are Iceland Seafood In 1932 The Union of Icelandic Fish Producers (SÍF) was founded in Reykjavík for export of salted fish products. It is now a leading company involving producers, handlers and traders in more than 11 countries.
Our history and heritage dates back to 1932 from three associations: the Union of Icelandic Fish Producers (SIF), founded in 1932; the Herring Board, founded in 1935; and the Seafood Division of Samband of Iceland, founded in 1957. Our strong roots in the Icelandic seafood sector form the basis of our expertise and long-lasting relationships built on trust and reliability. Today, Iceland Seafood is a respected industry leading supplier of North Atlantic fish and seafood and a leading service provider in our markets. We are one of the largest exporters of fish products from Iceland and a key processor of high-quality seafood in the Spanish, Irish and UK markets. We serve all major seafood markets worldwide, where we have depth of expertise and understanding to meet our customer’s needs, combined with innovative flexible solutions and strategic global distribution.
4
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Our headquarters are in Iceland, and we operate
Value Added Divisions
3 divisions with businesses in Europe and North
We continue to invest in value added activities
and South America. 7 businesses in 8 country
in line with global trends. We are focused on
locations. A global network.
supplying great quality seafood and creating solutions for our customers.
Sales and Distribution Division
Iceland Seafood
Northern Europe Division
Iceland
Iceland Seafood UK
located in Reykjavík, is one of the largest companies in
was founded by the merger of Iceland Seafood
the export of seafood from Iceland to all main markets
Barraclough and Havelok Ltd, located in Grimsby
around the world.
(UK), supplies both our retail and foodservice
The company operates in close co-operation with
customers with high-quality fish and shellfish
Icelandic seafood producers and provides sourcing
globally sourced. From procurement to packed
expertise, quality control and logistic solutions for its
product, offering one of the finest ranges of
customers and other Iceland Seafood companies.
breaded, battered and natural fish in the UK. It
› www.icelandseafood.is
specializes in procuring to customer specs and packing for many of the largest retailers and food
Iceland Seafood France
service operators in the UK.
based in Boulogne-sur-mer, provides high-quality se-
Oceanpath, Dunns
afood from Iceland and from a variety of global sources. The company supplies fresh and frozen products to food service, retail and processors in France. › www.icelandseafood.fr
› www.icelandseafood.uk
of Dublin & Carr & Sons our Irish seafood arm consist of three companies
Iceland Seafood
with specialized factories. Oceanpath located in Howth, specializing in supplying fresh fish to the retail
Germany
sector in Ireland, Dunns of Dublin dating back to 1822
located in Bremerhaven, is a supplier of high-quality
delicious smoked salmon and a range of other
fresh seafood. Fresh fish is mainly flown in from
premium quality seafood products. Oceanpath is the
Iceland for delicatessen stores, food service
leading supplier to the retail sector in Ireland both in
and retail.
fresh and smoked products.
› www.icelandseafood.de
› www.oceanpath.ie
an iconic premium retail brand best known for its smoked seafood products and Carr & Sons producing
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
5
Southern Europe Division
Iceland Seafood Ibérica Southern European stronghold serving our demanding markets in Spain, Italy, Portugal and Greece. The company has offices in Barcelona,
Reykjavík
Vigo, Bilbao and Italy. The company also runs Elba, a processing and sales company in Barcelona, and Achernar, a factory in Argentina processing shrimp for all markets. The company offers a variety of frozen and salted products from all major fishing grounds in the world and runs factories both in Barcelona and in Argentina. › www.icelandseafood.es
Achernar
Grimsby
Achernar SAS was founded in 2012 as a fish and seafood processor and trader. In 2017, after being acquired by Icelandic Ibérica, it undertook the first phase of investments with the purchase and transformation of the plant in Puerto Madryn specializing in processing and exporting of the “red gold of the Patagonian Seas”, the argentinean prawn, and squid. In 2019, the merger of Icelandic Ibérica
Howth
with Iceland Seafood into the new Iceland Seafood Ibérica brought a new strategic and investment boost and places Achernar as one of the main exporters in the south of Argentina. › www.achernar.icelandseafood..es
Ahumados Domínguez is the latest incorporation in the Iceland Seafood family. The company is known for its
Barcelona
production of premium quality smoked salmon. It has a strong brand and consumer recognition in the Spanish retail market. It actively runs consumer campaigns and has a direct consumer facing through its specialty stores. The Ahumados Domínguez brand is recognized for its top quality products and is one of the best known brand in the smoked salmon sector within Spanish retail and Foodservice. › www.ahumadosdominguez.es
6
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Madrid
Þantroll
Þantæknin
Þankraftur
Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri hraði = Minni þrýstingur
Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni hraði = Meiri þrýstingur
HELIX
.Opnast fljótt við kast .Meiri opnun í togi .Heldur lögun vel í beygjum .Hljóðbylgjur beinast innávið
Helix þantæknin er einkaleyfisvarin
Guðmundur Sigþórsson forstjóri Alvar
Sjávarútvegsráðherra Svandís Svavarsdóttir, ásamt stofnanda ALVAR Ragnari Ólafssyni, þegar ráðherra afhenti fyrirtækinu nýsköpunarverðlaun á sjávarútvegssýningunni nú nýverið.
Auknar áskoranir í þrifum og sótthreinsun í fiskvinnslu D-Tech hefur nú um margra ára skeið þróað og selt sjálfvirkan sótthreinsibúnað um borð í togara og fiskiskip auk þess að setja búnað upp í fiskvinnslum. Fyrirtækið hyggur nú á aukna markaðssetningu á erlendum mörkuðum og m.a. af þeim sökum var, fyrr á þessu ári, tekin ákvörðun að breyta nafni félagsins í ALVAR Mist ehf., en nafnið á sér rætur í og er stytting á orðunum Alveg og Varinn. 8
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Guðmundur Sigþórsson.
Séð inn í verksmiðju þar sem sótthreinsun er á byrjunarstigi, þokan smýgur alls staðar inn og nær að snerta alla fleti.
Sjálfvirkni, sjálfbærni og aukið matvælaöryggi.
Hver er sparnaðurinn?
Aukin sjálfvirkni, sjálfbærni og bætt matvælaöryggi eru atriði sem sífellt taka meira pláss í almennri umræðu og í stefnumörkun fyrirtækja eru þessi atriði yfirleitt að fá meira vægi. Þá hefur nýlegur heimsfaraldur af völdum Covid aukið vitund um sóttvarnir og mikilvægi þeirra. Þær lausnir sem ALVAR hefur þróað og selur svara þessum auknu þörfum mjög vel. Kerfin frá ALVAR eru alsjálfvirk og geta til að mynda verið stillt þannig að sótthreinsun fari fram á næturnar, þegar enginn starfsmaður er við störf eins og yfirleitt t.d. um er að ræða í verksmiðjum.
Samkvæmt samanburðargögnum sem ALVAR hefur safnað saman úr tugum verksmiðja hér á landi þá er sá tími sem fer í sótthreinsun um það bil 20% af heildarþrifatíma. Það er því í flestum tilfellum auðvelt fyrir fyrirtæki að sjá hvað sparast í vinnulaunum. Sparnaður í vatnsnotkun og notkun sótthreinsiefna er 85 – 95%. Þegar allt er tekið saman miðað við framangreindar forsendur þá framkallar þessi aðferð þ.e. sótthreinsun með þokukerfi allt að 6.000 króna sparnað á fermetra á ári. SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
9
Myndir teknar innan í vatnsskurðarvél fyrir og á meðan sótthreinsun er í gangi. ALVAR fékk nýverið verðlaun fyrir þessa hönnun, sem nær að sótthreinsa vélarnar með öruggari hætti en ella væri hægt.
Fjárfesting í kerfunum borgar sig því, í flestum tilfellum, upp á rúmu ári en getur reyndar farið upp í 24 mánuði og niður í örfáar vikur. Kostnaðarsamast er þó eins og allir þeir sem framleiða matvæli vita, er þegar varan sýkist og er annað hvort færð niður um flokk, eða það þarf hreinlega að henda henni.
sótthreinsa alveg sjálfvirkt en sjálfvirk forþrif eru að sumu leyti flóknari þar sem afskurður og aðrar próteinagnir þarf að fjárlægja þrifin verða því líklega aldrei alveg sjálfvirk en það virðist ekki fjarlægt markmið að hægt sé að minnka tímanoktun við þrifin sjálf um allt að 80%, með tilheyrandi sparnaði í efna- og vatnsnotkun.
Hvernig sótthreinsiefni má nota?
Viðurkenningar
Búið er að setja upp nærri 200 sótthreinsikerfi hjá viðskiptavinum ALVAR og eru efni frá mörgum mismunandi framleiðendum notuð við sótthreinsun í gegnum þau. Það sem þó þarf að hafa í huga er að þau efni sem notuð eru séu ekki ætandi. Að öllu jöfnu eru notuð efni sem eru framleidd t.d. af Diversey og Ecolab, en bæði þessi fyrirtæki eru alþjóðleg. Reyndar bendum við viðskiptavinum okkar sem láta setja upp hjá sér kerfi að þeirra fyrsti valkostur ætti að vera að nota það efni sem þeir eru vanir að nota og treysta, það er stór ákvörðun að skipta út efni sem menn þekkja og treysta á.
ALVAR hefur á undanförnum fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir lausnir fyrirtæksins og var fyrirtækinu m.a. veittur myndarlegur styrkur til þróunar af Tækniþróunarsjóði í lok síðasta ár. Þá fékk fyrirtækið grænt lán frá NEFCO á síðasta ári, en sú fjármögnun stendur einungis þeim verkefnum til boða sem stuðla að sjálfbærni og jákvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að minnkuðu kolefnisspori.
Hvar hentar þessi lausn best? Sótthreinsun með þokukerfum hentar sérlega vel í mjög pökkuðum vélasölum og inni í lokuðum vélbúnaði svo sem eins og flokkurum, flökunarvélum og vatnsskurðarvélum, einnig í lausfrystum, semsagt alls staðar þar sem erfitt er að komast að til þess að sótthreinsa. Svo má heldur ekki gleyma því að handvirk sótthreinsun er að öllu jöfnu framkvæmd upp í augnhæð eða litlu ofar, en sótthreinsikerfi sem t.d. er fest neðan í loft eins og algengast er sótthreinsar frá lofti niður í gólf, inn í allar smugur, allsstaðar þar sem loft kemst að í þessu samhengi er gott að hafa í huga að sumar bakteríur geta borist í lofti (e. Are airborne) þar sem handvirk sótthreinsun nær ekki til þeirra.
Hvað er í þokunni ? Yfirleitt eru notuð ca. 2% af sótthreinsi concentrate á móti 98% af vatni, þetta getur þó verið aðeins mismunandi og kerfið getur blandað alveg niður í 0,2% og upp í 5% concentrate. Styrkleika blöndunnar má auðveldlega breyta með einni skipun í kerfinu. Þá getur nýjasta módelið notað og skipt á milli efna eftir fyrirfram ákveðinni uppskrift, þetta er gert til þess að bakteríur nái síður að mynda ónæmi gegn þeim sótthreinsiefnum sem verið er að nota hverju sinni.
Í hverju felast auknar áskoranir í þrifum og sótthreinsun? Með aukinni sjálfvirkni er vélbúnaður sífellt að þróast í þá átt að verða flóknari, vélar eins og vatnsskurðarvélar eru til að mynda alveg lokaðar. Nú þegar er farinn af stað þróun í þá átt að gera þrif og sótthreinsun á færiböndum og öðrum vélbúnaði sem notaður er við fiskvinnslu svo til alveg sjálfvirkan. Með ALVAR kerfinu er þó nú þegar unnt að
10
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Fyrirtækið fékk nýsköpunarverðlaun á ICEFISH í júní síðast liðnum fyrir nýjung til að nota til sótthreinsunar inni í lokuðum vélbúnaði og einnig voru félaginu veitt verðlaun í september s.l. á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll, verðlaun sem veitt eru af Íslenska sjávarklasanum, „fyrir nýstárlegar lausnir til sótthreinsunar í fiskiskipum og fiskvinnslum“. Að síðustu má nefna að félagið hefur verið tilnefnt til nýsköpunarverðlauna á Food Tech, vörusýningu sem haldinn er í Herning í Danmörku í nóvember.
Hvað er framundan? Eins og áður var vikið að þá stefnir ALVAR nú að því að auka sölu sína verulega erlendis. Fyrir fimm árum keypti ALVAR fyrirtæki í Póllandi og höfum við nú í fimm ár selt kerfin okkar inn í fisk, kjöt og kjúkling í gegnum það félag. Markaðurinn í Póllandi hefur tekið lausnum okkar mjög vel og nú á einungis 5 árum höfum við náð öllum stærstu kjötog kjúklingaframleiðendum Póllands inn á okkar viðskiptamannalista. Frá Póllandi erum við einnig að byrja að selja til framleiðenda í Baltnesku löndunum, Lettlands, Litháen og Eistlands og lofa viðtökurnar góðu. ALVAR stofnaði söluskrifstofu í Bretlandi fyrir tæpum tveimur árum en starfsemi þar fór ekki af stað vegna Covid-faraldursins. Upp úr næstu áramótum er áformað að setja sölustarfsemi í fullan gang og gengur undirbúningur með ágætum. ALVAR mun fljótlega eftir áramót fara í viðræður um aukningu hlutafjár við nokkra vel valda aðila en val á þeim stendur yfir. Ástæða þess að sá háttur er hafður á er sá að eigendur félagsins telja það mikilvægt að félagið fái til liðs við sig aðila sem jafnframt koma með þekkingu og eða markaðsaðgengi til þess að aðstoða félagið í tæknilegri uppbyggingu og flókinni uppbyggingu á sölu- og dreyfikerfi erlendis.
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
11
Elín Bragadóttir
Hraði og áreiðanleiki skipta höfuðmáli í útflutningi
Dettifoss á ferð frá Aarhus í Danmörku
12
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
S
igurður Orri Jónsson hefur starfað hjá Eimskip í 18 ár og þar af sem forstöðumaður Útflutningsdeildar félagsins í 5 ár. Sigurður Orri hefur mikla reynslu á sviði flutninga hérlendis og erlendis en hann starfaði sem forstöðumaður Eimskips í Danmörku á árunum 2006-2015.
Leiðandi á Norður-Atlantshafi Eimskip rekur tíu gámaskip og þrjú frystiskip í siglingakerfi sínu, bæði leiguskip og sín eigin, en kerfið er það stærsta í NorðurAtlantshafi að sögn Sigurðar Orra. „Við höfum byggt upp stærsta og öflugasta siglingakerfið á Norður-Atlantshafi og erum leiðandi á þessu markaðssvæði. Siglingakerfið okkar tengir Ísland við norðausturströnd Ameríku, Bretland, meginland Evrópu, Skandinavíu og Eystrasaltið.“
Sigurður Orri Jónsson.
Með öflugu siglingarkerfi sínu hefur Eimskip skapað sterkar lausnir fyrir ferskfiskflutninga, bæði til og frá Evrópu og Norður-Ameríku. Sigurður Orri Jónsson, forstöðumaður Útflutningsdeildar Eimskips, segir kerfið byggja á hraða, áreiðanleika og sterku neti samstarfsaðila um allan heim.
Sigurður Orri segir kerfið geta tekið breytingum eftir aðstæðum og Eimskip endurskoði kerfið reglulega til að hámarka bæði í senn, hagkvæmni og flutningsgetu. „Við horfum mikið til þarfa sjávarútvegsins þegar kemur að hönnun siglingakerfisins okkar og það hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina til að mæta þeim þörfum. Reykjavík og Þórshöfn í Færeyjum virka eins og nokkurs konar tengimiðstöðvar í kerfinu þar sem mismunandi flutningsleiðir mætast og hægt er að skipta frá einni flutningsleið yfir á aðra. Þetta er þó aðeins mögulegt vegna allrar þeirrar vinnu sem lögð hefur verið í að besta siglingakerfið,“ segir Sigurður Orri. Aðspurður segir hann að stærri og öflugri skip og sterkir innviðir geri það mögulegt að halda úti svo öflugu siglingakerfi. „Með stærri og öflugri skipum getum við betur tryggt áreiðanleika í kerfinu okkar og þá er einnig mjög mikilvægt að innviðirnir styðji við kerfið og geri okkur kleift að bregðast við markaðinum ef þörf er á. Þá er ótalin hin mikla og góða samvinna sem við eigum við okkar öflugu samstarfsaðila, hvort sem er um að ræða hér heima eða erlendis,“ segir Sigurður Orri.
Sérstaða í ferskfiskflutningum Sigurður Orri segir Eimskip hafa algjöra sérstöðu í ferskfiskflutningum á Norður-Atlantshafi og þar sé margt sem komi til. „Við bjóðum upp á beinar vikulegar siglingar í gámaflutningum frá Íslandi til Bretlands, Skandinavíu, niður til Evrópu og vestur til Ameríku þannig að við erum vissulega að þjónusta sjávarútveginn mjög vel. Við sinnum í raun öllum helstu vöruflokkum í ferskum fiski, hvort sem um er að ræða villtan hvítfisk á ís í körum eða unninn, pakkaðan í frauð á bretti eða eldisfisk og þá er laxinn einnig í miklum vexti, sérstaklega til Norður-Ameríku.“ Siglingakerfinu er stillt þannig upp að sem bestar tengingar náist í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Reyðarfirði og Þórshöfn. Í Evrópu siglir félagið vikulega frá Reykjavík, Vestmannaeyjum og Reyðarfirði til Immingham í Bretlandi, Rotterdam í Hollandi og Aarhus í Danmörku og þá er einnig siglt vikulega frá Reykjavík til Portland í Maine í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada. „Þegar kemur að sjávarafurðum er einkar mikilvægt að kælikeðjan haldist óbrotin og að gámastærðir séu aðlagaðar að þeim vöruflokkum sem verið er að flytja. Sem dæmi hefur Eimskip yfir að ráða 120 kæli- og frystigámum sem eru stærri en hinir hefðbundnu, bæði lengri (45 fet í stað 40) en einnig breiðari til að koma fleiri vörubrettum fyrir. Vissulega er þetta mikil fjárfesting en þetta ber líka vott um þann metnað sem félagið hefur í þjónustu sinni,“ segir Sigurður Orri.
Með hraði milli Reykjavíkur og Rotterdam Þegar kemur að flutningi á ferskvöru skiptir hraði og áreiðanleiki öllu máli. Sigurður Orri segir viðskiptavini svo sannarlega kunna að meta þann hraða og áreiðanleika sem Eimskip býður í siglingakerfi sínu, og SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
13
Siglingakerfi Eimskips er hannað til að hámarka hagkvæmni og flutningsgetu.
þá sérstaklega siglinguna milli Reykjavíkur og Rotterdam. „Við erum með svokallaða hraðleið milli Reykjavíkur og Rotterdam en á þeirri leið rekum við tvö skip sem hvort um sig getur siglt með 1850 gámaeiningar. Á þessari leið bjóðum við okkar viðskiptavinum að afhenda ferskan fisk inn í kerfið okkar hér á landi allt fram á fimmtudagskvöld í hverri viku sem síðan er siglt til Rotterdam þar sem hann kemur í höfn á sunnudagskvöldi. Strax við komu skipsins í Rotterdam tekur okkar fólk við vörunni sem þá fer áfram í dreifingu til viðskiptavina, ekki bara í Hollandi heldur um alla Evrópu. Þetta gerir það að verkum að neytendur í þessum löndum geta nálgast ferskan fisk í verslunum strax á mánudagsmorgni. Rotterdam er lykilhöfn á heimsvísu með tengingar um allan heim svo möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að áframflutningi áfram til neytenda víða um heim.“ Sigurður Orri segir að á þessari leið skipti skipin auðvitað miklu máli. „Við rekum mjög stór og öflug skip á bláu leiðinni okkar, milli Reykjavíkur og Rotterdam. Þau hafa mikinn ganghraða, jafnvel þegar aðstæður til siglinga verður krefjandi í alls konar veðri og vindum en höfum ítrekað sýnt og sannað að áreiðanleiki okkar er gríðarlega mikill. Við höfum því hiklaust flaggað þessari þjónusta okkar sem sannkallaðri EXPRESS-þjónustu.“
Spennandi flutningar á ferskum laxi til Norður-Ameríku Sigurður Orri segir einn af þeim vöruflokkum sem er í hvað mestum vexti í útflutningi hjá Eimskip vera ferskan lax til Norður-Ameríku. „Eins og áður sagði erum við með vikulegar siglingar til Portland í Maine og til Halifax í Kanada en í gegnum þær hafnir fer laxinn í dreifingu um alla Norður-Ameríku. Siglingatíminn vestur um haf er 7 dagar sem þýðir að okkur er að takast að afhenda á flestum stöðum innan 10-11 daga. Vegna þess hvernig laxinn er verkaður og geymdur þolir hann þennan flutning vel, og líftímann í verslunarhillunum að auki. Það er því ljóst að sjóflutningur er orðinn raunhæfur kostur í ferskflutningum, jafnvel yfir þetta langan tíma, án þess að það komi niður á gæðum vörunnar,“ segir Sigurður Orri. Í ljósi þess hve hratt þessi vöruflokkur er að vaxa segir Sigurður Orri að það sé nokkuð ljóst að þessi þjónustuleið er komin til að vera.
14
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Horft til framtíðar Spurður um framtíðina ferskfiskflutningum segir Sigurður Orri horfa á hana björtum augum. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þetta umhverfi er síbreytilegt. Til dæmis höfum við séð miklar breytingar á flutningum á ferskum fiski eftir að Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Fyrir Brexit var Bretland ein helsta miðstöð dreifingar á ferskum fiski inn til meginlands Evrópu en svo er ekki lengur. Þetta kom til af því að það tekur styttri tíma að sigla með fiskinn til Bretlands og dreifa honum þaðan, frekar en að sigla með hann til Rotterdam og dreifa þaðan. Eftir Brexit hefur þetta alveg snúist við og dreifing inn á Evrópu komin nær alfarið til Rotterdam. Í ferskflutningum skiptir svo miklu máli að geta stytt flutningstímann eins mikið og hægt er og þess vegna eru öflug og gangmikil skip lykill í því.“ Sigurður Orri segir framtíðina bjarta hjá Eimskip. “Við höldum auðvitað ótrauð áfram að sníða kerfið að þörfum viðskiptavina okkar og þróa það í takt við þarfir markaðarins. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærni í okkar rekstri og því er gott að geta boðið uppá umhverfisvænni valkost í ferskflutningum. Margir af okkar viðskiptavinum eru byrjaðir að horfa til sjálfbærni og kolefnisfótspors sem er málaflokkur sem skiptir neytendur sífellt meira máli en við bjóðum einmitt viðskiptavinum uppá að fá yfirlit yfir sitt fótspor í flutningum með okkur. Ákveðin vitundarvakning er að eiga sér stað varðandi sjóflutning sem umhverfisvænni kost í flutningum á ferskvöru og eins og verkun, pökkun og geymslu ferskvöru er háttað í dag, þá standast sjóflutningar öðrum flutningsleiðum svo sannarlega snúning.“ Sigurður Orri segir einnig að fiskeldi sé í örum vexti, bæði hér á landi og í löndunum í kringum okkur, og að þar liggi gríðarlega mikil tækifæri á næstunni. Hann segir þær lausnir sem Eimskip hafi verið að þróa eigi mikla samleið með fiskeldinu og það séu mjög spennandi tímar framundan í slíkum flutningum. „Við hjá Eimskip erum mjög spennt fyrir framtíðinni og með öflugt siglingakerfi og reynslumikið starfsfólk í forgrunni getum við boðið viðskiptavinum okkar þá bestu mögulegu þjónustu sniðin er að hans þörfum,“ segir Sigurður Orri að lokum.
VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG
ÞEKKING Í VERKI Í 90 ÁR Traustir innviðir, byggðir upp í sátt við umhverfi og náttúru, einfalda okkar daglegu athafnir og gera líf okkar betra. Að baki uppbyggingunni liggur dýrmæt sérþekking, stöðugt mat og ómæld vinna færustu sérfræðinga. Saga okkar er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár.
Ofanleiti 2 / sími 422 8000 / verkis.is
Ragnheiður Eyjólfsdóttir verkefnastjóri í Fisktækniskóla Íslands
Fisktækniskóli Íslands
Framtíðin liggur í tækninámi – Ertu klár? Fisktækniskóli Íslands fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli skólans en jafnframt eru 15 ár frá því að undirbúningsfélag um stofnun skólans var stofnað. Framtíðin liggur í tækninámi Tækifærin í nýsköpun, þróun nýrrar tækni og vinnsluaðferða og hækkun gæðaviðmiða í vinnslu haftengdra auðlinda eru stórkostleg. Bláa hagkerfið er ein af mikilvægum undirstöðum íslensks efnahagslífs og vænta má að á þessu sviði atvinnulífs horfum við fram á gríðarlegan vöxt á næstu árum og áratugum. Við vitum vel að Ísland getur ekki keppt í magni, heldur verðum við að einbeita okkur að þróun, nýsköpun, tækni og gæðum í samkeppni þjóða. Lykilatriði er að búa yfir vel menntuðu starfsfólki á öllum sviðum greinanna. Fisktækniskóli Íslands býður uppá hagnýtt starfsnám sem undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf við haftengda starfsemi. Námið hjá Fisktækniskólanum hefst oftast á Fisktæknibraut, -tveggja ára 120 eininga námi sem er nokkurs konar grunndeild sem getur staðið ein og sér eða sem góður grunnur að frekara námi innan bláa hagkerfisins eða hvers kyns matvælavinnslu annarri. Nemendur útskrifast sem Fisktæknar. Námið er sett þannig upp að nemendur taka til skiptis önn í skólanum og svo önn í vinnustaðanámi. Þetta
form á námi hefur komið mjög vel út og hentar bæði nemendum og fyrirtækjum í viðkomandi greinum. Nemendur geta fundið sér farveg innan þessa fjölbreytta starfsvettvangs og fyrirtæki geta séð út framúrskarandi nema sem framtíðarstarfsfólk.
Veiðarfæratækni Fisktækniskólinn sinnir faggreinakennslu í Veiðarfæratækni, eða Netagerð eins og námið var kallað í gegnum tíðina er löggilt iðngrein sem lýkur með sveinsprófi. Greinin hefur verið í sókn undanfarið eftir að hafa verið í hálfgerðum dvala um tíma.
Haftengd auðlindatækni – Fjórar framhaldsbrautir Nýverið fékk skólinn fjórar framhaldsbrautir viðurkenndar af Menntaog barnamálaráðuneytinu. Þær byggjast á Fisktæknináminu sem grunni en hafa námslok á þriðja hæfniþrepi undir sameiginlega yfirheitinu Haftengd auðlindatækni. Brautirnar hafa allar verið kenndar í nokkur ár á markaði en það felast ótvíræð tækifæri í því að fá þær viðurkenndar inn í formlega námskerfið. Þar með telja allar einingar inn í formlega námskerfið svo mun auðveldara er að meta nám milli skóla eða námsstiga. Þetta er gríðarlega áhugavert nám til sérhæfingar í starfi eða ef stefnt er að enn frekara námi á háskólastigi. Hér er um að ræða Fiskeldistækni, Gæðastjórnun, Vinnslutækni og svo Haftengda nýsköpun – Sjávarkademíuna.
Fiskeldistækni
Fisktækninemendur mynd úr nemaferð.
16
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Fiskeldi er í mikilli sókn um allan heim og blasir við vöxtur og þróun í greininni með tilheyrandi atvinnutækifærum. Námsbraut í Fiskeldistækni þjálfar faglega þekkingu á fiskeldi á framhaldsskólastigi en mörg dæmi eru um það að nemendur sem við höfum útskrifað úr
Starfsfólk Fisktækniskóla Íslands.
fiskeldisnáminu hafi fengið spennandi störf að loknu námi eða haldið áfram í frekara nám á háskólastigi.
Gæðastjórnun Hagnýtt nám í gæðastjórnun er sérsniðið að fiskvinnslu og/eða annarri matvælavinnslu. Í starfi gæðastjóra felst umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun gæðakerfis og ábyrgð á að gæðakerfið sé samofið starfsemi fyrirtækisins. Námsbraut í gæðastjórnun þjálfar faglega þekkingu á gæðastjórnun og þeim ferlum og vottunum sem hún felur í sér. Fólk sem hefur lokið gæðastjórnunarnáminu hjá okkur er eftirsótt í störf og við erum oft spurð hvort það sé mögulega einhver að klára sem er ekki þegar í föstu starfi við gæðamál.
Vinnslutækni Með aukinni tæknivæðingu hafa margar matvælavinnslur komið sér upp fullkomnum vinnslulínum, tækjum og hugbúnaði til framleiðslustýringar en aukin þekking á búnaðinn er lykilatriði. Vinnslutæknir stjórnar og samhæfir búnað í fiskvinnslu-/matvælafyrirtækjum, hefur umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi, bilanagreiningum og einfaldari viðgerðum á búnaðinum. Vinnslutæknir setur upp helstu stillingar á hugbúnaði og vélbúnaði og hefur umsjón með því að taka út öll helstu gögn úr hugbúnaði til að geta unnið einfaldari útreikninga fyrir skýrslugerð og upplýsingagjöf t.d. varðandi gæði, nýtingu og afköst. Það eru sameiginlegir hagsmunir fyrirtækis, framleiðanda tækjabúnaðar og starfsfólks að hafa innan sinna raða vel þjálfað starfsfólk með faglega þekkingu á þeim verðmætaskapandi tækjabúnaði sem hámarkar afköst, samtímis því að halda uppi góðum gæðum og yfirsýn. Ávinningur þess að hafa vel þjálfaða vinnslutækna innan sinna raða er meiri skilningur á tækjum og búnaði, styttri viðbragðstími ef bilun verður sem lækkar kostnað vegna vinnslustoppa og stuðlar að betri samskiptum fisk-/matvælavinnslu og þjónustuaðila tækjabúnaðar.
það vill þróa. Áhersla er á leiðtogafærni, nýsköpun og markaðsmál. Markhópar námsleiðarinnar eru fólk sem þegar starfar innan bláa hagkerfisins og vill mennta sig í greininni, framhaldsskólanemar sem gætu tekið einstaka námshluta eða alla námskrána sem val eða fólk sem vill læra um nýsköpun, sjálfbærni og markaðsmál. Markmiðið er að þjálfa fólk til þátttöku í frumkvöðlastarfi og nýsköpun til að mæta aukunum kröfum fyrirtækja og framtíðarinnar. Hæfni til að skapa nýjungar er afar mikilvæg fyrir komandi kynslóðir, einkum með tilliti til bættrar nýtingar hráefnis og endurnýtingar. Atvinnulífið hefur kallað eftir starfsfólki sem býr yfir frumkvæði, skapandi hugsun, iðnog tæknihæfni, er lausnamiðað og óhrætt að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Nemendur öðlast grunnþekkingu og færni í að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmyndum eða leiða vaxtar- og rekstrar hvetjandi verkefni eða hugmyndir innan nýs eða núverandi vinnustaðar. Í náminu er lögð áhersla á að þátttakendur þrói með sér hugarfar frumkvöðuls og efli sjálfstraust sitt. Námsárangur er byggður á frammistöðu og ábyrgð einstaklings sem og samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu námsins. Námið gerir kröfu um virka þátttöku nemenda sem
Haftengd nýsköpun – Sjávarakademía Ertu með viðskiptahugmynd? Sjávarakademían þjálfar frumkvöðla á sviði haftengdrar nýsköpunar og hentar fólki sem hyggst stofna fyrirtæki innan bláa hagkerfisins eða er með viðskiptahugmynd sem
Fisktækninemendur mynd úr nemaferð. SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
17
Fisktækninemendur mynd úr nemaferð.
meðal annars felst í því að útbúa viðskiptaáætlun um stofnun og rekstur fyrirtækis sem byggir á eigin nýsköpunar-/viðskiptahugmynd, vöruþróun og gerð markaðsáætlunar.
Raunfærnimat, Smáskipanám og fjölbreytt fagnámskeið fyrir vinnustaði í matvælaiðnaði Fisktækniskólinn býður uppá raunfærnimat í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í ljósi þeirra hæfnikrafna sem aðilar vinnumarkaðarins setja í þeim störfum sem um er að ræða. Þetta er frábær leið til að gefa nemendum sem uppfylla skilyrði raunfænimats kost á að staðreyna þekkingu sína leikni og hæfni og stytta sér að einhverju leyti leið í náminu. Enda ekki tímanum vel varið að sitja eitthvað sem maður hefur þegar lært eða unnið við lengi. Frá upphafi hefur skólinn reglulega boðið uppá smáskipanám bæði í skipstjórn og vélstjórn sem gefa 15 metra réttindi. Nemendur á öllum aldri hafa lokið slíku réttindanámi og mjög gaman að fylgjast með hversu ólíkur hópur sæki það nám. Sumir í hvalaskoðunarbransanum, -aðrir að nálgast eftirlaunaaldur og hyggjast enda starfsævina í strandveiðum. Fisktækniskólinn er auk þess að vera framhaldsskóli viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili sem hefur hlotið gæðavottun fyrir kennslu í fullorðinsfræðslu. Því er vert að minnast á fjölbreytta fyrirtækjaþjónustu í tengslum við fagnámskeið fyrir vinnustaði í matvælaiðnaði. Þetta eru t.d. námskeið í aflameðferð og kælingu, HACCP námskeið, námskeið í innihaldslýsingum og/eða merkingum matvæla, nýliða- og öryggisnámskeið. Einnig námskeið sem varða samstarf, samskipti eða fjölmenningu á vinnustöðum.
Framtíðin er björt Það er líf og fjör í Fisktækniskólanum. Þetta er lítill skóli með risastórt hjarta og dásamlegt að heyra eða lesa umsagnir nemenda sem lokið hafa námi við skólann. Þau bera skólanum mjög góða sögu og það er alveg með ólíkindum hversu fjölbreyttum störfum þau gegna í dag. Við erum endalaust stolt af okkar nemendum.
18
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Fisktækninemendur mynd úr nemaferð.
Hér er starfsfólk sem hefur ólíkan bakgrunn en allir hafa sérhæfingu á sínu sviði. Flóra nemenda er í svipuðum dúr, nemendur eru á öllum aldri af ólíku menntunarstigi, -allt frá því að koma beint úr grunnskóla yfir í fólk sem hefur lokið háskólanámi sem leitar eftir sérhæfingu. Að auki koma nemendur frá mörgum löndum svo fjölmenning er klárlega okkar tebolli. Við höfum t.a.m. innan okkar raða verkefnastjóra og túlk sem getur miðlað efni beint á pólsku. Eins og sjá má er ótrúlega fjölbreytt úrval náms og atvinnutækifæra innan bláa hagkerfisins. Forsvarsfólk starfsgreina sem þar heyra undir þarf að stíga fram í sviðsljósið og auka sýnileikann á því hversu spennandi og fjölbreytt störf er að finna innan geirans. Verum stolt af því að vinna við þennan hátæknilega matvælaiðnað og vekjum athygli á náminu sem er í boði. Framtíðin er björt -ertu klár?
FROZEN AT SEA Wild caught from the North Atlantic
urseafood.is
Kristinn Björnsson verkefnastjóri
Saltfiskurinn sameinar unga meistarakokka
Matreiðslunemar úr suðri heimsóttu Ísland á dögunum á vegum Bacalao de Islandia, sem er kynningarverkefni íslensks þorsks. Ljósmyndir úr eigu Íslandsstofu.
20
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Kristinn Björnsson.
Matreiðslunemar úr suðri heimsóttu Ísland á dögunum á vegum Bacalao de Islandia, sem er kynningarverkefni íslensks þorsks í Suður Evrópu. Undanfarin ár hafa skólar á Spáni, Portúgal og Ítalíu keppt í eldamennsku á íslenskum saltfiski. Þar þykir íslenski saltfiskurinn herramannsmatur, og margar þekktustu sælkerauppskriftirnar byggja á honum. Keppnin ber heitið Concurso de Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia eða CECBI. Uppleggið er svipað og keppnin í Masterchef sjónvarpsþáttunum sem margir kannast við. Þetta er annað árið sem hún fer fram og er hún óðum að festa sig í sessi meðal ungra matreiðslunema. Það var sérstakt ánægjuefni að þetta árið voru meirihluti þátttakenda stúlkur og tvær efnilegar matreiðslukonur voru í hópi sigurvegara, þær Sónia de Sá frá Viana do Castelo í Portúgal og Alba González frá Málaga á Spáni, auk Diego de Leiva frá Sorrento á Ítalíu. Íslandsferðina hlutu þau í verðlaun og komu til landsins ásamt kennara sínum. Heimamenn fengu einnig að njóta þegar nemarnir komu saman og endursköpuðu vinningsréttina fyrir boðsgesti í Salt Eldhúsi. Hver vinningshafinn af öðrum kynnti saltfiskrétti sína og var Vilhelm Neto í hlutverki veislustjóra enda annálaður aðdáandi saltfiskmatargerðar.
Vilhelm Neto er annálaður aðdáandi saltfiskmatargerðar og var hann í hlutverki veislustjóra. Ljósmyndir úr eigu Íslandsstofu.
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
21
Á meðal gesta voru Eliza Reid forsetafrú og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ásamt fulltrúum frá saltfiskframleiðendum, SFS, Íslandsstofu o.fl.
Auk smakkrétta frá nemendunum sá íslenska kokkalandsliðið, sem hefur um árabil verið samstarfsaðili Íslandsstofu, um móttökuveitingar og vínpörun. Á meðal gesta voru Eliza Reid forsetafrú og Svandís Svavarsdóttir,
matvælaráðherra ásamt fulltrúum frá saltfiskframleiðendum, SFS, Íslandsstofu o.fl. Mikilvægur þáttur í ferðinni var heimsókn í saltfiskvinnslu en sá draumur þeirra rættist á Reykjanesinu þar sem finna má suma af stærstu framleiðendum saltfisks á Íslandi. Heimsóttu þau saltfiskvinnsluna hjá Vísi og fóru um borð í skip hjá Þorbirninum. Þar fyrir utan fengu erlendu gestirnir að upplifa íslenska náttúru og mat í öllum sínum fjölbreytileika. Með hópnum í för voru blaðamenn frá spænska dagblaðinu ABC og Food & Travel í Portúgal og munu þessir miðlar gera Íslandsferðinni góð skil. Þakklæti var ungu matreiðslunemunum og kennurum þeirra ofarlega í huga þegar fulltrúar Íslandsstofu kvöddu þessa nýju Íslandsvini. Saltfiskurinn var sameiningartáknið hér og fara þau heim með góðar minningar um eyjuna þar sem þetta úrvalshráefni verður til. Með þessu má einnig segja að CECBI hringnum sé lokað þetta árið, en næstu CECBI keppnir eru fyrirhugaðar í febrúar-apríl árið 2023 á Spáni, Ítalíu og í Portúgal.
Nemar frá Spáni, Portúgal og Ítalíu kepptu í eldamennsku á íslenskum saltfi
22
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Til hamingju með afmælið
ÁR 1932—2022
www.icelandseafood.com
Kobrún Sveinsdóttir verkefnastjóri Matís
Þátttakendur sækja matsblað fyrir skynmat á útvötnuðum saltifiski og söltuðum fiski
Af hverju saltfiskur? Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi, og hefur saltfiskurinn verið samofinn sögu Íslendinga og matarmenningu í árhundruð. Í dag er útflutningur á fullsöltuðum fiskafurðum á meðal verðmætustu útflutningsvara okkar. Mestur hluti útflutts saltfisks fer til landa eins og Spánar, Portúgals, Ítalíu, Grikklands og Frakklands en í þessum löndum hefur skapast löng og mikil hefð fyrir neyslu saltfisks sem lúxusvöru á veitingarhúsum og eins hjá hinum venjulega neytenda. Almenn þekking og neysla á saltfiski hér í heimalandi saltfisksins er ekki upp á marga fiska, sérstaklega ekki meðal yngri kynslóða. Þetta kom skýrt fram í netkönnun sem framkvæmd var af Matís árið 2019 og ríflega 500 íslenskir neytendur svöruðu. Niðurstöðurnar sýndu að þekking, áhugi og neysla á saltfiski fer minnkandi með lækkandi aldri.
24
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Einungis um 29% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára borðuðu saltfisk einu sinni á ári eða oftar en samsvarandi hlutfall fyrir elsta hópinn, 60-70 ára, var um 94%. Helstu ástæður þess að borða ekki saltfisk var að fólki fannst hann ekki góður, væri of saltur, skortur á framboði, lítil hefð fyrir saltfiski, osfrv.
Hvað er eiginlega saltfiskur? Við þurfum að skilgreina betur, og hafa sameiginlegan skilning á því “hvað er saltfiskur”, í ljósi sögu, menningar, vinnslu og eiginleika saltfisks. Það er alveg ljóst að mikilvægt er að greina á milli þess sem sannarlega telst saltfiskur annars vegar og saltað fisks hins vegar. Saltaður fiskur, yfirleitt léttsaltaður eða nætursaltaður hefur ekki sömu einkenni og saltfiskur, sem er fullverkaður með salti og saltpækli og þá þurrsaltaður jafnvel vikum saman, áður en hann er útvatnaður, sem gefur þessari vöru einstaka eiginleika á borð við einkennandi verkunnarbragð og stinna áferð. Skipta má söltuðum fiski í tvo flokka, annarsvegar saltfisk og hinsvegar saltaðan fisk. Innan þessara tveggja flokka, eru mismunandi gerðir afurða, en verkunaraðferðir þeirra geta verið aðeins breytilegar milli framleiðanda. Eftirtaldar lýsingar eru algengar verkunaraðferðir.
Saltfiskur:
• Spænskur saltfiskur: Flök lögð í 18% saltpækil í 1-3 sólarhringa, þar eftir í þurrsalt í 15-20 sólarhringa. Pækilsöltunin veldur því að salt dreifist jafnt inn í fiskholdið. • Portúgalskur saltfiskur: Flattur fiskur lagsaltaður í lokuðu keri) í 5 sólarhringa (fullmettur pækill myndast í lokaða kerinu), og þar eftir í þurrsalt jafnvel lengur en 20 sólarhringa. Lagsöltunin veldur því að vatn er dregið úr flökum og fullmettaður saltpækill myndast við yfirborðið sem veldur bruna/eðlissviptingu próteina.
Í þessum flokki er fullverkaður saltfiskur, sem hefur sambærilega vatnsvirkni og frosinn fiskur við -25°C. Geymsluaðstæður fyrir fullverkaðan fisk er 0-4°C.
Saltaður fiskur:
• Léttsaltaður fiskur: Flök lögð í 4-5% saltpækil í 1-3 sólarhringa, síðan lausfrystur og íshúðaður. • Nætursaltaður fiskur: Flök þurrsöltuð eða pækilsöltuð í allt að 10 klst.
Til að efla þekkingu, virðingu og neyslu á saltfiski þarf að kynna hann betur og gera sýnilegri, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Til að styrkja stöðu saltfisksins, með sína löngu hefð, sögu og tengsl við íslenskt lífsviðurværi, er mikilvægt að efla virðiskeðjuna í heild sinni, frá framleiðendum og smásöluaðilum, til matreiðslufólks og neytenda. Með þetta að markmiði var verkefnið Saltfiskkræsingar sett af stað á árinu. Haldin var vinnustofa innan verkefnisins í húsakynnum Hótel og Matvælaskólans MK nú í lok september, með yfirskriftina “Hvað er saltfiskur?”. Markmiðið vinnustofunnar var að miðla þekkingu úr hinum ýmsu áttum, og leita leiða til að styrkja stöðu saltfisksins á innanlandsmarkaði, fyrir heimafólk og gesti. Vinnustofuna sóttu um 40 manns, matreiðslunemendur, matreiðslumeistarar, framleiðendur, markaðsfólk, og síðast en ekki síst Matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir.
Matreiðslunemar framreiddu fjöldan allan af saltfiskréttum sem var hver öðrum flottari og betri, og ljóst er að saltfiskur er sælkerafæða, ef rétt er farið með hann. Þátttakendur vinnustofunnar höfðu mikinn áhuga á endalausum möguleikum saltfisksins, þegar kemur að útfærslu rétta, sögu og eiginleikum saltfiskins. Það eru til staðar endalaus tækifæri og sóknarfæri fyrir saltfiskinn.
Af hverju er saltfiskur ekki á borðum? Það eru ýmis ljón í veginum. Fyrir það fyrsta þarf að breyta þeirri ímynd sem saltfiskur hefur í margra huga, eins og að saltfiskur sé saltur, eða eigi að vera það. Er heitið saltfiskur kannski ekki sérlega heppilegt? Hvernig komum við því skila að saltfiskur, sem er rétt útvatnaður, eigi ekki að vera saltur? „Eftir útvötnun ætti saltmagn að vera á pari við saltmagn í fjölda matvæla sem margir neyta, oft daglega, eins og algeng morgunkorn á borð við kornflex eða Cheerios. Margir réttir, á borð við pizzur og hakkrétti innihalda gjarnan sambærilegt saltmagn, eða töluvert hærra, eins og farsbollur, soðna skinku og hangikjöt, samkvæmt gagnagrunninum ÍSGEM.“ Þegar kemur að því að útbúa saltfisk, er nauðsynlegt að vanda til útvötnunar, en oft stranda veitingahús og framleiðendur rétta á því að það þarf tíma og aðstöðu fyrir útvötnun. Einnig virðist ekki hlaupið að því að kaupa hérlendis fullverkaðan saltfisk sem hins vegar er fluttur út í stórum stíl, hvað þá að fá saltfiskinn útvatnaðan.
Af hverju ættum við að þekkja, og borða saltfisk? Saltfiskur er gæðavara sem en ímynd saltfisks meðal Íslendinga á undir högg að sækja. Þekking, virðing og neysla er lítil – og sérstaklega meðal yngri kynslóða. Þetta er visst áhyggjuefni. Margir ferðamenn telja það mikilvægt að matur sem þeir neyta á ferðalögum hafi tengingu við stað og sögu. Það má telja nokkuð víst, að suður evrópskir gestir okkar og neytendur saltfisks, geri ráð fyrir að góður íslenskur saltfiskur sé hér í boði, og vel þekktur. Saltfiskur hefur verið samofinn sögu okkar og menningu öldum saman, matararfleið okkar, okkar verðmæta verkaða
Saltfiskréttir matreiðslunemenda MK SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
25
Ráðherra og aðrir fundargestir gera skynmat á útvötnuðum saltfiski og söltuðum fiski
afurð. Saltfiskur ætti í raun að vera í hugum okkar Íslendinga, á pari við það sem Parma skinka er Ítölum, hið minnsta. Þess vegna skiptir miklu máli að saltfiskur sé sannarlega hluti af matarmenningu okkar Íslendinga, að við þekkjum hann og að við séum stolt af honum. En kannski ætti fullverkaður, útvatnaður saltfiskur að kallast eitthvað annað en saltfiskur? t.d. Bakkalá (sbr. spænsku og portugölsku orðin Bacalao, Bacalhau) eða eitthvað allt annað? Verkefnið Saltfiskkræsingar er styrkt af norrænu sjóðunum NORA og AG-Fisk. Verkefnishópurinn samanstendur af íslenskum, norskum og færeyskum sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði. Á Íslandi eru eftirfarandi þátttakendur í verkefninu og helstu tengiliðir: Matís, Kolbrún Sveinsdóttir (verkefnisstjóri Saltfiskkræsinga) Grímur Kokkur, Grímur Þór Gíslason Klúbbur Matreiðslumeistara, Þórir Erlingsson Menntaskólinn í Kópavogi, Sigurður Daði Friðriksson Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Sæunn D Baldursdóttir
Matreiðslunemendur MK undirbúa saltfiskrétti
Okkar aðall okkar gæði
Snæfellsbær
26
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Jón Pétursson Jón Pétursson rannsóknarstjóri sjósviðs RNSA
Tannhjól í stóru gangverki Sjósókn og fiskveiðar hafa verið stundaðar hér á landi frá örófi alda. Fáir ef nokkrir vinna eins náið og skilja eins vel mikilvægi öryggis við störf sín og sjómenn. Margt hefur breyst í tímans rás. Tækniframfarir hafa orðið, þekking hefur aukist og vinnuaðferðir breyst. Verklag við störf á sjó tilheyrir menningu okkar og þann hluta sem snýr að öryggi mætti því kalla öryggismenningu. Lög um Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA ,voru sam-þykkt á Alþingi 21. febrúar 2013. Með lögunum var starfsemi Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar sjóslysa og Rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð í eina sjö manna rannsóknarnefnd samgönguslysa sem heyrir undir innanríkisráðherra ásamt sex varamönnum. Lögin tóku gildi 1. júní 2013. Mörg þekkja sögu Rannsóknarnefndar sjóslysa en um þá stofnun höfðu gilt lög frá árinu 2000. Í þeim lögum var markmiðið það nýmæli að „rannsóknir sjóslysa samkvæmt lögum þessum miða að því einu að koma í veg fyrir slys um borð í skipum og að öryggi til sjós megi aukast.“ Þessi hugsun er meginþráðurinn í gildandi lögum og er það tiltekið í öllum skýrslum nefndarinnar að tilgangurinn sé ekki að skipta sök eða ábyrgð.
Á mannamáli: Rannsóknir og skýrslur RNSA hafa það eina markmið að auka öryggi. Í þessu sambandi verður að muna að RNSA er langt frá því að vera eina stofnunin sem hefur slíkt hlutverk. RNSA er einungis eitt tannhjól í öllu því gangverki sem öryggi og öryggismenning sjómanna er. Vanti eitt tannhjól snýst ekki gangverkið. Við hreykjum okkur gjarnan af árangri í slysavörnum og er það vel. Flestir ef ekki allir sjómenn þekkja þá hugarfarsbreytingu sem orðið hefur undanfarna áratugi til öryggisfræðslu og forvarna. Öryggismenning um borð í skipi er hins vegar annað og meira. Hún er samnefnari alls þess er lýtur að rekstri skips sem hefur þann tilgang að auka öryggi hvort heldur er um að ræða gildi, viðmið eða viðhorf. Öryggi ætti að vera á ábyrgð allra frá stjórnendum útgerða upp úr og niður.
Skilvirk öryggismenning snýst um:
• Að viðurkenna að skilvirkt öryggi er mikilvægt fyrir velgengni fyrirtækja.
28
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Jón Pétursson.
• Að auðsýna viðurkenningu og þakklæti fyrir jákvæða öryggishætti meðal starfsmanna. • Að samræma öryggi við meginmarkmið í rekstri. • Að setja öryggi fram sem grunngildi frekar en sem skyldu eða íþyngjandi kostnað.
Ávinningurinn af skilvirkri öryggismenningu er meðal annars:
• Sjómenn eiga betra samstarf taki þeir ábyrgð á öryggismálum. • Sjómenn sem huga að öryggi fara að hugsa og hegða sér á annan hátt. • Sjómenn sem eru líklegri til að greina og tilkynna um hegðun eða athafnir sem varða öryggi líður betur. • Öryggi er aukið án mikilla útgjalda, ávinningurinn er allra.
Mörg voru þau orð. Hvað kemur RNSA öllu þessu við? Starf RNSA gengur út á að greina sjóslys og atvik á sjó í þeim tilgangi að geta dregið lærdóma. Lærdómurinn getur verið í formi ábendingar, tillögu í öryggisátt sem beint er að stofnun eða ráðuneyti eða skýrsla um einstök atvik. Markmiðið er að draga úr hættu á að sams konar slys eða atvik endurtaki sig.
Gildi stofnunarinnar eru: Sjálfstæði-fagmennska-öryggi RNSA heyrir stjórnskipulega undir innviðaráðherra. Stofnunin starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Heimildir stofnunarinnar til rannsóknar og
gagnaöflunar eru miklar en til að rannsókn skili fullnægjandi greiningu þarf stofnunin og starfsmenn hennar að eiga í góðu samstarfi við sjómenn og útgerðarmenn. Þeirra athafnir, hvort heldur er um að ræða tilkynningar eða bein samtöl þurfa að byggjast á heiðarleika og trúnaði. Allir starfsmenn RNSA eru bundnir trúnaði um allt það er lýtur að rannsóknum og einungis skýrslur eru opinberar. Trúnaðarsamtöl eru oft lykillinn að góðri greiningu. RNSA heldur utan um töluleg gögn er varða slys til sjós. Af slíkum gögnum má oft ráða hvort við erum að standa okkur vel eða illa. RNSA hefur aðgang að og á í samstarfi við systur- og samtarfsstofnanir víða um heim og sækir þangað þekkingu og þjálfun.
Okkar aðall okkar gæði
Áhættuþættir: Það eru ýmsir þættir eða skortur á þeim sem hafa hvað mest áhrif á öryggi. Séu þessir þættir teknir saman er kannski hægt að tala um að búið sé að skapa heilbrigt vinnuumhverfi eða öryggismenningu. Auðvelt er að nota persónuhlífar og koma slíkri skyldu á. Breytt vinnulag er ekki svo erfitt að innleiða heldur. Breytingar á lögum og regluverki geta hins vegar verið mjög flóknar og tekið langan tíma.
Sérstaða okkar: Sérstöðu okkar á Íslandi má helst sjá í rannsóknum á slysum um borð í fiskiskipum. Til þess að átta sig á samhenginu þá ber að nefna Evrópusambandið. Innan ES að Bretlandi meðtöldu eru 75 þúsund fiskiskip og 15 þúsund önnur skip (fragtskip, ferjur, skemmtiferðaskip o.s.frv.). Innan Evrópusambandsins eru slys eða sjóatvik um borð í fiskiskipum að öllu jöfnu ekki rannsökuð. Við erum gjarnan spurð af starfssystkinum okkar erlendis hvernig okkur tekst að fækka slysum eða viðhalda lágri slysatíðni um borð í fiskiskipum. Svarið er einfalt, eruð þið að rannsaka slík slys?
Iðandi líf
Bókanir skemmtiferðaskipa eru sífellt að aukast. Ljósmynd/ Teacake travels.
Bókanir skemmtiferðaskipa eru sífellt að aukast og þegar horft er til Skarfabakka má sjá að sífelld aukning er á skemmtiferðaskipum. Þessi stóru skip auðga mannlífið til muna og efla íslenskan efnahag. Fyrir utan að ferðamenn komi í land ferð og kaupi vörur og þjónustu, þá kaupir fara töluvert af vörum til skipsins, ásamt því að íslenskt tónlistarfólk hefur verið að skemmta farþegum þegar skipin stoppa hér.
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
29
Frá netaralli um borð í Saxhamri SH (Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir).
Um samstarf Hafrannsóknastofnunar við sjómenn og fiskiðnaðinn F rá upphafi hafrannsókna við Ísland hafa vísindamenn og sjómenn verið í margvíslegu samstarfi, báðum til hagsbóta. Eðlilega hefur samstarfið þróast og breyst í gegnum tíðina, en hvernig er því háttað í dag? Hér er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir helstu samstarfsflötum í dag og mikilvægi þeirra, sem og fyrirhugaðum nýjungum um samstarf.
Eitt af meginverkefnum Hafrannsóknastofnunar er að gera mat á stærð nytjastofna og veita veiðráðgjöf á þeim. Stofnunin hefur fengið gagnrýni í gegnum tíðina fyrir að taka ekki tillit til fiskifræði sjómannsins við þá vinnu. Upplýsingar og gögn frá sjómönnum fara vissulega ekki inn í stofnmatslíkönin en eru engu að síður nýtt óbeint. Þannig eru skráningar sjómanna í rafrænar afladagbækur mikilvægar í að meta afla hverrar tegundar eftir veiðarfærum og svæðum. Þá safna sjómenn meðal annars sýnum af uppsjávarfisk úr afla á tilviljanakenndan hátt og koma til stofnunarinnar til úrvinnslu. Öll þessi gögn eru notuð til að ákvarða árlegan fjölda fiska í afla sem er grunnur alls stofnmats.
30
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Veiðiskip eru einnig notuð í stofnmatsleiðangra, annað hvort leigðir, til dæmis í togara- og netaröll eða sem framlag útgerða til rannsókna, svo sem við loðnumælingar og leit. Þessu utan er margvísleg gagnkvæm upplýsingagjöf, um aflabrögð, tegundaheiti, dreifingu tegunda og stöðu vistkerfisins, sem á sér stað sem gagnast báðum aðilum. Slík upplýsingagjöf á sér gjarnan stað með óformlegum hætti með samtölum milli aðila en einnig með formlegum hætti innan samráðshópa, t.d. um þorskrannsóknir og loðnurannsóknir. Annarsskonar samvinna felst í gagnasöfnun við endurheimtur fiskmerkja og hefur verið í gangi í marga áratugi. Formið á því er með tvennum hætti. Útvortis númeruð fiskmerki og innvortis rafeindamerki, einkum frá botnfisktegundum, er safnað af sjómönnum eða fiskvinnslum og komið til Hafrannsóknastofnunar. Þá eru lítil rafeindamerki í makríl og norsk-íslenskri síld sem hafa að geyma númer endurheimt í sjálfvirkum rafeindaskönnum sem þrjú fiskvinnslufyrirtæki hafa komið upp í verksmiðjum sínum. Gögn frá
Leiðarlínur fimm skipa sem tóku þátt í loðnumælingum í janúar 2021 ásamt dreifingu hafíss.
endurheimtingum gefa margvíslegar upplýsingar svo sem um far, atferli, aldur og eru meðal annars nýtt beint í stofnmati á makríl.
úr bolfiskafla fiskiskipa. Hugmyndin er að fá áhafnir ákveðinna veiðiskipa til að gera mælingar á fiski úr afla með rafeindamælibrettum og vogum, sem og að safna kvörnum til aldurslesturs seinna á Hafrannsóknastofnuninni. Fyrirmyndin af þessu er sótt til Noregs. Vonir eru bundnar við að þetta muni skila sér í betri sýnasöfnun.
Til viðbótar þessu má vænta nýrra samvinnuverkefna á komandi árum. Nýlega hófst verkefni innan Hafrannsóknastofnunar sem snýr að því að þróa verkferla og aðferðir til að nýta gögn frá bolfiskvinnslum í stofnmatsvinnu og rannsóknir. Tæknivæddustu bolfiskvinnslur landsins safna miklu af gögnum um lengd, þyngd og fleira frá aflanum sem kemur til vinnslu. Sama er að segja um mörg veiðiskip í flotanum. Með aðgengi stofnunarinnar að þessum gögnum fást viðameiri og nákvæmari upplýsingar um aflann með tillit til stærðarsamsetningu tegunda sem gagnast m.a. við mat á fjölda eftir aldri í afla. Innan þessa verkefnis verður einnig nýtt verklaga prófað og þróað við sýnatöku
Að framansögðu má vera ljóst að ýmisskonar samvinna er í gangi milli Hafrannsóknastofnunar og sjómanna og sjávarútvegsins í heild en tækifæri til eflingar hennar eru mörg. Hafrannsóknastofnun reiðir sig á þessa samvinnu, leggur áherslu á að viðhalda henni og mun áfram taka fagnandi öllum nýjum hugmyndum að slíku. Gagnkvæm upplýsingagjöf og samvinna eflir þekkingu okkar og skilning á nytjastofnum og vistkerfi hafsins auk þess að efla traust og virðingu milli aðila.
FISKMERKINGAR Markmið og forsendur • • • •
Að afla þekkingar á útbreiðslu og fari fiska Skil á merkjum er forsenda þessara rannsókna Sjómenn og starfsfólk í fiskvinnslum eru öflugir liðsmenn Hvert endurheimt merki skiptir máli
Skil á merkjum • Hægt er að senda allan fiskinn ef það hentar EÐA • Senda merki ásamt kvörnum til Hafrannsóknastofnunar
Fundarlaun
Upplýsingar um fiskinn
• Hafrannsóknastofnun greiðir fundarlaun fyrir fiskmerki sem notuð eru við rannsóknir º 2.000 kr. fyrir hvert hefðbundið slöngumerki º 10.000 kr. fyrir rafeindamerki º 5.000 kr. fyrir hverja heila merkta grásleppu sem skilað er til stofnunarinnar
• Tegund fisks • Lengd, kyn og kynþroski
Aðrar upplýsingar sem óskað er eftir • • • • • • •
Nafn skips og skipaskrárnúmer Veiðidagur Staðsetning veiðistaðar Dýpi Gerð veiðarfæris Nafn, símanúmer og reikningsnúmer sendanda Ef eitthvað af þessum upplýsingum vantar er samt mikilvægt að senda merkið • Það er aldrei of seint að skila endurheimtum merkjum. Ef þú ert með gamalt endurheimt merki, endilega sendu það inn
hafogvatn.is/merki
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
31
Smjörsteiktur þorskur Þessi girnilega uppskrift hentar vel bæði þegar verið er að gera vel við sig og líka án tilefnis, þar sem útkoman slær alltaf í gegn. Uppskriftin er fyrir ca fjóra til sex. Hráefni 2 þorskflök skorin í hæfileg stykki 1 dl heilhveiti Smjör og nóg af smjöri 1 rauð paprika í bitum Nokkrir sveppir í bitum 1/2 rauðlaukur í bitum 3 geirar af hvítlauk 1 box af smurosti (þessum gamla) 1,5 dl rjómi Salt og pipar 1/2 tsk turmerik
Fisknum er velt upp úr heilhveitinu og hann síðan steiktur á pönnu þar til hann er næstum því steiktur í gegn. Því næst er fisknum raðað í eldfast mót og það sett til hliðar. Gott er að velgja aðeins botninn á fatinu til að fiskurinn kólni ekki alveg. Kreistið hvítlaukinn og setjið í smurostinn. Grænmetið er svo sett á pönnuna og það steikt aðeins. Stráið turmerik yfir, bætið við ostum og látið þá bráðna. Bætið við rjómanum og látið þetta sjóða saman á vægum hita. Salt og pipar bætt í eftir smekki í lokin. Hellið þessu yfir fiskinn og berið fram. Grænt salat og blönduð brún og villihrísgrjón passa vel með þessu en villigrjón innihalda góðar fitusýrur og þar af töluvert af omega 3 sem er svo gott fyrir okkur. Njótið vel!
Greina mengun í efnahagslögsögunni Á vef Landhelgisgæslunnar 19. september 2022 kom fram að nýverið hafði Landhelgisgæslunni borist gervitunglamynd frá Siglingastofnun Evrópu, EMSA. Á myndunum var gefið til kynna að um væri að ræða olíu, sem kæmi frá fjölveiðiskipinu Beiti TFES en skipið var á veiðum djúpt austur af landinu. Landhelgisgæslan fær sendar til sín reglulega gervitunglamyndir til að greina mengun og skipaumferðir í efnahagslögsögunni
samband við áhöfn Beitis sem kannaðist ekki við að olíu hafi verið dælt í sjó og hafði í raun engar skýringar á hvers vegna kerfin sýndu að mengun væri að koma frá Beiti. Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson kom að Beiti og þá uppgötvaðist að skipið var með sprungið hvalshræ, sem sat fast á perustefni skipsins. Enginn um borð vissi af veru hræinu en úr því lak lýsi og skildi það eftir sig brák.
Sprungið hvalshræ
Þetta sýnir að fjareftirlit sem þetta er langt á veg komið og er mikilvægt til að hægt sé að halda uppi virku eftirliti í efnahagslögsögu Íslands.
Í ljós kom að engri olíu hafði verið dælt í sjó, heldur var um að ræða sprungið hvalshræ, en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði
32
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Við flytjum ferskan fisk hratt og örugglega
LEIÐANDI Í FERSKFISKFLUTNINGUM Á NORÐUR-ATLANTSHAFI Með öflugu siglingarkerfi sínu höfum við þróað sterkar lausnir fyrir ferskfiskflutninga, bæði til og frá Evrópu og Norður-Ameríku. Við sérsníðum lausnir að þörfum viðskiptavina okkar og þróum þær í takt við þarfir markaðarins.
Eimskip | Sundabakka 2 | 104 Reykjavik | 525 7000 | www.eimskip.is
Kjartan Jónsson rafmagns- og rekstrariðnfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís
Staða orkuskipta í íslenskum höfnum Komum skemmtiferðaskipa til Íslands hefur fjölgað síðustu ár. Árið í ár gæti orðið metár og útlit er fyrir að komum skipanna fjölgi um meira en þriðjung næsta sumar. Það er ánægjulegt að svo mörg vilji leggja leið sína til Íslands með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagkerfið en það sem verra er, aukinni umferð skipa fylgir enn meiri mengun. Í upphafi árs 2020 tók gildi reglugerð um hertar kröfur varðandi eldsneyti í íslenskri landhelgi sem bannar í raun notkun svartolíu innan hennar. Bannið var liður í að framfylgja aðgerðaáætlun þáverandi ríkisstjórnar í loftlagsmálum. Svartolía mengar meira en annað eldsneyti og var þetta sannarlega skref í rétta átt. Skemmtiferðaskip eru aftur á móti öll olíuknúin og brenna skipagasolíu nema þegar þau eru landtengd með rafmagni. Mörg þeirra skemmtiferðaskipa sem koma hingað til lands eru með búnað til þess að landtengjast en aftur á móti eru hafnir landsins misvel í stakk búnar til þess að taka á móti þeim. Ljóst er að ríkur vilji er fyrir hendi til að koma þessum málum í betri farveg en því fylgja ýmsar áskoranir.
Ávinningur landtenginga er mikill, sérstaklega með tilliti til umhverfissjónarmiða.
34
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Kjartan Jónsson.
Í þessari grein verður fjallað um stöðu landtenginga hér á landi, þarfir skemmtiferðaskipa sem hingað koma og þær áskoranir sem eru til staðar vegna uppbyggingar landtenginga í höfnum landsins.
Staða landtenginga á Íslandi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fól Verkís árið 2021 að leita upplýsinga og taka saman stöðu rafmagnslandtenginga á Íslandi. Markmiðið var að öðlast betri yfirsýn yfir stöðu og horfur landtenginga með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Á Íslandi eru 74 hafnir og bárust svör um 42 þeirra þegar Verkís óskaði eftir upplýsingum við vinnu skýrslunnar, eða frá 26 af 30 hafnaryfirvöldum. Allar þær hafnir sem upplýsingar bárust um bjóða upp á rafmagnslandtengingar og sumar einnig hitaveitutengingu. Stærðir rafmagnslandtenginganna reyndust vera afar mismunandi en flestar eru með 16A einfasa og 16-125A þriggja fasa tengla. Stærstu hafnirnar hafa einnig stærri tengla. Árleg orkunotkun og orkusala hafnarsvæða er mismunandi eftir stærð hafnanna. Þó er ljóst að orkunotkun íslenskra hafna er veruleg og stærsti hluti hennar fer í endursölu til skipa sem liggja við höfn og myndu
Í Hafnarfjarðarhöfn geta skip tengst með staðlaðri lágspennulandtengingu og er það fyrsta tenging fyrir skemmtiferðaskip sem sett er upp í höfn á Íslandi
annars framleiða rafmagn um borð með bruna jarðefnaeldsneytis með tilheyrandi mengun. Óskað var eftir upplýsingum um hámarksaflgetu hafnarsvæðanna en ekki reyndist auðvelt að fá þær. Hafnaryfirvöld voru fæst með upplýsingar á reiðum höndum og hægt gekk að fá svör frá veitum landsins. Að endingu var spurt um stærð heimtauga og hámarksaflgeta reiknuð út frá því. Á flestum er tæknilega hægt að bæta aflgetuna eitthvað með litlum tilkostnaði. Til þess að geta tengt skemmtiferðaskipin sem þurfa minnsta aflið þarf að auka aflgetuna upp í 1MVA. Það er dýrt og flókið en tæknilega framkvæmanlegt. Ein af þeim áskorunum sem fylgir uppbyggingu stórra langtenginga er að á sumum stöðum býður rafdreifikerfi veitnanna ekki upp á slíka stækkun. Þar að auki eru verðtaxtar hjá sumum veitum fyrir slíkar tengingar mjög óhagstæðar þar sem þær bjóða eingöngu upp á raforku sem miðjast við aflgjald, þ.e. hæsta afltopp, sem fer illa saman við lága nýtingartíma eins og er við stærri landtengingar í dag. Veiturnar, Landsnet og ríkið þurfa því að koma að slíkum verkefnum með hagstæðari orkutaxta svo hægt sé að fara í uppbyggingu.
Hvað þurfa skemmtiferðaskipin? Verkís hefur einnig unnið skýrslu um stöðu búnaðar til landtenginga hjá þeim skemmtiferðaskipum sem ferðast til Íslands, þ.e. hvort þau hafi búnað til landtenginga og hversu mikið rafmagn þau þurfa. Verkís aflaði upplýsinga frá útgerðum skemmtiferðaskipa sem hafa komið hingað til lands. Spurt var hvort skip þeirra væru tilbúin að landtengjast og hvaða tengingu og afl þau þyrftu. Svör bárust um að 79 skemmtiferðaskip væru tilbúin til að landtengjast og stór hluti þeirra væri að heimsækja Ísland. Flest skipin vildu fá 6,6kV eða 11kV spennu og 60 rið þegar þau landtengjast og þurftu þau þá um 1,8-16MVA afl. Við greiningu á svörum frá útgerðum skemmtiferðaskipa kom í ljós
að aflnotkun skemmtiferðaskipa var minni en reiknað var með í fyrstu. Sumar útgerðirnar gáfu upp tvær til þrjár afltölur, þ.á.m. aflþörf miðað við sumar á Miðjarðarhafi og miðað við sumar í Alaska. Það gat munað töluverðu á milli, eða allt að 2MVA. Svo virðist vera að einn af stóru aflnotkun skipa sé loftkæling og eðli málsins samkvæmt er hún minna í notkun á norðlægum slóðum, líkt og við Ísland. Fjögur skip vildu lágspennu landtengingu, 690V og 50 rið og allt að 1,5MVA afl. Eitt af þeim skipum er Le Bellot sem var með reglulega siglingu um landið í sumar. Þessi lágspennulandtenging er stór en viðráðanleg stærð fyrir stærri hafnir. Í dag er búnaður fyrir þessa tengingu í einni af höfnum landsins og verður önnur höfn tilbúin fljótlega eftir áramót.
Hvaða tengingar eru til staðar? Í Hafnarfjarðarhöfn geta skip tengst með staðlaðri lágspennulandtengingu og er það fyrsta tenging fyrir skemmtiferðaskip sem sett er upp í höfn á Íslandi. Þar var ákveðið að kaupa inn 11kV heimtaug og setja upp 11kV tengla við bryggju. Keyptar voru gámaeiningar með spennu- og tíðnibreyti. Gámaeiningarnar eru færanlegar og hægt er tengja þær við 11kV tengil á hafnarbakka. Við þær eru tengdar tvær strengrúllur (strengstjórnunarkerfi) og strengur með þrjá til fjóra staðlaða 350A tengla er síðan hífður um borð með krana á skipinu til tenginga. Þarna getur höfnin útvegað allt að 1,5MVA tengingu á tveimur stöðum. Auk skemmtiferðaskipa nýta stærri togarar sér þessa tengingu. Unnið er að því að setja upp tvær tengingar á Faxagarð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Önnur þeirra verður 1,5MVA og hin 1MVA. Þar verða settir upp tenglaskápar á bryggju með þremur til fjórum 350A tenglum sem strengrúllur verða tengdar við og strengur hífður um borð í skip með krana á skipi. Spennu- og tíðnibreytar verða settir upp í rými í þjónustuhúsi á bryggjunni. Þessar tengingar eru hugsaðar fyrir minni skemmtiferðaskip eins og Le Bellot en einnig varðskip og rannsóknarskip. Eimskip er að leggja lokahönd á 2MVA landtengingu fyrir fraktskipin SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
35
Dettifoss og Brúarfoss þar sem unnið er út frá staðlaðri 6,6kV 60 riða landtengingu. Á Akureyri fer einnig fram uppbygging landtenginga. Búið er að byggja upp öfluga landtengingu á lágspennu og unnið er að launum til að tengjast skemmtiferðaskipum á lág- og háspennu. Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur byggt upp 500kW landtengingu þar sem hægt er að bjóða upp á 690V eða 440V tengingu á 50 eða 60 riðum. Síldarvinnslan keypti heimtaug frá Rarik og setti upp spennu og tíðnibreyti í rými í eigu fyrirtækisins. Frá rýminu eru lagðir strengir að krana sem er á bryggjukantinum, sem síðan er notaður til að flytja strengina um borð í skipin. Þar er notast við staðlaða 350A lágspennutengla. Síldarvinnslan hefur tengt þrjú uppsjávarskip með tengingunni þegar þau koma til löndunar og þannig sparað sér mikinn kostað þar sem rafmagnið er ódýrara, slit ljósavéla minna og öll vinnuaðstaða betri.
Næstu skref í landtengingum í höfnum landsins Rauði þráðurinn í samtölum Verkís við hafnaryfirvöld hér á landi er að huga þurfi að samræmi við næstu skref í uppbyggingu landtenginga. Ljóst er að þróunin er hröð, allir að eru að skoða þessi mál frá sinni hlið og byrjaðir að fikra sig áfram með stærri landtengingar. Verkís telur að næsta skref sé að halda áfram að tengja íslenska skipaflotann en einnig þurfi að huga að lágspennu og háspennutengingum fyrir skemmtiferðaskip sem eru tilbúin og hafa áhuga á að landtengjast með rafmagni. Tækifæri er til að taka næsta skref í landtengingum með því að aðstoða hafnir landsins við að bjóða upp á stærri og flóknari tengingar. Ljóst er að hafnir landsins verða áfram stór söluaðili á rafmagni til skipa og munu þurfa að huga að samræmdum skrefum til að bjóða upp á stærri tengingar. Samtal þarf að fara fram á milli hafnaryfirvalda, veitufyrirtækja og Landsnets um lausnir á stærri tengingum og innkaup á raforku sem hentar öllum aðilum. Margir nefndu í samtölum við Verkís að mikilvægt væri að samstaða yrði um staðlaðan tengil fyrir landtengingar hér á landi en þannig væri hægt að sigla skipum milli hafna og tengjast við eins tengla á hverjum
Skemmtiferðaskip kemur til hafnar á Sauðárkróki sumarið 2022.
36
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
stað. Til er alþjóðlegur staðall um landtengingar skipa, bæði fyrir lág- og háspennu og hefur Rafstaðlaráð Íslands einnig gefið út leiðbeiningar vegna landtengingar skipa. Reyndin er sú að samtalið hefur vantað og virðist hver vera að vinna í sínu horni við uppbyggingu landtenginga. Í dag er hægt að fá staðlaða lágspennutengla sem þola 350A straumtöku og eru þeir tenglar og tengimöguleikar komnir upp á nokkrum stöðum líkt og fjallað var um hér að ofan. Einnig eru til staðlaðir háspennutenglar sem þola 500A straumtöku og eru þeir notaðir víða um heim fyrir stærri háspennulandtengingar. Í Noregi er einnig verið að skoða að staðla 250A lágspennutengla til að auðvelda samhæfinguna. Verkís lagði til við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að búa til miðlægan kortavef þar sem allar upplýsingar er teknar saman og gerðar aðgengilegar notendum. Þessi vefur tekur saman upplýsingar um hvaða landtenging er í boði, stærðir tengla, hvaða spenna og tíðni er í boði og hvort t.d. hitaveita sé í boði. Þessi kortavefur væri svo þróaður áfram af hafnaryfirvöldum og söluaðilum á hafnarbakka þar sem þeir aðilar gætu bætt við þeim upplýsingum sem þau vilja bæta við. Hægt væri að gefa upp lengd hafnarbakka og dýpt við hafnarbakka og vísa til nánari upplýsinga á heimasíðu. Verkís lagði einnig til að útbúin yrðu stöðlunarskjöl fyrir landtengingar þar sem skilgreint er hlutverk hvers aðila í landtengingunni á milli veitunnar, hafnarinnar og notandans. Sú vinna er vel á veg komin en rafstaðlaráð hefur haft forystu í þeim málum og gefið út leiðbeiningar og vinnustofu samþykktir fyrir aðila til að vinna eftir og til samræmingar. Verkís telur að ríkið, hafnaryfirvöld, útgerðir og veitur þurfi að halda áfram samstarfi með næstu skref í landtengingum. Ríkið þarf að auðvelda regluverkið og styrkja uppbyggingu í höfnum. Hafnaryfirvöld þurfa að skoða hagkvæmar lausnir í landtengingum en einnig tryggja lagnaleiðir fyrir framtíðaruppbyggingu. Útgerðirnar þurfa að koma að borðinu og gera skipin klár til landtengingar. Veitur þurfa að efla rafdreifikerfið og bjóða upp á hagkvæma orku á 11kV þannig að það sé hagur allra að tengjast.
FRAMTÍÐIN LIGGUR Í TÆKNINÁMI Tækifærin sem felast í haftengdum greinum eru stórkostleg. Gæðaviðmið munu hækka á næstunni auk þess sem það blasir við mikill vöxtur í nýsköpun, þróun nýrrar tækni og bættra vinnsluaðferða. Fisktækniskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám sem undirbýr nemendur fyrir störf við haftengda starfsemi. Námið er byggt þannig upp að önnur hver önn er kennd í skóla en hin á vinnustað þar sem stefnan er að bjóða nemendum upp á vinnustað sem starfar innan þess sérsviðs sem stefnan er tekin á.
FISKTÆKNI tveggja ára framhaldsnám er grunnurinn að náminu en í framhaldinu er hægt að bæta við sig þriðja árinu í sérhæfingu í eftirfarandi greinum:
FISKELDISTÆKNI VINNSLUTÆKNI GÆÐASTJÓRNUN SJÁVARAKADEMÍA – HAFTENGD NÝSKÖPUN VEIÐARFÆRATÆKNI (LÖGGILD IÐNGREIN)
Á námstímanum er farið í fjölmargar heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir sem starfa innan bláa hagkerfisins auk þess sem farið er í tvær námsferðir erlendis til samstarfsskóla okkar í Danmörku og Noregi.
FISKTÆKNISKÓLINN Vikurbraut 56 204 Grindavík S:412-5966 info@fiskt.is ICELANDIC COLLEGE OF FISHERIES
Agnes Guðmundsdóttir Fráfarandi formaður Kvenna í sjávarútvegi
Betur má ef duga skal Íslenskur sjávarútvegur er einstaklega ríkur af mannauði. Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað með það að markmiði að styrkja og efla konur í greininni með samstöðu, krafti, hjálpsemi og jákvæðni að leiðarljósi. Við lok níunda starfsárs félagsins okkar lít ég tilbaka, stolt af því sem við höfum áorkað og full bjartsýni fyrir framhaldinu. Fjölgun félagskvenna á árinu er sérstakt ánægjuefni, en yfir sjötíu nýjar félagskonur bættust við, hvaðanæva af landinu. Félagið hélt fjölda viðburða á árinu, bæði rafrænt og í eigin persónu sem var kærkomin viðbót við dagskrána eftir að mannamót voru leyfð að nýju. Rafrænu viðburðirnir eru samt komnir til að vera - enda okkar félagskonur sem sinna ólíkum störfum á öllum tíma sólarhringsins innan greinarinnar.
Heimsókn til Vaxa Technologies í vorferð KIS
38
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Agnes Guðmundsdóttir fráfarandi formaður ásamt Margréti Kristínu Pétursdóttur nýjum formanni KIS
Um borð í uppsjávarskipinu Sigurði VE
Vorferð KIS til Vestmannaeyja þar sem Ísfélagið var meðal annars heimsótt SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
39
Heimsókn KIS í nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík
Opin umræða um stöðu sjávarútvegs og sérstaklega stöðu kvenna innan geirans einkenndu starfsárið. Rannsókn sem unnin var í samstarfi við Háskólann á Akureyri bar þar hæst - niðurstöður hennar voru bornar saman við fyrir rannsókn sem gerð var 2017. Svo stiklað sé á stóru, þá eru konum að fjölga í sjávarútvegi, en það mætti gerast hraðar. KIS mun beita sér fyrir því, hér eftir sem hingað til. Rannsóknina má finna inná heimasíðu KIS, www.kis.is. Viðburðir á okkar vegum náðu að fanga athygli og áhuga langt út fyrir okkar raðir sem er einnig af hinu góða. Streymi af opnum fundi KIS, þar sem Ásta Dís Óladóttir dósent við HÍ, Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi, Erlu Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marin Collagen og Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi, sátu í panel sem var stýrt af Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, fór víða og hróður félagsins einnig. Þessi sýnileiki í fjölmiðlum og samfélaginu öllu gerir okkur kleift að beita áhrifum okkar víðar og gerir okkur gildandi í umræðu um greinina. Þetta skiptir máli. Í mars á þessu ári settum við af stað svokallað mentorprógramm, þar sem nemendur við Sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri eru tengdir við félagskonur í því skyni að tryggja aðgengi þeirra að þekkingu og reynslu kvenna í greininni. Samstarfið gekk vel og verður það áfram í þróun. Auk þess buðum við upp á vinnustofu þar sem félagskonum gafst færi á að læra af fagfólki hvernig koma skuli fram í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi almennt. Var það hugsað sem stuðningur við okkar konur - sem við viljum að taki pláss í umræðunni útá við og inn á við - inn á sínum vinnustöðum. En við horfuðum líka til baka í sögunni og fræddumst um sögu sjókvenna með Margaret Willson, mannfræðingi og aðstoðarprófessor við Washington háskóla en viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Sjávarklasann. Bátasmiðjan og nýsköpunarfyrirtækið Rafnar bauð okkur í heimsókn og fengu félagskonur að prófa þeirra öfluga bát. Margar
40
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
félagskonur lögðu svo leið sína til Barcelona á sjávarútvegssýninguna í lok apríl sem þóttist takast vel. Auk þessa alls heimsóttum við sjávarútvegsfyrirtæki víðs vegar um landið þar sem félagskonur okkar fjölmenntu og höfðu gagn og gaman af. Vorferðin öðru fremur, þar sem gestrisnir atvinnurekendur víðs vegar um landið veittu okkur höfðinglegar móttökur var í alla staði afar vel heppnuð, fræðandi, skemmtileg og jók mjög á nánari tengingar félagskvenna. Ferðinni byrjaði hjá Vaxa Technologies á Hellisheiði þar sem lárétt þörungarækt var skoðuð og þaðan fórum við í Þorlákshöfn þar sem fjölskyldan í Hafnarnes Ver tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur sæbjúgu veiðar. Laxeldisfyrirtækið Landeldi kynnti okkur síðan fyrir uppbyggingu þeirra á svæðinu. Ferðinni var svo heitið til Vestmanneyja þar sem við heimsóttum Íslandsbanka ásamt því að Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir útgerðarkona sagði okkur frá ómetanlegu starfi sínu í Kubuneh í Gambíu þar sem hún rekur heilsugæslu. Seinni daginn okkar í sól og blíðskapa veðri heimsóttum við Ísfélagið og fórum í gegnum háttækni uppsjávarvinnslu þeirra og skoðuðum uppsjávarskipið, Sigurð VE. Vinnslustöðin tóku síðan vel á móti okkur og kynnti hópnum fyrir starfsemi þeirra. Með það markmið að efla starfið út á landi var aðalfundur félagsins haldinn á Akureyri síðastliðinn september þar sem konur fjölmenntu allstaðar af landinu. Ný stjórn var kosin ásamt nýjum formanni, henni Margréti Kristínu Pétursdóttur hjá Vísi hf. Einnig var ferðin nýtt í að skoða nýlegt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík sem var hið glæsilegasta. Það eru spennandi tímar framundan, sjávarútvegsráðstefnan í nóvember sem er tileinkuð konum og hvetjum við konur til að fjölmenna þar, ásamt fjölbreyttum viðburðum á næstu mánuðum. Starfsárið var það síðasta með mig í sæti formanns stjórnar. Nú tekur ný og öflug kona við keflinu. Ég þakka auðmjúk fyrir mig og hlakka til að taka áfram virkan þátt í starfi félagsins. Áfram við, konur, og íslenskur sjávarútvegur!
Íslenskur sjávarútvegur sýnir ábyrgð í verki með vottun fiskistofna undir merkjum Iceland Responsible Fisheries
Sigurður Pétursson stofnandi fræðslu- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar Lax-Inn
Fræðsla og nýsköpun í lagareldi Fræðslumiðstöð laxfiskaeldis eins árs í september Þann 10. september sl. var liðið ár frá opnun Lax-Inn, fræðslumiðstöðvar fyrir laxfiskarækt, sem er með sýningar- og kennsluaðstöðu á Grandagarði. Frá opnun hafa yfir fjögur þúsund gestir sótt þangað fræðslu eða stuðning við nýsköpun í greininni. Einnig stóð Lax-Inn fyrir fræðsluráðstefnu um laxfiskaeldi á Íslandi í Hörpunni í mars sem yfir 300 þátttakendur sóttu.
Samstarf við fiskeldisgeirann Við erum þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið hjá aðilum sem tengjast fiskeldisstarfseminni hér á landi og kynntir eru á heimasíðunni www.lax-inn.is. Þeir samstarfsaðilar hafa gert okkur kleift að halda starfseminni gangandi. Því miður hefur enn ekki náðst að fjármagna starfsemina þannig að hún sé ætíð opinn en við tökum á móti hópum líkt og betur er útskýrt á heimasíðu Lax-Inn.
Fræðsla laxfiskaeldis Í fræðslumiðstöðina koma nemendahópar, aðilar úr stjórnmálum, stjórnsýslu, fjármálageiranum og fleiri hópum. Það er mikill áhugi í samfélaginu að kynna sér þessa mest vaxandi atvinnugrein á Íslandi sem þegar stendur undir yfir 13% útflutningsverðmæti sjávarafurða sem fyrir áratugi var innan við 2%.
Sigurður Pétursson.
Það er því skiljanlegt að hér séu mörg stór verkefni til uppbyggingar landeldis á laxi og ef öll áform ganga verður Ísland í þeirri einstakri stöðu að meira magn verður alið á landi en í sjókvíaeldi. Á heimsvísu er í dag yfir 99% Atlandshafslax alinn í sjókvíum en mörg verkefni í gangi eða undirbúningi um stóraukið landeldi en það á líka við um sjóeldi sérstaklega er þar horft til útsjávarkvíaeldis. Aukin áhersla í á sjókvíaeldi felur í sér að ala seiðin lengur á landi og setja út stórseiði eða smálax sem að jafnaði er yfir helming eldistímans í landeldi. Slíkt krefst mun meiri fjárfestinga í seiðaeldisstöðvum og höfum við verið að sjá þá þróun hér á landi undanfarin misseri. Hvergi á heimsvísu hefur eldi á Atlandshafslaxi vaxið hlutfallslega jafn hratt og á Íslandi með yfir 23% aukningu milli 2020 og 2021. Aukninginn er áfram á þessu ári og miðað við þær tölur sem þegar eru birtar og ná yfir fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa útflutningsverðmæti laxfiska í erlendri mynt aukist milli ára um 26% og aldrei verið hærri.
Samantekt Radarins útflutningsverðmæti eldis- og sjávarafurða fyrstu 6 mánaða frá 2013 (sjá www.radarinn.is).
Laxfiskaeldi á Íslandi Landeldi á Íslandi á sér langa sögu sem hægt er að rekja aftur til landnáms. Löng hefð er fyrir hafbeit á Atlandshafslaxi þar sem alin eru seiði til sleppinga í laxveiðiár og hvergi stundað í eins miklu magni á líkt og hér á landi. Ísland á heimsmetið í bleikjueldi (yfir 5 þúsund tonn 2021) og á síðasta ári var mesta landeldi á laxi í heiminum í eldisstöð Samherja í Öxarfirði (yfir 2 þúsund tonn). Góðir möguleikar eru fyrir frekari uppbyggingu landeldis á Íslandi vegna einstakra umhverfisskilyrða. Lykilinn er að hér á landi eru landsvæði sem hafa aðgang að nægu fersku vatni og/eða sjó, grænni raforku á hagstæðu verði miðað við önnur lönd sem og þeirri einstöku auðlind sem jarðvarminn gefur.
42
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Samantekt Radarins útflutningsverðmæti eldisafurða fyrstu 6 mánaða frá 2013 (sjá www.radarinn.is).
Fiskeldi í örum vexti Aukningin sem verið hefur í lagareldi og þeim hluta sem snýr að fiskeldi eða nánar tiltekið laxeldi hefur leitt til einstakar aukningar í einni atvinnugrein. Á síðustu fimm árum hefur starfsmannafjöldi í fiskeldi
Samantekt Radarins á vöxt í fjölda launafólks í fiskeldi (sjá www.radarinn.is).
tvöfaldast og ein fárra atvinnugreina þar sem varð aukning í fjölda starfa (21,3%) á Covid tímabilinu (milli 2019 og 2021). Það hefur því enginn atvinnugrein hér á landi vaxið eins hratt á undanförnum árum. Einnig er vert að minnast á að yfir 90% þessara starfa eru út á landi þar sem innan við 20% af íbúum landsins búa.
Fiskeldisfræðsla Miðað við áform í land- og sjókvíaeldi sem kynnt voru á fræðsluráðstefnu Lax-Inn frá í mars á þessu ári mætti ætla að á næstu tveimur árum verði tvöföldun í starfsmannafjölda. Fræðsla og stuðningur Lax-Inn við nýsköpun sem byggist á stuttum námskeiðum er viðbót fyrir starfsfólk, nýliða og aðra áhugasama aðila um fiskeldisfræðslu. Kemur þó aldrei í stað þess mikilvæga þætti sem snýr að lengri menntun í þessari ört vaxandi grein. Ásókn í fiskeldis nám við Háskólann á Hólum hefur aldrei verið meiri né á sviði fiskeldis hjá Fisktækniskólanum í Grindavík. Bæta mætti við áherslur annarra Háskólastofnana á þessu sviði en Lax-Inn sem og Sjávarklasinn hafa verið að styðja við verkefni ýmsa hópa sem hafa áhuga að fræðast um fiskeldið. Landbúnaðarháskólinn hefur verið með ýmis námskeið og verkefni á sviði lagareldis sem og Háskólinn á Akureyri sem einnig hefur haldið utan um verkefnið „Sjávarútvegsskóli unga fólksins“. Lax-Inn var í sumar samstarfsaðili þessa verðuga verkefnis og veitti ungu fólki sem hafa mikinn áhuga og skoðanir á lagareldinu og umhverfismálum.
Örfræðslunámskeið – Fiskeldi 101 Flest störf sem og uppbygging í fiskeldi á eiga sér stað á landsbyggðinni en fræðslumiðstöð Lax-Inn er í 101 Reykjavík. Það er reynsla okkar á
þessu ári frá opnun að ein mesta aðsóknin í fræðslu er frá starfsfólki í fiskeldi og oft þá á þeim hluta aðfangakeðjunnar sem viðkomandi er ekki að starfa við en vill fræðast um. Fiskeldi snýst um að sinna lifandi dýrum og því erfitt að halda hefðbundin námskeið á vinnutíma sem krefst þess að leggja niður störf á meðan. Erlendis hefur þessu verið mætt með samspili kennslumyndbanda sem hægt er að nálgast á netinu, fjarkennslu og fyrirspurnartímum (staðbundið eða á netinu) sem tengist viðkomandi fræðslumyndböndum. Slík fræðsla hentar fyrir þá sem vilja kynna sér lagareldi, fyrir nýliðafræðslu sem og fræðslu fyrir starfsfólk sem einnig er góð leið til þess að rifja upp efni fræðslumyndbanda sem eru aðgengileg á netinu. Verið er að vinna að gerð fyrstu örfræðslunámskeiðunum á netinu með kennslumyndböndum og tengdu námsefni. Þessi örfræðslunámskeið verða unnin af fræðslumiðstöðinni, Lax-Inn og tengt íslenskum umhverfisaðstæðum. Myndböndin verða sett upp á faglegan hátt af grafíska hönnuðinum Snorra Eldjárn og hans samstarfsfólki og síðan nettengt hugbúnaði íslenska nýsköpunar fyrirtækisins LearnCove. Þegar er kominn reynsla á sambærilegum kennslumyndböndum fyrir sjávarútveginn sem sett hafa verið upp af LearnCove sem hægt er að sjá betur á heimasíðu þeirra. Fyrsti námskeiðahlutinn sem nefnist Fiskeldi 101 er í vinnslu og fyrstu örnámskeiðin tilbúin á næstu vikum. Hér er um að ræða örnámskeið myndbönd eða kynningar á viðfangsefni sem tekur 2-4 mínútur og auðvitað bara viðbót eða upprifjun á námi sem skólastofnanir vinna á þessu sviði. Einnig opnar svona uppsetning örfræðslu eða sértæk námskeið á sviði lagareldis.
Viðurkenning fræðslu- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar Það var heiður fyrir Lax-inn að fá tilnefningu Hvatningarverðlauna Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021 og gaman að þau skuli hafa farið til verkefnis Marea sem vinnur með smáþörungaræktarfélaginu Algalíf að gerð plastefna úr þörungum. Auk þessa veitti Sjávarklassinn stofnanda fræðslu- og nýsköpunarmiðstöðvar Lax-Inn viðurkenningu fyrir störf við stuðning við nýsköpun innan sjávarútvegsins. Fjallað hefur verið um starfsemi fræðslumiðstöðvarinnar á flestum íslenskum fjölmiðlum sem og fagmiðlum um lagareldi (e. aquaculture) erlendis. Lax-Inn vinnur líka með erlendum hópum sem eru að undirbúa opnun samskonar miðstöðvar í sínu heimalandi.
Sjávarútvegsskóli unga fólksins í fræðslumiðstöð lagareldis í sumar. SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
43
Örfræðslunámskeið í fiskeldi á vegum Lax-Inn með fjarkennslu möguleika
Fræðsla og nýsköpun í fiski-, skel- og þörungarækt Í fræðslumiðstöðina leita aðilar sem leitast eftir fræðslu eða stuðning við nýsköpun á fleiri sviðum en laxfiskarækt. En eldi í vatni eða sjó á hafi eða landi sem saman nefnist lagareldi (e. aquaculture) spannar vítt svið fiski-, skel- og þörungaræktar. Til þess að mæta þessari eftirspurn höfum við aðlagað starfsemi okkar
að stuðning við nýsköpun sem og fræðslu á fleiri sviðum lagareldis. Grunnurinn er til staðar fyrir laxfiskaeldið en það eru fleiri tegundir sem mögulegt er að rækta í fiskeldi sem og möguleikar í skel- og þörungarækt. Verið er að vinna að frekari fræðsluefni tengt íslenskum umhverfisaðstæðum og stuðning við nýsköpun á þessum sviðum sem kynnt verður síðar undir léninu www.raekt.is
Frá afhendingu Hvatningarverðlauna frá vinstri Sigurður Pétursson, Ásta Dís Óladóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Julie Encausse og Þóroddur Sigfússon (mynd frá Sjávarútvegsráðstefnunni).
44
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is
Björk Viðarsdóttir framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM
Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM eru verðlaun sem veitt eru ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag sem talið er að muni treysta stoðir íslensks sjávarútvegs. Verðlaunin verða nú afhent í þriðja sinn á Sjávarútvegsráðstefnunni en þau voru fyrst veitt árið 2019. Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Þó verið sé að veita hvatningarverðlaunin í þriðja sinn má segja að viðkenningar fyrir framsæknar hugmyndir og áhugaverð verkefni tengd sjávarútvegi hafi í raun verið samofin ráðstefnunni frá árinu 2011. Þannig voru veitt verðlaun í samkeppni um framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar allt til ársins 2018. Áhersla var þá á að fá fram tillögur um framúrstefnulegar hugmyndir og verkefni. Frá árinu 2019 var tekin ákvörðun um að breyta aðeins áherslum í mati á tillögum og horfa til breiðari hóps, þá m.a. með það í huga að auka enn frekar áhuga fyrirtækja og einstaklinga á að senda inn ábendingar. Sú áherslubreyting hefur smám saman skilað sér í auknum fjölda tillagna og meiri fjölbreytni í vali á verkefnum sem hljóta tilnefningu til hvatningarverðlaunanna. Frá því farið var að veita verðlaun á Sjávarútvegsráðstefnunni hefur áhersla alla tíð verið á að hvetja áfram fyrirtæki og frumkvöðla sem starfa innan greinarinnar. Veita þeim þannig verðskuldaða athygli fyrir framtak sitt og framlag til nýsköpunar og þróunar fyrir íslenskan sjávarútveg.
Björk Viðarsdóttir.
hverjir standa að því og færa rök fyrir því hvers vegna verkefnið er talið koma til greina. Dómnefndarmeðlimir hverju sinni mega ennfremur sjálfir koma með tillögur. Undanfarin ár hafa borist afar fjölbreyttar og áhugaverðar tillögur sem má segja að endurspegli alla virðiskeðju íslensk sjávarútvegs. Allt frá menntun og fræðslu innan greinarinnar, til þróunar líftækniafurða og fæðubótaefna og yfir í tækninýjungar í framleiðslu og vinnslu. Þá hafa í gegnum árin einnig komið fram fjölmargar tillögur sem snúa að markaðssetningu á sjávarfangi. Það hefur oftar en ekki verið vandasamt en mjög skemmtilegt verkefni dómnefndar að leggja mat á tillögurnar og velja úr sigurvegara hverju sinni. Það er því virkilega áhugavert að fara í gegnum lista vinningshafa síðustu ára og sjá hversu mikil gróska og hugmyndaauðgi býr innan fyrirtækja og í því fólki sem starfar innan íslensks sjávarútvegs með einum eða öðrum hætti. Þau störf og verkefni sem okkur þóttu í eina tíð endurspegla sjávarútveg á Íslandi sem atvinnugrein hafa sannarlega vaxið og dafnað. Það hafa orðið til fjölmörg ný og spennandi störf innan greinarinnar síðustu ár. Áhugi á að þróa bæði störf og fólk sem starfar innan greinarinnar er til marks um hversu lifandi og skapandi atvinnugrein íslenskur sjávarútvegur er í okkar samfélagi.
Verðlaunahafar í gegnum árin. Allir sem hafa áhuga á íslenskum sjávarútvegi geta tilnefnt til hvatningarverðlaunanna og sent inn ábendingar sem ná bæði til fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga á Íslandi. Í innsendum tillögum þarf að lýsa verkefninu sem um er að ræða, gera grein fyrir
46
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Marea ehf. hlaut Svifölduna, Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021, fyrir að þróa lífplastefni úr íslenskum þara sem ber nafnið Þaraplast. Marea hefur verið að vinna í þróun á fjölbreyttum gerðum af þaraplastfilmum sem eru sveigjanlegar og hafa mismunandi
Davíð Freyr Jónsson, Aurora Seafood.
Björk Viðarsdóttir ,TM, Davíð Tómas Davíðsson, Codland, Berta Daníelsdóttir, Sjávarklasinn, Heiða Kristín Helgadóttir, Niceland Seafood og Hr. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson
eiginleika. Þá er fyrirtækið komið langt á veg með þróun á filmu sem hefur það að markmiði að koma í staðinn fyrir millilagningarplöst í sjávarútvegi. Þannig getur þaraplastið verið umhverfisvæn lausn á plastnotkun í sjávarútvegi sem mun stuðla að bættri ímynd og virðisaukningu. Á bakvið Marea eru Julie Encausse, Edda Björk Bolladóttir og Eydís Sigurðardóttir Schiöth, en rannsóknar- og vöruþróunarteymið er að stækka. Aðrir sem hlutu viðurkenningu á árinu 2021 voru LAX-inn fræðslumiðstöð í fiskeldi, fyrir áhugaverða fræðslu á starfsemi fiskeldis, og Dr. Ásta Dís
Óladóttir, fyrir ötult starf við menntun, fræðslu og frumkvöðlastarfsemi á sviði sjávarútvegstengdra málefna. Sjávarútvegsráðstefnan var ekki haldin árið 2020 vegna Covid og veiting Hvatningarverðlaunanna féll einnig niður á því ári. Árið 2019 hlaut Niceland Seafood Svifölduna, fyrir nýstárlegar leiðir í sölu og markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrirtækið býður upp á ferskan, íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem sýnir neytandanum hvernig fiskurinn ferðast frá veiðum í verslanir og veitingahús. Áhersla er lögð á að draga fram á myndrænan hátt opinber gögn frá eftirlitsstofnunum, upplýsingar frá veiðum, vinnslu og flutningi á
Julie Encausse, Marea og Þóroddur Sigfússon, TM. SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
47
vörunni ásamt ítarefni um næringargildi, uppskriftir og annað sem neytendur vilja vita um vöruna. Fyrirtækið er bæði að selja íslenskan fisk undir sterku vörumerki og nýta sér upplýsingar sem áður voru ótengdar og ósýnilegar neytendum með það fyrir augum að ná fram meiri verðmætum út úr þessari mikilvægu útflutningsvöru Íslendinga. Heiða Kristín Helgadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceland Seafood, tók á móti verðlaununum.
koma víða frá, úr sjávarútvegsfyrirtækjum, frá rannsóknarstofnunum, tæknifyrirtækjum og þjónustuaðilum við sjávarútveginn. Leitast er við að dómnefndin endurspegli á hverjum tíma breiðan hóp með ólíkan bakgrunn.
Einnig hlutu viðurkenningu árið 2019 Codland, fyrir framtak sem mun skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar, og Sjávarklasinn, fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan.
Verðlaun og kynning.
Á árinu 2018 var í síðasta skipti verið að að veita fyrstu verðlaun í samkeppninni um Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar. Þá féllu verðlaunin til Aurora Seafood ehf sem er fyrirtæki sem hefur verið að vinna að þróun sæbjúgnavinnsluvélar í samstarfi við Curio ehf. Með vélinni færast framleiðendur nær neytendum vörunnar og möguleikar á framleiðslu ýmissa afurða, s.s. hreinsuð heil sæbjúgu, kjöt- og skinnframleiðsla, verður samkeppnishæf. Davíð Freyr Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson og Kári Ólafsson standa að baki verkefninu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um alla verðlaunahafa undanfarinna ára og þær hugmyndir og verkefni sem hlotið hafa fyrstu verðlaun eða viðurkenningu, á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar https://sjavarutvegsradstefnan.is/. Eins og sjá má af þeim lista er um afar margbreytilegan hóp vinningshafa að ræða. Verkefni og hugmyndir sem fengið hafa viðurkenningu endurspegla ótrúlega fjölbreytni í þróun og nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi.
Mat á hugmyndum og dómnefnd. Undanfarin ár hefur sex manna dómnefnd lagt mat á þær tilnefningar sem berast til verðlaunanna. Dómnefndin er skipuð aðilum sem
Við mat á tillögum er litið til frumleika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig er horft til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni hafa þremur tillögum sem dómnefndin velur hverju sinni verið veittar viðurkenningar við sérstaka kynningu verðlaunanna. Einnig hefur þeim fyrirtækjum eða einstaklingum verið boðið að hafa sýningarbás á ráðstefnunni sem og að vera með frekari kynningu í veglegu ráðstefnuhefti. Það fyrirtæki eða einstaklingur sem hlýtur fyrstu verðlaun fær ennfremur fallegan verðlaunagrip, Svifölduna en höfundur verðlaunanna er Jónas Bragi Jónasson.
Styrktaraðili. TM hefur lengi verið einn af aðal styrktaraðilum Sjávarútvegsráðstefnunnar og hefur allt frá upphafi verið styrktaraðili Hvatningarverðlaunanna og þar áður verðlauna í samkeppni um Framúrstefnuhugmynd ráðstefnunnar. TM hefur frá upphafi sérhæft sig í tryggingum fyrir sjávarútveg og býður upp á allar helstu tryggingar bæði á landi og sjó, sem og fyrir fyrirtæki sem starfa innan íslensks sjávarútvegs. Það hefur því verið virkilega ánægjulegt fyrir félagið að eiga aðkomu að ráðstefnunni á hverju ári og að eiga jafnframt fulltrúa í dómnefndinni sem kemur að því að yfirfara tillögur til Hvatningarverðlaunanna. Þannig hefur félagið fengið áhugaverða innsýn í bæði þróun og nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi síðustu ár sem skiptir verulegu máli þegar kemur að því að þróa sérhæfðar lausnir sem tryggja þurfa hagsmuni atvinnugreinarinnar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM, situr í framkvæmdastjórn félagsins og er fulltrúi TM í dómnefnd sem leggur mat á tillögur til Hvatningarverðlaunanna.
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR Aflamark 166.463.768 kg Veiddur afli: 13,7%
KARFI Aflamark 23.901.427 kg Veiddur afli: 12,7 %
UFSI Aflamark 71.585.039 kg Veiddur afli: 8,2%
ÝSA Aflamark 49.519.955 kg Veiddur afli: 14,9%
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
48
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
ÖRUGG VEIÐI?
Öryggi þitt og skipsfélaga byggir á þekkingu þinni og færni Slysavarnaskóli sjómanna býður upp á fjölda námskeiða sem auka öryggi áhafna og skipa. Boðið er upp á skyldunámskeið í öryggisfræðslu en einnig námskeið sem sérsniðin eru eftir óskum áhafna eða útgerða. Hafðu samband í síma 562 4884 eða á saebjorg@landsbjorg.is
ÖRYGGISFRÆÐSLUSKYLDA SJÓMANNA Óheimilt er að ráða mann til starfa á íslenskt skip eða lögskrá í skiprúm nema hann hafi hlotið öryggisfræðslu. Skipverjar á öðrum skipum en farþega- og flutningaskipum hafa þó frest til að sækja öryggisfræðslunámskeið í 180 lögskráningardaga. Öryggisfræðslu skipverja skal endurnýja eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Slysavarnaskóli sjómanna . Skógarhlíð 14 . 105 Reykjavik . Sími: 562 4884 Netfang: saebjorg@landsbjorg.is . www.landsbjorg.is/saebjorg
50
SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
Wisefish
Við fylgjum fiskinum alla leið Sérsniðnar tæknilausnir fyrir nútímasjávarútveg
Við erum með lausnina wisefish.com SJÁVARAFL OKTÓBER 2022
51
www.kis.is
Konur í sjávarútvegi er félag sem stofnað var árið 2013 með það markmið að tengja, efla og auka samstarf kvenna innan sjávarútvegsins og tengdum greinum. Stofnfundur félagsins var haldinn í höfuðstöðvum Íslandsbanka þar sem mættu yfir 100 konur og hefur bankinn verið öflugur bakhjarl allar götur síðan ásamt Háskólanum á Akureyri. Félagskonurnar koma úr fjölbreyttum áttum samfélagsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu, hátækni og sprotafyrirtækjum, fjármálastofnunum, flutningageiranum og síðast en ekki síst sjávarútvegsfyrirtækjum en þær hafa það allar sameiginlegt að tengjast sjávarútveginum og haftengdum greinum á einn eða annan hátt. Starfsár KIS fylgir kvótaárinu, byrjar í september og er fram í maí. Haldnir eru viðburðir í hverjum mánuði og hafa þeir einkennst af fyrirtækjaheimsóknum þar sem allt það nýjasta í sjávarútvegi er skoðað. Vegna Covid færðust heimsóknir yfir í fræðslutengda viðburði á netinu. Nú er aftur að opnast fyrir heimsóknir og margt spennandi framundan, nýjar vinnslur, skip og hugvit. KIS telur sýnileika kvenna innan greinarinnar gífurlega mikilvægan til að auka á fjölbreytileikan og hvetjum við og styðjum félagskonur í að vera sýnilegar og öflugar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Skráning í félagið er á www.kis.is
Konur í sjávarútvegi | Grandagarði 16 | 101 Reykjavík | kis.is| kis@kis.is