Sjávarafl 4.tbl 6.árg 2019

Page 1

SJÁVARAFL Desember 2019 4. tölublað 6. árgangur

l ó j g e l i Gleð

„Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd“

Vanmetnasta björgunarafrek síðari ára

Hverju skilar Matís til samfélagsins?


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4

Með þakkarhug um jól

6

„Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd“

10

Vanmetnasta björgunarafrek síðari ára

12

Nám í líftækni – Spennandi kostur

14

Góð þjónusta er númer 1,2 og 3

16

Hér eiga allir stjórnendur sannarlega heima bæði karlar og konur

18

Í upphafi skal endinn skoða

22

Ár sviptinga og vaxtar í fiskeldi

24

Hvað vita börnin um sjómennskuna?

26

Litið til framtíðar undir nýrri forystu Matís

28

Sjávarútvegssýningin 2019

30

Endurmótun innri hafnarinnar hafin

34

Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar

36

Nýtt námsframboð á Íslandi fyrir starfsmenn sem vinna við fiskeldi

37

Útkall

40

Fjarðabyggðarhafnir

42

Vaktstöð siglinga

44

Frumkvæði og frjó hugsun er undirstaða framfara

46

Hátíðarlax

46

Nýr Páll Jónsson GK 7

Þakklæti fyrir þessa litlu hluti

N

ú þegar árið er senn að líða, sjá sumir á eftir hamingjuríku ári með trega á meðan aðrir vonast eftir að næsta ár verði betra en það fyrra. Lífið er okkur svo dýrmætt og í senn fallvalt. Engin ein lausn er til að öðlast hamingju, en gott er þó að vera þakklátur og þakka fyrir þessa litlu hluti sem gerast á hverjum degi. En eitt er víst að hamingjuna kaupir maður ekki. Nú þegar neyslu tímabilið er að hefjast með jólagjafainnkaupum, þá veldur það oft stressi og við njótum ekki aðventunar sem skildi. Svo eru það áramótaheitin sem margir hafa strengt í upphafi árs og því miður hafa rannsóknir sýnt okkur að við fæst náum að standa við heitin. Okkur er sagt að best sé að hafa heitin skýr, mælanleg og tímasett, einnig þurfa þau að vera raunhæf. En hvað er þetta með að strengja áramótaheit, þurfum við endilega að hafa þessar endalausu áhyggjur af útliti sem dæmi. Veldur það ekki svekkelsi að ná ekki áramótaheitum og brýtur mann niður? Ofstast snýst áramótaheitið um að breyta lífsvenjum til hins betra, sem er gott ef það gengur en til að þetta gangi þarf viljan til og viðkomandi þarf að vera virkilega tilbúin í að takast á við markmiðið. Lífið okkar er eins sandur í lófa, ef við kreistum of fast, þá rennur sandurinn úr lófanum, því mætti líkja við hamingjuna, að ef við kreistum of fast, þá muni það valda auknu stressi. Á þessu ári hefur verið mikið talað um kulnun í starfi, þar sem fólk hefur misst starfsorku og lífsgleði og orðið örmagna.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Alda Áskelsdóttir Bergþóra Jónsdóttir Kristín List Malmberg Magnús Már Þorvaldsson Sigrún Erna Geirsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentmet/Oddi

2

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Við keyrum mörg okkar á ofurhraða og mikilvægt er það að hvíla sig svo við göngum ekki á vegg og getum ekki notið lífsins, þrátt fyrir að vilji sé fyrir hendi. Því er það svo gott að lifa í núinu og þakka fyrir þessa litlu hluti sem færa okkur hamingju dags daglega og sjá það fallega í umhverfinu sem gleður okkur, hvort sem það er inn á heimilinu eða úti í náttúrinni. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins á liðnum árum. Fyrir hönd starfsfólks Sjávarafls, óska ég ykkur öllum lesendur góðir og fjölskyldu ykkar nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Megi árið 2020 verða ykkur gæfuríkt og gjöfult.

Elín Bragadóttir ritstjóri


OPTICAL DATA Gagnaflutningur

Á LJÓSHRAÐA

frá trollsónar upp í brú

OPTICAL DATA

– Veiðarfæri eru okkar fag


JÓLAHUGVEKJA Grétar Hallór Gunnarsson Prestur í Grafarvogssókn

Með þakkarhug um jól Þ

að vera lengi vel sú hefð í gjörvöllum kristnum heimi að tíminn í aðdraganda jóla, aðventan, var undirbúningstími. Fólk tók gjarnan til í skápum, þreif hátt og lágt og bakaði sortir af smákökum þess á milli. Þessi tími var líka gjarnan tími innri hreinsunar, og þess vegna var talað um jólaföstu. Hugsunin var sú að við gætum gert hreint í jötu hjarta okkar, í undirbúningi og eftirvæntingu þess að jesúbarnið væri væntanlegt. Maður tekur til, hið innra og ytra, þegar maður á von á góðum og göfugum gesti! En gamli tíminn var ólíkur okkar tímum á mikilvægan hátt. Þá var ekki ofgnótt efnalegra gæða eins og er í nútímanum. Á okkar dögum finnum við engar praktískar ástæður fyrir því að neita okkur um neitt, hvað þá smákökur, eins og fólk gerði gjarnan á aðventunni áður fyrr. Í raun má lýsa breytingunni sem orðið hefur í jólaundirbúningi á eftirfarandi hátt: Í stað þess að þrífa vel, þá skreytum við mikið og í stað þess að halda jólaföstu förum við á jólahlaðborð á aðventu. En í gömlum reynsluvísindum var samt líka að finna visku. Við þekkjum að við meðtökum hvíld aldrei eins vel eins og eftir það að hafa notið góðrar og hraustlegrar útiveru. Við þekkjum það að við njótum tóna betur þegar við höfum ekki verið undir dynjandi síbylju alla daga. Og á sama hátt þá þiggjum við hátíðleikann og veislugleðina með meira þakklæti ef við höfum gert hlé eða hik í neyslu okkar. Það er mögulega ekki raunhæft í dag að ætlast til þess að fólk taki þetta til greina. Straumur samfélagsins streymir allur í aðra átt um þessar

4

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

mundir. En spurningin er hvort við getum tileinkað okkur visku gömlu tímanna, án þess að þurfa að skrópa í jólahlaðborðinu? Og hér er hugmyndin sem reyna má: Gerum það að tilgátu okkar að lykilatriðið í því að lifa góðu aðventulífi (já, og kannski góðu lífi yfir höfuð!) sé það að þiggja, með vakandi vitund. Því þegar við þiggjum þá erum við að stoppa við og skapa mikilvæga þögn og andakt í kringum það sem við erum að taka við. Við erum þá taka eftir því sem streymir til okkar öllum stundum og leyfa því að vekja hjá okkur undrun, í stað þess að hrifsa það til okkar hugsunarlaust. Þegar við þiggjum meðvitað þá erum við á staðnum, nærverandi og opin fyrir umhverfi okkar. Og leyndardómurinn að baki því að þiggja er falinn í þeim orðum sem Sigurbjörn Einarsson biskup mælti svo sannlega: „Við þiggjum ekkert nema það sem við þökkum.“ Þau orð þrungin visku. Því þegar við þökkum þá erum við að opna hug okkar og hjörtu fyrir því sem kemur til okkar. Það sem við fáum er þá ekki sjálfsagt, heldur sköpum við rými fyrir það í okkar innri veru. Á þessari aðventu á og komandi jólatíð skulum við því ekki hrifsa neitt til okkar. Við skulum taka við því öllu; kertaljósunum, jólasteikinni, og hátíðarblöndunni og nærveru ástvina okkar. Við skulum taka eftir og taka við því, í þakkarhug. En umfram allt skulum við opna okkar innri veru fyrir því að taka á á móti þeirri birtu sem kemur til okkar í frásögunni af litla barninu sem fæddist í Betlehem.


Rannsóknir í þágu sjávarútvegs


Kristinn Gestsson var skipstjóri á Snorra Sturlusyni, nóttina örlagaríku þegar honum ásamt áhöfinni tókst að bjarga Örfiriseynni frá strandi á 11. stundu. Ljósmynd: Sjávarafl

Ægir Fransson, stýrimaður á Snorra Stulusyni, náði við hrikalegar aðstæður að skjóta línu yfir til áhafnarinnar á Örfirisey og þar með að koma línu á milli skipanna tveggja. Varla hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotið geigað. Ljósmynd: Sjávarafl

„Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd“ Alda Áskelsdóttir

Í aftakaveðri í nóvember 2001 rak Örfirisey RE stjórnlaust upp að Grænuhlíð í mynni Jökulfjarðar. Varðskipið Ægir hafði gert ítrekaðar tilraunir til að koma taug í togarann en allt kom fyrir ekki. Á meðan fylgdust þeir Kristinn Gestsson, skipstjóri og Ægir Fransson, stýrimaður á Snorra Sturlusyni með félögum sínum á Örfiriseynni reka sífellt nær landi. “Þegar landhelgisgæslan hafði gert nokkrar tilraunir sem allar misheppnuðust og þurfti tíma til að undirbúa sig fyrir næstu tilraun óskuðum við eftir að fá að skerast í leikinn og freista þessa að koma taug á milli skipanna þar sem við voru tilbúnir í verkefnið,” segir Kristinn. 6

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Þeir félagarnir Kristinn og Ægir voru á sjó saman í tæpan aldarfjórðung. Lengst af var Kristinn skipstjóri en Ægir stýrimaður. Undir það síðasta voru þeir hins vegar báðir skipstjórar á sama skipinu en á sitt hvorri vaktinni. „Ég var fimmtíu ár á sjó og þar af helminginn með Kristni. Það er ekki stuttur tími,“ segir Ægir og brosir. Blaðamaður fann líka fljótlega eftir að hann settist niður með þeim að þeir gjörþekkja hvor annan og á milli þeirra ríkir hlýja, virðing og vinskapur. Þeir Kristinn og Ægir hafa báðir látið af sjómennsku eftir langan og farsælan sjómannsferil. Ægir heldur nú um stýrið á húsbíl sem hann ferðast á um víða veröld en Kristinn vinnur í söludeild Hampiðjunnar. Blaðamaður hitti þá félaga til að rifja upp magnþrungna nótt þegar þeim, ásamt áhöfn á togaranum Snorra Sturlusyni, tókst að bjarga áhöfninni á Örfirisey úr bráðum sjávarháska á elleftu stundu.

„Við gerðum okkur klára jafnvel þó að Landhelgisgæslan væri á leiðinni“ Aðfaranótt laugardagsins 10. nóvember árið 2001 gerði aftakaveður á miðunum fyrir vestan land. Þau skip sem voru á þessum slóðum héldu því í var, þar á meðal voru Grandaskipin Snorri Sturluson og Örfirisey. „Hefðbundin bræla á Vestfjarðamiðum er norðaustan átt en í þetta skiptið var það suðvestan sem stóð beint á land. Við þurftum því að leita vars í Ísafjarðardjúpi,“ segir Kristinn. Það voru nokkuð mörg skip á þessum slóðum og í fyrstu virtist allt ætla að ganga vel þrátt


fyrir kolvitlaust veður og haugasjó. „Ég var á vakt í brúnni,“ bætir Ægir við og heldur áfram: „Við vorum á 12 tíma vöktum. Kristinn á daginn en ég á nóttinni. Þessa nótt hafði Símon skipstjóri á Örfiriseynni samband við mig og sagði að upp hefði komið bilun í gír og skipið væri vélarvana. Það rak því stjórnlaust í átt að landi. Nokkru síðar hafði hann hins vegar aftur samband og sagðist vera búinn að óska eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Hún væri á leiðinni og ég þyrfti því sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Ég ákvað þá að bíða um sinn með að vekja Kristinn því ég vissi að ef við þyrftum að aðstoða yrði dagurinn hjá honum mjög langur.“ Nokkru síðar vakti Ægir svo Kristinn. „Við ákváðum þrátt fyrir að Landhelgisgæslan væri á leiðinni að gera allt klárt um borð hjá okkur ef svo skyldi fara að við þyrftum að grípa inn í,“ segir Kristinn. Það má segja að þessi ákvörðun þeirra félaga hafi skipt sköpum þegar uppi var staðið. „Við fórum mjög vel yfir það hver ætti að vera hvar og hver ætti að gera hvað og æfðum það með áhöfninni,“ segir Kristinn en Snorri Sturluson var staddur tæpar 20 sjómílur frá Örfiriseynni þegar kallið barst. „Ég tók stímið beint á þá og við létum svo reka með þeim. Það má segja að við höfum rekið með þeim alla nóttina og nánast þar til við vorum komnir upp í fjöru,“ bætir Ægir við alvarlegur í bragði.

Náðu að koma taug á milli skipanna

Fljótlega eftir að Landhelgisgæslan kom á staðinn og björgunaraðgerðir hófust fóru að renna tvær grímur á þá Kristinn og Ægi. „Það misheppnaðist allt hjá þeim og það sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis. Það gekk illa að koma línu á milli skipanna meðal annars vegna þess að línubyssa bilaði. Þegar svo loksins tókst að koma línu á milli tókst ekki betur til en svo að hún slitnaði þegar átak kom á hana. Við höfðum haldið okkur til hlés og fylgst með aðgerðunum úr fjarlægð en vorum m.a. í sambandi við skipstjórann á Örfiriseynni. Okkur var, þegar þarna var komið við sögu, alveg hætt að lítast á blikuna. Ég hafði því samband við varðskipið og óskaði eftir leyfi til

„Ég tók stímið beint á þá og við létum svo reka með þeim. Það má segja að við höfum rekið með þeim alla nóttina og nánast þar til við vorum komnir upp í fjöru.“

„Okkur var, þegar þarna var komið við sögu, alveg hætt að lítast á blikuna. Ég hafði því samband við varðskipið og óskaði eftir leyfi til að fá að fara að Örfiriseynni og láta á það reyna hvort okkur tækist að koma línu á milli skipanna.“ að fá að fara að Örfiriseynni og láta á það reyna hvort okkur tækist að koma línu á milli skipanna,“ segir Kristinn og bætir við: „Þeir gáfu leyfi til þess enda ekki tilbúnir að gera aðra tilraun að svo stöddu.“ Þeir Kristinn og Ægir eru báðir sammála um svona eftir á að hyggja að Gæslan hefði átt að hleypa þeim fyrr að en það skipti hins vegar ekki máli í dag. Þegar leyfið fékkst sigldi Kristinn eins nálægt síðu Örfiriseyjar og hann mögulega gat, en minnst voru um 50 metrar á milli skipanna. Ægir stóð á meðan með línubyssuna tilbúna á síðunni ásamt öðrum úr áhöfninni og þegar þarna var komið mátti ekkert klikka. „Við vorum með 6 línubyssur tilbúnar en hefðum aldrei haft tíma til að nota þær allar. Ég ákvað að skjóta fyrsta skotinu sem hálfgerðu æfingaskoti til að finna út hvernig vindurinn tæki í línuna,“ segir Ægir og Kristinn bætir við: „Annað skotið tókst svo snilldarlega vel hjá honum þannig að áhöfnin á Örfiriseynni náði að grípa í línuna þegar hún sveif niður. Þar með vorum við skrefinu nær björgun en það var hins vegar ekki fyrr en að það var búið að tengja togvírinn að við gátum andað örlítið léttar.“ Stundum eru tilviljanir of ótrúlegar til að þær geti hreinlega talist tilviljanir. „Við vorum með svokallað DynIce eða ofurtóg um borð sem var alveg nýtt á markaðnum þá,“ segir Ægir: „Við notuðum það í veiðarfærið hjá okkur og vorum með varabirgðir í trollið. Við tengdum DynIce í línuna á línubyssunni. Þessi lína var miklu sterkari en sú sem Landhelgisgæslan notaði á þessum tíma og við vissum að hún myndi halda.“ Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hvernig Ægi hlýtur að hafa liðið á þessari stundu. „Þetta tók á en við Kristinn höfðum þann háttinn á í gegnum tíðina að nota skotbyssurnar til æfinga þegar þær úreltust. Við og áhöfnin öll höfðum því æft okkur reglulega að skjóta úr þeim og það gerði eflaust sitt.“

Á Sjómannadaginn hefur verið viðtekin venja að heiðra sjómenn fyrir störf sín sem og störf að framgangi félags- og réttindamála sjómannastéttarinnar. Hér má sjá Ægi Kr. Fransson taka á móti heiðursnafnbót fyrir hönd skipverja á Snorra Sturlusyni RE, þar sem þeir veittu sjómönnum í lífsháska björgun. Ljósmyndir úr eigu Ægis Franssonar SJÁVARAFL DESEMBER 2019

7


Þeir félagar, Kristinn og Ægir, eru sammála um að á 50 ára sjómannsferli komist fátt í hálfkvisti við það að eiga þátt í að bjarga 27 mönnum úr sjávarháska. Ljósmynd: Sjávarafl

Með æskufélagann í togi Kristinn segir að þó að mönnum hafi verið létt eftir að náðist að tengja togvír á milli skipanna hafi taugarnar þó áfram verið þandar. „Við áttum langa leið fyrir höndum og enn var snarvitlaust veður. Það sem gerði togið enn erfiðara til að byrja með var að þeir voru með trollið úti,“ segir Kristinn og bætir við: „Þegar skipið varð vélarvana voru bæði akkerin sett út til að reyna að hægja á rekinu en þau slitnuðu frá. Þegar ljóst varð að björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar myndu taka sinn tíma setti skipstjórinn trollið út til að reyna að hægja á rekinu. Togið gekk því hægt hjá okkur á meðan þeir voru að ná trollinu inn. Við gátum þó ekki andað léttar fyrr en við höfðum náð að stilla skipin þannig af að Örfiriseyin myndi reka inn í Jökulfirðina en ekki upp í hlíðina. Þá hefðum við nægan tíma til að koma nýrri línu á milli skipanna ef hún myndi slitna .“ Ægir bætir við að það megi kannski segja sem svo að það hafi ekki verið fyrr en að bæði skipin voru bundin við bryggju á Ísafirði að ballið hafi verið búið. „Það var falleg sjón að sjá þá æskufélagana, Kristinn skipstjóra á Snorra Sturlusyni og Símon Jónsson, skipstjóra á Örfiriseynni fallast í faðma á bryggjunni.“ Hér rak blaðamaður upp stór augu og skildi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Æskufélagar spurði hann og leit á þá félaga spurnaraugum? Ægir fer að hlæja og greinilegt er að þeir félagar höfðu ekki viljað auka á dramatík blaðamanns með þessum upplýsingum fyrr enda hefur þessum jarðbundnu skipstjórnarmönnum sennilega fundist nóg um. „Já, við vorum nánast fóstbræður í æsku,“ segir Kristinn hinn rólegasti.

Engin tími til að vera smeykur

Eins og áður hefur komið fram barst kallið frá Örfiriseynni að nóttu til og því svarta myrkur. Úti var kolvitlaust veður og samkvæmt fréttum af björgunarafrekinu í Morgunblaðinu sýndu vindmælar skipa á þessum

„Annað skotið tókst svo snilldarlega vel hjá honum þannig að áhöfnin á Örfiriseynni náði að grípa í línuna þegar hún sveif niður. Þar með vorum við skrefinu nær björgun en það var hins vegar ekki fyrr en að það var búið að tengja togvírinn að við gátum andað örlítið léttar.“ 8

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

„Menn voru eflaust rólegri vegna myrkursins og jafnvel við líka. Það var í rauninni innan við míla í land þegar við náðum að tengja á milli skipanna. Ég vissi auðvitað að hér var grafalvarlegt mál á ferðinni en við svona aðstæður gefur maður sér engan tíma til að verða smeykur – heldur einblínir bara á verkefnið og reynir að leysa það. slóðum 55 m/s og ölduhæðin var eftir því. „Ég held að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því hvað var í gangi nema kannski við sem vorum í brúnni, hvort sem um var að ræða áhöfnina okkar á Snorra Sturlusyni eða á Örfiriseynni,“ segir Ægir og bætir við: „Mennirnir niðri sáu í raun og veru ekki brimgarðinn við landið eða bergið sem gnæfði yfir. Ég er viss um að ef þetta hefði verið í björtu hefði þetta orðið miklu dramatískara.“ Kristinn samsinnir þessu: „Menn voru eflaust rólegri vegna myrkursins og jafnvel við líka. Það var í rauninni innan við míla í land þegar við náðum að tengja á milli skipanna. Ég vissi auðvitað að hér var grafalvarlegt mál á ferðinni en við svona aðstæður gefur maður sér engan tíma til að verða smeykur – heldur einblínir bara á verkefnið og reynir að leysa það. Ég get hins vegar alveg viðurkennt að þegar farið var að birta og lægja og Örfiriseyin var komin í öruggt tog að þá fannst mér óhugnalegt að horfa upp í bjargið og við nánast vera í fjörunni.“ Þegar þeir Kristinn og Ægir eru spurðir út í það hvort þeir hafi á einhverjum tímapunkti stefnt áhöfn sinni í hættu stendur ekki á svari. „Skipstjórnarmenn eru þjálfaðir í að taka erfiðar ákvarðanir og bregðast við öllu því sem getur gerst um borð í skipi. Við töldum okkur tryggja öryggi áhafnarinnar og efuðumst aldrei um að við værum að gera rétt,“ segir Kristinn ákveðinn.

„Í svona aðstæðum er fólk tilbúið til að leggja allt undir“

Sjómannastéttin á Íslandi er ekki stór og segja má að hún þekkist öll innbyrðis. Í þessu tilviki þekktust áhafnirnar enn betur en ella enda hjá sömu útgerð. Blaðamaður spyr hvort smæðin og tengslin geri það að verkum að sjómenn séu tilbúnir að tefla á tæpasta vað til að bjarga hverjum öðrum á ögurstundu. „Nei, ég það held ekki,“ svarar Kristinn: „Sjáðu bara björgunarsveitirnar sem eru tilbúnar til að leggja


Þeir félagarnir Kristinn og Ægir voru á sjó saman í tæpan aldarfjórðung. Hér má sjá þá saman í Smugunni árið 1997. Ljósmynd: úr eigu Ægis Franssonar

ansi mikið í sölurnar til að bjarga fólki úr háska. Ég held að Íslendingar sé bara svona gerðir,“ og Ægir tekur undir: „Í svona aðstæðum er fólk tilbúið til að leggja nánast allt undir. Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta hjálparhönd.“ Þeir félagar eru sammála um að það skipti ekki máli hver eigi í hlut. „Við höfum t.d. lent nokkrum sinnum í því í gegnum tíðina að leita að mönnum sem hafa fallið útbyrðis. Þegar kallið berst hífa allir sem einn veiðarfærin um borð – og þá ekki síst íslensku skipin - til að taka þátt í leitinni. Það þarf ekki að biðja neinn um það. Ég man t.d. einu sinni eftir því að kall barst frá rússnesku skipi og öll íslensku skipin á svæðinu hlýddu kalli skilyrðislaust. Það sem vakti hins vegar undrun okkar var að fyrsta skipið sem hætti leit var skipið sem hafði misst manninn fyrir borð,“ segir Kristinn og bætir við: „Ég held að á ögurstundu sé samkenndin og samhjálpin okkur Íslendingum í blóð borin.“

Heiðraðir fyrir hetjuskap

Þeir Kristinn og Ægir vilja ekki gera mikið úr björgunarafreki sínu og eru hógværir í tali þegar þeir eru spurðir út í það hvort þeir hafi ekki

bjargað lífi áhafnarinnar á Örfirisey þessa nótt. „Það er erfitt að segja en strákarnir sem voru um borð hafa þakkað okkur lífgjöfina oftar en einu sinni. Við teljum ekki líklegt að það hefði fengist annað tækifæri til að koma línu á milli skipanna,“ segja þeir. Í huga blaðamanns er hins vegar enginn vafi enda var rétt tæplega míla í land, stórsjór og fárviðri sem rak Örfiriseyna hratt að landi. Framundan var Grænahlíðin sem svo oft hafði veitt skipum skjól fyrir norðaustan brælunni á Vestfjarðarmiðum. Í þetta sinn hefði hún hins vegar getað orðið hinsti hvílustaður áhafnarinnar á Örfiriseynni ef ekki hefði verið fyrir áræðni og hetjuskap þeirra Kristins, Ægis og áhafnarinnar á Snorra Sturlusyni. Þegar blaðamaður gengur svo enn frekar á þá eru þeir þó sammála um eitt: „Við Kristinn vorum saman á sjó í tæpan aldarfjórðung og það er ekkert launungarmál að þessi nótt og þessi atburður stendur upp úr öllu því sem við reyndum saman,“ segir Ægir og Kristinn bætir við: „Það er ekkert í starfinu sem kemst í hálfkvisti við það að eiga þátt í því að bjarga 27 mönnum úr sjávarháska.“ Og þar eru fleiri sammála þeim Kristni og Ægi því að Sjómannadagsráð heiðraði þá fyrir björgunarafrekið, auk þess sem áhöfnin á Örfirisey og útgerðin gerðu slíkt hið sama.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

9


S KO Ð U N Árni Bjarnason forseti FFSÍ

Vanmetnasta björgunarafrek síðari ára

N

ú um stundir hefur athygli almennings og fjölmiðla beinst að þeim skelfilegu sjóslysum sem undanfarin misseri hafa dunið á þjóðinni.Fjölmargir eiga um sárt að binda og votta ég þeim mína dýpstu samúð.Í kjölfar þessarar slysahrinu hafa öryggismál og eftirlit með búnaði skipa eðlilega komið til umfjöllunar. Allt sem að þessum málum lýtur þarf að vera í stöðugri endurskoðun og endurnýjun og byggja verður á þeirri reynslu og þekkingu sem við bætist á hverjum tíma. Ég bind vonir við að hin nýja skipan og efling Rannsóknarnefndar sjóslysa leiði til skilvirkari vinnubragða þar sem niðurstöður liggi fyrir mun fyrr en verið hefur. Ennfremur er um þessar mundir verið að endurskoða frá grunni lög um eftirlit á skipum sem er mjög af hinu góða. Á haustmánuðum voru veður venju fremur válynd á miðunum og leiddu af sér margvíslegar hremmingar fyrir sjómannastéttina. Það sem hæst bar og mesta umfjöllun fékk, var hið hörmulega Svanborgarslys. Þar var einum manni bjargað við hrikalegar aðstæður á ótrúlegan hátt. Var þar að verki frábær áhöfn þyrlu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Skömmu eftir þetta sorglega slys gerði aftakaveður sem tók flestu ef ekki öllu fram sem undirritaður hefur kynnst á sínum sjómannsferli. Nokkur af öflugustu fiskiskipum flotans urðu fyrir áföllum en flestir komust þó klakklaust í var. Einn af okkar glæsilegri frystitogurum Örfirisey RE, komst þó ekki alla leið þar sem bilun varð í skrúfubúnaði sem leiddi til þess að skipð varð algörlega stjónlaust. Svo háreist skip sem Örfirisey rekur með ógnarhraða í slíku fárviðri og öll bjargráð svo sem að slaka ankerum og veiðarfærum dugðu skammt. Ankeriskeðjur slitnuðu en troll og hlerar drógu tímabundið

10

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

úr rekhraða. Skipið var statt á Ísafjarðardjúpi og rak hratt í átt að Grænuhlíð, sem þrátt fyrir nafnið er langt frá því að vera græn öllu heldur stórgýtisurð, klettar og klungur. Varðskip kom á staðinn og gerði ítrekaðar tilraunir til að koma taug yfir í hið nauðstadda skip. Af ýmsum ástæðum sem ástæðulaust er að tíunda hér tókst ekki að koma taug á milli skipanna og útlitið því vægast sagt alvarlegt. Ekki veit ég hvað farið hefur í gegnum hug Kristins Gestssonar, skipstjóra á Snorra Sturlusyni, áður en hann ákvað að freista þess að bjarga félögum sínum en ábyggilega hefur það verið erfið ákvörðun. Erfið segi ég vegna þess að með þeirri ákvörðun tók hann óneitanlega mikla áhættu varðandi öryggi skips og áhafnar. Greinilega hefur löngunin til björgunar orðið öllu öðru yfirsterkari og þar með má segja að hann hafi ráðist í björgunaraðgerð sem fáir hefðu getað leyst á jafnfarsælan hátt. Ég fullyrði að það þarf afburðastjórntök til að hafa hemil á skipi sem liggur undir slíkum áföllum sem þeim sem hér var um að ræða. Ekki má heldur gleyma því mikla láni sem fylgdi Ægi Franssyni stýrimanni að ná að skjóta línu á réttan stað og harðfylgi áhafnanna að ná yfirleitt að tengja togvír milli skipanna. Veðurhæð(40-50m/s) var slík meðan á björgunaraðgerðum stóð að þurft hefði að lægja mjög verulega svo að til greina kæmi að þyrla færi yfirleitt á loft,hvað þá meir. Því þarf ekki að hafa mörg orð um hverju áhöfn Snorra Sturlusonar áorkaði með frækilegri framgöngu sinni. Í mínum huga og örugglega allra sem voru í námunda við þennan atburð eru Kristinn, Ægir og áhöfnin öll, sannar hetjur sem lögðu svo sannarlega lífið að veði til bjargar nauðstöddum félögum sínum úr bráðum lífsháska og uppskáru ríkulega. Margur maðurinn hefur fengið medalíu af minna tilefni.



Nám í líftækni – Spennandi kostur Kristín List Malmberg

Í námskrá líftæknináms við Háskólann á Akureyri segir m.a. að líftækni sé tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir eða breyta náttúrulegum ferlum. Þannig er hægt að búa til lyf, matvæli og fleiri afurðir. Líftækni er því í raun tól til þess að búa til verðmæti úr auðlindum sjávar og lands. Jafnframt segir, að námið veiti trausta undirstöðu í almennum raungreinum, sérhæfðari líftæknifögum og viðskiptagreinum og markmiðið sé að öðlast góðan grunn til að starfa við rannsóknir. Blaðamanni Sjávarafls lék forvitni á að vita meira um þetta nám og leitaði því til Hjörleifs Einarssonar, prófessors við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Hjörleifur Einarsson, prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Ljósmyndi: Kristjana Hákonardóttir

hafði gengið í 10 ár og við vorum mjög ánægð með árangurinn. Um 50% nemenda skiluðu sér í sjávarútveginn. Við ákváðum þá að skoða hvar annarsstaðar væri þörf fyrir þessa tegund menntunar og úr varð nám í umhverfisfræði og líftækni og var nafni deildarinnar þá breytt í auðlindadeild,“ segir Hjörleifur og bætir við: „Ætlunin var að þessar nýju námslínur byggðu á sömu hugmynd og sjávarútvegsfræðin.“ Í dag er hægt að stunda sjávarútvegsfræði og líftækni við deildina. Þessar greinar skarast og er sjávarlíftækni það hugtak sem tengir þessar greinar mjög vel. „Nemendur taka grunngreinarnar að miklu leyti saman á fyrsta námsári ásamt hluta af rekstrargreinunum. Sérgreinar líftækninnar og sjávarútvegsfræðinnar eru svo kenndar sitt í hvoru lagi.“ Í áranna rás hafa áherslur í líftæknináminu breyst þannig að nú er lögð meiri áhersla á raungreinar og minni á rekstur og stjórnun. „Það kom nefnilega í ljós að nemendur í líftækni höfðu ekki allir áhuga á rekstri en vildu frekar fara í einhverskonar heilbrigðistengda líftækni. Þeir vildu taka á einhverjum heilbrigðistengdum verkefnum, s.s. eins og að búa til ný lyf og lækna sjúkdóma. Til þess að kynna fyrir nemendum þau verkefni og vandamál sem eru í heilbrigðisgeiranum geta þeir nú valið námskeið á heilbrigðisvísindasviði en þeir sem hafa áhuga á rekstrargreinum geta valið þær.“

Tilurð náms í líftækni Nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hófst í kringum 1990 og byggði á þeirri hugmyndafræði að það vantaði fólk í fyrirtækin sem þekkti betur grunneiginleika hráefnisins og gæti tekið vöruna aðeins lengra, þ.e. nýtt hana betur. Það nám byggði á raungreinum, sérgreinum sjávarútvegsfræðinnar og rekstrargreinum. „Þetta módel

Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir eða breyta náttúrulegum ferlum Nýting hráefnis – aukin verðmæti

Nemendur í líftækni að störfum á rannsóknarstofu. Ljósmynd: Auðunn Níelsson

12

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Eins og áður hefur komið fram er líftækni mikilvægt tól til þess að búa til verðmæti úr auðlindum sjávar og lands. Hjörleifur segir að gott dæmi um það sé þróunin sem hefur verið á aukinni nýtingu fisks. „Í gamla daga var afskurður frá fiskverkun settur í bræðslu sem er í sjálfu sér fullnýting en fyrir þá vöru fékkst lágt verð. Þessi bætta nýting hefur aukið verðmæti vörunnar. Líftæknin er ákjósanleg sem hluti af þeim verkferlum. Eggjahvítan í fiski er t.d. næm fyrir hita þannig að þær aðferðir sem annars er beitt í vinnslutækninni geta eyðilagt hráefnið. Við erum hins vegar með ensím sem geta brotið fiskinn niður án þess að hita hann sérstaklega mikið upp,“ segir Hjörleifur og bætir við: „Þannig er m.a. hægt að nota líftækni til að auka verðmæti hráefnisins.“


„Atvinnumöguleikar líftæknifræðinga eru miklir og fjölbreyttir, þeir hafa mjög góðan grunn til að leysa ýmis verkefni til sjávar og sveita.“ Atvinnumöguleikar í líftækni – Endalaus tækifæri

Líftækni er mikilvægt tól til þess að búa til verðmæti úr auðlindum sjávar og lands. Hér eru nemendur á sjó við sýnatöku. Ljósmynd: Auðunn Níelsson

„Það kom nefnilega í ljós að nemendur í líftækni höfðu ekki allir áhuga á rekstri en vildu frekar fara í einhverskonar heilbrigðistengda líftækni.“ Námið Aðspurður um fjölda nemenda í auðlindadeild segir Hjörleifur að u.þ.b. 25-30 manns útskrifist á ári úr deildinni og þar af eru 10-15 úr líftækni og 15-20 úr sjávarútvegsfræði. Námið er viðurkennt sem aðfaranám að meistara- og doktorsnámi. „Meistaranámið er svolítið sérstakt hjá okkur. Það byggir nánast alfarið á verkefnum og tiltölulega litlu námskeiðshaldi, á meðan aðrar námslínur skólans eru með mastersnámið meira á námskeiðsformi. Þetta eru það fáir nemendur að við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda úti mörgum námskeiðum. Nemendur taka þau því við aðra háskóla eða við leysum það með sérnámskeiðum. Nemendur okkar hafa fyrir vikið miklu meiri reynslu í verkefnavinnu en margir aðrir,“ segir Hjörleifur og bætir við: „Doktorsnemar hafa einnig verið við skólann en HA fékk ekki formlega viðurkenningu fyrir doktorsnámi fyrr en á síðasta ári. Doktorsnemar við HA hafa því verið innritaðir við Háskóla Íslands eða aðra háskóla en sinnt sínum verkefnum hér.“ Að sögn Hjörleifs koma nemarnir allsstaðar að af landinu. „Við erum við bæði með staðar- og fjarnemendur. Reyndar hefur Háskólinn á Akureyri sagt að nám við skólann sé óháð stað og stund og er með mjög öflugt fjarnám.“ Allir fyrirlestrar eru teknir upp og settir inn á þar til gerð samskiptakerfi. „Nemendur nálgast þá fyrirlestra og þurfa ekki að mæta í tíma. Þeim er þó gert að mæta í verklegar æfingar. Það er t.d. ekki sniðugt að rækta bakteríur í eldhúsinu heima hjá sér – þó vissulega geri flestir það óviljandi,“ segir Hjörleifur kíminn á svip. Ein sérstaða námsins í líftækni og sjávarútvegsfræði er lokaverkefnið. „Það byggir á gagnaöflun og úrvinnslu gagna, þ.e.a.s. nemendur afla gagna á rannsóknarstofu, úr gagnagrunnum eða fá upplýsingar með spurningum og viðtölum við aðila sem búa yfir ákveðinni þekkingu um efnið. Þeir þurfa að skilgreina verkefnið, finna aðferðir til að leysa það og koma með niðurstöður á hvaða formi sem þær eru, ræða niðurstöðurnar og kynna þær.“ Að sögn Hjörleifs gagnast þessi vinna nemendum mjög vel.

Aðspurður um atvinnumöguleika þeirra sem hafa lært líftækni við HA segir Hjörleifur þá marga og fjölbreytta. „Námið er breitt og vítt en það fer eftir meistaranáminu eða doktorsnáminu hvar menn enda. Líftæknifræðingar hafa til að mynda mjög góðan grunn til að leysa ýmis verkefni til sjávar og sveita. Þar má nefna bætta nýtingu á hráefni en einnig í verkefnum sem tengjast vinnu á rannsóknarstofum, greiningarvinnu og svo framvegis. Nemendur okkar hafa fengið vinnu á rannsóknarstofum eða hjá rannsóknarfyrirtækjum en í dag eru starfrækt mörg nýsköpunar- og sprotafyrirtæki í líftækni sem geta nýtt krafta líftæknifræðinga. Líftæknimenntað fólk fer einnig í kennslu, í heilbrigðiseftirlit, í gæðastjórnun og/eða gæðaeftirlit,“ segir Hjörleifur og bætir við: „Enn aðrir stofna sitt eigið fyrirtæki út frá rannsóknum sínum og hugmyndum. Þar koma rekstrargreinarnar sterkar inn. Ef menn ætla að sækja um styrk t.d. í Tækniþróunarsjóð þá verða þeir að geta sett upp viðskiptaáætlun.“ Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort endalaust sé hægt að finna upp á einhverju nýju – að finna ný verðmæti. „Það er svolítið klisjukennt að segja að það séu endalaus tækifæri en það er í raun og veru þannig. Málið snýst um að sjá tækifæri, skilgreina vandamálið, finna verklagið og lausnina. Það er hægt að horfa á hráefni og finna út hvað hægt sé að gera meira og betra með það. Það eru óþrjótandi vandamál og verkefni sem þarf að leysa í heilbrigðis- og lyfjageiranum. Snyrtivöruiðnaðurinn er stöðugt að leita að nýjum rotvarnarefnum, litarefnum og lyktarefnum. Það er hægt að leysa það með bakteríum og örverum eða með öðrum lífverum. Fæðubótariðnaðurinn tekur endalaust við. Í matvælaiðnaðinum er stöðugt verið að leita að nýjum hráefnum. Það má einnig nefna fóðuriðnaðinn,“ segir Hjörleifur og bætir ákafur við: „Norðmenn eru t.d. að framleiða u.þ.b.1,5 milljón tonn af laxi, ef hann er 10% feitur þá þurfa þeir 150 þúsund tonn af fitu. Hvar fæst hún? Hana er t.d. hægt að rækta með þörungum. Það má taka afskurð af fiski og selja hann í bræðslu og það fer í mjöl sem gjarnan er notað í fóður en með ensímtækni er hægt að vinna próteinin og búa til úr þeim bragðefni eða setja þau í fæðubótarefni og próteinbúst. Það má taka bein, krossa þau niður og búa til úr þeim kalktöflur og fituna má selja sem fóður. Áhugaverð nýting á roði er hjá Kerecis á Ísafirði. Þar taka þeir roðið og búa til úr því hálfgerðan plástur en aðrir nýta roð til að búa til leður eða vinna úr því kollagen.“ Það þarf þó að huga að stærð markaðarins. „Markaðurinn fyrir fóðurlýsi eins og í Noregi er hugsanlega um 150 þúsund tonn en markaður fyrir omega 3 í græðandi smyrsl er kannski einhver kíló. Það þarf líka að huga að framleiðslukostnaði sem getur verið mjög breytilegur - þessu þurfa menn að átta sig á áður en þeir fara út í framleiðslu og rekstur.“

„Það er t.d. ekki sniðugt að rækta bakteríur í eldhúsinu heima hjá sér – þó vissulega geri flestir það óviljandi.“ SJÁVARAFL DESEMBER 2019

13


Góð þjónusta er númer 1,2 og 3 Sérsniðin veiðarfæri sem skara fram úr Elín Bragadóttir

Veiðarfæraþjónustan ehf. í Grindavík er rótgróið fyrirtæki sem leggur metnað sinn í að laga veiðarfærin að þörfum viðskiptavinarins og vera með sérsniðin veiðarfæri sem skara fram úr ásamt því að vera ávallt til þjónustu reiðubúin þegar viðskiptavinurinn kallar. Veiðarfærin hafa tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og eru í stöðugri þróun. Tilraunatankar hafa skipt sköpum. Hefur Veiðarfæraþjónustan verið í hópi fyrirtækja í níu skipti af þeim tíu sem Creditinfo hefur veitt þá eftirsóttu viðurkenningu að vera Framúrskarandi fyrirtæki. 14

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Veiðarfæri fyrir stóra sem smáa Árið 2001 varð Veiðarfæraþjónustan formlega til, þá runnu saman í eitt fyrirtæki Netagerð Þorbjarnar-Fiskaness og SH veiðarfæri. „Við þessa sameiningu urðu starfsmenn sjö og eru þeir allir miklir reynsluboltar“ segir Hörður Jónsson netagerðarmeistari, einnig bætir hann því við að hann og tveir aðrir hafi reyndar unnið saman alla tíð, allt frá því að þeir voru unglingspiltar. Viðskiptavinir Veiðarfæraþjónustunnar eru um allt land og eru reyndar nokkrir erlendis líka, t.d í Noregi og í Bandaríkjunum. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru bæði Þorbjörn Fiskanes og Brim en margir í línubátaflotanum nýta sér þjónustu fyrirtækisins sömuleiðis. Þá segir Hörður að þeir séu í „humartrollum, snurrvoð, togaratrollum og fleiru“.


Þjónustan í fyrirrúmi

Stöðug þróun í veiðarfæragerð

Hörður segir að Veiðarfæraþjónustan leggi fyrst og fremst áherslu á góða þjónustu, hún sé númer eitt, tvö og þrjú. Þá segir Hörður að „ef eitthvað kemur uppá hjá okkar kúnnum, þá hringja þeir í okkur og við mætum á staðinn og reddum málunum“. Viðskiptavinirnir kunna þessu vel „og það sé um helmingur þeirra fastir kúnnar“.

Þrátt fyrir að gerð veiðarfæra breytist ekki í stórum stökkum séu þau í stöðugri þróun. Þá segir Hörður að stærsta stökkið hafi sennilega orðið þegar tilraunatankarnir í Danmörku komu til sögunnar. Þá segir hann að „þessir tilraunatankar hafa alveg skipt sköpum varðandi þróun veiðarfæra, því þarna er hægt að sjá hvað er að gerast undir yfirborðinu. Það er líka í vaxandi mæli verið að mynda neðansjávar og það er auðvitað besti mælikvarðinn. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða betur og nýta við hönnun veiðarfæra. Þá er hægt að sjá raunstærðir og hvernig fiskurinn hagar sér, hvaða vankantar eru á veiðarfærinu og hvað er að virka.“

Þá leggja þeir hjá Veiðarfæraþjónustunni mikla áherslu á hönnun veiðarfæranna og ekki síst að laga þau að þörfum viðskiptavinarins „og því má segja að þrátt fyrir að verið sé að bjóða ákveðna gerð af veiðarfærum, þá eru þau í raun í flestum tilvikum sérsniðin“. Það verður alltaf að horfa til þess hvaða afla á að veiða og hvar, og hvaða búnaður er í skipinu sem á að nota þessi tilteknu veiðarfæri. Við vinnum líka með svo mismunandi efni og gerðir, það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum og það verður að taka tillit til þess, bætir Hörður við. „Það má því segja að í grunninn sé trollið kannski hið sama og í vörulistanum en því er nánast alltaf breytt eitthvað. Þetta á við um öll veiðarfæri. Maður eyðir því drjúgum tíma við teikniborðið og kíkir á formúlurnar!“

Framúrskarandi fyrirtæki Veiðarfæraþjónustan er eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur skarað fram úr. Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veita þeir Framúrskarandi fyrirtækjum viðkenningu, fyrir árangur, þar sem fyrirtækin byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Hefur Veiðarfæraþjónustan verið í hópi þessa fyrirtækja í níu skipti af þeim tíu sem Creditinfo hefur veitt þessa viðurkenningu.

Veiðarfærin sem Veiðarfæraþjónustan býður upp á eru því í stöðugri þróun líka. „Ef okkur dettur eitthvað í hug sem við höfum trú á fikrum við okkur áfram með það. Við höfum t.d verið að hugsa svolítið um humartroll undanfarið og verið að finna aðrar lausnir í þeim. Markmiðið er alltaf að ná meiru og meiru út úr veiðarfærinu.“ Í þessum tilgangi hefur fyrirtækið notað öðru hvoru tankana í Danmörku en þeir hafa líka notað mikið lítinn tank hjá Fisktækniskólanum í Grindavík. Tankurinn þar hafi reynst afar vel þegar unnið er að breytingum á veiðarfærum og hægt að vinna með lítil módel. Stærri verkefni krefjist hins vegar stærri módela og þá sé farið til Danmerkur. Við erum alltaf að þróa og breyta því það verður að hafa augun opin og sjá möguleikana. Við erum alltaf að reyna að gera enn betur, segir Hörður að lokum.

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

15


ANNÁLL Skúli Sigurðsson forseti, mennta- og kynningarfulltrúi Samband stjórnendafélaga

Hér eiga allir stjórnendur sannarlega heima bæði karlar og konur

S

amband stjórnendafélaga fagnaði 80 ára afmæli sínu í apríl 2018. en innan vébanda þess eru 11 félög stjórnenda með samtals um 3.600 félagsmenn. Áður nefndist sambandið Verkstjórasamband Íslands, en það var stofnað árið 1938.

Samningsrétturinn hjá STF Sambandið er alvöru stéttarfélag sem annast kjarasamningagerð og heldur úti öflugu starfi í þágu sinna 3.600 félagsmanna. Innan vébanda STF eru eingöngu stjórnendur, bæði með mannaforráð og ekki. Því miður hefur borið á þeirri umræðu að STF sé svokallað gult félag, þ.e. geri ekki kjarasamninga og hafi afsalað sér rétti til að boða verkföll. Hvorugt þessara atriða á við um Samband stjórnendafélaga. STF sinnir öllum þeim verkefnum sem önnur stéttarfélög gera í þessu landi og öxlum fulla ábyrgð því sem önnur stéttarfélög eru að gera fyrir skjólstæðinga sína. Sambandið fer með samningsrétt fyrir hönd einstakra aðildarfélaga og gerir kjarasamninga fyrir alla félagsmenn. STF gerir m.a. samninga við SA, ríkið, sveitafélögn, Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg svo fátt eitt sé nefnt. Samband stjórnendafélaga hefur fullan verkfallsrétt fyrir hönd sinna aðildarfélaga þótt honum hafi ekki verið beitt til þessa.

Ósambærilegar tölur Aðildarfélög innan STF eru rekin af félagsgjöldum eins og önnur stéttarfélög í landinu. Þessi félagsgjöld eru afar lág eða frá 2.500 kr. á mánuði óháð launatekjum. Því miður hafa forsvarsmenn Félags lykilmanna, sem eru að reyna að draga til sín stjórnendur og aðra sem kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga, fullyrt að þeir bjóði allt að 14 sinnum lægri félagsgjöld en hin hefðbundnu stéttarfélög. Þetta er alrangt og ósamanburðarhæft. Félag lykilmanna hefur engar félagslegar skyldur gagnvart sínum umbjóðendum, það annast ekki kjarasamningagerð fyrir sitt fólk, rekur engin orlofshús og heldur ekki úti öflugri Stafrænni menntun (100% fjarnám) eins og STF gerir í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Lykilmenn reka ekki öflugan sjúkrasjóð eins og félagsmenn Sambands stjórnendafélaga hafa byggt upp í tæplega hálfa öld. Hefur það eingöngu milligöngu um að útvega sínum

félagsmönnum sjúkra- og slysatryggingar hjá tryggingarfélögum gegn þóknun. Samanburður við okkur er því gjörsamlega út í hött.

Einn öflugasti sjúkrasjóðurinn Sjúkrasjóði STF er einn öflugasti og sterkasta á landinu enda vilji STF halda vel utan um sitt fólk ef eitthvað bjátar á, en kostakjör hans getur hver og einn kynnt sér á vefsíðu okkar https://www.stf.is/ Sjúkrasjóður STF var stofnaður árið 1974 til þess eins að styðja við bakið á okkar félagsmönnum í veikindum og á seinni árum. Þess njóta okkar félagsmenn nú í dag, okkur hefur tekist að ávaxta okkar fé vel.

Stjórnendafræðslan SF STF rekur stjórnendaskóla í samstarfi við Háskólann á Akureyri þar sem boðið er upp á Stafræna menntun (100% fjar- og stjórnendanám) í 6 lotum. Þetta er eitt öflugasta og nútímalegasta stjórnendanám sem boðið er upp á hér á Íslandi til að efla og auka þekkingu allra stjórnenda, hvort heldur er um að ræða forstjóra eða aðra stjórnendur, með eða án mannaforráða. Menntasjóður STF styrkir allt starfstengt nám og þar geta okkar félagsmenn sótt um mjög vænlega styrki. Það er því ljóst að STF býður sínum félagsmönnum upp á margvíslega þjónustu sem fengur er í og hér eiga stjórnendur svo sannarlega heima.

Hverjir hafa rétt til að vera félagsmaður í aðildarfélögum tengdum Sambandi stjórnendafélaga Allir stjórnendur hafa rétt til að gerast félagsmenn í einhverju af aðildarfélögum innan STF , bæði karlar og konur. Það eina sem krafist er að viðkomandi einstaklingur sé stjórnandi með eða án mannaforráða. Allar konur eru hjartanlega velkomnar sem eru stjórnendur, þær eru hvattar til að kynna sér okkar aðildarfélög eða hafa samband við skrifstofur aðildarfélaga og eða Samband stjórnendafélaga.

16

SJÁVARAFL DESEMBER 2019


Nám með vinnu Fisktækniskóli Íslands býður upp á hagnýtt nám í samstarfi við Matvælaskóla Sýnis, Marel og Háskólans á Hólum.

GÆÐASTJÓRN Námið hentar einkum fólki með starfsreynslu í matvælaframleiðslu sem og fólki með menntun sem nýtist í námi svo sem í fisktækni. Námið skiptist í tvær annir kennt er í dreifnámi og staðarlotum.

MAREL VINNSLUTÆKNI Námið er skipulagt sem blandað starfsnám bóklegt og verklegt nám sem skiptist í sex lotur. Farið er í viku námsferð í sýningar og kennsluhús Marels,í Progress Point í Kaupmannahöfn. Náminu lýkur svo með hagnýtu lokaverkefni og námsmati.

FISKELDI Námið hentar einkum fólki með starfsreynslu í greininni sem og fólk með menntun sem tengist náminu svo sem í fisktækni. Námið fer fram á vor- og haustönn ár hvert, kennsla fer að mestu í gegnum fjarnám. Inntökuskilyrði á brautir: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Miklir starfsmöguleikar í sjávarútvegi og víðar. Viljum vekja athygli á að nám hjá okkur er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Upplýsingar og skráning hjá Fisktækniskóla Íslands í síma 4125966 eða á www.fiskt.is


Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.

Í upphafi skal endinn skoða fremstu röð. Íslensk frystihús eru orðin hátæknivædd og fiskiskipaflotinn er útbúinn með nýjasta og fullkomnasta tæknibúnaði til fiskiveiða,“ segir Jón Heiðar. Elín Bragadóttir

Hafa meiri upplýsingar en áður um reksturinn

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise sérhæfir sig viðskiptalausnum fyrir allar greinar atvinnulífsins og hafa þeir verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna um 20 ára skeið. Sjávarafl náði tali af sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Wise, Jóni Heiðari Pálssyni. Tæknibylting í útgerð Í upphafi skal endinn skoða, en stundum getur það verið þrautinni þyngra þegar hraði tækni- og hugbúnaðarþróunar hefur verið gríðarlegur síðastliðin 15 ár. Með auknum kröfum um gæði, nýtingu og verðmætasköpun, þá eru vinnslurnar að verða fullkomnari, tækjabúnaður, róbótavæðing og hugbúnaðarlausnir að verða samtvinnaður þáttur í vinnslu sjávarfangs á Íslandi. „Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í

18

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Jón Heiðar bætir við að stafræn umbreyting í sjávarútveg hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma. Margt hefur breyst á þeim 30 árum sem WiseFish hefur verið í þróun og má segja að með gríðarlegri framför í hugbúnaðargerð hafi tækni leyst og sé enn að leysa flókna þætti í viðskiptaumhverfinu með sjálfvirknivæðingu og með því að minnka tvíverknað og endurtekningar í vinnslum. Með rafrænum sendingum og móttöku reikninga, er hægt að senda reikninga stafrænt til móttakanda, línur í reikningi eru lesnar sjálfvirkt inn í kerfið og fara því sjálfvirkt inn í uppáskriftakerfi. Þá segir Jón Heiðar að skýrslur frá skipum, með upplýsingum um afla og staðsetningu, fara með sama móti beint inn í kerfin, og með því hægt að sjá fyrir hverju og hvenær verður landað. Tengingar við jaðartæki, vogir og prentara eru orðnar staðlaðar og er því hægt að „útrýma“ innsláttarvillum og endurtekningum í vissum störfum er einnig eytt, upplýsingar og birgðahald verður nákvæmara í kerfum fyrirtækja. Með notkun á strikamerkjum er öll umsýsla með birgðir inn og út úr vöruhúsum orðin marktækari því kerfi eru eins áreiðanleg og upplýsingarnar sem færðar eru inn í þau. Allir þessir þættir hafa áhrif


Wise Skólinn býður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sérfræðingar Wise búa yfir áralangri reynslu bæði af kennslu í Business Central (NAV) og notkun á kerfinu úti í atvinnulífinu.

á samkeppnishæfni fyrirtækja. Það er í höndum yfirstjórna fyrirtækja að skilja það að tæknin er ekki bara komin til að vera, heldur er verið að nota hana til hins ýtrasta hjá samkeppnisaðilum. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa nú yfir að ráða meiri og nákvæmari upplýsingum um reksturinn, betri yfirsýn á brigðarstöðu, nákvæmari nýtingu á auðlindinni og fullkominn rekjanleika afurða.

Skýjalausnir Wise er lykillinn að því að ná betri árangri ,,Í heimi harðnandi samkeppni byggir samkeppnisforskot á að nýta nýjustu tækni í hugbúnaði til að tryggja betri og öflugri úrvinnslu gagna sem auðveldar ákvarðanatöku og tryggir besta árangur í rekstri á hverjum tíma. Það er aldrei meira áríðandi en einmitt nú að uppfæra vél-, netog hugbúnað. Skýjalausnir Wise ásamt nýjustu útgáfum hugbúnaðar er lykillinn að því að ná betri árangri og verða ofan á í samkeppninni,“ segir Jón Heiðar. WiseFish hugbúnaðurinn annast utanumhald veiða og veiðiaðferða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist hugbúnaðurinn til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. Hægt er að tengja WiseFish við önnur kerfi eins og Innova hugbúnað frá Marel og má láta kerfið tala við jaðartæki, s.s. vogir og handtölvur.

Fyrirtæki fá nýja sýn á reksturinn ,,Í öllum rekstri skiptir miklu máli fyrir stjórnendur að hafa góða yfirsýn. WiseFish var nýlega uppfært og er sú uppfærsla í tengslum við uppfærslu Microsoft frá NAV yfir í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Ný uppfærsla felur meðal annars í sér viðbætur við Microsoft Power BI greiningarhugbúnað, auðveldara aðgengi að Microsoft Outlook, skýrslugerð er orðin einfaldari og bætt var við tengingum við jaðartæki eins og spjaldtölvur. Einnig er greiningartólið WiseAnalyzer ómissandi með WiseFish, WiseAnalyzer gerir fyrirtækjum kleift að greina og lesa á auðveldan hátt úr gögnum úr Microsoft Dynamics BC. Nýjar viðbætur við WiseFish eins og öflugri greiningar í Power BI og WiseAnalyzer gera fyrirtækjum kleift að fá nýja sýn á reksturinn. Ný virkni WiseFish í vöruhúsum, tenging við jaðartæki og almennar viðbætur á nýrri útgáfu Microsoft Dynamics BC gerir það að verkum að hægt er að rýna gögnin til hagræðingar og samkeppnisforskots,“ segir Jón Heiðar. „Við stöndum öll frammi fyrir því að þurfa að skoða okkar rekstrarferla með hliðsjón af mögulegri tækni sem er í boði í dag. Flest fyrirtæki í sjávarútvegi eru mjög langt komin og mörg komin langt í endurnýjun á flota, innviðum og hugbúnaðarlausnum. Það að standa í stað og ákveða að hlutir hafi verið gerðir á þennan máta alltaf og virkað, segir ekkert um möguleikana á stækkun, betri nýtingu, eða möguleika á að auka virði vörunnar“, segir Jón Heiðar og bætir við „Við höfum alltaf gert þetta svona“ er hættuleg setning. Á sama tíma verður að taka það fram að mörg fyrirtæki virka á þennan máta og skila góðum hagnaði. Eitt er það að fara í stafræna umbreytingu á fyrirtækinu, svo er það annað hvaða aðferðarfræði er notuð. Eitt sem er algerlega

nauðsynlegt í öllum breytingum er að þær þurfa að vera skilgreindar, fylgja gildum fyrirtækisins, og vera gerðar í sátt við stjórn og starfsmenn. Frumskilyrði allra breytinga er að vita hvort það þurfi að breyta og af hverju.

Verðmætar markaðsupplýsingar Þá segir Jón Heiðar að í auknu mæli hafa fyrirtæki utan landssteinanna komið í viðskipti hjá Wise og innleitt WiseFish fyrir vinnslur og veiðar. Helst eru þessi fyrirtæki að sækjast eftir rekjanleika og greinanlegum gögnum til að fá betri yfirsýn á afla, birgðir og sölurekjanleika. Fyrirtækin eru víðsvegar um heiminn, Suður-Ameríku, Ástralíu og Evrópu en þar sem við notumst í síauknu mæli við skýjalausnir þá einfaldar það alla uppsetningu og utanumhald. Starfsfólk okkar vinnur frá Íslandi við uppsetningar á WiseFish erlendis, og þjónustar fyrirtækin frá starfstöðvum okkar í Reykjavík og Akureyri. „Árið hefur verið okkur gjöfult, fyrirtæki eru í síauknu mæli að uppfæra í Business Central, til að geta nýtt sér þá ótvíræðu kosti sem það hefur í öllum tengingum við Microsoft hugbúnað, samþætting á tölvupósti, bókhaldskerfi og WiseFish. Einnig gefur það enn meiri möguleika á að sníða svokallaða ferla á kerfið með Flow lausninni frá Microsoft“, segir Jón Heiðar og bætir við að með Flow er hægt að sníða sértækar lausnir fyrir hvert og eitt fyrirtæki, inn í viðskiptaferla. Gott dæmi um það væri að bæta nýtingu á birgðum, þá biður maður „kerfið“ að senda sér tölvupóst með áminningu þegar birgðir eru komnir með 60 daga fyrningarfrest á lager, með þessu er hægt að hafa tvöfalda vakt á birgðum, og koma í veg fyrir úreldingu birgða og glatað vermæti afurða. Einnig býður kerfið upp á sjálfvirka skýrslugerð fyrir stjórnendur, sem geta stillt kerfið á þann máta að þær upplýsingar sem þeir óska eru send í skýrsluformi daglega, vikulega eða mánaðarlega allt eftir óskum viðkomandi..

Mikilvægt að vanda allt utanumhald um gögn Framtíðarsýnin er að nýta betur tölfræðilegar nálganir, gervigreind og samtengingu tækja til að gera WiseFish enn öflugra og áreiðanlegra. Business Central býður nú þegar upp á tölfræðilegar nálganir, því betri sem gögnin eru því nákvæmari ákvarðanir. Á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu var mikið rætt um áreiðanleika gagna, og setning eins og „rusl inn = rusl út“ heyrðist á göngunum. Áreiðanleiki gagna spilar lykilhlutverk í þeirri framþróun að nota gervigreind og tölfræðilegar nálganir, þar sem að hugbúnaðurinn nærist á þeim upplýsingum sem eru til staðar og hefur ekki önnur gögn til að vinna úr. Þar komum við aftur að mikilvægi sjálfvirknivæðingar, að gögn berist á starfrænu formi, úr áreiðanlegum kerfum og án mikilla inngripa frá utanaðkomandi aðilum. Því er mikilvægt að vanda allt utanumhald um gögn og vinna markvisst að því að auka áreiðanleika og hraða til að fylgja framþróun á þeirri stafrænu umbreytingu sem er að eiga sér stað í sjávarútvegi, segir Jón Heiðar að lokum. SJÁVARAFL DESEMBER 2019

19


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

20

SJÁVARAFL DESEMBER 2019


FJARÐABYGGÐ

Vestmannaeyjahöfn

Barátta fyrir betra lífi

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

21


ANNÁLL Einar K. Guðfinnsson starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS

Ár sviptinga og vaxtar í fiskeldi Árið 2019 var ár mikilla breytinga, sviptinga og vaxtar í íslensku fiskeldi. Viðamikil endurskoðun fór fram á öllu lagaumhverfinu, árið einkenndist af miklum vexti í framleiðslunni og útflutningsverðmætunum og ný leið opnaðist inn á tollfrjálsan Kínamarkað fyrir fiskeldisafurðir. Gagnger endurskoðun á lagaumhverfinu Gagnger endurskoðun á lögum um fiskeldi hefur staðið yfir allt frá árinu 2017. Sérstök nefnd sem sett var á laggirnar það ár vann ítarlega úttekt á fiskeldismálunum, lagði til breytingar á löggjöf og reglum varðandi greinina. Frumvarp var lagt fram á árinu 2018 en hlaut eigi afgreiðslu á Alþingi. Málið var svo sent í umfangsmikið samráðsferli í árslok 2018 og loks lagt fram á Alþingi snemma á þessu ári. Um var að ræða tvö lagafrumvörp. Annað var varðandi heildarlöggjöfina og byggðist á því sem á undan hafði farið. Hitt laut að sérstakri gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Bæði þessi mál voru afgreidd sem lög frá Alþingi í júní síðast liðnum. Þar með liggur fyrir sá rammi sem atvinnugreininni er ætlað að starfa eftir um fyrirséða framtíð. Það er í sjálfu sér jákvætt að nú liggur fyrir tiltekinn lagarammi. Það stuðlar að fyrirsjáanleika og menn vita þá að hverju þeir ganga. Margt var það hins vegar í þessum lögum sem við fiskeldismenn vorum óánægðir með og vöruðum raunar við í ítarlegum umsögnum á öllum

22

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

stigum málsins. Því miður var með afar takmörkuðum hætti tekið tillit til varnaðarorða og ábendinga okkar.

Ýmislegt við að athuga Í heild séð er ljóst að hin nýja löggjöf leggur miklar og nýjar kvaðir á fiskeldið. Í mörgu hafði greinin kallað eftir slíku. Má þar nefna kröfur um aukið gagnsæi sem greinin hafði haft frumkvæði að. Það telst varla daglegt brauð að atvinnurekstur kalli eftir slíku. En fiskeldisfyrirtækin töldu það jákvætt og voru þess því hvetjandi. Við vöruðum á hinn bóginn við því flækjustigi sem er til staðar, svo sem við leyfisveitingar, sem taka óheyrilegan tíma og langt umfram það sem lög, núverandi og fyrrverandi, kveða á um. Því miður var ekkert á það hlustað. Við vöruðum einnig sterklega við því að gera skil á milli nýrrar og eldri löggjafar með þeim hætti sem gert var. Við töldum að slíkt gæti búið Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu 10 mánuðum hvers árs 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0

19,9

Í milljörðum króna á verðlagi hvers árs

4,1 11,7 7,8

4,0

10,6

2,9 14,8 5,9 2,9 4,4 4,0 3,8 2,9 7,1 2,6 2,2 7,0 2,3 1,7 2,0 4,5 1,6 1,2 2,8 2,0 2,0 2,1 0,9 1,0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Lax

Silungur

Annar eldisfiskur


til óþarfa vandræði og ósanngirni gagnvart einstökum fyrirtækjum. Sú varð og raunin. Það er mjög miður, enda var með þessu gripið inn í ferli og nýjar leikreglur búnar til í miðjum klíðum. Ljóst er að þetta bitnaði með misjöfnum hætti á fyrirtækjunum og bjó til mikið óréttlæti, rétt eins og við marg bentum á og vöruðum sterklega við. Ný löggjöf um sérstaka gjaldtöku er meingölluð. Þar er gert ráð fyrir tiltekinni skattheimtu þar sem andlag skattheimtunnar er framleiðslumagnið; algjörlega án tillits til afkomunnar. Þetta er arfa vond aðferð. Í lögunum er gert ráð fyrir að þetta taki gildi í sjö skrefum og verði að fullu komin til framkvæmda innan sjö ára. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar var því á hinn bóginn heitið að þessi aðferð yrði endurskoðuð og er nauðsynlegt að við það verði staðið.

Í Noregi hefur enginn lagt til að fara þá skattlagningarleið sem hér hefur verið vörðuð Í Noregi hefur nýverið verið lögð fram skýrsla um framtíðargjaldtöku í fiskeldi. Þar er ólíku saman að jafna. Noregur er lang öflugasta fiskeldisþjóð í heimi, með um helming heimsframleiðslunnar og fiskeldið þar í landi á sér langa sögu. Engum datt í hug að beita sömu aðferðafræði og hér er boðuð varðandi gjaldtökuna. Og í Noregi hvarflaði heldur ekki að nokkrum manni að hefja gjaldtöku fyrr en framleiðslan var farin að nema hundruðum þúsunda tonna. Tillaga meirihluta þeirra nefndar sem vann að þessum málum í Noregi var að leggja á 40% viðbótar tekjuskatt. Minnihlutinn taldi það hins vegar óðs manns æði að leggja á slíkan ofurskatt. Mikil andstaða er við þessar tillögur um svo mikla skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Athygli vekur að sú andstaða er jafnt í stjórnmálaflokkunum ( td báðum stjórnarflokkunum) í viðskiptalífinu og einnig launþegahreyfingunni. Ólíklegt má því telja að hugmyndirnar um stórfellda viðbótarskattlagningu á fiskeldi verði að veruleika. Í Noregi leggur enginn það til að fara þá leið sem hér hefur verið vörðuð, að skattleggja framleiðsluna án tillits til afkomu.

Ár mikils vaxtar í fiskeldi Ársins 2019 verður örugglega minnst fyrir mikinn vöxt í íslensku fiskeldi. Fullyrða má að verðmætis- og magnaukningin frá fyrra ári verði um

100%. Fiskeldið er nú þegar búið að skipa sér mikilvægan sess í atvinnulífi okkar og lætur fyrir sér finna þegar kemur að útflutningstekjum og verðmætasköpun. Nú stappar nærri að útflutningsverðmæti fiskeldis verði nálægt útflutningsverðmæti kolmunna og makríls. Þetta eru sannarlega góð tíðindi; ekki síst á tímum sem þessum, þar sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir bakslagi vegna loðnubrests og fækkunar ferðamanna. Við þurfum á öllu okkar að halda til þess að geta staðið undir góðum og batnandi lífskjörum og áframhaldandi stekri stöðu efnahagslífsins.

Kínamarkaður hefur opnast fyrir fiskeldisafurðir Þriðja atriðið sem nefna má og telja má til sérstakra tíðinda á fiskeldissviðinu, er að frá og með þessu hausti höfum við fengið tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í Kína. Fríverslunarsamningur við Kína tók gildi í ársbyrjun 2014 og eiga þeir miklar þakkir skildar sem að því stóðu. Kína er ört stækkandi markaður og sá hluti þjóðarinnar sem er með kaupmátt á borð við það sem við þekkjum á Vesturlöndum nemur nú hundruðum milljóna manna og fer vaxandi. Þarna leynast því mikil tækifæri. Engin önnur laxeldisþjóð við Norður Atlantshaf býr við slíkar aðstæður sem við, með tollfrjálsu aðgengi inn til Kína. Við höfum því fengið forskot. Athyglisvert er að Chile, sem býr eins og við að fríverslun við Kína, hefur stóraukið útflutning á laxi þangað. Með vaxandi framleiðslu á komandi árum má ætla að Kínamarkaður verði mikilvæg viðbót. Fréttir af því að kínversk flugfélög stefni að því að fljúga frá Íslandi til Kína eru þar af leiðandi afar uppörvandi og mikilvægar fyrir laxeldi og annan útflutning til þessarar fjölmennustu þjóðar veraldar.

Spennandi tímar framundan Framundan eru spennandi tímar í fiskeldi á Íslandi. Framleiðsla og útflutningur á bleikju fer vaxandi og er nú um 6 þúsund tonn á ári. Okkar staða á erlendum mörkuðum fyrir þessa afurð er mjög sterk. Hvað laxeldið áhrærir liggur fyrir að þegar útgefin leyfi nema um 50 þúsund tonnum. Á allra næstu árum eru allar líkur á að við komumst í þá framleiðslu, sem yrði gríðarleg búbót. Það er því ekki ofsagt, sem oft hefur verið haft á orði, að fiskeldi á Íslandi sé komið til að vera.

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR

KAFI

Veitt hlutfall 26,1%. Aflamark 224.237.167 kg

Veitt hlutfall 26,9%. Aflamark 39.987.740 kg

UFSI

ÝSA

Veitt hlutfall 15,2%. Aflamark 69.757.763 kg

Veitt hlutfall 29,3%. Aflamark 36.662.486 kg

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

23


Hvað vita börnin um sjómennskuna? Svava Kristín Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Sjónarhóll á Hornarfirði spjallaði við nokkur börn á leikskólanum um lífið og tilveruna. Sjávarafl þakkar Svövu kærlega fyrir. Malen Sif Hvað heitir þú? Malen Sif Hvað ertu gömul? Þriggja ára Hver eru mamma þín og pabbi? Heima en Hjördís og Guðmundur Kristján og Mummi Veist þú hvað sjómenn gera? Að stýra Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabbi minn og bróðir minn Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Mmm nei Finnst þér fiskur góður? Já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Gaman Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Opna pakkana Við Ólöf erum vinkonur

Bergrós Björt Heimisdóttir Hvað heitir þú? Bergrós Björt Heimisdóttir Hvað ertu gömul? Fjögra ára Hver eru mamma þín og pabbi? Heimir og Guðrún Veist þú hvað sjómenn gera? Þeir veiða fiska Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabbi og fiskimenn Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Þeir nota veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já en líka hamborgari Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Að leika við hann Hefur þú farið á sjó? Já, með pabba. Ég fór í tvö skip Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá gjöf

Friðrik Jarl Bragason Hvað heitir þú? Friðrik Jarl Bragason Hvað ertu gamall? Fjagra ára Hver eru mamma þín og pabbi? Helga Valgerður Friðriksdóttir og Heiðar Bragi Valgeirsson Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða, gefa manni fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Bara pabba minn Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já, allur fiskur Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Þá leik ég við hann og hann leikur við mig Hefur þú farið á sjó? Bara í risastórt skipt og til pabba Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Fá nýtt dót og gef öðrum pakka Afi Gunnar á skip

24

SJÁVARAFL DESEMBER 2019


Helena Draumey Hjörvarsdóttir Hvað heitir þú? Helena Draumey Hvað ertu gömul? Fjögra ára Hver eru mamma þín og pabbi? Kolbrún Rós og Hjörvar Freyr Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabba Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með svona krana Finnst þér fiskur góður? Já ýsa er best Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Hann er búinn að veiða fyrir mig Hefur þú farið á sjó? Já á hátíðinni Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Fara á hoppubelg og fá pakka og piparkökur

Anna Margrét Óskarsdóttir Hvað heitir þú? Anna Margrét Óskarsdóttir Hvað ertu gömul? Fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Óskar og Lilja Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk í netið Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabbi minn og vinur pabba míns Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Já, í neti Finnst þér fiskur góður? Já, bara fiskur í raspi Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Fara á hoppubelginn Hefur þú farið á sjó? Nei bara í skipið hans pabba míns Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Fá pakka og opna gjafir

Ólafur Bessi Jónsson Hvað heitir þú? Óli Hvað ertu gamall? Þriggja ára Hver eru mamma þín og pabbi? Heima hjá mér og á sjó Veist þú hvað sjómenn gera? Fara á sjó Þekkir þú einhverja sjómenn? Mamma og pabbi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Já Finnst þér fiskur góður? Já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Fara heim Hefur þú farið á sjó? Já einhvern tímann Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Ég fékk jólaseríur

Sigurbjörn Ívar Hólmarsson Hvað heitir þú? Sigurbjörn Ívar Hólmarsson Hvað ertu gamall? Fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Heiða, Hafrún og Hólmar Veist þú hvað sjómenn gera? Uuu, veiða fiska og flaka þá, setja þá ofan í kar Þekkir þú einhverja sjómenn? Afa Unnsteinn og líka man ekki meir, oog pabbi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Þeir veiða ekki með veiðistöng, það er eitthvað svona fast á bátnum sem fer ofan í sjóinn og kannski kemur fiskur Finnst þér fiskur góður? Um, ekki bara hvítur fiskur, mér finnst bara mangó fiskur og fiskibollur Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Sýna okkur fiskana það er skemmtilegast Hefur þú farið á sjó? Nei bara á rúntinn með pabba, ég hef líka farið á rúntinn á litla bátnum hans afa Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Opna pakka og fara út og búa til snjókarl

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

25


S KO Ð U N Oddur M. Gunnarsson forstjóri og Hákon Stefánsson stjórnarformaður

Höfuðstöðvar Matís.

Litið til framtíðar undir nýrri forystu Matís Á haustdögum tók Hákon Stefánsson lögmaður við sem stjórnarformaður Matís og Oddur M. Gunnarsson var ráðinn forstjóri, eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu frá 2008. Fyrirtækið sem sinnir rannsóknum, þjónustu og nýsköpun á sviði matvæla og líftækni er því undir nýrri forystu. Á þessum tímamótum finnst okkur kjörið tækifæri til að staldra við, horfa yfir farinn veg og líta til framtíðar. Hverju skilar Matís til samfélagsins? Matís vinnur markvisst að því að auka verðmæti, efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og nýsköpunarhæfni Íslands. Afraksturinn kemur m.a. fram í nýjum vörum, bættum vinnsluferlum, betri meðferð hráefna, aukinni nýtingu hliðarafurða, útgáfu leiðbeininga fyrir matvælaiðnaðinn og rafrænum handbókum og námskeiðum. Þessi

26

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

vinna er unnin í nánu samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. Sú sérþekking sem Matís býr yfir hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Lögð er áhersla á víðtækt og náið samstarf atvinnulífs, stofnana og háskóla til þess að skapa aukin verðmæti og tryggja þannig hagnýtingu rannsóknasamstarfsins inn í atvinnulífið. Þekkingaryfirfærsla úr rannsókna- og þróunarstarfi yfir í íslenskt atvinnulíf eru mikilvægir drifkraftar nýsköpunar og framþróunar og þar gegnum við lykilhlutverki. Við sjáum okkur sem brúnna úr rannsóknaumhverfinu yfir í atvinnulífið.

Aukin tengsl við landsbyggðina Matvælaframleiðsla og matvælavinnsla fer að miklu leyti fram utan höfuðborgarsvæðisins og eru samstarfsaðilar okkar staðsettir vítt og breitt um landið. Höfuðstöðvar Matís eru í Reykjavík en reknar eru starfsstöðvar á Ísafirði, Akureyri, í Neskaupsstað og Vestmannaeyjum. Nú eru áform um að efla enn frekar starfsemi félagsins á landsbyggðinni með því að styrkja starfsstöðvar þess. Þetta verður gert með auknu samstarfi milli Matís, menntastofnana og fyrirtækja á landsbyggðinni.


Oddur M. Gunnarsson, forstjóri.

Hákon Stefánsson, stjórnarformaður.

Dæmi um þetta eru áherslur á uppsjávarfisk á Austurlandi, fiskeldi á Vestfjörðum og vinnslutækni á Norðurlandi. Markmiðið er að starfsstöðvar Matís styðji enn frekar við matvælaframleiðslu, þróun tæknilausna og verðmætasköpun en þær gera í dag. Einnig munu þær styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun og þannig örva og byggja undir staðbundin atvinnutækifæri og framleiðslu á svæðunum.

Þorskurinn er gott dæmi um þann árangur sem hefur náðst. Í gegnum þrotlausa rannsóknavinnu og alþjóðlegt samstarf hefur skapast mikill og blómstrandi iðnaður í kringum aukaafurðir þorsksins sem áður sköpuðu lítinn virðisauka eða var hent. Gott dæmi um framangreint er umbylting í sjávarútvegi sem að hluta til er að þakka rannsóknaverkefninu CHILL-ON. Verkefnið sneri að þróun tækni og ferla til kælingar matvæla og var stutt af rannsóknaáætlun Evrópu á árunum 2006-2010. Matís var þátttakandi í verkefninu þar sem skapaðist verðmæt þekking og komið var auga á þætti þar sem frekari rannsókna var þörf. Dæmi um umbyltingar sem áttu sér stað í kjölfarið er hönnun á undirkælingu makríls sem leiddi til þess að hægt var að nýta hann til manneldis og þar með framleiðslu á mun verðmætari vöru en ella. Makríllinn, sem er sérlega viðkvæmt hráefni, var í fyrstu að mestu nýttur í fiskimjöl. Lykillinn að því að breyta honum í matvæli fólst í því að kæla hráefnið hratt um borð í skipum og halda undirkælingu allt í gegnum vinnsluna. Frá árinu 2011 hefur þessi þróun skilað sér í því að árlegt útflutningsverðmæti makríls er á bilinu 10-24 milljarðar. Annað dæmi er þróun á bættum kæliferlum og hitastýringu á ferskum sjávarafurðum sem leiddu til hönnunar á nýjum umbúðum fyrir bolfisk sem jók geymsluþol þeirra til muna og opnaði fyrir aukin tækifæri á útflutningi ferskra afurða. Þetta leiddi til hagkvæmari og vistvænni flutnings með skipum í stað flugs. Útflutningur á ferskum flökum hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og hefur sú aukning nær að fullu átt sér stað með skipaútflutningi, þar sem flutningskostnaður er fjórðungur af kostnaði við flugflutninga. Útflutningsverðmæti kældra flaka sem flutt voru með skipum voru tæpir 20 milljarðar árið 2018. Önnur dæmi um virðisaukningu innan sjávarútvegsins sem Matís hefur komið að eru bættir vinnsluferlar til að auka gæði og verðmæti saltfisks, nýjar umbúðir til að draga úr kostnaði og kolefnisspori í flutningi sjávarafurða og verðmætar líftækniafurðir, svo sem lækningavörur, fæðubótarefni og snyrtivörur, unnar út aukaafurðum fisks.

Mikilvægi alþjóðasamstarfs fyrir þekkingaruppbyggingu á Íslandi Rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís tekur þátt í eru einkum fjármögnuð af innlendum og erlendum samkeppnissjóðum. Okkur hefur gengið mjög vel að afla tekna til þessara verkefna á þeim vettvangi undanfarin ár og árið 2018 var hlutfall tekna frá erlendum sjóðum jafnt hlutfalli innlendra sjóða, samtals 43% af rekstrarfé Matís, sem endurspeglar vel sterka stöðu Matís í alþjóðlegum samanburði. Þjónustusamningur Matís við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er um 30% af rekstrarfé fyrirtækisins og nýtist sem mótframlag inn í þessi rannsóknaverkefni enda gerð krafa um slíkt frá sjóðunum. Ávinningur Íslands af alþjóðasamstarfi Matís felst í aukinni þekkingu og nýsköpun sem gerir okkur kleift að vera í fremstu röð í nýtingu lífauðlinda sem aftur skilar sér til öflugs íslensks atvinnulífs sem í auknu mæli byggir á sjálfbærri nýtingu auðlinda og bættu matvælaöryggi og lýðheilsu. Matís hefur unnið brautryðjendastarf frá stofnun félagsins við að bæta nýtingu sjávarafurða og auka verðmæti þeirra verulega. Þessi mikla rannsókna- og þróunarvinna, sem er afrakstur samstarfs þekkingarfyrirtækja eins og Matís við iðnaðinn, frumkvöðla og háskólasamfélagið, hefur m.a. orðið til þess að við erum með hæsta nýtingarhlutfall þjóða hvað varðar auðlindir hafsins og líta aðrar þjóðin til okkar sem fyrirmynd í þeim málum.

Hvert stefnum við?

Útflutningur kældra flaka og flakabita með flugi og skipum. Hlutfall skipaútflutnings jókst úr 13% árið 1993 í 48% 2018 í kjölfar rannsókna- og þróunarvinnu sem jók geymsluþol fisksins. Þessi þróun leiddi til lægri flutningskostnaðar og minnkun kolefnisspors.

Matís stendur á krossgötum. Tækifæri til verðmæta- og nýsköpunar eru mörg og gríðarlega spennandi en á sama tíma er nauðsynlegt að bæta og tryggja matvælaöryggi í landinu en slíkt verður trauðla gert með sjálfaflafé. Fjármögnun Matís kemur að auknu leyti gegnum rannsóknir úr samkeppnissjóðum, en opinber fjármögnun fer minnkandi. Efling Matís er löngu tímabær og mun í okkar augum, og án nokkurs efa, ávaxtast margfalt gegnum verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi, bættri lýðheilsu og matvælaöryggi. Við höfum óbilandi trú á mikilvægi fyrirtækisins og þekkingu og drifkrafti starfsmanna þess. Við erum stöðugt að leita eftir samstarfi til að takast á við nýjar áskoranir og úrlausn aðkallandi verkefna og hlökkum til áframhaldandi gjöfuls samstarfs við íslenskan iðnað og þekkingarsamfélag. SJÁVARAFL DESEMBER 2019

27


Sjávarútvegssýningin 2019 Sjávarútvegssýningin ICELAND FISHING EXPO 2019 var haldin í Laugardagshöll, þann 25.–27. september. Framkvæmdastjóri sýningarinnar var Ólafur M. Jóhannesson. Á sýningunni voru bæði stór og smá fyrirtæki sem þjóna sjávarútveginum. Má segja að sýningin hafi verið haldin með pompi og prakt en hún fyllti alla sali og voru um 120 fyrirtæki sem tóku þátt.

28

SJÁVARAFL DESEMBER 2019



Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði

Endurmótun innri hafnarinnar hafin Bergþóra Jónsdóttir

R

ammaskipulagið er að klárast þessa dagana og næsta skref er að útfæra það nánar í deiliskipulagi fyrir einstök framkvæmdasvæði. Þetta er afar spennandi verkefni fyrir ,, svæðið, í heild sinni, ”segir Lúðvík Geirsson hafnarstjóri í Hafnarfirði um uppbyggingu hafnarsvæðisins sem nú liggur fyrir að verði að veruleika. Hafrannsóknarstofnun flytur á svæðið eftir áramót með allar sína starfssemi, sem verður við ný byggðan Háabakka. Einnig er rammaskipulag fyrir allt innra hafnarsvæðið, Flensborgarhöfn, Óseyri og Fornubúðir að klárast og styttist í að framkvæmdir hefjist samkvæmt deiluskipulagi. Umsvif hafnarsvæðisins hafa farið vaxandi síðustu ár bæði í kringum skemmtiferðaskip, erlenda togara og flutningaskip. Framkvæmdum við svokallaðan Háabakka er nú að ljúka og má segja að sú framkvæmd sé fyrsta stigið í endurbyggingu innri hafnarinnar en þar mun Hafrannsóknarstofnun vera með rannsóknarskip sín. Nýi hafnarbakkinn er fyrir framan höfuðstöðvarnar sem verða í fallegri nýbyggingu við Fornubúðir. ,,Þetta verður mikil og góð breyting g, sgedem almenningur getur komið að og fylgst með hafnarlfyrir Hafró og ekki síður fyrir okkur hér í bænum að fá svona stórt fyrirtæki til okkar með alla sína starfsemi. Hér verða tveir togarar staðsettir sem

30

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

við þjónustum og þetta mun sannarlega efla hafnarsvæðið. Þeir verða með allt á einum stað sem er mikil breyting fyrir þá. Nú er nýi bakkinn tilbúinn og hafin er smíði á útivistarbryggju og fallegu svæði þar sem almenningur getur komið og fylgst með hafnarlífinu. Þeirri vinnu verður lokið fyrir sumarið,”segir Lúðvík.

Hafnarsvæðið verður hluti af íbúabyggð Mikil vinna hefur farið fram varðandi opna hafnarsvæðið og ríkir góð sátt með þær tillögur sem liggja fyrir. Haldnir voru nokkrir íbúðarfundir og vinnuhópar settir af stað þar sem bæjarbúar ásamt ýmsum sérfræðingum veltu fyrir sér ýmsum möguleikum, sú vinna stóð yfir alveg frá 2014- 2016. Þegar þeirri vinnu lauk var efnt til hugmyndasamkeppnis og bárust 14 tilllögur flestar erlendis frá. Valdar voru 2 hugmyndir frá sænskri og hollenskri teiknistofu sem vinna saman að þessu verkefni og

,,Við viljum tengja miðbæinn við höfnina og gera svæðið að einni heild. Með því að búa til betri skilyrði við höfnina fyrir almenning náum við að skapa skemmtilegri bæjarbrag.”


bjuggu þær til eitt rammaskipulag út frá hugmyndum þeirra beggja. Orri Steinarsson arkitekt frá þeirri hollensku hefur verið leiðandi í því að halda utan um verkefnið. Nú eru þær búnar að skila af sér lokatillögunni. Að sögn Lúðvíks er góð sátt um tillögurnar hjá bæjarbúum og á hann von á að þær verði samþykktar fljótlega. Á Óseyrarsvæðinu þar sem áður var gamla fiskvinnsluhverfið á milli Hvaleyrarbrautar og Óseyrarbrautar er gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Allt verður sléttað út og byggt upp á nýtt. Lögð verður áhersla á vistvæna 3-4 hæða byggð með innigörðum, bílakjöllurum, göngusvæðum og útisvæðum. Lúðvík gerir ráð fyrir að ráðist verði fyrst í þennan hluta skipulagsins. Á Flensborgarsvæðinu frá Kænunni til nýrra Hafróbyggingar verður möguleiki á blandaðri starfsemi í hvaða formi sem er. Slippsvæðið frá Fornubúðum í átt að miðbænum er skipulagt með lávaxinni byggð að leiðarljósi þar sem gert er ráð fyrir góðum hjóla-, og göngustígum sem tengja strandstíginn við Fjarðargötuna alveg frá Norðubakkanum að Fornubúðum í gegnum slippsvæðið. Einnig verður gert ráð fyrir góðum útivistarsvæðum og góðu aðgengi fyrir almenning. Á slippsvæðinu er gert ráð fyrir skjólgóðu hafnartorgi með útsýni yfir smábátabryggjuna og miðbæinn. Lögð verður áhersla á að skapa möguleika fyrir afþreyingu af ýmsu tagi ásamt veitingarhúsum, kaffihúsum, menningu og listum í þeim nýbyggingum sem þar rísa. Leiktæki fyrir börn og falleg setaðstaða er fyrirhuguð á svæðinu. Einnig verður minningin um gamla slippinn á einhvern hátt sýnd í verki. Svæðið verður gert aðlaðandi fyrir Hafnfirðinga og aðra sem leggja leið sína til Hafnarfjarðar.

Gamli bryggjurúnturinn endurvakinn ,,Flensborgarhöfn er vel varin að landi og því mikið skjól og kyrrð hérna. Við viljum hafa góða höfn hérna fyrir skemmtibáta og smábáta. Mikil eftirspurn er eftir slíku á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum opna hafnarsvæðið svo það

verði aðgengilegra fyrir almenning. Flestar hafnir í dag eru meira og minna lokaðar með hliðum og öryggisgæslu. En að okkar mati má skipuleggja svæðin þannig að gott aðgengi sé að bryggjunum án þess að fólk fari sér að voða. Gamli bryggjurúnturinn sem margir kannast við er liðinn tíð en hann viljum við endurvekja með gangandi umferð almennings. Það hefur oft verið í umræðunni hvernig hægt væri að gera bryggjurnar aðgengilegri fyrir almenning. Við viljum tengja miðbæinn við höfnina og gera svæðið að einni heild. Eftir að gamla togarahöfnin fluttist frá Norðurbakkanum hingað, varð höfnin og miðbærinn ekki lengur ein heild og bæjarbragurinn breyttist. Með því að búa til betri skilyrði við höfnina fyrir almenning náum við að skapa skemmtilegri bæjarbrag. Það er mikill vilji fyrir þessu hér í bænum og bæjarbúar spenntir eins og við,” segir Lúðvík um áformin.

„Þetta verður mikil og góð breyting fyrir Hafró og ekki síður fyrir okkur hér í bænum að fá svona stórt fyrirtæki til okkar með alla sína starfsemi. Hér verða tveir togarar staðsettir sem við þjónustum og þetta mun sannarlega efla hafnarsvæðið.“

Svona lítur nýtt rammaskipulag af Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðinu út. Framkvæmdir við Háabakka eru á lokastigi og flytur Hafrannsóknarstofnun þangað með alla sína starfssemi á næstu mánðuðum. SJÁVARAFL DESEMBER 2019

31


Nú er nýi bakkinn tilbúin og hafin er smíði á útivistarbryggju og fallegu svæði þar sem almenningur getur komið að og fylgst með hafnarlífinu við bakkann. Þeirri vinnu verður lokið fyrir sumarið. Ljósmynd: úr eigu Hafnarfjarðarbæjar.

Sjóstangaveiði, hvalaskoðun og siglingar af ýmsu tagi mun aukast við breytinguna. Eins er gert ráð fyrir töluverðri aukningu af skemmtiferðaskipum næstu árin og þá verður stutt í ýmsa þjónustu og afþreyingu fyrir þann hóp. ,,Við viljum að fólk geti líka séð ferskan fisk og fólk að vinnu á hafnarbakkanum. Við sjáum fyrir okkur að ferðamenn muni koma í auknu mæli til okkar, töluverð eftirspurn er eftir því að fá að upplifa hafnarlífið, sjá fisk og hvernig við vinnum. Siglingablúbburinn Þytur er staðsettur á svæðinu og er nú þegar með öflugt starf. Hann mun færast nær miðbænum og aukast þá möguleikar þeirra til að stækka og dafna. Einnig er fyrirhugað að setja opna heita potta á svæðið og skapa þannig möguleika á að nýta svæðið enn frekar eins og til sjósunds og baða. Einnig væri gaman að sjá þarna matarmarkaði og slíkt eins og við sjáum viða erlendis. Svo að sjálfsögðu eiga hafnfirsku trillurnar sinn stað og verður bryggjum fyrir smábáta fjölgað í átt að miðbænum,” segir Lúðvík.

Lykilþjónustusvæði fyrir erlenda togara Hafnarfjarðarhöfn er lykilþjónustusvæði fyrir erlenda togara sem veiða í kringum Ísland. Það er t.d. mun hagstæðara fyrir grænlensku togarana að koma hér og landa og fá þjónustu heldur en að fara alla leið yfir á vesturströnd Grænlands. Fiskurinn sem þeir veiða er að fara á markað í Evrópu. Rússneskir togarar eru hér frá vori fram á haust djúpt suður af landinu, þeir koma hingað líka og landa, einnig togarar og línubátar frá Spáni og Noregi. ,,Hér áður fyrr var mikil togaraútgerð í Hafnarfirði en það er liðin tíð en í staðinn þjónum við erlenda togara. Hafnarfjarðarhöfn er fjórða til fimmta stærsta höfn landsins að heildarumfangi og er lykilþjónustuaðilinn fyrir úthafsflotann. Það kemur töluverður afli hér á land, en hann fer beint á Evrópumarkað. Svo er mikil afleidd vinna í kringum þetta. Við bjóðum þessum togurum upp á góða þjónustu og getum það vel. Þeir þurfa oft á viðhaldi að halda og við erum með flotkví, vélsmiðju, rafvélarverkstæði og ýmis fyrirtæki sem hægt er að leita til. Eimskip er hér með stórar frystigeymslur fyrir fiskinn og svo er hann flutttur á Evrópumarkað. Einnig er mikið af lausavöru flutt í gegnum okkur eins og möl, salt, olíu og fleira. Það eru ekki allar hafnir sem geta tekið á móti svo mikilli lausavöru eins og við, hafnaraðstaðan er afar góð frá náttúrunnar hendi, höfnin er svo vel varin og hér er gott dýpi,” segir Lúðvík. Ferðir skemmtiferðaskipa sem fara hringferð um landið er að aukast að sögn Lúðvíks. Undanfarin ár hafa frönsk skip haft Hafnarfjarðarhöfn sem sína heimahöfn og er töluverð þjónusta í kringum þau. Í sumar voru liðlega 20 skemmtiferðaskip sem komu hér að en fyrir 3-4 árum aðeins um 10-12 skip. ,,Hingað hafa verið að koma skip með 500-1000 farþega, þetta er að aukast og stefnir í um 30 skipakomur á komandi sumri. Um er að ræða frönsk lúxus skip sem taka á móti farþegum sem koma til landsins með flugi, svo er siglt í kringum landið í viku og þeim svo aftur skilað í land í Hafnarfjarðarhöfn og nýr hópur kemur um borð. Þetta gefur okkur allt tekjur á einhvern hátt og þegar meira verður í boði við höfnina mun það trekkja fólk að,” segir Lúðvík.

32

SJÁVARAFL DESEMBER 2019



Björk Viðarsdóttir, TM, Davíð Tómas Davíðsson, Codland, Berta Daníelsdóttir, Sjávarklasinn, Heiða Kristín Helgadóttir, Niceland Seafood og Hr. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Ljósmynd: úr eigu Valdimars Inga Gunnarssonar

Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar S vifaldan verðlaunagripurinn fyrir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2019 var nú veitt í níunda sinn, en markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt voru veittar viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu verkefnunum að mati dómnefndar. Sex manna dómnefnd skipuð aðilum úr sjávarútvegsfyrirtækjum, rannsóknastofnunum, tæknifyrirtækjum og þjónustuaðilum við sjávarútveginn lagði mat á tillögur til Hvatningarverðlauna Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2019. Niceland Seafood hlaut Svifölduna, Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2019 fyrir nýstárlegar leiðir í sölu og markaðssetningu á íslenskum fiski. Niceland Seafood er fyrsta fyrirtækið sem býður upp á ferskan, íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem sýnir neytandanum hvernig fiskurinn ferðast frá veiðum í verslanir/veitingarhús. Niceland Seafood leggur áherslu á að draga fram Heiða Kristín Helgadóttir, á myndrænan hátt opinber gögn frá stofnandi og framkvæmdareftirlitsstofnunum, upplýsingar frá veiðum, stjóri, Niceland Seafood vinnslu og flutningi á vörunni ásamt ítarefni um næringargildi, uppskriftir og annað sem neytendur vilja vita um vöruna. Fyrirtækið leggur áherslu á að fylgja vörum sínum vel eftir með öflugri markaðssetningu undir vörumerkjum Niceland Seafood.

34

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Það er gert í samstarfi við verslanir og veitingahús með kynningarefni í fiskborði eða á matseðlum og víðar. Þar að auki sérhæfir fyrirtækið sig í markaðsetningu á netinu bæði í gegnum samfélagsmiðla og aðra netmiðla. Þannig er fyrirtækið bæði að selja íslenskan fisk undir sterku vörumerki og nýta sér upplýsingar sem áður voru ótengdar og ósýnilegar neytendum með það fyrir augum að ná fram meiri verðmætum út úr þessari mikilvægu útflutningsvöru Íslendinga. Codland hlaut viðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM fyrir framtak sem mun skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar. Codland var stofnað árið 2012 þegar Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við Vísir og Þorbjörn í Grindavík settu stefnuna á að skapa hámarksverðmæti úr öllum hlutum fisksins. Markmið Codland er að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á þorski. Stærsta verkefni Codlands hefur verið að koma af stað fyrirtækinu Icelandic Marine Collagen, sem er í eigu fjögurra útgerða; Brims, Samherja, Vísis og Þorbjarnar, og mun vinna verðmæt og eftirsótt kollagen-peptíð og gelatín úr fiskroði. Sjávarklasinn hlaut viðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan. Mikill fókus hefur verið á sjálfbærni og hafa verkefnin stuðlað að auknu samstarfi fyrirtækja, menntastofnanna og ríkisstofnanna. Starfssemi Sjávarklasans hefur stuðlað að vitundarvakningu á Íslandi á mikilvægi og fjölbreytileika á starfssemi sem tengd er sjávarútvegi. Sjávarklasinn er samfélag yfir 80 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Sjávarklasinn er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti.


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur


ANNÁLL Ásdís V. Pálsdóttir verkefnastjóri Fisktækniskóla Íslands

Hluti af þeim starfsmönnum frá Arnalax og Artic fish sem stunda námið. Ljósmynd: Úr eigu Fisktækniskólans

Nýtt námsframboð á Íslandi fyrir starfsmenn sem vinna við fiskeldi Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Arnarlax og Artic Fish hafa sett af stað nám í fisktækni með áherslu á fiskeldi. Um 28 starfsmenn frá Arnalax og Arctic Fish hófu námið þann 24 nóvember síðastliðinn og verður kennt á Bíldudal og á öðrum starfsstöðvum á Vestfjörðum, einnig verður notast við fjarfunda kennslubúnað frá starfstöð Fisktækniskólans frá Grindavík. Áætlað er að náminu ljúki í byrjun desember á næsta ári. Markmiðið með náminu er að auka við sérþekkingu starfsfólks á þáttum sem öll fyrirtæki í fiskeldi eru að vinna að. Til þess að ná því fram verður farið í líffærafræði fiska, markmið ræktunar í fiskeldi, vatns og umhverfisfræði, sjúkdóma og heilbrigði fiska, fóðrun fiska og næringarfræði, gæðastjórnun, tæknimál í rekstri skoðuð og farið vel yfir öryggismál. Kennsluefni er unnið af Fisktækniskóla Íslands í samstarfi við Guri Kunna og Froyja Vgs í Þrándheimi, Strand Vgs í Stavanger og Háskólann að Hólum, en skólarnir í Noregi munu einnig leggja til námsefni og sérþekkingu á einstaka sviðum. Fisktækniskóli Íslands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Háskólinn að Hólum eru, ásamt Norðmönnum og Skotum þátttakendur í tveimur þriggja ára samstarfsverkefnum á sviði fiskeldis (BlueEdu og BlueMentor). Markmið verkefnanna er m.a., að vinna að samræmingu náms og kennslu almenns starfsfólks í greininni og mun þetta verkefni,

36

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Nemendur að kryfja lax. Ljósmynd: Úr eigu Fisktækniskólans


sem Fisktækniskólinn og Arnarlax og Artic Fish setja á laggirnar nú í haust njóta góðs af því samstarfi. Námið stendur sem sjálfstætt námsframboð, en gengur jafnframt að fullu til eininga og samsvarar þá einnar annar námi á námsbraut Fisktækniskóla Íslands í Fisktækni með sérstaka áherslu á fiskeldi. Háskólinn á Hólum býður upp á nám í fiskeldisfræði á háskólastigi en til þess að leggja stund á það þurfa nemendur fyrst að hafa lokið framhaldsskólaprófi. Nám í fiskeldi hjá Fisktækniskólanum gæti því nýst þeim starfsmönnum Arnarlax og Artic Fish sem hyggjast síðar fara í framhaldsnám á Hólum í fiskeldisfræði.

Innihald maga og líffæri skoðað. Ljósmynd: Úr eigu Fisktækniskólans

Útkall

Tifandi tímasprengja Rétt fyrir jól 1979 lenda tvær ungar konur og vinur þeirra í tveimur flugslysum á Íslandi - sama daginn! +++ Ellefu manns, á lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, horfast í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl uppi á Mosfellsheiði +++ Þegar björgunarsveitarmenn koma að þyrlunni, sem hefur brotlent illa, heyra þeir skerandi neyðar- og sársaukaóp innan úr vélinni +++ Þeim mætir ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug - það er að kvikna í flakinu. Guð minn góður, vélin er að springa? hugsa menn +++ Hörfum við eða tökum áhættuna á bjarga? Munum við þá lifa af eða farast tugir manna og kvenna? +++ Hér segja íslenskir björgunarmenn frá því þegar þeir lögðu sig í stórkostlega lífshættu +++ Þau sem lentu báðum flugslysunum segja frá magnaðri lífsreynslu og áhrifunum sem atburðirnir höfðu á lífið. Útkallsbækurnar hafa í aldarfjórðung verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga, en slíkt er einstætt. Bækur sem lesendur leggja ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Með sínum hörkuspennandi frásagnarstíl tekst Óttari Sveinssyni ávallt að koma okkur í náin tengsl við söguhetjurnar sem eru sprottnar beint úr íslenskum raunveruleika. Mannlegt drama, einlægni, fórnfýsi, ást og umhyggja alþýðufólks lætur engan ósnortinn.

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

37


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Snæfellsbær


R E YK JA N E S BÆR

R E YK JA N E S BÆ R


ANNÁLL Þórður Vilberg Guðmundsson upplýsinga- og kynningafulltrúi Fjarðabyggð

Fjarðabyggðarhafnir Ljósm.: Þórður Vilberg Guðmundsson

F

jarðabyggðarhafnir eru næststærsta höfn landsins, með tæplega þriðjung af öllum vöruútflutningi landsmanna og sú stærsta ef eingöngu er litið til útflutnings ál- og fiskafurða. Fjarðabyggðarhafnir hafa orðið til samhliða sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Fyrst árið 1998 voru Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður sameinuð í eitt sveitarfélag, og þar með hafnirnar á þessum stöðum. Árið 2006 var síðan samþykkt sameining Fjarðabyggðar, Mjóafjarðarhrepps og Austurbyggðar og þar með urðu hafnirnar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði hluti af höfnum Fjarðabyggðarhafna. Samhliða uppbyggingu stóriðju á Reyðarfirði á árunum 2004 – 2008 reis síðan Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð. Það var síðan árið 2018 þegar Breiðdalshreppur sameinaðist Fjarðabyggð að höfnin í Breiðdalsvík bættist við. Hafnarstjórn Fjarðabyggðar hefur umsjón með rekstri og uppbyggingu á athafnasvæðum hafna. Leiðarljós hafnarstjórnar er að viðskiptavinum Fjarðabyggðarhafna sé veitt framúrskarandi þjónusta á öllum sviðum hafnarstarfsemi. Hlutverk Fjarðabyggðarhafna er að þjónusta fyrirtæki með hafntengda starfsemi, sjá um samskipti við skip eða umboðsaðila þeirra, framkvæmd hafnsögu, aðstoð með dráttarbát, vigtun sjávarfangs og annað sem fellur undir hafnsækna starfsemi.

Hafnir Fjarðabyggðarhafna Fjarðabyggðarhafnir reka átta hafnir í sjö byggðakjörnum Fjarðabyggðar og er umfang starfseminnar því töluvert. Á Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð er stór útflutningshöfn. Mjóeyrarhöfn er við norðanverðan Reyðarfjörð, miðja vegu á milli þéttbýlisins á Reyðarfirði og Eskifirði. Mjóeyrarhöfn er með stærri vöruflutningahöfnum landsins. Hún er staðsett skammt frá álveri Alcoa Fjarðaáls og þjónar fyrirtækinu varðandi aðdrætti og útflutning á álafurðum. Hafnargerð fór fram samhliða byggingu álversins og jókst vægi vöruflutninga til muna hjá Fjarðabyggðarhöfnum með tilkomu hafnarinnar. Mjóeyrarhöfn er enn í þróun sem eitt af vaxtarsvæðum sveitarfélagsins fyrir hafnsækna starfsemi. Norðfjarðarhöfn er ein stærsta fiskihöfn landsins. Hafnarsvæðið skiptist

40

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

upp í aðalhöfn annars vegar, innst í firðinum, og hins vegar eru bryggjur í miðbæ Neskaupstaðar. Miklum afla er landað á Norðfirði. Aðalhöfnin er ein stærsta uppsjávarfiskihöfn landsins og fer mikið magn af frosnum sjávarafurðum um frystigeymslur í Neskaupstað. Nú nýverið lauk talsverðum framkvæmdum á höfnunum á Norðfirði. Er þar um að ræða nýjan bryggjukant við netagerð Hampiðjunnar Ísland ehf. auk þess sem lokið var við stækkun hafnarinnar. Eskifjarðarhöfn er stór fiskihöfn. Einnig taka Fjarðabyggðarhafnir á móti skemmtiferðaskipum í Eskifjarðarhöfn og leggjast þau að Hafskipabryggjunni í miðbænum. Undanfarin ár hefur verið talsverð umferð skemmtiferðaskipa, sem lífgað hafa upp á bæinn. Reyðarfjarðarhöfn þjónar í dag aðallega sem vöruhöfn en á árum áður var höfnin nokkuð stór fiskihöfn. Í dag er þó einnig nokkur löndun á frosnum uppsjávarafla í frystigeymslur. Austan megin við aðalbryggjur staðarins er Barkurinn, falleg trébryggja og vinsæll dorgveiði- og útsýnisstaður. Upprunalega var Barkurinn byggður laust fyrir aldamótin 1900. Fáskrúðsfjarðarhöfn er stór fiskihöfn með þrjár meginbryggjur í rekstri. Þá hefur Hafnarsjóður Fjarðabyggðar látið gera litla bryggju við safnið Fransmenn á Íslandi. Þar geta skemmtibátar lagt að við 8 metra langt viðlegurými, auk þess sem nýta má þessa skemmtilegu trébryggju til dorgveiða og útiveru á góðviðrisdögum. Nýlegasta hafnarframkvæmdin á Fáskúðsfirði er Strandarbryggja við nýlega frystigeymslu Loðnuvinnslunnar hf. Stöðvarfjarðarhöfn er vinsæl smábátahöfn, en fjörðurinn er stuttur og því þykir gott að gera út þaðan, enda er stutt þaðan á fengsæl mið. Smábátaútgerð hefur farið vaxandi hin síðari ár og hefur landaður afli aukist umtalsvert. Árið 2018 var rúmlega 8.000 tonnum aflað á Stöðvarfirði. Þorskur er uppistaðan í lönduðum afla, en einnig er talsvert um steinbít, keilu, hlýra og sæbjúgu. Breiðdalsvíkurhöfn er vinsæl smábátahöfn staðsett í innanverðri Breiðdalsvík. Stutt er frá Breiðdalsvíkurhöfn á fiskimið og undanfarin ár hefur um 2.000 tonnum af afla verið landað á Breiðdalsvík. Uppistaða í afla er þorskur. Á höfninni er staðsettur nýlegur löndunarkrani og pallavog. Að lokum er það svo Mjóafjarðarhöfn en hún er með minnstu höfnum


landsins. Aðstaða hafnarvarðar er í sjóhúsi sem stendur við bryggjurót. Landaður afli er á bilinu 15 til 60 tonn eftir árum, aðallega þorskur, en einnig er talsvert af ýsu, rauðmaga og grásleppuhrognum svo að dæmi séu nefnd. Einn hafnarbakki er í höfninni, svonefnd Ferjubryggja.

Áætlaðar framkvæmdir Meginfjárfestingar Hafnarsjóðs á næstunni eru áætlaðar að verði í uppbyggingu á nýrri hafnaraðstöðu við fiskiðjuver Eskju á Eskifirði og stækkun Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði ásamt viðlegukanti á Stöðvarfirði. Stefnan er að hefja framkvæmdir við nýjan viðlegukant á Eskifirði

Samhliða uppbyggingu Eskju á Leirunni á Eskifirði verður gerður hafnarkantur til að þjónusta starfsemi Eskju þar s.s útflutning á frosnum afurðum. Áætluð lengd á viðlegukantinum er 150 metrar. Á Mjóeyrarhöfn er stefnt að því að ráðast í framkvæmd 160 metra viðlegukants sem mun mæta aukinni þörf viðlegupláss vegna vöruflutninga til og frá Mjóeyrarhöfn. Með þessari framkvæmd þá stækkar höfnin og möguleikar á nýtingu svæðisins aukast. Með nýjum viðlegukanti á Stöðvarfirði er verið að bregðast við aukinni viðleguþörf vegna stærri línubáta sem landa og liggja í Stöðvarfjarðarhöfn. Þessi bryggja verður byggð úr furu og um 54 metrar að lengd.

Norðfjarðarhöfn. Ljósm.: Þórður Vilberg Guðmundsson

Fáskrúðsfjarðarhöfn. Ljósm.: Þórður Vilberg Guðmundsson Reyðarfjarðarhöfn. Ljósm.: Þórður Vilberg Guðmundsson

Stöðvarfjörður. Ljósm.: Alta

Breiðdalsvíkurhöfn. Ljósm.: Þórður Vilberg Guðmundsson

Mjóafjarðarhöfn. Ljósm.: Þórður Vilberg Guðmundsson

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

41


ANNÁLL Magnús Hauksson rekstrarstjóri Neyðarlínu

Vaktstöð siglinga Sjálfvirka tilkynningaskyldan og smáforrit til að tilkynna um brottför úr höfn

S

vakta boðin allan sólarhringinn allan ársins hring. Komi eitthvað upp á er samstundis brugðist við í samræmi við verklag sem um það gildir. Þetta fyrirkomulag hefur margsannað gildi sitt fyrir öryggi sjófarenda og hefur án vafa bjargað mannslífum.

Fyrsta áratuginn eða svo notaðist sjálfvirka tilkynningarskyldan við tækni sem byggði á heimagerðri tæknilausn en seinna tók alþjóðlega AIS tæknin við sem nú er í notkun. Það eru núna hringinn í kringum landið 44 landstöðvar sem nema AIS merki frá skipum og miðla þeim áfram til vaktstöðvar siglinga þar sem sjálfvirk kerfi og þjálfaðir starfsmenn

Einn þáttur í vöktuninni er að öllum skipum ber að tilkynna um brottför úr höfn en við það hefst vöktunin og henni lýkur ekki fyrr en skip kemur aftur til hafnar. Lengst af hefur tilkynning um brottför átt sér stað handvirkt um talstöðina. Það hefur reynst vel enda er þá í leiðinni kannað hvort talstöðin virki. En sjófarendur kölluðu eftir framþróun á þessu sviði í takt við nýja tíma og breyttar aðstæður. Þeir vilja eðlilega nota nýjustu tækni svo sem snjallsíma og sumum finnst ekki viðeigandi að allir geti heyrt í talstöðinni að verið er að láta úr höfn eða hve margir væru um borð. Þar spiluðu meðal annars inn í viðskiptahagsmunir og persónuverndarsjónarmið. Því

jálfvirka tilkynningaskyldan var tekin upp hér á landi fyrir hartnær 20 árum en hún var formlega tekin í notkun í maí árið 2000. Lög um vaktstöð siglinga sem upphaflega voru sett árið 2003 færðu þjónustuna til núverandi horfs. Nú er rekin ein vaktstöð siglinga í Skógarhlíð 14 í Reykjavík, samhliða stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Í Skógarhlíð er einnig neyðarsvörun 112 og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar sem tryggir skjót viðbrögð í neyð. Vaktstöð siglinga annast einnig vöktun neyðarrása og fleiri verkefni vegna sjófarenda.

Grímsey

Straumnesfjall

Snartastaðanúpur

Staður Flateyri Sandafell Patró

Gunnólfsvíkurfjall Bolafjall Þverfjall

Steinnýjarstaðafjall

Laugabólsfjall

Viðarfjall

Hofsós Hrísey

Vaðlaheiði

Ennishöfði

Tálknafjörður

Húsavík

Múlagöng

Finnbogastaðafjall Bæir

Einhyrningur

Hellisheiði

Urðarhjalli

Dalatangi

Flatey

Bjólfur Goðatindur

Stykkishólmur

Miðfell

Grænnípa Heyklif

Fróðárheiði

Djúpivogur

Mörk

Borgarhafnarfjall

Bláfjöll Þorbjörn

Háöxl Háfell Klif

Stórhöfði

AIS endurvarpi AIS Landstöð

Staðsetning AIS landstöðva.

42

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Hvalnes


Landstöð sjálfvirku tilkynningarskyldunnar á Straumnesfjalli.

var ráðist í það verkefni að þróa einfalt smáforrit (app) fyrir snjallsíma til að tilkynna um brottför skipa úr höfn til vaktstöðvar siglinga og var það tekið í notkun fyrir rúmu ári síðan. Það virkar samhliða talstöðinni sem verður hægt að nota eftir sem áður. Sjófarendur hafa því val um með hvaða hætti þeir tilkynna brottför úr höfn. Smáforritið sem er öllum aðgengilegt, heitir ,,Vss App”, í „Play store“ fyrir Android snjallsíma og ,,VSS Login“ í „App Store“ fyrir Apple snjallsíma. Því þarf að hlaða niður í snjallsímann áður en notkun hefst. Forritið virkar þannig að skipstjóri skráir sig inn í forritið með kennitölu sinni, tilgreinir síðan skip og fjölda manna um borð og skráir skip sitt úr höfn en við það sendir forritið brottfarartilkynningu til vaktstöðvarinnar. Á meðfylgjandi myndum má sjá skjámyndir af forritinu. Forritið lætur vita ef tilkynningin skilar sér ekki til vaktstöðvarinnar, t.d. ef síminn er utan þjónustusvæðis. Nú eru nærri 20% brottfara úr höfn tilkynntar með forritinu, mikið af þeim tengdar ferðaþjónustu.

AIS tækja eða svokallað AIS-A tæki og AIS-B tæki háð skipsgerð. Nokkur munur er á virkni þessara tækja. AIS-A tækin eru mun öflugri og senda staðsetningarmerki með um 6-sinnum meira sendaafli en AIS-B tæki. Á stærri skipum eru loftnet einnig eðlilega staðsett hærra frá sjó sem eykur drægni. Af þessu leiðir að þjónustusvæðið getur verið mismunandi eftir skipsgerð, háð auk tækisgerðar meðal annars fjarlægð frá landi en einnig landslagi þar sem björg í sjó fram geta skyggt á. Af þessu leiðir að það kunna að vera svæði nærri landi þar sem næst merki frá AIS-A tæki en ekki AIS-B tæki. Lágreist skip með AIS-B tæki getur því „dottið“ úr vöktun þó siglt er um svæði þar sem er áætlað þjónustusvæði. Skipstjórar sem eru jafnan að sigla á svipuðum svæðum læra á þetta en fyrir aðra getur það að detta úr vöktun á slíku svæði leitt til þess að vaktstöðin hefji eftirgrennslan. Það er því miður ógjörningur að viðhalda nákvæmum kortum af þjónustusvæðum háð skipsgerð, tækisgerð og frágangi um borð.

Ef ferilvöktunarbúnaður (AIS) viðkomandi skips er óvirkur þegar það er tilkynnt úr höfn með þessum hætti, þá fær skipstjóri ábendingu frá forritinu um að hafa samband við vaktstöð siglinga. Þar er jafnframt áfram fylgst sjálfvirkt með því að skip sem sendir merki um að það sé farið úr höfn hafi tilkynnt brottför. Eftir sem áður eru sjófarendur minntir á að hafa ávallt kveikt á talstöðinni og hafa stillt á neyðarrásina, rás 16, og vera vakandi fyrir neyðarköllum á henni. Stöðugt er unnið að framþróun kerfanna í vaktstöðinni sem og endurbótum á landstöðvunum í þeim tilgangi að gera þau öruggari í notkun og þétta þjónustusvæðið. Þar með talið er stöðugt unnið að endurbótum á AIS landstöðvarkerfinu. Þannig var til dæmis nýverið reist mastur á Flateyri til að þjóna betur sjófarendum í utanverðum Önundarfirði. Stöðin sem er á Straumnesi á Hornströndum var talsvert endurbætt en þar eru aðstæður erfiðar enda ekkert rafmagn frá veitu að hafa og staðurinn fjarri mannabyggðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig heilmiklum sólarsellum var komið fyrir sem hafa gefið góða raun. Rekstur vindmyllu sem þar hefur verið sett upp nokkrum sinnum gengur ekki vel því þær brotna jafnharðan í vetrarveðrum. Stór hluti orkunnar sem þarf fyrir landstöðina kemur því nú frá sólarrafhlöðunum en afgangurinn kemur frá rafstöð á staðnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá núverandi staðsetningu landstöðvanna og áætlað þjónustusvæði. Um borð í skipum er heimilt að nota tvær gerðir

Smáforrit til að tilkynna um brottfarir úr höfn. SJÁVARAFL DESEMBER 2019

43


ANNÁLL Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Frumkvæði og frjó hugsun er undirstaða framfara Ljósmyndir: úr eigu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Við getum verið sammála um að ein meginstoð framfara og hagvaxtar í þjóðfélögum er menntun og þar með þekking sem hægt er að nota til framfara. Í sjávarplássi eins og Í Vestmannaeyjum er undirstaða framfara, menntun einstaklinga. Einstaklinga sem síðan með þekkingu sinni, störfum og reynslu byggja upp samfélagið og fyrirtækin sem þeir starfa hjá.

að þjóna þörfum greinarinnar. Fyrirsjáanlegt er að gervigreind, róbótar og stöðug framþróun í fiskvinnsluvélum eru að leysa af þau störf sem byggja á endurtekningu, þeim störfum mun fækka enn meir á næstu árum. Þessi þróun á sér einnig stað út á sjó, fækkun í áhöfnum skipa er staðreynd sem mun halda áfram. Þessi þróun gerir það að verkum að þeir sem starfa við veiðar og vinnslu þurfa að hafa mun fjölbreyttari þekkingu, meiri hæfni og geta sinnt mörgum ólíkum og krefjandi verkefnum í sínum störfum.

Fyrir ekki svo mörgum árum þá var skipstjórnar- og vélstjóramenntun það sem kom upp í hugann er við töluðum um menntun fyrir sjávarútveginn. Nú þurfum við fólk með mun fjölbreyttari menntun til

Skólarnir eru að aðlaga menntun að þessum veruleika. Þeir leggja áherslu á að laða fram í einstaklingum frumkvæði og frjóa hugsun. Búið er að endurskrifa námskrár þar sem lögð er meiri áhersla á listgreinar, nýsköpun, samskipti og teymisvinnu í samblandi við hefðbundið iðnnám. Verkmenntaskólar þurfa að vera með tækja- og tæknibúnað eins og best gerist á hverjum tíma og tryggja þar stöðuga endurnýjun til að nemendur verði hæfari og taki með sér nýjustu þekkingu og tækni út í atvinnulífið. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið að vinna með þennan veruleika undanfarin ár. Mikið átak er í að endurnýja kennslutæki skólans, CNC rennibekkir hafa leyst hefðbundnu bekkina af, sýndarveruleiki er nýttur í kennslunni. Útvegaðar hafa verið nýjar vélar til kennslu í vélstjórnargreinum ásamt hermum og fleiri tækjum. Stefnan er sett á að koma upp róbótum sem munu nýtast í kennslu en það er veruleikinn sem við sjáum í samstarfsskólum okkar í Evrópu. Jafnframt eru að verða miklar breytingar á kennsluaðferðum og nú er lögð mun meiri áhersla á samvinnu við lausn verkefna. Verkefnin eru skoðuð frá mörgum sjónarhornum til að finna nýjar og betri lausnir en við höfðum í gær. Einnig eru nemendur hvattir til að líta innávið, lifa í núvitund og rækta sjálfa sig til að vera betur undirbúin undir áskoranir lífsins.

Ásgeir Þorvaldsson sker með plasmaskurðartæki.

44

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

Nú er það er almennt viðurkennt að breytingarnar sem framundan eru á vinnumarkaði og almennt kallast fjórða iðnbyltingin munu gjörbreyta vinnumarkaðinum. Framhaldsskólar þurfa aðlaga sig að þeim breytingum og bjóða fullorðnu fólki upp á viðbótarnám til að þeir einstaklingar sem þegar eru á vinnumarkaðinum verði færari að takast á við nýjan veruleika. Það nám þarf að vera lotubundið og hægt að stunda með vinnu. Með því móti uppfylla skólarnir ekki aðeins kröfur sem gerðar eru til þeirra að mennta ungt fólk heldur mennta þeir einnig reynslumikið fólk og aðlaga það að breyttum veruleika framtíðarinnar.


Ásgeir Þorvaldsson sker með plasmaskurðartæki.

Linda Petrea Georgsdóttir og Lúkas Elí Jarlsson vinna í CNC fræsaranum.

Þrátt fyrir að við séum flest sammála um að skólar eigi að mæta þörfum atvinnulífsins í námsframboði sínu þá leggur Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum megináherslu á nemendurna sjálfa. Að þeir verði tilbúnir að takast á við kröfur framtíðarinnar, þar

sem miklar líkur eru á að þeir þurfi oft að skipta um starfvettvang og sinna ólíkum störfum og verkefnum á sama tíma. þannig erum við að mæta þeirra þörfum og í leiðinni að móta hæfa einstaklinga til starfa á vinnumarkaði.

Starfsfólk Sjávarafls óska lesendum til lands og sjávar gleðilegra jóla með ósk um farsæld og frið á nýju ári.

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

45


UPPSKRIFT

Hátíðarlax Nú þegar jólahátíðin er að ganga í garð, þá er oft mikið um kjöt á diskum landsmanna. Þá er laxinn einnig herramannsmatur. Að þessu sinni litum við inn hjá Ópal Sjávarfangi og gáfu þeir okkur dýrindis uppskrift að smárétti sem slær alltaf í gegn. Um er að ræða blinis sem eru litlar rússneskar pönnukökur. Hægt er að kaupa tilbúnar pönnukökur og skreyta með fallegu áleggi eins og hugurinn girnist. Þetta eru virkilega góðar pönnukökur og vinsælar á veisluborðum. Fjöldi smárrétta sem forréttir eru á bilinu þrír til fjórir. * Blinis forrétta, frá Ópal Sjávarfang * Reyktar laxasneiðar frá Ópal Sjávarfang * Hlynsýróp * Sýrður rjómi frá Mjólku 18% * Hrogn ( gott er að nota laxa eða silungahrogn en svört eða rauð loðnuhrogn eru líka góð í þessa uppskrift) * Dill eða steinselja til að skreyta. Aðferð: Hitið blinis samkvæmt leiðbeiningum. Dreifið smá sýrópi yfir hverja köku. Leggið laxinn yfir þannig að hann þeki vel hverja köku. Setjið þá sýrða rjómann ofan á laxinn og endið á að setja hrogn á sýrða rjómann. Fallegt er að skreyta með fersku dilli eða klípu af steinselju. Gott að vita; það þarf að hita bliniið fyrir notkun til að bræða fituna sem er í því. Það þarf til að verða mjúkt. Eftir það er í fínu lagi að bera það fram kalt.

Nýr Páll Jónsson GK 7 Nýr Páll Jónsson GK 7 á leið í reynslusiglingu hjá Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk. Skipið leysir eldra skip með sama nafni af hólmi. Ljósmynd: Vísir hf

Nýtt línuskip Grindvíkinga hefur fengið formlega nafnið Páll Jónsson GK 7. Þá er skipið væntanlegt fullbúið heim vel fyrir jól og fer til veiða í byrjun nýs árs. Skipið leysir eldra skip með sama nafni af hólmi og mun gamli Páll Jónsson GK 7 fara úr flota Vísismanna þegar nýja skipið byrjar veiðar. Skipstjóri á nýjum Páli verður Gísli Jónsson, sem nú er með gamla Pál Jónsson. Skipið er fyrsta nýsmíði Vísis af þessari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu

46

SJÁVARAFL DESEMBER 2019

fyrirtækisins. Samningurinn við Alkor skipasmíðastöðina í Póllandi nam 7,5 milljónum evra eða sem nemur rúmlega einum milljarði króna. Þá hefur öllum prófum verið lokið á skipinu og hafa verktakar frá Íslandi og starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk annast þau verkefni. Í skipinu eru Caterpillar vélar, bæði aðal- og ljósavélar. Þá var hönnun skipsins í höndum NAVIS í samstarfi við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra Vísis. Um eftirlit á smíðinni í Póllandi hefur Willum Andersen séð.


Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics BC Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. WiseFish er sérsniðin hugbúnaðarlausn sem er hönnuð til að sinna þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. Hugbúnaðurinn býr yfir fjölbreyttum eiginleikum og tekur tillit til allra hluta virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá veiðum og framleiðslu til sölu og dreifingar. Sérfræðingar WiseFish eru ávallt tilbúnir að miðla af víðtækri þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn.

„Lykillinn að góðum árangri er hugbúnaður sem gefur okkur lykilupplýsingar í rauntíma. Við notum WiseFish og WiseAnalyzer, sem tryggir að staða, árangur og framlegð er alltaf ljós í lok dags.“ Guðmundur Smári Guðmundsson, G.RUN Grundarfirði

Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá veiðum til sölu og dreifingar. Wise lausnir ehf. » sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is


STERKARI SAMAN Tvær af öflugustu prentsmiðjum landsins Prentmet og Oddi hafa nú tekið höndum saman undir nafninu

Saman höfum við yfir 100 ára reynslu í prenti. Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna bestu, hagkvæmustu og umhverfisvænustu leiðina fyrir þína vöru.

Við tökum vel á móti þér

Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600 Höfðabakki 7, 110 Rvk 515 5000 Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944 Heiðargerði 22, 300 Akranes 431 1127 prentmetoddi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.