Sjávarafl desember 2020 4.tbl 7.árg

Page 1

SJÁVARAFL Desember 2020 4. tölublað 7. árgangur

l ó j g e l i Gleð

Júní GK 345 strandar við Sauðanes - saga þessi er kraftaverki líkast

Fishmas herferðin

Fjársvelti Gæslunnar

Makrílmerkingar


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Englar með grímur og hirðar í sóttkví 6 B/V. Júní GK 345 strandar við Sauðanes 1. desember 1948 10 Öflugur sjávarútvegur styrkur í baráttunni við efnahagshöggið af COVID-19 12 Áhyggjur af fjársvelti Gæslunnar2 14 Súrþang: Gerjað þang til í blöndunar í fiskeldisfóður 18 Getum við fullunnið laxinn? 20 ,,Guðslukkan og heppnin voru með okkur” 26 Gæðastjórnun, til hvers? 27 Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið 27 Í verkstjórn í fiskvinnslu eftir mörg ár til sjós 28 Vel uppbyggt nám sem nýtist mér vel 30 Makrílmerkingar og merkjaendurheimtur 34 Sameiginlegt markaðsstarf 38 Menntunin hefur forgang 40 Upp á líf og dauða í brimgarðinum 42 Fjölskyldur sjómanna

Vonin

N

ú segja margir eflaust að sem betur fer er árið 2020 senn á enda. í kjölfar kórónuveirufaraldursins sem hefur reynt mikið á margan manninn og ekki hægt að ímynda sér sársaukann hjá þeim sem hafa misst ástvini á þessum slæmu tímum. Þessar miklu hremmingar hafa reynt á andlega heilsu manna, en lengi skal manninn reyna. Það er líka alveg magnað að sjá og heyra hvað margir eru sterkir og jákvæðir þrátt fyrir hömlur sem landinn hefur farið eftir og má þakka svokallaða þríeykinu fræga um margt, þar sem lagt var til með að verja nauðsynlega innviði, heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Einnig höfum við þurft að horfa upp á þar sem fyrirtækjaeigendur hafa leitað annara leiða til að starfsemi þeirra stöðvist ekki og því miður hafa einstaklingar þurft að loka starfsemi sinni og þjónustu. Væntanlega er aldrei eins nauðsynlegt eins og núna, að rækta fólkið sitt og að sýna náunganum kærleik og þakka fyrir þessa litlu hluti sem færa okkur hamingju dags daglega. Síðustu mánuðir hafa reynt mismikið á heimilislíf okkar landsmanna og vonandi fer þessu að ljúka endanlega. Það er alltaf gott að lifa í von um betri tíð því hverjum stormi fylgir logn. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins á liðnum árum. Fyrir hönd starfsfólks Sjávarafls, óska ég ykkur öllum lesendur góðir og fjölskyldu ykkar nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Elín Bragadóttir ritstjóri Megi árið 2021 verða ykkur gæfuríkt og gjöfult.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður

Ingibjörg Stefánsdóttir, blaðamaður

Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Shutterstock Prentun: Prentmet Oddi ehf

2

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Þantroll

Þantæknin

Þankraftur

Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri hraði = Minni þrýstingur

Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni hraði = Meiri þrýstingur

HELIX

.Opnast fljótt við kast .Meiri opnun í togi .Heldur lögun vel í beygjum .Hljóðbylgjur beinast innávið

Helix þantæknin er einkaleyfisvarin


JÓLAHUGVEKJA Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogssókn

Englar með grímur og hirðar í sóttkví Þ

ví miður þurfum við að aflýsa jólunum í ár. Jósef og María eru í ferðabanni og vitringarnir þrír vinna heima hjá sér þessar vikurnar. Hirðarnir eru í sóttkví og það er ekki nokkur leið að skilja englana með grímur.

Jólasveinninn og hreindýrin eru of mörg miðað við samkomutakarkarnir og Rúdólfur með rauða nefið...hann ætti nú að fara beint í sýnatöku. Svona hefst norsk skemmtisaga sem borist hefur um netheima og er þýdd hér lauslega og staðfærð. Ýmsum hefur reyndar komið í hug að aflýsa jólunum í ár svo sem sjúkrahúsforstjóra nokkrum í Frakklandi sem blöskraði aukning smita þar í landi. Hann lagði því til að jólunum yrði aflýst svo smitum fjölgaði ekki enn frekar. Ekki hefur sú tillaga komið upp hér á landi svo ég viti. Við erum orðin svo þjálfuð í að hugsa í lausnum að ég efast um að það hvarfli að mörgum að aflýsa jólunum. Við spyrjum okkur ekki hvort eigi að aflýsa jólunum heldur hvernig við eigum að fagna þeim. Mörg okkar eru sjálfsagt orðin þreytt á fábreytninni nú þegar við fáum ekki að hitta þau sem okkur langar til, þegar við megum ekki halda upp á afmæli eða stóra áfanga með fleirum en níu í einu. Mikið af fólki hefur ekki einu sinni hitt vinnufélagana nema í gegnum fjarfundabúnað í nokkrar vikur. Og við vorum farin að hlakka til jólanna! Ég held nefnilega að mörg okkar hafi séð jólin fyrir sér þannig að þá yrði allt gott, í smá stund. Rétt á meðan jólahátíðin stæði yfir. Þetta eru jú heilög jól. Þá á allt að vera heilagt og engin kórónuveira velkomin. Eitt af því merkilega við jólasöguna sjálfa og boðskap hennar er reyndar hversu hversdagsleg hún er. Hún fjallar ekki um að konungur heimsins hafi fæðst við fullkomnar aðstæður. Þvert á móti fjallar hún um komu

4

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Guðs inn í heim okkar mannfólksins í litlu viðkvæmu barni sem fæðist inn í óöruggar fjölskylduaðstæður, í landi þar sem pólitísku öryggi var ógnað enda urðu foreldrar drengsins flóttafólk um tíma. Boðskapur jólasögunnar er m.a. sá að Guð kemur inn í aðstæður okkar sama hverjar þær eru. Guð bíður ekki eftir að við skúrum, eldum mat og höldum fullkomna veislu með fullt af fólki. Guð bíður ekki eftir því að við náum okkur af flensunni. Nei, Guð kemur einmitt inn í líf okkar þegar allt er á rúi og stúi því það er þá sem við þörfnum mest einhvers sem er æðra okkur. Kærleika sem er stærri en allt annað. Englar með grímur og hirðar í sóttkví hljómar því alls ekki ósennilega ef þessi saga myndi eiga sér stað árið 2020. Hversu mörg börn hafa ekki einmitt fæðst inn í þær aðstæður í ár að annað foreldrið fékk ekki að vera viðstatt vegna sóttvarnarráðstafana, afi í sóttkví og amma í einangrun. Lífið stoppar ekki þótt úti blási, þótt aðstæður séu ekki ákjósanlegar. Jólin koma þótt lífið sé ekki fullkomið og lífið verður ekki fullkomið þótt jólin komi. Við munum halda jól í ár. Þetta verða öðruvísi jól en við hefðum óskað okkur. Allt stefnir í færri og fámennari jólaboð, að aftansöngurinn verði á netinu og um leið vonandi takmarkaðri smithætta. Það er inn í þessar aðstæður sem barnið, vonin fæðist með boð um bjartari tíma. Guð gefi þér gleðileg jól á flóknum tímum.


ÞORLÁKSHÖFN

Framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er því mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi. Einnig má geta þess að Smyril Line Cargo siglir tvisvar í viku allan ársins hring á milli Þorlákshafnar, Rotterdam og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum. Flutningstíminn er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu og hentar vel fyrirtækjum sem eru í inn- eða útflutningi.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

Ótvíræður kostur fyrir útgerðir Með vikulegum vörusiglingum frá Þorlákshöfn til Evrópu er það ótvíræður kostur fyrir útgerðir að landa í Þorlákshöfn ferskum fiski beint til útflutnings.

Við hvetjum útgerðir til að kynna sér þessa útflutningskosti betur á thorlakshofn.is Einnig með tölvupósti á höfn@olfus.is eða í vaktsíma Þorlákshafnar 893 3659.

ARGH ehf. 11.2020

Í dag sigla tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril Line Cargo vikulega, allan ársins hring. Mistral siglir frá Þorlákshöfn á mánudögum til Hirtshals í Danmörku og Mykines á föstudögum til Rotterdam í Hollandi. Með þeim er flutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem í boði er á SV-horninu í sjóflutningum. Samhliða vöruflutningum hefur löndunarþjónusta aukist sem og önnur þjónusta.

Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800

olfus@olfus.is thorlakshofn.is


Júní GK 345. Ljósmynd /Þjóðminjasafn Íslands

B/V. Júní GK 345 strandar við Sauðanes 1. desember 1948 Þessi frækilega björgun hefði átt sér daprari endi ef björgunarsveirarmenninrir hefðu ekki komið. Togarinn hvarf af yfirborði sjávar stuttu eftir björgunina. Saga þessi er kraftaverki líkast. Aðfaranótt miðvikudagsins 1. desember 1948 barst á NA rok, allir línubátar á Vestfjörðum voru í landi sem betur fer en höfðu verið á sjó daginn áður. Margir togarar voru á Halamiðum og leituðu þeir vars og voru allir komnir í var inn á fjörðum fyrir kvöldið en skyggni var ekkert vegna ofsaroks og kafaldshríðar. Klukkan 18:30 sendi togarinn Júní GK 345 frá Hafnarfirði neyðarskeyti og tilkynnti að þeir væru strandaðir við Sauðanes Önundarfjarðarmegin. Skipið var á leið inn á Önundarfjörð undan veðurofsanum. Togarinn strandaði við Mosaá og togarinn var 70 - 100 metra frá landi og 26 manna áhöfn var á skipinu. Sjór kom strax í vélarrúm og stuttu síðar í lest skipsins. Nokkrir togarar heyrðu neyðarkallið frá Júní og fóru þegar á vettvang, það voru þeir Ingólfur Arnarson, Júlí frá Hafnarfirði og Skúli Magnússon en þeir voru þá komnir í var inni á Önundarfirði. Togarinn Ingólfur Arnarson var með radar og tókst að staðsetja strandstaðinn sem var um það bil 400 metra innan við Sauðanestá. Björgun virtist illmöguleg, klukkan 21:20 kom svo annað neyðarkall, það var frá enska togaranum Sargon GY sem var strandaður undir Hafnarmúla á Patreksfirði, þetta varð hörmulegt sjóslys ellefu menn fórust en sex varð bjargað, þeirri sögu verða ekki gerð meiri skil hér.

6

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Bragi Ólafsson, fyrrverandi skipstjóri. Ljósmynd/Eydís Björk Guðmundsdóttir.


Ólafur Friðbertsson, skipstjóri og útgerðarmaður. Fæddur 1910 Dáinn 1972. Ljósmynd úr eigu Braga Ólafssonar.

Björgunardeildin á Flateyri sendi vélbátinn Garðar IS með björgunartæki á strandstaðinn. Vegna veðursins var talsamband á Vestfjörðum að mestu leiti bilað og ekkert samband til Reykjavíkur. Samband náðist við skipbrotsmenn með ljósmorsi klukkan 04:00 og sögðust þeir geta verið í lúkar sem eru vistarverur fremst í skipinu en þar væri ekki kominn sjór ennþá. Ákveðið var þá að bíða til morguns með björgun en flóð mun hafa verið komið eftir hádegi 2. desember. Næsta morgun í birtingu, voru allir skipverjar komnir upp á hvalbakinn og var það eini parturinn af skipinu sem var ofansjávar. Ekki var hægt að fresta björgun lengur en ennþá var sami veðurofsinn. Björgunin fór fram með þeim hætti að settur var á flot björgunarbátur frá Ingólfi og fór hann eins langt í áttina að Júní og unnt var. Bátsverjar voru með línubyssu sem Garðar frá Flateyri kom með og skutu þeir línu til skipbrotsmanna sem drógu þá til sín sverari línu og þá hófust björgun manna þannig að þrír til fjórir skipbrotsmenn í einu fóru á kork fleka sem var svo dregin í björgunarbátinn. Þetta var Þakkar- og viðurkenningarskjal frá Slysavarnarfélagi Íslands. mjög hættuleg aðgerð og lögðu skipverjar af Ingólfi sig í mikla hættu. Í annari ferðinni gekk ólag yfir flekann og hvolfdi honum, skipbrotsmanna sem allar mistókust, meðal annars að láta belgi í línu þá féll Sigurður Eiríksson 1. vélstjóri af flekanum en náði að komast reka til þeirra en það reyndist árangurslaust. fljótlega aftur á flekann og var þá dreginn til bátsins. Næstu ferðir Meðan á björgun stóð voru skipbrotsmenn selfluttir af M/B. Garðari úr gengu áfallalaust fyrir sig þar til í næstsíðustu ferðinni þá var Þórhallur björgunarbátnum í borð um Ingólf Arnarsson, enda orðnir gegnblautir Halldórsson háseti nýkominn á flekann þegar ólag reið yfir og féll hann eftir veruna á flekanum og ekki var veran á hvalbaknum um nóttina til í sjóinn og rak frá landi en með harðfylgi tókst honum að synda og að halda hita. Ekki voru þeir lánlausir sem ennþá voru eftir um borð, því komst í land úr briminu og gekk hann strax inn fjörðinn. Vélbáturinn nú kom Björgunarsveitin Björg frá Suðureyri sem menn áttu alls ekki von Garðar fylgdist með Þórhalli og þegar innar var komið og orðið sjólítið á vegna þess að rétt fyrir klukkan 10:00 var aðstoð frá þeim afturkölluð. fóru Garðarsmenn á léttbát sem þeir höfðu um borð og sóttu manninn Þeir voru samt komnir og tókst þeim að koma línu til skipbrotsmanna og fóru svo með hann um borð í Skúla Magnússon, þar var Halldór í fyrsta skoti og gekk hnökralaust að koma mönnunum í land. Björgun Guðmundsson skipstjóri en hann hafði verið skipstjóri á Júní einu var lokið um klukkan 13:30. Skipbrotsmönnunum var svo fylgt í fjörunni ári áður. Þá voru fjórir menn eftir um borð og þegar tveir þeirra voru áleiðis til Flateyrar ásamt Ragnari Ásgeirssyni héraðslækni frá Flateyri komnir á flekann gekk ólag yfir og gaf Júlíus skipstjóri mönnunum á sem var kominn á strandstaðinn ásamt tveimur öðrum en hann hafði bátnum merki að draga strax til sín flekann og björguðust mennirnir verið í læknisvitjum á Suðureyri. Verkefni læknisins á Suðureyri var að heilir á húfi. Þegar þeir voru svo búnir að draga til sín flekann aftur taka botnlanga úr Jónasi Hauk Guðbjörnssyni. En það er efni í aðra sem gekk erfiðlega gekk enn eitt ólagið yfir og slitnaði þá flekinn sögu. frá togaranum. Bátsverjar gerðu margar tilraunir til að koma taug til M.B. Garðar tók svo mennina um borð innar í firðinum þar sem SJÁVARAFL DESEMBER 2020

7


voru Draupnir, Freyja, Hersir, Súgfirðingur, Svanur og Örn. Í desember var sjaldan róið vegna þrálátrar NA áttar en aflabrögð ágæt þegar róið var eða mest tæp 10 tonn í róðri. Faðir minn var skipstjóri á M/B. Freyju IS 364 sem var 29 tonna eikarbátur og hafði verið með hann í rúmlega átta ár, hann var einnig formaður Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, sem var nýlega búin að fá afhenta línubyssu en sveitin var stofnuð 2. nóvember 1930. Björgunarsveitir voru starfræktar í flestum útgerðarþorpum á landinu. Þann 1. desember var kolvitlaust NA rok með ofankomu svo ekki þurfti að hugsa um sjóveður. Um morguninn 2. desember bankaði Hermann Guðmundsson þáverandi símstöðvarstjóri upp á hjá föður mínum en þá hafði símstöðin á Ísafirði náð sambandi en þess má geta að símstöðvar voru lokaðar á kvöldin og um nætur. En nú var erindið brýnt, togari var strandaður á vestanverðu Sauðanesi. Átta aðrir björgunarsveitarmenn voru ræstir út og laust fyrir klukkan tíu lögðu þeir af stað en þeir voru auk föður míns, Kristján B. Magnússon, Kristján Ibsen, Egill Guðjónsson, Guðmundur M. Guðmundsson og voru þeir frá Suðureyri. Einnig voru Eyjólfur Bjarnason frá Galtavita og Garðar Jónsson og Garðar Sigurðsson frá Hvammi í Dýrafirði. Að mestu leiti var þetta áhöfnin af Freyjuni IS. Þá var lagt af stað þótt ekkert væri skyggnið. Félagarnir átta voru allir klyfjaðir björgunartækjum, línubyssu, björgunarstól, tildráttartóg og fleira. Allan þennan búnað urðu mennirnir að bera og fara fótgangandi út eyrina og fyrir Spilli. Klukkan rúmlega 11:00 voru þeir komnir að Staðará en þar var þá kominn Ágúst Ólafsson bóndi á Stað með þau góðu tíðindi að búið væri að bjarga öllum skipverjum af togaranum Júní. Hringt hafði verið frá loftskeytastöðinni á Ísafirði í símstöðina á Suðureyri með þessi tíðindi og Hermann náði þá sambandi við Ágúst til að Heiðursskjalið sem fylgdi þakkar- og viðurkenningarskjalinu frá Slysavarnarfélagi Íslands. láta björgunarmennina vita. Þetta voru að sjálfsögðu góðar fréttir en eitthvað truflaði faðir minn. lendandi var og silgdu til Flateyrar. B/V. Ingólfur Arnarson og B/V. Skúli Þegar Hermann bakaði hjá honum hafði hann verið að dreyma og Magnússon komu svo með alla hina skipbrotsmennina til Flateyrar. var draumurinn ljóslifandi í huga hans. Honum fannst hann vera Um kvöldið 2. desember sendi loftskeytamaðurinn á Ingólfi skeyti til ásamt fleiri mönnum að ganga fyrir Staðardal og voru þeir komnir að útgerðarinnar í Hafnarfirði um að allir skipverjar væru heilir á húfi og Staðardalsá þegar mikill eldur varnaði þeim vegar, en eldurinn var frá komnir til Flateyrar en símasambandslaust var frá Vestfjörðum vegna sjó og upp dalinn, honum fannst að hann yrði að komast í gegnum veðurofsans. eldinn en var ekki búinn að finna út úr því þegar hann var vakinn. B/V. Júní GK 345 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd. í Selby árið Hann lagði sinn skilning í drauminn enda hafði hann oft áður dreymt 1920 fyrir útgerðarfélagið Hauk í Reykjavík 327 brl. 600 ha. Júní GK var drauma sem hann fór oftast eftir í starfi og áttu eftir að koma sér vel. þriggja þjöppu gufuvél og hét fyrst Ingólfur Arnarson RE 1 sem var Hann túlkaði drauminn þannig að þessar góðu fréttir væru ekki réttar seldur árið 1922 til Færeyja og hét þar Royndin. Togarinn var síðan og þetta væri eldurinn sem komast yrði yfir. Þeir voru búnir að burðast seldur til Englands árið 1930 en þar hét togarinn Daily Telegraph. Árið með allan björgunarbúnaðinn fyrir Spilli í myrkri en nú var að birta og 1934 eignaðist Bæjarútgerð Hafnarfjarðar togarann og fær þá nafnið spurði hann þá hina félagana hvort þeir ættu ekki bara halda áfram og Júní GK 345. þó ekki væri annað en að skoða strandstaðinn. Hann sagði þeim líka hvað honum hafði dreymt. En sagan er ekki búin Það varð úr að haldið var áfram, þá bættust í hópinn Ágúst frá Stað og Tíu árum eftir áðurnefnt sjóslys sagði faðir minn Ólafur Friðbertsson Guðmundur Pálmason frá Sólstöðum en þegar hann sá allann þennan mér eftirfarandi sögu. Í nóvember var veðurfar allgott á Vestfjörðum hóp fyrir neðan Sólstaði fór hann að athuga hvað væri um að vera. Þá voru og fóru línubátarnir frá Suðureyri mest 18 róðra og öfluðu frá 4 til 7 félagarnir orðnir tíu að tölu. Um hádegi voru þeir komnir á strandstað. tonn í hverjum róðri. Sex bátar stunduðu línuveiðar þetta haust, það

8

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Þarna var stórgrýtt og mikið brim. Strandstaðurinn var við Mosá sem er ca. 200 metra innan við Sauðanestá, Önundarfjarðarmeginn. Þar varð þeim strax ljóst að björgun var ekki lokið, sáu þeir tvo menn fremst á hvalbaknum sem var það eina sem var ofansjávar. Togarar og bátur fyrir utan í sortanum og engar björgunaraðgerðir í gangi. Fyrsta línuskotið tókst fór í rekkverkið og náðu skipverjar strax í línuna og fóru síðan að draga til sín tildráttartaugina. Í stuttu máli gekk björgunin eins og í sögu en um borð voru skipstjórinn og 1. stýrimaður. Tveir af björgunarmönnum ásamt Ragnari lækni, fóru svo með skipbrotsmönnum gangandi áleiðis til Flateyrar en þegar innar var komið og sjór orðin ládauðu, kom vélbáturinn Garðar og tók alla mennina um borð og fór svo til Flateyrar með þá. Þegar björgunarmenn yfirgáfu strandstaðinn stuttu síðar, var komið

flóð og brotsjóarnir gengu stanslaust yfir hvalbakin svo ekki mátti björgunin koma seinna. Nokkrir björgunarmenn vöknuðu illa og áttu erfitt um gang í bakaleiðini því frost var nokkuð. Árið eftir fengu allir sem að þessari björgun komu, heiðurs og þakkarskjal frá Slysavarnarfélagi Íslands. Það var öllum ljóst að hefðu björgunarmennirnir frá Suðureyri ekki komið hefði þetta fengið annan og daprari endir. Að endingu má geta þess að 1. desember 1983 tók undirritaður sem er sonur Ólafs Friðbertssonar við skipstjórn á S/T. Júní GK 345 sem þá var 1000 tonna skuttofari frá Hafnarfirði en þá voru upp á dag 35 ár frá fyrrnefndum atburðum. Bragi Ólafsson, fyrrverandi skipstjóri SJÁVARAFL DESEMBER 2020

9


ANNÁLL Ólafur Helgi Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma hf og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

Öflugur sjávarútvegur styrkur í baráttunni við efnahagshöggið af COVID-19 Þ að er sagt að svo lengi lærir sem lifir. Skilningurinn sá að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt með hverjum deginum sem líður. Það má til sanns vegar færa, engir tveir dagar eru eins. Kannski sem betur fer. En þegar horft er til baka yfir árið sem nú er senn á enda, þá hvarflar að manni hvort ekki hefði mátt stilla óvæntum atvikum í hóf. Árið hófst á gæftaleysi, það gaf ekki á sjó svo dögum skipti. Það er svo sem ekki nýlunda hér við land en veður hafa þann eiginleika að ganga að lokum niður. Við veðrið erum við í sjávarútvegi vön að fást. Svo lét loðnan ekki sjá sig í veiðanlegu magni. Við það höfum við fengist áður og þótt útlitið núna í loðnu sé ekki alveg nógu gott rætist vonandi úr í byrjun næsta árs.

Hitt kom öllu meira á óvart, og við höfum ekki þurft að takast á við fyrr; bölvuð veiran sem allt hefur sett úr skorðum. Eins og stundum vill verða vona menn það besta, en búa sig kannski síður undir það versta. Það mætti segja að allt hið versta hafi gerst, en undirbúningurinn var snúinn; þetta hafði ekki sést áður. Ég vil samt leyfa mér að segja að okkur sem þjóð hefur gengið vel að fást við þennan vágest. Auðvitað hefði alltaf mátt gera betur á einstaka stað, en heilt yfir hefur þetta gengið vel. Við erum ekki mörg hér á Íslandi, en samtakamáttur okkar skilar okkur fram veginn og vonandi fer þessu nú brátt að ljúka. Það var með engu móti hægt að gera sér grein fyrir því í byrjun faraldurs hvaða stefnu veiðar, vinnsla og sala á fiski myndi taka. Slíkt yrði bara að koma í ljós, og það kom í ljós. Heilt yfir má segja að gangurinn í sjávarútvegi hafi verið bærilegur. Fólk þarf að borða hvað sem á dynur og svo virðist sem fólk hafi ekki með öllu neitað sér um fisk. Það þurfti þó að bregðast við spurn eftir öðruvísi vöru og mikill þrýstingur var á lækkun á verði. Það fyrirkomulag sem við höfum á fiskveiðum, vinnslu og sölu á Íslandi gerði það einnig að verkum að hægara var að taka á þessu. Það sem ástandið á undanförnum mánuðum hefur dregið ágætlega fram, er að vel fjármagnaður og skipulagður sjávarútvegur er það hryggjarstykki í íslensku efnahagslífi sem honum er ætlað að vera. Það er gott að vita til þess, en þeim mun óskiljanlegra er það þegar ýmsir, bæði lærðir og leikir, vilja bylta íslenskum sjávarútvegi. Að því er virðist í mjög óljósum tilgangi, öðrum en pólitískum. Það skiptir máli þegar á móti blæs, að hafa sterkar efnahagslegar stoðir. Með því er ekki sagt að við séum komin á einhvern endapunkt og ekki megi gera betur. Því það vitum við sem í sjávarútvegi störfum að það er alltaf svigrúm til að gera betur og mæta kröfum hvers tíma. En til að það sé mögulegt þurfa fyrirtækin að hafa borð fyrir báru til fjárfestinga til að standast samkeppni

10

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

á alþjóðlegum markaði. Þar eru um 98% af íslensku sjávarfangi seld. Þar er hin eiginlega víglína, því án fótfestu á þeim markaði fáum við ekki það verð sem við viljum og það mun ekki bara bitna á fyrirtækjunum, heldur og ekki síður, efnahagslegri velsæld þjóðarinnar. Árið verður eftirminnilegt, á því er engin vafi. Ógæftir, loðnuleysi, COVID-19. Eitt af þessu hefði gert árið sérstakt, þeim mun heldur þegar þetta þrennt fór saman. Árið verður einnig eftirminnilegt fyrir þær sakir að íslenskur sjávarútvegur stóð vaktina vel og aðlagaði sig breyttum aðstæðum eins vel og hægt var að ætlast til. Að lokum óska ég öllum, til sjós og lands, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


NÁM MEÐ VINNU

GÆÐASTJÓRN Spennandi eins árs nám hjá Fisktækniskóla Íslands í samstarfi

við Rannsóknarþjónustu Sýnar.

Námið skiptist í tvær annir. Námið er kennt í lotum. Kennt er í dreifnámi og staðarlotum sem henta vel starfsfólki á vinnumarkaði. Fyrsta lota byrjar eftir miðjan janúar. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði.

Miklir starfsmöguleikar við gæðamál í sjávarútvegi og víðar. Viljum vekja athygli á að nám hjá okkur er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Upplýsingar og skráning hjá Fisktækniskóla Íslands í síma 4125966 eða á www.fiskt.is


Sigrún Erna Geirsdóttir

Áhyggjur af fjársvelti Gæslunnar Skip Landhelgisgæslunnar eru nú ekki nema tvö og eru bæði gömul. Ekki er hafinn undirbúningur að endurnýjun skipanna. Eitt skip er á sjó í einu og telur skipherra Gæslunnar ástandið ískyggilegt. Kostnaður við að bæta áhöfn á varðskip nemur 320 milljónum á ári. Ægir fínn sem snjóflóðasafn Halldór B. Nellett, skipherra í Landhelgisgæslunni, starfaði lengi um borð í varðskipinu Ægi en nýverið var skipið sett á sölu. Hvaða skoðun hefur Halldór á því? ,,Mér finnst það dapurlegt. Fyrir nokkru kom upp sú hugmynd að gera Ægi að snjóflóðasafni á Flateyri og mér leist vel á það enda tók hann mikinn þátt í starfinu kringum snjóflóðin. Það hefði verið gaman að dýpka höfnina og koma honum þar fyrir. Ég veit ekki hvað það hefur upp á sig að setja hann sölu því hver kaupir svona gamalt skip.“ Það hafi verið synd á sínum tíma að leggja honum eins og var gert því mikið hafi verið eftir af skipinu. Peningarnir sem Gæslan hafði til umráða hafi þó ekki boðið upp á annað. Týr sem er samskonar skip hefur fengið mikið af varahlutum úr Ægi og í dag væri dýrt að koma Ægi af stað aftur. Bæði séu skipin börn síns tíma, Týr var smíðaður 1975 og Ægir 1968. Skipshönnun hefur mikið breyst síðan þá og tæknin ekki síður.

Varðskipið Týr við björgun. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

12

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Halldór B. Nellett skipherra Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan


„...það getur bara eitt verið úti í einu, fjárveitingin til skipanna leyfir ekki meira úthald. Við erum fiskveiðiþjóð með stóran flota svo þetta er ástand sem verður að bæta.” Nauðsynlegt að endurnýja skipin Þrátt fyrir að að fækkað hafi í skipaflota Landhelgisgæslunnar og skipin séu gömul hefur gengið rólega að endurnýja. ,,Fyrst var það hrunið, síðan uppbygging eftir það og nú hefur covid sett strik í reikninginn. Ég er ansi hræddur um að endurnýjun skipa frestist enn meira, segir Halldór. ,,Ætli það verði ekki lappað enn meira upp á Tý. Samt þyrfti ekki endilega að hanna nýtt skip, það mætti kíkja í kringum sig eftir heppilegu skipi, það er fullt af skipum þarna úti sem mætti nota eftir að þau hefðu verið löguð til. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt. Lítið bendi þó til þess að ráðist verði í nauðsynlega endurnýjun skipanna á næstunni. Á sama tíma þarf líka að huga að þyrlum Gæslunnar. Það hafi t.d verið mikil mistök að kaupa ekki nýjar þyrlur í stað þess að leigja þær því leigukostnaður sé óheyrilega hár.

640 milljónir á ári Í dag er ástandið þannig að það er bara eitt varðskip á sjó í einu, Þór eða Týr. ,,Að mínu mati er það alveg skelfilegt. Segjum að Þór sé fyrir norðan og svo komi upp atvik fyrir sunnan. Hann næði ekki þangað í tíma, þetta eru allt of langar vegalengdir. Þór er mjög gott skip og Týr líka, þrátt fyrir aldur. Það þyrfti bara að bæta við tveimur áhöfnum, það

er alveg geranlegt. Það sé gersamlega óásættanlegt að hafa ekki tvö skip á sjó hjá þjóð sem byggir allt sitt á fiskveiðum. ,,Kostnaðurinn við að bæta einni áhöfn á varðskip er 320 milljónir á ári og þetta væru því 640 milljónir fyrir bæði skipin. Með því móti yrði úthald skipanna tvöfaldað og ekkert kostar síðan að hvíla stálið.“

Áhætta að hafa eitt skip úti Stundum heyrast raddir um að ekki þurfi að fjölga varðskipum á sjó þar sem fiskiskipin geti komið til aðstoðar. Halldór segir að fiskiskip hafi vissulega bjargað mörgum, uppsjávarskipin séu mörg hver öflug. Það sé hins vegar ekki hægt að treysta á þau til þessara verka enda sé það ekki í þeirra verkahring. ,,Fyrir nokkrum árum bilaði t.d flutningaskip við mynni Reyðarfjarðar þegar ég var framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG. Okkar eina varðskip var fyrir vestan og ég hringdi í allar Austfjarðarhafnir en ekkert skip gat dregið flutningaskipið, ekki eitt. Fiskiskipaflotinn lá mannlaus í höfnum vegna fría“ Að lokum hafi þó tekist að senda eitt skip ásamt litlu björgunarskipi á staðinn en þá hafði tekist að koma flutningaskipinu í gang og þeir fóru fyrir eigin afli í höfn. Að mati Halldórs hefði þetta getað farið verulega illa. Mikil mengunarhætta sé fyrir hendi þegar skip af þessari stærð lenda í erfiðleikum. ,,Hvað myndi gerast ef svona skip ræki upp í fjöru? Það eru mörg hundruð tonn af olíu um borð og svo við horfum bara á Austurland þá er fiskeldi á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Berufirði og fleiri stöðum. Ef það yrði þarna mengunarslys hefði það skelfilegar afleiðingar. Áður fyrr hafði Gæslan til umráða 5-6 skip og nokkur skip voru á sjó í einu, oft 3 til 4. ,,Núna eru þau tvö og það getur bara eitt verið úti í einu, fjárveitingin til skipanna leyfir ekki meira úthald. Við erum fiskveiðiþjóð með stóran flota svo þetta er ástand sem verður að bæta.“ Fjármagn til Landhelgisgæslunnar þurfi að auka, það sé ekki ráðlegt að bíða þess að eitthvað slæmt gerist áður en ráðist verður í úrbætur. Sjá má ítarlegt viðtal við Halldór á öðrum stað í blaðinu.

ICE FISH óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

www.ice-fish.is

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

13


S KO Ð U N Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Ólafur H. Friðjónsson

verkefnastjóri á líftæknisviði

fagstjóri á líftæknisviði

Súrþang: Gerjað þang til íblöndunar í fiskeldisfóður Súrþang og SeaFeed eru verkefni sem unnin hafa verið hjá Matís á síðustu misserum. Í verkefnunum eru gerðar fóðurtilraunir á eldislaxi en verið er að kanna möguleikana á því að nýta gerjað þang sem íblöndunarefni í fiskeldisfóður og skoða hvaða áhrif það hefur á fiskinn. Þang er sjávargróður sem finna má í miklu magni við Íslands strendur og er það vannýtt auðlind lífmassa. Þang inniheldur mikið af lífvirkum efnum og hefur fjölda heilsubætandi áhrifa verið lýst fyrir mörg þeirra. Þar á meðal eru flóknar fjölsykrur sem er talið að hafi jákvæð áhrif á samsetningu þarmaflóru (prebiotic). Rannsóknir á nýtingu þangs til fóðurs, fæðu og verðmætasköpunar eru í miklum vexti í heiminum enda er þang víða aðgengilegt í miklu magni og þarfnast hvorki lands né ferskvatns til ræktunar. Hjá Matís hafa rannsóknir á þangi farið fram um árabil og hefur áhersla verið lögð á að rannsaka flókin kolvetni og lífvirk efni í þanginu, með það að markmiði að skapa verðmæti í gegnum nýjar afurðir eða aðferðir. Síðustu misseri hefur verið unnið að þróun á gerjunaraðferð fyrir þang með það að markmiði að nýta gerjað þang, svokallað súrþang, til íblöndunar í fiskeldisfóður. Þessi rannsóknar- og þróunarverkefni hafa verið leidd af Ólafi H. Friðjónssyni fagstjóra í líftækni hjá Matís og unnin í samvinnu við Laxá fiskafóður, Háskólann í Helsinki og Quadram Institute í Bretlandi. Verkefnin eru styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og sjóði á vegum Nýsköpunar- og tæknistofnunar Evrópu, EIT Food. Til að byrja með voru gerðar tilraunir með mismunandi gerjunarstofna og þangtegundir á smáum skala. Greindar voru myndunarafurðir og grunnurinn að gerjunaraðferðinni lagður. Svo tók við uppskölun á gerjunaraðferinni, frekari þróun á aðferðinni og greining á eiginleikum súrþangsins m.t.t. efnainnihalds, bakteríuflóru og geymsluþols. Síðast liðið ár voru gerðar tilraunir með notkun súrþangs í fiskeldisfóður með mælingum á vexti, efnagreiningum og skynmati á laxaafurðinni.

14

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


mannítól, sykrualkóhól sem finnst í þörungum í miklu magni, til vaxtar og efnaskipta. Við gerjun lækkar sýrustig þangblöndunnar og gerjunarbakterían verður ríkjandi en aðrar örverur ná sér ekki á strik. Í viðmiðunarsýnum

Forvinnsla þangs í 200L suðupotti í vottaðri aðstöðu til matvælavinnslu

Þang að lokinni forvinnslu.

Þurrkað og malað þang bleytt upp til forvinnslu.

Við þróun súrþangs er unnið með brúnþörunga af tegundum Laminaria digitata og Saccharina latissima en L. digitata finnst í miklu magni við Íslands strendur og S. latissima inniheldur mikið magn kolvetna. Þangið vex villt umhverfis Ísland og er uppskorið á sjálfbæran hátt og þurrkað með jarðvarmaorku. Vinnsla súrþangs hefst með þurrkuðu og möluðu þangi sem er forunnið fyrir gerjun með aðferð sem felur í sér að þangið er bleytt upp í vatni og hitað í 70°C. Við það losna kolvetni úr þanginu og út í lausnina og á sama tíma drepst stór hluti af náttúrulegri örveruflóru þangsins. Eftir forvinnslu þangsins er það gerjað með mjólkursýrugerli af ættkvíslinni Lactobacillus en stofninn sem er notaður getur nýtt sér

Mikið magn af þangi finnst við strendur Íslands og er aðeins að litlu leyti nýtt. SJÁVARAFL DESEMBER 2020

15


Tilraunir voru gerðar á notkun súrþangs sem íblöndunarefni í fóður í laxeldi í samvinnu við Laxá fóðurverksmiðju og Háskólann á Hólum. Í fóðurtilraun sem gerð var á fullorðnum laxi fyrr á þessu ári var fóður prófað með íblöndun súrþangs og sams konar fóður án súrþangs var einnig haft til viðmiðunar. Vaxtar- og þyngdaraukning laxins sem var fóðraður á Laminaria digitata þaranum var jafngild þeirri aukningu sem átti sér stað hjá laxi sem fékk hefðbundið fóður. Ástandsstuðullinn, eða sambandið milli þyngdar og lengdar fisksins, var sambærilegt fyrir alla hópa og jókst augljóslega á meðan á rannsókninni stóð. Fiskurinn virtist vera við góða heilsu og mjög móttækilegur fyrir fóðrinu.

Brúnn þari af tegund Laminaria digitata í fjöru við Álftanes.

Laxinn úr eldistilrauninni var greindur með skynmati og efnagreiningum hjá Matís. Við skynmat voru sýni af laxi úr öllum fóðurhópum metnir í þrísýni af 8 þjálfuðum skynmatsdómurum með tilliti til 17 þátta sem lýsa bragði, lykt, áferð og útliti lax og fannst enginn marktækur munur á bragði, lykt eða áferð milli fóðurhópanna þriggja. Til viðbótar við skynmat var gerð neytendakönnun meðal almennings. Samtals tóku 47 einstaklingar þátt, 25 konur og 22 karlar, á aldrinum 20 til 69 ára. Þátttakendur smökkuðu lax úr öllum fóðurhópum og mátu sýnin á 9 punkta skala frá „mjög slæmur“ til „mjög góður“ með „hvorki né“ í miðjunni. Til samræmis við skynmatið fannst enginn marktækur munur á bragði eða áferð á laxi úr mismunandi fóðurhópum í neytendakönnuninni. Mælingar voru einnig gerðar á lit, próteininnihaldi, fitu og vatni í laxinum en enginn marktækur munur reyndist vera á hópunum þegar litið var til þessara þátta. Einnig hafa verið mældir þungmálmar í laxinum en vitað er að þang inniheldur gjarnan mikið af þungmálmum og þá sérstaklega joði. Greinilegt var að hátt joðinnihald L. digitata og S. latissima berst yfir í laxinn og myndi 200 g skammtur af laxi fóðruðum á fóðri með 4% L. digitata súrþangi gefa u.þ.b. helminginn af ráðlögðum dagskammti af joði fyrir fullorðinn einstakling. Hér getur hátt joðinnihald haft jákvæð áhrif þar sem joðskortur er útbreiddur víða um heim og telst til alvarlegra heilsufarsvandamála. Hins vegar er joð sá þáttur sem takmarkar hversu mikið þang má hafa í fóðri svo að það hafi ekki slæm eða óheilsusamleg áhrif, samkvæmt gildandi reglugerðum um hámarks gildi þungmálma í fóðri. Samhliða því að þróa aðferð fyrir gerjun þangs hafa drög verið lögð að aðferð til að lækka joðinnihald þangs umtalsvert fyrir gerjun en það opnar verulega möguleikana á frekari notkun þangs í fóður og þar með í fæðukeðjunni almennt. Aðrir helstu þungmálmar á borð við arsen, blý, kadmín og kvikasilfur, voru allir langt undir viðmiðunarmörkum í fóðri og var lítill sem enginn munur á þessum efnum í laxi sem fóðraður hafði verið á þangi miðað við lax fóðraðann á hefðbundnu fóðri.

Steinefnagrunnur er sýrustilltur til að styðja við vöxt og efnaskipti gerjunarstofns

sem gerð eru án gerjunarbaktería helst sýrustigið stöðugt og þau innihalda aðallega sjávarbakteríur auk annarra umhverfisörvera og grómyndandi baktería sem ekki hafa drepist við forvinnslu þangsins. Gerjunarferlið gerir þangið auðmeltanlegra og fásykrur (oligosaccharides) í því verða aðgengilegri. Við greiningu á kolvetnainnihaldi súrþangsins eftir gerjun kom í ljós að greinóttar fásykrur eru ennþá til staðar í afurðinni en ekki étnar af gerjunarbakteríunum. Það er mikilvægt vegna þess að sykrurnar gegna bætibakteríuörvandi hlutverki (prebiotic). Með öðrum orðum örva þær vöxt góðgerla í þörmum eldisdýra. Lactobacillus stofninn sjálfur telst til góðgerla og þessi blanda góðgerla (probiotic) og bætibakteríuörvandi (prebiotic) fásykra gerir súrþang að afurð með fjölþætta virkni (synbiotic).

16

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Þar sem súrþang er talið hafa bætibakteríuörvandi eiginleika var þarmainnihaldi safnað úr laxi í fóðurtilrauninni og hefur samsetning þarmaflóru laxins úr öllum fóðurhópum verið greind með raðgreiningu 16S rRNA gensins. Sýnt var fram á að þarmaflóra laxa sem fengu súrþang í fóður innihélt marktækt minna af bakteríum af ættkvíslum sem innihalda þekkta sjúkdómsvalda í fiskum í samanburði við þarmaflóru viðmiðunarhóps sem fóðraður var á hefðbundnu fóðri án súrþangs. Þessar niðurstöður gefa góða von um að íbæting súrþangs í fóður hafi í raun haft jákvæð áhrif á þarmaflóru eldislax. Áfram verður unnið að þróun á framleiðslu og notkun súrþangs til fiskeldis, í nýju framhaldsverkefni sem styrkt hefur verið af AVS. Þar verður lögð áhersla á að hagræða í framleiðsluaðferðinni og gera frekari rannsóknir á joðinnihaldi afurðarinnar ásamt því að skoða betur áhrif súrþangs á þarmaflóru eldisfiska í gegnum fóðurtilraunir með fleiri útgáfum af súrþangi sem íblöndunarefni í fiskeldisfóður.


Markus Lifenet ehf. (Björgunarnetið Markús) Er sérhæft í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó. Meðal þekktra framleiðsluvara eru Markúsarnet og léttabátanet en einnig eru framleiddir þar neyðarstigar og kastlínur sem henta einkar vel um borð í smábátum.

Markúsarnet Fyrir allar tegundir skipa og báta

Léttabátanet / Veltinet Er létt, auðvelt að festa og fljótlegt til björgunar, tekur lítið pláss og pakkast hratt og örugglega, leggst mjúklega utan um einstaklinginn og er einfalt í notkun.

Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.

Stök kastlína í kastpoka fyrir allar gerðir skipa og báta og til að hafa merðferðis á ferðalögum.

Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði Sími: 565-1375- sales@markusnet.com - www.markusnet.com


ANNÁLL Þór Sigfússon Stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans

Getum við fullunnið laxinn?

Í

slendingar hafa náð afgerandi forystu á heimsvísu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski. Samkvæmt þeim athugunum, sem Sjávarklasinn hefur unnið, er umtalsverður munur á nýtingu Íslendinga á þorski miðað við aðrar þjóðir við Norður Atlantshaf. Íslendingar nýta tæplega 75-80% þorsksins en aðrar þjóðir nýta um 45-56%. Þrátt fyrir að útflutningur á óunnum þorski hafi aukist umtalsvert á þessu ári eru Íslendingar enn með afgerandi forystu í fullvinnslu þorsks þegar á heildina er litið. Þessi árangur hefur náðst með áralangri samvinnu útgerða, rannsóknastofnana, háskóla og frumkvöðlafyrirtækja. En hvernig fer með nýtingu á laxaafurðum hérlendis? Hvernig má auka fullvinnslu á laxi hérlendis og hvaða þýðingu getur það haft fyrir íslenskt atvinnulíf? Skiptir máli hér að eignarhald á fiskeldisfyrirtækjunum er að mestu leyti í eigu norskra aðila?

Fish jerky

Niðursoðin lifur

Fiskflök Fiskikollagen

Þorskleður

Þurrkaðir þorskhausar

Kavíar

Áburður úr omega 3

Ensím

50 milljarða útflutning á laxi hérlendis má þannig gera ráð fyrir því að aukningin geti numið tæpum 3 milljörðum króna. Hér er þó einungis um að ræða einfalda áframvinnslu á hliðarafurðum. Þá er ekki horft til aukinnar flakavinnslu og áframvinnslu hliðarafurða í ýmis heilsuefni, prótín ofl. Tækifærin til verðmætasköpunar eru því mun meiri ef tekst að vinna afurðir úr laxi sem svipuðum hætti og gert hefur verið í hvítfiski. Miðað við tölur um fullvinnslu hliðarafurða úr hvítfiski hérlendis má vel gera ráð fyrir því að sams konar þróun í laxi geti þýtt verðmætaaukningu sem nemur 8-10% og fjölgað um leið áhugaverðum störfum víða um land við vinnslu, vinnslutækni, vöruþróun og rannsóknir, markaðsetningu og sölu. Það er til mikils að vinna.

Fiskroð til lækninga

Omega 3

Fullnýting á íslenska þorskinum þykir til fyrirmyndar og hefur orðið hvatning til annarra fiskveiðiþjóða að nýta betur sjávarfang sitt.

Hvað með íslenska laxinn? Með nýtingu hliðarafurða laxins má auka útflutningsvirði laxaafurða um að minnsta kosti 5,5%. Þetta kemur fram í nýlegri athugun Stirling háskóla í Skotlandi um tækifæri til fullvinnslu í skosku fiskeldi. Miðað við

Tilraunir að hefjast með vinnslu Nýverið bárust fréttir af því að Fiskvinnslan Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxaafurðum sem framleiddar eru af Arnarlaxi og Arctic Fish á Vestfjörðum. Fyrirtækið fjárfesti í nýrri vinnslulínu frá Marel sem gerir því kleift að hámarka gæði og auka afköst. Gera má ráð fyrir því að bæði staðsetning fyrirtækisins nálægt eldisfyrirtækjum og fyrsta flokks vinnslutækni hafi ráðið miklu um að eldisfyrirtækin sýndu áhuga á samstarfi. Auk þess má gera ráð fyrir því að nálægð og þekking okkar við mörkuðum í Norður Ameríku og gott flutninganet hafi haft þarna mikil áhrif. Oddi hefur áhuga á að nýta hliðarafurðir laxins og eru ýmsar leiðir skoðaðar. Líklegt er þó að þar sem um tiltölulega lítið magn er að ræða á þessum upphafsstigum vinnslunnar verði ekki hægt að hefja stórfellda starfsemi á því sviði. Landslið fullvinnusérfræðinga hjá Matís er þó komið í málið og spennandi verður að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu.

Getum við nýtt reynslu okkar?

Verður íslenski laxinn einnig fyrirmynd í nýtingu eða vannýtt auðlind þar sem stór hluti laxins endar sem landfylling?

18

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Íslendingar geta nýtt sér yfirburði í fullvinnslu hvítfisks til að ná mun betri nýtingu á laxi en þekkist í nágrannalöndunum. Bróðurpartur eldislaxins, sem framleiddur er í Noregi, er fluttur út óunninn. Sumpart kann ástæða þess að vera sú að Norðmenn hafa mun minni reynslu af fullvinnslu á hvitfiski en Íslendingar og innviðir á því sviði eru víða minni þarlendis en hérlendis. Í góðri samvinnu innlendra rannsókna- og fullvinnslufyrirtækja og norska eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna er því vel hægt að hugsa sér að Ísland geti orðið eins konar tilraunastöð með aukna fullvinnslu á laxi.


Margar vörur og heilsuefni hafa verið þróaðar úr laxi víða um heim. Hér eru nokkur dæmi um vörur sem hafa annað hvort verið prófaðar/framleiddar hérlendis eða eru framleiddar erlendis. Getur Ísland nýtt sér sína sérstöðu til að ná fótfestu á þessum markaði?

Hafa ber í huga að fullvinnsla á laxi, ekki síst flökun og bitaskurður, getur aukið öryggi í rekstri. Á tímum COVID19 hefur komið í ljós að fullvinnsla eykur sveigjanleika í markaðs- og sölumálum og dreifingu. Ástæðan er sú að á meðan sumir markaðir lokast í þessu ástandi þá kunna aðrir að opnast. Þeir síðarnefndu kunna að krefjast meiri fullvinnslu. Þá hefur það gerst í mannfrekum fiskvinnsluhúsum annars staðar í heiminum að húsin hafa ekki getað starfað vegna COVID19. Þær hugmyndir um áframvinnslu hliðarafurða laxins, sem þarf að skoða, eru m.a. nýting á hliðarafurðum fyrir lýsis- og prótínframleiðslu, áframhaldandi þróun á leðurvörum úr laxi og framleiðsla á laxajerky og laxahrognum svo eitthvað sé nefnt. Mörg innlend fyrirtæki hafa verið stofnuð á undanförnum árum sem hafa komið fram með vörur úr þorskafurðum í neytendaumbúðum. Reynsla á því sviði hérlendis fer því

ört vaxandi. Fyrirtæki eins og Lýsi hafa einnig áratuga reynslu á þessu sviði. Ný fyrirtæki hafa komið fram á undanförnum árum sem eru undir forystu Íslendinga. Þar má nefna fyrirtækið ZYM Ice sem framleiðir fæðubótarefnið Unbroken og er unnið er úr laxi. Þá má nefna frumkvöðlafyrirtækið Reykjavík Foods sem unnið hefur að þróun á niðursoðnum laxi. Norðmenn hafa nú yfir að ráða vörumerkinu Icelandic Salmon og Ice-born sem bæði verða nýtt til sölu og markaðssetningar á íslenska laxinum á erlendum mörkuðum. Íslenski laxinn er af hæstu gæðum og í kynningu á íslenska laxinum hjá norsku fyrirtækjunum kemur m.a. fram hann sé ræktaður á „enn hreinna svæði”. Ef laxinn verður bæði ræktaður og fullunninn á Íslandi kann það að auka enn frekar tækifæri til að hnykkja á hreinleika hans og gæðum í markaðssetningu erlendis. Innlend vinnsla kann því að vera mikill kostur í markaðssetningu íslenska laxins. Norskt eignarhald eldisfyrirtækjanna á ekki að skipta máli hér þar sem allir aðilar hafa hagsmuni af aukinni verðmætasköpun. Öll virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi, sem þróast hefur í áranna rás, getur nýst meira eða minna í áframhaldandi vinnu við fullnýtingu aukaafurða úr laxinum. Hér standa Íslendingar mun betur að vígi en ýmis önnur lönd sem aukið hafa fiskeldi á undanförnum árum. Frá því slátrun á sér stað getur öll íslenskan virðiskeðjan nýst til að auka gæði afurða, koma afurðunum sem fyrst á markað og nýta betur þær hliðarafurðir sem til verða. Sjávarklasinn hefur sett sér það markmið að efla umræðu og samstarf um tækifæri tengd fullvinnslu á eldisfiski á Íslandi. Markmiðið er að innan 5-7 ára verði Ísland komið í fremstu röð í þróun á þessu sviði. Til þess þarf að efla rannsóknarsjóðina, rannsóknarstofnanir sem geta lagt grunn að þekkingaröflun á þessu sviði, virkja fjárfesta- og frumkvöðlumhverfið og hvetja eldisfyrirtæki til að setja sér markmið um sérstöðu íslenska laxins og fullnýtingu hans.

Einfalt – Auðvelt – Öruggt Heilstæð bókhaldslausn fyrir verktaka, minni og meðalstór fyrirtæki Fjárhagur - Viðskiptamannakerfi og VSK skil Sölukerfi - Tilboð, reikningar, áskriftir o.fl. Laun - Launaseðlar, skilagreinar, launamiðar Skýrslur - Yfirlit yfir reksturinn frá ýmsum sjónarhornum Bankatenging - Kröfur, sjálvirkar bókanir, bankafærslur Kennsla og notendaþjónusta innifalin í mánaðargjaldi Fyrsti mánuðurinn frír og ekkert stofngjald www.netbokhald.is – Sími: 5332090 SJÁVARAFL DESEMBER 2020

19


Tók þátt í tveimur þorskastríðum

Sigrún Erna Geirsdóttir

,,Guðslukkan og heppnin voru með okkur” Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, lagði af stað í sína síðustu ferð með skipinu nú í nóvember. Ferill hans hjá Gæslunni spannar nær fimmtíu ár þar sem Halldór var ekki nema sextán ára þegar hann hóf þar störf, í nýbyrjuðu þorskastríði. Halldór hefur miklar áhyggjur af fjársvelti Gæslunnar sem getur bara haldið úti einu skipi á sjó í einu. Halldór B. Nellett, skipherra Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/lhg.is

Sjóveikin var erfiður óvinur í byrjun Árið 1972, þegar Halldór Nellett varð sextán ára, var hann eins og oft áður í sveit. Hann hugleiddi stundum hvað hann vildi nú taka sér fyrir hendur í framtíðinni og voru það helst sveitastörfin sem heilluðu. ,,Ég var kominn með skólaleiða og ákveð að taka mér árs hlé frá skóla og ná mér í leiðinni í smá skotsilfur. Að því loknu fannst mér líklegt að ég myndi fara í Bændaskólann. Mágur móður minnar sem tengdist Gæslunni vissi af þessu og gat komið því svo fyrir að ég fékk pláss á Ægi um haustið,” segir Halldór. Þar með var teningunum kastað. 1972 var líka um margt óvenjulegt ár. ,,Ég hafði auðvitað heyrt eitthvað um þorskastríðið en hafði ekki hugsað neitt sérstaklega um það. Svo veit ég ekki fyrr til en ég er komin í miðja hringiðuna!” Reyndar var það nú ekki strax sem Halldór fór almennilega að velta fyrir sér átökunum þótt hann væri á sjó kominn. ,,Ég var nánast rænulaus fyrstu dagana vegna sjóveiki. Ég var messi og eldhúsið er ekki besti staðurinn fyrir einhvern sem er sjóveikur, svona gluggalaust og alltaf mikil matarlykt. Ég vaskaði upp, allt á handkrafti fyrir alls 24 manns; held að það hafi ekki einu sinni verið búið að finna upp orðið uppþvottavél, hljóp út og ældi, fór svo inn, hélt áfram að vinna, fór aftur út að æla og þannig gekk þetta í fyrsta túrnum og síðan í nokkrar vikur þegar brældi.” Best leið honum þegar kokkurinn bað hann að færa strákunum í brúnni kaffi, þá gafst tækifæri til þess að sjá haf og himin. ,,Ég ílengdist því stundum þarna uppi, brúarvaktin fór að fræða mig um öll tækin og tólin sem þar voru, allt þar til kokkurinn fór að sakna mín. Svo vandist maður þessu auðvitað og sjóveikin rjátlaðist af manni. Þá fór manni að þykja þetta skemmtilegt og það sem átti í upphafi að vera einn túr varð aðeins lengra.”

Dúknum svipt af vopnunum Halldór segir að stríðið hafi eðlilega verið rætt mikið um borð, ekki síst þar sem Ægir var flaggskipið þar til Týr kom. ,,Það sem stendur einna helst upp úr frá þessum tíma er samheldnin og ákveðnin í að vinna þessi þorskastríð. Við vorum allir á einu máli um að við myndum vinna

20

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

þetta, annað kom bara ekki til greina. Menn voru ekki hræddir svo ég vissi til og ég var það ekki heldur. Maður hafði kannski ofurtrú á sjálfum sér og skipherranum.” Þó hafi eitt atvik valdið nokkrum óhug. ,,Ég var þá á varðskipinu Baldri, vorum að klippa á togvíra og höfðum lent í hörðum árekstri við freigátu sem skemmdist mikið. Nú er það svo að afturendinn á Baldri var alltaf notaður til þess að verja okkur því hann er mjög sterkbyggður. Við beygjum því og setjum afturendann í freigátuna. Síðurnar á freigátunum voru „pappírsþunnar“ og þær rifnuðu auðveldlega. Það gerist einmitt þarna, eftir einn hasarinn, og hún rifnar illa, sennilega er þetta um átta metra löng rifa. Það vill þá þannig til að á svæðinu var önnur freigáta. Þegar þetta gerist kemur hún aðvífandi til að taka við hlutverki hinnar að vernda togarana svo við kæmumst ekki að þeim með togvíraklippurnar. Hún siglir strax þétt upp að okkur á Baldri. Svona freigátur voru vel búnar vopnum, þarna voru eldflaugar, fallbyssur og fleira, en venjulega var segl yfir þessu öllu og sást ekki. Þegar hún kemur hins vegar að okkur þarna er búið að svipta seglinu af öllum vopnum ofandekks sem voru sjáanleg og allir komnir í full herklæði og einhverskonar eldvarnargalla úti á dekki. Okkur brá fyrst nokkuð við að sjá þetta og það sótti að manni sú hugsun að í þetta sinn myndu þeir

,,Ég hafði auðvitað heyrt eitthvað um þorskastríðið en hafði ekki hugsað neitt sérstaklega um það. Svo veit ég ekki fyrr til en ég er komin í miðja hringiðuna!”


Á myndinni eru þeir Halldór B.Nellett skipherra og Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Halldór með togvíraklippur árið 1975. Ljósmynd/​Landhelgisgæslan

,,Það sem stendur einna helst upp úr frá þessum tíma er samheldnin og ákveðnin í að vinna þessi þorskastríð. Við vorum allir á einu máli um að við myndum vinna þetta, annað kom bara ekki til greina...“

mynt og þá var dregin upp kassetta með Megasi.” Ekki fer sögum af því hvort Bretarnir hafi kunnað að meta tónlist þessa mæta íslenska tónlistarmanns. Engin bein samskipti voru annars milli Gæslunnar og Bretanna í þorskastríðunum og lengi vel ekkert á eftir. Nokkrar heimildarmyndir og þættir hafa verið gerðir um þennan tíma, bæði á Íslandi og í Bretlandi, og hefur þá verið rætt við aðila sem tóku beinan þátt í stríðunum. Ein slík mynd var gerð af Saga Film, Síðasti valsinn, árið 2001, tuttugu og fimm árum eftir að þeim lauk. ,,Sú sem stýrði því verki vildi tala við Höskuld Skarphéðinsson sem var bæði skipherra á Ægi og Baldri í þorskastríðunum. Hann féllst á það en þegar hún minntist á að hún vildi að hann hitti Richard Taylor þá var því snarlega neitað,” segir Halldór. Taylor, sem oft var kallaður Gamli refurinn, var skipstjóri togara og alræmdur hér á landi fyrir framgöngu sína. Sat hann m.a af sér dóma í fangelsi hérlendis vegna landhelgisbrota og var það Höskuldur sem hafði staðið hann að verki. Þeir Taylor og Höskuldur mættust þó fyrir tilviljun þegar Höskuldur var á leið í viðtal og Taylor á leiðinni burt. Fóru stuttar kveðjur þeirra á milli.

Skip og þyrlur Svo ánægður var Halldór á sjónum að hann ákveður tvítugur að gefa endanlega Bændaskólann upp á bátinn og fer í Stýrimannaskólann.

beita vopnum, þeir gerðu sig allavega mjög líklega til þess. Auðvitað voru þeir bara að hræða okkur en þetta sló mann í smá stund. Við vorum auðvitað að reyna að klippa og þeir að verjast.” Halldór segir að þeir hafi verið mjög heppnir á Baldri, það hafi verið Týr sem lenti í alvarlegustu ákeyrslunum. ,,Við á Baldri vorum skammt undan þegar Týr var tvisvar keyrður á hliðina og var hætt kominn.” Eins komu engin alvarleg göt á skrokkinn á Baldri þótt hann hafi rifnað aðeins. Það hafi verið blessun því skipið hefði ekki þolað að laskast mikið, t.d. var lestin mjög stór og hefði verið afleitt að fá þar sjó inn. ,,Guðslukkan og heppnin voru með okkur,” segir Halldór.

Megas vs Rule Brittania Eins og frægt er orðið spiluðu Bretarnir gjarnan þjóðlagið Rule Brittania í hátalarana og talstöðvar þegar varðskipin komu að þeim og Halldór man vel eftir því. ,,Eitt sinn datt okkur síðan í hug að svara í sömu

Hásetar á varðskipinu Ægi 1977. Steypuvinna á Horni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan SJÁVARAFL DESEMBER 2020

21


,,... Þetta var merkileg reynsla og maður upplifði ánægjulegar bjarganir. Þarna voru líka ömurleg slys sem við komum að í sjúkrafluginu, þetta voru toppar og lægðir.” Bændastörf þyki honum þó alltaf spennandi. ,,Þegar ég fer á sjóinn eftir Stýrimannaskólann fæ ég pláss hjá Eimskip því engar stýrimannastöður voru lausar hjá Gæslunni. Þar var ég í um 3 ár í siglingum, bæði til Evrópu og Ameríku og eitt sumarið var ég á togbát. Þetta var mjög góð reynsla.” Halldór kom aftur í Gæsluna 1983 og hefur starfað á öllum skipum hennar; Týr, Ægi, Óðni, Þór eldra og nýja, Hval-Týr, Albert, Árvakri og Baldri. ,,Ég hef komið víða við. Ég hef verið messagutti, háseti, kafari, skipherra á skipi og stjórnstöð og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs þar sem ég var í um tíu ár alls með hléum á milli. Ég brá mér líka í forstjórastólinn þegar ég leysti af Hafstein Hafsteinsson, sem þá var forstjóri, meðan hann fór í námsleyfi í 3 mánuði.” Halldór var ekki eingöngu á skipasviði heldur á flugsviði líka. ,,Ég ætlaði mér aldrei í flugdeildina en lét til leiðast og fór 1986 á námskeið til læra að stjórna spili. Flugdeildin reyndist áhugaverð svo ég var þar alveg 1992-1996 og sennilega tíu ár í heildina. Þetta var

Áhöfnin á Baldri í janúar 1976. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

22

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

merkileg reynsla og maður upplifði ánægjulegar bjarganir. Þarna voru líka ömurleg slys sem við komum að í sjúkrafluginu, þetta voru toppar og lægðir.”

Heppinn með mannskap Langur starfsferill Halldórs hjá Landhelgisgæslunni skilur mikið eftir sig, ekki síst vegna þess að hann starfaði bæði við Íslandsstrendur og erlendis. ,,Þegar maður lítur til baka standa upp úr vel heppnaðar bjarganir, bæði við Íslandsstrendur og á Miðjarðarhafinu. Ég fór nokkuð marga túra þangað á Týr og reyndar Ægi líka. Við björguðum þar eitthvað yfir þúsund manns og drógum t.d skip til hafnar með 360 flóttamönnum um borð, það er mjög minnisstætt.” Á þessum tíma vann Halldór líka í stjórnstöð Frontex í Madrid á Spáni og fór þá í eftirlitsflug um Miðjarðarhaf. Halldór segir að hann hafi verið afskaplega heppinn með mannskap gegnum árin. ,,Það er órofin keðja frá brú og niður, keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og yfirleitt gengur allt eins og vel smurð vél. Það hefur verið lítið um skipti, fólk fer kannski í nám eins og gengur, en það hefur verið sami úrvals mannskapurinn árum saman. Það skiptir svo miklu að hafa reynt fólk sem maður treystir á. Bjarganir fara oft fram í myrkri og kannski miklum vindi og þá skiptir öllu að hafa vel þjálfað fólk. Hvort sem björgunarstörfin eru í lofti, láði eða legi þá byggja þau á þrotlausri þjálfun og æfingum.” Það er mikil ábyrgð sem hvílir á herðum skipherra varðskips þar sem skipið kemur oft að erfiðum aðstæðum. Hvað telur Halldór vera það mikilvægasta við slíkar aðstæður? ,,Það er að taka réttar ákvarðanir á réttum tímapunkti. Við erum að kljást við alls kyns veðurfarsaðstæður og sjólag og maður verður að passa það öllum stundum að fara ekki fram úr sjálfum sér; að fara ekki of langt. Sem betur fer hefur þetta tekist vel og okkur hefur yfirleitt tekist að klára þau verk sem okkur voru sett fyrir.”


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári


Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR

KAFI

Veitt hlutfall 26,1%. Aflamark 218.603.684 kg

Veitt hlutfall 28,7%. Aflamark 37.770.616 kg

UFSI

ÝSA

Veitt hlutfall 13,2%. Aflamark 76.353.976 kg

Veitt hlutfall 37,6%. Aflamark 38.098.759 kg

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

24

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Kæst skata

Skjóttaskata.

Nú styttist í jólin og allir hafa í nógu að snúast, versla í matinn og fara yfir „todo“ listann svo ekkert gleymist í innkaupum. Það eru hefðir í kringum jólin alls staðar í heiminum og eru Íslendingar engir eftirbátar þar. Ein hefðin sem er ævagömul á Vestfjörðum er að borða kæsta skötu á Þorláksmessudag og er þessi skemmtilega hefð sífellt að verða vinsælli á Reykjavíkursvæðinu.

Tindaskata.

Yfirleitt þegar Íslendingar hugsa um skötu vekur það minningar um ilminn já eða óþefinn, svona allt eftir því hver er spurður en eitt er víst að sú hefð að borða skötu Þorláksmessu er að verða æ vinsælli. Í kaþólskum sið átti ekki að borða mikið góðgæti á dánardegi heilags Þorláks og þótti hér á árum áður skatan lélegt fiskmeti.

Tindaskata.

G.Run gefur Fjölskylduhjálp Í lok nóvember sendi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið G.Run hf. Fjölskylduhjálp tæp þrjú tonn af ýsu. Fyrirtækið sem er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki og er einn af máttarstólpum Grundarfjarðar. Þess má geta að afurðir sem G.Run framleiðir inniheldur engin

viðbætt aukaefni. Þá fluttu ýsuna flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf frítt og eru þeir eru með starfsstöðvar og vörumóttöku í Grundarfirði, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Reykjavík.

Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hugheilar jóla- og nýárskveðjur með ósk um gæfuríkt komandi ár YANMAR aðalvél ZF niðurfærslugír ZF stjórntæki VULKAN ástengi KOHLER ljósavél 6" hljóðkútur

EUROPAFILTER sía SEPAR forsíur

PRESTOLITE alternator TEIGNBRIDGE skrúfa LASDROP öxulþétti POLY FLEX vélapúðar FLOSCAN eyðslumælir

MARGRÉT GK 33

YANMAR aðalvélar FINNÖY niðurfærslugírar NORIS vélaeftirlitskerfi

STAMFORD rafalar VULKAN ástengi

BERGEY VE 144

YANMAR aðalvélar REINTJES niðurfærslugírar

VULKAN ástengi AQUAMETRO eyðslumælar BÖNING aðvörunarkerfi

KEILIR RE

R

R

Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími: 555 6444 - www.maras.is - postur@maras.is

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

25


Elín Bragadóttir

Gæðastjórnun, til hvers? Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist, auglýst námskeið á markaði opin öllum, eða fyrirtækjanámskeið sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis. Auk styttri námskeiða býður Fisktækniskólinn upp á lengra nám í gæðastjórnun og Marel vinnslutækni. Námskeiðin hafa verið haldin á fjölmörgum vinnustöðum með góðum árangri. Sjávarafl hafði tal af Ásdísi Vilborgu Pálsdóttur, verkefnastjóra Fisktækniskóla Íslands um mikilvægi gæðastjórnunar. Einnig er rætt við Sigríði Elísbetu Elísdóttur, gæðastjóra hjá Marz Sjávarafurðum, Leif Guðjónsson, verkstjóra í Nesfiski í Garði og Þórdísi Ólafsdóttur, verkstjóra hjá Þorbirni hf. í Grindavík, en þau hafa öll útskrifast frá Fisktækniskóla Íslands.

Hvað er gæðastjórnun? Þegar Sjávarafl hafði tal af Ásdísi sagði hún að gæðastjórnun væri hugtak sem flestir hafa heyrt um en færri kynnst af eigin raun. „Þegar gæðastjórnun ber á góma í daglegu spjalli heyrast oft efasemdaraddir og ýmis dæmi eru nefnd um hvað hafi misfarist hjá fyrirtækjum með gæðastjórnun. Gæðastjórnun á að kalla fram öguð vinnubrögð þar sem stjórnendur og starfsmenn horfa með fyrirhyggju til lengri tíma í stað þess að eyða kröftum sínum í að vinna úr málum sem komin eru í óefni vegna lítils og lélegs undirbúnings. Gæðastjórnun hentar öllum fyrirtækjum jafnt stórum sem litlum og öllum starfsstéttum.“ Þá sagði Ásdís að margir halda að gæðastjórnun sé eingöngu fyrir stór fyrirtæki og sé alltof umfangsmikil til að henta litlum fyrirtækjum. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki réttlætanlegt að lítil fyrirtæki séu verr rekin en þau stóru og umfang gæðastjórnunar ætti alltaf að vera í beinu hlutfalli við stærð og rekstrarumfang fyrirtækisins. Gæðastjórnun er ekki

Útskriftarhópur frá árinu 2019.

26

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

heldur bundin við ákveðna tegund rekstrar og á við hvort heldur er um að ræða framleiðslu, þjónustu.“ Einnig sagði Ásdís að kostnaður við gæðastjórnun ætti að skila sér margfalt til baka Í daglegri umræðu er því oft haldið fram að kostnaður við að innleiða gæðastjórnun sé óheyrilegur og hljóti að lokum að koma fram í verði vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækis. „Ef sú er raunin hefur eitthvað mistekist því að góð stjórnun á að auka hagræðingu og skipulag, koma í veg fyrir mistök og nýting á starfsfólki, vélum og hráefni á að aukast. Með rökum er auðvelt að sýna fram á ávinning þess þegar mistökum fækkar, vinnutími nýtist betur og gott skipulag heldur kostnaði á áætlun.“ Gæðastjórnun er einföld, leiðbeinandi og upplýsandi fyrir stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini og birgja þannig að þessir aðilar þekki til hlítar ábyrgð, hlutverk, væntingar og kröfur hver annars, segir Ásdís að lokum.


Leifur Guðjónsson, verkstjóri í Nesfiski í Garði:

Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið „Ég hafði lengi hugsað um að læra gæðastjórnun en loks lét ég slag standa og lauk náminu í desember 2019. Mér fannst það mjög skemmtilegt og áhugavert og standa fyllilega undir væntingum,” segir Leifur Guðjónsson, verkstjóri í Nesfiski í Garði. Fisktækniskólinn var Leifi ekki alveg ókunnugur því þar hafði hann áður tekið námskeið í vélgæslu smábáta. „Ég er fæddur og uppalinn í Grindavík og ákvað tíu ára gamall að verða sjómaður eins og pabbi, sjómennska var það eina sem kom til greina. Ég var á sjónum í þrjátíu ár, frá 1990 til 2020, og prófaði ýmislegt á þeim tíma, var m.a. á frystitogara við Afríkustrendur í um þrjú ár. Síðast var ég til sjós á frystiskipinu Vigra RE. Ég hefði sennilega ekki leitt hugann að því að hætta á sjónum og fara í land ef ég hefði ekki farið í gæðastjórnarnámið í Fisktækniskólanum. Það styrkti stöðu mína á vinnumarkaði og opnaði ýmsa möguleika. Þegar mér síðan bauðst staða verkstjóra hjá Nesfiski í Garði ákvað ég að taka skrefið og þar hóf ég störf í september sl. Nesfiskur er með umfangsmikla vinnslu og við hana starfa á milli áttatíu og níutíu manns. Að stærstum hluta er hráefnið af bátum sem Nesfiskur gerir út en einnig vinnum við fisk af fiskmörkuðum. Allur þorskur og ufsi er léttsaltaður og lausfrystur en ýsuna lausfrystum við og setjum í blokkir.

námið var kynnt fyrir mér var nefnt að m.a. væri kennd örverufræði. Það fannst mér ekki hljóma sérstaklega vel en örverufræðin reyndist vera ein af skemmtilegustu námsgreinunum, enda kennd á lifandi og skemmtilegan hátt. Ég hafði mikla ánægju og gagn af náminu og án efa er ákvörðunin um að skella mér í þetta nám ein sú besta sem ég hef tekið,“ segir Leifur Guðjónsson.

Gæðastjórnarnámið hefur nýst mér vel. Ég minnist þess að þegar

Þórdís Ólafsdóttir, verkstjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík:

Í verkstjórn í fiskvinnslu eftir mörg ár til sjós Þórdís Ólafsdóttir er fædd og uppalin á Þingeyri við Dýrafjörð. Uppvöxturinn við sjávarsíðuna fyrir vestan lagði línur um lífsstarfið og í kringum tíu ára aldurinn fór hún í sinn fyrsta róður, sem hún fékk greitt fyrir, á smokkfisk í Dýrafirði. Seinna prófaði hún ýmiss konar veiðiskap; hún var m.a. á rækjuveiðum, um tíma á snurvoð og eitt sumar leysti hún af á trillu fyrir vestan. Frá Þingeyri flutti Þórdís í kringum tvítugsaldurinn, var um tíma á Höfn í Hornafirði en flutti síðan á suðvesturhornið og hefur lengst af búið í Hafnarfirði. Hún hefur lengi starfað hjá Þorbirni hf. í Grindavík. „Sautján ár var ég á frystitogara hjá Þorbirni, lengst á Hrafni GK. Eftir svo langan tíma á sjónum fór ég að leiða hugann að því fara í land og finna mér eitthvað annað að gera. Ég var vinnslu- og gæðastjóri á Hrafni og kynntist þar ýmsu er lýtur að gæðamálunum. Ég vissi af náminu í gæðastjórn í Fisktækniskólanum og hafði samband við hann og fékk upplýsingar um námið. Ég var ekki sannfærð í fyrstu en ákvað svo að láta á þetta reyna. Þetta var á árinu 2017 og sama ár fór ég í land. SJÁVARAFL DESEMBER 2020

27


Ég hafði ekki verið nema nokkrar vikur í landi þegar mér bauðst verkstjórastaða í fiskvinnslu Þorbjarnar hf. í Grindavík og nú er ég ein af þremur verkstjórum í vinnslunni. Hráefnið er unnið í bæði ferskfisk og salt. Verkstjórastarfið er krefjandi, enda mikill hraði og maður þarf að vera vel vakandi og hafa yfirsýn yfir allt sem er að gerast í húsinu. Það er óhætt að segja að engir tveir dagar eru eins, sem gerir starfið skemmtilegt. Hefði ég ekki verið byrjuð í gæðastjórnarnáminu í Fisktækniskólanum er ég nokkuð viss um að ég hefði ekki fengið verkstjórastarfið. Námið

fannst mér skemmtilegt og það er afar mikilvægt hversu vel er haldið utan um nemendur. Ég hafði ekki setið á skólabekk í langan tíma, ekki síðan ég var í grunnskóla, og því var töluvert átak fyrir mig að fara í námið. Góður stuðningur og utanumhald af hálfu kennara og skólans skiptir miklu máli. Námið nýtist mér mjög vel í starfi mínu sem verkstjóri. Meðal annars er í því farið í stjórnun og mannleg samskipti og sá þáttur hefur m.a. nýst mér mjög vel í starfi mínu sem verkstjóri, ásamt fjölmörg öðru sem er kennt í gæðastjórnarnáminu,“ segir Þórdís Ólafsdóttir.

Sigríður Elísabet Elisdóttir, gæðastjóri hjá Marz Sjávarafurðum:

Vel uppbyggt nám sem nýtist mér vel Frá árinu 2003 hefur fisksölufyrirtækið Marz Sjávarafurðir verið starfrækt í Stykkishólmi. Áhersla þess er á sölu frosinna sjávarafurða um allan heim og kemur bróðurpartur fisksins frá minni útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum hér á landi. Sigríður Elísabet Elisdóttir hefur starfað hjá Marz Sjávarafurðum frá árinu 2009, síðustu árin sem gæðastjóri. „Marz Sjávarafurðir er útflutningsfyrirtæki og við vinnum náið með framleiðendum hér á landi, sem frysta aflann út á sjó eða vinna hann í landi. Fyrstu árin vann ég að ýmsum málum hjá fyrirtækinu en smám saman fór ég alfarið í gæðamálin enda hafa þau stöðugt meira vægi vegna aukinna krafna kaupenda. Í stórum dráttum má segja að mitt hlutverk sé að vera tengiliður á milli framleiðenda og kaupenda, í senn gæti ég hagsmuna framleiðenda og kaupenda. Við eðlilegar aðstæður koma fulltrúar kaupenda til landsins og taka út, ef svo má segja, fiskvinnslurnar vítt og breitt um landið og ég fer jafnan með þeim í þessar vettvangsferðir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á fyrr á þessu ári hefur hins vegar enginn kaupandi sent fulltrúa sína til landsins og því hafa þeir í auknum mæli sett traust sitt á mig um að gæði vörunnar séu tryggð. Gæðakröfurnar hafa aukist gríðarlega síðustu árin á öllum sviðum og rekjanleiki vörunnar frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann endar á borði neytenda hefur alltaf meira og meira vægi. Við sem sölufyrirtæki og framleiðendurnir viljum líka verða við óskum kaupenda um bitastærð og fjölmargt fleira. Pappírsvinnan í kringum útflutninginn og samskiptin við kaupendur eru fyrst og fremst í okkar höndum en framleiðendurnir einbeita sér að sínum hluta virðiskeðjunnar, að veiða og vinna fiskinn til útflutnings. Mínir nánustu samstafsmenn í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjunum eru gæðastjórarnir og almennt eru gæðamálin í mjög góðum farvegi. Ég hafði ekki leitt hugann að því að fara í gæðastjórnarnám en það var í janúar 2019 sem sú hugmynd kom upp að skoða þann möguleika. Ég leitaði upplýsinga á netinu og datt in á heimasíðu Fisktækniskólans og sendi honum fyrirspurn. Ég var svo lánsöm að vera tekin strax inn í námið, þó svo að önnin hafi þá þegar verið hafin. Þetta gerðist því hratt og óvænt en það er ekki nokkur spurning að námið, sem var í senn skemmtilegt og gefandi, hefur eflt mig í starfi og aukið mér sjálfstraust. Nemendur komu úr ýmsum áttum, bæði sjávarútvegi og öðrum framleiðslugreinum, sumir höfðu verið starfandi gæðastjórar, aðrir ekki. Námið hefur að öllu leyti nýst mér vel í starfi enda er það afar fjölbreytt og í því er tekið á flestum þáttum sem tengjast starfi gæðastjóra. Þetta er bara frábærlega vel uppbyggt nám og nýtist mjög vel.“

28

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi

EHF

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Logo / merki

Logo / merki PANTONE

PANTONE Black C

EHF PANTONE Reflex Blue C (57%)

PANTONE Reflex Blue C

CMYK%

Cyan = 0 / Magenta = 0 / Yellow = 0 / Black = 100

EHF Cyan = 57 / Magenta = 41 / Yellow = 0 / Black = 2

Cyan = 100 / Magenta = 89 / Yellow = 0 / Black = 0

GRÁSKALI

Black = 100%

EHF Black = 40%

Black = 80%

SVART/HVÍTT

Black = 100%

EHF

SALTKAUP EHF

Font: Helvetica Neue 96 Black Italic


S KO Ð U N Anna Heiða Ólafsdóttir og Sigurður Þór Jónsson fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnun

Makrílmerkingar og merkjaendurheimtur er samvinnuverkefni sjávarútvegsfyrirtækja og rannsóknastofnana í fjórum löndum

M

arkílmerkingar og endurheimtur á merktum fisk í NorðausturAtlantshafi er rannsóknaverkefni þar sem útgerðarfyrirtæki og rannsóknastofnanir í fjórum löndum vinna saman að safna gögnum að baki makrílmerkingarvísitölu sem er notuð í árlegu stofnmati makríls innan vébanda Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Makrílmerkingarvísitalan er ein af fimm gagnaröðum sem eru notaðar við stofnmat makríls. Rannsóknastofnanir á Íslandi og í Noregi merkja makrílinn og sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, í Færeyjum, á Bretlandseyjum og í Noregi hafa sett upp merkjaskanna í verksmiðjum sínum sem skrá endurheimtur merktra fiska sjálfvirkt. Á Íslandi taka þrjár verksmiðjur þátt í verkefninu, það eru Brim á Vopnafirði, Síldarvinnslan í Neskaupstað og Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði. Fyrirtækin borga allan kostnað við kaup, uppsetningu og viðhald á merkjaskönnum, og útvega upplýsingar um aflamagn sem fer í gengum merkjaskannana. Hafrannsóknastofnun þakkar fyrirtækjunum þremur innilega fyrir þeirra raunsarlega framlag til makrílrannsókna og fyrir einstaklega góða samvinnu varðandi upplýsingar um magn makríls skannað. Síðan vorið 2011 hafa ríflega 450 þúsund makrílar verið merktir með innvortis rafaldskennimerkjum (á ensku: Radio-Frequency Identification Tags, skammstafað RFID). Merkið er lítill glerhólkur, tæpir 2 cm á lengd og um 0.25 cm á breidd, með „passive“ örflögu sem geymir einkennisnúmer fisksins (Mynd 1). Þegar fiskurinn kemur inn í rafsvið merkjaskanna kviknar á merkinu og það sendir frá sér upplýsingar um einkennisnúmer fisksins sem skanninn áframsendir sjálfvirkt í alþjóðlegan gagnagrunn. Til að merkja makríll þá er hann veiddur á færi á litlu dýpi, settur í kar um borð í skipinu, síðan er fiskurinn lengdarmældur, merki skotið í kviðarhol fisksins, nálægt gotraufinni, og fiskinum slepp. Hvert merki er með einkennisnúmer sem er tengt lengd fisksins ásamt upplýsingum um hvar og hvenær fiskurinn er merktur. Þessum upplýsingum er hlaðið inn í alþjóðlegan gagnagrunn daglega. Merkin veita einungis upplýsingar um hvar og hvenær fiskur er merkur og endurheimtur en ekki staðsetningu fisksins milli merkingar og endurheimtu. Hafrannsóknastofnunin í Bergen Noregi hóf merkingar á makríl með rafaldskennimerkjum vorið 2011 á hrygningarslóð vestur af Írland. Síðan þá hafa Norðmenn merkt á bilinu 23 þúsund til 56 þúsund fiska árlega að vorlagi vestur af Írlandi (Mynd 2). Hafrannsóknastofnunin á Íslandi hóf merkingar á makríl sumarið 2015 við Snæfellsnes. Síðan þá hefur makríll verið merktur árlega í ágúst við Snæfellsnes þar til síðastliðið sumar að enginn markíll var merktur þar sem makríll gekk ekki vestur fyrir land það sumarið. Hafrannsóknastofnun hefur alls merkt ríflega 15 þúsund

30

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Mynd 1. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar í Bergen, Noregi, merkja makríl við Írland. Séð yfir dekkið þar sem rafknúnar færarúllur og renna fyrir og veiða lifandi makríl til merkinga (a). Byssa notuð til að skjóta rafaldskennimerkjum inn í kviðarhol makríls (b). Rafaldskennimerki (c). Vísindamaður athugar ásigkomulag nýveidds makríls (d). Makríll er merktur handvirk (e). Sjálfvirkur rafaldskennimerkjaskanni í fiskverkunarhúsi (f). Myndræn framsetning á ferlinu við merkingar á makríl þar sem rafaldskennimerki er skannað áður en það er sett í fisk og hann lengdarmældur og því næst sleppt en lengd, merkingastaður og -stund skráð í gagnagrunn (g). Mynd frá Aril Slotte, Hafrannsóknastofnunin í Bergen, Noregi.

Mynd 2. Fjöldi makríls merktur árlega, í maí, á hrygningarslóðinni vestur af Írlandi af starfsmönnum hafrannsóknastofnunarinnar í Bergen, Noregi, frá 2011 til 2020.

fiska við Snæfellsnes, árlegur fjöldi er á bilinu ríflega 800 til tæplega 5000 fiskar (Mynd 3). Fyrsti makríllinn merktur með rafaldskennimerki endurheimtist 1.maí 2012 í norskri verksmiðju. Síðan þá hafa alls 6643 merktir makrílar endurheimst, til og með 15.nóvember 2020, sem er um 1.5 % af merktum fisk. Endurheimtur á merktum makríl hófust 2012 í átta verksmiðjum í Noregi og alls endurheimtust 67 merktir makrílar það árið (Mynd 4) . Árið 2014, bættist við verksmiðja Brims á Vopnafirði og þrjár verksmiðjur á Bretlandeyjum og það árið endurheimtust 301 merki. Árið 2015, bættust

Mynd 3. Fjöldi makríls merkur árlega, í ágúst, við Snæfellsnes af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar frá 2015 til 2019.

Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes við ásamt þremur á Bretlandseyjum. Síðastliðin þrjú ár hefur svo verksmiðjunum í Noregi fjölgað. Árið 2020, eru 14 verksmiðjur í Noregi, sex verksmiðjur á Bretlandseyjum og þrjár verksmiðjur á Íslandi með virka skanna. Í Noregi eru verksmiðjur staðsettar frá suðurodda landsins og norður til Tromso. Á Bretlandseyjum eru verksmiðjurnar staðsettar nálægt Aberdeen og á Shetlandseyjum. Alls hafa endurheimst 1667 merki þar sem af er ársins 2020, til og með 15.nóvember. Af löndunum þremur, þá hafa flest merki endurheimst í norskum verksmiðjum eða 3391 merki, 2159 í verksmiðjum á Bretlandseyjum og 1093 í íslenskum verksmiðjum. Það var ein SJÁVARAFL DESEMBER 2020

31


Mynd 4. Endurheimtur á merktum makríl árlega á Íslandi, í Færeyjum, í Noregi og á Bretlandseyjum fyrir tímabilið 2012 til 2020.

Mynd 6. Hlutfall heildarafla makríls sem var skannað með makrílmerkjaskanna árlega fyrir tímabilið 2012 til 2019. Heildarafli makríls er samanlögð veiði allra þjóða sem stunda makrílveiðar.

Mynd 5. Magn makríls skanna á Íslandi, í Færeyjum, í Noregi og á Bretlandseyjum fyrir tímabilið 2012 til 2019.

verksmiðja með merkjaskanna í Færeyjum á tímabilinu 2014-2017. Fjöldi endurheimtra merkja hefur aukist með árunum bæði þar sem verksmiðjum með merkjaskanna hefur fjölgað, meira magn af makríl skannað, og vegna þess að hlutfall merktra makríla í stofninum hefur hækkað á hverju vori vegna meiri merkinga.

Mynd 7. Árlegar endurheimtur og endurheimtustaðsetning á makríl sem var merktir við Snæfellsnes að sumarlagi frá 2015 til 2019. Alls hafa 262 merktir fiskar verið endurheimtir af 15066 merktum sem eru 1.7 % endurheimtur. Dýptarlínur sýndar fyrir 200 m, 500 m og 1000 m.

Magn makríls sem er fer í gegnum merkjaskanna er ríflega 1.8 milljón tonn frá 2012 til 2019. Magnið jókst úr ríflega 95 þúsund tonnum árið 2012 í ríflega 310 þúsund tonn 2018 en minnkaði í tæplega 240 þúsund tonn 2019 (Mynd 5). Af þessum 1.8 milljón tonnum af makríl sem hafa verið skönnuð voru 12 % í verksmiðjunum þremur á Íslandi, 2 % í Færeyjum, 25 % á Bretlandseyjum og 60 % í Noregi. Hlutfall skannaðs afla var ríflega 10 % af heildarafla makríls árið 2012 (Mynd 6). Heildarafli er samanlögð veiði allra landa sem stunda makrílveiðar. Hlutfall heildarafla skannað árlega jókst í ríflega 30 % árið 2018 en minnkaði lítillega 2019. Af þeim 6643 fiskum sem hafa endurheimst voru 262 fiskar merktir við Snæfellsnes og er endurheimtuhlutfall 1.7% (Mynd 7). Makríll merktur fyrir vestan Ísland hefur endurheimst meðfram suður og suðaustur strönd landsins, í Noregshafi, við vesturströnd Noregs, í norðurhluta Norðursjávar og við stendur Skotlands. Þetta sýnir að makríll sem gengur vestur fyrir Ísland að sumarlagi gengur alla leið austur að stönd Noregs og inn í Norðursjó. Makríll merktur vestan við Írland, á hrygningartíma, hefur veiðst á svipuðum slóðum og fiskur merktur við Ísland en nær þó yfir stærra svæði þar sem mun fleiri fiskar hafa endurheimts, alls 6381 fiskur (Mynd 8). Endurheimtustaðsetning makríls endurspeglar veiðislóð skipa sem landa í verksmiðjunum 23 sem eru búnar merkjaskanna. Þetta skýrir hvers vegna enginn fiskur endurheimtist sunnar á útbreiðslusvæði makríls sem nær suður til strandar Marokkó.

32

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Mynd 8. Árlegar endurheimtur og endurheimtustaðsetning á makríl sem var merktir við vesturströnd Írlands að vori frá 2011 til 2020. Alls hafa 6381 merktir fiskar endurheimts af 437567 merktum sem eru 1.5 % endurheimtur. Dýptarlínur sýndar fyrir 200 m, 500 m og 1000 m.


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

REYKJ ANES B Æ R

Snæfellsbær

REYKJ AN ESBÆ R


ANNÁLL Björgvin Þór Björgvinsson

Sólveig Arna Jóhannesdóttir

fagstjóri sjávarútvegs hjá Íslandsstofu

formaður verkefnisstjórnar Seafood from Iceland

Sameiginlegt markaðsstarf

Fishmas herferðin fer vel af stað í Bretlandi

Egill Ólafsson í hlutverki „Father Fishmas“

Í lok ágúst hófst markaðsherferð á Bretlandseyjum undir yfirskriftinni „Fishmas“. Herferðin miðar að því að auka vitund fólks þar í landi um íslenskan fisk. Meginskilaboðin tengjast gæðum og heilnæmi og að fiskistofnar við Ísland séu nýttir á sjálfbæran hátt. Herferðin hefur fengið mjög góðar viðtökur í Bretlandi og sótt verður á fleiri markaði á næstunni. Að baki verkefninu standa um 30 fyrirtæki í veiðum, vinnslu, sölu og þjónustu við sjávarútveginn ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Íslandsstofu. 34

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs hjá Íslandsstofu.

Sólveig Arna Jóhannesdóttir, formaður verkefnisstjórnar Seafood from Iceland og markaðsstjóri botnfiskafurða hjá Brimi.

Erlendir milliliðir þekkja gæði íslenska fisksins Íslenskur sjávarútvegur er öflug atvinnugrein. Um 40% af útflutningsverðmætum landsins eru sjávarafurðir og eru þær seldar til u.þ.b. 80 landa. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki standa mjög framarlega


þegar kemur að veiðum og vinnslu og íslenski fiskurinn er eftirsótt vara hjá stórkaupendum víða um heim. Stórkaupendur eru margir hverjir milliliðir sem kaupa fiskinn okkar, vinna hann frekar eða umpakka og selja svo áfram. Þessir viðskiptavinir okkar erlendis, sem margir hverjir hafa keypt íslenska fiskinn áratugum saman, þekkja vel gæði hans og afhendingaröryggið. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu vel þessir aðilar halda íslenska upprunanum á lofti þegar þeir selja vöruna áfram. Smásölukeðjur vilja oftast ekki upprunamerkja vörur því þeir vilja hafa val um af hverjum þeir kaupa vöruna til að efla sína samningsstöðu. Það sama á við um þann fisk sem seldur er inn á veitingahús, þar er sjaldgæft að uppruni skili sér á matseðla eða þjónar hafi vitneskju um hvaðan fiskurinn kemur.

Neytendur tengja ekki við Ísland Robinson fjölskyldan frá Birmingham veit ekki að fiskurinn á þeirra uppáhalds Fish and Chips sölustað hafi verið veiddur af íslenskum frystitogara á Halamiðum. Það sama má segja um Josephine í úthverfi Parísar sem kaupir ferskan íslenskan þorsk í frönsku smásölukeðjunni Carrefour. Hún hefur ekki hugmynd um að þessi þorskur sé frá Íslandi. Skv. útreikningum frá SFS eru borðaðar um 20 milljón máltíðir á hverjum degi af íslenskum fiski en það er sjaldnast sem þessir neytendur vita að fiskurinn kemur frá Íslandi. Þetta hafa rannsóknir sýnt,

m.a. neytendakönnun sem Íslandsstofa framkvæmdi árið 2019. Í sömu rannsókn kom einnig fram að neytendur eru áhugasamir um Ísland og íslenskan fisk svo af því má sjá að íslenskur sjávarútvegur glímir ekki við viðhorfsvandamál heldur vitundarvandamál. Með öðrum orðum, fólk er jákvætt gagnvart íslenskum fiski, en það veit allt of lítið um hann, hvenær það borðar hann og hvar það getur keypt hann.

Horft til Inspired by Iceland Árið 2010 hófst markaðsverkefnið Inspired by Iceland. Eldgosið í Eyjafjallajökli varð til þess að heil atvinnugrein tók sig saman og fór í markaðssetningu á Íslandi. Sá árangur og sú aðferðafræði sem beitt var í Inspired by Iceland hefur verið öðrum greinum hvatning. Árið 2013 tóku saltfiskframleiðendur sig til og hófu markaðssókn fyrir íslenskan saltfisk í Suður Evrópu og það sama gerðu hagaðilar með íslenska hestinn árið 2015. Í öllum þessum markaðsverkefnum var Íslandsstofa framkvæmdaraðili. Þessi verkefni lifa enn góðu lífi og hafa skilað aukinni vitund og ávinningi til hagaðila. Það segir manni að þátttakendur, sem eru fyrirtækin í viðkomandi atvinnugreinum, sjá ávinning af sameiginlegu markaðsstarfi.

Seafood from Iceland Umræðan um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskan sjávarútveg hefur verið nokkuð mikil síðustu árin og margir haft skoðanir á málinu. Hérna fyrir neðan má sjá hluta af orðræðunni á Íslensku

Father Fishmas fræðir komandi kynslóðir um sjálfbærar fiskveiðar SJÁVARAFL DESEMBER 2020

35


að þeim hópi í gegnum birtingar á samfélagsmiðlum. Almenningur í Bretlandi þekkir ágætlega hreina og fallega náttúru Íslands, en núna var komið að því að fræða Breta um íslenskan sjávarútveg, sem er rótgróin, sjálfbær og tæknivædd atvinnugrein. Árangur Fishmas herferðarinnar á birtingartímabilinu fór fram úr væntingum. Father Fishmas myndbandið með Agli Ólafssyni fékk góðar viðtökur sem og uppskriftamyndböndin. Hafa þessi myndbönd verið spiluð um 6 milljón sinnum. Um 40% þeirra sem byrja að horfa á Father Fishmas horfa á það lengur en í 30 sekúndur sem er mjög hátt hlutfall. Í haust var efnt til samstarfs við 20 breska áhrifavalda á samfélagsmiðlum sem valdir voru með hliðsjón af markhópnum. Þau fengu sendan pakka sem innihélt ferskan þorsk ásamt öllu því hráefni sem tilheyrði til að elda gómsætan fiskirétt eftir uppskrift af vefnum www.fishmas.com. Efni frá þessum áhrifavöldum náði til rúmlega fimm milljón áhorfenda í Bretlandi á þessu tímabili. Dæmi um vefborða sem voru notaðir á samfélagsmiðlum til að ná í markhópinn

sjávarútvegsráðstefnunni, en eftirfarandi setningar eru teknar upp úr nokkrum málstofum (2012-2015) um sameiginleg markaðsmál: • • • •

Lítið markaðsstarf á íslenskum sjávarafurðum á erlendum mörkuðum Það verður að leggja pening í markaðsstarf Hvaða sögu á að segja? Hverjum á að segja söguna? Hver á að segja söguna? Forustumenn í sjávarútvegi verða að hittast og tala saman um hvernig Íslendingar eiga að standa að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða Af hverju gengur hvorki né rekur að ná saman með sameiginlega markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum?

Frá því þessi orð féllu hefur staðan breyst. Aðilar innan sjávarútvegsins hafa snúið bökum saman og náð saman um sameiginlega markaðssetningu. Nýtt og spennandi markaðsverkefni með breiðri þátttöku fyrirtækja er orðið að veruleika. Verkefnið heitir Seafood from Iceland og eru þátttökufyrirtækin í dag um 30. Fyrirtækin eru úr ólíkum stigum virðiskeðjunnar, allt frá veiðum og vinnslu, til sölu og þjónustu við sjávarútveginn. Markmið verkefnisins er að auka vitund og styrkja viðhorf gagnvart íslenskum sjávarafurðum í því skyni að auka virði og útflutningsverðmæti. Eignarhald verkefnisins er hjá SFS en Íslandsstofa er framkvæmdaraðili.

Aukinn slagkraftur og sameiginleg skilaboð Það er eitt að tala en annað að framkvæma. Núna hefur íslenskur sjávarútvegur tekið höndum saman og byggt sterkan grunn með Seafood from Iceland markaðsverkefninu. Ánægja hefur verið í hópi þátttakenda og vilji til að halda áfram þessari vegferð. Vonandi fjölgar í hópnum þegar á næsta ári. Það er mikil samkeppni í hinum stóra heimi og með því að standa saman verður aukinn slagkraftur í kynningunni og meiri líkur að ná í gegn með sameiginleg skilaboð um íslenskan sjávarútveg. Það er óumdeilt að íslenskur fiskur er gæðavara. Vara sem er mjög eftirsótt hjá innkaupaaðilum víðsvegar um heiminn. En sú gæðavitund hefur ekki náð að skila sér til neytenda á okkur helstu mörkuðum nema í mjög litlu mæli. Því þarf að breyta. Til að það sé mögulegt þurfa allir að leggjast á árarnar saman. Íslandsstofa, SFS, fyrirtækin í sjávarútveginum og síðast en ekki síst okkar traustu kaupendur erlendis. Allir þurfa að hjálpast að, segja söguna okkar, söguna af íslenska fiskinum sem við erum öll svo stolt af.

Fishmas verður til Í byrjun ársins 2020 lá fyrir skilgreining verkefnisins eftir markaðssvæðum, markhópum, fjármagni og markmiðum. Leitað var eftir hugmyndum að framkvæmd frá nokkrum auglýsingastofum og var hugmynd Brandenburg valin. Herferðin kallast Fishmas (með vísun í fisk og jól e. Christmas) enda hátíð að neyta fisks. Í Fishmas er fólk hvatt til að borða fisk að lágmarki tvisvar sinnum í viku. Engin jól verða án jólasveinsins og það sama á við um Fishmas. Father Fishmas er ómissandi þegar kemur að því að færa heiminum ljúffengan, heilnæman fisk úr sjálfbærum stofnum við Ísland. Það var enginn annar en Egill Ólafsson sem tók að sér hlutverk Father Fishmas. Stutt og hagnýt uppskriftamyndbönd má finna á vefnum www.fishmas. com þar sem fólk getur lært að elda einfalda en gómsæta fiskrétti.

Árangur Fishmas í Bretlandi Í lok ágúst var blásið til hátíðar íslenska fisksins í Bretlandi þegar markaðsherferðin Fishmas fór í loftið. Skilgreindur markhópur var kallaður heilsumeðvitaðir foreldrar og skilaboðum var beint markvisst

36

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Fiski Taco er einn af fiskréttunum sem er að finna á www.fishmas.com


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is


ANNÁLL Helga Kristín Kolbeins skólameistari

Frá vinstri Einar, Brynjar Þór, Eva, Símon, Ægir og Birkir. Nemendur í vélstjórnarmálmiðngreinanámi.

Menntunin hefur forgang 38

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Mikael, Magdalena og Aron í smíðasalnum

Í Framhaldsskólanum I Vestmannaeyjum erum við að mennta einstaklinga til að takast á við framhaldsnám og störf framtíðarinnar. Árið 2020 hefur reynt á okkur öll og við höfum þurft að takast á við breytt umhverfi og taka upp breytt verklag og gert það hratt og örugglega. Hraði breytinganna hefur aukist á og breytingar sem gert var ráð fyrir að tæku mörg ár, eins endurskoðun kennsluhátta og taka upp blandað námsumhverfi sem byggir á að nemendur fái einnig kennsluna heim, tóku ekki ár í innleiðingu, heldur einungis eina helgi. Þarna reynir á seigluna og við sjáum hvað við getum miklu meira en við höldum. Við vitum að störf framtíðarinnar verða mjög ólík því sem við þekkjum í dag. Í heiminum munu milljónir starfa hverfa á næstu árum og mun það setja mark sitt á íslenskan vinnumarkað. Gervigreind og vélmenni munu leysa öll störf sem byggja á endurtekningu og þau störf sem verða til krefjast þess að einstaklingar hafi víðtæka þekkingu á mörgum sviðum, hæfni til að leysa flókin og skapandi verkefni og séu gagnrýnir í hugsun. Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum höfum við verið að byggja upp umhverfi og aðstöðu fyrir skapandi fólk, lausnamiðað umhverfi og frjóa hugsun. Í samfélagi sem lifir og hrærist í sjávarútvegi sem er í þörf fyrir meira menntað fólk. Næsta skref þarf að leggja meiri áherslu á endurmenntun í samvinnu við atvinnulífið og endurskoða menntakerfið til að takast á við aukið atvinnuleysi. Samfélög þar sem menntunarstig er hátt geta betur tekist á við áföll. Það er auðveldara nú en í fyrra að hanna nám sem er aðgengilegt fyrir nemendur með persónulegu aðgengi að úrvalskennurum og stuðla að heildstæðri menntun. Í Framhaldsskólanum er lögð áhersla á að leggja grunninn að starfsfólki sem getur borið með sér frumkvöðlahugsun og eru því námsgreinar eins og nýsköpun komnar í kjarna stúdentsprófsins. Frumkvöðlahugsun sem nýtist inn í sjávarútvegstengt nám skólans, hugsun sem mun skapa okkur ný tækifæri í framtíðinni, með meiri verðmætum úr auðlindinni. Við sjáum að það umhverfi og það að lifa í svo nánu sambandi við náttúruöflin sem við þurfum að taka tillit til hefur gefið okkur góðan grunn til að takast á við áföl.. Í einni af stoðgreinum sjávarútvegsins málm- og vélstjórn hefur skólinn bætt við fullkomnum tölvustýrðum tækjum og hermum og hefur sett sér það markmið að aðstaðan sem nemendur hafi sé í fremstu röð og ekki síðra en í þeim löndum sem eru í fararbroddi í menntum mál- og vélstjórnargreina. Skólaárin í framhaldsskóla eru mótunarár þar sem lagður er grunnur að því sem koma skal. Markmið okkar er að einstaklingar útskrifist með þá hæfni sem framtíðin gerir kröfur um. Mennta fólk þannig að það geti nýtt sé öll þau tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér. Ef við ætlum að vera tilbúin að mæta nýjum tímum og geta nýtt okkur þá tækni sem er í boði, þarf miklu meira en orðin tóm. Við verðum að láta námið vera í forgangi og gera nemendurna hæfa til að takast á við þá spennandi tíma sem bíða okkar.

Allir eru meðvitaðir um fjarlægðartakmarkanir.

Þarna er verið að ræða hvernig best sé að sjóða, kennarinn Þröstur Jóhannsson er þarna fyrir miðju.

Andri og Arnar Gauti, kennarinn Þröstur fylgist með að allt sé gert upp á 10. SJÁVARAFL DESEMBER 2020

39


KALL líf uða

KALL ftu du

Árás á Goðafoss

Geysir er horfinn

Höfn lýsa ótta sínum um að öll áhöfnin kynni að farast og stórkostlegri framgöngu við björgunarstörf

ÓTTAR SVEINSSON

er kva

Upp á líf og dauða í brimgarðinum

6 - ÚTKALL Á jólanótt

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa á hverju ári frá 1994 verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga og þær hafa verið gefnar út víða um heim. Í þessum hörkuspennandi bókum gleyma lesendur sér í frásögnum þar sem höfundurinn og söguhetjurnar sjálfar lýsa sönnum atburðum úr íslenskum raunveruleika.

5 - ÚTKALL Fallið fram af fjalli

Egil l Hel gas on: „Fe ikiv allt af á met insæ lar bæk sölu listu m“ ur

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa í 27 ár í röð verið eitthvert

2 - ÚTKALL 1 - ÚTKALL Íslenska Alfa TF-SIF vinsælasta lesefni Íslendinga. Í bókinni Útkall á ögurstundu er sagt frá neyðarlínan

3 - ÚTKALL Á elleftu stundu

6 - ÚTKALL Á jólanótt

2 - ÚTKALL Íslenska neyðarlínan

9 - ÚTKALL Geysir er horfinn

5 - ÚTKALL Fallið fram af fjalli

1 - ÚTKALL Alfa TF-SIF

Eftirfarandi efni er úr bók Óttars. Örlagarík ákvörðun +++ 22. febrúar 1973 +++ Stöðugur hraunstraumur Eftir leitina að Sjöstjörnunni fór Gjafar aftur á loðnuveiðar. Eldgosið á Heimaey var í algleymingi – hraunið frá eldsprungunni rann æ meira til vesturs, kveikti í og rann yfir hvert húsið af öðru. Fjöldi mannvirkja var kominn undir hraun og innsiglingin og höfnin í mikilli hættu. Varðskipið Ægir var komið aftur að Heimaey, meðal annars til að hefja mælingar því að mikil ógn stafaði af hraunstraumnum sem stefndi í átt að hafnarmynninu og gat lokað höfninni. Tvö önnur varðskip, Árvakur og Albert, lágu að staðaldri við bryggju, tilbúin að forða björgunarliðinu frá staðnum ef frekari hætta skapaðist af eldgosinu. Höskuldur Skarphéðinsson, fyrsti stýrimaður á varðskipinu Ægi, varð fyrir miklum hughrifum við störf sín í tengslum við eldgosið: „Hrikaleg sjón mætti augum okkar þegar kom út til Eyja. Kom þar sérstaklega til nálægð náttúruhamfaranna við mannvirki sem voru að kaffærast í gosefnum eða stóðu í ljósum logum. Mér verður ávallt ljóslifandi það sem fyrir augun bar þegar siglt var fyrir Ystaklett. Ég skynjaði á svo áþreifanlegan hátt hversu mannanna verk eru smá í samanburði við kraft og stórfengleik náttúruaflanna. Glóandi hrákasletturnar úr Eldfelli sem þeyttust hátt í loft upp og brugðu bjarma á öskumettað loftið, hraunelfurnar sem fossuðu í sjó fram og mynduðu gufustróka sem báru brennisteinsþef að vitum mínum, gjóskufallið sem buldi eins og stórhríð á bænum og rám hljóð undirdjúpanna sem léku undir öllu saman.“ Guðjón Rögnvaldsson, fyrsti vélstjóri á Gjafari, hafði í ýmsu að snúast: „Eftir leitina að Sjöstjörnunni fylltum við bátinn og lönduðum á Höfn. Þegar við vorum komnir aftur með fullfermi höfðu allar þrær fyrir austan fyllst og því var ákveðið að landa næst í Grindavík. Fiskidælan um borð hafði verið að bila svo að það var dálítið bras á okkur. Hilmar Rósmundsson kom og tók á móti okkur í Grindavík og fór með dæluna

40

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

Útkallsbækur hafa á hver Óttars Sveinssonar ju eitthvert vins ári frá 1994 verið ælasta lese Íslendinga fni og gefnar út víða þær hafa verið Í þessum hörk um heim. bókum gley uspennandi ma lesendur frásögnum þar sem höfu sér í og söguhetj ndu rinn urnar sjálfar sönnum atbu lýsa raunveruleikarðum úr íslenskum .

ON

4 - ÚTKALL Sextíu menn í lífshættu

7 - ÚTKALL Upp á líf og dauða

10 - ÚTKALL Árás á Goðafoss

ð Þýskalan

ÓTTAR S VEINSS

8 - ÚTKALL Í djúpinu

11 - ÚTKALL Týr er að sökkva

Þegar jörð skelfur, elds drunum og trókar rísa fimm þúsu með hvellum upphaf eldg nd og ossins á Heim manns eru í stórhæt loðnubátur, tu við aey siglir Gjaf út úr Frið ar VE 300, Þrengslin um arhöfn með lítill 430 manns borð eru síðar lendir gríðarleg +++ +++ áhöfnin í man Þremur viku Íslendingum nska m ðaveðri og fimm Fær sem saknað eyingum í gúm við leit að fimm er á miðju björgunarbá Atla eftir að eldg tum osið hófst stra ntshafi +++ Réttum utan Grindav mánuði ndar Gjafar ík +++ Skip meðan hug verjar berjast í foráttubrimi fyrir rakkir féla upp gar reyna að bjar í Björgunarsv á líf og dauða ga þeim. eitinni Þorb irni Hinn farsæli Ólafsson lend útgerðarmaður og vélstjóri The ir þarna í Skipverjar og björgun sínum þriðja skipskað odór baráttu +++ armenn segj a +++ Árið a frá hetj 1984 áhöfn han s á Sæbjörg lenda Theodór og 14 ulegri lífshættu þegar hún u VE 56 aftur í stór manna kostlegri verður véla Hornafjörð +++ Báturinn rvan í klettunum nálgast hrat a í óveðri við og áður en han stórgrýtinu á Stokksnet ógnarlegt brimið Höfn lýsa óttan strandar +++ Björ si og Hafnartanga gun sínum um arsveitarme og stórkos að öll áhöfnin nn á tlegri fram kynni göngu við björgunarst að farast örf

sjónvarpsstö

ds um Útka

ll - Goðafos

s

Egill Helgason: „Feikivinsælar alltaf á metsölulistum“

Tifandi tí maspren

u

12 - ÚTKALL Hernaðarle yndarmál í Viðey

ARD stærsta

á ögurstu nd

þegar jörð skelfur, eldstrókar rísa með hvellum og drunum og fimm þúsund manns eru í stórhættu við upphaf eldgossins á Heimaey siglir Gjafar VE 300, lítill loðnubátur, út úr Friðarhöfn með 430 manns. Þrengslin um borð eru gríðarleg. Þremur vikum síðar lendir áhöfnin í mannskaðaveðri við leit að fimm Íslendingum og fimm Færeyingum í gúmbjörgunarbátum sem saknað er á miðju Atlantshafi. Réttum mánuði eftir að eldgosið hófst strandar Gjafar í foráttubrimi fyrir utan Grindavík. Skipverjar berjast upp á líf og dauða meðan hugrakkir félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni reyna að bjarga þeim. Hinn farsæli útgerðarmaður og vélstjóri Theodór Ólafsson lendir þarna í sínum þriðja skipskaða. Skipverjar og björgunarmenn segja frá hetjulegri baráttu. Árið 1984 lenda Theodór og 14 manna áhöfn hans á Sæbjörgu VE 56 aftur í stórkostlegri lífshættu þegar hún verður vélarvana í óveðri við Hornafjörð. Báturinn nálgast hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandar. Björgunarsveitarmenn á Höfn lýsa ótta sínum um að öll áhöfnin kynni að farast og stórkostlegri framgöngu við björgunarstörf.

í viðgerð hjá vélsmiðjunni á ö g Mig u r s t u nvar Þrym. d u farið að vanta fatnað og rúmföt og bað því Hilmar taka með tösku fyrir á ögurstu ndu mig frá Ragnheiði þegar hann kæmi aftur frá Reykjavík.“ Ragnheiður Einarsdóttir hafði lítið sem ekkert séð unnusta sinn eftir að eldgosið hófst. Hún ákvað27 því að skrifa honum bréf: „Ég hafði ekki fengið að hitta Guðjón í þrjár vikur. Það var ekkert hægt að þvo um borð í Gjafari svo 27 Ár Ó T T Á Toppnum AR SVEIN að Hilmar Rósmundsson SSON kom og tók tösku fyrir mig með fatnaði, hreinum rúmfötum, einhverju að lesa og bréfi frá mér til Guðjóns. Við gátum ekki talað saman þegar hann var úti á sjó nema í gegnum talstöð og þá heyrðu allir hvað var sagt. Mér fannst það ömurlegt að hann skyldi þurfa að vera svona lengi í burtu frá okkur. En við urðum að taka því. Þegar hann hringdi svo úr síma í landi sagði hann að þeir færu ekkert út fyrr en veðrið lagaðist.“ Guðjón var á vaktinni í Grindavík og var að undirbúa brottför fyrir næstu veiðiferð: „Þegar við vorum að landa og taka olíu komu aðrir skipstjórar um borð að tala við Örra. Þeir spurðu hvort hann ætlaði að fara aftur út á veiðar. „Já,“ svaraði hann. „Við förum bara um leið og við erum búnir að taka olíu.“ Ég heyrði skipstjórann á Grindvíkingi segja: „Heyrðu, það er ekkert vit í að vera að fara út um innsiglinguna í þessu veðri.“ „Jú, ég þekki þetta alveg, ég get alveg farið út,“ svaraði Örn. Hann hafði verið skipstjóri í Grindavík og var vanur að sigla þaðan. Ég heyrði að fleiri vöruðu hann við.“

12 - ÚTKALL Hernaðarleyndarmál í Viðey

8 - ÚTKALL Í djúpinu

4 - ÚTKALL Sextíu menn í lífshættu

20 - ÚTKALL Lífróður

Viðvörun +++ Nei, það á meira eftir að gerast! Ingi Steinn Ólafsson háseti var ekki langt undan: „Við vorum þrír hásetar aftur í nótakassa að gera pokann kláran áður en við færum aftur að veiða. Strákarnir voru sumir farnir niður í matsalinn að fá sér kaffi. Þá kom um borð til okkar skipstjórinn á Grindvíkingi, kallaður Venni, og fór að tala við Örn. Ég tók eftir því að fjaran var það mikil að nótakassinn jaðraði við bryggjukantinn. Svo heyrði ég Venna spyrja: „Ætlarðu út strax?“ Örn gaf lítið út á það fyrst en Venni benti honum þá á að það borgaði sig ekki að fara út – fjaran væri það mikil – best væri að bíða eftir að flæddi betur að.“ Margeir Jónsson var 25 ára Grindvíkingur, félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni. Hann átti vörubíl og var að vinna við löndun nálægt Gjafari: „Ég var að keyra bala með beittri línu sem átti að fara um borð í Gylfa GK, fimmtíu tonna trébát frá Grindavík. Ég var sjálfur uppi á vörubílspallinum og var að húkka á þegar balarnir voru hífðir niður á dekk á Gylfa þegar ég sá að áhöfn Gjafars, sem var við hliðina á Gylfa, hafði verið að klára að landa loðnunni. Mér fannst greinilegt að þeim lægi mikið á að komast aftur út á veiðar. Það var asi á mannskapnum

11 - ÚTKALL Týr er að sökkva

7 - ÚTKALL Upp á líf og dauða

3 - ÚTKALL Á elleftu stundu

10 - ÚTKALL Árás á Goðafoss

6 - ÚTKALL Á jólanótt

2 - ÚTKALL Íslenska neyðarlínan

9 - ÚTKALL Geysir er horfinn

5 - ÚTKALL Fallið fram af fjalli

Útkallsbækurnar verið eitthvert hafa í aldarfjórðung vinsælasta Íslendinga, lesefni en slíkt er einstætt. Bækur sem lesendur leggja sér fyrr en að lestri loknum. ekki frá sínum hörkuspennandi Með frásagnarstíl tekst Óttari Sveinssyni ávallt að koma okkur í náin tengsl sem eru sprottnar við söguhetjurnar beint úr íslenskum raunveruleika. Mannlegt drama, einlægni, fórnfýsi, ást og umhyggja alþýðufólks lætur engan ósnortinn.

1 - ÚTKALL Alfa TF-SIF

9 789935 914187

24 - ÚTKALL Reiðarslag í Eyjum

16 - ÚTKALL Við Látrabjarg

bækur

gja

Rétt fyrir jól lenda tveimur flugslysum tvær ungar konur og vinur þeirra á Íslandi – manns, í lítilli Cessna-flugvél sama daginn! +++ Ellefu horfast í augu og stórri björgunarþyrlu, á Mosfellsheiðivið dauðann í myrkri og snjóbyl +++ Þegar uppi koma að björgunarsveitarmenn þyrlunni, sem þaðan skerandi hefur brotlent illa, heyrast eldsneytisgufa neyðar- og sársaukaóp +++ Ofboðsleg kvikna í flakinuog neistaflug mætir þeim – það – það er eins er að Guð minn góður, er þyrlan og tifandi tímasprengja! við eða tökum að springa? fólkinu? Lifum við áhættuna og reynum+++ Hörfum að bjarga kvenna? +++ við þetta af eða farast tugir manna Hér segja íslenskir hvernig þeir og björgunarmenn lögðu sig í frá því bráða lífshættu lentu í báðum flugslysunum +++ Þau sem lýsa magnaðri lífsreynslu. Flugslysin tvö urðu með fjögurra millibili árið 1979 +++ klukkustunda björgunarstörf Meðal þeirra sem gengu var Ragnar sem einnig í Axelsson lenti var að störfum í lífshættu í flugferð ljósmyndari, þegar hann sjö árum síðar látna í þyrluflakinu +++ Læknir taldi alla +++ Flugfarþegi væri dáinn +++ hélt að hann framúrskarandi Nítján ára piltur var heiðraður björgunarstörf fyrir slys síðustu +++ Eitt sögulegasta aldar.

Eldri bæku r fást hjá Útkall ehf Sundaborg 9 104 Reykjavík Sími 562 2600 ottar@otta r.info

23 - ÚTKALL Kraftaverk undir Jökli

19 - ÚTKALL Sonur þinn er á lífi

15 - ÚTKALL Flóttinn frá Heimaey

22 Íh

18 - Ú Ofv Ljósuf

14 - ÚTKA Þyrluna st


Gjafar á loðnuveiðum. Ljósmynd /Sigurgeir Jónasson

og nokkuð ljóst að landfestar yrðu leystar um leið og mögulegt væri. Það var mjög gott fiskirí og gekk vel.“ Guðjón Rögnvaldsson var feginn að sjá útgerðarmanninn og annan tilvonandi eigenda Gjafars koma með það sem hann vantaði frá Ragnheiði í Reykjavík: „Hilmar var kominn með föt fyrir mig og ég fór með töskuna niður í klefann minn. Ég tók af rúminu, setti hreint á og lét Hilmar fara með óhreina tauið til baka. Svo var landfestum sleppt. Það gekk á með éljum. Við Teddi vorum úti á dekki að ganga frá dælunni og ég sagði við hann: „Teddi, þú tekur bara vaktina út núna, ég ætla að leggja mig.“ Ég var búinn að vera á vaktinni síðustu sex klukkutímana og Teddi átti að taka við. Svo sagði ég: „Þetta bras á okkur hlýtur að vera búið núna.

Vonandi verður dælan í lagi.“ Þá sagði Teddi: „Nei, Guðjón, það er eitt eftir!“ Ég vissi ekki hvað hann átti við en taldi að hann ætti við dæluna. „Jæja, það kemur í ljós,“ sagði ég. Svo ætlaði ég bara að leggja mig en ákvað samt að fara fyrst upp í brú.“ Haraldur Benediktsson stýrimaður hafði farið til Reykjavíkur en var kominn aftur til baka um borð í Gjafar: „Það hafði verið beðið eftir mér. Ég hafði farið til Reykjavíkur með loðnudæluna í viðgerð og tekið svo sendibíl með hana til Grindavíkur. Hún var svo bara hífð um borð og eftir það var landfestum sleppt með það sama. Ég var að ganga frá dóti undir hvalbaknum þegar siglt var út. Við höfðum verið að brasa við hanafótinn svokallaða á nótinni.“ Óttar Sveinsson

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

41


Fjölskyldur sjómanna Líf sjómannsfjölskyldna getur oft á tíðum verið erfitt þegar annað foreldrið er á sjó vikum saman eða jafnvel mánuðum saman. Sjávarafl spjallaði við nokkur börn á Krílakoti um lífið og tilveruna, ásamt því hvernig það er þegar annað foreldrið er á sjó og hvað þau vita um sjómannslífið. Hólmfríður Dísa Arnarsdóttir Hvað heitir þú? Hólmfríður Dísa Arnarsdóttir. Hvað ertu gamall? Þriggja ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Þórdís og Arnar. Veist þú hvað sjómenn gera? Að veiða fisk. Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Í sjónum. Finnst þér fiskur góður? Já, bara með kryddi. Hefur þú farið á sjó? Já með mömmu. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá pakka.

Hrafnar Logi Snævarsson Hvað heitir þú? Hrafnar Logi. Hvað ertu gamall? Fjögra ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Snævar og Katrín Sif. Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk. Þekkir þú einhverja sjómenn? Enga (en ég lofa því að elska þig að eilífu ….. mín). Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Setja net ofan í sjóinn og svo veiðistöng sem hífir netið upp, sko vélveiðistöng. Finnst þér fiskur góður? já fiskur er góður. Hefur þú farið á sjó? Aldrei. Það er hættulegt fyrir börn, nema fyrir börnin í sögunni. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Leika mér, opna pakkanna og borða. Ég er þreyttur á þessu. Kennari: Á ég að skrifa það? Nei, jú.jú.

Jón Bolli Davíðsson

Hvað heitir þú? Jón Bolli Hvað ertu gamall? svona (sýnir þrjá fingur). Hver eru mamma þín og pabbi? Magdalena og Davíð Veist þú hvað sjómenn gera? veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? já, pabbi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? öðruvísi Finnst þér fiskur góður? já, hvítur Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Leika við Fríðu Báru og fá tattoo. Ég er með spiderrman tattoo. Hefur þú farið á sjó? já, með pabba mínum. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Hafa jólaljós og fá tattoo. Pabbi minn er núna á sjó. Báturinn er rauður. Einhverjir eru á bátinum. Pabbi minn og eitthvað annað. Margir menn.

Huldís Anna Daly Annelsdóttir Hvað heitir þú? Huldís Anna Hvað ertu gömul? 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Sigga og Annel Veist þú hvað sjómenn gera ? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með net Finnst þér fiskur góður? Já Hefur þú farið á sjó? Ég hef farið í skip sem sigldi á sjónum Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Opna pakkana, láta álfinn stríða okkur og mér finnst gaman að leika mér með PetShop

42

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


Kolfinna Ásdís Níelsdóttir Hvað heitir þú ? Kolfinna Ásdís Hvað ertu gamall ? Fjögra ára. Hver eru mamma þín og pabbi ? Elva Ósk og Níels. Veist þú hvað sjómenn gera ? Veiða fisk. Þekkir þú einhverja sjómenn ? Afa og pabba. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk ? Veiða með veiðistönginni. Finnst þér fiskur góður ? já mjög góður sem afi veiðir og pabbi líka. Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land ? Fara í sund, fara í labbitúr með afa og ömmu og diddu og bróðir og mér. Hefur þú farið á sjó ? já. Með pabba og diddu,bróa og mömmu. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin ? Knúsa jólasveinana.

Melkorka Kjartansdótir Hvað heitir þú ? Bara Melkorka Hvað ertu gömul ? svona (sýnir þrjá fingur) Hver eru mamma þín og pabbi ? Nanna og Kjartan. Ég veit ekki hvað stafurinn hans heitir og ekki afmælið hans. Veist þú hvað sjómenn gera ? Veiða fiska. Eins og hér (bendir á mynd af akkeri). Þekkir þú einhverja sjómenn ? Hér er sjómaður (bendir á peysuna sína) Þetta er alveg eins og pabbi minn. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk ? Ég veit ekki Finnst þér fiskur góður ? Já, ég borða fisk í leikskólanum. Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land ? Þá vil ég leika við hann. Hefur þú farið á sjó ? Já, ég er ekki hrædd við sjóinn. Mér finnst gaman að veiða með pabba. Úlfar og mömmu finnst leiðinlegt að fara á sjóinn. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin ? Ég langar að leika mér hjá jólasveininum. Pabbi er enn þá á sjó. Úlfar er hrædd í sjóinn. Hann er bara einn svona (sýnir einn fingur).

Rúnar Ingi Jónsson Hvað heitir þú? Rúnar Ingi Hvað ertu gamall? 4 ára bráðum 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Hugrún og Jón Ingi Veist þú hvað sjómenn gera ? Veiða fisk, stundum hákarl og stundum hval Þekkir þú einhverja sjómenn? Já pabbi, Jón Ingi bara Jón Ingi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með neti, ekki með engu neti Finnst þér fiskur góður? Nei, Jú! Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Veit ekki, að knúsa pabba Hefur þú farið á sjó? Nei, bara pabbi má fara á sjó en mamma hefur prófað að fara á sjó Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Regína og Ísar koma um jólin og Kátur hundurinn fer í búninginn minn, að vinir mínir koma í heimsókn og mamma er heima um jólin.

Sunna Valdís Arthursdóttir Hvað heitir þú? Sunna Valdís Hvað ertu gömul? 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mæja og Addi Veist þú hvað sjómenn gera ? Nei Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Ég veit ekki Finnst þér fiskur góður? Já Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að opna pakkana, Skreyta jólatréð, fara í búðir og fara í leiktæki.

SJÁVARAFL DESEMBER 2020

43


Ó skum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

44

SJÁVARAFL DESEMBER 2020


MÁTT eitara letri

VENJULEGT

FJARÐABYGGÐ

Aðalbraut 30 - 520 Drangsnes Sími: 451 3239 - Kt.: 510200-2680 SJÁVARAFL DESEMBER 2020

45


Starfsfólk Sjávarafls óska lesendum til lands og sjávar gleðilegra jóla með ósk um farsæld og frið á nýju ári.


Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift

Fullbúin í áskrift Microsoft sjávarútvegslausn Dynamics 365 Business Central Microsoft Dynamics 365 Business Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútvegCentral með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft.

Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. WiseFish er sérsniðin hugbúnaðarlausn sem er

hönnuð til að sinna þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. Hugbúnaðurinn býr yfir fjölbreyttum WiseFish er sérsniðin sem er eiginleikum og tekur hugbúnaðarlausn tillit til allra hluta virðiskeðju hönnuð til að sinna þörfum sjávarútvegssjávarfangsins, allt frá veiðum, og framleiðslu til sölu og dreifingar. fyrirtækja. Hugbúnaðurinn býr yfir fjölbreyttum

eiginleikum ogWiseFish tekur tillit allratilbúnir hluta virðiskeðju Sérfræðingar erutil ávallt að miðla sjávarfangsins, allt frá veiðum, og framleiðslu af víðtækri þekkingu og reynslu af þjónustu og til sölu og dreifingar. fyrir sjávarútveginn. hugbúnaðarþróun

„Lykillinn að góðum árangri er hugbúnaður sem gefur okkur lykilupplýsingar í rauntíma. að góðum árangri Við „Lykillinn notum WiseFish og WiseAnalyzer, hugbúnaður gefur okkur semertryggir að staða, sem árangur og framlegð er alltaf ljós í lok dags.“ lykilupplýsingar í rauntíma.

Við notum WiseFish og WiseAnalyzer, Guðmundur Smári Guðmundsson, semG.RUN tryggir að staða, árangur Grundarfirði og framlegð er alltaf ljós í lok dags.“

Sérfræðingar WiseFish eru ávallt tilbúnir að miðla Guðmundur Smári Guðmundsson, af víðtækri þekkingu og reynslu af þjónustu og G.RUN Grundarfirði Okkar bestu jólaog nýárskveðjur hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn. með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða

Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða

Wise lausnir ehf. » wise@wise.is » wisefish.com


Gleðileg Jól Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

Vinnslustöðin hf

hafnargata 2

900 Vestmannaeyjar

vsv@vsv.is

www.vsv.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.