1 minute read
Mikið álag skapaðist í fyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf
Togarinn Sirrý ÍS fór aftur á veiðar þann 23. apríl. Skipið hafði verið bundið við bryggju síðan 29. mars vegna kórónaveirunnar sem kom upp meðal skipverja.
Mikið álag skapaðist í fyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf í Bolungavík vegna Covid-19
Bergþóra Jónsdóttir
Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík segir mestu orkuna fara í að auka viðskipti við verslanir og reynir fyrirtækið að stækka hlutdeild sína á matvörumarkaðinum um þessar mundir. Fyrir covid-19 tímann náði fyrirtækið rétt svo að anna eftirspurn, en nú er annað upp á teningnum. Mikið álag var í fyrirtækinu vegna smita sem upp komu meðal starfsmanna.
,,Við erum aðallega að selja létt saltaðan þorsk og ufsa til Suður-Evrópu, Spánar og Ítalíu. Við höfum átt viðskipti beint við veitingarhúsin en nú hafa þau verið lokuð, þannig að við sjáum meiri tækifæri á matvörumarkaðinum núna.”segir Jakob Valgeir.