Sjávarafl Júní 2020 2.tbl 7.árg

Page 18

Togarinn Sirrý ÍS fór aftur á veiðar þann 23. apríl. Skipið hafði verið bundið við bryggju síðan 29. mars vegna kórónaveirunnar sem kom upp meðal skipverja.

Mikið álag skapaðist í fyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf í Bolungavík vegna Covid-19 Bergþóra Jónsdóttir

Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík segir mestu orkuna fara í að auka viðskipti við verslanir og reynir fyrirtækið að stækka hlutdeild sína á matvörumarkaðinum um þessar mundir. Fyrir covid-19 tímann náði fyrirtækið rétt svo að anna eftirspurn, en nú er annað upp á teningnum. Mikið álag var í fyrirtækinu vegna smita sem upp komu meðal starfsmanna. 18

SJÁVARAFL JÚNÍ 2020

,,Við höfum átt viðskipti beint við veitingarhúsin en nú hafa þau verið lokuð, þannig að við sjáum meiri tækifæri á matvörumarkaðinum núna.” ,,Við erum aðallega að selja létt saltaðan þorsk og ufsa til Suður-Evrópu, Spánar og Ítalíu. Við höfum átt viðskipti beint við veitingarhúsin en nú hafa þau verið lokuð, þannig að við sjáum meiri tækifæri á matvörumarkaðinum núna.”segir Jakob Valgeir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.