7 minute read

Við slógum aldrei af

Ingibjörg Stefánsdóttir

Farsóttin sem ekki þarf að nefna hefur sett samfélag okkar á annan endann. Hún hefur haft áhrif á ferðaþjónustu, skóla og Elín Bragadóttir veitingastaði og flesta aðra starfsemi. Sumt hefur legið niðri á ritstjóri meðan annað hefur fengið leyfi til að starfa – að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra sem fengu undanþágu til að halda áfram starfsemi er sjávarútvegsfyrirtækið G.Run í Grundarfirði. En hvernig gekk að gerbreyta vinnslu og starfsemi fyrirtækisins og hverju þurfti að breyta? Sjávarafl ræddi við Guðmund Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Eins og mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi er G.Run fjölskyldufyrirtæki. ,,Pabbi hóf útgerðina 1947, í grunninn er þetta sama fyrirtækið. Við erum átta systkinin, þar af erum við sjö sem eigum þetta fyrirtæki og vinnum í því.“

G. Run er meðal stærstu fyrirtækja á staðnum. Það er með 90 manns í vinnu, eða 10% allra íbúa í Grundarfirði, þar sem búa nú 900 manns. Fyrirtækið býr að því að vera vel staðsett, það er á norðurhluta Snæfellsness, ,,þar sem stutt er á öll okkar helstu mið,“ segir Guðmundur Smári framkvæmdastjóri. Hann tekur á móti útsendara Sjávarafls við innganginn og afsakar óreiðu, vegna bráðabirgðakaffistofu, sem er ein nokkurra sem þurfti að koma upp vegna covid-19. ,, Við vorum eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem fengum undanþágu, höfðum reyndar fylgst mjög vel með lengi og sett ákveðnar reglur, áður en hið opinbera gerði það. Það hjálpaði mjög að vera komin með þetta nýja hús og auðveldaði okkur að uppfylla skilyrði eins og að passa að ekki væri of margt fólk saman í hóp. Við erum búin að setja fjóra innganga inn í húsið, setja fleira kaffistofur en áður og að skipta hópnum upp með skilrúmum á milli vinnustöðvanna. Þetta hefur allt gengið ótrúlega vel; auðvitað hundleiðinlegt að vinna í einhverju skermuðu umhverfi, en við sættum okkur við það á meðan við erum í þessu stríði. Starfsfólkið hefur tekið þessu vel, um leið og það áttaði sig á því að þetta var dauðans alvara, þá fóru allir með í leikinn. Við pössuðum okkur á að það fólk sem talar ekki íslensku fengi þessi skilaboð á sínum tungumálum og allt gekk þetta mjög vel upp. Við þurftum auðvitað að kaupa aukinn búnað, hlífðarfatnað og endalaust af sápu og spritti. Í fiskvinnslunni erum við stöðugt að þrífa og sótthreinsa, svo að það var ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta vorum við allt með allt og gekk mjög vel hjá okkur.

Neyslan breyttist í kjölfar veirunnar

Við erum mjög vel búnir tækjum í þessu húsi og gátum því brugðist skarpt við. Meginþorri okkar vöru var ferskur fiskur sem fór í flug eða í skip ófrosinn; sá markaður bara hvarf á einni nóttu fyrstu vikurnar eftir að þetta skall á allt saman, en þá gátum við fryst vöruna.“

Aðspurður sagði Guðmundur Smári að ekkert hráefni hefði tapast og það hefði bara gengið ágætlega að selja nýja vöru. ,,Við gátum fyrirvaralítið aðlagað okkar vinnslu. Við slógum aldrei af. Okkur hefur tekist þetta vel, hingað til. Við sjáum ekki neitt bakslag í því en erum samt mjög vel vakandi um það hvað við erum að framleiða og hvert við erum að selja.“ Ekki hafi þurft að leita nýrra markaða þar sem fyrirtækið hafði þegar verið að sinna þeim mörkuðum að nokkru leyti. Hins vegar hafi verslunin breyst erlendis. ,,Neyslan breyttist. Fólk fer ekki á veitingastaði, það fer ekki og velur sér vöru úr fiskborði, heldur grípur bara frysta vöru til að elda heima. Okkar vara fór því í endurpökkun; í neytendavænni pakkningar. Nú hafa mötuneyti verið meira og minna verið lokuð og Fish&Chips iðnaðurinn í Bretlandi hefur verið lokaður í fleiri vikur. Þar hafa tapast markaðir fyrir tugi þúsunda tonna af íslenskum þorski. Fjöldamörg fyrirtæki á Íslandi hafa lent í vandræðum.“ Guðmundur Smári bætir við að þó nokkur birgðasöfnun hafi orðið í ákveðnum fisktegundum, sem ekki hafi verið hægt að selja. Enn sé þó ekki ljóst hvernig markaðir muni þróast næstu vikurnar og mánuðina. G.Run. stendur þó vel að vígi enda: ,,nær alltaf búin að selja vöruna áður en við framleiðum hana. Það hefur verið þannig, að langstærstu leyti; fyrir utan vöru sem fer í blokkir, hugum ekkert að því að selja fyrr en kominn er gámur. Þetta er vara sem alltaf selst.“ En hvað er það sem gerði fyrirtækinu kleift að umbreyta framleiðslu sinni

og vinnulagi með svo skömmum fyrirvara? Líklega er ekkert eitt svar til við því, en verið getur að tæknivæðing og stöðug umbótavinna hafi hér mikið að segja. Í vinnslusalnum eru tvær Flexicut flæðilínur frá Marel. Auðvelt er að stýra þeim og breyta eftir því hvernig vinnsla fer fram í húsinu. Aukin tæknivæðing varð ekki til þess að fækka starfsfólki hjá fyrirtækinu – þvert á móti þá fjölgaði starfsfólki. ,,Við jukum framleiðsluna og gátum því fjölgað starfsfólki í kjölfar nýrrar tækni,“ segir Guðmundur Smári. Hann er mjög meðvitaður um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum sjávarútvegi og segir miklar framfarir hafi orðið á síðustu árum. ,,Við buðum frumkvöðlunum inn í fyrirtækin og þetta hefur unnið mjög vel saman. Þeir hafa svo þróað vörur sem hafa nýst okkur mjög vel og fleytt okkur áfram. Þetta hefur orðið til þess að íslenskur sjávarútvegur er arðsamur og nýtir vel og gengur vel um auðlindina.

Íslensk fiskvinnsla er mjög framarlega

Þetta hefur verið meginmarkmið okkar að geta gengið að þessari auðlind okkar, sem fiskurinn í hafinu er, um aldur og ævi. Að ganga aldrei svo nærri, að hann sé ekki jafngóður á morgun eins og hann var í dag. Að mínir afkomendur geti gengið að þessu alveg eins góðu og ég fer frá því. Ég kom ekkert að þessu mjög góðu. Þetta var allt í helvítis rassgati fyrir 40-50 árum, þá vorum við að ofnýta stofnana, eyddum of mikilli olíu, fórum með mikið af veiðarfærum, gerðum þetta með allt of miklum kröftum. Það var aldrei króna afgangs til að gera eitt eða neitt og endalaust tap á útgerðinni. Eldri kynslóðir muna þetta en nú hefur þetta snúist við. Útgerðir eru flestar með þokkalega góða afkomu og þetta er eini útvegurinn í heiminum sem stöðugt bætir sig og gerir betur. Íslensk fiskvinnsla er mjög framarlega. Það kemst enginn nálægt okkur bæði hvað varðar aðbúnað starfsfólks og hvernig við gætum að hreinlæti og hollustu vörunnar. Sem betur fer eru íslenskir framleiðendur með það á hreinu að það er hollusta og hreinleiki vörunnar sem við erum að selja. Okkar tekjur koma af því og engu öðru. Við höfum náð ævintýralegum árangri í að nýta fiskistofnana, veiðisvæðin okkar og botninn og höfum verið að fara eins vel með þetta og hugsast getur, með lágmarksolíunotkun og lágmarksveiðarfærasliti og lágmarkssliti á mannskap ef orða má það svo. Áður gátu menn stundað sjómennsku á meðan þeir voru ungir og hraustir, en voru orðnir slitnir karlar langt fyrir aldur fram. Nú vinna margir sjómenn alla starfsævina á sjó og þurfa ekkert að fara í aðra vinnu. Ráða mjög vel við vinnuna líkamlega og eru

Allt gengur þetta upp

Guðmundur Smári lýsir vinnuskipulaginu hjá þeim; ,,Við megum kannski veiða 5000 tonn af fiski á ári og skiptum því niður á þessi tvö skip sem við eigum. Skipstjórarnir vinna svo með framleiðslustjóranum. Annað skipið landar á mánudegi og hitt á miðvikudegi. Þannig gengur þetta bara eins og hver annar háþróaður iðnaður. Þó að við séum að stunda veiðar á villtum stofnum þá höfum við náð að aðlaga þetta svona. Á föstudegi klukkan fjögur er síðasti fiskurinn í húsi unninn og klukkan sjö á mánudagsmorgni kemur fyrsti fiskurinn inn í hús. Svona gengur þetta bara upp - alveg 99%.

G.Run er ekki aðeins með fiskveiðar og fiskvinnslu, heldur framleiðir einnig veiðarfæri. ,,Við neyddumst til að byrja á þessu í kringum 1975, þegar aðföng voru miklu flóknari og tímafrekari. Þá urðum við að ráða netagerðarmann. Síðan hefur þessi netagerðarmaður þróað veiðarfærin með skipstjórnarmönnunum. Við erum alltaf að prófa og velta fyrir okkur nýjum hlutum og höfum mikinn hag af því að reka eigið netaverkstæði. Allar hugmyndir sem skipstjóri fær og komast í gegnum nálarauga netagerðarmannanna eða öfugt; þær eru prófaðar. Það eru mikil verðmæti í því að hafa netagerðarmeistarann við hlið skipstjórans. Þannig getum við unnið stöðugt að því að auka veiðigetu skipanna, draga úr kostnaði, minnka slit á veiðarfærum og álag á mannskapinn. Í gamla daga þegar ég var á sjó, þá var netagerðarvinnan alveg ævintýralega erfið. Það versta sem ég komst í var netagerð í frosti og byl. Þetta var hryllingur. Á síðustu 10 – 12 árum hefur verið mjög mikil þróun og nú eru veiðarfærin það góð að það er undantekning að net rifni úti á sjó. Það kemur fyrir en það var reglan.“ Þessar breytingar byggja á tækniþróun. Guðmundur Smári heldur áfram: ,,Þegar við áttuðum okkur á því hvað voru ofboðsleg verðmæti í tækniþróuninni, hvað hún gat gefið miklar tekjur og dregið ævintýralega úr kostnaði, að hægt væri að þróa veiðarfærin, þróa vinnsluna, vera með betri og öflugri skip, þá höfðum við fundið þennan stóra sannleika: Það er alltaf hægt að gera betur og betur. Friðuðum fiskistofnana sem leiddi til þess að þeir náðu að vaxa svo að ódýrara varð að sækja á miðin, það leiddi til mikils ábata – getum greitt hóflegt veiðigjald. Svona hafa fiskveiðar og fiskvinnsla á Íslandi, náð að þróast síðustu árin.

This article is from: