Sjávarafl Júní 2020 2.tbl 7.árg

Page 22

Við slógum aldrei af Neyslan breyttist í kjölfar veirunnar Ingibjörg Stefánsdóttir

Farsóttin sem ekki þarf að nefna hefur sett samfélag okkar á annan endann. Hún hefur haft áhrif ferðaþjónustu, skóla og Elín áBragadóttir ritstjóriSumt hefur legið niðri á veitingastaði og flesta aðra starfsemi. meðan annað hefur fengið leyfi til að starfa – að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra sem fengu undanþágu til að halda áfram starfsemi er sjávarútvegsfyrirtækið G.Run í Grundarfirði. En hvernig gekk að gerbreyta vinnslu og starfsemi fyrirtækisins og hverju þurfti að breyta? Sjávarafl ræddi við Guðmund Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eins og mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi er G.Run fjölskyldufyrirtæki. ,,Pabbi hóf útgerðina 1947, í grunninn er þetta sama fyrirtækið. Við erum átta systkinin, þar af erum við sjö sem eigum þetta fyrirtæki og vinnum í því.“ G. Run er meðal stærstu fyrirtækja á staðnum. Það er með 90 manns í vinnu, eða 10% allra íbúa í Grundarfirði, þar sem búa nú 900 manns. Fyrirtækið býr að því að vera vel staðsett, það er á norðurhluta Snæfellsness, ,,þar sem stutt er á öll okkar helstu mið,“ segir Guðmundur Smári framkvæmdastjóri. Hann tekur á móti útsendara Sjávarafls við innganginn og afsakar óreiðu, vegna bráðabirgðakaffistofu, sem er ein nokkurra sem þurfti að koma upp vegna covid-19. ,, Við vorum eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem fengum undanþágu, höfðum reyndar fylgst mjög vel með lengi og sett ákveðnar reglur, áður en hið opinbera gerði það. Það hjálpaði mjög að vera komin með þetta nýja hús og auðveldaði okkur að uppfylla skilyrði eins og að passa að ekki væri of margt fólk saman í hóp. Við erum búin að setja fjóra innganga inn í húsið, setja fleira kaffistofur en áður og að skipta hópnum upp með skilrúmum á milli vinnustöðvanna. Þetta hefur allt gengið ótrúlega vel; auðvitað hundleiðinlegt að vinna í einhverju skermuðu umhverfi, en við sættum okkur við það á meðan við erum í þessu stríði. Starfsfólkið hefur tekið þessu vel, um leið og það áttaði sig á því að þetta var dauðans alvara, þá fóru allir með í leikinn. Við pössuðum okkur á að það fólk sem talar ekki íslensku fengi þessi skilaboð á sínum tungumálum og allt gekk þetta mjög vel upp. Við þurftum auðvitað að kaupa aukinn búnað, hlífðarfatnað og endalaust af sápu og spritti. Í fiskvinnslunni erum við stöðugt að þrífa og sótthreinsa, svo að það var ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta vorum við allt með allt og gekk mjög vel hjá okkur.

22

SJÁVARAFL JÚNÍ 2020

Við erum mjög vel búnir tækjum í þessu húsi og gátum því brugðist skarpt við. Meginþorri okkar vöru var ferskur fiskur sem fór í flug eða í skip ófrosinn; sá markaður bara hvarf á einni nóttu fyrstu vikurnar eftir að þetta skall á allt saman, en þá gátum við fryst vöruna.“ Aðspurður sagði Guðmundur Smári að ekkert hráefni hefði tapast og það hefði bara gengið ágætlega að selja nýja vöru. ,,Við gátum fyrirvaralítið aðlagað okkar vinnslu. Við slógum aldrei af. Okkur hefur tekist þetta vel, hingað til. Við sjáum ekki neitt bakslag í því en erum samt mjög vel vakandi um það hvað við erum að framleiða og hvert við erum að selja.“ Ekki hafi þurft að leita nýrra markaða þar sem fyrirtækið hafði þegar verið að sinna þeim mörkuðum að nokkru leyti. Hins vegar hafi verslunin breyst erlendis. ,,Neyslan breyttist. Fólk fer ekki á veitingastaði, það fer ekki og velur sér vöru úr fiskborði, heldur grípur bara frysta vöru til að elda heima. Okkar vara fór því í endurpökkun; í neytendavænni pakkningar. Nú hafa mötuneyti verið meira og minna verið lokuð og Fish&Chips iðnaðurinn í Bretlandi hefur verið lokaður í fleiri vikur. Þar hafa tapast markaðir fyrir tugi þúsunda tonna af íslenskum þorski. Fjöldamörg fyrirtæki á Íslandi hafa lent í vandræðum.“ Guðmundur Smári bætir við að þó nokkur birgðasöfnun hafi orðið í ákveðnum fisktegundum, sem ekki hafi verið hægt að selja. Enn sé þó ekki ljóst hvernig markaðir muni þróast næstu vikurnar og mánuðina. G.Run. stendur þó vel að vígi enda: ,,nær alltaf búin að selja vöruna áður en við framleiðum hana. Það hefur verið þannig, að langstærstu leyti; fyrir utan vöru sem fer í blokkir, hugum ekkert að því að selja fyrr en kominn er gámur. Þetta er vara sem alltaf selst.“ En hvað er það sem gerði fyrirtækinu kleift að umbreyta framleiðslu sinni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.