5 minute read

Nýtt landslag í þjónustu við fiskvinnsluiðnaðinn

Hátækni gerir vinnslubúnað snjallan til að mæta óskum og pöntunum viðskiptavina fljótt og nákvæmlega og um leið fullnýta verðmætt hráefni.

Til að mæta þörfum fiskiðnaðarins á meðan lokunum stendur vegna Covid-19 hefur Marel aukið verulega áherslu á stafrænar lausnir og samskiptaleiðir til þess að geta áfram unnið náið með viðskiptavinum við að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu. Með lausnum á borð við gagnvirka viðburði í beinni útsendingu og sýndarveruleikalausnir munu aðstæðurnar sem upp eru komnar bylta rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar á komandi árum.

Staðsetningar Marel um heim allan hafa gert fyrirtækinu kleift að veita viðskiptavinum sínum úrvalsþjónustu þrátt fyrir lokun landamæra. Staðbundin þekking og náin tengsl við fiskvinnsluiðnaðinn hafa reynst dýrmætt veganesti er fyrirtækið lagar sig hratt og vel að þörfum viðskiptavina.

Þar sem fiskvinnsla hefur ávallt verið undir stífu eftirliti með ríka áherslu á hreinlæti var Marel feti framar þegar bregðast þurfti við Covid-19. Dæmi um það eru sótthreinsun handa, aðskilnaður svæða til að sporna við krossmengun og reglulegur þvottur búnaðar. En jafnvel þegar háþróaðar og að miklu leyti sjálfvirkar verksmiðjur eru annars vegar er fólk ávallt í lykilhlutverki. Auk þeirra sem vinna sjálf störfin er það fólk sem sér um viðhald, hittir sölufólk til að ræða væntanlegar tækniuppfærslur og nýjar vörur, sækir fagsýningar til að fylgjast með nýjustu tækni, og taka á móti þjónustuaðilum frá birgjum véla og hugbúnaðar.

Í þessu eru fólgin mikil mannleg samskipti og ferðalög. Viðskiptavinir Marel höfðu átt kost á fjarþjónustu og innleiðingu hugbúnaðar, sýndarskýringum á búnaði og samskiptum gegnum netið. Allt frá

FAGSÝNINGAR Í SÓFANUM HEIMA

Sjávarafurðasýningin í Brussel er stærsta fagsýning ársins innan fiskvinnsluiðnaðarins. Þegar hætt var við viðburðinn í ár vegna Covid-19 ákvað Marel að glæða sýningarstandinn sinn lífi á nýstárlegu formi – gegnum veraldarvefinn. Þó svo að flug hefði verið fellt niður iðaði hann af lífi og starfsfólk Marel átti gott samtal við viðskiptavini víðsvegar um heim.

Marel bauð upp á sinn eigin viðburð í beinni útsendingu undir heitinu Marel Live Brussels og þar komu saman sérfræðingar Marel í vinnslu lax og hvítfisks – hér á Íslandi og einnig á Danmörku og Spáni – til að kynna framleiðslulausnir, ræða nýjustu strauma og stefnur í iðnaðinum og svara spurningum þátttakenda víðsvegar um heiminn.

Marel hannaði gagnvirkan sýndarbás sérstaklega fyrir viðburðinn. Þar gátu þátttakendur gátu rölt um og kynnt sér búnað og lausnir. Í básnum gaf að líta hermibúnað sem sýndi hráefnisvinnslu, og þar mátti nálgast hlekki á myndbönd og fleira.

SÝNIKENNSLA

Þetta var í fyrsta skiptið sem Marel útbjó sýndarveruleikabás á þessum stærðarskala. Hins vegar hafa hermar og aukinn veruleiki (XR) fyrir löngu markað sér fastan sess hjá Marel, einkum og sér í lagi á sviði nýsköpunar, sölu, þjálfunar og markaðssóknar.

Nú, árið 2020, er XR-teymi Marel orðið órjúfanlegur þáttur í þróun lausna og nýrra leiða við matvælavinnslu og þjónustu við viðskiptavini í iðnaðinum, og hefur Covid-19 faraldurinn aðeins ýtt undir það. Stafræn tækni á borð við sýndar- og aukinn veruleika fær aukið vægi á stjórnunarlega og strategíska ákvarðanatöku í matvinnsluiðnaðnum með hverjum degi, og Marel byggir síðan á þeirri tækniframþróun til að gera matvælaframleiðendum kleift að mæta áskorunum framundan.

„Það er okkur mikilvægt að skilja sem best stöðuna – og jafnframt deila þekkingu okkar til að vera sem best í stakk búin að mæta skammtíma- jafnt sem langtímaáhrifum ástandsins,” tjáði Magnus Fossheim, forstöðumaður Marel á sviði laxvinnslu, þátttakendum Marel Live Brussels.

Marel hefur í auknum mæli kynnt viðskiptavinum vöruframboð sitt með aðstoð sýndarveruleika. Það hefur gert þeim kleift að raða saman vélbúnaði eftir þörfum og hámarka þannig framleiðsluflæðið. Að sjá heildarútfærsluna með hjálp sýndarveruleika gefur viðskiptavinum betri innsýn inn í stórar uppsetningar löngu áður en búnaðurinn er sendur á staðinn. Jafnframt má byggja á þess háttar lausnum til að undirbúa komu og uppsetningu búnaðarins á sem bestan hátt.

Eftirspurn eftir slíkum lausnum hefur aukist hratt á undanförnum mánuðum, og er búist við að ekki verði lát á því þegar samskiptafjarlægð af völdum Covid-19 verður aflétt.

ÞJÓNUSTA OG ÞJÁLFUN

Meðal helstu kosta sýndarveruleika, ekki síst fyrir flóknar og umfangsmiklar uppsetningar, er að þjálfun getur farið fram áður en búnaðurinn kemur. Þannig getur starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja öðlast haldbæra þekkingu á kerfinu og hafist handa umsvifalaust þegar það er komið í gagnið.

Starfsfólk Marel getur síðan annast fínstillingar og uppraðanir með músarsmelli, sem þýðir að komist verður hjá kostnaðarsamri og tímafrekri endurbyggingu.

Stafræn tækni á borð við sýndar- og aukinn veruleika hefur markað sér fastan sess hjá Marel, einkum og sér í lagi á sviði nýsköpunar, sölu, þjálfunar og markaðssóknar.

Reyndar notast Marel í síauknum mæli við verkfræðilausnir á sviði sýndarveruleika við framleiðsluna löngu áður en söluferlið hefst, með það að markmiði að hraða nýsköpunarferlinu og draga úr kostnaði viðskiptavina við uppsetningu.

Sjálfbærni hefur verið meginstefið í starfssemi Marel allt frá upphafi og sýndarveruleiki stuðlar að enn meiri sjálfbærni í starfssemi Marel og matvælaframleiðenda. Til dæmis má spara hráefni, orku og vatn með prófunum í sýndarveruleika fyrir gangsetningu nýrrar verkmiðju í stað þess að prófa tæki og lausnir með raunverulegu hráefni.

ALÞJÓÐLEG VIÐVERA – BEIN TENGING

Burtséð frá þessum tækninýjungum er það engu að síður fólk sem mestu máli skiptir. Fyrri helmingur þessa árs hefur undirstrikað mikilvægi þess að hafa sterka samstarfsaðila sýnilega og aðgengilega á alþjóðavísu. Þegar talað er um tengsl innan fiskvinnsluiðnaðar er vísað til kostanna við fágaðan og háþróaðan hugbúnað og samtengdan búnað.

Sterk tengsl auka hugvitssemi lausna á sviði matvælaframleiðslu og gera framleiðendum það auðveldara að mæta þörfum viðskiptavina hratt og nákvæmlega, tryggja fullan rekjanleika og hámarka nýtingu dýrmæts hráefnis.

Sem alþjóðlegur leiðtogi á sviði háþróaðar matvælaframleiðslu býður Marel allt þetta. En það sem er ekki síður mikilvægt: fólk á vegum Marel tengir við fólk innan fiskvinnsluiðnaðarins. Þau tengsl eru fyrirtækinu afar dýrmæt.

Eins og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel kemst að orði: „Við finnum stöðugt upp á nýjum og enn betri leiðum til að nýta okkur tæknina, en fólk verður alltaf í lykilhlutverki þó störfin verði annars eðlis.”

This article is from: