Hátækni gerir vinnslubúnað snjallan til að mæta óskum og pöntunum viðskiptavina fljótt og nákvæmlega og um leið fullnýta verðmætt hráefni.
Nýtt landslag í þjónustu við fiskvinnsluiðnaðinn Til að mæta þörfum fiskiðnaðarins á meðan lokunum stendur vegna Covid-19 hefur Marel aukið verulega áherslu á stafrænar lausnir og samskiptaleiðir til þess að geta áfram unnið náið með viðskiptavinum við að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu. Með lausnum á borð við gagnvirka viðburði í beinni útsendingu og sýndarveruleikalausnir munu aðstæðurnar sem upp eru komnar bylta rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar á komandi árum. Staðsetningar Marel um heim allan hafa gert fyrirtækinu kleift að veita viðskiptavinum sínum úrvalsþjónustu þrátt fyrir lokun landamæra. Staðbundin þekking og náin tengsl við fiskvinnsluiðnaðinn hafa reynst dýrmætt veganesti er fyrirtækið lagar sig hratt og vel að þörfum viðskiptavina. Þar sem fiskvinnsla hefur ávallt verið undir stífu eftirliti með ríka áherslu á hreinlæti var Marel feti framar þegar bregðast þurfti við Covid-19. Dæmi um það eru sótthreinsun handa, aðskilnaður svæða til að sporna við krossmengun og reglulegur þvottur búnaðar.
40
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
En jafnvel þegar háþróaðar og að miklu leyti sjálfvirkar verksmiðjur eru annars vegar er fólk ávallt í lykilhlutverki. Auk þeirra sem vinna sjálf störfin er það fólk sem sér um viðhald, hittir sölufólk til að ræða væntanlegar tækniuppfærslur og nýjar vörur, sækir fagsýningar til að fylgjast með nýjustu tækni, og taka á móti þjónustuaðilum frá birgjum véla og hugbúnaðar. Í þessu eru fólgin mikil mannleg samskipti og ferðalög. Viðskiptavinir Marel höfðu átt kost á fjarþjónustu og innleiðingu hugbúnaðar, sýndarskýringum á búnaði og samskiptum gegnum netið. Allt frá