5 minute read

Samstaða mikil meðal starfsfólks Síldarvinnslunnar

Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að fyrirtækið hafi haldið vinnslu yfir Covid-19 tímabilið en að hægt hafi á sölu afurða. Skip voru á sjó þegar Covid-19 stóð sem hæst og vinnslan í gangi í landi, en sem betur fer kom þetta ástand uppá tímabili þar sem uppsjávarvinnslan liggur niðri. Allir sneru bökum saman í fyrirtækinu vegna þeirra ráðstafana sem þurfti að grípa til vegna veirunnar og ekki kom til uppsagna.

Börkur MK á uppsjávarveiðum.

Bergþóra Jónsdóttir

Ljósmyndir: úr eigu Síldarvinnslunar.

,,Útflutningur á ferskum fiski hefur dregist saman. Fiskur hefur hlaðist upp í geymslum og verð hafa lækkað. Við aðlöguðum veiðina að markaðsaðstæðum. hægt var á bolfiskskipunum og veiðimynstri breytt. Ákveðnar tegundir eru þyngri en aðrar t.d. frosinn ufsi sem fer mikið inn á veitingahúsin í suður Evrópu, hann hefur verið þungur í sölu ásamt fleiri tegundum. Það er alveg ljóst að víða hafa samkomutakmarknir og lokanir á mötuneytum og veitingahúsum komið þungt niður á fiskneyslunni. Við vonum að heimurinn jafni sig fljótt á þessu áfalli en það á eftir að koma í ljós, hversu langan tíma það tekur að snúa heiminn í gang eftir þetta”segir Gunnþór.

Fólk samhent í fyrirtækinu

Ekki hefur komið til uppsagna eða skerðinga á starfshlutföllum hjá starfsmönnum fyrirtækisins. Að sögn Gunnþórs hafa starfsmenn staðið saman í að fylgja leiðbeiningum og fara eftir settum reglum. Sett var upp skipulag í vinnslunum og hluti þess er enn í gildi. ,,Þetta eru auðvitað skrítnir tímar en starfsfólkið samhent og meðvitað um nýjar reglur sem þurfti að innleiða. Það er búið að vera mikið álag á öllum í kringum þetta. Á öllum vinnustöðvum var handþvottur aukinn og notkun sótthreinsivökva og lögð áhersla á að fara eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar voru út. Snertifletir voru sótthreinsaðir reglulega og óviðkomandi heimsóknir á vinnustaði voru bannaðar. var starfsmönnum óheimilt að fara á milli starfsstöðva. Allir fundir fóru fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað. Allar upplýsingar um aðgerðir á starfsstöðvunum voru birtar á íslensku, ensku og pólsku. Sem dæmi þá var fólkinu í vinnslusal frystihússins á Seyðisfirði skipt upp í fimm hópa og enginn samgangur þeirra á milli. Mikið var lagt upp úr tveggja metra reglunni sem enn er farið eftir og því er einungis unnið á öðru hverju borði í vinnslusalnum og eins er reglan virt á kaffistofunni. Sambærilegar ráðstafanir voru gerðar í vélasal, verkstæði og í móttöku,”segir Gunnþór.

Starfsmenn verktakafyrirtækja þurftu að fara eftir ákveðnum reglum og þeim var ekki heimilt að nýta starfsmannarými. Á öðrum vinnslustöðum var svipað fyrirkomulag á þessu, skipt var uppí hópa, kaffitímar brotnir upp og svo framvegis, allar þessar aðgerðir miða af því að koma í veg fyrir að vernda starfsmenn og starfsemina.

Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

,,Útflutningur á ferskum fiski hefur snarminnkað. Fiskurinn hefur bara hlaðist upp í geymslum og verð hefur verið að lækka og orðið samdráttur í tekjum, það er það sem hefur gerst.”

Við vonum að markaðurinn fari af stað aftur en það gerist mjög rólega eins og er. Það eru að opnast glufur en það tekur samt tíma fyrir markaðinn að jafna sig.

Hertar reglur um borð í skipunum

Áhafnir skipanna hafa einnig þurft að fara eftir ákveðnum reglum og ætlast var til að þeir héldu sig eins mikið og mögulegt var út af fyrir sig eins. Þeim var skipt upp í hópa í matsal og áhöld, stólar og fleira sótthreinsað eftir hvern hóp. Áður en kolmunnaskipin héldu til veiða suður af Færeyjum snemma í aprílmánuði voru allir í áhöfnum þeirra skimaðir fyrir veirunni og var ekki lagt úr höfn fyrr en niðurstöður skimunarinnar lágu fyrir. Sjómenn jafnt og aðrir starfsmenn fyrirtækisins

Norsk-íslensk sild í veiðarfæri.

tóku sjálfir málið föstum tökum og voru sumir nánast í sjálfskipaðri sóttkví fyrir úthald

Starfsfólki á skrifstofum var líka skipt upp í hópa, t.d. var starfsfólki skrifstofu fyrirtækisins í Neskaupstað skipt upp í þrjá hópa og voru fjórir að hámarki í hverjum hópi. Fólk hittist ekki utan hópanna, hvorki á vinnustað né utan vinnu. Fyrirkomulaginu var síðan breytt frá 27. apríl og þá urðu hóparnir tveir.

Starfsfólkið á hrós skilið

Að sögn Gunnþórs á starfsfólkið hrós skilið, því allir sýndu mikinn skilning á stöðunni. ,,Allt starfsfólk Síldarvinnslunar á skilið hrós fyrir viðbrögð sín við þeim ráðstöfunum sem gerðar voru á vinnustöðunum vegna Covid-19. Ráðstafanirnar höfðu í för með sér ýmis óþægindi en allir tóku þeim af miklum skilningi og kvörtuðu ekki. Öllum er létt með eftir að tilslakanir tóku gildi, og að hlutirnir horfi til

,,Allt starfsfólk Síldarvinnslunar á skilið hrós fyrir viðbrögð sín sín við þeim ráðstöfunum sem gerðar voru á vinnustöðunum vegna Covid-19. Ráðstafanirnar höfðu í för með sér ýmis óþægindi en allir tóku þeim af miklum skilningi og kvörtuðu ekki.”

,,Loðnubresturinn er mesta áhyggjuefnið þessa stundina. Það eru brekkur í þessu og núna er það loðnan. Við höldum aftur í móti í vonina með makrílvertíðina sem er að bresta á um þessar mundir.”

betri vegar. Unnt verður að slaka á kröfum, en við höfum líka lært af þessu ástandi og innleitt regluverk sem ég tel að hluti af því sé komið til að vera. Þar á ég t.d. við aukið hreinlæti, sprittun og óþarfa flakk á milli deilda, ferðalög munu minnka með tilkomu fjarfundabúnaðar, þannig er mikilvægt að taka það jákvæða með okkur út úr þessu.

Það var hægt á öllu og sjómenn okkar hafa ekki farið varhluta af því. Við höfum þurft að hægja á bolfiskveiðum og breyta róðraplönum því hægt hefur á sölu og birgðasöfnun átt sér stað á frosnum fiski. Enn sem komið er lítur þó ágætlega út með mjöl- og lýsismarkaði.

Þetta er heimsástand sem við áttum okkur ekki enn á hvernig mun leika okkar helstu markaði. Það er hins vegar bót í máli að á því tímabili sem Covid-19 herjaði sem mest er oftast minnst um að vera hjá fyrirtæki eins og Síldarvinnslunni. Aðaltímabilið hjá okkur byrjar með makrílvertíð í júlí og bindum við miklar vonir við góða makrílveiði,”segir Gunnþór.

Loðnubresturinn stórt högg

Að sögn Gunnþórs eru menn bjartsýnir á að afurðasala færist á ný í eðlilegt horf. ,,Við vonum að markaðurinn fari af stað aftur en það gerist mjög rólega eins og við er að búast. Það eru að opnast glufur en það mun taka langann tíma fyrir markaðina að jafna sig. Stærsta höggið aftur á móti fyrir uppsjávarfyrirtæki eins og okkar um þessar mundir er loðnubresturinn annað árið í röð. ,,Loðnubresturinn er mesta áhyggjuefnið og stærsta höggið á okkur. Það muna alltaf koma brekkur í íslenskan sjávarútveg, þær geta bæði legið uppá við og niður á við, nú er brekkan uppávið í augnablikinu. Við bindum vonir við komandi makrílvertíð sem fer að bresta á. Það er alltaf ákveðin spenna í lofti í byrjun vertíðar því það er alltaf óvissa, t.d. hvar fiskurinn gengur inn í lögsöguna, hversu stór hann er og hversu mikið er af honum, hvernig verða viðbrögðin i markaðnum og svo framvegis., en öll él styttir upp um síðir og sólin fer að skína”segir Gunnþór.

This article is from: